Greinar laugardaginn 12. september 1998

Forsíða

12. september 1998 | Forsíða | 350 orð

Áhyggjur af efnahagsstefnu stjórnarinnar

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær Jevegení Prímakov sem forsætisráðherra landsins. Hefur Borís Jeltsín, forseti Rússlands, undirritað tilskipan um, að kommúnistinn Júrí Masljúkov verði fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og endurskipað ýmsa aðra, til dæmis þá, sem gegndu embættum varnar- og innanríkisráðherra. Meira
12. september 1998 | Forsíða | 940 orð

Bill Clinton sakaður um meinsæri í skýrslu Starrs

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, laug eiðsvarinn og misnotaði forsetavald sitt til að reyna að fela samband sitt við Monicu Lewinsky. Er þessu haldið fram í skýrslu Kenneth Starrs, hins óháða saksóknara, til Bandaríkjaþings. Nefnir hann því til sönnunar 11 atriði, sem hann telur nægja til að höfðað sé mál á hendur Clinton með það fyrir augum að svipta hann embætti. Meira

Fréttir

12. september 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

11 einstaklingar fá milljón í happdrætti

DREGIÐ var hjá Happdrætti Háskólans sl. fimmtudagskvöld. Í þessum eina útdrætti fengu 11 einstaklingar eina milljón króna í vinning hver. Þeir Íslendingar sem hafa fengið milljón króna eða meira í Happdrætti Háskólans á árinu eru því orðnir 46 talsins. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Aðallega flokkaðar upplýsingar í tölulegu formi

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ gerir ráð fyrir að þær upplýsingar sem fari í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði séu aðallega flokkaðar og kóðaðar upplýsingar, sem koma megi í tölulegt form. Ráðuneytið er að láta vinna úttekt á kostnaði við að búa til slíkan gagnagrunn. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

ARNMUNDUR S. BACKMAN

ARNMUNDUR S. Backman, hæstaréttarlögmaður og rithöfundur, er látinn eftir langvarandi veikindi, 55 ára að aldri. Arnmundur fæddist á Akranesi 15. janúar 1943, sonur hjónanna Halldórs S. Backman og Jóhönnu D. Arnmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1964 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Áhersla á óperutónlist í vetur

KENNSLA í Tónlistarskólanum á Akureyri hefst mánudaginn 14. september nk. Helstu nýjungar í starfsemi skólans þetta skólaár eru þær, að nú verður í fyrsta skipti boðið upp á kennslu í hörpuleik. Þá verður sérstök áhersla lögð á óperutónlist í vetur. Forskólakennslan hefur nú alfarið verið færð út í grunnskóla bæjarins og er skyldunám í 1. og 2. bekk. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Áskrifendaferð Morgunblaðsins til Minneapolis

ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins er nú boðið upp á þá nýbreytni að fara í ferð til Bandaríkjanna þar sem starfsmenn ritstjórnarinnar eru fararstjórar. Áskrifendur eiga kost á ferð með Flugleiðum til Minneapolis 30. október til 2. nóvember fyrir 29.950 kr. á mann. Fararstjórar eru Guðbjörg R. Guðmundsdóttir og Einar Falur Ingólfsson. Meira
12. september 1998 | Landsbyggðin | 55 orð

Bíða færis

Vaðbrekka, Jökuldal-Þeir eru ekki árennilegir bræðurnir Kristmundur og Rósmundur Skarphéðinssynir þar sem þeir liggja og bíða færis gráir fyrir járnum að hreindýrahjörðin komi í skotfæri og þeir geti fyllt veiðikvóta sinn á þessu hausti. Byssan sem Kristmundur er með er af Sako-gerð, kalíber 308, en Rósmundur með Krag Jörgensen-riffil, kalíber 7X57. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bubbi Morthens með fyrirlestur

BUBBI Morthens verður með fyrirlestur fyrir nemendur Gís ­ Gítarskóla Íslands nú á haustdögum en skólinn er nú að hefja sitt sjötta starfsár. Bubbi mun m.a fjalla um gítarleik trúbadorsins, gítarinn sem undirleikshljóðfæri við söng og útskýra fyrir nemendum þau tækniatriði sem hann hefur tileinkað sér í gegnum árin á tónleikaferðum sínum. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 1294 orð

Clinton biður bandamenn um vægð

SAMBAND Bills Clintons og þingflokks Demókrataflokksins hefur aldrei verið mjög náið. Forsetinn hefur á undanförnum sex árum margsinnis tekið afstöðu gegn demókrötum á þingi ef það hefur hentað pólitískum hagsmunum hans og rætt hefur verið um að myndast hafi valdaþríhyrningur, þar sem demókratar á þingi, repúblikanar á þingi og forsetinn myndi hver sitt hornið. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Damon og Einar Örn semja kvikmyndatónlist

EINAR Örn Benediktsson og Damon Albarn, söngvari bresku sveitarinnar Blur, hafa tekið að sér að semja tónlist myndarinnar 101 Reykjavík. Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinnar og höfundur handrits og er það lauslega byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Tökur á myndinni hefjast í janúar. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Draga þarf úr eftirspurn

DRAGA þarf úr heildareftirspurn í landinu bæði hjá hinu opinbera og einstaklingum til að leiðrétta þann mikla viðskiptahalla sem þjóðarbúið stefnir í á árinu að mati Friðriks Más Baldurssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fastir á Fjarðarheiði

15-20 bílar sátu fastir á Fjarðarheiði í gær, en mjög hvasst var í veðri á Norður- og Austurlandi og talsverð úrkoma. Færð spilltist á fjallvegum. Þungfært var á Öxarfjarðarheiði og Lágheiði og Hellisheiði eystri var ófær. Hálka var sumstaðar á vegum norðanlands og á Vestfjörðum. Reiknað er með að veður gangi niður í dag. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fegurðardrottning Íslands til Japans

FEGURÐARDROTTNING Íslands, Guðbjörg Hermannsdóttir, heldur til Tókýó í Japan nk. þriðjudag til að keppa um titilinn Miss International 1998. Miss International keppnin hefur verið haldin síðan 1961 og minnast margir þess þegar Guðrún Bjarnadóttir sigraði í keppnini árið 1964. Var það fyrsti sigur íslenskrar stúlku í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni. Úrslitadagurinn er 26. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Ferða- og útivistarsýning fjölskyldunnar

FERÐAKLÚBBURINN 4x4 stendur fyrir sýningu á jeppum og búnaði til ferðalaga og útiveru í Laugardalshöllinni dagana 25. til 27. september undir heitinu Ferða- og útivistarsýning fjölskyldunnar í tilefni 15 ára afmælis klúbbsins. Aðgöngumiðaverð er 600 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fjallað um nýju lögræðislögin

FYRSTI félagsfundur vetrarins hjá FAAS, félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra verður þriðjudaginn 15. september nk. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Thorarensen - Lyf ehf., að Vatnagörðum 16 í Reykjavík og hefst kl. 20. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Fleiri útvíkkanir og þræðingar

VERÐI hjartaþræðingar og kransæðaútvíkkunaraðgerðir jafnmargar á síðari hluta þessa árs og hinum fyrri verða þær fleiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr og þjónusta við hjartasjúklinga því aldrei betri en einmitt nú. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra á málþingi Landssamtaka hjartasjúklinga við upphaf fimmta þings samtakanna í gær. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fyrrum starfsmenn reka verkstæði Radíóbúðar

FYRRVERANDI starfsmenn verkstæðis Radíóbúðarinnar hafa tekið við rekstri á verkstæðinu hjá Radíóbúðinni undir nafninu Rafeindaverkstæði Reykjavíkur. "Ósótt tæki frá verkstæði Radíóbúðarinnar ehf. eru afgreidd út á Rafeindaverkstæði Reykjavíkur (sama staðsetning, Skipholt 19). Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fyrsta sala á kvótaþingi

FYRSTU viðskiptin á kvótaþingi á þessu fiskveiðiári urðu í gær, þegar sex tonn af þorski voru seld, og var svokallað viðskiptaverð 85 kr. á kíló. Hæsta kauptilboð í ýsu var 25 kr., en sölutilboð lá ekki fyrir. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 832 orð

"Gamall draumur sem er að rætast"

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar verður hleypt af stokkunum í dag á Akureyri. Kristján Jónsson ræddi við Evelyn Stefansson Nef sem er hér á landi í tilefni athafnarinnar.STOFNUN Vilhjálms Stefánssonar tekur til starfa í dag á Akureyri og mun Evelyn Stefansson Nef, sem var eiginkona Vilhjálms í meira en tvo áratugi, flytja ávarp við athöfnina. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

Gengið um Elliðaárdal og Heiðmörk

Gengið um Elliðaárdal og Heiðmörk FERÐAFÉLAG Íslands og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis efna til göngudags sunnudaginn 13. september þar sem gengið er um tvö af helstu útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Hægt er að velja um lengri og styttri möguleika á göngudeginum en brottför er frá Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6. Kl. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Gæsluþyrlan í tvær sjúkraflugferðir

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug í gær. Fyrst sótti þyrlan slasaðan sjómann til Grindavíkur. Skipverji á Danska Pétri frá Vestmannaeyjum hafði slasast illa þegar önnur hönd hans lenti í togvír og í blökkinni þar sem skipið var statt stutt undan Grindavík. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 218 orð

Hamas heitir hefndum

HAMAS, samtök íslamskra öfgatrúarmanna, hétu í gær að hefna grimmilega dauða tveggja grunaðra höfuðpaura samtakanna sem ísraelskir hermenn skutu til bana nærri borginni Hebron á Vesturbakkanum á fimmtudag. Hefur Ísrael þegar lokað landamærum sínum á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu og sagt herliði sínu að vera viðbúið hefndarárásum palestínsku samtakanna. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hannes Hlífar kominn í 2. umferð

SEINNI skákin var tefld í gær í 1. umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák, sem nú stendur yfir í Munkebo á Fjóni í Danmörku. Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér sæti í 2. umferð með því að vinna skák sína við Helga Áss Grétarsson. Margeir Pétursson vann Þröst Þórhallsson, en Helgi Ólafsson tapaði fyrir John Rødgaard frá Færeyjum. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Haustnámskeið Skákskóla Íslands að hefjast

KENNSLA í byrjenda- og almennum flokkum Skákskóla Íslands hefst vikuna 21. til 26. september. Um er að ræða tíu vikna námskeið og er kennt einu sinni í viku í hverjum flokki. Sem fyrr er kennslubók innifalin í námskeiðsgjaldi í öllum flokkum. Skákskóli íslands hefur haldið úti reglulegri kennslu á Selfossi, Hafnarfirði, Kópavogi og víðar og verður haldið áfram á sömu braut á þessu starfsári. Meira
12. september 1998 | Landsbyggðin | 368 orð

Hefur setið héraðsfundi í 60 ár

Hellissandi-Síðastliðinn sunnudag var haldinn héraðsfundur Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis á Ingjaldshóli. Fundurinn hófst með messu þar sem sóknarpresturinn í Búðardal, sr. Óskar Ingi Ingason, predikaði. Að loknum hádegisverði setti prófasturinn sr. Ingiberg J. Hannesson héraðsfundinn og flutti skýrslu um störf kirkjunnar í prófastsdæminu á árinu. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hjólabrettahátíð í Draghálsi

BRETTAFÉLG Reykjavíkur stendur fyrir hjólabrettahátíð í félagsmiðstöðinni Draghálsi 6 laugardaginn 12. september frá kl. 14­17. Ýmislegt verður á dagskránni og má þar nefna alls kyns keppnir og þrautir auk þess sem plötusnúðar munu þeyta skífum. Einnig verður boðið upp á veitingar. Aðgangur er ókeypis. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 761 orð

Hundruð manna standa að dagskránni

ÍÍBÚAR í Grafarvogi ætla að efna til hátíðar í hverfinu í dag, laugardaginn 12. september, og hefst dagskráin klukkan tíu árdegis með guðsþjónustu í Grafarvogskirkju fyrir alla fjölskylduna. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hvatningarverðlaun afhent

Á NÝLEGUM aðalfundi Eðlisfræðifélags Íslands voru afhent í fyrsta sinn hvatningarverðlaun félagsins fyrir bestu frammistöðu í byrjendanámskeiðum í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Verðlaunin eru 30.000 króna styrkur til bókakaupa. Þau féllu í hlut Kristjáns Rúnars Kristjánssonar stærðfræðinema fyrir afburða frammistöðu í fyrsta árs námskeiðum í eðlisfræði. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Í afplánun fyrir að neyta vímuefna

UNGUR piltur var hnepptur í fangelsi í gær eftir að hann braut skilyrði skilorðs vegna dóms sem hann hlaut í sumar. Pilturinn hefur alloft gerst brotlegur og var dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar, m.a. vegna líkamsárásar, þjófnaðar og fíkniefnamála. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Í nýju félagsheimili

FÉLAG eldri borgara tók í gær formlega í notkun nýtt félagsheimili í Glæsibæ við Álfheima. Við hátíð, sem haldin var af því tilefni, var flutt tónlist og fjölbreytt starf félagsins kynnt gestum. Meðal þeirra var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, og hér stinga þau Páll Gíslason, formaður Félags eldri borgara, saman nefjum. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Íslenskar vísindarannsóknir og vísindamenn

UM þessar mundir vinnur Valdimar Leifsson ­ Kvikmyndagerð (VLK) að þátttum um íslenskar vísindarannsóknir og vísindamenn. Fyrstu þrír þættirnir fjalla um rannsóknir á virkjum lyfjaefnum í íslenskum jurtum með höfuðáherslu á störf dr. Kristínar Ingólfsdóttur um fornleifarannsóknir með Fornleifastofnun Íslands í aðalhlutverki og um fjórar íslenska stjörnufræðinga sem vinna m.a. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 213 orð

Íslensk þátttaka í lyfjaframleiðslu á Möltu?

FJÁRFESTAR frá Bretlandi og Kanada hafa síðustu daga verið að kanna áhuga lyfjaframleiðenda hérlendis á samstarfi um lyfjaframleiðslu á Möltu. Er þessi athugun til komin í framhaldi af samstarfssamningi sem heilbrigðisráðherrar Íslands og Möltu undirrituðu fyrr á árinu, varðandi hugsanlegt samstarf á ýmsum sviðum í heilbrigðismálum. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Jarðvinna við Háskólann á Akureyri

FYRIRTÆKIÐ GV Gröfur átti lægsta tilboð í jarðvinnu vegna framkvæmda við 2. áfanga Háskólans á Akureyri á Sólborg. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 3,2 milljónir króna sem er 67% af kostnaðaráætlun en hún var rúmar 4,7 milljónir króna. Um er að ræða jarðvinnu undir fyrstu nýbyggingar skólans sem eru um 2. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kanna möguleika á skaðabótakröfum

SIGFÚS Bjarni Sigfússon, markaðsstjóri Íslandsflugs, segir að félagið muni kanna möguleika á að fara fram á skaðabætur vegna þess tjóns sem lokun Vestmannaeyjaflugvallar hefur valdið. Tvö leiguflug sem fara átti á miðvikudag féllu niður og einnig eitt sem fara átti í gær. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 753 orð

Keikó lagar sig að nýju umhverfi

HÁHYRNINGURINN Keikó hefur fengið aukna matarlyst og þjálfarar hans eru ánægðir með það hvernig honum gengur að laga sig að nýju umhverfi. Hvalurinn virðist borða vel, en hefur ekki kallast á við fleiri sjávarspendýr en hnísuna síðdegis á fimmtudag. Keikó synti rösklega um laugina þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu þangað síðdegis í gær. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 296 orð

Kohl bindur vonir sínar við Bæjara

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, bindur nú vonir sínar á kjósendur í Bæjaralandi, næstfjölmennasta sambandslandi Sambandslýðveldisins, þar sem þeir kjósa til landsþingsins í München næstkomandi sunnudag, tveimur vikum fyrir kosningar til Sambandsþingsins. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kostnaður bæjarins rúmar 9 milljónir

ÓENDURKRÆFUR kostnaður Vestmannaeyjabæjar og hafnarsjóðs vegna komu hvalsins Keikós eru rúmlega 9 milljónir króna. Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar um 763 milljónir króna á árinu en þegar fastur rekstrarkostnaður hefur verið frádreginn eru eftir um 123 milljónir króna. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Kynning á sjávarnytjun á Miðbakka

REYKJAVÍKURHÖFN mun á degi hafsins, 12. september, opna sýningu á Miðbakka þar sem kynntar verða helstu sjávarnytjar í hafinu við Ísland. Um er að ræða sýningu sem samanstendur af 21 mynd með texta. Myndirnar kynna lífverur úr sjó, sem bæði í nútíð og fortíð hafa verið nýttar til manneldis á Íslandi. Kynningunni er deilt upp í 3 flokka, þörunga, hryggleysingja og fiska. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 155 orð

Lá við árekstri yfir Írlandi

FULLTRÚAR svissneska flugfélagsins Swissair greindu frá því í gær að flugvél þess, sem var á leið frá Genf til New York, hefði ekki verið nema hársbreidd frá því að rekast á Boeing 747 þotu hollenska flugfélagsins KLM í lofti yfir Írlandi um miðjan dag í gær. Radartæki vélanna vöruðu flugmennina hins vegar við í tæka tíð og komu þannig í veg fyrir óhapp. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Leitum lausna

HALLDÓR Jónsson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagði að lausna væri nú leitað í kjölfar þess að annar af tveimur hjartasérfræðingum við sjúkrahúsið er á förum innan skamms. Aðeins einn hjartasérfræðingur var starfandi við FSA um tíma og álagið því afar mikið, þannig að það var forgangsverkefni að ráða annan honum við hlið. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Lendingakeppni Flugklúbbs Mosfellsbæjar

SEINNI hluti hinnar árlegu lendingarkeppni Flugklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn á Tungubökkum laugardaginn 5. september sl. Keppt er um veglegan verðlaunagrip "Silfur-Jodelinn" sem smíðaður var af Davíð Jóhannessyni en hann er nákvæm eftirlíking af Jodel Mousquetaire. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Marin eftir beltin

HARÐUR árekstur varð við vegamót Ólafsvíkurvegar og Borgarnesvegar í gærkvöldi. Tveir bílar, sem voru að koma að vestan og norðan, rákust harkalega á. Sex manns voru í bílunum og allir í beltum. Að sögn lögreglu komu beltin í veg fyrir alvarleg slys á fólki, en áreksturinn var það harður að sumir voru illa marðir eftir beltin og eitthvað var um rifbeins- og viðbeinsbrot. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Málþing rektors Háskóla Íslands

REKTOR Háskóla Íslands boðar til málþings um gagnagrunnsfrumvarpið og mun það m.a. fjalla um eftirgreind málefni: Hvert er vísindalegt gildi miðlægs gagnagrunns? Um meðferð heilsufarsupplýsinga; réttindi sjúklinga, hagsmuni þjóðarinnar og rannsóknarmöguleika vísindamanna. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun kl. 11. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Fyrsti "mömmumorgunn" vetrarins verður næstkomandi miðvikudag, 16. september frá kl. 10 til 12. Gengið er inn um kapelludyr. Hjónanámskeið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju næstkomandi föstudag, 18. september frá kl. 20 til 23. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 299 orð

Mörg verkefni framundan

SVÆÐISVINNUMIÐLUN Norðurlands eystra hefur formlega verið opnuð í nýjum húsakynnum í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, en hún hóf starfsemi sína 1. apríl síðastliðinn í húsnæði vinnumiðlunar Akureyrarbæjar við Glerárgötu. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Nafn piltsins sem lést

PILTURINN sem lést í fyrradag af völdum áverka sem hann hlaut er hann varð fyrir bíl á Dalvegi í Kópavogi á miðvikudagskvöld hét Óli Geir Höskuldsson, til heimilis að Hlíðarhjalla 68 í Kópavogi. Hann var fæddur 18. september 1978. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 3948 orð

Nefnir ellefu ástæður fyrir málshöfðun

STARR telur ábyggilegar og trúverðugar upplýsingar styðja eftirtaldar ellefu mögulegar ástæður fyrir ákæru til embættismissis. 1. Clinton forseti sagði ósatt eiðsvarinn þegar hann neitaði því að hann hefði átt í kynferðissambandi, kynferðistengslum eða kynferðislegum samskiptum við Monicu Lewinsky. 2. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Nýr heimur opnast Keikó

ÞJÁLFARAR háhyrningsins Keikós eru ánægðir með það hvernig honum gengur að laga sig að nýju umhverfi. Fyrsta nótt Keikós í Klettsvík reyndist tíðindalítil. Jeff Foster, þjálfari Keikós, sagðist ánægður með ástand hvalsins, hann virtist fullur af orku og hefði synt vel. Hann væri tilbúinn að takast á við næsta verkefni. Að sögn þjálfarans át Keikó 30 kíló af síld og loðnu fyrsta daginn. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 162 orð

Rafsanjani boðar hefndir

AKBAR Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, hét því í gær að dauða ellefu íranskra sendiráðsmanna í Afganistan yrði hefnt. Hann tók þó skýrt fram að stjórnvöld í Teheran myndu ekki bregðast við af fljótfærni, eins og óvinir þeirra, Afganar, gerðu sér vonir um. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ríkisspítalar vilja gagnagrunn með skilyrðum

STJÓRNARNEFND Ríkisspítalanna segist geta fyrir sitt leyti fallist á miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði ef ströngum skilyrðum um gerð og rekstur gagnagrunnsins verður fullnægt. Þetta kemur fram í umsögn sem stjórnarnefndin hefur sent heilbrigðisráðherra um frumvarpið. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Samdráttur þriðja ársfjórðunginn í röð

SAMDRÁTTUR varð í japönsku efnahagslífi frá apríl til júní á þessu ári, þriðja ársfjórðunginn í röð, að því er japönsk stjórnvöld greindu frá í gær. Ýtir það enn undir svartsýni um að takast muni að leysa efnahagsvanda Japans í bráð. Gengi hlutabréfa hríðlækkaði einnig á japönskum mörkuðum í gær. Meira
12. september 1998 | Landsbyggðin | 266 orð

Samþykkt að hefja viðræður um samfylkingu

Á AÐALFUNDI kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Siglufirði 6. september sl. var samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við Alþýðuflokk og Kvennalista um sameiginlegt framboð þessara stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga vorið 1999. Þá var kosin ný þriggja manna stjórn kjördæmisráðsins. Formaður hennar er Björgvin Þór Þórhallsson, Blönduósi. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 481 orð

Sérfræðingar flughersins og Boeing kanna skemmdirnar

ÞYRLA frá Keflavíkurflugvelli fór tvær ferðir til Vestmannaeyja í gær með níu sérfræðinga flughersins og tvo starfsmenn Boeing- flugvélaverksmiðjanna sem komnir eru frá Bandaríkjunum til að kanna þær skemmdir sem urðu á C-17 herflutningavélinni sem flutti Keikó til Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Unnið var að viðgerðum á vélinni í gær. Jóhann H. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 24 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 322 orð

Sjóliði gengur af göflunum

NÍTJÁN ára gamall rússneskur hermaður varð níu félögum sínum að bana í gærmorgun er hann gekk berserksgang um borð í rússneskum kjarnorkukafbát í grennd við Murmansk. Bjuggust sérsveitarmenn til að yfirbuga manninn en hann hafði tekið nokkra gísla og hótaði að sprengja kafbátinn í loft upp. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Skátaþing á Úlfljótsvatni

SKÁTAR á Íslandi halda skátaþing á Úlfljótsvatni helgina 18.­20. september. Á skátaþingi verður til umfjöllunar stefnumörkun Bandalags íslenskra skáta til ársins 2015. Einnig verður kynnt Landsmót skáta sem verður haldið á Úlfljótsvatni sumarið 1999. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 579 orð

Skiptar skoðanir um ágæti nýrra manna

JEVGENÍ Prímakov, nýskipaður forsætisráðherra Rússlands, hefur tilnefnt Júrí Masljúkov félaga í Kommúnistaflokknum í embætti aðstoðarforsætisráðherra, með ábyrgð á efnahagsmálum. Í gær afgreiddi Dúman skipan annars kommúnista, Viktors Gerashtjenkó, í embætti seðlabankastjóra, en því embætti gegndi hann fyrir hrun Sovétríkjanna. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Skotið á mótmælendur

STUÐNINGSMENN ríkisstjórnar Huns Sens skutu í gær að hópum mótmælenda í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, með þeim afleiðingum að einn maður lést og nokkrir særðust. Alls hafa nú fjórir látið lífið eftir að fjöldamótmæli gegn stjórninni hófust á mánudag. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

Sparnaður í sænska heilbrigðiskerfinu 720 millj.

SÝNT hefur verið fram á að með notkun tvenns konar tækninýjunga frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. hefur tekist að gera mun fleiri sjúklingum, sem hafa þurft að gangast undir aflimunaraðgerð, fært að ganga á ný. Framleiðsla Össurar sparar að auki miklar fjárhæðir í sænska heilbrigðiskerfinu. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Starfsmenn Ármannsfells fylgja fjallgöngugarpi

SAMSTARFSMENN Árna Eðvaldssonar, leiðangursstjóra íslenska leiðangursins sem ætlar að klífa fjallið Ama Dablam, fóru á laugardaginn með honum í "síðustu" æfingaferðina áður en hann og hópurinn heldur til Nepal í lok mánaðarins. Að þessu sinni var klifið fjallið Ármannsfell ofan við Þingvelli, en Árni starfar sem trésmiður hjá Ármannsfelli hf. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 1167 orð

Stefnt að því að setja sendi í Keikó

ATHYGLI beinist nú að Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum vegna flutnings háhyrningsins Keikós hingað. Stefnt er á samstarfsverkefni með Free Willy Keikó-stofnuninni og kvaðst Þorsteinn I. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 625 orð

Stjórnarskipti eftir kosningar í Svíþjóð?

STJÓRNARSKIPTI ber hæst í umræðunni fyrir kosningarnar í Svíþjóð 20. september. Þá kemur í ljós hvort hægri stjórnin 1991-1994 var aðeins ein fárra undantekninga undanfarna áratugi, eða hvort Jafnaðarmannaflokkurinn hafi misst fótfestu og von sé örari stjórnarskipta. Meira
12. september 1998 | Landsbyggðin | 484 orð

Stærsta brautskráning í 120 ára sögu skólans

STÆRSTI hópur nemenda var brautskráður 30. ágúst sl. frá Hólaskóla í hartnær 120 ára sögu hans en skólinn var stofnaður 1882. Fjölmargir gestir sóttu Hólastað heim í tilefni útskriftar og skólanum bárust kveðjur víða að. Ræður og ávörp fluttu m.a. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Tækjum stolið úr íbúð

BROTIST var inn í íbúð við Skúlagötu í Reykjavík í fyrrinótt og stolið þaðan sjónvarps- og myndbandstækjum. Fannst þýfið fljótlega í bíl og var maður handtekinn í gær í tengslum við málið. Við rannsóknina kom ýmislegt fleira á daginn og var gerð leit í húsi í Þingholtunum. Fundust þar ýmsir hlutir sem taldir eru vera þýfi úr öðrum innbrotum. Meira
12. september 1998 | Erlendar fréttir | 880 orð

Uppreisnin í Kongó ógnar valdajafnvægi í Afríku

ROBERT Mugabe, forseti Zimbabve, hafði forgöngu um að boða leiðtoga ríkja í sunnanverðri Afríku vil fundar í byrjun vikunnar til þess að ræða átökin í Lýðveldinu Kongó. Fundurinn, sem haldinn var í nágrenni hinna stórfenglegu Viktoríufossa, fór út um þúfur, m.a. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Valgerður endurkjörin formaður

VALGERÐUR Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi var endurkjörin formaður Leikfélags Akureyrar á aðalfundi félagsins í vikunni. Birgir Karlsson var kjörinn ritari stjórnar LA í stað Ingvars Björnssonar og Þráinn Karlsson var endurkjörinn meðstjórnandi. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Vandséð hvernig tryggja megi persónuvernd

LANDLÆKNIR telur í umsögn sinni um endurskoðað frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði að þótt ýmis atriði horfi til bóta frá upphaflegu frumvarpi sl. vor sé markmið frumvarpsins eftir sem áður óljóst. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vefur um Lewinsky-málið

SETTUR hefur verið upp sérstakur vefur um svonefnt Lewinsky-mál í tengslum við Fréttavef Morgunblaðsins á Netinu. Þar er að finna á frummálinu skýrslu Kenneths Starrs um samband Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky, greinargerð lögfræðinga Clintons auk frétta og fréttaskýringa sem birst hafa í Morgunblaðinu og á Fréttavefnum um málið. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Verðum að ljúka vinnunni í næsta mánuði

"FLOKKURINN hefur samþykkt að stefna að sameiginlegu framboði vinstri manna að uppfylltum ýmsum skilyrðum og ég vil ganga í það af þrótti að finna út hvort hægt er að uppfylla þessi skilyrði því það er öllum fyrir bestu að fá botn í hlutina," sagði Svavar Gestsson alþingismaður í viðtali við Morgunblaðið í gær. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Vetrarstarfið að hefjast

VETRARSTARF Kórs Akureyrarkirkju hefst næstkomandi þriðjudag, 15. september, og eru mörg skemmtileg verkefni framundan hjá kórnum. Þar má nefna jólasöngva kórsins í desember, kaffitónleika með veraldlegu ívafi en stærsta verkefnið í vetur verður tónleikar í apríl þar sem kórar í Eyjafjarðarprófastsdæmi og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sameina krafta sína og flytja m.a. Meira
12. september 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Viðurkenning Tóbaksvarnanefndar

Viðurkenning Tóbaksvarnanefndar SALATBARINN hjá Eika í Pósthússtræti fékk á dögunum viðurkenningu frá Tóbaksvarnanefnd fyrir gott framlag til tóbaksvarna en reykingar eru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Eigendur staðarins, Eiríkur Friðriksson og eiginkona hans, Halla Sjöfn Jónsdóttir, veittu viðurkenningunni viðtöku. Meira
12. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Ævintýri fyrir farþegana

SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins sigldi inn heldur kuldalegan Eyjafjörðinn í gærmorgun. Skipið "Vision of the See" var með um 2.000 farþega innanborðs. Þetta er stærsta skipið sem komið hefur til Akureyrar í sumar, 280 metra langt og 74 þúsund tonn. Hingað kom það frá Þórshöfn í Færeyjum og hélt síðdegis í gær áleiðis til Reykjavíkur en þaðan liggur leiðin vestur um haf. Meira

Ritstjórnargreinar

12. september 1998 | Leiðarar | 652 orð

ATHYGLISVERÐ NIÐURSTAÐA

leiðariATHYGLISVERÐ NIÐURSTAÐA UMRÆÐUM um hugsanlegt bandalag vinstri flokkanna í næstu þingkosningum hefur lítið verið rætt um víðtækari áhrif slíks bandalags á skiptingu kjörfylgis á milli flokka. Meira
12. september 1998 | Staksteinar | 275 orð

»Innrás að norðan! ENN HARÐNAR samkeppni á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsv

ENN HARÐNAR samkeppni á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í forystugrein Viðskiptablaðsins: "Í liðinni viku opnaði Kaupfélag Eyfirðinga nýja KEA-NETTÓ-verzlun í Reykjavík og er ljóst af viðbrögðum samkeppnisaðila að þeir munu bregðast við þessari "innrás" að norðan af fullri hörku." Fleiri kaupfélagsverzlanir? Meira

Menning

12. september 1998 | Fólk í fréttum | 235 orð

1.200 manna sveitaball Stuðmanna

LOKABALL Stuðmanna um helgina var auglýst sem sveitaball en sumum þótti yfirskriftin "svitaball" eiga betur við enda var dansað uppi á stólum og borðum fram á rauða nótt. Ballið var haldið í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og var innangengt í íþróttasalinn þar sem tónleikar Stuðmanna fóru fram. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 610 orð

"Alþýðlegir" manndráparar

OPRAH Vinfríður er glæsileg bandarísk blökkukona, sem spjallar við fólk í vinsælum sjónvarpsþætti vestra, en er m.a. kunn fyrir leik í kvikmyndinni Color Purple. Hún tekur fyrir ákveðin viðfangsefni í þáttum sínum og lætur sér fátt eitt óviðkomandi. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Anna Júlía sýnir í gallerí Nema hvað

NÚ stendur yfir sýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í gallerínu Nema hvað, (áður Fiskurinn), á Skólavörðustíg 22c. Anna Júlía sýnir verkstúfa með vísindalegu ívafi og eru verkin að hluta partur af útskriftarverki hennar frá London Guildhall University nú í sumar. Sýningin stendur til 27. september og er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 15­19 og laugardaga og sunnudaga kl. 14­17. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Cameron snýr sér að sjónvarpi

JAMES Cameron hefur í hyggju að snúa sér að sjónvarpsmyndagerð í félagi við Charles Eglee, framleiðanda "NYPD Blue" og "Murder One". Þeir hafa verið vinir í 17 ár. Cameron mun verða hugmyndasmiður á bakvið nýja þáttaröð og Eglee mun sjá um að hrinda henni í framkvæmd. Meira
12. september 1998 | Margmiðlun | 319 orð

Corel í kreppu

EITT SINN var helsta ritvinnslukerfi hér á landi WordPerfect sem var meira að segja til á íslensku. WordPerfect var framleitt í Utah og var helsta ritvinnsluforrit heims fyrir einkatölvur á sinni tíð. Helsti keppinauturinn var Word frá Microsoft og þegar Microsoft kynnti Windows notendaskilin fylgdi Windows-útgáfa af Word þar skammt á eftir. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 600 orð

Damon Albarn og Einar Örn með tónlistina í 101 Reykjavík

"ER ÉG að hringja á óviðurkvæmilegum tíma?" spyr blaðamaður og reynir að vera kurteis. "Þú greipst mig nú ekki á klósettinu en ég get farið þangað ef þú vilt," svarar Einar Örn Benediktsson og vel má ímynda sér að hann hafi brosað að minnsta kosti út í annað munnvikið. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 540 orð

Faðir og sonur, hross og pólitík

eftir Dick Francis. Jove Books 1998. 306 síður. BRESKI metsöluhöfundurinn Dick Francis hefur skrifað eitthvað tæplega fjörutíu spennusögur á sínum ferli sem flestar ef ekki allar bera áhuga hans á veðreiðum og hestamennsku fagurt vitni. Hann á stóran hóp dyggra lesenda og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál meðal annars íslensku. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 182 orð

Firnasterkur framtíðartryllir

Stöð20.45 Sporfari (Blade Runner) Annar firnasterkur framtíðartryllir eftir leikstjórann Ridley Scott frá hans blómaskeiði. Hefur ómælt afþreyingargildi, gefur Alien lítið eftir og á mikið fylgi vítt um lönd. Gerist í Los Angeles á öndverðri, komandi öld. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 331 orð

Frétti af framhjáhaldi í leigubíl

FARÞEGI í leigubíl í Napólí komst að því að eiginkona hans stóð í framhjáhaldi þegar hann heyrði í talstöð leigubílsins að hún hafði pantað annan leigubíl sem flutti hana að húsi viðhaldsins. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Fyrirlestur um þýðingar og þýðingarfræði

Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor flytur opinberan fyrirlestur um þýðingar og þýðingarfræði í Þjóðarbókhlöðunni, mánudaginn 14. september kl. 17.15, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Sigurðar Nordals og nefnist "Babelskur arfur: Um þýðingar og þýðendur." Ástráður Eysteinsson er prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 34 orð

Grafíksýning framlengd

GRAFÍKSÝNIG Sveinbjargar Hallgrímsdóttur í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðugstíg 5, hefur verið framlengd um eina viku. Sýningin er opin þegar Listmunahúsið er opið, mánudaga­föstudaga kl. 10­18 og laugardaga kl. 11­14. Sýningunni lýkur laugardaginn 19. september. Meira
12. september 1998 | Margmiðlun | 189 orð

Hjaðningavíg bannárabófa

FYRIRTÆKI grípa til ýmissa meðala til að kynna varning sinn og stundum reynist þeim erfitt að greina á milli snjallra hugmynda og smekkleysu. Fyrir skemmstu lét Eidos undan þrýstingi með nýjan leik sinn, en fyrirtækið hugðist nota dæmdan morðingja sem aðalpersónu í auglýsingaherferð sinni. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 139 orð

Hver er sekur? Lygari (Liar)

Framleiðsla: Peter Glatzer. Handrit og leikstjórn: Jonas og Josh Pate. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlutverk: Tim Roth, Michael Rooker, Chris Penn og Renee Zellweger. 98 mín. Bandarísk. Myndform, september 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 210 orð

Kubrick loksins ánægður

KVIKMYNDIN "Eyes Wide Shut" með Tom Cruise og Nicole Kidman verður frumsýnd 16. júlí árið 1999, næstum þremur árum eftir að maraþontökur hófust undir leikstjórn Stanley Kubricks. Það þýðir að myndin verður frumsýnd aðeins tveimur vikum á eftir stórmyndinni Villta, villta vestrinu frá framleiðendum Independence Day, sem verður með Will Smith, Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 376 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.10 Þumalína (Thumbeline, '94). Sígilt ævintýri eftir H.C. Andersen fær líflausa meðhöndlun hjá Warner bræðrum í Disney stellingum. Vel gerð tæknilega af Don Bluth og félögum, en engir töfrar. Stöð215.00 Spilavítið (Four For Texas, '63). Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 26 orð

Leikhússport í Iðnó

Leikhússport í Iðnó KEPPNI í leikhússporti verður í Iðnó, mánudagskvöld kl. 20.30. Þetta er í þriðja sinn sem sem slík keppni er haldin. Kynni er Benedikt Erlingsson. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 168 orð

Lína lifir Lína Langsokkur (Pippi Langstrump)

Leikstjórn: Waldemar Bergendahl. Tónlist: Anders Berglund. Helstu leikraddir: Álfrún Örnólfsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Örn Árnason, Þórhallur Sigurðsson Finnur Guðmundsson og Mist Hálfdánardóttir. 80 mín. Myndform, september 1998. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Mad Max aftur fram á sjónarsviðið

KVIKMYNDAVERIÐ Universal Pictures rær nú að því öllum árum að gera fjórðu hasarmyndina um eyðimerkurhetjuna Mad Max og er áætlað að hún verði frumsýnd sumarið 2001 eða 2002. Ekki er ljóst hvort Mel Gibson verður í aðalhlutverki eins og í fyrstu þremur myndunum. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 369 orð

Madonna vann til sex verðlauna

ÞAÐ ER til marks um gífurlegar vinsældir Madonnu að hún vann til sex verðlauna á afhendingu tónlistarverðlauna MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á fimmtudag, þar á meðal fyrir myndband ársins. "Allir hundar eiga sínar stóru stundir," sagði hún af þessu tilefni. Björk Guðmundsdóttir var verðlaunuð fyrir besta listræna stjórnun í myndbandi við lagið "Bachelorette". Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Málverkasýning í Ólafsvík

SIGRÚN Jónsdóttir myndlistarmaður opnar málverkasýningu á Hótel Höfða í Ólafsvík sunnudaginn 13. desember. Á sýningunni eru 42 myndir og er þetta hennar 18. einkasýnig. Sýnigunni er sölusýning og lýkur sunnudaginn 20. september. Sýningin er opin daglega frá kl. 16­22. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 350 orð

Móa fær góða dóma í Bretlandi

SMÁSKÍFAN Memory Cloud með samnefndu lagi af plötunni Universal var gefin út í ágúst og hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi. Á smáskífunni eru einnig endurhljóðblandanir af laginu gerðar af J Magik frá Metalheadz og Attica Blues. Smáskífan hefur hlotið lofsamlega dóma hjá breskum tónlistartímaritum. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Nýr framkvæmdastjóri

MAGNÚS Árni Skúlason hefur látið af starfi framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins eftir rúmlega tveggja ára starf og var Valgeir Valdimarsson ráðinn til starfans frá 1. september sl. Valgeir er 26 ára heimspekinemi og hefur m.a. starfað að auglýsinga- og kynningarmálum. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 337 orð

Nýstárlegir tónar

HJARTSLÁTTARKVÖLDIN í umsjón Gus Gus, hr. Örlygs og Bjarkar eru orðin fastur liður hjá mörgum tónlistarunnendum því þar er boðið uppá bæði frumlega og nýstárlega tónlist og er mikill metnaður lagður í að fá hingað til lands hina athyglisverðustu tónlistarmenn og plötusnúða. Meira
12. september 1998 | Margmiðlun | 536 orð

Ótrúleg stemmning

SÍÐASTLIÐINN sunnudag hófst í Olympia-sýningarhöllinni í Kenington í London hin árlega ECTS- leikjasýning. Sýningin er svonefnt Trade Show eða sýning aðeins ætluð fyrir þá sem starfa innan leikjaiðnaðarins og blaðamenn, en þar sýna allir helstu framleiðendur nýjustu vörur sínar, en meginþemað er alltaf leikir. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 254 orð

Spielberg heillast af geisju

ÞAÐ HEYRIR ávallt til tíðinda þegar Steven Spielberg hugsar sér til hreyfings í Hollywood. Nú hefur hann ráðið rithöfundinn Ron Bass til að búa til handrit fyrir næstu kvikmynd sína "Minningar geisju" eða "Memoirs of a Geisha". Bass er þegar byrjaður að vinna handritið upp úr sögulegri skáldsögu Arthurs Goldens. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 382 orð

Stórsveitarsveifla á Sögu

DJASSVEISLAN heldur áfram í Reykjavík og í kvöld geta unnendur stórsveitarsveiflunnar fengið eitthvað við sitt hæfi, því Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika á Hótel sögu kl. 21 í kvöld. Einleikari er Sigurður Flosason saxófónleikari, en átján tónlistarmenn eru í hljómsveitinni. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 53 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUM Sigríðar Ólafsdóttur í Ásmundarsal og Helenu Guttormsdóttur í Gryfjunni lýkur í dag, sunnudag. Safnið er opið frá kl. 14­18. Gallerí Fold Höggmyndasýningu Susanne Christensen í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg lýkur í dag, sunnudag. Galleríið er opið daglega frá kl. 10­18, laugardaga kl. 10­17 og sunnudaga kl. 14­17. Meira
12. september 1998 | Fólk í fréttum | 61 orð

Valdabarátta

FRANSKA fatakeðjan Kookai leggur brátt í auglýsingaherferð um Frakkland með plaköt af litlum manni með sláttuvél sem snyrtir bikini-línu á stúlku. Plakatið er dæmigert fyrir þá umbyltingu sem orðið hefur á kynjahlutverkum í auglýsingum. Á meðan plakatið þykir móðgandi fyrir konur í Bretlandi eru viðhorfin önnur í Frakklandi. Meira
12. september 1998 | Margmiðlun | 37 orð

Vefur um veg

VEFUR helgaður verslunum við Laugaveginn var opnaður sl. laugardag, en í frásögn af honum misritaðist slóð vefsins. Rétt slóð á vefnum, sem hefur að geyma heimasíður um helmings verslana og fyrirtækja við Laugaveg, er www.laugavefur.is. Meira
12. september 1998 | Margmiðlun | 139 orð

Örbylgjubanki í eldhúsið

ÞEGAR tölvufróðir og -framleiðendur hafa rætt nettengingu heimilisins hafa þeir helst horft til sjónvarpsins eða jafnvel símans. Þegar er hægt að stunda bankaviðskipti yfir netið og einnig er hægt að gera ýmislegt í gegnum símann. Nú hefur NCR séð sér leik á borði og hyggst fella samskiptabúnað inn í örbylgjuofna. Í gegnum ofninn mætti þá sinna bankareikningnum, greiða reikninga og kaupa inn. Meira
12. september 1998 | Menningarlíf | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

JAZZHÁTÍÐ Reykajvíkur 1998 lýkur í dag. Sólon Íslandus Tríó Ólafs Stephensen leikur "Pönnukökujazz" kl. 15. Tríóið skipa, auk Ólafs Stephensen, sem leikur á píanó, Tómas R. Einarsson, sem spilar á kontrabassa, og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari. Íslenska Óperan Tríó Ray Brown, kl. 21. Meira

Umræðan

12. september 1998 | Aðsent efni | 2463 orð

"AFI MINN FÓR Á HONUM RAUÐ"

GÓÐI Hesta-Bjarni og virðulegur Ásgeir frá Gottop. Ég ætla að leyfa mér að ávarpa ykkur tvo, heiðursmenn, og tileinka ykkur tveim og öðrum góðum, sem forðum voru snillingar meðal jafningja, þetta greinarkorn. Meira
12. september 1998 | Bréf til blaðsins | 499 orð

Fjögur hjörtu

ÞAÐ FÆRÐIST blómstrandi líf yfir Akureyri þegar leikendur af gamla skólanum, þeir Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik Haraldsson og Árni Tryggvason, tróðu upp í skemmtilegum húsakynnum neðst á Oddeyrinni á Akureyri. Þetta er raunar leikhús ­ Renniverkstæði ­ sem hefur verið breytt og gefin sál. Það er gott að koma í þetta hús og það er gott að njóta leiklistar þar. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 396 orð

Glæsileg Grafarvogshátíð

Í DAG verður haldin hátíð í Grafarvogi undir kjörorðinu "Máttur og menning". Markmiðið með hátíðinni er að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem öll fjölskyldan getur haft gaman af. Glæsileg dagskrá hefst með messu í Grafarvogskirkju, sem hverfisbúar taka þátt í með upplestri og tónlist. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 1371 orð

Maðkaveiði og verðmæti laxveiða

SÚ VAR tíðin að íslenskir laxveiðimenn bjuggu sig til veiða með það í huga, að með dugnaði og útsjónarsemi gat veiðitúrinn staðið undir sér og gott betur ef þeir öfluðu vel. Þetta var í þann tíma sem lax var metinn sem munaðarvara í kæliborðinu. Í dag er öldin önnur og dauður lax í kæliborði er síst verðmætari en ýsan eða lúðan í fatinu við hliðina. Breytingin varð með tilkomu eldisstöðvanna. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 471 orð

Selstöðu-álver og hagsmunir Landsvirkjunar

LANDSVIRKJUN hefur einokunarstöðu í framleiðslu rafmagns hér á landi. Stofnunin hefur hingað til neitað öllum tilmælum annarra aðila um rafmagnsframleiðslu hingað til, aðila sem telja sig geta framleitt mun ódýrari orku en Landsvirkjun. Markaður fyrir rafmagnsorku innanlands og til innlendra fyrirtækja og einstaklinga er mjög lítill, íbúatala hér á landi telst 270.000. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 544 orð

Skátastarf er æskulýðsstarf

HAFI lyngið ekki borið blóm að vori er tilgangslaust að leita berja á því að hausti. Það sama á við um æskulýðinn. Ef skila á þjóðfélaginu fram á veg verður að tryggja að æskan nái að blómstra og þroskast. Allar rannsóknir benda eindregið til þess að þátttaka barna í skipulögðu félags-, tómstunda- og íþróttastarfi skipti sköpum gegn mannskemmandi áhrifum götulífs. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 990 orð

Staða sjávarútvegs á Íslandi

Í MORGUNBLAÐINU 21. ágúst síðastliðinn fjallaði heilsíðugrein um íslensk fiskvinnslufyrirtæki sem "hyggjast reisa fullkomna rækjuverksmiðju í St. Anthony á Nýfundnalandi í samvinnu við Clearwater Fine Foods Inc." Í greininni segja forsvarsmenn fyrirtækisins að þessi verksmiðja, "gæti skilað auknu hráefni af rækju til vinnslu hérlendis. Meira
12. september 1998 | Bréf til blaðsins | 188 orð

Svar til Hildar Ólafsdóttur og Ólafar Óladóttur

Í MORGUNBLAÐINU 10. september þar sem þið kvartið yfir "troðningi á Broadway", vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Í fyrsta lagi leiðrétta að hljómsveitin var með miðasöluna á umræddan dansleik og rann aðgangseyrir til hennar en ekki Broadway, svo fullyrðing ykkar um "græðgi" forráðamanna veitingahússins á engan veginn við. Seldir voru 2. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 1055 orð

Sögulegt löggjafarslys?

HVERGI í veröldinni er til einn miðlægur gagnagrunnur með samtengdum heilsufars- og ættfræðiupplýsingum heillar þjóðar. Setning laga um að koma slíkum gagnagrunni á fót hérlendis væri því heimsviðburður. Dauðans alvara Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 454 orð

Tveir skýrir kostir

FYRIR nokkru var ritað undir samning milli ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar um svonefnda einkaframkvæmd vegna Iðnskólans í Hafnarfirði. Skólinn hefur lengi búið við þröngan húsakost. Er ætlunin að bæta úr honum með því að fara inn á nýjar brautir. Einkaaðili tekur að sér að hanna, byggja og reka skólahúsið auk þess sem hann sér um öryggisgæslu þess og rekstur tölvubúnaðar skólans. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 1007 orð

Uppreisn æru

MARGIR Íslendingar ganga nú hnípnir um sali og þannig er þrengt að mannfólkinu að því liggur við köfnun. Þörf er á uppreisn fjöldans. Orðið uppreisn er lýsandi um upphaflegt innihald orðsins, þ.e. að "rísa upp". Þetta samsetta orð hefur einnig í sér "reisn" sem þýðir sjálfsvirðing. Þannig er uppreisn tengd jákvæðum eiginleikum hjá okkur öllum. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 550 orð

Velheppnað Reykjavíkurmaraþon

REYKJAVÍKURMARAÞON var haldið í fimmtánda sinn sunnudaginn 23. ágúst síðastliðinn í góðu veðri. Þessi íþróttaviðburður hefur fyrir löngu áunnið sér fastan sess í borgarlífinu og þar gefst öllum, ungum sem öldnum, kostur á að reyna hæfilega á sig og taka um leið þátt í heilbrigðri keppni. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 799 orð

Verndun Þjórsárvera: Áfangasigur

Í VOR samþykkti skipulagsstjóri með eilitlum fyrirvörum frummatsskýrslu Landsvirkjunar þar sem lýst var að hluta umhverfisáhrifum í kjölfar framkvæmda við allt að 140 MW Vatnsfellsvirkjun við Þórisvatn. Umhverfisráðherra hnekkti nýlega þessum úrskurði, en Náttúruverndarsamtök Íslands, Fuglaverndarfélag Íslands og Náttúruvernd ríkisins kærðu hann. Meira
12. september 1998 | Aðsent efni | 877 orð

Þrjár vélritaðar síður um öryggismál sjómanna

Slys meðal sjómanna eru þrefalt fleiri hlutfallslega hér en í Danmörku, segir Jóhann Páll Símonarson, sem telur ástæðurnar m.a. hraða, álag og stífa sókn í misjöfnu veðri. Meira
12. september 1998 | Bréf til blaðsins | 456 orð

Öryggismál sjómanna og ráðstefnur

ÖRYGGI sjómanna er mikið í umræðum og ráðstefnur haldnar þar sem margs konar tölfræðirannsóknir eru kynntar. Tölfræði þessa mætti kalla "statistikk" og þá sem vinna að söfnun gagna og úrvinnslu "statistikkara". Meira

Minningargreinar

12. september 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Anna Guðný Andrésdóttir

Það mun hafa verið nokkrum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar að ég tók eftir því að Haukur bróðir minn var farinn að vera með stúlku norðan úr Skagafirði. Þetta var á árunum þegar mæðiveikin hafði verið kveðin í kútinn og mikil uppsveifla var í landbúnaði, mikið um framræslu, tún aukin og stórbætt, enda fjölgaði búfénaði mjög á þessum árum. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Anna Guðný Andrésdóttir

Elsku Anna er dáin. Minningabrot hrannast upp, hendur tímans hafa farið mjúkum höndum um þau og alltaf skín sólin þegar Anna kemur í hugann. Það er sárt að hún skuli ekki lengur birtast á tröppunum á Röðli brosandi og glöð til að bjóða gesti velkomna í bæinn. Allt frá því að ég var lítið barn hefur Anna verið hluti af lífi mínu. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 145 orð

ANNA GUÐNÝ ANDRÉSDÓTTIR

ANNA GUÐNÝ ANDRÉSDÓTTIR Anna G. Andrésdóttir fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múl. 7. júní 1927. Hún andaðist 4. september síðastliðinn á Héraðshælinu á Blönduósi. Foreldrar hennar voru: Lilja Kristbjörg Jóhannsdóttir húsmóðir og Bjarni Andrés Þórðarson, bóndi og húsasmiður. Bræður hennar eru: Kristinn, tvíburabróðir Önnu, d. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 265 orð

Eiríkur Þorkelsson

Elsku Eiki. Nú ertu farinn okkur frá. Þú sem hefur verið órjúfanlegur hluti af tilveru okkar frá því að við fæddumst. Mesta tilhlökkunarefni okkar systkinanna á leið til Eskifjarðar, fyrst sem börn, síðar sem unglingar og allt fram á þennan dag, var að hitta þig og Sigurð, bróður þinn. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 683 orð

Eiríkur Þorkelsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Elsku besti frændi. Við trúum varla að þú sért farinn frá okkur. Þú sem varst alltaf svo hraustur og hress og kenndir þér aldrei neins meins. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 198 orð

EIRÍKUR ÞORKELSSON

EIRÍKUR ÞORKELSSON Eiríkur Þorkelsson var fæddur á Eskifirði hinn 23. október 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Þuríður Indriðadóttir f. 1892, d. 1964 og Þorkell Eiríksson, f. 1886, d. 1972. Þau voru frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÚN SÓLEY KARLSDÓTTIR

GUÐRÚN SÓLEY KARLSDÓTTIR Guðrún Sóley Karlsdóttir fæddist á Ísafirði hinn 11. september 1950. Hún lést 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 3. mars. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Guðrún Sóley Karlsdóttir og Sigríður Jóna Albertsdóttir

Þetta er kveðja frá móður, stjúpföður og systkinum. Sóley, eins og hún var alltaf kölluð, er nú hjá föður sínum sem dó þegar hún var 19 ára, ári seinna byrjuðu veikindi hennar og ekkert lát var á því sem hún þurfti að ganga í gegnum. Hún átti yndislegan sambýlismann sem Gunnlaugur Sigurgeirsson heitir og gerði hann allt fyrir hana í veikindum hennar. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir

Mér verður hörpunnar dæmi, þeirrar er á vegg hvolfir stjórnlaus og strengja stillarinn er frá fallinn fellur á sót og sorti saknar manns í ranni. (Fiðlu-Björn) Aldrei hefi ég efast um yfirburði tónsins yfir orðinu. Svo sagði mikill rithöfundur er hann fjallaði um verk stórmeistara tónsmíða. Tónninn er ugglaust í okkur flestum. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 714 orð

Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir

Vinkona mín og sveitungi Ingibjörg í Bjálmholti eða Minna eins og hún var jafnan kölluð er látin tæplega níræð að aldri. Þó að stutt sé á milli bæja var það þó ekki fyrr en fyrir tæpum átta árum árum að ég kynntist Minnu. Það var í gegnum vinkonu mína og frænku hennar, Ágústu frá Raftholti, sem kynnin hófust. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir

Hún Minna okkar er dáin. Hugurinn reikar aftur í tímann. Í Marteinstungu eru að alast upp sex systkini. Á næsta bæ, Bjálmholti, eru engin börn, þar býr fullorðið fólk. En það skiptir engu máli fyrir okkur, þarna er ekkert kynslóðabil. Það er borin jöfn virðing fyrir öllum háum sem lágum, mönnum og dýrum. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 287 orð

INGIBJÖRG KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

INGIBJÖRG KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Ingibjörg Kristín Sigurðardóttir var fædd í Bjálmholti í Holtum 6. janúar 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Borghildur Þórðardóttir bónda í Sumarliðabæ og Sigurður Sigurðarson bónda í Bjálmholti. Systkini Ingibjargar voru: 1) Sigurjón G. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 201 orð

KARITAS HALLBERA HALLDÓRSDÓTTIR

Karitas Hallbera Halldórsdóttir húsmóðir, Silfurtúni 18a í Garði, er 70 ára í dag, 12. september. Karitas er fædd í Vörum í Garði. Foreldrar hennar voru Kristjana Pálína Kristjánsdóttir húsmóðir og Halldór Þorsteinsson útvegsbóndi. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 117 orð

Ragnar Smárason

Kæri vinur okkar og starfsmaður. Það er ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá okkur og sárt til þess að hugsa, að samverustundirnar verði ekki fleiri. Þótt þú hafir aðeins verið hjá okkur í sex mánuði, og kynni því ekki löng, voru þau í alla staði mjög ánægjuleg. Betri dreng og samviskusamari starfsmann er vart hægt að hugsa sér og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þín þennan tíma. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 330 orð

Ragnar Smárason

Á stundum sem þessum geta fá orð lýst líðan minni. Maður reynir að hugga sig með því að rifja upp orðtak eins og að þeir sem guðirnir elska deyi ungir en þvílíkar útskýringar duga skammt. Það er svo óraunverulegt að lífið geti breyst svona á svipstundu við það eitt að heyra nokkur orð, lík þeim sem báru manni þessar harmi þrungnu fréttir. Það er erfitt að sjá á eftir Ragga. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 24 orð

RAGNAR SMÁRASON

RAGNAR SMÁRASON Ragnar Smárason fæddist í Reykjavík 31. desember 1975. Hann lést 1. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. september. Meira
12. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNA ALBERTSDÓTTIR Sigríður Jóna Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1973. Hún lést í Reykjavík 9. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 19. júní. Meira

Viðskipti

12. september 1998 | Viðskiptafréttir | 121 orð

20% lækkun Íslandsbanka

VERÐ hlutabréfa Íslandsbanka hefur lækkað um nærri því 20% frá því gengi þeirra fór hæst um miðjan ágúst. Lokagengi hlutabréfa Íslandsbanka var 3,45 í gær, svipað og í fyrradag en þá lækkaði það um 2%. Fyrir mánuði seldust hlutabréfin á um 3,80 en gengi þeirra hækkaði um miðjan mánuðinn og fór upp í 4,30 hinn 14. ágúst. Síðan hefur það lækkað um 19,76%. Meira
12. september 1998 | Viðskiptafréttir | 316 orð

56 milljóna hagnaður

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar skilaði liðlega 56 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins, á móti liðlega 47 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Stjórnendur sjóðsins stefna að 20­22% aukningu heildarlána á árinu. Hagnaður sparisjóðsins fyrir skatta var tæplega 88 milljónir kr. fyrstu sex mánuði ársins samanborið við tæpar 83 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Meira
12. september 1998 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Aston Villa ekki í

BREZKA knattspyrnufélagið Aston Villa kveðst ekki eiga í viðræðum um fjárfestingu eða hugsanlega yfirtöku. Haft hafði verið eftir Mark Ansell fjármálastjóra í BBC að félagið hefði rætt við fjarskiptafyrirtæki og samkomulag kynni að nást. Verð hlutabréfa í Aston Villa komst í 737,5 pens eftir fréttina. Meira
12. september 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

CBS, NBC og PBS fá flest Emmy- verðlaun

CBS, NBC og PBS báru mest úr býtum þegar Emmy-verðlaunin fyrir fréttir og heimildaþætti voru veitt í 19. sinn. Hver stöð fékk 10 verðlaun. Þátturinn "Dateline NBC" hlaut fern Emmy-verðlaun fyrir frétt, sem hann var fyrstur með. Discovery Channel hlaut fimm verðlaun, en ABC fern. CBS hlaut þrenn verðlaun fyrir þætti um Díönu prinsessu. Meira
12. september 1998 | Viðskiptafréttir | 542 orð

Miklir möguleikar fyrir fisk á skyndibitamarkaði

GÍFURLEGIR möguleikar eru fyrir fiskafurðir á bandarískum skyndibitamarkaði eftir að Long John Silver fyrirtækið varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum, en félagið hafði verið ráðandi á þeim markaði um árabil. Meira
12. september 1998 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Milljarðs kr. hagnaður Landssímans

LANDSSÍMINN hf. skilaði liðlega 1,7 milljarðs kr. hagnaði fyrir skatta á fyrri árshelmingi og tæplega 1,1 milljarði kr. eftir að reiknaðir skattar hafa verið dregnir frá. Þetta er fyrsta rekstrarár Landssímans hf., eftir skiptingu Pósts og síma. "Við erum afar ánægðir með niðurstöðuna," segir Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssímans. Meira

Daglegt líf

12. september 1998 | Neytendur | 31 orð

Haust- og vetrarlisti H&M

Haust- og vetrarlistinn frá H&M Rowells er kominn út. Íhonum er að finnatískufatnað á allafjölskylduna. Póstverslunin er í Kringlunni 7 þar sem verslunin H&M er einnigtil húsa. Meira
12. september 1998 | Neytendur | 164 orð

Kílóið á allt að 700 krónur

ALGENGT kílóverð á nýjum ýsuflökum hefur lengi verið um 550 krónur. Verðið hefur hins vegar sums staðar hækkað að undanförnu og eru dæmi um að kílóið hafi verið selt á um 700 krónur nú í vikunni. "Fiskverð hefur farið hækkandi undanfarið. Við erum að keppa við erlenda kaupendur sem eru aðallega frá Bandaríkjunum og þeir borga mjög hátt verð," segir Árni Ingvarsson hjá Nýkaupi. Meira
12. september 1998 | Neytendur | 608 orð

Verðtryggð bílalán hagstæðari en óverðtryggð?

TUGIR bílalána koma til þinglýsingar á hverjum degi og yfirleitt gefst kaupendum kostur á að taka óverðtryggt eða verðtryggt lán. "Að undanförnu hefur fólk frekar kosið verðtryggð lán til bílakaupa en óverðtryggð," segir Gunnar Kr. Sigurðsson, umsjónarmaður bílasamninga hjá Lýsingu, en þar er viðskiptavinum boðið upp á hvorttveggja. Meira

Fastir þættir

12. september 1998 | Í dag | 35 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 14. september, verður fimmtugur Ívar Magnússon heildsali, Hlíðarvegi 44, Kópavogi. Hann og eiginkona hans, Arnheiður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, taka á móti gestum á heimili sínu í dag milli kl. 17 og 19. Meira
12. september 1998 | Í dag | 39 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 12. september, verður fimmtugur Einar S. Sigurðsson, verslunarstjóri, Strandgötu 2, Hvammstanga. Eiginkona hans er Svanhvít Kjartansdóttir. Þau taka á móti gestum í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, Reykjavík, milli kl. 18 og 23 á afmælisdaginn. Meira
12. september 1998 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 13. september, verður fimmtugur Benedikt Sævar Vilhjálmsson, starfsmaður hjá Fálkanum hf., Kópavogsbraut 73. Hann og kona hans Guðrún Elísabet Bjarnadóttir taka á móti gestum í dag, laugardag, í Kiwanissalnum, Engjateigi 11, Reykjavík, milli kl. 20 og 23. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 139 orð

Alþýðuhetjan Sölvi Helgason

Kaffilistahúsið Sólon Íslandus er nefnt eftir alþýðulistamanninum Sölva Helgasyni og var hann flestum þekktur undir því heiti. Sölvi fæddist 1820, sonur fátækra vinnuhjúa, og varð flökkulífið snemma hlutskipti hans. Hann var ungur að árum er óvenjulegir listhæfileikar komu í ljós, en listsköpun hans var ekki allra og hann mætti skilnings- og áhugaleysi meðborgara sinna. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

SÍÐASTA spilakvöld í sumarbrids var þriðjudaginn var og mættu 16 pör, enda spilaveður gott fyrir norðan um þessar mundir! Efstu pör: Hans Viggóson­Jónas Róbertsson224 Ævar Ármannsson­Hilmar Jakobsson219 Pétur Guðjónsson­Una Sveinsdóttir208 Sumarmeistari B.A. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

SÍÐASTLIÐINN miðvikudag lauk einmenningsmóti bridsfélagsins Muninn í Sandgerði. Alls tóku 20 manns þátt í mótinu sem tók tvö kvöld. Grethe fór upp úr 5. sæti og sigraði örugglega. En Vignir Sigursveinsson spilaði seinna kvöldið fyrir hönd Ingimars sem var erlendis. Einnig hífði Guðlaugur sig upp úr 13.­14. sæti í það 3.­4. Verðlaun eru veitt fyrir 3 efstu sætin. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 35 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Vetrarstarfið hófst sl. mánudagskvöld. Þátttaka var fremur dræm en nú er blásið í herlúðra og spilaður eins kvölds tvímenningur á mánudaginn. Spilamennskan hefst kl. 20 í Félagsheimilinu við Sandgerðisveg. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids að ljú

Mánudagskvöldið 7. sept mættu 26 pör í eins kvölds Mitchell-tvímenning. Meðalskor var 312 og þessi pör urðu efst: NS: Una Árnadóttir ­ Jóhanna Sigurjónsdóttir369 Kristinn Þórisson ­ Vilh. Sigurðsson jr. 365 Hróðmar Sigurbjörnss. ­ Herm. Friðrikss. 354 Sigrún Pétursd. ­ Árnína Guðlaugsdóttir 342 AV: Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 328 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarf Bridsfé

AÐALSPILADAGAR félagsins verða miðvikudaga en dagskráin til áramóta verður þessi: 16.­30. sept.: Þriggja kvölda Barómeter hausttvímenningur. Raðað er eftir hverja umferð og menn mæta þeim sem eru á svipuðum slóðum og þeir í mótinu. Hér er tilvalið að hrista af sér sumarslenið og hefja undirbúning undir Íslandsmótið í tvímenningi sem nú er að haustlagi. 7. okt.­18. Meira
12. september 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Lágafellskirkju af sr. Önnu Pálsdóttur Ólína Jónsdóttir og Ásmundur Guðnason. Heimili þeirra er að Salthömrum 6, Reykjavík. Meira
12. september 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Berglind L. Bjarnarson og Helgi Björnsson. Heimili þeirra er að Rauðarárstíg 30, Reykjavík. Meira
12. september 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Oddný Jónsdóttir og Björgvin Ingvarsson. Heimili þeirra er að Efstuhlíð 7, Hafnarfirði. Meira
12. september 1998 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í "Bahá'í-hjónavígslu" 14. júní sl. á heimili sínu Jutaporn Puiaob og Hörður Júlíusson. Heimili þeirra er að Þinghólsbraut 10, Kópavogi. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 1920 orð

Fimir fingur og listrænt innsæi Skemmtikraftur, sálusorgari og sáttasemjari. Allt þetta og eflaust miklu meira til felst í

Það er föstudagskvöld og sumri er tekið að halla. Ágústmánuður er við það að syngja sitt síðasta, regndropar falla á stræti og torg og næsta fáir virðast á ferli. Ferð blaðamanns er heitið á einn vinsælasta skemmtistað miðborgarinnar, kaffilistahúsið Sólon Íslandus á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Meira
12. september 1998 | Í dag | 213 orð

Góð þjónusta BJARNI hafði sa

BJARNI hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri þakklæti sínu fyrir mjög góða þjónustu sem hann fékk hjá Rúmfatalagernum á Smáratorgi. Segist hann hafa verið að skila, skipta og fá annað í staðinn og hafi Sigurður, starfsmaður þar, veitt honum mjög góða þjónustu. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 772 orð

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) »ÁSKIR

Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Loftur Erlingsson syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 991 orð

Hljóðlátir draumar

HVERNIG hljóma draumar? Oft eru draumar hljóðir líkt og slökkt hafi verið á umhverfinu eins og útvarpi, allt er hljótt, ekkert heyrist. Aðrir draumar eru hljóðtengdir og það heyrist skýrt í náttúrunni og tali fólks. Enn aðrir draumar eru þjakaðir af hávaða svo dreymandinn er sturlun nær þegar hann vaknar. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 337 orð

Hvað er mers?

Menning - listir 1. Spurt er um skáldsögu þar sem "stóri bróðir" hefur gætur á fólki. Hvað heitir sagan og hver er höfundurinn? 2. Fyrir hvaða konung orti Egill Skallagrímsson kvæðið Höfuðlausn? 3. Spurt er um rithöfund sem samdi m.a. skáldsöguna "Kristrún í Hamravík"? Saga Meira
12. september 1998 | Dagbók | 537 orð

Í dag er laugardagur 12. september 255. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 12. september 255. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Kunna gerðir þú mér lífsins vegu. Þú munt mig fögnuði fylla fyrir þínu augliti. (Postulasagan 2, 28.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Silver Cloud og Vision of the Seas komu og fóru í gær. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 779 orð

Íslenskt mál

SNORRI Jónsson í Hafnarfirði skrifar mér bréf sem mér þykir brotaminnst að birta óstytt að slepptum kveðjuorðum. Umsjónarmaður þakkar bréfið, en getur engri vitneskju bætt við efni þess. Ef það vilja aðrir gera, er það vel þegið: "Refsveina eða refkeila. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 1331 orð

Kasparov ver ekki titilinn

Gary Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, hefur ekki fundið neinar leiðir til að fjármagna eigin heimsmeistaraeinvígi. Á MEÐAN Alþjóðaskáksambandið FIDE ætlar að halda heimsmeistaramót á hverju ári gengur ekkert upp hjá Kasparov sem klauf sig út úr FIDE árið 1993. Nú virðist ljóst að ekkert verður af einvígi þeirra Kasparovs og Shirovs um "heimsmeistaratitilinn". Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 324 orð

Safnaðarstarf Tónlistar-vesper í Hveragerðiskirkju

ANNAN sunnudag hvers mánaðar er helgistund í Hveragerðiskirkju, sem byggist fyrst og fremst upp á tónlist ásamt ritningarlestrum og bænargjörð og nefnist "Tónlistar- vesper". Sumartími þessara stunda er kl. 20. Vesper þýðir aftansöngur og er orðið fengið frá hefðbundinni tíðagjörð kirkjunnar sem markaði eyktir sólarhringsins með helgihaldi. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 607 orð

Svefnþörf og aldur

Spurning: Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona mín, sem er á sama aldri og ég, segir hins vegar að þetta sé bull og vitleysa og að hún þurfi síst minni svefn nú en áður. Meira
12. september 1998 | Í dag | 364 orð

ÞAÐ litla, sem Víkverji sá af Keikó-útsendingum sjónvarpsstöðvanna á

ÞAÐ litla, sem Víkverji sá af Keikó-útsendingum sjónvarpsstöðvanna á fimmtudaginn, virtist ekki sérlega áhugavert sjónvarpsefni. Rétt eins og á leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs árið 1986, þegar sjónvarpsmyndavélunum var miðað á hurðarhúninn á Höfða tímunum saman, Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 799 orð

Þýðingar í sviðsljósi"Fámennum hópi þýðenda úr íslensku fer fjölgandi. Fornar og nýjar bókmenntir eru þýddar, skemmst er að

ÞÝÐENDAÞING í Skálholti og Reykjavík á vegum Bókmenntakynningarsjóðs og Stofnunar Sigurðar Nordals hefur staðið frá 9. september og lýkur hinn 14. Átján þýðendur íslenskra bókmennta sitja þingið. Meira
12. september 1998 | Fastir þættir | 596 orð

Ætlar að verða frægur teiknimyndahöfundur

TÓMAS A. Rizzo er 11 ára og hefur teiknað síðan hann man eftir sér. Hann hefur nú þegar samið sex langar teiknimyndasögur, um 40 til 50 blaðsíður að lengd, og auk þess óteljandi smásögur. Og draumurinn er að gefa út bók og verða frægur. Meira

Íþróttir

12. september 1998 | Íþróttir | 309 orð

Auðvelt hjá FH-ingum

"Við erum með góðan leikmannahóp og fyrir leikinn trúði ég því að við mundum verða meistarar. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að leikurinn yrði svona léttur og bæði KR og ÍR voru miklu erfiðari andstæðingar," sagði Sverrir Garðarson, leikmaður fjórða flokks í FH, en lið hans varð Íslandsmeistari með því að leggja KA að velli, 8:0 í úrslitaleik liðanna á grasvellinum í Bessastaðahreppi. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 89 orð

Ellert B. Schram rannsóknarfulltrúi hjá UEFA

ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrverandi varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur verið skipaður í nýja fjögurra manna rannsóknarnefnd sambandsins til tveggja ára. Í nefndinni eru auk Ellerts Austurríkismaður, Svisslendingur og Hollendingur og er hlutverk þeirra að gæta hagsmuna UEFA gagnvart ýmsum brotum, ákveða refsingu eða ákæru. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 42 orð

Fimleikahópar til Svíþjóðar

Þrír fimleikahópar á vegum Bjarkar og Ármanns munu taka þátt í M¨alar Cup sem fram fer í Stokkhólmi 17.­18. október. Aldursforseti Bjarkarhópsins er Elva Rut Jónsdóttir, nítján ára gömul, Íslandsmeistari í fjölþraut. Aðrir keppendur eru á aldrinum 11­16 ára. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 51 orð

Fram varðbikarmeistari

FRAM varð um síðustu helgi bikarmeistari 3. flokks karla á Suðvesturlandi, en liðið sigraði KR 3:0 í úrslitaleik. KA varð meistari á Norðurlandi, en liðið lagði Þór í úrslitaleik 2:1 sl. mánudag. Alls sendu 26 félög lið í bikarmót þessa aldursflokks og tóku 22 þeirra þátt í keppninni á suðvesturhorninu. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 333 orð

Get hlaupið hraðar

BANDARÍSKA stúlkan Marion Jones náði þriðja besta tíma sögunnar í 200 metra hlaupi þegar hún hljóp á 21,62 sekúndum í gær á 8. heimsbikarmótinu í frjálsíþróttum sem að þessu sinni fer fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 96 orð

Heimsmeistarar koma

TVÆR fimleikakonur úr heimsmeistaraliði Rúmena frá því á HM í Lausanne í Sviss í fyrra eru væntanlegar hingað til lands í næsta mánuði. Þær Maria Claudia Presacan, sem fékk bronsverðlaun á síðasta heimsmeistaramóti í áhaldafimleikum, og Georgiana Corina Ungureanu munu sýna listir sínar á afmælishátíð Fimleikasambands Íslands, en sambandið heldur upp á að þrjátíu ár eru frá stofnun þess. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 153 orð

Jón Arnar í keppni í Bordeaux á mbl.is

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarmaður úr Tindastóli keppir á laugardag og sunnudag á síðasta stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í tugþraut í Bordeaux í Frakklandi. Jón er sem stendur í þriðja sæti keppninnar og mun um helgina eiga í höggi við marga fremstu tugþrautarmenn heims, s.s. verðlaunahafana þrjá frá Evrópumeistaramótinu í Búdapest og Bandaríkjameistarann í tugþraut. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 1220 orð

Jón Arnar mætir verðlaunahöfunum frá EM

Klukkan tíu árdegis í dag hefst keppni á alþjóðlega stigamótinu í tugþraut í Talence í Bordeaux. Er þetta síðasta stórmót flestra bestu tugþrautarmanna og á meðal keppenda er Jón Arnar Magnússon úr Tindastóli. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 144 orð

Knattspyrna

Knattspyrna Efsta deild karla, Landssímadeildin: Laugardagur: Grindavík:Grindavík - ÍBV14 ÍR-völlur:ÍR - Þróttur R.14 Ólafsfjörður:Leiftur - Keflavík14 KR-völlur:KR - ÍA16 Sunnudagur: Laugardalur:Fram - Valur20 1. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 174 orð

Knattspyrna 2. deild

2. deild Dalvík - KS5:1 Reynir S. Ægir4:4 Selfoss - Víðir3:3 Tindastóll - Völsungur4:3 Fjölnir - Leiknir R.0:5 LOKASTAÐAN Svíþjóð Håcken - Malmö FF2:1 Sverrir Sverrisson lék allan leikinn með Malmö. AIK - Gautaborg1:0 Norrköping - Halmstad4:6 Þýskaland Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 42 orð

Leiðrétting

Í umfjöllun um Íslandsmótinu í 2. flokki kvenna á fimmtudag var sagt að Valur hefði aðeins tapað einum leik í mótinu ­ á móti ÍBV sem varð meistari. En hið rétta er að Valur tapaði einnig fyrir ÍA (1:3) og Breiðabliki (2:3). Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 72 orð

Meistarakeppnin á Akureyri

MEISTARAKEPPNI karla í handknattleik verður á Akureyri á þriðjudagskvöld en að þessu sinni mætast Íslands- og bikarmeistarar Vals og deildarmeistarar KA. Keppnin er annars viðureign Íslands- og bikarmeistara liðins tímabils en þegar lið verður tvöfaldur meistari mætir það deildarmeisturunum en ekki silfurliði bikarúrslitanna. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 806 orð

Sigling á KR og ÍBV

BARÁTTAN á botni deildarinnar er ekki síður jöfn og spennandi. Grindvíkingar eru í næstneðsta sætinu og verða hreinlega að sigra Vestmannaeyinga. Í Mjóddinni eigast síðan við ÍR og Þróttur og þar verður án efa allt lagt undir. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 114 orð

Steingrímur með ÍBV í Grindavík

STEINGRÍMUR Jóhannesson, markahæsti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu, fór með Íslands- og bikarmeisturum ÍBV með Herjólfi frá Eyjum í gær vegna leiksins við Grindavík í 16. umferð Íslandsmótsins í dag og bendir allt til þess að hann verði með. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 65 orð

Stolle í fótspor föðurins

SANDON Stolle frá Ástralíu og Cyril Suk frá Tékklandi unnu Mark Knowles frá Bahamaeyjum og Daniel Nestor frá Kanada 4-6 7-6 6-2 í úrslitum tvíliðaleiks karla á Opna bandaríska mótinu í tennis í New York í gær. Fred Stolle, faðir Sandons, varð þrisvar meistari í tvíliðaleik í þessari keppni og eru þeir fyrstu feðgarnir til að fagna sigri á þessum vettvangi. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 112 orð

Úrslitaleikir framundan

2. flokkur kvenna: Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ í 2. flokki kvenna sem fram fer á laugardaginn. Leikið verður á Valbjarnarvelli og hefst leikurinn kl. 13. 2. flokkur karla: Úrslitaleikur Bikarkeppni KSÍ í 2. flokki karla á milli Vals og Stjörnunnar hefur verið settur á n.k. þriðjudag. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 81 orð

Þessir leikir eru eftir:

16. umferð: Laugardaginn 12. sept: ÍR - Þrótturkl. 14.00 Grindavík - ÍBVkl. 14.00 Leiftur - Keflavíkkl. 14.00 KR - ÍAkl. 16.00 Sunnudaginn 13. sept: Fram - Valurkl. 20.00 17. umferð: Sunnudagurinn 20. Meira
12. september 1998 | Íþróttir | 118 orð

(fyrirsögn vantar)

» Í æfingabúðum í MalmöTVEIMUR íslenskum unglingalandsliðsmönnum, þeim JónasiBreka Magnússyni og Sigurði Erni Sveinbjarnarsyni, leikmönnum Bjarnarins, var boðið í æfingabúðir sænsku meistaranna Malmö IF, þegar liðið hóf æfingar haust. Meira

Úr verinu

12. september 1998 | Úr verinu | 383 orð

"Fjölbreyttari umfjöllun en áður hefur tíðkast"

BÓKAÚTGÁFAN Mál og menning gefur í dag út bókina Sjávarnytjar við Ísland, eftir þá Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólaf Karvel Pálsson. Bókin er yfirlitsrit um sjávarfang og útveg við Ísland, þar sem stuðst er við nýjustu rannsóknir færustu vísindamanna. Meginstofn bókarinnar er ítarlegar lýsingar á sérhverri lífveru í sjónum sem Íslendingar hafa nytjað sér til lífsviðurværis. Meira
12. september 1998 | Úr verinu | 729 orð

Fræðsla er mikilvæg í umræðunni um skynsamlega nýtingu auðlinda

ALMENNINGI gefst kostur á að kynna sér í dag ýmsa þá starfsemi, sem tengist hafinu. Ríkisstjórnin ákvað í ársbyrjun, að tillögu sjávarútvegsráðuneytisins, að 12. september yrði dagur hafsins hér á landi, en eins og kunnugt er hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað árið 1998 Ári hafsins. Opið hús verður í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, í dag frá klukkan 10.00 til 18. Meira

Lesbók

12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 205 orð

Á CAFÉ

Er blessuð litlu börnin fara að sofa og borgin fyllist næturhúmi svörtu; er raunir lífsins lofa trúuð hjörtu og ljósið deyr í verkamannsins kofa, þá opnar kráin öllum sínar dyr. Ég geng þar inn sem gestur síðla nætur. Þar glóir vín á barmafullum skálum. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 5343 orð

BÓKHNEIGÐIR KOTUNGAR OG MANNKYNS MENNING EFTIR VIÐAR HREINSSON

Í óprentuðu bréfi frá árinu 1925, til mágs síns, Jóns Jónssonar fylkisþingmanns í Norður Dakota gerir Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson (1853-1927) ættfræði, mannkynssögu og uppeldi meðal annars að umtalsefni: "Ekki veit eg hvort þú hefir nokkuð gaman af þessari Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 840 orð

Drepum tímann

»porlaust heitir áhugaverð ný íslensk kvikmynd sem leiðir hugann að kvikmyndagerð samtímans og öðrum listum. Þótt innihaldið mætti óneitanlega vera bitastæðara er hér að flestu leyti um vel gerða kvikmynd að ræða enda valinn maður í hverju rúmi. Verkið í heild þolir að mínum dómi ekki samjöfnuð við fyrri myndir leikstjórans og nægir þar að nefna Tár úr steini. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð

efni 12. sept

Bókhneigðir kotungar og mannkyns menning er heiti á grein eftir Viðar Hreinsson og fjallar um menn eins og Stebba í Seli, sem varð þjóðskáldið Stephan G. Stephansson, og annan samtímamann hans, Tómas á Hróarsstöðum í Fnjóskadal, f. 1835, sem telst vera einn af frumherjum í íslenzkri leikritun. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 257 orð

FORSTÖÐUMAÐUR FRÆÐASETURSINS SNORRASTOFU

BERGUR Þorgeirsson bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður sjálfseignarstofnunarinnar Snorrastofu, fræðaseturs í Reykholti. Hann lauk M.A.-prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1994. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 573 orð

FRAMVINDA

Þú varst höndin sem skapaði heiminn, ég var hringur á þér. Þú varst drúpandi ávöxtur Edens, ég var óþroskað ber. Þú varst bústaður unaðs og ásta ég var eldstó í þér. Þú varst sigurtákn, sorfið í steininn, ég var sigraður her. Þú varst elding sem eikina brenndi, ég var akarn í skóg. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1929 orð

FULLTRÚI SÓLGUÐSINS FELLDUR EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR

Þau koma, þau koma, nú koma þau, hjarta mitt, sjáðu skipin sem skríða upp ána Magdalenu, skip Gonzalos Jimenezar. Þau nálgast, þau nálgast, skipin, stöðvaðu þau elfur, klemmdu þau milli bakka þinna ofurseldu þau æðaslætti þínum, sviptu þau græðginni, slengdu í þau eldtungum blóðþyrstra skriðdýra augnaætunum, álum þínum, Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

HAUST

Degi hallar, húmið tekur völdin, hafið kallar sólu fyrr á kvöldin, hátt í lofti farfuglanna fjöldinn, fjöðrum sínum þekur himintjöldin. Laufin trjánna liti bera alla, létt til moldar brum af trjánum falla, lögmál blómsins leiðan hefur galla, lifa stutt, og síðan höfði halla. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 815 orð

HIÐ STÓRA OG HIÐ SMÁA

Hector Berlioz: Requiem op. 5*, Symphonie Fantastique op. 14**. Kór: New England Conservatory Chorus. Einsöngur: Leopold Simoneau (tenór). Hljómsveit: Boston Symphony Orchestra. Stjórnandi: Charles Munch. Útgáfa: RCA Red Seal RD86210(2) (2 diskar). Upptaka: Apríl 1959* og nóvember 1954**. Verð kr. 2.999 (Japis). Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1141 orð

KENNING KUHNS EFTIR STEFÁN SNÆVARR Undarlega hljótt hefur verið um andlát vísindafræðingsins Thomasar Kuhns í íslenskum

Bylting Kuhns Hann var meðal þeirra manna sem gjörbyltu hugmyndum okkar um vísindin fyrir nokkrum áratugum. Vísindaheimspekingar á borð við Karl Popper höfðu rembst eins og rjúpan við staurinn við að finna hina einu sönnu aðferð náttúruvísindanna með heldur klénum árangri. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1543 orð

KISTA JÓNS JÓNSSONAR Um miðja síðustu öld hélt Jón Jónsson utan til Danmerkur til að læra trésmíði og mannast á annan hátt. Auk

Dragkistan norðlenska sem nú er á afmælissýningu Meistarafélags húsgagnabólstrara í Perlunni, er talin vera fyrsta íslenska sveinsstykkið í trésmíði. Hún var smíðuð árið 1850 í Kaupmannahöfn. En það er ekki aðeins aldur kistunnar sem gerir hana að fágætum safngrip, saga sveinsins sem smíðaði hana er ekki síður merkileg. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 283 orð

KVARTETTAR OG KVINTETT Í KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM

FYRSTU tónleikar starfsársins í Kammermúsíkklúbbnum verða haldnir í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Fram kemur kvartett skipaður fiðluleikurunum Sigrúnu og Sigurlaugu Eðvaldsdætrum, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara og Richard Talkowsky sellóleikara. Guðmundur Kristmundsson víóluleikari leggur þeim lið í einu verki. Á efnisskrá eru Strengjakvartett í D-dúr, op. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 253 orð

LÁRA DANSAR Í S-AFRÍKU

LÁRA Stefánsdóttir fer fyrir hönd Íslenska dansflokksins til Jóhannesarborgar í vikunni og kemur fram á þeim hluta norrænnar listahátíðar sem er tileinkuð dansverkum fyrir sólista. Danshöfundar frá öllum Norðurlöndunum koma þarna fram í eina viku og sýna sólóverk sín, halda og taka þátt í námskeiðum. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

LESIÐ Í ÁSJÓNUR ALDANNA Við þá hlið Þjóðlistasafnsins við Trafalgartorg í Lundúnum, sem snýr að St. Martins svæði, er

THE National Portrait Gallery, þetta yfirmáta merkilega safn, skyldi enginn með áhuga á enskri sögu láta fram hjá sér fara, ei heldur neinn sem áhuga hefur á mannamyndum í sinni fjölþættustu mynd. Allt safnið er svo lærdómur um sögu og eðli Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2152 orð

LISTRÆNN ÍVERUSTAÐUR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

EINAR Jónsson hafði verið í Kaupmannahöfn frá 1893, en þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á 1914 leizt honum ekki á blikuna og fyrirvaralaust tók hann sér far til Íslands með Botníu. Með honum í för var Anna, unnusta hans. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

MÁLÞING UM GÖMUL HÚS

DAGUR menningarminja, European Heritage Day 1998, verður haldinn hér á landi í dag, laugardag. Sams konar viðburður verður í flestum aðildarlöndum Evrópuráðsins ýmsa daga mánaðarins, þar sem vakin er athygli á ákveðnum þáttum menningararfleifðar hvers lands. Í tilefni dagsins verður haldið málþing í forsal Þjóðminjasafnsins kl. 13.30 um gömul hús á Íslandi. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 452 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

NÝJAR HÆKUR

Hvað gamall er sá Sem ekki þarfnast ástar Hlýju góðs vinar Getur þú hlaupið Í burtu frá því sem býr Í hjarta þínu Þessi jörð okkar Er þungaður geimfari Komin skammt á leið Ein óveðursnótt Eldingin klýfur himininn Og þú hæsta tréð Ástríða karlmanns Og framavonin eina Að sparka tuðru Vertu ekki steinn Sem veltur Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð

SEX TÓNLEIKAR OG HLJÓÐRITANIR

ÞRIÐJA Kammertónlistarhátíðin í Garðabæ hefst næsta laugardag, 19. september, og eru fyrirhugaðir sex tónleikar, þeir síðustu 17. apríl 1999. Undanfarin tvö ár hefur píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil átt frumkvæði að tónlistarhátíðum í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ og er jafnframt listrænn stjórnandi hátíðarinnar og leikur á öllum tónleikunum. Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

TÍMASKEIÐ HINNA STRÖNGU FLATA EFTIR JÚLÍÖNU GOTTSKÁLKSDÓTTUR Listasafn Íslands efnir nú til sýningar á hinni geómetrísku

Á Septembersýningunni 1951 sýndi Valtýr Pétursson (1919-1988) listmálari abstraktmálverk sem byggð voru á geómetrískum formum eingöngu. Þau einkenndust af ákveðinni byggingu, skýrt aðgreindum formum og hreinum litum með sléttri yfirborðsáferð og myndaði Meira
12. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2918 orð

VAR HÁKON GAMLI UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA?

VAR HÁKON GAMLI UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? EFTIR ÁRMANN JAKOBSSON Hákonar gamla Noregskonungs hafa Íslendingar minnst með beiskju fyrir að hafa náð tökum á Íslandi með brögðum. En Hákon gamli hafði menningarlegan metnað og lét þýða bókmenntir um ást og riddaraskap. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.