Greinar þriðjudaginn 21. júlí 1998

Forsíða

21. júlí 1998 | Forsíða | 110 orð

Abubakar boðar kosningar

ABDUSALAM Abubakar, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, sagði í gærkvöld að hann myndi fela lýðræðislega kjörnum forseta í hendur stjórn landsins frá og með 29. maí á næsta ári. Sagði Abubakar í sjónvarpsávarpi að kosningafyrirkomulagi því sem komið var á fót í tíð Sanis Abachas, sem lést snemma í júní, Meira
21. júlí 1998 | Forsíða | 295 orð

Albanir herða afstöðu sína

ÞÚSUNDIR Kosovo-Albana streymdu í gær lengra inn á landsvæði á valdi skæruliða aðskilnaðarsinna, á þriðja degi harkalegra bardaga milli skæruliða og serbneskra öryggissveita. Paskal Milo, utanríkisráðherra Albaníu, sagði í gær viðræður um frið í Kosovo einungis mögulegar ef Serbar hættu ofbeldisaðgerðum gegn Kosovo-Albönum. Meira
21. júlí 1998 | Forsíða | 200 orð

Bækistöðvum í Kabúl lokað

TALEBANAR lokuðu í gær bækistöðvum hátt í fjörutíu erlendra hjálparstofnana í höfuðborginni Kabúl, eftir að þær höfðu neitað að flytja í niðurnídda byggingu, þar sem hvorki er rafmagn né rennandi vatn. Meira
21. júlí 1998 | Forsíða | 151 orð

Eldur í skipi undan Flórída

ELDUR brauzt út í skuti skemmtiferðaskipsins Ecstasy í gær, skömmu eftir að það lét úr höfn frá Miami með um tvö þúsund farþega innanborðs. Þórir Gröndal, fréttaritari Morgunblaðsins í Fort Lauderdale, sagði að skipið hefði verið skammt undan Miami Beach og stóð til að draga það nær landi og jafnvel inn á höfnina. Einnig hafi verið rætt um að flytja farþegana á önnur skip. Meira
21. júlí 1998 | Forsíða | 139 orð

Neyðaraðstoð tekin að berast

ALÞJÓÐLEG neyðaraðstoð var í gær, undir forystu Ástrala og Nýsjálendinga, tekin að berast til hinnar afskekktu norðurstrandar Papúa Nýju-Gíneu, þar sem tíu metra há flóðbylgja þurrkaði út heilu þorpin á 18 km langri strandlengju um helgina. Óttazt er að alls hafi yfir 3.000 manns látið lífið. Að minnsta kosti 1. Meira
21. júlí 1998 | Forsíða | 164 orð

Reuters Veðuröfgar í Bandaríkjunum

MÓÐIR náttúra reyndi í gær að sýna íbúum Las Vegas í Bandaríkjunum fram á að hún væri ekki síðri í framkvæmd ljósasýninga en eigendur spilavítanna frægu í borginni. Steypiregn og sviptivindar fylgdu storminum sem reið yfir Nevada-ríki en vægðarlaus hitabylgja hefur riðið yfir suðurríki Bandaríkjanna á síðustu dögum og er talin hafa valdið dauða meira en hundrað manna. Meira

Fréttir

21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

48 viskíflöskur sprungu

GRUNUR leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í bílskúr að Laufásvegi 46 í Reykjavík síðdegis í gær. Slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn og logaði þá í fjórum pappakössum með 48 viskíflöskum. Flöskurnar sprungu og eitthvert tjón varð á munum sem geymdir voru í skúrnum áður en tókst að slökkva eldinn. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 733 orð

50 ár frá fyrsta sumarnámskeiðinu við HÍ

ÞÓTT flestir skólanemar fagni því að geta lokið aftur skruddunum og haldið út í sólina að loknum löngum vetri fer því fjarri að allar skólabyggingar standi auðar yfir sumartímann. Háskóli Íslands er t.a.m. fullur af lífi allt sumarið. Þar inni sitja erlendir stúdentar og nema íslensku í gríð og erg. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Aðeins eitt jafnlangt sjúkraflug

SJÓMAÐURINN sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti á loðnumiðin langt norður af landinu sl. föstudag er á góðum batavegi, að sögn Garðars Guðmundssonar, sérfræðings á heila- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann segir það hafa skipt sköpum að maðurinn var með hjálm á höfði við vinnu sína þegar slysið varð. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 294 orð

Árás á Rauðahafi FORSETI Jemens sakaði Saudi Araba u

FORSETI Jemens sakaði Saudi Araba um að hafa gert skotárás á eyju í Rauða hafinu í gær. Þrír létust og níu særðust í árásinni. Landamæradeilur hafa staðið í 60 ár á milli Jemens og Saudi Arabíu en haft var eftir forseta Jemens að hann yrði ekki egndur til ófriðar við grannríkið. Utanríkisráðherra Jemens var hins vegar sendur til Saudi Arabíu að ræða stöðu mála. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ásthildur Kristín Björnsdóttir

ÁSTHILDUR Kristín Björnsdóttir, eiginkona Steins heitins Steinarr ljóðskálds, lést 18. júlí síðastliðinn. Hún var fædd á Bergsstöðum í Svartárdal 4. júní árið 1917. Faðir hennar var Björn Stefánsson og móðir hennar Guðrún Ólafsdóttir. Ásthildur Kristín var yngst fjögurra alsystkina. Einnig átti hún tvær hálfsystur. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Bíllinn valt er ökumaður sveigði hjá sauðkind

BANASLYS varð í Öræfasveit skömmu eftir hádegi á sunnudag. Frönsk kona á fimmtugsaldri lézt er bifreið hennar og tveggja samferðamanna fór fjórar veltur á þjóðvegi númer eitt þegar ökumaðurinn reyndi að sveigja frá búfé sem stóð á veginum. Ferðafólkið var á leiðinni frá Jökulsárlóni að Skaftafelli á sunnudag. Rétt vestan við Hof var ekið yfir blindhæð. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Brotajárnsvinnsla fái umhverfismat

STJÓRN Sólar í Hvalfirði gekk í gær á fund Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra til að kynna honum afstöðu sína til hugmyndar um brotajárnsvinnslu á Grundartanga. Stjórnin lýsti yfir eindreginni andstöðu við frekari uppbyggingu á mengandi starfsemi á svæðinu. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 314 orð

Castro sagður veikur

Castro sagður veikur BANDARÍSKA dagblaðið Miami Herald greindi frá því á sunnudag að Fidel Castro, forseti Kúbu, hefði gengist undir læknisaðgerð í október sl. vegna lífshættulegs þrýstingskvilla í heila. Frétt blaðsins var höfð eftir dr. Elizabeth Trujillo Izquierdo, sem sögð var vera kúbanskur skurðlæknir. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 961 orð

Dulkóðakerfi Íslenskrar erfðagreiningar mjög öruggt

HELGI Valdimarsson og Bjarni Þjóðleifsson, yfirlæknar á Landspítala, telja að það dulkóðakerfi sem Íslensk erfðagreining hefur hannað í samráði við Tölvunefnd sé öruggt og tryggi með fullnægjandi hætti að ekki verði hægt að tengja persónuupplýsingar við gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem áformað er að koma á fót. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fangar ákærðir fyrir dreifingu barnakláms

TVEIR fangar á Litla-Hrauni hafa verið ákærðir fyrir að hafa undir höndum og dreifa barnaklámi innan fangelsisins. Ríkislögreglustjóra barst ábending frá fanga um að þarna ætti sér stað fjölföldun á klámefni í tölvum. Meira
21. júlí 1998 | Miðopna | 1015 orð

Finna dreymir um Kirjálahéruðin

EINS og fram hefur komið, hefur finnskur hershöfðingi, Kari Hietanen, lýst yfir, að kominn sé tími til, að Rússar skili þeim hluta Kirjálahéraðanna, sem sameinaður var Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöld. Meira
21. júlí 1998 | Landsbyggðin | 383 orð

Fjölmenni á opnu Sjóstangaveiðimóti í Ólafsvík

Ólafsvík-Árlegt opið mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness var haldið í Ólafsvík 16.­18. júlí sl. Þátttakendur voru 63 frá átta félögum víðsvegar af landinu. Var róið á 18 litlum bátum og var afli alls 15,6 tonn eftir báða dagana. Aflahæsti einstaklingur mótsins var Skarphéðinn Ásbjörnsson úr Sjóstangaveiðifélagi Siglufjarðar og veiddi hann 644 kg. Meira
21. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Fjölskylduhátíð SÁÁ-N

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ SÁÁ-N verður haldin á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit um komandi helgi, dagana 24. til 26. júlí. Dagskráin verður fjölbreytt, skemmtiatriði af ýmsu tagi, varðeldur verður kveiktur, sameiginlegt útigrill og barnaskemmtun. Þá verða haldnir AA-fundir, kvöldvökur og loks verður dansað á kvöldin. Svæðið verður opnað kl. 18 á föstudag, 24. júlí og er miðaverð 2. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 656 orð

Formleg afhending styrkja til 48 húsa úr Húsverndarsjóði Reykjav

ALMENNINGUR í Reykjavík hefur í auknum mæli látið sig varðveislu gamalla húsa varða. Fjölmörg gömul fallega uppgerð hús, þar sem einstaklingar hafa lagt út í ómælt erfiði og kostnað við að gera upp, eru sönnun þessa. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Forsætisráðherra Svíþjóðar í einkaheimsókn

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kom hingað til lands í einkaheimsókn í gær. Ráðherrann verður hér fram á fimmtudag. Hann mun eiga vinnufund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í dag. Þá er ráðgert að Persson eigi fund með fulltrúum systurflokks sænskra jafnaðarmanna, Alþýðuflokksins, á meðan á dvöl hans stendur. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 364 orð

Fórnarlömbin fleiri en þrjú þúsund

NÚ er talið að yfir þrjú þúsund manns hafi látið lífið af völdum flóðbylgjunnar sem gekk yfir strandlengju á norðurhluta Papúa Nýju- Gíneu á föstudag. Flestir hinna látnu voru börn og gamalmenni sem ekki tókst að forða sér undan bylgjunni. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 458 orð

Frelsishetjur saman í eina sæng

HJÓNABAND Graca Machel, ekkju forseta Mósambík og Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, sem giftu sig með leynd á laugardag, er sögulegt fyrir margra hluta sakir. Nöfn beggja eru tengd frelsisbaráttu svartra Afríkubúa órofa böndum. Mandela hefur helgað líf sitt baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og að sama skapi hefur líf Machel snúist um réttindabaráttu í heimalandi hennar. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Frjáls afgreiðslutími frá 28. júlí

LÍKLEGT er að ákvæði um frjálsan afgreiðslutíma veitingastaða í Reykjavík taki gildi þriðjudaginn 28. júlí. Að sögn Helga Hjörvar borgarfulltrúa var upphaflega stefnt að því að afgreiða málið úr borgarstjórn í dag, en ákveðið var að leita fyrst eftir umsögn lögreglustjóra og því frestast það um viku. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fundur um samstarf vinstri manna

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík heldur fund á Grand Hótel við Sigtún í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Þar verður fjallað um efnið: Verður vinstra vor 1999? Framsögumenn verða Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðubandalagsins. Fundarstjóri verður Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjóranr. Á eftir ræðum þeira verða almennar umræður. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Gagnrýnir að Steingrímur sé ræðumaður

HELGI Hjörvar, formaður Birtingar-Framsýnar, félags Alþýðubandalagsmanna í Reykjavík, segir það fáránlegt að Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík skuli fá Steingrím J. Sigfússon alþingismann til að halda ræðu á almennum fundi flokksmanna, sem félagið hefur boðað til í kvöld. Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður ABR, segir að fundurinn sé tilraun til að sætta ólík sjónarmið í flokknum. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 497 orð

Getur leitt til hættulegrar ofneyslu D-vítamíns

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur gefið út tilskipun um magn bætiefna í barnamat sem seldur er í löndum sambandsins. Manneldisráð Noregs segir að norsk yfirvöld verði að grípa í taumana áður en tilskipunin verður að lögum samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði vegna þess að leyfilegt magn D-vítamíns samkvæmt tilskipuninni, auk annarra bætiefna, Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 772 orð

Gífurleg umferð en slysalaus

MILLI 6.800 og nærri 11.000 bílar fóru um Hvalfjarðargöngin á dag í síðustu viku. Umferð gekk mjög hægt um tíma síðari hluta sunnudags þegar meira en klukkutíma tók að aka frá syðri gangamunnanum til Reykjavíkur. Gjaldtaka hófst í göngunum í gærmorgun og gekk snurðulaust fyrir sig. Um 1.500 bílar höfðu farið um göngin kl. 4 síðdegis. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Góð aðsókn að Ölveri

Í SUMARBÚÐUNUM í Ölveri, sem reknar eru af KFUM/K á Akranesi, verða alls níu flokkar í sumar, frá júní og fram í ágúst, þar af einn strákaflokkur. Í ágúst verður einn unglingaflokkur, þar sem 12­15 ára stelpur verða í flokknum. Meira
21. júlí 1998 | Landsbyggðin | 65 orð

Hafnarhúsið á Reyðarfjarðarhöfn stækkað

Reyðarfirði­ Byggingafyrirtækið Trévangur vinnur nú við að stækka hafnarhúsið á Reyðarfirði. Byggt er glerhýsi framan á núverandi hús sem auðveldar hafnarverði að fylgjast með allri umferð um höfnina. Að sögn Aðalbjörns Schevings, sem nú leysir hafnarvörðinn, Rúnar Sigurjónsson, af kemur þetta sér sérstaklega vel þegar verið er að vigta. Meira
21. júlí 1998 | Miðopna | 1752 orð

Hver á að byggja virkjanir og hvar?

Nýr forstjóri Landsvirkjunar tekur við vandasömum verkefnum Hver á að byggja virkjanir og hvar? Nýr forstjóri Landsvirkjunar stendur frammi fyrir stórum verkefnum. Fram hafa komið tillögur um breytingar á skipulagi orkugeirans í þá átt að auka samkeppni. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kastaðist út af flugbraut í lendingu

LÍTIL einkaþota sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld kastaðist út af braut í lendingu. Orsakir óhappsins er ókunnar að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Rannsóknarnefnd flugslysa en von er á tæknimönnum til landsins í dag sem munu gera við vélina og komast að því hvað fór úrskeiðis. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Kominn á áfangastað

BRIAN Milton, sem ferðast hefur í kringum hnöttinn á fisi, lenti í London síðdegis í gær. Þar með lauk hnattferð Miltons. Milton kom til Reykjavíkur á miðvikudagskvöld og flaug til Hafnar daginn eftir. Hann lagði af stað frá Höfn fyrir hádegi á laugardag og lenti á Orkneyjum klukkan níu að staðartíma á laugardagskvöld. Á sunnudag flaug hann til Aberdeen í Skotlandi. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kvöldgangan í Viðey

FARIÐ verður með ferjunni úr Sundahöfn út í Viðey kl. 20.30 í kvöld. Gengið verður frá kirkjunni, fram hjá Klausturhól, um Klifið, Eiðið og yfir á Vesturey. Þetta er ein skemmtilegasta gönguleiðin í Viðey. Þarna eru líka Áfangar, umhverfislistaverk Richards Serras, sem litið verður á í þessari ferð. Ganga þessi tekur u.þ.b. tvo klukkutíma og fólk er áminnt um að klæða sig eftir veðri. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 939 orð

Lausafé á þjóðvegum almennt vandamál

LAUSAGANGA búfjár hefur oft og tíðum valdið óhöppum í umferðinni og árlega aka rúmlega eitt hundrað ökumenn á búfé hér á landi. Breytingar voru gerðar á lögum um búfjárhald árið 1991 og á vegalögum árið 1995. Samkvæmt 56. grein vegalaga er lausaganga búfjár bönnuð á vegsvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin vegar. Meira
21. júlí 1998 | Landsbyggðin | 256 orð

Legsteinn á leiði sr. Vigfúsar Benediktssonar

Hnausum­Halldóra Gunnarsdóttir og Gísli Jóhannsson settu nýlega legstein á leiði sr. Vigfúsar Benediktssonar, forföður Halldóru, sem var jarðaður hér við Langholtskirkju. Sr. Vigfús var prestur á Stað í Aðalvík, Einholti á Mýrum og Kálfafellsstað í Suðursveit. Samkvæmt þjóðsögum átti sr. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

LEIÐRÉTT

Í BLAÐINU á sunnudag er fréttatilkynning þar sem sagt er frá sýningu Lilju Ívarsdóttur, Í ellfta himni, í Bílar og List á Vegamótastíg 4. Með tilkynningunni fylgdi mynd sem því miður birtist upp á rönd. Er hún birt rétt hér með og beðist afsökunar á þessum mistökum. Prentvillur í grein SESSELJA Guðmundsdóttir ritaði grein um Selatanga í Morgunblaðið 14. júlí sl. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 198 orð

Lögreglan fær gögn um barnaklámhring

HOLLENZKA lögreglan, sem rannsakar nú starfsemi barnaklámhrings sem er talinn hafa misnotað börn allt niður fyrir tveggja ára aldur, fékk seint í gær afhent mikilvæg gögn um starfsemi klámhringsins, sem belgískur bráttuhópur gegn barnaklámi hafði komizt yfir. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Maður bak við foss

Morgunblaðið/Ómar ÞAÐ er tilkomumikil sjón að standa aftan við Seljalandsfoss og sjá hann falla með drunum eins og maðurinn á myndinni gerði í blíðunni á dögunum. Útlit er fyrir að norðanáttir ríki áfram að minnsta kosti næstu tvo daga með björtu veðri sunnanlands en kulda og rigningu norðan- og norðaustanlands. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Niðjamót Jóhanns og Bergrúnar frá Ósi

AFKOMENDUR Jóhanns Helgasonar frá Njarðvík, og Bergrúnar Árnadóttur frá Brúnavík, halda niðjamót á Borgarfirði eystri helgina 24.­26. júlí. Jóhann, f. 30. desember 1891, d. 10. febrúar 1972 og Bergrún, f. 3. október 1896, d. 25. júnúar 1972, eignuðust 14 börn. Komust 12 af þeim til manns og eru afkomendur þeirra orðnir um 300. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Nýr ræðismaður Mexíkó á Íslandi

SENDIHERRA Mexíkó, Gustavo Iruegas, hefur skipað nýjan ræðismann Mexíkó á Íslandi, Andra Má Ingólfsson, framkvæmdastjóra og eiganda Ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Ræðismannsskrifstofan er til húsa í skrifstofu Heimsferða, Austurstræti 17, en Heimsferðir hafa staðið fyrir ferðum til Mexíkó um árabil, bæði með beinu leiguflugi sem og ferðum um New York. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Orlofsbyggð í 54 húsum í gömlu Súðavík

BYRJAÐ er að selja og leigja hús og íbúðir í gamla bænum í Súðavík undir orlofsbyggð. Stofnað hefur verið hlutafélagið Sumarbyggð í Súðavík í kringum starfsemina og að sögn Dagbjartar Hjaltadóttur, framkvæmdastjóra, hafa nokkur hús verið seld til einstaklinga og fyrirtækja. Hún segir fasteignaverð húsanna lægra en gengur og gerist á almennum markaði. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Óskað eftir gögnum um verðhækkun Símans

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur óskað eftir gögnum um hvort hækkun Landssíma Íslands hf. á byrjunargjaldi fyrir hringingar í upplýsinganúmer 114 og 118 taki mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 65 orð

Reuters Umhverfismál ESB rædd í Austurríki

MARTIN Bartenstein, umhverfismálaráðherra Austurríkis, hjálpar hér Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), upp úr gúmbát sem flutti þau yfir Dóná, að loknum óformlegum fundi umhverfismálaráðherra ESB í Hainburg, skammt frá Vín, um helgina. Meira
21. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 471 orð

Rúmlega 300 manns tóku þátt í Akureyrarmaraþoni

MARTHA Ernstdóttir hljóp hálft maraþon í Akureyrarmaraþoni síðasta laugardag á feikigóðum tíma og var aðeins tæpa mínútu frá því að setja nýtt Íslandsmet, en metið setti hún sjálf árið 1996. Martha hljóp á tímanum 1:12:39. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 268 orð

Sátt um framhald viðræðna

ÍSRAELAR og Palestínumenn gerðu í gær lítið úr því að von væri um stórkostlegan árangur í friðarumleitunum þeirra í milli í kjölfar fyrsta fundar háttsettra fulltrúa þeirra í marga mánuði. Á fundinum hefði einungis náðst samkomulag um að halda viðræðum áfram. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 411 orð

Seldar voru íbúðir fyrir 4.238 milljónir í stað 800

STOFNUN Félagsbústaða hf. á síðasta ári hefur mikil áhrif á afkomu Reykjavíkurborgar á árinu. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 1997 var gert ráð fyrir að eignasala til Félagsbústaða hf. yrði 800 milljónir króna eða sem svaraði til 20% af félagslegu íbúðarhúsnæði borgarsjóðs. Í raun var hins vegar allt félagslega íbúðarhúsnæðið selt fyrir 4.238 milljónir króna, sem er 3.438 milljónum yfir áætlun. Meira
21. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Selló og píanó

HRAFNKELL Orri Egilsson sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari halda tónleika í Deiglunni í Grófargili í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. júlí, kl. 20.30. Þeir leika sellósónötur eftir Bach, Beethoven og Brahms auk verka eftir Weber og Hindemith. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sextíu húsbílar á ferðinni

UM sextíu húsbílar eru þessa dagana saman á ferð um Norðurland. Um er að ræða félaga í Félagi húsbílaeigenda. Um helgina heimsóttu húsbílaeigendurnir Húnavatnssýslur og heilsuðu m.a. upp á kántrýkónginn Hallbjörn Hjartarson í Kántrýbæ hinum nýja og færðu honum gamlar sveitasöngvaplötur. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 277 orð

Síðasta vonin um björgun brostin

SÍÐASTA von þeirra sem barizt hafa fyrir því að bjarga tollfrjálsri verzlun innan Evrópusambandsins frá því að verða afnumin er nú brostin. Sérfræðifulltrúar tollyfirvalda í aðildarlöndunum hafa nú ákveðið, samkvæmt frásögn vikuritsins European Voice, Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Skjálftar í Mýrdalsjökli

ALLNOKKRIR jarðskjálftar, um og yfir 4 á Richterkvarða, urðu í Mýrdalsjökli austanverðum milli kl. 3 og 4 í fyrrinótt. Pálmi Erlendsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að allt hafi verið með kyrrum kjörum í jöklinum í gær. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Slæmt talstöðvarsamband úr neyðarskýli

VARÐSKIPIÐ Týr sótti aðfaranótt laugardags tvo Þjóðverja sem lent höfðu í ógöngum á Hornströndum. Annar mannanna hafði misst af sér annan skóinn þegar hann var að vaða yfir Hrollleifsvíkurá og treysti sér því ekki til að halda áfram. Hinn hélt að Hornbjargsvita og hugðist þar sækja aðstoð eða skó handa félaga sínum. Þar voru öll hús læst, nema útihús og því litla björg að fá. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 212 orð

Smygluðu milljónum lítra af áfengi

KOMIST hefur upp um smyglhring, sem talið er að hafi smyglað allt að 1,8 milljónum flaskna af áfengi til Noregs á ári. Bendir flest til þess að smygl þetta hafi staðið yfir í hálfan annan áratug en málið er hið stærsta sem komið hefur upp þar í landi. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Staðfestir samþykkt um að fella tré

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur staðfest samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að fella tré í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Samþykktin felur í sér að sækja skuli um leyfi byggingarnefndar Reykjavíkur til þess að fella tré sem eru eldri en 40 ára eða hærri en 4 m. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Stakkst á nefið og hvolfdi

EINS hreyfils einkaflugvél hvolfdi á Tungubakkaflugvelli við Mosfellsbæ á fimmta tímanum á laugardag. Í vélinni voru flugmaður og farþegi. Flugmaðurinn slapp ómeiddur, en farþeginn kvartaði undan eymslum í hálsi og var fluttur til rannsóknar á slysadeild. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Stuðningur við samfylkingu ítrekaður

ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGIÐ við Öxarfjörð hefur ítrekað stuðning sinn við sameiginlegt framboð vinstri manna við næstu kosningar. Félagsmenn hafa undanfarna daga fundað bæði með Steingími J. Sigfússyni alþingismanni og Margréti Frímannsdóttur, formanni flokksins. Meira
21. júlí 1998 | Landsbyggðin | 209 orð

Sumarhátíð í Grundarfirði

Grundarfirði­ Stofnuð hafa verið ný samtök í Grundarfirði er hafa það markmið að efla byggðina. Samtök þessi bera nafnið Félag atvinnulífsins í Grundarfirði. Starfsemin fer fram í nokkrum ráðum þar sem hvert ráð hefur sitt svið: menningarráð, sjávarútvegsráð, umhverfisráð, verslunarráð og tækifæraráð. Margir aðilar standa að þessum samtökum sem hafa skammstöfunina FAG. Meira
21. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Söngvökur

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. júlí, og einnig á fimmtudagskvöld, 23. júlí, en þær hefjast kl. 21. Kristjana Arngrímsdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu, s.s. rímur, tvíundarsöng, sálma og eldri og yngri sönglög. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Táknræn mótmæli við Fögruhveri

"ÉG vil mótmæla þeirri skammsýni sem felst í því að eyðileggja þjóðargersemar," segir Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur, sem dró á sunnudag íslenska fánann í hálfa stöng við Fögruhveri á bökkum Köldukvíslar. Hverirnir eiga eftir að fara undir vatn vegna Hágöngumiðlunarlónsins, sem gert er vegna virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- Tungnaársvæðinu. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Tilboð í verk 20­50% yfir kostnaðaráætlun

TILBOÐ í verk sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið út að undanförnu hafa verið 20­50% yfir kostnaðaráætlun. Óvenju erfitt hefur verið að fá iðnaðarmenn til starfa fyrir hið opinbera í sumar vegna mikils uppgangs á höfuðborgarsvæðinu. Jóhanna Hansen, verkefnisstjóri hjá Framkvæmdasýslunni, segir þetta einkum eiga við um pípulagningamenn, blikksmiði, jarðvinnuverktaka og járnsmiði. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Tónleikar á Fógetanum

HLJÓMSVEITIN Sveitasveitin Hundslappadrífa heldur tónleika á Fógetanum annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 22. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist með kímnum og rammíslenskum textum eftir einn forsprakka sveitarinnar. Í hljómsveitinni eru sex manns og eru ekki notaðar trommur eða önnur hávaðasöm rafmagnshljóðfæri heldur er þetta á þægilegri nótunum s.s. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 601 orð

Tveir kærðir fyrir ofbeldi gegn lögreglu

KRINGUM 1.800 manns voru í miðborginni aðfaranótt laugardags þegar flest var á tímabilinu 03-05. 13 ungmenni voru flutt í athvarfið og áfengi tekið af 49. Tveir voru kærðir fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum en 11 manns, karlar og konur, voru tekin vegna ótímabærs þvagláts á almannnafæri. Tvisvar voru stöðvuð slagsmál án kæru og einn var handtekinn vegna líkamsmeiðinga. Meira
21. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 188 orð

Umdeild áætlun um "ofurkennara"

LAUNÞEGASAMTÖK kennara í Bretlandi hafa hótað verkfallsaðgerðum láti stjórnvöld verða af hugmyndum um að tengja launagreiðslur til kennara við frammistöðu þeirra. Doug McAvoy, ritari breska kennarasambandsins, sagði að hugmyndir stjórnarinnar myndu leiða til sundrungar. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Veglyklar í Hvalfjarðargöng uppseldir

VEGLYKLAR sem gilda sem afsláttarkort í Hvalfjarðargöngin eru uppseldir en mun færri komu til landsins en pantaðir voru eða 900. Ekki er von á fleiri lyklum fyrr en seint í ágúst. Gjaldtaka hófst í göngunum klukkan 6 í gærmorgun. Hægt verður að fá sérútbúin spjöld á meðan veglykla vantar en þá verða ökumenn að láta gata þau í hliðinu. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Verð á ótryggðri orku gæti hækkað

ÚRKOMULEYSI og kuldar, sem valda erfiðleikum í vatnsbúskap hjá Landsvirkjun, eru enn viðvarandi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þetta geti leitt til hækkunar á orkuverði í haust. Meira
21. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 349 orð

Þarf að koma kvótaflokkum frá völdum

SVERRI Hermannssyni var boðið á aukalandsfund Verðandi, samtaka ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra, sem haldinn var á sunnudag, til að ræða um sjávarútvegsstefnu sína. Sverrir sagði á fundinum m.a. að það væri lífsnauðsynlegt að þeir kvótaflokkar sem nú sitja í ríkisstjórn færu frá völdum. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júlí 1998 | Staksteinar | 247 orð

»Hugsjónir og skuldir stjórnmálaflokka VIÐSKIPTABLAÐIÐ fjallar í forystugrei

VIÐSKIPTABLAÐIÐ fjallar í forystugrein á dögunum um meintan "vandræðagang í sameiningarumræðu vinstrimanna", útgöngumenn í Alþýðbandalagi, hugsjónir og skuldir stjórnmálaflokka. "Það þýðir ekki," segir í lokaorðum leiðarans, að stinga af með hugsjónirnar en skilja skuldirnar eftir." Vandræðagangur vinstrimanna Meira
21. júlí 1998 | Leiðarar | 535 orð

leiðariALÞJÓÐLEGUR SAKAMÁLADÓMSTÓLL TÓRT skref í átt til au

leiðariALÞJÓÐLEGUR SAKAMÁLADÓMSTÓLL TÓRT skref í átt til aukins réttlætis og frelsis í heiminum var stigið í liðinni viku í Róm, þegar ráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti stofnsamning alþjóðlegs sakamáladómstóls. Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda, eða fulltrúar 120 ríkja, samþykkti stofnsamninginn, í þeirra hópi var Ísland, sjö voru á móti, þ. Meira

Menning

21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 246 orð

60 mínútur II

60 MÍNÚTUR II eru nýir þættir sem teknir verða á dagskrá á CBS sjónvarpsstöðinni árið 1999. Þar verður fréttum sem birtar eru í þáttunum "60 mínútur" fylgt eftir af sama fréttaliði. Verða nýju þættirnir framleiddir í samvinnu við Don Hewitt, framleiðanda og helstu driffjöður 60 mínútna. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 89 orð

Auður sýnir í Staðarskála

UM þessar mundir sýnir Auður Marinósdóttir vatnslitamyndir sínar í Staðarskála í Hrútafirði. Myndirnar prýða veggi skálans og gistihússins. Auður teiknaði og málaði mikið á skólaárum sínum en lagði þá iðju að mestu niður til ársins 1990. Síðan þá hefur hún sótt námskeið í myndlist og málað fjöldann allan af myndum. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 214 orð

Ágætiseinkunn fyrir þykjustuferð

LISTANEMARNIR bresku, sem hneyksluðu landa sína með því að þykjast hafa eytt listastyrk í sólarlandaferð, fengu ágætiseinkunn fyrir lokaverkefni sitt á þriðja ári listaskólans í Leeds. Nemarnir ollu reiði og hneykslun, áður en upp komst að verkefnið var eitt allsherjargabb frá upphafi til enda, til þess ætlað að hvetja til umræðu um þýðingu listar. Nemarnir fengu um 1. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 635 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Armageddon Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Sex dagar, sjö nætur Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðinlegt. Meira
21. júlí 1998 | Myndlist | 380 orð

BROSANDI LAND

Til 26. júlí. Opið frá miðvikudögum til sunnudags, kl. 15-18. ÞÚSUNDÞJALASMIÐURINN Þorvaldur Þorsteinsson var í hópi þeirra innlendu listamanna sem fyrstir þreifuðu fyrir sér með sviðsetningar í formi umhverfislíkinga. Að búa til nákvæma eftirmynd umhverfis til að laða fram leikhús raunveruleikans er meðal þess sérstæðasta sem komið hefur fram á síðustu áratugum. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 267 orð

Coppola grætur vegna Gosa ÞAÐ HEFUR líklega h

Coppola grætur vegna Gosa ÞAÐ HEFUR líklega hjálpað Francis Ford Coppola að fella tár í vitnastúkunni þegar hann stóð í málaferlum gegn Warner Bros. sem hann segir hafa gert draum lífs síns að engu; að leikstýra ævintýrinu um Gosa í leikinni útgáfu. Samkvæmt úrskurði dómarans fékk Coppola skaðabætur vegna þess að Warner Bros. Meira
21. júlí 1998 | Skólar/Menntun | 1167 orð

Enginn venjulegur vinnustaður

Vinnuskóli Vinnuskóli Reykjavíkur veitir þúsundum ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára atvinnu á hverju sumri og hefur gert í áratugi. María Hrönn Gunnarsdóttir spjallaði við Arnfinn U. Jónsson skólastjóra um starfsemi vinnuskólans sem m.a. hefur stuðlað að sífellt snyrtilegri borg og skógi vöxnum heiðum. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 135 orð

Ferðastyrkir Norrænu leiklistar- og dansnefndarinnar

Annarri úthlutun styrkja Norrænu leiklistar- og dansnefndarinnar til ferða leik- og danshópa á milli Norðurlandanna er nýlokið. Til úthlutunar voru 478.400 dkr eða tæpar 5 milljónir íslenskra króna. Í hlut íslenskra leikhópa eða norræna leikhópa á ferð til íslands komu 96.800 dkr. sem skiptist þannig: Brúðubíllinn fær 10 þúsund dkr. til leikferðar á UNIMA leiklistarhátíð í Svíþjóð. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Foreman og Holmes í hringinn AFARNIR og fyrrverandi

Foreman og Holmes í hringinn AFARNIR og fyrrverandi þungavigtarmeistararnir í hnefaleikum, Larry Holmes og George Foreman, voru kampakátir á blaðamannafundi þar sem tilkynntu að þeir hyggðust etja kappi saman í hringnum 23. janúar árið 1999. Holmes verður 49 ára í nóvember og Foreman verður fimmtugur skömmu fyrir bardagann. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Frábær framtíðartryllir Stjarnferðahermenn (Starship Troopers)

Framleiðsla: Alan Marshall og Jon Davison. Leikstjórn: Paul Verhoeven. Handrit: Ed Neumeier. Kvikmyndataka: Jost Vacano. Tónlist: Basil Poledoures. Aðalhlutverk: Casper Van Dien, Dina Meyer, Denise Richards, Jake Busey og Micheal Ironside. 124 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, júlí 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 287 orð

Fyrsta kynlífsreynslan á netinu ÁTJÁN ára par frá Ba

Fyrsta kynlífsreynslan á netinu ÁTJÁN ára par frá Bandaríkjunum ætlar að missa sakleysið í beinni útsendingu á netinu. Parið, sem kallar sig Diane og Mike, ætlar að lifa kynlífi í fyrsta skipti laugardaginn 8. ágúst klukkan 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 252 orð

Hátískan í ParísFeldir og fjaðrir í vetur

Hátískan í ParísFeldir og fjaðrir í vetur HÁTÍSKUVIKAN í París stendur yfir þessa dagana og sýna helstu hönnuðir heims það nýjasta fyrir veturinn. Meðal þeirra sem sýndu um helgina var hin ítalska Donatella Versace, sem reynir eftir fremsta megni að feta í fótspor bróður síns, Giannis Versaces. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 1579 orð

Hinn auðmjúki meistari Kvikmynda- og leik

ENGINN núlifandi norrænn menningarpáfi hefur á jafnríkan hátt mótað menningarlega ímynd Svía og um leið Norðurlandanna allra og leikstjórinn Ingmar Bergman. Um árabil voru þungar, torræðar og táknhlaðnar myndir hans hin eðlilega birtingarmynd hins dulda, þunglynda og bælda norræna eðlis. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 128 orð

Hugdjarfur nautabani FRANSISCO Rivera Ordone

Hugdjarfur nautabani FRANSISCO Rivera Ordonez, einn fremsti nautabani Spánar, þurfti að ljúka nautaati á hátíðinni í Pamplona í rifnum gallabuxum. Áður hafði Ordonez verið kastað í loftið af nautinu Erdico, sem vegur rúmt hálft tonn, og buxur hans rifnað. Meira
21. júlí 1998 | Leiklist | 586 orð

Ísaðar gellur

Höfundur: Frederick Harrison. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Ljós og hljóð: Gunnar Sigurðsson og Skúli Gautason. Leikmynd og búningar: Leikhópurinn. Leikarar: Brynhildur Björnsdóttir, Esther Jökulsdóttir, Linda Sif Þorláksdóttir og Skúli Gautason. Laugardagur 18. júlí. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 606 orð

Konungsríki alþýðunnar SJÓNVARP Á LAUGARDE

ÞÁ ER stórum almannatíðindum lokið í bili. Áður þótti helst frétta að konungar dóu eða tóku við ríkjum. Þá settust sagnaþulir niður úti á Íslandi og skráðu tíðindin, mismunandi gömul eftir því hvernig stóð á skipaferðum. Í dag heyrist lítið af konungum, en því meiri hávaði frá konungsríki alþýðunnar ­ fótboltanum. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 125 orð

Kristín Geirsdóttir sýnir í Brussel

NÚ stendur yfir myndlistarsýning Kristínar Geirsdóttur í EFTA- byggingunni í Brussel. Í EFTA- byggingunni sýna listamenn frá aðildarríkjum EFTA í boði EFTA Art Committee. Kristín sýnir þar sjö olíumálverk og sjö pastelmyndir. Myndirnar eru unnar á árunum 1997-98. "Kristín sækir áhrifin í list sinni til náttúrunnar, töfra ljóssins, breytileg birtuskil tímans. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Kærkomin viðbót NÚ HEFUR stöðin "National Geographic

NÚ HEFUR stöðin "National Geographic Channel" bæst við þær þrettán gervihnattastöðvar sem fyrir voru í Fjölvarpi Íslenska Útvarpsfélagsins. Hildur Halldórsdóttir, kynningarstjóri ÍÚ, segist viss um að Íslendingum muni líka þetta efni. "Landinn þekkir vel National Geographic því þeir hafa verið dyggir áskrifendur blaðsins í áratugi. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 100 orð

List hans hljómar á fæðingarstað

List hans hljómar á fæðingarstað Húsavík. Morgunblaðið. TVENNA hljómleika héldu á Húsavík nýverið listamennirnir Hjörleifur Valsson fiðluleikari, sem fæddur er á Húsavík, og norski gítarleikarinn Havard Öieroset. Tónleikanir voru vel sóttir og mikil hrifning áheyrenda. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 50 orð

Mynd um Bourgeois í "Fiskinum"

HEIMILDARMYND um frönsku myndlistarkonuna Louise Bourgeois verður sýnd í Galleríinu Fiskinum að Skólavörðustíg 22 c í dag, þriðjudaginn 21. júlí. Myndin verður sýnd á klukkutíma fresti frá 14 til 18 í dag. Þar fjallar Louise Bourgeois um eigin verk, líf og list. Sýningartími er 40 mínútur. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð

Nathalie á spænsku tröppunum í Róm

ÁSTRALSKA söngkonan Nathalie Imbruglia sló í gegn með fyrstu plötu "Left of the middle" fyrir skömmu og fylgir henni nú eftir með tónleikahaldi. Flestir þekkja Nathalie úr sjónvarpsþáttunum Nágrönnum en þar lék hún hina sætu Beth í tvö ár. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

EINS og undanfarna miðvikudaga verða hádegistónleikar í Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. júlí og hefjast kl. 11.30. Við orgelið er að þessu sinni Kjartan Sigurjónsson, sem gegnir störfum dómorganista í fjarveru hans. Á efnisskránni eru orgelverk eftir Gabrieli, Rheinberger, Buxtehude og Bach. Aðgangur er ókeypis. Kl. 12.10 er svo bænaguðsþjónusta í kirkjunni. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Páll heiðraður PÁLL Pampichler Pálsson tónskáld

Páll heiðraður PÁLL Pampichler Pálsson tónskáld fékk fyrir skemmstu afhent verðlaun úr sjóði Ernst og Rosu Dombrowski í Graz í Austurríki fyrir að fara með sigur af hólmi í samkeppni um frumsamin tónverk. Nefnist verk Páls Expromtu og var skrifað fyrir blásarakvintettinn Sereno sem flutti það við athöfnina. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Síðdegissýning á Grease

SÖNGLEIKURINN Grease hefur verið á fjölum Borgarleikhússins síðan í byrjun júlí. Uppselt hefur verið á allar sýningar og hefur Leikfélag Reykjavíkur sem stendur að uppsetningunni ákveðið að fjölga sýningum og um leið ákveðið að koma til móts við yngstu aðdáendurna sem ekki treysta sér á kvöldsýningar. Sunnudaginn 26. júlí verður sett upp sérstök eftirmiðdagssýning og hefst hún kl. 15. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 310 orð

Sorgarsaga Bróðurkoss (A Brother's Kiss)

Framleiðsla: Bob Potter og E. Bennet Walker. Handrit og leikstjórn: Seth Zvi Rosenfeld. Kvikmyndataka: Fortunato Procopio. Tónlist: Frank London. Aðalhlutverk: Nick Chinlund, Micheal Raynor, Talent Harris, John Leguizamo, Cathy Moriatry, Rosie Perez og Marisa Tomei. 91 mín. Bandarísk. Myndform, júlí 1998. Bönnuð börnum innan sextán ára. Meira
21. júlí 1998 | Myndlist | 388 orð

Strákapör með Stóuró

Til 26. júlí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. ROMAN Signer er orðinn Íslendingum vel kunnur eftir fjölmargar heimsóknir sínar hingað. Árið 1993 tók hann þátt í 6. Borealis-sýningunni, sem þá var haldin í Listasafni Íslands. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 136 orð

Sýning helguð Arngrími Jónssyni lærða

SÝNING helguð Arngrími Jónssyni lærða (1568-1648) stendur nú yfir í Landsbókasafni Íslands, Háskólabókasafni, en nú í ár eru liðin 350 ár frá andláti Arngríms Jónssonar. Arngrímur var prestur og lærdómsmaður og ólst upp hjá frænda sínum, Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 51 orð

Sýningu lýkur Listagallerí Smíðar og skart SÝNINGU Kri

SÝNINGU Kristbjargar Guðmundsdóttur leirlistakonu í listagalleríi Smíðum og skarti, Skólavörðustíg 16a, lýkur fimmtudaginn 23. júlí. Kristbjörg er listamaður júlímánaðar í galleríinu. Á sýningunni eru leirmunir unnir á þessu ári. Skálar, staup og minjagripir. Sýningin er opin á verslunartíma frá kl. 11­18 virka daga og 11­14 laugardaga. Meira
21. júlí 1998 | Myndlist | 220 orð

Teikningar

Til 2. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. ÞAÐ er sjaldgæft að sjá liðtæka teiknara hér á landi enda lítið gert úr iðju þeirra líkt og flestra listamanna sem ekki einskorða sig við að festa myndir á striga með olíulitum. Síðust Evrópuþjóða þurfum við að búa við einhverja undarlega flokkun á list eftir tækni og virðist þá einu gilda hvernig þeirri tækni er beitt. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 144 orð

Upphitun fyrir verslunarmannahelgina

Upphitun fyrir verslunarmannahelgina INGÓLFSTORG er vinsæll staður til hvers kyns uppákoma, og síðastliðinn fimmtudag fór þar fram upphitun fyrir þjóðhátíð á vegum FM 95,7 og þjóðhátíðarnefndar Vestmannaeyja. Meira
21. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 406 orð

Vel samsett safnskífa

Kvistir, safnskífa íslenskra hljómsveita frá útgáfunni Sprota. Á plötunni eiga lög Maus, Móa, 200.000 naglbítar, Quarashi, Stjörnukisi, Vínyll, Gus Gus, Bang gang, Pornopop, Bellatrix, Port og Dagbók NN. Maus á tvö lög en aðrir eitt hver. Sproti gefur út, Spor dreifir. 51,37 mín. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 196 orð

Waterloo- verk til sýnis að nýju London. The Daily Telegraph.

EINU þekktasta málverki sem til er af orrustunni um Waterloo hefur verið komið að nýju fyrir í Edinborgarkastala, en það fannst fyrir sjö árum í breskri vöruskemmu, og hafði þá verið þar í tvo áratugi. Var verkið nokkuð skemmt en hefur nú verið gert upp. Verkið er metið á um 250.000 pund, um 30 milljónir ísl. kr. og er eftir Richard Ansdell. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 314 orð

Þriðjudagstónleikar í Sigurjónssafni

ÖRN Magnússon píanóleikari og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari koma fram á fjórðu tónleikum sumartónleikaraðar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld 21. júlí kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra er Sónata í F-dúr eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Rómansa í F-dúr op. 72 nr. 2 eftir Jean Sibelius og sónata í F-dúr op. 8 eftir Edward Grieg. Meira
21. júlí 1998 | Menningarlíf | 302 orð

Þverflauta og píanó í Hafnarborg

MAGNEA Árnadóttir flautuleikari leikur á tónleikum í Hafnarborg í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 ásamt píanóleikaranum Deborah De Wolf Emery. Á efnisskrá þeirra er Sónata í G-dúr WQ 86 eftir Carl Philip Emanuel Bach, Fantasía eftir George H¨ue, Dúó fyrir þverflautu og píanó eftir Aaron Copland, Krummavísa eftir Misti Þorkelsdóttur, Meira

Umræðan

21. júlí 1998 | Aðsent efni | 784 orð

Eigendur upplýsinga Á einstaklingurinn upplýsingar um sjálfan sig? Ef svo er getur meirihlutinn þá ákveðið að ráðstafa þeim?

Það er líklega vandfundin önnur eins umfjöllun um íslenskt fyrirtæki í erlendum fjölmiðlum og Íslensk erfðagreining hefur fengið. Í vísindaheiminum þykja áform fyrirtækisins spennandi og ekki verður annað séð en almennt sé litið á sérstöðu Íslendinga vegna einangrunar og mikillar vitneskju um ættir og uppruna sem raunverulega auðlind sem nýta megi Meira
21. júlí 1998 | Aðsent efni | 675 orð

Enn um fyrsta ljóð heimsins

ÞAÐ ER góður siður hjá Morgunblaðinu að draga kjarna máls eða mikilvæg rök út úr aðsendum greinum, undirstrika og slá upp á áberandi hátt. Þessi venja auðveldar almennum lesanda að átta sig á innihaldi greina og vekur áhuga á frekari lestri. Oft verður samt sú raunin að menn láta við það sitja að lesa útdráttinn og leiða efni greina hjá sér að öðru leyti. Þessi venja Mbl. Meira
21. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 214 orð

Hefur þú lesið um nikótín? Frá Guðjóni Bergmann: EINS OG fram he

EINS OG fram hefur komið í greinum mínum til þessa er ég, sem fyrrverandi reykingamaður og námskeiðahaldari, alfarið á móti notkun nikótínlyfja til þess að hætta að reykja. Þessi skoðun mín er byggð á þeim staðreyndum að nikótín er efni sem fer mjög hratt úr líkamanum, á mest þremur vikum, Meira
21. júlí 1998 | Aðsent efni | 326 orð

Jafnræði Jóhönnu

SKÝRSLA Ríkisendurskoðunar um risnu og ferðakostnað Búnaðarbankans hefur nú verið gerð opinber og fjölmiðlar hafa fjallað um málið og rætt við þá sem að málinu koma, svo sem formann bankaráðs Búnaðarbankans, aðalbankastjóra bankans og síðast en ekki síst Jóhönnu Sigðurðardóttur. Meira
21. júlí 1998 | Aðsent efni | 724 orð

Lögreglan og siðferðið

FYRIR nokkru var ég tekinn fyrir of hraðan akstur. Ég vildi óska að þetta væri í fyrsta skipti, en svo er ekki því að fyrir tæpum tuttugu árum var ég einnig tekinn fyrir of hraðan akstur. Mig minnir að ég hafi sloppið með áminningu í það skiptið. En í þetta skiptið var öðruvísi staðið að málum. Meira
21. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 691 orð

Nýr Framsóknarflokkur Frá Guðmundi Bergssyni: MIKIÐ var um að ve

Eftir því sem formaður Alþýðubandalags sagði í sjónvarpi var nauðsyn að gera þessa samþykkt núna strax til að koma í veg fyrir að Alþýðuflokkur gengi til liðs við Sjálfstæðisflokk án þess að hún færði nokkur rök fyrir því eða skýrði það á nokkurn hátt, Meira
21. júlí 1998 | Aðsent efni | 950 orð

Séra Matthías, kvótinn og skáldið frá Samherja

EINN ötulasti málsvari gjafakvótasinna er framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands og ritstjóri fréttabréfs LÍÚ, trúbadúrinn og fréttaskáldið Bjarni Hafþór Helgason. Hann skrifaði í síðustu viku fjórar greinar í Morgunblaðið um orðsifjafræði kvótaumræðunnar og kvartaði sáran yfir orðunum eignatilfærslu, sægreifa, gjafakvóta og þjóð. Meira
21. júlí 1998 | Aðsent efni | 461 orð

Valkostir í heilbrigðisþjónustunni og réttindi sjúklinga

HR. RITSTJÓRI. AÐ UNDANFÖRNU hafa menn deilt um réttmæti þess að leggja óskir fólks um sólarlandaferðir, sem margir hafa þó ekki efni á að stunda, og bifreiðatryggingar að jöfnu við rétt til heilbrigðisþjónustu. Sólarlandaferðir og bifreiðatryggingar falla ekki undir frumþarfir fólks. Meira
21. júlí 1998 | Aðsent efni | 695 orð

Vestfirskir hagsmunir og Sverrir Hermannsson

SÁ veldur miklu sem upphafinu veldur segir orðtakið og Sverrir Hermannsson og samráðherrar hans í ríkisstjórninni 1984 sem settu kvótalögin fyrst firra sig seint ábyrgð. Við lagasmíðina þá og á árunum þar á eftir fengu Vestfirðingar ekki að njóta reynslu sinnar í þorskveiðunum; við mótmæltum en ráðherrarnir heyrðu ekki. Meira

Minningargreinar

21. júlí 1998 | Minningargreinar | 446 orð

Einar Aðalsteinsson

Sumrin í Helgamagrastrætinu eru meðal fyrstu og dýrmætustu bernskuminninga minna. Í húsinu hjá ömmu og afa sameinaðist stórfjölskyldan á sumrin og jólum, systkinin fimm Einar, Magga, Elli, Gunni og pabbi ásamt börnum sínum og mökum. Gunnar, afi og amma eru látin og nú Einar líka, aðeins 57 ára gamall. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Einar Aðalsteinsson

Þann 10. júlí barst mér sú sorgarfrétt að verkstjóri minn Einar Aðalsteinsson hefði látist daginn áður. Mig setti hljóðan. Árið 1994 hóf ég störf hjá Örtækni. Strax þegar ég kom í vinnu tók Einar á móti mér og ég fann strax fyrir hlýju og umhyggju frá Einari. Einar var alveg sérstakur maður. Hann vissi bókstaflega allt sem viðkom starfinu og höfðu kúnnar okkar orð á því hversu fær maður hann væri. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 273 orð

EINAR AÐALSTEINSSON

EINAR AÐALSTEINSSON Einar Aðalsteinsson fæddist á Akureyri 19. júní 1941. Hann lést í Mílanó á Ítalíu 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Aðalheiður Friðriksdóttir, hjúkrunarkona, f. 7. nóvember 1914 á Selabóli í Önundarfirði, d. 1996, og Aðalsteinn Ólafur Einarsson, aðalgjaldkeri K.E.A. á Akureyri, f. 2. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Einar Aðalsteinsson viðbót þriðjudag

En minningin andar í okkar sál sem ilmur frá dánum rósum. Þau sorgartíðindi bárust okkur 10. þ.m. að vinur og starfsfélagi, Einar Aðalsteinsson, hefði látist af slysförum erlendis. Við slík tíðindi setur mann hljóðan og maður neitar að trúa, en síðan fara minningarnar að streyma fram og raðast saman eins og perlur á bandi. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 494 orð

Einar Aðalsteinsson viðbót þriðjudag

Það hefur sannarlega syrt að í ranni, sumarið hefur brugðið lit sínum og ljóma í harmi slegnum hug, þegar við sjáum nú á bak okkar einlæga og trausta samstarfsmanni. Sviplegt slys í fjarlægu landi hefur svipt okkur ágætum vini, í andrá snöggri er öll saga mikils sómamanns, sem átti svo ótalmargt ógert á akri sinna mætu áhugamála, á starfsvettvangi sínum við hlið okkar einnig. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 335 orð

Einar Aðalsteinsson viðbót þriðjudag

Í dag er jarðsunginn mætur heiðursmaður, Einar Aðalsteinsson tæknifræðingur, fyrrverandi forseti Guðspekifélags Íslands. Fráfall hans á miðjum aldri var óvænt og sviplegt, en við guðspekifélagar höfum notið þróttmikils og skapandi framlags hans í starfsemi félagsins, nú síðast á sumarskóla félagsins á Laugarvatni í lok júní sl. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Guðrún Brynjólfsdóttir

Gunna Binna hefur lagt að baki sinn varðaða veg. Komin á leiðarenda. Heim. Vegurinn hennar varð of stuttur. Alltof stuttur. Hún átti svo margt ógert en það mest þó að leiða soninn Brynjólf frá táningsaldri til fullorðinsára. Það tók hana sárast að geta ekki þegar hún fann að hverju dró. Síminn hringdi að kvöldi hins 5. nóvember 1996. Það var Gunna. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Guðrún Brynjólfsdóttir

Elsku Gunna mín, þetta er bara allt of fljótt fyrir okkur öll. Eftir erfið veikindi síðustu daga birti til og allt virtist á uppleið en þá varstu skyndilega tekin í burtu frá okkur. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að ég muni ekki framar líta inn hjá þér og fá rótsterkt kaffi og kíkja í nýjustu dönsku blöðin, Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Guðrún Brynjólfsdóttir

Margar minningar komu fram í hugann er ég frétti lát þitt. Þegar ég kvaddi þig kvöldið áður hélt ég að ég myndi hitta þig aftur. Í janúar þegar þú bauðst til veislu í tilefni af 50 ára afmæli þínu og varst hrókur alls fagnaðar vonuðum við að þú værir komin yfir veikindi þín. Í ágúst 1994 var skóladagheimili sem við höfum starfað saman á og átt margar stundir saman í góðum hópi lagt niður. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 201 orð

GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR

GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR Guðrún Brynjólfsdóttir var fædd í Ólafsfirði 23. janúar 1948. Hún lést á Landsspítalanum 14. júlí síðastliðinn. Hún lætur eftir sig einn son, Brynjólf Svein Birgisson, (f. 1983). Foreldrar hennar voru Brynjólfur Sveinsson póstmeistari í Ólafsfirði (f. 1914, d. 1981) og kona hans Sigurbjörg Helgadóttir (f. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 393 orð

Hannas Þ. Hafstein

Allt er á hverfanda hveli hugur, máttur og ást. En ætíð að enduðu éli aftur þó fagrahvel sást. (Hannes Hafstein.) Mikið breytist blær dagsins við samskiptahvörf, þegar leiðtogi endar lífsgöngu á jörðu og ævidagar hans verða að minningu í huga hópsins. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 921 orð

Hannes Þ. Hafstein

Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Íslands er látinn langt um aldur fram. Með Hannesi er horfinn óvenjulegur og stórbrotinn persónuleiki, sem um áratugi setti svip á allt starf Slysavarnafélags Íslands. Hannes var ósérhlífinn og mikill eldhugi í öllu sínu starfi. Hann virkaði mjög hvetjandi á allt félagsfólk Slysavarnafélagsins. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 1144 orð

Hannes Þ. Hafstein

Góður vinur og kær er fallinn frá langt um aldur fram. Stutt er síðan við unnum saman við undirbúning hátíðahalda sjómannadagsins, hann með þeirri elju og atorkusemi sem einkenndu störf hans alla tíð sama hvort um björgunarmál eða önnur áhugamál var að ræða. Vitað var að hann gekk ekki heill til skógar og beið eftir tíma til aðgerðar á sjúkrahúsi sem hann taldi smámuni eina og gerði ekki veður úr. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 1646 orð

Hannes Þ. Hafstein

Á kveðjustund streyma að dýrmætar minningar um vináttu og samstarf okkar Hannesar Þ. Hafstein um árabil. Skýr mynd birtist af glæsilegum manni, sem sópaði að, höfðinglegum og glaðbeittum. Efst í huga á þessari stundu eru söknuður við hið skyndilega fráfall hans og innileg samúð með Sigrúnu, eiginkonu hans, börnum þeirra og fjölskyldu allri, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt hann að vini. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Hannes Þ. Hafstein

Við óvænt fráfall góðs félaga og hollvinar sjómannasamtakanna setur fyrst að manni depurð en þó fljótlega minningar um góða samfylgd í nærri fjóra áratugi. Fyrst um borð í Gullfossi 1961. Stýrimaðurinn Hannes Hafstein vakti strax athygli mína, ákveðinn yfirmaður með fágaða framkomu við hásetana sína, gekk í verkin með þeim ef hönd vantaði enda gagnkvæm virðing og traust. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Hannes Þ. Hafstein

Í blíðskaparveðri dró fyrir sólu í fjölskyldu okkar þegar tilkynning barst um ótímabært andlát Hannesar Hafstein. Eitt stærsta og voldugasta tréð í fjölskylduskóginum er fallið. Í mínum huga átti þessi skógur að vera eilífur og ekkert mátti raska honum. En ekkert er eilíft og við sem eftir stöndum verðum að horfast í augu við það. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 207 orð

Hannes Þ. Hafstein

Hannes Þórður Hafstein, frændi minn og vinur, er látinn langt um aldur fram. Hann háði stutta, snarpa sjúkdómsbaráttu, en Hannes hafði dulinn æðasjúkdóm er varð honum að aldurtila. Ég kynntist Hannesi er ég hóf störf sem heimilislæknir í Reykjavík 1988. Við Hannes tengdumst fljótlega sterkum vináttuböndum og áttum marga góða fundi. Hannes var glæsilegur maður og einkar vel gerður. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Hannes Þ. Hafstein

Með Hannesi Þórði Hafstein er fallinn í valinn atorkumaður sem var óvenju vel til þess fallinn að koma málum í framkvæmd. Þegar hann hóf störf fyrir Slysavarnafélag Íslands var hann áreiðanlega sannkallaður hvalreki fyrir þessi stóru samtök. Í ýmis horn var að líta og sennilega leið varla sá dagur að félagið háði ekki baráttu á einhverju sviði og Hannes var mikill baráttujaxl. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Hannes Þ. Hafstein

Höggvið hefur verið skarð í frændgarð. Með fáeinum orðum langar okkur til að minnast Hannesar frænda, föðurbróður okkar. Glæsilegur, eldhugi, trygglyndur, heiðarlegur, skemmtilegur hugsjónamaður með sjarmerandi glampa í augum sem gaf til kynna lífskraft og atorkusemi, eru þeir eiginleikar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Hannes Þ. Hafstein

Elskulegur frændi og vinur er látinn. Eftir stendur hnípin fjölskylda og tómarúmið er mikið. Þegar ástvinur er svo skyndilega hrifinn í burt hrannast upp ljúfsárar minningar; minningar um góðan dreng, góðan frænda og yndislegan vin. Ég hef þekkt Hannes allt mitt líf og á bágt með að sætta mig við það skarð sem hann skilur eftir sig í fjölskyldunni. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 287 orð

Hannes Þ. Hafstein

Hvar værum við stödd ef við ættum ekki starfandi björgunarsveitir og Slysavarnafélag, hvar væri Slysavarnafélag Íslands statt ef það hefði ekki átt mann eins og Hannes Hafstein? Um tvítugsaldur er áhugi hans á slysavarnamálum vakinn er hann sækir nám og starfsþjálfun í leitar- og björgunarstörfum erlendis en kemur síðar til starfa hjá Slysavarnafélagi Íslands og eftir það voru fá slysavarna- Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 290 orð

HANNES Þ. HAFSTEIN

ÞAÐ VAR fyrir rúmum 30 árum að undirritaður kynntist fyrst Hannesi Þ. Hafstein. Hann var þá fulltrúi hjá Slysavarnafélagi Íslands og símar félagsins voru stilltir heim til hans á næturnar. Hann var jafnan á næturvakt og vakti yfir velferð sjófarenda. Hann hafði þá orðið fyrir þeirri lífsreynslu, að bjallan í síma hans hafði bilað, ekki hringt, þótt skip væri í hafsnauð. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 1030 orð

HANNES Þ. HAFSTEIN

Allar ferðir hefjast með einu litlu skrefi. Allar ferðir eiga sér endalok. Og nú er komið að ferðalokum þeirrar samferðar sem ég átti með Hannesi Þ. Hafstein ­ ferðar sem hófst með smáum skrefum fyrir um það bil þremur áratugum. Ég hafði vænst þess að samferð okkar mætti og gæti staðið lengur en öllum eru ásköpuð örlög og þeim verður að hlíta. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 712 orð

Hannes Þórður Hafstein

Í Hafstein fjölskyldunni hefur jafnan verið litið á 12. júlí sem mikinn happa- og hamingjudag því þann dag árið 1912 voru þau gefin saman Þórunn Jónsdóttir og Júlíus Havsteen, síðar sýslumaður. Eftir að þau fluttu til Húsavíkur um 1920 og Júlíus tók við sýslumannsembætti í Þingeyjarsýslum, var heimili þeirra á Húsavík annálað rausnar- og myndarheimili, sem sögur fóru af. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 736 orð

Hannes Þórður Hafstein

Fallinn er í valinn aldavinur minn frá barnæsku, Hannes Þórður Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags Íslands. Hann var fæddur á Húsavík við Skjálfanda og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru Júlíus Havsteen, sýslumaður Þingeyinga, og kona hans frú Þórunn Jónsdóttir Havsteen og var Hannes yngstur átta systkina. Sýslumannshúsið á Húsavík var annálað höfðingjasetur. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Hannes Þórður Hafstein

Hannes Þórður Hafstein var enginn venjulegur maður. Hann var hlýr, örlátur, bóngóður, ákveðinn, snjall og mikill húmoristi. Við sem eigum því láni að fagna að vera tengdabörn hans komumst fljótt að því. Hannes var stór og mikill á velli, glæsimenni hið mesta og talaði af myndugleik. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 661 orð

Hannes Þórður Hafstein

Hannes Þórður Hafstein Hannes Þórður Hafstein fæddist á Húsavík 29. nóvember 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Jónsdóttir Havsteen húsmóðir, f. 10.8. 1888 í Hafnarfirði, d. 28.3. 1939 og Jóhannes Júlíus Havsteen, sýslumaður og bæjarfógeti, f. 13.7 1886 á Akureyri, d. 31.7. 1960. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 674 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Ég tók þátt í lífi þínu fyrstu mánuði þess og einnig þá síðustu. Þú varst bara nokkurra vikna gömul þegar ég sá þig fyrst. Móðir þín sýndi mér skipulagið á fötunum og öðru sem til þurfti og spurði svo: "Heldurðu ekki að það verði bara gaman að passa svona lítið kríli?" Svo sannarlega var það gaman. Ég lék við þig, heyrði þig hjala og sá þig brosa. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Aldrei mun ég gleyma henni Kollu. Hún var alltaf brosandi og grænu augun hennar glömpuðu sem andstæður við rauða hárið hennar sem átti sér enga hliðstæðu. Húðin hún var ferskjulit hárið rautt sem eldur. Ein ég núna eftir sit innri sorg mér veldur. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 109 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Kolbrún María Einarsdóttir Kolbrún María Einarsdóttir, fæddist í Reykjavík 3. september 1980. Hún lést í Reykjavík 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru: Hólmfríður Gröndal og Hrafn Hákonarson. Uppeldisfaðir hennar er Einar Andrésson. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðist njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 146 orð

Kolbrún María Einarsd, viðb. þriðjudag

Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Örn Ingólfsson

Örn Ingólfsson er látinn. Við sem sóttum Ingólfsbilljarð minnumst góðs drengs og félaga. Á föðurarfleifð sinni Ingólfsbilljarð stóð Örn vaktina frá tólf til tólf, alla daga vikunnar, ár, eftir ár. Þar gat maður gengið að traustum borðum, nýstraujuðum dúkum og góðu rennsli vísu, því að Örn Ingólfsson hélt sínum borðum við uppá 147. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 368 orð

ÖRN INGÓLFSSON

ÖRN INGÓLFSSON Örn Ingólfsson, fv. eigandi og framkvæmdastjóri Ingólfsbilliards, fæddist í Reykjavík 18. mars 1939. Hann lést á Landspítalanum 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingólfur Tómasson frá Vík í Mýrdal, f. 14.5. 1905, d. 14.1. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 1395 orð

Örn Ingólfsson viðb. þriðjudag

Ég sit nú í fallegu stofunni þeirra Maríu og Arnar, tengdaforeldra minna, í Grundarlandinu, á einhverju alfegursta heimili er ég hef dvalið. Utan við gluggann blakta aspirnar í sumargolunni. Þær eru gróskumiklar í góðviðrinu, en samt lúta greinar þeirra tregafullar höfði. Líkt og við öll hin innan dyra gerum nú, eftir að sláttumaðurinn slyngi og sorgin knúðu dyra. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Örn Ingólfsson viðb. þriðjudag

Eftir allt sem gerðist, hélt ég samt að hann myndi lifa þetta af, hann gerði það í þessi síðustu tvö skipti. Ég er enn að jafna mig eftir þetta mikla áfall. Tilhugsunin um að afi sé dáinn er enn svo skrýtin. Ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu. Ég á eftir að sakna hans svo mikið. Nú á enginn eftir að stinga upp á því að elda beikon eða bjúgu handa okkur tveimur á daginn. Meira
21. júlí 1998 | Minningargreinar | 460 orð

Örn Ingólfsson viðb. þriðjudag

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Mig langar, með nokkrum orðum, að minnast Arnar Ingólfssonar, sem látinn er langt fyrir aldur fram, aðeins 59 ára gamall. Ég á margar góðar minningar tengdar Erni. Meira

Viðskipti

21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Adidas semur við AC Milan og Real Madrid

REAL MADRID og AC Milan munu bera merki Adidas fram á næstu öld vegna samnings, sem hinn kunni framleiðandi íþróttafatnaðar í Þýzkalandi hefur gert við liðin. Samið var við Real Madrid til 10 ára frá 1. júlí og við AC Milan til sex ára frá sama tíma. Deilt hefur verið á Adidas fyrir að nota vinnuþræla í Kína til að framleiða fótbolta með merki fyrirtækisins og HM. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 91 orð

ÐMargmiðlun eykur alnetsþjónustu

MARGMIÐLUN hf. hefur skrifað undir samstarfssamning við alþjóðlega fyrirtækið iPass Inc., sem þróað hefur samnefnda tækni er gerir alnetsþjónustum kleift að bjóða notendum sínum að tengjast Netinu hvar sem er í heiminum á einfaldan hátt gegn greiðslu sem nemur innanlandssímtali á viðkomandi stað. Samkvæmt frétt frá Margmiðlun, er um að ræða net rúmlega 2. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 129 orð

ÐNýtt tímarit Atlanta

REYKVÍSK útgáfa hefur unnið tímaritið Farið (Passage) fyrir flugfélagið Atlanta. Blaðið sem er bæði á íslensku og ensku er ætlað fyrir viðskiptavini félagsins og inniheldur afþreyingarefni, upplýsingar um starfsemi Atlanta og þann varning sem boðinn er til sölu um borð í Tri Star og Júmbó vélum félagsins sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 185 orð

ÐSkortur á múrhleðslumönnum

MIKILL skortur er á kunnáttumönnum í múrhleðslu hér á landi og hefur byggingaverktakafyrirtækið Desember fengið til liðs við sig breska aðila til að sjá um múrhleðslu utan um eitt fjögurra múrsteinshúsa sem félagið hefur reist við Dalveg í Kópavogi. Að sögn Gunnars R. Gunnarssonar, eins eiganda Desembers, hefur reynst erfitt að fá íslenska múrara til verksins. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 335 orð

Fela ekki í sér aukna áhættu

ERLENDAR lántökur til kaupa á innlendum verðbréfum fela ekki í sér aukna áhættu fyrir hlutabréfasjóði og hluthafa þeirra, að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Kaupþings eignastýringar ehf. Hreiðar segir hluthafa Auðlindar hf. vel upplýsta um stefnu fyrirtækisins og vísar á bug meintum staðhæfingum Guðmundar Þórðarsonar, sjóðsstjóra hjá Landsbréfum hf. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 288 orð

GE ræðir samruna NBC og USA eða Viacom

NÝ lota samþjöppunar kann að vera fram undan í sjónvarpsgeiranum í Bandaríkjunum. Móðurfyrirtæki NBC, General Electric Co., hefur átt Í viðræðum í nokkra mánuði om hugsanlegan samruna við USA Network og Viacom. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Hagnaður Microsoft eykst um 28%

HAGNAÐUR Microsoft Corp. jókst um 28% á síðasta ársfjórðungi, meira en búizt hafði verið við í Wall Street og að miklu leyti vegna mikillar sölu á Windows 98-stýrikerfinu að sögn fyrirtækisins. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Heilsukort fyrir alla vestanhafs

CLINTON-stjórnin hyggst skylda alla Bandaríkjamenn til að bera "heilsukort" með kennitölu viðkomandi, sem væri hægt að nota til að koma á fót gagnabanka og rekja sjúkdómssögu allra borgara frá vöggu til grafar að sögn New York Times. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Hlutabréf í Eimskipi hækka í verði

VERÐ hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um tæp 2% í gær og námu viðskipti með þau alls rúmum 17 milljónum króna. Lokaverð var 7,28 en hæst fór gengið í 7,38. Lokaverð á föstudag var 7,14. Rekja má hækkunina til spár Viðskiptastofu Íslandsbanka þess efnis að hagnaður Eimskips muni nema 1 milljarði króna á fyrstu 6 mánuðum ársins. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Methækkun í London og markið sterkt

LOKAGENGI mældist á mryi í London í gær, en nokkur lækkun varð í flestum öðrum kauphöllum Evrópu vegna lækkunar í Wall Street. Markið stóð vel að vígi, þar sem búizt er við að IMF samþykki lán sem Rússar hafa beðið um. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Minni sala á rjómaís vegna meiri úrkomu í Evrópu

DREGIÐ hefur úr sölu á rjómaís og gosdrykkjum í Norður- og Austur-Evrópu vegna þess að veður hefur verið slæmt í sumar, að sögn sérfræðinga. Erfiðleikar steðja að helztu framleiðendum rjómaíss ­ Nestle í Sviss og ensk-hollenzka fyrirtækinu Unilever ­ og auk þess helztu gosdrykkjaframleiðendum, eins og Coca-Cola og Britvic í Bretlandi. Meira
21. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Walt Disney sameinar kvikmyndadeildir

WALT DISNEY hyggst sameina þrjú kvikmyndafyrirtæki sín í eina deild og er það liður í fyrirætlunum um að framleiða færri kvikmyndir á ári. Með endurskipulagningunni verða Walt Disney Pictures, Hollywood Pictures og Touchstone Pictures sameinuð í Buena Vista Motion Pictures Group, sem verður undir stjórn Davids Vogels. Meira

Daglegt líf

21. júlí 1998 | Neytendur | 1498 orð

Krydd og grænmeti geymt til vetrar Sé hugmyndaflugi gefinn laus taumur eru aðferðir til að geyma grænmeti, ávexti og kryddjurtir

SENN líður að uppskerutíð þeirra sem hafa matjurtagarða, raunar hafa sumar jurtir þegar náð fullum þroska og ræktendur því farnir að njóta afraksturs vinnu sinnar. Síðsumars og á haustin, þegar ferskir ávextir, nýupptekið grænmeti og ferskar kryddjurtir eru á boðstólum, er freistandi að varðveita ferskleikann fram á vetur. Meira

Fastir þættir

21. júlí 1998 | Fastir þættir | 396 orð

AV

AV Vilhjálmur Sigurðsson ­ Ragnar Hermannss.463 Georg Ísaksson ­ Snorri Markússon410 Sigtryggur Jónsson ­ Guðmundur Ágústsson404 Hallgrímur Hallgrímss. ­ Sigmundur Stefánss.395 Föstudaginn 17. júlí mættu 26 pör til leiks. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 120 orð

Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, þri

Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, þriðjudaginn 21. júlí Jóhann Gunnar Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf., Aragötu 6, Reykjavík. Kona hans er Guðrún P. Helgadóttir. Jóhann Gunnar hefur síðustu mánuði dvalið á Skjóli. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 120 orð

Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, þri

Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, þriðjudaginn 21. júlí Jóhann Gunnar Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri Olíufélagsins hf., Aragötu 6, Reykjavík. Kona hans er Guðrún P. Helgadóttir. Jóhann Gunnar hefur síðustu mánuði dvalið á Skjóli. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 4. júlí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Sigríður Einarsdóttir og Ólafur Jóhann Ólafsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Ljósmyndari Lára Long. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 20. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbirnssyni Erla Emilsdóttir og Magnús Einarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 5. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Matthildur Hannesdóttir og Sigurður Hafliðason. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósmyndari Lára Long. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 27. júní sl. í Garðakirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Sigríður Brynjólfsdóttir og Tore Kvæven. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósmyndari Lára Long. Meira
21. júlí 1998 | Dagbók | 658 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 55 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10­12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli milli kl. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 26 orð

Hlutaveltur ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrktar Ra

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.500 krónur. Stúlkurnar heita Hekla Helgadóttir og Steinunn og María Helga Rakelardætur. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

Hlutaveltur ÞESSAR myndarlegu stúlkur héldu á dögunum tombólu og létur

ÞESSAR myndarlegu stúlkur héldu á dögunum tombólu og létur ágóða hennar, 720. kr., renna til Rauða kross Íslands. Stúlkurnar heita Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Sóley Björk Guðmundsdóttir. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 267 orð

Hugleiðingar leikmanns! GETA leikmenn botnað eitthvað í

GETA leikmenn botnað eitthvað í stjórnmálum eins og þau eru í dag? Davíð situr á sínum stóli. Ekkert virðist bíta á þann mann. Af hverju ekki bara að gera hann að konungi yfir Íslandi? Hann á dyggan fylgisvein og það tel ég vera að því góða. Hannes Hólmsteinn er trúr sinn sannfæringu og veit sínu viti. Kratarnir eru búnir að missa sinn besta mann, Jón Baldvin. Meira
21. júlí 1998 | Fastir þættir | 437 orð

Ísland í 7. sæti eftir sjö umferðir

Evrópumót spilara 25 ára og yngri er haldið í Vín í Austurríki dagana 16.­26. júlí. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu og er slóðinhttp://wbf.bridge.gr/tourn/Vienna.98/vienna.htm ÍSLENSKA liðið á EM yngri spilara í brids hefur byrjað þokkalega og var í 7. sæti eftir sjö umferðir en alls tala 22 lið þátt í mótinu. Meira
21. júlí 1998 | Fastir þættir | 517 orð

Metskráning á Æðarodda

ENN einu sinni er metþátttaka í Íslandsmóti í hestaíþróttum sem nú er haldið á Æðarodda við Akranes en það er hestamannafélagið Dreyri sem sér um um mótið að þessu sinni. Skráningar eru 708 en knapar eru vel á þriðja hundraðið sem þátt taka í mótinu. Þessi mikla þátttaka kemur vissulega á óvart en þar veldur öðru fremur vel heppnuð Íslandsbankamót sem Dreyri hefur staðið fyrir um árabil. Meira
21. júlí 1998 | Fastir þættir | 295 orð

Ótrúlegt hvað hestarnir eru góðir

MICHELLE Foot er ein af þessum ástríðufullu aðdáendum íslenska hestsins og var að sjálfsögðu mætt á landsmót hestamanna á Melgerðismelum. Hún býr í Dorset í Suður- Englandi og ræktar þar íslenska hesta ásamt manni sínum Nick og gefur út fréttabréf um íslenska hesta sem ber heitið Set the Pace. Hún hefur auk þess keppt á heimsmeistaramótum og unnið að kynningu íslenska hestsins í Bretlandi. Meira
21. júlí 1998 | Fastir þættir | 212 orð

Sjaldséðir hvítir hnakkar

GESTIR á landsmótinu notuðu margir hverjir tækifærið þegar hlé varð á milli atriða til að skoða sig um í sölubásunum sem komið var upp á brúninni fyrir ofan áhorfendabrekkuna. Þar voru á boðstólnum ýmsar vörur allt frá harðfiski upp í hestakerrur. Hvítur hnakkur vakti athygli margra í sölubás Hnakkvirkis á Akureyri, en auk hans voru þar hnakkar í mörgum litum til sölu. Meira
21. júlí 1998 | Fastir þættir | 244 orð

Veðbanki starfræktur í fyrsta sinn á landsmóti

KAPPREIÐAR hófust á Landsmótinu í gær og gengu þær fljótt og vel fyrir sig. Keppt var í 21 riðli, 13 í 150 m skeiði, 4 í 250 m skeiði og 4 í 300 m stökki og tók aðeins klukkustund og fimmtán mínútur að ljúka þessum fyrri sprettum. Seinni sprettir í skeiði og úrslit í 300 m stökki fara fram í dag. Meira
21. júlí 1998 | Í dag | 408 orð

ÞAÐ er ástæða til að vekja athygli á því framtaki Einars Hákona

ÞAÐ er ástæða til að vekja athygli á því framtaki Einars Hákonarsonar listmálara að byggja stórglæsilegan sýningarsal og afar notalegt kaffi- og veitingahús í Hveragerði. Með þessu framtaki hefur listmálarinn gert hvoru tveggja í senn: að skapa aðstöðu austan fjalls til myndlistarsýninga, sem standa undir nafni og gera fólki kleift að njóta matar og drykkjar í menningarlegu umhverfi. Meira

Íþróttir

21. júlí 1998 | Íþróttir | 43 orð

0:1Dean Martin óð upp hægri kantinn og gaf fyrir markið. Jóhannes Harða

0:1Dean Martin óð upp hægri kantinn og gaf fyrir markið. Jóhannes Harðarson náði að pota boltanum inn fyrir vörnina og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stakk sér inn í vítateiginn, lék á Bjarka Guðmundsson markvörð og sendi boltann í netið frá hægra markteigshorni á 30. mín. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 204 orð

1:0 Geir Brynjólfsson sendi á Sævar Þór Gíslason sem var við miðjan vít

1:0 Geir Brynjólfsson sendi á Sævar Þór Gíslason sem var við miðjan vítateig Grindvíkinga á 9. mínútu. Sævar lék á tvo varnarmenn í teignum og skaut að marki með vinstri fæti. 1:1 Scott Ramsey gaf boltann fyrir markið á fjærstöng frá hægri á 21. mínútu. Óli Stefán Flóventsson kom á ferðinni og skallaði í netið. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 136 orð

1:0 Ívar Bjarklind átti langa sendingu inn á vítateig Þróttara á 35

1:0 Ívar Bjarklind átti langa sendingu inn á vítateig Þróttara á 35 mín. Það virtist ekki mikil hætta á ferðum en Steingrímur Jóhannesson náði að skalla boltanum laglega úr teignum ­ yfir Fjalar Þorgeirsson í marki Þróttar sem misreiknaði sig illa í úthlaupinu. 2:0 Steingrímur Jóhannesson var aftur á ferðinni á 75 mínútu. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 220 orð

Akureyrarmaraþon Haldið laugardaginn 18. júlí Skemmtis

Haldið laugardaginn 18. júlí Skemmtiskokk karla: Pétur Stefánsson, Örvar Arngrímsson, Hreinn Hauksson Skemmtiskokk kvenna: Ebba Karen Garðarsdóttir, Snjólaug Helgadóttir, Íris Hauksdóttir 10 km: Konur 13 - 15 ára: Brynja Vala Guðmundsdóttir59.21,94 Ástríður Magnúsdóttir1:03. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 283 orð

Alþjóðlegt mót í Gateshead í Englandi Fór fram á sunnudag:

Fór fram á sunnudag: 800 m hlaup karla:mín. 1. James McIlroy (Írlandi) 1:46.87 2. David Krummenacker (Bandar.) 1:47.47 3. Brendon Hanigan (Ástralíu) 1:47.60 Hástökk kvenna:metrar 1. Tim Forsyth (Ástralíu) 2.28 2. Brendan Reilly (Bretl.) 2.25 3. Staffan Strand (Svíþjóð) 2. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 44 orð

Andri frá í nokkrar vikur

ANDRI Sigþórsson, framherjinn snjalli hjá KR, verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa rifið liðþófa. Hann fer í speglun nú í vikunni, en sagðist í gær búast við að missa úr tvær til þrjár vikur vegna meiðslanna. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 235 orð

Auðveldur sigur FH

FH-ingar hefndu ófaranna í bikarkeppninni fyrir skömmu með sigri á Fylki í Árbænum í 1. deildarkeppninni á sunnudagskvöld, 2:0. Fylkismenn áttu slæman dag og var þriggja manna vörn þeirra hriplek og geta þeir þakkað markverði sínum og slæmri skotnýtingu FH- inga að ekki fór verr. Gestirnir komust yfir á 18. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 242 orð

Blikar unnu deildarslaginn

KÓPAVOGSLIÐIN HK og Breiðablik mættust í gærkvöldi í fyrsta skipti í deildarleik í knattspyrnu og lauk leiknum með sigri "gestanna" í Breiðabliki, 0:1. Hlutskipti liðanna í 1. deildinni í sumar er ólíkt, Breiðablik trónir á toppi deildarinnar en HK vermir sem fyrr botnsætið. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 546 orð

Bráðskemmtilegt en markalaust

LIÐ Fram og Leifturs gerðu markalaust jafntefli á sunnudagskvöldið í blíðviðri á þjóðarleikvanginum í Laugardal. Þótt ekkert mark hafi litið dagsins ljós var leikurinn bráðfjörugur á að horfa. Leikmenn beggja liða misnotuðu fjölda ágætra marktækifæra og hefðu úrslitin allt eins getað orðið 2:2 eða 3:3. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 105 orð

Eiður Smári æfir með Bolton EIÐU

EIÐUR Smári Guðjohnsen, leikmaður KR, verður hjá enska liðinu Bolton við æfingar í vikutíma. Hann fór utan á laugardaginn og er nú með Bolton-liðinu í Dublin á Írlandi þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Eiður Smári á að leika tvo leiki með liðinu, þann fyrri í kvöld og síðan aftur á laugardag. Hann er væntanlegur til Íslands aftur á sunnudag. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 96 orð

El Guerrouj við met HICHAM El Guerrouj, hlaupari frá M

HICHAM El Guerrouj, hlaupari frá Marokkó, var aðeins tæpri hálfri sekúndu frá því að bæta heimsmetið í 2.000 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem fram fór í Gateshead í Englandi á sunnudag. Hann hljóp á 4.48,36 mín., en heimsmet Noureddine Marcelis er 4.47,88 mín. og var sett í París í júlí 1995. "Ég er ekki vélmenni. Heimsmetin falla ekki alltaf þegar maður ætlast til að þau falli. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 510 orð

Enn eins marks sigur!

Skagamenn unnu fjórða deildarleikinn í röð með eins marks mun á laugardaginn er þeir heimsóttu Keflavík. Eina mark leiksins gerði Sigurður Ragnar Eyjólfsson í fyrri hálfleik. Skagamenn halda því í við Eyjamenn á toppi deildarinnar, en liðin hafa jafn mörg stig en markatala ÍBV er mun hagstæðari. Skagamenn hafa nú leikið níu leiki í röð án þess að bíða ósigur. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 194 orð

Enn hefur Sigurpáll völdin að Jaðri S

Sigurpáll Geir Sveinsson vann yfirburðasigur á meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar á Jaðarsvelli. Hann lék hringina fjóra á 286 höggum, tveimur höggum yfir pari og átján höggum á undan næsta manni, Ólafi Gylfasyni. "Ég hef verið að leika vel í allt sumar. Ég var að slá mjög vel í þessu móti, en ég hefði viljað sjá fleiri pútt fara ofan í. Ég skildi mörg þeirra eftir alveg á brúninni. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 537 orð

Fagnað með sigursöng

GÍSLI G. Jónsson frá Þorlákshöfn varði titilinn í torfæru um helgina. Hann hefur unnið þrjú gull og eitt silfur í mótum ársins, er meistari þó einu móti sé ólokið í Íslandsmótinu. Þetta er í þriðja skipti sem Gísli verður Íslandsmeistari í torfæru, áður varð hann meistari 1993 og 1997. Hann er fjölskyldumaður, giftur Vigdísi Helgadóttur og eiga þau dæturnar Dagnýju, 8 ára, og Þóru Birnu, 10 ára. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 233 orð

Fimm nýliðar í karlasveitunum

SAUTJÁNDA Evrópumeistaramót eldri kylfinga, 55 ára og eldri, fer fram í Sviss dagana 3.-7. ágúst næstkomandi. Sautján þjóðir senda lið til keppninnar og er keppt í tveimur flokkum, A-flokki án forgjafar og B-flokki með forgjöf. Hvor sveit er skipuð sex kyflingum og telja fjórir bestu í hverjum hring. Íslenska liðið var tilkynnt í gær. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 371 orð

Friðarleikarnir Úrslit aðfaranótt mánudags:

Frjálsíþróttir Langstökk kvenna:metrar 1. Shana Williams (Bandar.)6.93 2. Lyudmila Galkina (Rússlandi)6.85 3. Niki Xanthou (Grikkl.)6.84 4. Dawn Burrell (Bandar.)6.82 5. Tatyana Kotova (Rússlandi)6.66 6. Sharon Couch-Jewell (Bandar.)6.57 7. Yuan Hunt (Bandar.)6.44 Kúluvarp kvenna: 1. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 143 orð

Fyrsta mark Auðuns fyrir Víking

Auðun Helgason skoraði fyrsta mark sitt fyrir Viking er liðið gerði 2:2 jafntefli við Vålerenga á Bislett- leikvanginum í Ósló í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Ríkharður Daðason lék einnig með Viking, sem komst í 2:0. Aðrir Íslendingar voru ekki á skotskónum. Óskar Þorvaldsson gerði sjálfsmark fyrir Strömgodset á móti Rosenborg og mátti sætta sig við 7:1 tap. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 624 orð

Glæsilegur árangur Þóreyjar Eddu

ÞÓERY Edda Elísdóttir, FH, undirstrikaði með sigri sínum í stangarstökki á Norðurlandsmeistaramóti unglinga 22 ára og yngri í Finnlandi á sunnudaginn að hún er á hraðri leið í hóp þeirra allra fremstu í greininni. Hún bætti sinn fyrri árangur er hún lyfti sér yfir 4,20 metra. Slíkir voru yfirburði hennar að hún hóf keppni um það bil sem silfurverðlaunahafinn var að heltast úr lestinni. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 419 orð

GOLFHÁTÍÐ »Margt kom á óvart á golfhátíðinni sem var um helgina Það

Það var mikið um að vera í golfíþróttinni um helgina, bæði hér heima og ekki síður erlendis. Meistaramót golfklúbbanna voru haldin víðs vegar um land og tókst vel til á flestum stöðum. Árangur kylfinganna vekur athygli og undirstrika það sem Hannes Guðmundsson, forseti Golfsambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið á sunnudaginn, að golfíþróttin væri í örum vexti og að framfarirnar væru miklar. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 147 orð

Guðmundur með silfur á EM

GUÐMUNDUR Stephensen nældi sér í silfurverðlaun í tvíliðaleik ásamt Dananum Michael Maze á Evrópumóti unglinga, 17 ára og yngri, sem fram fór í Norcia á Ítalíu um helgina. Þeir mættu þýsku pari, Timo Boll og Nico Stehle, í úrslitaleik mótsins. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 200 orð

Guðrún með sinn besta tíma í ár

GUÐRÚN Arnardóttir hafnaði í þriðja sæti í 400 metra grindahlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Gateshead í Englandi, sem haldið var á sunnudag. Guðrún hljóp á 55,60 sekúndum, en það er besti tími hennar í greininni á þessu ári. Íslandsmetið er 54,79 sek. "Á meðan tíminn batnar er ég sátt. Ég get því ekki kvartað. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 351 orð

GUNNAR Egilsson er ósáttur við að næsta

GUNNAR Egilsson er ósáttur við að næsta keppni, heimsbikarmót í torfæru, fari fram á Akureyrium verslunarmannahelgina. Hyggst ekki mæta í mótmælaskyni. Telur þessa helgi friðhelga fyrir fjölskyldulíf og aðstæður ekki henta akstursíþróttum þessa helgi. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 312 orð

Hæg batamerki og viljann vantar

Þetta er vissulega óþægileg staða, að vera á botninum því á okkur er veruleg pressa," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, eftir 3:0 tap fyrir KR í gærkvöldi. "Það eru hins vegar hæg batamerki á liðinu, en það vantar meiri vilja í það, við verðum bara að vera þolinmóðir, staðan er ekki töpuð því það er skammt í næstu lið," bætti Kristinn við. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 437 orð

Í fótspor Faldos

Bandaríkjamaðurinn Mark O'Meara sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, sem fór fram á hinum konunglega Birkdale-velli í Southport í Englandi um helgina. O'Meara bar sigurorð af landa sínum, Brian Watts, í fjögurra holna umspili um titilinn, en þeir voru jafnir á 280 höggum, pari vallarins, að 72 holum loknum. O'Meara sigraði einnig í bandarísku meistarakeppninni [Masters] í apríl sl. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 25 orð

Í kvöld

Knattspyrna Meistaradeild kvenna: Ásvellir:Haukar - KR20 Vestm.:ÍBV - Stjarnan20 Kópavogur:Breiðablik - ÍA20 Valsvöllur:Valur - Fjölnir20 Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 440 orð

ÍR-ingar lyftu sér af botninum

ÍR-INGAR unnu mikilvægan sigur á Grindavík, 4:2, á heimavelli sínum í Breiðholti á sunnudaginn. Þeir fóru þar með upp úr botnsætinu og eru komnir upp að hlið Grindvíkinga með 10 stig. Selfyssingurinn Sævar Þór Gíslason gerði tvö marka ÍR-inga í leiknum. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 126 orð

Jóhannes Harðarson, ÍA. Steingrímur Jóhann

Jóhannes Harðarson, ÍA. Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. Jens Martin Knudsen, Leiftri. Sævar Þór Gíslason, ÍR. Einar Þór Daníelsson, KR. Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason og Gunnar Oddsson, Keflavík. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 611 orð

Keflavík - ÍA0:1

Keflavíkurvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu - Landssímadeildin, 10. umferð, laugardaginn 18. júlí 1998. Aðstæður: Góðar. Norðan gola, heiðskýrt og hiti um 15 gráður. Völlurinn góður. Mark ÍA: Sigurður Ragnar Eyjólfsson (30.). Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 104 orð

Kona dæmir á Spáni CAROLINA Domenech, 25 ára

CAROLINA Domenech, 25 ára stúlka frá Mallorka á Spáni, verður í haust fyrst kvenna þar í landi til að gerast atvinnudómari í knattspyrnu. Atvinnudómarar á Spáni hefja feril sinn í þriðju deildinni og vinna sig síðan upp. Domenech mun heja ferilinn í þriðju deild eins og aðrir sem hafa atvinnu af dómgæslu. Fimm ár eru liðin síðan hún tók dómarapróf. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 511 orð

KR-ingar komust glaðbeittir í þriðja sætið

KR-INGAR fóru glaðbeittir með þrjú stig í farteskinu úr heimsókn sinni til Vals í gærkvöldi og stigin þrjú færðu þá upp í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi meira en Keflavík. Lokatölur 3:0 eftir heldur tíðindalítinn og jafnframt markalausan fyrri hálfleik. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 347 orð

Marion Jones stal senunni fyrsta keppnisdaginn

BANDARÍSKA hlaupadrottningin Marion Jones stal senunni á fyrsta keppnisdegi Friðarleikanna í New York á sunnudaginn. Hún hljóp 100 metrana á 10,90 sekúndum og setti mótsmet þrátt fyrir að hafa þjófstartað í fyrstu tilraun. "Ég þurfti að vera varkár þegar við vorum ræstar í annað skiptið, en hlaupið var ágætt þrátt fyrir það," sagði Jones eftir hlaupið. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 32 orð

Markahæstir

14 - Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 9 -Tómas Ingi Tómasson, Þrótti 6 -Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍA 4 -Ásmundur G. Haraldsson, Þrótti, Jens Paeslack, ÍBV, Óli Stefán Flóventsson, Grindavík og Sævar Þór Gíslason, ÍR. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 41 orð

Markahæstu menn Steingrímur Jóhannesson, ÍBV14. Tómas In

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV14. Tómas Ingi Tómasson, Þrótti9. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, ÍA6. Ásmundur G. Haraldsson, Þrótti 4. Jens Paeslack, ÍBV4. Óli Stefán Flóventsson, Grindavík4. Sævar Þór Gíslason, ÍR4. Guðmundur Benediktsson, KR3. Guðmundur Steinarsson, Keflavík3. Hreinn Hringsson, Þrótti3. Jón Þ. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 148 orð

Meistaraleikir Arsenal á Wembley

ARSENAL mun leika heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu í vetur á hinum heimsfræga Wembley- leikvangi í Lundúnum. Talið er fullvíst, að af þessu verði og aðeins er eftir að fá samþykki enska knattspyrnusambandsins. Það ætti að vera auðsótt, þar eð engir landsleikir eiga að fara fram á þessum þjóðarleikvangi Englendinga á sama tíma. Wembley-leikvangurinn tekur meira en 70. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 2164 orð

Meistaramót klúbbanna

Keilir Meistaraflokkur karla: 1. Ólafur Már Sigurðsson294 2. Björgvin Sigurbergsson296 3. Hörður H. Arnarsson302 4. Ólafur Þór Ágústsson303 5. Friðbjörn Oddsson303 6. Jónas Hagan Guðmundsson305 7. Sveinn Sigurbergsson307 8. Tryggvi Traustason308 Meistaraflokkur kvenna: 1. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 125 orð

Noregur Bodö/Glimt - Stabæk1:3 Kongsvinger - Lilleström3:0

Bodö/Glimt - Stabæk1:3 Kongsvinger - Lilleström3:0 Molde - Haugesund4:1 Moss - Brann Bergen3:0 Rosenborg - Strömsgodset7:1 Tromsö - Sogndal3:1 Vålerenga - Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 120 orð

ÓLI Þór Magnússon var ekki í leikmanna

ÓLI Þór Magnússon var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga gegn ÍA á laugardaginn. Hann rifbeinsbrotnaði í leiknum á móti Þrótti í 9. umferð. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 698 orð

Ragnhildur fór á kostum

KRISTINN G. Bjarnason og Ragnhildur Sigurðardóttir vörðu titla sína á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur. Ragnhildur lék við hvern sinn fingur, fékk níu fugla á öðrum hring og setti vallarmet á þeim þriðja. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 183 orð

Sótt að Þórði Emil

Íslandsmeistarinn Þórður Emil Ólafsson vann nauman sigur í meistaramóti Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Hann lék á 301 höggi, en Ingi Rúnar Gíslason sótti hart að honum og varð einu höggi á eftir. Sigur Þórðar Emils var þó öruggari en tölurnar bera með sér, því þrjú högg skildu kappana að þegar ein hola var eftir. Þá lék Þórður Emil á skramba, tveimur höggum yfir pari, en Ingi Rúnar lék á pari. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 449 orð

STEFÁN Þórðarson skoraði síðara m

STEFÁN Þórðarson skoraði síðara mark Öster í 2:1 sigri á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Hann fékk að líta gula spjaldið og var tekinn út af þegar 15 mínútur voru eftir. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 419 orð

Sviptingar á Hvaleyrinni

Ólafur Már Sigurðsson, tvítugur piltur sem kom á óvart á landsmótinu í holukeppni ekki alls fyrir löngu, skaut Björgvini Sigurbergssyni ref fyrir rass á lokadegi meistaramóts Keilis. Björgvin, sem átti titil að verja, hafði sex högga forystu fyrir síðasta hring, en lék fyrri níu holurnar á laugardag á fjórum höggum yfir pari. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 164 orð

Tekur Zoff við Ítölum? ÍTALSKA frétt

ÍTALSKA fréttastofan ANSAskýrði frá því í gærkvöld, að ítalska knattspyrnusambandið hefði ákveðið að reka Cesare Maldini sem landsliðsþjálfara og ráða í hans stað Dino Zoff, fyrrum fyrirliða liðsins og heimsmeistara með því árið 1982. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 302 orð

Tíu undir pari

Frábær leikur Arnar Ævars Hjartarsonar á Hólmsvelli í Leiru tryggði honum öruggan sigur í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja. Hann lék fjóra hringi á 282 höggum, sex höggum undir pari, og bætti þannig met Úlfars Jónssonar á 72 holum um tvö högg. Örn Ævar bætti einni vallarmet Úlfars á 18 holu hring á fimmtudag, lék þá á 67 höggum, fimm undir pari. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 76 orð

Torfæra

Íslandsmót í torfæru, haldið á Akranesi laugardaginn 18. júlí. Úrslitstig 1. Einar Gunnlaugsson1.910 2. Gísli G. Jónsson1.865 3. Gunnar Egilssoon1.865 4. Ásgeir J. Allansson1.790 5. Gunnar P. Pétursson1.770 6. Helgi Schiöth1.670 7. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 251 orð

Vala varð í þriðja sæti

VALA Flosadóttir, ÍR, Íslands- og Norðurlandamethafi í stangarstökki kvenna, hafnaði í 3. sæti í stangarstökki á Friðarleikunum í New York á sunnudagskvöldið og hlaut bronsverðlaun. Vala stökk 4,20 m, 16 sm frá meti sínu, en ásamt Völu stukku Anzhela Balakhonova, Úkraínu og Ástralíumaðurinn Tatyana Gregorieva, einnig 4,20 m, en notuðu til þess fleiri tilraunir. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 161 orð

Valur - KR0:3

Valsvöllur að Hlíðarenda; Íslandsmótið í knattspyrnu, Landssímadeildin, efsta deild í karlaflokki, 10. umferð, mánudaginn 20. júlí 1998. Aðstæður: NV 2 vindstig, skúrir í hvorum hálfleik og 8 gráðu hiti. Völlurinn all þokkalegur. Mörk KR: Einar Þór Daníelsson (49.), Guðmundur Benediktsson (82.), Björn Jakobsson (89.). Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 701 orð

Vildi vinna, valt en vann samt

GÍSLI Gunnar Jónsson frá Þorlákshöfn varði meistaratitil sinn í spennandi torfærukeppni á Akranesi, með því að ná öðru sæti. Einar Gunnlaugsson frá Akureyri vann hins vegar keppnina, eftir mikla baráttu við Gísla og Gunnar Egilsson frá Selfossi sem lauk keppni í þriðja sæti. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 287 orð

Víkingur með vænlega stöðu

VÍKINGAR þokuðust á sunnudagskvöld skrefi nær sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta leiktímabili þegar þeir sigruðu Stjörnuna, 1:0, í Garðabæ. Við ósigurinn dvínuðu vonir Stjörnunnar um úrvalsdeildarsæti að ári hins vegar nokkuð, en Stjarnan hefur nú beðið ósigur á móti toppliðunum tveimur, Víkingi og Breiðabliki, með stuttu millibili. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 73 orð

Vogts áfram með Þjóðverja BERTI Vogts var

BERTI Vogts var um helgina endurráðinn sem landsliðsþjálfari Þjóðverja. En hann hafði verið gagnrýndur nokkuð eftir slakt gengi liðsins á HM í Frakklandi. "Þýska knattspyrnusambandið ber fullt traust til Vogts og treystir á að hann geti byggt upp gott lið í framtíðinni," segir í tilkynningu frá sambandinu. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 216 orð

ÞORBJÖRN Atli Sveinssonknattspyrnumaður hj

ÞORBJÖRN Atli Sveinssonknattspyrnumaður hjá danska úrvalsdeildarliðinu Brøndby lék sinn fyrsta leik með liðinu fyrir helgi. MÓTHERJARNIR voru lið Fjónar og byrjaði Þorbjörn Atli ágætlega í sigurleik liðs síns, gerði tvö mörk og lagði önnur tvö upp. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 195 orð

Þórey Edda og Magnús með gull

Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH og Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr HSK, urðu Norðurlandameistarar í sínum greinum á Norðurlandameistaramóti unglinga 22 ára og yngri sem fram fór í Eurajoki í Finnlandi. Þórey stökk 4,20 metra og bætti sinn fyrri árangur um tvo sentímetra og hafði yfirburði í keppninni. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 70 orð

Ægir fær nýjan þjálfara SUNDDEILD Ægis hefur ráðið

SUNDDEILD Ægis hefur ráðið þýskan þjálfara til starfa, Bodo Wermelskirchen, sem leysir Ragnar Friðbjarnarson af hólmi. Wermelskirchen kemur til landsins 5. ágúst, en fer utan með elsta hóp félagsins, sem skipaður er átján sundmönnum, til æfinga við Barcelona á Spáni tveimur dögum síðar. Þjálfari þessi er 27 ára og lærði við íþróttaháskólann í Köln. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 492 orð

Önnur þrenna Steingríms í sumar!

STEINGRÍMUR Jóhannesson skoraði öll þrjú mörk ÍBV í 3:0 sigri á Þrótti í Eyjum í uppgjöri markahæstu manna deildarinnar á laugardaginn. Hann hefur nú gert 14 mörk í 11 leikjum og stefnir allt í að hann slái markametið í efstu deild, sem er 19 mörk. "Við tileinkum þennan sigur Venna [Sigurvini Ólafssyni] sem á afmæli í dag," sagði Steingrímur sem gerði aðra þrennu sína í sumar. Meira
21. júlí 1998 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild karla HK - Breiðablik0:1 - Jón Þórir Jónsson (41.). Stjarnan - Víkingur 0:1 - Arnar Arnarsson (19.). Fylkir - FH0:2 - Hörður Magnússon (18.), Davíð Ólafsson (54.). Meira

Fasteignablað

21. júlí 1998 | Fasteignablað | 194 orð

Endurnýjað einbýlishús við Sogaveg

FASTEIGNASALAN Kjöreign hefur nú til sölu mikið endurnýjað einbýlishús að Sogavegi 90. Þetta er steinhús, byggt 1962 og er alls 157 ferm. að stærð. Bílskúr fylgir eigninni sem er 31,8 ferm. "Þetta er gott hús og mikið endurnýjað," segir Ólafur Guðmundsson hjá Kjöreign. Húsið er kjallari, hæð og ris ásamt viðbyggðum bílskúr. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 28 orð

Garðar í Snæfellsbæ

TRAÐARGARÐURINN á Hellissandi er kyngimagnaðasti garður á Íslandi, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur í þættinum Gróður og garðar. Annar garður, allsérstæður, er Sjómannagarðurinn í Ólafsvík. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 360 orð

Gerð eignaskiptayfirlýsinga

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal gera eignaskiptayfirlýsingu um öll fjöleignarhús, enda liggi ekki fyrir þinglýstur, fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Eftir næstu áramót er það skilyrði fyrir þinglýsingu á eignayfirfærslu að eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir og að eignayfirfærslan sé í samræmi við hana. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 220 orð

Glæsihús við Mið- vang í Hafnarfirði

FASTEIGNASALAN Hóll í Hafnarfirði er með til sölu einbýlishús að Miðvangi 5 í Hafnarfirði. Húsið er á tveimur hæðum, alls 288 ferm. að stærð og er byggt 1971. Það er steinsteypt og með innbyggðum bílskúr. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 294 orð

Íbúðaverð í Reykja- vík um 21% hærra en í Reykjanesbæ

VERÐ á 2ja herb. íbúðum í fjölbýli er nú lægra í Reykjavík en bæði í Kópavogi og Hafnarfirði, eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu, sem sýnir meðalverð á fermetra í íbúðum í fjölbýlishúsum, sem skiptu um eigendur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ á 12 mánaða tímabilinu maí 1997-apríl 1988. Þarna er byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 255 orð

Jörðin Breiðavík í Vestur- byggð til sölu

JÖRÐIN Breiðavík í Rauðasandshreppi í Vesturbyggð er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni, ef viðunandi tilboð fæst. Á jörðinni er rekið gistiheimili í fyrrverandi skólahúsnæði. Útihús eru nothæf, en þarfnast viðgerðar, þar með refahús fyrir 130 refalæður byggt 1985. Jörðinni fylgir ekki greiðslumark. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 694 orð

Ljós í myrkri

ÞAÐ er með ólíkindum hvað þessar vambmiklu velmegunarþjóðir í Evrópu og Norður-Ameríku eru komnar langt frá uppruna sínum og mannlegu eðli. Ef hið arfavitlausa Keikóævintýri verður ekki til að opna augu manna fyrir þessari staðreynd er illa komið fyrir þessari fámennu þjóð á harðbýlli eyju, sem lifir fyrir náð og miskunn Golfstraumsins. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 271 orð

Nýjar íbúðir á Akureyri

FASTEIGNAMARKAÐURINN á Akureyri er nú ólíkt virkari en áður. Kemur þetta fram í viðtali við Björn Guðmundsson hjá fasteignasölunni Byggð á Akureyri hér í blaðinu í dag, en hann er m.a. með til sölu nýjar íbúðir við Hafnarstræti 100 þar í bæ. Húsið stendur við göngugötuna, gegnt verzluninni Amaro og því í hjarta bæjarins. Í húsinu verða tólf íbúðir, þar af tíu 2ja herb. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 1621 orð

Nýjar íbúðir við göngu- götuna á Akureyri

LÍTIÐ er um, að góðar íbúðir í miðbæ Akureyrar komi á markað. Áhugi er því mikill á nýjum íbúðum í húsinu Hafnarstræti 100, en gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og það tekið algerum stakkaskiptum frá því að þar var rekinn skemmtistaðurinn H-100. Það er fyrirtækið Samnor, sem staðið hefur að framkvæmdum, en eigandi þess er Reynald Jónsson. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 47 orð

Nýting sorps

HINGAÐ til lands hefur borizt sú merkilega tækni að vinna gas úr sorpi, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Enn er þó langt í land, þar til við höfum tekið upp flokkun sorps á hverju heimili, en það verður að gerast hið fyrsta. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 178 orð

Nýtt einbýlishús á Valhúsahæð

NÝ EINBÝLISHÚS á Seltjarnarnesi eru ávallt mjög eftirsótt. Fasteignasalan Borgir er nú með einbýlishús til sölu að Valhúsabraut 14. Það afhendist rúmlega fokhelt með hita og einangrun. Um er að ræða einlyft hús, sem er 232 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 201 orð

Parhús með útsýni út yfir sundin

GREIÐSLUKJÖR eru mismunandi góð þegar fasteignir ganga kaupum og sölum og stundum eru auglýst óvenjulega góð kjör. Fasteignasalan Miðborg auglýsti nýverið til sölu parhús í Jötnaborgum 7. Þetta eru nýbyggð hús sem afhendast fokheld og 90% af kaupverðinu fást lánuð til 25 eða 40 ára. Húsin eru steinsteypt í Argisol einangrunarkubbum og frágengin að utan með ELCO múrkerfi. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 150 orð

Ráðuneyti hlunnfarið í Bretlandi?

BRESK þingnefnd kveðst hafa áhyggjur af verði, sem breska landvarnaráðuneytið hafi fengið frá fasteignafyrirtækinu Annington Homes fyrir um 57.000 íbúðir hermanna og eiginkvenna þeirra í nóvember 1996. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 826 orð

Sólskin og garðar í Snæfellsbæ

TÍMI sumarferðalaganna er runninn upp. Hvalfjarðargöngin eru komin í gagnið svo að nú hafa allar akstursleiðir vestan Hvalfjarðar styst um rúmar fjörutíu mínútur, sé lagt af stað sunnan hans. Akstur upp á Akranes er nú aðeins rúmlega hálftíma skottúr frá miðborg Reykjavíkur og í Borgarnes er farið á tæpum klukkutíma. Meira
21. júlí 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

21. júlí 1998 | Úr verinu | 387 orð

Fjöldi skipa á miðunum í grænlensku lögsögunni

ÞOKKALEG veiði var á loðnumiðunum um helgina en skipin voru þá að veiðum innan grænlensku lögsögunnar, um 200 mílur norður af Húnaflóa. Skipstjórnarmenn segja allt að 100 skip vera við veiðarnar nú. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.