Greinar fimmtudaginn 30. apríl 1998

Forsíða

30. apríl 1998 | Forsíða | 133 orð

50 ár frá stofnun Ísraelsríkis

ÍSRAELAR hófu í gær hátíðardagskrá í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun sjálfstæðs ríkis Gyðinga með því að blása í 50 horn sem ómuðu um allt Ísrael, enda var dagskráin sýnd beint í ísraelska sjónvarpinu. Meira
30. apríl 1998 | Forsíða | 240 orð

Hófleg bjartsýni í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FULLTRÚAR atvinnurekenda og launþega hófu í gær viðræður að nýju en

Alþýðusambandið danska hefur lagt til að samningaviðræðurnar verði milli sambandsins og félags atvinnurekenda, en ekki milli einstakra verkalýðsfélaga og vinnuveitenda þeirra og það hafa atvinnurekendur samþykkt. Meira
30. apríl 1998 | Forsíða | 219 orð

Margir styðja aðskilnað

MEIRA en helmingur færeysku þjóðarinnar vill breytingar á sambandinu við Danmörku og aukna sjálfstjórn eftir því sem fram kemur í skoðanakönnun sem birt er í Sósíalurin í dag, sama dag og fram fara þingkosningar í Færeyjum. Meira
30. apríl 1998 | Forsíða | 111 orð

Nemtsov fer með orkumál

RÚSSNESKI umbótasinninn Borís Nemtsov, sem hefur verið skipaður aðstoðarforsætisráðherra, sagði í gær að hann ætti að fara með orku- og eldsneytismál í nýju stjórninni í Rússlandi. Þessi málaflokkur er mjög mikilvægur í rússnesku efnahagslífi. Meira
30. apríl 1998 | Forsíða | 355 orð

Samþykktar nýjar refsiaðgerðir gegn Serbum

TENGSLAHÓPURINN svokallaði samþykkti í gær að grípa til nýrra refsiaðgerða gegn Serbum vegna ástandsins í Kosovo-héraði. Á fundi hópsins í Róm í gær var niðurstaðan nú að frysta eignir Serba erlendis, að sögn franska fulltrúans í hópnum. Meira

Fréttir

30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

100 manna veisla á Borginni

AÐ LOKINNI vígslu borgardómara og kirkjulegri blessun yfir Þráni Meyer og M¨uruvet Basaran nk. laugardag verður efnt til veislu á Hótel Borg fyrir 100 manns í boði tölvufyrirtækisins Fronts. Þráinn Meyer sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að borgardómari myndi gefa þau M¨uruvet saman kl. 17 á laugardag. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

1. maí-kaffi í Garðabæ

BÆJARBÚUM er boðið í 1. maí- kaffi í kosningamiðstöð Garðabæjarlistans á hátíðisdegi verkalýðsins frá kl. 16­18 í Hagkaupshúsinu, Garðatorgi. Þar mun Sigurður Björgvinsson, efsti maður á J-lista, flytja ávarp og einnig verða tónlistaratriði. Kosningamiðstöð Garðabæjarlistans í Hagkaupshúsinu er opin frá kl. 17­20 virka daga. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 413 orð

Aðgerðum skattayfirvalda líkt við herinnrás

BANDARÍSKA skattstofan (IRS) hefur upp á síðkastið sætt sívaxandi gagnrýni fyrir harkaleg vinnubrögð og jafnvel ofsóknir á hendur einstaklingum og fyrirtækjum. Í gær greindu nokkrir kaupsýslumenn fjármálanefnd bandarísku öldungadeildarinnar frá því hvernig framkoma IRS í garð þeirra hefði verið en í næstu viku verða tekin til umræðu lög um breytt fyrirkomulag skattheimtu. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Arafat biðlar til Ísraela YASSER Arafat, leiðtogi Pa

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagðist í gær vonast til þess að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, myndi í væntanlegum friðarviðræður í London samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að gyðingar láti Palestínumönnum í hendur 13% lands á Vesturbakkanum. Þannig yrði hoggið á hnútinn sem kominn er á viðræðurnar. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 631 orð

Áfram unnið að gerð fjölþjóðlegs fjárfestingasamnings

ÁRLEGUR ráðherrafundur Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, OECD, var haldinn í vikunni í París. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra sátu fundinn fyrir Íslands hönd. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 618 orð

Áhersla á að verja ósýkt svæði

"HALDIÐ verði óbreyttri stefnu með áherslu á að verja ósýkt svæði fram til sumars þegar heilsa og ástand hrossa er hvað best og mótstaða gegn sjúkdómum þá mest. Varnarlínum verði aflétt á tímabilinu 15. júní til 1. júlí. Engar hömlur verði á starfsemi ferðaþjónustu á hestum innan varnarsvæða meðan reglna um sóttvarnir er gætt. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Áhersla á tengslin á nýrri öld

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að á fundi Bills Clintons Bandaríkjaforseta með kínverskum ráðamönnum í Peking í júní yrði áherslan á framtíðarsamskipti ríkjanna en þau hafa lengi verið í skugga blóðbaðsins á Tiananmen- torgi 1989. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

Áreitti unglingsstúlku ítrekað

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt tæplega sjötugan mann í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, til þriggja ára, fyrir kynferðisbrot gegn stúlku fæddri 1983. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða móður stúlkunnar, fyrir hönd stúlkunnar sem er ófjárráða, 430 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur og lögmannsaðstoð, auk samtals 250 þúsund króna í málskostnað. Meira
30. apríl 1998 | Miðopna | 1408 orð

Berskjölduð á borði vísindanna

SAMHLIÐA endurskoðuðu frumvarpinu um gagnagrunninn verður lagt fram nýtt frumvarp um lífsýni sem tekur m.a. til vefjasýnasafnsins sem nær allt aftur til ársins 1934. Frummælendur á málþinginu nálguðust umræðuna frá ýmsum sjónarhornum en allir voru sammála um það að frestun frumvarpsins gæfi Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Bílaleiga Flugleiða kaupir 36 Opel Corsa

BÍLALEIGA Flugleiða samdi nýlega við Bílheima ehf. um kaup á 36 Opel Corsa bílum. Á síðasta ári keypti bílaleigan 35 Corsa bíla og er ætlunin að bjóða 60 slíka bíla til leigu í sumar. Opel Corsa er í flokki minni bíla sem Bílaleiga Flugleiða hefur ekki haft á boðstólum þar til í fyrra. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 400 orð

Breytingar lögmætar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær borgarstjórann í Reykjavík, Tríton ehf., Gerpi sf. og Renötu Erlendsson af kröfum aðalstefnanda, Valdimars Jóhannessonar, sem gerði kröfu um breytingar á 1. hæð Hafnarstrætis 20 og skaðabætur að upphæð rúmlega 4,5 milljónir kr. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Brot á reglum um friðlýsingu Þjórsárvera

AÐALFUNDUR Fuglaverndarfélags Íslands, sem haldinn var í Norræna húsinu nýlega, mótmælir harðlega áformum Landsvirkjunar um gerð 62 ferkílómetra miðlunarlóns í friðlandinu í Þjórsárverum, enda muni slíkt lón valda óbætanlegum spjöllum á þessu einstæða og heimsþekkta friðlandi, að því er segir í ályktun fundarins. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Búist við svörum í næstu viku

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra skýrði frá því í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að skriflegra svara við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnaðarmanna, um kaup Landsbanka Íslands á veiðileyfum í Hrútafjarðará væri að vænta í næstu viku. Þetta sagði ráðherra eftir að Jóhanna hafði innt hann eftir því hvenær búast mætti við að svörin yrðu lögð fram á Alþingi. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Bændur brenna sinu

MEÐ leyfi sýslumanns er heimilt að brenna sinu fram til 1. maí eins og bændur undir Hafnarfjalli nýttu sér í gær. Að sögn lögreglunnar á Akranesi gekk bruninn slysalaust fyrir sig og í dag er spáð rigningu. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

ÐSjúkraflutningamenn utan til náms

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands hefur veitt sex starfsmönnum Slökkviliðs Reykjavíkur styrk til náms á sviði sjúkraflutninga í Center for Emergency Medicine í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Fimm starfsmenn fengu styrk til fjögurra vikna verklegrar þjálfunar og einn til náms í "paramedic" í eitt ár. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 609 orð

Eyddu þremur nóttum um borð í kvínni

NOKKUR hundruð manns söfnuðust saman við Hafnarfjarðarhöfn á ellefta tímanum í gær þegar flotkvíin sem velkst hefur um hafið undanfarnar vikur kom til hafnar. Nokkurn tíma tók að koma kvínni að landi enda erfitt að stjórna ferð átta þúsund tonna kvíar. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 414 orð

Ferð Heimsklúbbsins á listahátíð

AÐ loknu fjölsóttu námskeiði Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands um líf og list tónjöfursins Beethovens undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, gefst almenningi nú kostur á að rifja upp tónlistarsöguna á slóðum snillinganna í tónlistarhöfuðborg heimsins, sem Vínarborg var frá dögum Haydns, Mozarts og Beethovens og allar götur síðan, þar sem tónlistin situr í hásæti listanna, Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fíkniefni og þýfi í Kópavogi

TVEIR menn voru handteknir í bifreið á Kringlumýrarbraut í fyrrinótt sökum gruns um að ökumaðurinn væri ölvaður. Við nánari eftirgrennslan fannst lítilræði af fíkniefnum í fórum þeirra og voru þeir færðir á lögreglustöðina í Kópavogi vegna málsins. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fjármálaupplýsingar á Fréttavef

NÚ ER hægt að tengjast Fjármálatorgi Verðbréfaþings Íslands frá Fréttavef Morgunblaðsins með því að smella á hnapp, merktan Fjármálatorgi, sem er á vinstri hluta forsíðu Fréttavefjarins. Á Fjármálatorgi er að finna ýmsar upplýsingar um fjármál og viðskipti. Með sama hætti er hægt að tengjast Fréttavef Morgunblaðsins af heimasíðu Fjármálatorgs. Netslóð Fjármálatorgs er www.fjarmal. Meira
30. apríl 1998 | Landsbyggðin | 155 orð

Framboðslisti Samstöðu og sameiningar

Vaðbrekku, Jökuldal. FRAM er kominn framboðslisti Samstöðu og sameiningar vegna sveitarstjórnarkosninganna 23. maí í sameinuðu sveitarfélagi Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa. Málefnaskrá framboðslistans í tíu liðum og listinn sjálfur voru samþykkt á fundi í Tungubúð þar sem mættu rúmlega þrjátíu manns. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Framreiðslunemar sýna á Hótel Sögu FRAMREIÐSLUNEMAR við Menntaskól

FRAMREIÐSLUNEMAR við Menntaskólann í Kópavogi opna sýningu fimmtudaginn 30. apríl kl. 17 á uppdekkuðu borði á vegum forvarnarátaksins "20,02 hugmyndir um eiturlyf" við innganginn við Mímisbar á Hótel Sögu. Sýningin er opin gestum og gangandi til sunnudagsins 3. maí og er aðgangur ókeypis. Sýning framreiðslunema er 9. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Frjáls för fólks innan EES

HALDINN verður opinn fundur um frjálsa för fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, á vegum utanríkisráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins, fimmtudaginn 30. apríl 1998 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1, kl. 13.00. Sigríður Snævarr sendiherra setur fundinn. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Frjósamt tríó á faraldsfæti

TRIO Nordica gerði víðreist um Mið- og Vestur-Svíþjóð nýverið. Fimm tónleikar voru haldnir á jafnmörgum stöðum, í Folkets Hus í Ulrikehamn, í Gunnebo- höll í Mölndal, í Marieholm, Mariestad, í Immanuelskirkjunni í Borås og í Länsteatern í Skövde. Var tríóinu alls staðar vel tekið og dómar í blöðum voru lofsamlegir. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 480 orð

Getuleysispilla slær í gegn

Getuleysispilla slær í gegn Konur sýna lyfinu, sem ætlað er körlum, mikinn áhuga Washington, London. The Daily Telegraph. PILLA sem sögð hefur verið "töfralausn" á getuleysi karla, hefur slegið öll sölumet í Bandaríkjunum á þeim rúma hálfa mánuði sem hún hefur verið til sölu. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 921 orð

GLEÐI Í SKUGGA KVÍÐANS Á undanförnum fimmtíu árum hafa Ísraelar sannað styrk sinn, byggt upp velferðarþjóðfélag og unnið hvert

ÞRÁTT fyrir að Ísraelar noti að jafnaði rómverska tímatalið reikna þeir flesta trúarlega og þjóðlega atburði út frá hebreska tímatalinu sem reiknað er út frá gangi tunglsins. Mánuðir hebreska tímatalsins eru styttri en mánuðir þess rómverska og því er 13. mánuðinum bætt inn í það á nokkura ára fresti. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hátíðarkaffi og tombóla í MÍR EINS og undanfarin ár efnir félagið

EINS og undanfarin ár efnir félagið MÍR til kaffisölu í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 1. maí nk. á alþjóðlegum baráttu- og hátíðsdegi verkalýðsins. Boðið verður að venju upp á hátíðarkaffi MÍR, hlaðborð með girnilegum tertum, kökum og brauði. Teikni- og brúðumyndir verða sýndar í bíósalnum og efnt til lítillar hlutaveltu. Kaffisalan hefst kl. 14 en kvikmyndarnar verða sýndar kl. 15­17. Meira
30. apríl 1998 | Landsbyggðin | 249 orð

Héraðsfundur í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi

Stykkishólmi- Héraðsfundur var haldinn í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi í Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. apríl. Um var að ræða aukafund. Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur Kirkjuráðs, og Ragnhildur Benediktsdóttur, skrifstofustjóri Biskupsstofu, komu og kynntu sóknarnefndarmönnum og prestum ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra um stöðu, Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 683 orð

Hjól þjóðfélagsins snúast æ hægar

VERKFALLSVAKT er víða staðin í Danmörku og verkafólk kemur einnig saman til að halda uppi stemmningunni og sækja sér félagsskap. Verkfallið fer frá og með í dag að hafa alvarleg áhrif, því nú bætist bensínskortur ofan á annað. Frá og með í dag verður vart hægt að kaupa bensín á bensínstöðvum á Sjálandi og sama verður uppi á tengingnum víðast annars staðar á morgun. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 108 orð

Hláturdraugur

Hláturdraugur London. The Daily Telegraph. FULLYRT er að draugur gangi ljósum logum í nýju Aldamótahvelfingunni í London og geri gestum og gangandi þar lífið leitt. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Hrossaræktendur fá skuldbreytingar

STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti í gær að veita hrossaræktendum tveggja ára greiðslufrest á lánum sínum við stofnunina vegna þeirra erfiðleika sem hrossaræktendur eiga við að etja í kjölfar stöðvunar á hrossaútflutningi. Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stjórn stofnunarinnar hefði samþykkt þessa afgreiðslu málsins. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Ísland í 5. sæti á eftir Lúxemborg

LANDSFRAMLEIÐSLA hér á landi jókst um 5% á liðnu ári. Að mati OECD var landsframleiðsla á íbúa á Íslandi 17% hærri en að meðaltali í OECD-ríkjunum og var Ísland í 5. sæti á eftir Lúxemborg, Bandaríkjunum, Sviss og Noregi. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Meira
30. apríl 1998 | Landsbyggðin | 121 orð

Íslandsmeistari krýndur í Svarta-Pétri

Selfossi-Smári Ársælsson frá Selfossi sigraði á Íslandsmeistaramótinu í Svarta-Pétri sem fram fór nýlega á Sólheimum í Grímsnesi. Þetta er annað árið í röð sem Smári sigrar á þessu skemmtilega spilamóti. Í öðru sæti á mótinu varð Kristín Þóra Albertsdóttir á Selfossi og í þriðja sæti varð Erla Björk Sigmundsdóttir, Undirhlíð á Sólheimum. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Kaffi og hlutavelta í Drangey

KVENNADEILD Skagfirðingafélagsins í Reykjavíku verður með veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Stakkahlíð 17, föstudaginn 1. maí kl. 14. Kvennadeildin hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu síðan 1963 og markmiðið hefur verið að efla og styrkja líknarmál í Skagafirði og víðar með fjárframlögum til ýmissa mála s.s. tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Skagfirðinga á árum áður. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1214 orð

"Kjósum metnað og betri skóla"

SAMBAND foreldrafélaga og foreldraráða í skólum, Samfok, efndi til fundar um áherslur og framtíðarsýn framboðslistanna tveggja, er bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor, á grunnskólamál borgarinnar. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kona brenndist í sturtu

HÁLFÞRÍTUG kona hlaut í gær 1. og lítilsháttar 2. stigs bruna af völdum hitaveituvatns, eftir að skrúfað var fyrir kalt vatn á sama tíma og hún var í sturtu. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið þar sem hún gekkst undir meðferð. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Leikskólagjöld á Húsavík gagnrýnd

Í FEBRÚARMÁNUÐI sl. gerði Verðlagseftirlit ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna könnun á gjaldskrám leikskóla. Í könnuninni kom m.a. í ljós að leikskólagjöld voru einna hæst á Húsavík af öllum sveitarfélögum. Þessi niðurstaða kom bæjarfulltrúum, leikskólanefnd og foreldrum á Húsavík á óvart, segir í fréttatilkynningu frá Verslunarmannafélagi Húsavíkur. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 89 orð

Lokahönd lögð á evróið

FABIENNE Courtiade, myndristumaður hjá frönsku myntsláttunni, leggur lokahönd á myndmótið fyrir útlit þeirra evró-myntpeninga sem settir verða í umferð í Frakklandi. Um helgina leggja leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) lokahönd á stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu með því að ákveða formlega að ellefu lönd verði meðal stofnaðila að bandalaginu um næstu áramót. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 611 orð

Lögboðinn frestur útrunninn er ákvörðun var tekin

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála felldi í gær úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs um ógildingu á yfirtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ákvörðun samkeppnisráðs hefði verið tekin eftir að tveggja mánaða lögboðinn frestur var runninn út. Samkeppnisráð hefur ákveðið að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla. Meira
30. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Níu umsóknir um stöðu skólastjóra

ALLS bárust níu umsóknir um stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit en umsóknarfrestur rann út nýlega. Umsóknirnar voru lagðar fram á fundi hreppsnefndar í gær, sem vísaði þeim til skólanefndar og óskaði eftir umsögn nefndarinnar. Umsækjendur um stöðuna eru; Anna Guðmundsdóttir, Eyjafjarðarsveit, Árni Þorsteinsson, Fáskrúðsfirði, Bergljót V. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Nýr garðvörumarkaður í Blómavali

BLÓMAVAL opnar nýjan garðvörumarkað í gróðurhúsunum við Sigtún föstudaginn 1. maí. Á þessum garðvörumarkaði verður hægt að fá allt sem tengist ræktun garða og sumarbústaðalanda. Á boðstólum verður úrval af garðverkfærum, jurtalyfjum, áburði og öðrum ræktunarvörum. Alla daga verður garðyrkjufræðingur að störfum og veitir ráðgjöf og faglegar leiðbeiningar. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ný stjórn Íslandsfélagsins í Sviss ÍSLANDSFÉLAGIÐ í Sviss

ÍSLANDSFÉLAGIÐ í Sviss hélt aðalfund sinn 25. apríl sl. Nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins. Nýr forseti var kjörinn dr. Jóhannes Vigfússon en Martin Schuler varaforseti. Aðrir í stjórn félagsins eru Birna Hjaltadóttir, Helga Kemp, Anna B. Michelsen, Boris A. Specker, Dirk Strohmann og Bjarki Zóphoníasson. Fráfarandi forseti félagsins, dr. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

Rúmar 30 milljónir

AUÐGUNARBROTADEILD Lögreglunnar í Reykjavík hefur nú til rannsóknar meint fjársvik og falsanir í viðskiptum með notaðar bifreiðar sem taldar eru nema ríflega 30 milljónum króna. Bílasali um fertugt, sem skilaði inn leyfi sínu til bílasölu í seinasta mánuði, er grunaður um umrædda starfsemi. Hann var í gær úrskurðaður í 7 vikna farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Rætt um að sameina Vindhælishrepp Skagahreppi

VERIÐ er að kanna möguleika á því að sameina Vindhælishrepp í A-Húnavatnssýslu Skagahreppi. Þá yrði til nýtt sveitarfélag með samtals 91 íbúa, miðað við íbúatölur 1. desember síðastliðinn. Þá bjuggu 32 íbúar í Vindhælishreppi, sem er undir því 50 íbúa lágmarki sem þarf til þess að sveitarfélag geti staðið eitt. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Samherji kaupir nótaskip í Noregi

SAMHERJI hf. á Akureyri er að ganga frá kaupum á stóru nótaskipi í Noregi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Um er að ræða nýlegt skip með mikla frystigetu og fullkominn sjókælibúnað. Seljandi skipsins mun vera norskt fyrirtæki sem á næstunni fær afhent nýtt skip í stað þess sem Samherji kaupir. Skipið hefur stundað veiðar á uppsjávarfiski, s.s. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Samvinnuháskólinn á Bifröst fær tækjagjöf

SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst hefur fengið tvo tölvuskjávarpa og nokkur aukatæki að gjöf frá sjö fyrirtækjum. Forráðamenn fyrirtækjanna afhentu tækin við athöfn fyrir skömmu. Þessi nýju tæki koma að góðum notum við kennslu í Samvinnuháskólanum. Þau bæta einnig verulega ráðstefnuaðstöðu á Bifröst. Tækin verða til sýnis í opnu húsi í Samvinnuháskólanum 2. maí n.k . Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Siðblindan, Landsbankinn og sameignir þjóðarinnar

UM 270 manns sóttu málþing sem Samtök um þjóðareign héldu undir yfirskriftinni Siðblindan, Landsbankinn og sameignir þjóðarinnar um helgina. Frummælendur voru Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, Illugi Jökulsson rithöfundur og Bárður Halldórsson, varaformaður Samtaka um þjóðareign. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Sigríður Anna formaður

ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins kaus Sigríði Önnu Þórðardóttur formann þingflokksins og Sólveigu Pétursdóttur varaformann. Að sögn Ólafs G. Einarssonar forseta þingsins, var ákveðið að bíða með kosningu þriðja manns í stjórn þingflokksins þar til síðar, þar sem þingmenn voru ekki allir viðstaddir. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 156 orð

Sigurvissa Kohls óhögguð

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, var í gær að loknu tveggja vikna fríi mættur aftur til leiks í baráttuna fyrir endurkjöri ríkisstjórnar sinnar í þingkosningum í haust. Lýsti kanzlarinn því yfir að sigurlíkur sínar væru óbreyttar, þrátt fyrir slæmt gengi í skoðanakönnunum að undanförnu. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Síðdegiskaffi í Perlunni

NEMENDUR Samvinnuskólans í Reykjavík er útskrifuðust vorið 1941 hafa síðustu árin tekið upp þann sið að hittast og drekka saman síðdegiskaffi í Perlunni til að fagna vorinu og til að endurnýja hin gömlu góðu kynni 1. maí. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Skeifudagar á Hólum

HIN árlega skeifukeppni Hólanema verður 1. maí nk. og hefst hún kl. 13. Þar verður keppt um Morgunblaðsskeifuna, ásetuverðlaun Félags tamningamanna og Eiðfaxabikarinn um best hirta hestinn. Skeifukeppnin verður með nýju sniði, meiri spenna, hröð skipti atriða. Keppni í fjórgangi og fimmgangi. Nemendur á reiðkennarabraut sýna skeið og í reiðhöllinni verða leiknar ýmsar listir á hestum. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 475 orð

Slökkviliðsmenn vilja átak í brunamálum

ÞING Landssambands slökkviliðsmanna var haldið á dögunum. Þingið telur að Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands gegni enn mikilvægu hlutverki í brunamálum líkt og fyrirrennari þess, BÍ, gerði og telur þess vegna óráðlegt að leggja félagið niður eins og tillaga hefur komið um á Alþingi. Í ályktun fundarins segir m.a: "Ástand og aldur slökkvibifreiða á Íslandi er óásættanlegur. Meira
30. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Smíði reiðbrúar yfir Eyjafjarðará lokið

SMÍÐI nýrrar reiðbrúar yfir Eyjafjarðará, á móts við Melgerðismela í Eyjafjarðarsveit, lauk í gær. Reiðbrúin, sem er trébrú á stálbitum, er 36 metra löng og 2,5 metrar á breidd. Það er Vegagerðin sem stóð fyrir þessari framkvæmd og var kostnaður við verkið rúmar 6 milljónir króna. Framkvæmdir við verkið hófust 18. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sprækur hrútur

Morgunblaðið/RAX Á NEÐRI-PRESTHÚSUM í Reynishverfi í Mýrdal þar sem búa Hrefna Finnbogadóttir og Einar Klemenzson eru fædd yfir 40 lömb og leikur grunur á að sprækur hrútur hafi komist til ánna fyrr en til stóð. Á myndinni eru krakkarnir á Neðri-Presthúsum með tvo heimalninga. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Starfsmannastefna Hafnarfjarðarbæjar

STARFSMANNAFÉLAG Hafnarfjarðarbæjar stendur fyrir opnum fundi um starfsmannastefnu Hafnarfjarðarbæjar. Fundurinn verður í Álfafelli í Íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 30. apríl og hefst kl. 17. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Stefnt að 10% fólksfjölgun á landsbyggðinni

LÖGÐ hefur verið fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum árin 1998 til 2001 sem hefur það að markmiði að treysta búsetu á landsbyggðinni. Er stefnt að því að fólksfjölgun þar verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 155 orð

Stríð á hendur einkabílnum í Ósló

BORGARSTJÓRNIN í Ósló samþykkti í gær að herða reglur verulega um bílaumferð til að stemma stigu við sívaxandi loftmengun í borginni. Samþykkt var að banna akstur helmings bifreiða í borginni, banna nagladekk og lækka hámarkshraða úr 80 í 60 km/klst þegar loftmengunin fer yfir ákveðin mörk. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið hver þau eru, að því er segir í Aftenposten. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Stuðningur við nýtt skipulag

116 ÍBÚAR í Grundahverfi á Kjalarnesi hafa lýst yfir stuðningi við nýsamþykkt skipulag í hverfinu og taka ekki undir óánægju þeirra íbúa, sem skrifað hafa undir mótmæli vegna breytinga á skipulaginu. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 153 orð

Svíar fullgilda Amstardam-sáttmálann

SÆNSKA þingið staðfesti í gær Amsterdam-sáttmálann, endurskoðaðan stofnsáttmála Evrópusambandsins (ESB). 226 þingmenn studdu staðfestinguna en 40 greiddu atkvæði á móti. 7 sátu hjá og 76 þingmenn voru fjarverandi er atkvæðagreiðslan fór fram. Meira
30. apríl 1998 | Landsbyggðin | 172 orð

Svæðisskrifstofa RKÍ á Austurlandi opnuð

Reyðarfirði-Opnuð hefur verið Svæðisskrifstofa Austurlands. Hún er til húsa í Ráðhúsi Reyðarfjarðar á Búðareyri 7. Hlutverk skrifstofunnar er að halda utan um starfsemi deildanna innan fjórðungs og utan. Fréttabréf verður gefið út eftir þörfum. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 210 orð

Tilboði BMW tekið

BRESKA verkfræðifyrirtækið Vickers kvaðst í gær hafa samþykkt að selja þýska bílafyrirtækinu BMW Rolls-Royce bílaverksmiðjurnar bresku fyrir 340 milljónir punda, andvirði rúmra 40 milljarða króna. Þýska bílafyrirtækið Volkswagen kvaðst þó ekki hafa gefið upp vonina um að geta keypt verksmiðjurnar og ætlar að leggja fram nýtt kauptilboð. Meira
30. apríl 1998 | Landsbyggðin | 130 orð

Tilboð opnuð í efni fyrir væntanlega hitaveitu

Stykkishólmi-Hönnun hitaveitu fyrir Stykkishólm stendur nú yfir og er reiknað með að framkvæmdir hefjist í sumar. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. tók að sér að hönnun og undirbúning framkvæmda. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Tíu mánaða skólaár í Reykjavík

ÁRNI Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum kynnti hugmynd D- listans um tíu mánaða skólaár í grunnskólum borgarinnar á fundi Samfoks um framtíð grunnskólanna á þriðjudagskvöldið. Hugmynd Árna felst í því að grunnskólar Reykjavíkurborgar bjóði tíunda mánuð skólaársins sem val. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Togarinn Runólfur seldur til Rússlands

GUÐMUNDUR Runólfsson hf. í Grundarfirði er nú að ganga frá sölu á togaranum Runólfi SH sem hefur verið í eigu fyrirtækisins frá árinu 1974. Skipið verður selt til Rússlands og er kaupverð um 103 milljónir króna. Fyrirtækið á einnig togarann Hring og mun hann sjá því fyrir fiski til vinnslu. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Úrskurðinum skotið til dómstóla

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun samkeppnisráðs að ógilda yfirtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Samkeppnisráð sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem úrskurði nefndarinnar er mótmælt og hefur ráðið ákveðið að skjóta honum til dómstóla. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Varð undir tönn

MAÐUR hlaut áverka á höfði og annarri hendi í vinnuslysi í Sundahöfn laust fyrir klukkan fjögur í gærdag, þegar verið var að setja tönn af snjótroðara inn í gám. Gámurinn stóð uppi á tengivagni vörubifreiðar og voru tveir lyftarar notaðir til að koma tönninni inn í gáminn. Rann tönnin til á brettinu og lenti á herðum mannsins, með þeim afleiðingum að hann féll niður. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Vilja semja við Jósefssystur

BÆJARSTJÓRANUM í Garðabæ hefur verið falið að leita eftir samningum við reglu Sankti Jósefssystra um leigu á húsnæði þeirra við Holtsbúð þar í bæ. Eru þær orðnar fáar í stóru húsnæði og vilja gjarnan leigja og hafa bæjaryfirvöld haft augastað á húsnæðinu sem dvalar- og hjúkrunarheimili og sem miðstöð fyrir þjónustu við aldraða í bænum. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vilja strax ræða um frumvarp umhverfisráðherra

SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, fór fram á það í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að frumvarpið um breytingu á lögum um skipulags- og byggingarmál, sem Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra kynnti á Alþingi í fyrradag, yrði strax tekið til umræðu á Alþingi eða á sama þingfundi og frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Vígsla í Dómkirkjunni SÉRA Sigurður Sigurðarson, vígslu

Vígsla í Dómkirkjunni SÉRA Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, vígði Sigurð Rúnar Ragnarsson, cand. theol., til að vera prestur í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastdæmi sunnudaginn 26. apríl sl. Hér er um að ræða hálft starf launað af sókninni sjálfri. Vígsluvottar voru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Seljaprestakalli, dr. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs

VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 3. maí nk. kl. 14­18 í Snælandsskóla við Furugrund en þar er aðalaðsetur skólans. Á þessari sýningu verður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: bókband, bútasaumur, fatasaumur, glerlist, kántrýföndur, körfugerð, silfursmíði, skrautritun, trésmíði, trölladeig, Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Yfir 53 milljónir á tveimur árum

HEILDARGREIÐSLA ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota var samtals 53.325.162 kr. á árunum 1996 og 1997. Skiptist greiðslan á milli 105 aðila og nam hæsta einstaka greiðslan á tímabilinu 3.152.162 kr. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um útgjöld vegna laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Umrædd lög tóku gildi hinn 1. Meira
30. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ingimar Sigurðssyni og Guðlaugi Birni Ásgeirssyni, fyrrum stjórnarmönnum Félags löggiltra bifreiðasala: "Á fundi Félags löggiltra bifreiðasala 26. febrúar 1998 var ákveðið að leggja félagið niður í þeirri mynd sem það hefur starfað sl. Meira
30. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 281 orð

(fyrirsögn vantar)

SKÆRULIÐASAMTÖK Baska (ETA) sögðu í yfirlýsingu í gær að friðarsamkomulagið sem náðist á N-Írlandi um páskana gæti innihaldið vísbendingar um hvernig hægt sé að binda enda á óöldina í Baskalandi. ETA segist horfa með velþóknun til þess að friðarsamkomulagið á N-Írlandi inniheldur heildarlausn og að tekið sé tillit til allra þátta deilunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

30. apríl 1998 | Staksteinar | 299 orð

»Stéttarmúrar rofnir STÉTTARMÚRAR rofnir, almannafé betur nýtt er fyrirsögn á

STÉTTARMÚRAR rofnir, almannafé betur nýtt er fyrirsögn á leiðara Sjúkraliðans, sem Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður ritar. Þar segir m.a. að stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld á Norðurlöndum stefni nú að róttækum breytingum á heilbrigðiskerfi landanna til að mæta breyttum aðstæðum. Meira

Menning

30. apríl 1998 | Menningarlíf | 338 orð

7 styrkir afhentir í fyrsta sinn

MENNINGARSJÓÐUR Sjóvár- Almennra trygginga hf. var stofnaður í lok árs 1997 en tilgangur sjóðsins er að veita styrki til eflingar málefnum sem horfa til heilla í íslensku samfélagi, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Stjórn sjóðsins skipa: Ólafur B. Thors, Hjalti Geir Kristjánsson og Jóhann E. Björnsson. Alls er fyrirhugað að úthluta 5 millj. kr. Meira
30. apríl 1998 | Leiklist | 495 orð

Byggðin mín fagra og bjarta

Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttir. Höfundar tónlistar: Eiríkur Bóasson, Ingólfur Jóhannsson, Jóhann Jónasson. Höfundar texta: Hannes Örn Blandon, Helga Ágústsdóttir, Óttar Björnsson, Þórarinn Hjartarson. Leikstjórn: Helga Elínborg Jónsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra: Helga Ágústsdóttir. Ljósahönnuður: Björn Guðmundsson. Sviðsmynd: Helga Jónsdóttir, Halldór Sigurgeirsson o.fl. Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 110 orð

Býður bekknum á Bugsy Malone SÖN

Býður bekknum á Bugsy Malone SÖNGLEIKURINN Bugsy Malone hefur notið mikilla vinsælda og hér á dögunum kom tíu þúsundasti gesturinn á sýninguna. Af því tilefni var dregið í "Bugsy Malone leiknum", sem er spurningaleikur, sem fylgir leikskrá söngleiksins. Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Cameron fluttur að heiman

LEIKSTJÓRINN James Cameron siglir ekki lygnan sjó í einkalífinu um þessar mundir. Fregnir herma að hann eigi í hjónabandserfiðleikum og hafi flutt af heimili sínu og eiginkonunnar Lindu Hamilton í síðustu viku. Orðrómur gengur nú fjöllunum hærra að Cameron hafi yfirgefið Lindu vegna annarrar konu. Meira
30. apríl 1998 | Leiklist | 701 orð

Ekki verr en ágætlega

Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Halla Rún Tryggvadóttir Tónlistarstjóri: Jósep Sigurðsson Lýsing: Jón Arnkelsson Leikmynd: Sigrún Valbergsdóttir, Sveinbjörn Magnússon, Sigurður Sigurðarson Búningar: Dómhildur Antonsdóttir Förðun og hár: Steinunn Áskelsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Sædís Egilsdóttir, Elísa Ásgeirsdóttir, Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 886 orð

Endurnýjun lífdaga

Sviðsetning: Egill Eðvarðsson. Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. Dansstjórn: Jóhann Örn. Hljóðfæraleikarar: Gunnar Þórðarson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Kjartan Valdimarsson, Kristinn Svavarsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson. Söngvarar: Birgitta Haukdal, Erna Þórarinsdóttir, Hulda Gestsdóttir, Kristján Gíslason, Rúna G. Stefánsdóttir og Sigurður H. Ingimarsson. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 265 orð

Erlendir gestalistamenn

ÞAU eiga það sameiginlegt að fást við mannslíkamann, sinn eigin og annarra, með einum eða öðrum hætti. Louise Bourgeois er frönsk myndlistarkona á níræðisaldri sem býr og starfar enn af miklum eldmóð í New York. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 227 orð

Fatamenning

MEÐAL viðburða á Nýlistasafninu í tengslum við verkefnið Flögð og fögur skinn má auk þátttöku fjölmargra myndlistarmanna nefna tískusýningar íslenskra fatahönnuða í samstarfi art.is og Eskimo Models. Filippía Elísdóttir er ein þeirra hönnuða sem verða með sýningu í safninu. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 87 orð

Fjórar klassískar söngkonur

HÚSAVÍKURKIRKJA bauð til tónleika í kirkjunni á sumardaginn fyrsta, þar sem fjórar klassískar söngkonur í sumarskapi skemmtu við góða aðsókn og hrifningu áheyrenda. Söngkonurnar eru sunnan heiða, þótt tvær þeirra séu barnfæddir Húsvíkingar. Þær eru söngkonurnar Margrét J. Pálmadóttir, Björk Jónsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 434 orð

Frá A til Ö: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar

KLAPPARSTÍGURINN er orðin ein helsta skemmtanagata borgarinnar. Við hann standa fjögur öldurhús, veitingastaður, vídeóleiga og sjoppa. Bíóbarinn stendur á mótum Klapparstígs og Hverfisgötu, eins og hann hefur gert síðan 1991. Eins og nafnið gefur til kynna er staðurinn tileinkaður kvikmyndum, sem eru einskonar þema í skreytingum á efri hæðinni. Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 167 orð

Geisladiskur úr Frostrokki NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta

NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur gefið út geisladisk með lögum hljómsveita í árlegri tónlistarkeppni félagsins, sem ber heitið Frostrokk. Keppnin í vetur var hin tólfta, sem haldin hefur verið á Akranesi, og hefur jafnan verið afar góð aðsókn á keppnina og var svo einnig nú. Meira
30. apríl 1998 | Tónlist | 505 orð

Gleymdir gimsteinar

Verk eftir Jón Leifs, Saint-Saëns, Pál Ísólfsson, Áskel Jónsson, Höller, Bach og Brevi. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran; Inga Rós Ingólfsdóttir, selló; Hörður Áskelsson, orgel. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 26. apríl kl. 17. Meira
30. apríl 1998 | Bókmenntir | 521 orð

Glæpasaga frá Miami

Barbara Parker: "Criminal Justice". Signet Fiction 1988. 438. "HVÍLÍK heppni að búa í Suður - Flórída!" segir bandaríski spennusöguhöfundurinn Barbara Parker. "Hvar annarstaðar í heiminum getur rithöfundur fundið jafn skrautlegt safn af persónum og yndislegar þversagnir? Miami er auðvitað öfgafull borg. Efnishyggjan ræður ríkjum, hún er hávaðasöm og innantóm. Meira
30. apríl 1998 | Kvikmyndir | 355 orð

Hamagangur í Harlem

Leikstjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Tim Roth, Andy Garcia, Vanessa Williams, Cicely Tyson. United Artists. 1997. EINN stærsti gallinn við mafíumyndina "Hoodlum" í leikstjórn Bills Dukes er sá að allir í henni eru svo greinilega að leika mafíósa í gangstermynd að þeir verða eins og óvart hlægilegir. Það er eins og þeir hafi horft of oft á Guðföðurinn. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 227 orð

Handritum flett í tölvu

BRESKA þjóðarbókhlaðan hefur tekið í notkun tölvuforrit sem gerir safngestum kleift að "fletta" nokkrum gersemum í eigu safnsins, gömlum handritum og fágætum bókum. Hugmyndin að því að hægt væri að skoða handrit á tölvuskjá kviknaði fyrir áratug. Unnið hefur verið að því í hálft annað ár og var notast við svipaða tækni og við gerð teiknimynda til að gera þetta mögulegt. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 112 orð

Handverk í Laugardalshöllinni

HANDVERKS- og ferðaþjónustuaðilar hafa tekið höndum saman og munu halda sýningu í Laugardalshöll 1.­3. maí nk. Þar verður sýning og sala á gæða- og listhandverki og heimilisiðnaði af öllu landinu. Auk þess verður kynnt það helsta sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða á Íslandi í dag. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 605 orð

Í leit að ferskleika Flögð og fögur skinn er heiti verkefnis sem er framlag Íslensku menningarsamsteypunnar art.is til

VIÐFANGSEFNIÐ er mannslíkaminn eins og hann birtist í sínum margbreytilegustu myndum í okkar nútímasamfélagi. Vel á annað hundrað lista- og fræðimenn koma að framtakinu auk fjölmargra fyrirtækja í borginni. Verkefnið er styrkt af Listahátið og Samskiptum efh., en fyrirtækið heldur upp á 20 ára afmæli sitt og mun efna til samkeppni meðal myndlistarmanna í samvinnu við art.is. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Karlakór Keflavíkur í Grindavíkurkirkju

NÚ í lok apríl mun Karlakór Keflavíkur halda sína árlegu vortónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 5. maí og fimmtudaginn 7. maí kl. 20.30, einnig verða tónleikar í Bústaðakirkju hinn 11. maí. Kórinn mun heimsækja Karlakórinn Söngbræður í Borgarfirði 2. maí og munu kórarnir verða með sameiginlega tónleika í Logalandi um kvöldið. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 838 orð

Kyn og kynleysi í samtímanum

ÖNNUR hlið verkefnisins Flögð og fögur skinn er útgáfa bókar, rúmlega 450 blaðsíður, þar sem fjallað er um líkamann frá margvíslegum sjónarhornum. Breiður hópur fræðimanna og sérfræðinga af ýmsum sviðum hefur lagt til efni og eru höfundar yfir 50 talsins. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 316 orð

Listsýningar í Stykkishólmi í sumarbyrjun

FÉLAGIÐ Emblur í Stykkishólmi stóð fyrir listsýningu í Norska húsinu í tengslum við vorvöku sína. Þar sýndu 8 konur frá Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4 í Reykjavík, handunna og nýstárlega listmuni unna úr margvíslegu efni. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 223 orð

Námskeið um írskar fornsögur

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskólans býður á tímabilinu 4.­27. maí upp á kvöldnámskeið um írskar fornsögur. Námskeiðið ber nafnið Dyggðum prýddir kappar og viljasterkar konur eða "Worthy Men of Noble Deeds and Brave Feats and Strong-Willed Women: The Irish Sagas". Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Norræn sviðslist

ÚT er komin hjá Brutus Östlings Bokförlag Symposion í Eslöv í Svþjóð bókin Det andra rummet. En nordisk antologi om scenografisk konst. Ritstjórar eru Ingamaj Beck og Claus Lynge. Útgefandi kynnir bókina sem fyrsta verk sinnar tegundar, en efni hennar er sviðsetning í leikhúsi, sjónvarpi, byggingarlist, borgarskipulagi, innsetningum, gerningum og í náttúrunni. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 250 orð

Nýjar leiðir í listsköpun

Í VALI á innlendum listamönnum til þátttöku í samsýningunni var leitað til margra myndlistarmanna yngri kynslóðarinnar með það fyrir augum að varpa ljósi á breyttar áherslur í samtímamyndlist. Í hópi þessara listamanna eru Guðrún Vera Hjartadóttir sem nýverið lauk framhaldsnámi í myndlist frá Hollandi og Egill Sæbjörnsson sem útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir ári. Meira
30. apríl 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Óreiða

eftir Ingibjörgu Elínu Sigurbjörnsdóttur. Spaðjarka, 1998 ­ 211 bls. Verð 1.100 kr. BARA við er dálítið sérkennileg bók og voguð. Höfundurinn, Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir, hefur valið þá leið að sprengja upp öll form þannig að óljóst er hvort við höfum í höndunum skáldsögu, smásagnasafn eða greinasafn. Kannski er bókin fyrst og fremst óreiðusafn. Meira
30. apríl 1998 | Myndlist | 549 orð

Passíuteikningar

Opið á tímum kirkjunnar. Til 14 maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er árviss venja hjá Listvinafélagi Hallgrímskirkju í tilefni páskanna, að fá myndlistarmenn til að sýna verk trúarlegs eðlis í rými aðalinngangs, helst vinna þær með trúarhátíðina í huga. Jafnframt eru þar á öðrum árstímum sýningar á myndlistarverkum sem á einhvern hátt tengjast kraftbirtingi guðdómsins. Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 284 orð

Reiði drukkni dvergurinn Hank fallegastur

Reiði drukkni dvergurinn Hank fallegastur TÍMARITIÐ People stendur fyrir skoðanakönnun á heimasíðu sinni á Vefnum þar sem valin er fallegasta manneskja heims. Það kemur líklega fáum á óvart að hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio á sæti á listanum en ólíkt því sem margir hefðu búist við vermir hann ekki efsta sætið. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 768 orð

Rýmið takmarkast aðeins af þolinmæði lesandans Alnetið býður upp á skemmtilega útfærslu fræðanna, segja Kári Bjarnason og Sveinn

VEFNIR, fyrsta fræðilega rafritið á Íslandi, hefur hafið göngu sína á netinu. Útgefandi er Félag um átjándu aldar fræði. Ætlunin er að Vefnir komi út að minnsta kosti einu sinni á ári og munu þar einkum birtast greinar um svokölluð átjándu aldar fræði, það er tímabilið frá 1650 til 1850 í menningarsögunni, auk þess sem tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fræðilegra skoðanaskipta. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 115 orð

Saga Íslands sýnd í París

HEIMILDARMYND um sögu Íslands í þúsund ár eftir Kára G. Schram hefur verið valin til sýninga hjá Nútímalistasafninu í París í tengslum við sýninguna Sýnir úr norðri sem þar stendur yfir til 17. maí nk. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 118 orð

Sálarrannsóknir á Grandavegi

Á EFTIR sýningu á Grandavegi 7 í Þjóðleikhúsinu hinn 1. maí verða umræður þar sem hópur úr Sálarrannsóknarskólanum, ásamt skólastjóranum, Magnúsi Skarphéðinssyni, mun ræða innihald sýningarinnar út frá sjónarhóli sálarrannsókna. Viðstaddir verða leikarar úr sýningunni og aðstandendur hennar. Öllum gestum á sýningunni þetta kvöld er velkomið að taka þátt í umræðunum. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 175 orð

Selkórinn í Íslensku óperunni

SELKÓRINN heldur vortónleika í Íslensku óperunni föstudaginn 1. maí kl. 17.00. Á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend tónverk. Þar er að finna íslenska tónlist eftir m.a. Hjálmar H. Ragnarsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hafliða Hallgrímsson o.fl. að ógleymdum nýjum íslenskum tónverkum sem frumflutt verða á tónleikunum. Meira
30. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 179 orð

Spjarir gegn eiturlyfjum SPJARIR 2000 heitir sý

Spjarir gegn eiturlyfjum SPJARIR 2000 heitir sýning sem opnuð var í Gallerí "Nema hvað" við Þingholtsstræti 6 síðastliðinn þriðjudag. Þar sýna sjö nemendur úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands föt sem þeir hafa hannað og saumað sjálfir. Meira
30. apríl 1998 | Myndlist | 607 orð

Stálætingar

Opið alla daga frá 14­18, einnig innangengt frá veitingabúð 11­23. Til 6. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er óvenju þekkilegur svipur yfir Horninu um þessar mundir og eru þar á ferð stöllur í grafíklistinni með gjörólíkar myndir og virðast eiga fátt sameiginlegt annað en að vinna báðar í sömu tækninni, stálætingu. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 317 orð

Sýningin Bjartar nætur fellur niður á Listahátíð

TIL stóð að einn þriggja hluta sýningar Nútímalistasafnsins í París á norrænni myndlist, Bjartar nætur, kæmi hingað til lands í sumar og yrði sett upp á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík. Ljóst er að af því verður ekki vegna fjárkröfu Nútímalistasafnsins sem fram kom á síðustu stundu. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 277 orð

Tímarit

ANNAR árgangur af Ritmennt, tímariti Landsbókasafns Íslands ­ Háskólabókasafns, er nýkominn út. Í ritinu er rúmlega tugur greina og frásagnarþátta. Þar á meðal er grein um handritadeild safnsins í tilefni af 150 ára afmæli deildarinnar. Saga Kvennasögusafns Íslands er rakin í ritinu og sagt frá frumkvöðulsstarfi Önnu Sigurðardóttur. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 70 orð

Tímarit

LEIKLISTARBLAÐIÐ (25. árg. 1. tbl. 1998), er málgagn áhugaleiklistar á Íslandi. Meðal efnis í ritinu er grein um Halldór Laxness, viðtal við Gunnhildi Sigurðardóttur skólastjóra, umfjöllun um Grímni í Stykkishólmi, leiklistarhátíðina í Harstad og Gunnar Sigurðsson leikstjóri kynnir sig. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 86 orð

Tónlist

Í SAMSTARFI art.is og Hins hússins verða haldnir þrennir popptónleikar í Nýlistasafninu í tengslum við sýningarnar. Tveir tónlistargjörningahópar sækja hátíðina erlendis frá. Fyrst kemur fram hljómsveitin Panorama föstudaginn 22. maí kl. 21. Á sama tíma viku síðar leikur hljómsveitin Maus og þriðja sinni, föstudaginn 5. júní, Kolrassa krókríðandi. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 90 orð

Tríó Tómasar R. ásamt Árna Scheving

TÓNLEIKAR á vegum djassklúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld kl. 21 í Sölvasal á 2. hæð Sólons Íslandusar. Að þessu sinni leikur tríó kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar ásamt víbrafónleikaranum Árna Scheving. Tríóið skipa auk Tómasar; Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari. Þeir félagar munu aðallega spila nýleg lög Tómasar auk nokkurra klassískra djasslaga. Meira
30. apríl 1998 | Menningarlíf | 221 orð

Verk Mans Rays fölsuð

BRESKI söngvarinn og lagasmiðurinn Elton John er á meðal þeirra sem talið er að hafi orðið fyrir barðinu á manni sem selt hefur falsaðar útgáfur af ljósmyndum Mans Rays. Kom málið upp á yfirborðið um svipað leyti og stór yfirlitssýning á verkum ljósmyndarans var opnuð í Grand Palais í París. Meira

Umræðan

30. apríl 1998 | Aðsent efni | 351 orð

Aukinn kaupmáttur og öryggi aldraðra

YFIRSTANDANDI kjörtímabil R-listans hefur um margt endurspeglað viðhorf til aldraðra sem sjálfstæðismenn geta ekki fellt sig við. Álögur á aldraða hafa hækkað umtalsvert, bæði í formi hreinna skattahækkana, hækkana á gjaldskrám og hækkana á þjónustu. Jafnframt hefur þjónusta verið skorin niður við aldraða. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 305 orð

Björgum Geldinganesi

GELDINGANESIÐ er eitt fegursta framtíðarbyggingarland Reykjavíkur. Í framtíðarskipulagi borgarinnar, eftir að Kjalarnes hefur sameinast Reykjavík og Sundabrautin tengt svæðin saman, mun Geldinganes vera mjög miðsvæðis í borginni. Þetta er því eitt besta og hentugasta svæðið í borgarlandinu til að skipuleggja undir íbúðabyggð. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 443 orð

Breytt og betri Reykjavíkurborg

SÍÐASTLIÐIÐ sumar kom ég heim eftir að hafa verið búsett handan hafsins í nokkur ár. Ég átti þess vegna auðvelt með að sjá hversu mikið borgin okkar hefur breyst á þessum stutta tíma. Það sem vakti hvað mest ánægju mína var að búið er að koma fyrir svokölluðum fláa á fjölmörgum gatnamótum í miðbæ, vesturbæ og í öllum nýjum hverfum. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 265 orð

Ekki mynda þér skoðun!

UNDANFARNA daga hafa frambjóðendur R-listans gengið á milli framhaldsskóla í Reykjavík. Lítið hefur farið fyrir kynningu á því sem listinn hefur fram að færa en meira fyrir póstkortum, blómum og hinum svokölluðu "D-töppum". Hér er um að ræða eyrnatappa sem ætlaðir eru sem "vörn gegn væli sjálfstæðismanna". Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 327 orð

"Eru þar flestir aumingjar og illgjarnir þeir sem betur mega"

R-listinn var ekki fyrr kominn til valda hér en árásir á leigjendur borgarinnar upphófust. Innheimtulögmönnum var sigað á fátækt fólk og íbúðir þess seldar. Kaupandinn tilkynnti 100% hækkun leigunnar því fyrirtækið ætti að standa undir sér fjárhagslega. Meira
30. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 438 orð

Gerviblaðamennska Frá Halldóri Birni Runólfssyni: ÞRIÐJUDAGINN 7

ÞRIÐJUDAGINN 7. apríl birtist grein eftir Elías Snæland Jónsson í Degi undir fyrirsögninni "Fölsuð list eða peningar?". Þar fer Elías Snæland háðulegum orðum um þá kaupendur listaverka sem hafa orðið fyrir barðinu á málverkafölsurum undanfarin misseri. Af máli ritstjórans mætti ætla að honum þyki það bara nokkuð gott á þolendur falsaranna að þeir skuli nú standa uppi með svikna vöru. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 350 orð

Grundvallaratriðin þrjú

SÚ VAR tíðin að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hömruðu á því fyrir hverjar borgarstjórnarkosningar að hvað sem öllu öðru liði gætu Reykvíkingar þó ávallt reitt sig á þrjú grundvallaratriði sem ekki yrði hvikað frá. Í fyrsta lagi gætu borgarbúar reitt sig á samhentan og samhuga meirihluta. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 415 orð

Hálmstrá að hanga í

Í MORGUNBLAÐINU 18. apríl sl. birtist stutt frásögn af því að laganefnd þings Evópusambandsins, hafi (16.4.) hafnað þeim lagalegum forsendum sem sameiginlegt frumvarp framkvæmdastjórnarinnar og ráðherraráðsins um bann við tóbaksauglýsingum byggist á. Frásögn Morgunblaðsins er í sjálfu sér skýr en samt ófullnægjandi þar sem draga má þá ályktun að frumvarpið eigi ekki við lagarök að styðjast. Meira
30. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 512 orð

Hvað er R- listinn? Frá Aagot Emilsdóttur: GETUR verið, að Ingib

GETUR verið, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé harðstjóri R-listans? Það vantaði ekki fögur loforð fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, ég vil benda Ingibjörgu S. Gísladóttur á að hippatímabilið er liðið, við lifum ekki saman í sátt og samlyndi í kommúnum. Ingibjörg S. Gísladóttir hefur fótum troðið þá sem minnst mega sín, það er gamla fólkið og öryrkjar. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 584 orð

Hvar liggur vandi sauðfjárbænda?

ER EKKI augljóst hvar vandinn liggur? Hann liggur í því að of margir eru að framleiða kjöt sem ekki selst. Sauðfjárbændur kenna stjórnvöldum um sinn auma hag. Þeir telja að það hafi verið stefna stjórnvalda að minnka búrekstur og þar með framleiðslu. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 1150 orð

Ísrael 50 ára

HINN 14. maí 1948, eða fjórða dag Iyar mánaðar árið 5708 eftir tímatali gyðinga, rann upp einn merkasti dagur aldarinnar. Nýtt ríki varð til. Gyðingar sem höfðu verið ofsóttir, hraktir og fyrirlitnir um tvö þúsund ár höfðu loks fengið ósk sína og bæn uppfyllta. Þennan dag fæddist land gyðinga sem fékk hið gamla Biblíu- og sögulega nafn ÍSRAEL. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 783 orð

Maður líttu þér nær

NÚ VIRÐIST sem djöfulganginum gegn Írak sé að linna og sannarlega tími til kominn. Það er alveg með ólíkindum moldviðrið sem þyrlað hefur verið upp vegna þessa. Fremstir í flokki hafa farið Bandaríkjamenn, forystumenn þeirra eru linnulaust í fjölmiðlum, maður kveikir ekki á sjónvarpi, útvarpi eða flettir dagblöðum án þess að allt sé þar yfirfullt af þessum kónum. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 964 orð

Rafmagnsöryggismál og laxveiðimál

ÞEGAR laxveiðimál Landsbankans kom fram í dagsljósið hvarflaði hugurinn til baka til ársins 1992 og þó sérstaklega til Alþingis árið 1996. Hér á eftir verður vitnað í nokkrar setningar úr ræðum þingmanna og ráðherra um rafmagnsöryggismál sem skráð eru í Alþingistíðindi, frá 19. og 20. desember 1996. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 489 orð

Reykjavík til forystu í skólamálum

MENNTUN barna er frumskylda samfélagsins. Vel menntað ungt fólk er ein af okkar dýrmætustu auðlindum. Velmegun er undir því komin að þessari frumskyldu sé sinnt. Margt bendir til þess að menntun íslenskra barna sé lakari en skyldi. Hér eru skóladagar styttri og færri en víða í nágrannalöndunum og árangur nemenda hugsanlega í samræmi við það. Búnaður skóla. t.d. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 1000 orð

Stórum hópi láglaunafólks verður úthýst

FYRIR Alþingi liggur nú frumvarp til laga um húsnæðismál þar sem lagðar eru til grundvallarbreytingar á félagslega húsnæðiskerfinu. Ríkisstjórnin hyggst keyra þetta frumvarp í gegn fyrir þinglok þrátt fyrir harða andstöðu verkalýðshreyfingarinnar, Meira
30. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 461 orð

Svar til Sunnlenska Frá Lúðvík Berki Jónssyni: EFTIRFARANDI var

EFTIRFARANDI var sent sunnlenska á Selfossi en hefur ekki fengið þar inni. Það óskast því birt í Morgunblaðinu sem opið bréf til Sunnlenska á Selfossi. Í Sunnlenska hinn 8. apríl var grein á baksíðu undir fyrirsögninni "Úrslitatilraun í Árnesi". Meira
30. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 210 orð

Sælureitur á Laugaveginum Frá Ásbirni Ólafssyni: MIKIÐ fékk ég g

MIKIÐ fékk ég góða hugmynd á rölti niður Laugaveginn um daginn. Gömlu húsin við Laugaveg 53b hafa verið rifin og eftir stendur lóð sem myndi sóma sér vel sem grænn reitur. Að hugsa sér að til væri staður við Laugaveginn þar sem hægt væri að setjast niður í fallegu, skjólgóðu umhverfi með gróðri og trjám eins og víða tíðkast við aðalverslunargötur erlendra borga á stærð við Reykjavík. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 319 orð

Tónlistarhús í Kópavogi

Í MORGUNBLAÐINU miðvikudaginn 29. apríl sendir Hallur Hallsson mér sem efsta manni á Kópavogslistanum nokkuð óþvegnar kveðjur vegna viðtals við mig á Þjóðbraut Bylgjunnar 20. apríl síðastliðinn um beina útsendingu frá tónleikum í Listasafni Kópavogs. Það virðist fara í taugarnar á greinarhöfundi að ég leyfði mér að ræða kostnað við þessa útsendingu og tímasetningu. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 460 orð

Tölvu í hverja kennslustofu

NÝ STÖRF í upplýsingatækni setja mark sitt á þær breytingar sem eiga sér stað víða um heim. Ísland er þar engin undantekning. Þörf fyrir menntað fólk fer vaxandi og er helmingur nýrra starfa í Bandaríkjunum á sviði upplýsingatækni og Internetsins. Framhaldsskólar og háskólar þurfa að vinna úr þeim efnivið sem mótaður er í grunnskólum og skiptir því miklu að vel sé gert. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 402 orð

Útivera og gott skipulag í Mosfellsbæ

ÚTIVERA er okkur þéttbýlisbúum nauðsyn. Við þurfum að komast út til að taka til á harða diskinum á milli eyrnanna. Rífa í okkur súrefni svo við getum tekist á við langan vinnudag, bílsetur og daglegt amstur. Mosfellsbærinn er bær fyrir þá sem hafa gaman af útiveru. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 1252 orð

Vonum það besta, verum viðbúin því versta

PÁLL Zophoníasson var kraftakarl á fyrri hluta aldarinnar. Hann var af bestu ættum kominn, afi hans Jón Pétursson háyfirdómari og afabræður hans hinir merkustu leiðtogar á 19. öld, Brynjólfur Pétursson forsvarsmaður Íslands í Kaupmannahöfn og Pétur biskup þá talinn auðugasti maður á landinu. Páll var búfræðingur frá landbúnaðarháskólanum í Khöfn, kennari á Hvanneyri og skólastjóri á Hólum. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 399 orð

Þorpararnir sem stjórna

ÞEGAR við búum í kvos, eða litlu þorpi er auðvelt að missa sjónar af heiminum í kring. Það sem er að gerast í þorpinu eða bara í næsta húsi verður það sem allt snýst um. Hver fær vinnu hjá hverjum, eða hvar er fárra manna að ákveða. Hver er inni eða úti er fárra manna að ákveða. Forgangsröðun verka í þorpinu er fárra manna að ákveða. Hverjir fá verkin er fárra manna að ákveða. Meira
30. apríl 1998 | Aðsent efni | 1026 orð

Ægifegurð menningararfsins

FREYJUDAGUR heitir nú föstudagur (hjá þeim sem svelta þennan dag eða, eins og katólíkki sagði mér: borða fisk en ekki kjöt til þess að sýna staðfestu á föstudögum), eða flöskudagur (hjá þeim sem bíða eftir að detta í það yfir helgina). Freyja er hin mikla gyðja norðursins. Meira

Minningargreinar

30. apríl 1998 | Minningargreinar | 591 orð

Anna Bjarnason

Það eru ekki margir dagar síðan Anna hringdi til mín og þakkaði fyrir viðtal sem ég hafði tekið við hana og birt í Hús og híbýli. Þegar ég spurði um líðan hennar var frekar fátt um svör, enda hef ég aldrei heyrt þá konu kvarta. Þvert á móti, eins og ávallt í mín eyru var hún að hrósa. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 812 orð

Anna Bjarnason

"Hér hefur margur eignast jörð og búsmala þrátt fyrir örðugleika, hér hugðum við mamma okkar framtíð góða." Þannig segir í bréfi vestan úr Winnipeg fyrir réttum 100 árum; bréfi heim til barnanna, sem urðu eftir á Íslandi, í snertandi frásögn Böðvars Guðmundssonar af lífi, baráttu og draumum vesturfaranna. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Ég frétti af andláti vinkonu minnar, Önnu Bjarnason, er ég sat þing Neytendasamtakanna, en það var einmitt vegna neytendamála sem við Anna kynntumst. Anna var brautryðjandi í starfi þegar hún hóf að skrifa neytendasíðu er Dagblaðið hóf göngu sína. Þar byrjaði hún á ýmsum nýjungum. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 133 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Vertu sæl, elskulega systir. Það er með ólýsanlegum söknuði að ég kveð systur mína. Með henni er farinn skiki af sjálfum mér. Það verður ekki meira rabbað um æskuminningar frá því að við vorum kölluð Anna og Nonni. Þó er ekki allsendis klippt á fortíðina, því að kærar minningar um Önnu systur munu verða með mér eins lengi og ég lifi. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 550 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Veturinn var helgaður hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm sem óvænt kvaddi dyra fyrir réttum fimm mánuðum. Framan af var það von okkar að þessi tápmikla kona mætti aftur komast til heilsu, með hækkandi sól og bjartari dögum, en sú von átti ekki eftir að rætast. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 471 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

­ Og vorið kom ­ þetta langþráða vor, árið 1951, þegar við lukum námi í Verzlunarskóla Íslands og flestir innrituðu sig þá strax í lífsins skóla. Við fórum hvert til sinnar áttar, skemmra eða lengra frá Grundarstígnum, sextíu og tvö ungmenni með sínar væntingar, vonir og margvíslegu áhugaefni. Við höfðum flest verið samvistum þrjá vetur, sumir þó lengur, örfáir skemur. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 622 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Það kom okkur frænd- og vinafólki Önnu Bjarnason blaðamanns ekki á óvart að frétta fráfall hennar 22. apríl, síðasta dag vetrar. Hún hefur gengið í gegnum erfiðan og alvarlegan sjúkdóm í vetur. Við Anna höfum þekkst alla okkar ævi enda systrabörn, þar sem hún var dóttir Önnu Jónsdóttur Bjarnason, móðursystur minnar. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 606 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Anna Bjarnason er horfin af sjónarsviðinu löngu áður en hún hefir lokið hlutverki sínu hér á jörðu. Hún hefir verið hrifsuð úr faðmi fjölskyldu og vina án nokkurrar miskunnar og með litlum fyrirvara. Það var reyndar vitað fyrir nokkrum stuttum mánuðum hvert stefndi, og enginn mannlegur máttur gat stöðvað óheillaþróunina. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Í dag kveðjum við Önnu Bjarnason sem bjó í Orlandó, Flórída, ásamt eiginmanni sínum Atla Steinarssyni, í 8 ár. Þau fluttu til Íslands í apríl fyrir einu ári. Anna var formaður Íslendingafélagsins Leifur Eiríksson, sem þau hjónin Anna og Atli endurvöktu hérna í Orlandó, Flórída, og nefndu Leifur Eiríksson. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 188 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Hún Anna verður til grafar borin í dag, 30. apríl, langt um tíma fram, að okkar mati sem kynntumst henni vel í starfi, eins og við félagarnir í Vinafélagi Sjúkrahúss Reykjavíkur gerðum. En Anna var stofnfélagi og í stjórn fyrstu 5 árin, auk þess sem við nutum þess vegna krafta Atla einnig og síðar Ásu Atladóttur og Gunnars Atlasonar, Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 144 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Anna Bjarnason mágkona! Á þeim áratug sem ég hef verið gift Jóni Páli hittumst við mágkonurnar aðeins fjórum sinnum. Það var mér hins vegar nægur tími til að finna hve sérstök þú varst. Eldmóður þinn og umhyggja snart mig og það var eins og þú hefðir endalausa orku. Jafnvel eftir að þú veiktist slóst þú aldrei af. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Anna Guðbjörg Bjarnason

Það var hátíð í okkar hópi fyrir réttu ári, þegar vinir okkar Anna og Atli fluttu aftur heim ­ frá Flórída að Flúðum ­ eftir 10 ára búsetu þar vestra. Þau voru fljót að koma sér vel fyrir í fallega húsinu sínu á Flúðum og framundan voru fyrirheit um margar góðar samverustundir um ókomna framtíð. En skjótt skipast veður í lofti. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 504 orð

ANNA GUÐBJÖRG BJARNASON

ANNA GUÐBJÖRG BJARNASON Anna Guðbjörg Bjarnason fæddist í Reykjavík 7. september 1933. Hún lést í Borgarspítalanum síðasta vetrardag, 22. apríl. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Guðrún Jónsdóttir, prests Árnasonar í Otradal, og konu hans Jóhönnu Pálsdóttur, f. 8. nóvember 1900, d. 15. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Árni Ingimundarson

Árni Ingimundarson ólst upp við söng og hljóðfæraslátt. Bæði guð og menn veittu honum yfirburðahæfileika á því sviði. Kannski var hann albestur sem píanóleikari. Áreynslulaus snilld hans í þeim leik er ógleymanleg. Árni var fjölhæfur svo að af bar. Honum var flest allt vel gefið til munns og handa, orðs og eðlis. Allir leikhnettir voru honum furðu auðvelt viðfangsefni. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 463 orð

Árni Ingimundarson

Hann Árni frændi minn á Akureyri er látinn. Ég átti því láni að fagna sem barn og unglingur að vera tíður gestur hjá afa og ömmu á Oddeyrargötu 36 á Akureyri. Þegar ég rifja upp þessa tíma nú við fráfall Árna frænda er margt sem kemur upp í hugann, margar ævintýralegar ferðir frá Reykjavík til Akureyrar með ýmsum þjóðkunnum mönnum sem falin var umsjón með stráknum. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 301 orð

Árni Ingimundarson

Þegar ég kynntist Árna, kom hann mér fyrir sjónir sem hispurslaus, hreinskiptinn og skemmtilegur maður. Nánari kynni styrktu þessa skoðun, enda tilheyrði hann hinum glaða og góða systkinahópi, sem kominn er frá hjónunum Guðrúnu Árnadóttur og Ingimundi Árnasyni, söngstjóra. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 500 orð

Árni Ingimundarson

Óvænt var sú frétt er það spurðist að Árni Ingimundarson væri látinn, þótt vitað væri að heilsa hans væri farin að bila, en að hann hyrfi svo skjótt af sjónarsviðinu kom á óvart. En enginn má sköpum renna og huggun er það þeim sem nú syrgja hann, að hann þurfti ekki að heyja langt dauðastríð. Þegar litið er til baka yfir æviferil Árna kemur fyrst í hugann orðið músík. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 300 orð

ÁRNI INGIMUNDARSON

ÁRNI INGIMUNDARSON Árni Ingimundarson fæddist á Akureyri 17. mars 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Árnadóttir frá Reykjum í Skagafirði, f. 17. júní 1887, d. 21. september 1974, og Ingimundur Árnason frá Grenivík, skrifstofustjóri og söngstjóri, f. 7. febrúar 1895, d. 28. febrúar 1964. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

HERMANN SAMÚELSSON

HERMANN SAMÚELSSON Hermann Samúelsson fæddist í Valhöll á Patreksfirði hinn 24. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 27. apríl. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Ingvar Oddsson

Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast góðs vinar míns og langafa barna minna, sem er ekki lengur meðal okkar. Fátækleg orð geta á engan hátt lýst þeim söknuði og trega sem fyllir hjörtu okkar, er við sem nutum samvista við hann um lengri eða skemmri tíma minnumst hans. Ingvar var rólyndismaður, hjartahlýr og kátur. Hann reyndist mér vel öll þau ár sem við þekktumst. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 27 orð

INGVAR ODDSSON

INGVAR ODDSSON Ingvar Oddsson fæddist í Keflavík 28. mars 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 15. apríl. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Katrín Sverrisdóttir

Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, sem lést langt fyrir aldur fram eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Kynni fjölskyldna okkar hófust í sumarhúsagarði í Hollandi árið 1990 og voru upp frá því góð vinátta og samskipti á milli okkar sem voru okkur mjög ánæguleg. Katrín var einstaklega heilsteypt og traust manneskja. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Katrín Sverrisdóttir

Nokkur fátækleg kveðjuorð til minningar um traustan vin, skólasystur og nágranna til margra ára. Leiðir okkar Katrínar lágu fyrst saman í barnaskóla. Þessi myndarlega stúlka með sitt fallega þykka rauða hár og fléttuna stóru vakti athygli hvert sem hún fór. Hún minnti á prinsessu úr ævintýri. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Katrín Sverrisdóttir

Þakkir til þín, Kata, fyrir samfylgdina í gegnum öll árin sem liðin eru síðan þú komst í fjölskylduna með Nonna. Tengdafjölskylda þín öll kveður þig með söknuði og eftirsjá. Megi Guð halda verndarhendi yfir Nonna, börnum ykkar, augasteini þínum, barnabarninu Birki Má, og foreldrum þínum sem sjá nú á eftir einkabarni sínu. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 106 orð

KATRÍN SVERRISDÓTTIR

KATRÍN SVERRISDÓTTIR Katrín Sverrisdóttir fæddist á Akureyri 25. október 1950. Hún lést á heimili sínu 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sverrir Hermannsson, húsasmíðameistari, f. 30. mars 1928, og Auður Halldóra Jónsdóttir, f. 12. nóvember 1931. Katrín var eina barn þeirra. Hinn 30. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 508 orð

Margrét Einarsdóttir

Elsku Magga. Þú sast fyrir mér, þannig hittumst við fyrst. Þú hafðir haft veður af því að drengurinn þinn væri farinn að hitta stúlku reglulega og einn morguninn þegar ég var að læðast út komstu niður stigann "af tilviljun". Þetta var ekki sú mynd sem ég hafði hugsað mér að þú fengir fyrst af mér. Þú stóðst þarna í glæsilegum kjól með fallega svuntu, enda var farið að nálgast sunnudagshádegi. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 481 orð

Margrét Einarsdóttir

Hún amma okkar var Hafnfirðingur. Það stóð alltaf upp úr þegar rætt var um gamla daga. Hún ólst upp hjá móður sinni og ömmu en faðir hennar lést sama vetur og hún kom í heiminn. Jón Þorbjörn, bróðir ömmu, fæddist 5. desember 1910 og talaði hún oft um hann með söknuði, en hann lést aðeins 8 ára gamall úr spænsku veikinni, en þá var amma 5 ára. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Margrét Einarsdóttir

Elsku besta amma mín. Þú studdir mig alltaf í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Það skipti ekki máli hvort það var skólinn, hestamennskan eða bara hvað ég hafði stækkað mikið þetta sumar. Alltaf varst þú þar, til að elska mig og styðja og segja mér hve miklar framfarir ég sýndi og hvað ég bæri af ­ hvort sem mér gekk vel eða illa. Því ég var sonardóttir þín og gat hvað sem ég vildi. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 132 orð

MARGRÉT EINARSDÓTTIR

MARGRÉT EINARSDÓTTIR Margrét Einarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. janúar 1913. Hún lést á Landakotsspítalanum í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Þórðardóttir, fædd 1888, Teitssonar frá Miðfelli í Ytrihreppi, og Einar Kristinn Einarsson, fæddur 1873, Einarssonar frá Vatnsleysu í Hraunum. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 478 orð

Morris Redman Spivack

Á björtum septemberdegi 1966, gekk lágvaxinn maður um götur Ólafsvíkur. Hann hélt á pappírsörkum og gríðarstórum, þrístrendum blýanti. Þessi maður var bandarískur listamaður, Morris Redman Spivack, á fyrstu ferð sinni um Ísland, þar sem hann fór stað úr stað og teiknaði fólk. Ég hafði heyrt hans getið og bauð honum inn með nokkurri eftirvæntingu, þar sem ég stundaði sjálfur teikninám í bréfaskóla. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 1520 orð

Morris Redman Spivack

Hann sást fyrst á götum Reykjavíkur vorið 1965, lágvaxinn maður með rytjulegt alskegg, kominn vel yfir miðjan aldur að sjá, gráhærður og síðhærður, hár og skegg úfið. Síðar um sumarið lagði þessi útlendi maður leið sína út á land og fór víða um byggðir, gaf sig á tal við fólk á förnum vegi, kvaddi dyra í heimahúsum og bauðst til að teikna mynd af viðmælanda og öðru heimilisfólki gegn vægu gjaldi. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 88 orð

MORRIS REDMAN SPIVACK

MORRIS REDMAN SPIVACK Morris Redman Spivack var fæddur í Rússlandi 20. september 1903. Hann lést í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn. Spivack fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum, sem voru af gyðingaættum, til Bandaríkjanna, þar sem hann ólst upp og hlaut skólamenntun sína. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Sigurkarl Ellert Magnússon

Nú í sumarbyrjun þegar náttúran er að vakna af vetrardvala og ómur af söng farfuglanna kveður við í loftinu kveðjum við ljúfan vin okkar og félaga Sigurkarl Ellert Magnússon, fæddan og uppalinn Strandamann. Hann lést af þeim skæða sjúkdómi sem svo margan manninn fellir. Meira
30. apríl 1998 | Minningargreinar | 114 orð

SIGURKARL ELLERT MAGNÚSSON

SIGURKARL ELLERT MAGNÚSSON Sigurkarl Ellert Magnússon var fæddur 19. janúar 1932 á Hrófbergi í Strandasýslu. Hann lést á Landspítalanum 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Árdís Sigurðardóttir sem lifir son sinn og Magnús Hansson sem er látinn en þau bjuggu á Hólmavík. Meira

Daglegt líf

30. apríl 1998 | Neytendur | 229 orð

Ekki dagsetning heldur lotumerking

KONU nokkurri varð um og ó þegar hún rak augun í talnastimpil á umbúðum utan um tannkremstúbu á dögunum. Hún hafði samband við Neytendasíðuna enda virtist flest benda til að um útrunna geymsluþolsdagsetningu væri að ræða. Helgi Haraldsson, innkaupastjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, segir að ekki sé um framleiðslu-, -sölu eða geymsluþolsdagsetningu að ræða. Meira
30. apríl 1998 | Neytendur | 65 orð

Hreinsiefni frá Olís

OLÍS hefur hafið sölu á hreinsiefnum fyrir tölvur, ljósritunarvélar, prentara, myndsenditæki, afgreiðslukassa, afgreiðslukerfi í verslunum, kortalesara eða svokallaðar posavélar, ljósmyndavélar, linsur, myndsbandstæki og önnur viðtæki. Efnin eru flutt inn frá fyrirtækinu Mega Lab-Paragon í Kanada og eru í seld stök eða í settum í handhægum umbúðum. Meira
30. apríl 1998 | Neytendur | 458 orð

Ítölsk brauðgerðarlist á Íslandi

"GRÍÐARLEG uppsveifla hefur orðið í ítölskum brauðum um alla Evrópu að undanförnu. Nánast má segja að tískusveifla hafi riðið yfir enda eru brauðin gríðarlega góð. Af því tilefni fannst okkur aðeins tilhlýðilegt að kynna ítölsku brauðgerðina sérstaklega fyrir Íslendingum," segir Guðni Chr. Meira
30. apríl 1998 | Neytendur | 881 orð

Jurtaolíur misjafnar að gæðum

"Þeir sem þekkja vel til efnaskipta, fitu og olía í líkamanum og virkni þeirra telja að sú mikla vinnsla sem er á matarolíum dragi úr næringargildi þeirra," segir Rafn. "Þær olíur sem seldar eru í verslunum og eru gular eða ljósar að lit, seldar í glærum umbúðum og geymdar við hita eru ekki nógu næringarríkar. Meira
30. apríl 1998 | Neytendur | 72 orð

Ný tækni notuð við húðhirðu

SNYRTISTOFAN Eygló á Langholtsvegi hefur fest kaup á nýjum tækjabúnaði til að viðhalda ferskleika húðarinnar og vinna gegn öldrunareinkennum. Tækið, "Four Seasons" fjölvirknivél, djúphreinsar, djúpnærir og endurörvar sogæðakerfi andlits- og líkamshúðar með hátíðnihljóðum. Hátíðnibylgjurnar eru algjörlega skaðlausar og án allra aukaverkana. Meira

Fastir þættir

30. apríl 1998 | Í dag | 93 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 30. apríl, verður sjötugur Ólafur Magnússon, Hamraborg 16, Kópavogi. Ólafur tekur á móti gestum á heimili Hjördísar dóttur sinnar, Bjarnastaðavör 5, Álftanesi, eftir kl. 15 á morgun, föstudaginn 1. maí. ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 1. Meira
30. apríl 1998 | Fastir þættir | 348 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Meira
30. apríl 1998 | Fastir þættir | 126 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar

Vortvímenningi félagsins var fram haldið mánudaginn 27. apríl með 12 para þátttöku. Ljóst er að mikil tilhlökkun er í mönnum vegna komu nýju flotkvíarinnar, enda er talið víst að hægt verði að komast lítt séður í skjóli hennar um mestallan bæinn, slík er stærðin. En úrslit þetta kvöld urðu þessi: Halldór Einarss. ­ Gunnlaugur Óskarss.219 Andrés Þórarinss. Meira
30. apríl 1998 | Fastir þættir | 123 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnes

Svala Pálsdóttir og Guðjón Svavar Jenssen halda enn forystunni en þau eru í efsta sæti ásamt Vigni Sigursveinssyni og Heiðari Sigurjónssyni í meistaratvímenningi félagsins en nú er aðeins 4 umferðum, 24 spilum, ólokið. Staða efstu para fyrir síðasta kvöldið er þessi: Svala Pálsdóttir ­ Guðjón Jensen88Vignir Sigursveinss. ­ Heiðar Sigurjónss.88Arnór Ragnarss. Meira
30. apríl 1998 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavo

SPILAÐUR var tvímenningur 21. apríl sl. og mættu 28 pör. Hæsta skor í N/S: Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórss.396Hörður Davíðsson ­ Einar Einarsson361Jón Stefánsson ­ Magnús Oddsson343 Hæsta skor í A/V: Jón Andrésson ­ Þórður Jörundsson367Unnur Jónsdóttir ­ Jónas Jónsson351Eysteinn Einarss. ­ Lárus Hermannss. Meira
30. apríl 1998 | Fastir þættir | 950 orð

Framtíðin sigraði í klúbbakeppninni

Menntaskólanemar í Skákfélagi Framtíðarinnar sigruðu naumlega á glæsilegum endaspretti, 24. apríl. Klúbbakeppni Hellis fór fram í annað sinn föstudaginn 24. apríl. Klúbbakeppnin miðast einkum við klúbba sem tefla í heimahúsum, en fjöldi slíkra skákklúbba er starfræktur víða um land. Klúbbakeppnin er meðal fjölmennustu móta sem Hellir heldur, ef barnamót eru undanskilin. Meira
30. apríl 1998 | Í dag | 558 orð

Góð grein hjá Þórdísi SONJ

SONJA Gísladóttir hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma því á framfæri að henni þætti grein Þórdísar Björnsdóttur sem birtist í "Bréf til blaðsins" í Morgunblaðinu sl. þriðjudag mjög góð. Fólk ætti að taka sér það sem Þórdís er að segja til fyrirmyndar því það sé margt rétt í því sem hún skrifi um. Meira
30. apríl 1998 | Fastir þættir | 608 orð

Guðsgafflafæða

HVERNIG skyldi mínum góða læriföður Vilhjálmi Þ. Gíslasyni hafa fallið orðið guðsgafflafæða? Líklega hefði hann látið sér nægja að segja: "Hvað meinið þér?" Fyrir nokkrum árum kom ég með þetta nýyrði og fannst sumum það nokkuð undarlegt, en eins og nafnið bendir til er guðsgafflafæða sú fæða sem borin er að munni án annarra áhalda en guðsgafflanna. Meira
30. apríl 1998 | Í dag | 435 orð

ÍKVERJI fór um síðustu helgi í bíltúr með fjölskylduna ti

ÍKVERJI fór um síðustu helgi í bíltúr með fjölskylduna til þess að skoða hin nýju hverfi borgarinnar og nærsveita hennar. Víkverji verður að segja að hann undrazt stórum þá gífurlegu uppbyggingu sem er í nágrannabyggðarlögum höfuðborgarinnar, sérstaklega Kópavogi, Meira
30. apríl 1998 | Dagbók | 693 orð

Reykjavíkurhöfn: togarinn Björgúlfur

Reykjavíkurhöfn: togarinn Björgúlfur kom í gær. Víðir EA fór í gær. Hanne Sif fór til útlanda í gær. Mælifell fór á strönd í gær.Snorri Sturluson kemur af veiðum í dag. Freri RE fer á veiðar í dag. Arnarfell og Lone Sif fara í dag. Meira

Íþróttir

30. apríl 1998 | Íþróttir | 796 orð

Barcelona og Lazio bikarmeistarar

BARCELONA varð í gærkvöldi bikarmeistari í knattspyrnu á Spáni eftir æsilega baráttu við Mallorca. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit og það var ekki fyrr en eftir að hvort lið hafði tekið átta víti að niðurstaða fékkst. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 337 orð

De Bruin í fjögurra ára bann? MICHELLE de Bruin

MICHELLE de Bruin (áður Smith), þrefaldur ólympíumeistari í sundi á síðustu leikum, á yfir sér fjögurra ára keppnisbann, en hún er grunuð um að hafa falsað lyfjapróf sem tekið var af henni eftir æfingu í janúar. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 288 orð

Eyjólfur illa meiddur á öxl

EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Hertha Berlín, meiddist illa á öxl í deildarleiknum gegn Armenia Bielefeld síðastliðið föstudagskvöld. Ekki kom í ljós fyrr en seint í fyrrakvöld hvers kyns var og var Sauðkrækingurinn þá fluttur í skyndi á sjúkrahús. "Hann er að jafna sig. Hann er ekki axlarbrotinn, eins og óttast var í fyrstu. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 41 orð

Handknattleikur

THW Kiel - Nettelstedt27:24 Wallau Massenheim - Dormagen33:23 Minden - Flensborg27:29 Niederw¨urzbach - Hamlen27.23 Lemgo - Eisenach33:23 Gummersbach - Grosswallstadty31:31 Magdeborg - Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 269 orð

Kiel þýskur meistari ÞAÐ var glatt

ÞAÐ var glatt á hjalla í Kiel í gærkvöldi þegar flautað var til leiksloka í viðureign Kiel og Nettelstedt og ljóst að heimamenn höfðu borið sigur úr býtum, 27:24, og tryggt sér um leið þýska meistaratitilinn í sjöunda sinn, þar af í fjórða sinn á sl. fimm árum. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 308 orð

Knattspyrna

Deildabikarinn 16-liða úrslit: KR - Tindastóll1:0 Besin. FH - Fylkir2:1 Guðmundur Sæmundsson, Jónas Garðarsson - Stefán Guðmundsson. Valur - Fram1:0 Salih Heimir Porsa. Keflavík - ÍA0:1 -Jón Þór Hauksson. Eftir framlengingu. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 83 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Úrslitakeppnin Austurdeild New York - Miami85:91 Staðan er 2:1 fyrir Miami. Atlanta -

NBA-deildin Úrslitakeppnin Austurdeild New York - Miami85:91 Staðan er 2:1 fyrir Miami. Atlanta - Charlotte96:64 Staðan er 2:1 fyrir Charlotte. Vesturdeild Minnesota - Seattle98:90 Staðan er 2:1 fyrir Minnesota. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 151 orð

Leikið við Japan á Austfjörðum

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir landsliði Japans í tveimur vináttulandsleikjum á Austfjörðum í byrjun maí. Laugardaginn 9. maí verður leikið í Neskaupstað og daginn eftir á Fáskrúðsfirði. "Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagði að landsliðið kæmi aðeins saman vegna þessara leikja en síðan yrðu æfingar 8. júní til 10. júlí. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 48 orð

Lokahóf HSÍ

Lokahóf HSÍ verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og verður byrjað að hleypa inn kl. 19 en gert ráð fyrir að borðhald hefjist um kl. 20.15. Miðar seldir á hótel Sögu, söludeild, en hótelið er með sérstakt tilboðsverð á gistingu fyrir gesti á lokahófinu. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 1125 orð

Pele í lið með Ellert og Johansson

Knattspyrnusnillingurinn Pele bætist í dag formlega í framvarðarsveit frambjóðandans Lennarts Johanssons til forsetaembættis Alþjóða knattspyrnusambandsins. Af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Ellert B. Schram, sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu Svíans. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 144 orð

Sigurður áfram með HK SIGURÐUR

SIGURÐUR Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK úr Kópavogi til eins árs. Sigurður, sem þjálfaði og lék með liðinu á nýliðnu keppnistímabili, er enn í fullu fjöri sem leikmaður og varð einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í vetur ­ gerði alls 151 mark. Sigurður hefur þegar þjálfað HK-liðið í þrjú ár; tók við því í 2. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 461 orð

Titov bestur RÚSSINN Oleg Titov,

RÚSSINN Oleg Titov, leikmaður Fram, var besti leikmaður nýliðins Íslandsmóts í handknattleik, að mati íþróttadeildar Morgunblaðsins og fékk af því tilefni bikar að gjöf frá blaðinu, sem hann er með á myndinni hér til hliðar. Titov var lykilmaður í Fram-liðinu, bæði í vörn og sókn. Meira
30. apríl 1998 | Íþróttir | 581 orð

Tryggvi byrjar vel í Tromsö

Tryggvi Guðmundsson hefur staðið sig vel með norska liðinu Tromsö í fyrstu þremur leikjum deildarkeppninnar og skoraði í þeim tvö mörk. Ríkharður Daðason hefur einnig byrjað vel með Viking og gert tvö mörk eins og Tryggvi. Tryggvi og félagar hans í Tromsö hafa ekki tapað í fyrstu umferðunum. Hann gerði sigurmarkið á móti Viking í 2:1 útisigri um síðustu helgi. Meira

Úr verinu

30. apríl 1998 | Úr verinu | 285 orð

Deilt um tilraunaveiðar Hafrannsóknastofnunar

SJÖ smábátaeigendur á Austfjörðum hafa sent frá sér mótmæli vegna veiða í snurvoð í Stöðvarfirði og Berufirði á vegum Hafrannsóknastofnunar í nýafstöðnu veiðibanni vegna hrygningar þorsks. Telja þeir í bréfi til hafrannsóknastofnunar "að gróflega sé verið að misnota þessar veiðar í nafni vísinda". Meira
30. apríl 1998 | Úr verinu | 191 orð

Kolmunna landað á Seyðisfirði

NORSKA nótaveiðiskipið H. Östervold frá Bergen landaði í vikunni um 1.600 tonnum af kolmunna hjá SR-mjöli á Seyðisfirði. Kolmunni hefur ekki borist á land þar í um tuttugu ár. Aflinn kemur úr breskri lögsögu og hefur veiðin verið svo mikil þar að undanförnu að verksmiðjur hafa ekki undan. Skoska skipið, Kings Cross, landaði á þriðjudaginn um 1. Meira
30. apríl 1998 | Úr verinu | 285 orð

Norrænn sjávarútvegur til eftirbreytni fyrir ESB?

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Norðurlandanna bjóða nú Evrópusambandinu aðgang að áætlun sinni um upplýsingar um sjálfbærar fiskveiðar, "Grænu bylgjunni", til eftirbreytni við endurskoðun fiskveiðistefnu sambandsins. Meira
30. apríl 1998 | Úr verinu | 209 orð

Venus með 300 tonn

FRYSTITOGARINN Venus landaði á þriðjudagsmorgun nálægt 300 tonnum af úthafskarfa sem var veiddur á Reykjaneshrygg í lok síðustu viku. Guðmundur Jónsson skipstjóri sagði veiði hafa komið "þokkalega upp" frá fimmtudegi til laugardags, en þó hefði varla verið friður til að veiða. Meira

Viðskiptablað

30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 131 orð

Bréf Vinnslustöðvarinnar lækka um 13%

HLUTABRÉF Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum lækkuðu um 13% á Verðbréfaþingi Íslands í gær, í kjölfar frétta af 226 milljóna kr. tapi á rekstri fyrirtækisins á fyrra árshelmingi. Í gær voru seld í einni sölu hlutabréf í Vinnslustöðinni fyrir 705 þúsund krónur á genginu 1,41. Er það 0,21% lægra gengi en var í fyrradag og 0,25% lægra verð en var við síðustu sölu þar á undan. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 57 orð

ÐMarkaðsstjóri hjá Glóbus

PÁLMI Pálmason hefur verið ráðinn markaðsstjóri Glóbus hf. Pálmi hefur áður starfað hjá Málningarþjónustunni hf. á Akranesi, Samvinnubankanum, Samvinnutryggingum og verslunardeild Sambandsins í Holtagörðum. Árið 1986 var Pálmi ráðinn sölustjóri Íslensk-Ameríska hf. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 91 orð

ÐMiðverk kaupir Obsydian hugbúnað

MIÐVERK efh. gekk nýlega frá kaupsamningi á Obsydian þróunarhugbúnaði frá Synon Ltd. sem Forritun ehf. hefur umboð fyrir hér á landi. Um er að ræða þróunarhugbúnað sem gerir hugbúnaðarframleiðendum kleift að hanna og þróa hugbúnað sem gengur á öll helstu tölvuumhverfi og gagnagrunna sem í notkun eru í dag. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 73 orð

ÐNorðurál semur við Olíufélagið

NÝLEGA voru undirritaðir samningar milli Norðuráls hf. og Olíufélagsins hf. - Esso - um kaup á olíuvörum. Samningarnir gilda um öll kaup Norðuráls hf. á gasolíu, bensíni og smurolíum ásamt ýmsum rekstrarvörum þeim tengdum. Á myndinni, sem tekin var við undirskriftina, eru f.v. Aksel Jansen innkaupastjóri og Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs, frá Norðuráli hf. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 767 orð

ÐVerslað um víðan völl

SAMNINGUR undirbúningsfélagsins NRT ehf. við stórverslunarkeðjuna Debenhams sýnir ótvírætt að fyrirætlanir um að ráðist verði í byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogsdal, sem mikið hefur verið rætt um á síðustu mánuðum, eru að verða að veruleika. Smáralind ehf. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 15 orð

FLUGMisgott bú íslenskra flugfélaga /4

FLUGMisgott bú íslenskra flugfélaga /4 FYRIRTÆKIMarel sker niður kostnað /6 TORGIÐVerslun um víðan völl / Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 417 orð

Í athugun að breyta félaginu í hlutafélag

KAUPFÉLAG Borgfirðinga í Borgarnesi var rekið með 43 milljóna króna halla á síðasta ári þrátt fyrir að færður hafi verið til tekna hagnaður af sölu hlutabréfa og fleira upp á 44 milljónir kr. Á aðalfundi félagsins í vikunni var samþykkt að láta gera úttekt á kostum og göllum þess að breyta félaginu í hlutafélag og kosinn nýr stjórnarformaður. Heildarvelta Kaupfélags Borgfirðinga var 1. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 267 orð

Lögheimtan og Skuldaskil sameinast

EIGENDUR Lögheimtunnar ehf. og Lögfræðistofu Reykjavíkur ­ Skuldaskila ehf. hafa gengið frá samningum um samruna fyrirtækjanna. Lögheimtan og Skuldaskil eru bæði í hópi stærstu innheimtufyrirtækja landsins og meðal brautryðjenda á sviði sérhæfðrar innheimtuþjónustu. Hið sameinaða fyrirtæki mun starfa undir nafni Lögheimtunnar. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 162 orð

Nýir starfsmenn hjá Kjötumboðinu

KLARA Geirsdóttir matreiðslumaður hefur verið ráðin til að veita forstöðu eldhúsi Kjötumboðsins. Í eldhúsinu eru m.a. framleiddir forsteiktir réttir og salöt. Klara lærði matreiðslu á Hótel KEA og lauk sveinsprófi árið 1992. Klara hefur m.a. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 258 orð

Ný stjórn Lyfjaverslunar

NÝ STJÓRN Lyfjaverslunar Íslands hf. var kjörin á aðalfundi síðastliðinn laugardag. Grímur Sæmundsen er nýr stjórnarformaður. Sú stjórn sem kosin var á fyrsta aðalfundi Lyfjaverslunar Íslands eftir einkavæðingu fyrirtækisins hefur að meirihluta setið síðan. Ólafur B. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 266 orð

Rekstur Selfoss og Hveragerðis apóteka sameinaður

REKSTUR Selfoss apóteks og Hveragerðis apóteks hefur verið sameinaður undir nafni Ísrann ehf. sem er í eigu Jóns Þórðarsonar sem átti Hveragerðis apótek og Kaupfélags Árnesinga sem átti Selfoss apótek. Jón er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur veitt Jóni lyfsöluleyfi í Selfoss apóteki og Svövu H. Þórðardóttur lyfsöluleyfi í Hveragerðis apóteki. Meira
30. apríl 1998 | Viðskiptablað | 577 orð

Skipulagsbreytingar hjá SPRON

VIÐSKIPTAMÖNNUM Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis fer ört fjölgandi og að undanförnu hafa verið gerðar verulegar skipulagsbreytingar á starfsemi sparisjóðsins í samræmi við vaxandi umfang og umsvif í rekstri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.