Greinar fimmtudaginn 28. maí 1998

Forsíða

28. maí 1998 | Forsíða | 289 orð

Hætta talin á götuóeirðum

SÍÐUSTU skoðanakannanir benda til þess að Amsterdam-sáttmáli Evrópusambandsins (ESB) verði samþykktur með öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer í Danmörku í dag. Í könnununum sögðust 50% kjósenda hlynnt sáttmálanum, 34% á móti og 16% óviss. Meira
28. maí 1998 | Forsíða | 160 orð

Ráðgjafar Clintons beri vitni

ALRÍKISDÓMARI í Washington úrskurðaði í gær að tveir af helstu ráðgjöfum Bills Clintons Bandaríkjaforseta væru ekki undanþegnir vitnaskyldu vegna rannsóknar Kenneths Starrs saksóknara á ásökunum um að forsetinn hefði haldið við fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu og fengið hana til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Meira
28. maí 1998 | Forsíða | 371 orð

Seðlabankinn þrefaldar vexti sína Seðlabankinn þrefaldar vexti til að verja rúbluna

SEÐLABANKI Rússlands þrefaldaði vexti sína í gær til að freista þess að verja rúbluna sem hefur veikst vegna fjármálakreppunnar í landinu. Rússneska verðbréfavísitalan RTS lækkaði um 10,5% og hefur ekki verið jafn lág í eitt og hálft ár þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnvalda til að vinna sig út úr kreppunni og sefa rússneska fjárfesta. Meira
28. maí 1998 | Forsíða | 185 orð

Síðbúin jómfrúrferð prinsessunnar

STÆRSTA farþegaskip í heimi, Grand Princess, hélt upp í jómfrúrferð sína frá Istanbúl í gær. Ferðin frá Southampton á Englandi átti að verða frumraunin, en vegna þess að ekki hafði verið fyllilega gengið frá öllu um borð var þeirri ferð aflýst og byrjað upp á nýtt í Istanbúl. Borgarbúar þar höfðu ekki séð annað eins. Meira
28. maí 1998 | Forsíða | 158 orð

Verkföll í Noregi?

RÍKISSÁTTASEMJARI Noregs, Reidar Webster, reyndi fram eftir nóttu að afstýra víðtæku verkfalli opinberra starfsmanna sem átti að hefjast í dag. Sáttasemjarinn lagði fram miðlunartillögu laust fyrir miðnætti eftir að fulltrúar opinberra starfsmanna og viðsemjendanna höfðu setið á ströngum fundum í allan gærdag. Meira

Fréttir

28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

30 staðir af 159 reyklausir

ÞRJÁTÍU veitinga- og kaffihús í Reykjavík eru reyklaus og um hundrað staðir bjóða upp á reyklaus svæði og að aðgangur að þeim liggi ekki um reykingasvæði. Átján staðir sinna hvorki því að bjóða reyklaust svæði né reyklausan aðgang. Allt í allt eru það 58 staðir af 159 eða 36% veitinga- og kaffihúsa í Reykjavík sem uppfylla ekki lög um tóbaksvarnir. Meira
28. maí 1998 | Landsbyggðin | 336 orð

Aldrei fleiri brautskráðir

Keflavík-Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið við hátíðlega athöfn á sal skólana á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru brautskráðir 97 nemendur og hafa aldrei jafn margir verið verið brautskráðir frá skólanum. Á skólaárinu brautskráði skólinn 170 nemendur sem einnig er nýtt met. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Athugasemd frá utanríkisráðuneytinu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá utanríkisráðuneytinu: "Utanríkisráðuneytið vísar alfarið á bug frétt sem birtist í DV þriðjudaginn 26. maí 1998 þar sem skýrt er frá fréttaflutningi um að íslensk stjórnvöld styðji svokallaðar nýbúanjósnir á vettvangi Vestur-Evrópusambandsins (VES). Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Atkvæði gilt þótt nafn fyndist ekki

KOSNING til sveitarstjórnar í Sveinsstaðahreppi í Húnavatnssýslu var kærð til sýslumannsins á Blönduósi í gær á þeirri forsendu að talning hefði verið ámælisverð. Málið kærir Birgir Ingþórsson. Í kærunni segir að við talningu atkvæða hafi komið upp úr kjörkassa atkvæði merkt nafninu Gunnari Pálmasyni og ekkert heimilisfang hafi fylgt. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 1213 orð

Ábyrgð eða áhrifaleysi? Verður Danmörk hvítur blettur á landakortinu með því að hafna Amsterdam-sáttmálanum eða gerir það Dönum

Á GÖTUM Kaupmannahafnar er ekki að sjá að andstæðingar Amsterdam-sáttmálans hafi fimm sinnum minna fé umleikis en stuðningsmenn hans, því það hanga spjöld með hvetjandi nei-áletrunum upp um alla staura og húsveggi. Andstæðingarnir hafa einnig rekið markvissari, ákafari og einfaldari málflutning en stuðningsmennirnir. Meira
28. maí 1998 | Miðopna | 1391 orð

Álitamál hvort viðskiptaráðherra sé sætt áfram

Þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi virðast ekki hafa sagt sitt síðasta orð um málefni Lindar hf. Arna Schram gerir grein fyrir gagnrýni þeirra á viðskiptaráðherra í upphafi þingfundar í gær. FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra sætti enn á ný harðri gagnrýni stjórnarandstæðinga í upphafi þingfundar á Alþingi í gærmorgun. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Álverksmiðjan á Grundartanga Vélar ræst

SÍÐDEGIS í dag verða vélar álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga ræstar til reynslu í fyrsta skipti. Prófa á hvort þær standast það sem til er af þeim ætlast og verða álbræðslukerin tengd við leiðara. Miðað er við að álframleiðsla hefjist í verksmiðjunni 5. júní næstkomandi ef allt fer samkvæmt áætlun. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Árleg sölusýning hrossa

HROSSARÆKTARDEILD Sörla og Sóta heldur sína árlegu opnu sölusýningu í dag, fimmtudaginn 28. maí, kl. 20. Söluhrossum verður skipt í þrjá flokka: Þæga fjölskylduhesta, betri hesta, minna tamið. Hrossaræktardeild Sörla og Sóta er þriðja stærsta deildin innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem eru stærstu hrossaræktarsamtök landsins með um 900 félaga. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Átta skógargöngur næstu vikur

SKÓGARGÖNGUR á höfuðborgarsvæðinu hefjast fimmtudaginn 28. maí á vegum skógræktarfélaganna. Undanfarin tvö sumur hefur verið efnt til þessara vinsælu skógarferða við góðar undirtektir. Skógargöngurnar verða farnar á fimmtudagskvöldum næstu vikurnar og er öllum heimil þátttaka. Gengið verður í hinum svokallaða "Græna trefli", umgjörð höfuðborgarsvæðisins. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Áætlun um vernd og nýtingu strand- og hafsvæða

FJÓRÐA aðildarríkjaþing samningsins um líffræðilega fjölbreytni var haldið í Bratislava í Slóvakíu nýlega. Fulltrúar um 180 ríkja tóku þátt í fundinum ásamt fulltrúum fjölda alþjóðastofnana og samtaka. Umhverfisráðuneytið sér um framkvæmd samningsins hér á landi. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 335 orð

Á öðrum fæti á Everest

TOM Whittaker, 49 ára gamall Bandaríkjamaður af breskum ættum, komst á Everesttind í gær ásamt félaga sínum, Jeffrey Rhoads, sem var raunar að fara á tindinn í annað sinn á viku. Whittaker er með gervifót en hægri fótinn missti hann um hné er hann lenti í bílslysi. Vildi hann verða fyrstur fatlaðra á Everest og sýna með því hvað þeir gætu. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Banaslys í Vestur- Skaftafellssýslu

UNGUR maður lést þegar flutningabíll með tengivagni fór út af veginum og valt skammt vestan við Hverfisfljót í Vestur-Skaftafellssýslu um klukkan hálftólf árdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Reyni Ragnarssyni, lögreglumanni í Vík í Mýrdal, fór bíllinn út af í krappri beygju sem þykir varasöm. Talið er að ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, hafi látist samstundis. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 748 orð

Barnabókmenntir í Barnahellinum

BARNAHELLIRINN í Norræna húsinu var formlega opnaður í janúar árið 1997. Hann er opinn öllum börnum en þangað er leikskólabörnum líka boðið sérstaklega að koma í heimsókn og fræðast um starfsemi hússins og ekki síst til að kynnast norrænum barnabókmenntum. Ásta Valdimarsdóttir er umsjónarmaður verkefnisins. Meira
28. maí 1998 | Landsbyggðin | 279 orð

Breiðbandið opnað á Húsavík

Húsavík-Samgöngumálaráðherra Halldór Blöndal opnaði formlega hinn 21. þessa mánaðar Breiðbandið á Húsavík og hefur því nú Húsavík og hluti Reykjavíkur afnot af því. Athöfnin hófst með ávarpi bæjarstjórans Einars Njálssonar. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Bæjarstjórinn í Ólafsvík hættir

NÚ er ljóst að Guðjón Pedersen lætur fljótlega af störfum, að eigin ósk, sem bæjarstjóri í Snæfellsbæ en hann á skammt í eftirlaun. Hefur orðið að samkomulagi milli Guðjóns og meirihluta sjálfstæðismanna að hann gegni starfinu meðan leitað er að nýjum manni. Einnig mun Guðjón setja eftirmann sinn inn í starfið. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 701 orð

Börnum bannað að leika sér úti og fólki ráðið frá trimmi

LOFTMENGUN í Mexíkóborg er þessa dagana hættulega mikil og hafa stjórnvöld þess vegna lýst yfir umhverfis-neyðarástandi í borginni. Miklir skógareldar sem geisa í grennd við borgina hafa fyllt loftið af reyk, en auk þess spýr bílafloti borgarbúa, sem er um 17 milljónir bíla, og verksmiðjur á svæðinu út ómældu magni mengandi útblásturs. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 449 orð

Deilt um greiðslur til barnamorðingja

RITSTJÓRAR bresku dagblaðanna The Times og The Daily Telegraph hafa deilt um þá ákvörðun The Times að kaupa réttinn til að birta kafla úr bók um barnamorðingjann Mary Bell. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Dæmdir fyrir að koma kvóta undan skiptum

ÞRÍR forsvarsmenn Reiknistofu fiskmarkaða hf. og framkvæmdastjóri úgerðarfélags í Sandgerði voru í gærmorgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hálfa til eina milljón króna í sekt hver fyrir að koma kvóta undan skiptum. Umrætt útgerðarfélag hafði í ársbyrjun 1996 ekki yfir að ráða þorskaflaheimildum fyrir skip, sem engu að síður var haldið til þorskveiða. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Einsetning skóla og fjármál brýnust verkefna

EINSETNING grunnskólanna, skipulag nýrra byggingasvæða, framkvæmdir við höfnina og fjármál bæjarins eru brýnustu verkefni meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Hafnarfirði, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Enga sérstaka skoðun á tillögu um rannsókn

HALLDÓR Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands hf. og fyrrverandi stjórnarformaður Lindar hf., segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á þeirri yfirlýsingu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, að hann muni á fundi bankaráðs Landsbankans í dag gera tillögu um að óskað verði eftir sakamálarannsókn á málefnum Lindar. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 490 orð

Ennþá sömu skoðunar og í júni 1996

FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, segist ennþá vera sömu skoðunar og kom fram í bréfi hans til fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans í júní 1996 varðandi málefni Lindar, að það sé hlutverk bankaráðsins að taka ákvarðanir í þeim efnum telji það ástæðu til sérstakra aðgerða. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 88 orð

Estrada fékk metfylgi

STAÐFEST var í gær að Joseph Estrada, fyrrverandi leikari, hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum á Filippseyjum 11. maí með mesta mun í sögu frjálsra og lýðræðislegra kosninga í landinu. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Fleiri selja fíkniefni en fyrir nokkrum árum

Í SKÝRSLU sem unnin var af starfsmönnum ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík ásamt sænska lögreglumanninum Carl-Filip Henriksson kemur m.a. fram að algengara er að gestir á veitingastöðum í Reykjavík séu undir áhrifum fíkniefna en í Stokkhólmi og dæmi eru um að dyraverðir á veitingastöðum séu undir áhrifum. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Forsætisráðherra afhent áskorun um frestun

DAVÍÐ Oddssyni forsætisráðherra var í gær afhent áskorun um að beita sér fyrir því að Alþingi fresti afgreiðslu húsnæðisfrumvarpsins og hálendisfrumvarpsins svokallaða. Kristján Gunnarsson formaður húsnæðisnefndar ASÍ afhenti forsætisráðherra áskorunina fyrir hönd 40 verkalýðs- og félagasamtaka. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 822 orð

Framkvæmdum við Laugaveginn miðar vel áfram og hafa verklok verið áætluð hin

FRAMKVÆMDUNUM við Laugaveg mun senn ljúka, og hafa verklok verið áætluð hinn 15. júlí nk. Ásgeir Loftsson staðarverkfræðingur hjá Ístaki segir að verkið hafi gengið nokkuð vel, en umfang þess hafi aukist og því væru áætluð verklok í athugun. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 521 orð

Full ástæða til að skoða þessi mál

JÓHANN Ársælsson, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbanka Íslands, segist fagna þeirri tillögu Kjartans Gunnarssonar að óska eftir sakamálarannsókn á málefnum eignaleigufyrirtækisins Lindar hf. Hann telji að full ástæða sé til að skoða þessi mál. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Full ástæða til úttektar á umfjöllun um borgarmál

KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að full ástæða sé til að gera úttekt á umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna og borgarmál síðasta hálft til eitt ár. Í Morgunblaðinu á þriðjudag gagnrýndi Davíð Oddsson fjölmiðla fyrir framgöngu sína í máli Hrannars B. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fundvís fékk ferð að launum

BT og Samvinnuferðir Landsýn stóðu fyrir feluleik í versluninni í Skeifunni laugardaginn 9. maí. Leit stóð yfir að hvítri mús og mættu margir og freistuðu þess að finna hina földu mús. Sá sem hreppti hnossið, Andri Björgvin Halldórsson, fékk í fundarlaun ferð fyrir tvo til Riminí á Ítalíu frá Samvinnuferðum Landsýn. Meira
28. maí 1998 | Landsbyggðin | 283 orð

Gamla Pakkhúsið í Ólafsvík opnað

Hellissandi-Laugardaginn 23. maí var gamla Pakkhúsið í Ólafsvík formlega opnað að þessu sinni. Á húsinu hafa verið gerðar verulegar endurbætur síðustu tvö 2 ár en þá hafði það beðið lokaviðgerðar í allmörg ár. Húsið, sem er yfir 150 ára gamalt, er alfriðað. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 740 orð

Gekk í þrjár klukkustundir þrí brotinn á ökkla að bænum Gljúfri í

ÞRÖSTUR Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn í Árnessýslu, sem gekk ökklabrotinn til bæjar eftir slys ofan við bæinn Gljúfur í Ölfusi, útskrifast frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur í dag. Þröstur átti afmæli í gær og má segja að slysið, sem varð í fyrradag, hafi verið heldur óþægileg afmælisgjöf. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Góð karfaveiði á Reykjaneshrygg

Á REYKJANESHRYGG hefur verið mikil og góð úthafskarfaveiði að undanförnu. Togarinn Svalbakur, sem þýska útgerðarfyrirtækið Mecklenburger Hochseefischerei leigir af Útgerðarfélagi Akureyrar, hefur verið þar að veiðum undanfarið. Í gær var landað í Hafnarfirði 675 tonnum af heilfrystum og hausuðum karfa úr Svalbaki eftir 29 daga veiðiferð. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 279 orð

Hafnar kröfu um endurupptöku greinargerðar

SIGURÐUR Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur í bréfi til lögfræðings Sverris Hermannssonar, hafnað kröfu Sverris um endurupptöku greinargerðar stofnunarinnar frá því í apríl síðastliðnum um kostnað bankans af veiðiferðum, risnu og fleiru. Ásgeir Þór Árnason, lögfræðingur Sverris Hermannssonar, segir að ákvörðunin komi ekki á óvart. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Harrodsdagar í Kringlunni

SVOKALLAÐIR Harrodsdagar hefjast í Kringlunni í dag. Fyrirtæki í Kringlunni bjóða viðskiptavinum upp á ýmiskonar kynningar og ráðgjöf fimmtudag, föstudag og laugardag, m.a. mun Heiðar snyrtir veita viðskiptavinum góð ráð í lita- og fatavali. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

(HAUS)Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 9.30 í dag og verða fyrst atkvæðagreiðslur um 23 þingmál. Þá verða tekin fyrir ýmis þingmál sem bíða annarrar eða síðari umræðu, eins og til dæmis stjórnarfrumvörp um lögmenn, póstþjónustu og leigubifreiðar og þingsályktunartillögur um vegtengingu milli lands og Eyja og langtímaáætlun í vegagerð, Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Hlutverk til framtíðar

ÁRSFUNDUR Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri verður haldinn í dag, fimmtudaginn 28. maí, í nýbyggingu sjúkrahússins á þriðju hæð og hefst hann kl. 14. Á fundinum verða fluttar skýrslur um starfsemi sjúkrahússins á liðnu ári og fjallað um stöðu þess nú. Viðurkenningar verða veittar þeim starfsmönnum sem starfað hafa í 25 ár á sjúkrahúsinu. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Hreinir meirihlutar

Í fimmtán kaupstöðum á landinu eru hreinir meirihlutar við völd í sveitarstjórnum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag. Í tíu sveitarfélaganna er um að ræða lista sem bornir voru fram af Sjálfstæðisflokknum. Í fjórum sveitarfélaganna er um að ræða lista sem bornir eru fram af sameinuðum félagshyggjumönnum. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 653 orð

Hækkun stuðuls sýndi breytt mat löggjafans

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfum manns sem slasaðist í umferðarslysi um að við ákvörðun örorkutjóns hans verði miðað við leiðréttan reiknistuðul skaðabótareglna en ekki þann stuðul sem ákveðinn var með gildistöku upphaflegu skaðabótalaganna árið 1993. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Í hjólatúr á stuttbuxum

NEMENDUR í 7. bekk Brekkuskóla, alls rúmlega 40 börn, brugðu sér í hjólatúr inn á Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit í góða veðrinu. Með þeim í för voru nokkrir fullorðnir hjólagarpar. Áður en hópurinn lagði af stað fór lögregluþjónn yfir helstu umferðarreglur sem börnunum bar að virða á leið sinni inn fjörðinn. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Kítósanverksmiðja á Siglufirði

UNNIÐ er að stofnun verksmiðju á Siglufirði til að vinna kítósan úr rækjuskel. Kítósan er verðmætt bindiefni sem notað er við iðnaðarframleiðslu, meðal annars í matvæla- og lyfjaiðnaði. Þormóður rammi-Sæberg hf. og SR-mjöl hf. eiga hvort félag um sig 42,5% í Kítin ehf. sem stofnað hefur verið um rekstur verksmiðjunnar og lífefnafyrirtækið Genís ehf. á 15%. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 255 orð

Kosningakerfinu breytt?

JENNY Shipley, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gefið í skyn að hún sé fylgjandi því að ríkisstjórn Þjóðarflokksins heiti kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leggja skuli niður hlutfallsþingkosningar, og taka aftur upp einmenningskjördæmi. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 471 orð

Krefjast bóta og formlegrar afsökunarbeiðni

BRESKIR uppgjafahermenn, sem sátu í fangabúðum Japana í stríðinu, ætla ekki að láta af kröfum sínum um meiri bætur og þeir krefjast þess einnig, að Akihito Japanskeisari, sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi, biðji þá formlega afsökunar. Í veislufagnaði í fyrrakvöld lýsti keisarinn hryggð sinni vegna þjáninga fanganna í stríðinu en þeir og breskir fjölmiðlar telja ekki nóg að gert. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 273 orð

Kristján Þór bæjarstjóri

SAMKOMULAG hefur tekist milli Akureyrarlistans og Sjálfstæðisflokksins um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á þessu kjörtímabili. Kristján Þór Júlíusson verður bæjarstjóri á Akureyri, forseti bæjarstjórnar verður af lista Sjálfstæðisflokksins en ekki hefur verið rætt innan flokksins hver muni skipa það, Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT í blaðinu í gær er frá sögn af skólaslitum Fjölbrautaskólans við Ármúla. Rangt er farið með nafnið í myndatexta. Nemandinn á myndinni er Aðalheiður Sigfúsdóttir að taka við verðlaunum sínum fyrir mjög góða kunnáttu í móðurmáli og öllum félagsgreinum. Íris Traustadóttir var dux scholae, eins og fram kemur í myndartextanum, en hún er ekki á myndinni. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 365 orð

Líflegt í Þingvallavatni

GÓÐ veiði hefur verið í Þingvallavatni að undanförnu og hafa menn verið að fá fisk á hefðbundnum stöðum innan þjóðgarðsins, í Vatnsviki og frá Öfugsnáða og Lambhaga. Þá hefur spurst til fleiri risaurriða, einkum frá landi Nesja og er haft fyrir satt að tveir hafi veiðst þar sama daginn fyrir skömmu, 10 og 12 punda. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 445 orð

Minningarskjöldur gefinn Sjómannaskólanum

VIÐ stutta athöfn í anddyri Sjómannaskóla Íslands var þriðjudaginn 26. maí afhjúpaður veggskjöldur með áletrun af skjali því sem Sveinn Björnsson, ríkisstjóri Íslands og síðar fyrsti forseti Íslands, lagði í blýhólk sem var lagður og innmúraður í hornstein Sjómannaskóla Íslands þegar Sjómannaskólinn var vígður við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn 4. júní 1944. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Morgunblaðið/RAXGrafið og hellulagt FRAMKVÆMDIR

Morgunblaðið/RAXGrafið og hellulagt FRAMKVÆMDIR við Laugaveg standa nú sem hæst. Vinnuvélar eru enn að grafa upp jarðveginn milli Barónsstígs og Vitastígs, en frá Vitastíg og að Frakkastíg er byrjað að helluleggja og nokkuð farið að móta fyrir endanlegu útliti. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Nefnd rannsaki málefni Landsbankans

ÞINGMENN þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að nefnd sérfróðra aðila verði skipuð til að rannsaka málefni tengd Landsbanka Íslands. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Niðjamót Boga Sigurðssonar í Búðardal

NIÐJAR Boga Sigurðssonar, bónda og kaupmanns í Búðardal, ætla helgina 11. og 12. júlí að koma þar saman. Stefnt er að því að snæða hádegisverð í Dalabúð á laugardeginum. Hlýtt verður á messu hjá sóknarprestinum í Hjarðarholtskirkju kl. 14 á sunnudeginum og síðdegiskaffi drukkið á Edduhótelinu á Laugum í Sælingsdal á eftir. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Nýr sýslumaður í Vestmannaeyjum

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Karl Gauta Hjaltason sýslumann í Vestmannaeyjum frá 1. júlí nk. Átta umsóknir bárust um embættið. Karl Gauti lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1989 og vann sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu til ársins 1990. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Óbreyttur meirihluti á Hornafirði

TEKIST hafa samningar milli D-lista sjálfstæðismanna og H-lista Kríunnar á Hornafirði um myndun meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar næsta kjörtímabil. Þessir aðilar hafa verið í meirihluta frá 1986, en Framsóknarflokkurinn í minnihluta. Í kosningunum 23. maí sl. hlaut Framsóknarflokkurinn 4 fulltrúa, Krían 4 fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn 3 fulltrúa. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ókeypis kynningarnámskeið í hugleiðslu

RÖÐ kynningarnámskeiða í hugleiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar hefst í dag, fimmtudag. Á námskeiðunum eru undirstöðuatriði einbeitingar og hugleiðslu útskýrð og lýst hver áhrif hugleiðslunnar eru. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 235 orð

Pakistan senn tilbúið í tilraunasprengingar

STJÓRNVÖLD í Pakistan sögðu í gær að aukin efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna myndi engu breyta um þær fyrirætlanir sínar að tryggja öryggi Pakistans eftir að Indverjar framkvæmdu kjarnorkutilraunasprengingar fyrr í mánuðinum. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Prédikar í Kefas

FREDDIE Filmore gestaprédikari í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi, laugardaginn 30. maí. Freddie Filmore er forstöðumaður og stofnandi Freedom Ministries sem er og óháður söfnuður á Flórída. Hann kemur nú hingað í annað sinn ásamt eiginkonu sinni Carroll Filmore. Meira
28. maí 1998 | Miðopna | 1299 orð

Ráðherra gat ekki um skýrslu Ríkisendurskoðunar á þingi 1996

Í UMRÆÐUM á Alþingi síðustu daga um málefni eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. hefur Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra verið sakaður um að leyna Alþingi upplýsingum er hann svaraði fyrirspurn um mál fyrirtækisins í júní 1996. Fram hefur komið að ráðherrann fékk 19. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 358 orð

Ráðuneytið vissi ekki um skýrslu Ríkisendurskoðunar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Þórður Ingvi Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignarleigufyrirtækisins Lindar, hafi verið talinn hæfur starfsmaður er hann var ráðinn til starfa í utanríkisráðuneytinu árið 1995. Halldór segir að honum hafi ekki fyrr en í þessari viku verið kunnugt um skýrslu Ríkisendurskoðunar til bankaráðs Landsbankans frá í marz 1996, þar sem m.a. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð

ReutersVíðtæk verkföll í Suður-Kóreu

TUGIR þúsunda verkamanna í Suður Kóreu hófu í gær tveggja daga verkföll til að mótmæla fjöldauppsögnum og til að krefjast hærri atvinnuleysisbóta, frekari umbóta hjá risafyrirtækjasamsteypum og ýmissa breytinga á samningum um efnahagsaðstoð sem gerðir voru við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF). Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Reyklausi dagurinn á laugardag

REYKLAUSI dagurinn verður laugardaginn 30. maí en degi síðar er alþjóðlegur reyklaus dagur. Þar sem reyklausa daginn í ár ber upp á hvítasunnuhelgi, sem er fyrsta ferðahelgi sumarsins, verða reykingamenn hvattir til að reykja ekki í bíl, hlífa börnum við tóbaksreyk og sýna tillitssemi í návist þeirra sem ekki reykja. Umferðarráð mun m.a. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Rúmlega 60 milljónir í styrki

NÝVERIÐ var úthlutað styrkjum úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins fyrir árið 1998. Styrkveiting nemur alls 60.382.000 og skiptist á milli 37 aðila og 116 verkefna. Sérstaklega var kynnt úthlutun til tveggja styrkþega, Rafiðnaðarskólans og Samstarfshóps um þróun fagnáms. Auk þess var kynnt verkefnið "Þróun starfsmenntunar í iðnaði. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

SIGURÐUR HELGASON

SIGURÐUR Helgason, fyrrverandi bæjarfógeti á Seyðisfirði og formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, er látinn 66 ára að aldri. Sigurður fæddist 27. ágúst 1931 á Vífilsstöðum, sonur hjónanna Helga Ingvarssonar yfirlæknis og Guðrúnar Lárusdóttur. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Síldin á leið í íslensku lögsöguna

NÓTASKIPIÐ Sigurður VE landaði um 1.200 tonnum af síld í Krossanesi í gær og hafa því alls borist um 4.700 tonn af síld til verksmiðjunnar á þessari vertíð. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness, sagðist hafa heyrt af því að heldur dauft væri yfir veiðunum. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Sjálfsagt að alþýðuflokksmaður komi inn

"PÉTUR Jónsson mun leysa mig af á meðan ég er ekki þarna inni," sagði Hrannar B. Arnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær aðspurður hver tæki sæti hans í borgarstjórn á næstunni. "Það verður ekki formlega gengið frá því fyrr en ný borgarstjórn tekur við en þetta er í rauninni sjálfgefið. Þessi meinti ágreiningur, sem talað hefur verið um í fjölmiðlum, hefur ekki verið til staðar. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
28. maí 1998 | Landsbyggðin | 238 orð

Skólaslit í Framhaldsskólanum á Húsavík

Húsavík-Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið um síðustu helgi og útskrifaði hann þá 37 nemendur, þar af 28 með stúdentspróf, og er þetta fjölmennasti hópur stúdenta sem útskrifast hafa frá skólanum. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Strikaður út af 13,1% kjörseðla

KRISTJÁN Ásgeirsson, oddviti H-lista jafnaðar- og félagshyggjufólks á Húsavík, var í nýafstöðnum kosningum strikaður út af 98 kjörseðlum, eða af 13,1% þeirra sem kusu listann. Samtals voru 140 atkvæðaseðlar með útstrikunum á Húsavík, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Þorvaldssyni, formanni kjörstjórnar. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 187 orð

Stuðningur við starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn

MÝVETNINGAR afhentu Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra stuðningsyfirlýsingu við áframhaldandi starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn á Alþingi í gær. Meirihluti íbúa við Mývatn skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna en talsverð umræða hefur verið undanfarin ár um starfsemi Kísiliðjunnar og hvort hún skaði á einhvern hátt lífríki vatnsins. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 532 orð

Styður tillögu um að taka upp mál Lindar

ANNA Margrét Guðmundsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbanka Íslands hf. og sat einnig í fyrra bankaráði bankans, segir að eins og málum sé komið í dag sé hún mjög svo sammála fyrrverandi formanni bankaráðs um að það eigi að setja öll spil upp á borðið og taka mál Lindar upp aftur. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 592 orð

Stærsta mál á þessu þingi

ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins og óháðra gekkst fyrir fréttamannafundi við borholu í Elliðaárdal sl. þriðjudag. Í máli Svavars Gestssonar alþingismanns kom fram að fundurinn hafi verið haldinn í tilefni af því að verið sé að afgreiða frumvarp á Alþingi sem færi landeigendum allar auðlindir í jörðu undir yfirborði, sem eru ófundnar og eru nýjar til þessa tíma, Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Sumar skýrslur koma ekki fyrir augu þingmanna

RAGNAR Arnalds, 1. varaforseti Alþingis, segir að þótt Ríkisendurskoðun heyri undir þingið, séu sumar skýrslur hennar meðhöndlaðar sem innanhússmál og komi ekki fyrir sjónir þingmanna. Þannig hafi verið um skýrslu stofnunarinnar um málefni eignarleigufyrirtækisins Lindar, sem gerð var árið 1996 en kom fyrst fyrir sjónir þingmanna í fyrradag. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sumars notið á Akureyri

IÐNAÐARMENN kepptust við störf sín við nýju sundlaugina á Akureyri í gær, en í gömlu lauginni, pottum og busllaugum þar í kring var hópur fólks að sleikja sólskinið. Framkvæmdir við nýju Akureyrarlaugina eru í fullum gangi. Að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar, forstöðumanns, er stefnt að því að taka laugina og nýjan pott í notkun laugardaginn 20. júní. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu

BREYTINGARTILLAGA Ástu R. Jóhannesdóttur, þingflokki jafnaðarmanna, við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, gerir ráð fyrir því að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega. Ásta mælti fyrir breytingartillögunni við þriðju umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Tónleikar í Akureyrarkirkju

ELMA Atladóttir sópransöngkona og Eyrún Jónasdóttir mezzó­sópransöngkona ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 30. maí kl. 16. Á efnisskránni eru dúettar, íslensk og erlend sönglög og aríur eftir H. Purcell, G.B. Pergolesi, Pál Ísólfsson, Jórunni Viðar, J. Brahms, F. Liszt, P.I. Tsjajkovskí, A. Dvorák og G. Rossini. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Trygging fyrir menn og búnaður björgunarsveita tryggð

SAMSTARFS- og vátryggingasamningur milli Landsbjargar, Slysavarnafélags Íslands og Sjóvá- Almennra trygginga hf. var undirritaður í gær. Verðmæti samninganna fyrir björgunarsveitir er á 7 milljónir króna og er liður í því að tryggja íslenskt björgunarsveitarfólk og búnað þess við þær erfiðu og síbreytilegu aðstæður sem það á við að etja hér á landi, að því er fram kom á blaðamannafundi. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Tvær kindur lifðu af vetrarvist á fjalli

Ólafsvík-Tvær kindur hafa lifað af vetrarvist í fjallinu Mýrarhyrnu við Grundarfjörð, en þær voru þrettán þegar vetur gekk í hönd. Munu flestar, sem fórust, hafa hrapað. Þessar tvær, sem lifðu, eru nú komnar úr verstu hillunum og sjást á stað, sem gefur vonir um að hægt sé að ná þeim, en þær eru þó í um 400 metra hæð. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 187 orð

Tyrkir vilja viðræður við ESB

STJÓRNVÖLD í Tyrklandi kváðust í gær tilbúin til að taka aftur upp viðræður við Evrópusambandið, ESB, ef leiðtogafundur þess í næsta mánuði slakaði nokkuð á skilyrðum fyrir aðild landsins að sambandinu. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 911 orð

Um 100 tæki í smíðum fyrir erlendan markað Íslenskir sérfræðingar hafa undanfarin ár smíðað tæki til svefnrannsókna. Fyrirtæki

NÝTT tæki til svefnrannsókna sem smíðað er á Íslandi er nú komið á markað bæði austan hafs og vestan. Framleiðandinn er Flaga hf., rafeindafyrirtæki sem stofnað var árið 1992, og hafa sérfræðingar þess séð um hönnun og smíði tækisins að öllu leyti. Nýlega voru opnaðar tvær söluskrifstofur í Bandaríkjunum og eru nú um 100 tæki í smíðum fyrir þennan markað. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 90 orð

Um hvað kjósa Danir?

Megin inntakið í Amsterdam- sáttmálanum er: Sáttmálinn fjallar um stækkun ESB Schengen-sáttmálinn, sem Íslendingar verða einnig aðilar að, er færður inn í Amsterdam-sáttmálann. Schengen tekur til opinna innri landamæra ESB, herta gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins og sameiginlegar reglur um móttöku flóttamanna. Stefnt er að mótaðri ESB- stefnu í utanríkismálum. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 648 orð

Upplýsingarnar ekki þess eðlis að takmarkanir ættu við

PÁLL Gunnar Pálsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir að eftir að hafa farið yfir þær takmarkanir, sem settar eru við upplýsingaréttinum, m.a. í 5. grein upplýsingalaganna, þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti á grundvelli einkahagsmuna, Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Útskýrir afstöðu sína eftir fund bankaráðs

HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands hf., segir að hann muni ekki útskýra afstöðu sína til tillögu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbanka Íslands hf., um sakamálarannsókn vegna málefna eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. fyrr en að loknum fundi bankaráðsins í dag. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 274 orð

Viðskiptaráðherra ætti jafnvel skilið vantraust

ÞINGMENN stjórnarandstöðu sökuðu í gær Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra um að hafa sagt þinginu ósatt og leynt það upplýsingum þegar hann svaraði fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um tap Landsbanka Íslands vegna fjármögnunarfyrirtækisins Lindar fyrir tæpum tveimur árum. Þingmenn sem til máls tóku sögðu að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Alþingis og viðskiptaráðherra. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vigdís heiðruð

VIGDÍSI Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, verður veitt heiðursnafnbót Guelph-háskóla í Kanada 10. júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá háskólanum er Vigdís kynnt sem menningarstólpi, fyrirmynd kvenna um allan heim og einn áhugaverðasti þjóðhöfðingi síðustu 25 ára. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 672 orð

Vissi að 1996 var talið að tapið af Lind yrði 900 milljónir

SVERRIR Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, sagði í gær að Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, væri að reyna að koma sér út úr máli eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. og Landsbankans með ósannindum. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Vordjass

KVARTETT Árna Scheving ásamt söngkonunni Þóru Grétu Þórisdóttur leikur í Deiglunni á fimmtudagskvöld, 28. maí kl. 21. Í kvartettinum eru Carl Möller á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Einar Valur Scheving á trommur auk Árna sem leikur á víbrafón. Efnisskrá tónleikanna verður með vorbirtu og sannkallaður upptaktur heitrar stemmningar á listasumri. Meira
28. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Vorkliður í Skemmunni

KARLAKÓR Akureyrar-Geysir heldur vortónleika, Vorklið '98 í Íþróttaskemmunni á Akureyri föstudagskvöldið 29. maí kl. 20.30 og laugardaginn 30. maí kl. 17. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytileg tónlist með og án undirleiks. Um er að ræða hefðbundna karlakóratónlist, tónlist úr söngleikjum, negratónlist, norræna tónlist, óperutónlist og Vínartónlist. Meira
28. maí 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Þjóðarráð bahá'í kosið á landsþingi

BAHÁ'ÍAR kusu þjóðarráð sitt 23. maí sl. en árlegt landsþing þeirra var haldið í Bahá'í miðstöðinni í Mjódd yfir helgina. Þetta var 27. landsþing bahá'ía hér á landi en þjóðarráð var stofnað á Íslandi 1972. Þingið sátu kjörnir fulltrúar bahá'í samfélaganna í öllum landsfjórðungum en eins eru landsþing opin öllum bahá'íum sem áhuga hafa á að fylgjast með þingstörfum. Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 375 orð

Þrýst á um lausn Gusmaos

AUKINN þrýstingur er nú á stjórnvöld í Indónesíu að láta lausan úr fangelsi Xanana Gusmao, leiðtoga skæruliðasveita Austur-Tímor, sem setið hefur í fangelsi síðan 1992. Austur-Tímor, sem var innlimað í Indónesíu árið 1975, var áður portúgölsk nýlenda og sagði Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals, Meira
28. maí 1998 | Erlendar fréttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Niðurstaða undanfarinna atkvæðagreiðsla um Evrópusamstarfið: 1986: Já 56,2%, nei 43,8% 1992: Já 49,3%, nei 50,7% 1993: Já 56,7%, nei 43, Meira

Ritstjórnargreinar

28. maí 1998 | Leiðarar | 817 orð

MÁLEFNI LINDAR

MÁLEFNI LINDAR ÆR UPPLÝSINGAR, sem nú liggja fyrir um málefni eignarhaldsfélagsins Lindar hf., sem Landsbanki Íslands eignaðist með kaupum á Samvinnubankanum, sýna, að á málinu eru ýmsar hliðar. Meira
28. maí 1998 | Staksteinar | 333 orð

»Niðurgreiðslur skulda ÞAÐ MARKMIÐ að draga úr erlendum skuldum felur fyrst

ÞAÐ MARKMIÐ að draga úr erlendum skuldum felur fyrst og fremst í sér að efla beri sparnað í þjóðfélaginu, segir í svari forsætisráðherra við fyrirspurn frá Pétri H. Blöndal, alþingismanni. Skuldlaus 2015? Meira

Menning

28. maí 1998 | Menningarlíf | 473 orð

30 einstaklingar klæðast listaverkum MYNDLISTAR

MYNDLISTARMAÐURINN Ráðhildur Ingadóttir fer óvenjulega leið í framsetningu nýjustu verka sinna; verka sem fjalla um tímakeilur og verða á kjólum og bolum sem þrjátíu manneskjur klæðast í Evrópu og Bandaríkjunum frá miðjum maí til miðs júní 1998. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 643 orð

Barneignir vinsælar í Hollywood

BARNEIGNIR virðast heldur betur vinsælar í Hollywood þessa dagana og keppast stjörnurnar við að fjölga mannkyninu og lýsa yfir gleði sinni yfir upplifuninni. Leikkonan Jodie Foster á von á sínu fyrsta barni í september, Uma Thurman væntir síns frumburðar í júlí og fleiri stjörnur mætti telja til. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 736 orð

Blindur poppari snýr sér að óperum

ANDREA Bocelli frá Ítalíu er einn örfárra tónlistarmanna sem hefur tekist að hefja sig til vegs og virðingar í heimi sígildrar tónlistar eftir að hafa slegið í gegn sem poppsöngvarar. Bocelli er raunar sagður hafa svo góða rödd að sjálfur Luciano Pavarotti hafi látið þau orð falla að hann þurfi ekki lengur að syngja Misere, því Andrea Bocelli geri það svo miklu betur. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 393 orð

Brúðkaup og ást

ROBBIE Hart (Adam Sandler) er tónlistarmaður sem dreymir um að semja vinsæl lög en neyðist til þess að vinna fyrir sér með því að syngja í brúðkaupum í úthverfi stórborgar þar sem Robbie og hljómsveitin hans dæla út úr sér slögurunum. Robbie er frábær í þessum bransa alveg þangað til hann lendir í því í sínu eigin brúðkaupi að brúðurin mætir ekki að altarinu. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 282 orð

Dagskrá fimmtudagsins 28. maí

KL: 20.00 ÖRLAGAGLETTUR Í myndinni er tekið á tímaleysi og hversdagshetjum. Höf: Fjöllistahópurinn PLP Leikstj: Björn Guðmundsson. 12 mín. HASAR OG GELLUR Alvöru hasarmynd Höf: Ingvar Arnarson og Sigurður Guðmundsson. 8 mín. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 249 orð

Dansveisla í Borgarleikhúsinu

DANSARAR Nederlands Dans Teater komu til landsins í gær og sýnir flokkurinn á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld. Nederlands Dans Teater er einn virtasti og eftirsóttasti dansflokkur heims og hefur hlotið frábæra dóma, bæði fyrir frumleg og framsækin verk en einnig fyrir framúrskarandi túlkun dansaranna, sem eru á aldrinum sautján ára til rúmlega fertugs. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 814 orð

Eitt af snilldarverkum heimsbókmenntanna

"SKÁLDSAGAN Hinir óðu var samin í kringum 1870. Hún er uppgjör við strauma og stefnur í stjórnmálum Rússlands sem þá voru uppi," segir Arnór þar sem við sitjum inni á skrifstofu hans á efstu hæð aðalbyggingar háskólans, innan um ótölulegan fjölda bóka og tímarita, sem skaga út af öllum hillum og borðum. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 157 orð

Endalok "Dr. Quinn"

AÐDÁENDUR þáttanna "Dr. Quinn, Medicine Woman" eru ekki þeir einu sem hafa látið í ljós vonbrigði sín vegna ótímabærra endaloka þáttanna. Jane Seymour, sem hefur leikið Quinn lækni frá því þættirnir hófu göngu sína árið 1993, var ekki síður undrandi. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Eyjólfur í Art Diana

EYJÓLFUR Einarsson sýndi málverk og grafík í Gallerí Art Diana í Helsinki í janúar síðastliðinn. Galleríið er til húsa í sama húsi og íslenska sendiráðið. Fjölmenni var við opnun og hélt Hannes Heimisson forstöðumaður sendiráðsins ræðu og kynnti listamanninn. Í Helsingin Sanomat, stærsta dagblaði Finnlands, skrifar gagnrýnandinn Anne Rouhiainen grein um sýninguna þann 16. janúar. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 82 orð

Fegurðardísir í Frísport

KEPPENDUR í fegurðarsamkeppni Íslands eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir keppnina sem verður haldin á Broadway á föstudagskvöld. Stúlkurnar voru í versluninni Frísport um helgina og mátuðu þar meðal annars Mary-Sol baðfatnað en það er sama merkið og þær munu klæðast í keppninni. Þess má geta að Mary-Sol stúlkan verður valin og fær hún gjafapakka frá Austurbakka í verðlaun. Meira
28. maí 1998 | Skólar/Menntun | 103 orð

Foreldrar barna í Melaskóla funda

FORELDRAR barna í Melaskóla í Reykjavík standa fyrir fundi á morgun kl. 17.15 í skólanum um byggingarmál. Foreldrarnir hafa m.a. áhyggjur vegna þess að fyrirhugað er að flytja burtu lausar kennslustofur, sem ganga undir nafninu Melakot. Hraði framkvæmda við nýbyggingu skólans verður til umfjöllunar en gert er ráð fyrir að kennt verði í nokkrum stofum nýja skólans þótt hann verði enn í byggingu. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 194 orð

Fyrirmynd japanskra kvenna giftir sig

JAPANSKA poppstjarnan Seiko Matsuda giftist tannlækninum sínum á dögunum og olli það miklu fjölmiðlafári í heimalandinu. Hundruð fréttamanna tróðu sér inn í garðinn fyrir utan hótelið í Tókýó þar sem athöfnin fór fram. Hin 36 ára gamla Matsuda lét fárið ekkert á sig fá, brosti út að eyrum og sýndi fréttamönnum glæsilegan kjólinn. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Gáfu Þjóðleikhúsinu Shakespeare-safn

ERLENDUR Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, og eiginkona hans, Margrét Helgadóttir, hafa gefið Þjóðleikhúsinu safn Shakespeare- verka; 36 binda heildarsafn, útgáfa The Folio Society, frá árunum 1950 til 1980, og eru bækurnar skreyttar myndum þekktra búningahöfunda. Formála að bókunum, rita m.a. Meira
28. maí 1998 | Bókmenntir | 827 orð

Gylturaunir

eftir Marie Darrieussecq í þýðingu Adolfs Friðrikssonar. Mál og menning. 1998. SUMAR skáldsögur eiga það skilið að þeim sé veitt athygli vegna þess að vel er að þeim staðið á allan hátt. Ég tel svo vera með frönsku skáldsöguna Truismes eftir Marie Darrieussecq sem fengið hefur íslenska heitið Gylting. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 96 orð

Herra Hong Kong valinn K

KEPPENDUR sem komust í úrslit í keppninni um titilinn Herra Hong Kong sýndu kroppinn þegar þeir komu fram í baðfötum í keppnin sem var haldin fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin og vakti hún talsverða athygli í heimalandinu. Sigurvegarinn, lengst til hægri á myndinni, heitir Kenny Tea og er 28 ára gamall. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Kór Hafnarfjarðarkirkju á Egilsstöðum

KÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur tónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 30. maí kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina Sól og vor ég syng um. Dagskráin spannar allt frá gömlum kirkjulögum til vor- og sumarlaga. Nokkrir kórmeðlimir sem stundað hafa söngnám syngja einsöng með kórnum. Þessa dagskrá söng kórinn í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 25. apríl. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 147 orð

Leikarar í loftið

HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á barnaleikritinu Pétri Pan eftir skoska rithöfundinn J.M. Barrie (1860­1937) í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikendur eru Friðrik Friðriksson, sem fer með hlutverk Péturs Pan, Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann G. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi Yfirlitssýn

Í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi verður opnuð sýningin Aðföng laugardaginn 30. maí. Þetta er yfirlitssýning á verkum í eigu safnsins og eru eftir listamenn sem hafa sýnt í húsinu. Sýnd verða olíumálverk, vatnslitamyndir, glerlistaverk, höggmyndir, skúlptúrar o.fl. Verkin eru m.a. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 236 orð

Listaverkasýning í Bústaðakirkju

Á KIRKJUVIKU í Bústaðakirkju er sýning listamannanna Þórðar Hall og Þorbjargar Þórðardóttur og sýna þau verk sín í forkirkjunni. Verk Þorbjargar eru ofin úr ull, hör og handspunnu hrosshári. Hugmyndir að verkunum sækir hún til náttúrunnar og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Þetta eru minningarbrot af náttúrufyrirbærum þar sem samspil efnis og áferðar er mikilvægur þáttur. Meira
28. maí 1998 | Bókmenntir | 507 orð

Ljós á líðan Parkinsonsjúklinganna

Höfundar: Henning Pakkanberg og Erik Dupont. Þýðendur úr dönsku: Arnfríður Arnmundsdóttir og Jónas Gíslason. PARKINSONSAMTÖKIN á Íslandi voru stofnuð fyrir 15 árum, nánar tiltekið 3. desember 1983. Samtökin eru meðlimir í norrænum samtökum Parkinsonsjúklinga og sömuleiðis í Evrópusamtökum sem standa að rannsóknum á Parkinsonveiki. Tilgangur samtakanna er m.a. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 87 orð

Ljósblá sýnir í Pakkhúsinu á Höfn

HELGA Erlendsdóttur, sem notar myndlistarnafnið "Ljósblá", opnaði sl. laugardag sölusýningu á verkum sínum í Pakkhúsinu á Höfn. Hún sýnir 51 vatnslitamynd og 24 olíumálverk, sem hún hefur málað á þessu ári og seinni hluta síðasta árs. Helga hefur stundað listmálun af kappi í 15 ár og er þetta fyrsta einkasýning hennar en hún hefur áður tekið þátt í fjórum samsýningum. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 143 orð

Ljósmyndasýning í Epal

ANNA María Sigurjónsdóttir opnar ljósmyndasýningu í versluninni Epal, Skeifunni 6, fimmtudagin 28. maí. Í fréttatilkynningu segir að sýningin samanstandi af 12 ljósmyndum sem eru af hinum ýmsu litasamsetningum, helst af veðruðum hlutum. Síbreytilegir litir og áferð ryðgaðs járns hafi lengi heillað höfundinn. Meira
28. maí 1998 | Tónlist | 595 orð

Lofgjörð Coltranes

Kvartett Sigurðar Flosasonar: Sigurður, altósaxófónn, Kjartan Valdimarsson, píanó, Þórður Högnason, bassi, og Matthías MD Hemstock, trommur. Verk eftir John Coltrane. Sunnudagskvöldið 24. maí 1998. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 340 orð

Lumbrað á þjófum Aleinn heima 3 (Home Alone 3)

Framleiðendur: John Hughes og Hilton Green Leikstjóri: Raja Gosnell. Handritshöfundur: John Hughes. Kvikmyndataka: Julio Macat. Tónlist: Nick Glennie-Smith. Aðalhlutverk: Alex D. Linz og Haviland Morris. (102 mín.) Bandarísk. Skífan, maí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
28. maí 1998 | Myndlist | 828 orð

Lýs ­ andi

Opið virka daga frá 10­18. Laugardaga 10­17. Sunnudaga 14­17. Til 1 júní. Aðgangur ókeypis. SUMIR málarar finna sitt afmarkaða svið í upphafi ferils síns og halda tryggð við það allt lífið, og þannig er því vísast farið með Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Meira
28. maí 1998 | Tónlist | 1088 orð

Meistarar hins danska djass

Svend Asmussen, fiðlu, Jakob Fischer, gítar, Jeper Lundgaard, bassa og Aage Tangaard, trommur. Running wild, Bye bye blackbird, Take off blues, I love you Porgy, Wrapping it up, Groove merchant, Latino, Columbine polka marzurka, The mooche, Prelude to a kiss, A night in Tunisa. dacapo 9429. Upptaka DDD, Kaupmannahöfn, Linköping, V¨axjö, 1996. Útgáfuár: 1997. Lengd: 63:32. Verð (Japis): 1899 kr. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 179 orð

Norskar konur sýna textíl og skart

SÝNING á textíl og skarti sex norskra kvenna verður opnuð í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugardaginn 30. maí. Randi Hartmann, Live Helgeland og Ellen Monrad Vistven sýna skartgripi úr ólíkum efnum, svo sem hálsfestar úr gúmmíboltum og silfri, armbönd og festar úr oxideruðu silfri og glerperlum, hringi og nælur úr hvaltönn, silfri og viði. Meira
28. maí 1998 | Skólar/Menntun | 658 orð

Nýir og breyttir tímar í Kennaraháskólanum Kennaraháskóli Íslands útskrifar fyrsta skipti í júní þroskaþjálfa og

NÝR Kennaraháskóli Íslands byrjar fyrsta heila skólaárið í haust en í janúar voru fjórir skólar sameinaðir undir nafni hans: Fósturskóli Íslands, Þroskaþjálfaskóli Íslands, Íþróttakennaraskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands. Innritun í skólana lýkur á morgun í aðalbyggingu skólans við Stakkahlíð. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 165 orð

Nýjar hljómplötur "...

"...HVAR væri ég þá?" er með verkum Sveins Lúðvíks Björnssonar, í flutningi Caput-hópsins. Á plötunni eru ellefu verk samin á árunum 1980­1997 og eru einleiks- og tvíleiksverk, og svo einn kvintett. Í bæklingi sem fylgir plötunni skrifar Atli Heimir Sveinsson m.a. eftirfarandi: "Sveinn Lúðvík Björnsson er einfari í íslenskri tónlist. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 167 orð

Nýjasta parið í Hollywood?

ÁSTIN blómstar vestur í Hollywood ef marka má nýjustu fréttir af þeim Brad Pitt og Jennifer Aniston. Kyntáknið og piparsveinninn eftirsótti Brad Pitt hefur ekki verið í föstu sambandi síðan slitnaði upp úr trúlofun hans og leikkonunnar Gwyneth Paltrow á síðasta ári og sem kunnugt er sagði Aniston nýlega skilið við unnusta sinn til tveggja ára, leikarann Tate Donovan. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 190 orð

Planet Hollywood í Arabíu

NÝJASTI staðurinn í veitingahúsakeðjunni Planet Hollywood var opnaður í Dubai í vikunni og var mikið um dýrðir. Leikarinn Bruce Willis, sem er á níu landa ferðalagi milli Planet Hollywood staðanna, mætti ásamt félögum sínum Sylvester Stallone og Patric Swayze auk annarra stjarna. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 38 orð

Reuters Eftirleikur hamfara

BRESKI listamaðurinn Anthony Gormley leggur sig innan um afsteypur af sjálfum sér, sem hann hefur komið fyrir í garði konunglegu bresku listaakademíunnar. Verk Gormleys kallast "Gagnrýninn fjöldi" og fjallar einum þræði um eftirleik hamfara í stórborg. Meira
28. maí 1998 | Bókmenntir | 981 orð

Röksemdir um félagslega stöðu kvenna

eftir John Stuart Mill, íslenzk þýðing eftir Sigurð Jónsson. 1997. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík. 371 bls. EITT af stærri samfélagsmálum líðandi stundar er félagsleg staða og réttindi kvenna. Meira
28. maí 1998 | Myndlist | 1894 orð

Röngunni snúið út

Opið mán. til fimmt. 14­18, og föst. til sunn. 14­23.30. Aðgangur ókeypis. Til 7. júní. EITT af lykilorðunum í hræringum samtímalistar undafarin áratug hefur verið líkaminn. Ætla mætti að myndlistarmenn hefi rétt nýverið uppgötvað líkamann, miðað við alla þá athygli sem hugtakið hefur fengið á ótal sýningum og í listatímaritum. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Sinfóníuhljómsveitin á Hvammstanga

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hélt tónleika í Félagsheimilinu á uppstigningadag, en heimsóknin var á vegum Tónlistarfélags V.­ Hún. Voru tónleikarnir vel sóttir og hljómsveitinni fagnað innilega. Stjórnandi var Bernharður Wilkingson og konsertmeistari Guðný Guðmundsdóttir. Hljómsveitin var skipuð um 50 hljóðfæraleikurum. Fyrir hlé lék hljómsveitin Sinfóníu nr. 7 í d moll op. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 149 orð

Skólastjóraskipti í Stykkishólmi

Á FYRRI önn í vetur stunduðu 127 nemendur nám við tónlistarskólann í Stykkishólmi og 115 á vorönn. Nemendur skólans komu oft fram opinberlega í Stykkishólmi og annars staðar á skólaárinu. Í vetur var kennt á píanó, gítar, harmoníku, blásturshljóðfæri og eins er söngdeild starfandi við skólann. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 21 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Kambur, Holta- og Landsveit SÝNINGU á pastel-myndum listamannsins Kíkós Korrirós fer senn að ljúka og verður þetta síðasta sýningarhelgi. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 1189 orð

Teiknimyndastríðið Teiknimyndir eiga eftir að verða meira áberandi í kvikmyndahúsunum en nú er eftir að önnur kvikmyndafyrirtæki

Í upphafi voru Disneyteiknimyndir og áratugum saman voru þær einráðar á markaðinum eða frá því á fjórða áratugnum þegar Walt Disney gerði Mjallhvíti og dvergana sjö, fyrstu teiknimyndina í fullri lengd. Ekkert annað kvikmyndaver hætti sér út í samkeppnina við teiknarana hjá Disney. Þótt t.d. Warner Bros. Meira
28. maí 1998 | Menningarlíf | 301 orð

Tónlistarskóli Garðabæjar frumsýnir Brúðkaup Figaros

TÓNLISTARSKÓLINN í Garðabæ frumsýnir Brúðkaup Figaros eftir W.A. Mozart, föstudaginn 29. maí kl. 20 í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju. Óperan verður sýnd í fullri lengd og er þetta lokaverkefni Tónlistarskólans á þessu vori. Þetta er veigamesta verkefni skólans til þessa í 34 ára sögu hans og frumkvöðull og stjórnandi þessarar viðamiklu sýningar er Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Meira
28. maí 1998 | Bókmenntir | 453 orð

Tuttugu og ein leið til að sofa vel

Gísli Ragnarsson tók saman. Útgefandi IÐNÚ 1997. HEILSUFRÆÐI heimilanna heitir prýðileg bók sem nýlega hefur verið gefin út. Undirtitill hennar er "hollráð við algengum kvillum", og má segja að þetta segi allt sem þarf. Bókin er ótrúlega efnismikil og tekur á tíðahvörfum og tanntöku, blöðrubólgu og blóðnösum jafnt sem vefjagigt og vanmetakennd. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 160 orð

Tvö hundruð kílóa pera

HINN árlegi vorfagnaður Stálsmiðjunnar var haldinn fyrir skömmu og við sama tilefni var afhjúpuð höggmynd sem starfsmenn Stálsmiðjunnar hönnuðu og smíðuðu saman í félagi. "Þetta er ávaxtapera sem hægt er að breyta í ljósaperu með því að setja sérstaka pakkningu yfir. Hún er einn metri á hæð og 70 sentimetrar á breidd og vegur 200 kíló. Meira
28. maí 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

33 myndir taka þátt í Stuttmyndadögum Reykjavíkur sem hófust í gærkvöldi og lýkur í kvöld. Úrslitin verða tilkynnt þegar fer að líða að miðnætti og skipa dómnefndina Einar Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður, Katrín Pálsdóttir, kvikmyndgerðarmaður og aðstoðardagskrárstjóri Sjónvarpsins, Oddur Albertsson, kvikmyndafræðingur og skólastjóri, Óskar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður, Meira

Umræðan

28. maí 1998 | Aðsent efni | 703 orð

Alþingi og skyldur þess við almenning!

AÐGANGI almennings af upplýsingum í íslenskri stjórnsýslu hefur verið ábótavant. Skýrar reglur skorti og réttarframkvæmd því háð mati stjórnvalda. Með skilvirkari og betri stjórnsýslu hefur þó þetta breyst, en aðalréttarbótin átti sér stað með upplýsingalögum nr. 50/1996, sem tóku gildi þann 1. jan. 1997. Íslensk stjórnsýsla var fram að þeim tíma á eftir ýmsum þjóðum. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 1078 orð

Ánauð ungra sjómanna ­ Vistarband kvótakerfisins

KVÓTAKERFIÐ, helstefna stjórnvalda, er nú að vinna með fullum þunga á sjávarþorpunum vítt um landið. Fólki hefur fækkað þar jafnt og þétt frá miðjum síðasta áratug og smábátum enn meira, eins og komið verður að síðar. Er það tilviljun að kvótakerfinu var komið á um sama leyti? Á sama tíma fer fram umræða á Alþingi um byggðamál og menn velta fyrir sér aðgerðum til þess að snúa þessari þróun við. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 318 orð

Börn og sundlaugar

SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hefur undirrituð starfað í sundlaug, og alltaf verð ég jafn hissa og reið þegar hlýna fer í veðri og fólk flykkist á sundstaðina. Kæruleysið er svo mikið hjá mörgum foreldrum að ég hefði ekki trúað því. En ég verð vitni að því svo til á hverjum degi. Oft hef ég séð smábörn niðri í lauginni og hlaupandi á bökkunum kútalaus. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 505 orð

Er Háskóli Íslands að hindra eðlilegt fræðastarf?

FORSENDA vísindastarfa er að aðgangur að upplýsingum sé lítt eða ekki takmarkaður. Ef þessari meginreglu er ekki framfylgt er voðinn vís. Háskóli Íslands (HÍ) er einmitt að stuðla að slíkum takmörkunum, e.t.v. án þess að gera sér grein fyrir því. Það sem undirritaður á við hér er sú heimild nemenda HÍ að koma í veg fyrir að almenningur hafi aðgang að og geti lesið prófritgerðir þeirra. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 502 orð

Félagi Napóleon?

Í FORYSTUGREIN DV mánudaginn 25. maí fjölyrðir Össur Skarphéðinsson um kosningasigur R-listans í Reykjavík, þar sem hann jók fylgi sitt frá síðustu kosningum um hvorki meira né minna en 0,6%. Össur lætur þess að vísu ógetið, að eitthvað af þessari stórkostlegu fylgisaukningu hlýtur að vera vegna þess, að R-listinn atti kappi við Sjálfstæðisflokkinn, sem haft hefur stjórnarforystu í sjö ár. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 1003 orð

Gagnagrunnsmálið og viðhorf til þekkingar

FÁ MÁL hafa verið meira til umræðu síðustu vikurnar en gagnagrunnurinn um heilbrigðismál. Miklar deilur hafa risið vegna þess, bæði rökstuddar og rakalausar. Með frestun á afgreiðslu málsins til hausts gefst svigrúm til að skoða það betur og vonandi beina því í farveg sem tryggir bæði hagsmuni íslensku þjóðarinnar og ýtrustu framþróun þekkingar. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Hálendið okkar

HÁLENDISFRUMVARPIÐ umdeilda, þar sem skipta á hálendi okkar Íslendinga í ræmur og afhenda það nokkrum framsóknarmönnum, er að mínu mati með slíkum ólíkindum að ég hefði satt að segja ekki getað ímyndað mér að það væri í alvörunni. Því miður virðist sú vera raunin á. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 548 orð

Hver hagnast á arðgreiðslum af bæjarfyrirtækjum?

Í Morgunblaðinu hinn 23. maí sl. var birt grein undirritaðs um hugmyndir sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um svokallaða arðgreiðslu af þjónustufyrirtækjum sveitarfélaga. Því meira sem hugsað er um málið, því betur sést hve vanhugsuð hugmyndin er auk þess sem fyrirhuguð lagasetning mundi brjóta í bága við ákvæði 77. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 783 orð

Mannlegi þátturinn og vegakerfið

Í Fjarðarpóstinum nýlega má sjá eina grein úr röð slíkra eftir Kristján Pétursson, þingmann Keflavíkur, og nú var fjallað glannalega um Reykjaneshraðbrautina sem á að tryggja Suðurnesjamönnum greiða leið í Mosfellsbæ. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 823 orð

Náttúran er órofa heild

NÁTTÚRAN og vistkerfið eru órjúfanleg heild. Maðurinn verður að læra að taka tillit til umhverfisins og ekki bara eins þáttar heldur allrar heildarinnar. Þetta hefur verið boðskapur umhverfisverndarsinna og græningja árum saman. Flestir eru farnir að sperra eyrun og opna hug sinn fyrir boðskapnum. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 2023 orð

ÓSÓTTIR LOTTÓVINNINGAR Í LÍFEYRISSJÓÐI STARFSMANNA RÍKISINS

SENNILEGT er að hundruð lífeyrisþega hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) eigi þar vangoldinn lífeyri sem samtals nemi tugum eða jafnvel hundruðum milljóna króna. Sú lagaregla LSR að eftirlaun skuli miðast við þau laun sem á hverjum tíma fylgja stöðu þeirri sem lífeyrisþeginn gegndi síðast er fyrirhafnarsöm í framkvæmd því laun þeirra sem enn eru í starfi eru sífellt að breytast. Meira
28. maí 1998 | Aðsent efni | 918 orð

Slysalega nefndin ­ nokkur orð um Sjóslysanefnd

ÚTVEGSMENN vilja leggja Sjóslysanefnd niður. Það er ekki vegna þess að niðurstöður nefndarinnar komi illa við þá, eða þá að þær séu ræddar mjög opinberlega. Nei, þeir vilja ráða því sjálfir hvernig sjóslys eru rædd og aðstæður um borð eru. Meira
28. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 372 orð

Stöndum saman, matsveinar! Frá Skúla Einarssyni: KÆRI matsvein

KÆRI matsveinn! Eins og þú efalaust veist hefur verið mikil deyfð yfir félaginu okkar nokkur undanfarin ár og liggja ýmsar orsakir að baki sem við ætlum ekki að tíunda hér en eru að baki og við horfum fram á við og horfum fram á bætta þjónustu við félagsmenn. Meira
28. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 382 orð

Sumarbúðir! Til hvers? Frá Pétri Þórarinssyni: ÞEGAR ég var ungl

ÞEGAR ég var unglingur og starfaði í æskulýðsfélagi á vegum kirkjunnar, var ég svo heppinn að fá að aðstoða við uppbyggingu á sumarbúðum sem standa við Vestmannsvatn í Aðaldal. Á þessum frábæra stað dvöldu þá stórir hópar barna, börn sem nutu þess að leika sér frjáls í náttúrunni, fóru í ævintýraferðir upp í skóginn, sigldu á bátum og kajökum um vatnið eða voru við íþróttaiðkun á grasvellinum. Meira

Minningargreinar

28. maí 1998 | Minningargreinar | 217 orð

Ásta Eyvindardóttir

Bjartar nætur, geymir minning bernskuára, og birta löngu horfnar hugaminjar. Myndir, faldar í fylgsnum gleðitára, fagrar auðnarinnar gróðurvinjar. (JRL.) Minningar bernskuáranna eru fjársjóður sem við eigum og njótum alla lífsgönguna. Sjóður, sem skartar perlum mannlegrar tilvistar okkar og færir birtu í líf okkar á erfiðum stundum. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Ásta Eyvindardóttir

Hún Ásta gaf mér mynd. Á myndinni er stúlka í rauðri peysu. Hún stendur í dyragátt, brosir breitt, heldur á tösku og við hliðina á henni er hvítur kálfur. Ásta sagði að stúlkan minnti sig á mig. Mér hefur hins vegar alltaf þótt stúlkan á myndinni minna mig á Ástu, enda málum við gjarnan veröld okkar sjálfra. Þessi stúlka er örlítið innskeif með hvítar tennur. Hún er á sokkaleistunum. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 117 orð

Ásta Eyvindardóttir

Síglaði sunnanblær og sólgyllta haf, ljúfar eru vonirnar, sem vordagur gaf. Segið mér að sunnan ­ ég síst fæ skilið í, ­ hví er út við hafsbrún ógnandi ský? Blær í blöðum þýtur, ­ breytast skýjadrög. Dimmir líða skuggar yfir skóginn og lög. Vindsog í skógi, ­ og skruggur ­ og skúr! ­ Smáfuglarnir leynast bak við limgarð og múr. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 150 orð

ÁSTA EYVINDARDÓTTIR

ÁSTA EYVINDARDÓTTIR Ásta Guðrún Eyvindardóttir listmálari var fædd í Reykjavík 24. maí 1959. Hún lést í Reykjavík 16. maí síðastliðinn. Hún var dóttir Sjafnar Halldórsdóttur, nú blómakaupmanns, frá Heiðarbæ, og Eyvindar Erlendssonar, listamanns frá Dalsmynni. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 886 orð

Ásta Guðrún Eyvindardóttir

Stundum er það svo í lífinu, að vonin ein er eftir. Ef sú von á að koma að gagni þá þarf hún að vera einlæg og hún þarf að eiga sér örugga stoð í raunveruleikanum. En stundum er það svo að vonin virðist ekki uppfylla þær væntingar sem til hennar eru gerðar, þá er hún einskis virði og er betur gleymd en geymd. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Ásta Guðrún Eyvindardóttir

Ekki man ég nákvæmlega á hvaða stað eða stund kynni okkar Ástu Guðrúnar hófust en víst er að þá varð til vinátta sem á sérstakan sess í hjarta mér. Vinátta sem varaði þrátt fyrir að okkur væri úthlutað ólíkum hlutverkum í lífsins leik. Vinátta við fallega káta stelpu sem átti það líka til að slá á alvarlegar nótur. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 616 orð

Eggert Bogason

Okkur kæri bróðir og mágur Eggert Bogason andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 19. maí síðastliðinn, eftir erfiða sjúkrahúslegu og langvinn veikindi. Mínar fyrstu minningar um Eggert bróður minn eru þegar hann setti plötu á fóninn, hallaði sér aftur í stól, lygndi aftur augunum og hlustaði á óperutónlist eða aðra klassíska tónlist sem hann hafði mikið yndi af. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 136 orð

Eggert Bogason

Minn besti vinur Eggert er farinn í sinn síðasta reiðtúr. Áreiðanlega þeysti hann á einum af sínum gæðingum yfir móðuna miklu. Hestar og allt þeim viðkomandi var honum og hans fjölskyldu þeirra líf og yndi. Ég kynntist Eggerti þegar ég kom til Reykjavíkur í skóla fyrir hálfri öld. Við vorum sambekkja í Ingimarsskólanum og síðar báðir í Iðnskólanum í Reykjavík. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 367 orð

EGGERT BOGASON

EGGERT BOGASON Eggert Bogason fæddist á Laugardælum í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 4. ágúst 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bogi Eggertsson, bóndi í Laugardælum, síðar verkstjóri í Áburðarverksmiðju ríkisins, f. 25.11. 1906 í Laugardælum, d. 22.7. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Guðrún Ásta Eyvindardóttir

Elsku Ásta Gunna, svo falleg, svo falleg, alltaf fallegust. Leikandi prinsessur og verur af öðrum heimi. Alltaf gaman að hittast, leika, bæði í sveitinni hjá afa og ömmu, á Hjallaveginum, á Selfossi. Alltaf vor, alltaf birta, alltaf gaman. Seinna lágum við saman heilu næturnar og töluðum. Saman undir sömu sæng, þú vissir meira um lífið en ég. Sagðir mér frá. Hugurinn látinn reika. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 501 orð

Ingólfur Kristjánsson

Hann er látinn mannvinurinn og öðlingurinn hann Ingólfur Kristjánsson fyrrverandi yfirtollvörður og hestamaður. Ég kynntist Ingólfi vini mínum fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar leiðir okkar lágu saman í hesthúsum Fáks eða Neðri Fák eins og það var oftast kallað. Ég dáðist strax að dugnaði og gæsku þessa roskna manns og hvað hann talaði fallega við hestana sína. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 29 orð

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON

INGÓLFUR KRISTJÁNSSON Ingólfur Kristjánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. október 1902. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 26. maí. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Jóhann Þorsteinn Eiríksson

Okkur langar í fáum orðum að minnast föðurbróður okkar, sem við áttum nærveru við í bernsku á Raufarhöfn. Hann Jón frændi eins og við kölluðum hann ávallt var hæglátur maður og flíkaði ekki skoðunum sínum, þótt hann hefði oft ákveðnar skoðanir á málunum. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 135 orð

JÓHANN ÞORSTEINN EIRÍKSSON

JÓHANN ÞORSTEINN EIRÍKSSON Jóhann Þorsteinn Eiríksson fæddist á Rifi á Melrakkasléttu 17. september 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg V. Jóhannsdóttir, f. 18. nóvember 1889, d. 24. júlí 1983, og Eiríkur Stefánsson, f. 11. nóvember 1993, fyrrum vitavörður á Rifi, d. 19. febrúar 1956. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 430 orð

Kjartan Haraldsson

Anna og Kjartan fluttust með börnin til Noregs 1965 og ætlaði Kjartan að láta drauminn um menntun í mynd- og handmennt rætast. Hann byrjaði í Myndlista- og handíðaskólanum í Hønefoss en vegna fjölskyldunnar þurfti hann að hætta. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 240 orð

KJARTAN HARALDSSON

KJARTAN HARALDSSON Kjartan Haraldsson kaupmaður í Hønefoss, Noregi, fæddist á Akureyri 16. janúar 1921. Hann lést 19. maí síðastliðinn. Kjartan var elstur barna Jóhönnu Jónsdóttur, húsmóður, og Haraldar Guðmundssonar, útgerðamanns. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 1257 orð

Ólafur Guðfinnsson

Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í stórri fjölskyldu umlukinn ættmennum, öldnum sem ungum, og finna þann sterka streng sem tengir fólk saman þótt öldurnar beri það síðar vítt og breitt um lífsins ólgusjó. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 392 orð

ÓLAFUR GUÐFINNSSON

ÓLAFUR GUÐFINNSSON Ólafur Guðfinnsson fæddist í Litla-Galtardal á Fellsströnd 28. maí 1908. Hann lést í Reykjavík 15. júlí 1997. Foreldrar hans voru Guðfinnur Jón Björnsson, f. 1870, d. 1942, bóndi og búfræðingur í Litla-Galtardal, og kona hans Sigurbjörg Guðbrandsdóttir, f. 1875, d. 1958. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Ríkarður Sumarliðason

Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Ríkarð Sumarliðason. Ekki gat okkur órað fyrir að svo stutt væri í þá stund þegar hann hringdi í okkur að morgni dags seint í febrúar síðastliðnum og kenndi sér þá meins. Eftir það var eins og ekki yrði aftur snúið. Þó tengdapabbi væri rúmlega áttræður að aldri fannst mér hann aldrei gamall maður. Meira
28. maí 1998 | Minningargreinar | 275 orð

RÍKARÐUR SUMARLIÐASON

RÍKARÐUR SUMARLIÐASON Ríkarður Sumarliðason fæddist í Garði á Suðurnesjum 28. júní 1916. Hann lést á Landakotsspítala 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sumarliði Eiríksson útvegsbóndi á Meiðastöðum í Garði, f. 19. apríl 1887, d. 22. mars 1970, og Tómasína Oddsdóttir, f. 6. mars 1896, d. 17. júní 1989. Systkini Ríkarðs eru Anna Margrét, f. 25. Meira

Viðskipti

28. maí 1998 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Evrópsk bréf og Dow Jones lækka

ALMENN lækkun varð á evrópskum hlutabréfamarkaði í gær og mestallur hagnaður vikunnar þurrkaðist út. Ástæðan var uggur vegna efnahagsástandsins í Asíu og Austur-Evrópu og þróunarinnar á bandarískum hlutabréfamarkaði á næstunni. Gengi svissnesks franka og bandarískra ríkisskuldabréfa styrktist og hafði gengi svissneska frankans gegn marki ekki verið hærra í sex vikur. Meira

Daglegt líf

28. maí 1998 | Neytendur | 97 orð

Flugdrekar

FLEXIFOIL hefur hafið innflutning á flugdrekum. Annars vegar er um að ræða dreka sem minna á gömlu drekana, en með nýrri þróun geta þeir nú farið á hvolf, spunnið og flogið aftur á bak og áfram. Í fréttatilkynningu frá Flexifoil segir að hins vegar séu það kraftdrekar sem þeir eru að bjóða uppá. Þeim má fljúga eins og tveggja línu drekum og fást nokkrar styrkleikastærðir af drekunum. Meira
28. maí 1998 | Neytendur | 63 orð

Kringlan á alnetinu

VEFUR verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar verður opnaður á alnetinu í dag, fimmtudaginn 28. maí klukkan 16. Slóðin er www.kringlan.is og þar munu viðskiptavinir um land allt hafa aðgang að þjónustu Kringlunnar. Meira
28. maí 1998 | Neytendur | 576 orð

Trans-fitusýrur eru í hertri fitu og líka feitum land búnaðarvorum

ÍSLENDINGAR fá mest 14 Evrópuþjóða af svokölluðum trans-fitusýrum úr fæðunni en þær hækka kólesteról í blóði rétt eins og mettaðar fitusýrur og auka þannig líkur á hjarta­ og æðasjúkdómum. Eins og greint var frá á neytendasíðu Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag hafa Manneldisráð og Rannsóknastofnun landbúnaðarins að undanförnu tekið þátt í evrópsku rannsóknasamstarfi um fitusamsetningu Meira

Fastir þættir

28. maí 1998 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtud

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. maí, verður fimmtug Ingibjörg F. Ottesen, Breiðagerði 31, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Garðar Valur Jónsson. Af því tilefni vonast hún til þess að sjá sem flesta uppi í sumarbústað um hvítasunnuhelgina. (Í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi). Meira
28. maí 1998 | Í dag | 21 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. maí, verða sjötugir tvíburabræðurnir Grétar Finnbogason og Kjartan Finnbogason. Þeir verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
28. maí 1998 | Fastir þættir | 733 orð

Af sigri og hroka Um sambræðinginn

Af sigri og hroka Um sambræðinginn til vinstri og hlutskipti Alþýðuflokksins, styrka stöðu Sjálfstæðisflokksins og tvískinnung Ingibjargar Sólrúnar. Það var eins og við var að búast. Meira
28. maí 1998 | Fastir þættir | 194 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirkja. Meira
28. maí 1998 | Í dag | 501 orð

Brauð og sýklar ÁSTÆÐA er til að hrósa starfsfólki bakarísi

ÁSTÆÐA er til að hrósa starfsfólki bakarísins í Hagkaupum í Skeifunni fyrir að taka ekki á ópökkuðum brauðum með berum höndum, hvort heldur er til að sneiða þau eða annað. Það ber hreinlæti vott og er bakaríinu til sóma. Meira
28. maí 1998 | Í dag | 334 orð

EIMSBYGGÐIN var óþægilega minnt á það nú nýlega, þegar fréttir báru

EIMSBYGGÐIN var óþægilega minnt á það nú nýlega, þegar fréttir bárust af kjarnorkutilraunum Indverja, að þótt kalda stríðinu og vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna sé lokið fyrir allnokkru er langt frá því að hættan á kjarnorkustríði sé liðin hjá og í vopnabúrum þjóða víða um heim eru nægilega margar kjarnorkusprengjur til að eyða jörðinni mörgum sinnum. Meira
28. maí 1998 | Fastir þættir | 633 orð

Karrí og karríréttir

EN hvað er karrí? Því er vandsvarað þar sem karrí er blanda af mörgum kryddtegundum ­ allt upp í 20. Vissar tegundir krydds eru þó alltaf í karrí svo sem kardimommur, kanill, negull, koriander, kúmen, múskat, pipar og turmerik sem gefur karríinu gula litinn en annað krydd svo sem anís, fennel, fenugreek, lárviðarlauf, masi, valmúafræ, sesamfræ, Meira
28. maí 1998 | Dagbók | 718 orð

Reykjavíkurhöfn: Hanne Sif kom í gær og fer í dag. Hanse Duo

Reykjavíkurhöfn: Hanne Sif kom í gær og fer í dag. Hanse Duo kom og fór í gær. Ostan Kino, E. Krivosheov, Theodor Nette og Mælifell fóru í gær. Arnarfell er væntanlegt í dag. Gracious kemur á morgun á ytri höfnina. Meira
28. maí 1998 | Fastir þættir | 1015 orð

Þrjú skákmót á næstunni

Meistaramót Skákskóla Íslands verður haldið í fimmta sinn dagana 28. maí til 1. júní. Mótið verður haldið í húsnæði skólans, Faxafeni 12, Reykjavík. TEFLDAR verða sjö umferðir samkvæmt Monrad eða svissnesku kerfi. Í fyrstu þremur umferðunum verða tefldar atskákir, en í fjórum síðustu umferðunum verða tefldar kappskákir. Tímamörkin í atskákunum eru 30 mínútur á hvorn keppanda. Meira

Íþróttir

28. maí 1998 | Íþróttir | 91 orð

0:1Grindvíkingar fengu aukaspyrnu á 60. mínútu utan vítateigs á móts við hl

0:1Grindvíkingar fengu aukaspyrnu á 60. mínútu utan vítateigs á móts við hliðarlínuna hægra megin. Zoran Ljubicic gaf laglega fyrir þar sem Sinisa Kecic stökk manna hæst og skallaði laglega í markið út við hægri stöngina. 1:1 Á 77. mínútu geystist varamaðurinn Besim Haxijadini upp hægri vænginn, gaf fyrir á Guðmund Benediktsson sem skaut föstu skoti í varnarmann. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 418 orð

Ágreiningur um peninga

Bjárki Gunnlaugsson, knattspyrnumaður hjá norska liðinu Molde, segir að hann hafi ekki fengið greitt frá félaginu það sem um var samið þegar hann kom til liðsins í fyrra og það sé helsta ástæða þess að hann vilji yfirgefa félagið. "Þetta er svolítið flókið mál og ég vil ekki fara nánar út í það. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 156 orð

Áhrif hersins í Rúmeníu minnka

Christian Gatu ofursti er ekki lengur yfirmaður Steaua Búkarest, samkvæmt yfirlýsingu Victors Babiucs, varnarmálaráðherra Rúmeníu, og þykir það benda til þess að völd hersins í knattspyrnunni séu að minnka. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 133 orð

Ásgeir á heimavelli í Stuttgart

ÁSGEIR Sigurvinsson, tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnusambands Íslands, var réttur maður á réttum stað, þegar samið var um vináttulandsleik Íslands og Suður-Afríku, sem verður í Stuttgart laugardaginn 6. júní. Ásgeir var í fríi í Stuttgart þar sem hann er öllum hnútum kunnugur, eftir að hafa gert garðinn frægan með heimamönnum, og fór þegar í að semja um gistingu fyrir íslenska hópinn. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 33 orð

BARIST UM KNÖTTINN

BARIST UM KNÖTTINN KAREN Burke lék sinn fyrsta leik fyrir ÍBV á þriðjudaginn en liðið beið lægri hlut fyrir Breiðabliki í Kópavoginum. Hér er Karen, til hægri, í baráttu við Báru Magnúsdóttur varnarmann Blika. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 96 orð

Bjarni ekki með ÍA

Bjarni Guðjónsson leikur ekki með ÍA á móti Val í kvöld en eins og fram kom í samtali við hann í blaðinu í gær hefur hann ekki á móti því að spila með gömlu samherjunum þar til hann fer aftur til Newcastle en þangað á hann að vera mættur 15. júlí. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 37 orð

Breiðablik - Fylkir1:0

1. deild karla Breiðablik - Fylkir1:0 Ívar Sigurjónsson 89. Stjarnan - KA0:0 Þór - FH0:1 -Brynjar Þ. Gestsson 79. Skallagrímur - HK6:1 Hjörtur Hjartarson, 18., 21., Valdimar Sigurðsson 62., 66., Emil Sigurðsson 81., 89. - Ívar Jónsson 85. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 113 orð

Clippers fékk fyrsta val Dregið var í hálfleik á

Dregið var í hálfleik á fyrsta leik Chicago og Indiana um í hvaða röð liðin í deildinni velja í háskólavalinu í sumar. Los Angeles Clippers fékk fyrsta valréttinn en enginn leikmaður sker sig úr í valinu í sumar. Þeir Antoine Jaimeson frá North Carolina og Micheal Bibby frá Arizona eru taldir líklegastir til að vera valdir fyrstir. Annars velja liðin í eftirfarandi röð: 1. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 112 orð

Draumur Pete Sampras breyttist í martröð

DRAUMUR Bandaríkjamannsins Pete Sampras um að vinna Opna franska meistaramótið í fyrsta sinn varð að martröð í gær er hann féll úr leik í fyrstu umferð fyrir Ramon Delgado frá Paragvæ. Sampras, sem hefur unnið tíu stórmót á ferlinum en aldrei fagnað á Opna franska, tapaði í þremur settum, 7:6, 6:3, 6:4. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 158 orð

ðStjarnan í 7. sæti á Evrópumóti í Danmörku FIMLEIKAHÓPUR frá Stjörnunn

FIMLEIKAHÓPUR frá Stjörnunni hafnaði í sjöunda sæti á Evrópumóti í trompfimleikum sem haldið var í Óðinsvéum í Danmörku um síðustu helgi. Átján hópar, víðs vegar að úr álfunni, tóku þátt í mótinu í kvennaflokki og komust átta þeirra áfram. Sjö þeirra voru frá Norðurlöndunum, en sá eini utan þeirra, hópur frá Þýskalandi, bar sigur úr býtum í kvennaflokknum. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 283 orð

Endurtekinn meistaraleikur í Keflavík

Fjórir leikir í efstu deild eru á dagskrá í kvöld og lýkur með þeim þriðju umferð deildarinnar. Á Ólafsfirði fá Leiftursmenn ÍR- inga í heimsókn, Valsmenn sækja ÍA heim á Skipaskaga, nágrannaliðin Þróttur og Fram eigast við á Laugardalsvelli og í Keflavík mætast Íslandsmeistarar Eyjamanna og bikarmeistarar Keflvíkinga. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 280 orð

Evrópukeppni U-21 Undanúrslit Búkarest, Rúmeníu Þýskaland - Holland3:0 Nikolaos Lymperopoulos 21., 87., Paraskevas Antzas 52.

Evrópukeppni U-21 Undanúrslit Búkarest, Rúmeníu Þýskaland - Holland3:0 Nikolaos Lymperopoulos 21., 87., Paraskevas Antzas 52. 2.500. Hollenski miðherjinn Fernando Ricksen fékk rauða spjaldið á 2. mínútu fyrir að brjóta á mótherja aftan frá. Noregur - Spánn0:1 Ivan Perez 94. 600. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 46 orð

Evrópumet hjá Danielu Bartovu

DANIELA Bartova frá Tékklandi setti í gær Evrópumet í stangarstökki kvenna utanhúss á móti í Þýskalandi, stökk 4,50 m. Bætti hún fyrra met um 13 cm sem var í eigu Angelu Balakhanovu frá Úkraínu en það setti hún í Kiev fyrir 11 dögum. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 105 orð

Fatlaðir til Lúxemborgar

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra sendir 40 keppendur á Smáþjóðaleika þroskaheftra sem fram fara í Lúxemborg dagana 29. maí til 2. júní. Þátttakendur koma frá fjórum félögum, Ösp og ÍFR í Reykjavík, Kveldúlfi í Borgarnesi og Þjóti á Akranesi. Íslenska íþróttafólkið keppir í frjálsíþróttum, borðtennis, sundi og knattspyrnu. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 181 orð

Fylgdust með hálskirtlatöku Hauks Inga

HAUKUR Ingi Guðnason, markahrókur úr Keflavík og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er kominn í sumarfrí hér á landi eftir vel heppnaðan fyrsta vetur sinn hjá liðinu. Haukur notaði tækifærið og gekkst undir aðgerð á Sjúkrahúsi Keflavíkur þar sem fjarlægðir voru úr honum hálskirtlarnir. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 182 orð

Fyrstu stig FH í höfn

Þórsarar tóku á móti FH á þokkalegum grasvelli sínum en Akureyrarvöllur er ekki tilbúinn á þessum árstíma. Þetta reyndist kaflaskiptur leikur, gestirnir mun sprækari í fyrri hálfleik en Þórsarar betri í þeim seinni. Það voru þó FH-ingar sem skoruðu sigurmarkið í seinni hálfleik og héldu suður með stigin þrjú, úrslitin 0:1. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 32 orð

Golf

Búnaðarbankamótið Opið punktamót hjá Keili Björk Ingvarsdóttir, GK,38 Terry Douglas, GR,38 Jón E. Ragnarsson, GK,37 Guðmundur Karlsson, GK,37 Sigurður T. Sigurðsson, GK,37 Sveinn Sigurbergsson, GK,37 Steinn Sveinsson, GK,37 Jón G. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 241 orð

Góður liðs- auki til Eyja

EYJAMENN fengu góðan liðsauka fyrir baráttuna í Meistaradeild kvenna, þegar Karen Burke gekk til liðs við þær. Karen, sem er 26 ára, lék með enska stórliðinu Everton og varð Englandsmeistari með því í vetur en hún hefur einnig að baki 30 landsleiki fyrir England. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | -1 orð

GRINDAV.

GRINDAV. 3 1 2 0 5 3 5KR 3 1 2 0 3 1 5ÍBV 2 1 1 0 6 4 4KEFLAVÍK 2 1 1 0 3 2 4LEIFTUR 2 1 0 1 3 3 3ÞRÓTTUR 2 0 2 0 6 6 2VALUR 2 0 2 0 3 Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 552 orð

Grindvíkingar voru nær sigri

GRINDVÍKINGAR verða ekki auðunnir í sumar, ef marka má frammistöðu liðsins í fyrstu þremur umferðum efstu deildar. Liðið hafði fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum á heimavelli og mætti því fullt sjálfstrausts á KR-völlinn í gærkvöldi. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 49 orð

HÓPURINN

Bjarki Sigurðsson, Val Daníel Ragnarsson, Val Flóki Ólafsson, KA Guðjón V. Sigurðsson, Gróttu/KR Hafþór Einarsson, KA Halldór Sigfússon, KA Heimir Árnason, KA Hjalti Gylfason, Víkingi Ingimundur Ingimundarson, ÍR Ingvar Sverrisson, Val Kári Jónsson, KA Kristján Þorsteinsson, Fram Ragnar Óskarsson, ÍR Sigurgeir Höskuldsson, Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 469 orð

IVICA Kralj, landsliðsmarkvörður

IVICA Kralj, landsliðsmarkvörður Júgóslavíu, hefur tekið tilboði Porto í Portúgal og gerir samning við félagið til fjögurra ára. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 52 orð

Í kvöld

Knattspyrna Landssímadeildin Akranesv.:ÍA - Valur20 Keflavíkurv.:Keflavík - ÍBV20 Laugardalsv.:Þróttur - Fram20 Ólafsfjarðarv.:Leiftur - ÍR20 2. deild karla Þorlákshöfn:Ægir - Leiknir R. 20 3. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 177 orð

Klinsmann á sjúkralista

J¨URGEN Klinsmann, framherji og fyrirliði þýska landsliðsins, gat ekki leikið með Þjóðverjum í vináttuleiknum gegn Finnum í Helsinki í gær vegna meiðsla. Hann fékk högg á annan kálfann á æfingu fyrir þremur dögum og fór til M¨unchen í gær í sérstaka meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara. "Hann æfði með liðinu í gær en fann til og gat ekki beitt sér. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 163 orð

KR ­ UMFG1:1 KR-völlur í Frostaskjóli; fyrsti leikur í 3. um

KR-völlur í Frostaskjóli; fyrsti leikur í 3. umferð Landssímadeildarinnar, efstu deild karla, miðvikudagskvöldið 27. maí 1998. Aðstæður: Logn og ágætt knattspyrnuveður. Völlurinn óðum að ná sér eftir rysjótt vorið. Mark KR: Einar Þór Daníelsson (77.). Mark Grindavíkur: Sinisa Kecic (60.). Markskot: KR 13 ­ Grindavík 9. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 178 orð

Köln hættir við stigamót í frjálsum

HIÐ árlega stigamót í frjálsíþróttum sem haldið hefur verið í Köln í Þýskalandi og átti að fara fram í 50. sinn 31. júlí nk., hefur verið slegið af vegna fjárhagsörðugleika. Mótið hefur verið liður í alþjóða keppni frjálsíþrótta undanfarna áratugi og á því féllu m.a. tvö heimsmet í fyrra. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 1282 orð

Landsbankahlaupið

Reykjavík (1847) Stelpur 10 ára Elísa Pálsdóttir4.50 Heiðrún Ingólfsdóttir4.51 Eyrún Gunnarsdóttir4.53 Stelpur 11 ára Þórdís Sara Þórðardóttir4.43 Hrefna L Sigurðardóttir4.49 Eygló Björnsdóttir4. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 1282 orð

Landsbankahlaupið

Reykjavík (1847) Stelpur 10 ára Elísa Pálsdóttir4.50 Heiðrún Ingólfsdóttir4.51 Eyrún Gunnarsdóttir4.53 Stelpur 11 ára Þórdís Sara Þórðardóttir4.43 Hrefna L Sigurðardóttir4.49 Eygló Björnsdóttir4. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 164 orð

Magnús valdi 35 drengi

Magnús Gylfason, þjálfari drengjalandsliðsins, hefur valið 35 manna hóp til æfinga með drengjalandsliðinu, en liðið tekur þátt í bæði Norðurlanda- og Evrópumóti í sumar. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum sem eru fimmtán ára og yngri og leika því í þriðja aldursflokki. Markverðir: Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 180 orð

Markaveisla í Borgarnesi

Skallagrímur átti ekki í teljandi vandræðum með gesti sína úr HK og greinilegur styrkleikamunur var á liðunum sem lokatölurnar, 6:1, gefa fyllilega til kynna. Borgnesingar réðu lögum og lofum á leikvellinum strax í upphafi og Hjörtur Hjartarson kom þeim á bragðið á 18. mínútu eftir sendingu frá Stefáni Ólafssyni. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 823 orð

Meiðsli í hásin setja strik í reikning Guðrúnar Þátttaka í EM í Búdapest enn ekki í hættu

"ÞESSI meiðsli koma á versta tíma, einmitt þegar einn mikilvægasti tími undirbúningsins var að fara í hönd," segir Guðrún Arnardóttir, grindahlaupari úr Ármanni, en hún hefur verið hér á landi sl. hálfan mánuð til þess að fá bót á meiðslum í vinstri hásin en þau hafa verið að hrjá hana síðan um miðjan apríl. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 355 orð

Mjög naumt hjá Blikum

SKALLAGRÍMUR og Víkingur eru jöfn í efsta sæti 1. deildar karla en 2. umferð lauk í gærkvöldi með fjórum leikjum. Skallagrímur vann stórsigur á HK, 6:1, en annars var lítið skorað í leikjum kvöldsins. Breiðablik vann Fylki 1:0 og FH vann Þór fyrir norðan með sömu markatölu. Þá skildu Stjarnan og KA jöfn og án marka. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 509 orð

Mæta meisturum Dana í KA-heimilinu

ÍSLENSKA handknattleikslandsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, stendur í stórræðum þessa dagana, þar sem framundan eru leikir í riðlakeppni Evrópumótsins, sem fram fer á Akureyri 5.-7. næsta mánaðar. Ísland leikur gegn Dönum, sem eru heimsmeistarar í þessum aldursflokki, og gegn Pólverjum, en sigurlið riðilsins tryggir sér réttinn til að taka þátt í lokakeppni mótsins síðar í sumar. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 361 orð

NOREGUR burstaði Sádi- Ara

NOREGUR burstaði Sádi- Arabíu 6:0 í vináttulandsleik í Molde í gær, en bæði lið eru að búa sig undir heimsmeistaramótið í Frakklandi. TVEIR leikmenn Sádi-Arabíu voru reknir út af í fyrri hálfleik og setti það verulegan svip á leikinn. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 46 orð

Ólæst á Sýn frá Keflavík í kvöld

FYRSTA beina útsendingin í sjónvarpi frá Landssímadeildinni verður í kvöld er leikur Keflavíkur og Íslandsmeistara ÍBV verður í beinni útsendingu frá Keflavík á Sýn. Af þessu tilefni ætlar Sýn að vera með leikinn, sem hefst klukkan 20, í ólæstri dagskrá. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 363 orð

Ríkissjóður styrkir Afreksmannasjóð um 50 milljónir

Menntamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifuðu í gær undir samning um fjármögnun Afreksmannasjóðs ÍSÍ. Í samningnum er gert ráð fyrir að Ríkissjóður Íslands leggi árlega 10 milljónir króna í sjóðinn næstu fimm árin, eða samtals 50 milljónir króna. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Geir H. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 29 orð

Sigurður Örn Jónsson, KR. Scott Ramsey,

Sigurður Örn Jónsson, KR. Scott Ramsey, Grindavík. Bjarni Þorsteinsson, Sigþór Júlíusson, Einar Þór Daníelsson, Guðmundur Benediktsson, Stefán Gíslason, KR. Albert Sævarsson, Sinisa Kekic, Zoran Ljubecic, Milan Stefán Jankovic, Grindavík. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 86 orð

SPURNING 1Hvaða knöttur er fyrir innan mark

ÞEGAR knattspyrnuleikir fara fram eru alltaf mörg hundruð dómarar [áhorfendur] á leikjum, sem láta skoðanir sínar í ljós á ýmsu sem kemur upp ­ þó svo að þeir séu ekki í aðstöðu til að dæma. Morgunblaðið hefur ákveðið að gefa lesendum sínum tækifæri til að svara tveimur spurningum um teikningar, Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 187 orð

Tvö rauð spjöld - ekkert mark

Stjarnan og KA skiptu með sér tveimur stigum í viðureign liðanna í Garðabæ. Þrátt fyrir að bæði liðin fengju gullin marktækifæri virtist leikni og lukka sóknarmanna liðanna ekki vera fyrir hendi til að koma knettinum í markið. Stjörnumenn höfðu undirtökin á miðjunni lengst af fyrri hálfleiksins, en marktækifærin skiptust nokkuð jafnt á lið. Meira
28. maí 1998 | Íþróttir | 98 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Ásdís Tæplega fjögur þúsund börn í LandsbankahlaupinuLandsbankahlaupið var haldið sl. laugardag á 35 stöðum á landinu.Þetta er í 13. árið í röð sem Frjálsíþróttasambandið og Landsbankinngangast fyrir þessu hlaupi. Meira

Sunnudagsblað

28. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2354 orð

SAGA ÚR SVEITINNI

NÚ UM skeið hefur gengið yfir þjóðina óvenju hörð umræða, bæði í fjölmiðlum og manna á milli. Það er í mínum huga algjört grundvallaratrið að menn séu sannorðir og heiðarlegir bæði við sjálfa sig og aðra. Allir þurfa að finna fyrir ábyrgðartilfinningu og skiptir þá ekki máli í hvaða stétt eða stöðu menn standa. Meira

Úr verinu

28. maí 1998 | Úr verinu | 778 orð

Betri búnaður og bætt ástand auka veiðina

MIKIL og góð úthafskarfaveiði hefur verið á Reykjaneshryggnum að undanförnu. Til marks um það var togarinn Svalbakur, sem þýska útgerðarfyrirtækið Mecklenburger Hochseefischerei leigir af Útgerðarfélagi Akureyringa, að landa 675 tonnum af heilfrystum og hausuðum úthafskarfa í Hafnarfirði í gær og nemur aflaverðmætið um 85 milljónum króna. Meira

Viðskiptablað

28. maí 1998 | Viðskiptablað | 54 orð

Aðalfundur ÍMARK 1998

AÐALFUNDUR ÍMARK - félags íslensks markaðsfólks verður haldinn föstudaginn 29. maí kl. 17:15 á Hótel Sögu, í Sal C. ÍMARK félagar eru hvattir til þess að mæta á fundinn en eingöngu þeir sem greitt hafa félagsgjöld fyrir starfsárið 1997-98 eiga rétt á setu á fundinum. Hægt er að greiða félagsgjöldin við innganginn. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 138 orð

Ávöxtun spariskírteina 4,74%

LÁNASÝSLA ríkisins tók einungis tilboðum að fjárhæð 194 milljónum kr. í útboði á verðtryggðum spariskírteinum til 5,9 ára sem fram fór í gær. Engu tilboði var tekið í 8 ára ársgreiðsluskírteini. Lánasýslu bárust tíu gild tilboð í spariskírteini, að fjárhæð 423 milljónir króna að söluverðmæti, 336 milljónir í 5,9 ára skírteini og 87 milljónir í 8 ára bréf. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 294 orð

Áætlaður sparnaður 10-20 milljónir

VIÐRÆÐUR standa yfir um samvinnu eða sameiningu sláturhúsanna tveggja á Sauðárkróki, sláturhúss Kaupfélags Skagfirðinga og Slátursamlags Skagfirðinga. Búist er við að niðurstaða fáist í málið á næstu vikum. Tvö sláturhús hafa lengi verið rekin á Sauðárkróki. Þau standa hlið við hlið og er sláturhús Kaupfélagsins í daglegu tali nefnt efra húsið og sláturhús Slátursamlagsins nefnt neðra húsið. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 131 orð

ÐFlytja út hugbúnað fyrir 1,5 milljarða

ÚTFLUTNINGSTEKJUR hugbúnaðarfyrirtækja námu liðlega 1,5 milljarði króna á síðasta ári samkvæmt könnun Seðlabanka Íslands. Tölurnar sýna glögglega að jákvæð þróun hefur átt sér stað í þessari starfsemi, því ekki eru nema átta ár frá því að útflutningstekjur á þessum markaði námu einungis 25 milljónum. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 123 orð

ÐForstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar

BJARKI Jóhannesson hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að flytja þróunarsviðið á Sauðárkrók. Bjarki lauk prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1974, prófi í arkitektúr frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1977, Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 124 orð

ÐRafcop-Samvirki með búnað fyrir Nesjavallavirkjun

RAFCOP-Samvirki, sem hefur umboð fyrir alþjóðlega fyrirtækið GEC Alsthom, hefur hafið uppsetningu á rofabúnaði fyrir Nesjavallavirkjun og liggur heildarkostnaður verkefnisins nálægt 100 milljónum króna. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 91 orð

ÐSláturfélag Suðurlands kaupir 3% hlut í Fjallalambi hf.

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur undirritað samstarfssamning við Fjallalamb hf. á Kópaskeri. Samkvæmt fréttatilkynningu er markmið samningsins að auka viðskipti félaganna enn frekar frá því sem verið hefur auk þess að efla samstarf þeirra í innkaupum, sölu- og markaðsmálum. Sláturfélagið mun t.d. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 13 orð

EFNAIÐNAÐURKítósanverksmiðja á Siglufirði /3

EFNAIÐNAÐURKítósanverksmiðja á Siglufirði /3 FLUGREKSTURStórfelldar breytingar hjá SAS /4 HLUTAFÉLÖGStröng refsiábyrgð stjórnenda / Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 94 orð

Fanney Ingadóttir skrifstofustjóri

Fanney Ingadóttir tók við starfi skrifstofustjóra hjá Þróunarstofu Atvinnuþróunarfélags Austurlands í apríl 1998. Hún er fædd í Reykjavík 19. nóvember 1970 og eru foreldrar hennar Ingi B. Jónasson bifvélavirki og Kristrún G. Gestsdóttir sjúkraliði. Fanney lauk stúdents-verslunarprófi í Noregi árið 1991 en hún hefur verið búsett þar í 13 ár. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 54 orð

HALLGRÍMUR Hólmsteinsson

HALLGRÍMUR Hólmsteinssonhefur tekið við starfi markaðs- og sölustjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hallgrímur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1992. Hann hefur starfað hjá Sláturfélaginu frá áramótum en vann áður hjá sjónvarpsstöðinni Sýn. Árin 1993-1997 var Hallgrímur markaðsstjóri RÚV-sjónvarps. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 109 orð

HELGI Bjarnason

HELGI Bjarnason hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra hjá Spori ehf. Helgi útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1989 og sem MBA í markaðs- og stjórnunarfræðum frá Leonard N. Stern Graduate School of Business, New York University árið 1992. Helgi hefur lengstum starfað í Bandaríkjunum m.a. hjá ICS Communications, Inc. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 11 orð

Kítósanframleiðsla

Siglufjörður Kítósanframleiðsla Verðmætt efni úr rækjuskel/B3 Flug SAS breytist Flugfélag 21. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 43 orð

Metið á 2 milljarða

BANDARÍSKA skyndibitakeðjan Miami Subs er metin á upphæð sem svarar til tveggja milljarða íslenskra króna við sameininguna við fiskréttakeðjuna Arthur Treacher's. Í frétt í blaðinu í gær misritaðaðist þessi tala, milljarðar urðu að milljónum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 282 orð

Nýr meirihlutaeigandi Skipavíkur

EIGENDASKIPTI hafa orðið á meirihluta hlutafjár í Skipasmíðastöðinni Skipavík hf. í Stykkishólmi. Fjórir einstaklingar hafa frá upphafi átt 53% í félaginu en á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni kom fram að þeir hafa selt hlutabréfin til óstofnaðs eignarhaldsfélags undir forystu Sigurjóns Jónssonar sem tekið hefur við sem stjórnarformaður. Skipavík hf. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 631 orð

Ráðdeild og góð tíð skila sér

Torgið Ráðdeild og góð tíð skila sér »EKKI FER á milli mála að tíðindi um aukinn þorsk- og loðnukvóta eru jákvæð mjög, fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og þarmeð þjóðarbúið í heild. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 306 orð

Ráðin í nýjar stöður hjá Hans Petersen

HANS Petersen hefur ráðið deildarstjóra heildsöludeildar og nýjan fjármálastjóra. KARL Þór Sigurðsson hefur tekið við starfi deildarstjóra heildsöludeildar Hans Petersen. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 288 orð

Ráðnir til Plastor Umbúða hf.

PLASTOS Umbúðir hf. kynna ráðningar eftirfarandi starfsmanna: MAGNÚS Magnússon hefur verið ráðinn sölustjóri á sjávarútvegs- og kjötiðnaðarsviði. Magnús er fæddur í Reykjavík árið 1949, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1974. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 1966 orð

Refsiábyrgð stjórnenda hlutafélaga er ströng

Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja hefur verið umrædd að undanförnu. Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Lögfræðingafélag Íslands, hélt síðdegisnámskeið um refsi- og skaðabótaábyrgð stjórnenda hlutafélaga fyrir skömmu. Ívar Páll Jónsson spjallaði við Kristin Bjarnason hdl. og Jakob R. Möller hrl. um efni námskeiðsins. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 124 orð

Selja togblokkir til Skotlands og Noregs.

BRUNNAR hf. í Hafnarfirði hafa gengið frá sölusamningum á togblokkum fyrir nótaskip í Noregi og Skotlandi. Samningarnir eru báðir til 6-9 mánaða en verða að öllum líkindum framlengdir. Fyrirtækin sem um ræðir eru skoska þjónustufyrirtækið Gandry's og norska skipasmíðastöðin Liaaen Verst as. Reynir Erlingsson, framkvæmdastjóri Brunna hf. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 452 orð

Sex íslensk fyrirtæki á meðal 500 framsæknustu

SEX íslensk fyrirtæki eru á nýútgefnum lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu. Listinn er niðurstaða víðtæks samstarfsverkefnis fjölda aðila víðs vegar í Evrópu en iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, ásamt Samtökum iðnaðarins stóðu að úttekt hans hér á landi. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 343 orð

SR-mjöl fjárfestir fyrir milljarð á Siglu

HAFIN er endurbygging stærstu loðnuverksmiðju landsins, verksmiðju SR-mjöls hf. á Siglufirði. Loftþurrkarar koma í stað eldþurrkara og teknir verða í notkun nýir gufukatlar. Afkastageta verksmiðjunnar eykst við breytinguna. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 1442 orð

Stórfelldar breytingar hjá SAS Miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá SAS næstu árin og fljótlega verða þær kynntar fyrir

HAGNAÐUR SAS á síðasta ári nam 20.079 milljónum íslenskra króna sem er 22,78% aukning frá árinu 1996. Félagið hefur verið rekið með hagnaði frá árinu 1994 en tap var á rekstrinum árið 1993. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 25 þúsund víðsvegar um heiminn en rúmlega tvö þúsund þeirra starfa í höfuðstöðvum SAS í Stokkhólmi. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 154 orð

Strengur og Element saman á Akureyri

STRENGUR hf. og Element hf. hafa gert samstarfssamning um sölu og þjónustu við Fjölnis/Navision-notendur á Norðurlandi og hefja starfsemi á Akureyri. Strengur hf. og Element hf. hafa ákveðið að hefja starfsemi á Akureyri og hafa þegar hafið samstarf um þjónustu og sölu við Navision- notendur á Norðurlandi. Markmiðið er að þjónusta núverandi viðskiptavini Strengs hf. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 153 orð

Tölvusímaskráin komin út

FRAMTÍÐARSÝN ehf., í samvinnu við Alnet, hefur nýlega gefið út fyrri uppfærslu ársins af Tölvusímaskránni. Í þessari útgáfu hefur aðaláhersla verið lögð á endurnýjun upplýsinga, enda mjög mikið um breytingar á skráningum fyrirtækja, einkum hvað varðar ný símanúmer. Einnig hefur verið skráður mikill fjöldi vefsíðuslóða og eru þær nú hátt á annað þúsund talsins. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 728 orð

Verðmætt bindiefni unnið úr úrgangi

EIN öflugasta og fullkomnasta kítósanverk smiðja heims tekur til starfa í húsinu Síberíu á Siglufirði í haust. Kítósan er verðmætt bindiefni sem unnið er úr rækjuskel og notað við iðnaðarframleiðslu, meðal annars matvæla- og lyfjaiðnað. Helgi Bjarnason kynnti sér áformin. Meira
28. maí 1998 | Viðskiptablað | 963 orð

Viðskiptafargjöld vinna á

UNDANFARIÐ ár hafa Flugleiðir lagt mikla áherslu á að kynna viðskiptafargjöld félagsins en hlutfall þeirra sem ferðast á viðskiptafargjöldum með Flugleiðum er miklu lægra en almennt gerist meðal flugfélaga í Evrópu. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum sem fara til útlanda í viðskiptaerindum ferðast á almennu fargjaldi. Hinir ferðast á viðskiptafargjaldi. Meira

Ýmis aukablöð

28. maí 1998 | Dagskrárblað | 157 orð

13.45Skjáleikur [22400312

13.45Skjáleikur [22400312] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. [1904664] 17.30Fréttir [68206] 17.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [345886] 17.50Táknmálsfréttir [3277312] 18. Meira
28. maí 1998 | Dagskrárblað | 250 orð

17.00Þjálfarinn (Co

17.00Þjálfarinn (Coach)(7:20) (e) [7515] 17.30Taumlaus tónlist [5302770] 18.15Sjónvarpsmarkaðurinn [342799] 18.30Ofurhugar [6022] 19.00Walker (1:25) (e) [6288] 20.00Íslenski boltinn Beint: Keflavík:ÍBV. [164022] 21. Meira
28. maí 1998 | Blaðaukar | 161 orð

Brúðkaupshefðir Héðan og þaðan Ekki gifta si

Ekki tíðkaðist það fyrr en á þessari öld að brúðarmær keypti sér sérstakan kjól fyrir stóru stundina. Áður létu flestar sér nægja að skarta sínu fínasta. Þó giltu ákveðnar hefðir. Konur giftu sig sjaldnast í grænu, enda þótti sá litur boða ógæfu. Erlendis var talað um að kona í grænu væri lauslát og getum leitt að því að það vísaði til grænkunnar er festist í fötum konu sem lét velta sér í heyi. Meira
28. maí 1998 | Dagskrárblað | 812 orð

Fimmtudagur 28. maí SANIMAL PLANET 9.00

Fimmtudagur 28. maí SANIMAL PLANET 9.00 Nature Watch 9.30 Kratt's Creatures 10.00Rediscovery Of The World 11.00 From Monkeys To Apes 11.30 Blue Wilderness 12.00 Dogs With Dunbar 12.30 Vet School 13. Meira
28. maí 1998 | Dagskrárblað | 568 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Friðrik J. Hjartar flytur. 7.05Morgunstundin. 7.50 Daglegt mál Kristín M. Jóhannsdóttir flytur þáttinn. 8.20Morgunstundin heldur áfram. Meira
28. maí 1998 | Dagskrárblað | 112 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
28. maí 1998 | Dagskrárblað | 70 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
28. maí 1998 | Dagskrárblað | 196 orð

ö9.00Línurnar í lag [98138]

9.15Sjónvarpsmarkaður [19715119] 13.00Sakleysi (The Innocent) Spennandi bandarísk sjónvarpsmynd frá 1995 með Emmy-verðlaunahafanum Kelsey Grammer (Fraiser) í aðalhlutverki. 1995. (e) [123022] 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn [4886] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.