Greinar þriðjudaginn 26. maí 1998

Forsíða

26. maí 1998 | Forsíða | 75 orð

Elísabet til Írlands?

GETGÁTUR eru uppi um að Elísabet Englandsdrottning hyggist heimsækja bæði N- Írland og Írland á næstunni til að sýna velþóknun sína á samþykkt Íra sunnan og norðan landamæranna á páskasamningnum svokallaða. Heimsókn Elísabetar til Írlands yrði söguleg því breskur konungur eða drottning hefur ekki heimsótt lýðveldið eftir að það náði fullveldi árið 1921. Meira
26. maí 1998 | Forsíða | 185 orð

Létu sig uppruna gullsins litlu varða

SEÐLABANKI Sviss, sem var stórtækastur í að kaupa gull af nazistastjórninni í Þýzkalandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, gerði ekkert til að fá úr því skorið hvort gullið sem hann tók við væri illa fengið. Að þessari niðurstöðu komust höfundar ítarlegrar skýrslu um viðskipti svissneskra banka með svokallað nazistagull, sem birt var í gær. Meira
26. maí 1998 | Forsíða | 181 orð

Ólgan sögð ógna öryggi Rússlands

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ræddi við háttsetta embættismenn í Kreml í gær og talsmaður hans sagði að fjármálakreppan í landinu, mótmælaaðgerðir kolanámamanna í Síberíu og átök í Dagestan að undanförnu hefðu ógnað öryggi landsins. Meira
26. maí 1998 | Forsíða | 91 orð

Reuters Haraldur og Sonja í Kreml

HARALDUR Noregskonungur og Sonja drottning komu í fimm daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Er norsku konungshjónin voru boðin velkomin við athöfn í Kreml færði Naina, eiginkona Jeltsíns, Sonju blómvönd. Þetta er í fyrsta sinn frá því 1905 sem norskur þjóðhöfðingi heimsækir Rússland. Meira
26. maí 1998 | Forsíða | 154 orð

Verkföll vegna HM í Frakklandi

ÞRJÚ stéttarfélög flugmanna hjá Air France og vöruflutningabílstjórar settu samgöngur í Frakklandi nokkuð úr skorðum í gær, en nú er um það bil hálfur mánuður þar til Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu (HM) hefst þar í landi. Meira
26. maí 1998 | Forsíða | 423 orð

Þekktum pólitískum föngum veitt lausn

STJÓRNVÖLD í Indónesíu lét í gærkvöld lausa tvo vel þekkta pólitíska fanga, Sri Bintang Pamungkas og Muchtar Pakpahan. Sá fyrrnefndi er leiðtogi óopinberra launþegasamtaka Indónesíu, og átti rétt ólokið afplánun fjögurra ára fangelsisdóms er hann hlaut fyrir að hvetja til óeirða. Sá síðarnefndi var dæmdur í 34 mánaða fangelsi í fyrra fyrir að ófrægja Suharto í ræðu í Þýskalandi. Meira

Fréttir

26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

11 atkvæðum frá fjórða manni

"ÉG HEFÐI gjarnað viljað ná inn fjórða manninum, það munaði bara 11 atkvæðum," segir Ragnar Jónsson, 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hornafirði. Sjálfstæðisflokkurinn náði þremur fulltrúum af 11 í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags en var með þrjá af níu eftir síðustu kosningar. "Út af fyrir sig er ég ekki óánægður með atkvæðatöluna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

40% lesenda erlendis

KOSNINGAVAKA Kosningavefjar Morgunblaðsins aðfaranótt sunnudagsins naut ekki sízt vinsælda hjá Íslendingum erlendis. Af 1.775 manns, sem tengdust vefnum frá kl. 20 að kvöldi kjördags og fram til hádegis á sunnudag, reyndust 703 sitja við tölvu erlendis, eða um 40%. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

75 Skodar þegar seldir

MIKILL áhugi er fyrir Skoda og hafa þegar selst um 75 bílar en bíllinn var frumkynntur hjá nýjum umboðsaðila, Heklu hf., um síðustu helgi. Byrjað er að taka niður pantanir í næstu sendingu af Skoda Octavia sem er nýr á markaði hérlendis. Sverrir Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu hf., segir að selst hafi 40 bílar um helgina og búið var að selja töluvert áður. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Aldrei jafn ánægður með Kópavogsbúa

"ÉG HEF alltaf verið ánægður með Kópavogsbúa en aldrei eins og núna," sagði Sigurður Geirdal oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi í samtali við Morgunblaðið. "Við bættum við okkur 8% fylgi sem er það mesta sem nokkur flokkur hefur nokkurn tíma bætt við sig í Kópavogi. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 566 orð

Allar kannanirnar innan skekkjumarka

NIÐURSTÖÐUR þriggja skoðanakannana um fylgi framboðslistanna í Reykjavík, sem gerðar voru síðustu dagana fyrir kosningar, voru innan tölfræðilegra skekkjumarka miðað við kosningaúrslitin. Niðurstöður í könnun Dagblaðsins-Vísis fóru næst úrslitunum, næst kom könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið, og þá könnun Gallup, sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Ákveðinn varnarsigur fyrir nýtt afl

JÓHANN Geirdal, sem leiddi J-lista Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ, sagði að kosningarnar á laugardag hefðu verið góð reynsla fyrir samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. J-listinn kom að fjórum mönnum í bæjarstjórn, en A-flokkarnir höfðu fimm samanlagt áður. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ákveðin vonbrigði

"ÞETTA eru náttúrulega ákveðin vonbrigði," sagði Flosi Eiríksson, efsti maður á Kópavogslistanum í Kópavogi, sem fékk fjóra menn kjörna, einum færra en flokkarnir sem að listanum stóðu fengu við síðustu kosningar. "Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum 10­12% frá skoðanakönnunum en við töpum aðeins, sem verður þess valdandi að við missum einn mann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ánægð að fá þriðja manninn

"VIÐ erum mjög ánægð hjá Vestmannaeyjalistanum að fá þriðja manninn inn, hefðum auðvitað viljað ná fjórum en við tökum það bara næst," sagði Þorgerður Jóhannsdóttir, efsti maður listans. "Við fengum mann frá klofningsframboði sjálfstæðismanna sem var síðast og erum mjög ánægð með það, höfum aukið fylgi okkar um 10% og fjölgað bæjarfulltrúum um 50%. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ánægð með viðbrögð Siglfirðinga

"VIÐBRÖGÐ okkar hérna eru bara góð, við erum með 44,19% atkvæða á bak við okkur sem þýðir að 460 íbúar Siglufjarðar styðja okkur. Það er í sjálfu sér mikill sigur fyrir okkur þar sem við erum nýtt afl hér, sameinað félagshyggjuafl, og erum að bjóða fram saman í fyrsta sinn," sagði Guðný Pálsdóttir oddviti Siglufjarðarlistans. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ánægður með góða kosningu

JÓN B.G. Jónsson, oddviti D-lista í Vesturbyggð, er himinlifandi yfir góðri kosningu. "Ég tel að við höfum unnið sigur með því að halda okkar fjórum mönnum en við erum með svipað fylgi í prósentum og síðast," segir Jón. Hann segir að á brattann hafi verið að sækja og kosningarnar hefðu getað farið á alla vegu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ánægður með viðbrögðin

"VIÐ erum ánægðir með þau viðbrögð, sem við fengum," sagði Oddur H. Halldórsson, oddviti L-lista, sem fékk einn mann kjörinn í bæjarstjórn Akureyrar. "Við teljum að málflutningur okkar hafi náð eyrum fólks," sagði hann. "Okkur var farið að ganga betur í þessum fáu skoðanakönnunum sem gerðar voru og fengum við ennþá betri útkomu en síðustu skoðanakannanir gáfu til kynna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ánægjuleg niðurstaða

"ÞETTA er afskaplega ánægjuleg niðurstaða," sagði Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. "Við erum þakklát fyrir þann stuðning, sem bæjarbúar hafa sýnt okkur sjálfstæðismönnum og þá sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn gekk í gegnum miklar hremmingar á kjörtímabilinu," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ánægjuleg niðurstaða fyrir okkur

"ÞETTA er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir B-listann. Sveitarstjórnarfulltrúum var fjölgað úr sjö í níu og nýju fulltrúarnir tveir komu báðir í okkar hlut. Við erum ánægð með þessa aðstöðu okkar," segir Broddi Bjarni Bjarnason, oddviti framsóknarmanna á Egilsstöðum. "Árangurinn þakka ég málefnalegri vinnu síðasta kjörtímabils hjá okkur framsóknarmönnum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Árni Sigfússon hyggst fela öðrum forystuna

ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur tekið ákvörðun um að draga sig í hlé á kjörtímabilinu, sem nú er að hefjast. Hann lagði pólitíska framtíð sína að veði fyrir kosningar og segir það veð fullgilt. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Átti von á sigri

"ÞETTA eru vonbrigði," sagði Guðbjörn Arngrímsson, oddviti Ó-lista. "Ég átti von á sigri. Það munar 80 atkvæðum sem er töluvert meira en ég átti von á. Ég reiknaði með að mjótt yrði á milli framboðanna hvorum megin hryggjar sem það lenti." Guðbjörn sagðist ekki vita hverju væri um að kenna að svona fór. "Fólkið velur þetta," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Bakslag í sameiningarhugmyndir

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, telur að komið hafi bakslag í hugmyndina um sameiginlegt framboð eða sameiningu A-flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. "Menn þurfa að rökstyðja hana miklu betur en gert hefur verið. Hún selur sig ekki sjálfkrafa. Það er alveg greinilegt," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Baráttan snerist ekki um málefni

VALDIMAR Guðmundsson, oddviti R-listans í Bolungarvík, sagði niðurstöður kosninganna vonbrigði. R-listinn hefði stefnt að því að ná meirihluta en það hefði ekki tekist. "Kosningarnar snerust ekki um málefni, heldur bara eina persónu, bæjarstjórann, og hann náði inn. Nú tekur við áframhaldandi vinna í þeim málefnum sem við héldum fram í kosningabaráttunni. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Beinvernd stofnar félag á Austurlandi

STOFNFUNDUR Beinverndar á Austurlandi verður haldinn miðvikudaginn 27. mars kl. 17­18.30 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Stofnfundur Beinverndar var haldinn 1. mars 1997 í Reykjavík. Nú hefur verið ákveðið að halda stofnfund svæðisdeildar Austurlands og eru allir áhugasamir velkomnir. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Bjóst við meiru

GUNNAR Sigurðsson, oddviti D- lista á Akranesi, segir listann hafa tryggt sér bæjarráðssæti, sem skipti mestu máli. "Ég bjóst við meira fylgi, ég get viðurkennt það. Staðan er óbreytt miðað við síðustu kosningar. Við töpum að vísu einhverju af atkvæðum en við unnum einn mann síðast og höldum því vel. Ég hélt að málefnastaða okkar væri sterkari. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bónus fær fyrstu Bjölluna

FYRSTA Volkswagen Bjallan kom til landsins aðfaranótt mánudags. Hekla hf. flytur bílinn inn en kaupandinn er Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Bíllinn á opinberlega ekki að koma á markað hérlendis fyrr en upp úr næstu áramótum. Bjallan sem hingað er komin var flutt inn frá Bandaríkjunum. Hún er afar vel búin, m.a. með loftkælikerfi og 2,0 lítra vél. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Breytinga var ekki þörf

RÚNAR Gíslason, oddviti D-lista í Stykkishólmi, segist mjög ánægður með úrslitin. D-listinn hafi náð fjórum mönnum eins og að var stefnt og sjálfstæðismenn séu kjósendum mjög þakklátir fyrir það traust sem þeir hafi sýnt með því að veita þeim brautargengi áfram. "Ég held að fólk hafi traust á okkur. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Bætum heldur við okkur

ÞRÖSTUR Karlsson, oddviti Framsóknarflokks í Mosfellsbæ, sagði á sunnudag að úrslit kosninganna sýndu að Framsóknarflokkurinn væri sterkur í Mosfellsbæ, sérstaklega í ljósi þess að hann hefði bætt við sig fylgi og haldið tveimur bæjarfulltrúum þrátt fyrir að klofningsframboð Mosfellslista hefði fengið rúmlega 10% fylgi. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 781 orð

Dagbók lögreglu helgina 22.­25. maí 1998

HELGIN var róleg að því leyti að ekki voru alvarleg slys en hins vegar var mikið um alls konar minni háttar verkefni. Fremur friðsamlegt var í miðborginni um helgina en þó var talsvert mikið af fólki þar aðfaranótt laugardags en minna daginn eftir. Umferðin Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Dagsverk að fara að kjósa

SEX kjósendur á Hólsfjöllum í Öxarfjarðarhreppi þurftu að fara allt að 207 km leið frá heimilum sínum til að greiða atkvæði í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. "Þar sem vegurinn um Hólssand er enn ófær hefði ég þurft að fara til Húsavíkur og þaðan austur á Kópasker og það er töluvert langt að fara," sagði Ragnar Guðmundsson, rúmlega sjötugur bóndi á Nýhóli á Hólsfjöllum, Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

D-listi framfylgi stefnu okkar

"ÞAÐ er alls ekki hægt að segja að við séum ánægð með úrslitin enda vildum við fyrst og fremst koma í veg fyrir að Sjálfstæðismenn kæmust í hreinan meirihluta," sagði Sigtryggur Jónsson, oddviti lista hagsmunasamtaka Bessastaða (H). "Meirihluti hreppsbúa styður hins vegar greinilega Sjálfstæðismenn sem bættu við sig 5% á meðan við bættum við okkur 3%. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Einkaskóli á framhaldsskólastigi á Skógum

Gert er ráð fyrir að Framhaldsskólinn í Skógum muni starfa sem einkaskóli frá komandi hausti og bjóða tveggja ára nám á almennri braut bóknáms svo og tveggja ára nám á hestabraut og hljóta viðurkenningu ráðuneytisins sem fullgildur framhaldsskóli að fullnægðum skilyrðum. Ætlunin er að stofna sjálfseignarstofnun til að annast rekstur skólans og aðra starfsemi á hans vegum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Einn sá stærsti úr Elliðavatni í áraraðir

KÁRI Friðriksson veiddi fyrir skömmu einn stærsta silung sem veiðst hefur hin seinni ár í Elliðavatni. Þetta var 7 punda urriði, 67 sentímetra langur hængur sem tók maðk "úti í Höfða", að sögn Vignis Sigurðssonar umsjónarmanns við Elliðavatn á föstudag. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Eins og við mátti búast

"NIÐURSTAÐAN er eins og við mátti búast," sagði Kristján Hjartarson, oddviti S-lista í bæjarstjórn Dalvíkur. "Við hjá S-lista vorum að gera okkur vonir um hærra hlutfall og auðvitað vorum við að stefna að þremur mönnum í bæjarstjórn en því miður náðist það ekki," sagði hann. "Það eru að byrja þreifingar á myndun meirihluta. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ekki ánægðir með niðurstöðurnar

"VIÐ erum ekki alltof ánægðir með niðurstöður kosninganna, en við héldum okkar hlut þó við hefðum verið að vonast eftir meira fylgi. Það var mikill áróður rekinn hérna gegn okkur, en þegar upp er staðið þá held ég að við verðum að sætta okkur við þessar niðurstöður í þetta skiptið," sagði Ólafur Guðbjartsson oddviti sjálfstæðismanna í Grindavík. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Enginn veit hvað átt hefur

"ÞESSI niðurstaða er okkur alþýðuflokksmönnum að sjálfsögðu mikil vonbrigði," sagði Ingvar Viktorsson, oddviti Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. "Og ég tel að hún eigi einnig eftir að verða Hafnfirðingum vonbrigði því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Erindi um gróðurfar í Landnámi Ingólfs

AÐALFUNDUR Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 26. maí, í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 20:30. Á fundinum mun Jón Böðvarsson sagnfræðingur flytja erindi um gróðurfar í Landnámi Ingólfs fyrr á öldum. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Meira
26. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 384 orð

Er nokkur hagur að blóta?

SÉRA Friðrik Friðriksson gaf árið 1902 út smárit, sem hann kallaði "Er nokkur hagur að blóta?" Texti þess fer hér á eftir. "Eigi saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, heldur það, sem út fer af munninum, það saurgar manninn." Matt. 15.11. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Erum mjög óhressir

PÉTUR S. Jóhannsson, oddviti B-lista í Snæfellsbæ, segir framsóknarmenn mjög óhressa með úrslitin. "Ég vil byrja á að óska sjálfstæðismönnum til hamingju með sigurinn. Þeim hefur tekist að snúa málum sér í hag sem er furðulegt miðað við að þeir voru ekki með stefnu í nokkru einasta máli. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Erum nýtt afl ­ höldum ótrauð áfram

"ÞETTA eru viss vonbrigði fyrir okkur," sagði Ingibjörg H. Hafstað, oddviti Skagafjarðarlistans, um úrslit kosninganna í Skagafirði. "Við fengum góða stöðu í Gallup- könnun sem var gerð stuttu fyrir kosningar sem sýndi að við fengjum þrjá menn inn, en svo virðist sem flokksmaskínur hinna flokkanna hafi farið af stað og við höfum ekkert slíkt á bak við okkur þannig að svo fór sem fór, Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Erum yfir landsmeðaltali

GUÐMUNDUR Páll Jónsson, oddviti B-lista á Akranesi, segist þokkalega sáttur við niðurstöðuna úr kosningunum og þakklátur fyrir það umboð sem framsóknarmenn fengu. "Við bættum aðeins við okkur eða um 1,3% og erum yfir landsmeðaltali ef við tölum um fylgi Framsóknarflokksins. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Fengu báða nýju fulltrúana

"EINS og nærri má geta þykja okkur úrslitin mjög góð," sagði Guðmundur G. Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins (D) í Bessastaðahreppi, en flokkurinn vann í kosningunum þá tvo menn sem bættust við er hreppsnefndarmönnum var fjölgað úr 5 í 7. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Fimm fá viðurkenningu

FIMM einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir að skara fram úr á sviði atvinnu-, félags- og menningarmála. Viðurkenningarnar voru veittar á Hótel Héraði og þeim sem þær hlutu boðið til kvöldverðar. Það voru Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og Landsbanki Íslands, Egilsstöðum, sem stóðu að viðurkenningunni. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 789 orð

Flokkun atkvæða sást í bakgrunni

Á LAUGARDAGSKVÖLD urðu margir varir við að í sjónvarpsfréttunum um kvöldmatartímann voru send út viðtöl frá tveimur talningastöðum, í beinni útsendingu, við oddvita yfirkjörstjórna sem tekin voru inni í salnum þar sem atkvæði voru geymd eða var verið að flokka. Samkvæmt kosningalögum er ekki löglegt að óviðkomandi aðilar séu staddir á flokkunarstað atkvæða áður en kjörfundi lýkur. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Fólk vildi samstarfið áfram

JÓNAS Sigurðsson, oddviti G-lista Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í Mosfellsbæ, sagði á sunnudag að úrslit kosninganna á laugardag gæfu til kynna að kjósendur vildu að framhald yrði á samstarfi þess meirihluta, sem setið hefði undanfarin fjögur ár. "Það sést nú kannski fyrst og fremst á því að Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi frá því í síðustu kosningum," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fólk vill öflugt félagshyggjuafl

BRYNDÍS Friðgeirsdóttir, oddviti K-lista, er ánægð með úrslit kosninganna og segist skynja þau sem skilaboð frá kjósendum um að þeir vilji stóran öflugan félagshyggjuflokk. "Þótt við hefðum viljað vera stærri þá erum við með fjóra menn eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Næsta skref er að ná meirihluta. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fólk virðist ánægt með meirihlutann

"VIÐ erum bara ánægðir. Við bætum við okkur fylgi og meirihlutinn bætir við sig miklu," sagði Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs, þar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa starfað saman í meirihluta. "Framsóknarflokkurinn er sigurvegari þessara kosninga og við óskum honum til hamingu með það. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fólk þreytt á gömlu flokkunum

ÓLAFUR Grétar Ragnarsson, bæjarfulltrúi Dizkólistans í Árborg, er meðal yngstu bæjarfulltrúa landsins eftir kosningarnar, 19 ára gamall. Dizkólistinn hlaut 17,3% greiddra atkvæða í sveitarfélaginu. "Við bjuggumst við að ná einum manni inn, þó að við fengjum 2 í skoðanakönnuninni fannst okkur það fullmikil bjartsýni fyrir nýtt framboð en það er gleðiefni að ná manni inn, Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Frekar ósátt

"ÉG ER auðvitað frekar ósátt við útkomuna. En við megum kannski vel við una miðað við aðstæður," segir Sigrún Harðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöðum. Sjálfstæðismenn og Alþýðubandalag voru í meirihluta í síðustu stjórn sveitarfélagsins og segir Sigrún að ekki hafi allir verið ánægðir með það samstarf. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 240 orð

Frelsisbandalagið í sókn FRELSISBANDALAGIÐ, bandalag mið- og

FRELSISBANDALAGIÐ, bandalag mið- og hægriflokka á Ítalíu, kom vel út úr kosningum til tólf héraðsráða og 519 borgar- og bæjarstjóraembætta samkvæmt fyrstu tölum og útgönguspám í gær. "Þeir sem sögðu að Frelsisbandalagið væri dautt ættu að endurskoða það mat," sagði Marco Follini, einn af leiðtogum miðflokksins CCD, sem á aðild að bandalaginu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fræðslufundur um fiska í ám og vötnum

FRÆÐSLUFUNDUR verður í Alviðru miðvikudaginn 27. mars kl. 20.30. Þá heldur Þórólfur Antonsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, erindi um fiska í ám og vötnum og svarar fyrirspurnum gesta. Allir eru velkomnir, kaffiveitingar. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fræðslukvöld fyrir stuðningsforeldra

SVÆÐISSKRIFSTOFA í málefnum fatlaðra Reykjavík efnir til fræðslukvölds fyrir stuðningsforeldra fatlaðra barna í Reykjavík í kvöld, þriðjudaginn 26. maí, kl. 20. Fræðslufundurinn verður haldinn á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð (gengið inn um hliðardyr að vestanverðu). Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fundur um fiskveiðistjórn og nýtingu fiskimiða

SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélagið Aldan, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskvinnslu án útgerðar gangast fyrir opnum fundi um nýtingu fiskimiðanna á Grand Hótel í Reykjavík (Gullteig) miðvikudaginn 27. mars kl. 20.30. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 281 orð

Fyrrverandi ráðherra sakaður um mannrán

RÉTTARHÖLD hófust á Spáni í gær yfir fyrrverandi ráðherra, sem bendlaður er við "óhreina stríðið" gegn baskneskum aðskilnaðarsinnum á síðasta áratug. Kom þá meðal annars fram, að hann og aðrir embættismenn hefðu skipulagt mannrán. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 999 orð

Fyrst og fremst sigur borgarstjóra ­ með naumindum þó

"ÞETTA er ákvörðun meirihluta Reykvíkinga og hún stendur auðvitað. Það er hins vegar athyglisvert að mikill meirihluti þeirra hafnar í raun R-listanum, 45% þeirra styðja D-listann og fjórðungur þeirra sem merktu við R- listann gera alvarlegar athugasemdir við hann. Meira
26. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 391 orð

Fyrstu fjarnámsnemarnir luku stúdentsprófi

TVEIR nemendur luku stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri með fjarnámi og eru þetta fyrstu stúdentarnir sem brautskrást frá skólanum með þeim hætti. Alls voru brautskráðir við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni síðastliðinn laugardag 141 nemandi, 94 stúdentar og 47 iðnnemar. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Geysilega ánægður

ÉG ER auðvitað geysilega ánægður með úrslitin," segir Smári Geirsson, oddviti Fjarðarlistans sem hlaut 52,7% atkvæða í sameiginlegum kosningum Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og sjö fulltrúa kjörna af ellefu. Smári segir úrslitin ekki hafa komið ýkja mikið á óvart því niðurstöður Gallup-könnunar tíu dögum fyrir kosningar hafi gefið vísbendingu um slíkt fylgi. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 456 orð

Glæsilegur persónulegur sigur borgarstjórans

MÉR finnst að með sigri Reykjavíkurlistans og Ingibjargar Sólrúnar sé að myndast nýtt landslag í íslenskri pólitík," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, Samtökum um kvennalista. "Hún hefur að mínu mati unnið glæsilegan persónulegan sigur, sem um leið er sigur Kvennalistans og kvenna almennt. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Hefur mikil áhrif á nefndastörf

"VIÐ stefndum á að fá þrjá menn inn en fengum tvo. Með því móti misstum við afar hæfa konu úr bæjarstjórn. Einnig hefur niðurstaðan mikil áhrif á nefndastarf," segir Magni Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna á Neskaupstað. Jóhanna Hallgrímsdóttir var þriðji maður á lista flokksins. F-listinn hlaut 52,7% fylgi og fékk sjö menn kjörna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Herdís kveður eftir 45 ára starf

HERDÍS Egilsdóttir kennari hefur látið af störfum við Skóla Ísaks Jónssonar eftir 45 ára starf. Af því tilefni var haldin hátíð henni til heiðurs á laugardaginn. Tilefni hátíðarinnar var einnig það að þjóðhátíðardagur Fosseyinga var haldinn hátíðlegur, en þeir bekkir sem fylgja Herdísi í gegnum skólann kallast þjóð, sem hefur sín eigin þjóðareinkenni, þjóðbúning og fána. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Héldum okkar hlut

"VIÐ héldum okkar hlut Sjálfstæðismenn eftir að hafa verið í meirihluta," sagði Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Húsavíkur. "Við höldum okkar tveimur fulltrúum inni en þeir eru báðir nýir," sagði hún. "Það má segja að þessi úrslit séu dómur bæjarbúa á stefnu meirihlutans og nú koma nýir menn og taka við. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Hrannar B. Arnarsson dregur sig í hlé

HRANNAR B. Arnarson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, lýsti yfir því í gær að hann drægi sig í hlé úr borgarstjórn þar til skattyfirvöld hefðu fjallað um mál hans. Í tilkynningu frá Hrannari til fjölmiðla í gær segist hann hafa gert samkomulag við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna þeirra ávirðinga sem á hann voru bornar í kosningabaráttunni. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 476 orð

Hræðsluáróður og kosningaskjálfti

UMRÆÐURNAR um Amsterdam- sáttmálann fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á fimmtudaginn bera þess merki að trúin á skoðanakannanir er ekki jafnmikil og oft áður. Þó allar skoðanakannanir nú bendi til þess að sáttmálinn verði samþykktur, snúast umræðurnar ákaft um hverjar verði afleiðingar þess ef Danir hafni sáttmálanum. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 163 orð

Hvatt til varúðar við gervifrjóvgun

HOLLENSKIR læknar hvetja til aukinna rannsókna og meiri varúðar við gervifrjóvgun en nú er viðhöfð í grein, sem þeir rita í breska læknablaðið The Lancet. Segja þeir hættu á, að litningar skaddist við frjóvgunina með hugsanlega alvarlegum afleiðingum fyrir börnin síðar meir. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 367 orð

Hægrisveifla er stjórnarflokkar gjalda afhroð

HÆGRIMENN unnu mikinn kosningasigur í Ungverjalandi um helgina, þegar síðari umferð þingkosninga fór fram þar í landi. Forystumenn "Ungverska borgaraflokksins Fidesz" hófu í gær þreifingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar, en sögðust ekki myndu láta "þvinga sig" til neinna samninga. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Höldum þriðja manni

"MÉR líkaði þetta mjög vel. Þrátt fyrir að það séu komin fram fjögur framboð þá höldum við okkar þriðja manni, sem ekki leit út fyrir í skoðanakönnunum," sagði Sigríður Ólafsdóttir, oddviti Árborgarlistans, sem hlaut 27,6% atkvæða í nýju sameinuðu sveitarfélagi og þrjá bæjarfulltrúa kjörna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hörð en gagnleg barátta

ERLING Garðar Jónasson, oddviti S-listans í Stykkishólmi, segir sitt fólk hafa stefnt að því að fella meirihlutann og litlu hafi munað að svo færi. "En við munum setjast sátt til starfa í bæjarstjórn með okkar tvo menn og vinna að þeim málum sem við höfum vakið máls á í kosningabaráttunni. Þarna varð Framsóknarflokkurinn fyrir töluverðu áfalli og tapaði manni. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Innritun í Skólagarða Reykjavíkur

SKÓLAGARÐAR borgarinnar starfa á sjö stöðum í borginni. Við Holtaveg í Laugardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafns, í Fossvogi við Bjarmaland, við Jaðarsel og Stekkjabakka í Breiðholti, við Þorragötu í Skerjafirði og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 307 orð

Ísraelar hafna tillögu Bandaríkjanna

ÍSRAELSKA ríkisstjórnin hafnar einróma tillögu Bandaríkjamanna um að Ísraelar afhendi Palestínumönnum 13% lands á Vesturbakkanum til viðbótar, að því er Moshe Katzav, aðstoðarforsætisráðherra, sagði í gær. "Það er ekkert ósamkomulag varðandi þrettán prósentin," sagði hann í viðtali við ísraelska útvarpið í gær. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Í sögulegu hámarki og bætum við okkur

HALLGRÍMUR Bogason, oddviti Framsóknarflokks í Grindavík, kvaðst á sunnudag þakka úrslit kosninganna starfi meirihlutans á liðnu kjörtímabili. "Ég er alsæll," sagði Hallgrímur. "Við vorum síðast í sögulegu hámarki framsóknarmanna. Nú sitjum við í meirihluta og bætum örlitlu við okkur." Framsóknarflokkurinn fékk 32,1% atkvæða árið 1994 og 32,5% nú og er með tvo bæjarfulltrúa. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Jad Fair í Reykjavík

AMERÍSKI frumspunarokkarinn Jad Fair spilar á ókeypis tónleikum á veitingastaðnum Vegamótum þriðjudagskvöld 26. maí kl. 22. Jad Fair hefur verið virkur í bandarískri neðanjarðarmenningu sl. 20 ár, og hefur m.a. gefið út margar plötur með hljómsveitinni Half Japanese. Blek Ink, hljómsveit Pauls Lydons hitar upp. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kastaðist út úr bíl

ALVARLEGT umferðarslys varð á mótum Hofsvallagötu og Grenimels laust eftir kl. 13 í gær. Bíll, sem ekið var eftir Hofsvallagötu, lenti á kyrrstæðum, mannlausum bíl og missti ökumaðurinn við það stjórn á sínum bíl. Fór bíllinn yfir götuna þvera og hafnaði á steinvegg. Farþegi í bílnum kastaðist út úr honum og klemmdist á hægri fæti. Áverkar mannsins voru taldir alvarlegir. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 407 orð

Kohl bætir stöðu sína

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi kristilegra demókrata (CDU), virðist hafa tekizt að snúa vörn í sókn í kosningabaráttunni fyrir kosningar til þýzka Sambandsþingsins í haust eftir að flokksmenn hans fylktu sér að baki honum á flokksþingi í liðinni viku. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Langstærsta bæjarmálaaflið

SVEINN Kristinsson, oddviti E-listans á Akranesi, segir úrslitin mjög ánægjuleg. "Við erum mjög glöð og hreykin af okkar frammistöðu. Við náðum þarna 43% fylgi sem eru auðvitað mjög ánægjuleg úrslit þó að við næðum ekki hreinum meirihluta. Við erum langstærsta bæjarmálaaflið á Akranesi og komum væntanlega til með að leiða bæjarstjórn á næsta kjörtímabili," sagði Sveinn. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Langt umfram allar væntingar

ÁSBJÖRN Óttarsson, oddviti D- lista í Snæfellsbæ, sagðist mjög ánægður með úrslit kosninganna. "Þetta er langt umfram allar væntingar. Við fækkum bæjarfulltrúum úr níu í sjö og miðað við þær tölur sem voru notaðar síðast þá voru sjálfstæðismenn að reyna að vinna inn þriðja mann en við fáum fjóra nú. Ég þakka þetta fyrst og fremst kjósendum og öllum þeim sem stóðu að framboðinu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT blaðsins um keppendur í fegurðarsamkeppni Íslands er rangt farið með búsetu eins keppandans. Hið rétta er að Silja Hrund Einarsdóttir er Stokkseyringur og nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT blaðsins um keppendur í fegurðarsamkeppni Íslands er rangt farið með búsetu eins keppandans. Hið rétta er að Silja Hrund Einarsdóttir er Stokkseyringur og nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Meira
26. maí 1998 | Miðopna | 1318 orð

Lítið skref í átt til vinstri samfylkingar

EKKI urðu miklar breytingar á fylgi pólitískra fylkinga á landsvísu í nýafstöðum sveitarstjórnarkosningum. Engin afgerandi breyting hefur orðið á hinu pólitíska landslagi. Kosningarnar virðast heldur hafa skilað vinstrimönnum í átt að því markmiði að koma á fót samfylkingu á landsvísu, Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 1175 orð

Lítill tími til að fagna niðurstöðu helgarinnar

Stjórnmálaflokkar á Norður-Írlandi eru þegar byrjaðir að undirbúa sig fyrir kosningar til nýs þings sem fram eiga að fara 25. júní. Þjóðaratkvæðagreiðslan á föstudag var í raun aðeins upphitun og búast má við því að hatrammri baráttunni verði fram haldið á allra næstu vikum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Lögreglustjóra veitt áminning

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ veitti í gær Böðvari Bragasyni, lögreglustjóra í Reykjavík, áminningu vegna starfa hans. Böðvar sagði í gærkvöldi að ljóst væri að hann bæri ábyrgð á starfsemi lögreglunnar í Reykjavík og þeim rekstri sem þar færi fram. "Það er komið í ljós að ráðuneytið telur að þar hafi á hallast í ákveðinni starfsemi sem tilgreind er í þessari áminningu," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Magnús bæjarstjóri í Hafnarfirði

FORMLEGAR samningaviðræður um samstarf flokka í bæjar- og sveitarstjórnum hófust víða um landið í gær og sums staðar hefur þegar verið skrifað undir málefnasamning. Algengast er að stefnt sé að samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsóknarmenn munu víðast eiga fulltrúa í bæjarstjórnum því næstalgengast er samstarf þeirra og sameiginlegra framboða vinstrimanna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Markar engin þáttaskil

"VIÐ erum ánægð með að hafa haldið okkar manni þrátt fyrir að við hefðum gert okkur vonir um að fá eitthvað meira fylgi," sagði Einar Sveinbjörnsson, oddviti B- lista í Garðabæ. "Við vissum þó allan tímann að það yrði á brattann að sækja með það að rjúfa áratuga völd Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og því er varla hægt að tala um mikil vonbrigði. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

"Með allra bestu úrslitum í Garðabæ"

"VIÐ erum auðvitað ánægð með þann hlut sem við fengum út úr þessum kosningum," sagði Ingimundur Sigurpálsson oddviti D- lista í Garðabæ. "Þetta er með allra bestu úrslitum sem fengist hafa í Garðabæ og lítur því mjög vel út. Í framhaldinu munum við byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Meðbyr í lokin

"ÞETTA eru viss vonbrigði þar sem við hefðum auðvitað viljað fá meira fylgi," sagði Sigurður Björgvinsson oddviti Garðabæjarlista (J) er Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum við úrslitum sveitarstjórnarkosninganna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Meðvitundarlítill á slysadeild

ÞRÍR ungir menn réðust á mann á Laufásvegi aðfaranótt sl. sunnudags. Maðurinn var bólginn í andliti og fór sjálfur á slysadeild. Stuttu síðar var maður fluttur meðvitundarlítill á slysadeild eftir að hópur fólks hafði ráðist á hann í Tryggvagötu. Maðurinn var skallaður og sparkað í höfuð hans og andlit. Árásarmennirnir náðust ekki. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Meiri hraði í Ártúnsbrekku

NÝLEGA voru hraðatakmörk í Ártúnsbrekku, frá Skeiðarvogi að Grafarholti, hækkuð úr 60 km miðað við klukkustund í 70 km/klst. Á þessum kafla Vesturlandsvegar eru þrjár akreinar í báðar áttir og þótti kominn tími til að hækka hámarkshraðann. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 161 orð

Meiri stuðningur við EMU í Bretlandi

STUÐNINGUR Breta við þátttöku Bretlands í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) hefur aukizt til muna á undanförnum vikum, ef marka má skoðanakönnun sem birt var í dagblaðinu The Guardian í gær. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kváðust 34% aðspurðra myndu samþykkja þátttöku Bretlands í EMU ef sú spurning yrði borin undir þjóðaratkvæði. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Meistaramót Skákskóla Íslands hefst á fimmtudag

MEISTARAMÓT Skákskóla Íslands 1997/1998 hefst fimmtudaginn 28. maí klukkan 20. Mótið verður nú haldið í fimmta sinn. Þátttöku er hægt að tilkynna til skrifstofu skólans, en einnig er hægt að skrá sig á skákstað. Mótið er haldið í húsnæði Skákskólans, Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Tefldar verðar sjö umferðir eftir Monrad- eða svissnesku kerfi. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Mesti fjöldi atkvæða

"VIÐ erum mjög ánægðir með okkar hlut því þetta er mesti atkvæðafjöldi sem við höfum fengið og það þrátt fyrir að fækkað hafi um 170 á kjörskrá," segir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sem var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Þetta er líka í fyrsta skipti í sögu flokksins sem við erum með meirihluta þrjú kjörtímabil í röð. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Mikil vinna og gott samstarf

KRISTJÁN Ásgeirsson, oddviti H- lista á Húsavík, sagðist þakka mikilli vinnu og góðri samstöðu gott gengi Húsavíkurlistans en hann fékk fimm menn kjörna af níu bæjarfulltrúum. Húsavíkurlistinn er sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Óháðra og Alþýðuflokks. "Þetta gerist ekki hjá neinum einum," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Mikil vonbrigði

"VIÐBRÖGÐ mín eru bara á einn veg," sagði Högni Óskarsson oddviti Neslistans í samtali við Morgunblaðið, "og það eru mikil vonbrigði." "Þrátt fyrir skýr stefnumál okkar og góðan hóp fólks á listanum höfum við einhverra hluta vegna ekki náð nógu vel til kjósenda. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Missum reyndan mann

"ÉG VAR ekki ánægður að missa reyndan mann úr bæjarstjórn. Við vorum með mann sem hefur unnið mikið og gott starf í veitumálum og byggingarnefnd á Selfossi og þetta Z-framboð gerði að verkum að við misstum manninn," sagði Kristján Einarsson, oddviti framsóknarmanna í Árborg. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Mjög góð útkoma

"ÞETTA var mjög góð útkoma," sagði Anna María Elíasdóttir, oddviti F-lista. "Við vorum búin að vinna mjög mikið síðustu dagana fyrir kosningar," sagði hún. "Þetta hafðist svona á lokasprettinum. Við fundum fyrir miklum stuðningi og meðbyr þessa síðustu daga." Benti hún á að á listanum væri mikið af nýju og ungu fólki og að það hefði mikið að segja. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Náðum takmarkinu

"VIÐBRÖGÐ okkar við kosningunum eru ákaflega góð og við erum mjög ánægð með árangurinn," sagði Haukur Ómarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Siglufjarðarkaupstað. "Við höfðum tvo menn fyrir kosningar og fengum fjóra núna þannig að það er 100% aukning í fjölda bæjarfulltrúa og getum við ekki verið annað en ánægð með það. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Náðum þriðjungi atkvæða

"VIÐ komum auðvitað mjög vel út úr þessum kosningum. F-listinn er nýtt stjórnmálaafl sem ekki er háð neinum stjórnmálaflokki og nær þriðjungi atkvæða. Við getum því ekki verið annað en mjög ánægð með okkar hlut," segir Jón Kristófer Arnarson, oddviti F-lista ­ Félagshyggju við Fljótið. Jón Kristófer segir hafa verið mjög erfitt að spá í spilin fyrir kosningar. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Náttúrulega vonbrigði

"SVONA er lýðræðið, þetta eru náttúrulega vonbrigði en þetta er niðurstaðan og menn verða að sætta sig við hana," sagði Einar Hákonarson, oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, sem hlaut 17% atkvæða og einn mann kjörinn. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Niðurstaðan er dómur kjósenda

"NIÐURSTAÐA kosninganna er dómur kjósenda," sagði Aðalsteinn Skarphéðinsson, oddviti B-lista. "Þessi úrslit komu mér á óvart," sagði hann. "Við vorum með þrjá fulltrúa en fengum tvo." Aðalsteinn sagði að fyrir síðustu kosningar hefði verið lögð fram stefnuskrá, sem fylgt var eftir og að staðið hefði verið við flest kosningaloforðin. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ofsaakstur í Hvalfirði

MAÐUR var handtekinn eftir ofsaakstur í Hvalfirði á föstudagskvöld. Tilkynnt var um atburðinn kl. 22.13 og hafði sá sem tilkynnti orðið að aka útaf veginum til að komast hjá árekstri við bifreið sem kom á móti. Ökumaðurinn, sem hélt síðan akstrinum áfram, var handtekinn og bifreiðin sem var bílaleigubifreið og talsvert skemmd, var tekin af honum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Opið hús Heimahlynningar

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 26. maí kl. 20­22, í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, les úr þýðingu sinni á bókinni Leitin að tilgangi lífsins. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 629 orð

Óveruleg fjölgun frá síðustu kosningum

HLUTFALL kvenna í bæjarstjórnum 33 stærstu bæja landsins hefur aukist úr 32% eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 1994 í 35% nú. Linda Blöndal stjórnmálafræðingur hefur tekið saman þessar upplýsingar en þær eru liður í rannsóknarverkefni sem hún vinnur að á vegum Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands með styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Óvænt hve niðurstaðan var afgerandi

"ÉG HAFÐI skynjað þetta að vissu marki, en hversu afgerandi niðurstaðan var kom mér á óvart," sagði Gísli Páll Pálsson, oddviti lista Bæjarmálafélags Hveragerðis, sem hlaut 50,5% greiddra atkvæða og hreinan meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Lista Bæjarmálafélagsins skipa m.a. fyrrverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði sem reknir voru úr sjálfstæðisfélagi bæjarins. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 722 orð

Rétt að hafna samningi til lengri tíma en árs

UMBOÐSMAÐUR Alþingis svaraði fyrir nokkrum dögum einstaklingi sem kvartaði yfir úrskurði dómsmálaráðuneytisins um að lögreglustjóranum í Reykjavík hafi verið rétt að hafna ósk mannsins um að gera upp sektarskuld sína við ríkissjóð með öðrum hætti en samkvæmt almennum hegningarlögum eins og þau breyttust með lögreglulögum sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

R-listinn vann á einu atkvæði

SAMKVÆMT staðfestum heimildum Morgunblaðsins tíðkast það hjá einstökum talningamönnum og umboðsmönnum flokka á talningastað í Reykjavík að við upphaf talningar eru til gamans teknir 100 seðlar upp úr kjörkössunum og þeir taldir. Niðurstaðan er síðan borin saman við lokatalningu atkvæða og hefur jafnan gefið glettilega góða mynd af lokaúrslitum kosninganna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Rólegir í baráttunni

GUÐNI Geir Jóhannesson, oddviti B-lista á Ísafirði, segir að framsóknarmenn séu tiltölulega sáttir við sinn hlut í kosningunum. "Menn stefna náttúrulega á sigur. Við höldum okkar og vel það þannig að við erum ekki í neinni fýlu. Við vorum hóflega bjartsýnir á tvo menn, það gekk ekki eftir en við erum samt tiltölulega sáttir," segir Guðni. Meira
26. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Rúður brotnar í biðskýlum

RÚÐUR voru brotnar í þremur biðskýlum Strætisvagna Akureyrar um helgina, einu við Skarðshlíð við Hvítasunnukirkjuna og tveimur við Þingvallastræti. Talsvert þarf til að brjóta rúðurnar og við það myndast mikill hvellur. Rúðurnar eru mjög dýrar og biður lögregla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið að láta sig vita. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 453 orð

Sameiginleg framboð A- flokka efldu Sjálfstæðisflokk

FRAMSÓKNARMENN eru almennt ánægðir með stöðu Framsóknarflokksins að afloknum sveitarstjórnarkosningum, að sögn Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann telur að sameiginleg framboð A-flokkanna hafi orðið til þess að efla Sjálfstæðisflokkinn í ýmsum byggðarlögum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 400 orð

Sameining, nöfn sveitarfélaga og áfengisútsölur

SAMHLIÐA sveitarstjórnarkosningunum á laugardag voru greidd atkvæði um nöfn fjögurra nýrra sameinaðra sveitarfélaga auk þess sem greidd voru atkvæði um sameiningu átta sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Þá var gengið til atkvæða um áfengisútsölur á fjórum stöðum og alls staðar samþykkt. Meira
26. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Samið við Arnarfell

VEGAGERÐIN og Akureyrarbær skrifuðu í gær undir samning við fyrirtækið Arnarfell ehf. á Akureyri um framkvæmdir við Hlíðarfjallsveg um Borgarbraut. Arnarfell átti lægsta tilboð í verkið og hljóðaði upp á rúmar 125 milljónir króna en kostnaðaráætlun verkkaupa var upp á rúmar 165 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð í verkið, sem er það stærsta sem boðið verður út á Norðurlandi á árinu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Samstarfsfólkinu að þakka

ÖRN Jóhannsson, oddviti D-lista í Bolungarvík, er mjög ánægður með úrslitin og þakkar þau samstarfsfólki sínu og góðri vinnu þess. Stefnt hafi verið að því að halda meirihlutanum og það hafi tekist. "Málefnalega stóðum við vel og það var mikil stemmning í kringum þetta undir lokin. Þá hlýtur að felast í þessu yfirlýsing um að fólki hafi líkað vel okkar störf. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Sátt með útkomuna

SVEINN Þór Elinbergsson, oddviti S-lista í Snæfellsbæ, segir sitt fólk ánægt með útkomuna þótt það hafi gert sér vonir um þriðja mann. "Við erum þokkalega ánægð með að halda sama fulltrúafjölda hlutfallslega miðað við að það fækkar í bæjarstjórn á milli kosninga. Við vissum að sjálfstæðismenn yrðu sterkir þannig að útkoma þeirra kemur okkur ekki verulega á óvart. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Sátt við að tapa ekki manni

"ÉG er sátt við að halda þremur bæjarfulltrúum vegna þess að þarna kom fram nýtt framboð, sem enginn vissi svo sem fyrirfram hvar mundi taka fylgi," sagði Ingunn Guðmundsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg. "Þannig að ég varð mjög fegin að við skyldum sleppa við að tapa manni, það var ljóst að einhver mundi tapa manni. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

"Sátt við okkar hlut"

"ÉG ER ákaflega sátt við okkar hlut, í skoðanakönnun sem gerð var í vikunni fengum við um 34% fylgi og héldum því. Við stefndum að því að fá fjóra og fengum þá, þannig að hvað okkur varðar þá held ég að við séum sátt við okkar hlut," sagði Herdís Á. Sæmundardóttir oddviti B-listans í Skagafirði um úrslit kosninganna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Settum markið hærra

"ÞETTA er ekki það, sem ég hafði vonast til," sagði Jakob Björnsson oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri. "Við höfðum sett markið hærra." Jakob sagðist telja augljóst að það hefði haft áhrif að einn úr hópnum hafi farið í sérframboð. "Hann er því ákveðinn örlagavaldur í þessum kosningum," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Sérskipulagt hjúkrunarnám lagt niður

SKRÁSETNING nýrra stúdenta stendur nú yfir í Háskóla Íslands. "Skrásetning stendur til 5. júní og fólki ber að koma og leggja inn gögn sín fyrir þann tíma," sagði Brynhildur Brynjólfsdóttir, deildarstjóri Nemendaskrár, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sigur fólksins

KRISTÍN Þ. Halldórsdóttir, oddviti L-lista í Borgarbyggð, segir úrslitin vera sigur fólksins. "Við erum mjög ánægð með það traust sem við höfum fengið og munum halda áfram þeirri góðu vinnu sem við höfum byrjað á. Hópurinn hefur verið mjög samstilltur og samtaka og þróttmikil vinna fjölda manns er að skila sér vel í stuðningi mjög breiðs hóps eins og úrslitin sýna," segir hún. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 364 orð

Sigurinn stærri en tölurnar segja til um

"ÉG ER mjög ánægð með kosningaúrslitin í Reykjavík því mér finnst sigurinn í raun vera stærri en tölurnar segja til um vegna þess hvers eðlis kosningabaráttan var þar síðustu vikurnar. Það er mjög slæmt þegar hún er farin að snúast um persónur en ekki málefnin og þau týnast í umræðu þar sem menn fóru yfir þau siðgæðismörk sem ég mundi vilja setja í pólitík," sagði Margrét Frímannsdóttir, Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 320 orð

Sigur lýðræðissinna í Hong Kong

MARTIN Lee, harður gagnrýnandi kommúnistastjórnarinnar í Kína, vann aftur þingsæti sitt í kosningum í Hong Kong í gær, þeim fyrstu eftir að krúnunýlendan fyrrverandi hvarf undir Kína. Vann flokkur hans, Lýðræðisflokkurinn, níu af þeim 20 sætum, sem valin eru beinni kosningu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1534 orð

Sjálfstæðisflokkurinn er á mikilli og myndarlegri göngu

Morgunblaðið sneri sér til nokkurra stjórnmálaforyngja og leitaði álits þeirra á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna og á áhrifum þeirra á stjórnmálabaráttuna fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 41,35% atkvæða

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk 41,35% greiddra atkvæða í þeim kaupstöðum og kauptúnum þar sem flokkurinn bauð fram lista, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Um er að ræða 36 byggðarlög þar sem greidd voru alls 145.992 atkvæði. Þar af fékk Sjálfstæðisflokkurinn 60.370 atkvæði eða 41,35% atkvæða. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Sjálfstæðisflokkurinn níu sinnum undir 50%

ALLT frá upphafi sveitarstjórnarkosninga árið 1930 hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík níu sinnum fengið minna en 50% greiddra atkvæða. Á þessu sama tímabili hefur flokkurinn þrisvar sinnum verið í minnihluta í borgarstjórn, fyrst árið 1978 og nú í síðustu tvennum kosningum með sigri Reykjavíkurlistans. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari utan Reykjavíkur

SVAVAR Gestsson alþingismaður segir sigur Reykjavíkurlistans standa upp úr í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar sigurvegari kosninganna utan Reykjavíkur. "Ég tel að sigur Reykjavíkurlistans standi upp úr í þessum kosningum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Sjálfstæðismenn sneru aftur heim

"ÞAÐ gefur augaleið að úrslit kosninganna eru okkur vonbrigði," sagði Bragi J. Sigurvinsson, oddviti félagsins Álftnesings (Á), í Bessastaðahreppi. "Það er hins vegar lítið annað við því að gera en að bretta upp ermarnar og halda áfram okkar starfi. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Skuggabarinn stækkar

TIL stendur að stækka Skuggabarinn sem er til húsa í Hótel Borg. Byggja á garðskála við austurhlið hússins. "Þarna verður hægt að hafa 40-60 manns í mat en einnig er ætlunin að nýta garðskálann sem koníaksstofu fyrir matargesti í gyllta salnum og sem huggulegt afdrep fyrir gesti Skuggabarsins," segir Hafsteinn Egilsson veitingastjóri. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Skýr skilaboð

"VIÐBRÖGÐ þeirra sem stóðu að framboði Hafnarfjarðarlistans eru auðvitað vonbrigði," sagði Ellert Borgar Þorvaldsson oddviti Hafnarfjarðarlistans. "Það verður að segja það alveg eins og er að niðurstaðan kom okkur óþægilega á óvart. Aftur á móti sýnist mér bæjarbúar hafa sent fleirum en okkur skýr skilaboð um óánægju. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 517 orð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar þótti ekki tilefni til aðgerða

BANKARÁÐ Landsbanka Íslands fékk í janúar 1996 rækilega greinargerð um málefni Lindar hf. og fór í framhaldi þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún færi yfir gögn málsins. Ríkisendurskoðun skilaði greinargerð, sem var kynnt viðskiptaráðherra, og komst bankaráðið að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf frekari aðgerða. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Staðan ólík núna og fyrir fjórum árum

MEIRIHLUTINN í borgarstjórn Reykjavíkur, fulltrúar R-listans, hittust á sínum fyrsta fundi eftir kosningar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. Meðal þess sem rætt var um voru mál Hrannars B. Arnarssonar, 3. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Stefndum á fjóra og tókst það

"ÉG get ekki verið annað en mjög ánægður. Við stefndum að því að fá fjóra menn kjörna, sem tókst," segir Gísli Sverrir Árnason, oddviti Kríunnar, eða H-lista, í Hornafirði. cp "Framsóknarflokkurinn stefndi á fimm en fékk fjóra og Sjálfstæðisflokkur stefndi að fjórum fulltrúum en fékk þrjá. Þannig að við erum ánægð með okkar hlut," segir hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Stefndum hærra en við uppskárum

HÁKON Björnsson, oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, þar sem Sjálfstæðisflokkur hélt sínum þremur bæjarfulltrúum, kvaðst hafa viljað að úrslitin yrðu hagstæðari. Framsóknarflokkur og G-listi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista hafa starfað saman í Mosfellsbæ. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Stórkostlegur sigur

HAUKUR Már Sigurðarson, oddviti S-lista í Vesturbyggð, segir sín viðbrögð við kosningaúrslitunum vera gleði. "Þetta er stórkostlegur sigur fyrir okkur, mjög í samræmi við væntingar og nánast eins og við gerðum ráð fyrir. Ég þakka þetta öllu fólkinu sem vann með okkur hér því hér var unnið mjög gott starf við að búa til þessa samstöðu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Stórsigur D-listans

"ÉG ER mjög ánægður með niðurstöður kosninganna. Við stefndum að því að ná fjórum mönnum en náðum fimm þannig að við höfum unnið stórsigur hér," sagði Gísli Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Skagafirði. "Skoðanakönnun Gallup sagði að við værum með þrjá inni sem dró heldur úr bjartsýni okkar, en samt reiknuðum við alltaf með fjórum mönnum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Svamlað í sólinni

SÓLBEKKIRNIR í Árbæjarlauginni voru vel nýttir í gær enda fyrsti sólardagur í höfuðborginni í þónokkurn tíma. Um 15 stiga hiti var í Reykjavík í gær og sólin skein í heiði. Veðurstofa Íslands spáir skýjuðu veðri í dag með suðvestan golu, en á föstudag, laugardag og sunnudag á aftur að létta til suðvestanlands, með rólegri norðanátt. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 2771 orð

Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn um Lind hf.

Við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur til viðskiptaráðherra um málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf., þingskjal 1216. Fyrirspurnin er svohljóðandi: 1.Hvenær, hvernig og af hvaða tilefni eignaðist Landsbanki Íslands fjármögnunarleigufyrirtækið Lind hf.? 2. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

"Sækjum þriðja manninn næst"

"ÞESSI úrslit eru skýr skilaboð frá Hafnfirðingum um að þeir vilji breyta stjórnarháttum og stokka upp spilin," sagði Lúðvík Geirsson oddviti Fjarðarlistans í Hafnarfirði. "Þau sýna það einnig að þrátt fyrir að Alþýðuflokkurinn væri með sérframboð vildu menn sýna fram á það að jafnaðar- og félagshyggjufólk í Hafnarfirði gæti starfað saman. Meira
26. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Söguskilti um sr. Friðrik afhjúpað að Hálsi

SÖGUSKILTI um sr. Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi var afhjúpað við fæðingarstað hans að Hálsi í Svarfaðardal á sunnudag, en mánudaginn 25. maí voru 130 ár liðin frá fæðingu hans. Vegagerðin útbjó áningarstað að Hálsi og minnisvarði um sr. Friðrik var reistur þar haustið 1995. Friðrik Magnússon bóndi að Hálsi afhjúpaði söguskiltið, sr. Magnús G. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Talsverð vonbrigði

"ÞAÐ er ljóst að niðurstöðurnar eru talsverð vonbrigði fyrir okkur," sagði Ásgeir Magnússon, oddviti F-listans, Akureyrarlista en það er sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista á Akureyri. "Við vorum að vona að staðan yrði mun betri en þetta," sagði hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Tekur ekki sæti í borgarstjórn um sinn

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Hrannari Birni Arnarssyni, 3. manni Reykjavíkurlistans: "Hinn 9. maí gerði ég samkomulag við leiðtoga Reykjavíkurlistans, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna þeirra ávirðinga sem á mig voru bornar í kosningabaráttunni að undirlagi Sjálfstæðisflokksins. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

Telja ekki ástæðu til skaðabótakrafna

SVISSNESK stjórnvöld sögðu í gær að ný skýrsla um viðskipti svissneskra banka með nazistagull á stríðsárunum gæfi ekkert tilefni til nýrra krafna um að Sviss greiddi skaðabætur til annarra landa eða einstaklinga, sem nazistastjórnin í Þýzkalandi hafði að féþúfu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Tíunda kjörtímabilið sem bæjarstjóri

"ÞAÐ var dásamlega gaman að mæta til vinnu í morgun, fólkið tók vel á móti mér og Esjan og flóinn skörtuðu sínu fegursta. Ég settist við mitt skrifborð og hóf mína vinnu eins og venjulega," sagði Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi sem hóf sitt tíunda en jafnframt síðasta kjörtímabil sem bæjarstjóri í gærmorgun. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 388 orð

Traust við flokkinn og meirihlutann

ELLERT Eiríksson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ, kvaðst síðdegis á sunnudag mjög sáttur og ánægður með sigur flokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig níu prósentustiga fylgi frá kosningunum fyrir fjórum árum og einum manni þannig að hann hefur nú fimm bæjarfulltrúa. Meira
26. maí 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

Tveir bæir í rústum í Bólivíu

VITAÐ var í gær um 85 manns, sem fórust í jarðskjálftanum í Bólivíu sl. föstudag, og líklegt þótti, að talan myndi hækka. Hrundu tveir bæir í miðju landinu að mestu til grunna en styrkur skjálftans á Richter-kvarða var 6,8. Honum fylgdu mörg hundruð eftirskjálftar, sem sumir mældust meira en 4. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 798 orð

Tvennt ólíkt að sigra vegna verka sinna eða væntinga

"ÉG ER ánægð með þessa niðurstöðu og þetta er sætur sigur," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um úrslitin í Reykjavík. "Ég er ekki síst ánægð vegna þess að þó að ég hafi verið ánægð fyrir fjórum árum var Reykjavíkurlistinn þá óskrifað blað en nú er búið að skrifa einn kafla og leggja hann undir dóm kjósenda og þeim virðist líka hann nokkuð vel. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 468 orð

Tvær stórar hreyfingar að myndast

ÉG ER mjög ánægður með útkomuna í Reykjavík," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. "R-listinn hefur verið að bæta við sig frá því síðast og hefur styrkt sig mjög í sessi. Þetta er í fyrsta skipti frá því núverandi flokkaskipan varð til að Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta í tvö kjörtímabil í röð og þar með er búið að eyða þeirri þjóðsögu að það sé einhvers konar Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ung og fersk forysta

BIRNA Lárusdóttir, oddviti D-lista á Ísafirði, er mjög ánægð með úrslit kosninganna. "Við fengum fjóra menn og bættum verulega við okkur fylgi frá því í síðustu kosningum eða um tæplega 6%. Við fögnum því vissulega og teljum það sýna að við eigum breiðan hóp fylgismanna í bænum. Hitt er ekkert leyndarmál að við stefndum á fimm bæjarfulltrúa. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Unnum ágætan sigur

"VIÐ teljum okkur hafa unnið ágætan sigur," sagði Katrín Sigurjónsdóttir, oddviti B-lista í bæjarstjórn Dalvíkur. "Við bættum við okkur fylgi en fulltrúum var fjölgað og eru níu í stað sjö áður í bæjarstjórn," sagði hún. "Við erum mjög glöð með þessa niðurstöðu, þar sem við vorum í meirihluta á síðasta kjörtímabili. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Uppbygging Tryggvaskála hefst í sumar

SKÁLAVINAFÉLAGIÐ, áhugamannafélag um varðveislu Tryggvaskála á Selfossi, var stofnað fyrir einu ári. Á dögunum fékk félagið Tryggvaskála formlega afhentan ásamt 12 milljóna króna styrktarframlagi frá Selfossbæ til uppbyggingar á skálanum, en Tryggvaskáli hefur verið í eigu Selfossbæjar frá árinu 1974. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Uppskárum eins og við sáðum

"ÉG ER tiltölulega sáttur við útkomu okkar í kosningunum. Við náðum að halda inni tveimur bæjarfulltrúum sem við vorum með fyrir, þrátt fyrir það að báðir fyrrverandi bæjarfulltrúar væru ekki í framboði og nýir menn væru í forystusætunum," sagði Skúli Þorbergur Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 1394 orð

Úrslit í kosningum til hreppsnefnda

HÉR fara á eftir úrslit í kosningum til hreppsnefnda sem fram fóru s.l. laugardag: KJÓSARHREPPUR Kosningu hlutu: Guðmundur H. Davíðsson (56), Kristján Finnsson (45), Sigurbjörg Ólafsdóttir (41), Gunnar Leó Helgason (40), Sigurbjörn Hjaltason (35). Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

Útstrikanir töfðu talningu

MIKIÐ var um útstrikanir af listum í borgarstjórnarkosningunum í ár. Að sögn Eiríks Tómassonar formanns yfirkjörstjórnar í Reykjavík var mest um að strikað væri yfir nafn Hrannars B. Arnarssonar, sem skipaði 3. sæti á R-listanum, en einnig var þónokkuð strikað yfir nafn Helga Hjörvars, oddvita R-listans. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Vegna mistaka við vinnslu blaðsins sl. laugardag birtist að hluta til göm

Vegna mistaka við vinnslu blaðsins sl. laugardag birtist að hluta til gömul vinningaskrá happdrættis DAS. Annar útdráttur fór fram 22. maí sl. og voru þá ofantaldir vinningar dregnir út. Lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vel sátt með niðurstöðuna

"VIÐ erum vel sátt með þessa niðurstöðu," sagði Svanhildur Árnadóttir, oddviti D-lista. "Við lögðum áherslu á að ná þriðja manninum inn og okkur tókst það." Svanhildur sagði að þegar ljóst varð að sameining sveitarfélaganna þriggja yrði að veruleika þá hefðu margir spáð því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki eiga bjarta framtíð í sveitarfélaginu. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 527 orð

Verða afgreidd á þessu þingi

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði aðspurður í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að sá vilji ríkisstjórnarinnar um að afgreiða hálendisfrumvörpin þrjú á þessu þingi væri óbreyttur. Þetta sagði hann í kjölfar þess að þingmenn í stjórnarandstöðu gerðu að umtalsefni yfirlýsingu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð

Verðmæti útflutnings 2­3 milljarðar

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur lagt til að aflahámark í þorski á næsta fiskveiðiári verði 250 þúsund tonn og er það aukning um 32 þúsund tonn frá tillögum stofnunarinnar og aflamarksins fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Þá leggur stofnunin til að hámarksafli í loðnu verði aukinn úr 850 þúsund tonnum í 945 þúsund tonn. Meira
26. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Viðræður um myndun nýs meirihluta á Akureyri

VIÐRÆÐUR stóðu í allan gærdag milli fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Fulltrúarnir hittust fyrst á sunnudag og ræddu saman og langur fundur var í gær. Kristján Þór Júlíusson og Sigurður J. Sigurðsson eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks í viðræðunum og þau Ásgeir Magnússon og Oktavía Jóhannsdóttir eru fulltrúar Akureyrarlistans. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Viðunandi niðurstaða

"NIÐURSTAÐA kosninganna er mjög viðunandi fyrir framsóknarmenn," segir Hermann Hansson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í nýja sveitarfélaginu Hornafirði. "Við bætum við okkur atkvæðum og aukum fylgið í prósentum talið og erum nokkuð ánægðir með það. Atkvæðahlutfall okkar hér er hærra en hjá Framsóknarflokknum víða annars staðar og við getum því ekki annað en verið sáttir," segir hann. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Viðurkenndi tíu rán

UNGUR maður hefur verið handtekinn í Reykjavík fyrir gripdeildir og rán í og við miðbæinn undanfarna mánuði. Maðurinn hefur veist að fullorðnum konum og rænt þær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur maðurinn viðurkennt tíu gripdeildir frá því í febrúar. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vildum fá tvo menn inn

"ÞAÐ voru ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki ná tveimur mönnum, en það vantaði aðeins sjö atkvæði upp á að hann næði kjöri," sagði Skarphéðinn Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, um niðurstöður kosninganna í Siglufjarðarkaupstað. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Vilja koma sterkari til leiks

"ÉG er mjög ánægður og glaður með þessa niðurstöðu," sagði Kristján Þór Júlíusson, oddviti D-lista. "Við erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt," sagði hann. "Ég þakka góðu fólki þessa niðurstöðu, bæði kjósendum og eins frambjóðendum og aðstandendum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 741 orð

Víðast samstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks

FORMLEGAR samningaviðræður um samstarf flokka í bæjar- og sveitarstjórnum hófust víða um landið í gær og sums staðar hefur þegar verið skrifað undir málefnasamning. Algengast er að stefnt sé að samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Framsóknarmenn munu víðast hvar eiga fulltrúa í bæjarstjórnum því næst algengast er samstarf þeirra og sameiginlegra framboða vinstrimanna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Vonbrigði að meirihluti hélt

AÐALSTEINN Þorsteinsson, oddviti B-lista í Stykkishólmi, segir það vonbrigði að meirihlutinn skyldi ekki falla. "Við vorum með tvo menn og stefndum að því að halda þeim en það tókst ekki," sagði Aðalsteinn og sagðist ekki geta skýrt þá útkomu með neinu sérstöku. "Framhaldið er í höndum sjálfstæðismanna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Vonuðumst til að halda 3 mönnum

ÓLI JÓN Gunnarsson, oddviti D- lista í Borgarbyggð, segir úrslitin viðunandi þar sem listinn hafi haldið kjörfylgi sínu. "Hins vegar þýðir þetta munstur með sameiginlegt vinstra framboð það að við töpum manni. Ef A- flokkarnir hefðu lagt saman sitt fylgi síðast þá hefðum við einnig fengið tvo í stað þriggja manna. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Yfirlýsing H- listans

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing H-listans í Reykjavík að afloknum borgarstjórnarkosningum frá Methúsalem Þórissyni, efsta manni listans: "Við þökkum þeim 392 manneskjum sem studdu húmaníska stefnu í þessum borgarstjórnarkosningum. Húmanistaflokkurinn setti fram heillega og róttæka stefnu sem gengur þvert á ríkjandi gildi og stefnu í stjórnmálum. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Þéttbýlisflokkur sem á fullt erindi

"ÉG ER auðvitað mjög ánægður með úrslitin, enda er 70% fylgisaukning mjög mikið fyrir flokk sem ekki hefur verið inni með mann í 12 ár," sagði Þorsteinn Njálsson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í samtali við Morgunblaðið á sunnudagskvöld. "Ég er einnig sannfærður um það að viðræður okkar við Sjálfstæðisflokkinn eigi eftir að leiða til meirihlutasamstarfs. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Ætluðu sem laumufarþegar

LÖGREGLA hafði afskipti af þremur mönnum sem fundust í þýsku skipi sem Eimskipafélagið leigir. Mennirnir þrír fundust í skipinu í Sundahöfn eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Þeir kváðust hafa komið í skipið degi fyrr og ætlað að komast með því sem laumufarþegar til Kanada eða Bandaríkjanna. Mennirnir eru taldir vera Júgóslavar en munu hafa verið hér á landi í nokkra mánuði. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ætlum að verða traustsins verðug

"ÉG ER náttúrlega alveg himinlifandi og við erum það öll hér á Seltjarnarnesi vona ég," sagði Sigurgeir Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi um úrslit kosninganna en listinn bætti við sig fimmta manninum í bæjarstjórn. Meira
26. maí 1998 | Innlendar fréttir | 792 orð

Ættingjar þjást oft af þunglyndi og kvíða

ÞJÓNUSTA við aldraða er eitt af meginviðfangsefnum heilbrigðisþjónustunnar í framtíðinni og samkvæmt tölum frá Hagstofunni verður fólk 65 ára og eldra 19-20% þjóðarinnar árið 2030, eða 60.377 manns. Hjúkrunarfræðingarnir Helga Ottósdóttir og Ingibjörg Björgvinsdóttir hafa unnið BS-ritgerð um vistun aldraðs fólks á hjúkrunarheimilum. Meira

Ritstjórnargreinar

26. maí 1998 | Staksteinar | 310 orð

»Gróskumikið menningarlíf DV vitnar í forystugrein í ræðu Björns Bjarnasona

DV vitnar í forystugrein í ræðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við setningu Listahátíðar. Ráðherrann sagði efnislega að menningarlíf í landinu hefði aldrei í sögu þjóðarinnar verið jafn gróskumikið sem á okkar tímum. Listsköpun undirstöðuþáttur Meira
26. maí 1998 | Leiðarar | 625 orð

ÚRSLIT KOSNINGANNA

leiðari ÚRSLIT KOSNINGANNA IGUR Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík kom ekki á óvart vegna þess, að skoðanakannanir bentu allar til þess síðustu daga og vikur fyrir kjördag að svo mundi fara. Hins vegar náði Reykjavíkurlistinn ekki þeim stórsigri í kosningunum, sem kannanir gáfu vísbendingu um framan af maímánuði. Meira

Menning

26. maí 1998 | Skólar/Menntun | 391 orð

Á að leggja kennaradeildina við TR niður?

FRÉTTATILKYNNING frá Bandalagi íslenskra sérskólanema: "Í Tónlistarskólanum í Reykjavík hefur verið starfrækt tónmenntakennaradeild síðan 1959. Deildin hefur alla tíð haft þann tilgang að mennta tónmenntakennara til kennslu í grunnskólum landsins. Meira
26. maí 1998 | Bókmenntir | 710 orð

Billy Bob í fortíð og nútíð

James Lee Burke: Cimarronrósin Cimarron Rose. Orion Books 1997. 312 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn James Lee Burke hefur skrifað ófáar bækur, um 16 stykki líklega, og segir sjálfur að saga hans, Cimarronrósin eða "Cimarron Rose", sé sú besta sem hann hefur samið á ferlinum. Ekki er það ólíklegt. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 779 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

US Marshalls Tommy Lee Jones er í toppformi á eftir flóttamanni sem leikinn er af Wesley Snipes. Fínasta afþreying. Out to Sea Gömlu gleðigjafarnir enn á ferð. Matthau gerist þreytulegur, að maður segi ekki ósannfærandi, í eilífum eltingaleik við sér yngri konur, og Lemmon er óvenju daufur. Meira
26. maí 1998 | Kvikmyndir | 408 orð

Dauði í Feneyjum

Leikstjóri Iain Softley. Handrit Hossein Amini, byggt á samnefndri skáldsögu Henry James. Tónlist Ed Shearmur. Kvikmyndatökustjóri Eduardo Serra. Aðalleikendur Helena Bonham Carter, Linus Roache, Alison Elliott, Charlotte Rampling, Elizabeth McGovern, Michael Gambon. 100 mín. Bandarísk. Miramax 1997. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 1059 orð

Evrópsk kvikmyndagerð uppskar ríkulega í Cannes

Kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk á sunnudaginn með afhendingu Gullpálmans og annarra viðurkenninga. Pétur Blöndalfylgdist með hátíðarhöldunum. Eilífð, einn dagur og Gullpálmi Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 250 orð

Flögð og fögur skinn

Í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg stendur nú yfir stærsta myndlistarsýningin sem haldin er í tengslum við Listahátíð, og ber hún svo skemmtilegan titil. Yfir 60 listamenn, bæði íslenskir og erlendir, taka þátt í sýningunni en 14 þeirra sýna í búðargluggum við Laugaveginn. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 220 orð

Fóru á Erró-sýninguna í Ólafsvík

NEMENDUR í 8 - 10 bekk Grunnskólans í Stykkishólmi heimsóttu Ólafsvík á dögunum og sáu myndlistarsýningu Errós sem þar er haldin. Í Grunnskólanum er kennd listasaga og því var kærkomið að fá þetta tækifæri og geta boðið nemendum að kynna sér verk Errós, sem er svo umtalaður. Gunnar Gunnarsson myndlistarmaður kennir við teikningu og listasögu við skólann. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 95 orð

Grænmetisleikur

Í GALLERÍI Ingólfsstræti 8 stendur yfir sýning Ingu Svölu Þórsdóttur og félaga hennar, Kínverjans Wu Shan Zhuan, og nefnist hún Grænmetisleikur. Á sýningunni eru ein stór ljósmynd og minni teikningar af grænmeti sem listamennirnir létu rotna á lérefti í sex mánuði. "Þetta hljómar kannski óhugnanlega, en verkin eru virkilega falleg," segir Edda Jónsdóttir, eigandi og rekandi gallerísins. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 269 orð

Hátt í 200 nemendur við Söngskólann í Reykjavík

TUTTUGASTA og fimmta starfsári Söngskólans í Reykjavík er lokið og stunduðu hátt í 200 nemendur nám við skólann í vetur. Nemendur luku í vetur samtals 147 stigaprófum í söng og/eða píanóleik, ásamt 200 tilheyrandi kjarnagreinaprófum, samtals 347 prófum. Auk þess útskrifar skólinn 3 nemendur með burtfararpróf og 2 söngkennara. Meira
26. maí 1998 | Tónlist | 653 orð

Hljómþröngt í Iðnó

Flutt voru verk eftir Marc-Anthony Turnage, Hróðmar Sigurbjörnsson, Hauk Tómasson og Thomas Adés. Föstudagurinn 22. maí 1998. YFIRSKRIFT tónleikanna er "Caput í Iðnó" og má í það ráða að sá hópur sé sjálfstæð stofnun, samanber sinfóníuhljómsveit. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 146 orð

Hryllingur bíógesta

SPENNUHROLLVEKJAN "Scream 2" var forsýnd í Regnboganum um síðustu helgi en myndin er sjálfstætt framhald "Scream" sem sló eftirminnilega í gegn í fyrra. Forsýningargestum brá heldur betur í brún þegar grímuklæddur maður vopnaður vígalegum hnífi birtist þeirra á meðal. Engin hætta var hins vegar á ferðum því þarna var komin eftirherma hins raunverulega morðingja myndarinnar. Meira
26. maí 1998 | Leiklist | 661 orð

Irina, Lena, Lína og Lindgren

Handrit: Nils Gredeby eftir bók Irinu von Martens. Leikstjóri: Suzanne Osten. Leikmynd: Sören Brunes. Búningar: Marianne Lindberg De Greer. Lýsing: Gölin Forsberg-Mesic. Hárkollur og förðun: Carina Saxenberg og Susanne von Platen. Leikarar: Ann Petrén, Cilla Thorell, Lennart J¨ahkel, Simon Norrthon og Sylvia Rauan. Sunnudagur 24. maí. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 247 orð

Klámmyndaverðlaunin í Cannes

SAMA hversu snobbaðir uppskafningar Frakkar geta virst sumum þegar að kvikmyndum og öðrum listgreinum kemur, þá eru þeir meðal fárra þjóða sem bera mikla virðingu fyrir klámmyndum sem listgrein á sinn hátt, og þykir alltaf sérlegur viðburður þegar góð klámmynd er gerð. Meira
26. maí 1998 | Kvikmyndir | 318 orð

Leitin að Sjakalanum

Leikstjóri: Christian Duguay. Handrit: Dan Gordon og Sabi H. Shabati. Aðalhlutverk: Aidan Quinn, Donald Sutherland, Ben Kingsley. Sony Pictures 1997. Í SPENNUMYNDINNI "The Assignment" leikur Aidan Quinn sjóliðsforingja í bandaríska flotanum sem er svo nauðalíkur hryðjuverkamanninum fræga, Carlos sem kallaður er Sjakalinn, Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Léttsveitartónleikar í Keflavík

LÉTTSVEIT Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika á fimmtudagskvöld 28. maí kl. 20.30 á sal Fjölbrautaskólans Suðurnesja. Léttsveitin heldur 30. maí næstkomandi í tónleikaferð til Bandaríkjana, Boston, og svo þaðan til Bermuda. Spilað verður m.a. fyrir Íslendingafélagið í Boston, í skemmtigarði í New Hampshire ríki og í ráðhúsinu í Hamilton, höfuðborg Bermuda. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 117 orð

Lifa og skrifa fyrir börn

DAGSKRÁ með rithöfundunum Kåre Bluitgen frá Danmörku, Maikki Harjanne frá Finnlandi, Iben Sandemose frá Noregi og myndskreytinum Mati Lepp frá Svíþjóð verður í Norræna húsinu í dag, þriðjudag, kl. 16­18. Rithöfundarnir munu bjóða upp á fjölbreytta kynningu á störfum sínum í heimalandinu með upplestri, frásögn og myndasýningum. Bækur þeirra verða til sýnis á staðnum. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 373 orð

List frá Íslandi ­ Ísland er list

MEÐ þessari yfirskrift var nýlega opnuð í Bergisch Gladbach nálægt Köln samsýning fimm íslenskra myndlistarmanna. Sæmundur Valdimarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Axel Björnsson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýndu tvö til sjö verka sinna, bæði ný og eldri verk. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 78 orð

LOKSINS FRJÁLS

LEIKKONAN Carol Channing kom fram á blaðamannafundi í New York á dögunum. Hafði sú gamla frá ýmsu að segja og meðal annars því að hún hefði ákveðið að skilja við eiginmann sinn til 41 árs, hann Charles Lowe. Hjónabandssælunni var ekki fyrir að fara hjá þeim því Lowe barði Channing, eyddi peningunum hennar og naut ásta með henni einungis tvisvar í öll þau ár sem þau voru gift. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 72 orð

Nýjar bækur LJÓS

LJÓSAGLIT er eftir Sigurð Stefán Baldvinsson. Ljósaglit inniheldur 40 ljóð sem eru ýmist hefðbundin í formi eða óhefðbundin. Sigurður Stefán hefur lengi fengist við ljóðagerð þótt Ljósaglit sé fyrsta ljóðabók hans og leitar hann fanga víða í efnisvali sínu. Ljósaglit er 48 bls. að stærð. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 1107 orð

Raddir að ofan

HANN situr í skemmulaga salnum undir hvelfdum loftgluggum, þaðan sem morgunbirtan streymir niður á hann, sönghópinn sem hann vinnur með þessa dagana, klassíska listina á Glyptotekinu og safngesti, sem horfa og hlusta fullir undrunarblandinnar aðdáunar. Meira
26. maí 1998 | Skólar/Menntun | 1300 orð

Samfélag heyrnarlausra og heyrandi Jöfn mannréttindi allra barna fást með blöndun sérskóla og almennra skóla Öll börnin í

Jöfn mannréttindi allra barna fást með blöndun sérskóla og almennra skóla Öll börnin í leikskólanum eru fullgildir þátttakendur í leik og starfi BANGSASTUND Í Birkistofu: Kona situr á hækjum sínum og talar táknmál við hóp barna. Önnur kona kemur inn og tekur dúkku af barni. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 246 orð

Seinfeld með "uppistand"

SPAUGARINN og sjónvarpsstjarnan Jerry Seinfeld kemur til Íslands í byrjun júlí og verður með svokallað "uppistand" í Háskólabíói. Alls verða sýningarnar fjórar og með Seinfeld í för verður Mario Joyner sem mun hita áhorfendur upp fyrir kappann. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 481 orð

...skjóta á allt sem hreyfist Nýr leiksalur sem kallast Darklight var opnaður síðastliðinn miðvikudag. Ingvi Matthías Árnason

Í SÍÐUSTU viku var fyrsti Laser Tag-salurinn á Íslandi opnaður og ber nafnið Darklight. Fyrir þá sem ekki vita hvað Laser Tag er, þá er það leikur sem á sér stað í frekar stórum sölum og völundarhúsum, yfirleitt afar dimmum, drungalegum og flott lýstum. Keppendur fara í vesti með marglitum ljósum sem sýna hvar þeir eru og í hvaða liði og fá eina laserbyssu í hendur. Meira
26. maí 1998 | Fólk í fréttum | 496 orð

Stærsti kappakstur í heimi á götum Mónakó

Formúlu 1 kappaksturinn var haldin í Mónakó á sunnudaginn og voru Pétur Blöndalog Halldór Kolbeinsson ljósmyndari meðal æstra áhorfenda. LOFTIÐ er mettað af hraða, spennu og eftirvæntingu. Áhorfendapallarnir eru stappaðir af sólbökuðu fólki sem mænir fram á brautina, bíður eftir að jörðin nötri. Þvílíkur er krafturinn. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 267 orð

Tímarit VORHEFTI Skírnis, Tímarits Hins

VORHEFTI Skírnis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, er komið út og er þetta 172. árgangur þess. Árni Bergmann skrifar um sýn Sovétmanna til íslenskrar menningar og samfélags en þýðingar á skáldverkum Halldórs Laxness, ásamt þýðingum á fornreitunum, gegndu þar veigamiklu hlutverki. Meira
26. maí 1998 | Menningarlíf | 38 orð

Þriðjudagur BORGARLEIKHÚSIÐ: Nýja líf Irenu eftir Ni

BORGARLEIKHÚSIÐ: Nýja líf Irenu eftir Nils Gredeby. Kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Þriðjudagur Íslensk menningarkynning erlendis. Pallborðsumræður í umsjón Sveins Einarssonar. Framsögu hafa Hjálmar H. Ragnarsson, Úlfar Bragason, Karítas Gunnarsdóttir, Ólafur Kvaran og Eyþór Arnalds. Kl. 20.30. Meira

Umræðan

26. maí 1998 | Aðsent efni | 827 orð

Bætt líðan gigtarsjúklinga

TILEFNI þess að ég sest niður og skrifa nokkrar línur til stuðnings gigtarsjúklingum er sá mikli árangur sem ég hef náð með því að stunda svokallaða sjálfshjálp, sem ég kynntist í grein í riti Gigtarfélags Íslands, og nefnist "Gigtin" og birtist í 1. tölubl. 1993. Meira
26. maí 1998 | Aðsent efni | 224 orð

Er sannleikurinn rógur?

GRUNDVALLARSPURNINGU þarf að svara eftir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík: Er það rógur að segja satt? Í orðabók Menningarsjóðs er orðið rógur skilgreint sem álygar, ósönn illmæli. Kjarni málsins er þessi: Voru það álygar og ósönn illmæli sem sögð voru um tvo frambjóðendur R-listans eða var það sannleikur? Ef það var satt getur það ekki verið rógur. Meira
26. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 265 orð

Hjúkrunarfræðingar aftarlega á launamerinni Frá Nínu Björnsdóttur:

HINN 1. júlí ganga hundruð hjúkrunarfræðinga út af sjúkrahúsunum ef ekkert verður gert í launamálum þeirra. Ég er ein af þeim. Nú er verið að yfirfæra okkur í nýtt launakerfi þar sem störf okkar eru skilgreind: "Unnin undir ábyrgð og stjórn annarra" (skilgreining á þeim launaramma sem á að hola okkur niður í). Meira
26. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Komið út úr skápnum Frá Kristjáni Ottóssyni: LAGNAMENN virðast

LAGNAMENN virðast vera svartir sauðir byggingaiðnaðarinns, allt að því settir afsíðis í samfélaginu. Stöðugt sitjum við við borðsendann og hlustum á "vísindin" frá öðrum. Það lítur út fyrir að tæknimenntað fólk geti frekar setið og hlustað en tjáð sig og sagt sína meiningu. Fari menn í ræðustól þurfa þeir helst að vera óvirkir alkar eða einfaldlega pólitískir. Meira
26. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 167 orð

Okur Frá Eggerti Laxdal: VINUR minn, sem er 76 ára, eða eldribor

VINUR minn, sem er 76 ára, eða eldriborgari eins og það er kallað, þurfti að endurnýja gleraugu sín, því að þau gömlu dugðu honum ekki lengur. Hann fór til augnlæknis, fékk resept og hélt síðan í gleraugnaverslun. Þar fékk hann sér ný gleraugu, en hvað skyldi svona gripur kosta? Jú, hann kostaði 40.000 kr. Meira
26. maí 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Rithöfundasambandið stendur ekki að baki ályktun stjórnarinnar

MORGUNBLAÐIÐ birti 28. apríl (bls. 30) ályktun stjórnar Rithöfundasambands Íslands vegna málshöfðunar gegn Ingólfi Margeirssyni. Fyrirsögn blaðsins er þessi: "Ályktun Rithöfundasambands Íslands". Ætla mætti af fyrirsögninni og einnig inngangi blaðsins að meirihluti félaga í Rithöfundasambandinu stæði að baki þessari ályktun. Lesendur munu eðlilega skilja það svo. Það er þó öðru nær að svo sé. Meira
26. maí 1998 | Aðsent efni | 560 orð

Tónlist fyrir alla

ÁRIÐ 1994 afhenti norska þjóðin Íslendingum í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins peningaupphæð sem varið skyldi til tónlistaruppeldis ungs fólks á Íslandi. Sett var á laggirnar stofnun til þess að nýta gjöfina svo að sem flest ungmenni fengju að njóta gjafarinnar. Stofnunin var skýrð Tónlist fyrir alla og er enn starfandi. Meira
26. maí 1998 | Aðsent efni | 564 orð

Umrædd könnun ­ frá konu til kvenna

KÖNNUN á skoðunum og aðstæðum íslenskra kvenna, sem hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu, er tilefni þessara skrifa. Umrædd könnun er á vegum hóps kvenna sem vinnur að útgáfu tímaritsins "Sterkar saman", en það kemur út í júní nú í sumar. Viðfangsefni tímaritsins varða fyrst og fremst íslenskar konur, hagsmuni þeirra, samtakamátt og stöðu í samfélaginu. Meira
26. maí 1998 | Aðsent efni | 361 orð

Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum

STJÓRN fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir áhyggjum sínum vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum sem og á öðrum heilbrigðisstofnunum á stór-Reykjavíkursvæðinu. Uppsagnir á heilsugæslustöðvum munu ganga í gildi 1. júlí nk., nema í Hafnarfirði, þar sem uppsagnarfrestur var framlengdur um þrjá mánuði. Meira
26. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 260 orð

Þegar ljóði er breytt Frá Auðuni Braga Sveinssyni: HVERNIG er þa

HVERNIG er það, þegar ljóðum, sem lærð hafa verið og sungin um langt árabil, er allt í einu breytt, að hluta til eða í heild? Ljóð, sem við höfum heillast af og geymt í huga okkar allt frá æskuárum, hafa allt í einu skipt um ham, ef svo má að orði komast. Skal ég nú nefna dæmi þessa. Meira
26. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 764 orð

Þrjár feilnótur ­ í einni Frá Kjartani Ólafssyni: FÁEINIR minnis

FÁEINIR minnispunktar fyrir útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands og framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík 1998. Á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands 25. apríl síðastliðinn voru samþykktar ályktanir til þriggja ríkisrekinna stofnana sem hafa með tónlist og tónlistarflutning að gera. Meira

Minningargreinar

26. maí 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Einar J. Gíslason

Þegar ég minnist Einars J. Gíslasonar, er mér efst í huga eftirfarandi erindi úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Jesús vill að þín kenning klár kröftug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúðurs hljómi; launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar guðs dýrð, en villir sál, straffast með ströngum dómi. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 32 orð

EINAR J. GÍSLASON

EINAR J. GÍSLASON Einar Jóhannes Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1923. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 22. maí. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Ingibjörg Indriðadóttir

Ó, undur lífs er á um skeið að auðnast þeim, er dauðans beið. Að finna gróa gras við il og gleði' í hjarta' að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 31 orð

INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTIR

INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTIR Ingibjörg Indriðadóttir fæddist í Kelduneskoti í Kelduhverfi 19. apríl 1929. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðskirkju 25. maí. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Ingólfur Kristjánsson

Elsku langafi. Mig langar að minnast þín í örfáum orðum. Ég var bara 9 ára þegar ég flutti í Grjótaselið til afa og ömmu. Minn fyrsti dvalarstaður þar var álman þín, og deildum við herbergi fyrstu mánuðina, eða þar til ég fékk herbergi í íbúðinni þinni. Á hverju kvöldi lastu bænirnar með mér og ef ég var sofnuð án þín vissi ég af þér við rúmið þar sem þú last þær yfir mér. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 473 orð

Ingólfur Kristjánsson

Þegar mér barst andlátsfregn Ingólfs Kristjánssonar, míns gamla og góða nágranna á Siglufirði til fjölda ára, fannst mér bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Þeir sem fæddust inn í öldina sem nú er senn að kveðja, höfðu í raun allt annað lífsgildi en þeir sem seinna ólust upp í tæknivæddu samfélagi nútímans. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Ingólfur Kristjánsson

Vinur minn, hinn aldni heiðursmaður Ingólfur Kristjánsson frá Siglufirði, hefur nú fengið hvíld, sem hann var nú á síðustu mánuðum búinn að þrá svo mikið. Dauðinn er öllum líkn sem lifa vel. Löngum starfsdegi er lokið, þar sem dyggð og trúmennska var altíð í fyrirrúmi. Það voru miklir mannkostir sem Ingólfur bjó yfir og takmark hans var altíð að láta gott af sér leiða. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 525 orð

Ingólfur Kristjánsson

Fyrstu minningar mínar um Ingólf Kristjánsson eru frá þeim tíma sem hann var tollvörður á Austurlandi og þau hjónin bjuggu ásamt börnum sínum tveim á Framnesvegi við Reyðarfjörð. Mjög góð vinátta tókst með þeim og foreldrum mínum árin þeirra á Reyðarfirði, og ég veit, að það var með nokkrum trega sem þau kvöddu Austfirðina. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Ingólfur Kristjánsson

Í dag kveðjum við einn mesta öðling þessarar aldar og þá tel ég mig tala fyrir munn margra sem hann þekktu. Leiðir okkar Ingólfs lágu fyrst saman fyrir 17 árum þegar ég kynntist dóttursyni hans og nafna. Ég var fljót að sjá hversu yndislegan mann hann hafði að geyma. Það sá ég best þegar hann meðhöndlaði hestana sína sem voru honum afar kærir. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Ingólfur Kristjánsson

Það eina sem vitað er með vissu um framtíðina að öllu er mörkuð stund og kallið kemur. Hvenær stundin kemur vitum við dauðlegir menn ekki. Ingólfur Kristjánsson er látinn. Það kom ekki á óvart, heilsan var farin að bila eftir langa æfi, og óvenjulega hreysti, sem áreiðanlega má rekja til hans lundarfars og heilbrigðra lífshátta. Hann var um margt óvenjulegur maður. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 299 orð

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON Ingólfur Kristjánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. október 1902. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson, bóndi á Skerðingsstöðum, og Agnes Jónsdóttir. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Mín kæra tengdamóðir Jara er fallin frá allt of snemma á lífsleiðinni sinni. Þegar ég lít yfir farinn veg, þá safnast saman margar góðar minningar um fjölskylduna í Efstasundi 70. Ærsl og gleðistundir, jólaleikir, árlegir samfundir fjölskyldna á Skinnalóni suður með sjó, samheldni, kærleikur og væntumþykja. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Ég kynntist Jöru, tengdamóður minni, fyrst fyrir um fjörutíu árum þegar Guðrún fyrrverandi kona mín og ég vorum í sama bekk í Langholtsskóla. Jara var einstök kona, glæsileg, gáfuð, sjálfstæð og ákveðin. Þannig vil ég minnast hennar. Það var sérstakur ævintýrablær yfir þessari heimskonu sem ók um á stórum skutbíl sem var fullur af fallegum litlum stúlkum. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 359 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Elsku mamma mín! Nú er þinni löngu göngu loksins lokið. Það er nú ekki öllum sem tekst aftur og aftur að snúa á læknavísindin, en þú ert búin að vera alveg ótrúleg og hörku dugleg. Söknuðurinn er mér óbærilegur á þessum stundum. En við í fjölskyldunni erum ákaflega samhent og reynum að komast í gegn um söknuðinn saman. Fjölskyldan okkar er alveg frábær. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 117 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Erfitt er að setjast niður og skrifa eitthvað eitt um þig. Þú varst svo fjölhæf kona og ég hef þekkt þig frá því ég man eftir mér, svo að margt kemur upp í huga mínum. Þú ert og verður ávallt í hjarta mínu. En ég kveð þig nú og þakka fyrir allar samverustundirnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Elsku Jara amma. Nú hefur þú lokið þessari jarðvist og ert komin á friðsælan stað þar sem þú lætur ljós þitt skína jafn skært og það gerði hér hjá okkur. Eftir situr sár söknuður en ljúfar minningar. Minningar sem laða fram bros og hlátur. Okkar kynni voru allt of stutt, en það sem þú gafst mér endist mér alla ævi. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Jarþrúður Pétursdóttir

Kæra nafna og amma. Stundum kemur að því að við þurfum að leggja niður vopnin og gera hlé á orrustunni. Það fyrsta sem þú kenndir mér, nöfnu þinni, var hvað nafnið okkar Jarþrúður þýðir. Orrustugyðja er stórt orð en þú gast svo sannarlega borið það. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 612 orð

JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR

JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR Jarþrúður Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1927. Hún lést 16. maí síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún var dóttir hjónanna Péturs Zophóníassonar og Guðrúnar Jónsdóttur, var hún yngst barna þeirra. Pétur Zophóníasson fæddist 31. maí 1879 í Goðdölum í Skagafirði, d. 21. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Jóhanna Sigríður Einarsdóttir

Með fáeinum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu mína, Jóhönnu Sigríði Einarsdóttur, sem yfirgaf þennan heim 15. maí síðastliðinn. Er dauðinn ber að dyrum jafn óvænt og þennan vordag, þegar allt er annars að vakna til lífs, verður mér orða vant og erfitt að lýsa harmatilfinningum við fréttina af skyndilegu andláti elskulegrar vinkonu. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Jóhanna Sigríður Einarsdóttir

Jóhanna Sigríður Einarsdóttir var framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, þegar við hittumst fyrst en ég sat þá í stjórn sambandsins fyrir hönd Leirlistarfélagsins. Á þessum tíma var mikið að gerast í hagsmunamálum myndlistarmanna og vann Jóhanna af lífi og sál í þágu þeirra. Það var oft krefjandi og vanþakklátt starf. Vinskapur okkar óx og dafnaði og Jóhanna varð mér afar kær. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 798 orð

Jóhanna Sigríður Einarsdóttir

Hún stóð fremst á sviðinu í gamla samkomuhúsinu í Stykkishólmi og lék aðalhlutverkið. Hún var stærst, hún var þroskuðust og hún dreif bekkjarsystkin sín áfram með áræði sínu og útgeislun. Leikritið fjallaði um lífið í sjávarþorpi úti á landi. Þau voru aðeins 12 ára en þau höfðu samið leikritið sjálf og æft undir stjórn Ólafs Jónssonar kennara. Markið var sett hátt. Fagmenn voru kvaddir til, m.a. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 29 orð

JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR

JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Jóhanna Sigríður Einarsdóttir fæddist í Stykkishólmi 18. janúar 1957. Hún lést á Landspítalanum hinn 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 25. maí. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 196 orð

Matthildur Guðmundsdóttir

Elsku fallega amma. Við viljum minnast þín með nokkrum orðum. Við áttum margar góðar stundir með þér sem munu ávallt lifa í minningu okkar. Þó eru það skemmtilegu smáatriðin sem sitja hvað mest eftir í huganum, eins og t.d. það hve hugleikin kerti voru þér, þá sérstaklega fjólublá, því það var uppáhaldsliturinn þinn. Hjá þér kviknaði kertaáhugi minn. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 867 orð

Matthildur Guðmundsdóttir

Þegar móðir mín er kvödd koma þessar ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar upp í hugann: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir,sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 186 orð

MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Matthildur Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. janúar 1910. Hún lést á Landakotsspítalanum í Reykjavík 15. maí síðastliðinn. Hún var dóttir Margrétar Jónsdóttur (Gunnarssonar) í Hafnarfirði og Sigurðar Sæmundssonar prentara frá Eskifirði. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 808 orð

Sigurður Þ. Guðjónsson

Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. Mér er ljúft af mætti veikum mæla fáein kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra þakkir fyrir liðinn dag. (I.H.) Kær vinur hefur kvatt. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Sigurður Þ. Guðjónsson

Þegar ég nú ætla með nokkrum orðum að kveðja vinnufélaga minn, Sigurð Þ. Guðjónsson, eftir nær fjörutíu ára samstarf í Stálsmiðjunni, var ég svo heppinn að finna mynd af Sig. Þ. þar sem hann stendur á smiðjugólfinu og er að ljúka við eitt af sínum meistarastykkjum, annan tveggja 250 fm gufuketil fyrir Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að á þessari stundu hefir Sig. Þ. Meira
26. maí 1998 | Minningargreinar | 338 orð

SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON

SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON Sigurður var fæddur í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum 11. júní 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi hinn 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guðmundsson, f. 12.5. 1890, d. 3.6. 1955, og Jóna Guðmundsdóttir, f. 6.5. 1887, d. 11.7. 1972. Systkini hans eru: 1) Guðmundur Guðjónsson, f. 1.9. 1915. K. Meira

Viðskipti

26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 88 orð

ÐNýr skemmtistaður í gamla Þórscafé

ÞÓRSCAFÉ ehf. hefur fest kaup á gamla Þórscafé, Brautarholti 20, með það fyrir augum að opna þar nýjan skemmtistað. Að sögn Ólafs Más Jóhannessonar, forráðamanns fyrirtækisins, er stefnt að því að nýi staðurinn verði opnaður 15. júní, en nú standa yfir miklar breytingar á húsnæðinu, auk þess sem verið er að afla tilskilinna leyfa. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 184 orð

ÐNý stjórn hjá Ráðstefnuskrifstofu Íslands

NÝ STJÓRN var kjörin á aðalfundi Ráðstefnuskrifstofu Íslands sem var haldinn fyrir stuttu. Tveir stjórnarmenn, sem setið hafa frá upphafi í stjórn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni; Pétur J. Eiríksson og Magnús Oddsson, en í stjórn voru kosin: Steinn Logi Björnsson fulltrúi Flugleiða, Haukur Birgisson Ferðamálaráði, Helgi Pétursson Reykjavíkurborg, Tryggvi Árnason Jöklaferðum, Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 127 orð

ÐSveiflur í gengi hlutabréfa Kögunar

HLUTABRÉF í Kögun hf. að nafnvirði 11.500 voru seld á Opna tilboðsmarkaðnum í gær, á genginu 52. Numu viðskiptin því u.þ.b. 600 þúsund krónum. Hlutabréf í fyrirtækinu að nafnvirði 20.000 krónur voru seld á miðvikudag. Voru það tvenn viðskipti upp á 10.000 krónur, þau fyrri á genginu 47 en þau seinni á genginu 51. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Flugleiðir kaupa 129 Toyota-bíla

BÍLALEIGA Flugleiða hefur undirritað samning við Toyota- umboðið P. Samúlesson ehf. um kaup á 129 Toyota-bifreiðum. Verðmæti samningsins er tæplega 200 milljónir kr. Bílarnir sem Bílaleigan kaupir eru 83 af gerðinni Toyota Corolla liftback, 40 Corolla sedan, 2 Toyota Hilux double cap og 4 Toyota Hiace. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Harrods tapar máli vegna nafns síns

HARRODS verzlunin fræga í Lundúnum hefur tapað máli, sem hún höfðaði til að koma í veg fyrir að fyrirtæki, sem hún stofnaði í Buenos Aires 1913, noti hið kunna nafn verzlunarinnar. Þrír brezkir áfrýjunardómarar vísuðu frá áfrýjun Harrods, sem skaut máli sínu til þeirra þegar yfirdómstóll neitaði að banna fyrirtækinu Harrods (Buenos Aires) Ltd. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Jenið hefur ekki verið lægra í 7 ár

JENIÐ hafði ekki verið lægra gegn dollar í tæp sjö ár í gær og virðist stefna lengra niður á við um leið og bollalagt er hvort Bandaríkin muni neyðast til að sætta sig við minni samkeppnishæfni vegna sterks dollars. Hækkanir héldu áfram í helztu kauphöllum Evrópu og ný met voru sett í Amsterdam, Frankfurt og París. Viðskipti voru dauf vegna frídaga í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Keppinautar með í fyrstu Go ferð BA

UMDEILT afsláttarflugfélag British Airways Plc, Go, er tekið til starfa og fulltrúar keppinautarins Easyjet voru með í jómfrúferðinni til Rómar. Einn 147 farþega, sem greiddu 100 pund hver fyrir ferðina frá Stansted-flugvelli Lundúna, var Stelios Haji- Ioannou, eigandi Easyjet. Með honum voru sex samstarfsmenn klæddir appelsínugulum samfestingum fyrirtækisins. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 299 orð

Norðurljós hf. á hlutaað innan tveggja ára

NÝTT íslenskt margmiðlunarfyrirtæki, sem ber vinnuheitið Norðurljós hf., mun verða stofnað hér á landi fljótlega. Fyrirætlanir um stofnun félagsins eru unnar í samráði við Chase Manhattan Bank, samstarfsaðila Íslenska útvarpsfélagsins, og er tilgangurinn m.a. að sameina rekstur Skífunnar rekstri Íslenska útvarpsfélagsins og dótturfélaga þess. Meira
26. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Nýr skutbíll á að hjálpa Saab Auto

SÆNSKA bifreiðafyrirtækið Saab Automobile AB, sem er rekið með tapi, hefur skýrt frá fjárfestingaráætlun upp á 1,2 milljarða sænskra króna, sem miðar að því að markaðssetja nýjan Combi skutbíl og auka framleiðslu í tveimur verksmiðjum fyrirtækisins í Svíþjóð. Meira

Daglegt líf

26. maí 1998 | Neytendur | 130 orð

Hringlur frá Lego innkallaðar 500 hringlur hafa

ÁKVEÐIÐ hefur verið að innkalla allar leikfangahringlur frá Lego sem eru númer 2093. Hringlurnar líta út eins og maríuhænur. Ástæðan fyrir innkölluninni er sú að lítið barn í Hollandi var hætt komið þegar það náði að stinga hringlunni upp í sig. Að sögn Þorleifs V. Meira
26. maí 1998 | Neytendur | 428 orð

Mest af trans-fitusýrum á Íslandi

NÝLEG evrópsk rannsókn sýnir að Íslendingar fá óvenju mikið af trans-fitusýrum úr fæðu en þær hækka kólesteról í blóði. Þetta kom fram á kynningarfundi sem Manneldisráð Íslands efndi til í gær í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þar voru kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar á fitusamsetningu matvæla og fituneyslu Íslendinga borið saman við aðrar Evrópuþjóðir. Meira

Fastir þættir

26. maí 1998 | Í dag | 30 orð

Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 26. ma

Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 26. maí, verður sextugur Jónas Elíasson, prófessor, Búðargerði 5, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Skipholti 70 í dag frá kl. 17­19. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | 243 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | 145 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 199

SKRÁNING er hafin í Bikarkeppni BSÍ 1998. Skráningarfrestur er til 29. maí og dregið verður í 1. umferð á Kjördæmamótinu 1998. Gerð verður smábreyting á Bikarkeppninni í samanburði við undanfarin ár. Allar sveitirnar verða í pottinum þegar dregið verður í fyrstu umferð. Þannig að það verða ekki eingöngu stigahæstu sveitirnar sem sitja yfir í fyrstu umferð heldur ræðst það af handahófi. Meira
26. maí 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. apríl sl. í Hafnarkirkju af sr. Baldri Kristjánssyni Guðlaug Árnadóttir og Hólmgrímur Bragason. Heimili þeirra er á Hrísbraut 3, Hornafirði. Meira
26. maí 1998 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Svalbarðskirkju 5. júlí á sl. ári af sr. Pétri Þórarinssyni Heiða Hauksdóttir og Bjarni Þór Þórólfsson. Heimili þeirra er Kagså Kollegiet 198 í Herlev í Danmörku. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | 195 orð

Framkvæmdir á Melgerðismelum á lokastigi

UNDIRBÚNINGUR fyrir landsmótið á Melgerðismelum í sumar er nú á lokastigi. Jón Ólafur Sigfússon framkvæmdastjóri mótsins sagði að verið væri að ganga frá útboðum á veitingasölu sem yrði í höndum Bautans á Akureyri og vel gengi með útleigu á sölutjöldum. Sagði hann að undirtektir varðandi sölutjöldin hefðu verið mjög dræmar þar til að svæðaskipting vegna hitasóttarinnar var afnumin. Meira
26. maí 1998 | Í dag | 438 orð

Frá ellilífeyrisþega VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Í

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Í fréttum nýlega var sagt frá því að fleiri hundruð gamalmenni hér í Reykjavík biðu eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili. Ástæður þessa fólks voru svo slæmar að málið þyldi enga bið. Engin viðbrögð hef ég heyrt við fréttinni, en það er mikið talað um að gamla fólkinu megi líða sem best síðustu ár ævi sinnar og þar við situr. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | 288 orð

Galsi og Baldvin Ari keppa fyrir hönd Léttis

LJÓST er nú að stefnt verður með stóðhestinn Galsa frá Sauðárkróki í A-flokk gæðinga á landsmótinu á Melgerðismelum. Mun hann keppa fyrir hönd hestamannafélagsins Léttis á Akureyri en ekki fyrir Hörð í Kjósarsýslu eins og reiknað hafði verið með. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Ofbeldi sem útflutningsvara Víða um lönd hafa menn áhyggjur af einhæfninni í hinni alþjóðlegu myndmiðlun sem á þeim dynur og

VIÐ Gautaborgarháskóla hefur um allnokkurt skeið verið starfrækt við góðan orðstír norræn miðstöð um fjölmiðlarannsóknir (Nordicom). Aðild eiga öll Norðurlöndin og er miðstöðin rekin með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Meira
26. maí 1998 | Í dag | 305 orð

OSNINGANÆTUR eru ekki jafn spennandi og áður. Skoðanaka

OSNINGANÆTUR eru ekki jafn spennandi og áður. Skoðanakannanir eru mjög nálægt því að segja til um úrslit kosninga og jafnframt er komið svo gott skipulag á talningu atkvæða, að fyrstu tölur, sem birtar eru skömmu eftir lokun kjörstaða segja nánast alla söguna. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | 203 orð

Óánægja með há skráningargjöld hjá Fáki

MIKILLAR óánægju hefur gætt meðal keppnismanna hjá Fáki vegna hárra skráningargjalda í gæðingakeppninni og öðrum keppnisgreinum á hvítasunnumóti félagsins. Fyrir hvern skráðan hest þarf að greiða 3.500 krónur sem er nokkru hærra en hefur tíðkast hjá öðrum félögum. Meira
26. maí 1998 | Dagbók | 592 orð

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss, Vigri, Mælifell, Suðringur, Hanse Duo

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss, Vigri, Mælifell, Suðringur, Hanse Duo og Krivosheev komu í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Togarinn Lómur fór í gær. Hrafn Sveinbjarnarson og Strong Icelander komu í gær. Flutningaskipið Lómur fer í dag. Haraldur Kristjánsson kemur í dag. Meira
26. maí 1998 | Fastir þættir | 832 orð

Ungu mennirnir að taka völdin

Gæðingamót Sörla í Hafnarfirði var haldið föstudag og laugardag sl. Þar var keppt í öllum flokkum gæðingakeppninnar auk pollaflokks og kappreiða. Þá var haldin uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Meira

Íþróttir

26. maí 1998 | Íþróttir | 129 orð

0:1 Á 43. mínútunni, hinni frægu markamínútu, áttu Keflvíkingar laglega sókn upp völli

0:1 Á 43. mínútunni, hinni frægu markamínútu, áttu Keflvíkingar laglega sókn upp völlinn þar sem Jóhann Steinarsson sendi laglega stungusendingu inn fyrir vörnina á Ólaf Ingólfsson. Hann afgreiddi boltann laglega í vinstra hornið niðri. 0:2 Keflvíkingar voru að dóla á miðjunni í rólegheitum með boltann á 65. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 122 orð

0:1 Sigurður Örn Jónsson sendi langa sendingu inn fyrir vörn Fram á 24. mínútu, ætlaða Guðmund

0:1 Sigurður Örn Jónsson sendi langa sendingu inn fyrir vörn Fram á 24. mínútu, ætlaða Guðmundi Benediktssyni. Ólafur Pétursson, markvörður Fram, kom út á móti boltanum ásamt varnarmanni og Guðmundi. Ólafur fór út fyrir vítateiginn og skallaði laust frá. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 168 orð

0:1 Tómas Ingi Tómasson átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Valsmanna á 6. mín.

0:1 Tómas Ingi Tómasson átti góða stungusendingu inn fyrir vörn Valsmanna á 6. mín. Hreinn Hringsson kom á fullri ferð og sendi knöttinn örugglega fram hjá Lárusi Sigurðssyni, markverði. 0:2 Tómas Ingi Tómasson vann knöttinn fyrir utan vítateig Vals á 27 mín. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 190 orð

1:0 Jens Paecslack lék upp vinstri vænginn, snéri þar á Slobodan Milisic og

1:0 Jens Paecslack lék upp vinstri vænginn, snéri þar á Slobodan Milisic og lék síðan inn í vítateiginn og skaut að marki. Þórður Þórðarson varði fast skot hans, en missti boltann yfir sig og stefndi hann í markhornið fjær. En áður en hann fór yfir línuna kom Steingrímur Jóhannesson og skallaði hann yfir marklínuna á 52. mínútu. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 188 orð

1:0 Scott Ramsey vann boltann af varnarmönnum Leifturs rétt inna

1:0 Scott Ramsey vann boltann af varnarmönnum Leifturs rétt innan við miðjan vallarhelming gestanna á 43. mín. Hann lék í átt að markinu þar sem hann skaut knettinum rétt utan vítateigs í boga yfir varnarmenn Leifturs og markvörðinn Jens Martin Knudsen og markið. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 435 orð

Algjör draumahringur

ÖRN Ævar Hjartarson, tvítugur kylfingur úr GS, setti glæsilegt met á St. Andrews golfvellinum (þeim nýrri) í Skotlandi um helgina. Hann lék hringinn á "St. Andrews Links Trophy" mótinu á aðeins 60 höggum, sem er 11 höggum undir pari vallarins. Gamla vallarmetið, 63 högg átti atvinnumaðurinn F. Jovle en met áhugamanna var í eigu G.M. Mitchell og var 67 högg á þessum 102 ára gamla velli. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 1087 orð

Allir verða með og allir ánægðir með lausnina

Í gær var samið um útsendingarréttindi frá íslenskri knattspyrnu næstu fjögur árin. Steinþór Guðbjartsson hefur fylgst með gangi mála síðan einkasölurétturinn var seldur þýsku fyrirtæki í haust sem leið. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 450 orð

ANTONIO Oliveira, þjálfari

ANTONIO Oliveira, þjálfari Porto, staðfesti skömmu eftir að liðið varð portúgalskur bikarmeistari í fyrrakvöld að hann ætlaði að hætta hjá félaginu, fyrst og fremst af persónulegum ástæðum. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 416 orð

Átti von á Leiftri sterkara

"ÉG RENNDI eiginlega blint í sjóinn með styrk Leiftursliðsins," sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Grindavíkur, eftir 3:1 sigur á Leiftri. "Ég átti hins vegar von á þeim sterkari en raun varð á, það býr örugglega meira í þeim en það sem sást að þessu sinni. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 159 orð

Bibercic sendur heim ­ mætti allt of feitur

MIJHAJLO Bibercic, sem byrjaði tímabilið með Skagamönnum, er farinn heim. Hann var ekki í leikmannahópnum sem fór til Eyja á sunnudag og sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, að Bibercic hefði komið til landsins í engri æfingu og verið 15 kílóum of þungur. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 47 orð

Bikarkeppnin

Neisti H. - Nökkvi0:2 Hvöt - KS0:2 Höttur - Einherji5:2 Sindri - Leiknir F0:1 Bruni - Haukar1:2 Fylkir 23 - Ármann5:0 Tindastóll - Magni1:0 Afturelding - Keflavík 235:0 Þróttur Vogum - KR 230:9 Ægir - GG6:1 KFS - Reynir S0:1 Huginn - Þróttur Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 926 orð

"Eigum margt ólært"

ÞRÓTTARAR skoruðu þrjú mörk gegn Valsmönnum, eins og þeir gerðu gegn Eyjamönnum, en það dugði ekki ­ þeir hafa þurft að sætta sig við tvö jafntefli. "Þrjú mörk eiga að duga til sigurs að öllu eðlilegu, en við eigum margt ólært og hefðum átt að geta komið í veg fyrir að Valsmenn skoruðu tvö af þremur mörkum sínum," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari nýliða Þróttar, Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 500 orð

Ekki upp á það besta

KR-INGAR mega una glaðir við að fá þrjú stig úr viðureign sinni við daufa Framara í lokaleik 2. umferðar Íslandsmótsins á sunnudagskvöldið í afar tilþrifalitlum leik. Lokatölur 2:0 þar sem KR-ingar voru heldur skarpari, einkum í fyrri hálfleik. Fram-liðið virðist hins vegar vera í miklum vanda og ljóst að þar á bæ verða menn heldur betur að taka sig taki ef þeir ætla ekki að vera í basli. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 358 orð

England Úrslit 1. deildar: Charlton - Sunderland4:4 Charlton vann í vítaspyrnukeppni 7:6. Clive Mendonca 3 (24., 72., 104.),

Bikarúrslit Porto - Braga3:1 Aloisio Alves 16., Mario Jardel 24., Artur Oliveira 90. - Silvio 48. 45.000. Porto varð tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í áratug. Sviss Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 1205 orð

Evrópuleikurinn við Stuttgart kveikti áhugann á Íslandi

ÍSLENSKIR knattspyrnumenn hafa í ríkum mæli á undanförnum árum farið í víking til Þýskalands og leikið með þarlendum liðum. Það er fátíðara að þýskir knattspyrnumenn komi til Íslands en það gerði Jens Paecslack sem leikur nú með Íslandsmeisturum ÍBV. Valur B. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 421 orð

"Ég hef vissu- lega áhyggjur"

"Við hefðum sennilega getað leikið áfram fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt án þess að skora," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir leikinn við KR. "Þetta er staðreynd og ég hef vissulega áhyggjur af því hversu lítið bit er í leik okkar. Ég held samt að þessi leikur hafi verið skárri af okkar hálfu en gegn Leiftri á Ólafsfirði í fyrstu umferð. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 1837 orð

Fáir hér sem banka á dyrnar

2. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu fór fram um helgina. Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst grannt með gangi mála og Steinþór Guðbjartsson fór með honum á leik Fram og KR til að fá hans álit á knattspyrnunni það sem af er. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 92 orð

Formula 1

Mónakó-kappaksturinn Keppnin var 78 hringir, samtals 262,626 km. klst. 1. Mika Hakkinen (Finnl.) McLaren1:51.23,595 (Meðalhraði Hakkinens var 141,458 km/klst.) 2. Giancarlo Fisichella (Ítalíu) Benetton 11,475 sek á eftir. 3. Eddie Irvine (Bretl.) Ferrari 41,378 4. Mika Salo (Finnl.) Arrows 60,363 5. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 290 orð

Gerðum okkur þetta of erfitt

Gunnar Oddsson, leikmaður og þjálfari Keflvíkinga, var sáttur við sigurinn í leikslok, en sagði sína menn hafa gert sér allt of erfitt fyrir. "Við áttum að skora fleiri mörk, en eftir að við gáfum þeim blóðbragðið í lokin vorum við heppnir að halda þessu. Í heildina séð vorum við þó mun sterkari og áttum þennan sigur skilinn. Gunnar sagði ÍR-ingana ekki hafa komið sér á óvart. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 577 orð

Gísli vann með aðra hönd á stýri

ÞORLÁKSHAFNARBÚINN Gísli Gunnar Jónsson vann sigur í flokki sérútbúinna jeppa eftir hörkukeppni við Akureyringinn Einar Gunnlaugsson og Inga Má Björnsson frá Vík í Mýrdal. Úrslitin réðust í lokahliði síðustu þrautarinnar, slík var keppnin og Gísli hefur titilvörnina vel. Hlaut einnig verðlaun fyrir bestu tilþrifin. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 267 orð

Gott að vera utanbæjarmaður hjá ÍR

"ÞAÐ er alltaf gaman að leika gegn Keflavík. Þeir eru jú meistarar meistaranna og bikarmeistarar og með virkilega skemmtilegt lið." Þetta segir Garðar Newmann, leikmaður ÍR-inga í efstu deildinni. Garðar er búsettur í Keflavík og starfar í Landsbankanum sem gjaldkeri. "Ég fæ engar glósur í vinnunni, allavega ekki enn sem komið er. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 555 orð

Grindvík- ingar miklu betri

GRINDVÍKINGAR sýndu það gegn Leiftri að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Með baráttu og vilja að vopni lögðu þeir norðanmenn örugglega, 3:1, á heimavelli á laugardaginn í leik þar sem þeir voru nær því að bæta við mörkum en gestirnir að klóra í bakkann enn frekar en raun varð á. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 258 orð

HARALDUR Pétursson meista

HARALDUR Pétursson meistari 1996 keppti ekki, hefur seltMusso jeppa sinn í hendur Gunnari Ásgeissonar. En Haraldur var fljótur að bætast í viðgerðarlið jeppans, þegar Gunnar velti. Í tvígang reyndar. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 173 orð

Höfðum þolinmæðina

STEINGRÍMUR Jóhannesson gerði tvö mörk fyrir ÍBV á móti ÍA og er nú markahæstur ásamt Þróttaranum Hreini Hringssyni með þrjú mörk. "Ég er ánægður með sigurinn og hann var afar mikilvægur. Þetta var erfiður leikur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Skagamenn eru alltaf erfiðir en það sem skiptir máli er þolinmæði og það höfðum við. Nú erum við á toppnum og þar ætlum við okkur að vera áfram. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 488 orð

Indiana jafnaði metin

Staðan í einvígi Indiana og Chicago í úrslitakeppni Austurdeildar NBA er 2:2 eftir nauman sigur Indiana, 96:94, í gærkvöldi. Chicago hafði lengstum 6-10 stiga forystu, en Indiana komst aftur inn í leikinn með æsilegum endaspretti og sigurkarfan kom úr þriggja stiga skoti Reggie Millers þegar 0,7 sek. voru eftir af leiktímanum. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 135 orð

Indónesía meistari

INDÓNESÍA varði titilinn í heimsmeistarakeppni landsliða í badminton þegar liðið vann Malaysíu 3:2 í úrslitum í Hong Kong á sunnudag. Indónesía hefur þar með orðið meistari þrjú ár í röð og alls 11 sinnum en danski þjálfarinn Morten Frost tapaði í annað skiptið í röð í úrslitum. 1996 var hann þjálfari danska liðsins sem tapaði 5:0 fyrir Indónesíu í úrslitum. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 109 orð

Ingólfur í öðru sæti á danska meistaramótinu í karate

INGÓLFUR Snorrason hafnaði í öðru sæti í opnum flokki (kyu- gráðu) á Opna danska meistaramótinu í karate sem fram fór um helgina. Hann tapaði naumlega í úrslitum, 2:3, fyrir dönskum andstæðingi en áður hafði hann unnið alla fjóra bardaga sína. Yfir 40 keppendur voru í þessum flokki. Ásmundur Ísak Jónsson hafnaði í 6. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 833 orð

ÍBV - ÍA3:1

Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum, Landssímadeildin, efsta deild karla, sunnudaginn 24. maí 1998. Aðstæður: Vestan gola, sól og hiti um tíu gráður. Völlurinn slæmur - laus í sér og nánast eins og moldarflag eftir leikinn. Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhannesson 2 (52. og 65.), Jens Paecslack (55.). Mark ÍA: Heimir Guðjónsson (89.). Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 463 orð

Keflvíkingar sluppu með skrekkinn

KEFLVÍKINGAR hrósuðu sigri á nýliðum ÍR-inga í Breiðholtinu á laugardag. Lokatölurnar, 1:2, gefa nokkuð raunhæfa mynd af leiknum, en undir lokin verða heimamenn að teljast óheppnir að hafa ekki náð að jafna metin. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 260 orð

Leirumót GS

Fyrir kylfinga 50 ára og eldri. Karlar, 50-54 ára, án forgjafar: 1. Þorsteinn Geirharðsson, GS76 2. Einar Guðberg, GS81 3. Sturlaugur Ólafsson, GS84 Með forgjöf 1. Einar Guðberg, GS67 2. Sturlaugur Ólafsson, GS70 3. Þorsteinn Geirharðsson, GS71 Konur, 50 ára og eldri, án forgjafar: 1. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 22 orð

Markahæstir

Markahæstir 3 - Hreinn Hringsson, Þrótti og Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 2 - Jens Paecslack, ÍBV, Sinisa Kekic, Grindavík og Tómas Ingi Tómasson, Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 79 orð

Merkingar rigndi burt

TUTTUGU mínútna töf varð á leik Vals og Þróttar. Ástæðan fyrir því var að merkingar á vellinum, vatnsmálningu, rigndi burt. Nýjar línur voru málaðar á völlinn fyrir leik, einnig í leikhléi. Góð skotnýting Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 554 orð

Mika Häkkinen eykur forskotið

MIKA Häkkinen kvaðst eiginlega ekki trúa því að hann hefði sigrað í Mónakókappakstrinum. Á blaðamannafundi strax eftir verðlaunaafhendinguna sagði hann að það myndi taka jafnvel nokkra daga að átta sig. Kannski skiljanlegt í ljósi sex síðustu ára er honum tókst aldrei að ljúka keppni. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 525 orð

MIKA Häkkinen vann 10. sigur McLa

MIKA Häkkinen vann 10. sigur McLaren-liðsins í Mónakó á sunnudag. Frakkinn Alan Prost, sem nú rekur sitt eigið keppnislið, vann fyrsta sigur McLaren þar árið 1984. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 20 orð

NHL-deildin Úrslitakeppni Austurdeildar Washington - Buffalo0:2 Staðan er 1:0 fyrir Buffalo.

Úrslitakeppni Austurdeildar Washington - Buffalo0:2 Staðan er 1:0 fyrir Buffalo. Úrslitakeppni Vesturdeildar Dallas - Detroit0:2 Staðan er 1:0 fyrir Detroit. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 64 orð

Sérútbúnir

Sérútbúnir 1. Gísli G. Jónsson 1805 2. Einar Gunnlaugsson 1790 3. Ingi Már Björnsson 1790 4. Ragnar Skúlason 1590 5. Gunnar Egilsson 1470 6. Ásgeir J. Allansson 1352 7. Helgi Schiöth 1228 8. Eyjólfur Skúlason 1220 9. Sigurður Þ. Jónsson 1201 10. Gunnar Ásgeirsson 1180 Götujeppar 1. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 551 orð

Skagamenn niðurlægðir í síðari hálfleik í Eyjum

EYJAMENN unnu Skagamenn 3:1 í Vestmannaeyjum á sunnudag og þóttu mörgum það kunnuglegar tölur í viðureign þessara liða því ÍBV vann báða leikina í deildinni í fyrra með sömu markatölu. Liðin sýndu ekki mikil sóknartilþrif í fyrri hálfleik og léku þá af allt of mikilli varfærni. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 100 orð

Skoti til Grindavíkur GRINDVÍKINGAR hafa fengið liðss

GRINDVÍKINGAR hafa fengið liðsstyrk frá Skotlandi. Það er tvítugur leikmaður, Paul McShane, sem kemur frá Glasgow Rangers. Að sögn Guðmundar Torfasonar þjálfara kemur þessi leikmaður með mjög góð meðmæli með sér að utan og hefur verið að spila sem vinstri útherji eða miðherji. Paul hefur verið í aðalhópi Glasgow Rangers síðastliðin ár og verið í herbúðum liðsins frá 1992. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 226 orð

Suður-Afríkumenn bjartsýnir

Knattspyrnulandslið Suður-Afríku, sem mætir Íslandi í vináttuleik í Stuttgart 6. júní, hefur í hyggju að feta í fótspor rúgbíliðs landsins sem varð heimsmeistari 1995 og sameinaði þjóðina. "Það verður frábært ef við komumst upp úr riðlakeppninni því eftir það getur allt gerst," sagði fyrirliðinn Lucas Radebe, miðjumaður hjá Leeds. "Ég held að við stöndum okkur vel. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 100 orð

Tómas Ingi Tómasson og Fjalar Þorgeirsson, Þrótti.

Tómas Ingi Tómasson og Fjalar Þorgeirsson, Þrótti. Steinar Guðgeirsson og Jens Paecslock, ÍBV. Milan Stefán Jankovic, Grindavík. Lárus Sigurðsson og Stefán Ómarsson, Val. Þorsteinn Halldórsson og Arnaldur Loftsson, Þrótti. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 89 orð

Útsendingarréttur hjá öllum stöðvunum

Ríkisútvarpið-Sjónvarp og sjónvarpsstöðin Sýn undirrituðu í gær samstarfssamning um skipti á útsendingarréttindum frá íslensku knattspyrnunni næstu fjögur árin. Þýska fyrirtækið UFA selur Sjónvarpinu réttinn sem aftur framselur jafnan rétt til Sýnar sem er heimilt að framselja að hluta til eða að öllu leyti réttindin til Stöðvar 2. Réttur til töku fréttamynda verður áfram viðurkenndur. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 76 orð

Vanda velur Spánarfara

VANDA Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið lið sitt sem mætir Spánverjum í undankeppni HM í Palencia á Spáni 31. maí. Markverðir eru Sigríður F. Pálsdóttir, KR og Þóra Helgadóttir, Breiðabliki. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 495 orð

Vináttuleikir

London, Englandi England - Saudi Arabía0:0 63.733. England: David Seaman, Gary Neville, Andy Hinchcliffe (Philip Neville 73.), David Batty, Tony Adams, Gareth Southgate, David Beckham (Paul Gascoigne 60.), Darren Anderton, Alan Shearer (Les Ferdinand 73.), Teddy Sheringham (Ian Wright 60), Paul Scholes. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 240 orð

Víkingur í efsta sætið

Það var ekki knattspyrna í háum gæðaflokki sem lið Víkings og K.V.A buðu uppá á Víkingsvelli í 1. deildarkeppninni. Leikurinn einkenndist af baráttu og kom það niður á gæðunum. Það var aðeins í byrjun og lok leiks sem skemmtileg tilþrif sáust. Víkingar byrjuðu vel fyrstu tuttugu mínúturnar en svo var einsog allur vindur væri úr þeim og spilið varð ómarkvisst. Leikmenn K.V. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 203 orð

ÞORSTEINN Jónsson, miðvallar

ÞORSTEINN Jónsson, miðvallarleikmaður KR, fylgdist með leik Fram og KR á sunnudaginn úr áhorfendastúkunni, en hann meiddist í leik gegn Val í 1. umferð. Meira
26. maí 1998 | Íþróttir | 504 orð

(fyrirsögn vantar)

BJARNI Jóhannsson, þjálfari ÍBV, spáði í leiki 2. umferðar fyrir Morgunblaðið sem birtist á laugardaginn og hafði alla leikina rétta. "Það er greinilegt að ég hef rétta tilfinningu fyrir styrk liðanna," sagði hann brosandi eftir leikina í 2. umferð á sunnudag. Meira

Fasteignablað

26. maí 1998 | Fasteignablað | 699 orð

Að beita skynseminni

ÍBÚÐARKAUPENDUR og húsbyggjendur á hinum almenna fasteignamarkaði geta fengið húsbréfalán fyrir allt að 65% eða 70% af matsverði þeirrar íbúðar, sem sótt er um lán út á. Hærra hlutfallið á við um þá sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, en það lægra um þá sem hafa átt íbúð áður. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 332 orð

Fasteignaviðskipti með allra mesta móti

GERA má ráð fyrir, að fasteignaviðskipti verði með allra mesta móti í ár. Umsóknir um húsbréfalán hafa verið töluvert fleiri það sem af er en á sama tíma í fyrra, en þó voru fasteignaviðskipti þá mikil. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 1353 orð

Íbúðarbyggð rís á íþróttasvæði Þróttar við Sæbraut

NÝBYGGINGASVÆÐI í gróinni byggð hafa mikla kosti. Öll þjónusta er þá þegar fyrir hendi í næsta nágrenni eins og verzlanir, bankar og pósthús og búið að reisa skólabyggingar, íþróttamannvirki og annað af því tagi. Jaðarsvæðin líða hins vegar oft fyrir það fyrstu árin, að skortur er á nútímaþjónustu, þannig að sækja þarf hana út fyrir hverfið. Aðstöðu fyrir félagsstarfsemi er líka oft áfátt. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 663 orð

Lagnafréttir Er söfnun og notkun þakvatns æskileg?

ÞAÐ er komið vor, enginn vafi. Nú fara þéttbýlisbúar að stússa í garðinum heima, í hesthúsinu eða dytta að umhverfi sumarhúsa, allt eftir því hvernig aðstæður hvers og eins eru og ríkidæmi. Á rigningardegi er svolítið skrítið að tala um skort á vatni og margir landar ganga með þá grillu í höfði að á Íslandi sé heimsins besta vatn og hvergi skortur á þessum lífsnauðsynlega vökva. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 117 orð

Miklir byggingamögu- leikar við sjávarsíðuna

MÖGULEIKAR fyrir nýbyggingar í beinum tengslum við hafnir eru miklir í Kaupmannahöfn og nágrenni. Bara meðfram 50 km sjávarbakkanum frá Tuborghöfn í norðri til Kastruphafnar í suðri er hægt að byggja yfir 3 millj. ferm. af húsnæði, sem yrði í beinum tengslum við nærliggjandi höfn. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 66 orð

Nýtt byggingasvæði

NÝ byggingasvæði í gróinni byggð vekja ávallt athygli. Fyrrum íþróttasvæði Þróttar á horni Holtavegar og Sæbrautar í Reykjavík hefur nú verið deiliskipulagt fyrir 37 íbúða byggð. Um þetta er fjallað í fasteignablaði Morgunblaðsins í dag. Í þættinum Gróður og garðar er fjallað um ræktun sumarblóma og í þættinum Smiðjan er sýnd smíði kassabíla fyrir yngri kynslóðina. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 165 orð

Of lítið framboð á húsnæði í Bretlandi

VAXANDI sjálfstrausts gætir á breskum fasteignamarkaði og útlán til kaupenda fasteigna hafa aukist, en framboð er ekki nóg og á því hafa ekki fengist viðhlítandi skýringar að sögn Barclays-banka. Lán til fasteignakaupenda í apríl 1998 voru 21% hærri en á sama tíma í fyrra og 4% hærri en í marz. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 238 orð

Raðhús í Suður- hlíðum Kópavogs

HJÁ Fasteignamarkaðnum og Hraunhamri eru nú til sölu raðhús á miklum útsýnisstað við Gnitaheiði í Kópavogi. Húsin eru steinsteypt, tvær hæðir og ris og og samtals að gólffleti 153 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs. Þau afhendast fullbúin að utan með frágenginni lóð og malbikuðum bílastæðum. Að innan verða húsin tilbúin til innréttinga. Þau verða tilbúin til afhendingar fljótlega. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 360 orð

Raðhús og íbúðir í Bryggjuhverfi

NÚ eru að hefjast miklar byggingaframkvæmdir í Bryggjuhverfi við Gullinbrú. Þar er um að ræða fjórtán raðhús og eitt fjölbýlishús með 12 íbúðum. Allar þessar íbúðir eru fremst á sjávarbakkanum við bátahöfnina. Þær eru til sölu hjá fasteignasölunni Borgir. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 33 orð

Ræktun sumarblóma

FLESTIR garðeigendur rækta sumarblómin í sérstökum beðum, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur í þættinum Gróður og garðar. En það er líka hægt að rækta sumarblóm innan um fjölæran gróður, tré eða runna. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 45 orð

Smíði kassabíla

KASSABÍLAR hafa ávallt verið afar vinsælir á meðal yngri kynslóðarinnar. Í þættinum Smiðjan dregur Bjarni Ólafsson upp einfalda mynd af kassabíl, sem hægt er að smíða heima, en foreldrar barnanna verða að hjálpa þeim til við að afla efnisins og við smíðina. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 405 orð

Sótt að strand- húsum á Spáni

MARGIR hafa lagt fé í orlofshús byggð á sandhólum við ströndina á Baleareyjunum fyrir austan meginland Spánar. Þeir eiga það nú á hættu að tapa þessum eignum sínum vegna áforma spánskra yfirvalda um að gera þessar eignir upptækar. Hyggjast margir orlofshúsaeigendur nú sækja um leiðréttingu mála sinna fyrir dómstólum vegna þess óréttlætis, sem þeir telja sig verða fyrir. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 152 orð

Stórt einbýlishús í Vesturbæ

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu einbýlishús að Nesvegi 76 í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var byggt 1966 og er steinhús á tveimur hæðum, alls 238 ferm., en bílskúrinn er 29 ferm. "Hér er um að ræða mjög fallegt hús á tveimur hæðum," sagði Magnea Sverrisdóttir hjá Eignamiðluninni. "Á aðalhæð eru tvær stofur, vinnuherbergi, eldhús, þvottahús og fleira. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 262 orð

Stórt einbýlishús við Álfhólsveg

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu einbýlishús að Álfhólsvegi 139 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1970. Það er á tveimur hæðum, alls 308 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr. "Þetta er mjög fallegt og mikið endurnýjað hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr," sagði Pétur Bjarni Guðmundsson hjá Húsvangi. Komið er inn í forstofu á efri hæð og svo inn í hol. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 991 orð

Sumarblómatíminn er runnin upp

SUMARBLÓMIN í garðinum eru nauðsynleg viðbót við þann gróður sem fyrir er í honum af fjölæra taginu. Ræktun þeirra er auðveld og þau launa margfaldlega fyrir sig með litskrúði sínu og löngum blómgunartíma. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 142 orð

Svínabú í Skagafirði

FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN er með í einkasölu bújörðina Þúfur í Hofshreppi í Skagafirði. Um er að ræða jörð sem á er íbúðarhús, um 250 ferm., byggt 1948. Það er á tveimur hæðum. Nýlegt svínahús er á jörðinni fyrir um 50 gyltur, auk þess er útihús sem nýtt fyrir hesta. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 218 orð

Vel staðsett atvinnuhúsnæði

MEIRI eftirspurn er nú eftir atvinnuhúsnæði en verið hefur í langan tíma. Hjá fasteignasölunni Eignavali er nú nýkomið í sölu iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi 4 í Reykjavík. Um er að ræða 614,9 ferm. húsnæði á annarri hæð með risi. Eignin er rétt við Sundahöfn, en húsið var byggt 1949 og hefur hýst margvíslega starfsemi. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 817 orð

Vorleikir

SUMARDAGURINN fyrsti er liðinn, aprílmánuður er einnig liðinn og komið fram yfir miðjan maí. Við erum vön því að vorið komi hægt og seint. Það fer auðvitað mest eftir veðrinu. Þegar sólríkt er þá er venjulega kalt í lofti, fagurt en kalt úti. En nú hefur rignt og gróandinn kominn. Blómin springa út. Fífillinn skærgulur undir húsveggjum og við garða. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 172 orð

Þróttar- svæðið skipulagt

GERT hefur verið deiliskipulag af íþróttasvæði Þróttar á horni Holtavegar og Sæbrautar í Reykjavík, en félagið hefur flutt starfsemi sína í Laugardal. Á þessu svæði á að rísa nýtízku íbúðarbyggð með 14 íbúðum í einbýlishúsum og parhúsum, 18 íbúðum í fjölbýli og 5 íbúðum í sambýli fatlaðra. Alls eru þetta 37 íbúðir. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 32 orð

Þurrkuð blóm

Þurrkuð blóm ÞESSI blómvöndur eru þess virði, að honum sé gefinn gaumur. Hann er gerður úr ýmsum tegundum af þurrkuðum blómum sem sett eru í blómasvamp sem hulinn er pappír inn í vasanum. Meira
26. maí 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

26. maí 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

26. maí 1998 | Úr verinu | 1373 orð

Erfiðar aðgerðir sem gripið var til eru að skila árangri

"ÞESSI ráðgjöf er um margt ánægjuleg. Hún staðfestir viðreisn þorskstofnsins og að þær erfiðu aðgerðir sem við gripum til á sínum tíma eru að skila árangri. Aðrir stofnar eru flestir í ágætu jafnvægi, þannig að í heild verður þó nokkur aukning þó að við þurfum að draga lítillega saman í rækju og ýsu, Meira
26. maí 1998 | Úr verinu | 1289 orð

Hámarksafli í þorski verði aukinn um 32 þúsund tonn

HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN leggur til að aflahámark í þorski á næsta fiskveiðiári verði 250 þúsund tonn og er það aukning um 32 þúsund tonn frá tillögum stofnunarinnar frá því í fyrra og aflamarksins fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, eða um tæplega 15%. Meira
26. maí 1998 | Úr verinu | 342 orð

Tillögurnar fela í sér 3% aukningu í aflaverðmæti

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins lagt mat á efnahagsleg áhrif af tillögum Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla kvótabundinna tegunda fyrir fiskveiðiárið 1998/1999. Að mati Þjóðhagsstofnunar fela tillögur Hafrannsóknastofnunar í sér 3% aukningu í aflaverðmæti, talið í þorskígildum sem samsvarar 2,5 til 3 milljörðum króna í auknu útflutningsverðmæti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.