Greinar laugardaginn 22. ágúst 1998

Forsíða

22. ágúst 1998 | Forsíða | 563 orð

Árásirnar vekja hörð viðbrögð í Súdan og Pakistan

STJÓRNIR arabaríkja og Rússlands fordæmdu í gær árásir Bandaríkjanna gegn bækistöðvum hryðjuverkamanna í Súdan og Afganistan. Víða í ríkjum múslima brutust út mótmæli á götum úti gegn Bandaríkjunum. Sandy Berger, öryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði skeytin hafa eyðilagt efnaverksmiðju í Súdan þar sem framleiðsla efnis sem notað er í taugagas fari fram, Meira
22. ágúst 1998 | Forsíða | 183 orð

Botha fundinn sekur

FYRRVERANDI leiðtogi aðskilnaðarstjórnar hvítra manna í S-Afríku, P.W. Botha, var í gær fundinn sekur um að sýna Sannleiks- og sáttanefnd landsins lítilsvirðingu. Sleppt lausum gegn tryggingu Meira
22. ágúst 1998 | Forsíða | 90 orð

Dúman krefst afsagnar Jeltsíns

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær ályktun þar sem þess var krafist að Boris Jeltsín, forseti Rússlands, segði af sér embætti vegna vangetu til að leysa efnahagsvanda landsins. Meira
22. ágúst 1998 | Forsíða | 363 orð

Verðfall á evrópskum mörkuðum

VERÐBRÉF lækkuðu á mörkuðum í Evrópu í gær af ótta við að efnahagskreppa í Asíu og Rússlandi fari nú að breiðast út til ríkja í Rómönsku Ameríku. FTSE-vísitalan í London féll um 3,4%. Lækkunin á Evrópumörkuðunum var sú mesta í fimm vikur, í Þýskalandi og á Spáni varð hún meira en fimm af hundraði. Meira
22. ágúst 1998 | Forsíða | 56 orð

Vilja deila Smugunni með Noregi

MIKHAÍL Dementev, æðsti embættismaður fiskveiða í stjórn Rússlands, segir í viðtali við Fiskeribladet í Noregi að Rússar og Norðmenn eigi að deila fiskveiðiréttindum í Smugunni á milli sín. Slíkt fyrirkomulag myndi einfalda stjórnun fiskveiða og auðvelda Rússum og Norðmönnum að koma í veg fyrir veiðar annarra þjóða, til dæmis Íslendinga, þar. Meira

Fréttir

22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

Aflfræðistofa Háskóla Íslands flyst á Selfoss

SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun að unnið skuli að því að samkomulag um flutning alþjóðlegrar rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfoss geti náð fram að ganga. Með þessu færist Aflfræðistofa Háskóla Íslands nær þeim svæðum þar sem viðamestu jarðskjálftarannsóknirnar fara fram og verður starfsemin víkkuð út í alþjóðlegu samstarfi. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 317 orð

Atvinnuleysið 2,5% í júlímánuði

Í JÚLÍMÁNUÐI sl. voru skráðir tæplega 78 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Tæplega 26 þúsund dagar voru skráðir hjá körlum og ríflega 53 þúsund hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um tæplega 2 þúsund frá mánuðinum á undan og um ríflega 33 þúsund frá júlímánuði 1997. Atvinnuleysisdagar í júlí jafngilda því að 3. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Auðveldar skipulag og stjórnun

VAKTAKERFI lögreglunnar í Reykjavík var breytt til samræmis við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hinn 1. júlí síðastliðinn. Vakthópum var fjölgað í fimm úr fjórum og vaktir styttar. Lögreglumenn ganga nú vaktahring á þremur vikum sem áður var genginn á sex dögum. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Áhyggjur af erfiðum rekstri

"VIÐ höfum auðvitað áhyggjur af tapi og erfiðum rekstri og því að segja þurfi upp starfsfólki í New York og Lúxemborg en á fundi forstjórans með starfsmönnum var upplýst að reksturinn gæti orðið í járnum í ár og hugsanlega hagnaður á næsta ári," sagði Þorbergur Atlason, varaformaður Starfsmannafélags Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ákvörðun Flugleiða verður rædd við Íslendinga

HENRI Klein, flugmálastjóri Lúxemborgar, segir að stjórnvöld í Lúxemborg skilji ákvörðun Flugleiða um að hætta flugi til borgarinnar en hún valdi engu að síður vonbrigðum. Fram kemur í blöðum í Lúxemborg að stjórnvöld þar muni ræða þessa ákvörðun við Íslendinga. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1442 orð

Bandamaðurinn sem hóf heilagt stríð Barátta Osama Bins Ladens fyrir múslimska trúbræður sína hófst í Afganistan á síðasta

BÚÐIR íslamska öfgamannsins Osama Bins Ladens í Afganistan eru sagðar stærstu þjálfunarbúðir Súnní-hryðjuverkamanna í heimi. Talið er að þær hafi rúmað allt að 600 manns til þjálfunar og að Bin Laden hafi yfir að ráða um 3-5.000 manns. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 848 orð

Bóluefni gegn eyðni er ekki innan seilingar

AFMÆLISRÁÐSTEFNA Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði var sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flutti ávarp og Blásarakvintett Reykjavíkur flutti nokkur verk. Hófust síðan fyrirlestrar vísindamanna. Þeirra á meðal var Stanley B. Prusiner, Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði 1997. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Breytingar á Reiknistofu bankanna

FYRIRHUGAÐ er að gera nauðsynlegar breytingar á búnaði Reiknistofu bankanna sunnudaginn 23. ágúst með það að markmiði að bæta þjónustu hennar við viðskiptavini banka og sparisjóða. Af þessu leiðir að enginn aðgangur verður að tölvukerfum Reiknistofunnar milli kl. 8 og 12. Meira
22. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 616 orð

Brýnt að nálgast nýja veröld með opnum huga

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp við setningu ráðstefnu um gæðastarf í menntakerfinu, sem haldin er í Menntaskólanum á Akureyri í gær og í dag. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Að hvaða árangri er stefnt í skólastarfi? Um 200 gestir sitja ráðstefnuna, sem nær til allra skólastiga, þ.e. leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 267 orð

Ekki ágreiningur í SADC um lausn deilunnar

THEO-Ben Gurirab, utanríkisráðherra Namibíu, segir að ekki sé frekar ágreiningur innan SADC, samtaka ríkja í sunnanverðri Afríku, um lausn Kongó-deilunnar, en verið hafi í NATO um Bosníu-deiluna. Gurirab útilokaði í samtali við Morgunblaðið í gær að nokkurt ríki í sunnanverðri Afríku myndi veita andstæðingu Kabilas, forseta Alþýðulýðveldisins Kongós, aðstoð. Meira
22. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 357 orð

Elsta kristniboðsfélag í sveit á Íslandi

Sauðárkróki-Í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá stofnun fyrsta kristniboðsfélags í sveit á Íslandi var haldinn hátíðarfundur Kristniboðsfélagsins Frækornið í félagsheimili Rípurhrepps í Skagafirði 15. ágúst sl. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Félagsstofnun stúdenta 41 einstaklingsíbúð í Skerj

Félagsstofnun stúdenta 41 einstaklingsíbúð í Skerjagarði BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði í gær formlega fyrri áfanga Skerjagarðs, sem er nýr stúdentagarður Félagsstofnunar stúdenta við Suðurgötu 121. Meira
22. ágúst 1998 | Miðopna | 964 orð

Flogið til Lúxemborgar á lágum fargjöldum

Flugvél Loftleiða lenti í fyrsta sinn á Findel- flugvelli í Lúxemborg árið 1955 og hófst þar með samstarf Íslendinga og Lúxemborgara sem hefur staðið nær óslitið síðan. Stjórn Flugleiða hefur hins vegar ákveðið að hætta áætlunarflugi til Lúxemborgar í byrjun næsta árs og af því tilefni þykir við hæfi að rifja upp þróun þessa flugs. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

Flóðin aukast í Bangladesh FLÓÐIN í Bangladesh færas

FLÓÐIN í Bangladesh færast nú enn í aukana, en þau hafa þegar orðið yfir 360 manns að fjörtjóni. Monsún-rigningar hafa staðið yfir í sex vikur og veðurfræðingar segja ekki útlit fyrir að stytti upp í bráð. Ár eru enn í vexti og 37 af 64 héruðum landsins eru að miklu leyti undir vatni. Meira
22. ágúst 1998 | Miðopna | 206 orð

Flugleiðir fluttu 6% allra farþega til Lúxemborgar

Flugleiðir fluttu 6% allra farþega til Lúxemborgar Viðskiptaráðherra Lúxemborgar harmar ákvörðunina ROBERT Goebbels, viðskiptaráðherra Lúxemborgar, segir að sú ákvörðun Flugleiða að hætta flugi til Lúxemborgar hafi komið sér í opna skjöldu. Meira
22. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Framkvæmdir í Eyjafirði og á Melrakkasléttu

FYRIRTÆKIÐ Hafnarverk ehf. á Akureyri átti lægsta tilboð í styrkingu og lagningu malarslitlags í Eyjafirði en sex fyrirtæki gerðu tilboð í verkið. Tilboð Hafnarverks hljóðaði upp á rúmar 4,4 milljónir króna, sem er tæplega 54% af kostnaðaráæltun, sem var rúmar 8,1 milljón króna. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Fuglalíf og flugeldasýningar fara ekki saman

Jóhann Óli hefur ásamt,Ólafi K. Nielsen, fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun, eftirlit með fuglalífinu við Tjörnina fyrir Reykjavíkurborg. Hann segist hafa verið viðstaddur sýninguna í fyrra, hún hafi verið skemmtileg Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Gráspörvarnir á Hofi

HJÁ gráspörvunum á Hofi í Öræfum ríkti stöðugleiki og íhaldssemi í sumar sem og undanfarin ár. Fimm til sjö pör urpu, hvert þeirra yfirleitt þrisvar og gekk útungun og ungauppeldi vel. Þetta eru álíka mörg pör og orpið hafa undanfarin ár og enn verpa þau nær eingöngu í einu húsi í bæjarþyrpingunni á Hofi. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Greipar Ægis opnar sýningu á sandskúlptúrum

LISTAMAÐURINN Greipar Ægis opnar sýningu á sandskúlptúrum í Árþúsundasafninu (The Millenium Museum), laugardaginn 22. ágúst. Safnið er til húsa í risi Fálkahússins, Hafnarstræti 1. Sameiginlegt nafn listaverkanna er Tár tímans. Það eru ekki notuð nein mót við við framleiðslu sandskúlptúranna og er hver stytta einstök og margar tileinkaðar merkum persónum t.d. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Gönguferðir um Þingvöll

UM helgina verða farnar gönguferðir á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum eins aðrar helgar í sumar. Dagskráin hefst á laugardag kl. 14 með Lögbergsgöngu þar sem gengið verður um hinn forna þingstað í fylgd sr. Heimis Steinssonar. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1517 orð

Hagkvæmni í stað háleitra hugsjóna Gerhard Schröder kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna telur hugsjónir Evrópusambandsins (ESB)

EVRÓPSKA Efnahags- og Myntbandalagið (EMU) og útþensla Evrópusambandsins til austurs eru um þessar mundir þau pólitísku málefni er hæst bera í evrópumálum. Í vor ákvað Evrópunefndin að alls 11 lönd væru í stakk búin til þess að taka þátt í EMU. Með stofnun þess reynir Evrópusambandið að bjóða hinni hröðu heimsvæðingu birginn. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Háskólafyrirlestur

DR. JAMES Conant, prófessor í heimspeki við Háskólann í Pittsburgh, flytur mánudaginn 24. ágúst kl. 17.15 opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 Odda. Fyrirlesturinn nefnist "Freedom, Cruelty and Truth: Rorty versus Orwell" eða Frelsi, Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Háskólinn nýtur mikils trausts 85% þjóðarinnar

AF ÞEIM sex stofnunum sem spurt var um þegar Gallup kannaði traust fólks til stofnana nýverið reyndist Háskóli Íslands njóta hvað mests trausts, en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups treysta nú 85% þjóðarinnar Háskólanum vel. Aðeins tæplega 35% aðspurðra bera hins vegar mikið traust til dómskerfisins. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Heilsufarsupplýsingar geymdar með samþykki nefnda

Á RANNSÓKNARSTOFU í sameinda- og frumulíffræði hjá Krabbameinsfélagi Íslands liggja heilsufarsupplýsingar með samþykki tölvunefndar og siðanefnda sjúkrahúsanna að sögn Helgu Ögmundsdóttur, forstöðumanns rannsóknarstofunnar. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Heimsklúbburinn - ný sérþjónusta stofnar nýja félagadeild

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Umsvif Heimsklúbbsins hafa aukist til muna á yfirstandandi ári. Auk glæsilegra heimsferða í fjarlægar álfur, sem hann er þekktastur fyrir, býður hann fjölbreytta þjónustu í styttri ferðum, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Meira
22. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 320 orð

Hreiðurgerð í dráttarvélum

Tálknafirði-Það hallar að hausti og senn kemur að því að farfuglarnir yfirgefa okkur einu sinni enn. Það er því ekki úr vegi að rifja upp atvik úr vorverkum náttúrunnar sem sýnir hugmyndaauðgi og þrautseigju smáfuglanna við að koma upp nýrri kynslóð. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hundadagahátíð í Varmahlíð

SVOKÖLLUÐ Hundadagahátíð verður haldin í Varmahlíð sunnudaginn 23. ágúst. Sundlaugin í Varmahlíð býður öllum frítt í sund, opið frá kl 11 til 18:30. Í KS Varmahlíð verður í boði grillveisla frá Kjötvinnslu KS milli kl. 15­18, ef veður leyfir. Selt verður á tilboðsverði kaffi og rjómavöfflur á 200 kr. og ís úr vél á 100 krónur. Emmess ís býður börnunum frían pinnaís meðan birgðir endast. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Í endurhæfingu eftir að hafa orðið fyrir 11 þúsund volta straumi

GUÐMUNDUR Felix Grétarsson, 26 ára rafveituvirki, sem missti handleggina og slasaðist lífshættulega þegar hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð 12. janúar sl., dvelur nú á Reykjalundi þar sem hann er í endurhæfingu. Slysið varð á mánudegi og segist hann ekkert muna frá slysinu. Meira
22. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 95 orð

Í ljós þegar eitthvað stendur til

Morgunblaðið/Einar Falur Á SÓLBAÐSSTOFUNNI í Fellabæ afgreiðir hin 11 ára gamla Hjördís Marta viðskiptavini. Pabbi hennar, Óskar Vignir Bjarnason, er eigandi sólbaðsstofunnar og segir hann að viðskiptavinirnir birtist ekki endilega þegar sólarleysið er hvað mest, heldur þegar eitthvað standi til í bænum. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Íslendingar 5-10 árum lengur á vinnumarkaði

ÍSLENDINGAR eru að jafnaði 5-10 árum lengur á vinnumarkaði heldur en aðrir Norðurlandabúar. Hár eftirlaunaaldur, aldursamsetning þjóðarinnar og minna atvinnuleysi eru taldar helstu skýringar á lægri heildarútgjöldum til heilbrigðis- og félagsmála hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Íslendingar aðstoða við ESB-aðildarundirbúning

ÍSLENDINGAR hjálpa Eistum að nálgast það takmark sitt að fá aðild að Evrópusambandinu, meðal annars með því að miðla þeim af reynslu sinni af starfsháttum Alþingis, elzta þjóðþings heims. Þetta segir Toomas Savi, forseti eistneska þingsins, sem lauk í gær þriggja daga heimsókn sinni til Íslands. Með honum í för voru eiginkona hans og þrír aðrir þingmenn frá Eistlandi. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Karíus og Baktus á menningarnótt

KARÍUS og Baktus verða í heimsókn í Make up for ever búðinni á Skólavörðustíg 2 frá kl. 20 laugardagskvöldið 22. ágúst á Menningarnótt Reykjavíkurborgar. Þeir verða búnir til í versluninni og geta gestir og gangandi fylgst með frá byrjun því þeim verður breytt í verslunarglugganum. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 634 orð

Komið vatn og fiskur í Landbroti

ÞOKKALEGT vatn er nú farið að renna um sjóbirtingsperlurnar Grenlæk og Tungulæk í Landbroti. Varla var hægt að tala um að það dygði til gangna fyrr en upp úr verslunarmannahelginni, en nú er sjóbirtingur farinn að ganga og veiðast. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Kvennalisti vill ræða skipulag framboðs

FÉLAGSFUNDIR Kvennalistans í Reykjavík og á Reykjanesi samþykktu á fundi í fyrradag að neita að halda áfram vinnu að sameiginlegri málefnaskrá félagshyggjuflokkanna fyrr en viðræður um fjármál, framboðsmál, tímaramma, forystu og önnur skipulagsmál væru komin í ákveðin farveg. Enginn fulltrúi Kvennalistans mætti því til fyrsta fundar ritstýringarhóps sameiginlegrar málefnaskrár í gær. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Kæra lögð fram

SÝSLUMANNINUM á Seyðisfirði hefur verið send kæra frá Sambandi dýraverndunarfélaga Íslands vegna flutnings 9 hrossa sem drápust um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði. Kærunni er beint til undirbúningsaðila flutninganna, fulltrúa yfirdýralæknis, umboðsaðila skipafélagsins á Íslandi eða þeirra aðila sem í ljós komi að bera ábyrgð á þessum flutningi eins og segir í kærunni. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Körfubíll valt á Ísafirði

BETUR fór en á horfðist þegar körfubíll valt á Ísafirði á níunda tímanum í gærkvöldi. Tveir menn voru í körfunni þegar bíllinn valt. Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir miðnætti að þeir væru í þokkalegu ástandi og ekki í lífshættu. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Landsbankinn sýndur gestum

LANDSBANKINN í Austurstræti 11 verður opinn í dag, laugardaginn 22. ágúst, frá kl. 18­21 í tilefni Menningarnætur í Reykjvík. Þar mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fara með gestum um húsakynni bankans í Austurstræti 11, kl. 18, 19 og 20 og segja frá veggmyndum Jóns Stefánssonar í afgreiðslusal, myndum Kjarvals á 2. hæð, og mósaik-mynd Nínu Tryggvadóttur í afgreiðslusal. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

LEIÐRÉTT Rangt nafn Í fyrirsögn mi

Í fyrirsögn minningargreina um Rakel Loftsdóttur á blaðsíðu 35 í Morgublaðinu í gær, föstudag, var ranglega bætt við millinafninu Linda. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Rangt nafn Í minningargrein um Hörð Valdimarsson á blaðsíðu 33 í Morgunblaðinu í gær, föstudag, var ranglega farið með nafn bróður hans. Hann heitir Árni Snæ, fæddur 6. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 280 orð

Lewinsky mætir á ný til yfirheyrslu hjá Starr

MONICA Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta húsinu, mætti á fimmtudag öðru sinni til yfirheyrslu hjá Kenneth Starr, sérskipuðum saksóknara, sem rannsakar hvort Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi gerst sekur um meinsæri og hann reynt að hindra framgang réttvísinnar til að hylma yfir samband sitt við Lewinsky. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Lifandi grís í gámi

LIFANDI grís fannst í úrgangsgámi frá svínabúinu á Minni- Vatnsleysu á miðvikudag. Það var starfsmaður Sorpu í Reykjavík sem fann grísinn, sem var nokkuð máttfarinn. Að sögn Ásmundar Reykdal, stöðvarstjóra, var verið að losa gáminn þegar grísinn fannst og þótti ekki ráðlegt annað en að aflífa hann á staðnum. Meira
22. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

"Lifandi umferðarskilti" Ólafsfjö

UMFERÐARÖRYGGISFULLTRÚI Norðurlands, ásamt slysavarnakonum frá Ólafsfirði og Dalvík og lögreglunni á Dalvík, var á dögunum með lifandi skilti við Þorvaldsdalsá milli Dalvíkur og Akureyrar, en þar hafa orðið mjög alvarleg slys. Slysavarnakonur héldu á skiltum sem á var ritaður ákveðinn boðskapur til ökumanna um að of mikill hraði gæti leitt til alvarlegra slysa. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1093 orð

Man eftir mér liggjandi á jörðinni

Á ÝMSU hefur gengið frá þeim tíma þegar slysið átti sér stað og eftir að Guðmundur Felix Grétarsson losnaði fyrst af gjörgæslu í mars sl. hafa skipst á skin og skúrir. Guðmundur, sem missti báða handleggi í slysinu, Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 761 orð

Mannslíkaminn afurð félagslegrar starfsemi

GÍSLI Pálsson, nýr forstöðumaður Mannfræðistofnunar frá 1. ágúst síðastliðnum, er þátttakandi í nýju rannsóknarverkefni evrópskra mannfræðinga þar sem þeir hyggjast fylgjast með deilum í Evópu um ný skilyrði í erfðarannsóknum og markaðssetningu líffæra og líkamshluta. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Málrækt til fyrirmyndar

FORYSTUGREIN norska dagblaðsins Stavanger Aftenblad á miðvikudag fjallar um málverndarstefnu Færeyinga og Íslendinga og segja það vera áminningu til Norðmanna, 4,5 milljóna manna þjóðar, að þjóðir eins og Færeyingar sem státa af 40.000 manns og Íslendingar sem eru 260.000 skuli leggja svo mikla rækt við tungu sína sem raun ber vitni. Meira
22. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 21.00. Ferðafólk sérstaklega velkomið. Séra Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur messar. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa verður í Lögmannshlíðarkirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 21.00. "Komið og njótið kyrrðar í helgidómi Guðs." Séra Gunnlaugur Garðarsson. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Morgunblaðið/Sverrir Besti árangur Guðrúnar

GUÐRÚN Arnardóttir náði besta árangri sem íslensk frjálsíþróttakona hefur náð á alþjóðlegu stórmóti utanhúss þegar hún varð í fjórða sæti í úrslitum 400 metra grindahlaupsins á Evrópumeistaramótinu í Búdapest í gær. Jafnframt bætti hún Íslandsmetið í 400 metra grindahlaupi um tuttugu hundruðustu úr sekúndu. Metið er nú 54,59 sekúndur. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Möltumenn vilja samstarf um lyfjaverksmiðju

INGIBJÖRG Pálmdóttir heilbrigðisráðherra undirritaði í gær samning um samstarf milli Möltu og Íslands á sviði heilbrigðismála. Heilbrigðis- og iðnaðarráðherra Möltu hafa báðir lýst áhuga á samstarfi við Íslendinga um byggingu lyfjaverksmiðju þar í landi. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ný verslun í Fálkahúsinu

VERSLUNIN Loveland, art & craft, hefur verið opnuð í norðurenda Fálkahússins, Hafnarstræti 1 (við hliðina á Kaffi Reykjavík). Verslunin er með kínverskt handverk til sölu, olíumálverk og skartgripi. Ennfremur er hægt að fá handmálaðar myndir eftir ljósmyndum og er afgreiðslufrestur aðeins 4 vikur. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1026 orð

Ógnvænleg reynsla í Vestmannaeyjaför

NOKKRIR dagar eru nú liðnir frá þeirri stundu í síðustu viku þegar dásamleg ferð til Íslands tengd starfi mínu sem blaðamaður breyttist í martröð. Þrjár ógnvænlegar klukkustundir fylgdu í kjölfarið. Meira
22. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 108 orð

Óvíst með kornuppskeru í Þingeyjarsýslu

Laxamýri-Kornuppskera verður sennilega lítil í Þingeyjarsýslu í haust þar sem sumarið hefur verið kalt og þokusamt og vöxtur plantna því hægur. Á undanförnum árum hafa nokkrir bændur verið með kornakra í Aðaldal og Ljósavatnshreppi með góðum árangri og hefur áhugi verið að aukast á þessari nýju búgrein. Á sl. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 566 orð

Rannsóknir á príonsjúkdómum Geta veitt svör við Alzhei

NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN í læknisfræði 1997 er dr. Stanley B. Prusiner, prófessor við Kaliforníuháskóla í San Francisco. Prusiner, sem er 56 ára gamall hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á smitefni riðu og uppgötvaði smitefnið príon er veldur hæggengum heilasjúkdómum. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1383 orð

Reiðubúin fyrir 21. öldina? Auka þarf mjög alþjóðlegt samstarf á næstu öld, draga úr misrétti og efla lýðræði, ella kunna ýmis

ERUM við reiðubúin fyrir 21. öldina? Eigi mannkynið að lifa næstu öld af verður að takast á við fjögur meginviðfangsefni í tæka tíð. Í fyrsta lagi mun 21. öldin hafa í för með sér vaxandi misrétti og neyð sem ekki á sér fordæmi en um leið valda meiri auðsöfnun en þekkst hefur, auðsöfnun sem verður falin bak við skothelda glerveggi aðskilnaðarstefnu, apartheid, Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Reykjavíkurmaraþonið hefst á morgun

FIMMTÁNDA alþjóðlega Reykjavíkurmaraþonið hefst á morgun, sunnudag, í Lækjargötu þar sem ræst verður í fimm vegalengdum. Í dag, laugardag, milli kl. 11 og 17 sækja þátttakendur keppnisgögn sín í Laugardalshöll, þar sem einnig verður boðið til pastaveislu milli kl. 14 og 18. Keppt verður á morgun í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi og ræst kl. 10 í Lækjargötu. Kl. 12. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 192 orð

Rúanda hótar íhlutun

STJÓRNVÖLD í Rúanda lýstu því yfir í gær að þau áskildu sér rétt til að blanda sér í deilurnar er standa í nágrannaríkinu Lýðveldinu Kongó þar sem stjórn Laurents Kabilas á í höggi við uppreisnarmenn. Þá voru afskipti Zimbabwe af átökunum fordæmd. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 736 orð

Rýmka þarf samkeppnisskilyrði

33,5% FJÖLGUN var á farþegum á Húsavíkurflugvelli fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugfélagið Mýflug ætlar að kanna möguleika á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkurflugvallar. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að ákvörðun Flugfélags Íslands um að hætta flugi til Húsavíkur um næstu mánaðamót sé hörmuleg. Að sínu mati eigi þetta að vera álitleg flugleið. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 261 orð

Samkeppni við einkareknar stöðvar hætt

STJÓRN Skógræktar ríkisins hefur ákveðið að hætta garðplöntuframleiðslu og sölu til einkaaðila og mun sú starfsemi leggjast af á næstu misserum. Áfram mun þó stöðin framleiða plöntur til verkefna Skógræktar ríkisins auk þess sem þar er rekið trjásafn og fræframleiðsla. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

Sementsverksmiðjan hf. 40 ára

OPIÐ hús verður hjá Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi sunnudaginn 23. ágúst milli kl. 13 og 17 af tilefni þess að hún hefur verið starfrækt í 40 ár. Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi tók til starfa árið 1958 og hét þá Sementsverksmiðja ríkisins. Meira
22. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Sigríður Helga sýnir leirmuni

SIGRÍÐUR Helga Olgeirsdóttir opnar sýningu á leirmunum í Galleríi Svartfugli á Akureyri laugardaginn 22. ágúst kl. 15. Sigríður Helga sýnir að þessu sinni leirskúlptúra af ýmsu tagi sem þó eiga það sameiginlegt að taka mið af náttúrunni. Ákveðið formstef gengur í gegnum alla muni sýningarinnar og gefur henni ákveðinn heildarsvip. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Sjóstangaveiði frá Hafnarfirði

BOÐIÐ verður upp á sjóstangaveiði með Húna II frá Hafnarfirði sunnudaginn 23. ágúst ef veður eigi hamlar för. Lagt verður af stað frá Óseyrarbryggju, Hafnarfjarðarhöfn, kl. 14 og gert er ráð fyrir að ferðin taki 4 klst. Bókun í ferðina er hjá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði, Vesturgötu 8. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1084 orð

Skiptar skoðanir um árásirnar

HAFT er eftir Sandy Berger, öryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar, í The New York Times að "lítill hópur" manna, þ.m.t. William Cohen, varnarmálaráðherra, og Henry Shelton, yfirmaður bandaríska heraflans, hefðu hafið undirbúning stýriflaugaárásanna snemma í síðustu viku en undirbúningurinn, sem fór fram með algerri leynd, Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Skógarganga um Þrastaskóg

FARIÐ verður í skógargöngu um Öndverðarnes og Þrastaskóg sunnudaginn 23. ágúst nk. Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, leiðir gönguna og verður lagt af stað frá Alviðru kl. 14. Áætlað er að gangan taki 2 klst. Allir eru velkomnir. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Slasaðist í bílveltu

KARLMAÐUR um fimmtugt slasaðist alvarlega í bílveltu um hálfátta í gærkvöldi á þjóðveginum á Mývatnsöræfum, austan við Reynihlíð. Maðurinn sem slasaðist var ökumaður bíls sem kom að austan að blindhæð og mætti þar öðrum bíl. Hann missti stjórn á bílnum og missti hann út af veginum þar sem hann fór tvær veltur. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Stuðmenn í Leikhúskjallaranum

HLJÓMSVEITIN Stuðmenn leikur laugardagskvöld, á menningarnótt, í Þjóðleikhúskjallaranum frá kl. 1 til kl. 5 að því er talið er. Hljómsveitin mun standa fyrir flutningi margs konar grallarasöngva, hortitta og blautlegra kvæða í bland við ærandi síbyljutónlist, eins og segir í fréttatilkynningu. Sérstökum heiðursgesti hefur verið boðið á samkomuna en það er tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Stutt í myndrænt samband milli skipa og sjúkrahúsa Fjarl

STUTT er í að komið verði á myndrænu sambandi um gervihnetti við skip, en slíkt getur verið sjómönnum mikil hjálp vegna slysa eða veikinda samkvæmt upplýsingum Sigurðar Ásgeirs Kristinssonar, sérfræðings á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
22. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Sýning Aðalsteins Vestmanns

AÐALSTEINN Vestmann opnar myndlistarsýningu í Deiglunni laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00. Aðalsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar hér og þar um landið. Hann notar blandaða tækni við málun; olíu, vatnsliti, acríl og túss. Hann vinnur list sína sem tómstundaverk sem unnin eru við dagsins amstur og hann sjálfan, glímuna við umhverfið, landslagið og söguna í landslaginu. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 24 orð

Sýningu í Eden að ljúka

Sýningu í Eden að ljúka MÁLVEKASÝNINGU Hannesar Scheving í Eden í Hveragerði lýkur annaðkvöld, sunnudagskvöld. Á sýningunni eru 33 akrílverk unnin á síðastliðnum tveimur árum. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 300 orð

Tveir enn í haldi

LÖGREGLAN á N-Írlandi sleppti í fyrradag úr haldi þremur mannanna sem handteknir voru á mánudag í tengslum við sprengjutilræðið í Omagh sem varð 28 manns að bana. Tveir eru enn í haldi og getur lögreglan haldið þeim án ákæru fram á sunnudag. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Töðugjöld í Gullsmára

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja vetrarstarfið í félagsheimilinu Gullsmára með því að ýmsir aðilar kynni starfsemi sína síðustu viku ágústmánðar. Vel þótti við hæfi að kalla þessa viðburði einu nafni Töðugjöld. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Umbrot í Kverkjökli

Umbrot í Kverkjökli TALSVERÐ umbrot hafa verið í Kverkjökli í sumar og nýverið hrundi stórt stykki úr jöklinum fyrir ofan íshellinn sem áin Volga rennur undan. Jóhann Óli Hilmarsson var á staðnum þegar hrunið átti sér stað og náði að festa atburðinn á filmu. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 366 orð

Undrun á umsögnum örnefnanefndar

AÐ sögn Karls Björnssonar sveitarstjóra sameinaðs sveitarfélags Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrar, sem gengið hefur undir nafninu Árborg frá því að sameining sveitarfélaganna var samþykkt, þá kemur það honum á óvart að örnefnanefndin skuli gefa sér þrengri forsendur en nýju sveitarstjórnarlögin segja til um, en nefndin mælti ekki með nafninu Árborg. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Uppskeruhátíð á Fljótsdalshéraði

UPPSKERUHÁTÍÐ á Fljótsdalshéraði er haldin um þessar mundir undir heitinu Ormsteiti og stendur hún í tíu daga samfleytt. Þetta er í fjórða skiptið sem Ormsteiti er haldið. Dagskrá frá 22.­27. ágúst: Laugardagur 22. ágúst: Norðurhéraðsdagur: Jökuldalur, Jökulsárhlíð og Hróarstunga. Ferðaþjónustuaðilar taka höndum saman og bjóða gestum og gangandi að líta inn. Meira
22. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 416 orð

Vangaveltur um tengsl árásanna og Lewinsky- málsins

ÞEGAR Bill Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti sl. fimmtudag að árásir hefðu verið gerðar á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan og Súdan þótti sumum fréttamönnum sem raunveruleikinn væri orðinn grunsamlega líkur skáldskap. Meira
22. ágúst 1998 | Miðopna | 1181 orð

Vissu af erfiðleikum en kom ákvörðun á óvart

"OKKUR brá auðvitað við," sagði Emil Guðmundsson, umdæmisstjóri Flugleiða í Lúxemborg, þegar hann var spurður um viðbrögð sín og 12 annarra starfsmanna Flugleiða í Lúxemborg við fréttunum um að félagið hygðist hætta starfsemi þar. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Þormóður rammi stærsti hluthafinn í SH

ÞORMÓÐUR rammi ­ Sæberg hf. keypti í gær 5% eignarhlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir 75 milljónir króna að nafnverði. Talið er að markaðsvirði bréfanna sé nálægt 300 milljónum króna. Félagið er þar með orðið stærsti einstaki hluthafinn í SH með 15,64% eignarhlut. Meira
22. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Öryggisgæsla endurskoðuð

ÖRYGGISGÆSLA við sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hefur verið endurskoðuð í kjölfar atburða síðustu daga, að sögn Walter Douglas, blaðafulltrúa sendiráðsins. Aðspurður vildi hann ekki tjá sig um hvaða breytingar hefðu átt sér stað, sagði einungis að viðeigandi öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar og að samráð hefði verið haft við íslensk yfirvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

22. ágúst 1998 | Leiðarar | 703 orð

Leiðari TÍMAMÓT Í FLUGSÖGU OKKAR AÐ ERU vissulega tíðindi o

Leiðari TÍMAMÓT Í FLUGSÖGU OKKAR AÐ ERU vissulega tíðindi og tímamót þegar stjórn Flugleiða ákveður að hætta flugi til og frá Lúxemborg, sem skipað hefur háan sess í íslenzkri flugsögu. Flugleiðir og áður Loftleiðir hafa haft viðkomu í Lúxemborg í áætlunarflugi í 43 ár. Meira
22. ágúst 1998 | Staksteinar | 313 orð

»Málvernd ferskeytlunnar HÁKON Aðalsteinsson hagyrðingur hefur það eftir In

HÁKON Aðalsteinsson hagyrðingur hefur það eftir Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi í viðtali við Dag að ferskeytlan og ljóðagerð sé einhver bezta málvernd okkar Íslendinga. Máltilfinning ­ málvernd Meira

Menning

22. ágúst 1998 | Margmiðlun | 135 orð

Afkastamet IBM

Á HEIMASLÓÐ IBM, http: //www.s390.ibm.com/stories/1998/1000mips-pr.html, má lesa að nýjar stórtölvur fyrirtækisins slái öll afkastamet með nýrri gerð örgjörva. Tölvur með nýja örgjörvanum, sem ber heitið S/390 G5, skilar 1.040 MIPS með Parallel Syssplex uppsetningu, en MIPS stendur fyrir milljón aðgerðir á sekúndu. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 174 orð

Bond í kröppum dansi

BRESKA kvennagullið og leyniþjónustumaðurinn OO7 eða James Bond virðist leita uppi vandræðin. Hann hefur raunar þann vafasama starfa. Hann er sífellt að lenda í útistöðum við óárennileg illmenni borð við stálkjaftinn, sem verður að teljast einn af eftirminnilegri óþokkum kvikmyndasögunnar. En í næstu mynd er viðbúið að hann þurfi að taka á honum stóra sínum. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 161 orð

Branson fylgist með tískunni

AUÐJÖFURINN Richard Branson hefur hingað til ekki unnið sér það helst til frægðar að ganga í klæðskerasaumuðum flíkum. Raunar er hann frægur fyrir að ganga í látlausum gallabuxum og peysum, en hann ætlar að taka sér tak í þeim efnum. Hann var nefnilega að koma fataverslanakeðju á laggirnar og mun héðan af einungis ganga í fötum undir vörumerkinu Virgin. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 247 orð

Draumurinn rætist

MAÐUR þarf ekki að vera á gamals aldri til þess að setja mark sitt á tónlistarlífið í landinu. Í það minnsta stofnuðu tveir ungir grunnskólanemendur í Stykkishólmi hljómsveitina "Feedback" í nóvember síðastliðnum. Þeir heita Sigmar Hinriksson og Hrafnkell Thorlacius og óhætt er að segja þeir hafa ekki setið auðum höndum síðan. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 329 orð

Dýrasta rómantíska myndin í Hollywood

ÞAÐ eru breyttir tímar í Hollywood og nú eru það ekki eingöngu stórslysa- eða hasarmyndir með óteljandi sprengingum og tæknibrellum sem eru dýrastar í framleiðslu. Rómantískar myndir og dramatískar kosta nú meira í framleiðslu en nokkru sinni fyrr, eins og nýleg dæmi sanna. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 629 orð

Frosnir í hlíðum fjalladrottningar

MARGIR Íslendingar eiga sína fjalladrottningu, þótt í misjafnlega miklu nábýli sé. Vestfirðingar búa við það öðrum landsmönnum fremur að geta næstum strokið sínum fjalladrottningum um vangann þegar þeir koma á fætur á morgnana, svo nærstæð eru fjöllin þeim. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 109 orð

Frumlegt farartæki brúðhjóna

JÓRDANSKA parið Emad Ali Hohammad og Mayssa al-Abed gengu í það heilaga í borginni Amman nú í vikunni. Brúðurinn var í hvítum hefðbundnum kjól og brúðguminn var í gráum jakkafötum. Það sem vakti hins vegar athygli var að í stað þess að renna úr hlaði í glæsibifreið settust hin nýgiftu hjón í sófa sem hafði verið komið fyrir í skóflu skurðgröfu sem ók með þau á brott í lögreglufylgd. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 231 orð

Hár og fegurð í úrvali á netinu

HEIMASÍÐA tímaritsins Hárs og fegurðar hefur verið valin sem ein af 14 bestu vefsíðum um tísku og tískutengt efni sem nú er að finna á netinu af leitarþjónustunni Alta Vista. Það er ein stærsta leitarþjónusta á netinu og hefur hún þá sérstöðu að hún er sú eina sem býður upp á þann möguleika að leita að efni á netinu á íslensku sem og öðrum tungumálum heims. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 231 orð

Hótelgestir á suðupunkti Fýsnir (Appetite)

Framleiðendur: Charly Cantor, Simon Johnson og Christoph Meyer-Wiel. Leikstjóri: George Milton. Handritshöfundar: Charly Cantor og George Milton. Kvikmyndataka: Peter Thwaites. Tónlist: Dominik Scherrer. Aðalhlutverk: Ute Lemper, Trevor Eve og Christien Anholt. (102 mín.) Bresk. Skífan, ágúst 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 190 orð

Hver er sá vondi Hættulegar ákvarðanir (Desperate Measures)

Framleiðendur: Gary Foster, Susan Hoffman, Lee Rich, Barbet Schroeder. Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handritshöfundur: David Klass. Kvikmyndataka: Lucianon Tovoli. Tónlist: Trevor Jones. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Andy Garcia, Brian Cox, Marcia Gay Harden. 97 mín. Bandaríkin. Sam Myndbönd 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 18 ára. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 258 orð

Í vandræðum með ljósmyndara

SEAN Penn er þekktur fyrir að vera skapmikill maður og hefur ekki átt í vinalegum samskiptum við ljósmyndara sem hafa elt hann á röndum. Síðastliðin sunnudag var Penn á gangi á fáförnum vegi með föður sínum Leo Penn þegar ljósmyndari spratt fram og hugðist taka myndir af þeim feðgum en leikarinn átti 38 ára afmæli á mánudag. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 232 orð

KARLMENN tjá sig

FORSETASTOFAN nefnist galleríið í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Skólavörðustíg. Þar hefur listamaðurinn góðkunni Jón Óskar opnað sýningu á málverkum sínum. Að Forsetastofunni stendur hópur karlmanna sem hafa brotið af sér hlekki mæðraveldisins og helgað sig framgangi karlmannlegrar listar. Akademíu Forsetastofunnar skipa Ari Alexander, Axel Hallkell og fulltrúi verslunarinnar. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 504 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð212.15 Krummarnir III. (Krummerne III., '95), er, einsog nafnið bendir til, þriðja barna- og unglingamyndin um geðuga danska krakka í baráttu við umhverfið og eldra gengið. Stöð216. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 126 orð

REM frestar tónleikaferðalagi Snorrarnir með mynd

MYNDBAND við fyrstu smáskífulag plötunnar "Daysleeper" verður tekið 22. ágúst af íslensku leikstjórunum Eiði Snorra og Einari Snorra. Upptökum á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar "Up" er að ljúka. Þar verður að finna nokkur lög sem sveitin flutti á tónleikum sem haldnir voru í sumar til stuðnings frelsisbaráttu í Tíbet. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 209 orð

Sorg sem gleymd var og grafin Hin ljúfa eilífð (Sweet Hereafter)

Framleiðendur: Atom Egoyan , Camelia Frieberg. Leikstjóri: Atom Egoyan. Handritshöfundur: Atom Egoyan. Kvikmyndataka: Paul Sarossy. Tónlist: Mychael Danna. Aðalhlutverk: Ian Holm, Gabrielle Rose, Peter Donaldson, Bruce Greenwood, David Hemblen, Brooke Johnson, Maury Chakin. 110 mín. Kanada. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
22. ágúst 1998 | Margmiðlun | 495 orð

Svindl og svínarí

MEÐAL HELSTU kosta Netsins er hversu það auðveldar samskipti manna á milli sem er einn helsti galli þess um leið. Flestir sem hafa verið á Netinu einhvern tíma kannast við ruslpóst þar sem reynt er að véla þá til að taka þátt í söfnunum, keðjubréfum og stofnun fyrirtækja eða gefinn kostur á að fá "ókeypis" gjafir, svo fátt eitt sé talið. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 259 orð

Tommy og Pamela að sættast?

NÝJUSTU fregnir herma að kynbomban Pamela Anderson og rokkarinn Tommy Lee séu í sáttahug þessa dagana þrátt fyrir yfirlýsingar leikkonunnar að segja skilið við eiginmanninn. Tommy Lee situr, sem kunnugt er, í fangelsi vegna líkamsárásar á Pamelu sem átti sér stað fyrr á árinu. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 635 orð

Ung kona finnur sjálfa sig

CATHERINE Sloper (Jennifer Jason Leigh) er dóttir auðugs og virts læknis (Albert Finney) og þarf stöðugt að sitja undir yfirlýsingum föður síns um að hún hafi ekki erft neitt af sjarma, fágun og hæfileikum móður sinnar, heitinnar. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 313 orð

Úrslit í myndakeppni Grease

GREASE hefur aldeilis sett svip á borgarlífið í sumar. Háskólabíó hélt upp á tuttugu ára afmæli Grease-myndarinnar og hóf endursýningu á henni. Borgarleikhúsið setti svo söngleikinn á svið og hafa báðar þessar sýningar verið mjög vinsælar. Morgunblaðið tók einnig þátt í skemmtilegheitunum og var með smávef með upplýsingum, leikjum og uppákomum tengdum sýningunum. Meira
22. ágúst 1998 | Margmiðlun | 301 orð

VEFFÖNG

ÞETTA ÁR hefur verið mikið boltaár og líklega eru margir dasaðir eftir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Frakklandi. Skammt er í að deildarkeppnin á Englandi hefjist, en íslenskir aðdáendur ensku knattspyrnunnar skipta þúsundum. Öll liðin í efstu deildinni í Englandi hafa komið sér upp heimasíðum eða þá að aðdáendur hafi sett upp slíkar síður eða jafnvel umfangsmikla vefi. Meira
22. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Victoria ólétt

KRYDDPÍAN Victoria Adams er komin þrjá mánuði á leið en ætlar ekki að hætta með stúlknasveitinni vinsælu Spice Girls, að því er bresk dagblöð greindu frá í gær. Victoria, sem er 24 ára, og unnusti hennar, miðvallarleikmaðurinn David Beckham hjá Manchester United, Meira

Umræðan

22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1239 orð

Banki með fortíð

ÞAÐ UNDRAR engan sem þekkir eitthvað til sögu sænskra banka, og þarf ekki að vera nema á yfirborði, að sendimaður sameiningarbankans, Skandinaviska Banken og Enskilda Banken (Wallenbergsbankans), skuli velja þann kost að gleyma fortíðinni og ræða einvörðungu um atburði á seinna æviskeiði bankans. Sænski bankamaðurinn færir sér í nyt ungan aldur viðmælanda síns, Sigrúnar Davíðsdóttur. Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 351 orð

Færeyskir dagar frábært framtak hjá Snæfellsbæ

ÞAÐ var frábært og þakkarvert framtak hjá Snæfellsbæ að bjóða upp á hátíðarhöld í nafni færeyskra daga um miðjan ágúst. Það er mikilvægt að við Íslendingar ræktum og aukum samstarf okkar við Færeyinga og sýnum þeim mestu virðingu og vináttu, Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 2588 orð

HEILSUFARSUPPLÝSINGAR SÖLUVARA

Umræður um miðlægan gagnagrunn og verndun persónuupplýsinga fara fram víðar en hér á landi. Í Bretlandi var tekist á um slíkan gagnagrunn í vor. Fjölmiðlar tóku ákveðna afstöðu. Þeir kynntu fjölmargar hliðar málsins og miðluðu fræðslu til almennings, ekki síst um áhættuþættina, og stóðu vörð um rétt fólks til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 651 orð

Hollywood 75 ára

HIN heimsþekkta draumaverksmiðja sem hefur meiri áhrif á skoðanir, tísku og strauma fólks en nokkurt annað fyrirbæri í heiminum, minnist merks áfanga á árinu. Engan óraði fyrir því á sínum tíma að Hollywood yrði að þeirri ótrúlegu kvikmyndaborg sem við þekkjum nú. Meira
22. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 304 orð

Hvað er að gerast í heilsugæslumálum á Selfossi? Hansínu Á. Stefánsdóttur:

AÐ UNDANFÖRNU hafa íbúar í Selfosslæknishéraði þurft að bíða a.m.k. viku til 10 daga til að komast til læknis. Einnig hefur fólk þurft að bíða nokkra daga eftir því að ná í lækni í síma. Úrræði margra er að nýta sér vaktþjónustu á kvöldin og um helgar. Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 911 orð

Íslensk auragreining?

MIKIÐ hefur verið rætt undanfarið um fyrirtækið Íslenska erfðagreiningu (ÍE). Framan af var öll umræðan mjög jákvæð. Til Íslands var mættur hámenntaður íslenskur vísindamaður með erlent fjármagn til erfðarannsókna. Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 744 orð

Smári bjargar Austfjörðum

SAUÐFÉ bítur gras á sumrin og er slátrað á haustin. Þeirra er ekki flókið ævistarf. Forseti bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi á Austfjörðum, Smári Geirsson, lýsti á svipaðan hátt framtíð þegna sinna, í ríkisútvarpinu sl. laugardag. Meira
22. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 939 orð

Tónlist og Selfosskirkja Frá Grétari Einarssyni: Í MORGUNBLAÐINU

Í MORGUNBLAÐINU hinn 9. ágúst síðastliðinn birtist bréf eftir Smára Ólason þar sem hann gagnrýnir frétt Stöðvar 2 af brúðkaupi sem fram átti að fara í Selfosskirkju en var flutt í Eyrarbakkakirkju sökum ágreinings brúðhjóna og forsvarsmanna Selfosskirkju. Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 479 orð

Um kirkjur og garða

Í ÁGÆTU, greinargóðu viðtali við Þórstein Ragnarsson forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, sem birtist í Morgunblaðinu 8. ágúst sl., koma fram upplýsingar sem urðu mér tilefni hugleiðinga um þessi mál, einkum þrjú atriði. Meira
22. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1131 orð

Þoldi Esjan ekki að verða Reykvíkingur?

Upphaf Kjalnesingasögu hljóðar svo: "Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes milli Leiruvogs og Botnsár og bjó að Hofi á Kjalarnesi. Hann var nytmenni mikið í fornum sið, blótmaður lítill, spakur og hægur við alla, Helgi átti Þórnýju, dóttur Ingólfs í Vík, er fyrst byggði Ísland. Þeirra synir voru Þorgrímur og Arngrímur. Þeir voru báðir miklir og sterkir og hinir vasklegustu menn. Meira

Minningargreinar

22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Það er með söknuði sem ég minnist Halla frænda míns. Á svona stundu streyma minningar um hugann. Halli frændi var alltaf svo brosmildur og kátur. Ég man eftir þér sem litlum pjakk á rúntinum með honum Halla afa þínum. Afi þinn kom þá oft með þig í heimsókn til ættingja þinna. Alltaf gerðir þú mikla lukku með sögunum þínum, þú varðst svo sposkur á svipinn eins og lítill karl. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku Halldór. Þú varst mér mjög góður og kær vinur. Þú varst vinur sem mér þótti mjög vænt um og mun þykja vænt um alla tíð. Mér þótti vænna um þig en ég gerði mér grein fyrir. Það er mjög erfitt að setjast niður og ætla að skrifa nokkur orð um þig. Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða segja, en þú varst alltaf brosandi eða hlæjandi sem er mjög góður eiginleiki. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Ertu þá farinn, ertu þá farinn frá okkur? Hvar ertu núna, hvert liggur þín leið? Þær eru margar minningarnar um þig sem koma upp í huga okkar. Þú munt alltaf eiga stóran hluta í hjarta okkar sem enginn fyllir upp í. Það sem fyrst kemur upp í hugann er að þú varst alltaf brosandi og alltaf í góðu skapi. Þú áttir allt lífið framundan, en slysin gera ekki boð á undan sér. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Að eignast barn breytir lífi okkar, að missa barn breytir því enn meir. Hvað er hægt að segja, þegar ungt fólk er hrifsað frá okkur á einni nóttu? Elsku Halldór, við munum alltaf muna brosið þitt og glaðværðina sem fylgdi þér, allar góðu stundirnar sem við áttum saman og geyma þær í hjartanu. Þú munt lifa með okkur, þótt þú sért ekki hjá okkur. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku Halldór. Söknuður okkar er mikill og við vitum að þú ert á miklu betri, skynsamlegri og virðulegri stað og þú bíður eftir okkur öllum. Þú varst frábær vinur, traustur og góður. Þú hjálpaðir mörgum úr klandri og tókst á þig sök ef vinur þinn hafði gert eitthvað af sér. Allar stundir okkar saman voru góðar. Við rifumst aldrei og þú varst þannig að þú eignaðist vini alls staðar. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 187 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku frændi minn. Það er með miklum harmi og trega sem ég kveð þig. Að þú hafir þurft að hlýða kalli dauðans svo snemma er mér óskiljanlegt. Þú varst gleðigjafi, hjartahlýr, blíður en þó svo viðkvæmur. Brosið þitt er greypt í hjarta mitt, svo einlægt var það. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku Halldór. Kæri vinur. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég sakna þín sárt eins og allir aðrir sem þig þekktu. Þú varst æðisleg persóna og góður vinur og mér mjög kær. Þú varst alltaf brosandi og í góðu skapi. Það verður skrítið að fá þig ekki oftar heim með bróður mínum né sjá þig ekki oftar sofandi á dýnu við hliðina á bróður mínum eða hlusta á ykkur tala um lífið og tilveruna. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Það er alltaf áfall þegar einhver fellur í valinn og sérstaklega þegar um ungt fólk er að ræða. Áhrif slíks áfalls í heimabyggð verða enn meiri þegar um lítið samfélag er að ræða eins og Garðinn. Nú hefur verið höggvið skarð í hóp nýútskrifaðra nemenda skólans okkar og samfélagið er í sárum, að ekki sé talað um nánustu ættingja og vini. Spurningar brenna á vörum en fátt er um svör. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 176 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku Halldór. Það er alveg ótrúlegt að þú skulir vera farinn. Að þú skulir ekki vera með í hópnum þegar maður sér ykkur öll saman. Að sjá ekki fallega brosið þitt. Mér fannst þú hafa svo fallegt bros og skemmtilega kímnigáfu. Mér þótti oft og þykir gaman að fá ykkur öll til mín í vinnuna "að spjalla um heima og geima". Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku Halldór. Við trúum að þú sért horfinn í betri heim, í betra líf þar sem við eigum öll eftir að hittast. Þú varst tekinn svo snöggt og skyndilega frá okkur öllum sem elska og dá þig. Þú varst svo ungur og fullur af lífi og orku, stundum var erfitt fyrir þig að hemja þig. Þú varst hress á öllum stundum. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 324 orð

Halldór Hörður Sigtryggsson

Elsku Halldór minn. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það er mjög erfitt að trúa því að þú, einn besti vinur minn, sért farinn burt. Fyrir mér ertu bara farinn í langt og skemmtilegt ferðalag, sem við öll förum einhvern tímann í og þá muntu taka á móti okkur. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 101 orð

HALLDÓR HÖRÐUR SIGTRYGGSSON

HALLDÓR HÖRÐUR SIGTRYGGSSON Halldór Hörður Sigtryggsson var fæddur í Keflavík 22. ágúst 1982. Hann lést af slysförum 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhanna Halldórsdóttir, f. 12.6. 1961, og Sigtryggur J. Hafsteinsson, f. 9.6. 1961. Halldór Hörður var elstur þriggja systkina. Næst honum í aldursröð er Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, f. 17.3. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 401 orð

Halldór Jónsson

Elsku Halldór. Það er skrítin tilhugsun að þú skulir ekki vera þarna fyrir norðan lengur. En þú ert eflaust feginn að vera laus úr þessum gamla og lúna líkama sem ekkert var orðinn. Kannski ertu kominn á hestbak og þeysir einhvers staðar um á grænum grundum, eða ertu kominn á Snæfaxa þinn og skeiðleggur hann um gamlar slóðir heima í Kirkjubæ? Í mínum æskuminningum ert þú alltaf nærri, Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 190 orð

HALLDÓR JÓNSSON

HALLDÓR JÓNSSON Halldór Jónsson fæddist að Teigi í Óslandshlíð 18. apríl 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, f. í Víðinesi í Hjaltadal, og Elísabet Jóhannsdóttir, f. í Brekkukoti í Óslandshlíð. Þau bjuggu að Teigi í Óslandshlíð. Halldór var fjórða barn þeirra hjóna. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 557 orð

Hjalti Óli Eiríksson

Jæja, elsku bróðir minn, núna verð ég víst að kveðja. Þú varst stórt ljós í mínu hjarta sem ég geymi og ekki síður í fjölskyldu minni. Margs er að minnast frá öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Oftast voru það stundir sem við gátum strítt hvor öðrum. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 30 orð

Hjalti Óli Eiríksson

Hjalti Óli Eiríksson Elsku vinur. Það er svo margt sem við gerðum saman. Stundir sem eru mér svo ógleymanlegar og kærar. Ég sakna þín sárt. Takk fyrir allt. Þinn vinur, Haraldur. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Hjalti Óli Eiríksson

Það er svo erfitt að koma orðum á blað. Það er svo erfitt að kveðja góðan vin, sem í blóma lífsins er hrifinn á brott svo alltof, alltof fljótt. Fyrsta minning mín um Hjalta Óla er um ljóshærðan, glaðlegan drenghnokka við leik í garðinum hjá Álfheiði ömmu sinni. Það var þá sem þeir kynntust, Hjalti og Haraldur sonur minn, og urðu svo góðir vinir. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 205 orð

Hjalti Óli Eiríksson

Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HJALTI ÓLI EIRÍKSSON

HJALTI ÓLI EIRÍKSSON Hjalti Óli Eiríksson fæddist í Reykjavík hinn 24. október 1980. Hann lést af slysförum 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 21. ágúst. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 784 orð

Margrét Leósdóttir

Ein af perlum Ísafjarðar, Margrét Leósdóttir hefur nú lokið lífsgöngu sinni, og fylgir sorg og söknuður fráfalli hennar. Þessi perla stóð svo sannarlega undir nafni, og var jafnan kölluð Gréta af vinum og kunningjum. Hún var svo sannarlega dóttir Ísafjarðar í orðsins fyllstu merkingu, og setti fallegan svip á bæinn sinn. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 544 orð

Margrét Leósdóttir

Stuttu fyrir aldamótin fluttist til Ísafjarðar ungur söðlasmiður, Leó Eyjólfsson bónda á Kleifum í Gilsfirði, Bjarnasonar. Hann kvæntist þar Kristínu, dóttur Halldórs Jónssonar sem lengi var bóndi á Rauðamýri við Ísafjarðardjúp. Leó stofnsetti árið 1904 skóverslun, er síðan hefur borið nafn hans. Þau Kristín og Leó bjuggu í Hrannargötu 8 á Ísafirði og var heimilisbragur þar til fyrirmyndar. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 486 orð

Margrét Leósdóttir

"Svo er margt sinnið sem skinnið" segir gamalt máltæki en það þýðir á nútímamáli að hver einstaklingur hafi sinn stíl og kemur í hugann þegar minnst er Grétu föðursystur ­ hún var svo sérstök; svo einstakur persónuleiki. Gréta hafði meiri útgeislun en flest annað fólk, hún bókstaflega stafaði frá sér ást og hlýju; hún var sólin í föðurættinni. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Margrét Leósdóttir

Fyrir Alþingiskosningarnar 1963 ók ég frambjóðendum Framsóknarflokksins á Vestfjörðum á milli framboðsfunda. Þegar til Ísafjarðar kom, skipaði Jón Jóhannsson, ókrýndur forustumaður flokksins þar, mönnum á heimili í bænum til gistingar. Ég var sendur til Jóhanns Júlíussonar, útgerðarmanns, og konu hans Margrétar Leósdóttur. Mér var sannarlega ekki í kot vísað. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 752 orð

Margrét Leósdóttir

Ísafjörður er að því leyti frábrugðinn mörgum sveitarfélögum á Íslandi að hann hefur afgerandi miðbæ. Miðbæ þar sem fólk hittist, heilsast og spjallar um lífið og tilveruna. Í miðbænum, á Eyrinni, eru helstu þjónustustofnanir bæjarins og í tímans rás hafa þeir einstaklingar, sem lengi hafa staðið fyrir þjónustunni, orðið hluti af daglegu lífi Ísfirðinga. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 497 orð

Margrét Leósdóttir

Andlát Grétu frænku kom á óvart þótt hún væri orðin 84 ára gömul. Hún var ung í anda, alltaf svo kát og hress. Þegar við ræddum síðast saman í síma kvartaði hún undan slæmum verk í baki. Við töluðum um að þetta væri víst gigtin sem lengi hafði hrjáð hana. En annað kom í ljós. Tíu dögum seinna var hún öll. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Margrét Leósdóttir

Öldruð kona, en enn á sínu blómaskeiði, hún Margrét Leósdóttir er látin. Það varð brátt um hana, þessa konu sem ég hitti síðast rétt fyrir verslunarmannahelgina með honum Jóhanni sínum, svo káta, ánægða og fulla af lífsgleði. Þannig var hún Gréta alltaf frá því ég fyrst kom á heimili fjölskyldunnar fyrir 30 árum, haustið 1969. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Margrét Leósdóttir

Öll vitum við að kallið getur komið hvenær sem er, en samt erum við aldrei viðbúin þegar að því kemur. Þannig var það líka þegar við vissum að amma Gréta væri orðin veik. Það hvarflaði ekki að okkur að hún færi ekki aftur heim til afa. En nú er hún farin í sína hinstu för og eftir sitjum við og syrgjum. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 279 orð

MARGRÉT LEÓSDÓTTIR

MARGRÉT LEÓSDÓTTIR Margrét Leósdóttir fæddist á Ísafirði 22. júní 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Halldórsdóttir húsmóðir, f. 25.9. 1875 á Laugabóli í Ísafirði, d. 26.9. 1956, og Leó Eyjólfsson, söðlasmiður og kaupmaður, f. 1.11. 1867 að Kleifum í Gilsfirði, d. 26.3. 1940. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Pálína Sigurðardóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast Pálínu Sigurðardóttur sem var mér innan handar þegar ég vann á Vellinum á árunum 1981­ 1985 og síðar, er ég var hætt þar, gat ég samt alltaf treyst á Pálínu að vera til staðar þegar á þurfti að halda. Ekki stóð á Pálu að hlusta þegar ég þurfti að tala, því hlustað gat hún og gefið góð ráð. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 32 orð

PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR

PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR Pálína Sigurðardóttir fæddist í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 9. maí 1928. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 14. ágúst. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1715 orð

Sigurbjörg Sigurjónsdóttir

Ókunnug, sérkennileg lykt sem berst um dyr á stigapallinum. Ég er þriggja ára með pabba og mömmu í sumarleyfi, að kaupa mjólk og egg hjá Sigurbjörgu. Fimm ára er komin til sumardvalar, svo og næstu sex sumrin þar á eftir. Heimilislífið í Litlu-Laugabænum var um margt sérstakt. Bæinn byggði Sigurjón, faðir Sigurbjargar. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 526 orð

Sigurbjörg Sigurjónsdóttir

Hugljúfar bernskuminningar koma upp í hugann nú, þegar ég frétti lát Sigurbjargar föðursystur minnar. Hjá henni og afa mínum, Sigurjóni Friðjónssyni, bónda og skáldi á Litlu-Laugum, dvaldi ég margar hlýjar sumarvikur 6­9 ára gömul. Þar var einnig "frænka", Hólmfríður Friðjónsdóttir, afasystir mín. Þeirra allra er mér nú ljúft að minnast. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 344 orð

SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR

SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR Sigurbjörg Sigurjónsdóttir fæddist á Sandi í Aðaldal 19. febrúar 1904. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Friðjónsson bóndi og skáld á Sandi, síðar á Litlulaugum í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, f. 22. september 1867, d. 26. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Vilborg Lárusdóttir

Í dag, 22. ágúst, kveð ég í hinsta sinn ömmu mína sem lést hinn 6. ágúst síðastliðinn á St. Fransiskuspítalanum í Stykkishólmi eftir langa sjúkrahúslegu. Þar naut hún ástúðar og góðrar umhyggju starfsfólks og systra; hafið þökk fyrir. Meira
22. ágúst 1998 | Minningargreinar | 241 orð

VILBORG LÁRUSDÓTTIR

VILBORG LÁRUSDÓTTIR Vilborg Lárusdóttir fæddist í Stykkishólmi 2. september 1916. Hún lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Vilborgar voru Lárus G. Kristjánsson, f. 2.8. 1883, d. 9.7. 1966 í Stykkishólmi og Þórey Nikulásdóttir, f. 5.10. 1879, d. 5.2. 1966 í Stykkishólmi. Meira

Viðskipti

22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Athugasemd frá Nýherja

MORGUNLBAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Nýherja hf. Í LJÓSI nýafstaðinnar yfirtöku ACO hf. á umboði fyrir sölu á tölvubúnaði frá Apple vill Nýherji hf. koma því á framfæri að fyrirtækið mun ótrautt áfram selja og þjónusta vörur frá Apple sem og annarra vara sem styðjast við MacOS stýrikerfið. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Breskir fláningsmenn í sláturhúsið

KASK hefur ráðið sjö breska fláningsmenn til vinnu í sláturhúsi sínu á Höfn í haust, en undanfarin ár hefur gengið illa að fá fólk til starfa í sláturhúsinu. Pálmi Guðmundsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK), segir að undanfarin ár hafi illa gengið að manna sláturhúsið. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

ÐFrystikerfi opna útibú á Ísafirði

FYRIRTÆKIÐ Frystikerfi ehf. hefur hafið starfsemi á Ísafirði með opnun útibús í húsnæði Vélsmiðjunnar Þryms í Suðurgötu 9. Útibúið sér um alla almenna þjónustu og viðgerðir á kæli- og frystitækjum á Vestfjörðum, þ.e. frá Hólmavík, suður til Patreksfjarðar og norður um til Ísafjarðar að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 219 orð

ÐMálþing um viðskipti íslenskra og breskra fyrirtækja

ÍSLENSK fyrirtæki, sem valin hafa verið af viðskiptadeild Breska sendiráðsins, fá tækifæri til að komast í kynni við bresk fyrirtæki á sérstöku málþingi, sem haldið verður nk. mánudag í Hóteli Holti. Breska sendiráðið á Íslandi stendur að málþinginu ásamt samtökunum "Furness Enterprise" í Norðvestur-Englandi. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Hlutabréf Flugleiða og ÍS hækka aftur

HLUTABRÉF í Flugleiðum og Íslenskum sjávarafurðum hf. hækkuðu nokkuð í gær á Verðbréfaþingi Íslands eftir snarpa lækkun í kjölfar birtingar milliuppgjörs í fyrradag. Afkoma beggja félaganna var lakari en verðbréfamarkaðurinn hafði reiknað með. Gengi bréfanna náði þó ekki fyrri stöðu. Í gær námu viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum 17,6 milljónum og fóru þau fram í 22 viðskiptum. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Hlutabréf hrífalla

EVRÓPSK hlutabréf máttu þola mesta gengisfall í öllu fjármálaumrótinu síðustu fimm vikur í gær, föstudag, og munaði þar mest um 5% gengisfall markaðanna í Þýskalandi og Spáni meðan uggur út af efnahagsástandinu í Rússlandi magnaðist og breiddist til S-Ameríku. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Kaupverð um 300 milljónir

ÞORMÓÐUR rammi ­ Sæberg hf. keypti í gær 5% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að nafnverði 75 milljónir króna. Þar af seldi Hraðfrystihús Eskifjarðar eignarhlut fyrir ríflega 66 milljónir. Þormóður rammi - Sæberg átti fyrir kaupin 10,64% í félaginu en hefur nú bætt við sig 5% til viðbótar og er þar með orðinn stærsti einstaki hluthafinn með 15,64% eignarhlut. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Reuters Viðræður hjá Hyundai

FORSETI launþegasamtaka starfsfólks Hyundai-bifreiðaverksmiðjanna í Suður-Kóreu, Kom Kyong-sik, í fylgd lífvarða er hann yfirgaf verksmiðjurnar í gærmorgunn, en þá stóðu yfir samningaviðræður milli forystumanna launþega, framkvæmdastjórnar verksmiðjanna og s- kóreskra stjórnvalda. Hafa yfirvöld reynt að miðla málum í launadeilu í fyrirtækinu, en um 5. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Rökke færir út kvíarnar

NORSKI athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke tilkynnti á miðvikudag um endurskipulagningu á fyrirtækjasamsteypu sinni, sem hefur innan sinna vébanda allt frá skipasmíðastöðvum og sjávarréttaverksmiðjum til fótboltafélaga og byggingafyrirtækja. Meira
22. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 279 orð

Þróun í takt við markaðinn

HLUTABRÉFASJÓÐUR Norðurlands hf. var rekinn með 23 milljóna króna hagnaði og Sjávarútvegssjóður Íslands hf. skilaði liðlega 4 milljóna króna hagnaði samkvæmt rekstrrareikningi fyrstu sex mánaða ársins. Hagnaður Hlutabréfasjóðsins er minni en á sama tíma í fyrra en þá var Sjávarútvegssjóðurinn rekinn með halla. Báðir sjóðirnir eru í umsjá Kaupþings Norðurlands hf. Meira

Daglegt líf

22. ágúst 1998 | Neytendur | 95 orð

Ferskur kalkún í sölu

NÓATÚN hóf sölu á ferskum kalkún í vikunni en fram að þessu hefur slík vara aðallega verið á boðstólum fyrir stórhátíðir. "Við höfum verið að auka framleiðsluna og ætlum að prófa að markaðsetja kalkúna núna á öðrum árstíma en fyrir jól og páska. Um er að ræða ferskt kjöt, leggi, vængi bringur og snitsel," segir Guðmundur Jónsson hjá Reykjabúi. Meira
22. ágúst 1998 | Neytendur | 1062 orð

Fullorðnir myndu ekki sætta sig við aðstæðurnar

ÞAÐ ER mjög misjafnt hvað skólar gefa börnum kost á að kaupa í matartímum. Sumir selja ekkert annað en mjólk og safa, margir bjóða upp á jógúrt líka og jafnvel samlokur en aðrir eru með heitan mat í hádeginu. Flest börn matast við vinnuborðið sitt. Meira

Fastir þættir

22. ágúst 1998 | Í dag | 168 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 22. ágúst, verður níræður Jakob Þorsteinsson frá Litlu-Hlíð í Víðidal, V-Hún. Jakob dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. 80 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 23. ágúst, verður áttræð Áslaug Sólbjört Jensdóttir, húsfreyja á Núpi í Dýrafirði. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 696 orð

AÐ FLYTJA STÓR TRÉ ­ 1­ UNDIRBÚNINGUR ­Nr. 392

Vaxtarhraði plantna er ekki alveg jafnmikill á Íslandi og í mörgum nágrannalöndum okkar. Það tekur því "óratíma" fyrir íslensk tré að verða fullvaxta. Þolinmæði er okkur Íslendingum ekki beinlínis í blóð borin þannig að við viljum helst kaupa tré í endanlegri stærð. Í flestum gróðrarstöðvum er hægt að kaupa eitthvað af stórum trjám. Meira
22. ágúst 1998 | Í dag | 399 orð

"Aumingjagenin" ÞAÐ er okkur Frónbúum flestum ljóst, þó sérstaklega þeim

ÞAÐ er okkur Frónbúum flestum ljóst, þó sérstaklega þeim sem búið hafa einhvern árafjölda erlendis, að hér býr agalaus þjóð. Fáguð framkoma og almennir mannasiðir þykja of oft ekki nauðsynlegir í samskiptum manna hér. Alltaf er verið að fárast yfir unglingunum. Hvernig eiga þeir, unglingarnir, að temja sér mannasiði þegar alltof margir fullorðnir Íslendingar kunna ekki slíka framkomu. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 330 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jón Viðar og Leifur

MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 17. ágúst spiluðu 20 pör eins kvölds Mitchell- tvímenning. Meðalskor var 216 og þessi pör urðu efst: NSÓmar Olgeirsson ­ Vilhj. Sigurðsson jr. 270 Árni Már Björnsson ­ Heimir Tryggvason 257 Erla Sigurjónsdóttir ­ Guðni Ingvarsson 246 Guðl. Sveinsson ­ Kristófer Magnússon 238 AV Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1068 orð

Draumleikur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímann

Dulin ást Skortítan syngur, því hún brennur leynt af ást. Eldflugan bálar ­ stendur í ljósum loga ­ af ást sem þögnin dylur. Japönsk tantra TÁKNMYNDIR draumsins byggja á reynslu dreymandans, bæði sýnilegri og dulinni. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 828 orð

Frækorn í snjónum "Ljóðið er andspyrnuhreyfing vegna þess að það færir einstaklingnum mál sem ekki er valdsins, skrifræðisins

Í VOR voru í fyrsta sinn veitt svonefnd Tomasar Tranströmer- verðlaun, kennd við sænska skáldið Tranströmer og afhent í heimaborg hans Västerås í Svíþjóð. Við það tækifæri flutti sænski rithöfundurinnn Per Wästberg ræðu sem hér verður stuðst við að nokkru leyti. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 939 orð

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) »ÁSKIRKJA:Safnaðarferð Safnaðarfélags og Kirkjukórs Áskirkju í Hreppa og Biskupstungur. Farið frá Áskirkju kl. 9. Messa í Skálholtskirkju kl. 11. Kvöldverður snæddur á Laugarvatni. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1822 orð

HARLEY-DAVIDSON MÓTORHJÓLIÐ 95 ÁRA Tórðu til að tæta

MÓTORHJÓL eru ekki bara eitt helsta karlmennskutákn aldarinnar heldur líka og einkum tákn fyrir frelsi og uppreisn gegn borgaralegum gildum. Ímynd ístöðulausa uppreisnarmannsins á 6. og 7. áratugnum, t.d. í holdgervingu James Deans (Rebel Without a Cause), Marlon Brando (The Wild One), og Peter Fonda og Dennis Hooper í Easy Rider, er ekki fullkomin án mótorhjólsins. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 611 orð

Hvað er fitulifur? Magnús Jóhannsson læknir s

Spurning: Af hverju safnast fita í lifur og er hægt, og þá hvernig, að losa hana þaðan? Svar: Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 886 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 967. þáttur

967. þáttur Úr ýmsum áttum. 1) Próf. Þorkell Jóhannesson sendi mér svofellt símbréf sem ég birti með þökkum og ekki öðrum athugasemdum: "Kæri Gísli: Ég var að lesa í morgun pistilinn þinn í Morgunblaðinu í gær með tilvitnun í síldarþrautir Íslandsbersa, sem Halldór Laxness rakti í Guðsgjafaþulu og gerði úr flókinn bendil í blaðamannastíl. Meira
22. ágúst 1998 | Dagbók | 501 orð

Reykjavíkurhöfn: Skólaskipið Khersones

Reykjavíkurhöfn: Skólaskipið Khersones kom í gær. Rannsóknarskipið Poseidon og rannsóknarskipið Norskald komu í gær. Í dag kemur og fer farþegaskipið Royal Princess. Hafnarfjarðarhöfn: Venus fór á veiðar í gær. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 271 orð

Safnaðarstarf Námskeið um hjónaband og sambúð

JÁKVÆTT námskeið um hjónaband og sambúð verður haldið á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt. Einnig hefur það reynst mjög vel ungum pörum sem eru að íhuga að ganga í hjónaband og vilja búa sig vel undir framtíðina. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 733 orð

Spurning:

Spurning: Sumir halda að sálfræðingar geti strax séð hvern mann maður hefur að geyma. Er þetta rétt og er betra að passa sig á sálfræðingum, ef maður hittir þá? Svar: Margir sálfræðingar þekkja það að fólk verður á varðbergi, ef það hittir sálfræðing, og er hrætt um að hann geti lesið þeirra leyndustu hugsanir. Það er að sjálfsögðu alrangt. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 420 orð

SPURT ER Hvað er lotukerfi?

1. Nýlega kom út íslensk þýðing á skáldsögu eftir bandarískan rithöfund sem þekktur er fyrir þrjár sögur sem kenndar eru við New York. Hver er maðurinn og hvað heitir skáldsagan sem þýdd var? 2. Hvað hét fyrsta bók sem prentuð var á Íslandi? 3. Hver orti þuluna sem hefst á orðunum: "Tunglið, tunglið, taktu mig..."? SAGA 4. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 449 orð

Sælkerinn Túnfiskur Ferskur túnfiskur er nú farinn að sjást við og við í fiskborðum verslana. Steingrímur Sigurgeirsson mælir

TÚNFISKUR hefur ekki gegnt mikilvægu hlutverki í matarvenjum Íslendinga til þessa. Hann hefur helst sést niðursoðinn í dós og verið notaður í majonessalöt, enda var það ekki fyrr en fyrir skömmu að uppgötvaðist að túnfisk sé að finna á íslenskum fiskimiðum í veiðanlegu magni. Meira
22. ágúst 1998 | Í dag | 394 orð

VÍKVERJI var staddur úti á landi fyrir skemmstu og hitti fjöl

VÍKVERJI var staddur úti á landi fyrir skemmstu og hitti fjölmarga ferðalanga á leið sinni. Vakti það athygli hans hve margir kvörtuðu yfir því að þeir hefðu keypt útrunna matvöru. Óheppnastir voru þveir ungir menn sem höfðu nestað sig til vikuferðar, og keypt kynstrin öll af kjötáleggi í Hagkaupi. Meira
22. ágúst 1998 | Fastir þættir | 96 orð

(fyrirsögn vantar)

AV: Lárus Arnórsson ­ Ásthildur Sigurgísladóttir269 Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson268 Ingiríður Jónsdóttir ­ Heiðar Gestsdóttir231 Meðalskor216 Mánudaginn 17. ágúst spiluðu 16 pör Mitchell. Meira

Íþróttir

22. ágúst 1998 | Íþróttir | 568 orð

Alltaf best að hlaupa heim

Það hafði enginn trú á að mér tækist þetta nema ég sjálf og Norbert Elliot, þjálfarinn minn. Ég er í sjöunda himni með sætið og að hafa slegið Íslandsmetið," sagði Guðrún Arnardóttir þegar hún hafði kastað mæðinni eftir glæsilegt hlaup sem tryggði henni 4. sætið í 400 m grindahlaupi á Evrópumótinu. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 271 orð

Birgir Leifur komst áfram í Noregi

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, tekur þessa dagana þátt í móti í Noregi, einu af sterkari mótunum í áskorendamótaröðinni. Á fimmtudaginn lék hann á pari, 73 höggum, en í gær gerði hann enn betur með því að leika á tveimur höggum undir pari. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 144 orð

Brautarmet í hættu

Hið árlega Reykjavíkur-maraþon fer fram í höfuðborginni á morgun og viðri vel má búast við að brautarmet verði í mikilli hættu. Dan Rathbone frá Bretlandi hefur staðfest komu sína en hann hljóp maraþonið í Lundúnum í fyrra á 2 klukkustundum, 16,23 sekúndum. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 480 orð

CHARLTON leikur sinn fyrsta

CHARLTON leikur sinn fyrsta leik í efstu deildinni á heimavelli, The Valley, í 41 ár, þegar liðið mætir Southampton, sem leikur án nokkurra lykilmanna. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 62 orð

Efsta deild karla, Landsímadeildin:

Knattspyrna Efsta deild karla, Landsímadeildin: Laugardagur: Grindavík:Grindavík - ÍA16 Valsvöllur:Valur - ÍBV16 Sunnudagur: ÍR-völlur:ÍR - KR17 Ólafsfjörður:Leiftur - Þróttur R.17 Laugardalur.Fram - Keflavík20 3. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 466 orð

Einfaldlega ekki nógu góð

"Árangurinn er vonbrigði, ekkert annað en aðallega eru vonbrigðin þau hvað ég er að stökkva illa," sagði Vala Flosadóttir, eftir að hún hafði jafnað sig eftir úrslitin í stangarstökkinu í gær þar sem hún hafnaði í 9. sæti af 14 keppendum sem mættu til leiks. "Nú verð ég að fara í gegnum allt sem miður fór og vinna úr því á næstunni áður en ég læt það hverfa í fortíðargeymsluna í höfðinu. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 370 orð

Einstakur endasprettur

Óhætt er að segja að Guðrún Arnardóttir hafi komið, séð og sigrað er hún hafnaði í 4. sæti í úrslitum 400 m grindahlaupsins á EM í Búdapest, setti um leið Íslandsmet, 54,59 sekúndur og náði besta árangri sem íslensk kona hefur náð á stórmóti í frjálsíþróttum. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 860 orð

Einvígi frönsku framkvæmdastjóranna

ÞAÐ er óhætt að segja að leiksins í dag sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Til mikils er ætlast af báðum þessum liðum og innan þeirra vébanda er slíkur stjörnufans að margur knattspyrnustjórinn fær líklega skjálfta í hnén af því að líta á leikmannalistana. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 180 orð

Eyjamenn og Valsmenn skora mest með skalla

ALLS hafa 36 mörk verið skoruð með skalla í efstu deild karla í knattspyrnu. Eyjamenn og Valsmenn eru með hættulegustu "skallamennina" ­ Eyjamenn hafa skorað átta mörk með skalla, en Valsmenn sjö. Grindvíkingar koma næstir með fimm mörk. Af þessum 36 mörkum hafa aðeins sex verið skoruð með skalla innan markteigs, en 30 fyrir utan. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 77 orð

Fór snemma

VALA Flosadóttir fékk ekki að sofa út í morgun, daginn eftir úrslitakeppnina. Hún fór í aftureldingu hér í Búdapest með flugi til Kaupmannahafnar og þaðan fer hún til Óðinsvéa og keppir á Norðurlandamóti unglinga 20 ára og yngri, sem þar fram fer um helgina. Vala keppir í stangarstökki á sunnudag. Hún fær því litla hvíld á milli móta að þessu sinni. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 329 orð

Franskir vinir

Leikurinn í dag er ekki aðeins slagur erkifjenda til margra ára í enskri knattspyrnu, heldur einnig viðureign tveggja franskra hugsuða á sviði knattspyrnufræða, þeirra Arsene Wenger hjá Arsenal og Gerard Houllier hjá Liverpool. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 432 orð

Frjálsíþróttir EM í Búdapest 200 metra hlaup karla ÚRSLIT: 1. Doug Walker (Bretlandi) 20.53 s 2. Doug Turner (Bretlandi) 20.64

200 metra hlaup karla ÚRSLIT: 1. Doug Walker (Bretlandi) 20.53 s 2. Doug Turner (Bretlandi) 20.64 3. Julian Golding (Bretlandi) 20.72 4. Troy Douglas (Hollandi) 20.72 5. Geir Moen (Noregi) 20.78 6. Rodrigue Nordin (Frakklandi) 20.83 7. Christophe Cheval (Frakklandi)20.91 8. P. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 65 orð

Haukar - Valur0:8

Efsta deild kvenna: Haukar - Valur0:8 Laufey Ólafsdóttir 3, Bergþóra Laxdal 2, Ásgerður Ingibergsdóttir 2, Hjördís Símonardóttir. Valsstúlkur komust í 0:7 í fyrri hálfleik, en í þeim síðari áttu Haukastúlkur í fullu tré við toppliðið. KR - Stjarnan2:0 Olga Færseth, Edda Garðarsdóttir. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 265 orð

HK fallið í aðra deild

VÍKINGAR hefndu ófaranna úr leik sínum við HK fyrr í sumar, þegar þeir sigruðu Kópavogsliðið með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni í gærkvöldi. Með ósigrinum féll HK í aðra deild, en Víkingar eru í góðum málum og stefna ótrauðir á sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 144 orð

Ísland á World Cup í Svíþjóð

SVÍAR hafa fært til heimsbikarmótið (World Cup) sem átti að vera í janúar til 16. mars. Íslenska landsliðið tekur þátt í mótinu ásamt átta efstu þjóðunum á HM í Kumamoto ­ Rússlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Ungverjalandi, Egyptalandi, Spáni og Suður-Kóreu. Vegna þessara breytinga verður að gera breytingu á úrslitakeppni karla um Íslandsmeistaratitlinn. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 955 orð

Jón Arnar getur borið höfuðið hátt

ÍSLENDINGAR breytast i gífurlega íþróttaáhugamenn þegar landar þeirra etja kappi við erlenda kollega sína, hvort sem það er heima eða utan landsteinanna og oft er eins og landsmenn grípi æði þegar mikið liggur við. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 793 orð

Komst aldrei í fluggírinn

ÓHÆTT er segja að Íslands- og Norðurlandamethafinn í stangarstökki, Vala Flosadóttir, hafi aldrei náð sér á flug í úrslitakeppninni í gær. Hún stökk 4,15 metra og hafnaði í 9. sæti. Sigurvegari varð Úkraínumaðurin Anzhela Balakhonova, fór yfir 4,31 metra og hefur þar með bæði unnið á Evrópumeistaramótinu innanhúss og utan á þessu tímabili. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 95 orð

Kuka hetja N¨urnberg

TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn Pavel Kuka var hetja N¨urnberg, þegar liðið vann góðan útisigur á Werder Bremen í 1. deildarkeppninni í Þýskalandi í gærkvöldi. Kuka, sem kom til liðsins frá Kaiserslautern, skoraði tvö mörk liðsins og það þriðja skoraði Sasa Ciric, landsliðsmaður Makedóníu. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 48 orð

Líkleg lið

Arsenal: David Seaman; Lee Dixon, Martin Keown, Tony Adams, Nigel Winterburn; Ray Parlour, Patrick Vieira, Emmanuel Petit, Marc Overmars; Dennis Bergkamp, Nicolas Anelka. Liverpool: Brad Friedel; Vegard Heggem, Jamie Carragher, Phil Babb, Steve Staunton; Steve McManaman, Jamie Redknapp, Jason McAteer, Paul Ince; Karl- Heinz Riedle, Michael Owen. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 188 orð

Mjög ánægður

"ÉG ER að sjálfsögðu mjög ánægður með árangurinn," sagði Jónas Egilsson formaður Frjálsíþróttasambands Íslands í Búdapest á föstudagskvöldið að keppni lokinni. "Íþróttamennirnir hafa fyllilega staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar og með smáheppni hefðum við getað fengið tvenn verðlaun. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 87 orð

Solskjær til Tottenham ENSKA úrvalsdeildarliðið Tottenh

ENSKA úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur festi í gær kaup á norska framherjanum Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. Kaupverð kappans er 5,5 milljónir punda, eða 660 milljónir íslenskra króna. Solskjær hefur verið hjá United í tvö ár, en hann var á sínum tíma keyptur frá norska úrvalsdeildarfélaginu Molde fyrir 170 milljónir króna. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 127 orð

"Stjörnu- bekkur" hjá Bayern

OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern M¨unchen, sendi frá sér aðvörun til leikmanna sinna í gær og sagði að nokkrir þeirra yrðu að sætta sig við að verma varamannabekkinn. "Að sjálfsögðu vilja allir byrja og leika alla leiki okkar, en því miður er það ekki mögulegt," sagði Hitzfeld, en þess má geta að sextán landsliðsmenn eru í herbúðum Bayern, Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 141 orð

Vildi gera miklu betur

"ÞÓ að það kunni að hljóma einkennilega þá er ég ekki að öllu leyti ángæð," sagði Anzhela Balakhonova, Úkraínu, sigurvegarinn í stangarstökki kvenna. "Ég vann gullverðlaun, en var langt frá mínu besta, ég vildi vinna og stökkva 4,45 metra eða 4,50 metra. En hverju sem því liður þá vann ég þriðju verðlaun lands míns á EM í Búdapest og því hlakka ég til þess að koma heim í Kænugarð. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 97 orð

Þrír Austur- Þjóðverjar dæmdir vegna lyfjamála

ÞRÍR fyrrum embættismenn austur-þýska íþróttasambandsins voru í fyrradag fundnir sekir um meðhöndlun og notkun ólöglegra lyfja á árunum 1979 til 1989. Þýskur gerðardómur í Berlín felldi úrskurðinn yfir læknunum Ulrich Suender og Dorit Roesler og þjálfaranum Peter Mattonet, sem höfðu yfirumsjón með sautján austur-þýskum sundmönnum á árabilinu og lögðu á ráðin um notkun lyfjanna. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 351 orð

Þrír eiga möguleika á að komast áfram í Frakklandi

ÍSLENSKU keppendurnir á Evrópumóti áhugamanna í golfi, sem fer fram í Frakklandi, virðast ekki ætla að ríða feitum hesti frá mótinu ef marka má árangurinn eftir tvo daga af fjórum. Keppendum verður fækkað í dag og þá komast aðeins 70 efstu áfram en keppendur eru 148 talsins. Kristinn G. Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 103 orð

Þýskaland Werder Bremen - N¨urnberg2:3 Lodewijk Roembiak (22 vítasp.), Jens Todt (24.) ­ Pavel Kuka 2 (19., 41.), Sasa Ciric

Holland Fortuna Sittard - feyenoord1:2 Ronald Hamming (64.) ­ Igor Korneev (50.), Henk Vos (90.). 7.500. Belgía Ostend - Standard Liege2:1 Sint-Truiden - Excelsior Mouscron0:2 England Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild karla Víkingur - HK2:0 Sumarliði Árnason (36.), Haukur Úlfarsson (37.). KVA- FH0:5 Jónas Grani Garðarsson (8.), Jón Gunnar Gunnarsson (19., 65.), Hörður Magnússon (60.) Davíð Ólafsson (77.). Meira
22. ágúst 1998 | Íþróttir | 254 orð

(fyrirsögn vantar)

FH-INGAR gerðu góða ferð austur á Reyðarfjörð í gær og lögðu þar heimamenn í KVA með fimm mörkum gegn engu. Hafnfirðingar eru því enn á næstu grösum við annað sætið í deildinni og bíða þess að liðin fyrir ofan það misstígi sig, en KVA hefur gengið illa í síðustu leikjum en getur þó væntalega andað rólega því sætið í deildinni er næstum tryggt. Meira

Sunnudagsblað

22. ágúst 1998 | Sunnudagsblað | 441 orð

Krafa um arðsemi mun aukast

Árni Oddur Þórðarson, viðskiptafræðingur, er forstöðumaður Markaðsviðskipta í Búnaðarbankanum. Hann er 29 áraog hefur starfaðí fimm ár á verðbréfamarkaði,síðan hann lauknámi. Fyrirtækjaþjónustavið stærri fyrirtæki sem eru áverðbréfaþingi ogmiðlun verðbréfa heyra undir Árna Odd. Meira

Úr verinu

22. ágúst 1998 | Úr verinu | 161 orð

Fækkar í Smugunni

NOKKRIR íslenskir togarar hafa hætt veiðum í Smugunni og haldið heim á leið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru 10 íslenskir togarar enn að veiðum í Smugunni en 5 nú á heimleið. Aflabrögð hafa verið mjög treg þar í sumar, fyrir utan eitt skot sem fyrstu skipin sem hófu veiðarnar fengu þar fyrr í sumar. Meira
22. ágúst 1998 | Úr verinu | 206 orð

"Makríllin er verðmæt afurð"

UM 52 TONN af makríl voru heilfryst hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað í vikunni en ísfisktogarinn Sjóli HF fékk markrílinn í Síldarsmuginni. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem makríll er unnin á þennan hátt hér á landi. Meira
22. ágúst 1998 | Úr verinu | 165 orð

Vín fyrir veiðar

SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli Suður-Afríku og ES um fríverslunarsamning hafa strandað á samningum um fiskveiðar. Búist var við að gengið yrði frá samningnum í byrjun september en síðustu viðræðum lauk án niðurstöðu þegar í ljós kom að Spánn og Portúgal höfðu beitt Suður-Afríku þrýstingi til að fá leyfi til veiða innan þeirra lögsögu með því að nota vörunafn suður-afrísku Cape vínanna sem útgangspunkt Meira

Lesbók

22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2383 orð

ÁST OG LEIKSVIÐ Meðal merkra listviðburða sumarins í Lundúnum er sýning allnokkurra verka Marcs Chagalls á Royal Academy of Art

ÁST OG LEIKSVIÐ Meðal merkra listviðburða sumarins í Lundúnum er sýning allnokkurra verka Marcs Chagalls á Royal Academy of Art og stendur hún til 4. október. Flest eru frá árunum 1914­20 og hið afmarkaða myndefni tengt ást og leiksviði. Koma að meginhluta frá Moskvu og Pétursborg, en einnig frá söfnum í París, New York, München og London. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3971 orð

DRAUMURINN UM EIMREIÐ AUSTUR Í SVEITIR EFTIR PÁLMA EYJÓLFSSON

Á AUKAÞINGI sem haldið var í ágústmánuði árið 1894 var lagt fyrir Alþingi frumvarp, sem nefndist: "Frumvarp til laga um löggildingu félags með takmarkaðri hluthafaábyrgð til að halda uppi siglingum milli Íslands og útlanda og í kringum strendur Íslands og Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

Efni 22. ágúst

Fyrirmyndarborgin Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur hjá Borgarskipulagi skrifar þrjár greinar um leitina að hinu fullkomna borgarskipulagi, en fyrir síðustu aldamót ríkti mikil bjartsýni og þá kom fram Breiðvangshugmynd kennd við Frank Lloyd Wright og garðborgarstefnan, sem kynnt var fyrir réttum 100 árum, og fagurborgarstefnan sem kynnt var á heimssýningu í Chicago 1909. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 799 orð

FAGURT FORDÆMI EÐA LIFANDI STARFSEMI

Á ÞRJÁTÍU ára afmæli Norræna hússins sem haldið verður upp á um helgina mun verða litið um öxl og horft fram á við. Fáum blandast hugur um að hlutur hússins er og hefur verið stór, en mestur í upphafi þegar fábreytnin var meiri en nú í íslensku mennningarlífi. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2713 orð

FYRIRMYNDARBORGIN EFTIR BJARNA REYNARSSON Hér og í tveimur næstu blöðum fjallar greinarhöfundurinn um þróun skipulags-,

VIÐ ALDAHVÖRF 1. HLUTI FYRIRMYNDARBORGIN EFTIR BJARNA REYNARSSON Hér og í tveimur næstu blöðum fjallar greinarhöfundurinn um þróun skipulags-, umhverfis- og umferðarmála í vestrænum borgum á 20. öld. Stiklað verður á stóru í svo viðamiklu efni. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð

HEIMILDAMYND UM GÖGGU LUND

SAGA Film hefur lokið við gerð heimildarmyndar um líf og störf dansk-íslensku söngkonunnar Engel Lund. Höfundur handrits er Frank Ponzi. Myndin er að mestu tekin upp árið 1977 og hefur, að sögn Franks, að geyma einu myndbandsupptökurnar sem til eru af Engel, sem jafnan var kölluð Gagga, en hún lést fyrir tveimur árum. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2721 orð

HELLNAR FYRR OG NÚ EFTIR KRISTIN KRISTJÁNSSON

ÍLesbók Morgunblaðsins 11. júlí sl. birtist grein eftir Sæbjörn Valdimarsson, sem hann nefnir Hellnar í hálfa öld. Sæbjörn er þekktur fyrir skemmtilega umfjöllun um kvikmyndir í Morgunblaðinu. Hann er góður penni sem á einkar gott með að tjá skoðanir sínar á litríku máli svo eftir er tekið og vel mættu ýmsir, sem við skriftir fást, taka stíl hans sér til fyrirmyndar. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

HRAFNISTUMENN

Íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknar leið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt ­ eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 485 orð

HREIN OPINBERUN

Dmitri Shostakovich: Prelúdíur og fúgur op. 87 nr. 1-8, 12, 13 og 14. Einleikari: Dmitri Shostakovich. Upptaka: 5. febrúar 1952. Útgáfa: Revelation Records RV 70001. Lengd: 61:15. Verð: kr. 1.800 - (12 tónar) Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 461 orð

IBSEN OG STRINDBERGHÁTÍÐIR

NOrðmenn og Svíar heiðra minningu tveggja sinna mestu leikskálda með veglegum hátíðum í höfuðborgum landanna í lok ágúst og byrjun september. Eru báðar hátíðarnar orðnar að árvissum viðburðum og draga að fjölda gesta, innlendra sem erlendra. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

Í LYNGM· Ó

Í lyngmó spóinn vellir sitt lag og lóan kveður dírr-in-dí. Hrossagaukur með þyt hátt í lofti yfir höfði krían ver sitt bú. Rjúpan hleypur, stöðvast, hleypur aftur hnipra sig ungar. Þúfutittlingur, jafnvel músarrindill, þenur vængi, það er sjaldgæft að sjá. Stokkendur á móatjörninni eiga hreiður ekki langt frá. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð

KRISTJÁN OG KUNDERA

SKÁLDSAGNAHÖFUNDURINN tékkneski Milan Kundera hefur tekið sérstöku ástfóstri við málverk Kristjáns Davíðssonar. Að ósk Kundera birtist málverk eftir Kristján á kápu íslenskrar kiljuútgáfu Bókarinnar um hlátur og gleymsku sem kom út hjá Íslenska kiljuklúbbnum í fyrra. Sama ár var málverk eftir Kristján á kápu La lenteur (Með hægð) sem Gallimard í Frakklandi gaf út. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 137 orð

LEIÐRÉTTINGAR

Með ljósmynd úr ljósmyndasafni Jóhanns Rafnssonar í Lesbók 1. ágúst sl. var mynd af hópi sjómanna og voru þeir sagðir vera skipshöfn á bátnum Skúla Skúlasyni. Þetta er rangt, en það rétta er að skipstjórinn, sem situr fyrir miðju á myndinni, hét Skúli Skúlason. Báturinn hét aftur á móti Lovísa og var í eigu Ásgeirsverzlunar á Ísafirði. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

LISTIN BORIN Á TORG

MENNINGARNÓTT í Reykjavík verður sett þriðja sinni við Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag og þá m.a. verður torgið við kirkjuna, sem ljósmyndin er af, opnað og því gefið nafn. Vökum af list heitir Menningarnóttin að þessu sinni og stendur fólki til boða að njóta lista með mjög margvíslegum hætti, eins og kynnt hefur verið í Morgunblaðinu undanfarna daga. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 844 orð

NORRÆN MENNING Á ÍSLANDI, ÍSLENSK Á NORÐURLÖNDUM

RIITA Heinämaa, forstjóri Norræna hússins, hóf störf í janúar sl. og hefur því ekki veitt húsinu forstöðu lengur en í sjö og hálfan mánuð. "Tíminn líður fljótt," segir hún og það er ekki á henni að sjá að verkefni skorti. Á Heinämaa er samt enginn asi. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

NÆTURGANGA

Á vegi mínum dafna ekki blóm því niðdimm nótt með kaldri hendi lýkur um sérhvert blóm á næturgöngu minni. Á vegi mínum deyja lítil blóm Í FJÖTRUM Í haustgulu kvöldskini leiðast elskendurnir að fossinum Komdu, Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1460 orð

"SÁ DÝRLEGI MAÐUR" FÁEIN ORÐ UM EGGERT OG JÓNAS EFTIR DICK RINGLER EP

EP Í lokakafla Búnaðarbálks Eggerts Ólafssonar stendur þetta erindi: Vér höfum ótal varða vegi, vér höfum ótal gæða-kyn, og þá líður af lífsins degi liggur fyrir oss sælan hin, uppá hæðum, sem aldrei þver, í guði, hvaðan komum vér. Undirstöðuhugmynd næsta erindis á eftir er það sem kallað er Eggerts almenna opinberun, þ.e.a.s. Meira
22. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 781 orð

TÍMAMÓT

ORÐIÐ tímamót er vinsælt og sjálfsagt ofnotað. Yfirleitt tölum við um að fólk standi á tímamótum á stórafmælum, eða tímamót verði í sögu þjóða, ríkisstjórna o.s.frv. Tímamótin sem ég ætla að rabba um snerta bæði mig, ríkisstjórnina og þjóðina. Sem veiðibóndi við Langá var ég einn af þeim sem merktu af ákafa við já í öllum könnunum er snertu gerð Hvalfjarðarganga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.