Greinar föstudaginn 19. júní 1998

Forsíða

19. júní 1998 | Forsíða | 392 orð

Aðskilnaðarsinnum ráðið frá árásum

BANDARÍKIN réðu aðskilnaðarsinnum í Frelsisher Kosovo (KLA) í gær frá því að hefja frekari aðgerðir gegn hersveitum Serba því þær yrðu einungis til að gefa Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, nýja afsökun fyrir harkalegum aðgerðum í Kosovo og gera deiluna enn erfiðari en nú er. Meira
19. júní 1998 | Forsíða | 151 orð

Clinton vill sættir við Írani

BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, ítrekaði í gær vilja sinn til að bæta samskipti við Íransstjórn. Sagði Clinton að stjórn sín vildi ná "raunverulegum sáttum" við íslamstrúarríkið og að slíkar sættir myndu byggjast á gagnkvæmri virðingu og að Íranir hættu andstöðu við friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum. Öllum formlegum stjórnmálasamskiptum landanna tveggja var slitið árið 1979. Meira
19. júní 1998 | Forsíða | 244 orð

IMF frestar greiðslu til Rússa

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að fresta greiðslu um 670 milljóna Bandaríkjadala, sem svarar til 47 milljarða ísl. kr., til Rússa, vegna þess að þeir hefðu ekki staðið við loforð sín um efnahagsumbætur. Sama dag kynnti Zadorov, fjármálaráðherra Rússa, umfangsmikinn niðurskurð hjá hinu opinbera. Boðaði hann að 60- 70. Meira
19. júní 1998 | Forsíða | 162 orð

Íhlutun fagnað

Á MÖRKUÐUM á Wall Street í Bandaríkjunum létu menn sér í gær fátt finnast um íhlutun Bandaríkjanna til að styrkja japanska jenið eftir þann kipp sem gengi japanskra verðbréfa tók fyrst í stað. Er talið að þar haldi menn að sér höndum þar til vitað er hvernig japönsk stjórnvöld fylgja íhlutuninni eftir. Meira
19. júní 1998 | Forsíða | 131 orð

Mannskætt bjarndýr fellt

TVÖ bjarndýr voru felld í Ruokolahti í suðausturhluta Finnlands í gær eftir að annað þeirra réðst á skokkandi 42 ára gamlan mann og drap hann á miðvikudag. Er þetta í fyrsta skipti á þessari öld sem bjarndýr hefur drepið mann í Finnlandi svo vitað sé. Meira
19. júní 1998 | Forsíða | 83 orð

(fyrirsögn vantar)

UNG stúlka lék sér í gær við strætisvagnaskýli í Prag, höfuðborg Tékklands, sem þakið er auglýsingum vegna þingkosninga í landinu sem fram fara í dag. Gert er ráð fyrir vinstrisveiflu í kosningunum en ólíklegt er að niðurstöður kosninganna bindi enda á þá óvissu í stjórnmálum landsins sem ríkt hefur undanfarin misseri. Skv. Meira

Fréttir

19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

1-1-2 neyðarlínan

HVAÐ gerist þegar fólk týnist í óbyggðum, er nær drukknað, lendir í eldsvoða eða slasast í bílslysi? Það fá sjónvarpsáhorfendur að sjá í nýjum þáttum, sem sýndir verða í Ríkissjónvarpinu á fimmtudögum og á Stöð 2 á laugardögum í sumar. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 434 orð

167 sjónvarpsstöðvar sögðu frá flutningi Keikos

MIKIL umfjöllun hefur verið um flutning háhyrningsins Keikos til Íslands í fjölmiðlum í Bandaríkjunum að undanförnu. Hallur Hallsson, hjá Mönnum og málefnum, ráðgjafaraðila Free Willy Keiko-samtakanna, segir að fréttin hafi verið á 167 bandarískum sjónvarpsstöðvum eftir að tilkynnt var um flutninginn. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

17. júní hátíðahöld á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði - 17. júní var haldinn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði og var það Sunddeild ungmannafélagsins Leiknis sem sá um dagskrána. Dagskráin hófst að kvöldi 16. júní með víðavangshlaupi barna. Að morgni 17. júní var farið í göngu og gengið á fjallið Sandfell í sunnanverðum firðinum og tóku 60 manns þátt í göngunni. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

200.000 kr. verðlaun fyrir lokaverkefni

TÆKNIÞRÓUN hf. veitti í vikunni nýsköpunarverðlaun fyrir lokaverkefni nemenda við Háskóla Íslands. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Skúli Skúlason, nemandi í lyfjafræði og leiðbeinendur hans, prófessorarnir Peter Holbrook og Þórdís Kristmundsdóttir. Verðlaunaféð er samtals 200.000 kr. og skiptist jafnt milli nemanda og leiðbeinenda. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

AÐRAR stofnanir sem Þjóðkirkjan á aðild að og telja má t

AÐRAR stofnanir sem Þjóðkirkjan á aðild að og telja má til félagslegrar þjónustu eru þessar: Fjölskylduþjónusta kirkjunnar við Klapparstíg; Miðstöð fólks í atvinnuleit, Tryggvagötu 17 og Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna við Lækjargötu 4. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 246 orð

Albright vill bæta samskiptin við Íran

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst á miðvikudag vilja leita leiða til að byggja upp traust milli ráðamanna í Íran og Bandaríkjunum með það að markmiði að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf. Meira
19. júní 1998 | Miðopna | 1074 orð

Aldrei fullnuma

HALLDÓR Halldórsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir ævistarf sitt frá Lýðveldissjóði á miðvikudag og kvaðst hann í þakkarræðu sinni meta hana mikils. "Þótt ég hafi að vísu alltaf verið dálítið tortryggur á viðurkenningar og verðlaun þá verð ég að játa að ég met þessa viðurkenningu mjög mikils, enda hafa snotrir menn um vélt. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ársþing SSNV fært fram

"HÉR með tilkynnist ákvörðun stjórnar SSNV, frá 9. júní sl. um að halda 6. ársþing SSNV dagana 21. og 22. ágúst 1998. Fundurinn verður haldinn á Siglufirði í boði Siglufjarðarbæjar. Þingið er fært fram frá þeirri dagsetningu sem stjórnin ákvað 4. mars sl. til að búið verði að fjalla um málefni fatlaðra á ársþinginu fyrir landsþing Sambands ísl. Meira
19. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Á þriðja hundrað konur taka þátt

HÁTT á þriðja hundrað soroptimistasystur frá Norðurlöndunum koma til Akureyrar og taka þátt í vinadögum 19.­21. júní. Norrænir vinadagar eru haldnir annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum og er þetta í þriðja sinn sem þeir eru haldnir á Íslandi. Fyrir 10 árum voru þeir haldnir í Reykjavík og fyrir 20 árum á Laugarvatni. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 592 orð

Báðar þjóðir byggðu á svipuðum hugmyndum

INDÍÁNAR í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum kvartað mjög yfir stefnu bandarískra stjórnvalda í sinn garð, viskídrykkja og aðrir mishollir fylgifiskar vestrænnar menningar sem indíánar tóku upp eftir að þeir kynntust siðum hvíta mannsins eru til marks um hversu vel tókst að fylgja eftir þeirri stefnu bandarískra stjórnvalda að innlima frumbyggjana í hina bandarísku þjóð. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Biskupsvísitasía í Viðey

BISKUPSVÍSITASÍAN setur svip sinn á helgardagskrána í Viðey, en gönguferð verður þó á sínum stað kl. 14.15. Þann dag verður einnig opnuð ljósmyndasýning, sem hefur verið undanfarin sumur í Viðeyjarskóla. Hún verður opin um helgar kl. 13.30­17.10, en virka daga kl. 13.30­16.10. Á sunnudag kl. 14 verður vísitasíumessa. Meira
19. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Bjarni fjallar um geimferðina

ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni V. Tryggvason heldur opinn fyrirlestur á vegum Háskólans á Akureyri um geimferð sína með Discovery, þriðjudaginn 23. júní kl. 20.30. Fyrirlesturinn fer fram í Oddfellow-húsinu við Sjafnarstíg. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn með húsrúm leyfir. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Blómaskreytingar í Garðyrkjuskólanum

NÁMSKEIÐ Í almennum blómaskreytingum fyrir áhugafólk verður sunnudaginn 21. júní kl. 10. Námskeiðið verður í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Leiðbeinandi verður Uffe Balslev blómaskreytingameistari. Þátttakendur bútbúa blómvönd og tvær mismunandi skreytingar, sem þeir taka með sér heim. Einnig verður fjallað um meðhöndlun afskorinna blóma. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

Borgarstjórinn krafinn um skýringar

VIÐ upphaf fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur í gær kvaddi Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sér hljóðs utan dagskrár og sagði ástæðuna þá að hún hefði kynnt sér "rækilega útsenda dagskrá og séð á henni að mál sem kom upp strax að loknum borgarstjórnarkosningum er ekki tekið hér á dagskrá fyrsta fundar nýkjörinnar borgarstjórnar. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 480 orð

Clinton segir baráttunni hvergi nærri lokið

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í fyrradag miklum vonbrigðum yfir því að öldungadeild Bandaríkjaþings skyldi hafa ákveðið að sópa tímamótalagafrumvarpi um varnir gegn reykingum út af borðinu. Gaf forsetinn í skyn að hann myndi nota þessa samþykkt þingsins, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, til að hnekkja á repúblikönum í kosningabaráttunni fyrir aukakosningar í haust. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 486 orð

Dómur mildaður í sex ára fangelsi

HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm yfir rúmlega fertugum manni, Tryggva Sigfússyni, sem dæmdur hafði verið af Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 21. september sl. Maðurinn stakk tvær stúlkur með hnífi og hlaut önnur þeirra lífshættulega blæðingu af. Hæstiréttur dæmdi manninn í sex ára fangelsi. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Dragsýning á Ingólfstorgi

Í FORVARNARVERKEFNINU "20,02 hugmyndir um eiturlyf" er 16. hugmyndin "Dragshow"-sýning fyrir gesti á Ingólfstorgi, sem tveir ungir menn halda í dag kl. 17. Á undan sýningunni spilar hljómsveitin Ensími. Á eftir þeim leika sigurvegarar músíktilrauna Tónabæjar 1998, hljómsveitin Stæner, á vegum Síðdegistónleika Hins hússins. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 468 orð

Ð"Maður getur farið að taka gleði sína aftur"

KRISTBJÖRN Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, sagði að þessi niðurstaða norska áfrýjunarréttarins væri mjög gleðileg, hann væri mjög ánægður yfir að þetta skyldi hafa endað svona. "Þetta fór eins og við reiknuðum með. Við gerðum það sem okkur bar að gera, en höfðum ekki fullnægjandi upplýsingar," sagði Kristbjörn. Meira
19. júní 1998 | Landsbyggðin | 96 orð

Egilsstöðum-

Egilsstöðum-Það ríkir gleði og mikil athafnasemi í Kofaborg á Egilsstöðum. Borgin er síung og íbúarnir glaðbeitt fólk af yngri kynslóðinni. Borgin er sjálfstæð og hefur ekki sameinast öðrum sveitarfélögum, heldur sameinuðust íbúar um að kjósa sér borgarstjóra, lögreglustjóra og velja góða þegna til þess að gegna embættum sem nauðsynleg eru í hverri borg. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 268 orð

EÞ hyggst binda enda á "sjóðasukk"

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær að endir yrði bundinn á óhóflega notkun risnureikninga, sem ýmsir sem sæti eiga á þinginu hafa notið góðs af. Þingið hvatti jafnframt ríkisstjórnir aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) til að leggja sitt af mörkum til að af þessu megi verða, með því að koma sér saman um sameiginlegan launataxta fyrir alla þingmenn Evrópuþingsins, Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Forsætisráðherra segir niðurstöðu í Sigurðarmálinu skynsamlega

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir niðurstöðu áfrýjunardóms í máli Sigurðar VE vera skynsamlega en niðurstaða svo kallaðs "heimadóms" í fyrra hafi verið ákaflega undarleg þegar dæmt var gegn öllum líkum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist mjög ánægður með niðurstöðuna. "Ég lýsti mikilli óánægju með dóminn á sínum tíma og taldi hann mjög skrítinn, svo ekki sé meira sagt. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 759 orð

Framfarir í gerð heyrnartækja fyrir heyrnarlausa

Ídag, föstudag, hefst norræn ráðstefna um heyrnarfræði í Borgarleikhúsinu. Einar Sindrason, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, er formaður ráðstefnunnar og undirbúningsnefndar hennar. "Fyrsta norræna ráðstefnan um heyrnarfræði var haldin í Gautaborg árið 1962 á vegum Nordisk Audiologisk Selskap (NAS). Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Fær gömlu vélina til baka

NÍU farþega Piper Chieftain- flugvél, sem Mýflug á Mývatni ráðgerði að festa kaup á, fórst á Ermarsundi sl. mánudag. Leifur Hallgrímsson hjá Mýflugi segir að ganga hafi átt frá kaupunum eftir að vélin kæmi til landsins. Tjónið felst einkum í því að vél, sem selja átti og komin var til Englands, var sótt í gær en ekki hafði verið gengið endanlega frá sölu hennar. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 618 orð

Gengi japanskra verðbréfa snarhækkar eftir íhlutunina

GENGI japanskra verðbréfa hækkaði um 4,39% í gær eftir að seðlabankar Bandaríkjanna og Japans keyptu jen fyrir milljarða Bandaríkjadollara til að styrkja japanska gjaldmiðilinn. Leiðtogar ríkja Austur-Asíu fögnuðu íhlutun seðlabankanna, sem eru taldir hafa keypt jen fyrir allt að sex milljarða dollara, andvirði 432 milljarða króna. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Góðviðri á 17. júní

Grindavík - Það var blíðskaparveður sem Grindvíkingar fengu á þjóðhátíðardaginn. Fjölbreytni var í skemmtun og veitingum að venju en það var þjóðhátíðarnefnd Grindavíkur sem sá um dagskrána. Jón Gunnar Stefánsson flutti stutta ræðu og fram kom í máli hans að þetta væri sennilega síðasta 17. júní ræðan hans. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Greiði bætur þrátt fyrir sýknudóm

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Noregi dæmdi í gær manninn, sem hafði verið sýknaður deginum áður af ákæru um að hafa myrt frænku sína, til þess að greiða foreldrum hennar um 100.000 kr. norskar í bætur. Meira
19. júní 1998 | Landsbyggðin | 271 orð

Haldið upp á hálfrar aldar klausturheit

Stykkishólmi-Það var hátíðisdagur hjá systrunum við St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi sunnudaginn 14. júní, er þess var minnst að liðin eru 50 ár frá því að tvær systur unnu klausturheit. Það var í mars 1948 að systir Johanna Terpstra vann sitt heit. Hún er fædd í Amsterdam 16. maí 1928. Kom til Stykkishólms 1. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Háskóli Íslands Aldrei fleiri brautskráðir

ALDREI hafa fleiri verið brautskráðir frá Háskóla Íslands en við athöfn í Laugardalshöll hinn 17. júní þegar 577 kandídatar voru brautskráðir og 62 að auki hlutu starfsréttindi frá félagsvísindadeild. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Heiðraðir á þjóðhátíðardaginn

VIÐ hátíðlega athöfn á Bessastöðum tilkynnti forseti Íslands á þjóðhátíðardaginn að eftirtaldir Íslendingar hefðu verið sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Arngrímur Jóhannsson, framkvæmdastjóri, riddarakrossi fyrir uppbyggingu í alþjóðlegum flugrekstri; Guðmundur W. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 617 orð

Heimsókn Bjarna Tryggvasonar Mikið vísindastarf un

Spurningar um líf úti í geimnum, mengun á jörðinni og hættu sem stafar af loftsteinum var meðal þess sem gestir lögðu fyrir Bjarna Tryggvason geimfara á fundi opnum almenningi sem var haldinn í gær og Þjóðræknifélag Íslendinga stóð fyrir. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð

Hraðakstur og hraðamælingar

"VÍSAÐ er til umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar og þingsályktunar Alþingis um stefnumótun er varðar aukið umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun sem samþykkt var á Alþingi 28. febrúar 1996. Þá er vísað í skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar. Meira
19. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 782 orð

Hugmyndir um þriggja ára nám til stúdentsprófs

MENNTASKÓLINN á Akureyri brautskráði 92 stúdenta við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á þjóðhátíðardaginn 17. júní og er þetta fámennasti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum síðan 1976. Flestir stúdentar útskrifuðust af félagsfræðibraut, eða 34, af náttúrufræðibraut 32, af málabraut 17, af eðlisfræðibraut 8 og einn nemandi útskrifaðist af náttúrufræðibraut og tónlistarbraut. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 576 orð

Innanlandsaðstoð beint í nýjan farveg

UNDIR hatti Þjóðkirkjunnar hefur Hjálparstofnun kirkjunnar verið rekin um árabil en hún sinnir bæði þróunar- og neyðarhjálp erlendis og aðstoð innanlands. Oftlega hefur verið leitað til landsmanna um stuðning við hjálparstarfið erlendis en minna hefur jafnan farið fyrir innanlandshjálpinni enda erfitt að bera á torg það sem þar er gert. Meira
19. júní 1998 | Miðopna | 662 orð

Íslensk tunga og vistfræði hafsins

Lýðveldissjóður veitti viðurkenningar og styrki til eflingar íslenskri tungu og rannsóknum á vistfræði hafsins í Alþingishúsinu þann 17. júní. Hildur Gróa Gunnarsdóttir var viðstödd og ræddi við Halldór Halldórsson sem fékk heiðursviðurkenningu fyrir lofsverð störf að eflingu íslenskrar tungu. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Íslenskur sálfræðingur lykilvitni í norsku morðmáli

"NEI, MÉR reyndist ekki erfitt að vera viss, þegar að niðurstöðunni kom, því löng reynsla mín segir mér að þetta hafi verði fölsk játning og að ungi maðurinn sé saklaus," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur, er kallaður var til sem sérfræðingur í norsku morðmáli, þar sem tvítugur Norðmaður hafði verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð á frænku sinni. Meira
19. júní 1998 | Landsbyggðin | 62 orð

Íþróttamaður Austra á Eskifirði

FJÓRIR íþróttamenn komu til álita við val á Íþróttamanni Austra á Eskifirði fyrir árið 1997 og varð María Hjálmarsdóttir frjálsíþróttakona fyrir valinu, en hún stóð sig mjög vel á þeim mótum sem hún tók þátt í. Aðrir voru þau Davíð Þór Magnússon knattspyrnumaður, Tinna Alvisdóttir skíðakona og Ingunn Eir Andrésdóttir sundkona sem einnig voru útnefnd Íþróttamenn Austra. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Jónsmessuhátíð við Norræna húsið

JÓNSMESSAN verður haldin hátíðleg að norrænum sið við Norræna húsið á laugardagskvöldið 21. júní. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl. 20 með því að Friðrik Á. Brekkan, stjórnarmaður í Íslensk-sænska félaginu, býður gesti velkomna og kynnir dagskrá. Þá flytur Jon Olav Fivelstad, formaður Nordmanslaget, stutta tölu um norska Jónsmessusiði. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 637 orð

Kveðst sannfærð um að geta sannað sakleysi sitt

BRESKA barnfóstran Louise Woodward sneri aftur til Bretlands í gær og neitaði því að hafa orðið átta mánaða dreng, sem hún gætti, að bana eins og henni var gefið að sök. Hún kvaðst sannfærð um að geta hreinsað sig af sakargiftinni og neitaði því að hafa gert samninga við æsifréttablöð um greiðslur fyrir að segja sögu sína. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 369 orð

Kvennahlaup ÍSÍ 21. júní

"KVENNAHLAUP ÍSÍ verður haldið í níunda sinn 21. júní 1998. Það var fyrst haldið í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ árið 1990 og var þá haldið í Garðabæ og á sjö öðrum stöðum um landið. Kvennahlaupið hefur vaxið hratt. Árið 1993 var ÍÞRÓTTUM FYRIR ALLA falin framkvæmd Kvennahlaupsins og var lagður metnaður í að auka þátttöku landsbyggðarkvenna og lét árangurinn ekki á sér standa. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Kært vegna skotelds við skrúðgöngu

LÖGREGLUNNI í Reykjavík hefur borist kæra vegna skotelda eða svokallaðrar tertu sem virðist hafa sprungið við skrúðgöngu á Skólavörðustíg í Reykjavík á 17. júní sl. Að sögn kærandans, Björns Jónssonar lögmanns, fylgdi sprengingunni hár hvellur og að lokum púðurreykur og pappírsrusl. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 856 orð

"Leiðréttu" andstöðu sósíalista við herstöðvabeiðnina 1941

DAGBÓKARFÆRSLUR Georgi Dimitrovs, yfirmanns Kominterns, Alþjóðasambands kommúnista, sýna að íslenskir sósíalistar tóku við leiðbeiningum frá Komintern og arftaka þess, Alþjóðaupplýsingadeild miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, varðandi afstöðuna til herstöðvabeiðna Bandaríkjamanna, bæði árið 1941 og 1945. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Litli bróðir í norðri

KVIKMYNDIN Litli bróðir í norðri (Little Brother in the North), sem fjallar um íslenska lundann, verður sýnd 29. júní næstkomandi í finnska ríkissjónvarpinu, YLE. Verður það líklega fyrsta sýning myndarinnar í sjónvarpi. Finnska sjónvarpið gerði sérstakan kynningarþátt um tilurð myndarinnar og sendi af því tilefni hingað menn til að ræða við höfundinn, Pál Steingrímsson. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Lítil viðbrögð í Noregi

DÓMSTÓLL í Bodø í Hálogalandi í Noregi sýknaði í gær Kristbjörn Árnason, skipstjóra á Sigurði VE, og Ísfélag Vestmannaeyja af ákæru um ólöglegar veiðar við Jan Mayen. Þá eru Kristbirni og útgerðinni dæmdar greiðslur vegna málskostnaðar. Í gær var engin viðbrögð að hafa í Noregi og var nær ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 720 orð

Lokakaflinn einna erfiðastur

LÍTIÐ vantaði upp á að færeysku víkingarnir fjórir næðu að klára ætlunarverk sitt, að sigla frá Færeyjum til Reyðarfjarðar á sexæringnum Naddoddi, en hinir íslensku norðanvindar komu í veg fyrir það. Þegar Naddoddur lagði af stað frá Hvalnesi snemma morguns 17. júní var strekkingsvindur á móti og ekki hægt að beita seglum að neinu marki. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 81 orð

Mandela í Páfagarði

NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, hitti Jóhannes Pál páfa að máli í Vatíkaninu í gær og þakkaði honum fyrir þann stuðning sem rómversk-kaþólska kirkjan sýndi mennta- og heilbrigðismálum svertingja í Suður- Afríku í tíð stjórnar aðskilnaðarsinna hvíta minnihlutans, sem leit á svertingja sem annars flokks borgara. Mandela sat í fangelsi í 27 ár í valdatíð hvítra. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 579 orð

Mánaðarlaunin 40 þúsund að meðtöldum 105 yfirvinnutímum

ÁHÖFNIN á flutningaskipinu Sea Charm, sem nú er í Straumsvíkurhöfn þar sem verið er að landa úr því súráli til álversins í Straumsvík, fær ekki greitt samkvæmt lágmarkssamningum Alþjóðaflutningaverkamannasambandsins. Meira
19. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 284 orð

Menn verða að dansa regndans

"ÞAÐ verða allir að leggjast á bæn og biðja um vatn eða dansa regndans," sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, aðspurður um hvort langvarandi þurrkar síðustu vikur væru farnir að hafa áhrif á gróður á svæðinu. Ólafur sagði ástandið víða orðið slæmt og þá sérstaklega þar sem jarðvegurinn væri grunnur og á þeim stöðum væri gras farið að gulna. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Nær 35 þúsund manns söfnuðust saman í Reykjavík

TALIÐ er að nær 35 þúsund manns hafi tekið þátt í 17. júní hátíðarhöldunum í miðbæ Reykjavíkur að deginum til, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, en að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðardagskránni um kvöldið. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Óvíst að tjóni verði afstýrt

MJÖG alvarlegt ástand blasir við á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og Barnaspítalanum Hringnum ef svo fer sem horfir að meirihluti hjúkrunarfræðinga hætti störfum um næstu mánaðamót. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir ákveðin hættumerki uppi um að ekki verði hægt að sinna öllu því sem þarf til að forðast tjón. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 26 orð

PANTA þarf viðtalstíma vegna einstaklingshjálpar hjá Hjá

PANTA þarf viðtalstíma vegna einstaklingshjálpar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar milli klukkan 12.30 og 13.30 miðvikudaga, fimmtudaga eða föstudaga. Ráðgjafinn er við sömu daga frá 13.30 til klukkan 16. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ráðstefna um sögu norðurslóða sett í gær

RÁÐSTEFNA um sögu norðurslóða á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar var sett í gær í hátíðarsal Háskólans. Ráðstefnan mun standa í þrjá daga og munu fyrirlesarar frá ellefu löndum ræða margvísleg málefni sem tengjast byggð á norðurslóðum. Meira
19. júní 1998 | Landsbyggðin | 285 orð

Reru á kajökum til Eyja

Vestmannaeyjum­Þrír félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík reru um síðustu helgi á kajökum frá Landeyjarsandi til Vestmannaeyja. Að sögn Einars Daníelssonar, eins þremenninganna, er einn félagi þeirra með fyrirtæki sem býður upp á kajakaferðir um Vestfirði og hafa þau kynnst kajakaróðri í gegnum það. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð

Reuters Holbrooke tekur við

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, orkumálaráðherra, og Richard Holbrooke, samningamann Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, eftirmann Richardsons hjá SÞ. Tilkynnti forsetinn þetta í gær en öldungadeild Bandaríkjaþings verður að staðfesta skipun Richardsons og Holbrookes í embættin. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 227 orð

Segir gyðingahatara seilast til áhrifa

HÓPUR gyðingahatara kom á sínum tíma útsendurum sínum inn í raðir flokks Pauline Hanson í Ástralíu, Einnar þjóðar, að því er fjármálaráðherra landsins, Peter Costello, fullyrti í gær. Talsmaður flokksins neitaði þessu og sagði flokkinn leggja sig fram um að koma í veg fyrir að öfgasinnaðir hópar gætu komist til áhrifa innan hans. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 319 orð

Skipstjóri og útgerð sýknuð af ákæru um ólöglegar veiðar

DÓMSTÓLL í Bodø í Noregi sýknaði í gær skipstjórann á Sigurði VE og Ísfélag Vestmannaeyja af ákæru um ólöglegar veiðar við Jan Mayen í júní á síðasta ári. Auk þess eru skipstjóranum og útgerðinni dæmdar greiðslur vegna málskostnaðar. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Skúli Skúlason hefur fylgst með borgarstjórnarfundum í áratugi

BORGARFULLTRÚAR koma og fara og embættismenn borgarinnar einnig en einn er sá meðal áheyrenda á borgarstjórnarfundum sem haldið hefur út í áratugi. Er það Skúli Skúlason sem, þrátt fyrir háan aldur, situr fundina trúfastlega ­ "þó ekki ef þeir standa fram á nótt," sagði hann. Skúli var mættur á fyrsta fund nýkjörinnar borgarstjórnar síðdegis í gær. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Sólstöðuhátíð um helgina

SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst nú fyrir sinni fjórðu Sólstöðuhátíð um næstu helgi, þ.e. 19.­21. júní. Hátíðin ber yfirskriftina Í hjartans einlægni og er haldin að Laugalandi í Holtum, í u.þ.b. 80 km fjarlægð frá Reykjavík. "Hátíðin er byggð þannig upp að boðið verður upp á stutt námskeið sniðin að þörfum bæði fullorðinna og barna og eru námskeiðin blanda af fræðslu, sköpun og leik. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 480 orð

Staðhæfingar gegn staðhæfingum í Sigurðarmálinu

SIGURÐARMÁLIÐ svokallaða byrjaði árla morguns 6.júní á síðasta ári, er norskir strandgæslumenn fóru um borð í Sigurð VE úti á rúmsjó og í kjölfarið fylgdu ásakanir um lögbrot. Skipið var síðan dregið til hafnar í Bodö þar sem réttað var yfir útgerðinni, Ísfélagi Vestmannaeyja, og skipstjóranum Kristbirni Árnasyni. Meira
19. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Synda boðsund í sólarhring

NEMENDUR í Grenivíkurskóla ætla að synda boðsund í 24 klukkustundir í sundlauginni á Grenivík nú um helgina. Tilgangurinn er að safna peningum í ferðasjóð, en þrír bekkir skólans stefna á ferðalag eftir tvö ár. Ekki hefur enn verið ákveðið hvert farið verður í skólaferðalag, en það ræðst af því hversu dugleg krakkarnir verða að safna peningum næstu tvö árin. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Söluþóknun lækkuð

BÚNAÐARBANKINN lýsti því yfir í gær að söluþóknun vegna viðskipta með hlutabréf á Aðallista Verðbréfaþings Íslands yrði lækkuð úr 3% í 1%, en tekin verður upp 1% kaupþóknun. Söluþóknun vegna annarra hlutabréfa verður 1,5% og kaupþóknun 1,5%. Lágmarksþóknun verður 5.000 krónur. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tólf sérþjónustuprestar og tíu djáknar

TÓLF prestar þjóðkirkjunnar sinna sérþjónustu á ýmsum sviðum og tíu djáknar eru nú að störfum. Þeir starfa bæði innan safnaða og á sjúkrahúsum. Tólf sérþjónustuprestar starfa í fangelsum, á sjúkrahúsum og meðal heyrnarlausra, innflytjenda, skólafólks, aldraðra og fatlaðra. Tíu djáknar eru að störfum, flestir í söfnuðum en tveir eru sjúkrahúsdjáknar. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 732 orð

Trú sem starfar í kærleika

EINHVER góður maður sagði að Jesús Kristur hefði afnumið þyngdarlögmálið sem einatt ræður í mannlegu samfélagi, lögmálið: Hver er sjálfum sér næstur. Jesús kenndi lögmál kærleikans og setti það fram í gullnu reglunni: "Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra." Sú viðmiðun er æðst og best í öllu lífi. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Tryggingafélag og vinnuveitandi sýknuð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á þriðjudag Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og löggiltan fasteignasala af kröfum hjóna á sjötugsaldri um greiðslu fjár sem þau töpuðu í hendur sölumanns sem vann hjá fasteignasalanum. Ráðstafaði helmingi í þágu hjónanna Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Tveir sendir heim

TVEIR meðlimir hljómsveitarinnar Botnleðju voru sendir heim frá Minneapolis í Bandaríkjunum á þriðjudag vegna þess að tvær svefntöflur fundust í fórum þeirra við tollskoðun. Svefntöflurnar eru af gerðinni Rophinol, sem er að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis ein algengasta tegund svefnlyfja sem ávísað er hér á landi. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Tækifæri til kynningarátaks

FORSÆTISRÁÐHERRA, utanríkisráðherra og Landafundanefnd boðuðu fjölmiðla á sinn fund í gær til að kynna störf nefndarinnar og áform um hátíðarhöld árið 2000. Ráðherrarnir lögðu báðir áherslu á mikilvægi þess að nýta vel það tækifæri sem gefst til kynningar á landinu, menningu þess og atvinnuvegum í tengslum við árþúsundaskiptin. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Ungmennalið KR lagði ÍA

ÓVÆNT úrslit urðu í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld þegar ungmennalið KR sigraði Landssímadeildarlið ÍA með þremur mörkum gegn einu á KR-vellinum. KR-ingar skoruðu þrjú fyrstu mörkin, en Skagamenn náðu að minnka muninn áður en flautað var til leiksloka. Meira
19. júní 1998 | Landsbyggðin | 274 orð

Ungt fólk í Grindavík

Grindavík­Samstarfsnefnd Grunnskóla Grindavíkur, Grindavíkurkirkju, félagsmálaráðs, lögreglunnar og íþrótta- og æskulýðsnefndar stóð nýlega fyrir fundi um samanburð á unglingum í Grindavík og annars staðar. Jón Gunnar frá Rannsóknastofnun uppeldis og menntamála (RUM) hóf máls eftir að Halldór Ingvarsson félagsmálafulltrúi hafði sett fundinn. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

Vaxandi sérhæfing í starfi kirkjunnar

MARGT kirkjulegt starf er lítið þekkt og margir verða hissa á að kirkjan starfi og þjóni eins og raun ber vitni. Safnaðarstarf hefur eflst á síðari árum og þar hafa prestar og leikmenn verið ötulir. Djáknar hafa bæst í hópinn og má segja að sérhæfing fari vaxandi í kirkjulegu starfi. Um leið er þörf fyrir sjálfboðaliða sem vilja taka þátt í þessu starfi. Meira
19. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Verkefnakynning

VERKEFNIN Vöruþróun '98, Frumkvæði/Framkvæmd og Frumkvöðlastuðningur verða kynnt á Fosshótel KEA í dag, föstudaginn 19. júní frá kl. 09-10. Vöruþróun '98 aðstoðar fyrirtæki bæði faglega og fjárhagslega við þróun nýrra vara. Frumkvæði/ Framkvæmd aðstoðar fyrirtæki við að afla sér ráðgjafar á tilteknum sviðum. Meira
19. júní 1998 | Miðopna | 1336 orð

Við skulum fara vel með velgengnina, en hræðast hana ekki

GÓÐIR Íslendingar, orðið þjóðhátíð er ekki gamalt í tungu okkar, enda er ekki ofsagt að í margar aldir hafi ekkert tilefni kallað eftir því. Þar hefur orðið breyting á og getum við þakkað það sigrum í sjálfstæðisbaráttunni. Baráttumönnunum þótti hægt ganga. En þegar horft er um öxl sést að áfangarnir komu, hver af öðrum, á aðeins einni öld, eftir margra alda undirokun. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Þjóðhátíðardagurinn í Borgarnesi

Borgarnesi - Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Borgarnesi fyrir íbúa Borgarbyggðar hófst með sundmóti snemma morguns. Nokkru síðar fór fram 17. júní hlaup á íþróttavellinum. Keppt var í knattspyrnu og sýnt fallhlífarstökk. Sér Brynjólfur Gíslason, Stafholti, predikaði við hátíðarmessu í Borgarneskirkju. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Þjóðhátíð í fallegu veðri

Mývatnssveit- MÝVETNINGAR héldu þjóðhátíð í fögru skógarrjóðri í Höfða 17. júní. Veðrið var eins og best verður á kosið; logn og sólskin og Höfðinn skartaði sínu allra fegursta. Hófst hátíðin kl. 14 með helgistund séra Örnólfs Ólafssonar sóknarprests. Meira
19. júní 1998 | Erlendar fréttir | 332 orð

(fyrirsögn vantar)

FJÖLDI þeirra sem enn er saknað vegna hvirfilbylsins skæða sem reið yfir Gujarat- ríki á Indlandi í síðustu viku stökk úr 250 í 1.754 í gær þegar frá því var greint að ekki væri víst að lík verkamanna, sem unnu við sjávarsíðuna, kæmu nokkurn tíma í leitirnar vegna ölduhæðar og sviptivinda á svæðinu. Opinberir aðilar sögðu í gær hægt væri á þessari stundu að staðfesta dauða 1. Meira
19. júní 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Skilgreining á kærleiksþjónustu íslensku kirkjunnar verður til umræðu í haust á ráðstefnu um kærleiksþjónustuna. Norðmenn hafa skilgreint kærleiksþjónustuna þannig: Kærleiksþjónusta er umhyggja kirkjunnar fyrir náunganum og starf sem eflir samfélag. Hún er einnig sú þjónusta sem sérstaklega er veitt fólki í neyð. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júní 1998 | Leiðarar | 666 orð

Leiðari FÖRUM VEL MEÐ VELGENGNINA UMIR SEGJA að hin harða

Leiðari FÖRUM VEL MEÐ VELGENGNINA UMIR SEGJA að hin harða lífsbarátta í þessu landi hafi gert okkur að áhyggjuþrunginni þjóð," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarræðu í fyrradag. Og þrátt fyrir það að okkur gangi flest í haginn og að gróska einkenni þjóðarbúskapinn höfum við nú sem endranær nokkrar áhyggjur. Meira
19. júní 1998 | Staksteinar | 292 orð

»Sigur eða ósigur? UNDIR forystu Árna Sigfússonar náði Sjálfstæðisflokkurinn

UNDIR forystu Árna Sigfússonar náði Sjálfstæðisflokkurinn 45% kjörfylgi í Reykjavík. "Slíkur árangur eins flokks þykir frábær hvar sem er," segir Ólafur R. Jónsson framkvæmdastjóri í kjallaragrein í DV. Fjórir flokkar Meira

Menning

19. júní 1998 | Myndlist | -1 orð

Akvarell Ísland

Eiríkur Smith, Pétur Friðrik, Hafsteinn Austmann, Alda Ármanna Sveinsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnl. St. Gíslason, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Skarphéðinn Haraldsson. Opið alla daga vikunnar frá 13-18. Til 21 júní. Aðgangur 300 krónur. Sérstök kynningarskrá 200. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 198 orð

Árni Elfar hlaut starfsstyrk listamanna í Garðabæ

VORIÐ 1992 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar að fela menningarmálanefnd Garðabæjar að gera árlega tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun starfsstyrkja til listamanna í Garðabæ. Eitt af þeim skilyrðum sem sett hafa verið um styrkveitingu er að listamaðurinn sé búsettur í Garðabæ. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 106 orð

Bara vinir?

JENNIFER Aniston úr gamanþáttunum Vinum eða "Friends" og Brad Pitt hafa sést mikið saman upp á síðkastið og nýlega var ýjað að því í Washington Post að eitthvað byggi að baki. Aniston hefur hins vegar gefið út þá yfirlýsingu að þau séu "bara vinir". Meira
19. júní 1998 | Kvikmyndir | 522 orð

Ert þú refur?

Leikstjóri: Robert Altman. Handritshöfundur: Al Hayes eftir bók John Grishams. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Darryl Hannah, Embeth Davidtz, Tom Berenger, Robert Downey Jr., Femke Jansson og Robert Duvall. 1998. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 172 orð

Fékk ákæruna mildaða

LEIKARINN Daniel Baldwin játaði sig sekan um ósæmilega hegðun fyrir rétti í New York í vikunni en upphaflega kæran var eign fíkniefna. Kæran kom í kjölfar þess að Baldwin var handtekinn og fluttur á sjúkrahús hinn 2. febrúar síðastliðinn eftir að hann rústaði hótelherbergi á Plaza-hótelinu en eiturlyf og áhöld til notkunar þess fundust einnig á staðnum. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð

Fjör í miðbænum á þjóðhátíðardaginn

17. JÚNÍ skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga fyrir margra hluta sakir. Dagurinn er vitaskuld haldinn hátíðlegur vegna þess að á þessum degi árið 1944 varð Ísland sjálfstæð þjóð. En í hugum barnanna er hann ekki síður stór vegna þess að þá er haldið í skrúðgöngu með fána eða blöðru, farið í leiktæki, horft á skemmtiatriði í fylgd með mömmu og pabba og fullt af fólki í miðbænum. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 46 orð

Foster á forsýningu LEIKKONAN Jod

LEIKKONAN Jodie Foster, sem gengur með sitt fyrsta barn, mætti á dögunum á forsýningu myndarinnar "An Unexpected Life" sem leikkonan Stockard Channing leikur aðalhlutverkið í. Forsýningin var haldin í kvikmyndahúsi leikstjórafélagsins í Los Angeles en myndin verður sýnd í bandarísku sjónvarpi síðar í mánuðinum. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 272 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð2 Camp Nowhere ('94)nefnist sumarbúðamynd frá Disney, sem AMG gefur og segir arfalélega. Leikstjóri Jordan Prince. Stöð2 Geena Davis leikur Angie ('94), af þeim sprengikrafti sem henni er gefinn. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 155 orð

Gjallarhorn í Norræna húsinu

TÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu sunnudaginn 21. júní kl. 20.00. Þar mun þjóðlagahópurinn Gjallarhorn leika og syngja Finnlands-sænsk þjóðlög frá ýmsum tímum. Gjallarhorn skipa þau; Jenny Wilhelms, fiðla og söngur, Christopher Öhman, fiðla, madola og söngur, David Lillkvist, slagverk, og Tommi Mansikka-Aho, slagverk og didgeridoo. Aðgangur að tónleikunum er kr. 1.000. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Harpa sýnir í SPRON

HARPA Björnsdóttir opnar sýningu í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í Álfabakka 14, Mjódd, sunnudaginn 21. júní kl. 14­16. Harpa stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík, Iðnskóla Vestmannaeyja, Háskóla Íslands og Myndlista- og handíðaskóla Íslands, en þaðan lauk hún námi 1982 úr nýlistadeild. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 407 orð

Hálofuð íslensk- dönsk arkitektasýning

ÞAÐ er tvöfalt kraftaverk að sýningin skuli vera opnuð," segir Eric Messerschmidt arkitekt og upplýsingafulltrúi hjá miðstöð danskra arkitekta í Gammel Dok á Kristjánshöfn, þegar hann talar um sýningu þeirra Þórhalls Sigurðssonar og Ene Cordt Andersen. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 206 orð

Hvað var sett á veggi og gólf?

Í TILEFNI af 70 ára afmæli félags veggfóðrara- og dúklagningameistara verður opnuð ný sýning í húsinu Líkn í Árbæjarsafni, í samvinnu félagsins og Árbæjarsafns, sunnudaginn 21. júní kl. 14. Á sýningunni er fjallað um störf veggfóðrara og dúklagningarmanna í gegnum tíðina. Þar er sýnt hvernig strigi var strekktur yfir panil, pappi lagður og síðan veggfóðrað. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Kvartett Eðvarðs Lárussonar á Jómfrúnni

ÞRIÐJU sumarjazz-tónleikar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu fara fram laugardaginn 30. júní kl. 16-18. Að þessu sinni leika Eðvarð Lárusson á gítar, Jóel Pálsson á tenór-saxófón, Þórir Baldursson á Hammond-orgel og Einar Scheving á trommur. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúrtorginu á milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis, ef veður leyfir, annars inn á Jómfrúnni. Meira
19. júní 1998 | Myndlist | 639 orð

Kynjamyndir í Sigurjónssafni

Verk eftir Örn Þorsteinsson Opið alla daga nema mánudaga milli 14:00 og 17:00 til 1. júlí. Í LISTASAFNI Sigurjóns hefur staðið yfir sýning á höggmyndum Arnar Þorsteinssonar. Þetta er tíunda einkasýning Arnar, en hann sýndi fyrst á haustýningu FÍM 1971, á meðan hann var við nám í Listaháskólanum í Stokkhólmi. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 44 orð

Lagahöfundar heiðraðir

SÖNGKONURNAR Nancy Sinatra og Diana Ross stilltu sér glaðar upp þegar sú síðarnefnda hafði verið heiðruð af samtökum lagahöfunda í New York á dögunum. Diana Ross fékk "smellaverðlaunin" en Nancy Sinatra fylgdist með því þegar faðir hennar heitinn, Frank Sinatra, var heiðraður. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 113 orð

Málverk í Linsunni

"Í VILLUBIRTU hugmyndanna" er yfirskrift kynningar í Linsunni, Aðalstræti 9, á málverkum Óla G. Jóhannssonar. Listamaðurinn hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1972 á Akureyri. Óli G. var einn af stofnendum Myndlistafélags Akureyrar og var formaður þess um tíma. Um árabil rak hann á Akureyri Gallery Háhól ásamt eiginkonu sinni, Lilju Sigurðardóttur. Óli G. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 185 orð

Órafmagnaður Skítamórall HLJÓMSVEITI

HLJÓMSVEITIN Skítamórall var með órafmagnaða tónleika á veitingastaðnum Astró í síðustu viku. Tónleikunum var hljóðvarpað beint á útvarpsstöðinni FM auk þess sem þá mátti samtímis sjá og heyra á vefnum á slóðinni Xnet.is. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskir tónleikar voru sýndir í beinni útsendingu á vefnum. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 92 orð

Rökkurkórinn á faraldsfæti

AÐ loknu vetrarstafi og tónleikahaldi í heimabyggð þar sem gert er upp vetrarstarfið, heldur Rökkurkórinn í Skagafirði í tónleikaferð til Austurlands, þar sem sungið verður á fimm stöðum. Fyrstu tónleikarnir voru á fimmtudagskvöld í félagsheimilinu Ýdölum og í dag verður sungið að Brúarási í Jökulsárhlíð og í Stöðvarfjarðarkirkju. Laugardaginn 20. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Sigrún Hjálmtýsdóttir "Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 1998"

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir (Diddú) hlaut hinn 17. júní starfslaun listamanna úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar, og þar með heiðursnafnbótina "Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 1998". Viðurkenningin var afhent í upphafi hátíðarhalda þjóðhátíðardagsins í Álafosskvosinni. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 148 orð

Sigurður og Vovka með tónleika í Bonn

SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og píanóleikarinn Vovka Ashkenazy halda tónleika í Beethoven Haus í Bonn í Þýskalandi þann 23. júní n.k. Tónleikarnir eru á vegum listaráðs borgarinnar en Sigurður og Vovka komu síðast fram saman í Kaupmannahöfn og Helsingör 1996 á vegum listráðs Kaupmannahafnar í tilefni af því að borgin var menningarborg Evrópu. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Síðasta sýning "Á sama tíma að ári"

TVÖ ár eru í kvöld síðan gamanleikritið Á sama tíma að ári var frumsýnt. Fyrsta sýningin var á Húsavík 1996 en Loftkastalinn byrjaði sýningar verksins með því að fara í leikferð um landið og síðan hefur það verið sýnt í Loftkastalanum. Þau Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir sem leika Georg og Dóru hafa nú leikið það 115 sinnum og fer nú að koma að endapunktinum á þeirra samstarfi. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 507 orð

Sígildur söngleikur

GREASE var frumsýnd árið 1978 og hefur myndin skilað rúmlega 340 milljónum dollara í aðgangseyri um víða veröld, en þetta er sú söngleikjamynd sem skilað hefur mestum tekjum í kvikmyndasögunni. Jafnvel nú 20 árum síðar er myndbandið með myndinni eitt af tíu söluhæstu myndböndunum í Bandaríkjunum og plötur með lögunum úr Grease hafa selst í rúmlega 20 milljónum eintaka. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 108 orð

Sjónarbrot á Horninu

PÁLL Heimir Pálsson og Ólöf Sigríður Davíðsdóttir opna samsýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 20. júní kl. 15-17. Páll sýnir hvorttveggja hefðbundin grafíkverk og einnig glerverk, en öll hafa þau sama inntak; sjóndeildarhringinn. Þetta er sjöunda sýning Páls, en hann útskrifaðist úr MHÍ 1996 og vinnur nú að mastersgráðu í svartlist í nokkrum Evrópulöndum. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Skólasinfóníuhljómsveit á Íslandi

AMERÍSKA skólasinfóníuhljómsveitin The Peabody Sinfonia frá Baltimore kom til Íslands í gær og heldur fyrstu tónleika sína í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru sjötta sinfónía Beethovens, Ófullgerða sinfónían eftir Schubert og fiðlukonsert eftir Bob Sirota. Seinni tónleikarnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn kl. 17. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 508 orð

Stuð á Stuðmönnum

STUÐMENN hituðu upp fyrir þjóðhátíðardaginn á Astró síðastliðið þriðjudagskvöld og var glatt á hjalla. Segja má að þeir hafi ekki aðeins verið að hita upp fyrir 17. júní heldur einnig fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. "Við vorum þarna árið 1986 og skilst mér að það sé fjölmennasta Þjóðhátíðin," segir Egill Ólafsson. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 27 orð

Sýningu lýkur

Sýningu lýkur Gallerí Geysir SÝNINGU Miles Holden í Galleríi Geysi lýkur nú um helgina. Á sýningunni eru bæði fígúratív og óhlutbundin verk eftir listamanninn. Sýningunni lýkur 21. júní. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Textílmyndverk eftir Heidi í Háteigskirkju

HEIDI Kristiansen sýnir nú textílmyndverk í safnaðarheimili Háteigskirkju. Á sýningunni eru 14 myndteppi unnin í textílapplíkeringu og vattstungin. Verkin eru frá árunum 1997 og 1998 og hafa ekki áður verið sýnd hér á landi. Heidi hefur tekið þátt í átta samsýningum og haldið tíu einkasýningar á öllum Norðurlöndunum og í Frakklandi. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 292 orð

Thor útnefndur borgarlistamaður

Thor útnefndur borgarlistamaður THOR Vilhjálmsson hefur verið útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1998 og honum veitt viðurkenning. Thor fæddist í Edinborg 1925. Foreldrar hans voru Guðmundur Vilhjálmsson og Kristín Thors. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 402 orð

Tónlist Samkórs Suðurfjarða á geisladisk

NÚ Í vikunni kom út geisladiskur með tónlist fluttri af Samkór Suðurfjarða. Samkór Suðurfjarða var formlega stofnaður 1995. Þá höfðu kórfélagar frá Breiðdal, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sungið saman í nokkur ár, fyrst undir stjórn Ferenc Utassy frá Ungverjalandi, sem þá var tónlistarkennari á Stöðvarfirði. Meira
19. júní 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Tungnamenn kveðja Gísla oddvita

ÞAÐ var létt yfir mannskapnum þegar Tungnamenn kvöddu Gísla Einarsson oddvita með veislu sem haldin var í Aratungu í Reykholti. Gísli hefur verið oddviti Biskupstungnahrepps í 24 ár og áður hafði hann setið í hreppsnefnd í 8 ár og man því tímana tvenna í pólitíkinni. Meira
19. júní 1998 | Menningarlíf | 846 orð

Þjóðverjar eftir Kaminski opnunarmynd á pólskri kvikmyndahátíð

OPNUNARMYND þessarar kvikmyndahátíðar er nýjasta mynd Kaminskis, Þjóðverjar. Hátíðin, sem stendur yfir til 26. júní er haldin í samvinnu sendiráðs Póllands fyrir Ísland sem er í Ósló, Kvikmyndasafns Íslands, pólsku kvikmyndasamtakanna og pólska kvikmyndasjóðsins. Meira

Umræðan

19. júní 1998 | Aðsent efni | 935 orð

Enginn er saklaus ... nema hvað? Ef grein Jakobs á að vera bókarkynning, þá er hún ansi slæm bókarkynning, segir Grímur

JAKOB F. Ásgeirsson fer mikinn í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14. júní sl. í grein sem hann kallar "Ógnaröld kommúnismans". Greinilegt er að Jakob hefur ætlað að rassskella þá fast sem einhverntíma hafa verið tilhlýðilegir hugtakinu blóðþyrsta og í greininni veifar hann tölum úr hinni frönsku "Svartbók kommúnismans" sem vakið hefur usla á pólitískum vígstöðvum út um heim allan. Meira
19. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 134 orð

Ég vildi að satt væri! Maríu Ásgrímsdóttur: HJÚKRUNARFRÆÐINGAR h

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR hafa í dagblaðaskrifum sínum undanfarið (nú síðast Ásta Möller í Degi 16.6.) borið laun sín saman við laun læknaritara. Hjúkrunarfræðingar staðhæfa að læknaritarar séu mun hærra launaðir en þeir sjálfir og í Mbl. nýverið voru læknaritarar sagðir fá 114.242 kr. í byrjunarlaun. Meira
19. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 255 orð

"Frétta"stofa sjónvarps Haraldi Johannessen: HELGI H. Jónsson,

HELGI H. Jónsson, eiginmaður staðgengils borgarstjóra, stýrir þessa dagana því sem kallað er fréttastofa sjónvarps. Fyrir nokkru ritaði hann grein til varnar stofunni þar sem hann taldi ómaklega að henni vegið fyrir að hafa hyglað R-listanum í nýliðinni kosningabaráttu. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 416 orð

Holter-rannsóknir á Landspítalanum Á einum sólarhring, segir Hanna S. Ásvaldsdóttir, eru hjartaslög um 110 þúsund að meðaltali.

Á 6. ÁRATUG þessarar aldar var nýrri aðferð í rannsóknum á hjartasjúkdómum lýst. Það gerði bandarískur læknir að nafni Norman J. Holter. Þessi aðferð grundvallaðist á venjulegum segulbandsupptökutækjum og er hún í daglegu tali nefnd Holter-rannsókn. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 505 orð

Kvennahlaup/ganga ÍSÍ í Garðabæ

KVENNAHLAUP ÍSÍ var fyrst haldið í Garðabæ 1990 í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ. Undirbúningur og framkvæmd var í höndum ÍSÍ undir forystu Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra ÍSÍ, og Lovísu Einarsdóttur, sem átti sæti í stjórn ÍSÍ. Árið 1990­'91 var starfandi starfshópur á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar sem gera átti tillögur til ráðsins um eflingu íþrótta meðal kvenna. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 500 orð

Langlundargeði hjúkrunarfræðinga misboðið

VEGNA athugasemdar heilbrigðisráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu 11. júní sl. þar sem hún "sagði það umhugsunarvert að þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu gert langtímasamning til ársins 2000 við hjúkrunarfræðinga haustið 1996 væri þessi staða komin upp á miðju samningstímabilinu", finn ég mig knúna til þess að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Meira
19. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 612 orð

Látum Serba njóta sannmælis Frá Rúnari Kristjánssyni: BALKANSKAG

BALKANSKAGINN hefur löngum verið órólegt svæði og stundum fengið þá skilgreiningu að hann væri púðurtunna Evrópu. Við tilkomu fleiri ríkja á þessu landsvæði á síðustu árum, hefur mögulegum árekstrarpunktum fjölgað um allan helming og virtust vandamálin þó ærin fyrir. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 510 orð

Logið á tvo forseta Forsetinn skrifaði ekki undir hálendislögin, segir Haraldur Blöndal, heldur handhafar forsetavalds.

ÉG VAR að veiða lax 16. júní sl., og á milli hylja hlustaði ég á útvarpið, langbylgjuna. Einhver var að tala pistil, en var ekki kynntur eftir á, svo að ég veit ekki hver hann er. Það skiptir raunar engu. Hitt er verra, að á innan við fimm mínútum tókst honum að ljúga sök upp á tvo forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur og herra Ólaf Ragnar Grímsson. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 1074 orð

Mót niðja

MÓT þetta var haldið í hásumarblíðu í Reykholti í Borgarfirði helgina 6. og 7. júní sl. Þátttakendur voru um 100 talsins, niðjar á öllum aldri og makar þeirra. Mótið undirbjuggu með frábærum hætti fjórir niðjar af þriðja ættlið, þær Auður dóttir Torfa, Svava dóttir Guðrúnar, Kristín dóttir Áslaugar og Ástdís dóttir Erlu. Meira
19. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 597 orð

Ofvirkni og athyglisbrestur

SÍÐUSTU áratugi hefur vaxandi athygli beinst að hegðunar- og aðlögunarerfiðleikum barna og unglinga. Verulegur hluti þessara erfiðleika á sér líffræðilegar rætur og tengist erfiðleikum við nám, skynúrvinnslu og samhæfingu hreyfinga. Á íslensku hafa erfiðleikar af þessu taki verið nefndir "misþroski" (ójafnvægi eða misræmi milli þroskaþátta innan eðlilegs þroskaferlis). Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 336 orð

Ómskoðanir á meðgöngu

ÁRIÐ 1975 hófust ómskoðanir í meðgöngu á Íslandi. Til að byrja með voru eingöngu skoðaðar konur sem lágu inni á meðgöngudeild, meðan verið var að þróa skoðanirnar, tækin og fólkið sem vann með þau. Árið 1982 hófu ljósmæður að starfa við ómskoðanir og í dag framkvæma ljósmæður um það bil 90% skoðana í meðgöngu. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 856 orð

Sérdeildir ­ fyrir hverja?

Á FUNDI með sérkennslufulltrúa frá Fræðslumiðstöð 23.3. síðastliðinn kom það skýrt í ljós að stefna Fræðslumiðstöðvar er að taka inn í sérdeildir börn með hegðunarvandamál en ýta seinfæru börnunum út í almenna bekki. Fulltrúinn, Auður Hrólfsdóttir, sagði það auðveldara að sinna síðarnefnda hópnum úti í bekk. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 766 orð

Skiptar skoðanir

AÐ skipta um skoðun hefur löngum þótt lítilmótlegt á Íslandi. Trúlega er skýringanna einkum að leita í sögu landsmanna og menningu. Þrjóska hefur án nokkurs vafa verið helsta forsenda þess að byggð hefur haldist í þessu harðbýla landi í gegnum tíðina. Þá segir sagan að þeir sem skipti um skoðun verði sjaldnast gæfumenn. Meira
19. júní 1998 | Aðsent efni | 636 orð

Speki Nonna

STEFNUSKRÁ lífs míns er, eins og á stendur, í rúst. Óvirk, einskis nýt. Úr hrundum rústum gamalla drauma liðast reykur tilgangsleysis kyrrlátt upp í hljóðan morgunhimininn. Það er kominn tími til aðgerða, endurmats á aðstæðum, endurmats á óskum og vonum og vilja. Eftir hverju er sóst? Hingað til hef ég flækst um og notandi einhvers konar útilokunaraðferð, komist að hvað ég vil ekki gera eða vera. Meira

Minningargreinar

19. júní 1998 | Minningargreinar | 627 orð

Guðmunda Finnbogadóttir

Í dag, á kvenréttindadaginn, hefði Guðmunda orðið áttræð og vil ég af því tilefni minnast þessarar merkiskonu. Hún kom ung að árum að vestan frá Tálknafirði til vinnumennsku í Eyjafirði og þar kynntist hún eiginmanni sínum, þeim mikla ágætismanni Theodóri Kristjánssyni frá Ytri-Tjörnum. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 38 orð

GUÐMUNDA FINNBOGADÓTTIR

GUÐMUNDA FINNBOGADÓTTIR Guðmunda Finnbogadóttir fæddist í Krossadal í Tálknafirði 19. júní 1918 og hefði því orðið áttræð í dag hefði hún lifað. Hún lést í Eyjafirði 4. ágúst 1996 og fór útför hennar fram frá Munkaþverárkirkju 10. ágúst. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 500 orð

Ingólfur Skúlason

Það er svo furðulegt, elsku afi minn, að mínar bestu minningar um þig eru síðustu skiptin sem við hittumst. Þau skipti undanfarnar vikur og mánuði sem ég heimsótti þig á Vífilsstaði. Þó mjög væri af þér dregið ljómaðirðu alltaf þegar ég gekk inn á sjúkrastofuna þína, reist upp við dogg og spurðir frétta. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 234 orð

INGÓLFUR SKÚLASON

INGÓLFUR SKÚLASON Ingólfur Skúlason fæddist í Króktúni 27. ágúst l921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Guðnadóttir, f. 5.10. 1887, d. 20.7. 1949, og Skúli Kolbeinsson, f. 20.1. 1877, d. 28.6. 1959. Systkini Ingólfs eru: Guðni Skúlason, f. 15.6. 1910, látinn, Ísleifur Skúlason, f. 15.1. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 93 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Elsku amma, um leið og við kveðjum þig langar okkur að þakka allar yndislegu stundirnar okkar saman. Þú varst alltaf tilbúin að taka á móti okkur, hvort sem við þurftum að búa hjá þér, læra hjá þér eða kíktum bara í heimsókn. Minningin um þig verður alltaf í huga okkar og barnanna okkar. Að lokum kemur þessi vísa upp í hugann sem þú varst vön að söngla fyrir okkur. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 483 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Gilla, eins og Gíslína var kölluð, var skipulögð, hún hafði ákveðnar óskir sem hún hafði látið tengdason sinn setja á blað þegar hún fór að veikjast. það var þakklæti til lækna hennar og Bústaðasóknar, þar sem hún var oft á miðvikudögum að spila með öldruðum, og óskir um hverjir ættu að bera sig (auðvitað barnabörnin sem hún unni mjög heitt) úr kirkjunni, og sálma sem hún hélt mikið upp á. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 446 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Það er margs að minnast þegar maður kveður ömmu sína. Allar góðu stundirnar sem við áttum með henni eru margar og ógleymanlegar. Það var alltaf gaman að koma til hennar upp í Hólmgarð, alltaf var tekið vel á móti okkur og var hún ávallt með kræsingar á borðum. Hún amma okkar var öllum kær og vildi öllum vel! Ég (Birna) minnist hennar þegar t.d. jólin nálguðust, var undirbúningurinn rosalegur. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar sem lést 10. júní sl. og er nú laus við allar kvalir og líður vonandi vel. Komið er að kveðjustund. Fyrir 30 árum kynntist ég Gillu ömmu eins og hún var alltaf kölluð af okkur í fjölskyldunni. Ég fór með Vigni í fyrsta skipti til þeirra hjóna Bjarna og Gillu í Hólmgarð, ég man það eins og það hefði gerst í gær. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Þeim fækkar óðum einstaklingunum sem við bak okkar stóðu í uppvextinum. Nú sjáum við á bak Gillu, sem ávallt hefur verið okkur nátengd. Hún og Bjarni frændi og börnin þeirra voru hluti af stórfjölskyldu okkar frá fyrstu tíð. Heimili þeirra stóð lengst af í Hólmgarði 14 og þar sá Gilla um heimili þeirra og ól upp börnin sín. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

"Það var svo gaman hjá ömmu þegar við fórum upp á háaloft. Amma sat á skörinni og hafði plötu yfir stigagatinu ­ svo ég dytti ekki niður. Amma kenndi mér manna, svarta Pétur og veiðimann. "Þetta eru tómir bölvaðir hundar," sagði hún þegar hún dró léleg spil." Svona minningar hefur hún Rósa mín af ömmu Gillu. Ekta amma, hlý og góð og alltaf að gera eitthvað fyrir mann. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 127 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin á góðan stað, og skilur eftir margar góðar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo jákvæð. Á meðan á veikindum þínum stóð varstu svo hugrökk og huggaðir okkur hin. Amma mín, þú varst svo góð og blíð og umhyggjusöm. Nú er komið stórt skarð í hjarta mitt sem ég mun reyna að fylla upp í með yndislegum minningum um þig. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir

Látin er föðuramma mín Gíslína Guðmundsdóttir eftir nokkuð erfitt veikindastríð. Kemur dauðinn manni samt alltaf í opna skjöldu. Þegar maður lítur til baka eru margar stundir eftirminnilegar sem tengjast ömmu Gillu eins og við kölluðum hana oftast. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 136 orð

SIGRÍÐUR GÍSLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GÍSLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Gíslína Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. júní 1912. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sæmundsson frá Grjóti, Þverárhlíðarhreppi, d. 30. júni 1963, verkamaður í Reykjavík, og Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, frá Fagradalstungu í Saurbæjarhreppi, d. 26. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 368 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Hún Sigga Lóa okkar með fallega brosið sitt er farin í faðm ömmu Lóu og mömmu, en þær létust báðar fyrir stuttu. Hugur minn fer á flakk og ég minnist góðu gömlu æskudaganna á Ísafirði. Þá lékum við oft saman margir krakkar innan af vegi, eins og sagt var. Í þeim hópi var Sóley móðir Siggu Lóu, mikill ærslabelgur, klár og köld. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 99 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 438 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Við erum orðlaus þegar kemur að kveðjustund. Sigríður Jóna kölluð Sigga Lóa kom inn í líf okkar þegar hún var tæpra tveggja ára er bróðir okkar Hannes giftist móður hennar. Fyrsta árið bjuggu þau í risinu hjá stjúpafa og stjúpömmu. Meira
19. júní 1998 | Minningargreinar | 129 orð

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR Sigríður Jóna Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1973. Hún lést í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Móðir hennar er Guðrún Sóley Karlsdóttir, f. 11.9. 1950, frá Ísafirði, d. 19.2. 1998. Stjúpfaðir hennar er Hannes Sigurðsson, f. 31.12. 1943 í Reykjavík. Faðir hennar er Albert Stefánsson, f. 9.4. 1949. Meira

Viðskipti

19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Beðið eftir Springer- tilboði

BÚIZT er við að þýzka blaðaútgáfufyrirtækið Axel Springer Verlag AG bjóði formlega í Mirror Group Plc í Bretlandi fyrir júnílok að sögn Lundúnablaðsins The Times. Samkvæmt frétt blaðsins vinnur stjórnarformaður Springer-fyrirtækisins ötullega að lausn málsins og nauðsynlegs fjár hefur verið aflað. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Bertelsmann gegn Vox-tilboði Murdochs

CLT-Ufa, sjónvarpsarmur Bertelsmann AG, hefur hafnað hugmyndum Ruperts Murdochs um að hann fjárfesti í sameiginlegri Vox-rás fyrirtækjanna eða dragi sig í hlé. Um helgina sagði Murdoch í Þýzkalandsferð, sem vakti mikla athygli, að hann vildi auka markaðshlutdeild Vox í að minnsta kosti 10%. Rolf Schmidt-Holtz, stjórnarformaður CLT-Ufa, vísaði hins vegar áskorun Murdochs á bug. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Evrópsk bréf ná sér eftir áföll

EVRÓPSK hlutabréf náðu sér eftir áföll vegna hnignunar í asískum kauphöllum, mestu lægðar jens í átta ár og veikleika í Wall Street. Uggur um að efnahagsvandi Asíu kunni að breiðast út náði yfirhöndinni í London, Frankfurt og París og afleiðingin var tap upp á um 1%. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Hærra verð á húsnæði í Bretlandi

NOKKUR hækkun á verði húsnæðis í London og suðausturhluta Englands stuðlaði að því að meðalverð brezkra fasteigna hækkaði um 0,6% á fyrsta ársfjórðungi að sögn fatseignamatsdeildar brezka fjármálaráðuneytisins. Fjörutíu af hundraði húsa, sem skiptu um eigendur, voru í London og Suðaustur-Englandi. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Lagt til að Köhler taki við EBRD

ÞJÓÐVERJAR hafa formlega lagt til að þýzki bankastjórinn Horst Köhler verði bankastjóri Viðreisnar- og þróunarbanka Evrópu, EBRD. Fjármálaráðherrar Efnahagssambandsins samþykktu í síðustu viku að styðja Köhler og talið er nær víst að hann hljóti embættið. Það hefur verið laust síðan Frakkinn Jacques de Larosiere dró sig í hlé í janúar. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Langtímasamningur upp á einn milljarð króna

TIL stendur að stækka þjónustusvæði Tals hf. enn frekar síðar í sumar þegar Borgarnes, Grindavík, Vestmannaeyjar, Hella og Hvolsvöllur bætast við þjónustusvæði félagsins. Frá þessu var greint við hátíðlegt tækifæri í höfuðstöðvum farsímafélagsins í gær, er undirritaðir voru samningar um langtímafjármögnun fyrirtækisins. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Lægra lokagengi vegna uggs um vexti

LOKAGENGI lækkaði í evrópskum kauphöllum í gær, þegar vaxtaótti þurrkaði út hagnað vegna hækkandi gengis asískra hlutabréfa eftir íhlutun seðlabanka á mánudag til að stöðva lækkun jensins. Dow var óstöðugur og upplýsingar um mikla smásölu í Bretlandi og ummæli seðlabankamanna í Þýzkalandi og Frakklandi benda til að vaxtahækkanir komi til greina. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 424 orð

Mikill fjöldi sumarbókana gefur von um hagnað á árinu í sumar skili hagnaði á árinu

AFKOMA af reglulegri starfsemi móður- og dótturfyrirtækja Flugleiða var lakari á fyrsta ársfjórðungi en á síðasta ári, en velta á fyrsta ársfjórðungi var um 17% af áætlaðri veltu ársins. Horfur eru á að afkoma yfir sumarmánuðina verði betri en á sama tímabili í fyrra og að félagið vinni upp niðursveiflu frá fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Flugleiðum. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Samstarf við Kaupmannasamtökin til skoðunar

KAUPMANNASAMTÖKIN hafa farið þess á leit við forsvarsmenn Íslandspósts að kannaður verði grundvöllur mögulegs rammasamnings vegna póstþjónustu sem verslanir gætu tekið að sér á þeim stöðum þar sem ekki þykir hagkvæmt að reka póstþjónustu. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Shell lokar hreinsunarstöð á Englandi

ROYAL Dutch/Shell hefur lokað lítilli hreinsunarstöð á austurströnd Englands og lokunin ber vott um bölsýni vegna umframgetu í greininni í Evrópu. Þar með hefur tveimur hreinsunarstöðvum verið lokað í Bretlandi á einu ári vegna offramboðs á olíuafurðum í Evrópu. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 403 orð

Stefnt að traustari verðmyndun og minni áhættu

BÚNAÐARBANKINN hefur lýst yfir að hann muni héðan í frá setja fram 1 milljónar króna kaup- og sölutilboð á hverjum degi í 10 af 15 stærstu fyrirtækjum á Verðbréfaþingi Íslands. Með þessu vill hann minnka áhættu fjárfesta við kaup og sölu hlutabréfa, þar sem oft hefur reynst erfitt að selja eða kaupa háar fjárhæðir án þess að gengi breytist mikið. Meira
19. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 419 orð

Vill færa út kvíarnar í Þýzkalandi

RUPERT MURDOCH, hinn ástralsk-bandaríski fjölmiðlabarón, hefur gert Þjóðverjum heyrinkunnugt að hann vilji færa út kvíarnar á öðrum stærsta sjónvarpsmarkaði heims, í Þýzkalandi. Murdoch lýsti þeim ásetningi sínum í viðskiptaferð í Þýzkalandi að ráðast í hundraða milljóna dollara fjárfestingar til að víkka út þýzka rás sína, Vox. Meira

Fastir þættir

19. júní 1998 | Dagbók | 648 orð

Aflagrandi 40.

Í dag er föstudagur 19. júní, 170. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 118, 1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í fyrrakvöld fór Mælifellið. Meira
19. júní 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Hestar Í reiðskólanum er bannað að detta af baki

REIÐSKÓLAR víða um land eru nú að hefja sumarstarfið. Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði hefur rekið reiðskóla frá árinu 1972 og á dögunum tók hún við enn einum byrjendahópnum. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, þau yngstu aðeins sex ára, og eru stelpur í miklum meirihluta. Hestarnir eru allir rólegir og góðir og henta vel byrjendum. Meira
19. júní 1998 | Í dag | 535 orð

Kannast einhver við þessa mynd? ÞESSI mynd fannst í munum Gu

ÞESSI mynd fannst í munum Guðjóns Sigfússonar, sem var rammasmiður á Selfossi og Eyrarbakka. Upplýsingar í síma 5881058. Enn um mjólk NÝLEGA birtust niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á börnum á vegum barnadeildar John Hopkins-háskólasjúkrahússins í Bandaríkjunum. Meira
19. júní 1998 | Í dag | 510 orð

ótbolti er á vörum margra um þessar mundir og margir sníða

ótbolti er á vörum margra um þessar mundir og margir sníða dagana utan um leikina í heimsmeistarakeppninni, sem nú fer fram í Frakklandi. En það er ekki aðeins talað um það, sem er að gerast á vellinum, og ýmsir hafa notað tækifærið til að benda á að þessi keppni ber rækilegt vitni þróun, sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Meira
19. júní 1998 | Fastir þættir | 293 orð

Safnaðarstarf Bandarískur barnakór í Langholtskirkju

BARNAKÓRINN Des Moines Children's Choir frá Bandaríkjunum kemur til Íslands 19.­21. júní á leið sinni frá Finnlandi til Bandaríkjanna. Kórinn syngur á tónleikum í Langholtskirkju laugardaginn 20. júní kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Þá syngur kórinn við messu í Langholtskirkju sunnudaginn 21. júní kl. 11. Meira

Íþróttir

19. júní 1998 | Íþróttir | 293 orð

Aftur jöfnuðu Austurríkismenn

Chile og Austurríki gerðu jafntefli, 1:1, í B-riðli og jöfnuðu Austurríkismenn á síðustu mínútu leiksins eins og þeir gerðu einnig á móti Kemerún í 1. umferð. "Ég skil þetta ekki. Það voru mikil vonbrigði að fá þetta jöfnunarmark í lokin. Við vorum betri og áttum skilið að sigra. Þrátt fyrir jafnteflið eigum við góða möguleika á að komast áfram," sagði Nelson Acosta, þjálfari Chile. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 259 orð

Asprilla sendur heim FUSTINO Asprilla hefur ver

FUSTINO Asprilla hefur verið rekinn úr HM-liði Kolombíu fyrir að gagnrýna leik liðsins í fjölmiðlum eftir leikinn við Rúmena. Hernan Dario Gomez þjálfara liðsins ákvað í kjölfarið að senda Asprilla heim. Alvaro Fina, forseti knattspyrnusambands Kolombíu, sagðist standa með þjálfaranum þó svo að hann hafi reynt að fá Gomez til að breyta ákvörðun sinni. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 309 orð

Birgir og Katla best í holukeppni

BIRGIR Már Vigfússon frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs og Katla Kristjánsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar í holukeppni unglinga í golfi, sem haldin var á Grafarholtsvellinum. Þetta er í fyrsta skipti sem unglingar reyna fyrir sér á Landsmóti í holukeppni. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 168 orð

Bjarki til Brann

SKAGAMAÐURINN Bjarki Gunnlaugsson skrifaði undir samning við Brann frá Bergen á fimmtudag og hélt með liðinu í æfingaferð til Svíþjóðar í gær. Samningur hans við félagið gildir fram yfir næsta keppnistímabil, 1999. Fyrir hjá Brann, sem er í neðsta sæti deildarinnar, er Íslendingurinn Ágúst Gylfason. Bjarki hefur verið hjá Molde, sem er efst í norsku deildinni undanfarin tvö ár. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 167 orð

Blikar tóku við kórónunni af ÍBV

NÍUNDA Pepsí-Pæjumótið var haldið í Vestmannaeyjum dagana 11. til 14. júní. Veðurguðirnir voru svo sannarlega með stúlkunum sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni ­ hefur önnur eins veðurblíða aldrei herjað á mótsgesti áður. Stelpurnar 830 frá fimmtán félögum sem tóku þátt í mótinu kunnu svo sannarlega að meta blíðuna, sýndu alla sína bestu hliðar á knattspyrnuvellinum og fyrir utan hann. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 511 orð

Detroit varði meistaratitilinn með glæsibrag

Detroit sigraði Philadelphia í úrslitum í fyrra og fékk þá Stanley-bikarinn í fyrsta sinn í 42 ár en gleðin varð að sorg sex dögum síðar þegar varnarmaðurinn Vladimir Konstantinov og nuddarinn Sergei Mnatsakanov lentu í bílslysi og voru heppnir að halda lífi. Konstantinov skaddaðist á heila en hann var á meðal 19. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 171 orð

Drillo ekki búinn að játa sig sigraðan EG

EGILL "Drillo" Olsen, þjálfari Norðmanna, sagði að lið hans ætti enn ágæta möguleika á að komast áfram. "Brasilíumenn eru þegar orðnir sigurvegarar riðilsins og hafa því að litlu að keppa í leiknum á móti okkur næsta þriðjudag. Það er auðveldara að mæta liði sem hefur ekkert annað að berjast fyrir nema sigur, sigur sem skiptir ekki neinu máli. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 250 orð

Ekkert lið frá Íslandi í Evrópukeppninni

Ljóst er að ekkert lið frá Íslandi verður með í Evrópukeppninni í handknattleik næsta vetur, en aðeins tvö lið ­ KA og Afturelding tóku þátt í Evrópukeppni sl. keppnistímabil. Valur hafði rétt til að leika í Evrópukeppni meistaraliða, Fram í Evrópukeppni bikarhafa, KA í EHF-keppninni og FH í Evrópukeppni borgarliða. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

Enn eitt met hjá Vigfúsi

Á kastmóti FH í Hafnarfirði þann 30. maí sl. setti Hornfirðingurinn knái, Vigfús Dan Sigurðsson, glæsilegt Íslandsmet í sleggjukasti með 7,2 kg. sleggju, í flokki sveina 15 - 16 ára. Kastaði hann 36,63 m sem er frábær árangur. Gamla metið var búið að standa í 23 ár eða síðan 1975, en það var 34,64 m. Sem sagt, næstum tveggja metra lenging. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 446 orð

Fjórtán ára í fyrstu deild

ÞAÐ er fátítt að leikmenn yngri en sextán ára fái tækifæri til að leika í 1. deild karla í knattspyrnu. Hjá KVA, nýliðum deildarinnar, eru þeir Andri Bergmann, fjórtán ára sóknarmaður, og Þorsteinn Árbjörnsson, fimmtán ára varnarmaður, farnir að banka á dyrnar hjá meistaraflokksliði félagsins og báðir hafa fengið að spreyta sig í sumar. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 405 orð

HERNAN Gomez, þjálfari Kól

HERNAN Gomez, þjálfari Kólumbíu, sagði í gær að hann hætti með liðið eftir HM. "Ég lofaði að koma liðinu á HM en geri ekki nýjan samning." Hann sagði að ákvörðunin hefði ekkert að gera með deilur sínar við Asprilla sem var sendur heim í fyrradag. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 160 orð

Hetja dagsins!

Þær voru ánægðar með markvörð sinn stúlkurnar í 4. flokks liði B hjá Breiðabliki. Hallgerður Guðlaugsdóttir var svo sannarlega hetja þeirra í úrslitaleik um 1. sætið þegar þær mættu Stjörnunni og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Hallgerður varði tvær vítaspyrnur og einu sinni skutu Stjörnustúlkur yfir. Blikastúlkur fögnuðu sigri, 3:1. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 692 orð

HM í Frakklandi C-RIÐILL

C-RIÐILL Danmörk - S-Afríka1:1 Toulouse, fimmtudaginn 18. júní 1998. Mark Dana: Allan Nielsen (13.). Mark S-Afríku: Benedict McCarthy (52.). Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 166 orð

"Hvar ert þú Flonaldo?"

EFTIR að Norðmenn náðu aðeins jafntefli við Skota á þriðjudag eru þeir ekki eins bjartsýnir á að komast áfram eins og þeir voru fyrir keppnina. "Noregur á leið út úr HM" var fyrirsögnin á forsíðu norska blaðsins Aftenposten eftir leikinn á móti Skotum. Nú verða Norðmenn að vinna heimsmeistara Brasilíu til að komast áfram. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 130 orð

ÍBV hafði betur Lið ÍBV og ÍA mættust í E

ÍBV hafði betur Lið ÍBV og ÍA mættust í Eyjum en hvorugu liðinu hafði fram að því tekist að vinna leik í deildinni. Lengi vel leit út fyrir að Skagastúlkur hefðu með sér öll stigin upp á land, þar sem Jófríður Guðlaugsdóttir skoraði á 17. mínútu eftir að Eyjastúlkum hafði mistekist að hreinsa frá marki sínu. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 24 orð

Í kvöld Knattspyrna Bik

Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ, 32-liða úrslit: Akranes:ÍA 23 - Fylkir20 Leiknisv.:Leiknir R. - Þór Ak.20 Garður:Víðir - Skallagrímur20 Akureyri:KA - KR20 Eskifjörður:KVA - Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 73 orð

KNATTSPYRNAÞrjú rauð sp

JOHN Toro Rendo, dómari frá Kólombíu, var heldur betur í sviðsljósinu þegar Danir og Suður-Afríkumenn gerðu jafntefli í HM í Frakklandi í gær, 1:1. Það má segja að hann hafi verið maður leiksins ­ sýndi þremur leikmönnum rautt spjald, tveimur Dönum, og voru það allt varamenn sem hann rak aftur af velli er þeir voru nýkomnir inn á. Hér á myndinni sýnir hann Dananum Morten Wighorst rauða spjaldið. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 373 orð

KR-stúlkur enn ósigraðar

Mörkunum rigndi niður í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar skoruð voru samtals 22 mörk. KR-stúlkur fengu á sig sitt fyrsta mark í sumar en á móti hafa þær skorað 22. "Við vissum að við færum ekki í gegnum mótið án þess að fá á okkur mark en nú ætlum við að láta verða enn lengra í næsta," sagði KR-ingurinn Guðrún Jóna Kristjánsdóttir eftir 2:1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 212 orð

Körfuknattleikur

Evrópukeppni smáríkja Leikið í Austurríki. Ísland - Luxemborg48:56 Kristín Blöndal 10, Birna Valgarðsdóttir 8, Erla Reynisdóttir 8, Erla Þorsteinsdóttir 7, Guðbjörg Norðfjörð 6, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 4, Helga Þorvaldsdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2, María Karlsdóttir 1. "Við lékum vel, vorum betri aðilinn í leiknum. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 99 orð

Landsmót í holukeppni LANDSMÓT í holukeppni unglinga var haldið hj

Landsmót í holukeppni LANDSMÓT í holukeppni unglinga var haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti 12.-14. júní sl. Keppendur voru 65 talsins, 18 ára og yngri. Leiknar voru 36 holur á föstudaginn, höggleikur án forgjafar. Sextán keppendur komust áfram í holukeppnina. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í pilta- og stúlknaflokki. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 405 orð

Líf og fjör í Nauthólsvík í allt sumar

UM tíu þúsund reykvísk börn og unglingar fá smjörþefinn af siglingum í sumar, því krakkar á námskeiðum á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eyða einum morgni í Nauthólsvíkinni þar sem Siglingaklúbburinn Siglunes hefur aðsetur. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 123 orð

Markatalan samtals 40-1!

"VIÐ töpuðum aðeins einum leik á mótinu. Það var gegn ÍBV í riðlakeppninni, en við lærðum af þeim leik og vorum ákveðnar í að hefna tapsins og það tókst. Við höfum komið hérna oft áður en þetta er síðasta mótið, okkur hefur aldrei tekist að vinna en nú tókst það og það með glæsibrag, skoruðum 40 mörk og fengum aðeins á okkur eitt. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 145 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-piltar sigruðu ÍA

Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-piltar sigruðu ÍAUNGMENNALIÐ KR gerði sér lítið fyrir og vann ÍA 3:1 í 32liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 92 orð

Óheppnar Aftureldingar-stelpur ÞAÐ gekk á ýmsu hjá l

ÞAÐ gekk á ýmsu hjá liði Aftureldingar í mótinu. Ein þeirra, Aðalheiður Helgadóttir, var svo óheppin að fótbrotna á fyrsta degi mótsins og þurfti að hverfa heim á leið. Það átti meira eftir að ganga á, því hjá 4. flokki Aftureldingar féll Guðbjörg Snorradóttir það illa í leik að hún handarbrotnaði og í sama leiknum tognaði annar leikmaður á hné. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 483 orð

SIGUR Brasilíu á Marokkó,

SIGUR Brasilíu á Marokkó,3:0, þýðir að liðið hefur haldið hreinu í 12 af síðustu 17 leikjum sínum í úrslitakeppni HM. Í síðustu 29 HM-leikjum liðsins hafa aðeins tvær þjóðir náð að skora meira en eitt mark hjá heimsmeisturunum. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 153 orð

Sigursæl lið frá Flúðaskóla

Hrunamannahreppi.MIKILL íþróttaáhugi hefur verið meðal nemenda Flúðaskóla á undanförnum árum og keppnisliðum skólans hefur vegnað vel í körfuknattleik og badminton. Má nefna að stúlkur í 10. bekk unnu sínar jafnöldrur í héraðinu fimmta árið í röð. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 168 orð

Stóðu sig vel

Fjölnisstúlkurnar á myndinni hér fyrir ofan: Helga Franklínsdóttir, Hrefna Þráinsdóttir, Íris Árnadóttir, Arndís Fjölnisdóttir, Nanna Þ. Möller og Rebekka Pétursdóttir voru ánægðar með lífið og tilveruna er þær spókuðu sig á "stakkó" milli leikja og fylgdust með lífinu í Eyjum. Þær sögðust vera í 5. flokksliði Fjölnis ­ "Smjattpattaliðinu". Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 406 orð

Stærsti sigur Ítala á HM í 18 ár

CESARE Maldini, þjálfari Ítala, var ánægður með leik sinna manna gegn Kamerún í B-riðli á miðvikudag, enda öruggur 3:0-sigur og sæti í 16 liða úrslitum keppninnar nánast tryggt. Þetta var stærsti sigur Ítala í úrslitakeppni HM síðan 1970. "Allir leikmenn liðsins léku vel og gerðu sitt besta, sigurinn var liðsheildarinnar," sagði Maldini ánægður eftir leikinn. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 278 orð

Sundmót í Mosfellsbæ

SUNDMÓT Aftureldingar og Nóatúns var haldið í Mosfellsbæ 7. þessa mánaðar. Helstu úrslit urðu þessi: 50 m skriðsund karla: Árni M. Árnason, UMFA0.32.71 Einar Ívarsson, SH0.35.85 Davíð Jónatansson, SH0.42.71 50 m skriðsund kvenna: Ingibjörg Ö. Jónasd., Þór0.33.43 Sigríður Ósk Atlad., SH0.34.92 Íris H. Magnúsd. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 478 orð

Súrsætur sigur hjá gestgjöfum Frakka

Gestgjafar Frakka tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum HM með öruggum 4:0 sigri á Sádi-Aröbum í París í gærkvöldi en sigurinn var súrsætur. Leikstjórnandinn Zinedine Zidane fékk að sjá rauða spjaldið og fær tveggja leikja bann og miðherjinn Christophe Dugarry meiddist á læri og er óttast að hann verði frá í tvær vikur. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 219 orð

Úrslita- leikirnir

6. flokkur B: Lið ÍBV og UBK mættust og höfðu liðsmenn ÍBV sigur í hörkuleik 2:0. Anna María Halldórsdóttir kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik og Sara Dögg Guðjónsdóttir innsiglaði sigurinn í þeim síðari. 6. flokkur A: Lið Hauka og UBK mættust. Aníta Björk Sigurðardóttir kom Haukum yfir, 1:0. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 128 orð

"Þjóðhátíðarhögg" Guðmundar

GUÐMUNDUR Haraldsson, fyrrverandi milliríkjadómari í knattspyrnu, náði draumahöggi kylfinga er hann náði að leika níundu holuna á Bakkakotsvellinum í Mosfellsbæ á einu höggi 17. júní sl. Guðmundur náði því sannkölluðu "þjóðhátíðarhöggi" á brautinni, sem er 82 m. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 340 orð

Þrír varamenn reknir af velli

Þrír varamenn voru reknir af velli þegar Danmörk og Suður-Afríka gerðu jafntefli, 1:1, í C-riðli í Toulouse í gær. Þetta er metjöfnun hvað fjölda rauðra spjalda varðar í leik í úrslitakeppni HM ­ gerðist áður 1938 og 1954 ­ og aldrei áður hafa Danir misst tvo menn út af með rautt á bakinu í sama leiknum. Dómarinn sýndi að auki sjö mönnum gula spjaldið. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 200 orð

Öflugar í sókninni!

Öflugar í sókninni! FJÓLA Sif Ríkharðsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir voru ánægðar að leik loknum gegn Haukum, sem ÍBV vann 6:2. Fjóla skoraði þrjú mörk í leiknum og Svava tvö. Svava Kristín sagðist aðeins hafa farið á tvær æfingar stuttu fyrir mótið og vera búin að skora níu mörk á mótinu. Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 177 orð

(fyrirsögn vantar)

SPURT ER Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spurt í Knattspyrnuskóla Vals. Snædís Kristmundsdóttir (10) "Að spila fótbolta á móti öðrum liðum og vera í sókn. Svo fer ég í sumarbúðir í Borg í næstu viku og verð þar í alls konar íþróttum." Árni Valur Bryndísarson (6) Meira
19. júní 1998 | Íþróttir | 151 orð

(fyrirsögn vantar)

Bikarkeppni KSÍ Leikir í 32-liða úrslitum: Tindastóll - Leiftur0:5 -Une Arge 2, Steinar Ingimundarson 2, John Nielsen. Dalvík - Grindavík0:5 Vignir Helgason 2, Þórarinn Ólafsson, Milan Stefán Jankovic, Zoran Ljubicic. KR 23 - ÍA3:1 Arnar Jón Sigurjónsson 2, Björn Jakobsson - Ragnar Hauksson. Meira

Úr verinu

19. júní 1998 | Úr verinu | 244 orð

Betri afli á Hryggnum en í fyrra

KARFAAFLI íslensku skipanna á Reykjaneshrygg er kominn í 31.000 tonn það sem af er árinu eða 14. júní sl en íslenski kvótinn er 45.000 tonn. Er þetta betri gangur en í fyrra en þá var aflinn aðeins 20.000 tonn og kvótinn sá sami. Um miðja vikuna voru um 35 skip við veiðar á Reykjaneshrygg, íslensk og erlend. Meira
19. júní 1998 | Úr verinu | 229 orð

Síldin bæði fyrir innan og utan

Norsk-íslenska síldin veiðist nú á nokkuð stóru svæði. Kap VE fyllti sig t.d. í lögsögu Jan Mayen og tók síðasta kastið alveg við íslensku lögsögulínuna. Önnur skip voru hins vegar í síld sunnar og þá inni í íslenskri landhelgi. Skipum hefur þó mjög fækkað á miðunum þar eð flest þeirra hafa náð kvóta sínum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 812 orð

Aufúsugestir frá Færeyjum Aldraðir sjómenn frá Færeyjum komu nýverið í stutta heimsókn á fornar slóðir á vegum FITUR,

ÁNÆGJAN skein út úr hverjum svip hinna öldnu sægarpa þegar blaðamaður hitt þá í Færeyska sjómannaheimilinu að loknu ferðalagi um Austfirði, á gamlar slóðir. Sjómennirnir eru komnir vel á aldur og sá elsti þeirra er 82 ára gamall. Sammerkt áttu þeir að hafa stundað fiskveiðar undan Íslandsströndum, allir nema einn úti fyrir Austfjörðum, fyrir og eftir stríð. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 690 orð

Blóðsteinn og perlur á toppivinsældarlistans Allir kannast við smiði sem ganga um með hamar og kúbein og dytta að húsum. Færri

MEGINREGLAN er einföld: Ekkert fúsk!" segir Hans Kristján Einarsson, gullsmiður, sem þrátt fyrir ungan aldur á áratug að baki í bransanum. Hann hóf gullsmíðanám í Demantahúsinu árið 1989, lauk sveinsprófi og síðar meistaranámi og fyrir skömmu keypti hann Demantahúsið í Borgarkringlunni af læriföður sínum, Stefáni Stefánssyni. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 375 orð

Brotist út úr hugsunarramma

ÞEGAR dr. Ole Lindquist byrjaði að rannsaka hvalveiðar við Ísland og víðar á norðurslóðum á miðöldum voru fyrir fastar hugmyndir um að þær hefðu farið fram með skutli og fanglínu. Hann komst að annarri niðurstöðu en ekki þrautalaust: "Það tók mig uppundir ár að losa mig út úr þeim hugsunarramma sem hundrað ára fræðimenska hafði byggt upp í kringum "skutulveiðar". Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 844 orð

Fatahönnun án alvöru og eitt augnablik

FATAHÖNNUN er ekki kennd á Íslandi en það er fjallað um hana. Starfsheitið fatahönnuður hefur ekki heldur sérstaka merkingu í hugum fólks. Það hefur ekki skýra mynd af því hvað það felur í sér," segir Indriði Guðmundsson kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 374 orð

Gullið er púfflað og valsað

TIL okkar kemur gullið í plötum eða litlum kúlum og kallast fíngull þegar það er óblandað," byrjar Hans Kristján Einarsson sem hefur tekið að sér að útskýra í stuttu máli vinnsluferli gullhrings á verkstæði. Sérhæfður orðaforði mun þýddur eftir mætti á skiljanlegra mál. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 451 orð

Hnébuxur við allt milli himins og jarðar

Í EINA tíð stóðu hendur fram úr ermum og leggir niður úr skálmum þegar saumað var af vanefnum. Nú er öldin önnur. Buxur eru stuttar að yfirlögðu ráði og er tískan kennd við hné. Sumarleg sídd Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 2031 orð

Hvalalosti í þágu vísinda Einn af forgöngumönnum hvalaskoðunar við Íslandsstrendur, dr. Ole Lindquist, hefur gert merkar

"KALLIÐ mig Ísmael!" verður mér hugsað á leið til fundar við mann sem ku vita flest um hvali. Hugrenningar til sögunnar af Moby Dick eru þó með öllu út í hött. Ástríðufullum fræðimannsáhuga viðmælanda míns á hvölum er fráleitt að líkja við þráhyggjukenndan "hvalalosta", og sjálfspyntingarþörf, Akabs, skipstjórans sem lagði sjálfan sig og aðra í sölurnar fyrir hvítan kvalara sinn. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 422 orð

Sé bara gangandi snið í staðin fyrir föt

ÉG ER hætt að sjá fötin, sé bara gangandi snið," segir Hjördís Sif Bjarnadóttir, einn tíu þátttakenda í undanúrslitum í Smirnoff-keppninni. Hjördís Sif er að læra klæðskurð og kjólasaum í Iðnskólanum og segir fatasaum alltaf hafa legið vel fyrir sér. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1206 orð

Svifið vængjum þöndum Svifflug er eitt þeirra áhugamála Íslendinga sem kraftur færist í á vorin. Steinar Þór Sveinsson, sem

FRÍSTUNDIR Íslendinga eru mjög mótaðar af árstíðunum og þegar vorar fara margir Frónbúar á stjá að sinna áhugamálum sínum, þeim sem ekki er unnt að sinna á veturna. Svifflugið er eitt slíkt vorsins barn en höfuðstöðvar svifflugs á Íslandi eru á Sandskeiði, á leið austur frá Reykjavík. Svifflugfélag Íslands var stofnað 1936 og hefur frá upphafi haft starfsemi sína á Sandskeiði. Meira
19. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 356 orð

Útúrdúr sem annars hefði farið í ruslið

ÞETTA er bara útúrdúr," segir Hjörtur Matthías Skúlason myndlistarmaður frá Rauðasandi sem ákvað að senda hugmynd að kjól í Smirnoff-keppnina á síðustu stundu. "Annars hefði hún bara farið í ruslið," segir hann. Hugmynd Hjartar nefnist dauði svartfuglsins og byggir á talsvert flóknum hamskiptum skuggalegs fugls í hvítan engil. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.