Greinar föstudaginn 25. september 1998

Forsíða

25. september 1998 | Forsíða | 138 orð

Ákvörðun um rannsókn í byrjun október

FORMAÐUR dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tilkynnti í gær að nefndin myndi ákveða 5. eða 6. október næstkomandi hvort hefja eigi rannsókn sem leitt gæti til málshöfðunar til embættismissis Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Greiði meirihluti nefndarinnar því atkvæði að formleg rannsókn hefjist, má búast við því að fulltrúadeildin gangi til atkvæða um málið á fundi 8. Meira
25. september 1998 | Forsíða | 295 orð

Bitist um atkvæðin

ÞÝZKU stjórnmálaflokkarnir, stórir sem litlir, reyndu í gær á síðustu fréttamannafundunum þar sem stjórnendum kosningabaráttunnar gafst færi á að tala til kjósenda, sitt ýtrasta til að ná til þeirra sem enn hafa ekki gert upp hug sinn fyrir þingkosningarnar á sunnudaginn, en útlit er fyrir að mjórra verði á mununum í þeim en dæmi eru um síðustu áratugi. Meira
25. september 1998 | Forsíða | 166 orð

Dauðadómi yfir Rushdie aflétt

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bretlands og Írans komust í gær að samkomulagi um að taka á ný upp fullt stjórnmálasamband og skiptast á sendiherrum, eftir að írönsk stjórnvöld ábyrgðust að öryggi rithöfundarins Salmans Rushdies yrði tryggt. Meira
25. september 1998 | Forsíða | 209 orð

KLA hvetur til loftárása

TALSMAÐUR Frelsishers Kosovo (KLA) sagði í gær að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna átakanna í Kosovo-héraði í Júgóslavíu "ógnaði í engu völdum Serba" og hvatti Atlantshafsbandalagið (NATO) til þess að gera loftárásir á Júgóslavíu. Meira
25. september 1998 | Forsíða | 144 orð

Kraftana þraut

KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sneri aftur til starfa í gær eftir veikindaleyfi sem varað hefur í hálfa fjórðu viku. Sagði forsætisráðherrann að kraftana hefði þrotið. Engu einu væri um að kenna, vinnuálagið hefði einfaldlega verið orðið of mikið en hann væri kominn til heilsu. "Nú mun ég þola álagið og meira til," sagði hann. Meira

Fréttir

25. september 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

400 manns á Keili Morgunblaðið/Golli

400 manns á Keili Morgunblaðið/Golli STARFSFÓLK og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja gengu á Keili á árlegum göngudegi skólans í gær. Alls mættu um 600 manns og þar af gengu um 400 þeirra á fjallið. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Adams harðorður í garð Trimbles

AUKIN harka er nú komin í deilur á N-Írlandi um afvopnun öfgahópa eftir að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sakaði David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster og forsætisráðherra á N-Írlandi, um að standa ekki við skilmála Belfast-samningsins frá páskum um að komið yrði á fót ríkisstjórn nú í haust. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Afkoma Flugleiða betri í júlí og ágúst

FLUGLEIÐIR og dótturfélög skiluðu liðlega 560 milljóna króna meiri hagnaði af reglulegri starfsemi á sumarmánuðunum, júlí og ágúst, en á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tveimur milljörðum kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem birt var í gær og er hagnaðurinn þessa tvo mánuði orðinn meiri en tap félagsins fyrstu sex mánuði ársins. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Alþingi sett 1. október

ALÞINGI hefur verið kvatt saman fimmtudaginn 1. október næstkomandi. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni, þar sem séra Sigríður Guðmarsdóttur, sóknarprestur á Ólafsfirði, predikar. Alþingi verður sett að guðsþjónustunni lokinni og flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu ríkisstjórnarinnar, en það er í fyrsta skipti sem sá háttur er hafður á. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 141 orð

Ashdown setur Blair skilmála

PADDY Ashdown, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi, sagði í gær í stefnuræðu sinni á lokadegi ársþings flokksins að Tony Blair,forsætisráðherraBretlands, yrði aðsamþykkjastjórnarskrárumbætur vildi hannað frjálslyndirdemókratar hefjisamvinnu viðstjórn Verkamannaflokksins. Meira
25. september 1998 | Landsbyggðin | 303 orð

Aukin samkeppni um spariféð

Stykkishólmi-Forráðmenn Landsbanka Íslands voru á yfirreið um Vesturland og héldu kynningarfund í Stykkishólmi í vikunni. Þangað var boðið forsvarsmönnum fyrirtækja á Snæfellsnesi. Birgir Jónsson, svæðisstjóri Landsbankans á Vesturlandi, sagði frá að sitt svæði næði frá Akranesi að Barðaströnd. Landsbankinn er með útibú flestum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 551 orð

Áskilja sér rétt til að löðrunga börnin

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu úrskurðaði í fyrradag, að bresk lög veittu börnum ekki næga vernd og kæmu ekki í veg fyrir, að foreldrar þeirra hýddu þau. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði, að til stæði að breyta gildandi lögum um þessi efni en eftir sem áður áskildu Bretar sér rétt til að "löðrunga" börnin sín. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Baldr Jóns Leifs settur á svið

FYRIRHUGAÐ ER að dans- og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs verði frumflutt árið 2000 í samvinnu hinna þriggja norrænu menningarborga Evrópu það ár, Reykjavíkur, Björgvinjar og Helsinki. Sinfóníuhljómsveit Íslands annast flutninginn hér en fílharmóníuhljómsveitir Björgvinjar og Helsinki í heimaborgum sínum. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 936 orð

Bilið breikkar milli fylkinganna

DEILUR demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi færast í aukana með hverjum degi sem tekist er á um viðbrögð við skýrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara, um Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Auk átakanna um hvað eigi að birta af skjölum úr rannsókn Starrs, geta repúblikanar og demókratar ekki komið sér saman um málshöfðunarferli gegn forsetanum. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Björgunarbátar SVFÍ fá haffærisskírteini

FIMM björgunarbátar Slysavarnafélags Íslands sem keyptir hafa verið notaðir frá Hollandi og Þýskalandi síðustu tvö árin eru nú að fá haffærisskírteini en að kröfu Siglingastofnunar Íslands varð að gera á þeim nokkrar breytingar. Þór Magnússon, deildarstjóri björgunardeildar SVFÍ, segir þeim nú lokið og síðasti báturinn sé í skoðun. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 590 orð

Bondevik segist kominn til fullrar heilsu

"KRAFTANA þraut," var skýring Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, á veikindum sínum en hann sneri aftur til starfa í gær eftir hálfrar fjórðu viku fjarveru. Á blaðamannafundi sem Bondevik boðaði til í gær, kvaðst hann kominn til fullrar heilsu og vera reiðubúinn að takast á við verkefnin sem biðu. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Brottkastið er 100­200 þúsund tonn

"Í REIKNILÍKANI Hafrannsóknastofnunar er reiknað með að brottkast þorsks af Íslandsmiðum sé í kringum 10 þúsund tonn. Ég fullyrði að brottkastið sé á milli 100­200 þúsund tonn," sagði Sverrir Hermannsson, sem í gær kynnti stofnun nýs stjórnmálaflokks, Frjálslynda flokksins, en meginverkefni hans er að berjast fyrir breytingum á fiskveiðistefnunni. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Bæjarráð getur ekki stutt Bjölluna

BÆJARRÁÐ Akureyri getur ekki orðið við erindi sem barst í síðustu viku frá Kristjáni Sverrissyni og Flugfélaginu Lofti þar sem sótt var um styrk að upphæð krónur 5 milljónir til að setja upp nýtt íslenskt leikrit, Bjallan, eftir Ólaf Hauk Símonarson, á Renniverkstæðinu. Ráðgert er að frumsýna leikritið í nóvember næstkomandi. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Dalvíkurbyggð skal það heita

BÆJARRÁÐ sameiginlegs sveitarfélags við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkurbæjar, Svarfaðardals- og Árskógshrepps, samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að nafn á sveitarfélaginu verði Dalvíkurbyggð. Nafnamálið kemur til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn nk. þriðjudag og átti Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson bæjarstjóri ekki von á öðru en þar yrði nafnið Dalvíkurbyggð samþykkt. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 293 orð

Efnahagsleg hnattvæðing og félagsleg upplausn

Efnahagsleg hnattvæðing og félagsleg upplausn FRANSKI félagsfræðingurinn Alain Touraine flytur fyrirlestur laugardaginn 26. september kl. 15.15 í Hátíðasal Háskóla Íslands (2. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 649 orð

Einstök tækifæri til rannsókna

FULLTRÚAR Hjartaverndar funduðu í gær og funda í dag með fulltrúum frá rannsóknarstofnun öldrunarmála Bandaríkjanna (National Institute On Aging) um hugsanlegt rannsóknarsamstarf á sviði öldrunarsjúkdóma. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Eldhamar á flot af eigin rammleik

LÍNUBÁTINN Eldhamar frá Grindavík tók niðri rétt utan við innsiglinguna við Grindavíkurhöfn í fyrrinótt. Var báturinn á útleið þegar bilun varð í stýri. Einhverjar skemmdir urðu á skrúfu Eldhamars og þarf báturinn að fara í slipp af þeim sökum. Meira
25. september 1998 | Landsbyggðin | 117 orð

Eldri borgarar á faraldsfæti

Laxamýri-Félagsstarf eldri borgara í Þingeyjarsýslu hefur aukist mikið á undanförnum árum og er það einkum eftir að dvalarheimilið Hvammur á Húsavík tók til starfa. Fyrir utan kórstarf, dans og föndur er farið í ferðalög, bæði dagsferðir sem og lengra, og er eldra fólk duglegt að drífa sig með og taka þátt í því sem er að gerast. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 604 orð

Endingarlíkur 3-4 áratugir í stað nokkurra alda

STJÓRN veitustofnana samþykkti á miðvikudag að hefja undirbúning að aukningu raforkuvinnslu á Nesjavöllum úr 60 MW í 90 MW og sagði í skýrslu sérfræðinganefndar, sem skipuð var til að fjalla um stækkun Nesjavallavirkjunar, að það væri góður kostur, þótt rétt væri að halda áfram að staðfesta aflgetu svæðisins með borunum og mælingum. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 387 orð

Er að ráða starfsmann fyrir ríkið en ekki borgina

"ÉG ER hér ekki að ráða starfsmann fyrir Reykjavíkurborg heldur ríkið. Framkvæmdastjórinn er ráðinn til þess tíma er málefni fatlaðra verða flutt til sveitarfélaga og þegar Reykjavíkurborg fer að bera ábyrgð á svæðisskrifstofunni þá ræður hún að sjálfsögðu hvern hún hefur í fyrirsvari, Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fékk 10 milljónir

DREGIÐ var úr Heita pottinum hjá Happdrætti Háskóla Íslands í gær og hlaut Hafnfirðingur hæsta vinning 10 milljónir króna og annar Hafnfirðingur átti einfaldan miða og fékk rúmar 1,2 milljónir króna. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Félagi bin Ladens tekinn höndum

KHALED al Fawaz, gamall vinur hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens, var handtekinn í London á miðvikudag, samkvæmt arabískum heimildum. Fawaz er einn af leiðtogum saudi-arabískrar stjórnarandstöðuhreyfingar sem berst fyrir því að Saudi- konungdæminu verði steypt. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Fjárlagavefur opnaður á Netinu í október

Fjármálaráðuneytið mun um miðjan næsta mánuð opna sérstakan fjárlagavef á Netinu en fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi í byrjun október. Á fjárlagavefnum getur almenningur flett upp í fjárlögum og öðrum gögnum sem þeim tengjast og einnig geta stofnanir og ríkisfyrirtæki notað vefinn til að senda athugasemdir og breytingartillögur til ráðuneyta og fjárlaganefndar Alþingis gegnum Netið. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fjórar umsóknir bárust

FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Örnefnastofnunar Íslands, en umsóknarfrestur rann út 11. september sl. Búist er við því að menntamálaráðherra skipi í stöðuna á næstu vikum að fenginni umsögn stjórnar sem nú hefur umsagnirnar til meðferðar. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Flugleiðir flytja á Gardermoen-flugvöll

NÝR alþjóðlegur flugvöllur sem þjóna mun Ósló og nágrenni, Oslo Lufthavn-Gardermoen, verður opnaður 8. október nk. Af þeim ástæðum flyst öll flugvallarstarfsemi Flugleiða frá Fornebu-flugvelli í nýja og glæsilega flugstöð í Gardermoen. Innritunarþjónusta við farþega verður á sérstökum bás undir merki Flugleiða í aðalfarþegamiðstöðinni nærri innritunarsvæði SAS. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Forsætisráðherra til Mexíkó

FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson og frú Ástríður Thorarensen fara í opinbera heimsókn til Mexíkó dagana 8. og 9. október nk. í boði Ernesto Zedillo forseta Mexíkó. Í framhaldi af heimsókninni munu ráðherrahjónin og fylgdarlið fara til borganna Guymas og Mazatlan í Mexíkó og heimsækja fyrirtæki í eigu Íslendinga, sem þar reka starfsemi. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

Fyrirlestrar og ráðstefna um íþróttir

ÍÞRÓTTASKOR Kennaraháskóla Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafa boðið þremur vísindamönnum á sviði íþróttafélagsfræði hingað til lands, til fyrirlestra og umræðna um ýmis álitamál sem við blasa í heimi íþrótta. Þetta eru þeir dr. Gunnar Breivik, dr. Sigmund Loland og dr. Bjørn Barland, sem starfa allir við Íþróttaháskólann í Ósló. Föstudaginn 25. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Fyrirlestur um shamanisma

DR. JÜRGEN W. Kremer flytur fyrirlestur á vegum Endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri næstkomandi laugardag, 26. september kl. 14 í húsakynnum háskólans við Þingvallastræti 23, stofu 16. Dr. Kremer er prófessor í sálarfræði við California Institute of Integral Studies í San Francisco í Bandaríkjunum. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 988 orð

Gátu ekki lagað sig að erfiðum aðstæðum

MARGAR ástæður hafa verið nefndar fyrir því að byggð norrænna manna lagðist niður á Grænlandi og segir sagnfræðingurinn Astrid Ogilvie, sem talaði á ráðstefnu um náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á Norður-Atlantshafi, í gær að ekki mætti alfarið rekja það til veðurfars, heldur hefði norrænum mönnum einfaldlega ekki tekist að laga sig að aðstæðum og taka upp þær aðferðir, Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 200 orð

Geðprýðin er ekki alltaf góð

ÞAÐ er hollt fyrir hjartað, að fólk skipti skapi öðru hverju og láti í ljós óánægju sína. Þeir, sem eru þannig skapi farnir, að það dettur hvorki af þeim né drýpur, hafa nefnilega 75% meiri líkur á því en hinir að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Voru þessar niðurstöður lagðar fram á ráðstefnu í London fyrir nokkrum dögum og byggjast á rannsókn á 2.500 karlmönnum á árunum 1984 til 1993. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 510 orð

Greinargerð eytt úr skjölum Dagvistar barna

DAGVIST barna í Reykjavík hefur, að tilmælum Tölvunefndar, eytt greinargerð sem leikskólastjóri leikskólans Laufásborgar skrifaði til framkvæmdastjóra Dagvistar barna í nóvember 1996, í framhaldi af því að starfsmanni á leikskólanum var sagt upp störfum. Starfsmaðurinn fyrrverandi, Guðrún María Óskarsdóttir, segir greinargerðina hafa verið stórkostlega árás á persónu sína. Meira
25. september 1998 | Landsbyggðin | 65 orð

Gullljósakrónan komin upp

Grundarfirði-Búið erað setja upp gullljósakrónuna sem Þorkell Sigurðsson gaf Grundarfjarðarkirkju í minningargjöf á dögunum. Guðni Hallgrímsson rafvirkjameistari annaðist verkið en honum til aðstoðar var skipstjórinn og sóknarnefndarmaðurinn Runólfur Guðmundsson. Í messu á sunnudeginum 27. september kl. 14 mun hr. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Hlaut 15 mánaða fangelsi fyrir rán

ÁTJÁN ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í 15 mánaða fangelsi vegna ráns í Select- verslun Skeljungs í Breiðholti í mars sl. Dómari ákvað að fresta skyldi 12 mánuðum af refsingunni og þeir felldir niður að þremur árum liðnum haldi pilturinn almennt skilorð og skilyrði um að neyta ekki áfengis eða deyfilyfja. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Hljómsveit Ingu Eydal verður hljómsveitin VIP

NÚ Á haustdögum er að hefja upp raust sína hljómsveitin VIP en hún starfaði áður undir nafni Ingu Eydal söngkonu. Hljómsveitin hefur nú fengið til liðs við sig nýjan bassaleikara, Viðar Garðarsson, en auk hans skipa hljómsveitina; Inga Eydal, Snorri Guðvarðsson gítarleikari og Þorleifur Jóhannsson trommuleikari. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 474 orð

Indland og Pakistan ræða bann á kjarnorkutilraunir

INDVERJAR og Pakistanar hafa samþykkt að undirrita alþjóðlegan samning um bann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni innan árs. Þeir hafa einnig ákveðið að hefja á ný friðarviðræður en fréttaskýrendur sögðu í gær að mjög ólíklegt væri að helstu deilumál ríkjanna yrðu leyst og tímamótasamkomulag næðist. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 570 orð

Innrásin klúður og álitshnekkir fyrir S-Afríkustjórn

NOKKUR kyrrð var komin á í Maseru, höfuðborg Lesothos, í gær en borgin er víða ein rjúkandi rúst. Að minnsta kosti 66 menn féllu í átökunum milli uppreisnarhermanna og herliðs frá Suður-Afríku og Botswana en það var sent til aðstoðar við stjórnvöld í landinu. Í S-Afríku er mikil andstaða við þessi afskipti af málefnum grannríkisins og óttast margir, að þau muni draga dilk á eftir sér. Meira
25. september 1998 | Miðopna | 856 orð

Í stíl við veitingastaði í London, París og Tókýó

VEITINGASTAÐURINN REX verður opnaður laugardaginn 3. október í Jacobsen húsinu í Austurstræti 9. Breski arkitektinn Sir Terence Conran sér um hönnun staðarins en hann á og rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um heiminn. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

John Collins á Kaffi Reykjavík

BANDARÍSKI söngvarinn John Collins syngur á föstudags- og laugardagskvöld á Kaffi Reykjavík ásamt Stjörnubandinu með Hjört Howser í fararbroddi. Þess má geta að þetta er síðasta helgin sem Collins kemur fram á Kaffi Reykjavík. Meira
25. september 1998 | Landsbyggðin | 141 orð

Kartöfluuppskera þokkaleg

Kartöfluuppskera þokkaleg Vaðbrekka, Jökuldal-Bændur í Brekkugerði og á Droplaugarstöðum í Fljótsdal eru um þessar mundir að taka upp kartöflur. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Landsfundur haldinn í mars

MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 23. september 1998 að boða, í samræmi við skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins og fyrri ávarðanir miðstjórnar um þetta efni, til 33. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins dagana 11.­14. mars 1999 í Reykjavík. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð

Landsvirkjun ræðir við fulltrúa fyrirtækisins í dag

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra fór fram á það í skriflegu bréfi til Landsvirkjunar í gær að hún sæi til þess að útlendir starfsmenn Technopromexport, rússneska verktakafyrirtækisins sem sér um að leggja Búrfellslínu 3A, fái laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að þau verði lögð inn á íslenskan bankareikning í nafni hvers og eins fyrir næstu mánaðamót. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

LEIÐRÉTT Ekki krafa um fjárhagslegan aðskilnað

ÁRÉTTAÐ skal vegna fréttar í blaðinu í gær að Póst- og fjarskiptastofnun hefur í rekstrarleyfi til Landssímans gert kröfu um bókhaldslegan aðskilnað GSM-þjónustu frá öðrum rekstri. Tal hf. hefur hins vegar gert kröfu til Samkeppnisstofnunar um fullan fjárhagslegan aðskilnað GSM-kerfisins frá öðrum rekstri Landssímans. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 255 orð

Loftárásir þurfa frekari heimilda við

UNDIRBÚNINGUR Atlantshafsbandalagsins (NATO) fyrir hugsanlegar loft- og skotflaugaárásir á Júgóslavíu er hafinn. Tilgangur þeirra væri að neyða Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, til þess að hætta sókn lögreglu og öryggissveita gegn skæruliðum aðskilnaðarsinnaðra Albana í Kosovo-héraði. Hersveitir NATO eru í viðbragðsstöðu en viðbúnaður þeirra miðast við takmarkaðar loftárásir. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Málþing um stöðu kvenna og atvinnumál

LANDSSAMBAND Framsóknarkvenna efnir til málþings laugardaginn 26. september um stöðu kvenna og atvinnumál í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði. Þingið hefst kl. 10. Þar fjallar sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, um sjálfsímynd kvenna, Ingibjörg Davíðsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur um breytingar á atvinnumarkaði, Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 300 orð

Meira en eitt hundrað manns fórust

FELLIBYLURINN Georg gekk yfir Kúbu í gær og stefndi í átt að suðurodda Flórída eftir að hafa orðið að minnsta kosti 110 manns að bana á eyjum í Karíbahafi síðustu daga. Yfirvöld vöruðu fimm milljónir íbúa í suðurhluta Flórída við fellibylnum og um 80.000 íbúum eyja og strandsvæða, þar sem hætta er á flóðum, var skipað að fara af svæðinu. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn byrjar á laugardag, 26. september, kl. 11 í Svalbarðskirkju. Nýtt og skemmtilegt fræðsluefni. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 21 sunnudagskvöldið 27. september. Kirkjuskólinn í Grenivíkurkirkju byrjar á laugardag, 26. september, kl. 13.30. Nýtt og skemmtilegt fræðsluefni. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Munum fara í einu og öllu að lögum

HELGI H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að fyrirtækið muni að sjálfsögðu fara í einu og öllu að lögum hvað varðar innheimtu virðisaukaskatts á þjónustu sem seld er þriðja aðila og telji sig ávallt hafa gert það. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Mæðgnahelgi í Ölveri

MÆÐGNAHELGI verður haldin í Ölveri helgina 2.­4. október, annað árið í röð. Mæðgur á öllum aldri eru boðnar velkomnar í Ölver til að njóta helgarinnar í andlegu, uppbyggilegu samfélagi og um leið njóta fagurs friðsæls umhverfis, segir í fréttatilkynningu. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Niðurskurði fylgi greiðslur til sjómanna og útvegsmanna

ÞING Evrópuráðsins afgreiddi í gær ályktanir um sjávarútvegsmálastefnu Evrópuríkja í tilefni af ári hafsins 1998. Meginframsögumenn voru Portúgalinn Lino Carvalho af hálfu landbúnaðarnefndar þingsins sem vann drög að ályktun um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og Tómas Ingi Olrich alþingismaður sem talaði fyrir munn vísinda- og tækninefndar þingsins en hún gaf umsögn um drögin. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 584 orð

Nýjar áherslur í framhaldsskólum

Hið íslenska kennarafélag og Kennarasamband Íslands standa í sameiningu að framhaldsskólaþingi laugardaginn 26. september 1998. Þingið verður haldið í Borgartúni 6 og stendur frá kl. 9.30 til kl. 15. Efni þingsins er þríþætt þ.e. fjallað verður um tengsl atvinnulífsins og framhaldsskólans, nýtt námsframboð og samræmd próf í framhaldsskólum. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð

Nýr stjórnmálaflokkur

Á KYNNINGARFUNDI hjá Frjálslynda flokknum í gær var eftirfarandi yfirlýsingu dreift til fulltrúa fjölmiðla: "Stjórn Samtaka um þjóðareign og fylgismenn Sverris Hermannssonar hafa tekið höndum saman um stofnun stjórnmálaflokks, sem gefið hefir verið nafnið Frjálslyndi flokkurinn. Til stofnfundar mun verða boðað í nóvembermánuði nk. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

PÉTUR O. NIKULÁSSON

PÉTUR O. Nikulásson, stórkaupmaður, lézt í Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri, fæddur 6. júlí 1921. Foreldrar Péturs Oddbergs voru Nikulás Jónsson, skipstjóri, og Gróa Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og formaður Kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ráðstefna um heilsuleikskóla

HEILSUEFLING mun ásamt leikskólanum í Skólatröð og Kópavogsbæ standa fyrir ráðstefnu um heilsuleikskóla föstudaginn 25. september í Smáranum í Kópavogi. Á ráðstefnunni verður hugmyndafræði heilsuleikskóla kynnt og sagt frá þróunarverkefnum sem unnin hafa verið en þau eru m.a. bæklingur um Nónhressingu og Heilsubók barnsins. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ráðstefna um markaðslausnir

RÁÐSTEFNA um markaðslausnir í umhverfismálum verður haldin í dag, föstudag. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Sambands ungra sjálfstæðismanna og evrópusamtaka ungra hægrimanna. Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um umhverfisvernd og umhverfisstefnu frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ráðstefna um ökukennslu

ÖKUKENNARASAMBAND Norðurlanda stendur fyrir ráðstefnu í Reykjavík dagana 24. og 25. september nk. Á henni verður fjallað um ökukennslu til almennra ökuréttinda í einstökum löndum. Fyrirlesarar eru fulltrúar þeirra stjórnvalda sem ábyrgð bera á þessum málaflokki, ökukennarar og þeir sem unnið hafa að rannsóknum á ökukennslu og málefnum ungra ökumanna. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Rússneskir verkamenn boðnir til starfa

STARFSMANNASTJÓRAR verksmiðju breska sælgætisframleiðandans Cadbury í Rússlandi hafa sent Fiskmarkaði Snæfellsness skeyti þar sem boðnir eru til starfa rússneskir verkamenn, vanir vinnu í matvælaframleiðslu. Fram kemur að orðið hafi að hætta starfsemi í verksmiðjunni vegna efnahagslegra og stjórnmálalegra aðstæðna í Rússlandi. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Sameining matvælafræði og efnagreiningar

FORSVARSMENN Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hafa gert með sér samkomulag um samstarf á sviði matvælafræði og efnagreiningar og verður starfsemi stofnana á þessum sviðum sameinuð. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 250 orð

Samstarfssamningur HNLFÍ við ESPA

SAMSTARFSSAMNINGUR á milli Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði og Evrópusambands heilsustofnana "European Spas Association" var undirritaður sl. laugardag. Samninginn undirrituðu Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ, og dr. Christoph Kirshner, forseti Evrópusambandsins. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Síðasta sýningarhelgi

NÚ Í sumar hefur Hafnarfjarðarbær haldið upp á það að 90 ár eru liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Að því tilefni hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar haldið afmælissýningu í sýningarsalnum Smiðjunni, Strandgötu 50. Þema sýningarinnar Inn'á gafli Hafnarfjörður 90 ára er Hafnarfjörður mánudaginn 1. júlí 1908, daginn sem bærinn fékk kaupstaðarréttindin. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð

Skorað á ríkisstjórnina að endurskoða frumvarpið í ljósi alþjóðasáttmála

EVRÓPSKIR persónuverndarfulltrúar lýsa þungum áhyggjum sínum vegna áforma íslenskra stjórnvalda um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Mæla þeir með því að frumvarp þar að lútandi verði endurskoðað í ljósi alþjóðasáttmála á þessu sviði, þ.e. Mannréttindasáttmála Evrópu, sáttmála Evrópuráðsins nr. 108 um vernd persónuupplýsinga, tilmæla ráðherranefndar Evrópuráðsins nr. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Skóvinnustofur sameinast

Skóvinnustofur sameinast FYRR á þessu ári sameinuðust Skóvinnustofa Gísla Ferdinandssonar, stofnuð 1956, og Skóvinnustofa Halldórs Guðbjörnssonar, stofnuð 1966, og eru nú reknar undir nafninu Skósmiðurinn ehf. í Lækjargötu 6a í Reykjavík og í verslun Hagkaups í Smáranum í Kópavogi. Opið er frá kl. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 570 orð

Skrýtnir hlutir í skrýtnu landi

DANSKI myndlistarmaðurinn og textílhönnuðurinn Frans Peter Valbjørn Knudsen sýnir verk sín í Deiglunni á laugardag, 26. september, og sunnudaginn 27. september frá kl. 14 til 18. Sýningin verður aðeins opin um helgina. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 76 orð

Starr boðið starf hjá Hustler

LARRY Flynt, eigandi bandaríska klámblaðsins Hustler, bauð í gær Kenneth Starr, sérskipuðum saksóknara, atvinnu sem sérlegum "klámráðgjafa" tímaritsins. Hrósaði Flynt Starr mjög fyrir skýrslu hans um kynferðislegt samband Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, og Monicu Lewinsky þar sem fjallað var í smáatriðum um kynferðisleg atlot þeirra. Meira
25. september 1998 | Miðopna | 1454 orð

Stjórnarskipti framundan en engin umskipti Fátt þykir nú benda til annars en að Helmut Kohl kanzlari fari frá völdum eftir

Refsa þýzkir kjósendur Kohl fyrir að þekkja ekki vitjunartíma sinn? Stjórnarskipti framundan en engin umskipti Fátt þykir nú benda til annars en að Helmut Kohl kanzlari fari frá völdum eftir kosningarnar í Þýzkalandi á sunnudaginn. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Sýningin New York frumsýnd á Broadway

SÝNINGIN New York New York verður frumsýnd laugardaginn 26. september en hún er byggð á lögum Frank Sinatra, Bing Crosby, Dean Martin, Nat King Cole o.fl. 19 manna Stórsveit Reykjavíkur leikur á sýningunni og er stjórnandi Sæbjörn Jónsson. Þeir söngvarar sem koma fram eru Andrea Gylfadóttir, Bjarni Arason, Páll Óskar og Raggi Bjarna. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 651 orð

Tekur tvö ár að komast út úr núverandi kerfi

SVERRIR Hermannsson segir að það taki a.m.k. tvö ár að komast út úr núverandi fiskveiðistjórnkerfi, en út úr því verði menn að komast. Það kunni að vera að "handstýra" verði kerfinu fyrstu árin, en Frjálslyndi flokkurinn, sem áformað er að stofna í nóvember, vilji að komið verði á frjálsu markaðskerfi í viðskiptum með aflaheimildir þar sem greitt verði eðlilegt afgjald til þjóðarinnar. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

Tilræði við Hun Sen

STJÓRNMÁLAANDSTÆÐINGARNIR Norodom Ranariddh, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kambódíu, og Hun Sen forsætisráðherra ræddust við í gær en þá kom þjóðþing landsins saman í fyrsta sinn eftir að kosningar fóru fram í sumar. Sprengja sprakk fyrr um daginn er þingmenn voru á leið til þingsetningar og dó einn og þrír særðust. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Tveir sækja um stöðu forstöðumanns

TVEIR sóttu um stöðu forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, þeir Vésteinn Ólason prófessor og Sverrir Tómasson vísindamaður. Upphafstími ráðningar er í janúar á næsta ári en þá lætur núverandi forstöðumaður Árnastofnunar, Stefán Karlsson, af störfum fyrir aldurs sakir. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 7. júlí sl. Meira
25. september 1998 | Erlendar fréttir | 467 orð

Umheimurinn undrandi á hamaganginum

Umheimurinn undrandi á hamaganginum Í DAGBLÖÐUM og í viðtalsþáttum á helstu sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum hafa menn æ oftar orð á því hversu forviða Evrópubúar og aðrir eru yfir því gjörningaveðri sem dunið hefur á Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, vegna "óeðlilegs sambands" hans við Monicu Lewinsky. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Veglyklar í Hvalfjarðargöng komnir

SAMTALS 4000 veglyklar, sem veita afslátt í Hvalfjarðargöngin, komu til landsins í fyrradag en lyklarnir komu seinna en áætlað var þar sem sending þeirra misfórst á leið til landsins, að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar framkvæmdastjóra Spalar ehf. Upphaflega áttu lyklarnir að vera komnir til landsins um síðustu helgi. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Verði endurskoðað í ljósi evrópskra sáttmála

FULLTRÚAR tölvunefnda og sambærilegra stofnana í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins lýsa þungum áhyggjum sínum vegna áforma íslenzkra stjórnvalda um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og hvetja ríkisstjórnina til að endurskoða gagnagrunnsfrumvarpið í ljósi alþjóðasáttmála á þessu sviði. Þetta kemur fram í ályktun fundar fulltrúa frá EES-ríkjunum á 20. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Yfir 12.000 skráðu sig

MIKILL áhugi var á hlutafjárútboði Landsbanka Íslands hf. sem lauk á miðvikudag. Alls skráðu sig um 12.200 aðilar fyrir hlutabréfum í félaginu, þar af um 1.200 starfsmenn. Samtals bárust óskir um að kaupa bréf að nafnvirði tæplega 5,5 milljarðar króna í áskriftarhluta útboðsins, en þar að auki hafa borist tilboð frá 40 aðilum í þær 50 milljónir sem seldar verða með tilboðsfyrirkomulagi. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Þýsk-norrænu lögmannasamtökin á Íslandi

ÞÝSK-norrænu lögmannasamtökin halda haustfund sinn í Reykjavík dagana 25. og 26. september. Gert er ráð fyrir að um 70 meðlimir muni sitja fundinn sem hefst með setningarræðu Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að morgni föstudagsins 25. september. Framsöguerindi þingsins að þessu sinni eru á sviði flutninga- og hafréttar. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Ættfræðiþjónustan flyst í nýtt húsnæði

ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN í Reykjavík, sem starfað hefur í tólf ár, er nú að flytjast úr Austurstræti 10a í nýtt húsnæði á Túngötu 14, á Hallveigarstöðum. "Á þessum 12 árum hafa um 1.100 manns sótt ættfræðinámskeið hjá fyrirtækinu og þar með lagt grunn að eigin rannsóknarvinnu, sem skilað hefur sér í margvíslegu formi. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 410 orð

Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu undir einn hatt

TILLAGA um að breyta nafni Sambands veitinga- og gistihúsa í Samtök ferðaþjónustunnar og opna þannig félagið fyrir öllum fyrirtækjum sem starfa á sviði ferðaþjónustu var samþykkt einróma á aðalfundi sambandsins á Akureyri í gær. Stofnfundur Samtaka ferðaþjónustunnar verður haldinn í Reykjvík 11. nóvember næstkomandi. Meira
25. september 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Önnur Metró-vél hugsanlega í Írlandsflug

VERIÐ er að leita verkefna fyrir Metró-flugvél Flugfélags Íslands í Bretlandi, en þar er þegar ein slík vél frá félaginu í verkefnum. Fljúga henni til skiptis íslensk áhöfn og breskar og íslenskur flugvirki annast daglegar skoðanir. Meira
25. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Kvöldguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju næstkomandi sunnudag, 27. september, kl. 21. Kór kirkjunnar syngur, organisti Birgir Helgason. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Meira

Ritstjórnargreinar

25. september 1998 | Leiðarar | 673 orð

ÞÝSK ÓVISSA

ÞÓTT flestar skoðanakannanir undanfarna mánuði bendi til að þýskir jafnaðarmenn með Gerhard Schröder í forystu muni ná meira fylgi en Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Helmuts Kohls kanslara, ríkir mikil óvissa um niðurstöður kosninganna og hvað taki við að þeim loknum. Meira

Menning

25. september 1998 | Fólk í fréttum | 246 orð

Ágúst býður upp í dans

"ÉG þurfti ekki að nota gleraugu þegar ég hélt ræðu hérna síðast," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri og brosir út í annað. Hann stendur uppi á sviði í Háskólabíói og heldur ræðu í tilefni af frumsýningu á Dansinum, íslenskri kvikmynd sem gerð er eftir smásögu færeyska rithöfundarins Williams Heinesens. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 575 orð

Bíórásin í loftið í kvöld

"Bíórásir eru vel þekktar erlendis og njóta mikilla vinsælda. En þetta er stór stund fyrir okkur hérna, því þetta er fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út kvikmyndir allan sólarhringinn með íslenskum texta, Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 298 orð

Breytir heilmiklu

RAGNA Ingimundardóttir leirkerasmiður hefur verið valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1998 og var henni afhentur starfsstyrkur að upphæð 400.000 kr. við hátíðlega athöfn í Koníaksstofunni á Eiðistorgi í gær. Ragna sagðist í samtali við Morgunblaðið varla trúa þessu en tilnefningin væri henni mjög mikill heiður og starfsstyrkurinn breytti heilmiklu fyrir hana. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 679 orð

Dans og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs frumflutt

Reykjavík menningarborg árið 2000 Dans og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs frumflutt UNDIRBÚNINGUR fyrir hátíðarhöldin árið 2000, þegar Reykjavík verður ein af níu menningarborgum Evrópu, er vel á veg kominn, að sögn Þórunnar Sigurðardóttur stjórnanda verkefnisins. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 286 orð

Djöfullegur morðingi Hinn fallni (The Fallen)

Framleiðendur: Charles Roven, Dawn Steel. Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handritshöfundur: Nicholas Kazan. Kvikmyndataka: Tom Sigel. Tónlist: Tan Dun. Aðalhlutverk: Denzel Washington, John Goodman, Donald Sutherland, Elias Koteas, Embeth Davitz. 98 mín. Bandaríkin. Warnermyndir 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 413 orð

Eins og að njóta ásta

BJÖRK Guðmundsdóttir er í 26. sæti á lista tónlistartímaritsins Mojo yfir 100 mestu söngvara allra tíma. Aretha Franklin er í efsta sæti, Frank Sinatra í öðru og Ray Charles í því þriðja. Björk skýtur hins vegar listamönnum á borð við Dean Martin, David Bowie, Luciano Pavarotti, Bono, Mariu Callas, Janis Joplin og Edith Piaf ref fyrir rass. Menningarleg einangrun Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 139 orð

Fyrirlestur og námskeið í MHÍ

ELSA D. Gísladóttir myndlistarmaður sýnir skyggnur og segir frá verkum sínum og sýningum í Málstofu fyrirlestrasalar MHÍ í Laugarnesi mánudaginn 28. september kl. 12.30. Danski textíllistamaðurinn og hönnuðurinn Frans Knudsen heldur fyrirlestur í Barmahlíð, fyrirlestrasal MHÍ, Skipholti, miðvikudaginn 30. september kl. 12.30. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 602 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið 20.35 Sú ákvörðun RÚV að sýna eingöngu íslenskt efni þessa viku er metnaðarfullt og menningarlegt framtak sem ber að þakka sérstaklega. (Hin helgu vé, '93), er óvenjuleg mynd frá Hrafni Gunnlaugssyni. Þroskasaga sjö ára drengs sem er sendur í sveit og verður ástfanginn af tvítugri heimasætu. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 791 orð

Heil(l)andi hestahvíslari

ÞAÐ vakti á sínum tíma mikla athygli þegar Robert Redford fékk Disney-fyrirtækið til að kaupa kvikmyndaréttinn að skáldsögu breska rithöfundarins Nicholas Evans fyrir þrjár milljónir dollara og það áður en hann hafði lokið við að skrifa söguna, en mikil barátta stóð um það hver myndi hreppa réttinn. Meira
25. september 1998 | Kvikmyndir | 361 orð

Hið dramatíska og dulúðga lífshlaup páfagauksins Paulie

Leikstjóri John Roberts. Handrit Laurie Craig. Tónlist John Debney. Kvikmyndatökustjóri Tony Pierce- Roberts. Aðalleikendur Hallie Kate Eisenberg, Trini Alvarado, Tony Shalhoub, Gena Rowlands, Cheech Marin, Bruce Davison, Buddy Hackett. 90 mín. Bandarísk. DreamWorks SKG. 1998.. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Hrappur Magnússon sýnir í Galleríi Nema hvað

HRAPPUR Magnússon opnar með Innsetninguna "Þurrkaðir regnbogar & fljótandi sólarljós" laugardaginn 26. september kl. 16. Þetta er fyrsta sýningin í nýju húsnæði Gallerís Nema hvað, en galleríið er flutt á Skólavörðustíg 22 C. Gallerí Nema hvað er nemendagallerí Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
25. september 1998 | Tónlist | 514 orð

List nikkunnar

Geir Draugsvoll flutti verk eftir Faukstad, Mossenmark, Rameau, Nordheim, Piazzolla, Lindberg, Mozart og Nørgard. Miðvikudaginn 23. september. HARMONIKKAN er ungt hljóðfæri og varð sérlega vinsælt meðal áhugafólks um dans. Meira
25. september 1998 | Myndlist | 739 orð

Listútilega í Nýlistasafninu

Opið alla daga nema mánudaga frá 14­18. Sýningin stendur til 27. september. SÝNINGIN sem nú stendur í nokkra daga í Nýlistasafninu er í raun lokaáfangi verkefnis sem staðið hefur í heilt ár og teygt anga sína frá hinum austlægari endum Evrópu hingað vestur og uppundir heimskautsbaug. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 1225 orð

MYNDIR FYRSTU VIKUNA Á BÍÓRÁS

Föstudagur 25.10 20.00Land og synir 22.00Brimbrot (Breaking the Waves, '96) , er víðfræg og marglofuð mynd eftir Danann Lars Von Trier, um unga og hrekklausa skoska þorpsstúlku (Emily Watson). Meira
25. september 1998 | Myndlist | 394 orð

Myndir úr kaffibolla

Til 30. september. Opið daglega til kl. 24. Aðgangur ókeypis. ALÞÝÐUMÁLARAR eru afar fjölmennur og fjölbreytilegur hópur listamanna á Íslandi. Í hvert sinn sem reynt er að skilgreina þessa listamenn sem einn hóp með áþekkum einkennum virðast röksemdirnar rjúka út í veður og vind. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir eins margvíslegir og þeir eru margir. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 75 orð

Nýjar bækur BARNASKÓLI á Þingeyri í Dýraf

BARNASKÓLI á Þingeyri í Dýrafirði 100 ára er í samantektHallgríms Sveinssonar, fyrrum skólastjóra, en skólinn átti 100 ára afmæli síðastliðið haust. Bókin skiptist í 30 kafla, formála, eftirmála og heimildaskrá. Í bókinni eru á annað hundrað mynda úr skólasögu staðarins, allt frá fyrstu skólaárinu til dagsins í dag. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar hljómplötur PRÍM er fyr

PRÍM er fyrsta sólóplata Jóels Pálssonar tenór- og saxófónleikara. Lögin eru öll eftir Jóel, utan eitt íslenskt þjóðlag sem Jóel flytur í nýrri útfærslu, en lögin eru alls 10. Jóel til aðstoðar eru þeir Eyþór Gunnarsson, Hilmar Jensson, Einar Scheving, Gunnlaug Guðmundsson, Matthías Hemstock og Sigurð Flosason. Meira
25. september 1998 | Fólk í fréttum | 671 orð

Óvinur úr iðrum jarðar

Í smábænum Snowfield í Colorado hafa 700 manns horfið með öllu sporlaust og enginn hefur minnstu hugmynd um hvað hafi getað orsakað hvarf fólksins. Einu íbúar þorpsins sem eru eftir eru systurnar Jenny og Lisa Pailey (Joanna Going, Rose McGowan), Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Sýning á damaski

RAGNHEIÐUR Thorarensen, umboðsmaður Georg Jensen Damask, opnar sýningu helgina 26. og 27. september, í Safamýri 91. Georg Jensen Damask er rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem rekur sögu sína fimm aldir aftur í tímann og hefur ofið damaskvefnað í yfir 130 ár, segir í fréttatilkynningu. Georg Jensen Damask leggur áherslu á listræna hönnum sem fært hefur þeim ótal verðlaun og viðurkenningar. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 31 orð

Sýningum lýkur

SÍÐASTA sýningarhelgi hjá Vapen, Valdimar Bjarnfreðssyni, í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, verður nú um helgina en sýningunni lýkur miðvikudaginn 30. september. Galleríið er opið alla daga kl. 11­24. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 53 orð

Teikningar og vatnslitamyndir í Haukshúsum

SÝNING á teikningum og vatnslitamyndum verður í Haukshúsum, menningar- og listamiðstöð Dægradvalar á Álftanesi, laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. september. Þar sýna verk sín Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðjón Steinsson, Guðný Andrésdóttir, Guðrún Helga Gestsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Helgi Jónsson, Kristinn Helgason og Ólöf Helga Guðmundsdóttir. Húsið er opið kl. 14­18. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 178 orð

Toril Malmo sýnir í Galleríi Garði

TORIL Malmo Svensson opnar sýningu í Galleríi Garði, Selfossi, í dag, föstudag. Á sýningunni verða málverk og módelskartgripir eftir Toril en hún hefur stundað myndlist og málmsmíðar í fjölda ára og rekur verkstæði á Helgastöðum í Biskupstungum þar sem hún býr. Toril er fædd og uppalin í Malm í Norður-Þrændalögum í Noregi, en hefur búið á Íslandi síðan 1967. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 287 orð

Tvennir tónleikar Schola cantorum

SCHOLA cantorum heldur tvenna tónleika um helgina. Fyrri tónleikarnir verða á laugardag 26. september í Skálholtsdómkirkju en hinir síðari sunnudaginn 27. september í Reykholtskirkju. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 17. Schola cantorum, kammerkór sem starfar við Hallgrímskirkju í Reykjavík, undirbýr nú sína fyrstu utanlandsferð. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Uppákoma við sýningarlok

SÍÐAN í sumar hefur staðið yfir sýningin "Fyrir jörðina" við Steinkross við Heklubraut í Rangárvallasýslu. Sýningin er á vegum Hraunverksmiðjusalarins og sýna 10 listakonur, úr Gallerí Listakoti, Laugavegi 70, þær Árdís Olgeirsdóttir, Áslaug Davíðsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Freyja Önundardóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 506 orð

Uppbygging og niðurrif

Eloi Puig sýnir í Galleríi Ingólfsstræti 8 Uppbygging og niðurrif KATALÓNSKI listamaðurinn Eloi Puig sýnir um þessar mundir nokkur stór tölvuunnin ljósmyndaverk og myndbandsverk í Galleríi Ingólfsstræti 8. Sýningin, sem hófst í gær og stendur fram til 11. Meira
25. september 1998 | Menningarlíf | 87 orð

Vatnslitir í Stöðlakoti

SÝNING á vatnslitamyndum eftir Nikulás Sigfússon verður opnuð í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg, laugardaginn 26. september kl. 15. Nikulás er læknir að mennt og starfar sem forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Hjartavendar, en hefur um áratuga skeið lagt stund á vatnslitamálun. Meira
25. september 1998 | Kvikmyndir | 410 orð

Þróttmiklar hetjur

Leikstjóri: Martin Campbell. Handritshöfundur: J. Eskow, Ted Elliot, T. Rossio. Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Anthony Hopkins, Catherine Zeta-Jones og Matthew Letschen. Tristar Pictures. 1998. Meira

Umræðan

25. september 1998 | Bréf til blaðsins | 327 orð

Er verið að hræða fólk að óþörfu?

JÁ, Í umræðum um gagnagrunn virðist mér að fólk sé oft hrætt að óþörfu, þegar talið er varasamt að leyfa notkun heilsufarsupplýsinga. Ég tel að við öll ættum að stuðla að rannsóknum og bendi á þrjú atriði sem mér finnst skipta máli. Meira
25. september 1998 | Aðsent efni | 740 orð

Frelsi á "landinu bláa"

MJÖG margir telja að Viðreisnin svonefnda hafi verið merkasta ríkisstjórn sem setið hefur við völd á Íslandi. Og það er ekki að ófyrirsynju. Undir forustu réttnefndra stjórnvitringa sameinuðust Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur um að leiða þjóðina út úr myrkviði hafta, forsjárhyggju og spillingar á vit nútímans. Þessir menn sýndu frumkvæði og hugrekki sem seint verður oflofað. Meira
25. september 1998 | Aðsent efni | 1167 orð

Gagnagrunnur ­ framfarir

GREIN prófessors Sigurðar Líndal í Skírni '95 um stjórnarskrá og mannréttindi er lærdómsrík, hollt lesefni stjórnmála- og fjölmiðlafólks. Niðurstöður voru m.a. að opinber stefnulýsing um aukin mannréttindi leiði gjarna til öfugrar niðurstöðu og dragi úr mannréttindum. Ástæðan er sú að sérhagsmunir vega þyngra og eru betur skipulagðir en almennir. Meira
25. september 1998 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Kjördæmamálið

ÞEGAR ég kom til náms til Þýzkalands við háskólann í Berlín, haustið 1932, beint af síldinni, var þjóðin í uppnámi, tíðar kosningar. Fylgi nazista óx jafnt og þétt. Í landinu ríkti ákaflega fullkomið lýðræði. Já, hið fullkomna lýðræði: Allt landið eitt kjördæmi! Gat það verið fullkomnara? Ég fór að kynna mér málið. Kommúnistar höfðu 100 þingmenn. Meira
25. september 1998 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Krakkarnir og Korpúlfsstaðavöllurinn

ÞAÐ olli okkur golffólki nokkrum vangaveltum hver áhrif það muni hafa að koma fyrir heilu bæjarhverfi innan níu holu golfvallar norðan við gamla Korpúlfsstaðahúsið. Fjarlægðin frá golfbrautunum kann að verða það mikil að ekki sé hætta á að skaði hljótist af ef golfhögg geigar, það hljóta hönnuðir hverfisins að hafa reiknað út. Meira
25. september 1998 | Aðsent efni | 1031 orð

Kristin trú eða trú á stokka og steina

EFTIR að hafa lesið mergjaða kjallaragrein Helga Geirssonar framkvæmdastjóra hér í blaðinu 3. þ.m., þar sem hann m.a. leggur biskupi ísl. þjóðkirkjunnar lífsreglurnar, þá virti ég um stund fyrir mér mynd höfundarins, er greininni fylgdi. Ég sá fyrir mér myndarlegan, festulegan en dálítið harðneskjulegan karlmann, sem vel kann að tjá hugsanir sínar. Meira
25. september 1998 | Aðsent efni | 851 orð

Ofnýttir og vannýttir fæðustofnar

ÞAÐ ÆTTI ekki að koma neinum á óvart að of mikið af sumu getur kallað á skort á einhverju öðru. Of mikill hávaði getur til dæmis leitt af sér tilfinnanlegan skort á kyrrð. Of mikill hraði getur verið vísbending um of lítinn tíma og ofnýttir hjólbarðar geta auðveldlega kallað á vannýtta fætur, svo eitthvað sé nefnt. Meira
25. september 1998 | Bréf til blaðsins | 250 orð

Sólskin frá öðrum heimi

HANN kemur alltaf á óvart, þessi sjálfstæði, sérstæði listamaður, sem að geðslagi minnir mann alltaf á franska og ítalska stéttbræður. Hvers vegna? Það er birtan í myndunum hans ­ lífsbirtan. Kjarval talaði oft um mikilvægi birtunnar í list ­ aukinheldur talaði hann fram og aftur um línuna. Ketill Larsen rær einn á báti eins og stríðshetja í andanum. Meira
25. september 1998 | Aðsent efni | 663 orð

Sterk kosningamál

MÁLEFNASKRÁ hins nýja framboðs hefur vakið mikla athygli, ekki síst hjá andstæðingum okkar. Skráin lýsir framtíðarsýn og nýjum áherslum og kostnaðurinn verður innan eðlilegra marka. Það á eftir að tilgreina nákvæmlega þau verkefni sem verða framkvæmd á næstu fjórum árum og gerð verður grein fyrir kostnaði við þau og fjármögnun. Meira
25. september 1998 | Aðsent efni | 319 orð

Stöndum saman um rekstur björgunarskipanna

ÞESSA dagana stendur yfir landssöfnun Slysavarnafélagsins til styrktar Björgunarbátasjóði félagsins. Sjóðurinn stendur straum af kostnaði við rekstur hins þétta og öfluga nets björgunarskipa og -báta sem félagið hefur komið upp við strendur landsins á undanförnum árum. Meira
25. september 1998 | Bréf til blaðsins | 143 orð

Þakkir fyrir stuðning

DAGANA 11. til 17. ágúst síðastliðinn fóru fjórar stúlkur úr KA með unglingalandsliði Íslands í blaki til Noregs. Þær voru í riðli með Svíþjóð og Danmörku og höfnuðu í 5. sæti eftir að hafa unnið tvo leiki á móti Færeyjum. Meira

Minningargreinar

25. september 1998 | Minningargreinar | 161 orð

Auður Jónsdóttir

Auður Jónsdóttir, mágkona mín, fluttist til Akureyrar ung stúlka, innan við tvítugt og þar lágu leiðir þeirra saman, Björns Kristins, bróður míns og hennar. Þau giftust 1941 og eignuðust átta börn. Þrjátíu og eins árs gömul var Auður orðin ekkja með átta börn, það elsta 11 ára. Sjá má hvað í þessa konu var spunnið að hún hélt saman hópnum sínum og kom þeim öllum til manns, eins og sagt er. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 88 orð

AUðUR JÓNSDÓTTIR

AUðUR JÓNSDÓTTIR Auður Jónsdóttir fæddist 23. apríl 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Oddsson, bóndi í Hvammi í Breiðdal, og Stefanía S. Ólafsdóttir. Auður giftist 1941 Birni Kristni Aspar, d. 18.11. 1951. Börn þeirra eru: 1) Halldór, f. 1940. 2) Jón, f. 1942. 3) Birgir, f. 1943. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 330 orð

Dagbjört Unnur Magnúsdóttir

Okkur langar að minnast ömmu með örfáum orðum. Ekki var amalegt að fá að alast upp í húsinu þar sem amma og afi bjuggu og voru alltaf tiltæk og til staðar ef á þurfti að halda. Ekki var heldur verra að hafa stans á leiðinni upp stigann, rennandi blautur beint úr fjörunni, fá hvítar flatkökur eða eitthvert nýbakað góðgæti í eldhúsinu hjá ömmu. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 86 orð

DAGBJÖRT UNNUR MAGNÚSDÓTTIR

DAGBJÖRT UNNUR MAGNÚSDÓTTIR Dagbjört Unnur Magnúsdóttir fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík hinn 15. nóvember 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja hinn 19. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Snjáfríður Ólafsdóttir, f. 14.6. 1865, d. 6.12. 1937, og Magnús Magnússon, f. 11.11. 1863, d. 14.8. 1949. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Elín Sigurbjörg Jónsdóttir

Í dag er til moldar borin amma okkar; amma í Úthlíð eins og við krakkarnir kölluðum hana. Nafngiftin er komin frá Úthlíð 6, þar sem afi og amma héldu heimili lengst af. Eftir lát afa í október 1990 bjó amma enn um hríð í Úthlíðinni, en flutti fyrir rúmlega fimm árum í Seljahlíð, þar sem hún dvaldi við gott atlæti og umönnun þar til hún fékk hvíldina löngu. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 411 orð

Elín Sigurbjörg Jónsdóttir

Elín er nú látin í hárri elli. Mig langar að rita hér nokkur orð í þakklætis- og kveðjuskini um þann þátt í lífi Elínar sem mig snertir og mína fjölskyldu. Aðrir munu gera lífshlaupi hennar nánari skil. Ung giftist hún Gísla Halldórssyni pípulagningameistara og átti með honum tvö elskuleg börn, Þorbjörgu og Halldór, sem bæði eru gift og eiga sín heimili. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 93 orð

Elín Sigurbjörg Jónsdóttir

Elsku amma Elín. Allt frá því að við munum eftir okkur hafa sunnudagsheimsóknir til þín verið fastur liður í okkar lífi, fyrst í Úthlíðina og seinna í Seljahlíð. Þú varst alltaf mjög gestrisin og lumaðir oftar en ekki á "After Eight" inni í skáp, sem tekið var fram meðan rætt var um daginn og veginn. Við vitum að nú ert þú með afa og þér líður betur. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 349 orð

ELÍN SIGURBJöRG JÓNSDÓTTIR

ELÍN SIGURBJöRG JÓNSDÓTTIR Elín Sigurbjörg Jónsdóttir fæddist á Eystri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 4. september 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson, f. 17. mars 1862 í Hala í Djúpárhreppi, d. 9. janúar 1935, bóndi á Eystri-Loftsstöðum, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, f. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 716 orð

Gunnar Bjarnason

Í dag er til moldar borinn Gunnar Bjarnason, fyrrverandi landsráðunautur og kennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Með honum er fallinn frá einn af brautryðjendum í fræðslu og leiðbeiningum fyrir íslenskan landbúnað. Einn þeirra manna sem breyttu íslenskum landbúnaði úr lífsmáta í atvinnuveg og færðu hann úr viðjum aldagamalla búskaparhátta í tæknivæddan búskap nútímans. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Gunnar Bjarnason

Mig langar til að minnast afa míns, Gunnars Bjarnasonar, með nokkrum orðum fyrir hönd okkar systkinanna. Afi Gunnar var alltaf afi okkar þótt blóð hans rynni ekki í okkar æðum. Hann passaði okkur og kom fram við okkur eins og við værum hans eigin barnabörn. Enda vorum við það frá deginum sem við fæddumst. Hann tók fullan þátt í að fylgjast með okkur stækka. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 584 orð

Gunnar Bjarnason

Nú er látinn kær vinur, sá harðfríski baráttumaður, Gunnar Bjarnason, nær 83 ára að aldri. Gunnar Bjarnason var fæddur á Húsavík, bar ýmis merki þess og kunni vel að meta þær rætur, sem tengdu hann uppruna sínum. Hann ræktaði með sér þakklæti og virðingu fyrir foreldrum sínum og fjölskyldu, svo og heimabæ, og lét það í ljós við ýmis tækifæri. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Gunnar Bjarnason

Með Gunnari Bjarnasyni er genginn mesti örlagavaldur íslenskrar hestamennsku á öldinni sem senn er á enda. Með djúpum skilningi á upplagi og þeim möguleikum sem hæfileikar og atgervi íslenska hestsins bauð upp á hleypti hann af stað skriðu sem ekki sést hvort eða hvenær muni láta staðar numið. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 600 orð

Gunnar Bjarnason

Eldhuginn Gunnar Bjarnason er látinn. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu eftirminnilegur persónuleiki og stórbrotinn maður. Ég kynntist honum fyrst fyrir u.þ.b. 60 árum þegar hann var trúlofaður frænku minni Svövu Halldórsdóttur frá Hvanneyri. Gunnar var þá á þriðja og síðasta námsári við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1939. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 349 orð

Gunnar Bjarnason

Eldhuginn fallinn var það fyrsta sem kom í huga margra er fréttist um andlát Gunnars Bjarnasonar fyrrum hrossaræktarráðunautar, kennara og skólastjóra. Gunnar var án efa einn stórbrotnasti persónuleiki sem þetta land hefur alið á öldinni, maður sem hvarvetna skipaði sér í forustusveit þeirra málefna sem hann kom að. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 1264 orð

Gunnar Bjarnason

Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur til margra ára er látinn. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum um leið og honum eru færðar þakkir fyrir sinn hlut í varðveislu íslenska hestsins. Gunnar var fæddur á Húsavík við Skjálfanda, sonur Bjarna Benediktssonar, síðast póstmeistara, og konu hans Þórdísar Ásgeirsdóttur. Bjarni var sonur sr. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Gunnar Bjarnason

Vinur minn, Gunnar Bjarnason, er nú látinn. Að baki er ótrúlegur lífsferill sem einkenndist af einstakri elju. Líf hans var svo samofið íslenskri sögu að með ólíkindum er. Kynni okkar hófust fyrir fjölda ára og að sjálfsögðu í kringum hesta. Gunnar var á þeim árum útflutningsráðunautur íslenska hestsins og vann náið með Sambandinu (SÍS) að útflutningsmálum. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 977 orð

Gunnar Bjarnason

Fallinn er frá frækilegur garpur. Gunnar Bjarnason hefur þeyst á sínum hvíta fáki um Gjallarbrú. Hann var eldhugi, sem markaði spor hvar sem hann kom að málum. Í minningum sínum segist hann sem drengur hafa verið "snaróður ærslabelgur". Hann ólst upp á Húsavík á fjölmennu menningarheimili í hópi 12 systkina. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 886 orð

Gunnar Bjarnason

Það eru að verða sextíu og þrjú ár síðan við Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur sáumst fyrst. Ég sótti þá um haustið námskeið á Hvanneyri, sem haldið var fyrir eftirlitsmenn nautgripa- og fóðurbirgðafélaga, en Gunnar hóf það haust nám í búfræði við bændaskólann. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 950 orð

Gunnar Bjarnason

Um Gunnar Bjarnason má segja líkt og sagt var um Gissur Ísleifsson Skálholtsbiksup, að úr honum mætti gera marga menn; og hvarvetna hefði hann verið í forystu. Gunnar kom víða við á langri og viðburðaríkri ævi, en fyrst og fremst helgaði hann líf sitt íslenska hestinum og baráttunni fyrir framgangi hans og virðingu heima og erlendis. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 1233 orð

Gunnar Bjarnason

Gunnar Bjarnason hefur nú hleypt fáki sínum yfir á nýjar lendur, hvar "sléttan, hún opnast sem óskrifað blað", og það er áreiðanlega "stormur og frelsi í faxins hvin" nú sem fyrr á ferðum hans. Hann var ferðbúinn, enda búinn um skeið að bíða vistaskiptanna. Hann helgaði íslenskum landbúnaði, íslenska hestinum og unnendum hans krafta sína á langri ævi. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Gunnar Bjarnason

Minningunum rignir í gegnum huga minn og tárin læðast í augnkrókana. Þó verður einhvern veginn alltaf stutt í brosið, því oft var svo mikil hreyfing og kraftur í kringum þig, elsku pabbi minn. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var fimm ára og við ákváðum að verða feðgin. Síðan þá höfum við gengið saman í gegnum gleði og sorg. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 765 orð

Gunnar Bjarnason

Fyrir einum 37 árum kom Gunnar Bjarnason í boði Bændaklúbbs Eyjafjarðar norður til Akureyrar að kynna hugmyndir sínar um stórkostlegar umbætur í landbúnaði á Íslandi. Það voru nýir tímar á Íslandi; öld hafta og skömmtunar að baki og í augsýn frjálsari og nýrri tímar. Gunnar vildi að íslenskur landbúanður tæki þátt í nýjum tímum og skapaði sér sjálfur framtíð. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 353 orð

GUNNAR BJARNASON

GUNNAR BJARNASON Gunnar Bjarnason fæddist á Húsavík 13. desember 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Benediktsson kaupmaður og útgerðarmaður á Húsavík og Þórdís Ásgeirsdóttir frá Knarrarnesi í Mýrasýslu. Hann var fimmti elstur 15 systkina og einnar fóstursystur. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 680 orð

Jón Thor Haraldsson

Mágur minn eini, Jón Thor, er látinn. Hugurinn reikar um þann aldarfjórðung sem við vorum tengd böndum vináttu og fjölskyldu. Minningarnar eru ljúfar, elskulegar og kryddaðar leiftrandi gáfum, þekkingu, orðheppni og skemmtan. Mágur minn var gæddur tveimur mikilvægum eiginleikum sem öðrum fremur mörkuðu samskipti hans við þjóðlífið. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 367 orð

Jón Thor Haraldsson

Jón Thor er dáinn, Kristján Bersi flutti mér þessa frétt fyrir nokkrum dögum og þrátt fyrir að vitað hefði verið um langvarandi veikindi Jóns var það óvænt eins og slík frétt er alltaf. Síðustu árin sem Jón kenndi hafði heilsu hans hrakað mikið en það var ekki hans háttur að tala um veikindi sín. Í spjalli á kennarastofu var einhvern tíma minnst á, að ekki væri hann að fjölyrða um líðan sína. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 601 orð

Jón Thor Haraldsson

Jón Thor Haraldsson gerðist kennari við Flensborgarskóla haustið 1972 um leið og ég tók við stjórn skólans. Við störfuðum þar saman samfleytt í tvo áratugi að einu skólári undanskildu þegar hann dvaldist við framhaldsnám í Noregi. En haustið 1992 varð hann að láta af störfum sökum heilsubrests, þá tæplega sextugur að aldri. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 25 orð

Jón Thor Haraldsson

Þú ert á myndunum mínum Ljúf minning kær Ég þekkti þig stutt kempa Þú bættir mitt tafl Þökk sé þér vinur Emil Thóroddsen. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 326 orð

JÓN THOR HARALDSSON

JÓN THOR HARALDSSON Jón Thor Haraldsson fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 13. apríl 1933. Hann lézt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Kristín Skúladóttir Thoroddsen húsmóðir, f. 1906, d. 1976, og Haraldur Jónsson læknir, f. 1897, d. 1967. Systir Jóns er Ragnheiður Guðrún Haraldsdóttir leikskólakennari, f. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Margrét Fjóla Guðmundsdóttir

Í dag kveð ég einstaka konu. Það var árið 1965 sem ég hitti Margréti og Ingólf í fyrsta skipti, þegar sonur þeirra Jón Guðni kynnti mig fyrir þeim. Eins og gengur með feimið, ungt og ástfangið fólk kveið ég því svolítið að hitta þau en sá kvíði reyndist ástæðulaus. Margrét og Ingólfur voru öndvegis hjón og tóku mér opnum örmum. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 69 orð

Margrét Fjóla Guðmundsdóttir

Þú varst mín fyrirmynd. Ég sé litla telpu hlaupa í fang ömmu og afa þar sem alltaf var best að vera. Þessi stúlka hefur nú stækkað og minningarnar einnig. Ég veit að þú ert komin til afa, og enda þótt erfitt sé fyrir okkur sem eftir sitjum veit ég að þér líður vel. Söknuðurinn er mikill og fátt um orð. Farðu heil, elsku amma. Ásdís Dan Þórisdóttir. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 167 orð

Margrét Fjóla Guðmundsdóttir

Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, sem lést tæplega 75 ára að aldri. Fyrstu búskaparárin okkar Auðar nutum við gestrisni þeirra hjóna, Margrétar og Ingólfs. Alltaf voru þau boðin og búin að veita okkur alla þá aðstoð sem við þurftum á að halda. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Margrét Fjóla Guðmundsdóttir

Elsku amma. Ekki lánaðist mér að kveðja þig í orði og verð ég því að nýta mér þennan miðil til að færa þér þakkir mínar. Margar af mínum ljúfustu minningum eru frá heimsóknum mínum til þín og afa. Hjá ykkur fann ég ávallt öryggi og hlýju, auk þess sem þið voruð ávallt tilbúin í leik. Ég fann alltaf að þið voruð tibúin að leggja mikið á ykkur svo mér liði sem allra best. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 405 orð

MARGRÉT FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR

MARGRÉT FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR Margrét Fjóla Guðmundsdóttir var fædd á Hóli í Sæmundarhlíð 3. desember 1923. Hún lést í Seljahlíð 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Gísladóttir, f. 16.12. 1891, d. 6.8. 1970, og Guðmundur Ari Gíslason, f. 8.12. 1880, d. 2.6. 1956. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 333 orð

Ragnheiður Kristín Tómasdóttir

Yndislega vinkona okkar og spilafélagi. Það er erfitt að hugsa um að þú sért horfin frá okkur. Við vissum að þú varst allt í einu svo mikið veik, en ekki datt okkur í hug að tíminn yrði þetta stuttur. Við áttum eftir að taka mikið oftar utan um þig og kveðja þig betur en við fengum að gera. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 164 orð

RAGNHEIÐUR KRISTÍN TÓMASDÓTTIR

RAGNHEIÐUR KRISTÍN TÓMASDÓTTIR Ragnheiður Kristín Tómasdóttir fæddist á Minni-Borg í Grímsnesi 10. febrúar 1947. Hún lést í Reykjavík 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Tómas Halldór Jónsson, f. 16. október 1921, d. 22. janúar 1994, og Sigríður Kristín Christiansen, f. 7. júní 1929. Systkini Ragnheiðar eru Kristrún Anna Tómasdóttir, f. Meira
25. september 1998 | Minningargreinar | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

GUNNAR Bjarnason sýnir Þjóðverjum tölt á gæðingnum Blesa frá Skörðugili í Bonn árið 1954. GUNNAR Bjarnason flytur hátíðarræðu á útisamkomu í Kanakee í Illinois í tengslum við Ameríkureiðina miklu 1976. SIGURBJÖRN Bárðarson tekur við tölthorninu úr hendi Gunnars Bjarnasonar á heimsmeistaramótinu í Weistracht í Austurríki árið 1987. Meira

Viðskipti

25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 120 orð

ÐViðskiptahugbúnaður til kennslu

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík svo og Verslunarskóli Íslands hafa báðir valið Navision Financials viðskiptahugbúnað til kennslu. Navision Software á Íslandi hefur sýnt skólunum stuðning sinn með því að gefa þeim hugbúnaðinn. Notaður í 20 löndumvíða um heim Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Góður árangur á sýningu í París

ÍSLENSK ráðgjafarfyrirtæki fengu góðar undirtektir á alþjóðlegu sýningunni CIGRÉ EXPO 98 sem haldin var í París á dögunum í tengslum við fundi orkufyrirtækja. Íslensku fyrirtækin, ICEconsult og Línuhönnun, sýndu forrit sem notuð eru við hönnun háspennulína. Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 523 orð

Hagnast um 2 milljarða króna í júlí og ágúst

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrir skatta í júlí og ágúst nam tæplega 2 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem félagið greindi frá í gær. Er það 560 milljónum kr. betri afkoma en sömu mánuði á síðasta ári. Félagið tapaði tæplega 1,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur því náð að vinna tapið upp. Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 640 orð

Hámarkshlutur skerðist í 55 þúsund krónur

LIÐLEGA 12.200 aðilar skráðu sig fyrir hlutabréfum í hlutafjárútboði Landsbanka Íslands hf. sem lauk á miðvikudag. Þar af voru núverandi og fyrrverandi starfsmenn bankans um 1.200 talsins. Samtals bárust óskir um að kaupa bréf að nafnvirði tæplega 5,5 milljarðar króna í áskriftarhluta útboðsins, en að auki hafa borist tilboð frá um 40 aðilum í tilboðshluta útboðsins. Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 180 orð

Hvernig á að bæta þjónustugæðin?

DR. PAUL R. Timm er fyrirlesari á hálfsdags námstefnu Stjórnunarfélags Íslands um bestu aðferðir í þjónustu sem haldin verður á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 29. september. Dr. Timm er prófessor við Marriott School of Management við Brigham Young University og deildarforseti stjórnvísindadeildar háskólans. Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Lækkanir vegna uggs um minni hagnað

GENGI evrópskra hlutabréfa lækkaði í gær vegna uggs um að fjármálakreppa og aðgerðir til bjargar bandarískum fjárfestingarsjóði muni hafa áhrif á hagnað fyrirtækja, einkum banka. Eftir lokun í Evrópu tilkynnti i UBS-bankinn í Sviss að vegna markaðsumróts yrði 718 milljóna dollara tap á rekstri bankans á þriðja ársfjórðungi. Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Sameining Myllunnar og Samsölubakarís stendur

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest frávísun héraðsdóms Reykjavíkur á máli samkeppnisráðs gegn áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna kaupa Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. Rétturinn telur að lægra stjórnvald hafi í þessu tilviki ekki haft heimild til að höfða mál á hendur æðra stjórnvaldi. Því stendur sameining Myllunar- Brauðs og Samsölubakarís. Myllan-Brauð hf. Meira
25. september 1998 | Viðskiptafréttir | 324 orð

Upplýsingagjöf aukin

STJÓRN Kvótaþings Íslands hefur ákveðið að breyta reglum þingsins í því skyni að auka við upplýsingagjöf vegna tilboða á þinginu. Breytingarnar felast í því að birt verður magn kaup- og sölutilboða sem eftir stendur þegar útreikningi viðskiptaverðs er lokið. Einnig verður birt vegið meðalverð kaup- og sölutilboða sem eftir standa að loknum útreikningi viðskiptaverðs. Meira

Fastir þættir

25. september 1998 | Í dag | 20 orð

100 ÁRA afmæli.

100 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 25. september, verður 100 ára Rósa Kristmundsdóttir frá Hólmavík, nú vistmaður á Hrafnistu við Laugarás. Meira
25. september 1998 | Í dag | 45 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Mánudaginn 28. september nk. verður fimmtug Guðrún Kristinsdóttir, Blöndubakka 14. Þann 10. mars sl. varð eiginmaður hennar Jóhann Guðmundsson fimmtugur. Í tilefni afmæla þeirra hjóna taka þau á móti gestum í sal Húnvetningafélagsins, Skeifunni 11, 3. hæð, laugardaginn 26. september frá kl. 17-19. Meira
25. september 1998 | Í dag | 42 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextug verður næstkomandi sunnudag, 27. september, Súsanna Kristín Stefánsdóttir, sjúkraliði, Vesturvangi 14, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Páll Ólason, starfsmaður hjá Ísal. Þau hjónin taka á móti gestum, á morgun, laugardaginn 26. september, á heimili sínu milli kl. 17 og 20. Meira
25. september 1998 | Í dag | 41 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 28. september, verður sjötugur Sigþór Sigurðsson, símaverkstjóri, Litla-Hvammi, Mýrdal. Eiginkona hans er Sólveig Guðmundsdóttir. Þau halda afmælisveislu og eru með opið hús í Ketilstaðaskóla á morgun, laugardaginn 26. september, kl. 19-24. Kvöldverður verður á boðstólum kl. 20-21. Meira
25. september 1998 | Í dag | 51 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 25. september, verður níræð María Guðmunda Þorbergsdóttir frá Efri- Miðvík í Aðalvík, nú til heimilis í Hlíf, Ísafirði. Guðmunda er stödd í Reykjavík og taka hún og fjölskylda hennar á móti gestum í sal Kassagerðar Reykjavíkur, Vesturgörðum 1, laugardaginn 26. september milli kl. 15 og 18. Meira
25. september 1998 | Fastir þættir | 855 orð

Að umhella...

AÐ UMHELLA eða umhella ekki, það er spurning sem vínunenndur standa oft frammi fyrir. Þar sem gjarnan er ekkert eitt rétt svar við spurningunni getur það valdið hörðum deilum hvort umhella eigi víninu eða leyfa því að vera áfram í flöskunni. Meira
25. september 1998 | Fastir þættir | 111 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Austurl

Fyrstu umferð í Bikarkeppni Austurlands er lokið. Úrslit urðu sem hér segir: Skúli Sveinsson, Borgarf. eystri ­ Malarvinnslan, Egilsstöðum121­53 Shell-skálinn, Seyðisfirði ­ Lögmenn Austurlands, Seyðisf.112­128 Aðalsteinn Jónsson, Eskif. ­ Haraldur Sigmarsson, Seyðisf.159­66 Mjólkursamlag Vopnafjarðar, Vopnaf. Meira
25. september 1998 | Fastir þættir | 151 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. "Orgelandakt" kl. 12.15­12.30. Orgelleikur, ritningarlestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11­13. Kyrrðarstund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10­12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund í neðri sal kl. 20. Meira
25. september 1998 | Dagbók | 683 orð

Í dag er föstudagur 25. september, 268. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er föstudagur 25. september, 268. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ef hinn óguðlegi hverfur frá öllum syndum sínum, sem hann hefir drýgt, og heldur öll mín boðorð og iðkar rétt og réttlæti, þá skal hann vissulega lífi halda og ekki deyja. Meira
25. september 1998 | Fastir þættir | 1477 orð

Lögun heyrúllunnar segir mikið til um innihaldið

"ÞAÐ ER eins og með manninn að hesturinn er það sem hann étur," segir Bjarni. "Í fyrsta lagi þarf að athuga næringargildi heysins, í öðru lagi hreinleika og í þriðja lagi verð. Hestaeigandi í þéttbýli þarf auk þess Meira
25. september 1998 | Í dag | 501 orð

Rommí HINN 19. september fór ég í Iðnó og sá gamanleikinn Ro

HINN 19. september fór ég í Iðnó og sá gamanleikinn Rommí, einkar skemmtilegt verk í nýuppgerðu leikhúsi okkar Reykvíkinga. Manni hlýnaði og yngdist upp í anda við að koma inn í húsið, svo ekki sé meira sagt. Borgarstjórn, leikarar, iðnaðarmenn og þeir, sem að uppbyggingunni stóðu, eiga þakkir skildar. Guðrún og Erlingur fóru á kostum. Svipbrigði hennar og fyrirgangur hans voru frábær. Meira
25. september 1998 | Fastir þættir | 211 orð

Rætt um sameiningu Eiðfaxa og Hestsins okkar

LANDSSAMBAND hestamannafélaga er nú í viðræðum við tvo aðila um sölu á tímaritinu Hestinum okkar. Rætt hefur verið við Bókaútgáfuna Skjaldborg, sem er núverandi útgefandi tímaritsins, og einnig við tímaritið Eiðfaxa. Að sögn Birgis Sigurjónssonar formanns LH kemur til greina að Hesturinn okkar og Eiðfaxi verði sameinaðir. Meira
25. september 1998 | Í dag | 582 orð

TVÆR af fallegustu stórborgum Austur-Evrópu eru án efa Prag og Búda

TVÆR af fallegustu stórborgum Austur-Evrópu eru án efa Prag og Búdapest. Þær eiga það sameiginlegt að eiga mikla sögu, mikið er um fallegar sögufrægar byggingar og um þær renna ár, sem skipta þeim þannig að fjöldi brúa tengir þær saman. Moldá rennur um Prag en Dóná um Búdapest og skiptir borginni ­ hin hæðótta Búda er á vesturbakkanum en Pest á sléttunum á austurbakkanum. Meira
25. september 1998 | Í dag | 25 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 1.008 kr. til styrktar Rauða krossi

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 1.008 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Einar Seppelin Hildarson, Bjarni Þór Gunnarsson, Ólafur Einarsson og Lilja María Einarsdóttir. Meira
25. september 1998 | Fastir þættir | 363 orð

(fyrirsögn vantar)

Fyrsta spilakvöld Föstudagskvölda BR var 19. september. 24 pör spiluðu Mitchell-tvímenning. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS: Guðlaugur Sveinsson ­ Jón Stefánsson 283 Unnar Atli Guðmundsson ­ Helgi Samúelsson 272 Halldóra Magnúsdóttir ­ Guðbjörn Þórðarson 252 Leifur Aðalsteinsson ­ Meira

Íþróttir

25. september 1998 | Íþróttir | 45 orð

1. riðill: Frakkland - Slóvakía30:19 2. riðill:

Undankeppni HM landsliða 1. riðill: Frakkland - Slóvakía30:19 2. riðill: Tékkland - Ísrael26:24 Noregur - Tyrkland27:26 3. riðill: Ítalía - Portúgal18:19 Makedónía - Belgía29:15 4. riðill: Ísland - Finnland27:19 Ungverjaland - Sviss33:22 5. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 255 orð

Allir hata Manchester United!

ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að best sé að örva leikmenn sína til dáða með því að minna þá á hvað félagið gerir fyrir þá og ekki síður hvað aðrir hata þá. "Það sem hefur mest áhrif eru trúin, föðurlandið og sú hugmynd að Manchester United stendur eitt á móti öllum heiminum. Allir hata Manchester United er nokkuð sem ég nota hvað eftir annað. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 383 orð

Ágóðinn til Foreldrafélags sykursjúkra barna

Meistarakeppni karla og kvenna í körfuknattleik verður í Njarðvík á sunnudag. Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur mæta ÍS, sem lék til úrslita í liðinni bikarkeppninni, í meistaraflokki kvenna kl. 14, en kl. 16 hefst viðureign Íslandsmeistara Njarðvíkur og bikarmeistara Grindavíkur. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 97 orð

Canizares er erfiður í vítaspyrnum

SANTIAGO Canizares, landsliðsmarkvörður Spánverja, sem varði vítaspyrnu í vináttuleik gegn Rússum á miðvikudagskvöldið í Granada, hefur varið fjórar vítaspyrnur í röð. Canizares, sem gekk til liðs til Valencia í sumar, eftir að hafa verið varamaður Bodo Illgner hjá Real Madrid, varði vítaspyrnu frá Alexander Mostovoi á 27. mín. Spánverjar fögnuðu sigri, 1:0. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 161 orð

Eyjamenn í Hveragerði

Eyjamenn komu saman á æfingu á Stjörnuvelli í Garðabæ í gær en fara til Hveragerðis í dag og verða á hótel Örk fram að leik. "Leiknum verður ekki frestað og því lá fyrir að við urðum að koma tímanlega frá Eyjum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, spurður um undirbúning liðsins fyrir leikinn á móti KR. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 78 orð

Eyjólfur frá keppni

EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni í fjórar vikur. Hann var skorinn upp við meiðslum í nára á sjúkrahúsi í M¨unchen í gærmorgun. Eyjólfur verður fjarri góðu gamni þegar íslenska landsliðið leikur í Armeníu 10. október og fjórum dögum síðar gegn Rússum á Laugardalsvellinum í Evrópukeppni landsliða. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 521 orð

Gary Neville stöðvaði Michael Owen

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá tapleiknum á móti Arsenal um helgina og herbragðið heppnaðist ­ United vann Liverpool 2:0 á Old Trafford í gærkvöldi og skaust í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á kostnað Liverpool. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 140 orð

Haukar - ÍBV 25:24

Íþróttahúsið Strandgötu, 1. umferð í 1. deild karla í handknattleik, Nissandeildinni, fimmtudaginn 24. september 1998. Gangur leiksins: 2:3, 6:7, 9:8, 10:10, 14:16, 18:18, 20:20, 23:24, 25:24. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 93 orð

Knattspyrna England

England Manchester United - Liverpool2:0 Dennis Irwin 19. vsp., Paul Scholes 80. 55.181. Staða efstu liða 1. Aston Villa64207:114 2. Derby County63306:212 3. Man. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 78 orð

KR-hátíð í Frostaskjóli frá hádegi

KR-KLÚBBURINN gengst fyrir sérstakri hátíð í tengslum við úrslitaleik KR og ÍBV á morgun og hefst hún klukkan 12 í stóra íþróttahúsi Félagsins við Frostaskjól. "Hátíðin hefst á hádegi í þeim tilgangi að allir geti stillt saman strengina fyrir leikinn," sagði Guðjón Hilmarsson, talsmaður KR-klúbbsins. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 160 orð

KR-ingar í Keflavík

Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, kaus að fara með lið sitt á Flughótelið í Keflavík þar sem hópurinn verður fram að úrslitaleiknum við ÍBV. "Öll hótel á Reykjavíkursvæðinu voru upppöntuð en það kemur svo sem ekki að sök því við kunnum ágætlega við okkur á Flughótelinu. Þar er allur aðbúnaður góður og nauðsynlegt er að fara með hópinn í burtu frá stressinu og fjörinu. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 142 orð

Leikið til þrautar á Wembley

ENSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að héðan í frá verði leikið til þrautar í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og því verði ekki framar um aukaleik að ræða sé jafnt eftir framlengingu heldur vítakeppni. "Knattspyrnuunnendur, sem mæta á Wembley til að horfa á úrslitaleikinn vilja sjá sigurvegara krýnda," sagði Steve Double, talsmaður Knattspyrnusambandsins. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 222 orð

MATTHEW Dunn frá Ástralíu

MATTHEW Dunn frá Ástralíu synti á besta tíma sem náðst hefur í 400 metra fjórsundi í 25 metra laug á ástralska meistaramótinu í gær. Hann synti á 1.04,24 mín. og bætti eldra metið um rúma sekúndu sem Hollendingurinn Marcel Wouda setti í París í febrúar á síðasta ári. Dunn er 25 ára og var m.a. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 498 orð

Meistaraeinvígi

LOKAKEPPNIN í Íslandsmótinu í rallakstri verður í dag, föstudag, og laugardag. Einvígi verður milli tveggja áhafna í rallinu um titilinn. Að auki geta tvær aðrar áhafnir hæglega hirt titilinn ef hinum fatast flugið í keppni þar sem ökumenn þurfa að ljúka 115 km á sérleiðum. Ekið verður um Geitháls kl. 19.30 í kvöld en keppt er á Reykjanesi á morgun. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 38 orð

Morgunleikur í Kaplakrika

ÍSLANDSMEISTARAR KR í kvennaknattspyrnu og bikarmeistarar Breiðabliks, sem lögðu KR að velli í úrslitaleik um sl. helgi á Laugardalsvellinum, 3:2, mætast á morgun í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn verður í fyrramálið kl. 11 á Kaplakrikavellinum í Hafnarfirði. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 100 orð

Pakkaferð með Herjólfi frá Eyjum

FORSALA á leik KR og ÍBV á morgun er ekki aðeins í Reykjavík heldur fékk Esso á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum 800 miða. Miðinn kostar 1.000 kr. og 300 kr. fyrir 15 ára og yngri en Herjólfur býður pakkaferð, miða með skipinu og rútuferð fram og til baka og miða leikinn, á 2.800 kr. fyrir fullorðna. Þar sem leikurinn hefst kl. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 121 orð

Ribbeck kallar á Matthäus

ERICH Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur kallað á Lothar Matthäus, fyrirliða Bayern München, til að leika fyrir hönd Þjóðverja gegn Tyrklandi og Moldóvu í Evrópukeppni landsliða í október. Ribbeck sagði í gær í viðtali við Bild að Matthäus, sem er 37 ára, leiki í peysu númer 10, sem var ætluð Stefan Effenberg, en hann gaf út þá yfirlýsingu um sl. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 470 orð

Sturla átti lokaorð Hauka

Sturla Egilsson, línumaður Hauka, færði liði sínu vinninginn gegn ÍBV í viðureign liðanna í íþróttahúsinu við Strandgötu. Sturla skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði heimamönnum sigur, 25:24, í leik sem var jafn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikur liðanna átti upphaflega að fara fram um síðustu helgi, en vegna veikinda nokkurra leikmanna Eyjaliðsins var veitt frestun. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 32 orð

Styrktarmót fyrir Kristin

OPIÐ styrktarmót fyrir Kristin G. Bjarnason, sem hyggst fara í atvinnumennsku í golfi, verður í Grafarholti á sunnudag og verður ræst út frá klukkan níu árdegis. Keppnisfyrirkomulag verður Texas scramble. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 60 orð

Sviðsljós

ÞEIR verða heldur betur í sviðsljósinu leikmenn KR og ÍBV er þeir mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á KR-vellinum á morgun. Reiknað er með að hátt í fimm þús. áhorfendur verði á vellinum og þá verður leiknum sjónvarpað beint bæði á RÚV og Sýn. Leikmenn verða því undir smásjá sjónvarpsmyndavélanna sem fylgja þeim hvert fótmál. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 154 orð

Wimbledon og Man. City í eina sæng?

Norsku milljónamæringarnir Kjell Inge Rökke og Björn Gjelsten, sem eiga enska úrvalsdeildarfélagið Wimbledon, hafa í hyggju að kaupa 1. deildarfélagið Manchester City. Ætlunin er að sameina síðan félögin tvö og leika í úrvalsdeildinni undir merkjum Man. City. Þeir segja að Man. City hafi allt sem Wimbledon hefur ekki, marga áhorfendur, stóran völl og traustan efnahag. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 31 orð

Þjóðverjar til Miami

ÞÝSKA landsliðið í knattspyrnu mun leika tvo vináttulandsleiki í Miami á Flórída í byrjun ferbrúar. Liðið mætir fyrst því bandaríska 6. febrúar og síðan landsliði Argentínu þremur dögum síðar. Meira
25. september 1998 | Íþróttir | 50 orð

Öskjuhlíðarhlaup ÍR

ÖSKJUHLÍÐARHLAUP ÍR verður haldið á laugardaginn og verður hlaupið í skjólgóðum skógarstígum Öskjuhlíðarinnar. Þetta hlaup hefur farið fram árlega í yfir 20 ár. Hlaupnir eru 5 km og hlaupaleiðin óvenjuleg og skemmtileg um skógarstíga Öskjuhlíðar. Hlaupið hefst við Perluna kl. 11 og skráning verður á staðnum frá kl. 9.30. Meira

Sunnudagsblað

25. september 1998 | Sunnudagsblað | 661 orð

Aukaverkanir lyfja

Margar kannanir hafa verið gerðar á afstöðu og hugmyndum sjúklinga og almennings yfirleitt, um aukaverkanir lyfja. Í einni slíkri rannsókn kom í ljós að um helmingur sjúklinga taldi að aukaverkanir lyfja komi aldrei fyrir. Mun færri voru þeirrar skoðunar að aukaverkanir séu óumflýjanlegar en fólk verði að sætta sig við þær. Meira
25. september 1998 | Sunnudagsblað | 503 orð

»Einlæg og skemmtileg Margrét Kristín Blöndal, sem flestir þekkja líkastil se

Margrét Kristín Blöndal, sem flestir þekkja líkastil sem Möggu Stínu, sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í liðinni viku. Skífan heitir einfaldlega An Album og útgefandi er breska fyrirtækið One Little Indian. Meira
25. september 1998 | Sunnudagsblað | 244 orð

Geðklofarokk

LÍKLEGA muna ekki margir eftir skosku sveitinni The Soup Dragons sem varð næstum vinsæl á sínum tíma. Leiðtogi þeirrar sveitar, Sean Dickson, ákvað að halda áfram í tónlist en á nýju sviði, stofnaði plötufyrirtæki, en ekki varð undan hljómsveitarstússinu komist. Meira
25. september 1998 | Sunnudagsblað | 209 orð

Tónleikaskífa Janis Joplin

ÞEGAR Janis Joplin féll frá fyrir nærfellt þremur áratugum var hún á hátindi frægðarinnar. Ekki var starfsævin þó ýkja löng og ekki liggja eftir hana margar skífur. Ein bættist þó í hópinn fyrir skemmstu þegar gefnar voru út áður óþekktar tónleikaupptökur. Meira
25. september 1998 | Sunnudagsblað | 228 orð

Trúbadúr á framabraut

ELLIOT SMITH átti varla von á því að hann ætti eftir að komast á svið óskarsverðlaunahátíðar, hvað þá að hann væri að keppa við Celine Dion um verðlaun fyrir tónlist. Allt fram á síðasta ár var Smith eins og hver annar trúbadúr sem spilaði fyrir lítið fé og seldi fáar plötur, en óforvarandis kominn í hóp þotuliðsins. Meira

Úr verinu

25. september 1998 | Úr verinu | 340 orð

Of mikil veiði er leyfð úr rækjustofninum

UNNUR Skúladóttir, fiskifræðingur Hafrannsóknastofnunar, tekur undir þá skoðun rækjusjómanna að skera þurfi niður aflaheimildir í rækju og segir að tillögur stofnunarinnar um rækjuveiði á fiskveiðiárinu séu þess efnis. Meira
25. september 1998 | Úr verinu | 166 orð

Skipum fjölgar á síldarmiðunum

ÁGÆT síldveiði var á Breiðdalsgrunni í fyrrakvöld og lönduðu Húnaröst SF og Jóna Eðvalds SF um 200 tonna afla á Hornafirði í gærmorgun. Skipum fjölgar nú ört á veiðisvæðinu og voru sex skip þar að veiðum í gærkvöldi. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

25. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 531 orð

Að moldu skaltu aftur verða

MARGS er að gæta þegar hugað er að umhverfismálum. Mengun er ísmeygileg og leynist hvarvetna. Neysluþjóðfélagið getur af sér ómælt af umbúðum og eilífum gerviefnum til að uppfylla endalausar gerviþarfir. Ólífrænt drasl fylgir okkur neysluþrælunum við hvert fótmál, fram í rauðan dauðann og jafnvel út yfir hann ­ yfir græna torfu. Meira
25. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1697 orð

Bústaðir fyrir nýja veröld Verkamannabústaðirnir í Vesturbænum voru byggðir í samræmi við fyrsta bæjarskipulag Reykjavíkur sem

Bústaðir fyrir nýja veröld Verkamannabústaðirnir í Vesturbænum voru byggðir í samræmi við fyrsta bæjarskipulag Reykjavíkur sem lagt var fram 1927. Ofar á Landakotstúninu eru glæsileg fyrirmannahús, enda voru upphaflega uppi hugmyndir um að úthluta hverfinu til efnameiri borgara Reykjavíkur. Meira
25. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1048 orð

Leikföng sem má ekki snerta Dót kann að vera dót en því á aldrei að fleygja, segja fornmunasalar sem nú keppast við að varðveita

HUGTAKIÐ tíska segir ekki allt um söfnun gamalla leikfanga ­ orðið þráhyggja á kannski betur við. Í það minnsta hjá sumum. Hjá öðrum jaðrar löngunin eftir fortíðinni við náttúrulögmál. Viljinn til að varðveita gamla tíð vex með árunum og springur loks út í hressilegri tiltekt þar sem engu er hent en Meira
25. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1088 orð

Merkingin að baki manneskjunni Í kringum okkur er alltaf eitthvað að gerast sem er þess virði að segja frá ­ án þess að við

HVER einasta manneskja á sitt drama, en við vitum sjaldnast af því," segir Ólafur Sveinsson, nýútskrifaður kvikmyndagerðarmaður sem á að baki tug leikinna stuttmynda og eina langa heimildamynd. Meira
25. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 843 orð

Stál, plast og rimlaborð Fullþróuð húsgögn og hráar frumgerðir blöstu við augum hjá íslenska hópnum á húsgagnasýningunni í Bella

ALLT frá fullunnum húsgögnum til hrárra sýnishorna var til sýnis á bás fimm íslenskra húsgagnahönnuða á árlegri húsgagnasýningu í Bella Center nýlega. Það voru þau Erla Sólveig Óskarsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Hallur Kristvinsson, Sigurjón Pálsson og Þórdís Zo¨ega, sem sýndu þarna saman undir heitinu EXIS. Meira
25. september 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1535 orð

Veitendur í 70 ár ­ og aldrei í blöðin Kvenfélagskonur í litlum hreppi norður í landi, lengst af aðeins 15-16 talsins, hafa ár

ÞAÐ VAR vel viðeigendi að hitta konurnar, formanninn og ritnefndina, í Húnaveri, enda á þetta litla félag drjúgan hlut í félagsheimilinu. Konurnar lögðu á sínum tíma fram til Húnavers " af eignarhluta, ásamt mikilli vinnu og lánum úr eigin vasa félagskvenna vaxtalaust, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.