Greinar fimmtudaginn 25. júní 1998

Forsíða

25. júní 1998 | Forsíða | 241 orð

Afgreiðsla láns nær því í höfn

RÚSSNESKUM stjórnvöldum tókst í gær að mjakast nær því takmarki, að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) til að afgreiða næsta áfanga stórs láns, sem áður hafði verið ákveðið að veita til styrktar rússneskum efnahag, en talsmenn IMF sögðu að viðræður um enn stærra viðbótarlán til að vinna gegn fjármálakreppunni sem nú ríkir í landinu yrðu erfiðar. Meira
25. júní 1998 | Forsíða | 56 orð

Holbrooke í Junik

RICHARD Holbrooke, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, situr hér við hlið ónafngreinds félaga í Frelsisher Kosovo í aðalbækistöðvum hans í Junik, sem er um 80 km suðvestur af héraðshöfuðborginni Pristina. Holbrooke hófst í gær handa við að miðla málum í Kosovo-héraði, þar sem íbúar af albönskum uppruna eiga í höggi við serbneska öryggislögreglumenn. Meira
25. júní 1998 | Forsíða | 176 orð

Hr. Bean óska- yfirmaðurinn

NÆRRI átta hundruð manna úrval japanskra embættismanna, sem hafa komið bezt út úr hæfniprófum til að gegna háttsettum embættum í stjórnsýslunni, eru sammála um að sá maður sem þeir telja hæfastan til að vera yfirmaður þeirra sé hr. Bean, skoppersónan sem brezki leikarinn Rowan Atkinson hefur hlotið heimsfrægð fyrir. Meira
25. júní 1998 | Forsíða | 87 orð

Minni olía

OPEC, hagsmunasamtök olíuútflutningsríkja, ákváðu í gær að draga úr framleiðslu á olíu um nærri 5%, sem er meira en búizt var við að aðildarríkin ellefu myndu ná samkomulagi um, í viðleitni þeirra til að stöðva lækkun á heimsmarkaðsverði olíu. Meira
25. júní 1998 | Forsíða | 143 orð

Sendir Kínastjórn tóninn við brottförina

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lét það verða sitt síðasta verk áður en hann lagði upp í umdeilda Kínaferð í gær að gagnrýna kínversk stjórnvöld. Forsetinn, sem hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun kínverskra stjórnvalda að afturkalla vegabréfsáritun þriggja fréttamanna útvarpsstöðvarinnar Radio Free Asia, Meira
25. júní 1998 | Forsíða | 401 orð

Sprengjutilræði sagt sanna mikilvægi kosninganna

SPRENGJA sprakk í bifreið í bænum Newtownhamilton í suðurhluta Armagh-sýslu á N-Írlandi í gær og urðu tveir fyrir minniháttar meiðslum, en jafnframt urðu miklar skemmdir á nærliggjandi byggingum. INLA, klofningshópur úr Írska lýðveldishernum (IRA), Meira

Fréttir

25. júní 1998 | Landsbyggðin | 110 orð

17. júní hátíðarhöldin í Búðardal

Búðardal­Hátíðarhöldin 17. júní hófust með skrúðgöngu í yndislegu veðri, 14 stiga hita og logni. Gengið var frá Dalabúð að Silfurtúni, dvalarheimili aldraðra, þar sem hátíðin fór fram, og hófst með helgistund sóknarprestsins, Ólafs Inga Ingasonar. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

20 óku of hratt

LÖGREGLAN í Borgarnesi mældi í gær 20 bifreiðar fyrir of hraðan akstur. Að sögn lögreglunnar á staðnum virðist sem fólk átti sig ekki á þeim hraðatakmörkunum sem gilda í nágrenni bæjarins. Mælt var með nýjum hraðamyndavélum ríkislögreglustjóra en þær eru í ómerktum bílum við vegkanta víða um land. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Aðalfundur Grósku

GRÓSKA ­ samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks ­ heldur aðalfund sinn laugardaginn 27. júní á Kornhlöðuloftinu. Þar verður kosin ný ellefu manna stjórn samtakanna ásamt miðstjórn. Dagskráin hefst kl. 10 með skýrslu stjórnar um starfsárið þar sem farið verður yfir starf Grósku og stöðuna eftir árið. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Aðalfundur Skautafélagsins

AÐALFUNDUR Skautafélags Akureyrar verður haldinn í kvöld, fimmtudag. Fundurinn fer fram í kaffistofu umhverfisdeildar í gróðrastöðinni við Krókeyri og hefst kl. 20.00. Auk aðalfundar aðalstjórnar er einnig um að ræða aðalfund deilda Skautafélagsins. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Meira
25. júní 1998 | Landsbyggðin | 503 orð

Aldarafmæli Fitjakirkju í Skorradal

Grund­Haldið var upp á 100 ára vígsluafmæli Fitjakirkju í Skorradal með hátíðarguðsþjónustu síðastliðinn sunnudag. Þar voru mættir átta prestar og yfir 300 kirkjugestir. Athöfnin hófst kl. 14 með því að prestarnir gengu í hið aldna og nýuppgerða guðshús. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 86 orð

APEC-ríki deila um viðskipti

TVEGGJA daga fundi viðskiptaráðherra átján aðildarríkja APEC, Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, lauk í gær án þess að samkomulag næðist um að draga úr hömlum á milliríkjaviðskipti vegna andstöðu Japana. Deila Bandaríkjamanna og Japana um hvort auka ætti viðskiptafrelsið setti mark sitt á fundinn. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1674 orð

Áhrif menningar á kalda stríðið nýtt rannsóknarefni Áhrif þjóðmenningar og alþjóðamenningar á hugmyndafræði og stefnu í austri

TIL AÐ öðlast skilning á kalda stríðinu og lokum þess þarf að kanna hvers vegna alþjóðamenning sú sem uppruninn var á Vesturlöndum náði fótfestu víða um lönd, til dæmis á Íslandi, en sú sovéska hlaut takmarkaðan hljómgrunn. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Áhugi á að fljúga 737-þotu til Vestmannaeyja

FLUGMÁLASTJÓRN hefur borist fyrirspurn um hvort hægt sé að lenda Boeing 737-200-flugvél á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Einnig hefur verið spurst fyrir um hvort hægt sé að lenda minni þotum á vellinum. Jón Baldvin Pálsson hjá Flugmálastjórn sagði að minni þotur gætu í sjálfu sér lent á vellinum, en hann væri ekki æskilegur fyrir þotuflug. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Biskup messar í Vatnaskógi

SAMBAND íslenskra kristniboðsfélaga stendur um næstu helgi fyrir móti í Vatnaskógi, sem nefnt er almenna mótið. Hefst það með kvöldsamkomu á föstudag og lýkur með kristniboðssamkomu klukkan 14 á sunnudag. Meira
25. júní 1998 | Miðopna | 2248 orð

Blanda fjármagns og þekkingar

JAMES D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, kemur í heimsókn til Íslands á morgun og situr fund ráðherra frá norrænu ríkjunum og Eystrasaltsríkjunum, sem fara með málefni Alþjóðabankans. Wolfensohn þykir boðberi nýrra tíma og nýrra vinnubragða í bankanum. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Blóðgjafar bregðast vel við ákalli Blóðbankans Um 70 lít

HÁTT í tvö hundruð manns svöruðu áskorun Blóðbankans við Barónsstíg í gær um að gefa blóð til bankans og í gærkvöldi höfðu safnast um 70 lítrar af blóði. Blóðbirgðir voru orðnar af skornum skammti og komnar niður fyrir öryggismörk í ákveðnum blóðflokkum, eins og stundum vill verða á þessum árstíma, Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

BM Vallá kynnir nýjungar í ráðgjafarþjónustu

"BM VALLÁ hefur fært út kvíarnar í ráðgjafarþjónustu sinni í tengslum við umtalsverðar endurbætur á lystihúsinu í Fornalundi. Ráðgjöf landslagsarkitekts er vinsæl þjónusta sem BM Vallá býður garðeigendum að kostnaðarlausu fimmta árið í röð. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hjá Þuríði Stefánsdóttur landslagsarkitekt sem aðstoðar viðskiptavini við að útfæra t.d. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Byggingu búddahofs frestað vegna þrenginga í Tælandi

BYGGINGU búddahofs hér á landi hefur verið frestað vegna efnahagserfiðleika í Tælandi. Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar fyrr en hagkerfið í Tælandi tekur við sér á ný. Forsvarsmenn búddista áttu í fyrra í viðræðum við bæjaryfirvöld í nokkrum sveitarfélögum um byggingu hofsins. Meðal annars var rætt við bæjaryfirvöld í Bessastaðahreppi, Akranesbæ, Kópavogsbæ og Reykjanesbæ. Meira
25. júní 1998 | Landsbyggðin | 78 orð

Dagur Garðars Svavarssonar

Á HÚSAVÍK verður haldið upp á dag Garðars Svavarssonar laugardaginn 27. júní. Dr. Marit Åhlén fornleifafræðingur frá Svíþjóð heldur fyrirlestur um rúnasteina og Guðni Halldórsson sagnfræðingur talar um útrás norrænna manna á níundu og tíundu öld, með sérstakri áherslu á landnám Garðars Svavarssonar. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Gamla Bauk kl. 14. Kl. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1448 orð

Dauf barátta fyrir tímamótakosningar Gert er ráð fyrir góðri kjörsókn í þingkosningunum á N-Írlandi sem fram fara í dag, segir

BÚIST er við að um 70% kjósenda muni neyta atkvæðisréttar síns í kosningunum á Norður- Írlandi í dag, sem er talsvert hærra en í undanförnum kosningum, ef frá er skilin þjóðaratkvæðagreiðslan í síðasta mánuði þegar 81% kjósenda neytti réttar síns. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna eyddu tímanum í gær í kjördæmum sínum og reyndu að tryggja sem besta kosningu flokka sinna. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 107 orð

Dánartíðni hæst í Ósló

DÁNARTÍÐNI af völdum ofneyslu eiturlyfja er hærri í Ósló en í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki samkvæmt vefsíðu Aftenposten. Undanfarin þrjú ár hefur dánartíðni vegna ofneyslu eiturlyfja verið hæst í Ósló þar sem 66 manns hafa látist það sem af er þessu ári. Í Kaupmannahöfn, sem fram að þessu hefur haft frekar orð á sér fyrir eiturlyfjaneyslu, hafa 33 látist það sem af er árinu. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Eldur í timburhúsi við Rauðavatn

ELDUR kom upp í timburhúsi við Rauðavatn um níuleytið í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Reykjavík gekk slökkvistarf greiðlega og lauk því á einni klukkustund. Eldurinn komst inn í millivegg og inn í þak en slökkviliðinu tókst að stöðva hann áður en stórtjón varð. Rífa varð vegg og hluta úr þakinu til að komast að eldinum. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 478 orð

Engir fundir en þreifingar bak við tjöldin

ENGIR formlegir fundir hafa enn verið boðaðir í úrskurðarnefnd hjúkrunarfræðinga og spítalanna til að ljúka stofnanasamningum. Óformlegar viðræður eða þreifingar standa þó yfir en öllu nánari upplýsingar hafa ekki fengist þar sem menn telja stöðuna komna á viðkvæmt stig. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fannst á Tindfelli

KENNSLANEFND ríkislögreglustjóra hefur staðfest að líkamsleifar þær sem fundust á Tindfelli á Snæfellsnesi 17. júní síðastliðinn séu af Charles Agli Hirt, sem saknað hefur verið síðan 1. júní 1993. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Snæfellsnesi var tilkynnt um fundinn klukkan 00.05 hinn 17. júní síðastliðinn. Fólk á ferð í fjallgöngu veitti eftirtekt "einhverju hvítu" í grjóturð. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Fimm fagstéttir segja upp

LÆKNARITARAR, lyfjatæknar, matarfræðingar, matartæknar og vélfræðingar hjá Ríkisspítölum eða um 150 manns hafa ákveðið að segja upp störfum vegna óánægju með launakjör. Að sögn Svövu Óladóttur lyfjatæknis er ekki ljóst hvort uppsagnirnar komi til framkvæmda fyrir næstu mánaðamót. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Forseti Alþjóðabankans ræðir þróunarmál

JAMES D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, flytur fyrirlestur um starfsemi Alþjóðabankans og hlutverk hans í efnahagslegri uppbyggingu í heiminum á morgun, föstudaginn 26. júní kl. 16. Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, og hefst með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Fundarstjóri verður Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Fossasig og ævintýraferð á Húsafelli

ÚTILÍFSDAGAR verða haldnir á Húsafelli í Borgarfirði helgina 26.­28. júní, þar sem boðinn verður fjöldi afþreyingarmöguleika. Meðal efnis á Útilífsdögum eru ævintýraferðir fyrir börn og fullorðna, hestaferðir, hellaskoðun, minigolfmót fyrir börn og varðeldur með fjöldasöng og ýmsum skemmtiatriðum. Dagskráin hefst á föstudeginum kl. 14. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Fyrsta raðganga sumarsins

FYRSTA raðganga sumarsins á vegum Ferðafélags Akureyrar verður næstkomandi laugardag, 27. júní. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins, sem er í Strandgötu 23, kl. 9 um morguninn. Gangan hefst við Sauðakot sem er ysti bærinn í Ólafsfjarðarmúla. Þaðan er gengið eftir ströndinni að Ósum Svarfaðardalsár. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Gjallarhorn í Deiglunni

FINNLANDS-sænski þjóðlagahópurinn Gjallarhorn leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Hljómsveitina skipa Jenny Wilhelms, fiðla og söngur, Christopher Öhman, fiðla, makola og söngur, David Lillkvist, slagverk, og Tommi Mansikka-Aho, slagverk og didgeridoo. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Gula rósin gaf nær 4 milljónir

FULLTRÚAR Zontaklúbbanna á Íslandi afhentu 12. júlí sl. Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, ágóðann af fjáröflun klúbbanna sem fram fór dagana 3­4. apríl sl., samtals 3.856.539 kr. Zontaklúbbarnir á Íslandi, sem eru sex talsins, tveir í Reykjavík, tveir á Akureyri, einn á Ísafirði og einn á Selfossi, seldu þessa daga í heimabæjum sínum gular silkirósir. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Gyðjuhelgi í Brekkubæ

GYÐJUHELGI verður helgina 26.­28. júní í Mannræktarmiðstöð Snæfellsáss-samfélagsins á Brekkubæ, Hellnum. "Þetta er í þriðja sinn sem Gyðjur safnast saman síðustu helgina í júní, til að næra gyðjuna í sjálfri sér og ná sambandi við hana. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 318 orð

Habibie ræðir við biskup A-Tímor

CARLOS Belo, biskup á Austur- Tímor og handhafi friðarverðlauna Nóbels, ræddi við B.J. Habibie, forseta Indónesíu, í Jakarta í gær og sagði að viðræðurnar hefðu snúist um aðgerðir til að bæta ástandið á Austur- Tímor en ekki um pólitíska stöðu landsvæðisins. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Harmar róttækar sparnaðarráðstafanir

ALMENNUR félagsfundur í Lögreglufélagi Akureyrar, sem haldinn var nýlega, harmar þær róttæku sparnaðarráðstafanir sem yfirstjórn embættisins hefur þurft að grípa til á síðustu árum vegna ónógra fjárveitinga til embættisins. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Hrossaútflutningur hafinn

FJÓRIR íslenskir hestar fóru um borð í skip í gær og eru þeir á leið til Immingham á Englandi. Eru þetta fyrstu hrossin sem flutt eru út eftir að banni við útflutningi hrossa var aflétt í kjölfar hitasóttarinnar, sem geisaði fyrr á árinu. Annað skip fer af stað í dag með um 70 hross. Flest þeirra eru á leið til Svíþjóðar og Þýskalands, en einnig til Danmerkur. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1760 orð

Hvatning eiginmannsins skipti sköpum

PRESTAFÉLAG Íslands, sem í dag fagnar áttatíu ára afmæli, hefur nú í fyrsta sinn valið sér konu til forystu, en séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigssókn, var kjörin formaður félagsins á aðalfundi þess sl. mánudag. Meira
25. júní 1998 | Landsbyggðin | 230 orð

Hættur með rekstur eftir 51 árs verslunarferil

Selfossi­Sigurgeir Ingvarsson í versluninni Múla á Selfossi er Sunnlendingum kunnur. Hann hefur starfað við verslun á Selfossi í 51 ár. Fyrst hjá Kaupfélagi Árnesinga en fór síðan yfir í sjálfstæðan rekstur og hefur rekið tvær verslanir óslitið í tæp 40 ár. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 455 orð

Höfum metnað fyrir hönd Akraness

LITMYNDABÓKIN Akranes ­ saga og samtíð er komin út hjá Hörpuútgáfunni. Höfundar eru Friðþjófur Helgason ljósmyndari og Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur en umsjón með gerð bókarinnar hafði Þorvaldur Bragason landfræðingur. Bókin leysir af hólmi eldri bók sömu höfunda sem kom út árið 1987 og er nú uppseld. Meira
25. júní 1998 | Miðopna | 480 orð

Ísland og Alþjóðabankinn

ÍSLAND hefur átt aðild að Alþjóðabankanum allt frá stofnun hans. Fyrstu þrjá áratugina þáði Ísland aðstoð frá bankanum en nú er á dagskrá stjórnvalda að efla samstarfið við bankann í því skyni að aðstoða nokkur af fátækustu ríkjum heims. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Ísraelar veita ferðaleyfi

AHMED Yassin, stofnandi Hamas, róttækrar hreyfingar Palestínumanna, fór af hersjúkrahúsi í Kaíró í gær og hélt til heimastjórnarsvæðisins á Gaza. Þegar Yassin hélt af stað í bíl frá hersjúkrahúsinu hafði stjórn Ísraels ekki tekið lokaákvörðun um hvort hann fengi að fara inn á heimastjórnarsvæði Palestínumanna á Gaza. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Jurtatínsla og ullarlitun

NÁMSKEIÐ í jurtatínslu og ullarlitun verður haldið á vegum Sumarháskólans á Akureyri í dag, fimmtudaginn 25. júní í Glerárgili. Kennari er Guðrún Hadda Bjarnadóttir. Gott væri ef þátttakendur gætu tekið með sér prímus og pott, einnig flýtir fyrir ef fólk er búið að tína einhverjar jurtir, t.d. njóla, elftingu og lúpínu fyrirfram. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kátir krakkar í "heyskap". ÞAÐ ríkti mikill áhugi f

ÞAÐ ríkti mikill áhugi fyrir bústörfum hjá þessum kátu krökkum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá í Grjótaþorpinu. Voru þau í óða önn að heyja og ekki að sjá annað en það gengi vel. Í hlutverki bóndans á traktornum var Benjamín en systkini hans voru vinnuhjú, þau Hildur og Baldvin. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 394 orð

Keikó liður í stóru umhverfisverkefni

DELFÍ er heitið á verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum ætlar að setja af stað í tengslum við komu háhyrningsins Keikós til Klettsvíkur í Vestmannaeyjum í haust. Hugmyndin er sú að framhaldsskólanemar í Vestmannaeyjum verði eins konar "umhverfisnemar" fyrir umheiminn, nemi allt sem Keikó geri og varpi út á Netið, Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Keppt í Hornafjarðarmanna

ANNAÐ Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna verður á Humarhátíð á Hornafirði laugardaginn 27. júní og hefst kl. 11 í íþróttahúsinu á Höfn. Í fréttatilkynningu frá Hornafjarðarmanna kemur m.a. fram að keppt verði um farandgrip, humarskálina, ásamt eignargripum. Alls verða vinningar um 100 þar á meðal utanlandsferðir með Flugleiðum og flug með Íslandsflugi. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Kviknaði í út frá einnota grilli

SLÖKKVILIÐ Borgarfjarðardala var kallað út að sumarhúsi í Húsafelli um tvöleytið aðfaranótt mánudags en þar hafði kviknað í klæðningu út frá einnota grilli sem skilið hafði verið eftir á palli undir húsvegg. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Kvöldganga í Hvalfirði

Kvöldganga í Hvalfirði KVÖLDGANGA verður í Hvalfirði á vegum UMSB og Skógræktarfélags Borgarfjarðar fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.30. Gengið verður frá hliðinu niður í Vatnaskóg, að Oddakoti. Leiðsögn verður um náttúrufar og örnefni. Leiðsögumaður verður Vífill Búason. Meira
25. júní 1998 | Miðopna | 357 orð

Lánar sjötugföld íslenzku fjárlögin

ALÞJÓÐABANKINN samanstendur af mörgum stofnunum. Þeirra mikilvægastar eru annars vegar hinn eiginlegi Alþjóðabanki til endurbyggingar og nýbyggingar (IBRD), sem stofnaður var 1945 og hafði upphaflega það hlutverk að stuðla að efnahagslegri endurreisn eftir hörmungar seinna stríðs, og hins vegar Alþjóðaframfarastofnunin (IDA), Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

LEIÐRÉTT

VEGNA misskilnings var Halldór Þorgeirsson ranglega titlaður formaður samninganefndar Íslands á fundi aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í grein í blaðinu í síðustu viku. Hið rétta er að Eiður Guðnason sendiherra var formaður samninganefndarinnar. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Líðan konunnar óbreytt

LÍÐAN konunnar sem slasaðist lífshættulega í bílslysi á Reykjanesbraut í Hvassahrauni í fyrradag er lítið breytt að sögn Kristins Sigvaldasonar, sérfræðings á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, og gekkst hún undir aðgerð í gær. Karlmaður sem einnig var lagður á gjörgæsludeild með alvarlega áverka vegna slyssins liggur á gjörgæsludeild en er ekki í bráðri lífshættu. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Losun á súráli við Grundartanga hætt

LÖNDUN súráls úr flutningaskipinu MS-Strilberg hefur verið hætt og liggur skipið nú úti á Hvalfirði. Skipið mun líklega bíða þess að losunarbúnaður álversins verði settur upp við Grundartanga en eins og fram hefur komið þoldi sjálfvirkur losunarbúnaður MS-Strilbergs ekki verkefnið. Meira
25. júní 1998 | Landsbyggðin | 131 orð

Námskeið í jarðrækt og plægingu

Egilsstaðir-Námskeið í jarðrækt og plægingu var nýlega haldið á Egilsstöðum. Þátttakendur voru bændur á Héraði en Bændaskólinn á Hvanneyri hélt námskeiðið í samvinnu við RALA og Búnaðarsamband Austurlands. Námskeiðið tók tvo daga og bæði var farið inn á bóklega og verklega þætti. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 389 orð

Nærri 240 stöður hjúkrunarfræðinga ómannaðar

ALLS vantar nú 239,6 hjúkrunarfræðinga upp á að mannaðar séu stöður hjúkrunarfræðinga á 85 af 104 heilbrigðisstofnunum sem svöruðu spurningalista sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi nýlega út. Eru það 14,08% stöðugilda. Séu niðurstöðurnar yfirfærðar á allar stofnanirnar vantar hjúkrunarfræðinga í 286,8 stöðugildi. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Páll P. Pálsson verðlaunaður

HLJÓMSVEITARSTJÓRINN og tónskáldið Páll P. Pálsson veitti í gærkvöldi viðtöku tónlistarverðlaunum, semkennd eru viðErnst og RosuDombrowski. Afhendingin fór framá tónleikum í tónlistarskólanumMeerscheinschlössl í Graz íAusturríki en þávar verðlaunaverkPáls, blásarakvintettinn Expromtufrumfluttur af Sereno-blásarakvintettinum. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Pílagrímsferð um Árnesþing

"PÍLAGRÍMSFERÐ um Árnesþing" verður farin sunnudaginn 28. júní. Þetta er öðru sinni, sem efnt er til slíkrar ferðar. Eins og í fyrra er ferðin að þessu sinni farin í samráði við sóknarpresta í Árnesprófastsdæmi. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum greiðir kostnað vegna rútuferða. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Prins í laxi

PRINS Richard zu Sayn-Wittgenstein, eiginmaður Benediktu Danaprinsessu, hefur dvalist hér á landi við laxveiðar í Laxá í Aðaldal að undanförnu. Prinsinn veiddi vel, en hann dvaldist í veiðihúsi Veiðifélags Laxár í Aðaldal að Vökuholti á Laxamýri á meðan á veiðitúrnum stóð. Prinsinn er hér á vegum Norður- Atlantshafslaxasjóðsins sem Orri Vigfússon veitir forstöðu. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 327 orð

Richardson átelur Íraka BILL Richardson, sendiher

BILL Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að fregnir um að Írakar hefðu notað banvænt taugagas í eldflaugaodda sýndu og sönnuðu að Íraksstjórn beitti "lygum og blekkingum". Sagði hann að ef eftirlitsmenn SÞ myndu staðfesta fregnirnar gæti Írökum reynst torvelt að sannfæra þjóðir heims um að aflétta eigi efnahagsþvingunum gegn Írak. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Samband dýraverndunarfélaga hyggst efla starfsemina

AÐALFUNDUR Sambands dýraverndunarfélaga Íslands, SDÍ, var haldinn 16. maí sl. og voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn: Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður; Sveinn Halldórsson, varaformaður; Hlín Brynjólfsdóttir, Sigfríð Þórisdóttir, Ásmundur Vilhjálmsson, Gunnar Borg og Eygló Gunnarsdóttir meðstjórnendur. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Samið um sam starf í prentiðnaði Nýlega u

Samið um sam starf í prentiðnaði Nýlega undirritaði Prenttæknistofnun og Myndlista- og handíðaskóli Íslands viljayfirlýsingu um samstarf. Þörfin fyrir slíkt samstarf segja aðilarnir til komna vegna aukinnar tölvutækni í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 807 orð

Samstarf við Dani og Norðmenn

SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ heyrnarlausra og heyrnarskertra vinnur nú að framleiðslu námsefnis í dönsku fyrir heyrnarlausa í samstarfi við Dani. Verkefnið fær um 7 milljónir á ári í þrjú ár frá LINGUA-D-Sókratesáætlun Evrópusambandsins. Meira
25. júní 1998 | Óflokkað efni | 99 orð

Sigið við Handfestuhól í Grímsey

VORBLÍÐA hefur verið mikil í Grímsey síðustu daga. Grímseyingar stunda þó bjargsig ekki eins kröftuglega og á árum áður. Æ algengara er að áhugasamir einstaklingar af fastalandinu geri sér ferð út í eyju til að síga eftir eggjum og fá þá vanan heimamann með á bjargið. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð

Sigrún Magnúsdóttir formaður borgarráðs til árs

SIGRÚN Magnúsdóttir var á þriðjudag kjörin formaður borgarráðs Reykjavíkur til eins árs en jafnframt var samþykkt með 3 atkvæðum Reykjavíkurlistans gegn 2 atkvæðum Sjálfstæðisflokks að fela Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fundarstjórn á fundum borgarráðs. Nýtt borgarráð kom saman til fyrsta fundar á þriðjudag en það er skipað Helga Hjörvar, Sigrúnu Magnúsdóttur og Steinunni V. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Símaskráin á alnetinu

SÍMASKRÁIN er komin á alnetið og er aðgangur öllum opinn að kostnaðarlausu. Slóðin er www.simaskra.is. Símaskráin á netinu verður með réttustu upplýsingar um símanúmer Íslendinga sem fáanlegar eru á hverjum tíma, því gagnagrunnurinn er uppfærður daglega af starfsmönnum Landssímans. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 534 orð

Sjálfskipaðir sendiherrar

ÞAÐ er óhætt að segja að Ísland hafi reynst örlagavaldur í lífi þeirra Caroline og François Scheefer. François kom hingað til lands fyrir átján árum til að skoða land og þjóð en heillaðist svo að hann hafur komið hingað 72 sinnum síðan. "Ég fann mitt annað föðurland hér," segir hann. François fann einnig ástina hér á landi. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Staða íslenska þjóðlagsins

MÁLÞING um stöðu íslenska þjóðlagsins verður haldið í Tónlistarskólanum á Akureyri dagana 26. og 27. júní. Sumarháskólinn á Akureyri stendur fyrir málþinginu en það er haldið í tengslum við Þjóðlagadaga á Akureyri. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 491 orð

Stjórnvöld móti skýrari stefnu í símenntun

"STARFSTENGD símenntun er mjög mikilvæg en skort hefur yfirlit yfir hvernig þau mál standa hér á landi," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra á blaðamannafundi þar sem hann kynnti skýrslu nefndar um heildarstefnu í málefnum símenntunar ásamt formanni nefndarinnar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnmálafræðingi. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Stúlka höfuðkúpubrotnar

STÚLKA á tíunda ári höfuðkúpubrotnaði í Sundlaug Akureyrar í hádeginu í fyrradag. Talið er að stúlkan hafi lent í samstuði við bróður sinn í rennibrautinni og fengið högg á gagnaugað með fyrrgreindum afleiðingum. Stúlkan var flutt á slysadeild FSA og síðar um daginn með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 1047 orð

Styrkja þarf stöðu Evrópu

VIÐ vonum að staða Evrópu styrkist enn frekar frá því sem nú er, svo hún verði fullgildur félagi í samstarfi okkar. Okkur miðar vel, við stöndum ekki lengur í þeim sporum að Bandaríkin séu í hlutverki verndarans og Evrópa skjólstæðingur hans," segir Ronald Asmus, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er hér á landi. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 465 orð

Styrktarsamningur um fjárhagslegan stuðning við Vernharð Þorleifs

FIMM fyrirtæki og Akureyrarbær hafa skrifað undir styrktarsamning við júdódeild KA og Vernharð Þorleifsson júdókappa, um fjárhagslegan stuðning þessara aðila við Vernharð fram yfir Ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu árið 2000. Fyrirtækin eru Sparisjóður Norðlendinga, Kaupþing Norðurlands, Kaupfélag Eyfirðinga, Pizza 67 og Íslandsflug. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sumarhátíð varnarliðsmanna

VARNARLIÐSMENN halda árlega sumarhátíð með "karnival"sniði laugardaginn 27. júní og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóru flugskýli næst vatnstanki vallarins og gefst kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11­17. Þátttaka í þrautum og leikjum og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. júní 1998 | Landsbyggðin | 118 orð

Sumarstemmning í Eyjum

Vestmannaeyjum­Það var sannkölluð sumarstemmning í Vestmannaeyjum um helgina. Veðrið lék við Eyjamenn og gesti þeirra með glaðasólskini og hægum vindi. Mikill fjöldi ferðafólks var í Eyjum enda Pæjumótið í kattspyrnu í gangi en ýmislegt fleira var á döfinni í Eyjum. Á laugardag var Bylgjulestin á ferð í Vestmannaeyjum og efndi til skemmtunar á Stakagerðistúni. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sundlauginni á Seljavöllum lokað

AÐ GEFNU tilefni vill Heilbrigðiseftirlit Suðurlands koma á framfæri eftirfarandi: Vegna öryggis- og heilbrigðisástæðna hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, í samráði við sýslumann Rangárvallasýslu, lokað gömlu sundlauginni á Seljavöllum í Austur-Eyjafjallahreppi. Bent er á slysahættu við laugina, laugin er án gæslu og vatn í henni getur verið heilsuspillandi. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

SUS hvetur þingmenn til að klára kjördæmamálið

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur kjördæma- og kosningalaganefnd, undir forystu Friðriks Sophussonar alþingismanns, til að hraða störfum sínum og kynna niðurstöðu sína fyrir haustið. Í frétt frá SUS segir: "Eftir kynningu á fyrstu hugmyndum nefndarinnar meðal allra þingflokka í maí sl. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Teflt í bjartri nóttunni

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur að öðru sinni Jónsmessumót félagins föstudaginn 26. júní nk. Eins og nafn mótsins ber með sér verður teflt lengur fram eftir en venjulega. Mótið hefst kl. 22 og verður teflt fram eftir nóttu. Einnig má geta þess að félagið var stofnað 27. júní 1991 og mun því félagið eiga sjö ára afmæli um nóttina. Tefldar verða 9X2 umferðir, hraðskák. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Tekjurýrnun kirkjugarða rúmlega 40% 1989 til 1996

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands var nýlega haldinn í Borgarnesi. Fulltrúar kirkjugarða hvaðanæva af landinu funduðu um málefni kirkjugarða. Samhliða aðalfundinum var haldin tækjasýning og voru þar sýnd helstu áhöld og tæki sem notuð eru við útfarir og greftranir. Um 85% af íbúum landsins eru innan sambandsins. Um sjötíu manns sóttu fundinn. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 322 orð

The Sun snýst gegn Tony Blair

BRESKA síðdegisblaðið The Sun, söluhæsta blað Bretlands, hefur snúist gegn Tony Blair forsætisráðherra vegna Evrópustefnu hans, einkum þó afstöðu hans til sameiginlegs gjaldmiðils Evrópu. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Tívolí á Miðbakka

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Jörundi Guðmundssyni, f.h. Tívolí UK, leyfi til reksturs tívolís á Miðbakka við Geirsgötu. Er leyfið bundið við tvo mánuði frá 8. júlí til 4. ágúst og skal starfsemi ekki hefjast fyrr en kl. 16 og ljúka kl. 23 virka daga en kl. 24 um helgar. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Tvístefna heimiluð á Hverfisgötu

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að leyfa umferð í báðar áttir á Hverfisgötu milli Snorrabrautar og Barónsstígs frá 24. júní til 25. júlí nk. vegna framkvæmda við Laugaveg. Vinstri beygja frá Snorrabraut til vesturs við Hverfisgötu verður hins vegar áfram aðeins leyfð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. Meira
25. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Unnið að styrkingu sjóvarnargarðs

UNNIÐ hefur verið að styrkingu sjóvarnargarðs við ytri hafnargarðinn í Grímsey. Grjótið er flutt frá Dalvík og er ætlunin að flytja 100 steina, sem eru á bilinu 5-12 tonn að þyngd til Grímseyjar. Ferjan Sæfari sér um flutninginn á grjótinu en um verkið sér Jarðverk hf. á Dalvík. Myndin er tekin er Sæfari kom með fyrsta grjótfarminn, 16 steina samtals um 100 tonn að þyngd. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 703 orð

Uppfinning og saga skriðdrekans

Síðastliðið vor útskrifaðist Erlingur Erlingsson með láði frá Suffolk-háskólanum í miðborg Boston þar sem hann lagði stund á nám í fjölmiðlun og sagnfræði. Hann dúxaði einnig og var með hæstu meðaleinkunn af þeim 660 nemendum sem luku námi. Þar að auki útskrifaðist hann með láði í tveimur greinum, fjölmiðlun og sagnfræði. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Uppsögnin persónulegs eðlis

SVEINBJÖRG Vilhjálmsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Bessastaðahrepps, sem sagt hefur verið upp störfum, telur uppsögnina persónulega aðför að sér og segir skipulagsbreytingar á skólanum yfirskin. "Þetta er hið furðulegasta mál og mikil ólykt af því. Mér sýnist þetta vera persónulegt, því það er mjög skrýtið að segja upp manneskju sem er hælt svona mikið. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 17 orð

Úr húsdýragarðinum

Morgunblaðið/Jim Smart Úr húsdýragarðinum ÞETTA tveggja daga gamla folald kannaði í gær nýtt umhverfi í Húsdýragarðinum í Laugardal. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Veiðin er upp og ofan

VEIÐIN er aðeins að glæðast þrátt fyrir vatnsleysið víða um land. Sums staðar er veiðin þó verulega slök, t.d. í Víðidalsá. Veiðimenn líta því vonaraugum til vaxandi óróa í veðurspám síðustu daga og töluvert rigndi á Vesturlandi aðfararnótt miðvikudagsins. Þá er stórstreymt í dag, 4,2 metra flóðhæð. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Veikur skipverji sóttur

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í fyrradag veikan mann í togarann Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Maðurinn, sem er sextugur, var talinn alvarlega veikur og var beðið um aðstoð Landhelgisgæslunnar við að koma honum undir læknishendur. Togarinn var þá staddur um 40 sjómílur vestur af Garðskaga. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Veltan jókst um 60% á milli ára

11-11 verslanakeðjan ætlar sér aukinn hlut á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og hyggst opna 3­4 nýjar verslanir fyrir áramót. Gangi það eftir verður keðjan með 11­12 verslanir innan sinna vébanda og hefur þeim þá fjölgað um helming á tólf mánaða tímabili. Velta 11-11 óx um 60% eða úr 500 milljónum króna í 800 milljónir á milli áranna 1996-97. Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 378 orð

Viðræður byrji án skilyrða

RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, fór á átakasvæðin í vesturhluta Kosovo í gær og varaði Serba og albanska uppreisnarmenn í héraðinu við því að átök þeirra væru komin á hættulegt stig. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi við Ibrahim Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana, Meira
25. júní 1998 | Erlendar fréttir | 690 orð

Zhao Ziyang dregur athygli að Torgi hins himneska friðar

OPINBER heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Kína hefst í borginni Xi'an í dag. Forsetinn mun heimsækja fimm borgir á þeim níu dögum sem heimsókn hans stendur og hefur sú ákvörðun hans að heimsækja hina fornfrægu Xi'an á undan höfuðborginni Peking verið túlkuð sem dulbúin mótmæli við yfirvöld í Peking. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ævintýri fyrir börn í Selskógi

EGILSSTAÐABÆR mun taka sérstaklega vel á móti fjölskyldufólki í sumar. Meðal þess sem í boði verður er ævintýraferð fyrir börn í Selskógi á vegum vinnuskólans á laugardagsmorgnum frá 27. júní til 25. júlí. Börnin búa til sitt eigið ævintýri um álfakónginn og álfadrottninguna sem búa í skóginum og dýrakórinn heldur tónleika á útisviðinu, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. júní 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Arnaldur JOHN Lewis Gaddis, þekktasti kaldastríðssagnfræðingur Bandaríkjanna, hefur verið einn helsti frumkvöðull nýju kaldastríðssögunnar. Til vinstri við hann eru Norðmaðurinn Odd Arne Westad, Bandaríkjamaðurinn James Hershberg, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Norðmaðurinn Geir Lundestad, sem hefur verið einn helsti gagnrýnandi Gaddis, Meira

Ritstjórnargreinar

25. júní 1998 | Leiðarar | 582 orð

leiðari KIRKJA OG MANNRÆKT EGINSTOÐIR safnaðarsta

leiðari KIRKJA OG MANNRÆKT EGINSTOÐIR safnaðarstarfs kirkjunnar hafa frá öndverðu verið guðsþjónusta, fræðsla og kærleiksþjónusta." Þannig mælti biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, við setningu Prestastefnu í fyrradag. Meira

Menning

25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 216 orð

Barnastjarna giftir sig

Barnastjarna giftir sig LEIKARINN Macaulay Culkin giftist leikkonunni Rachel Miner um síðustu helgi en hjónakornin eru bæði 17 ára gömul. Giftingin fór fram í viðurvist vina og ættingja í Connecticut. Culkin er þekktastur fyrir leik sinn í "Home Alone" en hefur ekkert leikið síðustu þrjú árin. Meira
25. júní 1998 | Kvikmyndir | 393 orð

Detta úr lofti dropar stórir

Leikstjóri: Mikael Salomon. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Christian Slater, Minnie Driver, Ed Asner, Randy Quaid, Betty White og Richard Dysart. Paramount Pictures 1998. Í BANDARÍSKU spennumyndinni Þá sjaldan það rignir eða Hard Rain" fær hin dæmigerða formúluhasarmynd frá Hollywood, sem í þessu tilviki byggist á einskonar bankaráni í smábæ, Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 710 orð

Erlendar plötur Sigurður Sverrisson rokkunnandi fjallar um nýja brei

Sigurður Sverrisson rokkunnandi fjallar um nýja breiðskífu Jimmy Page og Robert Plant sem nefnist "Walking into Clarksdale". Zeppelin flýgur á ný! ÞAÐ ER ótrúlegt en satt að um þessar mundir eru heil tuttugu ár liðin frá útkomu síðustu stúdíóplötu Led Zeppelin. Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 270 orð

Fékk hámarksrefsingu MAÐURINN, sem var dæmdur se

MAÐURINN, sem var dæmdur sekur fyrir að hafa ofsótt og ætlað að nauðga leikstjóranum Steven Spielberg, hlaut hámarksrefsingu eða 25 ára til lífstíðarfangelsisdóm. Hinn 31 árs gamli Jonathan Norman var dæmdur sekur 4. mars síðastliðinn en dómurinn var svo kveðinn upp nú á dögunum. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Gallerí á Hvammstanga opnað á ný

GALLERÍ Bardúsa og Verslunarminjasafnið á Hvammstanga hefur verið opnað á ný í gamla Pakkhúsinu við Brekkugötu. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á húsinu í kjölfar þess að vörubifreið rakst utan í það í vetur. Í Verslunarminjasafninu er marga muni að sjá, flesta úr Verslun Sigurðar Davíðssonar en einnig frá Verslun Sigurðar Pálmasonar og Kaupfélagi V-Húnvetninga. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 871 orð

Góð tilfinning að vera óháður Meðal góðra gesta á Listahátíð í Reykjavík var katalónski tónlistarmaðurinn Jordi Savall. Árni

MEÐAL gesta á nýafstaðinni Listahátíð var katalónski gambaleikarinn, stjórnandinn, fræðimaðurinn og tónskáldið Jordi Savall, sem hélt eftirminnilega tónleika í Hallgrímskirkju með Montserrat Figueras eiginkonu sinni og norska lútuleikaranum Rolf Lislevand. Meira
25. júní 1998 | Bókmenntir | 292 orð

Hnýsilegt sjónarhorn

eftir Håkan Boström. Með myndum eftir Knut H. Larsen. Södermanlands Lans Bildingsförbund, 1998. 74 bls. HÖFUNDUR þessarar sænsku viðtalsbókar, Svíinn Håkan Boström, kom fyrst til Íslands árið 1978 og þá í sömu erindagjörðum og hann var hér í í fyrrasumar, Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 51 orð

Námskeið í helgi- og hringdansi

NÁMSKEIÐ í helgi- og hringdansi verður haldið í Norræna húsinu laugardaginn 27. júní. Námskeiðið stendur frá kl. 10-18 og ber yfirskriftina "Hátíð andans í heimi efnisins". Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þau Lynn Frances og Richard Bryant-Jefferies frá Englandi. Þátttökugjald er 3.000 kr. Námskeiðið er á vegum Vatnsberans. Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 189 orð

Nicholson í heimsókn á Kúbu LEIKARINN Jack Nicho

Nicholson í heimsókn á Kúbu LEIKARINN Jack Nicholson fór í óvænta heimsókn til Kúbu á mánudag í boði hinnar ríkisreknu kvikmyndastofnunar landsins. Það var forstöðumaður kvikmyndastofnunarinnar, Alfredo Guevara, sem tók á móti leikaranum í Havana. Þegar Nicholson var spurður um erindi sitt til Kúbu svaraði hann stuttlega "kvikmyndir". Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 503 orð

Ný breiðskífa frá Ringo Starr RINGO Starr va

RINGO Starr var nýverið við upptökur í hljóðveri í Hollywood ásamt hljómsveit sinni Roundheads, að því er Variety greinir frá. Stóð hann framan við sviðið og hvatti félaga sína áfram með hnyttiyrðum. "Við búum ekki í Úkraínu ­ þeir ætla ekki að skjóta okkur!" sagði hann. Þeir hlógu ógurlega, jafnvel þótt þeir vissu ekki alveg hvað hann ætti við. Hann er nú einu sinni fyndni bítillinn. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 310 orð

Nýjar bækur ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN

ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan hafa sent frá sér bókina, The Ally Who Came in from the Cold. A Survey of Icelandic Foreign Policy, 1945-1956 eftir Þór Whitehead rannsóknaprófessor í sagnfræði. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Nýjar bækur SAGN

SAGNFRÆÐIRANNSÓKNIR ­ Studia historica er ritröð, sem hleypt var af stokkunum árið 1972. Að ritröðinni stendur Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Í ritröð þessari birtast prófritgerðir frá Háskóla Íslands, sagnfræðirannsóknir, sem unnið hefur verið að á vegum Sagnfræðistofnunar, svo og aðrar sagnfræðiritgerðir, Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Ný verk Sigurðar Guðmundssonar

SÝNING á nýjum verkum myndlistarmannsins Sigurðar Guðmundssonar verður opnuð í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag, fimmtudaginn 25. júní og stendur sýningin til 26. júlí n.k. Er þetta fyrsta sýning Sigurðar á Íslandi í langan tíma. Sigurður hefur lengst af búið og starfað erlendis og hafa Holland og Svíþjóð verið heimkynni hans um árabil. Síðustu verk sín hefur hann unnið í Kína. Meira
25. júní 1998 | Myndlist | -1 orð

Reitir jarðar

Opið alla daga frá 12-18. Til 31. júní. Aðgangur ókeypis. Í TILEFNI af því að bílaleigan Geysir flutti fyrir skemmstu í ný og glæsileg húsakynni að Dugguvogi 10, kom það líkast til af sjálfu sér að listakonunni Evu Benjamínsdóttur sem býr á efri hæðinni yrði boðið að sýna þar. Meira
25. júní 1998 | Kvikmyndir | 331 orð

Ring a ding a ding

Í TILEFNI þess að tuttugu ár eru liðin frá frumsýningu söngva- og dansamyndarinnar "Grease" og líklega vegna þess að John Travolta er aftur á toppnum hefur þótt ástæða til þess að setja hana í endurdreifingu um heim allan og er hún nú komin í Háskólabíó á ný þar sem hún sló aðsóknarmet fyrir tæpum tveimur áratugum. Endurnýjuð kynni af myndinni eru hin ánægjulegustu. Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 398 orð

Safn úrvalslaga

Fishcake, The Sound of Thule, safnplata frá Thule Records. Á plötunni eiga lög Plastik, sem er Aðalsteinn Guðmundsson; Sanasol, sem er Aðalsteinn og Þórhallur Skúlason; OZ Artists og Thor, sem er Þórhallur; Ozzy, sem er Örnólfur Thorlacius; Aez, sem er Sigurbjörn Þorgrímsson; Exos, sem er Arnviður Snorrason; og Cold, sem er Ísar Logi Arnarson. 73,44 mín. Thule Records gefur út. Meira
25. júní 1998 | Leiklist | 436 orð

Sergei talar of mikið

Leikskólinn: Sumargestir eftir Maxím Gorkí. Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir. Leikmynd og búningar: Ásdís Þórhallsdóttir. Leikendur: Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Bóas Valdórsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Birna Ósk Einarsdóttir, Hlynur Páll Pálsson, Maríanna Carla Lúthersdóttir, Silja Hauksdóttir, Esther Talía Casey, Jón Ingi Hákonarson, Meira
25. júní 1998 | Myndlist | 1135 orð

Skjáleikir í Norræna húsinu

Skjáir veruleikans. Alþjóðleg samsýning. Opið alla daga nema mánudaga milli 14 og 18. Til 26. júní. Í NORRÆNA húsinu hefur staðið yfir alþjóðleg málverkasýning, sem húsið hefur sett saman í samvinnu við Helga Þorgils Friðjónsson og Daða Guðbjörnsson. Meira
25. júní 1998 | Kvikmyndir | 510 orð

Stutt mynd um hendinguna

Leikstjórn og handrit: Krzysztof Kieslowski. Kvikmyndatökustjóri: Krzysztof Pakulski. Tónlist: Wojciech Kilar. Aðalhlutverk: Boguslaw Linda, Tadeusz Lomnicki, Zbigniew Zapasiewicz og Boguslawa Pawelec. Enskur texti. Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 783 orð

Stýrði öðru stærsta ljósaverkefni kvikmyndasögunnar

HAMFARAMYNDIN Deep Impact hefur verið sýnd í bíóhúsum í Reykjavík undanfarið við góða aðsókn. Í myndinni er stór loftsteinn látinn rekast á jörðina með tilheyrandi hamförum en tæknibrellurnar í myndinni þykja sérstaklega vel heppnaðar. Konráð Sigurðsson vann að gerð myndarinnar en áður vann hann við myndina The Big Lebowski sem margir kannast við. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 322 orð

Söngbasar í Iðnó

SÖNGBASAR Hvundagsleikhússins verður haldinn í Iðnó sunnudaginn 28. júní, en þá koma saman tugir listamanna til að skemmta áhorfendum með leikhústónlist, tækifærislögum og skemmtilögum eftir Leif Þórarinsson tónskáld, sem er nýlátinn. Dagskráin hefst með basar kl. 14, en þar verður selt íslenskt handverk og málverk eftir íslenska listamenn, sem allir hafa gefið vinnu sína og verk. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 210 orð

Tímarit

NORDISK litteratur 1998 er komið út en í því birtast greinar um norrænar samtímabókmenntir og -listir á sænsku og ensku. Á forsíðu þessa heftis er birt málverkið Skýjakór eftir Helga Þorgils Friðjónsson og fleiri verka hans eru birt á síðum blaðsins. Að þessu sinni er fjallað nokkuð um höfunda tilnefnda til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 773 orð

Uss

Vigdis Hjorth: Hysj. Cappelens utvalgte billigbøker, 102 bls., 98 no. kr. VIGDIS Hjorth er einn merkasti skáldsagnahöfundur Norðmanna um þessar mundir. Hún er fremur ung, innan við fertugt, og varð fræg fyrir sex árum, þegar hún sendi frá sér skáldsöguna Franskur leikur, sem birtist á íslensku 1993. Meira
25. júní 1998 | Menningarlíf | 858 orð

Út um allan bæinn

Þetta er átjánda árið sem brúðuleikhús Helgu Steffensen er starfrækt í brúðubílnum. Að þessu sinni eru með henni brúðuleikararnir Sigrún Erla Sigurðardóttir og Frímann Sigurðsson, sem jafnframt sjá um að setja upp sviðið hvernig sem viðrar og gæta þess að allt sé á sínum stað fyrir sýningu. Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

Þjóðarsorg í Brasilíu BRASILÍSKA kántrýstjarnan Leandro lést í vikunni a

BRASILÍSKA kántrýstjarnan Leandro lést í vikunni af völdum sjaldgæfrar tegundar krabbameins aðeins 36 ára að aldri. Leandro, sem myndaði dúett ásamt bróður sínum Leonardo, átti gífurlegum vinsældum að fagna og er syrgður af milljónum manna í Brasilíu. Meira
25. júní 1998 | Fólk í fréttum | 263 orð

Ævintýri líkast

Ævintýri líkast STEMMNINGIN er engu lík á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi um þessar mundir og fer varla fram hjá neinum. Að minnsta kosti ekki ef sjónvarp er í fjölskyldunni. Sumir láta sig hins vegar hafa það að mæta á staðinn enda ævintýri líkast. Meira

Umræðan

25. júní 1998 | Aðsent efni | 586 orð

Feðradagur?

Á Íslandi er enginn feðradagur. Í gegnum árin hef ég hugleitt hvers vegna. Ástæða þykir til að hafa sérstakan dag fyrir mæður, en ekki feður. Feðradagur er til víða erlendis. Þar þykir við hæfi fyrir fullorðin börn að hafa samband við pabba gamla á þessum degi. Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 716 orð

Gagnagrunnur og persónuréttur

Í FYRRI grein um sama efni, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní sl., var bent á, að erfiðleikum væri bundið að búa svo um hnútana, að upplýsingar, sem lagðar væru í gagnabanka, væru nafnlausar með öllu. Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 604 orð

Hagræðingaraðförin að heilbrigðiskerfinu

UM NÆSTU mánaðamót taka uppsagnir hjúkrunarfræðinga gildi og er ekki annað sýnna en heilbrigðisþjónusta landsmanna leggist að mestu af gangi hjúkrunarfræðingar út. Samkvæmt því vinnulagi er tíðkast hjá stjórnvöldum var þá fyrst tekið að ræða við hjúkrunarfræðinga er samningar þeirra runnu út og fyrst sjö mánuðum síðar, í júní 1997, Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 1052 orð

Heilun jafnréttis

EINN fulltrúa hins nýja stjórnmálaafls sem tekið hefur við höfuðborginni hefur lýst því yfir að það sé frjálslynt, víðsýnt og umburðarlynt, og að lýðræðisleg umræða sé forsendan fyrir vexti þess og viðgangi. Ennfremur að þessi hreyfing almannahagsmuna grundvallist á því að öflugt menntakerfi ríki hérlendis. Meira
25. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 323 orð

Hvers eiga hjúkrunarfræðingar að gjalda? Frá Maríu Skagan: MIG l

MIG langar að biðja heilbrigðismálaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra að lesa ágæta grein Cecilie B. Björgvinsdóttur í Morgunblaðinu hinn 19. júní. Þar kemur glöggt í ljós að enn hefur ekki verið samið við hjúkrunarfræðinga. Þar segir m.a.: "Úrskurður hjúkrunarfræðinga liggur enn ekki fyrir. Meira
25. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 264 orð

Íslendingar bikarmeistarar árið 3964 Frá Birgi Bragasyni: NÚ TRÖ

NÚ TRÖLLRÍÐUR landslýð einhver fjandans heimsmeistarakeppni í tuðrusparki, sem gerir lýðinn ýmist arfavitlausan vegna röskunar á annars hefðbundinni dagskrá sjónvarpsins ­ sem var svo sem ekki upp á marga fiska ­ eða fylla aðra slíkum spennuæsingi að þeir neyta vart svefns né matar meðan á leik stendur. Meira
25. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 828 orð

Listahátíð og arkitektagangan Frá Gyðu Jóhannsdóttur: "ÞAR sem s

"ÞAR sem straumar mætast" var kjörorð á nýafstaðinni listahátíð. Fjöldi íslenskra og innlendra listamanna tók þátt í henni og bauð upp á frábær listræn atriði. Heimsókn Margrétar Þórhildar Danadrottningar og sú virðing sem henni var sýnd með sýningu á kirkjuklæðum hennar mun hafa glatt alla Íslendinga, þó einkum eldri kynslóðina sem hefur sterkar taugar til Dana. Meira
25. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Opið bréf til hreppsnefndar Bessastaðahrepps

ÁGÆTU hreppsnefndarmenn og hreppsnefndaroddviti, Guðmundur Gunnarsson! Okkur hafa borist þau tíðindi, að skólastjóra tónlistarskóla Bessastaðahrepps, Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur, hafi verið vikið úr starfi, fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 873 orð

Siðfræði í líf- og upplýsingatækni

Í útfærslu heilbrigðisráðuneytisins á stefnumótun ríkisstjórnarinnar um upplýsingamál er skýrt tekið fram að persónuupplýsingar úr heilbrigðiskerfinu verði vistaðar einvörðungu þar sem þær eru skráðar, þ.e. fyrst skráðar. Hugmyndin byggir á því að Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 734 orð

Skýrir valkostir

MUN hin svonefnda sameining vinstrimanna verða til þess að hreyfing þeirra klofnar á ný? Og ef svo fer ber þá að harma þá þróun? Má ef til vill vænta þess að frekari uppstokkun sé á næsta leiti í íslenskum stjórnmálum? Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 869 orð

Vandaðir veðurfréttatímar

UMRÆÐA varð um veðurfréttir fjölmiðla eftir nokkra atburði í vetur þar sem leita þurfti að ferðafólki á hálendinu. Þá kom fram að með litlum veðurfréttum á Stöð 2 og færslu veðurfrétta fram fyrir fréttir í Sjónvarpinu (RÚV), fylgdist almenningur miku verr með fregnum af veðri og spám. Meira
25. júní 1998 | Aðsent efni | 420 orð

Við eigum samleið

ÍSLENSKIR vinstrimenn bíða nú óþreyjufullir næstu alþingiskosninga, uppfullir af eldmóði sem aldrei fyrr. Það er skiljanlegt þar sem vatnaskil munu verða í íslenskri pólitík náist samkomulag um sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista. Þegar hefur náðst samstaða í grundvallarmálum og málefnagrundvöllur liggur skýr fyrir. Meira

Minningargreinar

25. júní 1998 | Minningargreinar | 369 orð

Björgvin Kr. Hannesson

Okkur langar til að minnast hans Venna, sem var okkur ávallt svo góður sem faðir, afi og tengdafaðir. Hin landfræðilega fjarlægð síðustu 13 árin skipti litlu hvað varðaði samband okkar. Það var eins og hann hefði sífellt vakandi auga með okkur og tók á vissan hátt þátt í lífi okkar í Bergen. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

BJöRGVIN KR. HANNESSON

BJöRGVIN KR. HANNESSON Björgvin Kristinn Hannesson, húsasmiður, fæddist 25. janúar 1926 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu, Hjallaseli 27, 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 23. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 543 orð

Björg Þórðardóttir

Í hugum barna sem barnabarna, tengdasona og tengdadætra og annars tengdafólks er hún "amma í Tungumúla". Amma í Tungumúla varð með einhverjum hætti fastur punktur í lífi allra sem tengdust fjölskyldum barna Bjargar Þórðardóttur í Tungumúla. Það var hluti af fyrstu heimsókn minni sem verðandi tengdasonur dóttur hennar, Bríetar, að heimsækja ömmu í Tungumúla. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 262 orð

Björg Þórðardóttir

Daginn sem amma í Tungumúla kvaddi var sólskin og logn um allan fjörð og útsýnið af hlaðinu í Tungumúla yfir Hagavaðalinn og Breiðafjörðinn, suður á Snæfellsnes og Jökul eins og það verður fegurst á þessum bjartasta tíma ársins í "nóttlausri voraldar veröld". Það er erfitt að skrifa eftirmæli ömmu í Tungumúla, hún var nefnilega svo merkileg kona að það kemst ekki til skila í fáum orðum. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 335 orð

Björg Þórðardóttir

Mikið er nú alltaf gott að koma að Tungumúla og sitja og spjalla við eldhúsborðið eða þegar ég var yngri að hlaupa niður í Grjót og "mallabúast" einhvað. Það var gott að gista í Tungumúla, sérstaklega þegar rigningin buldi á þakinu og maður fékk að kúra á kvistinum þar sem alltaf var hlýjast og notalegast, ekki síst vegna englamyndarinnar sem hékk yfir rúminu. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 25 orð

BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR

BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR Björg Þórðardóttir fæddist á Ytri-Haga, Barðaströnd, 10. október 1916. Hún lést 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hagakirkju 20. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 675 orð

Dieter Roth

Hann gaf mér uppblásna kanínu þegar ég var sjö ára. Hann var að koma frá útlöndum. Hann var alltaf að koma frá útlöndum, færandi börnunum sínum framandi varning. Og einhvern veginn atvikaðist það þannig að ég var stundum, ­ nei, alloft, viðstaddur þessar langþráðu gjafastundir. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Dieter Roth

Þessi fátæklegu orð eru skrifuð til þess að minnast Dieters Roth, nágranna, heimilisvinar og velgjörðarmanns okkar hér á Ökrum í nærri aldarfjórðung. Þau kynni hófust, þegar hann og Ragnar Kjartansson myndlistarmaður réðust í það að byggja sumarhús á Hellnum. Þá þegar bundust þau vináttuböndum, hann og Akrahjónin Gunnlaugur og Kristín, og bar þar aldrei skugga á. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 33 orð

DIETER ROTH

DIETER ROTH Dieter Roth, fullu nafni Karl Dietrich Roth, fæddist í Hannover í Þýskalandi 21. apríl 1930. Hann varð bráðkvaddur í Basel í Sviss 5. júní síðastliðinn og hefur bálför hans farið fram. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 532 orð

Fanney (Stella) Jónsdóttir

Það var sunnudaginn 10. maí sl. (mæðradaginn). Ég var á námskeiði frá kl. 13­16.30. Á leiðinni heim ákvað ég að koma við í Langagerðinu en hætti snögglega við og sneri við og fór í blómabúð til að færa fósturmóður minni blóm í tilefni dagsins. Þau, þ.e. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

FANNEY (STELLA) JÓNSDÓTTIR

FANNEY (STELLA) JÓNSDÓTTIR Fanney Jónsdóttir, Stella, fæddist í Keflavík 11. nóvember 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. maí. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 184 orð

Guðmundur Stefán Eðvarðsson

Guðmundur mágur minn er farinn frá okkur á annað tilverustig og hjá okkur skilur hann eftir mikið tómarúm. Við vissum að hann átti ekki langt eftir en ég, sem og aðrir, er aldrei viðbúin dauðanum, jafnvel þótt við vitum að hann sé skammt undan. Guðmundur var ekki allra, hann var ekki hópsál og leið best meðal fárra, en best leið honum þó með fjölskyldu sinni. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON

GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON Guðmundur Stefán Eðvarðsson fæddist á Ísafirði 2. mars 1921. Hann lést á heimili sínu, Miðvangi 41, Hafnarfirði, 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 22. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 587 orð

Gunnar Malmberg

Það var alltaf ánægjulegt að hitta Gunnar frænda minn, enda hafði það iðulega í för með sér langar og skemmtilegar samræður. Hann hafði áhuga á mörgu, las mikið og hafði gaman af að velta hlutunum fyrir sér. Það var því ekki að undra þótt stundum teygðist á spjallinu. Gunnar var mikill hagleiksmaður og sérlega listfengur og skapandi í því sem hann tók sér fyrir hendur. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GUNNAR MALMBERG

GUNNAR MALMBERG Gunnar Sigurður Malmberg, gullsmiður, fæddist í Reykjavík 12. janúar 1938. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Gylfi Már Guðbergsson

Okkur langar í örfáum orðum að minnast kennara okkar, Gylfa Más Guðbergssonar sem féll frá eftir skamma baráttu við illvígan sjúkdóm. Gylfi Már var landfræðingur og hans sérsvið voru landnytjar og kortagerð og þá einkum gróðurkortagerð sem hann starfaði alla tíð ötullega að og var frumkvöðull á því sviði hér á landi. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

GYLFI MÁR GUÐBERGSSON

GYLFI MÁR GUÐBERGSSON Gylfi Már Guðbergsson, prófessor við Háskóla Íslands, fæddist á Siglufirði 18. október 1936. Hann lést í Reykjavík 1. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 10. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Ingólfur Skúlason

Fallinn er frá hann afi á "Mánó" eins og hann var kallaður. Ég man svo vel eftir því þegar við mamma heimsóttum hann á Mánagötuna og ég fór út í búð fyrir hann. Þá fékk ég alltaf að kaupa mér gosflösku og nokkrar karamellur fyrir afganginn. Svo kom ég heim úr búðinni og við afi borðuðum karamellurnar saman; hann var nefnilega svolítið mikið fyrir karamellur og konfekt. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 26 orð

INGÓLFUR SKÚLASON

INGÓLFUR SKÚLASON Ingólfur Skúlason fæddist í Króktúni 27. ágúst 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 10. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 18. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 549 orð

Jónas Þór Jónasson

Hann Jónas er allur, hann er sá fyrsti af okkur bekkjarfélögunum fæddum 1948 frá unglingaskólanum á Höfn að hverfa úr þessu jarðlífi. Árið 1961 kom snöggklipptur og snaggaralegur strákur til Hornafjarðar og settist þar á skólabekk. Fljótlega kom í ljós að þarna fór enginn meðalmaður. Jónas hafði sérstakt skopskyn og var ávallt með hnyttin tilsvör á takteinum og bar með sér sérstakan þokka. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 319 orð

Jónas Þór Jónasson

Við kveðjum hér góðan vin og félaga Jónas Þór sem hetjulega barðist við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Jónasi Þór kynntumst við á sjóstangaveiðimóti fyrir um tíu árum. Á þeim tíma hafði hann mikinn hug á að endurvekja Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur sem stofnað var 1961 en það hætti síðan starfsemi. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 337 orð

Jónas Þór Jónasson

Jónas Þór vinur minn er látinn. Með honum er genginn drengur góður. Við kynntumst fyrir 17 árum þegar hann var kjötiðnaðarmaður hjá Tommaborgurum og strax við fyrstu kynni leið mér vel í návist hans. Það var eitthvað í fari hans sem ég hreifst af en ég áttaði mig ekki á því hvað var fyrr en mörgum árum síðar. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Jónas Þór Jónasson

Þegar Jónas Þór Jónasson gekk til liðs við Alþýðuflokkinn gerði hann það af atfylgi og heilum hug. Hann gerðist einn af helstu burðarásunum í félagsstarfi flokksins í Reykjavík og átti m.a. sæti í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Þar lagði hann sig allan fram af þeim áhuga og kappi, sem honum var lagið hvarvetna þar sem hann lagði hönd á plóginn. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 384 orð

Jónas Þór Jónasson

Kæri vinur. Það var runninn upp bjartur og fagur sjómannadagur þegar þú kvaddir þennan heim. Þeir sem vel þekktu til þín vissu hve ríkt sjómannseðlið var í þér og hvað þú naust þín úti á sjó. Það var einhvern veginn svo auðvelt að sjá þig fyrir sér að veiða, Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Elsku Hafdís mín, vinkona mín, frænka mín, nú er ég að kveðja þig í síðasta sinn í þessu jarðlífi. Það varð þá sú raunin, að sjúkdómurinn náði yfirhöndinni. Þú varst svo ákaflega sterk og baráttufús, þó líkaminn væri máttfarinn undir það síðasta. Trúlega hefur þú þó vitað að þetta væri að verða búið, það fann ég á fimmtudeginum, þegar við heimsóttum þig. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 165 orð

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Mér brá við þær sorgarfréttir að Hafdís væri dáin, ég hafði ekki vitað að hún væri veik. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 454 orð

Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir

Hún Hafdís frænka mín hefur kvatt okkur í þessu jarðlífi og haldið á fund við skapara sinn eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Mig óraði ekki fyrir því þegar við kvöddum hana Hrefnu systur mína snemma á síðasta ári, að svo stutt yrði á milli þeirra mæðgnanna. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir fæddist á Selfossi 28. desember 1966. Hún lést á Landspítalanum 13. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 23. júní. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Sigríður Helgadóttir

Vorið 1940 fluttu tvær fjölskyldur á miðhæðina í Norðurgötu 10. Eldhúsdyrnar voru hlið við hlið og aðeins þunnur veggur milli eldhúsanna. Þær urðu fljótt vinkonur húsmæðurnar á miðhæðinni og sú vinátta stendur enn, hún nær út yfir gröf og dauða. Þær voru kallaðar Sigga og Fríða af þeim sem þekktu þær, en kölluðu hvor aðra alltaf fullum nöfnum, Sigríður og Hólmfríður. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 139 orð

Sigríður Helgadóttir

"Elskulega amma mín, mjúk var alltaf höndin þín, tárin þornuðu í sérhvert sinn, þegar þú straukst vanga minn. Nú þú ert okkur farin frá, hvíl í friði Guði hjá. Elsku amma. Við kveðjum þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við og fjölskyldur okkar geymum margar fallegar minningar um þig sem gleymast aldrei. Meira
25. júní 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR

SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR Sigríður Helgadóttir fæddist á Króksstöðum, Eyjafjarðarsveit, 16. júní 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 22. júní. Meira

Viðskipti

25. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 178 orð

»Hækkun á lokagengi evrópskra hlutabréfa

EVFRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær, en dræm byrjun í Wall Street og órói á gjaldeyrismörkuðum komu í veg fyrir meiri hækkanir. Dagurinn byrjaði vel í Frankfurt og París vegna 117 punkta hækkunar í Wall Street í fyrradag, en tæplega 40 punkta lækkun á gengi bandarískra hlutabréfa og uggur um að hækkandi dollar valdi meiri vandræðum í Asíu bundu enda á hækkun í Evrópu. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 103 orð

OPEC semur um samdrátt

OPEC-olíuhringurinn ákvað í gær draga úr framleiðslu um 1,38 milljónir tunna á dag til þess að ýta undir verðhækkun. Fulltrúar aðildarríkjanna sitja nú á fundi í Vín og felur samþykktin í gær í sér rúmlega helmingi meiri samdrátt en þeir urðu ásáttir um í mars sl. Þrátt fyrir þetta féll olíuverð töluvert á mörkuðum í gær. Meira

Daglegt líf

25. júní 1998 | Neytendur | 211 orð

Hringt á Netinu

NÚ GETA þeir sem eiga ættingja eða vini erlendis lækkað símreikning sinn talsvert því hægt er að nýta sér forritið Internet Phone 5.0. VG Vörur ehf. eru með umboð fyrir forritið og samkvæmt upplýsingum þeirra geta þeir sem tengdir eru við Netið hringt í hvaða síma sem er í heiminum á lægra verði en nú þekkist. Mínútan til Bandaríkjanna kostar 9 kr. og það kostar 11 kr. að hringja til Svíþjóðar. Meira
25. júní 1998 | Ferðalög | 261 orð

Hvalamiðstöð og Gamli Baukur

Húsavík­Hvalamiðstöð og veitingahúsið Gamli Baukur voru opnuð við höfnina á Húsavík 17. júní síðastliðinn. Á síðastliðnu sumri var opnaður vísir að hvalamiðstöð, þar sem fá mátti ýmsar upplýsingar um hvali. Meira
25. júní 1998 | Ferðalög | 116 orð

Jeppar í miðnætursólinni

FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIÐ Ísherji fór miðnæturferð á Langjökul á Jónsmessunótt og er ætlunin að fara tvær ferðir til viðbótar. Fólk fer á eigin jeppum í svona ferð upp á Langjökul undir forystu Ísherja og er bílum skipað í litla hópa, 7-9 bílar verða í hverjum hópi. Stjórnandi frá Ísherja leiðbeinir mönnum um akstur í snjó og aðstoðar ef þörf krefur. Meira
25. júní 1998 | Neytendur | 1178 orð

Salat í hádeginu og súkkulaði klukkan tvö?

Á TÍMUM vaxandi meðvitundar um hollt mataræði og mikilvægi hreyfingar ákveða margir að sleppa kjötbollunum og sósunni í hádeginu og fá sér frekar salat í hádegismat. Flest útivinnandi fólk hefur ekki tækifæri til þess að elda aðalmáltíð heimilisins í hádeginu og kýs því frekar léttari málsverð á vinnustað. Salatbarir stórmarkaðanna eru því vænlegur kostur og víst er að þar úr mörgu að velja. Meira

Fastir þættir

25. júní 1998 | Í dag | 47 orð

3. a) Auðvitað, þarna skemmti ég mér dável á ballinu, og þá þurftir þ

3. a) Auðvitað, þarna skemmti ég mér dável á ballinu, og þá þurftir þú að verða veikur... b) Einhver sagði að þú hefðir líklega drukkið of mikið púns... c) Ég át of mikið... ég drakk of mikið... og ég dansaði of mikið... d) Gerum það aftur annað kvöld... Meira
25. júní 1998 | Í dag | 142 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 25. júní, verður sjötug Björg F. Hansen, Sjafnargötu 4, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Ólafur Haukur Árnason, taka á móti ættingjum og vinum í Akoges-salnum, Sóltúni 3, kl. 20 í kvöld. 60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 25. Meira
25. júní 1998 | Í dag | 270 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert

Afmælisbarn dagsins: Þú ert rólegur og alvörugefinn. Þú hefur samúð með lítilmagnanum og reynir að bæta hans hlut. Þú ert agaður í allri framgöngu og átt auðvelt með að takast á við stór verkefni er krefjast mikils af þér. Meira
25. júní 1998 | Fastir þættir | 71 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Meira
25. júní 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Hvað var sagt um frímerkjaútgáfur hér á landi árið 1914?

FYRIR allöngu rakst ég á grein um frímerki, sem birtist í Morgunblaðinu 26. janúar 1914. Þar koma fram hugmyndir, sem ég held safnarar nú á dögum geti haft gaman af að kynnast. Ekki er ég viss um, að safnarar í lok 20. aldar séu samþykkir því sjónarmiði, sem kom hér fram í upphafi aldarinnar, þegar söfnun frímerkja var aðeins fárra áratuga gömul. Meira
25. júní 1998 | Dagbók | 720 orð

Í dag er fimmtudagur 25. júní, 176. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Bet

Í dag er fimmtudagur 25. júní, 176. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Betri er hryggð en hlátur, því að þegar andlitið er dapurt, líður hjartanu vel. (Prédikarinn 7, 3.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Sléttanesið, Hanse Duo og skemmtiferðaskipið Berlín. Meira
25. júní 1998 | Í dag | 487 orð

ÍKVERJI sótti vegabréfið sitt og ökuskírteinið, sem hann

ÍKVERJI sótti vegabréfið sitt og ökuskírteinið, sem hann gat um fyrir hálfum mánuði og þurfti maraþonbið til þess eins að komast að í afgreiðslu lögreglustjóraembættisins. Þegar þessi tvö plögg voru sótt nú í vikunni var andrúmið allt gjörbreytt á skrifstofunni í lögreglustöðinni. Meira
25. júní 1998 | Í dag | 237 orð

ÍSRAELINN Shalom Zeligman var hugmyndaríkur í vörninni

Zeligman var í austur. Með tvo slagi á tromp, lagði hann vongóður af stað með laufkónginn. Sagnhafi horfði með hryllingi á blindan, enda fátt neyðarlegra í brids en að fara niður á fimm í hálit eftir slemmuleit. Meira
25. júní 1998 | Dagbók | 122 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 nefna, 8

Kross 2LÁRÉTT: 1 nefna, 8 glufa, 9 tætir sundur, 10 veðurfar, 11 skakka, 13 fyrir innan, 15 vænsta, 18 vondar, 21 ungviði, 22 upptök, 23 viðurkennt, 24 skjálfti. Meira
25. júní 1998 | Í dag | 138 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í viðureign tveggja stigahæstu skákmanna heims á Siemens Nixdorf Giants atskákmótinu í Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. Vladímir Kramnik (2.790) hafði hvítt og átti leik gegn Gary Kasparov (2.825). 45. Meira
25. júní 1998 | Í dag | 620 orð

Söfnun TIL ættingja Árna Þorvaldssonar hreppstjóra og konu

TIL ættingja Árna Þorvaldssonar hreppstjóra og konu hans Ragnhildar Ísleifsdóttur, er bjuggu á Innri-Hólmi skammt frá Akranesi: Í júlímánuði er ætlunin að láta laga legstein þeirra, sem farinn er að láta á sjá. Er hann við kirkju þá sem þau létu reisa er heitir Innri-Hólmskirkja. Opnaður hefur verið reikningur í Landsbankanum á Akranesi sem er nr. Meira

Íþróttir

25. júní 1998 | Íþróttir | 136 orð

0:1Á 19. mínútu skaut Ásmundur Arnarsson föstu skoti að marki Vals frá

0:1Á 19. mínútu skaut Ásmundur Arnarsson föstu skoti að marki Vals frá hægri en Lárus Sigurðsson í markinu varði vel. Knötturinn barst til Antons Markússonar, sem einnig reyndi skot, en í þetta sinn var það einn varnarmanna Vals sem bjargaði marki. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 101 orð

0:1Eiður Smári Guðjohnsen, sem var nýkominn inn á sem varamaður, átti stungusending

0:1Eiður Smári Guðjohnsen, sem var nýkominn inn á sem varamaður, átti stungusendingu inn fyrir vörn Skagamanna á 80. mín. Andri Sigþórsson komst á auðan sjó, lék með knöttinn inn í vítateig og er hann var kominn að vítapunkti vippaði hann knettinum með hægri fæti yfir Þórð Þórðarson markvörð, sem kom út á móti honum og kastaði sér niður. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 62 orð

1:0 Ingi Sigurðsson tók hornspyrnu frá vinstri á 68. mínútu sem fór inná mið

1:0 Ingi Sigurðsson tók hornspyrnu frá vinstri á 68. mínútu sem fór inná miðjan teig Grindvíkinga þar sem mættur var Jens Paeslack og hann skallaði boltann efst í þaknetið. 2:0 Á 86. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 107 orð

AMÍ hefst á morgun

ALDURSFLOKKAMEISTARAMÓT Íslands í sundi, sem í daglegu tali gengur undir nafninu AMÍ, hefst á morgun í Sundlaug Kópavogs og stendur til sunnudags. Mótið er einn af stærstu viðburðum yngri kynslóðarinnar í sundi á hverju ári. Keppendur eru um 270 víðs vegar að af landinu og skráningar í greinarnar um 1.240. Til þess að keppa á mótinu þurftu sundmennirnir að ná ákveðnum lágmörkum. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 73 orð

Andri Sigþórsson, KR. Ólafur Pétursson,

Andri Sigþórsson, KR. Ólafur Pétursson, Fram. Sturlaugur Haraldsson, Reynir Leósson, Jóhannes Harðarsson, Pálmi Haraldsson, ÍA. Sigurður Örn Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Einar Þór daníelsson, David Winnie, KR. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 172 orð

Beckham í öðrum heimi Glenn Hoddle, land

Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, gagnrýndi miðjumanninn David Beckham fyrir að einbeita sér ekki að líðandi verkefni, leikjunum í HM. Beckham, sem er mjög vinsæll á Englandi, sérstaklega eftir að hafa opinberað trúlofun sína og kryddstúlkunnar Victoriu Adams, var ekki í byrjunarliði Englands í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar og varð það til þess að Alex Ferguson, Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 112 orð

Bikarsigur KVA kom sér illa ÓVÆNTUR si

ÓVÆNTUR sigur KVA á Keflavík í Bikarkeppni meistaraflokks í knattspyrnu, kom sér illa fyrir drengjalandsliðið í handknattleik. Forráðamenn drengjaliðsins gerðu sér góðar vonir um að Róbert Gunnarsson, markvörður liðsins og handknattleiksmaður úr Fram, gæti farið með drengjaliðinu á alþjóðlegt mót í Svíþjóð. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 103 orð

Bonev hættir með Búlgari

HRISTO Bonev, þjálfari Búlgaríu, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi strax eftir að lið hans hafði tapað 6:1 fyrir Spáni og lent í neðsta sæti D-riðils með aðeins eitt stig. "Mér er ómögulegt að halda áfram starfi mínu eftir þennan leik," sagði Bonev. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 647 orð

Danir áfram þrátt fyrir tap gegn varaliði Frakka

DANIR tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Frökkum, 2:1, í lokaumferðinni í C-riðli á HM í gær. Suður-Afríka og Sádí- Arabía gerðu jafntefli, 2:2, og það kom sér vel fyrir Dani, sem hlutu 4 stig. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 92 orð

Danir mæta Nígeríu

DANIR mæta Nígeríumönnum í 16-liða úrslitum í heimsmeistarakeppninni á sunnudaginn. Leikurinn fer fram á Saint Denis-vellinum í París kl. 19. Frakkland leikur gegn Paraguay í Lens kl. 14.30 á sunnudaginn. Spánverjar sátu eftir með sárt ennið, þrátt fyrir stórsigur á Búlgörum, 6:1. »16-liða úrslit/C6 Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 293 orð

DERBYhefur fest kaup á þýska varnarman

DERBYhefur fest kaup á þýska varnarmanninum Stefan Schnorrfrá Hamburg. Hinn 27 ára gamli Þjóðverji fékk frjálsa sölu frá Hamborgarliðinu og er tólfti erlendi leikmaðurinn í herbúðum enska liðsins. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 370 orð

Dýrkeypt að sofna á verðinum

"VIÐ sofnuðum einu sinni á verðinum. Það varð okkur dýrkeypt og kostaði okkur sigur hér á Akranesi. Það var grátlegt að missa leikinn niður á síðustu stundu og gefa Skagamönnum tækifæri til að nýta eina góða marktækifæri sitt," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, eftir að Skagamenn og KR-ingar höfðu gert "stórmeistarajafntefli" 1:1. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 100 orð

Enn bætir Sveinn met Kristleifs

Sveinn Margeirsson, UMSS, bætti Íslandsmet unglinga í 5.000 m hlaupi á Miðnæturmóti ÍR um liðna helgi er hann hljóp vegalengdina á 14.43,31 mínútu. Í unglingaflokki eru frjálsíþróttamenn sem eru 19 og 20 ára. Gamla metið átti Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 14.51,2 mín. sett í Búkarest haustið 1958. Sveinn er í miklum ham um þessar mundir því ekki er langt síðan hann bætti met Kristleifs í 3. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 138 orð

Enn tapar Malmö

Malmö, lið Sverris Sverrissonar og Ólafs Arnar Bjarnasonar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tapaði í gær sjöunda leiknum í deildinni þegar 11. umferð lauk. Malmö tapaði þá 1:0 á útivelli fyrir AIK og er nú næst neðsta sæti með átta stig. Öster er neðsta með 7 stig. Sverrir lék allan leikinn en Ólafur Örn lék síðustu 8 mínúturnar. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 249 orð

Evrópusigur á Poltava dæmdur af Leiftri

Sigur Leifturs frá Ólafsfirði á úkraínska liðinu Vorskla Poltava, 1:0, í Getraunadeild Evrópu (Inter-toto) um síðustu helgi var dæmdur tapaður, 0:3. Leikmaður Leifturs sem kom inn á sem varamaður í umræddum leik var ekki á leikskýrslu og er það ólöglegt samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Leiftur var auk þess dæmt til að greiða 350.000 krónur í sekt. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 362 orð

Eyjamenn lengi að finna leiðina

LEIKMENN ÍBV ætla sér ekkert að gefa eftir í baráttunni á toppi deildarinnar, þeir sigruðu Grindvíkinga sannfærandi í Eyjum 2:0. Leikurinn reyndi verulega á þolrif Eyjamanna er þeir reyndu að finna glufur í varnarmúr Grindvíkinga, sem léku mjög aftarlega allan leikinn. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 427 orð

Frjálsíþróttir

Miðnæturmót ÍR Laugardalsvelli, 19. júní. 100 m hlaup karla: 1. Davíð Harðarson, UMSS11,60 2. Aron Freyr Lúðvíksson, FH11,63 3. Ólafur Sveinn Traustason, FH11,64 100 m hlaup sveina: 1. Ívar Örn Indriðason, Á12,20 2. Fannar Már Einarsson, UMFA12,64 3. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 216 orð

Hjólabrettakeppni og k

AKUREYRSK ungmenni tóku virkan þátt í hátíðahöldum á 17. júní og lögðu sitt af mörkum í skemmtanahaldi tengdu þjóðhátíðardeginum. Skátafélagið Klakkur, sem hafði umsjón með dagskránni í bænum, stóð ásamt fleirum fyrir tveimur keppnum, þar sem yngsta kynslóðinn reyndi með sér. Fram fór kassabílarall og hjólabrettakeppni. Í hjólabrettakeppninni var keppt í tveimur flokkum. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 99 orð

HM hitinn bræðir suðurskautið

TILFINNINGAHITA manna vegna Heimsmeistarakeppninnar virðist engin takmörk sett. Þannig hafa 37 starfsmenn bresku heimskautsrannsóknarstofnunarinnar á suðurskautinu sent neyðarkall heim af heldur óvenjulegum ástæðum; þeir ná nefnilega engri sjónvarpsstöð og nýlega misstu þeir útvarpssambandið við Heimsþjónustu BBC og þar af leiðandi hafa þeir ekki átt þess kost að fylgjast með máli málanna, Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 587 orð

HM í Frakklandi

C-RIÐILL S-Afríka - Sádí-Arabía2:2 Bordeaux: Mörk Suður-Afríku: Shaun Bartlett (19.), (90. - vsp.). Mörk Sádí-Arabíu: Sami Al-Jaber (45. - vsp.), Youssef Al-Thyniyan (73. - vsp.). Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 125 orð

Hoddle segir Kólumbíumenn sakna Asprilla

Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englendinga, segist bjartsýnn fyrir hönd sinna manna fyrir leikinn gegn Kólumbíumönnum á morgun. Sigurvegari í þeim leik mun fylgja Rúmenum upp úr G-riðli. "Við erum með sterkara lið en þeir og fjarvera Faustinos Asprilla mun veikja framlínu þeirra," sagði þjálfarinn á blaðamannafundi í gær. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 463 orð

ÍA - KR1:1 Akranesvöllur, efsta deild í knattspyrnu, Landssí

Akranesvöllur, efsta deild í knattspyrnu, Landssímadeildin, miðvikudagurinn 25. júní 1998. Aðstæður: Norð-austan kladi, rigning á köflum, völlur háll. Mark ÍA: Kristján Jóhannsson (89.). Mark KR: Andri Sigþórsson (80.). Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | -1 orð

ÍBV 7

ÍBV 7 5 1 1 19 6 16KEFLAVÍK 7 4 1 2 7 7 13KR 7 2 5 0 8 3 11ÍA 7 2 4 1 12 7 10LEIFTUR 7 3 1 3 6 9 10GRINDAV. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 36 orð

Í kvöld

Knattspyrna Landssímadeildin: Valbjarnarv.:Þróttur - ÍR20 1. deild karla: Akureyri:KA - FH20 Kópavogur:Breiðablik - Þór20 Garðabær:Stjarnan - Skallagr.20 Víkingsv.:Víkingur - Fylkir20 Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 110 orð

Jónsmessunótt sem aldrei gleymist G

GÍFURLEGUR fögnuður braust út í Noregi eftir sigur Norðmanna á heimsmeisturum Brasilíumanna í A-riðli HM í fyrrakvöld. Fólk var tryllt af gleði, söng og trallaði, veifaði fánum og blés í lúðra. Andrúmsloftið í Ósló var sem á kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro og var haft á orði að þessi Jónsmessunótt gleymdist aldrei. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 369 orð

KRISTINN Jakobsson knattspyr

KRISTINN Jakobsson knattspyrnudómari dæmdi leik TPS Turku og Sion frá Sviss í Inter- toto keppninni og fór leikurinn fram í Finnlandi og endaði með sigri Sion, 1:0. Aðstoðardómarar í leiknum voru Einar Guðmundsson og Ólafur Ragnarsson. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 21 orð

Leikir Íslands

Föstudagur: Króatía. Laugardagur: Ungverjaland og Noregur. Sunnudagur: Egyptaland og Danmörk Mánudagur: Svíþjóð Fjórar efstu þjóðirnar leika til úrslita á þriðjudaginn. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 145 orð

"Liðsstjórinn" á netinu

VEL á annað þúsund "liðsstjórar" eru skráðir til leiks í knattspyrnuleik sem Morgunblaðið og Margmiðlun standa fyrir og er á forsíðu Boltavefjar Morgunblaðsins. Þátttakendur geta tekið þátt í tveimur leikjum, þar sem þeir velja ellefu manna lið skipuð leikmönnum í efstu deild karla, Landssímadeildinni, eða þá í HM. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 193 orð

MARIA Mutola hlaupakona frá Mósambi

MARIA Mutola hlaupakona frá Mósambikk fær ekki staðfest heimsmet sem hún setti í 800 m hlaupi innanhúss í Lieven í Frakklandi í febrúar sl. ­ 1.56,36 mín. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 110 orð

Mario Zagallo, þjálfari Brasilíu

MARIO Zagallo, þjálfari Brasilíu, hrósaði Marokkó fyrir góðan leik í liðinni viku en liðið sem hann dáði situr eftir þrátt fyrir 3:0 sigur á Skotlandi þar sem Brasilía tapaði 2:1 fyrir Noregi í fyrrakvöld. "Norðmenn leika ekki knattspyrnu," sagði Zagallo. "Þeir eru með eina fjögurra manna varnarlínu og síðan aðra fimm manna varnarlínu fyrir framan. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 511 orð

Miklu betra en sumarleyfi með mömmu og pabba

ÍSLENSKA drengjalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri tekur þátt í "Swedish trophy" á alþjóðlegu boðsmóti sem haldið verður í Svíþjóð um helgina. Íslenski hópurinn heldur utan í dag og fyrirliðinn, Sigursteinn Arndal, sem leikur með FH, er bjartsýnn á góðan árangur þrátt fyrir að margir snjallir leikmenn komist ekki með til Svíþjóðar. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 662 orð

Paragvæ óvænt áfram

SPÁNVERJAR og Búlgarir eru úr leik á HM, en Paragvæar fylgja Nígeríumönnum upp úr D-riðli keppninnar. 6:1-stórsigur Spánverja á Búlgörum dugði þeim ekki til að komast áfram í sextán liða úrslitin, því baráttuglaðir Paragvæar gerðu fyrstu þrjú mörk sín í keppninni til þessa er þeir lögðu Nígeríumenn 3:1. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 478 orð

RIGOBERT Song frá Kamerún

RIGOBERT Song frá Kamerún varð fyrsti leikmaðurinn til að verða vikið af velli í HM tvö skipti í röð. Hann var 17 ára þegar hann fékk að sjá rauða spjaldið í HM í Bandaríkjunum 1994 og var þá yngsti leikmaðurinn sem hafði verið sendur af velli í HM en síðan var honum vikið af velli í leiknum við Chile í fyrradag. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 145 orð

S-Kórea stefnir að fyrsta sigrinum

Belgía verður að sigra Suður-Kóreu til að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit HM en sigurinn nægir hugsanlega ekki því aukinheldur verða Belgar að vinna 3:0 geri Holland og Mexíkó jafntefli. "Við förum í leikinn með því hugarfari að sigra en hugsum ekki um að gera þrjú mörk," sagði miðjumaðurinn Enzo Scifo. Hins vegar verður Suður-Kórea ekki auðveld bráð í dag. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 104 orð

Sorg og gleði í Rúmeníu

Rúmenskur táningur lést í fagnaðarlátum í Búkarest í Rúmeníu í kjölfar sigursins á Englendingum á mánudaginn. 19 ára pilturinn, sem var drukkinn, féll með fyrrnefndum afleiðingum en meira en 50.000 manns söfnuðust saman í miðborginni. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 405 orð

Tími til kominn

Þetta voru auðvitað mjög mikilvæg stig, en það var svo sem kominn tími til þess að við færum að vinna," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Framara, eftir að þeir lögðu Valsmenn að velli 2:1 í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar á Hlíðarenda í gærkvöldi. "Ég var ánægður með margt í þessum leik, en spilið er þó enn ekki alveg nógu gott og of margar sendingar voru misheppnaðar. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 201 orð

Troussier sendir kaldar kveðjur að skilnaði

PHILIPPE Troussier, þjálfari S-Afríku, kvaddi leikmenn sína í gær eftir 2:2-jafntefli við Sádi- Arabíu með því að segja að þeir hefðu ekki lagt sig nógu hart fram í leikjum heimsmeistaramótsins ­ einfaldlega ekki haft áhuga á að komast í 16 liða úrslitin. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 205 orð

Tvö töp í Noregi

"ÞESSIR leikir voru tilvaldir til að gefa strákunum tækifæri til að rétta úr kútnum eftir strangar þrekæfingar í tvær vikur. Þeir þurftu á hreyfingu að halda, en því miður náðum við ekki að leggja Norðmenn að velli að þessu sinni," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir að landsliðið hafði tapað fyrir Noregi í gærkvöldi 24:30 í Moelven fyrir utan Noreg, Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 315 orð

Vogts treystir á "gömlu" mennina

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur meiri trú á að eldri leikmenn hópsins ljúki ætlunarverkinu á móti Íran og komi Þýskalandi í 16 liða úrslit. Gert er ráð fyrir að Lothar Matth¨aus verði miðvörður og Olaf Thon og Thomas Helmer á miðjunni í staðinn fyrir Dietmar Hamann og Jens Jeremies. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 35 orð

VONBRIGÐI! Spænskur áhorfandi getur ekki leynt v

VONBRIGÐI! Spænskur áhorfandi getur ekki leynt vonbrigðum sínum þótt öruggur sigur á Búlgaríu sé í höfn. Spánverjar, sem töpuðu ekki leik í undankeppninni, eru úr leik á HM og er það versti árangur liðsins síðan 1978. Meira
25. júní 1998 | Íþróttir | 159 orð

Þjóðverjar funda án Vogts

LEIKMENN þýska landsliðsins hittust á fundi í gær til þess að efla samstöðuna og hreinsa andrúmsloftið fyrir síðasta leik riðlakeppninnar gegn Íran í dag. Þeim leik mega Þjóðverjar ekki tapa ætli þeir sér að komast í 16-liða úrslit, en þýska liðið hefur alltaf komist upp úr fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar undanfarin 60 ár. Meira

Úr verinu

25. júní 1998 | Úr verinu | 155 orð

Loðnuveiðin að glæðast

Loðnuveiði glæddist talsvert aðfararnótt gærdagsins, að sögn Hafþórs Sigurðssonar verksmiðjustjóra SR- mjöls á Raufarhöfn í gærdag. Guðmundur Ólafur landaði þá tæplega 800 tonnum á Raufarhöfn og Þórður Jónasson 350 tonnum á Seyðisfirði. Á leið þangað voru einnig Örn með 1100 tonn og Svanur með rúm 700 tonn. Meira
25. júní 1998 | Úr verinu | 258 orð

Menntunarkostir bættir

NORRÆNA vélstjórasambandið, sem er fulltrúi meira en 20.000 vélstjóra í dönskum, finnskum, færeyskum, íslenskum, norskum og sænskum skipum, hélt stjórnarfund hinn 4. júní sl. í Jørlunde í Danmörku, undir stjórn formanns síns, Helga Laxdal. Í fréttatilkynningu frá sambandinu kemur fram, að rætt hafi verið um árangur kjarasamninga á Norðurlöndunum og skipst á upplýsingum um kjaramál. Meira
25. júní 1998 | Úr verinu | 557 orð

"Ægilega fallegur fiskur"

"ÞETTA er ægilega fallegur fiskur, eldrauður og stór," sagði Einar Sigurðsson, skipstjóri á Albatros GK, um karfann, sem hann hefur verið að fá á línu við Kolbeinsey síðustu daga. Undir það tók Sævar Sigurðsson á Fjölni GK en það var hann, sem byrjaði á þessum veiðiskap fyrir rúmum hálfum mánuði. Meira

Viðskiptablað

25. júní 1998 | Viðskiptablað | 319 orð

2,5 milljarða fjölbankalán til 4 ára

SPARISJÓÐABANKINN hefur samið við 14 erlenda banka um 34 milljóna dollara lántöku til fjögurra ára. Hver banki leggur fram 2,5 milljónir dollara, sem íslenski bankinn greiðir til baka í einu lagi að lánstíma loknum. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 1225 orð

Byltingin uppfærð TölvurÍ dag kemur út stýrikerfið Windows 98. Árni Matthíassonhefur prófað forútgáfu þess og segir það frekar

ÞEGAR Windows 95 kom út fyrir bráðum þremur árum var mikið húllumhæ um allan heim, rokksveitin aldurhnigna Rolling Stones lagði Willam Gates og hyski hans lið við kynninguna og auglýsingar flæddu um fjölmiðla. Víst var við hæfi að leggja mikið í kyninnguna á Windows 95, því það stýrikerfi var mikil bylting, ekki síst fyrir þær milljónir sem notuðu Windows 3.x. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 62 orð

ÐEndurbætt Gæðastjórnun

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands hefur gefið út nýja og endurbætta útgáfu bæklingsins Gæðastjórnun. Að sögn Arneyjar Einarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, er meginmarkmið útgáfunnar að auðvelda íslenskum fyrirtækjum og stofnunum kynningu á aðferðum gæðastjórnunar meðal starfsmanna sinna og einnig að hvetja starfsfólk til þátttöku í gæðastarfi. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 181 orð

ÐFarþegar Flugfélagsins ánægðir með tímaritið Ský

SAMKVÆMT markaðsrannsókn sem Gallup framkvæmdi fyrir Iceland Review les 81% farþega Flugfélags Íslands tímaritið Ský, sem er um borð í vélum félagsins, alltaf eða oftast á ferðum sínum. Þorsteinn S. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 121 orð

ÐLaserskurður í fyrsta sinn á Íslandi

GEISLATÆKNI ehf. er nýstofnað fyrirtæki að Krókhálsi 5B í Reykjavík, sem hyggst bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á laser-skurðarþjónustu en slíkt er nýjung hér á landi. Félagið hefur fest kaup á skurðarvél frá Bandaríkjunum sem Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, telur að muni spara innlendum aðilum bæði tíma og fjármuni, Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 367 orð

Enginn grundvöllur fyrir auknu gistirými

HÓTELNÝTING í Reykjavík á þessu ári er með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin misseri. Sumarmánuðirnir eru góðir en talsvert er í land með að nýting yfir vetrartímann geti talist viðunandi. Þetta er mat nokkurra forsvarsmanna í hótelrekstri á höfuðborgarsvæðinu, sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 112 orð

ESB opnar ítalskan tóbaksmarkað

STJÓRN Efnahagssambandsins hefur gert ítölsku tóbakseinokuninni, AAMS, að greiða 6,6 milljóna dollara sekt fyrir að misnota markaðsmátt sinn til að bægja erlendum vindlingaframleiðendum frá Ítalíu. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 132 orð

Forstjóri PolyGram hættir

FORSTJÓRI PolyGram NV, Alain Levy, hefur sagt af sér eftir sölu fyrirtækisins. Philips Electronics NV kveðst hafa gengið frá samningi um að selja Seagram í Kanada 75% hlut sinn í PolyGram og segir að heildarverð PolyGram hafi verið lækkað um 200 milljónir dollara í 10,4 milljarða vegna verri afkomu á öðrum ársfjórðungi en búizt hafi verið við. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 89 orð

Fylgi við samruna Glaxo/SmithKline

TILRAUNIR til að sameina tvö stærstu lyfjafyrirtæki Bretlands hafa fengið óvenjulega eindreginn pólitískan stuðning. Þrátt fyrir óvild þá sem mætti Glaxo þegar fyrirtækið komst yfir Wellcome 1995, hefur vísinda- og tækninefnd neðri málstofunnar lýst þungum vonbrigðum vegna þess að viðræður um samruna Glaxo Wellcome Plc og SmithKline Beecham Plc fóru út um þúfur í febrúar sl. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 753 orð

Hugvitið verður í askana látið

ÐTorgiðHugvitið verður í askana látið »ÍSLENSKUR hugbúnaðariðnaður hefur á fáum árum vaxið úr lítilli hliðargrein á íslenska fyrirtækjaakrinum í útflutningsgrein sem veltir milljörðum króna á ári. Í þessum iðnaði hafa margir draumar ræst og hugmyndir, sem margir töldu brjálæðislegar, orðið að veruleika. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 397 orð

Lýsi er gjafa vara í Kína

XIA YAN er framkvæmdastjóri kínversks fyrirtækis sem hyggst nú í samstarfi við Lýsi hf. láta reyna á innflutning íslensks lýsis til Kína. Hún segir að nú sé hafinn innflutningur á fjórum tegundum lýsis: Omega 3 lýsispillum, Krakkalýsi, Magnamíni og Omega 3 lýsispillum með A og D vítamínum. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 58 orð

Motorola semur um farsíma í Kína

TVÖ kínversk farsímafyrirtæki hafa gert samninga við Motorola Cellular Infrastructure Group. Verkefni þeirra er að bæta kínversk farsímanet með aukinni tækni, meðal annars í því skyni að bæta þjónustu á flugstöðvum, í járnbrautarstöðvum og á öðrum stöðum, þar sem farsímar eru mikið notaðir. Starfinu á að ljúka fyrir áramót. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 256 orð

Ókeypis afþreyingarrás með haustinu

SKJÁR 1, ný íslensk sjónvarpsstöð, hefur byrjað tilraunaútsendingar á örbylgju og segja forráðamenn hennar að hægt sé að ná stöðinni á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi. Íslenska sjónvarpsfélagið ehf. rekur sjónvarpsstöðina og er ætlunin að hefja fastar sjónvarpssendingar í lok ágúst. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 107 orð

Ráðgjafi í atvinnuþróun

SIGURÐUR Bjarnason rekstrarfræðingur og fulltrúi hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands og mun hann hefja störf um miðjan ágúst n.k. Sigurður er Borgfirðingur fæddur árið 1955. Maki hans er Vaka Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö börn. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 257 orð

Seðlabankinn óttast ofþenslu í norskum efnahag

BANKASTJÓRAR norska seðlabankans hafa miklar áhyggjur af ofþenslu í norskum efnahag og gagnrýna þeir harðlega efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Í skýrslu sem seðlabankinn lagði fram í síðustu viku lýsir Kjell Storvik aðalbankastjóri yfir miklum áhyggjum vegna þenslunnar og segir að hún muni ýta undir verðbólgu og rýra gengi norsku krónunnar. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 130 orð

Semja um fjarskipti við a fyrir 400 millj. dala

BANDARÍSKIR kaupsýslumenn og kínverskir embættismenn hafa undirritað fjarskiptasamninga upp á meira en 400 milljónir dollara vegna Kínaferðar Bills Clintons forseta. Fulltrúar Motorola Inc og Lucent Technologies Inc undirrituðu sjö samninga við Kínverja um að útvega þeim tækjabúnað á ört vaxandi fjarskiptamarkaði. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 388 orð

Stefnt að auknum alþjóðlegum umsvifum

NORSKA FYRIRTÆKIÐ InfoStream AS, sem keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Streng hf. á síðasta ári, hefur sameinast öðru norsku fyrirtæki, Intervett AS. Samruninn fer fram með sama hætti og þegar InfoStream sameinaðist Streng; eigendur Intervett láta fyrirtækið í skiptum fyrir hlut í InfoStream. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 774 orð

Stefnt að gallalausu kerfi um áramótin

FLESTIR hafa heyrt um svokallað 2000-vandamál. Það stafar af því að mörg tölvukerfi og tæki merkja ártöl með tveimur síðustu tölustöfunum; þannig gera tölvurnar ráð fyrir að nú sé árið 98. Þegar árið 2000 rennur upp er því sú hætta fyrir hendi að tölvurnar "telji" að árið 1900 sé komið. Ef svo fer er hætta á margskonar röskun í þjóðfélaginu. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 106 orð

Töluverð eftirspurn

LOKUÐU hlutafjárútboði hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf. lauk í fyrradag. Í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að tilgangur útboðsins sé að styrkja eiginfjárstöðu félagsins. Um var að ræða hlutafjáraukningu um 150 milljónir að nafnverði, seldar á genginu 4,55 til hluthafa. Fyrir nam hlutafé í SÍF 650 milljónum og er því 800 milljónir eftir útboðið. Meira
25. júní 1998 | Viðskiptablað | 10 orð

ÚTFLUTNINGURLýsi gjafavara í Kína /4

ÚTFLUTNINGURLýsi gjafavara í Kína /4TÖLVURWindowsbyltingin uppfærð/6STRENGURMóðurfyrirtækið blæs til sóknar / Meira

Daglegt líf (blaðauki)

25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 75 orð

Guðbjörg Káradóttir hjólar heim úr vi

Guðbjörg Káradóttir hjólar heim úr vinnunni, iðulega um miðjar nætur. Hún vinnur á keramikverkstæðinu Krít og segir daginn ekki duga til þess að sinna pöntunum vegna brúðkaupa, útskrifta og annarra tækifæra. "Dagurinn fer í alls kyns stúss þannig að stundum kemst ég ekki í ham með leirinn fyrr en um miðnætti. Þá er ekki um annað að ræða en að halda áfram. Meira
25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 20 orð

Í Select-hraðverslun er erill allan sólarhrin

Í Select-hraðverslun er erill allan sólarhringinn. Tímarit, skyndibiti og grænmeti og sumir gera jafnvel innkaup til heimilisins undir fullu tungli. Meira
25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 70 orð

Lilja Björk Ketilsdóttir og Gunnar Sve

Lilja Björk Ketilsdóttir og Gunnar Sverrir Harðarson mæta gjarnan í líkamsrækt eftir miðnætti að loknum löngum vinnudegi "til þess að nýta tímann" en hafa litlar áhyggjur af að sofa yfir sig á morgnana. "Við sofum bara frá tvö til hálfníu, það verður að duga," segir Lilja og bætir við að það sé voða gott að fara í heita pottinn eftir átökin í tækjunum. Það sé hvíld út af fyrir sig. Meira
25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 54 orð

Lögregluþjónarnir Steinn og Karl legg

Lögregluþjónarnir Steinn og Karl leggja sig daginn eftir næturvakt og ná þá kannski sex til sjö tíma svefni. "Þetta bjargast ef maður lendir ekki á aukavakt í kjölfarið ," segja þeir en sverja það af sér að hrjóta í lögreglubílnum við radarmælingarnar. "Við höldum vöku okkar þó næturvaktirnar í miðri viku séu óneitanlega rólegar. Meira
25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 68 orð

Tvær sextán tommur með sveppum og lauk. Ólafur

Tvær sextán tommur með sveppum og lauk. Ólafur Þór Rúdólfsson sendist fyrir Pizzahúsið sem bakar 24 tíma sólarhrings. "Ég er eingöngu á næturvöktum og myndi ekki vilja skipta, það er svo geðveik traffík á daginn." Ólafur skutlast með 30-40 pizzur á hverri næturvakt í miðri viku og segir viðskiptavinina aðallega fólk í vaktavinnu. Meira
25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 53 orð

"Við erum að byrja á örvunum en síðus

"Við erum að byrja á örvunum en síðustu nótt vorum við til klukkan sjö að merkja miðlínur." Ekki er að sjá þreytumerki á starfsmönnum Vegmerkingar þótt þeir sofi aðeins frá klukkan sjö til hádegis á mestu annatímum. Rúnar Haukur Gunnarsson þrykkir snjóhvítum massa á steinsteypuna og fylgist með svefndrukknum ökumönnum í leiðinni. Meira
25. júní 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 67 orð

Þeir Jóhann Ásgeirsson og Reynir Lýðs

Þeir Jóhann Ásgeirsson og Reynir Lýðsson eru sjómenn og hjá þeim ber helgarnar stundum upp á virka daga. "Þegar við erum í landi gerum við okkur dagamun. Í kvöld fórum við út að borða og erum að fá okkur borgara í eftirrétt - það var eiginlega ekki hægt að fara beint heim að sofa. Annars eru fáir aðrir að skemmta sér í nótt, enda þriðjudagur á morgun... Meira

Ýmis aukablöð

25. júní 1998 | Dagskrárblað | 150 orð

10.40HM-skjáleikurinn

10.40HM-skjáleikurinn [34282187] 13.40HM í knattspyrnu Holland -Mexíkó Bein útsending frá St. Etienne. [4270922] 16.00HM í knattspyrnu Belgía - Suður-Kórea Upptaka frá leik í París. [1599922] 17.50Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [243038] 18. Meira
25. júní 1998 | Dagskrárblað | 297 orð

17.00Í ljósaskiptunum

17.00Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) (e) [7816] 17.30Taumlaus tónlist [8578767] 18.15Ofurhugar [53835] 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn [688187] 19.00Walker (e) [71835] 19.45Í sjöunda himni (Seventh Heaven) Myndaflokkur. Meira
25. júní 1998 | Dagskrárblað | 839 orð

Fimmtudagur 25. júní SANIMAL PLANET 9.00

Fimmtudagur 25. júní SANIMAL PLANET 9.00 Nature Watch 9.30 Kratt's Creatures 10.00Rediscovery Of The World 11.00 From Monkeys To Apes 11.30 Amphibians 12.00 Dogs With Dunbar 12.30 Vet School 13.00 Jack Hanna's Zoo Life 13. Meira
25. júní 1998 | Dagskrárblað | 546 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flytur. 7.05Morgunstundin. 7.31Fréttir á ensku. 8.20Morgunstundin. Meira
25. júní 1998 | Dagskrárblað | 103 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
25. júní 1998 | Dagskrárblað | 46 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
25. júní 1998 | Dagskrárblað | 114 orð

ö13.00Raunir einstæðra feðra (Bye Bye, Love) Gamanmynd.

14.45Ein á báti (Party of Five) (3:22) (e)[8499449] 15.30Mótorsport (e) [2895] 16.00Eruð þið myrkfælin [86670] 16.25Snar og Snöggur [3431090] 16.45Simmi og Sammi [6268941] 17.10Eðlukrílin [4978106] 17. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.