Greinar laugardaginn 19. september 1998

Forsíða

19. september 1998 | Forsíða | 211 orð

Berisha sviptur þinghelgi

MIKILL meirihluti albanska þingsins greiddi því atkvæði í gær að svipta Sali Berisha, fyrrverandi forseta og leiðtoga Lýðræðisflokksins, þinghelgi. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld geti sótt hann til saka fyrir valdaránstilraun en Arben Rakipi, yfirsaksóknari, sagði í gær að ekki yrði flanað að neinu og að málið yrði rannsakað til hlítar. Meira
19. september 1998 | Forsíða | 534 orð

Demókratar saka repúblikana um óbilgirni

MYNDBAND af yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, yfir Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, um samband þess síðarnefnda við Monicu Lewinsky verður gert opinbert á mánudag. Ákvað dómsmálanefnd bandarísku fulltrúadeildarinnar þetta á fundi sínum í gær. Auk myndbandsins verða 2. Meira
19. september 1998 | Forsíða | 98 orð

Kohl dregur á Schröder

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, saxar enn á forstot Gerhards Schröders, kanslaraefnis jafnaðarmanna, ef marka má skoðanakönnun á fylgi kristilegra demókrata og jafnaðarmanna sem birt er í dag í Die Welt vegna þingkosninganna sem fara fram annan sunnudag. Hefur SPD, flokkur Schröders, nú 41% fylgi sem er einungis tveimur prósentustigum meira en CSU, flokkur Kohls, sem hefur 39%. Meira
19. september 1998 | Forsíða | 135 orð

Óákveðnir kjósendur gætu ráðið úrslitum

AFSTAÐA almennings leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og Hægriflokksins hefur breyst undanfarið samkvæmt könnunum. Carl Bildt formaður Hægriflokksins hefur haft meira fylgi sem forsætisráðherra, en nú hefur Göran Persson forsætisráðherra, leiðtogi jafnaðarmanna, skotið honum ref fyrir rass. Meira
19. september 1998 | Forsíða | 279 orð

Ryshkov hafnar ráðherrastóli

JEVGENÍ Prímakov, nýskipuðum forsætisráðherra Rússlands, tókst í gær að bæta einum ráðherra í ríkisstjórn sína en fékk jafnframt afsvar frá öðrum, sem talsverðar vonir höfðu verið bundnar við. Rúm vika er nú liðin frá því að dúman samþykkti skipun Prímakovs en honum hefur enn ekki tekist að fylla alla ráðherrastólana. Meira

Fréttir

19. september 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar HÍ

AÐALFUNDUR Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. september næstkomandi í stofu 201 í Lögbergi og hefst kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og Önnur mál. Að loknum aðalfundi mun forseti lagadeildar, Jónatan Þórmundsson prófessor, halda erindi er nefnist "Lagakennsla á tímamótum". Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 141 orð

Anwar hvetur forsætisráðherra til afsagnar

ANWAR Ibrahim hvatti Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, til þess að segja af sér embætti. Anwar var rekinn úr embætti fjármálaráðherra í upphafi þessa mánaðar og er þetta í fyrsta skipti sem hann gagnrýnir Mahathir opinberlega. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Árstíðarfundur Húmanista

ÁRSTÍÐARFUNDUR Húmanista í Vesturbæ verður haldinn í Ingólfsbrunni Aðalstræti 9 (Miðbæjarmarkaði) mánudaginn 21. september kl. 20.30. Á fundinum verður rætt um hvort ráðamenn eigi rétt á að halda öldruðum og öryrkjum undir fátæktarmörkum, að spilla náttúru landsins, að eyðileggja heilbrigðiskerfið, að gefa auðlindirnar og hvernig megi koma í veg fyrir þetta, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 475 orð

Bitist um atkvæði óákveðinna A-Þjóðverja

HELMUT Kohl, kanzlari Þýskalands, fór í gær fram á stuðning kjósenda í komandi þingkosningum í heilsíðuauglýsingu í söluhæsta dagblaði Þýzkalands Bild. Var yfirskrift auglýsingarinnar "kæru borgarar" og varaði Kohl í henni við að ef Jafnaðarflokkur Gerhards Schröders ynni í kosningunum myndi það ógna efnahagsbatanum sem Kohl segir í uppsiglingu í Þýzkalandsi. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Bjartsýnn á góðan bata

BANDARÍSKI barnaskurðlæknirinn dr. Steven J. Fishman, sem annast hefur skurðaðgerðir á Torfa Lárusi Karlssyni, eins og hálfs árs drengs, kom í vikunni til landsins til að framkvæma framhaldsaðgerð á honum á Barnaspítala Hringsins. Meira
19. september 1998 | Smáfréttir | 109 orð

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands ásamt Hjálparsveit skáta í Reykjavík halda námskeið í notkun áttavita og landakorta mánudags- og þriðjudagskvöldið 21.­22. september. Þar verða kennd grunnatriði rötunar og byggist námskeiðið upp á bæði bóklregri kennslu svo og verklegri æfingu. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 372 orð

Bretadrottning í Brunei

Bretadrottning í Brunei Bandar Seri Begawan. Reuters. ELÍSABET Bretadrottning er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í soldánsdæminu Brunei. Breska konungsfjölskyldan og Bolkiah-fjölskyldan í Brunei eru meðal elstu þjóðhöfðingjaætta í heimi, og byggjast tengsl þeirra á sögulegum grunni. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Breytingar á Sæljóni í Póllandi

NÓTA- og togskipið Sæljón SU, í eigu Samherja, heldur til Póllands í næsta mánuði, þar sem ráðist verður í umtalsverðar breytingar á skipinu. Skipið verður lengt um 7 metra og gerðar endurbætur á lestum og veiðibúnaði. Heildarkostnaður við breytingarnar er áætlaður um 60­70 milljónir króna, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra Samherja. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Doktor í listrekstrarfræði

HAUKUR F. Hannesson varði nýlega doktorsritgerð sína í listrekstrarfræði (Arts Policy and Management) við City University í London. Titill ritgerðarinnar er: Symphony Orchestras in Scandinavia and Britain: A Comparative Study of Funding, Cultural Models and Chief Executive Self-Perception of Policy and Organisation. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 713 orð

Efnahagsbati nægir jafnaðarmönnum ekki

"SVÍAR þurfa forystu, ekki síst á umbrotatímum í alþjóðamálum," segir jafnaðarmaðurinn Erik Åsbrink, fjármálaráðherra Svía, og vísar meðal annars til kauphallarsviptinga undanfarna daga. Boðskapurinn er að þá forystu geti engir aðrir en jafnaðarmenn veitt. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 442 orð

Ekki mistök að vilja einfalda skattkerfið

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að það hafi alls ekki verið mistök hjá Alþýðuflokknum að beita sér fyrir einföldun skattkerfisins fyrir tíu árum. Þeir hefðu bara ekki fengið það í gegn og orðið að beygja sig fyrir því að hvorki þingmeirihluti né vilji hjá þjóðinni væri fyrir slíku kerfi. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 343 orð

Finna má leiðir og ná sáttum

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, að hann teldi það réttlætismál að skattheimta raskaði ekki rekstrarforsendum einstaklingsútgerða og minni sjávarútvegsfyrirtækja í minnstu sjávarþorpunum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Flugrekstrarkerfinu Albatross vel tekið

VIÐBRÖGÐ erlendra flugrekenda við flugrekstrarkerfinu Albatross sem Atlanta og Tæknival kynntu á flugsýningunni í Farnborough á Englandi urðu mun meiri en forráðamenn fyrirtækjanna þorðu að vona. Þrjú þýsk flugfélög og eitt breskt munu kynna sér kerfið sérstaklega á næstu vikum og fjöldi flugrekenda lagði leið sína á sýningarbásinn til að kynna sér forritið. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 735 orð

Forystuleysi eykur á kreppuóttann Bandaríkin lömuð vegna Lewinsky-málsins og Evrópumenn og Japanir uppteknir af eigin vandamálum

ÖRUGG leiðsögn leiðtoga og seðlabanka í helstu iðnríkjunum er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að kreppuóttinn valdi enn meiri usla á fjármálamörkuðum heimsins. Engin vissa er þó fyrir því, að hún verði veitt. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Fólksbíl ekið á kerru

TVEIR menn voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á Tryggvabraut við Þórsstíg í hádeginu í gær. Tildrög slyssins eru þau að fólksbíl var ekið austur Tryggvabraut og beygt inn á Þórsstíg og lenti hann á kerru með malbikunarbúnaði sem var aftan í bifreið bæjarstarfsmanna, en henni var ekið vestur eftir Tryggvabraut. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Fugl líklega farið í hreyfilinn

HVORKI kviknaði eldur né varð sprenging í hreyfli Martinair-þotunnar sem nauðlenti á mánudagskvöld í Calgary í Kanada. Tveir íslenskir hestamenn voru meðal 272 farþega. Að sögn kanadíska blaðsins Edmonton Journal leiddi skoðun á hreyflinum í ljós að hvorki kviknaði í honum né varð þar sprenging. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fylgið jókst um 7,2 prósentustig

GALLUP hefur sent frá sér leiðréttingu vegna mistaka við úrvinnslu á síðasta Þjóðarpúls Gallup um spurningar um fylgi stjórnmálaflokka. Samkvæmt leiðréttu niðurstöðunum er meira fylgi við lista félagshyggjufólks en í þeim fyrri og minna fylgi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fyrirlestur um hómópatíu

ALMENNUR fyrirlestur um hómópatíu verður haldinn föstudaginn 25. september kl. 20 í Bolholti 6 í sal Lífsýnar. Hómópatía er náttúruleg lækningaaðferð. Fyrirlesari er Ian Watson, sem er einn af stofnendum og kennari við The Lakeland College, Englandi. Hann hefur stundað heildrænar lækningar í 18 ár, m.a. hómópatíu og jurtalækningar og notað aðrar orkuaukandi aðferðir. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 395 orð

"Fyrst og fremst heiður"

UMHVERFISVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru í ár veitt Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Landgæðslu ríkisins fyrir jarðvegsverndarverkefni sem starfsmenn stofnanana hafa unnið undir stjórn dr. Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings. Verkefnið var unnið á árunum 1991 til 1997 og það fólst í að kortleggja og rannsaka jarðvegsrof á öllu Íslandi. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ganga til viðræðna um framboðsmál

KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðyflokksins í Reykjaneskjördæmi hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 16. sept. og var þar samþykkt að fela stjórn þess að ganga þegar til formlegra viðræðna við fulltrúa Alþýðubandalags og Kvennalista um skipan framboðslista og önnur mál er varða samstarf þessara flokka fyrir næstu alþingiskosningar. Á fundinum kynnti formaður Alþýðuflokksins nýframkomna málaefnaskrá flokkanna. Meira
19. september 1998 | Landsbyggðin | 175 orð

Gáfu GPS staðsetningartæki

Hveragerði-Sigurjón Skúlason, formaður Rauða kross deildarinnar í Hvergerði afhenti nýlega Aðalbergi Sveinssyni, formanni Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, 2 stór og 3 lítil GPS staðsetningartæki að gjöf. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Getraun og leiktæki á Miðbakka

Á MIÐBAKKA, Reykjavíkurhöfn, verður í gangi um helgina skemmtileg getraun. Finna á nafn á sjávarbúum sem lýst er í stuttum texta og með útlínumynd í sýningarrömmum. Verðlaun eru í boði fyrir rétt svör. Að venju eru til sýnis þörungar og botndýr sem lifa í Höfninni. Hægt er að nálgast nokkur þeirra í grunnum bakka. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Gönguferð um gömlu höfnina

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir stuttri gönguferð í dag, laugardag, til að minna á hvernig talið er að hafi verið umhorfs á hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar á árum áður. Farið verður frá Hafnarhúsinu austanverðu kl. 14. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 611 orð

Hart deilt um myndbandið með Clinton

UMRÆÐUR í dómsmálanefnd Bandaríkjaþings um það hvort gera eigi myndband með vitnisburði Bill Clintons Bandaríkjaforseta frá 17. ágúst sl. opinbert eða ekki einkenndust af hörðum deilum milli demókrata og repúblikana í nefndinni. Repúblikanar lögðu ríka áherslu á að myndbandinu ásamt öðrum fylgiskjölum skýrslu Kenneth Starrs saksóknara yrði dreift til allra þingmanna og fjölmiðla. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hártískan sýnd á Astró

HÁRSNYRTISTOFAN Englahár, Tískuvöruverslunin Mótor og Fudge hrikalegt stöff ásamt skemmtistaðnum Astró ætla að sýna nýjustu strauma og stefnur í hártískunni laugardagskvöldið 19. september. Að sýningunni stendur um það bil 20 manna hópur og unnið hefur verið að henni í þrjár vikur. Tekið verður á móti gestum klukkan 23 með fordrykknum Eldmóð. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 166 orð

Heim eftir sex klukkustundir

BRESKUM konum, sem eiga von á sér, hefur verið tilkynnt, að hugsanlega verði þær sendar heim af fæðingardeildinni sex klukkustundum eftir barnsburð séu þær færar um það. Er ástæðan mikil mannekla á sjúkrahúsunum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hörð gagnrýni á Kvótaþing

AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva samþykkti í gær ályktun þar sem ítrekaðar voru þær áhyggjur að starfsreglur Kvótaþings muni raska starfsumhverfi fiskvinnslunnar og draga úr atvinnuöryggi starfsfólks. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 580 orð

Jafnaði metin gegn Djurhuus

HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari segir að hann hafi að nokkru jafnað metin gegn Norðmanninum Rune Djurhuus með því að slá hann út úr keppninni á svæðamóti Norðurlanda um þátttöku í heimsmeistaramótinu í Las Vegas. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Keilisnes fýsilegasti kosturinn

SAMTÖK sveitarfélaga á Suðurnesjum héldu 21. aðalfund sinn 11.­12. september þar sem ályktað var um helstu málaflokka. Í ályktun aðalfundarins um heilbrigðismál er m.a. lýst yfir áhyggjum yfir því að rekstrarfjárveitingar á fjárlögum síðustu ára hafi ekki dugað til að standa undir rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 258 orð

Krummakot í nýtt og betra húsnæði

KRUMMAKOT, leikskólinn í Eyjafjarðarsveit, flutti í vikunni í nýtt húsnæði, en á því hafa farið fram miklar endurbætur í sumar. Leikskólinn var áður starfræktur í húsi við Hrafnagil sem ekki þótti sérlega hentugt undir starfsemina. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 1346 orð

Kynning á stefnunni var nánast í molum

Málefnaskrá sameiginlegs framboðs mætir andbyr strax í upphafi Kynning á stefnunni var nánast í molum Undirbúningur að kynningu á málefnaskrá sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna var verulega áfátt og svo virðist sem forystumenn flokkanna hafi ekki gefið sér tíma til að koma sér saman um hvernig bæri að túlka hana. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

LEIÐRÉTT MS-könnun gerð á landinu öllu

Í VIÐTALI við Margréti Sigurðardóttur á bls. 8 í gær var sagt frá könnun sem Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur á Akureyri, gerði á aðlögun fólks að MS-sjúkdómnum. Tekið skal fram að könnunin var gerð meðal sjúklinga á öllu landinu. Meira
19. september 1998 | Landsbyggðin | 100 orð

Leitir viku seinna en í fyrra

Leitir viku seinna en í fyrra Árneshreppi-Hinar hefðbundnu leitir hófust hér í sveit viku seinna en í fyrra. Leitir hófust 11. september á norðursvæðinu, þ.e. svæðinu norðan Ófeigsfjarðar og komið er í Ófeigsfjörð um kvöldið. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Lengri laugardagar í Kringlunni

Framvegis verða allar verslanir og veitingastaðir í Kringlunni með opið til kl. 18 á laugardögum. Aðra daga er afgreiðslutíminn óbreyttur þ.e. mánudaga frá kl. 10­18.30 og föstudaga kl. 10­19. Nokkur fyrirtæki eru með lengri afgreiðslutíma. Matvöruverslunin Nýkaup er opin mánudaga til föstudaga kl. 10­20 og laugardaga kl. 10­18. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Listfléttan opnuð

SYSTURNAR Arndís og Margrét Magnúsdóttir opnuðu nýlega listmunaverslunina Listfléttuna og er hún til húsa í Hafnarstræti 106, við göngugötuna þar sem Akurliljan var áður. Í versluninni eru til sölu listmunir af ýmsu tagi eftir um 30 íslenska listamenn, sem allir eru menntaðir í sínu fagi. Þar má m.a. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 182 orð

Lýðræðishreyfingin storkar stjórnvöldum

HERFORINGJASTJÓRNIN í Burma sakaði stjórnarandstæðinga í Lýðræðishreyfingunni (NLD) í gær um að reyna að storka stjórnvöldum til harkalegra viðbragða, því að fyrst þá gæti hún rökstutt málstað sinn gegn stjórnvöldum í Burma á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Lækkun á gjaldskrá til útlanda

DAGTAXTI Landssímans á símtölum til Bretlands, Þýskalands og Norðurlandanna lækkar mánudaginn 21. september úr 38 kr. á mínútu í 33 kr. Lækkunin nemur 13%. Kvöld- og næturtaxti verður óbreyttur, 28,50 kr. á mínútu. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 232 orð

Málamiðlun hugsanleg standi ETA við orð sín

JOSE Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, batt í gær enda á opinbera heimsókn sína til Perú vegna vopnahlésyfirlýsingar ETA- skæruliða. Hann hvatti hreyfinguna til að standa við orð sín, og sagði að stjórnvöld væru reiðubúin að gefa eftir í einstökum atriðum ef ETA myndi í raun láta af ofbeldisverkum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Málning úðast yfir tugi bifreiða

SVIPTIVINDUR olli því að málning úr málningarsprautu starfsmanns Fiskvinnslu- og skipaþjónustunnar úðaðist yfir tugi bifreiða á Vopnafirði í fyrradag, þegar verið var að mála lýsistanka í eigu Lóns hf. Bifreiðarnar stóðu í um 200 metra radíus frá tönkunum og í gær var búið að telja 47 bifreiðar, sem málningin úðaðist yfir. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Messíana sýnir

MESSÍANA Tómasdóttir opnar myndlistarsýningu á Café Karólínu í Kaupvangsstræti á Akureyri í dag, laugardag, 19. september. Myndirnar sem samanstanda af krossum og ferningum í ljóðrænu samhengi eru málaðar með krít og vatnslitum og allar unnar á þessu ári. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. Gengið inn um kapelludyr. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. "Taize"-söngvar verða kynntir. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera á miðvikudag, 23. september, kl. 12 til 13. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 982 orð

Mun efla tónlistarlíf og helgihald í kirkjunni

Nýtt orgel tekið í notkun í Breiðholtskirkju á morgun Mun efla tónlistarlíf og helgihald í kirkjunni Nýtt nítján radda pípuorgel Breiðholtskirkju verður helgað og tekið í notkun á morgun, sunnudag, við sérstaka hátíðarmessu. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Mælt með tveimur nöfnum af sjö

ÖRNEFNANEFND kveðst geta mælt með tveimur nöfnum af sjö, sem bárust í erindi sameinaðs sveitarfélags Árskógshrepps, Dalvíkurkaupstaðar og Svarfaðardalshrepps til nefndarinnar. Í svari örnefnanefndar frá því á fimmtudag segir að hægt sé að mæla með nöfnunum Víkurbyggð og Vallabyggð. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ný biðskýli tekin í notkun

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkur tók í gærmorgun formlega í notkun ný strætisvagnabiðskýli sem sett hafa verið upp víðs vegar um borgina. Fór vígslan fram í Vonarstræti. Nýju skýlin eru alls 120 og mun danska fyrirtækið AFA JCDecaux sjá um viðhald þeirra, borginni að kostnaðarlausu, en rekstur skýlanna er fjármagnaður með auglýsingum. Meira
19. september 1998 | Landsbyggðin | 242 orð

Nýtt aðflug að Hornafjarðarflugvelli

Hornafirði-Nýtt aðflug að Hornafjarðarflugvelli var formlega tekið í notkun í vikunni. Hér er um að ræða svonefnt grunnaðflug úr norðri að flugvellinum sem byggist á GPS-gervihnattaleiðsögu og er það eitt hið fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Opið hús hjá BM Vallá í dag

BM VALLÁ efnir til haustsýningar fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér framkvæmdum við hús eða garð í dag, sunnudaginn 20. september. Boðið verður upp á sýnikennslu, ráðgjöf og ókeypis hugmyndabæklinga. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 448 orð

Opið hús í blóðskilunardeild Landspítalans

UM ÞESSAR mundir heldur blóðskilunardeildin á Landspítalanum upp á 30 ára afmæli sitt. Starfsfólk deildarinnar býður gestum og gangandi í heimsókn á deildina í dag, laugardaginn 19. september, kl. 14­17 til að kynna sér meðferð sjúklinga með nýrnabilun og tækjabúnað sem til hennar þarf. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 174 orð

Óbreytt kosningalög í næstu þingkosningum í Bretlandi

ENGAR breytingar verða á kosningakerfinu í Bretlandi og þrátt fyrir kosningaloforð Tony Blairs forsætisráðherra verður kosið samkvæmt gildandi kosningalögum í næstu þingkosningum, að sögn Financial Times. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Prófkjör í Reykjanesi 14. nóvember

KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna alþingiskosninga laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Frestur til að skila framboðum rennur út sunnudaginn 11. október. Meira
19. september 1998 | Landsbyggðin | 115 orð

Ráðherrar skoða Hornafjarðarhöfn

Ráðherrar skoða Hornafjarðarhöfn Hornafirði-Síðastliðinn þriðjudag, um kl. hálfþrjú, stigu Halldór Blöndal, samgönguráðherra Íslands, Peter Grönvold Samuelsson, samgöngumálaráðherra Grænlands, kona hans Kristine og fleiri gestir um borð í hafnsögubátinn Björn Lóðs og sigldu með honum um Hornafjarðarhöfn og út fyrir Hornafjarðarós. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Ráðstefna um náttúrufarsbreytingar á Norður-Atlantshafi

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands stendur fyrir ráðstefnu um náttúrufarsbreytingar á Norður-Atlantshafi dagana 23.­26. september 1998 í samvinnu við bandaríska vísindasjóðinn National Science Foundation og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Reykjavík orðin heilsulindarborg

FIMMTUDAGINN 17. september undirrituðu í Ráðhúsi Reykjavíkur þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og dr. med. Christoph Kirschner, forseti Heilsulindasamtaka Evrópu, samning um aðild Reykjavíkurborgar að samtökunum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Réttir í nágrenni borgarinnar

GÖNGUR og réttir verða um helgina í Landnámi Ingólfs Arnarsonar. Ökumenn og útivistarfólk er beðið að taka tillit til þessa á ferðum sínum. Ökumenn eru beðnir að sýna sérstaka tillitssemi þar sem verið er að reka fé yfir vegi t.d. við Sandskeið á Hellisheiði og á Mosfellsheiði einkum á laugardag og sunnudag. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 295 orð

Ross er ekki úrkula vonar

DENNIS Ross, sendimaður Bandaríkjastjórnar, frestaði í gær heimför sinni frá Mið-Austurlöndum til að gera lokatilraun til að ná samkomulagi milli Ísraela og Palestínumanna um framhald friðarviðræðna. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 279 orð

Sambandsþing KFUM og KFUK á Íslandi

LANDSSAMBAND KFUM og KFUK hélt sambandsþing á Akureyri laugardaginn 5. september síðastliðinn og sóttu það 32 fulltrúar frá aðildarfélögum og starfsstöðvum landssambandsins á Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Samstarf gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað

SAMTÖK verslunarinnar ­ Félag íslenskra stórkaupmanna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur hafa í sameiningu gefið út bækling og veggspjald í sameiginlegri baráttu gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Bæði félögin hvetja félagsmenn sína til að leita til sín eftir aðstoð um hvernig bregðast eigi við þegar kynferðisleg áreitni kemur upp á vinnustöðum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Sex mánaða fangeslun fyrir að ræna konur

SAUTJÁN ára piltur var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás og þjófnaði. Hann var ákærður fyrir að hafa ellefu sinnum á liðnum vetri og í vor stolið handtöskum af konum á aldrinum 60 til 83 ára þar sem þær voru einar á gangi. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Silfurþjöl fyrir sikileyskan hníf

JÓHANN Vilhjálmsson byssusmiður hlaut Silfurþjölina, eða silfurverðlaun, í keppninni um Gullþjölina (Lime d'Or) sem haldin var 12.­13. september sl. í í Iðnsögusafninu í Charleroi í Belgíu. Sýningin var haldin í tilefni af 10 ára afmæli safnsins, en það var reist að frumkvæði samtakanna Archéologie Industrielle de la Sambre. Í safninu eru m.a. Meira
19. september 1998 | Landsbyggðin | 158 orð

Sjálfsbjörg gefur hjólastól

Húsavík-Sjálfsbjörg ­ Húsavíkurdeild hefur fært Sjúkrahúsi Þingeyinga vandaðan hjólastól að gjöf. Jóhanna Aðalsteinsdóttir afhenti gjöfina fyrir hönd Sjálfsbjargar með þeim orðum "að stjórn samtakanna hefði orðið þess vör að á lista hjá Styrktarfélagi sjúkrahússins yfir hluti og tæki sem sjúkrahúsið hefði þörf fyrir væri hjólastóll á 3. hæð. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Skemmdir á kví Keikós í roki og öldugangi

HÁHYRNINGURINN Keikó upplifði í fyrrinótt fyrsta sinni djúpa lægð í Klettsvík við Heimaey, en sennilega hefur umsjónarmönnum hans frekar orðið bilt við en hvalnum í rokinu. Diane Hammond, talsmaður Frelsun Willy Keikó-stofnunarinnar, sagði í gær að mikið hefði gengið á um nóttina. "Við lærðum ýmislegt," sagði hún. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Skipulagsstjóri fellst á mislæg gatnamót

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða byggingu mislægra gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs í Reykjavík að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fyrirhugað er að byggja mislæg slaufugatnamót á mótum Miklubrautar og Skeiðarvogs. Hæðarlegu Skeiðarvogs verður lyft frá gatnamótum við Sogaveg að sunnan að gatnamótum við Fákafen og Mörkina að norðan. Meira
19. september 1998 | Landsbyggðin | 143 orð

Skólakrakkar í fjöruferð

Skólakrakkar í fjöruferð Þórshöfn-Senn líður að vetri og þá er gott að vera búinn að ná sér í efnivið úr náttúrinni til að vinna úr í skólanum. Þetta gerðu fjórði og fimmti bekkur í grunnskólanum á Þórshöfn en krakkarnir fóru í fjöruferð með handmenntakennara sínum. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Sr. Ólafur Skúlason í Ameríku

ÓLAFUR Skúlason biskup mun fjalla um prestskap sinn meðal Vestur-Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada á árum áður og svara síðan fyrirspurnum. Á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada. Í Lögbergi, Háskóla Íslands, miðvikudaginn 23. september, kl. 20.30, í stofu 102. Opinn fundur, allir velkomnir. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

SSSól á Broadway

HLJÓMSVEITIN SSSÓL er komin á mölina og leikur á Broadway á laugardagskvöldið, ásamt dj Alfred Moore úr Gus Gus flokknum. Þar kemur einnig fram hljómsveitin Ensími. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Sólin leikur á Broadway. Meira
19. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Startmót

STARTMÓT Skákfélags Akureyrar verður haldið í félagsheimili Skákfélags Akureyrar við Þingvallastræti næstkomandi sunnudag, 20. september, og hefst það kl. 14. Þetta mót hafði áður verið auglýst sunnudaginn 29. september. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 24. september kl. 20 í skákheimilinu. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 131 orð

Stjórnarandstaðan samþykkir viðræður

ALLIR stjórnmálaflokkar í Kambódíu hafa samþykkt að mæta til viðræðna um úrslit þingkosninganna 26. júlí sl., að sögn Norodom Sihanouk konungs. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna, Norodom Ranariddh prins og Sam Ramsay, hafa neitað að viðurkenna niðurstöður kosninganna og sakað Hun Sen og Kambódíska þjóðarflokkinn um kosningasvindl. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Stærsta kornskurðarvél landsins

MEÐ aukinni kornrækt á Íslandi bætist stöðugt í vélaflota kornræktarbænda. Nýlega fluttu Vélar og þjónusta hf. inn til landsins stærstu og afkastamestu kornskurðarvél sem komið hefur til Íslands. Þreskir ehf., sem er hópur bænda í Skagafirði og Húnavatnssýslu, kaupir vélina en kornrækt er vaxandi búgrein á því landsvæði sem og annars staðar á landinu. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 187 orð

Swissair-þotan hefur splundrast í smábita

SÉRFRÆÐINGAR kanadíska flotans sem vinna að því að ná upp braki MD-11 þotu Swissair sem fórst undan Nova Scotia 2. september sl., segja að engin stór stykki sé að finna úr henni og því verði ekki hægt að púsla brakinu saman í þágu rannsóknar á orsökum slyssins. Ekki hafi fundist nein stór stykki úr skrokknum, hið stærsta sé á við snókerborð. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 315 orð

Talebanar í Afganistan vilja milligöngu SÞ

LEIÐTOGI Talebana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær, að deilan milli Afgana og Írana yrði ekki leyst með vopnaskaki og hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að miðla málum. Tugir þúsunda manna gengu í gær um götur Teherans, höfuðborgar Írans, og fordæmdu Talebana en þeir saka aftur írönsk stjórnvöld um að hafa tekið 56 Afgana af lífi. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 732 orð

Tákn með tali opnar stærri heim

IRENE Johansson prófessor hafði nóg fyrir stafni í Íslandsheimsókn sinni í vikunni. Irene er einn af frumkvöðlunum fyrir því að nota tákn með tali í tjáskiptum við börn með downs-heilkenni og miðlaði Íslendingum af 20 ára reynslu sinni á því sviði. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Uppreisn gegn fátækt

ÁRSTÍÐARFUNDIR húmanista fyrir íbúa í Hverfi 105 og nágrenni verður haldinn á Veitingahúsinu Fantasíu, Laugavegi 103, (rétt hjá Hlemmi), sunnudaginn 20. september kl. 16. Rætt verðum fátækt og reynt að svara spurningum eins og: Hvað er fátækt? Er fátækt í hverfinu okkar? Af hverju er fátækt? Hvernig rísum við upp gegn fátækt? Frummælendur verða m.a. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 302 orð

Úrslit í Bosníu innan viku

ÚRSLIT kosninganna í Bosníu verða birt um miðja næstu viku að því er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) greindi frá. Um 70% atkvæða hafa verið talin nú þegar. Talskona ÖSE segir mjótt á munum og ótalin atkvæði geti ráðið úrslitum. Ákvörðun ÖSE að birta ekki tölur fyrr en öll atkvæði hefðu verið talin hefur vakið litla hrifningu stjórnmálaflokka í Bosníu. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 475 orð

Vantar efnahagslegan grundvöll undir stefnuna

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það vanti allan efnahagslegan grundvöll undir þær tillögur sem settar eru fram í málefnaskrá sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna. Hann segist hafa haldið að ástæðan fyrir þessari sameiningu væri ekki síst sú að flokkarnir ætluðu að segja skilið við fortíð sósíalismans og andstöðuna við vestrænt samstarf. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

Veiði með besta móti í Vatnsá

ÁGÆT veiði hefur verið í Vatnsá við Vík í Mýrdal í sumar og veiðin komin fram úr heildarveiði síðasta sumars og er þó enn drjúgt eftir af veiðitímanum. Veiði hefst ekki fyrr en 25. júlí og stendur til 10. október. Fyrir fáum dögum voru komnir milli 80 og 90 laxar á land og svipað magn af sjóbirtingi. Það er meira heldur en veiddist allt síðasta sumar. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 268 orð

Veitingahús mun rísa í Nauthólsvík

FRAMKVÆMDIR við kaffi- og veitingahús í Nauthólsvík munu brátt hefjast. Þar verður boðið upp á létta rétti og veitingar með áherslu á hollustu fyrir þá, sem leið sína leggja um Nauthólsvíkina og stíginn, að sögn Ingvars Ágústs Þórissonar, sem mun reka staðinn. Það er ekkert kaffihús við stíginn og ég er viss um að ekki verður skortur á aðsókn," sagði Ingvar. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Verið að ganga frá reglum og tengingum

VERIÐ er að leggja síðustu hönd á frágang löggæslumyndavéla í miðborg Reykjavíkur. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að ganga frá tengingum í stjórnstöð lögreglunnar og reglum vegna notkunar og vöktunar á vélunum. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 198 orð

Verkamannaflokkurinn vinnur á í Ástralíu

VERKAMANNAFLOKKURINN í Ástralíu nýtur nú meira fylgis en stjórnarflokkarnir, samkvæmt niðurstöðum tveggja skoðanakannana sem birtar voru í dag. Þingkosningar fara fram í Ástralíu eftir tvær vikur. Með þessu virðist þróunin hafa snúist við en í upphafi kosningabaráttunnar sótti flokkur Johns Howards forsætisráðherra á. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Viðurkenning Tóbaksvarnanefndar

VEITINGASTAÐURINN Grænn kostur á Skólavörðustíg 8 fékk á dögunum viðurkenningu frá Tóbaksvarnanefnd fyrir gott framlag til tóbaksvarna því reykingar eru ekki leyfðar á staðnum. Stöllurnar og eigendurnir, Hjördís Gísladóttir (t.v.) og Sólveig Eiríksdóttir, veittu viðurkenningunni viðtöku. Meira
19. september 1998 | Erlendar fréttir | 292 orð

Þegja um ástandið í efnahagsmálum

RÍKISSTJÓRNINNI í Brazilíu hefur tekist að fá fjölmiðlana í lið með sér við að draga úr ótta landsmanna við yfirvofandi þrengingar og kreppu. Svo vill til, að stærstu fjölmiðlarnir eru hlynntir því, að Fernando Henrique Cardoso forseti verði endurkjörinn í kosningunum 4. október nk. Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Þrír frímerkjasafnarar fá alþjóðleg verðlaun

NÝLEGA var haldin alþjóðleg frímerkjasýning í Portúgal. Meðal 436 sýnenda á þessari alþjóðasýningu voru þrír Íslendingar. Það voru þeir Indriði Pálsson, sem sýndi safn sitt "Íslensk póstþjónusta 1836­1902" og hlaut fyrir það gullverðlaun, það voru 93 punktar og sérverðlaun. Annar aðilinn var Hjalti Jóhannesson, sem sýndi safn sitt "Íslenskir póststimplar af Antiqua- og Lapidar- gerð". Meira
19. september 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Örnefnanefnd telur nafnið Austur-Hérað eiga við

ÖRNEFNANEFND telur nafnið Austur-Hérað viðeigandi fyrir sameinað sveitarfélag Egilsstaðabæjar, Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps, Skriðdalshrepps og Vallahrepps. Nefndin svaraði á fimmtudag erindi bæjarstjóra hins nýja sveitarfélags og segir í svarinu að heitið Hérað sé gamalkunnugt um Fljótsdalshérað. Meira

Ritstjórnargreinar

19. september 1998 | Leiðarar | 530 orð

BÓKMENNTAÞÝÐINGAR

ATJÁN ÞÝÐENDUR íslenskra bókmennta komu saman á þýðendaþingi í Skálholti dagana 9.-14. september sem Stofnun Sigurðar Nordals og Bókmenntakynningarsjóður stóðu fyrir. Tilgangur slíks þings er að gefa þýðendum íslenskra bókmennta tækifæri til að hittast og fá upplýsingar um hvað er að gerast í íslensku bókmennta- og menningarlífi, eins og fram kom í samtali við Úlfar Bragason, Meira
19. september 1998 | Staksteinar | 311 orð

»Samfélagið þarfnast verkmenntunar "VERKMENNTUN er einn af hornsteinum hvers

"VERKMENNTUN er einn af hornsteinum hvers þjóðfélags og því er brýnt að efla hana með ráðum og dáð", segir Magnús Stephensen í leiðara Byggðarinnar, blaðs Menntafélags byggingariðnaðarins. Dýr mistök Meira

Menning

19. september 1998 | Fólk í fréttum | 554 orð

26 kvikmyndir komnar í undanúrslit

NEFNDIN, sem sér um val þeirra evrópsku kvikmynda sem koma til greina að hljóta Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, hefur tilnefnt 26 kvikmyndir sem hugsanlega vinningshafa. Myndirnar voru valdar úr 120 kvikmyndum, en þrjár þeirra munu síðan verða tilnefndar af nefndinni. Meira
19. september 1998 | Margmiðlun | -1 orð

Barist í enska boltanum

Premier Manager, leikur fyrir PlayStation frá Gremlin Interactive. GREMLIN Interactive gaf nýlega út nýjasta leikinn í geysivinsælli Premier Manager-röð sinni, Premier Manager 98. Premier Manager er um ensku deildarkeppnina, líkt og þeir sem á undan eru komnir. Í Premier Manager er hægt að velja um tvær leikaðferðir. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 283 orð

Engin glanspappírsandlit, takk

FRAKKAR eru mjög svo menningarlega sinnaðir og dags daglega leggja þeir ríka áherslu á glæsta stórveldissögu sína, auk þess að vitna iðulega í horfna bókmenntasnillinga. Hins vegar vill tvítugi Frakkinn í dag frekar "hipp-hoppast" um steypt stræti úthverfa Parísarborgar með slanguryrði á vörum, en að læra Baudelaire utanað. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 634 orð

Himnaríki fyrirsætunnar

ÚRSLITAKEPPNI Elite fór fram í Nice á fimmtudagskvöld og var Íris Hrund Þórarinsdóttir á meðal keppenda. Hún hafði átt við veikindi að stríða meðan á undirbúningnum stóð, eins og komið hefur fram í blaðinu, en þótti standa sig afar vel á úrslitakvöldinu, að sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur frá Skóla John Casablancas. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 320 orð

Kusturica reisir Hvíta hótelið

JÚGÓSLAVNESKI leikstjórinn Emir Kusturica var valinn besti leikstjóri á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir myndina "Svartur köttur, hvítur köttur". Myndin þótti skara fram úr á hátíðinni að mati gagnrýnenda. Hún fjallar um sígauna úr fyrri mynd hans, Neðanjarðar, sem vann gullpálmann á Kvikmyndahátíðinni Cannes. Nú hefur hann nýja mynd á prjónunum. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 500 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sýn21.00 Varnarlaus (Defenseless '91), er ein þeirra mynda sem farið hafa fyrir ofan garð og neðan á þessum bæ, en sjálfsagt hefur hún fengið sýningu í kvikmyndahúsi hérlendis. Barbara Hershey leikur lögfræðing sem finnur skjólstæðing sinn og ástmann látinn. Er grunuð um morðið og verður efst á óskalista morðingjans. Meira
19. september 1998 | Leiklist | 546 orð

Leikið á klisjurnar

Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Ari Matthíasson, Björk Jakobsdóttir, Eggert Þorleifsson, Gunnar Helgason og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Hafnarfjarðarleikhúsið 18. september Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 644 orð

Menn með mönnum í sjónvarpi

ÞÓ STUNDUM sé talað um dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna á gagnrýninn hátt og fundið að oflætinu sem kemur fram í því að vera í dagskrá eða stjórna þáttum og fara síðan og taka sig út á veitingastöðum, eins og einskonar minniháttar "jet set", verður að segjast eins og er, að sjónvörpin hér standa sig nokkuð vel í samanburði við sjónvörp í mörgum öðrum ríkjum, sem Íslendingum eru kunn, Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 83 orð

Óskabörn að fæðast

ÓSKABÖRN þjóðarinnar eru nú mörg hver stödd í Amsterdam þar sem Jóhann Sigmars, Jón Sæmundur, Davíð Þór, Kristófer Dignus, Óttarr Proppé og fleiri ágætir kappar eru í lokaupptökum á samnefndri kvikmynd eftir Jóhann. Þetta er önnur kvikmyndin í fullri lengd sem Jóhann leikstýrir. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Picasso yst sem innst

ÍBÚAR Tapei höfuðborgar Taívan ættu heldur betur að geta kynnt sér hinn sérlundaða spænska listmálara Pablo Picasso á næstu dögum. Í einkagalleríi nokkru er verið að setja upp ljósmyndasýningu þar sem Picasso er eina fyrirsætan. Þar geta Tapeibúar velt sér upp úr andlitsdráttum, holningu og lífsmáta snillingsins. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 276 orð

Skaðabótamál höfðað gegn Michael Jordan

ÞAÐ er leitun að kviðdómi í Bandaríkjunum sem myndi sakfella Michael Jordan. Hvað þá í Chicago. Engu að síður gæti það orðið þrautalendingin því kvikmyndagerðarfyrirtækið Heaven Corp. hefur höfðað mál gegn þessari skærustu körfuboltastjörnu Bandaríkjanna og krefst milljarðs króna í skaðabætur. Valið var í kviðdóminn í vikunni og var Michael Jordan viðstaddur. Meira
19. september 1998 | Margmiðlun | 759 orð

Slegist upp á líf og dauðaw

AÐ STUNDA slagsmálaleiki er sérkennileg iðja, en getur verið einkar góð leið til að hvílast frá amstri dagsins þótt ótrúlegt megi virðast. Slíkir leikir ganga nefnilega ekki út á það að hugsa eða álykta, heldur er málið að vera viðbragðsfljótur og geta lært flóknar skipanaraðir til að geta gert útaf við andstæðinginn á sem skemmtilegastan hátt. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 470 orð

Sunnudagsævintýri við Tjörnina

"EINU sinni var lítil kóngsdóttir, sem hét Dimmalimm. Hún var bæði ljúf og góð, og hún var líka þæg." Þannig hefst ævintýrið um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, sem myndskreytti ævintýrið einnig af mikilli list. Á sunnudaginn hefjast sýningar á ævintýrinu kunna í Iðnó. Leikstjóri er Ásta Arnardóttir, en leikarar eru Harpa Arnardóttir, Ólafur Guðmundsson og Þorsteinn Bachmann. Meira
19. september 1998 | Fólk í fréttum | 130 orð

Vil heldur deyja fyrst

MONICA Lewinsky hefur fengið dræmar undirtektir hjá bókaútgefendum í Bandaríkjunum þegar hún hefur boðið þeim sögu sína til birtingar. Fimm útgáfufyrirtækjum hefur staðið það til boða, að því er Washington Post greinir frá, og hafa viðbrögðin verið afar dræm. Meira

Umræðan

19. september 1998 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Ábending frá ungum ökumönnum

VIÐ erum tveir hópar sem voru á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjóvá­Almennum í Reykjavík í byrjun september. Við viljum benda ykkur, kæru ökumenn, á nokkur atriði sem við skoðuðum sérstaklega. Vegna tíðra slysa viljum við benda ykkur á nokkur atriði varðandi ökuhraða: Við þurfum að miða hraða alltaf við aðstæður, færð, veður, rigningu o.s.frv. Meira
19. september 1998 | Aðsent efni | 391 orð

Ákvarðanir og áhrif fjármagns

MÁTTUR vísindanna er mikill og þeirra vegna hafa stórkostlegar breytingar orðið á nær öllum sviðum mannlífsins. Þær hafa bætt lífskjör og aukið skilning og þekkingu á flestum fyrirbærum. Sumt breytist minna og mannlegt eðli hefur ekki breyst umtalsvert í aldanna rás. Meira
19. september 1998 | Bréf til blaðsins | 263 orð

Heilsuefling og forvarnir í Heilsustofnun

VETRARSTARFIÐ í Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði er með margvíslegum hætti. Á sumrin er einstaklingsmeðferð í boði en að vetri til er einnig boðið upp á hópmeðferð. Þeir sem glíma við sams konar kvilla eru þá saman í hóp. Í hópum eru t.d. hjartasjúklingar, konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein, þeir sem glíma við offitu og verki í stoðkerfi. Meira
19. september 1998 | Aðsent efni | 964 orð

Hvað er pólitík? Til hvers er lýðræði?

EF venjulegur borgari í dæmigerðu vestrænu lýðræðisríki á borð við Ísland væri spurður þeirrar spurningar, hvort hann vilji búa í lýðræðisríki má reikna með að yfirgnæfandi líkur eru til þess að hann svaraði því játandi. Hugtakið lýðræði er svo ríkur þáttur í heimsmynd okkar að flest okkar teljum annað stjórnskipulag fráleitt. Meira
19. september 1998 | Aðsent efni | 1112 orð

Hvernig ljúga má með tölfræði

ÞAÐ MUN hafa verið stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn Disraeli (1804-1881) sem setti fram hina umtöluðu kenningu um að til væru þrjár tegundir af lygi: Lygi, haugalygi og tölfræði. Kenning þessi fær ljósa merkingu þegar rýnt er í Morgunblaðið frá 25. júlí sl. Meira
19. september 1998 | Bréf til blaðsins | 517 orð

Ísland í Evrópusambandið sem fyrst

MIKILS misskilnings gætir hér á landi sem víða annars staðar á því, hvað Evrópubandalagið raunverulega er og hvað fyrir dyrum stendur að gera úr því í framtíðinni. Einkum gætir hans meðal vinstrisinna í álfunni, og er það tilfinnanlega bagalegt. Mestur er þessi misskilningur á jaðarsvæðum álfunnar, þar sem annesjamennska er ráðandi í afstöðu til flestra erlendra hluta þar. Meira
19. september 1998 | Bréf til blaðsins | 375 orð

Stúdentar koma enn að læstum dyrum

HÁTT í 1.000 nemendur félagsvísinda-, viðskipta- og hagfræðideildar hafa misst lesaðstöðu sína í Odda. Lesaðstaðan var sú eina þar sem flestir þessir nemendur gátu lesið um kvöld og helgar. Yfirstjórn félagsvísindadeildar lagði síðasta vetur tvo kosti fyrir fulltrúa nemenda í stjórn deildarinnar. Meira
19. september 1998 | Bréf til blaðsins | 766 orð

Tillitslausir ökumenn

NÚ GETUM við ekki orða bundist lengur. Endalaust er verið að skrifa í blöðin um búfénað á vegum og allri sökinni skellt á bændur. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að ökumenn keyra oft hraðar en aðstæður leyfa, t.d. við blindhæðir og einbreiðar brýr og margir leggja ekkert af mörkunum sjálfir til að afstýra slysum. T.d. Meira
19. september 1998 | Aðsent efni | 877 orð

Tilsjá

Formaður! Þar sem þú hefur ekki virt mig svars hygg ég þú misvirðir það ekki við mig þótt ég þrýsti á um svör við þeim spurningum sem ég beindi til þín í opnu bréfi á þessum vettvangi fyrir fjórum vikum liðnum. Ég geri þér ekki þann óleik að taka mark á orðum sem þú lést hafa eftir þér á Bylgjunni á dögunum vegna þessa arna. Meira
19. september 1998 | Aðsent efni | 935 orð

"Vits er þörf..."

21. SEPTEMBER er helgaður Alzheimers-sjúkdómnum víða um heim. Nú á dögum þekkja flestir til þessa sjúkdóms, eða hafa a.m.k. einhverja hugmynd um hann. Í grein þessari verður bent á nokkrar staðreyndir varðandi Alzheimers og greint frá því hvaða félagslegra úrræða gripið er til, er þessi vágestur ber á dyr. Alzheimers Meira

Minningargreinar

19. september 1998 | Minningargreinar | 889 orð

Arnmundur Backman

Fregnin um lát Arnmundar S. Backman hefði ekki átt að koma mér á óvart. Hún gerði það nú samt. Hann hafði lengi háð erfiða glímu við illvíg veikindi og var mjög farinn að kröftum. Vonin um að lækningatilraunir bæru árangur var ekki horfin. Þegar vinátta og samskipti manna hafa varað í tæp 40 ár er af mörgu að taka úr safni minninganna. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ARNMUNDUR BACKMAN

ARNMUNDUR BACKMAN Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. september. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 538 orð

Arnmundur S. Backman

Í febrúar 1970 ákváðu nokkur söngelsk ungmenni á Reykjavíkursvæðinu að hittast einu sinni í viku til að syngja saman sér til skemmtunar. Þetta var upphafið að starfi blandaðs kórs sem síðar hlaut nafnið Eddukórinn og starfaði fram á árið 1976. Kórinn kom fram við fjölmörg tækifæri, þ.á m. í sjónvarpi og útvarpi. Hann söng inn á tvær hljómplötur, Jólalög, 1971 og Íslensk þjóðlög, 1974. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Arnmundur S. Backman

Við kynntumst Arnmundi Backman þegar hann kom í Menntaskólann á Akureyri árið 1960. Hann vakti strax athygli fyrir bros sitt og létta lund. Fór ekki á milli mála að hér var maður sem var hæfileikum búinn til margra hluta eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Strax tókust með okkur kynni sem þróuðust til traustrar og náinnar vináttu sem aldrei rofnaði . Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 489 orð

Arnmundur S. Backman

Arnmundi Sævari Backman kynntist ég fyrir rúmum þrjátíu árum. Það var á félagsfundi í risherberginu í húsakynnum Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, á Tjarnargötu 20 hér í borg. Í félagsheimilinu var saman kominn hópur æskufólks er vildi vinna að bættum kjörum verkafólks á Íslandi. Arnmundur tók til máls. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 743 orð

Guðmundur Friðriksson

Látinn er 76 ára gamall Guðmundur Friðriksson, skipstjóri og útgerðarmaður, Heinabergi 22, Þorlákshöfn. Tæp hálf öld er nú liðin síðan leiðir okkar lágu saman við upphaf endurreisnartímabils Þorlákshafnar um miðja öldina. Frumkvöðull endurreisnarinnar, Egill í Sigtúnum, hafði þá beitt sér fyrir stofnun útgerðarfélagsins Meitilsins hf. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Guðmundur Friðriksson

Hún er fögur fjallasýnin af Selvogsbanka, en það má segja að þar hafi verið höfuð dagslátta Guðmundar Friðrikssonar skipstjóra sem við kveðjum í dag. Guðmundur fæddist á Gamla- Hrauni við Eyrarbakka. Stutt, en lærdómsrík varð skólagangan í barnaskólanum á Eyrarbakka og skaraði Guðmundur alltaf fram úr þar eins og síðar meir varð á lífsleiðinni. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 496 orð

Guðmundur Friðriksson

Þegar ég kom til starfa hjá útgerðarfélaginu Meitlinum hf. í Þorlákshöfn um vorið 1951, var fyrirtækið með fjóra þilfarsbáta í útgerð 20­30 lestir að stærð, en verið var að endurbyggja fimmta bátinn sem var 17­18 lestir og bar heitið Jón Vídalín. Á þessum bátum voru aflasælir skipstjórar ásamt duglegum áhöfnum, mikill afli hafði borist að landi á nýliðinni vetrarvertíð. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 659 orð

Guðmundur Friðriksson

Látinn er frændi minn og vinur Guðmundur Friðriksson, skipstjóri og útgerðarmaður. Með honum er genginn einn af frumkvöðlum byggðarlags okkar, einn af þeim sem settust hér að á sandinum og trúðu því að hér yrði blómleg byggð. Guðmundur var fyrsti oddviti okkar hér í Þorlákshöfn eftir að byggðin fór að stækka og stjórnin færðist til Þorlákshafnar. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 689 orð

Guðmundur Friðriksson

Það hefur margt breyst í sjávarþorpum við suðurströndina á síðastliðnum fimmtíu árum. Þá voru húsin lítil og lág og fólkið fátt. En dugnaður og bjartsýni voru ríkjandi og sjórinn var sóttur af kappi. Skipin og verkfærin voru að vísu önnur en í dag. Róið var á litlum mótorbátum en hafnaraðstaða var víða vond og þurfti oft mikla árvekni þegar hvessti. Aflinn var að mestu saltaður og þurrkaður. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 392 orð

Guðmundur Friðriksson

Með Guðmundi Friðrikssyni er horfinn einn af frumbyggjum Þorlákshafnar. Hann átti stóran og góðan þátt í uppbyggingu þorpsins. Hann kom hingað ungur maður þegar útgerð var að hefjast á ný. Í mörg ár var hann skipstjóri, fengsæll og farsæll alla tíð. Fyrstu árin hjá Meitlinum og svo á eigin bátum. Hafnarnes hf. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Guðmundur Friðriksson

Mig langar til þess að minnast afa míns, Guðmundar Friðrikssonar, sem var mér mjög kær. Það er erfitt að trúa því að hann sé farinn því að hann var búinn að vera svo góður til heilsunnar í sumar. Ég á eftir að sakna stundanna sem við áttum saman og allra góðu ráðanna sem ég fékk frá honum varðandi vinnuna og daglegt líf. Hversdagsleikinn á eftir að verða hálftómlegur án hans á komandi tíð. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 399 orð

GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON

GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON Guðmundur Friðriksson fæddist á Gamla-Hrauni, Eyrarbakka, 5. júní 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Sigurðsson, útvegsbóndi á Gamla-Hrauni, f. 11.2. 1876, d. 2.4. 1953, og síðari kona hans Sesselja Ásmundsdóttir, f. 18.2. 1887, d. 4.9. 1944, frá Neðra-Apavatni. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Ísleifur Runólfsson

Elsku afi minn, það er mér sárt að kveðja þig. Ég vildi að ég hefði geta kvatt þig betur og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig, en ég var úti í Portúgal þegar þú lést. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn, elsku afi minn, mundi ég svo margt. Ég hugsaði til þess hvað þú sagðir mér oft söguna um Búkollu og hvað gaman var að koma til ykkar ömmu í hjólhýsið á Laugarvatni. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 30 orð

ÍSLEIFUR RUNÓLFSSON

ÍSLEIFUR RUNÓLFSSON Ísleifur Runólfsson fæddist á Kornsá í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 24. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum 2. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. september. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Jóhannes Ögmundsson

Nokkur orð til minningar um móðurbróður minn Jóhannes Ögmundsson. Ævistarf hans var sjómennska. Lengst af var hann fyrsti vélstjóri á Vögg GK 204, sem hann átti ásamt bræðrum sínum, Daníel, Karvel og Guðmundi Þórarni. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 205 orð

JÓHANNES ÖGMUNDSSON

JÓHANNES ÖGMUNDSSON Jóhannes Ögmundsson fæddist á Görðum í Beruvík á Snæfellsnesi 26. september 1917. Hann lést á Vistheimilinu Víðinesi 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ögmundur Andrésson, f. 5. júlí 1855 í Einarslóni á Snæfellsnesi, d. 11.1. 1923, og Sólveig Guðmundsdóttir, f. 2. september 1873 í Purkey á Breiðafirði, d. 10.6. 1942. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 380 orð

Magnús Guðbjörn Guðmundsson

Á fögru haustkvöldi þegar laufin á trjánum skipta um lit, falla til jarðar og verða aftur að moldu. Þessu líkt tekur fyrir æviferil okkar flestra. Hann vinur okkar, Magnús Guðmundsson frá Sólbakka í Súðavík, andaðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Andreu og Ólafs, í Bakkahjalla 15 í Kópavogi á fögru haustkvöldi þegar sólin var að setjast. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 292 orð

MAGNÚS GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON

MAGNÚS GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON Magnús Guðbjörn Guðmundsson frá Sólbakka í Súðavík í Álftafirði, fæddur í Drangavík í Árneshreppi 28. ágúst 1930. Hann lést á heimili Andreu dóttur sinnar hinn 14. september síðastliðinn. Magnús var Strandamaður, sonur hjónanna Ingibjargar S. Guðmundsdóttur frá Kolbeinsvík og Guðmundar Guðbrandssonar frá Veiðileysu á Ströndum. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 82 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku amma. Mér þykir vænt um þig og þú varst góð og skemmtileg. Amma mín bakaði góðar hveitikökur og mér þykir leiðinlegt að þú skyldir deyja. Síðast þegar ég heimsótti þig með frænda mínum Arnari fengum við fiskibollur sem þú bjóst til sjálf og það voru bestu fiskibollur sem ég hef smakkað á ævi minni. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 649 orð

Nanna Sörladóttir

Ég kynntist Nönnu sautján ára gömul, þegar ég fór að leggja leið mína á Klifið í heimsókn til tilvonandi eiginmanns míns. Ég var ekki mjög upplitsdjörf þegar farið var að spyrja mig um ætt og uppruna og fleira í þeim dúr og þegar kom að spurningunni um hversu mörg systkini ég ætti bjóst ég við sömu viðbrögðum og ég var vön að fá, þ.e. undrun yfir mínum stóra systkinahópi. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku hjartans mamma okkar. Þá er þessu jarðneska lífi þínu lokið og okkur finnst það svo óendanlega sárt. En þér er trúlega ætlað annað hlutverk á öðru tilverustigi. Það eru svo margar góðar minningar sem renna í gegnum huga okkar á þessari stund og erfitt að velja úr og setja niður á blað. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku amma. Líður þér vel uppi hjá Guði? Mér þykir vænt um þig og afa. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér, mér finnst allur maturinn þinn svo góður, amma, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af afa, því ég ætla að passa hann svo honum líði ekki illa. Ég ætla að biðja Guð að passa þig vel þegar ég fer með bænirnar mínar. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Nanna Sörladóttir

Sumir segjast geta lesið ýmislegt um manneskju útfrá höndum hennar, og sumir lesa líf fólks úr lófum þess. Hvort þetta er satt veit ég ekki en það eru einar hendur sem mér finnst mest til koma. Fingurnir voru grannir en handabökin breið og neglurnar voru stundum vel snyrtar en oft ekki. Þessar hendur voru hvorki fallegar né fínar á mælikvarða tískunnar. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku hjartans mamma mín. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér áður en þú kvaddir þetta jarðneska líf. Ég á þér svo margt að þakka. Elsku mamma þakka þér alla hjálpina með drengina mína tvo, þá Rúnar Frey og Arnar Eyberg sem þú ólst ekki minna upp en ég. Þakka þér alla þá ómetanlegu og óeigingjörnu hjálp, mamma mín. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 272 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku hjartans amma mín. Margar minningar skjótast upp í huga mér á þessari erfiðu stundu. Fyrstu minningar mínar um þig, elsku amma mín, eru af þér á Klifinu þegar ég og mamma bjuggum hjá ykkur afa. Amma, þú kenndir mér svo margt, t.d. að lesa, reikna, og ekki má gleyma því þegar þú kenndir mér að spila á spil og að leggja alla kaplana sem þú varst svo klár í. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 71 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku amma. Okkur langar til þess að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þær eru ómetanlegar í minningunni. Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á. Þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 147 orð

Nanna Sörladóttir

Elsku amma og langamma. Okkur langar að þakka þér alla þá hlýju og góðvild sem þú gafst okkur. Alltaf var svo gott að koma til þín og vita að við fengjum heimabakaða snúða og vínarbrauð sem okkur þótti öllum svo gott. Elsku amma, ekki hafa áhyggjur af afa, við skulum passa hann. Margs er að minnast margs er að þakka guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 309 orð

NANNA SÖRLADÓTTIR

NANNA SÖRLADÓTTIR Nanna Sörladóttir fæddist í Kjós, Árneshreppi, Strandasýslu 10. maí 1931. Hún lést á Landspítalanum 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sörli Ágústsson, f. 6. maí 1910 í Kjós, Árneshreppi, bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal og síðar sjómaður á Flateyri, d. 24. ágúst 1988 og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 24. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 363 orð

Ólafía Sigurðardóttir

Þegar faðir minn hringdi til mín að kvöldi 22. ágúst og sagði án nokkura málalengina: "þú veist líklega erindi mitt," brast einhver viðkvæmur stengur í bjrósti mér, amma var dáin. Vitanlega vissi ég að hverju stefndi, hún var bæði háöldruð og hafði skilað lífsstarfi sem margur mætti vera stoltur af. Amma fæddist og var uppalin að Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR

ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR Ólafía Sigurðardóttir fæddist á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 19. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. ágúst. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

Það er ljúft að eiga minninguna um Ólaf Þ. Þórðarson frá fyrstu dögum þessa septembermánaðar. Þingflokkur framsóknarmanna, trúnaðarmenn úr öllum kjördæmum og makar, voru á ferð um Vestfirði. Ólafur var með okkur og lék á als oddi. Hann naut stundarinnar með gömlu félögunum. Ekið var um Norðurfirðina í rútu og veðrið var eins og best verður á kosið á haustdögum. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

"Að svo miklu leyti sem mannlífið er fallvalt og brigðult verðum við sífellt að leita þeirra sem við getum látið okkur annt um og endurgjalda ástúð okkar. Ef kærleikur og góðvild hverfa glatast lífsgleðin." Þessi orð eftir Cicero í bókinni "Um vináttuna" koma mér í hug, þegar kær vinur, Ólafur Þ. Þórðarson er borinn til hinstu hvílu. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 100 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

Okkur langar í nokkrum orðum að minnast fráfalls góðs félaga og fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, Ólafs Þ. Þórðarsonar. Hann var virkur í starfi ungra framsóknarmanna meðan hann hafði aldur til og var ávallt síðar boðinn og búinn til að rétta samtökum ungra framsóknarmanna hjálparhönd við hin ýmsu tilefni. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 612 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

Nýlega heimsóttu þingmenn og landstjórn Framsóknarflokksins Vestfirði. Erindið var að halda fund og skoða sig um í leiðinni þar vestra. Ólafur Þ. Þórðarson félagi okkar fylgdi okkur í þessari ferð. Hann var glaður í bragði, lýsti slóðum Íslendingasagna og atburðum seinni tíma eins og honum er einum lagið. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

Andstæður í náttúrufari eru óvíða jafn skarpar sem í vestfirsku landslagi, hvar fjöll togast á við dali, ógnarkraftur brimsins á það til að víkja fyrir spegli pollalognsins og myrkur langra vetrarnátta heyr eilífa og árlega glímu við fegurð sumarnátta. Engan skal því undra að þessi stórbrotna umgjörð náttúrunnar geti af sér einstaklinga sem á sinn hátt skara framúr. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 30 orð

ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON

ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON Ólafur Þ. Þórðarson fæddist á Stað í Súgandafirði 8. desember 1940. Hann lést 6. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 18. september. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Sigfúsína Sigurlaug Sveinsdóttir

Hugljúfar minningar renna fram í hugann frá gleðistundum liðinna ára nú þegar langri ævi föðursystur minnar Sigurlaugar Sveinsdóttur er lokið. Silla lifði 88 ár og var síðust eftirlifandi þeirra systkina sem kennd voru við Steinaflatir í Siglufirði. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 498 orð

Sigfúsína Sigurlaug Sveinsdóttir

Það eru komin ansi mörg ár síðan ég borðaði síðast "kjöt í tusku" og rabbabarasúpu hjá Palla afa og Sillu ömmu svo skrítið sem það er, þá var það það fyrsta sem mér datt í hug er mamma hringdi í mig til að láta mig vita að Silla amma væri látin. Hún Silla amma var alveg ótrúlegur persónuleiki. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 180 orð

SIGFÚSÍNA SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR

SIGFÚSÍNA SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR Sigfúsína Sigurlaug Sveinsdóttir fæddist á Steinaflötum í Siglufirði 18. ágúst 1910. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Geirlaug Sigfúsdóttir, f. 3.7. 1882, d. 4.3. 1958, og Sigvaldi Þorsteinn Sveinn Jónsson, f. 12.9. 1883, d. 5.5. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Sigríður Fanney Jónsdóttir

Þegar mér barst andlátsfregn Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur, varð mér hugsað til liðinnar tíðar. Árið 1963 flutti ég til Egilsstaða ungur maður. Síðan eru liðin 35 ár. Þá bjuggu þau Sigríður Fanney og Sveinn Jónsson stórbúi sínu á Egilsstöðum, ásamt sonum sínum Jóni og Ingimar og þeirra fjölskyldum. Ásdís dóttir þeirra var þá skólastjóri húsmæðraskólans á Hallormsstað. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Sigríður Fanney Jónsdóttir

"Hversu sárt sem það er, verður maður alltaf að rétta úr bakinu." Ég man ekki hversu gömul ég var þegar hún sagði þetta við mig, en þessi setning hefur fylgt mér æ síðan. Amma Fanney var ein stórbrotnasta manneskja sem ég hef kynnst um dagana. Ég naut þeirrar gæfu, eins og öll hennar barnabörn, að vera heimagangur á heimili þeirra afa á meðan ég ólst upp. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 939 orð

Sigríður Fanney Jónsdóttir

Það eitt er víst þegar við fæðumst að fyrir okkur liggur að deyja. Þessi sannindi var maður farinn að efast um að ættu við um Sigríði Fanneyju sem náði langt inn á 105. æviárið, hress og ern fram undir það síðasta. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Sigríður Fanney Jónsdóttir

Fyrir hönd Kvenfélagsins Bláklukku á Egilsstöðum langar mig að minnast með nokkrum orðum heiðursfélaga okkar Sigríðar Faneyjar Jónsdóttur, húsfreyju á Egilsstöðum. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Sigríður Fanney var ein af stofnendum Kvenfélagsins Bláklukku og var formaður félagsins frá stofnun þess í febrúar 1948 og allt til ársins 1960. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 320 orð

SIGRÍÐUR FANNEY JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR FANNEY JÓNSDÓTTIR Sigríður Fanney Jónsdóttir var fædd á Strönd á Völlum 8. febrúar 1894. Hún lést á hjúkrunardeild heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum 14. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson, bóndi á Strönd í Vallahreppi og víðar, f. 22. júlí 1865, d. 2. nóv. 1952, og kona hans Ingunn Pétursdóttir frá Skildinganesi, f. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Sigurlaug S. Sveinsdóttir

Í dag er Silla frænka mín frá Steinaflötum til moldar borin frá Siglufjarðarkirkju, síðust fjögurra systkina. Þar sem Rannveig amma, systir Sillu, dó ung komu amma mömmu og afi, Geirlaug og Sveinn, henni í foreldra stað og ömmusystkini mín, Silla, og tvíburarnir Helgi og Sigurjón, henni ávallt í systkina stað. Þess nutum við systkinin í formi hlýju og umhyggju sem ætíð stafaði frá þeim öllum. Meira
19. september 1998 | Minningargreinar | 631 orð

Sigurlaug Sveinsdóttir

Mér er enn minnisstæð fyrsta heimsókn okkar hjóna til Siglufjarðar fyrir einhverjum 40 árum. Það leyndi sér ekki að Steinaflatir, æskuheimili konu minnar, var einskonar miðpunktur bæjarins, svo mikið var um innlit heimamanna þangað, enda vel tekið á móti gestum og gangandi af þeirri einskærri hjartahlýju sem þar mátti finna. Meira

Viðskipti

19. september 1998 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Ákveða samruna Chrysler-Daimler

CHRYSLER Corp. segir að hluthafar fyrirtækisins hafi samþykkt samruna þess og Daimler-Benz AG í fimmta mesta bílaframleiðanda heims. Samkvæmt upplýsingum Chrysler, þriðja mesta bílaframleiðanda Bandaríkjanna, samþykktu samninginn 97,5% þeirra sem atkvæði greiddu, eða eigendur 472,6 milljóna bréfa, en á móti voru 2,5%, eða eigendur 12 milljóna bréfa. Meira
19. september 1998 | Viðskiptafréttir | 300 orð

ÐSamdráttur í skinnaiðnaði

EFNAHAGSKREPPAN í Rússlandi hefur valdið miklum sölusamdrætti og almennu verðfalli á hrágærum undanfarið. Niðursveiflan þykir koma á afar óheppilegum tíma fyrir Skinnaiðnað hf. á Akureyri því meginviðskipti ársins fara jafnan fram á haustin og í upphafi vetrar. Á síðasta rekstrarári drógust sölutekjur félagsins saman um 30% frá árinu á undan. Meira
19. september 1998 | Viðskiptafréttir | 439 orð

Fjarskipti á valdsviði samkeppnisyfirvalda

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hafnar þeirri kröfu Landssímans að málefni Breiðbandsins varði fyrst og fremst fjarskiptamálefni sem heyri undir Póst- og fjarskiptastofnun en falli utan valdsviðs samkeppnisyfirvalda. Meira
19. september 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Nýtt fjölnotakort væntanlegt

NÝTT fjölnotakort, eins og það sem Eurocard-MasterCard kynnti á alþjóðlegri ráðstefnu í Cannes í síðustu viku, er væntanlegt frá Eurocard á íslenskan markað á næsta ári, í samvinnu banka, sparisjóða og greiðslukortafyrirtækja. Nýja kortið er búið örgjörva sem mun í framtíðinni leysa segulröndina á núverandi kortum af hólmi, segir í fréttatilkynningu frá Eurocard. Meira
19. september 1998 | Viðskiptafréttir | 146 orð

SH á mest í SÍF

JÖKLAR hf., dótturfélag Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, er orðinn stærsti hluthafinn í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) með liðlega 8% eignarhlut. Og Eimskip hf. er í raun orðinn þriðji stærsti hluthafinn í gegnum dótturfélög sín, Burðarás hf. og Hafnarbakka hf. sem samtals eiga tæplega 6% hlut í fyrirtækinu. Meira
19. september 1998 | Viðskiptafréttir | 699 orð

Skattfrelsi og frjáls mönnun yrðu nauðsyn

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sagði á alþjóðlegri ráðstefnu um kaupskipaútgerð í Súlnasal Hótel Sögu í gær, að Íslendingar yrðu að laga sig að alþjóðlegum rekstrarforsendum í útgerð kaupskipa af því að þeir vildu að útgerðin væri í höndum þeirra sjálfra. Meira

Daglegt líf

19. september 1998 | Neytendur | 622 orð

Fjallagrös og haframjöl í lifrarpylsu og blóðmör

EFLAUST ætla einhverjar fjölskyldur í sláturgerð um helgina eða á næstu vikum. Helga Hreinsdóttir sem er formaður skólanefndar Hússtjórnarskólans á Hallormsstað er ein af þeim sem tekur slátur á hverju hausti ásamt eiginmanni og dætrum og segir að þeim finnist það ómissandi þáttur í heimilishaldinu. "Við tökum 10­15 slátur og hjálpumst öll að. Meira
19. september 1998 | Neytendur | 20 orð

Föndurlisti

Nýtt Föndurlisti Nýr föndurlisti er kominn til landsins frá fyrirtækinu Panduro. Listann er hægt að nálgast hjá B. Magnússyni í Hafnarfirði. Meira
19. september 1998 | Neytendur | 164 orð

Gerlar lifa oft góðu lífi í sogrörum

FJÖLNOTA sogrör í drykkjarbrúsum eða plaströr með fígúrum á sem börnum þykja spennandi geta verið varhugaverð skemmtun þar sem gerlar lifa oft góðu lífi í þeim eftir að búið er að nota þau einu sinni. Þetta kemur fram í nýútkomnu neytendablaði dönsku neytendasamtakanna Råd og Resultater sem að þessu sinni fjallar sérstaklega um börn. Meira
19. september 1998 | Neytendur | 256 orð

Umdeilt hvort það virkar

MÁ SPARA notkun þvottaefnis með því að nota þvottakort sem hafa verið til sölu hérlendis? "Hollustuvernd ríkisins hefur fjallað um 3C þvottakortið í tengslum við fyrirspurn sem stofnuninni barst fyrir nokkru. Meira

Fastir þættir

19. september 1998 | Í dag | 61 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 20. september, verður fimmtug Sigrún Jensdóttir Larson, sem hefur verið búsett í Bandaríkjunum sl. 30 ár. Sigrún er stödd hér á landi ásamt manni sínum Gordon E. Larson til að halda upp á afmæli sitt. Sigrún tekur á móti gestum (vinum, ættingjum og skólafélögum) í Næturgalanum, Smiðjuvegi 14 frá kl. Meira
19. september 1998 | Í dag | 26 orð

6. a) Ég mun aldrei gleyma svipnum á hinum lögmanninum... b) Hann sá að ég va

6. a) Ég mun aldrei gleyma svipnum á hinum lögmanninum... b) Hann sá að ég var með glænýja línustrikaða lögfræðingaskrifblokk... c) Það er mikil afbrýðisemi meðal lögmanna. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 86 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

UNDANÚRSLIT og úrslit í bikarkeppni BSÍ verða spiluð um helgina í húsnæði Bridssambandsins í Þönglabakka. Í undanúrslitum mætast annars vegar Ármannsfell/Sævar Þorbjörnsson og Nýherji/Ísak Örn Sigurðsson og hins vegar Marvin/Örn Arnþórsson og Garðsláttuþj. Norðurlands/Stefán Stefánsson. 48 spil eru spiluð í undanúrslitunum en 64 spil í úrslitum. Spilamennska hefst báða dagana kl. 11. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Fyrsta spilakvöld vetrarins var haldið mánudaginn 14. september í Hraunholti, Dalshrauni 15, en það verður spilastaður félagsins í vetur. Til leiks mættu 13 pör, sem spiluðu tvímenning, 26 spil. Er upp var staðið voru þessi pör í efstu sætum: Dröfn Guðmundsdóttir ­ Ásgeir Ásbjörnsson200 Haukur Árnason ­ Steinberg Ríkarðsson185 Atli Hjartarson ­ Þórður Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 52 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Bridsfélagi Rey

Þriðjudaginn 15. september var spilaður tvímenningur hjá BRE með þátttöku 8 para. Fjögur spil voru á milli para og urðu úrslit þessi: Magnús Valgeirsson ­ Magnús Ásgrímsson105 Aðalsteinn Jónsson ­ Gísli Stefánsson103 Kristján Kristjánsson ­ Ásgeir Metúsalemsson96 Árni Guðmundsson ­ Jóhann Meira
19. september 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Svalbarðskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Hafdís Björk Laxdal og Baldur Öxdal Kjartansson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
19. september 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Þór Gísla ljósmydari, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júní í Akureyrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Ásdís Smáradóttir og Elías Kristjánsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 829 orð

Draumurinn um dauðann

UPPELDISBRÓÐIR minn og systursonur móður minnar lést í febrúar síðastliðinn úr krabbameini 57 ára að aldri. Móðir hans er enn á lífi en móðir mín lést fyrir tíu árum. Ég heimsótti frænku mína fyrir stuttu og þá sagði hún mér þennan draum, sem hana dreymdi þrem vikum eftir lát hans. Meira
19. september 1998 | Í dag | 303 orð

Fyrirgefning syndanna

FJÖRUTÍU milljónum dollara af almannafé hefur ríkissaksóknari Bandaríkjanna eytt til að koma núverandi forseta Bandaríkjanna frá völdum. Skýrslur um kynlíf forsetans ku fylla 40 til 50 skjóður. Engin lög ku ná yfir saksóknarann. Hann virðist sjálfur hvítþveginn af allri synd, líkt og hver annar trúarleiðtogi sem syndgar í leynum meðan hann hvetur fjöldann til að hrópa "halelúja". Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 1216 orð

Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Ma

Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.) »ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Innritun fermingarbarna þriðjudag 22. sept. kl. 17. BÚSTAÐAKIRKJA: Upphaf barnastarfsins. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 652 orð

Hjónaskilnaðir á miðjum aldri

Hjúskaparslit Spurning: Er einhver sálfræðileg skýring á því hvers vegna hjúskaparslit eru svo algeng hjá fólki, sem komið er á miðjan aldur. Hefur breytingaskeiðið kannski einhver áhrif? Svar: Hjónaskilnaðir á Íslandi eru nú 450-500 á ári og eru þá slit á óvígðri sambúð ekki talin með, en hjónavígslur eru 1200-1300. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 379 orð

Hvað er Míka?

Menning ­ listir 1. Hver er höfundur væntanlegrar skáldsögu um Sturlu Sighvatsson? 2. Einn af kunnustu málurum Spánverja er höfundur myndaflokks sem hann nefndi Kenjarnar. Hver var hann? 3. Hvaða íslenskur listdansari dansaði nýlega opinberlega í Afríku? Saga Meira
19. september 1998 | Dagbók | 556 orð

Í dag er laugadagur 19. september 262. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugadagur 19. september 262. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Getur nokkur yðar, sem hefur sök móti öðrum, fengið af sér að leggja málið undir dóm heiðinna manna, en ekki hinna heilögu. (Korintubréf 6, 1. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 777 orð

Íslenskt mál

UMSJÓNARMANNI er mjög skemmt við að hlusta á BraggablúsMagnúsar Eiríkssonar, bæði ljóð og lag. Ætli þetta sé ekki með því besta sinnar tegundar? Eins og kunnugt er, hefst hin raunalega frásögn á því að Magga í bragga gægist út um gluggann. Hugsið ykkur hvað þetta yrði kauðalegt, ef í staðinn segði ?Ein í bragga Magga kíkir út um gluggann. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 547 orð

"Ljúft nef" eða "leggir ofurfyrirsætu"

ÞAÐ að fjalla um vín og lýsa vínum án þess að lesendur haldi að viðkomandi sé endanlega genginn af göflunum getur stundum verið vandasamt. Þegar upp er staðið þá er rauðvínslykt af rauðvíni og hvítvínsbragð af hvítvíni. Eða hvað? Til að koma þeim hughrifum er fylgja víni til skila verður yfirleitt að kafa miklu dýpra. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 2422 orð

Safnaðarstarf Betra líf í Bústaðahverfi EFTIR

EFTIR bjart og fagurt sumar breytir kirkjan um takt og hefur vetrarstarfið. Þannig færist meira líf í kirkjuna okkar og margvíslegir þættir starfsins vakna á ný eftir sumardvalann. Starfshópur hefur verið starfandi í hverfinu að undanförnu, sem hefur unnið að úrbótum, sem miða að betra lífi í Bústaðahverfi. Meira
19. september 1998 | Í dag | 38 orð

SMÆLKI ! ÞAÐ er ekki rétt að þú hafir gefið mé

SMÆLKI ! ÞAÐ er ekki rétt að þú hafir gefið mér bestu ár ævi þinnar. Þau voru liðin áður en þú hættir á leikskóla. NEI, mamma. Hann er bara að segja mér frá hundi sem hann átti einu sinni. Meira
19. september 1998 | Í dag | 156 orð

SPIL dagsins kom upp í tvímenningskeppni og

SPIL dagsins kom upp í tvímenningskeppni og víðast hvar varð suður sagnhafi í sex laufum, án þess að AV blönduðu sér í sagnir. 987532 -ÁG864 65 -ÁKDG D5 ÁKG10832 Hvernig á að spila með spaðaás út? Flestir sagnhafar fóru beint af augum í spilið: Tóku ÁK í laufi og svínuðu síðan fyrir tígulkóng. Meira
19. september 1998 | Í dag | 87 orð

STÖÐUMYND I HVÍTUR á leik Staðan k

STÖÐUMYND I HVÍTUR á leik Staðan kom upp á meistaramóti rússneskra skákfélaga í júní í viðureign tveggja rússneskra stórmeistara af yngri kynslóðinni. Júrí Jakovitsj (2.570) hafði hvítt og átti leik gegn Sergei Savtsjenko (2.595). Svartur lék síðast 16. ­ Dc7­c5? og bauð drottningakaup. Meira
19. september 1998 | Í dag | 389 orð

ÞAÐ HLÝTUR að vera eitthvert hallærislegasta klúður í íslenzkri pólit

ÞAÐ HLÝTUR að vera eitthvert hallærislegasta klúður í íslenzkri pólitík á seinni árum þegar vinstri flokkarnir senda frá sér málefnaskrá, sem á að verða grundvöllur sameiginlegs framboðs þeirra í næstu kosningum, og flazka á grundvallaratriðum í pólitík eins og því að hafa réttar upplýsingar og vera sæmilega að sér í því, sem um er fjallað. Meira
19. september 1998 | Í dag | 25 orð

Þór Gísla ljósmyndari, Akureyri. Gefin voru saman 20. júní í A

Þór Gísla ljósmyndari, Akureyri. Gefin voru saman 20. júní í Akureyrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Ragnheiður Jakobsdóttir og Rúnar Hermannsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Meira
19. september 1998 | Í dag | 25 orð

Þór Gísla ljósmyndari, Akureyri. Gefin voru saman 27. júní í A

Þór Gísla ljósmyndari, Akureyri. Gefin voru saman 27. júní í Akureyrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Erla Sigurðardóttir og Adam Chapman. Heimili þeirra er Kingaroy, Ástralíu. Meira
19. september 1998 | Fastir þættir | 879 orð

Þögult ljóð "Á sama hátt og í ljóðlistinni leitar myndlistin að hinu algilda og skáldskapurinn þjappar saman í fari einnar

Á þessum dögum gerist það að fólk hverfur inn í haustið, sumir aka burt í því skyni að sjá haustlitina, fegurð landsins á þessum árstíma. Í spjalli útvarpsmannsins Eiríks Guðmundssonar við Skafta Þ. Meira
19. september 1998 | Dagbók | 3453 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

19. september 1998 | Íþróttir | 26 orð

1. deild karla

1.Fram254 stig 2.UMFA219 stig 3.FH201 stig 4.Valur175 stig 5.KA170 stig 6.Stjarnan152 stig 7.Haukar130 stig 8. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 699 orð

Allt er þegar þrennt er

Breiðablik og KR mætast í bikarúrslitum kvenna á Laugardalsleikvanginum í dag Allt er þegar þrennt er Í dag fer fram á Laugardalsvelli úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 964 orð

Enginn venjulegur leikur

Í DAG kemur í ljós hvaða lið fylgir Breiðabliki upp í efstu deild karla í knattspyrnu að vori. FH, Víkingur og Fylkir berjast um eitt laust sæti, en FH-ingar og Fylkismenn mætast einmitt í Kaplakrika kl. 14 á meðan Víkingar taka á móti Stjörnumönnum, sem sigla lygnan sjó í miðri deild. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 162 orð

Fer Lúkas upp í fyrstu tilraun?

LÚKAS Kostic var ráðinn þjálfari Víkings síðastliðið haust, eftir afar slakt tímabil í 1. deild. Nú á liðið góða möguleika á sæti í efstu deild ­ liðið þarf að vinna Stjörnuna svo fremi sem FH sigrar ekki Fylki. "Öll neikvæða spennan er horfin og við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik, hugsa ekkert um leik FH og Fylkis. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 460 orð

Fram spáð meistaratitli

Fram er spáð meistaratitili í 1. deild karla samkvæmt spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða félaganna tólf sem leika í deildinni og birt var í gær. Keppni í 1. deild karla hefst með heilli umferð á sunnudagskvöldið. Fram er spáð fyrsta sætinu með afgerandi hætti, Afturelding verður í 2. sæti, FH í því þriðja og Íslandsmeistarar Vals fjórða sætinu. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 422 orð

FYRSTI bikarleikur KR v

FYRSTI bikarleikur KR var gegn Völsungi í júlí 1981. KR hafði þá sigur, 5:1. STÆRSTI bikarsigur liðsins er frá árinu 1995, en þá lagði KR lið Leifturs 15:0. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 193 orð

Gústaf ekki með á móti Finnum í riðlakeppni HM

GÚSTAF Bjarnason leikur ekki með Íslandi á móti Finnlandi í fyrsta leik riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik sem verður í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Hann reif hásin á undirbúningstímanum og getur sennilega ekki byrjað að leika með þýska liðinu Willst¨adt fyrr en eftir nokkrar vikur. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 29 orð

Jóhannes dæmir úrslitaleikinn

Bikarúrslitaleikinn í dag dæmir Jóhannes Valgeirsson. Honum til aðstoðar verða þeir Rúnar Steingrímsson og Eyjólfur Finnsson og varadómari er Einar Sigurðsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Eiríkur Helgason. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 37 orð

Leið Breiðabliks og KR í úrslit

Leið Breiðabliks og KR í úrslit BREIÐABLIK sótti Hauka heim í átta liða úrslitum og vann 3:1 en KR fékk Val í heimsókn og vann 3:0. Í undanúrslitum vann Breiðablik Stjörnuna 4:0 en KR hafði ÍA 3:0. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 81 orð

Mikið um að vera hjá Breiðabliki

Það verður mikið um að vera hjá Blikum á knattspyrnusviðinu í dag. Kl. eitt hefst lokaleikur karlaliðs félagsins í 1. deildinni og að honum loknum verða liðinu afhent verðlaun fyrir sigur í deildinni og sæti í efstu deild að ári. Eftir fögnuðinn á heimavelli stendur til að stuðningsmenn fjölmenni í Laugardalinn og styðji kvennalið félagsins til dáða. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 107 orð

PAT Rafter, ástralski tennisleikarinn

PAT Rafter, ástralski tennisleikarinn sem sigraði á opna bandaríska mótinu um síðustu helgi, hefur ákveðið að gefa veikum börnum þriðjung verðlaunafjárins. Hann gaf barnaspítala í áströlsku borginni Brisbane tæpar þrettán milljónir króna í gær. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 1114 orð

Spennandi barátta á toppi sem á botni

KNATTSPYRNASpennandi barátta á toppi sem á botni Sautjánda og jafnframt næstsíðasta umferð efstu deildar karla fer fram á morgun og hefst kl. 14 en eftir hana gætu KR-ingar staðið uppi með Íslandsbikarinn eftir þrjátíu ára bið. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 99 orð

Tvö töp hjá TBR

KEPPNISLIÐ TBR hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Evrópukeppni félagsliða í badminton sem fram fer þessa dagana í Most í Tékklandi. Í fyrri leiknum sem TBR lék varð liðið að lúta í lægra haldi fyrir portúgölsku meisturunum Estreito, 5:2, þar sem Sara Jónsdóttir vann sína viðureign í einliðaleik kvenna, 11:5 og 11:3. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 66 orð

Um helgina Knattspyrna

LAUGARDAGUR: Bikarúrslit kvenna: Laugardalsv.:Breiðablik - KR15.30 1. deild karla: Kópavogur:Breiðablik - HK13 Akureyri:KA - Skallagrímur14 Kaplakriki:FH - Fylkir14 Reyðarfjörður:KVA - Þór14 Víkingsv. Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 72 orð

Úrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna

1981 Breiðablik - Valur4:0 1982 Breiðablik - Valur7:6 1983 Breiðablik - ÍA3:1 1984 Valur - ÍA6:4 1985 Valur - ÍA1:0 1986 Valur - Breiðablik2:0 1987 Valur - ÍA2:1 1988 Valur - ÍA1:0 1989 ÍA - Þór3:1 1990 Valur - ÍA1:0 1991 ÍA - Keflavík6:0 1992 ÍA - Breiðablik3:2 1993 ÍA - Meira
19. september 1998 | Íþróttir | 187 orð

Úrslitaleikurinn verður í Frostaskjólinu

GUNNAR Oddsson, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, er viss um að úrslitin á Íslandsmótinu muni ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni, þegar KR-ingar taka á móti Eyjamönnum í Frostaskjólinu. "Þar lék ég á árum áður og var þá ekki fjarri því að vinna titilinn, en Framarar unnu upp forskot Valsara á undraskömmum tíma og við töpuðum á markamun. Meira

Úr verinu

19. september 1998 | Úr verinu | 650 orð

Báðum stofnunum spáð fáum lífdögum

SNÖRP ádeila á starfsemi Kvótaþings kom fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Verðlagsstofa skiptaverðs var einnig gagnrýnd en ekki eins harkalega. Tómas Örn Kristinsson, formaður stjórnar Kvótaþings, kynnti starfsemina á fundinum og gat þess í upphafi að hann hefði verið spurður að því á leið í pontu hvort hann væri í skotheldu vesti. Meira
19. september 1998 | Úr verinu | 442 orð

Hluti fyrirtækja í botnfiskvinnslu rekinn með halla

AFKOMA sjávarútvegsfyrirtækja er nú mun betri en á sama tíma á síðasta ári. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun afurðavereðs, er þó hluti fyrirtækja í botnfiskvinnslu rekinn með halla. þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva í dag. Ályktunin fer hér á eftir: Meira
19. september 1998 | Úr verinu | 453 orð

"Hækkandi afurðaverð hefur létt róðurinn"

"ÞAÐ hafa skipst á skin og skúrir í rekstri fiskvinnslunnar á síðustu árum. Góð aflabrögð og vaxandi þorskafli ásamt hækkandi afurðaverði hefur létt mörgum róðurinn á þessu ári. En það eru líka blikur á lofti," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva í skýrslu sinni til aðalfundarins í gær. Meira

Lesbók

19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1311 orð

BORGARLÍF

ÉG HEF stundum verið að velta því fyrir mér af hverju það sé svona mikið stress og spenna í Reykjavík, þrátt fyrir smæðina. Ég bjó einu sinni í London, borg sem er 60 sinnum fjölmennari en Reykjavík, en fannst hún afslappaðri og heimilislegri staður, þrátt fyrir mannmergðina og ysinn. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1609 orð

BÆRINN VIÐ BRÚNA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

Íslenzkir bæir hafa orðið til og þróast út frá atvinnumöguleikum og oftast hefur það gerzt við sjávarsíðuna þar sem hagstæð lending var og síðar hafnaraðstaða. Í nánd við þungamiðju atvinnulífsins hafa síðan risið ýmsar opinberar stofnanir og þjónusta; þar á meðal verzlun. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 398 orð

efni 19. sept

Siglingar Íslendinga og landafundir á þjóðveldisöld, er heiti á grein eftir Guðmund Hansen, fyrrverandi skólastjóra. Þar andmælir hann þeirri skoðun Gunnars Karlssonar prófessors, að norrænir menn hafi fyrstir Evrópumanna kannað strendur Norður-Ameríku. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 214 orð

EFTIRMÁLI

GREININ "ÞETTA EKKERT SEM ER" eftir Roni Horn birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. september 1998, á bls. 26-27. Hér birtist eftirmáli höfundar við þá grein: HÉR er einföld en knýjandi efnahagsleg ástæða sem mælir gegn óvæginni nýtingu hálendisins. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

EINS OG ÞÉR SÁIÐ

þegar krían flýgur gargandi um vatnsblátt hvolfið og fíflarnir spretta glottandi upp úr jörðinni sprettur löngu gleymdur bóndi af írskum ættum upp í mér og ég veit að það er kominn tími kominn tími kominn til þess að setja niður jarðepli Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1838 orð

EKKI BARA MENNINGARLEG FLUGELDASÝNING

NÍU borgir munu bera titilinn menningarborg Evrópu árið 2000 en hingað til hefur einungis ein borg gert það ár hvert, eða frá 1985. Aþena reið á vaðið sem fyrsta menningarborg Evrópu en síðan hafa borgir eins og Amsterdam, Berlín, París, Madríd, Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2110 orð

FYRIRSKIPAÐ AÐ VINNA FYRIR HITLER EFTIR RÍKARÐ PÁLSSON

Ínóvember í haust lést í hárri elli Pétur Símonarson rafvélavirki. Pétur var af mörgum þekktur fyrir flugmennsku, ferðamennsku, ljósmyndun, veiðimennsku en þó mest fyrir skíðamennsku. Hann var afar ör og frjór í skapi, dellukarl sem tók upp á hlutunum án mikillar umhugsunar. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð

GAMALL MAÐUR

Við sitjum við kambinn nokkrir strákar, það eru lífsfley í fjörunni. Gamall maður fer höndum um bátinn sinn, andlit hans er slétt og ávalt, slípað eins og grjót sem velkist um hafið. Þarna stendur hann yfirgefinn í fjörunni þessi gamli maður og heyrir ekki þegar ég kalla nafn hans, því rödd mín er horfin inní mörg lög af tíma líkt og lítil mynd, Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1437 orð

HIÐ LJÓSA MAN VIÐ AMAZONFLJÓT EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR

ÞEIR KOMU MEÐ ELDI OG SVERÐI 3 HIÐ LJÓSA MAN VIÐ AMAZONFLJÓT EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR PABLO NERUDA HJARTAÐ ÚR Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2176 orð

HRIPLEK BÆJARHÚSIN VORU MENNINGARSETUR EFTIR VIÐAR HREINSSON Tómas á Hróarsstöðum er dæmi um námfúsan alþýðumann. Einnig

Þegar leið á sumarið 1873 var Tómas að vanda mikið á ferð, vann viðvik hér og þar, fór austur í Mývatnssveit og inn í Eyjafjörð. Grasspretta var allgóð og gróska í fjölskyldunni að sama skapi. Björg Emilía átti von á sér hvenær sem var. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

ÍSLAND Í SKÁLDSKAP OG VERULEIKA

BÓKASTEFNAN í Gautaborg verður að þessu sinni haldin dagana 22. ­ 25. október og á sama tíma Norræna safnastefnan. Að sögn verður bókastefnan hin umfangsmesta til þessa, 300 dagskrár og 500 þátttakendur í dagskránum. Aðalþemu ársis eru Börn og unglingar og Menningararfurinn. Meðal þess sem verður í sviðsljósi á safnastefnunni er hið nýja Heimsmenningarsafn í Gautaborg. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 24 orð

Íslandsbækur Roni Horn

Íslandsbækur Roni Horn Í BÓKAFLOKKNUM To Place: Bluff Life, 1990. Verne's Journey, 199. Lava, 199. Haraldsdóttir, 1999. Arctic Circles, 199. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 976 orð

"JAFNVEL ÞEIR SEM ERU MINNSTIR Í SÉR GETA VERIÐ HUGRAKKIR"

"ANNARS væri ég ekki manneskja, heldur bara lítið skítseiði," segir Jónatan Ljónshjarta við Karl bróður sinn, sem reyndar er kallaður Snúður, þegar hinn fyrrnefndi heldur af stað upp í fjöllin til að berjast gegn ofureflinu, Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1802 orð

"KOMA MUNU KÖLD OG LÖNG KVÖLD Í TRYGGVASKÁLA"

Með Ölfusárbrúnni sem vígð var 1891 var mörgum leiðum úr öllum áttum stefnt að einum punkti og þar með mynduð skilyrði fyrir margskonar þjónustu, atvinnustarfsemi og verzlun. Fyrir þéttbýlismyndun við Ölfusárbrú skipti þó fyrst og fremst sköpum að þar reis Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 103 orð

LEIÐRÉTTING

Í síðari grein Halldórs Þorsteinssonar um námstíma í Berkeley-háskóla, sem birtist í Lesbók 15. ágúst sl. stóð í myndatexta Kolbrún Þorleifsdóttir, en það rétta er að Kolbrún var Jónsdóttir (Þorleifssonar listmálara). Leiðréttist það hér með. Þá hefur Halldór Þorsteinsson beðið Lesbók að geta þess að hann fékk fékk bréf frá Sören Langvad verkfræðingi í Kaupmannahöfn, syni Kay Langvad. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 483 orð

NÁTTÚRAN ER TÖFRANDI LJÓÐ

"Fyrir mér er náttúran töfrandi ljóð með síbreytilegum birtuskilum. Ég reyni að mála ljóðrænar myndir og legg áherslu á óendanlega víðáttu og hreinleika íslenskrar náttúru. Þetta tæra landslag, þar sem fjöllin liggja eins og skúlptúrar í landslaginu. Ég er að reyna að kalla fram þetta ósnortna," segir Gunnar R. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 213 orð

POULENC-HÁTÍÐ HALDIN Í IÐNÓ

POULENC-hátíð verður haldin í Iðnó í janúar nk. í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli franska tónskáldsins Francis Poulenc. Á hátíðinni verða flutt öll kammerverk Poulenc, auk úrvals af sönglögum hans og píanóverkum. Um er að ræða ferna tónleika. Francis Poulenc, fæddur í París 7. janúar árið 1899, var eitt vinsælasta tónskáld Frakka á þessari öld. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 868 orð

RANNSAKAÐI SJÚKDÓMA Í ÍSLENDINGASÖGUNUM. Doktorsritgerð Charlotte Kaiser við norrænudeild Kielarháskóla fjallar um sjúkdóma í

"Ástæðurnar fyrir því að ég valdi þetta efni til doktorsritgerðar eru margþættar," segir Charlotte Kaiser, sem hefur dvalið hér í nokkrar vikur ásamt manni sínum Erhard. "Upphaflega er ég menntuð í líffræði, efnafræði og landafræði frá háskólanum í Erlangen í Þýskalandi. Ég gerði hlé á námi mínu um skeið, átti þrjú börn og fluttist til Danmerkur og bjó þar í nokkur ár. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 433 orð

RÓMANTÍSK MEISTARASTYKKI

"ÞETTA eru rómantísk meistarastykki," segir Finnur Bjarnason barítónsöngvari um söngljóð eftir Schumann, sem hann flytur við undirleik Gerrits Schuil á tónleikum í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, laugardag, kl. 17. Á tónleikunum flytja þeir söngljóð eftir Robert Schumann, sem eru samin 1840. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð

SAXO GRAMMATICUS

SAXO Grammaticus: The History of the Danes. Books I-IX. Edited by Hilda Ellis Davidson ­ Translated by Peter Fisher. D.S. Brewer 1998. Þetta er önnur útgáfa þýðingar Peters Fishers, 1979 og 1980. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2838 orð

SIGLINGAR OG LANDAFUNDIR ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐVELDISÖLD EFTIR GUÐMUND HANSEN Íslendingar voru fyrsta þjóðin sem lagði stund á

I. Fyrsta hafsiglingaþjóðin Nokkuð er um liðið síðan forsætisráðherra landsins, Davíð Oddsson, skipaði nefnd til að gera tillögur um hvernig standa skuli að hátíðahöldum þegar minnst verður þúsund ára afmælis siglinga Íslendinga til Vesturheims og landafundanna miklu þar. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

SJÓNLEIKUR Í TJARNARBÍÓI

SJÓNLEIKUR er nýstofnað leikfélag sem ætlar að sýna leikritið Svartklæddu konuna, breskt leikverk, eftir Stephen Mallatratt. Leikritið er byggt á hrollvekju Susan Hill. Í West End hefur sýningin gengið samfellt í tíu ár við góðar undirtektir og hefur ekkert dramatískt leikverk gengið þar lengur að Músagildru Agötu Christie undanskilinni, segir í fréttatilkynningu frá leikfélaginu. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

SOFANDINN Í DALNUM SÖLVI BJÖRN SIGURÐARSON ÞÝDDI

Með grónum bökkum byltist á um dalinn og breiðir ótt sinn silfurvef á blómin; frá hreyknum hæðum sólin gyllir salinn: þar sindrar geislum dalasólarljóminn. Og ungur dáti dreymnu höfði lygnir í daggarlyngið blátt og hnakka laugar; hann sefur þar sem silfurbirtu rignir í sælum faðmi lands og himinbaugar. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

SORTANS BLIK

Sindrar sól sáldrast glit sækir á sorgin enn sortans blik sefast ei sálin myrk Hér við tveir hittumst oft hugum þá hulin sýn hugfangnir horfðum vítt hlógum dátt Bjartan dag bar þá að bráðaslys bárust boð brostið var bróðurhjartað blikið slökkt Þey hver kemur þungum skrefum þurrka tárin þá Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

TATE YFIR THAMES

FRAMKVÆMDUM við nýlistasafn Tatesafnsins í London miðar örugglega áfram. Á myndinni horfa framkvæmdastjóri nýlistasafnsins, Art Lars Nittve, og framkvæmdastjóri Tatesafnsins, Nicholas Serota, út um glerþak safnahússins og norður yfir Thames, þar sem Pálskirkjuna ber hæst. Nýlistasafnið verður í endurbyggðu rafstöðvarhúsi og tekur til starfa í maímánuði árið 2000. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

TÓNLEIKAÞRENNA TRÍÓS REYKJAVÍKUR

TRÍÓ Reykjavíkur heldur þrenna tónleika í Fella- og Hólakirkju í vetur. Fyrstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð verða sunnudaginn 20. september kl. 17. Flutt verður Tríó op. 1 nr. 1 eftir Beethoven og Tríó Dumky eftir Dvorák. Aðrir tónleikar vetrarins verða 8. nóvember en þá leika með tríóinu flautuleikararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð

TVÖ ÍSLENSK VERK FRUMFLUTT

VARSJÁRHAUSTIÐ, "Warszawska Jesien", er með þekktustu nútímatónlistarhátíðum í heiminum og hefur verið haldin á hverju ári síðan 1958. Að þessu sinni verður norræn tónlist í brennidepli. Á morgun, sunnudag, heldur CAPUT, ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur, tónleika á hátíðinni. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Zumthor fékk Carlsberg verðlaunin

SVISSNESKI arkitektinn Peter Zumthor hefur hlotið Carslberg arkitektaverðlaunin 1998 og fengið þau afhent úr hendi Margrétar Danadrottningar. Verðlaunin nema jafnvirði um 15 milljóna króna. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2468 orð

ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR

"MIG langar ekki að lesa. Mig langar ekki að skrifa. Mig langar ekki að gera neitt nema vera hér. Geri ég eitthvað verð ég ekki hér lengur. Að vera hér á að vera nóg. Kannski er það nóg nú þegar. Meira
19. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

ÞOKA

Grá þokan grúfir yfir borginni, grimm og miskunnarlaus, dularfull og lokkandi; hún heldur henni í heljargreip sinni, eins og ískaldir fingur kreppist utan um hjarta manns. Stundum breytir hún um svip og bregður á leik, létt á brún læðist hún meðfram grundinni; slík sem æsandi, tælandi slæður dansmeyjarinnar, keik svífur hún um, sviflétt í dansinum. Meira

Ýmis aukablöð

19. september 1998 | Blaðaukar | 203 orð

400 MHz kopar PowerPC

FYRSTU koparörgjörvarnir frá IBM koma á markað síðar á árinu, en það verða 400 MHz PowerPC örgjörvar. Fyrirtækið hyggst skipta yfir í koparörgjörva í nýjum gerðum s/390, RS/6000 og AS/400 tölvum sínum á næsta ári, en frumgerðir koma á markað í haust. Örgjörvarnir verða á 0.18 míkrona flögum, en notkun kopars gerir kleift að minnka þá verulega og lækka framleiðslukostnað. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 1345 orð

Ekkert að óttast fyrir bókaútgefendur

EFTIR því sem tölvunni hefur vaxið fiskur um hrygg hafa menn skemmt sér við að spá fyrir um endalok bókarinnar og prentmiðla almennt, á þeirri forsendu að bókin sé úreltur upplýsingamiðill. Netið hefur svo enn ýtt undir spár af því tagi að bókin sé búin að syngja sitt síðasta, Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 1802 orð

Frá hugbúnaði til lausna

ÞAÐ SEGIR ekki alla söguna um hversu stöndugt eða traust fyrirtæki er hvað það er duglegt við að berja sér á brjóst. Eitt helsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins er Hugvit hf. sem hefur meðal annars náð langt í samstarfi við IBM og selt hugbúnað sinn til fjölda fyrirtækja í stærri kantinum ytra. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 441 orð

Hugbúnaðarhúsið EJS

EJS er eitt af helstu sölu- og þjónustufyrirtækjum landsins á tölvubúnaði. Fáir gera sér aftur á móti grein fyrir því að EJS er jafnframt á meðal stærstu hugbúnaðarhúsa landsins og hefur m.a. náð fótfestu með vörustýringarkerfi sitt á erlendum vettvangi. Útflutningur fyrirtækisins nam um 200 milljónum króna á síðasta ári og verður umtalsverð aukning á líðandi ári. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 2362 orð

Leikjaveisla í Lundúnum

LEIKJASÝNINGIN ECTS, sem haldin er í Lundúnum fyrstu helgina í september ár hvert, er helsti vettvangur leikjahönnuða, -framleiðenda og dreifingaraðila til að kynna það sem hæst ber, vinsæla leiki og nýja og marga reyndar sem komast aldrei lengra en á sýningarstig. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 408 orð

Meiriháttar bylting

ÞÓ MENN hafi löngu séð fyrir endimörk þróunar í örgjörvagerð halda vísindamenn áfram að taka risaskref í þeim efnum; gjörvarnir verða sifellt minni og minni og hver uppgötvunin rekur aðra. Með merkari tíðindum á örgjörvasviðinu var þegar IBM kynnti seint á síðasta ári nýja tækni sem byggist á kopar. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 122 orð

Mikka mús mús

TÖLVUR eru hagnýtar fyrst og fremst og það á ekki síst við um útlit þeirra, því flestar eru þær gráar og dauflegar að sjá. Margir grípa því til þess að kaupa sér aukahluti til að lífga aðeins upp á tölvuna, þá helst sérstaka mús. Hægt er að fá hamborgaramýs, fótboltamýs, bílamýs og svo mætti telja. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 249 orð

Nýtt rit um verkefnastjórnun

KOMIN er út bókin "Verkefnastjórnun, stjórnun tíma, kostnaðar og gæða", eftir Eðvald Möller. Í bókinni er fjallaðalmennt um verkefnastjórnun þarsem hugmyndafræðin er skýrðút með myndumog dæmum, þ.e.hvernig hægt erað ná fram hagkvæmustu lausnmiðað við gefnar forsendur. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 1744 orð

Ofar í píramítanum

MEÐ HELSTU tölvufyrirtækjum hér á landi er Nýherji, sem rekur ættir sínar allt aftur til ársins 1946. Stjórnandi fyrirtækisins aldna er aftur á móti ungur rekstrarhagfræðingur, Frosti Sigurjónsson. Undir hans stjórn hefur Nýherji tekið nokkra stefnubreytingu og leggur æ meiri áherslu á hugbúnað og þá helst þann sem smíðaður er hér á landi. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 992 orð

Óljós ending

MIKIÐ velta menn því fyrir sér hver sé öruggasta leiðin til að geyma stafræn gögn, hvort sé betra að vista þau á geisladiskum, svonefndum CD-R-diskum, eða á segulbandi. Ekki dró úr deilum þegar því var haldið fram að ekki væri hægt að vista gögnin nema 30 ár hið mesta. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 202 orð

Red Hat Linux

RED HAT er einn vinsælasti dreifingarpakki Linux. Að sögn framleiðanda seldist Red Hat í ríflega 240.000 eintökum á síðasta ári og á þessu ári fer hann nálægt hálfri milljón eintaka. Hér á landi selur Gagnabanki Íslands Red Hat. Í Red Hat 5. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 492 orð

S3.Lausnir Nýherja

EINS og fram kemur í spjalli við Frosta Sigurjónsson framar í blaðinu hefur Nýherji markað sér þá stefnu að efla mjög starfsemi á sviði hugbúnaðar. Að sögn Guðmundar Pálsson, sem hefur umsjón með þróun svonefndra S3.Lausna Nýherja, var ákveðið að halda áfram megináherslu á þróun lausna fyrir Lotus Notes og stofnað var til samstarfs við SAP um sölu og þjónustu á R/3 fjárhagsupplýsingakerfinu. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 1517 orð

Síbreytilegir straumar

TÖLVUTÓNLIST hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því tölvan leit fyrst dagsins ljós. Framan af var hún helst notuð til að framleiða furðuhljóð og því furðulegri því betra, en með tímanum hafa menn áttað sig á að hún er eins og hvert annað verkfæri og hljóðfæri og reyndar væri ógerningur að hugsa sér tónlistarheim nútímans ef allar tölvur hyrfu skyndilega. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 908 orð

Skipt yfir í evru

FYRSTA janúar næstkomandi byrja ellefu þjóðir í Evrópu undirbúning að því að taka upp nýja mynt sem kallast evra. Ekki hefur það verið mikið rætt hér á landi hvaða kostnaður verði því samfara fyrir íslensk fyrirtæki að skipta yfir í evru, en sérfræðingar hafa spáð því að kostnaður evrópskra fyrirtækja vegna evrunnar gæti orðið mun meiri en kostnaður vegna ársins 2000. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 292 orð

Skradd· arasniðin tölva

LÍKLEGA kannast flestir við fistölvur sem eru svo meðfærilegar að hægt er að stinga þeim í skjalatösku eða þá lófatölvum sem passa í jakkavasa. Því minni sem tölvurnar eru takmarkast þó notagildi þeirra af eðlilegum orsökum og því þykir það eins og hver annar vísindaskáldskapur þegar menn tala um að klæðast tölvunni. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 584 orð

Slakað á reglum

BANDARÍSK yfirvöld hafa slakað á reglum um útflutning á dulritunartækni. Fram til þessa hefur fyrirtækjum verið bannað að flytja út hugbúnað með öflugri dulritun en 40 bita nema með sérstöku leyfi, en ekki vilja stjórnvöld þó teygja sig lengra en í 56 bita lykla. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 148 orð

Starcraft leikur ársins

ECTS-verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum knattspyrnuliðsins Chelsea, sem er úr þeim hluta Lundúna þar sem sýningin var haldin. Verðlaun eru veitt fyrir ýmislegt annað en besta leikinn, sem reyndar er líka valinn af níu tímaritum í jafn mörgum löndum, og velur hvert land sinn leik, en einnig fá verðlaun uppflettirit ársins, besti vélbúnaðurinn, besti útgefandinn, Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 919 orð

Tími vaxtarins er núna

TÖLVUMYNDIR eru tólf ára fyrirtæki, upphaflega stofnað til að vinna að hugbúnaði með grafískri eða myndrænni framsetningu gagna. Tveir helstu stofnendur voru þeir Friðrik Sigurðsson og Bjarni Júlíusson, en Friðrik er forstjóri fyrirtækisins í dag. 1988 hóf fyrirtækið að framleiða hugbúnað með miðils/biðils tækni og fyrsta áratuginn var aðaláhersla lögð á sérsmíði hugbúnaðar. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 1574 orð

Tölvan er almenningseign

MEÐ ÖFLUGUSTU tölvufyrirtækjum hér á landi er Opin kerfi. Grunnur var lagður að fyrirtækinu með stofnun útibús bandaríska tölvurisans Hewlett-Packards fyrir þrettán árum og var þá kallað HP á Íslandi hf. en skipti um nafn í Opin kerfi hf. eftir að Hewlett-Pachard seldi sinn eignarhlut í félaginu. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 1317 orð

Við leggjum mikla áherslu á netviðskipti

TÖLVUFYRIRTÆKI hafa verið fljót að laga sig að þörfum markaðarins; eftir því sem áherslan hefur færst frá vél- og hugbúnaði í átt að viðföngum hafa fyrirtæki þurft að bregðast við eða hverfa af markaðnum. Meira
19. september 1998 | Blaðaukar | 495 orð

(fyrirsögn vantar)

Ekkert að óttast fyrir bókaútgefendur Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, segir að hlutverk bókaútgefenda sé að miðla upplýsingum, ekki að sjá til þess að fellt sé nógu mikið af trjám/D 2 Tölvan er almenningseign Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.