Greinar fimmtudaginn 2. júlí 1998

Forsíða

2. júlí 1998 | Forsíða | 148 orð

Annan og Abiola funda

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, átti í gær fund með Moshood Abiola, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Nígeríu, en hann situr í fangelsi. Stjórnarerindrekar reyna nú hvað þeir geta til að fá Abiola leystan úr haldi. Meira
2. júlí 1998 | Forsíða | 275 orð

Dúman samþykkir hærri skatt á matvæli

NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, samþykkti 9 liði af 20 í tillögum ríkisstjórnarinnar um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum við fyrstu umræðu í gær. Tillögurnar miða fyrst og fremst að því að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, koma á breyttri skattalöggjöf og leggja grundvöll að aukinni iðnframleiðslu á næstu tveimur árum. Meira
2. júlí 1998 | Forsíða | 251 orð

Hvetja öryggisráðið til að afnema flugbann

STJÓRNVÖLD í Írak vísuðu í gær á bug sem "lygi" þeirri skýringu bandarískra embættismanna að flugskeytaárás á ratsjárstöð í suðurhluta landsins á þriðjudag hafi verið gerð til verndar breskum og bandarískum eftirlitsflugvélum, og neituðu því að loftvarnabyssum hefði verið miðað á þær. Meira
2. júlí 1998 | Forsíða | 171 orð

Söguleg stund á N-Írlandi

Söguleg stund á N-Írlandi DAVID Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), var í gær kjörinn fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra, N-Írlands á opnunarfundi nýs heimastjórnarþings á N-Írlandi. Var Séamus Mallon, varaformaður flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), samtímis kosinn annar ráðherra. Meira
2. júlí 1998 | Forsíða | 133 orð

Viðskipti á netinu ýta undir hagsveiflur

EFNAHAGSSVEIFLUR kunna að verða tíðari eftir því sem verslun á netinu fer vaxandi, að því er segir í niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í gær. Jeffrey Kephart og samstarfsfólk hans við Thomas J. Watson rannsóknarmiðstöð IBM í New York segir það verða sífellt algengara að neytendur sem versla á netinu noti forrit, sem kölluð eru hugbúnaðarfulltrúar, til að leita að hagstæðasta verði. Meira

Fréttir

2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 793 orð

6-7 tímar hæfa bæði börnum og foreldrum

FREYDÍS Jóna Freysteinsdóttir hefur nýlokið rannsókn þar sem þroski barna og tilfinningaleg líðan er metinn með tilliti til dagvistunar á leikskóla. Var jafnframt lagt mat á hæfilega lengd vistunar á hverjum degi með tilliti til hugræns, félagslegs og tilfinningalegs þroska, streitu og streitutengdar hegðunar. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

74% hlutur í Lýsi hf. seldur

ELLEFU innlendir fjárfestar hafa keypt 120 m.kr. hlut í Lýsi hf., undir forystu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, sem jafnframt er stærsti einstaki hluthafinn með 34,4% eignarhlut, að verðmæti 60 milljónir króna. Stefnt er að skráningu á Aðallista Verðbréfaþings innan 3ja ára auk þess sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins mun flytjast til Grindavíkur í framtíðinni. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Áfallastuðningshópur tekur til starfa á Selfossi

Á SELFOSSI hefur tekið til starfa áfallastuðningshópur. Í honum er fagfólk með sérstakan áhuga og þekkingu á áfallahjálp sem getur miðlað af þekkingu sinni um algeng og eðlileg viðbrögð í kjölfar alvarlegra áfalla. Hópurinn getur leitað eftir samstarfi við aðra aðila eftir þörfum hverju sinni. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 783 orð

Á ferðalagi í fjórtán ár

Á ferðalagi í fjórtán ár LANGREYNDUSTU ferðalangar heims eru á ferðalagi um Ísland um þessar mundir. Emil og Liliana Schmidt eiga þrjú heimsmet, þau hafa lagt að baki lengsta ferðalag heims, ekið flesta kílómetra og komið til flestra landa á sama bílnum, og öll eru afrekin skráð í heimsmetabók Guinness. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 458 orð

Áhersla verði lögð á samstöðu um Dysnes

NIÐURSTAÐA verkefnisstjórnar um staðarval fyrir stóriðnað í Eyjafirði um framhald staðarvalsathugana fyrir stóriðnað í Eyjafirði er sú að aðeins tvö svæði við fjörðinn komi til álita fyrir rúmfreka stóriðju, Dysnes í Arnarneshreppi og svæði ofan við Litla-Árskógssand. Meira
2. júlí 1998 | Landsbyggðin | 177 orð

Á slóðum Garðars Svavarssonar

Húsavík-Að tilhlutan Norðursiglinga ehf. á Húsavík var haldið upp á dag Garðars Svavarssonar hinn 27. júní sl. á Húsavík. Dr. Marit Åhlén, fornleifafræðingur frá Svíþjóð, flutti fyrirlestur um rúnasteina á Norðurlöndum og hvaða sögu þeir segja um ferðir víkinga. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 2873 orð

Barist fyrir laxinn og gegn virkjunum

UMHVERFISMÁL Í BANDARÍKJUNUMÍ Bandaríkjunum líta margir á byggingu vatnsorkuvera sem umhverfisslys Barist fyrir laxinn og gegn virkjunum Þorri Íslendinga telur að framleiðsla á raforku með vatnsafli sé tiltölulega umhverfisvæn borið saman við aðra raforkuframleiðslu. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Beiðni Sverris Hermannssonar um endurupptöku hafnað

FORSÆTISNEFND Alþingis hafnaði í gær beiðni lögmanns Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, um endurupptöku á greinargerð Ríkisendurskoðunar um Landsbankamálið og að skipaður yrði sérstakur ríkisendurskoðandi til að annast meðferð þess. Forsætisnefndin samþykkti einnig á fundi sínum í gær að ganga frá endurráðningu Sigurðar Þórðarsonar í embætti ríkisendurskoðanda. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Bjóða Microsoft birginn

EKKERT jafnast á við hina hörðu afstöðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins til hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft nema ef vera skyldi afstaða Íslenskrar málstöðvar, segir í frétt bandaríska blaðsins The Los Angeles Times 30. júní sl. Haft er eftir Ara Páli Kristinssyni, starfsmanni stöðvarinnar, að Microsoft sé á góðri leið með að eyðileggja það sem byggst hafi upp á Íslandi undanfarnar aldir. Meira
2. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Blöndalsbúð, skógarhús Skógræktarfélags Austurlands, vígt

Vaðbrekku, Jökuldal-Skógarhús Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi var vígt síðastliðinn sunnudag og hlaut það nafnið Blöndalsbúð til heiðurs Sigurði Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóra. Vígslan var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 2422 orð

Bréf Halldórs Guðbjarnasonar til bankaráðs Landsbanka Íslands hf.

Halldór Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, hefur sent Morgunblaðinu til birtingar bréf sitt til bankaráðs Landsbanka Íslands í tilefni af greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. sem unnin var að beiðni bankaráðsins og birtist hér í Morgunblaðinu. Jafnframt hefur Halldór sent Morgunblaðinu til birtingar álitsgerð lögmanna sinna. Bréf Halldórs fer hér á eftir: Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Búnaðarbankinn úthlutar tólf námsstyrkjum

TÓLF námsstyrkjum til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans var úthlutað 16. júní sl. Þetta er í áttunda sinn sem Búnaðarbankinn veitir slíka styrki og að þessu sinni var hver styrkur að upphæð 150.000 kr. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Dræm laxveiði víðast hvar

LAXVEIÐI hefur farið hægt af stað nú í ár, segja viðmælendur Morgunblaðsins. Tíðarfari er m.a. kennt um en óvenju lítil úrkoma var í júní og lítill snjór síðasta vetur. Þrátt fyrir það er veiði ekki verri en á sama tíma í fyrra. Brynjólfur Markússon, leigutaki Laxár í Dölum og Víðidalsár, segir veiði frekar slaka hingað til. "Það rignir ekki, árnar eru litlar og lítill lax í þeim ennþá. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

ÐSýn kaupir 22,73% í móðurfélagi Íslenska útvarpsfélagsins Fjórir hl

SÝN hf. hefur keypt hlutabréf Jóhanns J. Ólafssonar stórkaupmanns, Haralds Haraldssonar framkvæmdastjóra og Guðjóns Oddssonar kaupmanns í Fjölmiðlun hf., móðurfélagi Íslenska útvarpsfélagsins. Þremenningarnir Jóhann, Haraldur og Guðjón áttu samtals 22,73% í Fjölmiðlun hf. Að Sýn hf. standa að mestu leyti aðrir hluthafar Fjölmiðlunar, þ.e. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ein umsókn um Vestmannaeyjar UMSÓKNARFRESTUR um Ofanleitissó

UMSÓKNARFRESTUR um Ofanleitissókn í Vestmannaeyjaprestakalli rann út í gær. Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga, sótti um stöðu sóknarprests. Beðið verður fram yfir helgi hjá Biskupsstofu með að upplýsa hvort fleiri sóttu um stöðuna og ákveða kjördag ef með þarf, enda tekið við umsóknum sem settar eru í póst á síðasta degi umsóknarfrests. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 374 orð

Eru þeir að fá 'ann? Furðugóð veiði í þurrkin

ÞRÁTT fyrir lakari skilyrði en í fyrra standa sumar ár betur eftir júníveiðina en í fyrra. Það á til dæmis við um Laxá í Kjós sem gaf 170 laxa í júní á móti 106 fiskum á jafnlöngum tíma í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir afspyrnu óhagstæða vatnshæð og stöðug bjartviðri. "Enda erum við mjög ánægð með gang mála í Kjósinni og höfum ekki áhyggjur af öðru í bili en að þurrkurinn vari enn lengur. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Fjórar eyfirskar söngkonur

HEITIR fimmtudagar verða að venju í Deiglunni á hverju fimmtudagskvöldi í sumar, í júlí og ágústmánuði, en Jazzklúbbur Akureyrar og Túborg sem styrkir tónleikana gerir klúbbnum kleift að veita ókeypis aðgang. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 827 orð

Fornir fjendur loks við sama borð Deilur um göngu Óraníureglunnar næstkomandi sunnudag í Portadown á N-Írlandi vörpuðu skugga á

TUTTUGU og sex ár eru síðan N-Írland hafði síðast eigið þing og ríkisstjórn og hefur sá tími einkennst af vargöld og ósamlyndi íbúa. Þykir dagurinn í gær marka eitt mikilvægasta skrefið á leiðinni til friðar sem stigið hefur verið á þeim tíma því þingið er sett á stofn í samræmi við samkomulag sem fulltrúar næstum allra flokka á N-Írlandi náðu í viðræðum og var síðan Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 642 orð

Forsetinn varar við frekari þrengingum

JIANG Zemin, forseti Kína, sagði í Hong Kong í gær, þegar þess var minnst að ár er liðið frá því breska nýlendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kína, að íbúar eyjunnar mættu búast við frekari þrengingum áður en efnahagur hennar rétti úr kútnum. "Umrótinu er ekki lokið. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fólksbíll og vörubíll í árekstri EINN maður v

EINN maður var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur fólksbíls og vörubíls við Jörfa í Víðidal í gær. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi varð slysið með þeim hætti að fólksbíllinn, sem var að fara fram úr vörubílnum, lenti í lausamöl og í framhaldi af því framan á vörubílnum. Fólksbíllinn valt síðan og lenti utan vegar. Meira
2. júlí 1998 | Miðopna | 2082 orð

Framtíð sameiginlegs framboðs ræðst á fundinum

Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst á morgun Framtíð sameiginlegs framboðs ræðst á fundinum Landsfundur Alþýðubandalagsins, sem hefst á morgun, Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Gallerí Perla í Hrísey GALLERÍ Perla va

Gallerí Perla í Hrísey GALLERÍ Perla var opnað í Hrísey á þjóðhátíðardaginn og verður galleríið opið fram í miðjan ágúst. Þrettán konur í eynni reka Gallerí Perlu sem er á neðri hæðinni í húsi veitingastaðarins Brekku. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Gengið um Elliðaárdal

SJÖTTA skógarganga sumarsins á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður fimmtudaginn 2. júlí. Mæting er kl. 20.30 við Félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. Gengið verður um Elliðaárdal og skoðaðir fjölbreyttir manngerðir skógar m.a. komið við í ræktunarsvæði Sveinbjarnar Jónssonar þar sem hæstu grenitré landsins vaxa. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Gjálíf dóttir Brezhnevs látin Eitt hjónabandið enti

GALÍNA Brezhneva, léttúðug dóttir sovétleiðtogans Leoníds Brezhnevs, er látin. Brezhneva var 69 ára að aldri og segir blaðið Kommersant að banamein hennar hafi verið heilablóðfall. Gjálífi Galínu var annálað en síðustu árin bjó hún í kyrrþey með dóttur sinni og dótturdóttur. Á yngri árum barst hún hins vegar mjög á og gekk í gegnum mörg hjónabönd. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Heilsugæslaní Reykjavík Engin breyting á afgreiðslutíma

ÁÐUR boðuð lenging á afgreiðslutíma heilsugæslustöðva í Reykjavík var afturkölluð í gær vegna breyttra forsendna segir í frétt frá héraðslækninum í Reykjavík. Allar heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi verða opnar milli klukkan 8 og 19 alla virka daga nema heilsugæslustöðvarnar í Árbæ, Fossvogi og Hlíðasvæði sem eru opnar til klukkan 17. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 491 orð

Howard vinnur tíma

JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti í gær að ríkisstjórn hans hefði komist að samkomulagi um landamál frumbyggja við þingmann frá Tasmaníu og er samkomulagið talið létta á þrýstingi um þingkosningar í landinu. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hyggst nýta sér fjármálaráðgjöf

VINNINGSHAFINN sem hlaut 25,5 milljónir króna í Lottóinu síðastliðinn laugardag vitjaði vinningsins síðdegis á þriðjudag hjá Íslenskri getspá. Maðurinn fær vinninginn greiddan að mánuði liðnum, en hann hefur kosið nafnleynd. Samkvæmt upplýsingum Íslenskrar getspár hyggst maðurinn nýta ser fjármálaráðgjöf sem honum hefur verið boðin. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Jafningjafræðslan hlýtur viðurkenningu JAFNING

Jafningjafræðslan hlýtur viðurkenningu JAFNINGJAFRÆÐSLUNNI var afhent viðurkenning Starfsgreinasjóðs Rotary á Íslandi, 250 þúsund krónur, á lokahófi umdæmisþings rotarymanna. Starfsgreinasjóðurinn var stofnaður árið 1984 af því tilefni að 50 ár voru liðin frá upphafi rotarystarfs á Íslandi. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 291 orð

Kort með sjö gönguleiðum á Vaðlaheiði

FERÐAFÉLAG Akureyrar í samvinnu við atvinnumálanefnd Akureyrar hefur gefið út kort með sjö gönguleiðum á Vaðlaheiði. Ferðafélag Akureyrar og atvinnumálanefnd hafa átt með sér samstarf frá árinu 1991, en nefndin hefur styrkt félagið m.a. varðandi útgáfu korta, gerð göngubrúar og lagfæringa í Lamba, einum skála félagsins, en hann er í Glerárdal. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 569 orð

Kostur verður á fullum bótarétti í allt að 24 mánuði

BREYTINGAR á lögum um atvinnuleysistryggingar tóku gildi í gær, 1. júlí. Með breytingunum er meðal annars verið að jafna rétt starfsmanna í fiskvinnslu sem ekki hafa rétt á kauptryggingarsamningi og þeirra sem missa fullt starf en eru ráðnir í hlutastarf. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Kristján Jóhannsson kemur með fríðu föruneyti

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari kemur fram á stórtónleikum sem haldnir verða á Akureyri í haust, 10. október næstkomandi. Hugmyndina að tónleikunum má rekja til þess að Jóhann Konráðsson söngvari, faðir Kristjáns, hefði orðið áttræður í nóvember síðastliðnum og var þá rætt um að efna til minningartónleika en þar sem tími til undirbúnings var skammur reyndist það ekki gerlegt. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Landmannalaugaferðir eru að hefjast

Á ÞESSU sumri opnaðist leiðin inn í Landmannalaugar mun fyrr en verið hefur eða hinn 4. júní og fóru skálaverðir á staðinn um svipað leyti. Þá hefur núna í júnímánuði verið haldið áfram framkvæmdum við nýja salernisaðstöðu og bætta tjaldaðstöðu í Landmannalaugum og hafa þær framkvæmdir gengið vel. Hlé verður á þeim yfir aðalferðamannatímann sem nú er að hefjast. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

LEIÐRÉTT

Ásgerður Klara Gunnarsdóttir og Margrét Svanborg Árnadóttir héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu 1. júlí sl. Stúlkurnar söfnuðu 2.000 krónum til styrktar hjartveikum börnum en ekki krabbameinssjúkum börnum eins og missagt var í blaðinu. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1399 orð

Lögpersónan Landsbanki Íslands hf. ber út á við ábyrgð á svarinu

Hér fer á eftir álitsgerð lögmannanna Péturs Guðmundarsonar og Hákonar Árnasonar sem þeir gerðu að beiðni Halldórs Guðbjarnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. "Reykjavík, 29. júní 1998 Hr. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Menntaskólinní Reykjavík Umsóknum fækkar

UMSÓKNIR nýnema um skólavist í Menntaskólanum í Reykjavík eru færri en undanfarin ár, þannig að ekki hefur þurft að vísa eins mörgum frá og oft áður. Alls sóttu um að þessu sinni 240 nemendur og þurfti skólinn að vísa 15 nemendum frá. Á síðasta ári sóttu um skólavist 275 og hafði þeim fækkað úr 330 frá árinu 1995. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Mikið sótt í símaskrá á netinu

Á ÞEIRRI viku sem liðin er síðan símaskrá Landssímans á netinu var formlega opnuð hafa uppflettingar verið 226 þúsund. Strax á fyrsta degi voru nær 25 þúsund uppflettingar frá hádegi og daginn eftir 45 þúsund. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Nýir eigendur að hársnyrtistofunni Papillu

ÞÆR breytingar hafa orðið á rekstri hársnyrtistofunnar Papillu, Laugavegi 25, að þær Guðrún Magnúsdóttir og Ragnildur Elín Garðarsdóttir gengu inn í fyrirtækið 1. júní sl. Ásamt þeim reka þau Árni Kristjánsson og Dóróthea Magnúsdóttir stofuna, en þau hafa starfrækt hana til margra ára. Öll eru þau með áratuga reynslu í hárgreiðslu og fara reglulega á námskeið, heima og erlendis. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 375 orð

Óvíst hvort nýju sveitarstjórnarlögin hafa gengið í gildi

HAFIN er athugun á því í félagsmálaráðuneytinu hvort mistök hafi orðið við birtingu nýju sveitarstjórnarlaganna, sem Alþingi samþykkti 28. maí sl., og hvort ákvæði laganna um gildistöku þeirra frá og með 1. júní sl. standist. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 152 orð

Reuters Díönusafn opnað í Althorp

Reuters Díönusafn opnað í Althorp SAFN til minningar um Díönu prinsessu var opnað í Althorp House, landareign Spencer- fjölskyldunnar, á afmælisdegi hennar í gær. Hundruð gesta lögðu blóm og afmæliskveðjur við dórískt musterið á æskustöðvum prinsessunnar. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 547 orð

Ríkissjóður sýknaður í málum þriggja starfsmanna SR-mjöls hf.

RÍKIÐ var sýknað á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum dómkröfum í málum þriggja starfsmanna Síldarverksmiðja ríkisins, síðar SR-mjöls hf. Stefnendur gerðu kröfur um greiðslu biðlauna vegna þeirrar breytingar sem gerð var 1993 er síldarverksmiðjunum var breytt í hlutafélagið SR-mjöl. Til vara gerðu stefnendur kröfu um skaðabætur að sömu fjárhæð. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Samdráttur vegna minni umsvifa varnarliðsins

FJÖRTÍU starfsmenn Keflavíkurverktaka fengu afhent uppsagnarbréf síðastliðinn föstudag. Að sögn Jóns Halldórs Jónssonar forstjóra er skýringin fyrst og fremst minni umsvif varnarliðsins. "Það eru minni fjárveitingar til viðhalds og þjónustustarfsemi hjá varnarliðinu fyrir næsta ár og þar sem við höfum verið aðallega í því í 40 ár þá segir það sig sjálft að það bitnar á okkur. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Sendiherrar með viðtalstíma

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunarmál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Sjálfstæðismenn gagnrýna málsmeðferð

SAMÞYKKT var í borgarráði síðastliðinn þriðjudag að gefa Gróðurvörum ehf. vilyrði fyrir lóð fyrir starfsemi sína í Norður-Mjódd. Er hún á reit milli Stekkjarbakka, Reykjanesbrautar og Álfabakka. Sótti fyrirtækið um 1,5 hektara lóð fyrir gróðrarstöð og verslun. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka gagnrýni sína á meðferð málsins. Meira
2. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Skógræktarfélag Austurlands 60 ára Heiðursfélagar útnefndir

Vaðbrekka, Jökuldal- Í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags Austurlands voru við hátíðarkvöldverð í Hótel Svartaskógi tveir heiðursfélagar útnefndir af formanni félagsins Orra Hrafnkelssyni. Nafnbótina hlutu þeir Sigurður Blöndal fyrrverandi skógarvörður og skógræktarstjóri, og Björn Bjarnason bóndi og skógræktarfrömuður í Birkihlíð í Skriðdal. Meira
2. júlí 1998 | Landsbyggðin | 103 orð

Spá góðu veðri nyrðra í júlí

VEÐURKLÚBBURINN á Dalbæ á Dalvík spáir því að 23. júlí, þegar nýtt tungl kviknar í suðri, komi góða veðrið norður. Klúbburinn hvetur því landsmenn sem enn eiga inni sumarfrí að taka það út seinnihluta júlí og í byrjun ágúst og verja því í góða veðrinu á Norðurlandi. Í frétt frá hópnum segir að spá klúbbsins um veður júnímánaðar hafi reynst misrétt. Veður 17. júní hafi t.d. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 187 orð

Steingrímur Jónsson prófessor í haffræði

DOKTOR Steingrímur Jónsson hefur nýverið verið ráðinn prófessor í haffræði við Háskólann á Akureyri. Steingrímur er útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Akureyri og prófessor við Háskólann á Akureyri. Hann lauk cand. scient.-námi í hafeðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1985. Lokaritgerð hans fjallaði um strandstrauma við strendur Jótlands. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Stofnfundur Markholts í kvöld

MARKHOLT sjálfseignarstofnun efnir til opins fundar fimmtudaginn 2. júlí kl. 20 í Safnaðarheimili Bústaðakirkju vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aldraða í Mörkinni. Reykjavíkurborg hefur gefið vilyrði fyrir hjúkrunarheimili og íbúðir á svæðinu. Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur kynnir skipulagsskrá samtakanna og fram fer kosning stjórnar og fulltrúaráðs. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 581 orð

Stuttar og skýrar setningar Þónokkur hópur fólks á erfitt með að lesa dagblöðin, þar sem letrið er helst til smátt og fréttirnar

LL-BLADET, sem á íslensku gæti útlagst "Léttlesna blaðið", kemur út hálfsmánaðarlega á sænsku og finnsku í Helsingfors í Finnlandi. Það er ekki stórt í sniðum, átta síður, en flytur engu að síður fréttir, innlendar jafnt sem erlendar, ýmis viðtöl og greinar. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Styrkir til einkaleikskóla og dagmæðra hækkaðir

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að hækka rekstrarstyrki Reykjavíkurborgar til foreldra- og einkarekinna leikskóla um 2.000 krónur á mánuði og niðurgreiðslur á þjónustu dagmæðra um sömu upphæð, miðað við heilsdagsvistun barns. Styrkirnir hækka minna, sé dvölin skemmri. Hækkunin tók gildi í gær. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Styrkir úr Vísindasjóði hjúkrunarfræðinga

Styrkir úr Vísindasjóði hjúkrunarfræðinga STJÓRN Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga úthlutaði styrkjum úr B-hluta vísindasjóðsins 23. júní sl. Að þessu sinni hlutu 16 hjúkrunarfræðingar styrki til 12 verkefna alls að upphæð 2.865.000 kr. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 785 orð

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 1998 3,5 milljónum úthlutað

LOKIÐ er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1998 og þar með tuttugustu og fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Styttist í nýjan Laugaveg

Styttist í nýjan Laugaveg NÚ STYTTIST óðum í að vegfarendur á Laugavegi geti notið endurbótanna sem þar hafa staðið yfir. Framkvæmdum á að ljúka þann 15. þessa mánaðar og það verða ekki síst kaupmenn við Laugaveginn sem koma til með að gleðjast yfir nýju útliti götunnar. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Sumarslátrun sauðfjár hafin Fyrstu lömbunum slátrað í Þykkvabæ

Að sögn Torfa Jónssonar sláturhússtjóra Þríhyrnings hafa bændur verið hvattir til að lengja sláturtíðina, en Markaðsráð kindakjöts greiðir 1.200 krónur fyrir hvern sumarslátraðan dilk auk þess sem sláturhúsið greiðir 364 krónur fyrir kílóið í upphafi tímabilsins. Fara þessar tölur lækkandi eftir því sem nær dregur haustinu, en þá fær bóndinn 241 krónu á kílóið. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Söngvökur að hefjast

SÖNGVÖKUR eru að hefjast í Minjasafnskirkjunni en líkt og undanfarin ár verða söngvökur haldnar í kirkjunni öll þriðjudags- og miðvikudagskvöld og hefst dagskráin kl. 21. Á söngvökum eru flutt sýnishorn íslenskrar tónlistarsögu, svo sem rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Tóbaksvarnarnefnd á ferð um landið

Í KJÖLFAR könnunar Tóbaksvarnarnefndar og heilbrigðiseftirlitsins á reyksvæðum á veitinga- og kaffihúsum í Reykjavík og góðra viðbragða vegna hennar verður gerð áþekk könnun á landsbyggðinni í júní og júlí. Starfsmaður Tóbaksvarnanefndar mun fara í hvert einasta bæjarfélag og kanna ástand mála í samvinnu við heilbrigðieftirlit hvers svæðis, segir í fréttatilkynningu frá Tóbaksvarnarnefnd. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Tónleikaraðir í Hallgrímskirkju

KJARTAN Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju, leikur á fyrstu hádegistónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12­12.30. Á efnisskrá Kjartans eru þrjú verk, Cantilene eftir Josef Rheinberger, Fantasía í G-dúr eftir César Franck og Kórall nr. 3 í a- moll eftir Bach. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

Um 90% hjúkrunarfræðinga tóku uppsagnir sínar aftur

UM 90% þeirra hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum sem ætluðu að hætta störfum í fyrrinótt hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Að sögn Ernu Einarsdóttur, hjúkrunarforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, hafa um 30 manns af þeim 266 hjúkrunarfræðingum sem upprunalega sögðu upp hætt störfum. Meira
2. júlí 1998 | Landsbyggðin | 343 orð

Umfangsmikil björgunaræfing á Vesturlandi

Grundarfirði- Umfangsmikil björgunaræfing fór fram á norðanverðu Snæfellsnesi hjá björgunarsveitum SVFÍ sl. laugardag. Um 100 manns tóku þátt í þessari æfingu og var hér um að ræða björgunarsveitarfólk allt frá Þorlákshöfn til Ísafjarðar. Hópurinn hafði aðsetur í björgunarskólanum á Gufuskálum og komu þátttakendur seinnipart föstudags en fóru heim á sunnudag. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Uppmælingataxtar sprengdir ÞAÐ hefur verið mikið um að

Uppmælingataxtar sprengdir ÞAÐ hefur verið mikið um að vera á Borgarvelli, gæsluvelli við Sunnuhlíð á Akureyri síðustu vikur. Þar hafa börn á aldrinum 4 til 10 ára hannað og smíðað hús af mikilum krafti og hefur aðsóknin verið mjög góð. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 303 orð

Uppreisnarmenn lýsa morði á hendur sér SAMTÖK vopnað

SAMTÖK vopnaðra íslamstrúarmanna, sem eru róttækustu skæruliðasamtökin í Alsír, hafa lýst ábyrgð á morði berbasöngvarans Lounes Matoub í síðustu viku á hendur sér. Matoub var vinsæll í heimalandi sínu, m.a. fyrir andstöðu sína gegn bæði ríkisstjórninni í Alsír og íslömskum uppreisnarmönnum. Meira en 65. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 224 orð

Uppsögn á meðgöngutíma dæmd ólögleg

EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg felldi í fyrradag úrskurð, sem styrkir málstað kvenna, sem hafa orðið fyrir því að vera sagt upp störfum á meðan þær gengu með barn undir belti, og krefjast skaðabóta vegna þess frá vinnuveitendum. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Upptökur og rit verði aðgengileg

MÁLÞING um stöðu og framtíð íslenska þjóðlagsins var haldið á Þjóðlagadögum á Akureyri nýlega. Málþingið fagnar því starfi sem nú er unnið á vegum Collegium Musicum, við rannsóknir á miklum áður ókönnuðum sjóðum sönglaga í íslenskum handritum. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 568 orð

Vantar fé til rannsókna

FRÁ árinu 1991 til 1997 hafa fjórar milljónir króna verið lagðar í rannsóknir og framkvæmdir á Geysissvæðinu í Haukadal, samkvæmt tölum frá Náttúruvernd ríkisins. Mestar voru framkvæmdir árið 1996 en þá var svæðið lagfært fyrir alls um 1 milljón króna. Á þessu ári fékkst 300.000 króna styrkur frá Landsbankanum til að gera jarðhitarannsóknir en sú upphæð dugði ekki til að ljúka þeim. Meira
2. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 417 orð

Vatnssýni tekin úr hverastrýtunni á botni Eyjafjarðar

FULLTRÚAR frá Iðntæknistofnun og Orkustofun komu norður í Eyjafjörð í vikunni til að ná í sýni úr hverastrýtunni sem fannst á botni Eyjafjarðar í apríl sl. "Leiðangurinn gekk mjög vel og miklu betur en við áttum von á. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Verðhækkanir á áfengi VERÐ áfengis hækkaði í gær að meðal

VERÐ áfengis hækkaði í gær að meðaltali um 1,24%. Nokkur verðlækkun varð þó á léttvíni. Bjór hækkaði að meðaltali um 0,28% og sterk vín, eða áfengi með styrkleika yfir 22%, hækkaði um 3,49%. Léttvín, eða áfengi með styrkleika undir 22% lækkaði að meðaltali um 0,83% þó sumar tegundir borðvíns hafi lækkað um 3%. Dæmi er um eina rauðvínstegund sem hækkaði um 21% þótt aðrar hafi lækkað um 12,5%. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 132 orð

Vilja eigin EÞ-fulltrúa

HEIMASTJÓRN Álandseyja, sem annars heyrir undir Finnland, hefur sett pólitísk skilyrði fyrir samþykki sínu við gildistöku Amsterdam-sáttmála Evrópusambandsins (ESB). Fulltrúar á þingi Álandseyinga, sem 30 eyjarskeggjar eiga sæti á, krefjast þess að sjálfsstjórn eyjanna verði tryggð og að Álandseyingar fái sinn eigin fulltrúa á Evrópuþingið, þing Evrópusambandsins. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Vill láta rannsaka tilurð svarbréfa um laxveiðar

HALLDÓR Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, segist í svari við greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., um réttarstöðu fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, hljóta að fara fram á að rannsakað verði hvernig staðið var að svarbréfum Landsbankans um laxveiðiferðir til viðskiptaráðherra. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vímuvarnaráð senn í gang MEÐ tilkomu vímuvarnaráðs,

MEÐ tilkomu vímuvarnaráðs, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa eftir nokkra mánuði, verða málefni, sem áfengisvarnaráð hefur haft á sinni könnu, færð hinu nýja ráði. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að á næstunni verði óskað eftir tilnefningum í vímuvarnaráð. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Vorhappdrætti heyrnarlausra 1998

DREGIÐ var í vorhappdrætti heyrnarlausra 1998 18. júní sl. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. vinningur: WV Pólo 3ja dyra beinskiptur, hver vinningur að verðmæti kr. 990.000: 14647 2.­3. vinningur: Utanlandsferð m/Flugleiðum, hver vinningur að verðmæti kr. 150.000: 1413 13879 4.­7. vinningur: Utanlandsferð m/Flugleiðum, hver vinningur að verðmæti kr. 60. Meira
2. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 328 orð

Þolinmæði Palestínumanna á þrotum

YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu, sagði í gær þolinmæði Palestínumanna gagnvart Ísrael vera á þrotum og að þeir myndu verja "með öllum ráðum" austurhluta Jerúsalemborgar, þar sem arabar búa, gegn aðgerðum Ísraelsstjórnar. Samtímis ákváðu þeir Ezer Weisman, forseti Ísraels, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, að hætta að deila opinberlega um framhald friðarviðræðna við araba. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 511 orð

Þrír íslenskir fjallagarpar á leið til Grænlands

Þrír íslenskir fjallagarpar á leið til Grænlands Klífa 1.100 m granítstál ÞRÍR félagar úr íslenska Alpaklúbbnum ásamt bandarískum klifurgarpi leggja af stað með flugi til Grænlands árdegis í dag til að klífa eitt hæsta samfellda granítbergstál í heimi. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 968 orð

Þróunarsvið Byggðastofnunar opnað á Sauðárkróki

FJÖLDI gesta víðsvegar að af landinu var viðstaddur athöfn í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í gær, þegar forsætisráðherra Davíð Oddsson opnaði "Byggðabrú" svonefnda, en það er nýjung hérlendis í fjarskiptabúnaði, myndsímakerfi sem þegar er tengt 15 stöðum hérlendis og gefur notendum nýja og fjölbreytta möguleika til samskipta. Meira
2. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ættarmót í Haukadal

ÆTTARMÓT afkomenda Matthíasar Ólafssonar og Marsibilar Ólafsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði verður haldið að Núpi í Dýrafirði helgina 4.­5. júlí. Mótið verður formlega sett í Haukadal laugardaginn 4. júlí kl. 14 og slitið á sunnudeginum á sama stað og sama tíma. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júlí 1998 | Leiðarar | 645 orð

Leiðari KOMIÐ Í VEG FYRIR NEYÐARÁSTAND AMNINGAR tókus

Leiðari KOMIÐ Í VEG FYRIR NEYÐARÁSTAND AMNINGAR tókust í fyrradag milli Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga annars vegar og ríkisins og Reykjavíkurborgar hins vegar. Gert er ráð fyrir að samningarnir leiði til þess að þorri hjúkrunarfræðinga, sem sagt höfðu upp störfum sínum frá og með 1. júlí sl. Meira
2. júlí 1998 | Staksteinar | 391 orð

»Sótt að Agli sterka "ÁKÆRA lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Ölgerðinni A

"ÁKÆRA lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni um brot á áfengislöggjöfinni vegna auglýsinga á Agli sterka, sem er sterkur bjór, orkar tvímælis." Þannig er upphaf ritstjórnargreinar Frjálsrar verslunar, sem nýlega er komin út. Meira

Menning

2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð

10 árum síðar 9 vika í viðbót (Another 9 Weeks)

Framleiðsla: Steffan Ahrenberg. Leikstjórn: Anne Goursaud. Handrit: Michael Davis. Kvikmyndataka: Robert Alazraki. Tónlist: Stephen W. Parsons. Aðalhlutverk: Mickey Rourke, Agathe De La Fontaine og Angie Everhart. 104 mín. Fjölþjóðleg. Myndform, júní 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 169 orð

"Armageddon" forsýnd í Bandaríkjunum

STÓRMYNDIN "Armageddon" var forsýnd í Flórída á mánudaginn og voru stjörnur myndarinnar viðstaddar eins og venja er. Það er hasarhetjan Bruce Willis sem leikur aðalhlutverkið og mætti hann einn síns liðs enda lauk hjónabandi hans og Demi Moore á dögunum. Með önnur hlutverk fara Billy Bob Thornton, Ben Affleck og Liv Tyler. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 163 orð

Fótbolta- og poppstjarna í það heilaga

FÓTBOLTAKAPPINN Jamie Redknapp, sem spilar með Liverpool, gekk að eiga unnustu sína Lousie, sem er bresk poppstjarna, um borð í snekkju við Bermúda-eyju nú í vikunni. Brúðkaupið átti upphaflega að vera á næsta ári en skötuhjúin ákváðu með skömmum fyrirvara að nýta óvæntan frítíma Redknapp frá boltanum og láta pússa sig saman. Meira
2. júlí 1998 | Kvikmyndir | 324 orð

Fyrirsjáanlegur fjöldamorðingi

Leikstjóri og handrit Jeb Stuart. Tónlist Basil Poledouris. Kvikmyndatökustjóri Oliver Wood. Aðalleikendur Dennis Quaid, Danny Glover, Jared Leto, R. Lee Ermy, Ted Levine, William Fichtner. 115 mín. Bandarísk. Paramount. 1997. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Gifting í vikunni

BARBRA Streisand og leikarinn James Brolin ætla að ganga upp að altarinu í vikunni og streymdu menn með blóm, borð og stóla að heimili hennar í Malibu þar sem athöfnin mun fara fram. Hvítt tjald var reist á lóðinni og tónlistarmaðurinn Marvin Heimlisch var á staðnum en hann mun sjá um tónlistina. Meira
2. júlí 1998 | Tónlist | 416 orð

Gömul og ný skemmtitónlist

Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson fluttu létta tónlist eftir Debussy, Faure, Schubert og Brahms. Þriðjudagurinn 30. júní 1998. ÞAÐ NÝMÆLI að flytja létta tónlist á þriðjudögum í Iðnó virðist endanlega taka á sig þá mynd að verða að mestu helgað dægurtónlist og djassi, það sem eftir lifir sumars. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Hásetinn Hildur veður í karlmönnum

"ÉG VEÐ í karlmönnum," segir hún hlæjandi, "en þeir eru allir lofaðir." Hún er átján ára, heitir Hildur Einarsdóttir og er háseti á Bjarma frá Tálknafirði, eina kvenkyns veran um borð. Auk hennar á Bjarma eru sjö karlmenn, þeirra á meðal faðir hennar, sem er vélstjóri, og frændi hennar, skipstjórinn. Henni líkar vel lífið á sjónum og finnst í góðu lagi að vera eini kvenmaðurinn um borð. Meira
2. júlí 1998 | Kvikmyndir | 337 orð

Holdið er veikt

Leikstjóri Pedro Almodóvar. Handrit Almodóvar o.fl., eftir sögu Ruth Rendell. Tónlist Alberto Iglesias. Kvikmyndatökustjóri Affonso Beato. Aðalleikendur Javier Bardem, Francesca Nera, Liberto Rabal, Ángela Molina, José Sancho. 101 mín. Spænsk. Warner Espanola/CiBy 2000 1997. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 69 orð

Höggmyndir og skúlptúrar á Hólum

"HALLDÓR forni af Eyrarbakka" sýnir höggmyndir og skúlptúra að Hólum í Hjaltadal í Skagafirði frá 3. júlí til 31. ágúst. "Forni" nam í Frakklandi frá 1989­1994 í Ecole Des Beaux Arts de Tours í Loire, auk sex mánaða veru í klaustri á Ítalíu, þar sem hann vann að stein- og marmarahöggmyndum. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 756 orð

"Í einni sæng"

Saman reka þau kvikmyndagerðarfyrirtækið "Í einni sæng" sem hefur framleitt fjölda stuttmynda, þar á meðal myndina "Ertu sannur?" sem var sýnd í sjónvarpinu fyrir fáeinum árum og þar að auki valin í keppnina Nordisk Panorama. Fyrirtækið stefnir nú að framleiðslu kvikmyndar í fullri lengd sem ber vinnuheitið "Í álögum". Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 489 orð

KVIKMYNDIR/Laugarásbíó, Stjörnubíó og Borgarbíó á Akureyri sýna geimspenn

Í myndinni "Lost In Space" koma fyrir meira en 750 tæknibrellur þar sem meðal annars eru himintungl sem springa í loft upp, talandi vélmenni og orrustur geimskipa. Myndin er byggð á vinsælum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratugnum og greinir frá ævintýrum Robinson fjölskyldunnar og ferðalagi þeirra um borð í Júpíter 2 geimflauginni í ekki svo fjarlægri framtíð. Meira
2. júlí 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Norræn samræða

Den nya prosan. Ritstjórar Anneli Jordahl og Marianne Steinsaphir. Útg. En bok för alla. 352 bls. HAFI menn haft áhuga á því að kynna sér það sem er að gerast í bókmenntum Norðurlanda þá hefur það ekki verið auðvelt, hér á landi hefur nefnilega vantað bók eins og þá sem hér skal vakin athygli á með von um að einhver taki sér framtakið til fyrirmyndar hér á landi. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 140 orð

Nýjar bækur ELLIÐAÁRDAL

ELLIÐAÁRDALUR, land og saga er skrifuð af þeim Árna Hjartarsyni jarðfræðingi, Helga M. Sigurðssyni sagnfræðingi sem jafnframt sá um ritstjórn og Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitekt. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 354 orð

Raddir Evrópu undir íslenskri stjórn

REYKJAVÍK er ein níu menningarborga Evrópu ársins 2000 og stendur undirbúningur að margvíslegum verkefnum þar að lútandi nú sem hæst. Framkvæmdastjóri samtaka menningarborga fyrir árið 2000 er Hilde Teuchies frá Belgíu. Hún er stödd hér á landi í fyrsta skipti til að funda með stjórnendum Reykjavíkur- menningarborgar Evrópu árið 2000, en fundir eru haldnir í borgunum níu til skiptis. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 83 orð

Rappari skotinn

RAPPARINN Russel Jones, öðru nafni Ol' Dirty Bastard, meðlimur sveitarinnar Wu-Tang Clan, var skotinn þegar íbúð hans í Brooklyn var rænd á þriðjudagskvöldið. Jones hlaut skotsár í bakið en fregnir herma að líðan hans sé eftir atvikum. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Reuters Forn andlit á sýningu

ÞESSI andlitsmynd á múmíu af ungum dreng er á meðal um 1.000 mynda sem fundist hafa í Fayoum-eyðimörkinni í Egyptalandi. Andlitsmyndirnar vöktu í fyrstu litla athygli fornleifafræðinga og listfræðinga, en nú er litið á þær sem tengingu á milli listar fornaldar og miðalda. Hluti myndanna er nú á sýningu í Benaki-safninu í Aþenu. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 143 orð

Rökkurkórinn í Skagafirði á faraldsfæti

RÖKKURKÓRINN í Skagafirði var á dögunum í söngferðalagi í Þingeyjarsýslu og á Austurlandi. Kórinn hélt fimm tónleika í ferðalaginu, fyrstu tónleikarnir voru átjánda júní að Ýdölum í Aðaldal. Daginn eftir hélt kórinn tvenna tónleika, fyrst að Brúarási á Norðurhéraði og um kvöldið í Stöðvarfjarðarkirkju. Síðustu tónleikarnir voru þann tuttugasta í Egilsbúð á Norðfirði og í Egilsstaðakirkju. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 467 orð

Saga Norsku skíðaherdeildarinnar

Heimildarmynd um Norsku skíðaherdeildina. Kvikmyndataka, hljóð og myndvinnsla: Karl Sigtryggsson.Handrit,klipping, stjórn upptöku Magnús Bjarnfreðsson. Framleiðandi Peter A. Tafjord. HEIMILDARMYNDIN Stríðsárin köldu sem ríkissjónvarpið sýndi í tveimur hlutum sl. haust hefur nú verið gefin út á myndbandi og þegar fengið nokkra dreifingu í skóla og bókasöfn. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 67 orð

Samstarfssamningar

I.C. Art og TVG-Zimsen undirrituðu hinn 25. júní 1998 samstarfssamning sem gildir næstu 12 mánuði. Við undirritun styrkir TVG- Zimsen íslenska listamenn á sölusýningum í Bandaríkjunum að upphæð kr. 500.000 ­ fimm hundruð þúsund. Hinn 26. júní 1998 undirrituðu I.C. Art og Íslenska útvarpsfélagið samstarfssamning sem gildir næstu 12 mánuði. Meira
2. júlí 1998 | Tónlist | 638 orð

Sígild sumarsveifla

Verk eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs, Kern og Gershwin. Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Krstinn Örn Kristinsson, píanó. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 30. júní kl. 20.30. Meira
2. júlí 1998 | Myndlist | 367 orð

Stálin stinn

Sumarsýning. Opið mánudaga til laugardaga frá kl. 10 til 23.30. Opið sunnudaga frá kl. 14 til 12.30 Í ÁR eru liðin 40 ár frá því Mokka var opnað og leiddi Reykvíkinga í allan sannleikann um ágæti ítalskrar uppáhellingar. Einn af þeim sem frá öndverðu gerðu kaffihúsið að öðru heimili sínu var Jón Gunnar Árnason vélsmiður og myndhöggvari. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 466 orð

Stórkostleg vísindaskáldsaga Gattaka (Gattaca)

Framleiðendur: Danny DeVito, Michael Shamberg, Stacey Sher. Leikstjóri: Andrew Niccol. Handritshöfundar: Andrew Niccol. Kvikmyndataka: Slavomir Idziak. Tónlist: Michael Nyman. Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Uma Thurman, Gore Vidal, Xander Berkeley, Elias Koteas, Jude Law, Ernest Borgnine. 106 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 278 orð

Stórskemmtileg tímaflækja Afturvirkni (Retroactive)

Framleiðsla: Brad Krevoy, Steve Stabler, David Bixler og Michael Nadeau. Leikstjórn: Louis Morneau. Handrit: Micheal Hamilton- Wright, Robert Strauss og Philip Badger. Kvikmyndataka: George Mooradian. Tónlist: Tim Truman. Aðalhlutverk: James Belushi og Kylie Travis. 87 mín. Bandarísk. Myndform, júní 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Stöðvaði birtingu nektarmynda

AÐDÁENDUR Leonardo DiCaprio eiga sumir hverjir eftir að verða fyrir vonbrigðum því hann náði á dögunum samkomulagi við útgefendur tímaritsins Playgirl vegna fyrirhugaðrar birtingar á nektarmyndum af kappanum. DiCaprio hafði höfðað mál gegn tímaritinu og krafist skaðabóta og þess að myndirnar, sem teknar voru í óleyfi, yrðu aldrei birtar. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 98 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Arnars Þorsteinssonar á þrívíddarverkum úr málmi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur sunnudaginn 5. júlí. Listasafnið er opið daglega milli kl. 14 og 17 og er kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn ASÍ UM næstu helgi lýkur sýningunni "Tilraun með tilgerðarleysi" í Listasafni ASÍ. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 285 orð

Tvöföld leiklistarhátíð í Tammerfors

Alþjóðlega leiklistarhátíðin í Tammerfors verður haldin í 30. skipti dagana 11.-16. ágúst. Hátíðin hefur unnið sér sess sem ein helsta leiklistarhátíðin á Norðurlöndum og dagskráin er samsett af leiksýningum frá ýmsum löndum ásamt því helsta sem verið hefur á fjölunum í finnsku leikhúsi undanfarið leikár. Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 62 orð

YFIRSKRIFT Gautaborgarmessunnar, bóka-

YFIRSKRIFT Gautaborgarmessunnar, bóka- og bókasafnsmessu, sem haldin verður í Gautaborg dagana 22.-25. október næstkomandi verður Börn & unglingar og menningararfurinn. Fjöldi erinda verður fluttur auk umræðufunda, en rithöfundarnir Árni Bergmann og Matthías Johannessen taka þátt í einum þeirra og einnig verður fjallað um bækur þeirra Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, Meira
2. júlí 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Þórarinn Eldjárn semur við Vöku- Helgafell

ÞÓRARINN Eldjárn rithöfundur og bókaforlagið Vaka-Helgafell hafa gengið frá samningi um að forlagið fari með útgáfumál hans frá og með 1. júlí 1998, bæði heima og erlendis en undanfarin ár hefur Forlagið gefið út bækur Þórarins. Í samkomulaginu felst að Vaka- Helgafell gefur út nýjar bækur Þórarins auk þess að endurútgefa eldri verk hans. Meira
2. júlí 1998 | Tónlist | 633 orð

Þulur og ókindarkvæði

Safnað af vörum Íslendinga á árunum 1903­1973. Ómennskukvæði, ókindarkvæði, Grýlukvæði, rímur, sagnadansar drykkjuvísur, þulur, barnagælur og önnur íslensk þjóðlög. Andri Snær Magnason og Rósa Þorsteinsdóttir sáu um útgáfuna og völdu efni. Tekið upp af RÚV, Stefáni Einarssyni, Jóni Pálssyni, Jóni Samsonarsyni, Helgu Jóhannsdóttur, Svend Nielsen og Hallfreði Erni Eiríkssyni á árunum 1903­1973. Meira
2. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 622 orð

Öll lögin eru frábær

Á FÖSTUDAGINN verður söngleikurinn Grease frumsýndur Borgarleikhúsinu, en mikil tilhlökkun ríkir meðal hinna fjölmörgu aðdáenda myndarinnar, sem eflaust verða á öllum aldri; sumir sem sjálfir hafa upplifað Grease æðið fyrir 20 árum, og aðrir sem uppgötvuðu myndina seinna og létu heillast. Meira

Umræðan

2. júlí 1998 | Aðsent efni | 390 orð

Alþýðubandalagið og ábyrgðin

VELFERÐARKERFIÐ stendur á þýðingarmiklum tímamótum. Annars vegar þarf að sigrast á gríðarlegum viðfangsefnum, t.d. vegna vaxandi öldrunar, og vandamálum tengdum félagslegri einangrun. Ný kostnaðarsöm meðferðartækni, auknar kröfur almennings og væntingar fólks eru til þess fallnar að auka þrýsting um meiri þjónustu samtímis því sem opinber útgjöld eru undir ströngu aðhaldi. Meira
2. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 642 orð

Fyrir hvað borgar viðskiptavinurinn? Frá Ingibjörgu Daníelsdóttur:

MAÐUR fer með bílinn sinn í skoðun. Þar kemur í ljós að skipta þarf um öxulhosu öðrum megin. Hann kaupir hosuna og föstudaginn 19. júní fer hann síðan í Bílkó í Kópavogi, því þar er hægt að gera hlutina sjálfur og líka fá aðstoð við það, sem viðkomandi getur ekki sjálfur. Minn maður kemst að raun um að hann getur ekki gert þetta, svo hann fær aðstoð hjá manninum sem selur þessa þjónustu. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 953 orð

Góður ­ betri ­ bestur

ÞETTA er fyrsta greinin af þremur um gamlan og nýjan vanda skólakerfisins, einkum þó um það sem ég kalla kreppu sérkennslunnar. Góður skóli Mikil tíðindi hafa verið að gerast í skólamálum undanfarna mánuði. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 880 orð

Launamál ógna starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala

FYRIR utan glugga Barna- og unglingageðdeildarinnar við Dalbraut standa sýrenutrén senn í blóma. Það er órækt í garðinum því garðyrkjufólkið á Ríkisspítölum hefur enn ekki haft tíma til að sinna okkur. Smám saman færist meiri ró yfir húsið þegar fólk fer í sumarfrí og legudeildirnar tvær, barnadeild og unglingadeild hafa nú verið sameinaðar vegna sumarlokunar. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 822 orð

Markaðsdýrkun

EKKI alls fyrir löngu barst mér fregn þess efnis, að fjölmargir breskir hagfræðingar hefðu sameinast um að skrifa blaðagrein, þar sem þeir deildu hart á kollega sína fyrir að reyna að gera samkeppnina á markaðnum að eins konar trúarsetningu eða kreddu. Mér hefir stundum virst, að svipuð ofdýrkun markaðsins sé við lýði hérlendis. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 907 orð

Markaðsmenn félagshyggjunnar

LANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins er á næstunni. Þar mun tekist á um framhald samvinnu félagshyggjuaflanna. Mörgum þótti vel til takast um samstarfið og árangurinn hjá þessu liði með R- listanum í Reykjavík. Því framboði tókst þó að svíkja kjósendur í veigamiklum málum og þessi óskapnaður náði aftur meirihluta í borginni með því að láta kosningarnar snúast um einn frambjóðanda en engin málefni. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 799 orð

Málefni aldraðra

MILDARA andrúmsloft ríkir nú í samskiptum ríkisvaldsins og Landssambands eldri borgara og annarra hagsmunasamtaka eldri borgara eftir að ríkisvaldið varð við óskum og ítrekuðum kröfum samtakanna við afgreiðslu fjárlaga um áramótin að verðtryggja lífeyrisgreiðslur til aldraðra og fallast á vísitölu og viðmiðanir sem samtökin geta við unað. Meira
2. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 440 orð

Ótrúleg vinnubrögð í Bessastaðahreppi Frá Kristjáni Sveinbjörnssyni:

TILGANGURINN með greinarkorni þessu er að vekja ennfrekar athygli á átakanlegum vinnubrögðum meirihluta hreppsnefndar Bessastaðahrepps, í þeirri von að íbúarnir þurfi ekki að meðtaka aðra eins sneypu héðan í frá. Eina ferðina enn hafa orðið pólitískar hamfarir í Bessastaðahreppi og enn og aftur er oddviti sjálfstæðismanna í aðalhlutverkinu. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 476 orð

Samstarfssamning eða sameiginlegt framboð?

NÆSTU helgi verður vonandi minnst sem einnar af stærstu stundunum í íslenskri stjórnmálasögu á síðari helmingi þessarar aldar. Um næstu helgi verður tekin ákvörðun um það hvernig samvinnu félagshyggjuflokkanna skal háttað. Meira
2. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Tvennir tónleikar "bella grande" Frá Friðriki Eiríkssyni: Í LIST

Í LISTAFLÓÐI undanfarinna vikna, hafa Íslendingar getað valið úr mörgu mjög áhugaverðu, sem matreitt hefur verið í nafni listahátíðar. Ekki hafa allir efni á né tækifæri til þess að fylgjast með öllu því sem boðið er, svo erfitt getur verið að velja. Það var engin spurning fyrir undirritaðan að velja tónleika Galínu Gorchakovu sópran, sem voru í boði í Háskólabíói í byrjun júní. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 561 orð

Vatnsleysi í Skaftá

TALSVERT hefur verið rætt um vatnsleysi og minnkandi vatn í lækjum í Landbroti og hefur því verið haldið fram að það sé vegna breytinga á rennsli Skaftár, eða kvísla úr henni sem runnið hafa í Eldhraunið. Hafa sumir kennt vegagerð og/eða landgræðslu um, með tilheyrandi æsifréttum fjölmiðla. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 699 orð

Vill Alþýðubandalagið vera verkalýðsflokkur?

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ og fyrirrennarar þess í Sósíalistaflokki, Kommúnistaflokki og Alþýðuflokki áttu rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Hugsjónir hennar um jöfnuð og bræðralag allra manna voru grundvöllur þessara flokka hvað sem leið ágreiningi þeirra á milli að öðru leyti og jafnvel þótt hugsjónir þessar birtust stundum í ýmsum furðuformum kreddu og kennisetninga. Meira
2. júlí 1998 | Aðsent efni | 387 orð

Ætlar forsætisráðherra að banna fólki að segja upp?

Í MORGUNBLAÐINU 1. júlí er haft eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra að í haust komi til greina að setja lög sem lúti að því "með hvaða hætti kjarasamningar eru virtir". Tekið skal undir þá hugsun forsætisráðherra að mikilvægt sé að um samskipti í vinnudeilum séu skýrar reglur. Meira

Minningargreinar

2. júlí 1998 | Minningargreinar | 613 orð

Davíð V. Sigurðsson

Elsku afi minn. Þegar leiðir skiljast og horft er yfir farinn veg er nánast ekki hægt að velja orð sem lýsa nægilega vel þakklæti mínu, fyrir allt það sem þú og amma gerðuð fyrir mig og fjölskyldu mína. Nýfædd kom ég til ykkar ömmu í Miklaholt og hjá ykkur var ég þangað til ég var fimmtán ára. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 560 orð

Davíð V. Sigurðsson

Þú, sem í dag ert hinstu kveðjur kvaddur, barst kynslóðanna forna aðals-mark. Nítjándu aldar örbirgð, strit ­ og gaddur, gat aldrei bugað lífsfjör þitt né kjark. Þú lagðir út á lífsbraut þína snauður, ­ sér lítill drengur neita varð um flest! Þitt eigið sjálfstraust var þín vörn og auður og vígi, ­ sem þér jafnan dugði best. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 1945 orð

Davíð V. Sigurðsson

Þegar minnast skal góðs vinar sem að lokinni nær því aldardvöl hefur nú endað jarðvistargönguna gerist það eins og jafnan að minningar hlaðast upp í hugskotinu, og við þá hugsun getur okkur orðið á að spyrja sjálf okkur hvar helzt megi byrja og hvar eigi að enda. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 129 orð

Davíð V. Sigurðsson

Elsku langafi. Við vissum ekki þegar við heimsóttum þig þegar Jónas útskrifaðist að þetta yrði síðasta heimsóknin okkar til þín. Þú varst alveg eins og þú áttir að þér að vera, áhugasamur um okkar hagi og ánægður með að þessum áfanga í skólagöngu Jónasar væri náð. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 294 orð

DAVÍÐ V. SIGURÐSSON

DAVÍÐ V. SIGURÐSSON Davíð Valdimar Sigurðsson var fæddur í Einholtum í Hraunhreppi á Mýrum 6. maí 1899. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jósefsson, þá bóndi í Einholtum, f. 13. júní 1854, d. 24. júní 1940, og Sesselja Davíðsdóttir, f. 26. júlí 1868, d. 1. apríl 1958. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Einar Alexandersson

Einar minn, ég þakka þér fyrir samfylgdina í 25 ár. Þetta hafa verið góð ár. Það var 1973 sem ég eignaðist hlutdeild í þínu lífi þegar ég kynntist henni Þóreyju þinni. Við höfum verið mikið saman í gegnum árin, heima hjá okkur, heima hjá ykkur Bettý, á ferðalögum innanlands og erlendis og annars staðar. Allt hafa þetta verið ánægjulegar stundir. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Einar Alexandersson

Sólsetur! komið kveld og kallað á mig skýrt. En brimhljóð grandans verði ei sorgum seld þá síðst úr höfn er stýrt. Þá hefjist alda eins og sofið brjóst með engan sorga hreim, er það, sem upp af undradjúpi hófst, snýr aftur heim. Kveldró og klukknahljóð, svo koldimm næturdvöl. Á kveðjustund ei streymir táraflóð er stíg á fjöl. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Einar Alexandersson

Ég man fyrst eftir Einari fyrir 35 árum þegar fjölskylda mín dvaldi vetrarlangt á suðvesturhorninu og var ýmist í Reykjavík eða Keflavík hjá ættingjum. Þegar við vorum í Reykjavík bjuggum við hjá Einari og Bettý í Stóragerði 16. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 260 orð

EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON

EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON Einar Jóhann Alexandersson fæddist á Dynjanda í Jökulfjörðum 14. janúar 1924. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alexander Einarsson, f. 5.8. 1891, d. 30.11. 1964, og Jóna Sigríður Bjarnadóttir, f. 10.4. 1894, d. 18.3. 1975. Systkini Einars eru: Bjarni, f. 3.10. 1914, d. 12. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 745 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Finnbjörn Finnbjörnsson, minn trausti og kæri vinur, hefur nú lokið jarðvist sinni í þetta sinn. Má segja að þetta orðalag "í þetta sinn" komi sumum meðbræðrum okkar spánskt fyrir sjónir, en það var bjargföst trú vinar míns að hver og einn ætti fyrir höndum margar jarðvistir til aukins þroska. Kynni okkar og gagnkvæm vinátta hefur nú staðið í hartnær hálfa öld. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Kynni af honum vöruðu fjörutíu og fimm ár með órofa vináttutengslum. Allar götur frá því '53 suður á Keflavíkurvelli, þegar báðir unnu hjá sama fyrirtæki þar. Síðar meir upp úr 1960 gegnum súrt og sætt var blandað geði við hann Bjössa Finnbjörns, eins og hann var jafnan kallaður. Hann var að vestan - frá Ísafirði. Það leyndi sér ekki á stundum. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 624 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Vinur minn Finnbjörn Finnbjörnsson málarameistari er látinn aðeins 67 ára að aldri. Þó svo að það séu þrjátíu ár milli okkar lít ég á hann sem vin minn. Ungur að aldri eða rétt rúmlega fermdur kynnist ég Guðbjarti Finnbjörnssyni. Guðbjartur var sonur Finnbjarnar og þar með hófust kynni mín af Finnbirni. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Þegar ég hitti þig síðast óraði mig ekki fyrir því að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þú varst alltaf svo feiminn og viðkvæmur. Of viðkvæmur til að höndla lífið. Samt varstu lífsnautnamaður. Ég skildi aldrei hvers vegna þú hafðir svo mikla minnimáttarkennd, jafn fallegur og hæfileikaríkur maður og þú varst. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Kveðja frá frænkum vestanhafs Þegar við vorum litlar, vorum við vissar um, að Bjössi væri töfra-tónlistarmaðurinn. Eftir að hafa hlustað á barn raula lítið lag, þá lék hann það af fingrum fram, í spuna, sem gerði það eitthvað svo stórfenglegt. Lítilli stúlku fannst það svo magnað að hafa verið kveikjan að slíku tónverki. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 39 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Finnbjörn Finnbjörnsson Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænarstund. Ég legg sem barnið, bresti mína, bróðir, í þína líknar mund. Ég hafna auðs og hefðar völdum, hyl mig í þínum kærleiks öldum. (Guðmundur Geirdal.) Kveðja frá barnabörnum. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 41 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Finnbjörn Finnbjörnsson Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, ­ líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pétursson.) Hildur og fjölskylda. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Finnbjörn Finnbjörnsson

Hann hvarf okkur úr augsýn jafnsnögglega og hann hafði birst okkur. Hann fluttist í þorpið til okkar fyrir réttum tveimur árum og við trúum því varla enn að hann sé farinn. Vinur okkar Finnbjörn Finnbjörnsson málarameistari varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 22. júní síðastliðinn. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 182 orð

FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON

FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON Finnbjörn Finnbjörnsson fæddist á Ísafirði 9. janúar 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn. Hann var sonur Finnbjörns Finnbjörnssonar málarameistara og seinni konu hans Sigríðar Þórðardóttur. Finnbjörn átti sex systkini, fjögur eldri og tvö yngri. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jónsson

Mig langar til að minnast vinkonu minnar, Ingibjargar Þorsteinsdóttur Jónsson. Kynni okkar Ingibjargar hófust með bréfaskriftum um brjóstagjöf er ég sótti námskeið hjá La Leche League International þar sem Ingibjörg var kennari minn. Í fjölda ára starfaði Ingibjörg að brjóstagjafarmálefnum í Lúxemborg og sótti reglulega námskeið og ráðstefnur því tengd. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jónsson

Jól í Lúxemborg árið 1973. Fyrstu jólin fyrir marga af íslensku landnemunum á erlendri grund fjarri ættingjum og vinum. Með fátæklega búslóð og takmarkaða lífsreynslu í farteskinu reynum við að skapa þá íslensku jólastemmningu sem við eigum að venjast. Það tekst misjafnlega til, drungalegt veðrið bætir ekki úr skák. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 26 orð

INGIBJöRG ÞORSTEINSDÓTTIR JÓNSSON

INGIBJöRG ÞORSTEINSDÓTTIR JÓNSSON Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jónsson fæddist í Reykjavík 27. desember 1952. Hún lést 22. júní síðastliðinn og fór útför hennar fam frá Fossvogskirkju 29. júní. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Kristján Hannesson

Skyndilegt fráfall félaga okkar, Kristjáns Hannessonar, eru óvænt og döpur tíðindi á sólríku sumri. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan við hittumst nánast dags daglega í aðdraganda nýliðinna bæjarstjórnakosninga. Kristján var einn þeirra sönnu jafnaðar- og félagshyggjumanna sem tók virkan þátt í stofnun og starfi Fjarðarlistans í Hafnarfirði fyrir síðustu kosningar. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

KRISTJÁN HANNESSON

KRISTJÁN HANNESSON Kristján Hannesson var fæddur í Keflavík 15. nóvember 1921. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 30. júní. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 499 orð

Unnur Ólafsdóttir

Elskuleg amma mín er látin 87 ára gömul. Síðustu tvö æviár hennar voru henni erfið en hún hafði annars verið heilsuhraust alla sína ævi. Amma mín hafði lifað viðburðaríka ævi. Hún var af alþýðufólki komin, sjöunda í röð 16 systkina. Hún var alin upp í þeim anda að fyrsta skrefið til manndóms væri að bjarga sér sjálf. Meira
2. júlí 1998 | Minningargreinar | 222 orð

UNNUR ÓLAFSDÓTTIR

UNNUR ÓLAFSDÓTTIR Unnur Ólafsdóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 2. janúar 1911. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Kolbeinsson, f. 24. júní 1863 á Hreimstöðum í Norðurárdal, Borgarfirði, d. 2. júní 1955, og Jóna Sigurbjörg Gísladóttir, f. 20. júlí 1880 á Skriðnafelli á Barðaströnd, d. 14. Meira

Viðskipti

2. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Evrópsk bréf hækka vegna sterkari Dows

LOKAGENGI evrópskra verðbréfa hækkaði í gær vegna góðrar byrjunar í Wall Street og eftir 3,4% hækkun Nikkei hlutabréfavísitölunnar og góða útkomu jensins. Hlutabréf í Volkswagen og Volvo hækkuðu í verði vegna frétta um viðræður, sem geta leitt til samruna. Lokagengi brezkra úrvalsbréfa hækkaði um 1 1/2% á sama tíma og Dow mældist um 9000 punktar. Meira

Daglegt líf

2. júlí 1998 | Neytendur | 406 orð

Einungis 19% vörutegunda merktar samkvæmt reglugerð

ÞEGAR heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga um land allt safnaði gögnum um flokkun og merkingu á 119 hreinlætisefnum á úðabrúsum, ræstivöru fyrir salerni, skóvörum og fægilegi kom í ljós að einungis 19% voru rétt merktar. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu sem gefin er út af eiturefnasviði Hollustuverndar ríkisins. Könnun á merkingum efnavöru fór fram á vormánuðum 1997. Meira
2. júlí 1998 | Ferðalög | 340 orð

Framkvæmdir vegna ferðamála á Ólafsfirði

FYRIRTÆKIÐ Sæunn Axels ehf. á Ólafsfirði stóð fyrir Jónsmessubrennu sl. miðvikudagskvöld og bauð starfsfólki sínu í grillveislu á Hótel Ólafsfirði á eftir til að þakka því fyrir vel unnin störf. Og við það tækifæri var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum kjarna smáhýsa og nýrri smábátahöfn, sem grafa á inn af Ólafsfjarðarvatni. Það var Ásgeir Ásgeirsson, forstjóri Sæunnar Axels ehf. Meira
2. júlí 1998 | Neytendur | 73 orð

Nýjar íslenskar rófur á markað

FYRIR helgina komu í verslanir nýjar íslenskar rófur. Að sögn Aðalsteins Guðmundssonar hjá Ágæti eru rófurnar frá Þorvaldi bónda í Fossvoginum hér í Reykjavík og Aðalsteinn segist ekki vita til að nýjar rófur hafi áður verið svona snemma á ferðinni. Um er að ræða forræktaðar rófur sem þýðir að meiri vinna en ella liggur að baki ræktuninni. Meira
2. júlí 1998 | Neytendur | 154 orð

Verðið hefur ekki hækkað

Í kjölfar þráláts orðróms um að verð hafi hækkað í verslunum Nýkaups vill Finnur Árnason framkvæmdastjóri koma eftirfarandi á framfæri: "Frá því að hverfaverslanir Hagkaups fengu nafnið Nýkaup hafa verið gerðar 423 verðbreytingar. Þar af hafa 74 vöruliðir hækkað í verði en 349 vörutegundir lækkað i verði. Verðvísitala Nýkaups hefur lækkað lítillega frá þessum tíma eða úr 100,04 í 99,96 stig. Meira
2. júlí 1998 | Neytendur | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Í dag, fimmtudag, kemur nýtt lambakjöt í verslun Nýkaups í Kringlunni. Kjötið er úr fyrstu sumarslátrun ársins. Í fréttatilkynningu frá Nýkaupi kemur fram að nýtt lambakjöt sé nú um viku fyrr á markað en í fyrra og framboð á nýju lambakjöti nær yfir lengra tímabil en áður. Þróunin hefur verið hröð og skammt er síðan það þótti fréttnæmt að lambaslátrun færi fram um miðjan ágúst. Meira

Fastir þættir

2. júlí 1998 | Í dag | 105 orð

ÁRNAÐ HEILL 80 ÁRA afmæli. Áttræð er í dag,

ÁRNAÐ HEILL 80 ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, fimmtudaginn 2. júlí, Margrét Ólafsdóttir Hjartar, Asparfelli 8, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í dag. ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, fimmtudaginn 2. júlí, Guðfinna Sigrún Ólafsdóttir, Arahólum 6, Reykjavík. Meira
2. júlí 1998 | Fastir þættir | 163 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FYRSTA umferðin á Norðu

FYRSTA umferðin á Norðurlandamótinu 1998 í Osló var spiluð þriðjudaginn 30. júní. Í opnum flokki fékk Ísland 17 vinningsstig gegn 13 á móti Finnlandi. Úrslit úr fyrstu umferð voru: Ísland ­ Finnland 17­13 Noregur ­ Danmörk 20­10 Svíþjóð ­ Færeyjar 25­4 Í kvennaflokki spilaði Ísland gegn Noregi. Þar töpuðu íslensku konurnar með minnsta mun, 13 vinningsstigum gegn 17. Meira
2. júlí 1998 | Fastir þættir | 318 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbridge 1998

Fimmtudagskvöldið 25. júní spiluðu 20 pör eins kvölds Mitchell-tvímenning. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NS Sigurleifur Guðjónsson ­ Friðrik Jónsson251 Gísli Sigurkarlss. ­ Halldór Ármannss.242 Una Árnadóttir ­ Hjálmtýr R. Baldursson234 Böðvar Magnússon ­ Nicolai Þorsteinsson222 AV Þórður Sigurðss. Meira
2. júlí 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Romsdals Musseum í Molde, Noregi, Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Sekkesæter og Harry Martin Sekkesæter. Heimili þeirra er Bj.Bj.sonsveg 5, 6400 Molde, Noregi. Meira
2. júlí 1998 | Í dag | 47 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund verður í kirkjunni í dag kl. 10.30. Umsjón Guðlaug Ragnarsdóttir. Grafarvogskirkja. Kópavogskirkja.Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Meira
2. júlí 1998 | Í dag | 526 orð

Hver þekkir þessa Þjóðverja? UNDIRRITAÐUR vinnur að samningu og útgá

UNDIRRITAÐUR vinnur að samningu og útgáfu bókar með ljósmyndum og frásögnum nokkurra þýskra gesta hér á landi á millistríðsárunum. Þess vegna auglýsti ég eftir sendibréfum, ljósmyndum og öðru sem varðar dvöl þeirra hér á landi, einnig fólki sem man eftir þeim eða veit nánari atriði varðandi veru þeirra hér. Helstir þeirra sem við sögu koma eru þessir: Dr. Bruno Schweizer, þjóðháttarfræðingur, dr. Meira
2. júlí 1998 | Dagbók | 631 orð

Í dag er fimmtudagur 2. júlí, 183. dagur ársins 1998. Þingmaríumessa.Orð dagsin

Í dag er fimmtudagur 2. júlí, 183. dagur ársins 1998. Þingmaríumessa.Orð dagsins: Ég segi við hina hrokafullu: Sýnið eigi hroka! og við hina óguðlegu: Hefjið eigi hornin! (Sálmarnir 75, 5. Meira
2. júlí 1998 | Fastir þættir | 841 orð

Okkar fólk Lögreglan er orðin þreytt á þessu japli í fólki sem hefur aldrei nálægt löggæslu komið, hvað þá verið barið af

Við foreldrar erum í skýjunum. Lögreglan í Reykjavík ætlar ekki að láta miðbæjarbullur og ökuþóra kúga börnin okkar og aðra borgarbúa lengur. Aðgerðir hennar um síðustu helgi gefa fyrirheit um bjartari tíð í borginni. Meira
2. júlí 1998 | Fastir þættir | 1248 orð

"Snúrurnar hrökkva: Snældan er full, / og snurðulaust allt sem ég span

"Snúrurnar hrökkva: Snældan er full, / og snurðulaust allt sem ég spann. / Þeir kalla það ull, en glóandi gull / úr greip minni rann ­ það allt fyrir hann, / sem hóf mitt líf upp í hærra veldi / og hjarta mitt ungrar varði með eldi, / sem alla ævina brann. Meira
2. júlí 1998 | Í dag | 448 orð

usterisdúettinn úr Perluköfurum Bizets hefur staðið af sér alla st

usterisdúettinn úr Perluköfurum Bizets hefur staðið af sér alla storma og verið efstur í atkvæðagreiðslum hlustenda rásar tvö í brezka útvarpinu. Þar er á dagskrá á sunnudagskvöldum þáttur um sígilda tónlist og við stjórnvölinn elzti útvarpsmaður brezkur, Alan Keith, sem stendur nú á níræðu. Meira

Íþróttir

2. júlí 1998 | Íþróttir | 1002 orð

1500 m skriðsund drengja/pilta: Drengir

1500 m skriðsund drengja/pilta: Drengir Guðlaugur M. Guðmundss., Keflav.19.45,73 Jóhann Árnason, UMFN20.06,86 Bergur Þorsteinsson, KR20.08,74 Piltar Halldór Karl Halldórsson, Keflavík16.46,20 Tómas Sturlaugsson, Ægi17.12,97 Brynjar Ólafsson, Keflavík17. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 222 orð

ALÞJÓÐAskíðasambandið, FIS,

ALÞJÓÐAskíðasambandið, FIS, ákvað á fundi sínum í Pragfyrir skömmu að heimsmeistaramótið í alpagreinum árið 2003 verði í St. Moritz í Sviss. HM í alpagreinum næsta vetur verður í Vail íBandaríkjunum og í St. Anton íAusturríki árið 2001. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 249 orð

"Á réttri leið hérnaí Kópavoginum"

"Á réttri leið hérnaí Kópavoginum" NÝLIÐARNIR í úrvalsdeildinni, ÍR-ingar, urðu að þola tap fyrir Blikum í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar, 3:0. Heimamenn voru sprækari í leik sem einkenndist af nokkurri baráttu og áttu sigurinn vissulega skilið. Fátt virtist þó stefna í sigur Breiðabliks á upphafsmínútunum, þegar gestirnir úr Breiðholti voru atkvæðameiri. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 1073 orð

Beckham baðst afsökunar Englendingar eru í sárum eftir að landslið þeirra féll út úr HM í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu.

DAVID Beckham, leikmaður enska landsliðsins, hefur beðist opinberlega afsökunar á brottvísuninni, sem hann hlaut í leiknum við Argentínu á þriðjudag. "Ég hef beðið félaga mína í liðinu og þjálfarann afsökunar og nú bið ég þjóð mína að fyrirgefa mér. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 65 orð

Eyjamenn léku í varabúningi Þórs

BRAGI Bergmann, dómari leiks Þórs og ÍBV, samþykkti ekki að Eyjamenn lékju í varabúningi sínum, rauðum treyjum með hvítum ermum. Þar sem Þórsarar leika í hvítum peysum, taldi Bragi að hvítu ermarnar gætu ruglað dómara leiksins í ríminu, ef um peysutog væri að ræða í leik. Eyjamenn fengu varabúning Þórsara lánaðan, sem er alrauðar peysur eins og varabúningur ÍBV var. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 61 orð

Fé safnað fyrir lögreglumanninn

FYRRVERANDI landsliðsmenn Frakka og Þjóðverja munu taka þátt í sýningarleik daginn fyrir úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni. Tilgangur hans er að safna fé fyrir franskan lögreglumann, sem liggur í dái eftir að hafa orðið fyrir árás stuðningsmanna þýska landsliðsins á dögunum. Franz Beckenbauer og Jean Tigana stýra liðunum, en leikurinn fer fram í París. Nöfn leikmanna verða tilkynnt í dag. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 129 orð

Gerði fjögur glæsimörk í úrslitaleik

JÓN Kári Ívarsson, 9 ára leikmaður í C-liði KR, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í sigurleik KR 6:2 á liði Breiðabliks í úrslitaleik C-liða um fyrsta sætið á mótinu. "Ég er búinn að æfa fótbolta í svona eitt ár, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Þetta er fyrsta Shell- mótið sem ég kem á og þetta er toppurinn að koma og vinna á mótinu og skora fjögur mörk í úrslitaleiknum. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 54 orð

Guðrún byrjar vel

GUÐRÚN Arnardóttir tók þátt í 400 m grindahlaupi á frjálsíþróttamóti á Ítalíu í gærkvöldi ­ varð í fimmta sæti á 56,46 mín. Þetta er góður tími hjá Guðrúnu, þar sem mótið var hennar fyrsta á keppnistímabilinu. Guðrún keppir á móti í Linz í Austurríki um helgina og Zagreb í Króatíu á þriðjudaginn. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 160 orð

Haukur Ingi og Arnar heiðursgestir

ÞEIR Haukur Ingi Guðnason, Liverpool, og Arnar Viðarsson, Genk, voru heiðursgestir á lokadegi mótsins í Eyjum, þeir heilsuðu upp á liðsmenn þeirra liða sem léku til úrslita fyrir leikina og afhentu svo verðlaun á lokahófi mótsins í sunnudagskvöldinu. Þeir Haukur Ingi og Andri léku báðir á þessu móti 1988 fyrir tíu árum og eru nú orðnir atvinnumenn í knattspyrnu. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 200 orð

Hvað er Örn aðgera í sundbol?

SUMIR áhorfenda á Aldursflokkameistaramótinu ráku upp stór augu þegar þeir sáu sundfötin hans Arnar Arnarsonar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Örn klæðist ekki sundskýlu heldur sundbol, ekki ósvipuðum þeim sem kvenfólk notar. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 230 orð

Hörkuspenna

GÍFURLEG spenna var í 200 m fjórsundi stúlkna, þar sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr ÍA og Lára Hrund Bjargardóttir háðu einvígi um sigurinn. Þær voru hnífjafnar eftir 150 metra, en Kolbrún Ýr hafði vinninginn í fjórða sundinu, sem var skriðsund og kom í mark á 2:20,31 sek., þriðjungi úr sekúndu á undan Láru. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 43 orð

Í kvöld

Bikarkeppni KSÍ 16-liða úrslit karla: Fylkisvöllur:Fylkir - FH20 Grindavík:Grindavík - KR U-2320 Laugardalsvöllur:Þróttur - Fram20 Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 194 orð

Keflavík ísérflokki

LIÐ Keflavíkur hafði mikla yfirburði í stigakeppni félaga á aldursflokkameistaramótinu í sundi sem haldið var í Sundlaug Kópavogs um síðustu helgi. Keflavíkurliðið hlaut 1.413 stig, eða fleiri stig en þau tvö lið sem á eftir komu fengu samanlagt. Sundfélag Hafnarfjarðar sem hlaut 757 stig og Ægir sem hlaut 589. Njarðvík, ÍA, KR og Breiðablik komu í næstu sætum. 22 lið komust á blað á mótinu. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 180 orð

Keppti íFrakklandi

GÍGJA Hrönn Árnadóttir, sextán ára gömul sundkona sem æfir með Aftureldingu, er nýkomin úr strangri æfingaferð til Frakklands ásamt nokkrum félögum sínum, þar sem hún tók meðal annars þátt í gífurlega sterku móti, þar sem nokkrir af fremstu sundmönnum heimsins voru á meðal keppenda. "Ég get ekki sagt að mér hafi gengið neitt sérstaklega vel, enda var ég í ströngum æfingum á þessum tíma. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 109 orð

Knattspyrna

Bikarkeppni KSÍ. Breiðablik - ÍR3:0 Bjarki Pétursson (17.), Sigurður Grétarsson (33. ­ vsp.), Marel Balvinsson (90.). Þór - ÍBV1:2 Halldór Áskellsson (66.) ­ Hlynur Stefánsson 2 (24., 78.). KR - Valur4:1 Andri Sigþórsson (10.), Einar Þór Daníelsson (62.), Guðmundur Benediktsson (81. - vsp. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 164 orð

Komnir til að skemmta okkur!

Þeir voru kátir þeir Axel Lárusson og Hjalti Freyr Halldórsson markvörður, leikmenn A-liðs Aftureldingar, enda að ganga af velli þar sem þeir sigruðu lið Gróttu í hörkuleik 3:2. Axel, sem er að verða tíu ára, gerði þriðja mark UMFA og Hjalti Freyr, sem einnig er á tíunda ári, var sterkur milli stanganna. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 266 orð

KR-ingar sigursælir Eyjum

Peyjarnir úr Kópavogsliðinu HK urðu sigurvegarar í flokki A-liða á Shellmótinu í ár og þetta er í fyrsta sinn sem liði HK tekst að ná í gull á mótinu, en fimmtán ár eru liðin síðan fyrsta Peyjamótið var háð í Vestmannaeyjum. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 548 orð

KVA stóð í Leiftri Leiftur þurfti að hafa

Leiftur þurfti að hafa þó nokkuð fyrir 4:2-sigri á KVA í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar á Eskifirði í gærkvöldi. Heimamenn voru mun ákveðnari til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleik urðu kaflaskipti. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 169 orð

Lands- leikur

Lands- leikur ÞAÐ ríkir ávallt mikil eftirvænting á laugardagskvöldinu á mótinu en þá fer fram leikur milli landsliðs og pressuliðs. Valin er nefnd manna frá félögunum sem tilnefnir í liðin. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 67 orð

Laudrup saknar Romarios

DANINN Michael Laudrup segir að knattspyrnuáhugamenn um allan heim sakni Brasilíumannsins Romarios, sem meiddist á kálfa viku fyrir heimsmeistarakeppnina og leikur því ekki með. "Brasilíumenn sakna hans, en það gerir knattspyrnan einnig," sagði Laudrup um fyrrverandi félaga sinn hjá Barcelona. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 96 orð

MARKAKÓNGAR Hjá A-l

MARKAKÓNGAR Hjá A-liðunum varð markakóngur Kolbeinn Sigþórsson, Víkingi, hann gerði 16mörk og lið hans varð í 5.­8.sæti á mótinu. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 386 orð

Martina Hingis fær aukna mótspyrnu

ÓVÆNT úrslit eru daglegt brauð á grasvöllunum á Wimbledon-tennismótinu í Englandi. Í gær varð Monica Seles að játa sig sigraða fyrir Natöshu Zverevu í tveimur settum. Þessi lítt þekkta stúlka frá Hvíta-Rússlandi, sem er í 22. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | -1 orð

Naumur sigur Eyjamanna

Íslandsmeistarar Eyjamanna eru komnir í 8 liða úrslit bikarkeppninnar eftir að liðið sigraði Þór 2:1 á Akureyri í gærkveldi. "Þetta var hörkuleikur og ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. "Við áttum mjög góð tækifæri í fyrri hálfleik og hefðum átt að gera út um leikinn, en það gekk ekki og því lentum við í ströggli í seinni hálfleik. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 284 orð

Nielsen dómari fékk núll í einkunn

ARGENTÍNSKU dagblöð hrósuðu knattspyrnuliði þjóðarinnar vitaskuld í hásterkt eftir sigur þess á Englendingum í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í fyrradag. Danskur dómari leiksins, Kim Nielsen, fékk þó ekki jafn háa einkunn í Ole, eða ekkert stig af tíu mögulegum. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 611 orð

Sonurinn hafði betur

KR-ingar eru komnir í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 4:1 stórsigur á Valsmönnum í gærkvöldi. Leiksins verður helst fyrir sögulega endurkomu Arnórs Guðjohnsens, en hann lék með Valsmönnum í gærkvöldi og var það fyrsti félagsleikur hans hér á landi í rúm tuttugu ár. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 462 orð

Tennis

Wimbledon-mótið Einliðaleikur kvenna, 4. umferð: 1-Martina Hingis (Sviss) vann Tamarine Tanasugarn (Tælandi) 6-3 6-2 3-Jana Novotna (Tékklandi) vann 10-Irina Spirlea (Rúmeníu) 6-2 6-3 7-Venus Williams (Bandar. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 77 orð

Tólf til Noregs

Magnús Aðalsteinsson, þjálfari U18 ára landsliðs stúlkna í blaki hefur valið tólf manna hóp sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Förde í Noregi, dagana 14.-16. næsta mánaðar. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum, landsleikir innan sviga. Hildigunnur Magnúsd., KA5Lilja Jónsdóttir, Víkingi1Sunna Kr. Sigurðard. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 287 orð

"Trúi þessu ekki!"

Arnór Smárason, ÍA, var valinn besti leikmaður Shell-mótsins í Eyjum. Félagar hans í ÍA fögnuðu honum innilega þegar þetta var tilkynnt á lokahófi mótsins og það var erfitt fyrir hann að slíta sig lausan til að taka við bikarnum sem nafnbótinni fylgir. "Ég trúi þessu ekki," var það fyrsta sem Arnór Smárason sagði í viðtali við Morgunblaðið. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 242 orð

Tryggvi skoraði fyrir Tromsö

Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark Tromsö í 3:0 sigri gegn Kongsveinger á heimavelli en heil umferð fór fram í norsku knattspyrnunni í gærkvöldi og bar það helst til tíðinda að Rosenborg tapaði fyrir Molde á heimavelli, 1:2, í toppslag deildarinnar. Þetta var fyrsta tapið hjá Rosenborg á tímabilinu. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 161 orð

Úrslita- leikir

Í úrslitaleik A-liða sigraði HK í hörkuspennandi viðureign við ÍA. Leikurinn fór 1:1 en HK sigraði þar sem þeirra mark kom fyrr í hálfleik. Það var lið KR sem sigraði hjá A-liðum 1997 og horfðu því á eftir titlinum til HK, en KR varð í þriðja sæti. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 455 orð

Verkbann sett á leikmenn

Eigendur liðanna í NBA-deildinni settu verkbann á leikmenn í gærdag eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum milli stéttarfélags leikmanna og eigenda á mánudag. Talið er að erfitt muni verða að ná samkomulagi eftir þessa ákvörðun forráðamanna liðanna og deildarinnar þar sem leikmenn telja verkbannið vera merki um að eigendur séu ekki tilbúnir að gefa nokkuð eftir í kröfum sínum við stéttarfélag Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 229 orð

Víta- spyrnu- keppni í Garði

Víkingur, efsta liðið í 1. deildinni, hafði betur gegn Víði, efsta liði 2. deildar, er liðin mættust í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni því hvoru liði tókst að skora tvívegis í þær 120 mínútur sem leikurinn og framlengingin stóð. Gunnar S. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 93 orð

Vogts undrandi á enskum

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist undrandi á hegðan leikmanna enska landsliðsins skömmu fyrir vítaspyrnukeppnina í leiknum við Argentínu í fyrradag. Vogts fylgdist með leiknum í sjónvarpi og sá David Seaman, markvörð Englands, brosa er leikmenn hvíldust og bjuggu sig undir vítaspyrnukeppnina. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 259 orð

Þau fengu stigabikara

BIKARAR voru veittir til þeirra sem áttu stigahæstu sundin í hverjum aldursflokki. Miðað var við fjórar stigahæstu greinar hvers sundmanns samkvæmt ólympískri stigatöflu. Eftirtaldir sundmenn urðu stigakóngar og -drottningar í sínum aldursflokki. Sveinaflokkur (f. 1986 og síðar) Hermann Unnarsson, Njarðvík1202Meyjaflokkur (f. Meira
2. júlí 1998 | Íþróttir | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Frosti Bættu met um rúmar tíu sekúndurÞær Elfa Björk Margeirsdóttir, Anna Björg Jónasdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir og ÍrisEdda Heimisdóttir skipuðu telpnasveit Keflavíkur sem sigraði í 4×100 m fjórsundi á AMÍá laugardaginn á nýju telpnameti. Meira

Úr verinu

2. júlí 1998 | Úr verinu | 476 orð

Veiðst hafa tæp 11 þúsund tonn af gulllaxi

UM síðustu mánaðamót höfðu veiðst alls 10.800 tonn af gulllaxi á þessu fiskveiðiári og hefur mestur hluti aflans fengist síðastliðna tvo mánuði. Tæplega 60 skip hafa reynt við gulllaxinn og fengið tímabundin tilraunaleyfi til veiðanna. Aflahæstu skipin eru Vestmannaey VE með 1.750 tonn, Hrafn Sveinbjarnarson GK með 1.730 tonn og Jón Vídalín ÁR með 1.380 tonn. Í fyrra veiddust samtals 3. Meira

Viðskiptablað

2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 495 orð

11 aðilar kaupa 74% hlut

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hefur, ásamt 10 öðrum aðilum, keypt 74% hlutafjár í Lýsi hf., að verðmæti 120 milljónir króna. Styrktarsjóður Tryggva Ólafssonar, eins af frumkvöðlum fyrirtækisins, ásamt afkomendum hans munu áfram eiga 26%. Stefnt er að því að halda hluthafafund í næstu viku og skrá fyrirtækið á aðallista Verðbréfaþings við fyrsta tækifæri. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 85 orð

ACO fær viðurkenningu frá Heidelberg Prepress

ACO fær viðurkenningu frá Heidelberg Prepress ACO ehf. sem selt hefur filmuútkeyrsluvélar og myndskanna síðastliðin 25 ár, var nýlega útnefnt sem einn af þremur bestu endursöluaðilum fyrir Heidelberg Prepress í heiminum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 864 orð

Aldrei of seint að bregðast við Tölvur

UMRÆÐA vegna hugsanlegra tölvuvandræða vegna lokaárs aldarinnar, ársins 2000, er mikil og fer vaxandi, enda verður ekki hjá því komist að bregðast við; áramótunum 1999/2000 verður ekki frestað. Fyrirtæki og ríkisstofnanir bregðast misjafnlega við; sumstaðar hafa menn tekið vel við sér en aðrir fljóta sofandi að feigðarósi eins og kom fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Skýrslutæknifélagið og birt Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 177 orð

BM flutningar flytja skrifstofu og afgreiðslu

BM FLUTNINGAR HF. fluttu skrifstofu sína og afgreiðslu í rúmgott húsnæði í Holtagörðum sl. föstudag. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta hafi verið langþráð stund, enda sé langt síðan það sprengdi utan af sér húsnæðið sem það tók í notkun snemma árs 1996. Starfsemin hafi áður verið á 200 fermetrum, en verði nú á 500 fermetrum. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 61 orð

ÐMyllan-Brauð og Samsölubakarí sameinuð

MYLLAN-Brauð hf. og Samsölubakarí hf. voru formlega sameinuð undir nafni og kennitölu Myllunar í gær að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á aðalfundi Myllunnar-Brauðs hf. hinn 27. maí sl., var Benedikt Jóhannesson kjörinn formaður hins sameinaða félags en meðstjórnendur eru Jón Albert Kristinsson, Anna Kristín Kristinsdóttir, Laufey Kristinsdóttir og Sverrir Sverrisson. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 48 orð

ÐNýr framkvæmdastjóri Lífiðnar

FRIÐJÓN Rúnar Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Lífiðnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrum framkvæmdastjóri, af sér í kjölfar ágreinings sem upp kom milli hans og stjórnar félagsins. Þá hefur einnig verið gengið frá ráðningu Gunnars Árnasonar í stöðu sjóðsstjóra. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 64 orð

Eining um Vox nærri

ÞÝZKI fjölmiðlarisinn Bertelsmann AG segir að deila við fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch um sjónvarpsrásina Vox verði líklega leyst með því að deilendur skipti hlutabréfum í rásinni á milli sín. Stjórnarformaður Bertelsmann, Mark Wössner, sagði stöðinni InfoRadio í Berlín að líklegasta lausnin yrði sú að Murdoch og Bertelsmann mundu eiga 50% hvor í Vox. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1168 orð

Ferilstjórnun - burðarás í bættri samkeppnishæfni SjónarhornUndanfarin ár hefur ferilstjórnun "logistik" notið vaxandi vinsælda

Í GEGNUM tíðina hefur hugtakið "logistik" verið notað yfir ýmsa þætti í starfsemi fyrirtækja er varða skipulagningu og stjórnun upplýsinga- og vöruflæðis. Hugtakið á rætur sínar að rekja til valdatíma Napóleons og var notað yfir skipulagningu og flutning á vopnum og vistum í réttu magni og á réttum tíma á réttan stað. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 500 orð

Forvarnir í góðæri

TALSVERT hefur verið fjallað um ofþenslu í íslensku efnahagslífi undanfarnar vikur. Flestum ber saman um að ákveðin hættumerki séu á lofti um mögulega verðbólguaukningu verði ekkert aðhafst til að draga úr þenslu. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 213 orð

GM enn í lamasessi vegna verkfalla

TÆPLEGA 170 þúsund verkamenn hjá General Motors hafa nú verið sendir heim og GM hefur lokað 26 af 29 samsetningarverksmiðjum sínum í Norður-Ameríku, vegna verkfalla í tveimur verksmiðjum fyrirtækisins í bænum Flint í Michigan ríki. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 16 orð

HLUTABRÉFMiklar möguleikar en áhætta í Marel /4

HLUTABRÉFMiklar möguleikar en áhætta í Marel /4TÖLVURAldrei of seint að bregðast við /5ENDURSKOÐUNTvær samsteypur sameina kraftana / Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 165 orð

Hornafjörður semur við Landsbankann

HORNAFJARÐARBÆR hefur samið við Landsbanka Íslands um lánsfjármögnun á 75 milljóna króna skammtímaláni. Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða verðtryggð skuldabréf til 10 ára sem greiðast árlega. Fjármögnunin var boðin út meðal innlendra banka og verðbréfafyrirtækja. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 205 orð

Intrum opnar umboðsskrifstofu á Suðurnesjum

INTRUM á Íslandi ehf. hefur opnað umboðsskrifstofu fyrir Suðurnes. Skrifstofan er til húsa að Vatnsnesvegi 14 í Keflavík og er rekstur hennar í höndum eigenda Lögfræðiþjónustu Suðurnesja hf. Í framhaldi af opnun skrifstofunnar munu fyrirtækin hefja samstarf um að bjóða fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu upp á heildarlausnir í innheimtumálum. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 156 orð

Kaupa fiskiker fyrir 45 milljónir

TVÖ útgerðarfyrirtæki hafa samið við Sæplast hf. á Dalvík um kaup á fiskikerum fyrir um 45 milljónir króna. Er þetta einn stærsti samningur sem Sæplast hefur gert. Kaupendur keranna eru Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Vísir hf. í Grindavík. Um er að ræða 460 lítra ker sem nota á um borð í ísfisktogurum útgerðarfyrirtækjanna. Kerin eiga að afhendast á tímabilinu 1. september til 30. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 89 orð

Landmælingar Íslands Rekstrarafgangur

REKSTRARAFGANGUR af starfsemi Landmælinga Íslands á síðasta ári nam 5,2 milljónum króna. Heildartekjur á árinu voru 139 m.kr. Sértekjur í heild voru 49,7 milljónir, að meðtöldum rannsóknarstyrkjum og framlögum. Tekjur af kortum, loftmyndum og öðru kortatengdu efni voru 44,5 milljónir og lækkuðu frá árinu 1996 um 4,4 m.kr. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 49 orð

LEIÐRÉTT Í frétt blaðsins í gær um framlag Newman's Own til Ba

Í frétt blaðsins í gær um framlag Newman's Own til Barnaspítalasjóðs Hringsins var rangt farið með nafn umboðs fyrirtækisins hér á landi. Það er heildsala K.K. Karlssonar sem selur vörur Newman's Own á Íslandi en ekki K.K. Kristjánsson eins og ranghermt var. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 2212 orð

Miklir möguleikar en töluverð áhætta Fjárfestar bíða spenntir eftir tölum um afkomu hugbúnaðarfyrirtækisins Marels á fyrri hluta

SAMKVÆMT endurskoðaðri rekstraráætlun Marels, sem kynnt var í júní, hafa tekjur fyrirtækisins og dótturfyrirtækis þess, Carnitech í Danmörku, dregist saman og er ljóst að tap verður á rekstri þeirra á fyrri árshelmingi. Þótt áætlun geri ráð fyrir að afkoman batni á síðari árshelmingi er ekki reiknað með því að hagnaður verði af rekstri samstæðunnar á árinu. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 412 orð

News Corp. gerir Fox að sérstöku fyrirtæki

NEWS CORP., fyrirtæki Ruperts Murdochs, mun afla 2-3 milljarða dollara með því að skilja Fox kvikmyndaverið og sjónvarpsumsvif sín frá rekstrinum með stofnun sérstaks fyrirtækis sem verður kallað Fox Group. News Corp. mun selja 20% í Fox Group almenningi með hlutabréfaútboði síðar á þessu ári og tryggja þar með að fyrirtækjasamsteypan haldi meirihluta sínum í Fox og yfirráðum. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 305 orð

Nýr UBS stendur vel eftir fyrsta daginn

EFTIR fyrsta starfsdag nýrrar fjármálastofnunar Sviss, UBS, seldust hlutabréf hennar á 550 svissneska franka. Þegar viðskipti dagsins hófust seldust skráð bréf í nýja fyrirtækjahópnum á 552 svissneska franka. Verð bréfanna komst hæst í 555 franka, en minnst fengust 549 frankar fyrir þau. Hin nýi UBS varð til við samruna Union-banka Sviss og Swiss Bank Corp. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 211 orð

Sameinaði lífeyrissjóðurinn stofnar eignarhaldsfélag

SAMEINAÐI lífeyrissjóðurinn hefur stofnað dótturfélag, Eignarhaldsfélag Sameinaða lífeyrissjóðsins hf. Tilgangurinn er að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins að nýta hlutafélagaformið til að halda sér ýmsum eignum sem lúta beint að rekstri sjóðsins sjálfs en eru ekki eiginlegar fjárfestingar. Félagið var stofnað í janúar af sjóðnum sjálfum og Jóhannesi Siggeirssyni framkvæmdastjóra hans. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 866 orð

Sameining íslenskra endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja

STÆRSTA samsteypa endurskoðenda og ráðgjafa varð til í gær með formlegum samruna alþjóðafyrirtækjanna Coopers & Lybrand og Price Waterhouse. Endurskoðunarmiðstöðin Coopers og Lybrand ehf. og Hagvangur hf. sem gengu í eina sæng um sl. áramót, gengu nýverið frá samstarfssamningi við erlenda risafyrirtækið og framvegis munu þau ganga undir nafninu "Pricewaterhouse Coopers ehf. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 126 orð

Samskip með stærsta þráðlausa símkerfi landsins

Samskip með stærsta þráðlausa símkerfi landsins SAMSKIP hafa tekið í notkun nýja einkasímstöð sem keypt var af Landssíma Íslands. Símstöðin er af gerðinni Alcatel 4400 og er hún með sextíu bæjarlínum og 300 tækjum, flestum stafrænum, en af þeim eru fimmtíu þráðlaus DECT símtæki. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 144 orð

Selja 1% í Íslands banka HLUTABRÉF að verðmæti 137 mil

HLUTABRÉF að verðmæti 137 milljónir kr. skiptu um hendur á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Þessi viðskipti leiddu til þess að hlutabréfaveltan í gær var sú mesta á einum degi það sem af er árinu. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5%. Í gærmorgun voru hlutabréf í Íslandsbanka að nafnverði tæpar 39 milljónir kr. seld á genginu 3,43 fyrir liðlega 133 milljónir kr. Er þetta 1% hlutur í bankanum. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 324 orð

Stefnt að skráningu á Verðbréfaþing

NORÐVESTURBANDALAGIÐ hf. á Hvammstanga var rekið með 9,6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en félagið hóf rekstur 1. júlí eftir sameiningu nokkurra sláturleyfishafa á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Vestfjörðum. Rekstrartekjur Norðvesturbandalagsins voru liðlega 254 milljónir kr. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | -1 orð

Stofnfjárútboð samþykkt á aðalfundinum

AÐALFUNDUR Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis var haldinn á dögunum. Á fundinum kom fram að mikil aukning varð á starfsemi sjóðsins árið 1997. Jukust innlán um 42%, eða úr 399 milljónum króna í 567 milljónir í lok ársins og var þessi aukning sú mesta allra banka og sparisjóða á landinu. Útlán jukust meira, eða um 60%, og námu heildareignir sjóðsins í lok ársins rúmum 700 milljónum króna. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 160 orð

Tussaud í London til sölu

BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Pearson Plc hefur til athugunar að selja hið fræga vaxmyndsafn Madame Tussauds í London ef rétt verð fæst. Lengi hefur verið búizt við að Pearson selji Tussauds til að grynnka á skuldum vegna kaupa á útgáfufyrirtækinu Simon & Schuster af Viacom Inc. fyrir 3,6 milljarða dollara. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 264 orð

VW og Volvo í bandalag?

Samkvæmt heimildum blaðsins áttu forstjórar VW og Volvo, Ferdinand Piech og Leif Johansson, leynilegan fund með sér í Gautaborg á laugardag um möguleika á bandalagi á breiðum grundvelli, sem gæti gert VW kleift að sækja inn á markað fyrir meðalstóra og stóra vöruflutningabíla. VW vildi ekkert um málið segja. Volvo staðfesti að forstjórarnir hefðu hitzt, en gerði lítið úr viðræðunum. Meira
2. júlí 1998 | Viðskiptablað | 264 orð

Öflugt markaðsstarf að skila sér

ÚTLIT er fyrir að afkoma Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) og dótturfyrirtækja af reglulegri starfsemi verði betri en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að hagnaður SÍF eftir skatta yrði um 104 milljónir á fyrri árshelmingi 1998 en 185 milljónir á öllu árinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.