Greinar miðvikudaginn 15. júlí 1998

Forsíða

15. júlí 1998 | Forsíða | 421 orð

Borís Jeltsín reynir að friða neðri deild þingsins

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að friða andstæðinga sína í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, í því skyni að fá þá til að samþykkja boðaðar efnahagsaðgerðir stjórnarinnar sem hún segir nauðsynlegar til að tryggja að Rússar fái lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Meira
15. júlí 1998 | Forsíða | 133 orð

Forseti fær ekki áritun

BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að Alexander Lúkashenko, forseta Hvíta-Rússlands, og öðrum leiðtogum landsins yrði neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Áður hafði Evrópusambandið (ESB) ákveðið að neita Lúkashenko og 130 ráðherrum og embættismönnum frá Hvíta-Rússlandi um vegabréfsáritun til að mótmæla ótilhlýðilegri framkomu þarlendra stjórnvalda í garð sendiherra. Meira
15. júlí 1998 | Forsíða | 230 orð

Óraníumenn undir miklum þrýstingi

BRÆÐURNIR þrír, sem létust í eldsprengjuárás öfgasinnaðra mótmælenda á heimili þeirra aðfaranótt sunnudags, voru bornir til grafar í bænum Rasharkin í gær. Bræðurnir voru jarðsungnir við fjölkirkjulega athöfn í heimabæ þeirra, Ballymoney. Meira
15. júlí 1998 | Forsíða | 198 orð

Uppþot vegna deilu um kvennakvóta

FORSETI neðri deildar indverska þingsins frestaði í gær umræðu um stjórnarfrumvarp þess efnis að konur fái a.m.k. þriðjung sætanna í löggjafarsamkundunni og þingum allra indversku ríkjanna. Deilan um frumvarpið hafði valdið uppþoti og öngþveiti í þingsalnum og Atal Behari Vajpayee forsætisráðherra lét svo um mælt að uppákoman væri þingi fjölmennasta lýðræðisríkis heims til skammar. Meira
15. júlí 1998 | Forsíða | 212 orð

Vakin af hinu opinbera

Vakin af hinu opinbera Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. "GÓÐAN daginn, nú er mál að fara á fætur til að komast á réttum tíma í vinnuna." Í Danmörku er eins víst að það sé bæjarstarfsmaður, sem bankar upp á árla morguns með bros og þessi orð á vör. Meira

Fréttir

15. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 301 orð

11% meiri mjólk lögð inn í júní

BÆNDUR í Eyjafirði hafa brugðist vel við hvatningu Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga um að auka mjólkurframleiðslu sína. Framleiðslan var að sögn Hólmgeirs Karlssonar, framkvæmdastjóra mjólkuriðnaðarsviðs KEA, 11% meiri í nýliðnum júnímánuði en var í sama mánuði fyrir ári og munar þar um 200 þúsund lítra sem meira var lagt inn af mjólk. Innleggið í júní var tæplega tvær milljónir lítra. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Aðstoð við Norðurál heimil

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA, ESA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi styrkt álverið á Grundartanga og að sá styrkur sé í samræmi við kort ESA, sem gefið var út árið 1996, um byggðastyrki til fyrirtækja á Íslandi. Samkvæmt kortinu má veita byggðastyrki til fyrirtækja á öllu landinu utan höfuðborgarsvæðis. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Akraborgarblús á Akranesi

SKAGALEIKFLOKKURINN sýnir Akraborgarblús í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld kl. 20.30. Flutt verður dagskrá þar sem stiklað er á stóru úr sögu Skallagríms hf. sem átti og rak Akraborgina. Akraborgin var eitt helsta einkenni Akraness og tengdist bænum á margan hátt fyrir utan að vera samgöngutæki. Aðgangur að Akraborgarblús er ókeypis. Fimm kórar Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 365 orð

Andstæður úrskurði frá 10. júlí

Í GÆR var staðfest með úrskurði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík um sviptingu ökuréttar manns sem tekinn var á 66 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í tvo mánuði en með úrskurðinum er sviptingin stytt í einn mánuð eins og lögreglustjóri óskaði staðfestingar á. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 110 orð

Átta taldir af eftir flugslys

ÁTTA manna áhöfn úkraínskrar fraktflutningaflugvélar er talin af eftir að vélin hrapaði í Persaflóa skammt úti fyrir strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna á mánudagskvöld. Björgunarsveitir höfðu fundið hluta úr sex líkum í gær. Sjónarvottar sögðu að eldur hefði komið upp í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 621 orð

Baldur Heiðar Magnússon Þetta var bj

Baldur Heiðar Magnússon Þetta var björgun á síðustu stundu BALDUR Heiðar Magnússon, sem átti stærstan þátt í að bjarga lífi fjögurra manna fjölskyldu í Grafarvogi aðfaranótt laugardags þegar eldur kom upp í íbúðinni, segir að ef hann hefði komið heim örfáum mínútum síðar hefði björgun tæplega verið möguleg. Meira
15. júlí 1998 | Landsbyggðin | 244 orð

Brotajárn pressað í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Í Stykkishólmi hefur safnast saman mikið af brotajárni á síðustu árum, sem hefur sett óskemmtilegan svip á bæinn. Nú hefur brotajárninu verið safnað saman á einn stað. Nú um daginn kom til Stykkishólms brotajárnspressa á vegum endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar ehf. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Brot á barnasáttmála SÞ

Umboðsmaður barna telur að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé brotinn með því að ungir fangar sem afplána refsivist eru um þessar mundir ekki aðskildir frá eldri föngum heldur vistaðir á almennum deildum afplánunarfangelsa og njóta þar engrar sérstöðu. Þetta telur umboðsmaður barna brot á barnasáttmálanum og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Búist við miklu fjölmiðlafári

RÉTTAÐ verður í máli sem Sophia Hansen höfðaði á hendur barnsföður sínum, Halim Al, vegna umgengnisréttarbrota hans, kl. 06.00 í dag, að íslenskum tíma, í sakadómi í Istanbul. Sophia og lögmaður hennar, Hasip Kaplan, verða viðstödd þinghaldið. Halim Al verður einnig í dómhúsinu ásamt lögmanni sínum. Meira
15. júlí 1998 | Landsbyggðin | 195 orð

Búnaðarbankamót í Borgarnesi

Borgarnesi­ Nýverið var Búnaðarbankamótið í knattspyrnu haldið í fimmta sinn í Borgarnesi, en mótið er knattspyrnumót fyrir 4.­7. flokk. Eins og nafnið gefur til kynna er útibú Búnaðarbankans í Borgarnesi styrktaraðili mótsins. Mótið var það fjölmennasta til þessa en það hefur vaxið ár frá ári. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Bærinn í blíðunni

SÓLARGEISLARNIR hellast áfram yfir borgarbúa og var gærdagurinn engin undantekning. Eftir júnímánuð sem færði 111 sólskinsstundir framyfir meðallag virðist júlí lítið ætla að gefa eftir. Bæjarbúar njóta sólarinnar og nýta hver á sinn hátt. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 280 orð

Dauðdagi Abacha eðlilegur KRUFNING á líki Sani Abach

KRUFNING á líki Sani Abachas, fyrrverandi einræðisherra í Nígeríu, benti til þess að hann hefði látist með eðlilegum hætti, samkvæmt fréttum nígeríska dagblaðsins Thisdayí gær. Áður höfðu fjölmiðlar leitt að því getum að eitrað hefði verið fyrir Abacha, en sýni sem rannsökuð voru í Þýskalandi leiddu ekki í ljós nein merki um það. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 440 orð

Deilt um réttmæti eignasölu danskra bæjarfélaga

FJÁRHAGSSTAÐA danskra bæjarfélaga er víða bágborin, fjármálaráðuneytið vakir yfir þeim og hefur sett þeim strangar reglur, meðal annars um hversu mikið þau megi taka að láni. Nokkur dönsk bæjarfélög hafa hins vegar látið koma krók á móti bragði og hafa tekið til við eða áætla að selja eignir bæjarfélaganna, svo sem skóla, dagheimili og skólphreinsistöðvar. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 364 orð

Ekki áfellisdómur

GUNNAR Gunnarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu hjá Vegagerðinni, segist ekki líta á athugasemdir Ríkisendurskoðunar vegna vegaframkvæmda á árunum 1992­1995, sem áfellisdóm. Ríkisendurskoðun gagnrýnir m.a. tilfærslu á fjármunum til verka milli ára, gerð kostnaðaráætlana og að lengri fyrirvara þyrfti við útboð á framkvæmdum. Meira
15. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Engin helgarakstur

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur leiði yfir því að ekki hafi enn neitt gerst í því að koma á helgarakstri á vegum Stætisvagna Akureyrar né heldur í endurskoðun leiðakerfis vagnanna. Meira
15. júlí 1998 | Miðopna | 1120 orð

Fátt mannlegt óviðkomandi Fátt mannlegt er samkeppnisyfirvöldumóviðkomandi. Nú hefur samkeppnisráðkennt Vegagerðinni lexíu í

SAMKEPPNISRÁÐ tók í síðustu viku athyglisverða ákvörðun í máli Arnars E. Gunnarssonar verktaka á hendur Vegagerðinni. Arnar gerði tilboð í snjómokstur á Holtavörðuheiði 1997 til 2000. Átti hann lægsta tilboð. Vegagerðin ákvað hins vegar að taka næstlægsta tilboði sem kom frá Gunnari Sæmundssyni (GS). Meira
15. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Fiðla og píanó

HILDIGUNNUR Halldórsdóttir fiðluleikari og Örn Magnússon píanóleikari halda tónleika í Deiglunni í Kaupvangsstræti í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. júlí og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jean Sibelíus og Edvard Grieg. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Finnar viðurkenna ekki verndarsvæðið

FINNSK stjórnvöld viðurkenna ekki yfirráð Norðmanna á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, að sögn Toms Söderman, sendiherra Finnlands hér á landi. Í Morgunblaðinu í gær sagði að Finnland væri eina ríkið, sem viðurkenndi rétt Noregs til að stjórna veiðum á fiskverndarsvæðinu, og hefur því löngum verið haldið fram af hálfu Noregs. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 725 orð

Flókin samverkun margra þátta

ALLS tóku 76 vísindamenn þátt í ráðstefnunni í Hveragerði, innlendir og erlendir. Børresen-Dale fjallaði um erfðagalla sem valdið geta krabbameini, hve mismunandi næm við værum fyrir ýmsum umhverfisáhrifum sem valdið geta sjúkdómnum og samverkun þar þá milli. Íslenskir vísindamenn hafa m.a. gert rannsóknir á brjóstakrabbameini með tilliti til erfðaþátta. Meira
15. júlí 1998 | Landsbyggðin | 112 orð

Framkvæmdir við hitaveitu Stykkishólms hafnar

Stykkishólmi­Framkvæmdir við hitaveitu í Stykkishólmi hófust föstudaginn 10. júlí. Þá var tekin fyrsta skóflustungan að aðveitulögn frá Hofstöðum til Stykkishólms. Aðveitulögnin verður um 5 kílómetra löng. Það er Set ehf. sem framleiðir rörin og einangrar þau. Samið hefur verið við Skipavík hf. í Stykkishólmi um að leggja lögnina og sjá um frágang. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 202 orð

Framlög aukin til heilbrigðisog menntamála

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti áætlun um stórhækkun útgjalda til heilbrigðis- og menntamála á breska þinginu í gær. Hún felur m.a. í sér að á næstu þremur árum munu útgjöld til menntamála aukast um ríflega 2.200 milljarða íslenskra króna en útgjöld til heilbrigðismála um tæplega 2.500 milljarða íslenskra króna. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1400 orð

Framtíð sjávarþorpanna í hættu

ALGER markaðsvæðing úthlutunar fiskveiðiheimilda var sú stefna sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, boðaði á stjórnmálafundi á Ísafirði í fyrrakvöld sem Helgi Þorsteinsson fylgdist með. Meira
15. júlí 1998 | Miðopna | 1776 orð

Frétt er annaðhvort rétt eða röng Það eru hættulegar villigötur, sem fjölmiðlar villast inn á, þegar þeir í æsingi

UPP Á síðkastið hafa ákveðnir hlutir gerst í bandarískri blaða- og fréttamennsku, sem hafa orðið ýmsum í blaðamannastéttinni á Íslandi að umhugsunarefni. Í einu tilviki var stórfrétt dregin til baka, þar sem á daginn kom, að ekki reyndust nógu traustar heimildir að baki fréttinni, til þess að hægt væri að staðhæfa að hún væri sönn. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 490 orð

Fyrirhuguð útför síðustu rússnesku keisarafjölskyldunnar

Fyrirhuguð útför síðustu rússnesku keisarafjölskyldunnar Farsi í stað þjóðarsáttar Jekaterínborg. Reuters. ÁTTATÍU árum eftir að Nikulás II, síðasti keisari Rússlands, var myrtur ásamt fjölskyldu sinni að skipun byltingarleiðtoga bolsévíka á í þessari viku loks að fara fram opinber útför þeirra. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Fyrsta áfanga lýkur 1999

NÝTT hafnarsvæði er í byggingu í Hafnarfirði vestan við núverandi höfn. Búist er við að fyrsta áfanga verksins ljúki á næsta ári en kostnaður við hann er um 7­800 milljónir króna að sögn Más Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra Hafnarfjarðarhafnar. Áætlað er að þegar öllum framkvæmdum lýkur verði orðnir til 23 hektarar af nýju landi þar sem fyllt hefur verið upp. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 350 orð

Hver er þóknanlegastur öldungunum?

VALDAMENN í Frjálslynda lýðræðisflokknum, stjórnarflokknum í Japan, komu saman í gær til að velja eftirmann Ryutaro Hashimotos forsætisráðherra. Ætlar hann að segja af sér vegna ósigurs flokksins í kosningunum um síðustu helgi þegar kosið var um helming sæta í efri deild þingsins. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hörður Torfa á Ströndum

HÖRÐUR Torfason skemmtir í félagsheimili Árneshrepps í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Í fréttatilkynningu segir að Hörður Torfa haldi um helgina til Stokkhólms þar sem hann muni halda tónleika og koma fram á ýmsum stöðum alla næstu viku. Hörður er nýbúinn að skila leikriti sem hann skrifaði fyrir Leikfélag Hvammstanga og mun hann sviðssetja það þar í byrjun næsta árs. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Íslandsmótinu í svifflugi lauk um helgina Kristj

KRISTJÁN Sveinbjörnsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í svifflugi sem fór fram dagana 4. til 12. júlí á Helluflugvelli. Kristján flaug TF-SKG, LAK-12 svifflugvél, og hlaut alls 4742 stig. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð

Íslendingar ekki sýnt samstarfsvilja

INGVARD Havnen, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, segir að munurinn á máli rússneska togarans, sem tekinn var á Svalbarðasvæðinu og sleppt aftur, og íslenzkra skipa sem færð hafi verið til hafnar í Noregi og sektuð, sé að rússnesk yfirvöld hafi sýnt mun meiri samstarfsvilja en íslenzk og beitt sér fyrir því að rússnesk skip yfirgæfu fiskverndarsvæðið. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Kaldakvísl stífluð

LOKAÐ hefur verið fyrir Köldukvísl við syðri Hágöngu og farvegur hennar stíflaður. Að sögn Halldórs Ingólfssonar, staðarstjóra Ísafls ehf., sem sér um framkvæmdir, hefur verkið gengið mjög vel og var farveginum lokað átta dögum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kristniboðar kvaddir

KVEÐJUSAMKOMA fyrir kristniboðana Hrönn Sigurðardóttur og Ragnar Gunnarsson og fjölskyldu og Kristínu Bjarnadóttur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Flutt verður hugvekja og einnig verður einsöngur og kvartettsöngur. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kvöldganga í Engey

HAFNAGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í Engey í kvöld, miðvikudag. Farið verður frá Hafnarhúsinu að austanverðu kl. 20 um borð í farþegabátinn Skúlaskeið og siglt á honum út í Engey. Gengið verður með ströndinni og farið að bæjarstæðum, en eyjan er afar rík af mannvistarminjum, s.s. útræðis- og búminjum og þar eru einnig merkilegar minjar frá hernámsárunum. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

LEIÐRÉTT

Í greininni "Vatnsskírn jafningja" sem birtist í Fólki í fréttum, þ. 11. júlí s.l., láðist að geta þess að Flakk, eða vímulausar ferðir fyrir unglinga á aldrinum 16-25, er samstarfsverkefni á vegum Samvinnuferða-Landsýnar, Landsbanka Íslands, Eurocard og Jafningjafræðslu framhaldsskólanema. Í myndatexta var að auki farið rangt með skírnarnafn Tómasar Knútssonar kafara. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Margmiðlun hf. semja við iPass Inc.

MARGMIÐLUN hf. (www.mmedia.is) hefur nú skrifað undir samstarfssamning við alþjóðlega fyrirtækið iPass Inc. (www.ipass.com), en það hefur þróað samnefnda tækni er gerir netþjónustum kleift að bjóða notendum sínum að tengjast netinu hvar sem er í heiminum á afar einfaldan hátt. Notendur borga aðeins sem nemur innanlandssímtali á viðkomandi stað. Um er að ræða net rúmlega 2. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 360 orð

Máki hf. stefnir að yfirtöku á Miklalaxi

AÐ SÖGN Guðmundar Arnar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Máka hf. á Sauðárkróki, hefur verið tekin um það óformleg ákvörðun að Máki hefji rekstur fiskeldisstöðvarinnar Miklalax, Fljótum í Skagafirði, á nýjan leik en rekstur hennar hefur legið algerlega niðri í eitt ár. Eignir Miklalax eru í eigu Byggðastofnunar eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Mikið malbikað

"ÁÆTLANIR gerðu ráð fyrir miklum malbikunarframkvæmdum í sumar og má því segja að þurrviðrið hafi verið afskaplega heppilegt," segir Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem sér um malbikun á götum borgarinnar. Meira
15. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 371 orð

Miklar framkvæmdir við Hlíðar fjallsveg um Borgarbraut

STARFSMENN Arnarfells hafa síðustu daga unnið sleitulaust við vegagerð á svonefndum Hlíðarfjallsvegi um Borgarbraut á Akureyri, en framkvæmdir hófust í síðasta mánuði. Arnarfell átti lægsta tilboð í verkið, rúmar 125 milljónir króna, sem er um 76% af áætluðum kostnaði. Þetta verkefni er það stærsta sem boðið var út á vegum Vegagerðarinnar á Norðurlandi á þessu ári. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Myndband um aðgengi fatlaðra

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga, með aðstoð fyrirtækja og stofnana, hefur látið gera níu stutt myndbönd um aðgengi fatlaðra í tengslum við verkefni sambandsins um þennan málaflokk. Myndbandinu er ætlað að vekja áhuga almennings á aðgengi og vekja fólk til umhugsunar um það að gott aðgengi nýtist öllum. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

National Geographic Channel í Fjölvarpi

NÝ sjónvarpsstöð, National Geographic Channel, hefur bæst við hinar 13 sem fyrir eru í Fjölvarpi Íslenska útvarpsfélagsins. Í fréttatilkynningu segir: "National Geographic rannsóknarfélagið var stofnað árið 1888 og hefur um langt árabil gefið út samnefnt tímarit sem 44 milljónir manna um allan heim lesa nú að staðaldri. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

Nauðganir og morð í skjóli óeirðanna

MANNRÉTTINDASAMTÖK segja tuttugu konur hafa látist eftir að þeim var nauðgað ásamt meira en hundrað öðrum konum í skjóli óeirða sem skóku Indónesíu síðastliðna tvo mánuði, að sögn fréttastofunnar AP. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Óperuviðburður ársins Guðjón Óskarsson í hlutverki hersh

Óperuviðburður ársins Guðjón Óskarsson í hlutverki hershöfðingjans í Don Giovanni Tónlistarhátíðin í Aix-en-Provence í Frakklandi státar af einum mesta viðburði í óperuheiminum á þessu ári ef ekki áratugnum. Leikstjórinn heimsþekkti Peter Brook er maðurinn á bak við rómaða uppfærslu á Don Giovanni eftir W.A. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Óttast áhrif á lögreglusamstarf ESB

Á FUNDI nefndar fastafulltrúa aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel (COREPER) í dag verða m.a. ræddar hugmyndir franskra stjórnvalda um að í nýjum samningi við Ísland og Noreg um þátttöku í Schengen-vegabréfasamstarfinu verði þátttaka ríkjanna í lögreglusamstarfi takmörkuð. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Óvenjumikil frjódreifing í júní í Reykjavík

SÚ blíða sem var á suðvesturhorninu í júní hafði óvenjumikla frjódreifingu í för með sér og hefur frjómagn ekki mælst jafnmikið frá árinu 1988 er mælingar hófust. Því má búast við háum frjótölum á þurrviðrisdögum í júlí og vanlíðan þeirra sem haldnir eru frjóofnæmi. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 69 orð

Reuters

Reuters Sigurgleði á Bastilludeginum JACQUES Chirac, forseti Frakklands, sagði í gær í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka, að þjóðin þyrfti að halda þeirri samstöðu og ættjarðarást sem einkennt hefur fögnuð hennar vegna sigurs franska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 43 orð

Reuters Flóð á NýjaSjálandi

LÁTLAUST úrhelli í margar vikur hefur valdið miklum flóðum í miðhluta Nýja-Sjálands og bændur á svæðinu hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna búfénaðar sem hefur drukknað. Bóndinn Rob Cahill notar hér vatnskött til að bjarga búpeningi sínum úr Waikato-á. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 386 orð

Segir áhugann verk Kára Stefánssonar

BANDARÍSKA tímaritið Forbesfjallar um Íslenska erfðagreiningu í síðasta tölublaði sínu og segir að fyrirtækið hafi í raun einkaleyfi á erfðafræðilegum upplýsingum á Íslandi og svo virðist sem sá einkaréttur hljóti á næstunni staðfestingu stjórnvalda. Meira
15. júlí 1998 | Landsbyggðin | 98 orð

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði

Grundarfirði­ Þýska skemmtiferðaskipið Astra II kom til Grundarfjarðar nýlega. Skipið er 10.000 brúttólestir og tekur 420 farþega. Í þessari ferð voru 332 farþegar og 220 manna áhöfn um borð. Hluti farþeganna fór í ferð fyrir Jökul og var farið á Djúpalónssand og út á Búðir. Farið var í fimm rútum þar af einni 70 manna rútu. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skógarganga við Hafravatn

ÁTTUNDA skógarganga sumarsins á höfuðborgarsvæðinu á vegum Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður farin á morgun, fimmtudag. Mæting er kl. 20.30 við afleggjara að Þormóðsdal við austanvert Hafravatn. Gengið verður um athafnasvæði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og um ræktunarsvæði Vilhjálms Lúðvíkssonar við Hafravatn, sem jafnframt verður leiðsögumaður. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sneri við til Grænlands

Flugmaður sem er á heimsflugi á lítilli fis-flugvél og ætlaði að leggja upp frá Kulusuk á Grænlandi til Reykjavíkur í gær varð að snúa við eftir klukkustundarflug. Samkvæmt upplýsingum úr flugturninum á Reykjavíkurflugvelli er ekki vitað með vissu hvað kom upp hjá flugmanninum. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Sveitarfélögum kynntir möguleikar í umhverfisvernd

BÆKLINGUR þar sem kynnt eru fimmtán dæmi um árangur sveitarfélaga á Norðurlöndunum í umhverfisvernd, Náttúrvernd á vegum sveitarfélaga ­ fimmtán góð dæmi, var kynntur á blaðamannafundi í húsnæði ríkisins að Borgartúni 6 í gær. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Tafir á Reykjanesbraut

VEGNA framkvæmda við Reykjanesbraut á kaflanum milli Grindavíkurvegar og Njarðvíkur má búast við umferðartöfum þar næstu daga. Umferð verður að nokkru leyti stýrt um eina akrein á þessum kafla vegarins með ljósum og biður lögreglan í Keflavík ökumenn að haga akstri og tímasetningum sínum með tilliti til hugsanlegra tafa. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

Telur stjórnarskrárbundin mannréttindi brotin

LÖGMAÐUR í Kópavogi hefur kært meinta ólögmæta handtöku lögreglunnar í Reykjavík á ökumanni sem tekinn var fyrir of hraðan akstur í Suðurhlíðum. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Lögmaðurinn telur að með "handtöku og frelsissviptingu lögreglu í Reykjavík hafi verið brotin stjórnarskrárbundin mannréttindi á umbjóðanda mínum þar sem handtökuheimild hafi ekki verið fyrir hendi", Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 292 orð

Tilskipun veldur þjóðarklofningi

Þessi tilskipun er hluti af viðleitni ESB til að skapa sérstakan ESB-borgararétt, en flæmskir stjórnmálamenn hafa beitt sér gegn lögleiðingu hennar. Þeir eru ekki sáttir við að kosningaréttur í sveitarstjórnarkosningum í Flæmingjalandi nái til tugþúsunda Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 427 orð

Veiði glæðist og er betri en í fyrra

SOGIÐ er allt að koma til og nokkur góð skot hafa komið þar á undanförnum dögum, enda er besti tíminn í ánni nú að fara í hönd. Gljúfurá, sem byrjaði illa, hefur einnig tekið vel við sér, lax fór að ganga í hana eftir demburnar í síðustu viku, en hafði áður farið huldu höfði í ós árinnar við Norðurá. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vilja reisa síldarverksmiðju

FYRIRTÆKIÐ Atlantic Coast Fisheries, sem er að meirihluta í eigu Íslendinga, hefur sótt um leyfi borgaryfirvalda í New Bedford í Massachusetts til að byggja fiskimjölsverksmiðju. Atlantic Coast, sem rekur fiskvinnslu í New Bedford, er að 80% í eigu fyrirtækisins Úthafssjávarfangs ehf. en hluthafar í því eru Samherji, SR-mjöl, Síldarvinnslan og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þrjár konur hljóta Verslunarverðlaunin

Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ 1998 var tilkynnt um vinningshafa Verslunarverðlaunanna sem afhent voru í fyrsta sinn nemendum í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands sem valið höfðu sér lokaverkefni á sviði verslunar. Verðlauni eru veitt af Samtökum verslunarinnar - Félagi íslenskra stórkaupmanna og eru kr. 200 þúsund. Meira
15. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Þrjú íslenzk dómsmál hjá EFTA-dómstólnum

ÞRJÚ íslenzk dómsmál eru nú til meðferðar hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg, þar sem óskað hefur verið eftir ráðgefandi áliti dómsins. Dómstóllinn tók til starfa í ársbyrjun 1994 og barst honum engin ósk um ráðgefandi álit frá Íslandi fyrstu tæplega fjögur starfsárin. Öll málin þrjú hafa borizt dómnum á undanförnum níu mánuðum. Meira
15. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 213 orð

Öryggisráðið varar Ísraela við

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna skoraði í fyrrakvöld á Ísraelsstjórn að hætta við áætlanir um að færa út borgarmörk Jerúsalems. Sagði í yfirlýsingu þess, að um væri að ræða mjög "hættulega þróun", sem gert gæti að engu viðræður Ísraela og Palestínumanna um frið. Kvaðst öryggisráðið mundu fylgjast grannt með aðgerðum Ísraelsstjórnar. Meira

Ritstjórnargreinar

15. júlí 1998 | Staksteinar | 298 orð

»Mikilvægustu mál þjóðarinnar VIÐ hlið heilbrigðismála eru menntamálin mikil

VIÐ hlið heilbrigðismála eru menntamálin mikilvægasta sameiginlega mál þjóðarinnar, segir Elna Katrín Jónsdóttir í grein í Kennarablaðinu. Alþjóðlegur samanburður ELNA Katrín Jónsdóttir segir m.a. í Kennarablaðinu: "Margt er skrafað og skeggrætt um skólamál og menntun þessa dagana. Meira
15. júlí 1998 | Leiðarar | 688 orð

NÝJAR SKÝRSLUR RÍKISENDURSKOÐUNAR

Ríkisendurskoðun hefur nú sent frá sér skýrslur um kostnað bæði Seðlabanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands vegna veiðiferða, risnu o.fl. Athyglisvert er, að skýrslurnar um þessa tvo banka einkennast af hófsemd í umfjöllun um einstök atriði. Má gera ráð fyrir, að hún taki m.a. mið af þeirri gagnrýni, sem Ríkisendurskoðun varð fyrir vegna umfjöllunar stofnunarinnar um málefni Landsbankans. Meira

Menning

15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 121 orð

Benigni heiðraður

ÍSRAELSKIR kvikmyndagestir stóðu upp úr sætum þegar þeir hylltu ítalska leikstjórann Roberto Benigni eftir frumsýningu myndarinnar Lífið er fallegt eða "Life is Beautiful". Sem væri ekki í frásögur færandi ef þessi sorglegi gamanleikur fjallaði ekki um útrýmingarbúðir nasista; umfjöllunarefni sem gyðingar líta sjaldan á sem broslegt. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 794 orð

BIRTAN ÓTRÚLEG Á ÍSLANDI

HÓPUR á vegum tískuritsins Harper's Bazaar var við ljósmyndatökur í Vestmannaeyjum og Bláa lóninu fyrr í mánuðinum. Æ algengara verður að erlendir aðilar leiti til Íslands sem tökustaðar ljósmynda eða auglýsingagerðar og áhugavert að vita hver þróunin verður. Landslagið virðist vera helsta aðdráttaraflið en sumarbirtan og vinalegar móttökur hafa þó sitt að segja. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

DiCaprio hrokafull rokkstjarna í mynd Allens

WOODY Allen segist ekki hafa haft aðsóknina í huga þegar hann fékk átrúnaðargoðið Leonardo DiCaprio til að leika í væntanlegri mynd sinni "Celebrity" eða "Fræga fólkið". "Ég réð DiCaprio áður en Titanic var frumsýnd," segir hann í samtali við Newsweek. "Hann leikur tólf mínútur í myndinni." DiCaprio leikur hrokafulla rokkstjörnu í myndinni sem er hundelt af æstum aðdáendum. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Eldskírn Banderas

SPÆNSKI leikarinn Antonio Banderas segist hafa fengið mikla þjálfun fyrir hlutverk sitt sem skylmingahetjan Zorró í myndinni "Gríma Zorrós". Hann greinir frá því í samtali við People að hann hafi tekið þátt í skylmingum í annarri kvikmynd en gert það upp við sig að það hefði ekki verið nóg reynsla. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 291 orð

Górilla alin upp Vinur (Buddy)

Framleiðendur: Fred Fuchs, Steve Nicolaides. Leikstjóri: Caroline Thompson. Handritshöfundar: Caroline Thompson, byggt á sjálfsævisögu Getrude Davies Lintz "Animals Are My Hobby". Kvikmyndataka: Steve Mason. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalhlutverk: Rene Russo, Robbie Coltrane, Alan Cumming, Irma P. Hall, Paul Reubens. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
15. júlí 1998 | Menningarlíf | 578 orð

Heildarútgáfa verka Bachs

ÞÝSKA tónskáldið Johann Sebastian Bach er jafnan talið með helstu tónskáldum sögunnar. Eftir Bach liggur grúi verka, á tólfta hundrað, sem flest hafa verið gefin út oftar en einu sinni, þó ekki hafi ekki komið út heildarútgáfa verka hans. Nú hyggst þýska fyrirtækið Hanssler fagna 250. ártíð Bachs eftir tvö ár með því að ljúka þá heildarútgáfu verka hans. Meira
15. júlí 1998 | Menningarlíf | 111 orð

Ingveldur Ýr syngur sígild dægurlög í Kaffileikhúsinu

NÆSTU tónleikar í Sumartónleikaröð Kaffileikhússins verða fimmtudaginn 16. júlí kl. 21. Þá syngur Ingveldur Ýr Jónsdóttir " perlur úr poppinu, sígild dægurlög úr ýmsum áttum." Í kynningu segir ennfremur m.a.:"Fluttir verða margir af vinsælustu slögurum seinni tíma og komið við á ólíkum stöðum. Meira
15. júlí 1998 | Tónlist | 685 orð

Í dauðans böndum... TÓNLIST

Soffía Gúbajdúlína: Rejoice! sónata fyrir fiðlu og selló; Hugleiðing um sálmforleik Bachs Vor Deinen Thron tret' ich hiermit fyrir strengjakvintett og sembal. Farran James, fiðla; James Bush, selló; Khali kvartettinn (Farran James, Sif Tulinius, fiðlur; Emma Lively, víóla; James Bush, selló); Guðrún Óskarsdóttir, semball; Dean Ferell, kontrabassi. Skálholtskirkju, laugardaginn 11. Meira
15. júlí 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Ítalskir nemendatónleikar

FJÓRIR ítalskir tónlistarnemendur og einn kennari þeirra halda tónleika í Tónleikasal Söngskólans í Reykjavík ­ Smára, Veghúsastíg 7, fimmtudaginn 16. júlí kl. 20.30. Nemendurnir sem fram koma eru píanóleikararnir Simone Gallo og Daniele Fantozzi, Diego Pucci sem leikur bæði á píanó og harmóniku og mezzósópransöngkonan Alessandra Ongarello. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 221 orð

Klárar konur og sóðalegir menn Á mörkunum (Wild Side)

Framleiðendur: Tom Engelman. Leikstjóri: Donald Cammell. Handritshöfundar: Donald Cammel, China Kong. Kvikmyndataka: Sead Muhtarevic. Tónlist: Jon Hassell, Jaimie Muhoberac. Aðalhlutverk: Christopher Walken, Joan Chen, Steven Bauer, Anne Heche, Allen Garfield, Adam Novak. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 210 orð

Lars von Trier vill vinna með Björk

LENGI hefur verið hvíslað manna á milli í kvikmyndaheiminum að danski leikstjórinn Lars von Trier vilji ólmur fá Björk til að leika og syngja í sinni næstu kvikmynd. Karsten Horst, talsmaður von Triers, hjá framleiðslufyrirtæki hans, Zentropa í Kaupamannahöfn, segir að þetta hvískur eigi við rök að styðjast. Meira
15. júlí 1998 | Myndlist | 388 orð

List í húsi guðs

Opið alla daga á tímum kirkjunnar. Til ágústloka. Aðgangur ókeypis. LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju heldur áfram þeim ágæta sið að bjóða þekktum málurum að sýna nokkrar myndir í anddyri. Að þessu sinni hefur verið leitað út fyrir landsteinana, þótt listamaðurinn, Tryggvi Ólafsson, sé síst minni Íslendingur hinum fyrri, Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

"Lolita" loksins í kvikmyndahús

NÝJUSTU fregnir herma að kvikmyndin "Lolita" verði loksins sýnd í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna en hingað til hefur reynst ómögulegt að finna dreifingaraðila að myndinni vegna sifjaspellsatriða á milli aðalleikaranna. Myndin fjallar um samband háskólaprófessors, sem er leikinn af Jeremy Irons, og stjúpdóttur hans, sem er leikin af Dominique Swain sem var 15 ára þegar tökur hófust. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð

Mel Gibson vinsælastur

LETHAL Weapon 4 sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum um síðustu helgi og halaði inn um 2,5 milljarð króna. Engin af hinum myndunum þremur með Mel Gibson og Danny Glover náði jafn góðum árangri fyrstu frumsýningarhelgina. Lethal Weapon 3 átti áður metið frá árinu 1992 þegar hún þénaði um 2,3 milljarða. Útgöngukannanir sýndu að bíógestir voru ánægðir með myndina. Meira
15. júlí 1998 | Menningarlíf | 759 orð

Minnisvarði um Eggert og Ingibjörgu

MIKIÐ var um dýrðir á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi sl. sunnudag er minnisvarði um Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðing og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur var afhjúpað. Listaverkið er unnið af Páli Guðmundssyni á Húsafelli með dyggum stuðningi Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar í Reykjavík. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 294 orð

Mynd Spikes Lee um fjöldamorðingja umdeild

LEIKSTJÓRINN Spike Lee vinnur að gerð myndar sem nefnist "Summer of Sam" og fjallar um fjöldamorðingjann "Son of Sam" eða Son Sams. Lee hefur mætt andstöðu hjá föður eins af fórnarlömbum fjöldamorðingjans. Heitir hann Michael Lawria og var dóttir hans fyrsta fórnarlamb Sonar Sams sumarið 1976. "Ég trúi því ekki að nokkur geti hugsað sér að búa til kvikmynd um Son Sams," segir Lawria. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 388 orð

Spennandi keppni lauk á sveitaballi

GRUNNSKÓLARNIR í Kópavogi luku annasömum vetri á sveitaballi með Sóldögg á Borg í Grímsnesi og var það lokahátíð Stigakeppni grunnskóla Kópavogs sem stóð yfir í allan vetur. Þetta var annað árið sem keppnin fór fram og lögðu allir skólar sitt af mörkum til að senda keppendur í allar greinar því gefin voru stig fyrir mætingu. Einnig voru gefin stig fyrir fjögur efstu sætin. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 449 orð

Stuttmynd um papana frumsýnd í New York

Í KVÖLD verður frumsýnd írska stuttmyndin "Stranded" í Tribeca Film Center í New York. Myndin sem er 26 mínútur að lengd fjallar um nokkra írska einsetumunka sem settust að á Íslandi fyrir landnám. Leikstjóri myndarinnar er Ian FitzGibbon en bróðir hans sem skrifaði handritið, Brian FitzGibbon, hefur verið búsettur á Íslandi í þrjú ár. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 398 orð

Timburmenn og 200 tonn af drasli

ÞAÐ VORU ófáir sem vöknuðu með hellu í eyrunum eftir ástarskrúðgönguna í Berlín á laugardag, sem sögð er stærsta danstónlistarveisla í heiminum. Það voru ekki bara skemmtanaglaðir dansáhugamenn sem vöknuðu með timburmenn heldur einnig felmtri slegnir umhverfissinnar. Skipuleggjendur hátíðarinnar sögðu að milljón manns hefði tekið þátt í skrúðgöngunni. Meira
15. júlí 1998 | Menningarlíf | 167 orð

Tónlistarskólinn arfleiddur að húseign

NÝVERIÐ lauk þrítugasta og þriðja starfsári Tónlistarskólans á Sauðárkróki og fóru skólaslit fram í tónleikasal skólans. Í vetur stunduðu eitt hundrað fimmtíu og sex nemendur nám við skólann og voru kennarar sex auk skólastjóra. Meira
15. júlí 1998 | Tónlist | 390 orð

Ungir tónlistarmenn á ferð um Norðurlönd

undir stjórn Paavo Järvi, fluttu verk eftir Nielsen, Stravínskí og Stenhammar. Föstudagurinn 10. júlí 1998. EF litið er til áhugasviðs fjölmiðlafólks á sviði tónlistar, hvers konar tónlist það velur sér til fylgdar í þáttum sínum og hvað það telur til tíðinda á sviði tónlistar, er klassísk tónlist, og sú menntun er tengist henni, ekki til. Meira
15. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 339 orð

Útgáfuteiti hjá Playboy

ÞAÐ VORU margir sem nutu gestrisni tímaritsins Playboy á Astró sl. föstudagskvöld, en það fagnaði útkomu ágústheftisins margumtalaða, þar sem átján íslenskar ungmeyjar prýða síður blaðsins. Kampavín og smáréttir voru í boði og hljómsveitin Casino ásamt Páli Óskari sáu um að fá fólkið í gott skap. Meira

Umræðan

15. júlí 1998 | Aðsent efni | 711 orð

Að trúa stáli

EFTIR heldur tíðindalítil misseri á vinstri vígstöðvunum hefur meirihluti Alþýðubandalagsins rofið þögnina og ákveðið að bjóða fram með öðrum núverandi stjórnarandstöðuflokkum í næstu þingkosningum. Það liggur fyrir eftir atkvæðagreiðslu á landsfundi flokksins á Hótel Sögu síðastliðna helgi. Úr niðurstöðunni les hver sitt enda ýmis teikn á lofti. Meira
15. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Fræðastörf Brynjólfs biskups Sveinssonar Frá Einari G. Péturssyni:

Í BRÉFUM til Morgunblaðsins þriðjudaginn 7. júlí var grein eftir Þorstein Guðjónsson um nýja útgáfu á Eddukvæðum gerða af Gísla Sigurðssyni. Ekki ætla ég að gera þessa grein að umtalsefni heldur segja örfá orð um Brynjólf biskup Sveinsson sem Þorsteinn hefur réttilega góð orð um. Meira
15. júlí 1998 | Aðsent efni | 503 orð

Hvert leiðir uppstokkun í stjórnmálum?

NÚ ER það að gerast í íslenskum stjórnmálum sem lengi hefur legið í loftinu: uppstokkun. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Kvennalisti sameinaðir í eina sæng og líkur á nýju vinstra framboði. Þótt þessir flokkar verði sameinaðir er ljóst að kjósendurnir munu engan veginn allir fylgja enda eiga flokkar ekki fólk. Meira
15. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Opinbert svínarí og landbrot umhverfisráðherra Frá Bjarna Guðmundssyni:

FLUTNINGUR Landmælinga Íslands verður brátt til lykta leiddur. Þessi fáránlega ákvörðun, sem tekin var af umhverfisráðherra fyrir tveimur árum, ætlar þrátt fyrir fjölda mótmæla að ná fram að ganga, en um leið með afdrifaríkum afleiðingum fyrir stofnunina og starfsmenn hennar. Margt misjafnt hefur komið upp á yfirborðið að undanförnu, sumt ágætt en annað stórfurðulegt. Meira

Minningargreinar

15. júlí 1998 | Minningargreinar | 74 orð

Alda Jenný Jónsdóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir allar minningarnar sem ég á um þig og þær mun ég varðveita í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ALDA JENNÝ JÓNSDÓTTIR

ALDA JENNÝ JÓNSDÓTTIR Alda Jenný Jónsdóttir fæddist á Akureyri 22. júlí 1911. Hún lést á Elliheimilinu Grund 28. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 7. júlí. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 1794 orð

Gunnar Freysteinsson

Við systkinin munum vart eftir sjálfum okkur öðruvísi en með Gunnsa okkur við hlið. Þó náði sú stund að festast í minni, er hann fyrir tveimur áratugum og bráðum hálfum betur kom alkominn til landsins frá Þýzkalandi með foreldrum sínum, bróður og systur, fimm ára að aldri. Hófust þar jafnfljótt kynni sem stóðu órofin til hinztu stundar. Ekkert er okkur dýrmætara en þau kynni. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 148 orð

Gunnar Freysteinsson

Tveir bræður eru látnir á tæpu ári. Hvað veldur slíkum harmleik? Ég minnist þess með undrun hversu stutt er síðan ég gekk á fjöll með Gunnari frænda mínum og hversu órafjarri sú hugsun var mér þá að aðeins átta dögum síðar yrði hann allur, að þessi leiftrandi skemmtilegi, gáfaði og sérstaki ungi maður myndi svona alltof snemma fylgja Sigurði bróður sínum, Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Gunnar Freysteinsson

Systursonur minn, Gunnar Freysteinsson, skógfræðingur, er látinn aðeins 28 ára að aldri. Hafa systir mín og mágur því misst báða syni sína með rúmlega hálfs árs millibili. Eftir lifir dóttirin Ragnhildur, sem misst hefur báða sína elskuðu bræður. Gunnar var einn af þrettán systkinabörnum mínum, aðeins sex dögum yngri en eldri sonur minn Magnús Sveinn. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 353 orð

Gunnar Freysteinsson

Sunnudagur 5. júlí, undurfagur sólskinsdagur við Miðjarðarhafið, blómskrúð og ylur Ítalíu allt um kring. Fáeinum stundum seinna, um miðja nótt, hringir síminn og harmþrungin rödd yngsta sonar míns mælir þessi skelfilegu orð: Gunnsi er dáinn! Ég vil ekki trúa, nei, nei, ekki sjálfur gimsteinninn okkar allra, ekki hann, það getur ekki verið. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 317 orð

GUNNAR FREYSTEINSSON

GUNNAR FREYSTEINSSON Gunnar Freysteinsson var fæddur á Selfossi 27. apríl 1970. Hann lést í bílslysi 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur, frá Reykjum í Lundarreykjadal, f. 4.6. 1941, og eiginkona hans Ingibjörg S. Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, frá Selfossi, f. 24.1. 1942. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 771 orð

INGUNN S. ÓLAFSDÓTTIR

Elsku frænka mín. Nú er komið að merkilegum tímamótum í lífi þínu, áttatíu ár liðin, og þess vegna langar mig til að senda þér fáein fátækleg orð. Hugurinn leitar til ársins 1951, þá kynntist ég fyrst elsku þinni og umhyggju í minn garð. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 432 orð

Margrét Hjördís Pálsdóttir

Svo segir í kvæði Tómasar Guðmundssonar. Elsku mamma, nú er jarðvist þinni lokið og þú komin á annað tilverustig, ég trúi því. Ég varð þess aðnjótandi að fá að vera þér samferða í tæp 49 ár. Oft skiptust á skin og skúrir í okkar samskiptum eins og gengur og gerist hjá mörgum okkar sem á þessari jörð búum. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Margrét Hjördís Pálsdóttir

Sólveig Björg að reka kýr, Stefanía Snjólaug hraukar. En Margrét Hjördís, mærin blíð, hjá mömmu sinni baukar. Þetta orti Filipía, móðir Möggu, um þær systur ungar. Nú er komið að kveðjustund eftir áratuga vinskap. Magga var búin að berjast við krabbann og var ákveðin í að hafa betur. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 431 orð

Margrét Hjördís Pálsdóttir

Í fáeinum orðum langar mig til að minnast móður minnar, Margrétar Hjördísar Pálsdóttur. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi, mikill vinur foreldra minna, lét þetta frá sér fara eitt sinn um móður mína: Marga kosti Magga hefur mun því enginn leyna hér. Aldrei sig hún yfir sefur og aldrei snemma að hátta fer. En úti í hríð og hörkufrosti hefur hún getað bjargað sér. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Margrét Hjördís Pálsdóttir

Elsku yndislega mamma mín. Þú varst mér meira en móðir, þú varst líka besti vinur minn. Alltaf gat ég leitað til þín og talað við þig um öll mín mál. Ef eitthvað var að gafst þú mér styrk og þinn faðmur var alltaf opinn til að hugga mig. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 389 orð

MARGRÉT HJÖRDÍS PÁLSDÓTTIR

MARGRÉT HJÖRDÍS PÁLSDÓTTIR Margrét Hjördís Pálsdóttir fæddist á Ölduhrygg í Svarfaðardal 5. mars 1919. Hún andaðist á heimili sínu 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Páll Hjartarson, f. 12.8. 1877, d. 11.1. 1952, bóndi á Ölduhrygg í Svarfaðardal, og kona hans, Filippía Margrét Þorsteinsdóttir, f. 16.5. 1880, d. 14.1. 1968. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 487 orð

Thelma Ólafsdóttir

Í morgun vaknaði ég, sólin skein og ég hugsaði: Þetta verður góður dagur. En mín næsta hugsun var eins og undanfarna morgna: Hún Thelma er dáin. Ég varð döpur og hætti að hugsa um góða veðrið og hugur minn snerist um þessar oft erfiðu spurningar: Hvers vegna og af hverju. En allt í einu mundi ég eftir öðrum sólbjörtum sumardegi í Borgarnesi fyrir löngu. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 46 orð

Thelma Ólafsdóttir

Thelma Ólafsdóttir var með okkur í Bólstaðarhlíðinni, fór með okkur í bankann og aðstoðaði okkur á margvíslegan hátt. Við þökkum henni kærlega fyrir gott starf og alla aðstoðina við okkur. Við vottum ástvinum hennar innilega samúð og biðjum Guð að geyma hana. Valdís og Stefán. Meira
15. júlí 1998 | Minningargreinar | 153 orð

THELMA ÓLAFSDÓTTIR

THELMA ÓLAFSDÓTTIR Thelma Ólafsdóttir fæddist á Brákarbraut 3 í Borgarnesi 14. mars 1955. Hún lést í Växsjö í Svíþjóð 5. júlí síðasliðinn. Foreldrar hennar eru Ólafur Helgi Jóhannesson (f. 21. 9. 1929) og Arnþrúður Heiðrún Jóhannsdóttir (f. 15.12. 1932, d. 21.3. 1990). Systkini Thelmu eru Heiðrún Björnsdóttir (f. 2.2. 1952), María Erla Geirsdóttir (f. Meira

Viðskipti

15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Aco og Appleumboðið að sameinast?

VIÐRÆÐUR standa yfir milli Aco hf., Apple-umboðsins og Apple í Evrópu um að sameina Apple- umboðið Aco. Ekki hefur verið gengið endanlega frá samningi milli fyrirtækjanna en beðið er eftir afkomutölum Apple-umboðsins og Aco fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Bannar auglýsingu Ölgerðar

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur úrskurðað að sjónvarpsauglýsing Egils Skallagrímssonar á drykkjarvörunni Orku, sem Ölgerðin hefur nýlega hafið framleiðslu á, brjóti í bága við ákvæði 20. og 21. greinar samkeppnislaga. Uppbygging og form auglýsingarinnar er talið vera hið sama og í auglýsingu Sólar-Víking á orkudrykknum Magic. Brýtur í bága við góða viðskiptahætti Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Búnaðarbankinn semur um stórlán

Búnaðarbankinn semur um stórlán SAMNINGAR voru undirritaðir í gær vegna tæplega 16 milljarða króna lántöku Búnaðarbanka Íslands hf. hjá 23 erlendum bönkum. Lánið er án ríkisábyrgðar og hið stærsta sem íslenskur aðili hefur tekið að ríkissjóði frátöldum eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Deutsche hyggur á útþenslu vestanhafs

DEUTSCHE Bank AG kveðst íhuga möguleika á að kaupa eða komast í samstarf við bandaríska fjárfestingarbanka til að skipa sér í fremstu röð fjármálastofnana í heiminum á næstu fimm árum. Aðalframkvæmdastjóri Deutsche, Rolf Breuter sagði að bankinn hefði ekkert sérstakt fyrirtæki í huga að svo stöddu, en kannaði öll sem kæmu til greina. Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 81 orð

ÐFyrsti valréttarsamningurinn

FYRSTI valréttarsamningurinn á íslenskum verðbréfamarkaði var gerður 3. júlí sl. en þá keypti lífeyrissjóðurinn Framsýn valrétt á úrvalsvísitölu aðallista Verðbréfaþings Íslands af Íslandsbanka. Valréttarsamningar nýtast fjárfestum m.a. Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Evrópsk hlutabréf mælast á meti

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa mældist á meti eða nálægt því í gær á sama tíma og vonir um efnahagsbata í Japan styrktu jenið og hagstæðar verðbólgutölur þrýstu upp verði bandarískra hlutabréfa. Hækkunin átti einnig rætur að rekja til bjartsýni vegna þess að Rússum tókst að tryggja sér 22,6 milljarða dollara lán frá IMF og hækkaði rússneska kauphallarvísitalan um 17%. Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Frönsk stöð stórgræðir á HM

TF1, stærsta sjónvarpsjarðstöð í einkaeign í Frakklandi, hafði fimm sinnum meiri tekjur af auglýsingum en venjulega þegar sýnt var frá úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á sunnudaginn að sögn eins stjórnenda stöðvarinnar. Meira
15. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Shell leitar að olíu við Falklandseyjar

ROYAL Dutch/Shell hefur tekið við olíuleit borpallsins Borgny Dolphin við Falklandseyjar, þar sem Lasmo Plc hefur ekki tekizt að finna olíu, að sögn fyrirtækisins. Shell fær leyfi til að bora austan við svæði þar sem fyrirtækið Amerada Hess hætti við boranir í maí þegar fundizt höfðu merki um kolvatnsefni, en ekki í nýtanlegum mæli. Meira

Fastir þættir

15. júlí 1998 | Í dag | 524 orð

Deyfð yfir KEA Akureyri? ÉG OG ferðafélagar mínir, akan

ÉG OG ferðafélagar mínir, akandi í hringferð um landið í lok júní-mánaðar, stönsuðum á Akureyri í 2­3 daga og skoðuðum þennan menningarlega höfuðstað Norðurlands, svo og fjörðinn fagra þar sem Helgi magri nam fyrstur land. Ég tók strax eftir því að verulega meiri frískleiki virtist yfir Hagkaupi þar heldur en gamla, góða KEA. Meira
15. júlí 1998 | Í dag | 114 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa fellur niður í dag. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Meira
15. júlí 1998 | Fastir þættir | 712 orð

Endalaus afþreying Í veröld Disneys stendur tíminn ávallt kyrr, ekkert breytist, enginn eldist, enginn þroskast, þar er einungis

Í meira en sextíu ár hefur Disney-fyrirtækið framleitt sögur, persónur og myndir sem renna stoðum undir lykilhugmyndir í bandarískri fjöldamenningu. Disney-garðarnir, kvikmyndirnar, teiknimyndirnar, bækurnar og myndasögurnar, Meira
15. júlí 1998 | Dagbók | 630 orð

Í dag er miðvikudagur 15. júlí, 196. dagur ársins 1998. Svitúnsmessa hin síðari.

Reykjavíkurhöfn: Guðbjörg, Mælifell, Haraldur Kristjánsson, Brúarfoss, Reykjafoss og Akraberg komu í gær. Olíuskipið Magn kom og fór á strönd í gær. Helgafell og Lagarfoss eru væntanleg í dag. Blackbird fór í gær. Bandaríska rannsóknarskipið Knorr kemur í dag. Meira
15. júlí 1998 | Í dag | 417 orð

RÁTT fyrir mikla umræðu um ferðakostnað, risnu og laxv

RÁTT fyrir mikla umræðu um ferðakostnað, risnu og laxveiðar ráðamanna þjóðarinnar frá því snemma í vor og þar til nú fyrir skömmu, virðast ekki allir á einu máli um ágæti slíkrar umræðu eða nauðsyn. Sumir virðast beinlínis vera þeirrar skoðunar að almenningi komi hreint ekkert við hvað ákveðnir ráðamenn þjóðarinnar hafast að. Meira

Íþróttir

15. júlí 1998 | Íþróttir | 91 orð

1:0John Nielsen tók aukaspyrnu frá hægri á 35. mín., stuttu frá ho

1:0John Nielsen tók aukaspyrnu frá hægri á 35. mín., stuttu frá hornfána. Hann sendi knöttinn beint á kollinn á Paul Kinnard, sem var við nærstöngina ­ hann skallaði eftur fyrir sig í hornið fjær. 1:1Leifturmönnum mistókst að spyrna knettinum frá marki á 77. mín. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 28 orð

1:0 Kristinn Hafliðason skorar með föstu skoti utan vítateigs á 100.

1:0 Kristinn Hafliðason skorar með föstu skoti utan vítateigs á 100. mín. Boltinn fór í varnarmann KR-inga og breytti um stefnu og Gunnleifur Gunnleifsson markvörður fór í vitlaust horn. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 289 orð

ÁRNI Ingi Pjetursson, knattspyrnuma

ÁRNI Ingi Pjetursson, knattspyrnumaður úr Fram, er genginn á ný til liðs við KR, en þar lék hann upp alla yngri flokkana KJARTAN Másson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK eins og fram kom í blaðinu í gær. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 549 orð

Enginn bilbugur fyrir EM

Þetta hefði getað byrjað verr, aðallega var það slæmt fyrir hugann að fara ekki hraðar, en ég er nokkuð bjartsýn og stefni að því að fara aftur út á næstu dögum og keppa á tveimur mótum," sagði Guðrún Arnardóttir, grindahlaupari úr Ármanni. Eftir þrálát meiðsli í hásin frá því snemma í vor hóf Guðrún loks keppni í byrjun þessa mánaðar og hljóp 400 m grindahlaup á þremur mótum í Evrópu. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 342 orð

FJÓRIR þeirra sem unnu einhv

FJÓRIR þeirra sem unnu einhverja hinna tólf "Gullgreina" á fyrsta mótinu í Ósló náðu ekki að fylgja árangri sínum eftir á öðru mótinu í Róm í gær og geta því ekki gert sér vonir þegar einnar milljónar dollara verðlaunapotti verður skipt í Moskvu að loknu síðasta "Gullmótinu" 2. september. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 156 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRHeimsme

HICHAM El Guerrouj, 23 ára gamall Marokkóbúi, setti sitt fyrsta heimsmet er hann hljóp 1.500 m á 3.26,00 mínútum á "Gullmóti" Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Róm í gær. Bætti hann þriggja ára gamalt met Alsírbúans Noureddines Morcelis um 1,3 sekúndur. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 648 orð

Frjálsíþróttir Róm, annað gullmót IAAF, þriðjudaginn 14. júl

Róm, annað gullmót IAAF, þriðjudaginn 14. júlí 1998: 1.500 m hlaup karla: 1. Hicham El Guerrouj (Marokkó)3.26,00 2. Laban Rotich (Kenýa)3.30,94 3. John Kibowen (Kenýa)3.31,08 4. Daniel Komen (Kenýa)3.31,10 5. Andres Diaz (Spáni)3.32,17 6. Vyacheslav Shabunin (Rússl.)3.33,30 7. Branco Zorko (Króatíu)3.33,64 8. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 425 orð

Furðu erfitt hjá Leiftri

LEIFTUR hafði umtalsverða yfirburði í bikarleiknum gegn 1. deildar liði Víkings í gær en leikmenn nýttu færin illa og naumur sigur Ólafsfirðinga, 2:1, hékk á bláþræði í lokin. Lokamínúturnar voru óþarflega spennandi að mati heimamanna því Víkingar börðust hatrammlega og hefðu hæglega getað jafnað. Hins vegar voru Leiftursmenn klaufar að gera ekki út um þennan leik strax í fyrri hálfleik. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 306 orð

Grindvíkingar nýttu færin

VIÐUREIGN Grindavíkur og Þróttar frá Reykjavík í átta liða úrslitum bikarkeppninnar bauð ekki upp á mörg glæsitilþrif. Skipulagður varnarleikur Grindvíkinga bar árangur er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með 2:0 sigri á mátt- og lánlitlum Þrótturum á heimavelli sínum í Grindavík. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 88 orð

Guðni Rúnar aftur til Eyja

GUÐNI Rúnar Helgason, sem hefur leikið með Völsungi í 2. deildinni í sumar og skoraði m.a. mark liðsins gegn Víði í fyrrakvöld, er genginn í raðir Eyjamanna. Hann var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og fylgdist með leik ÍBV og KR. Hann sagðist vera í góðri æfingu og myndi byrja á því að reyna að komast í 16-manna hópinn. Guðni Rúnar lék með ÍBV í fyrra en lék í Þýskalandi í vetur. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 423 orð

Leikið gegn Lettum fyrir EM-leik gegn Frökkum

Fyrsti leikur nýkrýndra heimsmeistara Frakka verður í undankeppni Evrópumóts landsliða á móti Íslendingum á Laugardalsvelli 6. september. Þetta verður í fyrsta sinn sem ríkjandi heimsmeistarar í knattspyrnu leika á Íslandi. "Þetta verður sannkölluð veisla fyrir okkur Íslendinga," sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari aðspurður um leikinn gegn Frökkum. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 818 orð

Martröð KR- inga

EYJAMENN slógu KR-inga út í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í bráðskemmtilegum leik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Eftir venjulegan leiktíma hafði ekkert mark verið skorað og því þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Kristinn Hafliðason skoraði sigurmarkið þegar 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik framlengingarinnar og tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum keppninnar. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 204 orð

"Njósnarar" á leið til Íslands

MÖRG félagslið í Evrópu eru farin að víkka sjóndeildarhringinn og fylgjast í ríkari mæli með ungum knattspyrnumönnum langt frá sínum heimahögum. Norðurlandamót drengja fer fram á Akureyri og nágrenni 4. til 8. ágúst með þátttöku Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Færeyja, Englands og Írlands. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 107 orð

Scala til Madrid

ÍTALSKI þjálfarinn Nevio Scala, sem var í herbúðum Dortmund í Þýskalandi sl. keppnistímabil, verður næsti þjálfari Real Madrid. Hann mun skrifa undir tveggja ára samning við liðið á morgun í Madrid. Scala sagði í viðtali við blað í Þýskalandi um helgina að hann legði mikla áherslu á að Davor Suker, markakóngur HM, verði áfram hjá liðinu ­ í byrjunarliði. Suker fékk fá tækifæri hjá Real sl. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 676 orð

Staðfesting á konungstign

"EF ÞAÐ er vilji Guðs að ég komi til Rómar að ári og bæti heimsmetið þá geri ég það," sagði Hicham El Guerrouj frá Marokkó eftir að hann hafði sett heimsmet, 3.26,00 mín., í 1.500 m hlaupi á öðru Gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Róm í gær. El Guerrouj, oft nefndur "eyðimerkurprinsinn" bætti þriggja ára gamalt met Alsírbúans Noureddine Morceli en það var 3.27,37 sett í Nice í Frakklandi. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 112 orð

Þrjátíu og sjö í leikbann

ALLS voru 37 knattspyrnumenn úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í gærkvöldi. Þar af voru þrír leikmenn Breiðabliks ­ Hisam Gomes, Kjartan Einarsson og Sigurður Örn Grétarsson, sem fengu eins leiks bann, tveir vegna áminninga og einn vegna brottvísunar. Nágrannalið Blikanna, HK, fékk 17 þús. kr. Meira
15. júlí 1998 | Íþróttir | 46 orð

Þróun heimsmetsins í 1.500 m hlaupi karla 3.40,2

3.40,2Olavi Salsola (Finnlandi)11.7.57 3.38,1Stan. Jungwirth (Tékk.)12.7.57 3.36,0Herb Elliott (Ástralíu)28.8.58 3.35,6Elliott6.9.60 3.33,1Jim Ryun (Bandar.)8.7.67 3.32,2Filbert Bayi (Tansaníu)2.2.74 3. Meira

Úr verinu

15. júlí 1998 | Úr verinu | 97 orð

Aukinn innflutningur hjá Bretum

INNFLUTNINGUR Bretlands á fiski og fiskafurðum jókst árið 1997 um 3% milli ára og nam hann samtals 832 þúsund tonnum. Verðmæti innflutningsins var 1.144 milljónir sterlingspunda og dróst verðmætið saman um 1% milli ára. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 26 orð

EFNI

3 Fyrirtæki Úthafssjávarfangs ehf. í Bandaríkjunum Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Rannsóknir 5 Rafeindamerkingar notaðar við þorskrannsóknir Markaðsmál 6 Lýsingur undirstaða veiða við Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 185 orð

Fimm skip fengu makrílleyfi

FIMM íslensk nótaskip fengu úthlutuðu leyfi til makrílveiða innan færeysku fiskveiðilögsögunnar en samkvæmt samkomulagi við færeysk stjórnvöld er Íslendingum heimilt að veiða 1.300 tonn af makríl þar á þessu ári. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 161 orð

Format fyrir uppskriftir

Format fyrir uppskriftir Hvítvínssoðinn lax með spergilmauki ÞRÁINN Júlíusson matreiðslumaður á Vegamótum býður lesendum Versins að þessu s Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 332 orð

Gengið vel með úthafskarfann

ÚTHAFSKARFAVEIÐI Íslendinga á Reykjaneshrygg hefur gengið mjög vel á árinu og aflinn um 10 þúsund tonnum meiri en skipin höfðu fengið á sama tíma á síðasta ári. Veiði síðustu vikur hefur verið mjög góð og því útlit fyrir að Íslendingar klári 45.000 tonna kvóta sinn á Reykjaneshrygg innan tíðar. Nokkur skip hafa þegar klárað sinn kvóta og eru hætt veiðum á svæðinu. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 532 orð

Heildarafli í júní helmingi meiri en í fyrra

HEILDARAFLINN í júní síðastliðnum var samtals rúmlega 94.800 tonn og er það rúmlega helmingi meiri afli en fékkst í júní í fyrra þegar aflinn nam tæplega 44.400 tonnum. Mestu munar um loðnuveiðarnar sem hófust nú 20. júní í stað 1. júlí áður, en í mánuðinum var landað samtals 41 þúsund tonnum af loðnu. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 123 orð

Íslendingar með á sýningu í Dalian

NÆSTA alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Kína verður haldin í borginni Dalian í lok október næstkomandi og munu íslensk fyrirtæki taka þátt í sýningunni sem búist er við að verði bæði stærri og áhrifameiri en fyrri sýningar. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 411 orð

Íslensk fyrirtæki selja flottrollsbúnað í japanskt rannsóknaskip

ÞRJÚ íslensk fyrirtæki, Hampiðjan hf., J. Hinriksson hf. og Vélaverkstæði Sigurðar í Garðabæ seldu nýlega búnað til flottrollsveiða um borð í japanskt rannsóknaskip. Japanska skipið heitir Shinkai Maru og stundar rannsóknir á veiðum, vinnsluaðferðum og ýmsum búnaði tengdum fiskveiðum. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 762 orð

Lýsingurinn er undirstaða fiskveiðanna við Suður-Afríku

Í SUÐUR-Afríku er stundaður umtalsverður sjávarútvegur, jafnt veiðar sem vinnsla, en á árinu 1995 var alls landað þar 580.000 tonnum af fiski, skelfiski og ýmsum sjávargróðri svo sem þangi. Af einstökum fisktegundum er lýsingurinn mikilvægastur en af honum voru veidd 140.000 tonn á fyrrnefndu ári. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 134 orð

Meiri útflutningur og verðmæti

Í nýútkomnum Útvegi 1997, riti Fiskifélags Íslands, kemur fram að flutt voru út samtals 795 þúsund tonn af sjávarafurðum á árinu 1997, en það er 11 þúsund tonnum meira magn en flutt var út árið 1996. Rúmlega 280 þúsund tonn af frystum sjávarafurðum voru flutt út á síðasta ári og var það rúmlega 10.600 tonnum meira magn en flutt var út árið 1996. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 482 orð

Minna færafiskirí fyrir vestan

HELDUR hefur dregið úr fiskiríinu hjá smábátunum fyrir vestan þó að enn verði það að teljast dágott, að sögn Hjartar Birgissonar, hafnarvarðar á Suðureyri. "Það hefur reyndar verið leiðindatíð síðustu vikur og bátarnir ekki getað róið eins mikið og fyrr í sumar. Það hefur verið að hægjast um síðustu daga og bæði veður og aflabrögð orðin skapleg núna. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 260 orð

Nota kolsýrusnjó í stað ísmottna

FJÓRIR ferskfiskframleiðendur sem selt hafa gegnum Ferskfisk ehf. í Hafnarfirði eru farnir að gera tilraunir með að kæla fisk sem sendur er út með flugi með kolsýrusnjó, en Ísaga ehf. leigir þeim sérstakan búnað til að framleiða kolsýrusnjóinn sem notaður er í staðinn fyrir ísmottur. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 141 orð

RÓLEGT Í GRINDAVÍK

ÞEIR voru glaðhlakkalegir í byrjun vikunnar þeir Skúli Magnússon og Brynjólfur Gíslason á Alla Vill GK-700 enda ekki ástæða til annars með þrjú tonn eftir sólarhringinn og nær allt þorsk. "Þetta er ágætt og í raun einn af betri dögunum í sumar," sagði Skúli. "Þetta er búið að vera ótrúleg veðurblíða í sumar, ekki bræludagur, og í raun er veðrið búið að vera of gott til sjósóknar þ.e. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 676 orð

Salta og þurrka ufsa fyrir Puerto Rico

Hjá Höfða ehf. á Hofsósi er ufsi saltaður og þurrkaður og honum pakkað fyrir markað í Karabíska hafinu. Útflutningurinn hefur gengið vel og skapað verulega vinnu á Hofsósi, eins og Helgi Bjarnason komst að raun um, en stöðugir erfiðleikar við hráefnisöflun standa fyrirtækinu fyrir þrifum. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 361 orð

Saltfiskur að verða of dýr fyrir Portúgala

"SALTFISKURINN hefur hækkað svo mikið í verði, að húsmæður hér í Portúgal hafa neyðst til að snúa sér að annarri matvöru." Er þetta haft eftir Anthonio Ribau, stórum kaupanda að norskum saltfiski. Í Noregi hafa menn nokkrar áhyggjur af þessari þróun og hefur hún einnig komið til tals hér á landi en munurinn er þó sá, að íslenski fiskurinn, sem er í meiri metum en sá norski, Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 1634 orð

Sótt á slóðir Moby Dick

"BÆRINN sjálfur er líklega dýrasti staðurinn að búa í á öllu Nýja Englandi. (...) Þó munu hvergi sjást ríkmannlegri byggingar í Ameríku, ekki blómlegri skemmtigarðar eða aldingarðar en í Nýju Bedford. Hvaðan komu þeir? (...) Öll þessi dýrlegu hús og garðar komu úr Atlantshafinu, Kyrrahafinu og Indlandshafinu. Allt var þetta skutlað og dregið hér á land frá djúpi hafsins. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 124 orð

Stofnfundur Íslandssíldar

STOFNFUNDUR Íslandssíldar hf. verður haldinn þann. 21 júlí nk. Ákveðið var með lögum í vor að stofna hlutafélag sem skyldi nefnast Íslandssíld hf. Með stofnuninni er síldarútvegsnefnd lögð niður. Hlutverk félagsins er samkvæmt lögum að annast útflutning síldarafurða og annarra sjávarafurða. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 98 orð

Sýning af sögu siglinga í Grundarfirði

Grundarfirði­SETT hefur verið upp sýning af sögu siglinga í Grundarfirði á veitingahúsinu Kristjáni IX. Dregin er upp mynd af siglingum fyrri tíma, en sýningin er byggð á einstöku atburðum úr siglingasögu Grundarfjarðar. Að auki er sagt frá heimsókn Kristófers Kólumbusar til Íslands. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 88 orð

Útflutningur

ÚTFLUTNINGUR Bretlands á fiski og unnum sjávarafurðum var 289 þúsund tonn árið 1997 og dróst hann saman um 5% milli ára. Verðmætið dróst saman um 12% og var það samtals 512 milljónir sterlingspunda árið 1997. Mestu munaði um glataða markaði í Frakklandi. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 460 orð

Úthafskarfakvótinn á Reykjaneshrygg að klárast

ÚTHAFSKARFAVEIÐI Íslendinga á Reykjaneshrygg hefur gengið mjög vel á árinu og var heildaraflinn hinn 5. júlí sl. orðinn um 36.500 tonn samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Það er um 10 þúsund tonnum meiri afli en skipin höfðu fengið á sama tíma á síðasta ári. Veiði síðustu vikur hefur verið mjög góð og því útlit fyrir að Íslendingar klári 45.000 tonna kvóta sinn á Reykjaneshrygg innan tíðar. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 209 orð

Vaxandi geislun úti fyrir Kolaskaga

NÝJAR mælingar, sem gerðar hafa verið í sjónum úti fyrir kafabátabækistöðvum Rússa á Kolaskaga, sýna mikla og vaxandi geislamengun. Langmest er hún þó í Litsafirði, 45 km frá norsku landamærunum, en þar geyma Rússar notað kjarnorkueldsneyti. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 152 orð

Vigri með 700 tonn af gulllaxi

VIGRI RE landaði síðastliðinn föstudag rúmlega 700 tonnum af gulllaxi sem veiddist á Kötlugrunni, en í túrnum veiddust einnig 2,2 tonn af búra á svipuðum slóðum. Gulllaxinn var hausaður um borð og settur í öskjur sem fara á markað í Rússlandi og í Póllandi, að sögn Steingríms Þorvaldssonar, skipstjóra á Vigra. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 1281 orð

Þróun á rafeindamerkjum til fiskirannsókna

VERKEFNIÐ "Þróun rafeindamerkja til rannsókna á atferli þorsks" er samnorrænt samstarfsverkefni Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga og hefur fengið myndarlegan fjárstuðning frá Norrænu ráðherranefndinni. Það hófst 1. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

Verið fjallar í dag meðal annars um aflabrögð af ýmsu tagi, íslenskt fiskvinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum, notkun rafeindamerkja við þorskrannsóknir og vinnslu á ufsa sem fluttur er á markað í Karabíska hafinu. Meira
15. júlí 1998 | Úr verinu | 90 orð

(fyrirsögn vantar)

VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða árið 1997 var samtals 96,5 milljarðar króna, en árið 1996 var verðmæti útflutningsins 95,3 milljarðar. Verðmæti frystra sjávarafurða í fyrra var 53,2 milljarðar króna samanborið við 54,5 milljarða 1996, verðmæti saltaðra afurða 15,5 milljarðar samanborið við 16,1 milljarð 1996 og verðmæti ísfisks var 8 milljarðar króna samanborið við 7, Meira

Barnablað

15. júlí 1998 | Barnablað | 106 orð

Að austan

KÆRU Myndasögur! Hér koma tvær myndir eftir unga listamenn frá Egilsstöðum, bræðurna Birki Snæ, 8 ára, og Breka Stein, 5 ára. Birkis mynd (húsið) heitir ,Sveitin" en Breka mynd heitir ,Indíáninn og kúrekinn". Með þökkum fyrir skemmtilegt efni. Kærar kveðjur, Birkir Snær og Breki Steinn Mánasynir, Sólbrekku 16, 700 Egilsstaðir. Meira
15. júlí 1998 | Barnablað | 105 orð

Shell-LEGO

HALLÓ, öllsömul! Það er komið að þriðja og síðasta Shell-LEGO litaleiknum í sumar. Eins og þið vitið e.t.v. er hægt að kaupa 10 mismunandi LEGO-pakka á Shell- bensínstöðvunum og safna miðum sem í þeim eru og þegar tíu eru komnir í safnið er hægt að kaupa LEGO-bensínstöð eða LEGO-heimili gegn vægu verði. Meira
15. júlí 1998 | Barnablað | 230 orð

Shell-LEGO

GÓÐAN daginn, kæru lesendur! Þá er komið að því að birta úrslit í litaleik númer tvö, sem Shell- LEGO og Myndasögur Moggans standa fyrir í tengslum við sölu LEGO-kassa á bensínstöðvum Skeljungs í sumar. Við þökkum ykkur þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju. Vinningar verða sendir í pósti innan nokkurra daga. Meira
15. júlí 1998 | Barnablað | 17 orð

Skuggalegar mýs

Skuggalegar mýs HVER skuggamyndanna á við músina á myndinni? Lausnin: Skuggi númer fjögur er sá eini rétti. Meira
15. júlí 1998 | Barnablað | 23 orð

Söngvari í sviðsljósi

Söngvari í sviðsljósi HELGA Rún Jónsdóttir, 7 ára, Kópavogsbraut 83, 200 Kópavogur, gerði þessa fínu mynd af söngvara sem baðar sig í sviðsljósunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.