Greinar miðvikudaginn 24. júní 1998

Forsíða

24. júní 1998 | Forsíða | 198 orð

NATO- stækkun samþykkt

NEÐRI deild ítalska þingsins samþykkti í gær stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hefði þingið hafnað henni hefði það getað orðið stjórn Romanos Prodis að falli. Marxistar, sem styðja stjórn hans, eru andvígir stækkuninni en þar sem 195 þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna var hún samþykkt. Meira
24. júní 1998 | Forsíða | 44 orð

Reuters Norðmenn sigruðu Brasilíu KJ

KJETIL Rekdal (3. frá hægri) og félagar í norska landsliðinu fögnuðu innilega í gærkvöldi er þeir höfðu lagt Brasilíu að velli í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, 2­1. Þar með komust Norðmenn áfram í 16 liða úrslit og spila þá við Ítali. Meira
24. júní 1998 | Forsíða | 352 orð

Tvísýnt um niðurstöðuna

DAVID Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), varaði í gær við því að sundrung innan raða sambandssinna á N-Írlandi gæti valdið því að hófsamir kaþólikkar (SDLP) ynnu stærstan sigur í þingkosningunum á morgun. Meira
24. júní 1998 | Forsíða | 124 orð

Útvarpsmenn fá ekki áritun

KÍNVERSK stjórnvöld hafa afturkallað vegabréfsáritun til þriggja útvarpsmanna er hugðust fylgja Bill Clinton Bandaríkjaforseta eftir í Kínaför hans, en hún hefst á morgun, fimmtudag. Lýsti Clinton því yfir í gær að ákvörðun Kínverja væri "gagnrýniverð" og sagði stjórn sína myndu mótmæla henni. Meira
24. júní 1998 | Forsíða | 331 orð

Varar við hættu á félagslegri ólgu

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, varaði við því í gær að fjármálakreppan í landinu væri komin á mjög hættulegt stig og krafðist þess að gripið yrði til róttækra aðgerða sem allra fyrst til að koma í veg fyrir pólitíska og félagslega ólgu í landinu. Meira

Fréttir

24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 454 orð

18,5% launahækkun frá 1. apríl á liðnu ári

FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt vélstjórum hjá Landsvirkjun 18,5% launahækkun að meðaltali frá 1. apríl á síðasta ári auk 4% launahækkunar frá síðustu áramótum. Samanlagt geta algengar greiðslur til vélstjóranna vegna þessa hvers um sig numið 700-800 þúsund krónum, en vélstjórar hjá Landsvirkjun eru tæplega sextíu talsins. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 262 orð

Arctic-open miðnæturgolfmótið Um 130 þ

ARCTIC-OPEN miðnæturgolfmót Golfklúbbs Akureyrar fer fram á Jaðarsvelli aðfaranótt fimmtudags og föstudags en formleg setning mótsins fer fram í kvöld, miðvikudag. Um 130 kylfingar eru skráðir til leiks og þar af rúmlega 30 erlendir spilarar. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 433 orð

Álit nefndarinnar óbreytt

FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt gildan úrskurð úrskurðarnefndar vegna samkomulags Félags íslenskra náttúrufræðinga við fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg og Reykjalund um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sem gerður var á síðasta ári. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ályktun miðstjórnar Bandalags háskólamanna

MORGUNBLAÐINU hefur borits eftirfarandi ályktun frá miðstjórn Bandalags háskólamanna: "Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem hefur skapast í málefnum sjúkrahúsanna vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga sem taka mun gildi 1. júlí nk. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

Árleg starfshópaskipti Rótarý

ÁRLEGA gangast Rótarýklúbbar um heim allan fyrir starfshópaskiptum þar sem hópar hinna ólíku umdæma heimsækja hver aðra. Að þessu sinni komu hingað til lands fulltrúar Rótarýhóps frá Oklahoma í Bandaríkjunum en þeir voru að endurgjalda heimsókn fimm Íslendinga sem ferðuðust til Oklahoma í apríl síðastliðnum. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Bílvelta í Skötufirði

FARÞEGI slasaðist þegar stór jeppi valt við Hvítanes í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi um tvöleytið í fyrrinótt. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum eftir að hafa næstum ekið á kind. Að sögn lögreglu á Ísafirði var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en henni var snúið við eftir að læknir hafði skoðað manninn og í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og talið hafði verið í fyrstu. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 654 orð

Boðar uppstokkun á skattkerfinu og sparnað

SERGEJ Kíríjenko, forsætisráðherra Rússlands, kynnti í gær áætlun stjórnarinnar um aðgerðir til að stemma stigu við fjármálakreppunni í landinu og boðaði meðal annars uppstokkun á skattkerfinu og sparnaðaraðgerðir, auk ráðstafana til að styrkja rúbluna og lækka vexti um helming. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Bognefur, sjaldséður fugl í Sandgerði

ÞAÐ er sjaldséður fugl sem sést hefur á vappi í tjörninni í Sandgerði undanfarna daga. Það var þó ekki fyrr en í gær sem borin voru kennsl á hann en þar er kominn bognefur en síðast sást til hans hér við land árið 1842. Eftir að tegund fuglsins var greind hafa fuglaskoðarar flykkst á staðinn. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 407 orð

Bættar horfur á ESB-aðild

FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) fögnuðu því í gær, að lettneska þingið skyldi í fyrradag hafa staðfest breytingar á lögum um ríkisborgararétt, sem gera íbúum landsins af rússneskum uppruna auðveldara að öðlast lettneskt ríkisfang. Einnig ályktuðu utanríkisráðherrar aðildarríkja Eystrasaltsráðsins í gær um málið. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Djass, fallbyssuskot og útimarkaður

FERÐALÖNGUM er fagnað á Seyðisfirði alla miðvikudaga með fallbyssuskoti kl. 16 við bæjarskrifstofuna. Einnig býður Hótel Snæfell upp á hlaðborð og þar leika Einar Bragi saxófón- og flautuleikari og Árni Ísleifs, píanóleikari tónlist með djassívafi undir borðhaldi. Í Bláu kirkjunni í Seyðisfjarðarkirkju er svo boðið upp á tónleika með ýmsum listamönnum, segir í fréttatilkynningu. Meira
24. júní 1998 | Miðopna | 859 orð

Einkaþota frá Boeing á tvo milljarða

ÍSLENDINGURINN Borge Boeskov, sem hefur starfað hjá Boeing verksmiðjunum í yfir þrjá áratugi, veitir í dag forstöðu nýlegu fyrirtæki innan Boeing sem hefur það verkefni að koma á markað nýrri þotugerð sem sérstaklega er ætluð til einkaflugs, þ.e. forstjóra- eða þjóðhöfðingaþotu. Fyrirtækið er nefnt Boeing Business Jets. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 735 orð

Eitt elsta starfandi félagið í Reykjavík

Fyrir skömmu tók Árni Snævarr yfirmaður erlendra frétta á Stöð 2 við formennsku í Alliance Francaise. "Alliance Francaise er með eldri starfandi félögum í Reykjavík, en það var stofnað í október árið 1911," segir Árni. Hann segir að fyrsti formaður félagsins hafi verið landshöfðinginn Magnús Stephensen. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Ekki gerður nýr kjarasamningur

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði á fundi bæjarstjórnar í gær, að stefnt væri að því að leysa málefni grunnskólakennara heima í héraði án þess þó að gerður yrði nýr kjarasamningur við kennara. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 634 orð

Ekki unað við skilmála um kosningar

"PRESTAR hafa einir embættismanna búið við að vera kosnir og nú þegar þeir eru komnir undir fimm ára ráðningartíma þá verður vart við það unað að þeir þurfi enn að sæta þeim skilmálum að eiga embætti sitt undir kosningum," sagði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, meðal annars í ræðu sinni við setningu prestastefnu í gær, þeirri fyrstu sem hann stýrir. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Enginn krakki á ferðinni

TRÉMYNDVERKIÐ "Stúlka", sem var til skamms tíma til sýnis í anddyri ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar og Heilsugæslunnar í Lágmúla, er horfið og hefur ekkert til þess spurst. Listamaðurinn Teddi, höfundur verksins, var erlendis við störf fyrstu þrjá mánuði ársins og þegar hann leit inn í Lágmúlann skömmu eftir heimkomuna varð hann þess áskynja að listaverkið var á bak og burt. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 314 orð

Enn barist um Bra STJÓRNVÖLDUM í Afríkuríkinu

STJÓRNVÖLDUM í Afríkuríkinu Guinea-Bissau mistókst í síðustu viku að ná Bra, mikilvægri herstöð í nágrenni höfuðborgarinnar Bissau, á sitt vald. Átök stjórnarhers og uppreisnarmanna hafa nú staðið í rúmar tvær vikur og virðist stjórnarherinn hvorki hafa bolmagn til að hrekja uppreisnarmenn úr vígjum þeirra umhverfis höfuðborgina né uppreisnarmenn bolmagn til að ná borginni á sitt vald. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 294 orð

Enn sígur á ógæfuhliðina fyrir Kohl

ÞEGAR fjórtán vikur eru til þingkosninga í Þýzkalandi eiga Helmut Kohl og flokkur hans, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), enn á brattann að sækja í kosningabaráttunni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fengi Jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, 42% atkvæða ef kosið yrði nú. SPD og Græningjar fengju samtals um 48%, sem myndi duga þeim til að ná hreinum meirihluta þingsæta. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 641 orð

Ensím í lyf gegn sveppasýkingum unnið hér á landi

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Norður ehf. og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands eiga nú í samstarfi við breska lyflæknisfyrirtækið Phairson Medical ltd. um framleiðslu ensíms í lyf gegn útvortis sýkingum, sem byrja á að prófa á mönnum í breskum sjúkrahúsum á þessu ári. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fagnað í Heiðmörk

NORÐMENN búsettir í Reykjavík söfnuðust saman í sumarhúsi Norðmanna í Heiðmörk í gærkvöldi til að fylgjast með leik Brasilíumanna og Norðmanna í Marseille í Frakklandi, snæða skerpukjöt, rjómagraut og kneifa öl. Þeir gáfu sér þó tíma til þess að stilla sér upp eitt andartak fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 371 orð

Ferðast á tveimur jafnfljótum

Egilsstöðum­Erik Reuterswärd er Svíi sem staddur er á Íslandi með það eitt að markmiði að ferðast hringinn í kringum landið, fótgangandi. Þetta er ekki stærsta verkefni sem Erik ræðst í fótgangandi því hann hefur á árunum 1991­1997 gengið með strandlengju Evrópu, frá Barentshafi að Svartahafi, auk Stóra-Bretlands en samtals eru þetta um 32.000 km. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ferðir Ferðafélags Íslands

FERÐAFÉLAG Íslands býður upp á tvær ferðir um helgina. Annars vegar fjölskylduferð til Þórsmerkur og hins vegar gönguferð yfir Fimmvörðuháls. Fjölskylduhelgin í Þórsmörk, 26.­28. júní, er árlega farin og nýtur jafnan vinsælda. Gist er í Skagfjörðsskála eða í tjöldum. Fjölbreytt dagskrá, léttar göngur, ratleikur og kvöldvaka. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 722 orð

Fjallað um utanríkisstefnu Svía á ráðstefnu um Norðurlöndin og kal

SÆNSKA hlutleysisstefnan var óraunsæ frá hernaðarlegu sjónarmiði en þjónaði engu að síður stjórnmálalegum tilgangi. Sterkasti áhrifavaldurinn í utanríkisstefnu Svía eftir seinni heimsstyrjöld var hagsýnispólitík sem miðaði að því að styrkja eigin hlutleysisstöðu en útávið var hún réttlætt með hugmyndafræðilegum rökum alþjóðahyggju. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 327 orð

Fjölgaði um eitt þúsund milli ára

GESTIR á sýningum Leikfélags Akureyrar voru tæplega 12.500 talsins eða um 1.000 fleiri en leikárið á undan. Leikárinu lauk í byrjun þessa mánaðar, með vortónleikum Leikhússkórsins í Samkomuhúsinu. Auk sýninga Leikfélagsins vor þrjár gestasýningar í Samkomuhúsinu og sýningargestir á þeim 603. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fjölskyldulíf á Þingvöllum

ÚTI á hæfilega stórum hólma á Þingvallavatni héldu þessi grágæsahjón sig ásamt ungunum sínum tíu. Þau höfðu reyndar brugðið sér í göngutúr upp á veginn skammt frá Valhöll en fóru að beiðni ljósmyndarans aftur út í hólmann, þar sem hann hafði séð þau áður, og leyfðu honum að mynda sig í bak og fyrir. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Flugleyfi í fimmtíu ár

HÁLF ÖLD er í dag liðin frá því að Harry Truman, þáverandi forseti Bandaríkjanna, samþykkti útgáfu flugleyfis til Loftleiða til áætlunarflugs milli Íslands og Bandaríkjanna. Hjálmar Finnsson, sem var forstjóri Loftleiða á árunum 1949 til 1952, vann að umsókn leyfisins. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fræðimannasetri úthlutað

ÚTHLUTUNARNEFND fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni sex fræðimönnum frá 1. september 1998 til 31. ágúst 1999. Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Róbert Trausti Árnason, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð

Funduðu í Sønderborg

ÁRLEGUR fundur heilbrigðis- og félagsmálaráðherra var haldinn dagana 15. og 16. júní í Sønderborg í Danmörku. "Á fundinum var fjallað um ýmis helstu verkefni og vandamál í heilbrigðisþjónustu landanna. Má þar nefna samvinnu um styttingu biðlista sjúkrahúsa og aðgerðir til að bæta gæði og árangur þjónustunnar. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fyrirlestrar um helgisiðafræði

PRÓFESSOR í kennilegri guðfræði, Gordon W. Lathrop, heldur tvo fyrirlestra um helgisiðafræði í stofu V í aðalbyggingu Háskóla Íslands, föstudaginn 26. júní. Fyrri fyrirlesturinn, sem hefst kl. 10.15, nefnist "Introduction to Lutheran Liturgical Theology", hinn síðari kallar hann "Renewal Themes in pastoral Liturgical Theology" og hefst kl. 13.15. Gordon W. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fyrstu íslensku kartöflurnar í verslanir

NÝJAR íslenskar kartöflur koma í verslanir Nýkaups í dag og eru þær fyrstu á þessu ári. Um er að ræða Gullauga kartöflur og voru þær ræktaðar í gróðurhúsum í Biskupstungum. Gullauga hefur venjulega komið á markað í byrjun ágúst, þannig að nú kemur Gullauga á markað rúmlega mánuði fyrr. Meira
24. júní 1998 | Miðopna | 661 orð

Fækka má flugslysum með rannsóknum og samvinnu

HVERSU margir haldið þið að farist í slysum í farþegaflugi á ári hverju? spurði Paul Russel, yfirverkfræðingur hjá Boeing, þegar hann fræddi blaðamenn um ýmis atriði um flugöryggi. Hann sagðist fá mjög mismunandi tölur þegar hann spyrði fólk þessarar spurningar, allt frá 15.000 og uppí 150.000 manns. Meðaltalið er um 680 manns. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Færeyskir bátar til Grænlands Hafa selt

ÞRÍR 13 tonna plastbátar komu til Vestmannaeyja síðdegis á mánudag eftir rúmlega 47 tíma siglingu frá Færeyjum. Bátarnir eru á leið til Grænlands þar sem nýir eigendur bíða þeirra en bátarnir voru smíðaðir hjá AWi Boats í Rúnavík í Færeyjum. Að sögn Baldvins Harðarsonar, eins skipverja, hefur ferðin gengið mjög vel fram til þessa og hafa bátarnir reynst prýðilega. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Gáfu 339 reiðhjólahjálma

SAMEIGINLEGT styrktarverkefni Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði 1998 er að gefa öllum forskólabörnum í Hafnarfirði reiðhjólahjálma. Fulltrúar klúbbanna mættu í skólana og afhentu forskólabörnum 339 hjálma og veifur til þess að setja á reiðhjólin og ræddu við börnin, einnig var skólastjóra hvers skóla afhent gjafabréf í ramma til varðveislu í skólunum. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Gengið úr Elliðavogi út í Reykjanes

Í GÖNGU Hafnargönguhópsins í kvöld, miðvikudag, verður farið með ströndinni og hafnarbökkum úr Elliðavogi út í Reykjanes í Örfirisey. Í ferðinni verður nesti tekið upp á Kleppsskafti, gömul örnefni rifjuð upp, komið við á Sólfarinu, horft til hafs af Arnarhóli, Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 811 orð

Geta heyrt á ný með kuðungsígræðslu Ýmsar nýjungar voru kynntar á norrænni ráðstefnu um heyrnarfræði sem haldin var um síðustu

Nýir möguleikar fyrir heyrnarlausa kynntir á norrænni ráðstefnu um heyrnarfræði Geta heyrt á ný með kuðungsígræðslu Ýmsar nýjungar voru kynntar á norrænni ráðstefnu um heyrnarfræði sem haldin var um síðustu helgi. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 97 orð

Góð þátttaka í kvennahlaupi

Egilsstaðir­Um 170 konur tóku þátt í kvennahlaupinu á Egilsstöðum. Farnar voru 3 vegalengdir, 2,5 km, 4 km og 8 km en lengsta leiðin lá í gegnum Selskóg, útivistarsvæði Héraðsbúa. Flestar fóru konurnar stystu vegalengdina enda margur hlaupagarpurinn ungur að árum og sumir í kerrum eða vögnum. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 48 orð

Heimsókn frá Brúarásskóla

Bakkafirði-Góð heimsókn barst til Bakkafjarðar nú á dögunum þegar 6­12 ára krakkar frá Brúarásskóla í Jökulsárhlíð komu í skólaferðalag hingð. Kirkjan og bryggjulífið var skoðað, farið í fjöruferð og grillað. Það var ánægður hópur sem hélt heimleiðis að loknum viðburðaríkum og ánægjulegum degi. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Hringborðsumræða um nýja túlkun

ÞEKKTASTI kaldastríðssagnfræðingur Bandaríkjanna mun ásamt fjórum öðrum kunnum fræðimönnum taka þátt í hringborðsumræðum undir stjórn Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um nýja túlkun sagnfræðinga á þessu viðfangsefni á ráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið sem hefst í dag. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Hrna átti lægsta tilboðið

BYGGINGARFÉLAGIÐ Hyrna ehf. átti lægsta tilboð í byggingu 16 íbúða í Snægili 30-36 á Akureyri en tilboðin voru opnuð í gær. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 120,5 milljónir króna, sem er 85,7% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 140,7 milljónir króna. Húsnæðisnefnd Akureyrar samþykkti á fundi í lok apríl sl. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Íslensk ensím notuð í nýtt lyf

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Norður ehf. og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands eiga nú í samstarfi við breska lyflæknisfyrirtækið Phairson Medical ltd. um rannsóknir og vinnslu á ensímum úr ljósátu sem notuð eru í nýtt lyf gegn útvortis sveppasýkingum og öðrum svipuðum sjúkdómum. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Jónsmessujóga í Hljómskálagarðinum

JÓNSMESSUJÓGA verður haldið í Hljómskálagarðinum í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní. Jógatíminn hefst kl. 22 og eru þátttakendur beðnir að taka með sér teppi. Jógakennslan stendur að baki þessari útivist, en hún hefur formlega störf í Reykjavík um miðjan júlí. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 88 orð

Karlar hlaupa öfugan hring

Hvolsvelli­Kvennahlaup ÍSÍ var hlaupið í Hveragerði síðastliðinn sunnudag eins og á fjölmörgum öðrum stöðum á landinu og var þátttaka ágæt. Karlar Hveragerðisbæjar hafa aftur á móti þann sérstaka sið að hlaupa líka þennan sama dag og hlaupa þeir öfugan hring við konurnar. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Krabbameinssjúk börn heimsækja Ísland

HÉR á landi er staddur hópur danskra og sænskra unglinga og barna sem öll þjást af krabbameini. Hópur þessi er í boði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, skammstafað SKB, en félagið tekur þátt í verkefninu "Ungt fólk í Evrópu" sem Evrópusambandið styður. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kringlukast

"KRINGLUKAST, markaðsdagar Kringlunnar, hefur unnið sér fastan sess enda hefur það notið mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum. Nú er Kringlukast haldið í nítjánda sinn og bjóða verslanir og mörg þjónustufyrirtæki í verslunarmiðstöðinni ótal tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins eru einnig með góð tilboð. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 32 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Námsgögn framtíðarinnar Málþing Námsgagnastofnunar um námsgögn framtíðarinnar sem sagt frá frá í blaðinu í gær er 3. júlí en ekki þann 1. eins og ritað var. Beðist er afsökunar á þessu. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 211 orð

Meirihluti myndaður í sveitarstjórn Norðurhéraðs

Vaðbrekka, Jökuldal-Meirihluti hefur verið myndaður í sveitarstjórn Norðurhéraðs. S-listi sameiningar og samstöðu ásamt H-lista horft til nýrrar aldar hafa myndað meirihluta um stjórn Norðurhéraðs þetta kjörtímabil. F-listi framfara og einingar situr í minnihluta með einn mann kjörinn í sjö manna sveitarstjórn Norðurhéraðs. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Minnsta blað á Íslandi

HUGMYND er heiti á nýju vefriti sem nýverið hóf göngu sína. Það kemur út einu sinni í viku og er "minnsta blað á Íslandi" eða ein A-4 síða hvert tölublað, að sögn ritstjórans, Svavars Gestssonar alþingismanns. Ritið er að finna á slóðinni http: //www.althingi.is/svavar/hugmynd. Ætlunin er að það komi út einu sinni í viku, að minnsta kosti, á hverjum mánudegi. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Náttstaður við heimskautsbaug

TVÍTUGUR bandarískur piltur, Noah Duguid, hefur dvalið í Grímsey síðustu sólarhringa og valdi hann tjaldi sínu stað við norðurheimskautsbauginn. Hann kom til Íslands á síðasta ári og var í vinnu á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit frá september í fyrra og fram í apríl á þessu ári og líkaði mjög vel. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Notkun fúkkalyfja í fóður dýra verði bönnuð á EES- svæðinu

NEYTENDASAMTÖK á Norðurlöndum gera þá kröfu að bannað verði á öllu EES-svæðinu að blanda fúkkalyfjum í fóður dýra, hvort sem það er til að örva vöxt þeirra eða til að fyrirbyggja sjúkdóma. "Mikil notkun fúkkalyfja eykur hættu á ónæmi hjá bæði mönnum og dýrum. Á fjórum Norðurlöndum gilda strangar reglur um notkun fúkkalyfja, á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 256 orð

Nýr sveitarstjóri í Snæfellsbæ

Hellissandi­Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Kristinn Jónasson, fjármálastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, verið ráðinn bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Kristinn er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð árið 1965 og með yngstu mönnum í slíku trúnaðarstarfi. Hann er sonur hjónanna Nönnu Magnúsdóttur og Jónasar Ólafssonar sveitarstjóra. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Óskar formlega lausnar frá störfum

Á FUNDI borgarráðs í gær voru lögð fram tvö bréf til borgarstjóra frá Hrannari B. Arnarssyni borgarfulltrúa, dagsett 25. maí sl., þar sem hann óskar formlega lausnar frá trúnaðarstörfum á vegum borgarinnar. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Pílagrímsferð um Árnesþing

"PÍLAGRÍMSFERÐ um Árnesþing" verður farin sunnudaginn 28. júní. Þetta er öðru sinni, sem efnt er til slírar ferðar, en pílagrímsferðir um Árnesþing eru endurupptaka hátíðabrigða, er ítrekað fóru fram á vegum Þingvallakirkju síðasta sunnudag í júní á níunda áratugnum með vísun til þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 44 orð

Reuters Fótspor á flugi ELSTU f

ELSTU fótspor sem fundist hafa, voru í gær fjarlægð úr sandsteininum sem þau fundust í, og flutt á safn í Suður-Afríku, vegna ágangs ferðamanna. Fótsporin eru 117.000 ára gömul og greyptust í mjúkan sandstein í Langebaan, 100 km norður af Höfðaborg. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 903 orð

Samhæfðari og sterkari rekstrareining með yfir 1.700 íbúum

NÆSTA laugardag verður kosið um sameiningu fimm hreppa í Árnessýslu en 23. maí sl. var kosið um sameiningu átta hreppa í sýslunni en hún þá felld. Verði hrepparnir fimm sameinaðir verður íbúatala þeirra rúmlega 1.700 manns og aðsetur stjórnsýslunnar í Reykholti í Biskupstungum. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Samningsumboð ESB afgreitt á næstu dögum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sem fer með forsætið í ráðherraráði Evrópusambandsins til næstu mánaðamóta. Halldór segir að Cook hafi fullvissað sig um að á síðasta ráðsfundinum sem hann stýrir, síðar í mánuðinum, Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Samræmd vikmörk við hraðamælingar

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur gefið út fyrirmæli til lögreglunnar um vikmörk við hraðamælingar sem gilda frá og með 1. júlí nk. Í hinum nýju reglum eru ökumönnum gefnir 13 km á klst. umfram hámarkshraða áður en sektum er beitt, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Akureyri. Þetta þýðir að ökumenn geta hraðast ekið á 63 km á klst. innanbæjar, þar sem hámarkshraði er 50 km á klst. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Sex fluttir í sjúkrahús

ÁREKSTUR fjögurra bíla varð á Reykjanesbraut í Hvassahrauni, um 1,7 km sunnan við Vatnsleysustrandarveg, um kl. 19 í gærkvöldi. Níu manns voru í bílunum og voru sex þeirra fluttir í sjúkrahús, þar af einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einum bílanna var ekið í átt til Keflavíkur, hinir þrír komu úr gagnstæðri átt. Meira
24. júní 1998 | Miðopna | -1 orð

Sífelld þróun, stækkun og samræming

BOEING-flugvélaverksmiðjurnar bandarísku, sem hafa aðalaðsetur sitt við Seattle, framleiða átta grunngerðir af farþegaþotum og er hver þeirra fáanleg í nokkrum undirgerðum. Eru þær tveggja til fjögurra hreyfla, taka frá 100 og hátt í 600 farþega og geta þjónað flugfélögum á stuttum sem löngum leiðum. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 589 orð

Sjónvarpsviðtal BBC við bresku barnfóstruna Louise Woodward vekur

SKOÐANIR breskra blaða eru mjög skiptar á viðtali sem BBC-sjónvarpsstöðin átti við bresku barnfóstruna Louise Woodward í fyrrakvöld. Í viðtalinu ítrekar Woodward sakleysi sitt en viðurkennir engu að síður að hafa hrist barnið, sem bandarískur dómstóll úrskurðaði að hún hefði orðið að bana. Sami maður tók viðtalið og ræddi við Díönu prinsessu í frægu sjónvarpsviðtali árið 1995. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Skógarganga

FIMMTA skógarganga sumarsins á höfuðborgarsvæðinu verður á morgun, fimmtudag. Þá verða heimsóttir skógarreitir í Vatnsendalandi í Kópavogi. Mæting við Elliðahvamm í Vatnsenda kl. 20.30, einnig er boðið upp á rútuferð frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Íslands. Brottför kl. 20 og fargjaldið er 500 kr. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 105 orð

Skólameistarar þinga í Stykkishólmi

Stykkishólmi­Aðalfundur Skólameistarafélags Íslands var haldinn í Stykkishólmi 9. og 10. júní sl. Þar mættu skólameistarar flestra framhaldsskóla á landinu ásamt áfangastjórum og fleiri starfsmönnum frá hverjum skóla. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var aðalþema fundarins "Enn betri skóli - þeirra réttur - okkar skylda". Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 251 orð

S-Kóreumenn finna n-kóreskan kafbát

NORÐUR-kóreskur njósnakafbátur sökk í gær þegar suður-kóreskur dráttarbátur reyndi að draga hann í land eftir að kafbáturinn lenti í neti sjómanna innan landhelgi Suður-Kóreu. Kafbáturinn sökk vegna þess að dráttartaugin slitnaði og suður-kóreski sjóherinn hugðist toga hann upp til að ganga úr skugga um hvort einhverjir væru um borð í honum. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 719 orð

Stalín bar meginábyrgð á kalda stríðinu

ENDALOK kalda stríðsins komu John Lewis Gaddis, þekktasta kaldastríðsagnfræðingi Bandaríkjanna, á óvart. Hann segist enda engan þekkja sem hafi séð þau fyrir. "Þetta er eitt af því sem sagnfræðirannsóknir dagsins í dag reyna að skýra, hvernig kerfi sem virtist vera stöðugt hrundi skyndilega," segir Gaddis, sem taka mun þátt í ráðstefnu sem hefst í dag um Norðurlönd og kalda stríðið. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Stefnt að fundi í Smugudeilu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að því stefnt að halda þríhliða fund í deilu Íslands við Rússland og Noreg um veiðar í Smugunni í Barentshafi fyrir miðjan næsta mánuð. Halldór ræddi Smugudeiluna í gær við Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 577 orð

Stöndum ekki ein undir auknum kostnaði

FULLTRÚAR Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala eru að velta fyrir sér ýmsum möguleikum til að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og hafa samráð um hugmyndir í þeim efnum. Yfirstjórn Ríkisspítala gerði hjúkrunarfræðingum, sem þar hafa sagt upp, tilboð fyrir allnokkru um breytingar á vinnutíma og ýmsa hagræðingu sem hjúkrunarfræðingum finnst ekki nóg. Meira
24. júní 1998 | Landsbyggðin | 59 orð

Sumar á Selfossi

Selfossi­Það var mikið um dýrðir síðastliðinn laugardag þegar "Sumar á Selfossi"-hátíðin fór fram. Fjöldi ferðamanna og heimamenn sótti ýmsar uppákomur sem haldnar voru í tilefni dagsins. Talið er að 2.000 gestir hafi verið á hátíðarsvæðinu þegar best lét. Veðurguðirnir voru í ágætu skapi þennan dag og voru aðstandendur hátíðarinnar ánægðir með daginn. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Til starfa hjá Norræna þróunarsjóðnum

GUÐMUNDI Árnasyni hefur verið veitt leyfi frá starfi skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til tveggja ára. Hann mun hverfa til starfa hjá Norræna þróunarsjóðnum í Helsinki, en þróunarsjóðurinn veitir lán til þróunarverkefna sem norræn fyrirtæki starfa að í Asíu, Afríku og Suður- og Mið-Ameríku, í samvinnu við stjórnvöld viðkomandi landa. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Umtalsverð hækkun á afurðaverði

VERULEGAR verðhækkanir hafa orðið á íslenskum sjávarafurðum á síðustu mánuðum og sem dæmi má nefna, að meðalverð á saltfiski hefur hækkað um 23% milli ára. Á móti kemur, að hráefnisverð til vinnslunnar hefur almennt hækkað eða um 13% frá því í ágúst í fyrra, að sögn Arnars Sigmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 477 orð

Uppsögn skólastjóra tónlistarskóla hreppsins samþykkt

TILLAGA um uppsögn skólastjóra Tónlistarskóla Bessastaðahrepps var samþykkt á hreppsnefndarfundi í gær. Uppsögnin, sem samþykkt hafði verið af hreppsráði, var harðlega gagnrýnd af Hagsmunasamtökum Bessastaðahrepps, bæði í yfirlýsingu sem samtökin sendu fjölmiðlum og íbúum hreppsins og á fundinum í gær. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Veðurvefur Halo

"HALO, haf- og lofthjúpsfræðistofa hefur þróað og hafið starfrækslu á veðurspákerfi á Íslandi. Veðurspákerfið er það fyrsta sinnar tegundar hérlendis og hafa reglulegar tölvureiknaðar veðurspár ekki verið framkvæmdar hér á landi fyrr en við tilkomu þessa kerfis. Fjölmiðlun á tölvureiknuðum veðurlíkanaspám á Íslandi hófst á veraldarvefnum 1. apríl sl. Meira
24. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Vinnur að bættu umferðaröryggi og fræðslu

UNDANFARNA daga hafa ökumenn í Eyjafirði orðið varir við undarlegan aðskotahlut í vegköntum, annað en hinar klassísku vegarollur. Um er að ræða hraðavita sem gefur ökumönnum til kynna á hvaða hraða þeir eru og hámarkshraða á hverjum stað. Að sögn Sigurbjörns Jóns Gunnarssonar umferðaröryggisfulltrúa Norðurlands hefur vitinn óneitanlega vakið mikla athygli ökumanna. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Vorhefti Kirkjuritsins komið út

"MEGINEFNI vorheftis Kirkjuritsins er sett fram í fjórum erindum um kærleikann, um samkynhneigð í ljósi textans og sköpun mannsins í mynd Guðs, um hjónabandið og samlíf kynjanna í frumkristni og um útlínur kristins hjónabandsskilnings. Þessi erindi eru undir yfirskriftinni Hjónabandið og biblíuvers. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Vænta má skerðingar á afgangsorku

REIKNA má með að til skerðingar á afgangsorku til stóriðju og ótryggðu rafmagni til almenningsrafveitna þurfi að koma á hausti komanda vegna þess að árferði hefur reynst óhagstætt fyrir vatnsbúskap Landsvirkjunar að undanförnu. Þetta er meðal niðurstaðna fundar framkvæmdastjórnar Landsvirkjunar sem haldinn var í gær, en þá var rætt um ástand vatnsbúskapar og viðbrögð við því. Meira
24. júní 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Þrjár milljónir króna frá Rauða krossi Íslands

STJÓRN Rauða kross Íslands hefur ákveðið að leggja eina milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Afganistan. Þorkell Diego, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er jafnframt á leið til skjálftasvæðanna og mun samhæfa dreifingu hjálpargagna þar næstu vikurnar. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 327 orð

Þrýstingur eykst úr öllum áttum

HÓPUR kínverskra andófsmanna hefur sent Bill Clinton Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann er hvattur til þess að hitta Zhao Ziyang, fyrrverandi formann kínverska kommúnistaflokksins, í fyrirhugaðri ferð sinni til Kína. Meira
24. júní 1998 | Erlendar fréttir | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

LÖGREGLAN í Ósló hyggst koma upp löggæslumyndavélum í miðborg Óslóar, bæði til að letja fólk til glæpa og til að safna sönnunargögnum. Ingelin Killengren lögreglustjóri segir þó að myndavélarnar muni ekki koma í stað lögreglumanna sem verði áfram á götunum. Amir áfrýjar Meira

Ritstjórnargreinar

24. júní 1998 | Leiðarar | 579 orð

Ð EN EKKI D MEÐ STRIKI

leiðariÐ EN EKKI D MEÐ STRIKI ANGAVELTUR eru nú uppi um það hvort d með striki geti verið annar stafur en ð í íslensku. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag tengjast vangaveltur þessar nýjum hnappaborðsstaðli sem Svíar eru að búa til og því tæknilega vandamáli að ljóslestrarvélar eigi erfitt með að lesa íslenska ð-ið m Meira

Menning

24. júní 1998 | Kvikmyndir | 331 orð

Ást og hættur á eyðiey

Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Michael Browning. Kvikmyndatökustjóri: Michael Chapman. Tónlist: Randy Edelman. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Anne Heche, David Schwimmer, Temuera Morrison. Touchstone Pictures 1998. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 42 orð

B-52s aftur á flug HLJÓMSVEITIN B-52s hefur

B-52s aftur á flug HLJÓMSVEITIN B-52s hefur fyrstu tónleikaferð sína í fimm ár næstkomandi fimmtudagskvöld í Washington og leikur ásamt Pretenders. Einnig gaf sveitin nýverið út breiðskífu með bestu lögunum í gegnum tíðina og nefnist hún "Time Capsule: Songs for a New Generation". Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

Brúðhjón á trukki

Brúðhjón á trukki PÉTUR Óli Pétursson og Camilla Ása Eyvindsdóttir gengu í það heilaga Fitjakirkju í Skorradal um síðustu helgi. Veislan var haldin í bústað Dagsbrúnar í Skorradal og bíllinn var ekki af verri endanum. Það var einn af vörubílum Péturs Óla, sem rekur verktakafyrirtækið Stórafell. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 865 orð

Bækur í uppreisn gegn hefðinni

RÉTTNEFNI sýningarinnar er vinnugerningur, því í á aðra viku hefur Ingólfur setið í Bjarta sal Nýlistasafnsins og farið yfir og skráð til varanlegrar varðveislu allan þann fjölda bókverka Dieters Roths sem er í eigu safnsins. Ingólfi telst þó til að ekki sé nema um helmingur allra bókverka listamannsins að ræða sem sýnir vel hversu afkastamikill Dieter Roth var. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 139 orð

Djasshátíð Egilsstaða í ellefta sinn

NÚ er undirbúningur í fullum gangi fyrir Djasshátíð Egilsstaða, sem haldin verður í ellefta sinn 25.­27. júní nk. Hátíðin verður á léttum og hefðbundnum nótum að sögn Árna Ísleifs, sem er og hefur verið aðalskipuleggjandi Djasshátíðanna. Meira
24. júní 1998 | Kvikmyndir | 581 orð

Ein lítil ástarsaga

Leikstjóri: Krzysztof Kieslowski. Handrit: Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz. Kvikmyndatökustjóri: Witold Adamek. Tónlist: Zbigniew Preisner. Aðalhlutverk: Grazyna Szapolowska, Olaf Lubaszenko, Stefania Iwinska, Arthur Barcis. Enskur texti. Meira
24. júní 1998 | Myndlist | 1205 orð

Einn ljósmyndari og tveir málarar

Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14:00 til 18:00. Til 28. júní. LJÓSMYNDIR EINAR FALUR INGÓLFSSON EFTIR hið hýsteríska uppnám í kringum Flögð og fögur skinn, þá leikur nú öllu rólegra og yfirvegaðra andrúmsloft um sali Nýlistasafnsins. Tvær málverkasýningar, ein ljósmyndasýning og bókaherbergi með bókverkum og tónlistarútgáfu Dieters Roths. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 345 orð

Eins og rokktónleikar MÁLVERKASÝNING Tolla sem

MÁLVERKASÝNING Tolla sem verður opnuð á laugardaginn kemur verður með nýstárlegu sniði. Hann verður bæði með hlutbundin og abstrakt olíumálverk á sýningunni sem sum hver eru allt að 3 metrar á hæð. En það er umgjörðin um sýninguna sem stingur í stúf. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 209 orð

Enn og aftur í vandræðum BOBBY Brown, eiginmaður sö

Enn og aftur í vandræðum BOBBY Brown, eiginmaður söngkonunnar Whitney Houston, var handtekinn í Los Angeles um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 48 orð

Eyðnirannsóknir styrktar

Eyðnirannsóknir styrktar SJÓNVARPSMAÐURINN Larry King lét sig ekki muna um að taka dansdýfu með leikkonunni Sharon Stone á góðgerðarsamkomu sem var haldin til styrktar bandarísku eyðnirannsóknasamtökunum í New York um helgina. Meira
24. júní 1998 | Kvikmyndir | 388 orð

Flókið ráðabrugg

Leikstjóri: John Mcnaughton. Handrit: Steven Peters. Kvikmyndatökustjóri: Jeffrey L. Kimball. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Kevin Bacon, Neve Campbell, Denise Richards, Bill Murray, Teresa Russell og Robert Wagner. Columbia 1998. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

Heiðruð fyrir störf sín LEIKKONAN Meryl Stre

Heiðruð fyrir störf sín LEIKKONAN Meryl Streep stillti sér ánægð upp með kristalsverðlaunin sem samtök kvenna í kvikmyndaiðnaðinum veittu henni á dögunum. Athöfnin fór fram í Los Angeles og var Streep heiðruð fyrir langan og farsælan feril sinn í kvikmyndum og fyrir viðleitni sína til að styrkja hlutverk kvenna í kvikmyndaiðnaðinum. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1199 orð

Hollywood og heimsmarkaðurinn Markaðurinn fyrir Hollywoodmyndir utan Bandaríkjanna verður sífellt stærri og mikilvægari stóru

TEKJURNAR sem bandarískar bíómyndir fá af heimsdreifingu, þ.e. dreifingu þeirra utan Bandaríkjanna, eru sífellt að verða meiri, markaðirnir stækka og aðsóknin á Hollywoodmyndirnar eykst í sífellu. Er nú svo komið að margar myndanna frá Hollywood taka inn meira á heimsmarkaði en heimamarkaði og er jafnvel talið að það muni hafa áhrif á gerð myndanna í framtíðinni. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

Jötnar leika sér í Eyjum NÝVERIÐ voru haldnir Hála

NÝVERIÐ voru haldnir Hálandaleikar í Vestmannaeyjum þar sem ýmsir aflraunamenn sýndu hvers þeir eru megnugir. Keppt var í fimm greinum og voru þær 8 kílóa steinkast, 25 kílóa lóðkast yfir rá, 12,5 kílóa lóðkast, staurakast og að endingu var bóndaganga með 100 kíló í hvorri hendi. Sett var Íslandsmet í 25 kílóa lóðkasti yfir rá og var það Sæmundur Sæmundsson. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

Kjólarnir hurfu með Titanic SKORTUR er á kjólum frá upphaf

SKORTUR er á kjólum frá upphafi aldarinnar í Los Angeles um þessar mundir. Framleiðendur þáttaraðar NBC-sjónvarpsstöðvarinnar "A Will of Their Own" sem fjallar um breytingar á hlutverkum kvenna á öldinni lentu í stökustu vandræðum þegar kom að því að útvega kjólana. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Linda McCartney kvödd í fæðingarborg sinni

MINNINGARATHÖFN var haldin fyrir Lindu MacCartney í New York á mánudag en meðal þeirra sem sóttu athöfnina voru fjölskylda og vinir Lindu. Sem kunnugt er lést Linda í apríl á þessu ári eftir að hafa háð baráttu við brjóstakrabbamein í um tvö ár. Minningarathöfnin var hvorki opin almenningi né fjölmiðlum en dagskrá hennar og ræða Pauls McCartney var afhent fjölmiðlum. Meira
24. júní 1998 | Myndlist | -1 orð

LITAGLEÐI

Verk eftir Guðmund W. Vilhjálmsson Opið alla daga frá 14­18. Til 28. júní. Aðgangur ókeypis. Í FORMÁLA sýningarskrár hefur gerandinn ritað hugleiðingu og segir þar orðrétt. "Ég hef haft áhuga á málverkum og myndlist frá því ég var unglingur. Ekki var þá mikið um sýningar, en bækur um hina miklu meistara veittu mér ómældar gleðistundir. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 322 orð

Mikið melódrama Bella Mafia

Framleiðsla: Jack Clements. Leikstjórn: David Greene. Handrit: Lynda La Plante. Kvikmyndataka: Gordon Lonsdale. Tónlist: Joseph Vitarelli. Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Dennis Farina, Nastassja Kinski, Jennifer Tilly og Illeana Douglas. 113 mín. Bandarísk. Bergvík, júní 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 200 orð

Nýjar bækur HÚNVETNINGA

HÚNVETNINGA SAGA er rituð af Gísla Konráðssyni á árunum 1830­1850 og byggir að hluta á handriti frá Jóni Espólín. Hún rekur atburði í Húnavatnssýslu á árunum 1685­ 1850. Sagan teygir síg þó víðar, til Skagafjarðar og jafnvel um land allt. Gísli Konráðsson fæddist árið 1787 á Völlum í Vallhólmi í Skagafirði. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 296 orð

Nýjar bækur T

The Ally Who Came in from the Cold. A Survey of Icelandic Foreign Policy, 1945­1956 eftir Þór Whitehead, rannsóknaprófessor í sagnfræði, er komin út. Bókin er á ensku og er gefin út í tilefni af ráðstefnunni "Norðurlöndin og kalda stríðið", sem hefst í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Nýjar plötur

RADDIR, Ómennskukvæði, Ókindarkvæði, Grýlukvæði, rímur, sagnadansar, drykkjuvísur, þulur, barnagælur og önnur íslensk þjóðlög, er komin út. Andri Snær Magnason og Rósa Þorsteinsdóttir sáu um útgáfuna og völdu efni. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 88 orð

Sidney Poitier heiðraður ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Sidne

Sidney Poitier heiðraður ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Sidney Poitier var heiðraður af bandarísku kvikmyndaakademíunni fyrir farsælan feril sem leikari nú á dögunum. Boðið var til gleðskapar í Beverly Hills og mættu þangað vinir og fyrrverandi mótleikarar og leikstjórar Poitier. Meira
24. júní 1998 | Bókmenntir | 669 orð

Siglingaannáll

frá upphafi til nútíma eftir Guðmund Magnússon. 424 bls. Útg. Hf. Eimskipafélag Íslands. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. ÞETTA er mikið rit, bæði að efni og umfangi. Eimskip hefur verið svo snar þáttur í lífi landsmanna að saga þess snertir flesta þætti þjóðarsögunnar, allt frá upphafi til þessa dags. Með réttu var strax farið að kalla það óskabarn þjóðarinnar. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 56 orð

Skrúðganga samkynhneigðra HEIMSMEISTARAKEPPNIN

Skrúðganga samkynhneigðra HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu stendur nú sem hæst í Frakklandi. Þegar skrúðganga samkynhneigðra var haldin í París á dögunum sóttu nokkrir þátttakendur þema sitt í keppnina með meðfylgjandi árangri. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Sumarkvöld í Neðstakaupstað

SUMARKVÖLD í Neðstakaupstað verður í Tjöruhúsinu, Neðstakaupstað á Ísafirði fimmtudagskvöldið 25. júní kl. 20.30. Viðfangsefni: Laxness og Vestfirðir. Einar Kárason og Halldór Guðmundsson fjalla um tengsl Halldórs Laxness og Vestfjarða, fyrirmyndir í bókum skáldsins og ferðalög hans um Vestfirði. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 179 orð

Söngtónleikar í Sigurjónssafni

FYRSTU tónleikar sumarsins í tónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verða haldnir þriðjudagskvöldið 30. júní kl. 20.30. Þá koma fram Þórunn Guðmundsdóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Á efnisskrá þeirra eru lög eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Karl Ó. Runólfsson, Jón Leifs, Gunnar Reyni Sveinsson, Hjálmar H. Meira
24. júní 1998 | Menningarlíf | 194 orð

Tónleikaröð í Iðnó

HAFIN er tónleikaröð í Iðnó, og verða í því skyni haldnir tónleikar sérhvert þriðjudagskvöld árið um kring. Í sumar verður byrjað á léttri tónlist, hverrar tónleikaröð nefnist Tónlist úr öllum áttum, en stefnan er að þyngja dagskrána eftir því sem líður á veturinn. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 159 orð

Upptökur af Díönu 9 ára sýndar í sjónvarpi UPPTÖKUR af

UPPTÖKUR af Díönu prinsessu níu ára þar sem hún dansar í garðinum við ættaróðal fjölskyldu sinnar verða sýndar í bresku sjónvarpi í fyrsta skipti í þessari viku, að því er bresk sunnudagsblöð greindu frá um helgina. Upptökurnar verða í heimildarmynd um bróður hennar, Spencer jarl, sem hélt kraftmikla minningarræðu á jarðarför prinsessunnar í desember. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 203 orð

Vinsælar Ráðgátur FRUMSÝNINGAR á tveimur nýjum

Vinsælar Ráðgátur FRUMSÝNINGAR á tveimur nýjum kvikmyndum í Bandaríkjunum, Ráðgátum og Mulan, skiluðu sér í fyrstu helginni í sex mánuði sem fer yfir 700 milljónir króna í heildaraðsókn þar vestra. Meira
24. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1090 orð

WILLIAM WYLER Í VETUR upplifði ég stórkostlega

WILLIAM WYLER Í VETUR upplifði ég stórkostlega stund frammi fyrir sjónvarpinu. Í myndbandstækinu var sú margfræga mynd, The Best Years Of Our Lives, ('46), og stóð undir væntingum. Á allt lof skilið. Meira

Umræðan

24. júní 1998 | Aðsent efni | 882 orð

Einleikur Hjörleifs Guttormssonar í sameiningarviðræðum

HJÖRLEIFUR Guttormsson fékk mikið pláss fyrir lítið hér í blaðinu sl. sunnudag. Þar viðrar hann ágreining sinn við Alþýðuflokk og Kvennalista í einum þeirra málefnahópa sem hafa starfað í þeim viðræðum að undanförnu. Í grein sinni lætur Hjörleifur eiga sig að minnast á mjög margt sem skiptir máli. Meira
24. júní 1998 | Aðsent efni | 901 orð

Opið bréf til Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ

ÉG NÁÐI ekki í þig, reyndar sá þig ekki, á miðstjórnarfundinum sl. laugardag til að þakka þér fyrir bréfið sem ég fékk frá þér nú fyrr í mánuðinum. Ég gríp því til þess ráðs að nota sömu aðferð og senda þér þetta bréfkorn. Meira
24. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 923 orð

Óáreiðanleiki Biblíunnar Frá Guðmundi Rafni Geirdal: Í SÍÐUSTU g

Í SÍÐUSTU grein minni fjallaði ég um óáreiðanleika Biblíunnar og hve óæskilegt væri að oftrúa á hana eins og sumir virðast því miður gera, einkum þeir sem eru í sértrúarsöfnuðum. Mig langar til að sýna ykkur hve mörg tilbrigði koma fram í afritum af Nýja testamentinu til að þið áttið ykkur betur á hvað ég er að meina. Meira
24. júní 1998 | Aðsent efni | 485 orð

Verið velkomin í Fjörður

Í MORGUNBLAÐINU 31. maí sl. birtist grein eftir Sigmund Magnússon fyrrv. forstöðulækni Rannsóknastofu Landspítalans í blóðfræði. Mér er það bæði ljúft og skylt að upplýsa hann og aðra lesendur Morgunblaðsins um afstöðu Grýtubakkahrepps gagnvart þeim fjölmörgu ferðamönnum sem leggja leið sína um Fjörður og Látraströnd. Á síðustu árum hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á þetta fagra svæði. Meira
24. júní 1998 | Aðsent efni | 901 orð

Það verður kosið um sjávarútvegsstefnuna

Í NÆSTU Alþingiskosningum verður kosið um sjávarútvegsstefnuna. Það er ekkert nýtt á Vestfjörðum, stjórn fiskveiða hefur verið aðalkosningamálið í öllum Alþingiskosningum þar síðan kvótakerfið var innleitt fyrir 14 árum. Meira
24. júní 1998 | Aðsent efni | 708 orð

Þessa kolsvörtu sögu verður að segja

ÞAÐ þarf að þvo þennan kolsvarta blett af þjóðfélaginu. Og reynslan sýnir að það verður ekki gert með hefðbundnum aðgerðum. Það gerist ekki nema fólkið sjálft ­ við ­ segjum hlutina umbúðalaust. Þau af okkur sem enn erum í gangi. Þau sem voru þolendur í þessum harmleik liggja nú í kirkjugörðunum og mega ekki mæla. Það er óhjákvæmilegt að segja söguna eins og hún er. Meira

Minningargreinar

24. júní 1998 | Minningargreinar | 133 orð

Bjargey Guðjónsdóttir

Elsku systan okkar. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig svo fljótt. Okkur er orða vant, en þú átt allar okkar þakkir skildar fyrir allt, sem þú hefur verið okkur í gegnum tíðina. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér og veita þér frið. Mömmu og fjölskyldu þinni sendum við samúðarkveðjur og biðjum Guð um styrk þeim til handa. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 135 orð

BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR

BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR Bjargey Guðjónsdóttir fæddist í Efri Miðbæ, Norðfirði, 23. febrúar 1934. Hún lést á heimili sínu í Gautaborg 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðjón Guðmundsson, f. 13.10. 1904, d. 24.4. 1987, og Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 13.6. 1909. Systkini Bjargeyjar eru: Sigríður, f. 9.2. 1933, Guðmundur, f. 15.10. 1937, Guðlaug, f. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 714 orð

Dieter Roth

Og hvað skal nú segja? ­ Líklega nokkur velvalin orð til að minnast látins góðvinar. ­ Orð eru til alls fyrst. ­ Máttur orðsins ætti að vera óbrigðull. ­ Í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið var guð. Orð, það er málið. En nú bregður svo við að það er einsog orðin fái holan hljóm; orð verða á þessari stund merkingarlaus og úr þeim allur slagkraftur. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 430 orð

Dieter Roth

Það var fyrir réttum tuttugu árum að hann birtist í Myndlista- og handíðaskólanum til að kenna í nýlistadeild Magnúsar Pálssonar. Reyndar var eitt af því fyrsta sem hann sagði við okkur væntanlega nemendur sína að hann vildi ekki kenna, hann hefði hætt því í Düsseldorf fyrir nokkrum árum og sagt við liðið að það gæti bara alveg eins hitt sig á hverfisknæpunni í nágrenni skólans. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Dieter Roth

Listamaður kveður. Til að lýsa Dieter Roth þyrfti minnst 500 síðna bók og að öllum líkindum væri Dieter enn ólesinn og jafnvel þótt aðrar 500 bættust við, væri Dieter enn óafgreiddur. Yfirburðagáfur, yfirmáta-viðkvæmni, háð eða húmor, gjafmildi og móðgun voru þættir sem menn urðu að sætta sig við og glíma við, ef þeir vildu vera vinir hans. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 979 orð

Dieter Roth

Sunnudagseftirmiðdaginn hinn sjöunda júní var ég sem oftar á heimsfréttadorgi í textavarpi þýzku og austurrísku sjónvarpsstöðvanna, sem maður nær hér í München, og varð ekki bofs var. Þá var hringt í mig frá Sviss og mér sagt frá nýskeðu láti Dieters Roth í Basel, sem var á þeirri stundu enn ekki komið í fréttirnar. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Dieter Roth

Ég kynntist Dieter hér í miðbænum um eða uppúr 1960. Hann var þá orðinn þekktur listamaður og hjá sumum einskonar goðsögn. Hann fór ekki með hávaða en kom sínum frjóu hugmyndum á framfæri með sínum sérstaka hætti. Ræktaði sérvisku sína af miklum myndarskap og var því sjálfstæður listamaður og áhrifamikill, því það er sérviskan sem gerir menn sjálfstæða en ekki peningarnir og völdin. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 662 orð

Dieter Roth

Jæja vinur, svo þú hafðir þennan háttinn á, stakkst bara af rétt áður en við færum saman í fyrirhugaða ferð til Huldulands og hvalaskoðun á Skjálfanda. Þú unnir íslenskri náttúru svo sannarlega af alhug. Þú gast ekki beðið eftir því að sumraði heldur losaðir þú þig við jarðarkífið og fórst einn. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 33 orð

DIETER ROTH

DIETER ROTH Dieter Roth, fullu nafni Karl Dietrich Roth, fæddist í Hannover í Þýskalandi 21. apríl 1930. Hann varð bráðkvaddur í Basel í Sviss 5. júní síðastliðinn og hefur bálför hans farið fram. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 37 orð

Guðmann A. Aðalsteinsson

Elsku afi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Afabörnin. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Guðmann A. Aðalsteinsson

Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund, erfitt er að sætta sig við að þú hafir verið kvaddur svo fljótt frá okkur. Þrátt fyrir vitneskjuna um sjúkdóm þinn var það von okkar og trú að þú fengir að lifa miklu lengur. Margs er að minnast frá æsku okkar og þá sérstaklega frá öllum ferðalögunum sem við fórum saman innanlands sem utan. Áhugi þinn á sveitastörfum og útiveru var alla tíð mikill. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Guðmann A. Aðalsteinsson

Elsku afi, ég á alltaf eftir að sakna þín. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum er við áttum saman í hesthúsinu og reiðtúrunum. Þá gátum við rætt um allt mögulegt á milli þess sem þú reyndir að kenna mér að umgangast hesta. Eins og þú eflaust veist þá er ég byrjuð á hestanámskeiði og þar er sama sagt við mig og þú gerðir: "Fram með tærnar," en þegar það er sagt er eins og eyrun lokist. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 197 orð

GUÐMANN A. AÐALSTEINSSON

GUÐMANN A. AÐALSTEINSSON Guðmann A. Aðalsteinsson, flugstjóri, fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans, sem bæði eru látin, voru Aðalsteinn Vigfússon, verkstjóri, og Ragnhildur S. Valdimarsdóttir, húsfreyja. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Guðmundur E. Einarsson

Okkur systkinin langar að minnast afa með nokkrum orðum. Minningar okkar um hann eru margar og yndislegar. Það var gott að koma til afa og ömmu á Hagamel. Afi tók alltaf á móti okkur með mikilli hlýju og hann settist oft við píanóið og spilaði nokkur lög svona eins og til að fá rétta stemmningu í húsið. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 91 orð

Guðmundur E. Einarsson

Guðmundur E. Einarsson Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: "Dvel mér hjá". Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 259 orð

GUÐMUNDUR E. EINARSSON

GUÐMUNDUR E. EINARSSON Guðmundur Eyjólfur Einarsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Sveinbjörnsson bóndi og útgerðarmaður í Sandgerði, f. 19. jan. 1860 í Sandgerði, d. 29. júlí 1937, og seinni kona hans Messíana Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 25. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 428 orð

Helga Guðrún Pétursdóttir

Kæra "Helga systir" eins og þú varst alltaf kölluð í fjölskyldunni. Nú ert þú einnig farin í ferðalagið langa eins og litla systir þín Jara (mamma mín) fór í fyrir aðeins þremur vikum eða þann 16. maí sl. Ég sé fyrir mér ykkur systurnar sameinaðar og í miklum kærleika. Kæra Helga systir ég þakka þér fyrir mjög nána samfylgd sem móðursystur í þessu lífi hér. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 400 orð

Helga Guðrún Pétursdóttir

Ég ólst upp við þá vissu að þú værir amma mín, þetta var áður en ég skildi það hugtak til hlítar. Og það var ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á því að í raun varstu ekki með réttu amma mín heldur ömmusystir, og Helgi afi ekki með réttu afi minn, samkvæmt skilgreiningu ættfræðinnar. En það skipti mig engu máli, þið voruð amma og afi og eruð það í mínum huga. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Helga Guðrún Pétursdóttir

Kær skólasystir er horfin sjónum okkar, sú fjórða sem kveður úr árgangi nemenda Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1944-45. Við erum nokkra stund að átta okkur á og sætta okkur við þessi vistaskipti vina okkar sem hverfa. Minningar frá samverustundum hrannast upp í hugann þegar Helga Pétursdóttir kveður okkur. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 320 orð

Helga Guðrún Pétursdóttir

Elsku Henge mamma, eins og ég kallaði þig alltaf. Nú er komið að kveðjustund. Minningarnar streyma að og þær eru ótæmandi. Allar stundirnar er ég átti hjá ykkur Henge pabba í Háagerðinu, frá því ég man eftir mér. Að ógleymdum öllum handunnu gjöfunum sem þú gafst mér og systrum mínum, t.d. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HELGA PÉTURSDÓTTIR

HELGA PÉTURSDÓTTIR Helga Guðrún Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1925. Hún lést á Landspítalanum hinn 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. júní. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 580 orð

Jón Þorvarðarson

Jón Þorvarðarson hefur kvatt okkur. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að Nökkvavogi 15. Nonni var giftur Jónu móðursystur minni, heimili þeirra var lengi vel í sama húsi og heimili foreldra minna og mikill samgangur var þar á milli. Nonna og Jónu varð sjö barna auðið, allt vel gert og harðduglegt fólk og samhent fjölskylda. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 564 orð

Jón Þorvarðarson

Ég vil í örfáum orðum minnast svila míns og vinar Jóns Þorvarðarsonar. Minningarnar hrannast upp, fyrstu raunverulegu kynni mín af Jóni voru fyrir rúmum fimmtíu árum er við báðir í miklu húsnæðishraki keyptum sumarbústað fyrir innan bæ, þar sem hét Smálönd. Það átti að heita svo að ég keypti bústaðinn en Jón bíl, því bíllausir gátum við ekki búið þar, engar strætisvagnaferðir og ekkert vatn. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 675 orð

Jón Þorvarðarson

Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí; þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgr. Pét.) Allt er vaknað af blundi vetrarins, vorið er að slíta barnsskónum og sumarið í þann mund að hefja innreið sína, ekki eingöngu í náttúrunni heldur líka í hugum mannanna. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 281 orð

JÓN ÞORVARÐARSON

JÓN ÞORVARÐARSON Jón Þorvarðarson fæddist í Reykjavík 27. sept. 1924. Hann lést á heimili sínu í Nökkvavogi 15 hinn 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvarður Guðmundsson, f. 20.7. 1888 í Þóroddarkoti á Álftanesi, d. 14.11. 1968,, og Friðsemd Magnúsdóttir, f. 2.5. 1891 í Kolsholtshelli í Flóa, d. 7.1. 1973. Jón var yngstur fimm systkina. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 711 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um þig, Sigga Lóa, svo ótal margt sem við áttum saman sem enginn annar nokkurntíma skildi. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, ég vona að það sé satt og þú sért komin á betri stað þar sem þú getur fundið þér sálarró, því það tókst þér ekki í lifanda lífi. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Eftir að ég frétti að þú værir farin hef ég fundið hjá mér sterka löngun til þess að minnast þín með nokkrum orðum. Það er ekki nema tæpt ár síðan ég kynntist þér og þá varstu ófrísk að litlu stúlkunni þinni, nýflutt í sama stigagang og ég. Í marga mánuði hittumst við nánast á hverjum degi í eldhúsinu mínu, drukkum kaffi og spjölluðum. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Í dag vil ég kveðja Siggu Lóu og þakka henni fyrir allar samverustundirnar síðustu 5 ár. Ég bið góðan guð að taka á móti henni og gefa henni frið og segja henni að litla dóttir hennar er í góðum höndum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 57 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Takk fyrir allar góðu stundirnar á Kvarnaborg og aðrar samverustundir. Ég sakna þín, elsku Sigga Lóa, góða ferð til himnaríkis. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Árni Björn Björnsson. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Sigríður Jóna Albertsdóttir

Það var hinn 25. janúar 1973 að leiðir okkar Siggu lágu fyrst saman. Þá litum við báðar heiminn augum á Landspítalanum, hvítvoðungar sem voru svo lánsamir að fá að heita sömu fornöfnum, þ.e. Sigríður. Síðar meir er við hittumst í Skógaskóla, fyrir tíu árum, komumst við að því að við áttum mun meira sameiginlegt en bara það. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR Sigríður Jóna Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1973. Hún lést í Reykjavík 9. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 19. júní. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 457 orð

Sigríður Ólafsdóttir

Það voru kátar og fjörugar ungar stúlkur, sem héldu þétt hópinn hér á árunum kringum miðja öldina. Við áttum sannarlega skemmtilegar stundir. Það þurfti ekki alltaf mikið til að kalla fram hláturinn og var Sigga hvað skemmtilegust; átti létt með að herma eftir og endursegja skemmtilegar upplifanir svo unun var. Okkur þótti við óhemju skemmtilegar og erum ekki frá því að fótur hafi verið fyrir. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 105 orð

SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Sigríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Susie Lily Bjarnadóttur, húsfreyju, og Ólafs Hauks Ólafssonar, stórkaupmanns. Eldri bróðir Sigríðar var Ólafur Haukur Ólafsson læknir, sem lést árið 1989. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Úlfar Guðjónsson

Við hjónin viljum með örfáum orðum minnast Úlfars Guðjónssonar, en honum og Jónínu Jóhannsdóttur konu hans kynntumst við þegar Jóhann sonur þeirra varð einn af tengdasonum Hjarðarhagaheimilisins og hóf búskap með Dóru okkar. Úlfar hafði þá þegar gengið í gegnum veikindi og erfiðleika, hefur síðan fengið hvert áfallið á fætur öðru síðasta áratuginn og var stundum ekki hugað líf. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 720 orð

Úlfar Guðjónsson

Nú er elsku afi búinn að kveðja þennan heim. Jafnvel þótt við gerðum okkur vel grein fyrir því hversu veikur hann var kom það okkur á óvart þegar það gerðist. Í þessu tilfelli var ekki um það að ræða að snúa til baka og jafna sig, þótt við hefðum oft séð hann sigrast á raunum erfiðra aðgerða og uppskurða. Við vitum að það sem hjálpaði honum oftast var létta skapið og viljinn til að lifa. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 608 orð

Úlfar Guðjónsson

Úlfar fæddist í Vestmannaeyjum, gekk þar í barnaskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann fluttist þaðan 18 ára með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Úlfar var alla tíð mikill Eyjamaður, var hafsjór af fróðleik um Eyjamenn sem bjuggu þar fyrir eldgosið 1973. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 592 orð

Úlfar Guðjónsson

Hvað getur maður sett niður á blað til minningar um einn af manns bestu vinum og félögum? Þessi spurning kom upp í huga minn þegar ég frétti lát vinar míns Úlfars Guðjónssonar þ. 15. júní síðastliðinn. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 887 orð

Úlfar Guðjónsson

Það ríkir nánast þögn á Kleppsmýrarvegi núna þegar Úlfar vinur minn er hættur að koma þangað. Nánast hvern virkan dag og jafnvel um helgar sl. 10­13 ár, þegar veikindi eða sumarbústaðadvöl hamlaði ekki för, heiðraði hann okkur með nærveru sinni. Stundum lengi, stundum stutt en alltaf þannig að eftir því var tekið. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Úlfar Guðjónsson

Ég hitti Úlfar fyrst fyrir átta árum, er ég flutti mig um set með vinnustofu mína að Kleppsmýrarvegi 8. Úlfar hafði þá nýlega orðið fyrir heilsubresti, en var hress, stálminnugur, hafði ákveðnar skoðanir og góða dómgreind. Úlfar var nánast daglegur gestur á Kleppsmýrarveginum. Var oft mikið rætt og skipst á skoðunum, sérstaklega við kaffiborðið hjá Lofti bólstrara, er eftirsjá að Úlfari þar. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 481 orð

Úlfar Guðjónsson

Þegar hringt var til okkar og tilkynnt lát Úlfars setti okkur hljóð. Reyndar kom lát hans okkur ekki á óvart, þar sem hann hafði barist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm er varð hans banamein. Úlfar hafði reyndar um nokkurt árabil ekki gengið heill til skógar, en með dugnaði og bjartsýni hafði hann náð nokkurri heilsu. Meira
24. júní 1998 | Minningargreinar | 182 orð

ÚLFAR GUÐJÓNSSON

ÚLFAR GUÐJÓNSSON Úlfar Guðjónsson húsgagnabólstrari fæddist í Vestmannaeyjum 9. október 1931. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Úlfarsdóttir, f. 13. október 1893, d. 14. janúar 1969, og Guðjón Kr. Þorgeirsson, f. 13. nóvember 1905, d. 13. nóvember 1983. Systir Úlfars er Guðlaug Þórdís, f. 23. Meira

Viðskipti

24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÐLíflegt á Verðbréfaþingi

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi námu alls 744 milljónum króna í gær, þar af námu viðskipti með hlutabréf 151 m.kr. sem eru jafnframt mestu viðskipti sem átt hafa sér stað á einum degi á þessu ári. Viðskipti með hlutabréf voru mest með bréf Eimskipafélagsins, alls 32 m.kr, Flugleiða 30 m.kr. og með Granda og Íslandsbanka 16 m.kr. hvort félag. Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði um 0,09%. Meira
24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 135 orð

ÐViðskiptastofa SPRON boðar breytingar Tekur up

VIÐSKIPTASTOFA SPRON hefur tekið upp viðskiptavakt með helstu flokka ríkisverðbréfa. Samkvæmt fréttatilkynningu lýsir viðskiptastofa SPRON sig viðskiptavaka með eftirtalda flokka ríkisverðbréfa: RB00- 1010/K RS04-0410/K RS05- 0410/K BH22-1215/H BH21- 0115/H Með þessum breytingum er bankinn fyrst og fremst að bregðast við þeirri þróun sem er að eiga sér stað á íslenskum Meira
24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 526 orð

Eykur þrýsting á virka fjárfesta

AÐGERÐIR Búnaðarbankans á hlutabréfamarkaðinum auka seljanleika hlutabréfa, að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur Búnaðarbankinn skuldbundið sig til að leggja fram einnar milljónar króna kaup- og sölutilboð í 10 af 15 stærstu fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði á hverjum degi. Stefán segist fagna þessum aðgerðum. Meira
24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 415 orð

Getur skipt sköpum um framtíð fyrirtækisins

SOFTIS hf. hefur samið um sölu á LOUIS-hugbúnaðinum til hollenska fyrirtækisins Pharmapartners B.V. Forráðamenn Softis segja samninginn afar þýðingarmikinn fyrir félagið og telja að nú fari markaðssetning hugbúnaðarins loks að skila þeim árangri sem stefnt hefur verið að frá því þróun hans hófst fyrir átta árum. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Meira
24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Hlutabréf hækka, dollar styrkist

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær og nutu góðs af ábata í Street. Dollar hækkaði vegna ótta við efnahagsútlitið í Japan og Rússlandi. Dalurinn steig hvarvetna þegar Jeltsín forseti sagði að fjárhagskreppan í Rússlandi gæti leitt til óstöðugleika í stjórnmálum og félagsmálum og að róttækra ráða væri þörf til að koma efnahagnum í lag. Meira
24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 293 orð

Kaup- og söluþóknun bréfa 0,85%

VIÐSKIPTASTOFA Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur lækkað kaup- og söluþóknun á hlutabréfum úr 1,5% í 0,85% sem er lægsta þóknun á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag að því er fram kemur í fréttatilkynningu Sparisjóðsins. Lágmarksþóknun fyrir hver hlutabréfaviðskipti verður 2.500 krónur. Meira
24. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Svipuð afkoma og í fyrra

EIGNARHALDSFÉLÖGIN Samvinnutryggingar og Andvaka g.f. skiluðu bæði hagnaði á síðasta ári að því er fram kemur í ársskýrslum félaganna. Hagnaður Samvinnutrygginga nam rúmum 67 milljónum í fyrra, samanborið við rúmar 72 milljónir árið á undan. Samkvæmt rekstrarreikningi nam eigið fé félagsins 491,3 m.kr. í árslok 1997. Andvaka skilaði 13,4 m.kr. Meira

Fastir þættir

24. júní 1998 | Í dag | 41 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 24. júní, verður sextugur Bjarni Andrésson, framkvæmdastjóri, Miðtúni 18, Tálknafirði. Hann og eiginkona hans Sigrún Helga Guðlaugsdóttir verða í Dunhaga, Tálknafirði, laugardaginn 27. júní og taka á móti vinum og kunningjum eftir kl. 20.30. Meira
24. júní 1998 | Í dag | 26 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 24. júní, verður sextugur Sævar Hallgrímsson, kjötiðnaðarmaður, Goðabyggð 18, Akureyri. Eiginkona hans er Erna Sigurjónsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Meira
24. júní 1998 | Í dag | 19 orð

DEMANTSBRÚÐBRAUP.

DEMANTSBRÚÐBRAUP. Í dag, miðvikudaginn 24. júní, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir og Hallgrímur Eðvarðsson frá Helgavatni í Vatnsdal. Meira
24. júní 1998 | Fastir þættir | 92 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10­12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Kristín Bögeskov, djákni. Meira
24. júní 1998 | Í dag | 390 orð

IKIÐ vildi Víkverji gefa til þess að losna undan ága

IKIÐ vildi Víkverji gefa til þess að losna undan ágangi símasölufólks. Það er algjör plága að fá ekki að vera í friði fyrir slíkri sölumennsku á manns eigin heimili. Augljóslega gefa símasölufyrirtæki ekkert fyrir friðhelgi einkalífsins. Meira
24. júní 1998 | Dagbók | 640 orð

Í dag er miðvikudagur 24. júní, 175. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég

Í dag er miðvikudagur 24. júní, 175. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég vil lofa Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum, meðan ég er til. (Sálmarnir 146, 2. Meira
24. júní 1998 | Fastir þættir | 787 orð

Leikhópur eða leikhús Oft er hvatinn fólginn í löngun til að vinna á annan hátt en tíðkast í hefðbundnum leiksýningum

Í gegnum árin hefur iðulega verið hamrað á því hversu blómlegt starf væri í leikhópunum sem utan leikhúsanna standa, sjálfstæðu leikhópunum svokölluðu, þar væri vaxtarbroddinn að finna, þar væri gróskan. Allt má þetta til sanns vegar færa og ein klisja til viðbótar hljómar u.þ.b. Meira
24. júní 1998 | Í dag | 350 orð

Treyja nr. 8 MÉR fannst það ósmekklegt hjá land

MÉR fannst það ósmekklegt hjá landsliðsþjálfara kvenna að færa Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra treyju nr. 8 fyrir síðasta landsleik. Vanda er varaborgarfulltrúi R-listans og er með þessu að gefa í skyn að landslið kvenna í knattspyrnu hafi stutt R- listann. Hún notar þannig saklausar stúlkur í pólitískum hráskinnaleik. Meira

Íþróttir

24. júní 1998 | Íþróttir | 63 orð

1:0 Guðmundur Oddsson átti sendingu inn í vítateig Leiftu

1:0 Guðmundur Oddsson átti sendingu inn í vítateig Leifturs, þar sem Marko Tanasic náði knettinum, en brotið var á honum. Dómarinn Garðar Örn Hinriksson lét hagnaðarregluna gilda, knötturinn barst til Zasa Pavic, sem var á markteig, og var hann ekki búinn að vera í búningi Keflavíkur nema í 30 mín. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 531 orð

Blikar fikra sig áfram

Blikastúlkur fikra sig upp töfluna í meistaradeild kvenna eftir 5:0-sigur á neðsta liði deildarinnar, Haukum, í Kópavoginum í gær. Mörkin hefðu getað orðið nokkuð fleiri en inn vildi boltinn ekki og þar við sat. KR og Valur héldu áfram sigurgöngu sinni, KR vann ÍBV 4:0 í vesturbænum og á Akranesi sigruðu Valsstúlkur 4:1 svo að bæði lið hafa sigrað í öllum leikjum sínum en í næstu umferð, 6. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 213 orð

"Drillo" fær einn leik enn "ÞETTA er ót

"ÞETTA er ótrúlegt, ég trúi því vart að við höfum unnið," sagði Egil "Drillo" Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, og var að vonum glaður með 2:1 sigur liðs síns á heimsmeisturum Brasilíu í Marseille í gær. Sigurinn tryggði Norðmönnum sæti í 16-liða úrslitum og Olsen fær að stjórna norska liðinu í a.m.k. einum leik til viðbótar en hann hafði ákveðið að hætta með landsliðið að keppni lokinni. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 43 orð

Ellefu í bann ELLEFU meistaraflokksmenn vo

ELLEFU meistaraflokksmenn voru úrskurðaðir í eins leiks bann í gær. Þar af eftirtaldir leikmenn í efstu og 1. deild: Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA, Boban Ristiv, KVA, Bjarki Pétursson, Breiðabliki, Níels G. Dungal, FH, Ottó Karl Ottósson, Stjörnunni og Guðjón Björnsson, HK. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 103 orð

Frakkar ekki með besta liðið gegn Dönum FRAKKA

FRAKKAR munu hvíla nokkra lykilmenn og spara þá fyrir átökin í 16-liða úrslitum er þeir mæta Dönum í C-riðli í Lyon í dag. Aime Jacquet, þjálfari, sagði að nokkrir væru komnir á hættumörk með áminningar og því óþarfi að taka of mikla áhættu. Varnarmennirnir Bixente Lizarazu og Laurent Blanc og fyrirliðinn Didier Deschamps munu allir sitja á varamannabekknum. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 437 orð

Heimavöllurinn dýrmætur Keflvíkingum

Það er geysilega mikilvægt að vinna heimaleikina. Jafnvel þótt það sé aðeins með einu marki." Þetta sagði þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, Gunnar Oddsson, eftir 1:0-sigur gegn Leiftri í Keflavík í gærkvöldi. Með sigrinum eru Keflvíkingar komnir í annað sæti deildarinnar; hafa jafnmörg stig og Eyjamenn en lakara markahlutfall. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld

Knattspyrna Landssímadeildin, efstadeild karla: Akranes:ÍA - KR20 Hásteinsvöllur:ÍBV - UMFG20.30 Valsvöllur:Valur - Fram20 Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 489 orð

Ítalir áfram á sigurbraut

ÍTALIR eru á sigurbraut í HM. Liðið tryggði sér efsta sætið í B-riðli með góðum 2:1-sigri á Austurríkismönnum í gær og samkvæmt venju sátu félagarnir Cristian Vieri og Roberto Baggio að kjötkötlunum í framlínu Ítala. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 286 orð

Kamerún stóð í Chile

Chile tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM í gær með því að gera 1:1 jafntefli við Kamerún. Miðjumaðurinn Jose Sierra gerði mark Chile beint úr aukaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik; skaut yfir varnarvegginn með vinstri upp í hornið nær. Glæsilegt mark. Þegar varnarmanninum Rigobert Song var vikið af velli snemma í seinni hálfleik virtist Chile hafa leikinn í hendi sér en það var öðru nær. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 808 orð

Knattspyrna Keflavík - Leiftur Keflavíkurvöllur, efsta deild

Keflavíkurvöllur, efsta deild í knattspyrnu, Landssímadeildin, þriðjudagurinn 23. júní 1998. Aðstæður: Logn, völlurinn blautur. Mark Keflavíkur: Sasa Pavic (30.) Markskot: Keflavík 10 - Leiftur 9 Horn: Keflavík 1 - Leiftur 8 Rangstaða: Keflavík 9 - Leiftur 3 Gul spjöld: Gestyr Gylgason, Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 144 orð

Ná Skagamenn að hefna?

ÞRÍR áhugaverðir leikir verða leiknir í efstu deild í knattspyrnu karla í kvöld. Skagamenn taka á móti KR-ingum og verður það fyrsti leikur þeirra eftir að ungmennalið KR sendi þá út úr Bikarkeppni KSÍ. Skagamenn hafa átt erfitt með að sætta sig við þann skell og eru eflaust ákveðnir í að láta hann ekki endurtaka sig. KR-ingar eru ekki auðveld bráð, þeir hafa ekki tapað leik í deildinni. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 118 orð

Norðmenn lögðu Brasilíumenn

NORÐMENN komu heldur betur á óvart í Marseille í gærkvöldi þegar þeir lögðu heimsmeistara Brasilíu að velli á vægast sagt umdeildri vítaspyrnu, sem bandaríski dómarinn Esfandiar Baharmast færði þeim á silfurfati á elleftu stundu, og urðu úrslit 2:1. Geysilegur fögnuður braust út í herbúðum Norðmanna, en leikmenn Marokkó sátu eftir með sárt ennið eftir frækilegan sigur á Skotum, 3:0. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 205 orð

Noregur mætir Ítalíu

NORÐMENN mæta Ítölum í 16 liða úrslitum í heimsmeistarakeppninni í Marseille á laugardaginn. Ítalía og Noregur hafa tvisvar áður glímt í úrslitakeppni HM ­ fyrst 1938 í Frakklandi, þar sem Ítalir fögnuðu sigri 2:1, og aftur var ítalskur sigur í HM í Bandaríkjunum 1994, 1:0. Heimsmeistararnir frá Brasilíu mæta Chile í París í 16 liða úrslitunum á laugardaginn. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 306 orð

NÆTURKLÚBBARNIR virðast hafa

NÆTURKLÚBBARNIR virðast hafa mikið aðdráttarafl á leikmenn heimsmeistaramótsins. Skemmst er að minnast þess er Búlgararnir Hristo Stoichkov og Lyuboslav Penev litu á nokkra sl. sunnudag og skiluðu sér ekki til baka fyrr en seint og um síðir. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 146 orð

Rúmenar sterkari en í HM 1994 GHEORG

GHEORGHE Hagi, fyrirliði Rúmena, sagði að landsliðið væri sterkara nú en fyrir fjórum árum þegar það komast í 8-liða úrslit. Tapaði þá fyrir Svíum eftir framlengingu og vítakeppni. "Úrslitin á móti Englendingum undirstrika að það var rétt að setja okkur í fyrsta styrkleikaflokk í þessum riðli," sagði Hagi. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 875 orð

Tóku áhættu sem gaf þeim sætan sigur

NORÐMENN tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum þar sem þeir mæta Ítölum með því að leggja heimsmeistara Brasilíu 2:1 í Marseille. Sigurmarkið gerði Kjetil Rekdal á 89. mínútu úr afar vafasamri vítaspyrnu. Þar með fengu Norðmenn 5 stig í A-riðli, einu stigi meira en Marokkóbúar sem lögðu Skota 3:0, og verða Norður-Afríkumennirnir að bíta í það súra epli að halda heim á leið í dag. Meira
24. júní 1998 | Íþróttir | 74 orð

Þjálfari Túnis rekinn HENRYK Kasperczak, þ

HENRYK Kasperczak, þjálfari Túnis, var rekinn eftir 1:0 tap á móti Kolombíu á mánudag. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum og hefur ekki þótt sannfærandi. Kasperczak er þriðji þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn á HM í Frakklandi. Ali Selmi, fyrrverandi þjálfari liðsins, stjórnar liðinu í lokaleiknum í riðlinum á móti Rúmeníu. Meira

Úr verinu

24. júní 1998 | Úr verinu | 135 orð

Bergur-Huginn 25 ára

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur- Huginn í Vestmannaeyjum, sem er 25 ára á þessu ári, hélt fyrir skömmu afmælisveislu fyrir starfsfólk sitt og gesti. Var fjölmenni í veislunni og voru afmælisbarninu færðar gjafir auk þess sem starfsmenn voru heiðraðir fyrir vel unnin störf. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 28 orð

EFNI

Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa 5 Ferskfiskmat Skynmat á ferskum fiski hefur verið að ryðja sér til rúms 6 Markaðsmál Hertar gæðakröfur gera þróunarríkjum erfitt Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 107 orð

EFTA skoðar gæðamál um borð

NORSKUR maður, Brynjolf Melhus, er nú um borð í varðskipinu Tý ásamt manni frá Fiskistofu og stóð til að þeir færu um borð í þrjú íslensk frystiskip á miðunum til að kanna gæðamálin um borð. Með samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, var ákveðið, að Eftirlitsstofnun EFTA sæi um eftirlit með gæðamálum á sínu svæði og sagði Össur Kristinsson hjá gæðaeftirlitssviði Fiskistofu, Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 1296 orð

Fiskurinn metinn með sjón, lykt og bragði

SKYNMAT er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla ásamt úrvinnslu niðurstaðna. Í skynmati eru skynfæri mannsins; sjón-, lyktar-, bragð-, snerti- og heyrnarskyn notuð til að meta gæði matvæla. Í skynmati á fiski skiptir sjónin miklu máli. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 201 orð

Format fyrir uppskriftir

Format fyrir uppskriftir Humarseyði HELGI Guðmundsson, eigandi og matreiðslumaður hjá Óðinsvéum, Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 127 orð

Framboð á rækju minnkar

SÁ samdráttur, sem orðið hefur í rækjueldinu, er nú farinn að skila sér á Bandaríkjamarkaði í minna framboði og hærra verði. Eftirspurnin í Japan hefur verið góð og smásalan vaxandi eins og jafnan á vorin en dregið hefur úr rækjukaupum mötuneyta þar í landi. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 148 orð

Guðjón Ármann í ársleyfi

GUÐJÓN Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans, hefur fengið ársleyfi frá skólastjórninni og tímann ætlar hann meðal annars að nota til að kynna sér sjómannamenntun í Danmörku, Þýskalandi og hugsanlega Noregi. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 458 orð

Hafi menn góða sögu að segja eru málin í góðum farvegi

"HAFI menn góða sögu að segja þá eru mál í góðum farvegi," segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í samtali við Morgunblaðið varðandi stöðu Íslendinga í svoköllum umhverfismerkingum sem verið hafa nokkuð til umræðu og ýmsir hafa talið Íslendinga ekki hafa fylgst nógu vel með þróun mála í þeim málaflokki. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 499 orð

Hver váin tekur við af annarri

GRÍÐARLEGUR samdráttur hefur orðið í stofnstærðum villtra Atlantshafslaxastofna síðustu áratugi. Svo mjög að margir óttast að tegundin kunni að verða útdauð á næstu árum verði ekkert að gert. Alls staðar, utan á Kólaskaga og á Íslandi, hafa laxastofnar látið undan sverfast af ýmsum sökum. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 190 orð

Hæfnisúttekt hjá Sýni

HINN 1. júlí næstkomandi á að vera lokið við að koma á nýju og breyttu kerfi við eftirlit með starfsemi vinnsluleyfishafa í sjávarútvegi. Fiskistofa mun þá hætta að fullu reglubundnu eftirliti en mun fylgjast með því að þær skoðunarstofur sem starfræktar eru fylgi þeim reglum sem settar eru og taka við og vinna úr niðurstöðum skoðana frá þeim. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 148 orð

Kjáni í Náttúrugripasafnið í Eyjum

Vestmannaeyjum-Skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK færðu Náttúrugripasafninu í Eyjum sjaldgjæfan furðufisk í vikunni. Fiskurinn er nefndur kjáni, en þetta er þriðji fiskurinn sem vitað er til að veiðst hafi hér við land og annar sem skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni fá. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 403 orð

Lítil loðnuveiði enn

LOÐNUVEIÐIN er heldur rýr að mati sjómanna enn sem komið er. Súlan landaði í gærmorgun rúmum 400 tonnum og sagði Bjarni Bjarnason skipstjóri að veiðin væri "heldur döpur". "Mér sýnist að við séum einfaldlega að byrja of snemma þetta árið. Það sést lítið af loðnu enn sem komið er og ég held að hún sé bara enn uppi á grunnunum og ekki gengin þar fram af. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 291 orð

Mikið þróunarstarf hjá SÍF

MIKIL vinna var innt af hendi við þróunarstarf hjá SÍF, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, á síðasta ári, bæði hér heima og dótturfyrirtækjum erlendis. Þá voru einnig aukin tengsl og samstarf við innlendar og erlendar rannsókastofnanir, sem sinnt geta sérhæfðum rannsóknaþáttum. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 112 orð

Norðmenn flytja meira út

EVRÓPUSAMBANDIÐ er langstærsti markaðurinn fyrir norskar sjávarafurðir. Á síðasta ári tók það við 47,5% mælt í magni en 59% í verðmætum. Samt sem áður hefur dregið allnokkuð úr mikilvægi Evrópumarkaðarins eins og sjá má á því, að fyrir aðeins fáum árum tók hann við 70% sjávarvöruútflutningsins frá Noregi í verðmætum. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 44 orð

Nótin um borð

ÞÆR eru engin smásmíði næturnar, sem notaðar eru á loðnunni, en skipverjar á Erni KE tóku þessa um borð í Vestmannaeyjum fyrir síðustu helgi. Loðnuvertíðin hófst sl. laugardag og hefur farið rólega af stað en fyrstu förmunum var landað á Raufarhöfn. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 88 orð

Rússar vilja það besta

MIKIL endurnýjun er að eiga sér stað í rússneskum sjávarútvegi og nú er svo komið, að oft kaupa þeir ekkert annað en það besta á markaðnum. Er það haft eftir ýmsum sölumönnum fyrirtækja á Vesturlöndum og meðal annars bent á, að Rússarnir taki yfirleitt hnútalaus net fram yfir önnur þótt þau séu dýrari. Þau fara líka betur með fiskinn. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 516 orð

Rækjan nýtur vaxandi markaðsstöðu vestanhafs

HEILDARFRAMLEIÐSLA á rækju í heiminum nemur 6,8 milljónum punda, þar af koma 78% frá veiðum og afgangurinn frá eldi. Black Tiger er sem fyrr með mjög sterka markaðsstöðu. Verð hefur verið hátt og sala góð hingað til, en hefur þó eitthvað dalað undanfarið. Mikil aukning hefur orðið á innflutningi rækju frá Ekvador til Bandaríkjanna. Mun meiri áhugi er á stóru rækjunni en þeirri minni. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 234 orð

Sérrit um veiðar og vinnslu

ICELAND Review hefur gefið út á ensku sérrit Iceland Business um sjávarafurðir og búnað fyrir veiðar og vinnslu. Blaðið er tengt stóru sjávarútvegssýningunum í Boston og Brussel, og er dreift á báðum sýningunum. Ritið byggist á almennum upplýsingum um sjávarútveg á Íslandi, umfjöllun um sjávarútvegsfyrirtæki og þjónustuaðila tenda sjávarútvegi. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 119 orð

Sigursæll stýrimaður

EINAR Magnússon, fyrrverandi starfsmaður Granda hf., fékk á dögunum heiðursviðurkenningu frá Granda hf. og starfsfólki fyrirtækisins fyrir frábæran árangur sem stýrimaður róðrarsveita fyrirtækisins á sjómannadaginn. Einar hefur leitt bæði kvenna- og karlalið Granda til sigurs síðastliðin þrjú ár og unnu liðin bikarana til eignar í ár. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 115 orð

Síldin vinsæl í Póllandi

KÖNNUN, sem gerð var nýlega meðal pólskra neytenda, leiddi í ljós, að síldin er í mestu uppáhaldi hvað fiskneysluna varðar. Var það álit 68% þeirra, sem spurðir voru. Næst á eftir síldinni kom þorskur, þá makríll, vatnakarfi, Alaskaufsi, brislingur og flatfiskur ýmiss konar. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 363 orð

Sorpbrennsluofnar fyrir skip

DANSKA fyrirtækið Atlas Incinerators hefur hafið sölu á sorpbrennsluofnum fyrir skip hér á landi. Ofnarnir eru hannaðir með hliðsjón af reglum um losun úrgangs á hafinu sem taka gildi árið 2000. Sorpbrennsluofnarnir eru hannaðir til að brenna olíubotnfalli og öðrum úrgangi sem til fellur um borð í skipum, svo sem matarleifum og rusli. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 651 orð

Stórhertar gæðakröfur gera þróunarríkjunum erfitt fyrir

ALÞJÓÐLEG viðskipti með sjávarafurðir hafa aukist verulega á síðustu árum en að mati FAO, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, mun þróunin á næstunni ráðast mikið af því hvernig framleiðsluþjóðunum, einkum þróunarríkjunum, tekst að uppfylla þær ströngu gæðakröfur, sem nú eru gerðar í helstu innflutningslöndunum. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 238 orð

Tillögur um verndun Atlantshafslax samþykktar

KANADAMENN fengu mikinn stuðning við tillögur sínar á síðasta fundi NASCO, Samtaka um verndun laxins í Norður-Atlantshafi, en hann var haldinn um miðjan mánuðinn í Edinborg í Skotlandi. Var þar fallist á ýmsar verndarráðstafanir og meðal annars hétu Grænlendingar að draga verulega úr veiðum sínum á þessu ári. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 110 orð

Veiðarnar

VEIÐAR og vinnsla sjávarafurða í Noregi hafa verið að aukast stöðugt í meira en áratug. Árið 1985 var framleiðslan og er þá eldið meðtalið rúmlega tvær milljónir tonna en 12 árum síðar var hún komin yfir þrjár milljónir tonna. Í veiðinni hefur mesta aukningin verið í síld, makríl og sandsíli en í eldinu hefur framleiðslan hvorki meira né minna en tífaldast, farið úr 30.000 tonnum í 300.000 tonn. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 142 orð

Verulega minna af mjöli

BÚIST er við, að fiskmjölsframleiðsla í heiminum verði tveimur milljónum tonna minni á þessu ári en í fyrra að því er fram kom hjá talsmönnum FEO, Alþjóðasamtaka fiskmjölsframleiðenda. Fiskmjölsframleiðslan á síðasta ári var um 6,5 milljónir tonna en verður samkvæmt spánni 4,5 millj. nú. Þá er gert ráð fyrir, að lýsisframleiðslan fari úr 1,3 milljónum tonna í 745.000 tonn. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 453 orð

Verulegar verðhækkanir í flestum afurðaflokkum

VERÐ á saltfiski hefur hækkað um 23% milli ára og er þá miðað við meðalverð í maí fyrir flattan þorsk. Kom það fram hjá Ásbirni Björnssyni, markaðsstjóra hjá SÍF, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, en að hans sögn er nokkuð mismunandi hve verðbreytingarnar eru miklar eftir stærðarflokkum. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 133 orð

Viðgerðum á Gauta lokið

NÚ ER lokið að mestu viðgerðum á mótorbátnum Hrólfi Gautrekssyni og hefur honum verið komið fyrir til bráðabirgða í Víkinni við Hafnarbraut í Neskaupstað. Hrólfur Gautreksson, eða Gauti eins og hann er kallaður dags daglega, var smíðaur í Danmörku árið 1906 og kom hann til Norðfjarðar sama ár. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 107 orð

Þorskblokk á uppleið

BIRGÐIR af fiskblokk í Bandaríkjunum hafa verið heldur litlar og verðið hefur þar af leiðandi hækkað. Á þetta sérstaklega við um þorskblokkina. Ekki er þó búist við, að þessi þróun haldi áfram lengi enn vegna þess, að framleiðendur hafa verið fara yfir í blokkarframleiðsluna á kostnað surimi. Meira
24. júní 1998 | Úr verinu | 782 orð

Þróunarhraði getur oft skipt sköpum varðandi markaðsforskot

Á ÁRINU 1997 var aukin áhersla lögð á allt sem snýr að vöruþróun og nýsköpun hjá SÍF-samstæðunni. Unnið var að mörgum vöruþróunarverkefnum, bæði hér heima og hjá dótturfyrirtækjunum erlendis. Einnig var lögð sérstök áhersla hér heima á verkefni er gætu bætt það vinnsluferli, sem almennt er notað hjá saltfiskframleiðendum. Meira

Barnablað

24. júní 1998 | Barnablað | 30 orð

Býflugur og blómin

Býflugur og blómin HJÁLPIÐ býflugunni að finna blómin sem hafa krónublöð svo mörg að hægt er að deila í fjöldann með tveimur. Lausnin: Blóm merkt með bókstöfunum a og d. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 41 orð

Grýla gamla

HÉR sjáið þið sex myndir af henni Grýlu gömlu. Við fyrstu sýn eru þær áþekkar en við nánari athugun sést að aðeins tvær þeirra eru eins. Og nú er spurt: Hverjar? Lausnin: Myndir númer tvö og fimm eru eins. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 36 orð

Í löggu-bófa

Í löggu-bófa EINU sinni var bófi sem var á labbi en svo kom lögga sem ætlaði að taka hann fastan en bófinn slapp og faldi sig. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 56 orð

Íslandssaga

ÍSLAND er land eins og öll lönd. Það á afmæli 17. júní. Þann dag árið 1944 varð Ísland sjálfstætt. Þá fengum við forseta og hét sá fyrsti Sveinn Björnsson. Allir fögnuðu því. Og eftir það höfum við haft fjóra forseta. Og núverandi forseti heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Endir. Höfundur: Aþena Ragna Júlíusdóttir, 8 ára, Akranesi. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 43 orð

Ljóðið um ljónið

Ljónið með bleika hausinn og búkinn rauða, brúna halann og nefið svarta, tiplar nú á jörðu, sem er appelsínugul. Í kringum það eru blóðrauð hjörtu, sem ljónið fékk himnum frá. Höfundur ljóðs og myndar: Þóra Ágústsdóttir, Hlunavogi 8, 104 Reykjavík. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 29 orð

Sólveig uppáhaldsdúkka

Sólveig uppáhaldsdúkka HÚN Sigrún Hrönn Ólafsdóttir á uppáhaldsdúkku sem er henni kær og heitir hún Sólveig. Sigrún Hrönn, sem er 5 ára, á heima í Þverási 5, 110 Reykjavík. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 56 orð

Sumarferð Álftaborgar

ÞESSA mynd teiknaði Sigursveinn Árni Friðriksson, 3 ára, fæddur 21.9. 1994, Háaleitisbraut 36, 108 Reykjavík. Leikskólinn sem hann er í heitir Álftaborg. Krakkarnir og leikskólakennararnir buðu foreldrum barnanna upp í sveit um daginn að skoða öll dýrin og þetta er mynd af rútunni sem þau fóru með. Eins og sést var glaðasólskin allan daginn. Meira
24. júní 1998 | Barnablað | 25 orð

Sumar í Hjartalandi

Sumar í Hjartalandi SIGRÚN Hrönn, 5 ára, Þverási 5, 110 Reykjavík, gerði þessa flottu mynd og erum við henni ,hjartanlega" sammála, sumarið er góður tími. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

24. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1230 orð

Íslensk sæt og góð

Jarðarber. Þau minna mig alltaf á fyrstu skógarferðina mína, ferð sem í minningunni hefur áferð draums: Við göngum eftir skógarstíg og fyrir ofan trjátoppanna glitra sólargeislar á bláum himni á milli greina og blaða. Glitra eins og haf. Stígurinn í skugga, andvarinn heitur. Við erum í Englandi. Meira

Ýmis aukablöð

24. júní 1998 | Blaðaukar | 992 orð

(fyrirsögn vantar)

Nú þegar sumarið er á næsta leiti er nauðsynlegt að skýra frá því sem verður á döfinni hér á Vestfjörðum í ferðamálum. Miðað við fyrirspurnir og umfjöllun fjölmiðla í vetur má búast við blómlegu ferðasumri. Því er mikilvægt að vanda undirbúninginn sem mest svo ferðaþjónustan skili sem bestum árangri. Verum minnug þess að Vestfirðir hafa upp á ótalmargt að bjóða ferðamönnum m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.