Greinar laugardaginn 20. júní 1998

Forsíða

20. júní 1998 | Forsíða | 113 orð

1.500 stúlkur bera vitni

SAKSÓKNARI í bænum Tongeren í Belgíu hefur fyrirskipað lögreglu að yfirheyra 1.500 stúlkur, fyrrverandi nemendur kennara, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga einum nemanda. Málið er afar viðkvæmt í Belgíu vegna ákæru á hendur Marc Dutroux, sem hefur játað að hafa myrt stúlkubörn og misnotað þau kynferðislega. Meira
20. júní 1998 | Forsíða | 101 orð

Bondevik hélt velli

STJÓRN Kjell Magne Bondeviks hlaut í gær traustsyfirlýsingu norska þingsins og tókst þar með að koma fjárlögum minnihlutastjórnar sinnar í gegnum þingið. Til að fá fjárlögin samþykkt þurfti stjórnin stuðning hægriflokkanna og Framfaraflokkurinn, undir stjórn Carls I. Hagen, þrjóskaðist lengi vel við. Meira
20. júní 1998 | Forsíða | 278 orð

Jeltsín kveðst ekki hafa betlað fé

BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að efnahagur landsins "lafði enn" og neitaði því jafnframt að stjórnvöld í Moskvu betluðu fé af ríkjum á Vesturlöndum. Jeltsín heimsótti í gær sveitir Rússlands í fyrsta sinn á þessu ári og kom m.a. til borgarinnar Kostroma, sem liggur um 320 kílómetra norðaustur af Moskvu. Meira
20. júní 1998 | Forsíða | 300 orð

NATO vísar kaldastríðshættu á bug

BANDARÍSK stjórnvöld og embættismenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) vísuðu í gær á bug fullyrðingum rússnesks hershöfðingja um að hernaðarafskipti bandalagsins af Kosovo kynnu að verða til þess að kalda stríðið hæfist að nýju. Rússar hafa í tvígang í þessari viku gagnrýnt NATO harkalega vegna flugæfinga þess nærri lofthelgi Serbíu. Meira
20. júní 1998 | Forsíða | 81 orð

Reuters Kosið í Tékklandi

VACLAV Havel Tékklandsforseti horfir yfir skilrúm á kjörstað í Prag í gær en þá hófust þingkosningar í Tékklandi. Síðari kjördagur er í dag en úrslita er að vænta í fyrramálið. Mikill óstöðugleiki hefur ríkt í tékkneskum stjórnmálum síðustu misseri og búast stjórnmálaskýrendur ekki við því að það breytist nema að hluta til. Meira
20. júní 1998 | Forsíða | 199 orð

Sendiherrar heim frá Hvíta-Rússlandi

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) ákvað í gær að kalla sendiherra aðildarlanda þess heim frá Hvíta-Rússlandi, vegna deilu við þarlend stjórnvöld um sendiherrabústaði. Flestir sendiherranna hafa aðsetur í sömu glæsibyggingu og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, en yfirvöld hafa nú skipað erlendu sendiráðunum að rýma hana vegna þess að hún þarfnast viðgerða. Meira

Fréttir

20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 320 orð

25 ára afmælisútgáfa Íslensku vegahandbókarinnar

ÚT er komin 25 ára afmælisútgáfa Íslensku vegahandbókarinnar og geta eigendur eldri Vegahandbóka, allt frá 1973 til og með útgáfunni 1996, notað þær sem greiðslur upp í nýju bókina. Í inngangsorðum segir Halldór Blöndal samgönguráðherra að gagnsemi bókarinnar sé mikil og hún sé óviðjafnanlegur förunautur á langferðum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

720 umsóknir bárust

UM 720 umsóknir bárust um inngöngu í Verslunarháskóla Reykjavíkur, en fyrsta kennsluár er við skólann í haust. Frestur til að sækja um skólavist lauk á mánudag. Þorlákur Karlsson, sem hefur unnið að skipulagningu náms við skólann, sagði að fjöldi umsókna hefði komið sér á óvart, en hann hefði átt von á um 600. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Afgreiðslutími lengdur í þremur útibúum Íslandsbanka

ÁKVEÐIÐ hefur verið að lengja afgreiðslutíma Íslandsbanka í þeim útibúum sem eru í verslunarmiðstöðvum, þ.e. Eiðistorgi, í Suðurkringlunni og Hólagarði (Lóuhólum). Frá gærdeginum verða þessi útibú opin frá kl. 9.15­18.30 alla virka daga. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Allar þotur Flugleiða skoðaðar

ALLAR þotur Flugleiða verða skoðaðar á næstunni í kjölfar atviks sem varð í Bandaríkjunum fyrir skömmu þegar hliðarstýrisfótstig flugstjóra á Boeing 737 þotu duttu úr sambandi í lendingu. Bandaríska loftferðaeftirlitið, FAA, hefur gefið út fyrirmæli um að allar þotur af gerðunum 737, 747, 757, 767 og 777 verði skoðaðar sérstaklega. Fyrirmælin taka gildi 6. júlí nk. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð

Aukin spenna á Kýpur ÞRJÁR tyrkneskar F-16 o

ÞRJÁR tyrkneskar F-16 orrustuþotur fóru í gær frá Norður-Kýpur, eftir stutta heimsókn sem var svar við komu sex grískra herflugvéla til Suður-Kýpurs fyrr í vikunni. Hefur þetta aukið spennuna í sambúð Grikkja og Tyrkja á eynni. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ismali Cem, hét því í gær að stjórnvöld myndu svara öllum þeim aðgerðum sem Grikkir kynnu að grípa til í deilum ríkjanna um eyjuna. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Áfengissmygl upplýst

EFTIRLITSDEILD embættis ríkistollstjóra og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafa upplýst smygl á rúmlega 4.000 lítrum af áfengi, aðallega vodka. Áfengið var flutt til landsins í gámi með skipi frá Bandaríkjunum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 454 orð

Ástand rjúpnastofnsins vorið 1998

RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýna samfellda fjölgun um norðanvert, norðaustanvert og austanvert landið og hefur varp- stofninn á þessum svæðum ekki verið jafnstór síðan 1988. Á Suðvestur- og Vesturlandi virðist hins vegar vera mikil fækkun í rjúpnastofninum. Þessa fækkun má rekja til mikilla vetraraffalla, einkum þungs veiðiálags á þeim svæðum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 587 orð

Ástæða endurgreiðslu þarf að vera rökstudd

KENNETH Peterson, eigandi Álvers Norðuráls á Grundartanga, segir að ekki sé ágreiningur um það á milli síns fyrirtækis og Landsvirkjunar hvenær Landsvirkjun geti fengið til baka þá aukaorku sem Norðurál hefur falast eftir að láni til þess að auka álframleiðslu sína á þessu ári. Ósamkomulag fyrirtækjanna komi samningi þeirra ekki heldur við á neinn hátt. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð

Bindum vonir við alþjóðlega friðarráðstefnu

MAGDY A. Hefny, sendiherra Egyptalands með aðsetur í Ósló, kynnti fyrir íslenzkum ráðamönnum í vikunni hugmyndir egypzkra stjórnvalda um aðgerðir til bjargar friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs, sem Hefny sagði í samtali við Morgunblaðið mikilvægt að Ísland tæki þátt í að styðja. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 421 orð

Blómahaf í hrauninu

ÚTI í miðju nýjahrauni Heimaeyjar stendur litríkur blómagarður, prýddur garðálfum og margs konar plöntum. Umhverfis er einungis rautt hraunið og því stinga grænt gras, vorlaukar og sumarblóm í stúf, þar sem þau dafna vel í lítilli laut. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Breyta þarf fjölmörgum skiltum

VEGAGERÐIN vinnur nú að undirbúningi þess að breyta fjarlægðamerkingum á fjöldamörgum umferðarskiltum á landinu í kjölfar þess að Hvalfjarðargöngin verða opnuð fyrir umferð þann 11. júlí næstkomandi. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Brosandi undir stýri á risatrukk

ÞAU eru fjölmörg störfin sem skapast við virkjunarframkvæmdirnar sem unnið er að á hálendinu. Mörg þeirra tengjast stjórnun stærri vinnuvéla og hafa þau störf jafnan verið unnin af karlmönnum. Líkt og með flest önnur karlastörf er konum einnig að fjölga í þessu og það má sjá í starfmannahóp Ísafls ehf. við Hágöngumiðlun. Meira
20. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 490 orð

Brýnt að auka mjólkframleiðsluna

ÁRLEGUR kynningar- og samráðsfundur Mjólkursamlags KEA með bændum var haldinn á Fosshótel KEA í vikunni. Á fundinum var farið yfir afkomu Mjólkursamlagsins á síðasta ári og veittar viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk. Einnig fluttu framkvæmdastjórar mjólkur- og kjötiðnaðarsviða KEA, aðstoðarkaupfélagsstjóri og kaupfélagsstjóri framsöguerindi um ýmis hagsmunamál bænda og KEA. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

BSRB vill viðræður við heilbrigðisyfirvöld

"SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands hefur lýst áhyggjum við BSRB vegna þess ástands sem fyrirsjáanlega mun skapast vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga, sem koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Þegar hefur komið fram að svo kunni að fara að krafa verði gerð á hendur sjúkraliðum og öðru starfsfólki, sem þegar hefur skipulagt sumarfrí sín, að koma til starfa til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Meira
20. júní 1998 | Miðopna | 251 orð

Byrjaði sem póstverslun í fjósi við Miklatorg

HAGKAUP var stofnað af Pálma Jónssyni árið 1959 og var fyrirtækið í upphafi rekið sem póstverslun ­ með bækistöð í fjósi við Miklatorg. Fjórum árum síðar var opnuð fata- og vefnaðarvöruverslun í Lækjargötu 4 og matvörudeild Hagkaups hóf starfsemi við Miklatorg haustið 1967. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 654 orð

Dýpkar skilning okkar á minnihlutahópum

STARF meðal innflytjenda er ekki gamalt í hettunni innan íslensku þjóðkirkjunnar en hún hófst í Háteigssókn árið 1993. Fyrir tveimur árum tók Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar að sér verkefnið en það er séra Toshiki Toma, japanskur prestur, sem sinnt hefur þjónustunni frá upphafi. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

TÆPLEGA þrítugur maður var nýlega dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku. Stúlkan fékk far með manninum í bíl hans eftir dansleik á vegum Flensborgarskóla í Hafnarfirði á veitingastaðnum Astro í Reykjavík aðfaranótt 12. september 1997. Maðurinn átti samræði við stúlkuna í bíl sínum við verslunina Arnarhraun í Hafnarfirði. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

ÐAukin viðskipti á hlutabréfamarkaði

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi tóku mikinn kipp í gær, í kjölfar frétta af aðgerðum Búnaðarbankans. Námu þau rúmlega 108 milljónum króna, en höfðu verið 33 milljónir í fyrradag. Búnaðarbankinn ákvað í fyrradag að framvegis myndi hann setja fram 1 milljónar króna kaup- og sölutilboð á hverjum degi í 10 af 15 stærstu fyrirtækjum á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
20. júní 1998 | Miðopna | 489 orð

ÐNýir eigendur Hagkaups Telja félagið vænlegan kost f

NÝIR eigendur Hagkaups telja samþykki Samkeppnisstofnunar á kaupunum, góða reynslu af samstarfi Bónus og Hagkaups undanfarin ár og fyrirhugaða skráningu fyrirtækisins á verðbréfaþing, skýr skilaboð um að það sé allra hagur að verslanirnar Bónus, Hagkaup og Nýkaup muni áfram eiga í samkeppni á matvörumarkaði hér á landi. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Efast um að Rophinol sé bannað

HÆGT verður að nálgast lista yfir lyf sem eru bönnuð í Bandaríkjunum í bandaríska sendiráðinu á Íslandi innan skamms. Þetta er ráðstöfun sem gerð var í kjölfar þess að tveir meðlimir hljómsveitarinnar Botnleðju voru sektaðir og vísað úr landi í Bandaríkjunum fyrir að vera með tvær svefntöflur af gerðinni Rophinol í fórum sínum. Meira
20. júní 1998 | Landsbyggðin | 279 orð

Eldur í Berserkjahrauni

VEGFARANDI sem var á leið frá Grundarfirði til Stykkishólms um kl. 8 að morgni 17. júní tók eftir miklum reyk sem lagði upp af Berserkjahrauni. Hann hafði samband við lögregluna í Stykkishólmi og var slökkvilið Stykkishólms kvatt út kl. 8.40. Þegar að var komið logaði eldur í mosa á allstóru svæði og mikinn reyk lagði upp. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 593 orð

Enn vekur Starr deilur

KENNETH Starr, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, olli frekari deilum á fimmtudag er kviðdómur, er rannsakar meint kynlífshneyksli í Hvíta húsinu, yfirheyrði Frank Carter, sem var fyrsti lögfræðingur Monicu Lewinsky. Carter aðstoðaði Lewinsky við að skrifa eiðsvarna yfirlýsingu þar sem hún fullyrti að hún hefði aldrei átt í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton forseta. Meira
20. júní 1998 | Miðopna | 297 orð

Fellur ekki undir samrunaákvæði samkeppnislaga

SAMKEPPNISSTOFNUN sendi í gær frá sér eftirfarandi tilkynningu: "Eigendur verslunarfyrirtækjanna Hagkaups og Bónuss leituðu álits samkeppnisráðs á fyrirhugaðri breyttri eignaraðild að fyrirtækjunum tveimur og fyrirhugaðri sameiningu fyrirtækjanna tveggja. Meira
20. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 500 orð

Fjölbreytt dagskrá verður alla næstu viku

ÞJÓÐLAGADAGAR verða haldnir á Akureyri alla næstu viku, þar sem boðið verður upp á mjög fjölbreytta dagskrá. Fjölmargir aðilar hafa komið að undirbúningi þjóðlagadaganna, sem tengjast Listasumri í bænum og er mikill áhugi á því að standa fyrir slíkum viðburði árlega. Valdís Viðarsdóttir, sem tekið hefur þátt í undirbúningi þjóðlagadaganna, sagði að dagskráin hafi verið kynnt víða, m.a. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 601 orð

Fjölga þarf úrræðunum vegna eftirmeðferðar

MINNI fordómar almennings í garð ósakhæfs fólks og útskriftir sjúklinga er það tvennt sem helst hefur áunnist í fimm ára starfi réttargeðdeildarinnar á Sogni í Ölfusi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af útkomu skýrslu um starfið þar síðastliðin fimm ár. Meira
20. júní 1998 | Miðopna | 949 orð

Fjölskyldan hættir afskiptum af rekstrinum

EIGENDUR Hagkaups hf. undirrituðu í gærmorgun samning um sölu á öllum eignarhlut sínum í fyrirtækinu. Kaupendur eru Fjárfestingabanki atvinnulífsins og Kaupþing. Fjármálafyrirtækin hafa skuldbundið sig til að endurselja hlutina almenningi, jafnvel þegar á þessu ári. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fleiri stöður nauðsynlegar

Á SÍÐUSTU árum hefur fjölgað stöðum presta sem sinna annars konar þjónustu en hinni hefðbundnu sóknarprestsþjónustu. Þjónustan er nefnd sérþjónusta vegna þess að prestarnir hafa sérhæft sig með ákveðinni reynslu og aukinni menntun. Prestar starfa nú á ýmsum sviðum þjóðfélagsins s.s. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 132 orð

Franska þingið hunzar ESB-lög

FRANSKA þingið lét í gær undan þrýstingi hagsmunasamtaka veiðimanna og samþykktu, þvert á aðvaranir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og umhverfisverndarsamtaka, að lengja veiðitímabilið fyrir farfugla framyfir það sem leyfilegt er samkvæmt löggjöf ESB. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Gönguferð og myndasýning í Viðey

BISKUPSVÍSITASÍA setur svip á dagskrána á morgun, sunnudag, í Viðey. Í dag, laugardag, verður gönguferð þó á sínum stað í dagskránni kl. 14.15. Í dag verður einnig opnuð ljósmyndasýning, sem hefur verið undanfarin sumur í Viðeyjarskóla. Hún verður opin um helgar kl. 13.30­ 17.10, en virka daga kl. 13.30­ 16.10. Meira
20. júní 1998 | Landsbyggðin | 191 orð

Götuleikhúsið stal senunni

Hvolsvelli­Það má með sanni segja að götuleikhúsið sem sett var upp í tilefni 17. júní hafi stolið senunni á þjóðhátíðardaginn. Hópur krakka og fullorðinna, félagar í leikfélagi Rangæinga, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga við að útbúa hina skrautlegustu búinga til að skarta á 17. júní. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Hagkaup og Bónus sameinuð í nýju fyrirtæki

EIGENDUR Hagkaups, fjölskylda Pálma Jónssonar stofnanda verslunarinnar, hafa selt Kaupþingi og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu. Fjármálafyrirtækin Kaupþing og FBA hafa skuldbundið sig til að selja hlutina almenningi, jafnvel þegar á þessu ári. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 200 orð

Hart sótt að uppreisnarmönnum

HÖRÐ átök blossuðu upp í gær við flugvöllinn í Bissau, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Guinea- Bissau, og töldu fréttaskýrendur það til marks um að stjórnarherinn í landinu hefði hafið lokatilraun sína til að ná bækistöð uppreisnarmanna, sem er skammt frá flugvellinum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hátíðarhöld í besta veðri sumarsins

HÁTÍÐARHÖLDIN 17. júní fóru fram í hinu fegursta veðri og á heitasta degi það sem af er sumri. Hátíðardagskráin hófst við Húsavíkurkirkju kl. 10.30 þar sem Ingólfur Freysson setti hátíðina með ávarpi. Valgerður Gunnarsdóttir, kennari, flutti ræðu dagsins, Margrét Sverrisdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar og kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Pálínu Skúladóttur. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Heimsklúbbur Ingólfs og Príma kynna hnattferð á leið um landið

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs og Príma: "Í kjölfar hagstæðrar gengisþróunar að undanförnu kynnir Heimsklúbburinn hnattreisu sína um Suðurhvel jarðar á lækkuðu verði. Nokkur viðbótarsæti fást nú á sérkjörum og ótrúlega lágu verði, og verða þau boðin á ferð um landið í næstu viku. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Helgardagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum

HELGARDAGSKRÁ þjóðgarðsins á Þingvöllum hefst í dag með barnastund kl. 11. Þar verður leikið, sungið og spjallað og hefst stundin við Flosagjá (Peningagjá). Kl. 14 verður svo gengið frá Flosagjá í Skógarkot og rætt um sögu staðarins og það sem fyrir augu ber. Stutt gróðurskoðunarferð um nágrenni þjóðgarðsins verður farin á sunnudag kl. 13. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Hertar aðgerðir vegna hraðaksturs

GEORG Lárusson, lögreglustjóri í Reykjavík, segir að það sem liggi að baki hertum aðgerðum lögreglu vegna hraðaksturs sé ný reglugerð dómsmálaráðherra um sektarmörk og sektarviðmiðanir sem tók gildi 14. maí. "Það er hún sem gerir það að verkum að vinnubrögð hafa breyst og svo kemur einnig til aukin skilvirkni og vinna lögreglumanna," segir Georg. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Hljómsveitakeppni í Reykjanesbæ

ROKKSTOKK hljómsveitakeppnin verður haldin öðru sinni í sumar 9.­11. júlí í Reykjanesbæ. Félagsmiðstöðin Ungó hefur veg og vanda af keppninni. Í fyrra tóku þátt í Rokkstokk fimmtán hljómsveitir. Danmodan frá Keflavík sigraði þá. Í verðlaun hlaut hljómsveitin m.a. utanlandsferð til Danmerkur, nánar tiltekið á Hróarskelduhátíðina. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hundrað ára afmæli í Grjótaþorpi

ALDARAFMÆLI húsa í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur eru fagnaðarefni. Sú er a.m.k skoðun íbúa hverfisins en sú venja hefur skapast að bjóða til veislu við slík tækifæri. Íbúar hússins við Mjóstræti 10 héldu hefðinni við og slógu upp hátíð í tilefni afmælis hússins sem reist var þegar Hákonarbær var rifinn fyrir öld. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 829 orð

Íslensk erfðagreining skiptir sköpum Tilkoma Íslenskrar erfðagreiningar skiptir sköpum fyrir framtíð í vinnslu hita og

FYRR Í vikunni var greint frá því að Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu og Jakob Kristjánsson sérfræðingur hjá Iðntæknistofnun hefðu áform um stofnun fyrirtækis til að vinna efnahvata úr hita- og kuldaþolnum bakteríum hér á landi. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Íslenski kórinn í Gautaborg í Seljakirkju

ÍSLENSKI kórinn í Gautaborg heldur tónleika í Seljakirkju laugardaginn 20. júní kl. 17. Á efnisskránni er blandað lagaval, aðallega norræn tónlist. Kórinn er búinn að vera á hringferð um landið og eru þetta lokatónleikar kórsins hér á landi. Stjórnendur kórsins eru Kristinn Jóhannesson og Tuula Jóhannesson. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 743 orð

Ítarlegt draugakort af Suðurlandi í bígerð

DRAUGA- og tröllaskoðunarfélag Evrópu gengst fyrir drauga-, trölla- og skrímslaráðstefnu í Skálholti í dag, laugardaginn 20. júní, og hefst dagskráin klukkan 14. Ráðstefnuna setur Þór Vigfússon, einn stofnenda Drauga- og tröllaskoðunarfélags Evrópu, og mun hann jafnframt útnefna heiðursdoktor félagsins, Evu Maríu Jónsdóttur. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Jafnréttislög brotin

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að við ráðningu í starf bæjarritara Ísafjarðarbæjar í desember 1997 hafi verið brotið gegn jafnréttislögum. Þrír umsækjendur voru um starfið, tveir karlmenn og ein kona. Annar karlmaðurinn var ráðinn í starfið. Meira
20. júní 1998 | Landsbyggðin | 191 orð

Kanadagæs í Eyjum

Vestmannaeyjum-Kanadagæs hefur sést í Eyjun undanfarna daga. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Eyjum, sem fylgst hefur með gæsinni sagði að fólk sem var á göngu á Breiðabakka hefði veitt gæsinni athygli og hefði látið sig vita. Hann sagði að fuglinn væri afar sjaldséður í Eyjum og hefði síðast sést þar fyrir mörgum árum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Karlrembuhlaup Finngálkns

"HIÐ árlega karlrembuhlaup Finngálkns, íþrótta- og hreystimannafélagsins, fer fram í dag, laugardag 20. júní. Safnast verður saman fyrir utan Vesturberg 8 og hlaupið af stað, stundvíslega, kl. 10.30. Hlaupið verður sem leið liggur um Elliðaárdalinn og Fossvogsdalinn og lýkur hlaupinu á Lækjartorgi. Eftir hlaupið verður farið á veitingastað og snædd steik og drukkinn bjór. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Konur yfirleitt ánægðar í samböndum

88,7% kvenna sem eru í sambandi eða hjónabandi segjast vera ánægðar í þeim. 23% kvenna hafa haldið framhjá maka sínum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var af Markaðssamskiptum ehf. fyrir ritstjórn tímaritsins Sterkar saman. Könnunin birtist í tímaritinu Sterkar saman sem kom út í gær og var m.a. spurt hversu oft að meðaltali konur hefðu samfarir. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kvennamessa við þvottalaugarnar í Laugardal Stund mi

ÞVOTTAKONAN sem Ásmundur Sveinsson hjó forðum í stein leit sem snöggvast upp frá vinnu sinni við þvottalaugarnar í Laugardal í gærkvöldi til þess að hlýða á kvennamessu í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní. Þó að heldur væri þungbúið í lofti var úrkomulaust meðan á messunni stóð. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Kví Keikos komin

SJÓKVÍ háhyrningsins Keiko kom til lands rúmlega hálftólf í gærkvöldi. Þá var orðin um 14 tíma seinkun á komu flutningavélarinnar hingað til lands. Stefnt var á að hefjast strax handa við að afferma vélina en að sögn Halls Hallssonar hjá Mönnum og málefnum var áætlað að það tæki um tólf tíma. Fjöldi fólks safnaðist við flugvöllinn til að fylgjast með komu vélarinnar. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 353 orð

Leggur áherslu á skjótar efnahagsaðgerðir

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær ekki sannfærður um að Japanir gætu hrint umsvifamiklum efnahagsúrbótum í framkvæmd fyrir kosningar til efri deildar japanska þingsins í júlí en sagði að Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, hefði lofað að hafa hraðar hendur í málinu þegar þeir ræddust við á þriðjudag. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

LEIÐRÉTT

VEGNA tæknilegra mistaka við vinnslu blaðsins féllu niður línur úr umfjöllun á miðopnu í gær um styrki Lýðveldissjóðs og Halldór Halldórsson heiðursviðurkenningarhafa. Undir millifyrirsögninni "Sæll af verkum vel" vantar neðst: "Að lokum sagði Unnsteinn að þegar alls sé gætt megi telja að prófessor Halldór hafi skilað mjög góðu verki og að hann geti, eins og sagt sé í Hávamálum, Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Litlu mátti muna

LITLU munaði að tjón hlytist af þegar verið var að toga rækjutogarann Helgu RE upp í slipp Stálsmiðjunnar í Reykjavík á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Togvír í skipið slitnaði og rann það vélarvana niður í höfnina. Lóðsbátur, sem fyrir tilviljun var nærstaddur, náði að stöðva skipið rétt áður en það skall á togaranum Snorra Sturlusyni RE sem lá við Grandahöfn. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Lífleg byrjun í Grímsá

VEIÐI hófst með ágætum í Grímsá í Borgarfirði, en veiðimenn þar bleyttu færi á síðdegisvaktinni 17. júní og eftir tvær fyrstu vaktirnar voru komnir 12 laxar á land. Tveir veiddust fyrstu vaktina, en tíu í morguninn eftir. Veiðimenn hafa séð talsvert af laxi, einkum neðarlega í ánni, eða frá Þingnesstrengjum upp í Strengi. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Loðnan ófundin í upphafi vertíðar

Á ANNAN tug skipa voru komin til loðnuleitar norður af Melrakkasléttu á miðnætti í nótt þegar loðnuvertíðin hófst. Að sögn Bjarna Bjarnasonar, skipstjóra á Súlunni EA, hafði engin loðna fundist í gærkvöldi en þá hafði verið leitað á sömu slóðum og hún hafði fundist á við upphaf vertíðarinnar í fyrra. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Lúðrasveitin Svanur á Ingólfstorgi

LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika á Ingólfstorgi í dag kl. 14 á Lækjartorgi og marsera eftir Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem haldnir verða tónleikar í léttum dúr. Svanurinn er að mestu skipaður ungu fólki undir stjórn Haraldar Árna Haraldssonar. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

Margvísleg mál á prestastefnu

PRESTASTEFNA hefst með messu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan 10.30 á þriðjudag þar sem sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfirði, predikar. Þetta er í fyrsta sinn sem núverandi biskup, herra Karl Sigurbjörnsson, kallar til prestastefnu og eru efnistök og dagskrá í samræmi við breyttar aðstæður kirkjunnar og stefnu hans. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 484 orð

Matvæli verði vottuð á trúverðugan hátt

STARFSHÓPUR, sem skipaður var til að kanna tækifæri til sóknar í landbúnaði, leggur til að mikilvægt sé að íslensk matvæli verði vottuð á trúverðugan hátt til þess að undirstrika sérstöðu Íslands í matvælaframleiðslu og hvað varðar umhverfismengun, enda muni "vistvænt Ísland" gefa landinu einstæða samkeppnisstöðu. Meira
20. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Meira en 100 gestir koma

KIWANISKLÚBBURINN Grímur í Grímsey heldur upp á 20 ára afmæli sitt í dag. Að sögn Bjarna Magnússonar, sem sæti á í undirbúningsnefnd, er búist við miklu fjölmenni. Í vikunni höfðu um 130 manns tilkynnt komu sína til Grímseyjar í tilefni afmælisins en það er fleira fólk en allir íbúar eyjarinnar í dag. Meira
20. júní 1998 | Landsbyggðin | 196 orð

Meirihluti í sveitarstjórn

Hvammstanga­Undirritaður hefur verið málefnasamningur milli B-lista framsóknarmanna, H-lista félagshyggjufólks og Q-lista ungra eldhuga. Meirihlutann skipa því fjórir sveitarstjórnarmenn af sjö. Samkomulag er um að oddviti verði af B-lista fyrri tvö árin og H-listinn skipi formann Byggðaráðs sömu ár. Seinni hluta kjörtímabilsins skipta listarnir um hlutverk. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Meistarar úr leik

KVA, sameiginlegt lið Vals á Reyðarfirði og Austra á Eskifirði, sló lið bikarmeistara Keflavíkur út úr bikarkeppni karla í knattspyrnu. Úrslitin urðu 1:0 en leikurinn, sem var í 32ja liða úrslitum keppninnar, fór fram á Reyðarfirði í gærkvöldi. Meira
20. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. júní kl. 11.00. Kór Akureyrarkirkju syngur, organisti Björn Steinar Sólbergsson. Guðsþjónusta verður á hjúkrunarheimilinu Hlíð kl. 16.00. Sr. Birgir Snæbjörnsson. GLERÁRKIRKJA: Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 21. júní kl. 11.00. Athugið breyttan tíma. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð

Miðlunartilraun OAU árangurslaus

TALSMENN Einingarsamtaka Afríku, OAU, tilkynntu í gær að ekkert hefði miðað í tilraunum þeirra til að miðla málum í landamæradeilu Eþíópíu og Erítreu. "Sendinefndinni tókst ekki, að svo komnu máli, að mjaka málinu áfram í þá átt sem lagt var upp með sem takmark," tjáði Salim Ahmed Salim, framkvæmdastjóri OAU, fréttamönnum, Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Miðnæturhlaup á Jónsmessu

Á JÓNSMESSU (23. júní) verður haldið miðnæturhlaup fyrir almenning þriðja árið í röð. Hlaupið hefst kl. 23 við Laugardalslaug. Keppt verður í 10 km hlaupi, en einnig verður boðið upp á 3 km skemmtiskokk. "Búist er við fjölda erlendra gesta sem koma gagngert hingað til lands til að hlaupa í miðnætursólinni," segir í fréttatilkynningu. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 16 orð

Morgunblaðið/Arnaldur Sumargaldrar

Morgunblaðið/Arnaldur Sumargaldrar KRAKKARNIR voru frísklega málaðir er þeir fylgdust með galdrakörlum á leikjanámskeiði ÍTR í Safamýri. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Mælir með orðinu "lýðnet"

MÁLFARSRÁÐUNAUTUR Ríkisútvarpsins segist myndu vísa fólki á að nota orðið "lýðnet" yfir "internet", enda sé orðið þannig íslenskað í nýlegu tölvuorðasafni, aðspurð um hvaða stefnu Ríkisútvarpið hafi í þeim efnum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 491 orð

Nágranninn greiði 200 þús. króna. sekt

Maðurinn krafðist þess fyrir Hæstarétti að dómur héraðsdóms yrði ómerktur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið á ný til aðalmeðferðar á þeirri forsendu að byggt hefði verið á framburði dótturinnar, sem hafi verið mjög ótrúverðugur. Til vara krafðist hann sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins eða einstökum ákæruliðum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Nokkuð á annan tug flugmanna ráðinn

FLUGLEIÐIR hyggjast á næstunni ráða nokkuð á annan tug flugmanna. Verða þeir bæði ráðnir á þoturnar til millilandaflugs og á Fokker vélarnar sem leigðar eru Flugfélagi Íslands ásamt áhöfnum. Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóri Flugleiða, Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ný breiðskífa Stuðmanna

STUÐMENN gefa út breiðskífu í haust með tólf nýjum lögum og verður það þeirra fyrsta breiðskífa einvörðungu með nýjum lögum síðan Hve glöð er vor æska kom út árið 1991. Stuðmenn koma fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og til að hita upp fyrir hátíðina gefa þeir út margmiðlunardisk með fjórum nýjum lögum í júlí og fara í tónleikaferð um landið. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 245 orð

Ný samtök franskra Evrópuandstæðinga

CHARLES Pasqua, fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands og einn þekktasti frammámaður franskra efasemdamanna um Evrópusamrunann, greindi frá því í blaðaviðtali í gær að hann hygðist stofna nýja hreyfingu hægrimanna, sem hefði það að takmarki að berjast gegn stækkun Evrópusambandsins (ESB) til austurs. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 497 orð

Óvænt vinstrisveifla hjá dönsku stjórninni

"RAUÐ ríkisstjórn" segir Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi Venstre, og í sama streng er víðar tekið eftir að danska stjórnin samdi um efnahagsaðgerðir við Sósíalíska þjóðarflokkinn og Einingarflokkinn. Stjórnin setti hugmyndirnar fram um hvítasunnuna í svokölluðum hvítasunnupakka, en í stað þess að semja við hægriflokkana og ná breiðu samkomulagi eins og stefnan hefur verið undanfarið, Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 168 orð

Rafsanjani hvetur til samstöðu í Íran

AKBAR Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, hvatti landa sína í gær til að sýna samstöðu á tímum vaxandi sundurlyndis. Nýtti hann tækifærið á vikulegum bænafundi í Teheran til að vara Írani við því að flokkadrættir í stjórnmálum gætu auðveldlega farið úr böndunum ef svo héldi fram sem horfði. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ráðgjafar- og fjölskylduþjónusta

KIRKJAN á aðild að nokkrum sérhæfðum stofnunum sem annast margs konar ráðgjafar- og fjölskylduþjónustu. Starfið er breytilegt og breytist og mótast af þörfinni á hverjum tíma. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er fyrir þá sem finnast þeir vera í einhvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og finna sjálfir ekki lausn. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 127 orð

Reuters "Gangið ekki úr kirkjunni!"

JÓHANNES Páll páfi hóf þriðju heimsókn sína til Austurríkis í gær, vakti máls á vanda kaþólsku kirkjunnar í landinu og hvatti kaþólikka til að ganga ekki úr henni. Mikill klofningur hefur verið milli frjálslyndra og íhaldssamra kaþólikka í Austurríki og deilurnar mögnuðust árið 1995 þegar æðsti maður austurrísku kirkjunnar, Hans Hermann Groer kardináli, Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Sameiginleg skrifstofa opnuð vegna hátíðahalda árið 2000

REYKJAVÍK-Menningarborg Evrópu árið 2000, kristnihátíðarnefnd og landafundanefnd opnuðu nýlega sameiginlega skrifstofu. Hafa nefndirnar þrjár hver sína aðstöðu á 2. hæð Aðalstrætis 6 undir yfirskriftinni Ísland árið 2000. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 43 orð

Sirkustjaldið hrundi

BJÖRGUNARSVEIT flytur hér slasaðan mann á sjúkrabörum eftir að sirkustjald féll niður í miðri fjölleikasýningu í Wisconsin í Bandaríkjunum vegna storms. Hátt í 30 sýningargestir voru fluttir á sjúkrahús eftir að súlurnar brotnuðu með þeim afleiðingum að tjalddúkurinn féll yfir áhorfendur. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 533 orð

Sjúklingar fá ekki þjónustu sem þeir eiga rétt á

"ÉG ER mjög uggandi um starfsemina, sem er að vissu leyti eins og fjöregg sem ekki má brjóta, og óttast að sjúklingar fái ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og hafa borgað fyrir með sköttum sínum," sagði Jónas Magnússon, prófessor á handlækningasviði Landspítalans, aðspurður um ástandið þar vegna yfirvofandi uppsagna hjúkrunarfræðinga. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 297 orð

Slökkviliðsmennirnir hjólandi Hjólað á móti v

SLÖKKVILIÐSMENNIRNIR sem hjóluðu hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum fóru hringinn, rúmlega 1.400 kílómetra, á ellefu dögum. Þeir komu til Reykjavíkur 16. júní en lagt var af stað 5. júní. Áheitasöfnun stendur yfir til 25. júní. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Steinaríki Íslands opnað á Akranesi

STEINARÍKI Íslands verður formlega opnað á Kalmannsvöllum 4a á Akranesi í dag kl. 14. "Í safninu er fjölbreytt og fágætt safn íslenskra steina og muna úr íslenskri náttúru. Í safninu er einnig sérstök deild um Hvalfjarðargöng sem sýnir hvernig þetta þerkvirki íslenskrar verkfræði var unnið. Stórt líkan af göngunum og þversnið ásamt munum sem tengjast framkvæmdinni. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Stokkseyringafélagið 55 ára

STOKKSEYRINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík og nágrenni er 55 ára á þessu ári. Í tilefni þessara tímamóta félagsins verður farið til Stokkseyrar sunnudaginn 5. júlí nk. Guðsþjónusta verður í Stokkseyrarkirkju kl. 14. Félagið afhendir Stokkseyringum útsýnisskífu með örnefnum í Stokkseyrarfjöru og öðrum kennileitum. Blóm verða lögð að minnisvarða drukknaðra sjómanna. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sumarhúsi snúið við

FLUTNINGABIFREIÐ sem flutti sumarhús áleiðis frá Hafnarfirði til Egilsstaða varð að snúa við hjá brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi í gær. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði reyndist ekki mögulegt að koma húsinu yfir brúna vegna yfirbyggingar á henni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Húsið reyndist einfaldlega of stórt. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sumarsólstöðusiglingar 21. júní

ÁHUGAFÓLK um sjóferðir stendur fyrir ferðum á sumarsólstöðum, sunnudaginn 21. júní. Nætursigling verður farin við sólris kl. 2.54 aðfaranótt sunnudagsins, úr Suðurbugt við Ægisgarð með langskipinu (Víkingaskipinu) Íslendingi út á Engeyjarsund og sjöbauju; þaðan að eyjum og um sund á Kollafirði og notið sólarupprásar, sjóferðarinnar og landsýnar. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Sýningum lýkur

Nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi sýning á verkum eftir Vigni Jóhannsson. Vignir sem nýlega lauk verki fyrir Listahátíð í Reykjavík sýnir að þessu sinni hefðbundin málverk úr íslenskri náttúru. Þetta er síðasta sýningarhelgi á sýningunni í Gerðarsafni. Listasafn Íslands SÝNINGU á höggmyndum og frottage-verkum Max Ernst í Listasafni Íslands lýkur um næstu helgi. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 572 orð

Um 220 í nefndir og ráð

KOSNINGAR í yfir 20 nefndir, ráð og stjórnir á vegum Reykjavíkurborgar, svo og í embætti borgarstjórnar, voru fyrirferðarmiklar á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á fimmtudag. Alls voru kringum 220 manns kjörnir til slíkra starfa en nokkrir sitja í fleiri en einni nefnd eða stjórn. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Undirbúningi að komu 23 flóttamanna lokið

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra undirritaði á fimmtudag á Blönduósi samning annars vegar við Blönduósbæ og hins vegar framkvæmdaáætlun við Rauða Kross Íslands (RKÍ) um móttöku 23 flóttamanna frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu. Samningana undirrituðu auk Félagsmálaráðherra þeir Skúli Þórðarson bæjarstjóri fyrir hönd Blönduósbæjar og Kristján Sturluson fyrir hönd RKÍ. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Veiðifélag Langár ber alla ábyrgð á fjármögnun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Veiðifélags Langár: "Vegna fréttar DV og Ríkissjónvarpsins mánudaginn 15. júní sl., um að Búnaðarbanki Íslands fjármagni byggingu veiðihúss fyrir Ingva Hrafn Jónsson sem er leigutaki að Langá á Mýrum næstu fimm ár. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Verulegur stuðningur fyrirtækja

MARGT bendir til þess að fyrirtæki velji listirnar í auknum mæli til kostunar. Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar, segir að stuðningur fyrirtækja við Listahátíð 1998 hafi numið nær þriðjungi af sameiginlegu framlagi ríkisins og Reykjavíkurborgar, eða um 9 milljónum króna. Meira
20. júní 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Vinstrimönnum spáð sigri í Tékklandi

ÞINGKOSNINGAR hófust í Tékklandi í gær, sem líklegast er talið að muni færa stjórnartaumana að minnsta kosti að hluta í hendur vinstrimanna í fyrsta sinn eftir hrun kommúnismans fyrir tæpum áratug. Alls óvíst þykir þó að þar með takist að binda enda á pólitíska óvissu í landinu. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Vorfundur Alþýðubandalagsins á Húsavík

"ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGAR og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra halda vorfund og fjölskyldudag á Húsavík í dag. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins stendur fyrir dagskránni sem er blanda af leik og starfi eins og oft áður," segir í fréttatilkynningu frá kjördæmisráði. Meira
20. júní 1998 | Landsbyggðin | 255 orð

Þjónustusamningur undirritaður

Holti­Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Bjarni Matthíasson, fyrir hönd héraðsnefndar V-Skaftfellinga, og Tryggvi Ingólfsson, fyrir hönd héraðsnefndar Rangæinga, undirrituðu fyrir nokkru skipulagsskrá um sjálfseignarstofnunina Skóga, þjónustusamning við menntamálaráðuneytið, ásamt leigusamningi um húsnæði fyrrum Héraðsskólans á Skógum. Meira
20. júní 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

(fyrirsögn vantar)

"HVERNIG verðum við bestu ökumenn í heimi" eru kjörorð Ökuleikni, samstarfsverkefnis Bindindisfélags ökumanna og Sjóvár- Almennra fyrir sumarið 1998. Í sumar verða félögin með heils dags námskeið með umferðarfræðslu og ökuleikni fyrir aldurshópinn 14 til 16 ára. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júní 1998 | Leiðarar | 572 orð

LIÐSMAÐUR TUNGUNNAR ALLDÓR Halldórsson málfræðingur hlaut sé

LIÐSMAÐUR TUNGUNNAR ALLDÓR Halldórsson málfræðingur hlaut sérstaka viðurkenningu Lýðveldissjóðs 17. júní fyrir ævistarf sitt sem er nær eingöngu helgað íslenskri tungu. Er það fagnaðarefni enda hefur Halldór verið einn ötulasti liðsmaður tungunnar á öldinni. Meira
20. júní 1998 | Staksteinar | 282 orð

»Orka og afkoma FRÉTTABRÉF VSÍ, "Af vettvangi", hefur eftir Halldóri Ásgríms

FRÉTTABRÉF VSÍ, "Af vettvangi", hefur eftir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra að eitt af stærri efnahagsmálum okkar sé að geta haldið áfram að nýta hreinar og endurnýjanlegar orkulindir landsins ­ og breyta orku vatnsfalla og jarðvarma í störf, verðmæti og lífskjör. Hreinar og endurnýjanlegar orkulindir Meira

Menning

20. júní 1998 | Margmiðlun | 222 orð

1 GHz örgjörvi

TÖLVUNOTENDUR dreymir um sífellt hraðvirkari tölvur og mæla þá aflið oft í tiftíðni, MHz. Það er reyndar ekki óbrigðull mælikvarði og gengur ekki í samanburði á milli ólíkra örgjörvagerða, CISC eða RISC. Þannig er 300 MHz RISC örgjörvi öflugri en CISC í flestri vinnslu og reyndar auðveldara að ná meiri hraða í RISC eins og sannaðist í rannsóknum vísindamanna hjá IBM fyrir stuttu. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 590 orð

Alvopnaðir á öræfum

UNDARLEGA verður áhorfendum við, þegar þeir eru að horfa á innlenda mynd með Íslendingum og útlendingum í bland, einskonar sjónvarpsþátt, sem gerist á ferðalagi á hestum án þess vitað sé hvert fólk er að fara, hvað það er að fást við annað en gista með tilþrifum í fjallaskálum og elta einhvern mann með sauðkindur. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 451 orð

Á flótta um flóðasvæðið

ÍBÚARNIR í smábænum Huntingburg neyðast til að yfirgefa heimili sín þegar úrhellisrigning veldur flóðum, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem vatnavextir valda bæjarbúum vandræðum. Lögreglustjórinn á staðnum (Randy Quaid) veit því vel að þegar íbúarnir hafa yfirgefið bæinn verður mikið um innbrot í auð húsin og krökkt af þjófum sem láta greipar sópa. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð

Daniel Day- Lewis eignast son

DANIEL Day-Lewis eignaðist nýverið son með eiginkonu sinni, Rebeccu Miller, dóttur leikskáldsins Arthurs Millers. Barnið kom í heiminn í New York en hefur enn ekki verið gefið nafn. Þetta er fyrsta barn Rebeccu en Daniel á fyrir soninn Gabriel, sem er 3 ára, með frönsku leikkonunni Isabelle Adjani. Meira
20. júní 1998 | Margmiðlun | 118 orð

Fimmföld djúpblá

ÞAÐ þótti frétt til næsta bæjar þegar stórtölva IBM, kölluð djúpblá, sigraði heimsmeistarann í skák, Garry Kasparov. Fyrir skemmstu kynnti IBM enn öflugri tölvu. Djúpblá var RS/6000 tölva og gat reiknað úr 200 milljón leiki á skákborðinu á hveri sekúndu, Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð

Fjör í miðbænum á þjóðhátíðardaginn

17. JÚNÍ skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga fyrir margra hluta sakir. Dagurinn er vitaskuld haldinn hátíðlegur vegna þess að á þessum degi árið 1944 varð Ísland sjálfstæð þjóð. En í hugum barnanna er hann ekki síður stór vegna þess að þá er haldið í skrúðgöngu með fána eða blöðru, farið í leiktæki, horft á skemmtiatriði í fylgd með mömmu og pabba og fullt af fólki í miðbænum. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 285 orð

Hátækni og hasar Morgundagurinn er eilífur (Tomorrow Never Dies)

Framleiðsla: Michael G. Wilson og Barbara Broccoli. Leikstjórn: Roger Spottiswood. Handrit: Bruce Feirstein. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Tónlist: David Arnold. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Jonathan Price, Michelle Yeoh og Teri Hatcher. 114 mín. Bandarísk. Warner myndir, júní 1998. Bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
20. júní 1998 | Margmiðlun | 471 orð

Heimsmeistaramót í tölvutækni

ÞAÐ ER ekki hlaupið að því að halda annað eins mót og heimsmeistarakeppnina í Frakklandi. Ekki bara að geta tekið á móti á áttunda hundrað leikmönnum og milljónum áhorfenda, heldur þarf einnig að mæta kröfum um nýjustu tækni og til að mynda geta tekið á móti tugmilljónum gesta á heimasíðu mótsins. Til marks um umfang keppninnar má nefna að Hewlett-Packard leggur mótshöldurum til 2. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 282 orð

Í skugga samfélags Basil (Basil)

Framleiðendur: Peter Locke, Donald Kushner, Fuminori Hayashida og Lawrence Mortoff. Leikstjóri og handritshöfundur: Radha Bharadwaj. Kvikmyndataka: David Johnson. Tónlist: Richard G. Mitchell. Aðalhlutverk: Christian Slater, Jared Leto, Clair Forlani og Derek Jakobi. (98 mín.) Bresk. Háskólabíó, júní 1998. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
20. júní 1998 | Margmiðlun | 873 orð

Kaldur sviti

FÁRRA leikja hefur verið beðið með annarri eins eftirvæntingu og Unreal frá Epic. Á sínum tíma var Unreal kynntur sem arftaki Quake, en hálft annað ár er síðan Quake kom út og þó að myndir hafi birst úr leiknum í auglýsingum með reglulegu millibili ætlaði margur að Unreal biðu sömu örlög og svo margra leikja annarra; að daga uppi og gleymast smám saman. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 172 orð

Kvikmynd um Michael Jordan

FJÖLSKYLDURÁS Fox í Bandaríkjunum er með í bígerð að gera sjónvarpsmynd um ævi og feril Michael Jordans. "Michael Jordan: Hin óskrifaða saga bandarískrar þjóðhetju" kemur myndin til með að heita og stefnt er að því að hún verði frumsýnd fyrir árslok. "Við verðum á undan öllum öðrum," sagði Lance Robbins, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 483 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð2 Sjónvarpsmyndin Witness Against Hitler ('96), er byggð á sönnum atburðum. Söguhetjan er prússneskur aðalsmaður sem skyldaður var í leyniþjónustu Hitlers á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Stóð fyrir frægri tilraun til að koma "der Führer" fyrir kattarnef. Hún mistókst (því miður) og hann var hengdur. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 225 orð

Norræna málflutningskeppnin Íslenskir

LIÐ íslenskra laganema hafnaði í 3. sæti af tólf háskólaliðum í Norrænu málflutningskeppninni sem fram fór í Ósló um síðustu helgi. Guðmundur Óli Björgvinsson var valinn ræðumaður deildarinnar, þar sem undankeppnin fór fram, en liðunum var skipt niður í fjórar deildir. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 549 orð

Óvænt ferðalag

QUINN Harris (Harrison Ford) er hrjúfur en tiltölulega fábrotinn atvinnuflugmaður sem lifir einföldu lífi í paradís suðurhafseyja þar sem hann aflar sér tekna með því að flytja varning af ýmsu tagi milli staða á heldur lúinni einkaflugvél sinni. Þetta er einmitt lífið eins og hann vill hafa það, eða allt þar til hann hittir Robin Monroe (Anne Heche). Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 130 orð

Rappari ákærður fyrir nauðgun

RAPPARINN DMX var handtekinn í vikunni og kærður fyrir nauðgun, saurlifnað og ólögmæta innilokun. DMX, öðru nafni Earl Simmons, er sakaður um að hafa farið með 29 ára gamla nektardansmey, sem hann hitti á næturklúbbi, í íbúð vinar síns í Bronx þar sem hann svívirti hana. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 53 orð

Sjávarlífið skoðað í teygjustökki

BOÐIÐ var upp á teygjustökk við Reykjavíkurhöfn. Þótt alls öryggis hafi sjálfsagt verið gætt í stökkinu komust sumir ekki hjá því að blotna smávegis þegar þeir sleiktu hafflötinn. Svo voru aðrir sem fóru nánast alveg á kaf og hefðu þess vegna getað náð sér í fisk í soðið. Meira
20. júní 1998 | Fólk í fréttum | 508 orð

Stuð á Stuðmönnum

STUÐMENN hituðu upp fyrir þjóðhátíðardaginn á Astró síðastliðið þriðjudagskvöld og var glatt á hjalla. Segja má að þeir hafi ekki aðeins verið að hita upp fyrir 17. júní heldur einnig fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. "Við vorum þarna árið 1986 og skilst mér að það sé fjölmennasta Þjóðhátíðin," segir Egill Ólafsson. Meira

Umræðan

20. júní 1998 | Aðsent efni | 1076 orð

Sterkar saman

KOSNINGAVÍMAN er runnin af kjósendum í Reykjavík því nú er ljóst hverjir hnepptu stöðuhnossin og stjórna munu borginni næstu 4 árin. Kvenþjóðinni þykir mikið til um sjálfan forseta borgarstjórnar og hefur fyllst sumarbjartri von síðan hann lýsti því yfir í blöðunum, að hann væri sterkur með konu sína sér við hlið, Meira
20. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 189 orð

Svar við athugasemd frá Meinatæknafélagi Íslands: Frá Guðfinnu Ólafsdóttur:

ÁSTA Börg Björnsdóttir formaður Meinatæknafélags Íslands finnur sig knúna til þess að svara athugasemd minni sem birtist í Mbl. 10. júní sl. Ásta telur að undirrituð vegi að meinatæknastéttinni þegar ég vitnaði í erindi varaformanns norskra læknaritara. Það sem Ásta telur vera fagleg vinnubrögð hér á landi þurfa ekki að vera ófagleg vinnubrögð í öðrum löndum. Meira
20. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 462 orð

Úrelt vinnubrögð Frá Hafþóri Pálssyni: SÍÐUSTU helgi var haldið

SÍÐUSTU helgi var haldið 60 ára afmælisþing Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) og voru þar tveir menn í kjöri til formanns samtakanna. Gegn sitjandi formanni, Árna Gunnarssyni, aðstoðarmanni félagsmálaráðherra, bauð sig formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík (FUF), Þorlákur Traustason. Meira

Minningargreinar

20. júní 1998 | Minningargreinar | 1047 orð

Anna Kristjánsdóttir

Það er júnímánuður 1954 og Douglas Dakota-flugvél frá Akureyri er að lenda á flugvellinum á Kópaskeri. Níu ára drengur bíður þess kvíðinn hvað við tekur, hvort nokkur muni birtast til að taka á móti honum og hvernig muni ganga að komast á áfangastað til sumardvalar hjá ókunnugu fólki á ókunnugum stað. Grænn vörubíll rennir upp að flugvélinni. Hann er að sækja vörur og drenginn. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 591 orð

Anna Kristjánsdóttir

Þegar horft er til hinnar öru þróunar á ýmsum sviðum menningar- og atvinnumála þjóðarinnar á þessari öld, sem nú er að renna sitt skeið, má segja að þeir sem fengu að kynnast íslensku sveitalífi fyrir miðbik aldarinnar hafi notið fágætrar reynslu. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 213 orð

ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR

ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR Anna Kristjánsdóttir fæddist í Hafrafellstungu í Öxarfirði 14. nóvember 1908. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Pétur Jónsson, f. 25. maí 1868 í Voladal, d. 13. maí 1947, og Herborg Sigvaldadóttir Eiríkssonar bónda í Hafrafellstungu, f. 21. janúar 1867, d. 2. janúar 1945. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 167 orð

Björg Þórðardóttir

Nú ertu farin í ferðina miklu að loknu löngu og afkastamiklu dagsverki. Björg Þórðardóttir, bóndi í Tungumúla, eins og hún orðaði sig sjálfa, er ein minnisstæðasta og skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst í lífinu og alltaf andaði ferskum blæ frá henni svo og stjórnandi hæfileiki hennar sem voru hennar aðalsmerki, Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Björg Þórðardóttir

Okkur systkinin á Innri-Múla langar að minnast í fáum orðum Böggu frænku okkar. Síðustu árin hefur verið tómlegt að líta heim að Tungumúla og vita af engum þar. Þó Bagga væri fyrir fáum árum hætt að vera í Tungumúla allt árið var hún þar á sumrin þar til heilsan þvarr og hún hætti alveg að geta komið þangað. Hún vildi geta verið í Tungumúla svo lengi sem hún gæti. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 175 orð

Björg Þórðardóttir

Nú þegar amma í Tungumúla er dáin, rifjast upp fyrir þeim sem hana þekktu minningar um allar þær stundir sem þeir áttu með þessari einstöku konu. Þó ekki væri hún há í loftinu var hún stór kona á allan hátt, lét engan vaða yfir sig og var langt á undan sinni samtíð í jafnréttisbaráttunni. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 261 orð

BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR

BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR Björg Þórðardóttir fæddist á Ytri-Haga, Barðaströnd, 10. október 1916. Hún lést 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Björg Júlíusdóttir og Þórður Ólafsson, síðar bændur í Innri-Múla, Barðaströnd. Systkini Bjargar: Ólafur Kr. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 955 orð

Dieter Roth

Draumur er rofinn um nótt þegar eldlitað lauf fellur af sveigðri grein og myndar gust sem bærir bifhár á lausri fjöður fugls og feykir henni á væng sofandi hugarflugs sem vaknar með andfælum og ánetjast dögg og angan. Þannig er viðbragð manns við dánarfregn Dieters Roth, snillingsins ljúfa, höfðingjans sem kom færandi hendi og dreifði gliti í slóð sína um lendur listarinnar. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Dieter Roth

Með nokkrum orðum vil ég minnast tengdaföður míns og velgjörðamanns, Dieters Roth. Kannski er ekki hægt að greina á milli mannsins og listamannsins, en ég kynntist aðallega fjölskyldumanninum Dieter. Opinberu hliðina á honum sá ég miklu sjaldnar. Þó grunar mig að munurinn hafi ekki verið mikill, enda held ég að hann hafi verið sjálfum sé samkvæmari en flestir aðrir. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 411 orð

Dieter Roth

Ætli nokkur hafi þekkt hann skár en ég? Kannski Jón Gunnar? Kannski Magnús Pálsson ­ og kannski systir mín, hún Sigga, sem eitt sinn var gift honum. Og sennilega börnin hans ­ amk. Björn. En hversvegna ég tel mig þekkja hann svo vel er trúnaðarmál ­ og það hundgamalt. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 686 orð

DIETER ROTH

DIETER ROTH Dieter Roth, fullu nafni Karl Dietrich Roth, fæddist í Hannover í Þýskalandi 21. apríl 1930. Hann varð bráðkvaddur í Basel í Sviss 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Ulrich Roth, bókari, f. 6.7. 1903, og Vera Ella Dolla Roth-Feltman, húsmóðir og ljóðskáld, f. 8.1. 1917. Bræður Dieters eru Wolfgang forstjóri, f. 2.5. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Gísli Ingólfsson

Mig langar til að minnast Gísla með stuttri kveðju, þakka vináttuna og samverustundirnar. Það rifjast meðal annars upp minningar frá samverustundum á hestum við Héraðsvötn, frá stóðrekstrum á Eyvindarstaðaheiði með Gísla og Sigmundi á Vindheimum, frá ferðalagi af Suðurlandi á haustdögum til móts við skagfirska gangnamenn í Áfangaflá og smalamennsku með þeim að Stafnsrétt. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 303 orð

GÍSLI INGÓLFSSON

GÍSLI INGÓLFSSON Gísli Ingólfsson var fæddur í Merkigarði í Skagafirði 12. september 1918. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingólfur Daníelsson frá Steinsstöðum í Skagafirði og kona hans Jónína Einarsdóttir úr sömu sveit. Gísli var elstur fimm bræðra. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Guðni Einarsson

Við systkinin viljum með nokkrum orðum minnast vinar okkar Guðna Einarssonar en hann lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði hinn 16. júní sl. Þó að Guðni væri ekki tengdur okkur blóðböndum var hann samt ávallt órjúfanlegur hluti af fjölskyldu okkar og var okkur í raun alltaf sem eins konar afi. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 172 orð

GUÐNI EINARSSON

GUÐNI EINARSSON Guðni Einarsson var fæddur á Eskifirði 23. nóvember árið 1916. Hann lést á legudeild Sundabúðar 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Stefánsdóttir, húsmóðir, f. 2. febrúar 1890, d. 23. mars 1921, og Einar Baldvinsson, kennar og sjómaður, f. 4. okt. 1882, d. 23. okt. 1923. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Guðrún Ásgrímsdóttir

Mikið finnst okkur vanta þegar amma er farin, því alltaf var hún nærtæk í blíðu og stríðu hjá okkur systkinunum á Lóni. Hún lagaði "báttin" okkar og greiddi úr margs kyns ágreiningi sem upp kom og svo var svo gott að fá að sofa hjá ömmu ef afi var ekki heima. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 653 orð

Guðrún Ásgrímsdóttir

"Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga." Hún Gunna er búin að kveðja. Síðasti fulltrúi þess fólks, sem ég kynntist fyrir 43 árum, er ég kom fyrst að Efra-Ási. Þær bjuggu þar systurnar Helga og Gunna með mönnum sínum Pétri og Ferdinant. Allt fólk á góðum aldri að ala upp börnin sín, og nú eru þau öll búin að kveðja. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 151 orð

GUÐRÚN ÁSGRÍMSDÓTTIR

GUÐRÚN ÁSGRÍMSDÓTTIR Guðrún Ásgrímsdóttir fæddist í Efra-Ási í Hjaltadal 14. ágúst 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks hinn 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgrímur Stefánsson (f. 11.8. 1873, d. 28.4. 1926) og Sigmunda Skúladóttir (f. 12.9. 1880, d. 19.1. 1954) búendur þar. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 541 orð

Ingiríður Gunnlaugsdóttir

Elsku Inga amma. Nú hefur þú kvatt þennan heim og haldið för þinni áfram. Ég veit að þú munt fá hlýjar móttökur og góðir endurfundir munu eiga sér stað, en eftir skilur þú stórt skarð sem allar góðu minningarnar munu fylla og vel það. Þú áttir svo sannarlega langa og farsæla ævi sem lítil hnáta, ung metnaðarfull kona, ástrík eiginkona, trygg móðir, og yndisleg amma og langamma. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 487 orð

Ingiríður Gunnlaugsdóttir

Elsku Inga amma. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur í Borgarnesi. Þú ert mér mjög kær og alltaf höfum við getað rætt saman um heima og geima. Börnin okkar segja enn í dag: "Hún amma, hún er hreint frábær." Þú settir þig líka inn í alla hluti sem þau voru að fást við, enda varstu svo ung í anda þrátt fyrir háan aldur. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Ingiríður Gunnlaugsdóttir

"Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ætlar þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði eru eitt eins og fljótið og særinn. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 312 orð

INGIRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR

INGIRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR Ingiríður Gunnlaugsdóttir fæddist í Selárdal í Hörðudal í Dalasýslu 28. febrúar 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristjana Ingiríður Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 6.5. 1879, d. 13.8. 1977, og Gunnlaugur Gunnlaugsson búfræðingur og kennari, f. 22.6. 1875, d. 7.11. 1932. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Ketill Hilmar Símonarson

Það var mikið áfall þegar við fengum að vita morguninn 11. júní að hann afi væri dáinn. Þetta var svo snöggt og við fengum aldrei tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn. Hver dagur er svo sannarlega einstakur og dýrmætur og ekki skal taka hann sem sjálfsagðan hlut. Við vorum svo sannarlega minntar á það þennan morgun. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 453 orð

Ketill Hilmar Símonarson

Okkur var brugðið snemma morguns, 11. júní, þegar Halldór, tengdasonur Ketils, hringdi og tilkynnti að Ketill hefði látist þá um nóttina. Annar okkar talaði við Ketil í síma kvöldið áður. Það var spjallað góða stund, eins og svo oft áður nú í seinni tíð. Ketill viðurkenndi, aldrei slíku vant, að honum liði ekki nógu vel og yrði sennilega að leita læknis. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 712 orð

Ketill Hilmar Símonarson

Tengdapabbi tilvonandi tek ég ofan fyrir þér. Þetta vísubrot segir margt um hug okkar tengdasona Ketils H. Símonarsonar á útfarardegi hans í dag. Við erum að vísu varla búnir að átta okkur á því að hann sé dáinn, svo snöggt bar andlát hans að. Meira
20. júní 1998 | Minningargreinar | 255 orð

KETILL HILMAR SÍMONARSON

KETILL HILMAR SÍMONARSON Ketill Hilmar Símonarson var fæddur á Kaðlastöðum á Stokkseyri 5. júlí 1919. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Símon Sturlaugsson, f. 12. febrúar 1895, d. 26. sept. 1957, frá Starkaðarhúsum, og Viktoría Kolfinna Ketilsdóttir, f. 18. janúar 1898, d. 19. okt. Meira

Viðskipti

20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Auglýst á netinu fyrir milljarð dala á ári

AUGLÝST var fyrir 351,3 milljónir Bandaríkjadala á alnetinu á fyrsta ársfjórðungi og með sama áframhaldi verður aulýst fyrir meira en einn milljarð dollara á árinu í heild að sögn Alþjóðlegu auglýsingaskrifstofunnar, IAB. Meira
20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

ÐMorgunblaðið/Arnaldur Hálfrar aldar samstarfi fagnað

FIMMTÍU ár eru liðin frá því að heildsalan Eggert Kristjánsson hf. hóf að flytja inn vörur frá hollenska matvælafyrirtækinu Honig foods. Geer van der Weijden, forstjóri útflutningssviðs Honig, kom hingað til lands í síðustu viku í tilefni af 50 ára óslitinni samvinnu fyrirtækjanna sem hófst í júní árið 1948 og hefur, að sögn Aðalsteins Eggertssonar forstjóra, lifað af og dafnað, Meira
20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Framkvæmdastjóri lætur af störfum

ÞORSTEINN Húnbogason hefur látið af störfum framkvæmdastjóra hjá lífeyrissjóðnum Lífiðn. Ekki er ljóst hver verður ráðinn í hans stað. Að sögn Þóris Hermannssonar, stjórnarformanns Lífiðnar, má rekja uppsögnina til ágreinings sem upp kom á milli Þorsteins og stjórnar félagsins. Þorsteinn vildi lítið um málið segja annað en að hann hefði sagt upp af persónulegum ástæðum. Meira
20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Gates og fleiri kaupa Cliveden hótelið

BILL GATES tekur þátt í tilboði bandarískra fyrirtækja, sem hafa samþykkt að kaupa Cliveden setrið, sögufrægan stað fyrir vestan London. Fyrirtækið Destination Europe Ltd., sem er deild í bandaríska fasteignafyrirtækinu Lowe Enterprises, og fleiri fjárfestar buðust til að kaupa Cliveden Plc. fyrir 42,8 milljónir punda. Það er 19,5% hærra verð en verðmæti hlutabréfa í fyrirtækinu 1. Meira
20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Jenið ekki hærra í einn mánuð

JENIÐ hækkaði um tæp 3% í gær og hafði ekki verið hærra gegn dollar í einn mánuð, því að vonað er að Japanar taki efnahagsmálin föstum tökum og óttazt að gripið verði til fleiri björgunaraðgerða í gjaldeyrisviðskiptum eftir fund G7- ríkja um helgina. Staða evrópskra hlutabréfa var mismunandi vegna vaxtaótta, gildisloka afleiðsluviðskipta og lélegrar útkomu í Wall Street. Meira
20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Mörg verðbréfafyrirtæki boða gjaldskrárbreytingar

MÖRG verðbréfafyrirtæki sendu frá sér yfirlýsingar um breytingar á gjaldskrám vegna hlutabréfaviðskipta. Þessi alda tilkynninga kom í kjölfar breytinga Búnaðarbankans sem tilkynntar voru á fimmtudag, um lækkun á söluþóknun úr 3% í 1% vegna viðskipta með hlutabréf á Aðallista Verðbréfaþings Íslands. Meira
20. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 694 orð

Tekist á um framtíð General Motors

VERKFALL rúmlega 9.000 starfsmanna í tveimur verksmiðjum General Motors í bænum Flint í Michigan ríki hefur nú valdið því að mestur hluti framleiðslukerfis GM er í lamasessi. Fyrra verkfallið hófst 5. júní, þegar 2.400 verkamenn lögðu niður vinnu í verksmiðju sem meðal annars mótar stuðara og vélarhlífar fyrir margar af mest seldu bifreiðategundum GM. Meira

Daglegt líf

20. júní 1998 | Neytendur | 20 orð

Fyrir veiðimanninn

Nýtt Fyrir veiðimanninn KOMINN er á markað svokallaður "túbuhaldari" frá danska fyrirtækinu Danvise. Það er Veiðimaðurinn í Hafnarstræti sem selur vöruna. Meira
20. júní 1998 | Neytendur | 50 orð

Lilan Fourré samlokukex

KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur fengið umboð fyrir Lilan Fourré samlokukex með súkkulaðikremi frá belgíska framleiðandanum Dryon Biscuits. Hægt er að kaupa kexið í mismunandi stórum pakkningum, annars vegar í 300 g pakkningum og hins vegar í 500 g. Lilan Fourré samlokukexið fæst í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Meira
20. júní 1998 | Neytendur | 103 orð

Nýtt efni fyrir íþróttafólk

NÝTT EFNI ætlað íþrótta- og vaxtarræktarfólki er nú komið á markaðinn. Creatine Plus með Chitosan er flutt inn af Innflutningi og dreifingu hf. Samkvæmt upplýsingum innflytjenda stuðlar notkun Creatine að kröftugri líkamsæfingum með því að endurnýja orkusameindirnar ATP, og eins jafnar efnið mjólkursýrustig vöðvanna svo hægt er að æfa lengur án þess að finna fyrir þreytu. Meira
20. júní 1998 | Neytendur | 113 orð

Nýtt kínakál í verslanir

Nýtt íslenskt kínakál kom í verslanir í gær, föstudag. Í samtali við Aðalstein Guðmundsson, sölustjóra Ágætis hf., kom fram að þetta er óvenjusnemmt, því í venjulegu árferði kemur kínakálið ekki á markað fyrr en upp úr miðjum júlí. Í fyrra kom kálið reyndar á markaðinn mjög snemma líka, eða 25. júní, en þetta ár slær öll met. Meira
20. júní 1998 | Neytendur | 540 orð

Sætar kartöflur

MARGIR hafa velt því fyrir sér hvers konar grænmeti sætar kartöflur séu eiginlega. Nafnið bendir til sætleika bragðs og ýtir undir þá skoðun að þetta sé eiginlega ekki almennilegt grænmeti, heldur einhver bastarður sem sé einhvers staðar mitt á milli grænmetis og sykurs. Meira
20. júní 1998 | Neytendur | 510 orð

Tilboðslínan

Í GÆR var opnað nýtt fyrirtæki, Tilboðslínan, sem sérhæfir sig í þjónustu við neytendur og fyrirtæki. Markmið fyrirtækisins er að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um verð á vörum hjá mismunandi fyrirtækjum og að auðvelda tilboðsgerð bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meira

Fastir þættir

20. júní 1998 | Í dag | 26 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 20. júní, verður fimmtug Vigdís Þorsteinsdóttir, Syðri-Hömrum í Ásahreppi, Rang. Eiginmaður hennar er Björn Guðjónsson. Hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
20. júní 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. maí í Bessastaðakirkju af sr. Jakobi Hjálmarssyni Kristjana Atladóttir og Pétur Marinó Fredricksson. Heimili þeirra er í Keilufelli 4, Reykjavík. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 1290 orð

EGGERT FELDSKERI BLÆS TIL SÓKNAR Í UMHVERFISMÁLUM

SÝNINGIN hefst með því að tríó Ólafs Stephensen leikur nokkur djasslög af fingrum fram og síðan kemur sýningarfólkið hvert af öðru í selskinnsflíkum og loðfeldum, sem Eggert Jóhannsson feldskeri hefur hannað. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 902 orð

Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. (Lúk. 14)

Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. (Lúk. 14) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Meira
20. júní 1998 | Í dag | 23 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 20. júní, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli Flóra Baldvinsdóttir og Valtýr Jónasson frá Siglufirði, Klettahlíð 8, Hveragerði. Þau eru að heiman. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 609 orð

Hvað eru húðsepar?MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA

Spurning: Hér skrifar kona sem komin er hátt í sextugt. Upp úr fimmtugu fór ég að fá litla húðsepa hér og þar á hálsinn, niður á bringuna og út á axlir. Það angrar mig að hafa þessa litlu spena og finnst ég þurfi að vera sífellt í fötum sem ná upp undir höku. Meira
20. júní 1998 | Dagbók | 615 orð

Í dag er laugardagur 20. júní, 171. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég

Í dag er laugardagur 20. júní, 171. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína. (Sálmarnir 116, 1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Svanur, Hanseval, Árni Friðriksson, Meira
20. júní 1998 | Í dag | 486 orð

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá lesanda: "Kæri Víkv

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá lesanda: "Kæri Víkverji. Það var ánægjulegt að lesa í dálkum þínum að þú gleðst yfir að Eimskipafélagið hefur minnkað hlut sinn í Flugleiðum. Það er gott til þess að vita, að það fer ekki framhjá mönnum að hlutur Eimskips er of stór í fluginu. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 769 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 958. þáttur

958. þáttur NÝ-RÓMANTÍSKU skáldin á Íslandi um síðustu aldamót urðu mörg hver ekki langlíf, sum tiltakanlega skammlíf. Þau voru einhvern veginn útsett fyrir drepsóttum, eins og berklum og Spönsku veikinni. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 405 orð

Jafnvægisstefna í umhverfismálum!

TILLAGA um íslenskt frumkvæði í alþjóðlegum náttúruverndar- og umhverfismálum, samkvæmt hugmyndum Eggerts Jóhannssonar feldskera. Jafnvægisstefna í umhverfismálum byggist á þeirri staðreynd, að maðurinn er hluti náttúrunnar. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 843 orð

Ráð við heimspeki "Íslendingar fundu snemma upp hið öflugasta ráð til að sjá við heimspekinni, og það var að vanrækja hana með

andinn við að þoka af stað einhverri siðfræðilegri umræðu um stjórnmál er sennilega ekki síst fólginn í skorti á orðum. Það er ekki sterk hefð hér á landi fyrir því að talað sé um siðferði í stjórnmálum, og viðeigandi hugtök manni því oft fjarri. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 327 orð

Safnaðarstarf Valdimarshátíð '98 21. júní kl.

21. júní kl. 21:00 verður í Stóra- Núpskirkju stund til að viðhalda og vekja minninguna um sr. Valdimar Briem. Þetta verður þriðja árið í röð sem Valdimarshátíð er. Sem kunnugt er þjónaði sr. Valdimar Stóra- Núpsprestakalli frá 1880 til 1918 eða í 38 ár. Sr. Valdimar skildi eftir sig fjölda sálma og hefur haft ómæld áhrif á sálmasöng íslenskrar kristni. Því er vert að halda minningu sr. Meira
20. júní 1998 | Fastir þættir | 670 orð

Sælkerinn Pasta, olía og Shiitake

HLUTSKIPTI þeirra Íslendinga sem hafa gaman af borða og elda góðan mat hefur löngum verið það að kvarta sáran yfir skorti á réttum hráefnum. Þótt hratt hafi miðað í rétta átt með auknu frelsi og aukinni áherslu á innflutning gæðamatvæla er enn langt í land með að hægt sé að bera úrvalið hér saman við það sem gerist í nágrannaríkjum, þó svo ekki væri miðað við annað en Norðurlöndin. Meira
20. júní 1998 | Í dag | 524 orð

Vestur-Íslendingar leita ættingja ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Utah e

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Utah er með 20 manna hóp hér á landi og er fólkið að leita ættingja sinna. Hópurinn hefur dvalist á Hótel Sögu en dvelst á Hótel Mosfelli um helgina en fer heim til Utah á mánudag. Hafa skal samband við Tyler Shepherd, en hann mun sjá um að samband komist á milli frændfólks. Meira

Íþróttir

20. júní 1998 | Íþróttir | 114 orð

Arsenal og St. Etienne gera sögulegan samning

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur opnað peningabudduna og keypt franska unglingalandsliðsmanninn David Grodin frá St. Etienne á 500 þús. pund. Grodin, sem er 18 ára varnarleikmaður, verður fimmti franski leikmaðurinn í herbúðum Arsenal, er fyrir eru leikmenn eins og Emmanuel Petit, Patrik Vieira og Nicolas Anelka. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 60 orð

Áfangar ANDONI Zubizarreta, fy

ANDONI Zubizarreta, fyrirliði Spánar, lék 125. landsleik sinn í gærkvöldi og jafnaði þar með met Englendingsins Peters Shiltons, sem hafði leikið flesta landsleiki í hópi markvarða. Peter Schmeichel, markvörður Dana, leikur 103. landsleik sinn þegar Danmörk mætir Frakklandi á miðvikudag. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 96 orð

Borgarstjóri Poltava er mættur UM 75 manna hópur

UM 75 manna hópur kom frá Úkraínu, leikmenn, stuðningsmenn og háttsettir menn, þar á meðal borgarstjóri Poltava. Hluti hópsins kom til Ólafsfjarðar á fimmtudag og fer aftur eftir leik. Liðin mætast aftur laugardaginn 27. júní og þá í Poltava og heldur Leiftursliðið út nk. miðvikudag. Það lið sem sigrar í þessum viðureignum mætir danska liðinu AB. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 318 orð

Dáði Carl Lewis

Franski miðherjinn Thierry Henry hefur sprungið út í Heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. Henry, sem er aðeins 20 ára, gerði tvö mörk í 4:0 sigri Frakklands á Saudi-Arabíu í fyrrakvöld og eitt í fyrsta leik liðsins þegar það vann Suður-Afríku 3:0. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 210 orð

Egil Olsen dregur í land

Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, sagði í gær að ummæli sín fyrir HM varðandi sig og brasilíska landsliðið hefðu verið misskilin; hann hefði sagt að aðferðir sínar gætu bætt brasilíska landsliðið en ekki að hann væri betri þjálfari en Mario Zagallo. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 52 orð

Fögnuður

NÍGERÍA tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum keppninnar í Frakklandi en Afríkumennirnir unnu landslið Búlgaríu 1:0 í París í gær. Victor Ikpeba, knattspyrnumaður ársins í Afríku, gerði eina mark leiksins og fagnaði innilega en Finidi George til vinstri og Uche Okechukwu í miðjunni voru ekki síður glaðir. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 368 orð

Golf

Opna bandaríska meistaramótið Staðan eftir fyrsta keppnisdag á opna bandaríska meistaramótinu. Kylfingarnir eru Bandaríkjamenn, nema annað er getið. A fyrir framan nöfn, segir að kylfingurinn sé áhugamaður: 66Payne Stewart. 67Mark Carnevale. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 276 orð

HM í Frakklandi

Nígería - Búlgaría1:0 París, föstudaginn 19. júní 1998. Mark Nígeríu: Victor Ikpeba 27. Skot á mark: Nígería 7 - Búlgaría 3 Skot framhjá: Nígería 14 - Búlgaría 13 Horn: Nígería 7 - Búlgaría 9 Rangstaða: Nígería 1 - Búlgaría 3 Rautt spjald: Enginn. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 166 orð

"Hvar ert þú Flonaldo?"

EFTIR að Norðmenn náðu aðeins jafntefli við Skota á þriðjudag eru þeir ekki eins bjartsýnir á að komast áfram eins og þeir voru fyrir keppnina. "Noregur á leið út úr HM" var fyrirsögnin á forsíðu norska blaðsins Aftenposten eftir leikinn á móti Skotum. Nú verða Norðmenn að vinna heimsmeistara Brasilíu til að komast áfram. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 225 orð

KVA sló bikarmeistarana út KVA s

KVA sigraði bikarmeistara Keflavíkur 1:0 í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar á Reyðarfirði í gærkvöldi. Sigurmark leiksins kom á 32. mínútu og var það sjálfsmark Keflvíkinga. Jóhann Ragnar Benediktsson átti fyrirgjöf fyrir mark Keflvíkinga og Kristinn Guðbrandsson rak annan fótinn í knöttinn sem fór í eigið mark. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 55 orð

Körfuknattleikur

Smáríkjakeppni Evrópu Austurríki Austurríki - Ísland65:45 Guðbjörg Norðfjörð 9, Kristín Blöndal 8, Birna Valgarðsdóttir 7, Erla Reynisdóttir 7, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 6, Erla Þorsteinsdóttir 3, Helga Þorvaldsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2. Íslensku stúlkurnar misstu boltann 19 sinnum í fyrri hálfleik 11 sinnum eftir hlé. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 449 orð

NOTTINGHAM Forest gekk í gær frá kaupum á

NOTTINGHAM Forest gekk í gær frá kaupum á franska sóknarleikmanninum Jean Claude Darcheville frá Rennes á 700 þús. pund. Hann er 22 ára. ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum Man. Utd. í gær að liðið væri tilbúið að kaupa eina af HM-stjörnunum fyrir næsta keppnistímabil. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 142 orð

Nýr Rússi til Fram

Framarar hafa fengið nýjan Rússa til að leika með 1. deildarliði sínu í handknattleik næsta keppnistímabil. Það er hægrihandarskyttan Andrei Astafjev, fyrrum unglingalandsliðsmaður Rússlands. Hann er 29 ára og lék í Rússlandi sl. keppnistímabil, en áður lék hann með liði í Ísrael á árunum 1995 til 1997. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 113 orð

Phiri fékk þriggja leikja bann

Alfred Phiri frá Suður-Afríku varð fyrsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi til að verða úrskurðaður í þriggja leikja bann. Aganefnd FIFA tilkynnti þessa refsingu í gær vegna "mjög hættulegs leiks" eins og það var orðað en Phiri var vikið af velli fyrir að gefa Thomas Helveg olnbogaskot í leik Suður-Afríku og Danmerkur í C-riðli HM í fyrradag. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 170 orð

RÚMENAR mæta Englendingum

RÚMENAR mæta Englendingum í G-riðli á mánudag. Sex leikmenn rúmenska liðsins, fyrirliðinn Gheorghe Hagi, Constantin Galca, Dorinel Munteanu, Liviu Ciubotariu, Iulian Filipescu ogViorel Moldovan, sem meiddust í síðasta leik á móti Kolombíu, verða allir tilbúnir í Englandsleikinn. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 273 orð

Schmeichel sendir Blatter tóninn

DÖNSKU leikmennirnir eru æfir út í kólumbíska dómarann John Jairo Toro, sem dæmdi leik Dana og Suður-Afríkumanna í fyrradag og segja að dómgæslan ógni ekki aðeins HM heldur knattspyrnunni í framtíðinni. "Þrír leikmenn, þar af tveir Danir, fengu að sjá rauða spjaldið í leiknum og sjö leikmönnum var sýnt það gula. "Þetta var brandari," sagði danski varnarmaðurinn Marc Rieper. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 274 orð

Spánn stendur ekki vel að vígi

Spánverjar urðu að sætta sig við markalaust jafntefli við Paraguay- menn í gærkvöldi og eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki í D- riðli. Þeir voru öllu ákveðnari en tókst ekki að setja punktinn yfir i-ið og eiga á hættu að sitja eftir. Leikurinn var ekki mikið augnayndi, lítið um marktækifæri og spil af skornum skammti. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 353 orð

Sundmót Ægis

Sundlauginni Laugardal: 800 m skriðsund kvenna Louisa Isaksen, Ægi10.00,14 Steinunn Skúlad., Breiðabliki10.09,06 Heiðrún P. Maack, KR10.10,26 1500 m skriðsund karla Ómar Snævar Friðriksson, SH17.25,27 Tómas Sturlaugsson, Ægi17. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 45 orð

Tanasic aftur til Keflavíkur

MARKO Tanasic hefur gengið á ný til liðs við Keflavíkurliðið, eftir að hafa leikið með norska liðinu Strömgodset frá 1995. Með honum kemur annar leikmaður frá Júgóslavíu, sóknarleikmaðurinn Sasa Pavic. Þeir verða löglegir með Keflavík í næsta leik, gegn Leiftri á miðvikudaginn. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 392 orð

Victor Ikpeba kom Nígeríu áfram

VICTOR Ikpeba, knattspyrnumaður ársins í Afríku, hótaði að yfirgefa landsliðshóp Nígeríu í liðinni viku vegna deilna um undirbúning liðsins fyrir HM en hann fór hvergi og gerði gæfumuninn þegar Nígería vann Búlgaríu 1:0 í París í gær. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 418 orð

Við rennum blint í sjóinn

"VIÐ rennum blint í sjóinn. Ég veit hreinlega ekkert um lið Úkraínumannanna nema að þeir eru í þriðja sæti í deildarkeppninni í heimalandi sínu, þremur stigum á eftir hinu fræga liði Dynamo Kiev," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, sem mætir Vorskla Poltava í UEFA-getraunakeppninni á Ólafsfirði í dag kl. 14. "Það er mjög erfitt og leiðinlegt að vita ekkert, en við þessu er ekkert að gera. Meira
20. júní 1998 | Íþróttir | 90 orð

(fyrirsögn vantar)

Bikarkeppni KSÍ 32-liða úrslit í Bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola- bikarkeppninni: ÍA 23 - Fylkir1:2 Sturla Guðlaugsson - Gylfi Einarsson 2. Víðir - Skallagrímur3:1 Grétar Einarsson 2, Goran Ljukis - Hjörtur Hjartarson. Meira

Úr verinu

20. júní 1998 | Úr verinu | 152 orð

Góð skilyrði fyrir ungviði nytjafiska

ÁRLEGUM vorleiðangri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk 16. júní sl. en þá var kannað ástand sjávar, næringarefni, gróður og áta á íslenskum hafsvæðum. Athuganir voru gerðar á alls 104 stöðvum í hafinu umhverfis landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Meira
20. júní 1998 | Úr verinu | 455 orð

Hægt að áfrýja til Hæstaréttar

SÁ möguleiki er fyrir hendi að niðurstöðu lögmannsréttar Hálogalands vegna Sigurðarmálsins svonefnda verði áfrýjað til Hæstaréttar í Noregi. Málið fer nú til umsagnar lögregluyfirvalda og þegar þau hafa gefið umsögn sína fer það til saksóknara. Hann hefur þá hálfan mánuð til að áfrýja því til hæstaréttar í Noregi ef honum þykir ástæða til. Meira
20. júní 1998 | Úr verinu | 160 orð

Loðnusamningur undirritaður

FULLTRÚAR Íslands, Grænlands og Noregs undirrituðu í Reykjavík á fimmtudag samning um stjórn veiða úr loðnustofninum á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Samkomulag náðist um samninginn á fundi hinn 20. maí síðastliðinn en hann felur í sér að Ísland fær 81% hámarksafla, Grænland 11% og Noregur 8%. Meira

Lesbók

20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 733 orð

AÐ GEFA VINNU SÍNA

"MAÐURINN er fæddur til þess að vinna líkt og fuglinn til þess að fljúga." Þannig komst Marteinn Lúther að orði þegar hann var að kortleggja þátt vinnunnar í skilningi sínum á mannlegu eðli. Til hvers vinnur maðurinn? Svar hans ­ og reyndar það svar sem lá í loftinu á hans tímum ­ var á þá leið að vinnan væri manninum ekki aðeins nauðsynleg til þess að sjá sér farborða og hafa í sig og á. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 932 orð

AUGA MITT ER MUNNUR Í tilefni sýningar á þrykkimy

"MIG langaði alltaf til þess að verða ljóðskáld," segir Dieter Roth í viðtali sem sýningarstjórinn Felicitas Thun átti við hann í febrúarmánuði sl. og birt er í bókinni. Konstrúktívistarnir héldu því fram að við sæjum með heilanum en ekki augunum. Dieter Roth gerði hins vegar engan greinarmun á líkamlegri og andlegri upplifun og sagðist sjá með munninum. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

ÁSDÍS JENNA ÁSTRÁÐSDÓTTIR VERÖLDIN OKKAR Reynum

Reynum að skynja heiminn í allri sinni dýrð, fegurð og visku sem býr í náttúrunni. Hlustum á raddir dýranna og hvað ilmandi blómin hafa að segja okkur. Heyrum yndislegu litlu fuglana syngja um ást, frið og samlyndi. Ef við getum þetta verður fögnuður að lifa. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3138 orð

Á SLÓÐUM FORFEÐRANNA 2 MOSTUR, SÓLUNDIR

Í FYRSTU greininni í þessum flokki var fjallað um Flóka Vilgerðarson og hvaðan hann lagði frá landi í Noregi þegar hann fór að leita Snjólands. Í þessari grein er lýst heimsókn í Mostur þar sem Þórólfur Mostrarskegg bjó, farið í Sólundir þar sem Kveldúlfur, Skallagrímur og Egill komu við sögu, og að síðustu er komið á Gulaþing. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð

EFNI Hlýnunaf völdum gróðurhúsal

Hlýnunaf völdum gróðurhúsalofttegunda þykir geta haft skaðvænlegar afleiðingar, jafnvel að Golfstraumurinn hætti að verma okkur og að landið verði óbyggilegt. En er þetta svona einfalt? Greinarhöfundurinn, Ágúst H. Bjarnason, efast um það og telur að rekja megi bæði hlýnun og kólnun á jörðini til eðlilegra sveiflna í virkni sólar. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 185 orð

EINAR MÁR OG AUSTER KOMNIR Í NEON

TVÆR fyrstu bækurnar í nýjum bókaklúbbi útgáfunnar Bjarts, Neon, eru komnar út en þær eru greinasafnið Launsynir orðanna eftir Einar Má Guðmundsson og skáldsagan Hending eftir bandaríska rithöfundinn Paul Auster sem er þekktastur fyrir hinn svokallaða New York-þríleik sem Bjartur hefur einnig gefið út. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 678 orð

ER HOLLT AÐ HUGSA? EFTIR STEFÁN SNÆVARR

Vilji menn lifa sem lengst er þjóðráð að leggja stund á heimspeki. Heimspekingar verða nefnilega allra karla og kerlinga elstir og eru býsna ernir fram í andlátið. Hárir öldungar í heimspekingastétt þeysa ráðstefna á milli og gefa út bækur í stríðum straumum. Nefna má að rúmlega níræð kona, Dorothy Emmett að nafni, lauk nýverið við nýja heimspekiskruddu. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1452 orð

"FYRIR ÞIG ÉG FELLI / FRÁBÆR TÁR"!? Í nýju

ÞÚ færðir mér hin fyrstu / fullorðsár. / Fyrir þig ég felli / frábær tár, yrkir Hallgrímur Helgason um Halldór Laxness í samnefndu ljóði í öðru hefti Tímarits Máls og menningar(TMM) á þessu ári en heftið er tileinkað minningu Halldórs. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

FYRSTA LÓULJÓÐ

Eitt sinn um vor barst mér til eyrna lóukvak snemma morguns inn um opinn glugga í stórri steinblokk. Og hjarta mitt fagnaði því að þessi söngur var dýrðin í upphæðum og friður á jörðu. MÁ VERA Ég mun aldrei lesa þér ljóð mín á opinberum vettvangi. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 5123 orð

GRÓÐURHÚSAÁHRIF EÐA EÐLILEGAR SVEIFLUR

Á UNDANFÖRNUM árum hafa umhverfissinnar svokallaðir haft uppi mikinn einhliða áróður fyrir því, að hitastig á jörðinni sé að hækka, sem afleiðing af útblæstri koltvísýrings. Þetta hefur leitt til þess, að blásið hefur verið til mikilla Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1085 orð

HEILLANDI HÆGINDASTÓLSÓPERA

G.P. Telemann: Orpheus. Roman Trekel (Bar.), Dorothea Röschmann (S), Ruth Ziesak (S), Werner Güra (T), Maria Cristina Kiehr (S), Hanno Müller-Brachmann (B-bar.) Isabelle Poulenard (S), Axel Köhler (KT); RIAS-kammerkórinn og Akademie für alte Musik Berlin u. stj. Renés Jacobs. Harmonia Mundi HMC 901618.19. Upptaka: DDD, Berlín 10/1996. Útgáfuár: 1998. Lengd (2 diskar): 2.39:24. Verð (Japis): 3. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð

HNÚTUKAST EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON

Hnútukast nefndist leikur sem fólst í því að menn, einkum þó jötnar og hálftröll, hentu (þungum) beinhnútum hver að öðrum og leitaðist sá við er fékk senda hnút að henda hana á lofti og senda til baka. Þessa leiks er m.a. getið í Bárðar sögu (15. kafla), Hrólfs sögu kraka (34. kafla) og Þorsteins þætti bæjarmagns (6. kafla). Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1612 orð

HORFIN HÚS Umhverfið er síbreytilegt. Bæði umhverfi náttúrunnar í landi sem sífellt er í sköpun, svo hið manngerða umhverfi. Hús

KAMP KNOX í Vesturbænum í Reykjavík var eitt stærsta braggahverfið sem búið var í á annan áratug eftir að stríðinu lauk og hermenn yfirgáfu þessa bústaði. Það þótti betra en ekkert í húsnæðisleysinu eftir stríðið að geta fengið inni í bragga. En þetta var þó engan vegin hreinræktað braggahverfi eins og þessi mynd ber með sér, heldur voru innanum og samanvið allskonar skúrar og smáhýsi. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2331 orð

HÚSGAGNASÝNINGAR MARKAÐSHYGGJA OG/EÐA SIÐMENNTUN?

"LE SALON du Meuble" er árviss viðburður á fyrstu vikum janúar í lífi Parísarbúa. Með sínum þúsund sýnendum frá 38 löndum sem dreifa framleiðslu sinni á 145.000 m fyrir yfir 50.000 gesti líkist þessi sýning lítilli borg sem breiðir úr sér syðst í Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 196 orð

Íslenskir Suzukinemar í París

UNGIR íslenskir fiðlunemar, sem lært hafa á hljóðfæri sín með Suzukiaðferðinni, léku á fjölmennum tónleikum í París, sem haldnir voru í sumarbyrjun til að heiðra 100 ára minningu Dr. Shinichi Suzuki. Alls komu um eitt þúsund nemar frá 17 löndum fram á tónleikunum, þar af 37 frá Íslandi. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3510 orð

KOSTUN Í LISTUM ER GÓÐUR BÍSSNESS Kostun er eitt þeirra nýyrða sem skotið hafa upp kollinum á seinustu árum. Orðið er bein

ÞÓ KOSTUN sé nýlegt orð í tungu okkar hefur hún farið fram um áratuga skeið en fræg dæmi eru af því þegar sterkefnaðir borgarar í Reykjavík tóku sig til og kostuðu efnileg en auralítil ungmenni til listnáms á fyrri hluta aldarinnar. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON HVALREKIÐ Ég elska hafið

Ég elska hafið fyrir utan gluggann Garðar Svavarsson hinn forni fór strax og hann kom Var hann skyggn á drasl framtíðarinnar? Nú vaxa hálmstrá milli fjalls og fjöru Einnota dósadrasl ásamt hörðum flatbotnum eftir pizzuát berja augu frá fjöru til fjalla Áhugamál landans stendur óhaggað: Keikó kemur, Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1239 orð

LISTAMENN MEÐ NÁTTÚRU Að Þingeyrum í Austur-

LISTAMENNIRNIR að Þingeyrum hafa drjúgan hluta júnímánaðar unnið að listsköpun á jörð Ingimundar Sigfússonar, íslenska sendiherrans í Þýskalandi. Átta þýskar listakonur í hópnum Seltene Erden, sem stofnaður var árið 1992, tíðka þau vinnubrögð að bjóða öðrum listamönnum að vinna með sér að ákveðnum verkefnum og að þessu sinni eru gestir þeirra fjórir íslenskir listamenn og -kona. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 558 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 162 orð

ÓLÖF SIGRÐARDÓTTIR FRÁ HLÖÐUM SÓLSTÖÐUÞULA Veltu bur

Veltu burtu vetrarþunga vorið, vorið mitt! Leiddu mig nú eins og unga inn í draumland þitt! Minninganna töfratunga talar málið sitt, þegar mjúku, kyrru kveldin kynda á hafi sólareldinn. Starfandi hinn mikli máttur um mannheim gengur hljótt, alnáttúru æða-sláttur iðar kyrrt og rótt, enginn heyrist andardráttur, engin kemur nótt. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 298 orð

SÓNHENDA Á HAUSTI

Er bátur minn á hafsins öldum hló heyrði ég söng í lofti nótt og dag himinsins fuglar fegurst áttu lag í fornu húsi gömul klukka sló. Og tíminn þaut ég þóttist heyra óm er þaninn strengur gladdi mína sál en nú er hljóðnað hússins undramál þótt heyra megi á kvöldi daufan róm. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 263 orð

Sýning til heiðurs Dieter Roth

LISTAHÁTÍÐ Seyðfirðinga hefst í dag á opnun myndlistarsýningar í menningarhúsi Seyðfirðinga, Skaftfelli. Sú breyting hefur orðið á sýningarhaldi að sýningu Björns Roth hefur verið frestað og í staðinn er haldin sýning sem ber yfirskriftina "Sýning fyrir allt" til heiðurs og í minningu Dieters Roth, sem lést 5. júní síðastliðinn. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð

SÖNG-LEIKIR Í IÐNÓ SÖNG-LEIKIR nefnast tónleik

SÖNG-LEIKIR nefnast tónleikar sem Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópransöngkona og píanóleikarinn Gerrit Schuil gangast fyrir í Iðnó annað kvöld, sunnudagskvöldið 23. júní, kl. 20.30. Eru þetta þeir fyrstu í röð léttra tónleika ýmissra listamanna sem haldnir verða í Iðnó í sumar. Dagskráin er hressileg með lögum úr sívinsælum söngleikjum, kvikmyndum og leikritum. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 313 orð

ÚT AÐ BORÐA MEÐ HEINE

Essen und Trinken mit Heinrich Heine. Mit neun Heinrich Heine Créationen von Jean-Claude Bourgueil ­ Herausgegeben von Jan-Christoph Hauschild. Mit 75 Abbildungen. Dtv ­ premium 1997. SAGT hefur verið að siðmenningin hafi kviknað í mannheimum þegar tekið var að steikja bráðina yfir eldi. Steiking matvæla er eldri en suða þeirra, til þess þurfti eldþolin ílát. Meira
20. júní 1998 | Menningarblað/Lesbók | 478 orð

ÞJÓÐVERJAR Í STRÍÐI

Þjóðverjar Niemcy" Leikstjóri: Zbigniew Kaminski. Handrit: Kaminski, byggt á samnefndu leikriti Leon Kruczkowski. Kvikmyndatökustjóri: Zbigniew Wichlacz. Tónlist: Maciej Zielinski. Aðalhlutverk: Per Oscarson, Matthew Sullivan, Vivian Schilling, Scott Cleverdon, Beata Tyszkiewicz, Peter Thoemke. Enskt tal. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.