Greinar sunnudaginn 6. september 1998

Forsíða

6. september 1998 | Forsíða | 207 orð

Auka herumsvif við landamærin

ÍRANAR sögðust í gær hafa fullan rétt á því að grípa til allra tiltækra ráða gegn Talebönum, sem fara með stjórn í Afganistan, en Íranir saka þá um að halda írönskum diplómötum í gíslingu. Sagði ríkisútvarpið í Íran að stjórnvöld í Teheran hefðu gert öryggisráði Sameinuðu þjóðanna grein fyrir stöðu mála og að nú hefðu Íranar, í samræmi við sáttmála S.Þ. Meira
6. september 1998 | Forsíða | 174 orð

Fórnarlömbum Omagh-tilræðisins fjölgar

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lauk í gær heimsókn sinni til Írlands og hélt heim á leið þar sem búast má við að miklir erfiðleikar bíði forsetans. Sagði fréttamaður Sky í gær að ef marka mætti orðróm um innihald væntanlegrar skýrslu Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara, Meira
6. september 1998 | Forsíða | 224 orð

Hjólið of dýrt fyrir svartan mann?

GÍNEUBÚI, sem búsettur er í Osló, segist hættur að nota reiðhjólið sitt eftir að norska lögreglan stöðvaði hann í sautjánda skipti á þremur vikum vegna gruns um þjófnað. "Þetta eru kynþáttafordómar. Svartur maður hefur greinilega ekki rétt á að eiga dýrt reiðhjól í Osló," sagði Mouctar Doumbouya, sem er 26 ára, á föstudag. Meira
6. september 1998 | Forsíða | 171 orð

Schröder segir Kohl í sömu stöðu og Jeltsín

GERHARD Schröder, kanslaraefni Jafnaðarmanna í Þýskalandi fyrir komandi þingkosningarnar, sagði í gær að pólitísk staða Helmuts Kohls kanslara væri jafn erfið og staða Boris Jeltsíns Rússlandsforseta, en kröfur um afsögn Jeltsíns hafa gerst háværar á síðustu vikum, og sagði Schröder að Kohl myndi tapa kosningunum vegna þess að jafnvel stuðningsmenn hans hefðu misst trúna á kanslarann. Meira
6. september 1998 | Forsíða | 66 orð

Þak kirkjunnar gaf sig

TUTTUGU og tveir fórust og að minnsta kosti 477 særðust þegar þak á kirkju nærri Sao Paulo í Brasilíu gaf sig í gær og féll á um 1500 kirkjugesti. Atburðurinn átti sér stað í Osasco, sem er eitt úthverfa Sao Paulo, og að sögn lækna gæti tala látinna átt eftir að hækka því 13 hinna særðu eru taldir í lífshættu. Meira

Fréttir

6. september 1998 | Innlendar fréttir | 699 orð

Allir lögreglumenn geta fengið áfall

SÍÐUSTU tíu árin hefur geðheilsu þeirra sem vinna við störf í neyðarþjónustu verið sýnd æ meiri athygli og aukinn skilningur. Þeir sem vinna við lögreglustörf, slökkvistörf, sjúkraflutninga, heilsugæslu og fleira mega dag hvern búast við því að horfa upp á aðstæður, sem venjulegu fólki þætti um megn. Meira
6. september 1998 | Erlendar fréttir | 1582 orð

Alþjóðleg keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á Kollsteypur undanfarinna vikna í helztu kauphöllum Vesturlanda í kjölfar

Er ótti um að efnahagshrunið í Rússlandi og Asíu leiði til heimskreppu ástæðulaus? Alþjóðleg keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Atkvöld hjá Helli á mánudag

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöldum mánudaginn 7. september. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

INNRITUN í barnakór Fríkirkjunnar fer fram dagana 8., 9. og 10. september kl. 15­18. Kórinn starfar í tveimur deildum: Yngri deild 8 og 9 ára á mánudögum kl. 17.15­18 og eldri deild á mánudögum og fimmtudögum kl. 16­17. Stjórnandi kórsins er Sigríður Ása Sigurðardóttir og fyrsta æfing vetrarins verður mánudaginn 14. september. Meira
6. september 1998 | Erlendar fréttir | 410 orð

Clinton í Moskvu

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Moskvu í vikunni. Hann ítrekaði á fundum með Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og leiðtogum stjórnarandstöðunnar að Rússar þyrftu að halda áfram umbótaveginn, ekki aðeins til að tryggja sér áframhaldandi stuðning vesturveldanna, heldur einnig einfaldlega af því að það væri rétta leiðin fram á við fyrir Rússland. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 359 orð

Dæmi um að deildum hafi verið lokað

ERFIÐLEGA hefur gengið að manna stöður leikskólakennara á leikskólum Reykjavíkurborgar að undanförnu og að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Dagvistar barna, hafa viðbrögð við atvinnuauglýsingum Dagvistar barna verið lítil. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 658 orð

Eftirlit taldi eldvörnum ábótavant

ELDVÖRNUM er ábótavant í íbúðarhúsinu við Vatnsstíg 11, sem kviknaði tvisvar í í fyrrinótt, að sögn Bjarna Kjartanssonar, umsjónarmanns eldvarnaeftirlits Reykjavíkurborgar, sem er deild innan Slökkviliðsins. Gerð var athugasemd þar að lútandi fyrir skömmu en Bjarni segir að ekki hafi verið talið að bráð hætta stafaði af ágöllum á eldvörnum, annars hefði þess verið krafist að húsnæðinu yrði lokað. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Geirfuglarnir á Kaffi Reykjavík

HLJÓMSVEITIN Geirfuglarnir leika fyrir gesti Kaffi Reykjavíkur sunnudaginn 6. september frá kl. 22.30. Í tilkynningu segir að Geirfuglarnir hafi vakið athygli tónlistarunnenda en þeir leiki lög úr öllum áttum og sé tónlist þeirra í alls konar takti t.d. polka, vals, zyrtaki, rúmba, rokk og ska. Í sumar gáfu þeir út geisladiskinn Drit sem inniheldur 16 frumsamin lög. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Gunnar Birgisson gefur kost á sér í fyrsta sæti

GUNNAR Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi, sem halda á í haust, vegna alþingiskosninganna. "Ég er búinn að taka ákvörðun um að gefa kost á mér í fyrsta sætið og tel mig geta unnið Reykjaneskjördæmi gagn á svipaðan hátt og ég hef gert í bæjarmálunum í Kópavogi, Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Hagstæðara gengi fyrir starfsmenn

HLUTAFÉ í Tryggingamiðstöðinni hf. að nafnvirði tæplega fjórar milljónir króna verður boðið út í vikunni. Verður starfsmönnum auk maka boðið að kaupa 10 þúsund króna hlut að hámarki, á genginu 14 en almennt útboðsgengi á 15 þúsund króna hámarkshlut að nafnverði verður 25. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Heimsækja Keiko í Bandaríkjunum

TVEIMUR börnum frá Vestmannaeyjum og tveimur frá Eskifirði hefur verið boðið að heimsækja Keiko í Bandaríkjunum áður en hann verður fluttur þaðan til Eyja. Halda þau áleiðis þangað í dag. Vestmannaeyingarnir heita Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, nemandi í Hamraskóla, og Ríkharður Atlason sem er í Barnaskóla Vestmannaeyja og eru þau bæði ellefu ára. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 319 orð

Hæsta seiðavísitala þorsks

SEIÐAVÍSITALA þorsks samkvæmt mælingum í árlegum seiðarannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar reyndist sú hæsta síðan mælingar hófust árið 1970. Seiðavísitala ýsu var sú þriðja hæsta síðan mælingar hófust en vísitala loðnuseiða var nokkuð undir meðallagi, en seiðin voru vel á sig komin. 2,76% lækkun úrvalsvísitölu Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kynning á vetrarstarfsemi í Gjábakka og Gullsmára

Í BYRJUN september verður kynnt fyrirhuguð vetrarstarfsemi í félagsheimilum eldri borgara í Kópavogi. Í Gullsmára verður kynningin þriðjudaginn 8. september. Í Gjábakka verður kynning miðvikudaginn 9. september og fimmtudaginn 10. september. Fyrri daginn verður almenn kynning en síðari daginn verða kynnt námskeið. Allar þessar kynningar hefjast kl. 14. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Landsbankinn hyggst opna fjarvinnsluútibú

LANDSBANKI Íslands hf. á nú í viðræðum við Íslandspóst hf. um opnun lítilla fjarvinnsluútibúa á nokkrum stöðum þar sem bankinn hefur ekki afgreiðslu nú. Þessi tölvuvæddu útibú verða í húsnæði Íslandspósts og byggjast að miklu leyti á sjálfsafgreiðslu viðskiptavina bankans. Að sögn Halldórs J. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Mikil samgöngubót

MÝVETNINGAR fögnuðu því á föstudag að lokið er við að leggja bundið slitlag á veginn kringum Mývatn. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri sagði að langþráður draumur væri nú orðinn að veruleika og þessi framkvæmd bætti mjög samgöngur innan sveitar. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 469 orð

Norðurlandameistarar í ökuleikni

Vagnstjórar frá SVR slógu í gegn í Svíþjóð Norðurlandameistarar í ökuleikni HIN árlega aksturskeppni norrænna vagnstjóra í ökuleikni á strætisvögnum fór fram 22. ágúst sl. Að þessu sinni var keppt á umráðasvæði Scania í Södertälje í Svíþjóð. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Rafmagnslaust í Vesturbænum

RAFMAGN fór af nokkrum hluta gamla Vesturbæjarins í Reykjavík í gærmorgun. Lengst varði rafmagnsleysið í nærri hálfan annan tíma. Bilun varð í háspennustreng á Grandavegi en hægt var að tengja framhjá honum meðan gert verður við. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

Samið við Grundfirðinga og trillukarla

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur á síðustu dögum gert tvo rammasamninga um kaup á fiski í beinum viðskiptum. Gerður var samningur til eins kvótaárs um kaup á fiski af Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði en það fyrirtæki gerir út togarann Hring SH. FH og G. Run hafa áður átt ánægjuleg viðskipti m.a. hefur G. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Stórt jökulhlaup úr Drangajökli í Kaldalón

STAÐKUNNUGIR hafa uppgötvað merki um að stórt jökulhlaup hafi komið fram úr Drangajökli í Kaldalón nýlega og að sögn Indriða Aðalsteinssonar, bónda á Skjaldfönn, eru ekki til frásagnir af slíku hlaupi úr Drangajökli áður. Meira
6. september 1998 | Erlendar fréttir | 1991 orð

Svíar velta vöngum yfir valkostum Sænskir stjórnmálamenn hafa í sumar verið á ferðalögum um landið að kynna stefnu flokka sinna

SVÍAR kjósa sér nýtt þing og fulltrúa í héraða- og sveitarstjórnir þann 20. september og hefur fylgi flokkanna sveiflast töluvert í skoðanakönnunum undanfarið, einkum fylgi jafnaðarmanna. Styrkur flokksins fór lengi vel vaxandi í könnunum og mældist hann með tæplega 40% fylgi nú í byrjun sumars. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Tíunda starfsár Dansskóla Jóns Péturs og Köru

DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru hefur nú í haust sitt tíunda starfsár. Hjá skólanum er sem fyrr boðið upp á barnadansa, samkvæmisdansa, gömlu dansana og tjútt fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig verður boðið upp á námskeið í Grease dönsum fyrir börn og unglinga. Meira
6. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Vetrarstarfið kynnt í Árskógum

OPIÐ hús verður í Árskógum 4, Reykjavík, mánudaginn 7. september kl. 15 þar sem vetrarstarfið fyrir aldraða veturinn 1998­1999 verður kynnt. Fastir liðir verða eins og síðastliðinn vetur, s.s. félagsvist, bingó og frjáls spilamennska. Meira
6. september 1998 | Óflokkað efni | 163 orð

Þrælahald Amistad

Framleiðsla: Steven Spielberg, Debbie Allen og Collin Wilson. Leikstjórn: Steven Spielberg. Handrit: David Franzoni. Kvikmyndataka: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Anthony Hopkins, Djimon Hounsou og Morgan Freeman. 155 mín. Bandarísk. Dreamworks Home Entertainment, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira

Ritstjórnargreinar

6. september 1998 | Leiðarar | 1957 orð

AFRÍKA, EINKUM OG sér í lagi sá hluti álfunnar sem liggur sunnan Sahara,

AFRÍKA, EINKUM OG sér í lagi sá hluti álfunnar sem liggur sunnan Sahara, virðist gjarnan vettvangur eintómra vandamála; fréttir frá Afríku hafa aðallega fjallað um milliríkja- eða borgarastríð, kúgun og misrétti, hungursneyð og fátækt, umhverfisvanda og eyðileggingu. Sá, sem heimsækir Afríku, kemst hins vegar ekki hjá því að heillast af henni. Meira
6. september 1998 | Leiðarar | 819 orð

DÓMAR OG DÓMSTÓLAR

A THYGLISVERÐAR rökræður hafa farið fram hér í Morgunblaðinu í sumar um dóma og gagnrýni á dómstóla og þá ekki sízt Hæstarétt. Þessar umræður hafa fyrst og fremst snúizt um dómsniðurstöðu Hæstaréttar frá 22. maí sl. í skaðabótamáli. Niðurstaða Hæstaréttar var gagnrýnd af ýmsum lögmönnum í viðtölum við Morgunblaðið. Meira

Menning

6. september 1998 | Fólk í fréttum | 857 orð

Að blása sápukúlur

ÞAÐ ER eitthvað heillandi við leikhússportið. Eitthvað svo ómótstæðilega heillandi. Að koma saman og segja sögur - án allrar eigin ritskoðunar. Að eiga skilyrðislaust að segja það fyrsta sem kemur upp í hugann. Meira
6. september 1998 | Menningarlíf | 1005 orð

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

HOLTAVÖRÐUHEIÐI hefur hingað til hvorki þótt bjóða upp á búsældarlegar jarðir né frjósaman jarðveg. Freðmýrar eru ekki vænlegar til grænmetisræktar hvað þá að þar spretti ávextir. Hvað sem því líður eiga ávextir, grænmeti og ber sem verða á fjölum Óperunnar rætur að rekja norður á hrjóstruga heiðina. Meira
6. september 1998 | Fólk í fréttum | 1014 orð

Ástin er alltaf söm við sig

MAGNÚS Geir dregur upp hinn eina sanna spilastokk sem leikararnir Erlingur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir nota á sviðinu í Iðnó í leikritinu Rommí sem frumsýnt var á föstudaginn. Spilin eru orðin þvæld, því þau hafa þegar lent í ýmsu með persónunum Weller og Fonsíu sem kynnast á elliheimili og verða ástfangin. En jafnvel á efri árum er ástin ekki átakalaus. Meira
6. september 1998 | Menningarlíf | 645 orð

Ef grunnurinn er réttur er alltaf hægt að bæta við

MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 7. september verða tónleikar í Listasafni Kópavogs þar sem Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja lög úr ýmsum áttum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir er ung söngkona sem á að baki langt og mikið söngnám. Meira
6. september 1998 | Fólk í fréttum | 455 orð

Góð myndbönd

Metnaðarfull þroskasaga sem fær heillandi yfirbragð í leikstjórn Gus Van Sant. Samleikur Matt Damons og Robin Williams er potturinn og pannan í myndinni en sá síðarnefndi er stórkostlegur í hlutverki sínu. Meira
6. september 1998 | Menningarlíf | 437 orð

Hafið fágar steininn

EINS og steinn sem hafið fágar nefnist framhald minninga Guðbergs Bergssonar sem er meðal útgáfubóka Forlagsins í ár. Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar vakti mikla athygli í fyrra og hlaut Guðbergur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá bók. Þeir sem til þekkja segja að nýja bókin muni ekki síður þykja athyglisverð. Guðbergur lætur ekki þar við sitja hjá Forlaginu. Meira
6. september 1998 | Fólk í fréttum | 488 orð

Robin Nolan tríó spilar í beinni útsendingu

Á FÓGETANUM hefst menningarvika í kvöld með því að hið víðförla og vinsæla djasstríó Robin Nolans leikur þar, og verður tónleikunum útvarpað beint á Rás 2 frá kl. 22.10. Tríóið leikur um helgina norðan heiða en kemur aftur fram á Fógetanum þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Eftir það tekur íslenska tónlistarfólkið við og spilar þar þrjú næstu kvöld. Meira
6. september 1998 | Menningarlíf | 661 orð

Stærsta áskorunin að syngja fyrir sitt fólk

GUÐRÚN Jóhanna Jónsdóttir sópransöngkona heldur sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi í Hafnarborg annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. William Hancox leikur með á píanó. "Ég er mjög spennt en jafnframt kvíðin. Meira
6. september 1998 | Fólk í fréttum | 372 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð215.10 Browning þýðingin (The Browning Version, '94). Þeir Stöðvarmenn eru heldur ósparir á að endursýna þessa vel leiknu (Albert Finney og Greta Scacchi), mynd um tregablandið ævikvöld háskólarektors. Stöð216. Meira
6. september 1998 | Menningarlíf | 34 orð

Söngkonur í sumarskapi í Iðnó

4 KLASSÍSKAR, þær Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Margrét J. Pálmadóttir, flytja söngdagskrá sína, "Söngkonur í sumarskapi" í Iðnó þriðjudaginn 8. og miðvikudaginn 9. september kl. 20.30. Meira
6. september 1998 | Fólk í fréttum | 107 orð

Tyson enn brotlegur við lögin

MIKE Tyson var ákærður fyrir líkamsárás í vikunni og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. Richard Hardick, sem er fimmtugur og frá Frederick, Maryland, segir að komið hafi til átaka eftir að hann keyrði aftan á bíl hnefaleikameistarans fyrrverandi. Hardick segir að Tyson hafi sparkað í klofið á honum. Meira
6. september 1998 | Menningarlíf | 358 orð

Þrjú ný íslensk verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu

HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Hermóður og Háðvör frumsýnir þrjú ný leikrit leikárið 1998-99, öll íslensk, auk þess sem sýningum á Síðasta bænum í dalnum verður fram haldið frá síðasta vetri. Til þessa hefur Hafnarfjarðarleikhúsinu, af tæknilegum orsökum, ekki verið unnt að bjóða upp á meira en eina sýningu í húsinu á sama tíma en nú er fyrirhugað að þær verði allt að þrjár. Meira

Umræðan

6. september 1998 | Bréf til blaðsins | 737 orð

Svar til Eysteins Jónassonar

EYSTEINN Jónasson, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, tók áskorun minni frá 22. ágúst og útskyrði afstöðu Selfosskirkju varðandi tónlistarflutning í kirkjunni í Morgunblaðinu 28. ágúst. Kann ég honum þakkir fyrir. Það eru þó örfá atriði sem ég vil koma hér á framfæri: 1. Eysteinn saknar þess að vita ekki hver þáttur minn var í þessu brúðkaupi. Meira
6. september 1998 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Sveitarfélagið Skagafjörður (Skagafjörður svf.)

HIN nýju nöfn á stjórnsýslueiningum eru nú til umræðu þar eð örnefndanefnd hefur hafnað mörgum tilboðum sem stjórnir hinna nýju sveitarfélaga hafa gert um nöfn. Eitt þessara nafna er Skagafjörður og fyrir burtfluttan Skagfirðing, eins og undirritaðan, lítur það einkennilega út, ef Skagfirðingum verðu bannað að bæta enn einni merkingu inn í þetta orð. Meira

Minningargreinar

6. september 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Auður Magnúsdóttir

Í mínum huga var amma mín ekki bara amma heldur vinkona eins og vinkonur gerast bestar. Hún var íslensk valkyrja, skapmikil og viljasterk. Höfðingleg var gjafmildi hennar. Hún var tilfinningarík og blíð og síðast en ekki síst listamaður sem gat endalaust töfrað fram fallega hluti sem hún gaf í auðmýkt sinni til okkar allra. Hjá henni var öruggt skjól og frá henni fór enginn hungraður. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Auður Magnúsdóttir

Elsku amma mín. Ég kveð þig með miklum söknuði. Það var alltaf svo gott að koma til þín þegar ég var barn. Við áttum marga góða daga hjá þér og afa t.d. um jól þegar stórfjölskyldan kom saman. Samt naut ég enn betur stundanna þegar ég kom ein gangandi til þín og við töluðum saman og spiluðum á spil. Það var alltaf svo fínt hjá þér og fallegt og garðurinn fallegur. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Auður Magnúsdóttir

Amma er farin! Ég var spurð að því hvort ég vildi fá að sjá ömmu í síðasta sinn þegar ég kom heim frá Hollandi til að vera við jarðarförina. En það fyrsta sem kom í huga minn var: Nei! Því að það sem ég myndi sjá væri ekki amma. Hún amma er farin! Það er of seint að kveðja hana eða sjá hana. Hún er farin á þann stað þar sem aldrei þarf að kveðjast aftur. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR

AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR Auður Magnúsdóttir fæddist á Hvalskeri í Rauðasandshreppi í Patreksfirði. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 31. ágúst. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Fanney Guðmundsdóttir

Með söknuði kveð ég þig, elsku Fanney mín. Svo margs er að minnast á þessari stundu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér og þínu góða hjarta þegar mamma fór að vinna hjá Skýrr hf. Þið mamma urðuð strax góðar vinkonur. Þið höfðuð svo gaman af því að fara í búðir og skoða fallega hluti og þú, Fanney, hafðir svo gaman af því að gefa gjafir. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 313 orð

Fanney Guðmundsdóttir

Í dag kveðjum við með söknuði góða vinkonu okkar, Fanneyju Guðmundsdóttur. Við kynntumst Fanneyju er við störfuðum með henni hjá Skýrr hf. um nokkurra ára skeið. Fanney var sérlega skemmtilegur vinnufélagi með ríka kímnigáfu og sá oft spaugilegu hliðarnar á hinu daglega amstri. Samtarf okkar þróaðist fljótlega út í góða og einlæga vináttu og eigum við margar góðar minningar um hana. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR

FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR Fanney Guðmundsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. nóvember 1931. Hún lést á heimili sínu 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 4. september. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Guðmundur Jensson

Kveðja frá Bindindisfélagi ökumanna. Guðmundur Jensson, einn stofnenda Bindindisfélags ökumanna, er fallinn frá. Guðmundur var einn þeirra manna innan íslenskrar bindindishreyfingar sem beitti sér fyrir stofnun BFÖ árið 1953. Á þessum árum voru umferðaröryggismál ekki fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 386 orð

Guðmundur Jensson

Þegar hugsjónamaður á borð við Guðmund Jensson kveður verður oft óbætanlegt skarð fyrir skildi og að kynnast jafndrenglyndum og baráttufúsum manni er mikil hamingja og ávinningur. Hann fór alltof fljótt af lífsins sviði og það var erfitt að trúa fráfalli hans. Ég hafði verið með honum fyrir nokkrum vikum í vinahópi og eins á fundi í félagi okkar í Reglu Musterisriddara. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 303 orð

Guðmundur Jensson

Mig langar með fáeinum orðum að kveðja tengdaföður minn, Guðmund Jensson, en hann lést síðastliðinn sunnudag 30. ágúst eftir tiltölulega stutta en erfiða sjúkdómslegu. Þegar hugsað er til baka þessi 23 ár sem ég hef þekkt Guðmund verður manni skyndilega ljóst hvílíkur öðlingur hann var. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 491 orð

Guðmundur Jensson

Guðmundur Jensson, rafvélavirkjameistari og fyrrverandi yfirkennari, sem nú er kvaddur af vinum og vandamaönnum var sérlega elskulegur maður og einstakt prúðmenni í allri framgöngu. Gott var að leita til hans og alltaf var hann fús til að ráða fram úr vanda manns þegar til hans var leitað. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 335 orð

Guðmundur Jensson

"Svipul er sumartíð." Snorri Hjartarson Má það ekki undarlegt teljast að mér finnst eins og ég hafi misst ungan vin þegar af sviðinu hverfur rúmlega áttræður öldungur? Svo ungur var Guðmundur Jensson í anda, svo verkglaður og starfsfús, svo næmur á nýjungar þær sem til heilla horfa. Enginn var tryggari vinur en hann, enginn ráðsnjallari, enginn betri bróðir. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 331 orð

GUÐMUNDUR JENSSON

GUÐMUNDUR JENSSON Guðmundur Jensson fæddist í Bolungarvík hinn 3. júlí 1917. Hann lést í Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jens E. Níelsson, kennari, f. 7.4. 1888, d. 26.5. 1960 og Elín Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1894, d. 1.1. 1997. Bræður Guðmundar eru: 1) Skúli, lögfræðingur, f. 13.1. 1920. 2) Ólafur, verkfræðingur, f. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 133 orð

Halldór G. Jónsson

Halldór G. Jónsson Ævin liðin, furðu fljótt feigðar sniðinn hjúpur. Autt er sviðið, allt er hljótt aðeins friður djúpur. Grípa mein hið græna tré grefst hinn beini viður, brákast grein þó brotin sé, brotnar seinast niður. (Ásgrímur Kristinsson.) Elsku Dóri. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 161 orð

Halldór G. Jónsson

Hann Dóri frændi er dáinn. Hann var alltaf svo góður við okkur systkinin og minnumst við hans þegar hann kom gangandi til okkar í heimsókn og aldrei brást það að hann hefði eitthvað meðferðis í frakkavasanum til að gleðja okkur. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Halldór G. Jónsson

Elsku Dóri frændi. Fyrst kemur í huga minn hve góðhjartaður, velviljaður og glaður þú ætíð varst, máttir aldrei neitt aumt sjá, vildir öllum hjálpa og gefa. Það er margt sem kemur upp í huga minn. Ég man þig fyrst er ég var fjögurra til fimm ára og þú hafðir herbergi hjá foreldrum mínum á Reynimelnum, herbergið fullt af bókum og alltaf mátti ég fá þær lánaðar. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 130 orð

HALLDÓR G. JÓNSSON

HALLDÓR G. JÓNSSON Halldór Gunnar Jónsson fæddist 18. janúar 1905 á Skógi á Rauðasandi. Hann lést á öldrunarheimilinu Seljahlíð 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Runólfsson, f. 24. ágúst 1858, bóndi á Skógi, og Kristín Magnúsdóttir, f. 19.4. 1865, frá Saurbæ, á Rauðasandi. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 294 orð

Haukur Sigurðsson

Hinn 30. ágúst síðastliðinn andaðist bróðir minn, Haukur Sigurðsson, en hann hefði orðið áttræður í þessum mánuði. Haukur stundaði nám við Gagnfræðaskólann í Reykjavík og átti stærðfræði hug hans allan. Hann hugði að frekara námi við Verzlunarskóla Íslands, en af því varð ekki. Hann ákvað því á þrítugsaldri að halda til Kaupmannahafnar og nema gluggaútstillingar. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 212 orð

HAUKUR SIGURÐSSON

HAUKUR SIGURÐSSON Haukur Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 21. september 1918. Hann lést á Elliheimilinu Grund hinn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Kjartansson, kaupmaður, f. 8.4. 1889 að Melshúsum, Álftanesi, d. 1967, og Ástríður Jónsdóttir, f.18.4. 1893 á Þóroddsstöðum í Ölfusi, d. 1979. Systkini Hauks eru 1) Guðfinna, f. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 313 orð

Helga Guðrún Eiríksdóttir

Í dag hefði kær samstarfs- og vinkona átt afmæli, af því tilefni minnumst við hennar nú. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Ferðalag Helgu sem hún lagði upp í til Hollands hinn 3. júlí 1998 með íbúum og tveimur starfsmönnum héðan af Árvegi 8 Selfossi, tók allt í einu aðra stefnu en búist var við. Skyndilega var Helga farin. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 25 orð

HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR

HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR Helga Guðrún Eiríksdóttir var fædd 6. september 1940. Hún lést 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 22. júlí. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Helgi H. Haraldsson

Elsku langafi, nú ertu farinn og ég er enn að átta mig á því að við hittumst ekkert meir í þessu lífi. Það er ekki nema rétt vika síðan ég kvaddi þig því þú varst að fara til Reykjavíkur, þar sem þú fæddist, og hitta bræður þína, barnabörn og barnabarnabörn sem þar búa. Ekki grunaði okkur mömmu að þú myndir ekki snúa þaðan aftur. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 702 orð

Helgi H. Haraldsson

Þegar hinn slyngi sláttumaður reiðir til höggs þá biður maður sér ekki griða. Enginn fær staðist hann, ekki einu sinni gamlir erfiðisvinnumenn sem fæddust í fátækt, seigluðust í gegnum erfiðleika millistríðsáranna, harða lífsbaráttuna eftir seinni heimsstyrjöldina, léleg lífskjör og löng verkföll sjötta áratugarins, Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Helgi H. Haraldsson

Að minnast Helga frænda með nokkrum orðum er vel við hæfi. Ég er nokkuð viss um að hann hefði ekki verið neitt sérstaklega ánægður með að mörg orð væru notuð um það sem segja þyrfti. Hann var einn af þeim sem var aldrei með neinar málalengingar um hlutina, heill og sannur í gegn. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 294 orð

HELGI H. HARALDSSON

HELGI H. HARALDSSON Helgi H. Haraldsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1915. Hann lést í Landsspítalanum í Reykjavík 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson, prentari, f. 18.6. 1888, d. 9.9. 1977, og kona hans Halldóra Sveinbjörnsdóttir, f. 18.7. 1893, d. 30.4. 1931. Alls eignuðust þau hjón 10 börn en þrjú þeirra fæddust andvana. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Ingibjörg Guðlaug Þórðardóttir

Imba frænka mín var sjöunda í röð tólf barna afa míns og ömmu. Hún var alin upp vestur í Hnappadalssýslu og hélt tryggð við uppeldisstöðvarnar svo lengi sem hugur hennar var heill. Imba var alltaf í nálægð fjölskyldu minnar, jafnvel eftir að hún var flutt í annað hérað voru tengslin mikil. Imba kom vestur á vorin með litlu stelpuna sína, kom svo aftur á haustin til að sækja hana. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 95 orð

INGIBJöRG GUÐLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR

INGIBJöRG GUÐLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR Ingibjörg Guðlaug Þórðardóttir fæddist í Kolbeinsstaðahreppi 31. janúar 1920. Hún lést hinn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Árnason, f. 28.9. 1884, d. 27.3. 1961 og Sigurveig Davíðsdóttir, f. 4.12. 1886, d. 28.3. 1951, bændur á Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 60 orð

Sigríður Ragnarsdóttir

Sigríður Ragnarsdóttir Kveðja að heiman Svífur fyrir sjónum mínum sumarkvöld að Hrafnabjörgum. Glóey vafði geislum sínum glitfögrum að tindum mörgum. Faðmaði grundir, víkur, voga varmur blær á fögru kveldi. Festingin í björtum boga blikaði af töfraglóðar eldi. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Sigríður Ragnarsdóttir

Mikil einangrun, oft í sex til sjö mánuði á ári, og langir og harðir vetur án rafmagns eða annars sem telst til lágmarksþæginda, hafa sett svip á líf íbúanna á annesjum Arnarfjarðar fram á þennan dag. Móðursystir mín, Sigríður Ragnarsdóttir, var elst níu systkina. Fram undir miðja öldina var á fjórða tug fólks heimilisfast í Lokinhamradal, en upp frá því fór að fækka verulega í dalnum. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 332 orð

Sigríður Ragnarsdóttir

Elsku Sigga mín. Mér brá mikið þegar Bergþóra systir þín hringdi í mig og tilkynnti mér að þú værir látin. Ég trúði því varla í fyrstu, ekki fyrr en seinna um daginn þegar ég settist niður og fór að hugsa um þann tíma sem við áttum saman. Ég var fjórtán ára þegar ég lagði í þessa ævintýraför vestur á Firði til að dvelja hjá þér um sumarið. Ég kom um miðjan maí. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 400 orð

Sigríður Ragnarsdóttir

Sigríður Ragnarsdóttir bóndi var flutt í skyndi með þyrlu til Reykjavíkur og skorin upp vegna æxlis við heilann. "Það var krabbi," sagði hún þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið. Þar með var það útrætt og við fórum að tala um það sem okkur þótti skemmtilegra, lífið fyrir vestan, búskapinn og skepnurnar. Hún þyrfti að vera komin heim fyrir sauðburð. Þetta var um páska, nú er komið haust. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 993 orð

Sigríður Ragnarsdóttir

Sigríður Ragnarsdóttir var á margan hátt sérstök kona. Hún var mikill persónuleiki, hert af erfiðum kjörum og lífsbaráttu. Ægifagurt, hrikalegt og stórbrotið landslag Vestfjarða mótaði hana og hafði sterk áhrif eins og á alla, sem dveljast um lengri eða skemmri tíma í Lokinhamradal undir snarbröttum og háum fjöllum við þungan nið úthafsöldunnar. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 362 orð

SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR

SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR Sigríður Ragnarsdóttir fæddist á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal í Arnarfirði 13. september 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 8. des. 1899, d. 13. ágúst 1977, og Ragnar Guðmundsson frá Meðaldal í Dýrafirði, f. 9. sept. 1900, d. 27. jan. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SKARPHÉÐINN HELGI KRISTJÁNSSON

SKARPHÉÐINN HELGI KRISTJÁNSSON Skarphéðinn Helgi Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 24. apríl 1927. Hann lést í Landspítalanum 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira
6. september 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Skarphéðinn Kristjánsson

Elsku bróðir, nú hefur þú fengið hvíldina. Þú veiktist fyrir tæpu ári og engan óraði fyrir þessari erfiðu sjúkralegu, alltaf vonuðum við það besta, en einhver annar ræður þessu og þinn tími er komin. Þegar horft er til baka rifjast margar ljúfar og góðar minningar upp. Þú og Rikki bróðir voru elstir og hjálpuðuð mömmu með heimilið eftir að pabbi dó. Meira

Daglegt líf

6. september 1998 | Bílar | 477 orð

BÍLAR Á UNDIR MILLJÓN Ódýrasti bíllinn á íslenskum markaði er Skoda Felicia LX sem kostar 865 þúsund krónur. Um þrettán nýir

Fiat Seicento og Suzuki Swift eru dæmi um vel búna bíla á undir einni milljón. Sá síðarnefndi er með tveimur líknarbelgjum, samlæsingum, rafdrifnum rúðum, upphituðum sætum og speglum, og kostar 980 þúsund kr. Swift er með 1,3 l vél, 68 hestafla. Eini sjálfskipti bíllinn í þessum hópi er Hyundai Atos GLS sem er fimm dyra og kostar 998 þúsund kr. Ford á líka bíl í þessum verðflokki, þ.e. Meira
6. september 1998 | Bílar | 107 orð

Borgarstjóri í umferðarstjórn FYRSTA banaslysið í umferðinni í Reykjavík varð árið 1919 og á þriðja áratugnum urðu bílslys og

FYRSTA banaslysið í umferðinni í Reykjavík varð árið 1919 og á þriðja áratugnum urðu bílslys og óhöpp af völdum bíla nær daglegt brauð. Slysahættan var oft til umræðu í bæjarstjórn og blöðum. Á bæjarstjórnarfundi 7. júlí 1927 vakti Hallgrímur Benediktsson máls á slysunum og taldi þau stafa af því hversu lítt skipuleg umferðin væri. Meira
6. september 1998 | Bílar | 724 orð

Einn tæknilegasti rallbíll landsins

EINN aflmesti og best búni rallbíllinn á Íslandi er án efa sérsmíðaður Toyota Corolla sem Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson stýra í fyrsta skipti í keppni í Alþjóðarallinu um helgina. Samstarf hefur tekist með Toyota og Skeljungi um rekstur rallbílsins. Meira
6. september 1998 | Ferðalög | 196 orð

Frá Síberíu til Kenía

TÉKKNESKIR framleiðendur langferðabíla hafa fundið nýjan og ört vaxandi markað fyrir þessi hingað til lítt eftirsóttu ökutæki. Það hefur nefnilega komið í ljós að bílanirr sem upphaflega voru hannaðir til þess að þola holótta vegi í Síberíu, standa sig vel í safaríferðum í Kenía. Langferðabílarnir hafa einfalda og hráa hönnum og láta ekki svo létt undan hristingi. Meira
6. september 1998 | Ferðalög | 1301 orð

Hvernig verða þrumur og eldingar til? Eitt það besta við að vera með börn í Minnesota er hversu fjölskylduvænar borgirnar

EF FORELDRUM hrýs hugur við að fara með börn til stórborgar í Bandaríkjunum þá eru tvíborgirnar góður staður að byrja á. Þar er þægilegt að vera með börn. Í þetta skipti vissi fjölskyldan hvað beið hennar því hún bjó í tvíborgunum fyrir nokkrum árum. Við vorum með á hreinu að ekki yrði erfiðleikum háð að finna eitthvað sem höfðar til ungviðisins, vandinn yrði að velja úr. Meira
6. september 1998 | Bílar | 135 orð

Nissan Kyxx

FYRIRÆTLANIR bifreiðaframleiðenda og upplýsingar um leyndustu sýningargripi þeirra á bílasýningunni í París í næsta mánuði eru teknar að leka út. Nissan, sem hefur nokkuð búið við gagnrýni um að vera íhaldssamt í bílahönnun, hyggst reka af sér slyðruorðið á bílasýningunni í París í næsta mánuði og sýna djarfan hugmyndabíl byggðan á undirvagni Micra. Meira
6. september 1998 | Bílar | 211 orð

Nýr valkostur frá Mazda

FYRSTI bíllinn af Mazda Demio gerð er kominn til landsins en bíllinn er mest selda Mazda gerðin í Japan 1997. Demio er fimm dyra smábíll með fjölnotabílsformi og mun líklega helst keppa við sambærilega bíla frá Daihatsu og Suzuki. Hann er 3,80 m á lengd og 1,5 m á hæð, lítill að utan en afar rúmgóður. Meira
6. september 1998 | Bílar | 729 orð

Octavia GLX með miklum staðalbúnaði

SKODA er óðum að hasla sér völl á Íslandi með nýjum þrótti hjá Heklu hf. sem tók við umboðinu fyrr á árinu. Octavia er stærri gerðin og Felicia sú minni sem fáanleg er í nokkrum myndum. Hér á eftir verður fjallað um Octavia GLX sem kostar tæpar 1.300 þúsund krónur og er fimm manna fjölskyldubíll í millistærð. Meira
6. september 1998 | Ferðalög | 1151 orð

Saga Ólympíuleika í glæsilegu umhverfi Það er mikil upplifun að vera viðstaddur Ólympíuleika. Skapti Hallgrímsson hefur verið á

Það er mikil upplifun að vera viðstaddur Ólympíuleika. Skapti Hallgrímsson hefur verið á tvennum síðustu leikum, í Barcelona og Atlanta, og kynnti sér svo alla Ólympíusöguna fram að því á stórglæsilegu safni alþjóðaólympíunefndarinnar í Lausanne í Sviss. Meira
6. september 1998 | Ferðalög | 162 orð

Sálfræðilegur harmleikur

ÓPERAN Peter Grimes eftir breska nútímatónskáldið Benjamin Britten (1913­76) verður frumsýnd í finnsku þjóðaróperunni, Ooppera, í Helsinki 11. september næstkomandi. Óður til hafsins hefur óperan stundum verið nefnd, en hana samdi Britten árið 1945 og hlaut mikið lof fyrir. Óperan þykir heillandi sálfræðilegur harmleikur þar sem sjórinn endurspeglar ólguna í litlu ensku fiskiþorpi. Meira
6. september 1998 | Ferðalög | 1237 orð

Skjaldbakan kemst líka þangað

VIÐ ferðumst eins og skjaldbakan, rólega og berum húsið okkar á bakinu," segja Gary og Monika brosmild og eiga við húsbílinn sem þau kalla Turtle IV eða Skjaldbökuna IV. "Markmiðið er alls ekki að komast hratt yfir, Meira
6. september 1998 | Ferðalög | 327 orð

Steingervingasafnið á Tjörnesi

GAMLA fjósið á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi lætur ekki mikið yfir sér, en það var innréttað fyrir nokkrum árum sem steingervingasafn. Það var Kári Árnason, bóndi, sem hafði veg og vanda af verkinu en steingervingarnir í jarðmyndun Tjörness eru hluti af tilveru þeirra sem alist hafa upp á Hallbjarnarstöðum. Meira
6. september 1998 | Bílar | 322 orð

Sýndarveruleiki í bílaverksmiðju

TÖLVUSTUDD hönnun er ekkert nýmæli í bílaiðnaðinum. En Nissan hefur nýtt sér þessa tækni til þess að hanna ekki einvörðungu bílana sjálfa heldur einnig framleiðslulínurnar þar sem bílarnir eru smíðaðir. Með þessu móti verður hægt að sjá fyrir vandamál áður en framleiðslan hefst og spara hugsanlega tug- eða hundruði milljóna króna. Líkt eftir framleiðslunni Meira
6. september 1998 | Bílar | 171 orð

Toyota með meirihluta í Daihatsu

TOYOTA Motor Corporation hefur tekið við stjórnartaumum í Daihatsu með því að auka hlut sinn í fyrirtækinu úr 34,5% í 51,2%. Toyota borgaði 260 milljónir dollara fyrir hlutina. Daihatsu hefur sérhæft sig í framleiðslu smábíla og er þátttakandi í samvinnuverkefni í Kína en Toyota hefur með takmörkuðum árangri reynt að koma á samskiptum við kínverska bílaframleiðendur. Meira
6. september 1998 | Bílar | 358 orð

Tvær kýrhúðir í hvern bíl

VANDAÐUR frágangur og falleg áferð á leðurinnréttingum í Hyundai Coupé bílunum hefur vakið athygli margra en færri vita að það er íslenskur bólstrari sem á heiðurinn af þessari vinnu. Sigurjón Kristensen rekur SA verkstæðið á Smiðjuvegi og hefur síðustu misseri sérhæft sig í leðurklæðningu bíla. Meira

Fastir þættir

6. september 1998 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 7. september, verður sextug Lind Ebbadóttir, Holtsbúð 103, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Jón Ólafsson. Þau hjónin taka á móti gestum í dag, sunnudaginn 6. september, í sal tannlæknafélagsins, Síðumúla 35, frá kl. 17. Meira
6. september 1998 | Í dag | 65 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Áttræð verður þriðjudaginn 8. september, Halldóra Thorlacius, Suðurgötu 17-21, Sandgerði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 19. 60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 7. september, verður sextugur Guðmundur T. Magnússon, Þrúðvangi 5, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Petrína R. Meira
6. september 1998 | Fastir þættir | 404 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nýtt þátttöku

Mánudagskvöldið 31. ágúst var sett enn eitt þátttökumetið í Sumarbridge þegar 37 pör spiluðu eins kvölds Mitchell­tvímenning. Meðalskor var 364 og þessi pör urðu efst: NS Gylfi Baldursson ­ Sigurður B. Meira
6. september 1998 | Í dag | 349 orð

Fyrirspurn

HELGA hafði samband við Velvakanda og er hún með fyrirspurn til Íslenska útvarpsfélagsins. Vill hún vita af hverju Bylgjan næst ekki á Patreksfirði og einnig vill hún fá að vita hvort Stöð 2 taki ekki til sýningar þáttinn "Þriðji steinn frá sólu" sem sýndur var á Stöð 3. Meira
6. september 1998 | Dagbók | 693 orð

Í dag er sunnudagur 6. september, 249. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 6. september, 249. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast. (Orðskviðirnir 3, 13.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Farþegaskipið Black Watch og Fwu Ji koma og fara í dag. Meira
6. september 1998 | Í dag | 245 orð

Í leik Breta og Ítala á EB- mótinu fyrr á árinu, kom þet

Í leik Breta og Ítala á EB- mótinu fyrr á árinu, kom þetta spil upp: Austur gefur; enginn á hættu. ÁG6 97 KDG ÁD1043 D873 ÁG653 1043 6 K109542 K 2 98752 ­ D10842 Á98765 KG Sex tíglar voru spilaðir á báðum borðum, en þar sem bresku Hackettbræðurnir, Justin og Jason, Meira
6. september 1998 | Í dag | 577 orð

KÓLAR eru að hefja störf. Þeir eru þegar grannt er að gáð un

KÓLAR eru að hefja störf. Þeir eru þegar grannt er að gáð undirstaða farsældar í framtíðinni, hvort heldur sem litið er til einstaklinga eða heildar. Menntun er nefnilega máttur, eins og gömul sannyrði herma. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem mestu fé hafa varið í menntun, rannsóknir og vísindi á þessari öld búa við mesta hagsæld í dag. Meira
6. september 1998 | Fastir þættir | 355 orð

Safnaðarstarf Íslenska kristskirkjan UM þessa

UM þessa helgi hefst annar starfsvetur Íslensku kristskirkjunnar, en hún er ný lúthersk fríkirkja hér á landi, stofnuð 4. okt. sl. út frá samtökunum Ungt fólk með hlutverk. Í vetur verða tvær guðsþjónustur hvern sunnudag. Sú fyrri sem er kl. 11 er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. Þar fær hver aldurshópur fræðslu við sitt hæfi. Sú síðari er kl. 20 og er það lofgjörðar- og fyrirbænasamkoma. Meira
6. september 1998 | Í dag | 116 orð

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á franska meistaramótinu í ár. Pascal Chomet (2.405) var með hvítt, en Darko Anic (2.460) hafði svart og átti leik. 23. ­ Bxh2+! 24. Kxh2 ­ Dh4+ 25. Kg1 ­ Rg3 26. De3? (Betri vörn var fólgin í 26. Meira
6. september 1998 | Í dag | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Síðast var bent á beygingu so. að heyja í merkingunni að framkvæma eða gera e-ð, heyja þing, orustu eða baráttu. Nú skal minnzt á so. að æjaí merkingunni að nema staðar, hvíla (hesta). Kennimyndir hennar eru að æja, áði og áð. Ég verð að æja hestunum, ég áði (þeim) á leiðinni og ég hafði áð nokkrum sinnum. Nh. æja verður svo á fyrir áhrif frá þt. áði og lh. Meira

Íþróttir

6. september 1998 | Íþróttir | 266 orð

"Borgaralegt" stríð í Kiev

ÚKRAÍNUMENN og Rússar mættust í fyrsta skipti í knattspyrnusögunni í landsleik í gærkvöldi í Kiev, í Evrópukeppni landsliða, fyrir framan 82 þús. áhorfendur. Þeir leika í sama riðli og Ísland, Frakkland, Armenía og Andorra. Leikurinn var sögulegur og má segja að "borgaralegt" stríð hafi verið í Kiev. Meira
6. september 1998 | Íþróttir | 63 orð

Ingólfur og Halldór í London

HALLDÓR Svavarsson og Ingólfur Snorrason taka þátt í opna enska meistaramótinu í karate, sem fer fram í Crystal Palace-höllinni í London um helgina. Mótið er liður í undirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið, sem fer fram í Brasilíu í október. Ingólfur keppir í +80 kg flokki og Halldór í -65 kg flokki og þá keppa þeir báðir í opnum flokki. Meira
6. september 1998 | Íþróttir | 148 orð

Jón Ásgrímsson bætir sig um þrjá metra

JÓN Ásgrímsson, spjótkastari úr FH og Norðurlandsmeistari unglinga 20 ára og yngri í greininni, kastaði í fyrsta sinn yfir 70 metra á kastmóti FH á Kaplakrikavelli í fyrrakvöld og bætti um leið eigið Íslandsmet í unglingaflokki um tæpa þrjá metra. Jón kastaði spjótinu 72,47 metra en átti auk þess tvö önnur köst yfir 70 metra á mótinu, 71,18 og 70,50. Meira
6. september 1998 | Íþróttir | 121 orð

Kohl styður HM- umsókn Þjóðverja

ÞJÓÐVERJAR hafa sótt um að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006 og það hafa einnig Englendingar, Suður-Afríkumenn, Ástralir og Brasilíumenn gert. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun ákveða það árið 2000 hvaða þjóð hlýtur hnossið. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, vill leggja sitt af mörkum svo möguleikar Þjóðverja á að fá keppnina verði meiri. Meira
6. september 1998 | Íþróttir | 373 orð

Nýliðar við stjórn

NFL deildin hefur 79. keppnistímabil sitt nú um helgina og má búast við að mörg lið eigi eftir að blanda sér í baráttuna á toppnum. Tveir nýliðar hefja keppnistímabilið sem aðalleikstjórnendur sinna liða, en það er orðið mjög óvenjulegt þar sem sóknarskipulag hjá flestum liðum er flókið. Meira
6. september 1998 | Íþróttir | 129 orð

Reyndi að gera sjálfsmark

THIRACHAI Wutthichai, landliðsþjálfari Taílands í knattspyrnu, hefur sagt af sér í kjölfar "farsakennds" leiks liðsins við Indónesíu í Tiger-bikarnum svokallaða, sem fer fram annað hvert ár, en í honum eigast landslið ýmissa Asíuþjóða við. Bæði lið reyndu viljandi að tapa leiknum til að forðast að leika við gestgjafa Víetnam í undanúrslitum. Áhorfendur brugðust ævareiðir við. Meira

Sunnudagsblað

6. september 1998 | Sunnudagsblað | 455 orð

Afturábak í tíma

HAUSTTÓNLEIKAR Harðar Torfasonar eru fastur liður í tónlistarlífinu og fáir viðburðir eiga sér eins langa og trausta sögu. Á morgun heldur Hörður 23. hausttónleika sína í Borgarleikhúsinu eins og undanfarin ár og líkt og jafnan hefur hann undirbúið tónleikana í langan tíma. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 434 orð

Boðið upp á 200 fjarkennslunámskeið

MARGMIÐLUN hf. í Reykjavík gerði nýverið samning við fjarkennslufyrirtækið DPEC Inc. sem hefur þróað hátt í 200 fjarkennslunámskeið. Námskeiðin vinna öll yfir alnetið og eru geymd á fjarkennslumiðlara Margmiðlunar. Fyrirtækjum og einstaklingum er boðið upp á nýjan valkost við símenntun og endurmenntun, segir í fréttatilkynningu frá Margmiðlun. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 3841 orð

Fiskur og félagsmál í hinu hlýja hjarta Afríku

Fiskur og félagsmál í hinu hlýja hjarta Afríku Í einu fátækasta landi heims, Malaví, hefur Þróunarsamvinnustofnun Íslands um átta ára skeið aðstoðað heimamenn við að efla rannsóknir og þróun í fiskveiðum á Malavívatni. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 3243 orð

Franski spítalinn fyrir berklahæli Á þriðja áratug aldarinnar dó fimmti hver Íslendingur úr berklum. Á Austurlandi voru sjúkir

VIÐ sunnanverðan Fáskrúðsfjörð vekur athygli ferðamanna gömul bygging á bersvæði og í ömurlegu ástandi. Það er Franski spítalinn, sem byggður var 1904 í Búðakaupstað af Frökkum fyrir frönsku skútusjómennina sem í þúsundatali veiddu hér Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 570 orð

Fyrstu eftirmæli Jónasar sem fjalla um barn Björns Gunnlaugssonar og ég

Fyrstu eftirmæli Jónasar sem fjalla um barn Björns Gunnlaugssonar og ég hef áður minnzt á yrkir tvítugur skólapiltur og segir þar undir lokin, Þær munu skærstar, er þér skýi borin líðið til ljóss sala, fagurt skart yðar friðarklæðis, glansperlur glóa. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 2259 orð

Góður ­ en dálítið túróttur

ÞAÐ VAR Trabantinn sem leiddi okkur saman. Ég horfði á eftir honum niður götuna frá bifvélavirkjanum og leið eins og ég hefði séð síðasta móhíkanann. Ég snaraðist inn á verkstæðið og spurði hver ætti bronslita Trabantinn sem væri nýfarinn þaðan. "Já, þeir eru orðnir sjaldséðir Trabantarnir. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 2369 orð

Heimur líftækninnar aldrei jafnspennandi

Heimur líftækninnar aldrei jafnspennandi Íslendingar lögðu við hlustir þegar fréttir bárust af því að Íslendingur hefði í fyrsta sinn hlotið æðstu viðurkenningu norrænna læknavísinda nú í ár. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 103 orð

Hollráð um markaðsferðir

ÚTFLUTNINGSRÁÐ hefur gefið út áttunda bæklinginn í röðinni Hollráð fyrir útflytjendur og heitir hann "Markaðsferðir - undirbúningur, markmið og skipulag". Í bæklingnum er mikið af hagnýtum upplýsingum. Minnt er á í inngangi að hver dagur sem eytt sé erlendis kosti fé. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 596 orð

Hraði ellinnar Sverrir Ólafsson

VÍSINDAMENN hafa stöðugan áhuga á öldrunarferlum og því hvaða innri og ytri ástæður hafa áhrif á göngu hraða elli kerlingar. Það hefur löngu verið ljóst að lífslíkur hvers einstaklings eru háðar umhverfi hans, lífsvenjum og erfðum þó eðli þessara tengsla hafi lengst af ekki verið þekkt í smáatriðum. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 295 orð

ÍSLENZKUR ÞORPSBÚI VIÐ MALAVÍVATN

FLESTIR Íslendingar, sem búa í Malaví, búa vel á þarlendan mælikvarða og hafa flest vestræn þægindi. Guðrún Haraldsdóttir mannfræðingur, sem stundar doktorsnám við University of Iowa í Bandaríkjunum, hefur hins vegar undanfarið hálft ár deilt kjörum með fiskimönnum í þorpinu Msaka við Malavívatn, en dvölin þar er liður í doktorsverkefni hennar. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 240 orð

Kafað eftir perlum

SAGAN hermir að þegar villingarnir í Beastie Boys slepptu fram af sér beislinu einu sinni sem oftar hringdu þeir á smið til að laga garðhlið sem varð illa úti í látunum. Smiðurinn, Mark Ramos-Nishita, kom og gerði við hliðið en svo vel fór á með honum og æringjunum að áður en varði var hann farinn að leika inn á plötur með þeim. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 2371 orð

Landsbankinn og lögmál markaðarins

EIN fyrsta tillaga Halldórs J. Kristjánssonar til bankaráðs Landsbanka Íslands hf., eftir að hann gerðist aðalbankastjóri Landsbankans 14. apríl sl., var að hafinn yrði vandaður undirbúningur að hlutafjárútboði. Málið var Halldóri ekki ókunnugt. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 3425 orð

List,íþrótt,lífssýn Karateíþróttin er smám saman að ryðja sér til rúms hér á landi. Þessi göfuga íþrótt sem ekki þjálfar hugann

VIÐ leitum stundum langt yfir skammt þegar við erum að leita að afreksfólki í íþróttum. Tökum eftir sumum íþróttagreinum, ekki öðrum. Tökum eftir sumu fólki, ekki öðru. Samt er mér óskiljanlegt hvernig hægt er að taka ekki eftir Eddu Lúvísu Blöndal, Íslandsmeistara kvenna í karate þrjú ár í röð ­ bæði í kúmíte og í kata, Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Matur sem fær mann til að tárast Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur.

ÁKVEðIN lykt eða bragð að ákveðnum mat kallar oft fram minningar hjá mörgum. Þær geta vera jafnt sætar sem súrar, en það er alveg ótrúlegt hvað bragð- og lyktarskyn geta haft mikil áhrif á líðan okkar, ekki bara í núinu heldur einnig á þennan hátt: þ.e. kallað fram stemmningar og stundir liðinna daga. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 3338 orð

Ótæmandi uppspretta hugmynda

HÁBORG æðri menntunar og fjölmennasti vinnustaður landsins, Háskóli Íslands, er nú á nokkrum tímamótum. Ný lög um stofnunina eru í mótun og aukið sjálfstæði mun valda því að stjórnendur og starfslið þurfa að temja sér breytt viðhorf og starfshætti. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 151 orð

Starfsmaður mánaðarins hjá Nýkaupi

NÝKAUP hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni að velja í hverjum mánuði "starfsmann mánaðarins", úr hópi hinn rúmlega 400 starfsmanna fyrirtækisins. Markmiðið með tilnefningunni er að sýna í verki þakklæti fyrir vel unnin störf og hvetja starfsmenn til dáða. Starfsmaður mánaðarins hverju sinni fær að launum veglega viðurkenningu, eða utanlandsferð að verðmæti kr. 70.000 í boði Nýkaups. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 217 orð

Tex-mex-blanda

EKKI hefur verið eins mikið að gerast í bandarískri neðanjarðar- og jaðartónlist í langan tíma. Hljómsveitir spretta fram hver annarri betri, en á sama tíma eru líka ráðsettari sveitir eða listamenn loks að hljóta viðurkenningu fyrir verk sín. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 173 orð

Tónhneigður flækingur

ÞEGAR bandaríski tónlistarmaðurinn Scott Thomas hélt í hljóðver með sveitinni skorti hann ekki yrkisefni eftir fjölskrúðuga ævi þrátt fyrir ungan aldur. Þannig hafði hann slæpst um frá unglingsaldri, víða unnið og farið. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 280 orð

Vinnslustjóri á Sunnutindi

ÓSKUM eftir að ráða vinnslustjóra á frystitogarann Sunnutind frá Djúpavogi. Upplýsingar á skrifstofu Búlandstinds í síma 4788880. Iðjuþjálfi hjá Sjálfsbjörgu SJÁLFSBJARGARHEIMILIÐ óskar eftir að ráða iðjuþjálfa. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Valerie Harris yfiriðjuþjálfi. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 3815 orð

Vísindin eru vegabréf

Vísindin eru vegabréf Íslensk erfðagreining hefur sett mark sitt á þjóðlíf í landinu þau tvö ár sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Þjóðin hefur fylgst grannt með málefnum tengdum fyrirtækinu og varla líður sá dagurinn að það beri ekki á góma í fjölmiðlum landsins. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 2155 orð

"ÞETTA EKKERT SEM ER" Greinarhöfundurinn Roni Horn er í hópu virtustu samtímalistamanna Bandaríkjanna og hefur komið á hverju

Greinarhöfundurinn Roni Horn er í hópu virtustu samtímalistamanna Bandaríkjanna og hefur komið á hverju ári til Íslands allt frá árinu 1975. Meðal verka hennar eru átta bækur með ljósmyndum, teikningum og textum sem tengjast íslenskri náttúru. ÉG ÓLST upp innan um tré. Ég tel þau með mikilvægustu hlutum í lífi mínu. Meira
6. september 1998 | Sunnudagsblað | 463 orð

Þrjár ár komnar yfir 2.000 laxa múrinn

ALLS hafa þrjár laxveiðiár gefið yfir 2.000 laxa í sumar, Eystri Rangá, Þverá/Kjarrá og Norðurá. Síðustu árin hefur engin á náð slíkri veiði, utan að Rangárnar voru mældar saman með 2.960 laxa í fyrra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.