Greinar fimmtudaginn 14. maí 1998

Forsíða

14. maí 1998 | Forsíða | 133 orð

Ekki tókst að brúa ágreining

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í því augnamiði að koma friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs á rekspöl á ný. Á fundinum tókst ekki að brúa bilið milli afstöðu ríkisstjórnanna tveggja, en ákveðið var að halda viðræðunum áfram í dag, að sögn aðstoðarmanns Albright. Meira
14. maí 1998 | Forsíða | 401 orð

Forseti Bandaríkjanna grípur til refsiaðgerða

INDVERJAR sprengdu tvær kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni í gær, tveimur dögum eftir að hafa sætt harðri gagnrýni út um allan heim fyrir kjarnorkutilraunir sem sagðar voru hrinda af stað vígbúnaðarkapphlaupi og stefna friði í Suður-Asíu í hættu. Meira
14. maí 1998 | Forsíða | 63 orð

Lipponen í feðraorlof?

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, segir að til greina komi að hann taki sér 18 daga feðraorlof með haustinu, svo sem hann á rétt á samkvæmt finnskum lögum. Það yrði í fyrsta sinn sem forsætisráðherra tæki sér slíkt leyfi. Síðsumar og haustbyrjun eru annasamur tími í finnskum stjórnmálum. Þá kemur þing saman eftir sumarleyfi og allt snýst um fjármálafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Meira
14. maí 1998 | Forsíða | 143 orð

Samið um skiptingu ráðuneyta

LEIÐTOGAR flokkanna þriggja, sem standa að hinni nýju landstjórn Færeyja sem mynduð var um síðustu helgi, tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi um skiptingu ráðuneyta milli flokkanna, en undanfarna daga hafði verið hart tekizt á um hvaða ráðuneyti félli í hlut hvers flokks. Meira
14. maí 1998 | Forsíða | 94 orð

Suharto sagður vilja segja af sér

SUHARTO, forseti Indónesíu, hefur lýst sig reiðubúinn að segja af sér ef þjóðin treysti sér ekki lengur til að stjórna landinu. Þetta hefur dagblaðið Jakarta Post eftir forsetanum í dag. "Ef mér er ekki lengur treyst, gerist ég pandito [lærður öldungur] og kappkosta að komast nær Guði," hafði blaðið eftir Suharto í Kaíró, þar sem hann er í opinberri heimsókn. Meira

Fréttir

14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

150 bonsai-tré á hrakhólum

PÁLL Kristjánsson, áhugamaður um ræktun bonsai-smátrjáa, leitar nú að einhverjum sem vill taka við safni hans sem telur 150 tré og hann hefur eytt síðustu 25 árum í að koma upp. Páll er að missa aðstöðu, sem hann hefur haft fyrir trén, og vill hann helst að þau fari í heildstæðu safni á nýjan stað. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Afmælisrit Styrktarfélags vangefinna

STYRKTARFÉLAG vangefinna var stofnað í mars 1958 og heldur því upp á 40 ára afmæli í ár. Styrktarfélag vangefinna veitir um 250 til 300 fötluðum einstaklingum þjónustu. Félagið rekur þrjú dagheimili og er í samstarfi við aðra aðila við rekstur á einu til viðbótar. Þá rekur félagið verndaða vinnustaðinn Ás, tvær skammtímavistanir, leikskóla og sjö sambýli. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Áfengisneysla undirrót ýmissa sjúkdóma

Á FRÆÐSLUFUNDI hjúkrunarfæðinga á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga kom fram í erindi Þóru Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Vogi, að áfengisneysla gæti verið undirrót ýmissa sjúkdómseinkenna hjá konum og því þyrftu hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum að vera vakandi og spyrja hvernig þær notuðu áfengi. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Áheitum á heilaga Barböru fjölgar

EINS og margir minnast fann dr. Kristján Eldjárn litla styttu af heilagri Barböru í kapellurústinni við Straumsvík árið 1950. Félag kaþólskra leikmanna lét gera stækkaða eftirmynd af styttunni og Íslenska álfélagið í Straumsvík kostaði uppsetningu hennar í kapellurústinni. Brátt fóru ýmsir að heita á Barböru og þótti það gefast vel og var stofnaður Barbörusjóður. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 641 orð

Ákvæði barnalaga brýtur gegn stjórnarskrá

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt þann dóm að maður sem höfðaði barnsfaðernismál gegn fyrrum sambýliskonu sinni sé faðir barns þeirra, þrátt fyrir að í barnalögum frá 1992 sé kveðið á um að sóknaraðild í barnsfaðernismáli sé einungis bundin við móður og barn og aðrir geti ekki höfðað faðernismál. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Ályktun Félags leiðsögumanna

ÁLYKTUN til Alþingis og ríkisstjórnar um frestun á afgreiðslu frumvarps til sveitastjórnarlaga: Félagsfundur Félags leiðsögumanna á Hótel Borg 11. maí 1998 samþykkir að skora á hlutaðeigandi að fresta afgreiðslu frumvarps til sveitastjórnarlaga fram til hausts. Frumvarpið tekur til mikilla hagsmuna landsmanna allra. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ásgeir Guðmundsson hættir

AUGLÝST hefur verið laus til umsóknar staða forstjóra Námsgagnastofnunar en Ásgeir Guðmundsson forstjóri hefur fengið lausn frá embættinu frá 1. júlí næstkomandi að eigin ósk. Ráðið verður í stöðuna til næstu fimm ára. Meira
14. maí 1998 | Erlendar fréttir | 139 orð

Bann á tóbaksauglýsingar

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær drög að nýrri löggjöf Evrópusambandsins um bann, sem taki gildi innan þriggja ára, við flestum auglýsingum og styrkjum frá tóbaksvöruframleiðendum. Drögin voru samþykkt án breytinga og verða því sjálfkrafa að lögum þegar stjórnir Evrópusambandsríkjanna hafa samþykkt hana formlega. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Bergljót V. Jónsdóttir ráðin

HREPPSNEFND Eyjafjarðarsveitar ákvað á fundi í gær að ráða Bergljótu V. Jónsdóttur skólastjóra að Hrafnagilsskóla. Níu umsóknir bárust um stöðuna og hafði skólanefnd úrskurðað Önnu Guðmundsdóttur, Bergljótu V. Jónsdóttur og Einar Ólafsson hæf í stöðuna. Á fundi hreppsnefndar fór fram leynileg kosning og hlaut Bergljót fjögur atkvæði, Einar tvö og Anna eitt. Bergljót V. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Bílvelta á Gunnarsholtsvegi

ÞRÍTUGUR ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi eftir að bíll hans valt á Gunnarsholtsvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli lenti maðurinn undir bílnum. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en ökumaðurinn virðist hafa misst bílinn út af í beygju á veginum. Meira
14. maí 1998 | Erlendar fréttir | 180 orð

Búizt við straumi fólks til Finnlands

FYRIRHUGUÐ stækkun Evrópusambandsins (ESB) til austurs gæti aukið tilflutning fólks til Finnlands um 20.000­25.000 manns á ári, að minnsta kosti um fimm ára skeið sem hæfist um 2015, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í gær. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 18 orð

Dagskrá Alþingis

14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Djassað í Deiglunni

ALÞÝÐUTÓNLISTARDEILD Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Deiglunni í kvöld, fimmtudagkvöldið 14. maí, kl. 21. Fram koma nemendur í djasssamspili og flytja tónlist eftir flesta helstu meistara djassins. Hljómsveitirnar hafa æft í vetur undir leiðsögn Jóns Rafnssonar sem er djassáhugafólki að góðu kunnur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

D-listi fengi 43,4%

SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Gallup fengi R-listinn 55% atkvæða og 8 menn kjörna í borgarstjórnarkosningum ef kosið væri nú og D-listinn 43,4% og 7 menn kjörna. Miðað við fyrri kannanir hefur munur á fylgi listanna minnkað. Í könnuninni fékk L-listi 1,2% og H-listi 0,5%. Úrtakið í könnuninni var 763 einstaklingar búsettir á Reykjavíkursvæðinu á aldrinum 18 ára og eldri. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Eigendaskipti á snyrtistofu

NÝLEGA tók Hrafnhildur Garðarsdóttir snyrtifræðingur við rekstri snyrtistofunnar Caracter á Suðurlandsbraut 4. Hún býður viðskiptavinum sínum upp á alla helstu þjónustu snyrtifræðinga, s.s. andlitsböð, húðhreinsanir, bakhreinsarnir, litanir, vaxmeðferðir, hand- og fótsnyrtingar ásamt öllum gerðum af förðunum. Öllum andlitsböðum fylgir plokkun og förðun. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Eigum góða von til sigurs þó að mér sé fullljóst að naumt verði

"ÞESSU miðar í rétta átt og segir okkur að náum við að kynna málefni okkar og áherslur betur eigum við góða von til sigurs þó að mér sé fullljóst að naumt verði," segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík um skoðanakönnun Gallups sem birt var í gær um fylgi flokkanna í Reykjavík. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Erindi um lokaverkefni nema í lyfjafræði

NEMENDUR í lyfjafræði í Háskóla Íslands flytja erindi um lokaverkefni sín í Haga, Hofsvallagötu 53, föstudaginn 15. maí og hefjast fyrirlestrarnir kl. 8.30. Eftirtaldir nemendur munu flytja fyrirlestur: Svavar Jóhannesson, Davíð Ólafsson, Stefán Jóhannsson, Ebba Kristín Baldvinsdóttir, Skúli Skúlason, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Pétur Magnússon, Jóhanna Þyri Sveinsdóttir, Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Falsaðir pappírar með Musso jeppum

HÁTT í 30 SsangYong Musso jeppar hafa ekki fengist skráðir hérlendis í um einn mánuð. Að innflutningnum standa tveir sjálfstæðir innflytjendur en ekki umboðsaðili SsangYong bíla hér á landi. Karl Ragnars, forstjóri Skráningarstofunnar hf., segir að fyrirtækið hafi þurft að rannsaka mjög vel þau gögn sem lögð voru fram með umsóknum um skráningu 21 bíls. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Flutningur vægasta úrræðið

EKKI er útilokað að við áframhaldandi meðferð á máli Þórðar Þ. Þórðarsonar verði tekin afstaða til embættisfærslna Sigurðar Gizurarsonar sýslumanns á Akranesi. Þetta kemur fram í svari dóms-og kirkjumálaráðuneytisins við beiðni Sigurðar um röksemdafærslur fyrir flutningi hans í embætti sýslumanns á Hólmavík. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Framboðsfundur í Ísafjarðarbíói

JUNIOR Chamber Vestfjarða efnir til opins framboðsfundar í Ísafjarðarbíói laugardaginn 16. maí kl. 16. Fulltrúar B-, D-, og K-lista, (tveir fulltrúar frá hvorum lista), flytja framsöguerindi og síðan verða fyrirspurnir úr sal. Þar næst verður tækifæri til þess að kynnast því hvað framboðin hafa fram að færa og fá svör um stefnu og markmið fyrir komandi kjörtímabil. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Friðun samkvæmt náttúruverndarlögum

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að friðlýsa Fossvogsbakka samkvæmt náttúruverndarlögum og fela Náttúruvernd ríkisins umráð þeirra og stjórnun. Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar, forstöðumanns borgarskipulags, fer Náttúruvernd ríkisins þar með umráð og lögsögu yfir svæðinu og verður að leita eftir samþykki þaðan fyrir öllum framkvæmdum, breytingum eða áformum um slíkt á svæðinu. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Fyrirlestur um melgresi

SIGRÍÐUR Klara Böðvarsdóttir, MS nemi, heldur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar HÍ, í húsakynnum stofnunarinnar, Grensásvegi 12, stofu G­6, föstudaginn 15. maí kl. 12.20. Fyrirlesturinn nefnist "Erfðamengi melgresis". Melgresi (Leymus arenarius) er harðgerð, fjölær grastegund með meginútbreiðslu í Norður-Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Gagnrýna fjarveru ráðherra við atkvæðagreiðslu

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu það á Alþingi í gær að Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra skyldi vera fjarstaddur atkvæðagreiðslu um frumvarp hans til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. Meðal annars var verið að greiða atkvæði um einstakar breytingartillögur við frumvarpið eftir aðra umræðu og hvort vísa ætti því til þriðju umræðu. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Gaman og alvara í Garðabæ

ELDRI borgurum í Garðabæ er boðið til samkomu á vegum Garðabæjarlistans föstudaginn 15. maí frá kl. 14­16 í Kirkjuhvoli. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, flytur erindi um mataræði og næringu, Magnea Halldórsdóttir kynnir Kvæðamannafélagið Iðunni og kveður stökur, stutt ávörp flytja Lovísa Einarsdóttir og Anna Rós Jóhannesdóttir, frambjóðendur Garðabæjarlistans. Meira
14. maí 1998 | Landsbyggðin | 120 orð

Gerð íþróttavallar hafin á Tálknafirði

Tálknafjörður­Framkvæmdir eru hafnar við gerð íþróttavallar á Tálknafirði, sem fyrirhugað er að taka í notkun sumarið 2000. Að vallargerðinni stendur Ungmennafélag Tálknafjarðar. Fyrirhugað er að ljúka jarðvinnu á næstu vikum, þannig að hægt verði að sá grasfræi í völlinn snemma í sumar. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Hagskælingar hittast

ÁRGANGUR 1972 úr Hagaskóla á 10 ára útskriftarafmæli í ár og ætlar að hittast í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 16. maí kl. 20. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtiatriði, segir í fréttatilkynningu. Í tilefni af 40 ára afmæli skólans eru gamlir hagskælingar eindregið hvattir til að mæta þegar húsið verður opnað fyrir almenning kl. 23. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1130 orð

Hin listræna drottning

LÍF hennar er mótað þeim skyldum, sem drottningarhlutverkið leggur henni á herðar. Einn dag í viku reynir hún þó alltaf að taka frá fyrir listsköpun. Á fimmtudögum er hún því í fríi frá skyldustörfum, ef því verður við komið. Elsta dóttir Friðriks 9. og Ingiríðar drottningar fæddist 1940. Þá var hún líka íslensk prinsessa og skýrð fullu nafni Margrethe Alexandrine Þorhildur Ingrid. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

H-listinn með kosningaskrifstofu

KOSNINGASKRIFSTOFA H-listans í Vatnsleysustrandarhreppi var opnuð laugardaginn 25. apríl sl. í Iðndal 2, Vogum. Á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 20­22 mánudaga til föstudaga og milli 17­22 um helgar, er haldin myndlistarsýning þeirra Patriciu Hand og Björgvins Hreins Guðmundssonar. Einnig eru til sýnis munir smíðaðir af hjónunum Valgerði Stefánsdóttur og Gunnari Á. Jósefssyni. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hvar verður Danadrottningu að finna?

ALMENNINGI gefst kostur á að fylgjast með og taka þátt í eftirfarandi atburðum í heimsókn Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Henriks prins. Fimmtudagur 14. maí: Við Faxagarð í Reykjavík getur almenningur fylgst með komu drottningar og fylgdarliðs til konungsskipsins Dannebrog kl. 12.15. Á Þingeyri við sóknarkirkjuna kl. 14.30. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Hvergi bangin við þessa skoðanakönnun

"ÉG ER hvergi bangin við þessa könnun, það hlaut að koma að því að fylgið hætti að fara upp á við og að eitthvað hrykki til baka. Ég hef verið að bíða eftir því frá því í febrúar að þetta gæti gerst," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og oddviti Reykjavíkurlistans, aðspurð, um nýja skoðanakönnun sem birt var í gær um fylgi flokkanna í Reykjavík. Meira
14. maí 1998 | Erlendar fréttir | 1171 orð

Hætta talin á hrinu kjarnorkutilrauna

Embættismenn og sérfræðingar í afvopnunarmálum í Washington óttast að kjarnorkusprengingar Indverja í gær og á mánudag hafi mjög alvarlegar afleiðingar á næstu árum og valdi hrinu kjarnorkutilrauna í heiminum. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Iðnó opið á ný IÐNÓ var opnað á ný í gærkvöld ef

Iðnó opið á ný IÐNÓ var opnað á ný í gærkvöld eftir miklar endurbætur. Miðað hefur verið við að færa þetta fornfræga hús, sem samofið er sögu leiklistar á Íslandi lengst af öldinni, í upprunalegt form. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Íslenskt popp á sýningu í sumar

POPP-tónlistarhátíð verður dagana 3.­6. júní í Loftkastalanum, portinu við hliðina á og 800 fm skemmu sem kennd er við Héðin. Aðstandendur hátíðarinnar eru Loftkastalinn, tónlistartímaritið Undirtónar og Listahátíð í Reykjavík. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Járnsuðunámskeið í Garðyrkjuskólanum

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með nokkur námskeið í sumar í blómaskreytingum fyrir áhugafólk. Fyrsta námskeiðið verður haldið um næstu helgi, 16. og 17. maí, en það er járnsuðunámskeið, ætlað áhugafólki um blómaskreytingar. Námskeiðið verður haldið á smíðaverkstæði skólans. Þátttakendur læra m.a. að sjóða og útbúa t.d. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 558 orð

Kann ekki að fara með tölur og hagræðir sannleikanum

"Ríkisendurskoðandi kann greinilega ekki að fara með tölur og hann hagræðir sannleikanum að vild," sagði Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vegna ummæla Sigurðar Þórðarsonar, ríkisendurskoðanda, í samtali við Helga Má Arthursson í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, sem skýrt er frá í Morgunblaðinu í dag. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

KA og Þór í úrslitum

ÚRSLITALEIKUR í JMJ- Norðurlandsmótinu í knattspyrnu verður í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. maí og hefst hann kl. 20 á KA-vellinum, en til úrslita leika Akureyrarliðin KA og Þór. Alls tóku tíu lið af Norðurlandi þátt í mótinu og var keppt í tveimur riðlum. Sigraði Þór með 12 stigum í öðrum riðlinum en KA með 9 stigum í hinum. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Kaupmáttur launa landverkafólks jókst um 8%

KAUPMÁTTUR greidds tímakaups í dagvinnu hjá landverkafólki innan ASÍ jókst að meðaltali um 8% frá þriðja ársfjórðungi 1996 til þriðja ársfjórðungs 1997. Greitt tímakaup landverkafólks hækkaði að meðaltali um 8,9% á þessu tímabili og vísitala neysluverðs um 1,6%. Þetta kemur fram í nýbirtum niðurstöðum launakönnunar Kjararannsóknarnefndar. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 377 orð

Kæra lagningu hringvegar um Möðrudalsöræfi

ÞRJÁR kærur hafa borist umhverfisráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um lagningu hringvegar um Möðrudalsöræfi. Þeir sem kæra eru Náttúruverndarsamtök Íslands og tveir einstaklingar. Forsendur kæranna eru þær að lagning hringvegar úr Langadal að Ármótaseli, um svokallaða Háreksstaðaleið, feli í sér mikil umhverfisspjöll. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

LEIÐRÉTT

VIÐ vinnslu greinar Leifs Sveinssonar, Tjarnarborg ­ leikskóli án bílastæða, sem birtist á bls. 37 í blaðinu í gær, slæddust nokkrar villur inn í hana. Í myndartexta var Tjarnarborg sögð vera nr. 44 við Tjarnargötu en rétt húsnúmer er 33, auk þess sem einungis hálft húsið sést á myndinni. Þá vantar niðurlagið á I. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Lyfjakort fyrir MG-sjúklinga

MG-FÉLAG Íslands hefur gefið út lyfjakort fyrir sjúklinga með sjúkdóminn "Myasthenia gravis" eða vöðvaslensfár. Á kortinu er skrá yfir nokkur lyf sem sjúklingar með vöðvaslensfár eiga að forðast. Einnig er stutt lýsing á sjúkdómnum. Lyfjalistann gerði Sigurður Thorlacius doktor í taugalæknisfræði. Hlín Gylfadóttir listakona hannaði útlit kortsins. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 254 orð

Lögreglumenn fræðast um fíkniefni

LÖGREGLUSKÓLI ríkisins, embætti ríkislögreglustjóra og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík stóðu fyrir námskeiði á Akureyri í síðustu viku undir yfirskriftinni Fræðsludagur um fíkniefni. Námskeiðið sóttu lögreglumenn af Norðurlandi. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Mistök að hafa Lárus með á fundinum

SIGURÐUR Þórðarson, ríkisendurskoðandi, segir að Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, sé ekki að bera saman sambærilegan kostnað þegar hann beri saman ferðakostnað sinn og hinna tveggja banka- stjóra Landsbankans árið 1997. Ferðakostnaður Sverris hafi ekki verið tæplega 600.000 kr. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 632 orð

Mótmæla afgreiðslu frumvarpsins á þessu þingi

ÖNNUR umræða um umdeilt frumvarp Páls Péturssonar félagsmálaráðherra um húsnæðismál hófst á Alþingi í gær og er búist við því að hún standi yfir í nokkra daga. Í upphafi umræðunnar skýrðu framsögumenn meirihluta og minnihluta félagsmálanefndar Alþingis frá nefndaráliti sínu. Þar kom m.a. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Niðurstöður rannsókna á heilsufari aldraðra

NIÐURSTÖÐUR RAI-rannsókna, Raunverulegur aðbúnaður íbúa, á heilsugæslustöðvum og öldrunarstofnunum 1997, verða kynntar á ráðstefnu á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 15. maí og hefst kl. 13. Á ráðstefnunni verða kynntar nýjar niðurstöður um heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra á Íslandi, bæði þeirra sem fá þjónustu heimahjúkrunar og þeirra sem vistast á stofnunum. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Óskað upplýsinga um eldsupptök

LÖGREGLAN í Árnessýslu óskar eftir að allir sem upplýsingar geta gefið um eld í þjóðgarðinum á Þingvöllum um miðjan dag síðastliðinn föstudag gefi sig fram við hana. Í tilkynningu lögreglunnar af þessu tilefni segir að um nónbil á föstudaginn var hafi komið upp mikill gróðureldur við Gjábakka í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gróður á tæplega tveggja hektara svæði hafi orðið eldinum að bráð. Meira
14. maí 1998 | Erlendar fréttir | 132 orð

Síðasta lota í stafsetningarstríði

BRÁTT dregur til tíðinda í baráttu sumra þýskra foreldra gegn nýjum stafsetningarreglum en í gær var málið tekið fyrir hjá þýska stjórnlagadómstólnum. Það eru foreldrar tvíburasystra í L¨ubeck, sem hafa höfðað málið, en þeir halda því fram, að nýju stafsetningarreglurnar brjóti rétt þeirra til að ala upp sín börn eins og þeir telja best. Meira
14. maí 1998 | Landsbyggðin | 75 orð

Síðasti fundur oddvita

Síðasti fundur oddvita Egilsstöðum-Oddvitar á Héraði héldu sinn síðasta oddvitafund núna um helgina, en sveitarstjórnarsamstarf verður í annarri mynd en hingað til, með tilkomu sameiningar sveitarfélaga. Eftir fundinn komu saman fulltrúar þeirra fimm sveitarfélaga austan Lagarfljóts sem sameinuðust á sl. ári. Meira
14. maí 1998 | Landsbyggðin | 117 orð

Sjóvarnargarðar bjarga byggð

Garði-Um þessar mundir er verið að ljúka við sjóvarnargarða frá fiskverkunarhúsinu Nesfiski og út að Útskálakirkju. Um er að ræða 850 metra langan kafla en á þessum stað hafði bakkinn sigið verulega og látið á sjá og var svo komið að öll byggð neðan Garðbrautar var í stórhættu. Meira
14. maí 1998 | Landsbyggðin | 320 orð

"Sjúkrahúsið í Stykkishólmi verður að verja"

Stykkishólmur­Sturla Böðvarsson alþingismaður boðaði til fundar með íbúum Stykkishólms hinn 6. maí sl. Þar fór hann yfir stjórnmálaástandið og starf núverandi ríkisstjórnar og þingflokka sem að henni standa. Eins ræddi hann um framtíð Stykkishólms og stefnu stjórnvalda til að efla búsetu á landsbyggðinni. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Skipulagsfræðingar funda

FÉLAG skipulagsfræðinga á Íslandi hélt árlegan aðalfund sinn nýlega í Norræna húsinu. Á fundinum var samþykkt að breyta nafni félagsins í Skipulagsfræðingafélag Íslands. Skipulagsfræði skapaði sér sess sem sjálfstæð fræðigrein á fyrri hluta aldarinnar. Skipulagsfræði er þverfagleg fræðigrein sem fæst við gerð áætlana um notkun lands og byggðaþróun. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 476 orð

Sluppu lítið meidd þegar jeppi fór fram af Grímsfjalli

TVEIR leiðangursmenn í leiðangri Raunvísindastofnunar í Grímsvötn á Vatnajökli sluppu lítið meiddir þegar jeppi sem þeir voru í fór fram af Grímsfjalli um hádegisbilið í gær, en fjallið gnæfir nokkur hundruð metra yfir Grímsvötn þar sem hæst er. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Sólbakur EA til Ísafjarðar

SÓLBAKUR EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf. hefur verið leigður til Básafells á Ísafirði, þar sem hann verður við veiðar á ísrækju. Leigutíminn er út kvótaárið, eða til 1. september nk. en óvíst er með framhaldið. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Spurt og svarað á Netinu

NOTENDUM Kosningavefjar Morgunblaðsins á Netinu gefst kostur á að senda umsjónarmanni vefjarins í tölvupósti spurningar til framboðslista í einstökum sveitarfélögum um allt land. Spurningunum er komið áfram til framboðanna og svörin birt á Kosningavefnum jafnskjótt og þau berast. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

SSNV mótmælir málsmeðferð Alþingis

AUKAÁRSÞING Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, haldið á Blönduósi 6. maí 1998, mótmælir harðlega málsmeðferð Alþingis að undanförnu um umfjöllum um frumvarp til sveitarstjórnarlaga. "Þar hefur nauðsynleg lagabreyting verið tafin með deilum um yfirráðarétt og skipulagsmál á miðhálendi Íslands og fullyrðingum nokkurra þingmanna um að óhæfa sé að fela sveitarstjórnum Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

STEINÞÓR EIRÍKSSON

STEINÞÓR Eiríksson, vélsmiður og listmálari á Egilsstöðum, er látinn á 83. aldursári. Steinþór var sonur hjónanna Eiríks Þorkelssonar og Stefaníu Eyjólfsdóttur í Þórsnesi í Hjaltastaðaþinghá. Hugur hans stóð á unga aldri til listnáms. Ekkert varð hins vegar úr því vegna fjárhagserfiðleika fjölskyldunnar. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Styrkur til Grænlandsfara

JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkur hefur samþykkt að styrkja leiðangur kvennanna fjögurra, sem eru að ganga yfir Grænlandsjökul, um 100 þúsund krónur. Í frétt frá nefndinni kemur fram að styrkurinn sé veittur til að fagna þessu þrekvirki kvennanna. Furðu veki hversu litla umfjöllun leiðangurinn hafi fengið í samanburði við leiðangra, sem karlar hafi farið á undanförnum árum. Meira
14. maí 1998 | Erlendar fréttir | 373 orð

Suharto á heimleið

SUHARTO, forseti Indónesíu, biðlaði í gær til landa sinna um að sýna stillingu en óeirðir mögnuðust enn frekar í landinu í gær. Um leið ákvað Suharto að binda enda á heimsókn sína til Egyptalands, þar sem hann sótti fund 15 vanþróaðra ríkja, vegna ástandsins heima fyrir. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Tap á síðasta ári

TÆPLEGA fjögurra milljóna króna tap varð af rekstri Verkalýðsfélagsins Einingar á liðnu ári, en tekjur félagsins jukust þó milli ára. Sjúkrasjóður Einingar var rekin með rúmlega þrjú hundruð þúsund króna hagnaði á síðasta ári. Aðalfundur Einingar var haldinn nýlega en þar komu þessar upplýsingar fram. Alls voru greiddar bætur, þ.e. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Tveggja ára barn brenndist illa á heitu vatni

TVEGGJA ára gamall drengur brenndist talsvert á líkama þegar heitt vatn sprautaðist á hann í baðkari. Drengurinn hlaut fyrsta og annars stigs brunasár, og var lagður inn á sjúkrahús, en útskrifaður þaðan að tveimur sólarhringum liðnum. Herdís Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi Slysavarnafélags Íslands, segir að úrbóta sé þörf vegna tíðra slysa af völdum hitaveituvatns. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Uppskeruhátíð

UPPSKERUHÁTÍÐ Skákfélags Akureyrar verður í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á sunnudag, 17. maí og hefst hún kl. 14. Þar verða afhent verðlaun fyrir mót sem haldin hafa verið eftir áramót. Í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. maí, verður haldið 7 mínútna mót í skákheimilinu og hefst taflmennskan kl. 20. Meira
14. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Verk Sigurveigar kynnt

SAMLAGIÐ, félag myndlistar- og listiðnaðarfólks, kynnir verk Sigurveigar Sigurðardóttur í húsnæði sínu á Kaupvangsstræti 12 á Akureyri dagana 15. til 21. maí næstkomandi. Sigurveig fæddist á Dalvík 1934 en hún mun útskrifast úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri nú í vor. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Víðförul Danadrottning

MARGRÉT Þórhildur Danadrottning, Henrik prins og fylgdarlið þeirra koma í óopinbera heimsókn til landsins á hádegi í dag og mun heimsóknin standa til mánudagsins 18. maí. Drottningin er hingað komin í boði forsetahjónanna en hún mun jafnframt hafa umsjón með uppsetningu sýningar sinnar á kirkjulist sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu laugardaginn 16. maí. Meira
14. maí 1998 | Miðopna | 140 orð

Þáttur Íslands við skiptingu Palestínu

STOFNSÁTTMÁLI Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var undirritaður í San Francisco 26. júní árið 1945. 9. nóvember árið 1946 samþykkti allsherjarþing stofnunarinnar aðildarumsókn Íslands og tíu dögum síðar skrifaði Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá stofnuninni, undir yfirlýsingu þess efnis að Ísland gengi að sáttmála SÞ. Meira
14. maí 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

Þegar sæl- gæti rigndi yfir Berlín

ÞEGAR hátíðahöld vegna hálfrar aldar afmælis loftbrúarinnar til Berlínar ná hámarki sínu í dag, með þátttöku Bills Clintons Bandaríkjaforseta, Kohls kanlazra og fleiri tignargesta, kristallast áratuga skipting borgarinnar í mismunandi afstöðu fólks sem bjó sínu hvoru megin múrsins. Meira
14. maí 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Ætlar að tala eins lengi og þurfa þykir

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, segir að hið félagslega húsnæðiskerfi sem hafi verið við lýði hér á landi í um 70 ár verði ekki jarðsett í kyrrþey á Alþingi. Hún ætli sér því að tala um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar félagsmálaráðherra eins lengi og þurfa þyki við aðra umræðu þess. Meira

Ritstjórnargreinar

14. maí 1998 | Leiðarar | 569 orð

HREINT ELDSNEYTI

leiðari HREINT ELDSNEYTI ENGUNARLAUST eldsneyti yrði mikill fengur fyrir mannkyn á tímum þegar heilu þjóðirnar eru svo til að kafna í mengun og gróðurhúsaáhrif vegna aukinnar mengunar hafa sín veðurfarslegu áhrif, sem sumir telja að gætu einfaldlega gert jörðina óbyggilega. Meira
14. maí 1998 | Staksteinar | 287 orð

»Vinstri samfylking á landsvísu Í FORYSTUGREIN Voga segir að krafan um samei

Í FORYSTUGREIN Voga segir að krafan um sameiningu vinstri manna á landsvísu verði stöðugt hærri. Þar segir og: "Það hefur hindrað samrunann, að enginn af gömlu flokksforingjunum getur unað forystu hins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sú eina persóna, sem getur tekið þetta hlutverk að sér svo sátt verði um." Veikir Reykjavíkurflokkar Meira

Menning

14. maí 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

25 ára afmæli Heilsuhússins

HEILSUHÚSIÐ hélt síðastliðinn sunnudag upp á 25 ára afmæli sitt með því að leigja sundlaugina í Laugardal og bjóða landsmönnum öllum í sund. Ekki veitir af að kynna betur eina alhollustu íþróttina. Margir tóku þátt í afmælinu; sundlaugin var full af gestum auk skemmtikrafta sem létu ljós sitt skína. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 207 orð

Að gefa og þiggja

MENNINGARDAGUR var haldinn á Egilsstöðum og var helgaður hugmyndinni að gefa og þiggja. Hugmyndin fól í sér að sjá það sem aðrir höfðu skapað og svo það að sýna sjálfur eigin sköpun. Haldin var málverkasýning og gestum gefinn kostur á að mála sjálfir. Málað var á fjöregg hins nýja sveitarfélags, sem skipt var niður í reiti fyrir hvert listaverk fyrir sig. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 173 orð

ANDARDRÁTTUR umhyggjunnar.

ANDARDRÁTTUR umhyggjunnar. Andardráttur umhyggjunnar ­ Úr samræðu og í einrúmi eftir Caroline Krook, verðandi biskup í Stokkhólmi, í þýðingu sr. Jóns Bjarman. Í kynningu segir m. a. Meira
14. maí 1998 | Fólk í fréttum | 320 orð

Ástir og örlög teiknara Að eltast við Amy (Chasing Amy)

Framleiðandi: Scott Mosier. Leikstjóri: Kevin Smith. Handritshöfundur: Kevin Smith. Kvikmyndataka: David Klein. Tónlist: David Pirner. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Joey Lauren Adams, Jason Lee, Dwight Ewell, Jason Mewes, Kevin Smith. 105 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 313 orð

Áttunda stigs tónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík

SAUTJÁN af nemendum Söngskólans í Reykjavík tóku í vetur 8. stigs próf í einsöng ­ lokapróf úr almennri deild skólans. Lokaáfangi prófsins eru einsöngstónleikar sem verða í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 121 orð

Brottfarartónleikar Hjörleifs Jónssonar

BROTTFARARTÓNLEIKAR Hjörleifs Jónssonar trommuleikara fara fram föstudaginn 15. maí kl. 20 í sal tónlistarskóla FÍH að Rauðagerði 27. Hjörleifur hóf nám hjá tónlistarskóla Mosfellsbæjar 9 ára að aldri undir handleiðslu Reynis Sigurðssonar og Birgis D. Sveinssonar. Hann hefur stundað nám á tveimur deildum í tónlistarskóla FÍH síðan 1994 og hefur auk djassnámsins lokið 7. Meira
14. maí 1998 | Fólk í fréttum | 60 orð

De Niro lærir söng hjá dragdrottningu

De Niro lærir söng hjá dragdrottningu ROBERT De Niro verður í aðalhlutverki í myndinni "Flawless". Joel Schumacher skrifaði handritið að myndinni og mun hann einnig sjá um leikstjórn. Meira
14. maí 1998 | Leiklist | 611 orð

Fyrir framan bókaskápinn

Höfundur samantektar úr verkum Halldórs Kiljans Laxness: Illugi Jökulsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Útlitshönnuður: Elín Edda Árnadóttir. Ljósahönnuður: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist: Halldór Kiljan Laxness, Hilmar Jensson, Pétur Grétarsson og Tena Palmer. Hljóðfæraleikur: Hilmar Jensson og Pétur Grétarsson. Söngur: Tena Palmer. Meira
14. maí 1998 | Fólk í fréttum | 235 orð

Gamall draumur að rætast

ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá bandaríska rokkaranum John Fogerty, sem hér á árum áður var potturinn og pannan í stórsveitinni Creedence Clearwater Rivival. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá gerði kappinn sér lítið fyrir og vann Grammy-verðlaunin fyrir bestu rokkplötu ársins, "Blue Moon Swamp" og 9. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 376 orð

Maturinn og munúðin

ELÍN Magnúsdóttir listmálari sýnir um þessar mundir verk sín í Galleríi Horninu, olíumálverk og vatnslitaskissur. Elín nefnir sýninguna Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann! Aðspurð um heiti sýningarinnar sagðist Elín alltaf hafa ákveðið þema fyrir hverja sýningu, myndir hennar fjölluðu í þetta sinn um mat og munúð. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Nýjar plötur heimild Ó borg, mí

Ó borg, mín borger safnplata með 18 þekktum lögum er á einn eða annan hátt tengjast Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, syngur titillag plötunnar Ó borg, mín borg eftir Hauk Morthens við texta Vilhjálms frá Skáholti, ásamt Ríó tríói og Borgardætrum. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 253 orð

Opnun Menningarnets Íslands

MENNINGARNET Íslands verður opnað af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra í Listasafni Íslands fimmtudaginn 14. maí 1998 kl. 13:30. "Menningarnetið er vefsíða sem ætlað er að tengja saman í eitt upplýsinganet heimasíður íslenskra menningarstofnana og annarra aðila sem starfa að menningu og listum. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 853 orð

Píanóið er líf mitt

SUMIR halda upp á sjötugsafmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar, aðrir bjóða til veislu og enn aðrir eru að heiman. Síðan eru þeir til sem fara í tónleikaferð um heiminn. Bella Davidovitsj, aserskur píanóleikari með bandarískt ríkisfang, er ein þeirra. Hún er nú stödd hér á landi, í miðri ferð, og kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 143 orð

Reitir Evu

EVA Benjamínsdóttir myndlistarmaður opnar einkasýningu í nýju húsnæði Bílaleigunnar Geysis, Dugguvogi 10, Reykjavík, föstudaginn 15. maí kl. 17. Sýningin er nokkurs konar forsýning að listahátíð í Reykjavík. Þetta er níunda einkasýning Evu á Íslandi, síðan hún lauk myndlistarnámi vorið 1984. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Meira
14. maí 1998 | Bókmenntir | 535 orð

Saga Vindáshlíðar

Saga sumarstarfs KFUK. Ritstjóri: Gyða Karlsdóttir. Útgefandi: Vindáshlíð. Stærð: 208 blaðsíður, innbundin. ,VERTU trú" eru einkunnarorð Hlíðarmeyja, stúlkna sem dvalið hafa í Vindáshlíð, sumarbúðum KFUK í Kjósinni. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 74 orð

Stjórn Listaháskóla Íslands skipuð

STEFÁN P. Eggertsson verkfræðingur verður formaður stjórnar Listaháskóla Íslands, sem senn tekur til starfa. Er hann annar tveggja stjórnarmanna sem tilnefndir eru af menntamálaráðherra, hinn er Sigurður Nordal hagfræðingur. Þá kaus Félag um Listaháskóla þrjá fulltrúa í stjórn skólans á aðalfundi sínum í fyrrakvöld. Meira
14. maí 1998 | Menningarlíf | 148 orð

Tökum lokið á Hjarn ið logar

TÖKUM á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Hjarnið logar er lokið. Þær fóru fram á Íslandi og í Ástralíu í lok apríl og byrjun maí. Kvikmyndin er hluti af syrpu sem þýskt framleiðslufyrirtæki hefur framleitt undir nafninu "Erotic Tales". Á ensku hefur myndin fengið heitið "On Top Down Under". Meira
14. maí 1998 | Fólk í fréttum | 219 orð

Ungfrú alheimur nemur lög

UNGFRÚ alheimur 1998 var valin við hátíðlega athöfn á Hawaii á þriðjudag og var það ungfrú Trinidad og Tobago sem hreppti titilinn að þessu sinni. Fegurðardísin heitir Wendy Fitzwilliam og er 25 ára laganemi. Í viðtali eftir keppnina sagði Wendy að sú reynsla sem hún hefur öðlast í náminu hefði hjálpað henni í keppninni. Meira
14. maí 1998 | Fólk í fréttum | 399 orð

Öflugt réttardrama 12 reiðir karlar 12 Angry Men

()Framleiðandi: Terence A. Donnelly. Leikstjóri: William Friedkin. Handritshöfundur: Reginald Rose. Kvikmyndataka: Fred Schuler. Tónlist: Kenyon Hopkins. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, George C. Scott, Hume Cronyn o.fl. lengd 112 mín. Bandarísk. Warner-myndir, maí 1998. Leyfð til sýningar fyrir alla aldurshópa. Meira

Umræðan

14. maí 1998 | Kosningar | 262 orð

Af hverju heldurðu það?

Í BLAÐI R-listans fyrir síðustu kosningar var sagt frá samtali, sem átti sér stað á förnum vegi á milli þáverandi borgarstjóraefnis listans og ótilgreinds borgarbúa. Borgarbúinn spyr "hvort það sé rétt að Reykjavíkurlistinn ætli að hækka skatta"? "Nei," segir Ingibjörg Sólrún. "Við ætlum ekki að hækka skatta. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 411 orð

Atvinnumál eru líka sveitarstjórnarmál

SVEITARFÉLÖG eiga ekki nema í undantekningartilfellum að standa í atvinnurekstri, en þar með er ekki sagt að atvinnumál komi þeim ekki við. Atvinnulífið á Akureyri átti í miklum erfiðleikum í upphafi þessa áratugar. Sú bæjarstjórn sem þá sat hafði forustu um að fá hjól atvinnulífsins til að snúast á nýjan leik. Meira
14. maí 1998 | Kosningar | 415 orð

Bylting í dagvistarmálum

Dagvistarmál og málefni skólanna eru einhver mestu hagsmunamál ungs fólks og barnafjölskyldna, ekki bara hér í Hafnarfirði, heldur um land allt. Uppbygging þessara málaflokka hefur því miður setið á hakanum hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Við sjálfstæðismenn höfum í ítarlegri stefnuskrá okkar lýst helstu markmiðum okkar í dagvistar- og skólamálum. Meira
14. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 509 orð

Dauðsföll reykingamanna út úr skápnum! Frá Guðjóni Bergmann: OPI

OPINBER tala Tóbaksvarnanefndar yfir dauðsföll vegna beinna reykinga er 300 manns á ári. Opinber tala vegna óbeinna reykinga er 60 manns á ári. Samtals deyja því (opinberlega) 360 manns á ári af völdum reykinga. Það er næstum því einn á dag ­ fimm dagar frí yfir árið. "Þetta getur ekki verið," segir almenningur "það myndi einhver gera eitthvað í málinu, er það ekki?" Svarið við því er víst nei. Meira
14. maí 1998 | Kosningar | 308 orð

Eldri borgarar eiga samleið með Alþýðuflokki

ER litið er til baka yfir það kjörtímabil er senn er lokið getur Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði litið með stolti til þeirra framkvæmda er litið hafa dagsins ljós í málefnum aldraðra. Aukning hefur orðið á ýmsum sviðum í málefnum aldraðra, öldruðum gefinn kostur á kvöld- og helgarþjónustu í heimilishjálp. Aukið innlit til sjúkra aldraðra og þeirra sem eru að koma af sjúkrahúsi. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 669 orð

Heklubraut Guðna Ágústssonar

HINN 7. maí sl. birtist í Morgunblaðinu grein með heitinu "Vegur á Heklu!" eftir Guðna Ágústsson alþingismann. Í þessari ótrúlegu grein sinni fer þingmaðurinn fram á að einum framkvæmdamanni í kjördæmi sínu verði leyft að leggja veg upp hlíðar Heklu í þeim tilgangi að græða á ríkum ferðamönnum sem eru reiðubúnir að borga framkvæmdamanninum vel fyrir akstur á Heklutind. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 2355 orð

Hús og hagsmunir SjónmenntavettvangurHús listamanna, listahátíð, hús yfir listir og hagsmunir myndlistarmanna eru að þessu sinni

SENN líður að Listahátíð og vígslu Borgarlistasafns með svonefndu Errósafni til hálfs og í forgrunni, er þá margt sem kemur upp í hugann. Hinum furðulega og óskemmtilega þráleik um hús Jóns Engilberts er lokið með farsælli lausn eftir langt og strangt þóf, með því að ungt listafólk flytur inn, en ekki verður þó vikizt undan að gera hér nokkrar athugasemdir. Meira
14. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 190 orð

"Hví grætur lindin..." Frá Sverri Hermannssyni:

SÉRKENNILEG frétt birtist í Degi í fyrradag, þar sem rætt er við fyrrverandi bankastjóra, Halldór Guðbjarnason, um Toyotaviðskipti Lindar hf. Þar er því gert á fæturna að Heklumenn hafi kært til undirritaðs aðferð Lindar við kaup stórvirku vinnuvélanna af Framsóknarumboðinu. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 639 orð

Íslensk erfðagreining ­ okkar tannhjól í úrverki lyfjaiðnaðarins

NÚ ÞEGAR ný öld gengur brátt í garð er rétt að líta fram á veg og velta upp spurningunni: Við hvað viljum við að afkomendur okkar starfi í framtíðinni? Eru það fleiri eimyrjuspúandi álver eða annars konar verksmiðjurekstur eða viljum við taka sömu stefnu og framsæknustu þjóðir heims hafa, þ.e. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 1063 orð

Ísraelsmenn hafa ekkert lært og engu gleymt

ÍSRAELSMÖNNUM líkar ekkert betur en að snúa aftur til hversdagleikans. Eftir flóð, stríð og aðrar hörmungar jafnast ekkert á við léttinn og öryggiskenndina er fréttamaðurinn tilkynnir, með sinni valdsmannslegu rödd, að hversdagsleikinn sé aftur tekinn við. Meira
14. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 486 orð

Í þágu tónlistarfólks Frá Guðmundi Ragnari Einarssyni, Jóhannesi K. Péturssyn

EINS og flestir landsmenn vita eru sveitarstjórnarkosningar í nánd og vonum við að bréf þetta skili árangri í þeim. Tónlist og ungt fólk er umræðuefnið og hvað betur mætti fara á þeim vettvangi. Ímyndið ykkur líf án tónlistar, útvarp án tónlistar, sjónvarp án tónlistar og skemmtistaði án tónlistar. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 563 orð

Með lögum skal land byggja

ÉG GET ekki orða bundist er ég heyri um hina dæmdu og sjúku á Litla-Hrauni sem á víst að heita betrunarhæli. Allt virðist vanta sem lögin mæla fyrir að sé til staðar, t.d. geðlækni, sálfræðing, félagsráðgjafa o.s.frv. Tveir ungir menn binda enda á líf sitt og sá þriðji reynir að feta í fótspor þeirra. Öll hjálp, sem mjög trúlega hefði getað afstýrt þessum hræðilegu atburðum, er víðsfjarri. Meira
14. maí 1998 | Kosningar | 342 orð

Mun konum fækka?

ÞAÐ ERU alls ekki uppörvandi fréttir sem berast á öldum ljósvakans að konum í sveitarstjórnum muni fækka eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Í fréttabréfi Jafnréttisráðs er birt niðurstaða athugunar sem gefur til kynna að konum muni fækka úr því að vera 38% af kjörnum fulltrúum niður í 35%. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 846 orð

Nýjar hugmyndir Þjóðarbúið á að vera sameiginlegur pottur, segir

HÉR fer á eftir hugleiðing um kjör ungra, aldraðra og fatlaðra og úrbætur um stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Það má segja að mikið sé gert fyrir aldraða og annað fólk sem ekki telst vinnufært. Það er gert með ýmsum hætti. Flestir líta svo á að það sé gert í gustukaskyni og okkur sem njótum, finnst það flestum hálf niðurlægjandi. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 744 orð

Okkur er treystandi

MIKIL umræða og greinaskrif hafa farið fram að undanförnu um svokölluð hálendisfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Sú umræða hefur verið vægast sagt ómálefnaleg. Notuð hafa verið orð eins og siðblinda, valdníðsla, gerspilling og þjófnaður svo fátt eitt sé nefnt. Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 276 orð

Ógeðfellt orðbragð þingmanns

GREININ um málefni Kögunar hf. í Mbl. sunnudaginn 10. maí sl. kallar á, að fram fari rannsókn á þeim mjög svo alvarlegu ávirðingum sem bornar eru á þingmanninn Gunnlaug M. Sigmundsson. Ég fæ ekki annað séð en að slík rannsókn hljóti að fara fram og að þingmaðurinn verði síðan látinn taka afleiðingunum af þeim ætluðu siðferðis- og lagabrotum sem á hann eru bornar í þessari blaðagrein, Meira
14. maí 1998 | Aðsent efni | 659 orð

Ósómi Alþingis

EINKASTARFSMAÐUR Alþingis, ríkisendurskoðandi, liggur undir þungum ásökunum vegna vinnubragða sinna í "Landsbankamálinu". Upplýst er, að verkstjóri hans við samningu skýrslu embættisins til bankaráðs Landsbankans er mágur Jóhönnu Sigurðardóttur, og benda raunar sterkar líkur til þess, að hann hafi lagt á ráðin frá upphafi um aðför Jóhönnu að Sverri Hermannssyni. Meira
14. maí 1998 | Kosningar | 468 orð

R-listinn, framboð vinstri flokkanna í Reykjavík

ÞAÐ HEFUR sjaldan verið mikilvægara en einmitt núna fyrir vinstri flokkana í Reykjavík að dyljast og sýna ekki sína réttu liti. Sameiginlegt framboð þeirra, R-listinn, hefur fengið ágætan stuðning í skoðanakönnunum undanfarið og helsta von þeirra til að það haldist fram að kosningum er að tryggja að enginn muni hverjir standa að framboðinu og hvað þeir standa fyrir. Meira
14. maí 1998 | Kosningar | -1 orð

"Sveitapiltsins draumur!"

EINU sinni var ég tíu ára og átti þá, rétt eins og nú, drauma um marga hluti. Upptalning þeirra hér myndi vissulega æra óstöðugan og því hlífi ég ykkur við því. Hins vegar ætla ég að minnast á einn þeirra sem tilheyrir hinni rómantísku stefnu að rætast aldrei! Fagran vordag árið 1989 ákvað ég að virkja þorpsbúa á Hvammstanga til þátttöku í draumnum. Meira

Minningargreinar

14. maí 1998 | Minningargreinar | 674 orð

Elsa Tómasdóttir

Hún Elsa móðursystir mín er látin eftir að hafa barist við erfiðan sjúkdóm síðastliðin fimm ár. Á endanum varð hún að láta í minni pokann og hvarf á brott frá okkur á fallegum og björtum vordegi á vit annars tilverustigs, kannski ennþá bjartara og fegurra. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 648 orð

Elsa Tómasdóttir

Mig langar til að minnast systur minnar, Elsu Tómasdóttur. Elsa var stórglæsileg kona og mjög listhneigð, söngur var hennar aðaláhugamál. Hún hafði bæði mikla og fagra söngrödd. Á heimili foreldra okkar var mikið spilað og sungið. Faðir okkar og elsta systir spiluðu bæði á orgel og faðir okkar æfði kóra, bæði karla og blandaða kóra, heima í stofunum okkar. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Elsa Tómasdóttir

Elsa Tómasdóttir Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á, sterklegur skrokkurinn vaggar til og frá. Líf okkar allra og limi það ber, langt út á sjó hvert sem það fer. Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á, stormar og sjóir því grandað ekki fá. Við allir þér unnum þú ást okkar átt, Ísland við nálgumst nú brátt. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Elsa Tómasdóttir

Í dag er til grafar borin elskuleg ömmusystir mín, Elsa Tómasdóttir. Það er viss léttir eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm að hún hafði loks fengið hvíldina. Ég man efir Elsu eins langt aftur og sjálfum mér, fyrst sem skemmtilegri, hláturmildri konu, en síðar eftir því sem kynni okkar jukust, sem einkar hlýrri manneskju. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 77 orð

ELSA TÓMASDÓTTIR

ELSA TÓMASDÓTTIR Elsa Tómasdóttir fæddist á Hólmavík 20. júní 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tómas Brandsson, verslunarmaður og bóndi, f. 17.3. 1883, d. 8.6. 1966, og Ágústa Lovísa Einarsdóttir, kennari og húsfreyja, f. 9.8. 1879, d. 15.3. 1941. Systkini Elsu eru: Valgerður f. 21.5. 1913, Brandur, f. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 278 orð

Eyjólfur Jónsson

Það er komið að leiðarlokum hjá honum Eyfa. Í hugum okkar systranna er hann einn af þeim sem tilheyrir lífi okkar og tilveru. Eyjólfur Jónsson var kvæntur Guðbjörgu, Lillu, móðursystur okkar og hefur alltaf verið mikill og góður vinskapur milli fjölskyldnanna. Það var alltaf gott að koma til Lillu og Eyfa. Eyfi hafði lag á að spjalla við fólk á öllum aldri. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 145 orð

Eyjólfur Jónsson

Elsku afi. Nú ertu farinn. Þessa dagana koma minningarnar upp í huga minn. Fyrstu ár ævi minnar eyddum við miklum tíma saman, því ég var svo mikið hjá þér og ömmu í Miðbæjarskólanum. Samband okkar var alltaf gott því við vorum svo miklir vinir. Afi minn, ég kveð þig með söknuði en sætti mig við brottför þína því þú varst orðinn svo veikur, og nú veit ég að þér líður vel. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 351 orð

EYJÓLFUR JÓNSSON

EYJÓLFUR JÓNSSON Eyjólfur Jónsson fæddist á Ísafirði 11. desember 1917. Hann lést á Landakotsspítala 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Björn Eyjólfsson, gullsmiður í Reykjavík, f. 7. apríl 1875, d. 15. apríl 1954, og Brynhildur Pétursdóttir Maack, f. 5. apríl 1885, d. 5. mars 1960. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 32 orð

MARKÚS JÓNSSON

MARKÚS JÓNSSON Markús Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist í Vestmannaeyjum 3. apríl 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 5. maí. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Ragnhildur Björnsdóttir

Eins og lítið barn sem þekkir ekki neitt fer ég með opin augun út í óvissuna. Tek opnum örmum á móti öllu sem fyrir ber, með bros á vör og blóm í hjarta. Það er gott að vera lítill og saklaus og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. (I.G.) Ragnhildur er búin að losa fjötrana sem héldu henni. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 462 orð

Ragnhildur Björnsdóttir

Þegar ég skrifa þessar fátæklegu línur til ástkærrar vinkonu minnar Ragnhildar er mæðradagurinn. Verður mér þá hugsað til þess, hvað hún unni dætrum sínum innilega. Þær voru hennar lífsins ljós. Hjarta mitt er hjá þeim svo ungum, að sjá mömmu hverfa af sjónarsviðinu, en Ragnhildur verður alltaf hjá okkur. Í gegnum erfiða ævi gaf hún óendanlega af sjálfri sér. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Ragnhildur Björnsdóttir

Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Ég vil flytja systur minni, sem borin er til grafar í dag, kveðjuorð. Ragnhildur, sem var elst okkar systkina, bar nafn móðurömmu okkar og var alnafna langalangömmu okkar úr þeirri ætt. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Ragnhildur Björnsdóttir

Til Ragnhildar systur minnar, í ást og blíðu. Þegar við vorum litlar sagði hún sögur og ég hlustaði. Það voru ekki venjulegar sögur. Það voru ævintýri. Með mjólk á flösku og brauð í poka leiddi hún lítið barn að garðinum með grenitrjám og morgunfrúm Fór sjaldan inn í garðinn en sat á bekknum fyrir framan eða breiddi teppi á grasið og Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 237 orð

Ragnhildur Björnsdóttir

Það höfðu varla liðið nema nokkrir dagar frá því að Ragnhildur flutti á Bugðulækinn, þar til allir sætu strákarnir úr Laugarnesskólanum voru mættir fyrir framan húsið hennar, þar sátu þeir á grindverkinu og flautuðu, þeir klifruðu upp á svalirnar og eltu hana síðan hvert sem hún fór. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 141 orð

RAGNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

RAGNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR Ragnhildur Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1947 og ólst upp í Laugarneshverfi og Vesturbænum. Hún lést á Landspítalanum 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hulda M. Gunnarsdóttir og Björn M. Björnsson, bæði látin. Systkini Ragnhildar eru Anna S. Björnsdóttir, f. 30. nóv. 1948, Birna S. Björnsdóttir, f. 12. jan. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 1075 orð

Valgerður Sigurðardóttir

Þessar ljóðlínur standa í afmælisdagabók minni við 29.7. og þar skrifaði hún æskuvinkona mín nafnið sitt fyrir tæpum 40 árum. Vala sem hún jafnan var kölluð stendur mér enn skýrt í minni frá okkar fyrstu kynnum með ljósu náttúrukrullurnar sínar, brosandi og haldandi um hönd litlu systur sinnar. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 564 orð

Valgerður Sigurðardóttir

Við Valgerður kynntumst fyrir rúmum 10 árum. Starfsvettvangur okkar var gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem oft er stutt milli lífs og dauða. Þegar unnið er náið saman í baráttunni fyrir lífi og heilsu þjappar það starfsfólki meira saman en annars. Einkalíf blandast vinnunni, þ.e. við erum oft komin inn á gafl hvert hjá öðru. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 166 orð

Valgerður Sigurðardóttir

Kveðja til ömmu Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 125 orð

Valgerður Sigurðardóttir

Kveðja til ömmu. Elsku amma mín, ég á alltaf eftir að sakna þín mikið, þú hefur alltaf verið mér góð og þannig mun ég minnast þín, ég á margar góðar minningar tengdar þér, ég hef ákveðið að minnast þín með þessum orðum. Ég gróðursetti fræ og upp óx blóm. Blómið óx og óx, það stóðst storma og vinda. Meira
14. maí 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, ­ það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Meira

Viðskipti

14. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 238 orð

»Evrópsk hækkunþrátt fyrir ugg

EVRÓPSK hlutabréf stigu í verði í gær eftir hækkun Dow Jones í fyrrinótt þrátt fyrir mikið tap á Asíumörkuðum og áhyggjur af ólgu í Indónesíu. Í Frankfurt og París varð rúmlega 1% hækkun, en aðeins 0,1% í London. Dow steig um 0,8% eftir hækkun á bandarískum skuldabréfamarkaði, en á móti vó uggur vegna þróunarinnar í Indónesíu og vaxtaþróunar í Hong Kong. Meira

Daglegt líf

14. maí 1998 | Neytendur | 47 orð

Breytingar á Hárseli

Breytingar á Hárseli BÚIÐ er að gjörbreyta útliti Hársels, hárstofu Ingunnar í Mjódd. Þá er einnig verið að auka við úrvalið af vörum sem til sölu eru á hárstofunni og þessa dagana er veittur 15% kynningarafsláttur af vörum frá Graham Webb. Birna Jóhannsdóttir, Hildur Sæmundsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. Meira
14. maí 1998 | Neytendur | 330 orð

Nóatún við Hringbraut Verslunin tekur stakkaskiptum

"ÞAÐ þarf stöðugt að vera að endurnýja og það var kominn tími til að taka Nóatúnsbúðina í vesturbænum til endurskoðunar," segir Einar Jónsson kaupmaður þegar hann er spurður út í breytt útlit Nóatúnsverslunarinnar við Hringbraut. Að undanförnu hefur búðin tekið stakkaskiptum, búið er að leggja ný gólfefni, bæta lýsingu, skipta um innréttingar og endurhanna alla verslunina. Meira
14. maí 1998 | Neytendur | 108 orð

NýttSparpera ÞESSA dagana er heildver

ÞESSA dagana er heildverslun Jóh. Ólafssonar & co að setja á markað nýja sparperu frá Osram, Dulux el classic. Í fréttatilkynningu frá Jóh. Ólafssyni & co kemur fram að sparperan hafi það umfram hefðbundnar skrúfaðar sparperur að hún lítur út eins og venjuleg glópera. Endingartími hennar er 12.000 klukkutímar eða allt að 12 ár ef notkunartími er 3 tímar á sólarhring. Meira
14. maí 1998 | Neytendur | 141 orð

OTTO vörulistinn HEILDVERSLUNIN Rögn hefur tekið við r

HEILDVERSLUNIN Rögn hefur tekið við rekstri OTTO vörulistans en vörurnar í listanum koma frá Þýskalandi. Í fréttatilkynningu frá Rögn kemur fram að OTTO vörulistinn sé einn sá stærsti í Evrópu en hann er yfir 1.400 blaðsíður. Í listanum er að finna tískufatnað fyrir alla aldurshópa og bæði kyn. Þá er einnig hægt að panta úr honum húsbúnað og rafmagnsvörur. Meira
14. maí 1998 | Neytendur | 29 orð

Pítsur PÍTSUR hafa nú bæst í KEA Nettó vörulínuna, pítsur með fjór

Pítsur PÍTSUR hafa nú bæst í KEA Nettó vörulínuna, pítsur með fjórum bragðtegundum. Um er að ræða pítsur með nautahakki, nautahakki og pepperoni, með skinku og með skinku og pepperoni. Meira
14. maí 1998 | Neytendur | 367 orð

Verðkönnun hjá tannlæknum Allt að 287% verðmunur á

ALLT að 287% verðmunur reyndist á þriggja flata plastfyllingu í forjaxl. Ódýrust var fyllingin á 3.100 krónur en dýrust á 12.000 krónur. Þá var 213% verðmunur á röntgenmyndatöku. Ódýrust kostaði myndin 800 krónur en dýrust var hún á 2.400 krónur. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði fyrir nokkru á algengum gjaldliðum hjá starfandi tannlæknum á Íslandi. Meira

Fastir þættir

14. maí 1998 | Dagbók | 3297 orð

APÓTEK

»»» Meira
14. maí 1998 | Í dag | 128 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. N.k. laugardag

Árnað heilla ÁRA afmæli. N.k. laugardag 16. maí verður áttræð Ólafía Helgadóttir, Heiðarbraut 7, Garði. Hún og eiginmaður hennar Ólafur Sigurðsson bjóða vinum og ættingjum í kaffi frá kl. 16-20 í Sæborgu, húsi verkalýðsfélagsins sem er við Garðbraut 69a (baka til við Íslandspóst). Meira
14. maí 1998 | Fastir þættir | 284 orð

Áskirkja.

Í DAG, fimmtudag, verður haldinn afmælishátíð í Krossinum að Hlíðasmára 5 í Kópavogi í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis. Hátíðin hefst kl. 20.30. Sungin verða lög frá Ísrael og dansaðir dansar sem ættaðir eru þaðan. Ávörp verða flutt. Afmælishátíðinni lýkur síðan með kaffisamsæti. Allir eru hjartanlega velkomnir. Áskirkja. Meira
14. maí 1998 | Fastir þættir | 553 orð

Kartöflur allt árið

Nú er orðin breyting á með ræktun og innflutningi alls konar grænmetistegunda og ávaxta. Það er einkum yngri kynslóðin sem ekki borðar kartöflur nema þá helst "franskar," en í þeim eyðileggjast yfir 90% vítamína og þær sjúga í sig geysilega fitu. Í kartöflum eru verðmæt kolvetni og margir hugsa efalaust: Pasta er alveg eins góður kolvetnagjafi og það er miklu ódýrara. Meira
14. maí 1998 | Dagbók | 664 orð

Reykjavíkurhöfn: Atlandic Peace, Brimrún, Sléttanes og Mælifell

Reykjavíkurhöfn: Atlandic Peace, Brimrún, Sléttanes og Mælifell fóru í gær. Hansido kom í gær og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Green Artic, Hrafn Sveinbjarnarsonog Hanesdo fóru í gær.Ozehereley og Oknotino komu í gær. Ýmir kemur í dag. Meira
14. maí 1998 | Í dag | 541 orð

ÝLEGA fór Víkverji í kvikmyndahús til þess að horfa á kvik

ÝLEGA fór Víkverji í kvikmyndahús til þess að horfa á kvikmynd sem í lék leikarinn Richard Gere og bar myndin titilinn "Red Corner". Myndin var í sjálfu sér ágæt dægrastytting og fjallaði um kaupsýslumann, sem fer út af sporinu í kaupsýslunni austur í Peking og fer að eiga vingott við fegurðardís, sem hann hittir þar. Meira
14. maí 1998 | Í dag | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Á MORGUN, föstudaginn 15. maí verður fimmtugur Gunnlaugur Björnsson, Barðstúni 3 á Akureyri. Hann og eiginkona hans, Ester Steindórsdóttir, verða heima á afmælisdaginn eftir klukkan 20.00 og bjóða þá öllum vinum og kunningjum er vilja samfagna á þessum merku tímamótum, hjartanlega velkomin til sín í Barðstúnið. Meira

Íþróttir

14. maí 1998 | Íþróttir | 168 orð

Bílstólar ekki alltaf notaðir rétt

SIGURÐUR Helgason hjá Umferðarráði varar fólk við fölsku öryggi barnabílstóla sem ekki séu rétt notaðir. Á þriðjudag varð bílslys í Langadal þar sem barn á þriðja ári, sem fest var í barnabílstól, hentist út úr bílnum en þegar að var komið voru ólar bílstólsins festar og engin merki um að í honum hefði setið barn. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 75 orð

Brolin til Álaborgar? THOMAS Brolin, sem lék með Cry

THOMAS Brolin, sem lék með Crystal Palace í lok síðustu leiktíðar, gæti verið á leið til Danmerkur til að leika með Álaborg. Sænski þjálfarinn Hasse Backe er með danska liðið og hefur falast eftir því að fá Brolin til liðsins fyrir næsta tímabil. "Ég er búinn að ræða við Brolin og mun hafa samband við hann aftur í næsta mánuði og þá kemur í ljós hvort hann er tilbúinn að koma," sagði Backe. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 256 orð

CLAUDIO Lopez, landsliðsmaður

CLAUDIO Lopez, landsliðsmaður Argentínu og leikmaður með Valencia á Spáni, var í gær dæmdur í sex leikja bann. Lopez, sem skoraði mark Argentínu í 1:0 sigri á Brasilíu fyrir tveimur vikum, réðist á Otero Yugueros, leikmann Sporting Gijon, Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 321 orð

Friðrik til liðs við UMFN

FRIÐRIK Stefánsson, landsliðsmaður í körfukattleik sem hefur leikið með KFÍ á Ísafirði undanfarin ár, er á förum til Njarðvíkur. Hann hyggst leika með Suðurnesjaliðinu næsta vetur. "Honum fannst vera kominn tími á breytingar hjá sér eftir fjögur ár fyrir vestan," sagði Guðjón Þorsteinsson, forsvarsmaður KFÍ og nýkjörinn stjórnarmaður KKÍ. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 260 orð

Guðjón: við áttum hættulegri færi

"MIÐAÐ við úrslit síðustu leikja var ég ánægður með þetta. Menn lögðu sig fram," sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari, í samtali við Morgunblaðið í Cannes í Frakklandi í gær, eftir að Ísland hafði gert jafntefli, 1:1, í vináttulandsleik gegn Saudi Arabíu. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 250 orð

Gunnar Berg gengur frá í dag GUNNAR Berg

GUNNAR Berg Viktorsson skrifar að öllum líkindum undir eins árs samning við Fram í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ber lítið á milli Gunnars og Framara og ekki sennilegt að það verði til þess að koma í veg fyrir að upp úr slitni. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 69 orð

Helmingslíkur að Bergkamp leikiDENNIS Be

DENNIS Bergkamp sagði í gær að hann teldi helmingslíkur á því að hann leiki með Arsenal gegn Newcastle í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Bergkamp hefur verið frá keppni um tíma vegna meiðsla í lærvöðva. "Ég er að skána og fer í læknisskoðun [í dag] og í framhaldi hennar verður tekin ákvörðun um það hvort ég tek þátt í leiknum eða ekki," sagði Bergkamp í gær. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 612 orð

Hraðlestin komin á fullt

LOS Angeles Lakers er komið í lokaúrslit gegn Utah Jazz eftir að bæði lið unnu sína leiki á þriðjudagskvöld. Eins og Lakers liðið leikur nú er erfitt að sjá að nokkurt annað lið nái að stöðva það. Því er best að stökkva um borð eins og flestir körfuknattleiksspekingar gera þessa dagana og segja liðið sigurstranglegast þeirra liða sem eftir eru áður en það verður of seint. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 386 orð

Íslendingar nær sigri gegn HM- liði Saudi Araba

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli, 1:1, við Saudi-Arabíu í Cannes. Íslendingar áttu hættulegri færi og voru nær sigrinum. Íslenska landsliðið byrjaði betur og Þórður Guðjónsson átti góðan skalla að marki eftir hornspyrnu sem var varinn, boltinn barst út í teig og eftir mikinn barning náði Lárus Orri Sigurðsson að skora af miklu harðfylgi. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 53 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Vesturdeild: Utah - San Antonio87:77 Utah vann 4:1. Seattle - LA Lakers95:110 Lakers vann 4:1. Utah

NBA-deildin Vesturdeild: Utah - San Antonio87:77 Utah vann 4:1. Seattle - LA Lakers95:110 Lakers vann 4:1. Utah og Lakers leika til úrslita í Vesturdeild. Íshokkí NHL-deildin Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 369 orð

LAZIO hefur staðfest að það

LAZIO hefur staðfest að það eigi í viðræðum við Chelsea þess efnis að enska félagið kaupi framherjanum Pierluigi Casiraghi. Ítalskir fjölmiðlar segja að Chelsea sé tilbúið að greiða rúmlega 700 milljónir króna fyrir framherjann, en Lazio vilji gjarna fá nærri 150 milljónum til viðbótar í sinn hlut. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 218 orð

Leikið í Hollandi HOLLENSKA ríkisstjórnin ákvað í

HOLLENSKA ríkisstjórnin ákvað í gær að heimila allt nauðsynlegt flug um Schipholflugvöll miðvikudaginn 20. maí til að tryggja að úrslitaleikur Juventus frá Ítalíu og Real Madrid frá Spáni í Meistaradeild Evrópu fari fram í Amsterdam eins og áður hafði verið ákveðið. "Öll umbeðin flugumferð verður leyfð," sagði talskona samgöngumálaráðuneytisins. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 91 orð

Little tekur við Stoke BRIAN Little hefur verið ráðinn knattspyrn

BRIAN Little hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri hjá Stoke City, sem leikur í 2. deild næsta tímabil. Hann hætti hjá Aston Villa í febrúar eftir slakt gengi liðsins. Little verður fjórði knattspyrnustjórinn sem Lárus Orri og félagar hafa á aðeins níu mánuðum. Hinir eru Chic Bates, Chris Kamara og Alan Durban. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 301 orð

Mætum ekki liðum með tíu manna vörn á HM"ÉG er

"ÉG er ánægður með leikinn. Þetta var góð æfing og við þurftum á henni að halda. Þetta var góður leikur, menn voru harðir af sér og höfðu góðar gætur á andstæðingnum," sagði Carlos Alberto Parreira, hinn brasilíski þjálfari landsliðs Saudi Arabíu, við Morgunblaðið eftir leikinn í Cannes ­ en hann var einmitt þjálfari Brasilíumanna þegar þeir urðu heimsmeistarar í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 197 orð

Robert M¨uller um sjónvarpsmálið

Robert M¨uller, yfirmaður sjónvarpsréttindamála hjá þýska fyrirtækinu UFA, sem á einkasölurétt á beinum sjónvarpsútsendingum frá íslensku knattspyrnunni næstu fjögur árin, sagði við Morgunblaðið á miðnætti í Svíþjóð í gær að samningar hefðu ekki tekist við íslensku sjónvarpsstöðvarnar og því kæmi hann sennilega ekki til Íslands í dag eins og hann hafði vonað. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 357 orð

Saudi Arabía - Ísland1:1

Cannes, Frakklandi, vináttulandsleikur í knattspyrnu, miðvikudaginn 13. maí 1998. Mark Sáda: Sami al-Jaber (49.) Mark Íslands: Lárus Orri Sigurðsson (8.). Áhorfendur: 500. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 64 orð

SNÓKERKristján og Jóhannes B. óheppnir með

KRISTJÁN Helgason og Jóhannes B. Jóhannesson voru óheppnir þegar dregið var í 16-manna úrslit á Evrópumóti atvinnu- og áhugamanna í snóker sem nú stendur yfir í Finnlandi. Kristján mætir Stephen Maquire frá Skotlandi og Jóhannes B. mætir Scott McKenzie frá Skotlandi. Þeir eru báðir taldir arftakar Stephens Hendrys og heimsmeistarans nýkrýnda, John Higgins. Leikir þeirra félaga verða í dag. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 269 orð

Sterk vörn

"ÉG er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson varnarmaður. "Ég hef spilað áður við Saudi-Araba og þá lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þá vorum við hins vegar með reynsluminna lið. Varnarleikurinn stóð upp úr hjá okkur og það er lykillinn að við náum árangri, ásamt góðu leikskipulagi. Við vorum kannski ekki nógu vakandi í sókninni. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 325 orð

Tvö tveggja marka töp á móti Japan

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði fyrir A-landsliði Japana, 21:19, í æfingaleik sem fram fór í Þorlákshöfn í gær. Staðan í leikhléi var 12:9 fyrir Japani. Liðin léku einnig í fyrrakvöld og þá tapaði íslenska liðið með sama mun, 22:20, og fór leikurinn fram á Hvolsvelli. Meira
14. maí 1998 | Íþróttir | 399 orð

Zola skoraði með annarri snertingu sinni

Ítalinn Gianfranco Zola ætlaði sér og Chelsea stóra hluti í Stokkhólmi í gærkvöldi og hann stóð við stóru orðin. Hann kom inn á fyrir Tore Andre Flo á 71. mínútu, fékk boltann úr innkasti, gaf aftur, hljóp fram, fékk sendingu frá fyrirliðanum Dennis Wise, lét vaða með hægri fæti við vítateiginn og skömmu síðar small boltinn í þaknetinu. 23 sekúndum eftir að hann hóf leikinn. Meira

Úr verinu

14. maí 1998 | Úr verinu | 393 orð

Afli við Jan Mayen var nánast enginn

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur engin vísindaleg gögn á að byggja sem sýna loðnugöngur á Jan Mayen svæðinu á árinu 1997 hvað þá heldur "verulegar" göngur enda reyndist afli þar nánast enginn. Þetta má m.a. lesa út úr svari, sem stofnunin hefur sent Landssambandi íslenskra útvegsmanna eftir að LÍÚ óskaði þess í bréfi til Hafrannsóknastofnunarinnar 11. maí sl. Meira
14. maí 1998 | Úr verinu | 120 orð

Jóna Eðvalds lengd í Póllandi

NÓTASKIPIÐ Jóna Eðvalds SF 20 kom heim frá Póllandi á laugardag, eftir endurbætur sem þar voru unnar. Skipið var lengt um 10 metra og tvöfaldast burðargeta þess, var áður 420 tonn en verður 840 tonn samkvæmt útreikningum. RSV sjókælikerfi var um borð sem nýtist fyrir heildina, þótt afkastageta þess minnki við stækkun rýmis. Meira
14. maí 1998 | Úr verinu | 177 orð

Námskeið haldið um hollustu sjávarfangs

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins heldur námskeið í samvinnu við Manneldisráð Íslands á morgun, föstudag, sem ber yfirskriftina "Hollusta sjávarfangs". Um er að ræða fjölbreytt og fróðlegt námskeið, sem ætlað er að höfða til breiðs hóps fólks, svo sem sölumanna, útflytjenda, næringarráðgjafa, heilbrigðisfulltrúa, matreiðlslumanna, kennara og fleiri. Meira

Viðskiptablað

14. maí 1998 | Viðskiptablað | 591 orð

ÐInnlend, umhverfisvæn og dugar á 4.000 bíla

UMHVERFISUMRÆÐA hefur verið þónokkur hér á landi að undanförnu og hefur þar mest farið fyrir fréttum af áætlunum Daimler-Benz, í samstarfi við íslensk orkuyfirvöld, um að gera tilraunir hér á landi með rekstur vetnisbíla. Í blaðinu í gær er sagt frá öðrum umhverfisvænum orkugjafa, metangasi, sem stendur mun nær okkur að nota þar sem framleiðsla á honum er þegar hafin. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 92 orð

ÐÍslensk fyrirtæki eflast

AÐSTANDENDUR bókarinnar um Íslensk fyrirtæki hafa nýlega sent um 16.000 fyrirtækjum bréf þar sem þeim gefst kostur á að leiðrétta þær upplýsingar sem bókin hefur í gagnagrunni sínum. Að sögn Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, ritstjóra, Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 144 orð

ÐNýbygging Kringlunnar Nýjar teikningar kynnt

Á KYNNINGARFUNDI sem Eignarhaldsfélagið Kringlan hf. hélt á Grand Hótel Reykjavík í gær fyrir rekstraraðila í Kringlunni, kynnti arkitektinn Richard Abrahams nýjar þrívíddarteikningar af 9.500 fermetra nýbyggingu þeirri sem reisa á við Kringluna, en framkvæmdir eru nú hafnar við fyrsta áfanga byggingarinnar. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 73 orð

ÐYfirverkfræðingur hjá Lava hf.

SVEINBJÖRN Jónsson hefur verið ráðinn yfirverkfræðingur Lava hf., dótturfyrirtækis Íslenskra aðalverktaka hf. Sveinbjörn er fæddur árið 1954. Hann lauk prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1979 og MSE prófi í framkvæmdum og stjórnun frá University of Michigan í Ann Arbor 1980. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 143 orð

Herra Jen á útleið

STARF kunnasta fjármálafulltrúa Japana, Eisuke Sakakibara, virðist í hættu vegna þess að þrýst er á um að hreinsa til í japanska fjármálaráðuneytinu vegna nýlegra hneykslismála að sögn sérfræðinga. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 176 orð

Kaupfélag Héraðsbúa kaupir viðskiptahugbúnað frá Streng

KAUPFÉLAG Héraðsbúa hefur ákveðið að kaupa Navision Financials, viðskiptahugbúnaðinn frá Streng hf. ásamt sérlausnum fyrir kaupfélög og verslanir. Kaupfélag Héraðsbúa er með allar tegundir verslunarreksturs á nokkrum stöðum á Austurlandi og flókinn rekstur. Fyrirtækið hafði því þörf fyrir sérlausnir í hugbúnaði, að því er segir í fréttatilkynningu frá Streng. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 1124 orð

Sterk tengsl á milli vinsælda og afkomu fyrirtækja

ÍSLENSK erfðagreining er það fyrirtæki sem flestir háskólastúdentar kysu að starfa hjá að námi loknu en Hagkaup er það fyrirtæki sem er í minnstum metum meðal háskólanema. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var á meðal nemenda við Háskóla Íslands nýverið og kynntar verða á ráðstefnu Ímarks á morgun sem fjallar um skipulagðar vinsældir fyrirtækja. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 835 orð

Til nýrra starfa hjá Tali

ARNÞÓR Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals. Arnþór er stúdent frá MH 1981 og verkfræðingur frá Háskóla Íslands 1985. Hann lauk meistaraprófi (MSCE) frá University of Washington 1987 og MBA prófi með áherslu á markaðsfræði og fjármál frá sama skóla árið 1996. Arnþór starfaði há ABKJ Engineers í Seattle 1988 til 1992, hjá Hönnun hf. Meira
14. maí 1998 | Viðskiptablað | 338 orð

Viðræðum við EMI ekki að fullu lokið

VIÐRÆÐUM um tilboð í brezka tónlistarrisann EMI Group er lokið í bili, en ekki fyrir fullt og allt, að sögn sérfræðinga. Gengi bréfa í EMI lækkaði verulega þegar fyrirtækið tilkynnti að það hefði slitið viðræðum við kanadíska skemmti- og áfengisrisann Seagram Co. Ltd. Hlutabréf í EMI lækkuðu um 8% í verði, eða um 45 pens í 528. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.