Greinar sunnudaginn 31. maí 1998

Forsíða

31. maí 1998 | Forsíða | 154 orð

125 tonn af eldislaxi drepast

EITRAÐIR þörungar halda áfram að valda norskum fiskeldismönnum erfiðleikum en undanfarna daga hafa 125 tonn af eldislaxi drepist í kvíum í Tromsfylki í N-Noregi og standa bæði dýralæknar og forstöðumenn eldisstöðvanna ráðþrota. Engin lyf eru til gegn þörungunum sem leggjast á tálkn fiska og kæfa þá og heldur er ekki hægt að flýja þörungaflekkina með því að flytja eldiskvíarnar úr stað. Meira
31. maí 1998 | Forsíða | 140 orð

Kohl í kröppum dansi

GYÐINGAR og meðlimir í samsteypustjórn Helmuts Kohl, kanslara Þýskalands, gagnrýndu í gær Kristilega demókrata (CDU) fyrir að líkja PDS, arftakaflokki a-þýska Kommúnistaflokksins, við Nasistaflokk Adolfs Hitlers. Meira
31. maí 1998 | Forsíða | 465 orð

Pakistanar segja kjarnorkutilraunum lokið

PAKISTANAR sprengdu í gær tvær kjarnorkusprengjur til viðbótar þeim fimm sem sprengdar voru á fimmtudag. Segjast þeir nú hafa lokið kjarnorkutilraunum sínum í bili. Fulltrúi Indlandsstjórnar sagði Indverja ekki hafa uppi áætlanir að bregðast við nýjum tilraunum Pakistana með því að gera frekari kjarnorkutilraunir. Meira
31. maí 1998 | Forsíða | 146 orð

Viagra olli skilnaði

EFTIR fjögur ár án kynlífs hafði Viagra, nýja lyfið gegn getuleysi, svo góð áhrif á 70 ára gamlan milljónamæring í New York í Bandaríkjunum að hann ákvað snarlega að segja skilið við eiginkonuna. Meira

Fréttir

31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 374 orð

Bjargað mönnum bæði á sjó og landi landi

SIGMAR Benediktsson er 95 ára og búsettur á Svalbarðseyri. Hann er án efa einn elsti þátttakandi í landsþingi Slysavarnafélags Íslands sem haldið er í Sandgerði um helgina, og þekkti sjálfur marga af helstu stofnendum félagsins. Sigmar stofnaði slysavarnadeildina Svölu á Svalbarðseyri árið 1951 og hefur unnið að störfum í þágu félagsins allt til dagsins í dag. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 590 orð

Bókanir erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafa aukist mikið á milli ára

"Maí 1997 var reyndar lélegur mánuður og bókanir bárust óvenju seint. Árið í heild var hins vegar þokkalegt. Þrátt fyrir það er ljóst að aukningin er mikil og þótt ég geri ekki ráð fyrir því að hún verði 70% í heild má örugglega búast við 20%," segir Garðar Vilhjálmsson. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fengu ekki leyfi til bjargsigs í Látrabjargi

BJÖRGUNARSVEITIN Blakkur á Patreksfirði, sem vön er að síga í Látrabjarg eftir eggjum á hverju vori og hefur gert svo um áratugaskeið, fékk ekki að fara í bjargið í ár. Ástæðan er sú að einn landeigandi við bjargið setti sig upp á móti bjargsiginu og gaf ekki leyfi sitt. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 779 orð

Flugfreyjur eru fyrst og fremst öryggisverðir

ALÞJÓÐASAMTÖK flugfreyja og flugþjóna voru stofnuð hinn 31. maí árið 1976. Tilgangur samtakanna er sá að sameina stéttarfélög flugfreyja alls staðar í heiminum, sjá þeim fyrir ráðgjöf og aðstoð til þess að koma réttinda- og baráttumálum á framfæri, bæði við loftferðayfirvöld og löggjafa. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Framhaldsskólanum í Eyjum slitið

FRAMHALDSSKÓLANUM í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu og nemendur brautskráðir. Á vorönn voru um 260 nemendur við skólann en 48 útskrifuðust eftir vorönnina. 15 nemendur brautskráðust með stúdentspróf, 8 af náttúrubraut, 6 af félagsfræðibraut og 1 af hagfræðibraut. Átta nemendur útskrifuðust úr öðru stigi skipstjórnarnáms og 15 af skipstjórnarbraut 1. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fyrirlestur um strengjafræði

LÁRUS Thorlacius heldur fyrirlestur um strengjafræði í boði Eðlisfræðifélags Íslands í stofu 158 í VR-II húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga þriðjudaginn 2. júní kl. 16. Lárus starfar nú við Princeton háskólann en tekur við starfi prófessors við eðlisfræðiskor Háskóla Íslands í haust. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ganga eldri borgara í Kópavogi

RANNVEIG Guðmundsdóttir alþingismaður verður heiðursgestur á árlegum göngudegi eldri borgara í Kópavogi á þriðjudaginn. Gangan er öllum opin og eldri borgarar eru hvattir til að bjóða niðjum sínum, vinum og vandamönnum með. Lagt verður af stað frá Gjábakka klukkan 14 og gengnar þrjár mismunandi vegalengdir, einn, tveir og þrír kílómetrar. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hefur orðið af þrjátíu milljónum

EIÐUR Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður meiddist illa í leik með landsliði 18 ára og yngri fyrir tveimur árum. Hann hefur verið atvinnumaður hjá PSV Eindhoven í Hollandi, en sama og ekkert getað leikið síðan hann meiddist. Meira
31. maí 1998 | Landsbyggðin | 119 orð

Heimsókn í sveitina

Hellu-Skemmtileg tilbreyting var í starfi leikskólakrakkanna á leikskólanum Heklukoti á Hellu einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu er þeim var boðið heim að bænum Helluvaði skammt frá Hellu. Hjónin á Helluvaði, Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason, hafa haft fyrir sið síðan þeirra eigin börn byrjuðu á leikskólanum að bjóða börnum skólans í heimsókn þegar vorar. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 305 orð

Hertar aðgerðir gegn hraðakstri

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið upp hertar aðgerðir vegna umferðarlagabrota. Aðgerðirnar lúta m.a. að því að ná niður hraðakstri, ekki síst innan borgarmarkanna. Ný reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum, sem tók gildi 14. maí sl., þyngir verulega ákveðnar refsingar, t.d. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Hröð þróun í Menntaskólanum í Kópavogi

MENNTASKÓLINN í Kópavogi útkrifaði 183 nema nú á dögunum. Athöfnin fór fram í Digraneskirkju og var hin hátíðlegasta. Nýstúdentar, sem útskrifuðust af sex brautum, voru 53, 46 verknámsnemar útskrifuðust úr fimm deildum, matreiðslu-, framreiðslu- og bakaradeild, grunnnámi matvælasviðs og matsveinanámi. Af eins árs skrifstofubraut brautskráðust 16, 43 úr ferðafræði og 25 frá Leiðsöguskóla MK. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

Komust á topp McKinley-fjalls

TVEIR íslenskir fjallgöngumenn, Matthías Sigurðarson og Styrmir Steingrímsson, komust á topp McKinley-fjalls í Alaska 26. maí sl. ásamt hópi Kanadamanna. Íslendingarnir voru alls fimm í leiðangrinum en þrír þeirra urðu að snúa til baka vegna óveðurs og veikinda. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kynning á þemahefti

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir aukaferð þriðjudagskvöldið 2. júní til kynningar á nýju þemahefti Aðalskipulags Reykjavíkur, Umhverfi og útivist. Farið verður frá akkerinu við Hafnarhúsið, austanvert, kl. 20 og gengið með ströndinni inn í Borgartún. Þar mun Björn Axelsson, landslagsarkitekt, kynna nýja þemaheftið og kynna göngustíga og gönguleiðir í Borgarlandinu. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Laxveiðiferð skattskyld ef hún telst kaupauki

STARFSMANNI, sem þiggur boð í laxveiðiferð, ber að telja þau fram til skatts á kostnaðarverði ef laxveiðiferðin getur talist kaupauki hjá starfsmanninum. Ef laxveiðiferð er hins vegar hluti af starfsskyldum manns og í viðskiptalegum tilgangi fyrir launagreiðanda eru hún ekki skattskyld hlunnindi. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Ljósaúnaður fyrir 350 milljónir

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í umfangsmikla endurnýjun á ljósabúnaði Keflavíkurflugvallar og er áætlaður kostnaður við verkið fimm milljónir dollara eða rúmlega 350 milljónir íslenskra króna. Forval vegna verkefnisins er auglýst í Morgunblaðinu í dag. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 550 orð

Mestar breytingar verða í Grafarvogi

VIÐ árlega endurskoðun leiðakerfis Strætisvagna Reykjavíkur verða nú nokkrar breytingar og flestar þeirra koma íbúum Grafarvogs til góða, enda hefur vöxtur byggðar verið þar mestur í Reykjavík undanfarin ár. 1. júní nk. verða breytingar á nokkrum leiðum SVR. Þær miða yfirleitt að bættri þjónustu við borgarbúa, þar sem m.a. er stuðst við ábendingar viðskiptavina, segir í frétt frá SVR. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 4. júní kl. 19. Kennsludagar verða 4., 8. og 9. júní. Kennt verður frá kl. 19­23. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Nýr vélarrúmshermir í notkun

VÉLSKÓLA Íslands var slitið laugardaginn 23. maí. Á þessum vetri útskrifuðust 24 með 4. stigs lokapróf, 38 luku fyrsta stigi eða vélaverðir, 29 öðru stigi og 41 þriðja stigi. Skólameistari, Björgvin Þór Jóhannsson, lýsti í ræðu sinni ánægju með undirritun nýs viðhalds- og þróunarsamnings um kennsluherma milli Kóngsberg Norcontrol í Noregi annars vegar og Vélskóla Íslands, Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Stjórn Íslenskrar málnefndar skrifar samgöngunefnd Alþingis

STJÓRN Íslenskrar málnefndar hefur sent samgöngunefnd Alþingis bréf þar sem mælst er eindregið til þess að gerð verði breyting á ákvæði í 140. grein frumvarps til laga um loftferðir, þar sem fjallað er um birtingu ákvarðana Flugmálastjórnar í flugmálahandbók. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 376 orð

Sumarlokanir gætu aukist um 2­3% frá síðasta ári

ÁKVÖRÐUN um sumarlokanir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur liggur nú fyrir en þó með miklum fyrirvara um breytingar í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Áætlaðar lokanir verða með svipuðu móti nú og síðastliðið sumar, misumfangsmiklar eftir deildum en samkvæmt upplýsingum frá Ernu Einarsdóttur hjúkrunarforstjóra getur verið að heildarlokanir verði 2-3% meiri en í fyrra. Meira
31. maí 1998 | Erlendar fréttir | 422 orð

Telur sameiginlega fiskveiðistefnu afar mikilvæga

BRESK stjórnvöld leggja mikla áherslu á að Evrópusambandið hafi sameiginlega fiskveiðistefnu en þeir vilja þó ná fram nokkrum breytingum á stefnu Evrópusambandsins, að sögn Elliots Morley, sjávarútvegsráðherra í bresku ríkisstjórninni, sem í gær var viðstaddur vígslu minnisvarða á Patreksfirði um breska togara sem farist hafa við Íslandsstrendur. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Til Eskifjarðar eftir breytingar

NÓTA- og togveiðiskipið Jón Kjartansson SU kom inn til til Eskifjarðar í gær frá Póllandi eftir endurnýjun og breytingar sem gerðar hafa verið á skipinu. Meðal annars var skipt um brú og allt þar fyrir framan, og voru vistarverur skipverja endurnýjaðar. Skipið var smíðað í Rendsburg í Þýskalandi árið 1960 og hét það áður Narfi RE. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

YFIRLÝSING FRÁ SVERRI HERMANNSSYNI

SVERRIR Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, hefur óskað eftir því, að Morgunblaðið birti eftirfarandi yfirlýsingu: "Í tilefni af ummælum Davíðs Oddssonar í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld um að undirritaður hafi lagzt lágt með því að vitna í einkabréf hans skal það upplýst, að hér var ekki um einkabréf að tefla. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

(fyrirsögn vantar)

REYKJAVÍKURLISTINN hlaut 53% atkvæða í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 45,24% atkvæða í Reykjavík og 41,35% atkvæða í kaupstöðum og kauptúnum þar sem hann bauð fram. Í vikunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn víða um land myndað meirihluta með Framsóknarflokknum, sem hlaut 22,13% atkvæða þar sem hann bauð fram sérstaklega. Meira
31. maí 1998 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 3. júní. Fréttavakt verður á Fréttavef Morgunblaðsins yfir hvítasunnuhelgina, netslóðin er www.mbl. Meira
31. maí 1998 | Erlendar fréttir | 352 orð

(fyrirsögn vantar)

Pakistanar sprengja kjarnorkusprengjur PAKISTANAR sprengdu á fimmtudag fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni og svöruðu þannig erkifjendum sínum Indverjum í sömu mynt en Indverjar sprengdu fimm kjarnorkusprengjur fyrir tveimur vikum síðan. Meira

Ritstjórnargreinar

31. maí 1998 | Leiðarar | 572 orð

leiðariANDINN OG AFSTAÐAN ENNTUN, þekking og

leiðariANDINN OG AFSTAÐAN ENNTUN, þekking og tækni 20. aldarinnar hafa fært mannkyninu gífurlegar framfarir, sem hafa gjörbreytt almannahag til hins betra víðast hvar á jörðunni. Meira

Menning

31. maí 1998 | Myndlist | 569 orð

Akvarellur Hafsteins Austmann

Opið alla daga frá 14­18. Aðgangur ókeypis. Til 7. júní. Í TILEFNI af Listahátíð hefur Hulda Jósefsdóttir í Stöðlakoti boðið Hafsteini Austmann að sýna vatnslitamyndir, akvarellur, sem hann hefur gert á síðustu tíu árum, síðan 1988. Alls eru myndirnar tuttugu og þrjár og sýna, svo ekki verði um villst, meistaraleg tök Hafsteins á þessum vandmeðfarna miðli. Meira
31. maí 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Bob Hope 95 ára LEIKARINN og grínistinn Bob Hope

Bob Hope 95 ára LEIKARINN og grínistinn Bob Hope hélt upp á 95 ára afmæli sitt í vikunni hress og kátur að vanda. Hope, sem fæddist í Eltham á Englandi, fékk á dögunum heiðursriddaratign breska heimsveldisins við hátíðlega athöfn í breska sendiráðinu í Washington. Meira
31. maí 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

Claudia í Líbanon

Claudia í Líbanon ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer smellti kossi á líbanska forsetann Elias Hrawi við sérstaka móttöku sem var haldin fyrir Schiffer í forsetahöllinni í Beirút í vikunni. Fyrirsætan heimsótti Beirút í fyrsta sinn til að taka þátt í alþjóðlegri tískusýningu í Regency höllinni ásamt sex öðrum fyrirsætum frá Elite umboðsskrifstofunni. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 333 orð

Fiðluleikarinn Viviane Hagner Eftirsóttur ein

VIVIANE Hagner, sem leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstkomandi föstudagskvöld, er þrátt fyrir ungan aldur með áralanga sviðsreynslu sem einleikari og eftirsótt sem slíkur af þekktum hljómsveitum víða um heim. Hún fæddist í München 1976, þar sem hún ólst upp, en móðir hennar er kóresk. Fiðlunám hóf hún fimm ára. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 925 orð

Hrifnari af hljómsveitum sem hafa skapgerð

YAN PASCAL Tortelier hljómsveitarstjóri hefur verið aðalstjórnandi BBC Fílharmóníusveitarinnar síðan 1992 og stjórnað flestum sinfóníuhljómsveitum Bretlands. Hann hefur í seinni tíð unnið með hljómsveitum á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Japan og framundan eru verkefni víða um heim, m.a. á Íslandi. Meira
31. maí 1998 | Fólk í fréttum | 271 orð

Læknir á villigötum Í hlutverki skaparans (Playing God)

Framleiðendur: Marc Abraham, Laura Bickford. Leikstjóri: Andy Wilson. Handritshöfundar: Mark Haskell Smith. Kvikmyndataka: Anthony B. Richmond. Tónlist: Richard Hartley. Aðalhlutverk: David Duchovny, Timothy Hutton, Angelia Jolie, Michael Masse, Peter Stromare. 94 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 241 orð

Matur, vinna og vald í Nýlistasafninu

ANNAÐ í röð þriggja málþinga í tilefni sýningarinnar Flögð og fögur skinn á Listahátíð og útgáfu samnefndrar bókar verður haldið í kvöld, sunnudagskvöldið 31. maí, kl. 21 í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Málþingin eru í samvinnu Menningarsamsteypunnar art.is við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og að þessu sinni verður fjallað um mat, vinnu og vald. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 52 orð

Málverkasýning á Stokkseyri

ELFAR Guðni hefur opnað málverkasýningu í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. Á sýningunni eru vatns­ og olíupastelmyndir sem eru málaðar við suðurströndina, í Þjórsárdal og víðar. Þetta er 33. einkasýning Elfars. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14­22 og lýkur henni 7. júní. ELFAR Guðni með tvö verka sinna. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 567 orð

Morðsaga frá S-Kóreu

Eftir Martin Limón. Bantam Books 1998. 387 síður. BANDARÍSKI spennusöguhöfundurinn Martin Limón ólst upp í Los Angeles og gegndi herþjónustu í bandaríska hernum í tvo áratugi. Helmingi þess tíma eyddi hann í Suður-Kóreu og þar gerast þær þrjá spennubækur sem hann hefur hingað til skrifað. Meira
31. maí 1998 | Fólk í fréttum | 346 orð

Norðlensk fegurð í öndvegi

FEGURÐARSAMKEPPNI Íslands var haldin á Broadway við glæsilega athöfn á föstudagskvöldið þar sem 22 stúlkur víðs vegar af landinu tóku þátt. Það má segja að Akureyringar hafi verið sigurvegarar kvöldsins því stúlkurnar sem lentu í tveimur efstu sætunum koma frá höfuðstað Norðurlands. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 226 orð

Nýjar bækur CARMEN

CARMEN eftir Prosper Mérimée birtist nú óstytt í fyrsta skipti á íslensku. Hún hefur tvisvar verið þýdd á íslensku, en í bæði skiptin stytt. Í þessari nýju útgáfu er stuðst við þýðingu ókunns þýðanda frá 1931. Sæmundur G. Halldórsson sá um endurskoðun textans og samdi skýringar og eftirmála. Sæmundur er lektor í íslensku við Sorbonneháskóla í París. Meira
31. maí 1998 | Myndlist | 902 orð

Safnasafn

Opið frá 10­18 daglega frá 1. maí­ 30 september. Aðgangur 300 krónur, ókeypis fyrir börn. ÞEGAR rýnirinn var staddur á Akureyri á dögunum þótti heimamönnum ástæða til að vekja athygli hans á merkilegu framtaki á Svalbarðsströnd. Meira
31. maí 1998 | Kvikmyndir | 518 orð

Sidney er Cassandra

Leikstjóri: Wes Craven. Handritshöfundur: Kevin Williamson. Aðalhlutverk: Neve Campbell, David Arquette, Jamie Kennedy, Liev Schreiber, Laurie Metcalf, Elise Neal, Jerry O'Connor. Miramax Entertainment 1998. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 31 orð

Síðustu sýningar

SÍÐASTA sýning á Strætóleikritinu Nóttin skömmu fyrir Skógana, eftir franska höfundin Bernard Marie Koltés, verður mánudaginn 1. júní. Með hlutverk fer Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Stephen Hutton. Meira
31. maí 1998 | Fólk í fréttum | 201 orð

Stórt meiðyrðamál í uppsiglingu EITTH

EITTHVERT stærsta meiðyrðamál sögunnar í Bretlandi gæti verið í uppsiglingu, að því er heimildir Variety herma. Greint var frá því á forsíðu sunnudagsútgáfu breska dagblaðsins Daily Mail að leikkonan Brooke Shields hefði verið handtekin í suðurhluta Frakklands "vegna gruns um að hún hefði eiturlyf í fórum sínum". Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 114 orð

Sunnudagur ÁRNASTOFNUN: Þorlákstíðir og fleiri handr

ÁRNASTOFNUN: Þorlákstíðir og fleiri handrit úr Skálholti. Kl. 14. Landakotskirkja: Þorlákstíðir, Voces Thules flytja 1. hluta. Kl. 18. 2. hluti kl. 24. Raðganga: Skipulag og húsagerð í Rvík frá 20. öld. Gengið frá Iðnó kl. 14. Mánudagur Landakotskirkja: Þorlákstíðir, Voces Thules flytja 3. hluta, kl. 12. 4. hluta kl. 18 og 5. hluta kl. 20. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Tolli sýnir landslag og líka fólk

SÝNING Tolla í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, hófst á laugardaginn. Á sýningunni eru ný olíumálverk og vatnslitamyndir og er viðfangsefnið landslag og líka fólk. Tolli hefur haldið fjölmargar einkasýningar innanlands og utan. Sýningin er opin alla daga kl. 11­23.30, en sérinngangur kl. 14­18 og lýkur sýningunni 18. júní. Meira
31. maí 1998 | Menningarlíf | 996 orð

Verð svo hamingjusöm, þegar ég syng þessa ást

"Hvað segirðu? En gaman. Ég vona bara að Íslendingar hafi jafn gaman af að hlusta á mig og ég hef af að syngja þessi lög," sagði Gortsjakova, þegar Morgunblaðið náði tali af henni, er hún átti stund milli stríða austur í Pétursborg. Henni voru þá sögð þau tíðindi, að fljótlega hefðu allir miðar á tónleika hennar selst. Lögin eru rússneskir ástarsöngvar. Meira
31. maí 1998 | Tónlist | 338 orð

...þrungin duldu drama

VERK fyrir flautu, klarínettu, píanó, gítar, víólu, selló og rödd. Tæknideild Ríkisútvarpsins. Hljóðritun fór fram í Víðistaðakirkju í desember 1996, nema nr. 18 (Ego is emptiness f. selló og rödd), sem var hljóðritað í S 12 í Útvarpshúsinu í ágúst 1997. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Hreinn Valdimarsson (nr. 1­17) Hjörtur Svavarsson (nr. 18). Meira
31. maí 1998 | Fólk í fréttum | 703 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð215.40 Húsbóndinn á heimilinu (Man of the House, '95), er klisjukennd gamanmynd um nýja pabbann (Chevy Chase) á heimilinu og kúnstuga árekstra hans við stjúpsoninn (Jonathan Taylor Thomas). Fjölskylduvæn gamanmynd í meðallagi. Sýn17. Meira

Umræðan

31. maí 1998 | Bréf til blaðsins | 608 orð

Er þetta það sem koma skal? Frá Sigmundi MagnússynI.

SÍÐASTLIÐIÐ sumar ákváðum við hjónin að heimsækja Hvalvatnsfjörð. Okkur var í fersku minni lýsing Ómars Ragnarssonar í sjónvarpinu er hann dásamaði þetta svæði sem ásamt Þorgeirsfirði gengur undir nafninu "í Fjörðum". Við ókum út Eyjafjörðinn austanverðan. Rétt innan við Grenivík var skilti við afleggjarinn út í Hvalvatnsfjörð. Gangnamannaskáli við Gil 19 km. Greiðfær jeppavegur. Meira
31. maí 1998 | Aðsent efni | 1561 orð

HÆSTIRÉTTUR OG HUNDADALSHEIÐI

ÁRIÐ 1997, fimmtudaginn 25. september, var í Hæstarétti dæmt í máli nr. 183/1997. Tildrög málsins voru þau að maður nokkur hafði um árabil gengið vopnaður um lönd bænda í Suðurdölum og taldi mönnum trú um að hann væri á rjúpnaveiðum ­ og hefði til þess "fulla heimild". Landeigendur vildu víkja honum burt og töldu hann vera í "heimildarleysi". Meira

Minningargreinar

31. maí 1998 | Minningargreinar | 658 orð

Aðalbjörg Guðbrandsdóttir Thoroddsen

Einhvernveginn er það svo, að í barnslegu hugsunarleysi og amstri daglegs lífs hneigist maður til að halda að sumt fólk hljóti að njóta úrlendisréttar andspænis Manninum með ljáinn. Slíkur er lífsþróttur þess og tilverugleði, að öll hugsun um kvilla, mein, hrörnun eða endadægur handan við hornið virðist fráleit og ógild. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 31 orð

AÐALBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR THORODDSEN

AÐALBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR THORODDSEN Aðalbjörg Guðbrandsdóttir Thoroddsen fæddist á Heydalsá í Strandasýslu 10. nóvember 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 24. apríl. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 578 orð

Ágúst V. Oddsson

Okkar kæri vinur Ágúst V. Oddsson lést á heimili sínu hinn 30. apríl síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Vinátta okkar hófst á Norðurlandamóti íslenskra hesta í Danmörku sumarið 1976. Þar voru þau Gústi og Ella nýtrúlofuð og hamingjusöm að bóka sig inn á hótel um leið og við. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

ÁGÚST V. ODDSSON

ÁGÚST V. ODDSSON Ágúst V. Oddsson fæddist í Ársól á Akranesi 3. apríl 1945. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 12. maí. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Ásta Sighvats

Handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Fóstra mín, eins og ég hef kosið að kalla hana, er látin í hárri elli. Móðir mín kynntist Ástu ungri er hún var vinnukona hjá foreldrum hennar í Reykjavík einn vetur. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 652 orð

Ásta Sighvatsdóttir

Minningarnar hrannast upp þegar ég hugsa um Ástu föðursystur mína sem sofnaði hægt og hljótt svefninum langa fyrir réttri viku, þá nýorðin 101 árs. Lífshlaup hennar spannaði rúma öld, sem er frekar óvenjulegt enda var hún Ásta frænka mín engin venjuleg kona. Þar fór stolt og stórhuga kona sem stýrði lífi sínu og sinna nánustu með árvekni og öryggi. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 482 orð

ÁSTA SIGHVATSDÓTTIR

ÁSTA SIGHVATSDÓTTIR Ásta Sighvatsdóttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1897. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur við Túngötu hinn 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ástgerður Ágústa Sigfúsdóttir, f. á Tjörn á Vatnsnesi 9. janúar 1864, d. í Reykjavík 30. maí 1932, og Sighvatur Kristján Bjarnason, bankastjóri í Reykjavík, f. þar 25. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 72 orð

Guðmundur Brynjólfsson

Elsku afi okkar. Okkur bræðurna langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við munum hvað þú hafðir gaman af uppátækjum okkar t.d. þegar Brynjar fór í þurrkarann. Þú kallaðir okkur strumpana í Býlu. Við munum þegar þú varst síðast með okkur í réttunum, það var haustið 1996, þá bentir þú okkur á kindurnar með stafnum þínum og við drógum þær fyrir þig. Elsku afi, takk fyrir allt. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Guðmundur Brynjólfsson

Kær afi okkar hefur kvatt, fengið þráða hvíld eftir rúmlega árs sjúkralegu. Á skilnaðarstundu setjumst við saman og rifjum upp dýrmætar minningar um hæglátan og dagfarsprúðan mann sem af æðruleysi mætti örlögum sínum. Afi var fæddur á Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd og ól þar allan sinn aldur. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Guðmundur Brynjólfsson

Elsku afi minn. Nú ertu kominn þangað sem við förum öll á endanum. Mér brá auðvitað þegar pabbi sagði mér að þú værir dáinn, þótt við vissum að þetta væri yfirvofandi og gæti gerst á hverri stundu. En minningin er góð. Þú varst góður við menn og dýr, frábær afi með húmorinn og góða skapið á réttum stað og bóndi af guðs náð. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 386 orð

GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON

GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON Guðmundur Brynjólfsson fæddist á Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd 18. desember 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Brynjólfur Einarsson, f. 1.10. 1871, d. 17.7. 1959, bóndi á Hrafnabjörgum og kona hans Ástríður Þorláksdóttir, f. 10.7. 1872, d. 30.3. 1956, frá Hofi á Kjalarnesi. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 686 orð

Sigríður G. Kristinsdóttir

Eitt af því dýrmætasta sem við eignumst á lífsleiðinni er sönn vinátta. Við vorum ekki háar í loftinu, systurnar, þegar við gerðum okkur grein fyrir því, að orðið vinkona merkti eitthvað fallegt og gott, eitthvað eftirsóknarvert, eitthvað sem gæfi lífinu gildi. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Sigríður G. Kristinsdóttir

Haustið 1961 stofnuðum við Guðrún kona mín heimili í Þingholtsstræti 23. Húsráðendur í því húsi voru þá hjónin Þorsteinn Ólafsson, ættaður úr Stykkishólmi, og kona hans, Sigríður Kristinsdóttir, sem á morgun verður lögð til hinstu hvílu. Því er skemmst frá að segja að við teljum það mikla gæfu að hafa ratað í þetta hús og öðlast vináttu þess góða fólks sem þar bjó. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 968 orð

Sigríður G. Kristinsdóttir

Við kveðjum næstkomandi þriðjudag, 2. júní, kæra frænku, vinkonu og móður, Sigríði Kristinsdóttur, sem lést eftir nokkurra mánaða vanheilsu 77 ára að aldri. Hún er öllum harmdauði er henni kynntust. Sigríður, eða Sigga frænka, eins og við kölluðum hana, fæddist í einu af elstu húsum Reykjavíkur, Veltusundi 3B, dóttir hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Kristins Magnússonar, Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 341 orð

Sigríður G. Kristinsdóttir

Ef maður vill eru ærin tilefni til núnings milli nágranna eða fólks sem býr í nábýli. Það er því eðlilega alltaf nokkur spenna í fólki sem flytur búferlum og eignast nýja granna. Þannig vissum við ekki hvernig sambýlið við hjónin á neðri hæðinni yrði þegar við fluttum hingað á Grenimelinn fyrir 15 árum með tvö ung börn en af barnafólki stafar oftast meiri órói og ónæði en öðrum. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 195 orð

SIGRÍðUR G. KRISTINSDÓTTIR

SIGRÍðUR G. KRISTINSDÓTTIR Sigríður G. Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir, húsmóðir, og Kristinn E. Magnússon, bakarameistari. Sigríður ólst upp í Þingholtsstræti 23, og hóf þar einnig sinn búskap þar til hún flutti 1974. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 390 orð

Stan A. Clark

Ég held ég hafi kynnst Stan allvel þau tvö skipti sem ég og Ásdís kona mín, systir Valborgar, dvöldum á heimili þeirra hjóna (1963 og 1980). Hann var sívinnandi, annaðhvort á verkstæðinu sem hann útbjó heima hjá sér, eða í einhverri byggingunni sem hann var að vinna við. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 217 orð

STAN A. CLARK

STAN A. CLARK Stan A. Clark fæddist í Mankato í Minnesota 6. febrúar 1928 þar sem faðir hans var bóndi. Hann var yngstur 12 systkina. Hann lést á heimili sínu í Kaliforníu hinn 11. maí síðastliðinn, rúmlega sjötugur að aldri. Eftirlifandi kona hans er Valborg Kjartansdóttir Clark. Hún er fædd í Reykjavík 4. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Valmundur Antonsson

Elsku afi, það er ekki auðvelt að ímynda sér að þú sért farinn frá okkur. Í þau fáu skipti sem við komum að heimsækja ykkur ömmu Rúnu í Vanabyggðina fann maður alltaf hlýju og umhyggju ykkar. Þú varst ávallt góður og fjörugur og gast alltaf komið manni í gott skap. Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi, og þökkum þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við áttum saman. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Valmundur Antonsson

Elsku besti afi minn. Nú sefur þú svefninum langa og friður er kominn yfir þig. Ég veit að amma Rúna hefur tekið vel á móti þér. Það eru aðeins átta mánuðir síðan hún kvaddi okkur og ég veit að þú saknaðir hennar mikið, því þið voruð svo samrýnd og miklir félagar. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 595 orð

Valmundur Antonsson

Látinn er elskulegur afi okkar, Valmundur Antonsson, afi Valli. Okkur systkinin langar að kveðja afa og minnast hans í fáum orðum. Fyrstu minningarnar um afa eru frá bernsku okkar þegar við bjuggum í Einholtinu og fengum að koma og gista í Vanabyggðinni hjá afa Valla og ömmu Rúnu. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Valmundur Antonsson

Mig langar að skrifa nokkrar línur í minningu um langafa minn. Afi Valli er farinn frá okkur þótt erfitt sé að hugsa sér það. Það er erfitt að ímynda sér Vanabyggð 4F án þín, elsku afi minn, en í minningunni voruð þið amma Rúna fastur punktur í uppvexti og daglegu lífi mínu. Það eru margar ánægjustundir dýrmætar í minningunni þegar ég lít til baka, t.d. Meira
31. maí 1998 | Minningargreinar | 134 orð

VALMUNDUR ANTONSSON

VALMUNDUR ANTONSSON Valmundur Antonsson fæddist á Akureyri 29. september 1913. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anton Björn Tómasson og kona hans, Jakobína Sigurðardóttir, sem búsett voru á Akureyri. Bræður Valmundar voru Óskar, Gunnar, Sölvi, Hjalti og Tómas. Valmundur kvæntist 8. Meira

Daglegt líf

31. maí 1998 | Bílar | 292 orð

Alvöru sportbíll frá Audi

AUDI hefur sent frá sér fyrstu myndirnar af TT sportbílnum sem kynntur var sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt 1995. Framleiðslubíllinn, sem kemur á markað næsta haust, er lítið breyttur frá fyrstu hugmyndinni og er ætlað að keppa á sama markaði og Porsche Boxter en ólíklegt þykir að BMW Z3 eða Mercedes-Benz SLK nái að skyggja á þennan bíl. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 451 orð

Bandalög stærri flugfélaga mun meiri ógnun

STEINN Logi Björnsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða segist ekki óttast samkeppni frá nýju og umdeildu afsláttarflugfélagi British Airways, Go, sem selur flugfargjöld á helmingi lægra verði en ýmsir keppinautar. Í staðinn beinast áhyggjur Flugleiðamanna að samstarfsflugfélögum bandalaga ýmissa stóra flugfélaga sem ekki telja sig geta starfað ein. Meira
31. maí 1998 | Bílar | 129 orð

Bond hjólið til Íslands

B&L, umboðsaðili BMW, Renault og Hyundai, hefur gengið frá því við BMW í Þýskalandi að fá hingað til lands BMW R1200C, sama hjól og James Bond fór svo fimlega með í nýjustu Bond kvikmyndinni. Það er með fjögurra strokka, 1.170 rúmsentimetra vél sem skilar 61 hestafli. Hjólið verður sýnt á bílasýningu B&L í Perlunni 12. og 13. júní næstkomandi. Meira
31. maí 1998 | Bílar | 580 orð

Engum líkur

FYRSTA Volkswagen Bjallan kom til landsins í byrjun vikunnar og varð strax uppi fót og fitur meðal bílaáhugamanna sem hafa fylgst með fæðingu þessa sérstæða bíls. Hann var frumkynntur sem hugmyndabíllinn Concept 1 á bílasýningunni í Detroit 1994. Meira
31. maí 1998 | Bílar | 289 orð

Fyrsti aftanívagninn frá Ekeri

STILLING hf. hefur selt fyrsta aftanívagninn frá finnska fyrirtækinu Ekeri hér á landi. Kaupandinn er Viggó ehf. Ekeri var stofnað árið 1945 og hefur framleitt aftanívagna af ýmsum gerðum frá stofnun. Helstu kostir aftanívagna fyrirtækisins er að það er hægt að opna alla hliðina á þeim. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 155 orð

Gengið um Reykjavík

FERÐASKRIFSTOFAN Landnáma býður upp á þriggja klukkustunda gönguferðir um elsta hluta Reykjavíkur. Þátttakendur fræðar um sögu gamalla bygginga og tilgang og skyggnast inn í líf bæjarbúa þegar Reykjavík var aðeins lítið sveitaþorp með örfáum húsaþyrpingum í kringum Aðalsstræti. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 426 orð

Hinn eini rétti ferðamáti

FÉLAG húsbílaeigenda var stofnað 23. ágúst 1983 og er því 15 ára á þessu ári. Stofnfélagar voru tíu talsins, en nú eru skráðir félagar nálægt fimm hundruð. Sigríður Arna Arnþórsdóttir, formaður félagsins, segir félagsmenn mjög virka í starfseminni. "Yfir vetrartímann vinna margir í því að breyta og bæta ýmislegt í bílunum og þegar vorar byrja menn ferðasumarið á Geysi. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 99 orð

Hópar til Brussel

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn býður leiguflugsferð til Brussel næsta haust, 5.-8. nóvember. Flogið verður frá Íslandi á föstudagsmorgni kl. 8 og komið til baka á sunnudagskvöldi kl. 21.30. Meira
31. maí 1998 | Bílar | 77 orð

Isuzu til Japan

JAPANSKI bílaframleiðandinn Isuzu í Bandaríkjunum hefur hafið útflutning á Rodeo jeppanum sem framleiddur er í Indiana til Japan. Alls verða fluttur út 18 þúsund jeppar sem eru með stýrið hægra megin og sérstaklega framleiddir fyrir Japansmarkað. Auk þess verða framleiddir 122 þúsund jeppar fyrir Bandaríkjamarkað á þessu ári. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 212 orð

Langvinsælast að sóla sig á ströndinni

SÓL og baðstrendur eru lang efst á óskalista þeirra Evrópubúa sem fara til útlanda í frí, ef marka má niðurstöður könnunar sem Evrópska ferðamálaráðið lét gera um ferðalög Evrópubúa á síðasta ári. 32% þeirra sem þá fóru í frí leituðu í sólina, alls um 57,5 milljónir manna. Borgarferðir voru næstvinsælastar, 30,8 milljónir fóru í slíkar ferðir eða 17% af heildinni. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 1474 orð

Langþreyttarog áhyggjufullarflugáhafnirFlugfélög þurfa að taka sem fyrst á vaxandi ofbeldi farþega gegn flugáhöfnum, segir Þóra

Í nýlegu eintaki af Húsi og Híbýlum var tekið hús á manni nokkrum og ýmsir forvitnilegir munir hans skoðaðir. Voru margir þeirra komnir langt að, t.d. kirkjuklukkur sem maðurinn hafði haft sem handfarangur. Sú þyngsta vóg 80 kíló. Aðspurður um flutning á klukkunum sagði hann: "Þegar ég hef tekið þessar klukkur með mér sem handfarangur hef ég sett þær í mjög sakleysislega bréfpoka. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 98 orð

Sagan rakin í máli og myndum

UMHVERFISMÁLARÁÐ Reykjavíkur og staðarhaldari í Viðey hafa gefið út veglegan bækling um Viðey, sögustað við sund. Í bæklingnum er meðal annars að finna kort af eyjunni með nítján númeruðum kennileitum sem nánar er fjallað um í texta. Þá er saga Viðeyjar rakin. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 466 orð

Súrsaðar gúrkur með sírópi í hleruðu herbergi

SAGAN segir að á rússneska veitingastaðnum Saslik í hjarta Helsinkiborgar hafi norski njósnarinn Arne Treholt setið löngum stundum á leynifundum með félögum sínum austan við járntjaldið sem þá var. Það koma enn gestir að austan og borða á Saslik, enda staðurinn einn sá besti margra rússneskra veitingastaða í höfuðborg Finnlands. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 300 orð

Verður á við 60 hæða skýjakljúf

STÆRSTA stytta í heimi er í Svörtuhæðum í Suður-Dakota í Bandaríkjunum, en henni er ætlað að verða varanlegur minnisvarði um þekktasta stríðsmann Sioux-indjána, Crazy Horse eða Brjálaða-Hest. Myndhöggvarinn Korcazk Zilokowski hóf verkið sumarið 1948 en þá hafði undirbúningur staðið yfir í tæpan áratug. Meira
31. maí 1998 | Bílar | 971 orð

Verksmiðjur og söfn í Evrópu

Heritage bílasafnið er í Gaydon við Stratford up on Avon, þar sem höfuðskáld Englendinga, William Shakespeare, sleit barnsskónum. Bílasafnið í Gaydon er fáeina kílómetra frá Stratford. Þar er að finna flest alla bíla í enskum bílaiðnaði sem tilheyra fyrirtækjum í Rover samsteypunni, þar á meðal Formula 1 kappakstursbíla og jeppa af öllum gerðum. Meira
31. maí 1998 | Bílar | 124 orð

VW smárúta

JÁKVÆÐ viðbrögð almennings og feiknagóð sala á nýju VW Bjöllunni í Bandaríkjunum hefur komið mörgum í opna skjöldu. Velgengnin hefur hvatt VW til enn frekari dáða ef marka má fréttir í erlendum blöðum. Hermt er að VW skoði nú framleiðslu á tveimur bílum þar sem horft er um öxl og útlit fornfrægra bíla fært til nútímalegri hátta. Meira
31. maí 1998 | Ferðalög | 931 orð

Þótti galinn fyrir þrjátíu árum ­ en draumurinn hefur nú ræst Fyrsta hótelið í Kulusuk á Austur- Grænlandi hefur verið opnað.

FLUGFARÞEGI frá Íslandi til Grænlands stígur jafnan fæti á jörð við Kulusuk á austurströndinni. Oftast heldur hann líklega fljótlega áfram til Ammassaslik eða jafnvel alveg yfir til höfuðborgarinnar Nuuk, á vesturströndinni. Lítið hefur verið í boði fyrir ferðamenn í Kulusuk, en nú stendur til að breyta því og fyrsta skrefið raunar verið stigið með byggingu hótels við þorpið. Meira

Fastir þættir

31. maí 1998 | Í dag | 153 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 31. maí, verður níræð Guðlaug Guðrún Guðlaugsdóttir, Efstalandi 10, Reykjavík. Guðlaug tekur á móti ættingjum og vinum í Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ 105, í dag, milli kl. 15 og 18. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. júní, verður sjötug Þóra Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 29. Meira
31. maí 1998 | Í dag | 230 orð

Að fá byr undir báða vængi 22. marz sl. var rætt um orðalagið að fá byr

22. marz sl. var rætt um orðalagið að fá byr í seglin. Tilefnið var það, að lesandi þessara pistla sagðist hafa heyrt talað um, að eitthvert mál hefði fengið byr undir seglin.Var ég sammála honum um það, að hér væri röng notkun á þekktu orðtaki úr sjómannamáli, og skýrði það svo nánar. Meira
31. maí 1998 | Í dag | 469 orð

AFNARFJÖRÐUR fékk kaupstaðarréttindi 1. júní árið 1908 ­

AFNARFJÖRÐUR fékk kaupstaðarréttindi 1. júní árið 1908 ­ fyrir 90 árum. Fleiri merkisatburðir heyra til þeim vikudögum sem framundan eru. Kennarasamband Íslands var stofnað 3. júní árið 1980. Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag Íslands, var stofnað 3. júní árið 1937. Á fyrstu dögum júnímánaðar fæddust og ýmsir þekktir menn í listasögu okkar, m.a. Meira
31. maí 1998 | Fastir þættir | 230 orð

Áskirkja.

Á MORGUN, annan í hvítasunnu, syngur sr. Þórir Stephensen hátíðarmessu í Viðeyjarkirkju kl. 14 með aðstoð dómorganista og Dómkórs. Eftir messu verður stutt staðarskoðun. Kaffiveitingar verða á boðstólum í Viðeyjarstofu. Sérstök ferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Aðrar bátsferðir eru á klukkustundarfresti klukkan 13 til 17. Áskirkja. Meira
31. maí 1998 | Í dag | 523 orð

Hver kannast við þessar myndir? KANNAST einhver við fólkið á

KANNAST einhver við fólkið á þessum myndum? Ef svo er vinsamlega hafið samband við Kristin í síma 4214145. Hver er fatlaður? NÝLEGA flutti Illugi Jökulsson áhugaverðan pistil í morgunútvarpið á Rás 2 um ungling sem var að búa sig undir próf í íslensku í framhaldsskóla og þurfti að læra um hin ýmsu hljóð í íslensku. Hann nefndi hin ýmsu hljóð í íslensku m.a. Meira
31. maí 1998 | Dagbók | 683 orð

Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lagarfoss og Trinket

Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lagarfoss og Trinket koma væntanlega í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss er væntanlegur á morgun. Fréttir Kattholt. Flóamarkaðurinn opinn þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14­17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Opið þriðjudaga kl. Meira

Sunnudagsblað

31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2707 orð

Að geta flogið

EIÐUR Smári hefur sannarlega fetað í fótspor föðurins ­ og vonandi jafnar hann sig á meiðslunum og skráir nafn sitt í sögubækur fyrir frækilega frammistöðu á knattspyrnuvöllum álfunnar, eins og Arnór gerði. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 629 orð

Andi 68 stuðlaði að hruni kommúnismans

"ÉG þreytist aldrei á að reyna að útskýra fyrir fólki að 68 var aldrei hefðbundið stjórnmálalegt byltingarafl. Þetta var uppreisnarhreyfing. Þrátt fyrir að borið hafi á vinstri öfgahópum fer því fjarri að hægt sé að flokka hreyfinguna til vinstri eða hægri. Andi 68 var handan við litróf stjórnmálanna. Ungmenni stefndu huglægum gildum gegn hlutlægum gildum, valdboði og stöðnun. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2000 orð

ATLAGA AÐ NORÐURMJÓDD Í BREIÐHOLTI

SVONEFND Norður-Mjódd er autt svæði, sem takmarkast að vestan af Reykjanesbraut, norðan og austan af Stekkjarbakka og að sunnan af Álfabakka. Samkv. skipulagi 1962 ­ 1983 átti þetta svæði að vera lítið en snoturt útivistarsvæði með lágum gróðri og göngustígum og svo bekkjum, þar sem menn gætu setzt og hvílt sig á góðviðrisdögum. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 344 orð

Atvinnuauglýsingar Gluggakerfisforritun í Danmör

TVÆR stöður við gluggakerfisforritun í Umhverfisupplýsingadeild verkfræðistofnunarinnar Danish Hydraulic Institute í Danmörku eru lausar til umsóknar. Verksvið deildarinnar er hönnun og þróun notendaviðmóts og annars hugbúnaðar til meðhöndlunar gagna fyrir reiknilíkön DHI. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í tölvunarfræði eða verkfræði og/eða þekkingu og reynslu á viðkomandi sviðum. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1289 orð

Á VEGUM ÚTI Leikstjórinn Terry Gillia

LEIKSTJÓRINN Terry Gilliam er galdrakarl í kvikmyndagerð. Enginn gerir myndir eins og hann. Samstarf hans með Monty Python hópnum er annálað og sprakk ærlega út í einhverri skemmtilegustu tímaflakksmynd sem gerð hefur verið, Tímaþjófunum eða "Time Bandits". Eftir það gerði hann myndir eins og Brazil og Bilun í beinni eða "The Fisher King" og nú síðast Tólf apa, "Twelve Monkeys". Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 196 orð

Bítlabær

BÍTLABÆRINN Keflavík heitir diskur sem Geimsteinn gefur út og hefur meðal annars að geyma gamlar og óútgefnar upptökur með Hljómum. Diskurinn er gefinn út í tengslum við Poppminjasafnið í Keflavík. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1730 orð

Bjargvættur eða barnabarn Hitlers? Á skömmum tíma hefur Frelsisflokkur Jörgs Haiders, sem er yst á hægri vængnum í austurrískum

JÖRG Haider, leiðtoga austurríska Frelsisflokksins, hefur verið líkt við flest þekktustu illmenni 20. aldar. Sökum öfgafullra skoðana sinna og hins austurríska uppruna síns hefur hann verið nefndur "barnabarn Hitlers" en aðrir telja nærtækara að líkja honum við bandaríska kynþáttahatarann illræmda David Duke. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 751 orð

Dæmi um gróft klám

RÁÐHERRAR á ráðstefnu evrópskra ráðherra í Bonn í fyrra lögðu mikla áherslu á hlutverk einkaaðila í að verja hagsmuni neytenda og hafa siðferðislegar kröfur í heiðri. Í því sambandi var lýst yfir eindregnum stuðningi við ályktun Evrópuráðsins frá því í febrúar í fyrra varðandi ólögmætt og skaðlegt efni á Netinu. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 599 orð

»Ensími í litsterkum ljósum Á POPP í Reykjavík tónleikunum í Loftkastalan

Á POPP í Reykjavík tónleikunum í Loftkastalanum um næstu helgi stíga á stokk í fyrsta sinn ýmsar sveitir, þar á meðal ein, Ensími, sem heldur þá fyrstu eiginlegu tónleika sína, en þó er sveitin að ljúka við breiðskífu. Ensími skipa tónlistarmenn úr ýmsum áttum og liðsmenn mjög svo ólíkra sveita. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1564 orð

Framkvæmdastjóri með ritföng í blóðinu

Jóhann Ingi Kristjánsson er eigandi og framkvæmdastjóri skólavöruverslunarinnar Griffils. Hann fæddist árið 1975 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands hóf hann störf hjá ritfangaversluninni Griffli, sem þá var í Síðumúla, en hafði áður rekið bókamarkað í Verzlunarskólanum á útskriftarári sínu. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1594 orð

Hin klónaða Dollý ­ lambið sem skók heiminn Í Febrúar 1997 komst gimbrin Dollý í heimsfréttirnar sakir sérstæðs ætternis. Hún

Hin klónaða Dollý ­ lambið sem skók heiminn Í Febrúar 1997 komst gimbrin Dollý í heimsfréttirnar sakir sérstæðs ætternis. Hún varð ekki til við kynæxlun heldur var hún einræktuð úr kindajúgri. Í kjölfarið varð einræktun (klónun) umræðuefni allra hugsandi manna, segir Arnar Pálsson. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 498 orð

Hjólin farin að snúast

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir árlegum barna- og unglingaveiðidegi sínum við Elliðavatn laugardaginn 6. júní næstkomandi. Gengur uppákoman undir nafninu "Veiðimót barna og unglinga 16 ára og yngri" og er þátttaka ókeypis. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 3468 orð

Hljóðfæraleikari í nær hálfa öld Árni Scheving er einstaklega fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, en

ÞEGAR ég steig út úr bifreið við glæsilegt einbýlishús númer 6 við Gljúfrasel í Seljahverfi í Reykjavík veitti ég því athygli að þar er óvenju gróðursælt. Stórar aspir og grenitré prýða umhverfið og þaðan af hæðinni er útsýni yfir í Kópavoginn, Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 654 orð

JÓNAS VAR VEL AÐsér í öllum greinum náttúruvísinda og hafði yfirsýn

JÓNAS VAR VEL AÐsér í öllum greinum náttúruvísinda og hafði yfirsýn og umburðarlyndi þess ræktaða vísindamanns sem veit að hann hefur ekki höndlað allan sannleik. Samt fjallar hann um sannleika í leit sinn að þeim kjarna tilverunnar sem við köllum guð. Hvað sem náttúrulögmálum líður vitum við að stökkbreytingar verða fyrir tilviljun og ekkert verður sagt um orsakir þeirra. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 354 orð

Kom þú, Andi friðar og kærleika!

Kom þú, Andi friðar og kærleika! Hér fer á eftir bæn Jóhannesar Páls páfa II fyrir annað undirbúningsárið ­ ár Heilags Anda ­ að fagnaðarárinu 2000. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2382 orð

KONAN Í KONTRAPUNKTI

KONUR hafa ekki verið mjög áberandi í spurningaþáttum í sjónvarpi, og síst af öllu í samnorrænum þáttum eins og Kontrapunkti, þar sem keppendur þurfa helst að þekkja hvern einasta konsert, aríu og sinfóníu sem samin hafa verið síðustu aldirnar. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 3080 orð

Lífróður í Landsbanka Landsbankinn mun ekki tapa á uppgjöri Sambandsins, að sögn Sverris Hermannssonar fyrrverandi bankastjóra.

Lífróður í Landsbanka Landsbankinn mun ekki tapa á uppgjöri Sambandsins, að sögn Sverris Hermannssonar fyrrverandi bankastjóra. Á sínum tíma var talið að tapshætta bankans vegna Sambandsins væri um þrír milljarðar. Það kom í hlut Sverris að gæta hagsmuna bankans gagnvart þrotabúum stórra viðskiptavina. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 55 orð

Óttast að stríð skelli á EHUD Barak, leiðtogi

EHUD Barak, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, sakaði nýverið Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins, um að vera að etja Ísrael út í styrjöld við nágrannaríkin með stjórnarstefnunni. Barak er formaður Verkamannaflokksins. Hann sagði að Netanyahu hefði grafið undan öllu trausti arabaríkja á Ísrael og stefndi í stórhættu tengslum við Bandaríkin, mikilvægasta bandamann Ísraels. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 256 orð

Puertoríkanarapp

RAPP er ekki bara fyrir lita; bæði er að bleiknefjum hefur á stundum tekist bærilega upp og svo að aðrir minnihlutahópar, til að mynda spænskumælandi, hafa á köflum náð prýðilegum árangri á rappsviðinu. Þar í sveit skipar sér Big Punisher sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir skemmstu. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 448 orð

Ríki og önnur sveitarfélög borga hærri laun

MEÐALLAUN starfsmanna Reykjavíkurborgar eru lægri en starfsmanna annarra sveitarfélaga. Mestur er munurinn hjá starfsmönnum sem falla undir flokkinn "tæknihópur". Þar hafa landsbyggðarstarfsmenn 13,1% hærri laun en borgarstarfsmenn og í flokknum "fræðslumál" hafa starfsmenn sveitarfélaga á landsbyggðinni 12,5% hærri laun en borgarstarfsmenn. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1650 orð

Sambandið seildist til ítaka í Eimskip Saga Eimskipafélags Íslands er nýkomin út. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur segir Hildi

SAGA Eimskipafélags Íslands frá upphafi til nútíma er nýkomin út; mjög yfirgripsmikil bók með fjölda mynda. Hún er byggð á rannsókn Guðmundar Magnússonar, sagnfræðings á skjalasafni Eimskipafélagsins, auk opinberra skjala og ýmissa einkaskjala. "Ég hef haft fullan aðgang að öllum skjölum félagsins. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 3882 orð

SARAJEVO Höfuðborg Bosníu-Herzegovínu er illa farin eftir tæplega fjögurra ára umsátur í stríðinu, sem lauk fyrir tveimur árum.

SARAJEVO Höfuðborg Bosníu-Herzegovínu er illa farin eftir tæplega fjögurra ára umsátur í stríðinu, sem lauk fyrir tveimur árum. Þegar komið er til Sarajevo fyrsta sinni er sannast sagna hálfeinkennilegt að heyra að gífurleg uppbygging hafi átt sér stað í borginni síðan stríðinu lauk, slík er eyðileggingin. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2061 orð

Stíflan brast

FLAKSANDI mussur, sítt hár og fótlaga skór. Með kæruleysislegt yfirbragð að markmiði hugaði 68-kynslóðin að hverju smáatriði í útliti sínu. Formfestunni varð að ryðja úr vegi til að rýma fyrir hinum fögru hugsjónum ­ fullkomnu frelsi og friði. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2203 orð

SVERULEIKI EÐA VÍSINDASKÁLDSKAPUR? Roslin rannsóknastofnunin í

ROSLIN rannsóknastofnunin var formlega stofnuð í apríl árið 1993 og er hún starfrækt í fallegu umhverfi í útjaðri Edinborgar, hinnar fornu höfuðborgar Skotlands. 300 manns vinna hjá stofnuninni og er hlutverk hennar að rannsaka húsdýr og stuðla að ræktun þeirra, m.a. með kynbótum. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 228 orð

Svörin voru ekki til reiðu

"ÍMYNDUNARAFLIÐ til valda" var eitt af vinsælustu slagorðunum í stúdentauppreisninni í París vorið 1968. Nútíminn hefur opinberað hvernig ímyndunaraflið brást 68-kynslóðinni að mati greinarhöfundanna Christopher Dickey og Judith Warner í nýjasta hefti tímaritsins Newsweek. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 1499 orð

Útdráttur úr hluthafasögu Eimskipafélags Íslands

Félagið var stærsta hlutafélag á Íslandi þegar það var stofnað í janúar 1914. Upphaflega voru hluthafar 7.000 en þegar hlutafjársöfnun lauk 1917 voru þeir orðnir 14.779, þar af 1.219 í Íslendingabyggðum í Vesturheimi. Flestir áttu litla hluti, 25 kr. og 50 kr. bréf. Rúmlega 90% hluthafa áttu hluti sem voru lægri en 500 kr. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 81 orð

Verðlaun fyrir úrvalsmjólk

Laxamýri-Verðlaunaafhending fyrir úrvalsmjólk sem lögð var inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga á sl. ári, fór fram á aðalfundi samlagsins nú í vikunni. Fram kom að frumutala er lægst hjá þingeyskum mjólkurframleiðendum yfir landið, en á undanförnum árum hafa bændur unnið mjög mikið að því að bæta framleiðslu sína og heilbrigði kúa. Meira
31. maí 1998 | Sunnudagsblað | 2009 orð

Vinnan er besta lyfjagjöfin Ný atvinnustarfsemi vekur alltaf forvitni, og ekki síður ef framkvæmdamaðurinn er þegar kunnur fyrir

Á VORDÖGUM er allt sem nýtt í náttúrunni og blómin taka að gróa, við Íslendingar erum þó ekki öllum heillum horfnir í blómaræktinni yfir vetrartímann, þá rækta framtakssamir atorkumenn rósir og og önnur skrautblóm í gróðurhúsum til þess að gleðja augu og ilmskyn samlandanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.