Greinar laugardaginn 23. maí 1998

Forsíða

23. maí 1998 | Forsíða | 164 orð

33 farast í jarðskjálfta

AÐ MINNSTA kosti 33 fórust og um 100 er saknað eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Mið-Bólivíu í gær. Óttast er að tugir manna séu grafnir í rústum heimila sinna eftir skjálftann, sem varð fyrir dögun og mældist 6,6 stig á Richter. Meira
23. maí 1998 | Forsíða | 537 orð

Einungis óvissa um afstöðu sambandssinna

METÞÁTTTAKA var í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð N-Írlands í gær og var búist við að á milli 80 og 90% kjósenda þar myndu neyta kosningaréttar síns. Einnig var kosið sunnan landamæranna og er þetta í fyrsta skipti síðan 1918 sem íbúar eyjunnar Írlands greiða atkvæði um sama efni, en eyjunni var skipt upp í tvö ríki árið 1920. Meira
23. maí 1998 | Forsíða | 293 orð

Habibie heitir umbótum

JUSUF Habibie, nýr forseti Indónesíu, kynnti nýja "umbóta"-ríkisstjórn í gær, en uppskar með því lítil viðbrögð með þjóðinni, sem er búin að fá sig fullsadda á hinni efnahagslegu og þjóðfélagslegu óreiðu sem ríkir í landinu. Indónesíski herinn rak fjölda námsmanna á brott úr þinghúsinu í nótt, þar sem þeir höfðu verið í á sjötta sólarhring. Meira
23. maí 1998 | Forsíða | 122 orð

Sex dauðsföll í athugun

SEX menn hafa látist eftir að hafa tekið inn getuleysislyfið Viagra en ekki er þó enn ljóst hvort það olli dauða þeirra. Talsmaður bandaríska lyfjaeftirlitsins sagði í gær, að það og framleiðandinn, Pfizer, væru að kanna hvað hefði orðið mönnunum að aldurtila. Meira

Fréttir

23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 185 orð

Aitken ákærður fyrir meinsæri

JONATHAN Aitken, fyrrverandi ráðherra í breska fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni, hindra framgang réttvísinnar og samsæri um að leggja stein í götu réttvísinnar. Málið snýst um misheppnaða málshöfðun Aitkens á hendur The Guardian, sem hafði sakað hann um að hafa útvegað saudi-arabískum kaupsýslumönnunum vændiskonur, Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Aukið umferðareftirlit á Vesturlands- og Suðurlandsvegi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka verulega umferðareftirlit á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi frá því sem nú er. "Athyglinni verður einkum beint að því að draga úr ökuhraða og koma í veg fyrir hættulegan framúrakstur. Þetta átak byrjar næstu daga og verður um óákveðinn tíma. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ákvarðanatöku seinkað vegna ósættis

Ákvarðanatöku seinkað vegna ósættis MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Í tilefni af frétt í Ríkisútvarpinu þann 19. maí sl. vill Þorsteinn Njálsson, heilsugæslulæknir, Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

Álag á kerfi Landsvirkjunar hefur aukist

SAMNINGAR Landsvirkjunar við Norðurál gera ráð fyrir að afhent verði orka í fyrri áfanga gangsetningar frá júnímánuði en ekki fyrr en síðla árs til síðari áfanga þegar komin verður til skjalanna orka frá stækkaðri Kröfluvirkjun, viðbótarorka frá endurnýjaðri Búrfellsvirkjun og frá nýja orkuverinu við Nesjavelli. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 539 orð

Ánægður með vandaða smíði

NÝR snurvoðarbátur, Reykjaborg RE 25, kom til heimahafnar í gærmorgun eftir 18 tíma stím frá Ísafirði, nánast í rjómablíðu þremur til fjórum vindstigum. "Mig langaði að fá átta til tíu vindstig til að prófa bátinn en við fengum samt hreyfingarnar ágætlega á tilfinninguna. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Átti aldrei að selja Samherja

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, vegna umfjöllunar um sölu ÚA á eignarhlut sínum í Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) í Þýskalandi, að Samherja hafi verið haldið frá viðræðum um málið í sex vikur. "Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi verið ætlunin að selja Samherja hf. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

ÁTVR lokað með lagaboði á kjördag

ÁFENGISÚTSÖLUR verða lokaðar á í dag, kjördag. Þetta er samkvæmt ákvæði í áfengislögum. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auglýsti lokunina í Morgunblaðinu í gær. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að þetta ákvæði hefði lengi verið í áfengislögunum en hefði ekki haft mikla þýðingu undanfarin ár. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Banaslys á Tjörnesi

STÚLKA um tvítugt lést þegar bifreið sem hún ók fór út af veginum og fram af 25 metra háum hömrum við Skeiðsöxl austarlega á Tjörnesi. Talið er að hún hafi látist samstundis, að því er fram kemur í frétt frá lögreglunni á Húsavík. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Beinar útsendingar frá kappreiðum Fáks í sumar

BEIN útsending frá Hvítasunnukappreiðum Fáks verður í Sjónvarpinu 1. júní nk. Hestamannafélagið Fákur, Saga Film og Ríkisútvarpið Sjónvarp hafa gert með sér samning um beinar útsendingar frá Fáksvelli í sumar og er stefnt að allt að sex útsendingum. Keppt verður í fjórum keppnisflokkum; 150 og 250 metra skeiði og 350 og 800 metra skeiði. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Benda hver á annan

ÞRÍR menn fengu að gista fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík eftir að bifreið sem þeir voru í lenti á vegriði í Vonarstræti um klukkan þrjú í fyrrinótt. Þegar lögregla kom að voru félagarnir komnir út úr bílnum og ekki var ljóst hver þeirra var undir stýri þegar óhappið varð. Að sögn lögreglu eru þeir allir grunaðir um ölvun og bendir hver á annan. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Björgunarleiðangurinn kominn úr Grímsvötnum

JEPPABIFREIÐIN sem vísindamennirnir tveir í leiðangri raunvísindastofnunar fóru í fram af Grímsfjalli nýlega kom mikið skemmd til Reykjavíkur í gær. Ellefu félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík voru í björgunarleiðangri sem fór til að ná í jeppann. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Dansleikir á Ingólfstorgi

"KOMIÐ og dansið" standa fyrir dansleikjum á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur sunnudagana 24. maí, 7. júní og 14. júní nk. Um er að ræða tilbreytingu í miðborgarlífinu í samstarfi við menningarsveit Hins Hússins. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1269 orð

Deilt um rými fyrir bílana Borgarstjórnarflokkana greinir á um það hvort greiða skuli leið bíla í borginni eða treysta á

Borgarstjórnarflokkana greinir á um það hvort greiða skuli leið bíla í borginni eða treysta á almenningssamgöngur og reiðhjól og draga þannig úr útblæstri og vernda græn svæði. Helgi Þorsteinsson ræddi við fulltrúa borgarstjórnarflokkanna um framtíðarumhverfi Reykvíkinga allt frá Vesturbænum að Geldinganesi. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

ÐVerktaki stendur skil á opinberum gjöldum

VERKTAKI ber ábyrgð á því að standa skil á opinberum gjöldum vegna starfsemi sinnar, svo sem virðisaukaskatti, tryggingagjaldi og öðru slíku, samkvæmt upplýsingum skattyfirvalda. Verkkaupinn ber ekki ábyrgð á þessu að öðru leyti en því að hann þarf að fá fullgild skjöl fyrir þeirri greiðslu sem hann innir af hendi og gefa upp til skattyfirvalda í árslok. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ekki á stefnuskránni að hlutafélagavæða SVR

ÁRNI Sigfússon, oddviti framboðslista sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna, segir að það sé ekki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að hlutafélagavæða Strætisvagna Reykjavíkur ef flokkurinn nær meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Meira
23. maí 1998 | Óflokkað efni | 410 orð

Ég er bara blikkari

ODDUR Helgi Halldórsson á L- lista, Lista fólksins, hefur varla tíma til að vera í vinnunni vegna anna við kosningabaráttuna, en hann rekur blikksmíðaverkstæðið Blikkrás. Hann hefur mikið verið á ferðinni milli vinnustaða, til að heyra hljóðið í fólkinu í matar- og kaffitímum og í síðdegiskaffinu í gærdag heimsótti hann strákana á verkstæðinu hjá Samherja. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 848 orð

Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og tvær líkamsárásir

NÍTJÁN ára piltur, Kristján Bragi Valsson, var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu skaðabóta og sakarkostnaðar m.a. fyrir tvær líkamsárásir og tilraun til manndráps. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 697 orð

Fór upp á borð og skaut í allar áttir

ÍBÚARNIR í Springfield, 50.000 manna bæ í Oregon í Bandaríkjunum, voru enn í gær að reyna að átta sig á atburðum fimmtudagsins en þá kom 15 ára gamall drengur inn í mötuneyti eins skólans vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og skaut af honum á skólafélaga sína. Lést einn þeirra strax en annar af sárum sínum í gær. 22 eru særðir og sumir alvarlega. Á heimili hans fundust síðar lík foreldra hans. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hjá SVR og í Kringlunni

FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon, áttu fund með vagnstjórum Strætisvagna Reykjavíkur á Hlemmtorgi í hádeginu í gær. "Þetta var góður og skemmtilegur fundur eins og alltaf þegar vagnstjórar SVR eru annars vegar," sagði Vilhjálmur. "Þeir liggja ekki á skoðunum sínum og tala kjarngóða íslensku. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Full ástæða til að skoða gömul loforð

TÆPLEGA 300 manns hafa mótmælt tillögu að deiliskipulagi í Norður-Mjódd og segja að gangi það eftir hafi "forráðamenn Borgarskipulags [náð] því markmiði að svíkja allt það sem lofað var um þetta svæði í upphafi Breiðholtsbyggðar". Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði að full ástæða væri til að fara yfir gömul loforð. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 636 orð

Fyrirtæki stofnað í Kanada

FISKELDI Eyjafjarðar hf., FISKEY, hefur náð mjög góðum árangri í framleiðslu lúðuseiða og er framleiðsla fyrirtækisins úr síðustu hausthrygningu um 150 þúsund seiði, sem er um 50% af heimsframleiðslu síðasta árs. Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri FISKEY, gerir sér vonir um að framleiða um 300 þúsund lúðuseiði á þessu ári. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Gjafir til Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík

LIONSKLÚBBURINN Eir á Seltjarnarnesi færði 18. maí sl. fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík sjónvarps- og myndbandstæki og millilinsu á myndavél að gjöf. Klúbburinn hefur alloft gefið fíkniefnadeildinni góðar gjafir er nýtast henni vel í baráttunni við fíkniefnavandann. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Gott gengi í alþjóðlegri danskeppni

ALÞJÓÐLEG danskeppni var haldin fyrir skömmu í Fleetwood á Englandi. Nokkur íslensk pör sem lokið höfðu keppni í Blackpool skelltu sér til Fleetwood og kepptu þar við danspör í flokki þeirra sterkustu í heimi í flokki unglinga og barna. Í fyrsta sæti í suður-amerískum dönsum í flokki unglinga 12­15 ára urðu þau Snorri Engilbertsson og Doris Ósk Guðjónsdóttir sem einnig urðu í 2. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Grunaður um lyfjanotkun

UMFERÐARÓHAPP varð á Norðurlandsvegi austan við brúna á Laxá á Ásum um sjöleytið á miðvikudagskvöld þegar bíll lenti utan í öðrum, sem fór við það út af veginum, en ökumaður hins fyrrnefnda hafði verið að taka fram úr hinum þegar hann sá að bíll kom á móti þeim. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir eru töluvert skemmdir. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Göngudagur Ferðafélagsins í Hraunum

GÖNGUDAGUR Ferðafélagsins sem er hinn 20. í röðinni verður að þessu sinni í náttúruperlunni Hraunum og nágrenni með skemmtilegum gönguferðum fyrir alla. Í boði verða tvær gönguferðir, sunnudaginn 24. mars. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Götur og torg á Kjarvalsstöðum

BJÖRN Ólafs arkitekt heldur spjallfund með yfirskriftinni Götur og torg á Kjarvalsstöðum mánudaginn 25. maí kl. 20 á vegum Arkitektafélags Íslands og byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 277 orð

Hague segir EMU stórhættulegt

DEILUR innan brezka Íhaldsflokksins um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) hafa nú blossað upp að nýju eftir að leiðtogi flokksins, William Hague, dró upp mjög svartsýna mynd af afleiðingum myntbandalagsins fyrir efnahag Evrópu í ræðu sem hann flutti í Frakklandi í fyrrakvöld. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hana-nú heimsækir flokkana

Á UNDANFÖRNUM árum hefur gönguklúbbur Hana-nú sett svip sinn á bæjarbraginn í Kópavogi að morgni kosningadags með því að heimsækja kosningaskrifstofur listanna. Þessari venju verður viðhaldið í ár. Lagt verður af stað frá Gjábakka kl. 10 í dag. Það eru allir velkomnir með í för. Meira
23. maí 1998 | Landsbyggðin | 68 orð

Heilsugæslunni í Búðardal færð stórgjöf

Búðardal-Kvenfélagið Fjólan í Suðurdölum á 70 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni færðu kvenfélagskonur Heilsugæslustöðinni í Búðardal eyrnaskoðunartæki af bestu gerð að verðmæti 150.000 kr. Yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar, Lárus Ragnarsson, tók við gjöfinni og þakkaði kvenfélagskonum hlýhug og hugulsemi. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Heimssýningin í Portúgal opnuð Mikil aðsókn í ís

OPINBER setning heimssýningarinnar í Portúgal, EXPO '98, var í fyrrakvöld. Íslenski sýningarskálinn var opnaður í gærmorgun. Mikil aðsókn var í skálann og segir Sverrir Haukur Guðmundsson, sendiherra Íslands gagnvart Portúgal, sem var við opnunina, að gestir hafi sýnt sérstaklega mikinn áhuga á margmiðlunarefni um Ísland og þeir standi í röðum við tölvur í forsal sýningarskálans. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Hrannar dragi sig úr baráttunni

"Á SAMA hátt og Hrannar gerði samkomulag við borgarstjóra að hann viki úr borgarstjórn kæmi til kæru í skattamálum hans, á Hrannar að gera samkomulag við borgarbúa. Hann á að draga sig formlega úr kosningabaráttunni og segjast ekki munu taka sæti fyrr en nafn hans hefur verið hreinsað," sagði Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags, í grein í blaðinu sl. fimmtudag. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 743 orð

Hvetja konur í stjórnmálum

Kvenréttindafélag Íslands opnaði nýlega heimasíðu á alnetinu. Sigrún Edda Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands. "Kvenréttindafélagið er orðið rúmlega nírætt og heimasíðan er liður í að komast í samband við ungar konur sem nota þennan vettvang til að fylgjast með því hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Innbrotahrina í Borgarfirði

HRINA innbrota í sumarbústaði er nú í rannsókn hjá lögreglunni í Borgarnesi, en í vikunni kom í ljós að farið hafði verið inn í fimm bústaði í Skorradal og einn í Svínadal á allra síðustu dögum. Að sögn lögreglu er talið líklegt að sömu menn hafi verið að verki í bústöðunum og var greinilegt að þeir voru á höttunum eftir verðmætum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Íslenska handverkshúsið opnað

VERSLUNIN Íslenska handverkshúsið hefur verið opnuð í Lækjargötu 4 í Reykjavík. Verslunin mun leggja áherslu á vandað vöruúrval og úrval af því besta í handverki, segir í fréttatilkynningu. Ull, gler, keramik og skartgripir eru dæmi um vörur sem Íslenska handverkshúsið sérhæfir sig í. FRÁ Íslenska handverkshúsinu. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Íslensku konurnar komnar yfir Grænlandsjökul

FYRSTU íslensku konurnar til að ganga yfir Grænlandsjökul komu niður af jöklinum á þriðjudagskvöld. Þá áttu þær ófarna um 25 km fótgangandi til byggðarinnar í Syðri Straumfirði og þurftu að selflytja birgðir hluta leiðarinnar. Ferðin yfir jökulinn gekk vel og voru allir vel á sig komnir þegar komið var á leiðarenda. Meira
23. maí 1998 | Óflokkað efni | 941 orð

Jón Kristinsson

Það var á haustdögum 1947 að ungur kennari réðst til starfa við Reynis- og Deildarárskóla í Mýrdal. Kennslu var þannig háttað að kennt var annan daginn við Deildará, um klukkustundar gang og hinn við Reynisskóla, um stundarfjórðungsgang frá Reyni. Á þeim tíma þótti ekki tiltökumál að byrja daginn með klukkustundar göngu, hvernig sem viðraði. Meira
23. maí 1998 | Landsbyggðin | 159 orð

Keiko kominn til Húsavíkur

Húsavík-Sjóferðir Arnars ehf. á Húsavík hafa fest kaup á hvalaskoðunarskipinu Moby Dick til siglinga fyrir ferðamenn og hefur hann hlotið nafnið Keiko. Moby Dick, sem áður hét Fagranes og var í siglingum um Ísafjarðardjúp, Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Kom söngurinn ekki á óvart

BERGLJÓT Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar í Björgvin, segir uppákomuna að lokinni setningarathöfn hátíðarinnar síðastliðinn miðvikudag, þegar gestir í Grieg-höllinni sungu Björgvinjarsönginn umtalaða, ekki hafa komið sér á óvart, en sem kunnugt er ákvað hún að fella hann út úr athöfninni. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Kosið er til 124 sveitarstjórna í dag

KOSIÐ er til 124 sveitarstjórna í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar eru í dag og er það 47 sveitarstjórnum færra en í seinustu sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum. Fjöldi kjósenda er 193.698 samkvæmt kjörskrárstofni Hagstofunnar, í alls 162 sveitarfélögum. Vegna sameiningar sveitarfélaga fækkar þeim hins vegar eftir kosningarnar og verða sveitarfélögin þá 124 talsins. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 1230 orð

Kosið um framtíð Norður-Írlands

"ÞETTA er a.m.k. skref framávið, við getum ekki látið menn eins og Ian Paisley sífellt halda aftur af okkur," sagði leigubílsstjóri við blaðamann. En þótt Norður-Írar beri þannig nokkrar vonir til úrslita atkvæðagreiðslunnar um friðarsamninginn eru menn enn uggandi um framtíðina, enda hafði Tony Blair, Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 23 orð

Kosningakaffi Kópavogslistans

Kosningakaffi Kópavogslistans KOSNINGAKAFFI Kópavogslistans verður á kjördag í Þinghóli, Hamraborg 11 og Hamraborg 14a. Kosningavaka Kópavogslistans verður í Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 21.30. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 516 orð

Kosningavaka undirbúin

MIKIÐ var um að vera við undirbúning kosningavaka sjónvarpsstöðvanna er ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar inn í gær. Kosningavaka Ríkissjónvarpsins hefst klukkan 21.30 í kvöld. Í sjónvarpssal munu Kristín Þorsteinsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson taka við kosningatölunum og Helgi Már Arthursson og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur spá í spilin. Þá mun Helgi H. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 29 orð

Kynntu öldruðum stefnumál R-listans

SIGRÚN Magnúsdóttir og Helgi Pétursson, frambjóðendur Reykjavíkurlistans, heimsóttu þjónustumiðstöðvar aldraðra á Álfagranda og Vesturgötu í gær og kynntu þar m.a. stefnumál listans og frambjóðendur hans. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTTNafnavíxl Í GREIN Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Brynjólfs Þórs Guðmundssonar fimmtudaginn 21. maí sl., Skólinn og vímuefnin, víxluðust nöfn þeirra undir myndunum. Eru þeir beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Ljósmyndir í Kaffileikhúsinu

SÝNINGIN Dimmblá verður opnuð í Tehúsi Kaffileikhússins laugardaginn 23. maí. Á sýningunni eru ljósmyndir nemenda sem hafa í vetur verið á ljósmyndanámskeiði Sissu. Við opnunina verður boðið upp á léttar veitingar ásamt flautuleik og eru allir velkomnir. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 12­18 og stendur til 31. maí. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 188 orð

Lykketoft óvænt til Færeyja

MOGENS Lykketoft, fjármálaráðherra Danmerkur, kom í gær ásamt fylgdarliði til Færeyja, til að hefja samningaviðræður við færeysku landsstjórnina, að því er heimildir Jyllands-Posten hermdu. Að þeirra sögn er ætlun ráðherrans að fá færeyska þingmanninn Joannes Eidesgaard til að fallast á að styðja dönsku stjórnina í nokkrum mikilvægum atkvæðagreiðslum í danska þinginu. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Mannrækt í Mosfellsbæ

HEILSUGÆSLA Mosfellsbæjar var flutt frá Reykjalundi í nýtt húsnæði í Kjarnanum á uppstigningardag. Að því tilefni var efnt til hátíðardagskrár í bænum undir yfirskriftinni Mannrækt í Mosfellsbæ. Að sögn Elísabetar Gísladóttur, framkvæmdastjóra Heilsugæslu Mosfellsumdæmis, var ákveðið að nýta þetta tækifæri til að þjappa fólki bæjarins saman við skemmtun, Meira
23. maí 1998 | Landsbyggðin | 478 orð

Mannvirki á Gufuskálum fá ný hlutverk

Hellissandi-Um hálftíuleytið að morgni 21. maí lentu þrjár vélar nánast samtímis á flugvellinum í Rifi á Snæfellsnesi. Tvær komu frá Reykjavík og flutti önnur utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, og nokkra starfsmenn utanríkisráðuneytisins, útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, og með honum nokkra starfsmenn Ríkisútvarpsins, fulltrúa Þroskahjálpar og Ólaf Proppe, Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 217 orð

Merkel í vanda vegna kjarnorkuúrgangs

ÞINGMENN þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD), kröfðust þess í gær að Angela Merkel umhverfisráðherra Þýskalands, yrði kölluð fyrir þingnefnd og krafin svara um hversu mikið hún vissi um flutning á þýskum kjarnorkuúrgangi til Bretlands og Frakklands á síðustu mánuðum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Minni hluthafar keyptir út?

ÁFORM um endurfjármögnun Íslenska útvarpsfélagsins eru nú til skoðunar þar sem Chase Manhattan-bankinn verður í lykilhlutverki. Bankinn hefur áður komið að endurfjármögnun félagsins, en það var þegar fyrri aðaleigendur fjölmiðlafyrirtækisins voru keyptir út úr því og núverandi aðaleigendur tóku yfir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í þessu samhengi einnig rætt um að Skífan hf. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útför Eina

ÚTFÖR Einars J. Gíslasonar, fyrrverandi forstöðumanns Fíladelfíusafnaðarins, sem lést 14. maí sl., var gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í gær að viðstöddu fjölmenni. Prestur var Vörður Leví Traustason, minningarorð flutti Hafliði Kristinsson og kveðjur báru Snorri Óskarsson, sr. Sigurður Pálsson og Sam Daníel Glad. Fíladelfíukórinn söng undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð

Munurinn frá 4,7% til 11,3%

NIÐURSTÖÐUR síðustu skoðanakannana, sem gerðar voru fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, eru nokkuð mismunandi. Samkvæmt þeim er munurinn á fylgi Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins allt frá því að vera 4,7 prósentustig og upp í 11,3%. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Mynd eftir handriti Jarmans

FRIÐRIK Þór Friðriksson hefur tekið að sér að leikstýra kvikmyndinni Neutron, framtíðarmynd eftir handriti Dereks Jarmans heitins, og verða framleiðendur myndarinnar Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist og James MacKay. Meira
23. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Myndlistarskólinn á Akureyri Vor

ÁRLEG vorsýning Myndlistarskólans á Akureyri var opnuð á í húsakynnum skólans að Kaupvangsstræti 16. Að þessu sinni er lögð áhersla á að kynna hið yfirgripsmikla starf sem unnið er í skólanum, í dagdeildunum þremur og á margvíslegum námskeiðum fyrir börn og fullorðna. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð

Mælt með framseljanlegum kvótum BRESKA tímaritið The Econ

BRESKA tímaritið The Economist birtir viðamikla úttekt á hafinu og sjávarútvegsmálum í nýjasta hefti sínu og mælir meðal annars með því að framseljanlegir kvótar verði teknir upp til að stuðla að betri fiskveiðistjórnun og koma í veg fyrir ofveiði. Tímaritið segir að koma þurfi auðlindunum í hendur einkaaðila og bendir á að framseljanlegir kvótar hafi verið reyndir í ýmsum löndum, m.a. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 374 orð

Námamenn hóta hörðum viðbrögðum

RÚSSNESKIR kolanámamenn, sem ekki hafa fengið launin sín greidd í langan tíma, brugðust reiðir við ræðu Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, í gær þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að valda efnahagslífinu stórtjóni með verkföllum. Kváðust þeir mundu bregðast við gagnrýninni með því að herða aðgerðirnar. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninga

FÉLAG stjórnmálafræðinga heldur hádegisverðarfund á efri hæð veitingastaðarins Lækjarbrekku mánudaginn 25. maí um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna. Frummælendur fundarins verða Ólafur Þ. Stephensen, stjórnmálafræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, Valgerður Jóhannsdóttir, fréttastjóri á dagblaðinu Degi og Linda Blöndal, stjórnmálafræðingur. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Númer klippt af bílum í skuld

Sé litið á einstök ár verður útistandandi skuld mun hærri þegar bætt er við dráttarvöxtum og kostnaði. Þannig standa úti um 218 milljónir króna vegna vanskila fyrir síðasta ár og fyrir gjöldin það sem af er þessu ári nemur upphæðin 227 milljónum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Nýjustu tölur birtar jafnóðum í nótt

NÝJUSTU tölur úr talningu atkvæða í stærstu sveitarfélögum landsins verða birtar jafnóðum á Kosningavef Morgunblaðsins í nótt. Úrslit kosninga í öllum sveitarfélögum verða jafnframt sett á vefinn þegar þau liggja fyrir. Á Kosningavefnum er að finna upplýsingar um hátt í 2.200 frambjóðendur í sveitarfélögum um allt land, auk margvíslegra upplýsinga annarra. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ný símaskrá komin út

SÍMASKRÁIN 1998 er komin út og tekur hún gildi fimmtudaginn 28. maí nk. Viðskiptavinir fá skrána afhenta á öllum afgreiðslustöðum Íslandspósts og í þjónustumiðstöðvum Landssímans í Reykjavík. Ekki verða sendir út sérstakir afhendingarseðlar eins og verið hefur undanfarin ár. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Opið hús í Lyngási

FJÖRUTÍU ár voru liðin 23. maí sl. frá stofnun Styrktarfélags vangefinna. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins var að stofna dagheimili fyrir vangefin börn. Upphaflega var starfsemin í leiguhúsnæði en byrjað var á byggingu Lyngássheimilisins 1960. Meira
23. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Pepsi break

"PEPSI break" verður haldið á Ráðhústorgi á Akureyri í dag, laugardaginn 23. maí og hefst það kl. 14. "Shakers" sem er hópur úr Reykjavík kemur fram og helstu hjólabrettasnillingar á Akureyri leika listir sínar og þá verður tískusýning frá Holunni. Boðið verður upp á Pepsi og sælgæti frá Nóa-Síríus. Námskeið í breakdönskum verður í sal Brekkuskóla kl. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Persónuskilríkja krafist í kjördeildum

KJÓSENDUR í Reykjavík verða krafðir um persónuskilríki á kjörstað í dag, að sögn Eiríks Tómassonar, formanns yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Eiríkur sagði í samtali við Morgunblaðið að í samræmi við ákvæði í kosningalögunum hafi starfsfólk í kjördeildum fengið fyrirmæli um að krefja kjósendur um persónuskilríki. Hann sagði að auk nafnskírteina, ökuskírteina og vegabréfa væru t.d. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Phoenix-klúbbfélagar ganga á Keili

INNSÝN sf. Brian Tracy International á Íslandi hefur undanfarin 5 ár staðið að því að þátttakendur Phoenix námskeiðanna "Leiðin til hámarksárangurs" hafa getað sótt endurþjálfun í formi klúbbs sem opinn er þátttakendum. Klúbbfélagar hittast mánaðarlega (síðasta mánudag hvers mánaðar). Nú hafa klúbbfélagar ákveðið að klífa Keili næstkomandi mánudagskvöld eða þann 25. maí. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Píanótónleikar á Ísafirði

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson heldur píanótónleika í tónleikasal Grunnskólans á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru nokkrar perlur píanóbókmenntanna. Fyrir hlé eru eingöngu verk eftir Chopin, m.a. valsar, Fantaisie-Impromptu og pólónesan í As-dúr. Eftir hlé eru þekkt lög eftir Prokofieff, Debussy, Rachmaninoff og Franz Liszt. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 329 orð

"Rangfærslum Álfhildar Andrésdóttur svarað"

HRANNAR B. Arnarsson hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af yfirlýsingu frá Álfhildi Andrésdóttur sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag: "Álfhildur Eygló Andrésdóttir hefur að undanförnu gert skattamál sín að umfjöllunarefni fjölmiðla og reynir nú að afsaka þau með síendurteknum ávirðingum í minn garð, nú síðast í Morgunblaðinu fimmtudaginn 21. maí (bls. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ráðstefna um markmið og þjónustu AA-samtaka

AA-SAMTÖKIN á Íslandi héldu 16. maí sl. 19. landsþjónusturáðstefnu sína á Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu 93 AA-félagar víðsvegar að af landinu. Unnið var í vinnuhópum með verkefnin: Markmið AA-samtakanna (í þjóðfélaginu), Þjónusta innan AA, AA-deildin og erfðavenjurnar, Kynningar- og útgáfustarfsemi AA-samtakanna og Málefna- og dagskrárnefnd. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 339 orð

R-listinn með 55,2% og D-listinn með 43,9%

LÍTIL breyting hefur orðið á fylgi framboðslista til borgarstjórnar í Reykjavík frá því í síðustu viku, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið frá þriðjudegi til fimmtudags. R- listinn hefur nú fylgi 55,2% kjósenda og D-listi 43,9%. Munurinn á listunum er 11,3%, sem er tölfræðilega marktækur munur. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Rússneskur skipstjóri sóttur út á rúmsjó

RÚSSNESKI skipstjórinn, sem sóttur var út á rúmsjó eftir að hann fékk hjartaáfall á fimmtudag, var í gær á batavegi. Hann fór í þræðingu á Landspítalanum og var víkkuð kransæð. Hann verður á sjúkrahúsinu fram yfir helgi. Landhelgisgæslunni barst á fimmtudagsmorgun beiðni um að sækja skipstjóra rússneska togarans Volní veter vegna þess að hann hafði fengið hjartaáfall. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 947 orð

Saga um tortímingu mannlegs samfélags

FRIÐRIK Þór Friðriksson hefur tekið að sér að leikstýra kvikmyndinni Neutron, framtíðarmynd eftir handriti Dereks Jarmans heitins, og verða framleiðendur myndarinnar Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist og James MacKay. Friðrik Þór, Skúli og Þórir Snær eru einnig með tvö önnur verkefni í vinnslu. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Samvera í Friðrikskapellu

Í TILEFNI þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu æskulýðsleiðtogans sr. Friðriks Friðrikssonar, 25. maí 1868, verður efnt til samveru í Friðrikskapellu á Hlíðarenda sunnudaginn 24. maí kl. 20.30. Þórarinn Björnsson flytur þar erindi, sr. Bjarni Þór Bjarnason hefur hugleiðingu, auk þess verður mikill almennur söngur undir stjórn Kára Geirlaugssonar. Kaffi og rúsínur í lok samverunnar. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 654 orð

Segja lögregluna hafa þvingað fram játningu

TVÆR breskar hjúkrunarkonur, sem höfðu verið dæmdar fyrir morð í Saudi-Arabíu, voru látnar lausar og fluttar til Bretlands á fimmtudag eftir að konungur Saudi-Arabíu mildaði fangelsisdóminn yfir þeim. Konurnar sögðust saklausar og sökuðu saudi-arabísku lögregluna um að hafa þvingað þær til að játa á sig morðið. Meira
23. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Skátafélagið Klakkur og Akureyrarbær

SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur hefur tekið við rekstri tjaldsvæða Akureyrarbæjar en forsvarsmenn félagsins og Jakob Björnsson bæjarstjóri undirrituðu samning þess efnis í vikunni. Tilgangurinn er að gefa skátunum færi á nýta sér þá möguleika sem í rekstri tjaldstæðanna felast til að efla starf sitt á sviði uppeldis- og útilífsmála. Meira
23. maí 1998 | Miðopna | 961 orð

Skemmtiferð yfir Grænlandsjökul Fjórar konur hafa nýlokið við að ganga þvert yfir Grænlandsjökul og eru þær fyrstu íslensku

"FINNIÐ þið lyktina af gróðrinum, stelpur?" segir María Dögg Hjörleifsdóttir þar sem hún gengur upp gróðri vaxna hlíðina ásamt stöllum sínum, þeim Önnu Maríu Geirsdóttur, Dagnýju Indriðadóttur og Þóreyju Gylfadóttur er þær taka fyrstu sporin á landi eftir tuttugu og fjögurra daga göngu þvert yfir Grænlandsjökul. Meira
23. maí 1998 | Erlendar fréttir | 789 orð

Spjótin standa á arftaka Suhartos

JUSUF Habibie, sem tók við forsetaembættinu í Indónesíu eftir afsögn Suhartos í fyrradag, þykir ekki líklegur til að stíga út úr skugga læriföður síns og fyrirrennara. Nákvæmlega sólarhring eftir að Habibie, sem var varaforseti Suhartos, tók við völdum með látlausum hætti á fimmtudag, skipaði hann nýja 36 manna ríkisstjórn, en sú er mjög lítið breytt frá fyrri stjórn. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Stenst eignarréttarákvæði mannréttindasáttmálans

MANNRÉTTINDANEFND Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur frá 1. júní 1995 um að ákvörðun húsfélagsins í Efstaleiti 10, 12 og 14 um sölu á húsvarðaríbúð í sameign brjóti ekki í bága við eignarréttarákvæði mannréttindasáttmálans. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 732 orð

Sýknu annars breytt í tveggja ára fangelsi

HÆSTIRÉTTUR Íslands dæmdi í gær Sigurþór Arnarsson til tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvistar og Sverri Þór Einarsson til tveggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem leiddi til dauða, á skemmtistaðnum Vegas í Reykjavík aðfaranótt þriðjudagsins 13. maí 1997. Sigurþór var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september, en Sverrir Þór hlaut þá sama dóm, tvö ár. Meira
23. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Söguskilti afhjúpað á Hálsi

SÖGUSKILTI um sr. Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi verður afhjúpað á fæðingarstað hans að Hálsi í Svarfaðardal á morgun, sunnudag 24. maí, kl. 15, en 130 ár eru liðin frá fæðingu hans 25. maí næstkomandi. Minnisvarði um sr. Friðrik var reistur að Hálsi árið 1995 þegar Vegagerðin útbjó áningarstað þar. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Tónleikar Kvöldvökukórsins

KVÖLDVÖKUKÓRINN heldur tónleika í Háteigskirkju kl. 16 laugardaginn 23. maí. Jóna Kristín Bjarnadóttir stjórnar kórnum en undirleik annast Mgr. Pavel Manásek og Ragnar Leví Jónsson sem leikur á harmoniku. Á söngskrá eru lög, flest gömul og þekkt frá ýmsum löndum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Tveir laxateljarar í Ytri-Rangá

VEIÐIFÉLAG Ytri-Rangár hefur fest kaup á tveimur fullkomnum laxateljurum frá fyrirtækinu Vaka og verður öðrum komið fyrir í Ægissíðufossi og hinum í Árbæjarfossi strax í byrjun næsta mánaðar. Þetta var fjárfesting upp á tvær milljónir króna að sögn Þorgils Torfa Jónssonar, formanns Veiðifélags Ytri-Rangár. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tveir sviptir ökuskírteini

LÖGREGLAN á Húsavík gómaði ökumann sem var á hraðferð í Ljósavatnsskarði í gærkvöld og varð hann fyrir vikið að sjá á bak ökuskírteini sínu. Hann mældist á 142 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ungir kjósendur fengu að blotna

EKKI er hægt að segja að vel hafi viðrað á útisamkomur þær sem boðað var til fyrir unga kjósendur í borginni í gærkvöldi, á lokaspretti kosningabaráttunnar, og því var þátttaka ekki nærri því eins almenn og gert hafði verið ráð fyrir. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1338 orð

Valdið til fólksins

AUKIN sjálfsstjórn í einstökum hverfum Reykjavíkurborgar er á stefnuskrá bæði D-lista sjálfstæðisflokks og R-listans fyrir kosningarnar í ár. Hugmyndir Sjálfstæðismanna ganga meðal annars út á það að búið verði til nýtt embætti hverfissjóra sem yfirumsjón hefði með hverfisvakt og upplýsingamiðlun til borgarfulltrúa. Reykjavík yrði skipt upp í 15 hverfi og kosið yrði um deilumál. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Varaborgarfulltrúi R-lista gengur úr Alþýðuflokki

GUNNAR Levý Gissurarson, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans í núverandi borgarstjórn, lýsti því yfir á fimmtudag að hann hefði að "vandlega athuguðu máli og eftir áratuga langt starf innan Alþýðuflokksins" ákveðið að segja sig úr flokknum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Vaskar og vel gallaðar

ÞÆR voru heldur betur vaskar og vel gallaðar, konurnar úr hestamannafélaginu Fáki, sem fjölmenntu í hina árvissu kvennareið Fáks í gær. Þær létu rigninguna ekki á sig fá en klæddu sig samkvæmt aðstæðum. Við Reynisvatn var sprett af gæðingunum og áð um stund, því þar biðu kvennanna miklar kræsingar á grillinu. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Vel heppnuð hátíð Reykjavíkurlistans

GÓÐ þátttaka var er Reykjavíkurlistinn bauð Reykvíkingum til hátíðar í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum á uppstigningardag. Að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, kosningastjóra R-listans, tóku 9.000 manns þátt í hátíðinni sem fór afskaplega vel fram. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vilja fresta afgreiðslu hálendisfrumvarpa

FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík samþykktu á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórnina að ljúka ekki afgreiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu þegar þing kemur saman að loknum sveitarstjórnarkosningum, heldur fresta henni til haustsins. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Vilja fund um fyrirætlanir ráðuneytisins

STARFSFÓLK sýslumannsins á Akranesi hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf og óskað eftir fundi með fulltrúum ráðuneytisins, starfsfólki embættisins og framkvæmdastjóra Starfsmannafélags ríkisins til að kynna fyrirætlanir ráðuneytisins varðandi starfsemi embættisins. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 401 orð

Vísa á bug að hafa viðhaft blekkingar

SIGRÚN Magnúsdóttir, sem situr í öðru sæti Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum í dag, svaraði í gær gagnrýni kennara í Seljaskóla með því að nú þegar væri meðaltal nemenda í grunnskólum í Reykjavík 20,3 og þegar miðað væri við að 20 nemendur ættu að vera í bekk að meðaltali, en hins vegar gætu verið allt að 28 nemendur í bekk og allt niður í 18. Meira
23. maí 1998 | Landsbyggðin | 69 orð

Vortónleikar í Mývatnssveit

Mývatnssveit-Vortónleikar Tónlistarskóla Mývatnssveitar voru haldnir í Reykjahlíðarskóla 12. maí. Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri bauð gesti velkomna á tónleikana. Alls komu fram um 40 nemendur og léku á píano, fiðlu, blokkflautu, trompet, þverflautu, harmonikku og karinett. Ekki voru allir háir í loftinu. Viðstaddir höfðu mikla ánægju af að hlýða á. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarið viljum við formenn Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík lýsa því yfir að fyrir hendi er fullur og óskoraður stuðningur Alþýðuflokksins við Reykjavíkurlistann og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira
23. maí 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Yngsti verslunarstjóri landsins Kýs Keiko-listann á

ANDRI Þór Sigurjónsson kýs í dag í fyrsta skipti, á 18 ára afmælisdaginn sinn. Hann á heima í Hafnarfirði og segist alveg vita hvað hann ætli að kjósa. "Keiko- listann. Ég kýs strákana, sem ætla að fá Keiko til landsins," segir Andri. Andri er verslunarstjóri í verslun Bónuss í Iðufelli í Breiðholti og er búinn að vera það í 13 daga. Meira
23. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Þungar áhyggjur af stöðunni

SKÓLASTJÓRAR við grunnskóla á Akureyri lýsa yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í ráðningarmálum kennara í bænum. Í ályktun frá fundi skólastjóranna segir að kennarar hafi gripið til uppsagna í þeim tilgangi að leggja áherslu á launakjör sín og starfsskilyrði. Ef bæjaryfirvöld bregðist ekki strax við blasi ófremdarástand við í öllu skólastarfi. Meira

Ritstjórnargreinar

23. maí 1998 | Leiðarar | 662 orð

Á KJÖRDEGI

leiðariÁ KJÖRDEGI jónvarpsumræðurnar í gærkvöldi á milli forystumanna fjögurra framboðslista, sem bjóða fram til borgarstjórnar Reykjavíkur í kosningunum, sem fram fara í dag leiddu athyglisverða staðreynd í ljós. Meira
23. maí 1998 | Staksteinar | 282 orð

Þolinmæðin á þrotum

ÞORGRÍMUR Hallgrímsson, varaformaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, segir í Fréttabréfi St.Rv. að þolinmæði félagsmanna sé á þrotum varðandi vanefnd í samningum um röðun starfsmanna í nýtt launakerfi. Bókun 6 ekki framfylgt Meira

Menning

23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 587 orð

Dustið rykið af tónskáldum

UNDIR lok síðustu viku var sýnd mynd um brennuvarg, sem kveikti í hlöðum bænda í sértrúarflokki í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þessi sértrúarsöfnuður heitir Amishar og var stofnaður í Hollandi á seytjándu öld og nefndust mennonítar. Fólk af þessum trúflokki er mjög fastheldið á gamla lifnaðarhætti og býr enn við búnað fyrri tíma á heimaslóðum sínum vestra. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð

Dæmdur fyrir að áreita fyrrverandi kærustu

LEIKARINN Michael Rappaport játaði sig sekan í vikunni um að hafa áreitt fyrrverandi kærustu sína, leikkonuna Lili Taylor. Dómarinn dæmdi Rappaport til að fara í sálfræðimeðferð tvisvar í viku í heilt ár og halda sig fjarri leikkonunni ellegar verði hann dæmdur í allt að eins árs fangelsi. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 338 orð

ERU ÞÆR EKKI SÆTAR?

Í TILEFNI þess að nú er kvikmyndahátíðin í Cannes hafin í 51. skipti, er upplagt að rifja upp sögu þeirrar skemmtilegu hefðar ungra meyja að afklæða sig á ströndinni. Hugmyndin er alls ekki frá stúlkunum sjálfum komin heldur voru það auðvitað kvikmyndaframleiðendurnir sem voru fljótir að átta sig á hversu mikið auglýsingagildi ein lítil myndataka á ströndinni með aðalleikonunni hafði Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 446 orð

Fjölmiðlabann við útför Frank Sinatra

FRANK Sinatra var lagður til hinstu hvílu í Kaliforníu síðasta miðvikudag en söngvarinn lést á dögunum 82 ára gamall. Það kom fáum á óvart að algjört fjölmiðlabann ríkti við athöfnina sjálfa en "Bljáskár" var þekktur fyrir andúð sína á fjölmiðlafólki og mjög erfitt var að fá viðtal við hann þau tæp 60 ár sem ferill hans í skemmtanaiðnaðinum varði. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 59 orð

Heimssýningin Expo 98 opnuð

SPÆNSKA tenórnum José Carreras, portúgölsku söngkonunni Teresu Salgueiro og breska tónskáldinu Michael Nyman voru færð blóm á opnunarhátíð heimssýningarinnar Expo 98 sem haldin er í Lissabon í Portúgal að þessu sinni. Þema sýningarinnar er hafið en alls taka um 150 lönd og alþjóðlegar stofnanir þátt í heimssýningunni sem stendur frá 22. maí til 30. september. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 213 orð

Hætt kominn vegna eiturlyfjaneyslu

LEIKARINN Charlie Sheen var lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles á miðvikudag eftir að hafa tekið of stóran eiturlyfjaskammt. "Ég vil fullvissa ykkur um að Charlie, sonur minn, er á lífi," sagði faðir hans, leikarinn Martin Sheen, við fréttamenn á Los Robles sjúkrahúsinu. "Honum líður vel en þetta er ekki auðveld stund í lífi okkar. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 409 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.25 Leikstjórinn Delbert Mann hóf störf við sjónvarpið en komst um skeið í hóp útvalinna eftir snilldarverkið Marty, ('55), sem færði honum, handritshöfundinum Paddu Chayefsky og aðalstjörnunni, Ernest Borgnine, Óskarsverðlaunin. Gæfan er hverful, Mann hélt það ekki út í 1. deildinni og hélt aftur á gamalkunnar slóðir imbans, og er enn að, allroskinn. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 626 orð

LÍFIÐ HEFUR KENNT MÉR AÐ SYNGJA

CARON heitir enska söng- og leikkonan sem fer með hlutverk þessa elskaða tálkvendis í rokk- salsa-popp uppfærslu Íslensku óperunnar á einni allra vinsælustu óperu sögunnar Carmen eftir Frakkann Bizet. Stewart Trotter heitir leikstjóri sýningarinnar. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 525 orð

Molar frá Cannes

Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur formlega á morgun með vali bestu kvikmyndarinnar. Pétur Blöndal er meðal hinna fjölmörgu sem bíða spenntir eftir hinni stóru stund. Rushdie hættir við að leika í kvikmynd Meira
23. maí 1998 | Margmiðlun | 778 orð

Nýtt síðulýsingarmál leysir vanda HTML

VERALDARVEFURINN byggist á HTML-síðulýsingarmálinu sem flestir þekkja sem á annað borð þekkja vefinn. HTML á rætur í flóknu og öflugu máli, SGML, og var vísvitandi haft einfalt og auðskilið til að flýta fyrir uppbygingu vefjarins og hugbúnaðar sem gæti lesið það. Nú er öldin önnur og einfaldleiki HTML orðinn Þrándur í Götu frekari þróunar. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 649 orð

Safnplata með nokkrum nýjum lögum

Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því að Herbert Guðmundsson hóf litríkan feril sinn sem tónlistarmaður. Hann hefur gefið út fimm sólóplötur og er nú að undirbúa útgáfu safnplötu sem mun geyma úrval laga hans í bland við nýtt efni.Birna Anna Björnsdóttir hitti Herbert og spurði hann um þetta nýja verkefni. Meira
23. maí 1998 | Margmiðlun | 382 orð

Sannkallaður þrívíddarleikur

Incoming: Lux Et Robur, leikur frá breska fyrirtækinu Rage. Leikurinn krefst 133 MHz Pentium-örgjörva hið minnsta með 16 Mb innra minni, Voodoo 2-skjákorti, tveggja hraða geisladrifi, hljóðkorti og DirectX 5.0 uppsettu, en það fylgir á diskinum. Meira
23. maí 1998 | Margmiðlun | 385 orð

Sega kynnir Dreamcast ­ 128 bita leikjatölvu

SEGA leikjatölvu- og leikjaframleiðandinn er ekki af baki dottinn þótt Saturn-tölva fyrirtækisins hafi lotið í lægra haldi fyrir PlayStation frá Sony. Síðustu mánuði hafa starfsmenn Sega unnið hörðum höndum við að hanna nýja vél og á fimmtudag kynnti Sega síðan væntanlega leikjatölvu sem kallast Dreamcast. Meira
23. maí 1998 | Fólk í fréttum | 66 orð

Stallone fylgist með Formúlu-kappakstri

FINNSKI Formúlu 1 ökuþórinn Mika Hakkinen hitti Hollywoodstjörnuna Sylvester Stallone í gryfjunni eftir fyrsta æfingarferli Monaco Grand Prix-keppninnnar sem fer fram á morgun. Hakkinen náði besta tímanum á æfingunni í Mónakó eða 1:21.937 en helstu ökuþórar heimsins taka þátt í keppninni. Meira
23. maí 1998 | Margmiðlun | 470 orð

Upplýsingasafn á Kirkjuneti

SÍFELLT FLEIRI nýta sér Netið til upplýsingamiðlunar og kemur varla á óvart að trúarhreyfingar geri slíkt hið sama. Hvítasunnumenn hafa verið duglegir við að nýta sér netið og fleiri trúarhreyfingar, þar á meðal er svonefnt Kirkjunet þar sem safnað er saman upplýsingum sem snúa að þjóðkirkjunni meðal annars. Meira
23. maí 1998 | Margmiðlun | 388 orð

(fyrirsögn vantar)

Zen búddistar hafa komið sér upp heimasíðu hér á landi en þar er fátt annað að finna en mynd af Jakusho Kwong-roshi, kennara íslenska zen-hópsins og símanúmer fyrir áhugasama. Slóðin er http://www.vortex.is/Fashion/zen/zen.html, en einnig má tengjast heimasíðu tímaritsins Hárs og fegurðar frá síðunni. Meira

Umræðan

23. maí 1998 | Kosningar | 680 orð

Að kjósa af ábyrgð

ÞAR sem kosningar eru nú í nánd eru sjálfsagt margir að reyna að gera upp hug sinn hvað þeir eigi að kjósa. Í því sambandi langar mig að benda á nokkur atriði er varða val á ábyrgum aðilum við stjórnvölinn. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 621 orð

Að virða skoðanir annarra

EITT það fyrsta sem greinarhöfundur lærði við móðurkné var hversu mikilvægt væri að virða skoðanir annarra og aldrei að bregða kunnugum eða ókunnugum manni, sem hefði aðrar skoðanir, um heimsku eða fáfræði. Lýðræðisleg umræða er mikilvæg, skoðanir eiga rétt á sér og tilfinningar einnig. Hinn 14. maí sl. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 341 orð

Af hverju gervigrasvöllur

UNNENDUR knattspyrnu á Seltjarnarnesi eru uggandi um framtíð knattspyrnunnar í bænum. Nú er svo komið að hvorki er rekinn meistaraflokkur né 2. flokkur í knattspyrnu hjá Gróttu. Menn deila um hverju er um að kenna. Eitt er víst að aðstaða til knattspyrnuiðkunar er léleg á Seltjarnarnesi. Gervigrasvöllur er góð lausn á aðstöðuvanda knattspyrnunnar. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 212 orð

"Af því bara" Frá Erni Gunnlaugssyni: "NO comment" er svar sem m

"NO comment" er svar sem menn beita nokkuð oft núorðið þegar flett hefur verið ofan af þeim gjörningum þeirra sem ástæða þykir til að skammast sín fyrir. Lítil börn sem eru tiltölulega nýhætt að nota bleiu nota svipað viðkvæði ef þau gleyma sér og gera í buxurnar. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 345 orð

Atvinnumál borgarinnar í ólestri

FYRIR síðustu kosningar var íslenskt efnahagslíf í mikilli lægð, um 2.700 manns voru atvinnulausir í Reykjavík og hafði Sjálfstæðisflokkurinn af þeim sökum veitt 800 millj. kr. í atvinnuátak. R-listinn lagði upp fyrir síðustu kosningar með fögur fyrirheit í atvinnumálum. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á pólitískar aðgerðir í atvinnumálum og opinber afskipti af atvinnulífinu. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | -1 orð

Aukið fjármagn ­ Keikó heim

FYRIR bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði eru sex flokkar í framboði. Sex flokkar sem bjóða sig fram undir mismunandi formerkjum, eða hvað. Ef maður flettir í gegnum stefnuskrár þessara flokka þá kemur ekki fram ýkja mikill munur á þeirra stefnumálum. Þar eru klassísk þungavigtarmál með stöðluðum úrlausnum. Allir eru sammála um allt í þeim málum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 447 orð

Áfram velferð í Seltjarnarnesbæ

SELTJARNARNES er einstakt bæjarfélag á margan hátt. Fjárhagur bæjarins er traustur og skuldastaða lág með skuldir á íbúa innan við 80 þ.kr. Álögur á bæjarbúa eru þó með því lægsta sem gerist á landinu. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 566 orð

Áskorun til Reyknesinga!

Sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn kemur eru mikilvægari en oft áður. Í Reykjaneskjördæmi eru valkostirnir nú sem oft áður ákaflega skýrir. Þar stendur baráttan milli jafnaðarmanna og sjálfstæðismanna í hverju sveitarfélaginu á fætur öðru. Því miður hafa sjálfstæðismenn með stuðningi Framsóknarflokksins ráðið of miklu í of mörgum sveitarfélögum á yfirstandandi kjörtímabili. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 636 orð

Baráttan um höfnina

FÖSTUDAGINN 15. maí síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Árna Þór Sigurðsson, formann Hafnarstjórnar Reykjavíkur, um fyrirhugaða höfn í Eiðsvík við Geldinganes. Dapurleg var þessi grein yfirlestrar, þar sem formaður Hafnarstjórnar er að verja með oddi og egg stefnu Sjálfstæðisflokksins frá því í byrjun síðasta áratugar í skipulagsmálum. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Baráttan við kerfið Frá Dagbjörtu Þórðardóttur: FYRIR tæpum 3 ár

FYRIR tæpum 3 árum lenti dóttir mín í hjónaskilnaði með 3 börn. Fljótlega fór hún út á húsaleigumarkaðinn. Þá byrjaði þrautagangan hjá "Féló", þ.e. Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Hún leigði íbúð á 40.000 kr. á mánuði, fékk litla sem enga aðstoð. Var í þeirri íbúð í 6 mánuði. Hraktist upp í Breiðholt, nánar tiltekið Kríuhóla. Leigði þar íbúð á 45.000 kr. á mánuði, húsaleigubætur um 20.000 kr. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 405 orð

Borgarstjóra fatast flugið

AÐSPURÐ um vandamál R-listans vegna fjármála Hrannars Arnarssonar sagði Ingibjörg Sólrún borgarstjóri á Stöð 2 sl. laugardagskvöld, að hún væri baráttukona og ætlaði að "setja undir sig hausinn", hvað svo sem í því felst. Sama dag ritaði hún grein um mál Hrannars í Morgunblaðið og virðist þar fremur hafa sett hausinn undir sig en notað hann til rökréttrar hugsunar. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 681 orð

Borgarstjórn og hundalíf! Frá Guðleifu Sunnu Sævarsdóttur: ÉG ER

ÉG ER hundaeigandi í Reykjavík og í tilefni borgarstjórnarkosninga og mikillar umræðu um Geldinganes og afdrif þess er eitt og annað sem ég ætla að gera athugasemdir við og þætti vænt um að fá einhver svör frá þeim sem þetta varðar. Ég borga sérstakan skatt fyrir það að fá leyfi til að hafa hund sem er 9.800 kr. fyrir leyfið og svo 8.700 kr. árlega eftir það. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 433 orð

Burt með pólitíkusana!

STEFNAN sem er í gangi fyrir þessar kosningar er sú sama hvort sem hún er R- eða D-kapitalismi. Það er ekki lýðræði. Skilgreining á lýðræði segir okkur að fleiri en einn flokkur og fleiri en ein stefna verði að vera. Þessar kosningar hefðu verið ólýðræðislegar ef H-listinn hefði ekki komið með stefnu, gegn kapitalisma, sem snýst um manninn en ekki peninga, Húmanisma. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 278 orð

Búum öldruðum betra líf

VIRÐING fyrir einstaklingum er ein ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn er jafn öflugur og raun ber vitni. Við í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði viljum gera öldruðum kleift að halda reisn sinni og sjálfstæði. Í Hafnarfirði hefur hlutfall eldri borgara vaxið að undanförnu. Meðalaldur Íslendinga hefur hækkað og stór hópur aldraðra heldur góðri heilsu eftir að eftirlaunaaldri er náð. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 208 orð

Dómgreind ­ dómgreindarleysi Frá Þráni Sigtryggssyni: "BLINDIR s

"BLINDIR sjá! Blindir sjá!" margendurtók Helgi Hjörvar á Sýn í gærkvöldi, og ég lagði við hlustir. Var maðurinn loksins að færa okkur stóra-sannleikann? Því miður: Helgi setti upp lituð gleraugu og um leið varð deginum ljósara að hans sýn var í gegnum litað gler. Þegar Helgi segir "blindir sjá!", meinar hann hvað: "Siðblindir sjá. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 269 orð

Dulbúinn kosningaáróður Morgunblaðsins Frá Helga Ólafssyni: ÞING

ÞINGKONU Alþýðubandalagsins, Bryndísi Hlöðversdóttur, virðist skorta dýpt til að marka eitthvað í gagnrýni sinni á ritstjóra Morgunblaðsins í grein í Mbl. fimmtudaginn 21. maí sl. sem ber nafnið "Morgunblaðið blað allra landsmanna?" Ritstjórarnir voru skjótir til svars og sendu spjótið snarlega til baka með snörpum leiðara, "Morgunblaðið og kosningabaráttan". Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 686 orð

Eitur dauðans

Satt best að segja er ég orðinn leiður á 30 ára forvarnarkjaftæði, segir Kristján Pétursson, og hvetur til skipulagðrar kennslu sérhæfðra löggæslumanna í leik- og grunnskólum um skaðsemi fíkniefna. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 546 orð

Er launamunur kynjanna lögmál?

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR gerðu kjarasamninga um nýtt launakerfi á síðasta ári. Þeim fylgdi yfirlýsing um að það sé stefna Reykjavíkurborgar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að jafna launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að útskýra nema á grundvelli kyns og að nýja launakerfið verði notað til að ná þeim markmiðum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 303 orð

Ertu óákveðin/n?

VILTU bjóða heim hættunni á því að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta í Kópavogsbæ? Ja, kjóstu þá Sjálfstæðisflokkinn. En áður en þú gengur inn í kjörklefann rifjaðu þá upp að það er aðeins fáum útvöldum hollt að búa við einræði. Einræði er ekki fyrir fjöldann, síst af öllu fyrir almúgann, manneskjur eins og þig og mig. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 573 orð

Eru kjósendur fífl?

STJÓRNMÁLAMENN í Hafnarfirði hafa litla trú á kjósendum. Þeir halda að kjósendur séu sem leiðitöm hjörð sauða sem láti bjóða sér hvað sem er. Í framboði er fólk sem getur varla beðið eftir að komast höndum yfir óþrjótandi fjársjóði bæjarins. En það eru allir svo æstir í að komast til valda að menn (og konur) geta ekki starfað saman innan flokkanna. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 455 orð

Er vígið óvinnandi?

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur haft meirihluta í Garðabæ frá því að byrjað var að kjósa listakosningu í sveitarstjórn. Margir Garðbæingar virðast líta á meirihluta þeirra sem nokkurs konar náttúrulögmál. En skoðum það aðeins nánar. Við síðustu kosningu fengu sjálfstæðismenn 54% atkvæða en minnihlutinn, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur, fengu samanlagt 46% atkvæða. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 386 orð

Fátækragildruna burt!

FYRIR mörgum vefst hvers vegna Launalistinn er að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum. Af hverju kýs þetta fólk bara ekki sinn sinn stóra glæsilega R-lista sælt og ánægt eins og flestir aðrir þar á bæ hljóta að vera í dag, spyrja margir. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 949 orð

Fiskveiðiþjóðin, sem má ekki veiða

Í ÞESSARI grein ætla ég að lýsa skoðunum mínum á stjórnun fiskveiða við Ísland, og reyna að sannfæra lesendur um nauðsyn þess að hér verði skipt um ríkisstjórn. Ég er ekki að þessu vegna þess að ég geri mér miklar vonir um árangur, því Íslendingar virðast flestir trúa því að betra sé að vinna nokkrum klukkustundum lengur á hverjum degi í 50 ár en að hugsa rökrétt í hálftíma á fjögurra ára fresti. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1033 orð

Fjaðrafok í friðlandi

AÐ undanförnu hefur mikil umræða blossað upp um refi og minka í friðlandinu á Hornströndum. Því miður hefur þessi umræða verið mikið á tilfinningalegum nótum og þær litlu rannsóknarniðurstöður sem til eru verið teygðar og togaðar eftir því hvað hverjum hefur hentað hverju sinni. Má segja að þar hafi ein fjöður orðið að nokkrum fuglabjörgum á stundum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 495 orð

Fjármál Mosfellsbæjar ­ fátækleg málefnastaða sjálfstæðismanna

SJÁLFSTÆÐISMENN hafa einkum hamast yfir fjármálum sveitarfélagsins og þykjast koma þar með einhver ný sannindi um aukningu skulda bæjarins. Ekki hefur núverandi meirihluti Alþýðubandalags og Framsóknar neitað því að skuldir hafi vaxið enda ekki hjá því komist vegna þess mikla átaks í framkvæmdum sem unnið hefur verið að og þá einnig vegna vanrækslu sjálfstæðismanna til margra ára í valdatíð Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 351 orð

Fleiri liti í Fræðslumiðstöð

ÞAÐ ER átakanleg staðreynd að Alþýðubandalagið hefur alræðisvald í skólamálum Reykvíkinga. Fræðslustjórinn er ævagamall félagi í Alþýðubandalaginu og hefur að hætti þeirra flokksmanna tekið sér alræðisvald í skipun undirmanna sinna. Farið er að tillögum fræðslustjóra í einu og öllu og hún hefur raðað í kringum sig klappliði úr Alþýðubandalaginu. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 523 orð

Fleiri valkostir fyrir nútímafjölskyldu

MARGIR leggja hugmyndir sínar á vogarskálarnar í yfirstandandi kosningabaráttu, þar á meðal leikskólastýran Unnur Jónsdóttir með grein sinni í Morgunblaðinu 21. maí sl. undir yfirskriftinni "Ofurkonan aftur inn á heimilið". Í grein Unnar kemur mjög skýrt fram hin hvimleiða en því miður vaxandi ofurtrú á sérfræðinga í öllu því er snýr að uppeldismálum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 516 orð

Flokkurinn tilbeðinn

EINS og öllum Íslendingum er kunnugt þá er mikil spilling í röðum stjórnmálamanna. Þetta er ekkert nýtt og þjóðin veit að svona hefur þetta alltaf verið þótt nú síðasta misserið hafi spillingin opinberast betur en nokkru sinni fyrr. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 364 orð

Framfarir eða stöðnun

VIÐ sveitarstjórnarkosningar nk. laugardag taka Austur-Skaftfellingar ekki aðeins þátt í vali á stjórnmálaflokkum til setu í nýrri sveitarstjórn. Kosningarnar snúast ekki síður um það stóra skref sem íbúar héraðsins hafa með órofa samstöðu ákveðið að stefna einhuga að; sameiningu sveitarfélaganna, stefnumótun til framtíðar með bjartsýni og framfarahug að leiðarljósi. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 402 orð

Framfarir reynast fjármálaóreiða

SÚ álfasaga sem komist hefur á kreik um Kópavog ætlar að vera lífseig í fjölmiðlum. Kópavogur er bær framfara, segja menn, vegna þess að nokkur fjölgun hefur orðið í bænum, umfram meðaltalið. Sú fjölgun er því að þakka að Reykjavík hefur þegar selt og byggt öll sín svæði sem liggja miðlægt á stórhafnarfjarðarsvæðinu. Þess vegna á Kópavogur bestu og verðmætustu lóðir á Íslandi í dag. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 465 orð

Frumkvæði að öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi

Á Seltjarnarnesi er nú rekið kraftmikið æskulýðs- og íþróttastarf. Félagsmiðstöðin Selið er vinsæll samverustaður unglinga í grunnskóla og framhaldsskóla þar sem markvisst og gott starf er haft að leiðarljósi. Á Seltjarnarnesi er unnið kröftugt forvarnastarf. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1188 orð

Frumkvæði í íslenzku atvinnulífi

NÚ LIGGUR fyrir Alþingi frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði og hefur nokkur umræða staðið um ágæti þessa frumvarps en verði frumvarpið að lögum stendur til að gagnagrunnur þessi verði unninn og kostaður af Íslenskri erfðagreiningu. Í skýringum með frumvarpinu er bent á að gagnagrunnurinn geti orðið heilbrigðiskerfinu að verulegu gagni "... Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 453 orð

Hafnarfjarðarlistinn er fyrir Hafnarfjörð

HAFNARFJARÐARLISTINN er nýtt afl í hafnfirskum bæjarmálum. Hann er laus við alla flokksfjötra. Hann er sjálfstætt hreyfiafl áhugasams og reynslumikils fólks sem vill raunhæfar og jákvæðar breytingar á hafnfirsku bæjarlífi. Meðal áhersluatriða á stefnuskrá Hafnarfjarðarlistans er að nýsamþykkt stjórnskipulag bæjarins komi að fullu til framkvæmda. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 134 orð

Hafnarfjörður ­ þurfum við að auka skuldirnar?

FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Hafnarfirði hefur bent á það í málflutningi sínum fyrir kosningar 23. maí að skoða eigi sölu á Rafveitu Hafnarfjarðar til að fjármagna skólabyggingar í Hafnarfirði. Sveitarfélög út um allt land hafa gert þetta af mismunandi ástæðum og reynst þeim vel. Rætt hefur verið um að andvirði Rafveitu Hafnarfjarðar sé á bilinu 1,5 til 2 milljarðar, sem er u.þ.b. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1227 orð

Hefur hrossasóttin verið landlæg?

SÝNT er að hitasótt sú, eða pest, sem hrjáð hefir hrossastofn Íslendinga á undanförnum mánuðum, ætlar að verða hrossaeigendum þung í skauti. Sérstaklega kemur hún illa við þá sem hafa einhvers konar hrossabúskap að aðalatvinnu, því segja má að öll venjuleg starfsemi hafi farið úr skorðum eða stöðvast. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1055 orð

Heildstæð fjölskyldustefna

Á ráðstefnu um málefni fjölskyldunnar í síðustu viku kynnti ASÍ stefnu sambandsins í jafnréttis- og fjölskyldumálum. Stefnan hefur vakið athygli og felur í sér hugmyndir um heildstætt réttindakerfi foreldra á vinnumarkaði. Þessu framtaki ASÍ ber að fagna. Jafnframt er mikilvægt að umræðan haldi áfram, þannig að þær hugmyndir sem fram hafa komið nái sem mestum þroska. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 341 orð

Hlífum börnunum!

ÖLL stöndum við einhverntíma á ólíkum en mikilsverðum tímamótum í lífinu. Tímamótin geta m.a. stuðlað að heilbrigðari lifnaðarháttum, aukinni sjálfsvirðingu og jákvæðni. Tímamót í lífi fullorðinna geta einnig skipt sköpum fyrir börnin okkar. Mikilsverð tímamót geta verið í uppsiglingu hjá einhverjum þeirra sem nota tóbak því Reyklausi dagurinn verður 30. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 368 orð

Hlutverk skólahjúkrunarfræðinga innan heilsugæslu

SKÓLAHJÚKRUN tekur við af ung- og smábarnavernd og fylgir eftir áherslum sem þar hafa verið lagðar. Markmið starfsins er að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 159 orð

Hrannar er heiðarlegur drengur Frá Karli Jensen Sigurðssyni: VEG

VEGNA neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um Hrannar B. Arnarsson, frambjóðanda Reykjavíkurlistans, get ég undirritaður ekki orða bundist. Ég starfaði með Hrannari að kosningastjórn Þjóðvaka fyrir síðustu þingkosningar. Hann var kosningastjóri okkar í Reykjavík, en ég á Austurlandi. Samskipti okkar og samstarf var mikið og reyndi þar á dugnað, áreiðanleika og heiðarleika Hrannars. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 704 orð

Hugsjónir, fólk og tilfinningar

Í MÍNUM huga snúast stjórnmál ekki bara um völd, fjármálastjórn og tæknilega forgangsröðun verkefna. Stjórnmál snúast um fólk, um virðingu okkar hvers fyrir öðru og um ábyrgð okkar hvers á öðru. Stjórnmál snúast um hugsjónir, um möguleikana til þess að gera drauma okkar að veruleika. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 457 orð

Hvað ber á milli?

NÚ ÞEGAR kosningabaráttan vegna bæjarstjórnarkosninga er komin á lokastig langar mig til að draga fram þau atriði sem helst skilja á milli okkar sjálfstæðismanna og hinna listanna sem bjóða fram á Akranesi. Lækkun heita vatnsins Þau málefni þar sem sérstaða okkar sjálfstæðismanna kemur fram eru einkum þrjú. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 322 orð

Hvað væri Reykjavík án hafnar?

ÞEGAR hafnargerð í Reykjavík var í undirbúningi í upphafi þessarar aldar var þá þegar unnið að stefnumótun fyrir Reykjavíkurhöfn. Það var reyndar árið 1910 sem Reykvíkingar mótuðu fyrst stefnu sína varðandi höfnina. Í þeirri stefnumótun segir m.a. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 534 orð

Hvar eru dagvistarplássin?

TILEFNI þessarar greinar er orð efsta manns R-listans, Helga Hjörvar, í sjónvarpskappræðum á Sýn mánudaginn 18. maí sl. þar sem hann sagði að tvöfalt fjármagn hefði verið sett til leikskóla miðað við fyrri ár og að búið væri að leysa vanda allra fjögurra, þriggja og tveggja ára barna varðandi dagvistunarpláss í Reykjavík. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 694 orð

Íslenska íhaldið og apaplánetan

Í NOKKUR ár hefur heimsbyggðin fylgst með því hvernig amerísk stjórnmál hafa verið að breytast í skrípaleik af því tagi sem menn ímynda sér að helst líkist ástandinu á einhverskonar apaplánetu. Enginn man lengur aðkallandi vandamál þjóðarinnar heldur beinist öll orka samfélagsumræðunnar að því að grafa upp eitthvað úr æviferli eða einkalífi þeirra sem gefa sig að stjórnmálum; forseti landsins er Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 354 orð

Jafnrétti í seltjarnarnesbæ.

JAFNRÉTTISMÁL hafa verið í brennidepli í þjóðmálaumræðu á Íslandi á undanförnum árum. Bæði stjórnmálaöfl og bæjarfélög hafa gefið fögur fyrirheit um umbætur í jafnréttismálum og talað fjálglega um fyrirætlanir sínar í þeim efnum, einkum þegar kosningar hafa staðið fyrir dyrum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 453 orð

Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar

UMRÆÐAN um vegtengingu milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hefur verið mikil nú upp á síðkastið, ásamt umræðu um sameiningu eða frekari samvinnu Siglufjarðar við Ólafsfjörð og önnur sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1020 orð

Kanaríeyjabréf

HINN mikla hreinsara (The great cleaner) kallaði móðurbróðir minn Sigurður Haralz (1901­1990) alltaf sjóinn. Taldi hann, að ekkert gæti komið í veg fyrir, að sjórinn hreinsaði allan óþverra, sem í hann væri kastað. Hann áleit sig tala af reynslu, því hann sigldi sem farmaður um öll heimsins höf á árunum 1925­30. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 458 orð

Kemur menningin úr steypusílóum byggingarrisa Kópavogs?

Í UMRÆÐUM sem fram hafa farið um málefni Kópavogs nú fyrir kosningar hafa menningarmál verið ofarlega á baugi. Núverandi meirihluti vill eigna sér þau og telur sig guðföður þeirra, eins og ekkert hafi verið að gert fyrir þeirra tíma. Þannig er það oft með góða hluti, flestir vildu þá Lilju kveðið hafa. Það er hins vegar umhugsunarefni á hvern hátt núverandi meirihluti með Gunnar I. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 406 orð

Konur í Reykjavík

AÐ undanförnu hafa birst skoðanakannanir sem sýna að konur treysta Reykjavíkurlistanum fyrir stjórn borgarinnar. Ein af ástæðunum fyrir þessu trausti hlýtur að vera að Reykjavíkurlistinn hefur lagt áherslu á mál sem snerta konur með beinum eða óbeinum hætti. Þegar gengið er til kosninga nú á laugardaginn býður Reykjavíkurlistinn fram hóp fólks sem lætur jafnrétti kynjanna hafa forgang. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 448 orð

Kosningaloforð aldarinnar

Á OPNUM fundi í Smáraskóla sl. laugardag lýsti fyrsti maður á K-listanum því yfir að það væri "augljóst að Kópavogskaupstaður verður að ganga til sérkjarasamninga við sína starfsmenn og þá er ég að tala um leikskólakennara og grunnskólakennara og aðra starfsmenn Kópavogskaupstaðar". Aðspurður um hvað hann teldi að þetta gæti kostað stóð hann að vonum á gati . Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 325 orð

Kópavogsbúar ­ kjósum Sigurð Geirdal

ENGUM sem til þekkir blandast hugur um það að Kópavogur hefur skipt um ham þau átta ár sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa verið við stjórnvölinn. Nú er svo komið að allir vilja búa í Kópavogi. Þangað streymir fólk og það hefur meðal annars í för með sér að verð á fasteignum í bænum hefur hækkað. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 646 orð

Leðjuglíma í boði Sjálfstæðisflokksins

ÞEGAR flestum var orðið ljóst að Ólafur Ragnar myndi verða forseti lýðveldisins tóku að birtast heilsíðu auglýsingar í Morgunblaðinu frá undarlegum félagsskap. Efni þeirra var meðal annars að Ólafur tryði ekki á Guð, þennan eina sanna þið vitið. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 234 orð

Leiðtogi á Seltjarnarnesi

SELTIRNINGAR hafa átt því láni að fagna að hafa haft innan sinna raða leiðtoga sem hefur skipað fyrsta sæti sjálfstæðismanna til margra ára. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri er leiðtogi af Guðs náð, sem hefur getað starfað með fólki að hagsmunamálum bæjarbúa í gegnum árin. Tillögur hans að formönnum nefnda og nefndarmönnum til setu fyrir bæjarfélagið hafa ávallt gefist vel. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 323 orð

Leikskólar eru ekki neyðarúrræði Frá Margréti Gestsdóttur: Í KOS

Í KOSNINGABARÁTTU þeirri sem nú lýkur brátt hefur annar frambjóðendahópurinn haldið mjög á lofti fyrirheiti um greiðslur til foreldra sem kjósa að dvelja heima með börnum sínum fyrstu árin. Greiðslunum er ætlað að gera slíka samveru að raunverulegum valkosti við hlið dagvistarkerfisins. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 280 orð

Lýðræðislegur halli

ÞAÐ HEFUR vakið athygli mína að fáir gera athugasemdir við þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að taka 8. sætið á lista vinstriflokkanna í Reykjavík við komandi sveitarstjórnarkosningar. Sú ákvörðun hennar leiðir að hluta til af eðli framboðsins, sem útvatnaðs hagsmunabandalags um völd án hugmynda, sem grundvallast á þránni eftir völdum valdanna vegna. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 462 orð

Menningarmál

Á STUNDUM virðist sem ákveðin stjórnmálaöfl telji það skyldu sína að fjalla á þann hátt um menningu að ætla mætti að þau ein haldi vöku sinni í þeim málum og fulltrúar þeirra séu einir hæfir merkisberar menningarumræðunnar. Með þessum hætti hafa vinstri menn í landinu talið sig vera þess umkomna að segja öðrum á hvern hátt menning og listir megi best dafna. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 412 orð

Menningin gefur lífinu lit

Á HÁTÍÐARSTUNDUM er listmenning gjarnan í hávegum höfð. Er þá vitnað í ljóðskáld og rithöfunda eða flutt tónlist til að setja svip á samkomuna. Flestir kunna að meta slíkt. En listmenning þarf að hafa meira vægi í daglegu lífi okkar. List og listsköpun eru mikilvægir þættir í þroska hvers manns. Þess vegna vill D-listinn leggja ríka áherslu á listkennslu í skólunum okkar. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 478 orð

Misvísandi umræða um "aukinn launamun kynjanna" á Sjúkrahúsi Reykjavíkur

Í OPINBERRI umræðu undanfarinna vikna um launamál kynjanna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur virðast nokkur mikikvæg atriði hafa misfarist eða verið misskilin. Sem starfsmanni þeirrar nefndar sem vann tillögur að jafnréttisáætlun og greinargerð með henni, þykir mér rétt að leiðrétta og útskýra það sem helst hefur skolast til. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 403 orð

Mæðravernd ­ Ungbarnavernd

Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM fer fram meðal annars mæðra- og ungbarnavernd. Stefnt er að því að sama ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur og læknir sinni konunni á meðgöngunni og í gegnum ungbarnaverndina. Þannig fæst sú besta þjónusta sem völ er á og samfella verður í starfinu. Með mæðravernd er átt við að gæta að og efla heilsu, vöxt og þroska móður, barns og fjölskyldu, með eftirliti, stuðningi og fræðslu. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 376 orð

Náttúruspjöll R-listans á Geldinganesi

SÚ fyrirætlun R-listans að reisa iðnaðar- og athafnasvæði á stórum hluta Geldinganess hefur sætt gagnrýni. Sjálfstæðismenn vilja að íbúðabyggð og útivistarsvæði verði á þessu fegursta framtíðarbyggingarlandi höfuðborgarinnar. Geldinganesið teygir sig út á sundin milli Reykjavíkur og Kjalarness og er þannig í hjarta hins nýja sameinaða sveitarfélags með fögru útsýni til flestra átta. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 402 orð

Nýju fötin keisarans

ER vorsólin búin að eyða langtímaminni Reykvíkinga um þær aðgerðir sem dunið hafa á Reykvíkingum á þessu kjörtímabili? Ætla t.d. íbúðareigendur að verðlauna þetta fólk í forystu borgarmála sem búið er að hækka álögur um 26% á fasteignagjöldum með svokölluðu holræsagjaldi? Það þýðir heil fasteignagjöld í viðbót við þau fern sem þið greidduð áður. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 303 orð

Nýju fötin keisarans Frá Gísla Ragnarssyni: ÞAÐ hefur lengi tíðk

ÞAÐ hefur lengi tíðkast á Íslandi að greiða lág laun fyrir kennslu barna og hjúkrun sjúkra. Óvíða starfa fleiri úr þessum stéttum en hjá Reykjavíkurborg og eru konur þar í miklum meirihluta. Þegar R- listinn vann borgina fyrir fjórum árum héldu margir að nú yrði stefnubreyting. Kvennalistakona, sem barist hafði fyrir því í ræðu og riti að hækka lægstu laun, tók við stjórnartaumunum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 610 orð

Ofríki er veikleiki R-listans

STJÓRNMÁL hefur lítið borið á góma í kosningabaráttunni í Reykjavík undanfarnar vikur. Þetta er undarleg staðhæfing á kjördag. Hún á hins vegar við þau rök að styðjast, að forráðamenn R-listans geta ekki rætt um hefðbundin stjórnmál. Færu þeir út á þær brautir, kæmi annars vegar í ljós ofríki og hins vegar veikleiki þeirra. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1001 orð

Óttinn við fíkniefni

VÍMUEFNI hafa fylgt mannkyni frá örófi alda. Áfengi þekktist á steinöld, fornleifafræðingar hafa fundið merki um kannabis í kínverskum fornleifum og dæmi um neyslu kókaíns er að finna í S- Ameríku frá því fyrir daga Kólumbusar. Eftirsókn í vímu og annað hugarástand virðist því vera nánast algildur fylgifiskur mannlegrar tilveru. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 402 orð

Rassskellti kolkrabbann

ÞAÐ ER stutt í kosningar og fólk þarf að velja. Ég hef sjálfur áður kosið flokka bæði af vinstri og hægri vængnum. En eftir að hafa skoðað stefnumál flokkanna í Reykjavík, þá er ljóst að þar er allmikill munur á. Þá sérstaklega í félagslegum og efnahagslegum málefnum, hvað varðar afkomu fjölskyldunnar, lausnir við félagslegum vandamálum t.d. varðandi vímuefnaneyslu, eflingu öryggis borgarbúa o.s. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 714 orð

Rauður eða blár

EIN helsta ástæða lýðræðisjafnaðarmanna til samfylkingar með öðrum félagshyggju- og vinstri mönnum er hin einhliða og sterka áróðursstaða Sjálfstæðisflokksins sem ræður í raun beint eða óbeint öllum helstu fjölmiðlum landsins. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 175 orð

Réttarstaða ríkisendurskoðunar Frá Sigurði Georgssyni: AÐ undanf

AÐ undanförnu hefur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, staðið í ströngu. Að beiðni Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, gerði ríkisendurskoðandi sérstaka athugun á risnu- og ferðakostnaði LÍ með það að markmiði að meta hvort kostnaður bankastjóranna þriggja væri í samræmi við reglur sem um þau efni gilda eða eru taldar eiga að gilda. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 673 orð

Sambúð lands og þjóðar

ÖRFÁ orð um mikil mál. Tekist er á um auðlindir þjóðar til lands og sjávar, þjóðareignina. Sægreifar svonefndir ráða auðlindum sjávar og landeigendur og sveitarfélög gera tilkall til landsins. Þannig eiga iður jarðar að vera í haldi landeigenda, með vatni, varma og efnum eins og þessir aðilar hafi lagt eitthvað af mörkum til sköpunarverksins. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Sambýli aldraðra lokað Frá Áslaugu Kristinsdóttur: Á SKÓLASTÍG

Á SKÓLASTÍG 5 á Akureyri hefur verið starfrækt sambýli aldraðra sl. 5 ár. Þar geta búið 10 manns. Húsið er 2 hæðir og kjallari og er lyfta í húsinu, vel búin setustofa á annarri hæð, eldhús og borðstofa í kjallara. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 758 orð

Samkomulag um greiðslu sektar í ÞÞ-máli

Sýslumaðurinn/lögreglustjórinn á Akranesi gerði 21. jan. 1998 samkomulag við Helga V. Jónsson hrl. v/Þórðar Þórðarsonar um greiðslu á eftirstöðvum 50 millj. kr. dæmdrar sektar. Ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis, Þorsteinn Geirsson, lýsti nokkrum dögum síðar opinberlega yfir, að samkomulagið væri "skýlaust brot á 2. mgr. 52. gr. almennra hegningarlaga nr. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 528 orð

Siðbót eða sinubruni

OG HVAÐ ætlarðu þá að kjósa? Hvað nema Ingibjörgu Sólrúnu. Maður þarf ekki að tvínóna þegar slíkur kostur gefst. Ég kýs hana vegna þess að ég treysti henni. Ég treysti henni til að taka áfram á málum af réttsýni, heiðarleika og skörungsskap. Ég held reyndar að ég þurfi ekki að taka þetta fram, þetta eru almælt tíðindi, og mér leiðist að þrástagast á almæltum tíðindum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 446 orð

Sjálfstæðisflokkinn til forystu í Hafnarfirði

MIKILVÆGUSTU sveitarstjórnarkosningar um langan aldur fara nú fram í Hafnarfirði. Bæjarbúar standa í dag frammi fyrir skýrum valkostum í stjórnmálum. Annars vegar er framboðslisti sjálfstæðismanna hér í bænum, hins vegar eru listar vinstri aflanna með margskonar formerkjum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 278 orð

Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur lengi notið trausts fylgis í Hafnarfirði. Á árunum 1962-1986 var hann lengst af forystuafl í bæjarstjórn eða hátt í aldarfjórðung í góðri samvinnu við fulltrúa Óháðra borgara. Á þessum árum tók Hafnarfjörður miklum stakkaskiptum. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 614 orð

Sjálfstæðisflokkurinn er traustsins verður

Í DAG er Reykvíkingum gert að velja. Þeir eru krafðir sagna um hvað skal verða um borgina næstu fjögur ár. Við metum fyrri störf þeirra flokka sem í framboði eru og spyrjum um orð og efndir. Við skoðum einnig ólíkar áherslur framboðanna og metum trúverðugleika þeirra flokka og frambjóðenda sem óska eftir stuðningi kjósenda. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 197 orð

Spurt í vinsemd Frá Guðjóni Sigurðssyni: Í MÍNUM huga snúast kos

Í MÍNUM huga snúast kosningar um málefni en ekki menn. Ég vil enn og aftur skrifa um málefni R-listans. Ég hef í mínum greinum gagnrýnt R-listann fyrir svikin loforð. Enginn frá R-lista hefur hrakið það sem ég hef sett fram. Maður hlýtur að dæma flokka eftir loforðum og hvernig þau loforð hafa verið efnd. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1167 orð

Spurt um siðferði

MÉR er tregt tungu að hræra, svo mjög hefur reynsla síðustu vikna sært trú mína á siðferði samfélagsins sem ég bý í. Reynslan er einkar þungbær vegna þess að eitt þeirra mála sem hafa lýst upp baksviðið og opinberað vinnubrögð fólks sem ég taldi virðingar vert er mér nátengt. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 190 orð

Starfsaðferðir KKÍ Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni: HRANNAR Hólm kö

HRANNAR Hólm körfuknattleiksþjálfari ritar bréf til blaðsins þar sem hann gerir að umræðuefni starfsaðferðir KKÍ við ráðningu á landsliðsþjálfara kvenna. Sigurður Ingimundarson hefur verið landsliðsþjálfari kvenna síðastliðin tvö ár og náð mjög góðum árangri með liðið og undir hans stjórn hefur það unnið tvö alþjóðleg mót. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 445 orð

Stefna í stað áttleysu

NOKKUÐ hefur borið á því að framsóknarmönnum þyki illt að sitja undir því að verk þeirra á kjörtímabilinu séu vegin og metin af kjósendum. Þeir segja að menn eigi ekki að dvelja við það sem liðið er heldur eigi nú eingöngu að ræða það sem framtíðin beri í skauti sér. Fyrirmæli þeirra eru m.ö.o. þau að við eigum ekki að leggja mat á störf þeirra sl. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 372 orð

Stjórnmálin snúast um fólk

ÞVÍ MIÐUR bera stjórnunarhættir í Reykjavíkurborg keim af vinstri valhyggju, þar sem einstaklingnum er "sagt" hvað sé honum fyrir bestu. Nægir þar að nefna til sögu mál Strætisvagnanna, skipulagsmál í Þingholtunum, handónýtan leikskóla, Laufásborg, í sama hverfi sem hefur verið eins og umferðarmiðstöð í starfsmannahaldi til margra ára, af margvíslegum sökum. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 1029 orð

SVFÍ 70 ára Vart er hægt að gefa SVFÍ betri afmælisgjöf, segir Guðbjörn Ólafsson, en að kjósa því nýja framkvæmdastjórn.

Á ÞESSU ári fagnar Slysavarnafélag Íslands 70 ára afmæli sínu. Á tímamótum sem þessum er ekki úr vegi að staldra við og skoða stöðu félagsins í samfélaginu í dag. Í fjölmiðlum nýverið var sagt frá niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur á meðal félagsmanna þess til að velja fyrirtæki ársins, þ.e. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 201 orð

Til umhugsunar

LENGI hefur undirritaður verið þeirrar skoðunar að Íslendingar væru heiðnir. Þeir sem ekki trúa á álfa, trúa örugglega á tröll og eru almennt andsnúnir jafnrétti og bræðralagi og vilja hafa einræði. Þess vegna er næstum víst að R- listinn mun sigra í hönd farandi kosningum. Fólkið sem skipar listann vekur enga hrifningu, en það gerir ekkert til af því að sú sem fer fyrir er stórkona. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 812 orð

Tvær dvergþjóðir í fremstu víglínu

ÝMSAR hliðstæður má finna í sögu Íslands og Eistlands ef grannt er skoðað. Bæði þessi lönd hlutu sjálfstæði 1918 í styrjaldarlok en höfðu þá lotið erlendum þjóðum um aldir, Eistar Rússum, en Íslendingar Dönum. Raunar höfðu bæði löndin verið hluti Danaveldis þó ekki samtímis, því að Valdemar Atterdag hafði selt Eistland áður en danskur kóngur réð hér lögum og lofum á norðurslóðum. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 925 orð

Um ánauð tækniframfara

ALLT FRÁ upphafi iðnbyltingar hafa menn haft áhyggur af því að tækniframfarir leiði til atvinnuleysis og lágra launa þar sem vélarafl sé í auknu mæli notað í stað vinnuafls. Það var Robert Owen, upphafsmaður sósíalisma, sem fyrstur ritaði um þetta vandamál í upphafi 19. aldar og varð þetta síðar kjarninn í hagfræði Marx. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 509 orð

Um hvað kjósum við?

ALDREI áður hefur það gerst að við sem berjumst fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi höfum getað gengið til kosninga með von um sigur í brjósti undir merkjum sitjandi valdhafa. Við höfum ævinlega átt á brattann að sækja og verið í sókn gegn þeim sem hafa hyglað sér og sínum í krafti auðs og einokunar á áróðursvélum þjóðfélagsins. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 924 orð

Unglingurinn í slóginu

ÉG ER staddur á bryggjunni þegar hann kemur út úr aðgerðarsal fiskvinnslunnar. Hann tekur af sér gúmmívettlingana, grettir sig upp í sólina og kveikir í sígarettu. Ég kalla hann Unglinginn í slóginu af því nú er svo mikið talað um Únglinginn í skóginum. Hann er ánægður með nafngiftina og segir við mig mannalega; þú ert alltaf að tjá þig um sjávarútvegsmálin. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 911 orð

Úr opnu bréfi til samgönguráðherra vegna skýrslu Fjarskiptanefndar

Hæstvirti samgönguráðherra. Hin nýútkomna skýrsla um fjarskiptamál á Íslandi hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Formleg úttekt á fjarskiptamálum og framtíð þeirra var þarft verk og löngu tímabært. Það er samt mat undirritaðra að ýmsir vankantar hafi verið á gerð skýrslunnar og niðurstöðum nefndarinnar sem gerði hana. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 370 orð

Veljum bjarta framtíð fyrir Kópavog

KÓPAVOGSLISTINN setur málefni fjölskyldunnar í forgang og mun hafa hagsmuni fjölskyldufólks í fyrirrúmi í allri stefnumörkun sinni. Við viljum að Kópavogur verði fjölskylduvænt samfélag sem hugsi fyrir þörfum allra aldurshópa, kvenna jafnt sem karla. Jöfn staða kynja lykilatriði Jöfn staða kynja er lykilatriði þess að við getum sagst búa í fjölskylduvænu samfélagi. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 471 orð

Verkalýðsforingjar á erfðafestu

Í NÝÚTGEFNU kosningariti J- listans í Reykjanesbæ er viðtal við Kristján Gunnarsson verkalýðsforingja. Þar segir að hann telji áratugahefð þess að verkalýðsfélagið eigi mann í bæjarstjórn mjög nauðsynlega og nefnir í því sambandi fyrrverandi formenn þess þá Ragnar Guðleifsson og Karl Steinar Guðnason. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 565 orð

Vinstrimenn á villigötum í LÍN-málum?

Tillaga okkar til að auka lánsfjármagn til námsmanna, segja Benedikt Pálmason og Smári Rúnar Þorvaldsson, er að leggja niður LÍN í núverandi mynd og fela lánastofnunum að veita námslánin. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Yfirlýsing H-listans í Reykjavík Frá Jóni Kjartanssyni: H-LISTIN

H-LISTINN, listi Húmanistaflokksins í Reykjavík, varar þingmenn mjög alvarlega við afleiðingum þess að samþykkja húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra (framsóknarmannsins Páls Péturssonar, en Framsóknarflokkurinn býður sem kunnugt er fram í Reykjavík undir listabókstafnum R). Þetta frumvarp er sem stendur til umræðu á Alþingi. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 779 orð

Það getur verið sárt að heyra sannleikann

EINHVERNTÍMA sagði einhver einhversstaðar, að það væri sárast að heyra sannleikann, ekki síst þegar hann snertir einhvern sem er manni sérlega kær. Mér kom þessi speki í hug, þegar ég las "opið bréf" Hannesar Baldvinssonar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 21. maí. Þar skrifaði hann um umfjöllun mína í Sjónvarpinu um Siglufjörð í tengslum við bæjarstjórnarkosningarnar og segir m.a. Meira
23. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 259 orð

Það sem er fallega hugsað er oft illa gert Frá Hallgrími Oddssyni:

Á FJÖGURRA ára fresti skýtur upp stórkostlegu hitamáli okkar Reykvíkinga. Hverjir eru bestir, spyrjum við og fáum verður svarafátt. Menn skipta sér í fylkingar, troða á skoðunum annarra, næla í sig barmmerki og spássera síðan hnarreistir um göngugötur borgarinnar. Fyrir fjórum árum gekk ég sjálfur um götur bæjarins gersamlega alvitur um það sem var öllum fyrir bestu. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 384 orð

Þetta hefur borgarstýra gert fyrir konur

Í MORGUNBLAÐINU 19. maí sl. birtist grein eftir unga konu, Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, þar sem hún kvartar sáran, með réttu, vegna launamunar milli karla og kvenna, konum í óhag eins og allir vita. En síðan vill hún gera Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra ábyrga fyrir þessum launamun og lökum samningum verkalýðsfélaganna fyrir hönd kvenna. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 885 orð

Þjóðin blekkt

SVO virðist sem jafnaðarmenn hafi með sínum óheiðarlega málflutningi um frumvarp til sveitarstjórnarlaga tekist að blekkja stóran hluta þjóðarinnar. Blekkingin felst í því að jafnaðarmönnum hefur tekist að telja fólki trú um að með lögfestingu frumvarpsins sé verið að afhenda nokkrum sveitarfélögum þar sem fámennur hluti þjóðarinnar býr allt miðhálendi Íslands til eignar og ráðstöfunar. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 502 orð

Ætlar Alfreð Þorsteinsson að reka 50 manns?

R-LISTINN í Reykjavík hefur ákveðið að sameina orkuveitufyrirtæki borgarinnar, Hitaveitu og Rafmagnsveitu, sem síðan verða gerð að hlutafélagi. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir 50 starfsmenn fyrirtækjanna sem munu missa vinnuna. Þessi ákvörðun R- listans er óvenjulega ósvífin, vegna þess að nú er starfandi samráðsnefnd starfsmanna, sem á að gefa álit á hugmyndunum hinn 3. júní nk. Meira
23. maí 1998 | Aðsent efni | 925 orð

Ætlar Alþingi að virða að vettugi ákvæði stjórnarskrárinnar?

Í BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta félagsmálanefndar Alþingis við frumvarp til sveitarstjórnarlaga segir m.a.: Við 7. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: "Sveitarfélög skulu setja sér stefnu um arðgjafar- og arðgreiðslumarkmið í rekstri fyrirtækja sinna og stofnana og er heimilt að ákveða sér eðlilegan afrakstur af því fjármagni sem bundið er í rekstri þeirra. Meira
23. maí 1998 | Kosningar | 411 orð

Öfluga uppbyggingu í Árborg

HIÐ nýja sameinaða sveitarfélag, Árborg, hefur alla burði til að búa vel að íbúum sínum og nýta vel þá miklu fjölbreytni í aðstæðum og menningu sem innan merkja þess er, til hagsbóta fyrir íbúana og til að laða að nýtt fólk og fyrirtæki. Meira

Minningargreinar

23. maí 1998 | Minningargreinar | 537 orð

Einar J. Gíslason

Jesús vill að þín kenning klár, kröftug sé hrein og opinskár, lík hvellum lúðurshljómi... (Hallgr. Pétursson) Þetta fannst mér alla tíð einkennin á predikaranum frá Eyjum, vini mínum og bróður, Einari J. Gíslasyni. Mér gleymist ekki, er ég heyrði hann í fyrsta sinn. Það var í Fríkirkjunni í Reykjavík. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 175 orð

Einar J. Gíslason

Mikill vinur, yndislegur og kærleiksríkur bróðir er farinn frá okkur. Það myndaðist strax djúp vinátta á milli Einars og okkar, þegar við hittum hann fyrst fyrir meira en tuttugu árum. Grundvöllur samfélags okkar var sú andlega eining sem við fundum fyrir og sterkur andlegur kærleiki sem streymdi til okkar frá Einari og fjölskyldu hans. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 250 orð

Einar J. Gíslason

Í dag kveðjum við kæran vin og trúbróður, Einar Jóhannes Gíslason. Þá huggun eigum við þó að ekki er um hinstu kveðju að ræða, því að Einar hefur aðeins flutt aðsetur sitt þangað sem hann setti markið þegar hann var enn aðeins unglingur. Ævi Einars og saga hvítasunnuvakningarinnar á Íslandi eru samofin á mörgum stöðum. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 32 orð

EINAR J. GÍSLASON

EINAR J. GÍSLASON Einar Jóhannes Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1923. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 22. maí. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 804 orð

Sólveig Bergþóra Þorsteinsdóttir

Móðir mín, Sólveig Bergþóra, er látin. Hún veiktist alvarlega fyrir fimm árum síðan og dvaldist upp frá því á sjúkrahúsi uns yfir lauk. Í augum okkar afkomendanna var hún sameiningartákn. Vafasamt er að nokkur í hópnum geti haldið því merki á lofti nú þegar hún er öll. Móðir mín var sérstæð manneskja á marga lund. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 284 orð

SÓLVEIG BERGÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR

SÓLVEIG BERGÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR Sólveig Bergþóra Þorsteinsdóttir fæddist í Hafnarfirði 31. júlí 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga hinn 15. maí síðastliðinn. Foreldrar Sólveigar voru Þóra Jónsdóttir húsmóðir og Þorsteinn Brandsson sjómaður. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 466 orð

Sólveig Þorsteinsdóttir

Með sárum söknuði kvöddum við ömmu Sólveigu á Húsavík. Eftir stutt veikindi kveður hún þessa jarðvist södd lífdaga í sátt við Guð og menn. Við eru öll guggin í hjarta okkar en yljum okkur við fagrar minningar um ömmu brosandi og glaða í bragði. Síðustu árin hefur hún dvalið í góðri umsjá starfsfólksins á sjúkrahúsi Húsavíkur og þar voru okkar síðustu fundir. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Sveinn Guðmundsson

Við lát hans er fallinn frá einn þeirra manna sem settu svip á samtíð sína. Hann kom ungur að árum til starfa í Skagafirði og gerðist framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Stríðsárin voru að baki, þjóðfélagið í mótun, gamlar hefðir að víkja fyrir nýjum siðum. Gamla bændaþjóðfélagið var að breytast. Fólk flytur í þéttbýli, á mölina. Verslunin verður að laga sig að breyttum tímum. Meira
23. maí 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SVEINN GUÐMUNDSSON

SVEINN GUÐMUNDSSON Sveinn Guðmundsson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 28. apríl 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. maí. Meira

Viðskipti

23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

300 milljóna króna skrifstofubygging

VIÐSKIPTASTOFA Landsbanka Íslands hefur tekið að sér að fjármagna framkvæmdir við skrifstofubyggingu sem Álftárós hf. byggir við Borgartún 30. Heildarfjármögnun á byggingartímanum er 300 milljónir kr. Húsið verður samtals sjö hæðir og er fyrsta til sjötta hæð um 850 fermetrar hver, sjöunda hæð um 300 fermetrar og í kjallara eru um 170 fermetrar. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 112 orð

ÐAthugasemd frá Bónus Vegna fréttar í viðskiptablaði Morgunbl

Vegna fréttar í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag um kaup Bónusfeðga á Flugleiðabréfum af Burðarási í gegnum Kaupþing hefur Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus sent blaðinu eftirfarandi athugasemd: Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Evrópsk bréf halda velli

EVRÓPSK hlutabréf héldu velli síðdegis í gær eftir daufa byrjun í Wall Street og fyrir langa helgi í London og New York. Í London hækkaði FTSE 100 vísitalan um 6,6 punkta í 5942,2. FTSE 250 hækkaði hins vegar um 35,2 punkta í 5889,7 punkta, sem er nýtt met, því að brezkar hagtölur drógu úr vaxtaáhyggjum. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 318 orð

Evrópusambandið leyfir enn eina björgun Cr Lyonnais

STJÓRN Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir enn eina björgun franska bankans Crédit Lyonnais og verður hún einhver mesta björgunaraðgerð í fyrirtækjasögunni. Með ákvörðuninni er bundinn endi á margra ára harða baráttu evrópskra eftirlitsyfirvalda og ýmissa ríkisstjórna í Frakklandi, en um leið er þess krafizt að bankinn einkavæðist og losi sig við geysimiklar eignir. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Nýr í stjórn Steinullarverksmiðju

STJÓRN Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki var endurkosin á nýafstöðnum aðalfundi félagsins nema hvað Jón Snorrason var kjörinn í stað Jóns H. Guðmundssonar sem tók sæti í varastjórn. Í stjórninni eru auk Jóns, Jón Ingimarsson formaður, Lára M. Ragnarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Árni Guðmundsson, Leif Koorp og Kaj Westerén. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Rússneskt álver tapar 30 millj. dala á dag

ANNAÐ stærsta álver Rússlands tapar tæpum 30 milljónum rúblna eða 5 milljónum dollara á dag vegna þess að námamenn í verkfalli hafa lokað rússneskum járnbrautum að sögn fyrirtækisins. Júríj Usjenin, framkvæmdastjóri Krasnojarsk álversins (KRAZ), kvað tapið stafa af því að KRAZ bærist ekki hráefni og gæti ekki sent frá sér unnið ál meðan á verkfalli stæði. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Samið um gangstígagerð

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkur um að taka tilboði Garðars Þorbjörnssonar í gerð gangstíga í borginni á þessu ári. Tilboð Garðars hljóðaði upp á tæpar 43 milljónir kr. Átta verktakar buðu í verkið. Tilboð Garðars er 88,1% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 48,7 milljónir kr. Ákveðið var að semja við hann eftir að lægstbjóðandi, Jón og Tryggvi ehf. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Samið um verðmat á Landsbankanum

Landsbanki Íslands hf. er að semja við erlent fjármálafyrirtæki um verðmat á bankanum og eignum hans. Verðmatið er til undirbúnings 10-15% hlutafjáraukningar í sumar. Þetta kom fram á kynningarfundi Viðskiptastofu Landsbankans í gær. Að sögn Halldórs J. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 318 orð

Símafyrirtækin með GSM-þjónustu vestra

ÍSLENSKIR GSM-símnotendur geta nú nýtt áskriftarkort sín í Bandaríkjunum, því samkeppnisaðilarnir hér á landi hafa báðir undirritað samstarfssamninga við þarlend farsímafyrirtæki. Landssíminn hefur gengið til samstarfs við fyrirtækið Omnipoint og Tal hf. við Samtök bandarískra farsímafélaga. Meira
23. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Söluverðmæti um 40 milljónir

HLUTAFJÁRÚTBOÐ í Delta hf. hófst þann 20. maí síðastliðinn. Seld verða hlutabréf fyrir kr. 2.662.959 að nafnverði á genginu 15. Söluverðmæti bréfanna liggur því nálægt 40 milljónum króna. Um er að ræða þegar útgefin bréf í eigu félagsins en samkvæmt samþykkt stjórnar munu hluthafar hafa forkaupsrétt á bréfunum samkvæmt hlutafjáreign sinni til 4. Meira

Daglegt líf

23. maí 1998 | Neytendur | 710 orð

Eldað undir jökli

ELDAÐ undir jökli nefnist uppskriftabók sem þær Guðrún G. Bergmann og Guðríður Hannesdóttir hafa tekið saman og kom nýlega út. "Kveikjan að bókinni er fæðuóþol mitt og sá skortur sem hefur verið á uppskriftum fyrir þá sem þjást af Candida sveppasýkingu," segir Guðrún sem býr ásamt eiginmanni sínum, Guðlaugi Bergmann, og þremur öðrum fjölskyldum að Hellnum á Snæfellsnesi. Meira
23. maí 1998 | Neytendur | 121 orð

Er kúrbítur hollur?

Hvaða næringarefni eru í zuccini eða kúrbít? Kúrbítur tilheyrir sömu ætt og gúrka. Að sögn Hólmfríðar Þorgeirsdóttur hjá Manneldisráði er kúrbítur orku- og fitulítill eins og flest annað grænmeti en gefur talsvert af vítamínum og steinefnum, mun meira en gúrka. "Helstu vítamínin sem hann veitir eru A-vítamín, ýmis B-vítamín og C-vítamín. Meira
23. maí 1998 | Neytendur | 98 orð

Gott í gogginn

MARGIR vakna upp við kröftugan fuglasöng þessa dagana og það eru ýmis dæmi um að fuglar fylgist óhræddir með þegar garðeigendur róta í moldinni hjá sér. Nýlega var lesendum bandaríska tímaritsins Better homes and garden bent á að hægt væri að gleðja fuglana með ýmsu góðgæti. Þeim var ráðlagt að strekkja kröftugan bandspotta milli trjáa eða á annan hentugan stað úti í garði. Meira
23. maí 1998 | Neytendur | 94 orð

Matartími Fyrir fagmenn til matargerðar

FYRR í vikunni efndu Samtök iðnaðarins og 25 íslensk matvælafyrirtæki til kynningar á hráefnum og afurðum fyrir þá sem sinna innkaupum og framreiða fyrir stóreldhús, vinnustaði, hótel, gisti- og veitingahús ásamt fulltrúum úr ferðaþjónustu á Íslandi. Kynningin bar yfirskriftina Matartími og var athygli beint að því sem íslensk matvælafyrirtæki bjóða fagmönnum til matargerðar. Meira

Fastir þættir

23. maí 1998 | Í dag | 67 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. 19. maí sl. varð sjötug Hólmfríður Bjarnadóttir hárgreiðslumeistari. Hólmfríður tekur á móti gestum í samkomusalnum "Gullsmára", Gullsmára 13, Kópavogi, í dag, laugardaginn 23. maí, frá kl. 16­19. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 24. maí, verður sjötug Þorgerður Bergsdóttir, Höfðabraut 16, Akranesi. Meira
23. maí 1998 | Í dag | 370 orð

ARLA er lengra en áratugur síðan að hægt var að ganga um

ARLA er lengra en áratugur síðan að hægt var að ganga um Reykjavík án þess að sjá veggjakrot nema á stöku stað. Nú er svo komið að varla er finnanleg sú gata í borginni þar sem ekki eru útkrotaðir húsveggir, garðveggir, ruslagámar, ljósastaurar, tengikassar og þar fram eftir götunum. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 101 orð

Framkvæmt fyrir Íslandsmót

UNDIRBÚNINGUR fyrir Íslandsmótið í hestaíþróttum er að komast í fullan gang að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi og nágrenni. Mótið verður sem kunnugt er haldið 24. til 26. júlí nk. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 882 orð

Guðspjall dagsins: Þegar huggarinn kemur. (Lúk. 15)

Guðspjall dagsins: Þegar huggarinn kemur. (Lúk. 15) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Göngumessa kl. 11. Farið verður frá kirkjunni ásamt presti, kór og organista. Gengið um Elliðaárdalinn, numið staðar víða, þar sem sálmar verða sungnir og ritningartextar lesnir. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 100 orð

Hugað að vali landsliðs fyrir NM '98

SIGURÐUR Sæmundsson hefur verið ráðinn landsliðseinvaldur í hestaíþróttum fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður á Hedeland á Sjálandi í Danmörku 5. til 9. ágúst nk. Mun Sigurður alfarið sjá um val á landsliðinu fyrir mótið. Meira
23. maí 1998 | Dagbók | 512 orð

Í dag er laugardagur 23. maí, 143. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Nú h

Reykjavíkurhöfn: Ottó M. Þorláksson, Vædderen, Helgafell, Haukur, Freri, Hansiwall ogInnagusen Kova fóru í gær. Klakkur kom og fór í gær. Sigurbjörg of, og Bjarni Sæmundsson komu í gær. Elena, Ásbjörn og Baldvin Þorsteinsson fara í dag. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 644 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 954. þáttur

954. þáttur MARGRÉT Nýbjörg Guðmundsdóttir (víst eina Nýbjörg nú á landi okkar) hafði upplýsingar að færa mér í hinu margrædda textamáli: Hversu gömul o.s.frv. Nú kom athyglisverð gerð: Hversu gömul ertu þá, Kittý K., Kittý K. Meira
23. maí 1998 | Í dag | 769 orð

Kannast einhver við þessa mynd? ÞESSI mynd og önnur af sömu

ÞESSI mynd og önnur af sömu stúlku er á filmubút sem fannst á götu í vetur. Upplýsingar í síma 5520484. Pollur í Grafarvogi KOSNINGAR í Reykjavík! Nei, það getur ekki verið. Ég átti nú ekki von á því að tímasetningar stæðust þegar hafist var handa við byggingu sundlaugar í Grafarvogi. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 669 orð

Kyngeta og aldur

Spurning: Það eru alkunn sannindi að kyngeta karla minnkar með aldrinum. Er eitthvað hægt að gera til að sporna við þessu, t.d. með lyfjainntöku eða einhverjum æfingum? Svar: Það er rétt að bæði kynhvöt og kyngeta karla minnkar með aldrinum. Þetta verður að teljast eðlilegt þegar komið er yfir miðjan aldur. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 2669 orð

Ráku verslun í fjáröflunarskyni Veturinn 1957­58 var Hörður Sigurgestsson í 6. bekk í Verzlunarskólanum í Reykjavík og lauk

"ÉG KOM fyrst í Verzlunarskólann í Reykjavík haustið 1952 og var í skólanum allt til ársins 1958. Verzlunarskólinn var þá á vissum tímamótum. Haustið 1952, þegar við hófum nám, kom nýr skólastjóri til starfa, dr. Jón Gíslason, sem þá hafði lengi kennt við skólann. Dr. Jón var mjög vel menntaður í Þýskalandi í klassískum fræðum. Kennslugreinar Jóns voru aðallega tungumál, en líka goðafræði. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 669 orð

Safnaðarstarf Skálholtskirkja Á MORGUN, sunnud

Á MORGUN, sunnudaginn 24. maí, kl. 14 munu þrír barnakórar syngja við messu í Skálholtskirkju. Það eru Barnakór Biskupstungna, Barnakór Oddakirkju og Barnakór Gnúpverja. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytja tónlist í messunni. Sr. Sigurður Jónsson í Odda mun prédika, en sr. Egill Hallgrímsson í Skálholti mun annast altarisþjónustuna. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 844 orð

Skapandi ólga "Hann var Evrópumaður sem reis gegn ríkjandi straumum í álfunni á fyrri hluta aldarinnar. Á evrópskum forsendum

Listahátíð í Reykjavík 1998 er nú í fullum gangi og hefur margt verið á boðstólum, allt athyglisvert og sumt með miklum sóma. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að koma erlendra gesta og með þeim nýir en stundum gamlir Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 416 orð

Stóðhestamyndband á mettíma

Upptaka frá dómum og yfirlitssýningu, sem fram fóru á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku, var komin út á myndbandi sem boðið var til sölu á vorsýningu stöðvarinnar á laugardeginum. Það var Bjarni Þór Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður sem enn einu sinni lagði á sig langar vökur til að gera þetta mögulegt. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 119 orð

Svanhildur Hall tekur við á Hvanneyri

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Svanhildur Hall muni taka við starfi Ingimars Sveinssonar við hrossaræktarbrautina við Bændaskólann á Hvanneyri 1. janúar næstkomandi. Svanhildur Hall hefur frá unga aldri stundað hestamennsku. Hún útskrifaðist frá Bændaskólann á Hólum árið 1993. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 1271 orð

ÚTI AÐ BORÐA MEÐ EVERT VÍGLUNDSSYNI, FRAMREIÐSLUMANNI ÁRSINS

KOKKAR hafa í nokkur ár barist um titilinn matreiðslumaður ársins. Samhliða þeirri keppni tókust framreiðslumenn nú í fyrsta skipti á um það hver væri færastur í faginu. Þegar atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að Evert Víglundsson, þjónn á Hótel Sögu, reyndist hafa verið hlutskarpastur. Meira
23. maí 1998 | Fastir þættir | 658 orð

Vaknað fyrir allar aldir

MORGUNHANAR eru þeir kallaðir sem vakna fyrir allar aldir og eru fyrstir manna á fætur. Þeir njóta því langra stunda að sinna störfum sínum og þörfum í hraðvaxandi tímaleysi og ná hámarksnýtingu á góðum degi. Þessir menn fara með fyrra fallinu í rúmið og komast því á draumstig strax um miðnætti sem varir í skorpum fram undir þrjú en þá tekur við draumlaus hvíldarsvefn fram undir morgun. Meira

Íþróttir

23. maí 1998 | Íþróttir | 333 orð

13 mörk í 1. umfe

13 mörk í 1. umferð kvenna "ÉG læði inn einu og einu," sagði bakvörðurinn Sigurlín Jónsdóttir í KR, sem opnaði markareikning sinn og skoraði helming marka Íslandsmeistaranna í 4:0 sigri á Haukum í Vesturbænum í gærkvöld. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 69 orð

Bein útsending á Fótboltavef Morgunblaðsins Á meðan Íslands

Á meðan Íslandsmótið í knattspyrnu stendur yfir verða beinar lýsingar á Fótboltavef Morgunblaðsins, þar sem lesendur geta fylgst með gangi mála jafnharðan. Þegar fyrsta umferð stóð yfir nýttu fjölmargir sér þessa þjónustu. Í dag verða lýsingar á fjórum leikjum; Grindavík ­ Leiftur, ÍBV ­ ÍA, Valur ­ Þróttur R. og ÍR ­ Keflavík. Á morgun verður leik Fram og KR lýst. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 144 orð

Beláný til liðs við Gróttu/ KR

ZOLTÁN Beláný, hornamaðurinn snjalli sem leikið hefur með ÍBV undanfarin ár og fékk íslenska ríkisborgararétt fyrir skömmu, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu/KR. Beláný var markahæsti leikmaður 1. deildar karla síðustu tvö keppnistímabil og ætti hann að vera mikill styrkur fyrir nýliðana í Gróttu/KR 1. deildinni næsta vetur. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 684 orð

Bilið minnkar og lausn í sjónmáli

Fulltrúi þýska fyrirtækisins UFA og samningamenn íslensku sjónvarpsstöðvanna hafa að undanförnu reynt að ná samkomulagi um sjónvarpsútsendingar frá íslensku knattspyrnunni en náist samningar verður aðeins samið við eitt fyrirtæki. Steinþór Guðbjartsson kannaði stöðu málsins. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 119 orð

Fimm ára bið eftir ársmiðum á Highbury

ÁRANGUR Arsenal á nýliðnu tímabili, Englandsmeistari og bikarmeistari, hefur gert það að verkum að fimm ára bið er eftir ársmiða á Highbury en aðeins áhangendur Manchester United þurfa að bíða lengur eftir að fá ársmiða. Old Trafford tekur 55.000 áhorfendur en eftirspurn eftir miðum er svo mikil að félagið sér ekki fram á að geta orðið við henni í náinni framtíð. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 506 orð

Fjörutíu ára met Kristleifs féll

Sveinn Margeirsson, UMSS, bætti 40 ára gamalt Íslandsmet Kristleifs Guðbjörnssonar, KR, í 3.000 m hlaupi í flokki unglinga 19­20 ára á Vormóti ÍR að kvöldi uppstigningardags. Sveinn hljóp á 8.22,69 mín., en met Kristleifs var 8.23,00 sett í Bagsværd í Svíþjóð 6. september 1958. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 278 orð

Frjálsíþróttir

Vormót ÍR 400 m grindarhlaup karla: Unnsteinn Grétarsson,ÍR55,45 Hástökk karla: Ólafur Símon Ólafsson,ÍR1,85 Kringlukast karla: Magnús Aron Hallgrímsson, Selfossi54,02 Óðinn Björn Þorsteinsson, ÍR45,60 Jón Bjarni Bragason, HSS45,40 Kringlukast sveina: Friðfinnur Finnbjörnsson, Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 153 orð

Frost fagnaði sigri á Dönum DANSKI þjálfarinn Morten Fr

DANSKI þjálfarinn Morten Frost stýrði landsliði Malasíu til sigurs á Dönum, 3:2, í undanúrslitum á HM karlalandsliða, Thomas Cup, í badminton sem nú stendur yfir í Hong Kong. Frost, sem er einn besti badmintonmaður sem Danir hafa átt, var rekinn sem þjálfari danska landsliðsins fyrir tveimur árum vegna þess að liðið náði þá ekki í undanúrslit keppninnar. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 73 orð

Heimsmet í hættu MARION Jones, heimsm

Heimsmet í hættu MARION Jones, heimsmeistari kvenna í 100 metra hlaupi kvenna, segir að tímar hennar í 100 metrunum í upphafi keppnistímabilsins gefi fyrirheit um að heimsmet Florence Griffith Joyner (10,49 sek.) gæti verið í hættu. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 285 orð

KA-sigur í grannaslag KA fór með sigur af hólmi, 2:1, í

KA-sigur í grannaslag KA fór með sigur af hólmi, 2:1, í grannaslag við Þór á fimmtudaginn. Leikurinn var jafn og mikil barátta á báða bóga eins og venja er, þegar þessi lið mætast á vellinum. Glögg merki baráttunnar mátti sjá á gulum spjöldum sem dómari leiksins veifaði margsinnis og einu sinni dró hann upp það rauða. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 129 orð

Kirin-bikarinn:

Danmörk Bikarúrslit: Kaupmannahöfn: Bröndby - FC Kaupmannahöfn4:1 Bo Hansen 3., Ebbe Sand 31., Jesper Thygesen 55., Bent Christensen 82. - Peter Nielsen 35. 41.044. Svíþjóð Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 55 orð

Kjetel Ellertsen til Hauka

Norski handknattleiksmaðurinn Kjetel Ellertsen hefur gengið til liðs við 1. deildar lið Hauka. Hann er 28 ára og hefur leikið með Víking í Stavangri og SIF, en með því liði skoraði hann 128 mörk sl. keppnistímabil. Kjetel er alhliða leikmaður, sem leikur þó mest sem leikstjórnandi. Hann kemur til landsins í júlí. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 172 orð

Knattspyrna 1. deild karla HK - Fylkir1:2 Steindór Elísson (25.) - Ólafur Þórðarson 2 (2., 81.) KA - Þór2:1 Atli Þórarinsson

1. deild karla HK - Fylkir1:2 Steindór Elísson (25.) - Ólafur Þórðarson 2 (2., 81.) KA - Þór2:1 Atli Þórarinsson (54.), Höskuldur Þórhalsson (88.) ­ Kristján Örnólfsson (51.). KVA - Stjarnan1:1 Jóhannn Ragnar Benediktsson (23.) ­ Kristján Másson (87.). Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 90 orð

Landssímadeildin, efsta deild karla:

Knattspyrna Landssímadeildin, efsta deild karla: Laugardagur: Grindavík:Grindavík - Leiftur14 Valsvöllur:Valur - Þróttur R.14 Vestmannaeyjar:ÍBV - ÍA14 ÍR-völlur:ÍR - Keflavík16 Sunnudagur: Laugardalsvöllur:Fram - KR20 1. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 151 orð

Mark Ólafs eftir rúma mínútu

Mark Ólafs eftir rúma mínútu Ólafur Þórðarson fór fyrir lærisveinum sínum í Fylki er þeir stóðust fyrsta próf sumarsins í Kópavoginum á fimmtudaginn. Þeir fá samt ekki háa einkunn því nýliðar HK létu hafa mikið fyrir sér en urðu að játa sig sigraða 2:1. Þjálfarinn Ólafur skoraði bæði mörk Fylkis ­ það fyrra eftir eina mínútu og 24 sekúndur. Mark Fylkis á 2. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 134 orð

Sigurður Gunnarsson þjálfar Víking

SIGURÐUR Gunnarsson hefur tekið við þjálfun Víkingsliðsins í handknattleik. "Það er skemmtilegt að vera kominn heim á ný og ég tek á við spennandi verkefni. Það þýðir ekki endalok, þó að Víkingur leiki í annarri deild. Við höfum tekið stefnuna á að endurheimta sæti okkar í fyrstu deild strax," sagði Sigurður. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 127 orð

SIGURLÍN Jónsdóttir í KR

SIGURLÍN Jónsdóttir í KRgerði fyrsta markið í meistaradeild kvenna þegar skot hennar af 25 metra færi rataði yfir markvörðHauka eftir tæpar 4 mínútur. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 200 orð

Stjarnan jafnaði á elleftu stundu

Kristján Másson tryggði Stjörnunni jafntefli á Reyðarfirði, þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn KVA rétt fyrir leikslok, 1:1. Hann var þá nýkominn inná sem varamaður. Það kom nokkuð á óvart að KVA næði stigi frá Stjörnunni, þar sem þetta var fyrsti leikur liðsins á keppnistímabilinu, þar sem allir leikmenn KVA voru saman. Heimamenn byrjuðu betur og sóttu meira. Á 23. mín. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 270 orð

Tilbúinn í titilvörnina

FYRSTA torfærumót ársins af sex í Íslandsmótinu verður á Akureyri á laugardag kl. 13. Verða eknar átta þrautir í mótinu, tvær þeirra reyndar á laugardagsmorgun. Íslandsmeistararnir í báðum flokkum verða meðal keppenda, Gunnar Pálmi Pétursson frá Hornafirði í flokki sérútbúinna götujeppa, þar sem fjórir keppa og Gísli G. Jónsson frá Þorlákshöfn í flokki sérútbúinna jeppa. Hann mætir 15 keppinautum. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 57 orð

Tromphópur Stjörnunnar í úrslit

TROMPHÓPUR Stjörnunnar varð í sjöunda sæti í undankeppni Evrópumótsins, sem hófst í Óðinsvéum í Danmörku í gær, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í dag en átta efstu hóparnir af 18 komust áfram. Stjörnustúlkurnar 12 fengu 8,15 fyrir dans, 8,20 fyrir dýnuæfingar og 8,15 fyrir æfingar á trampólíni eða samtals 24,50 stig. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 485 orð

Tvö rauð spjöld á lofti og FH lá

Það var ljóst strax í upphafi að brotthvarf Hallsteins Arnarsonar hafði áhrif á FH-liðið í leik þess gegn liði Skallagríms í 1. deildarkeppninni, sem FH-ingar töpuðu í Kaplakrika, 2:1. Hallsteinn ákvað að yfirgefa herbúðir FH í vikunni og hefur hann verið í viðræðum við Framara. Hafnarfjarðarliðið var útá þekju mest allan fyrri hálfleikinn og Skallagrímsmenn skoruðu strax í fimmtu mínútu. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 14 orð

Uppskeruhátíð Arsenalsklúbbsins

FÉLAGSLÍFUppskeruhátíð Arsenalsklúbbsins Arsenalklúbburinn á Íslandi verður með uppskeruhátíð í dag kl. 14.30 í veislusal Ölvers. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 224 orð

Vala yfir stökk 4,10 m

VALA Flosadóttir, ÍR, hóf keppnistímabilið utanhúss í gær með því að stökkva 4,10 metra á móti í Simrishamn í Svíþjóð. "Þetta er þó eiginlega bara æfing fyrir alvöruna því framundan eru alþjóðleg stórmót í Hengelo í Hollandi 1. júní og Reims í Frakklandi tveimur dögum seinna," sagði Vala í samtali við Morgunblaðið. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 190 orð

Vináttulandsleikir við Lettland og S-Afríku

ÍSLAND og Lettland leika vináttulandsleik karla á Íslandi miðvikudaginn 19. ágúst og gert er ráð fyrir að liðin mætist aftur ytra á næsta ári. Knattspyrnusambönd þjóðanna gengu frá þessu í gær að frumkvæði KSÍ. "Við þurftum leik fyrir Evrópuleikinn við Frakka, sem verður á Laugardalsvelli 6. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 200 orð

Víkingar byrjuðu með sigri Víkingar tóku öll þrjú st

Víkingar byrjuðu með sigri Víkingar tóku öll þrjú stigin gegn Breiðablik í leik þar sem leikmenn liðsins skiptu með sér tíu spjöldum. Bæði liðin náðu upp þokkalegu spili á köflum, þó ofsagt sé að leikmönnum hafi tekist að ráða við ójafnan grasvöll í Stjörnugrófinni. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 308 orð

Wenger í viðskiptahugleiðingum

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Englands- og bikarmeistara Arsenal, er sagður leggja mikið kapp á að styrkja lið sitt með nýjum leikmönnum fyrir komandi keppnistímabil, helst áður en heimsmeistaramótið í Frakklandi brestur á í næsta mánuði. Meira
23. maí 1998 | Íþróttir | 486 orð

Ætlum okkur sigur og ekkert annað

Stórleikur í Vestmannaeyjum í dag þegar ÍBV tekur á móti ÍA Ætlum okkur sigur og ekkert annað Stórleikur 2. umferðar Íslandsmótsins í knattspyrnu verður vafalaust viðureign Íslandsmeistara ÍBV og Skagamanna í Vestmannaeyjum í dag. Meira

Úr verinu

23. maí 1998 | Úr verinu | 567 orð

"Allir aðilar mega vera sáttir með niðurstöðuna"

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, telur að nýr loðnusamningur milli Íslands, Noregs og Grænlands, sem undirritaður var í Reykjavík sl. miðvikudag, sé ágætlega viðunandi og að allir aðilar samningsins megi vera sáttir. Meira
23. maí 1998 | Úr verinu | 246 orð

Þorskstofninn á uppleið

HIN árlega ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar verður birt næstkomandi mánudag. Ráðgjöfin felur í sér kvótatillögur stofnunarinnar til veiða úr hinum ýmsu nytjastofnun umhverfis landið. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, Meira

Lesbók

23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 334 orð

20. tölublað - 73. árgangur Efni

20. tölublað - 73. árgangur Efni Eddukvæðin eru komin út í nýrri heildarútgáfu. Gísli Sigurðsson sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar sá um útgáfuna. Í samtali við Hildi Einarsdóttur segir hann bókina sniðna fyrir þá sem vilja nálgast kvæðin og skyggnast inn í það munnlega menningarumhverfi sem þau lifðu í að fornu. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 221 orð

AKVARELLUR HAFSTEINS AUSTMANNS AKVARELLUR frá

AKVARELLUR frá árunum 1988 til 1998 eftir listmálarann Hafstein Austmann verða á sýningu í Stöðlakoti sem verður opnuð í dag, laugardaginn 23. maí, og er framlag sýningarsalarins til Listahátíðar. Vatnslitamyndirnar á sýningunni eru fjölmargar og hafa fæstar þeirra verið sýndar hér á landi áður. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1275 orð

ALÞJÓÐLEGASTI MENNINGARARFUR OKKAR Heild

"ÁSTÆÐAN fyrir því að ráðist var í útgáfu eddukvæða nú er meðal annars sú að öll eddukvæðin hafa ekki verið til á bók í nokkur ár," segir Gísli. "Fræðilegar forsendur hafi einnig breyst frá því að síðasta útgáfa eddukvæða var gefin út árið 1968 en fræðimenn nálgast nú kvæði sem hafa varðveist í munnlegri geymd á annan hátt en þá. Menn hugsuðu oft um eddukvæðin eins og um kvæði eftir nútímaskáld. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1777 orð

ANDINN FRÁ EIÐUM EFTIR HELGA HALLGRÍMSSON

HAUSTIÐ 1948 kom ég fyrst í Eiðaskóla, 13 ára sveinstauli úr Fljótsdal. Þarna var allt nýstárlegt, fjöllin, landslagið, húsakynnin og fólkið. Stelpurnar voru dularfullar verur, og fjarðastrákar eins og annar kynþáttur. Ein fyrsta minningin frá skólavistinni er sú, að náungi einn neðan af fjörðum sneri sér að mér óforvarindis, og gaf mér vel úti látinn kinnhest. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 975 orð

BANDALAG KJAFTASKANNA

SIGMUND Freud taldi Woodrow Wilson Bandaríkjaforseta mesta fífl aldarinnar og þótt dýpra væri leitað í liðinni tíð. Freud hélt því fram að aðeins í Bandaríkjunum gætu slíkir menn komist til valda vegna þess að landið hefði alla 19. öldina verið friðað frá raunveruleika umheimsins. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1178 orð

BRÚÐKAUPSVEISLA OG 36 SILFURSKEIÐAR EFTIR JÓNÍNU VIGDÍSI SCHRAM Pétur í Engey taldi börnum sínum helst fullkosta að giftast

Á FJÓRÐA tug nítjándu aldar bjó í Engey einn hinna gildustu útvegsbænda hér um slóðir, Pétur Guðmundsson. Faðir hans, Guðmundur Jónsson, hafði verið lögréttumaður og búið í Örfirisey og Skildinganesi, sjósóknari að sjálfsögðu. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð

ERRÓ VAR OF DJARFUR FYRIR KÍNVERJA

SÝNING á íslenskri málaralist tuttugustu aldarinnar frá Listasafni Íslands, sem áður var sett upp í Nútímalistasafninu í Hong Kong, var opnuð í Þjóðlistasafninu í Peking um síðustu helgi. Sú breyting var gerð á vali verka fyrir sýninguna í Kína að tveimur málverkum Errós, úr hinni erótísku seríu Japansmynda, sem höfðu verið á sýningunni í Hong Kong var skipt út fyrir önnur tvö verk listamannasins, Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 878 orð

FRAMÚRSKARANDI

Opið alla daga frá 11­17. Til 7. júní. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 1.200 krónur. ÞAÐ verður að segja eins og er, að sýning kirkjuklæða sem hannað hefur Margrét Þórhildur Danadrottning kom rýninum mjög á óvart. Ekki einasta verkin sjálf heldur einnig aðkoman að sýningunni, því hinn svonefndi Bogasalur hefur fengið andlitslyftingu og hana meira en lítið væna. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

Graduale- kórinn syngur fyrir Portúgalsferð

GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur í tónleikaferð til Portúgals í næstu viku þar sem hann mun m.a. halda tónleika á Heimssýningunni "EXPO 98". Kórinn kemur fram níu sinnum í ferðinni sem stendur í tvær vikur. Næstkomandi sunnudag kl. 17 heldur kórinn fjáröflunartónleika til ferðarinnar í Langholtskirkju með hluta efnisskrárinnar. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1808 orð

GRAFIÐ Í NÁMUM FORTÍÐAR Námur er umfangsmikið verkefni, þar sem 36 orðskáld, myndskáld og tónskáld, innlend og erlend, koma við

ÞAÐ VAR í byrjun árs 1987 að Guðmundur Emilsson, þáverandi framkvæmdastjóri Íslensku hljómsveitarinnar, óskaði eftir mánaðarleyfi frá störfum til að velta vöngum yfir hugsanlegu langtímaverkefni hljómsveitinni til handa. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

GUÐJÓN SVEINSSON VORSÝN Komdu til mín káta mær kysstu

Komdu til mín káta mær kysstu mjúkt á dofnar tær augnljós þín lýsi skær svo lyng og völlur grói. Syngi á vötnum svanafjöld sólbjört, kyrrlát undrakvöld, þá tekur fiðlan fagra völd ­ fífusund og mói. Yfir klakans kalda þel klingir rödd þín, þýtt og vel, eg á fingrum feysknum tel er fyllist allt af blómum. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2431 orð

"ILLA FÓR MATUR MINN" EFTIR HALLGERÐI GÍSLADÓT

Í GREININNI "Ég gæti étið þig" í ritinu Flögð og fögur skinn gerir dr. Dagný Kristjánsdóttir tvíhyggju feðraveldisins að umræðuefni þar sem kvenlegu gildin eru - líkami, náttúra, nálægð, tilfinningar en ekki skynsemi, fjarlægð, menning og andi, sem eru þau karllegu. Hún spyr: Hvar kemur hin lífsnauðsynlegi matur inn í þessa tvíhyggju. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 48 orð

Í SVEFNI

Mig dreymdi Ég man það ekki og skiptir ekki máli meðan ég geng framúr berrassaður Spurningu er beint til mín í trúnaði: Hvað dreymdi þig? Svo ég ljúgi engu fríkort og fagrar meyjar Enginn trúir mér Höfundurinn er skáld og fyrrverandi prentari í Reykjavík. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð

LAUFEY DÍS EINARSDÓTTIR FLATEYJAR STRAUMAR Rétt vi

Rétt við aldanna rót roðans sólsetrið brann þar ég festi minn fót æska í blóði mér rann Inn við fjallana fang foldin lífskraft mér gaf Nú mér gæfunnar gang gefur ólgandi haf Rétt við víðáttu væng vaggar gleðinnar rún Þar er ævinnar sæng sett á hamingju brún Inn við sumar og sól er sérhvern dag mér í hlær þar ég byggi mitt ból blóm á Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Laugardagur NORRÆNA húsið: Skjáir veruleikans, fígú

NORRÆNA húsið: Skjáir veruleikans, fígúratíf list. Kl. 14. Ásmundarsalur: Tilraun með tilgerðarlsysi, mannamyndir Ágústs Petersen og portrett úr listasmiðju barna. Kl. 16. Stöðlakot: Akvarellur 1988­1998, Hafsteinn Austmann. Kl. 17. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Laugardagur Dagskrá fyrir börn. Hermes (Guðni Franzson). Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 195 orð

Marilyn- mynd á rúman milljarð

HIN þekkta mynd bandaríska popplistamannsins Andys Warhols "Orange Marilyn" af kvikmyndastjörnunni Marilyn Monroe frá 1964 sló sölumet á uppboði Sotheby's fyrir skemmstu. Seldist myndin á 17,3 milljónir Bandaríkjadala, rúma 1,2 milljarða ísl. kr., en það er fjórfalt hærra verð en áður hefur fengist fyrir mynd efir Warhol, að því er fram kemur í The New York Times. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1767 orð

NÚTÍÐ FLYTJANDANS Á AÐ AUÐGA EKKI AFMYNDA Katalónski tónlistarmaðurinn Jordi Savall hefur náð heimsfrægð fyrir að kynna verk

ÚTBREIÐSLA fornrar tónlistar tók kipp með óvæntum vinsældum kvikmyndarinnar Allir heimsins morgn ( Tous les Matins du Monde ), en geislaplatan með tónlistinni úr myndinni seldist í hundruðum þúsunda eintaka. Jordi Savall sá um tónlistarval myndarinnar og hlaut fyrir það verðskuldaða viðurkenningu. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 507 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1046 orð

PÓSTAR GISTA ÍSLAND

HELSTI andskoti "póstanna" á Íslandi er Kristján Kristjánsson, stórefnilegur ungur heimspekingur. En Kristján fer oft offari og eru skrif hans um póst-módernismann misjöfn að gæðum. Heimspekingurinn ungi er stundum í kokhraustara lagi og einfaldar gjarnan flókin mál meira en góðu hófi gegnir. Honum er tamt að lýsa heimi heimspekinnar eins og Zaraþústra trúarmönnum veröldinni. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 706 orð

SAMTÍMA GOÐSÖGUR OG FALLIN DRAUMALÖND Skjáir veruleikans er samsýning 10 evrópskra myndlistarmanna á Listahátíð sem opnuð verður

HVER er mögulegur vettvangur listarinnar á tímum þar sem hið persónulega sjónarhorn birtist okkur fyrst og fremst í klæðum gamallrar og gatslitinnar yfirhafnar, stælingu og samsuðu gamalla og margnotaðra forma og hugmynda? Þessari spurningu varpar Ólafur Gíslason listfræðingur fram í grein í sýningarskrá sem Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 904 orð

SÍVAKANDI STREYMI TÍMANS

Tríó Reykjavíkur, Martial Nardeau og félagar fluttu tónverk eftir Dvorák, Copland, Shankar, Piazolla, Taira og frumfluttu nýtt verk eftir Jón Nordal. Miðvikudaginn 20. maí. MEÐ þessum miðnæturtónleikum, sem með hléi voru tveir og hálfur tími að lengd, var Iðnó í raun opnað sem tónleikahús og í því tilefni gaf borgarstjórn Reykjavíkur húsinu nýjan flygil, Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2771 orð

SKÓLI GUÐMUNDAR HJALTASONAR Á ÞÓRSHÖFN EFT

FYRSTI skóli á Þórshöfn á Langanesi tók til starfa um haustið aldamótaárið 1900. Guðmundur Hjaltason (1853­1919), einn af frumkvöðlum skólastarfs í landinu, reisti þar hús með kennslustofu og rak þar skóla næstu þrjá vetur. Þá lagðist skólahald niður á staðnum og farkennsla tók við á ný. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 322 orð

SVEINN AUÐUNSSON TIL GYÐJU ALLRA GYÐJA

Hví skyldi ég að lokum ekki reyna að þakka þér; þér sem flestar unaðsstundir gefið hefur mér. Hve oft ei lífs á göngu hef ég frið og gleði fundið í faðmi þínum hlýjum, frá sorg og trega hrundið. Hjá þér ég fann þann heim sem ég unni meir en okkar og enn ei minna en fyrst hann til sín mig svo fagur lokkar. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 103 orð

SÖLVI JÓNSSON EINVÍGIÐ Þeir mættust í Vrésvík,

Þeir mættust í Vrésvík, útlagar vestursins vindurinn fór um jörðu, og þyrlaði upp ryki Annar stóð upp á ási, og horfði niður á hinn hatturinn skyggði á augun, svo yrði uns yfir lyki Með sólina í bakið, horfði upp á hatursmann sinn höndin við síðuna, byssan var stálgrá Á feigðarfæri, kúlur færu ekki á mis farinn vegur, Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 280 orð

SÖNGUR VORBOÐANS

Ég leit þig einn vordag, er sól gyllti sæ; það var söngur í lofti og kliður og angan í blænum þann morgun í maí; frá marnum barst hóglátur niður. Hve augun þín blíðu þá blikuðu skær sem blómin í vorsólar ljóma. Um grundirnar mjúku lék vorgolan vær. Allt virtist sem losnað úr dróma. Þú komin varst sunnan úr suðrænum geim til sólbjartra dala og heiða. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 315 orð

TILGERÐARLAUSAR MANNAMYNDIR TILRAUN

TILRAUN með tilgerðarleysi er heiti sýningar á mannamyndum Ágústs Pedersens (1908-1990) í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, við Freyjugötu. Sýningin, sem er framlag Félags íslenskra myndlistarmanna, FÍM, til Listahátíðar að þessu sinni, verður opnuð í dag, laugardaginn 23. maí, kl. 16 og stendur til 5. júní. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2305 orð

VEÐURSPÁR FYRRI ALDA EFTIR DAVÍÐ ÓLAFSSON Með skráningu veðurbóka var sagt skilið við hið algilda og óumbreytanlega í

ÞAÐ er gjarnan sagt að við lifum á fjölmiðlaöld og upplýsingabyltingin er á hvers manns vörum um þessar mundir. Hver tími hefur sína eigin fjölmiðla og upplýsingaveitur og á 19. öld var ritað mál mikilvægasta boðleið upplýsinga til fróðleiks og skemmtunar, hvort sem var á prenti eða í handritum. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

ÞORGEIR SVEINBJARNARSON LEYSING Ég hafði þolað

Ég hafði þolað harðan vetur. Hugarvötn mín lögð, og sérhver lind í klaka kropin. En kuldasárin opin. Elztu menn mundu ekki aðra eins tíð. Og það væri þannig enn, ef þú hefðir ekki risið, sól mín blíð. Ég man þitt milda skin. Ég fann í hjarta veðrabrigði og veðurdyn. Svo kom þíða. Meira
23. maí 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞAÐ ER til frásagnar, að fjöllistamaðurinn Max Ernst sté aldrei fæti inn fyrir dyr listaskóla né listakademíu, og í einkunnabók hans til stúdentsprófs árið 1910 stendur þessi stutta athugasemd við teikningu; "Tók ekki þátt". Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.