Greinar sunnudaginn 21. júní 1998

Forsíða

21. júní 1998 | Forsíða | 237 orð

Kjöt gert meyrt með sprengingu BANDA

BANDARÍSKIR vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við að gera kjöt meyrt ­ með öflugri sprengingu. Beinlaust kjöt í loftþéttum umbúðum er þá sett í stáltank, sem er hálffullur af vatni, og sprengiefni er komið fyrir í ákveðinni fjarlægð frá matvælunum. Sprengingin veldur höggbylgjum sem fara hraðar en hljóðið í gegnum kjötið, en það er að mestum hluta vatn. Meira
21. júní 1998 | Forsíða | 225 orð

Lofa samstarfi í gjaldeyrismálum

HÁTTSETTIR embættismenn frá sjö helstu iðnríkjum heims og ellefu Asíuríkjum komu saman í Tókýó í gær og fögnuðu kaupum seðlabanka Bandaríkjanna og Japans á jenum til að styrkja japanska gjaldmiðilinn. Þeir lofuðu einnig "viðeigandi" samstarfi á gjaldeyrismörkuðum til að koma í veg fyrir nýja hrinu gengisfellinga sem gæti magnað fjármálakreppuna í Asíu. Meira
21. júní 1998 | Forsíða | 142 orð

Sjómenn gera aðsúg að ráðherrum

SJÓMENN á Nýfundnalandi gerðu aðsúg að ráðherrum kanadísku stjórnarinnar í fyrradag þegar þeir tilkynntu nýja fjárhagsaðstoð við sjómenn og fiskvinnslufólk vegna banns við þorskveiðum frá 1992. Meira
21. júní 1998 | Forsíða | 144 orð

Stækkun Jerúsalem mótmælt

ÍSRAELAR svöruðu í gær harðri gagnrýni Bandaríkjastjórnar vegna áforma þeirra um að færa borgarmörk Jerúsalem í vestur og sögðust aðeins vilja stækka borgina af efnahagslegum ástæðum. Embættismenn í Washington sögðu að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði hringt í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Meira

Fréttir

21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

50 óku of greitt við Blönduós

FIMMTÍU manns voru stöðvaðir og sektaðir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Blönduósi fram til miðnættis á föstudag. Að sögn lögreglu voru ökumenn á allt að 130 kílómetra hraða á þjóðveginum, en lögregla hefur undanfarið tekið upp hertar aðgerðir vegna hraðaksturs. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Áhyggjur af ungmennum

MIKILL fjöldi ungmenna safnaðist saman í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Lögregla segir að kvöldið hafi farið rólega af stað en eftir klukkan fjögur hafi ástandið verið mjög slæmt og að meðalaldur hafi verið mun lægri en vanalega. Í greinargerð lögreglu segir: "Almennt var ástandið í miðborginni gott fram til klukkan 04.00, þrátt fyrir að fjöldi gesta sækti skemmtistaði heim. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð

Brúðkaupsferð innan borgarmarkanna

"VIÐ vorum rétt að enda við að panta og borga hótelgistingu fyrir brúðkaupsnóttina," sögðu þau Hafsteinn Halldórsson og Guðrún Íris Valsdóttir þegar þau mættu til þess að taka við gjafabréfinu sem þau hlutu í brúðkaupsleik Morgunblaðsins. Bréfið hljóðar upp á næturgistingu í brúðarsvítu Hótels Loftleiða, þríréttaðan kvöldverð og morgunverðarhlaðborð. Meira
21. júní 1998 | Erlendar fréttir | 189 orð

ÐLækkun jensins Samkeppnishæfni Japansmarkaðar minnkar

GENGISLÆKKUN japanska jensins hefur þau áhrif að skilaverð til íslenskra framleiðenda lækkar, þótt verðið sé hið sama í jenum talið. Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Japan, IFPL, segir að veikleiki jensins hafi þau áhrif að samkeppnishæfni markaðssvæðisins verði minni en áður. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 713 orð

Er d með striki ekki sama og ð?

MENN velta nú fyrir sér hvort d með striki geti verið annar stafur en ð í íslensku. Þorgeir Sigurðsson, starfsmaður Staðlaráðs Íslands, er einn þeirra sem hafa sett sig inn í málið og leitaði Morgunblaðið til hans um upplýsingar um hvaða vangaveltur þarna væru á ferðinni. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ferðir um huliðsheima Hafnarfjarðar

ERLA Stefánsdóttir, sjáandi, verður með hugleiðsluferðir um huliðsheima Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði öll þriðjudagskvöld í sumar. Farið verður undir leiðsög Erlu á nokkra staði í lögsögu Hafnarfjarðar eftir því sem andinn blæs henni í brjóst. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Fjórtán bíla flutningalest

SJÓKVÍ háhyrningsins Keiko var flutt frá Keflavíkurflugvelli til Þorlákshafnar í gær. Fjórtán fjörutíu feta flutningabíla þurfti til flutninganna og voru bílar frá Eimskip notaðir til verksins. Aksturinn tók um tvo tíma og fylgdist lögreglan með ferð bílalestarinnar í gegnum höfuðborgina og tryggði að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Friðarhlaup um landið

GÍGJA Erlingsdóttir hljóp fyrsta spölinn í Heimsfriðarhlaupi Sri Chinmoy á föstudag. Stutt upphafsathöfn fór fram við Höfða undir stjórn séra Pálma Matthíassonar, en síðan var lagt af stað. Friðarhlauparar verða á ferðinni í tíu daga og þrjár nætur. Með lokaathöfn verður tekið á móti Friðarhlaupinu í Reykjavík um klukkan tvö sunnudaginn 28. júní eftir um það bil 1. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Frændafundur ­ Íslensk- færeysk ráðstefna

HEIMSPEKIDEILD Háskóla Íslands og Fróðskaparsetur Føroya standa fyrir ráðstefnu um íslensk og færeysk málefni dagana 24. og 25. júní í Odda, stofu 101 og hefst hún kl. 9 24. júní. Þetta er þriðja ráðstefnan í ráðstefnuröðinni Frændafundur. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Grundvöllur að því að snúa vörn í sókn í byggðamálum

BYGGÐASTOFNUN hefur fest kaup á svokölluðu fjarfundakerfi eða myndsímakerfi og jafnframt styrkt atvinnuþróunarfélögin um allt land til að gera slíkt hið sama. Hvert kerfi eða búnaður samanstendur m.a. af sjónvarpi, myndavél, hljóðnema og skjalamyndavél og getur miðlað hljóði og mynd á svonefndum ISDN símarásum til kerfa í öðrum landshlutum og jafnvel öðrum löndum. Meira
21. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1416 orð

Gömul tugga eða upphaf efnahagsbata í Japan? Ný loforð stjórnarinnar í Japan um að stokkað verði upp í fjármálakerfi landsins

BANDARÍKJAMENN stálu senunni á miðvikudag þegar seðlabanki þeirra keypti jen til að styrkja japanska gjaldmiðilinn og afstýra því að lágt gengi hans ylli nýrri hrinu gengisfellinga í Asíu. Óttast hafði verið að Kínverjar og aðrar nágrannaþjóðir Japana myndu fella gengi gjaldmiðla sinna, Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 471 orð

Hagkaup og Bónus sameinuð

EIGENDUR Hagkaups hafa selt Kaupþingi og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins eignarhlut sinn í fyrirtækinu. Kaupþing og FBA hafa skuldbundið sig til að selja hlutina almenningi. Ennfremur hefur verið gengið frá samningum um kauprétt ofangreindra aðila á eignarhlut Hagskaups-fjölskyldunnar í Bónusi sf. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Hæstiréttur staðfestir bótaskyldu ríkisins

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um bótaskyldu ríkisins vegna kostnaðar, sem maður hafði orðið fyrir þegar áfrýjun hans vegna annars máls ónýttist vegna dóms Hæstaréttar, skuli standa óhaggaður. Laut sá dómur að því að réttur hefði verið brotinn á manninum þar sem staða dómarafulltrúa sem dæmdi mál hans uppfyllti ekki grunnreglur stjórnarskrár um sjálfstæði dómsvaldsins. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 710 orð

Íslenzkir ferðamenn undanskildir vegabréfsáritunarskyldu

Nú þurfa íslenzkir ríkisborgarar ekki að verða sér úti um vegabréfsáritun vilji þeir heimsækja Suður-Afríku. Að Íslendingar skuli fá að njóta þessara réttinda er að mati sendiherra Suður-Afríku á Íslandi með aðsetur í Ósló, Stephen P. Gawe, til merkis um góð og batnandi samskipti landanna. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Jónsmessuhátíð í Hafnarfirði

Í HAFNARFIRÐI verður Jónsmessugleðin endurvakin á sérstakri Jónsmessuhátíð í Hellisgerði þriðjudaginn 23. júní klukkan 18. "Lögð verður áhersla á trúna og kraftinn sem fylgja hinni mögnuðu Jónsmessunótt og m.a. leitað óskasteina sem þá magnast. Leitast verður við að hafa stemmninguna sem dularfyllsta og engin sölumennska viðhöfð," segir í fréttatilkynningu. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Jónsmessunæturganga Árbæjarsafnsins

FARIÐ verður í Jónsmessunæturgöngu um Elliðaárdal 23. júní kl. 22.30. Á göngunni mun fólk fræðast um íslenska þjóðtrú og sögu Elliðaárdalsins, undir leiðsögn Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar. Lagt verður af stað frá miðasölu Árbæjarsafns og er þátttaka ókeypis. Í upphafi göngunnar verður kynnt ný bók um Elliðaárdalinn. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Losun á súráli gengur erfiðlega

LOSUN á 17 þúsund tonnum af súráli úr skipinu MS-Strilberg yfir í súrálsgeyma Norðuráls að Grundartanga, hefur ekki gengið sem skyldi. Ástæðan er bilun í tækjabúnaði skipsins og hefur losunin, sem reiknað var með að tæki þrjá daga, tekið rúmar tvær vikur. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Merki Alþýðubandalagsins falli ekki

HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, varar, í grein í Morgunblaðinu í dag, eindregið við afleiðingum þess ef Alþýðubandalag býður ekki fram undir eigin merkjum í þingkosningum næsta vor. Meira
21. júní 1998 | Erlendar fréttir | 439 orð

Milosevic fellst á að hefja friðarviðræður

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, féllst á að hefja tafarlaust friðarviðræður við leiðtoga aðskilnaðarsinnaðra Albana í Kosovo á fundi sínum með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Moskvu á þriðjudag. Milosevic gekk að flestum kröfum, sem stórveldin sex í "tengslahópnum" svokallaða höfðu gert serbneskum stjórnvöldum að uppfylla, í því skyni að draga úr spennu í Kosovo. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Niðjamót hjónanna frá Heiði á Langanesi

Niðjamót hjónanna frá Heiði á Langanesi NIÐJAMÓT verður haldið að Varmalandi í Borgarfirði dagana 26.­28. júní nk. Þar koma saman niðjar hjónanna Lárusar Helgasonar og Arnþrúðar Sæmundsdóttur frá Heiði á Langanesi. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

NOFIMA 2001 á Íslandi?

NOFIMA 2001 á Íslandi? NÝLEGA var haldin í Helsinki tíunda NOFOMA ­ NORDLOG-ráðstefnan sem er helguð rannsóknum á sviði vöruflæðisstjórnunar (logistics) á Norðurlöndunum. Meira
21. júní 1998 | Smáfréttir | 62 orð

NÝLEGA tók til starfa samstarfshópur undir samheitinu

NÝLEGA tók til starfa samstarfshópur undir samheitinu, Hugur og hönd og er til húsa á Skúlagötu 26. 3. hæð. Þar starfa eftirtaldir aðilar: Guðrún Pálsdóttir miðill; Guðvarður Birgisson miðill; Sirrý sem býður upp á heilun; Rúnar Óskarsson nuddari sem býður upp á h Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Styrktarmannakerfi endurvakið

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hefur sent flokksmönnum bréf vegna fjárhagserfiðleika flokksins og skorar á þá að leggjast á árar með flokknum þannig að áfram verði hægt að halda skrifstofu flokksins opinni. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Svigkappar í laxveiði

NORSKI ólympíumeistarinn í svigi, Hans-Petter Buraas, hefur dvalið hér á landi í nokkra daga á vegum franska fyrirtækisins Rossignol, sem framleiðir skíðaútbúnað. Með honum í för eru Kristinn Björnsson og Frakkinn Patrick Bougreat og mynda þeir svigliðið "B-in þrjú" hjá Rossignol. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Tók háskólapróf eftir 64 ára hlé

SIGURÐUR Sigmundsson, 83 ára gamall fyrrverandi bóndi að Hvítárholti í Hrunamannahreppi sem nú er búsettur á Flúðum, gekkst undir alþjóðlegt próf í spænsku í maí síðastliðnum. Sigurður, sem hefur lagt stund á sjálfsnám í spænsku í 50 ár og samdi fyrstu og einu Spænsk- íslensku, Íslensk-spænsku orðabókina, Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Tólf sækja um stöðu bæjarstjóra

TÓLF sóttu um stöðu bæjarstjóra á Húsavík og eru þeir eftirtaldir: Arinbjörn Sigurgeirsson Reykjavík, Arnar Sverrisson Akureyri, Árni Múli Jónasson Reykjavík, Dóra Stefánsdóttir Reykjavík, Guðmundur Rúnar Svavarsson Borgarbyggð, Haukur Nikulásson Reykjavík, Reinhard Reynisson Þórshöfn, Sigurður Eiríksson Eyjafjarðarsveit, Sigurður Kristjánsson Mosfellsbæ, Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

"Viljum ekki missa af íslenska sumrinu"

NÖFN tilvonandi brúðhjóna bárust í hundraðavís vegna leiks sem kynntur var í sérblaði Morgunblaðsins um giftingar í maí. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir tvenn tilvonandi hjón og í þetta sinn fóru báðir vinningarnir út á land. Morgunblaðið þakkar þátttökuna og óskar öllum brúðhjónum ársins gæfu í hnappheldunni. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 630 orð

Væntanlegur ávinningur nokkuð ásættanlegur

FORSTJÓRI Fjárfestingarbanka atvinnulífsins segir að meðal markmiða bankans sé að þjóna íslensku atvinnulífi þar sem tækifærin gefist og arðvænlegt sé talið fyrir hluthafa og séu kaupin á Hagkaupi liður í því. Meira
21. júní 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Þrettán hlutu styrk frá Hörpu

HARPA hefur veitt málningarstyrk fyrirtækisins fyrir árið 1998. Tilgangur með styrkveitingunni er að hvetja landsmenn og félagasamtök til að mála og fegra umhverfi sitt og barst fjöldi umsókna frá öllum landshornum. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júní 1998 | Leiðarar | 703 orð

KREPPAN Í JAPAN

LeiðariKREPPAN Í JAPAN EGAR ALVARLEGIRefnahagserfiðleikar komu til sögunnar hjá nokkrum Asíuríkjum á síðasta ári gerðu sérfræðingar og stjórnvöld á Vesturlöndum lítið úr áhrifum þeirra í okkar heimshluta. Meira
21. júní 1998 | Leiðarar | 1677 orð

ReykjavíkurbréfTVENNT VEKURathygli við sölu Hagkaups, sem sagt er

TVENNT VEKURathygli við sölu Hagkaups, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Fyrst ber að nefna, að það þarf mikinn kjark hjá fjölskyldu Pálma heitins Jónssonar til að taka ákvörðun um sölu fyrirtækisins. Sterkar og djúpar tilfinningar eru tengdar fyrirtæki sem þessu. Starfsemi Hagkaups hófst eins og kunnugt er í gömlu fjósi við Eskihlíð fyrir tæpum fjörutíu árum. Meira

Menning

21. júní 1998 | Menningarlíf | 416 orð

200 ára afmælis Sigurðar Breiðfjörðs minnst

HINN 17. júní var opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi sýning sem helguð er 200 ára afmæli Sigurðar Breiðfjörðs. Sigurður fæddist 4. mars 1798 og var afmælis hans minnst með ýmsu móti í Reykjavík í mars sl. Þessi sýning er sú fyrsta sem er tileinkuð honum út á landi og vel við hæfi að það sé gert í Stykkishólmi, því margt tengir Sigurð Breiðfjörð við Stykkishólm. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 655 orð

"Auðveldara að skilja Einstein en Bach"

TÓNVERK Gils Shohats hafa verið flutt víða í Evrópu og Bandaríkjunum og eru á efnisskrám helstu hljómsveita Ísraels. Fyrir tveimur árum bauðst honum að ganga til liðs við hið virta ítalska útgáfufyrirtæki Ricordi, sem nú hefur gefið út tíu af tuttugu verkum tónskáldsins. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 139 orð

Ársrit Út er komið ritið Theatre in Iceland

Út er komið ritið Theatre in Iceland 1996-98. Ritið er á ensku og er ætlað til kynningar erlendis á nýjum íslenskum leikritum sem frumsýnd hafa verið sl. tvö ár. Hvert verk er kynnt með efnislegum úrdrætti ásamt nöfnum allra listamanna sem stóðu að frumsýningu þess, auk frumsýningardags og frumsýningarstaðar.. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 298 orð

Enn ein harðhausamyndin Árásin á Djöflaeyju (Assault on Devils Island)

Framleiðendur: Paul Cajero, Kevin Beggs. Leikstjóri: Jon Cassar. Handritshöfundar: Cal Clements Jr. Kvikmyndataka: James Pergola. Tónlist: Cory Lerios, John Andrea. Aðalhlutverk: Terry "Hulk" Hogan, Carl Weathers, Shannon Tweed, Trevor Goddard, Billy Drago, Billy Blanks. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

Fögnuður í sparisjóðafjölskyldunni

FLESTIR sparisjóðsstjórar Íslands og fulltrúar fleiri fyrirtækja úr "sparisjóðafjölskyldunni" ásamt Geir H. Haarde fjármálaráðherra og fleiri gestum fögnuðu með stjórnendum Kaupþings hf. þegar verðbréfafyrirtæki þess í Lúxemborg hóf starfsemi, en það er fyrsta íslenska verðbréfafyrirtækið erlendis. Formleg opnun Kaupthing Luxembourg S.A. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 98 orð

Gjörningaklúbburinn sýnir hjá Sævari Karli

GJÖRNINGAKLÚBBINN eða "The Icelandic Love Corporation" skipa fjórar ungar konur; Dóra Ísleifsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Klúbburinn hefur starfað síðan í ársbyrjun 1996 og hefur gert fjölda gjörninga og haldið margar sýningar víðsvegar. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 147 orð

Gunnar Á. Hjaltason sýnir í Hafnarfirði

GUNNAR Ásgeir Hjaltason listmálari sýnir myndir frá Hafnarfirði og nágrenni í Hár og list við Strandgötu í Hafnarfirði um þessar mundir. Í kynningu segir: "Gunnar er fyrst og fremst landslagsmálari og hefur ferðast víða um landið og teiknað og málað það sem fyrir augu ber. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 270 orð

Hasar fyrir unglinga Meistararnir (Masterminds)

Framleiðendur: Robert Dudelson og Floyd Byars. Leikstjóri: Roger Christian. Handritshöfundur: Floyd Byars. Kvikmyndataka: Nic Morris. Tónlist: Anthony Marinelli. Aðalhlutverk: Patrick Stewart og Vincent Kartheiser. (120 mín.) Bandarísk. Skífan, júní 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 607 orð

Heimilislegir tónar fjölhæfra leikkvenna Kaffileikhúsið býður upp á röð sumartónleika í Hlaðvarpanum í sumar og fyrr í vikunni

Kaffileikhúsið býður upp á röð sumartónleika í Hlaðvarpanum í sumar og fyrr í vikunni tróðu fjórar landsþekktar leikkonur upp undir nafninu Heimilistónar. Rakel Þorbergsdóttir upplifði afslappaða og heimilislega stemmninguna á milli hláturgusanna. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 120 orð

Íranskir knattspyrnumenn æfir

Íranskir knattspyrnumenn æfir LIÐSMENN íranska landsliðsins í knattspyrnu eru æfir yfir þeirri ákvörðun að sýna myndina "Ekki án dóttur minnar" með Sally Field í aðalhlutverki sem þeir lýsa sem "lygaóhróðri og móðgun við íranska menningu". Kvikmyndin, sem gerð var árið 1990, lýsir raunum bandarískrar konu í Íran. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 217 orð

Jennifer Lopez skilin ORÐRÓMURINN

Jennifer Lopez skilin ORÐRÓMURINN um hjónabandserfiðleika leikkonunnar Jennifer Lopez reyndist réttur því hún hefur nú þegar gengið frá skilnaði við þjóninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar árið 1997. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 647 orð

King Kong vinsælli en Greta Garbo

KING Kong komst á listann en ekki Greta Garbo. Fred Astaire og Ginger Rogers voru ekki virt viðlits og engum fannst neitt koma til Busters Keaton. Fyrir helgina var birtur listi yfir 100 bestu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum og sáu 1.500 manns, þar á meðal gagnrýnendur, kvikmyndaáhugamenn, stjórnmálamenn, kvikmyndagerðarmenn, leikarar og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, um valið. Meira
21. júní 1998 | Myndlist | 639 orð

Kynjamyndir í Sigurjónssafni

Verk eftir Örn Þorsteinsson Opið alla daga nema mánudaga milli 14:00 og 17:00 til 1. júlí. Í LISTASAFNI Sigurjóns hefur staðið yfir sýning á höggmyndum Arnar Þorsteinssonar. Þetta er tíunda einkasýning Arnar, en hann sýndi fyrst á haustýningu FÍM 1971, á meðan hann var við nám í Listaháskólanum í Stokkhólmi. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 184 orð

Leikhússport í Iðnó

KEPPT var í leikhússporti sl. mánudagskvöld í Iðnó. Fullt var á keppninni og um hundrað manns þurftu frá að hverfa. Ákveðið hefur verið að halda áfram með keppni í leikhússporti í Iðnó og verður næsta keppni á mánudagskvöld kl. 20.30. Nú er verið að þjálfa ný lið en gert er ráð fyrir að innan skamms geti hafist Íslandsmót í leikhússporti í Iðnó. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

Ljósmyndamaraþon Rauða kross Íslands Áróra

Ljósmyndamaraþon Rauða kross Íslands Áróra átti bestu myndaröðina LJÓSMYNDAMARAÞON var haldið í tilefni af alþjóðadegi Rauða kross Íslands 8. maí síðastliðinn. Verðlaunahafarnir voru heiðraðir síðastliðinn fimmtudag og voru það Áróra Gunnarsdóttir fyrir bestu myndaröðina og Brynjar Gunnarsson sem hafnaði í öðru sæti. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 135 orð

Max Ernst ­ næstsíðasta sýningarhelgi

SÝNINGU á höggmyndum og frottage-verkum eftir Max Ernst í Listasafni Íslands lýkur eftir rúma viku. Sýningin hefur farið víða um lönd og gist nokkur helstu listasöfn Evrópu og var hún framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 100 orð

Montmartre- hátíðin í París

HINN 13. júní var opnunardagur Montmartre-hátíðarinnar, "Montmartre en Europe", sem er listahátíð 18. hverfis í París og stendur yfir til 27. júní. Alls taka tíu þjóðir þátt í hátíðinni, þar á meðal Ísland. Sjö íslenskir myndlistarmenn taka þátt,. þeirra á meðal Ása Ólafsdóttir, Ásdís Kalman, Björk Ólöf Bragadóttir og Kristín Pálmadóttir. Meira
21. júní 1998 | Menningarlíf | 124 orð

Opið á kvöldin á ítölskum söfnum

YFIRVÖLD menningarmála á Ítalíu hyggjast koma til móts við listelska nátthrafna í sumar með því að hafa meira en fimmtíu söfn og hallir opin á kvöldin, auk þess sem menn geta skoðað þekktar fornminjar að kvöldlagi. Meira
21. júní 1998 | Kvikmyndir | 304 orð

Ríkisbubbar í sveitinni

Leikstjóri: Bryan Spicer. Aðalhlutverk: Tim Allen og Kirstie Alley. Universal. 1997. BANDARÍSKA gamanmyndin Úr öskunni í eldinn eða "For Richer or Poorer" með þeim Tim Allen og Kirstie Alley segir af moldríkum hjónum sem eru svo óheppin að bókarinn þeirra stelur frá þeim stórfé og lætur það líta út eins og skattasvindl. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 142 orð

Spaugað fyrir heimilislausa

ÁTAKIÐ "Comic Relief 8" fór fram í New York á dögunum en eins og nafnið gefur til kynna er þetta í áttunda sinn sem bandarískir spaugarar koma saman í góðgerðarskyni. Ágóði uppákomunnar rennur til hinna ýmsu verkefna í þágu heimilslausra í rúmlega tuttugu borgum Bandaríkjanna. Það voru úrvalsmenn og konur sem léðu krafta sína og var mikið sprellað og hlegið. Meira
21. júní 1998 | Bókmenntir | 466 orð

Spennutryllir um falin eiturefnavopn

eftir Tim Sebastian. Orion 1998. 295 síður. BRESKI spennusagnahöfundurinn Tim Sebastian hefur sent frá sér einar átta skáldsögur, m.a. "Exit Berlin" og "War Dance". Hann hefur starfað sem fréttamaður fyrir BBC lengst af í Austur-Evrópu en ein af aðalpersónunum í nýjustu sögu hans, "Ultra", er einmitt fréttamaður fyrir The Times staðsettur í Washington D.C. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 379 orð

Sunnudagsmyndir Sjónvarpsstöðvanna

Sunnudagsmyndir Sjónvarpsstöðvanna Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 353 orð

Trúir þú á álfasögur? Myndir af handanheimi (Photographing Fairies)

Framleiðendur: Michelle Camarda. Leikstjóri: Nick Willing. Handritshöfundar: Chris Harrald, Nick Willing. Kvikmyndataka: John de Borman. Tónlist: Simon Boswell. Aðalhlutverk: Frances Barber, Philip Davis, Ben Kingsley, Toby Stephens, Emily Woof. 101 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 42 orð

Woods hjá Larry King

Woods hjá Larry King GOLFMEISTARINN ungi Tiger Woods var í sjónvarpsviðtali á dögunum hjá hinum vinsæla Larry King á CNN-sjónvarpsstöðinni. Þetta var fyrsta alvöru sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem kappinn hefur fengist til að koma í og því mikil stund fyrir báða aðila. Meira
21. júní 1998 | Kvikmyndir | 498 orð

Ylurinn af endurminningunum

Þeysireið Cwal" Leikstjóri: Krzysztof Zanussi. Handrit: Zanussi. Kvikmyndatökustjóri: Jaroslaw Zamojda. Tónlist: Wojciech Kilar. Aðalhlutverk: Marja Komorowska, Bartek Obuchowicz, Karolina Wajda, Piotr Adamczyk. Pólskt tal, enskur texti. Meira
21. júní 1998 | Fólk í fréttum | 216 orð

Þreyttur á hlutverki Mulders HELSTU aðdáendur

HELSTU aðdáendur Ráðgátna eða "X-Files" gætu orðið fyrir vonbrigðum með nýju kvikmyndina sem byggð er á þessum vinsælu sjónvarpsþáttum. Ástæðan er sú að geimveran sem Mulder og Scully eiga í höggi við er lítt sýnileg í myndinni. "Í fyrsta lagi hafði ég ekkert sérlega frumlega geimveru í höndunum," segir Rob Bowman, leikstjóri myndarinnar, í samtali við Variety. Meira

Umræðan

21. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Opið bréf til útvarpsstjóra Frá Karli Ormssyni: KÆRI Markús.

KÆRI Markús. Þú baðst um að nefnd yrðu dæmi um að fréttastofu sjónvarps hefði verið beitt á hlutdrægan hátt í kosningabaráttunni síðustu. Ég skal með glöðu geði nefna þér dæmi. Rétt fyrir borgarstórnarkosningar 23. maí birti Stöð 2 kl. 19.30 eina stærstu og hlutlausustu fréttina um þá félaga af R-listanum Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnarson. Meira
21. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 607 orð

Ríkisútvarpið og Emil Thoroddsen tónskáld Frá Pétri Péturssyn

HUNDRAÐ ár voru liðin hinn 16. júní sl. frá fæðingu eins fjölhæfasta listamanns þjóðarinnar. Emil Thoroddsen, tónskáld og píanóleikari, var 46 ára gamall þegar hann lést. Hann markaði djúp spor í listasögu íslensku þjóðarinnar. Lag hans við ljóð Huldu, "Hver á sér fegra föðurland" vann til fyrstu verðlauna á lýðveldishátíð á Þingvöllum 1944. Meira
21. júní 1998 | Aðsent efni | 2407 orð

SMÁVINIR FAGRIR

"SMÁVINIR fagrir foldarskart,/ fífill í haga,/ rauð og blá, brekkusóley,/ við mættum margt/ muna hvort öðru að segja frá./ Prýðið þér lengi landið það,/ sem lifandi Guð hefur fundið stað,/ ástarsælan, því ástin hans,/ alstaðar fyllir þarfir manns." Svo yrkir ástmögur þjóðar Jónas Hallgrímsson, skáldið og náttúrufræðingurinn. Meira

Minningargreinar

21. júní 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Aðalsteinn Jóhannsson

Það er með söknuði að við systkinin kveðjum afa Aðalstein. Afi var yndislegur maður. Hann var leiðarljósið okkar í trúnni og bað Guð ávallt að vaka yfir okkur um ókomna framtíð. Hann kenndi okkur bænirnar, kvæðin og íslensku lögin sem við geymum alltaf með okkur. Vegna langdvalar í útlöndum hefur þessi kennsla verið ómetanlegur þáttur í að tengja okkur við landið. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 680 orð

Aðalsteinn Jóhannsson

Vinur minn og svili, Aðalsteinn Jóhannsson, hefur leyst landfestar eftir langa legu. Fyrir sjö árum tæpum fékk hann heilablóðfall og lamaðist verulega, svo að hann varð að hlíta sjúkrahúsvist þaðan í frá. Og þar sem ekki var bata að vænta hérna megin móðunnar miklu, verða umskiptin áreiðanlega til góðs, því að hinumegin gengur hann að hjálparmeðulum vísum. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 612 orð

Aðalsteinn Jóhannsson

Látinn er tengdafaðir minn Aðalsteinn Jóhannsson tæknifræðingur eftir langa og erfiða sjúkralegu, sem hann tókst á við með sömu yfirvegun, ró og prúðmennsku sem einkenndi hann í öllum okkar samskiptum. Þegar ég kvæntist Guðnýju konu minni fyrir 34 árum eignaðist ég yndislega tengdaforeldra. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Aðalsteinn Jóhannsson

Öðlingurinn Aðalsteinn Jóhannsson, tengdafaðir minn og hollvinur, verður borinn til grafar á morgun. Ég sakna þess eins að hafa ekki kynnzt honum fyrr og þá auðvitað af því sama tilefni og varð upphaf okkar kynna fyrir aldarfjórðungi. Aðalsteinn var óvenjulega samsettur maður. Hann lét þann eldmóð frumkvöðulsins, sem í honum bjó, ekki trufla heimilislífið og ljúfmennsku hans var við brugðið. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Aðalsteinn Jóhannsson

Látinn er vinur minn Aðalsteinn Jóhannsson, eftir erfið veikindi og nærri 7 ára spítalavist. Kynni okkar hófust um 1930 þegar við vorum iðnnemar og hafa leiðir okkar legið saman nær óslitið frá þeim tíma. Við vorum samtímis við nám í Danmörku og síðan samkennarar við Iðnskólann í Reykjavík. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 217 orð

AÐALSTEINN JÓHANNSSON

AÐALSTEINN JÓHANNSSON Aðalsteinn Jóhannsson fæddist í Bolungarvík 6. ágúst 1913. Hann lést á Landakoti 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson Eyfirðingur, kaupmaður og útgerðarmaður þar og síðar á Ísafirði, og fyrri kona hans, Salome Gísladóttir. Þau eignuðust sjö börn og komust sex þeirra til fullorðinsára. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 768 orð

Einar G. Guðjónsson

Elsku afi. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að rita þér þetta bréf til að þakka þér fyrir samveruna síðastliðin ár. Málið er að ég veit ekki hvert skal senda bréfið. En þótt þú fáir sennilega engan Mogga þar sem þú ert núna vona ég að með einhverjum hætti takist þér að skynja það sem hér stendur. Ég trúi því nefnilega að þú sért enn til þótt í öðru formi sé en áður. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 96 orð

EINAR G. GUÐJÓNSSON

EINAR G. GUÐJÓNSSON Einar G. Guðjónsson fæddist í Reykjavík 11. september 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guðlaugsson trésmiður og kona hans Margrét Einarsdóttir. Bræður hans eru Þór og Ásgeir Kári. Einar kvæntist Margréti Sigurðardóttur 1942 og börn þeirra eru Sigríður, f. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 270 orð

Elínborg Pálína Ólafsdóttir og Jón Sveinbjörn Jónsson

Tengdafaðir minn, Sveinbjörn Jónsson, útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri, en þar kynntist hann lífsförunaut sínum Elínborgu Ólafsdóttur. Þau gengu í hjónaband 1930 og höfðu verið gift í tæp 70 ár, þegar Sveinbjörn lést 1. sept. sl. Þau voru einstaklega samrýnd hjón og lifðu í ástríku hjónabandi. Ef hægt er að tala um fullkomið hjónaband voru þau a.m.k. mjög nálægt því. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 968 orð

Elínborg Pálína Ólafsdóttir og Sveinbjörn Jónsson

Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ég stend uppi í rúminu hennar ömmu minnar, hún er að klæða fjögurra ára telpuna og þegar hún hefur lokið versinu signir hún mig á brjóstið og ég lyfti höndunum eins hátt og ég get svo hún geti fært mig í hreinan nærbolinn. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Elínborg Pálína Ólafsdóttir og Sveinbjörn Jónsson

"Við kveðjum þig móðir með söknuð og trega og minnumst þín ætíð um ókomna tíð, fyrir ást þína, umhyggju, hlýhug og bænir, að börnin þín öll ættu enn stundirnar saman, svo böndin enn styrktust á ný. Þínar bænir við heyrðum, skildum og munum og við munum leitast við að hlíta því." Kæra móðir, þjáningunni er lokið og vonandi opnast þér þeir björtu heimar sem þú trúðir á. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 121 orð

Elínborg Pálína Ólafsdóttir og Sveinbjörn Jónsson

Nú er hún Ellý amma komin til frænda en þess var hún búin að óska allt frá því að hann fór, enda bæði búin að lifa vel og lengi. Ég á ótal minningar úr Sólheimum 38, þar sem ég kom oft sem barn enda var alltaf mjög gaman og gott að koma til þeirra sem voru mér ávallt sem afi og amma. Um leið og ég kveð Ellý ömmu langar mig að þakka henni fyrir allt. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 284 orð

ELÍNBORG PÁLÍNA ÓLAFSDÓTTIR OG SVEINBJÖRN JÓNSSON

ELÍNBORG PÁLÍNA ÓLAFSDÓTTIR OG SVEINBJÖRN JÓNSSON Elínborg Pálína Ólafsdóttir var fædd að Brimnesgerði við Fáskrúðsfjörð 14. júní 1906. Hún lést í Seljahlíð 9. júní síðastliðinn. Faðir hennar var Ólafur Finnbogason, f. í Brimnesgerði 5. ágúst 1863, d. 24. maí 1935. Móðir Elínborgar var Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir, f. á Héraði 9. mars 1868, d. 27. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 99 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Menn segja að lífið sé ekki alltaf dans á rósum. Hún amma mín hefur háð margar barátturnar á sinni lífsleið. Nú er síðustu baráttunni lokið. Við syrgjum hana og munum eftir öllum þeim skinum á milli skúra sem við lifðum með henni. Mér fannst ávallt eins og geislaði frá henni gleði og birta þegar ég var nærri henni. Þannig mun ég alltaf hugsa um hana. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Fjóla Guðmundsdóttir

Ég var að vona að ég þyrfti ekki að skrifa þér bréf af þessu tagi, og ég vona að þú getir kíkt í Moggann á þeim dýrðar stað sem ég veit þú ert komin á. Ég er bæði glöð og sorgmædd, ég er glöð, þín vegna, yfir að þú fórst svo sársaukalaust frá okkur en ég er sorgmædd vegna þess að ég hélt í þá barnslegu trú að ég gæti átt þig að, að eilífu. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR

FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR Fjóla Guðmundsdóttir fæddist á Hellissandi 21. júlí 1929. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Hellu 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. júní. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 403 orð

Guðmundur Jóhannsson

Lóukvak og léttfætt lömb á grundum kalla hug minn heim, á hljóðum stundum hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson.) Á sólbjörtum sumardegi, þegar náttúran skartaði sínu fegursta, kvaddi hann Guðmundur bróðir minn þetta jarðlíf. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Guðmundur Jóhannsson

Elsku pabbi! Þar kom að því að hjarta þitt hætti að tifa. Heima á stofugólfinu hjá ykkur mömmu eftir ánægjulegt kvöld. Því miður báru lífgunartilraunir ekki tilætlaðan árangur og sú staðreynd að þú kemuur ekki aftur er ekki raunveruleg því tómarúmið sem þú skilur eftir þig er svo stórt. Við erum svo lítil án þín. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 81 orð

Guðmundur Jóhannsson

Með þessum orðum kveð ég þig elsku pabbi minn. Guðdóms elskueðlið djúpa, inn til þín ég mæni klökk. Ó, ég þarf að krjúpa, krjúpa, koma til þín heitri þökk. Án þín hefði' eg gæfu glatað, Guð, sem vakir yfir mér. Án þín hefði' eg aldrei ratað, og þó gat ég vantreyst þér. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Guðmundur Jóhannsson

Elsku pabbi minn! Það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Síðast þegar ég hitti þig varstu svo kátur og þér leið svo vel. Þú grillaðir fyrir okkur mömmu og Fannar Frey, litla dóttursoninn þinn, sem þér þótti svo vænt um. Tveimur tímum eftir að ég fór frá þér veiktist þú svo skyndilega og við tók erfiður tími á gjörgæsludeildinni. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Guðmundur Jóhannsson

Nú er hann látinn, blessaður tengdafaðir minn, góður vinur og félagi, Guðmundur Jóhannsson. Þó mér sé tregt penna að hræra vegna eftirsjár og sorgar þá langar mig samt að hripa nokkur fátækleg kveðjuorð á blað til að minnast þessa væna manns sem var hvers manns hugljúfi. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 137 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNSSON

GUÐMUNDUR JÓHANNSSON Guðmundur Jóhannsson fæddist á Patreksfirði 31. mai 1941. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Laugardal í Tálknafirði, f. 19.11. 1903, d. 2.5. 1989, og Jóhann Magnússon frá Patreksfirði, f. 2.9. 1904, d. 18.7. 1971. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 323 orð

Guðmundur Stefán Eðvarðsson

Hann elsku pabbi okkar er farinn. Hann fór þegar sólin var að hníga til viðar og himinninn skartaði sínu fegursta. Hve táknrænt var þetta ekki fyrir mann, sem undi sér hvergi betur en við hvítar strendur Spánar, þar sem sólin skín heitast. Eða eins og hann sagði sjálfur, þegar hann fór í sína fyrstu ferð: "Ég þurfti að klípa mig í handlegginn því ég hélt ég væri dáinn og kominn í Paradís. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Guðmundur Stefán Eðvarðsson

Fyrstu kynni mín af þér, afi minn, voru þegar ég var einungis ungabarn. Ég skreið á eftir þér um íbúðina þína í Skipasundinu, og eftir það höfum við alltaf verið vinir. Við gerðum svo margt saman sem er gaman að minnast. Eins og kuldaskórnir sem þú og amma ætluðuð að gefa mér í jólagjöf þegar ég var 2­3 ára gömul. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 415 orð

Guðmundur Stefán Eðvarðsson

Kveðja til afa. Elsku Mummi afi minn, nú ert þú laus við þjáningar þínr og kominn á góðan stað þar sem sólin skín, gleði og kærleiki ræður ríkjum og ég veit að þú hefur þar hlutverki að gegna. Það var svo sárt að vita af því fyrir hálfu ári síðan að valdur að veikindum þínum að þessu sinni væri krabbamein en áfram gekkst þú veginn með þitt beina og breiða bak, Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 216 orð

GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON

GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON Guðmundur Stefán Eðvarðsson fæddist á Ísafirði 2. mars 1921. Hann lést á heimili sínu, Miðvangi 41, Hafnarfirði, 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir frá Bolungarvík og Eðvarð Karlsson frá Vopnafirði, en fósturfaðir Guðmundar var Bjarni Helgason. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 579 orð

Ketill Þorsteins Pétursson

Þegar þetta undur gerist, að náttúran lifnar og allt iðar af lífi og athöfnum, dó Ketill mágur minn. Hljótt og óvænt og nú þegar ég reika um lönd minninganna skil ég að þannig var hann; bar ekki á torg vonbrigði eða vanlíðan hvað þá að hann íþyngdi öðrum með brestandi heilsu. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 94 orð

Ketill Þorsteins Pétursson

Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 52 orð

Ketill Þorsteins Pétursson

Ó, láttu, Kristur, þá laun sín fá, er ljós þín kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan, er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. (Stefán frá Hvítadal.) Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Kristín Elfa. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 110 orð

KETILL ÞORSTEINS PÉTURSSON

KETILL ÞORSTEINS PÉTURSSON Ketill Þorsteins Pétursson var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólavía Guðríður Nielsen verslunarmaður og Pétur Ketilsson húsasmíðameistari. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Sigríður Helgadóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Á fallegu sumarkvöldi kvaddi tengdamóðir mín, Sigríður Helgadóttir, þennan heim. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Sigríður Helgadóttir

Elsku amma mín. Núna ertu farin burt í faðm afa Gunnars. Mér þykir erfitt að hugsa til þess að geta aldrei aftur heimsótt þig og spjallað um heima og geima. Hlegið með þér á góðri stundu eða fundið fyrir væntumþykju þinni og ástúð þegar eitthvað bjátaði á. Hlýja og vináttuþel var nokkuð sem þú áttir alltaf nóg af og alltaf gastu gert gott úr öllu. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Sigríður Helgadóttir

Elskuleg föðuramma mín, Sigríður Helgadóttir, kvaddi þetta líf hinn 12. þessa mánaðar. Í byrjun maímánaðar þegar ég kom síðast til Akureyrar og heimsótti Siggu ömmu leyndi sér ekki að margra mánaða veikindi höfðu sett mark sitt á hana. Yfir rjúkandi súkkulaðibolla og ljúffengum kræsingum áttum við saman stund sem í dag er mér ákaflega dýrmæt. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 58 orð

Sigríður Helgadóttir

Elsku amma mín. Ég veit þú fylgist með mér og leiðir mig á lífsins braut Allar ár eiga sinn farveg og okkar vegir liggja saman. Þótt sölt tár mín falli á lífsins leið mun styrkur þinn ávallt vera greyptur mér í minnum. Góð er gleðin, björt og hrein þín var einstök, hennar ég sakna. Þín, Gunnur Ósk. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 79 orð

Sigríður Helgadóttir

Ástarþakkir elsku mamma alla fyrir lífsins stund. Fyrir unnu ævistörfin, ástarfórn og kærleikslund. Þegar lífs í þungu stríði þrengja að sinni málin vönd, göfuleikans glæstar perlur glitra um minninganna lönd. Inn í fagra lífsins landið leita hjörtu vor til þín þar sem dýrðleg öllu yfir eilíf náðar sólin skín. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 202 orð

SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR

SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR Sigríður Helgadóttir fæddist á Króksstöðum, Eyjafjarðarsveit, 16. júní 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Sölvadóttir, f. 8. september 1884, d. 25. janúar 1954, og Helgi Helgason, f. 5. mars 1871, d. 16. júní 1955. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Tryggvi Ólafsson

Á morgun kveðjum við Tryggva Ólafsson í hinsta sinn. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka honum fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar vináttu, reisnar, lífslöngunar og dugnaðar, sem við urðum aðnjótandi hjá honum á hans lífshlaupi. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Tryggvi Ólafsson

Elsku afi. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn. Þú varst besti afi í öllum heiminum. Þú varst alltaf til staðar og tilbúinn að ræða málin. Þú skildir mann svo vel. Frá því ég man eftir mér hefur öll fjölskyldan komið saman á laugardögum hjá þér og ömmu í Espigerði og frá því í fyrra uppi í Gullsmára. Einfaldlega fastir liðir eins og venjulega. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Tryggvi Ólafsson

Í tæp 38 ár starfaði Tryggvi Ólafsson hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Hann var ákaflega metnaðarfullur starfsmaður og bar hag slökkviliðsins einlægt fyrir brjósti. Ferill hans þar var óvenju framgangsríkur og hann var mjög virkur í félagsmálum starfsmanna. Eftir aðeins átta ára starf var hann orðinn aðalvarðstjóri í varðliðinu og fjórum árum síðar tók hann við nýrri stöðu dagvarðstjóra. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Tryggvi Ólafsson

Í dag kveðjum við fyrrverandi formann og einn okkar traustasta félaga, Tryggva Ólafsson. Tryggvi var slökkviliðsmaður af lífi og sál. Hann hóf störf í Slökkviliði Reykjavíkur hinn 1. janúar 1960 og starfaði til 1. febrúar sl. eða samfellt í 38 ár. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 81 orð

Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
21. júní 1998 | Minningargreinar | 269 orð

TRYGGVI ÓLAFSSON

TRYGGVI ÓLAFSSON Tryggvi Ólafsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1934. Hann lést á heimili sínu 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ingimundarson, f. 16.3. 1899, d. 21.5. 1973, og Gudrun Mjåtveit, f. í Noregi 6.4. 1904, d. 8.6. 1992. Meira

Daglegt líf

21. júní 1998 | Ferðalög | 537 orð

Áhugafólk um skipulagsmál ætti ekki að láta Info Box við Potsdame

FJÓRAR milljónir manna víðs vegar að úr heiminum höfðu lagt leið sína í upplýsingamiðstöðina eldrauðu í Berlín, Info Box, um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá dr. Bernd Buhmann blaðafulltrúa ferðamálaráðs Berlínar. Info Box miðstöðin, sem opnuð var í Berlín fyrir tæpum fjórum árum, stendur við Potsdamer Platz, þar sem áður var einskismannsland milli austur- og vesturhlutans. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 141 orð

Áritun til S-Afríku óþörf ÍSL

ÍSLENDINGAR þurfa ekki lengur vegabréfsáritun vilji þeir leggja leið sína til Suður-Afríku í heimsókn eða viðskiptaerindum segir Jón Reynir Magnússon ræðismaður Suður-Afríku á Íslandi. Krafan um vegabréfsáritun fyrir Evrópubúa var felld niður þegar Nelson Mandela settist á forsetastól segir hann jafnframt. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 114 orð

Átta belgir í Mercedes-Benz

MERCEDES-BENZ E verður fáanlegur í Evrópu frá og með júlí með hliðarbelgjum jafnt fyrir farþega og ökumann í framsætum og aftursætisfarþega. Þar með verður bíllinn fáanlegur með alls átta líknarbelgjum. Hliðarbelgurinn fyrir framsætisfarþega verður 25 millisekúndur að blásast upp og mun kosta sem svarar um 35 þúsund ÍSK aukalega á mörkuðum í Evrópu. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 198 orð

Baðstaðir vinsælir að vetrarlagi

EINN helsti heilsubaðstaður Ungverjalands er í Hévíz. Vatnið þar er um 36 gráðu heitt og fer aldrei niður fyrir 25ìC. Uppspretta þess er á rúmlega kílómetra dýpi og endurnýjast yfirborðsvatn lindarinnar á þremur dögum. Sérstök leðja á botninum hefur ótvíræða virkni og sækja þúsundir gesta baðstaðinn á ári hverju í von um bót meina sinna. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 434 orð

Clio II með skynvæddri sjálfskiptingu

Á NÆSTU vikum kemur á markað hérlendis ný gerð af Renault Clio og verður hann meðal annars fáanlegur með svonefndri "proactive" sjálfskiptingu sem hér verður kölluð skynvædd sjálfskipting. Á dögunum gafst kostur að aka bílnum lítillega frá Billancourt í útjaðri Parísar til Saint Quentin en Yvelines vestan við Parísarsvæðið. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 684 orð

Draumsýnn maður skemmtir sér í Tórsgøtu

SUNNUDAGUR og allt rólegt eftir laugardagsfjörið sem fjaraði út við sólarupprás. Á morgun hefst vinnuvikan og ég held heim á ný. Hef ekkert betra að gera en að fara út að borða. En hvar? Ég gæti farið á Hotel Föroyar og ég gæti farið á Hotel Havnia eða bara fengið mér pítsu á Tórshavnar Sjomansheimið? Kvöldið áður var ég á á vinsælasta og e.t.v. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 1133 orð

Enginn venjulegur bíll

TOYOTA Land Cruiser 100 er skuggalega mikill og þægilegur bíll. Stór jeppi með yfirdrifnu rými, sítengdu aldrifi, öflugri V8 vél, öllum þægindum sem má ímynda sér að komi sér vel við aksturinn og auðveldur í meðförum. Kaup á Land Cruiser hafa líka í för með sér umtalsverða fjárfestingu, rúmar 5,6 milljónir fyrir bensínútgáfuna og 300 þúsund krónum meira fyrir dísilbílinn. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 233 orð

Enn um Standard Vanguard

MARGIR lesendur hafa haft samband vegna umfjöllunar um Standard Vanguard bíl Þorkels Jóhannssonar í blaðinu 24. maí sl. og hafa sumir viljað kannast við gripinn. Halldór Magnússon átti Standard Vanguard árgerð 1950 sem hann keypti nýjan. Hann hefur gengið úr skugga um að sá bíll fór á haugana og er ekkert eftir af honum nema ljósmynd sú sem birtist hér að neðan. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 210 orð

Fagranes siglir um ÍsafjarðardjúpFERJAN Fagra

FERJAN Fagranes er með fasta bíla- og farþegaflutninga milli Ísafjarðar og Arngerðareyrar í Ísafjarðardjúpi, alla daga vikunnar í sumar nema laugardaga. Ferjan tekur um 170 farþega og 20 einkabíla en rúmar einnig langferða- og vöruflutningabíla. Veitingasala er um borð og ferjuna er hægt að leigja fyrir hópa. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 77 orð

Fullbúinn eðalvagn

FYRIRTÆKIÐ Eðalvagnaþjónustan hefur fengið 1998 árgerð af Lincoln Town Car eðalvagni, 8 metra löngum, sem verður leigður út til lengri og skemmri aksturs hér á landi. Eigendur Eðalvagnaþjónustunnar gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði í meirihluta viðskiptavina en einnig er gert ráð fyrir að þessi þjónusta verði vinsæl meðal brúðhjóna og annarra sem vilja gera sér glaðan dag. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 306 orð

Græn ferðamennska undir Jökli "GRÆN ferða

"GRÆN ferðamennska byggist á góðri, nærgætinni umgengni við náttúru landsins, og líka á náttúruskoðun til að skilja lífríki landsins," segir Guðlaugur Bergmann hjá Snæfellsás-samfélaginu á Brekkubæ í Hellnum. "Þeir sem standa að grænni ferðaþjónustu huga síðan að vistvæna þættinum, t.d. með því að elda mat úr lífrænt ræktuðu hráefni. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 956 orð

Í Ungverjalandi eru yfir fjögur hundruð heilsulindir með gistia

ÍSLAND er eitt þriggja landa í heiminum þar sem jarðhiti skapar kjöraðstæður fyrir heilsuböð. Heitt vatn og ölkelduvatn má nota til lækninga á ýmsa vegu en það er þegar gert í ríkum mæli í hinum tveimur löndunum sem um ræðir. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 493 orð

MERSEY RIVER CHALETS Í NOVA SCOTIAOrlofsparad

Á BöKKUM Mersey-árinnar hafa verið byggð átta smáhýsi eða skógarkofar, þjónustumiðstöð og veitingahús. Í stað göngustíga um árbakkann hafa verið lagðar ökubrautir úr timbri, alls um tveir kílómetrar, þar sem auðvelt er að komast um í hjólastólum. Upp að öllum húsum eru skábrautir, allar dyr nógu breiðar fyrir hjólastóla og tvenn handföng á öllum hurðum. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 299 orð

Ný mótatækni við gerð XTREMER jeppans íslenska Ný mótatækni við gerð XTREMER

EGGERT Ísberg rekur samnefnt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í plastiðnaði. Eggert smíðaði yfirbyggingu XTREMER jeppans og hefur hannað öll mót í bílinn. Hann beitir nýrri framleiðsluaðferð sem fólgin er í tveimur mótum sem pressuð eru saman. Með þessum hætti fæst allt að 25% meiri styrkur í hlutina og aðferðin tryggir að rétta þykktin fæst á efnið. Eggert hefur starfað við plastiðnað í 30 ár. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 427 orð

Sigling á stórhvalamið

EYJAFERÐIR í Stykkishólmi buðu í fyrsta sinn upp á hvalaskoðunarferðir í fyrra er fyrirtækið keypti stórt tveggja botna skip frá Noregi. Ferðirnar í fyrra gengu mjög vel og sáust mörg stórhveli í hverri ferð. Hvalirnir sáust næst landi 4 mílur vestur af Snæfellsnesi en stundum varð að fara lengra út. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 70 orð

Toyota Progres

TOYOTA hefur sent frá sér myndir af litlum lúxusbílum sem verður einvörðungu framleiddur fyrir Japansmarkað. Bíllinn heitir Progres og verður með 2,5 l eða 3,0 l, sex strokka línuvél. Nýstárlegur búnaður verður í þessum bíl. Má þar nefna ratsjárhraðastilli, sem heldur fastri vegalengd frá næsta bíl á undan, og hliðargardínu sem blæs upp við áreksturs. Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 611 orð

USSURILAND Ósnortnir skógar og

USSURILAND er svæði sem er Íslendingum lítt kunnugt en rómað víða vegna geysilegrar náttúrufegurðar og fjölbreytts dýralífs. Það sem einkennir Ussuriland helst er hversu blönduð dýrafánan er. Hér lifa dýr sem einkenna dýrafánuna í norðri, hina rússnesku barrskóga, taiguna, meðal annars skógarbirnir, villisvín, elgir og úlfar og monsún-laufskógana í suðri, hlébarðar, tígrisdýr, Meira
21. júní 1998 | Ferðalög | 268 orð

Vegahandbókin 25 ára NÝ vegahandbók er

NÝ vegahandbók er komin út og eru 25 ár liðin frá fyrstu útgáfu. Höfundur frumtextans var Steindór Steindórsson, skólameistari frá Hlöðum og minnist Örlygur Hálfdanarson hans sérstaklega í upphafi bókarinnar nýju bókarinnar. Meðal nýs efnis má m.a. nefna skrá yfir öll mannanöfn sem er að finna í bókinni. Meira
21. júní 1998 | Bílar | 897 orð

Vilja reka fyrirtæki sem stendur undir nafni

HJÓNIN Sigvaldi Gunnarsson og Bjarnheiður Erlendsdóttir hafa í félagi við Finn, bróður Sigvalda, flutt inn 1998 árgerð af Lincoln Town Car sem lengdur er af fyrirtækinu Royale. Þetta er fyrsti bíllinn sem fer frá framleiðanda til útflutnings á aðra markaði en í Bandaríkjunum. Meira

Fastir þættir

21. júní 1998 | Í dag | 55 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 22. júní, verður sextugur Páll B. Helgason læknir, Grænatúni 8, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs, í dag, sunnudag, á milli kl. 18 og 20. Hafi gestir hug á að gleðja afmælisbarnið með gjöfum eru þeir beðnir að láta andvirði þeirra renna til byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Meira
21. júní 1998 | Í dag | 208 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Þann 24. júní næstkomandi verður áttræð Ásta Sigurbrandsdóttir Peltola, Koivukuja 4, 19700 Sysm¨a, Finnlandi. Ásta fæddist 1918 á Flatey í Breiðafirði. Hún hefur frá stríðslokum búið í Finnlandi. Hún giftist Arno Routala 1947, hann lést ári síðar. Hún giftist síðan Jussi Peltola 1950 og lifir hún mann sinn. Hún tekur á móti gestum frá kl. Meira
21. júní 1998 | Fastir þættir | 292 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1998

Mánudagskvöldið 15. júní urðu þessi pör efst í sumarbrids 1998. (Meðalskor 216). NS: Guðbjörn Þórðarson ­ Vilh. Sigurðsson jr.245 Jón Þorvarðarson ­ Hrólfur Hjaltason243 Eyv. Magnússon ­ Nicolai Þorsteinsson239 AV: Friðrik Egilsson ­ Cecil Haraldsson249 Þorsteinn Joensen ­ Hermann Friðriksson248 Jón S. Meira
21. júní 1998 | Í dag | 475 orð

DAG, sunnudaginn 21. júní, eru sumarsólstöður.

DAG, sunnudaginn 21. júní, eru sumarsólstöður. Þá er lengstur sólargangur á landinu bláa. Það er gaman að vera Íslendingar á júnídögum þegar birtan hefur hrakið myrkrið út úr sólarhringnum. Á morgun, 1. mánudag eftir 17. júní, hefst sólmánuður að fornu tímatali, þriðji mánuður sumars. Meira
21. júní 1998 | Fastir þættir | 76 orð

Friðrikskapella.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10-12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17. Seljakirkja. Meira
21. júní 1998 | Í dag | 568 orð

Fyrirspurn til borgaryfirvalda MARGIR sem búa við Framnesveg

MARGIR sem búa við Framnesveg fyrir vestan Grandaveg og eins þeir sem búa við Grandaveg nálægt Framnesvegi, furða sig á því að svæðið fyrir vestan Framnesveg 2 að Grandavegi 41­43, skuli ekki lagfært. Búið er að gera skipulagsuppdrátt af svæðinu fyrir þó nokkru. Allmörg ár eru síðan að byggingarnar kringum svæðið voru reistar. Í hvassviðri fýkur sandur og óþverri af svæðinu inn í nærliggjandi hús. Meira
21. júní 1998 | Fastir þættir | 770 orð

Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson efstir

Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson urðu jafnir og efstir, en Helgi var úrskurðaður sigurvegari á stigum. SEXTÁN öflugir skákmenn tóku þátt á mótinu, þar af 4 stórmeistarar. Tefldar voru 5 mínútna hraðskákir, allir við alla. Helgi Ólafsson hlaut 12 vinning af 15 mögulegum. Meira
21. júní 1998 | Dagbók | 679 orð

Í dag er sunnudagur 21. júní, 172. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég e

Í dag er sunnudagur 21. júní, 172. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína. (Sálmarnir 116, 1.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur og fer Albatros. Traintet, Dettifoss og Hanne Duo koma í dag. Meira

Íþróttir

21. júní 1998 | Íþróttir | 131 orð

"B-in þrjú" taka við af Tomba

ALBERTO Tomba, skíðakappi frá Ítalíu, hefur verið helsta tromp franska skíðaframleiðandans Rossignol undanfarin ár. Hann hefur verið helsta "auglýsingavara" fyrirtækisins, en er nú hættur keppni. Rossignol ákvað því að veðja á þrjár upprennandi skíðastjörnur til að taka við af Tomba. Meira
21. júní 1998 | Íþróttir | 150 orð

Flutti lögheimili sitt til Mónakó

BURAAS flutti lögheimili sitt til Mónakó í vor til að flýja skattana í Noregi. Hann hefur þegar leigt sér hús þar og segist kunna vel við sig. Nokkrir íþróttamenn hafa flúið heimalönd sín af sömu ástæðu og Buraas og flutt í skattaparadísina í Mónakó. Þeirra á meðal eru sænsku skíðastjörnurnar Pernilla Wiberg og Ingemar Stenmark. Meira
21. júní 1998 | Íþróttir | 1321 orð

Hvar er laxinn?

Hans-Petter Buraas sló eftirminnilega í gegn í heimsbikarkeppninni í skíðaíþróttum síðasta vetur. Hæst bar sigur hans í svigi á Ólympíuleikunum í Nagano þar sem hann mætti til keppni með hárið litað eldrautt. "Ég litaði hárið meira í gamni, en eins til að fá smá athygli. Meira
21. júní 1998 | Íþróttir | 160 orð

Kristinn æfði með Svíunum

KRISTINN Björnsson æfði með Svíunum í fjóra daga á jökli í Noregi fyrir skömmu og var það fyrsta skíðaæfing hans með Svíum. Hann sagði að sér litist vel á samstarfið við Svía, en sem kunnugt er hefur verið gerður samningur milli sænska og íslenska skíðasambandsins um samstarf í vetur. Kristinn æfir í vetur með Martin Hanson sem er besti svigmaður Svía um þessar mundir. Meira
21. júní 1998 | Íþróttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/RAX NORSKI ólympíumeistarinn, Hans-Petter Buraas, tók sig vel út í veiðgallanum í Soginu. Þó svo að veiðin hafi ekki verið góð var hann ánægður með veruna hérí íslenskri náttúru. Meira

Sunnudagsblað

21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1933 orð

Að gera vel en ekki betur

ÞARNA situr hún yfirveguð og sýpur rólyndislega á svörtu kaffinu þegar ég þyrlast inn í rauðmálaðan, gulli bryddaðan salinn aðeins of sein að íslenskum hætti. Hún var stundvís, hafði hjólað niður í bæ í blíðviðrinu. Sólgleraugun halda rennisléttu hárinu, sem nær langt niður á bak, frá ljósbrúnu andlitinu. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 218 orð

Almennar upplýsingar

Göngin eru 5.770 m löng og liggja mest niður á 165 m dýpi undir sjó. 40­50 m bergþekja er alls staðar fyrir ofan gangaloftið. Gert er ráð fyrir að 1.200­ 1.500 bílar aki í gegnum göngin daglega. Eftir 10­15 ár reikna menn með að þeir verði um 2.500. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 566 orð

Bíllinn og kröfur á hann vegna umhverfismála

SPURNINGIN er sett fram sem hvenær en ekki hvort. Samfélag þjóðanna hefur þegar samþykkt að minnka skuli útblástur koltvíildis af umhverfisástæðum. Ef horft er í kringum sig á götum íslenskra bæja mætti halda að samþykkt hafi verið að auka útblásturinn en ekki minnka. Þvílíkt er samsafn stórra bíla í munaðarflokki. En yfir okkur vofir lofthjúpurinn, e.t.v. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2296 orð

Bókasafnari á verkamannalaunum Norðan við Klambratún í Reykjavík liggur Langahlíð. Í húsi númer 3 við þá götu er rekið

HAFANDI þegið rösklega í nefnið varpar spyrill fram þeirri spurningu, hvar og hvenær Jóhannes sé fæddur. Og ekki stendur á svari. "Ég er fæddur 1. maí 1911 á Hálsi í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 369 orð

Byggist allt á heppni

RAPP og R&B lifir góðu lífi hér á landi og reyndar sífellt betra lífi ef marka má síaukna útgáfu af slíku efni. Þar fremst í flokki er útgáfan For ya Mind sem Róbert "Robbi Rapp" veitir forstöðu. Róbert segir að skífan sé gefin út fyrir innlendan markað og um leið erlendan, því þótt það sé erfitt að koma sér á framfæri ytra, sé sjálfsagt að reyna það. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1911 orð

Börn "skítuga stríðsins" Í "skítuga stríðin

"GUÐ er til". Þannig hljómaði fyrirsögn argentínska stjórnarandstöðublaðsins Página 12 þegar skýrt var frá því að Jorge Rafael Videla, fyrrum leiðtogi herforingjastjórnarinnar í landinu, hefði verið handtekinn. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1536 orð

Daglegt samneyti við Guð

Daglegt samneyti við Guð Fimmtíu ár eru liðin síðan systir Renée Lonton, príorinna í Stykkishólmi, og systir Jóhanna Terpstra skrýddust fyrst klausturbúningi. Hildur Friðriksdóttir ræddi við systur Renée sem er að hætta sem príorinna. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 101 orð

ÐCARLSBERG til Íslands

MJÖÐURINN gyllti frá Danmörku sem kenndur er við Carlsberg, er nú fáanlegur hér á landi. Fyrirtækin Sól-Víking hf. og Carlsberg A/S í Danmörku hafa undirritað samning um að Sól-Víking hf. annist framleiðslu og dreifingu vörunnar hér á landi. Carlsberg bjórinn verður framleiddur í ölgerð Sólar- Víkings hf. á Akureyri. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 154 orð

ÐPrenthönnun og prentsmiðjan Viðey sameinast á nýjum stað

PRENTHÖNNUN ehf. og Prentsmiðjan Viðey ehf. hafa sameinast og flutt starfsemi sína að Smiðjuvegi 18 í Kópavogi. Síðsumars 1997 hóf Prenthönnun rekstur Prentsmiðjunnar Viðeyjar til að geta betur þjónað viðskiptavinum sínum. Þegar var keypt eldri Heildberg-prentvél og fljótlega var nýrri Hamada-prentvél bætt við. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 667 orð

Ekki mundi mér sárna...

Virðing er eitt af grundvallaratriðunum í mannlegum samskiptum, ef hana skortir þá er hætt við að annað í samskiptunum sé í skötulíki. Þetta á við jafnt í einkalífi sem í starfi fólks og er því meðal þess sem gegnir lykilhlutverki í samskiptamunstri þjóðfélagsins. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1325 orð

Erki- Breti í bíómynd Bresku sjónvarpsþættinir "The Avengers" nutu talsverðra vinsælda á sjöunda áratugnum segir í grein

GAMLIR sjónvarpsþættir eru sívinsælir í endurgerðarfárinu sem nú ríkir vestur í Hollywood; þættir eins og Dýrlingurinn og "Mission: Impossible" hafa verið nútímavæddir og gerðir að stórmyndum. Kvikmyndagerðarmenn leita víða fanga í leit sinni að frægum, gömlum þáttum til þess að filma og nú hafa vinsælir breskir sakamálaþættir frá sjöunda áratugnum orðið að bíómynd, "The Avengers". Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 560 orð

Eru þeir að fá 'ann? Mikið af öllu á Arnarvatnsheið

FÆRÐ er orðin mjög góð inn á Arnarvatnsheiði og þangað streyma nú menn til veiða í helstu veiðivötnum svæðisins, Úlfsvatni, Arnarvatni litla og Arnarvatni stóra. Frést hefur af frábærri veiði, þannig fór veiðimaður nokkur einn síns liðs fyrir skömmu og hélt til byggða á ný með rúmlega 70 fiska. Mest var það bleikja um 1­2 pund, en í aflanum voru einnig 16 urriðar á bilinu 2 til 3,5 pund. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 300 orð

Fjárfestingarfélag tengt Íslandi kaupir Metallurg

HÓPUR fjárfesta hefur undir forystu Safeguard International Fund L.P. og austurríska athafnamannsins Heinz Schimmelbusch keypt málmiðnaðarfyrirtækið Metallurg Inc. sem rekur níu verksmiðjur. Kaupverðið er metið á um 300 milljónir Bandaríkjadala. Íslenskir fjárfestar hafa lagt fé í fyrirtæki á vegum Schimmelbusch og þau hafa verið að athuga fjárfestingarmöguleika á Íslandi. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1633 orð

Galdurinn að vera opinn fyrir nýjungum Síðastliðin þrjú ár hefur tölvufyrirtækið OZ unnið mikið þróunarstarf, opnað veglega

Galdurinn að vera opinn fyrir nýjungum Síðastliðin þrjú ár hefur tölvufyrirtækið OZ unnið mikið þróunarstarf, opnað veglega skrifstofu og vinnuaðstöðu í San Francisco, hjarta tölvuheimsins, og nú á fyrsta fjórðungi þessa árs hefur það starf loks byrjað að bera ávöxt. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2820 orð

Í kastölum krossfaranna og stærsta útileikhúsi heims Væri Sýrland annars staðar á hnettinum en í Miðausturlöndum mundi þar úa og

ÉG var á röltinu í næsta nágrenni við hótelið morguninn eftir að ég kom, svona til að ná áttum og rifja Damaskus upp fyrir mér þegar tvær ungar stúlkur gáfu sig á tal við mig. "Megum við æfa okkur í ensku?" sögðu þær kurteislega og ég spurði á móti hvort ég mætti þá ekki æfa mig Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 910 orð

Íslenski skálinn vekur athygli

ÍSLENSKI skálinn er um margt skemmtilega útfærður. Áður en gestir koma inn í skálann ganga þeir framhjá bláum ísvegg þar sem vatn rennur stöðugt niður. Þar staðnæmast þeir gjarnan og snerta ísflötinn eða greypa nafnið sitt í vegginn. Í fremri hluta skálans hefur margmiðlunartæknin verið tekin í notkun. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2600 orð

Lífsstíll flakkarans Berglind Árnadóttir, flugfreyja hjá Atlanta, hefur gaman af því að kynnast menningu framandi þjóða og lífi

Berglind Árnadóttir, flugfreyja hjá Atlanta, hefur gaman af því að kynnast menningu framandi þjóða og lífi fólksins. Hún stefnir á nám í búningahönnun, kveðst ekki vilja taka námslán og er því að safna í sarpinn. Henni finnst starfið góð fjáröflun, auk þess sem það er skemmtilegt en þó jafnframt erfitt. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1947 orð

MÁLEFNABARÁTTA EÐA FELULEIKUR?

UM helgina 3.-4. júlí næstkomandi verður haldinn í Reykjavík aukalandsfundur Alþýðubandalagsins. Á þeim fundi getur ráðist, hvort Alþýðubandalagið lifir áfram sem sjálfstætt þjóðmálaafl eða hverfur af sjónarsviðinu. Til fundarins er boðað af flokksforystunni til að leggja mat á afrakstur viðræðna um aukið samstarf við Alþýðuflokkinn og það sem eftir stendur af Kvennalistanum. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 636 orð

Mest slysatíðni vegna ógætilegs aksturs

ÞAÐ ER ekki bara hætta vegna jarðskjálfta sem steðjað getur að vegfarendum, sem fara um göngin. Árekstrar geta að sjálfsögðu orðið þar eins og úti á vegum, menn geta ekið of hratt og misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hendist út í vegkantinn eða á annan bíl. Á móti kemur að menn losna við hálku og slæma færð á veturna. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 330 orð

N-Kóreumenn viðurkenna eldflaugaútflutning

NORÐUR-Kóreumenn viðurkenndu í fyrsta sinn í vikunni að þeir hefðu selt erlendum ríkjum eldflaugar og sögðu að Bandaríkjastjórn þyrfti að greiða þeim bætur ef hún vildi að vopnaútflutningnum yrði hætt. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 128 orð

Norskur fréttamaður særður

JÚGÓSLAVNESKI herinn sýndi í vikunni skilríki og tökuvél norska blaðamannsins Påla Refsdals, sem særðist í átökum hersins og aðskilnaðarsinna Kosovo-Albana á mánudag. Refsdal var í för með skæruliðum og segja heimildarmenn úr röðum þeirra Refsdal ekki lífshættulega særðan. Hann starfar í lausamennsku og kvaðst starfa fyrir TV2 í Noregi en sjónvarpsstöðin hefur vísað því á bug. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 315 orð

Port minnir á sig

SPROTI heitir útgáfa sem hóf starfsemi sína með safnskífu ýmissa hljómsveita á síðasta ári. Á skífunni voru ýmsar sveitir að stíga fyrstu skrefin á plasti, þar á meðal Port. Portverjar segja hljómsveitina hafa orðið til fyrir tveimur árum en kjarni sveitarinnar myndaðist fyrir hálfu öðru ári þegar núverandi trymbill gekk í sveitina. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1795 orð

Póls hf. á Ísafirði fagnar 20 ára afmæli fyrstu rafeindavogarinnar

Póls hf. á Ísafirði fagnar 20 ára afmæli fyrstu rafeindavogarinnar BRAUTRYÐJENDUR Í HÁTÆKNIBÚNAÐI Hörður Ingólfsson er fæddur 6. júlí árið 1958 á Ísafirði. Hörður vann um tíma við rafvirkjun í Noregi eftir að hafa lokið rafvirkjanámi við Iðnskólann á Ísafirði árið 1978. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 3711 orð

Rós til Steingríms Eftir langan feril sem verkfræðingur, ráðherra og seðlabankastjóri lætur Steingrímur Hermannsson nú af

NOKKRIR stjórnmálamenn samtímans hafa notið vinsælda og trausts meðal þjóðarinnar. Steingrímur Hermannsson er einn þeirra. Verkfræðingurinn sem ætlaði aldrei að skipta sér af pólitík var formaður Framsóknarflokksins í fimmtán ár og forsætisráðherra landsins í sjö ár. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2233 orð

Stórkostlegt sjónarspil Hafið, arfleið til framtíðar er kjörorð heimssýningarinnar, EXPO 98, sem nú er haldin í Lissabon.

Samkvæmt ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var ákveðið að tileinka árið 1998 hafinu. Það er í fyrsta skipti sem heimssýningin og þessi alþjóðlega tileinkun Sameinuðu þjóðanna fer saman. Á EXPO 98 er lögð áhersla á að auka þekkingu gestanna á sjónum og lífríki hans, Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2406 orð

Trúmaður í musteri Mammons Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands hf., komst skyndilega í kastljós

HELGI Sigurður Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands hf., er að nálgast fimmtugt. Hann er uppalinn í Smáíbúðahverfinu, elstur fimm systkina og á þrjár yngri systur á lífi. Yngsti bróðirinn lést í bílslysi fyrir nokkrum árum. Helgi gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla og hóf síðan iðnnám. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 567 orð

Um hlutdeild mannsins í sköpunarverkinu segir Jónas að hann hafi leyfi

Um hlutdeild mannsins í sköpunarverkinu segir Jónas að hann hafi leyfi til að brúka rétt heimsins gæði, eins og hann tekur fram í prófræðunni sinni, og færa sér náttúruöflin í nyt eins og hann hefur gert; að því er einnig vikið í viðhorfum Fjölnisformála og sýnir harla nýstárlega og nútímalega afstöðu. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 488 orð

»Þetta er bara rokk og ról HLJÓMSVEITIN Stilluppsteypa leikur tónlist sem e

HLJÓMSVEITIN Stilluppsteypa leikur tónlist sem er nokkuð á skjön við það sem hæst ber og hefur fyrir vikið þunnskipaðan aðdáendahóp hér heima. Þeir Stilluppsteypumenn hafa þó ekki látið það á sig fá, hafa einfaldlega stefnt á erlendan markað með góðum árangri, en gefa öðru hvoru út plötur hér á landi, nú síðast tólftommuna Reduce by Reducing. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 2268 orð

ÖRYGGISMÁL UNDIR Hvalfirði

Í JARÐSKJÁLFTUM finnst fólki mun verri tilhugsun að vera í lokuðu rými eins og jarðgöngum en á opnu svæði eins og á brú, þrátt fyrir að reynslan sýni að göngin séu í flestum tilvikum öruggari. Meira
21. júní 1998 | Sunnudagsblað | 318 orð

(fyrirsögn vantar)

NÝ staða forstöðumanns Tónlistarskóla Bessastaðahrepps er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% stjórnunarstarf auk hugsanlegrar tónlistarkennslu og umsækjendur þurfa að hafa réttindi tónlistarskólakennara. Umsóknir sendist sveitarstjóra Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum, fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 30. júní. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.