Greinar laugardaginn 25. júlí 1998

Forsíða

25. júlí 1998 | Forsíða | 198 orð

Fjármálamarkaðir bíða með sinn dóm

LEIÐTOGAR helstu ríkja kepptust í gær við að óska Keizo Obuchi, utanríkisráðherra Japans, til hamingju með sigurinn í leiðtogakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins (LDP) í fyrrinótt. Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkjastjórn þekkja Obuchi af góðu einu og sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Meira
25. júlí 1998 | Forsíða | 261 orð

"Kampavínsskipið" upp af hafsbotni

FLAKINU af skipi, sem var sökkt í Eystrasaltið árið 1916 með stóran kampavínsfarm innanborðs, var loks lyft upp af hafsbotninum í gær, eftir langan undirbúning sænska kafarans Claes Bergvalls og félaga hans, sem fundu það fyrir ári. Með því að nota stóran, fljótandi krana, tókst að lyfta flakinu í áföngum af 64 m dýpi upp að yfirborðinu. Meira
25. júlí 1998 | Forsíða | 281 orð

Krasnojarsk verði "kjarnorkuveldi"

ALEXANDER Lebed, ríkisstjóri í Krasnojarsk í Síberíu, lét að því liggja í gær, að hann myndi færa kjarnorkuheraflann á svæðinu undir sína stjórn ef Moskvustjórnin greiddi ekki hermönnunum útistandandi laun. Meira
25. júlí 1998 | Forsíða | 133 orð

Stjörnur staðnar að geimáti

STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa orðið vitni að svokölluðu geimáti í fyrsta sinn, 12 þúsund ljósár frá jörðu. Sást til tifstjörnu rífa í sig og gleypa efni úr annarri slíkri. "Þessi vitneskja fyllir upp í stórar eyður í kenningum um þróun tifstjarna," segir Nicholas White hjá Nasa Goddard- geimferðamiðstöðinni í Maryland í Bandaríkjunum. Meira
25. júlí 1998 | Forsíða | 150 orð

Tveir lögreglumenn létu lífið

TVEIR lögreglumenn létu lífið þegar byssumaður hleypti af skotum í bandaríska þinghúsinu í gær. Byssumaðurinn særðist og var fluttur á sjúkrahús. Ung kona, sem var í skoðunarferð í þinghúsinu, særðist einnig alvarlega. Meira

Fréttir

25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 469 orð

Athugasemd frá Miðlun

Í framhaldi af frétt í Morgunblaðinu 23. júlí undir fyrirsögninni "Upplýsingasími 118 kærður til Samkeppnisstofnunar" vill Miðlun láta eftirfarandi koma fram: "Miðlun hefur í 11 ár rekið upplýsingasíma undir heitinu Gula línan, sem er skrásett vörumerki. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Árlegur sparnaður á þriðja milljarð króna

ÞÖRF er á verulegri hagræðingu í íslensku bankakerfi á næstu árum til að mæta aukinni samkeppni á fjármagnsmarkaðnum og þrýstingi á lækkun vaxtamunar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Landsbanka Íslands hf. um íslenska bankakerfið í breyttu umhverfi. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 106 orð

Clinton var einn með Lewinsky HAFT er eftir ónefndum, bandarískum

HAFT er eftir ónefndum, bandarískum embættismanni, að einn leyniþjónustumannanna, sem óháði saksóknarinn Kenneth Starr hefur kallað til yfirheyrslu, hafi skýrt frá því, að hann og aðstoðarmaður Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, hafi séð Clinton og Monicu Lewinsky ein í herbergi rétt við skrifstofu forsetans. Þau hafi þó ekki aðhafst neitt ósiðlegt. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 230 orð

Eignaútsala danskra sveitarfélaga torvelduð

THORKILD Simonsen innanríkisráðherra hefur nú torveldað dönskum bæjar- og sveitafélögum að selja eignir sínar til að afla fjár í sjóði sína. Frá og með næstu viku verður að binda afrakstur slíkrar sölu á reikning, þannig að hann verður ekki til frjálsrar ráðstöfunar. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Ekki á fjárlögum þessa árs

NOKKUÐ hefur borið á óánægju meðal barna í Grafarvogshverfi með að engin leiktæki séu komin að nýju sundlauginni sem þar var opnuð í maí sl. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir leiktæki ekki vera á fjárlögum þessa árs. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fannst látinn

MAÐUR fannst látinn í Meðalfellsvatni í Kjós um kvöldmatarleytið í gær. Lögreglu barst tilkynning síðdegis í gær um að maður, sem hafði farið út á vatnið á kajak, hefði ekki skilað sér og að ekki sæist til hans á vatninu. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 437 orð

Fjallagarpar komnir heim frá Kazakstan Veð

"VIÐ fengum allt sem við vildum út úr ferðinni, nema að komast á toppinn," sögðu fjallagarparnir Pétur Aðalsteinsson og Sigurður Ó. Sigurðsson við komuna til landsins í gær, en þeir gerðu tilraun til að klífa "Marmaravegginn", sem er 6.414 metra hár. Félagarnir komust hæst í 5.300 metra hæð og voru hinir ánægðustu með allt, nema veðrið. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 627 orð

Fjármálaráðherra kynnir skýrslu um einkaframkvæmd Ta

NEFND á vegum fjármálaráðherra leggur til í nýútkominni skýrslu að ríkisstjórnin samþykki að leggja áherslu á að færa ýmis verkefni ríkisins til einkaaðila með svokallaðri einkaframkvæmd á næstu árum. Leggur nefndin til að skoðað verði sérstaklega hvort semja megi um einkaframkvæmd við uppbyggingu og rekstur Reykjavíkurflugvallar, þar sem einkaaðili tæki að sér að endurbyggja flugbrautir, Meira
25. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Fjórar vélar frá jafnmörgum flugfélögum í Grímsey

ÞAÐ var heilmikið um að vera á flugvellinum í Grímsey nú nýlega, en þá voru fjórar flugvélar á vellinum samtímis. Af og til kemur það fyrir að fjórar flugvélar séu á flugvellinum í Grímsey á sama tíma, en þó er sjaldgæft þegar þær eru frá fjórum flugvélum eins og gerðist í þessu tilfelli. Á myndinni má sjá flugvélar frá Flugfélagi Íslands, Leiguflugi, Jórvík og Mýflugi. Meira
25. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Fjögur tilboð

FJÖGUR tilboð bárust í byggingu nýrrar álmu við Síðuskóla, en þau voru opnuð í gær. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75,1 milljón króna. SS-Byggir bauð lægst í verkið, 67,2 milljónir króna, eða 89,5% af áætluðum kostnaði. Næstlægsta tilboðið kom frá SJS-verktökum, 68,5 milljónir króna, 91,2% af kostnaðaráætlun. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 2455 orð

Fjölskyldan og fjölbreytni í fyrirrúmi

Skipulagðar hátíðir eru í boði víða um landið um verslunarmannahelgina. Hátíðahöldin standa misjafnlega lengi og eru með misjöfnu sniði en víðast virðist gert ráð fyrir að fjölskyldan geti skemmt sér saman. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 405 orð

Flogaveiki hefur ekki áhrif á frjósemi

FRJÓSEMI flogaveikra er eðlileg, en ekki minni en hjá heilbrigðum, eins og áður hefur verið talið. Þetta kemur fram í rannsókn dr. Elíasar Ólafssonar taugasjúkdómalæknis sem birtist í júlíhefti tímaritsins Neurology. Rannsóknin byggist á rannsóknum dr. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Framkvæmdum vegna breikkunar Gullinbrúar miðar vel

FRAMKVÆMDUM vegna breikkunar á Gullinbrú miðar samkvæmt áætlun að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfæðings. Frá 7.­24. ágúst verður allri umferð beint framhjá hringtorginu við Fjallkonuveg á meðan unnið verður við nýju gatnamótin. "Við völdum þennan tíma þegar flestir eru í sumarfríi og umferð í lágmarki," sagði hann. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 1153 orð

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan velur sér nýjan leiðtoga

SIGUR Obuchis er talinn tákna sigur hefðbundinna og íhaldssamra viðhorfa í Frjálslynda lýðræðisflokknum (LDP), sem fer með stjórnartaumana í Japan, og er nokkur vonbrigði fyrir ungliðahreyfingu flokksins og aðra þá sem töldu róttækra breytinga þörf í ljósi gífurlegrar efnahagskreppu í landinu og hraklegrar útkomu Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Fylgi Sverris Hermannssonar 3,2%

FRAMBOÐ Sverris Hermannssonar fengi 3,2% fylgi ef gengið væri til kosninga nú. Þetta kemur fram í könnun Gallup sem framkvæmd var dagana 11.­13. júní. Sverrir fékk tæplega 7% fylgi í könnun Gallup í maí. Fylgi ríkisstjórnarinnar er 66,2% en var 63,2% í síðustu könnun. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Gómsætur guðlax

Hveragerði­ Skipverjar á Breka VE fengu óvænt tvo stóra guðlaxa í netin þar sem þeir voru að veiðum á Reykjanesgrunni nú nýverið. Vógu guðlaxarnir annars vegar 53 kg og hins vegar 30 kg. Það er afar sjaldgæft að guðlax flækist hingað. En þó slæðast alltaf 2­3 fiskar í net sjómanna á ári hverju. Meira
25. júlí 1998 | Landsbyggðin | 213 orð

Göngugarpur í Stykkishólmi

Göngugarpur í Stykkishólmi Stykkishólmi­ Sænski göngugarpurinn Eirk Reutersward, sem er að ganga meðfram strandlengju Íslands, kom nýverið til Stykkishólms. Hann kom frá Grundarfirði þennan dag og var dagleiðin 46 kílómetrar. Meira
25. júlí 1998 | Landsbyggðin | 283 orð

Hagnaður hjá Barra

Geitagerði­Aðalfundur Barr hf. Egilsstöðum var haldinn 2. júlí sl. Í skýrslu formanns, Sveins Jónssonar, kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á sl. ári nam 3.679.796 kr. og er það verulega meiri hagnaður en árið á undan. Þetta er fjórða árið í röð sem félagið skilar hagnaði. Egið fé félagsins er bókfært á kr. 51.607.000 sem er hækkun um 4,6 millj. kr. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hágöngumiðlun Fáninn tekinn

LÖGREGLAN á Hvolsvelli tók niður íslenska fánann í gær sem komið hafði verið fyrir við Fögruhveri á bökkum Köldukvíslar í mótmælaskyni við Hágöngumiðlunarlón. Að sögn lögreglunnar var farið á bát frá stíflunni að hverasvæðinu og átti vatnið eftir um 30 cm að fánanum þegar hann var tekinn niður ásamt fánastöng. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Hefðbundin meðferð sögð vera varasöm?

HEFÐBUNDIN meðferð alvarlegra brunasára á fullorðnum og börnum kann að hafa valdið dauða mörg þúsund sjúklinga í Bretlandi, að því er segir í nýrri skýrslu. Læknar, sem rannsakað hafa notkun á albúmín-prótíni, vilja að hætt verði að meðhöndla sjúklinga með því, nema þá sem taki þátt í vel skilgreinum rannsóknarverkefnum. Meira
25. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 501 orð

Helmingi færri Íslendingar á ferðinni

ÞVÍ er ekki að neita að lausaumferð innlendra ferðamanna hefur verið mun minni síðustu vikur en vant er undanfarin sumur," sagði Tómas Guðmundsson, forstöðumaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar, en kulda- og vætutíð á norðanverðu landinu hefur sett nokkurt strik í reikning þeirra sem stunda ferðaþjónustu. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Isuzu-sýning um helgina

NÝR Isuzu Trooper jeppi verður sýndur hjá umboðinu, Bílheimum í Reykjavík, nú um helgina. Er hann fáanlegur með dísil- eða bensínvél. Með 3,0 lítra og 159 hestafla dísilvél kostar bíllinn, sem er sjö manna, 2.750.000 kr. Sé hann með 3,5 lítra bensínvél sem er 215 hestöfl kostar hann 3.650.000 kr. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 155 orð

Írakar neita að afhenda gögn

Í BRÝNU sló á milli vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og stjórnvalda í Írak er hinir fyrrnefndu sökuðu Íraka um að láta ekki nauðsynleg gögn af hendi. Að sögn Richards Butler, sem fer fyrir eftirlitsmönnum SÞ, komu Írakar 18. júlí sl. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Ísland með augum Vigdísar

Í BÍGERÐ er að gera heimildamynd um Ísland þar sem Vigdís Finnbogadóttir verður í aðalhlutverki. Að myndinni standa Norðmaðurinn Petter Wallace og Íslendingurinn Ragnar Halldórsson en báðir búa þeir og starfa í Noregi. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Íslandsmót í dráttarvélaakstri

ÍSLANDSMÓT í dráttarvélaakstri verður haldið á Hvanneyri laugardaginn 15. ágúst nk. Ökukeppnin verður með sama sniði og var á 22. landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997. Nánari upplýsingar um keppnina og keppnisreglur verða á heimasíðu Hvanneyrarskóla, www.hvanneyri.is. Þar geta væntanlegir keppendur skráð sig fram til 10. ágúst. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Japönsku túnfiskskipin komin FIMM japönsk túnfiskveiði

FIMM japönsk túnfiskveiðiskip voru að leggja línur um 15 mílur suður af íslensku fiskveiðilögsögunni þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar flugu yfir á eftirlitsflugi í gær. Að sögn Magna Óskarssonar, leiðangursstjóra Landhelgisgæslunnar, eru japönsku túnfiskveiðiskipin nýkomin til veiða, því að við síðasta eftirlitsflug fyrir skömmu voru þau ekki á svæðinu. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Jóhanns og Þuríðar frá Saurbæ

AFKOMENDUR Jóhanns Jóhannssonar og Þuríðar Símonardóttur frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, ætla að hittast á Steinsstöðum laugardaginn 15. ágúst. Farið að Saurbæ um miðjan dag. Gistingu er hægt að fá í skólanum á Steinsstöðum og næg eru tjaldstæðin. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 29. júlí til Hrefnu, Margeirs, Reynis eða Þórdísar. Meira
25. júlí 1998 | Landsbyggðin | 397 orð

Katólsk messa á Þykkvabæjarklaustri

Hnausum-Katólsk messa var á Þykkvabæjarklaustri, í Álftaveri, sunnudaginn 19. júlí sl., jafnframt fyrsta katólska messan þar frá siðaskiptum, 1550. Sr. Jakob Rollard messaði og minntist þess að 800 ár voru frá því að Þorlákur Þórhallsson biskup var tekinn í helgra manna tölu. En Þorlákur var fyrsti ábótinn á Þykkvabæjarklaustri. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kringlumýrarbraut lokaðist um hríð

KRINGLUMÝRARBRAUT sunnan Bústaðavegar lokaðist að hluta til í gær þegar aftanívagn á dráttarvél lagðist á hliðina. Ekki er vitað um nánari tildrög óhappsins en engar skemmdir urðu aðrar en á vagninum sjálfum. Var lögreglan kölluð til að stjórna umferð en beina þurfti henni upp á nærliggjandi umferðareyjar. Kalla þurfti til aðstoðar krana til að ná vagninum á réttan kjöl. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Landsvirkjun Útboð skuldabréfa LANDSVIRKJUN hefur að

Landsvirkjun Útboð skuldabréfa LANDSVIRKJUN hefur að undanförnu átt í viðræðum við innlendar lánastofnanir um möguleika á því að ráðast í allt að tveggja milljarða króna skuldabréfaútgáfu hérlendis á næstu vikum. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Laugavegurinn opnaður fyrir umferð

LAUGAVEGURINN verður opnaður fyrir umferð í dag eftir breytingar og endurbætur milli Frakkastígs og Barónsstígs. Ýmiss konar frágangur er þó enn eftir og er miðað við að honum verði lokið í ágústbyrjun. Formleg opnun með hátíðahöldum verður 6. ágúst að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

LEIÐRÉTT

Í frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með nafn kafarans sem var hætt kominn við köfun á Kýpur, þegar sprengja sprakk í sjónum í grennd við hann. Kafarinn heitir Finn Óskar Óskarsson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lífeðlisfærðifyrirlestur

DR. Bryndís Birnir, ANU, Camberra, Ástralíu, heldur fyrirlestur þriðjudaginn 28. júlí kl. 16. Fyrirlesturinn er á vegum Líffræðistofnun Háskóla Íslands, og verður haldinn í stofu G­6, Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn nefnist: Lífeðlisfræði GABA-ganga í taugum: Hlutverk GABA og benzodoazepine og barbiturate lyfja. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Lykilhótel Mývatn bíður starfsleyfis

LYKILHÓTEL Mývatn, sem er það sjötta í röð Lykilhótela og er á Skútustöðum, hefur enn ekki fengið starfsleyfi þrátt fyrir að hafa verið opnað fyrir um mánuði. Jón Ragnarsson, eigandi Lykilhótela, segist eiga von á leyfinu í næstu viku. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 802 orð

Lögregla eykur eftirlit á vegum Ríkislögreglustjó

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI á samstarf við hin ýmsu lögregluembætti um landið um eflda löggæslu á vegum úti sem lýtur meðal annars að því að draga úr ölvunar- og hraðakstri. Ríkislögreglustjóraembættið leggur til tækjabifreið sem búin er fullkomnum mælitækjum sem koma í stað blóðsýnatöku hjá ökumönnum sem grunaðir eru um ölvunarakstur. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 113 orð

McCurry hættir

MICHAEL McCurry, fréttafulltrúi Bandaríkjaforseta, mun láta af störfum í október nk., að því er Bill Clinton forseti tilkynnti í gær. Brotthvarf McCurrys var reyndar bæði best og verst varðveitta leyndarmálið í Washington, vitað var að hann hugsaði sér til hreyfings, en tímasetningunni var haldið vandlega leyndri. Fregnir herma að McCurry hafi frestað brottför sinni í janúar sl. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 493 orð

Menning í alfaraleið

BORGARBÓKASAFNIÐ mun flytja Bústaðaútibú sitt í fyrirhugaða viðbyggingu við Borgarleikhúsið. Þar verður einnig leikhússalur sem eignarhaldsfélagið hefur til ráðstöfunar næstu 15 árin en fellur til Reykjavíkurborgar eftir 15 ár, á móti leggur Reykjavíkurborg fram fé til framkvæmdanna nú. Meira
25. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Messur

Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 21 annað kvöld. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Cantica-stúlknakórinn frá Horsens í Danmörku syngur. Sumartónleikar kl. 17 á sunnudag. Cantica-stúlknakórinn syngur, stjórnandi Klaus Lyngby. GLERÁRPRESTAKALL: Messað verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í dag, laugardag, frá 20 til 21. Meira
25. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 377 orð

Mikil aukning á allri starfsemi

MIKIL aukning einkenndi alla starfsemi Amtsbókasafnsins á Akureyri á liðnu ári að því er fram kemur í ársskýrslu sem nýlega kom út, en safnið varð 170 ára í apríl á síðasta ári. Alls voru útlán á síðasta ári tæplega 153 þúsund sem er 23% meira var árið á undan. Mest varð aukning útlána í september en þá jukust þau um helming miðað við fyrra ár. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Morgunblaðið/Hartmann Guðmundsson Haldið u

ÍSLENDINGAR í Suður-Afríku hafa sent blaðinu mynd sem tekin var af hópnum þegar þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Jóhannesarborg. Að venju hittust allir Íslendingarnir þann dag og borðuðu íslenskan mat, s.s. hangikjöt, flatkökur og harðfisk að ógleymdum brauðtertunum. Íslendingar í Suður-Afríku halda vel hópinn og hittast nokkrum sinnum á ári. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Nefnd ráðherra um einkaframkvæmd Einkaaðilar rek

Í öðru lagi bendir nefndin á að bygging og rekstur heilsugæslustöðva sé kjörið verkefni fyrir einkaaðila í þessu sambandi og loks er lagt til að einkaaðilum verði falið að leggja til alla aðstöðu og þjónustu við Iðnskólann í Hafnarfirði á grundvelli einkaframkvæmdar. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 380 orð

Nýr utanríkismálatalsmaður ESB Bildt talinn l

CARL Bildt er talinn eiga góða möguleika á að taka fyrstur við hinu nýja embætti utanríkismálatalsmanns Evrópusambandsins (ESB), sem ákveðið var að stofna með gildistöku Amsterdam-sáttmálans svokallaða um næstu áramót. Frá þessu greindi sænska blaðið Finans Tidningen í gær. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 61 orð

Reuters Flóð í Bangladesh MIKIL flóð eru í

Reuters Flóð í Bangladesh MIKIL flóð eru í Bangladesh eins og oft vill verða í monsúnrigningunum og ná þau að þessu sinni til meira en 60% landsins. Hefur herinn verið kvaddur til hjálpar en meira en 90 manns hafa farist og um 10 milljónir manna þjást af skorti á drykkjarhæfu vatni og matvælum. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Samkeppnisstofnun Auglýsingadeila tekin fyrir á ný

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur farið þess á leit við Olíufélagið hf. Esso að það auglýsi ekki svokallaða gæðadíselolíu sem "bestu díselolíuna" þar til endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda liggur fyrir í deilu olíufélaganna tveggja um réttmæti þess hvort Esso megi auglýsa bestu díselolíuna. Stofnunin fellst þar með á ósk Skeljungs hf. um frest til 10. ágúst til að koma að athugasemdum vegna málsins. Meira
25. júlí 1998 | Landsbyggðin | 260 orð

Sérstakur póststimpill í Vesturfarasetrinu

Hofsósi­Í Vesturfarasetrinu á Hofsósi var nýverið opnuð lítil sýning um póstinn og póstsamgöngur á tímum fólksflutninga til Vesturheims. Er sýningunni ætlað að minna á veigamikið hlutverk póstsins fyrr á tíð og margþætt gildi bréfanna sem fóru milli Ameríku og Íslands í kjölfar vesturferða. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Sigurður og Prins efstir í fimmgangi eftir fyrri dag

ÍSLANDSMÓTIÐ í hestaíþróttum sem haldið er á Æðarodda á Akranesi hófst í gær í blíðskaparveðri. Meginhluta forkeppninnar var lokið í gær en keppt var á tveimur völlum. Hans F. Kjerúlf náði hæstu einkunn í tölti á Laufa frá Kolluleiru með 8,20, Sigurbjörn Bárðarson kom næstur á Oddi frá Blönduósi með 7,80. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sjómenn um veiðileyfagjald 77,3% styðja gjaldtöku

77,3% SJÓMANNA og bænda eru fylgjandi veiðileyfagjaldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði. Stuðningur við veiðileyfagjald er hvergi meiri en meðal þessara stétta. Næstmestur stuðningur er meðal sérfræðinga, 77,1%. Minnstur stuðningur við slíka gjaldtöku er meðal nema og verkafólks. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sjúklingar sóttir í skemmtiferðaskip

TVEIR sjúklingar voru sóttir um borð í skemmtiferðaskipið Queen Elisabeth II, sem lá á ytri höfninni í Reykjavík á fimmtudag. Voru þeir fluttir á spítala í borginni. Sjúkraflutningamenn fóru um borð í skipið með hafnsögubáti og fluttu sjúklingana í land. Var óskað liðsinnis úr landi eftir bráðaveikindi þeirra. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skatturinn skoðar kvótaviðskipti SKATTSTOFAN á Reykjanesi er núna

SKATTSTOFAN á Reykjanesi er núna að skoða hvernig skattgreiðslum vegna viðskipta með kvóta hefur verið hagað á síðustu árum. Þetta er hluti af skatteftirliti í skattumdæminu. Hugsanlega munu skattyfirvöld í öðrum umdæmum skoða þessi mál með sama hætti ef niðurstöður rannsóknar skattyfirvalda á Reykjanesi gefa tilefni til að ætla að mikið sé um að skattur sé ekki greiddur af kvótaviðskiptum eins og Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Skeiðarvogur lokaður við Fákafen og Mörkina

HAFIN er frumathugun hjá Skipulagsstofnun á mati á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta við Miklubraut og Skeiðarvog. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist í sumar og að verklok með endanlegum frágangi verði vorið 2000. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Starfshópur um stefnumörkun skipaður

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur skipað starfshóp lögreglustjóra til að gera tillögur um stefnumörkun lögreglunnar til næstu fimm ára. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri leiðir starf hópsins en auk hans eiga þar sæti Georg Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík, Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, Ólafur K. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Stolið úr golfskálanum á Höfn

BROTIST var inn í golfskálann á Höfn í fyrrinótt. Stolið var bæði peningum og varningi. Lögreglan á Höfn rannsakar málið en lítil ummerki sáust um þjófnaðinn. Peningakassa golfskálans var stolið en hann hafði nýlega verið tæmdur og talið að í honum hefðu verið milli 6 og 10 þúsund krónur. Einnig var stolið sælgæti og bjór. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku

EINS og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður; einstæðar mæður; konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Stærsta bauja landsins yfirfarin Í vikunni luku var

Stærsta bauja landsins yfirfarin Í vikunni luku varðskipsmenn á Óðni við að taka upp, hreinsa og mála eina stærstu bauju landsins, svokallaða 7 bauju. Baujan, sem staðsett er rúma eina sjómílu norðvestur af Engey, er aðalinnsiglingabaujan til Reykjavíkur og vegur hún um 9 til 10 tonn. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sýslumaður mælir með áfrýjun til Hæstaréttar

SÝSLUMAÐURINN á Ísafirði hefur ritað ríkissaksóknara bréf þar sem hann mælir með að áfrýjað verði dómi Héraðsdóms Vestfjarða þar sem ökumaður var sýknaður af kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuréttar. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

TAL opnar í Kringlunni

TAL opnar nýja GSM-verslun í Kringlunni í dag, laugardag. Verslunin sem er á 1. hæð við hliðina á Byggt & búið, er önnur verslun TALs en í maí sl. opnaði fyrirtækið veslun og þjónustumiðstöð í Síðumúla 28. Verslun TALs í Kringlunni mun bjóða upp á mikið úrval GSM-farsíma ásamt fylgihlutum. Öll þekktustu vörumerki í GSM-símum hér á landi verða á boðstólum. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Tilboð langt undir kostnaðaráætlunum

LÆGSTA tilboð í byggingu 5.700 fermetra póstmiðstöðvar fyrir Íslandspóst er rúmlega fjórðungi lægra en kostnaðaráætlun og lægsta tilboð í gasaflstöð fyrir Landsvirkjun var 69% af kostnaðaráætlun. Einar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir að um fjórtán aðilar hafi gert tilboð í byggingu póstmiðstöðvarinnar sem á vera tilbúin til notkunar haustið 1999 í Jörfa, Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Tvær ökuleyfissviptingar ógiltar

TVÆR ökuleyfissviptingar til bráðabirgða, önnur vegna ölvunar við akstur og hin vegna hraðaksturs, voru í gær gerðar ógildar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í hvorugu tilvikanna mættu lögreglumenn sem framkvæmdu sviptingarnar fyrir dóminn og var skortur á nánari skýringum frá þeim nefndur í rökstuðningi fyrir ógildingunum. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vann 15 milljónir á trompmiða

REYKVÍKINGUR á sjötugsaldri fékk 15.640.000 króna happdrættisvinning á trompmiða þegar dregið var í Heita pottinum hjá Happdrætti Háskóla Íslands í gær. Aðalvinningurinn kom á miða númer 20787 og skipti vinningshafinn alls 28.152.000 krónum með fjórum öðrum aðilum með sama miðanúmer. Fékk hver hinna vinningshafanna í sinn hlut 3.128.000 krónur. Allir miðarnir voru seldir í Reykjavík. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 312 orð

Varað við fleiri flóðbylgjum FREKARI jarðskjálftar í nágrenni

FREKARI jarðskjálftar í nágrenni Papúa Nýju-Gíneu hafa vakið ótta manna og sögðu skjálftafræðingar í gær að um 50% líkur væru á fleiri flóðbylgjum, en ein slík gekk yfir landið um síðustu helgi og olli dauða þúsunda manna. Opinber tala yfir fjölda látinna er nú 1.300 en um 6.000 er enn saknað og er óttast að þeir hafi einnig farist. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Veggspjaldakeppni að ljúka

KYNNINGU á hugmyndum sem bárust í samkeppni sjávarútvegsráðuneytisins um veggspjald með textanum, Hafið ­ Líf á okkar ábyrgð, lýkur um helgina. Kynningin sem er á tjaldi á fræðslutorginu á miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík verður opin frá kl. 13­17 laugardag og sunnudag. Meira
25. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 760 orð

Viðhorfsstjórar stýra vinsældum fyrirtækja

HALLGRÍMI Óskarssyni, sem skipulagði alþjóðlega ráðstefnu Ímarks hér á landi í vor, hefur verið boðið á sumarnámskeið hjá Harvard-háskóla. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni, John A. Deighton, prófessor í markaðsfræðum við Harvard Business School, bauð Hallgrími að sækja námskeið ytra í kjölfar ráðstefnunnar. Meira
25. júlí 1998 | Landsbyggðin | 419 orð

Vinabæjamót haldið í Hveragerði

Hveragerði-Um 150 gestir frá öllum Norðurlöndunum sóttu Hveragerði heim helgina 17.­19. júlí en þar var þá haldið vinabæjamót. Vinabæir Hveragerðis eru Brande í Danmörku, Örnsköldsvik í Svíþjóð, Ånekoski í Finnlandi og Sigdal í Noregi og mættu stórir hópar frá öllum þessum stöðum. Meira
25. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 263 orð

Öngþveiti á miðhluta Manhattan ALGERT öngþvei

Öngþveiti á miðhluta Manhattan ALGERT öngþveiti hefur verið í umferðinni á miðju Manhattan í New York í kjölfar slyss á byggingarstað þar fyrr í vikunni. Er fjölda gatna lokað, m.a. hluta Broadway, svo Times Square. Svæðið sem lokað er, er í kringum 42. stræti, á milli 5. og 8. Meira

Ritstjórnargreinar

25. júlí 1998 | Staksteinar | 408 orð

»Lausn á deilum um fiskveiðistjórn HUGMYND heitir blað á vefnum, sem nýlega hó

HUGMYND heitir blað á vefnum, sem nýlega hóf göngu sína. Ritstjóri þess og ábyrgðarmaður er Svavar Gestsson, alþingismaður og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans heitins. Hinn 20. júlí síðastliðinn kom 7. tölublað 1. árgangs Hugmyndar út og þar var fjallað um lausn á deilum um fiskveiðistjórnun. Meira
25. júlí 1998 | Leiðarar | 661 orð

SKÝR ÞJÓÐARVILJI

LeiðariSKÝR ÞJÓÐARVILJI IÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar, sem Gallup hefur gert um afstöðu fólks til kvótakerfisins koma ekki á óvart. Samkvæmt þessari nýju könnun eru yfir 80% þeirra, sem spurðir voru ósáttir við kvótakerfið og rúmlega 69% vilja breyta því. Um 20% vilja leggja það niður og rúmlega 10% halda því óbreyttu. Meira

Menning

25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 685 orð

Ástir engilsins

ENGLARNIR eru ekki og hafa aldrei verið menn. Þeir fylgjast með daglegu lífi okkar í annarri vídd, veita okkur huggun á erfiðustu stundum lífsins og leiða okkur á vit nýrra heimkynna að jarðlífi loknu. En þeir mega ekki skerast í leikinn og grípa inn í atburðarásina. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 540 orð

Farið vítt og breitt Félagarnir Håvard Øieroset og Hjörleifur Valsson halda tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld. Í lagavali koma

ÞAÐ VAR í Tónlistarháskólanum í Osló sem Håvard og Hjörleifur hittust árið 1990 og byrjuðu að spila saman á gítar og fiðlu ári seinna. Þótt Hjörleifur sé við nám í Osló og Prag og Håvard hafi verið í Liverpool seinustu þrjú árin hittast þeir enn og spila saman. Þeir hafa spilað víða; í Noregi, Tékklandi, Þýskalandi og ítalska sjónvarpinu. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 667 orð

Frægur lögfræðingur á skjánum

ÖÐRU HVERJU eru gerðar skoðanakannanir, sem sýna viðhorf almennings til stofnana og einstaklinga. Ekki er vitað hversu þarft þetta er, en niðurstöður leiðbeina áreiðanlega einhverjum hvaða skoðanir ber að hafa og eru þær að því leyti nútímalegur heilaþvottur. Áhugi á þessum könnunum gæti bent til þess að nútímalegur almúgi hefði gaman af að láta heilaþvo sig. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 206 orð

KYNLÍF MEÐ CRAWFORD

OFURFYRIRSÆTAN Cindy Crawford er að leggja undir sig sjónvarpsheiminn og þykir takast vel til. Nýlega gerði hún 3ja ára samning við sjónvarpsstöðina ABC og er fyrsta verkefnið hennar að stjórna þættinum "Kynlíf með Crawford". Titillinn er vissulega margtúlkanlegur og þeir sem eru að vonast til að komast með augun upp í rúm til fyrirsætunnar eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 395 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð215.25 Þinn ótrúr (Unfaithfully Yours, '84). Endurgerð í rösku meðallagi á gamalli og góðri mynd um ímyndunarveikan og afbrýðisamann hljómsveitarstjóra (Dudley Moore), sem grunar fallegu konuna sína (Nastössju Kinski) um að eiga vingott við einn hljóðfæraleikarann (Armand Assante). Hyggur á manndráp. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 70 orð

"Netparið" afhjúpað

LEIKARARNIR Ty Taylor og Michelle Parma komu fram á blaðamannafundi á dögunum til að skýra frá því að sagan um að 18 ára gamalt par ætlaði að missa sakleysið í beinni útsendingu á netinu væri auglýsingabrella ein. Það var Ken Tipton sem hannaði vefsíðuna og stóð að baki brellunni en það er von hans að í kjölfarið verði kynlífsfræðsla almennings efld og stuðlað verði að iðkun öruggs kynlífs. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

Nýr salur í Nausti

NÝR salur var tekinn í notkun í veitingahúsinu Nausti um síðustu helgi og af því tilefni lék hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir gesti. Naustið er elsti skemmti- og veitingastaður borgarinnar, stofnað 1954. Þar er að finna fjölbreytt salarkynni og hinn nýi salur er í risi fyrir ofan aðalsal og Reykjavíkurstofu. Áður var þarna geymsla. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Sótti um skilnað

EIGINKONA fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, Anna Murdoch, sótti um skilnað í vikunni og fer hún fram á meðlagsgreiðslur en auk þess að eiga dagblöð og sjónvarpsstöðvar er Murdoch eigandi hafnarboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Anna og Rupert hafa verið gift í 31 ár en þau kynntust þegar Anna var í starfsþjálfun sem blaðamaður á dagblaðinu Sydney Daily Mirror í Ástralíu. Meira
25. júlí 1998 | Margmiðlun | 318 orð

Talað við leiðinlegt fólk

Mystical Ninja, leikur fyrir Nintendo 64 frá Konami. KONAMI gaf nýlega út hlutverka- og ævintýraleikinn Mystical Ninja (Starring Goemon). Mystical Ninja er um ferðalanginn Goemon sem hefur ákveðið að stöðva geimverurnar sem lentu í risastóru geimskipi (sem lítur út eins og ferskja) í Oedo-þorpinu. Leiðin þangað er full af hættum, og bæjum, sem Goemon þarf að yfirstíga og sigrast á. Meira
25. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 307 orð

Tölvuúlfar í París Amerískur varúlfur í París (An American Werewolf in Paris)

Framleiðandi: Richard Claus. Leikstjóri: Anthony Waller. Handritshöfundur: Tim Burns, Tom Stern og Anthony Waller. Kvikmyndataka: Egon Werdin. Tónlist: Wilbert Hirsch. Aðalhlutverk: Tom Everett Scott og Julie Delphy. (98 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
25. júlí 1998 | Margmiðlun | 528 orð

VEFFÖNG

Sífellt verður auðveldara að afla sér upplýsinga um opinberar stofnanir fyrir tilstilli Netsins, þó þar á bæ hafi menn verið lengi að taka við sér. Stjórnarráðið hefur komið sér upp umfangsmikilli heimasíðu, http: //www.stjr.is/, þar sem meðal annars má komast á síður ráðuneytanna sem öll virðast með heimasíður nema félagsmálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti af einhverjur orsökum. Meira

Umræðan

25. júlí 1998 | Aðsent efni | 1232 orð

Akureyrarbréf

"ÞAÐ BAR til tíðinda á Akureyri 3. júlí 1928, að þangað kom bifreið alla leið frá Borgarnesi eftir 22 stunda akstur og var það í fyrsta sinni, sem bifreið var ekið alla þessa leið. Frásögn af ferð þessari birtist í Morgunblaðinu 5. sama mánaðar." Bifreiðin var Ford árgerð 1926, fólksbifreið af T-gerð. Bílstjóri Þorkell Teitsson, símstöðvarstjóri í Borgarnesi, fæddur 1891, dáinn 1949. Meira
25. júlí 1998 | Aðsent efni | 804 orð

Herbalife ­ Hvers vegna þessi óhróður?

Í MORGUNBLAÐINU 5 júlí birtist grein undir fyrirsögninni Herbalife-æði ­ óðs manns æði eftir Ólaf G. Sæmundsson og upplýst við lok greinarinnar að hann sé næringarfræðingur, starfandi á Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði. Trúlegt er að margir hafi áhuga á að kynna sér viðhorf og vísindi næringarfræðings, sem starfar við jafnvirta stofnun og Heilsustofnun NFLÍ. Meira
25. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 137 orð

"Látum verkin tala" Frá Unni Þormóðsdóttur: SLAGORÐ Bæjarmálaf

SLAGORÐ Bæjarmálafélagsins í Hveragerði hljómaði í eyrum okkar fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Kosningaloforðin eins mörg og þau voru misjöfn. Fyrst á dagskrá L-listans (bæjarmálafélagsins) var að fjarlægja eitt af mestu lýtum bæjarins, eða gamla "tívolíhúsið" en það átti að gerast fyrir mánaðamótin maí­júní. Meira
25. júlí 1998 | Aðsent efni | 523 orð

"...meðan við erum að ná áttum"

ÞAÐ er ef til vill mannlegt þá menn kunna ekki að finna orðum sínum stað, að yppta öxlum, skella í góm og segja: aðrir skrökvuðu að mér ­ en ekki er það stórmannlegt, Sverrir. Ég nenni ekki að elta ólar við slíkt enda ekki mjög hörundsár. Það er verra með okkar sameiginlegu vini, Morgunblaðsfólkið. Þeir eru mjög hörundsárir, þá fréttaflutningur þeirra er véfengdur. Meira
25. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 659 orð

Sverrir fann sinn betri mann Frá Alberti Jensen: NÝLEGA var ég s

NÝLEGA var ég spurður hvort ég héldi að Sverrir Hermannsson ætlaði að eyðileggja það sem búið væri að byggja upp í sjávarútvegi. Nokkuð sem Alþýðuflokknum hefði ekki tekist vegna þess ótrúverðugleika sem á honum væri með þjóðinni. Hugleiðingum, sem slíkar vangaveltur vekur, má læða í ótrúlega marga með markvissum áróðri og útúrsnúningum. Meira
25. júlí 1998 | Aðsent efni | 1217 orð

TRÚNAÐARMÁL!

SJÓMANNAFÉLAGI Reykjavíkur var sent frumvarp sem þrír embættismenn hafa samið. Í frumvarpinu á að breyta lögum sem varða skráningu farskipa hér á landi. Umslagið var merkt sem trúnaðarmál. Eftir lestur þess get ég ekki á mér setið. Það verður að berjast strax gegn þeim ófögnuði og þeirri mannfyrirlitningu sem blasir í gegn við lestur þessa frumvarps, eða hvort þetta eru einungis drög að frumvarpi. Meira
25. júlí 1998 | Aðsent efni | 273 orð

Um dapurlegar hvatir ærlegs stjórnmálamanns

Í MORGUNBLAÐINU 16. júlí sl. birtist grein eftir mig undir heitinu "Þegar máttarstólpar reynast vera kalkvistir". Þar deildi ég nokkuð á einstaklinga sem verið hafa að yfirgefa Alþýðubandalagið á undanförnum vikum. Voru þar settar fram tvær kenningar til að skýra brottför nokkurra forystumanna úr flokknum. Meira

Minningargreinar

25. júlí 1998 | Minningargreinar | 332 orð

Björn Guðmundsson

Björn Guðmundsson var mætur maður sem lét lítið yfir sér. Hann var alinn upp á góðu heimili dugmikilla foreldra sinna. Þegar kynni okkar Bía hófust fyrir um tuttugu og fjórum árum, birtist hann mér sem harðgerður maður og yfirlætislaus. Hann hafði sínar skoðanir á hlutunum en var ekki að flíka þeim við hvern sem var. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 138 orð

Björn Guðmundsson

Elsku Bíi minn. Þetta verður síðasta bréfið sem ég skrifa þér í bili. Mig langaði að þakka þér yndislega vináttu og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég sakna þín svo mikið og þess að geta ekki spjallað við þig um allt milli himins og jarðar, leitað ráða hjá þér, hlustað á þig, séð kankvísan svipinn og vinalegt brosið. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 155 orð

BJÖRN GUÐMUNDSSON

BJÖRN GUÐMUNDSSON Björn Guðmundsson var fæddur á Patreksfirði 20. september 1930. Hann lést 14. júlí síðastliðinn á Örlygshöfn í Patreksfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Pálsdóttir, f. 17.1. 1907, d. 20.6. 1997, og Guðmundur Gestsson, f. 3.7. 1901, d. 19.1. 1982. Systkini Björns eru Halla, f. 21.3. 1932, Gunnar Rafn, f. 22.7. 1935, og Svala, f. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 387 orð

Gestur Karl Karlsson

Ég man vel fyrstu kynni mín af Gesti. Konan mín fór þá með mig austur á Eyrarbakka til að kynna mig fyrir verðandi tengdapabba og Nínu sambýliskonu hans. Það eru liðin átta ár. Við höfum átt margar samverustundir síðan og meðal annars höfum við farið saman nokkrum sinnum í veiðitúr. Það að vera úti í náttúrunni með veiðistöng var eitt hans helsta áhugamál. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 276 orð

Gestur K. Karlsson

Í dag verður borin til grafar afi okkar systra, Gestur Karlsson. Það var sorgarfrétt sem pabbi færði okkur systrunum snemma morguns 19. júlí sl. Afi Gestur hafði látist þá um nóttina aðeins 65 ára gamall. Afi háði stutta en hetjulega baráttu við hinn skæða sjúkdóm krabbamein, en varð því miður að lúta í lægra haldi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að elsku afi okkar sé farinn frá okkur. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 281 orð

GESTUR K. KARLSSON

GESTUR K. KARLSSON Gestur Karl Karlsson fæddist á Stokkseyri 14. júní 1933. Hann lést 19. júlí síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suðurlands. Foreldrar Gests voru Aðalheiður Gestsdóttir, húsmóðir, f. 15. október 1907, d. 8. apríl 1997, og Karl Jónasson, véla- og rennismiður, f. 19. febrúar 1909, d. 14. apríl 1980. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Elsku pabbi minn, það er svo ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá okkur eftir stutta en hetjulega baráttu við þann ömurlega sjúkdóm sem krabbamein er. Það er ekki lengra síðan en um síðustu áramót að þú varst manna hressastur í áramótafagnaði í Borgarhlíðinni, söngst og og dansaðir langt fram eftir morgni og endaðir á því að flagga íslenska þjóðfánanum, klukkan átta um morguninn. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 197 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Hvers vegna, hvers vegna þú, elsku pabbi minn? Þú sem varst svo fullur af orku og aldrei veikur, fyrr en þú greindist með krabbamein 28. janúar sl. Þú þurftir að ganga í gegnum erfiða lyfjameðferð, sem þú stóðst þig eins og hetja í, eins og öllum erfiðum verkefnum sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú kenndir okkur systkinunum svo margt, sem við munum varðveita í framtíðinni. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Elsku hjartans "Pilli afi", eins og við Kamilla köllum þig gjarnan okkar á milli. Það eru að verða níu ár frá því að ég kynntist þér og ykkur öllum í Borgarhlíð 6d. Þú sást ekki mikið af mér fyrstu vikurnar sem við Einar vorum að byrja saman, kannski einna helst skóna á forstofugólfinu. Svo leið rúmt ár og ég var flutt inn á gafl til ykkar og áttum við Einar okkar hreiður niðri hjá þér og Diddu. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON

GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON Guðmundur Sigurbjörnsson fæddist á Akureyri 22. maí 1949. Hann lést á heimili sínu 7. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 16. júlí. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Elsku amma mín, þegar pabbi sagði mér að þú værir farin frá mér, tók hjarta mitt kipp. Ég sagði ekki orð, og þegar mamma kom fann ég hvernig tárin fóru að streyma. En ég get huggað mig við minningarnar sem ég á um þig. Elsku amma mín, allt sem þú gerðir fyrir mig og hvernig þú varst, því mun ég aldrei gleyma. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Skagafjörðurinn var ekki í sumarbúningi miðvikudaginn 15. júlí þegar þú kvaddir. Það var eins og allt væri jafn grátt og sorgmætt og hugur okkar þennan dag þegar kallið kom, en trúa verðum við að annar og bjartari heimur taki við þar sem enginn þarf að líða þjáningar og sorgir sem við berum í þessum heimi. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Sauðárkrókur er eitt af þeim byggðarlögum landsins sem mjög hefur blómgast á síðustu áratugum. Staðurinn hefur notið landkosta og fegurðar Skagafjarðar, en umfram annað er það fólkið sjálft, sem glæðir byggðir landsins lífi og sál. Þegar Sauðarkrókur kemur upp í huga mér er sú mynd ætíð og órjúfanlega tengd vinafólki okkar, Stefáni Guðmundssyni og Hrafnhildi, konu hans. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 657 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Á góðum veðurdegi skín hádegissólin út eftir endilangri Aðalgötunni á Króknum, milli kirkjunnar og gamla skólans. Þá hefur oft verið erill í götunni, fólk á leið í hádegi og þaðan aftur, hittist og spyr hvernig hefurðu það? Gangandi fólk, bílar og hreppstjóri á blesóttum hesti. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Í dag verður lögð til hinstu hvílu, móðir æskuvinkonu minnar, frú Hrafnhildur Stefánsdóttir eða Lilla eins og hún var ávallt kölluð. Hinn illvígi sjúkdómur, krabbameinið, náði að lokum að leggja þessa glæsilegu konu að velli. "Mamma, af hverju þurfa þeir sem eru góðir að deyja?" spurði dóttir mín mig. Mér þykir það jafn óviðunandi og barninu en því fær enginn mannlegur máttur ráðið. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 64 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Elsku Lilla. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæra vinkona, við þökkum þér allt sem þú varst okkur. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 852 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Í dag verður gerð frá Sauðárkrókskirkju útför móðursystur minnar, Hrafnhildar Stefánsdóttur, sem lést langt um aldur fram eftir harða baráttu við óvæginn sjúkdóm. Hrafnhildur, eða Lilla eins og hún var ætíð kölluð meðal vina og vandamanna, var yngst í hópi fimm systkina, en móðir mín var elst þeirra. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Í dag er til moldar borin á Sauðárkróki Hrafnhildur Stefánsdóttir. Glæsileg mannkostakona er kvödd með virðingu og söknuði. Hrafnhildur var Skagfirðingur, dóttir hjónanna Helgu Jónsdóttur frá Flugumýri og Stefáns Vagnssonar, skálds og bónda á Hjaltastöðum og síðar sýsluskrifara á Sauðárkróki. Hrafnhildur ólst upp í foreldrahúsum. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Í bernskuminningunni er Krókurinn yfirleitt umvafinn sumri, sól og blíðu. Að vísu kom fyrir að hafgolan færðist nokkuð í aukana og eyðilegði sumarsæluna. Á vetrum voru heiðríkjur og stillur, stundum dag eftir dag með svölu sólskini og hjarni yfir öllu. Heimurinn var bærinn og fólkið sem þar bjó. Þá stunduðu margir karlmenn sjóinn auk annarra starfa, en konur sinntu störfum heima fyrir. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 575 orð

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Ótímabær er þessi kveðjustund, mamma mín, svo ótímabær að orð eru lítils megnug. Minningar hrannast upp í huga minn, svo ótal margar. Ég og þú hér, þú og ég þarna. Stundum skildu okkur að háir fjallgarðar og úthöf, samt varstu alltaf svo nálæg. Orð voru óþörf. Þú vissir ávallt hug minn, hvað mér fannst og hvað ég vildi. Við vorum þrjú systkinin og þú gafst þig alla í uppeldi okkar. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 315 orð

HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR

HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, hinn 11. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Vagnsson, f. 25. maí 1889, d. 1. nóvember 1963, frá Miðhúsum í Blönduhlíð í Skagafirði, og Helga Jónsdóttir, f. 28. júlí 1895, d. 10. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 340 orð

Jóhannes Matthías Guðjónsson

Það er stórt skarð höggvið í starfshópinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum við fráfall okkar kæra Jóhannesar, en eftir standa allar góðu minningarnar um þennan öðling. Jóhannes húsvörður var alltaf tilbúinn til aðstoðar og á óskiljanlegan hátt tókst honum að verða við öllum óskum um aðstoð og nærveru og var engu líkara en hann væri á mörgum stöðum í einu. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 44 orð

Jóhannes Matthías Guðjónsson

Elsku Jói minn. Á meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfa eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Hafðu það svo gott með hinum englunum. Sigrún Pétursdóttir. (Fjölsk. Garði. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 402 orð

JÓHANNES MATTHÍAS GUÐJÓNSSON

JÓHANNES MATTHÍAS GUÐJÓNSSON Jóhannes Matthías Guðjónsson fæddist á Þorgeirsfelli í Staðarsveit 14. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Pétursson, f. 6.5. 1894, d. 7.8. 1968 og Una Jóhannesdóttir, f. 12.9. 1908, d. 21.1. 1996, lengst af ábúendur á Gaul í Staðarsveit. Systkini Jóhannesar voru: Jón, f. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 354 orð

Kristín Jónasdóttir

Ein af mínum fyrstu minningum úr æsku er frá Kristínu frænku. Hún leyfði mér oft að gista heima hjá sér og alltaf fannst mér það jafn gaman. Það besta var þó þegar hún dró út tvö handklæði á morgnana, breiddi úr þeim á gólfið og við gerðum saman alls kyns teygjur og beygjur í morgunleikfimi. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

KRISTÍN JÓNASDÓTTIR

KRISTÍN JÓNASDÓTTIR Kristín Jónasdóttir fæddist á Stuðlum við Reyðarfjörð hinn 12. ágúst 1919. Hún lést á Landakoti hinn 8. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. júlí. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Ólafur Jónsson

Nú er elskulegur tengdafaðir minn og afi okkar farinn yfir móðuna miklu í hið eilífa ljós, og hefur sjálfsagt ekki fengið móttökur af verri endanum frá konu sinni, Siggu, tengdamóður minni og ömmu okkar, eiginmanni mínum og pabba okkar Óla Þór og dóttur sinni, henni Sissu, foreldrum sínum og systkinum. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 627 orð

Ólafur Jónsson

Nú hefur hann elsku afi okkar kvatt þennan heim, saddur lífdaga. Hann afi sem alltaf var okkur barnabörnunum svo góður. Með afa er genginn einn þessara vinnusömu einstaklinga af aldamótakynslóðinni sem byggðu upp það velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag, með atorku sinni og eljusemi. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 1098 orð

Ólafur Jónsson

Þegar ég sest niður til að minnast Ólafs Jónssonar frænda míns, kemur mér fyrst í hug vordagur núna í maí þegar fólkið hans hélt veislu í tilefni þess að hann varð 90 ára. Hann var þá kominn í hjólastól, en virtist fljótt á litið ekki eiga svo mörg ár að baki. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 339 orð

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson var í hópi fjölmargra Eyfellinga sem fluttu til Vestmannaeyja á fyrrihluta þessarar aldar. Eyjar þóttu bjóða möguleika á mikilli vinnu og góðri lífsafkomu. Fyrstu árin eftir að Ólafur kom til Eyja stundaði hann almenna vinnu bæði til lands og sjávar. Var meðal annars vélstjóri á fiskibátum. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 450 orð

ÓLAFUR JÓNSSON

ÓLAFUR JÓNSSON Ólafur Jónsson var fæddur í Lambhúshólskoti undir Vestur- Eyjafjöllum 15. maí 1908. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson, bóndi í Lambhúshólskoti og síðar í Vesturholtum, f. 10.8. 1865, d. 11.4. 1940, og eiginkona hans Margrét Guðlaugsdóttir, f. 13.7. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 405 orð

Óskar Sigvaldason

Mig langar með fáeinum orðum að minnast móðurbróður míns sem var mér afar kær, enda mikill mannkostamaður sem sá björtu hliðarnar á öllum málum og var um leið vinur þeirra sem áttu um sárt að binda. Það var alltaf hátíð í bæ þegar hann kom í heimsókn til foreldra minna í Þórunnarsel. Það var einhver ferskleiki sem hann flutti með sér. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 1399 orð

Óskar Sigvaldason

Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að jarðlíf okkar allra tekur enda fyrr en varir, fer ekki ekki hjá því að stundum finnst manni að einhver fastur punktur í lífsbaráttunni, eitthvert haldreipi í tilverunni sé horfið, og ekkert muni koma í staðinn, þegar sumir einstaklingar hverfa af sjónarsviðinu. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 944 orð

Óskar Sigvaldason

Nú er Óskar frændi farinn frá okkur og er hans sárt saknað. Fyrir okkur, börn systkina hans, var hann sérstakur frændi, sem okkur langaði öll til að líkjast. Flest okkar hafa orðið fyrir margþættum áhrifum frá honum, sérstaklega hvað varðar náttúru landsins og sögu. Þegar Óskar kom í heimsókn, sem var oft, þá var glatt á hjalla. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 306 orð

ÓSKAR SIGVALDASON

ÓSKAR SIGVALDASON Sigurður Óskar Sigvaldason var fæddur á Gilsbakka í Öxarfirði 6. des. 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigvaldi Eliseus Sigurgeirsson, f. 3. júlí 1871 í Geiraseli, d. 7. okt. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 490 orð

Pétur Björn Ólason

Eins og fram hefur komið missti Pétur foreldra sína ungur að aldri og varð því snemma að vinna fyrir sér sjálfur. Þegar hann flutti að Miðhúsum með móður sinni, þá 14 ára að aldri, til Magnúsar Halldórssonar bónda þar hóf hann þegar að vinna við bústörf í Miðhúsum, þá vann hann snemma við landbúnaðarstörf á nágrannabæjum, lengst á Hnjúki. Pétur var glöggur á fé og natinn og góður skepnuhirðir. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Pétur Björn Ólason

Elsku afi okkar. Við kveðjum þig nú með söknuði en minnumst jafnframt góðu stundanna í gegnum árin með þér. Við systkinin minnumst þess vel hve tilhlökkunin hjá okkur var alltaf mikil þegar við vorum lítil og vissum að Pétur afi í Miðhúsum væri á leiðinni í heimsókn til okkar. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 478 orð

Pétur B. Ólason

Í dag kveðjum við mág minn, Pétur Björn Ólason, bónda í Miðhúsum, Vatnsdal. Hann var góður og heilsteyptur vinur og mjög farsæll í lífi sínu og störfum. Hann var greindur vel og las mikið þegar tími var til. Hann hafði gott minni, fylgdist vel með og var glöggur og fróður um margt. Hann var forsjáll og gætti þess vel að stíga ekki þau skref sem mikil áhætta gat fylgt. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Sóley Sesselja Magnúsdóttir

Elsku amma mín, mikið eigum við margar góðar minningar saman, allt frá því að ég var fjögurra ára og þú bakaðir kleinur í kílóavís. Mér þótti svo gott að vera nálægt þér að afi var farinn að skammast í mér. Þegar ég var sex ára sagði hann eitt sinn: "Daníel, þú hangir alltaf frammi í eldhúsi utan í kerlingunni. Meira
25. júlí 1998 | Minningargreinar | 298 orð

SÓLEY SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR

SÓLEY SESSELJA MAGNÚSDÓTTIR Sóley Sesselja Magnúsdóttir fæddist á Hóli í Bolungarvík 22. júní 1911. Hún lést á heimili sínu á Hvolsvelli 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Árnason, trésmiður, f. 14. ágúst 1885, d. 1957, og Guðmundína Sigríður Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 14. ágúst 1889, d. 1967. Meira

Viðskipti

25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 389 orð

1.500 starfsmönnum sagt upp hjá Rover

ROVER GROUP í Bretlandi, dótturfyrirtæki þýzka lúxusbílaframleiðands BMW AG, hyggst segja upp 1.500 starfsmönnum af 40.000 og taka upp fjögurra daga vinnuviku í tveimur verksmiðjum sínum til að hamla gegn áhrifum styrkleika pundsins. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 33 orð

ÐLeiðrétting

Í SÍÐASTA viðskiptablaði Morgunblaðsins gætti nokkurrar ónákvæmni í starfstitlalýsingu starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Axel Nielsen er fjármálastjóri, Hannes Smárason framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs, Elín Þórðardóttir forstöðumaður fjárreiðu og Sveinn Valfells framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

ESB leyfir samruna Chrysler/ Benz

STJÓRN Evrópusambandsins hefur veitt skilyrðislaust samþykki fyrir samruna bílaframleiðendanna Daimler-Benz í Þýzkalandi og Chryslers í Bandaríkjunum. Eftirlitsyfirvöld ESB telja að starfsemi fyrirtækjanna muni skarast nokkuð, en að þau muni mæta samkeppni harðra keppinauta á við BMW, dótturfyrirtækið Rover og General Motors. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Evrópsk bréf falla fjórða daginn í röð

GENGI evrópskra hlutabréfa féll fjórða daginn í röð í gærm en jenið hélzt tiltölulega stöðugt eftir val á nýjum forsætisráðherra. Lækkanir bréfa í efna- og verkfræðifyrirtækjum vógu á móti hækkunum bréfa í efna- og hergagnafyrirtækjum. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 275 orð

Hafa ótvíræð áhrif á rekstur

KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs hf. , segist vera afar hissa á athugasemd Olíufélagsins hf. sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Þar kom fram Olíufélagið teldi flutningsjöfnunarsjóð vera til að jafna verð á olíuvörum um land allt. Innheimta á flutningsjöfnunargjaldi og endurgreiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði hafi engin áhrif á rekstur olíufélaganna. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 292 orð

Málið tekið til meðferðar að nýju

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur farið þess á leit við Olíufélagið hf. Esso að það auglýsi ekki svokallaða gæðadíselolíu sem "bestu díselolíuna" þar til endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda liggur fyrir í deilu olíufélaganna tveggja um réttmæti þess hvort Esso megi auglýsa bestu díselolíuna. Stofnunin fellst þar með á ósk Skeljungs hf. um frest til 10. ágúst til að koma að athugasemdum vegna málsins. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Skuldabréfaútboð undirbúið

LANDSVIRKJUN hefur að undanförnu átt í viðræðum við innlendar lánastofnanir um möguleika á því að ráðast í skuldabréfaútgáfu hérlendis á næstu vikum. Stefán Pétursson, deildarstjóri fjármáladeildar Landsvirkjunar, staðfesti að fyrirtækið hefði í athugun að gefa út skuldabréf fyrir allt að tveimur milljörðum króna á næstunni. Meira
25. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 385 orð

Útborgun láns hagað í samræmi við greiðsluþörf

BYGGINGARKOSTNAÐUR vegna stækkunar Kringlunnar nemur um 200 þúsund krónum á fermetra sem er nokkru hærra en tíðkast hefur að undanförnu við byggingu verslunarhúsnæðis. Þrír bankar lána til framkvæmdanna og þykir óvenjulegt við þessa fjármögnun að hluti lánsins er svokallað bundið veltilán (lánalína). Meira

Daglegt líf

25. júlí 1998 | Neytendur | 69 orð

HIV-gosdrykkur

SÓL Víking hefur sett á markað gosdrykkinn HIV, Help Innocent Victims, og fylgir smokkur með hverri dós. Í fréttatilkynningu kemur fram að HIV sé framleiddur í Austurríki og fari hluti söluhagnaðarins til alnæmissamtaka. Sól Víking muni láta íslensku Alnæmissamtökin njóta hluta ágóðans af sölu HIV. Fram kemur að drykkurinn sé úr safa úr blóðappelsínum og því um hreina náttúruafurð að ræða. Meira
25. júlí 1998 | Neytendur | 75 orð

Lúxus vanilluíspinni

KJÖRÍS hefur sett á markað Lúxus vanilluíspinna með Opal appelsínusúkkulaði. Appelsínusúkkulaðið er mjólkursúkkulaði eins og notað er í Opal súkkulaðihnappa og kattartungur. Súper-hlunkur Meira
25. júlí 1998 | Neytendur | 61 orð

Ný Hattings- smábrauð

HEILDVERSLUN Daníels Ólafssonar hf. hefur sett á markað sikileysk hveitismábrauð og oreganosmábrauð frá Hatting-brauðgerðinni í Danmörku. Brauðin eru seld frosin, 8 saman í poka, og hituð í ofni rétt fyrir framreiðslu. Sérkenni brauðanna er stökk skorpa umhverfis mjúkt og ferskt innihaldið. Uppskriftinn byggist á hefðbundinni ítalskri brauðgerð. Meira
25. júlí 1998 | Neytendur | 1345 orð

Rabarbari er til margs nýtur Rabarbari er líklega algengasta matjurt sem ræktuð er hér á landi og er einnig með þeim allra

Rabarbari er til margs nýtur Rabarbari er líklega algengasta matjurt sem ræktuð er hér á landi og er einnig með þeim allra harðgerðustu. Uppskeran í ár lítur út fyrir að verða ríkuleg og því líklegt að margir klóri sér í kollinum og velti fyrir sér hvað gera eigi við uppskeruna. Meira

Fastir þættir

25. júlí 1998 | Í dag | 52 orð

75 ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag, laugardaginn 25. júlí,

75 ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag, laugardaginn 25. júlí, Hilmar S. Skagfield, aðalræðismaður Íslands í Flórída. Hann hefur rekið eigið fyrirtæki, Scandia Draperies í Tallahassee, Flórída, auk útibúa víðar í Bandaríkjunum. Hilmar hefur veitt mörgum Íslendingum aðstoð gegnum tíðina. Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 755 orð

Ariane og Aristeion"Meðal menningaráætlana Evrópusambandsins er Ariane-bókmenntaáætlunin sem m.a. veitir styrki til þýðinga

Ariane er ein af áætlunum Evrópusambandsins og var sett á stofn sem tilraunaverkefni 1. janúar 1996. Styrkir verða veittir á þessu ári, en síðan er gert ráð fyrir að áætlunin verði lögð niður ásamt ýmsum öðrum menningaráætlunum sambandsins og má þar nefna Kaleidoscope. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 152 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttatíu og fimm ára varð 13. maí sl.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttatíu og fimm ára varð 13. maí sl. Sigurður B. Halldórsson, Akurbraut 11, Innri-Njarðvík. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 25. júlí, frá kl. 15-19. ÁRA afmæli. Áttræð verður mánudaginn 27. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 40 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 22. mars sl. í Seltjarnarneskirkju af sr. Sigurði Grétari Helgasyni Helga Indriðadóttir og Rúnar Örn Indriðason. Með þeim á myndinni er Edda Steinunn dóttir þeirra. Heimili þeirra er á Kvisthaga 18 í Reykjavík. Rut, ljósmyndastofa. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 236 orð

Er góðæri hjá öryrkjum? ÉG sæi háttvirta ráðamenn lifa á

ÉG sæi háttvirta ráðamenn lifa á þeim launum sem okkur eru ætluð, hvað þá ráðamenn með 2­300 þúsund á mánuði. Skyldu þeir geta farið út í búð og keypt mjólkurpott? Okkur öryrkjunum, sem margir eru hámenntaðir, eru skammtaðar 50­60 þúsund krónur á mánuði og af því eigum við að framfleyta okkur. Við eigum börn eins og annað fólk og þurfum að framfleyta þeim eins og aðrir. Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 1240 orð

Garðar að allra smekk Hafnarbúar sækja niður á Löngulínu á sunnudagsmorgni, eins og þeir hafa gert í meira en hundrað ár, en nú

KAUPMANNAHÖFN einkennist af mörgum fallegum görðum, sem eru óskastaðir stórborgarbúa, sem kjósa að verja frídegi í borginni en ekki utan hennar. Sumir koma siglandi inn í borgina, aðrir hjóla í næsta garð. Þar gefur að líta litla, fallega rósemdargarða, en einnig stóra garða fulla af leikandi fólki á öllum aldri. Skautarar og heimsk svín Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 742 orð

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 851 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 963. þáttur

963. þáttur Hefjist orð í máli okkar á p, má ganga út frá því sem gefnu, að það sé tökuorð. Sum slík orð eru ærið gömul, svo sem prestur(frummerking eldri) og peita= spjót. Óbundið mál er oft kallað prósi, og er það naumast eldra í íslensku en frá 19. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 46 orð

KEFAS, Dalvegi 24.

KEFAS, Dalvegi 24. Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Egbert Lewart, trompetleikari, og Wolfgang Portugall, organisti frá Þýskalandi, leika. Fáskrúðsfjarðarkirkja. Kvöldstund í kvöld kl. 21. Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 710 orð

Körfuboltar, bækur og baðstofur

ÍÞRÓTTIR eru, eins og löngu er viðurkennt, mikilvægur þáttur í menningu hvers lands og þess megnugar að treysta vináttubönd og stofna til nýrra. Í þessu ljósi mætti kannski segja að körfuboltaíþróttin hafi greitt leið Sigurðar Más Helgasonar í heimsóknum hans til Bandaríkjanna og óbeint orðið til þess að hann kynntist miklum áhuga Vestur-Íslendinga á menningu síns gamla ættlands. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 142 orð

Laugardagur 25.7.1998: STÖÐUMYND D HVÍTUR mátar í fimmta leik.

Laugardagur 25.7.1998: STÖÐUMYND D HVÍTUR mátar í fimmta leik. STAÐAN kom upp á Mitropa Cup-landsliðamótinu sem fram fór í Portoroz í Króatíu í júlí. Ungverska stúlkan Nora Medvegy (2.325) hafði hvítt og átti leik gegn P. Soln (2.350), Slóveníu. Hvítur getur ekki leikið 22. Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 593 orð

Píslarvottur í fjölskyldunni

Spurning: Hvers konar persónuleikar eru þeir einstaklingar sem eru alltaf í píslarvottshlutverki og hvernig er æskilegt að koma fram við þannig fólk? Kona mér tengd er frekar köld persóna, hefur t.d. aldrei haft ánægju af barnabörnum sínum, kvartar um einmanaleika, er sérfræðingur í að gera stórvandamál úr einföldustu hlutum. Meira
25. júlí 1998 | Dagbók | 497 orð

Reykjavíkurhöfn: Hafnarfjarðarhöfn: Jón Vídalín

Reykjavíkurhöfn: Hafnarfjarðarhöfn: Jón Vídalín og Olshana fóru í gær. Kildin og Stella Pollux koma í dag. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar,Daglegar ferðir frá Hrísey frá kl. 9 á morgnana og frá kl. 11 á klukkustundar fresti til kl. 19. Kvöldferð kl. 21 og kl. 23. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 307 orð

Það reynir ekki mikið á austur í fyrstu tveimur slögunum, enda geta allir fylgt lit. E

* Minnst 5-5 í hjarta og láglit. Vestur tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í hjarta og suður fylgir lit með hundi og drottningu. Vestur spilar hjartagosa í þriðja slag. Hvað myndi lesandinn gera í sporum austurs? Spilið er frá EM 1983 úr leik Frakka og Ítala. Meira
25. júlí 1998 | Fastir þættir | 923 orð

Þegar draumur mætir vöku

ÞAÐ er gaman þegar menn vakna upp frá draumi með hugmynd í kollinum að einhverri skemmtilegri framkvæmd, sniðugri útfærslu á einhverju eða nýrri uppgötvun. Það getur verið tæki til notkunar í framleiðslugreinum, líkt og draumur Kjartans Ragnarssonar uppfinningamanns um hugmynd að fiskilínutengi sem sagt var frá í Morgunblaðinu 20. apríl 1991, eða drauminum í sama blaði hinn 16. Meira
25. júlí 1998 | Í dag | 491 orð

(fyrirsögn vantar)

KUNNINGI Víkverja þurfti um daginn að komast flugleiðis milli staða innanlands. Þess þurfa jú þúsundir landsmanna daglega, en kunningjanum, sem er gæddur miklu jafnaðargeði, var þennan daginn nóg boðið. Þannig var að hann hafði lent í því um morguninn að áætlanir fóru úr skorðum vegna þess að seinkun varð á fluginu utan af landi til Reykjavíkur. Um kvöldið var brottför til Egilsstaða áætluð kl. Meira

Íþróttir

25. júlí 1998 | Íþróttir | 31 orð

3. deild KFS - Hamar4:0 KFR - Léttir1:3 Snæfell -

3. deild KFS - Hamar4:0 KFR - Léttir1:3 Snæfell - Bruni1:5 UMFA - Víkingur Ó.11:0 Bolungarvík - UMFN3:3 Nökkvi - Magni1:3 Neisti - HSÞb5:3 Höttur - Sindri0:1 Þróttur Nes. - Leiknir F. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 97 orð

Annar Lithái til ÍBV EYJAMENN munu t

EYJAMENN munu tefla fram tveimur litháískum leikmönnum í 1. deildinni í vetur. Gengið hefur verið frá samningum við skyttuna Robertas Pauzuolis, sem lék með liðinu sl. vetur, um að hann verði áfram og að auki hafa Eyjamenn samið við litháíska landsliðsmanninn Giedrius Cerniauskas. Cerniauskas er margreyndur landsliðsmaður og lék m.a. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 73 orð

Arsenal á Wembley ARSENAL fékk í gær jáyrði frá

ARSENAL fékk í gær jáyrði frá enska knattspyrnusambandinu við beiðni sinni um að fá að leika heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu á Wembley- leikvanginum. Þar með var síðustu hindrun félagsins í vegi þess að leika á vellinum rutt úr vegi en áður hafði Knattspyrnusamband Evrópu og forsvarsmenn vallarins goldið já við ósk ensku meistaranna. Þetta þýðir að Arsenal getur selt 70. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 96 orð

Bandaríkin í úrslit BANDARÍKIN og Ás

BANDARÍKIN og Ástralía mætast í úrslitum körfuknattleikskeppni karla á Friðarleikunum. Í fyrrinótt sigruðu Bandaríkjamenn liðsmenn Litháen afar sannfærandi með 13 stiga mun, 89:76. Leikur bandaríska liðsins hefur batnað mjög með hverjum leiknum sem það hefur leikið í keppninni. Ástralir lögðu Puerto Rico, 86:74, í hinni viðureign undanúrslitana. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 61 orð

Bikarkeppni KSÍ, Undanúrslit. KR-völlur við Frostaskjól:

Bikarkeppni KSÍ, Undanúrslit. KR-völlur við Frostaskjól: KR - ÍA3:1 Mörk KR: Olga Færseth, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Pálína Bragadóttir. Mark ÍA: Kristín Ósk Halldórsdóttir. KR mætir einu af eftirtöldum þremur liðum í úrslitaleik bikarkeppninnar: Stjörnunni, ÍBV eða Breiðablik. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 395 orð

Bjarki með 11 í Japan

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann góðan sigur á landsliði Japana skipuðu leikmönnum 23 ára og yngri í gær. Lokatölur leiksins urðu 34:23 og fengu allir íslensku leikmennirnir að spreyta sig eitthvað í leiknum. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á fjögurra landa handknattleiksmóti, sem fram fer þessa dagana í borginni Hiroshima í Japan. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 293 orð

DAVID Unsworth hefur verið seldur frá

DAVID Unsworth hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham til Aston Villa. Kaupverðið er um 350 milljónir íslenskra króna. WEST HAM fær þó ágætan leikmann í staðinn. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 101 orð

Fjórir Keflvíkingar í landsliðinu

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik heldur til Danmerkur á mánudaginn til þátttöku í Norðurlandamótinu, svokölluðu Polar Cup- móti. Mótið fer að þessu sinni fram í Árósum og hefst á þriðjudag. Því lýkur laugardaginn 1. ágúst. Auk íslenska liðsins taka Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn þátt í mótinu. Jón Kr. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 60 orð

Frakkar í ensku bikarkeppnina

FRANSKA tryggingafélagið AXA verður styrktarðaili ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu næstu fjögur árin, en keppnin er sú elsta sem fram fer í heimi knattspyrnunnar ár hvert. Franska fyrirtækið ætlar að greiða tæplega 3 milljarða króna fyrir samninginn. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 223 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin Tólfti leggur keppninnar, 205,5 km leið frá Tarascon-sur-Ariege. 1. Tom Steels (Belgíu) Mapei4:12.51 mín 2. Francois Simon (Frakkl.) GAN 3. Stephane Barthe (Frakkl.) Casino 4. Nicola Minali (Frakkl.) Riso Scotti 5. Erik Zabel (Þýskal.) Telekom 6. Stuart O'Grady (Ástral. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 16 orð

Knattspyrna

Knattspyrna 2. deild Dalvík - Fjölnir1:0 Jón Örvar Eiríksson. KS - Fjölnir1:1 Hálfdán Kolbeinsson - Gauti Marteinsson. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 270 orð

LUDMILA Engquist, heims- og

LUDMILA Engquist, heims- og ólympíumeistari í 100 m grindahlaupi kvenna frá Svíþjóð, verður frá keppni a.m.k. fram að Evrópumeistaramótinu í Búdapest eftir mánuð, eftir að hún meiddist á kálfa á dögunum. Hún gerir sér vonir um að hafa náð bata þegar röðin kemur að EM. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 263 orð

Stjórnarmennirnir tveir komnir aftur til valda hjá Newcastle

ENSKA úrvalsdeildarfélagið Newcastle United skýrði frá því gær að þeir Freddy Shepherd og Douglas Hall myndu aftur taka sæti sín í stjórn félagsins. Yfirlýsing þessi hefur vakið mikla reiði og undrun meðal stuðningsmanna enska liðsins, enda þurftu tvímenningarnir að segja af sér í vetur í kjölfar hneykslismáls. Afsögn þeirra félaga sl. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 161 orð

SUND Eydís og Hjalti unnu gullverð

ÍSLENSKIR sundmenn unnu tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun á Opna írska meistaramótinu í sundi í gær, en Íslandsmet stóðust atlögu þeirra að þessu sinni. Hjalti Guðmundsson, SH, kom fyrstur í mark í 100 m bringusundi á 1.04,61 sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hans. Eydís Sigurðardóttir, Keflavík, var nærri eigin meti í 100 m baksundi, er hún kom fyrst í mark á 1.04,18 mín. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 158 orð

Tekur Floyd við af Jackson? CHICAGO Bull

CHICAGO Bulls hefur tilnefnt Tim Floyd sem þjálfara meistaraliðsins á næstu leiktíð fari svo sem allt bendir til að Phil Jackson, þjálfari liðsins sl. átta ár, vilji ekki endurnýja samning sinn. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 160 orð

Tveggja tíma töf

Belginn Tom Steels kom fyrstur í mark á 12. legg Frakklandskeppninnar í hjólreiðum, loks þegar tókst að fá hjólreiðamennina til þess að fara af stað. Steels, sem einnig var fyrstur á fyrsta legg keppninnar, kom sjónarmun á undan Frakkanum François Simon og Stephane Barthe. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 137 orð

UM HELGINA Knattspyrna LAUGARDAGUR1.

LAUGARDAGUR1. deild karla: Stjörnuvöllur:Stjarnan - KVA14 1. deild kvenna: Fylkisvöllur:Fylkir - Vík. Ó14 2. deild karla: Selfoss:Selfoss - Tindastóll14 3. deild karla: Djúpav.:Neisti - Einherji14 Pollamót KSÍ og Hnátumót KSÍ eru haldin í dag og á morgun. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 327 orð

Valgarð til Eyjamanna

EYJAMENN hafa fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi átök í 1. deildinni í handknattleik. Valsmaðurinn Valgarð Thoroddsen hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við ÍBV. Valgarð hefur leikið allan sinn feril með Valsmönnum og lengi verið meðal öflugustu hornamanna landsins. Hann hefur leikið fjölmarga leiki með yngri landsliðum og ellefu landsleiki. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 419 orð

Vandræðalegt í Vesturbænum

KLUKKUSTUND eftir að KR og ÍA hófu leik í undanúrslitum bikarkeppninnar á KR-vellinum í gærkvöldi, fóru áhorfendur að búa sig undir framlengingu því afar fátt hafði borið til tíðinda. Þá skoraði hvort lið eitt mark á fimm mínútum en á lokasprettinum náðu KR-stúlkur að bæta við tveimur. Fyrri leik liðanna vann KR með sjö mörkum gegn engu. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 1500 orð

Verður Vala Íslandsmeistari í fyrsta sinn?

ALLT besta frjálsíþróttafólk landsins mætir til leiks á Meistaramóti Íslands sem fer fram á Laugardalsvelli í dag og á morgun. Reikna má því með hörkukeppni í flestum greinum því frjálsíþróttamenn hafa lagt hart að sér við æfingar í blíðviðrinu sunnanlands undanfarnar vikur, staðráðnir í að gera sitt besta á mótinu. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 150 orð

Þrír nýliðar á Norðurlandamót ÞRÍR n

ÞRÍR nýliðar voru valdir í sextán manna hóp U-21 kvennalandsliðsins fyrir Norðurlandamótið í knattspyrnu, sem haldið verður í Assen í Hollandi dagana 2.-10. ágúst næstkomandi. Nýliðarnir eru María Ágústsdóttir, markvörður úr Stjörnunni, og þær Guðrún S. Gunnarsdóttir úr KR og Elfa B. Erlingsdóttir úr Stjörnunni. Tveir eldri leikmenn mega leika með liðinu á mótinu. Meira
25. júlí 1998 | Íþróttir | 241 orð

Æfing fyrir landsmótið

Þriðja stigamót sumarsins í golfi fer fram í Leirunni um helgina og má segja að nokkur spenna ríki meðal áhugamanna um golf því eftir tæpan hálfan mánuð hefst landsmótið í golfi á sama velli. Það má því segja að mótið um helgina sé nokkurs konar upphitunarmót, eða æfing, fyrir sjálft landsmótið. Stigamótin í sumar verða sex. Meira

Úr verinu

25. júlí 1998 | Úr verinu | 182 orð

Barningur á loðnunni

SLÆMT veður á loðnumiðunum síðustu daga hefur gert sjómönnum lífið leitt en þeir gera sér vonir um betri veiði með batnandi veðri á næstu dögum. Veiðisvæðið er nú norður af Kolbeinsey, um 20 mílur norðan við landhelgislínu Íslands og Grænlands. Víkurberg GK landaði 880 tonnum á Vopnafirði í gær og var á leið á miðin á ný þegar Morgunblaðið ræddi við Magnús Þorvaldsson skipstjóra. Meira
25. júlí 1998 | Úr verinu | 413 orð

Ekki alltaf ódýrara að flytja inn skipsskrokka

FRAMKVÆMDASTJÓRI Skipasmíðastöðvarinnar hf. á Ísafirði segir að framleiðniaukning í skipasmíði skili sambærilegu verði á nýsmíðum og ef skipsskrokkar eru fluttir til landsins frá Póllandi. Hann telur að fullyrðing forsvarmanna skipasmíðastöðvarinnar Óseyjar hf. um að innfluttir skrokkar skili helmingi lægra verði, eigi ekki við rök að styðjast. Meira

Lesbók

25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 419 orð

28. tölublað - 73. árgangur EFNI Áhrif tónlistar á greind og tilfinni

28. tölublað - 73. árgangur EFNI Áhrif tónlistar á greind og tilfinningar eru margslungin. Píanóleikarar og fiðluleikarar sem hefja nám fyrir 8 ára aldur reynast hafa 15% stærri tengingu milli heilahvelanna en aðrir. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð

AUÐUR EINLEIKSVERKANNA

Þriðja tónleikahelgi sumarsins í Skálholti hefst á morgun, laugardag. Flytjendur eru fjórir að þessu sinni með óvenjumörg einleiksverk á efnisskrám sínum. SUMARTÓNLEIKAR í Skálholti hefjast á morgun, laugardag, kl. 14 með erindi Árna Heimis Ingólfssonar, doktorsnema í tónvísindum, um tvísöng í íslenskum sönghandritum eftir siðaskipti. Að því loknu kl. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2262 orð

ÁHRIF TÓNLISTAR Á HEILANN EFTIR NÍNU MARGRÉTI GRÍMSDÓTTUR

Það er ekki auðvelt að ímynda sér líf okkar án tónlistar því tónlist hefur allt frá uppruna mannkyns verið órjúfanlegur hluti samfélaga. Í Grikklandi til forna var tónlist í hávegum höfð og samofin daglegu lífi. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

ÁSTIN Á TÍMUM VÍKINGANNA

Inn í hvítskúraða mjúkteppalagða prinsessuhöllina skal ég brjótast Sprengja upp fjárhirslur tilfinninga þinna Sveigja þær og beygja svo brothættar Rembihnýta við mínar ósveigjanlegar Aldrei framar öfunda hundinn þinn eða kannski ég bara leysist upp og líði sem höfugur ilmur reykelsis uppaf vörmu spori nakins Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 857 orð

BALLETT OG TRÉKLOSSADANS

Manuel de Falla: El amor brujo. Þrír dansar úr El sombrero de tres picos. La vida breve, millispil og dans. Isaac Albéniz: Triana og F`ete-dieu  Seville úr Iberia. Navarra. Enrique Granados: Intermezzo úr Goyescas. Einsöngur: Leontyne Price. Hljómsveitarstjóri: Fritz Reiner. Hljómsveit: Chicago Symphony Orchestra. Útgáfa: BMG/RCA Living Stereo 09026 62586 2 (uppt. 1958/1963). Lengd: 70:54. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1148 orð

BYLTING!

Nú eru orðin ekki lítil tíðindi. Það ku vera komin bylting í landið. Það stóð í Mogganum trúi ég, það stóð í öllum blöðunum, og það glumdi í öllum útvörpum, á öllum rásum, í öllum sjónvörpum. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 326 orð

EINAR JÓHANNESSON Á TÓNLISTARHÁTÍÐ Í SVÍÞJÓÐ

EINAR Jóhannesson klarínettuleikari verður meðal flytjenda á kammermúsíkhátíðinni í Borlänge í Svíþjóð dagana 31. júlí til 2. ágúst. Alls koma fjórir hljóðfæraleikarar fram á þrennum tónleikum og leika allt frá einleik til kvartetta. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 451 orð

GAMANLEIKUR ER DAUÐANS ALVARA

BRESKA leikskáldið Michael Frayn segir að því fari fjarri að ritun gamanleikrita kitli hláturtaugarnar, eins og ýmsir kunni að halda. Slík skrif kosti blóð, svita og tár. Og Frayn ætti að vita hvað hann er tala um, en hann samdi einn vinsælasta gamanleik síðari ára, "Noises off", sem sýndur hefur verið víða um heim, m.a. á Íslandi undir heitinu "Skvaldur". Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

HEILRÆÐI

Þroskaðu sál þína sætt dragðu að þér kærleik og samúð vefðu þeim utan um sál Hleyptu bjartsýninni inn en lokaðu á svartsýnina Verndaðu vafning þinn því hann er þinn andlegi auður Lát eigi svartsýnistal ná tökum því það tætir sál þína sundur þangað til hún flýr í myrkrið Lifðu í ljósinu. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1132 orð

HÚSBÚNAÐUR FYRIR 30-40 ÁRUM EFTIR GÍSLA SIGURÐSON

Þegar blaðað er í gömlum myndum af mannlífinu almennt og ýmsum hliðum á því, er ljóst að margt hefur breytzt á þrem til fjórum áratugum. Það á að sjálfsögðu við allt það sem beint snertir tízku og flest er háð áhrifavaldi hennar, þar á meðal útlitið á þessu blaði sem hefur gengið gegnum mörg breytileg stig. Þetta á við um fatatízku og mataræði, bíla, veitingahús og ótal margt annað. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1577 orð

HVÍTASÍÐA ­ LANDIÐ FYRIR HANDAN EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON

Áhrifamikil sjávarsýn er frá suðurströnd Íslands. Þar finna menn glöggt fyrir víðáttu hafsins sem stundum sýnist jafn endalaus og sjálfur himingeimurinn. Ef farið er rakleitt í suður frá ströndinni, eina 15.000 kílómetra, er komið að minnst þekkta meginlandi heims: Antarktíku eða Suðurskautslandinu eins og við kjósum að nefna það. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1296 orð

LATNESKUR LÆRDÓMSARFUR UPP ÚR SAFNAKISTUNUM

GRÍÐARLEG menningarleg sem söguleg verðmæti eru geymd í latínuritum eftir íslenska höfunda frá því á sextándu, sautjándu og átjándu öld. Þessum ritum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í seinni tíð, Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð

Leitar vatnslitamynda eftir Johannes Larsen

Dönsk kona, Vibekke Nielsen, hefur um nokkurra ára skeið leitað vatnslitamynda eftir danska málarann Johannes Larsen sem hann málaði í Íslandsferðum sínum 1927 og 1930. Vibekke segir að af dagbókum hans megi lesa að hann hafi málað talsvert af vatnslitamyndum meðan á dvöl hans stóð en flestar eru þær týndar og ekki er vitað hvort þær hafi eyðilagst eða séu til hér á landi án vitundar Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

MINNING

Þung þykja mér þessi lokaskref með þér. Dauðinn er ekki flík sem fer þér. Þú ert afl, styrkur áræði, staðfesta enn í huga mér. Afls mér enn og aftur vitnast vaki. Það var kraftur í þínu hinsta taki. Höfundurinn er tölvunarfræðingur. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 648 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

REIPASÖNGUR

Ég tætti í þau sjálfur, og togann ég spann, og teyminga rakti ég fimm, meðan kolunnar rjúkandi kveikur brann og kringum sveif nóttin dimm. Svo tók ég að flétta ­ og flétta mín reipi. ­ Fussum-fei ­ dimma-limm! Og hvorki er í teymingum hrosshár né ull, nei, he-he-he, göfuga þjóð! Úr þér fékk ég efnið, sem græddir þitt gull meðan granni þinn blóðsæinn óð, Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 384 orð

Rísandi söngstjarna

GAGNRÝNENDUR Financial Times og Wall Street Journal varpa einróma lofi á unga sópransöngkonu, sem slegið hefur í gegn með túlkun sinni á Guinu í óperunni Lucio Silla eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 990 orð

RÚTAN ÖRSGA EFTIR MARGRÉTI ÁSGEIRSDÓTTUR

HRÍÐIN lamdi utan lítinn fjögurra rúðu glugga hins gamla gisthúss Grænumýratungu. Hvítt hreint teppi, hráslagi, viðkunnanleg notalegheit. Ruðst inn með fyrirgangi ­ rólegar æðrulausar viðtökur. Ekki tafið. Þrír menn klæðast hlífðarfötum í flýti og svo ekur jeppi úr hlaði, út í illfært hríðarveðrið og snjókyngina. Morguninn eftir hafði birt örlítið til. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 816 orð

SKÁLDIÐ SEM FLAUG

Michael Strunge er einskonar James Dean danskra bókmennta, þ.e. stjarna sem skein skært en stutt, og lifir æ síðan í goðsöguljóma. Hann fæddist 1958, var með í hópi ungskálda undir leiðsögn Poul Borum, gaf út sína fyrstu ljóðabók tvítugur, en síðan komu þær árlega, stundum tvær á ári, þykk ljóðasöfn, ellefu alls. Þá stökk skáldið út um glugga og lést, 28 ára gamall. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1464 orð

SOVEREIGN HILL GULLGRAFARABÆRINN Í ÁSTRALÍU EFTIR SÓLVEIGU EINARSDÓTTUR

UNGIR sem aldnir standa við skolplitann lækinn með stóra pjáturdiska (botninn er sigti) í höndum. Hrista diskana. Stara í sandinn. Gull? Já, ef þeir eru heppnir, því stundum er lækurinn "saltaður" gullkornum. Langar þig til þess að hverfa aftur í tímann? Ganga um í litlum áströlskum bæ staðsettum á gullleitarsvæði Ballarat? Bæ sem myndaðist þegar gullæðið greip um sig árið 1851. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2572 orð

SÖNGLEIKJAKYNSLÓÐIN

Hann byrjaði ekki að læra dans fyrr en 21 árs gamall. "Svo að ég var í fyrsta lagi of lítill og í öðru lagi of gamall til að geta gert mér vonir um frama í klassískum ballett." Hann fór því aðra leið og dansaði sig inn á söngleikjasviðin í West End í London, kom við á Íslandi ekki löngu síðar og hefur verið hér með annan fótinn upp frá því. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

TÁR KÆRLEIKANS

Hjarta þitt er perla hrein og tær í lokaðri skel. Kreppt lúkan yfir stirð, því enginn hefir náð til hjartans. Opnist lúkan lyki upp fölleitri perlu tári kærleikans. Höfundurinn er forstjóri í Reykjavík. Meira
25. júlí 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1055 orð

UNDRABÖRN OG AÐRIR SNILLINGAR

Béla Bartók: Cantata profana. Leó Weiner: Serenade fyrir litla hljómsveit. Zoltán Kodály: Psalmus hungaricus. Einsöngvarar: Tamás Daróczy (tenór) og Alexandru Agache (baryton). Kórar: Ungverski útvarpskórinn, Barnakór ungverska útvarpsins og Schola Cantorum Budapestensis. Hljómsveit: Hátíðarhljómsveitin í Budapest. Hljómsveitarstjóri: Sir Georg Solti. Útgáfa: DECCA 458 929-2 (útg. 1998). Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.