Greinar þriðjudaginn 1. september 1998

Forsíða

1. september 1998 | Forsíða | 202 orð

Dow Jones lækkar um 6,3%

ENN einn stóráfalladagurinn reið yfir kauphallir heimsins í gær vegna ótta um neikvæð áhrif efnahagsöngþveitisins í Rússlandi á alþjóðaviðskipti. Dow Jones-vísitalan á Wall Street féll um meira en 512 punkta, sem er næstmesta fall sem um getur á einum degi, og gerði alla hækkun á verði hlutabréfa þar frá áramótum að engu. Meira
1. september 1998 | Forsíða | 344 orð

Óvissa veldur gengisfalli

NORSKA krónan lækkaði nokkuð í verði á mörkuðum í gær eftir að fregnir bárust af því að Kjell Magne Bondevik yrði í veikindaleyfi út þessa viku og að Anne Enger Lahnstein menningarmálaráðherra myndi gegna starfi hans á meðan. Í fréttatilkynningu frá norska forsætisráðuneytinu segir að Bondevik þjáist af þunglyndi vegna of mikils vinnuálags. Meira
1. september 1998 | Forsíða | 201 orð

Skotið yfir Japan

FLUGSKEYTI sem skotið var frá Norður-Kóreu í gær flaug yfir norðurhluta Japans og lenti í Kyrrahafi. Fór skeytið mun lengra en talið var í fyrstu, að því er talsmaður japönsku varnarmálastofnunarinnar sagði. Talið væri að flugskeytið hefði verið tveggja þrepa og fyrra þrepið lent í Japanshafi, á milli Kóreuskagans og Japans, en seinna þrepið í Kyrrahafi. Meira
1. september 1998 | Forsíða | 421 orð

Tsjernómyrdín hafnað í fyrstu atkvæðagreiðslu

STJÓRNARKREPPAN í Rússlandi ágerðist enn í gær þegar fulltrúar í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, höfnuðu skipan Viktors Tsjernómyrdíns í embætti forsætisráðherra. Við atkvæðagreiðslu hlaut Tsjernómyrdín stuðning einungis níutíu og fjögurra af þeim 450 fulltrúum sem sitja í Dúmunni en hefði þurft 226 atkvæði til að hljóta samþykki sem forsætisráðherra. Meira

Fréttir

1. september 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

7-8 milljarðar í auknar tekjur á heilu ári

VERÐLAG sjávarafurða hefur hækkað um tæp 8% að meðaltali frá áramótum, en það jafngildir því að tekjur af sölu sjávarafurða aukist um 7-8 milljarða króna á ársgrundvelli. Horfur eru á því að verðlag sjávarafurða haldi áfram að hækka næstu mánuðina, einkum hvað botnfiskafurðir snertir. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 140 orð

79 manns fórust í Ekvador

SJÖTÍU og níu manns fórust er Tupolev-þota kúbanska flugfélagsins Cubana de Aviacion fórst í flugtaki frá flugvellinum í Quito, höfuðborg Ekvadors, sl. laugardagskvöld. Tíu þeirra sem fórust voru á jörðu niðri, en þotan fór í gegnum girðingu við flugvöllinn og inn á knattspyrnuvöll og hreif með sér bifreiðaverkstæði, áður en eldur kom upp í henni. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

8 þúsund kr. sekt til 8 ára fangelsis

EKIÐ var á gangandi vegfaranda í Kópavogi um síðustu helgi og ók ökumaður á brott án þess að tilkynna um slysið. Samkvæmt umferðarlögum gæti hann átt yfir höfði sér átta þúsund kr. sekt fyrir að valda slysi og aka á brott af vettvangi og átta þúsund kr. sekt fyrir að tilkynna lögreglu ekki um slysið, samtals 16 þúsund kr. Meira
1. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 498 orð

Áætlað að framleiða 39 þúsund pakka fyrir Nígeríumarkað í ár

TÍU ÁR eru í dag, 1. september, liðin frá því fyrirtækið Laugafiskur á Laugum í Reykjadal var stofnað. Meginstarfsemi þess hefur frá upphafi verið þurrkun á fiskhausum og hryggjum á markað í Nígeríu. Fyrirtækið hefur verið stærsti einstaki framleiðandi hérlendis á þann markað og oft haft nokkra markaðsyfirburði. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 1174 orð

Bíða pólitísks merkis um að grípa í taumana í Kosovo

SERGIO Balanzino, aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kvaðst í gær ekki telja að NATO gæti kvatt heraflann, sem er undir stjórn bandalagsins í Bosníu, brott í náinni framtíð. Hann sagði á blaðamannafundi á Hótel Sögu að bandalagið hefði þegar samþykkt allar hernaðaráætlanir ef ákveðið yrði að skerast í leikinn í Kosovo, en pólitíska ákvörðun vantaði. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Bílasala hefur aukist um 32,6%

BÍLASALA jókst um 25,7% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 974 bílar í ágúst, miðað við bráðabirgðatölur frá Bílgreinasambandi Íslands. Þar vantar inn í síðasta dag mánaðarins. Allan ágústmánuð í fyrra seldust 775 bílar. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Boðað til kosninga í Ástralíu

JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, boðaði á sunnudag óvænt til þingkosninga 3. október næstkomandi, meira en hálfu ári áður en núverandi kjörtímabil rennur út. Hét hann því að berjast áfram fyrir því sem ríkisstjórn hans hefur áorkað í efnahagsmálum með kreppuna í Asíu yfirvofandi. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Börn fá ekki vildarpunkta en greiða fullt gjald

UMBOÐSMANNI barna hefur borist kvörtun vegna þess að börn á aldrinum 12­18 ára aldri njóti ekki sömu kjara og fullorðnir viðskiptavinir Flugleiða þótt þau þurfi að borga sömu fargjöld og fullorðnir. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók Háskóla Íslands DAGBÓK Háskóla Íslands 30. ágúst til 5. september. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudagurinn 1. september: Ellen Gunnarsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands á 2. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

David Pitt ehf. sameinast Pharmaco

FRÁ og með deginum í dag hefur snyrtivörufyrirtækið David Pitt ehf. verið sameinað Pharmaco hf. með því að David Pitt og fjölskylda verða hluthafar í Pharmaco hf. Forráðamenn fyrirtækjanna telja að með samrunanum bjóðist viðskiptamönnum betri þjónusta auk þess hagræðis sem honum fylgir. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 191 orð

Dayton-samkomulagið ekki endurskoðað

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir á ferð í Bosníu í gær að ekki kæmi til greina að endurskoða Dayton-friðarsamkomulagið en andstaða við það hefur vaxið meðal Bosníu-Serba. Albright brýndi einnig yfirvöld í Sarajevo til þess að sýna gott fordæmi og leyfa flóttamönnum að snúa aftur til borgarinnar án tafar. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 129 orð

Díönu minnst á kyrrlátan hátt

ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman fyrir utan Kensington- höll í Lundúnum í gær og lögðu blómvendi við höllina til þess að votta Díönu prinsessu virðingu sína, ári eftir að hún lést í bílslysi í París. Konungsfjölskyldan breska kom saman til guðsþjónustu í Balmoral í Skotlandi til þess að minnast prinsessunnar. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 787 orð

Efnahagsvandi Rússlands efstur á dagskrá

UNDIRBÚNINGUR leiðtogafundar Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, og Boris Jeltsíns, forseta Rússlands, sem hefst í dag í Moskvu, hefur tekið nokkuð mið af þeirri pólitísku og efnahagslegu kreppu sem ríkt hefur í Rússlandi undanfarna daga og vikur. Er enda talið líklegt að efnahagsvandi Rússlands verði helsta mál á dagskrá. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 524 orð

Efniviður í sterkan þorskstofn eftir fá ár

NIÐURSTÖÐUR árlegs seiðarannsóknaleiðangurs Hafrannsóknastofnunar benda til þess að þorskárgangurinn í ár geti orðið sá stærsti í mjög langan tíma. Mikið var af þorskseiðum og var útbreiðsla þeirra mjög mikil. Svokölluð seiðavísitala nú er sú hæsta sem um getur frá því þessar rannsóknir hófust árið 1970. Meira
1. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Ekki hægt að vinna kauplaust við þetta

ARI Teitsson, bóndi á Brún í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu og formaður Bændasamtaka Íslands, sagði að 5­6 refabændur í Reykjadal og Aðaldal ætluðu að hætta rekstri nú í haust og er Ari sjálfur í þeim hópi. Hann sagði að kona sín, sem að mestu hefði séð um refaræktina, hefði unnið kauplaust í á þriðja ár og að slíkt gengi ekki lengur. Meira
1. september 1998 | Landsbyggðin | 181 orð

Enginn kennaraskortur á Hvolsvelli

Hvolsvelli-Hvolsskóli á Hvolsvelli virðist á þessu hausti vera betur settur hvað varðar kennara en gengur og gerist á landinu. Fullmannað er í allar kennarastöður við skólann og er réttindafólk í hverri stöðu. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Framlagning fjárlagafrumvarpsins heimiluð

ÞINGFLOKKAR ríkisstjórnarflokkanna samþykktu framlagningu fjárlagafrumvarpsins á fundum sínum í gærmorgun og verður í framhaldinu unnið að frágangi þess í einstökum atriðum, en frumvarpið er lagt fram í upphafi þings í byrjun októbermánaðar. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fundað á morgun

Á STJÓRNARFUNDI undirbúningsnefndar Íbúðalánasjóðs á morgun verður tekin afstaða til ráðningar Guðmundar Bjarnasonar sem forstjóra stofnunarinnar að sögn Gunnars Björnssonar, formanns nefndarinnar. Þá verður einnig ákveðið hver muni verða ráðinn til starfa sem aðstoðarmaður nefndarinnar fram til áramóta en ákvörðun um slíkt var tekin í síðustu viku. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Fundur um stöðu efnahagsmála við aldamót

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands heldur hádegisverðarfund fimmtudaginn 3. september á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, og hefst fundurinn kl. 12. Umræðuefnið verður ástand efnahagsmála í heiminum og á Íslandi um aldamótin. Meira
1. september 1998 | Miðopna | 1477 orð

Gagnsemi vinnunnar hulin kulnuðu starfsfólki

ERINDI dr. Raija Kalimo fjallaði um aðgerðir til að koma í veg fyrir nokkuð sem hún kallar "Burn out" eða kulnun. Þegar starfsfólk er orðið svo langþreytt af vinnu sinni að jafnvel löng frí hjálpa ekki lengur til við að ganga í endurnýjun lífdaga má álykta að það sé orðið kulnað, en það hangir meira á spýtunni. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Garðyrkjuskólinn bætir við blómaskreytinganámskeiði

Á VEGUM Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi var nýlega haldið vikunámskeið í blómaskreytingum fyrir áhugafólk. 11 þátttakendur víðsvegar af landinu sóttu námskeiðið. Búið er að setja á annað námskeið sem er orðið fullt og verður haldið 7. til 11. september nk. Vegna mikils áhuga á námskeiðinu hefur verið ákveðið að vera með eitt námskeið til viðbótar í haust. Það verður 5. til 9. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 424 orð

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,8% á einni viku

GENGI íslensku krónunnar hefur á einni viku lækkað um 0,8%. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að nokkuð langt sé síðan svo miklar sveiflur hafi orðið á genginu, en þetta endurspegli þann óróa sem verið hafi á alþjóðlegum gengismörkuðum. Meira
1. september 1998 | Landsbyggðin | 166 orð

Glæsilegur árangur Einars Trausta

Glæsilegur árangur Einars Trausta Borgarnesi-Einar Trausti Sveinsson, 16 ára Borgnesingur, stóð sig mjög vel á Heimsmeistaramóti fatlaðra íþróttamanna í frjálsum íþróttum sem fram fór í Birmingham í Englandi fyrir skömmu. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Gögn til framsalskröfu skorti

ÓLAFUR Bragi Bragason, sem verið hefur í haldi lögreglu í Þýskalandi síðan í júlí vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til Túnis, var látinn laus úr fangelsi síðdegis í gær. Að sögn Maximilian Endler, réttargæslumanns Ólafs, tókst túnískum yfirvöldum ekki að útvega nauðsynleg gögn vegna framsalskröfu nægilega fljótt. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 506 orð

Hart deilt um hugmyndir að auknu sjálfstæði

ÁGREININGUR er á færeyska Lögþinginu um tillögur Högna Hoydals, er fer með sjálfstjórnarmál innan landstjórnarinnar, um breytt fyrirkomulag sambands Danmerkur og Færeyja. Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir tveir, Jafnaðarmannaflokkurinn, sem Jóannes Eidesgaard leiðir, og Sambandsflokkurinn, þar sem Edmund Joensen, fyrrum lögmaður er í forsæti, Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

"Hið sanna IRA" verði leyst upp

ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) hefur krafist þess að hópurinn sem nefnir sig "Hinn sanna IRA", og stóð fyrir sprengjutilræðinu í Omagh, verði leystur upp, að því er Belfast Telegraph greindi frá. Sagði talsmaður IRA að tilræðið hefði "án nokkurs vafa" komið sér illa fyrir frelsisbaráttu lýðveldissinna, sem andvígir eru breskum yfirráðum á Norður- Írlandi. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 751 orð

Hjálpa berklaveikum í Eystrasaltslöndunum

TALIÐ er að um einn þriðji jarðarbúa sé með berkla og að um 30 milljónir manna smitist af berklum á ári hverju. Ástandið er ekki hvað síst alvarlegt í Eystrasaltsríkjunum þremur, Eystlandi, Lettlandi og Litháen, og hafa Norrænu hjarta- og lungnasamtökin því komið af stað sérstöku verkefni sem miðar að því að hjálpa íbúum þessara landa að snúa vörn í sókn í baráttunni gegn berklum. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hólmatíta finnst hérlendis

Í SÍÐUSTU viku fannst lítill vaðfugl af títuætt á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Sá fugl reyndist vera fyrsta hólmatíta Íslands og líklega sú 14. sem finnst í Evrópu. Af skyldum fuglum sem verpa hér á landi má nefna lóuþræl og sendling. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Húsið verður rifið og nýtt byggt á lóðinni

REYKJAVÍKURBORG hefur keypt Austurstræti 22b, Nýja bíó-húsið, þar sem veitingastaðurinn Tunglið var síðast til húsa. Kaupverðið var 170 milljónir króna en brunabótamat hússins er 218 milljónir kr. Húsið verður rifið og nýtt hús byggt á lóðinni. Húsið eyðilagðist í eldsvoða 30. júlí sl. Kaup Reykjavíkurborgar voru samþykkt á aukafundi borgarstjórnar sem haldinn var á Akureyri sl. fimmtudag. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Innbrot í Teigakjör

Morgunblaðið/Ingvar LÖGREGLU var tilkynnt um innbrot í verslunina Teigakjör við Laugateig um miðnætti á föstudagskvöld. Búðarkassa með 2-3000 krónum var stolið, en hann fannst eftir nokkra leit í nágrenninu. Einskis annars var saknað. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Í gæslu grunaður um að hafa veitt stungusár

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað rúmlega tvítugan mann í gæsluvarðhald þangað til á morgun, miðvikudag, vegna gruns um að hafa veitt manni á fimmtugsaldri fimm stungusár með skærum að morgni laugardags í húsi við Hverfisgötu. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Játar áreitni við börn

TÆPLEGA tvítugur maður hefur játað að hafa þrívegis sýnt börnum kynferðislega áreitni í Fossvogi og Breiðholti undanfarnar vikur. Þar á meðal er mál sem upp kom í Fossvogi í júlí þegar tveimur telpum var ógnað með hnífi. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Kabila nær yfirhendinni í Kongó

LAURENT Kabila, forseti Lýðveldisins Kongó, lýsti því yfir í gær að fullnaðarsigur hefði unnist gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta landsins og áhersla væri nú lögð á vígstöðvar í Austur-Kongó. Uppreisnarhermenn ráða enn stórum svæðum í austurhluta landsins, auk borgarinnar Kisangani við Kongó- fljót. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 659 orð

Kennt á Netinu og með sjónvarpsbúnaði

ÁHAUSTMISSERI verður hafin tilraun til fjarkennslu á vegum Háskóla Íslands. Námið fer fram á Netinu og í gegnum gagnvirkan sjónvarpsbúnað. Ákveðið hefur verið að fyrsta námskeiðið sem boðið verður með þessum hætti sé inngangur að ferðamálafræðum sem er fjögurra eininga valnámskeið við jarð­ og landafræðiskor. Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur umsjón með námskeiðinu. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Kópavogssundið á sunnudag

KÓPAVOGSSUNDIÐ, sundkeppni fyrir almenning, verður haldið í fimmta sinn í Sundlaug Kópavogs sunnudaginn 6. september 1998. Kópavogssundið var fyrst haldið í byrjun september 1994 og tóku þá nærri 500 manns þátt í sundinu en þátttakendum hefur fjölgað með hverri keppni og voru í fyrra um 700. Sunddeild Breiðabliks í samvinnu við Sundlaug Kópavogs stendur að framkvæmd keppninnar. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Krefst aðskilnaðar ríkis og kirkju

FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Reykjavík samþykkti 24. ágúst eftirfarandi yfirlýsingu þar sem krafist er aðskilnaðar ríkis og kirkju: "Félag ungra jafnaðarmanna (FUJ) telur það ekki samræmast lýðræðislegum stjórnháttum að ríkið sé að vasast í trúmálum einstaklinga. Samkvæmt hugmyndum ungra jafnaðarmanna á hver einstaklingur að hafa sem mest áhrif á líf sitt. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kynningarfundur fyrir nýliða

EIN stærsta hjálparsveit landsins heldur kynningarfund fyrir nýliða starfsárið 1998-2000. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. september í húsnæði H.S.S.K. að Bakkabraut 1 Kópavogi (við höfnina). Fundurinn hefst kl. 20:30. Aldurstakmark nýliða er 17 ár. Allir velkomnir. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Líðan drengsins óbreytt

DRENGURINN sem slasaðist í bruna á Eskifirði á föstudag er enn á gjörgæsludeild Landsspítalans. Líðan hans er óbreytt frá því hann var lagður þar inn í lífshættu og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Slysið átti sér stað þegar kviknaði í yfirgefnu sumarhúsi vestan Bleiksár seinnipart föstudags. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lík ungs manns fannst í Heiðmörk

LÍK af liðlega tvítugum manni fannst í skógarlundi innan Heiðmerkurgirðingar sunnan Elliðaárdals um hádegisbil á sunnudag. Búið er að bera á hann kennsl. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi er talið að maðurinn hafi látist um helgina. Ekki liggur ljóst fyrir hver dánarorsök mannsins var, en engir áverkar fundust á líkinu. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Lýsing á 1300 rannsóknaverkefnum

ÚT er komin bókin Skrá um rannsóknir í landbúnaði, tilraunaniðurstöður 1965 til 1980 eftir Guðmund Jónsson, fyrrverandi skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Í bókinni er að finna upplýsingar um 1300 tilraunir þar sem fram kemur lýsing um hvar hver tilraun var gerð, eðli hennar sem helstu niðurstöður. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Mannbjörg er bátur sökk

MANNBJÖRG varð þegar Gefjun BA 100 sökk á innstíminu við Tálkna, 5 sjómílur norðvestan við höfnina á Patreksfirði, á laugardaginn. Einn maður var um borð. Lögreglunni barst kall frá Gefjuni kl. 18.13 og var björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði í viðbragðsstöðu, en var ekki send á vettvang þar sem skipverja Gefjunar var bjargað um borð í bátinn Hítará, sem sendur var frá Patreksfirði. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 598 orð

Miðfjarðará tekur heljarstökk upp á við

VÍÐA hefur verið mikill og góður bati í einstökum laxveiðiám. Engin hefur þó tekið viðlíka heljarstökk og Miðfjarðará, en um helgina voru komnir hartnær 1.600 laxar á land og enn er vertíðin ekki búin. Miðfjarðará hefur lengi verið í öldudal og má segja að botninum hafi verið náð á síðasta sumri er aðeins 602 laxar komu á land. Meira
1. september 1998 | Miðopna | 958 orð

Mikil ásókn í lóðir í Kópavogi Veruleg eftirspurn hefur verið á lóðum undir íbúðarhúsnæði í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu

AÐFLUTTIR umfram brottflutta fyrstu sex mánuði ársins á höfuðborgarsvæðinu voru 721 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Þar af fluttu 528 í Kópavog, 92 til Hafnarfjarðar og 57 til Reykjavíkur. Af þessu má ráða að mest hefur verið byggt í Kópavogi síðustu ár. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 508 orð

"Munum fræða fólk í kringum okkur"

ÁBYRGÐARKENND, samstaða og gleði einkenndi mál ungmennanna sem kynntu á blaðamannafundi á mánudag afrakstur tveggja ára samstarfs milli ungmenna frá fimm löndum sem hafa kynnt sér landbúnað og umhverfismál í Portúgal, Englandi, Þýskalandi, á Spáni og Íslandi. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Námskeið í kristilegu barnastarfi

CHILD Evangelism Fellowship (CEF) heldur námskeið í kristilegu barnastarfi í húsakynnum KFUM og K á Holtavegi, Reykjavík, laugardaginn 5. september kl. 15­19.30. Á námskeiðinu verða Henry og Minnie Eskelund, fulltrúar frá CEF. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndihjálp á næstunni. Fyrra námskeiðið hefst fimmtudaginn 3. september kl. 19, kennt verður til kl. 23. Einnig verður kennt 10. og 11. september. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 652 orð

Neitar að upplýsa um afnot af íbúð í London

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur höfðað mál á hendur Hauki Holm, fréttamanni Stöðvar 2, til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að veita ætti Hauki aðgang að gögnum um afnot af íbúð bankans í London. Meira
1. september 1998 | Landsbyggðin | 145 orð

Niðjar Guttorms Vigfússonar færðu gjafir

Egilsstaðir-Í tilefni af ættarmóti niðja Guttorms Vigfússonar afhentu afkomendur hans Héraðsskjalasafni Austfirðinga bréfasafn Guttorms til varðveislu og möppu með myndum af verkum Geirs G. Þormar myndskera en myndirnar eru frá árunum 1930 til 1950. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 157 orð

Pólverjar segjast vel á veg komnir

RÍKISSTJÓRN Póllands afhenti í gær fulltrúa Evrópusambandsins (ESB) skjal, sem hún segir að sýni að landið sé vel á veg komið með að uppfylla skilyrðin fyrir aðild að sambandinu, en stjórnin vonast til að af inngöngu Póllands í ESB verði ekki síðar en árið 2003. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Réttir hefjast næstu helgi

FYRSTU fjárréttir haustsins hefjast á laugardaginn, en þá verður réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði og Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu og í Skarðarétt í Gönguskörðum í Skagafirði. Á sunnudag verður síðan réttað í Reynistaðarrétt í Staðarhreppi í Skagafirði. Fyrstu réttir í nágrenni höfuðborgarinnar hefjast hins vegar laugardaginn 19. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 741 orð

Róleg helgi hjá lögreglunni Dagbók lögreglu 28. til 31. ágúst

HELGIN var fremur róleg hjá lögreglu. Þó bar nokkuð á því að unglingar söfnuðust saman við skóla og kvartað væri undan háreysti þeirra. Vert er að minna á að hinn 1. september breytist útivistartími barna á ný og er mjög mikilvægt að foreldrar sjái til þess að þær reglur séu virtar. Lögreglan mun fylgjast með útivist barna í miðbænum og eins í einstökum hverfum borgarinnar. Meira
1. september 1998 | Erlendar fréttir | 107 orð

Santer vill sitja áfram

JACQUES Santer, forseti framkvæmdatjórnar Evrópusambandsins (ESB), sagði í viðtali við austurríska dagblaðið Der Kurier að hann hefði hug á því að sitja í embætti annað fimm ára skipunartímabil. "Sem sannfærður Evrópubúi er ég heillaður af því að starfa í æðstu stjórn Evrópuambandsins," sagði Santer í viðtalinu. "Að sjálfsögðu er ég tilbúinn til að halda þessu starfi áfram. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Sex gámar með 3.000 sæti

SEX gámar eru væntanlegir hingað til lands í kvöld með skipi Eimskipafélagsins með um 3.000 viðbótarsæti, sem sett verða upp á Laugardalsvellinum fyrir landsleikinn í knattspyrnu gegn heimsmeisturum Frakka á laugardag. Þá koma um tvö tonn af búnaði í þessar bráðabirgðastúkur með flugi frá Belgíu. Um 500 miðar voru óseldir á leikinn síðdegis í gær. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

SIGRÍÐUR Á HRAFNABJÖRGUM

SIGRÍÐUR Ragnarsdóttir bóndi á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal við Arnarfjörð lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 30. ágúst sl. 74 ára að aldri. Sigríður fæddist 13. september 1924 á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal og voru foreldrar hennar Kristín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja og Ragnar Guðmundsson bóndi og oddviti í Auðkúluhreppi. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Síðasta kvöldgangan í Viðey

SÍÐASTA kvöldganga sumarsins verður í kvöld. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn kl. 19.30. Gengið verður af Viðeyjarhlaði, austur fyrir gamla túngarðinn og meðfram honum yfir á norðurströnd eyjarinnar. Henni er svo fylgt vestur á Eiði en þaðan verður gengið að Nautahúsunum sem eru á norðausturhorni Vestureyjarinnar. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Símtöl verði takmörkuð við Ísland

KOMIÐ hafa upp tilvik í sumar þar sem notendur NMT-farsímakerfisins hafa fengið rukkanir fyrir símtöl þar sem hringt er t.d. frá Svíþjóð og Danmörku án þess þó að þeir hafi sjálfir verið þar á ferð. Ástæðan er sú að aðilum í þessum löndum hefur tekist að forrita NMT síma sína með íslenskum símanúmerum og þannig getað hringt á kostnað þeirra. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 425 orð

Skapaði mikla erfiðleika í flugumferð

KANADÍSKI loftbelgurinn sem stjórnlaust hefur rekið um Norður- Atlantshafið síðustu daga er nú talinn kominn inn í rússneska lofthelgi. Frá föstudegi og fram á sunnudag skapaði hann mikil vandræði við flugumferð í kringum Ísland og þurfti að breyta áætlunum hjá hundruðum véla. Samkvæmt útreikningum Flugmálastjórnar fór belgurinn inn í rússnesku lofthelgina um klukkan 7. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Skartgripum fyrir hálfa milljón stolið

Skartgripum fyrir hálfa milljón stolið SKARTGRIPUM var stolið úr skartgripaverslun við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Verðmæti ránsfengsins er talið nema hálfri milljón króna. Er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Svipmyndir á fréttavef Morgunblaðsins

Á FRÉTTAVEF Morgunblaðsins er nú hægt að skoða svipmyndir frá liðinni viku. Myndirnar eru valdar af ljósmyndadeild Morgunblaðsins og eru af markverðum atburðum utanlands og innan, en einnig góðar myndir hvort sem myndefnið telst til stórfrétta eður ei. Hægt er að skoða myndir fyrri vikna, en myndasafn þetta nær aftur til júlí sl. Meira
1. september 1998 | Landsbyggðin | 112 orð

Söluskáli KHB reyklaus veitingastaður

Söluskáli KHB reyklaus veitingastaður Egilsstöðum-Söluskáli KHB á Egilsstöðum fékk viðurkenningu Tóbaksvarnanefndar fyrir að vera reyklaus veitingastaður. Að sögn Jónu Óskarsdóttur starfsmanns í veitingasölu hefur þetta skref tekið langan tíma og verið tekið í þrepum. Meira
1. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Tveir féllu af hestbaki

TVÖ slys hafa orðið síðustu daga á Akureyri þar sem fólk hefur dottið af hestbaki og slasast. Um miðjan dag á laugardag féll eldri maður af hestbaki við Hlíðarbraut móts við Hlíðarfjallsveg. Hlaut hann höfuðhögg og rotaðist. Var maðurinn fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og tveimur hestum hans komið í hólf. Meira
1. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Tvö tilboð í íbúðir fyrir fatlaða

TVÖ tilboð bárust í byggingu íbúða fyrir fatlaða á Akureyri, frá Hyrnu ehf. og Fjölni. Hyrna bauðst til að byggja hús með 6 íbúðum við Snægil 21, alls 360 fermetra að stærð eða nokkru stærri en óskað var eftir. Heildarverð þess er tæplega 34,6 milljónir króna eða 96 þúsund krónur á fermetra. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Umferðarslys aðaldánarorsök íslenskra barna

SLYS í umferðinni eru stærsta einstaka orsök dauðsfalla íslenskra barna á aldrinum 0 til 14 ára sem látast af völdum áverka eða í 25 tilvikum af 64 á árunum 1985 til 1995. Af þeim voru 14 gangandi og urðu fyrir bíl en þrjú börn á hjóli létust er þau urðu fyrir bíl. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Upplýsingamiðstöð í Hinu húsinu

VEL miðar öllum undirbúningi vegna komu Keikós til Vestmannaeyja, að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Frelsum Willy Keikó samtakanna bandarísku. Hitt húsið í Reykjavík verður gert að upplýsingamiðstöð vegna flutningsins auk fréttamannamiðstöðvarinnar í Eyjum. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Úrskurður skipulagsstjóra felldur úr gildi

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins frá 8. maí síðastliðnum þess efnis að fallast mætti á að reisa allt að 140 megawatta virkjun við Vatnsfell við enda Þórisvatns, háspennulínu milli virkjunarinnar að Sigölduvirkjun og nýja vegtengingu á Veiðivatnaleið. Meira
1. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Útlit fyrir góða uppskeru

ALLT útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru í Eyjafirði þrátt fyrir leiðinda tíðarfar framan af sumri, að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Ólafur og Sigurgeir Ólafsson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum hjá RALA, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Meira
1. september 1998 | Landsbyggðin | 678 orð

Útlitið vekur spurningar

Í HÓLALAXI á Hólum fylgist Pétur Brynjólfsson með fiskum úr Fýlingjavötnum á Ströndum. Fiskarnir voru sendir fiskifræðingum til rannsóknar í fyrrahaust og niðurstöður þykja benda til þess að um nýja tegund sé að ræða. Fiskarnir voru veiddir í haust, bæði urriði og fiskur af hinni óþekktu tegund. Pétur fylgist með hrygningu og klaki og sinnir fiskunum. Meira
1. september 1998 | Landsbyggðin | 221 orð

Var ekki í björgunarvesti

MAÐUR féll útbyrðis af gúmmíbát í Prestabugt fyrir utan Ísafjörð fyrr í þessum mánuði og hélt bátur hans áfram í nokkra stund þannig að ógerlegt var fyrir manninn að komast aftur um borð. Það var Eiríkur Þórðarson, trillukarl á Elínu Ósk KÓ, sem fyrstur kom á vettvang en hann heyrði fyrir tilviljun óp og sá skömmu síðar að maður svamlaði í sjónum þar skammt frá. Meira
1. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Vel heppnuð gróðursetningarferð

STARFSFÓLK Háskólans á Akureyri, makar og börn, fóru í árlega gróðursetningarferð að Végeirsstöðum í Fnjóskadal sl. laugardag. Ferðin að þessu sinni var sérstök að því leyti að 25­30 manna hópur hermanna af Keflavíkurflugvelli kom norður og aðstoðaði við vinnu á svæðinu. Hins vegar fór minna fyrir nemendum skólans að þessu sinni enda skólastarfið rétt að hefjast. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Verðhækkanir og skerðing á afgangsorku

SKERÐING Landsvirkjunar á afgangsorku til stóriðju og verðhækkanir á ótryggðu rafmagni taka gildi í dag. "Ótryggð orka er framleidd með vatninu sem við eigum aukalega flest ár og hún er seld með því skilyrði að þegar illa árar í vatnsbúskap megi skerða afhendingu á henni, en þetta er í fyrsta skipti í 18 ár sem grípa þarf til þessa, Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Verðmætum tölvubúnaði stolið

TÖLVU, prentara, hægindastól, skemli og öðru lauslegu var stolið úr skrifstofuhúsnæði á Tangarhöfða í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og er andvirði þess sem stolið var metið á nær eina milljón króna. Í tölvunni var m.a. sérhannaður viðskipta- og bókhaldsbúnaður, sem engum ætti að nýtast nema eigandanum sjálfum. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 809 orð

"Yrði ekki mikið úr okkur ef bíllinn færi niður"

"VIÐ vorum náttúrulega svolítið sjokkeraðar og vissum ekki hversu mikið við mættum hreyfa okkur. Við horfðum niður og ég sá í hendi mér að það yrði nú ekki mikið úr okkur ef bíllinn færi niður," segir Helga Kjartansdóttir, sem lenti ásamt dóttur sinni í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á föstudaginn að fara út af veginum og renna um þrjá metra niður snarbratta fjallshlíð. Meira
1. september 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Þjóðvegur eitt fór í sundur

HELLIRIGNING og hlýindi síðustu daga eru farin að segja til sín í ám og vötnum sunnanlands. Þjóðvegur eitt fór í sundur við Lambleiksstaði vestan við Höfn í Hornafirði. Nokkrir bílar þurftu að bíða á meðan gert var við veginn. Skeiðará hefur verið í miklum vexti og hafa Vegagerðarmenn fylgst náið með ástandi vega á Skeiðarársandi. Meira

Ritstjórnargreinar

1. september 1998 | Staksteinar | 346 orð

»Reykja Íslendingar ofan í börn sín? NÝLEG könnun sýnir að íslenzkir foreldr

NÝLEG könnun sýnir að íslenzkir foreldrar sem reykja eru tillitslausari gagnvart börnum sínum en foreldrar í grannríkjum, að því er fram kemur í Degi. Börn á Íslandi og í Danmörku verða fyrir mun meiri óbeinum reykingum en önnur norræn börn. Óbeinar reykingar! Meira
1. september 1998 | Leiðarar | 629 orð

SJÁVARÚTVEGSHÁSKÓLI SÞ

SJÁVARÚTVEGSHÁSKÓLI Sameinuðu þjóðanna hefur nú tekið til starfa hér á landi og fyrstu sex nemendurnir, allir frá Afríku, eru setztir á skólabekk. Starfræksla skólans hér á landi er í fyrsta lagi mikilvæg viðurkenning á því að íslenzkur sjávarútvegur er í fremstu röð og Íslendingar búa yfir einstakri þekkingu og reynslu, sem aðrar þjóðir telja eftirsóknarverða. Meira

Menning

1. september 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Að vera þú sjálf/ur Líf mitt í bleiku (Ma vie en rose)

Framleiðandi: Carole Scotta. Leikstjóri: Alain Berliner. Handritshöfundar: Alain Berliner og Chris van der Stappen. Kvikmyndataka: Yves Cape. Tónlist: Dominique Dalcan. Aðalhlutverk: Georges Du Fresne. (92 mín.) Belgísk/frönsk. Skífan, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 947 orð

ALAN J. PAKULA

ÞRÁTT fyrir að Alan J. Pakula sé jafnan metnaðarfullur og vandvirkur fagmaður, virðist hann engu að síður vera lítið meira en hinn dæmigerði "þriggja mynda maður", líkt og svo margir strafsbræður hans. En þær eru líka hreint afbragð og full ástæða til að vekja á þeim athygli ásamt nokkrum öðrum. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 64 orð

Alda Björk í 12. sæti

LAGIÐ "Real Good Time" með Öldu Björk féll úr sjöunda sæti í það tólfta á breska smáskífulistanum. Manic Street Preachers fóru beint í efsta sæti með nýja smáskífu "Children Will Next" og Madonna náði tíunda sæti með nýtt lag "Drowned World". Eftir sem áður er Alda Björk fyrir ofan Spice Girls sem féllu í 14. sæti með "Viva Forever". Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 102 orð

Ástin á næsta leiti?

HALLE Berry er ennþá að jafna sig eftir þriggja ára hjónband með körfuboltastjörnunni David Justice. "Ég er ekki að skjóta mér í neinum og ég held að það sé fyrir bestu," segir hún í samtali við New York Daily News. "Þegar maður gengur í gegnum skilnað... þarf maður tíma til að jafna sig. Meira
1. september 1998 | Myndlist | -1 orð

"Birting"

Opið alla daga kl. 14­18, einnig innangengt frá veitingastofu kl. 11­23. Til 9. september. Aðgangur ókeypis. ÞETTA er frumraun ungs ljósmyndara, Einars Sebastians, um einkaframkvæmd á sýningavettvangi. Hann stundaði nám við Myndlistarakademíuna í den Haag í Hollandi árin 1998­92, síðan Grími Bjarnasyni til 1994 og útskrifaðist sem ljósmyndari 1995. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Bráðskemmtileg Geimgaurinn (Rocket Man)

Framleiðendur: Roger Birnbaum og Eric L. Gold. Leikstjóri: Stuart Gillard. Handritshöfundar: Craig Mazin og Greg Erb. Kvikmyndataka: Steven B. Poster. Tónlist: Michael Tavera. Aðalhlutverk: Harland Williams. (89 mín.) Bandarísk. Sam myndbönd, ágúst 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
1. september 1998 | Menningarlíf | 451 orð

Frekar fólk en firnindi

FYRSTA einkasýning myndlistarmannsins Hjartar Hjartarsonar stendur nú yfir í sýningarsalnum Bílar og list við Vegamótastíg. Á sýningunni eru teikningar sem listamaðurinn hefur unnið á þessu ári og á því síðasta. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 153 orð

Fyrstu sporin

ESKIMÓ Models stóð fyrir tískusýningu í Kringlunni um helgina og voru sýndar flíkur frá versluninni Fantasíu sem er til húsa í Borgarkringlunni. "Sýningin var haldin í tilefni af því að verið er að kynna fyrirsætu- og framkomunámskeið sem eru að hefjast," segir Þórey Vilhjálmsdóttir, annar af eigendum Eskimó Models. Meira
1. september 1998 | Bókmenntir | 749 orð

Hlátur og grátur í húsmæðrakennaraskóla

eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Hússtjórnarkennarafélag Íslands 1998. 275 blaðsíður. HUGMYNDIN að ritun sögu Húsmæðrakennaraskóla Íslands kviknaði í Háuhlíð 9 í Reykjavík, þar sem heimilisfræðideild Kennaraháskóla Íslands hefur verið til húsa. Meira
1. september 1998 | Skólar/Menntun | 473 orð

Ilmandi framleiðsla í bakaradeild Vakning hefur orðið í framleiðslu brauða sem hafa verið vinsæl í Suður-Evrópu Áherslan er á

Vakning hefur orðið í framleiðslu brauða sem hafa verið vinsæl í Suður-Evrópu Áherslan er á vandað handverk, persónulega þjónustu og listræn vinnubrögð Í BAKARADEILD Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi er aðstaða til baksturs og kökuskreytinga. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 165 orð

Lengsta ræða í heimi

ÁHANGANDI Salvadors Dalis hélt því fram á fimmtudag að hann hefði haldið lengstu ræði í heimi til að heiðra þá yfirlýsingu listmálarans að lestarstöðin í Perpignan væri miðja alheimsins. "Dali lengi lifi," hrópaði Lluis Colet í lok ræðunnar sem stóð í 24 klukkutíma og 21 mínútu og var haldin á lestarstöðinni í Perpignan. Ræðunni lauk klukkan 16. Meira
1. september 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Lokatónleikarnir helgaðir Inga T. Lárussyni

LOKATÓNLEIKARNIR í tónleikaröðinni Bláa kirkjan sumartónleikar 1998, miðvikudagskvöldið 2. september kl. 20.30. verða helgagðir tónskáldinu Inga T. Lárussyni. Flutt verða mörg verka hans fyrir einsöng, kvartett og blandaðan kór. Bergþór Pálsson baritón verður aðalsöngvari kvöldsins og Steinunn Birna Ragnarsdóttir kemur hér öðru sinni sem undirleikari. Meira
1. september 1998 | Menningarlíf | 77 orð

Saxófónleikur á Sóloni

SAXÓFÓNLEIKARINN Haukur Gröndal heldur tónleika á efri hæð kaffihússins Sólons Íslandusar, miðvikudagskvöldið kl. 21. Þetta verða síðustu tónleikar Hauks hér á landi í bili þar sem hann heldur utan til Kaupmannahafnar í nám um miðjan septembermánuð. Á þessum tónleikum leika með honum Árni H. Karlsson á píanó, Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. Meira
1. september 1998 | Menningarlíf | 281 orð

Síðustu sumartónleikar í Sigurjónssafni

SÍÐUSTU tónleikarnir í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verða haldnir þriðjudaginn 1. september kl. 20.30. Þar koma fram hljóðfæraleikararnir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Junah Chung lágfiðla og Sigurður Halldórsson selló. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 290 orð

Skítamórall fær sleggju fyrir að slá í gegn

HLJÓMSVEITIN Skítamórall fékk sl. fimmtudagskvöld afhenta gullsleggju frá skemmtistaðnum Astró fyrir að hafa slegið í gegn. Þeim hefur einnig tekist að selja fimm þúsund eintök af disknum sínum "Nákvæmlega", og fá því gullplötuna á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna í febrúar á næsta ári. Það er mjög langt síðan að íslensk hljómsveit náði sama árangri í sumarútgáfu. Meira
1. september 1998 | Skólar/Menntun | 128 orð

Skrýtlur og skemmtisögur

HINN landsþekkti leikari og grínisti, Örn Árnason, mun í næstu viku leiðbeina á tveggja kvölda námskeiði í Keflavík sem heitir "Skrýtlur og skemmtisögur". Námskeiðið fer fram á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og er opið öllum þeim sem orðnir eru 18 ára og eldri. Meira
1. september 1998 | Fólk í fréttum | 562 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Mafía! Oft brosleg en sjaldan hlægileg skopstæling á mafíumyndum eftir Jim Abrahams, höfund Airplane og Naked Gun, sem nær ekki flugi að þessu sinni. Lethal Weapon 4 Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Meira
1. september 1998 | Skólar/Menntun | 362 orð

Tillögur um námsog starfsráðgjöf

NEFND sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra skipaði um náms- og starfsráðgjöf hefur skilað til hans skýrslu þar sem lagðar eru fram fjölmargar tillögur m.a. um hvernig unnt sé að bæta ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum og persónulegum vanda. Meira

Umræðan

1. september 1998 | Bréf til blaðsins | 436 orð

Batnandi maður?

GOTT ER til þess að vita að dr. Sigurbjörn Einarsson skuli í svarbréfi sínu til mín (Mbl. 21. ág. "Aldrei lagt illt til...") hverfa frá því að líkja dr. Helga Pjeturss við nokkra af viðsjárverðustu mönnum þessarar aldar, eins og hann hafði þó sannanlega gert í predikun sinni birtri í Mbl. 5. ág. Svo ríkt er honum þetta í huga, að friðmælast við dr. Meira
1. september 1998 | Aðsent efni | 1203 orð

Gúrkutíð og aðrir tímar

SÚ VAR tíð að blaðamenn unnu undir merkjum agasamra hátta, þar sem gengið var ríkt eftir sæmilegri meðferð máls og sæmilega réttmætum málflutningi, þar sem hver og einn varð að éta sitt ætlaði hann sér að hafa forustu fyrir fólki eða klíkum. Þótti slíkt ekki tiltökumál á meðan skylmingamenn þoldu umvandanir. Meira
1. september 1998 | Aðsent efni | 1060 orð

Hildarleikur um gagnagrunn

FRUMVARP um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði er væntanlegt öðru sinni inn á Alþingi á haustdögum. Um það leyti sem málinu var frestað kom fram vilyrði frá forystu heilbrigðis- og trygginganefndar um að afgreiða málið frá nefndinni fyrir 20. október næstkomandi kæmi það fram í þingbyrjun. Drög að endurskoðaðri útgáfu frumvarps hafa verið send út á vegum heilbrigðisráðherra. Meira
1. september 1998 | Bréf til blaðsins | 748 orð

Opið bréf um kirkjulegt málefni

AÐ GEFNU tilefni, og vegna umræðu um tónlistarmál í Selfosskirkju í fjölmiðlum að undanförnu, bið ég fólk að huga að eftirfarandi: Tilbeiðsla er fyrirbæri sem allir þekkja, enda iðkuð meira og minna af öllu fólki. Eini greinarmunurinn er, að hverju hún beinist hvert sinn hjá okkur hverju og einu. Meira
1. september 1998 | Bréf til blaðsins | 129 orð

Sala Landsbanka Íslands

Í MORGUNBLAÐINU 28. þ.m. birtist grein eftir Hreggvið Jónsson, sem hann nefnir: "Dánarbú ríkisbankanna og skiptaráðendur þeirra". Þar segir meðal annars: "Nú fyrir skömmu hringdi maður í ríkisstjórn Íslands frá S-E-bankanum í Svíþjóð (sumir segja, vegna föðurlegrar ábendingar Steingríms Hermannssonar) og bauðst til að athuga kaup á Landsbanka Íslands. Meira
1. september 1998 | Aðsent efni | 884 orð

Siðferðilegar spurningar gagnafrumvarpsins

ÞEGAR Japanir höfðu barist við Bandaríkjamenn í þrjú ár í seinni heimsstyrjöldinni, og flestum var ljóst að baráttan væri til lítils, gátu þeir ekki sagt það fullum fetum, því það stríddi gegn sannfæringu hvers Japana að ríki þeirri lyti í lægra haldi. Alls kyns furðusögur fóru á kreik um leynivopn, sem granda myndi borgum Bandaríkjanna. Meira
1. september 1998 | Bréf til blaðsins | 511 orð

Skemmdarverk á Skeiðarvogi

Fimmtudaginn 6. ágúst, þegar borgarstjórinn í Reykjavík var að opna Laugaveginn fór ég að heiman, ekki til að vera viðstaddur eða éta tertu, heldur til að fara með sjónum út í Örfirisey, eins og ég geri oft í góðu veðri til að njóta útsýnisins og fá í lungun sjávarloft. Þegar ég kem á móts við Vogaskóla er lokuð önnur akgreinin. Ég hélt að verið væri að gera við, en svo var aldeilis ekki. Meira
1. september 1998 | Aðsent efni | 479 orð

Skorað á ættfræðinga og Ættfræðifélagið

FRUMVARP ríkisstjórnarinanr um samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði gerir ráð fyrir því að ættfræðibanki um alla Íslendinga verði tendur grunninum ásamt sameindaerfðafræðilegum gögnum um stóran hluta þjóðarinnar. Þetta atriði hefur nánast ekkert verið rætt opinberlega. Þó er það ef til vill lykilatriði hvað varðar vernd persónuupplýsinga ef gagnagrunnurinn verður að veruleika. Meira
1. september 1998 | Aðsent efni | 1026 orð

Um málefni fanga

FANGELSI eru staðreynd í samfélaginu og þau eru rekin af hinu opinbera. Fangelsismál eru oft viðkvæm í allri umfjöllun og ekki síst í litlu samfélagi. Menn glíma við eðli afbrota og fordóma; fjalla um refsingar og afleiðingar þeirra. Samfélagið leitar skýringa á afbrotum og eðli þeirra. Þá snýst fangelsismálaumræða oft út í umræðu um fíkniefni því þau eru að sönnu nátengd þessum málaflokki. Meira
1. september 1998 | Aðsent efni | 752 orð

Útflutningsráð ­ Markaðsmál

AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkuð verið rætt um málefni Útflutningsráðs Íslands á síðum dagblaða. Fjölmargir aðilar sinna því starfi að efla útflutning frá Íslandi með margs konar kynningarstarfi. Má þar nefna ýmis sveitarfélög, utanríkisráðuneytið, sölusamtök svo og fjölmörg samtök atvinnurekanda. Fjárstuðningur hins opinbera er ákaflega mismikill til þessara aðila. Meira

Minningargreinar

1. september 1998 | Minningargreinar | 1173 orð

GUÐMUNDUR TRYGGVASON

Í einni stofunni í Eir í Grafarvogi situr gamall maður og les. Reyndar hefur hann hjá sér tvær bækur. Önnur er Þúsund og ein nótt en hin mannkynssaga. Hér er enginn annar en gamall vinur minn Guðmundur Tryggvason frá Kollafirði. Og það er honum líkt að fást við sögu mannkynsins en láta þess á milli hugann reika um ævintýraheim hinna arabísku sagna. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 1802 orð

Guðrún Ástríður Elimundardóttir

Í endurminningabók sinni, Sjómannsævi, segir Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður, svo frá þeim hjónum Elimundi og Sigurlaugu, en hann var þeim gagnkunnugur enda fæddur og uppalinn á þessum slóðum: "Elimundur Ögmundsson, formaður, kvæntur Sigurlaugu Cýrusdóttur, var afburða dugmikill formaður er sótti sjó af kappi frá Keflavík við Sand. Þau byggðu sér vandað hús er heitir Dvergasteinn. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Guðrún Elimundardóttir

Guðrún móðursystir mín var orðin 93 ára þegar hún lést. Líkamsþrekið var löngu þrotið en lífsviljinn svo mikill að hún stóð af sér öll veikindi mun lengur en búast mátti við. Gunna var mikil fjölskyldumanneskja og allir viðburðir í fjölskyldunni voru henni tilhlökkunarefni. Hún beið spennt eftir níræðisafmælinu sínu. Þá var haldin mikil veisla, þar sem Gunna var eins og drottning í hópnum. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 612 orð

GUÐRÚN ELIMUNDARDÓTTIR

GUÐRÚN ELIMUNDARDÓTTIR Guðrún Ástríður Elimundardóttir fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi hinn 10. júlí 1906. Hún lést 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elimundur Ögmundsson og Sigurlaug Cýrusdóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap á Sandi og eignuðust ellefu börn í löngu og farsælu hjónabandi, en misstu tvo syni í bernsku. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 543 orð

Gúðrún Ástríður Elimundardóttir

Amma í Kóngsbakkanum var kjarnakona, dugleg og ósérhlífin verkakona sem braust áfram af dugnaði. Fyrir mér var hún fulltrúi hörkutólanna á Hellissandi í jákvæðri merkingu, sjómannsdóttirin sem hafði reynt allt það erfiðasta sem lífið hafði upp á að bjóða fólki snemma á öldinni og komist heil úr. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 1167 orð

Jens Skarphéðinsson

Snemma morguns sunnudaginn 23. ágúst síðastliðinn vaknaði ég á Oddsstöðum við það að sólin skein inn um gluggann. Ég dreif mig út og sá að morgunsólin lýsti upp umhverfið. Í suðurátt blöstu við mér Grafartindar og Hávurinn, í austurátt Oddsstaðafjall og þar inn af Geldingadalur, Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 374 orð

Jens Skarphéðinsson

Frá Stangarholti 34 eigum við systkinin margar minningar, enda dvöldumst við þar löngum á æskuárum okkar. Amma okkar, Bjarnheiður Brynjólfsdóttir, bjó þar og rak matsölu á gamla móðinn með hjálp ömmusystur okkar, Þórdísar. Kostgangarar (að miklum meirihluta karlmenn) nutu þeirrar þjónustu að fá heimilismat í hádegi og að kvöldi til. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 224 orð

JENS SKARPHÉÐINSSON

JENS SKARPHÉÐINSSON Jens Skarphéðinsson fæddist á Oddsstöðum í Miðdalahreppi í Dalasýslu 26. febrúar 1907. Hann lést 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Jónsson, bóndi á Oddsstöðum, f. 28. júní 1860, d. 17. febrúar 1919, og Kristín Pálmadóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1874, d. 28. febrúar 1937. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Magnús Sævar Pálsson

Elsku pabbi. Okkur þykir svo vænt um þig og við söknum þín svo mikið. Okkur langar svo til að þú verðir hjá okkur lengur. Manstu þegar við fórum í sund saman og þú kastaðir okkur hátt upp í loft, við fórum í rennibrautina og það var ofsalega gaman, elsku pabbi? Og þegar þú komst heim frá útlöndum með fullt af dóti og nammi handa okkur, þá var gaman. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 107 orð

Magnús Sævar Pálsson

Elsku Linda og fjölskylda. Á erfiðri stund í lífinu ykkar langar mig til að senda ykkur nokkur huggunarorð með eftirfarandi versum úr "Fræ í frosti sefur". Drottinn dó á krossi, dæmdur og grafinn var, sonur Guðs, er saklaus syndir heimsins bar. Móti hans elsku magnlaus dauðinn er. Kristur, með þinn kærleik kom þú og hjá oss ver. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 706 orð

Magnús Sævar Pálsson

"Hann Maggi bróðir þinn er dáinn." Þegar ég heyrði þessi orð þá ætlaði ég ekki að trúa þeim. Í fyrstu var ég rosalega reið út í þig en með tímanum er ég búin að jafna mig og er að reyna að sætta mig við þetta. Mér finnst þetta svo ótrúlegt að þú skulir ekki koma aftur. Við vorum svo miklir vinir. Þegar pabbi dó leitaði ég svo mikið til þín og inn á þitt heimili. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Magnús Sævar Pálsson

Er ég sit hér og skrifa þessa grein verður mér hugsað til þess hvað þú varst mér mikið, þú varst mér allt, bróðir, trúnaðarvinur og vinnufélagi. Ég hugsa um er við sátum saman og horfðum á góða mynd, spiluðum eða töluðum saman, langtímum saman og alltaf var það jafn notalegt. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Magnús Sævar Pálsson

Þegar ég hugsa til stóra bróður verður mér hugsað til unglingsáranna þegar hann bauð mér í bíltúr niður í bæ, og við spjölluðum um daginn og veginn. Og hvað hann passaði uppá mig þegar ég var að byrja í Árbæjarskólanum. Eftir að þú stofnaðir heimili komum við bræður og spiluðum við ykkur og þá var mikið hlegið. Alltaf vildir þú hjálpa mér þegar ég bað um það, þá gerðir þú það með glöðu geði. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 503 orð

Magnús Sævar Pálsson

Elsku bróðir, nú er komið að kveðjustund. Það er alveg ótrúlegt að þú sért búinn að yfirgefa þennan heim og sért farinn til pabba og þeirra þarna hinum megin. Nú kemur enginn Maggi til mín að fá sér kaffi eða til að segja mér frá því sem er að gerast í kringum sig. Samband okkar var alltaf gott enda vorum við mjög samrýnd. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Magnús Sævar Pálsson

Verndi þig englar elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Jón Hlöðver Áskelsson) Við kveðjum þig, elsku drengurinn okkar með þessum ljóðlínum, við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum með þér í þessu lífi. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 111 orð

Magnús Sævar Pálsson

Elsku Maggi minn. Ég er orðlaus, en þetta ljóð lýsir best hvernig mér líður. Ástarsorg og raunir mæða mig Ástarsorg síðan ég missti þig Hrunin er mín draumaborg Ástarsorg, ástarsorg. Allt var svo bjart allt var svo gott er við elskuðumst heitt hvort öðru sórum eilífa tryggð. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Magnús Sævar Pálsson

Lífið er undarlegt ferðalag. Fallegt síðsumarskvöld sitjum við saman og gleðjumst. Ungur maður situr á móti mér, talar um vonir sínar og þrár. Fullur bjartsýni horfir hann fram á veginn, veg sem stundum hefur verið þyrnum stráður. Hálfum sólarhring seinna hefur hann lokið göngu sinni eftir þessum vegi sem við öll göngum. Gangan er mislöng og miserfið en vegurinn liggur aðeins í eina átt. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 175 orð

MAGNÚS SÆVAR PÁLSSON

MAGNÚS SÆVAR PÁLSSON Magnús Sævar Pálsson var fæddur í Reykjavík 16. apríl 1970. Hann andaðist 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Alda María Magnúsdóttir, f. 19.12. 1949 og Páll Sævar Kristinsson, f. 28.4. 1948, d. 11.10. 1996. Þau skildu 1972. Seinni maður Öldu er Tómas Hauksson, f. 14.8. 1948. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 547 orð

Ólöf Vilmundardóttir

Það er skammt stórra högga á milli í minni móðurætt. Fyrir rúmum mánuð kvöddum við Öddu frænku og núna er það Labba frænka. Labba var einstök, lifandi persóna. Hún var svo dugleg, kraftmikil og heilsteypt. Það er ekki langt í dag upp á Kjalarnes en í mínu ungdæmi fyrir 50-60 árum var þetta heilt ferðalag. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 1455 orð

Ólöf Vilmundardóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum Ólafar Vilmundardóttur. Því fækkar óðum fólkinu, nágrönnum mínum frá þeim árum er ég var að alast upp á Laufásveginum. Þegar sá hluti Laufásvegarins milli Skothúsvegar og Galtafells var nafli alheimsins. Frá því ég man eftir mér hefur Ólöf og fjölskylda hennar verið hluti af lífi mínu. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 138 orð

ÓLöF VILMUNDARDÓTTIR

ÓLöF VILMUNDARDÓTTIR Ólöf Vilmundardóttir var fædd á Ísafirði 10. apríl 1920. Hún lést á Landakotsspítala 22. ágúst 1998. Foreldrar Ólafar voru Vilmundur Jónsson landlæknir og Kristín Ólafsdóttir læknir. Systkini Ólafar eru Guðrún Vilmundardóttir húsmóðir, gift Gylfa Þ. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 477 orð

Tryggvi Ólafsson

Ég kveð hér með vin minn Tryggva Ólafsson sem lést um miðjan júní. Ég ofnota ekki orðið vinur, en Tryggvi var einn af bestu vinum mínum. Tryggvi var sérstakur persónuleiki, ólíkur fjöldanum, með gott ljós á perunni, víðsýnn, skemmtilegur og drengur góður. Hann var einnig góður siglari í þeim ólgusjó er hann þurfti að fást við í lífi sínu. Við ólumst upp í sama hverfi, vesturbæingar og KR-ingar. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

TRYGGVI ÓLAFSSON

TRYGGVI ÓLAFSSON Tryggvi Ólafsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 22. júní. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Unnur E. Melsted

Ó, minnstu þess, þú maður, sem að grætur. á meðan varir lífsins stutta bið: Við takmörk lífsins dags og dauðans nætur, er drottinn einn, sem getur veitt þér frið. (Gunnl. P. Sigurbj. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Unnur E. Melsted

Elsku mamma. Það er margt sem kemur upp í huga minn þessa dagana, en erfitt er að koma því á blað. Minningarnar líða um hugann frá barnæsku til dagsins í dag. Alltaf varst þú nálæg og til staðar ef eitthvað bjátaði á, tilbúin að rétta hjálparhönd og bera smyrsl á sárin. Alltaf átti ég vísa aðstoð þína og leiðbeiningar ef á þurfti að halda. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 213 orð

Unnur E. Melsted

Elsku amma. Við munum þegar við systurnar vorum litlar og frí var í skólanum, þá komum við til þín í Hvassaleitið og eyddum morgninum og jafnvel deginum með þér. Þú varst alltaf tilbúin að hafa okkur hjá þér og varst alltaf í góðu skapi. Jafnvel eftir að þú veiktist varstu alltaf í góðu skapi þó það pirraði þig að þurfa að fá hjálp við allt sem þú gast gert sjálf áður. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Unnur E. Melsted

Það líður að hausti. Sumarlitirnir fögru eru teknir að dofna og nóttin er orðin lengri en áður. Farfuglarnir, sem hafa fært okkur hlýju sína og yl í sumar, hugsa sér til hreyfings og búa sig undir ferðina löngu, sem þeir eiga fyrir höndum. Blómin eru tekin að falla og sum þeirra munu ekki spretta aftur og brosa gegn nýju sumri. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 124 orð

Unnur E. Melsted

Elsku mamma mín, það koma svo margar minningar upp í hugann að það er ekki hægt að koma því öllu á blað, enda margt sem var bara okkar á milli. Ég vil þakka þér, elsku mamma mín, alla þá blíðu og góðvilja sem þú ávallt sýndir okkur öllum. Ég vona að afkomendur þínir megi erfa sem mest af kostum þínum. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 244 orð

UNNUR E. MELSTED

UNNUR E. MELSTED Unnur Eyjólfsdóttir Melsted fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ólafsdóttir, f. í Reykjavík, 21.9. 1900, d. 22.2. 1995, og Eyjólfur Ólafsson, f. 12.3. 1892, d. 5.7. 1970. Systkini Unnar eru Ólafur, f. 8.2. 1924, d. 25.6. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 434 orð

Unnur Melsted

Þegar ég heimsótti þig í síðasta skiptið á spítalann núna fyrir rétt tæpum tveim vikum, rétt áður en ég fór til útlanda, man ég hvað mér leið illa þegar ég fór yfir því hve þér hafði hrakað frá því að ég sá þig seinast. Ég átti samt ekki von á því þegar ég hringdi heim fimm dögum síðar til þess að láta vita hve mér og ferðafélögum mínum liði vel að ég fengi þá þær fréttir að þú værir dáin. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 127 orð

Unnur Melsted

Góðhjörtuð, gestrisin og falleg. Þessi orð eru manni efst í huga þegar maður hugsar um ömmu. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ömmu og afa. Þau tóku alltaf á móti manni opnum örmum. Þau voru svo falleg saman, amma og afi, ung í anda, hress og skemmtileg. Það var alltaf grunnt á glettninni hjá þeim og gaman að hnyttnum tilsvörum þeirra hvors til annars. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 323 orð

Þóra Þórðardóttir

Elsku amma mín er dáin. Hún amma, sem var alltaf svo sterk, þrátt fyrir mikil veikindi síðastliðin ár. Það koma margar minningar upp í hugann þegar hugsað er til baka um allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Ég var oft hjá ömmu minni á mínum æskuárum. Meira
1. september 1998 | Minningargreinar | 283 orð

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR Þóra Þórðardóttir fæddist 7. janúar 1917 að Hjarðarfelli, Miklaholtshreppi. Flutti síðan með foreldrum sínum að Miðhrauni, sem hún kenndi sig ætíð við. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Kristjánsson frá Hjarðarfelli, f. 17.10. 1889, d. 31.1. Meira

Viðskipti

1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 380 orð

Afkoma í samræmi við rekstraráætlun

JÖKULL hf. á Raufarhöfn var rekinn með 69 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra var 126 milljóna króna hagnaður. Þess ber þó að geta að tap var af reglulegri starfsemi á síðasta ári en hagnaður tímabilsins stafaði af söluhagnaði. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Dow Jones niður fyrir 8000 punkta

TAUGATITRINGUR var allsráðandi á mörkuðum heims í gær, mánudag, og fjárfestar flúðu í umvörpum af hlutabréfamarkaðinum yfir í skjól skuldabréfamarkaðanna, m.a. eftir að mikið tap á hlutabréfamarkaðinum í Wall Street, vaxandi óvissu í rússneskum stjórnmálum og ótta við að kreppa væri yfirvofandi í heiminum. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 57 orð

ÐÞýskir dagar

ALLIR stærstu innflytjendur þýskrar framleiðslu hér á landi hafa skráð sig til þátttöku á þýskum dögum sem haldnir verða í Perlunni 24.-27. september næstkomandi. Að sögn Kristínar S. Hjálmtýsdóttur hjá þýsk-íslenska verslunarráðinu stendur skráning nú yfir en búist er við að um þrjátíu fyrirtæki taki þátt í sýningunni sem haldin er í fyrsta sinn á Íslandi. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 610 orð

Hagnaður ársins áætlaður 550 millj.

VELTA SÍF hf. jókst um 44% fyrstu sex mánuði ársins og hagnaður tímabilsins var 441 milljón á móti 94 milljónum á sama tíma í fyrra. Eigið fé jókst á tímabilinu um rúman milljarð kr. vegna hlutafjárútboðs og hagnaðar og arðsemi eigin fjár reyndist vera 30,8%. Heildarvelta samstæðu Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) var 8,2 milljarðar kr. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Immanúel sameinaður Vinnslustöðinni

STJÓRNIR Vinnslustöðvarinnar hf. og Immanúels ehf. í Vestmannaeyjum hafa ákveðið samruna félaganna, þannig að Vinnslustöðin yfirtaki Immanúel. Immanúel ehf. er útgerðarfélag og er helsta eign þess togbáturinn Danski Pétur VE 423 ásamt veiðiheimildum. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 518 orð

Rekstrartap 142 milljónir króna

TAP varð á rekstri KEA og dótturfélaga fyrstu sex mánuði ársins og nam það 142 milljónum króna, samanborið við 112 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins námu 4.795 milljónum króna og rekstrargjöld 4.883 milljónum króna. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Sjö milljóna kr. hagnaður hjá Sæplasti

AUKIN sala og hagræðingaraðgerðir hafa snúið við afkomu Sæplasts hf. á Dalvík um 16 milljónir kr. á einu ári. Fyrirtækið skilaði 7 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði þessa árs en 9 milljóna króna tap varð af rekstrinum á sama tímabili á síðasta ári. "Það er vissulega ánægjulegt að sjá hagnaðartölur á nýjan leik og það sýnir að við erum á réttri leið. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 491 orð

Stefnt að 38 millj. króna hagnaði

AFKOMA Samvinnuferða Landsýnar hf. var heldur betri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Tap á tímabilinu nam 25,7 m.kr. en var á sama tíma á síðasta ári 28 m.kr. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að eins og í ferðaþjónustu almennt á þessu tímabili sé tap af rekstri fyrirtækisins sem orsakast m.a. Meira
1. september 1998 | Viðskiptafréttir | 627 orð

Þriðjungi minna hráefni til vinnslu

SR-MJÖL hf. skilaði 154 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en 195 milljónum á sama tíma á síðasta ári. Félagið vann úr þriðjungi minna hráefni en hefur náð að vega það upp að hluta í júlí og ágúst. Stjórnendur félagsins telja horfur á ágætu rekstrarári. Hagnaður SR-mjöls var heldur minni en verðbréfafyrirtækin reiknuðu með. Meira

Daglegt líf

1. september 1998 | Neytendur | 850 orð

Fryst, sultað eða súrsað

ÝMSAR tegundir af íslensku grænmeti hafa verið á tilboðsverði undanfarið og þeir sem rækta sjálfir eru þessa dagana í óðaönn að taka upp úr görðum. Í haust fá nemendur Hússtjórnarskólans að spreyta sig við sultugerð, súrsun og frystingu grænmetis. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans segir að flest grænmeti sé hægt að geyma allt fram á næsta vor með því að frysta, sulta eða súrsa. Meira
1. september 1998 | Neytendur | 212 orð

Íslensk hönnun fyrir unglinga

VERSLUNIN Englabörnin­Teeno hefur verið flutt um set og er nú til húsa á Laugavegi 56. Að sögn Aðalheiðar Karlsdóttur, eiganda Englabarna-Teeno, er núna í fyrsta skipti boðið upp á íslenskan unglingafatnað í versluninni en búðin hefur verið stækkuð til muna. Meira

Fastir þættir

1. september 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru 18. júlí í Seltjarnarneskirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Þórunn H. Halldórsdóttir og Guðmundur J. Óskarsson. Heimili þeirra er í Kanada. Meira
1. september 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af sr. Svavari A. Jónssyni Guðbjörg Björnsdóttir og Eggert Már Sigtryggsson. Heimili þeirra er að Þingvallastræti 26, Akureyri. Meira
1. september 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. des. '97 í Reyðarfjarðarkirkju af sr. Davíð Baldurssyni Steinunn Sigurðardóttir og Skúli Ingibergur Birgirsson. Heimili þeirra er að Brekkugötu 4, Reyðarfirði. Meira
1. september 1998 | Fastir þættir | -1 orð

"Draumasprettur þar sem allt gekk upp"

HIÐ ótrúlega gerðist; fimmtán ára gamalt Íslandsmet í 150 metra skeiði féll þegar Sigurbjörn Bárðarson og Neisti frá Miðey náðu draumaspretti þar sem allt gekk upp eins og best varð á kosið og metið bætt um hvorki meira né minna en 0,33 sekúndur. Fyrra metið áttu Leistur frá Keldudal og Aðalsteinn Aðalsteinsson, 13,8 sek., en nýja metið er 13,47 sek. Meira
1. september 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Félagarnir Sigurbjörn og Axel hirtu gullin

LOKASPRETTUR Harðar sem að þessu sinni var haldinn að Varmárbökkum var umfangsminni en áður þar sem venjan er að keppt sé í tölti og skeiði. Ástæðan er að fyrr um daginn voru Fáksmenn með kappreiðar og því þótti við hæfi að sleppa skeiðinu að þessu sinni. Mótið hófst því ekki fyrr en um fimm síðdegis á laugardegi og var keppt í tveimur flokkum samkvæmt gildandi reglum. Meira
1. september 1998 | Dagbók | 719 orð

Í dag er þriðjudagur 1. september 244. dagur ársins 1998. Egidíumessa. Orð dags

Í dag er þriðjudagur 1. september 244. dagur ársins 1998. Egidíumessa. Orð dagsins: Frá kyni til kyns varir trúfesti þín, þú hefir grundvallað jörðina, og hún stendur. (Sálmarnir 119, 90.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hulda Knudsen Kom í gær og fer í dag. Meira
1. september 1998 | Í dag | 374 orð

L. FÖSTUDAG lá við, að þriðja stórslysið yrði á þessu su

L. FÖSTUDAG lá við, að þriðja stórslysið yrði á þessu sumri vegna þess, að sauðfé gengur laust við þjóðvegi. Mæðgur voru á ferð í Barðastrandarsýslu, þegar lamb hljóp fyrir bílinn. Meira
1. september 1998 | Í dag | 24 orð

Ljósmyndarinn, Lára Long. GEFIN voru saman 8. ágúst í Lágafell

Ljósmyndarinn, Lára Long. GEFIN voru saman 8. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Vala Karen Guðmundsdóttir og Þór Jónsson. Heimili þeirra er í Grafarvogi. Meira
1. september 1998 | Fastir þættir | 307 orð

Safnaðarstarf Septembertónleikar Selfosskirkju

SEPTEMBERTÓNLEIKAR Selfosskirkju byrja í dag, þriðjudaginn 1. september, en þeir hafa verið haldnir ár hvert síðan 1991 þegar orgel Selfosskirkju var endurnýjað að stórum hluta. Við síðustu tónleikana í fyrra var sú nýbreytni að áheyrendur sáu orgelleikarann í stóru sjónvarpi fremst í kirkjunni. Hlaut það góðar undirtektir og verður svo enn í ár. Á fyrstu tónleikunum leikur dr. Meira
1. september 1998 | Fastir þættir | 800 orð

Skortur á agaleysi "Ef ég frétti nokkurn tíma framar að þér víkið frá réttu og stöðluðu líferni mun ég óska eftir að þér verðið

Íslendingar eru ringlaðir og agalausir, þeir mæta ekki á réttum tíma vegna þess að þeir hafa ekkert tímaskyn og kunna jafnvel ekki á klukku. Þeir eyða og spenna, panta sólarlandaferð um leið og þeir fá yfirdráttinn í bankanum hækkaðan, kunna ekki að fara með fé. Meira
1. september 1998 | Fastir þættir | 391 orð

Veldi Kósa í stökkinu ógnað

ÝMISLEGT bar til tíðinda á Bikarkappreiðum Fáks annað en Íslandsmet Neista og Sigurbjörns og er þar helst að nefna að veldi Kósa frá Efri-Þverá er nú fallið um sinn er Vinur frá Stóra-Fljóti sigraði í 350 metra stökki en Kósi hefur verið ósigrandi í eitt ár og má nú öllum ljóst vera að breiddin fer að aukast og spennan um leið. Meira
1. september 1998 | Í dag | 445 orð

Virkið fyrir unglinga í vanda

Í GREIN í Velvakanda sl. miðvikudag var pistill um Rauða kross-húsið og meðferðarheimilið Virkið og var þar talað um að í Rauða kross húsinu væri tekið við unglingum í vanda. Ég er foreldri ungmennis sem hefur lent í vímuefnaneyslu og afbrotum. Meira
1. september 1998 | Í dag | 26 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.530 kr. til styrktar Rauða

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.530 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Jóna Guðrún Kristinsdóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ásdís Karen Friðbjörnsdóttir og Jónína Klara Pétursdóttir. Meira
1. september 1998 | Fastir þættir | 321 orð

Þrjú mót eftir í pottinum

SENN líður að lokum keppnistímabilsins og eftir því sem næst verður komist þrjú mót eftir. Um næstu helgi verður haldið mót á Andvaravöllum en þessi mót hafa hingað til verið kölluð metamót en nú ber svo við að mótið er kallað Opið meistaramót Andvara. Er þar boðið upp á gæðingakeppni, A- og B- flokk, töltkeppni, 150 og 250 metra skeið og flugskeið á kvöldvöku á laugardagskvöldinu. Meira

Íþróttir

1. september 1998 | Íþróttir | 149 orð

1:0Ingi Sigurðsson tók hornspyrnu fyrir ÍBV á 35. mínútu og Kristinn Hafli

1:0Ingi Sigurðsson tók hornspyrnu fyrir ÍBV á 35. mínútu og Kristinn Hafliðason náði skoti á mark Leifturs. Jens Martin Knudsen varði en hélt ekki boltanum, sem barst aftur til Kristins. Hann náði að senda knöttinn út á Ívar Ingimarsson sem negldi á markið þar sem Páll Guðmundsson varði með hendi. Rautt spjald og vítaspyrna sem Steingrímur Jóhannesson skoraði úr. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 25 orð

3. deild karla, undanúrslit Hvöt - Sindri1:2 Leiknir

3. deild karla, undanúrslit Hvöt - Sindri1:2 Leiknir F. - Léttir1:1 Liðin mætast aftur í kvöld. 1. deild kvenna, úrslitakeppni ÍBA - FH2:1 KVA - G Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 132 orð

Af gömlum vana

Þetta voru auðvitað vonbrigði að vissu leyti. FH-ingar áttu sigurinn fyllilega skilinn, en það stóð til að vinna bikarinn í ár. Við vorum óheppin og keppnin varð erfiðari fyrir vikið," sagði Vésteinn Hafsteinsson, sem keppti í kringlukasti fyrir ÍR og vann þar sigur. En átti hann von á því að sigra? "Jú, ég átti vissulega von á því að vinna ­ af gömlum vana," sagði hann og glotti. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 101 orð

Andri um mark Hjalta

"ÞEIR voru búnir að koma margoft á siglingunni á okkur, en við höfðum náð að bjarga okkur úr því. Í þetta sinn gekk það bara ekki upp. Það er svolítið erfitt að mæta manni á svona mikilli ferð, en hann þvældist bara í gegnum okkur í rauninni. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 469 orð

ARNAR Gunnlaugsson var lykilmaður

ARNAR Gunnlaugsson var lykilmaður hjá Bolton sem komst í 2:0 á móti Sheffield United í ensku 1. deildinni um helgina en varð að sætta sig við jafntefli, 2:2. GUÐNI Bergsson æfði ekkert í liðinni viku vegna eymsla í hásin en kom inná hjá Bolton á 84. mínútu. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 242 orð

Barcelona í vandræðum

Barcelona átti í mestu vandræðum þegar liðið hóf titilvörnina í spænsku deildinni í Santander og mátti jafnvel þakka fyrir markalaust jafntefli á móti Racing. Meistararnir voru einum færri síðustu 40 mínúturnar, en varnarmaðurinn Miguel Angel Nadal fékk að sjá rauða spjaldið, og markvörðurinn Ruud Hesp þurfti að taka á honum stóra sínum skömmu fyrir hlé. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 687 orð

Bikarkeppni FRÍ 1. deild

1. deild Haldin á Laugardalsvelli á föstudag og laugardag. Helstu úrslit. 100 m hlaup kvenna: 1. Guðrún Arnardóttir, Árm.12,01 2. Silja Úlfarsdóttir, FH12,29 3. Guðný Eyþórsdóttir, ÍR12,35 400 m hlaup kvenna: 1. Silja Úlfarsdóttir, FH56,64 2. Guðný Eyþórsdóttir, ÍR58,30 3. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 143 orð

Bjarni í fótspor Ásgeirs

BJARNI Jóhannesson, þjálfari ÍBV, fetaði í fótspor Ásgeirs Elíassonar, er hann fagnaði bikarnum á Laugardalsvellinum. Bjarni þjálfaði Eyjaliðið í fyrra, þegar það tapaði fyrir Keflavík, þannig að Bjarni náði að snúa dæminu við að ári. Ásgeir þjálfaði Fram sem tapaði fyrir Skagamönnum í bikarúrslitaleik 1986 2:1, en stjórnaði liði sínu síðan árið eftir til sigurs í leik gegn Víði, 5:0. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 296 orð

Brosi meira en í fyrra

Ég brosi meira en í fyrra," var það fyrsta sem brosmildur Bjarni Jóhannsson, þjálfari bikarmeistaranna, hafði að segja eftir leikinn. "Þetta er alveg frábær tilfinning og ekki síst fyrir þá sök, að í fjölmiðlum undanfarna daga hefur mikið verið rætt um bikardraug Eyjaliðsins. Við náðum að vinna okkur frá þeirri umræðu og ég held að það hafi tekist ágætlega. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 59 orð

Chilavert brýtur ísinn

JOSE Luis Chilavert, landsliðsmarkvörður Paragvæ í knattspyrnu sem gerði garðinn frægan í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi, gerði fyrsta mark sitt á nýhöfnu keppnistímabili í Argentínu um helgina. Chilavert er vítaskytta liðs síns, Velez Sarsfield, og aukaspyrnusérfræðingur. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 101 orð

Danir tilbúnir í slaginn

DANMÖRK sækir Hvíta-Rússland heim annan laugardag í fyrstu umferð Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og hefur Bo Johansson, landsliðsþjálfari Dana, tilkynnt 18 manna hóp sinn en í honum eru eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Peter Schmeichel (Manchester United), Mogens Krogh (Bröndby). Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 185 orð

Dómarinn var að fara mannavillt

Leiftursmenn, með markvörðinn Jens Martin Knudsen í fararbroddi, virtust eiga eitthvað vantalað við Kristin Jakobsson dómara er hann dæmdi vítaspyrnu á Pál Guðmundsson fyrir að verja skot Ívars Ingimarssonar með hendi á marklínu, en þeir voru ekki að mótmæla dómnum. "Dómarinn var að fara mannavillt og var í þann mund að gefa John Nielsen rauða spjaldið. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 819 orð

Dramatíkin sveif yfir vötnunum

Bikarúrslitaleikir eru oftar en ekki svolítið sérstakir. Annars vegar gleði, hins vegar sorg. Barátta og dramatík. Óvænt og afdrifarík atvik. Steinþór Guðbjartsson sá allt þetta í bikarúrslitaleik ÍBV og Leifturs á Laugardalsvelli í fyrradag og meira til. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 114 orð

"Drógum þetta í land með Herjólfi"

Gunnar Eyjamarkvörður Sigurðsson mátti sjá á eftir knettinum milli fóta sér í fyrra þegar Keflvíkingar jöfnuðu metin á elleftu stundu og tryggðu sér þannig aukaleik. Hann varði geysivel gegn Leiftri og sagði ótrúlegan mun á því að vera í sigurliði eða tapliði. "Við drógum þetta í land með Herjólfi," sagði markvörðurinn. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 206 orð

Enginn galdur

Guðrún Arnardóttir, Ármanni, sigraði í öllum einstaklingsgreinum sem hún tók þátt í; 100 m hlaupi, 400 m grindahlaupi og þrístökki á föstudag auk 200 m hlaups, 100 m grindahlaupi og langstökki á laugardag. "Ég átti von á því að sigra í öllum hlaupagreinunum, en ekki í stökkunum," sagði Guðrún. "Ég hef bara svo gaman af því að breyta til. Leikgleðin hefur líka mikið að segja. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 475 orð

Engin skömm að tapa fyrir besta liði landsins

"ÞAÐ er sárt, Leifturs vegna, að við skyldum ekki ljúka verkinu. Við áttum möguleika á því í byrjun leiks, en síðan vorum við óheppnir að missa mann útaf. En þegar á heildina er litið getum við borið höfuðið hátt. Það er engin skömm að tapa fyrir besta liði landsins. Eyjamenn léku ef til vill besta leik sinn í sumar. Við gáfumst samt ekki upp þótt á brattann væri að sækja. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 191 orð

Ég sló bara...

ÉG STÓÐ á línunni þegar skotið kom. Boltinn var á leiðinni í markið fyrir ofan höfuðið á mér og ég náði ekki að skalla hann. Ég sló bara í hann. Það voru ósjálfráð viðbrögð. Það er hræðilegt að lenda í þessu, en þetta var réttur dómur ­ því miður," sagði Páll Guðmundsson um atvikið sem varð til þess að Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 297 orð

Fimm Íslendingar í sama leiknum í Noregi

Það voru hvorki fleiri né færri en fimm Íslendingar sem hófu leikinn er Viking og Lilleström mættust í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Lilleström náði óvænt að leggja Viking að velli, 1:0. Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson voru bestu menn liðsins. Heiðar fór reyndar af velli 24 mín. fyrir leikslok lítillega meiddur. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 833 orð

Gullit hefur um nóg að hugsa

MICHAEL Owen var enn einu sinni óstöðvandi þegar Liverpool sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Táningurinn fór á kostum og gerði þrjú mörk í fjórum fyrstu skotum sínum í fyrri hálfleik. Tékkinn Patrik Berger gerði fjórða markið áður en flautað var til hálfleiks. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 182 orð

Gunnlaugur leigður til Kongsvinger

SKAGAMAÐURINN Gunnlaugur Jónsson hefur verið leigður frá sænska knattspyrnuliðinu Örebro til norska úrvalsdeildarliðsins Kongsvinger út tímabilið. Gunnlaugur heldur til Noregs í dag og tekur líklega þátt í næsta leik liðsins, sem er gegn meisturunum Rosenborg, eftir viku. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 356 orð

Hefðum með smá heppni...

Andri Marteinsson, fyrirliði Leifturs, segir að með eilítilli heppni hefði liði sínu tekist að knýja fram framlengingu ­ jafnvel gott betur en það. "Við byrjuðum betur og fengum færi og það er auðvitað ljóst að leikurinn hefði þróast á annan veg ef við hefðum skorað úr einhverju þeirra. Við hefðum í það minnsta ekki tapað 2:0. Við vorum ívið sterkari þangað til um miðbik fyrri hálfleiks. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 324 orð

Hill færði Jordan jómfrúr- sigur

Heift og árekstrar kunna að hafa einkennt Belgíukappaksturinn um helgina, en sigur Bretans Damons Hill á Jordan-bíl var engin tilviljun. Náði hann fjórða besta tíma á æfingum á föstudag, þriðja besta í tímatökum á laugardag og hann náði svo forystu í upphafi keppni á sunnudag með glæsilegum akstri. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 128 orð

Hraðmót Vals

Keflvíkingar sigruðu í mótinu, sem haldið var í Valsheimilinu að Hlíðarenda frá fimmtudegi til sunnudags. Leikir í riðlakeppni voru 2×12 mínútur án leikhléa, en úrslitaleikurinn var 2×18 mínútur með einu leikhléi. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 20 orð

ÍBV

ÍBV EYJAMENN eru stoltir af knattspyrnuliði sínu og segja að það leiki undir nafni ­ ÍBV, eða ÍSLANDS- og BIKARMEISTARAR VESTMANNAEYJA. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 166 orð

ÍBV - Leiftur2:0

Laugardalsvöllur, úrslitaleikur Coca-Cola bikarkeppninnar í knattspyrnu, sunnudaginn 30. ágúst 1998. Aðstæður: Suðaustan gola, mikil úrkoma fyrir leik og þétt rigning á köflum meðan á viðureigninni stóð. Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhannesson (vsp. 35.), Hlynur Jóhannesson (69.). Markskot: ÍBV 23 - Leiftur 9. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 28 orð

Í kvöld Knattspyrna

Knattspyrna Efsta deild karla, Landssímadeildin: Keflavík:Keflavík - Grindavík 18 Valsvöllur:Valur - ÍR18 Laugardalsv.:Þróttur - KR20 3. deild karla, undanúrslit: Ármannsv.:Léttir - Leiknir F.17.30 Höfn:Sindri - Hvöt17. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 524 orð

ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði

SVEIT FH sigraði enn og aftur í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, sem fram fór á Laugardalsvelli á föstudag og laugardag í leiðindaveðri. Hafnfirðingar hafa því sigrað í heildarstigakeppninni fimm ár í röð, en til sanns vegar má færa að þeir hafi fengið meiri keppni þetta árið en þeir eru vanir. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 171 orð

Landssíminn styrkir Jón Arnar

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Tindastóli, verður styrktur af Landssímanum fram yfir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að styrkurinn sé veittur Jóni "í þeim tilgangi að gera honum kleift að einbeita sér að æfingum og keppni". Þar segir jafnframt: "Reikna má með að heildarverðmæti samningsins fyrir Jón Arnar nemi a.m.k. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 580 orð

Lét bara vaða með hægri

EYJAMENN eru nýkrýndir bikarmeistarar í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Leiftursmönnum á sunnudag. Eyjabræðurnir Steingrímur og Hjalti Jóhannessynir sáu um markaskorun fyrir bikarmeistarana, gerðu sitt markið hvor, Steingrímur úr víti í fyrri hálfleik en Hjalti í þeim seinni eftir magnaðan einleik. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 212 orð

Loksins ­ tókst í þriðju tilraun

Loksins tókst það," sagði markahrókurinn Steingrímur Jóhannesson, sem gerði fyrra mark Eyjamanna úr vítaspyrnu eftir að Leiftursmaðurinn Páll Guðmundsson hafði varið með hendi á marklínu. "Þetta er frábær tilfinning, en leikurinn var erfiður. Sigur okkar var hins vegar fyllilega sanngjarn. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 109 orð

Marksæknir bræður

BRÆÐURNIR Hjalti og Steingrímur Jóhannessynir tryggðu Eyjamönnum sigur í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu, er þeir skoruðu mörk þeirra gegn Leiftri, 2:0. Aðeins einu sinni áður hafa bræður skorað í bikarúrslitaleik ­ það voru Atli og Jóhannes Eðvaldssynir sem skoruðu fyrir Valsmenn er þeir lögðu Skagamenn að velli 1974, 4:1. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 278 orð

Nýliðarnir skelltu PSG

Lorient fagnaði fyrsta sigri sínum í frönsku deildinni um helgina, vann Párís St Germain 2:1 á útivelli. Ítalinn Marco Simone skoraði fyrir heimamenn út vítaspyrnu þegar 10 mínútur voru af leik en Ousmane Souma og leikstjórnandinn Stephane Pedron svöruðu fyrir gestina. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 75 orð

Nýliðar unnu síðast 1969

ÞAÐ þarf að leita allt til ársins 1969 til að finna að lið sem lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik hafi fagnað sigri. Það var Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) sem vann það afrek, með því að leggja Skagamenn að velli. Þrjú önnur lið hafa unnið fyrsta bikarúrslitaleik sinn ­ KR 1960, Valur 1965 og ÍBV 1968. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 272 orð

Nýliðar verða að hafa reynslu

Lothar Matth¨aus, miðvörður Bayern M¨unchen og fyrrverandi miðvörður þýska landsliðsins í knattspyrnu, gagnrýndi landsliðsþjálfarann Berti Vogts í blaðaviðtali fyrir helgi fyrir að velja menn með litla reynslu í landsliðshópinn. "Það kemur á óvart að menn sem hafa ekki einu sinni leikið 20 leiki í deildinni skuli vera í hópnum," sagði Matth¨aus við þýska blaðið TZ. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 49 orð

Páll sá fjórði til að sjá rautt

PÁLL Guðmundsson er fjórði leikmaðurinn sem hefur fengið að sjá rauða spjaldið í bikarúrslitaleik og fyrsti "óbreytti" leikmaðurinn. Áður hafa þrír fyrirliðar fengið að sjá rauða spjaldið. Hlynur Stefánsson, ÍBV, í fyrra, Sigurður Lárusson, ÍA, 1983, og Ólafur H. Kristjánsson, fyrirliði FH, 1991. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 46 orð

Pétur með sigurmark Hammarby

HAMMARBY hefur þriggja stiga forystu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 0:1 sigur á Elfsborg í gærkvöldi. Fyrirliðinn Pétur Marteinsson gerði eina mark Hammarby úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Malmö vann Öster 2:0 og AIK frá Stokkhólmi og Helsingborg gerðu 1:1 jafntefli. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 238 orð

Rijkaard þjálfar landslið Hollands

Frank Rijkaard var ráðinn landsliðsþjálfari Hollands í knattspyrnu í gær. Rijkaard, sem er 35 ára, var einn þriggja aðstoðarmanna Guus Hiddinks, þáverandi þjálfara, sem er farinn til Real Madrid á Spáni, í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi í sumar. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 206 orð

Sigurður ekki með gegn Frökkum

Sigurður Jónsson spilar ekki með Íslandi í Evrópuleiknum á móti Frakklandi á laugardag. Tognun í lærvöðva hefur verið að angra miðvörðinn og ljóst er að hann þarf lengri tíma í endurhæfingu en vonast var til. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 20 orð

Spánn

Spánn Real Madrid - Villareal4:1 Raul Gonzalez 2 (34., 67.), Pedrag Mijatovic (50)., Savio Bertolini (59.) - Gheorghe Craioveanu (4.). Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 185 orð

Steingrímur tognaði

MARKAHRÓKURINN Steingrímur Jóhannesson tognaði á læri í bikarúrslitaleiknum gegn Leiftri og varð að fara af velli skömmu fyrir leikslok. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar ÍBV, verður Steingrímur að taka því rólega næstu daga, og óvíst er hvort hann getur tekið þátt í leik liðsins gegn Fram eftir viku. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 392 orð

Sterkari og áttum sigurinn skilinn

"NÚ er gaman og það á eflaust eftir að verða enn skemmtilegra þegar líður á kvöldið," sagði fyrirliði nýkrýndra bikarmeistara, Hlynur Stefánsson. "Við búum að reynslu eftir að hafa leikið til úrslita síðustu ár og ráðum því betur við þá miklu spennu sem skapast í svo mikilvægum leik. Við náðum að ýta spennunni frá okkur og þess vegna tókst okkur að ná góðum leik. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 471 orð

STÍFNI »Stuðla á að því aðfjölmiðlar geti sýntog sagt frá atburðum

Það var búið að byggja upp mikla stemmningu fyrir stærsta leikinn í íslenskri knattspyrnu ár hvert ­ bikarúrslitaleik KSÍ. Mikið var rætt og ritað um leik ÍBV og Leifturs í fjölmiðlum. Stemmningin var mjög góð í herbúðum stuðningsmanna liðanna, sem voru komnir til Reykjavíkur daginn fyrir leikinn og þá komu þeir saman á leikdegi til að hita upp fyrir slaginn. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 189 orð

Sætasti sigurinn

NEI, við hræddumst ekki ÍR- ingana," sagði Sveinn Þórarinsson, FH, er hann var spurður um vaxandi styrk helstu keppinauta Hafnfirðinganna. "Við vissum mætavel að þeir kæmu sterkir til leiks og sáum að sveitin var mjög sterk "á pappírnum". Okkur tókst aftur á móti ætlunarverkið. Allt gekk eftir og úrslitin sýna að við erum besta liðið um þessar mundir," sagði Sveinn. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 718 orð

Taugastríð McLaren og Ferrari í algleymingi

BELGÍUKAPPAKSTURINN var býsna reyfarakenndur og í aðalhlutverkum voru ökuþórar liðanna McLaren og Ferrari, sem bítast um heimsmeistaratitlana tvo; ökuþóra annars vegar og bílsmiða hins vegar. Vegna sóknar Ferrari var stigakeppnin að nálgast suðumark. Og vegna óvæntra atvika í keppninni leit um tíma út fyrir að Michael Schumacher færi með sigur af hólmi í 600. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 437 orð

Tíu leikmenn Kiev í landsliðshópi Úkraínu

Tíu leikmenn Dynamo Kiev eru í 25 manna landsliðshópi Úkraínu sem tekur á móti Rússlandi í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á laugardag en þjóðirnar eru í riðli með Íslandi. Um er að ræða fyrsta landsleik Úkraínu og Rússlands í knattspyrnu. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 40 orð

Tveir Eyjamenn bikarmeistarar á ný

TVEIR leikmenn Eyjaliðsins urðu bikarmeistarar í annað skipti ­ Steinar Guðgeirsson og Zoran Miljkovic. Steinar fagnaði bikarmeistaratitli með Fram 1989 er liðið vann KR 3:1. Zoran varð bikarmeistari með Skagamönnum 1996 er þeir unnu Eyjamenn 2:1. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 298 orð

Tvær í hjólastól frá Úkraínu

Landsliðskonurnar Sigríður F. Pálsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir úr KR meiddust í landsleik Úkraínu og Íslands í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar á sunnudag og voru í hjólastól þegar íslenski hópurinn beið á flugvellinum í Vín eftir flugi til Kaupmannahafnar. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 78 orð

Úkraína - Ísland0:1

Kiev, riðlakeppni heimsmeistarakeppni kvennalandsliða í knattspyrnu, sunnudaginn 30. ágúst 1998. Mark Úkraínu: 16 mín. Gult spjald: Ásthildur Helgadóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (verður í banni í næsta leik). Ísland: Sigríður F. Pálsdóttir (Þóra Helgadóttir 35. Meira
1. september 1998 | Íþróttir | 81 orð

Víkingar töpuðu fyrir Belgum

VÍKINGUR tapaði fyrir belgíska liðinu Ett Centre Manage í Evrópukeppni meistaraliða í borðtennis á laugardag, 4:1. Stig Víkings kom frá Guðmundi Stephensen, sem lagði Henrik Piechowski, 21:14 og 21:13, en úrslit annarra leikja urðu þannig: Kristján Jónasson tapaði fyrir Oleg Dantohenko, 21:14 og 21:12; Markús Árnason varð að játa sig sigraðan fyrir Sibastien Massart, Meira

Fasteignablað

1. september 1998 | Fasteignablað | 32 orð

Fyrirferðarlítil sólstofa

Fyrirferðarlítil sólstofa FÓLKIÐ sem lét hanna þessa sólstofu vildi sem minnst spilla útliti hússins. Þess vegna lét það grafa gólfið í sólstofunni dálítið niður og hafði sólstofuna síðan sem eðlilegt framhald af þakinu. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 26 orð

Gamaldags blóm

Gamaldags blóm EINU sinni voru pelargóníublóm í hverjum glugga, a.m.k. hjá öllum myndarlegum húsmæðrum. Þessi siður er nú mikið til aflagður en kannski var hann ekki slæmur. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 260 orð

Glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi

HÓLL í Reykjavík er með til sölu einbýlishús á Arnarnesi, að Súlunesi 24. Þetta hús er 306 fermetrar, byggt 1990 og er hannað af Vífli Magnússyni. Það er steinsteypt og er með tvöföldum innbyggðum bílskúr, 40 fermetrar að stærð. Einstaklingsíbúð er á neðri hæð hússins. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 150 orð

Góð og falleg íbúð

HÚSVANGUR er nú með til sölu þriggja herbergja íbúð að Kambsvegi 16 í Reykjavík. Fimm íbúðir eru í húsinu sem var byggt árið 1980. Íbúðinni fylgir bílskúr 25 fermetrar að stærð með hita, vatni og rafmagni. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 45 orð

Leigir út steypumót

LEIGA á steypumótum er ný þjónusta sem Formaco ehf. býður nú í samvinnu við austurrískan aðila. Þá býður fyrirtækið þá þjónustu að hanna fyrir byggingaraðila í tölvu fyrirkomulag steypumótanna. Geta menn þá komið með teikningar sínar og fengið mótin hönnuð. / 2 Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 199 orð

Leigja steypumót og hanna í tölvum

FORMACO ehf. í Reykjavík, sem flytur ýmiss konar vörur fyrir byggingariðnað, býður upp á leigu á steypumótum og býðst jafnframt til að hanna fyrirkomulag mótanna í tölvu fyrir þá sem standa í byggingaframkvæmdum. Er þá hægt að koma með teikningu og sjá starfsmenn Formaco um hönnunina, sem flýtt getur fyrir. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 121 orð

Lítið einbýlishús við Laugaveg

LÍTIÐ einbýlishús við Laugaveg 27 í Reykjavík er til sölu hjá fasteignasölunni Miðborg. Þetta hús er byggt árið 1912, forskalað timburhús, 60 fermetrar að stærð. "Komið er inn á fyrstu hæð sem er eitt herbergi öll hæðin og er eldhúskrókur í einu horni þess," sagði Örlygur Smári hjá Miðborg. "Upp í ris er gengið upp stiga, þar uppi er svefnloft með máluðu timburgólfi. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 49 orð

Margs konar einbýli

MIKIÐ er um einbýlishús til sölu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir, af ýmsum gerðum og stærðum. Um er að ræða gömul og lítil hús við miðborgina og stór hús í úthverfum og nágrannabæjum, jafnvel með tveimur íbúðum, eins og til dæmis er nú á Arnarnesi. /28 Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 181 orð

Nýlegt raðhús við Geithamra

RAÐHÚS við Geithamra í Reykjavík er til sölu hjá Valhöll en þar er um að ræða 136 fermetra hús ásamt 28 fermetra bílskúr í Hamrahverfi í Grafarvogi. Það var byggt árið 1986. Afgirt sameiginleg lóð umlykur húsin 8 sem í lengjunni eru. Þar er að finna leik- og gróðurreiti ásamt gestabílastæðum. Húsinu fylgja þrjú bílastæði. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 249 orð

Salahverfi í Kópavogi að mótast

NÝTT hverfi, Salahverfi, er óðum að mótast í Kópavogi en það liggur suðaustan Lindahverfis og að mörkum Reykjavíkur við Seljahverfi. Deiliskipulagi fyrir fyrri hluta hverfisins er lokið og framkvæmdir hafnar á fyrsta reit þess. Nú er verið að auglýsa reiti 3, 5 og 6. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 116 orð

Snoturt einbýlishús í miðbænum

LÍTIL einbýlishús eru vinsæll búsetukostur, nú er eitt slíkt til sölu hjá Kjöreign. Húsið er að Nýlendugötu 23 í Reykjavík. Þetta er timburhús, 102 ára, byggt árið 1896. Það er skráð 107,3 fermetrar auk geymsluskúrs sem er 14,2 fermetrar. Það er á tveimur hæðum og hefur verið endurnýjað. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 268 orð

Stöðugleiki í fasteignaverði á Akureyri

VERÐ fasteigna á Akureyri hefur mikið til staðið í stað þegar tekið er saman meðalverð fyrir mánuðina janúar til júní á þessu ári annars vegar og hins vegar tólf mánaða tímabil frá júlí í fyrra til júní í ár. Má sem dæmi nefna að meðalfermetraverð íbúða í fjölbýli var á lengra tímabilinu 68.394 en á sex mánaða tímabilinu 68.573 kr. Meira
1. september 1998 | Fasteignablað | 1083 orð

Tillögur að deiliskipulagi næsta áfanga tilbúnar

SALIR er nýjasta íbúðahverfið í Kópavogi en deiliskipulagi er lokið fyrir um helming hverfisins og framkvæmdir hafnar á fyrsta reit þess í Blásölum en þeim reit var úthlutað til byggingafyrirtækis sem sá um skipulag hans. Meira

Úr verinu

1. september 1998 | Úr verinu | 421 orð

Fyrsta uppboðið er í dag

KVÓTAÞING tekur til starfa í dag, nú við upphaf nýs fiskveiðiárs og verður fyrsta uppboðið klukkan 15:30. Stjórnarformaður Kvótaþings segir ómögulegt að segja til um við hverju megi búast fyrsta uppboðsdaginn. Meira
1. september 1998 | Úr verinu | 157 orð

Ræða áhrif hrefnuveiða fyrr og nú

ÁTTUNDI aðalfundur Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) verður settur í Ósló í Noregi í dag. Aðild að NAMMCO eiga Íslendingar, Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar en auk þeirra munu stjórnvöld í Kanada, Rússlandi, Danmörku og Japan eiga áheyrnarfulltrúa á fundinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.