Greinar fimmtudaginn 7. maí 1998

Forsíða

7. maí 1998 | Forsíða | 368 orð

Að minnsta kosti 33 menn fórust og sjötíu er saknað

AÐ MINNSTA kosti 33 biðu bana og um 70 manns var saknað í gær vegna skriðufalla í suðurhluta Ítalíu eftir látlaust úrhelli í marga daga. Talið er að um 2.000 manns hafi misst heimili sín vegna jarðvegshruns og skriðufalla í hlíðum við bæi og þorp í Kampaníu-héraði umhverfis Napólí í suðvesturhluta Ítalíu. Slæmu skipulagi hefur verið kennt um að svo margir fórust. Meira
7. maí 1998 | Forsíða | 112 orð

Daimler og Chrysler ræða samruna

DAIMLER-Benz, stærsta iðnfyrirtæki Þýskalands, skýrði frá því í gær að það hefði hafið viðræður við Chrysler, þriðja stærsta bílafyrirtæki Bandaríkjanna, um sameiningu fyrirtækjanna. Beri viðræðurnar árangur verður þetta mesti samruni iðnfyrirtækja í sögunni. Meira
7. maí 1998 | Forsíða | 200 orð

Krabbameinsrannsóknir Tilraunir á mönnum í september

BRESKIR læknar greindu frá því í gær að þeir væntu þess að geta hafið tilraunir með nýtt krabbameinslyf á mönnum á undan bandarískum starfsbræðrum sínum, sem vinna nú að þróun svipaðra lyfja. Verkan þeirra er með þeim hætti að þau hindra blóðrennsli til krabbameinsæxla og svipta þau þannig súrefni og annarri næringu. Meira
7. maí 1998 | Forsíða | 292 orð

Lagasetning úrslitaráðið

"ÞETTA var hörkugremjulegt," sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra er hann kynnti bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem binda eiga enda á ellefu daga verkfall. Forsætisráðherra var reiður aðilum vinnumarkaðarins, sem öxluðu ekki ábyrgð sína að hans mati. Bæði vinnuveitendur og Alþýðusambandið hafa lýst yfir óánægju með lögin en viðurkenna að þau feli í sér jákvæð atriði. Meira
7. maí 1998 | Forsíða | 137 orð

Stórsigur Wims Koks

VERKAMANNAFLOKKUR Wims Koks, forsætisráðherra Hollands, sigraði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Er 98% atkvæða höfðu verið talin, benti allt til þess að stjórnin haldi velli. Flokkur hægriöframanna þurrkaðist nær út, fékk ekkert þingsæti. Flokkur Koks hlaut 45 þingsæti af 150 en hafði 37. Meira

Fréttir

7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

17 milljónir í björgunarlaun

BJÖRGUNARLAUN Landhelgisgæslunnar fyrir björgun flotkvíar Vélsmiðju Orms og Víglundar voru 17 milljónir króna. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í gærkvöldi að sér þætti þetta sanngjörn og eðlileg þóknun fyrir verkið. "Það var skylda okkar að ná flotkvínni úr siglingaleið þar sem hún var sem rekald. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 742 orð

Aldrei dottið í hug að hætta útgáfunni

»NORÐURSLÓÐ ­ Svarfdælsk byggð og bær hefur komið út í um tuttugu ár. Ritstjórar eru Hjörleifur Hjartarson og Jóhann Antonsson, en sá síðarnefndi stofnaði blaðið ásamt þeim Óttari Proppé og Hirti Þórarinssyni á Tjörn. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Amaromót

AMAROMÓT í hraðskák verður haldið í skákheimili Skákfélags Akureyrar við Þingvallastræti föstudagskvöldið 8. maí og hefst það kl. 20. Á sunnudag kl. 14 verður haldið 15 mínútna mót á sama stað. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Andlát BERGUR LÁRUSSON BERGUR Lárusson

BERGUR Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, að kvöldi þriðjudagsins 5. maí. Bergur fæddist á Kirkjubæjarklaustri 28. desember árið 1910. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Helgason, bóndi á Kirkjubæjarklaustri, og Elín Sigurðardóttir. Bergur var kvæntur Ágústu Jónsdóttur frá Brekku í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu. Hún er nú látin. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Annað þing Samiðnar

MENNTAMÁL, skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar, kjara- og tryggingamál launafólks og fjölskyldumál eru meðal þess sem rætt verður á 2. þingi Samiðnar, sambands iðnfélaga, sem sett verður fimmtudaginn 7. maí nk. kl. 13 á Grand Hótel. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

AtilÖ þjónustuskrá Þriðja útgáfa í undirbú

UNDIRBÚNINGUR að þriðju útgáfu á þjónustuskránni AtilÖ er hafin. Skráin kom fyrst út í október 1996. "Allir þjónustuaðilar fá ókeypis skráningu í stafrófsröð á hvítum síðum og í einn þjónustuflokk á gulum síðum. Í skránni má finna ítarlega orðalista sem auðveldar notendum leit að þeim þjónustuaðilum sem til greina koma. Þar er einnig að finna sérstakan kafla sem fjallar um ungt fólk. Meira
7. maí 1998 | Landsbyggðin | 135 orð

Atvinnuvegasýningin verður á Húsavík í júní

UNDIRBÚNINGUR fyrir atvinnuvegasýninguna Stór- Þing '98, sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Húsavík 20.-21. júní nk., er nú í fullum gangi. Þegar hafa tæp fjörutíu fyrirtæki úr Þingeyjarsýslum skráð sig til leiks og er von á fleirum er nær dregur. Á sýningunni munu þingeysk fyrirtæki sýna Þingeyingum og landsmönnum öllum hvað þau hafa upp á að bjóða. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 223 orð

Á fótum fyrir fjórum millj. ára

VÍSINDAMENN telja sig hafa sannanir fyrir því, að steingerðar beinaleifar, sem fundust í Kenía 1995, séu elstu minjar um hinn upprétta manna og meira en fjögurra milljóna ára gamlar. Kemur þetta fram í breska vísindaritinu Nature. Er aldursákvörðunin byggð á rannsóknum á eldfjallaösku, sem lá ofan á beinunum. 72 millj. til höfuðs Rudolph Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Banaslys í Eyjafirði

KARLMAÐUR um sextugt lést í umferðarslysi í Eyjafjarðarsveit um kl. 9 í gærmorgun. Maðurinn var einn í litlum jeppa, sem fór útaf veginum og valt niður hlíð, alls um 30 metra. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Slysið varð skammt sunnan við brúna yfir Þverá, austan megin í Eyjafirði. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 387 orð

Ber að hefja hvalveiðar að nýju

MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi ályktanir aðalfundar Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar: "Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar haldinn í Reykjavík 25. apríl 1998 mótmælir harðlega fullyrðingum forstöðumanna nokkurra stærstu útgerðarfyrirtækja landsins um hærri launakostnað á íslenskum fiskiskipum en á fiskiskipum annarra nálægra þjóða, Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 239 orð

Blair og Major samherjar

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, og John Major, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, heimsóttu Belfast í gær til að afla friðarsamkomulaginu á N-Írlandi stuðnings. Hafa þessir fyrrum mótherjar tekið höndum saman til að stuðla að samþykkt samningsins í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. maí næstkomandi. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Borgarstjóri syngur inn á plötu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borg

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, syngur lagið Ó borg, mín borg inn á samnefndan hljómdisk sem kom út á vegum R-listans í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingibjörg syngur inn á plötu og nýtur hún aðstoðar Borgardætra og Ríó-tríós, að sögn Tómasar Þórs Tómassonar, rekstrarstjóra kosningamiðstöðvar R-listans. Lagið er eftir Hauk Morthens og textinn eftir Vilhjálm frá Skáholti. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Borgin styrkir eldri borgara

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Gíslason, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, hafa undirritað samning sem kveður á um styrk borgarinnar til félagsins fram til ársins 2001 vegna kaupa á húsnæði fyrir starfsemi samtakanna við Álfheima 74. Jafnframt afsalar borgin sér 40% eignarhlut borgarsjóðs í Risinu við Hverfisgötu 105. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Börn hjálpa börnum

LOKADAGUR söfnunarinnar Börn hjálpa börnum til hjálpar yfirgefnum kornabörnum og götubörnum á Indlandi er í dag, fimmtudaginn 7. maí. "Börn hafa safnað fé með því að ganga í hús með söfnunarbauka og hefur þegar safnast á aðra milljón. Það nægir til að reisa fyrstu hæðina á húsi fyrir yfirgefin kornabörn sem verður byggt í Orissa héraði á Indlandi. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 685 orð

Deiliskipulag tilbúið vegna uppbyggingar á Eiríksstöðum í Haukadal

UNNIÐ hefur verið deiliskipulag fyrir Eiríksstaði í Haukadal, vegna uppbyggingar á svæðinu fyrir hátíðahöld vegna 1000 ára afmælis Vínlandsfundar sem áformað er að halda í Dalabyggð árið 2000. Ákveðið hefur verið að endurbyggja Eiríksskála þar sem Leifur heppni fæddist. Þá eru uppi áform um byggingu menningarhúss í Búðardal sem m.a. gæti rúmað veglega Vínlandssýningu. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ð16 ára stúlku leitað

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar að Hugrúnu Svölu Heiðarsdóttur sem er 16 ára, 160 cm á hæð með dökkt, tæplega axlasítt hár. Í orðsendingu frá lögreglunni kemur fram að Hugrún fór frá Grýtubakka laust fyrir kl. 15 í gær. Þá var hún klædd í græna úlpu, bláar útvíðar gallabuxur og svarta gönguskó. Þeir sem hafa séð til ferða Hugrúnar eftir kl. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 107 orð

Ellefu myrtir á bílaverkstæði

LÖGREGLAN í Moskvu handtók í gær fimm menn sem grunaðir eru um að hafa myrt að minnsta kosti ellefu manns. Viktor Konkov, aðstoðaryfirmaður morðdeildar Moskvulögreglunnar, sagði hina grunuðu hafa auglýst í dagblöðum eftir aðilum sem selja vildu bíla sína. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 762 orð

Engin sátt milli stjórnar og stjórnarandstöðu

ENN hefur ekkert samkomulag náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um þinglok í sumar. Talsmenn stjórnarflokkanna segjast ákveðnir í því að afgreiða fjögur umdeild frumvörp á vorþingi, þ.e. frumvarp um sveitarstjórnarlög, frumvarp um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu, frumvarp til laga um húsnæðismál og frumvarp um þjóðlendur. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Esjulistinn býður fram til samstarfsráðs

LAGÐUR hefur verið fram listi, Esjulistinn, til kosninga í samtarfsráð Kjalarness sem fram fer samhliða sveitarstjórnarkosningum 23. maí nk. eins og mælt er fyrir um í sameiningartillögu samstarfsnefndar um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps sem samþykkt var í kosningum í sveitarfélögunum 21. júní 1997. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Fjölskylduhátíð Síðuskóla

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Síðuskóla á laugardag, 9. maí og hefst hún kl. 13 með andlitsmálun fyrir skrúðgönguna sem farið verður í um hverfið og hefst kl. 14. Fjölbreytt dagskrá verður á útisvæði og sviði við skólann, m.a. mætir Magnús Scheving, sýndur verður kántrýdans, hljómsveitin Ambindrylla leikur, kynning verður frá Holunni og félagar í Létti bjóða krökkunum í stuttan reiðtúr. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Fluttu afla milli báta

FISKISTOFA hefur að undanförnu svipt sex báta veiðileyfi vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Annars vegar var svipt fyrir afla umfram heimildir og hins vegar fyrir að færa afla frá aflamarksbátum yfir í þorskaflahámarksbáta og landa sem afla þeirra síðarnefndu. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fornbíladagur hjá Aðalskoðun hf.

ÁRLEGUR fornbíladagur verður hjá Aðalskoðun hf. á Helluhrauni í Hafnarfirði laugardaginn 9. maí. Skoðun verður boðin á sérkjörum fyrir félaga í Fornbílaklúbbnum þennan dag frá kl. 10­12. Klukkan 11 verður eldvarnakynning. Fagmenn frá Slökkviliði Hafnarfjarðar verða á staðnum til að upplýsa sérstaklega fornbílamenn um hluti er tengjast eldvörnum og slökkvistörfum í ökutækjum. Meira
7. maí 1998 | Landsbyggðin | 105 orð

Framboðslistar í Tálknafjarðarhreppi

Tálknafirði-Á fundi kjörstjórnar í Tálknafjarðarhreppi á sunnudag voru staðfestir m.a. framboðslistar D- og Þ-lista fyrir kosningarnar í vor. Listana skipa: D-listi sjálfstæðisfélags Tálknafjarðar 1. Björgvin Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, 2. Kolbeinn Pétursson, framkvæmdastjóri, 3. Jón Ingi Jónsson, fiskverkandi, 4. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Framboðslisti Framsóknarfélags Grindavíkur

FRAMBOÐSLISTI Framsóknarfélags Grindavíkur hefur verið samþykktur. Eftirfarandi skipa listann: 1. Hallgrímur Bogason, bæjarfulltrúi, 2. Sverrir Vilbergsson, bæjarfulltrúi, 3. Dagbjartur Willardsson, skrifstofumaður, 4. Kristrún Bragadóttir, kaupmaður, 5. Anna María Sigurðardóttir, fiskmatsmaður, 6. Jónas Þórhallsson, skrifstofumaður, 7. Sigríður Þórðardóttir, verslunarmaður, 8. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Framkvæmdastjóri samskiptasviðs HÍ Margrét Björnsdót

SAMÞYKKT hefur verið í háskólaráði, að tillögu Páls Skúlasonar háskólarektors, að ráða Margréti S. Björnsdóttur, þjóðfélagsfræðing og endurmenntunarstjóra Háskóla Íslands, í starf framkvæmdastjóra samskiptasviðs stjórnsýslu HÍ. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fræðslufundur um sjálfsvíg

FRÆÐSLUFUNDUR um sjálfsvíg verður á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld í Gerðubergi og hefst hann kl. 20. Frummælendur verða sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, og Guðrún Eggertsdóttir, djákni á Selfossi. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fuglaskoðunarferð um Suðurnes

HIN árlega fuglaskoðunarferð Hins íslenska náttúrufræðifélags og Ferðafélags Íslands suður á Garðskaga og víðar um Reykjanesskaga verður farin laugardaginn 9. maí nk. Nú eru hánorrænu fuglarnir á ferðinni frá vetrarstöðvum sínum í Evrópu til varpstöðvanna í Grænlandi og Kanada; rauðbrystingar, tildra, sanderla, margæs o.fl., segir í fréttatilkynningu. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fyrirlestrar vefjagigtarhóps GÍ

SÍÐASTI fræðslufundur GÍ verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 20 í húsnæði félagsins í Ármúla 5. Þá talar Lilja Þormar hjúkrunarfræðingur um Pólun. Eins og áður verður endað með fyrirspurnum og kaffi. Aðgangur er 500 kr. Athugið breyttan fundarstað. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Fyrirlestur um Norðurlönd og Eystrasaltslönd

DR. fil. Lennert Limberg heldur fyrirlestur fimmtudaginn 7. maí kl. 20.30 í fundarsal Norræna hússins og nefnir: "Norden-Balticum-idag- imorgon". Lennart Limberg hefur starfað frá 1987 hjá Riksföreningen Sverigekontakt í Gautaborg, og sér stofnunin um að efla sænskukennslu erlendis. Hann er einnig aðalritstjóri "Sverigekontakt", málgagns stofnunarinnar. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fyrirlestur um póstmodernisma sem heimspekilegt hugtak

SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttr, lektor í heimspeki við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur fimmtudaginn 7. maí á vegum Félags áhugamanna um heimspeki um: Póstmódernisma sem heimspekilegt hugtak. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og hefst hann kl. 20. Allt áhugafólk um heimspeki er velkomið. Meira
7. maí 1998 | Landsbyggðin | 55 orð

Gáfu 4ja ára börnum reiðhjólahjálma

Reyðarfirði-Slysavarnadeildin Ársól Reyðarfirði hefur ákveðið að gefa öllum 4ja ára börnum reiðhjólahjálma. Ekki voru allir heima þennan góðviðrisdag en þeir sem ekki voru það fá hjálmana afhenta seinna. Félagar í deildinni sóttu börnin heim og óku þeim um bæinn í stóra hjálparsveitartrukknum áður en hjálmarnir voru settir upp. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Geta leitað læknis í öðru landi

ÍBÚAR Evrópusambandsins geta samkvæmt tveimur nýlegum dómum Evrópudómstólsins valið um heilbrigðisþjónustu hvar sem er innan sambandsins. Í norska dagblaðinu Aftenposten kemur fram að áhrifa dómanna gæti að líkindum á öllu evrópska efnahagssvæðinu, þar með talið í Noregi og á Íslandi. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Gætu verið skaðlegar fóstrum

BRESKA dagblaðið The Daily Telegraph birti í vikunni viðvörun breskra heilbrigðisyfirvalda þess efnis að ófrískar konur láti ekki setja í sig tannfyllingar með amalgam vegna "fræðilegrar áhættu" gagnvart fóstrinu. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 289 orð

Gögnum um glæpi Saddams safnað

BANDARÍKJAMENN safna nú gögnum um glæpi Saddams Husseins Íraksforseta vegna hugsanlegra réttarhalda yfir honum ef til þess kæmi að hann yrði hrakinn frá völdum og handtekinn. David Scheffer, sendiherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í Kúveit. "Við erum að safna gögnum um glæpi Saddams Husseins og stjórnar hans í nánu samstarfi við stjórnina í Kúveit," sagði hann. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Göngu- og hjólreiðastígur í Kjarnaskóg

BYGGINGANEFND samþykkti á fundi sínum nýlega að fela byggingafulltrúa í samráði við skipulagsdeild og umhverfisdeild að hefja undirbúning að lagningu göngu- og hjólreiðastígs milli lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri og útivistarsvæðisins í Kjarnaskógi. Í bókun bygginganefndar segir m.a. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

H-listi sjálfstæðismanna í Garði

H-LISTINN, listi sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda, býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garði í maí nk. Listann skipa: 1. Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri, 2. María Anna Eiríksdóttir, sjúkraliði, 3. Árni Árnason, nemi, 4. Magnús Torfason, verkamaður, 5. Hrafnhildur S. Sigurðardóttir, bankaafgreiðslustjóri, 6. Gyða Kolbrún Unnarsdóttir, húsmóðir, 7. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hvalur á Pollinum

ÞAÐ gerist ekki oft að hvalir sæki inn á Pollinn við Akureyri, þótt þeir sjáist oft mjög innarlega í Eyjafirði. Seinnipartinn í gær var þó hvalur að svamla um Pollinn og vakti hann að vonum athygli vegfarenda um Drottningarbraut. Viðstaddir voru þó ekki sammála um hvaða hvalategund hér var á ferðinni. Hvalurinn synti alveg inn undir Leiruveg og norður undir Torfunefsbryggju. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 277 orð

Hængsmótið, íþróttamót fatlaðra, haldið í 16. sinn

HIÐ árlega Hængsmót, opið íþróttamót fatlaðra, fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi og var nú haldið í 16. sinn. Það er Lionsklúbburinn Hængur sem stendur að framkvæmd mótsins sem fyrr en að þessu sinni með dyggri aðstoð frá Lionsklúbbnum Ösp. Alls mættu um 260 keppendur, aðstoðarfólk og þjálfarar til leiks og hafa aldrei verið fleiri. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 976 orð

Hættulegt að nálgast stjórnlaust ferlíkið

MENN AF varðskipum Landhelgisgæslunnar sýndu að þeir eru færir um að leysa erfið verkefni við erfiðar aðstæður þegar þeir stöðvuðu rek 8.000 tonna flotkvíar sem rak stjórnlaust í fleiri daga. Aðgerðin var erfið og því er ekki að neita að starfi í gæslunni fylgir meiri hætta en gengur og gerist í öðrum störfum. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

IMF fái tyftunarvald

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í Jakarta í Indónesíu í gær, að IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ætti að hafa heimild til að nefna á nafn og "hegna" þeim ríkisstjórnum, sem tækju við stórfé frá sjóðnum án þess að koma á þeim umbótum, sem krafist væri. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 367 orð

Íbúar EES-svæðis geti valið um heilbrigðisþjónustu

TVEIR dómar Evrópudómstólsins, sem nýverið voru kveðnir upp, gætu stuðlað að því að sjúklingar í ríkjum Evrópusambandsins geti í framtíðinni valið hvar þeir nýti sér heilbrigðisþjónustu. Í norska blaðinu Aftenposten kemur fram að áhrif dómanna muni líklega gæta á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með talið í Noregi og á Íslandi. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 508 orð

Jóhann Ársælsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum

JÓHANN Ársælsson, fyrrverandi bankaráðsmaður í Landsbankanum, segir að mikil umræða hafi farið fram í bankaráðinu í vetur um nauðsyn þess að kaupa ýmsar tryggingar fyrir bankann. Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri Landsbankans, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu sl. föstudag að Helgi S. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 488 orð

Kraft í stað kyrrstöðu

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á Akureyri býður fram undir kjörorðunum Kraftur í stað kyrrstöðu og vill með því leggja áherslu á nauðsyn þess að breytt verði um áherslur á Akureyri. Stefnuskrá flokksins var kynnt á fundi í gær og sagði Kristján Þór Júlíusson, oddviti listans og bæjarstjóraefni, Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Landsfundur Samstöðu um óháð Ísland

LANDSFUNDUR Samstöðu um óháð Ísland verður haldinn laugardaginn 9. maí 1998 í Litlu-Brekku við Bankastræti í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 17. Fundarstjórar verða Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Páll Halldórsson. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

LEIÐRÉTT

Í dálki um Aflabrögð í blaðhlutanum Úr verinu, í gær var Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda Landhelgisgæslunnar, ranglega titlaður forstjóri stofnunarinnar. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Kolrassa krókríðandi í kvöld RANGT var farið með tímasetningu tónleika hljómsveitarinnar Kolrössu krókríðandi í blaðinu í gær. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Leki úr olíubíl Líklega gaf sig þétting

AÐ ÖLLUM líkindum var það þétting við öndunarop, sem gaf sig þegar bensín lak úr tanki olíubíls í brekkunni ofan við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Að sögn Knúts G. Haukssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar ehf., varð bílstjórinn var við lekann þegar ekið var niður brekkuna og stöðvaði hann þá bifreiðina samstundis vegna hættu á íkveikju. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Lengdist um 6 sentímetra á rúmum 2 mánuðum

SJÓBIRTINGUR sem veiddist í Fitjaflóði í Grenlæk um síðustu helgi er fiskifræðingar og fluguveiðimenn úr röðum Ármanna veiddu birtinga til merkinga, reyndist bera mælimerki frá síðasta ári. Það var hinn gamalreyndi fluguveiðimaður Kolbeinn Grímsson sem veiddi fiskinn og fengust strax upplýsingar um ferðir og vöxt fisksins við aflestur af gögnum merkisins. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

Listar í Ölfushreppi frágengnir

EFTIRFARANDI listar verða í boði við sveitarstjórnarkosningarnar í Ölfushreppi í vor: Framboðslisti B-lista framsóknarmanna og óháðra 1. Sigurður Þráinsson hreppsnefndarmaður, Reykjakoti, 2. Hrönn Guðmundsdóttir húsmóðir, Egilsbraut 16, 3. Júlíus Ingvarsson verktaki, Heinabergi 13, 4. Monika Pálsdóttir bóndi, Kröggólfsstöðum, 5. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Meistaraprófsfyrirlestur um samspil vatns og bergs

Meistaraprófsfyrirlestur um samspil vatns og bergs ANDRI Stefánsson heldur fyrirlestur í dag, fimmtudaginn 7. maí, í stofu 101 í Odda, húsi Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Hefst hann kl. 15 og er öllum opinn. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Morgunblaðið tekur innskotsbúnað í notkun MORGUN

MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýjan tækjabúnað sem gerir kleift að stinga inn í blaðið auglýsinga- og kynningarefni og er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem auglýsendum gefst kostur á að koma efni sínu til lesenda með þessum hætti. Búnaðurinn er framleiddur í Danmörku og er af gerðinni Thorsted. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Mótmæla undanlátssemi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samtökum herstöðvaandstæðinga: "Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur fyrir að taka enn einu sinni á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins í Reykjavíkurhöfn. Herskip, eins og öll önnur vígatól, eru í senn táknræn og raunveruleg ógnun við friðinn og líf, heilsu og hagsmuni almennings. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Möguleikhúsið sýnir Einar Áskel

MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Einar Áskel sem byggt er á hinum kunnu sögum sænska höfundarins Gunillu Bergström í Samkomuhúsinu á Akureyri næstkomandi laugardag, 9. maí, kl. 14. Leikgerðin er eftir Pétur Eggertz og var hún frumsýnd í Möguleikhúsinu 1. febrúar síðastliðinn og hefur notið mikilla vinsælda en þegar hafa séð hana rúmlega 10 þúsund áhorfendur. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Nýtt aðalskipulag kynnt í Garðinum

HREPPSNEFND Gerðahrepps heldur sérstakan hátíðarfund föstudaginn 8. maí í tilefni af 90 ára afmæli sveitarfélagsins í ár. Fundurinn hefst kl. 17 í Samkomuhúsinu í Garði. Dagskrá fundarins verður þannig að oddviti flytur ávarp og formaður bygginganefndar kynnir nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Opið hús í Ösp og Völvuborg

OPIÐ hús verður í leikskólanum Völvuborg og leikskólanum Ösp í Fellahverfi laugardaginn 9. maí. Börn og starfsmenn kynna starfsemi leikskólanna og sýning verður á verkum barnanna frá liðnum vetri. Opið verður frá kl. 11­13 í leikskólunum, sem eru við Völvufell og Iðufell. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Óskað eftir svörum um málefni Lindar hf.

ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og spurðist fyrir um það hvað liði skriflegum svörum Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn sinni um málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

"Ósnortið víðerni" skilgreint

STARFSHÓPUR sem Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra skipaði í september 1997 til að skilgreina hugtakið "ósnortið víðerni" hefur skilað áliti sínu og kynnti niðurstöður starfsins á blaðamannafundi í gær. "Ósnortið víðerni er landsvæði ­ þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags vegna mannlegra umsvifa, ­ sem er í a.m.k. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 414 orð

Óttast að átökin breiðist út

TALIÐ er að sex manns hafið fallið og fleiri særst í átökum við indónesísku lögregluna í gær. Lögreglan er talin hafa skotið tvo hinna látnu en hinir fjórir munu hafa brunnið inni í alelda byggingum í borginni Medan á Súmötru. Þúsundir manna komu saman í helstu borgum Indónesíu til að mótmæla efnahagsástandinu og fara átökin harðnandi. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 311 orð

Óvíst að Netanyahu þiggi boð Clintons

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að hann kynni að hafna boði Bills Clintons Bandaríkjaforseta um friðarviðræður í Washington í næstu viku, ef það þýddi að Ísraelar yrðu að ganga að kröfum Bandaríkjamanna. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Rannsókn á "stein olíumálinu" stendur enn yfir

RANNSÓKN á tveimur brunum í Vopnafirði í desember á síðasta ári, sem leiddu annars vegar til að íbúðarhús bónda í Böðvarsdal brann til grunna og hins vegar til að bóndinn fékk brunasár sem drógu hann til bana, stendur enn yfir. Embætti sýslumanns í Norður- Múlasýslu vísaði málinu í febrúar sl. til ríkissaksóknara sem vísaði því áfram til ríkislögreglustjóra til áframhaldandi rannsóknar. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 48 orð

Reuters Kosningaskjálfti í Paraguay

STUÐNINGSMENN stjórnarflokksins í Paraguay, Colorado-flokksins, og forsetaframbjóðanda hans, Raul Cubas, efndu til mikillar samkomu í höfuðborginni, Asuncion, í gær. Eftir fjóra daga munu tvær milljónir kjósenda í landinu ganga að kjörborðinu en samkvæmt skoðanakönnunum standa þeir jafnt að vígi, Cubas og Domingo Laino, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 145 orð

Reuters Sorgarstund í Páfagarði

JÓHANNES Páll páfi II minntist í gær Alois Estermanns, yfirmanns páfalífvarðarins, með þökk og virðingu en ungur lífvörður, Cedric Tornay, skaut hann og konu hans, Gladys Meza, til bana. Að því búnu svipti hann sjálfan sig lífi. Sagði páfi, að atburðurinn væri mikill harmleikur fyrir Páfagarð og hann bað einnig fyrir sálu Tornays. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Sagnfræðingar funda

FÉLAGSFUNDUR Sagnfræðingafélags Íslands verður haldið í kvöld, fimmtudaginn 7. maí, kl. 20.30 í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi. Fyrirlesari kvöldsins er Therkel Stræde, sagnfræðingur. Hann er lektor í sögu 20. aldar við háskólann í Odense og hefur einkum skrifað um ofsóknir nasista á hendur gyðingum. Hann talar á ensku um: Fangabúðir nasista: Hlutverk og þróun. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Segja forgangsröðun ranga

"Á SAMEIGINLEGUM fundi stjórna Verðandi, samtaka ungs Alþýðubandalagsfólks og óháðra, og Sambands ungra jafnaðarmanna hinn 16. apríl, var samþykkt eftirfarandi ályktun um bankamálið," samkvæmt fréttatilkynningu: "Stjórnir Verðandi og Sambands ungra jafnaðarmanna leggja áherslu á að það sé ekki hlutverk ríkisins að borga fyrir laxveiðiæfingar bankastjóra. Meira
7. maí 1998 | Smáfréttir | 94 orð

SIÐARÁÐ landlæknis fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra að fresta afgr

SIÐARÁÐ landlæknis fagnar ákvörðun heilbrigðisráðherra að fresta afgreiðslu frumvarps til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Ráðið telur mörgum erfiðum og mikilvægum spurningum ósvarað s.s. um áhrif frumvarpsins á trúnaðarsamband læknis og sjúklinga og um frelsi einstaklinga til að ákveða hvaða aðilar hafa aðgang að heilsufarsupplýsingum um þá. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
7. maí 1998 | Landsbyggðin | 139 orð

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Gott samstarf hefur verið á milli Lúðrasveitar Stykkishólms og skólahljómsveitar Mosfellsbæjar á liðnum árum. Samskiptin eru meðal annars fólgin í því að sveitirnar heimsækja hvor aðra árlega. Lúðrasveit Stykkishólms fer annað hvert ár í Mosfellsbæ og hitt árið koma Mosfellingar. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 457 orð

Skuldir heimilanna áttfaldast á sautján árum

EIGNIR heimilanna að meðtöldum lífeyrissjóðum hafa rúmlega tvöfaldast á árunum 1980 til 1997, en á sama tíma hafa skuldir heimilanna nær áttfaldast. Skuldir heimilanna hafa aukist umfram eignir án lífeyrissjóða á hverju ári á þessu tímabili. Þetta kemur fram í skriflegu svari Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokks. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Sólborg styrkir handverkstæðið Ásgarð

NÝLEGA færði Kiwanisklúbburinn Sólborg í Hafnarfirði, sem er kvennaklúbbur, handverkstæðinu Ásgarði tölvu og prentara að gjöf. Ásgarður er verkstæði starfrækt í Lækjarbotnum við Suðurlandsveg og þar starfa þroskaheftir og fatlaðir við gerð ýmissa leikfanga. FRÁ afhendingu gjafarinnar. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 298 orð

Spænskur borgar fulltrúi myrtur

SPÆNSKUR borgarfulltrúi var ráðinn af dögum í gær og talið er að liðsmenn basknesku aðskilnaðarhreyfingarinnar ETA hafi verið að verki. Spænsk yfirvöld greindu ennfremur frá því að grunur léki á að hreyfingin hefði lagt á ráðin um að myrða Jóhann Karl Spánarkonung í sumar. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Sveitarfélög geri ekki sérsamninga við kennara

LAUNANEFND sveitarfélaga hefur beint því til sveitarfélaga að þau verði ekki við óskum kennara um sérkjarasamninga. Er á það bent að kjarasamningar hafi verið gerðir við kennara og séu þeir í gildi til loka ársins 2000. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Lífeyrisgreiðsl

LÍFEYRISGREIÐSLUR Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda jukust um 34% á síðasta ári miðað við árið áður vegna þess að lífeyrisréttindi sjóðfélaga voru aukin í ársbyrjun 1997 um 18% vegna sterkrar fjárhagsstöðu sjóðsins. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 281 orð

Tólf manns af 87 um borð lifðu af

BOEING 737-farþegavél hrapaði til jarðar í Amazónfrumskóginum í Perú í gær og fórust líklega með henni 75 af 87 manns um borð. Var vélin í eigu perúska hersins en í leigu hjá bandaríska olíufélaginu Occidental Petroleum. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Tveimur bjargað út um risglugga

FORSKALAÐ fimm íbúða timburhús við Njálsgötu skemmdist mikið í eldsvoða í gærmorgun. Sjö voru í húsinu og komu fimm þeirra sér út af sjálfsdáðum en tveimur, manni og konu, var bjargað út um glugga á risi. Þau voru flutt á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Meira
7. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Tveir listar í kjöri

Tveir listar eru í kjöri við sveitarstjórnarkosningarnar í Eyjafjarðarsveit, E-listi eflingar og framfara og F-listi Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar og annars áhugafólks um sveitarstjórnarmál. Meira
7. maí 1998 | Landsbyggðin | 119 orð

Tveir listar í kjöri

Hrunamannahreppi-Eftirtaldir listar voru lagðir fram vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga að fara laugardaginn 23. maí nk. F-lista skipa eftirfarandi: 1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Miðfelli 2a, 2. Eiríkur Ágústsson, Vesturbrún 13, 3. Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti, 4. Helgi Jóhannesson, Garði, 5. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tvær bílveltur á Vestfjörðum

TVÆR bílveltur urðu á Vestfjörðum í gær, en engin slys urðu á fólki. Fyrri veltan varð í Súgandafirði klukkan rúmlega tíu í gærmorgun og hin síðari í Önundarfirði klukkan rúmlega eitt eftir hádegi. Lögreglan á Ísafirði taldi að hálka á vegum hafi verið orsök veltnanna, en mikið snjóaði á þessum slóðum í gær og flestir komnir á sumardekk. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 424 orð

Unnið að lausn á vanda af brotaungmenna

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra tekur undir það með Davíð Bergmann unglingaráðgjafa að það skorti úrræði til að taka á vanda afbrotaungmenna en verið sé að vinna að lausn vandans. Davíð sagði í Morgunblaðinu sl. sunnudag að ástandið væri óþolandi og ógjörningur að vera með forvarnastarf fyrir unga afbrotamenn þegar síbrotamennirnir gangi inn og út úr yfirheyrslum og haldi áfram að fremja afbrot. Meira
7. maí 1998 | Miðopna | 1669 orð

Upplifun að kynnast kirkjum í rífandi gangi

"HÁPUNKTUR ferðarinnar var að skíra 55 börn og 10 fullorðna undir berum himni á stað sem heitir Kunyao í Pókot-héraði í Kenýa en þar hafa íslenskir kristniboðar starfað allt frá árinu 1977 og þar hefur kristin trú fest rætur í innlendri kirkju í landinu," sagði herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Upplýsingarit um stöðlun á raftæknisviði

RAFSTAÐLARÁÐ og Staðlaráð Íslands hafa gefið út bókina Rafstaðlaráð ­ Upplýsingarit um stöðlun á raftæknisviði. Bókin er tæpar 100 síður í kiljuformi. Hún er til sölu hjá Staðlaráði Íslands á Iðntænistofnun og kostar 1.000 kr. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Útboð viðbótartrygginga LÍ Ákvörðun frestað til

LANDSBANKI Íslands bauð út tryggingar til viðbótar við þær, sem bankinn er með fyrir, í mars, en ekki hefur verið ákveðið að hvaða tilboði verður gengið vegna þeirra hræringa, sem orðið hafa kringum bankann. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Útflutningur til ESB Hross út frá ósýktum svæðum

FULLVISSA hefur fengist fyrir að lönd innan Evrópubandalagsins eru tilbúin til að taka við íslenskum hrossum frá ósýktum svæðum en ekki er vitað í hversu langan tíma. Að sögn Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, er því engin ástæða lengur til að banna útflutning af þeim svæðum. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

"Útrás" D-listans Kosningamálin rædd við útidyrnar

"GÓÐAN daginn, ég heiti Árni Sigfússon, má ég afhenda þér bækling vegna borgarstjórnarkosninganna í vor?" Kynning frambjóðenda D-listans, sem undanfarnar tvær vikur hafa gengið í hús í Reykjavík, hljómar á þennan hátt. Þeir banka upp á hjá fólki, afhenda því kynningarbækling listans og bjóða því að spyrja um málefni sem þeim liggur á hjarta. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Verði leyft að birta ákvarðanir á ensku

Í FRUMVARPI til laga um loftferðir, sem nú bíður þriðju umræðu á Alþingi, er grein um að Flugmálastjórn geti birt í flugmálahandbók ákvarðanir sínar sem teknar séu á grundvelli laga og reglna settum samkvæmt þeim. Skuli þetta birt á íslensku eða ensku eftir því sem við eigi. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir þetta afturför ef samþykkt verður. Meira
7. maí 1998 | Miðopna | 1473 orð

Viðbrögð vísindamanna einkennast af efasemdum

Ný lyfjablanda vekur meiri vonir en nokkru sinni í baráttunni við krabbamein Viðbrögð vísindamanna einkennast af efasemdum Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Vilja könnun á risnu Landsbankans

"STJÓRN Samtaka um þjóðareign tekur eindregið undir kröfur um að Alþingi sjái til þess að risna Landsbanka Íslands verði könnuð 30 ár aftur í tímann. Eigandi Landsbanka Íslands, íslenska þjóðin, á fullan rétt á að fá upplýsingar um, hvernig farið hefur verið með fjármuni bankans," segir í ályktun stjórnarinnar. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vindhviða feykti tengivagni

VINDHVIÐA feykti tengivagni aftan úr flutningabíl og út af Vesturlandsvegi skammt norðan við Kollafjörð skömmu eftir hádegi í gær. Mikið tjón varð á tengivagninum en engan sakaði. Að sögn lögreglu er ekki vitað til þess að tjón hafi orðið á varningi vagnsins, en hann tættist illilega við vindhviðuna. Nokkrar skemmdir urðu einnig á malbikuðum veginum. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Vortónleikar Valskórsins

VALSKÓRINN, sem er blandaður kór undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, heldur sína árlegu vortónleika sunnudaginn 10. maí nk. í kapellu sr. Friðriks á Hlíðarenda. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Meira
7. maí 1998 | Landsbyggðin | 120 orð

Vorveiðirall á Selfossi Veiðistöng úr birki reynd í

Selfossi-Ferðaskrifstofan Grænn-Ís á Selfossi efnir til vorveiðiralls í Soginu og ofanverðri Ölfusá dagana 15.-17. maí. Þegar blaðamaður átti leið hjá á dögunum voru forsvarsmenn rallsins að undirbúa veiðistaðina. Snorri Sigurfinnsson hjá Grænum-Ís segir rallið vera mjög spennandi vettvang fyrir lífsnautnamenn. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Vöruskiptin við útlönd fyrstu þrjá mánuði ársins

HALLI var á vöruskiptum við útlönd fyrstu þrjá mánuði ársins sem nemur 11,3 milljörðum króna, en á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 5 milljarða króna. Samanlagt er því vöruskiptajöfnuðurinn lakari um 16,3 milljarða króna samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Friðrik M. Meira
7. maí 1998 | Erlendar fréttir | 336 orð

Þjóðarflokkurinn stærri en Verkamannaflokkurinn

SKOSKI þjóðarflokkurinn hefur meira fylgi en Verkamannaflokkurinn í Skotlandi. Kemur þetta fram í nýrri skoðanakönnun og er nokkurt áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fagnar ársafmæli stjórnar sinnar um þessar mundir. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði í gær, að hún vildi flýta fyrir stofnun skosks þings en að réttu lagi á það að taka til starfa eftir ár. Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 719 orð

Þróun olíuverðs olíufélaganna þriggja til íslenskra fiskiskipa

FORSVARSMENN Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. eru sammála um að ekki sé rétt að bera saman erlent tilboðsverð á olíu til skipa og olíuverðskrá íslensku olíufélaganna til íslenskra skipa í heimahöfn. Í flestum tilvikum njóti viðskiptavinir afsláttar frá skráðu verði en í frétt blaðsins í gær kom fram hjá formanni LÍÚ að óskiljanlegt væri hvers vegna olíuverð á Íslandi fylgdi ekki verðlækkun á Meira
7. maí 1998 | Innlendar fréttir | 702 orð

Þúsund eintök gefin Vestur-Íslendingum

HLEYPT hefur verið af stokkunum þjóðarátaki til útbreiðslu Íslendingasagna í Vesturheimi og er ætlunin að gefa eitt þúsund eintök af nýrri heildarútgáfu þeirra á ensku. Fyrir átakinu standa Landafundanefnd, Þjóðræknisfélag Íslendinga og bókaútgáfan Leifur Eiríksson. Verndari átaksins er forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 1998 | Leiðarar | 531 orð

ARÐGREIÐSLUR EÐA DULBÚIN SKATTHEIMTA

leiðariARÐGREIÐSLUR EÐA DULBÚIN SKATTHEIMTA BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta félagsmálanefndar við frumvarp til sveitarstjórnarlaga er m.a. lagt til að sveitarfélögum sé heimilt að ákveða afrakstur af því fjármagni sem bundið er í rekstri eigin fyrirtækja og stofnana. Meira

Menning

7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Ást án landamæra Elskunnar logandi bál (Lust och f¨agring stor)

Framleiðandi: Per Holst. Leikstjóri: Bo Widerberg. Handritshöfundar: Bo Widerberg. Kvikmyndataka: Morten Brus. Tónlist: Klassísk. Aðalhlutverk: Johann Widerberg, Marika Lagercrantz, Tomas Von Brömssen, Karin Huldt, Nina Gunke. 128 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 617 orð

Banvæn blanda

KITT Deveraux (Melanie Griffith) er mikils metinn en umdeildur lögfræðingur í Los Angeles, en hún hefur getið sér góðan orðstír fyrir að verja sakborninga í morðmálum sem fengið hafa mikla fjölmiðlaumfjöllun. Þegar skjólstæðingur hennar sem ákærður er fyrir nauðgun er sýknaður á vafasömum forsendum ákveður hún hins vegar að snúa sér að öruggari málum með því að verja hvítflibbabófa. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 112 orð

Blökkumaður fulltrúi Breta í fyrsta sinn

SÖNGKONAN Imaani verður fulltrúi Bretlands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Birmingham á Englandi laugardaginn 9. maí. Imaani verður fyrsti blökkumaðurinn sem tekur þátt í keppninni fyrir hönd Bretlands frá því keppnin hófst. Hún er 25 ára gömul og er fædd og uppalin í Midlands. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 124 orð

Bráðamóttakan í þrettán vikna frí

SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR Bráðamóttakan eða "ER" hafa verið teknir af dagskrá Sjónvarpsins tímabundið en einungis var búið að sýna 14 þætti af 22 þátta seríu. Í staðinn verða sýndir 13 þættir af ævintýramyndaflokknum Heróp sem gerast á 5. öld í Evrópu. Ástæða skyndilegs brotthvarfs Bráðamóttökunnar af sjónvarpsskjám landsmanna mun vera sú að þeir bárust ekki nógu tímanlega til landsins. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 180 orð

Chelsea Clinton með nýjan kærasta

CHELSEA Clinton, dóttir forsetahjónanna Hillary og Bill Clintons, hefur fundið sér nýjan kærasta og virðist sem ungi maðurinn standist kröfur forsetans sem heppilegt mannsefni. Honum var að minnsta kosti boðið til kirkju með fjölskyldunni og þegar brúðkaup bar á góma benti Bill Clinton á vin sinn sem gifti dóttur sína fyrir skömmu og sagði: "Hann fullvissaði mig um að það væri hægt að lifa það af Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Djass fyrir alla

FIMMTÁNDU tónleikar sem Gildisskátar í Hafnarfirði standa fyrir verða í kvöld, fimmtudagskvöld í Hafnarborg kl. 21. Þá kemur fram Kvartett Reynis Jónassonar harmonikuleikara. Með Reyni leika þeir Sveinn Óli Jónsson á trommur, Ómar Axelsson á bassa og Edwin Kaaber á gítar. Allir eru þessir hljóðfæraleikarar margreyndir og hafa leikið árum saman með ýmsum hljómsveitum. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 232 orð

Einar Áskell á Norðurlandi

MÖGULEIKHÚSIÐ verður á leikferð um norðurland með barnaleikritið "Góðan dag, Einar Áskell", dagana 6.­13. maí. Leikritið var frumsýnt 1. febrúar sl. og hafa um 7.000 áhorfendur séð sýninguna sem er ætluð börnum á aldrinum 2­9 ára. Meira
7. maí 1998 | Kvikmyndir | 382 orð

Enn á flótta milli vonar og ótta

Leikstjóri Stuart Baird. Kvikmyndataka Andrzej Bartowiak. Tónlist Jerry Goldsmith. Handrit John Pogue. Aðalhlutverk Tommy Lee Jones, Wesley Snipes, Robert Downey, Joe Pantoliano, Kate Nelligan og Irene Jacob. Warner Bros. 1998. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 2312 orð

Finninn sem fann ástina

Finninn sem fann ástina Fáir menn hafa í seinni tíð haft eins mikil áhrif á Sinfóníuhljómsveit Íslands, þróun hennar, þroska og velgengni, og finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 155 orð

Fjör hjá menntaskólanemum

FRAMHALDSSKÓLANEMAR "dimiteruðu" um allt land á dögunum og var margur föngulegur hópurinn á ferðinni. Meðal þeirra voru nemendur Menntaskólans í Reykjavík sem byrjuðu daginn á hefðbundnum morgungleðskap en þar á eftir var haldið í gamla skólann og rektor og kennarar "hringdir út". Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 714 orð

Glæsilegt verk

GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frumflytur, ásamt hljómsveitinni, nýjan fiðlukonsert eftir Pál Pampichler Pálsson á tónleikunum í kvöld. Er hann tileinkaður Guðnýju og skrifaður sérstaklega með hana í huga. Segir Guðný það mikils virði að fá upp í hendurnar verk sem sérstaklega sé skrifað fyrir hana. Henni sé mikill heiður sýndur. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 411 orð

Góð aðsókn að öllum dagskrárliðum

SÆLUVIKU Skagfirðinga, sem hófst sunnudaginn 26. apríl með opnun trélistarsýningar og vísnakeppni í Safnahúsinu, lauk með fjölmennum kóratónleikum og dansleik í félagsheimilinu Miðgarði síðastliðið laugardagskvöld, þar sem fram komu auk heimakóranna Heimis og Rökkurkórsins Samkór Suðurfjarða og Karlakór Rangæinga, en hljómsveit Geirmundar Valtýssonar hélt uppi fjörinu fram undir morgun. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 369 orð

Heller neitar ritstuldi

BANDARÍSKI rithöfundurinn Joseph Heller og útgefandi hans hafa vísað algerlega á bug fullyrðingum um að efni þekktustu bókar hans, "Catch-22", hafi verið stolið úr bók sem út kom tíu árum fyrr. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 515 orð

Hlynur Hallsson sýnir í Bremen

NÝLEGA var opnuð í Gallerie Gruppe Grün í Bremen sýning á verkum Hlyns Hallssonar myndlistarmanns. Fyrir tveimur árum byrjaði Hlynur að vinna með þema sem hann kallar "Grenzen" eða landamæri. "Þýska orðið hefur þó mun víðari merkingu og þýðir raunverulega mörk, hvort það séu landamörk eða hvar við setjum okkur mörk t.d. í mannlegum samskiptum. Þetta þema nota ég á þessari sýningu. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 227 orð

Hús til minja

LÁRA Gunnarsdóttir, myndlistar- og handverkskona, vann til fyrstu verðlauna í hönnunarsamkeppni um minjagripaframleiðslu sem haldin var á vegum átaks iðnaðarráðuneytis til atvinnusköpunar og Handverks og hönnunar sem er reynsluverkefni á vegum forsætisráðuneytis til að auka gæði handverks í landinu. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Íslenskur fundur í miðborg St. Paul Beinu flugi til Minnes

LANDAFUNDANEFND, Íslensk-ameríska verslunarráðið og íslenska ræðismannsskrifstofan í Minneapolis stóðu nýlega fyrir hádegisverðarfundi á Radisson hótelinu í miðborg St. Paul. Fundurinn var haldinn í tengslum við fyrsta áætlunarflug Flugleiða til Minnesota og þangað fjölmenntu að sjálfsögðu Íslendingar. Ræður héldu m.a. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 48 orð

Karlakórinn Jökull á ferð um Austurland

KARLAKÓRINN Jökull frá Hornafirði heldur þrenna afmælistónleika; á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði, föstudaginn en kórinn á 25 ára afmæli um þessar mundir. Stjórnandi kórsins er Jóhann Morávek og undirleikari Guðlaug Hestnes. Einsöngvarar voru Erlingur Arason, Friðrik Snorrason og Heimir Heiðarsson. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 249 orð

Njálusýningin opnuð aftur í nýju og stærra sögusetri

FERÐAÞJÓNUSTUVERKEFNIÐ Á Njáluslóð sem hleypt var af stokkunum sl. sumar felst í vegvísum og upplýsingaskiltum á sögustöðum Njálu, ferðum með leiðsögn um Njáluslóð og yfirgripsmikilli sýningu á Hvolsvelli. Þar er á myndrænan hátt kynnt efni Njáls sögu, aðalpersónur, staðir og atburðarás, tíðarandi víkingaaldar, vopn, klæði og húsakostur o.s.frv. Meira
7. maí 1998 | Kvikmyndir | 277 orð

Ófögnuður og átta hausar

Leikstjóri Tom Schulman. Handrit Tom Schulman og D. Beth. Tónlist Andrew Gross. Kvikmyndatökustjóri Adam Holender. Aðalleikendur Joe Pesci, Andy Comeau, Kristy Swanson, George Hamilton, Dyan Cannon, David Spade. 95 mín. Bresk/bandarísk. Orion/Rank 1998. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Síðustu sýningar

FARIÐ er að síga á seinni hlutann á þessu leikári í Þjóðleikhúsinu og nokkrum leiksýningum lýkur nú í maí. Ein þeirra er Meiri gauragangur eftir ólaf Hauk Símonarson sem á aðeins þrjár sýningar eftir. Tónlist í sýningunni er samin af Jóni ólafssyni og ólafi Hauki. Í aðalhlutverkum eru Baldur Trausti Hreinsson og Bergur Þór Ingólfsson. Síðustu sýningar verða 7., 15. og 28. maí. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Síðustu tónleikarnir á vegum Múlans

SÍÐUSTU tónleikarnir á vegum djassklúbbsins Múlans í Sölvasal á 2. hæð Sólons Íslandusar verða í kvöld kl. 21. Að þessu sinni munu nokkrar djasshljómsveitir tónlistarskólans í FÍH spila djasstónlist. Hljómsveitirnar hafa verið að æfa frá því í haust undir handleiðslu nokkura djassleikara. Efnisskráin er fjölbreytt. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 760 orð

Skíðastökkvarar menningarinnar

MARKAÐSMENNIRNIR Bjarne Berger og Runar Östmo frá Noregi fræddu starfssystkin sín og aðra um hvernig ætti að markaðssetja og hvernig ekki. Þeir hafa báðir reynslu á þessu sviði, ekki síst vegna markaðssetningar Ólympíuleikanna í Lillehammer sem þótti takast vel. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 133 orð

Stanslaust stuð á Skaganum

HLJÓMSVEITIN Stuðmenn spilaði á stórdansleik Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem var haldinn á sal skólans fyrir skömmu. Hvorki fleiri né færri en 500 manns mættu á svæðið og er óhætt að segja að stemmningin hafi verið gífurleg. Ballgestir eyddu mestum tíma sínum á dansgólfinu enda tóku Stuðmenn hvern slagarann á fætur öðrum og héldu fólki við efnið. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 80 orð

Svíar hrífast af Carpelan

FINNLANDSSÆNSKA skáldið Bo Carpelan hlaut nýlega hin svonefndu sænsku Pilot-verðlaun. Verðlaunin nema 150.000 sænskum kr. (105.000 finnskum mörkum) og eru veitt "mikilvægum höfundum sem skrifa á sænsku". Í fyrra fékk Carpelan verðlaun Sænsku akademíunnar sem falla Norðurlandahöfundum í skaut, en þá gaf hann út skáldsöguna Bók Benjamíns, en hann er kunnastur sem ljóðskáld. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 229 orð

Teiknimyndaröð um Dilbert

NOKKRIR vel þekktir gamanleikarar, þar á meðal Daniel Stern úr "The Wonder Years", Chris Elliott úr "Cabin Boy", Kathy Griffin úr "Suddenly Susan" og Larry Miller úr "The Nutty Professor", hafa tekið að sér að tala inn á teiknimyndaröð um "Dilbert" sem er í bígerð á sjónvarpsstöðinni UPN. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Vatnslitamyndir í Listhúsi Ófeigs

HELGA Magnúsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, 101 Reykjavík. Myndinar eru unnar á Grikklandi á síðast ári. Helga stundaði nám við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985-89 og Myndlistaskóla Reykjavík 1984-85. Hún hefur haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 27. Meira
7. maí 1998 | Fólk í fréttum | 481 orð

Veitingahús á Eyrinni Veitingastaðinn Á Eyrinni er að finna í höfuðstað Vestfjarða. Jón Svavarsson ljósmyndari var á Ísafirði um

EF ætlar þú að ferðast til Vestfjarða liggur leiðin venjulega til Ísafjarðar. Til dæmis með áætlunarflugi en aðflugið að Ísafjarðarflugvelli er eitt hið stórkostlegasta sem fyrir finnst á landinu. Því háttar þannig til að stefna flugbrautarinnar í aðra áttina er beint inní fjall, en menn skyldu ekki óttast því alls öryggis er gætt. Meira
7. maí 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla FÍH

VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla FÍH verða haldnir í sal skólans í Rauðagerði 27, laugardaginn 9. maí kl. 14. Fram koma nemendur á öllum stigum, einnig munu samspilsbönd skólans leika. Efnisskráin verður fjölbreytt og er aðgangur ókeypis. Burtfarartónleikar Þóru Grétu Þórisdóttur jazzsöngkonu verða í skólanum 12. maí kl. 21, Snorra Sigurðarsonar trompetleikara 14. maí kl. Meira

Umræðan

7. maí 1998 | Aðsent efni | 944 orð

Að innbyrða skátaævintýrið

ÞAÐ RÍKIR mikil eftirvænting í hjörtum þúsunda skáta þessa dagana. Ástæðan er sú að í uppsiglingu er Landsmótsár með fjölbreyttum og spennandi tækifærum til að reyna nýja hluti. Landsmót skáta eru haldin á þriggja ára fresti og eru jafnan hápunkturinn í skátastarfinu. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 448 orð

Að selja skagfirskt

AÐ KYNNA, selja og markaðssetja eru lykilatriðin í öflugu atvinnulífi framtíðarinnar. Þeir sem hafa góðar hugmyndir að starfsemi, framleiðslu eða þjónustu ná aldrei langt nema að hafa góða þekkingu, stuðning eða getu til að selja. Skiptir þá litlu máli hvað er fram borið. Að hafa hugmynd að t.d. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 468 orð

Áskorun

ÞEGAR tæpur mánuður er þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga skora undirritaðar, fyrir hönd Sjálfstæðra kvenna, á alla sem að kosningunum koma að huga að málum er varða jöfn tækifæri kynjanna. Atvinnu- og launamál ásamt starfsmanna- og fjölskyldustefnu eru málaflokkar sem sveitarstjórnir geta haft áhrif á til að jafna tækifæri kynjanna. Meira
7. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 525 orð

Helför íbúa Reykjavíkurborgar Frá Guðlaugi Lárussyni: REYKJAVÍKU

REYKJAVÍKURBORG birtir auglýsingu í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. apríl sl. til borgarbúa, og er hún undirskrifuð af borgarstjóranum í Reykjavík. Þessi uppdráttur af Reykjavíkurborg vekur hugrenningar um útrýmingarstefnu nasista í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni, þegar átti að útrýma gyðingum í Berlín. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 246 orð

Hlutverk hjúkrunarfræðinga í móttöku á heilsugæslustöð

Á HEILSUGÆSLUSTÖÐ fer fram margvísleg starfsemi. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hversu víðtæk hún er. Í lögum er heilsugæsla skilgreind sem heilsuverndarstarf og allt lækningastarf sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dvelja á sjúkrahúsum. Þeir sem sinna þessari þjónustu eru meðal annars hjúkrunarfræðingar. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 684 orð

Íslenskun heita á bíómyndum er grundvallaratriði

AÐ undanförnu hefur margt breyst í rekstri kvikmyndahúsa, margt til batnaðar. Ánægjulegust þau umskipti að í dag eru myndir sýndar glænýjar í flestum tilfellum, á sama tíma og í öðrum Evrópulöndum, jafnvel á undan. Öfugt við það sem áður var, er ekki lengur boðið upp á slitin, notuð eintök, heldur ný úr kassanum. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 1044 orð

Laxveiðar og fylgifiskar

ÞAÐ er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að skrifa nokkuð um "Landsbankamálið", en vegna þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um þetta mál, finnst mér að ég verði nú aðeins að tjá mig um það. Upphafið að umræðunni var að sjálfsögðu fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi um laxveiðiferðir og kostnað vegna þeirra á vegum ríkisbankanna. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 957 orð

Leiðsögukennsla 35 ára

UM ÞESSAR mundir eru liðin 35 ár frá því að leiðsögukennsla hófst hér á landi. Í fyrstu komu fram efasemdir hjá sumum ferðaskrifstofufólki sem taldi að ekki væri þörf fyrir slíkt nám því að annaðhvort hefði fólk meðfædda hæfileika í það starf eða ekki. Slíkt væri ekki hægt að kenna. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 635 orð

Reiði Sverris

ÞAÐ er vel þekkt að þegar einn grunaður afbrotamaður úr stórum hópi meintra misyndismanna hefur náðst þá hendir gjarnan að viðkomandi byrjar að leysa frá skjóðunni um alla hina enda blóðugt að eiga einn að taka út refsingu. Um þetta segja margir lögreglumenn að viðkomandi "gráti". Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 266 orð

Tillaga um útvíkkun gagnagrunns um Íslendinga

ER ÞAÐ siðferðilega réttlætanlegt að gera stéttum sem bundnar eru þagnarskyldu skylt að afhenda trúnaðargögn í því skyni að búa til miðstýrðan gagnagrunn sbr. lagafrumvarp heilbrigðisráðherra? Ef svo er, á ráðherra þá rétt á því að ráðstafa grunninum og ber þá ekki að gæta jafnræðis og meðalhófs við ráðstöfun hans? M.ö.o. væri ráðherra heimilt skv. Meira
7. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 297 orð

Til þrítugrar systur Þórdísar Björnsdóttur Frá Hildi Svavarsdóttur:

ÉG ER rétt rúmlega þrítug systir tveggja systra, gift og tveggja dætra móðir og bý ekki í Grafarvogi. (Ég vona að það skipti ekki máli.) Það er ljóst að Þórdís Björnsdóttir og þrítug systir hennar í Grafarvogi hafa lítið kynnt sér tengsl kynlífs, kynlífsfræðslu í skólum, erótík og klám, sérstaklega þann hluta þess sem birtist í svokölluðum "vönduðum" glanstímaritum fyrir karlmenn. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 314 orð

Tökum á, tækin vantar

FÁTT er okkur dýrmætara en heilsan. Öryggið sem felst í þeirri vissu að við búum við heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Vel þjálfað starfsfólk, sérfræðinga sem sótt hafa þekkingu til virtustu háskólasjúkrahúsa heims. Tileinkun nýjustu rannsóknaraðferða og meðferðarmöguleika. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 436 orð

Vegur á Heklu!

UM ALLAN heim fer fram mikil barátta milli þjóða um að ná athygli ferðamanna. Mestur vöxtur mun vera í ævintýraferðum, þar á hlut að máli efnaðri hluti ferðamanna. Hér á landi sjáum við duglega athafnamenn ná miklum tökum á slíkri markaðssetningu sem engum datt í hug fyrir nokkrum árum. Meira
7. maí 1998 | Aðsent efni | 314 orð

"Vituð ér enn ­ eða hvat"

1.Ríkisendurskoðandi, sem starfar alfarið í umboði Alþingis, liggur undir fjallþungum ásökunum um misferli í starfi í hinu svonefnda "Landsbankamáli". Forsetadæmið í Alþingi þegir og sér enga ástæðu til að taka ákærurnar til meðferðar. Þá vita menn það. Meira

Minningargreinar

7. maí 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Bergsveinn Auðunsson

Kæri vinur. Nú þegar þú ert lagður af stað í þína hinstu ferð langar okkur til að skrifa þér nokkrar línur og rifja upp með þér nokkrar sameiginlegar ánægjustundir úr lífi okkar. Margs er að minnast, en hæst ber þó "pílagrímsferðir" okkar til Hveragerðis í sund og gufu. Ferða sem við nutum allir. Ferða sem enginn okkar vildi missa af. Ferða þar sem málin voru rædd og brotin til mergjar. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

BERGSVEINN AUÐUNSSON

BERGSVEINN AUÐUNSSON Bergsveinn Auðunsson fæddist í Reykjavík 12. júní 1949. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 28. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 6. maí. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 176 orð

Guðmundur Guðmundsson

Kveðja frá Breiðabliki Með Guðmundi Guðmundssyni er genginn góður og gegn Bliki, sem lagði grunn að því starfi sem fram fer á vegum félagsins í dag. Á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal stendur listaverkið "Upphaf", sem margir kannast við, en verkið er samsett af háum stálsúlum og á þeim hvílir steinn. Nafn verksins vísar til upphafs félagsins. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Guðmundsson fæddist í Bolungarvík 22. nóvember 1908. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 28. apríl. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Ingveldur Sveinsdóttir

Gengin er á 95. aldursári Ingveldur Sveinsdóttir, síðust barna Ingibjargar Jónasdóttur og séra Sveins Guðmundssonar, sóknarprests í Árnesi í Trékyllisvík. Hún fellur frá síðust sjö barna þeirra hjóna og einna síðust barnabarna Elinborgar Kristjánsdóttur og séra Jónasar Guðmundssonar, prests á Staðarhrauni. Ingveldur var sérstæður persónuleiki, glæsileg í fasi og jafnan glaðvær. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 428 orð

Ingveldur Sveinsdóttir

Um páskana var hún hjá okkur heiðurskonan eins og svo oft áður á hátíðum, nýstaðin upp úr beinbroti, sjóndöpur og heyrnarsljó en ávallt svo andlega ótrúlega hress og málgefin. Með þessari sómakonu er horfinn síðasti tengiliður minnar fjölskyldu við heila kynslóð sem við kynntumst svo náið á Öldugötu 9. Öll eru þau þá fallin frá, níu börn þeirra séra Sveins og Ingibjargar. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 315 orð

INGVELDUR SVEINSDÓTTIR

INGVELDUR SVEINSDÓTTIR Ingveldur Sveinsdóttir var fædd í Goðdölum í Skagafirði 28. ágúst 1903. Hún lést 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru séra Sveinn Guðmundsson, f. 13. janúar 1869, d. 2. mars 1942, og kona hans, Ingibjörg Jónasdóttir, f. 21. júní 1866, d. 30. apríl 1956. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 762 orð

KRISTÍN JÓNÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR

Kristín Jónína Þorsteinsdóttir, Faxastíg 2b í Vestmannaeyjum, er níræð í dag. Hún Jóna, eins og afmælisbarnið er alla jafna nefnt, á að baki merka ævi. Hún er sex barna móðir, var húsmóðir og verkakona. Þá er hún ein eftirlifandi þeirra sem stofnuðu Hvítasunnuhreyfinguna á Íslandi. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Kristján Sigurvinsson

Okkur langar að minnast góðs nágranna og vinar með nokkrum orðum. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa við hlið Önnu og Kidda síðastliðin átta ár. Við hjónin dvöldum nokkur ár erlendis og vissum að komnir væru nýir nágrannar þegar við fluttum heim. Anna og Kiddi tóku okkur strax opnum örmum og snertu okkur með elskulegheitum sínum. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Kristján Sigurvinsson

Elsku langafi. Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum enda þótt tvö okkar séu það lítil að sennilega munu þau í framtíðinni aðeins þekkja þig af myndum og frásögum. Þið Tinna Rut voruð hins vegar alltaf miklir vinir, og þegar farið var til ömmu og afa á Kópó var aðaláhyggjuefnið oftast hvort búið væri að taka lýsi í dag. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 601 orð

Kristján Sigurvinsson

Elsku frændi, það er með miklum trega og söknuði, sem ég nú sting niður penna og rita til þín fáeinar línur, að aflokinni leið, þá er við skiljum eftir nær 48 ára samleið. Mig langar að þakka þér frændsemina, félagsskapinn og umhyggjuna, sem þú hefur alla tíð sýnt mér og minni fjölskyldu, ekki síst eftir sviplegt fráfall Össurar bróður þíns. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 276 orð

Kristján Sigurvinsson

Kristján, mágur minn, varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. apríl sl. Þetta kom sem reiðarslag yfir fjölskylduna, þótt við hefðum mátt eiga von á þessu, þar sem heilsa hans var búin að vera léleg í mörg ár. Margar voru þær vistirnar hjá honum á sjúkrastofnunum, m.a. í London, þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. En þrátt fyrir öll sín veikindi brást honum ekki lundin. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 197 orð

Kristján Sigurvinsson

Elsku besti afi minn, upprunninn er nú tíminn þinn. Tíminn til að kveðja okkur nú, hún er alltaf erfið stundin sú. Þú fórst svo skyndilega í burt, við hefðum lengri tíma þurft. Tíma til að sjá sumarið blómstra að nýju, í staðinn sendi ég þér kveðju með hlýju. Ég man þær stundir sem við áttum saman, þegar ég var barn þá var alltaf gaman. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 505 orð

Kristján Sigurvinsson

Kær föðurbróðir minn Kristján Sigurvinsson er látinn. Kiddi og faðir minn Össur voru tvíburar. Þegar tvíburarnir voru eins árs fluttust amma Guðrún og afi Sigurvin suður með þá í leit að atvinnu og lækningu fyrir Kidda, en hann hafði fæðst bæklaður á fæti og háði það honum alla tíð síðan, þrátt fyrir margar og flóknar aðgerðir sem gerðar voru á fæti hans. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 294 orð

Kristján Sigurvinsson

Elsku pabbi. Í örfáum orðum langar mig að kveðja þig. Það er svo erfitt að átta sig á að samveru þinni með okkur sé lokið, en við treystum á fyrirheit skapara okkar um upprisu dauðra á hinum efsta degi og það gefur okkur öllum styrk í sorg okkar. Ég veit að þú hefðir ekki viljað að ég skrifaði lofræðu um þig, en annað er varla hægt um mann eins og þú varst, það vita allir sem til þín þekktu. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Kristján Sigurvinsson

Elsku afi. Mig langar að minnast þín með nokkrum línum en veit alls ekki hvað ég á að segja því það er svo mikið sem rennur í gegn um hugann á þessum dögum. Þú varst frábær afi og gerðir allt fyrir okkur krakkana og vildir okkur öllum vel. Þú gafst þér tíma til að vera með okkur og það finnst okkur öllum dýrmætur tími. Þú varst mikill húmoristi og ég man alltaf þegar að þú plataðir okkur strákana. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 145 orð

Kristján Sigurvinsson

Elsku afi minn. Nú sefur þú svefninum langa og friður er kominn yfir þig. Ég átti ekki von á að missa þig svona skyndilega, allra síst á þessum árstíma þegar það var eins og þú fengið aukakraft úr sólinni. Einhvern veginn finnst mér vorið og sumarið vera þinn tími, því að þá var alltaf nóg að gera í garðinum. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 320 orð

Kristján Sigurvinsson

Genginn er Kristján Sigurvinsson, góður vinur okkar og frændi. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að sjá hann oftar. Kiddi Sigurvins, eins og við kölluðum hann alltaf, var svo glettinn og alltaf með gamanyrði á vör meðan hann var og hét. Kiddi veiktist fyrir allmörgum árum og þurfti að fara í hjartaaðgerð til London og síðar fékk hann sykursýki. Hann náði sér aldrei að fullu eftir það. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 185 orð

KRISTJÁN SIGURVINSSON Kristján Sigurvinsson var fæddur

KRISTJÁN SIGURVINSSON Kristján Sigurvinsson var fæddur í Kollsvík í Rauðasandshreppi 23. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurvin Össurarson, f. 28. mars 1907, d. 5. febrúar 1990, og Guðrún Helga Kristjánsdóttir, f. 25. nóvember 1905, d. 25. ágúst 1967. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Markús Jónsson

Mánudaginn 27. apríl fékk ég þær sorgarfréttir að Markús væri dáinn. Markús afi, eins og strákarnir okkar kölluðu hann, var yndislegur og hjartahlýr maður og fór það ekki framhjá neinum sem var svo lánsamur að kynnast honum. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 32 orð

MARKÚS JÓNSSON

MARKÚS JÓNSSON Markús Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist í Vestmannaeyjum 3. apríl 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 5. maí. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 229 orð

Pétur Halldórsson

Kveðja frá Svíþjóð Ég kveð þig nú, afi minn, eftir langa samvist. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman frá því ég var stelpa. Hugurinn hvarflar austur á Fljótsdalshérað, þar sem bærinn Hamborg stóð skammt frá Skriðuklaustri. Fyrir fjórum árum fékk ég tækifæri til að skoða mig um á þínum gömlu slóðum og ganga meðfram föllnum túngörðum, sem einu sinni voru. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Pétur Halldórsson

Kveðja frá ÍSKRAFT Það var á haustdögum og árið var 1975, að við lögðum upp í þá bjartsýnisför að stofna fyrirtæki til að framfleyta fjölskyldu okkar. Það var svo sannarlega sjálfsbjargarviðleitni og bjartsýni, sem þar réð för, annað höfðum við ekki í farteskinu. Fyrstu mánuðirnir fóru í undirbúning, sem gaf ekki af sér tekjur, né heldur kostnað til bókfærslu. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 279 orð

PÉTUR HALLDÓRSSON

PÉTUR HALLDÓRSSON Pétur Stefán Halldórsson fæddist í Hamborg í Fljótsdal í N- Múlasýslu hinn 12. maí 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Stefánsson bóndi, síðar alþingism. og forstj. Brunabótafélags Íslands og fyrri kona hans Björg Halldórsdóttir frá Skriðuklaustri í Fljótsdal. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 402 orð

Sigríður M. Kerúlf

Í örfáum orðum langar mig til að minnast Sigríðar og jafnframt dvalar minnar á Arnhólsstöðum í hennar umsjá í níu sumur bernsku minnar. Tími sem verður mér ógleymanlegur og ég mun ætíð vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að njóta. Elsta dóttir hjónanna, Guðrún, dvaldi að meira eða minna leyti í þrjá vetur á heimili foreldra minna. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 69 orð

SIGRÍÐUR M. KERÚLF

SIGRÍÐUR M. KERÚLF Sigríður M. Kerúlf fæddist á Hrafnkellstöðum í Fljótsdal 10. febrúar 1917. Hún lést 23. apríl síðastliðinn. Sigríður giftist ung Einari Péturssyni og bjuggu þau flest sín búskaparár á Arnhólsstöðum í Skriðdal ásamt fjórum börnum sínum. Eftir að þau brugðu búi fluttu þau til Egilsstaða og stofnuðu þar heimili sitt á ný. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Þórunn Ingibjörg Þórðardóttir

Elsku amma mín. Minninguna um þig mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi. Þegar ég kom í Blesó og knúsaði þig og kúrði mig við mjúku handleggina þína. Við elskuðum hvor aðra svo mikið. Við skemmtum okkur oft við að spila olsen olsen, ég sat hjá þér á stól við rúmið þitt og spilin lágu á sænginni þinni. Ógleymanlegt er brosið og gleði þín er ég gekk fyrir gluggann og þú sást mig koma. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Þórunn Ingibjörg Þórðardóttir

Fyrir nærri þrjátíu árum kynntist ég tengdamóður minni er ég kom til Íslands frá Danmörku. Frá fyrstu stundu fann ég hlýju og væntumþykju frá henni í minn garð. Hún leit á mig sem eitt af sínum börnum og tók mig, útlendinginn, í framandi landi undir sinn verndarvæng. Samband okkar var mjög sérstakt, ég leit á hana sem mína eigin móður. Hún var svo lífsglöð og það var aldrei langt í stríðnina. Meira
7. maí 1998 | Minningargreinar | 162 orð

ÞÓRUNN INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞÓRUNN INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Ingibjörg Þórðardóttir var fædd á Ingunnarstöðum í Múlasveit 28. september 1918. Hún lést 21. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru Þórður Guðmundsson og Indríðína Indriðadóttir. Meira

Viðskipti

7. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Forsvarsmenn Microsoft ósáttir BANDARÍSKI tölvurisinn Micr

BANDARÍSKI tölvurisinn Microsoft, undir forystu Bill Gates, hefur hafið áróðursherferð í Bandaríkjunum, þar sem varað er við því að tilraunir stjórnvalda til að koma í veg fyrir útgáfu windows 98 hugbúnaðarins, geti haft alvarlegar afleiðingar á bandaríska hagkerfið auk þess sem starfsöryggi fjölda fólks yrði ógnað. Áætlað er að dreifing á hugbúnaðinum hefjist 25. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Uggur þurrkar út hækkun vegna samruna

ÁHYGGJUR af vöxtum og hag Asíu drógu úr hækkunum á verði hlutabréfa í gær þegar fréttist um viðræður um samruna Daimler- Benz og Chryslers. Í gjaldeyrisviðskiptum stóð jen höllum fæti gegn dollar og marki vegna nýs uggs um hag Asíu, einkum Japans. Mikil óvissa hvílir yfir markaðnum í svipinn," sagði miðlari í London. Meira

Daglegt líf

7. maí 1998 | Neytendur | 109 orð

Fitusnauð smyrja

HEILSUKOSTUR ehf. hefur sett á markað smyrju. Smyrja er meðbit og viðbit sem hentar sem ídýfa með grænmeti eða kexi eða sem sósa með kjöti, kjúklingi eða fiski. Hún hentar líka á bakaðar kartöflur eða ofan á brauð. Í fréttatilkynningu frá Heilsukosti ehf. segir að smyrjan skeri sig frá öðrum sósum og ídýfum sem innihalda majónes því hún inniheldur einungis 11,1% fitu. Meira
7. maí 1998 | Neytendur | 72 orð

Saltkex frá Delser

KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur hafið sölu og drefingu á þremur tegundum af saltkexi frá ítalska fyrirtækinu Delser. Í fréttatilkynningu frá Frón segir að ein tegund Delser kexins sé söltuð, önnur ósöltuð og sú þriðja krydduð með rósmarín og ólívum. Í hverjum pakka af Delser kexi eru átta minni pakkar í loftþéttum umbúðum sem á að tryggja að varan sé alltaf fersk. Meira
7. maí 1998 | Neytendur | 278 orð

Veljið borð með háum hliðum

Á næsta ári taka gildi evrópskir staðlar um útbúnað fyrir börn. Að sögn Herdísar Storgaard, barnaslysavarnafulltrúa hjá Slysavarnafélagi Íslands, eiga þessir staðlar eftir að tryggja neytendum aukið öryggi um að vörurnar séu framleiddar eftir ströngum öryggiskröfum. Meira

Fastir þættir

7. maí 1998 | Fastir þættir | 866 orð

Af heilögum kúm Tilhneiging til ritskoðunar tekur á sig ýmsar myndir ­ og býr ekki síst um sig í hugum manna

Í breskum fjölmiðlum hefur undanfarið mikið verið fjallað um nýja bók eftir David Caute, "Fatima's Scarf". Caute er vinstri sinnaður sagnfræðingur og virtur höfundur í Bretlandi. Hann var ungur kjörinn félagi í All Souls College í Oxford, sem er heiður sem einungis hlotnast afburða námsmönnum, en líkaði ekki fræðimennskan og hefur sinnt blaðamennsku og bókaskrifum síðan. Meira
7. maí 1998 | Dagbók | 3296 orð

APÓTEK

»»» Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 75 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Rvík og nágrenni Úr

Fimmtudaginn 30. apríl spiluðu til úrslita í Mitchell tvímenningi 16 pör og urðu úrslit þessi: Eyjólfur Halldórss. ­ Þórólfur Meyvantsson260 Eysteinn Einarsson ­ Lárus Hermannsson250 Viggó Nordquist ­ Oddur Halldórsson249 Margrét Jakobsdóttir ­ Kristinn Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 228 orð

Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 28. apríl var spi

Eftir 5 af 7 kvöldum í Aðaltvímenningi félagsins er búið að skipta spilurum endanlega í A- og B-úrslit. Efstu pör í A-úrslitum eru: Esther Jakobsdóttir ­ Gylfi Baldursson 99Erlendur Jónsson ­ Hermann Lárusson 88 Símon Símonarson ­ Friðjón Þórhallsson 76Tryggvi Ingason ­ Hlynur Magnússon Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 120 orð

Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 5. apríl 1998 var spi

Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 5. apríl 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 20 pör spiluðu 9 umferðir, 3 spil á milli para. Meðalskor var 216 og röð efstu para varð eftirfarandi: Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 59 orð

Bridsfélag Útnesinga Vesturlandsmótið í tvímenningi v

Bridsfélag Útnesinga Vesturlandsmótið í tvímenningi var haldið í Snæfellsbæ 2. maí. 17 pör mættu og spilað var Hótel Höfða. Keppnisstjóri var Ísak Örn Sigurðsson. Spiluð voru 68 spil og urðu úrslit þessi: Guðlaugur Bessason ­ Stefán Garðarsson Bridsfél. Útnesinga70Tryggvi Bjarnason ­ Hreinn Björnsson Bridsfél. Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 178 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsféla

ÞÁ er vortvímenningi félagsins lokið og um leið starfsárinu. Fyrir síðasta kvöldið voru Halldór Einarsson og Gunnlaugur Óskarsson í forystunni, og Guðmundur Magnússon og Ólafur Þór Jóhannsson í öðru sæti og gátu, með góðri skor, tryggt sér sigurinn í mótinu og Ólafur að auki náð bronsstigameistaratitlinum, en Halldór Þórólfsson og Hulda Hjálmarsdóttir, sem þá voru í þriðja sæti, Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 884 orð

Dansað af krafti og innlifun

Seinni hluti, haldinn sunnudaginn 3. maí. SEINNI hluti Íslandsmeistarakeppninnar í dansi með grunnaðferð fór fram sunnudaginn 3. maí. Gekk keppnin mun betur þennan seinni dag og var mun minna um það að pör létu ekki sjá sig. Flokkarnir dönsuðu hver á fætur öðrum og var dansað af krafti og innlifun. Sérstaklega fannst mér skemmtilegir hópar 8­9 ára og 10­11 ára. Meira
7. maí 1998 | Í dag | 495 orð

inkona Víkverja, níu ára, var nýlega greind ofvirk og mis

inkona Víkverja, níu ára, var nýlega greind ofvirk og misþroska, sem lýsir sér m.a. í ofbeldishneigð, athyglisbresti, þráhyggju og námsörðugleikum í ákveðnum greinum, sérstaklega í stærðfræði. Foreldrarnir voru mjög fegnir að fá að vita hvað var að, því þeir þóttust þess fullvissir að ekki væri allt með felldu ­ og höfðu reyndar verið það alllengi. Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 35 orð

Morgunblaðið/ArnórÍSLANDSMEISTARAR kvenna voru að sjálfsögðu mætt

Morgunblaðið/ArnórÍSLANDSMEISTARAR kvenna voru að sjálfsögðu mættar í afmælishófið í Ráðhúsinu á dögunum og eins og sjá má voru þær ekkimættar til að láta sér leiðast. Talið frá vinstri: Dröfn Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Erla Sigurjónsdóttir og BryndísÞorsteinsdóttir. Meira
7. maí 1998 | Fastir þættir | 817 orð

Óvænt úrslit á Landsmóti í skólaskák

Dagur Arngrímsson sigraði í yngri flokki en Hjalti Rúnar Ómarsson í eldri flokki. LANDSMÓT í skólaskák fór fram í Garðaskóla í Garðabæ um síðustu helgi. Keppt var í tveimur 12 manna flokkum og tefldu allir við alla. Í eldri flokki kepptu nemendur í 8.­10. bekk grunnskóla, en í yngri flokki kepptu nemendur í 1.­7. bekk. Tefldar voru 11 umferðir með klukkustundar umhugsunartíma. Meira
7. maí 1998 | Dagbók | 715 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær var áætlað að Lagarfoss kæmi og að Dröfn RE færi. Einnig var búist við að Olíuskipið og Helga RE færu í gær. Siglir og Mælifell fóru í gær. Meira

Íþróttir

7. maí 1998 | Íþróttir | 412 orð

1 km 6 ára og yngri stelpur

1. maí hlaup á Akureyri í umsjá UFA, Greifans, Sportvers og Sólar hf. 1 km 6 ára og yngri stelpur 1.Arna Sif Ásgrímsdóttir 2.Rebekka Rún Sævarsdóttir 3.Sigurbjörg L. Erlendsdóttir 6 ára og yngri strákar 1.Jóhann Atli Hafliðason 2.Hlynur Halldórsson 3. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 641 orð

Aðeins sigur kemur til greina

"ÓHÆTT er að segja að í þessum leik gegn Kiel höfum við komið okkur sjálfum á óvart með því að sýna hvað við getum, eftir það sem á undan er gengið," sagði Róbert Sighvatsson, handknattleiksmaður með Bayer Dormagen. Liðið bjargaði sér frá falli í 1. deild, a.m.k. um sinn með því að leggja meistaralið Kiel, 25:20, í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar um liðna helgi. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 190 orð

Eyjamenn fá þýskan framherja

Í DAG kemur í herbúðir Íslandsmeistara Eyjamanna í knattspyrnu þýski framherjinn Jens Pascel, sem leikið hefur með L¨ubeck. Að sögn Jóhannesar Ólafssonar formanns knattspyrnudeildar ÍBV verður hann í Eyjum næstu vikuna til reynslu. "Ég tel allar líkur á að við gerum við hann samning, hann er maðurinn sem okkur vantar," sagði Jóhannes. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 495 orð

Fjórir leikir við Japani

Landslið Japana í handknattleik kemur til landsins á laugardaginn og mun leika hér fjóra leiki, tvo við A-landsliðið og tvo við 20 ára landsliðið, sem er að undirbúa sig fyrir undankeppni EM, sem fram fer í næsta mánuði. Leikirnir fara allir fram utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti landsleikurinn verður í Neskaupstað á laugardagskvöld. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 188 orð

Frjálsíþróttir

1. maí hlaup Fjölnis og Olís KARLAFLOKKAR10 ára og yngri; 2,2 km: Þorsteinn Sigurðsson7,36 Illugi Þór Gunnarsson7,51 Skúli M. Sæmundsson8,14 11-12 ára; 2,2 km: Haukur Lárusson7,10 Sigurður L. Stefánsson7,41 Markús Óskarsson7,45 13-14 ára; 2,2 km: Einar M. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 178 orð

Fyrsti meistaratitill Þórs

ÞÓR varð Íslandsmeistari í drengjaflokki á Íslandsmótinu í körfubolta sem lauk fyrir skömmu. Þetta mun jafnframt vera fyrsti Íslandsmeistaratitill félagins í karlaflokki. Í lokaslagnum á Íslandsmótinu mættust þau fjögur lið sem náð hafa bestum árangri í fjórum túrerningum í vetur, Þór, KR, Keflavík og KR-c. Þór lagði KR að velli með 10 stiga mun og KR-c vann nauman sigur á Keflavík. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 980 orð

Hollendingurinn fljúgandi

Dennis Bergkamp var kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi, bæði í kjöri leikmanna og eins hjá knattspyrnublaðamönnum. Þessi hollenski framherji átti stóran þátt í meistaratitli Arsenal en í viðtali við The Daily Telegraph fyrir skömmu þakkar hann árangurinn uppbyggingunni hjá Ajax í Hollandi. Margt hefur breyst hjá Ajax síðan Bergkamp var hjá félaginu, m. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 137 orð

HSÍ í samstarf við Mátt og Lykilhótel

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands skrifaði í gær undir tvo samstarfssamninga, annars vegar við Forvörð, sem rekur endurhæfingastöðina Mátt og hins vegar við Lykilhótel ehf. Báðir samningarnir gilda til ársloka ársins 2000. Samningurinn við Forvörð felur m.a. í sér að öll landslið HSÍ fái aðgang að Mætti til þrekþjálfunar og styrkingar. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 76 orð

Inter UEFAmeistari

INTER sigraði Lazio 3:0 í úrslitum UEFA-keppninnar í París í gærkvöldi. Brasilíumaðurinn Ronaldo gerði þriðja mark Inter og var það frábærlega vel gert. Öll mörkin voru gerð af Suður- Ameríkumönnum, það fyrsta gerði Chilebúinn Ivan Zamorano á upphafsmínútunum og Argentínumaðurinn Javier Zanetti bætti öðru við með skoti af 20 metra færi. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 67 orð

Í dag

Knattspyrna Deildabikar karla, undanúrslit: Tungubakkavöllur:KR - ÍA19 Flugleiðahlaupið Skokkklúbbur Flugleiða stendur fyrirFlugleiðahlaupinu í dag kl.19 og verður hlaupið í kringum Reykjavíkurflugvöll, alls 7 km. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 287 orð

Ísland í riðli með heims- meisturum Dana

Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tekur þátt í riðlakeppni Evrópumótsins og er í riðli með heimsmeisturum Dana í þessum aldursflokki og Pólverjum. Búlgaría átti að vera fjórða liðið í riðlinum en hætti við þátttöku vegna fjárskorts. Leikirnir í riðlinum fara fram í KA-heimilinu á Akureyri 5.­7. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 138 orð

Ísland með í Davis Cup ÍSLENSKA karlalandsliðið

ÍSLENSKA karlalandsliðið í tennis er um þessar mundir í Sambíu þar sem keppni í einum riðla Davis-Cup keppninnar, sem er óopinber heimsmeistarakeppni landsliða, er að hefjast. Með Íslandi í riðli eru Eþíópía, Liechtenstein og Alsír auk heimamanna. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 125 orð

KNATTSPYRNAKlinsmann fær

J¨URGEN Klinsmann fær rúmlega 24 milljóna króna aukagreiðslu frá Tottenham fari svo sem allt stefnir í, að liðið haldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Mörkin hans fjögur í 6:2 sigri á Wimbledon um síðustu helgi vega þungt og nú þarf liðið aðeins eitt stig úr síðasta leiknum til þess að vera gulltryggt með sætið. Klinsmann hefur skorað 8 mörk í 17 leikjum með Tottenham síðan hann kom þangað. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 252 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið Úrslitaleikur kvenna: KR - Fjölnir2:0 Helena Ólafsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir.

Reykjavíkurmótið Úrslitaleikur kvenna: KR - Fjölnir2:0 Helena Ólafsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir. UEFA-keppnin Úrslitaleikur: París: Inter - Lazio3:0 Ivan Zamorano 5., Javier Zanetti 60., Ronaldo 70. 45.000. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 18 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar: Indiana - New York93:83 Úrslitakeppni Vesturdeildar: Utah - San Antonio83:82 Þetta voru fyrstu viðureignir liðanna. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 168 orð

McRae vann á Korsíku annað árið í röð

BRETINN Colin McRae, sem ekur Subaru, sigraði í Korsíku-rallinu sem lauk í gær. Þetta er annað árið í röð sem hann sigrar í þessu ralli. Með sigrinum tók hann forystu í stigakeppninni til heimsmeistara eftir sex mót. McRae var 27,2 sekúndum á undan Frakkanum Francois Delecour sem varð annar, en hann vann í rallinu á Korsíku 1993. Ítalinn Piero Liatti varð þriðji. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 303 orð

Meistarar Arsenal steinlágu á Anfield

Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal voru kjöldregnir af Liverpool á Anfield í gærkvöldi en heimamenn unnu 4:0 og gulltryggðu sér þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni. Áhangendur Liverpool höfðu engar áhyggjur en notuðu tækifærið og skutu á nágrannana í Everton, ekki síst formanninn, sem var einu sinni á bandi Liverpool. "Johnson, starfi þínu er lokið!" stóð á einum borðanum. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 336 orð

"Miklar gleðifréttir"

MENNTAMÁLARÁÐHERRA vonar að gengi verði frá samkomulagi við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á næstu dögum þess efnis að ráðuneytið leggi fé í Afreksmannasjóð ÍSÍ, en hann er nú eingöngu fjármagnaður með hlutdeild af hagnaði af Lottóinu. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 120 orð

Milan vill Wenger AC Milan hefur áhuga á að

AC Milan hefur áhuga á að fá Arsene Wenger og er talið reiðubúið að greiða honum um 120 milljónir í laun á ári. Wenger á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og víst er að Englandsmeistararnir eru ekki tilbúnir að láta hann fara, hvorki í vor né eftir ár. Ekki er heldur talið að Wenger hafi áhuga á að skipta um vettvang enda hefur hann skilað góðu starfi á stuttum tíma. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 128 orð

Minden úr myndinni hjá Reyni Þór

EKKERT verður af því að Reynir Þór Reynisson markvörður Fram gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið GWD Minden, en hann var á æfingu hjá liðinu fyrir nokkrum dögum. Ekki er þó talið lokum fyrir það skotið að hann leiki í Þýskalandi á næsta vetri því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur 2. deildar liðið Solingen sýnt honum áhuga. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 125 orð

Numan til Rangers HOLLENSKI varnarmaðurinn Artur Num

HOLLENSKI varnarmaðurinn Artur Numan er á leið til skosku meistarana í Glasgow Rangers frá PSV Eindhoven fyrir 600 milljónir íslenskra króna, að sögn skoska blaðsins Daily Record. Atletico Madrid hefur einnig boðið í leikmanninn, Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 133 orð

Óli varð tvöfaldur Reykjavíkurmeistari

ÓLI Á. Sigurðsson varð á dögunum tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í pílukasti, sigraði bæði í einmenningi og tvímenningi. Þá varð Anna K. Bjarnadóttir Reykjavíkurmeistari kvenna þriðja árið í röð. Í einmenningi karla varð Þröstur Ingimarsson í öðru sæti, Óli sigraði hann í úrslitum 5:2. Sæmundur varð þriðji eftir að hafa sigrað Ingva Ingvason 4:1 í leik um það sæti. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 130 orð

Rall

Korsíku-rallið Úrslit:klst. 1. Colin McRae (Bretlandi) Subaru Impreza4:02.46,9 2. Francois Delecour (Frakklandi) Peugeot 27,2 sek. á eftir 3. Piero Liatti (Ítalíu) Subaru30,0 4. Gilles Panizzi (Frakk.) Peugeot36,1 5. Bruno Thiry (Belgíu) Ford Escort45,8 6. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 241 orð

Reykjavíkurmeistarar heiðraðir

SKÍÐARÁÐ Reykjavíkur heiðraði Reykjavíkurmeistara í alpagreinum 1998 í hófi sem haldið var í Framheimilinu á þriðjudagskvöld. Vegna snjóleysis í vetur tókst ekki að halda Reykjavíkurmót í flokkum 13 ára og eldri. Það var því ákveðið að taka saman árangur reykvískra skíðamanna á öðrum skíðamótum vetrarins og veita þeim viðurkenningu sem stóðu sig best. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 311 orð

Ronaldo Evrópumeistari með tveimur liðum á einu ári

Brasilíski miðherjinn Ronaldo var maður leiksins þegar Inter vann Lazio 3:0 í úrslitaleik ítölsku liðanna í Evrópukeppni félagsliða á Parc des Princes- leikvanginum í París í gærkvöldi. Ronaldo innsiglaði sigurinn og góðan leik sinn með þriðja marki Inter og kappinn gat ekki annað en verið ánægður, enda annar Evróputitillinn í höfn á tólf mánuðum. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 73 orð

Sebastían til Fram SEBASTÍAN Alexandersson handkn

SEBASTÍAN Alexandersson handknattleiksmarkvörður, sem leikið hefur með Aftureldingu sl. þrjú ár, hefur ákveðið að færa sig um set og leika með Fram á næstu leiktíð. Sebastían hefur verið varamarkvörður Aftureldingar og í vor voru forráðamenn félagsins ekki tilbúnir að endurnýja samninginn við hann. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 156 orð

Shearer ákærður fyrir spark ENSKA kna

ENSKA knattspyrnusambandið kærði í gær Alan Shearer, fyrirliða enska landsliðsins, fyrir óprúðmannlega framkomu í leik Newcastle og Leicester á miðvikudaginn var. Umdeilt atvik varð í leiknum, þegar Shearer virtist sparka viljandi í andlit eins leikmanna Leicester, Neil Lennon. Shearer hefur verið boðaður á fund aganefndar knattspyrnusambandsins. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 960 orð

Stofnuðu tryggingamiðlunarfyrirtæki

Atvinnumenn í íþróttum eru ekki þekktir fyrir að standa jafnframt í viðamiklum fyrirtækjarekstri. Landsliðsmaðurinn Guðni Bergsson er undantekning og því ræddi Steinþór Guðbjartsson við hann í tilefni þess að hann hefur stofnað tryggingamiðlunarfyrirtæki með tveimur enskum landsliðsmönnum í knattspyrnu. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 588 orð

"Varamennirnir björguðu okkur"

LARRY Bird hlýtur að verða kosinn þjálfari ársins í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik fyrir árangurinn sem hann hefur náð hjá Indiana Pacers. Liðið náði ekki inn í úrslitakeppnina í fyrra, en vann 58 leiki í deildarkeppninni í vetur og hefur verið að sækja í sig veðrið í úrslitakeppninni. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 200 orð

(fyrirsögn vantar)

MIKIL meiðsli hrjá nú menn í herbúðum Chelsea aðeins viku áður en liðið leikur til úrslita við Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa. Sjö leikmenn úr byrjunarliðinu ganga ekki heilir til skógar. Þetta eru Frank Sinclair, Michael Duberry, Dennis Wise, Graeme Le Saux, Andy Myers og Gianfranco Zola. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 43 orð

(fyrirsögn vantar)

»Action Images Varnarmenn eiga yfirleitt í mestu erfiðleikum með Dennis Bergkamp hjá Arsenal og fáum hefur tekist að eiga við kappann enHermann Hreiðarsson og Valerien Ismael hjá Crystal Palace náðu að stöðva miðherjann í bikarleik liðanna í vetur. Reuters DENNIS Bergkamp með Englandsmeistarabikarinn. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuters Ronaldo með enn eitt gulliðRONALDO frá Brasilíu er sannkallaður gulldrengur í knattspyrnu og í gærkvöld bætti bestiknattspyrnumaður heims enn einni rós í hnappagatið þegar Inter vann Lazio 3:0 í úrslitumEvrópukeppni félagsliða á Parc des Princes leikvanginum í París. Meira
7. maí 1998 | Íþróttir | 259 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞORRI Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Fjölni í Grafarvogi, var valinn í 20 ára landsliðið sem tekur þátt í riðlakeppni EM í næsta mánuði. Hann er fyrsti handknattleiksmaðurinn úr Fjölni sem er valinn í landslið HSÍ. Hann er örvhentur hornamaður. Meira

Úr verinu

7. maí 1998 | Úr verinu | 294 orð

Aðeins veitt á kvöldin

VEIÐAR íslenzku skipanna á norsk-íslenzku síldinni í Síldarsmugunni fóru hægt af stað seint í fyrrakvöld. Tvö skip náðu sæmilegum afla, 300 og 370 tonnum, en önnur voru með mun minna, frá 10 upp í 100 tonn. Mjög erfitt er að eiga við síldina, sem stendur mjög djúpt og dreifir sér nánast um leið og hún kemur á grynnra vatn. Hún er aðeins veiðanleg í nokkra klukkutíma á kvöldin. Meira
7. maí 1998 | Úr verinu | 914 orð

"Neikvæð umfjöllun skaðar ímynd okkar"

JÓHANN Sigurjónsson er nú sestur að nýju í stól aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar eftir að hafa starfað undanfarið eitt og hálft ár í utanríkisþjónustunni sem aðalsamningamaður Íslands í fiskveiðimálum. Jóhann, sem haft hefur titilinn sendiherra á þessum tíma, sagði í samtali við Verið að upphaflega hafi verið ráðgert að hann yrði í sendiherrastarfinu í eitt ár. Meira

Viðskiptablað

7. maí 1998 | Viðskiptablað | 91 orð

Bankastjóri Den norske Bank rekinn

STJÓRN Den norske Bank vék aðalbankastjóranum Finn A. Hvistendahl frá störfum á þriðjudag og réð næstráðanda hans, Svein Aaser, í hans stað. Hvistendahl var aðalbankastjóri og æðstráðandi fyrirtækja í eigu bankans. Gaf stjórnin þá skýringu eina á ákvörðun sinni að hún teldi hag bankans best borgið með því að Hvistendahl léti af störfum og féllst hann á að hætta í lok næsta mánaðar. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 90 orð

Breskir kaupsýslumenn í heimsókn

ÞRETTÁN kaupsýslumenn á vegum verslunarráðsins í Somerset í Englandi dvöldust hér á landi framan af vikunni og héldu þeir af landi brott í gær. Þeirra á meðal var fulltrúi frá breska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu sem aðstoðaði við að koma á viðskiptasamböndum á milli landanna. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 121 orð

Breytingar í Landsbankanum

JÓHANN Ágústsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. fyrir aldurs sakir, en mun verða aðalbankastjóra til aðstoðar í ýmsum verkefnum fram til næstu áramóta. Jóhann hefur starfað óslitið hjá Landsbankanum frá árinu 1949. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 125 orð

Coopers & Lybrand til rannsóknar

AGANEFND samtaka breskra endurskoðenda hefur ákveðið að gangast fyrir sérstakri rannsókn á hlut endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrands í sviksamlegu gjaldþroti Roberts heitins Maxwells en fyrirtækið annaðist endurskoðun fyrir Maxwell-samsteypuna. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 1029 orð

Ekki nóg að vera bestur á Íslandi

MEÐ SAMEININGUNNI verður til öflugt fyrirtæki á sviði internetlausna. Svo dæmi sé tekið fengu fyrirtækin tvö öll verðlaun ÍMARKS á sviði gagnvirkra vefja landsins á síðasta ári og því má, eftir sameiningu þeirra, líkja við að ein auglýsingastofa fengi öll verðlaun ársins sem sýnir vel styrk fyrirtækisins. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 156 orð

Gjaldeyrisforðinn jókst um milljarð

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands jókst um tæpan 1,1 milljarð króna í apríl og nam í lok mánaðarins 28,4 milljörðum. Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óverulegar eins og í byrjun mánaðarins. Nettó gjaldeyriskaup Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði námu tæpum 3,7 milljörðum kr. í apríl. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 452 orð

Héraðsdómur hafnar tilkall TM til "tm.is"

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um að Tölvumiðlun ehf. verði dæmt skylt að afmá svæðisnetfangið "tm.is" úr skrá INTÍS. Er þetta líklega fyrsti dómur hérlendis þar sem úrskurðað er um rétt á léni sem þegar hefur verið úthlutað. Í byrjun mars 1997, þegar Tryggingamiðstöðin hf. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 515 orð

Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal og Súðavík birtir reikninga s

HAGNAÐUR Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal nam rúmum 179 milljónum kr. á síðasta ári en félagið birtir nú reikninga sína í fyrsta sinn opinberlega. Tap varð af reglulegri starfsemi, einkum vegna taprekstrar í Súðavík, en síðustu fjóra mánuði ársins tókst að snúa rekstrinum við og var félagið þá rekið með hagnaði. Dótturfélagið Miðfell hf. í Hnífsdal og Frosti hf. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 11 orð

INNKAUPAf ríkiskortum og netkaupum /4

INNKAUPAf ríkiskortum og netkaupum /4HUGVITSameining netþjónustufyritækja /5TÖLVURInformix réttir úr kútnum / Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 100 orð

Lífleg hlutabréfaviðskipti LÍFLEG viðskipti voru

LÍFLEG viðskipti voru á hlutabréfamarkaðnum í gær og gengi flestra bréfa hækkaði. 125 sölur voru á Verðbréfaþingi Íslands, samtals að fjárhæð 141 milljón kr. Mestu viðskiptin voru með hlutabréf Samherja og Íslandsbanka, 27-29 milljónir króna. Einnig voru töluverð viðskipti með bréf SÍF, Haraldar Böðvarssonar, Eimskips, Hraðfrystihúss Eskifjarðar, SR-mjöls, Granda og Olíufélagsins hf. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 196 orð

Loðskinn tapaði 100 milljónum Rætt um

LOÐSKINN hf. á Sauðárkróki tapaði yfir 100 milljónum kr. á síðasta ári og hefur ekki getað greitt starfsfólki laun. Mikil fundahöld hafa verið um málið undanfarna daga og vonast bæjarstjórinn á Sauðárkróki til þess að lausn finnist. Tap Loðskinns hf. skýrist aðallega af niðurfærslu birgða og gengistapi. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 476 orð

Lofandi samkeppni

ÓHÆTT er að segja að talsverðar sviptingar hafi verið að eiga sér stað í fjarskiptamálum landsmanna undanfarin misseri. Landssíminn hf., sem er afsprengi Pósts og síma, hefur verið rekinn sem sjálfstætt hlutafélag frá því fyrsta janúar árið 1997 með góðum árangri. Félagið skilaði tæplega tveggja milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem hlýtur að teljast viðunandi afkoma. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 66 orð

Ný stjórn Kringlunnar

Á AÐALFUNDI Húsfélagsins Kringlunnar, sem haldinn var í síðasta mánuði, voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn Kringlunnar: Óskar Magnússon, Ragnar Atli Guðmundsson, Svava Johansen, Werner Rasmusson og Þorgils Óttar Mathiesen. Í varastjórn Kringlunnar voru kjörin: Jón Björnsson, Bryndís Hrafnkelsdóttir, Gunnar Þór Benjamínsson, Jón Þór Hjaltason og Steingrímur Eiríksson. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 161 orð

Opni tilboðsmarkaðurinn Verðbréfaþing

VERÐBRÉFAÞING Íslands hefur ákveðið að hætta reglubundinni dreifingu upplýsinga um viðskipti á Opna tilboðsmarkaðnum frá og með 1. júní nk. Að svo stöddu verður þó áfram unnt að eiga viðskipti í viðskiptakerfi VÞÍ með bréf á þeim markaði að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 164 orð

Óhagstæðar breytingar á afkomu félaga á Verðbréfaþingi

HAGNAÐUR 41 félags á Verðbréfaþingi Íslands nam á síðasta ári 6,2 milljörðum króna á móti 7,7 milljörðum á árinu 1996. Hagnaðurinn hefur því minnkað um 1,5 milljarða kr. milli ára, eða um 20%. Viðskiptastofa Landsbanka Íslands hefur tekið saman meðfylgjandi töflu um samanburð á hagnaði 41 félags á Verðbréfaþingi, það er að segja öllum skráðum félögum utan hlutabréfasjóðanna, Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 368 orð

Sameinast Daimler og Chrysler?

DAIMLER-Benz AG hefur skýrt frá því að fyrirtækið eigi í viðræðum við Chrysler Corp og er þar með hugsanlegt að komið verði á fót nýju alþjóðlegu risafyrirtæki í bílaiðnaði með árlega sölu upp á að minnsta kosti 131 milljarð dollara. Sameiginleg fjármögnun Daimlers og Chryslers yrði 80,2 milljarðar dollara og starfsmenn 412.000. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 186 orð

Sjólist tekur við Skanti- umboðinu

Sjólist tekur við Skanti- umboðinu NÝTT fyrirtæki, Sjólist ehf., sem er í eigu Jóns Steinars Árnasonar og Ásgeirs Sigurvinssonar, hefur tekið við Skanti-umboðinu á Íslandi. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 175 orð

Umslag fær nýja vél til umslögunar gagna

Umslag fær nýja vél til umslögunar gagna UMSLÖGUNAR- og prentfyrirtækið Umslag ehf. hefur tekið í notkun nýja vél til að setja gögn og annað auglýsingaefni í umslög. Fyrirtækið hefur um tíu ára skeið sérhæft sig í prentun umslaga, ásetningu límmiða, leysiprentun bréfa, prentun límmiða og hönnun á efni til póstdreifingar. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 836 orð

Valréttarsamningar á gjaldmiðla Sjónarhorn

MIKLAR framfarir hafa orðið á fjármagnsmarkaði hér á landi og nú er í auknum mæli hægt að nýta sér þjónustu fjármálafyrirtækja við að draga úr áhættu. Fjármálafyrirtæki hafa boðið framvirka gjaldmiðlasamninga og skiptasamninga en nú er einnig markaður að myndast fyrir valréttarsamninga í íslenskum krónum. Meira
7. maí 1998 | Viðskiptablað | 127 orð

Viðskiptafrönskukeppni háð í fyrsta sinn H

Viðskiptafrönskukeppni háð í fyrsta sinn HAFDÍS Bjarnadóttir sigraði í viðskiptafrönskukeppni sem haldin var hér á landi í fyrsta sinn hinn 19. mars sl. Franski sendiherrann á Íslandi, Robert Cantoni, afhenti verðlaunin í húsakynnum verslunardeildar franska sendiráðsins í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.