Greinar miðvikudaginn 10. júní 1998

Forsíða

10. júní 1998 | Forsíða | 49 orð

84 stiga hiti í Kúveit

MIKILL hiti hefur verið í Kúveit síðustu daga og orðið 51 stig í forsælu og 84 stig í sólskini. Kúveiska dagblaðið Al- Qabas sagði að embættismenn hefðu ráðlagt landsmönnum að halda sig í skugga í mestu hitamollunni til að fá ekki sólsting. Meira
10. júní 1998 | Forsíða | 80 orð

Albanir á flótta

SERBNESKAR hersveitir gerðu í gær sprengjuárásir á þorp í vesturhluta Kosovo og óttast er að hernaðaraðgerðirnar valdi miklum fólksflótta úr héraðinu. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði að 65.000 Albanir hefðu flúið heimkynni sín síðustu tíu daga, þar af um 18.000 til nágrannaríkjanna. Þá skýrði Mary Robinson, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, frá því í gær að a.m.k. Meira
10. júní 1998 | Forsíða | 252 orð

Eþíópíustjórn hafnar tilboði um viðræður

HARÐIR bardagar geisuðu í gær við landamæri Eþíópíu og Erítreu og Isayas Afewerki, forseti Erítreu, spáði því að átökin myndu magnast á næstu dögum. Hann kvaðst þó vilja ræða við Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, en Eþíópíumenn sögðu að viðræður kæmu ekki til greina fyrr en her Erítreu færi af eþíópískum landsvæðum. Meira
10. júní 1998 | Forsíða | 81 orð

Heimsmeistaramótinu fagnað

HUNDRUÐ þúsunda manna voru í miðborg Parísar í gærkvöldi til að fylgjast með skrúðgöngu í tilefni þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Frakklandi í dag. Fjögur 20 metra há teiknimyndavélmenni, sem áttu að tákna kynþætti heimsins, sveimuðu um göturnar í fylgd þúsunda sjálfboðaliða, klæddra sem skordýr, tré, rækjur og geimskip. Meira
10. júní 1998 | Forsíða | 169 orð

Hléi á flugmannaverkfalli hafnað

STÉTTARFÉLAG flugmanna franska ríkisflugfélagsins Air France ákvað í gær að verða ekki við áskorun annars stéttarfélags franskra flugmanna um að gera hlé á verkfalli sínu til að raska ekki skipulagi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Meira
10. júní 1998 | Forsíða | 80 orð

Nígeríuher lofar valdaafsali

TALSMAÐUR herforingjastjórnarinnar í Nígeríu sagði í gær að staðið yrði við loforð Sanis Abacha einræðisherra, sem lést á mánudag, um að borgaraleg stjórn tæki við völdunum 1. október. Talsmaðurinn sagði að þetta hefði verið ákveðið á fundi ráðherra herforingjastjórnarinnar og Abdusalams Abubakars, nýs forseta hennar. Hann bætti þó við að ekki væri öruggt að forsetakosningar yrðu 1. Meira
10. júní 1998 | Forsíða | 130 orð

Þjóðaratkvæði um Vesturbakkann?

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísraelar eigi að flytja hersveitir sínar frá 13% Vesturbakkans. Netanyahu sagði í viðtali við ísraelska ríkisútvarpið að álit almennings skipti miklu máli í svo mikilvægri deilu. Meira

Fréttir

10. júní 1998 | Miðopna | 1217 orð

37 milljarðar manna fylgjast með HM í Frakklandi Augu heimsins munu beinast að Frakklandi næstu vikurnar en heimsmeistaramótið í

ÞÁ ER komið að því! Í freklega fjórar vikur á fjögurra ára fresti hættir jörðin að snúast. Drjúgur hluti mannkyns ýtir stjórnmálum, viðskiptum og hinu daglega amstri eins og það leggur sig til hliðar ­ lífið hverfist um fáeinar afmarkaðar grasflatir. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu (HM) fer fram. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 394 orð

Abubakar sver embættiseið

NÍGERÍSKI rithöfundurinn Wole Soyinka, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1986, hvatti erlend ríki í gær til að þrýsta á um lýðræðisþróun í kjölfar andláts Sanis Abacha, einræðisherra í landinu. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 553 orð

Annar dagur opinberrar heimsóknar forsetahjónanna til Eistlands

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði í gær eistneska þingið, átti viðræður við forsætisráðherra Eistlands og hitti fulltrúa viðskiptalífsins, á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur til Eistlands. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 422 orð

Athugasemd frá Félagi íslenskra læknaritara

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 30. maí sl. um launakjör hjúkrunarfræðinga og nokkurra annarra stétta vill Fél. ísl. læknaritara koma eftirfarandi á framfæri: Félag íslenskra læknaritara var stofnað árið 1970 og læknaritarar eru löggilt heilbrigðisstétt síðan 1985. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Atvinnuvegasýning Vestfjarða

ATVINNUVEGASÝNING Vestfjarða 1998 verður haldin laugardag og sunnudag nk. í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði. Það eru tæplega níutíu fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í atvinnuvegasýningunni og víst að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi. Markmið Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 778 orð

Áfellisdómur yfir kröfum til öryggis um borð í skipum

Í REGLUM um vinnuöryggi á fiskiskipum og kaupskipum eru engin ákvæði um eftirlit með slitálagi víra, burðarþoli lása og keðja, blökkum, tromlum og öðrum hífingarbúnaði. Engar kröfur eru gerðar til manna um þekkingu á stjórnun krana eða togvindna, hvað þá að ætlast sé til kunnáttu þeirra er gefa stjórnendum þessara tækja bendingar um tilteknar aðgerðir. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 350 orð

Áhyggjur vegna gengislækkunar jensins

BANKARÁÐ japanska seðlabankans sagði í gær, að vaxtahækkun væri ekki svarið við stöðugu gengisfalli japanska jensins en það hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollara í sjö ár. Þykir þessi þróun endurspegla alvarlega veikleika í japönsku efnahagslífi og vaxandi ótti er við, að það sé að fara inn í óviðráðanlegt verðhjöðnunarferli. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Átta prestaköll laus til umsóknar

ÁTTA prestaköll víðsvegar um landið eru nú laus til umsóknar. Það eru Breiðabólstaðarprestakall, Sauðárkróksprestakall, Kirkjubæjarklaustursprestakall, Valþjófsstaðarprestakall, Skútustaðaprestakall, embætti sérþjónustuprests í Kaupmannahöfn, og tvö embætti í Vestmannaeyjaprestakalli. Meira
10. júní 1998 | Miðopna | 381 orð

Ávarp Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra á aukafundi SÞ

ÞORSTEINN Pálsson, dómsmálaráðherra, kynnti í ávarpi sínu á aukafundi SÞ á mánudag áætlanir íslenskra stjórnvalda er miða að fíkniefnalausu Íslandi 2002, og hleypt var af stokkunum í febrúar í fyrra. "Með stefnu þessari skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess, að uppræta fíkniefnaneyslu meðal ungs fólks og draga stórkostlega úr áfengis- og tóbaksneyslu þess," sagði Þorsteinn. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Banni létt af útflutningi íslenskra hrossa

MJÖG ákveðnar vísbendingar beinast að því að svokallaðar entero- veirur valdi hitasóttinni sem herjað hefur á íslensk hross á undanförnum mánuðum. Á grundvelli þess og varnaraðgerðum sem beitt hefur verið hér á landi hefur banni á útflutningi á íslenskum hrossum til Evrópusambandsins verið aflétt. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Beiðni um endurupptöku hafnað

SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað beiðni Helga Steingrímssonar um endurupptöku á ákvörðun ráðsins frá árinu 1996 á máli vegna kvörtunar Lífs og sögu ehf. yfir fyrirhugaðri útgáfu Miðlunar ehf. á bókinni Dear Visitor. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 449 orð

Besta veiðin er í Blöndu

BLANDA ber höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár sem opnaðar hafa verið á þessu sumri, en á hádegi á mánudag voru komnir 63 laxar á land, allt stórir boltar, 10 til 17 punda. Þó hefur veiðin dvínað nokkuð sem búast mátti við. Þannig veiddust 29 laxar fyrsta daginn, 19 laxar annan daginn, 11 laxar þriðja daginn sem var sunnudagurinn og á mánudagsmorgun veiddust 4 laxar. Meira
10. júní 1998 | Miðopna | 723 orð

Clinton hvetur til alþjóðlegrar eindrægni Ríkar og fátækar þjóðir heims skella skuldinni hvorar á aðra vegna fíkniefnavandans,

FJÖLMARGIR þjóðarleiðtogar tóku undir með Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, er hann lagði áherslu á að jafnvægis yrði gætt í að vinna bug á útflutningi fíkniefna frá fátækum löndum og baráttu gegn neyslu þeirra í ríkari löndum. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 809 orð

Davíð Oddsson birtir bréf sitt til Sverris Hermannssonar frá 21. febrúar 1996

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti bréf, sem hann sendi fréttamanni Stöðvar 2 í gær, en fréttamaðurinn hafði með tilvísun til upplýsingalaga óskað eftir að fá í hendur bréf það, sem forsætisráðherra skrifaði Sverri Hermannssyni, þáverandi bankastjóra Landsbanka Íslands hinn 21. febrúar 1996. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

ÐFyrsta þrennan

ALLS voru sextán mörk skoruð í fimmtu umferð Landssímadeildarinnar sem lauk í gærkvöldi með fjórum leikjum. Sérstaklega voru Vestmanneyingar á skotskónum og skoruðu sex mörk gegn einu marki Valsmanna við mikinn fögnuð heimamanna á Helgafellsvelli í gærkvöldi. Steingrímur Jóhannesson gerði fyrstu þrennu sumarsins í leiknum. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

ÐNorðurlandamet Völu

ÐNorðurlandamet Völu VALA Flosadóttir setti Norðurlandamet í stangarstökki utanhúss í gær með því að stökkva 4,31 metra á alþjóðlegu móti í Bratislva í Slóvakíu. Vala bætti fyrra met sem hún átti sjálf um 11 sentimetra. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 245 orð

ESB bannar reknetaveiðar frá 2002

REKNET, sem drepa þúsundir smáhvala og sjófugla á ári hverju, verða bönnuð víðast hvar innan efnahagslögsögu Evrópusambandsins, ESB, frá og með árinu 2002. Var það samþykkt á fundi sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Luxemborg í fyrrinótt. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Félag til að efla samskipti Íslands og Mongólíu

ÍSLENSK-mongólska vináttu- og menningarfélagið í Reykjavík var stofnað 4. júní sl. Tilgangur félagsins er að auka og efla samskipti milli Íslands og Mongólíu. Einkum er lögð áhersla á menningarlegt samstarf meðal annars til að velta fræðslu um menningu og þjóðfélagshættu í Mongólíu og stuðla að því að kynna þar íslenska menningu. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 582 orð

Fjallaríki á leið inn í nútímann

EKKI eru nema fjögur ár síðan smáríkið Andorra í miðjum Pýreneafjöllum á landamærum Frakklands og Spánar fékk stjórnarskrá í fyrsta sinn og á sama ári gerðist landið meðlimur Sameinuðu þjóðanna. Marc Forné Molné, forsætisráðherra Andorra, sem nú er í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, frú Maríu Lhuisa Gispert, Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | 246 orð

Fjölmenni á sjómannadegi í Eyjum

HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins í Eyjum fóru fram í sól og blíðu um helgina. Mikil þátttaka var í öllum hátíðarhöldunum enda veður eins og best verður á kosið. Á laugardag voru hátíðarhöld í Friðarhöfn þar sem keppt var í kappróðri, koddaslag, tunnuhlaupi og fleiri hefðbundnum greinum sjómannadags en einnig var knattspyrnukeppni milli skipshafna. Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | 352 orð

Forsætisráðherra sækir bæinn heim

Garði-Davíð Oddsson forsætisráðherra verður heiðursgestur á fjölskylduhátíð, sem haldin verður nk. laugardag í Íþróttamiðstöðinni en í ár fagnar Gerðahreppur 90 ára afmæli sínu og verða aðalhátíðarhöldin af því tilefni um helgina. Föstudaginn 12. júní og laugardaginn 13. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 764 orð

Gera á rækilega úttekt á umhverfisáhrifum

LANDSVIRKJUN hefur þegar hafið gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, skv. ákvörðun frá því fyrr á árinu, að sögn Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra hefur lýst því sem sinni skoðun að fram eigi að fara umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar en ákvörðun um það er á valdi Landsvirkjunar. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Góð síldveiði norður af landinu

ÍSLENSKI síldveiðiflotinn var kominn í síld síðdegis í gær og var góð veiði. 26 skip voru komin eða voru á leið á miðin um það leyti. Fyrstu skipin komu á miðin upp úr hádegi og var Júpíter fyrstur til að fylla sig seinni part dags. Skipverjar á Júpíter gáfu þeim á Guðrúnu Þorkelsdóttur það sem af gekk hjá þeim og eru nú bæði skipin á leið í land. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 171 orð

"Grálúðustríðið" vakið upp

KÆRA Spánverja vegna töku togarans Estai undan Kanada fyrir þremur árum hefur verið tekin til umfjöllunar hjá Alþjóðadómstólnum í Haag. Halda Spánverjar því fram, að kanadíska strandgæslan hafi ekki haft heimild til að taka skipið, sem var á alþjóðlegu hafsvæði. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Harma óheillaspor stjórnvalda í áfengismálum

STÓRSTÚKUÞING 1998 hefur sent frá sér nokkrar áskoranir til stjórnvalda og lýsir þingið vanþóknun sinni á stefnu stjórnvalda í áfengismálum. Í ályktun sem Stórstúkuþing 1998, sem haldið var í Reykjavík 5. og 6. júní sl. Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Hornafjarðar

Hornafirði-Austur-Skaftafellssýsla hefur nú öll verið sameinuð í eitt sveitarfélag. Nýkjörin 11 manna bæjarstjórn kom saman til fyrsta fundar, sem jafnframt var hátíðarfundur, í íþróttahúsinu á Höfn laugardaginn 6. júní. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Héraðssýning og opið mót á Melgerðismelum

DÓMAR kynbótahrossa í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hófust á Melgerðismelum á þriðjudagsmorgni og munu standa til fimmtudagskvölds. Dæmd verða 95 hross en fyrr í vor voru 50 hross dæmd og þá náðu fjögur hross að komast inn á landsmót. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hjálmur bjargaði

TALIÐ er að hjálmur hafi bjargað lífi sjómanns á Jóni Kjartanssyni SU 111 frá Eskifirði þegar bóma í krana með nót féll á manninn. Öxull í vökvatjakki kranans gaf sig þegar hann var prófaður í fyrsta sinn eftir gagngerar breytingar sem gerðar voru á Jóni Kjartanssyni í Póllandi fyrir skemmstu. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

HM-vefur opnaður

Í DAG opnar Morgunblaðið nýjan vef í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Frakklandi. Hægt er að nálgast vefinn frá Fréttavef og núverandi Boltavef eða með því að slá inn slóðina www.mbl.is/boltinn. Meðan á keppni stendur verða beinar lýsingar frá hverjum leik og hefst sú fyrsta í dag þegar Brasilíumenn og Skotar leika upphafsleikinn. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Hreinsanir í skattheimtunni í Rússlandi

TILKYNNT var um miklar hreinsanir innan skattheimtunnar í Rússlandi í gær og yfirmaður rússnesku hagstofunnar var handtekinn. Er hann grunaður um að hafa aðstoðað fyrirtæki við skattsvik. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir fullum stuðningi við tilraunir rússnesku stjórnarinnar til að binda enda á fjármálakreppuna í landinu. Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | 80 orð

Hvítasunnu-hreinkálfur

Vaðbrekka, Jökuldal-Hreinkýr í Dýragarðinum í Klausturseli á Jökuldal bar myndalegum hreindýrskálfi á Hvítasunnudagskvöld. Fimm hreindýr eru í dýragarðinum í Klausturseli til sýnis fyrir ferðafólk, tveir tarfar og þrjár kýr. Elsta kýrin sem er þriggja vetra bar sínum fyrsta kálfi á Hvítasunnudag og eru bæði spræk. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Íslenski geimfarinn væntanlegur

ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni Tryggvason er væntanlegur í heimsókn til Íslands 16. júní nk. og mun hann dvelja hér til 26. júní í boði forseta Íslands. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní, er gert ráð fyrir að hann taki þátt í hátíðarhöldunum á vegum Reykjavíkurborgar. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 309 orð

Jeltsín lofar að beita sér í Kosovo-deilunni

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir stuðningi við efnahagsráðstafanir Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja í Bonn en Jeltsín er í opinberri heimsókn í Þýskalandi. Jeltsín var kampakátur yfir stuðningi Kohls og sagði stuðning slíks risa í stjórnmálum Vestur-Evrópu sýna að Rússland væri á réttri leið. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Jóni Snorrasyni falin stjórn rannsóknarinnar

MÁLI Lindar, sem bankaráð Landsbanka Íslands hf. óskaði að ríkissaksóknari tæki til rannsóknar, var í gær vísað til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild embættis ríkislögreglustjóra. Ríkissaksóknari fór fram á að embættið tæki að sér rannsókn málsins. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Keppni í leiklist

EFNT verður til keppni í leiklist í Iðnó 15. júní næstkomandi og munu margir af fremstu leikurum þjóðarinnar etja kappi saman. Er þetta þekkt fyrirbrigði erlendis. Sænski leikstjórinn Martin Geijer, sem stofnaði leikhús af þessum toga í Stokkhólmi árið 1992, Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 94 orð

Kirkjan ekki með

YFIRSTJÓRN rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur ákveðið að taka ekki þátt í útför Rússakeisara og fjölskyldu hans í næsta mánuði. Júvenalí erkibiskup sagði, að kirkjan hefði ákveðið að taka engan þátt í útförinni vegna þess, að enn væri efast um, að líkamsleifarnar væru af keisarafjölskyldunni. Líkamsleifarnar verða grafnar með viðhöfn 17. júlí nk. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kókaín finnst í Vestmannaeyjum

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur á einni viku haft afskipti af sjö einstaklingum vegna fíkniefnamisferlis. Hald var lagt á hass, amfetamín og kókaín. Ekki er algengt að kókaín finnist í Vestmannaeyjum, enda efnið dýrt, eða um 15.000 kr. grammið. Meira
10. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Kristján Hjartarson forseti bæjarstjórnar

Á FYRSTA fundi nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Dalvíkur, Svarfaðardals og Árskógshrepps í gær, var gengið frá ráðningu Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar í starf bæjarstjóra. Rögnvaldur Skíði hefur setið í stól bæjarstjóra Dalvíkur sl. fjögur ár. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Könnun á hagkvæmni pappírsverksmiðju

Jarðgufufélagið metur arðsemi og markaðsforsendur jarðgufuvirkjunar í Krísuvík Könnun á hagkvæmni pappírsverksmiðju Stofnkostnaður verksmiðjunnar áætlaður 30­40 milljarðar JARÐGUFUFÉLAGIÐ er um þessar mundir að meta arðsemi og markaðsforsendur vegna jarðgufuvirkjunar í Krísuvík í tengslum við hugsanlega u Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 361 orð

Ljær máls á sérréttindum handa Austur-Tímor

JUSUF Habibie, forseti Indónesíu, sagðist í gær íhuga að veita Austur- Tímor sérstök landréttindi, en lagði áherslu á að svæðið yrði áfram óaðskiljanlegur hluti Indónesíu. Hann sagðist ennfremur ekki hafa uppi áform um að sitja áfram í embættinu að loknum forsetakosningum sem gert er ráð fyrir að verði í desember á næsta ári. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Meðal þeirra sem raða í nefndir

HRANNAR Björn Arnarsson er ekki hættur þátttöku í félagslegum störfum á vegum Reykjavíkurlistans, þó að hann hafi ákveðið að taka ekki sæti sitt í borgarstjórn fyrr en mál hans, sem er til meðferðar hjá skattyfirvöldum, hefur fengið farsælan endi. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 661 orð

Meginviðfangsefnið er bóklist

Dagana 11.­13. júní verður í Reykjavík haldinn ársfundur og ráðstefna ARLIS/Norden. Arndís S. Árnadóttir hefur unnið að sýningu sem sett verður upp í Þjóðarbókhlöðunni af þessu tilefni en ráðstefnan verður haldin þar. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Minnsti flugvöllur landsins, Hamranesflugvöllur,

FLUGSÝNING var haldin á Hamranesflugvelli um helgina til að minnast þess að tíu ár eru síðan þessi minnsti flugvöllur landsins var opnaður. Hann var byggður af félögum í flugmódelfélaginu Þyt og hafa þeir notað hann óspart síðan. Flugvöllurinn er sunnan Hafnarfjarðar og er afleggjari þangað af Krísuvíkurvegi. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 139 orð

Móðir Woodward sökuð um fölsun

STUÐNINGSMENN bresku barnfóstrunnar Louise Woodward, sem hefur verið dæmd í Bandaríkjunum fyrir að hafa af gáleysi orðið ungu barni að bana, ætla ekki að snúa við henni baki þótt móðir hennar hafi verið sökuð um að hafa seilst um of í sjóð henni til varnar. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Móttaka timburs lækkar um 12%

SORPA hefur lækkað gjaldskrá sína vegna móttöku timburs um 12% frá og með 1. júlí næstkomandi, eða 3,86 kr. fyrir kílóið í 3,40 kr. Í fréttatilkynningu frá Sorpu segir að það sé stefna Sorpu að láta hluta af bættum árangri ganga til úrgangsframleiðandans í formi lækkaðra móttökugjalda og stuðla þannig að bættri umhverfisvernd og aukinni endurnýtingu. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð

Nauðlent á flugvellinum við Selfoss

FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, nauðlenti á flugvellinum við Selfoss um kl. 18 í gær þegar eldur kom upp í hægra hreyfli vélarinnar. Fimm menn voru um borð og sakaði engan. Vélin var hemlalaus þegar hún lenti. Ákvað flugstjórinn að sveigja til hægri út fyrir brautina til að vélin myndi örugglega staðnæmast áður en endanum yrði náð en hann er stutt frá Ölfusá. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Nefhjólið sökk í sandinn

LÍTILLI einkaflugvél af gerðinni Cessna 172 hlekktist á í fjörunni á eynni Knarrarnesi undan Mýrum laust eftir hádegi í gær. Sökk nefhjólið ofan í sandinn þegar vélinni var ekið til. Engan sakaði. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 475 orð

Nýjar sveitarstjórnir taka við

NÝJAR sveitarstjórnir hafa verið mynduð í vel flestum sveitarfélögum eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 23. maí sl. Í Borgarbyggð var myndaður meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um helgina og verður Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri og efsti maður á D-lista áfram bæjarstjóri fyrstu tvö árin. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Nýr vegarslóði í Núpsstaðarskóg

Í KJÖLFAR skriðunnar sem féll á sunnudag úr Lómagnúpi, og lokaði vegarslóðanum inn að Núpsstaðarskógi, hefur Vegagerðin ákveðið að leggja nýjan slóða inn dalinn. Á um 120 metra kafla er vegurinn lokaður og að sögn Gylfa Júlíussonar umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Vík er hagstæðara að leggja nýjan slóða en að fara í gegnum skriðuna. Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | 382 orð

Rannsókn um mörk heiðni og kristni

Egilsstaðir-Minjasafn Austurlands er þátttakandi í evrópsku rannsóknarverkefni sem miðar að rannsóknum og endurbyggingum á gömlum húsum. Verkefni þetta er það stærsta sem Minjasafn Austurlands hefur unnið að hingað til, en það er þríþætt. Fyrsti hluti þess hófst sl. sumar með uppgreftri að Geirsstöðum í Hróarstungu, í landi Litla-Bakka. Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 52 orð

Reuters Lengsta langlokan

ÞAÐ er hægt að setja met í öllu milli himins og jarðar, meðal annars í því að búa til lengstu langloku í heimi. Að því var unnið í Tallinn í Eistlandi í gær þegar haldið var upp á það, sem kallast "Dagar gömlu borgarinnar". Átti langlokan að vera 140 metrar. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 661 orð

Samgöngur og hverfatengingar breytast

NÝTT aðalskipulag Garðabæjar fyrir árin 1995­2015 var kynnt í gær. Helstu breytingar frá fyrra skipulagi sem gilti fyrir árin 1985­ 2005 eru á sviði samgöngumála og tenginga hverfa. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Meira
10. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Sigurður J. forseti bæjarstjórnar

SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi af D-lista Sjálfstæðisflokks, var kjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Ásegir Magnússon, oddviti F-lista, Akureyrarlista, var kjörinn 1. varaforseti og Ásta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi B-lista Framsóknarflokks 2. varaforseti. Meira
10. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 277 orð

Skólamálin í brennidepli

KRISTJÁN Þór Júlíusson, nýr bæjartjóri á Akureyri, sagði ærin verkefni bíða sín og nýrrar bæjarstjórnar, sem kom til síns fyrsta fundar í gær. "Ég hef aldrei verið verkkvíðinn maður og horfi frekar með tilhlökkun til þess að taka við þessu starfi og vonast til að geta unnið vel fyrir fólkið sem sýndi okkur þetta traust í kosningunum," sagði Kristján Þór, Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 567 orð

Stjórnvöld heimila flutning á háhyrningnum Keiko til landsins

ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að heimila flutning á háhyrningnum Keiko til Íslands en munu ekki hafa afskipti af staðarvalinu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði að yfirdýralæknir og dýraverndarráð hefðu farið yfir umsóknina og íslensk stjórnvöld sæju ekkert því til fyrirstöðu að veita leyfi til flutnings á háhyrningnum til Íslands. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Töltpunktum fækkað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá framkvæmdastjórn Landsmóts hestamanna 1998: "Eins og kunnugt er ákvað framkvæmdastjórn Landsmóts hestamanna 1998 á sínum tíma að lágmörk til þátttöku í tölti yrðu 85 punktar og yrðu þeir að hafa náðst á viðurkenndu töltmóti 1997 eða 1998. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Varnarliðið leitar aðstoðar utanríkisráðuneytis

VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hefur óskað formlega eftir því við utanríkisráðuneytið að það beiti sér fyrir því að Hitaveita Suðurnesja lækki verulega það verð, sem varnarliðinu er gert að greiða fyrir vatn til húshitunar í varnarstöðinni. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Verðlaun veitt á frímerkjasýningu '98

SÝNINGU, sem haldin var í Safnaðarheimili Bústaðakirkju dagana 4. til 7. júní til að minnast 30 ára afmælis Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, lauk síðastliðinn sunnudag. Á sýningunni voru frímerki og annað efni þeim tengt eðlilega í fyrirrúmi. Hins vegar var ýmislegt annað þar til sýnis og margt áhugavert fyrir safnara. Aðsókn hefði þó mátt vera betri. Meira
10. júní 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Vígður til Útskálaprestakalls

NÝR prestur, Björn Sveinn Björnsson, var vígður til Útskálaprestakalls í Kjalarnessprófastsdæmi á sjómannadaginn. Fór vígslan fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og annaðist hana herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Á myndinni eru í fremri röð frá hægri vígsluþeginn, séra Björn Sveinn Björnsson, herra Karl Sigurbjörnsson og séra Önundur Björnsson. Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | 334 orð

Völvuleiði endurbætt á Eskifirði

ESKFIRÐINGAR fjölmenntu hinn 29. maí að fornu Völvuleiði til að fagna endurbótum sem nemendur grunnskólans höfðu unnið að í kringum leiðið ásamt kennurum sínum. Völvuleiði sem þetta munu vera til víða um land og ýmsar sagnir til um þau. Meira
10. júní 1998 | Landsbyggðin | 109 orð

Æðarvarp fyrr á ferðinni við Breiðafjörð

Miðhúsum­Þar sem æðarvarp hófst um hálfum mánuði fyrr en venjulega mun varptíminn vara lengur. Sumar kollurnar eru komnar með unga en aðrar að hefja varp. Meira ber á vargi en oft áður, svo sem minki og tófu, en reynt er að halda þeim í skefjum. Fuglar sem stela eggjum og drepa æðarfuglinn bera samheitið "vargfuglar". Meira
10. júní 1998 | Erlendar fréttir | 291 orð

(fyrirsögn vantar)

Taugagasi beitt gegn liðhlaupum? WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrirskipaði á mánudag rannsókn á því hvort bandaríski herinn hefði beitt taugagasi í árás á bandaríska liðhlaupa í Víetnam-stríðinu. CNN-sjónvarpið og tímaritið Time birtu sameiginlega frétt um að sarín-gasi hefði verið beitt gegn liðhlaupunum og hafði það m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 1998 | Staksteinar | 303 orð

»Dauðinn í umferðinni TÓLF manns hafa beðið bana í bílsysum fimm fyrstu mánu

TÓLF manns hafa beðið bana í bílsysum fimm fyrstu mánuði ársins, tveimur fleiri en allt árið 1996. Að auki hafa ótaldir slasast. Tölurnar eru ógnvekjandi og kalla á opinber og almenn viðbrögð, segir í forystugrein DV sl. föstudag. Ölvun og akstur Meira
10. júní 1998 | Leiðarar | 617 orð

leiðariBANDAMENN VIÐ EYSTRASALT ÆR HLÝJU móttökur sem íslenz

leiðariBANDAMENN VIÐ EYSTRASALT ÆR HLÝJU móttökur sem íslenzku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa fengið í opinberri heimsókn sinni til Eistlands, bera vott um þau sterku vinabönd, sem orðið hafa til milli Íslands og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Meira

Menning

10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Astró þriggja ára NOKKUR próse

NOKKUR prósent af því fína, vel snyrta og sómasamlega unga fólki, sem stundar skemmtanalífið í Reykjavík, mættu í 3ja ára afmæli skemmtistaðarins Astró sl. fimmtudagskvöld og hljómaði gæðadjass um húsið. Veislustjóri var leik- og söngkonan Caron, sem fer með hlutverk Carmen Negra í samnefndum söngleik sem nú er á fjölum Íslensku óperunnar. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Aukasýning á Grandavegi 7

AUKASÝNING verður á Grandavegi 7, leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 11. júní. Grandavegur 7 er byggður á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Síðasta sýning á verkinu var í maílok. Meira
10. júní 1998 | Tónlist | 707 orð

Á als oddi

Erlend þjóðlög, sönglög og aríur. Kristinn Sigmundsson bassabarýton; Jónas Ingimundarson, píanó. Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 9. júní kl. 20:30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ var sneisafullt í gær þegar þeir gömlu og grónu fóstbræður í fagurtónlistinni, Kristinn Sigmundsson bassabarýton og Jónas Ingimundarson píanóleikari efndu til hljómleikahalds. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 32 orð

"Á Pallinum"

NÚ stendur yfir samsýning listamanna í "Álafosskvos". Þar sýna meðal annars; Ásdís Sigurþórsdóttir, Björg Örvar, Björn Roth, Hildur Margrétardóttir, Inga Elín, Magnús Kjartansson, Óli Már, Ólöf Oddgeirsdóttir, Tolli og Þóra Sigurþórsdóttir. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1190 orð

Ástin liggur í loftinu

LÍKLEGA á Titanic einhvern þátt í því en ástarmyndir eru aftur að komast í tísku. Þær njóta talsverðra vinsælda og hafa skotið venjulegum hasarmyndum ref fyrir rass í miðasölunni í Bandaríkjunum og úti um heim það sem af er ársins. Fjöldinn allur er væntanlegur í kvikmyndahúsin og annað eins er að fara í framleiðslu. Ástin liggur í loftinu. Um það er engum blöðum að flétta. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 220 orð

Carrey sýnir hvers hann er megnugur

JIM Carrey skaust í efsta sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir í Bandaríkjunum með "Truman Show". Er þetta í eitt af fáum skiptum sem hann hefur spreytt sig á dramatísku hlutverki og voru kvikmyndaspekúlantar efins um að það félli í kramið hjá aðdáendum hans. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Gleði til handa góðum málstað

Gleði til handa góðum málstað ÍTALSKI fatahönnuðurinn Giorgio Armani og söngkonan Mariah Carey stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í gleðskap sem var haldinn til heiðurs spænska flamengódansaranum Joaquin Cortes sem var með sýningu í New York á dögunum. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 202 orð

Helmingur á hljóðfæri og helmingur í söng

SKÓLASLIT Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs voru haldin í Egilsstaðakirkju. 42 nemendur luku stigsprófum við skólann nú í vor. Helmingur nemendanna tók próf á hljóðfæri og 21 í söng. Var það allt frá fyrsta stigi upp í sjötta. Skólinn lauk sínu 27. starfsári og voru nemendur 120 talsins en sífellt fleiri hafa sótt um nám við skólann. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 392 orð

Kostulegur fáránleiki Perlur og svín

Framleiðsla: Friðrik Þór Friðriksson og Óskar Jónasson. Leikstjórn: Óskar Jónasson. Handrit: Óskar Jónasson. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist: Ólafur Gaukur. Aðalhlutverk: Jóhann Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Sam- myndir, maí 1998. Leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 352 orð

Linda McCartney kvödd í hinsta sinn

PAUL McCartney var umkringdur fjölskyldumeðlimum, vinum, fyrrum Bítlum og tveimur smáhestum þegar hann kvaddi eiginkonu sína Lindu McCartney í hinsta sinn. Minningarathöfnin, sem fór fram í St. Martin in the Fields kirkjunni, var meðal annars athyglisverð fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn í næstum þrjá áratugi sem eftirlifandi meðlimir Bítlanna komu opinberlega fram saman. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 77 orð

Lög eftir íslenska höfunda í Seltjarnarneskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 20.30. Þar koma fram Sigrún Jónsdóttir mezzósópran og Hrefna Unnur Eggertsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru lög eftir íslensku höfundana; Atla Heimi Sveinsson, Árna Björnsson, Árna Thorsteinsson og Jón Ásgeirsson. Sígaunaljóð eftir J. Brahms, ljóð eftir J. Sibelius, óperuaríur eftir C. Saint Sa¨ens og G. Donizetti. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 52 orð

Menningarhefðir Kambódíu

KENNARI í Phnom Penh listaskólanum í Kambódíu hjálpar hér ungum nemanda sínum að fullkomna útfærslu hans á hinum hefðbundna Khmer ballett. Margir hafa áhyggjur af því að nútímavæðing Kambódíu og áherslur á erlenda menningarsiði verði á kostnað aldagamalla menningarhefða landsins. Því sé kominn tími til að sporna við þeirri þróun. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 154 orð

Neon ­ nýr bókaklúbbur

BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hefur sett á fót nýjan bókaklúbb ­ neon. "Með bókaklúbbnum er ætlunin að færa landsmönnum á ódýran og einfaldan hátt það nýjasta og forvitnilegasta sem íslenskrar og erlendar bókmenntir hafa upp á að bjóða," segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að eingöngu verði gefnar út framúrskarandi bækur, bækur sem slegið hafa í gegn í heimalandi sínu eða vakið sérstaka athygli. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 75 orð

Ný plata frá Gloriu Estefan

ÞÚSUNDIR aðdáenda poppstjörnunnar Gloriu Estefan dönsuðu á götum úti á Miami Beach til að fagna útgáfu nýrrar plötu hennar sem nefnist einfaldlega "Gloria". Þar dönsuðu þeir við lög nýju plötunnar, horfðu á myndbönd á risaskjá og kneyfuðu öl. Estefan, sem er frá Kúbu og nýtur ómældrar virðingar á Miami Beach, heilsaði upp á fólkið með eiginmanni sínum Emilio og syni sínum Nayib. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Ólafur og Gunnar sýna á Sauðárkróki

ÓLAFUR Sveinsson og Gunnar Sigurjónsson opna málverkasýningu í safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 11. júní. Ólafur er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 1997. Málverkin sem sýnd eru á þessari sýningu er ýmist olía eða akríl á striga. Ólafur hefur sýnt víða hérlendis en einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og í Danmörku. Meira
10. júní 1998 | Bókmenntir | 451 orð

Sambandið við Guð

eftir Caroline Krook. Íslensk þýðing: Jón Bjarman Skálholtsútgáfan, 1998, 63 bls. HÖFUNDUR þessa litla kvers er sænskur prestur, kvenkyns, sem nýverið var kjörin biskup í Stokkhólmi. Séra Caroline Krook hefur gefið út nokkrar bækur, m.a. um sálgæslustörf. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 1312 orð

Seiður lands og þjóðar

SÍÐDEGIS í Vilnius í lok maí hittast nokkur erlend skáld ásamt litháískum skáldum og bókmenntafólki og fjölmiðlamönnum til að ræða bókmenntir og gagnrýni. Fundurinn er hluti alþjóðlegu ljóðahátíðarinnar, Vors skáldskaparins, árlegum viðburði. Að þessu sinni eru erlendu skáldin sjö en fjölmörg litháísk skáld taka þátt. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 316 orð

Skrímsli endurlífgað Frankenstein og ég (Frankenstein and Me)

Framleiðsla: Richard Goudreau. Leikstjórn: Robert Tinnel. Handrit: David Sherman. Kvikmyndataka: Roxanne Di Santos. Tónlist: Normand Corbeil. Aðalhlutverk: Jamieson Boulanger, Myriam Cyr, Louise Fletcher og Burt Reynolds. Lengd 91 mín. Myndform, júní 1998. Ekki við hæfi mjög ungra barna. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 311 orð

"Slappur tryllir" Ég veit hvað þú gerðir í fyrrasumar (I Know What You Did Last Summer)

Framleiðsla: Neal H. Moritz, Erik Feig og Stokely Chaffin. Leikstjórn: Jim Gillespie. Handrit: Kevin Williamson. Kvikmyndataka: Denis Crossan. Tónlist: John Debney. Aðalhlutverk: Jennifer Love Hewitt, sara Michelle Gellar, Ryan Phillippe og Freddie Prinze, Jr. Lengd 101 mín. Bandarísk. Skífan, júní 1998. Bönnuð áhorfendum innan sextán ára. Meira
10. júní 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Sumartónleikaröð Kaffileikhússins

Á HVERJU fimmtudagskvöldi í sumar stendur Kaffileikhúsið fyrir léttum tónleikum með mörgum af bestu söngkonum landsins. Má þar nefna Mörtu G. Halldórsdóttur, Önnu Pálínu Árnadóttur, Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Signý Sæmundsdóttur, Margréti Pálmadóttur, djasssöngkonuna Tenu Palmer og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Í Kaffileikhúsinu munu þær sýna á sér nýja hlið. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 280 orð

Unglingastjarna í eiturlyfjavanda

SVO kann að vera að leikararnir Charlie Sheen og Robert Downey Jr. séu fyrirmyndir hinna ungu í glysborginni Hollywwod þegar eiturlyfjanotkun er annars vegar. Að minnst kosti var hinn fimmtán ára gamli leikari Brad Renfro ákærður í síðustu viku fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum eftir að lögreglan í heimabæ hans, Knoxville, handtók hann með kókaín og marijúana. Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 289 orð

Vorvindar KVIKMYNDAHÁTÍÐ 10.júní - 17.júní

HÁSKÓLABÍÓVomurinn­ The Ogre ­eftir Volker Schlöndorff Þetta er nýjasta kvikmynd þessa virta þýska leikstjóra sem m.a. leikstýrði "Tintrommunni" og "Homo Faber". Meira
10. júní 1998 | Fólk í fréttum | 668 orð

Þar sem ímyndunaraflið leikur lausum hala

"BÚ," rymur illyrmislega í einhyrningnum og hann ólmast í kringum dvergaparið sem varð ástfangið rétt í þessu. "Láttu hana í friði!" hrópar dvergurinn og skýlir kærustunni sinni. Hann er nú einu sinni svo skotinn í henni. "Bú," rymur aftur í einhyrningnum... Meira

Umræðan

10. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 80 orð

Á að jarðsetja Faxaflóa? Frá Sveini Kristinssyni: SKUGGALEGT er

SKUGGALEGT er að lesa, að það skuli eiga að leggja niður ferðir Akraborgar, um leið og Hvalfjarðargöngin komast í gagnið, í júlí næstkomandi. Að vísu mun verða verulegur tímasparnaður að fara göngin, og því skiljanlegt, að menn í tímahraki noti þau fremur. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Blekkingarleikur Lyfju

FLESTIR sem eithvað þekkja til ginsengs vita að verðmætasti hluti ginsengjurtarinnar er rótin sjálf, en ekki blóm, blöð, stöngull eða rótarendar. En vegna þess hve rótin er dýr kemur fyrir að hún er drýgð með öðrum og ódýrari jurtahlutum. Þess vegna kjósa margir Asíubúar að borða ræturnar sjálfar, því það er auðvelt að setja hvað sem er í hylki. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 672 orð

Enn um Hvamm

Í MORGUNBLAÐINU, þann 3. júní s. l., fæ ég undirritaður kveðju frá konu sem heitir Selma Júlíusdóttir og titlar sig "ilmolíusérfræðing" og "barnabókahöfund". Ég þekki þessa konu ekki neitt og man ekki eftir að hafa heyrt hennar getið. Hún aftur á móti virðist þekkja nokkuð til mín ef miðað er við þær lýsingar sem hún gefur af mér. Orðbragðið sem hún notar um mig ætla ég auðvitað ekki að dæma. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 491 orð

Glæpur gagnvart afkomendum okkar

ÞAÐ ER glæpur gagnvart afkomendum okkar og raunar öllu mannkyni hvernig við umgöngumst landið okkar. Vegna sofandi aumingjaskapar þeirra sem eiga að gæta hagsmuna okkar og sóst hafa eftir að fá að stjórna landinu er þjóðin orðin fræg fyrir óvirðingu í garð náttúru landsins. Þessi glæpur átti sér ekki eingöngu stað í fortíðinni. Hann er framinn enn þann dag í dag. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 520 orð

Halla og Eyvindur

ÉG VAR mjög glöð við að frétta að það ætti að reisa þeim Höllu og Fjalla-Eyvindi minnisvarða á Hveravöllum en gleðin hvarf úr hjarta mínu þegar ég sá á mynd þá tillögu af svokölluðu minnismerki sem reisa á. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 1038 orð

Kvótabrask eða bókhaldsbrot

HELSTA samkeppni fiskmarkaða á Íslandi er bein viðskipti enda fara aðeins 30% bolfisks um fiskmarkaði. Kvótabrask fiskvinnslunnar jók samkeppnismuninn og fiskmarkaðir reyndu þá að jafna samkeppnisstöðuna með því að taka þátt. Fyrir þá sem ekki vita þá fer kvótabraskið þannig fram að fiskvinnsla leigir til sín kvóta og fær óskyldan bát til að veiða hann. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 487 orð

Nýjar leiðir í náms- og starfsráðgjöf

Í lok maí sl. sátu 30 náms- og starfsráðgjafar námskeið í hópráðgjöf. Námskeiðið var skipulagt af Félagi náms- og starfsráðgjafa í samvinnu við endurmenntunarnefnd framhaldsskóla. Það voru Endurmenntunarstofnun HÍ og starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytis sem veittu styrki til þessa námskeiðs. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Norman E. Meira
10. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 618 orð

Opinber fyrirspurn Frá Friðriki Sigfússyni: HR. Páll Pétursson!

HR. Páll Pétursson! Ég undirritaður óska eftir því að þér komið að máli mínu sem varðar félagsmálastofnun Akureyrar. Ég hef þrásinnis í marga mánuði leitað eftir leiguhúsnæði hjá þeim og Akureyrarbæ. Að sjálfsögðu, og er mér tjáð að það séu svo og svo margir á biðlista, og finnst mér vera tekið fálátlega á móti mér. Síðast sótti ég um húsnæði, eftir auglýsingu félagsmálastofnunar. Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 813 orð

Skipulag miðhálendisins

Í UMRÆÐUNNI á Alþingi og í þjóðfélaginu á síðustu vikum kom sú tillaga um skipulag á miðhálendinu, sem bráðlega verður skilað inn á borð umhverfisráðherra, lítið til umfjöllunar. Tildrög skipulagsvinnunnar Meira
10. júní 1998 | Aðsent efni | 394 orð

Vinnís ­ Meira vinnur vit en strit!

ÁLAG er manninum nauðsynlegt til þess að honum líði vel. Álagið má hins vegar hvorki vera of mikið né of lítið. Flestum dettur e.t.v. í hug líkamlegt álag eins og erfiðisvinna en einhæfar, endurteknar hreyfingar og slæmar vinnustellingar valda líka óheppilegu álagi. Of miklar kröfur miðað við getu eða of fábreytt verkefni geta valdið streitu og þreytu. Meira

Minningargreinar

10. júní 1998 | Minningargreinar | 188 orð

Dóra Sæmundsdóttir

Elsku "systir" mín Dóra. Aldrei áður hefur mér reynst eins erfitt að sjá á eftir nokkurri manneskju og þér. Hlutverk þitt í lífi mínu var svo stórt frá því fyrsta, þegar ég var send til Reykjavíkur til afa og ömmu og þú varst yngsta dóttirin á heimilinu. Ég var fjögurra ára gömul og þú ellefu. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 29 orð

DÓRA SÆMUNDSDÓTTIR

DÓRA SÆMUNDSDÓTTIR Dóra Sæmundsdóttir fæddist á Siglufirði 19. desember 1935. Hún lést á heimili sínu á Seyðisfirði 28. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 5. júní. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Gísli Skarphéðinn Sigurðsson

Mann setur hljóðan þegar slys og ótímabæran dauðdaga ber að höndum því sársaukinn slær mann. Þeir sem eftir lifa spyrja sig gjarna hvers vegna þetta elskaða unga fólk skuli hverfa okkur svona skjótt ­ þeir sem svo margar vonir og gleði voru bundnar við. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GÍSLI SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON

GÍSLI SKARPHÉÐINN SIGURÐSSON Gísli Skarphéðinn Sigurðsson fæddist á Höfn 10. febrúar 1970. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 5. júní. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 497 orð

Gylfi Már Guðbergsson

Við ferðalok Gylfa Más Guðbergssonar vil ég minnast nokkurra kafla á sameiginlegri vegferð okkar við nám og störf síðastliðin 30 ár. Fyrsta spölinn var Gylfi Már kennari minn en seinna urðum við samstarfsmenn við Jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands og við Jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Landafræðin var starfssvið Gylfa Más. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 257 orð

Gylfi Már Guðbergsson

Við systkinin frá Heggsstöðum viljum minnast Gylfa Más með nokkrum orðum. Á hverju vori frá því hann var tveggja ára og til fimmtán ára aldurs kom hann í sveitina til foreldra okkar og dvaldi sumarlangt. Stundum kom hann einnig um jól eða páska og naut sveitalífsins. Mikill vinskapur var milli okkar á Heggsstöðum og fjölskyldu hans sem bjó á Grundarstíg 10. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Gylfi Már Guðbergsson

Þegar við minnumst samstarfsmanns okkar, Gylfa Más Guðbergssonar, kemur okkur fyrst í huga glaðværð hans og hlýtt viðmót. Þegar hann átti leið hingað á Dunhagann á skrifstofuna, gaf hann sér oftar en ekki tíma til að spjalla smástund og var þá stundum slegið á létta strengi. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 718 orð

Gylfi Már Guðbergsson

Lærifaðir minn, samstarfsmaður og vinur, Gylfi Már Guðbergsson prófessor í landafræði við Háskóla Íslands, er látinn langt fyrir aldur fram. Gylfi Már var landfræðingur. Framhaldsmenntun sína sótti hann til Bandaríkjanna og kenndi eftir það kortagerð og skyldar greinar við jarðfræðaskor Háskóla Íslands. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 467 orð

Gylfi Már Guðbergsson

Látinn er góður vinur okkar, Gylfi Már Guðbergsson landfræðingur og prófessor, eftir stutta legu á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Okkur langar til að minnast þessa vinar okkar með nokkrum fátæklegum orðum, nú þegar leiðir hafa skilist um sinn. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 146 orð

GYLFI MÁR GUÐBERGSSON

GYLFI MÁR GUÐBERGSSON Gylfi Már Guðbergsson, prófessor við Háskóla Íslands, fæddist á Siglufirði 18. október 1936. Hann lést í Reykjavík 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Andrea Helgadóttir húsmóðir, f. 14.2. 1914 á Akranesi, og Guðberg Kristinsson, verkamaður og múrari, f. 7.7. 1909 á Sauðárkróki, d. 4.6. 1955. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Ísgerður Kristjánsdóttir

Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Amma var alltaf mjög hress og glaðlynd, og það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar og afa, en hann lést fyrir 21 mánuði. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Ísgerður Kristjánsdóttir

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Við systkinin kölluðum hana alltaf Gerðu frænku. Hún var föðursystir móður okkar þótt aldursmunurinn á þeim væri aðeins eitt ár. Þær ólust að hluta til upp saman og á milli þeirra var alla tíð náið og gott samband. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Ísgerður Kristjánsdóttir

Einn af bestu vinum fjölskyldunnar er nú fallinn frá. Vináttan við Gerðu og fjölskyldu nær yfir 40 ára tímabil, hún var einstakur vinur, trygglyndi hennar og umhyggja var mikil. Gerða hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, og oft var gaman þegar setið var við eldhúsborðið í Skeiðarvoginum og málin rædd. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 382 orð

Ísgerður Kristjánsdóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Dagur er að kvöldi kominn. Ástkær tengdamóðir mín er í dag kvödd rúmlega 84 ára að aldri. Ekki eru nema tæp tvö ár liðin síðan Þórður eiginmaður hennar lést eftir erfið veikindi. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 184 orð

ÍSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

ÍSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Ísgerður Kristjánsdóttir fæddist í Framnesi í Grýtubakkahreppi 27. apríl 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Kristjánsdóttir og Kristján Þórðarson. Hálfsystkini hennar samfeðra voru: Björn, Vésteinn, Ingólfur, Þórður, Jón Þorsteinn, Kristján, Sigurhanna og Sigurlína. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Jón Finnbogason

Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Það er skrýtið að sitja hér svo óralangt í burtu og skrifa til þín hinstu kveðju, afi minn. Að þinn tími skuli hafa verið kominn á ég erfitt með að skilja ­ en það er víst ekki í okkar valdi að dæma um slíka hluti. Ég á eftir að sakna þess mikið að hitta þig ekki þegar ég kem heim. Þú slóst alltaf á létta strengi og aldrei heyrðist frá þér kvörtunartónn. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Jón Finnbogason

Lífsins klukka tifar, menn koma og menn fara. Og nú er hann allur sægarpurinn Jón gamli Finnboga. Sem verða vill, þegar einhver nákominn er burt kallaður, þá lítur maður yfir farinn veg og rifjar upp það liðna. Meira
10. júní 1998 | Minningargreinar | 29 orð

JÓN FINNBOGASON

JÓN FINNBOGASON Jón Finnbogason fæddist í Byggðarholti í Fáskrúðsfirði 21. desember 1915. Hann andaðist á sjúkrahúsi Neskaupstaðar 2. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 9. júní. Meira

Viðskipti

10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Alríkið kærir Intel

ALRÍKISRÁÐ viðskiptamála í Bandaríkjunum (FTC) hefur kært Intel Corp fyrir að misnota einokun á tölvuörgjörvum til að hefta samkeppni. FTC heldur því fram að Intel hafi brotið lög um heiðarleg viðskipti þegar fyrirtækið hafi neitað þremur tölvuframleiðendum um mikilvægar upplýsingar til að reyna að bæla niður samkeppni og standa í vegi fyrir nýjungum. Meira
10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 654 orð

Ánægjuleg viðurkenning

MORGUNBLAÐIÐ hlaut fyrstu verðlaun í auglýsingasamkeppni á vegum alþjóðasamtaka markaðsfólks á dagblöðum, INMA (International Newspaper Marketing Association) og tímaritsins Editor & Publisher. Verðlaunin voru veitt fyrir auglýsingar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu um efni blaðsins. Meira
10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 224 orð

»Gengi jens sveiflast, verð á gulli lækkar

GENGI jens sveiflaðist í gær á sama tíma og fulltrúar sjö helztu iðnríkja (G7) funduðu í Genf án þess að ná verulegum árangri í fyrstu eftir ummælum þeirra að dæma. Í fyrrinótt fékkst 141 dollar fyrir jen, en jenið styrktist og seldist á 139,78 dollara í gærmorgun. Meira
10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Kunnáttuleysi fremur en galli

FRAMKVÆMDASTJÓRI hugbúnaðarfyrirtækisins Strengs hf. telur ekki að orsakanna fyrir villu í bókhaldi Kælismiðjunnar Frosts hf. sé að leita í bókhaldsforriti fyrirtækisins heldur hljóti mistökin að stafa af kunnáttuleysi í notkun forritsins. Í niðurstöðum dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í deilu Kælismiðjunnar Frosts hf. Meira
10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 356 orð

Tvö ný hlutafélög í útreikning Úrvalsvísitölu

TVÖ ný félög koma inn í útreikning á Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Íslands frá og með 1. júlí næstkomandi. Eru það Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. og Skeljungur hf. Aftur á móti falla Hampiðjan hf. og Pharmaco hf. út úr vísitölunni. Úrvalsvísitalan hækkaði um 7,2% fyrstu fimm mánuði ársins. Samkvæmt reglum um útreikning á vísitölum Verðbréfaþings Íslands skal birta eigi síðar en 10. Meira
10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 685 orð

VÍB sýknað af skaðabótakröfu vegna víxilkaupa

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum einstaklings um skaðabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir vegna kaupa á víxlum útgefnum af Íslenska sjónvarpinu hf. (Stöð 3). Einstaklingurinn keypti tvo víxla Íslenska sjónvarpsins hf. hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka hf. (VÍB) í apríl 1996, samtals að fjárhæð 10 milljónir kr. Meira
10. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 258 orð

VW hyggur á samvinnu við Renault

FORSTJÓRI Volkswagen AG, Ferdinand Piech, hyggur á samvinnu við franska bílaframleiðandann Renault SA, að sögn þýzka tímaritsins Stern. Talsmaður VW kvað fréttina "hreinar vangaveltur" og vildi ekkert fleira um málið segja. Meira

Fastir þættir

10. júní 1998 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Laugardaginn 13. júní nk. halda upp á 50 ára afmæli sitt hjónin Einar Jónasson og Árdís Guðmarsdóttir, Hlíðargerði 10, Reykjavík. Þau taka á móti gestum í FÍH, Rauðagerði 27, kl. 20. Meira
10. júní 1998 | Í dag | 141 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 11. júní, verður áttatíu og fimm ára Kristín Jónína Þorsteinsdóttir, húsfrú, Möðrufelli 7, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Viggó Loftsson, sem nú er látinn. Kristín tekur á móti vinum og ættingjum á afmælisdaginn í Félagsheimili eldri borgara, Gullsmára 13, Kópavogi, frá kl. 17. Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 775 orð

Almenningur og pólitíkin Spurningin er hvort pólitíkusarnir verða að leggja af það meginhlutverk sitt að vera eins konar

Hið daglega líf fjölskyldufólks er sjaldan gert að opinberu umtalsefni nema þá helst fyrir kosningar, eins og þær sem nú er nýafstaðnar. Reyndar urðu tilfinninganæmar og fjölskylduvænar ræður borgarstjórnarpólitíkusana færri og styttri fyrir þessar kosningar en oftast áður, Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 808 orð

Atli stigahæstur með þrjú gull

Sörlamenn héldu um helgina sitt árlega íþróttamót sem halda átti í maí en var frestað. Mótið var haldið á Sörlastöðum og var þátttaka heldur lítil. ATLI Guðmundsson varð stigahæstur keppenda í opnum flokki og sigraði auk þess í fimmgangi og slaktaumatölti á Soldáni frá Ketilsstöðum. Jón Páll Sveinsson vann í íslenskri tvíkeppni og töltkeppni á Glóa frá Hóli en Ragnar E. Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 133 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Austfirðingar efsti

Hæsta skor laugardag: Óli Björn Gunnars. ­ Sturla Snæbjörns. 59,38% Ásgeir Gunnarsson ­ Einar Oddsson58,42% Gunnar Ómarsson ­ Einar L. Pétursson 55,67% Á Egilsstöðum var einnig góð mæting. Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 241 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Opið hús í Þönglaba

Sumarbrids 1998 og getraunadeildin hafa í samráði við Bridssamband Íslands ákveðið að hafa opið hús á meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stendur yfir. Allir bridsáhugamenn sem og aðrir eru hvattir til að koma og fylgjast með beinum útsendingum RÚV. Vonandi skapast góð stemmning og getraunadeildin verður opin allan tímann. Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 104 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Víðförlir bridsspilarar

Íslenzkir bridsspilarar fara víða og oftar en ekki eru þeir í röð efstu þátttakenda. Um síðustu helgi spiluðu tveir spilarar frá Bridsfélagi Hreyfils í sterku móti sem konunglegi snekkjuklúbburinn á Mallorca hélt í tilefni 50 ára afmælis. Þetta voru þeir félagar Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson en þeir lentu í þriðja sæti í mótinu af 30 pörum. Meira
10. júní 1998 | Í dag | 128 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10­12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 510 orð

"FRÖNS· K ILMFJÓLA" Nr. 382

SAGA garðyrkju á Íslandi er ekki löng. Hún hefur, öðru fremur, einkennst af atorkusemi einstakra manna sem þrjóskuðust við að rækta plöntur þrátt fyrir óblíð veðurskilyrði. Enn fremur máttu þessir menn glíma við ótrú almennings á því að gróður gæti yfirhöfuð þrifist á Fróni. Hlutur áhugafólks í garðyrkjusögunni er ómetanlegur. Meira
10. júní 1998 | Fastir þættir | 269 orð

Gæðingamót Andvara 6.-7. júní.

A-flokkur 1. Rimur frá Ytra-Dalsgerði, eigandi og knapi Siguroddur Pétursson, 8,34. 2. Blær frá Árbæjarhjáleigu, eigandi Hlíf Sturlaugsdóttir og fjölsk., knapi Jón Ó. Guðmundsson, 8,36. 3.-4. Frá frá Úlfsstöðum, eigandi og knapi Friðdóra Friðriksdóttir, 8,15. 3.-4. Funi frá Staðarbakka, eigendur María D. Meira
10. júní 1998 | Dagbók | 668 orð

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Þerney, Baldvin Þorsteinsson

Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Þerney, Baldvin Þorsteinsson og Víðir fóru í gær. Hanne Sif, Arnarfellið og Árni Friðriksson komu í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Rán, Lette Lill og Sléttbakur fóru í gær.Gracious kom í gær. Icebird kemur í dag. Meira
10. júní 1998 | Í dag | 234 orð

SD krem Í VELVAKANDA birtist sl. laugard

Í VELVAKANDA birtist sl. laugardag pistill um SD krem, en það krem hefur reynst psoriasis sjúklingum vel. Mikið hefur verið hringt og spurt hvar þetta krem fáist og hefur Velvakandi spurnir af því að þetta Krem fáist yfirleitt í öllum stórmörkuðum, t.d. Hagkaupi og Fjarðarkaupum. Krem þetta er yfirleitt geymt í hillu þar sem lýsið er. Meira
10. júní 1998 | Í dag | 428 orð

Ú ER ár hafsins og mikið um dýrðir hér á landi af því til

Ú ER ár hafsins og mikið um dýrðir hér á landi af því tilefni, enda byggja Íslendingar lífsafkomu sína enn að miklu leyti á auðlindum hafsins. Víkverji veltir því fyrir sér hvort ekki sé tilvalið á ári hafsins að hefja undirbúning framkvæmda við alvöru sædýrasafn á Íslandi, Meira

Íþróttir

10. júní 1998 | Íþróttir | 237 orð

1:0 Á 31. mín. sendi Paeclack boltann fram á Ívar Ingimarsson sem stakk honu

1:0 Á 31. mín. sendi Paeclack boltann fram á Ívar Ingimarsson sem stakk honum inn á Steingrím Jóhannesson. Hann stakk vörn Vals af og sendi boltann með föstu vinstri fótarskoti yfir Kristinn Geir í marki Vals. 2:0 Á 43. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 126 orð

1:0Góð sókn KR upp hægri kantinn. Einar Þór Daníelsson komst

1:0Góð sókn KR upp hægri kantinn. Einar Þór Daníelsson komst upp að endamörkum, sendi fyrir og þar var Sigþór Júlíusson einn og óvaldaður rétt utan markteigs og skaut knettinum í hægra hornið niðri á 3. mín. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. deild karla

10. júní 1998 | Íþróttir | 416 orð

Alexander gerði gæfumuninn

Skagamenn unnu sinn fyrsta leik í efstu deild á þessu sumri er þeir tóku á móti Grindvíkingum á Skipaskaga. Eftir að hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum leik ráku þeir af sér slyðruorðið og unnu sannfærandi sigur, 3:0. Gæfumuninn gerði Alexander Högnason sem lék með í fyrsta sinn á þessari leiktíð. Hann var allt í öllu á miðjunni og gerði mikinn usla í vörn gestanna. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 292 orð

Framhald FIFA ræðst á næstu sex mánuðum

EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, var ekki ánægður með kosningu forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins á þingi FIFA í París í fyrradag. "Þetta voru gífurleg vonbrigði og þó illa hafi farið í Afríku eru mestu vonbrigðin í Evrópu," sagði hann um niðurstöður kosningarinnar þar sem Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, hafði betur í baráttu við Svíann Lennart Johansson, forseta Knattspyrnusambands Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 324 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIREnn Norður

Vala Flosadóttir bætti Norðurlandamet sitt í stangarstökki utanhúss þegar hún fór yfir 4,31 metra í fyrstu tilraun á alþjóðlegu stigamóti í Bratislava í Slóvakíu í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á fáum dögum sem Vala bætir metið en hún stökk 4,20 m á alþjóðamóti í Hengelo í Hollandi 2. júní. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 430 orð

HM-vefur Morgunblaðsins opnaður

Í DAG opnar Morgunblaðið nýjan vef í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Frakklandi. Hægt er að nálgast vefinn frá Fréttavef og núverandi Boltavef eða með því að slá inn slóðina www.mbl.is/boltinn. Meðan á keppni stendur verða beinar lýsingar frá hverjum leik og hefst sú fyrsta á morgun þegar Brasilíumenn og Skotar leika upphafsleikinn. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 458 orð

ÍBV rótburstaði Val úti í Eyjum menn í kennslustund

Leikmenn ÍBV voru búnir að hnýta á sig skotskóna fyrir leikinn gegn Val í Eyjum í gærkvöldi og voru greinilega staðráðnir í að láta leikinn gegn ÍR á dögunum ekki endurtaka sig þegar þeir töpuðu 1:0. Þeir tóku Valsmenn í kennslustund og unnu 6:1. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 16 orð

Íshokkí

Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppni Vesturdeildar Detroit - Dallas2:0 Detroit vann 4:2 og mætir Washington í úrslitum um Stanley-bikarinn. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 61 orð

Íslenski hópurinn Eftirt

Eftirtaldar stúlkur eru í íslenskalandsliðinu í handknattleik, semheldur á fjögurra landa alþjóðlegtmót á Spáni í dag. Markverðir: Helga Torfadóttir, Eslövs, og Fanney Rúnarsdóttir, Tertnes. Aðrir leikmenn: Víkingarnir Svava Sigurðardóttir,Halla María Helgadóttir og HeiðaErlingsdóttir. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 109 orð

Jóhannes Harðarson lék upp að endamörkum vinstra megin á 5. mín. og send

Jóhannes Harðarson lék upp að endamörkum vinstra megin á 5. mín. og sendi fyrir mark Grindavíkur þar sem Alexander Högnason var einn og óvaldaður, skaut í markið af stuttu færi með hægri fæti. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 615 orð

KR - ÍR3:0

KR-völlur, Íslandsmótið í knattspyrnu - Landssímadeildin, 5. umferð, þriðjudaginn 9. júní 1998. Aðstæður: Norðan gola og frekar kalt. Völlurinn laus í sér - ekki góður. Mörk KR: Sigþór Júlíusson (3.), Besim Haxijadin (73.), Guðmundur Benediktsson (80.). Markskot: KR 22 - ÍR 4. Horn: KR 9 - ÍR 3. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 351 orð

Lands- lið kvenna á mót á Spáni

ÍSLENSKA handknattleikslandsliðið heldur í dag til Madrid á Spáni til að taka þátt í fjögurra landa alþjóðlegu móti og eru mótherjar þeirra frá Hollandi, Portúgal og Spáni. Theódór Guðfinnsson landsliðsþjálfari hafði 18 landsliðskandídata á æfingum frá miðjum maí, meðal annars í styrktaræfingum í Mætti, en um helgina var hópurinn skorinn niður í 15 leikmenn. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

Lánlausir Þ

FYLKISMENN gerðu góða ferð til Akureyrar í gær og sigruðu Þór í síðasta leik fjórðu umferðar 1. deildar karla. Lokatölur 1:2. Lánið var valt hjá heimamönnum og hið unga lið Þórs situr nálægt botninum með 3 stig en með sigrinum lyfti Fylkir sér upp að hlið Breiðabliks, en liðin eru með 9 stig í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 38 orð

Markahæstir

8-Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. 3-Hreinn Hringsson, Þrótti, Jens Paeslack, ÍBV, Kári Steinn Reynisson, Leiftri, Jón Þorgrímur Stefánson, Val. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍA. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 307 orð

Númer, nafn, fæðingardagur og félag:

Númer, nafn, fæðingardagur og félag: 1 Taffarel08/05/66Atl. Mineiro 2 Cafu07/06/70 Roma 3 Aldair30/11/65Roma 4 Junior Baiano14/03/70Flamengo 5 Cesar Sampaio31/03/68Yokohama 6 Roberto Carlos10/04/73Real Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 158 orð

Ríkharður meiddur RÍKHAR

RÍKHARÐUR Daðason hefur misst af tveimur síðustu leikjum Viking í Noregi vegna meiðsla, fyrst bikarleik sl. fimmtudag og svo deildarleik um helgina þegar liðið tapaði 2:1 heima fyrir Stabæk. "Ég tognaði á ökla á æfingu fyrir viku og hann er huggulegur, blár og bólginn, en ég verð orðinn góður þegar við byrjum að æfa aftur eftir liðlega viku," sagði Ríkharður. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 29 orð

Sigurmarkið kom á 88. mínútu leiksins. Róbert Sigurðsson tók þá glæsilega horn

Sigurmarkið kom á 88. mínútu leiksins. Róbert Sigurðsson tók þá glæsilega hornspyrnu fyrir markið. Þar laumaðist bjargvætturinn Þórarinn M. Kristjánssonfram fyrir varnarmennina og skallaði boltann glæsilega í mitt markið. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 233 orð

Sjónvarpið sýnir 52 leiki beint frá HM í F

ALLIR 64 leikir Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu verða sýndir í Sjónvarpinu og þar af verða 52 leikir í beinni útsendingu en tveir leikir verða sýndir klipptir. Leikur Jamaíka og Króatíu hefst kl. 19.00 sunnudaginn 14. júní en verður sýndur kl. 23.45 vegna leikja á Íslandsmótinu um kvöldið. Af sömu ástæðu verður leikur Frakklands og Saudi Arabíu sýndur kl. 23. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 101 orð

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV.

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. Hlynur Stefánsson og Ívar Bjarklind, ÍBV. Alexander Högnason, ÍA. Guðmundur Benediktsson og David Winnie, KR. Bjarki Guðmundsson, Keflavík. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 465 orð

Stórskotahríð KR

KR-ingar sýndu besta leik sinn á tímabilinu er þeir unnu ÍR-inga sannfærandi, 3:0, á KR-velli. Yfirburðir Vesturbæinga voru miklir og hefðu tölurnar 8:0 gefið réttari mynd af gangi leiksins. KR átti 22 skot að marki ÍR en gestirnir aðeins fjögur allan leikinn og ekki eitt einasta í fyrri hálfleik. Meira
10. júní 1998 | Íþróttir | 426 orð

Þórarinn kom enn til bjargar

Þetta er alltaf jafn frábær tilfinning," sagði Þórarinn Kristjánsson, bjargvætturinn eins og hann er kallaður í Keflavík, eftir að hafa enn einu tryggt sínum mönnum sigurinn, nú gegn Fram. Úrslit leiksins, 1:0, verða að teljast sanngjörn og staða Framara er ekki björguleg á botni deildarinnar. Meira

Úr verinu

10. júní 1998 | Úr verinu | 199 orð

Ágætis afli á hvítasunnumóti

ÁRLEGT hvítasunnumót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja, SJÓVE, var haldið í Eyjum um hvítasunnuna. Róið var bæði laugardag og sunnudag og var blíðuveður báða daganna. Þátttakendur voru 33 á níu bátum og var afli þeirra all 8.183 kíló. Alls voru dregnir 5.762 fiskar í mótinu og meðalþyngd þeirra var um 1,42 kíló. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 22 orð

EFNI

Trilluútgerð 3 Trillukarlar fyrir vestan koma og fara líkt og farfuglar Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 646 orð

Enn minni veiði fyrirsjáanleg

LÚÐUAFLI á Íslandsmiðum á síðasta ári var sá minnsti á síðari helmingi þessarar aldar eða aðeins um 790 tonn. Lengst af hefur lúðuafli Íslendinga verið á bilinu 900­ 1.000 tonn og einkum fengist sem aukaafli við tog- og línuveiðar. Afli á sóknareiningu hefur minnkað mikið á seinni árum, bæði í veiðum og stofnmælingu botnfiska og virðist ástand lúðustofnsins afar slæmt. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 983 orð

"Erum reynslunni ríkari"

GUÐBRANDUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að með núverandi skipum og kvótasamsetningu Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) hafi verið ljóst að ekki myndi nást viðunandi árangur með fyrirtækið. Hann segir ÚA samt sem áður reynslunni ríkara eftir reksturinn í Þýskalandi og telur að þrátt fyrir allt hafi náðst nokkur árangur í rekstrinum. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 244 orð

Format fyrir uppskriftir

Format fyrir uppskriftir Túnfisksúpa með humarbollum ÞAÐ er Bjarni Óli Haraldsson, matreiðslumaður hjá veislueldhúsinu Veislunni, Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 1340 orð

Færaflakkarar

Á HVERJU vori leggur fjöldi trilla úr heimahöfn allstaðar á landinu og safnast saman á hinum ýmsu stöðum þar sem þær halda til sumarlangt. Karlarnir, og konurnar, á þessum trillum hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum en eru yfirleitt kallaðir "flakkarar" því þeir flakka gjarnan á milli staða og róa á þau mið þar sem björgin er best hverju sinni. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 218 orð

Gott útlit með hörpudisk

ALLS voru veidd rúm 10.400 tonn af hörpudiski árið 1997 samanborið við tæp 8.900 tonn árið 1996. Er þetta mesti ársafli síðan 1993 og endurspeglar batnandi stöðu á erlendum mörkuðum. Að venju var aflinn langmestur í Breiðafirði eða um 8.900 tonn miðað við 8.500 tonna afla árið 1996. Meðalafli á veiðistund í Breiðafirði var 1.720 kg, þ.e. meiri en nokkru sinni fyrr, en var 1.568 og 1. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 84 orð

Grásleppuveiðum víða að ljúka

GRÁSLEPPUVEIÐUM er nú að ljúka víðast hvar á Norður- og Austurlandi en þar hefur veiðin verið með betra móti á vertíðinni en lítill afli fæst hins vegar í öðrum landshlutum. Samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda er heildarafli á vertíðinni nú kominn í 4.761 tunnu en var á svipuðum tíma á síðustu vertíð 8.231 tunna. Heildarafli á síðasta ári var um 13. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 91 orð

Ígulkeraveiðar hafa nánast lagst af

ÍGULKERAVEIÐAR hófust hér við land haustið 1992. Veiðin náði hámarki árið 1994, tæpum 1.500 tonnum, en minnkaði í um 980 tonn árið 1995 og 490 tonn árið 1996. Mestu munar að veiðarnar á Breiðafirði drógust saman um meira en helming frá 1995­1996 og frá árinu 1994 hefur aflinn í Húnaflóa minnkað úr 340 tonnum í um 14 tonn á árinu 1996. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 395 orð

Íslensk tæki og fiskafurðir í Bremen

FISKISTEFNUNNI í Bremen sem haldin er á tveggja ára fresti lauk á mánudag í tíunda skipti. Undir yfirskriftinni "Fisch 98 & Seafood Europe", (Fiskur 98 og evrópskar sjávarafurðir) kynntu 750 aðilar frá sjötíu löndum vélar og áhöld til fiskverkunar og fiskafurðir. Áberandi í matvælaframleiðslu voru hinir svokölluðu fiskifingur og aðrir réttir sem auðvelt og fljótlegt er að matbúa. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 299 orð

Ítalir verða æ háðari innflutningi á fiski

HALLINN á viðskiptum Ítala með fisk og annað sjávarfang eykst stöðugt og hefur nú leitt til þess, að stjórnvöld ætla að beita sér fyrir aukinni framleiðslu innanlands á sama tíma og Evrópusambandið krefst þess, að dregið verði úr sókninni. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 130 orð

Lítil nýliðun í stofninum

Á ÁRINU 1987 hófst tilraunavinnsla á kúfskel á Suðureyri við Súgandafjörð og árið 1988 veiddust 4.700 tonn en eftir það lögðust allar meiriháttar veiðar og vinnsla niður allt til ársins 1995. Árið 1996 veiddust um 6.300 tonn af kúfskel hér við land en árið 1997 voru aðeins veidd um 4.400 tonn. Minni afla má einkum rekja til þess að tvö kúfskeljaveiðiskip hafa farist. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 870 orð

Mesta gæfan fólgin í afbragðs starfsfólki

NETAVERKSTÆÐIÐ Nótastöðin hf. á Akranesi er fimmtug um þessar mundir, en hún var stofnsett fimmtudaginn 6. maí árið 1948. Stofnfundurinn var haldinn á skrifstofu Haraldar Böðvarssonar & Co. Upphaflegt hlutafé var 130.000 krónur og var hlutur hvers hluthafa 2.000 krónur. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 266 orð

Mikið um umskráningar á skipum

FYRSTU fjóra mánuði þessa árs voru eigendaskipti á skipum hér á landi óvenjumörg, eða alls 252 samanborið við 453 allt árið 1997. Haldi þessi þróun áfram má búast við yfir 60% aukningu í umskráningu skipa í lok ársins samanborið við fyrra ár. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 262 orð

Minni lúðuveiði næstu árin

LÚÐUAFLINN á Íslandsmiðum á síðasta ári var sá minnsti á síðari helmingi þessarar aldar, eða aðeins um 790 tonn, og þykir viðbúið að lúðuveiði næstu árin verði enn minni. Lengst af hefur aflinn verið 900-1.000 tonn og einkum fengist sem aukaafli við tog- og línuveiðar. Hefur Hafrannsóknastofnunin lagt það til að beinni sókn í lúðustofninn verði hætt. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 372 orð

Neikvæð þróun í öryggismálum sjómanna

STARFSEMI Slysavarnaskóla sjómanna verður í sumar með öðrum hætti en verið hefur. Stafar það af því að haffærni Sæbjargarinnar þykir ekki lengur boðleg og fer hún því hvergi. Áður hefur hún siglt til hinna ýmsu hafna vítt og breitt um landið og sjómenn á hverjum stað sótt námskeið um borð. Nú verða menn að sækja námið til Reykjavíkur. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 308 orð

Oson-kerfum er ætlað að bæta meðhöndlun hráefnisinsins

OSON-kerfi eru að ryðja sér til rúms í skipum nágrannaþjóða okkar og er þeim einkum ætlað að bæta meðhöndlun hráefnisins, bæði til manneldis og bræðslu. Að sögn Björgvins Ingvasonar, sölumanns hjá MMC Fisktækni, er það samdóma álit skipstjóra og útgerðarmanna í Noregi, Danmörku og Færeyjum að "oson" sé stórt skref inn í framtíðina varðandi meðhöndlun á uppsjávarfiski. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 329 orð

Reisugildi í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins

Vestmannaeyjum-Reisugildi nýbyggingar Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins var haldið fyrir skömmu. Gildið var haldið í nýbyggingunni þar sem þeim er unnið hafa að framkvæmdum var boðið upp á kaffi og meðlæti. Endurbygging verksmiðjunnar hófst í byrjun árs með sökkulvinnu en stálgrindin í verksmiðjuhúsið kom til Eyja 20. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 94 orð

Rússar með fullkomið eftirlit

RÚSSAR tóku upp gervihnattaeftirlit með öllum sínum fiskiskipum í lok aprílmánaðar sl. og var fyrsta eftirlitsstöðin þá opnuð í Múrmansk. Mun hún fylgjast með skipum í Norðaustur-Atlantshafi, Barentshafi, Noregshafi, Eystrasalti, Svartahafi, Kaspíahafi og Asovshafi. Hafa öll skip verið búin sendibúnaði vegna þessa og var kostnaðurinn við það um 360 milljónir íslenskra króna. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 247 orð

Sjö nýir fiskiðnaðarmenn frá Fiskvinnsluskólanum

SKÓLASLIT í Fiskvinnsluskólanum voru haldin 20. maí síðastliðinn og lauk þá 26. starfsári skólans. Útskrifaðir voru sjö nemendur með lokapróf sem fiskiðnaðarmenn, og unnu tveir þeirra til veðlauna fyrir námsárangur, þau Sigmar Rafnsson og Svanhildur G. Leifsdóttir. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 304 orð

"Skínandi" grálúðuveiði en kvótinn að klárast

MJÖG góð grálúðuveiði hefur verið á svokölluðu Hampiðjutorgi, djúpt út af Vesturlandi. Hins vegar eru fá skip að veiðum og kvóti að klárast. Jón Oddsson stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun, að mun meira af grálúðu "væri á slóðinni" heldur en t.d. í fyrra og hann velti fyrir sér hvort bæst hefði í torfurnar frá Grænlandi. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 387 orð

Sóknardagar gætu orðið innan við 10

SÓKNARDAGABÁTAR í línu- og handfærakerfi voru um síðustu mánaðamót búnir að veiða vel fram yfir þann afla sem þeim var heimilt á þessu fiskveiðiári. Afli smábáta hefur verið með eindæmum góður nú í vor og ef heldur fram sem horfir má búast við að sóknardagar verði innan við 10 á næsta fiskveiðiári. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 166 orð

Sumarlokanir með líku sniði og í fyrra

SUMARLOKANIR frystihúsa verða með svipuðu sniði og síðasta sumar, að sögn Arnars Sigurmundssonar hjá Samtökum fiskvinnslustöðva, en það þýðir 2-3 vikna lokanir sem tengjast sumarleyfum starfsmanna. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 50 orð

TRILLUEFTIRLITIÐ

NÚ ER mikill fjöldi smábáta á handfæramiðunum fyrir vestan. Skipverjar á varðskipinu Tý voru á slóðinni vestur af Kópsnesi á dögunum og fóru um borð í trillur og gengu úr skugga um að allir pappírar væru í lagi og farið væri að settum reglum í einu og öllu. Meira
10. júní 1998 | Úr verinu | 660 orð

Þorskurinn sést varla við Nýfundnaland

UM þessar mundir eru liðin sex ár síðan allar þorskveiðar voru bannaðar við Nýfundnaland en ennþá sjást þess engin merki, að þær verði leyfðar aftur á næstu árum. Sjómennirnir, sem gengið hafa atvinnulausir í allan þennan tíma, segjast þó verða varir við heilmikið af þorski í flóum og fjörðum og þeir benda á, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.