Greinar sunnudaginn 20. september 1998

Forsíða

20. september 1998 | Forsíða | 119 orð

Hyde bauð afsögn

HENRY J. Hyde, formaður dómsmálanefndar bandarísku fulltrúadeildarinnar, bauðst til að segja af sér í síðustu viku þegar fréttir birtust um framhjáhald hans á sjöunda áratugnum. Kom þetta fram í Washington Post í gær. Meira
20. september 1998 | Forsíða | 137 orð

Illa farið með Mikka og félaga

MIKKI Mús, Andrés Önd og aðrar teiknimyndafígúrur ­ eða í það minnsta þeir starfsmenn Disneylands-skemmtigarðsins í París sem bregða sér í hlutverk þeirra ­ hafa farið fram á aukna vernd gegn áköfum krökkum sem á hverjum degi sparka í fígúrurnar og klípa. Meira
20. september 1998 | Forsíða | 223 orð

Meira en hundrað saknað eftir ferjuslys

MEIRA en 150 manna var saknað í gær eftir að ferja sökk í stormi og stjórsjó ekki fjarri Manila, höfuðborg Filippseyja. Í gærmorgun hafði tekist að bjarga 294 mönnum. Ferjan, "Princess of Orient", var mjög stór, næstum 14.000 tonn, en lagði úr höfn á sama tíma og fellibylurinn Vicki fór yfir Luzon, stærstu eyjuna. Meira
20. september 1998 | Forsíða | 401 orð

Svigrúm fyrir spennandi niðurstöður

"GOTT hjá þér," sagði gleiðbrosandi Göran Persson forsætisráðherra í ljósum frakka með leðurkraga, þegar Margot Wallström, flokkssystir hans og félagsmálaráðherra, lýsti því yfir á útifundi í miðborg Stokkhólms í gær, að hún ætlaði að kjósa jafnaðarmenn í kosningunum í dag. Í allan gærdag voru vegfarendur í bæjum og borgum innan um frambjóðendur og slagorð þeirra. Meira

Fréttir

20. september 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

84% bíla fara um göngin

MIKILL meirihluti umferðar um Hvalfjörð fer um Hvalfjarðargöngin eða kringum 84% að meðaltali. Umferð um göngin er hlutfallslega minnst um helgar. Fyrstu þrjár vikurnar í ágúst fóru 85.543 bílar um göngin en á sömu þremur vikunum í fyrra óku 74.077 bílar fyrir Hvalfjörð samkvæmt talningu við Fossá. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 20.­26. september 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagur 21. september: Breski rithöfundurinn Warren Ellis mun flytja opinberan fyrirlestur á vegum Heimspekideildar Háskóla Íslands 1998 kl. 17.15 í Hátíðasal Háskólans í Aðalbyggingu. Meira
20. september 1998 | Erlendar fréttir | 1518 orð

FORTÍÐARDRAUMAR UM FRAMTÍÐINA Það er eins og tíminn hafi staðið í stað í Svíþjóð á þessu kosningatímabili, segir Sigrún

FORTÍÐARÞRÁIN er sterkasta tilfinningin í kosningabaráttunni, segir Mats Svegfors ritstjóri Svenska Dagbladet, þegar hann er spurður hvað einkenni kosningabaráttuna, sem lýkur í Svíþjóð í dag. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Framhaldsskólaþing um nýjar áherslur

HIÐ íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands standa saman að framhaldsskólaþingi laugardaginn 26. september 1998 undir heitinu: Nýjar áherslur í framhaldsskólum. Þingið verður haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, og stendur frá kl. 9.30-15. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hafa fengið greiddar 21 þúsund krónur

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands fór þess á leit við Landsvirkjun í gær að kjör rússneskra rafiðnaðarmanna Technopromexport við Búrfellslínu verði leiðrétt hið snarasta. Á fundi forsvarsmanna RSÍ með starfsmönnum Technopromexport á föstudag kom fram að fyrirtækið hefur þegar borgað hverjum og einum 21.000 krónur frá því í júlí. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hlaut silfurúlfinn

KRISTÍN Bjarnadóttir, fyrrverandi aðstoðarskátahöfðingi og áfangastjóri í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, hlaut fyrir skömmu silfurúlfinn, æðsta heiðursmerki íslensku skátahreyfingarinnar. Það var Jónas B. Jónsson fv. skátahöfðingi sem afhenti Kristínu heiðursmerkið við athöfn Gilwell-skáta í Úlfljótsvatnskirkju eftir að skátahöfðingi, Ólafur Ásgeirsson, hafði tilkynnt um afhendinguna. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 618 orð

Hugað að framtíðarrannsóknarverkefnum

Rannsóknarráð Íslands (RANNÍS), National Science Foundation (NSF) í Bandaríkjunum og Evrópusambandið halda ráðstefnu um loftslags- og umhverfisbreytingar á norðurslóðum á Grand Hóteli í Reykjavík dagana 23.­26. september. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Hvatt til vináttu og hjálpsemi

SOROPTIMISTASAMBAND Íslands hefur látið útbúa bækling sem ætlaður er öllum sex ára börnum á landinum. Í bæklingnum er hvatt til jákvæðra samskipta, vináttu og hjálpsemi. "Alþjóðasamband soroptimista er samtök starfsgreindra þjónustuklúbba sem ná yfir heimsbyggð alla. Í stuttu máli er höfuðmarkmið soroptimista að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Lögregla fjarlægir bifreiðir

LÖGREGLAN í Reykjavík fjarlægði sex bifreiðar á einu bretti, sem lagt hafði verið ólöglega við Grundarstíg. Það getur verið dýrt og óþægilegt fyrir eigendur bifreiða að endurheimta þær aftur þegar slík aðgerð er framkvæmd, en samkvæmt laganna hljóðan grípur lögreglan til aðgerða þegar ökutæki er stöðvað eða lagt þannig að það veldur óþægindum eða hættu fyrir umferð. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað um verðbréfadaga Búnaðarbankan

Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað um verðbréfadaga Búnaðarbankans á Egilsstöðum 23.­25. september, frá Verðbréfadeild Búnaðarbankans. (Auglýsingablaðinu er dreift á Austfjörðum, norður frá Bakkafirði í norðri að Höfn í Hornafirði í suðri). Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Menningarlegur margbreytileiki í skólastarfi

PRÓFESSOR Walter Feinberg frá Bandaríkjunum mun halda opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, þriðjudaginn 22. september kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Að brúa bilið: Menningarlegur margbreytileiki í skólastarfi (Teaching Across the Cultural Divide). Meira
20. september 1998 | Erlendar fréttir | 437 orð

Myndband með Clinton birt

DÓMSMÁLANEFND bandarísku fulltrúadeildarinnar ákvað á föstudag að gera opinbert á morgun, mánudag, myndband með yfirheyrslum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna sambands hans við Monicu Lewinsky. Auk þess verða birtar um 2.800 blaðsíður með öðrum gögnum, sem tengjast rannsókninni. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Námið hagkvæm fjárfesting

MIKILL meirihluti nýnema í öllum deildum Háskóla Íslands telur að námið sé hagkvæm fjárfesting. Meirihlutinn telur einnig að ríkið eigi að styðja háskólanema betur. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nýr slökkvibíll tekinn í notkun

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur hefur fengið nýjan slökkvibíl til umráða og tók borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hann formlega í notkun í fyrradag. Bíllinn er af gerðinni MAN, með 400 hestafla vél, sjálfskiptur og með drifi á báðum hásingum. Síðast fékk Slökkviliðið nýjan bíl árið 1991 og hefur liðið nú yfir átta bílum að ráða. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Opið hús hjá BM Vallá í dag

BM VALLÁ efnir til haustsýningar fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér framkvæmdum við hús eða garð í dag, sunnudaginn 20. september. Boðið verður upp á sýnikennslu, ráðgjöf og ókeypis hugmyndabæklinga. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Raf- og bensínbíl til Íslands

TOYOTA umboðið, P. Samúelsson, flytur á næstunni inn bíl af gerðinni Toyota Prius sem er búinn bæði rafvél og bensínvél, svonefndan fjölorkubíl eða bíl með tvenndarvél. Bíllinn er væntanlegur til landsins um miðjan nóvember og verður hér um tíma. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 741 orð

Stefnt að umfangsmiklum viðgerðum

STEINHLEÐSLUR í útveggjum Dómkirkjunnar hafa víða orðið fyrir skemmdum og rifa hefur á mörgum stöðum myndast milli hleðslusteina og sementsmúrs í útveggjum Alþingishússins. Verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Línuhönnun hefur því verið fengið til að rannsaka hvernig best sé að gera við útveggi Dómkirkjunnar og viðhalda steinlími og sementsmúr eða svokallaðri sementsfúgu Alþingishússins. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 695 orð

Telja námið arðbæra fjárfestingu

SAMKVÆMT rannsókn sem gerð var á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands telur mikill meirihluti nýnema í öllum deildum Háskóla Íslands að námið sé hagkvæm fjárfesting. Meirihluti telur einnig að stuðningur ríkisins við námsmenn í háskólanámi eigi að vera meiri en nú er. Könnunin var gerð meðal fyrsta árs nema í Háskóla Íslands haustið 1996. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 393 orð

Tillaga um kvótastýringu á Flæmingjagrunni felld

Á ÁRSFUNDI Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar í Lissabon í Portúgal var tillaga Íslendinga um kvótastýringu á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni í stað sóknarstýringar felld. Á fundinum var m.a. rætt um stjórn fiskveiða á Flæmingjagrunni. Meiri bjartsýni gætir nú en á síðustu árum um ástand rækjustofnsins og lögðu vísindamenn til að heildarveiðin yrði um 30.000 tonn á næsta ári. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vefur landbúnaðar á Netinu

VEFUR íslensks landbúnaðar hefur verið opnaður á Netinu undir veffanginu: http: //www.bondi.is Tilgangur vefsins er að gefa sem nákvæmast yfirlit um íslenskan landbúnað þannig að frá honum sé hægt að tengjast og fá upplýsingar um hinar ýmsu stofnanir og félagasamtök íslensks landbúnaðar s.s. búgreinasambönd, búnaðarsambönd, rannsóknastofnanir, skóla o.fl. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Vinnupöllum stolið af bensínstöð

VINNUPÖLLUM sem stóðu við bensínstöð Olís við Háaleitisbraut í Reykjavík þar sem verktakinn Stálbær ehf. hefur unnið að uppsetningu skyggnisbita var stolið aðfaranótt föstudags. Pallarnir eru frá pallaleigunni Stoð og eru nýlegir. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð

(fyrirsögn vantar)

LÍTIL flugvél með þrjá menn innanborðs brotlenti við Bakkaflugvöll í vikunni. Mennirnir komust allir lífs af, flugmaðurinn slasaðist allmikið en farþegarnir tveir sluppu næstum ómeiddir. Vélin var talin gjörónýt. Meira
20. september 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar er kynnt starfsárið '98­'99. (Auglýsingablaðinu er dreift á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfoss, Hveragerði, Akranesi og Borgarnesi). Meira

Ritstjórnargreinar

20. september 1998 | Leiðarar | 2500 orð

FYRIRHUGAÐ KOSN-ingabandalag Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Þjóðva

FYRIRHUGAÐ KOSN-ingabandalag Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Þjóðvaka og Kvennalista hefur fallið svo rækilega á prófinu með þeirri stefnuyfirlýsingu, sem kynnt var fyrir nokkrum dögum að spyrja má, hvort kosningabandalagið hafi nokkra möguleika á að ná sér á strik eftir þessa misheppnuðu framsetningu á sameiginlegum stefnumálum. Meira
20. september 1998 | Leiðarar | 611 orð

ÞARFT FRAMTAK Í UMHVERFISMÁLUM

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur gefið út bækling á ensku til stuðnings umhverfisstefnu sinni, sem samþykkt var fyrr á árinu. Umhverfisstefna SH tekur mið af ábyrgum fiskveiðum og veiðistjórnun, heilnæmi afurða og gæðastjórnun við framleiðslu þeirra og hagkvæmri notkun og eiginleikum umbúða. Bæklingnum mun verða dreift til kaupenda sjávarafurða víða um heim. Meira

Menning

20. september 1998 | Menningarlíf | 736 orð

"Allir geta speglað sig í ævintýrinu um Dimmalimm"

ÖLL ÞEKKJUM við ævintýrið um Dimmalimm, prinsessuna prúðu sem dag einn fær leyfi til að kanna lífið utan hallargarðsins. Kemur hún að vatni þar sem hún hittir stóran og fallegan svan, sem er í raun prins í álögum. Hefur forljót galdarkerling kallað ógæfuna yfir hann. Svanurinn er dapur, sem von er, og Dimmalimm ákveður að heimsækja hann á hverjum degi. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Arabíska er feimið tungumál Sargon Boulus er Íraki sem býr yfir þeirri óvenjulegu reynslu að vera arabískt ljóðskáld sem hefur

Sargon Boulus er Íraki sem býr yfir þeirri óvenjulegu reynslu að vera arabískt ljóðskáld sem hefur jafnframt verið þátttakandi í bandarísku ljóðlistalífi frá því á sjöunda áratugnum. Hann er eitt af áhrifamestu núlifandi ljóðskáldum í hinum arabíska heimi. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 654 orð

Eins og góð heimsókn til sálfræðings

ÞRÍR UNGIR tónlistarmenn, þau Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson, sellóleikari, og Nína-Margrét Grímsdóttir, pínanóleikari, halda tónleika í Listasafni Kópavogs í kvöld,sunnudagskvöld, klukkan 20:30. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú píanótríó, Hoboken tríóið í Es-dúr eftir Franz Joseph Haydn, H-dúr tríó Jóhannesar Brahms og Tríó op. 67 eftir Dimitri Sjostakovitsj. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 64 orð

Fyrirlestur um teiknimyndasögur

BRESKI rithöfundurinn Warren Ellis flytur opinberan fyrirlestur á vegum Heimspekideildar Háskóla Íslands mánudaginn 21. september kl. 17.15, í Hátíðasal Háskólans í Aðalbyggingu. Fyrirlesturinn nefnist Teiknimyndasögur 21. aldarinnar og verður fluttur á ensku. Warren Ellis hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir myndasögur sem hann hefur samið, m.a. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 612 orð

Góð myndbönd

Hispurslaus mynd um völundarhús mannlegra samskipta sem rammað er inn með glæsilegri myndatöku, listrænni sviðsetningu og magnaðri tónlist. Flókið samband persónanna er túlkað á samstilltan hátt af aðalleikurunum þremur. Jackie Brown Í nýjustu mynd Tarantinos má finna öll hans sérkenni, þ.e. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Íslensk vika á RÚV

Í NÆSTU viku verður alltaf voða gaman að horfa á Sjónvarpið, að minnsta kosti fyrir þá sem hafa gaman að íslensku dagskrárefni. Allt verður íslenskt í Sjónvarpinu, bæði gamalt efni og nýtt frá öllum deildum. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 279 orð

Jákvæðar viðtökur í Toronto

ÁGÚST Guðmundsson var nýlentur eftir flugferð frá Bandaríkjunum þegar náðist í hann og hann var spurður hvernig Dansinum hefði reitt af á kvikmyndahátíðinni í Toronto. "Sýningarnar gengu mjög vel. Myndin var sýnd tvisvar fyrir troðfullu húsi og fólk virtist taka henni mjög vel. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 580 orð

Lúðar tveir og lottóvinningar

eftir Carl Hiaasen. Pan Books 1998. 486 síður. BANDARÍSKI spennusöguhöfundurinn Carl Hiaasen er með þeim fyndnari sem fást við glæpaskrifin og kemur það m.a. til af því að hann hefur ótrúlegt og óstöðvandi hugmyndaflug þegar hann býr til sögupersónur sínar. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 515 orð

Mannshvörfin í Öskju kjarninn í sögulegri skáldsögu

ÁRIÐ 1907 voru þrír Þjóðverjar, tveir vísindamenn og teiknari, við rannsóknarstörf í Öskju. Tveir þeirra reru á báti út á Öskjuvatn. Eftir það spurðist ekkert til þeirra og af þeim fannst hvorki tangur né tetur þrátt fyrir víðtæka leit björgunarmanna. Þriðji maðurinn, sem var jarðfræðingur, gaf ákveðna skýringu á atburðinum en gat ekki sannað að hún væri rétt. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 234 orð

Nýjar bækur ÞAÐ sem enginn sér

ÞAÐ sem enginn sér er eftirGunnhildi Hrólfsdóttur. Sagan er um Benna og Laufeyju sem eru 12 og 13 ára og stríða bæði við mótlæti. Þau kynnast og styðja hvort annað en til að líf þeirra geti fallið í eðlilegar skorður á ný þarf aðstoð fólks sem kann til verka. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 397 orð

Nýtt verkefni í sjónmáli

ANDY Paterson er framleiðandi og framkvæmdastjóri Oxford Film Company, og er einn þeirra er koma að framleiðslu íslensku kvikmyndarinnar Dansinn, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrir og verður frumsýnd núna á miðvikudaginn. Andy er upptekinn maður en eftir nokkrar tilraunir náðist í hann þar sem hann var nýkominn frá kvikmyndahátíðinni í Toronto. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 276 orð

Sérkennileg jólasaga Fljótræði (Reckless)

Framleiðendur: Amy J. Kaufman. Leikstjóri: Norman René. Handritshöfundur: Craig Lucas. Kvikmyndataka: Frederick Elmes. Tónlist: Stephen Endelman. Aðalhlutverk: Mia Farrow, Scott Glenn, Mary-Louise Parker, Tony Goldwyn, Eileen Brennan, Stephen Dorf. 87 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 271 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð212.20 Litlir risar Little Giants, '94). Stöðvarmenn eru iðnir við að endursýna þessa duggunarlitlu barna- og fjölskyldumynd, sem er endurgerð á gamalli klassík. Stöð214.40 Tónaflóð (The Sound of Music, '65). Sjá umfjöllun í ramma. Stöð221. Meira
20. september 1998 | Tónlist | 456 orð

Taumlausir tónstigar

Boris Guslitser lék verk eftir Beethoven, Chopin og Liszt, fimmtudag kl. 20.30. BORIS Guslitser hámenntaður og reyndur píanóleikari lék fyrir gesti Gerðarsafns á fimmtudagskvöldið Sónötu Beethovens í f-moll ópus 57, Appassionata sónötuna; Andante spianato og Grand Polonaise Brilliante eftir Chopin; Ungverskar rapsódíur nr. 11 og 12 og Mefistóvalsinn eftir Franz Liszt. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 991 orð

Teiknimyndin góður miðill

BRETINN Warren Ellis hefur á undanförnum árum öðlast mikla virðingu í teiknimyndasöguheiminum. Hann er einn þeirra höfunda sem markvisst hafa brotið niður þann múr misskilnings að teiknimyndasögur séu aðeins fyrir börn og óþroskaða lesendur. Undanfarnar vikur hefur Ellis ásamt konu sinni og dóttur ferðast um Norðurlöndin að kynna verk sitt Transmetropolitan. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Trufluð tilvera á Íslandi

Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ geta áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar Sýn byrjað að fylgjast með teiknimyndaseríunni "South Park" eða Truflaðri tilveru. Þáttaröðin hefur vakið mikla athygli í heimalandinu, Bandaríkjunum, og er afar vinsæl meðal háskólanema. Meira
20. september 1998 | Fólk í fréttum | 977 orð

WILLIAM FRIEDKIN

HÚN er mér minnisstæð, myndin sem birtist í Time, snemma á áttunda áratugnum. (Á þeim tíma var það enn ferskasti upplýsingamiðill íslenskra kvikmyndafíkla). Á henni voru þrír, ungir, kátir og gustmiklir menn. Sátu glaðbeittir í opnum Cadillac og myndatextinn var eitthvað á þessa leið: "Þeir stefna á toppinn". Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 305 orð

Wout Oosterkamp syngur í Norræna húsinu

Á KAMMERTÓNLEIKUM í Norræna húsinu á sunnudag kl. 17, syngur hollenski bass-baritónsöngvarinn Wout Oosterkamp lög eftir Beethoven, Schubert, Brahms, Fauré, Debussy og Ravel. Undirleikari á píanó er Jan Willem Nelleke. Þetta eru fyrstu kammrtónleikarnir af tíu í röð tónleika með listamönnum víðsvegar að sem haldnir verða í Norræna húsinu á tveggna vikna fresti í vetur. Meira
20. september 1998 | Menningarlíf | 270 orð

Þrjú leikrit frumsýnd á nýju leikári

NÚ er að hefjast níunda leikár Möguleikhússins og verða verkefnin fimm talsins; þrjár frumsýningar og tvö verkefni sem tekin eru upp frá fyrra leikári. Leikárið hefst með leikferð um Austurland með sýninguna Góðan dag, Einar Áskell! eftir Gunillu Bergström. Ferðasýning og einleikur Fyrsta frumsýningin er áætluð 3. Meira

Umræðan

20. september 1998 | Bréf til blaðsins | 496 orð

Enn um Skeiðarvog

ÁGÚST Tómasson skrifar í Morgunblaðið 9. september þar sem hann gerir grein fyrir því sem ég kallaði skemmdir á Skeiðarvogi og vil ég þakka honum fyrir það. Ég er þér sammála um það að allt þarf að gera sem hægt er til að koma í veg fyrir slys og þessvegna er ég hissa á þessari framkvæmd sem þú segir að eigi að standa í eitt ár. Meira
20. september 1998 | Bréf til blaðsins | 455 orð

Ég er að koma að ná í aumingjakortið mitt

HVAÐ hef ég ekki heyrt þetta oft og alltaf er það jafnsárt að heyra þetta sagt. Það er ekki mikið eftir af sjálfsáliti þess sem er með þetta hugarfar. Hvað getum við gert til að breyta þessu? Það er umhugsunarvert hvort ekki sé kominn tími til að berjast á móti svokölluðum sérréttindum fatlaðra, Meira

Minningargreinar

20. september 1998 | Minningargreinar | 718 orð

Alma Tynes

Það var sl. sunnudag að síminn hringdi. Í símanum var Ragnar Páll frændi minn og tjáði hann mér að móðir hans hefði orðið bráðkvödd um morguninn. Í amstri dagsins setti mig hljóða, ekki Alma frænka ­ og af hverju ekki? Hún var orðin 81 árs og orðin frísk og hress eftir veikindi frá liðnu vori. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 1008 orð

Alma Tynes

Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað, né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir, bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kyslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðm. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Alma Tynes

Amma hún er móðir hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á, gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur svæfir hún mig er dimma tekur nótt, syngur hún við mig sálma og kvæðin fögur sofna ég þá sætt og vært og rótt. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 586 orð

ALMA TYNES

ALMA TYNES Alma Sövrine Petersen Tynes fæddist á Siglufirði 18. febrúar 1917. Hún andaðist á heimili sínu, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, 13. september sl. Faðir hennar var Carl Petersen Tynes organisti, tréskurðarmeistari og skósmiður í Noregi, síðar í N-Ameríku. Móðir hennar var Sesselja Elín Steinsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, f. 25.10. 1887, d. 12. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Arnmundur Backman

Fyrir mörgum árum varð ég fyrir þeirri ógæfu, að missa því sem næst aleiguna í heitavatnsflóði á vinnustofu minni á Korpúlfsstöðum. Þar sem ég stóð í miðjum rústum ævistarfs míns innan um slökkviliðsmenn, lögreglu og fjölda annarra, kom til mín maður sem lagði hönd á öxl mína og sagði við mig: "Sverrir minn, þú munt ekki þurfa að standa óstuddur í þessu. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ARNMUNDUR BACKMAN

ARNMUNDUR BACKMAN Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. september. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 1041 orð

Arnmundur S. Backman

Vinur minn Arnmundur S. Backman er látinn. Mig langar að kveðja hann með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1960. Ég bjó á gömlu vistinni. Eitt sinn eftir að skóla lauk heyrði ég hljóðfæraleik á sal. Ég gekk á hljóðið. Þar voru þá þrír nemendur að æfa saman danslög. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 1150 orð

Ásgeir Ragnar þorsteinsson

Mig langar að minnast föður míns, það er þó langt frá því auðvelt, af mörgu að taka, sem erfitt er að koma fyrir í einni lítilli grein. Ég ætla því að reyna að segja frá honum sem uppalanda og föður, en uppeldisaðferðir hans voru í mörgu held ég frábrugðnar því sem almennt gerðist. Foreldrar mínir bjuggu í vesturbænum í Reykjavík þar til ég var níu ára gamall. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 218 orð

Ásgeir Ragnar Þorsteinsson

Mig langar að minnast afa míns sem nú er horfinn til betri heimkynna, með fáeinum orðum á blaði. Reyndar gætu þau eflaust fyllt bækur, ef ég hefði sömu frásagnargáfu og afi. Allt frá því að ég var lítill drengur í húsum hans, fann ég hjá honum hlýju, sem mér þótti einstaklega góð. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Ásgeir Ragnar Þorsteinsson

Faðir okkar, Ragnar Þorsteinsson, er látinn. Við dætur hans, sem eftir lifum, söknum samverustunda, en samgleðjumst honum engu að síður. Hann hefur lokið langri viðburðaríkri göngu, áorkað miklu og kveður sáttur þennan heim. Hvað skilur maður eftir? Hér eru engir veraldlegir hlutir fyrir okkur erfingjana að bítast um. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 416 orð

ÁSGEIR RAGNAR ÞORSTEINSSON

ÁSGEIR RAGNAR ÞORSTEINSSON Ásgeir Ragnar Þorsteinsson fæddist í Eyrardal í Álftafirði við Djúp þann 5.9. 1908. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þann 9. september sl. Foreldrar hans voru Þorsteinn Mikael Ásgeirsson f. 16.2. 1877 d. 1.5. 1950, og Rebekka Bjarnadóttir, f. 15.11. 1885. d. 11.5. 1981. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 282 orð

Bára Sigurjónsdóttir

Við kölluðum hana "ömmu í bænum". Fyrir okkur var þessi nafngift sérstök og notaleg. Það var stytting úr "amma í innbænum", sem aftur var til aðgreiningar frá ömmu okkar á Eyrinni. Amma í bænum, var stórkostleg kona, ekki bara í okkar huga, heldur líka allra þeirra, sem henni kynntust. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Bára Sigurjónsdóttir

Bára Sigurjónsdóttir, sem lengst af ævinni bjó inn í Fjörunni á Akureyri að Aðalstræti 22, er látin í hárri elli. Um skeið var hún kaupkona, seldi sælgæti í litlum turni, sem stóð við hlið pósthússins í Hafnarstræti og muna margir rosknir Akureyringar eftir henni þaðan. Hún giftist móðurbróður okkar Alfreð Jónssyni ­ Alla frænda ­ og saman áttu þau gott líf og stóran vinahóp. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 175 orð

BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR

BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR Bára Sigurjónsdóttir fæddist í Nonna-húsi á Akureyri 8. október árið 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Friðbjarnarson, f. 11.2. 1870, d. 11.7. 1942 og Sigríður Kristjánsdóttir, f. 24.6. 1874, d. 4.11. 1956. Systur hennar voru 1) Hrefna, f. 10.3. 1898, 2) Kristín, f. 2.4. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 537 orð

Guðmundur Friðriksson

Þorpið er í fasta svefni og ekki enn tekið að birta af nýjum degi. Í flæðarmálið eru karlarnir mættir hver með sinn bitakassa. Samtaka nú segir skipstjórinn og fyrr en varir er árabáturinn kominn á flot. Úti á bólum liggur bátafloti Þorlákshafnar og í miðjum hópnum liggur við festar aflaskipið Friðrik Sigurðsson ÁR 7. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 229 orð

Guðmundur Friðriksson

Nú ertu farinn, elsku afi minn, farinn til ömmu. Hinn 9. september síðastliðinn, þegar ég var í vinnunni, leið mér hálf illa, fannst svona innst inni að eitthvað slæmt væri í vændum, svo fékk ég þau skilaboð að fara heim til Frikka frænda. Þar tók mamma á móti mér og sagði: "Ólöf mín, hann afi þinn er dáinn." Eftir að hafa heyrt þessa setningu fór ég upp í rúm og grét. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON

GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON Guðmundur Friðriksson fæddist á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka 5. júní 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju 19. september. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 553 orð

Guðrún Sigfúsdóttir

Guðrún Sigfúsdóttir háði baráttu frá unga aldri og hafði jafnan betur og sýndi einstaka elju allt sitt líf. Lokakafli í lífi hennar var strangur og mjög erfiður, en viljinn óbilaður að standa sig. Hún var hetja hversdagslífsins. Það eru einmitt slíkar konur, sem lögðu grunninn að því þjóðlífi, er við njótum í dag. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 639 orð

Guðrún Sigfúsdóttir

Mig langar að minnast með nokkrum orðum Guðrúnar Sigfúsdóttur. Ég kynntist henni og Jökli barnabarni hennar þegar við hjónin fluttumst heim frá útlöndum og keyptum okkur íbúð í Dalalandi í Fossvogi. Þetta var árið 1991 og hafði Guðrún þá búið þar í einhvern tíma eða frá þeim tíma er dóttir hennar lést langt fyrir aldur fram. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 214 orð

GUÐRÚN SIGFÚSDÓTTIR

GUÐRÚN SIGFÚSDÓTTIR Guðrún Sigfúsdóttir fæddist að Ketilsstöðum á Tjörnesi í S.- Þingeyjarsýslu, 18. september 1919. Hún lést á Landspítalanum 4. september sl. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Björnsdóttir, húsmóðir, f. 8.6. 1897, d. 30.1. 1934, og Sigfús Jóhannesson, bóndi og síðar afgreiðslumaður hjá KÞ á Húsavík, f. 22.6. 1890, d. 9.5. 1951. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Á útfarardegi Ólafar Sveinsdóttur frá Fellsströnd, þann 27. ágúst sl., naut ég hins fegursta sólarlags á Santorini. Gul sólin skipti um ham yfir í appelsínulit, að lokum umhverfðist hún í rauðan loga og hvarf niður fyrir sjóndeildarhring. Gyllt Eyjahafið var glitrandi í mætti sínum. Meðan sjónhverfingin gekk yfir naut ég hinnar fegurstu tónlistar og skyggndist inn í eilífðina. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 33 orð

ÓLÖF ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR

ÓLÖF ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR Ólöf Þórunn Sveinsdóttir fæddist í Dagverðarnesseli í Klofningshreppi í Dalasýslu 22. október 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. ágúst. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 1491 orð

Sigríður Árnadóttir Guðmundur Kristjánsson

Að kveðja þann sem manni er kær er ekki auðvelt. Fyrst setur mann hljóðan, það er svo margt sem maður vill segja, en erfitt að koma hugsunum í orð. Sigga hét fullu nafni Kamilla Sigríður Árnadóttir. Hún var dóttir hjónanna í Oddgeirshólum, Árna Árnasonar og Elínar Steindórsdóttur Briem frá Hruna. Árni, faðir Siggu var búfræðingur frá Hólum. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 45 orð

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Kamilla Sigríður Árnadóttir kennari og húsmóðir fæddist í Oddgeirshólum í Flóa 3. maí 1907. Hún lést í Reykjavík 7. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 18. september. Guðmundur Kristjánsson fæddist 5. mars 1903. Hann lést 15. júní 1991. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Sveinn Svanur Jónsson

Það var mjög mikil sorg að kveðja elsku afa okkar. Við áttum ekki von á því að hann færi svona fljótt frá okkur. Hann hafði ekki verið veikur það lengi að okkur fannst að hann myndi vera miklu lengur með okkur. Afi var í okkar augum frekar rólegur maður en mjög mikill grínisti, hann kom manni alltaf til að brosa eða hlæja. Einnig var hann afi ákveðinn og góður maður. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 97 orð

Sveinn Svanur Jónsson

Elsku afi og langafi. Það er með nokkrum hlýjum orðum sem okkur feðgana langar til að kveðja þig og við vonum að þér líði sem best þar sem þú ert núna. Við minnumst þín með þakklæti og hlýhug yfir því að hafa fengið að kynnast þér. Blessuð sé minning þín og Guð veri með þér. Meira
20. september 1998 | Minningargreinar | 129 orð

SVEINN SVANUR JÓNSSON

SVEINN SVANUR JÓNSSON Sveinn Svanur Jónsson fæddist á Stóra-Seli í Vesturbænum 11. nóvember 1922. Foreldrar hans voru Guðrún Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson. Systkini hans eru: Anna Maack sem er á lífi, en Sigríður, Guðmundur, Magnús og Ester eru látin. Fyrri kona Sveins var Hildur Hulda Þorfinnsdóttir, hún er látin. Meira

Viðskipti

20. september 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Gefur út 500 milljóna kr. víkjandi lán

LANDSBANKI Íslands hf. hefur gefið út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir kr. til styrkingar á eigin fé bankans og fengið samþykki Verðbréfaþings Íslands til skráningar bréfanna. Skráning bréfanna fer fram 22. þessa mánaðar. Eins og heitið bendir til víkur krafa samkvæmt víkjandi skuldabréfi fyrir öllum öðrum kröfum á hendur útgefanda við slit á félaginu. Meira

Daglegt líf

20. september 1998 | Bílar | 65 orð

80 Galloper afgreiddir í næstu viku

80 JEPPAR af gerðinni Galloper koma með skipi til landsins í vikunni. Bílarnir eru allir seldir og dugar þessi sending raunar ekki til að fullnægja eftirspurninni því 200 manns eru skráðir fyrir Galloper hjá Heklu hf., umboðsaðila bílsins. Um miðjan næsta mánuð á Hekla svo von á annarri 80 bíla sendingu. Fyrstu átta mánuði ársins seldust 99 Galloper jeppar. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 1320 orð

Bannað aðsveifla sér íljósakrónunum Hinn tilkomumikli Windsor-kastali rís í vinalegu þorpi skammt frá Heathrow-flugvelli. Fátt

VIÐGERÐUM á Windsor-kastala er nú lokið, fimm árum eftir mikinn eldsvoða sem heimsbyggðin fylgdist með á sjónvarpsskjám. Norðausturhluti kastalans var opnaður almenningi á ný hinn 20. nóvember í fyrra en þann dag áttu Elísabet drottning og Filippus, eiginmaður hennar, einmitt gullbrúðkaupsafmæli. Meira
20. september 1998 | Bílar | 1131 orð

Bjartsýni með viðtökur á Peugeot 206

Peugeot er hluti af PSA samsteypunni sem einnig hefur innanborðs Citroën. Markaðshlutdeild Peugeot í Evrópu er um 7,5% en hlutdeild PSA er um 12%. Á heimamarkaði, Frakklandi, er markaðshlutdeild Peugeot 17%. Meira
20. september 1998 | Bílar | 217 orð

GM eykur hlut sinn í Suzuki

SUZUKI og General Motors hafa gert milli sín samning um aukna samvinnu. Samningurinn felur m.a. í sér að GM eykur hlut sinn í Suzuki úr 3,3% í 10%. Fyrirtækin hófu samstarf 1981 og hefur GM selt nokkrar gerðir Suzuki bíla í Suður- Ameríku og hafa framleitt Suzuki jeppa í sameiginlegri verksmiðju sinni í Kanada frá 1986. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 320 orð

Grænlandi skipt upp í fjögur ferðamannasvæði

MARKAÐSSETNING Grænlands sem áfangastaðar ferðamanna gengur vel. Notuð eru slagorð á borð við "Greenland - What a wonderful world" og er lögð áhersla á grænlenska menningu og náttúrufegurð. Nýr yfirmaður þróunarsviðs Greenland Tourism, Stig Römer Winther, hefur lýst hugmyndum um að byggja upp ferðaþjónustu í nánara samstarfi en verið hefur við iðnað og yfirvöld á hverjum stað. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 233 orð

Heilbrigð aukning erlendra ferðamanna

ÞRETTÁNDU ferðakaupstefnu Vestnorden, ferðamálanefndar Vestur-Norðurlanda, lauk í Reykjavík í gær. Kaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi en á móti til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Ferðamálastjórar Færeyja og Grænlands þökkuðu Íslendingum gestrisnina á blaðamannafundi við upphaf stefnunnar í fyrradag og greindu stuttlega frá stöðu mála í ferðaþjónustu í heimalöndum sínum. Meira
20. september 1998 | Bílar | 565 orð

Herja á allan markaðinn með sjö merkjum

Sú hernaðaráætlun Volkswagen að útvíkka starfsemi sína með því að herja á markaðinn undir nýjum merkjum virðist hafa tekist mæta vel ef skoðaðar eru sölutölur fyrstu fimm mánuða ársins í Evrópu. VW samsteypan, (VW, Audi, Seat og Skoda) hefur náð miklum markaðsyfirburðum, 17,4% markaðshlutdeild en Fiat samsteypan hefur 12% markaðarins. Meira
20. september 1998 | Bílar | 209 orð

Maserati afhjúpaður

ÍTALSKI lúxusbílaframleiðandinn Maserati afhjúpaði í vikunni nýjan bíl sem fyrirtækið ráðgerir að boði nýja og betri tíð eftir mikinn barning sl. 20 ár. Bíllinn er fjögurra sæta 3200GT Coupe sem nær 280 km hámarkshraða og 100 km hraða á 5,12 sekúndum. Maserati er 50% í eigu Ferrari og 50% í eigu Fiat. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 197 orð

Náttúran er helsta tromp Færeyja

FERÐAÞJÓNUSTA er vaxandi atvinnugrein í Færeyjum og horfa heimamenn bjartsýnir til framtíðarinnar. Líflegar umræður hafa skapast í færeyskum fjölmiðlum um markaðssetningu og gæðastjórnun í ferðaþjónustu og spyrja Færeyingar sig hvort "varan" sem þeir bjóða sé nógu frambærileg og söluvænleg. Jafnframt er spurt hvort náttúra landsins muni þola aukinn straum ferðamanna. Meira
20. september 1998 | Bílar | -1 orð

Ný og frískleg Hyundai Sonata

HYUNDAI-verksmiðjurnar í Suður-Kóreu kynntu nýja kynslóð af Hyundai Sonata fyrir bílablaðamönnum á miðju sumri en hér er um talsvert breyttan og bættan bíl að ræða. Sónatan er stærsti fólksbíll Hyundai-verksmiðjanna, fyrir utan reyndar Grandeur sem ekki er til útflutnings, og vilja forráðamenn fyrirtækisins kalla hana alþjóðlegt flaggskip sitt. Meira
20. september 1998 | Bílar | 81 orð

Nýr Grand Cherokee

FLAGGSKIPIÐ í Cherokee fjölskyldunni, nýr Jeep Grand Cherokee, kemur á markaðinn næsta vor. Þrátt fyrir mikinn svip með fyrri gerð er nýr Grand Cherokee í raun alveg nýr bíll og aðeins 127 hlutir í bílnum eru óbreyttir frá fyrri bíl. Bíllinn verður með nýrri gerð fjórhjóladrifs með rafstýrðu drifi í stað seigjukúplingar og nýrri gerð 4,7 lítra, átta strokka vélar. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 284 orð

Óslóskir gosbrunnar af ýmsu tagi

ÞAÐ ER fátt notalegra en að sitja úti í guðsgrænni náttúrunni við litla lækjarsprænu og láta sig dreyma. Þó eru fáir nútímamenn sem fá notið þessarar ágætu náttúrustemningar enda fjölgar því fólki jafnt og þétt sem aldrei stígur út af steinsteypunni, allt sitt líf. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 162 orð

Saman í safni

BYGGÐASAFNIÐ að Hvoli á Dalvík er í raun fjögur söfn undir einu þaki. Í fyrsta lagi er það hefðbundið safn gamalla muna og áhalda á borð við ljái, rokka, grammafóna og sveitasíma. Í öðru lagi er í húsinu náttúrugripasafn þar sem fjöldi uppstoppaðra dýra lætur sér athygli gesta vel líka. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 591 orð

Sjömílnaskór og hattur sem gleypir höfuð

SVARFDÆLINGURINN Jóhann Kr. Pétursson var um tíma talinn hæsti maður heims og var þekktur sem slíkur um víða veröld. Þegar hann fæddist snemma árs 1913 vóg hann 18 merkur og benti fátt til þess að hann myndi síðar ná 2,34 metra hæð og vega um tíma 163 kíló. Meginhluta sinnar löngu ævi eyddi hann erlendis enda átti svo mikill maður vexti átti erfitt með að finna atvinnu við sitt hæfi á heimaslóð. Meira
20. september 1998 | Bílar | 239 orð

Smart á markað í næsta mánuði

SALA á MCC Smart, litla borgarbílnum sem framleiddur er í samvinnu Mercedes-Benz og Swatc úraframleiðandans í Sviss, hefst í næsta mánuði á meginlandi Evrópu. Líklega verður lítið framboð af þessum bíl hér enda munaðarlaus með öllu nema MCC, sem er í meirihlutaeign Mercedes-Benz, hafni hjá Ræsi hf., umboðsaðila Mercedes-Benz. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 326 orð

Sögusviðið varðveitt í Suður­Dakota Smábærinn De Smet í Suður-Dakota er sögusvið Hússins á sléttunni. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir

HJARTNÆMIR sjónvarpsþættir gerðir eftir bókum Láru Ingalls nutu mikilla vinsælda hér á landi um árabil. Íbúar De Smet halda minningu frægustu dóttur sinnar á lofti og fyrir forvitin augu er margt að sjá um lífið á gresjunni fyrr á tíð. De Smet heitir í höfuðið á belgískum jesúítapresti sem stundaði trúboð meðal sioux-indjána fyrir miðja síðustu öld. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 171 orð

Umhverfisskattur á ferðamenn?

YFIRVÖLD á sólarparadísinni fjölsóttu Mallorka hafa hótað því að setja á sérstakan umhverfisskatt upp á eitt þúsund peseta eða sem svarar til um 500 króna íslenskra, á hvern ferðamann sem stígur fæti á eyjuna. Árlega koma til eyjunnar um átta milljónir ferðamanna og nema tekjurnar af þeim um 300 milljörðum íslenskra króna. Meira
20. september 1998 | Ferðalög | 493 orð

Útskrift af ferðamálabraut Hólaskóla

Sunnudaginn 30. ágúst var stærsti hópur nemenda brautskráður frá Hólaskóla í hartnær 120 ára sögu hans en skólinn var stofnaður 1882. Við Hólaskóla eru 4 brautir; reiðkennarabraut, almenn hrossabraut, fiskeldisbraut og ferðamálabraut. Kennsla í ferðamálum er nýjung í starfi skólans en nú var útskrifað í annað skipti af brautinni, sjö nemendur alls. Meira

Fastir þættir

20. september 1998 | Í dag | 35 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 20. september, verður sjötíu og fimm ára frú Guðrún B. Jónsdóttir, Vesturgötu 105, Akranesi. Eiginmaður hennar var Valdimar Ágústsson, skipstjóri, sem lést árið 1989. Guðrún verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
20. september 1998 | Í dag | 41 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Níræð verður föstudaginn 25. september Ragnheiður Ólafsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttursonar síns, Ara Gísla Bragasonar, og eiginkonu hans, Sigríðar Hjaltested, Rauðarárstíg 1, Reykjavík á milli kl. 16 og 18 í dag, sunnudag. Meira
20. september 1998 | Í dag | 493 orð

AUSTJAFNDÆGUR eru miðvikudaginn 23. september. Þá er jafn

AUSTJAFNDÆGUR eru miðvikudaginn 23. september. Þá er jafnrétti dægranna ­ dagur og nótt jafnlöng. Frá þeim tíma hrekur myrkrið birtuna smám saman út úr sólarhrignum. Vinnur loks það sem kalla má "pyrrhusarsigur" á vetrarsólhvörfum, 22. desember. Þá er stytztur sólgangur í hringrás ársins. Síðan hefst á nýjan leik sigurganga birtunnar. Meira
20. september 1998 | Í dag | 24 orð

Á morgun, mánudaginn 21. september, verður áttræður Gestur Kr. Á

Á morgun, mánudaginn 21. september, verður áttræður Gestur Kr. Árnason, málari, Hrafnistu Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Garðaholti, á afmælisdaginn frá kl. 20­22. Meira
20. september 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Bessastaðakirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni Hildur Hrólfsdóttir og Ragnar Þór Emilsson. Heimili þeirra er að Bugðulæk 9, Reykjavík. Meira
20. september 1998 | Dagbók | 697 orð

Í dag er sunnudagur 20. september 263. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er sunnudagur 20. september 263. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Því Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálmarnir 100, 5.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lagarfoss og Reykjafoss koma í dag. Meira
20. september 1998 | Fastir þættir | 710 orð

Safnaðarstarf Hálf milljón á Alfa-biblíunámskeiði

SÍÐASTLIÐINN vetur fór hálf milljón Breta á svokallað Alfa-biblíunámskeið. Þetta er algjört einsdæmi a.m.k. á síðustu áratugum hvað varðar áhuga almennings á að fræðast um Biblíuna og boðskap hennar. Margir halda að það sé leiðinlegt á biblíunámskeiðum og að þau hafi ekkert hagnýtt að kenna fólki. Reynsla margra kirkna í Bretlandi er allt önnur. Meira
20. september 1998 | Í dag | 480 orð

Slæmt símasamband

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég þurfti að hafa símasamband við heilsugæslustöðina í Fossvogi. Þegar ég hringdi þá komst ég í samband við símsvara sem segir að maður sé kominn í samband við stöðina og að símtöl verði afgreidd eftir röð. Þetta gerðist þrisvar sinnum en svo slitnaði. Beið ég dálitla stund, hélt að ég væri að fá samband, en svo var ekki. Meira
20. september 1998 | Í dag | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Stundum verður þess vart, að menn átta sig ekki á merkingu no. ártíð og álíta það merkja sama og afmæli. Þá er oft sagt, ekki sízt þegar sérstaklega skal vanda orðfærið og minnast t.d. hundrað ára afmælis merks manns, þótt hann sé löngu látinn, að nú sé hundraðsta ártíð hans. Hér fara menn villir vegar. Ártíð merkir dánardægur manns. Meira

Íþróttir

20. september 1998 | Íþróttir | 176 orð

Fertug með gullverðlaun

BRESKI kúluvarparinn, Judy Oakes, varð í gær Samveldismeistari í kúluvarpi kvenna í þriðja sinn, en alls hefur hún keppt sex sinnum í kúluvarpi á Samveldisleikum og ætíð hlotið verðlaun. Oakes, sem stendur á fertugu, hafði nokkra yfirburði í keppninni og var einum metra á undan silfurverðlaunahafanum, varpaði 18,83 metra. Meira
20. september 1998 | Íþróttir | 1098 orð

Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, hefst í kvöl

Keppni í 1. deild karla hefst í kvöld klukkan 20 þegar flautað verður til leiks í sex íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina í Garðabæ er þeir sækja Stjörnuna heim, HK fær KA í heimsókn, Meira
20. september 1998 | Íþróttir | 403 orð

Óvenju mörg félagaskipti

Milli landa: Gintaras Savukynas úr Granitas Kaunas í UMFA, Gintas Galkauskas úr Granitas Kaunas í UMFA, Haraldur Þorvarðarson úr ÍR í D¨usseldorf, Þorkell Guðbrandsson, úr UMFA í USV Cottbus, Óskar Ármannsson úr Rommerwald í Hauka, Bjarki Sigurðsson úr Drammen í UMFA, Jason Ólafsson úr UMFA í Dessau, Suik Hyung Lee úr FH í TV Suhr, Páll Þórólfsson úr UMFA í Essen, Meira

Sunnudagsblað

20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2072 orð

Á hjara veraldar

Á SVALBARÐA er nótt í tvo mánuði og samfelldur dagur fjórðung úr ári. Þar vafra ísbirnir um í næsta nágrenni byggðarinnar, vélsleðar eru fleiri en íbúarnir og þeir síðarnefndu fá klippikort til að tryggja að þeir kaupi ekki meira en nemi mánaðarlegum áfengisskammti. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2359 orð

Átökin við leiklistargyðjuna Þegar listin er annars vegar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Þegar ungt fólk útskrifast úr

ÞAÐ KOMA ekki allir dagar í einu, sagði einu sinni vitur kona og í heimi þar sem við viljum það sem við viljum ­ núna ­ getur stundum verið erfitt að þurfa að bíða, vona, dreyma, þreyja þorrann, þrauka. Það tekur á. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 147 orð

ÐBatnandi afkoma Íslandspósts

REKSTRARAFKOMA Íslandspósts hefur farið batnandi að undanförnu. Að sögn forsvarsmanna hlutafélagsins gengur reksturinn framar vonum en 100 milljóna króna tap varð á rekstrinum við síðasta ársuppgjör. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2728 orð

Hold og blóð Íslendinga á vogarskálum Fámenn þjóð, komin af fáum, er nú undir smásjá vísindamanna út um víða veröld. Vísindaleg

Hold og blóð Íslendinga á vogarskálum Fámenn þjóð, komin af fáum, er nú undir smásjá vísindamanna út um víða veröld. Vísindaleg gögn um líf kynslóða gætu skipað Íslandi í forystu á sviði líftækni og erfðavísinda. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 138 orð

Ískaldar staðreyndir

Stærð: 62.679 ferkílómetrar á um 90 eyjum. Stærst er Spitzbergen, þá Norðausturlandið, Edgeey og Barentsey. Staðsetning: Á 74-81 gráðu norðlægrar breiddar, nyrsta byggð í heimi. Loftslag: Vegna golfstraumsins er gerlegt að búa á Svalbarða. Ís þekur um 60% lands, gróður um 6%. Sífreri 150-200 m niður í jörð, efstu 2 metrarnir þiðna að sumarlagi. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 571 orð

Í UPPHAFIÞorgils sögu skarða segir Sturla Þórðarson Þórð

Í UPPHAFIÞorgils sögu skarða segir Sturla Þórðarson Þórði Hítnesingi draum sem er eins konar fyrirboði þess sem gerist eftir að Þorgils er kominn út til Íslands. Þar er Sturla lifandi kominn með dulræna hæfileika sína og áhuga á þeim efnum. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 529 orð

JÓNAS Á MAGN-aða guðstrú sína sameiginlega með Birni Gunnlaugssyni

Og ennfremur, Óhultar en áin Rín út í ratar sæinn gjörvallt flytur gæzkan þín, guð, í dýrðar æginn. Forsjónin ávörpuð eins og verndandi en stjórnsamur vinur á bænum. Hann hefur í hendi sér velferð þeirra sem undir hann heyra og til hans sækja og gleymir því ekki, það er náttúruvísindamaður sem hér talar. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 242 orð

Kann vistinni vel

ÍSLENSKUR jarðfræðinemi, Melkorka Matthíasdóttir, er ein fárra Íslendinga sem hefur haft langa viðdvöl á Svalbarða. Melkorka hefur reyndar aðeins verið í þrjár vikur á staðnum, en hún sækir námskeið í setlagafræði jökla við háskólann á Svalbarða, og verður þar fram í nóvember. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 676 orð

Kláðamaur

MANNAKLÁÐAMAUR (scabies) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2­0,4 mm) sem sést varla berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi á hverju ári. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 139 orð

Landið og orkan

Maðurinn hefur í árþúsundir reynt að lifa í sátt við umhverfi sitt. Lengi vel hafði náttúran yfirhöndina og gat hún verið bæði erfið og hörð viðureignar. Síðastliðnar aldir hefur maðurinn sótt í sig veðrið, náð betri tökum á náttúrunni og meðal annars lært að beisla orku hennar. Þróunin hefur verið hröð og sums staðar í heiminum hafa framkvæmdir mannsins hallað á stórbrotna náttúrufegurð. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1599 orð

Liggur okkur lífið á?

FÁAR rannsóknir hafa velt upp eins mörgum grundvallarspurningum í siðfræði og rannsóknir í mannerfðafræði. Michael Fortun vísindasagnfræðingur hefur fylgst náið með þróun erfðavísinda síðustu árin og hefur rannsakað áhrif þeirra á samfélagið. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 376 orð

LISTIR fallast í faðma

Æ ALGENGARA verður að kvikmyndir og tónlist fallist í faðma, enda vel til fundið að láta tónlist auglýsa kvikmynd og jafnvel að gefa tónlistarmönnum kost á að spreyta sig, til að mynda með nýjum samstarfsmönnum eða á nýrri gerð tónlistar sem viðkomandi hefði annars varla getað gert, fastur í viðjum eigin ferils og væntinga útgáfu og aðdáenda. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 365 orð

NÚTÍMALEG PLATA

SÍFELLT eru ólíkir listamenn að leggja saman í púkk í danstónlistarheiminum. UNKLE er slíkt samstarf, en vekur líklega meiri athygli en flest, því þar eru þeir í forsvari James Lavelle, forstjóri Mo'Wax, og DJ Shadow. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1869 orð

Nýtt fjölskylduveldi Synir George Bush, fyrrum forseta, láta nú mjög til sín taka í bandarískum stjórnmálum. Ásgeir

UPP er að rísa í Bandaríkjunum nýtt fjölskylduveldi, sem hefur alla burði til að verða áhrifameira en sjálf Kennedy-ættin. Þessi fjölskylda er að sönnu sterkefnuð og metnaðarfull en verður að öðru leyti tæpast borin saman við Kennedy- ættina; áhrifamestu sönnun þess í bandarísku þjóðlífi að sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Nýtum sauðamjólk til ostagerðar

Við Íslendingar höfum lengi verið miklir mjólkurdýrkendur. Slagorð eins og "Tvö glös á dag, alla ævi" klingja í auglýsingum og öll vitum við að ostur styrkir vöðva og bein. Norðlæg lega landsins okkar gerir það vafalaust að verkum að við sækjum í meiri fitu en t.d. Ítalir sem búa á mun suðlægari slóðum, en eru reyndar mikið gefnir fyrir ólífuolíuna sína, en aðra fitu borða þeir varla. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1795 orð

Orkan beisluð undir Kárahnúkum

Undir Kárahnúkum tveim hefur Jökulsá á Brú grafið sér farveg í hátt í tíu þúsund ár, og þverhníptir bergveggir Dimmugljúfra sýna þá vinnu sem hún hefur innt af hendi í gegnum árin. Hún hefur ekki setið auðum höndum enda eru gljúfrin orðin yfir 160 m djúp, 100 m breið og 6 km löng. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1267 orð

Raunveruleiki stríðsins

Steven Spielberg hefur gert sérstaklega áhrifamikla stríðsmynd með Tom Hanks í aðalhutverki. Arnaldur Indriðason fjallar um myndina og segir í grein sinni að hún sé besta verk leikstjórans til þessa Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1352 orð

REYKJAVÍKURRÚNTURINN "Reykjavíkurrúnturinn" var frægur sögustaður á sinni tíð, engu síður en Kalmar og Hansaborgir, skrifar

MIKIÐ er nú að gerast í Miðkrika og hreint með ólíkindum hvað borgaryfirvöld og landsfeður hafa á prjónunum um vegsemd og virðingarsæti sem höfuðborg og föðurland eiga að skipa í náinni framtíð. En hvað vita borgarar um bæinn sinn. Sjónvarpið sýnir þessa dagana danskan framhaldsþátt um leigubílstjóra. Þar kom við sögu ungur menntamaður sem hugðist afla sér tekna með akstri leigubifreiðar. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 546 orð

Rúmlega 10.000 fleiri laxar en í fyrra

NORÐUR-Atlantshafslaxasjóðurinn, NASF, sem Orri Vigfússon veitir forstöðu, hefur sent frá sér "útgönguspá" fyrir lokaútkomu laxveiðivertíðarinnar 1998. Spáin byggir á þeim lokatölum sem fyrir liggja og nýjum eða nýlegum tölum úr helstu laxveiðiám landsins þar sem veiði stendur enn yfir. Samkvæmt spánni munu íslenskar laxveiðiár gefa 39.566 laxa, en það er rúmlega 10. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1245 orð

SAGAN SKOÐUÐ Í VESTURFARASETRI

VESTURFARASETRIÐ á Hofsósi geymir upplýsingar um aðstæður og örlög fjölmargra vesturfara. Valgeir Þorvaldsson hefur af miklum stórhug og hugsjónaeldi barist fyrir að koma þessu safni á fót og reka það. Setrið á nú í vök að verjast vegna fjárskorts en verið er að leita leiða til þess að tryggja fjárhagslegan grundvöll fyrir rekstri þess. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2879 orð

Saga stórsveita og söngvara rifjuð upp Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð 17. febrúar 1992, en á þeim degi kom hljómsveitin fyrst

Saga stórsveita og söngvara rifjuð upp Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð 17. febrúar 1992, en á þeim degi kom hljómsveitin fyrst saman. Hún hélt svo sína fyrstu tónleika 9. maí það ár. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 334 orð

Saga Svalbarða

"Svalbarði fundinn" segir í Skálholtsannál á tólftu öld. Norður í hafsbotni, fjórum sinnum tólf tíma frá Íslandi hefur landið með hinar svölu strendur fundist. Engin merki eru þó um víkinga eða aðra sjófarendur fyrr en árið 1596, er hollenski sæfarinn Willelm Barents fann Svalbarða. Í fyrstu var talið að hann væri hluti Grænlands og er hans þannig getið á kortum. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 255 orð

Sátt um Rautt ginseng

FYRIRTÆKIÐ Eðalvörur, sem flytur inn náttúrulyfið Rautt eðalginseng, hefur komist að samkomulagi við Lyfju hf. um að Lyfja falli frá notkun á orðinu eðal á vörunni Rautt ginseng frá Gintec sem fyrirtækið hefur til sölu. Jafnframt hætti Lyfja að auglýsa sitt ginseng sem þrisvar sinnum sterkara en Rautt eðalginseng frá Eðalvörum. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2781 orð

SÁTT VIÐ AÐ VERA SKILIN EFTIR Árið 1910 fóru fjölmargir Íslendingar til Vesturheims, rétt eins og næstu áratugi á undan. Í

Í júnímánuði árið 1910 var búið að búa um tæplega ársgamla stúlku í heylaup og í honum átti hún að fara með foreldrum sínum og þremur bræðrum áleiðis til Ameríku - fyrirheitna landsins. Af þessu ferðalagi Aðalheiðar Eyjólfsdóttur varð ekki. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 395 orð

Sefandi sjálfsblekking

ÚTGÁFA á vínil lifir góðu lífi, enda hentar formið einkar vel fyrir ýmiskonar tilraunastarf og -útgáfu; ekki síst þegar kynna á nýja sveit. Fyrir skömmu gaf hljómsveitin Spúnk út sína fyrstu plötu í samkrulli við aðra sveit enn nýrri sem kallast Múm. Platan er glær fjögurra laga tíutomma. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2390 orð

Sjáið tindinn, þarna fór ég!

Æ, FLEIRI Reykvíkingar geta tekið sér orð borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar "Sjáið tindinn, þarna fór ég!" í munn og litið stoltir í átt til Esjunnar í norðri. Reykvíkingur er varla nema hálfur Reykvíkingur án þess að hafa klifið Esjuna minnst einu sinni. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 2349 orð

Stofnaði Tanna frekar en verða ólétt eða fara í skóla

Guðrún Barbara Tryggvadóttir fæddist 15. febrúar 1958 í Reykjavík. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Vogunum, fór þar af leiðandi í Vogaskóla og varð síðar stúdent "úr sömu stofu og ég lærði að lesa í", eins og hún orðar það; frá Menntaskólanum við Sund. Hún lagði stund á stjórnmálafræði í Háskóla Íslands en hætti því námi og lagði stund á sölustörf áður en hún stofnaði Tanna ehf. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 1447 orð

"TÍMARNIR ERU BETRI NÚNA"

Litháískur læknir hefur undanfarnar vikur aflað sér þjálfunar á bæklunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kristján Jónsson ræddi við dr. Olgertas Kvedaravicius. LITHÁÍSKI læknirinn dr. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 780 orð

Um 2.500 hreindýr eru á hálendi Íslands

STÆRÐ hreindýrastofnsins á Íslandi er í kringum 2.500 dýr. Hreindýr voru fyrst flutt hingað til lands á árunum 1771 til 1787 og var þeim dreift á Suðvesturland, Norðausturland og Austurland. Dýrunum fjölgaði ört og náði fjöldi þeirra líklega hámarki um miðja 19. öldina. Eftir það fækkaði þeim og dóu þau alls staðar út á fyrri hluta þessarar aldar nema á Austurlandi. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 470 orð

Verður erfitt að kveðja

ANNA Johansen á orðið erfitt með gang, enda er hún orðin 75 ára. Anna lét af störfum vegna aldurs fyrir níu árum og ætti með réttu að vera löngu flutt frá Svalbarða. En þessi kaldranalegi staður heldur fast í Önnu, sem þrjóskast við, þrátt fyrir óskir yfirvalda á Svalbarða. "En nú fer að koma að því. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 239 orð

Verður Súl-Pak steypa framtíðarinnar?

UNDANFARIN tvö ár hefur verið unnið að rannsóknarverkefni um þróun nýrrar gerðar steinsteypu, Súl-Pak, við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, að sögn Tæknipúlsins, fréttablaðs Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunarinnar. Sérfræðingar stofnunarinnar telja að steypan eigi eftir að gerbreyta byggingariðnaði hérlendis og gera notkun titrara (vibratora) óþarfa. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 619 orð

Virkjanir í sátt við umhverfið

LANDSVIRKJUN mótaði á síðasta ári umhverfisstefnu fyrirtækisins og réð umhverfisstjóra til þess að framfylgja henni. Í umhverfisstefnunni felst m.a. að raforkuframleiðsla og raforkuflutningur hafi í för með sér lágmarksröskun á náttúrunni að teknu eðlilegu tilliti til hagkvæmni og afhendingaröryggis. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 324 orð

(fyrirsögn vantar)

1. HORFT yfir Jökulsá á Brú þar sem hún rennur út úr þröngum gljúfrunum til norðurs. Í klettaveggnum blasa við ótal kynjamyndir, sem skapaðar eru af náttúrunni. 2. HORFT inn Dimmugljúfur til suðurs. Farvegur árinnar myndi þorna upp og hægt yrði að komast ofan í gljúfrin yrði Kárahnúkavirkjun að veruleika. Morgunblaðið/RAX 3. Meira
20. september 1998 | Sunnudagsblað | 283 orð

(fyrirsögn vantar)

Orkan beisluð undir Kárahnúkum Með virkjun Jökulsár á Brú yrði Kárahnúkavirkjun að veruleika. Ef til hennar kæmi yrði hún stærsta virkjun landsins, um 500 MW. Hálslón yrði uppistöðulón fyrir virkjunina og myndi það einna helst hafa áhrif á hreindýrastofninn auk þess sem ásýnd Dimmugljúfra myndi breytast töluvert. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.