Greinar fimmtudaginn 20. ágúst 1998

Forsíða

20. ágúst 1998 | Forsíða | 102 orð

Deilt um heraðstoð við Kabila

NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, gagnrýndi í gær nokkra Afríkuleiðtoga fyrir að ætla að senda herlið til aðstoðar Laurent Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó, sem berst nú við uppreisnarmenn nærri höfuðborginni, Kinshasa. Meira
20. ágúst 1998 | Forsíða | 213 orð

Hammarskjöld myrtur?

DESMOND Tutu, erkibiskup og formaður suður-afrísku Sannleiks- og sáttanefndarinnar, birti í gær skjöl sem hann sagði benda til þess að leyniþjónustur á Vesturlöndum hefðu staðið á bak við flugslysið sem Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fórst í árið 1961. Sagði Tutu að nefndin hefði ákveðið að birta skjölin þótt hún gæti ekki ábyrgst áreiðanleika þeirra. Meira
20. ágúst 1998 | Forsíða | 323 orð

Hóta frekari aðgerðum gegn Bandaríkjunum

HÓPUR sem nefnir sig Alþjóðafylkingu Íslams gegn gyðingum og krossförum hefur á ný hótað Bandaríkjamönnum, að því er arabíska blaðið al-Hayat, sem gefið er út í London, greindi frá í gær. Hópurinn hefði sent yfirlýsingu til Kaíró-skrifstofu blaðsins og sagt að "heilögum uppreisnaraðgerðum", sem nýlega hefði verið gripið til gegn Bandaríkjunum, Meira
20. ágúst 1998 | Forsíða | 108 orð

Neyðarhjálp dugar skammt

EMMA Bonino, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Evrópusambandinu, heldur því fram að margir hinna 200 þúsund flóttamanna í Kosovo-héraði muni ekki lifa veturinn af verði ekki samið um frið hið snarasta. "Þjóðir heims verða að gera sér grein fyrir því að neyðarhjálp við flóttafólkið verður jafnframt að fylgja pólitísk lausn deilunnar," sagði Bonino, sem var á ferð um Kosovo-hérað í gær. Meira
20. ágúst 1998 | Forsíða | 433 orð

Neyðarlög til að klófesta tilræðismenn

STJÓRNMÁLAMENN á Írlandi og N-Írlandi sögðust í gær telja vopnahlésyfirlýsingu samtakanna "Hins sanna IRA", sem birt var í gær, lítið annað en "kaldrifjað kænskubragð". Mo Mowlam, N-Írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, kvaðst telja yfirlýsinguna "móðgun" enda kæmi hún sama daginn og sextán fórnarlamba sprengjutilræðisins í Omagh síðastliðinn laugardag væru borin til grafar. Meira

Fréttir

20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

17 sækja um stöðu framkvæmdastjóra

UMSÓKNARFRESTUR um stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs rann út 15. ágúst sl. og að sögn Gunnars S. Björnssonar, formanns undirbúningsnefndar um stofnun Íbúðalánasjóðs, bárust 17 umsóknir. Gunnar vildi hins vegar ekki gefa upp nöfn umsækjenda að sinni en gerði ráð fyrir að greint yrði frá þeim á morgun, föstudag, Meira
20. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 388 orð

Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi?

RÁÐSTEFNA um gæðastjórnun í menntakerfinu, undir yfirskriftinni, Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi?, verður haldin í Menntaskólanum á Akureyri dagana 21. og 22. ágúst nk. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson er verndari ráðstefnunnar og mun hann ávarpa ráðstefnugesti við setningu hennar kl. 9.00 á morgun, föstudaginn 21. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 266 orð

Austurstækkun Evrópusambandsins Takmarka skuli flutnings

Austurstækkun Evrópusambandsins Takmarka skuli flutningsfrelsi vinnuafls ÞÝZK stjórnvöld vilja koma í veg fyrir að stækkun Evrópusambandsins (ESB) til austurs opni fyrir nýja bylgju innflytjenda til Vestur-Evrópu og eru þess vegna fylgjandi því að að frjáls flutningur vinnuafls frá austantjaldsríkjunum fyrrverandi verði t Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 761 orð

Áfengisneysla valdi sem minnstum skaða

NÝIR straumar í viðhorfum til áfengis, vímuefna og meðferðar er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er í Háskóla Íslands í dag, fimmtudag, á vegum Geðlæknafélags Íslands í samvinnu við geðdeild Landsspítalans. Meðal fyrirlesara er Eric Single prófessor við háskólann í Toronto. Meira
20. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Áhugasöm börn í umferðarfræðslu

UMFERÐARSKÓLINN stendur fyrir námskeiðum í umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn í Eyjafirði þessa dagana. Umferðarskólinn er samstarfsverkefni Umferðarráðs, lögreglu og sveitarfélaga og unnin í samvinnu við starfsfólk leikskóla og grunnskóla. Kennslan er í höndum lögreglumanna og leikskólakennarara og hvert námskeið stendur í um eina klukkustund, tvo daga í röð. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Áætlaður kostnaður 2,6 milljónir króna

REIKNAÐ er með að framkvæmdir við "andlitslyftingu" Hafnarstrætis hefjist innan skamms, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra. Óvíst er hvenær framkvæmdunum lýkur og hvort takist að ljúka verkinu á þessu ári, en tillögur verkefnishóps um fegrun Hafnarstrætisins frá Lækjargötu að Pósthússtræti voru samþykktar í borgarráði í síðustu viku. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Berjaspretta er með besta móti víðast hvar á landinu

Berjaspretta er með besta móti víðast hvar á landinu Berin orðin blá og svört BERJASPRETTA er með besta móti víða um land og fólk byrjað að fara í berjamó, að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og sérfræðings um berjatínslu. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Farsímanúmer Tals skráð í símaskrá

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur tilkynnt Landssíma Íslands hf. að fyrirtækinu sé heimilt að skrá áskrifendur í GSM-farsímakerfi Tals hf. í símaskrá að því tilskildu að áskrifendurnir óski þess sjálfir skriflega. Tölvunefnd hefur samþykkt þessa afgreiðslu mála. Fyrir skráninguna skal taka sams konar gjald og tekið er fyrir aukalínur í símaskrá, enda sé það í samræmi við tilkostnað. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 361 orð

FBI leitar á hóteli í Nairobi

FULLTRÚAR bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, réðust inn á hótel í Nairobi, höfuðborg Kenýa, og fundu þar vísbendingar um sprengjusmíði, eftir að hafa fengið ábendingu frá manni sem grunaður er um aðild að tilræðinu. Kenýska blaðið The Nation greindi frá þessu í gær. Meira
20. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Ferð í Ólafsfjörð og Hvanndali

FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir ferð í Ólafsfjörð og Hvanndali helgina 22.­23. ágúst nk. Upphaflega átti að fara þessa ferð um síðustu helgi en henni var frestað um viku vegna veðurs. Lagt verður af stað kl. níu á laugardagsmorgun með rútu frá skrifstofu Ferðafélagsins að Strandgötu 23 og ekið út að Ytriá í Ólafsfirði. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fimmvörðuháls, Þórsmörk og hringferð að Fjallabaki

ÞÓTT langt sé liðið á sumar er enn eftir góður tími til ferðalaga innanlands og framundan er fjölbreytt úrval helgarferða í boði hjá Ferðafélagi Íslands. Um helgina er farið í hringferð að Fjallabaki þar sem farið verður bæði nyrðri og syðri Fjallabaksleið og er gist í sæluhúsum félagsins við Álftavatn og í Landmannalaugum. Brottför er föstudagskvöldið 21. ágúst kl. Meira
20. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 423 orð

Fjölmenni sótti D-daginn á Hvanneyri

Grund-Á annað þúsund gesta heimsótti Hvanneyri 15. ágúst sl. á degi dráttarvélanna sem haldinn var í tilefni þess að nú eru 80 ár liðin síðan fyrsta dráttarvélin var flutt til landsins. Dagskráin var fjölbreytt. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 449 orð

Fullkomin rækjuverksmiðja reist í Kanada

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur og Básafell á Ísafirði hafa í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Clearwater Fine Foods Inc. ákveðið að reisa rækjuverksmiðju í St. Anthony, sem er þrjú þúsund manna bær nyrst á Nýfundnalandi. FH og Básafell munu eiga 25% hlutafjár í St. Anthony Seafoods Ltd., fyrirtæki um hina nýju verksmiðju. Meira
20. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 676 orð

Gerð nýs búvörusamnings aðalmál fundarins

Sauðárkróki-Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda var haldinn á Sauðárkróki 17. og 18. ágúst sl. og sóttu fundinn 43 af 44 fulltrúum sem rétt höfðu til fundarsetu. Fundarstörf hófust eftir hádegi á mánudag og að lokinni fundarsetningu, kosningu starfsmanna fundarins, afgreiðslu kjörbréfa og lagabreytingum var flutt skýrsla stjórnar og ávörp gesta. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Góður árangur í Búdapest

ÍSLENSKU keppendurnir á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum, Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnardóttir, stóðu sig mjög vel í gær. Jón Arnar er í öðru sæti eftir fyrri dag tugþrautarkeppninnar, aðeins 11 stigum á eftir Eduard Hamalainen frá Finnlandi. Jón Arnar er með 4. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 312 orð

Grafið eftir spænskuveikiveiru VÍSINDAMENN af ýmsu þ

VÍSINDAMENN af ýmsu þjóðerni héldu í gær minningarathöfn í kirkjugarðinum á Svalbarða áður en þeir hófust handa við að grafa upp jarðneskar leifar sex manna, sem létust úr "spænsku veikinni" svokölluðu árið 1918. Vonast vísindamennirnir til að geta einangrað veiruna úr frosnum líkunum, í því skyni að komast að því hvað gerði hana svo skæða sem raun bar vitni. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Greinaröð um Müruvet Basaran

TYRKNESKA dagblaðið Sabah birtir um þessar mundir greinaröð þar sem fjallað er um tyrknesku konuna Müruvet Basaran Meyer, sem kom hingað til lands með ásamt syni sínum, sem á íslenskan föður. Að sögn Ahmets Özays blaðamanns birtir blaðið greinar um þessi mál fjóra daga í röð og í dag átti að fjalla um heimsókn mæðginanna á Bessastaði í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Guðmundur Emilsson ráðinn forstöðumaður

REKTOR Háskólans í Lettlandi, Juris Zakis, tilkynnti í Reykjavík í fyrradag að verið væri að setja á laggirnar norræn-baltneska tónlistarstofnun við Háskólann í Riga, höfuðborg Lettlands. Juris Zakis skýrði ennfremur frá því að Guðmundur Emilsson mundi veita stofnuninni forstöðu en hann hefur um nokkurra mánaða skeið stjórnað Fílharmoníuhljómsveit Lettlands. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Hestar fluttir með sama hætti mörg undanfarin ár

YFIRDÝRALÆKNISEMBÆTTIÐ á Íslandi á samstarf við yfirdýralækni í Danmörku um rannsókn á hrossunum níu sem drápust í hestaflutningabíl um borð í ferjunni Norrænu fyrir einni viku. Danska yfirdýralæknisembættið tók hestana til krufningar og er nú beðið skýrslu embættisins. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Kaupréttarsamningur er fyrir hendi

TALIÐ er að það líði nokkrar vikur áður en endanlegt mat liggur fyrir á tjóninu sem varð í eldsvoða í Nýja bíó í Austurstræti 22b 30. júlí sl. Eigendur hússins, Leó Löve lögfræðingur og Jón Guðmundsson fasteignasali, höfðu gert kaupréttarsamning við tvo einstaklinga en Jón segir að hann öðlist ekki gildi fyrr en kaupverð hafi verið innt af hendi. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 148 orð

Kohl berst í Bæjaralandi

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, strýkur klút yfir andlitið áður en hann hélt ræðu í gamla kastalanum í Bayreuth í Bæjaralandi í gær. Ræða kanzlarans markaði upphaf lokaspretts kosningabaráttu flokks hans, Kristilegra demókrata, og bæverska systurflokksins CSU fyrir kosningarnar til Sambandsþingsins 27. september og til þings Bæjaralands tveimur vikum fyrr. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 517 orð

Kom heilbrigðisráðuneytinu á óvart

UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu í áliti, sem tekið var saman vegna kvörtunar Félags íslenskra stórkaupmanna, að Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, megi ekki gegna starfi formanns lyfjaverðsnefndar. Segir í niðurstöðum álitsins að starfsskyldurnar séu í þeim mæli ósamrýmanlegar, að sami maður megi ekki gegna þessum störfum á sama tíma. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 410 orð

Land á Háreksstaðaleið tekið eignarnámi

MATSNEFND eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu að lokinni vettvangsgöngu í fyrradag að Vegagerð væri heimilt að hefja framkvæmdir á svokallaðri Háreksstaðaleið, en Vegagerðin tekur land í jörðum Háreksstaða og Arnórsstaða eignarnámi undir vegagerðina. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

"Langar að koma aftur að ári

ÞÝSKU mæðginin Petra og Tilman Bartsch hafa dvalið hér á landi í sumar af heilsufarsástæðum. Tilman er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hitastigið fer yfir 20 stig á Celsius. Því er ekki óhætt fyrir hann að vera í heimalandi sínu frá miðjum maí fram í miðjan september. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Makríl úr Smugunni landað

ÍSFISKTOGARINN Sjóli HF landaði í gær hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað um 60 tonnum af ísuðum makríl sem skipið veiddi í Síldarsmugunni. Að sögn Svanbjarnar Stefánssonar, framleiðslustjóra SVN, var makríllinn heilfrystur, væntanlega fyrir markaði í Rússlandi, Evrópu og Japan. Svanbjörn sagðist ekki vita til þess að makríll hefði áður verið unninn á þennan hátt hér á landi. Meira
20. ágúst 1998 | Miðopna | 903 orð

Matvandur en einstaklega gáfaður Ingvar Emilsson er einn fárra Íslendinga sem kynnst hafa háhyrningnum Keikó af eigin raun og

INGVAR Emilsson veitti umsjónarmönnum Keikós ráðgjöf, sem haffræðingur og Íslendingur þegar Keikó var í Mexíkóborg. Hann veitti ráð varðandi umhverfi háhyrningsins, og segir Ingvar að ekki hafi verið auðvelt að halda lífi í svona dýri í 2.400 m hæð yfir sjávarmáli. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 222 orð

Mál höfðað gegn Bhutto vegna peningaþvættis

SVISSNESKUR rannsóknardómari tilkynnti í gær að nægar vísbendingar væru fyrir hendi til að höfða mál á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, vegna peningaþvættis. Málið verður tekið fyrir í Pakistan, þar sem Bhutto hefur verið meinað að yfirgefa landið. Hún neitar öllum sakargiftum. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 594 orð

Mismikill heyfengur eftir landshlutum Hætta á heyskorti verði veturinn harður

HEYFENGUR hefur víðast hvar verið undir meðallagi í sumar og aðeins á Suðurlandi er búist við að hann nái góðu meðalári. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar landnýtingarráðunautar gæti heyskortur farið að segja til sín á ákveðnum svæðum, einkum verði veturinn harður og nefnir hann þar sérstaklega Norðausturland þar sem tíðarfar hefur verið erfitt og heyskapur seint á ferðinni. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 628 orð

Missti tröll eftir nær fimm stunda viðureign

MENN hafa verið að setja í og landa óvenjumörgum stórlöxum í sumar, sérstaklega þó í gömlu stórlaxadrottningunni Laxá í Aðaldal. Það er þó ekki þar með sagt að það sé liðin tíð að menn missi þá stærstu. Fyrir skömmu fréttist að enskur unglingur hefði glímt við mikið ferlíki í Vífilsfljóti í Selá í Vopnafirði. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 416 orð

Nauðsynlegt að færa brúarstæði innan 20 ára

VEGAGERÐIN fylgist náið með framvindu landbrots sjávar við Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem ströndin hefur á kafla síðustu áratugina færst inn í landið. Ef fram heldur sem horfir mun sjórinn hafa náð vegarstæðinu og brúnni yfir Jökulsá eftir kringum fjörutíu ár, samkvæmt útreikningum Helga Jóhannessonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 856 orð

Náið samstarf norrænna ríkislögreglustjóra

Ríkislögreglustjórar Norðurlanda funda um þessar mundir í Reykjavík. Sigríður B. Tómasdóttir sat blaðamannafund þar sem m.a. var rætt um markmið og aðferðir lögregluyfirvalda til að fækka afbrotum. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Nýr eigandi hársnyrtistofu

EIGENDASKIPTI hafa orðið á hársnyrtistofunni Arnarbakka 2 sem áður hét Ölduberg. Nýi eigandinn er Elín Huld Hartmannsdóttir, hárgreiðslumeistari. Boðið er upp á alla almenna hársnyrtiþjónustu. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9­18. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Ný silungstegund finnst í vatni á Ströndum

RANNSÓKNIR sem gerðar hafa verið á fiski úr Fýlingjavötnum á Ströndum benda til þess að ný fiskitegund sé komin fram. Fiskurinn líkist bleikju í fjarska en DNA rannsóknir hafa leitt í ljós skyldleika við urriða. Tumi Tómasson fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun hefur haldið utan um rannsóknir á fiskinum og segir hann allt benda til þess að um nýja tegund sé að ræða. Meira
20. ágúst 1998 | Miðopna | 947 orð

Ný tegund orðið til í einangraðri tjörn

RANNSÓKNIR standa yfir á sérkennilegum fiski sem lengi hefur verið í Fýlingjavötnum á Ströndum. Fiskurinn líkist bleikju í fjarska og hafa veiðimenn talið að um bleikjuafbrigði væri að ræða. Sýni, sem rannsökuð hafa verið á Írlandi , sýna að erfðafræðilega sé um urriða að ræða. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 325 orð

Opinberar dánartölur þykja tortryggilegar

TVÆR vikur eru nú liðnar síðan kínversk stjórnvöld gáfu síðast út dánartölur vegna flóðanna í sumar, og hefur það vakið grun um að mun fleiri en tvö þúsund manns hafi látið lífið, eins og yfirvöld halda fram, ekki síst vegna þess að í Kína er löng hefð fyrir því að stjórnvöld falsi opinberar tölur. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Óheimilt að framselja samninga

ÚRSKURÐARNEFD sjávarútvegsins komst í gær að þeirri niðurstöðu að áhöfnum og útgerðum fiskiskipa sé ekki heimilt að fela hagsmunasamtökum sínum eða öðrum utanaðkomandi samninga um fiskverð. Áhöfn ísfisktogarans Ásbjörns RE fól fulltrúum Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands fyrr í sumar að semja fyrir sína hönd um fiskverð við útgerð skipsins, Granda hf. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 152 orð

Óttast að yfir 200 manns hafi látið lífið

ÓTTAST er að yfir 200 manns hafi látið lífið er aurskriða féll á afskekktan fjallaveg í norðurhluta Indlands á þriðjudag. Embættismenn skýrðu einnig frá því að 25 manns hefðu farist af völdum annarrar aurskriðu sem féll á svipuðum slóðum í gær. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Ráðstefna SUS um erfðarannsóknir og gagnagrunna

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna (SUS) boðar til ráðstefnu um erfðarannsóknir og gagnagrunna laugardaginn 22. ágúst kl. 14 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Ráðstefnan er liður í þeirri viðleitni SUS að auka umræðu um atvinnutækifæri ungs fólks hér á landi og forsendur fyrir hærri launum. Markmiðið er að bjóða fyrirlestra sem eiga að vera innlegg í umræður um þessi mál næstu vikur. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Rætt um fjárfestingar og aðstoð við landhelgisgæzlu

OPINBERRI heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Mósambík lauk í gær. Halldór átti fund með Leonardo Simao, utanríkisráðherra Mósambík, og ræddu þeir m.a. möguleika á fjárfestingum íslenzkra einkafyrirtækja í mósambískum sjávarútvegi og hugsanlega astoð Íslendinga við að byggja upp landhelgisgæzlu. Meira
20. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Sjö umsóknir bárust

SJÖ umsóknir bárust um starf hafnarstjóra Hafnasamlags Eyjafjarðar BS. en umsóknarfrestur rann út fyrir helgina. Umsækjendur eru; Eggert Bollason, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, Hallgrímur Pétursson, Helgi Sigfússon, Jóhann Ólafsson, Sigurjón Sigurjónsson og Örn Gunnlaugsson. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 283 orð

Skuldbreyting skammtímalána undirbúin

GENGI rússnesku rúblunnar hélt áfram að lækka í gær og verð hlutabréfa á markaði var það lægsta um tveggja ára skeið. Boris Fjodorov, nýskipaður aðstoðarforsætisráðherra, frestaði tilkynningu um fyrirkomulag endurskipulagningar skammtímaskulda ríkisins: "Við verðum tilbúnir með áætlun um breytingu skammtímaskulda á mánudag," lofaði Fjodorov í gær. Meira
20. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1184 orð

Starr ber saman vitnisburð Clintons og Lewinsky

MONICA Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, ber í dag vitni fyrir rannsóknarkviðdómi sérskipaðs saksóknara, Kenneths Starrs, öðru sinni. Blaðið Washington Post hefur eftir heimildamönnum sem kunnugir eru rannsókn Starrs, að tilgangurinn með því að kalla Lewinsky aftur fyrir sé að láta reyna á trúverðugleika framburðar Bills Clintons forseta sl. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Styrkur til húsakaupa á Neskaupstað

OFANFLÓÐASJÓÐUR hefur samþykkt að veita Austurhéraði styrk til að kaupa á sex íbúðarhúsum á snjóflóðahættusvæði á Neskaupstað. Fasteignamat húsanna er samtals um 32,4 milljónir króna. Matsnefnd um markaðsvirði húsanna er enn að störfum. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Stærsti kippur frá árinu 1975

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,2 stig á Richter-kvarða og átti upptök sín í vesturhlíðum Fagradalsfjalls varð skömmu eftir klukkan 1 í fyrrinótt. Margir smærri fylgdu í kjölfarið og héldu þeir áfram fram eftir morgni. Skjálftinn er sá stærsti í hrinu sem hófst á mánudag norður af Keili og síðan hefur færst til Kleifarvatns en í gær var óróinn mestur austan til í Fagradalsfjalli. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Sumarferð Alþýðuflokksins

ÁRLEG sumarferð Alþýðuflokksins verður laugardaginn 22. ágúst. Brottför verður kl. 10 frá Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu. Farið verður um Vesturlandskjördæmi ­ Akranes, Borgarnes og Snæfellsnes. Veitingar í boði og skemmtidagskrá. Verð 1.500 kr. Skráning á skrifstofu Alþýðuflokksins. Allir jafnaðarmenn velkomnir. Meira
20. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Svend Asmussen kvartettinn heimsækir Akureyri

DANSKI fiðlusnillingurinn Svend Asmussen og félagar hans halda tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 23. ágúst nk. kl. 20.30. Fáir djassleikarar hafa verið vinsælli á Íslandi en Svend Asmussen, enda hefur tónlist hans hljómað í íslensku útvarpi í rúma hálfa öld. Svend er nú 82ja ára gamall og hefur leikið djass í nær sjötíu ár. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sveppatínslu- og skógarferð í Heiðmörk

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ferðafélag Íslands efna til sveppatínslu- og skógarskoðunarferð í Heiðmörk sunnudaginn 23. ágúst nk. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13 og ekið upp í Heiðmörk með viðkomu í Mörkinni 6. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

"Svört ekkja" á Íslandi

ERLING Ólafssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun, hefur verið falið af lögreglunni að farga eitraðri kónguló af tegundinni Latrodectus mactans, sem nefnd hefur verið Svarta ekkjan, sem borist hefur hingað til lands frá Bandaríkjunum. Bit kóngulóa af þessari tegund veldur miklum sársauka og ógleði en sjaldgæft er að það sé banvænt. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sýknaður af ákæru um manndráp

ÖKUMAÐUR bifreiðar sem í október í fyrra lenti í árekstri á brúnni yfir Norðfjarðará, þar sem kona á áttræðisaldri beið bana, var í fyrradag í Héraðsdómi Austurlands sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot. Ákærði var einn á ferð í bifreið sinn á leið í suðurátt þegar áreksturinn varð, en hjón voru í hinum bílnum. Meira
20. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Söngvökum að ljúka

Í SUMAR hafa verið haldnar Söngvökur á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í Minjasafnskirkjunni á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Á Söngvökunum eru flutt sýnishorn íslenskrar tónlistarsögu, svo sem rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tilboði lægstbjóðanda tekið

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ásmundar Sigurðssonar á Selfossi, í efni og lagningu rafstrengs á Nesjavöllum, þ.e. milli stöðvarhúss og dælustöðvar. Tilboð Ásmundar er rúmar 28,8 milljónir króna, sem er 87,82% af kostnaðaráætlun. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Verðlaun afhent á Laugavegi

Í TENGSLUM við opnun endurgerðs Laugavegs 25. júlí var efnt til samkeppni um nafn á tveimur torgum sem á götunni eru við Laugaveg 59 og Laugaveg 77. Fjölmargar tillögur bárust og nú á að upplýsa um nöfn torganna og afhenda verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar. Borgarstjórinn í Reykjavík Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun afhenda verðlaunin í dag kl. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vinna fyrir Keikó á Þórshöfn

Vinna fyrir Keikó á Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. HJÁ Netagerðinni Ingólfi á Þórshöfn er alltaf í nógu að snúast og er nú unnið þar við að búa til öryggisgirðingu sem verður strengd á milli Ystakletts og Heimakletts. Meira
20. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Þjóðarsáttarsamningarnir mörkuðu tímamót

VERÐLAGSHÆKKANIR hafa verið mjög litlar á Íslandi síðustu árin, en sú er ekki raunin þegar litið er lengra aftur í tímann. Þá mældust verðlagshækkanir milli ára gjarnan í tugum prósenta og Ísland skar sig úr að þessu leyti í samanburði við nágrannalöndin. Meira

Ritstjórnargreinar

20. ágúst 1998 | Staksteinar | 309 orð

»Bílpróf í 18 ár? Í FORYSTUGREIN Dags 19. ágúst sl. mælir ritstjóri blaðsins

Í FORYSTUGREIN Dags 19. ágúst sl. mælir ritstjóri blaðsins með því að bílprófsaldur verði af öryggisástæðum færður upp í 18 ár. Lærum af reynslunni STEFÁN Jón Hafstein segir í leiðara Dags: "Formaður Ökukennarafélags Íslands telur vel koma til álita að hækka bílprófsaldur um eitt ár. Meira
20. ágúst 1998 | Staksteinar | 270 orð

»Starfshættir forseta "FYRRVERANDI forseti fór í slaginn til stuðnings valdh

"FYRRVERANDI forseti fór í slaginn til stuðnings valdhöfum okkar, en núverandi forseti fer í hann gegn valdhöfum," segir Jónas Kristjánsson í leiðara DV sl. þriðjudag. Viðkvæmt mál Meira
20. ágúst 1998 | Leiðarar | 613 orð

ÞANÞOL FRIÐARSAMKOMULAGS

Leiðari ÞANÞOL FRIÐARSAMKOMULAGS UGLJÓST ER, að hryðjuverk klofningshóps úr Írska lýðveldishernum í bænum Omagh um síðustu helgi reynir til hins ýtrasta á þanþol friðarsamkomulagsins í Norður-Írlandi. Meira

Menning

20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð

8villtir Grundfirðingar

STÓRDANSLEIKUR var haldinn í sumar í samkomuhúsinu á Grundarfirði, Kristjáni IX, og sá hljómsveitin 8villt um að halda uppi stemmningunni. Fólk mætti víðsvegar af Nesinu og skemmti sér konunglega, enda Grundfirðingar kunnir fyrir að geta skemmt sér ætli þeir það á annað borð. mblMorgunblaðið/Guðlaugur Albertsson LÓA Björk Jóelsdóttir, Bryndís S. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 1090 orð

"Allir góðir hlutir tengjast" Hrönn Sveinsdóttir plötusnúður, þáttargerðarmaður og tölvuspilaunnandi hefur komið víða við þrátt

HRÖNN var hálfslöpp þegar hún mætti í viðtalið en lét það ekki aftra sér og kom sér fyrir við gluggann á Kaffi Frank í Lækjargötu. Hún er 21 árs og útskrifaðist úr MR fyrir ári. Útskriftin kom reyndar hálfóvænt því Hrönn hafði ákveðið að hætta í skólanum á miðjum vetri og skellti sér til San Fransisco. Meira
20. ágúst 1998 | Menningarlíf | 92 orð

"Ágústkvöld"

SIGNÝ Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir flytja "Ágústkvöld í Kaffileikhúsinu" í kvöld, fimmtudagskvöld. Á efnisskrá eru m.a. glettnir söngvar, rómantískar "chansons" og kaffihúsasmellir. Meðal laga á efnisskránni eru lög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, lög eftir Satie, Poulence, Þorstein Gylfason og G. Donnizetti. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 330 orð

Blóði drifin spor í hrollvekjum

Í TILEFNI af því að Jamie Lee Curtis leikur í nýrri hryllingsmynd "Halloween: H20" 20 árum eftir að hún lék í fyrstu Halloween- myndinni kannaði bandaríska vikublaðið People hvaða frægu leikarar í Hollywood stigu sín fyrstu blóði drifnu spor í landi Kruegers og Carrie. Jennifer Aniston lék í hrollvekjunni Leprechaun eða Búálfinum. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 244 orð

Brothætt ást Óskar og Lúsinda (Oscar and Lucinda)

Framleiðendur: Robin Dalton og Tomothy White. Leikstjóri: Gillian Armstrong. Handritshöfundur: Laura Jones. Kvikmyndataka: Geoffrey Simpson. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Cate Blanchett, Tom Wilkinson og Richard Roxburgh. (130 mín.) Áströlsk/bandarísk. Skífan, ágúst 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 45 orð

Carlos Santana heiðraður

TÓNLISTARMAÐURINN Carlos Santana og leikarinn Edward James Olmos fögnuðu því að Santana varð 2113. stjarnan sem er heiðruð með eigin stjörnu á Frægðargötunni í Hollywood. Santana hefur selt rúmlega 30 milljónir platna og var vígður inn í Frægðarhöll rokksins fyrr á árinu. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 286 orð

Erfið helgi

HELGI Björnsson hefur troðið upp með SSSól í sumar og hefur ekki gengið erfiðleikalaust að koma dagskránni heim og saman við leik hans í Carmen negra í Íslensku óperunni þar sem hann er í hlutverki Zuniga hershöfðingja. "Ég er heppinn að því leytinu til að ég er búinn í hléi," segir hann. "Ég hef þá henst út í flugvél, farið í bíl eða tekið leiguflug. Meira
20. ágúst 1998 | Myndlist | 409 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 336 orð

Handarför í steypu og sannkölluð stjörnuopn

GALLERÍIÐ Fiskurinn á Skólavörðustíg opnaði formlega sýningu Jóníar Jónsdóttur og Þorvaldar Þorsteinssonar á stjörnukorti af svæði 101 í Reykjavík sem er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þau félagar eru upplýsinga- og kynningarfulltrúar fyrirtækisins "Innan handar" og stóðu því að sannkallaðri stjörnuopnun sýningarinnar. Meira
20. ágúst 1998 | Menningarlíf | 179 orð

Hörður Áskelsson og Douglas A. Brotchie við orgelið

HÖRÐUR Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á orgelið í hádeginu í dag, fimmtudag, og hefjast tónleikarnir kl. 12. Hörður leikur fyrsta kaflann úr svítu um sálminn "Veni Creator Spiritus" eða Kom, skapari helgur andi, eftir Nicolas de Grigny. Hann var uppi á síðari hluti 17. aldar. Þá leikur hann hina frægu Passacagliu í c-moll BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach. Meira
20. ágúst 1998 | Tónlist | 569 orð

Klassísk rómantík

Elisabeth Zeuthen Schneider og Halldór Haraldsson fluttu tónverk eftir Hartmann feðga og Carl Nielsen. Þriðjudagurinn 18. ágúst, 1998. SKANDINAVÍSKIR listamenn hafa á öllum tímum verið sérlega viðkvæmir fyrir öllu er gerðist í Mið­Evrópu og jafnvel Rússar og Englendingar hafa ævinlega gefið mikið fyrir viðurkenningu ítalskra, þýskra og jafnvel franskra starfsbræðra. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 266 orð

Leiðinlegur lygavefur Lagablekking (Laws of Deception)

Framleiðsla: David E. Ornstone, Richard Salvatore og Joey Travolta. Leikstjórn: Joey Travolta. Handrit: Rollin Jarret. Kvikmyndataka: Dan High. Tónlist: Jeff Lass. Aðalhlutverk: C. Thomas Howell, Brian Austin Green, James Russo og Amber Smith. 94 mín. Bandarísk. Bergvík, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. EVAN Marino (C. Meira
20. ágúst 1998 | Menningarlíf | 258 orð

Málverkasýningar á þremur stöðum Sýnir á Au

BJARNI Jónsson listmálari opnar þrjár sýningar á Austfjörðum á næstunni. Sú fyrsta verður í gamla barnaskólanum á Seyðisfirði dagana 21.­23. ágúst, þá á Hótel Egilsbúð, Neskaupstað 28.­30. ágúst og sú þriðja í Verkalýðsfélagshúsinu, Eskifirði 4.­6. september. Á þessum sýningum er myndefnið helst sótt í þjóðlíf fyrri tíma auk annarra viðfangsefna. Meira
20. ágúst 1998 | Myndlist | 507 orð

Minningarsýning

Til 30. ágúst. Opið daglega frá kl. 13­18. Aðgangur kr. 200. PROJEKTHÓPURINN, þeir Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Eggert Einarsson og Ómar Stefánsson, hafa hleypt af stokkunum samsýningu í Listaskálanum í Hveragerði tileinkaðri Dieter Roth. Til þessarar minningarsýningar hafa þeir boðið tveim listamönnum utan hópsins, þeim Kristjáni Guðmundssyni og Hermann Nitsch. Meira
20. ágúst 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Naglasúpa á krossgötum

Klukkan er um 16 að staðartíma, þegar vél brezka flugfélagsins lækkar sig inn að botni Miðjarðarhafs og flýgur inn yfir strönd Ísraels til lendingar á Ben Gurion flugvellinum. Þrátt fyrir 30 stiga hita hef ég beðið þess með nokkurri eftirvæntingu að sjá þetta land, sem ekki aðeins er stríð og deilur gyðinga og araba, heldur og vagga barnstrúar minnar og löngu fyrirheitinn staður. Meira
20. ágúst 1998 | Menningarlíf | 181 orð

Nýjar bækur ÁRTÖL og áfangar í sö

ÁRTÖL og áfangar í sögu íslenskra kvenna er uppfletti- og heimildarit sem nýtist fræðimönnum og nemendum er vinna að rannsóknum á sviði kvennafræða. Einnig öllum þeim sem vilja fræðast um áfanga í sögu kvenna á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Hugmyndin að ritinu átti dr. Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands. Meira
20. ágúst 1998 | Myndlist | 655 orð

Prófsteinn listarinnar

Opið 12­18. Sýningin stendur til 23. ágúst. Á LISTASAFNI Akureyrar má skoða afar athyglisverða sýningu sem sett er upp í samstarfi safnsins á Akureyri, Pier-listamiðstöðvarinnar í Stromness á Orkneyjum og Stadtpark-listasalarins í Krems í Austurríki. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 323 orð

Raunsönn mynd af innrásinni í Normandí?

KVIKMYND Spielbergs "Saving Private Ryan" byrjar á 24 mínútna löngu atriði frá innrásinni í Normandí 6. júní árið 1944. Reynir leikstjórinn að draga upp sem raunsannasta mynd af atburðarásinni og setja sig í spor bandarísku hermannanna sem þurftu að takast á við þetta stórkostlega krefjandi verkefni. Myndavélinni er aldrei beint aftur fyrir óvinalínu heldur fylgir hún bandarísku hermönnunum. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 181 orð

Rólegt og afslappað fertugsafmæli

ÞAÐ voru engir leikir eða stórfenglegar uppákomur þegar Madonna hélt upp á fertugsafmælið sitt síðasta sunnudag. Að sögn dagblaðsins Daily Mail hélt stjarnan upp á daginn í rólegheitum með því að bjóða nokkrum vinum til kvöldverðar í glæsihýsi sem hún leigði í Hamptons í New York. Meira
20. ágúst 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á vatnslitamyndum Ástu Árnadóttur í Sverrissal og málverkasýningu fimm listamanna frá Slesvík-Holtsetlandi, lýkur mánudaginn 24. ágúst. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12­18. Handverk & hönnun Sýningu sænsku listakonunnar Anitu Hedin á textílmyndverkum með ásaumstækni lýkur laugardaginn 22. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Myndlist | 820 orð

Tveir afbragðs ljósmyndarar

Opið alla daga nema mánudaga milli 14 og 18. Aðgangur 200 kr. Til 23. ágúst. LJÓSMYNDASÝNINGIN "Heimahagar ­ Homeplaces" er heillandi fyrir margra hluta sakir. Tveir ljósmyndarar, einn Íslendingur og einn Ameríkani frá Minnesota, sem kominn er af Vestur- Íslendingum, heimsækja heimaslóðir hvor annars. Meira
20. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 1233 orð

Tvítug Hrekkjavaka Tveir áratugir eru frá því John Carpenter sendi frá sér unglingahrollvekjuna Hrekkjavöku eða "Halloween".

UNGLINGAHROLLVEKJAN virðist hafa eins mörg líf og Freddy Kruger eða Jason eða Michael Meyer eða hvað þeir nú heita allir þessir geðsjúku morðingjar hrollvekjanna sem lifna við jafnóðum og þeir eru drepnir. Unglingahrollvekjan hefur í það minnsta kviknað til lífsins á ný eftir nokkurra ára dásvefn. Meira

Umræðan

20. ágúst 1998 | Aðsent efni | 401 orð

Endurtekning fyrri sjónarmiða

Í SÉRHVERRI ritdeilu í dagblaði kemur fljótt að því, að hún verði sífelld endurtekning fyrri sjónarmiða. Svo er að fara um ágreining okkar lögmannanna, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og mín, sem birzt hefur í Morgunblaðinu með viðtali við Jón laugardaginn 1. ágúst og við mig laugardaginn 14. ágúst. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. Meira
20. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1418 orð

Frjáls verslun, núllið og veiðileyfagjald

LANGT er um liðið síðan systurnar í Landakoti kenndu mér að reikna upp úr kennslubókum Elíasar Bjarnasonar. Þá var blessunarlega ekki búið að finna upp mengjafræðina til að skýra innsta eðli stærðfræðinnar, heldur var staglast á því sama aftur og aftur. 1+1, 2+2, 2+1, 1+2, 1+1. Síðar komu orðadæmin sem flest voru á eina lund. Kaupmaður kaupir vöru á 4 krónur og selur hana aftur á 6 krónur. Meira
20. ágúst 1998 | Aðsent efni | 833 orð

Gagnrýni á Hæstarétt og "rétt" niðurstaða í dómsmálum

HÆSTARÉTTARLÖGMENNIRNIR Jón Steinar Gunnlaugsson og Jakob Möller hafa undanfarið átt í athyglisverðri orðræðu um lögfræðileg málefni. Þar hafa þeir m.a. rætt um gagnrýni á dóma Hæstaréttar Íslands og hvort til séu fleiri en ein "rétt" niðurstaða í lögfræðilegum álitaefnum. Það eru einkum skoðanir Jóns Steinars sem ég kýs að gera að umtalsefni. Meira
20. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Heyra má ég biskups boðskap Frá Jörmundi Inga Hansen:

BISKUP hinnar íslensku þjóðkirkju lýsti því yfir á Hólum nú um helgina að þjóðin stæði nú í fyrsta sinn í þúsund ár andspænis raunverulegu vali milli kristni og heiðni. Ásatrúarmenn eru hér hjartanlega sammála biskupi. Í fast að níuhundruð ár nutu Íslendingar ekki trúfrelsis. Í nær fimm hundruð ár voru Íslendingar skikkaðir til kaþólsku og til lútersku í meira en þrjú hundruð ár. Meira
20. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 544 orð

Íþróttir aldraðra Þorsteini Einarssyni: HVAÐ er framundan af stö

HVAÐ er framundan af störfum fyrir íþróttir aldraðra hjá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) og hvað aðhafðist félagið í sumar? Námskeið fyrir leiðbeinendur íþróttaiðkana aldraðra heldur stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, 21.­23. ágúst, í húsakynnum Árbæjarskóla í Reykjavík. Meira
20. ágúst 1998 | Aðsent efni | 813 orð

Málamiðlanir upp á eldhúsborðið

UPP á síðkastið hefur mátt sjá einhver ósköp af hugtakaruglingi hrökkva af munni stjórnmála- og embættismanna og endurvarpast í fjölmiðlum. Það er ekki á færi hvunndagsfólks að skilja allar flækjurnar í sambandi við hvað sé ferðakostnaður og hvað sé risna, eða hvernig aðgreina beri bankastjórn og yfirmenn banka. Meira
20. ágúst 1998 | Aðsent efni | 904 orð

Sölumaður kemur heim

FRAMLEIÐANDI: Kári Stefánsson og erlendir fjárfestar. Höfundur: Kári Stefánsson. Leikstjórn: Kári Stefánsson. Handrit: Kári Stefánsson, ýmis ráðuneyti og fjölmiðlar. Tónlist: Kári Stefánsson: "Þrálátur einleikur á þjóðarsál." Leikendur: Kári Stefánsson, ráðherrar, þingmenn, fjölmiðlafólk og læknar. Leiksvið: Alþingi, ráðuneyti og íslenskir fjölmiðlar. Meira

Minningargreinar

20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1182 orð

Björn Þórðarson og Sigríður J. Guðmundsdóttir

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag." Afi bað okkur systurnar oft að syngja þetta ljóð, Hótel jörð, eftir Tómas Guðmundsson, fyrir sig og ömmu. Þá vorum við einu sinni sem oftar á ferð í bílnum í stuttri "skemmtiferð", eins og hann sagði svo oft, eða á lengri leið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ferð afa var torsótt til að byrja með. "Urð og grjót. Upp í mót. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 321 orð

BJÖRN ÞÓRÐARSON OG SIGRÍÐUR J. GUÐMUNDSDÓTTIR

Björn Þórðarson var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Lovísa Björnsdóttir frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, f. 1. nóvember 1862, d. 9. júní 1906, og Þórður Kristinn Jónsson bóndi í sömu sveit, f. 15. júní 1858, d. 7. október 1941. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 814 orð

Hannes Þórður Hafstein

Þjóðin hefur misst stórmenni í slysavarna- og bjögunarmálum. Sporin sem hann lagði í þeim málum eru til þess fallin að fylgja þeim, því þau eru í anda Slysavarnafélags Íslands; að berjast gegn slysum og vera skjót til hjálpar eða björgunar náunganum. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HANNES ÞÓRðUR HAFSTEIN

HANNES ÞÓRðUR HAFSTEIN Hannes Þórður Hafstein fæddist á Húsavík 29. nóvember 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. júlí. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Jón B. Jónsson

Þessar fáu línur eru til að kveðja bróðurson minn og kæran vin, sem á unglingsárum sínum í Neskaupstað var daglegur gestur hjá afa sínum og ömmu í Holti og áttum við þá saman margar ánægjustundir. Jón var ákaflega léttur í lund, en dulur og ekki vanur að flíka tilfinningum sínum. Þó var skopskynið í góðu lagi og hann fljótur að koma auga á spaugilegar hliðar á málunum. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 32 orð

JÓN B. JÓNSSON

JÓN B. JÓNSSON Jón B. Jónsson fæddist í Neskaupstað 14. desember 1934. Hann lést í Kristinehamn í Svíþjóð 29. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Visnumkirke í Kristinehamn 14. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 699 orð

Óttar Viðar

Óvænt og skyndilega er vinur minn Óttar Viðar fallinn frá aðeins 68 ára að aldri. Óttar var um margt óvenjulegur maður. Hann var bankastjórasonur úr Reykjavík, greindur að upplagi og átti auðvelt með nám. Hann hefði því getað gengið til fjölmargra starfa. En hann kaus að svara kalli hjartans, fór úr allsnægtum til að yrkja jörðina og gerðist bóndi norður í landi. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Óttar Viðar

Elsku afi er dáinn. Afi sem allt vildi gera fyrir barnabörnin sín. Á svona stundum renna í gegnum hugann margar ógleymanlegar stundir með honum og ömmu Heiðu. Dagarnir í sveitinni hjá þeim eru ógleymanlegir. Því miður fengum við ekki öll að kynnast því að vera í sveitinni hjá ömmu og afa vegna þess að þau fluttust til Húsavíkur 1982, áður en sum okkar fæddust. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÓTTAR VIÐAR

ÓTTAR VIÐAR Óttar Viðar fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 31. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þóroddsstaðarkirkju í Ljósavatnshreppi 8. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 609 orð

Rafn Sigurðsson

Forstjórinn okkar er alltaf hress og glaður og góður í viðmóti, sagði aldraður sjómaður sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann skilur mann vel og gerir allt til þess að fólkinu líði sem best, sagði öldruð sjómannsekkja, heimiliskona á Hrafnistu í Reykjavík. Þannig voru ummælin þegar leitað var eftir áliti fólks á húsbóndanum á stærstu heimilum landsins. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Sigurvin Ingvi Guðjónsson

Hinn 24. nóvember 1993 fluttust Sigurvin Ingvi Guðjónsson og Stefanía Anna Guðmundsdóttir í fjölbýlishús á Akranesi, á Höfðabraut 16, 2. hæð til hægri. Svo vildi til að undirritaður og kona hans, Þorgerður Bergsdóttir, sem hér eftir verður nefnd Stella, bjuggu á sama stigapalli. Ég hef í gegnum árin komið mér upp þeirri staðhæfingu að fátt sér þýðingarmeira í þessu lífi en gott nágrenni. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGURVIN INGVI GUÐJÓNSSON

SIGURVIN INGVI GUÐJÓNSSON Sigurvin Ingvi Guðjónsson fæddist á Núpi í Haukadal 18. apríl 1927. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 11. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Svanhvít Jónsdóttir

Með örfáum orðum viljum við þakka fyrir kynni okkar af Svanhvíti Jónsdóttur, Svanný eins og hún var kölluð. Strax og Svanný kom til okkar sáum við að hér var einstök persóna á ferð. Krafturinn og þrautseigjan voru ótrúleg. Hún lét aldrei deigan síga þrátt fyrir fötlun sína og var staðráðin í að ná sér að fullu. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 26 orð

SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR

SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR Svanhvít Jónsdóttir fæddist í Neskaupstað 6. janúar 1968. Hún lést á Landspítalanum 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 10. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Sylvia Sigfúsdóttir

Mér brá þegar mamma mín hringdi í mig miðvikudaginn 12. ágúst og sagði mér að uppáhalds amma mín hún Sulla amma væri dáin. Það var eins og ég hefði verið stungin í bakið, ég kom ekki upp orði í smástund, þegar mamma sagði mér þetta. En sem betur fer líður henni vel núna og er komin í faðm Sigga afa, og það er fyrir öllu að henni líði vel. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Sylvia Sigfúsdóttir

Hún sagði mér sögur um vofur og vætti, verur sem birtust á meðan ég svaf. Þannig var amma, hún sagði mér margt. Margt af því veit ég að á eftir að droppa upp í hugann og minna mig á hana um ókomin ár. Margt af því á líka eftir að minna mig á að að lífið er ekki bara leikur. Lífið hennar ömmu var ekki alltaf auðvelt, en hún kunni öðrum betur að brosa sínu glettna sérstaka brosi þó henni liði illa. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Sylvia Sigfúsdóttir

Í dag kveð ég með söknuði móðursystur mín, Bóel Sylvíu Sigfúsóttur. Ég hef þekkt Sylvíu alla ævi og þegar ég var lítil stelpa þurftum við fjölskyldan að búa um nokkurt skeið heima hjá henni og manni hennar, Sigurði. Þrátt fyrir að þau ættu sjálf sex börn stóð heimili þeirra opið fyrir okkur, sex manna fjölskyldu, og komið var fram við okkur eins og annað heimilisfólk. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Sylvia Sigfúsdóttir

Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég þakka Silvíu fyrir allt sem hún gaf okkur. Við kveðjum þig með söknuði í huga og ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Far þú í friði til hins eilífa ljóss og friður Guðs varðveiti þig að eilífu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Sylvía Sigfúsdóttir

Það er ekki laust við að viss léttir væri yfir því að frétta af andláti föðursystur minnar, Sylvíu Sigfúsdóttur (eða Sullu frænku eins og við frændurnir í Akurgerði kölluðum hana alltaf okkar í milli), slík voru þau veikindi sem hún hefur átt við að glíma síðustu undangengin ár, en hún barðist hetjulega við lungnasjúkdóm sem að lokum náði yfirhendinni. Meira
20. ágúst 1998 | Minningargreinar | 193 orð

SYLVÍA SIGFÚSDÓTTIR

SYLVÍA SIGFÚSDÓTTIR Sylvía Sigfúsdóttir var fædd í Sólheimum í Vestmannaeyjum 13. júní 1919. Hún lést 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Guðlaugsson, skósmiður og sjómaður, og Kristín Kristjánsdóttir frá Auraseli í Landeyjum. Meira

Viðskipti

20. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Wall Street hikar

EVRÓPSKU hlutabréfamarkaðirnir fóru vel af stað og hækkuðu fram eftir degi en þegar Wall Street opnaði og hik virtist í viðskiptum þar, gengu þessar hækkanir að mestu leyti til baka, þrátt fyrir Asímarkaðirnir væru á betra róli en um langt skeið og jenið væri að styrkjast. Meira

Daglegt líf

20. ágúst 1998 | Ferðalög | 212 orð

Fótgangandi um fjallasali

FERÐAFÉLAG Íslands hefur, auk árbókar sinnar, staðið fyrir útgáfu smárita með fræðsluefni um sögu, náttúrufar, göngu- og ferðaleiðir um landið. Nú er út komið sjötta ritið með slíku efni og nefnist það Fótgangandi um fjallasali, 12 gönguleiðir á Kili. Kjölur nýtur sívaxandi vinsælda meðal útivistarfólks sem göngusvæði. Meira
20. ágúst 1998 | Neytendur | 44 orð

Hylur bólurnar

KOMIÐ er á markað sérstakt stifti frá Vichy sem hylur bólur og ójöfnur í húðinni. Í fréttatilkynningu frá Rolf Johansen ehf. kemur fram að það hefur einnig þurrkandi áhrif þar sem það inniheldur sótthreinsandi efni. Stiftið kemur í einum lit - húðlit. Meira
20. ágúst 1998 | Neytendur | 323 orð

Í morgunverð eða forrétt

UNDANFARIÐ hafa krakkar verið að bera heim uppskeru sumarsins úr skólagörðunum, kartöflur, blómkál, salat, radísur og t.d. grænkál. Þar fyrir utan er úrvalið í verslunum af nýju íslensku grænmeti aldrei meira en nú. Grænkálið í jafning Meira
20. ágúst 1998 | Neytendur | 68 orð

Nettó opnað um mánaðamótin

Á MORGUN, föstudag, verður Kaupgarði í Mjódd lokað og stefnt er að því að um mánaðamótin opni þar Nettó. Að sögn Júlíusar Guðmundssonar, verslunarstjóra hjá Nettó, verður þessi tími fram til mánaðamóta notaður til að gera þær breytingar sem nauðsynlegar þykja til að verslunin geti staðið undir nafninu Nettó. Skipt verður m.a. um innréttingar og vöruval og verð endurskoðað. Meira
20. ágúst 1998 | Neytendur | 34 orð

Uppblásin húsgögn

Nýtt Uppblásin húsgögn HEILDVERSLUNIN Fantasía hefur hafið innflutning á uppblásnum húsgögnum. Húsgögnin eru úr plasti og koma í skærum litum. Um er að ræða tveggja sæta sófa og djúpa stóla í bleiku, grænu og bláu. Meira

Fastir þættir

20. ágúst 1998 | Fastir þættir | 877 orð

Augu, hamar og steðji Dómarar í íþróttum eru mannlegir og oft hamrað á því við leikmenn að muna það. Þá kröfu verður að gera á

ÞAÐ er kannski undarlegt, en stundum hefur hvarflað að mér ­ líklega meira í gríni en alvöru ­ hvort ekki væri heppilegt að dómarar í íþróttum hefðu lélega heyrn. Atvikið þegar Arnór Guðjohnsen var rekinn af leikvelli í viðureign Keflavíkur og Vals á Íslandsmótinu í knattspyrnu í vikunni varð til þess að ég fór að velta þessu aftur fyrir mér. Meira
20. ágúst 1998 | Fastir þættir | 61 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12­12.30. Jakob Hallgrímsson leikur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Meira
20. ágúst 1998 | Fastir þættir | 226 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gylfi vikumeistari

ÞRETTÁNDU spilavikunni lauk sunnudagskvöldið 16. ágúst. 20 pör spiluðu Mitchell og urðu þessi pör efst (meðalskor var 216): NS Gylfi Baldurss. ­ Björn Theódórss.264 Hjördís Sigurjónsd. ­ Kristján Blöndal249 Friðjón Þórhallss. ­ Jón Þorvarðars.244 Hrafnh. Skúlad. ­ Jörundur Þórðars.232 AV Óskar Sigurðss. Meira
20. ágúst 1998 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þriðju umferð í bik

Nú er 3. umferð í bikarkeppninni 1998 lokið. Dregið var í 4. umferð í gær, 17. ágúst, og drógust saman: Baldur Bjartmarsson ­Ármannsfell hf./Sævar Þorbjörnsson Háspenna/Jón Hjaltason ­Garðsl.þj. Norðurlands. Meira
20. ágúst 1998 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Baldri Kristjánssyni Sigrún Aldísardóttir og Benedikt S. Kristjánsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Meira
20. ágúst 1998 | Í dag | 19 orð

BRÚÐKAUP.

Nína, ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní í Þingvallakirkju af sr. Cecil Haraldssyni Sæunn Kjartansdóttir og Haraldur Þ. Haraldsson. Meira
20. ágúst 1998 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Nína, ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júní sl. í Kópavogskirkju af sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur Guðný Guðlaugsdóttir og Andri Stefánsson. Meira
20. ágúst 1998 | Í dag | 249 orð

Í ÞÆTTI gærdagsins var spil þar sem vörnin vísaði sagn

Í ÞÆTTI gærdagsins var spil þar sem vörnin vísaði sagnhafa á rétta braut með upplýsandi afkasti frá sexlit. Hér annað dæmi af sama toga: K7672 73 ÁKG52 43 -DG D109874 KG1096 10943 K10965 3 D85 ÁDG85 Á842 6 Á72 Suður er gjafari og opnar á einum spaða. Meira
20. ágúst 1998 | Dagbók | 123 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 hjúskapur

Kross 2LÁRÉTT: 1 hjúskapur, 8 drekkur, 9 dylja, 10 reyfi, 11 skyldmennið, 13 flýtinn, 15 húsgagns, 18 óhamingja, 21 fúsk, 22 veika, 23 stefnan, 24 tíminn um kl. 18. Meira
20. ágúst 1998 | Í dag | 340 orð

Kveðja frá gamla SÍS ÞEGAR Tryggingastofnun borgaði út nú í

ÞEGAR Tryggingastofnun borgaði út nú í júlí var þar aukagreiðsla með, svonefnd orlofsuppbót og allt gott um það að segja. Stuttu síðar kom bréf og þegar ég sá að það var frá SAM-lífeyrissjóðnum hugsaði ég með mér: það var svo sem auðvitað að þeir sendu okkur líka einhvern glaðning. Meira
20. ágúst 1998 | Fastir þættir | 939 orð

Kynslóðaskipti í íslenska Ólympíuliðinu

Íslenska landsliðið sem keppir á Ólympíuskákmótinu í Elista í Rússlandi í haust hefur verið valið. SKÁKSAMBAND Íslands hefur nú ákveðið liðsskipan íslenska liðsins fyrir Ólympíumótið í skák sem fram fer 26. september til 13. október nk. Töluverðar breytingar hafa orðið frá síðasta Ólympíumóti og segja má að mestu kynslóðaskipti í 20 ár hafi átt sér stað. Meira
20. ágúst 1998 | Dagbók | 717 orð

Reykjavíkurhöfn: Farþegaskipið Vista Mar

Reykjavíkurhöfn: Farþegaskipið Vista Mar kom og fór í gær. Rússneski togarinn Kolomenskoye kom í gær. Kristrún kom af veiðum í gær. Kyndill kom og fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Kyndill fór í gær. Hanse Duo fór frá Straumsvík í gær. Meira
20. ágúst 1998 | Í dag | 460 orð

VATN er ekki alls staðar jafnsjálfsagður hlutur og á Íslandi og

VATN er ekki alls staðar jafnsjálfsagður hlutur og á Íslandi og þessi sakleysislegi vökvi getur jafnvel orðið tilefni styrjalda og átaka. Nægir þar að líta til Mið- Austurlanda. Þar er um fátt bitist af jafnmikilli hörku og vatnið. Víða í Evrópu og Bandaríkjunum hefur skortur á neysluvatni þau áhrif að almenningur er beðinn að fara sparlega með það. Meira
20. ágúst 1998 | Fastir þættir | 69 orð

(fyrirsögn vantar)

UNGLINGAR á aldrinum 12­16 ára fá tækifæri til að læra undirstöðuatriðin í brids síðustu vikuna í ágúst, en þá verður þriggja daga ókeypis bridskynning á vegum Bridsskólans og Bridsfélags Reykjavíkur. Námskeiðið stendur yfir dagana 25.­27. ágúst, frá kl. 16­19 og verður í húsakynnum Bridssambands Íslands, Þönglabakka í Mjódd. Meira

Íþróttir

20. ágúst 1998 | Íþróttir | 209 orð

0:1Lettar komust yfir á 50. mínútu. Marian Pakhar komst þá á auðan sjó

0:1Lettar komust yfir á 50. mínútu. Marian Pakhar komst þá á auðan sjó á hægri kantinum, lék upp að vítateig og sendi fyrir þar sem Alexey Sharando náði knettinum á markteginum og sendi hann í markið með vinstra fæti. 1:1Fjórum mínútum síðar fékk Rúnar Kristinsson boltann á miðjum vallarhelmingi Íslendinga. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 509 orð

ANTONIO Pinto, sigurvegari

ANTONIO Pinto, sigurvegari í 10 km hlaupi karla á fyrsta keppnisdegi, segir þetta hafa verið sitt síðasta tækifæri til að krækja í gullverðlaun. Pinto er Portúgali og segist ætla að vera með á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, en þá á heldur lengri leið, þ.e. í maraþonhlaupi. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 536 orð

BORIS Henry, spjótkastari frá Þýs

BORIS Henry, spjótkastari frá Þýsklandi, verður fjarri góðu gamni í spjótkastkeppni Evrópumótsins, en úrslit verða á sunnudag. Henry er í 5. sæti á heimslistanum í ár með 89,21 metra og var talinn líklegur til að veita tvöföldum Evrópumeistara, Steve Backley frá Bretlandi, keppni. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 135 orð

Cha í fimm ára bann

CHA Bum-kun, fyrrum þjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu, á yfir höfði sér fimm ára bann við þjálfun knattspyrnuliða eftir að opinskátt viðtal við hann birtist í þarlendu mánaðarriti um helgina. Cha stjórnaði landsliði Suður- Kóreu á nýliðnu heimsmeistaramóti en var síðan sagt upp í kjölfar slælegs árangurs. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 167 orð

DENNIS Wise, fyrirliði Che

DENNIS Wise, fyrirliði Chelsea, missir af þremur næstu leikjum liðsins ­ á móti Newcastle, Arsenal og Nottingham Forest ­ vegna brottvísunar í leik á æfingamóti í Hollandi fyrir tímabilið. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 155 orð

Egil Olsen "njósn- aði" um Letta

EGIL Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, var á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. "Drillo" sem er nú starfsmaður norska knattspyrnusambandsins, í hálfu starfi, kom til að taka út leik Letta, en þeir eru fyrstu mótherjar Norðmanna í undankeppni EM. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 342 orð

Ekkert elsku mömmu-tal

"JÓN vill greinilega fara lengri leiðina að markmiðum sínum þegar komið er út á völlinn og ég ræð bara ekki við það, það er hans mál svo fremi sem hann nær sínum markmiðum," sagði Gísli Sigurðsson þjálfari Jóns Arnars að loknum fyrri degi tugþrautarinnar. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 181 orð

Endurkoma Maradona

DIEGO Maradona, sem varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í knattspyrnu í Mexíkó 1986, hyggur á endurkomu í knattspyrnuheiminn, í þetta sinn með spænska liðinu Badajoz, að sögn forráðamanna liðsins. Þeir sögðu að Maradona myndi leika vináttuleik með liðinu í næsta mánuði og að honum hefði verið boðinn samningur til nokkurra ára. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 386 orð

Er til í slaginn

Það er óhætt að segja að það hafi skipst á hlátur og grátur hjá mér á fyrri degi," sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður er hann hafði kastað mæðinni að loknu 400 m haupinu, síðustu grein gærdagsins í tugþrautinni. Hann er annar þegar keppni hefst í dag. Hann kvaðst vera ánægður með sætið, en mikil ósköp hefði hann viljað skila betri árangri í hástökki og langstökki. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 840 orð

Frjálsíþróttir EM í Búdapest

Tugþraut 1. GREIN ­ 100 m hlaup: 1, RIÐILL: Erki Nool (Eistlandi) 10,58 JÓN ARNAR MAGNÚSSON 10,60 Prodomous Korkizoglou (Grikklandi) 10,77 Tomas Dvorak (Tékklandi) 10,77 Eduard Hamalainen (Finnlandi) 10,87 Stephan Schid (Þýskalandi) 10,92 Javier Benet (Spáni) 11,17 2, Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 155 orð

Golf Úrvals-Útsýnarmótið Haldið á Hólmsvelli í Leiru á sunnudag, punktakeppni. 1. Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Oddi42 2. Stefán

Úrvals-Útsýnarmótið Haldið á Hólmsvelli í Leiru á sunnudag, punktakeppni. 1. Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Oddi42 2. Stefán Sveinsson, GOB41 3. Jón Baldursson, GE41 4. Steinar Ágústsson, GR41 Golf Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 699 orð

Góður sigur á slökum Lettum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu átti ekki í erfiðleikum með að leggja slakt lið Lettlands í vináttulandsleik í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið fór illa með fjölmörg marktækifæri, tókst liðinu að skora fjórum sinnum, en ekki fyrr en gestirnir höfðu brotið ísinn. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 118 orð

Háværir stuðningsmenn Nools

Á milli 30 og 40 Eistlendingar eru á meðal áhorfenda á Evrópumeistaramótinu í Búdapest og voru þeir býsna áberandi á meðan keppni í tugþraut fór fram í gær. Studdu þeir vel við bakið á sínum manni, Erki Nool, hrópuðu hvatningarorð til hans, klöppuðu og veifuðu fána Eistlands. Auk þess var einn með harmonikku og lék uppörvandi lög á hljóðfæri sitt eftir því sem hópnum þótti ástæða til. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 349 orð

Hef sannarlega unnið fyrir þessu

"Mér líður yndislega eftir að hafa náð þessu markmiði mínu. Árið hefur verið erfiðara en nokkurn grunar vegna meiðslanna og því er þetta enn sætara, ég hef svo sannarlega fengið að berjast og nú eru launin að skila sér," sagði Guðrún Arnardóttir, glaðbeitt eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslitum 400 m grindahlaupsins, síðdegis á föstudag. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 391 orð

Herbert Arnarson til Grindvíkinga

Herbert Arnarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur ákveðið að leika með Grindvíkingum á komandi vetri. Herbert hafði hugsað sér að leika erlendis næsta vetur en leist ekki á þau tilboð sem honum bárust og ákvað í gær að leika með Grindavík. "Mér líst rosalega vel á að leika með Grindvíkingum og það er besti kosturinn fyrir mig í stöðunni. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 505 orð

Héldum styrk okkar

"Ég er mjög sáttur við leikinn og sigurinn," sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari. "Í æfingaleikjum erum við að leita eftir ýmiskonar hlutum í leik liðsins og að skora fjögur mörk eftir að hafa lent undir 0:1 er mjög gott, við sýnum karakter en hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 82 orð

Ísland niður um eitt sæti

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu féll niður um eitt sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í gær. Liðið er í sjötugasta sæti, var í því 69. Fimmtán efstu þjóðirnar á listanum halda sínum sætum, þar sem ekkert hefur verið leikið frá því að listinn var síðast gefinn út, um miðjan júlí. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 147 orð

Jafnar Heike Drechsler met Haralds Schmids?

ÞÝSKI langstökkvarinn Heike Drechsler stefnir að því að jafna met landa síns Haralds Schmids og vinna fimmtu gullverðlaun sín á Evrópumeistaramóti þegar keppt verður til úrslita í langstökki á laugardag. Drechsler sem er 34 ára hefur unnið langstökk kvenna á þremur síðustu Evrópumeistaramótum auk þess sem hún var kvenna fljótust í 200 m hlaupi á EM í Stuttgart fyrir tólf árum. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 192 orð

Jafntefli heimsmeistaranna

HEIMSMEISTARAR Frakka urðu að gera sér 2:2 jafntefli að góðu í Austurríki í gærkvöldi, en þetta var fyrsti leikur Frakka eftir að þeir urðu heimsmeistarar fyrir 38 dögum. Roger Lemerre, hinn nýi þjálfari Frakka, sagðist ánægður með leikinn. "Ég er ánægður, það er ekki nokkur vafi á því. Austurríkismenn voru sterkir og þeir eru líkamlega sterkir. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 1187 orð

Kaflaskiptur dagur Jóns Arnars

Dagurinn byrjaði vel hjá Jóni. Hann var í fyrsta riðli af fjórum í 100 m hlaupi og var á annarri braut með Eistlendinginn Erki Nool sér á hægri hönd. Eftir lakara start en Nool sótti Jón á hann um miðik hlaupsins og var í seilingarfjarlægð frá Nool allt til loka. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 171 orð

Knattspyrna Ísland - Lettland4:1

Laugardalsvöllur, vináttulandsleikur í knattspyrnu, miðvikudaginn 19. ágúst 1998. Aðstæður: Mjög góðar. Andvari og um 14 stiga hiti. Mörk Íslands: Þórður Guðjónsson (54., 78. vsp.), Ríkharður Daðason (62.), Auðun Helgason (90.). Mark Lettlands: Alexey Sharando (50.). Markskot: Ísland 19 - Lettland 5. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 103 orð

Kristján í sjöttu umferð

Kristján Helgason, atvinnumaður í snóker, er kominn í sjöttu umferð í undankeppni fyrir annað lokamót næsta tímabils, sem fer fram í desember nk. Kristján bar sigurorð af Ian Reynolds, 5:1, í fimmtu umferð í gær eftir að hafa lagt Taílendinginn Phaitoon Phunbun, 5:0, í 4. umferð í fyrradag. Phonbun þessi er heimsmeistari áhugamanna og þeirra atvinnumanna sem eru neðar en í 64. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 249 orð

Man. Utd. bauð 1,4 milljarða kr. í Yorke

Manchester United bauð 12 milljónir punda, jafnvirði um 1,4 milljarða kr., í Dwight Yorke miðherja Aston Villa í gær, en Yorke, sem er 26 ára, á eftir tvö ár af samningi sínum. Villa hafnaði fyrsta boði United, sem var átta millj. punda, og sömu viðbrögð voru við tilboði upp á 10 millj. punda. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 56 orð

Morgunblaðið/Kristinn Mark í fyrsta landsleiknum

Morgunblaðið/Kristinn Mark í fyrsta landsleiknumAUÐUN Helgason lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi og stóð sig vel, gerði maðal annars fjórða og síðasta mark Íslands, skallaði í netið eins og sjá má hér að ofan.Morgunblaðið/Kristinn RÍKHARÐUR Daðason fagnar hér marki sínu. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 67 orð

"Orðinn alveg hundgamall"

Arnór Guðjohnsen var meðal áhorfenda í gærkvöldi og var mjög ánægður með sigurinn. "Ég var mjög ánægður með strákana í þessum leik. Guðjón hefur greinilega sett þetta mjög vel upp í hálfleik og við yfirspiluðum þá eftir hlé." Aðspurður um það hvort ekki væri rétt að bæta honum sjálfum í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Frökkum sagði hann svo ekki vera. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 30 orð

Pauzuolis og Ármann Þór til Selfoss

Pauzuolis og Ármann Þór til Selfoss SELFYSSINGAR hafa gert samning við handknattleiksmennina Robertas Pauzuolis frá Litháen, sem lék með ÍBV sl. keppnistímabil, og línumanninn Ármann Þór Sigurvinsson, sem lék með Fram. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 45 orð

Rússneskar stúlkur til Fram

MEISTARAFLOKKUR kvenna í handknattleik hjá Fram hefur fengið liðsstyrk. Tvær rússneska handknattleiksstúlkur hafa fengið til liðs við liðið, Olga og Miraina og hefur önnur þeirra verið atvinnumaður á Spáni undanfarin ár. Miraina leikur í stöðu leikstjórnanda, en Olga í horni og línu. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 711 orð

Sannfærandi sigur

Eyjólfur Sverrisson var fyrirliði íslenska liðsins í fyrsta sinn og sagði ekki ónýtt að sigra stórt í slíkum leik. Hann var aftastur í fimm manna varnarlínu íslenska liðsins og kvaðst þekkja varnarhlutverkið ágætlega frá Þýskalandi, þótt hann léki vinstra megin þar í þriggja manna vörn. "Þar er mikil færsla á mönnum og mikilvægt að tala vel saman. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 329 orð

"Spenntir fyrir því að byrja"

SEX íslenskir kylfingar hefja leik á Evrópumóti áhugamanna í dag, en mótið er haldið hjá Golf du Médoc-klúbbnum í Bordeaux í Frakklandi og stendur yfir fram á sunnudag. Íslendingar fengu að senda þennan fjölda þátttakenda vegna góðs gengis í Evrópumóti karlalandsliða í fyrra. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 137 orð

Terry Venables vildi halda í Hermann

TERRY Venables, knattspyrnustjóri enska 1. deildarfélagsins Crystal Palace, var tregur til að láta íslenska landsliðsmanninn Hermann Hreiðarsson af hendi vegna vináttuleiksins við Letta. Palace átti að leika síðari viðureign sína við Torquay í deildarbikarnum í gærkvöldi og undir eðlilegum kringumstæðum hefði Hermann verið í byrjunarliði Palace í þeim leik. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 424 orð

Uppskorið eins og til er sáð

GUÐRÚN Arnardóttir stóð við ætlun sína og komst í úrslit 400 m grindahlaupsins á föstudag með því að hlaupa á sínum besta tíma í ár, 55,21 sekúndu, og vera önnur í hörkukeppni í 2. riðli undanúrslitanna í gær. Tími hennar var fimmti besti tíminn sem náðist í undankeppninni og sannar rækilega að hún hefur náð sér fyllilega af meiðslum sínum og æfingar þær sem hafa fylgt í kjölfarið hafa skilað Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 147 orð

Vanda stjórnar í Svíþjóð og Bjarni í Kiev

VANDA Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið landsliðshóp sinn sem leikur gegn Svíum í Svíþjóð og Úkraínu í Kiev í undankeppni HM í næstu viku. Vanda mun stjórna liðinu gegn Svíum 26. ágúst í Skallefteå, en Bjarni Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, mun stjórna liðinu í Kiev 30. ágúst. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 210 orð

(fyrirsögn vantar)

Vináttuleikir Ponta Delgada, Portúgal:Portugal - Mozambique2:1 Rui Costa 55, 58 ­ Artur 77. 15.000. Nicosia, Kýpur: Kýpur - Albanía3:2 Yiotis Engomitis 61, Ioachim Ioachim 82, Demetris Ioannou 89 ­ Altin Haxli 59, Alban Bushi 60. Ósló, Noregi: Noregur - Rúmenía0:0 8.000. Meira
20. ágúst 1998 | Íþróttir | 238 orð

(fyrirsögn vantar)

Enski deildarbikarinn, fyrsta umferð, seinni leikir ­ samanlögð úrslit innan sviga: Barnsley - Scarborough 3:0 (4:0) Brentford - WBA 3:0 (4:2) Bristol Rovers - Leyton Orient 1:2 (2:3) Burnley - Bury 1:4 (2:5) Cardiff - Fulham 1:2 (2:4) Carlisle - Tranmere 0:1 (0:4) Chester - Port Vale Meira

Úr verinu

20. ágúst 1998 | Úr verinu | 605 orð

Deilum um fiskverð vísað frá

ÚRSKURÐARNEFND sjávarútvegsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhöfnum og útgerðum fiskiskipa sé ekki heimilt að fela hagsmunasamtökum sínum eða öðrum utanaðkomandi aðila samninga um fiskverð. Áhöfn ísfisktogarans Ásbjörns RE fól fulltrúum Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands fyrr í sumar að semja fyrir sína hönd um fiskverð við útgerð skipsins, Granda hf. Meira
20. ágúst 1998 | Úr verinu | 111 orð

Hraðfrystihús Eskifjarðar kaupir Tríton

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur keypt útgerðarfélagið Tríton ehf. á Djúpavogi. Kaupsamningur þar að lútandi hefur verið undirritaður og samþykktur af Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. og tekur fyrirtækið við rekstrinum frá og með 31. ágúst nk. Útgerðarfélagið Tríton ehf. á og rekur rækjuveiðiskipið Gest SU og fylgir aflahlutdeild skipsins með í kaupunum. Meira

Viðskiptablað

20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 707 orð

Áhersla á gæði og verð í vöruþróun

Útflutningsráð Íslands réð í fyrra til sín nokkra markaðsráðgjafa fyrir íslensk fyrirtæki en markmið átaksins var að gefa fyrirtækjum hér á landi færi á að reyna fyrir sér á erlendum mörkuðum. Elmar Gíslason hitti einn þeirra, Torben Vogter að máli sem hefur liðsinnt íslenskum fyrirtækjum í Danmörku. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 518 orð

Besta afkoma bankans frá upphafi

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. og dótturfélaga nam 489 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 325 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin 50,3%. Þetta er besta afkoma bankans frá upphafi samkvæmt árshlutauppgjöri. Hreinar rekstrartekjur bankans og dótturfélaga námu alls um 3.711 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 3. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 156 orð

Búnaðarbankinn veitir HB 400 millj. kr. lán

400 MILLJÓNA króna lánssamningur var undirritaður í gær milli Búnaðarbanka Íslands hf. og Haraldar Böðvarssonar hf. Um er að ræða erlent fjölmyntalán til fimm ára með framlengingarmöguleikum. Að sögn Haraldar Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra HB, er meginhluti lánsins endurfjármögnun á eldri og óhagstæðari lánum, m.a. hjá Den norske Bank. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 216 orð

ÐAlþjóðleg ráðstefna um kaupskipaútgerð RÁÐSTEFNA um a

RÁÐSTEFNA um alþjóðlega kaupskipaútgerð verður haldin í Reykjavík hinn 18. september nk. á vegum Oceanic Shipping & Chartering Ltd. Hefur ráðstefnan hlotið heitið Maritime Reykjavík og er efni hennar þróun farmennsku og kaupskipaútgerðar í heiminum undanfarin 10 ár út frá sjónarmiðum og reynslu nokkurra helstu siglingaþjóða heims. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 191 orð

ÐBorgey selur 80% hlut í Óslandi

BORGEY hf. hefur selt 80% eignarhlut sinn í Óslandi ehf., fiskimjölsverksmiðju. Kaupendur eru nokkrir hluthafar í Borgey hf. Þeir eru Olíufélagið hf., Vátryggingafélag Íslands hf., Hlutabréfasjóðurinn Íshaf hf., Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnusjóðurinn hf. Kaupsamningur er gerður með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 139 orð

ÐKristinn framkvæmdastjóri hjá Samvinnusjóði Íslands hf.

KRISTINN Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samvinnusjóðsins tímabundið frá 1. september nk. og mun hann gegna Því starfi í námsleyfi Arnórs H. Arnórssonar framkvæmdastjóra í eitt ár. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 95 orð

ÐKristín opnar Kristhal KRISTÍN Halldórsdótti

KRISTÍN Halldórsdóttir hönnuður hefur opnað nýtt hönnunarstúdíó, Kristhal ehf. Samkvæmt frétt frá fyrirtækinu er þetta fyrsta stúdíó sinnar tengundar hérlendis sem eingöngu fæst við hönnun fatnaðar og ráðgjöf en enga framleiðslu. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 91 orð

ÐNÝ snyrtivöruverslun í Mosfellsbæ

FÍNA, snyrtivöruverslun, var nýlega opnuð í Mosfellsbæ. Hún er til húsa í verslunarhúsnæðinu við Háholt 14 þar sem bókabúðin Ásfell var áður. Á myndinni má sjá eigendur Fínu, þær Guðmundu Arnórsdóttur t.v. og Vilborgu Rafnsdóttur. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 227 orð

ÐSérverslun með Birkenstock skófatnað

SÉRVERSLUN með Birkenstock skófatnað hefur verið opnuð að Laugavegi 41 í Reykjavík. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er í versluninni, sýnir Hera K. Óðinsdóttir, afgreiðslustúlka, hluta af úrvalinu. Birkenstock sandalar hafa fengist á Íslandi sl. tuttugu ár og hafa notið mikilla vinsælda meðal landsmanna að sögn Schumanns Didriksens, framkvæmdastjóra verslunarinnar. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 742 orð

ÐTorgið Aukin samkeppni á olíumarkaði

ÐTorgið Aukin samkeppni á olíumarkaði »MILLIUPPGJÖR olíufélaganna þriggja fyrir fyrstu sex mánuði ársins hafa nú verið birt og var hagnaður þeirra nokkru meiri en búist var við á hlutabréfamarkaði. Munar þar miklu um óreglulegar tekjur og hagstæðari útkomu fjármagnsliða en áður. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 332 orð

Fleiri fasteignalán ástæða góðrar afkomu

ARNÓR H. Arnórsson framkvæmdastjóri Samvinnusjóðs Íslands hf. segir að aukin útlán, einkum fasteignalán, sé helsta ástæða þess hve hagnaður af rekstri sjóðsins fyrstu sex mánuði ársins varð mikill. Afkoma sjóðsins var 30% betri en á sama tíma í fyrra, en hagnaður nam tæpum 56 m.kr. miðað við 43 m.kr. á sama tíma í fyrra. "Við höfum verið að auka umsvifin og stækka sjóðinn. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 553 orð

Hagnaður jókst um 50%

LIÐLEGA 155 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Heklu hf. fyrstu sex mánuði ársins. Er það 50% meiri hagnaður en á sama tíma á síðasta ári og með sama áframhaldi verður árið 1998 besta rekstrarárið í sögu fyrirtækisins. Rekstrartekjur Heklu voru tæplega 3.770 milljónir kr. á tímabilinu janúar til júní og rekstrargjöld 3.530 milljónir. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 72 orð

Kaupir Útgerðarfélagið Tríton

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur keypt Útgerðarfélagið Tríton ehf. á Djúpavogi. Kaupsamningur þar að lútandi hefur verið undirritaður og samþykktur af Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. og tekur það við rekstrinum frá og með 31. ágúst nk. Útgerðarfélagið Tríton ehf. á og rekur Gest SU 160 og fylgdi öll aflahlutdeild skipsins með í kaupunum. Vátryggingarverð Gests er 146 mkr. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1378 orð

Landnám í hverfunum

VERSLUNUM í verslanakeðjunum 10-11 og 11-11, svokölluðum "klukkubúðum", fjölgar ört um þessar mundir og þeim hverfum fjölgar stöðugt þar sem fulltrúa annarrar hvorrar verslanakeðjunnar, eða beggja, er að finna. 10-11 verslanir eru nú orðnar ellefu talsins á höfuðborgarsvæðinu og átta 11-11 búðir eru í rekstri. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 131 orð

Landsbankinn Hagnaður Landsbanka Íslands hf. og dótturf

Hagnaður Landsbanka Íslands hf. og dótturfélaga nam 489 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 325 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin 50,3%. Þetta er besta afkoma bankans frá upphafi samkvæmt árshlutauppgjöri. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 163 orð

Lækkun söluhagnaðar veldur minni hagnaði

HAGNAÐUR Almenna hlutabréfasjóðsins hf. fyrstu sex mánuði þessa árs nam 20,9 mkr. samanborið við 58,2 mkr. á sama tíma á síðasta ári. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum kemur fram að lækkunin stafi fyrst og fremst af lækkun söluhagnaðar af hlutabréfaeign um 38 mkr. milli ára. Hækkun á óinnleystum geymsluhagnaði frá 31.12. 1997 nam 10,1 mkr. og nam hann 11,4 mkr. í júnílok sl. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 338 orð

Mannabreytingar hjá B&L

NOKKUÐ hefur verið um mannaráðningar og mannabreytingar hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum að undanförnu. Guðmundur Gíslason yngri er aðstoðarframkvæmdastjóri. Hann er 23 ára stúdent frá Verslunarskóla Íslands, brautskráðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands vorið 1998. Guðmundur er ókvæntur og barnlaus. Þorleifur Þorleifsson er markaðsráðgjafi. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 76 orð

Mikil viðskipti með bréf SH

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu 2.254 mkr. Viðskipti voru mest á peningamarkaði, alls 1.052 milljónir og með húsbréf og húsnæðisbréf, samtals 1.032 milljónir. Viðskipti með hlutabréf námu 70 milljónum. Mest voru viðskipti með bréf SH, alls 30 milljónir, Íslandsbanka 14 milljónir og með bréf Eimskipafélagsins, tæpar 5 milljónir. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 781 orð

Mikilvægi fjöltyngis í alþjóðasamskiptum Sjónarhorn MLIS er skammstöfun fyrir svonefnda margtyngiáætlun Evrópusambandsins og

DANSKUR ráðherra í heimsókn í Suður-Afríku var spurð hversu lengi hún myndi veraráðherra. Hún svaraði:"I'm in the middle ofmy period." Spyrjandinnáttaði sig náttúrulega áþví að med "period" áttihún við ráðherramennskutímabil, en svariðhefði líka verið hægt aðtúlka á annan hátt, Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 365 orð

Minni munur en reikningar sýna?

MUNURINN á afkomu olíufélaganna er ekki eins mikill og margir vilja álykta út frá árshlutauppgjörum fyrirtækjanna ef sömu forsendur eru lagðar til grundvallar að mati Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. Eins og fram hefur komið skilaði Olíufélagið 161 m.kr. hagnaði á fyrri hluta ársins, Olís kom næst með 124 milljónir og hagnaður Skeljungs nam 102 milljónum. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 267 orð

Vöxtur eigin fjár félagsins nemur 17%

HAGNAÐUR af starfsemi Sjóvár- Almennra á fyrstu sex mánuðum ársins nam 219 milljónum króna en var 181 milljón á sama tímabili í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins er 2.187 milljónir samanborið við 1.864 á síðasta ári. Fjárfestingartekjur hafa aukist milli ára og skilaði fjármálarekstur félagsins 253 milljóna króna hagnaði að frádregnum reiknuðum fjárfestingartekjum vegna vátryggingarekstrar. Meira
20. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 447 orð

Þróa snjallkort fyrir vöruskiptamiðlun

FYRIRTÆKIN Góðar lausnir ehf (GL), Giesecke & Devrient (G&D) og Viðskiptanetið hf. (VN) hafa gengið frá samningum um uppsetningu á nýju kortakerfi fyrir vöruskiptamiðlun Viðskiptanetsins. Kerfið, sem byggir á notkun snjallkorta og snjalla (kortalesara fyrir snjallkort) ásamt umsýslu og uppgjörskerfinu Starcoin frá G&D, mun verða tekið í notkun á vetri komandi, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.