Greinar þriðjudaginn 9. júní 1998

Forsíða

9. júní 1998 | Forsíða | 177 orð

169 skilaboð á dag

HVERJUM og einum skrifstofumanni berast að meðaltali 169 skilaboð á hverjum vinnudegi um síma, tölvu, talhólf og með hefðbundnum pósti auk annarra boðleiða. Er þetta niðurstaða rannsóknar er fram fór í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og greint var frá í gær. Meira
9. júní 1998 | Forsíða | 238 orð

Air France setur úrslitakosti

STJÓRNENDUR franska ríkisflugfélagsins Air France ætla að reyna að binda enda á verkfall flugmanna félagsins með því að setja þeim úrslitakosti. Verkfallið hefur staðið á aðra viku og að mestu lamað starfsemi félagsins, og mikil hætta hefur verið talin á að það setti heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem hefst í Frakklandi á morgun, úr skorðum. Meira
9. júní 1998 | Forsíða | 158 orð

Bítlarnir sungu saman

EFTIRLIFANDI meðlimir hljómsveitarinnar The Beatles, eða Bítlanna, komu saman í gær til minningar um Lindu McCartney, eiginkonu Pauls, en hún lést í apríl sl., 56 ára. Minningarathöfnin um Lindu fór fram í kirkju við Trafalgar-torg í London og var þetta í fyrsta sinn síðan 1969 sem þeir Ringo Starr, George Harrison og Paul McCartney stigu saman á svið. Meira
9. júní 1998 | Forsíða | 303 orð

Óvissa um hver taki við

HERRÁÐ Nígeríu kom saman til fundar í gærkvöldi í kjölfar fráfalls Sanis Abachas, fyrrverandi hershöfðingja og einræðisherra í landinu, í gærmorgun. Á fundinum átti að ræða hver mundi taka við af Abacha. Meira
9. júní 1998 | Forsíða | 261 orð

Varað við blóðbaði í Kosovo

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) bannaði í gær nýjar fjárfestingar í Serbíu til að refsa Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, fyrir að beita hervaldi í Kosovo-héraði. Paskal Milo, utanríkisráðherra Albaníu, varaði við því að albanski meirihlutinn í Kosovo stæði frammi fyrir álíka blóðsúthellingum og urðu í Bosníu vegna aðgerða serbneskra öryggissveita. Meira

Fréttir

9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð

21 bjargaðist en 17 fórust

ÍSLENSKUR skipstjóri, Björgvin Ármannsson frá Hveragerði, bjargaðist ásamt 20 öðrum en 17 fórust þegar línuskipið Sudurhafid sökk undan strönd Suður- Georgíu, ekki langt frá Suðurskautslandinu, sl. laugardag. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

28 kærðir fyrir hraðakstur

28 ÖKUMENN hafa undanfarna daga verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Hólmavíkurlögreglu. Umdæmið nær frá Holtavörðuheiði miðri og vestur í botn Ísafjarðar. Af þessum 28 ökumönnum hafa verið margir fjölskyldufeður á ferð með fjölskylduna. Enginn af þessum ökumönnum hefur verið sviptur ökuleyfi vegna akstursins en tveir þeirra fór nærri því. Meira
9. júní 1998 | Miðopna | 425 orð

35 ára rokksveit

BRESKA rokkhljómsveitin The Rolling Stones, sem er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds í ágúst, var stofnuð í Lundúnum fyrir 35 árum. Hljómsveitin, sem dregur nafn sitt af lagi eftir blússöngvarann Muddy Waters, var á sínum tíma talin svar við Bítlunum; ögrandi og spennandi mótvægi við slétt og fellt yfirbragð síðarnefndu hljómsveitarinnar. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Aðsúgur gerður að lögreglu

TALIÐ er að um þrjátíu manns hafi gert aðsúg að lögreglumönnum í Keflavík fyrir utan samkomuhúsið í Sandgerði aðfaranótt sunnudags, er þeir reyndu að handtaka karlmann fyrir ölvun og óspektir. Einn karlmaður var handtekinn til viðbótar og er líklegt að mennirnir tveir verði kærðir m.a. fyrir það að torvelda störf lögreglunnar. Meira
9. júní 1998 | Miðopna | 340 orð

Aflýstu hljómleikum í Bretlandi vegna nýrra skattalaga

HLJÓMSVEITIN The Rolling Stones, sem nú er að hefja hljómleikaferð um Evrópu, hefur aflýst þeim hljómleikum, sem áttu að verða í Bretlandi í ágúst. Eru ýmsar ástæður nefndar til en breskir fjölmiðlar segja, að aðalástæðan sé ný skattalög í Bretlandi. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 390 orð

Alþjóðaráðstefna um Norðurlöndin og kalda stríðið 1945­1991

FJÖLMÖRG rit, sem brugðið hafa nýju ljósi á hlutverk Norðurlandanna í kalda stríðinu, hafa komið út á undanförnum árum. Í tilefni þess munu Woodrow Wilsonstofnunin í Washington DC, The London School of Economics and Political Science og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efna til alþjóðlegrar ráðstefnu 24.­27. júní nk. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Auglýsingaherferð DV

AUGLÝSINGAHERFERÐ DV sópaði til sín verðlaunum í alþjóðlegri auglýsingasamkeppni sem haldin var á vegum tímaritsins Editor and Publisher og International Newspaper Marketing Association. Auglýsingar voru valdar úr rúmlega 1.800 innsendingum frá 27 löndum. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Heimsþingi INMA 98 í Amsterdam en þingfulltrúar eru um 350 frá 40 löndum. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 145 orð

Borgaraflokkar snúa bökum saman

ÞRÍR sænsku stjórnmálaflokkanna stóðu í gær saman að auglýsingu þar sem þeir heita því að fjölga störfunum um 300.000 fái þeir til þess umboð í þingkosningunum í september. Segja má, að með auglýsingunni, sem birtist í Dagens Nyheter, hafi flokkarnir, Hægriflokkurinn, Miðflokkurinn og Kristilegi demókrataflokkurinn, hafið baráttuna fyrir kosningarnar, sem verða 20. september. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 378 orð

Deiluaðilar hvattir til að leggja niður vopn

TALSMAÐUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta tilkynnti í gær að Clinton hefði á sunnudag hringt í forseta Erítreu og Eþíópíu og hvatt þá til að binda endi á átök landanna sem hófust í síðustu viku. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

DIETER ROTH

ÞÝSK-svissneski myndlistarmaðurinn Dieter Roth lést í Basel í Sviss föstudaginn 5. júní sl. Dieter var fæddur í Hannover í Þýskalandi árið 1930. Af mörgum hefur Dieter Roth verið viðurkenndur sem einn frumlegasti og afkastamesti listamaður þessarar aldar. Dieter bjó á Íslandi um árabil og hafði mikil áhrif á þróun íslenskrar myndlistar á 7. og 8. áratugnum. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

DREGIÐ hefur verið í getraun Leppin sport og E

DREGIÐ hefur verið í getraun Leppin sport og Emmessíss, sem fram fór 10. maí. Eftirtaldir hlutu vinning og hafa bréf verið send vinningshöfum. Vinningshafar sem ekki hafa sótt vinninga geta haft samband við Þórdísi hjá Leppin sport. Vinningar voru íþróttadrykkir fyrir krakka og unglinga og einnig Orkuflaugar frá Emmessís. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Eftirskjálfti á Hellisheiði

JARÐSKÁLFTI sem mældist 3,6 stig á Richter varð rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Upptök skjálftans voru norðan við Skálafell á Hellisheiði, í sömu sprungu og stærstu skjálftarnir urðu í síðustu viku. Meira
9. júní 1998 | Landsbyggðin | 261 orð

Eggerti Ólafssyni reistur minnisvarði á Ingjaldshóli

UM þessar mundir vinnur Páll Guðmundsson, myndlistarmaður frá Húsafelli, að minnisvarða um Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðing og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Eggert ólst upp á Ingjaldshóli hjá móðurbróður sínum Guðmundi Sigurðssyni sýslumanni og gekk síðar að eiga einkadóttur hans Ingibjörgu, frænku sína. Minnisvarðinn er að mestu leyti fullgerður og bíður nú uppsetningar. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Erfðaréttur aðalsmanna afnuminn

BRESK stjórnvöld gerðu í gær ljóst að þau hygðust afnema rétt breskra aðalsmanna til að sitja í lávarðadeild breska þingsins. Þessi réttur aðalsmanna er aldagamall og hefur gengið í erfðir en um helmingur fulltrúa í lávarðadeildinni nú á sæti sitt þar að þakka ætterni sitt. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 539 orð

Fannst á jarðskjálftamælum í 150 kílómetra fjarlægð

UPP úr hádegi á sunnudag féll stór skriða úr Lómagnúp vestan Skeiðarársands og fór hún yfir vegarslóða þann sem liggur að Núpsstaðarskógum. Einar Kjartansson, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði að afl skriðunnar hefði verið slíkt að hún hefði komið fram á jarðskjálftamælum á Hveravöllum sem eru í um 150 kílómetra fjarlægð. Meira
9. júní 1998 | Landsbyggðin | 151 orð

Fjórar konur heiðraðar á Neskaupstað

Neskaupstað-Sjómannadagshátíðin var með hefðbundnum hætti í frekar köldu veðri fyrstu tvo dagana en ágætu veðri á sjálfan sjómannadaginn. Hátíðarhöldin hófust á föstudag með sjóstangaveiðimóti og þann dag var miðbærinn skreyttur með fánum. Mótið hélt svo áfram á laugardag. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 91 orð

Flug að stöðvast í Noregi

HÆTTA er á, að allt flug í Suður- Noregi stöðvist nk. föstudag vegna verkfalls flugumferðarstjóra, tæknimanna og stjórnenda í norsku flugstjórnarmiðstöðinni. Verði verkfallsaðgerðir auknar, mun það hafa áhrif á millilandaflugið og flugið í N-Noregi en allt þyrluflug vegna olíuborpallanna frá Kristjánssundi hefur nú þegar stöðvast. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Forsetahjónin í Eistlandi

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú komu í gær til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Þau lentu klukkan 14.15 að staðartíma eftir fyrsta beina flugið milli Íslands og Eistlands. Lennart Meri, forseti Eistlands, tók á móti þeim og hér útskýrir hann útsýnið yfir Tallinn fyrir íslensku forsetahjónunum. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Fréttatilkynning frá ARLIS/ Norden -Ísland:

DAGANA 11. - 13. júní n.k. verður ársfundur og ráðstefna ARLIS/Norden haldin í Reykjavík. ARLIS (Art Libraries Society) eru alþjóðleg samtök listbókasafna og hefur sérstök deild þeirra verið starfandi á Norðurlöndum um 11 ára skeið. Um tíu íslensk bókasöfn á sviði myndlistar, listiðnaðar, hönnunar, byggingarlistar, ljósmyndunar og skyldra greina eiga aðild að samtökunum fyrir Íslands hönd. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 354 orð

Gagnrýndi andstæðinga fiskveiðistjórnunarkerfisins

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra gagnrýndi í ræðu sinni á sjómannadeginum þá sem vilja "kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu" og falaðist eftir því að þeir sem það gera "geri grein fyrir hvað þeir ætla að gera, hverju á að breyta". Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

Gjaldtaka vegna ólögmæts afla staðfest

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Fiskistofu af kröfum fyrirtækisins Í nausti, sem rak fiskverkun í Hafnarfirði og á Bíldudal, og krafðist ómerkingar á þeirri ákvörðun Fiskistofu að leggja 23,5 milljóna króna sérstakt gjald á fyrirtækið vegna verkunar, vinnslu og viðskipta með ólögmætan sjávarafla. Meira
9. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 232 orð

Góð þátttaka í hátíðahöldunum

MJÖG mikil þátttaka var í hátíðahöldum tengdum sjómannadeginum á Akureyri um helgina. Upphitunin hófst strax á föstudag og má segja að dagskráin hafi verið í gangi fram yfir sjómannaveisluna og dansleikinn í Íþróttahöllinni á sunnudagskvöld, sem stóð fram á rauðanótt. Dagskráin var ekki síst sniðin fyrir yngsta mannfólkið, sem kunni virkilega vel að meta það sem í boði var. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 309 orð

Grunuð um fleiri glæpi

PATRIZIA Reggiani sem sökuð er um að hafa staðið fyrir morðinu á fyrrverandi eiginmanni sínum Maurizio Gucci, erfingja Gucci- tískuhúsanna, árið 1995 er nú einnig grunuð um að hafa átt aðild að dauða stjúpföður síns. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 710 orð

Hafa unnið ræðukeppni tvö ár í röð

Fjölmargir Íslendingar eru nú á ársþingi Junior Chamber hreyfingarinnar sem haldið er í Monte Carlo en það er sett í dag, þriðjudaginn 9. júní. Evrópuþingið er haldið árlega og er búist við að um 2.500 gestir sæki þingið að þessu sinni. Ása María Björnsdóttir er varalandsforseti Junior Chamber á Íslandi. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins

SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á sunnudag. Hátíðarhöld í tilefni dagsins stóðu yfir í Reykjavík allan daginn en þetta var í sextugasta skipti sem haldið var upp á sjómannadaginn. Fyrir hádegi var m.a. helgistund við Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði. Meira
9. júní 1998 | Landsbyggðin | 77 orð

Hátíðarhöld með hefðbundnum hætti

Hornafjörður-Hátíðarhöld sjómannadagsins á Hornafirði fóru fram með hefðbundnum hætti á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn voru ýmsar uppákomur við höfnina sem lauk með hópsiglingu báta út fyrir Hornafjarðarós. Dagskráin á sunnudaginn hófst með sjómannamessu í Hafnarkirkju þar sem sóknarpresturinn, Sigurður Kr. Sigurðsson, predikaði og Halldóra B. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Heimsókn forsætisráðherra Litháens afboðuð

ÓOPINBER heimsókn forsætisráðherra Litháens, Gediminas Vagnorius, og konu hans, frú Nijole Vagnoriené, til Íslands hefur verið afboðuð. Forsætisráðherrahjónin hugðust koma við á leið sinni til Bandaríkjanna og dvelja á Íslandi 7. og 8. júní. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Hugmyndir um rekstur á tryggingafélagi

LANDSSAMBÖND Alþýðusambandsins hafa ákveðið að hefja í sumar undirbúningsvinnu að því að koma á svonefndum "félagsmannatryggingum" í þeim tilgangi að bæta tryggingavernd félagsmanna innan ASÍ og ná hagkvæmari tryggingaiðgjöldum fyrir launafólk innan raða ASÍ. Fyrirmynd slíkra alhliða tryggingapakka á vegum launþegasamtaka er m.a. sótt til Svíþjóðar. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 389 orð

Indverjar sakaðir um hermdarverk

PAKISTANAR sökuðu í gær indversku leyniþjónustuna RAW um að hafa staðið fyrir sprengjutilræði í farþegalest í Pakistan, sem kostaði 23 lífið á sunnudag. Indverska stjórnin sagði að ekkert væri hæft í þessari ásökun og sagði hana "fáránlega". Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

JÓNAS ÞÓR JÓNASSON

JÓNAS Þór Jónasson kjötverkandi lést á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt síðastliðins sunnudags fimmtugur að aldri. Jónas Þór var fæddur í Reykjavík 15. apríl 1948. Hann fór til sjós 15 ára gamall eftir nám í Kársnesskóla í Kópavogi og gagnfræðaskólanum á Höfn. Hann fékkst við ýmis störf á sjó og landi til ársins 1978. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík

HÁTÍÐARSTEMMNING var í Fólkvangi á Kjalarnesi á sunnudaginn þegar Kjalarneshreppur sameinaðist Reykjavík með formlegum hætti. Mikill mannfjöldi var þar samankominn og var létt yfir viðstöddum, að sögn Péturs Friðrikssonar, fráfarandi oddvita Kjalarneshrepps. Við sameiningarathöfnina flutti Pétur Friðriksson ávarp og þakkaði þeim sem unnið hafa að sameiningunni. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Kvöldganga um Viðey

ÖNNUR kvöldganga sumarsins verður um Suðaustureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 20.30 úr Sundahöfn. Gengið verður frá kirkjunni austur á Sundabakka. Þar verður farið inn í Viðeyjarskóla, hann skoðaður og ljósmyndasýningin um lífið í Viðeyjarstöðinni á árunum 1907­1943. Meira
9. júní 1998 | Miðopna | 774 orð

Launþegar eigi kost á alhliða tryggingavernd

LANDSSAMBÖND Alþýðusambandsins hafa ákveðið að hefja í sumar undirbúning að því að koma á svonefndum félagsmannatryggingum með það að markmiði að tryggja að launþegar innan raða þess eigi kost á hagstæðri og alhliða tryggingavernd. Um yrði að ræða ýmiss konar tryggingar til viðbótar lögbundnum og samningsbundnum tryggingum, s.s. heimilis-, slysa-, veikinda-, líf- og húseigendatryggingar. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð

Lausn vandans fær ekki nægan forgang

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra opnaði í gær upplýsingavef Ríkiskaupa um vandamál sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði. Fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundi sem haldinn var af því tilefni að vandamálið væri leysanlegt. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT í blaðinu á laugardag, um brautskráningu nemenda Kvennaskólans, var rangt farið með nafn Drafnar Aspar Snorradóttur. Beðist er velvirðingar á mistökunum.Fundum frestað í umboði forseta Íslands Í frétt Morgunblaðsins á laugardag var greint frá því að forsætisráðherra hefði frestað fundum Alþingis fram á haust. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Líklega um íkveikju að ræða

SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík gekk greiðlega að slökkva eld sem kom upp á milli klæðninga á suðurenda íþróttahússins við Austurberg í Reykjavík síðdegis á sunnudag. Nokkrar skemmdir urðu á ytri klæðningum hússins sem og á þakinu, en svo virðist sem ekki hafi orðið neinar skemmdir innandyra, að sögn aðalvarðstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Lítilsháttar hækkun fargjalda

FRÁ og með gærdeginum hækkuðu fargjöld Flugfélags Íslands á innanlandsleiðum um 3,3 til 4,7% og er þá miðað við flug fram og til baka. Að meðaltali hækka fargjöld um 298 kr. eða 3,3% frá Reykjavík til Egilsstaða, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Akureyrar og Húsavíkur, en um 410 kr. frá Akureyri til Grímseyjar, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar, Ísafjarðar og Egilsstaða. Meira
9. júní 1998 | Landsbyggðin | 123 orð

Ljósmyndasýning opnuð á vigtinni

Grundarfirði-Hátíðadagskrá sjómannadagsins var með hefðbundnum hætti. Á laugardaginn var sigling um fjörðinn, skemmtidagskrá við sundlaugina fyrir krakkana, síðan fótbolti milli áhafnanna á togurunum. Um kvöldið var sjómannadagshófið í Samkomuhúsinu. Skúli R. Skúlason matreiðslumeistari sá um hlaðborð. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Ljósmyndir ekki sönnunargagn

BÍLSTJÓRI var sýknaður í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær af ákæru um að hafa ekið gegn rauðu ljósi 23. maí 1997. Ákæruvaldið sótti málið á grunni gagna úr sjálfvirkri og tölvustýrðri myndavél á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að byggja á ljósmyndum sem sönnunargögnum í málinu. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1818 orð

Margt má bæta í lagasetningarstarfi

FYRSTUR flutti erindi Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri eftir að Garðar Gíslason hæstaréttardómari, formaður Dómarafélagsins, hafði sett málþingið. Við það tækifæri bað Garðar ráðstefnugesti að minnast Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns, sem er nýlátinn, með því að rísa úr sætum. Síðan tók Ásgeir Thoroddsen hrl. við fundarstjórn. Meira
9. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Markmiðið að efla fagmennsku, kennslu og rannsóknir

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, FSA og Háskólans á Akureyri, HA, var undirritaður sl. laugardag. FSA og HA vinna saman að því að efla starfsemi í báðum stofnunum á sviði kennslu, rannsókna, endurmenntunar og bókasafnsþjónustu. Einnig er samstarf um nýtingu húsnæðis. Markmið samstarfsins er að efla fagmennsku, kennslu og rannsóknir á sviði heilbrigðismála. Meira
9. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Mátti sjá á eftir bjórnum

LÖGREGLAN á Akureyri hefur stöðugt eftirlit með áfengiskaupum unglinga og sl. föstudag stöðvuðu rannsóknarlögreglumenn í eftirliti ungmenni sem var á gangi í miðbænum með átján flöskur af áfengum bjór. Reyndist ungmennið enn ekki komið á áfengiskaupaaldur og mátti því sjá á eftir miðinum í geymslur lögreglunnar. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 219 orð

Morðingja tíu ára stúlku leitað

DÖNSK lögregla leitar nú morðingja tíu ára stúlku, sem fannst látin á föstudag. Stúlkan hafði verið svívirt kynferðislega og er nú deilt um hvort hvetja eigi alla karlmenn í bænum sem hún bjó í, til að gefa blóðsýni, þar sem sæði fannst á líki hennar Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Mælir ekki gegn flutningi Keikos

EMBÆTTI yfirdýralæknis sér ekki ástæðu til að mæla gegn flutningi háhyrningsins Keikos til Íslands og skilaði því áliti til landbúnaðarráðherra í gær. Er sú niðurstaða embættisins byggð á rannsóknum sem fram fóru á vegum Frelsum Willy Keiko stofnunarinnar og viðbótarrannsóknum sem yfirdýralæknisembættið fór fram á. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 378 orð

Mörg skip á leið á miðin

NORSK-ÍSLENSKA síldin er kominn inn í íslensku lögsöguna og í gær fengu tveir færeyskir bátar fyrstu síldina 15­20 mílur innan við landhelgislínuna milli Íslands og Færeyja. Mörg íslensk skip stefndu á miðin í gær eftir landlegu vegna sjómannadags, en hátt í sólarhringssigling er þangað og ekki gert ráð fyrir að þau fyrstu verði komin þangað fyrr en undir hádegi í dag. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Olíuverslun Íslands heiðruð

UMHVERFISVIÐURKENNING Reykjavíkurborgar var afhent í annað sinn síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Olíuverslunar Íslands hf og var nefnd um árlega umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar einróma í vali sínu. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 528 orð

Opinber heimsókn forseta Íslands til Eistlands H

ÍSLENSKU forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fengu í gær sannarlega hlýjar móttökur á fyrsta degi opinberrar heimsóknar til Eistlands. Í sólskini og sumarhita tók Lennart Meri forseti Eistlands á móti forsetahjónunum, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og fylgdarliði við forsetahöllina Kadriorg í Tallinn, Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Rismikill fjallsnúpur

LÓMAGNÚP er lýst svo í bókinni Landið þitt að hann sé rismikill fjallsnúpur, sem standi 688 m yfir sjávarmáli og gangi fram úr Birninum vestanvert við Skeiðarársand. Lómagnúpur er í röð hæstu standbjarga á Íslandi. Undir lok átjándu aldar brotnaði stór spilda úr fjallinu og sjást björgin á víð og dreif um sandinn fram undan núpnum. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Rolling Stones halda tónleika hér á landi

ROKKHLJÓMSVEITIN Rolling Stones mun leika á tónleikum hér á landi 22. ágúst. Ragnheiður Hanson sem stendur að því að fá hljómsveitina til landsins segir þessa dagsetningu hafa verið komna á hreint fyrir þremur mánuðum og ekkert tengjast því að tónleikum sveitarinnar í Bretlandi var aflýst. Meira
9. júní 1998 | Miðopna | 781 orð

Rolling Stones til landsins í ágúst

ROLLING Stones halda tónleika hér á landi 22. ágúst. Ragnheiður Hanson sem stendur að tónleikunum tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Ragnheiður hefur unnið að því í tvö ár að fá Rolling Stones til landsins og sagði í gær að nú væri loksins hægt að staðfesta það við fjölmiðla að þessi vinna hefði borið árangur. Allt væri í höfn og búið að skrifa undir samninga. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð

Rússnesk skip færð til hafnar í Noregi NORSK va

NORSK varðskip færðu tvo rússneska togara til hafnar á sunnudag vegna gruns um ólöglegar veiðar innan norsku landhelginnar í Barentshafi. Annar togaranna var grunaður um að hafa notað ólöglega möskva við þorskveiðar, en talið var að of mikið væri af grálúðu í afla hins togarans. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 161 orð

Ryskingar í Austur- Jerúsalem

PALESTÍNUMAÐUR gerir sig líklegan til að henda stól í Ísraela (t.v.) í Silwanhverfi í Austur-Jerúsalem. Þar kom til ryskinga í gærmorgun milli Palestínumanna og nokkurra Ísraela sem sest höfðu að í fjórum húsum í hverfinu í fyrrinótt og kváðust hafa keypt þau fyrir tíu árum. Smávægileg meiðsl hlutust af. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Samkynhneigð frá sjónarhóli guðfræði og biblíufræða

FRÆÐSLU- og þjónustudeild kirkjunnar, Kjalarnesprófastsdæmi og prófastsdæmi Reykjavíkur efna til samræðu um samkynhneigð í Digraneskirkju í dag kl. 17. Til samræðunnar er boðið prestum, djáknum, starfsfólki safnaða þjóðkirkjunnar og sóknarnefndarfólki. Flutt verða fjögur stutt erindi, tveir aðilar munu bregðast við þeim og loks verða almennar umræður. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 547 orð

Sextíu þjóðir taka þátt

ÓLYMPÍULEIKAR í eðlisfræði verða haldnir í Reykjavík dagana 2. til 10. júlí. Íslensku keppendurnir fimm sinna nú formlegum undirbúningi en þeir urðu hlutskarpastir í úrslitakeppni fyrir leikana. 180 nemendur víðsvegar af landinu tóku þátt í forkeppni. Stefna hærra Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sigurður fari til Hólmavíkur

TEKIN hefur verið um það ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu að Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi, verði fluttur til í embætti og taki við embætti sýslumanns Strandasýslu. Sýslumaðurinn í Strandasýslu, Ólafur Þór Hauksson, sem situr á Hólmavík, á að taka við embættinu á Akranesi. Skiptin eiga að fara fram hinn 1. júlí næstkomandi. Meira
9. júní 1998 | Landsbyggðin | 91 orð

"Sjóarinn síkáti" í Grindavík

Grindavík-Það var mikið um dýrðir eins og alltaf á sjómannadaginn í Grindavík. Mikil og vegleg dagskrá var alla helgina með yfirskriftinni "Sjóarinn síkáti", en það er nafnið á þessari hátíð sem hefur fest sig í sessi í Grindavík. Mikill fjöldi fólks var á röltinu, enda veðrið með besta móti og vonandi komin hefð á það líka. Meira
9. júní 1998 | Landsbyggðin | 55 orð

Sjómannamessa við höfnina

Sjómannamessa við höfnina Hvammstanga-Hátíðarhöld sjómannadagsins á Hvammstanga hófust á guðsþjónustu við höfnina. Predikunarstóll sóknarprestsins, Kristjáns Björnssonar, var Sigurborgin sem var í heimahöfn. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Sjónarvottar að skriðuföllunum Ótrúleg upplifun fjölsk

ÞORLEIFUR Friðrik Magnússon, verslunarstjóri í Reykjavík, varð ásamt fjölskyldu sinni vitni að hamförunum í Lómagnúpi. Þau voru á ferðalagi og voru að koma úr Skaftafelli. "Það er hreint ótrúlegt að þetta skuli gerast einmitt sem við eigum leið hjá," sagði Þorleifur. "Við vorum að koma úr Skaftafelli og vorum á brúnni yfir Núpsvötn. Meira
9. júní 1998 | Erlendar fréttir | 335 orð

Svisslendingar hafna hömlum á genatilraunir

SVISSNESK lyfjafyrirtæki fögnuðu á sunnudag niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss þar sem kjósendur höfnuðu frekari hömlum á genatilraunir. Tillögu þess efnis að ákvæði um bann við genabreytingum á dýrum yrði sett í stjórnarskrána var hafnað með miklum meirihluta atkvæða, andstæðingar bannsins reyndust helmingi fleiri en stuðningsmennirnir. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ungir framsóknarmenn fagna rannsókn

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir vanþóknun á "aðför þingmanna stjórnarandstöðunnar og Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra, á hendur Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra". Meira
9. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Vernharð fær fjárstuðning

BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að Akureyrarbær verði þátttakandi í fjárstuðningi til Vernharðs Þorleifssonar, júdómanns í KA, með mánaðarlegri greiðslu, kr. 30.000, í sérstakan styrktarsjóð. Á fundi bæjarráðs fyrir helgi var lagt fram bréf þar sem leitað var til Akureyrarbæjar og nokkurra fyrirtækja um aðild að styrktarsjóði. Meira
9. júní 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ættarmót að Laugalandi í Holtum

ÆTTARMÓT afkomenda Gyðríðar Steinsdóttur frá Steinsbæ á Eyrarbakka og Jóns Sigurðssonar frá Brekkum í Holtum verður haldið að Laugalandi í Holtum helgina 3.­5. júlí. Búið er að taka staðinn frá fyrir ættarmótið og getur fólk komið síðdegis á föstudag og dvalið fram á sunnudag. Meira

Ritstjórnargreinar

9. júní 1998 | Staksteinar | 314 orð

»Áfram hagvöxtur Í HAGVÍSUM Þjóðhagsstofnunar segir að söluverðmæti sjávaraf

Í HAGVÍSUM Þjóðhagsstofnunar segir að söluverðmæti sjávarafurða 1998 verði mun meira en spár stóðu til. Atvinnuleysi minnki stöðugt og verður í 3% að meðaltali. Á hinn bóginn vex innflutningur ­ samhliða uppsveiflunni ­ meir en góðu hófi gegnir. Gott árferði Meira
9. júní 1998 | Leiðarar | 594 orð

leiðariDOUNREAY LOKAÐ STÆÐA er til að fagna ákvör

leiðariDOUNREAY LOKAÐ STÆÐA er til að fagna ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar um að loka kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay á Skotlandi. Stjórnvöld segjast hafa tekið þessa ákvörðun á efnahagsforsendum, stöðin hafi ekki átt neina fjárhagslega framtíð fyrir sér. Meira

Menning

9. júní 1998 | Menningarlíf | 1209 orð

Að brjóta skurðgoð listinni til dýrðar

"MÉR finnst spennandi að gera eitthvað sem heppnast ekki," sagði Dieter Roth í viðtali sem Ingólfur Margeirsson átti við hann í Þjóðviljanum árið 1978. Erfitt er að staðsetja list Dieters þar sem hún spannar óhemju vítt svið er lýtur að myndlist, hönnun, kvikmyndagerð og tónlist. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 270 orð

Allt er þá þrennt er Frelsum Willy 3 (Free Willy 3: The Rescue)

Framleiðandi: Jennie Lew Tugend. Leikstjóri: Sam Pillsbury. Handritshöfundar:John Mattson. Kvikmyndataka: Tobias A. Schliessler. Tónlist: Cliff Eidelman. Aðalhlutverk: Jason James Richter, August Schellberg, Annie Corley, Vincent Berry, Patrick Kilpatrick. 112 mín. Bandaríkin. Sam Myndbönd 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
9. júní 1998 | Tónlist | 687 orð

Austrænn þokki með snerpu

Seiður Indlands. Tónlistar- og dansatriði flutt af Pandit D.K. Datar, fiðla; Anand Badamikar, töblur; frú D.K. Datar, tambúra; ótilgreindum listamönnum af segulbandi á m.a. sítar, flautu, söngrödd o.fl. Kathakdansari: Archana Joglekar. Iðnó, laugardaginn 6. júní kl. 20. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Bað enska landsliðið afsökunar ROKKARINN Rod

Bað enska landsliðið afsökunar ROKKARINN Rod Stewart bað enska landsliðið í knattspyrnu opinberlega afsökunar fyrir að hafa farið á fyllerí með knattspyrnumanninum Paul Gascoigne sem varð til þess að hann var ekki valinn í liðið sem spilar á HM í Frakklandi á næstu vikum. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 703 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Lof

Brjáluð borg Fréttamaðurinn Dustin Hoffman hyggst notfæra sér lykilstöðu í gíslatökumáli til að komast aftur í fremstu röð en fær skömm á öllu saman. Travolta er góður í illa skrifuðu og langdregnu hlutverki meðaljóns sem grípur til örþrifaráða. Vel gerð að mörgu leyti en skortir sannfæringarkraft eftir því sem á líður. Meira
9. júní 1998 | Leiklist | 490 orð

Blíður Indlandsblær

Tónlist leikin af segulbandi. Archana Joglekar dansar kathak. Sýnt í Iðnó 6. og 7. júní 1998. ÞAÐ er rétt að það komi fram að vanþekking mín á indverskum dönsum og tónlist er alger, því miður og þó ég hafi undanfarna daga lesið mér til mun ég ekki reyna að gera sýningunni í Iðnó hinn 6. júní fræðileg skil, heldur aðeins að segja frá því sem ég sá og skynjaði. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 65 orð

Cindy veit hvað klukkan slær FYRIRSÆTAN Cindy Crawfo

Cindy veit hvað klukkan slær FYRIRSÆTAN Cindy Crawford er á samningi við framleiðendur OMEGA úra og lauk um helgina kynningarferð á vegum fyrirtækisins í Las Vegas. Þetta var í fyrsta sinn sem Cindy kemur opinberlega fram eftir að hún giftist athafnamanninum Rande Gerber í lok síðasta mánaðar. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Dana fyrir dóm

SÖNGKONAN Dana International, ísraelski kynskiptingurinn sem vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur verið ákærð fyrir að ráðast á tvær þjónustustúlkur. Hún var í réttarsalnum í Tel Aviv á mánudag og neitaði sakargiftunum. Dana hefur verið sökuð um að stjaka við annarri þjónustustúlkunni og henda vatnsflösku að hinni á tónleikum í kaffihúsi í nóvember árið 1995. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 567 orð

Dauft danskvöld Rafmögnuð danstónlist átti laugardaginn á Popp í Reykjavík. Hildur Loftsdóttir ætlaði að fá sér snúning en kom

LAUGARDAGUR var síðasti dagurinn á þriggja daga tónlistarhátíðinni Popp í Reykjavík. Fyrri hluti tónleikanna var haldinn í Loftkastalanum og var helgaður raftónlist. Um kvöldið var hins vegar pakkað í skemmu Héðinshússins þar sem dansmenningin átti að taka öll völd. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 212 orð

Dómnefnd lýkur störfum

BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í þriðja sinn í haust. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí sl. Dómnefnd um verðlaunin hefur nú lokið störfum. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Einsöngstónleikar Kristins Sigmundssonar

TÓNLEIKAR Kristins Sigmundssonar barítonsöngvara og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara hefjast kl. 20:30 í kvöld, þriðjudagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Á efnisskrá þeirra eru meðal annars tvö þjóðlög í útsetningu Benjamins Britten, Tittlingsminning eftir Atla Heimi Sveinsson, tvær aríur eftir Mozart, úr Don Giovanni og Brúðkaupi Fígarós og tvær aríur eftir Rossini, Meira
9. júní 1998 | Skólar/Menntun | 557 orð

Fatlaðir bæta starfsandann á vinnustöðum

ÚTSKRIFAÐ var í sumar af nýrri braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem nefnist starfsbraut fyrir nemendur með sérþarfir. Þessi braut svarar brýnni þörf í samfélaginu en starfsdeildinni í Öskjuhlíðarskóla hefur verð lokað og eiga framhaldsskólar að sinna fötluðum nemendum í framtíðinni. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 509 orð

Ferðafélag Íslands og Caput fá hæstu styrkina

HEIÐURSSTYRKIR Menningar- og styrktarsjóðs SPRON voru afhentir ellefu hópum og einstaklingum síðastliðinn laugardag. Sex milljónir króna voru til ráðstöfunar og að þessu sinni voru Ferðafélag Íslands og Caput-hópurinn stærstu styrkþegarnir sem fengu eina milljón króna hvor. Að auki voru fimm 400 þúsund króna styrkir veittir og fjórir 500 þúsund króna styrkir. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 150 orð

Gallerí opnað í Stykkishólmi

Í VETUR hittust nokkrir einstaklingar í Stykkishólmi sem áhuga hafa á handverki. Var ákveðið að stofna gallerí sem opið verður yfir sumartímann, þar sem boðnir eru til sölu handunnir munir. Um hvítasunnuna var svo opnuð handverksverslun sem hefur hlotið nafnið Gallerí Lundi, en lundi er einn af einkennisfuglum Breiðafjarðar. Meira
9. júní 1998 | Myndlist | -1 orð

Listíðir með lagi

Ingema Andersen, Sigrun Aune, Toril Glenne, Randy Hartmann, Live Helgeland, Ellen Monrad Vistven. Opið á tímum skartgripaverzlunarinnar. Til 13. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ var með nokkrum fyrirvara að rýnirinn nálgaðist sýningu 6 norskra listiðnaðarkvenna í hinu takmarkaða en notalega rými efri hæðar listhúss Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 181 orð

Menningarnótt í miðborginni "Vökum af list"

EFNT verður til Menningarnætur í miðborg Reykjavíkur í þriðja sinn laugardaginn 22. ágúst nk. Markmið Menningarnætur er að beina kastljósinu að því sem borgin hefur upp á að bjóða og að kveikja áhuga á menningarviðburðum hjá borgarbúum á öllum aldri. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Myndlistarsýning júnímánaðar

RAGNHEIÐUR Jónsdóttir sýnir grafíkverk úr myndaröðinni "Sögu" frá árinu 1981 í Kvennasögusafni Íslands, 4. hæð, Þjóðarbókhlöðu, Arngrímsgötu 3. Ragnheiður hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis og hefur hún hlotið viðurkenningar fyrir verk sín á alþjóðlegum sýningum m.a. í Þýskalandi, Noregi, Spáni og Póllandi. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 49 orð

Norén fær leikskáldaverðlaunin

SÆNSKA leikskáldið Lars Norén fær Leikskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 1998 fyrir leikrit sitt Kliniken sem lýsir lífinu á geðsjúkrahúsi. Verðlaunin eru 40.000 finnsk mörk. Af Íslands hálfu sat Þórhallur Sigurðsson í nefndinni. Meðal tilnefndra verka var Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. Verðlaunin verða afhent í Tammerfors í ágúst. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 100 orð

Nýjar bækur HÆGUR söngur í

HÆGUR söngur í dalnum er sjötta ljóðabókin eftir Önnu S. Björnsdóttur. Í bókinni eru 35 ljóð sem skiptast í þrjá kafla, Himinn snertir himin, Hvörf og Birkigrein úr skógi. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 113 orð

Nýjar bækur ÚT er komið 15. hefti

ÚT er komið 15. hefti Málfregna, tímarits Íslenskrar málnefndar, en útgáfa þeirra hófst aftur í fyrra eftir fjögurra ára hlé. Ritstjóri er Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar, og í ritnefnd sitja formaður Íslenskrar málnefndar, Kristján Árnason prófessor og Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjóri. Í blaðinu er m.a. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 400 orð

Nýr sýningarsalur, Apótekið, tekinn í notkun í Hafnarborg

NÝR sýningarsalur hefur verið opnaður á fyrstu hæð Hafnarborgar, þar sem Hafnarfjarðar Apótek var áður til húsa. Salurinn hefur fengið nafnið Apótekið, með tilvísun í að þar hefur verið rekið apótek frá árinu 1921. Sören Kampman apótekari lét byggja húsið á Strandgötu 34 árið 1921. Arkitekt var Guðjón Samúelsson. Kampmann rak Hafnarfjarðar Apótek í húsinu fram til ársins 1947 en þá keypti dr. Meira
9. júní 1998 | Skólar/Menntun | 1144 orð

Rannsókn Skipulagt og markvisst samstarf milli he

Ekki var neinn framhaldsskóli í athuguninni með mikið samstarf við foreldra Meirihluti foreldra og kennara er óánægður með núverandi samstarf. SAMSTARF heimila og framhaldsskóla er óljóst í hugum flestra foreldra sem hafa átt gott samstarf við grunnskóla. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Robert Altman fer sínar eigin leiðir

LEIKSTJÓRINN Robert Altman átti erfitt uppdráttar á níunda áratugnum. Altman var þegar hér var komið sögu talinn úr leik. Hann var barn áttunda áratugarins. Myndir hans minntu um margt á evrópskar myndir en áttu ekki miklu fylgi að fagna í heimalandi leikstjórans, með örfáum undartekningum þó. Gæfan hefur hins vegar verið Altman hliðholl undanfarin ár. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 53 orð

Samruni í listaheiminum

MEÐLIMIR ástralska sýningarhópsins "Furðulegir ávextir" sveifluðu sér fram og aftur á fjögurra metra háum stöngum fyrir framan verslunarmiðstöð í Singapore á dögunum. Ferðast verður með skemmtunina, sem er sögð vera samruni höggmyndalistar og leiklistar, um Evrópu næstu þrjá mánuði og meðal annars verður sýnt á Heimssýningunni í Portúgal síðla sumars. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 308 orð

Slurpinn & Co. fékk fyrstu verðlaun

STUTTMYNDIN Slurpinn & Co. vann til fyrstu verðlauna á Stuttmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Er þetta stærsta stuttmyndahátíð í Norður-Ameríku og líklega sú önnur stærsta og mikilvægasta í heiminum á eftir Stuttmyndahátíðinni í Feneyjum, að sögn Breka Karlssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 780 orð

Stórkostlega leynilegt

­Hvað heitir myndin á útlensku? "Hún heitir On Top Down Underá ensku. Það er tilvísun í löndin tvö þar sem myndin er tekin; Ísland og Ástralíu." ­Hvað er hún löng? "Hún er 30 mínútur að lengd og þrjár myndir eru skeyttar saman til að sýna í bíó. Margret von Trotta er annar hinna leikstjóranna, en ég veit ekki hver sá þriðji verður. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Sumaropnun í Listasafni Sigurjóns

FRAM til 1. sept. er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Um þessar mundir eru sýnd þrívíð verk eftir Örn Þorsteinsson myndhöggvara í báðum sölum safnsins og þar gefur að líta á fimmta tug verka úr ólíkum málmum, áli, járni, tini, bronsi, silfri og gulli. Sýningin stendur út júnímánuð. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Sumarsýning á Safni Ásgríms Jónssonar

Í SAFNI Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74 hefur verið sett upp sumarsýning á verkum Ásgríms. Efni myndanna er af ýmsum toga, landslagsmyndir og þéttbýlismyndir ásamt þjóðsagnamyndum sem eru í íbúð listamannsins. Meira
9. júní 1998 | Menningarlíf | 230 orð

Tímarit TÍMARIT Máls og me

TÍMARIT Máls og menningar, 2. hefti 1998 er komið út. Það er að mestu helgað verkum Halldórs Kiljans Laxness. Í tímaritinu er frumbirt bréf sem Laxness skrifaði Kristínu Guðmundsdóttur frá Utah í Bandaríkjunum haustið 1959, um það bil sem hann var að leggja lokahönd á skáldsöguna Paradísarheimt. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 593 orð

Tony-verðlaunin Konungur dýranna sigursæl

KONUNGUR dýranna eða "The Lion King" var valinn besti söngleikurinn á Broadway á sunnudag þegar Tony-verðlaunin voru afhent, en þau eru stundum kölluð Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Gamanleikurinn "List" eða "Art" var valinn besta leikritið. Mestum tíðindum þótti sæta að konur fengu þrenn af eftirsóknarverðustu verðlaununum. Meira
9. júní 1998 | Fólk í fréttum | 27 orð

Vel heppnuð vorskemmtun NÝLEGA var haldin hin á

Vel heppnuð vorskemmtun NÝLEGA var haldin hin árlega vorskemmtun unglinga á Barnaspítala Hringsins. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson skemmtu við mikinn fögnuð viðstaddra og Pizza 67 veitti veglega. Meira

Umræðan

9. júní 1998 | Aðsent efni | 1284 orð

Að velja sér nám í samræmi við hæfni og áhuga

ÓÖRUGGUR og feimnislegur eða glaðbeittur og hvatvís bankar nemandinn upp á hjá námsráðgjafa. "Má ég trufla þig aðeins, ég veit ekki hvort ég er á réttum stað," eru oft fyrstu orð nemanda sem ekki hefur leitað áður til námsráðgjafa. Í þessari grein mun ég fjalla um námsráðgjöf á framhaldsskólastiginu og mikilvægi hennar í síbreytilegu þjóðfélagi. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 461 orð

Enn færist skattadagurinn framar

HEIMDALLUR hefur um nokkurt skeið minnt árlega á svonefndan skattadag. Skattadagurinn er sá dagur ársins sem landsmenn "hætta að vinna fyrir ríkið og fara vinna fyrir sjálfa sig". Hin ákveðna dagsetning er fundin út með því að reikna út meðaltal skatta einstaklings út frá hlutfalli útgjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 569 orð

Menntamálaráðherra, hvar ert þú?

ÞAÐ getur stundum verið skemmtilegt að sjá ýmiss konar fínt fólk hittast og skiptast á vinsælum, viðteknum klisjum. Undanfarinn áratug hafa fjölmiðlar óteljandi sinnum verið við athafnir (les leiksýningar), þar sem forsetar, forsætisráðherrar, menntamálaráðherrar og fleira fyrirfólk hefur komið saman og brosandi klingt glösum, á milli þess sem einhver stígur í pontu og styður málflutning þess, Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 558 orð

Sveigjanlegur eftirlaunaaldur

NÚ ER svo komið í þjóðfélaginu að ráðningarstofur sinna lítið eða ekkert umsóknum 50 ára fólks og eldra um vinnu. Þessi viðbrögð fjölga óvirkum borgurum í þjóðfélaginu. Nú virðast breytingar vera í aðsigi a.m.k. í nágrannalöndum. Bankastjóri í Skandinavíu auglýsti nýlega eftir fólki til starfa. Sérstaklega var tekið fram að fólk 55 ára og eldra væri velkomið. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 1064 orð

Svör ríkisskattstjóra

Í grein í Morgunblaðinu 4. júní sl. fer fyrrverandi starfsmaður Íslenskra sjávarafurða hf. fram á það að ég svari nokkrum spurningum hans opinberlega. Um er að ræða 5 spurningar sem ég mun leitast við að fjalla um hér á eftir: 1. Spurt er um hvort embætti mitt muni aðhafast nokkuð vegna upplýsinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum um dagpeninga og ferðakostnað bankastjóra Landsbankans, þ.m.t. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 906 orð

Til varnar sænskri löggu ­ og íslenskri

AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið fjallað um skýrslu sænsks lögregluþjóns er hér dvaldi um þriggja mánaða skeið og kynnti sér fíkniefnamál. Stundum hefur í þessari umfjöllun verið vikið að honum hálfgerðum ónotum og skýrslan sögð ómerkileg og ekki mark á henni takandi. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 576 orð

Tindur ­ sækjum á brattann

ATVINNUVEGASÝNING Vestfjarða stendur dagana 13. og 14. júní 1988. Þórunn Gestsdóttir, segir markmið sýningarinnar að sýna metnaðarfulla framrás í atvinnu- og mannlífi Vestfjarða. Sjónum Vestfirðinga og annarra landsmanna verður beint að atvinnulífi svæðisins á umfangsmikilli atvinnuvegasýningu dagana 13. og 14. júní nk. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 752 orð

Uppsagnir hjúkrunarfræðinga ­ hvað veldur?

MJÖG margir hjúkrunarfræðingar á Ríkisspítölum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, hjúkrunarheimilunum og heilsugæslustöðvum á Reykjavíkursvæðinu hafa sagt upp störfum sínum vegna óánægju með launakjör. Uppsagnir á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur og í heilsugæslunni í Reykjavík munu taka gildi 1. júlí nk. Ákvörðun um uppsögn er ákvörðun hvers og eins hjúkrunarfræðings, tekin að vel íhuguðu máli. Meira
9. júní 1998 | Aðsent efni | 460 orð

VINNÍS - nýtt félag áhugafólks um vinnuvistfræði

UM ÞESSAR mundir er liðið rúmt ár frá stofnun Vinnuvistfræðifélags Íslands - VINNÍS. Félagið er áhugamannafélag og er opið öllum sem áhuga hafa á vinnuvistfræði. Stofnendur félagsins voru 48 einstaklingar úr röðum heilbrigðis-, félagsvísinda- og tæknistétta auk sex fyrirtækja og félaga. Nú, tæpu ári eftir stofnun þess, eru félagar orðnir 68 frá ellefu faggreinum. Meira
9. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 855 orð

Þrjár kökur á diski Frá Hrafni Sæmundssyni: ÞETTA er svolítið se

ÞETTA er svolítið sendibréf til eldri borgara. Ástæðan til að skrifa þetta bréf er sú að mér blöskrar oft hvað fullorðið fólk lætur ganga yfir sig. Hvað fullorðið fólk lætur sig litlu varða um hag sinn og almenna stöðu í þjóðfélaginu. Meira

Minningargreinar

9. júní 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Nú horfinn er ástvinur himnanna til, heill þar nú situr við gullbryddað hlið, í Guðs faðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta, sefandi virkar þó minningin bjarta. Ég kveð þig með kærleik og trú. (Hafþór Jónsson.) Aldrei hefði okkur grunað þegar Hrafnhildur kom til okkar í haust að kynnin yrðu svona stutt. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 594 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Hvernig getur þú verið dáin? Lífsglaða og trausta Hrafnhildur mín. Ég sit hérna heima hjá mömmu og hugsa um þig. Hvað get ég sagt um þig? Það er um svo margt að velja, svo margar minningar sem vilja segja "manstu eftir þessu, já og þessu" að ég gæti fyllt heila bók. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Ekki hélt ég að veröldin gæti frosið, en það upplifði ég snemma að morgni hinn 1. júní sl. þegar ég var vakin með þeim fréttum að frænkur mínar hefðu lent í bílslysi fyrr um nóttina og að Hrafnhildur væri dáin. Ég sem hafði kvatt hana nokkrum klukkustundum fyrr. Hún var svo sæl yfir því að hafa komið vestur til að sjá frænda sinn fermdan og ekki síður til að hitta ömmu sína og afa. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 369 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Mig setti hljóða þegar komið var til mín aðfaranótt mánudags og mér tilkynnt að Hrafnhildur frænka mín hefði látist í bílslysi um nóttina. Margar minningar koma upp í hugann og af mörgu er að taka. Þegar ég var beðin að halda á þér undir skírn og mér sagt hvað þú ættir að heita fylltist ég stolti. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 526 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Elsku Hrafnhildur mín. Tómleikinn og söknuðurinn er mikill og erfitt er að trúa því að þú skulir vera farin yfir stóru landamærin. Minning þín er björt og sterk í huga mínum og hjarta. Ég vil þakka þér fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem ég átti með þér. Það er erfitt að hugsa um tilveruna án þín. Það var svo margt sem við brölluðum saman. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 384 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Dagarnir hafa verið dimmir og öðruvísi síðan ég fékk þá sorglegustu frétt sem ég hef upplifað að þú værir dáin, elsku Hrafnhildur mín, og enn er erfitt að trúa að þetta sé staðreynd. Þú hefur alltaf verið svo lífsglöð. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 110 orð

HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR

HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR Hrafnhildur Brynja Flosadóttir fæddist 21. febrúar 1974 á Ísafirði. Hún lést af slysförum 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Rannveig Höskuldsdóttir, f. 2.9. 1950, og Flosi Jónsson, f. 27.2. 1945. Systkini Hrafnhildar eru: Aðalsteinn, f. 23.3. 1969, og Guðlaug, f. 13.9. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 476 orð

Jón Finnbogason

Okkur langar í örfáum orðum til að minnast tengdaföður okkar sem lézt 2. þ.m. öllum að óvörum, þó að hann hafi átt við vanheilsu að stríða síðastliðin ár. Okkar fyrstu kynni af Jóni voru ákaflega hlýleg og var okkur strax tekið eins og öðrum í fjölskyldunni, alltaf með bros á vör. Líf Jóns var ekki alltaf dans á rósum. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 115 orð

Jón Finnbogason

Ég kveð þig afi með hafsjó af minningum um dugnað og elju. Meðan starfsþrek þitt leyfði varstu alltaf að. Sú minning er við lögðum daglega kolanetin í fjörðinn, þar sem ég fékk það hlutverk að selja aflan og sölulaunin voru hærri en aflaverðmætið lýsa lífshlaupi þínu. Þú hugsaðir meira um að gefa og rétta öðrum hjálparhönd en um eigin hag. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 202 orð

JÓN FINNBOGASON

JÓN FINNBOGASON Jón Finnbogason fæddist í Byggðarholti, Fáskrúðsfirði, 21. desember 1915. Hann andaðist á sjúkrahúsi Neskaupstaðar 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Auðbjörg Jónasdóttir, f. 13.2. 1888, dáin 24.9. 1951, og Finnbogi Jónsson, f. 1.1. 1888, dáinn 20.9. 1952. Jón giftist Margréti Þórðardóttur 23.10. 1937, f. 22.6. 1917, dáin 24.9. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 826 orð

Ólafur Meyvant Jóakimsson

Þegar moldin umlykur þig vinur og þú ert laus úr búri þínu sé ég þig svífa eins og frjálsan fugl frá mér núna syngjandi af gleði. Ég vildi að ég gæti flogið með þér um ónumin lönd og átt vináttu þar sem hér áður. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 602 orð

Ólafur Meyvant Jóakimsson

Það er erfitt að trúa því að afi sé dáinn, sérstaklega þegar við erum svona langt í burtu. Það var sunnudaginn 31.5. að við fengum skilaboð um það að afi væri mikið veikur og vart hugað líf. Það varð svo úr að það sem maður hefur óttast mest frá því að maður var smápatti varð að veruleika, símhringing um miðja nótt. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 265 orð

Ólafur Meyvant Jóakimsson

Til hafs sól hraðar sér, hallar út degi, eitt skeiðrúm endast hér á lífsins vegi. (Arnór Jónsson.) Elsku Óli mágur. Mig langar til þess að senda þér nokkrar línur, og þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem ég hef fengið að njóta með þér og systur minni, Fjólu. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Ólafur Meyvant Jóakimsson

Elsku afi. Þú varst besti vinur okkar, þú kenndir okkur á klukkuna, að þekkja stafina og skrifa þá. Þú varst jafn spenntur og við þegar fyrsti skóladagurinn kom sem var svo stór stund hjá okkur. Þú fylgdist vel með náminu hjá okkur og hvort við værum ekki dugleg eins og Óli Æ., Fjóla, Lilja og Óli P. Þau lærðu nefnilega líka fyrstu stafina og á klukkuna hjá þér. Meira
9. júní 1998 | Minningargreinar | 334 orð

ÓLAFUR MEYVANT JÓAKIMSSON

Ólafur Meyvant Jóakimsson fæddist á Siglufirði 11. maí 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóakim Meyvantsson verkamaður og Ólína Ólafsdóttir húsmóðir. Systkini Ólafs eru: Hildigunnur, f. 21.1. 1912, d. 10.11. 1982; Ottó, f. 15.4. 1913, d. 13.6. 1915; Ottó Jón, f. 15.5. 1915, d. 28.9. 1973; Ægir, f. 4.11. 1917, d. 1.9. Meira

Viðskipti

9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 117 orð

403 milljón króna hagnaður í fyrra

HAGNAÐUR hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. vegna rekstrarársins 1. maí 1997 til 30. apríl 1998 nam samkvæmt rekstrarreikningi 403 milljónum króna. Innborgað hlutafé félagsins var 1.524 m.kr. 30 apríl sl. Til viðbótar átti félagið eigin bréf að fjárhæð 54 m.kr. Eigið fé 30. apríl 1998 nam samtals 3.448 m.kr. samanborið við 3,555 m.kr 30 apríl 1997. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 63 orð

BBC semur við Sky

BREZKA ríkissjónvarpið BBC hefur samið við BSkyB um að sjónvarpa efni um stafræna gervihnattaþjónustu Sky. Samningurinn gerir áhorfendum kleyft að horfa á stafrænt efni frá BBC um gervihnött, jarðstöð og kapal. Stafrænar sendingar BBC munu ekki tilheyra áskriftarefni BSkyB. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 51 orð

ÐNýr stjórnarformaður Samherja

KÁRI Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, hefur tekið við starfi stjórnarformanns Samherja hf. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins í gær. Kári tekur við af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem tekur við starfi bæjarstjóra á Akureyri í dag en hann mun sitja áfram í stjórn Samherja sem meðstjórnandi. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Grandi þriðji stærsti hluthafinn

GRANDI hf. er þriðji stærsti hluthafinn í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., á eftir hjónunum Aðalsteini Jónssyni forstjóra og Guðlaugu Stefánsdóttur. Grandi tilkynnti í síðasta mánuði að félagið hefði eignast 7,14% í Hraðfrystihúsinu en hluthafaskrá félagsins hefur enn ekki fengið tilkynningar um öll hlutafjárkaupin. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Hluthafar nýttu sér forkaupsréttinn

HLUTHAFAR í Delta hf. nýttu sér nær allan forkaupsrétt á þeim hlutabréfum í eigu fyrirtækisins sem boðin voru til sölu frá 20. maí sl., en útboðinu lauk á fimmtudag. Um var að ræða hlutabréf að andvirði kr. 2.662.959 að nafnverði á genginu 15. Alls voru seld bréf fyrir kr. 2.433.725 að nafnvirði sem liggur nálægt 37 milljónum króna í söluverðmæti. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Hugbúnaður fyrir þjónustuver

LANDSBANKI Íslands hefur gert samning við Upplýsingu ehf. um kaup, aðlögun og uppsetningu á hugbúnaðarlausnum fyrir símaþjónustu í þjónustuveri bankans. Þessar lausnir koma frá bandarísku fyrirtæki, Versatility Inc., sem sérhæfir sig í lausnum fyrir símaþjónustu fyrirtækja. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

»Lokagengi nálægt meti í Evrópu

LOKAGENGI mældist nálægt meti í flestum evrópskum kauphöllum í gær eftir góða byrjun í Wall Street, þar sem 34 milljarða dollara bankasamruni hafði jákvæð áhrif. Lokagengi brezku FTSE 100 vísitölu hækkaði um 90,5 punkta, eða 1,5%, í 6037,8 -- hæsta lokagengi síðan í aprílbyrjun -- en þýzka Xetra DAX vísitalan hækkaði um 1,09% í 5787,05 punkta, sem er met. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Morgunblaðið/Þorkell Útflutningsaukning og hagvöxtur

SJÖ FYRIRTÆKI: 3X-Stál ehf. Ísafirði, Hólmadrangur hf. Hólmavík, Iðntæknistofnun Reykjavík, Akva hf. Akureyri, Oddi hf. Patreksfirði, Ríkisspítalar og Tæknival hf. Reykjavík, tóku þátt í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur á vegum Útflutningsráðs Íslands. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Pulitzer útgáfan selur 14 stöðvar

PULITZER útgáfufyrirtækið ætlar að selja níu sjónvarps- og fimm útvarpsstöðvar sínar Hearst-Argyle sjónvarpsfyrirtækinu fyrir hlutabréf upp á 1,15 milljarða dollara, sem mun gera því kleift að einbeita sér að blaðakaupum. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Singapúr trónar enn í efsta sæti

SINGAPÚR og Hong Kong halda sessi sínum sem samkeppnishæfustu lönd heims þrátt fyrir fjármálaöngþveiti í Asíu samkvæmt árlegi skýrslu, World Economic Forum. Löndin halda tveimur efstu sætunum á árlegum lista skýrslunnar um samkeppnishæfustu ríki heimsins vegna þess að Asíukreppan hefur ekki skaðað langtíma vaxtarmöguleika þeirra. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Viðskiptahalli 16 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

VIÐSKIPTAHALLI við útlönd nam 16,1 milljarði króna á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands, samanborið við nær hallalaus viðskipti á sama tíma í fyrra. Í fréttatilkynningu kemur fram að fjárinnstreymi á fyrsta ársfjórðungi nam um 15 milljörðum króna vegna fjárfestingar erlendra aðila í stóriðju og lántöku innlánsstofnana og fyrirtækja í útlöndum. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Vilja helzt aðsetur í Helsinki eftir samruna

FYRIRTÆKI, sem stofnuð eru með sameiningu finnskra og sænskra fyrirtækja, munu sennilega kjósa að hafa aðsetur í Helsinki vegna betri skattaskilyrða og ákvörðunar Finna um að ganga í mytbandalagið (EMU) að sögn sérfræðinga. Meira
9. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 368 orð

Wallenberg eignast finnskt ríkisfyrirtæki

FINNSKA ríkisfyrirtækið Enso og skógarfyrirtæki Wallenberg-fjölskyldunnar, Stora Kopparberg, mynda í haust nýtt risafyrirtæki, Stora Enso. Tilkynnt var um samruna Enso og Stora í Helsingfors og Stokkhólmi á þriðjudaginn. Höfuðbækistöðvar nýja fyrirtækisins verða í Finnlandi en Svíar munu eiga 60% hlutafjár. Fyrri eigendur Enso, m.a. finnski ríkissjóðurinn, fá 40% hlutafjár í nýja fyrirtækinu. Meira

Daglegt líf

9. júní 1998 | Neytendur | 695 orð

Hafin er framleiðsla á lífrænni mjólk Lífræn mjólk er komin á markað á höfuðborgarsvæðinu. Mjólkin kemur frá bænum Neðra-Hálsi í

KRISTJÁN Oddsson bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós fékk vottun á sinn lífræna búskap árið 1996 en það var svo í gær að Mjólkursamsalan fékk vottun á þann búnað sem notaður er við vinnslu til dreifingar . Það er vottunarstofan Tún sem veitti bæði Neðra-Hálsi og Mjólkursamsölunni vottunina en gerðar eru strangar alþjóðlegar kröfur til starfsaðferða sem notaðar eru við lífræna ræktun. Meira
9. júní 1998 | Neytendur | 618 orð

Mismunandi tegundir af svínaskinku Ný reglugerð um kjöt og kjötvörur er að ganga í gildi. Fram til þessa hefur til dæmis skinka

Hér á landi hefur skinka ekki bara verið gerð úr svínakjöti heldur hefur t.d. verið til skinka úr hrossakjöti og lambakjöti ef því er að skipta og engar upplýsingar hafa verið gefnar um viðbætt vatnsmagn en það hefur oft verið mjög hátt. Meira

Fastir þættir

9. júní 1998 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 9. júní, verður sextugur Gunnar Jens Þorsteinsson til heimilis á Sambýlinu Lindargötu 2, Siglufirði. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 13. júní á Hótel Læk, Siglufirði, frá kl. 15-18. Meira
9. júní 1998 | Í dag | 167 orð

Ánægja með reiðskólann Þyril

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég vil lýsa yfir ánægju minni með reiðskólann Þyril í Viðidal. Þarna er vel að verki staðið, frjálslegt og fagmannlegt umhverfi og mjög þægilegt andrúmsloft hjá Bjarna Sigurðssyni og starfsfólki. Þarna eru góðir hestar og svo er ekkert mál að koma með eigin hesta. Sem sagt, allt til fyrirmyndar." Sigurbjörn Magnússon. Meira
9. júní 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband af sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni 1. maí sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík Sigrún Þorleifsdóttir og Hallgrímur Guðmundsson. Heimili þeirra er í Næfurási 17. Meira
9. júní 1998 | Fastir þættir | 223 orð

Galsi í háum tölum

Akureyringar völdu gæðinga sína til þátttöku fyrir hönd Léttis um hvítasunnuna á gæðingamóti félagsins. BALDVIN Ari Guðlaugsson staðfesti með góðri sýningu á Galsa frá Sauðárkróki orðróm um að þeir myndu blanda sér í baráttu hinna bestu í A-flokki á landsmótinu. Hlutu þeir 8,80 í forkeppninni sem er með hæstu einkunnum ársins í gæðingakeppni. Meira
9. júní 1998 | Í dag | 352 orð

JÚKRAHÚSIÐ í Stykkishólmi er að verða þekkt fyrir sérhæf

JÚKRAHÚSIÐ í Stykkishólmi er að verða þekkt fyrir sérhæfingu á sviði bakverkja. Fyrir nokkrum vikum birtist hér í blaðinu viðtal við Jósep Blöndal, yfirlækni á spítalanum, þar sem hann lýsti þeirri sérstöku meðferð, sem sjúkrahúsið býður upp á vegna bakverkja, sem hrjá ótrúlega marga. Meira
9. júní 1998 | Fastir þættir | 390 orð

Kært vegna eignarhaldsákvæðis í gæðingakeppni

ENN og aftur verður eignarhaldsákvæði í reglum um gæðingakeppni Landsambands hestamannafélaga að bitbeini og var send kæra til aganefndar vegna gruns um að verið væri að brjóta þetta ákvæði í gæðingakeppni Gusts nú um helgina. Oft hefur verið á það bent hér í hestaþætti Morgunblaðsins að þetta ákvæði sé löngu úr sér gengið því ekki sé með nokkru móti hægt að framfylgja því. Meira
9. júní 1998 | Dagbók | 695 orð

Reykjavíkurhöfn: Latouche-Tréville, Örfirisey, Otto M. Þorláksson

Reykjavíkurhöfn: Latouche-Tréville, Örfirisey, Otto M. Þorláksson og Ásbjörn fóru í gær. Reykjafoss kom í gær. Hanne Sif kemur í dag. Þerney fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lette Lill, Guldrangur og Hanseduo komu í gær. Meira
9. júní 1998 | Fastir þættir | 207 orð

Safnaðarstarf Elsta prestafélagið 100 ára Í GÆ

Í GÆR, mánudaginn 8. júní, voru liðin rétt 100 ár frá stofnun elsta prestafélags á Íslandi. Það var stofnað á Sauðárkróki í húsi sr. Árna Björnssonar, sóknarprests þar. Af því tilefni mun stjórn félagsins koma saman á Sauðárkróki í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju til hátíðarfundar. Helsta efni fundarins verður að heiðra fyrrverandi formenn félagsins og biskupa, þá sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Meira
9. júní 1998 | Í dag | 30 orð

SILFURBRÚÐKAUP.

SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, þriðjudaginn 9. júní, eiga 25 ára brúðkaupsafmæli Ásta Angela Grímsdóttir og Guðmundur Viggó Sverrisson. Þau taka á móti gestum að heimili sínu, laugardaginn 13. júní, eftir kl. 20. Meira
9. júní 1998 | Fastir þættir | 285 orð

Tvísýnt í Aog B-flokki

Árlegt gæðingamót Gusts var haldið um helgina þar sem jafnframt voru valdir fulltrúar félagsins á landsmótinu í öllum flokkum. Einnig fóru fram kappreiðar þar sem keppt var í 150 og 250 metra skeiði og 250 metra stökki. Veður var hið besta meðan á mótinu stóð og tókst það vel í alla staði. Þá öttu knapar einnig unghrossum í tamningu saman í keppni. Meira
9. júní 1998 | Fastir þættir | 796 orð

Um stíl "Sennilega verður Landsbankamálsins svokallaða og annarra skyldra mála ekki síður minnst í sögubókum fyrir kjarnyrtan

Stíll skiptir máli. Þetta virðast vera sjálfsögð sannindi en ótrúlega fáir bera hins vegar skynbragð á þau. Margir líta nefnilega á stíl sem stæla. Það er leiður misskilningur. Aðrir líta á stíl sem fyrirferðarmikið aukaatriði, sem hismið utan um kjarnann: Komdu þér nú að kjarna málsins, komdu þér að efninu, Meira
9. júní 1998 | Fastir þættir | 720 orð

Úrslit

Hestamót Gusts í Glaðheimum A-flokkur gæðinga 1. Sjóli frá Þverá, eigandi Magnús Matthíasson, knapi Ragnar Hinriksson, 8,45. 2. Ísak frá Eyjólfsstöðum, eigendur Kristinn Valdimarsson og Páll B. Hólmarsson, knapi Páll B. Hólmarsson, 8,47. 3. Brá frá Votmúla, eigandi og knapi Steingrímur Sigurðsson, 8,46. 4. Meira

Íþróttir

9. júní 1998 | Íþróttir | 109 orð

0:1 Á 8. mínútu vann Baldur Bragason boltann laglega á miðjun

0:1 Á 8. mínútu vann Baldur Bragason boltann laglega á miðjunni. Hann hljóp upp vinstri kantinn, gaf boltann á John Nielsen og fékk hann aftur í laglegum þríhyrningi og átti síðan ekki í vandræðum með að setja hann framhjá Fjalari í fjærhornið. 0:2 Leiftursmenn áttu aðra glæsisókn á 43. mínútu. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 41 orð

1. deild karla

KVA - KA2:0 Sigurjón Björn Björnsson 70., Veigar Sveinsson 76. Breiðablik - Skallagrímur2:0 Sigurður Grétarsson vsp. 14., Atli Kristjánsson 77. -. Víkingur - FH2:1 Sváfnir Gíslason 67., Sumarliði Árnason 74.-Davíð Ólafsson 36. Stjarnan - HK1:0 Veigar Páll Gunnarsson 56. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 296 orð

Aðeins 11 af 704 leikmönnum hafa orðið heimsmeistarar

Aðeins 11 leikmenn af 704 sem eru í liðunum 32 í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem hefst í París á morgun hafa orðið heimsmeistarar. Sex til viðbótar hafa leikið til úrslita en tapað. Hins vegar eru margir að keppa í fyrsta sinn í Heimsmeistarakeppni. Þar á meðal allir ensku og frönsku leikmennirnir auk allra frá Jamaíka, Japan, Chile, Suður-Afríku, Íran og Túnis. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 102 orð

Argentína og Brasilía saman með HM 2010?

ARGENTÍNA og Brasilía hafa hugleitt að sækja sameiginlega um að halda Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 2010. Julio Grondona, forseti Knattspyrnusambands Argentínu, sagði að málið hefði verið rætt við Knattspyrnusamband Suður-Ameríku og góður gangur væri á viðræðunum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 28 orð

Auglýsingablað um HM með Morgunblaðinu

Auglýsingablað um HM með Morgunblaðinu Á MORGUN fylgir Morgunblaðinu 32 síðna auglýsingablað um HM. Þar eru m.a. upplýsingar um lið, leikmenn, riðla, tölulegar staðreyndir, sjónvarpsútsendingar og fleira. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 724 orð

Á Schumacher eftir að bíta úr nálinni?

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher kom fyrstur á mark í tíðindasömum kappakstri í Montreal á sunnudag. Hann hlaut sigurlaunin strax til bráðabirgða vegna atviks í keppninni og þótt dómarar hafi tveimur stundum síðar hafnað kæru Williams-liðsins kunna einhver eftirmál að verða, því til stóð í gær, Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 376 orð

"Ástæða til að hefna ófaranna gegn Ungverjum"

DREGIÐ var á sunnudag í riðla fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Egyptalandi á næsta ári. Íslendingar eru í fjórða riðli með Sviss, Finnlandi og Ungverjalandi. Aðeins sigurvegarar hvers riðils tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Finnum hér heima 24. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 312 orð

Bikarmeistararnir hefja titilvörnina fyrir austan

"VIÐ erum afskaplega lukkulegir með þetta," sagði Óskar Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar sameiginlegs liðs Vals og Austra, í gær eftir að dregið var í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Bikarmeistarar Keflavíkur hefja titilvörn sína með útileik gegn KVA í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ og fer leikurinn fram á Reyðarfirði 19. júní nk. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 271 orð

Bjarki og Molde efst

BJARKI Gunnlaugsson og félagar hans í Molde eru í efsta sæti norsku deildarinnar eftir 4:1 sigur á Vålerenga á sunnudaginn. Bjarki skoraði annað mark liðsins á 59. mínútu. Liðið hefur nú 23 stig eftir níu umferðir, þremur stigum meira en Rosenborg, sem á einn leik til góða. Rosenborg spilaði ekki um helgina vegna undirbúnings norska landsliðsins fyrir HM. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 530 orð

Björgvin söng í rigningunni á Hellu

BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili og Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggðu sér sigur á fyrsta móti ársins í íslensku mótaröðinni sem haldið var á Strandarvellinum við Hellu um helgina. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 375 orð

Blikarnir á réttri leið

Breiðablik skaust í 2. sæti 1. deildarinnar með sannfærandi sigri á Skallagrími, 2:0 á Kópavogsvellinum 2:0 og svo virðist sem Blikar séu komnir á skrið með þremur sigurleikjum í röð. Sigurður Grétarsson náði forystunni fyrir Blika úr vítaspyrnu á 14. mínútu, eftir að Jakob Hallgeirsson hafði stjakað við Bjarka Péturssyni innan teigs. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 399 orð

BOLTI »Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fjölgar sæludögum sælkerans

HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu er helsti íþróttaviðburður heims. Samkvæmt tölum skipuleggjenda keppninnar í Frakklandi er gert ráð fyrir að meira en 37 milljarðar (þ.e.a.s. hver áhorfandi getur verið talinn á hverjum leik eða allt að 64 sinnum) fylgist með leikjunum 64 beint í sjónvarpi en HM hefst á morgun og lýkur 12. júlí. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 70 orð

Charlton reiðist agaleysi landsliðsmanna BOBBY

BOBBY Charlton, einn virtasti frammámaður enskrar knattspyrnu, gagnrýndi agaleysi enskra landsliðsmanna í kjölfar framkomu Sheringhams. "Enska landsliðið nær ekki árangri af því að leikmenn þess hafa ekki þann aga sem nauðsynlegur er," sagði hann. "Teddy (Sheringham) ætti að skammast sín. Hann hagar sér ekki eftir aldri. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 83 orð

Chicago - Utah96:54 Utah - Chicago88:93

NBA-deildin Úrslitaleikir Chicago - Utah96:54 Utah - Chicago88:93 Stigahæstir: Jeff Hornacek 20, Karl Malone 16, Shandon Anderson 12 - Michael Jordan 37, Scottie Pippen 21, Toni Kukoc 13 Fráköst: Karl Malone 12, Bryon Russell 5 - Toni Kukoc 9, Dennis Rodman 9. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 131 orð

Dómari og aðstoðardómarar í talstöðvarsambandi

TALSTÖÐVARSAMBAND verður milli dómara og línuvarða í leikjum heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi og er það í fyrsta sinn á HM sem það er gert. Þetta er gert til að auðvelda samskipti línuvarða við dómarann. Tækin sem notuð verða voru reynd á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 og eins í Frakklandsmótinu sem haldið var fyrir ári. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 351 orð

"Drillo" vill þjálfa Brasilíu

EGILL "Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Norðmanna, segir Brasilíumenn betur komna undir sinni stjórn. Hann er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Hann lýsti því yfir um helgina, að lið heimsmeistara Brasilíu yrði mun betra ef hann væri þjálfari þess. "Mig mundi langa til að þjálfa Brasilíu vegna þess að ég tel að mínar aðferðir myndu gera liðið jafnvel enn betra. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 405 orð

Eru álög á mótaröðinni?

ÍSLENSKA mótaröðin í golfi var uppnefnd "íslenska rokröðin" af kylfingum á síðasta ári, þar sem mjög vindasamt var á flestum mótanna. Ef eitthvað er að marka veðurfarið á fyrsta móti þessa árs, má búast við því að mótaröðin verði nefnd eftir rigningunni, því gífurlega mikil úrkoma var á Strandarvellinum við Hellu, síðari hluta laugardags og framan af sunnudeginum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 128 orð

Formula 1 Montreal, Kanada: Kanadíski kappaksturinn var 69 hr

Montreal, Kanada: Kanadíski kappaksturinn var 69 hringir.klst. 1. Michael Schumacher (Þýskal.) Ferrari1:40.57,355 (Meðalhraði Schumachers var 181,296 km/klst.) 2. Giancarlo Fisichella (Ítalíu) Benetton1:41.14,017 3. Eddie Irvine (Bretlandi) Ferrari 1:41.57,414 4. Alexander Wurz (Ástralíu) Benetton1:42.00,587 5. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 157 orð

Frakkinn Just Fontaine spáir fáum mörkum

JUST Fontaine, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og handhafi markamets úrslitakeppni HM, er svartsýnn á skemmtilega sóknarknattspyrnu í úrslitakeppninni að þessu sinni. Fontaine telur að varnarleikur verði allsráðandi: "Á meðan sum lið einbeita sér að því að fá ekki á sig mörk, fremur en að reyna að skora, er ekki von á mörgum markaleikjum, Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 85 orð

Frankfurt meistari

FRANKFURT vann Fortuna Köln 4:2 að viðstöddum 50.000 áhorfendum á Wald- leikvanginum um helgina og tryggði sér þar með efsta sætið í 2. deild þýsku knattspyrnunnar en liðið hefur leikið í deildinni undanfarin tvö ár. Freiburg vann Stuttgarter Kickers 2:1 og varð í öðru sæti en liðið féll úr 1. deild í fyrra. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 170 orð

Fyrsti sigur KVA

KVA vann KA 2:0 á Eskifirði á sunnudag og var þetta fyrsti sigur liðsins í 1. deild karla. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þó voru heimamenn öllu meira með boltann og fengu fleiri færi. Eitthvað virtist mótspyrna heimamanna fara í taugarnar á norðanmönnum á bekknum og fékk einn aðstoðarmaðurinn að sjá rauða spjaldið á 45. mínútu en auk þess var gula spjaldið sjö sinnum á lofti. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 188 orð

Hilmar með í fyrsta sinn

HILMAR Björnsson lék í gær í fyrsta skipti með liði Helsingborgar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá því hann gekk til liðs við liðið fyrir þessa leiktíð. Hilmar, sem hefur verið meiddur það sem af er keppnistímbilinu, lék þrjár síðustu mínúturnar er Helsingborg gerði jafntefli við Norrköping 1:1 á heimavelli. Birkir Kristinsson lék ekki í marki Norrköping frekar en áður. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 44 orð

HM-handbók komin út BÓKA

BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur gefið út HM-handbókina í knattspyrnu eftir Arnar Björnsson íþróttafréttamann. Fjallað er um öll landslið keppninnar, hverjum leikmanni gerð skil og listi yfir alla HM-leiki sem eru á dagskrá Sjónvarpsins. Bókin fæst á flestum bensínstöðvum og í flestum bókaverslunum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 543 orð

Hvað ráðleggurÁSTHILDUR HELGADÓTTIRungum knattspyrnukonum? Æfa, æfa og æfa

ÁSTHILDUR Helgadóttir knattspyrnukona stóð í ströngu í vetur, stundaði nám við hinn virta Vanderbilt háskóla í Bandaríkjunum og borgaði fyrir námið með því að keppa í knattspyrnu fyrir skólann. Uppskeran var rík, Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 108 orð

Ivsic til ÍA

SKAGAMENN fengu til sín um helgina júgóslavneska framherjann Zoran Ivsic og verður hann a.m.k. til reynslu hjá liðinu um tíma. "Við verðum að sjá hvernig hann kemur út," sagði Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeilda ÍA í gær. Örn vildi ekkert segja um hvort reikna mætti með Ivsic í leikmannahópi ÍA í kvöld gegn Grindvíkingum á Skipaskaga. "Ég vel ekki liðið," sagði Örn. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 58 orð

Í kvöld

Knattspyrna Landssímadeildin Akranes:ÍA - Grindavík20 Helgafellsvöllur:ÍBV - Valur20 Keflavík:Keflavík - Fram20 KR-völlur:KR - ÍR20 Meistaradeild kvenna Ásvellir:Haukar - ÍBV20 Kópavogsv. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 16 orð

Íshokkí

Íshokkí NBA-deildin Úrslitakeppni Vesturdeildar Detroit - Dallas2:0 Detroit vann 4:2 og mætir Washington í úrslitum um Stanley-bikarinn. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

Íslensku strákarnir stigalausir

DANIR sigruðu örugglega í sínum riðli Evrópumeistaramóts 20 ára og yngri í handknattleik en leikið var í KA-heimilinu á Akureyri um helgina. Danir lögðu Pólverja og Íslendinga og fengu 4 stig, Pólverjar hlutu 2 stig en íslensku strákarnir stóðu uppi án stiga. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 264 orð

JJ-mótið

100 m hlaup karla: Jóhannes Már Marteinsson, ÍR10,73 Sveinn Þórarinsson, FH10,96 Bjarni Þór Traustason, FH10,97 100 m hlaup telpna: Björk Kjartansdóttir, ÍR13,51 Inga Þóra Ingadóttir, Ármanni13,79 Lilja Grétarsdóttir, ÍR14,14 100 m hlaup sveina: Gunnar Guðbjörnsson, ÍR12, Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 325 orð

Jordan gerði gæfumuninn

Eftir fjögur töp í röð á útivelli í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár vann Chicago Bulls loks útileik. Liðið jafnaði keppni sína gegn Utah Jazz eftir góðan sigur á föstudagskvöld, 93:88. Það var fyrst og fremst enn einn frábær leikur Michael Jordan sem gerði gæfumuninn í leiknum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 443 orð

Kominn tími til að fara í hádegismat

Sepp Blatter var kjörinn forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, til næstu fjögurra ára á þingi þess í París í gær. Hann fékk 111 atkvæði í fyrstu umferð en Svíinn Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, fékk 80 atkvæði. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti í fyrstu umferð til að ná kjöri en einfaldan meirihluta í annarri umferð. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 101 orð

Laugardalsvelli lokað

ENGIR knattspyrnuleikir verða á Laugardalsvelli það sem eftir er mánaðarins. Grasið er ekki orðið nógu gott og gefa verður því tíma. Að sögn Jóhanns G. Kristinssonar, vallarstjóra, hafa yfirleitt ekki verið leikir á vellinum í maí en að þessu sinni voru þeir fjórir. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 541 orð

Leiftur til alls líklegt

"VIÐ ætluðum okkur að ná í þrjú stig hingað suður og það tókst," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Leiftursmanna, kampakátur eftir dýrmætan útisigur gegn Þrótti í gærkvöldi. Úrslit leiksins, 1:2, verða að teljast sanngjörn og með sigrinum er lið Ólafsfirðinga komið í toppsæti Landssímadeildarinnar. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 102 orð

Leikur Eiður Smári í kvöld?

EIÐUR Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi KR í fyrsta sinn í kvöld er KR tekur á móti ÍR í Landssímadeildinni á KR-velli. Eiður Smári hefur loks fengið leikheimild með vesturbæjarliðinu, en þess má til gamans geta að Eiður Smári lék með ÍR í yngri flokkunum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 36 orð

Markahæstir

5- Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. 3- Hreinn Hringsson, Þrótti, Jens Paeslack, ÍBV og Kári Steinn Reynisson, Leiftri. 2- Jón Þorgrímur Stefánsson, Val, Páll Einarsson, Þrótti, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍA, Sinisa Kekic, Grindavík og Tómas Ingi Tómasson, Þrótti. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 18 orð

Meistaradeild kvenna

Meistaradeild kvenna ÍA - Stjarnan1:1 Jófríður Guðlaugsdóttir - Lilja Kjalar KR - Fjölnir4:0 Helena Ólafsdóttir 2, Olga Ferseth, sjálfsmark. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 117 orð

Meistarar í sjötta sinn

Bandaríkin unnu Rússland 71:65 í úrslitaleik heimsmeistarakeppni kvenna í körfuknattleik í Berlín í fyrrakvöld. Rússland, sem hefur sex sinnum orðið meistari, var yfir í hálfleik, 37:25, en bandarísku stúlkurnar komu tvíefldar til leiks eftir hlé. Ruthie Bolton gerði tvær þriggja stiga körfur og kom Bandaríkjunum yfir í fyrsta sinn, 50:49, á 33. mínútu. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 55 orð

Metin féllu ÚRSLITIN í leik Chicago og Utah í fyrra kvöl

ÚRSLITIN í leik Chicago og Utah í fyrra kvöld eru söguleg fyrir margar sakir. Utah jafnaði lægsta stigaskor í deildinni síðan 24 sekúndna skotklukkan var tekin upp 1954. Þetta var einnig langlægsta stigaskor í úrslitakeppninni og mesti stigamunur í sögu úrslitakeppninnar. Eins hefur það ekki gerst áður í úrslitum að allir leikmenn liðs skori. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 207 orð

Óstaðfest vallarmet

HERBORG Arnarsdóttir hóf leik á íslensku mótaröðinni með glæsibrag. Hún lék fyrstu átján holurnar á Strandarvelli á 72 höggum, ­ tveimur höggum yfir pari. Líklega er þetta besti árangur konu af bláum teigum, en það fæst ekki staðfest hjá heimaklúbbnum, þar sem engin gögn fundust um gildandi vallarmet. Strandarvöllur sjaldan betri Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 576 orð

Rassskelling!

ÞRIÐJI leikur Chicago Bulls og Utah Jazz í lokarúslitum NBA deildarinnar varð sögulegur þegar upp var staðið. Chicago vann leikinn 96:54 og endurspegla þessar tölur leikinn í hnotskurn. Chicago hefur nú 2:1 forystu í viðureign liðanna og gæti bætt hag sinn á morgun þegar liðin mætast í fjórða leiknum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 340 orð

Ronaldo er nýr Pele í augum Brasilíumanna

Ronaldo er nýr Pele í augum Brasilíumanna og gera má ráð fyrir að allra augu verði á þessum besta knattspyrnumanni heims, þegar heimsmeistarar Brasilíu mæta Skotum í fyrsta leik Heimsmeistarakeppninnar á morgun. Miklar væntingar eru til leikmannsins, sem er aðeins 21 árs, og hefur þeim verið líkt við fárið sem var í kringum Diego Maradona 1982. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 339 orð

RONALDO þykir líklegastur til að

RONALDO þykir líklegastur til að verða markakóngur HM, 4 á móti 1 samkvæmt veðbönkum. Gabriel Batistuta frá Argentínu er annar í röðinni en síðan koma Oliver Bierhoff frá Þýskalandi og Alan Shearer frá Englandi. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 151 orð

Sheringham baðst afsökunar

TEDDY Sheringham, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið grunaður um óhóflegt næturlíf í Portúgal. Hann á að hafa eytt tveimur kvöldum í röð á næturkúbbi á Algarve í Portúgal. Tvö slúðurfréttablöð í Portúgal birtu myndir þar sem Sheringham sést með sígarettu í munnvikinu og unga stúlku undir arminum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 348 orð

Spennandi knattspyrnuleikur á netinu

Á FORSÍÐU Boltavefjar Morgunblaðsins má finna fótboltaleikinn "Liðsstjórann" sem er samvinnuverkefni Morgunblaðsins og Margmiðlunar. Þarna er á ferðinni skemmtilegur leikur sem allir geta spilað og haft gaman af. Nú þegar er mikil aðsókn að Liðsstjóravefnum og ljóst að spennandi knattspyrnusumar á netinu fer í hönd. Í Liðsstjóranum er hægt að taka þátt í tveimur leikjum. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 296 orð

Stigamót GSÍ á Hellu

Íslenska mótaröðin, Hexa-mótið, haldið á Hellu um helgina. Karlar: 213 - Björgvin Sigurbergsson, GK 70-71-72 214 -Sigurpáll Sveinsson, GA 70-73-71, Þórður Emil Ólafsson, GL 72-69-73. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 228 orð

Stjarnan enn taplaus

Garðbæingar eru enn taplausir í 1. deild eftir sanngjarnan sigur á HK, 1:0, í Garðabæ í gærkvöldi. Leikurinn var tíðindalítill en leikmenn Stjörnunnar mun betri án þess þó að ná að skapa sér mörg hættuleg færi. HK menn komust vart fram yfir miðju í fyrri hálfleik en vörðust með ágætum. Ragnar Árnason slapp þó inn fyrir vörn HK á 12. mínútu leiksins en Ragnar Bogi Petersen, markvörður HK, varði Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 430 orð

Strákarnir gerðu marga góða hluti

Ísland og Suður-Afríka gerðu jafntefli, 1:1, í vináttulandsleik í Baiersbronn í Þýskalandi á laugardag. Þetta var síðasti leikur Afríkumanna fyrir úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar þar sem þeir mæta gestgjöfum Frakka á föstudag og voru þeir ánægðir með leikinn og úrslitin. Það var Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari Íslands, líka. "Þetta var ágætt. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 65 orð

Suður-Afríka - Ísland1:1

Freudenstadt í Þýskalandi, vináttulandsleikur í knattspyrnu, laugardaginn 6. júní 1998. Mark S-Afríku: Benedict McCarthy 37. Mark Íslands: Stefán Þórðarson 73. Ísland: Birkir Kristinsson - Gunnar Einarsson, Brynjar Gunnarsson, Steinar Adolfsson, Hermann Hreiðarsson, Arnar Viðarsson - Haukur Ingi Guðnason (Steingrímur Jóhannesson 57. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 386 orð

Svíar bestir á EM

Svíar urðu á sunnudaginn Evrópumeistarar í handknattleik karla er þeir unnu Spánverja 25:23 í úrslitaleik mótsins á Ítalíu og endurheimtu þar með titilinn frá því á EM í Prag fyrir átta árum. Þjóðverjar höfnuðu í þriðja sæti er þeir sigruðu Rússa 30:28 eftir tvíframlengdan leik. Júgóslavar unnu Ungverja í leik um fimmta sætið. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 69 orð

Tveir Svíar í EM- úrvalinu Eftir úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í h

Eftir úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í handknattleik á Ítalíu var tilkynnt um val á úrvalsliði keppninnar. Tveir Svíar voru valdir í liðið, markvörðurinn Peter Gentzel og hornamaðurinn knái Johann Pettersson. Eftirtaldir leikmenn voru útnefndir: Markvörður: Peter Gentzel, Svíþjóð. Vinstra horn: Stephan Kretzschmar, Þýskalandi. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 532 orð

Tvöfaldur spænskur sigur

CARLOS Moya frá Spáni vann landa sinn Alex Corretja 6-3, 7-5, 6-3 í úrslitum einliðaleiks karla á Opna franska meistaramótinu í tennis á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem Moya verður sigurvegari á stórmóti en hann er 21 árs og lék til úrslita á Opna ástralska mótinu í fyrra. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 123 orð

Vala önnur í Prag

VALA Flosadóttir, ÍR, varð í öðru sæti í stangarstökki á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Prag í gær, stökk 4,10 m og var 10 cm frá Íslands- og Norðurlandameti sínu. Heimsmethafinn Emma George frá Ástralíu sigraði, fór yfir 4,30 m. "Vala átti ágætar tilraunir við 4,20 metra en vantaði herslumuninn," sagði Stanislaw Szcyrba þjálfari hennar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 402 orð

VIGDÍS Guðjónsdóttir úr

VIGDÍS Guðjónsdóttir úr HSK varð í fjórða sæti í spjótkasti á bandaríska háskólameistaramótinu um helgina. Vigdís kastaði spjótinu 53,50 m. Sigurvegarinn kastaði 56,28 m en stúlkurnar í öðru og þriðja sæti köstuðu jafn langt, 53,92 m. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 117 orð

Vináttulandsleikir Túnis Túnis - Wales4:0 Imed Ben Younes 19., Khaled Badra 28., 83. vsp., Sabri Jaballah 69. 15.000. Zagreb

Túnis Túnis - Wales4:0 Imed Ben Younes 19., Khaled Badra 28., 83. vsp., Sabri Jaballah 69. 15.000. Zagreb Króatía - Ástralía7:0 Davor Suker 14. vsp., 37., 63. vsp., Zvonimir Boban 47. 83., Robert Prosinecki 40., Ardian Kozniku 72. 12.000. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 329 orð

Víkingar ósigraðir

Sigurganga Víkinga í 1. deild karla er enn órofin því í gærkvöldi unnu þeir FH 2:1 í Víkinni og hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Sigurinn var verðskuldaður því þrátt fyrir að fá fyrst á sig mark slógu heimamenn hvergi af og uppskáru tvö mörk fyrir vikið. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | 192 orð

Þróttur - Leiftur 1:2

Valbjarnarvöllur í Laugardal, 5. umferð Landssímadeildar, mánudagskvöldið 8. júní 1998. Aðstæður: Hægur norðvestan andvari, kjörið veður til knattspyrnuiðkunar, völlurinn ágætur. Mark Þróttar: Ásmundur Haraldsson (64.). Mörk Leifturs: Baldur Bragason (8.), Rastislav Lazorik (43.). Markskot: Þróttur 8 - Leiftur 11. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

Þurfum meiri undirbúning

ÞORBJÖRN Jensson þjálfari reifaði helstu niðurstöður sínar eftir tapleikinn gegn Dönum. "Þetta sýnir okkur að við þurfum meiri undirbúning fyrir unglingalandsliðið. Þessir strákar hafa ekki verið að leika mikið saman. Það kostar peninga að byggja upp unglingalandslið og fara með það í keppnisferðir og fjárhagserfiðleikar HSÍ hafa náttúrlega bitnað á þessu starfi. Meira
9. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

KA-heimilið, riðlakeppni EM U-20 ára landsliða, 7. júní 1998: Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 4:5, 5:6, 5:9, 11:9, 15:9, 16:12, 18:16, 20:19, 23:20, 24:22. Mörk Danmerkur: Lars Krogh Jeppesen 7/1, Lars Jörgensen 5, Joachim Boldsen 3, Jan Sörensen 3/2, Andreas Jensen 2, Bo Spellerberg 2, Henrik Sloth 2. Varin skot: Jacob L. Meira

Fasteignablað

9. júní 1998 | Fasteignablað | 558 orð

Álrörið kemur

FRAM að þessu höfum við vanist því að tala um málmrör eða plaströr, en nú verður brátt breyting þar á, "kynblendingur" er kominn til sögunnar. Sú spurning hefur oft skotið upp kollinum af hverju ál væri ekki notað í ýmiss konar vatnslagnir, fyrir því eru ýmsar ástæður, einkum tæknilegar, en jafnvel líka heilsufarslegar. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 36 orð

Blóm og útsýni

Blóm og útsýni ÞEIR SEM eru svo heppnir að búa í híbýlum með björtum gluggum og útsýni frá þeim ættu ekki að byrgja neitt inni, Lausnin er kannski fallegur kappi og rimlagardínur sem draga má til hliðar. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 259 orð

Einbýlishús í Keilufelli

HIN svokölluðu Viðlagasjóðshús í Breiðholti eru sívinsæl að sögn Guðmundar Björns Steinþórssonar hjá Bifröst, en þar er nú til sölu Viðlagasjóðshús að Keilufelli 14. Þetta er 147 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum og með 29 ferm. bílskúr. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 35 orð

Fyrir börnin

Fyrir börnin BÖRNIN þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni í garðinum annað en moka í blómabeðunum. Ágætt er að hafa svona ílát með sandi sem helst þyrfti svo að loka þegar það er ekki í notkun. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 182 orð

Gott parhús í Fossvogi

FASTEIGNASALAN Frón er með til sölu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr að Kjarrvegi 11 í Fossvogi. Húsið er úr steini og byggt 1982. "Þetta er mjög fallegt hús með fallega frágenginni lóð og heitum potti á verönd," sagði Óskar Jóhannsson hjá Fróni. "Á neðri hæð er hol með parketi, eldhús með góðum eikarinnréttingum og tvær stofur. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 287 orð

Hótel Askja á Eski- firði til sölu

HÓTEL Askja á Eskifirði er nú til sölu hjá fasteignasölunni Höfða. Hótelið, sem er járnklætt timburhús, er 332 ferm. að stærð og byggt 1904. Ásett verð er 15,5 millj. kr. Þetta er fallegt hús, sem hefur verið mikið endurnýjað og stendur í hjarta miðbæjarins á Eskifirði," sagði Ásmundur Skeggjason hjá Höfða. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 193 orð

Hús fyrir stórfjölskylduna

FASTEIGNASALAN Ásbyrgi er með í einkasölu tvíbýlishús í Sólheimum 1 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1958. Hæð og ris er um 180 ferm. en neðri hæð er upphaflega samþykkt sem þriggja herbergja íbúð, sem er 70 ferm. Að auki eru þar geymslur, þvottahús og hitaklefi. Hárgreiðslustofa hefur verið starfrækt árum saman á neðri hæðinni. Að auki fylgir eigninni 30 ferm. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 46 orð

Lagnir úr álplasti

ÁL Í bland við plast er farið að ryðja sér til rúms hér á landi sem lagnaefni, en þessi tegund af rörum er alls ekki ný af nálinni erlendis. Í þættinum Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um álplaströrin í máli og myndum. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Málmklæðningar

ÞAÐ HEFUR færzt í aukana að hús séu klædd að utan með málmkápu, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Þetta er hægt að gera þannig, að að húsin verði ekki aðeins vatnsheld heldur líka falleg og athyglisverð. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 227 orð

Meiri ný- byggingar í Svíþjóð

EFTIR sjö mögur ár er nú meira líf tekið að færast í byggingariðnaðinn í Svíþjóð, en gert er ráð fyrir, að fjárfestingar í nýbyggingum aukist um 5-6% þar í landi á þessu ári og því næsta. Þetta er mat sambands sænskra byggingaverktaka og byggist það á þeirri uppsveiflu, sem nú er í sænsku efnahagslífi. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 194 orð

Parhús við Elliðavatn

TALSVERÐ uppbygging á sér nú stað við Elliðavatn og íbúum þar fer fjölgandi. Í landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi er nú sem óðast að rísa nýtt hverfi, Hvarfahverfi. Sérbýlið setur svip sinn á þessa byggð. Hjá fasteignasölunni Skeifunni eru nú til sölu ný parhús við Brekkuhvarf. Þau eru á einni hæð með innbyggðum bílskúr og 160 ferm. að stærð. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 162 orð

Rúmgott endaraðhús í Selja hverfi

FASTEIGNASALAN Lundur er með til sölu endaraðhús í Bakkaseli 2 í Seljahverfi í Breiðholti. Þetta er nýlegt steinhús, um 250 fermetrar að stærð ásamt bílskúr sem er um 25 fermetrar. Húsið er á þremur hæðum og er sér þriggja herbergja íbúð á jarðhæð. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 345 orð

Sementssalan langt fram úr áætlun

SEMENTSSALA hjá Sementsverksmiðjunni hf. var mun meiri á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra, sem endurspeglar vel aukin umsvif í húsbyggingum og verklegum framkvæmdum hér á landi. Samt var salan í fyrra mun meiri en árið þar á undan. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 852 orð

Sjálfseignarstefnan og leigumarkaðurinn

Í SUMUM næstu nágrannalöndum okkar lætur fjöldi fólks sig ekki dreyma um að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Þar er einungis á færi þeirra sem eru með hæstu tekjurnar að byggja eða kaupa íbúð. Hér á landi er þessu öðruvísi farið. Fólk hefur ekki þurft að vera í hópi þeirra tekjuhæstu til að eignast íbúðarhúsnæði. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 34 orð

Skákborð listamannsins

SUMIR hafa gaman af að tefla skák. Ekki myndi spilla ánægjunni að sitja við skákborð listamannsins Frederico Armijo. Hillurnar fyrir ofan skákborðð eru hannaðar og gerðar af Roy nokkrum Tidwell í Nýju Mexíkó. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 27 orð

Standlampar af gamalli gerð

Standlampar af gamalli gerð HÉR ÁÐUR fyrr voru standlampar svipaðir þessum í tísku. Nú eru þessir lampar komnir aftur, en í bjartari og skærari litum, þ.e.a. s. skermarnir. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 164 orð

Stórt og vandað hús í góðu hverfi

FASTEIGNAMIÐLUN Sverris Kristjánssonar er nú með til sölu einbýlishús á tveimur hæðum að Látraseli 5. Þetta er steinhús, byggt 1983. Það er alls 308 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr, sem er 40 ferm. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 1036 orð

Tölvustudd hönnun á Tæknidögum 1998

Í GEGNUM árin hafa hönnuðir notað ýmsar aðferðir til að setja fram hugmyndir sínar, líkön og rissteikningar, jafnvel á servíettum eins og fræg dæmi eru um. En í dag má segja að þau hönnunarverkfæri sem hafa unnið hug og hjörtu flestra hönnuða séu CAD(Computer Aided Design), CAE(Computer Aided Engineering) og CAM(Computer Aided Manufacturing) hugbúnaðarlausnir. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 942 orð

Veðravörn

Þriðjudaginn 31. mars s.l. birtist hér í blaðinu smiðjugrein um blikksmíði þar sem ég gat um fáein þekkt stórhýsi sem hafa verið klædd að utan með málmplötum. Hönnuðir húsa eiga margra kosta völ í sambandi við ystu klæðningu og hafa mörg hús vakið mikla athygli fyrir ytri frágang og gott útlit. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 1676 orð

Við Elliðavatn setur kyrrðin og náttúran mót sitt á byggðina

ELLIÐAVATN hefur ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Sumarfegurð við vatnið er einstök en fuglalíf mikið og á góðviðriskvöldum má oft sjá fólk á gangi meðfram vatninu. Vatnið og umhverfi þess er líka tilkomumikið á að líta, þegar náttúran er í vetrardróma. Þá er vatnið ísilagt og yfirleitt snævi þakið. Meira
9. júní 1998 | Fasteignablað | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

9. júní 1998 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

9. júní 1998 | Úr verinu | 476 orð

Ný hafnarvog á Suðureyri

BYLTING hefur nú orðið í löndunar- og vigtarþjónustu hjá Suðureyrarhöfn eftir að ný hafnarvog var tekin í notkun fyrir skemmstu. Um er að ræða 80 tonna bílavog auk tveggja tonna karavogar. Þá hefur verið bætt við þriðja löndunnarkrananum. Þetta er stórt framfaraspor frá því sem áður var, þegar notast var við gám sem vigtarhús með einni karavog. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.