Greinar fimmtudaginn 16. júlí 1998

Forsíða

16. júlí 1998 | Forsíða | 220 orð

Afdrif IMF-lánsins í höndum Dúmunnar

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, afgreiddi í gær sem lög nokkur þeirra frumvarpa, sem ætlað er að draga úr efnahagsöngþveitinu í landinu og tryggja um leið mörg hundruð milljarða króna aðstoð frá alþjóðlegum lánastofnunum. Enn eru þó mörg óafgreidd og stjórnin hefur aðeins frest fram til 20. þ.m. til að koma þeim í gegn. Meira
16. júlí 1998 | Forsíða | 229 orð

Óvissa ríkir um útkomuna

REYNT er til þrautar að ná samkomulagi um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls á ráðstefnu í Róm og standa viðræður í járnum. Samningamenn hafa frest til miðnættis annað kvöld til að leggja fram drög að samningi um dómstólinn. Meira
16. júlí 1998 | Forsíða | 252 orð

Ráðist að lögreglu

TIL átaka kom milli mótmælenda úr röðum Óraníumanna, sem krefjast þess að reglubræður fái að ganga fylktu liði niður Garvaghy- veg, og öryggissveita lögreglunnar í Portadown á Norður-Írlandi í gær. Meira
16. júlí 1998 | Forsíða | 312 orð

Veðurblíðan er nyrst og syðst í Evrópu

VEÐRIÐ hefur verið mjög undarlegt að undanförnu, svækjuhiti sums staðar en hrollkalt annars staðar og víða skammt á milli veðrakerfanna. Í Norður-Noregi ríkir hitabeltisveðrátta, 30 gráður á daginn og um 20 á nóttunni, og á Spáni hefur hitinn legið í 40 gráðum. Annars staðar í Evrópu hrylla menn sig yfir óvenjulega köldu og vætusömu sumri. Meira

Fréttir

16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

50.000 hafa séð gos

STJÓRN Veitustofnana Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að gefa goshvernum í Öskjuhlíðinni, en hann er gerður af manna höndum, nafnið Strókur. Efnt var til samkeppni um nafn á hverinn og bárust 586 tillögur. Dómnefnd, sem í sátu Helgi Hjörvar, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Þorsteinn Gylfason, varð sammála um að velja nafnið Strókur. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 401 orð

70 ár frá sveinsprófi

70 ár frá sveinsprófi UM þessar mundir eru 70 ár frá því Þorsteinn Löve lauk sveinsprófi í múraraiðn, fyrstur manna á Ísafirði. "Meistarinn minn var Þórður Jónasson, móðurbróðir minn. Þannig lenti ég nú í þessu," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið en hann er 87 ára gamall og búsettur í Reykjavík. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Afmælisfagnaður í Kringlunni

Í TILEFNI af árs afmæli aðhaldsnámskeiða Gauja litla verður efnt til afmælisfagnaðar í Kringlunni fyrir framan Nýkaup hf. kl. 16 á morgun, föstudag. Þar afhendir Gaui litli afmælisgjöf til Landgræðslunnar, áburð sem Áburðarverksmiðjan hf. hefur gefið í tilefni afmælisins. Áburðurinn vegur jafn mikið og öll sú fita sem þátttakendur á námskeiðunum hafa losað sig við undanfarið ár. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð

Annan boðar leiðtogafund

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), leggur til að boðað verði til leiðtogafundar árið 2000. Ráðstefna sem slík gæfi gott tækifæri til þess að líta um öxl og leggja mat á sögu vorra tíma, sigra og vonbrigði. "Leiðtogafundinum væri ætlað að varpa ljósi á 20. öldina, þá grimmilegustu í sögunni," sagði Annan, á fundi með fólki úr viðskiptalífinu í Sao Paulo í Brasilíu. Meira
16. júlí 1998 | Miðopna | 1296 orð

Aukin þekking hefur skipt mestu

JULIUS Richmond gegndi embætti landlæknis 1977­81 í stjórnartíð Jimmys Carters, og var þá einnig aðstoðarheilbrigðisráðherra. Hann segir lögfræðinga hafa leitað til sín nú sem fyrrverandi landlæknis og kveðst hann yfirleitt ekki taka greiðslu fyrir vitnisburð. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ártalið 2000 og vátryggingar

AÐ undanförnu hefur orðið nokkur umræða um þann mikla og margbreytilega vanda, er við blasir sökum þess, að tölvubúnaður, sem ætlað er að fást við tuttugustu öldina og ártöl sem byrja á 19, gæti í einu vetfangi brugðist, segir í fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 111 orð

Dagblaði og útvarpi lokað

Jaime Mayor Oreja innanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi að dagblaðinu Egin og útvarpsstöðinni Egin Irratia hefði verið lokað tímabundið í gærmorgun þegar spænska lögreglan handtók 11 manns sem sakaðir eru um að hafa aðstoðað ETA. "Það hefur verið sannað að náin tengsl eru milli ETA og Egin... Egin starfar fyrir ETA," sagði Mayor Oreja. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Dúxaði í tannlækningum í Háskólanum í Bergen

HELGI Sigurðsson lauk í júní prófi í tannlækningum frá Háskólanum í Bergen með glæsibrag. Helgi útskrifaðist með hæstu einkunn í árganginum 10,54 (á skalanum 1­12) en 46 nemendur útskrifuðust með honum í vor. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Eins og stefna Alþýðuflokksins

SIGHVATUR Björgvinsson segir að sú sjávarútvegsstefna nýs stjórnmálaafls sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, kynnti á stjórnmálafundi á Ísafirði fyrr í vikunni sé sú sama og Alþýðuflokkurinn og jafnaðarmenn hafi barist fyrir árum saman. "Hann talar um að setja aflaheimildir á markað. Þetta er okkar tillaga. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

"Ekki oft sem maður lendir í svona..."

MENN þurfa ekki að vera annálaðar veiðiklær, hvað þá karlkyns, til að moka upp laxi. Það sýndu þær vinkonurnar Anna Ottósdóttir og Sigurborg Valdimarsdóttir stórveiðimönnum landsins er þær gerðu sér lítið fyrir og veiddu 31 lax á eina stöng í Þverá í Borgarfirði fyrir skömmu. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Eldur í stálgrindahúsi

ELDUR kom upp í húsi í byggingu við Skútuvog í Reykjavík í gærmorgun. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út klukkan 8.08 en kviknað hafði í pappa við einangrun í gafli hússins. Verið er að reisa stórt stálgrindahús sem klætt er með járnplötum, einangrun og pappa og hljóp eldur í pappann. Slökkviliðið hafði snör handtök við að slökkva eldinn en tjón er talið þó nokkurt. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 101 orð

Embættismaður rekinn Stras

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins greindi frá því á þriðjudag að hún hefði vikið úr starfi embættismanni sem grunaður væri um svik í tengslum við hjálparstarf sambandsins í fyrrverandi Júgóslavíu og Afríku. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1758 orð

Ég mun ekki gefast upp

"ÉG HEF það svona þokkalegt, miðað við aðstæður, en er ekkert alltof hamingjusöm," sagði Sophia Hansen þegar Morgunblaðið náði tali af henni stuttu eftir að dómari í sakadómi í Istanbúl hafði dæmt Halim Al, barnsföður hennar, í eins dollara og þrjátíu senta sekt, um eitt hundrað íslenskra króna, fyrir brot á umgengnisrétti. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ferð Kínaklúbbsins til Kína ÞÁTTTAKENDUR í K

Ferð Kínaklúbbsins til Kína ÞÁTTTAKENDUR í Kínaferð Kínaklúbbsins sem stóð frá 15. maí til 5. júní: Frá vinstri: Kolbrún Ingólfsdóttir, Bjarni Einarsson, Ágúst Einarsson, Gerður Jensdóttir, Böðvar Baldursson, Þórarinn Gíslason, Björn Traustason, Sigríður Kjerulf, Erla Jónsdóttir, Áki Jónsson, Jónína Bjarnadóttir, Gísli Guðmundsson, Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Ferð til Sýrlands og Jórdaníu

UNNUR Guðjónsdóttir, sem sérhæft hefur sig í ferðum fyrir almenning til Kína, skipuleggur þriggja vikna ferð um Sýrland og Jórdaníu í október. Unnur mun kynna ferðina föstudaginn 17. júlí í Reykjahlíð 12. Sýnt verður m.a. myndband frá Jórdaníu. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Féll í Illagil

DRENGUR slasaðist á höfði er hann féll í Illagil, sem gengur upp úr Hestvík í Þingvallavatni við bæinn Nesjar, um hálftíu í gærkvöldi. Honum var bjargað upp úr gilinu af samferðafólki. Það kallaði á aðstoð og fóru lögregla og sjúkrabíll á staðinn. Drengurinn var síðan fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans, en þau voru ekki sögð alvarleg. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fikt olli bruna í bílskúr

TALIÐ er að fikt óvita með eld sé orsök að bruna í bílskúr við einbýlishús á Álftanesi í fyrradag. Urðu talsverðar skemmdir á bílskúrnum og dóti sem þar var en aðallega reyk- og vatnsskemmdir í sjálfu íbúðarhúsinu. Meðal varnings í bílskúrnum voru nokkrir gaskútar og samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu voru þeir í miðju eldhafinu. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fjórar helgarferðir

AÐ VENJU býður Ferðafélag Íslands upp á fjölda helgarferða. Um hverja helgi eru farnar ferðir í Þórsmörk og gönguferðir um Fimmvörðuháls, en í þeim ferðum er gist í Skagfjörðsskála eða í tjöldum í Langadal. Þetta eru ferðir fyrir alla fjölskylduna. Jeppafólki er bent á að skálaverðir leiðbeina um akstur yfir Krossá og á staðnum er gott farartæki til aðstoðar við ána. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveldisins í Hrísey verður haldin um komandi helgi, dagana 17., 18. og 19. júlí, og er þetta í annað sinn sem Hríseyingar efna til fullveldishátíðar fyrir fjölskylduna, en sú fyrri þótti takast einkar vel. Allir þeir sem leggja leið sína í Hrísey þessa daga fá afhent vegabréf um leið og farmiðar í ferjuna Sævar eru keyptir. Hátíðin verður formlega sett á laugardag kl. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Framkvæmdir eru í gangi þar sem þrjár brýr leysa eina af hólmi í G

UNNIÐ er að breikkun tengivega frá Stórhöfða að Gullinbrú og frá brúnni Grafarholtsmegin upp að Hallsvegi. Verkið hefur gengið samkvæmt áætlun og er stefnt að því að ljúka framkvæmdum Grafarholtsmegin nú í haust en verkinu í heild 1. júlí á næsta ári. Þá er ætlunin að búið verði að lagfæra brúna sem fyrir er, byggja nýja tveggja akreina brú og göngubrú að auki. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 517 orð

Friðrik Sophusson ráðinn forstjóri

STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti einróma í gær að ráða Friðrik Sophusson, alþingismann og fyrrverandi fjármálaráðherra, í stöðu forstjóra Landsvirkjunar frá og með 1. janúar 1999. Halldór Jónatansson forstjóri, sem gegnt hefur stöðunni frá 1. maí 1983, mun þá láta af störfum, en hann hefur starfað hjá Landsvirkjun frá því fyrirtækið var stofnað 1965. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

Gróf atlaga að vestfirskum hagsmunum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að tillögur Sverris Hermannssonar í sjávarútvegsmálum séu ein grófasta atlaga að vestfirskum hagsmunum sem hann hafi séð. "Að minni hyggju yrði framkvæmdin á þessari stefnu til þess að Vestfirðir yrðu í besta falli sumarleyfisstaður en ekki vettvangur fyrir gróskumikinn sjávarútveg eins og er í dag. Meira
16. júlí 1998 | Landsbyggðin | 111 orð

Harður árekstur á Hellu

TVEIR bílar skemmdust mikið í hörðum árekstri á mótum Suðurlandsvegar og Þrúðvangs á Hellu. Enginn þeirra fjögurra, sem í bílunum voru, kenndu sér meins en annar bíllinn er talinn ónýtur. Áreksturinn varð með þeim hætti að bíl var ekið af Þrúðvangi og inn á Suðurlandsveg til austurs í veg fyrir bíl sem kom að austan. Kastaði bíllinn að austan hinum í hálfhring. Meira
16. júlí 1998 | Miðopna | 1501 orð

HÁLMSTRÁ R-LISTANS

SJÁLFSTÆÐISMENN hafa mótmælt aðferð Reykjavíkurlistans við að skipta varamönnum inn í borgarstjórn. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarráði, hefur verið ákveðið að kæra framferði meirihlutans til félagsmálaráðherra. Málið snýst um þá stöðu sem kom upp í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor þegar Hrannar B. Arnarsson, í 3. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Helgimyndasýning í Blikinu

ALDA Ármanna Sveinsdóttir heldur sýningu á helgimyndum í Blikinu, Glerárgötu 30, Akureyri, dagana 17., 18. og 19. júlí. Sýningin verður opnuð kl. 17 á föstudag. Á sýningunni verða olíumálverk, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni, collage eða klippimyndir með tússi eða litblýanti í bland. Í tengslum við sýninguna verður hún með námskeið í helgimyndagerð. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Hélt að mín hinsta stund væri upp runnin

Breti í hnattflugi á fisi lendir í Reykjavík eftir erfitt flug frá Grænlandi Hélt að mín hinsta stund væri upp runnin BRETINN Brian Milton lenti fisi sínu á Reykjavíkurflugvelli klukkan átta í gærkveldi eftir rúmlega átta klukkustunda flug frá bænum Kulusuk á Grænlandi og er hann fyrstur til að fljúga þessa leið á fisi. Meira
16. júlí 1998 | Landsbyggðin | 132 orð

Héraðsmót HSH

Héraðsmót HSH Grundarfirði-Fyrri hluti héraðsmóts meistaraflokka HSH í knattspyrnu fór fram í Grundarfirði miðvikudagskvöldið 8. júlí sl. Keppnin hófst kl. 20 og létu menn undanúrslitaleik Frakka og Króata ekki breyta neinu þar um. (Sumum finnst skemmtilegra að leika knattspyrnu en að horfa á hana leikna. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hin langa sumarferð Hins íslenska náttúrufræðifélags

HIN LANGA ferð Hins íslenska náttúrufræðifélags er fimm daga ferð um Þingeyjarsýslu dagana 22. júlí til og með 26. júlí, þar sem heimsóttar verða helstu náttúruperlur héraðsins. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni (sunnanverðri) miðvikudaginn 22. júlí kl. 9 og ekin Sprengisandsleið að Laugum í Reykjadal. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Hlaup í Volgu

JÖKULSÁIN Volga, sem er ein af fyrstu kvíslum Jökulsár á Fjöllum og rennur úr Kverkjökli, hljóp á dögunum og hækkaði yfirborð hennar um metra þegar mest var. Allt að tveggja metra ísstykki brotnuðu úr jöklinum og bárust með ánni um 200-300 m. Skálaverðir í Kverkfjöllum, þau Þór Vilhjálmsson og Berglind Vilmundardóttir, urðu vör við umbrotin þegar þau heyrðu dynki í jöklinum. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 276 orð

Hugðust myrða Clinton með kaktusþyrnum

ÞRÍR menn, sem tengjast aðskilnaðarhreyfingu í Texas, lögðu á ráðin um að myrða Bill Clinton Bandaríkjaforseta og fleiri bandaríska embættismenn með því að skjóta í þá kaktusþyrnum með veirur sem valda alnæmi eða öðrum sjúkdómum, samkvæmt dómskjölum sem birt voru á þriðjudag. Meira
16. júlí 1998 | Landsbyggðin | 160 orð

Húsavíkurbær kaupir Saltvík

Húsavík­Húsavíkurbær hefur keypt jörðina Saltvík í Reykjahreppi af landbúnaðarráðuneytinu, sem eignaðist hana fyrir nokkru, en eitt sinn stóð til að á jörðinni yrði reist graskögglaverksmiðja. Saltvík er nyrsta jörðin í Reykjahreppi og liggur að landamerkjum Húsavíkur að sunnan. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 370 orð

Íhuga málshöfðun á hendur tóbaksfyrirtækjum

TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar greindi frá því á þriðjudag að til greina kæmi að stjórnvöld höfðuðu mál á hendur tóbaksiðnfyrirtækjum til þess að endurheimta fjármuni sem varið hafi verið í heilsugæslu vegna sjúkdóma er tengdust reykingum. Yrði gripið til þessa ráðs ef öldungadeild þingsins samþykkti ekki víðtækt frumvarp um aðgerðir gegn reykingum. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

Íranir lýsa stuðningi við tengslahópinn

STJÓRNVÖLD í Íran hafa lýst yfir stuðningi sínum við tilraunir vestrænna þjóða til að komast að friðsamlegri lausn í Kosovo, að því er utanríkisráðuneyti Þýskalands skýrði frá í gær. Utanríkisráðherra Írans, Kamal Kharrazi, sagði í samtali við utanríkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 305 orð

Íslandi líkt við risastóra erfðafræðirannsóknarstofu

Í UMFJÖLLUN blaðsins The Wall Street Journal Europe um svissneska lyfjafyrirtækið Roche, nýjan yfirmann þess dr. Jonathan Knowles, og vaxandi áherslu fyrirtækisins á erfðafræðirannsóknir í framtíðar lyfjaframleiðslu sinni, er fjallað um fimm ára og 200 milljóna dollara, (14,3 milljarða króna), samning fyrirtækisins við Íslenska erfðagreiningu. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Kókaín og kannabisplöntur fundust

LÖGREGLA hefur lagt hald á um 300 grömm af kókaíni, 160 grömm af hassi og 250 kannabisplöntur í fórum manns á þrítugsaldri sem aldrei hefur komið við sögu fíkniefnamála áður. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í viku vegna málsins en hefur nú verið látinn laus og er rannsókn málsins á lokastigi og telst það upplýst eftir yfirheyrslur yfir allmörgum aðilum. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 760 orð

Kóngurinn vildi hvítar rjúpur

HLUTVERK embættis veiðistjóra, sem hefur aðsetur á Akureyri, er skilgreint í lögum sem yfirleitt eru nefnd villidýralögin og er verksviðið vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum á Íslandi. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Kristniboðsmót

KRISTNIBOÐSMÓT á vegum Kristniboðasambandsins verður haldið á Löngumýri í Skagafirði um helgina. Mótið byrjar annaðkvöld, föstudagskvöldið 17. júlí, með samkomu, en þar talar Sigríður Halldórsdóttir. Biblíulestur í umsjá Benedikts Arnkelssonar verður á laugardagsmorgun og síðdegis verður kristniboðssamkoma sem sr. Kjartan Jónsson kristniboði sér um. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Krókódíllinn leikur

DJASSKVINTETTINN Krókódíllinn leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni, Kaupvangsstræti, í kvöld, fimmtudagkvöldið, 16. júlí kl. 21.30. Krókódíllinn hefur leikið víða að undanförnu og hlotið góða dóma, en tónlistin einkennist af samruna rythma- og blústónlistar, m.a. verða flutt lög eftir Eddie Harris, Hank Crawford og Lou Donaldson. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Kuldi og knattspyrna draga úr umferð á hálendinu

LANDVERÐIR í Herðubreiðarlindum, Hvannalindum og í Kverkfjöllum segja umferð á þeim slóðum töluvert minni en í fyrra. Um mánaðamótin höfðu 134 gist í Kverkfjöllum, á sama tíma í fyrra höfðu 165 gist þar. Þótti það heldur lélegt, að sögn Þórs Vilmundarsonar, landvarðar í Kverkfjöllum. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Laugavegur opnaður 25. júlí

ENDURBÓTUM á Laugavegi hefur seinkað um 10 daga. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gatan yrði opnuð fyrir umferð í gær en nú er stefnt að því að hleypa umferð á Laugaveginn hinn 25. júlí. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Líkamsárás í veitingahúsi við Laugaveg

MAÐUR var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir líkamsárás í veitingahúsi við Laugaveg í fyrrakvöld. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál á veitingastaðnum kl. 19:26. Þegar hún kom á staðinn kom í ljós að maðurinn sem ráðist var á hafði misst meðvitund. Tveir höfðu ráðist á manninn og voru þeir fluttir í fangageymslur lögreglunnar. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1058 orð

Meira gagn að mér í Búlgaríu

"ÉG VERÐ að viðurkenna að ég velti því stundum fyrir mér hvort ég ætti ekki að flytja búferlum til Íslands. Stóra spurningin er aðeins hvort ég geri ekki meira gagn við að kenna íslensku í Búlgaríu. Búlgarar eru afar áhugasamir um íslensk fræði og vantar aðeins nógu góðan kennara til að koma námsefninu til skila," segir Ægir Einarov Sverrisson. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð veiði í Reynisvatni

Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð veiði í Reynisvatni VEIÐI í Reynisvatni fyrir ofan Reykjavík hefur verið mjög góð það sem af er árinu. Alls hafa veiðst 12 þúsund fiskar, bæði silungur og lax. Um helgina var 100 löxum sleppt í vatnið. Enn er óveiddur 32 kílóa lax, sem sleppt var í vatnið fyrr í sumar. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinbær fær að standa

Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinbær fær að standa GÖTUHÚS við Vesturgötu 50A á sér nú loks viðreisnar von. Götuhús var byggt 1894 og er einn af 170 steinbæjum sem byggðir voru undir lok síðustu aldar og eru jafnvel taldir eina reykvíska húsagerðin. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Mörg farþegaskip á Seyðisfirði

ÓVENJU mikið er um komur farþegaskipa til Seyðisfjarðar um þessar mundir og verða til dæmis í dag tvö skip í höfn þar. Norræna kemur sem fyrr á fimmtudögum og var væntanleg klukkan 9 og skömmu síðar var skemmtiferðaskipið Vistamar væntanlegt. Tvö skemmtiferðaskip voru á Seyðisfirði fyrr í vikunni. Í gær var Berlin í höfn daglangt og fóru farþegar frá borði í hópum upp á Hérað, m.a. Meira
16. júlí 1998 | Landsbyggðin | 382 orð

Niðjamót Þormarsættar í Fljótsdal

Niðjamót Þormarsættar í Fljótsdal Geitagerði, Fljótsdal-Afkomendur hjónanna Guttorms Vigfússonar, skólastjóra og alþingismanns í Geitagerði, og konu hans, Sigríðar Sigmundsdóttur, komu saman á ættarmóti í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal dagana 26. til 28. júní sl. Guttormur Vigfússon fæddist í Geitagerði í Fljótsdal árið 1850. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 474 orð

Obuchi líklegastur til að taka við af Hashimoto

KEIZO Obuchi, utanríkisráðherra Japans, var í gær talinn líklegastur til að verða valinn leiðtogi stjórnarflokks landsins og næsti forsætisráðherra í stað Ryutaros Hashimotos sem hefur ákveðið að segja af sér vegna kosningaósigurs flokksins á sunnudag. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Ódáðahraun og Brúaröræfi

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar um Ódáðahraun eftir svonefndum Öskjuvegi, frá Herðubreiðarlindum að Svartárkoti dagana 17. til 23. júlí. Lagt verður af stað á morgun, föstudag, og ekið í Herðubreiðalindir og gist þar, en daginn eftir verður gengið á Bræðrafell og gist. Á sunnudag verður gengið í átt til Dyngjufjalla og gist í Dreka. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | -1 orð

Ófá ESB-lönd verða að taka sig betur á

ÓFÁ aðildarlönd Evrópusambandsins (ESB) verða að leggja enn harðar að sér í öguðum ríkisfjármálum ef þau eiga að geta uppfyllt í raun hin efnahagslegu skilyrði fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalaginu (EMU) og nokkrir "tossanna" eru væntanleg kjarnaríki myntbandalagsins. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 835 orð

Óheimilt að nota tálbeitur

MÁLAVEXTIR voru þeir að V.S. lá undir grun um fíkniefnasölu. Tveir leynilögreglumenn fóru heim til hans og lýstu áhuga á að kaupa heróín. V.S. sagði að maður að nafni Francisco Texeira de Castro kynni að geta útvegað slíkt efni. Síðan var haldið heim til de Castro. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Óskað sambands við danskan ferðamann

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur verið beðin að ná sambandi við Ole Steiniche Rasmussen frá Brændstrup í Danmörku en hann er nú staddur í fríi hér á landi ásamt Marianne eigikonu sinni og vini. Þau eru trúlega á ferð um landið á bílaleigubíl. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Rannsókn gerð á einelti

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gert samning við Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála um að rannsaka eðli og umfang á einelti í grunnskólum landsins. Megináhersla verður lögð á söfnun gagna í einum árgangi á miðstigi grunnskóla og fer rannsóknin fram á árunum 1998 og 1999. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Rauða kross ferð eldri borgara á Vestfjörðum

ÁRLEGT ferðalag á vegum RKÍ, fyrir eldri borgara á Vestfjörðum, verður dagana 21.­27. ágúst. Dvalið verður í Nesjaskóla við Höfn í Hornafirði, farið í skoðunarferðir um nágrennið og ýmislegt til gamans gert. Pantanir teknar niður frá og með föstudeginum 17. júlí frá kl. 19­20. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 90 orð

Reuters Til sölu BYGGINGIN sem

BYGGINGIN sem hýsir pakistanska forsætisráðuneytið í höfuðborginni Islamabad er til sölu. Talið er að kostnaðurinn við bygginguna hafi numið um einum milljarði rúpía, eða sem svarar einum og hálfum milljarði íslenskra króna, og er markmiðið með sölunni að greiða skuldirnar. Í byggingunni eru 372 skrifstofur, 113 baðherbergi, 29 eldhús, ráðstefnusalur, pósthús og banki. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skemmdarverk í göngunum óupplýst

ENN hefur ekki verið upplýst að fullu hverjir unnu skemmdarverk í Hvalfjarðargöngum aðfaranótt síðastliðins föstudag. Tveir menn voru handteknir á föstudag en þeir hafa ekki viðurkennt sök. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn en þeir sem handteknir voru á föstudag voru í yfirheyrslum og þeim síðan sleppt á laugardag. Meira
16. júlí 1998 | Landsbyggðin | 60 orð

Sóknarprestur kjörinn

SÉRA Örnólfur J. Ólafsson hefur verið kosinn í embætti sóknarprests í Skútustaðaprestakalli, Þingeyjarprófastsdæmi. Fékk sr. Örnólfur öll greidd atkvæði á kjörmannafundi en hann var einn í kjöri. Mun prófastur Þingeyjarprófastsdæmis, sr. Ingimar Ingmarsson, senda afrit fundargerðar kjörfundar til biskups sem síðan mun senda ráðherra bréf þar sem hann mælir með skipan í embættið. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Stinningskaldi í morgunsárið

VINDUR fór upp í sex vindstig milli klukkan 6 og 9 í gærmorgun í Reykjavík samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Þótt stinningskaldi sé algengur hér um slóðir hefur fólk verið óviðbúið eftir blíðviðrið og lögreglan var kölluð út á nokkra staði þar sem þakplötur voru farnar að fjúka. Laufgaðar krónur taka mikinn vind Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

St. Jósefssysturnar flytja úr Garðabæ

SÍÐUSTU Sankti Jósefssysturnar flytja senn úr aðsetri reglunnar við Holtsbúð í Garðabæ, en þangað fluttu þær eftir að starfsdegi þeirra lauk á Landakotsspítala. Verður heimilið leigt fyrir starf og heimili fyrir aldraða í Garðabæ. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Sumartónar í Svalbarðskirkju

TÓNLISTARMENNIRNIR Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson oreglleikari koma fram á tónleikum í Svalbarðskirkju í Þistilfirði í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. júlí, en þeir hefjast kl. 21. Tónleikarnir eru liður í Sumartónleikum á Norðurlandi og eru þessir tónleikar haldnir í tilefni þess að Svalbarðskirkja á 150 ára afmæli um þessar mundir. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Sunnudagskaffi á prestssetrinu

"SUNNUDAGSKAFFI á prestssetrinu" er yfirskrift starfsdags sem haldinn verður í Laufási næstkomandi sunnudag, 19. júlí, en þetta er fimmta sumarið sem slíkur dagur er haldinn og jafnan hefur mikill fjöldi fólks lagt leið sína í Laufás þann dag til að líta á hin gömlu handtök. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 838 orð

Sýslumenn ræða aukna samvinnu

BÆJARSTJÓRI Akraness, Gísli Gíslason, sendi í apríl síðastliðnum bréf til ríkislögreglustjóra þar sem farið var fram á að umdæmi lögreglunnar á staðnum yrði endurskoðað, sérstaklega með tilkomu Hvalfjarðarganganna. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 452 orð

Talibanar stefna hjálparstarfi í hættu

STARFSFÓLKI Sameinuðu þjóðanna (SÞ) reynist æ erfiðara að sinna hjálparstarfi í Afganistan. "Sameinuðu þjóðirnar finna fyrir auknum þrýstingi, ekki síst frá þeim sem fjármagna hjálparstarf í landinu, um að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga," sagði Lakhdar Brahimi, erindreki SÞ í Afganistan. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

Telja breytinguna brot á kjarasamningi

SAMBAND íslenskra bankamanna telur að lenging á afgreiðslutíma nokkurra útibúa Íslandsbanka hf., Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðs Hafnarfjarðar sé skýlaust brot á kjarasamningi. Friðbert Traustason, formaður SÍB, segir að taki bankastofnanirnar ekki mark á mótmælum sambandsins verði þetta mál tekið upp við gerð næstu kjarasamninga, en núverandi samningur rennur út 1. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Tveir bílar út af eftir framúrakstur

TVEIR bílar lentu út af Reykjanesbraut, fyrir ofan Keflavík, á þriðjudagskvöld er bílstjóri aftari bílsins reyndi að aka fram úr þeim fremri. Að sögn lögreglu í Keflavík varð slysið með þeim hætti að aftari bíllinn rakst í vinstra afturhorn fremri bílsins með þeim afleiðingum að hann valt og báðir bílarnir lentu út af veginum. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Tæknilegar reglugerðir ekki bornar undir stofnunina

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur sent frá sér rökstutt álit þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fylgt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið þess efnis að tilkynna skuli stofnunni um tæknilegar reglugerðir sem gætu hindrað frjálsa flutninga á vörum milli landa áður en þær koma til framkvæmda. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Tæpur helmingur hefur dregið uppsagnir til baka

TÆPUR helmingur þeirra grunnskólakennara, sem sögðu upp störfum hjá Akureyrarbæ í vor, hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Alls sögðu um 80 kennarar upp störfum samtímis skömmu fyrir kosningar í vor, en áður höfðu einhverjir sagt störfum sínum lausum. Uppsagnirnar taka gildi 1. september næstkomandi. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Upplýsingamiðstöð vegna Galtalækjarmóts

VEGNA undirbúnings bindindismótsins í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina hefur verið opnuð sérstök upplýsingamiðstöð á Grensásvegi 16 í Reykjavík. Þar geta allir áhugasamir fengið upplýsingar um fjölskylduhátíðina í Galtalækjarskógi, hvort sem þeir eru væntanlegir mótsgestir, fjölmiðlar eða starfsfólk. Upplýsingamiðstöðin er opin alla virka daga kl. 9­18. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Úrsagnir í Ólafsfirði

ALLIR stjórnarmenn í Alþýðubandalagsfélaginu í Ólafsfirði hafa sagt sig úr flokknum. Samtals hafa tíu af 25 félagsmönnum gengið úr Alþýðubandalaginu á síðustu dögum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Birni Val Gíslasyni, fyrrverandi formanni félagsins. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Úrskurður kærður til Hæstaréttar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur staðfesti í gær úrskurð lögreglunnar í Reykjavík, um að svipta mann ökuleyfi vegna hraðaksturs. Þetta er sama niðurstaða og í sambærilegu máli sem dæmt var í sl. mánudag. Fyrir helgi féll hins vegar dómur þar sem ökuleyfissvipting var felld úr gildi. Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segist munu kæra úrskurðinn frá í gær til Hæstaréttar. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 2256 orð

Úrslit á Landsmóti hestamanna

Í HEILDARÚRSLITUM landsmótsins er getið allra þeirra hrossa er verðlaun hlutu. Getið er allra einkunna sem hross í A- og B-flokki, yngri flokkum og tölti hlutu í forkeppni og milliriðlum þar sem um slíkt var að ræða. Fæðingarstaðar allra hrossa er getið auk eigenda og knapa nema í þeim tilvikum sem upplýsinga er ekki getið í mótsskrá. A-flokkur 1. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 447 orð

Vilja viðræður um bætt kjör bæjarstarfsmanna

STJÓRN og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðarbæjar samþykkti í gær ályktun þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ljúki þeim langvinnu og erfiðu deilum sem þau hafa átt í við Starfsmannafélagið. Ályktunin er gerð í kjölfar ákvarðana sem nýlega voru teknar um að hækka laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Vitni vantar

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð fimmtudaginn 2. júlí klukkan 14.30 á Háaleitisbraut við gatnamót Kringlumýrarbrautar. Ekið var aftan á bíl af gerðinni Mitsubishi Lancer, JN- 813, sem er brúnn að lit. Hugsanleg vitni eru beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 261 orð

Vopnahlé vegna hungursneyðar

HINN svokallaði Frelsisher Súdans (SPLA) lýsti í gær yfir einhliða þriggja mánaða vopnahléi í því skyni að auðvelda flæði hjálpargagna til svæða þar sem hungursneyð hefur gripið um sig í skugga borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í landinu með hléum frá árinu 1983. Talsmenn hjálparstofnana fögnuðu yfirlýsingu SPLA í gær en kváðust engu að síður telja að hún hefði lítil áhrif. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 330 orð

Þjálfun strandgæzlu og flugumferðarstjóra rædd

AÐ UNDANFÖRNU hafa verið ræddar hugmyndir um að Ísland leggi sitt af mörkum til að aðstoða Eystrasaltsríkin þrjú við undirbúning aðildar að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Meðal hugmynda, sem eru til athugunar, er að strandgæzluliðar og flugumferðarstjórar frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen sæki þjálfun hingað til lands, til Flugmálastjórnar annars vegar og Landhelgisgæzlunnar hins vegar. Meira
16. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 324 orð

Þjóðverjar snúa aftur til Rússlands UM 400 fjölskyldur af þýs

UM 400 fjölskyldur af þýskum uppruna, sem fluttu búferlum til Þýskalands í leit að betra lífi eftir hrun Sovétríkjanna, hafa snúið aftur til Rússlands á síðustu mánuðum, að sögn rússneskra embættismanna í gær. "Fjölskyldunum tókst ekki að laga sig að þýska þjóðfélaginu og þær áttu í fjárhagslegum erfiðleikum," sagði einn embættismannanna. Um 200. Meira
16. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

Þorlákshátíð kaþólskra og sérstimpill

KAÞÓLSKIR leikmenn halda Þorlákshátíð í Skálholti dagana 17.­19. júlí. Hátíðin er haldin til að minnast þess að 800 ár eru liðin frá því að Páll biskup Jónsson heimilaði í Lögréttu að menn mættu biðja um fulltingi Þorláks biskups Þórhallssonar, voru svo bein hans grafin upp og skrínlögð. Meira
16. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Þórey sýnir á Hjalteyri

ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í kaffihúsinu "Hótel Hjalteyri" á Hjalteyri á laugardag, 18. júlí kl. 14. Sýningin stendur yfir í 10 daga og er opin frá kl. 14 til 18 og 20 til 22 alla dagana. Þórey sýnir myndvefnað, textílverk og myndir á sýningunni sem er sjöunda einkasýning hennar. Fyrr á þessu ári hefur hún haldið tvær einkasýningar í Noregi. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júlí 1998 | Leiðarar | 613 orð

EINKAVÆÐING BANKANNA

EINKAVÆÐING BANKANNA ftir að skýrslur Ríkisendurskoðunar um ríkisbankana þrjá hafa verið birtar opinberlega og almennar umræður farið fram um þær, þótt þær hafi að langmestu leyti snúizt um málefni Landsbankans, er tímabært, að ríkisstjórnin snúi sér að því að taka ákvarðanir um það, hvernig standa skuli að einkavæðingu bankanna. Meira
16. júlí 1998 | Staksteinar | 415 orð

»Ögurgoðinn kominn heim Í LEIÐARA Bæjarins besta er fjallað um þá ákvörðun Sve

Í LEIÐARA Bæjarins besta er fjallað um þá ákvörðun Sverris Hermannssonar að stofna stjórnmálaflokk og hefja baráttu gegn kvótabraski og öðru, sem hann telur miður fara í þjóðfélaginu. Í BÆJARINS besta segir: ""Ég fer vestur seinna í þessari viku og ætla að vera í sumarbústað konu minnar og það er líklegt að ég boði til fundar á Ísafirði um aðra helgi. Meira

Menning

16. júlí 1998 | Menningarlíf | 35 orð

Ástríður sýnir í Hveragerði

Í HEILSUSTOFNUN Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði stendur nú yfir sýning á verkum Ástríðar Andersen. Sýnd eru 50 ný og gömul málverk, olía og akrýl. Myndirnar eru málaðar hér á landi og erlendis. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 152 orð

Gallagher greiðir milljónir fyrir frið við áhanganda

BRESKA rokkstjarnan Liam Gallagher úr Oasis hefur komist að samkomulagi við áhanganda sem sagt er að hann hafi skallað í höfuðið, að því er dagblaðið Sun greindi frá á miðvikudag. Samkvæmt heimildum blaðsins greiðir Gallagher 7 milljónir til þess að sleppa við málsókn. Blaðið hefur eftir lögfræðingi áhangandans: "Ben [Jones] er sáttur við útkomuna og finnst samkomulagið vera sanngjarnt. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 36 orð

Gítarkvartett í Grindavíkurkirkju

GÍTARKVARTETT kemur fram í Grindavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 16. júlí kl. 20.30. Kvartettinn er skipaður Halldóri Stefánssyni, Maria José Boira, Francese Ballart og David Murgadas. Á efnisskrá eru verk eftir Mompou, Brouwer, Ravel, Torroba og Granados. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 330 orð

Gætum þess að endurspegla fjölbreytnina

Á FJÓRÐA hundrað tillögur að verkefnum, vegna Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000, hafa borist skrifstofu Reykjavíkur-menningarborgar. Auglýstur skilafrestur var 1. júlí en tillögur héldu áfram að berast og segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi verkefnisins Reykjavík ­ menningarborg Evrópu, Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 164 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Í DAG, fimmtudag kl. 12 leikur Guðmundur H. Guðjónsson, organisti í Landakirkju í Vestmannaeyjum á hádegistónleikum Hallgrímskirkju. Á efnisskránni er "Svíta við annað tónlag" eftir franska tónskáldið Louis Nicolas Clérambault, "Bergamasca" eftir Samuel Scheidt, "Pastorale" eftir franska tónskáldið César Franck og "Prelúdía" í e-moll BWV 548 eftir Bach. Guðmundur H. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 486 orð

Íslensk sönglög vekja athygli í Bandaríkjunum

BANDARÍSKA söngkonan og framburðarfræðingurinn Judith Ganz hélt nýverið tvenna tónleika auk fyrirlestrar um íslensk sönglög í Texas í Bandaríkjunum og á ráðstefnu 1.000 söngkennara hvaðanæva úr Bandaríkjunum, sem haldin var í Toronto í Kanada. Með henni í för var Jónas Ingimundarson píanóleikari sem segir að íslensku lögin hafi "hvellhitt í mark" hjá áheyrendum. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 518 orð

Líf og starf leigumorðingja

Í MYNDINNI The Big Hit er fylgst með starfi og einkamálum leigumorðingjans Mels Smiley (Mark Wahlberg) sem þrátt fyrir starf sitt er hið mesta ljúfmenni sem lætur alla traðka á sér. Hann er trúlofaður og á auk þess ástkonu, en báðar konurnar eru fyrst og fremst með honum peninganna vegna. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 226 orð

Madonna með flestar tilnefningar

MADONNA er með flestar tilnefningar til tónlistarverðlauna MTV- sjónvarpstöðvarinnar á þessu ári eða níu talsins. Nýjasta breiðskífa hennar "Ray of Light" hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og titillagið er söluhæsta smáskífa á litríkum söngferli hennar. Myndband við lagið er tilnefnt sem besta myndband ársins, besta myndband konu og besta dansmyndbandið. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Manuel Moreno í Gallerí Horninu

SPÆNSKI listamaðurinn Manuel Moreno opnar sýningu á verkum unnum með blandaðri tækni í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, föstudaginn 17. júlí kl. 17-19. Moreno hefur haldið fjölda einkasýninga á Spáni og víðar í Evrópu. Síðast sýndi hann í Granada. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11-23.30 og stendur til 30. júlí. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 1370 orð

Myndlist í sögunarmyllu

FULLTRÚAR Íslendinga á Momentum voru sjö talsins, þar með taldir eru fjórir meðlimir Íslenska gjörningaklúbbsins, sem við opnun sýningarinnar fluttu gjörning við vel þekkt gallerí bæjarins, Gallerí F15. Gjörningurinn varð þeim síðan efni í innsetningu sem tók á móti gestum í Pakkhúsinu þar sem aðalsýningin fór fram. Pakkhúsið er gömul sögunarmylla og við húsið rennur Moss áin. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 229 orð

Nauðgun heima hjá Whitney og Bobby?

NÍTJÁN ára stúlka heldur því fram að sér hafi verið nauðgað á heimili hjónanna Whitney Houston og Bobby Brown í New Jersey um síðustu helgi. Talsmaður lögreglunnar sagði að unga konan sagt að "kannski hafi sér verið nauðgað" en treystir sér ekki til að bera kennsl á meintan árásarmann en atvikið á að hafa átt sér stað snemma á sunnudagsmorguninn. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 248 orð

Níu ára með málverkasýningu

KRISTÍN Conrad er níu ára og búsett í Geroldswil í Sviss. Hún hefur verið tíður gestur hjá Alice Meier, nágrannakonu sinni, allt frá því hún var þriggja ára. Alice kenndi Kristínu að teikna og þær hafa málað fjölda mynda saman. Fyrsta sameiginlega málverkasýningin þeirra stendur nú yfir í stórri verslunarmiðstöð í Spreitenbach skammt frá Zürich. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 516 orð

Ógnir úr undirdjúpum

NEÐAN úr hyldýpi S-Kínahafsins koma skelfilegar skepnur í þeim tilgangi að gæða sér á farþegunum um borð í glæsilegu farþegaskipi sem leið á um þetta hafsvæði. Skepnur þessar æða um skipið hátt og lágt og sporðrenna öllu kviku sem á vegi þeirra verður og breytist farþegaskipið von bráðar í hroðalegan vígvöll. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 338 orð

Raunir einhleyprar konu Fullkomin ímynd (Picture Perfect)

Framleiðandi: Erwin Stoff. Leikstjóri: Glenn Gordon Caron. Handritshöfundar: Arleen Sorkin, Paul Slansky og Glenn Gordon Caron. Kvikmyndataka: Paul Sarossy. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston, Kevin Bacon og Jay Mohr. (100 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 277 orð

Saga gleðikonu Hórkallar í LA (LA Johns)

Framleiðsla: Leanne Moore. Leikstjórn: Joyce Chopra. Handrit: Paul Brown. Kvikmyndataka: James Glennon. Tónlist: Barry Goldberg. Aðalhlutverk: Brittany Powell, Thomas Calabro, Doug Davison og Deborah Harry. 92 mín. Bandarísk. Bergvík, júlí 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 29 orð

Sýning framlengd Listasafn Árnesinga

Sýning framlengd Listasafn Árnesinga SÝNINGIN "Beðið eftir Baltasar Kormáki" eða 42 andlitsmyndir úr Grímsnesinu eftir Baltasar sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga á Selfossi, verður framlengd til 31. júlí. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 26 orð

Sýningu lýkur

Sýningu lýkur MYNDLISTARSÝNINGU Ragnars Lár, í Galleríi Sölva Helgasonar að Lónakoti í Skagafirði, sem er þversnið af verkum hans í gegnum tíðina, lýkur sunnudaginn 19. júlí. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 147 orð

Tískan vék fyrir minningarathöfn

ÍSRAELSKA söngkonan Dana International, sem sigraði í Eurovision söngvakeppninni fyrr á árinu, hætti við að taka þátt í tískusýningu franska hönnuðarins Jean-Paul Gaultier sem verður næsta sunnudag í París. Ástæðan fyrir forföllum söngkonunnar er sú að sýningin er sama tíma og minningarathafnir þar sem brottflutnings nasista á frönskum gyðingum er minnst. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Tónleikar í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju

MAGNEA Árnadóttir þverflautuleikari heldur tónleika í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju nk. sunnudag, 19. júlí, kl. 20.30. Magnea Árnadóttir var í 9 ár búsett í Ólafsvík, en hún er dóttir prestshjónanna sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar og Lilju Garðarsdóttur. Undanfarin 8 ár hefur hún lagt stund á þverflautuleik í Boston í Bandaríkjunum og lauk þaðan mastersgráðu. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Tónleikar Lúðrasveitar Fuglafjarðar

LÚÐRASVEIT Fuglafjarðar í Færeyjum hefur verið í heimsókn á Neskaupstað undanfarið. Lúðrasveitin er að endurgjalda heimsókn sem lúðrasveit Tónskóla Neskaupstaðar fór í til Færeyja fyrir tveimur árum. Í hljómsveitinni eru nítján hljóðfæraleikarar og hafa þeir ásamt vinum og vandamönnum dvalið hér í viku og hafa ferðast um landið, m.a. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 1295 orð

Veröld spunans

ÞAÐ ER ár og dagur síðan ég kom í Iðnó. Ég gef mér því góðan tíma til að litast um ­ finna leiklistarsöguna umlykja mig. Það jafnast ekkert á við hús með sál! En skyndilega er ég truflaður. Ung þerna tekur þéttingsfast í höndina á mér. Hún virðir mig sem snöggvast fyrir sér, segir ekkert. Hárið fellur í jörpum lokkum niður eftir bakinu. Meira
16. júlí 1998 | Menningarlíf | 416 orð

"Viljum gera myndlist sem allir skilja"

GERNINGAKLÚBBNUM The Icelandic Love Corporation var boðið að taka þátt í fyrstu samsýningu ungra norrænna listamanna í Moss. Og gott betur, því þess var einnig farið á leit við meðlimi klúbbsins, Eirúnu, Sigrúnu, Jóní og Dóru, að þær flyttu ræðu fyrir hönd allra listamannanna við opnun sýningarinnar. Meira
16. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 136 orð

Þriðja barn Stefaníu

STEFANÍA prinsessa frá Mónakó eignaðist þriðja barn sitt í gær og var það stúlka sem gefið hefur verið nafnið Camille Marie Kelly. "Camille leit dagsins ljós klukkan 9.23 að morgni. Móðurinni og barninu líður báðum vel," sagði í yfirlýsingu furstafjölskyldunnar. Camille er þriðja barn Stefaníu. Meira

Umræðan

16. júlí 1998 | Aðsent efni | 725 orð

Ekki gestavinnustofa

NOTALEGT að fá skjót viðbrögð við skrifum um listir, jafn sjaldgæft og sjást viðbrögð við öðru í þessu þjóðfélagi en pólitísku dægurþrasi og almennu argaþrasi með efnishyggjuna að leiðarljósi. Margt af hliðstæðu efni er helst afgreitt með smáletri á síðum erlendra dagblaða og á hvergi annars staðar heima, á síst að taka rými frá orðræðu er varða blóðríkari hliðar mannlífisins. Meira
16. júlí 1998 | Aðsent efni | 1835 orð

Ekki má setja stryknín og fenemal undir sama hatt

MORGUNBLAÐINU hefur borizt greinargerð frá Hermanni Sveinbjörnssyni forstjóra Hollustuverndar ríkisins, þar sem hann fjallar um þau skrif sem undanfarið hafa verið hér í blaðinu um leyfisveitingar til æðarbænda fyrir notkun fenemals gegn vargfugli. Meira
16. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Norræn mál og norrænt hús Frá Gunnari Stefánssyni: VIGDÍS Finnbogadóttir

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur nýlega, og ekki í fyrsta sinn, bent á nauðsyn þess að Íslendingar leggi rækt við sína skóladönsku til að eiga beinan aðgang að hinu norræna samfélagi. Vel sé henni fyrir að hamra á þessu, á því er sannarlega full þörf. Meira
16. júlí 1998 | Aðsent efni | 410 orð

Nýkratinn

SVERRIR Hermannsson hefur nú stigið á stokk og gert heyrinkunna stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Einnig hefur hann tjáð sig með afgerandi hætti um Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans. Undirritaður vill gera tvær athugasemdir við málflutning Sverris Hermannssonar. Í smiðju Ágústar Einarssonar Sverrir hefur boðað að hann hyggist fara í stríð gegn kvótakerfinu. Meira
16. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 546 orð

Útboð án grenndarkynningar? Frá Fríðu Björnsdóttur: FYRIR hönd í

FYRIR hönd íbúa í húsum við Heiðargerði, sem liggja að skólalóð Hvassaleitisskóla, óska ég eftir svörum við því hvort heimilt er lögum samkvæmt að bjóða út byggingarframkvæmdir á borð við verulega stækkun Hvassaleitisskóla án þess að fyrst hafi farið fram grenndarkynning meðal íbúa í nærliggjandi húsum. Meira
16. júlí 1998 | Aðsent efni | 982 orð

Þegar máttarstólpar reynast vera kalkvistir

EKKI hefur farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum undanfarna daga að eitthvað hefur verið að gerast hjá Alþýðubandalaginu. Fyrst lýstu 72% fulltrúa á aukalandsfundi flokksins yfir stuðningi við ákveðna tillögu flokksformannsins, Margrétar Frímannsdóttur. Jafnframt kom í ljós að allir karlmennirnir í þingflokknum, sex að tölu, eru þessari góðu meirihlutasamþykkt ósamþykkir. Meira

Minningargreinar

16. júlí 1998 | Minningargreinar | 517 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Í dag er til moldar borinn Guðmundur Sigurbjörnsson, vinur minn og félagi. Einhvern veginn átti ég ekki von á því að þurfa að skrifa minningargrein fyrr en ég væri orðinn gamall maður en núna er komið að því í fyrsta skipti, fyrr en ég hefði getað ímyndað mér. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 207 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Elsku Guðmundur. Mig langar að þakka fyrir þær stundir sem ég fékk að eiga með þér. Síðastliðna daga hafa minningarnar hrannast upp í huganum, minningar sem eru tengdar þér og því mikla sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Það eru ekki endilega orðin sem segja allt, heldur getur lítið bros, faðmlag og augljós umhyggja sagt miklu meira. Það eru þessi litlu atriði sem skipta svo miklu máli. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Í gömlum fræðum segir að í hvert sinn er einstaklingur fæðist á þessa jörð, þá falli tár, ef ekki af gleði þá vegna þjáningar þess sem í hlut á. Í þessum sömu fræðum segir að takist einstaklingi síðan að lifa lífinu þannig að einhver sjái ástæðu til að fella saknaðartár við brottför hans úr þessari jarðvist þá hafi hann ekki lifað til einskis. Ég er viss um að mörg gleðitár féllu hinn 22. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 607 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Fólk kemur og fólk fer. Það er gangur lífsins. Dvölin er mislöng og víst var hún alltof stutt hjá vini mínum Guðmundi Sigurbjörnssyni. Þessi mikli baráttumaður fékk hins vegar engu ráðið um brottfarartímann; þegar maðurinn með ljáinn hefur bókað far, kemst enginn hjá síðasta ferðalaginu. Eins og það hefði verið í gær, man ég okkar fyrsta fund. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Ég sit við eldhúsborðið og skrifa mína fyrstu minningargrein. Ég skrifa hana um mann sem mér þótti mjög vænt um og hét Guðmudnur Sigurbjörnsson. Guðmundur var fyrst og fremst maðurinn hennar Diddu systur minnar en hann var líka góður vinur minn. Ég kynntist honum þegar hann fór að koma með Diddu heim til foreldra okkar. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 363 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Ég var rúmlega tíu ára þegar ég hitti Guðmund hálfbróður minn í fyrsta skipti. Við sátum dauðfeimin hvort á sínum stól í heimsókn hjá ömmu okkar á Gránufélagsgötu 11 á Akureyri. Það voru ekki margar setningarnar sem við sögðum hvort við annað í það skiptið. Síðar áttum við sem betur fer eftir að kynnast betur, ekki síst eftir að Guðmundur byrjaði í Tækniskólanum í Reykjavík. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Kær vinur og félagi, Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri og formaður Íþróttafélagsins Þórs, hefur verið kallaður burt frá fjölskyldu sinni, ættingjum og vinum eftir erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm, aðeins tæplega fimmtugur að aldri. Guðmundur var Þórsari af lífi og sál og helgaði félaginu stóran hluta af frítíma sínum. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 521 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Þau verða óvenju þung skrefin í kirkjutröppunum í dag. Í seinni tíð hefur maður hlunkast þetta upp með stóískri ró og af angurværð hugsað til æskuáranna þegar maður rann þetta tíu til tuttugu sinnum án teljandi fyrirhafnar. En ekki í dag. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 230 orð

HILDA ELISABETH GUTTORMSSON

HILDA ELISABETH GUTTORMSSON Hilda Elisabeth Guttormsson (fædd Hansen) fæddist í Svíney í Færeyjum 9. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hanus Hansen Úti í Vágli og kona hans, Elsebeth Petronella Johannessen av Húsum. Hilda var næstyngst 11 systkina og er yngsti bróðir hennar, Joen Pauli, f. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Hilda Elísabet Guttormsson

Þessi orð komu mér í hug er mér barst andlátsfregn Hildu á Síðu. Í sex áratugi hefur nágrenni og vinátta við fjölskylduna frá Síðu haldist og rödd hennar borist til okkar á gleði- og sorgarstundum í gegnum árin. Ég heyrði ömmu mína oft tala um húsfreyjuna Arndísi á Síðu og aðra fjölskyldumeðlimi með virðingu og traustum huga og hygg ég að það hafi verið gagnkvæmt. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 301 orð

Hilda Elísabet Guttormsson

Í dag leggjum við elsku Hildu ömmu til hinstu hvílu. Á slíkri stundu koma upp í hugann margar góðar minningar og söknuðurinn er mikill. Við systkinin urðum þess aðnjótandi að fá að alast upp með ykkur afa á neðri hæðinni hjá okkur við Hvammstangabrautina og er það okkur ómetanlegt. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Kristín Jónasdóttir

Það var á fyrstu árum mínum í Árbæjarsafni að við, sem þar unnum, kynntumst ágætri konu, Kristínu Jónasdóttur, í skjalasafni borgarinnar í Skúlatúni, en þangað fórum við í gagnaleit og til að komast í ljósritunarvél. Hún vann þar ásamt Geir Jónassyni, eiginmanni sínum, og þegar hann hætti störfum þar var Kristín reiðubúin til að breyta til og féllst á að kom til starfa í Árbæjarsafni. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Kristín Jónasdóttir

Kristín Jónasdóttir starfaði á Árbæjarsafni um áratugaskeið og er þáttur hennar í uppbyggingu safnsins mikilvægur. Kristín var góður vinur ekki síður en mikils metinn samstarfsmaður okkar á Árbæjarsafni. Hún var sérlega hæf og vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur auk þess að vera yfirveguð og alltaf þægileg í samstarfi. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 765 orð

Kristín Jónasdóttir

"Þetta er Kristín, ritarinn okkar. Hún kann ekki að vélrita, en það gerir ekkert til, hún kann allt annað." Þannig kynnti Nanna Kristínu fyrir okkur þegar við hófum störf í Árbæjarsafni. Þegar við kynntumst henni var hún um sextugt, en við ekki þrítugar, en þó fannst okkur alltaf að Kristín væri á okkar aldri, ein af stelpunum. Það var eins og hún væri aldurslaus. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Kristín Jónasdóttir

Hún Kristín frænka mín er nú dáin. Hún var mér mjög góð og ég hugsaði um hana eins og ömmu. Það verður aldrei hægt að gleyma henni, þó ég verði 100 ára. Hún hjálpaði mér við allt eins og að búa til jólagjafir og margt fleirra. Hún var mjög falleg og góð og átti alltaf nóg af öllu. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 430 orð

Kristín Jónasdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast kærrar vinkonu minnar, Kristínar Jónasdóttur, sem í dag verður til moldar borin. Það er nú komið á annan áratug síðan við kynntumst fyrst. Kynni okkar hófust með, svo ekki sé fastar að orði kveðið, afar óvenjulegum hætti. Frændi hennar, Jónas, hafði tal af mér og óskaði eftir því að ég gerðist ráðgjafi hennar, en maður hennar, Geir Jónasson fyrrv. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 398 orð

Kristín Jónasdóttir

Kristín frænka var alveg einstök manneskja. Hún bjó yfir viðsýni, visku og fádæma hugarró. Þessir kostir gerðu það að verkum að þeir sem kynntust henni báru virðingu fyrir henni og á hana var hlustað. Hún var óhrædd við nýjungar sem lýsti sér vel í áhuga hennar á matargerð. Íslenskir þjóðarréttir ásamt japönsku súsí eða kínverskir hrísgrjónaréttir prýddu veisluborðin. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 171 orð

KRISTÍN JÓNASDÓTTIR

KRISTÍN JÓNASDÓTTIR Kristín Jónasdóttir fæddist á Stuðlum við Reyðarfjörð hinn 12. ágúst 1919. Hún lést á Landakoti hinn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Pétur Bóasson, f. 18. maí 1891, d. 27.2. 1960, og Valgerður Bjarnadóttir, f. 14. október 1885, d. 21. ágúst. 1974. Systkini hennar voru Guðrún Sigurbjörg, vefnaðarkennari, f. 28. des. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 534 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Á þessum tímamótum, þegar amma Sigríður er dáin, leita á mig margar góðar minningar og söknuður, en ekki hvað síst þakklæti. Þakklæti fyrir líf góðrar konu, heilsteyptrar mannveru, sem vildi öllum vel. Amma Sigríður giftist Magnúsi afa mínum rúmu ári áður en ég fæddist, en hann var þá ekkjumaður með börn á ýmsum aldri. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 241 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Í dag er kvödd hinztu kveðju mæt kona, sem ýmsir færari en ég munu vafalaust minnast, því margt má um Sigríði Briem Thorsteinsson segja. Um svipað leyti og Sigríður varð hluti af fjölskyldu okkar vorum við tvö eldri systkinin að stofna eigin heimili. Á fyrstu tíu árunum eftir að hún giftist föður okkar helltust yfir þau tíu barnabörn. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Nú hnígur þessi öld til móta hinnar nýju og með henni hver af öðrum hinir síðustu sem lifað hafa með henni nánast allri. Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist árið eftir aldamótaárið og hefur með öldinni og öllum samferðamönnum sínum skilað stórkostlegri breytingum og hagsbótum landi og þjóð en nokkurn gat órað fyrir hér á ströndum hins ysta hafs. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 158 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Í dag er borin til hinstu hvílu frú Sigríður Briem Thorsteinsson. Frænka eins og við kölluðum hana ávallt hefði orðið 97 ára síðastliðinn fimmtudag. Á hún langa og farsæla ævi að baki. Ég kveð hana með söknuði og innilegu þakklæti fyrir samfylgdina. Södd lífdaga kveður hún okkur hér og fer á fund sinna nánustu. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 199 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Þegar ég var átta ára giftist pabbi aftur og hún Sigríður kom inn í líf okkar á Laufásvegi 62 og gekk okkur systkinunum í móðurstað. Það er ekki auðvelt að koma inn á rótgróið stórheimili og taka þar við stjórninni og uppeldi barna frá átta ára til 23 ára en þetta gerði hún Sigríður og hún gerði það með þeim hætti að við elskuðum hana öll frá fyrsta degi og það segir allt sem segja þarf um Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 512 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Sigríður Briem Thorsteinsson, föðursystir mín, er farin yfir móðuna miklu, löngu södd lífdaganna. Þrátt fyrir vissar andstæður bæði í daglegu lífi og einkalífi á miklum umbrotatímum lítillar þjóðar endurspeglaði líf hennar fegurð lista og menningar. Sigríður var þriggja ára er hún fluttist með foreldrum sínum frá Sauðárkróki til Reykjavíkur því 2. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 453 orð

SIGRÍÐUR BRIEM THORSTEINSSON

SIGRÍÐUR BRIEM THORSTEINSSON Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 9. júlí 1901. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eggert Ólafur Briem, sýslumaður á Sauðárkróki og síðar hæstaréttardómari, f. 25. júlí 1867, d. 7. júlí 1936, og Guðrún Jónsdóttir Briem frá Auðkúlu í A-Hún., f. 11. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Sigurður Arnalds

Þegar við minnumst afa okkar er sagnagleðin eitt af því sem rís hæst. Öll munum við eftir því að hafa setið á sófaarminum hjá afa og hlustað hugfangin á sögurnar hans. Myndirnar sem hann dró upp eru og verða alltaf ljóslifandi í huga okkar. Einmana tröllskessan í Ingólfsfjalli, veisluglaða silungamamman, risaskjaldbakan og köngulóin í neftóbaksdósinni urðu öll jafn raunveruleg. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 863 orð

Sigurður Arnalds

Nú hefur Sigurður Arnalds tengdafaðir minn kvatt okkur og siglt báti sínum til annarra stranda. Við horfum á eftir honum, hrygg í huga, en þakklát fyrir langa og skemmtilega samfylgd. Sigurður var litríkur maður og sú mynd af honum sem ég geymi í minningunni er í öllum regnbogans litum. Grunntónninn í litrófi þessarar myndar er græni liturinn. Litur skógarins. Litur ræktandans. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 367 orð

Sigurður Arnalds

Það er eitthvað á sjötta áratug síðan, að á tímabili ríkti svolítið kvíðablandin spenna á heimili okkar og í hópi skóla- og saumaklúbbssystra, yfir því, að besta vinkona húsmóðurinnar og sú eina saumaklúbbssystranna, sem ekki hafði þegar kastað akkerum í öruggri höfn hjónabandsins, með skólabræðrum og eða jafnöldrum, væri farin að umgangast náið, mann sem væri fráskilinn tveggja barna faðir. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Sigurður Arnalds

Enn er skarð fyrir skildi. Sigurður Arnalds, Siggi frændi, er liðinn. Hann tengist minningum mínum frá fyrstu tíð og í þeim er mér minnisstæðust hans græskulausa glaðværð, sem gat lyft munnvikum staðfastra drumba í geislandi bros. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 757 orð

Sigurður Arnalds

Sigurður, frændi og vinur, er fallinn í valinn og genginn á vit feðra sinna 89 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík en fluttist svo með fjölskyldu sinni til Blönduóss og síðan til Seyðisfjarðar. Á unglingsárum var Sigurður í sveit í Hvammi í Vatnsdal og þar komst hann í djúpa snertingu við íslenska náttúru sem entist honum ævilangt. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 661 orð

Sigurður Arnalds

Við andlát Sigurðar Arnalds, tengdaföður okkar, er sannkallaður ættarhöfðingi horfinn á braut. Ást sú og virðing er hann naut innan fjölskyldunnar kom enn einu sinni glögglega í ljós er nær allir afkomendurnir komu að dánarbeði hans til að kveðja í síðasta sinn. Við mátum hann afar mikils sem tengdaföður og börnunum okkar var hann einstakur afi. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 329 orð

SIGURÐUR ARNALDS

SIGURÐUR ARNALDS Sigurður fæddist í Reykjavík 15. mars 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari (Jónsson) Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði (f. 1872, d. 1957), sem lengi var sýslumaður á Seyðisfirði, og Matthildur Einarsdóttir Kvaran (síðar Matthíasson) (f. 1889, d. 1980). Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Þórarinn Oddsson

Ég get ekki látið hjá líða að senda kveðju til frænda míns og vinar Þórarins Oddssonar. Tóti var ekki mikið gefinn fyrir að tala um sjálfan sig eða gorta af afrekum sínum sem voru þó allmörg á langri ævi. Ég ætla því að leyfa mér að gorta af því að hafa átt hann fyrir frænda og rifja upp það litla sem mér tókst að komast að um hann, þótt frá öðrum sé komið. Meira
16. júlí 1998 | Minningargreinar | 90 orð

ÞÓRARINN ODDSSON

ÞÓRARINN ODDSSON Þórarinn Oddsson var fæddur á Þrándarstöðum í Síðuþingá í N- Múlasýslu hinn 5. október 1914. Hann lést 5. júlí síðastliðinn. Móðir hans var Anna Sveinsdóttir sem nú er látin og faðir hans var Oddur Gíslason sem varð úti ungur maður. Systkini Þórarins voru: Sigríður Oddsdóttir og Jónína Aðalheiður Oddsdóttir sem lést 1927, 11 ára gömul. Meira

Viðskipti

16. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Evrópsk bréf á meti eftir uppsveiflu vestra

UPPSVEIFLA í Wall Street olli því að methækkanir héldu áfram í evrópskum kauphöllum, en gætni ríkir í gjaldeyrisviðskiptum vegna svartsýni á efnahagsbata í Japan. Verulegur hagnaður Kodaks olli uppsveiflu Dow vísitölunnar og í Evrópu mældist lokagengi á meti í Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi og víðar. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Telur eigendum gistihúsa mismunað

SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að hann hlutist til um að húseignir, sem nýttar séu í samkeppnisrekstri á gistimarkaði, beri ekki mismunandi hlutfall af álagningarstofni í fasteignagjöld. Samtök veitinga- og gistihúsa sendu Samkeppnisstofnun erindi um síðustu áramót, þar sem þau mótmæltu mismunun í álagningu á gististaði. Meira

Daglegt líf

16. júlí 1998 | Neytendur | 110 orð

Fasteignaskattur til almenns rekstrar

Spurning:Ég á sumarbústað við Hafravatn og borga af húsinu fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Hvaða þjónustu á ég að fá í staðinn, ruslagáma (sorphirðu), vegalagningu, vatn, Meira
16. júlí 1998 | Ferðalög | 117 orð

Göngusumar í Grundarfirði

Grundarfjörður-FAG, félag atvinnulífsins í Grundarfirði stendur fyrir gönguferðum í Eyrarsveit í sumar. Fyrsta gangan var farin á Jónsmessunótt á Klakk. Síðan hefur verið gengið umhverfis Kirkjufell og yfir Tröllaháls. Framundan eru eftirfarandi göngur: Laugardaginn 25. júlí kl. 10: Háls, umhverfis Kirkjufell. Sunnudaginn 26. júlí kl. 14: Hallbjarnareyri, Eyraroddi. Meira
16. júlí 1998 | Neytendur | 183 orð

Handhægar tilbúnar sósur

EKAS hefur hafið innflutning á tveimur tegundum af tilbúinni sósu. Um er að ræða svokallaðar Sauce Naturel og Mornay-sósu. Í fréttatilkynningu kemur fram að Sauce Naturel sé tilbúin hvít grunnsósa. Sósuna þurfi aðeins að hita í potti eða örbylgjuofni og krydda lítilsháttar að eigin vild, t.d. með salti, pipar og sósulit fyrir brúna sósu. Einnig sé sósan tilvalin á pönnuna. Meira
16. júlí 1998 | Ferðalög | 93 orð

Náttúran í nýju ljósi

LAUGARDAGINN 18. júlí hefur verið skipulagt náttúrurölt á Hólum í Hjaltadal. Þátttakendur eiga þess kost að ganga um nágrenni Hóla og upplifa umhverfi á lífríki staðarins á nýjan og spennandi hátt, að því er segir í fréttatilkynningu. Sérstök áhersla verður lögð á vötn og votlendi. Lagt verður af stað í ferðina klukkan 11 og er áætlaður tími tveir og hálfur til þrír tímar. Meira
16. júlí 1998 | Ferðalög | 136 orð

Nýr ferðaþjónustuskáli í Þórsmörk

Selfossi­Þann 16.júní síðastliðin opnaði Austurleið formlega nýjan skála á svæði félagsins við Húsadal í Þórsmörk. Skálinn er 180 fm og var byggður af SG Húsum á Selfossi. Að sögn Óskars Sigurjónssonar, stjórnarformanns Austurleiðar eru nokkrir skálar á svæði félagsins í Þórsmörk. Skálarnir taka samtals 100 manns í gistingu. Meira
16. júlí 1998 | Ferðalög | 241 orð

Sigling og sjóstangaveiði frá Drangsnesi

Drangsnesi- Þjónusta við ferðamanninn er sífellt að aukast og einnig kröfur ferðamannsins um afþreyingu meðan á dvöl stendur. Strandamenn bregðast við þessum kröfum eins og aðrir. Það nýjasta sem boðið er upp á á Ströndum eru siglingar og sjóstangaveiði frá Drangsnesi. Meira
16. júlí 1998 | Neytendur | 175 orð

Þurrkaðir franskir villisveppir

HEILSA hf. hefur hafið innflutning á þurrkuðum frönskum villisveppum í þægilegum neytendapakkningum. Áður voru sveppirnir seldir eftir vikt. Valið stendur um pakkningar af tveimur stærðum og er minni stærðin hæfilegur skammtur í sósur og súpur fyrir meðal fjölskyldu. Flestar tegundirnar eru á 129 kr., kóngasveppir á 189 kr. og myrkill og kantarellur aðeins dýrari. Meira

Fastir þættir

16. júlí 1998 | Í dag | 61 orð

ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16.

ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. júlí er sjötíu og fimm ára frú Sigríður Sigursteinsdóttir, Krókatúni 3, Akranesi. Eiginmaður hennar er Hákon Björnsson rafvirkjameistari. Þau eru að heiman. 70 ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, fimmtudaginn 16. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 82 orð

Borgarneskirkja.

Borgarneskirkja. Kvöldstund í Borgarneskirkju í kvöld kl. 21. Sjónvarpstrúboðar kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, Kolbrún og Guðlaugur Laufdal sem leiða kvöldþáttinn Kvöldljós, þjóna ásamt gestum. Fella og Hólakirkja. Helgistund í dag í kirkjunni kl. 10.30. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. Meira
16. júlí 1998 | Fastir þættir | 330 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbridge 1998

Föstudagskvöldið 10. júlí mættu 32 pör til leiks, spilaðar voru 14 umferðir í Mitchell með 2 spilum í umferð. Efstu pör (meðalskor var 364): d NS Halldóra Magnúsd. ­ Jón St. Ingólfss.442 Una Árnadóttir ­ Kristján Jónasson427 Úlfar Kristinsson ­ Hilmar Jakobsson423 Eyþór Hauksson ­ Helgi Samúelsson422 AV Unnar A. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 6. júní sl. í Garðakirkju af sr. Halldóri Gunnarssyni Helga Jensdóttir og Pétur Rúnar Pétursson. Heimili þeirra er í Garðabæ. Ljósmyndarinn Lára-Long. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP

Árnað heilla BRÚÐKAUP Gefin voru saman 23. mars sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Elfa María Geirsdóttirog Daníel Jósefsson. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 198 orð

Fimmtudagur 16.7.1998: STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

Fimmtudagur 16.7.1998: STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á minningarmóti um Paul Keres sem haldið var í Tallinn í Eistlandi í sumar. Bretinn Nigel Short (2.660) hafði hvítt og átti leik gegn Svíanum Ulf Andersson (2.635). 21. Rxf7! ­ Kxf7 22. Db3+ ­ Re6 23. Hfe1 ­ Rd5 24. Rxd5 ­ cxd5 25. Meira
16. júlí 1998 | Fastir þættir | 747 orð

Hannes burstaði undrabarnið

Hannes Hlífar Stefánsson er efstur ásamt þremur öðrum fyrir síðustu umferð. Hann teflir við Tiger Hillarp-Persson, Svíþjóð, í síðustu umferð. 4.­15. júlí. Hannes Hlífar vann glæsilegan sigur á enska undrabarninu og alþjóðlega meistaranum Luke McShane í níundu umferð Politiken Cup-skákmótsins sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn. Hannes hafði hvítt og fórnaði peði í 11. Meira
16. júlí 1998 | Dagbók | 676 orð

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss fór á strönd í gær. Stapafell

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss fór á strönd í gær. Stapafell kom og fór á strönd í gær. Skemmtiferðaskipið Astor kemur og fer í dag. Trinket kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Flutningaskipið Telnes kom í gær. Flutningaskipið Sókna kemur í dag. Meira
16. júlí 1998 | Fastir þættir | 775 orð

Sniglafjölskyldan Í tilbreytingarleysinu koma menn auga á lífið í kringum sig

Fyrir sjötíu árum sagði Bertrand Russell að það þyrfti að kenna börnum strax í bernsku að sætta sig við tilbreytingarleysi. Það vanræktu foreldrar oft og héldu að börnum dægrastyttingu þar sem börnin væru óvirk. Einnig sagði hann að sú tegund leiðinda sem helst þjakaði borgarbúa nútímans stafaði að miklu leyti af sambandsleysi þeirra við líf jarðar. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 439 orð

Stéttaskipting á Íslandi ÞEGAR allt virðist benda til þess að Landsb

ÞEGAR allt virðist benda til þess að Landsbankamálið ætli bara að deyja út spyr maður sig að því hvað sé að gerast í þessu blessaða þjóðfélagi okkar? Ég spyr vegna þess að þessir menn "skreppa" í utanlandsferð fyrir árslaunin mín! Talandi um góðæri. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 352 orð

tígurinn meðfram strandlengjunni í vesturbænum, um Foss

tígurinn meðfram strandlengjunni í vesturbænum, um Fossvogs- og Elliðaárdal í Heiðmörk, er ein helsta útivistarperla Reykjavíkur og vantar í raun ekkert nema lýsingu á veturna auk þess sem æskilegt væri að hafa hitaleiðslur undir stígnum til að koma í veg fyrir hálku. Meira
16. júlí 1998 | Í dag | 213 orð

Það er tvíeggjað að spila út kóng frá hjónunum smátt þriðju e

Það er tvíeggjað að spila út kóng frá hjónunum smátt þriðju eða fjórðu gegn grandslemmu, því þó svo að slagur fríist, þá gæti sagnhafi náð að byggja upp slagi á millispilin. En í þetta sinn heppnaðist útspilið fullkomlega. Suður gefur; allir á hættu. Meira

Íþróttir

16. júlí 1998 | Íþróttir | 113 orð

0:1Á 17. mínútu tók Sigurður Grétarsson aukaspyrnu utan vítateigs hægra megi

0:1Á 17. mínútu tók Sigurður Grétarsson aukaspyrnu utan vítateigs hægra megin. Atli Kristjánsson var mættur á fjærstönginni og skaut að marki en Jón Þórir Jónsson kom þar aðvífandi og potaði boltanum yfir línuna. 0:2Bjarki Pétursson fékk boltann eftir aukaspyrnu á 63. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 247 orð

900 stúlkur mættu til leiks í Kópavogi

Tæplega níu hundruð stúlkur munu taka þátt í Gull- & silfurmótinu í knattspyrnu sem verður sett í dag. Leikið er í 2. til 5. aldursflokki kvenna á tíu knattspyrnuvöllum í Kópavogsdalnum. "Þetta er fjórtánda Gull- og silfurmótið og segja má að framkvæmd þess verði með hefðbundnu sniði. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 134 orð

Arnljótur til liðs við Fram

ARNLJÓTUR Davíðsson knattspyrnumaður, sem hefur leikið með ÍR í sumar og í lok síðasta tímabils, hefur skipt yfir í Fram. Hann er uppalinn hjá Fram og lék með félaginu fyrir nokkrum árum. Félagaskiptin voru gerð í fullri sátt milli Arnljóts og knattspyrnudeildar ÍR. Hann verður áfram þjálfari 7. flokks karla hjá ÍR þó svo að hann leiki sjálfur með öðru félagi. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 287 orð

Á spjöldum sögunnar Tom Morris

Tom Morris hinn eldri er elsti sigurvegari mótsins frá upphafi, en hann var 46 ára og 99 daga gamall er hann sigraði árið 1867. Sonur Morris og alnafni, Tom Morris hinn yngri, er yngsti sigurvegarinn í sögu mótsins. Hann var aðeins 17 ára, fimm mánaða og átta daga gamall er hann bar sigur úr býtum ári eftir fyrrnefndan sigur föður síns. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 517 orð

Baráttusigur Breiðabliks

BREIÐABLIK er komið í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu. Liðið vann góðan 1:3- sigur á Fylkismönnum í gærkvöldi í bráðskemmtilegum leik, þar sem mikið var um umdeild atvik. Þar með er ljóst, að ekkert Reykjavíkurlið kemst í undanúrslit keppninnar að þessu sinni, því Grindavík, Leiftur og ÍBV tryggðu sér sín sæti í gærkvöldi. Dregið verður í undanúrslitum í hádeginu í dag. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 378 orð

Erfiðasti hjallinn yfirstiginn hjá KR

"Ég tel að þessi leikur hafi verið erfiðasti hjallinn á leið okkar að bikarnum en nú erum við komnar yfir hann og ætlum alla leið," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þegar Vesturbæingar hefndu rækilega fyrir tvö töp gegn Valsstúlkum, í deildarbikar og Meistaradeildinni, og slógu þær út í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna með 3:0-sigri. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 452 orð

"Ég er með skrá yfir A-Þjóðverja sem tóku ólögleg lyf"

FRANK Shorter frá Bandaríkjunum, Ólympíumeistari í maraþonhlaupi 1972, hefur í hyggju að eignast önnur gullverðlaun fyrir maraþonhlaup á Ólympíuleikum þrátt fyrir að vera orðinn 50 ára og ekki lengur í fremstu röð. Gullverðlaunin sem hann sækist eftir eru fyrir hlaup sem fór fram fyrir 22 árum, nánar tiltekið á Ólympíuleikunum í Montreal 1976. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 208 orð

Frakkar nálgast Brasilíumenn

HEIMSMEISTARAR Frakka nálguðust Brasilíumenn á styrkleikalistanum í knattspyrnu, sem alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gaf út í gær. Frakkar stukku upp um fimmtán sæti á listanum, fóru úr sautjánda sæti í annað ­ eru aðeins 3,64 stigum á eftir Brasilíumönnum, sem eru í efsta sæti eins og undanfarin sex ár, með 73,84 stig. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 112 orð

Frakkar og Englendingar prúðastir Frakkar og Englendingar

Frakkar og Englendingar deildu með sér háttvísisverðlaunum Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) á heimsmeistaramótinu sem lauk á sunnudaginn. Hvort lið hlaut 828 stig en stig eru gefin fyrir íþróttamannlega framkomu og jákvætt viðhorf til íþróttarinnar. Norðmenn urðu í þriðja sæti með 822 stig. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 75 orð

Framarar til Þýskalands

FRAMLIÐIÐ í handknattleik karla mun taka þátt í sex liða móti í Wernigerode í Þýskalandi í ágúst. Önnur lið á mótinu eru Magdeburg, sem Ólafur Stefánsson leikur með, Bad Schwartau, sem Sigurður Bjarnason leikur með, ungverskt og tékkneskt lið og líklega Dassauer, sem Jason Ólafsson leikur með. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 186 orð

Gísli G. með fullt hús

Stigagjöf í torfæru er þannig að 20 stig fást fyrir sigur, 17 stig fyrir annað sæti, 15 fyrir þriðja, 13 fyrir fjórða, síðan 11 og niður í 1 stig fyrir næstu sæti þar á eftir. Fjögur mót af fimm gilda til lokastiga, þannig að felldur er út slakasti árangur ökumanns í einu móti, til að fá heildarstigagjöf í meistaramótinu. Gísli G. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 295 orð

Golf er númer eitt, tvö og þrjú

"Meistaramótin eru langskemmtilegust. Þar hitti ég alla vini mína og búast má við spennandi keppni. Í fjögurra daga móti eins og þessu kemur í ljós hverjir hafa úthald til að halda á forskoti sínu og hvort menn nái að halda sínu striki þó menn geti orðið fyrir áfalli á einstökum holum Sjálfur tel ég mig eiga góða möguleika á að sigra í mínum flokki," segir Sigurður Árni Þórðarson, Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 381 orð

Hvað segja andstæðingarnir?

Fær ekki titilinn gefins "Ég gefst ekki upp þá að Gísli sé í góðri stöðu, hann fær ekki titillinn gefins. Þarf að hafa fyrir þessu. Það hefur kostað mig dýrmæt stig í ár að hafa velt, en það er aldrei of seint að vinna. Það eru margir sem geta ruglað röðinni og ég ætla að vinna sigur, legg mig allan fram," sagði Gunnar Egilsson. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 1167 orð

Hættir að keppa við "krakkana"

Þegar Jack Nicklaus hætti við að taka þátt í Opna breska meistaramótinu í golfi varð ljóst að lengsta óslitna þátttaka eins manns í stórmótum golfheimsins var á enda. Hún hófst þegar "gullni björninn" þáði boð um að leika í bandarísku meistarakeppninni [Masters] á Augusta vorið 1962 og lauk í síðasta mánuði, Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 360 orð

Hörð keppni um ralltitilinn

Jöfn keppni er um Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri eftir keppni um síðustu helgi. Fjórar áhafnir eiga möguleika á meistaratitili. Efstir eru Páll H. Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer með 51 stig. Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Rover Metró eru með 48 stig, Þorsteinn P. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 239 orð

Íslendingar aftarlega í röðinni á EM

»Landsliðum Íslands í golfi, öðru skipuðu drengjum 18 ára og yngri og hinu skipuðu 19 til 21 árs kylfingum, gekk upp og ofan á Evrópumótum piltalandsliða, sem lauk um helgina. Gerðar voru meiri væntingar til eldri kylfinganna, en liðið hafnaði í 16. sæti af átján þátttökuþjóðum, en leikið var á velli konunglega Waterloo-klúbbsins í Belgíu. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 446 orð

Kann vel við mig á Akranesi

TORFÆRUKEPPNI í nágrenni við Akranes á laugardaginn kl. 13 gæti ráðið úrslitum í Íslandsmótinu í torfæru, en keppnin er sú næstsíðasta sem gildir til Íslandsmeistara og skipulögð af GG Múr og Jeppaklúbbi Reykjavíkur. Gísli G. Jónsson er efstur að stigum yfir heildina og nægir þriðja sætið í öðru tveggja mótanna sem eftir eru til að verða meistari. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 152 orð

Klúbbarnir anna ekki eftirspurn

FLESTIR golfklúbbanna á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á byrjendakennslu fyrir börn og unglinga í sumar, en ljóst er að klúbbarnir ná ekki að anna eftirspurninni, sem er meiri en dæmi eru um frá liðnum árum. Golfklúbbur Reykjavíkur tekur við 120 börnum og unglingum á byrjendanámskeið í sumar, en þau sæti voru orðin þegar fullbókuð í fyrstu skráningarvikunni, sem var í maí. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 351 orð

Knattspyrna

Bikarkeppni karla 8-liða úrslit: Fylkir - Breiðablik1:3 Mark Fylkis: Guðjón Guðjónsson 68. Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jónsson 17., Atli Kristjánsson 63., Sævar Pétursson 88. Markskot: Fylkir 9 - Breiðablik 13. Horn: Fylkir 4 - Breiðablik 2. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 272 orð

MARY-Jose Perec, ólympíumeis

MARY-Jose Perec, ólympíumeistari í 200 og 400 m hlaupi kvenna, frá Frakklandi, hefur tilkynnt að hún keppi ekki á Evrópumeistaramótinu í Búdapest í ágúst vegna meiðsla. PEREC sem er þrítug keppti nær ekkert á sl. ári vegna meiðsla í hásin og hefur ekki náð að jafna sig á þessu ári. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 357 orð

Meistaramótin hafin

BÚAST má við því að hátt í tvö þúsund manns taki þátt í Meistaramótum klúbbanna sem hófust í gærdag, en nærri lætur að fjórði hver félagsmaður taki þátt í meistaramóti hjá sínum klúbbi. Leiknar eru 72 holur í flestum flokkum, þar á meðal í unglingaflokkunum, en mótunum lýkur hjá allflestum klúbbanna á laugardaginn. Sigurþór á pari Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 286 orð

Nær Magnúslágmarkinufyrir EM?

Norðurlandamótið í frjálsíþróttum, ætlað íþróttamönnum 22 ára og yngri, verður haldið í fyrsta skipti í Eurajoki í Finnlandi um næstu helgi. Níu íslensk ungmenni taka þátt, en reiknað er með því að mótið verði í framtíðinni haldið annað hvert ár. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 655 orð

Nær Westwood að lina þjáningar Evrópubúa

BRETAR eru vongóðir um að nú eignist þeir loks sigurvegara á Opna breska meistaramótinu. Nick Faldo sá um þá hlið mála áður fyrr, en hann sigraði síðast árið 1992. Hann hefur ekki náð sér á strik í um tvö ár og því líta heimamenn til Lee Westwood, sem hefur staðið sig með prýði í ár. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 298 orð

Óvæntur sigur hjá UNÞ

EINN óvæntasti sigur Ungmennalandsmótsins sem haldið var í Grafarvogi fyrir skömmu, var án efa sigur Ungmennasambands Norður- Þingeyinga í áttunda aldursflokki kvenna í körfuknattleik. Í liði UNÞ léku stúlkur frá Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn, en uppistaðan í liðinu var úr liði Snartar á Kópaskeri. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 143 orð

Sigrúnsetti tvötelpnamet

ÞRJÚ Íslandsmet í unglingaflokkum litu dagsins ljós á Hafnarfjarðarmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór um síðustu helgi í Kaplakrika. Sigrún Fjeldsted setti tvö met í telpnaflokki. Kastaði hún í spjótkasti 39,00 m með 400 g spjótinu og 11,52 m með 3 kg kúlunni. Í 300 m grindahlaupi setti Óli Tómas Freysson Íslandsmet í strákaflokki þegar hann hljóp á 52,57 sek. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 309 orð

Sjö félög komust með A- og B-lið sín í úrslit

RIÐLAKEPPNI Pollamótsins í knattspyrnu lauk um síðustu helgi. Pollamótið er óopinbert Íslandsmót 6. flokks drengja og riðlakeppnin fór að þessu sinni fram á átta stöðum. Sigurlið hvers riðils vann sér þátttökurétt til að keppa í úrslitakeppninni sem haldin verður á Laugarvatni dagana 25. og 26. þessa mánaðar. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 269 orð

Vala í góðum félagsskap í New York

VALA Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, er eini íslenski keppandinn á Friðarleikunum sem hefjast í New York á sunnudaginn. Ljóst að hún verður í góðum félagsskap í stangarstökkskeppninni og fær verðuga keppni, en alls eru ellefu keppendur skráðir til leiks, þar af sjö af þeim sem bestum árangri hafa náð utanhúss á árinu. Vala er sem stendur í fimmta til sjötta sæti listans með 4,36 m. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 135 orð

Þeir hafa sigrað oftast Kylfingarnir eru Bretar nem

Kylfingarnir eru Bretar nema annað sé tekið fram. 6 ­ Harry Vardon, Bandar. (1896, 1898, 1899, 1903, 1911, 1914). 5 ­ J.H. Taylor (1894, 1895, 1900, 1909, 1913), James Braid (1901, 1905, 1906, 1908, 1910), Peter Thomson, Ástralíu (1954, 1955, 1956, 1958, 1965), Tom Watson, Bandar. (1975, 1977, 1980, 1982, 1983). Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 319 orð

Þúsundir mættu á fyrstu æfinguna

Þorbjörn Atli Sveinsson, miðherji úr Fram og leikmaður U-21 landsliðsins, hefur gert þriggja ára samning við danska stórliðið Brøndby. Liðið vann bæði deild og bikar á síðasta leiktímabili og hefur lengi verið eitt hið sterkasta í danskri knattspyrnu. Samningurinn var undirritaður sl. sunnudag og er kaupverð leikmannsins frá Fram um 300. Meira
16. júlí 1998 | Íþróttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

16. júlí 1998 | Úr verinu | 254 orð

Aukinn áhugi á erlendum mörkuðum

FRAMLEIÐENDUR segjast verða varir við aukinn áhuga á gulllaxi á erlendum mörkuðum, en veiðin hér hefur aldrei verið meiri en á þessu fiskveiðiári, eða um 11 þúsund tonn. Skip Þorbjarnar hf. í Grindavík hafa landað mestum afla eða um 2.500 tonnum að verðmæti 120 milljónir króna. Meira
16. júlí 1998 | Úr verinu | 164 orð

Húsnæði Fiskifélagsins til leigu

HÚSNÆÐI Fiskifélags Íslands í Ingólfsstræti 1 í Reykjavík hefur verið auglýst til leigu. Að sögn Bjarna Grímssonar fiskimálastjóra er verið að kanna hvort hagur sé í því fyrir Fiskifélagið að leigja húsnæðið og leigja annars staðar fyrir þá starfsemi sem nú er í húsnæðinu. Meira

Viðskiptablað

16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 427 orð

1,6% verðbólga á árinu 1998

SAMKVÆMT spá Seðlabanka Íslands verður verðbólga 2% á milli áranna 1997 og 1998, en 1,6% frá upphafi til loka ársins 1998. Verðbólga á öðrum ársfjórðungi var svipuð og bankinn spáði í apríl síðastliðnum. Þetta kemur fram í frétt frá bankanum. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1584 orð

Að festast í atburðum SjónarhornKaldhæðnin er að núna er aðal ógnun fyrirtækja og okkar sjálfra ekki að leita í skyndilegum

Í fyrstu grein voru dregnar fram vísbendingar um að vandi Landsbankastjóra í risnu- og laxveiðimálinu er ekki einskorðaður við þá sem persónur, né við bankann sem slíkan. Á ferðinni virðast vera nokkur afar víðtæk lærdómsvandamál sem rekja má til þess að fyrirtæki eiga erfitt með að skynja og vinna með atburðarásir sem hafa veruleg áhrif og veikja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 97 orð

Alþjóðleg matvælasýning í París

ALÞJÓÐLEGA matvælasýningin SIAL verður haldin 18.­20. október næstkomandi í höfuðborg matargerðarlistarinnar, París. Sýningarsvæðið er í Parc d'Exposition Paris-Nord Villepinte. Það er 167 þús. fermetrar á stærð og verða sýndar 10 þús. vörutegundir frá öllum heimshornum. Svæðinu er skipt í 17 svæði (mjólkurvörur og egg, kjötvörur, ferskir ávextir og grænmeti o.s.frv.). Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 596 orð

Arðsemissjónarmið eða áhrifakaup?

MISMUNANDI skoðanir eru á því innan viðskiptalífsins hver tilgangurinn sé með kaupum Jökla hf., dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., á 8,15% hlut í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Menn telja ýmist að arðsemissjónarmið ráði fjárfestingunni eða að SH vilji með kaupunum auka áhrif sín og völd innan SÍF, nema hvort tveggja sé. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 441 orð

Ánægjuleg niðurstaða

HREGGVIÐUR Jónsson, forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, segist vera ánægður með álit samkeppnisráðs. "Við getum ekki annað en verið jákvæðir og ánægðir með niðurstöðuna. Þó er þetta ekki endilega mál sem varðar fyrirtæki okkar sérstaklega. Aðskilnaður á bókhaldi og rekstri Landssímans og breiðvarpsins skiptir alla máli sem eru í samkeppni við Landssímann," segir Hreggviður. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 11 orð

BREIÐVARPIÐLandssíminn í kröppum dansi /4

BREIÐVARPIÐLandssíminn í kröppum dansi /4HUGBÚNAÐURÍrar á uppleið /6NOREGURBankakreppan til endurmats / Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 147 orð

ÐKraftvélar semja um dreifingu á lyfturum

KRAFTVÉLAR ehf., umboðsaðilar fyrir Toyota-lyftara og Komatsu-vinnuvélar á Íslandi, gengu nýverið frá samningi við iðnaðardeild Fayat-samsteypunnar í Frakklandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kraftvélum samanstendur franska samsteypan af 40 fyrirtækjum með 5.000 starfsmenn, en velta Fayat á síðasta ári var um 480 milljarðar íslenskra króna. Helstu starfssvið fyrirtækisins eru m. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 744 orð

ÐLánið leikur við bankana

MIKLAR lántökur íslenskra banka á erlendum fjármagnsmörkuðum að undanförnu bera vitni um þær gífurlegu breytingar sem eiga sér stað á íslenskum fjármálamörkuðum. Ekki er langt síðan íslensk fyrirtæki forðuðust það eins og heitan eldinn að taka erlend lán vegna mikillar vaxtaáhættu og ýmsum ráðum var beitt til þess að kría út lán til rekstrar og fjárfestingar í bönkum hér heima. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 22 orð

ÐLeiðrétting

ÐLeiðrétting RANGLEGA var farið með nafn nýráðins framkvæmdastjóra ÍMARKS í blaðinu á þriðjudag. Margrét Gunnarsdóttir var sögð Guðmundsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 56 orð

ÐLeonard og Fríhöfn velja NF

FYRIRTÆKIN Leonard hf. og Fríhöfn sport ehf. hafa gengið frá kaupum á verslunarkerfi frá Opnum kerfum hf., Fujitsu ICL verslunartölvum og NR-Cashier afgreiðsluhluta Navision Financials frá Streng hf. að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hugbúnaðurinn er keyrður á HP-Netserver í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, miðlægt fyrir 3 verslanir Leonard og Fríhöfn sport. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 228 orð

ÐMannabreytingar hjá Tæknivali

GUNNAR Ólafsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns fyrirtækjasviðs Tæknivals hf., tekur við nýrri stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra hinn 1. ágúst nk. Gunnar, sem er 49 ára og hóf störf hjá Tæknivali '92, lauk viðskiptafræði frá Háskóla Íslands '74. Hann hefur m.a. starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, IBM, Gísla J. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 103 orð

ÐNýr framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands

NÝR framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til Ferðaskrifstofu Íslands hf. Árni Gunnarsson tók við sem framkvæmdastjóri í síðasta mánuði af Kjartani Lárussyni. Árni lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1988 og rekstrarhagfræðiprófi (Dipl. Kfm.) frá háskólanum í Augsburg í Þýskalandi árið 1994. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 200 orð

ÐVöruflutningamiðstöðin í nýtt húsnæði

VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN hf. (VM) mun flytja starfsemina í nýtt 3.400 fermetra húsnæði við Klettagarða 15 í Reykjavík í næsta mánuði. Með tilkomu nýrrar þjónustumiðstöðvar nær tvöfaldast aðstaða fyrirtækisins frá því sem nú er. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 419 orð

Engin aukning innlendra einkaleyfaumsókna

INNLENDUM einkaleyfaumsóknum hefur ekki fjölgað að sama skapi og erlendis, eftir að ný löggjöf um einkaleyfi tók gildi árið 1991. Þetta kom fram á aðalfundi félags eigenda vörumerkja og einkaleyfa nýlega. Að sögn formanns félagsins, Ólafs Ragnarssonar hrl., hefur mikil þróun átt sér stað í einkaleyfarétti síðustu árin í samræmi við örar tækniframfarir og aukin alþjóðaviðskipti. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 193 orð

FBA hyggst styðja af alefli við íslenskt atvinnulíf

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf. hyggst gera sitt til að styrkja íslenskt atvinnulíf og stuðla að góðu efnahagsástandi. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Ármannssonar, forstjóra FBA, sem hann hélt þegar tilkynnt var að bankinn hefði tekið 120 milljóna dollara langtímalán hjá erlendum bönkum. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 131 orð

Fjargæslukerfi Vatnsveitu Mosfellsbæjar

NÝVERIÐ samdi Mosfellsbær við verkfræðistofuna Vista ehf. um fjargæslukerfi fyrir vatnsveitu staðarins. Sambærilegt kerfi er þegar í rekstri hjá Vatnsveitu Seltjarnarness. Í frétt frá Vistu kemur fram að fjargæslukerfið forritaði Vista í LabVIEW frá bandaríska stórfyrirtækinu National Instruments. Um sé að ræða myndrænan hugbúnað sem henti afar vel fyrir mælinga- og fjargæslukerfi. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 302 orð

Hafnar kröfu um endurupptöku

SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað kröfu Íspakks ehf. um endurupptöku ákvörðunar samkeppnisráðs vegna kvörtunar Kassagerðar Reykjavíkur hf. yfir innflutningi, dreifingu og sölu umbúða á vegum Íspakks. Samkeppnisráð hafði áður fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að Íspakki væri ekki heimilt að dreifa og selja umbúðir sem merktar eru þýska fyrirtækinu RESY og viðskiptamannanúmer Kassagerðar Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 122 orð

Hlutabréf í SÍF

SKIPTAR skoðanir eru á því innan viðskiptalífsins hver tilgangurinn sé með kaupum Jökla hf., dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf., á 8,15% hlut í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Menn telja ýmist að arðsemissjónarmið ráði fjárfestingunni eða að SH vilji með kaupunum auka áhrif sín og völd innan SÍF, nema hvort tveggja sé. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 149 orð

Kynnir nýjustu bók Toms Peters

FYRIRTÆKIÐ Vegsauki - þekkingarklúbbur kynnir um þessar mundir nýjastu bók Toms Peters, "The circle of innovation? You can't shrink your way to greatness." Samkvæmt fréttatilkynningu Vegsauka hefur bókin náð metsölu þótt aðeins séu örfáir mánuðir frá því að hún kom fyrst út í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynningunni segir að bókin sé í raun handbók stjórnandans inn í 21. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 2240 orð

Landssíminn í kröppum dansi á fjarskiptamarkaði

SVIPTIVINDAR hafa leikið um sjónvarpsmarkaðinn síðan Póstur og sími hf. (nú Landssíminn hf.) ákvað, snemma á síðasta ári, að hefja sjónvarpsútsendingar á breiðbandi. Samkeppnisstofnun sendi Landssímanum fyrirspurn sl. haust og laut hún að væntanlegum sjónvarpsrekstri Landssímans á breiðbandi og rekstri breiðbandsins yfirleitt. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 176 orð

Mikil aukning frá í fyrra

TALSMENN búvélasölufyrirtækja eru sammála um að aukning í sölu búvéla sé mjög mikil miðað við árið í fyrra. Magnús Ingþórsson, framkvæmdastjóri Globus ­ Vélavers, segir aukninguna vera um 30% á fyrstu sex mánuðum ársins og að greinilega megi merkja aukna bjartsýni hjá bændum. Reyndar hafi salan jafnt og þétt farið vaxandi allt frá árinu 1995. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 686 orð

Norskur fjölmiðlarisi stóreigandi í Svíþjóð

LANGVARANDI fjárhagsvandi Svenska Dagbladet virðist nú á enda, eftir að norska fjölmiðlasamsteypan Schibsted ákvað að kaupa 62 prósent í fyrirtækinu og gera tilboð í önnur átta prósent. Kaupin hafa lengi verið í deiglunni, en það var ekki fyrr en nýir reikningar sýndu betri stöðu blaðsins að Schibsted gerði upp hug sinn. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 112 orð

Nýr forstöðumaður hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar

MAGNÚS Pálsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þróunar. Þróun er nýtt svið hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar sem tók til starfa eftir að skipulagi Sparisjóðsins var breytt. Verkefni Þróunar snúa aðallega að stjórnun mannauðs, innri og ytri markaðsmálum, gæðamálum, skipulagsmálum og þróun nýrrar tækni. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 268 orð

Panelhús Ný framleiðsla vegg- og þakeininga

PANELHÚS ehf., Súðarvogi 6 í Reykjavík, hefur nýlega fest kaup á stórvirkri framleiðslulínu og er nú þegar hafin framleiðsla á þessum nýju vegg- og þakeiningum hér á landi. Einingarnar eru ætlaðar jafnt fyrir útveggi, milliveggi sem og þök. Þær eru ýmist einangraðar með íslenskri steinull eða tregtendranlegu EPS einangrunarplasti og klæddar með stálþynnu á báðum hliðum. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1114 orð

Ríkisvald sem brást og stjórnlaus útlánastefna

Ríkisvald sem brást og stjórnlaus útlánastefna Snemma á síðasta áratug lék allt í lyndi í norsku efnahagslífi, þenslan var mikil og dagskipunin var aukið frelsi, ekki síst hjá bönkunum. Þeir tóku því fagnandi eins og kálfarnir vorinu en svo virðist sem þeir hafi ekki kunnað með það að fara. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 222 orð

Samræmd kynning á fjárfestingarkostum

STARFSEMI Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) og Fjárfestingarskrifstofu viðskiptaráðuneytisins og Útflutningsráðs (FÍ) hefur með samkomulagi aðila verið samræmd og sameinuð undir heiti Fjárfestingarstofunnar. Stefnt er að því að starfsemin flytjist á einn stað á næsta ári. Tilgangur Fjárfestingarstofunnar er að laða erlenda fjárfesta til Íslands. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 124 orð

Skipsfarmur af steinefni

SINDRI hefur, í samvinnu við Tarco Veja a/s í Danmörku, selt heilan skipsfarm af lysit steinefni til Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Lysit er hvítt steinefni til íblöndunar í malbik og gefur yfirborði vegar ágætan styrk og lýsir upp vegflötinn, sem kemur að miklu gagni hér á Íslandi í skammdeginu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 568 orð

Tilraun til að koma í veg fyrir hrun um aldamótin

YFIRMENN tæknimála í Wall Street taka þátt í fyrstu sameiginlegu tilrauninni til að koma í veg fyrir hrun tölvukerfa um aldamótin. Um 30 stórfyrirtæki í Wall Street, helztu verðbréfamarkaðir Bandaríkjanna og fleiri voldugir aðilar reyna að líkja eftir viðskiptum sem fara munu fram um aldamótin. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 480 orð

Vafasamar vangaveltur

GUÐMUNDUR Björnsson, forstjóri Landssíma Íslands hf., segist ekki vera sáttur við álit samkeppnisráðs. "Ég er ósáttur við ýmislegt í efnismeðferðinni. Þar eru til að mynda ýmsar vafasamar hugleiðingar um framtíð Landssímans. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 630 orð

Valréttarsamningar Ný hugtök skjóta stöðugt upp kollinum í íslenskri fjármálastarfsemi. Eitt þessara nýju fyrirbæra eru

VALRÉTTARSAMNINGAR á íslenskum fjármálamarkaði voru fyrst kynntir til sögu árið 1996 á gjaldeyrismarkaði. Valréttarsamningar hafa notið sívaxandi vinsælda síðustu tvo áratugi á erlendum mörkuðum og haft mjög jákvæð áhrif á þroska markaðanna. Íslandsbanki kynnti fyrir stuttu valréttarsamninga á íslenskum hlutabréfamarkaði, fyrstur aðila hér á landi. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 65 orð

Verkefnastjóri hjá GenCorp í Ohio

SANDRA Lee Klaasse hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá GenCorp- fyrirtækinu í Ohio, Bandaríkjunum. Sandra, sem er hálfíslensk og fædd hér á landi, hefur unnið hjá GenCorp síðan 1990. Þar áður vann hún hjá fyrirtækjunum Firestone og Ashland Chemical. Sandra er með BS-próf í efnaverkfræði frá ríkisháskólanum í Ohio. Eiginmaður hennar er Michael Klaase og eiga þau soninn Matthew. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1159 orð

Öflug menntun og alþjóðleg samvinna skilyrði

Þrír fulltrúar írska rannsóknarráðsins, Forbairt, komu hingað til lands á dögunum og heimsóttu nokkur íslensk hugbúnaðarfyrirtæki sem þeir telja að geti eflst með samstarfi við erlenda aðila. Elmar Gíslason hitti gestina að máli og kynnti sér hvaða lærdóm við getum dregið af Írum. Meira
16. júlí 1998 | Viðskiptablað | 77 orð

(fyrirsögn vantar)

MAGNÚS Ægir Magnússon hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjasviðs og Viðskiptastofu Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Magnús lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1977, prófi sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1981, prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1994 og MBA prófi frá Edinborgarháskóla 1997. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.