Greinar miðvikudaginn 23. september 1998

Forsíða

23. september 1998 | Forsíða | 110 orð

Aralvatn horfið árið 2015?

ARALVATN í Mið-Asíu gæti horfið fyrir árið 2015 og orðið að nokkrum stöðuvötnum, að sögn embættismanna í Úsbekistan á alþjóðlegri ráðstefnu um umhverfismál í gær. Úsbeskur sérfræðingur í umhverfismálum, Ozod Mukhamedzhanov, sagði að þetta gæti orðið til þess að íbúar landbúnaðarhéraða við Aralvatn gætu ekki séð sér farborða og flosnuðu upp. Hann varaði við því að a.m.k. Meira
23. september 1998 | Forsíða | 136 orð

Bíllaus dagur í miðborginni

Reuters Bíllaus dagur í miðborginni UMFERÐ einkabíla var bönnuð í hluta miðborgar Parísar og 34 annarra franskra borga í einn dag í gær til að draga úr mengun og hvetja Frakka til að ganga, hjóla eða nota almenningsfarartæki. Umferðin í París minnkaði um 15%, að sögn lögreglunnar, þótt bannið hefði aðeins náð til 60 km af 1. Meira
23. september 1998 | Forsíða | 113 orð

Einbeitir sér að starfinu

Reuters Einbeitir sér að starfinu BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræddi við Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, í New York í gær um tilraunir stjórnarinnar í Japan til að rétta efnahag landsins við. Meira
23. september 1998 | Forsíða | 104 orð

Máli Rushdies "lokið"

MOHAMMAD Khatami, forseti Írans, sagði í gær að líta bæri svo á að máli rithöfundarins Salmans Rushdies væri "algjörlega lokið" en viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi við ummælunum voru varfærnisleg. Meira
23. september 1998 | Forsíða | 259 orð

SPD í vörn vegna sparnaðartillögu Jost Stollm

ÞÝSKI Jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, heldur forskoti sínu á kristilega demókrata, CDU, flokk Helmuts Kohls kanslara, ef marka má nýjustu skoðanakannanir. Jafnaðarmenn þurftu þó að leggjast í vörn í gær vegna harðra viðbragða verkalýðshreyfingarinnar við ummælum talsmanns þeirra í fjármálum þess efnis að minnka þyrfti útgjöld ríkisins til velferðarmála. Meira
23. september 1998 | Forsíða | 436 orð

Vinsældir Clintons hafa ekki minnkað

SKOÐANAKANNANIR, sem voru gerðar eftir að bandarískar sjónvarpsstöðvar sýndu yfirheyrslu Kenneths Starrs saksóknara yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna sambands hans við Monicu Lewinsky, benda til þess að sjónvarpsútsendingarnar hafi ekki skaðað forsetann eins mikið og andstæðingar hans höfðu spáð. Meira

Fréttir

23. september 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Afmælisþing Byggðasafns Skagfirðinga

AFMÆLISÞING Byggðasafns Skagfirðinga verður haldið í fyrirlestrasal Bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hinn 26. september. Ásdís Guðmundsdóttir, formaður menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar á Sauðárkróki, setur þingið, en frummælendur verða Þór Magnússon þjóðminjavörður, Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri, Hjörleifur Stefánsson minjastjóri, Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 466 orð

Auglýsingar náttúruvara taldar brjóta gegn lögum

Á FUNDI samkeppnisráðs í síðustu viku voru bannaðar sex auglýsingar þriggja fyrirtækja sem flytja inn náttúruvörur eða fæðubótarefni. Samkeppnisráð bannaði Eðalvörum ehf. að birta auglýsingu á hvítlauksafurðum með fyrirsögninni "Er hvítlaukurinn þinn hreinn hvítlaukur?". Auglýsingin birtist á baksíðu tímaritsins Í apótekinu, 2. tbl. 1997, í desember sl. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 657 orð

Áhugi á samstarfi við íslenska vísindamenn

JOHN Burris, vísindamaður við Rannsóknarstofnunina í sjávarlíffræði í Massachussetts í Bandaríkjunum, sem flytur fyrirlestur á Íslensk-amerískum vísindadögum í næstu viku, telur að ávinningur sé að auknu samstarfi landanna á sviði vísinda. Hann segir að á sinni stofnun séu stundaðar rannsóknir á sviði erfðafræði og sameindalíffræði sjávardýra og snerti m.a. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Birting auglýsingarinnar mistök

GÍSLI Vagn Jónsson, markaðsstjóri Heklu hf., segir að um mistök hafi verið að ræða þegar auglýsing frá fyrirtækinu með barni ofan á þvottavél birtist í tímaritum eftir að Samkeppnisstofnun hafði beint þeim tilmælum til Heklu hf. að hætta birtingu auglýsingarinnar. Samkeppnisráð hefur nú bannað fyrirtækinu birtingu auglýsingarinnar, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 225 orð

Bondevik aftur til starfa

KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, snýr aftur til vinnu úr rúmlega þriggja vikna veikindaleyfi á morgun, að sögn talsmanns hans. Segir hann að Bondevik líði betur og að hann búist við því að læknar telji hann færan um að snúa aftur til starfa. Í gær vísaði forseti norska þingsins, Kirsti Kolle Grøndahl, frá kröfu Carl I. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 853 orð

Clinton þótti standa sig betur en í sjónvarpsávarpi

ÞAÐ virðist nær samdóma álit fjölmiðla í Bandaríkjunum að myndbandið af yfirheyrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, yfir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki reynst forsetanum jafn skaðlegt og búist hafði verið við. Forsetinn hafi verið nokkuð óstyrkur en staðið sig að öðru leyti vel, haldið stillingu sinni og verið "forsetalegur" í framkomu. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

EIRÍKUR BJÖRNSSON

LÁTINN er Eiríkur Björnsson, bóndi og rafvirki í Svínadal í Skaftártungu, Vestur-Skaftafellssýslu. Eiríkur var fæddur 5. desember árið 1900, sonur hjónanna Vigdísar Sæmundsdóttur og Björns Eiríkssonar í Svínadal. Eftirlifandi kona Eiríks heitir Ágústa Ágústsdóttir og dvelur hún á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Eldur í blaððagámi

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út vegna elds í blaðagámi í Unufelli í Breiðholti í gær. Eldur var ekki mikill í gámnum og ekki var talin hætta á ferðum. Slökkvistarf tók skamma stund, en fyrirhöfnin er mikil fyrir slökkviliðið þar sem vanalega er um íkveikju og prakkaraskap að ræða. Meira
23. september 1998 | Smáfréttir | 58 orð

ENDURVARPI dagskrár Bloomberg-sjónvarpsstöðvarinnar á Fj

ENDURVARPI dagskrár Bloomberg-sjónvarpsstöðvarinnar á Fjölvarpi Íslenska útvarpsfélagsins hefur verið hætt. Vegna takmörkunar á fjölda rása Íslenska útvarpsfélagsins á örbylgju hefur verið ákveðið að Bloomberg víki fyrir dagskrá nýrrar Bíórásar sem fer í loftið 25. september nk. Meira
23. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Eru að tína upp síðustu stráin

EINSTAKA bændur í Eyjafirði eru enn í heyskap, þótt langt sé liðið á september. Að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sjást víða nýslegin tún á svæðinu, þótt ljóst sé að menn eru að tína upp síðustu stráin á þessu sumri. Ólafur sagði bændur hafa fengið ágætis hey í sumar og að fóðurgildið væri mun betra en á síðasta ári og fyllilega í meðallagi. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Féð heldur vænna en í meðalári

SAFN milli 13 og 15 þúsund fjár var rekið í Þverárrétt að þessu sinni. Kristján Axelsson fjallkóngur sagði féð þokkalega vænt og sagði eftir fyrstu daga slátrunar að allt benti til að það væri yfir meðallagi í ár enda sumarið gott. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fleiri atvinnuleyfi til útlendinga

ÚTLIT er fyrir að gefin verði út fleiri atvinnuleyfi til útlendinga á þessu ári en undanfarin ár. Búið er að gefa út 1.240 leyfi það sem af er árinu. Allt árið í fyrra voru gefin út 1.560 atvinnuleyfi og 1.206 leyfi árið 1996. Í ágústmánuði sl. voru gefin út 156 atvinnuleyfi fyrir útlendinga, þar af 135 ný leyfi. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Flækingar á ferð

ÞRÁTT fyrir norðlægar áttir að undanförnu hafa fundist tveir flækingsfuglar. Hringmáfur á 2. vetri sást í Húsdýragarðinum en talsvert hefur borið á þessari máfategund á þessu ári. Hringmáfar verpa í N-Ameríku en eru reglulegir að vetrarlagi í Evrópu. Meira
23. september 1998 | Landsbyggðin | 74 orð

Fólk og fé í Fljótstungurétt

Borgarfirði-Fyrstu leit á Arnarvatnsheiði lýkur með Fljótstungurétt í Hvítársíðu. Kalt var á leitarmönnum og var bæði snjókoma og þoka. Smölun gekk vel og komu bændur með milli fimm og sex þúsund fjár af fjalli. Fjallkóngur var Guðmundur Kristinsson á Grímsstöðum. Margt fólk var í réttunum þótt kalt væri. Meira
23. september 1998 | Smáfréttir | 114 orð

FRAMKVÆDMASTJÓRN SUJ hefur samþykkt ályktun þar sem segir: "Um leið o

FRAMKVÆDMASTJÓRN SUJ hefur samþykkt ályktun þar sem segir: "Um leið og Samband ungra jafnaðarmanna lýsir yfir stuðningi við Öryrkjabandalag Íslands í réttlátri baráttu þess fyrir bættum lífsskilyrðum, fordæmum við þá meðferð sem íslenskir örykjar þurfa að þola. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Fyrsti áfanginn boðinn út

BORGARRÁÐ hefur staðfest framkvæmdaleyfi fyrir mislæg gatnamót við Miklubraut og Skeiðarvog en skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað vegna mats á umhverfisáhrifum og heimilað framkvæmdina. Áætlaður heildarkostnaður er um 500 milljónir króna. Meira
23. september 1998 | Landsbyggðin | 197 orð

Góð nýting heyja í Reykhólasveit

Miðhúsum-Tíðarfar var þurrt og frekar kalt í sumar. Grasspretta var mjög góð og þurrkar miklir þannig að nýting heyja er með því besta. Allmikil umferð var í sumar. Berjasprettan mikil en berin fremur smá vegan þurrkanna í vor og sumar. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 296 orð

GPS-eigendur geta lent í vanda í ágúst næsta ár

HINN 22. ágúst 1999 munu margir eigendur GPS-staðsetningartækja standa frammi fyrir svipuðu vandamáli og því sem sækir á tölvueigendur við upphaf ársins 2000. Að sögn Guðjóns Scheving, verkfræðings hjá Siglingastofnun, er í öllum GPS-tækjum teljari sem telur vikurnar frá því að GPS-kerfið var fyrst tekið í gagnið 5. janúar 1980. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Grunaðir um að hafa ráðist á pítsusendil

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær tvo menn sem grunaðir eru um að hafa ráðist á sendil frá Dominos Pizzum aðfaranótt sunnudags. Þeir voru báðir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í gærkvöldi. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

GSM- og önnur þjónusta verði alveg aðskildar

SÍMAFYRIRTÆKIÐ Tal hf. afhenti í gær Samkeppnisstofnun erindi vegna meintra samkeppnishamlandi aðgerða Landssíma Íslands. Í erindinu er krafizt algers aðskilnaðar GSM-þjónustu Landssímans frá annarri starfsemi fyrirtækisins, þannig að sett verði á fót sérstök rekstrareining ellegar sjálfstætt fyrirtæki. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Gönguferð og sigling

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð og siglingu í tilefni af sex ára afmæli hópsins í kvöld, miðvikudagskvöld. Farið verður frá Hafnarhúsinu að austanverðu kl. 20 í stutta gönguferð upp í bæ og farnar tvær leiðir til baka, sú yngri nokkurra tuga ára gömul. Meira
23. september 1998 | Landsbyggðin | 413 orð

Hélt sína síðustu messu á afmælishátíð

SÉRA Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur, sem nú hefur látið af störfum sem prestur í Breiðabólsstaðarprestakalli, hélt sína síðustu guðsþjónustu í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hinn 30. ágúst sl., en þá var jafnframt haldið upp á hundrað ára afmæli kirkjunnar. Meira
23. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Hlutafé aukið

STJÓRNIR Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. og Sjávarútvegssjóðs Íslands hf. hafa ákveðið að auka hlutabréf í sjóðunum. Fyrirhugað er að gefa út nýtt hlutafé að nafnvirði 10 til 200 milljónir kr. í hvorum sjóði. Sölutímabilið er sex mánuðir og hefst um leið og gengið hefur verið frá skráningarlýsingu. Í fréttatilkynningu frá sjóðunum, sem báðir eru vistaðir hjá Kaupþingi Norðurlands hf. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hvernig læra dönsk börn stafsetningu?

KRISTIAN Kjær, lektor í dönsku við Kennaraskólann í Holbæk, heldur málstofu á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands í dag, miðvikudag 23. september, kl. 15.15. Efni málstofunnar verður: Hvernig læra dönsk börn stafsetningu? Dönsk stafsetning er álitin erfiðari en stafsetning annarra norrænna mála enda er munur framburðar og stafsetningar mikill. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Hækkandi vatnsborð í Hágöngumiðlun

MIÐLUNARLÓNIÐ við Hágöngur er óðum að fyllast eftir að hleypt var á það vatni í sumar. Yfirborð lónsins stendur nú í 812,4 m yfir sjávarmáli en endanlegt yfirborð þess verður 816 m y.s. Lónið er misjafnlega djúpt en dýpst er það næst stíflunni, 16 metrar. Á myndinni má sjá aðalstíflu Hágöngumiðlunar þar sem hún stendur austan við Syðri-Hágöngu, og er hún 38 metra há. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 436 orð

Hækkandi verð afurða bætir upp hærra hráefnisverð

VERÐ á heilfrystum þorski frá Rússum hefur hækkað mjög mikið eða nálægt 70.000 krónum tonnið síðan á sama tíma í fyrra og er nú um það bil 170.000 krónur. Verð á afurðum úr þessum fiski hefur einnig hækkað verulega eða í svipuðu hlutfalli og því er afkoma við vinnsluna svipuð og áður. Meira
23. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 472 orð

Í athugun að fá erlent vinnuafl til starfa

SAUÐFJÁRSLÁTRUN stendur yfir hjá sláturhúsi KEA þessa dagana og þar er slátrað um 1150-1200 fjár á dag. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að fullmanna allar stöður við slátrunina og enn vantar um 10 manns í vinnu í sláturhúsið og 6-8 manns í kjötskurð hjá Kjötiðnaðarstöðinni. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Íslandsmeistaramót í Hornafjarðarmanna

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Hornafjarðarmanna fer fram í Reykjavík sunnudaginn 18. október nk. og hefst kl. 14 í Veislusalnum í Akoges-húsinu, Sóltúni 3. Keppt er um farandgrip og eignarverðlaun eftir listakonuna Kristbjörgu Guðmundsdóttur. Skráning er hjá Jöklaferðum og þátttökugjald er 1.000 kr. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 390 orð

Kröfu SH vegna kaupa ÍS á Gelmer hafnað

VERZLUNARDÓMUR Parísar hafnaði í gær kröfum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á hendur Íslenzkum sjávarafurðum og fyrri eigendum Gelmer-verksmiðjanna í Frakklandi um riftun kaupa ÍS á franska fyrirtækinu og fébótum vegna þess máls. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Leitar stuðnings við málstað Austur- Tímor

JUAN Federer, framkvæmdastjóri alþjóðastuðningssamtaka Austur- Tímor, og hjálparstofnunar við Austur-Tímorbúa (East Timor International Support Center og Timor Aid), en báðar stofnanirnar eru í Ástralíu, verður staddur hér á landi 28. og 29. september. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 454 orð

Meirihlutinn sáttur við skipan Prímakovs

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, féllst í gær formlega á skipulag nýrrar ríkisstjórnar í landinu undir forystu Jevgenís Prímakovs forsætisráðherra. Nýtur hann stuðnings meirihluta Rússa að því er fram kemur í skoðanakönnunum en helmingur þeirra kveðst þó ekki vita hvernig hann eigi að komast af í þeim þrengingum, sem nú eru í landinu. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Minnsta atvinnuleysi síðan 1991

ATVINNULEYSI í ágúst sl. var 2,2% á landinu öllu og hefur atvinnuleysi í þessum mánuði ekki verið lægra síðan í ágúst 1991. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi minnki enn í september og verði á bilinu 1,8­2,1%. Um 71% þeirra sem eru atvinnulausir búa á höfuðborgarsvæðinu. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 323 orð

Morð í Tirana

AHMET Krasniqi, einn af leiðtogum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar Kosovo-Albana í Kosovo-héraði í Júgóslavíu, var í gær skotinn til bana í Tirana, höfuðborg Albaníu. Ekki er vitað hver stóð að morðinu en það kemur í kjölfar annars pólitísks morðs, á albanska stjórnarandstæðingnum Azem Hajdari, sem olli átökum í síðustu viku. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 921 orð

Myndbandið ræður ekki úrslitum

LEIÐARAR helstu dagblaða Bandaríkjanna voru í gær tileinkaðir myndbandinu með vitnisburði Clintons. Gengur The Wall Street Journaláberandi lengst stórblaðanna í andstöðu sinni við Clinton og segist algerlega ósammála þeim sem telja sýningu myndbandsins sigur fyrir forsetann. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð

Notkun bönnuð í einstaka skóla

SETJA hefur þurft reglur um farsímanotkun framhaldsskólanema í framhaldsskólum og er hún bönnuð í einstaka skólum en í öðrum er látið nægja að kennarar ræði við nemendur verði vart við hringingar í kennslustundum. Notkunin virðist mjög misjöfn eftir skólum. Í einum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, er notkun GSM- síma útilokuð vegna þykkrar stálklæðningar á útveggjum skólans. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 406 orð

Ný stjórn Heimdallar

Á AÐALFUNDI Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, var kjörinn nýr formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, laganemi. Fráfarandi formaður, Illugi Gunnarsson, hagfræðingur, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

Ráðstöfun eigna verði rift og 169 millj. greiddar

SKIPTASTJÓRI þrotabús Þórðar Þórðarsonar hefur fyrir hönd þrotabúsins stefnt Þórði Þ. Þórðarsyni stjórnarformanni fyrir hönd Bifreiðastöðvar ÞÞÞ ehf. og krafist þess að rift verði með dómi ráðstöfun eigna sem gerð var með kaupsamningi feðganna og nafnanna, frá 3. mars 1995 og að stefndi verði dæmdur til að greiða þrotabúinu rúmlega 113 milljónir króna. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Réttað í Áfangagili á morgun

SMÖLUN á Landmannaafrétti stendur yfir þessa dagana, en réttað verður hjá Land- og Holtamönnum í Áfangagili á morgun, fimmtudaginn 24. september. Smalamenn fóru á afrétt síðastliðinn föstudag og hafa haft bækistöðvar í Landmannalaugum og Landmannahelli. Fjallkóngur Land- og Holtamanna er Kristinn Guðnason í Skarði. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 266 orð

S-afrískar hersveitir stilla til friðar í Lesotho

SUÐUR-AFRÍSKAR hersveitir voru í gær sendar inn í grannríkið Lesotho til að stilla til friðar eftir margra vikna ólgu í landinu. Að minnsta kosti átta létust í átökum hermanna og stjórnarandstæðinga í gær, og talið er að um 60 manns hafi særst. Í gærkvöldi var allt orðið með kyrrum kjörum. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 410 orð

Sel kennt um stirðar sjóbirtingsgöngur

REYTINGSVEIÐI hefur verið á sjóbirtingsslóðum í Skaftafellssýslum það sem af er. Veiði er minni en menn höfðu vænst miðað við að venju samkvæmt ætti kraftur að vera mikill og góður í göngum um þessar mundir. Telja kunnugir að selur kunni að valda og tefja göngur með nærveru sinni í ósum Kúðafljóts og Skaftár. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sendibíll í Víðidalsá

LÍTILL sendibíll fór út af þjóðveginum við brúna yfir Víðidalsá, skammt norðan Víðigerðis í Húnaþingi laust fyrir hádegi í gær. Lenti bíllinn í ánni og ökumaður slasaðist nokkuð. Var hann fluttur á spítala í Reykjavík. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 393 orð

SÍslenskur tískuhönnuður sýnir kvöldfatnað úr þæfðri ull

KENNURUM Ingibjargar Hönnu Pétursdóttur í listaháskólanum í Utrecht í Hollandi leist ekki sérstaklega vel á þá hugmynd hennar að sérhæfa sig í tískuklæðnaði úr þæfðri ull og fiskroði þegar hún stakk upp á því. Þeir samþykktu það þó og í haust voru föt frá henni valin á sýningu á athyglisverðasta tískufatnaðinum frá nemendum í tískuhönnun í Hollandi, Belgíu og Sviss. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Skuldbinding sögð ósanngjörn

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað mæðgur í Reykjavík af kröfu um að þær verði dæmdar til að efna ábyrgðarskuldbindingu samkvæmt húsaleigusamningi þar sem þær tókust á hendur ábyrgð á skuldbindingum leigutakans. Meðalárstekjur móðurinnar námu 1 milljón króna en meðaltekjur dótturinnar 956 þúsund krónum. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 468 orð

Skuldir heimilanna jukust um 43 milljarða undanfarið ár

SKULDIR heimilanna við opinberar lánastofnanir, lífeyrissjóði, tryggingarfélög og bankakerfi námu 407 milljörðum króna um mitt þetta ár og höfðu aukist um 43 milljarða króna frá sama tíma í fyrra eða um 11,8%. Þetta er talsvert meiri aukning skulda heimilanna en árið á undan, því skuldir heimilanna jukust um 28 milljarða króna frá júlíbyrjun 1996 til júníloka í fyrra, sem jafngildir 8,3% aukningu. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

Slóð tölvuþrjóts rakin til Tékklands

TVÆR tilraunir voru gerðar fyrr á þessu ári til innbrots í tölvukerfi Krabbameinsfélagsins. Tölvuþrjótunum tókst þó í hvorugu tilvikinu að komast inn í sjálft tölvukerfið og að gögnum og skrám Krabbameinsfélagsins. Þeim tókst hins vegar að komast inn í pósttölvu félagsins, sem veitir aðgang að netinu, og olli annar þeirra talsverðum skemmdum á hugbúnaði tölvunnar. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Starfshópur fjallar um Miramax

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun tillögu um að skipaður yrði starfshópur fjögurra ráðuneyta til að fjalla um áhuga kvikmyndaversins Miramax/Dimension á að vinna kvikmyndir á Íslandi. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði í gær fram minnisblað þar sem hann gerði að tillögu sinni að hópurinn yrði skipaður. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 199 orð

Stefnir á Haiti og Kúbu

FELLBYLURINN Georges stefndi í gær á þéttbýl svæði á Haiti og Dómíníska lýðveldinu og hafði þá farið yfir Puerto Rico. Þar olli fárveðrið dauða fjögurra manna að minnsta kosti og mörg hús eyðilögðust. Vindhraðinn var stundum meiri en 185 km á klukkustund og óttast var, að hann gæti orðið mjög skæður á Hispanjólu, eyjunni, sem Haiti og Dómíníska lýðveldið skipta með sér. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Tankar Olís fluttir úr Laugarnesi

ÞESSA dagana er verið að flytja tanka Olís í Laugarnesi yfir í Örfirisey og er þegar búið að flytja einn en einn liggur við bauju við nesið og bíður þess að annar stærri tankur verði settur niður í eynni. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 485 orð

Tveir ákærðir í Tanzaníu

RANNSÓKNARDÓMARI í Tansaníu lagði á mánudag fram ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir aðild að sprengjutilræðinu við sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni Dar es Salaam 7. ágúst síðastliðinn. Þrír menn voru látnir lausir í gær eftir yfirheyrslu í tengslum við tilræðið, og að sögn lögreglu veittu þeir mikilvægar upplýsingar. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð

Upptökur Tripp fjölfaldaðar?

KENNETH Starr, sérskipaður saksóknari, rannsakar nú hvort átt hafi verið við upptökur sem Linda Tripp, samstarfskona Monicu Lewinsky, gerði af samtölum þeirra þar sem sú síðarnefnda lýsti sambandi sínu við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Utanríkisráðherra úrskurðar í kærumáli

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur úrskurðað sig vanhæfan til að fjalla um kæru Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík, vegna setu varamanns R-listans í borgarstjórn. Páll er sem kunnugt er kvæntur Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra myndi úrskurða í málinu. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 750 orð

Verkamönnum hótað með heimsendingu og ofbeldi

RÚSSNESKUR verkamaður fyrirtækisins Technopromexport, sem er verktaki Landsvirkjunar við lagningu Búrfellslínu, segir að starfsmönnum þess hafi verið hótað heimsendingu og jafnvel ofbeldi heima í Rússlandi geri þeir ekki eins og þeim er sagt og meðal annars hafi þeim verið bannað að ræða við fjölmiðla. Meira
23. september 1998 | Landsbyggðin | 185 orð

Verklokafagnaður við Gígjukvísl

Hnappavöllum- Lokið var við smíði nýrrar brúar yfir Gígjukvísl á Skeiðarársandi og frágangi varnargarða fyrri hluta september. Þar með telst uppbygging samgöngumannvirkja á Skeiðarársandi, sem skemmdust í hlaupinu stóra 5. nóvember 1996, að fullu lokið. Af því tilefni bauð Vegagerðin til verklokafagnaðar þann 17. september. Meira
23. september 1998 | Miðopna | 608 orð

Viðbótaráfangi við Kvíslaveitu skoðaður

LANDSVIRKJUN hefur tekið til skoðunar 6. áfanga Kvíslaveitu, en 5. áfangi hefur löngum verið áætlaður síðasti áfangi veitunnar. Með 6. áfanga yrði tveimur upptakakvíslum Þjórsár veitt í Kvíslavatn og myndi vatnsrennsli Þjórsár skerðast um 8­10 m á sekúndu við framkvæmdirnar. Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirkjunar, segir að hugmyndir að 6. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 359 orð

Vilja helst Sankti Pétursborg en Rússar bjóða Moskvu

ÁHUGI Flugleiða á hugsanlegu flugi milli Íslands og Rússlands beinist helst að Sankti Pétursborg sem áfangastað en fulltrúar Rússa í viðræðum um væntanlegan loftferðasamning landanna hafa ekki viljað ljá máls á öðrum áfangastað en Moskvu, að því er Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
23. september 1998 | Erlendar fréttir | 831 orð

Vinstriflokkurinn vill langtímasamstarf

"VIÐ viljum langtímasamning við stjórnina um samstarf," sagði Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokksins, á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. Hún talar ekki lengur um kröfur á hendur stjórninni, eins og skilja mátti á henni fyrir kosningar, en annars var hún fáorð um hvað hún ætlaðist fyrir. Flokkarnir, sem illa urðu úti, eru nú sem óðast að setja á stofn nefndir til að ræða kosningarnar. Meira
23. september 1998 | Miðopna | 1133 orð

Virðingin er grundvallaratriði

ÞAÐ sem gerir Joel C. Slack óvenjulegan og eftirsóttan fyrirlesara er að hann fjallar um geðheilbrigðismál frá sjónarhóli sínum sem fyrrverandi geðklofasjúklingur en hann var fyrsti fyrrverandi sjúklingurinn sem var skipaður í stjórnunarstöðu innan geðheilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Yfirlýsing um samstarf

SIGNAR á Brúnni, menntamálaráðherra Færeyja, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra rituðu undir samstarfsyfirlýsingu um mennta-, vísinda- og menningarmál Færeyja og Íslands á fundi í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja, á sunnudag. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Þriðjungur aflamarks í þorski fluttur

FLUTNINGUR á varanlegu aflamarki á milli fiskiskipa var mun meiri í lok síðasta fiskveiðiárs en fiskveiðiárin á undan. Um síðustu fiskveiðiáramót hafði þannig verið tilkynnt um flutning á 31,3% af aflamarki þorsks á síðasta fiskveiðiári. Í lok fiskveiðiársins 1996/7 var hlutfallið aðeins um þriðjungur af þessu eða um 11,8%. Flutningur á varanlegu aflamarki jókst einnig verulega í öðrum tegundum. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Þýskir dagar í Perlunni

ÞÝSK-íslenska verslunarráðið stendur fyrir Þýskum dögum í Perlunni dagana 24.­27. september. Þetta er umfangsmikil vörusýning sem meira en tuttugu fyrirtæki taka þátt í. Á henni verða mörg af þekktustu vörumerkjum þýskrar framleiðslu kynnt, en líka mörg minna þekkt. Einnig taka stór þjónustufyrirtæki þátt. Meira
23. september 1998 | Innlendar fréttir | 685 orð

Þörf fyrir ferskleikamælingar er brýn

FAIR FLOW ráðstefna um aðferðir til að meta ferskleika fisks verður haldin hér á landi á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 29. september næstkomandi. Guðrún Ólafsdóttir verður með erindi á ráðstefnunni. ­Fyrir hvað stendur FLAIR FLOW? "Það er átak sem Evrópusambandið styrkir til að koma á framfæri rannsóknum sem styrktar hafa verið af Evrópusambandinu. Meira

Ritstjórnargreinar

23. september 1998 | Leiðarar | 518 orð

BREYTT HLUTVERK ÞYRLUSVEITAR

BREYTT HLUTVERK ÞYRLUSVEITAR YRLUBJÖRGUNARSVEIT varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur í áranna rás sinnt ómetanlegri öryggisþjónustu fyrir Íslendinga og sjófarendur og flugmenn á ferð um norðanvert Atlantshaf. Meira
23. september 1998 | Staksteinar | 348 orð

»Í ÖKKLA EÐA EYRA SÉRSTAKT vandamál á sviði útboðs jarðvegsframkvæmda í sumar er að þau

SÉRSTAKT vandamál á sviði útboðs jarðvegsframkvæmda í sumar er að þau hafa verið undir kostnaðaráætlunum. Fáar greinar hafa tapað jafnstórum hlut af sínu eigin fé og þessi grein. En hér er ekki allt sem sýnist, segir í fréttabréfi Samtaka iðnaðarins, Íslenskum iðnaði. Meira

Menning

23. september 1998 | Fólk í fréttum | 362 orð

Algjörar sleggjur

HALDIÐ var upp á 95 ára afmæli Harley Davidson um helgina og var ekið á þessum bandarísku biffákum í fylkingu frá Gullsporti til Hafnarfjarðar þar sem eigendur þeirra fengu sér kaffi á Fjörukránni. Síðan var ekið til baka niður Laugaveginn og endað á Ingólfstorgi. "Það er voðalega gaman þegar svona mörg eðalhjól koma saman," segir Axel Sölvason sem tók þátt í ferðinni. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Dansinn frumsýndur

KVIKMYND Ágústs Guðmundssonar Dansinn er frumsýnd í dag í Háskólabíói. Kvikmyndin er gerð eftir smásögu færeyska rithöfundarins Williams Heinesens, og fóru tökur fram í Færeyjum og við Dyrhólaey. Helstu hlutverk eru í höndum Gunnars Helgasonar, Baldurs Trausta Hreinssonar, Pálínu Jónsdóttur og Dofra Hermannssonar. Meira
23. september 1998 | Bókmenntir | 657 orð

Eldhugar í starfi og leik

Ritstjóri: Sigurður Magnússon. Texti: Sigurður Á. Friðþjófsson. Útlit og umbrot: Sáfi. Útlit hlífðarkápu: Ástmar Ólafsson. Filmuvinna, prentun og bókband: Borgarprent hf. 216 blaðsíður, flestar myndskreyttar. Verð: 3.500 krónur á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra. Útgefandi: Íþróttasamband fatlaðra 1998. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 105 orð

Fegurðardrottning en ekki fullkomin

"ÉG ER venjuleg stúlka. Ég er ekki fullkomin. Og Ungfrú Bandaríkin ætti ekki að vera fullkomin," sagði Nicole Johnson sem varð fegurðardrottning Bandaríkjanna á laugardag. Hún er 24 ára, er með sykursýki og hét því að verja ári sínu sem fegurðardrottning í að fræða aðra um sjúkdóminn. "Það er eitthvað að mér. Þið sjáið það ekki. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 161 orð

Fljúgandi dans í flugskýlinu

HINN árlegi "flugdýrafagnaður" var haldinn í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli síðastliðið laugardagskvöld. Þar voru saman komin "flugdýr" af ýmsum tegundum, svo sem flugmenn, flugfreyjur, flugvirkjar, flugafgreiðslufólk, einkaflugmenn, flugkennarar, flugnemar og ýmsir flugáhugamenn. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 197 orð

Flugtryllir Lokaaðflugið (Final Descent)

Framleiðendur: Michael O. Gallant. Leikstjóri: Mike Robe. Handritshöfundar: Roger Young. Kvikmyndataka: Alan Caso. Tónlist: David Benoit. Aðalhlutverk: Robert Urich, Annette O'Toole, John De Lancie, Jim Byrnes, Ken Pogue, Kevin McNulty. 87 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 251 orð

Harmoníkutónleikar í Norræna húsinu

NORSKI harmoníkuleikarinn Geir Draugsvoll heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. september kl. 20.30. Geir Draugsvoll er fæddur 1967 og er frá Voss í Vestur-Noregi. Hann byrjaði að spila á harmoníku átta ára gamall og gaf út sína fyrstu sólóplötu 1994. Geir hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi á Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi og Frakklandi. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Hraðametið hélt

TILRAUN til að setja hraðamet í flokki rafmagnsbíla mistókst hjá bílstjóranum Don Wales á rafhlöðubílnum "Bluebird Electric" á sunnudag. Wales, sem er 37 ára, vonaðist til að slá heimsmet bandarískrar sveitar frá því í fyrra sem er 346 kílómetrar á klukkustund. Hann komst hæst upp í 203 kílómetra hraða. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 38 orð

Hættuleg greiðsla

EKKI fæst betur séð en að hákarlsugga bregði fyrir í hárgreiðslunni á þessari fyrirsætu sem kom fram á hárgreiðslusýningu í Menningarhöllinni í Sofiu á mánudag. Sá sem á heiðurinn af greiðslunni er búlgarski hárgreiðslumeistarinn Vasil Atanasov. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 936 orð

"Iðnó iði af lífi"

"VIÐ leggjum metnað okkar í að reka fjölbreytta menningarstarfsemi í Iðnó í vetur og viljum að Iðnó iði af lífi, alla daga, allan ársins hring," segir Magnús Geir Þórðarson, listrænn stjórnandi Iðnó, en dagskrá vetrarins liggur nú að mestu leyti fyrir. Iðnó er rekið af Leikfélagi Íslands. Meira
23. september 1998 | Kvikmyndir | 298 orð

Kaldi karlinn og krúttið

Leikstjóri: Craig Lahiff. Handritshöfundur: Louis Nowra. Aðalhlutverk: Russel Crowe, Youki Kudoh, Kenji Isomura og Ray Barret. Beyond Films. 1998. ÁSTRÖLUM finnst greinilega hentugt að nota eyðimörkina sína til einhvers, og þ. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 211 orð

Körfuboltarakki Troðslu-Snati (Air Bud)

Framleiðendur: Robert Vince og William Vince. Leikstjóri: Charles Martin Smith. Handritshöfundar: Paul Tamasy og Aaron Mendelsohn. Kvikmyndataka: Mike Southon. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlutverk: Michael Jeter, Kevin Zegers, Wendy Makkena, Eric Christmas, Bill Cobb. 98 mín. Bandaríkin. Stjörnubíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 333 orð

Mikil umferð á Háannatíma

GAMANMYNDIN "Rush Hour" eða Háannatími trónir í efsta sæti á lista yfir mest sóttu kvikmyndir í Bandaríkjunum um helgina. Langt fyrir neðan í aðsókn var myndin í öðru sæti, "One True Thing", og efsta myndin frá því í síðustu viku, "Rounders", hrapaði niður í fjórða sæti. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 476 orð

Nýjar bækur SÖGUR, ljóð og líf

SÖGUR, ljóð og líf er eftir Heimi Pálsson. Rakin er saga íslenskra bókmennta á 20. öld. Í bókinni er gerð grein fyrir stefnum og straumum í skáldskap allt frá nýrómantík í byrjun aldar til póstmódernisma í aldarlok. Fjallað er um fjölda verka einstakra höfunda og sjónum beint að þjóðfélagsþróun á öldinni og hvernig hún speglast í bókmenntum. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 154 orð

Nýjar hljómplötur BERRÖSSUÐ á tánum

BERRÖSSUÐ á tánum er með nýju íslensku barnaefni. Á plötunni er að finna ljóð og sögur úr dagskránni Berrössuð á tánum sem flutt hefur verið á leikskólum víða um land sl. þrjú ár. Efnið er ætlað börnum á aldrinum 2ja­8 ára og fjallar t.d. um dýrin, veðrið og hvað er rétt og rangt. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 388 orð

Nýtt útlit og breytt efnisval Æskunnar

BLAÐA- og bókaútgáfa Æskunnar hafa nú verið sameinaðar í eitt fyrirtæki, Æskuna ehf. Barnablaðið Æskan hefur fengið nýtt útlit og áherslum í efnisvali verið breytt en nýverið leit dagsins ljós fyrsta tölublað 100. árgangs Æskunnar. Unglingablaðið Smellur er nú að slíta barnsskónum en það hefur komið út í eitt ár. Meira
23. september 1998 | Tónlist | -1 orð

Ofurnákvæmni

Wout Oosterkamp og Jan Willem Nelleke fluttu söngverk eftir Beethoven, Schubert, Barhms, Faure, Debussy og Ravel. Sunnudagurinn 20. september, 1998. UNDIR yfirskriftinni ARSIS eru ráðgerðir fimm tónleikar í Norræna húsinu, sem að því er virðist vera hluti af skipulagðri tónleikaferð um Evrópu. Meira
23. september 1998 | Bókmenntir | 490 orð

Reyðarfjarðarskóli

eftir Guðmund Magnússon. Reyðarfjörður 1998. 126 bls. ÁRIÐ 1897 hófst samfellt skólahald á Búðareyri við Reyðarfjörð. Saga Reyðarfjarðarskóla spannar því heila öld. Af því tilefni skoraði skóla- og menningarmálanefnd staðarins í ágúst 1996 á hreppsnefnd "að hrinda af stað rannsóknum og ritun skólasögu Reyðarfjarðar, sem gæti í framtíðinni orðið hluti af stærra verki, Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 62 orð

Ronaldo fær koss í afmælisgjöf

BRASILÍSKI framherjinn Ronaldo hjá Inter Milan kyssir unnustu sína Susana Werner á 22 ára afmælisdegi sínum á krá í ítölsku borginni. Werner varð heimsfræg meðan á heimsmeistarakeppninni í Frakklandi stóð í sumar þar sem myndavélinni var ósjaldan beint að henni. Meðspilari Ronaldos, Brasilíumaðurinn Ze Elias, heldur utan um kærustu sína en hann verður 22 ára á föstudag. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 456 orð

Skemmtileg frumraun

ÆVINTÝRIÐ Bróðir minn Ljónshjarta var frumsýnt laugardaginn var og var það fyrsta haustfrumsýningin í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og taka margir leikarar þátt í sýningunni. Þeirra á meðal eru tveir ungir drengir, Grímur Helgi Grímsson og Sveinn Orri Bragason, sem skipta með sér hlutverki Snúðs, yngri bróður Jónatans Ljónshjarta. Meira
23. september 1998 | Myndlist | 373 orð

Skorningar og kynjamyndir

Til 28. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­17. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá kr. 300. SIGURÐUR Einarsson sýnir um þessar mundir í Listasafni Árnesinga á Selfossi. Sýningin er mikil að vöxtum, enda afmælissýning hins áttræða listamanns og yfirlitssýning sem spannar allan feril hans. Meira
23. september 1998 | Kvikmyndir | 360 orð

Skærasta vonin

Leikstjóri: Forest Whitaker. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Harry Connick jr., Gena Rowlands, Mae Whitman. 20th Century Fox. 1998. MEGINÞEMAÐ í ástarmyndinni Hope Floats, sem Sambíóin frumsýndu um helgina, eru brostin fjölskyldubönd og fjölskyldubönd sem hnýtt eru fastar en áður. Því fylgir mikil tilfinningasemi sem sennilega réttlætir stimpilinn klútamynd. Meira
23. september 1998 | Fólk í fréttum | 192 orð

Stærsta bjórhátíð í heimi byrjuð

OKTÓBERHÁTÍÐIN hófst á laugardag í München með hefðbundnu hrópi bæjarstjórans: "O'zapft is" eða "Tappað hefur verið af kútnum". Hann skálaði svo fyrir friðsamlegri hátíð ef til vill með það í huga að harðvítug kosningabarátta er í algleymingi í Þýskalandi og á vísast eftir að setja svip á hátíðina. Hafa fjölmargir stjórnmálamenn þegar boðað þátttöku sína. Meira
23. september 1998 | Menningarlíf | 175 orð

Söng-leikir í Kaffileikhúsinu

INGVELDUR Ýr Jónsdóttir söngkona og Gerrit Schuil píanóleikari verða með söngdagskrá í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum fimmtudagskvöldið 24. september kl. 21. Dagskrána nefna þau Söng-leikir og munu þau bregða á leik og flyta ýmis vinsæl lög úr söngleikjum, kvikmyndum og íslenskum leikritum. Fyrr í sumar var sama dagskrá flutt í Iðnó. Meira
23. september 1998 | Tónlist | 635 orð

Unga Ísland

Nína Margrét Grímsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson og Sigurður Gunnarsson fluttu verk eftir Haydn, Shostakovitsj og Brahms. Sunnudaginn 20. september. ÞAÐ unga tónlistarfólk, sem þessi árin er að hasla sér völl, á tilvist sína að þakka þeirri menningarsprengingu, sem grundvölluð var með vel skipulögðum tónlistarskólum. Meira

Umræðan

23. september 1998 | Aðsent efni | 586 orð

Björgunarskip ­ mikilvægir hlekkir í björgunarkeðju landsmanna

Björgunarskip Slysavarnafélags Íslands eru átta talsins. Esther Guðmundsdóttir hvetur landsmenn til almenns fjárhagslegs stuðnings við uppbyggingu og rekstur björgunarskipanna. Meira
23. september 1998 | Bréf til blaðsins | 729 orð

Drattast hægfara liðleskjur?

EÐA hvað skyldi DHL annars standa fyrir? Dagsbið hafirðu látið lokkast? Nógu lokkandi eru auglýsingar þeirra allavega. En samkvæmt minni reynslu standa þær sannarlega ekki undir gylliboðunum. Reynslusaga 1 Fyrir fimm árum var ég í Þýzkalandi að ganga frá bók til prentunar. Bókin var brotin um á Íslandi svo mikið var um alls kyns sendingar á milli landanna tveggja. Meira
23. september 1998 | Aðsent efni | 812 orð

Fimleikar og átröskun Aðstæðurnar, segir Margrét Sigmarsdóttir, koma átröskuninni af stað.

Á DÖGUNUM kom út fimleikablað sem fylgdi Morgunblaðinu. Tilefnið var 30 ára afmæli Fimleikasambands Íslands. Í blaðinu voru fallegar myndir og áhugaverðar frásagnir af fimleikum og fimleikafólki sem vonandi hafa náð athygli sem flestra. Eftirspurnin eftir fimleikum er mikil og það eru sannarlega gleðitíðindi hversu margir leggja stund á þessa íþrótt. Meira
23. september 1998 | Aðsent efni | 325 orð

Fjölskyldustundin okkar ­ Sameining og samheldni

SAMEINING og samheldni var ein af yfirskriftum fjölskyldudagsins í Grafarvogi 12. sept. sl. sem fór fram með miklum ágætum. Meginástæða þess að dagurinn varð svo góður var sú að það náðist sameining og samheldni milli íbúa um að gera þetta að góðum degi. Allir þeir sem lögðu fram vinnu gerðu það með jákvæðni og bros á vör. Meira
23. september 1998 | Aðsent efni | 676 orð

"Hvað er heimaþjónusta og fyrir hverja er hún?"

TILEFNI að þessum skrifum mínum er reiði mín vegna skrifa Guðrúnar Guðlaugsdóttur um starfsfólk heimaþjónustunnar í blaðadálkinum "Þjóðlífsþönkum" í Morgunblaðinu 13. september sl. sem bar yfirskriftina "Hæft fólk í heimilishjálp". Félagsleg heimaþjónusta hjá Reykjavíkurborg og víðar hefur ekki alltaf verið hátt skrifuð í þjóðfélaginu jafnvel hjá þeim sem þiggja hana og aðstandendum þeirra. Meira
23. september 1998 | Aðsent efni | 357 orð

Sögur og söguburður

VIÐ Íslendingar erum söguþjóð. Sögumaður er maður sem er vel að sér í sögu, segir vel sögur og er heimildarmaður. Góður sögumaður skipar virðingarsess í þjóðlífinu. Nú blómstra sögur af samskiptum heilbrigðisstarfsfólks og almennings. Óneitanlega koma fyrir sögur sem lýsa miður góðum samskiptum og ber að ljóstra upp, því að af þeim má læra, ef sannar reynast. Meira

Minningargreinar

23. september 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Alma Tynes

Þegar ég kveð Ölmu Tynes er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir vináttu og tryggð til margra ára. Alma var hluti af lífi mínu alla tíð. Fyrir utan að vera kona afabróður míns var hún vinkona móður minnar frá því að þær hittust fyrst. Hittust þær reglulega og sjaldan liðu þeir dagar að þær hefðu ekki samband símleiðis. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 32 orð

ALMA TYNES

ALMA TYNES Alma Sövrine Petersen Tynes fæddist á Siglufirði 18. febrúar 1917. Hún andaðist á heimili sínu, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, 13. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. september. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Arnmundur S. Backman

Eitt af því fáa sem við vitum með vissu í tilverunni er að eitt sinn skal hver deyja. Þrátt fyrir þessa vissu erum við sjaldnast tilbúin. Dauðinn riðlar skipulagi, gengur þvert á væntingar okkar um óbreytanleika tilverunnar. Við söknum og syrgjum þegar þeir fara sem okkur fannst hafa svo mikið að gefa og elskuðu lífið af krafti. Í þeim hópi var sannarlega æsku- og ævarandi vinur minn Addi Back. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 330 orð

Arnmundur S. Backman

Í riti Aristotelesar um skáldskaparlistina segir: "Skopleikurinn er, eins og við höfum sagt, eftirlíking fólks af lakara tagi, en ekki vonds að öllu leyti, heldur er hið spaugilega tegund ljótleika." Harmleikinn sagði Aristoteles hins vegar eftirlíkingu "athafna og lífs". Ég tel það nokkuð dæmigert fyrir Arnmund Backman að hafa valið sér skopleikinn sem viðfangsefni í skáldskap sínum. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ARNMUNDUR S. BACKMAN

ARNMUNDUR S. BACKMAN Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. september. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 1149 orð

Guðmundur Hauksson

Jesús segir: "Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá." (Mt. 5.8). Með þessum orðum Jesú vil ég hefja kveðjuorð mín til vinar sem kvaddur hefur verið hinstu kveðju. Þessi orð komu fyrst upp í hugann er ég frétti af andláti vinar míns, Guðmundar Haukssonar. Guðmundur Hauksson var sannarlega hjartahreinn maður sem gott er að hafa kynnst og eiga sem vin. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 70 orð

GUÐMUNDUR HAUKSSON

GUÐMUNDUR HAUKSSON Guðmundur Hauksson húsasmíðameistari fæddist 30. september 1950. Hann lést á heimili sínu, Laufbrekku 28 í Kópavogi, 10. september síðastliðinn. Foreldrar Guðmundar eru: Málfríður Þórðardóttir og Haukur Guðmundsson, d. 1983. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 943 orð

Halldór Jónsson

Það var einn þessara sólbjörtu vordaga. Eg svífandi á fáksspori uppi í Víðidal. Fluga mín þuldi slóðann undir taktslætti frekjufjörsins. Við hlið okkar montaði sig, með beizli, fjögurra vetra sonur hennar, gátuhnoðri, sem alltaf hertist fastar og fastar að: Svartur fæddur en orðinn grár; sprellandi galsinn, sem fyrirmunað var að skilja, að einhver knapi vissi betur en hann sjálfur, Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HALLDÓR JÓNSSON

HALLDÓR JÓNSSON Halldór Jónsson fæddist að Teigi í Óslandshlíð 18. apríl 1916. Hann lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Viðvíkurkirkju 22. ágúst. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 140 orð

Hallgrímur Hallgrímsson

Það er stutt milli hláturs og gráts, gleði og sorgar. Það höfum við fengið að reyna nú. Við áttum öll von á að fá þig heim af spítalanum, en þinn tími var greinilega kominn. Ég hefði ekki getað valið mér betra tengdafólk, með þetta yndislega hjartalag sem þið Valla hafið og komuð áfram til barnanna ykkar. Það þarf ekki mörg ár til að strengja sterkar taugar. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 468 orð

Hallgrímur Hallgrímsson

Það er erfitt að setjast niður og skrifa nokkrar línur um þig, elsku pabbi minn, eftir að maðurinn með ljáinn hefur slegið svo fast sem hann gerði nú. Það er erfitt að skilja þetta, því þú varst alltaf svo hress og kátur, einnig þegar þú fórst á sjúkrahúsið 19. ágúst síðastliðinn og nú tæpum mánuði síðar ert þú dáinn. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 205 orð

Hallgrímur Hallgrímsson

Glettinn, gamansamur, ljúfmenni eru lýsingarorðin sem koma fyrst í hugann, þegar Hallgríms Hallgrímssonar er minnst. Kynnin af Grími, eins og Hallgrímur var kallaður, tengjast lífsþræðinum. Börnin okkar kynntust ung að árum, trúlofuðust, giftust og frá 15. apríl 1993 höfum við deilt aðdáun yfir litlum snáða, barnabarninu okkar, honum Kristófer. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 609 orð

Hallgrímur Hallgrímsson

Elskulegur tengdapabbi minn, Hallgrímur eða Grímur eins og hann var alltaf kallaður, er dáinn. Það er skrýtið að eiga ekki eftir að sjá Grím á rauða fína Skodanum með Skotahúfuna sína koma með Völlu sinni í kaffi um helgar. Ég var aðeins 17 ára þegar ég flutti inn á heimili þeirra Gríms og Völlu með Óla, þá kærastanum mínum. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 347 orð

HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON

HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON Hallgrímur Hallgrímsson fæddist á Skálanesi við Seyðisfjörð 14. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Ólason, f. 22. febrúar 1889 á Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá, d. 9. júní 1965 í Reykjavík, og María Guðmundsdóttir, f. 29. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Jóhannes Kristinn Sigurðsson

Það hefur alltaf verið svo sjálfsagt að fara og heilsa upp á tengdapabba þegar ég hef verið í heimsókn á Íslandi. Labbitúrinn að Grund var í mörg ár hluti af því sem ég hlakkaði til og tilhugsunin að hitta Jóhannes að máli, þótt það væri ekki nema stutt stund hverju sinni, var blönduð sorg yfir sjúkdómslegu hans en jafnframt gleði yfir að eiga hann að vini. En nú er af sem áður var. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 163 orð

JÓHANNES KRISTINN SIGURÐSSON

JÓHANNES KRISTINN SIGURÐSSON Jóhannes Kristinn Sigurðsson fæddist á Hólum í Fljótum 4. júlí 1910. Hann lést 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 19.8. 1883, d. 9.1. 1961, og Björnonýja Hallgrímsdóttir, f. 22.9. 1885, d. 19.10. 1979. Jóhannes átti sex bræður og eina systur sem öll eru látin, nema Gestur, f. 18.12. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 241 orð

Kristín Markúsdóttir

Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. (Sr. Friðrik Friðriksson.) Þetta yndislega erindi úr sálmi sr. Friðriks Friðrikssonar orðar svo vel hinstu kveðju mína til Kristínar Markúsdóttur. Að loknu sjúkdómsstríði er sigurinn unninn, fullnaðarsigur. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 843 orð

Kristín Markúsdóttir

Komið er að kveðjustund. Stína frænka okkar hefur yfirgefið þetta tilverustig. Stína frænka var uppáhaldsfrænka allra í fjölskyldunni og er á engan hallað þó sagt sé að hún hafi verið best. Ef einhver manneskja á skilið að það séu skrifuð um hana eftirmæli þá er það Stína frænka. Hún var ein af þessum fágætu eðalmennum sem ganga á meðal okkar hér á jörðinni. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 27 orð

KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR

KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR Kristín Markúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 16. september. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Sverrir Einarsson

Það eru rétt rúm tvö ár síðan ég og mín fjölskylda kynntumst Sverri fyrst, ekki fóru þau kynni vel af stað. Ég var sennilega eitthvað tortryggin út í hann, treysti honum ekki nógu vel fyrir mömmu minni, en móðir mín og hann voru þá byrjuð að draga sig saman. Ekki lét hann það neitt á sig fá, hélt bara sínu striki og vann mig á sitt band. Sverrir var öðlingsmaður, hann var góður við okkur öll. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Sverrir Einarsson

Elsku Sverrir. Mig langar til að skrifa til þín nokkur orð í kveðjuskyni. Það dimmdi yfir strax í vor þegar veikindi þín komu í ljós og erfiðast var að geta lítið sem ekkert gert til að gera þér lífið bærilegra. Það er ekki lítið sem á suma menn er lagt en líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Þú varst ekki allra en við nánari kynni kynntist ég þeim góða manni sem þú varst. Meira
23. september 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SVERRIR EINARSSON

SVERRIR EINARSSON Sverrir Einarsson fæddist í Reykjavík 22. september 1936. Hann lést á heimili sínu, Úthlíð 5 í Reykjavík, 16. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. september. Meira

Viðskipti

23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 388 orð

111 milljóna króna hagnaður

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Þorbjörn hf. skilaði 111 m.kr. hagnaði fyrstu 6 mánuði ársins 1998 en það eru 7,8% af tekjum, sem voru 1.421 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð 93 m.kr. á sama tíma. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármunagjöld var 235 milljónir króna eða 16,5% af tekjum. Veltufé frá rekstri var 164 m.kr. eða 11,5% af tekjum. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 155 orð

ÐFrjáls fjölmiðlun semur um fjölbankalán

GENGIÐ hefur verið frá 500 milljóna króna fjölbankaláni Búnaðarbanka Íslands hf., Landsbanka Íslands hf., og Íslandsbanka hf. til Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Lánið er lokastig í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í kjölfar kaupa Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar á 35% hlut Íslenska Útvarpsfélagsins í Frjálsri fjölmiðlun í febrúar sl. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Financial Times í morgunvélarnar

FARÞEGAR með morgunflugi Flugleiða til Evrópu munu frá og með deginum í dag geta lesið tölublað dagsins af breska viðskiptablaðinu Financial Times. Blaðið kemur til landsins með fraktflugi frá Köln og verður þegar tiltækt til lestrar í setustofu fyrir farþega Saga Class klukkan hálf sjö á hverjum morgni og nokkru síðar í öllum morgunvélum Flugleiða. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 442 orð

Greindarnet beinir hringingu úr einni símstöð í aðra

HIÐ nýstofnaða fyrirtæki Íslandssími hf., sem undirbýr nú komu sína á íslenskan fjarskiptamarkað og hefur í hyggju að prófa ýmsar nýjungar í síma- og fjarskiptatækni hér á landi, sér fyrir sér ýmsar breytingar á símaþjónustu hérlendis. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Hlutafjárútboði lýkur í dag

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Landsbanka Íslands hf. er að ljúka. Frestur til að skila inn áskriftar- og tilboðsblöðum rennur út klukkan 16. Reiknað er með að upplýsingar um það hver eftirspurnin hefur orðið liggi fyrir síðdegis á morgun. Í hlutafjárútboðinu voru boðin út hlutabréf að nafnvirði 1.000 milljónir kr. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Mikil sóknarfæri til staðar

MIKIL sóknarfæri eru talin vera fyrir hendi við úrvinnslu léttmálma hér á landi og allar aðstæður til framleiðslu hér hagstæðar. Þetta er mat nefndar á vegum iðnaðarráðherra sem fjallað hefur um úrvinnslu léttmálma á Íslandi til sköpunar verðmæta og atvinnu. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Minni hækkanir en efni stóðu til

LOKAGENGI hækkaði í evrópskum kauphöllum í gær, en minna en efni stóðu til þar sem hækkun í Wall Street rann út í sandinn. Í gjaldeyrisviðskiptum lækkaði dollar gegn jeni þar sem beðið er niðurstöðu viðræðna Clintons forseta og Obuchi, forsætisráðherra Japans, í New York um efnahagsvandann í heiminum. Meira
23. september 1998 | Viðskiptafréttir | 454 orð

Rúm túlkun á fjarskiptalögum

GUÐMUNDUR Björnsson forstjóri Landssímans segir að Íslandssíma standi til boða afnot af línukerfi Landssímans, svokölluðu grunnneti, þ.e. öllum flutningsleiðum sem Landssíminn ræður yfir. Hann segir að það sem Íslandssími hefur gefið í skyn, að þeir þurfi ekki að byggja eigið línukerfi, grunnnet, Meira

Fastir þættir

23. september 1998 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 24. september, verður fimmtugur Þorlákur Helgason, fræðslustjóri Árborgar. Þorlákur býður vinum og vandamönnum heim í Ártún 13 á Selfossi í morgunkaffi að morgni afmælisdags milli kl. 6.30 og 9. Meira
23. september 1998 | Í dag | 29 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 23. september, er fimmtugur Jón Karl Kristjánsson múrarameistari, Fjarðarseli 6, Reykjavík. Eiginkona hans er Ágústa Hafdís Finnbogadóttir sjúkraliði. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
23. september 1998 | Í dag | 20 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 23. september, verður áttræð Helga Jónsdóttir, Framnesvegi 42, Reykjavík. Helga er stödd erlendis á afmælinu. Meira
23. september 1998 | Í dag | 30 orð

90 ÁRA afmæli. Níutíu ára er í dag, miðvikudaginn 23. septembe

90 ÁRA afmæli. Níutíu ára er í dag, miðvikudaginn 23. september, Sigríður Kristinsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Hún tekur á móti ættingjum og vinum frá kl. 16 á afmælisdaginn í Heiðarlundi 4e. Meira
23. september 1998 | Í dag | 26 orð

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 23. september, er níutíu og fimm ára Bergljót Þorsteinsdóttir, fyrrv. húsfreyja, Byggðaholti, Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, nú vistmaður í Skjólgarði, Höfn í Hornafirði. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 207 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni BSÍ 199

Undanúrslit og úrslit voru spiluð um helgina. Í undanúrslitum vann sv. Ármannsfell sv. Nýherja með 133 impum gegn 66 impum. Og sv. Marvins vann sv. Garðsláttuþjónustu Norðurlands með 168 impum gegn 119. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta spili. Marvin Ármannssfell1.lota38 43 2. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 203 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Eins dags Mitchell

N­S Rafn Kristjánsson­Oliver Kristófersson 414 Eysteinn Einarsson­Lárus Hermannsson388 Jón Andrésson­Einar Markússon382 Albert Þorsteinsson­Alfreð Kristjánsson350 Sigríður Karvelsd.­Gróa Guðnad.349 Ásthildur Sigurgíslad. Meira
23. september 1998 | Í dag | 398 orð

Enn um "tag"

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Eins og ég hef áður bent á í pistli þeim er birtist hér eftir mig þann 25. ágúst sl. í Morgunblaðinu eru ákaflega margir krakkar sem krota svokölluð "tag" á veggi hér í borg. En því fer fjarri að ég þekki marga sem þetta iðka, eins og höfundur pistilsins "Betur má ef duga skal", sem birtist hér í Velvakanda 13. september sl., virðist álykta. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 653 orð

Fyllt villigæs

ÉG leit í kassann og kipptist við þegar ég sá þessa mjúku fallegu fugla, en ég hefi undanfarið oft horft á oddaflug þeirra og séð þá á nálægum túnum kroppa til að fita sig fyrir ferðina yfir hafið. Enga tilfinningasemi hugsaði ég og strauk mjúkt fiðrið, eins dauði er annars brauð ­ rjúpan er líka falleg eða þá lömbin. Meira
23. september 1998 | Dagbók | 636 orð

Í dag er miðvikudagur 23. september. 266. dagur ársins 1998. Haustjafndægur. Or

Í dag er miðvikudagur 23. september. 266. dagur ársins 1998. Haustjafndægur. Orð dagsins: Vertu hughraustur og sýnum nú af oss karlmennsku fyrir þjóð vora og borgir Guðs vors, en Drottinn gjörir það sem honum þóknast. (Fyrri Kroníkubók 19, 13. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 893 orð

Íslenska vikan í sjónvarpinu "Þjóð sem ekki býður sjálfri sér upp á annað en afþreyingarsjónvarp kemur upp um skoðun sína á

Það er snilldarbragð hjá Ríkissjónvarpinu að halda úti alíslenskri dagskrá í eina viku. Fyrsta viðbragð mitt eftir að fréttum lauk á mánudagskvöldið var að standa upp af gömlum vana og hugsa sem svo að nú tæki einhver bresk/ameríski skemmti/sápuþátturinn við. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 460 orð

Safnaðarstarf Kyrrðarstundir og kristin íhugun í Hafnarfj

KYRRÐARSTUNDIR í hádegi í Hafnarfjarðarkirkju hefjast nú að nýju í dag, miðvikudaginn 23. september, eftir sumarhlé. Þær fara fram á miðvikudögum frá kl. 12­12.30. Stundirnar hefjast með þögn og kyrrð í tíu mínútur og getur fólk komið til kirkju á þeim tíma. Síðan er lesið úr Guðs orði og boðið til altarisgöngu og fyrirbæna. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 273 orð

Síldveiðiflotinn í Reykjavíkurhöfn

SÍLDAR varð vart í Hvalfirði í byrjun nóvember 1947 og er á leið mátti finna hana þar í þéttum torfum. Hófst þá hin harðasta veiðihrota og var aflinn mikill, en mest var síldveiðin í fyrri hluta janúarmánaðar 1948. Meira
23. september 1998 | Í dag | 455 orð

VÍKVERJI er í hópi margra blóðgjafa þessa lands. Að vísu hafði hann

VÍKVERJI er í hópi margra blóðgjafa þessa lands. Að vísu hafði hann látið undir höfuð leggjast um nokkuð langa hríð að skreppa í heimsókn í Blóðbankann þegar hann heyrði í sumar hálfgert neyðarkall frá Blóðbankanum í útvarpinu og brást þegar við kallinu. Nú fyrir skömmu var hringt í Víkverja og hann beðinn að koma og gefa blóð. Sannast sagna er heimsókn í Blóðbankann ávallt ánægjuleg. Meira
23. september 1998 | Í dag | 31 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.243 til styrktar Rauða

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.243 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Hörður Freyr Brynjólfsson, Tinna Björg Friðþórsdóttir og Hörður Sigurðsson. Á myndina vantar Tönju Georgsdóttur og Lóu Ólafíu. Meira
23. september 1998 | Fastir þættir | 332 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞRIÐJUDAGINN 15. september var fyrsta spilakvöldið frá þriðjudagskvöldum BR. Spilaðir verða eins kvölds tölvureiknaðir tvímenningar. Mitchell og Monrad barómeter tvímenningar til skiptis. 12 pör spiluðu Howell tvímenning. Meira

Íþróttir

23. september 1998 | Íþróttir | 130 orð

4.000 miðar til sölu á úrslitaleik KR og ÍBV

"VIÐ settum 4.000 miða í umferð í Select-búðum Skeljungs og hjá Spörtu á Laugavegi og við erum að vona að uppselt verði í forsölu," sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, spurður um undirbúning vegna leiks KR og ÍBV í síðustu umferð Íslandsmótsins á laugardag en sem kunnugt er er um úrslitaleik keppninnar að ræða. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 318 orð

Augnabliks kæruleysi getur verið dýrt

Finnar eru ef til vill með slakasta landslið Norðurlanda, en þeir hafa aldrei verið langt undan og ekki má undir nokkrum kringumstæðum vanmeta þá. Við verðum að leika báða leikina við þá af fullum krafti til þess að vinna," sagði Valdimar Grímsson, hornamaður hjá Wuppertal og einn reyndasti leikmaður íslenska liðsins, vegna landsleiksins við Finna í undankeppni HM. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 239 orð

Bolton fór áfram

Bolton sigraði Hull 3:2 á útivelli í síðari leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni í gærkvöldi og samanlagt 6:3. Arnar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Bolton en var skipt út af á 72. mínútu fyrir Blake. Eiður Smári Guðjohnsen var varamaður en lék síðustu sex mínúturnar. Guðni Bergsson tók út leikbann. Mörk Bolton í gær gerðu Danirnir Michael Johansen og Claus Jensen og einnig Ricardo Gardner. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 166 orð

Eyjólfur frá í mánuð?

EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu í tveimur undangengnum leikjum, missir sennilega af tveimur næstu landsleikjum í Evrópukeppninni ­ á móti Armeníu ytra 10. október og Rússlandi heima 14. október. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 59 orð

Frakkar fengu HM 2001

FRAKKLAND hafði betur en Portúgal í atkvæðagreiðslu um hvar heimsmeistarakeppnin í handknattleik verður 2001. Frakkar fengu átján atkvæðum meira en Portúgalar í atkvæðagreiðslu á þingi alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, sem haldið var í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni um helgina. Eins og kunnugt er urðu Frakkar heimsmeistarar á Íslandi 1995, en í þriðja sæti á HM í Kumamoto 1997. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 210 orð

Fram sigraði en FH kærir

Framstúlkur reyndust sterkari á lokakaflanum gegn FH í kaflaskiptum leik félaganna í Framheimilinu í Safamýrinni í gærkvöldi, 30:23. Framarar, sem fengu aðeins tvö stig í 1. deild kvenna sl. vetur, með því að gera tvívegis jafntefli, gátu fagnað langþráðum sigri, en gleðin kann að vara stutt. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 135 orð

Fyrsta skrefið mikilvægt

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi í kvöld klukkan 20.30. Andstæðingarnir eru Finnar en Íslendingar eiga slæmar minningar úr síðustu viðureignum við þá, en Finnar komu einmitt í veg fyrir að íslenska liðið kæmist í lokakeppni Evrópumótsins 1994 með því að ná jafntefli í annarri viðureign þjóðanna. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 164 orð

Grótta/KR kærir skrifstofu HSÍ

HANDKNATTLEIKSDEILD Gróttu/KR hefur kært skrifstofu Handknattleikssambands Íslands til dómstóls HSÍ fyrir að gefa Róberti Rafnssyni leikheimild með ÍR. Dómstóll HSÍ fékk kæruna í hendur í gær og mun taka málið fyrir á næstu dögum. Málavextir eru þeir að Róbert lék með Gróttu/KR fyrir tveimur árum, en fór eftir það til Noregs og spilaði þar í eitt ár. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 364 orð

Handknattleikur Haukar - Stjarnan22:20

Haukar - Stjarnan22:20 Íþróttahúsið Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 1. umferð, þriðjudaginn 22. september 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:5, 7:5, 9:6, 11:7, 12:10, 13:10, 15:11, 18:13, 18:16, 20:17, 20:19, 21:20, 22:20. Mörk Hauka: Auður Hermannsdóttir 5, Hanna G. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 399 orð

Haukar sigruðu í fyrstu orrustunni

Eftir æsispennandi lokamínútu tókst Haukum að leggja Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar að velli í Hafnarfirði í gærkvöld, 22:20. Þó að tvö mörk hafi skilið liðin að mátti ekki miklu muna því þegar rúm mínúta var eftir minnkuðu Garðbæingar muninn í eitt mark en mínútu áður hafði Vaiva Drilingaite, markvörður Hauka, varið sitt annað vítakast. Thelma Björk Árnadóttir náði að tryggja Haukum sigur. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 305 orð

Knattspyrna England

England Deildarbikarinn, síðari leikir í 2. umferð: Birmingham - Macclesfield6:0 Birmingham vann samanlagt 9:0. Bradford - Halifax3:1 Bradford vann samanlagt 5:2. Cambridge - Sheff. Wed1:1 Cambridge vann samanlagt 2:1. Charlton - Q.P.R.1:0 Charlton vann samanlagt 3:0. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 212 orð

Meistaraflokkur Fram hlutafélag

MEISTARAFLOKKUR Fram í knattspyrnu karla leikur sinn síðasta leik undir nafninu Knattspyrnufélagið Fram gegn Grindvíkingum í Grindavík á laugardaginn. Eftir það verður flokkurinn hlutafélag og leikur undir merki Fram Fótboltafélag Reykjavíkur hf. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram er aðalhluthafi, en hlutafé er 45 milljónir króna. Nýja félagið yfirtekur rekstur meistaraflokks. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 615 orð

Metupphæð í 3. deild

Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær seldur frá Crystal Palace í 1. deild ensku knattspyrnunnar til Brentford, sem leikur í 3. deild. Palace vildi fá 1,2 millj. punda, um 140 millj. kr., fyrir Hermann, sem átti eftir tvö ár af samningi sínum. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 117 orð

Rússnesk nýlenda

Rússnesku konurnar Olga Prohozona, tæplega þrítugur línumaður, og Marina Zoneva, 34 ára skytta og leikstjórnandi, hafa gengið til liðs við Fram. "Kvennahandboltinn hefur verið skrautfjöður félagsins, en eftir síðustu leiktíð var Fram í neðsta sæti," sagði Knútur Óskarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 106 orð

Tveir í bann hjá ÍA og ÍR

AGANEFND úrskurðaði 11 leikmenn í bann á fundi sínum í gær auk þess sem hún staðfesti sekt HK upp á 16.000 kr. og sekt ÍA upp á 2.000 kr. ÍR-ingarnir Geir Brynjólfsson og Joe Tortolano verða ekki með á móti ÍA í síðustu umferð Íslandsmótsins vegna eins leiks banns en Skagamennirnir Jóhannes Þór Harðarson og Sigursteinn Gíslason missa líka af leiknum af sömu ástæðu. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 373 orð

Verðum að halda Finnum niðri

Ég hef skoðað upptöku af leikjum Finna í æfingamóti í Litháen sem fram fór í ágúst og veit að þeir vilja leika hratt og spila upp á Patrik Westerholm sem er þeirra sterkasti maður og góð hægri handar skytta," sagði Þorbjörn Jensson, að lokinni landsliðsæfingu í gær. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 138 orð

Þróttur valdi að leika á Valbjarnarvelli

LEIKUR Þróttar og Keflavíkur í 18. og síðustu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu verður á Valbjarnarvelli á laugardag en ekki Laugardalsvelli eins og til stóð. "Við viljum breyta til," sagði Jón Gunnar Edvardsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Þróttar, spurður um ástæðu breytingarinnar. "Ekki þarf annað en skoða árangur okkar á Laugardalsvelli í sumar til að sjá að breytinga er þörf. Meira
23. september 1998 | Íþróttir | 448 orð

Þurfum að vinna og vinna stórt

Það er enginn andstæðingur auðveldur í þessari keppni og ekkert gefið fyrirfram," segir Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, en í kvöld leikur íslenska liðið fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik er það mætir Finnum í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi klukkan 20.30. Þjóðirnar mætast aftur í Helsinki á laugardaginn. Meira

Sunnudagsblað

23. september 1998 | Sunnudagsblað | 1383 orð

Á AÐ LEGGJA REKSTUR BÁTAFLOTANS Í RÚST?

KVÓTINN, kvótinn. Ennþá eru kvótamálin á fullu í umræðunni. Látlaus skrif og umræða. Þegar kvótinn var settur á var fyrirsjáanlegt hrun á fiskistofnunum vegna mikillar sóknar. Það gekk ótrúlega vel að skipta aflaheimildum. Á nokkrum dögum var þessu komið í kring, búið mál. Mig minnir að þeir hafi verið þrír sem unnu að þessu og skiluðu góðu starfi. Meira

Úr verinu

23. september 1998 | Úr verinu | 560 orð

"Ástæðulaust að takmarka veiðar á Flæmingjagrunni"

GEFA ætti rækjuveiðar á Flæmingjagrunni frjálsar að mati Jóns Kristjánssonar, fiskifræðings. Hann segir frjálsa sókn ekki stefna stofninum í hættu því veiðarnar hætti að borga sig löngu áður en hættan steðji að. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 469 orð

Dálítið að sjá

SÍLDVEIÐI gekk vel í fyrrinótt, en þrjú skip voru þá við veiðarnar. Víkingur AK fékk 500 tonn, Jóna Eðvalds SF 200 og Húnaröst SF um 350 tonn. Húnaröstin og Jóna Eðvalds fóru inn til Hornafjarðar í gærmorgun til löndunar, en Víkingur varð eftir á miðunum og reyndu þeir fyrir sér í nótt. Hin skipin héldu út á ný að lokinni löndun. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 136 orð

Eltak selur Multivac í fiskinn

SLÁTURFÉLAG Suðurlands svf., umboðsaðili Multivac á Íslandi, og Eltak ehf. hafa samið um að Eltak sjái um sölu Multivac-véla til fiskiðnaðarins á Íslandi. Multivac er þýskt fyrirtæki með leiðandi stöðu í sölu pökkunarvéla fyrir matvæli í heiminum. Vélar fyrirtækisins henta mjög vel til pökkunar á fiski og eru nokkrar slíkar í notkun hér á landi. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 603 orð

Fjöllþjóða rannsóknir unnar í norðurhöfum

VIÐAMIKLUM sjórannsóknaleiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar í Grænlandssundi í spetember er nú lokið. Rannsóknirnar gengu vel og sýndu gott ástand sjávar, en endalegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Verkefni leiðangursins eru liður í fjölþjóðarannsóknum sem nefnast VEINS og ESOP-II, og studd eru af Evrópusambandinu. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 174 orð

Frystingin skilar mestu

Útflutningsverðmæti allra sjávarafurða var á síðasta ári rúmlega 96 milljarðar. Afurðir landfrystingar voru rúmlega 35 milljarðar, sjófrystingar tæplega 18 milljarðar, útflutningsverðmæti saltfisks rúmir 15 milljarðar, ísfiskur 8 milljarðar, mjöl og lýsi tæplega 16 milljarðar og annað, mest lagmeti, um 4 milljarðar króna. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 118 orð

GÓGÓ SÉR UM SJÓMANNAGARÐINN

Geirlaug Geirsdóttir hefur séð um Sjómannagarðinn í Ólafsvík fyrir sjómenn og útgerðarmenn í meira en 16 ár. Hún hefur hugsað um hann eins og sinn eigin og nostrað við hann á allan hátt enda er hann til sóma og margir koma í hann til að skoða á hverju sumri. Gógó eins og hún er kölluð af Ólsurum er 76 ára gömul og hjólar allar sínar leiðir. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 118 orð

Hafnarvörður í Kópavogi

SIGURÐUR Arason skipstjóri hefur verið ráðinn hafnarvörður við Kópavogshöfn. Staðan var auglýst í júlí og voru umsækjendur alls 23. Sigurður er fæddur 31. júlí árið 1946. Hann útskrifaðist með farmannapróf frá Stýrimannskólanum í Reykjavík vorið 1968 og tók sveinspróf í rafvirkjun árið 1979. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 1099 orð

Íslendingar yfirleitt ánægðir með NorFishing 98 sýninguna

SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN Nor- Fishing 98 var haldin í Þrándheimi í Noregi í síðasta mánuði. Útflutningsráð Íslands hefur gert skýrslu um sýninguna og þátttöku íslenzkra fyrirtækja þar. Hluti skýrslunnar fer hér á eftir, en hana má einnig fá hjá Útflutningsráði. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 288 orð

Lakari kolaveiði í Faxaflóa í sumar

AFLI dragnótabáta í Faxaflóa hefur verið heldur lakari en á sama tíma í fyrra. Veiðitímabilið hófst 15. júlí og lýkur 15. desember. Alls hafa 14 bátar leyfi til dragnótaveiða í Faxaflóa en 13 bátar hafa verið við veiðarnar í sumar. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 342 orð

Norðmenn selja meira af laxinum

ÚTFLUTNINGUR á eldislaxi frá Noregi jókst um 11% í magni og verð hækkaði um 18% fyrstu sjö mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þessi söluaukning hefur mest verið á mörkuðum utan Asíu og hefur norskur laxútflutningur þar af leiðandi ekki beðið neinn tiltakanlegan hnekki vegna efnahagsþrenginga í Asíu þótt mjög hafi dregið úr útflutningi þangað. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 174 orð

Óvissa með síldarsölu

ÚTLIT er fyrir verðlækkanir á bæði saltsíld og freðsíld frá Íslandi vegna óvissu með markaði í Rússlandi. Norðmenn eiga eftir að veiða um 400 þúsund tonn af síldarkvóta ársins og á meðan ekki er hægt að selja síld á Rússland má búast við miklu framboði á markaði í Evrópu. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 98 orð

Sérfræðingur Verðlagsstofu

Ingveldur Jóhannesdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur hjá Verðlagsstofu skiptaverðs á Akureyri og hóf hún störf í lok júlí. Verðlagsstofu skiptaverðs var komið á laggirnar með lögum á vormánuðum til lausnar síðustu sjómannadeilu og er Valtýr Þór Hreiðarsson forstöðumaður. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 181 orð

Steinbítskinnar með grænmeti og purpurahimnu

STEINBÍTUR er prýðismatur, nánast hvernig sem hann er matreiddur og hertur er hann lostæti með vænni smérklípu. Þó steinbítur hafi verið borðaður hér á landi ílangan tíma, hafa kinnarnar lítið verið nýttar, en þær eru fyrritæksmatur eins og þorskkinnarnar. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 227 orð

Sterkur árgangur í síldinni

SVO virðist sem 1998-árgangurinn í norsk-íslensku vorgotssíldinni verði mjög sterkur en segja má, að á síðustu árum hafi árgangurinn frá 1992 borið stofninn uppi. Kom þetta fram við mælingar nýlega. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 102 orð

Tveir nýir í stjórn SF

ARNAR Sigurmundssonvar endurkjörinn formaður Samtaka fiskvinnslustöðva á aðalfundi samtakanna síðastliðinn föstudag. Tveir nýir menn komu inn í stjórnina, þeir Ásgeir Logi Ásgeirssonog Lúðvík Börkur Jónsson. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 726 orð

Umbúðamiðlun með nýtt leigukerfi fyrir fiskiker

Umbúðamiðlun, sem er fyrirtæki í eigu fiskmarkaðanna, er nú að taka í notkun nýtt skráningarkerfi á fiskikerum ásamt upptöku dagleigugjalda fyrir leigu á þeim. Hingað til hafa seljendur og kaupendur verið rukkaðir um leigu af kerum í gegnum þjónustugjöld fiskmarkaðanna, að jafnaði um 40 aura á kg, óháð því hversu lengi kerið hefur verið í leigu. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 617 orð

Útlit fyrir verðlækkanir á bæði freð- og saltsíld

ÚTLIT er fyrir verðlækkanir á bæði saltsíld og freðsíld frá Íslandi vegna óvissu með markaði í Rússlandi. Norðmenn eiga eftir að veiða um 400 þúsund tonn af síldarkvóta ársins og á meðan ekki er hægt að selja síld á Rússland má búast við miklu framboði á markaði í Evrópu. Þá hefur gengi norsku krónunnar fallið um 10% á þessu ári sem gæti orðið til að lækka verð enn frekar. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 127 orð

Útvegurinn skuldar 129 milljarða

Samkvæmt upplýsingum hagdeildar Seðlabanka Íslands námu heildarskuldir sjávarútvegsins um 128 milljörðum króna í árslok 1997. Þar af námu skuldir við lánakerfið um 103 milljörðum króna og skuldir utan lánastofnana um 25 milljörðum króna. Að mati bankans hafa heildarskuldir sjávarútvegs hækkað um liðlega einn milljarð frá áramótum og eru nú rúmlega 129 milljarðar króna. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 1519 orð

"Verðum að finna nýjar leikreglur"

Launa- og menntamál sjómanna hamla framþróun í sjávarútvegi "Verðum að finna nýjar leikreglur" Hlutaskiptakerfi sjómanna og menntun skipstjórnarmanna eru gamlir draugar sem falla ekki að gerbreyttu umhverfi í íslenskum sjávarútvegi í dag. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 808 orð

Við getum notið góðs af dýrum rannsóknum

FLAIR Flow Europe er sérstakt átaksverkefni á vegum Evrópusambandsins sem komið var á fót árið 1991. Átján Evrópulönd eru aðilar að verkefninu og er Ísland eitt þeirra. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er formlegur aðili verkefnisins hérlendis, en Íslendingar urðu aðilar að verkefninu vorið 1994. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 364 orð

Vilja breytta skipan hafnarmála

HAFNASAMBAND sveitarfélaga vill gera umtalsverðar breytingar á skipan hafnarmála. Jafnframt vill sambandið að mótuð verði opinber stefna í flutningum á sjó, landi og í lofti. Ársfundur Hafnasambandsins var haldinn í Vestmannaeyjum í lok síðustu viku. Fundinn sóttu um 120 fulltrúar frá 43 höfnum. Meginviðfangsefni fundarins var umfjöllun um flutningaleiðir framtíðar og framtíðarskipan hafnamála. Meira
23. september 1998 | Úr verinu | 227 orð

Þrefalt meira flutt af varanlegum heimildum

FLUTNINGUR á varanlegum aflaheimildum í þorski var nærri þrisvar sinnum meiri um síðustu fiskveiðiáramót en áramótin þar á undan. Þessa aukningu má að mestu rekja til stofnunar Kvótaþings og nýrra laga um veiðiskyldu fiskiskipa. Fiskistofa flutti, samkvæmt beiðni útgerðarmanna, um 31,3% af öllu aflamarki þorsks á síðasta fiskveiðiári á milli fiskiskipa um fiskveiðiáramótin hinn 1. Meira

Barnablað

23. september 1998 | Barnablað | 267 orð

Andrés Önd

GÓÐAN daginn! Það er komið að því að birta úrslitin í litaleiknum með góðum vini okkar, Andrési Önd. Útgefandi Andrésar Andar á Íslandi, Vaka-Helgafell, og Myndasögur Moggans þakka ykkur fyrir hreint ágæta þátttöku og óska verðlaunahöfunum innilega til hamingju. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 44 orð

ATHUGASEMD

Í SÍÐUSTU Myndasögum Moggans, 16. september, var rangt farið með heimilisfang í Pennavinum. Þórey Bragadóttir var sögð eiga heima í Borgarfirði en á heima í Siglufirði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 35 orð

Á leið til jarðarinnar okkar

Á leið til jarðarinnar okkar ÞETTA er mynd af geimveru á leið til jarðarinnar. Einar Ólafur Eyland, 5 ára, Stapasíðu 13a, 603 Akureyri, sendi þessa vel gerðu mynd og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 41 orð

Eineggja tvíburar

EINEGGJA tvíburar eru alltaf af sama kyni, þ.e. annaðhvort tvær stelpur eða tveir strákar. Og nú eigið þið að finna eineggja tvíbura á myndinni. Lausnir hafa svarið hér hjá á hvolfi. Lausnin: Tvíburarnir eru merktir bókstöfunum dje og ii. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 177 orð

Herkúles

HALLÓ! Hin skemmtilega teikni- og ævintýramynd frá Disney um Herkúles er komin á myndband. Ævintýrið um Herkúles segir frá guðinum Herkúles, sem var tekinn frá foreldrum sínum nýfæddur og ættleiddur af jarðneskum hjónum. Herkúles var ofurmenni að kröftum en klaufskur með eindæmum. Hann kemst að því að Seifur, æðstur guðanna, er faðir hans og hann á heima á Ólympsfjalli. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 242 orð

KEIKÓ í Vestmannaeyjum

ÞAÐ er nær útilokað, að einhver hafi misst af fréttunum um komu háhyrningsins Keikós fyrr í mánuðinum til Vestmannaeyja með herflutningaflugvél af gerðinni Boeing C-17 frá bandaríska flughernum. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 60 orð

Krakkar úti að leika sér

HANN heitir Andri Már Sveinbjörnsson og er fjögurra ára til heimilis á Ásbraut 13, 200 Kópavogur, höfundur þessarar líflegu myndar. Nú líður að því að við getum lagt sumarfötin saman brotin inn í skáp og tekið fram hlýrri og skjólbetri fatnað. Það haustar óðum með lækkandi sól og vaxandi lægðadrögum yfir landinu og kringum það. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 40 orð

MUNIÐ AÐ MERKJA!

ÞÆR eru ekki miklar upplýsingarnar sem fylgdu þessari fínu mynd: Stefanía Karen, 6 ára. Ekkert föðurnafn, ekkert heimilisfang og ekki neitt póstfang. Krakkar mínir! Munið að þið eigið að merkja allt efni, sem þið sendið Myndasögum Moggans. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 65 orð

NAGLAR OG SKRÚFUR

Á FLESTUM heimilum er kassi, skúffa eða box með hinum ólíkustu smáhlutum, allt frá smæstu nöglum til plásturs. Oftar en ekki þarf talsverða þolinmæði og varkárni þegar leita þarf að einhverju í þessum hirslum. Og nú æfum við okkur með því að flokka í sundur nagla og skrúfur því spurt er: Hvað eru margir naglar á myndinni? Lausnin: Naglarnir eru fjórtán talsins. Meira
23. september 1998 | Barnablað | 126 orð

PENNAVINIR

Ég leita að pennavini á aldrinum 10-11 ára, ég er 10 ára. Ég hef ekki áhuga á fótbolta! Áhugamál mín eru tölvur, sund og fleira. Ég er með blá augu og ljóst hár. Uppáhalds liturinn minn er svart. Ef einhver vill vita það, þá get ég talað ensku og er í Háteigsskóla (fyrrverandi Æfingaskóli Kennaraháskólans). Meira
23. september 1998 | Barnablað | 34 orð

Teiknið . . .

HAFIÐ myndina lengst til vinstri til hliðsjónar þegar þið klárið hinar myndirnar tvær. Góð æfing fyrir athyglisgáfu, hendur og fingur að ekki sé minnst á þolinmæðina (sem þrautir vinnur allar). Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.