Greinar þriðjudaginn 12. maí 1998

Forsíða

12. maí 1998 | Forsíða | 341 orð

Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir

INDVERJAR tilkynntu í gær, öllum að óvörum, að þeir hefðu sprengt þrjár kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni skammt frá pakistönsku landamærunum. Hefur tilkynning þeirra vakið mikla reiði á meðal nágrannaríkja þeirra og á Vesturlöndum og íhuga bandarísk stjórnvöld að grípa til refsiaðgerða gegn Indverjum. Meira
12. maí 1998 | Forsíða | 169 orð

Norður- Írar fá 12 milljarða aðstoð

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, mun tilkynna um 100 milljóna punda efnahagsaðstoð, sem nemur um 12 milljörðum ísl. kr., við Norður-Írland er hann heimsækir svæðið í dag. Þetta var haft eftir talsmanni Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Meira
12. maí 1998 | Forsíða | 161 orð

Úrslitatilraun gerð í Kosovo

RICHARD Holbrooke, sérlegur fulltrúi Bandaríkjastjórnar, átti í gær fund með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, til að reyna að koma í veg fyrir að stríð brytist út í Kosovo-héraði í Serbíu. Holbrooke ræddi við Milosevic og fulltrúa Albana í Kosovo um helgina og varð lítið ágengt, sagði mikið bera í milli. Meira

Fréttir

12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

30 pör taka þátt í keppninni

HEIMSMEISTARAMÓT áhugamanna í tíu dönsum "World amateur ten dances Championship 1998" fer fram í Kaupmannahöfn laugardaginn 16. maí nk. Keppni fer fram í Fredriksborg Hallen og hefur aðeins eitt par frá hverju landi rétt til þátttöku. Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi par hafi unnið meistaratitil í sínu heimalandi. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

8 hlutu hvatningarverðlaun

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti átta ungum V-Skaftfellingum viðurkenningarskjalið "Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga" á hátíðarsamkomu á Kirkjubæjarklaustri á fyrri degi opinberrar heimsóknar forsetahjónanna í Vestur-Skaftafellssýslu. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Aðalfundur FOK

FORELDRA- og kennarafélag Breiðholtsskóla heldur aðalfund sinn í kvöld, þriðjudaginn 12. maí kl. 20 í hátíðasal Breiðholtsskóla. Gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Sigfússon. Fundarstjóri verður Einar Þorsteinsson. Meira
12. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Afrakstur Bókahringrásarinnar til Umhyggju

BÓKAHRINGRÁSIN hófst á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl síðastlinn, en að henni standa Mál og menning, Bókaval á Akureyri og Rás 2 og er þetta í þriðja sinn sem til hennar er efnt. Tilgangurinn er að gefa gömlum bókum nýtt líf. Gefst fólki tækifæri á að koma með gamlar bækur og leggja inn í bókahringrásina. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Búið að auðlegð nýrra tækifæra

"ÞIÐ getið öll haldið í myndina og við skulum segja saman 1, 2, 3. Um leið og við segjum 3 eruð þið búin að gefa okkur myndina," stakk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, upp á þegar leikskólabörn í Suður-Vík afhentu forsetahjónunum málverk eftir hópinn á síðari degi opinberrar heimsóknar forsetahjónanna í Vestur-Skaftafellssýslu sl. laugardag. Meira
12. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Bylgja umferðaróhappa

TVEIR voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Skarðshlíðar og Fosshlíðar síðdegis á sunnudag. Önnur bifreiðin valt við áreksturinn. Síðdegis á laugardag valt bíll á Eyjafjarðarbraut vestri skammt sunnan Akureyrar en tildrög voru þau að ökumaður sem ók norður fór fram út tveimur fólksbifreiðum. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

ÐVarnir gegn hrossasótt felldar úr gildi

Landbúnaðarráðherra gaf í gær út reglugerð þessa efnis að tillögu yfirdýralæknis og er ákvörðunin tekin á grundvelli þess að hitasóttin hefur nú borist í Skagafjörð "og þar með yfir þann helsta náttúrulega þröskuld sem vonast var til að gæti takmarkað útbreiðslu hennar," að því er fram kemur í frétt landbúnaðarráðuneytisins. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Efnahagsáhrif flugvallarins 11 milljarðar

EFNAHAGSLEG áhrif Reykjavíkurflugvallar eru rúmir 11 milljarðar króna og þar skapast 1.156 störf. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Flugmálastjórn um atvinnuáhrif Reykjavíkurflugvallar. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 545 orð

Ekki hugleitt að óska eftir að þeir víki af lista

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir það af og frá að hún hafi hugleitt að óska eftir því við Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson, frambjóðendur Reykjavíkurlistans, að þeir vikju af listanum í framhaldi af þeim ávirðingum sem á þá hafa verið bornar. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 425 orð

Ekki langt síðan vörsluskattar voru greiddir

HVORKI Hrannar B. Arnarsson né Helgi Hjörvar, frambjóðendur Reykjavíkurlistans til borgarstjórnar, hafa hugleitt að víkja af listanum vegna þeirra ávirðinga, sem bornar hafa verið á þá. Hrannar segist hafa vitað að þessi mál gætu komið upp þegar hann gaf kost á sér í framboð og því gæfu þau ekki tilefni til að hann hugleiddi afsögn. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Ekki vogandi að taka þá áhættu vegna starfsmanna

ÞORGEIR EYJÓLFSSON, stjórnarformaður Þróunarfélags Íslands (ÞÍ), segir ástæðu þess að stjórn ÞÍ rifti ekki samningum um sölu á hlut félagsins í Kögun hf. á árinu 1993, hafa verið þá að með því hefði afkomuöryggi starfsmanna Kögunar erlendis verið stefnt í hættu. Meira
12. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 413 orð

Félaginu skipt upp í fimm svið

NÝTT stjórnskipurit fyrir Kaupfélag Eyfirðinga tók gildi á föstudag en það felur í sér umtalsverðar breytingar á yfirstjórn félagsins. Því hefur verið skipt upp í fimm svið: verslunarsvið, mjólkuriðnaðarsvið, kjötiðnaðarsvið, iðnaðarsvið og fjármálasvið, en framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir að hverju sviði og bera þeir ábyrgð á því gagnvart kaupfélagsstjóra. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fundur um stefnumótun í gæðamálum innan heilbrigðiskerfisins

HEILBRIGÐIS­ og tryggingamálaráðuneytið efnir til fundar með dr. Kirsten Staehr Johansen frá gæðastjórnunarsviði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á morgun, miðvikudaginn 13. maí kl. 9­12. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 og eru allir velkomnir. Dr. Kirsten Staehr Johansen fjallar um hugmyndafræði og grundvallarþætti í þróun gæðastjórnunar og gæðameðferðar. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 437 orð

Gerð verði grein fyrir ásökunum gegn embættinu

RÍKISENDURSKOÐUN mun á næstu dögum skila forsætisnefnd Alþingis greinargerð, þar sem farið verður ofan í ýmsar ásakanir, sem fram hafa komið á undanförnum dögum í kjölfar Landsbankamálsins, meðal annars frá Sverri Hermannssyni, fyrrverandi bankastjóra. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, sagði í gær að forsætisnefnd hefði komið saman í gærmorgun eins og venja væri á mánudögum. Meira
12. maí 1998 | Miðopna | 1240 orð

Íslenskt vetni prófað á strætisvagna frá Daimler-Benz Fyrsta skref Íslendinga í þá átt að taka upp nýja orkugjafa í samgöngum og

RÁÐGERT er að hefja hérlendis tilraunarekstur strætisvagna knúinna vetni sem framleitt er í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Munu þær að líkindum hefjast eftir tvö til þrjú ár og svipaðar tilraunir einnig framundan varðandi fiskiskipaflotann. Talsvert lengra er þó í beinar tilraunir þar. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 402 orð

Ísraelar hafi tvö til fjögur prósent Vesturbakkans í "vörslu"

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, munu að öllum líkindum hittast á fundi í Washington innan þriggja vikna, að því er ísraelska blaðið Jerusalem Post greindi frá í gær. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Konur varaðar við að vera einar á ferð

UNGUR maður ógnaði konu með hnífi í Heiðmörk á laugardagsmorgun og skipaði henni að horfa á meðan hann fróaði sér. Þegar hann hafði lokið sér af hljóp hann á brott. Konan var ein á gönguferð í Heiðmörkinni um klukkan hálftíu á laugardagsmorgun þegar maðurinn spratt upp úr vegkantinum með buxurnar á hælunum, otaði hnífi að konunni og gaf henni fyrirmælin. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Landinu skipt í sex kjördæmi í stað átta

ÞÆR hugmyndir sem einkum hafa verið til umræðu í nefnd þeirri sem Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði hinn 8. september sl. til að endurskoða kjördæmaskipan gera ráð fyrir þremur til fjórum landsbyggðarkjördæmum og að höfuðborgarsvæðinu verði skipt í þrjú kjördæmi. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

LEIÐRÉTT

Í FORMÁLA minningargreina um Ögmund Guðmundsson á blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu sunnudaginn 10. maí misritaðist fæðingarár eins af börnum Ögmundar, Ágústs, sem fæddur er 1946. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. Maí en ekki apríl Í SUNNUDAGSBLAÐINU var fréttatilkynning frá Kvennakór Reykjavíkur um vortónleika kórsins í Langholtskirkju. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 810 orð

Lítil viðbrögð við sjálfstæðisþönkum Danskir stjórnmálamenn hafa lítt brugðist við efldum sjálfstæðisþönkum Færeyinga, eins og

ÞÓTT 70 prósent færeyskra kjósenda hafi léð þeim flokkum stuðning sinn, sem kjósa aukið sjálfstæði Færeyinga eða sambandsslita við Dani hefur það kallað á lítil viðbrögð meðal danskra stjórnmálamanna. Að hluta er það vegna þess að Færeyingar kusu meðan stórverkfall tók alla athygli Dana, en ástæðan er vísast einnig sú að enn er óljóst að hvaða niðurstöðu Færeyingar komast. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 311 orð

Markmiðið að nýta fjármuni betur

HARALDUR Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, segist vilja sjá nýafstaðinn formannsslag í Vinnuveitendasambandinu verða til þess að þjappa mönnum saman. Aldrei hafi fleiri mætt á aðalfund VSÍ og samtökin hafi haft gott af því að menn settust niður og tækjust á. Meira
12. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Mikið áfall

FRISSA fríska-leikarnir í hestaíþróttum sem haldnir hafa verið á Akureyri í júní síðustu ár og eru fyrir börn og unglinga verða ekki haldnir að þessu sinni vegna aðstæðna sem skapast hafa vegna hitasóttar í hrossum. "Það er ekki verjandi að skipuleggja mót af þessu tagi við þessar aðstæður," sagði Reynir Hjartarson, einn þeirra sem staðið hafa að leikunum. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 585 orð

Móðir með unga dóttur í læknismeðferð í Svíþjóð

BÖRNIN vildu fá að vita hvenær mamma kæmi heim með litlu systur, þegar þau áttu myndsímafund með henni í gærmorgun með aðstoð tölvu. Arnbjörg Ingólfsdóttir, einstæð fimm barna móðir, er með Sigurbjörgu, fjögurra ára dóttur sína, á Huddinge-sjúkrahúsinu við Stokkhólm þar sem Sigurbjörg gekkst undir beinmergsskiptaaðgerð fyrir um það bil tveimur mánuðum. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Námskeið um heilbrigði trjágróðurs

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi í samvinnu við Skógrækt og Landgræðslu ríkisins verða með námskeið í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi laugardaginn 16. maí frá kl. 10­16 um heilbrigði trjágróðurs. Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur í meindýrum, og Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum, verða fyrirlesarar dagsins. Þeir munu m.a. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 645 orð

Rangt að kveðið sé á um dreifða eignaraðild

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segist ekki hafa heyrt neitt annað en að ákvæði samnings utanríkisráðuneytisins og Kögunar hf. hafi verið uppfyllt. Það hafi verið sendur listi yfir eigendur í þessu fyrirtæki til ráðuneytisins eftir því sem hann best vissi og það væri rangt að í samningnum væru ákvæði um dreifða eignaraðild. Meira
12. maí 1998 | Landsbyggðin | 172 orð

Reiðhjólakeppni á bryggjunni

Reyðarfirði-30. apríl öttu nemendur í 7. bekkjum á Austurlandi kappi í hinni árlegu reiðhjólakeppni Umferðarráðs. Keppnin fór fram á bryggjunni á Reyðarfirði og keppendur mættu frá sex skólum, tveir frá hverjum skóla. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 719 orð

Réttindakerfi útivinnandi foreldra úrelt

Vinnan, fjölskyldan og framtíðin er yfirskrift ráðstefnu sem Alþýðusambandið gengst fyrir í dag, þriðjudaginn 12. maí. Þar verða kynntar tillögur Alþýðusambandsins að heildstæðri fjölskyldustefnu. Hansína Á. Stefánsdóttir er formaður Jafnréttis­ og fjölskyldunefndar ASÍ. "Eins og yfirskrift ráðstefnunnar ber með sér verða fjölskyldumálin í brennidepli á ráðstefnunni. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 854 orð

Sagðist bara hafa stolið afgöngum

Á föstudagskvöld var ekki margt fólk í miðborginni en mikið um unglinga og samtals um 30 unglingar fluttir í athvarfið. Nokkur ölvun var um nóttina en ekki slæmt ástand. Á laugardagskvöld var fremur fátt fólk í miðborginni, nokkur ölvun en ástandið þokkalegt. Víða um borgina var kvartað yfir unglingahópum með hávaða um helgina. 16 teknir fyrir ölvun við akstur Meira
12. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Samningar um skautasvell

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið bæjarlögmanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins að hefja samningaviðræður við Íþróttabandalag Akureyrar og Skautafélag Akureyrar um samstarf um byggingu húss yfir skautasvell Skautafélagsins við Krókeyri. Á félagsfundi Skautafélags Akureyrar var þessari ákvörðun bæjarráðs fagnað. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Sigurður Björnsson formaður Krabbameinsfélags Íslands

NÝR formaður Krabbameinsfélags Íslands var kjörinn á aðalfundi þess síðastliðinn föstudag. Er það Sigurður Björnsson yfirlæknir, sem tekur við af Jóni Þorgeiri Hallgrímssyni yfirlækni sem verið hefur formaður undanfarin sex ár. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 280 orð

Sinn Fein styður friðarsamning

MO MOWLAM, N-Írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, hrósaði í gær Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, fyrir að hafa tekist að sannfæra félaga sína í Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins (IRA), um að samþykkja friðarsamkomulagið á N-Írlandi á sérstöku flokksþingi í Dublin um helgina. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Sinubruni á Tálknafirði

TÖLUVERÐUR sinubruni varð á Tálknafirði sl. föstudag. Óvíst er um upptök eldsins, en talið að óvitar eigi þar hlut að máli. Svæðið sem brann er utan og ofan við Árbæjartóftir og Hólsengjar, á að giska einn og hálfur hektari að flatarmáli. Fjöldi manns tók þátt í að hefta útbreiðslu eldsins og með aðstoð slökkviliðs Tálknafjarðar tókst að ráða niðurlögum hans á u.þ.b. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 349 orð

Skipt um raflagnir í tveimur Atlanta-þotum

TVÆR Boeing 737 þotur Atlanta flugfélagsins, sem verið hafa í fraktflugi fyrir þýska flugfélagið Lufthansa, voru stöðvaðar á sunnudag í Köln og í Manchester meðan rafmagnsvírar í eldsneytistönkum þeirra voru athugaðir í framhaldi af fyrirmælum bandarískra flugmálayfirvalda þar að lútandi. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Slitskemmdir á leiðslum í mörgum vélum

BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) fyrirskipaði um helgina tafarlausa skoðun á rafleiðslum í eldsneytistönkum í Boeing 737 þotum sem flogið hefur verið yfir 50.000 klukkustundir og að engin þota þessarar gerðar mætti fljúga með farþega fyrr en skoðunin hefði farið fram. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

SPD og CDU enn í viðræðum

ÞÝZKIR jafnaðarmenn (SPD) hafa lýst sig reiðubúna til frekari viðræðna við kristilega demókrata (CDU) um myndun samsteypustjórnar í sambandslandinu Sachsen-Anhalt. Forsætisráðherrann, Reinhard Höppner, tilkynnti um þetta á sunnudagskvöld, en stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur á föstudagskvöld. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 826 orð

Stjórnarandstæðingar segja að um gífurlega eignatilfærslu sé að ræða

ÖNNUR umræða um frumvarp Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu hófst á Alþingi í gær og stóð fram eftir kvöldi. Búist er við því að henni verði fram haldið í dag. Stefán Guðmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir nefndaráliti meirihluta iðnaðarnefndar Alþingis, en Gísli S. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Styrkur með opið hús

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, er með opið hús í dag, þriðjudaginn 12. maí, kl. 20.30 í Skógarhlíð 8. Gestur fundarins er Örn Jónsson sjúkranuddari. Erindi hans nefnist: Að anda að sér hinni gullnu lífsorku. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Þessi fundur er sá síðasti í vetur og eru allir velkomnir. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Trilla tveggja Íslendinga sigld niður

TRILLA með tveimur Íslendingum innanborðs var sigld niður undir miðnætti á laugardagskvöld af þýsku flutningaskipi. Mennirnir, sem eru búsettir í Hirtshals, komust báðir um borð í þýska skipið og voru síðan sóttir af björgunarskipi frá Hanstholm, en trillan sökk. Trillan var sautján sjómílur fyrir utan Hanstholm er óhappið varð. Klukkan 23. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Tveir nákvæmlega eins seðlar

ÞRÍR vinningshafar voru með fimm rétta í Lottó 5/38 um helgina og var vinningsupphæðin 1.360.830 á mann. Tveir af vinningunum þremur voru keyptir í versluninni Ný-ung í Keflavík með sólarhrings millibili og við nánari athugun á vinningsseðlunum kom í ljós að þeir voru nákvæmlega eins. Allar tölurnar á þessum tveimur fimm raða seðlum voru eins og voru þeir báðir handvaldir. Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Um 900 hafa kosið utan kjörstaðar

RÚMLEGA 900 manns höfðu kosið í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær að sögn Önnu Mjallar Karlsdóttur lögfræðings. Hægt er að greiða atkvæði frá klukkan 10­12, 14­18 og 20­22 virka daga í Ármúlaskóla og frá 17­19 á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ fram að kjördegi. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 819 orð

Utanríkisráðherrann útilokar ekki afsögn

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, viðurkenndi á sunnudag að hann og aðstoðarráðherrar hans gætu þurft að segja af sér ef óháð rannsókn leiddi í ljós að þeir bæru ábyrgð á ólöglegri vopnasölu til Vestur-Afríkuríkisins Sierra Leone fyrr á árinu. Meira
12. maí 1998 | Miðopna | 471 orð

Vetni, metanól og rafmagn til skoðunar

Vetni, metanól og rafmagn til skoðunar VETNI og metanól sem orkugjafar fyrir bílvélar hafa lengi verið til rannsóknar hjá bílaframleiðendum og þeim sem sérhæfa sig í framleiðslu véla. Auk samgöngutækja á landi er einnig til skoðunar að knýja til dæmis skip með vélum af þessu tagi. Meira
12. maí 1998 | Landsbyggðin | 162 orð

Vor á Seyðisfirði

Seyðisfirði-Eitt af höfuðeinkennum Seyðisfjarðarkaupstaðar er Lónið. Þar gætir flóðs og fjöru er það rís og hnígur líkt og væri það hjarta bæjarins í bókstaflegri merkingu. Á flóðinu eru gjarnan bátar á ferð og ýmsar tegundir anda á sundi. Stundum eru þar börn að vaða eða jafnvel að stinga sér til sunds. Meira
12. maí 1998 | Erlendar fréttir | 687 orð

Þjóðaratkvæðagreiðsla um fullveldi og stjórnarskrá Hin nýja landstjórn Færeyja, sem mynduð var um helgina, ætlar ekki að bíða

INNAN næstu tveggja ára verður efnt til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna í Færeyjum í kjölfar þess að ný stjórn sjálfstæðissinna tekur við stjórnartaumunum í landstjórn Færeyja. Flokkarnir þrír sem standa að hinni nýju stjórn ­ Þjóðveldisflokkurinn, Meira
12. maí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Þyrlulæknar veita frest

LÆKNAR þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar hafa ákveðið að halda áfram störfum fram til 19. maí næstkomandi. Læknarnir áttu í gær fund með fulltrúum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Ákveðið var að setja á stofn undirbúningshóp sem skoðar málefni lækna í þyrlusveitinni í víðara samhengi. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 1998 | Leiðarar | 703 orð

KÖGUN HF.

Leiðari KÖGUN HF. YRIRTÆKI að nafni Kögun hf. varð til vegna samninga, sem íslenzk og bandarísk stjórnvöld gerðu sín í milli um byggingu og starfrækslu mjög fullkominna ratsjárstöðva á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað til þess að sjá um rekstur og viðhald hugbúnaðar þessa ratsjárkerfis. Meira
12. maí 1998 | Staksteinar | 310 orð

»Tvöfaldur vöxtur á Íslandi Á LIÐNU ári óx landsframleiðslan um 5% hér á lan

Á LIÐNU ári óx landsframleiðslan um 5% hér á landi. Þetta er tvöfalt meiri vöxtur en að meðaltali í Evrópuríkjum innan OECD, segir í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Samkeppnisstaða Íslands hefur og styrkzt. Góðærið Meira

Menning

12. maí 1998 | Menningarlíf | 118 orð

Aðalfundur Félags um Listaháskóla Íslands

AÐALFUNDUR Félags um Listaháskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 12. maí kl. 20. í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni 6. Á fundinum verður m.a. fjallað um stofnun Listaháskóla Íslands sem verður stofnaður nú á næstunni. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins í stjórn skólans. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 1026 orð

Að finna sinn eigin stíl Trommarinn sagði engan fæðast fullmótaðan tónlistarmann, þetta væri spurning um á hvaða vettvangi maður

DAGANA 12., 14. og 15. maí halda Þóra Gréta Þórisdóttir söngkona, Snorri Sigurðarson trompetleikari og Hjörleifur Jónsson trommuleikari brottfarartónleika sína í tónleikasal FÍH, þar sem þau hafa stundað djasstónlistarnám síðustu ár. Skólinn er ungur og enn í mótun, og má segja að kennarar og nemendur þrói námsbrautirnar í sameiningu. Þóra og Snorri eru t.d. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

Bandarísk kvikmyndaver rétta fram sáttahönd

BANDARÍSK kvikmyndaver hafa lýst sig reiðubúin að fjárfesta í kínverskum kvikmyndahúsum ef yfirvöld í Kína tækju frjálslegri stefnu gagnvart dreifingu bandarískra kvikmynda þar í landi. Þetta kemur fram í máli Jacks Valentis, forseta Kvikmyndasamtaka Bandaríkjanna. Yfirlýsingin kemur eftir harða gagnrýni bandarískra kvikmyndagerðarmanna á stefnu kínverskra yfirvalda. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 258 orð

Bragð· arefur í klípu Brellumeistarinn (F/X: Murder By Illusion.)

Framleiðendur: Dodi (hinn eini og sanni) Fayed og Jack Wiener. Leikstjóri: Robert Mandel. Handritshöfundur: Robert T. Megginson og Gregory Gleeman. Kvikmyndataka: Miroslaw Ondricek. Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Bryan Brown, Bryan Dennehy og Diane Venora. 106 mín. Bandarísk. Háskólabíó, apríl 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 90 orð

Burtfarartónleikar Grétu Þóru

BURTFARARTÓNLEIKAR Grétu Þórisdóttur söngkonu verða haldnir í sal Tónlistarskóla FÍH að Rauðagerði 27, þriðjudaginn 12. maí kl. 21. Þóra Gréta hefur stundað söngnám í Tónlistarskóla FÍH síðan haustið 1992 m.a. undir handleiðslu Tenu Palmer, Jóhönnu Linnet og Sigurðar Flosasonar og er hún fyrsti söngnemandinn sem útskrifast frá jazzdeild skólans. Meira
12. maí 1998 | Tónlist | 661 orð

Djassæskan í vertíðarlok

Djammsession og samspil frá FÍH. Þátttakendur hálfur annar tugur ungra tónlistarmanna undir leiðsögn Ólafs Jónssonar, Tómasar R. Einarssonar og Hilmars Jenssonar. Múlinn á Sóloni Íslandusi 7. maí 1998. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 398 orð

Ef þú kannt frönsku Þjófar (frumtitill)

Framleiðandi: Alain Sarde. Leikstjóri: André Téchiné. Handritshöfundur: André Téchiné. Kvikmyndataka: Jeanne Lapoirie. Tónlist: Philippe Sarde. Aðalhlutverk: Catherine Deneuve og Daniel Auteuil. (117 mín.) Frönsk. Myndform, apríl 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
12. maí 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Elsta söguljóð heims

Gunnar Dal þýddi, Muninn bókaútgáfa, Íslendingasagnaútgáfan 1998 ­ 135 bls. BÓKMENNTASAGAN á ekki eldra heillegt rit en söguljóðið um Gilgamesh sem stundum hefur verið nefnt Gilgamesh-kviða. Ljóðið er ævafornt og varðveitt að mestu á leirtöflum frá ýmsum tímum og stöðum. Þær elstu eru hátt í fjögur þúsund ára gamlar og hluti kviðunnar líklega enn eldri. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 260 orð

Fleiri listaverkaþjófnaðir framdir

TALIÐ er að þjófarnir, sem stálu verki eftir franska impressjónistann Corot úr Louvre-safninu í París, hafi verið hinir sömu og höfðu verk eftir Bretann Alfred Sisley á brott með sér úr listasafni í Orleans í Suður-Frakklandi fyrir viku. Ekki var hins vegar tilkynnt um þjófnaðinn á mánudag en þjófarnir báru sig svipað að og í París. Verk Sisleys er metið á um 50. Meira
12. maí 1998 | Skólar/Menntun | 1734 orð

Flestir fara til starfa á landsbyggðinni Spáð er að stúdentar verði orðnir 750 eftir fimm ár. Núna eru þeir um 450. Nánari

Spáð er að stúdentar verði orðnir 750 eftir fimm ár. Núna eru þeir um 450. Nánari samvinna nemenda og kennara er en almennt tíðkast á háskólastigi. STINGIÐ SIRKLI á Sólborg og dragið hring. Í ljós kemur á kortinu að Háskólinn er í hjarta Akureyrar. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 126 orð

Forsýning fyrir nýja meðlimi FM-klúbbsins

NÝJASTA kvikmynd leikstjórans umdeilda Olivers Stone "U-Turn" var forsýnd í Stjörnubíói síðasta fimmtudag. Myndin fjallar um seinheppinn náunga sem lendir inn í smábæ einum í Arizona með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Með aðalhlutverk í "U-Turn" fara þau Sean Penn, Jennifer Lopez og Nick Nolte. Meira
12. maí 1998 | Kvikmyndir | 502 orð

Frelsi og þjáning listamannsins

Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen, Bob Balaban, Eric Lloyd, Hazelle Goodman, Kirstie Alley, Demi Moore, Judy Davis, Amy Irving, Elizabeth Shue, Billy Crystal og ótal fleiri meira og minna frægir. Sweetland Films 1998. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Gluggasýning í Sneglu

NÚ stendur yfir kynning á verkum Ernu Guðmarsdóttur í Sneglu, listhúsi, á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Í glugganum eru nýjar myndir málaðar á silki. Erna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Listhúsið er opið alla virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-15. Sýningunni lýkur 24. maí. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 120 orð

Háskólafyrirlestur MAYA Honda, prófessor í málvísindum við W

MAYA Honda, prófessor í málvísindum við Wheelock College í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á vegum íslenskuskorar Háskóla Íslands í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, miðvikudaginn 13. maí 1998 kl. 16.15. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Hátíð í Mónakó

TÓNLISTARHÁTÍÐ Mónakó fagnaði tíu ára afmæli sínu á dögunum en hún gengur undir nafninu "World Music Award". Þar voru söngvarar og hljómsveitir verðlaunaðar fyrir tónlist sína og frammúrskarandi plötusölu auk þess sem sumir tóku lagið í tilefni dagsins. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 105 orð

Hættir vegna nektarmynda

LIÐSFORINGI í bandaríska hernum sem sat nakinn fyrir í júníhefti tímaritsins Playboy hætti sem þotuflugmaður, að því er talsmaður hersins sagði á miðvikudag. Sagði talsmaðurinn að þetta væri niðurstaða yfirvegunar af hálfu yfirmanna hersins, að herinn myndi ekki fara út í refsiaðgerðir og að Spilman hefði sjálf hvort sem er ætlað að hætta. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Laugardagsfár í leikhúsi

SÖNGLEIKURINN "Saturday Night Fever", eða Laugardagsfár, var frumsýndur í London í vikunni. Leikhúsuppfærslan er byggð á samnefndri kvikmynd sem gerði John Travolta heimsfrægan á einni nóttu. Tónlistin er sem fyrr samin af þeim bræðrum í tríóinu Bee Gees en hún fékk Travolta og diskóvini hans til að skaka mjaðmirnar og hreyfa hendurnar á eftirminnilegan hátt. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 633 orð

"Menningarstofnanir bregðast skyldu sinni"

TÓNSKÁLDAFÉLAG Íslands er rúmlega 50 ára gamalt fagfélag íslenskra tónskálda sem stofnað var til á sínum tíma að frumkvæði tónskáldanna Jóns Leifs og Páls Ísólfssonar. Markmið félagsins er að standa vörð um flutning og kynningu á íslenskri samtímatónlist en einnig erlendri. Meira
12. maí 1998 | Fólk í fréttum | 466 orð

Sigurvegarinn dáður og hataður í heimalandinu

ÍSRAELSKI kynskiptingurinn Dana International sigraði Eurovision söngvakeppnina sem var haldin í Birmingham á Englandi um helgina. Dana sigraði með laginu "Diva" en fast á hæla hennar kom hin breska Imaani með lagið "Where Are You?" Dana hafði beðið áhorfendur fyrir keppnina að dæma röddina og lagið en ekki kynferði hennar. "Þetta sannar að heimurinn er víðsýnn og frjálslyndur. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 24 orð

Síðasta sýning

Síðasta sýning ALLRA síðasta tækifærið til að sjá Sálir Jónanna ganga aftur, nýjasta sköpunarverk Hugleiks, er í kvöld, þriðjudagskvöld. Sýnt er í Möguleikhúsinu við Hlemm. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 257 orð

Stórmerk listaverkagjöf til Metropolitan

METROPOLITAN-listasafninu í New York hefur verið ánafnað eitt merkasta safn listaverka í einkaeigu. Verkin, 85 að tölu, eru eftir listamenn á borð við Picasso, Matisse, Braque, Modigliani, Balthus og á þriðja tug annarra myndlistarmanna. Þau voru í eigu listaverkasafnarans Natöshu Gelman, sem lést í síðustu viku, 86 ára að aldri. Arfleiddi Gelman safnið að verkunum. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 34 orð

Sýningu að ljúka

YFIRLITSSÝNINGU á verkum Huldu Hákon sem nú stendur yfir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í tengslum við Sjónþing Gerðubergs er nú senn að ljúka en sýningin stendur yfir til föstudagsins 15. maí nk. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 281 orð

Tæknin dregur ekki úr gildi leikhússins

TÆKNIBYLTING þessarar aldar, kvikmynd, sjónvarp, tölvur, videó og allt annað sem fólk hefur til afþreyingar í dag, er ekki líkleg til að draga úr gildi leikhússins og kemur aldrei í staðinn fyrir bein tengsl á milli leikarans á sviði og áhorfandans í salnum. Þetta var meginniðurstaða fjögurra daga málþings á 47. Meira
12. maí 1998 | Myndlist | -1 orð

Undirvitund og minni

Opið alla daga nema miðvikudaga. Til 2. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fer ekki mörgum sögum af listhúsum í dreifbýlinu hér á landi, sem hafa annan og háleitari tilgang en að miðla list eigendanna, svo það er í meira lagi fréttnæmt að eitt slíkt opnaði dyr sínar á Rangárvöllum. Það gerðist sl. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 180 orð

Vigdís Finnbogadóttir ræð ir konur í sögum Laxness

TÓLFTI og síðasti fyrirlesturinn að sinni um Halldór Laxness og verk hans á vegum Laxnessklúbssins og Vöku-Helgafells verður fluttur í Norræna húsinu næstkomandi miðvikudag, 13. maí, og hefst kl. 17.15. Þar ræðir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um konur í skáldsögum Halldórs Laxness. Aðgangur er ókeypis. Meira
12. maí 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar

Sjöundu og áttundu vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar verða miðvikudaginn 13. maí. Fyrri tónleikarnir verða kl. 18.00, krýndir af strengjasveit skólans og öðrum strengjaleik, og þeir síðari og áttundu kl. 20.00 en þá munu m.a. syngja nemendur Margrétar Óðinsdóttur, en nemendur á ýmis hljóðfæri koma þá einnig fram. Meira

Umræðan

12. maí 1998 | Aðsent efni | 450 orð

Að bestu manna yfirsýn

FORÐUM daga voru deilur um land og landamerki æði oft ástæða til árása og manndrápa en oft voru þó mál sætt og sömdu þá sáttina aðilar sem ekki áttu hlut að máli og var þá sagt að mál væru bætt að bestu manna yfirsýn. Enn er deilt um land. Meira
12. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 165 orð

Foreldrar, börn og áfengi Frá Halldóri Kristjánssyni: LÍTIL saga

LÍTIL saga frá Svíþjóð. Þrettán ára stúlka kemur heim úr skóla og segir móður sinni að börnin í bekknum hafi veri spurð um áfengisneyslu sína: "Og hvað sagðir þú?" spyr móðirin. "Ég sagði eins og satt er að ég hefði tvisvar drukkið áfengi," svarar telpan. Meira
12. maí 1998 | Aðsent efni | 514 orð

Samráð í heilsugæslu

ALÞJÓÐADAGUR hjúkrunarfræðinga, fæðingardagur Florence Nightingale, er að þessu sinni helgaður "Samráði í heilsugæslu" ­ heilbrigði er allra hagur. Florence Nightingale gerði sér þegar í upphafi ljóst mikilvægi heilsuverndar. Hreint loft, hreinlæti og góð næring var það sem skipti máli fyrir heilsu hermannanna í pestarbælinu í Skútarí í Krímstríðinu. Meira
12. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 649 orð

Skráning heilsufarsupplýsinga ­ tímabært þjóðþrifamál Frá Guðrúnu Maríu Óskar

FRUMVARP er nú liggur frammi um færslu heilbrigðisgagna landsmanna í gagnagrunn tel ég vera mjög af hinu góða, og að stjórnvöld skuli nú vilja hefjast handa við þetta stórverkefni er virðingarvert. Ávinningur af slíku kann nefnilega að verða stórkostlegri til handa landsmönnum en okkur getur órað fyrir nú. Meira
12. maí 1998 | Kosningar | 268 orð

Staðreyndir um skuldir borgarinnar

BORGARSTJÓRI og aðrir frambjóðendur R-listans hafa að undanförnu, meðal annars í tveimur sjónvarpsþáttum, reynt að telja borgarbúum trú um að skuldir borgarinnar hafi aukist óverulega á þessu kjörtímabili. Borgarstjóri fullyrti að aukna skuldasöfnun mætti aðallega skrifa á lántökur vegna framkvæmda við Nesjavallavirkjun. Meira
12. maí 1998 | Aðsent efni | 778 orð

Svartir blettir á fjölmiðlum

MARGAN og langan leiðarann hef ég lesið um dagana í blöðunum, fullan með lofgjörð um eigið ágæti fjölmiðilsins, varðstöðu hans um frelsið og ræktarsemi við þær skyldur að upplýsa almenning í landinu og veita stjórnvöldunum aðhald. Vandlætingarsamir leiðarar hafa verið skrifaðir um tilhneigingu ráðuneyta og stofnana til að halda upplýsingum frá almenningi. Meira
12. maí 1998 | Kosningar | 513 orð

Vafasamur ferill tveggja frambjóðenda

GETUR verið að Reykvíkingar geri minni siðferðiskröfur til kjörinna fulltrúa sinna í borgarstjórn heldur en gengur og gerist í lýðræðisríkjum? Mér er spurn vegna þess að þrátt fyrir að margir viti til þess að tveir af efstu mönnum R-listans eigi vafasaman feril að baki í fjármálum, virðist sú umræða hvergi koma upp á yfirborðið. Meira
12. maí 1998 | Aðsent efni | 578 orð

Vinnan, fjölskyldan, framtíðin

HVERNIG getur maður náð tökum á því krefjandi verkefni að tvinna saman atvinnulíf og fjölskyldulíf? Alls staðar í heiminum leita menn svara við þessari spurningu. Leitað er leiða til að skapa fjölskylduvænni vinnumarkað og jafna rétt karla og kvenna í vinnu sem og í fjölskyldumálum. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun. Meira
12. maí 1998 | Kosningar | 393 orð

Það vantar skólastefnu í Mosfellsbæ

"MENNTUN er ekki það sem við lærum heldur það sem er eftir þegar við höfum gleymt því sem við höfum lært" (gömul speki). Nú er menntun barna okkar á ábyrgð sveitarfélaganna og getur því hvert sveitarfélag mótað sína skólastefnu. Það er því alveg ljóst að skólamál og skólastefna hvers sveitarfélags kemur til með að hafa heilmikið að segja um hvar fólk vill búa og ala upp sín börn. Meira
12. maí 1998 | Aðsent efni | 216 orð

"Þá hló marbendill"

ÞAÐ ER uggvænlegt þegar afarmenni eins og Illugi Jökulsson mundar stílvopn sín og sendir smámennunum kveðjur sínar. Eftirbreytniverður maður í öllum greinum og sönn fyrirmynd annarra frá vöggu ­ og vonandi til grafar. Og þar ofan í kaupið er hann svo skemmtilega fjölfróður, sér í lagi um dýrafræði þessa heims og annars. Meira
12. maí 1998 | Kosningar | 399 orð

Þjónusta við íbúa í Lindahverfi í Kópavogi

ÞEGAR fólk flytur í hverfi, sem er í uppbyggingu fer það fljótlega að velta fyrir sér ýmsum spurningum varðandi þjónustu. Hvernig þróast samgöngumál hverfisins, hvenær verða leikskólinn og grunnskóli hverfisins teknir í notkun o.s.frv. Meira

Minningargreinar

12. maí 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Ágúst Vilhelm Oddsson

Elsku föðurbróðir, þá ertu búinn að kveðja þennan heim, loka augunum í síðasta sinn og farinn yfir móðuna miklu þar sem afi bíður og tekur á móti þér. Þú varst búinn að berjast hetjulega í rúmt ár við þann illvæga sjúkdóm sem sigraði þig að lokum. Eftir sitjum við með söknuð í hjarta. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 64 orð

Ágúst Vilhelm Oddsson

Ágúst Vilhelm Oddsson Ég get svo fátt sem býr í brjósti sagt það bindur tungu sterkur bugar tregi en eins og kærleiks blómin blessuð lagt á bleikan hvarm þinn vinur elskulegi. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Ágúst Vilhelm Oddsson

Hvers vegna? Af hverju? Af hverju hann? Hver er ástæðan? Það er sama hvernig er spurt, hver er spurður, það eru engin svör til. Þegar æskuvinur og félagi hverfur á braut reikar hugurinn víða, minningarnar ná yfir hátt í fimm áratugi og margs er að minnast. Það eru yfir fjörutíu ár síðan tveir skrítnir guttar röltu á milli hesthúsa á Skaganum og ráku nefið niður í allt sem viðkom hestum. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 355 orð

Ágúst V. Oddsson

Þegar kunningi eða vinur er kallaður burt áður en manni finnst hann hafa lokið hlutverki sínu bregður manni við. Hugurinn staðnæmist við það sem liðið er. Hann staðnæmist einnig við þar sem manni finnst að ætti að vera ókomið. Það sem eftir væri að gera. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 305 orð

Ágúst V. Oddsson

Hinn 30. apríl kvaddi vinur minn Ágúst V. Oddsson þennan heim, langt um aldur fram, eftir langvarandi baráttu við þennan skæða sjúkdóm sem krabbamein er. Gústa hef ég þekkt til þó nokkuð margra ára, en best kynntist ég honum síðustu fimm árin og vorum við miklir mátar og vinátta okkar mjög traust. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 265 orð

Ágúst V. Oddsson

Kær vinur og félagi er horfinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Ágúst Oddsson var bæði góður hestamaður og mikill félagsmálamaður. Hann ræktaði og tamdi hesta og keppti á mótum en hann vissi líka vel að sterkt félagskerfi er nauðsynlegur rammi utan um alla þætti hestamennskunnar og að gott samfélag hestamanna er það sem setur ljúfan svip á innihald rammans. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 485 orð

Ágúst V. Oddsson

Í dag kveðjum við góðan vin og félaga sem féll frá í blóma lífsins. Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði saknar eins af sínum bestu félögum og máttarstólpum félagsins. Ágúst Oddsson kynntist snemma hestum og hestamennsku á unglingsárum sínum á Akranesi og í Borgarfirði. Fljótlega fór hann að stunda tamningar og sýna hross á hestaþingum og farnaðist það vel. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 329 orð

ÁGÚST V. ODDSSON

ÁGÚST V. ODDSSON Ágúst Vilhelm Oddsson fæddist í Ársól á Akranesi 3. apríl 1945. Hann lést á heimili sínu, Sjávargrund 9b, Garðabæ, 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðmey Jónsdóttir, f. 1923, ættuð frá Ársól á Akranesi, og Oddur Ólafsson, klæðskeri, f. 1918, ættaður frá Hrísum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 378 orð

Guðmundur S. Jónsson

Hann var einu sinni miklu yngri en ég og einu sinni miklu lægri í loftinu en ég. Við áttum samt sama prestinn og sömu hreppsnefndina, við vorum Dýrfirðingar í húð og hár, langt aftur í aldir. Núna vorum við löngu orðin jafngömul og jafnhá til hnésins. Eins og fyrrum tíðkaðist lögðum við land undir fót, en fylgdumst aldrei að. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐMUNDUR S. JÓNSSON

GUÐMUNDUR S. JÓNSSON Guðmundur Sigurður Jónsson fæddist í Ytrihúsum í Dýrafirði 10. nóvember 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. maí. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Lýður Jónsson

Lýður er dáinn! Margar góðar minningar koma fram í hugann. Hann var mikill barnakarl og það var alltaf tilhlökkunarefni að heimsækja Stínu og Lýð þegar farið var í bæinn. Þær voru heldur ekki ófáar helgarnar sem ég gisti hjá þeim þegar ég var í skólanum á Laugarvatni og fékk helgarfrí. Það var alltaf notalegt að koma til þeirra og mér tekið opnum örmum. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Lýður Jónsson

Nú er hann afi minn dáinn, hann sem var alltaf svo hugrakkur og gafst aldrei upp. Við áttum margar góðar stundir saman í hesthúsinu og eins heima þegar pabbi og amma voru að vinna, en nú ert þú afi minn kominn til Guðs. Þú ætlaðir að ferðast mikið með okkur í sumar, en ég er nú þakklátur að hafa átt allar þessar stundir með þér. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 35 orð

MARZELINA FRIÐRIKSDÓTTIR HJÖRTUR NIELSEN

MARZELINA FRIÐRIKSDÓTTIR HJÖRTUR NIELSEN Marzelina Friðriksdóttir fæddist á Brekku í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði 12. maí 1898. Hún lést 21. febrúar 1969. Hjörtur Nielsen fæddist á Ísafirði 16. apríl 1898. Hann lést á Ísafirði 21. júlí 1985. Meira
12. maí 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Marzelína Friðriksdóttir Hjörtur Nielsen

Í dag, 12. maí, hefði móðir mín, Marzelína F. Nielsen, orðið eitt hundrað ára gömul væri hún á lífi, en hún lést árið 1969, og faðir minn, Hjörtur Nielsen, hefði einnig orðið eitt hundrað ára gamall 16. apríl í ár, en hann lést árið 1985. Hjörtur Nielsen fæddist á Ísafirði 16. apríl 1898. Meira

Viðskipti

12. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

»Evrópsk hlutabréfhækka í verði

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær, aðallega vegna sterkari dollars og hækkunar í Wall Street í kjölfar frétta um risasamruna í fjarskiptageiranum. Í París hækkaði franska hlutabréfavísitalan í yfir 4,000 punkta og hafði aldrei verið hærri vegna mikillar hækkunar Dow Jones á föstudag og aftur í gær. Meira

Daglegt líf

12. maí 1998 | Neytendur | 243 orð

Allt að 79% verðmunur

TÖLUVERÐUR verðmunur er á hjólreiðahjálmum og nam hann allt að 79% milli verslana á samskonar hjálmum. Algengustu hjólahjálmarnir á markaðnum, Atlas-hjálmar, reyndust ódýrastir í Leikbæ þar sem þeir kosta 1.995 af öllum stærðum og gerðum. Atlas Hot Shot-hjálmur sem kostar 1.995 krónur í Leikbæ kostar 3.580 krónur þar sem hann er dýrastur í Intersport. Meira
12. maí 1998 | Neytendur | 115 orð

Metabo rafmagnsverkfæri

BÍLANAUST hefur tekið að sér dreifingu og þjónustu á Íslandi fyrir Metabowerke Gmbh í Þýskalandi. Í fréttatilkynningu frá Bílanausti kemur fram að Metabo rafmagnsverkfæri hafi fengist hér um árabil. Sérstakt kynningarátak stendur yfir hjá Bílanausti og frá 13.-15. maí verða helstu nýjungar kynntar. Meira
12. maí 1998 | Neytendur | 316 orð

Svanurinn á íslenska framleiðslu

NÆSTA fimmtudag verður norræna umhverfismerkið sett á íslenska vöru frá Frigg hf. en það er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki sækir um og fær samþykki til að nota merkið. Merkið sem sýnir svan byggir á merki ráðherranefndar Norðurlandaráðs. Yfir merkinu stendur "Norræna umhverfismerkið". Varan sem Frigg hf. fær svaninn settan á er nýjung sem kallast Marathon milt og er þvottaduft. Meira
12. maí 1998 | Neytendur | 134 orð

(fyrirsögn vantar)

AÐ SÖGN Birnu Hreiðarsdóttur hjá Löggildingarstofu er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar samkvæmt 1. gr. reglna um notkun hlífðarhjálms við hjólareiðar barna. Barni er ekki skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar ef það hefur fengið læknisvottorð, sem undanþiggur það notkun hans af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum. Meira

Fastir þættir

12. maí 1998 | Í dag | 445 orð

AÐ er ævintýri líkast að aka í gegnum Hvalfjarðargöngin.

AÐ er ævintýri líkast að aka í gegnum Hvalfjarðargöngin. Þau eru einhver mesta bylting í samgöngumálum Íslendinga á þessari öld. Ekki eingöngu vegna þess, að hin fjölfarna leið vestur og norður styttist svo mjög ­ heldur vegna hins, að þessi framkvæmd sýnir hvað hægt er að gera tæknilega í samgöngumálum í þessu landi. Meira
12. maí 1998 | Fastir þættir | 260 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Meira
12. maí 1998 | Dagbók | 678 orð

Reykjavíkurhöfn: Þýski togarinn Wiesbaden

Reykjavíkurhöfn: Þýski togarinn Wiesbaden kom og fór í gær. Reykjafoss var væntanlegur í gær. Skógarfoss og Hanse Duo voru væntanleg í gær og fara væntanlega í dag. Hanne Sif, Mælifell og Arnarfell eru væntanleg í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hanse Duo kemur í dag. Meira
12. maí 1998 | Fastir þættir | 616 orð

Sigurbjörn með átta gull og kominn í gamla haminn

Fáksmenn héldu um helgina sitt árlega Reykjavíkurmót í hestaíþróttum. Mótið hófst á fimmtudagssíðdegi 7. maí og lauk með úrslitum sunnudaginn 10. maí. EINS og oft áður var Sigurbjörn Bárðarson sigursæll í opnum flokki, sigraði þar í öllum greinum nema fimmgangi þar sem Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði bar hæstan hlut frá borði eftir að hafa unnið sig upp úr þriðja sæti. Meira
12. maí 1998 | Fastir þættir | 835 orð

Um sjónvarp "Sjónvarp minnir líka oft á sorpkvörn; flestallt sem fer inn í það kemur út aftur í formi rusls, úrgangs; það

Hversu oft höfum við bölvað sjónvarpinu, og það réttilega, þessu andfélagslega tæki sem sviptir landslýð ráði og rænu á hverju kvöldi, jafnvel klukkutímum saman? Hversu oft höfum við setið klesst ofan í sófann, Meira
12. maí 1998 | Fastir þættir | 1775 orð

Úrslit helgarinnar

Úrslit helgarinnar Reykjavíkurmeistaramót Opinn flokkur ­ tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson og Oddur frá Blönduósi, 7,79. 2. Gunnar Arnarson á Sveiflu frá Ásmundarstöðum, 7,66. 3. Snorri Dal á Hörpu frá Gljúfri, 7,13 4. Fríða H. Steinarsdóttir á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,93. 5. Meira
12. maí 1998 | Í dag | 519 orð

Vinna á íslensku sveitaheimili VELVAKANDA barst

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "17 ára hraustan, bráðduglegan, verklaginn skátaforingja langar heil ósköp til að vinna á Íslandi allan ágústmánuð og væri honum kærast íslenskt sveitaheimili þar sem hann hefur unnið að slíkum störfum í Þýskalandi tvö síðustu sumur, einn mánuð í hvort sinn. Hann talar, auk síns móðurmáls, ensku og þýsku ágætlega. Meira

Íþróttir

12. maí 1998 | Íþróttir | 209 orð

Alfreð vill fá Titov

ALFREÐ Gíslason, þjálfari Hameln í Þýskalandi, hefur gert Oleg Titov leikmanni Fram tilboð um að ganga í sínar raðir fyrir næstu leiktíð, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins. Þetta mál er komið á nokkurn rekspöl en ekki er reiknað með að það skýrist fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku hvort af vistaskiptum Titovs verður. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 154 orð

Arnar Hrafn aftur í Víking ARNAR Hrafn Jóhannsson,

ARNAR Hrafn Jóhannsson, unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu sem lék með Val í fyrrasumar, er genginn til liðs við Víkinga á nýjan leik og leikur með þeim í sumar í 1. deildinni ­ næst efstu deild Íslandsmótsins. Arnar Hrafn dvaldi um tíma í síðasta mánuði hjá danska meistaraliðinu Brøndby og er reiknað með að viðræður hefjist milli hans og félagsins síðsumars. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 171 orð

Arnór skoraði

ARNÓR Guðjohnsen skoraði mark Örebro í 1:1 jafntefli við AIK í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Arnór kom liði sínu yfir rétt fyrir hálfleik en AIK jafnaði þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Gunnlaugur Jónsson kom inn sem varamaður á 36. mínútu. Örebro er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 stig eftir sex leiki. Helsingborg vann Öster 3:1 á utivelli. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 124 orð

Auðunn Evrópumeistari AUÐUNN Jónsson úr Kópavog

AUÐUNN Jónsson úr Kópavogi varð um helgina Evrópumeistari í 125 kg flokki í kraftlyftingum, en mótið fór fram í Sotkamo í Finnlandi. Hann lyfti samtals 950 kg og hafði mikla yfirburði í flokknum því næsti keppandi, Pasi Martkainen frá Finnlandi, var með 927,5 kg og bronsverðlaunahafinn, Evgeny Birum frá Rússlandi, lyfti 910 kg. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 281 orð

Bandaríkin - Ísland6:0

Indianapolis, vináttulandsleikur í knattspyrnu kvenna, föstudaginn 8. maí 1998. Mörk Bandaríkjanna: Tiffeny Mibrett 3., Mia Hamm 32. (beint úr hornspyrnu), 41., Sara Whalen 47., Tisha Venturini 58., Debbie Keller 64. Bandaríkin: Briana Scurry, Carla Overbeck (Amanda Cromwell 52.), Brandi Chastain (Cindy Parlow 46. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 877 orð

Bestu liðin að skera sig úr

AÐEINS sex lið hafa náð að vinna leikseríur í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjunum. New York, Charlotte, Seattle og San Antonio standa nú frammi fyrir þessari stöðu eftir leiki helgarinnar gegn fjórum bestu liðunum í deildinni. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 436 orð

BIKAR »Ekki hægt að treystaá völl á höfuðborgar-svæðinu í maí

Um kvöldmatarleytið í gær barst tilkynning frá mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands þess efnis að úrslitaleikur deildabikarkeppni KSÍ færi fram á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ, samkvæmt ósk forráðamanna vallarins, en í gærmorgun fékkst ekki grænt ljós á hann. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 602 orð

Brehme kvaddi á toppnum

Nýliðar Kaiserslautern brutu blað í sögu þýsku deildarinnar með því að verða meistarar en nýliðar hafa aldrei náð svo langt. Titillinn var í höfn fyrir síðustu umferð og því mættu meistararnir afslappaðir til Hamborgar en samt ætluðu þeir ekki að tapa þó ekki væri nema vegna þess að Andreas Brehme lék kveðjuleik sinn. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 168 orð

Egill kjörinn formaður SKÍ

Egill Jóhannsson var kjörinn formaður Skíðasambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fór í skíðaskála Breiðabliks í Bláfjöllum um helgina. Egill, sem átti sæti í stjórn SKÍ og er m.a. fyrrum formaður skíðadeildar Ármanns, tekur við af Sigurði Þ. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 203 orð

Eiður Smári æfir með KR-ingum

EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem verið hefur atvinnumaður hjá PSV Eindhoven í Hollandi síðustu ár, kom til landsins fyrir helgi og hefur æft með KR-ingum síðan. "Ég tel mig geta spilað en þarf að koma mér í æfingu," sagði hann við Morgunblaðið í gær. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 81 orð

EM þroskaheftra

Þrír íslenskir frjálsíþróttamenn tóku þátt í EM þroskaheftra í Lissabon um helgina. Þorvaldur Jónsson hljóp 100 m á 14,36 og komst ekki áfram í úrslit og varpaði kúlu 8,34 metra og hafnaði í 14. sæti, en aðeins 12 komust áfram í úrslitakeppnina. Helga Helgadóttir stökk 1,20 m í hástökki og varð í 5. sæti, en hún gerði síðan ógilt í langstökki. Guðjón I. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 1858 orð

England

Aston Villa - Arsenal1:0 Dwight Yorke 37. víti. 39.372. Rautt spjald:Ugo Ehiogu (Aston Villa) 24. Barnsley ­ Manchester United0:2 Andy Cole 5, Teddy Sheringham 76. 18.694. Blackburn Rovers - Newcastle United1:0 Chris Sutton 88. 29.300. Rautt spjald: David Batty (Newcastle) 65. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 120 orð

Fannar í fyrsta sinn á landsleik FANNAR Ólafsson, kö

FANNAR Ólafsson, körfuknattleiksmaður úr Keflavík, lék fyrsta landsleik sinn á Ísafirði á sunnudaginn á móti Norðmönnum. Ekki nóg með að hann væri að spila í fyrsta sinn fyrir landsliðið heldur hafði hann aldrei áður verið viðstaddur landsleik sem áhorfandi. Fannar er 18 ára og er sonur Ólafs Einarssonar, fyrrum landsliðsmanns í handknattleik úr FH. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 258 orð

Fimm lið í baráttu um annað sætið

REAL Madrid tapaði 1:0 fyrir Espanol en á ennþá möguleika á öðru sætinu í spænsku deildinni. Fjögur lið til viðbótar eru í keppni um sætið og rétt í Meistaradeild Evrópu í haust en deildinni lýkur á föstudag. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 135 orð

Formula 1

Spænski kappaksturinn Barcelona: (Keppnin var 56 hringir samtals 307,336 km) 1. Mika Hakkinen (Finnl.) McLaren1:33.37,621 2. David Coulthard (Bretl.) McLaren 9,439 sek. á eftir. 3. Michael Schumacher (Þýskal.) Ferrari 47,094 sek á eftir. 4. Alexander Wurz (Austurr.) Benetton 62,538 5. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 94 orð

Fram Reykjavíkurmeistari FRAM vann Val 2:0 í úrslitaleik Reykjavíkur

FRAM vann Val 2:0 í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu sem fór fram á æfingagrasvellinum að Hlíðarenda á laugardag. Þorvaldur Ásgeirsson gerði fyrra markið með góðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Baldri Bjarnasyni á 10. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 317 orð

Frjálsíþróttir

Stigamót í Japan KARLAR Kúluvarp John Godina (Bandar.)21,61 Oliver-Sven Buder (Þýskal.)20,34 C, J, Hunter (Bandar.)20,04 Jim Doehring (Bandar.)19,22 Randy Barnes (Bandar.)19,05 Yasutada Noguchi (Japan)17,39 Yuji Okano (Japan)16,86 Tomotaka Nozawa (Japan)16,49 1. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 349 orð

Get ekki kvartað yfir árangrinum

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, varð í 54. til 69. sæti á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fór fram á Mallorka og lauk um helgina en það var liður í evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur fór samtals á 297 höggum eða níu höggum yfir pari og gekk verst síðasta hringinn sem hann fór á 79 höggum. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 377 orð

Get vonandi tekið upp þráðinn í haust

GUÐNI Bergsson meiddist í leik Bolton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í fyrradag, var skipt út af skömmu síðar og fór ekki með íslenska landsliðinu til Cannes í Frakklandi þar sem það mætir Saudi Arabíu í vináttulandsleik á morgun. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 349 orð

GUÐJÓN V. Sigurðsson, leikmaður

GUÐJÓN V. Sigurðsson, leikmaður Gróttu/KR sem valinn var í A-landsliðhópinn á móti Japan, fór ekki austur með liðinu. Ákveðið var hann að myndi æfa með 20 ára landsliðinu í Reykjavík undir stjórn Borisar Bjarna um helgina enda mikilvægir leikir frmundan hjá því liði í undankeppni EM. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 697 orð

Handboltahátíð á Austfjörðum

Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo vináttuleiki við Japani á Austfjörðum um helgina. Valur B. Jónatansson brá sér austur og fylgdist með tveimur sigurleikjum "Strákanna okkar" sem virkuðu þreyttir eftir veturinn. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 617 orð

Hvert stefnir EvrópumeistarinnAUÐUNN JÓNSSONeftir sigurinn í Finnlandi?Í fremstu röð á HM í haust

"ÉG er rétt að átta mig á þessu núna," sagði Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður er Morgunblaðið náði tali af honum í Finnlandi í gær. Hann varð á sunnudaginn Evrópumeistari í kraftlyftingum í 125 kg flokki, lyfti samtals 950 kg á móti sem fram fór í bænum Sotkamo. Auðunn lyfti 22,5 kg meira en heimamaðurinn Pasi Martkainen sem hreppti silfur. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 15 orð

Í kvöld Knattspyrna Deildabikarkeppni KSÍ Úrslitaleikur karla Gervigras:Valur - KR20

Deildabikarkeppni KSÍ Úrslitaleikur karla Gervigras:Valur - KR20 Handknattleikur Æfingaleikur Þorlákshöfn:U-20 ára - Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 87 orð

Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar Buffalo - Montreal3:2 Eftir framlengingu. Buffalo - Montreal6:3 Staðan er 2:0

NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar Buffalo - Montreal3:2 Eftir framlengingu. Buffalo - Montreal6:3 Staðan er 2:0 fyrir Buffalo. Washington - Ottawa6:1 Staðan er 2:0 fyrir Washington. Úrslitakeppni Vesturdeildar Detroit - St. Louis2:4 Detroit - St. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 278 orð

Ísland - Japan Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði, vináttulandslei

Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði, vináttulandsleikur í handknattleik karla, sunnudaginn 10. maí 1998. Gangur leiksins: 2:0, 4:4, 6:9, 10:12, 12:13, 13:13, 13:16, 14:17, 18:17, 19:18, 20:18. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 107 orð

Ísland - Noregur75:73

Laugardalshöll, vináttulandsleikur í körfuknattleik karla, mánudaginn 11. maí 1998. Gangur leiksins: 5:2, 14:7, 21:8, 30:17, 36:30, 37:39, 48:41, 51:51, 57:61, 60:68, 71:68, 73:71, 73:73, 75:73. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 44 orð

Íslandsmót

60 skot liggjandi: Stig 1. Carl J. Eiríksson, UMFG590 2. Arnfinnur Jónsson, SFK581 3. Einar Ísfeld Steinarsson, SFK580 4. Gylfi Ægisson, SFK567 5. Jónas Bjargmundsson, SFK557 6. Einar Guðmann, SFA539 7. Hafsteinn Pálsson, SFK521 Þess má geta að lágmark Alþjóða ólympíunefndarinnar er 587 stig. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 363 orð

Jákvætt að gefast ekki upp

Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sagðist vera sáttur við leikina á móti Japan. "Við vorum komnir í frekar miklar ógöngur í síðari hálfleik á Fáskrúðsfirði, þremur mörkum undir, en höfðum samt getu til að snúa leiknum okkur í hag. Það eitt finnst mér alltaf jákvætt, að gefast ekki upp þó á móti blási. Náðum tökum á því sem við vorum að gera vitlaust," sagði Þorbjörn. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 126 orð

Jón Kr. þjálfar einnig kvennalandsliðið JÓN Kr Gíslas

JÓN Kr Gíslason, landsliðþjálfari karla í körfuknattleik, verður einnig þjálfari kvennalandsliðsins. Frá þessu var gengið um helgina. Hann tekur við af Sigurði Ingimundarsyni, sem hefur verið með liðið síðastliðin tvö ár. Sigurði var boðið að halda áfram en samningar við hann náðust ekki og því var ákveðið að leita til Jóns Kr sem verður með liðið tímabundið. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 421 orð

Kaflaskipti í Skotlandi eftir níu ára einokun!

Celtic kom í veg fyrir að Rangers yrði Skotlandsmeistari í 10. sinn í röð þegar liðið vann St. Johnstone um helgina og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1988. Svíinn Henrik Larsson skoraði eftir þrjár mínútur og Norðmaðurinn Harald Brattback, sem hafði aðeins verið inni á í 13 mínútur, bætti öðru marki við 18 mínútum fyrir leikslok. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 127 orð

Keflavík - ÍBV3:1

Keflavíkurvöllur, Meistarakeppni KSÍ og Heklu í knattspyrnu, laugard. 10. maí 1998. Aðstæður: Norðan gola og þurrt. Mörk Keflavíkur: Adolf Sveinsson (20.), (45.), Guðmundur Steinarsson (53.). Mark ÍBV: Sigurvin Ólafsson (66.). Gult spjald: Zoran Milhovic ÍBV (29.) fyrir brot. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 242 orð

Martinez og Rivaldo bestir á Spáni

LUIS Enrique Martinez og Rivaldo hjá Barcelona voru kjörnir bestu leikmennirnir í spænsku deildinni en þjálfarar liðanna kusu fyrir blaðið El Pais. Martinez var kjörinn besti Spánverjinn en Rivaldo besti erlendi leikmaðurinn en félagarnir eru næst markahæstir í deildinni með sín 18 mörkin hvor. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 269 orð

Matth¨aus á HM í fimmta sinn BERTI Vogts, landsliðsþjálf

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, tilkynnti 22 manna hóp í gær vegna Heimsmeistarakeppninnar, sem hefst í Frakklandi eftir mánuð. Vogts varð við ósk þjóðarinnar, þegar ljóst var að Matthias Sammer gæti ekki leikið á HM, og kallaði á varnarjaxlinn Lothar Matth¨aus í hópinn. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 54 orð

Matth¨aus með á HM LOTHAR Matth¨aus, fyrrum fyrirlið

LOTHAR Matth¨aus, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, verður með á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Þetta verður í fimmta skipti sem Matth¨aus tekur þátt í úrslitakeppni HM, en hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í desember 1994. Matth¨aus á 122 landsleiki að baki, fleiri en nokkur annar Þjóðverji. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 50 orð

Njarðvík gegn Keflavík í 1. umferð Í gærkvöld

Í gærkvöld var dregið um töfluröð í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta keppnistímabil. Í fyrstu umferð mætast eftirtalin lið: Njarðvík-Keflavík, Þór- KR, Snæfell-Tindastóll, KFÍ- Haukar, Skallagrímur-Grindavík og Valur-ÍA. Gert er ráð fyrir að Íslandsmótið hefjist í byrjun október, en ekki hefur nákvæmari dagsetning verið ákveðin. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 87 orð

Olympiakos varði gríska titilinn

OLYMPIAKOS Piraeus tryggði sér gríska meistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið vann Apollon, 5:3, á heimavelli á sunnudag. Olympiakos er með sex stiga forystu á Panathinaikos þegar tvær umferðir eru eftir og þó að liðin yrðu jöfn að stigum væri Olympiakos ofar vegna sigra í innbyrðis leikjum þeirra. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 35 orð

RÓBERT Sighvatsson gerði fimm mörk fyrir

RÓBERT Sighvatsson gerði fimm mörk fyrir Dormagen í 24:21 sigri á Schutterwald í fyrri úrslitaleik liðanna um sæti í efstu deild. Héðinn Gilsson gerði þrjú mörk. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Schutterwald um næstu helgi. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 298 orð

Sá yngsti hetja Lens

Yohan Lachor var hetja Lens þegar liðið gerði jafntefli við Auxerre á útivelli um helgina og tryggði sér þar með franska meistaratitilinn í fyrsta sinn. Sabri Lamouchi, fyrirliði Auxerre, skoraði eftir 13 mínútur en þá var staðan 1:0 fyrir Metz á móti Lyon og titillinn því í höndum Metz. Vinstri bakvörðurinn Lachor, sem er 22 ára, jafnaði fyrir Lens á 53. mínútu og það nægði. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 342 orð

Seinni leikurinn gefur aukið sjálfstraust

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék tvo vináttuleiki við Bandaríkin ytra um helgina. Bandarísku ólympíumeistararnir unnu 6:0 í Indianapolis á föstudag en 1:0 í Betlehem á sunnudag. "Þetta var allt annað en í fyrri leiknum," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari við Morgunblaðið eftir seinni leikinn. "Ég er mjög ánægð og í fyrsta sinn sem ég tala um stórsigur þrátt fyrir tap. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 523 orð

Sigur á elleftu stundu

ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik sigraði Norðmenn í tveimur landsleikjum, í Laugardalshöll í gærkvöldi og á Ísafirði á sunnudag. Leikirnir voru slakir af hálfu íslenska liðsins, sérstaklega á Ísafirði þar sem leikurinn endaði 65:53. Í leiknum í gærkvöldi var hins vegar meiri barátta og spenna undir lokin og lokatölur uðru 75:73. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 359 orð

Sigur okkar sannfærandi

"ÚRSLITIN komu í sjálfu sér ekki á óvart nema þá hvað sigur okkar var sannfærandi," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari og leikmaður bikarmeistara Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði sigrað ÍBV á sannfærandi hátt, 3:1, í Meistarakeppni KSÍ og Heklu í Keflavík á laugardaginn. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 176 orð

Simone bestur í Frakklandi ÍTALSKI mi

ÍTALSKI miðherjinn Marco Simone hjá París Saint Germain var valinn leikmaður ársins í Frakklandi í kjöri leikmanna og franski miðherjinn David Trezeguet hjá Mónakó sá efnilegasti. Joel Muller, þjálfari Metz, sem varð í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar, var kjörinn þjálfari ársins. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 707 orð

Spenna til síðustu stundar

Bolton tapaði 2:0 fyrir Chelsea í London og féll í 1. deild ensku knattspyrnunnar ásamt Crystal Palace og Barnsley en Everton gerði jafntefli, 1:1, við Coventry í Liverpool og náði að bjarga sér á síðustu stundu. Everton hefur verið í efstu deild síðan 1954 og utan hennar í fjögur tímabil frá 1888. Liðið varð meistari 1987 en hefur verið í fallbaráttu fjórum sinnum á liðnum fimm árum. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 441 orð

STEINAR Adolfsson í ÍA

STEINAR Adolfsson í ÍA var valinn í landsliðið í knattspyrnu sem fór til Frakklands í gær. Hann kom í staðinn fyrir Auðun Helgason hjá Viking í Noregi sem er meiddur. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 223 orð

Undirbúningur fyrir ÓL í Sydney

JAPANSKI þjálfarinn, Seimei Gamo, var ánægður með landsleikina á Austfjörðum. "Ég er mjög ánægður og þakklátur að hafa fengið þessa leiki á Íslandi. Þeir eiga eftir að nýtast okkur vel og eru góð æfing fyrir okkur. Við erum með ungt lið sem ég er að byggja upp fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Það er í góðri líkamlegri æfingu en þarf meiri leikæfingu og þess vegna erum við hér," sagði hann. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 160 orð

Valdimar meiddist VALDIMAR Grímsson meid

VALDIMAR Grímsson meiddist á kálfa í fyrri hálfleik í leiknum á Fáskrúðsfirði á sunnudag. Hann taldi að vöðvi hefði rifnað og gat því ekki leikið meira eftir það. Hann hafði töluverðar áhyggjur af meiðslunum vegna þess að hann á eftir að standast læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Wuppertal í lok mánaðarins. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 124 orð

Wenger þjálfari ársinsARSENE Wenger, knattspyrnustjór

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri nýbakaðra Englandsmeistara Arsenal, var í gær útnefndur þjálfari ársins í ensku úrvalsdeildinni. Það eru knattspyrnustjórarnir sjálfir sem kjósa og var tilkynnt um niðurstöðu þeirra í árlegri veislu sem þeir efna til. "Allir leikir í Englandi eru þess eðlis að mjög erfitt er að sigra í þeim. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 391 orð

Wim Jansen sagði upp

WIM Jansen, hollenski þjálfarinn sem stýrði Celtic að fyrsta skoska meistaratitlinum í knattspyrnu í tíu ár, sagði í gær upp starfi sínu. Hann er nú með liði sínu í Portúgal en hópurinn kemur aftur til Skotlands á fimmtudag. Fyrir sex vikum sagði Jansen að hann væri óánægður hjá Celtic og myndi taka ákvörðun um framhaldið eftir tímabilið. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 260 orð

Þrenna frá Inzaghi tryggði Juve titilinn

FILIPPO Inzaghi var með þrennu þegar Juventus vann Bologna, 3:2, í ítölsku deildinni um helgina og tryggði sér meistaratitilinn í 25. sinn. Rússinn Igor Kolyvanov skoraði fyrir Bologna eftir 11 mínútur og skömmu síðar var tilkynnt að Ronaldo hefði skorað fyrir Inter á móti Bari en fyrir leiki helgarinnar var Juve með fjögurra stiga forystu á Inter. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Íþróttir | 91 orð

(fyrirsögn vantar)

Atvinnumannamót í Bandaríkjunum. 271 Tiger Woods 69 67 63 72 272 Jay Don Blake 67 68 67 70 274 Esteban Toledo (Mexíkó) 66 75 66 67, Steve Flesch 66 71 68 69 275 Scott Verplank 67 74 69 65, Bill Glasson 68 73 68 66, Bob Tway 73 69 66 67, John Huston 68 68 71 68, Stewart Cink 67 71 65 72 276 Trevor Dodds (Namibíu) 71 67 72 66, Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

NBA-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar Charlotte - Chicago89:103 Charlotte - Chicago80:94 Staðan er 3:1 fyrir Chicago. New York - Indiana83:76 New York - Indiana107:118 Eftir framlengingu. Staðan er 3:1 fyrir Indiana. Meira
12. maí 1998 | Íþróttir | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

12. maí 1998 | Fasteignablað | 570 orð

Byggingadagar

Sú var tíðin að Íslendingar flykktust þúsundum saman á hverja sýningu sem sett var upp í Laugardalshöll, jafnvel voru dæmi um að þriðjungur þjóðarinnar kæmi á sýningu og auðvitað var það og er heimsmet eins og í svo mörgu öðru, ef miðað er við höfðatölu. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 270 orð

Fallegt parhús í Mosfellsbæ

MOSFELLSBÆR hentar vel þeim sem vilja draga sig út úr mesta skarkalanum en vera samt í nágrenni við borgina. Í bænum er mikið um sérbýli af ýmsum stærðum, en fjölbýlishús í minnihluta. Óvíða eru útivistarmöguleikar meiri en í Mosfellsbæ. Úr bænum er ekki nema stundarfjórðungs akstur upp í Skálafell, eitt bezta skíðasvæði landsins. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 30 orð

Gamla kerran

Gamla kerran GAMLIR handvagnar þóttu einu sinni þarfaþing á virðulegum heimilum. Nú er öldin og svona vagn frá 1820, frá danska fyrirtækinu Slagelse Kafferisteri, er helst notaður til skrauts í görðum. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 311 orð

Gistihús og einbýlishús við Hólaberg

ÞAÐ hefur færst í vöxt að fólk hafi vinnuaðstöðu í tengslum við heimili sitt. Fasteignasalan Séreign er nú með í einkasölu einbýlishús ásamt sérbyggðu tíu herbergja gistiheimili að Hólabergi 80 í Reykjavík. Um er að ræða annars vegar 193 ferm. gistiheimili og sambyggðun bílskúr, sem er 22,5 ferm. og hins vegar einbýlishús, sem er 178,8 fermetrar á tveimur hæðum. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 143 orð

Gott parhús við Skólagerði

FASTEIGNASALAN Ásbyrgi er með til sölu parhús að Skólagerði 48 í Kópavogi. Húsið er 142 ferm., byggt 1964. Það er á tveimur hæðum og steinsteypt. "Þetta er mjög gott hús í grónu hverfi með fallegri og vel ræktaðri lóð," sagði Ingileifur Einarsson hjá Ásbyrgi. "Á aðalhæð er stór stofa og sólstofa, stórt eldhús með búri og þvottaherbergi inn af og gengt út á baklóð. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 151 orð

Hús fyrir "bílskúrsmann"

FASTEIGNASALAN Óðal er með í einkasölu einbýlishús við Logafold 13 í Grafarvogi. Þetta er nýlegt steinsteypt hús, á einni hæð, 133 ferm. að stærð og með 64 ferm. bílskúr. "Þetta er mjög vandað og vel byggt hús og sérsniðið fyrir þarfir þeirra sem þurfa stóran og góðan bílskúr," sagði Helgi Magnús Hermannsson hjá Óðali. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 727 orð

Húsnæðisrannsóknir

Rannsóknir af ýmsu tagi fara að jafnaði fram í kyrrþey. Oftast er ekki greint frá þeim fyrr en einhverjar fréttnæmar niðurstöður liggja fyrir, þó svo að margra ára vinna liggi jafnvel að baki. Á þessu eru auðvitað undantekningar, eins og dæmin sanna. Rannsóknir í húsnæðismálum fara hins vegar nær alltaf hljótt og um þær er sjaldan mikið fjallað á opinberum vettvangi. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 181 orð

Líflegur markaður

MIKIÐ líf og mikil hreyfing hefur einkennt fasteignamarkaðinn, það sem af er þessu ári. Verð hefur haldizt stöðugt þrátt fyrir mikla eftirspurn, ekki hvað sízt eftir litlum og meðalstórum íbúðum í fjölbýli. Ungt fólk er áberandi úti á markaðnum. "Vegna betra efnahagsástands og aukinna atvinnumöguleika leitar ungt fólk nú í auknum mæli út á markaðinn með íbúðarkaup í huga. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 298 orð

Mikill munur á við- haldskostnaði húsa eftir aldri þeirra

KOSTNAÐUR við viðhald húsa er að sjálfsögðu mjög háður aldri þeirra, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, en hún er byggð á niðurstöðum könnunar, sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins lét fram fara á þriggja ára tímabili 1992-1994. Miðað er við verðlag í janúar 1997. Við nýjustu húsin var árlegur kostnaður aðeins rúm 5 þúsund kr. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 219 orð

Nýlegt parhús í Suðurhlíðum

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu nýlegt parhús, byggt 1988, við Reynihvamm 19a í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum, steinsteypt og með 28 ferm. sérstæðum bílskúr, en sjálft húsið er 185 ferm. að stærð. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 253 orð

Ný tegund veðlána

ERFIÐLEIKAR við að selja og kaupa íbúðarhúsnæði eru margvíslegir í Bretlandi og stjórnvöld þar hafa nú komið á fót sérstökum starfshópi til þess að greiða úr þeim. Það er einkum, þegar svokallaðar sölukeðjur koma upp, sem erfiðleikarnir láta ekki að sér hæða. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 144 orð

Nýtt verslunarhús KHB rís á SeyÐisfirði

Seyðisfirði-Nýtt verslunarhúsnæði Kaupfélags Héraðsbúa (KHB) er nú í byggingu á Seyðisfirði. Húsið rís á árbakkanum þar sem Vesturvegur liggur að brúnni yfir Fjarðará. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 35 orð

Setið á rósum

Setið á rósum OFT er talað um að sumir dansi á rósum, en færri virðast hafa tækifæri til að sitja á rósum. Hér er samt einn stóll rósum prýddur sem gæti hentað - allténd sem skreyting. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 211 orð

Sólarorkan hagnýtt

ÞETTA sérstæða hús kemst eins nálægt því að vera lífræn eining og nútíma tækni frekast leyfir. Það getur unnið sólarorku og nýtt sér regnvatn og hið óákveðna form þess tryggir, að það geti þróazt og breytzt með fólkinu, sem í því býr. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 188 orð

Tvær virðulegar hús- eignir í Vesturbænum

HÚSEIGNIRNAR Marargata 2 og Holtsgata 7 í Reykjavík eru báðar til sölu hjá fasteignasölunni Laufási, ef viðunandi tilboð fást. Bæði húsin eru úr steinsteypu og eru þau hvort um sig kjallari, tvær hæðir og rishæð. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 2252 orð

Ungt fólk í leit að húsnæði áberandi á markaðnum

MIKIL hreyfing hefur verið á markaðnum í ár. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækkað vegna lækkandi vaxta í þjóðfélaginu og afföllin um leið og því hefur gengi húsbréfa verið afar hagstætt fyrir markaðinn. Seljendur fá hærra raunverð fyrir eignir sínar af þeim sökum. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 511 orð

Úrkurðarnefnd um kvartanir vegna framkvæmda og þjónustu iðnaðarmanna

NÝJAR samþykktir fyrir Úrskurðarnefnd Húseigendafélagsins, Neytendasamtakanna og Samtaka iðnaðarins tóku gildi í apríl sl. Nefnd þessi fjallar um og úrskurðar í ágreiningsmáli neytanda vegna kaupa á vöru og eða þjónustu frá aðilum innan Samtaka iðnaðarins, það er þeirra aðila, sem Samtök iðnaðarins undirrita samþykktirnar fyrir. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 254 orð

Verslunar- og þjónustusvæði í Hveragerði

Skipulagstillögurnar gera ráð fyrir götu, Sunnumörk, sem tengja á Grænumörk við Breiðumörk og jafnframt skilja að efra og neðra svæðið. Efra svæðið, fyrir norðan Sunnumörk, er nú þegar nær fullbyggt, en á neðra svæðinu eru enn þó nokkrar lóðir til ráðstöfunar. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 224 orð

Þýzkur byggingar- iðnaður á uppleið

ÞÝZKI byggingariðnaðurinn er að komast upp úr mikilli lægð. Hann á samt fyrirsjáanlega frekar eftir að draga úr hagvexti í Þýzkalandi í stað þess að efla hann. Þetta eru niðurstöður könnunar, sem hagfræðistofnun í Munchen hefur látið gera. Meira
12. maí 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

12. maí 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

12. maí 1998 | Úr verinu | 773 orð

Dagpeningar áttu að vera undanþegnir tekjuskatti

FYRRUM starfsmenn Íslenskra sjávarafurða hf. á Kamchatka hafa boðað til fundar vegna skattalegrar meðferðar dagpeningagreiðslna, eins og það var orðað í auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.