Greinar miðvikudaginn 13. maí 1998

Forsíða

13. maí 1998 | Forsíða | 98 orð

ESB-aðild hugsanleg

UM 60% Norðmanna myndu segja nei ef nú væri kosið um aðild að Evrópusambandinu, ESB, en nokkur meirihluti telur hana þó hugsanlega verði sambandið stækkað í austur. Skoðanakönnunin var gerð fyrir Evrópuhreyfinguna norsku og samkvæmt henni telja 46% rétt að kanna aðild verði ESB opnað fyrir sex nýjum aðildarlöndum í Austur- Evrópu eins og til stendur. Meira
13. maí 1998 | Forsíða | 331 orð

NATO leiði aðgerðir í Kosovo

GEORGE Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að Atlantshafsbandalagið (NATO) ætti að hafa forgöngu um að hefta ofbeldisölduna í Kosovo-héraði í Júgóslavíu, þar sem með því tækju Evrópa, Rússland og Bandaríkin öll þátt í að leysa vandann. Meira
13. maí 1998 | Forsíða | 430 orð

Sagðar stefna "friði í Suður-Asíu í hættu"

INDVERJAR sættu í gær harðri gagnrýni út um allan heim fyrir að sprengja þrjár kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á mánudag en indverska stjórnin lét sér fátt um finnast og kvaðst staðráðin í að tryggja öryggi landsins þrátt fyrir hótanir erlendra ríkja um refsiaðgerðir. Stjórnvöld í Pakistan vöruðu við vígbúnaðarkapphlaupi í Asíu og gáfu í skyn að þau kynnu einnig að hefja kjarnorkutilraunir. Meira
13. maí 1998 | Forsíða | 124 orð

Vöfflubakstur fyrir dóm

Vöfflubakstur fyrir dóm Ósló. Morgunblaðið. SJÖTUGUR Norðmaður var í fyrradag sýknaður af ákæru um gáleysislegan vöfflubakstur. Átti Gunnar Bondø, fyrrverandi ritstjóri, yfir höfði sér 10.000 króna fjársekt eða sjö daga fangelsi hefði hann verið fundinn sekur. Bondø hugðist baka vöfflur í desember 1996 og setti smjör í vöfflujárnið. Meira

Fréttir

13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

20% þolenda heimilisofbeldis eru nýbúakonur

NEFND sem skipuð var af dómsmálaráðherra til að huga að forvörnum og hjálparúrræðum fyrir þolendur og gerendur heimilisofbeldis telur að sérstakra aðgerða sé þörf í málefnum nýbúa en allt að 20% kvenna sem leita í Kvennaathvarfið eru nýbúakonur. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Aðalfundur skógræktarfélags Reykjavíkur

52. AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn í húsi Landgræðslusjóðs 28. apríl sl. Á fundinum voru lagðir fram reikningar félagsins og fluttar skýrslur formanns og ráðamanns. Báðir sögðu þeir m.a. frá nýjum þætti í samvinnu Hitaveitu Reykjavíkur og Skógræktarfélagsins, upphaf hennar var 24. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Aðstoð Breta ekki "mútur"

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, neitaði í gær fullyrðingum andstæðinga friðarsamkomulagsins á N-Írlandi þess efnis að efnahagsaðstoð til handa svæðinu er nemur rúmlega 17 milljörðum ísl. kr. væru "mútur" sem ætlað væri að tryggja samþykkt samkomulagsins í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. maí. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Afsteypa af Sæmundi á selnum afhjúpuð í Odda

AFSTEYPA af "Sæmundi á selnum" verður afhjúpuð sunnudaginn 17. maí í Odda á Rangárvöllum. Eftir hádegi sama dag verður Oddastefnan 1998 í "Hlíðarenda" á Hvolsvelli. Á Oddastefnu verður annars vegar fjallað um Sæmund fróða og kristni og hins vegar um Sæmund og Njáluslóð. Um nokkurt skeið hefur, undir forystu sr. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Annarri umræðu lauk í gær

SAMKOMULAG náðist milli þingflokka Alþingis um að ljúka annarri umræðu um stjórnarfrumvarp um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu í gær og lauk henni á áttunda tímanum í gærkvöldi. Hafði hún þá staðið yfir í tvo daga. Enn hefur þó ekki náðst sátt milli þingflokka Alþingis um þinglok í sumar. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Aþjóðaheilbrigðisráðstefna um heilsu kvenna

ALÞJÓÐLEGA ráðstefnan Heilsa kvenna: vinna, krabbamein og frjósemisheilbrigði verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 14.­16. maí og fer hún fram á ensku. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari ráðstefnunnar. Þekking á heilsufarsháttum í vinnuumhverfi kvenna er takmörkuð, en um langa hríð hafa áhrif vinnu á heilsufar karla verið viðfangsefni rannsókna. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð

Árlegir samningar um starfsemi Kögunar hf.

KÖGUN hf. er hluti af loftvarnarkerfi Íslands og árlega fara fram samningar við bandarísk yfirvöld um starfsemina. Næsta samningalota verður í júní og sagði Jón Böðvarsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, í gær að hann ætti ekki von á neinu óvæntu í henni. Jón sagði að árlega semdi Ratsjárstofnun við Kögun hf. og bandarísk stjórnvöld. Hér væri um að ræða ferli þar sem samið væri í áföngum. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Bergljót heldur sínu striki

"MÍN áætlun hefur ekkert breyst, opnunardagskráin verður eins og ég gerði ráð fyrir í upphafi," sagði Bergljót Jónsdóttir, stjórnandi Listahátíðarinnar í Björgvin, í samtali við Morgunblaðið í gær en hún hefur valdið miklu uppþoti í borginni með þeirri ákvörðun sinni að lag sem flutt hefur verið á opnun hátíðarinnar síðastliðin 40 ár verði ekki flutt að þessu sinni. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 29 orð

Dagskrá Alþingis

Dagskrá Alþingis ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Eignarhald og nýting á auðlindum í jörðu. Frh. 2. umr. (Atkvæðagr.) 2. Húsnæðismál. 2. umr. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 455 orð

Dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

HOLLENSKUR karlmaður var í gærmorgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa í desember síðastliðnum smyglað E-töflum, amfetamíni og kókaíni til landsins frá Amsterdam. Maðurinn, Anthonius Gerardus Verborg, sem er 38 ára gamall, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli 11. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

ÐLeikið í Ljósheimunum

ÞAÐ er léttur svipur yfir smáfólkinu þar sem það er að leik í Ljósheimunum og það lætur ekki vætuspá næstu dagana og jafnvel fram yfir helgi hafa nein áhrif á sig. Morgunblaðið/Þorkell Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 521 orð

Eftirlaunasjóðurinn aðeins orðaleppur

BALDUR Pálsson, starfsmaður Kögunar hf. á árunum 1991­1994, fullyrðir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekkert haft með að gera eftirlaunasjóð starfsmanna sem á um 30% hlut í fyrirtækinu. Hann segir að sjóðurinn sé geymslustaður fyrir hlutafé sem Kögun eigi í sjálfri sér og nafnið bara orðaleppur til að slá ryki í augu þeirra sem kynnu að vilja forvitnast um fjármál fyrirtækisins. Meira
13. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 477 orð

Ekki greitt fyrir læknisverk innan FSA

KJARASAMNINGI sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins er nýlokið en samningurinn nær ekki yfir þá þjónustu sérfræðilækna á Akureyri sem veitt hefur verið á sérfræðimóttökum eða öðrum þjónustudeildum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri án innlagnar. Í samþykkt sérfræðilækna við FSA kemur m.a. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Eldri borgarar funda með frambjóðendum

FRAMBOÐSFUNDUR verður haldinn í félagsheimili Félags eldri borgara í Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 50, fimmtudaginn 14. maí kl. 14. Fulltrúar allra framboðslista til bæjarstjórnar munu gera grein fyrir stefnumálum sínum og svara fyrirspurnum. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 165 orð

Estrada varar við kosninga- svikum

TÖLUR, sem ein af fáum, áreiðanlegum skoðanakannanastofnunum á Filippseyjum birti í gær, sýna, að Joseph Estrada, helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningunum sl. mánudag. Útgönguspár á kjördag sýndu það sama en stjórnarflokkurinn hefur kallað þær "skuggalegt samsæri". Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Fjölskyldustærð og tekjur að leiðarljósi

MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt með þremur atkvæðum tillögu félagsmálaráðs um húsaleigu hjá Félagsbústöðum hf. og tillögu um greiðslu húsaleigubóta. Gert er ráð fyrir að við ákvörðun á leigu verði fjölskyldustærð og tekjur hafðar að leiðarljósi. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 343 orð

Flugumferðarstjórar fá verkfallsrétt

FÉLAGSDÓMUR hefur tekið til greina kröfur Félags íslenskra flugumferðarstjóra á hendur ríkinu um að það nægi að 32 flugumferðarstjórar séu við vinnu meðan aðrir eru í verkfalli til að fullnægja nauðsynlegustu öryggisgæslu. Fram til þessa hafa allir flugumferðarstjórar verið á skrá fjármálaráðuneytisins yfir þá sem ekki mega fara í verkfall. Ríkið var auk þess dæmt til að greiða félaginu 1.794. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 242 orð

Foreldragreiðslur samþykktar

Foreldragreiðslur samþykktar Ósló. Morgunblaðið. NORSKA þingið hefur komist að samkomulagi um foreldragreiðslur, sem gera eiga foreldrum yngstu barnanna kleift að dvelja heima hjá þeim. Foreldragreiðslurnar voru eitt helsta baráttumál Kristilega þjóðarflokksins í kosningabaráttunni sl. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fossvogsbakkar friðlýstir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að friðlýsa svæði við Fossvogsbakka. Tillagan gerir ráð fyrir að jarðmyndanir á svæðinu verði varðveittar í núverandi mynd og að hverskonar mannvirkjagerð eða jarðrask, sem breytt geti útliti eða eðli svæðisins verði háð leyfi Náttúruverndar ríkisins. Meira
13. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Fundur með frambjóðendum

VEGNA fjölda áskorana ætlar starfsfólk Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins á Akureyri að efna til opins fundar um málefni safnanna. Fulltrúar allra framboðslista í bænum mæta og svara fyrirspurnum á lestrarsal Amtsbókasafnsins kl. 20.30 annað kvöld, fimmtudagskvöldið 14. maí. Hvetur starfsfólkið áhugafólk um menningu og framfarir til að mæta á fundinn. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fyrirlestur um fornsögurnar

THEODORE M. Andersson, prófessor í germönskum fræðum við Standford-háskóla og Indiana-háskóla í Bandaríkjunum og heiðursdoktor við Háskóla Íslands heldur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 14. maí kl. 17. Fyrirlesturinn er á vegum Bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar og Stofnunar Sigurðar Nordals. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fyrirlestur um nýju tryggingalögin

FORELDRAFÉLAG misþroska barna heldur fyrirlestur um tryggingamál og nýju tryggingalögin í Safnaðarheimili Háteigskirkju í dag, miðvikudag kl. 20.30, gengið inn frá bílastæði bak við kirkjuna, Fræðslufulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, Sæmundur Stefánsson, kynnir félagsfólki nýju tryggingalögin, einkum með tilliti til þessa hóps barna. Aðgangur er ókeypis. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 628 orð

Fæðingarorlof taki mið af heildarlaunum

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands leggur áherslu á heildstætt réttindakerfi foreldra á vinnumarkaði sem endurspeglar áherslu verkalýðshreyfingarinnar á rétt og möguleika launafólks til að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Þetta felur meðal annars í sér rétt til töku færðingarorlofs í samanlagt 28 vikur og foreldraorlofs í samanlagt 26 vikur, sem skal ljúka áður en barn hefur náð átta ára aldri. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Gengið með ströndinni

HAFNAGÖNGUHÓPURINN gengur með strönd Reykjavíkurborgar miðvikudaginn 13. maí og að skipshlið skipanna í höfninni. Farið verður frá Hafnarhúsinu, að austanverðu við akkerið, kl. 20 og út í fræðslutorgið á Miðbakkanum, þaðan með höfninni út í Reykjanes í Örfirisey og áfram með ströndinni að fjörumörkum Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 623 orð

Gestir frá landi sona og dætra

AUK þess að vera frá landi elds og íss er Ísland land sona og dætra, allir eru nefndir eftir föður sínum og bera nafn hans alla ævi með endingunni -son eða -dóttir, segir m.a. í grein í New York Times í síðasta mánuði. Þar er sagt frá fjórum íslenskum læknum í framhaldsnámi í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Heimasíður 25 framboða á Netinu

AÐ MINNSTA kosti 25 framboð fyrir komandi sveitarstjórnakosningar hafa tekið Veraldarvefinn í þjónustu sína og kynna frambjóðendur sína og stefnumál á Netinu. Hægt er að nálgast þessar 25 heimasíður frá Kosningavef Morgunblaðsins. Komast má á Kosningavefinn frá Fréttavef blaðsins eða með því að slá inn slóðina http: //www.mbl.is/kosningar/. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Heimiluð sala á hlut í Kögun

STJÓRN Þróunarfélags Íslands ræddi á fundi sínum í apríl 1993 um gengi íslensku krónunnar og það misvægi sem væri á eignum og skuldum félagsins í erlendri mynt. Var ákveðið að reyna að jafna misvægið með sölu á hlutabréfum og voru hlutabréfin í Kögun þar á meðal. Meira
13. maí 1998 | Landsbyggðin | 109 orð

Húsasmiðjan opnar búð á Selfossi

Selfossi-Síðastliðinn laugardag opnaði Húsasmiðjan 2000 m verslun og timbursölu á Eyrarvegi 37 á Selfossi, þar sem áður var SG Búðin. Húsasmiðjan mun reka tvær verslanir á Suðurlandi, eina á Selfossi og eina á Hvolsvelli. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hvítönd í Sandgerði

HVÍTANDARKOLLA sást um síðustu helgi á Sandgerðistjörn. Þetta er í tíunda sinn sem þessi tegund finnst hérlendis en yfirleitt hefur hún sést á Úlfljótsvatni og Mývatni. Hvítendur verpa í norður- og austurhluta Skandinavíu, í Norður-Rússlandi og Síberíu. Á veturna sjást þær aðallega kringum Norðursjó. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 1127 orð

Hætta á vígbúnaðarkapphlaupi í Asíu

ÞEGAR landskjálftunum af völdum kjarnorkusprenginga Indverja lauk á mánudag hófust pólitískir eftirskjálftar út um allan heim sem ekki sér fyrir endann á. Stjórnarerindrekar og sérfræðingar í málefnum Asíu óttast að kjarnorkutilraunirnar valdi vígbúnaðarkapphlaupi milli Indverja, Pakistana og Kínverja. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 293 orð

Indónesía sögð vera að springa í loft upp

BANDARÍSKUR efnahagsráðgjafi Suhartos, forseta Indónesíu, varaði í gær við því að ástandið í Indónesíu væri svo eldfimt að landið væri í þann mund að "springa í loft upp". Steve Hanke, sem er prófessor við John Hopkins-háskóla í Baltimore, sagði að efnahagsaðstoð Vesturlanda, og aðgerðir þeim tengdar, Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Íþróttavorleikar í Tennishöllinni

ÍAK (Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi) efnir til íþróttavorleika í Tennishöllinni, Dalsmára 9­11, Kópavogi, þriðjudaginn 19. maí. Allir íbúar Kópavogs, 60 ára og eldri, eru velkomnir og sérstaklega hvattir til að taka þátt. Markmiðið með vorleikunum er að kynna og auka fjölbreytni í íþróttaiðkun, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Í boði er m.a. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Jakob Jakobsson hættir í sumar

JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefur beðist lausnar frá starfi sínu frá og með fyrsta ágúst næstkomandi. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að verða við beiðni Jakobs og verður staðan auglýst laus til umsóknar síðar. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 313 orð

Kabbah ver Cook AHMAD Tejan Kabbah, forseti Sierr

AHMAD Tejan Kabbah, forseti Sierra Leone, kom bresku ríkisstjórninni í gær til varnar er hann fullyrti að hann hefði ekki þegið hernaðaraðstoð Breta til að komast til valda að nýju. Þá hefur Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, ítrekað vísað því á bug að stjórn Verkamannaflokksins hafi veitt Kabbah aðstoð, síðast í fyrirspurnartíma í breska þinginu í gær. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kanínurnar viðra sig

ÞEIR þurfa ekki að vera háir í loftinu, eða aldnir að árum, til þess að geta hafið kanínubúskap. Þessi ungi kanínubóndi sem ljósmyndari hitti í Safamýrinni í Reykjavík í gær notaði tækifærið á milli skúra og skaust út til að viðra kanínurnar sínar fimm. Róbert Rafn Óðinsson heitir pilturinn en ekki fylgdi sögunni hvað kanínurnar heita. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

"Kosið" á Netinu

ÞEIM, sem heimsækja Kosningavef Morgunblaðsins, gefst nú kostur á að láta í ljós skoðun sína á framboðslistunum, sem eru í framboði í þeirra sveitarfélagi, með því að "kjósa" á Netinu. Netkosningin fer fram með því að fyrst er valið sveitarfélagið, þar sem viðkomandi vill kjósa, og síðan framboðslistinn, í ramma vinstra megin á sveitarfélagssíðunni. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

LEIÐRÉTT

MORGUNBLAÐIÐ birti grein eftir Gunnstein Gunnarsson lækni fimmtudaginn 7. maí, sem fjallaði um Haneshjónin. Í niðurlagi greinarinnar, raunar síðustu setningu hennar, féll niður eitt orð og er beðizt velvirðingar á því. Setningin átti að vera svona: "Reynum að fá úr því skorið hvort bandaríska réttarkerfið hafi réttað rétt í máli þeirra. Meira
13. maí 1998 | Miðopna | 1674 orð

Leikhúsmolar úr Lundúnaferð

Nánar (Closer) hefur m.a. fengið verðlaun kennd við Laurence Olivier sem bezta nýja leikritið og gekk fyrir fullu húsi í vetur í Þjóðleikhúsinu brezka; fyrst á Cottesloe-sviðinu og svo Lyttleton. Nú er það sýnt í Lyric Theater við Shaftesbury Avenue. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Listaháskóli innan seilingar

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu menntamálaráðherra um stofnun Listaháskóla Íslands. Innan tíðar tekur til starfa stjórn skólans skipuð tveimur fulltrúum menntamálaráðherra og þremur fulltrúum Félags um listaháskóla sem kjörnir voru á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Meira
13. maí 1998 | Landsbyggðin | 209 orð

Magnús Gestsson heiðraður

Búðardal-Sunnudaginn 26. apríl sl. var haldið hóf á Silfurtúni, heimili aldraðra í Búðardal. Hófið var til heiðurs Magnúsi Gestssyni, safnverði við Byggðasafn Dalamanna á Laugum. Magnús lætur nú af störfum eftir áratuga ómetanlegt starf að safnamálum í Dalasýslu. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 860 orð

Markmiðið að tryggja dreifða eignaraðild

JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú sendiherra í Washington, segir að markmiðið með samningi utanríkisráðuneytisins og Kögunar hf. frá 1989 um rekstur og viðhald nýs ratsjárkerfis fyrir ratsjárstöðvar varnarliðsins hér á landi hafi verið að tryggja dreifða eignaraðild og tryggja Íslendingum forræði yfir verkefninu. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Menn farnir að skima eftir laxinum

Menn eru farnir að svipast um eftir fyrstu löxunum, en það var um þetta leyti í fyrra sem þeir fyrstu sáust, fimm talsins við Gömlubrú í Haffjarðará. Upp úr því sáu menn svo laxa víðar, svo sem í Norðurá, Þverá og Laxá í Kjós. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 241 orð

Netanyahu sakaður um laumuspil

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mun í dag eiga fund með Madeileine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og munu þau ræða leiðir til að koma friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs á skrið á ný. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 141 orð

Njósnað um Greenpeace og Amnesty

BANDARÍSKA leyniþjónustan, NSA, hefur njósnað um mannréttindasamtökin Amnesty International, umhverfisverndarsamtökin Greenpeace og fleiri samtök, að því er fullyrt er í skýrslu Evrópuþingsins, og sagt er frá í finnska blaðinu Helsingin Sanomat. Hafa njósnirnar verið stundaðar frá árinu 1948. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ný símaskrá væntanleg

NÝ símaskrá er væntanleg í lok mánaðarins og verður henni dreift á pósthúsum til símnotenda í Reykjavík dagana 25.­27. maí nk. Nýja skráin tekur gildi 28. maí. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, verða tilkynningar um símaskrána ekki sendar út til notenda að þessu sinni. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

"Ómetanlegt að hitta fólk og heyra hvað því finnst"

INGA Jóna Þórðardóttir og Snorri Hjaltason voru á hverfaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í eftirmiðdaginn í gær, tilbúin að svara þeim spurningum sem íbúar hverfisins vildu leggja fyrir þau. Þau voru sammála um að kosningabaráttan væri komin á fullan skrið og baráttan yrði hörð fram á síðasta dag. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Paul Welch kynnir námskeið í innri vinnu

KYNNINGARKVÖLD undir kjörorðinu "Lifum af ástríðu, opnum hjartað og látum okkur annt um hvert annað", verður haldið fimmtudaginn 14. maí kl. 20 í Lífssýnarsalnum, Bolholti 4, 4. hæð. Þar kynnir Paul Welch námskeið sitt "Living a Passion Dancer's Heart". Námskeiðið fer fram 3.­7. júní á Reykhólum á Barðaströnd. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 153 orð

Reuters Mannréttindafrömuður skotinn

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, fordæmdi í gær skotárás á einn fremsta baráttumann fyrir auknum mannréttindum í Tyrklandi sem átti sér stað í gærmorgun. Akin Birdal, leiðtogi mannréttindasamtaka í Tyrklandi, særðist lífshættulega í árásinni en árásármennirnir, sem voru tveir, skutu hann sex sinnum í brjóst og fætur á skrifstofu hans í Ankara-borg og komust undan. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

R-listinn heimsækir eldri borgara í Seljahlíð

NÖFNURNAR Guðrún Ágústsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, frambjóðendur Reykjavíkurlistans, heimsóttu dvalar- og hjúkrunarheimilið Seljahlíð í gær. Glatt var á hjalla í samkomusal heimilisins þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði, þar ómaði söngur og harmonikkuleikur við góðar undirtektir viðstaddra. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 132 orð

Saksóknari rannsaki mál Herman

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í fyrradag fram á að skipaður yrði sérlegur saksóknari til að rannsaka ásakanir um að Alexis Herman, atvinnumálaráðherra í bandarísku ríkisstjórninni, hefði átt þátt í að miðla mútum og ólöglegum greiðslum í kosningasjóð þegar hún vann sem aðstoðarmaður Bills Clintons forseta í Hvíta húsinu. Meira
13. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Sá guli gefur sig víða

LÍFIÐ í sjónum fyrir Norðurlandi hefur verið með allra mesta móti síðustu vikur og eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, hafa trillukarlar á svæðinu verið að moka upp þorski að undanförnu. Trillukarlarnir sækja misjafnlega langt og hann Aðalgeir Guðmundsson á Munda EA lét sér nægja að fara með sjóstöngina inn á Pollinn við Akureyri, þar sem sá guli gaf sig. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sextán ára í síbrotagæslu

LÖGREGLAN í Reykjavík stóð sextán ára pilt að verki við innbrot í Þingholtunum á sunnudag en hann hefur verið ötull við slíka iðju að undanförnu, að sögn lögreglu. Héraðsdómur varð við kröfu um síbrotagæslu yfir piltinum í mánuð vegna þessa máls og annarra sem eru í rannsókn og ákærum. Meira
13. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 258 orð

Skáldskapur á röngum stað

BANDARÍSKA tímaritið The New Republic birti nýlega grein, sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá svo ofurslyngum tölvuþrjótum, að tölvufyrirtækin kepptust um að bjóða þeim gull og græna skóga vildu þeir koma í vinnu til þeirra. Nú hefur höfundur greinarinnar verið rekinn enda kom á daginn, að hún var uppspuni frá byrjun til enda. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Skoða staði ytra fyrir nýtt álver

COLUMBIA Ventures Corporation, eigandi Norðuráls, skoðar þrjá staði í Norðvesturríkjum Bandaríkjanna og Kanada í tengslum við staðsetningu á nýju álveri fyrirtækisins. Þessir staðir eru Boardman í Oregon, Richland í Washington og Trail í Bresku Kólumbíu. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Slapp naumlega úr eldsvoða

Keflavík-Eldri maður slapp naumlega þegar eldur kviknaði á eldavél í húsi hans við Sunnubraut í Keflavík á sunnudagskvöldið. Maðurinn mun hafa verið sofandi þegar eldurinn kviknaði en nágrannar hans urðu varir við eldinn og náðu að kalla til mannsins inn um opinn glugga og vekja hann. Meira
13. maí 1998 | Landsbyggðin | 141 orð

Stórmenni í heimsókn

Eyrarbakki- Föstudaginn 15. maí næstkomandi er von á Margréti Þórhildi II Danadrottningu og Hinriki prins í heimsókn til Eyrarbakka, ásamt fleiri stórmennum. Drottningin verður hér á landi í nokkra daga í boði forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur í tilefni þess að á Listahátíð í Reykjavík verður haldin sýning á Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Svara að vænta í lok vikunnar

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra vonast til þess að geta lagt fram skrifleg svör við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns um málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf. í lok þessarar viku. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Tónleikar á Fógetanum

BJARTMAR Guðlaugsson heldur tónleika á Fógetanum í kvöld, miðvikudag, kl. 22. Þar mun hann mæta með gítarinn og munnhörpuna og njóta aðstoðar þeirra Tómasar Tómassonar gítarleikara, James Olsen trommuleikara og Friðþjófs Ísfeld bassaleikara. Rúnar Júlíusson mun blanda sér í hóp þeirra félaga og ætla þeir Rúnar og Bjartmar að frumflytja tvö lög sem þeir hafa nýlega samið. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 477 orð

Uppsafnaður lífeyrir meðan unnið var vestra

TILGANGUR Eftirlaunasjóðs Kögunar hf. er að geyma lífeyrisframlög frá Kögun meðan starfsmenn fyrirtækisins voru við störf í Bandaríkjunum. Voru þessar greiðslur ákveðið hlutfall grunnlauna og komu til viðbótar venjulegum framlögum í lífeyrissjóð. Í árslok 1998 á síðan að greiða hverjum og einum þessara starfsmanna uppsafnaða eign hans inn á séreignasjóð. Meira
13. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 470 orð

Útlit fyrir frekari lækkun á gjaldskrám

REKSTUR veitustofnana Akureyrarbæjar, Hita- og vatnsveitu Akureyrar annars vegar og Rafveitu Akureyrar hins vegar, gekk vel á liðnu ári. Gjaldskrár beggja veitnanna hafa lækkað á undanförnum árum og útlit er fyrir að sú þróun geti haldið áfram. Meira
13. maí 1998 | Erlendar fréttir | 643 orð

Vaxandi andstaða í mið-og borgaraflokkum

NÚ ER nóg komið varðandi samruna Evrópu. Það er kjarninn í boðskap Ekstra Bladet, sem eitt hinna fjörutíu dönsku dagblaða leggst gegn Amsterdam-sáttmálanum, sem Danir kjósa um 28. maí. Samstarf milli jafnrétthárra þjóða, en ekki yfirþjóðlegt vald nema á afmörkuðum sviðum eins og viðskiptum og umhverfismálum er inntakið í andófi, sem komið er inn á miðju danskra stjórnmála, Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Verndun hverfandi menningar verði forgangsverkefni

LANDVERND hefur sent frá sér ályktun um verndun menningarumhverfis og skorar á ríkisstjórnina að hefja nú þegar markvisst átak í þeim efnum. Landvernd tekur þar með undir samþykkt Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 1996 um framkvæmdaáætlun þess efnis. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Vestmannaeyjum­

Vestmannaeyjum­Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út um miðjan dag á sunnudag vegna elds í einbýlishúsinu Búhamri 25. Að sögn Elíasar Baldvinssonar slökkviliðsstjóra höfðu börn kveikt eld í lagnakjallara sem er undir húsinu. Húsið er timburhús og í því er trégólf og sagði Elías að litlu hefði mátt muna að illa færi. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Vinnuslys í Straumsvík

ALVARLEGT vinnuslys varð í álverinu í Straumsvík á laugardagskvöld þegar maður klemmdist milli stálbita og tjakks, sem pressaði hann upp að bitanum, og slasaðist hann töluvert. Maðurinn er á gjörgæsludeild. Annað slys varð í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags þegar maður datt í stiga á veitingastaðnum A. Hansen og meiddist talsvert á höfði. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Vor í Vesturbæ

EFNT verður til vorhátíðar í Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra, Aflagranda 40, Reykjavík, dagana 14., 15. og 16. maí. Þessa daga verður margt til gamans gert, m.a. bingó með góðum vinningum, danssýning, harmoníkuleikur og dansleikur. Þar munu Hjördís Geirs og félagar sjá um fjörið. Allir eru velkomnir í félagsmiðstöðina. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Wim Wenders við tökur á Íslandi

ÞÝSKI leikstjórinn Wim Wenders er staddur hér á landi ásamt á þriðja tug breskra kvikmyndagerðarmanna til að vinna að gerð auglýsingamyndar fyrir breskt bjórfyrirtæki. Saga-Film framleiðir auglýsinguna ásamt bresku fyrirtæki. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 654 orð

Yfirsýn yfir framleiðslu matvæla mikilvæg

Trygging gæða frá hafi og haga til maga er yfirskrift málþings um matvæli sem verður haldið á morgun, 14. maí. Þingið er haldið á vegum matvælahóps Gæðastjórnunarfélags Íslands í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Íslenskan landbúnað og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Ragnheiður Héðinsdóttir er formaður matvælahópsins. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Þarf ekki frekari rannsókn fyrir mitt leyti

"ÉG HEF þegar farið yfir málið og þarf ekki frekari rannsókn fyrir mitt leyti," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og oddviti R-listans, um þá hugmynd frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að fram fari hlutlaus rannsókn á meintri fjármálaóreiðu Helga Hjörvars og Hrannars B. Arnarssonar. Meira
13. maí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þreytulegur þingheimur

ÞAÐ er kannski ekki að undra að þingmenn eru sumir hverjir orðnir hálfþreytulegir, eins og mæðusvipur Gunnlaugs M. Sigmundssonar, Jóns Kristjánssonar, Árna Mathiesen, Árna Johnsen og Einars Odds Kristjánssonar gefur glöggt til kynna. Meira
13. maí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Borgarnesi-Slegið var á létta strengi í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi á sumardaginn fyrsta. Eftir að séra Þorbjörn Hlynur Árnason hafði blessað nýju sundlaugarmannvirkin var brugðið á leik í útisundlauginni og vatnsrennibrautunum. Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 1998 | Leiðarar | 550 orð

FÆREYSKT FULLVELDI IN nýja landstjórn Færeyja, sem for

FÆREYSKT FULLVELDI IN nýja landstjórn Færeyja, sem formlega tekur við völdum í lok vikunnar, hefur gert það að sínu helsta stefnumáli að taka upp viðræður við Dani um færeyskt fullveldi. Landstjórnin vill ná samningum ekki ósvipuðum þeim er Íslendingar gerðu árið 1918. Meira
13. maí 1998 | Staksteinar | 290 orð

»Samkeppni og laun Skortur á samkeppni er eitt helzta vandamál íslenzku þjóð

Skortur á samkeppni er eitt helzta vandamál íslenzku þjóðarinnar, segir Viðskiptablaðið í forystugrein, og ein meginskýring á því að laun eru í lægri kantinum. Fákeppni Í forystugrein Viðskiptablaðsins (6.­12. maí) segir: "Stórt skref í frelsisátt var stigið í gær þegar starfsemi Tals hf. hófst með formlegum hætti. Meira

Menning

13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 297 orð

Aðdráttarafl hjólhýsabyggða

"HJÓLHÝSASTEMMNINGIN heillar mig en henni kynntist ég vel í Sibbarp Camping í Svíþjóð síðasta sumar. Þar var til dæmis Pólverji í hjólhýsi við hliðina á mér. Tælensk kona og sænskur maður með Sheffer-hunda í öðru. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 750 orð

Afmælissýning Sverris Ólafssonar í Straumi

Á TÍMAMÓTUM er til siðs að líta yfir farinn veg. Vega og meta líf sitt og störf, afrek, afglöp og allt þar á milli. Þetta hefur Sverrir Ólafsson myndhöggvari verið að gera síðasta kastið og í kvöld kl. 19 opnar hann sýningu á nokkrum verka sinna frá síðastliðnum þrjátíu árum í Listamiðstöðinni í Straumi, Hafnarfirði. Tilefnið er 50 ára afmæli Sverris í dag. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 179 orð

Afmælistónleikar í Dalabúð

TÓNLEIKAR voru haldnir í Dalabúð í Búðardal í tilefni af 50 ára afmæli söngfélagsins Vorboðans, 1. maí s.l. Aðalhvatamenn að stofnun kórsins voru hjónin Elísabet Guðmundsdóttir og Magnús Rögnvaldsson í Búðardal. Einn stofnfélagi syngur ennþá með kórnum, Guðbjörg Jónsdóttir frá Sámsstöðum og gat hún því rifjað upp minningar frá fyrstu æfingum. Björn St. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 548 orð

"Alltaf spurning hvenær má gera meira"

FORSVARSMENN Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar vísa á bug gagnrýni Tónskáldafélags Íslands fyrir sinnuleysi í garð íslenskrar samtímatónlistar eins og sett var fram í ályktunum aðalfundar félagsins sem stofnununum voru sendar og fram kom í viðtali við Kjartan Ólafsson, nýjan formann Tónskáldafélagsins. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 340 orð

Alvöru bíómynd Svikráð í Los Angeles L.A. Confidential

Framleiðandi: Aron Milchan, Curtis Hanson og Michael Nathanson. Leikstjóri: Curtis Hanson. Handritshöfundar: Brian Helgeland og Curtis Hanson. Kvikmyndataka: Dante Spinotti. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Kevin Spacy, Russell Crowe, Guy Pearce, Danny DeVito og Kim Basinger. Bandarísk. Warner myndir, maí 1998. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 146 orð

Annað fólk í Kaffileikhúsinu

Í KAFFILEIKHÚSINU standa nú yfir æfingar á nýju íslensku leikriti, Annað fólk eftir Hallgrím H. Helgason. Annað fólk er samið sérstaklega fyrir húsakynni Kaffileikhússins. Leikritið gerist í Reykjavík nútímans. Í kynningu segir: "Ung og atorkusöm stúlka flyst í gamalt hús við miðbæ Reykjavíur. Hún stendur á krossgötum í lífi sínu en er staðráðin í að standa sig í kröfuhörðum heimi. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 160 orð

Bensínstöðin sett upp á Seyðisfirði

LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar sýnir nú leikritið Bensínstöðina eftir Gildas Bourdet. Leikritið er gamansamt drama og gerist á bensínstöð sem er við enda flugvallar. Aðallendingarbrautin hefur verið lengd þannig að aðalveginum að stöðinni hefur verið lokað og umferð um hana því orðin lítil. Konan sem á bensínstöðina á þrjár frekar léttlyndar dætur. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 92 orð

Burtfarartónleikar Snorra Sigurðarsonar

BURTFARARTÓNLEIKAR Snorra Sigurðarsonar trompetleikara verða haldnir í sal Tónlistarskóla FÍH í Rauðagerði 27, fimmtudaginn 14. maí kl. 20. Snorri stundaði nám í trompetleik í Tónmenntaskóla Reykjavíkur frá 8 ára aldri. Hann hóf svo nám í djasstrompetleik árið 1991 í FÍH undir handleiðslu Eiríks Arnar Pálssonar og Sigurðar Flosasonar. Meira
13. maí 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Börn skrifa

BÖRN yrkja ljóð og segja sögur þótt sjaldan séu þau birt á prenti. Mest er vitaskuld skrifað í skólum en við og við standa einhverjir fyrir samkeppni um ljóð og sögur og viti menn. Allt fyllist af hugverkum. Í tilefni af alþjóðlegum degi bókarinnar 23. apríl stóðu nokkur almenningsbókasöfn fyrir slíkri samkeppni sem haldin var í minningu Halldórs Laxness. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 141 orð

Danski gítarleikarinn Jens Bang Rasmussen í Norræna húsinu

DANSKI gítarleikarinn Jens Bang Rasmussen heldur tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Johan Wikmanson, Per Nørgord, G. Ragondi, H. Rung, F. Sor og E. Granados. Jens Bang Rasmussen hefur haldið tónleika víða um heim og fengið góða dóma fyrir leik sinn. Jens Bang Rasmussen er fæddur 1966 í Kaupmannahöfn. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 174 orð

Eddie Rabbitt látinn

TÓNLISTARMAÐURINN Eddie Rabbitt lést í síðustu viku aðeins 56 ára gamall. Banamein hans var lungnakrabbamein sem kántrý- og popptónlistarmaðurinn hafði barist við í rúmt ár en í maí á síðasta ári var fjarlægður hluti af öðru lunga hans. Rabbitt fæddist í New York en bjó um árabil í höfuðborg kántrýtónlistarinnar, Nashville. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 52 orð

Fótboltakokteilar

SÉRSTAKIR fótboltakokteilar voru kynntir í Seoul í Suður- Kóreu á dögunum í tilefni heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi í sumar. Drykkirnir eru bornir fram í fótboltaglasi og fékk kóreskur gestur á Hilton hótelinu í Seoul að bragða á herlegheitunum sem kallast "Footix, Red Devil" og "Top 16" og kosta rúmar fjögur hundruð krónur. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 170 orð

Fyrirlestrar um fornsögurnar

THEODORE M. Andersson, prófessor í germönskum fræðum við Stanford-háskóla og Indina-háskóla í Bandaríkjunum og heiðursdoktor við Háskóla Íslands, flytur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu á vegum Bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar og Stofnunar Sigurðar Nordals fimmtudaginn 14. maí kl. 17.00. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 41 orð

FYRIRSÆTUBRÚÐKAUP

ARGENTÍNSKA fyrirsætan Valeria Mazza giftist á dögunum samlanda sínum Alejandro Gravier við hátíðlega athöfn í Santisimo Sacramento kirkjunni í Buenos Aires. Mazza er velþekkt í heimi tískunnar og hefur prýtt forsíður helstu tískutímarita heims og sýnt hjá helstu hönnuðum hátískunnar. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð

Groucho Marx í nýrri mynd

GROUCHO Marx skýtur aftur upp kollinum á hvíta tjaldinu í heimildarmynd sem Scott Alexander og Larry Karaszewski eru með í bígerð, en þeir skrifuðu m.a. handritið að "The People vs. Larry Flynt." Tvímenningarnir eru við það að ná samningum við Universal og Jersey Films, sem er í eigu Danny DeVito. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 242 orð

Heimskur er hattlaus maður

ÝMISLEGT er hægt að gera til að auka fjölbreytileika og reisn mannlífs á hverju svæði en nýlega var stofnað Hattafélag Þórshafnar og nágrennis sem einsetur sér að efla þá menningarstarfsemi sem í hattaburði felst. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 227 orð

Kofi Annan setur hátíðina

KOFI Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, verður á meðal gesta við setningu 51. kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Annan mun fylgja Catherine Trautmann, menningarmálaráðherra Frakklands, sem hefðum samkvæmt þrammar með viðhöfn upp tröppur sem liggja að miðstöð kvikmyndahátíðarinnar. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 221 orð

Loftsteinn aðdráttarafl vikunnar

VÍSINDASKÁLDSAGAN "Deep Impact" féll heldur betur í kramið hjá kvikmyndahúsagestum vestra um síðustu helgi og þénaði tífalt meira en sú mynd sem lenti í öðru sæti eða rúma 41 milljón dollara. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Robert Devriendt sýnir í galleríi Gangi

LISTAMAÐURINN Robert Devriendt sýnir olíumálverk sín í galleríi Gangi á Listahátíð. Hann segir að verk sín "séu um náttúruna, skynin á henni og um málverkið sjálft. Eins konar aðferð til að geta talað við áhorfandann. Málverkið er skýrsla mín og yfirlýsing og breytist dag frá degi." Sýningin stendur út júnímánuð og er opnuð milli kl. 17 og 19 hinn 15. maí. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 1358 orð

SIDNEY LUMET

EIN af eftirlætismyndunum er Húmar hægt að kveldi, eða Dagleiðin langa inní nótt, báðir eru þessir titlar úr leikhúsunum hinir ágætustu. Hún var sýnd í Hafnarbíói á sjöunda áratugnum, ég sá hana fljótlega aftur og seinni árin hef ég átt þess kost að skoða hana af og til á myndbandi ­ jafnan til mikillar ánægju. Meira
13. maí 1998 | Fólk í fréttum | 202 orð

Síðbúin góugleði slysavarnafélaga

BJÖRGUNARSVEITIN Hafliði og kvennadeild SVFÍ á Þórshöfn héldu árshátíð sína fyrir skömmu og var ýmislegt til skemmtunar, grín og gaman af ýmsu tagi en auk þess ágæt söngatriði. Veislustjórinn Stefán Már Guðmundsson hélt uppi fjöldasöng í anda skátanna. Samkórinn á Þórshöfn kom fram undir stjórn tónlistarkennaranna á staðnum en einnig lögðu nýbúar á staðnum fram sinn skerf. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 103 orð

"Skugginn" í Óháða söfnuðinum

LEIKÞÁTTURINN "Þá mun enginn skuggi vera til" eftir Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu Ernu Pétursdóttir verður sýndur föstudagskvöldið 15. maí kl. 20.30. í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Einleikurinn fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Sumar sögur til Þýskalands

VAKA-Helgafell hefur gengið frá samningi við Suhrkamp Verlag í Þýskalandi um útgáfu á smásagnasafninu Sumarsögur eftir ElínuEbbu Gunnarsdóttur. SuhrkampVerlag sem ereitt stærsta forlag Þýskalandshefur tryggt sér útgáfurétt á bókinni á þýska málsvæðinu, á almennum markaði, í bókaklúbbum, kiljuformi og til að semja um birtingu á einstökum sögum í blöðum, Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 132 orð

Sönglög í Digraneskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í Digraneskirkju fimmudaginn 14. maí nk. kl. 20.30. Þar koma fram Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Á efnisskránni eru sönglög eftir Robert Schumann, Francis Poulenc og Jón Ásgeirsson. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 610 orð

Trúverðugleiki minninganna yfirþyrmandi

TÝNDIR foreldrar og brotthlaupin börn eru enn einn aðalefniviður bandaríska rithöfundarins Johns Irvings, en nýjasta bók hans, "A Widow for One Year" (Ekkja í eitt ár) er væntanleg síðar í mánuðinum. Hún fjallar um konu, sem verður þunglynd í kjölfar dauða tveggja sona hennar og hverfur í 37 ár. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 27 orð

Vortónleikar á Suðureyri

TÓNLISTARNEMENDUR á Suðureyri halda vortónleika í Bjarnarborg, húsi verkalýðsfélagsins við Aðalgötu, föstudaginn 15. maí kl. 20.30. Þar munu nemendur leika á píanó og ýmis blásturshljóðfæri. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík

TÓNLEIKAR verða á föstudag, laugardag og sunnudag í röð vortónleika Tónlistarskólans í Keflavík. Föstudaginn 15. maí verða vortónleikar samspilshópa úr Tónlistarskólanum. Fjölbreytt efni verður flutt og meðal annars koma fram strengjasveit, málmblásarakvintett, saxófónkvartett, gítarsamspil og yngri kór skólans. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Meira
13. maí 1998 | Menningarlíf | 899 orð

Þar eru þroski og kraftur einkennismerki

NEDERLANDS Dans Teater samanstendur af þremur dansflokkum, NDT 1, NDT 2 og NDT 3, og munum við fá að sjá tvo hina síðast nefndu í Borgarleikhúsinu. Flokkurinn hefur verið meðal fremstu og eftirsóttustu dansflokka heims um árabil og því er mikill heiður fyrir íslenska dansunnendur að fá Meira

Umræðan

13. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 730 orð

Atvinnuleysi og hærri gjöld Frá Maríu J. Sigurðardóttur: FYR

FYRIR fjórum árum lofaði Ingibjörg S. Gísladóttir að hér í Reykjavík yrði ekkert atvinnuleysi ef hún næði kosningu sem borgarstjóri. Ekki stóð hún við það, frekar en annað. Langtímaatvinnuleysi kvenna hefur fjórfaldast í Reykjavík. Hvers vegna flytur svona margt fólk héðan, til útlanda eða út á land? Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar vogar Ingibjörg S. Meira
13. maí 1998 | Kosningar | 466 orð

Árangur ræður vali

NÚ styttist óðum í að við Reykvíkingar göngum að kjörborði og kjósum okkar borgarstjórn til næstu fjögurra ára. Nú tröllríður fjölmiðlum umræða um borgar- og sveitarstjórnarmál og hver flokkur og listi hamast við að koma sínum stefnumálum til kjósenda. Meira
13. maí 1998 | Kosningar | -1 orð

Breyttar áherslur í Kópavogi

KÓPAVOGSLISTINN er nýtt afl í Kópavogi sem býður fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar nú í vor. Á listanum eru bæði einstaklingar með töluverða reynslu af setu í bæjarstjórn og fólk sem hefur ekki áður starfað á þeim vettvangi. Hlutfall karla og kvenna er jafnt á listanum. Meira
13. maí 1998 | Kosningar | 372 orð

Ekkert samkeppniskjaftæði í Kópavogi

FYRIR sveitarstjórnarkosningarnar 1990 fóru A-flokkarnir með meirihluta í Kópavogi. Þá var enn óbyggt það land sem á síðustu árum hefur byggst upp með miklum hraða. Staðreynd sem færri vita hinsvegar er að þáverandi meirihluti hafði látið fara fram samkeppni um skipulag þessa svæðis, verðlaunatillaga hafði verið valin og metnaðarfull uppbygging átti að fara af stað. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 1147 orð

Enn um ólæsi menningarvita

BRECHT-ÞÝÐANDINN Þorsteinn Þorsteinsson hefur nú svarað langri grein minni um ævisögu Fuegis um Bert Brecht. Svar hans er kurteist og manneskjulegt eins og hans var von og vísa, enda er hann víst mesti sómamaður, hann rifjar meira að segja upp góða og gamla viðkynningu við Sigurlaugu konu mína. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 946 orð

Er menningararfurinn glataður?

ÞEGAR leiðsögukennsla hófst hér á landi fyrir 35 árum lýstu sumir ferðaskrifstofueigendur því yfir að hún væri óþörf þar sem ekki væri hægt að kenna fólki að verða leiðsögumenn. Annaðhvort hefði fólk meðfædda hæfileika í það starf eða ekki. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 986 orð

Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Í TILEFNI af því að tíu ár eru liðin síðan fyrsti námsvísirinn um námskeið fyrir fullorðna þroskahefta kom út er ástæða til að segja í fáum orðum frá aðdragandanum að því starfi sem nú er rekið undir heitinu Fullorðinsfræðsla fatlaðra. Það var fyrst með Lögum um grunnskóla frá 1974 að öllum börnum án undantekningar var ætlað skyldunám við hæfi. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 430 orð

Jarðsprengjur ­ við leysum vandann saman

JARÐSPRENGJUR valda þúsundum manna þjáningum og erfiðleikum á degi hverjum. Á undanförnum mánuðum hefur hins vegar ýmislegt gerst ­ bæði hérlendis og erlendis ­ sem gefur fyrirheit um að vilji sé til að leysa þann vanda sem jarðsprengjur valda. Á degi hverjum verða um eitt hundrað manns fyrir jarðsprengju, þrjátíu þeirra týna lífi en hinir verða örkumla fyrir lífstíð. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 601 orð

Jóhönnuraunir

ALÞM. Jóhanna Sigurðardóttir, Alþingi. Þar sem þér hafið gerzt svo fjölþreifin og spurul um mína hagi að undanförnu, má ég til með að gjalda yður líku líkt. Þó vara ég yður við því fyrirfram að mínar spurningar eru miklum mun alvarlegri en brennivíns- og laxveiðispurningar yðar. Meira
13. maí 1998 | Kosningar | 298 orð

Kalt hjarta

ÞRÍTUGASTA maí næstkomandi áætlar Húsnæðisnefnd Reykjavíkur að bera út konu með tvö börn. Kona þessi býr í félagslegri íbúð, sem kallast verkamannabústaður og er eignaríbúð. Aðdragandi þessa er sú sorglega saga að hjónaband leysist upp þar sem maðurinn veikist og verður andlega vanheill. Meira
13. maí 1998 | Kosningar | 302 orð

Kópavogur ­ bær sem blómstrar

NÚ þegar líður að kosningum er gott fyrir okkur Kópavogsbúa að staldra við og líta yfir farinn veg. Síðustu tvö kjörtímabil hafa verið viðburðarík hér í Kópavogi, íbúum fjölgar stöðugt og búseta í bænum er orðin svo eftirsótt að íbúðarverð í Kópavogi er nú það hæsta á landinu. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 384 orð

Krónurnar í launaumslaginu

STARFSMENN Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa lengi haldið því fram í samtölum við mig að launamunur á milli karla- og kvennastétta væri að aukast á spítalanum. Í vinnugögnum nefndar á vegum spítalans sem unnið hefur að jafnréttisáætlun komu þessar upplýsingar nú fram með óyggjandi hætti. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 951 orð

Miskunnarleysi í skjóli frelsis

Í UNDANFÖRNUM greinum hef ég verið nokkuð harðorður á köflum um það starfsumhverfi sem ungu fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum er boðið upp á. Það á sér í raun skýranlegar orsakir, því á sl. fjórum árum hef ég talað við mikinn fjölda aðila af mikilli kurteisi og hvatningu í von um að þeir sem völd eða aðstæður hafa setji í framkvæmd vinnu til breytinga á þessu hörmulega ástandi. Meira
13. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 535 orð

Ósómi Landsbréfa Frá Einari Baldvinssyni og Markúsi Eiríkssyni:

ÖÐRU tímabili í Verðbréfaleik Landsbréfa er nýlokið. Undirritaðir voru þátttakendur í leiknum og síðustu vikuna vorum við í 5. sæti. Við áttum þá einungis eftir að gera ein viðskipti í leiknum og með því móti hefðum við farið í 1. sæti. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að gera þessi viðskipti á lokadegi leiksins. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 727 orð

Raunveruleg markmið The Humane Society of the United States?

HINN 15. apríl sl. hafði Urður Gunnarsdóttir viðtal við Naomi Rose, þar sem rætt var m.a. um samtökin The Humane Society of the United States (HSUS) og þeim lýst sem hógværum dýraverndarsamtökum. Er þetta rétt? Nei, HSUS verða seint talin hógvær, HSUS eru dýraverndunarsamtök og sem slík, einhver þau róttækustu sem fyrirfinnast. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 593 orð

Sólskríkjusjóðurinn

ÁSTÆÐA þess að ég ræði hér og nú um Sólskríkjusjóðinn er sú að undanfarið hef ég heyrt meðal fólks ýmsar fullyrðingar og getgátur viðvíkjandi þessum sjóði, sem ekki eiga við nokkur rök að styðjast. Þær hafa oftar en einu sinni komið fram í þættinum "Þjóðarsálinni" í Ríkisútvarpinu nýlega. Því miður hef ég ekki heyrt þessa umræðu sjálfur. Móðir mín, Guðrún J. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 563 orð

Tjarnarborg ­ leikskóli án bílastæða

"Hannes Hafstein lét reisa Tjarnargötu 33 árið 1909 og bjó þar um skeið. Lárus Fjeldsted hrl. eignaðist húsið 1927, en árið 1941 varð Barnavinafélagið Sumargjöf eigandi og rak þar barnaheimili. Uppeldisskóli Sumargjafar tók til starfa í þessu húsi árið 1946. Hann var forveri Fósturskóla Íslands. Reykjavíkurborg eignaðist húsið árið 1965 og hefur barnaheimili, Tjarnarborg, verið rekið þar. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 833 orð

Umhyggja

ALLTAF heyrir maður eitthvað nýtt. Í frétt Morgunblaðsins þ. 12. maí er rætt við Þorgeir Eyjólfsson vegna viðskila Gunnlaugs M. Sigmundssonar við Þróunarfélagið á sínum tíma. Þar segir Þorgeir, að ástæða þess, að stjórn Þróunarfélagsins bar fyrir borð hagsmuni félagsins, og fargaði hundruðum milljóna króna í fang Gunnlaugs M. Meira
13. maí 1998 | Kosningar | 452 orð

Úr grárri forneskju ­ stofnanauppeldi!

Í GREIN Morgunblaðsins eftir Rannveigu Tryggvadóttur hinn 6. maí sl. er talað um heimaumönnun eða stofnanauppeldi. Stofnanauppeldi, já það er einmitt það. Aumingja börn útivinnandi foreldra sem alin eru upp á "stofnunum" eins og leikskólum. Meira
13. maí 1998 | Aðsent efni | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Minningargreinar

13. maí 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Ágúst Vilhelm Oddsson

Elsku Gústi. Ég vil með fáum orðum kveðja þig og þakka þér góð og ánægjuleg kynni í gegnum árin. Ég kynntist Gústa, Ellu og Ragnari í gegnum unglingastarf hestamannafélagsins Sörla. Þar voru þau hjón í forsvari og lögðu á sig ómælda vinnu í þágu annarra. Er það mjög minnisstætt hve ótrúlegur áhugi og metnaður einkenndi þeirra starf. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

Ágúst Vilhelm Oddsson

Ágúst Vilhelm Oddsson Ágúst Vilhelm Oddsson fæddist í Ársól á Akranesi 3. apríl 1945. Hann lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 12. maí. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 425 orð

Ásta Vestmann

Elskuleg amma okkar er látin eftir nokkurra ára baráttu við alzheimer-sjúkdóminn. Þessi kraftmikla og yndislega amma er farin frá okkur aðeins nokkrum árum eftir að móðir okkar lést. Þær tvær héldu sambandi á milli allra okkar nánustu og því hefur mikið tómarúm myndast í lífi okkar systkina. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Ásta Vestmann

Elsku besta Ásta amma. Í dag kveðjum við þig með söknuði. Við munum ávallt minnast þín, hve dásamleg, yndisleg og góð amma þú hefur verið. Þú hefur kennt okkur hve dásamlegt er að vera kysstur og knúsaður, það munum við varðveita og kenna okkar börnum og einnig sýna þeim alla þá hlýju sem þú gafst okkur. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 389 orð

Ásta Vestmann

Elsku Ásta amma. Síðastliðinn miðvikudag fékk ég símtal frá Íslandi og mér var sagt að þú værir farin frá okkur. Á ég mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin en veit að þér líður betur núna. Þar sem ég gat ekki kvatt þig með faðmlögum og kossum vegna þess að ég er svo langt í burtu, þá vil ég kveðja þig með nokkrum orðum og minnast þín, hversu frábær og yndisleg þú varst. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Ásta Vestmann

Kær móðursystir okkar er látin. Sá söknuður sem við finnum við fráfall hennar er ekki að byrja í dag. Hann hefur verið til staðar síðan veikindi hennar tóku hana heljartökum fyrir nokkru. Það var sárt að sjá þessa sterku konu visna fyrir augum okkar. Við eigum bara góðar minningar um Ástu frænku. Hún var glæsileg kona, full af gleði og kærleika sem hún var ekki hrædd við að sýna öðrum. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Ásta Vestmann

Elsku amma mín, söknuðurinn og minningin um þig verða ávallt í hjarta mínu. Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar við komum í heimsóknir. Þú tókst á móti mér af svo mikilli hlýju, með faðmlögum og kossum. Þegar ég læddist á morgnana inn í sjónvarpsherbergi komst þú með Cocoa Puffs og settir á myndband með Heiðu fyrir mig. Þolinmæði þín og umhyggja var einstök. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Ásta Vestmann

Elsku systir mín! Í örfáum orðum langar mig að kveðja þig. Það er svo erfitt að átta sig á að samveru þinni með okkur sé lokið, en við treystum á fyrirheit skapara okkar um upprisu dauðra á hinum efsta degi og það gefur okkur styrk í sorg okkar. Þú varst búin að reyna svo mikið í lífinu, en stóðst þig eins og hetja. Ég veit að Guð hefur haldið í hönd þína, svo sterk varst þú. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 393 orð

Ásta Vestmann

Hún Ásta mín er dáin. Ég á ekkert nema góðar minningar um hana. Þegar ég var lítil fannst mér Ásta best og fallegust undir sólinni. Það var líka svo góð lykt af henni. Og enginn hló eins og hún. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að ég gerði mér grein fyrir hve kjarkmikil hún var. Það var eins og endalaust væri verið að reyna hana. Hún mátti þola mikla sorg og ástvinamissi. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 405 orð

Ásta Vestmann

Þegar dauðinn bankar upp á og sorgin ríður yfir verður hver maður barn. Þegar ég fékk þær fréttir að Ásta frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, væri sofnuð fór ég að hugsa til bernskunnar. Hún var búin að vera mikill sjúklingur undanfarin ár og hefur sjálfsagt verið fegin hvíldinni. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 283 orð

ÁSTA VESTMANN

ÁSTA VESTMANN Ásta Vestmann fæddist í Gimli, Manitoba, Kanada, 4. mars 1925. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundur Vestmann, f. 1888 á Heggsstöðum í Andakílshreppi, Borgarfirði, d. 1976, og Guðríður Nikulásdóttir, f. 1891 á Akranesi, d. 1929 í Kanada. Systkini: Daníel Vestmann, f. 1913, látinn. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 1025 orð

Pétur Gunnar Stefánsson

Þegar ástvinur fellur frá koma, jafnhliða sárum söknuði, fram í hugann minningabrot frá liðnum árum. Svo er það einnig þegar ég kveð kæran tengdaföður minn, Pétur Gunnar Stefánsson, og langar mig að bregða hér upp örlítilli mynd af honum og lífshlaupi hans. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Pétur Gunnar Stefánsson

Elsku afi. Okkur langar að þakka fyrir þann tíma sem við bræðurnir vorum með þér. Þú áttir ávallt sælgæti, þú fórst með okkur í bíltúra niður á höfn og sýndir okkur bátinn þinn, netaskýlið og allt það sem þar var. Þú kenndir okkur öllum að tefla og spila á spil, varst duglegur að tefla við okkur þegar við hittumst og ert líklega ábyrgur fyrir því að Einar og Pétur urðu skákmeistarar í barnaskóla. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Pétur Gunnar Stefánsson

Mig langar að minnast tengdaföður míns, Péturs Gunnars Stefánssonar, í örfáum orðum. Ég var aðeins 19 ára, er ég flutti inn á heimilið á Fálkagötunni, en þá stundaði Pétur ennþá sjóinn. Um svipað leyti og hann hætti á sjónum fluttum við Elsa með börn okkar austur í Útey. Það var ekki líkt Pétri að sitja auðum höndum og hjá okkur voru alltaf næg verkefni. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 268 orð

Pétur Gunnar Stefánsson

Elsku langafi minn, nú ert þú farinn til guðs, þó ég skilji það ekki alveg þá veit ég að þú ert hjá guði og englunum. Minningar mínar um þig eru margar og skemmtilegar þótt ég sé bara tæplega 4 ára. Ég ólst upp í stigaganginum á Fálkagötu á móti ykkur ömmu og það var gott að geta farið yfir til ykkar og amma gaf okkur (mér og þér) alltaf eitthvað gott sem var uppí skáp. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Pétur Gunnar Stefánsson

Elsku afi. Það verður skrítið að koma á Fálkó og þú ert ekki til staðar. Fastir liðir í Reykjavíkurferðum voru að koma við hjá ykkur ömmu, þar voru vöfflur og ýmislegt annað góðgæti á borðum. Þú kenndir okkur svo margt, m.a. að spila á spil, tefla og dýfa kringlu í kaffið. Fyrsti bíllinn sem við fengum að keyra var bíllinn þinn á túninu heima í Útey. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 258 orð

PÉTUR GUNNAR STEFÁNSSON

PÉTUR GUNNAR STEFÁNSSON Pétur Gunnar Stefánsson fæddist í Tumakoti í Vogum á Vatnsleysuströnd 25. mars 1910. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Árnason, kaupmaður, f. 8. júní 1887, í Miðdalskoti í Laugardal, d. 14. jan. 1977, og Guðlaug Pétursdóttir, f. 16. okt. 1886 í Tumakoti í Vogum, d. 22. maí 1962. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Solveig Guðmundsdóttir

Hinn 5. maí lést Solveig Guðmundsdóttir á Hrafnistu í Reykjavík. Solveig var fædd að Breiðabólstað. Foreldrar hennar voru þau Margrét Björnsdóttir frá Emmubergi á Skógarströnd og Guðmundur Halldórsson, bóndi á Miðhrauni, Breiðabólstað, Ólafsey og víðar. Þau hjón fluttust síðar til Reykjavíkur. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 180 orð

Sólveig Guðmundsdóttir

Sólveig Guðmundsdóttir móðursystir eða Veiga frænka eins og við öll frændsystkinin kölluðum hana fæddist á Breiðabólstað á Skógarströnd. Foreldrar hennar voru Margrét Björnsdóttir og Guðmundur Halldórsson sem lengi vel var ráðsmaður hjá bróður sínum séra Lárusi Halldórssyni á Breiðabólstað. Veiga var næstelst níu systkina auk þess að eiga eina hálfsystur. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Sólveig Guðmundsdóttir

Elsku Veiga frænka. Nú ert þú horfin á braut, burtu frá þínum stóra frændgarði. Þegar við hugsum til baka koma margar góðar minningar upp í hugann. Samheldni ykkar systkinanna var alveg einstök. Þú varst alltaf svo hlý og góð og nærvera þín vakti ávallt með okkur ró og gleði. Með Veigu frænku er gengin ljúf og hógvær manneskja. Veiga ólst upp í foreldrahúsum vestur í Breiðafirði. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Sólveig Guðmundsdóttir

Nú er hún Sólveig móðursystir mín eða Veiga frænka horfin úr þessu jarðlífi. Hún var sérstaklega prúð og hlédræg manneskja sem lifði einföldu og fábrotnu lífi. Og var sæl með sitt. Veigu einkenndi einstök þjónustulund og góðsemi við sína nánustu. Hún hafði unun af því að hjálpa til og vera þeim innan handar þegar þörf var á. Veiga hélt fyrst heimili með móður sinni og eldri bróður Gunnari. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 125 orð

SÓLVEIG GUðMUNDSDÓTTIR

SÓLVEIG GUðMUNDSDÓTTIR Sólveig Guðmundsdóttir fæddist á Breiðabólstað á Skógarströnd 7. september 1911. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldórsson, f. 26. febrúar 1871, d. 23. apríl 1945, bóndi á Breiðabólstað, á Kljá og í Ólafsey og síðar verkamaður í Reykjavík, og Margrét Björnsdóttir, f. 3. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Vilborg Sigurðardóttir

Þegar ég minnist í fáum orðum þjónusturíks lífs aldraðrar mágkonu móður minnar, Vilborgar Sigurðardóttur, er þakklætið efst í huga mínum fyrir áratuga vináttu og að hún skuli nú hafa hlotið hvíld frá erfiðleikum óminnis sem varað hefur í mörg ár. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Vilborg Sigurðardóttir

Orð segja lítið um þær tilfinningar sem ég ber í brjósti til þessarar einstöku konu sem kvatt hefur þessa jarðvist. Hún hafði flest það til að bera sem eina konu getur prýtt og minningin um ljúfa og fallega konu mun ætíð lifa með mér. Elsku afi, ég veit að missir þinn er mikill eftir rúmlega 60 ára hjónaband. Þú sýndir það í verki síðustu ár ömmu, í þessu lífi, hve kær hún var þér. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Vilborg Sigurðardóttir

Hún elsku amma er látin 85 ára að aldri. Minningarnar sækja á okkur og hugga okkur í sorginni. Hún amma var góðhjörtuð kona og alltaf var gott að koma til hennar og afa í Hólmgarðinn, setjast við eldhúsborðið og borða kræsingarnar þeirra. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 492 orð

Vilborg Sigurðardóttir

Fyrstu kynni mín af Vilborgu Sigurðardóttur eða Villu (eins og hún oftast var kölluð) voru er hún kom í heimsókn á æskuheimili mitt ásamt unnusta sínum Einari Árnasyni föðurbróður mínum. Þegar ég var ung að aldri sagði afi minn oft við mig: "Þú ætlar að verða dama. Meira
13. maí 1998 | Minningargreinar | 138 orð

VILBORG SIGURÐARDÓTTIR

VILBORG SIGURÐARDÓTTIR Vilborg Sigurðardóttir var fædd að Miðengi á Vatnsleysuströnd 14. nóvember 1912. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jónasdóttir og Sigurður Lárus Jónsson útvegsbóndi. Meira

Viðskipti

13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 443 orð

Allar forsendur til að hefja notkun á gasi

TVEIR af fremstu sérfræðingum Svía á sviði nýtingar metangass sem endurnýjanlegs orkugjafa, , héldu fyrirlestur á fulltrúaráðsfundi Sorpu sem haldinn var nýlega. Í ræðu sinni skýrði Lars Brolin verkfræðingur hjá VBB/VIAK í Svíþjóð frá notkunarmöguleikum á metangasi því sem Sorpa hefur hafið söfnun og brennslu á í Álfsnesi en gasinu er dælt upp úr safnhaug Sorpu á nesinu. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Bandalag BertelsmannKirch dauðadæmt?

ESB mun hindra myndun stafræns greiðslusjónvarps þýzku fjömiðlafyrirtækjanna Bertelsmann AG og Leo Kirch nema því aðeins að þau samþykki verulegar tilslakanir að sögn talsmanns framkvæmdastjórnar sambandsins. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

BMW hefur ekki gefizt upp

BÆVERSKA bifreiðafyrirtækið BMW AG ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um yfirráð yfir Rolls Royce Motor Cars í Bretlandi að sögn talsmanns fyrirtækisins. Um tíma virtist BMW hafa tryggt sér yfirráð yfir fyrirtækinu, en keppinauturinn Volkswagen AG gerði hærra tilboð. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 232 orð

»Evrópsk bréflækka, jenið í vörn

LOKAGENGI hlutabréfa lækkaði í Evrópu í gær eftir miklar hækkanir daginn áður og viðskipti í Wall Street voru með daufara móti. Dollar styrktist nokkuð vegna svartrar skýrslu" um japönsk efnahagsmál, þar sem talað er um kyrrstöðu og versnandi ástand. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Fjárfestingarkostir og lífeyrissparnaður

MIÐSTÖÐ símenntunar á Suðurnesjum stendur fyrir námstefnu um fjárfestingakosti á verðbréfamarkaði og skipulag lífeyrissparnaðar. Námstefnan er haldin í samvinnu við Kaupþing hf. og fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 18 til 20 dagana 26. til 28. þessa mánaðar. Markmið fyrsta dags námstefnunnar er að kenna fólki að lesa úr og skilja fjármálasíðu Morgunblaðsins. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 482 orð

Ríkisvíxlaútgáfa aukin úr 13 í 25 milljarða kr.

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Lánasýsla ríkisins hafa ákveðið að fækka verulega flokkum ríkisvíxla sem í umferð eru á hverjum tíma og stækka þá flokka sem eftir verða. Markmiðið með breytingunum er að auka söluhæfni ríkisvíxla á eftirmarkaði og styrkja þannig markaðsstöðu þeirra. Jafnframt verður útgáfa ríkisvíxla aukin í 25 milljarða kr. í áföngum. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Samkeppni á símamarkaði

RÆTT verður um framtíð fjarskipta og samkeppni á símamarkaði á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn verður í Þingholti, Hótel Holti, 14. maí, klukkan 14. Framsögumenn verða Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf., og Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Landssímans hf. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Seagram í viðræðum um kaup á Polygram

VIÐRÆÐUR Seagram við Philips Electronics um kaup á Polygram tónlistararminum eru langt komnar að sögn heimildarmanna, sem telja að samningar geti náðst á nokkrum vikum. Ráðamenn Polygram og Seagram munu hafa setið á daglegum samningafundum í rúma viku. Á sama tíma hefur keppinauturinn EMI Group lokið viðræðum við ónefndan bjóðanda, trúlega Seagram, án þess að fá tilboð. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Turner veitist enn að Murdoch

ANNAÐ árið í röð hefur þingi frammámanna á sviði kapalsjónvarps lokið með því að fundarmenn hafa klappað Ted Turner lof í lófa þegar hann hefur veitzt að erkióvini sínum, Rupert Murdoch. Spjallþáttastjóri CNN, Larry King, hóf hálftíma spurningaþátt með því að spyrja Turner, varaforstjóra Time Warner, hvort nokkuð væri að frétta af Murdoch. "Konan fór frá honum," sagði Turner. Meira
13. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 251 orð

Tölvukjör verða internetverslun

NÝHERJI hf. hefur ákveðið að breyta heimilistölvuverslun sinni, Tölvukjörum, í internetverslun þar sem fólki gefst kostur á að kaupa ódýran tölvubúnað. Á morgun hefst sex daga rýmingarsala í versluninni í Faxafeni og rekstri hennar verður hætt í kjölfarið. Meira

Fastir þættir

13. maí 1998 | Fastir þættir | 727 orð

Áhuginn einn nægir ekki Hætt er við að rekstur leikfélaganna þyngist enn, ef sveitarfélögin verða ekki lengur bundin lagaskyldu

Eitt af því sem gjarnan er nefnt sem dæmi um almennan menningaráhuga okkar er blómleg leiklistarstarfsemi áhugamanna um land allt. Lætur nærri að 25­30 þúsund manns komi árlega að sýningum áhugaleikfélaganna með beinum eða óbeinum hætti, sem þátttakendur eða áhorfendur. Það er ekki svo lítið. Meira
13. maí 1998 | Í dag | 75 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 14. maí, verður níræður Ólafur Kristjánsson, fyrrum bóndi í Hraungerði í Eyjafjarðarsveit, síðar starfsmaður Dags á Akureyri, nú til heimilis að Bakkahlíð 39 á Akureyri. Ólafur tekur á móti gestum að Bakkahlíð 39 frá kl. 15.00 á afmælisdaginn. Meira
13. maí 1998 | Fastir þættir | 750 orð

Nýjustu frímerki Íslandspósts hf.

Glaðlegt yfirbragð frímerkjanna Í FRÍMERKJAÞÆTTI 19. febrúar sl. var greint frá fyrstu frímerkjum Íslandspósts hf. Síðan þá hafa komið út fjögur frímerki, helguð nytjafiskum Íslands, 16. apríl, og síðan koma hin árlegu tvö Evrópufrímerki 12. þ. m. Verður hér sagt örlítið frá þessum útgáfum. Fyrst verða þá nytjafiskarnir til umræðu. Meira
13. maí 1998 | Dagbók | 655 orð

Reykjavíkurhöfn: Atlantic Peace, Arnarfell og Stapafell

Reykjavíkurhöfn: Atlantic Peace, Arnarfell og Stapafell komu í gær. Reykjarfoss, Skógarfoss, Brimrún og Tulugaq fóru í gær.Hanne Sif, Otto M. Þorláksson og Dannebrog koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gnúpur kom í gær. Meira
13. maí 1998 | Fastir þættir | 285 orð

Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir f

Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10­12. Starf fyrir 10­12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Meira
13. maí 1998 | Í dag | 486 orð

YRIR nokkrum dögum átti Víkverji þess kost að slást í hóp

YRIR nokkrum dögum átti Víkverji þess kost að slást í hóp með áttunda bekk í Hólabrekkuskóla og íslenskukennara bekkjarins, þar sem farið var í dagsferð á söguslóðir Kjalnesingasögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu. Foreldrum nemendanna var boðið að slást í hópinn og sér Víkverji svo sannarlega ekki eftir að hafa þegið það boð. Meira

Íþróttir

13. maí 1998 | Íþróttir | 385 orð

Andy Cole ekki í 30 manna hópi Englands

Miðherjinn Andy Cole, sem gerði 25 mörk fyrir Manchester United á tímabilinu, er ekki í 30 manna landsliðshópi Englands sem Glenn Hoddle valdi og tilkynnti í gær fyrir vináttuleik við Saudi Arabíu 23. maí, Marokkó 27. maí og Belgíu 29. maí. Því er nokkuð ljóst að hann verður ekki í 22 manna hópnum sem fer til Frakklands vegna Heimsmeistarakeppninnar. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 50 orð

Gervigrasið ekki boðlegt

EKKERT varð af fyrirhuguðum deildarbikarúrslitaleik KR og Vals á gervigrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi. Mótanefnd KSÍ hélt fund með formönnum knattspyrnudeilda félaganna í gær vegna óánægju þeirra með leikstað. Að fundinum loknum ákvað mótanefndin að fresta leiknum þar sem formennirnir töldu gervigrasvöllinn í Laugardal ekki boðlegan fyrir hann. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 470 orð

Gianfranco Zola ætlar sér og Chelsea stóra hluti

Miðherjinn Gianfranco Zola hefur ekki fengið tækifæri með ítalska landsliðinu að undanförnu en hann hefur náð sér af meiðslum og ætlar að sýna það í Stokkhólmi í kvöld þegar Chelsea og Stuttgart mætast í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 74 orð

Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar Ottawa - Washington4:3 Staðan er 2:1 fyrir Washington. Úrslitakeppni

NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar Ottawa - Washington4:3 Staðan er 2:1 fyrir Washington. Úrslitakeppni Vesturdeildar Edmonton - Dallas0:1 Staðan er 2:1 fyrir Dallas. Heimsmeistarakeppnin Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 844 orð

Jansen hefði verið sagt upp

UPPSÖGN Wim Jansens, knattspyrnustjóra Skotlandsmeistara Celtic, tveimur sólarhringum eftir að félagið varð meistari, hefur vakið reiði og hneykslan hjá stuðningsmönnum liðsins og leikmönnum. Jansen sagði, er hann lagði fram uppsagnarbréfið, að sér hefði verið ómögulegt að starfa áfram hjá félaginu. Ástæðan væri m.a. ágreiningur við stjórn félagsins um kaup á leikmönnum. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 41 orð

Knattspyrna

Rapid Vín - Lustenau4:1 Graz AK - Sturm Graz0:0 LASK Linz - Tirol Innsbruck3:1 SV Salzburg - Ried1:0 Admira/Wacker - Austria Vín1:1 Staðan Sturm Graz35239378:2878 Rapid Vín351781040:3659 Graz Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 157 orð

KNATTSPYRNAAndri samningsbundinn KR til

ANDRI Sigþórsson, miðherji í KR, skrifaði í gær undir nýjan samning við knattspyrnudeild KR sem gildir til ársloka 2000. Andri, sem er tvítugur, lék með öllum yngri flokkum KR áður en hann fór til Bayern M¨unchen í Þýskalandi 1993. Hann var hjá þýska liðinu þar til í fyrra en kom þá heim eftir langvarandi meiðsl. Andri, sem lék með Zwachau í 2. deild í Þýskalandi í vetur, lék 14 leiki í 1. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 85 orð

KNATTSPYRNAFrakkar æfa í Ölpunum

ÞRETTÁN leikmenn úr franska landsliðshópnum í knattspyrnu eru nú saman komnir í Tignes í frönsku ölpunum, ásamt þjálfaranum Aime Jacquet, þar sem þeir verða við æfingar í eina viku í þunna loftinu hátt upp í fjöllum. Aðrir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir HM, sem hefst í Frakklandi eftir tæpan mánuð, eru enn bundnir með félagsliðum sínum við keppni en koma til móts við hópinn Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 349 orð

KÖLN féll úr 1. deild þýsku deildarinn

KÖLN féll úr 1. deild þýsku deildarinnar í knattspyrnu um helgina og sagði þjálfaranum Lorenz- G¨unter Köstner upp störfum í gær. Hann tók við af Peter Neururer í september í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í 35 ára sögu deildarinnar sem Köln fellur. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 342 orð

Mikil viðurkenning

ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn Þórður Guðjónsson hefur verið í sviðsljósinu með Genk í Belgíu allt tímabilið og um helgina naut hann ávaxtanna. "Ég fylgdist með einkunnagjöf blaðsins Het Nieuwsbladallan tímann eins og aðrir og vissi því að hverju stefndi en í lokin munaði fjórum stigum á mér og næsta manni," sagði Þórður við Morgunblaðið. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 111 orð

Persónulegt met hjá Jones MARION Jones, heimsmeistari í 100 metra hlaupi k

MARION Jones, heimsmeistari í 100 metra hlaupi kvenna frá Bandaríkjunum, náði persónulegu meti í 100 metra hlaupi á móti í Peking í gær. Hún hljóp 100 metrana á 10,71 sekúndu. Besti tími hennar í 100 metrum fyrir mótið í Peking var á HM í Aþenu í fyrra er hún hljóp á 10,76 og sigraði. Það er hins vegar Florence Griffith Joner sem á heimsmetið, 10,49 sek. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 26 orð

Pílukast Akureyrarmeistaramót

Akureyrarmeistaramót Fór fram á billjardstofunni á Akureyri um síðustu helgi. 1. Aðalsteinn Þorláksson 2. Sigurður Hjörleifsson Aðalsteinn vann Sigurð í spennandi úrslitaleik, 4:3. 3. Hinrik Þórðarson. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 341 orð

Redknapp semur til fimm ára við Liverpool JAMIE

JAMIE Redknapp hefur skrifað undir fimm ára samning við Liverpool. "Ég er mjög sáttur við samninginn og hlakka til að vinna einhverja titla aftur fyrir Liverpool," sagði Redknapp. Roy Evans, knattspyrnustjóri liðsins, sagði að samningurinn við Redknapp væri félaginu mjög mikilvægur. "Við erum mjög ánægðir með að hafa náð samningum við Redknapp. Hann er einn af lykilmönnum liðsins. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 182 orð

Shearer er saklaus

DÓMSTÓLL enska knattspyrnusambandsins úrskurðaði í gær að ekki yrði sannað að Alan Shearer hefði af ráðnum hug sparkað í andlit eða höfuð Neil Lennons leikmanns Leicester í leik liðsins og Newcastle á dögunum. Shearer sagði atvikið hafa verið ólviljaverk í hita leiksins. Á þá skýringu var fallist þrátt fyrir að margir teldu hið gagnstæða eftir að hafa séð atvikið af myndbandi. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 111 orð

Sjónvarpsmálið í hnút

SÍÐASTA tilraun til samninga vegna einkaréttar á sýningum í sjónvarpi frá íslensku knattspyrnunni í sumar verður í dag. Robert M¨uller, yfirmaður sjónvarpsréttindamála hjá UFA, sem keypti sjónvarpsréttinn, sagði við Morgunblaðið í gær að málið hefði lítt þokast. Hann hefði verið í stöðugum viðræðum við fulltrúa sjónvarpsstöðvanna á Íslandi undanfarna daga en enn bæri mikið á milli. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 301 orð

Titov samdi við Framara

OLEG Titov skrifaði í gær undir eins árs samning við Fram og þar með var óvissu um það hvort hann léki áfram hér á landi eða færði sig um set til Þýskalands eytt. "Löngun Framara til að halda í mig var meiri en löngun mín að fara til Þýskalands," sagði Titov í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 381 orð

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í uppnámi

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hafnaði í gær tillögu frá Juventus og Real Madrid þess efnis að í stað þess að lið félaganna lékju úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Amsterdam í Hollandi eftir viku yrði leikið heima og að heiman, í Tórínó á Ítalíu og Madrid á Spáni. Vegna hljóðtruflana eru takmarkanir á flugi til Amsterdam og öðrum flugvöllum er lokað snemma á kvöldin. Meira
13. maí 1998 | Íþróttir | 149 orð

Þórður bestur

ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Genk, var valinn besti leikmaður nýliðins keppnistímabils í Belgíu af dagblaðinu Het Nieuwsblad; varð efstur í einkunnagjöf blaðsins, en eins og víða tíðkast gefa íþróttafréttamenn blaðsins öllum leikmönnum einkunnir eftir hvern deildarleik allan veturinn. Meira

Úr verinu

13. maí 1998 | Úr verinu | 235 orð

Áhugi á túnfiskinum

VINNUHÓPUR um túnfiskveiðar, sem starfað hefur á vegum sjávarútvegsráðuneytisins, leggur til að stundaðar verði frekari rannsóknir á dreifingu túnfisks innan íslensku lögsögunnar í sumar. Hópurinn vill að Hafrannsóknastofnuninni verði falið að kanna dreifinguna í samstarfi og með samningum við erlendar túnfiskveiðiútgerðir innan Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins/2. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 472 orð

Drangavík mokar upp ýsunni

TOGBÁTURINN Drangavík hefur verið í mjög góðri ýsuveiði í vor og í apríl landaði skipið 430 tonnum og var sá afli tekinn á 26 dögum. "Þetta var mjög gott í apríl, en það hefur dregið aðeins úr í maí," sagði Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Drangavík, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Hann var þá nýkominn á miðin á ný. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 206 orð

ÐStarfsmaður Det Norske Veritas á Íslandi

GÚSTAF Adólf Hjaltasonvéltæknifræðngur hóf störf hjá flokkunarfélaginu Det Norske Veritas á Íslandi 1. maí sl. Gústaf lauk 4. stigs prófi frá Vélskóla Íslands1977 og sveinsprófi í vélvirkjun vorið 1979. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 407 orð

Erfiðir tímar í Alaska

NORSKI stórútgerðarmaðurinn Kjell Inge Røkke kom undir sig fótunum og auðgaðist á ufsaveiðinni við Alaska og American Seafoods, fyrirtæki hans og Norway Seafoods, er enn stærst í verksmiðjuskipaútgerðinni þar. Að þessari útgerð er hins vegar sótt úr öllum áttum og margar blikur á lofti hvað framtíð hennar varðar. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 126 orð

Grandi kaupir af Marel

Grandi hf. hefur gert samning við Marel hf. um smíði og kaup á vinnslubúnaði fyrir bolfiskvinnslu Granda á Norðurgarði. Um er að ræða sambærilegt vinnslukerfi og sett hefur verið upp víðar á síðasta ári og reynst vel í bættri framleiðni, verðmætari afurðasamsetningu og aukinni framlegð samkvæmt fréttatilkynningu frá Granda. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 204 orð

Hálfur milljarður í sekt fyrir veiðar á tannfiski

FÆREYSKUR skipstjóri, Sigmund Andreasen, er nú í haldi á frönsku eyjunni Reunion í Kyrrahafi fyrir meintar ólöglegar tannfiskveiðar. Andrasen er skipstjóri á suður-afríska bátnum Explorer og var við frönsku Kerguelen-eyjarnar í Suðuríshafinu, þegar Frakkar tóku bátinn. Krafizt er um 500 milljóna króna sektar. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 4 orð

KOMIÐ TIL HAFNAR

13. maí 1998 | Úr verinu | 114 orð

Kynningarrit ÍS komið út

Íslenskar sjávarafurðir hf. hafa sent frá sér bæklinginn "Facts & Figures. Það er árleg útgáfa og beint til þeirra sem hafa því hlutverki að gegna að kynna með erlendum þjóðum afurðir íslensks sjávarútvegs og fiskvinnslu, eins og segir í fréttatilkynningu frá ÍS. Það kennir margra grasa í bæklingnum og má nefna t.d. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 705 orð

Miklir og ónýttir möguleikar í sjávarútveginum í Indlandi

ÚTFLYTJENDUR sjávarafurða frá Indlandi urðu fyrir miklu áfalli um mitt ár í fyrra þegar Evrópusambandið, ESB, bannaði innflutning þaðan. Var það gert eftir að kólerubakteríur fundust í frosnum afurðum en innflutningur var leyfður aftur í desember sl. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 340 orð

Nýtt fræðsluefni um sjávarútveg gefið út

KOMIÐ út hjá Námsgagnastofnun rit með hugmyndum fyrir kennara um viðfangsefni í tilefni af ári hafsins 1998. Það á sér fyrirmynd í kennsluleiðbeiningum um sjávarútveg sem unnar voru fyrir kennara árið 1994 þegar minnst var 50 ára afmælis lýðveldisins. "Sú útgáfa þótti takast mjög vel og nýtast vel í skólastarfi," segir í frétt um útgáfuna. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 233 orð

R. Sigmundsson stækkar við sig

FYRIRTÆKIÐ R. Sigmundsson flutti í nýtt húsnæði 2. maí síðastliðinn. Fyrirtækið var áður í Tryggvagötu 16, en verður eftirleiðis á Fiskislóð 84. Það er nýbygging sem hafin var smíði á fyrir 11 mánuðum. Trausti Ríkharðsson forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að hingað til hefði fyrirtækið verið í húsnæði nærri höfninni, en nú viki það fyrir þörf á aukinni og bættri þjónustu. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 59 orð

Rússar leyfa loðnuveiðar

RÚSSAR hafa ákveðið að leyfa veiðar á 3.000 tonnum af loðnu í Barentshafi í tilraunaskyni. Svo virðist sem loðnustofninn í Barentshafi sé að hjarna við eftir hrun árið 1993. Það er því von bæði Rússa og Norðmanna að loðnuveiðarnar eigi eftir að verða arðbærar á ný innan fárra ára. Norðmenn hafa þó engar veiðar leyft enn. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 333 orð

Samdráttur í útflutningi á fiski um þrír milljarðar

VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða drógst saman um 10,9% fyrstu þrjá mánuði þessa árs samanborið við fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Í krónum talið dróst verðmætið saman um þrjá milljarða á milli ára. Fyrsta ársfjórðunginn í fyrra var það rúmar 23,5 milljarðar króna á móti rúmum 20,5 milljörðum króna í ár. Mestur var samdrátturinn 29,3% í fiskimjöli. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 483 orð

Samið verði við erlenda aðila um frekari túnfiskrannsóknir

VINNUHÓPUR um túnfiskveiðar, sem starfað hefur á vegum sjávarútvegsráðuneytisins, leggur til að stundaðar verði frekari rannsóknir á dreifingu túnfisks innan íslensku lögsögunnar í sumar og að Hafrannsóknastofnuninni verði falið að kanna dreifinguna í samstarfi og með samningum við erlendar túnfiskveiðiútgerðir innan Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins, Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 142 orð

Smálúðupaté með chantilly-sósu

MATREIÐSLUMEISTARINN Bjarni Óli Haraldsson er höfundur soðningarinnar í dag og býður hann upp á smálúðupaté með chantilly-sósu, sem er forréttur fyrir sex. Bjarni Óli starfar hjá veitingaeldhúsinu Veislunni og er félagi í matargerðarklúbbnum Freistingu, sem ætlar að sjá lesendum Versins fyrir uppskriftum á næstunni. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 326 orð

Stýrimannaskólinn með nýjan GMDSS búnað

Stýrimannaskólinn hefur tekið í notkun nýjustu gerð GMDSS fjarskiptabúnaðar. Skipstjórnendur hafa verið prófaðir á námskeiðum í notkun á neyðar- og öryggisfjarskiptabúnaðinum samkvæmt kröfum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO og Alþjóðafjarskiptasambandsins ITU sem haldin hafa verið á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 284 orð

Sveinn Guðmundsson ráðinn til High North Alliance

SVEINN Guðmundssonhóf störf sem upplýsingafulltrúi High North Alliance í Noregi fyrsta mars síðastliðinn. Sveinn er fæddur 23. mars 1963. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands 1995. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 112 orð

SVONA ER SÍLDIN

NEMENDUR úr Hjallaskóla í Kópavogi gerðu sér nýlega ferð til að skoða síldarvinnslu Síldarútvegsnefndar í Kópavogi. Þar er saltsíld unnin frá því snemma á vertíð og fram á vor. Vinnslan er fyrst og fremst flökun á saltsíld og frágangur til útflutnings fyrir kaupendur víða um heim, en mest í Svíþjóð og Finnlandi. Áhugi hinna ungu gesta var greinilega mikill. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 276 orð

Tröllageirssíli og kjáni nýir fiskar við landið

VÆR nýjar og fjöldi sjaldgæfra fisktegunda veiddust innan 200 mílna landhelgismarkanna á síðasta ári, samkvæmt samantekt þeirra Gunnars Jónssonar, Vilhelmínu Vilhelmsdóttur og Jónbjörns Pálssonar starfsmanna Hafrannsóknastofnunar í Sjómannablaðinu Víkingi. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 291 orð

VERKFÆRIN VARÐVEITT

GÖMUL verkfæri til síldarsöltunar verða nú æ sjaldséðari, enda voru þau notuð þegar saltað var í trétunnur og tæknin var skemmra á veg komin en nú. Þegar plasttunnurnar tóku við af trétunnunum og vélvæðingin náði yfirhöndinni í vinnslunni og allri tilfærslu með tunnurnar, féllu gömlu verkfærin í gleymsku og jafnvel týndust. Meira
13. maí 1998 | Úr verinu | 1267 orð

"Við þurfum að vera góðir spámenn"

ÍSLENSKA fisksölufyrirtækið Icebrit, sem hefur aðsetur á Humber-svæðinu í Bretlandi, er fimm ára um þessar mundir. Þrátt fyrir að Bretar séu sjálfir fremur íhaldssamir og lítið gefnir fyrir breytingar, Meira

Barnablað

13. maí 1998 | Barnablað | 47 orð

Álfhóll við Álfhólsveg

BJARKI Þór Pálsson, 7 ára, Engihjalla 23, 200 Kópavogur, á heima í bæ þar sem álfabyggðir eru sagðar vera. Til dæmis er ein gatan í Kópavogi, Álfhólsvegur, nefnd eftir hól einum sem skagar út í götuna og sagður er vera bústaður huldufólks eða álfa. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 22 orð

Dýrin fela sig

Dýrin fela sig FINNIÐ öll dýrin sem fela sig hvert innan um annað. Lausnin: Nashyrningur, slanga, fugl, fíll, gíraffi, hákarl og skjaldbaka. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 43 orð

Ég bið að heilsa...

HÆ, Moggi. Ég teiknaði þessa mynd af því ég hef gaman af söng og dansi. Kær kveðja, Bergþóra Smáradóttir 10 ára Jakaseli 24 109 Reykjavík P.S. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 53 orð

Föndurhornið

TEIKNIÐ skipið á þykkan pappír og litið það eins og ykkur finnst flottast. Klippið síðan út. Hægt er að láta það sigla á sjónum með því að brjóta pappírsörk eins og sýnt er á myndinni og lita hana bláa. Klippið rifu í örkina langsum nógu stóra fyrir skipið og sjósetjið það síðan. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 64 orð

Hver er þyngstur?

ÞEIR eru sjö karlarnir á myndinni og allir í megrun. Þeir standa í biðröð við vigtina og svo sem ekki neitt við það að athuga. En við spyrjum: Hver þeirra er þyngstur? Upplýsingar: Sá þyngsti er með gleraugu, hattlaus og í svörtum skóm. Lausnin: Sá þeirra sem er þyngstur er næstaftastur í röðinni og tölustafurinn sex er aftan við fætur hans. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 17 orð

Kórónur

Kórónur HVAÐA tvær kórónur eru eins? Lausnin: Kórónurnar sem eru eins eru merktar tölustöfunum sjö og fjórum. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 17 orð

Kveðjur til allra

Kveðjur til allra ÉG BIÐ að heilsa öllum. Kveðja, Margrét Smáradóttir 8 ára Jakaseli 24 109 R Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 40 orð

Litla hafmeyjan

ANNA Herdís Pálsdóttir, Engihjalla 23, 200 Kópavogur, sendi þessa mynd. Ef til vill fór hún undir yfirborð sjávar í Kópavoginum milli Kársness og Arnarness og rakst þá á þessa furðuveru, litla hafmeyju, og gerði af henni fína mynd. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 48 orð

Melanie B.

HALLÓ, Myndasögur Moggans. Ég heiti Viktoría Diljá og ég myndi ekkert vera á móti því að þið settuð þessa mynd af Mel B. í blaðið ykkar (aths. Mogginn og öll hans aukablöð eru blað allra landsmanna"). Takk fyrir. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 51 orð

Mynd af honum afa

KÆRU Morgunblaðsmenn. Afastelpan mín (ein af mörgum) teiknaði afa sinn og veit hún ekki að ég sendi myndina, sem að öllu leyti er gerð af henni, Guðnýju Ljósbrá úr Hafnarfirði. Vona ég að þið sjáið ykkur fært að birta myndina. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 52 orð

Pennavinir

Hæ! Ég heiti Lilja og er 13 ára. Mig langar að eignast pennavini, bæði stráka og stelpur, á öllum aldri. Áhugamál mörg. Lilja B. Rúnarsdóttir Jórvík Sandvíkurhreppi 801 Selfoss Mig langar að eignast pennavin á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál: góð tónlist, flott föt. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 16 orð

Raðið eftir stærð

Raðið eftir stærð HJÁLPIÐ stráknum að raða boltunum eftir stærð. Byrjið á þeim minnstu. Lausnin: 13-6-3-10-1-7-2-4-11-5-8-9-12. Meira
13. maí 1998 | Barnablað | 17 orð

Þrautin þyngri eða hvað

Þrautin þyngri eða hvað HVERJIR rétthyrninganna ellefu komast fyrir inni í hringnum? Lausnin: Aðeins rétthyrningur númer níu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.