Greinar laugardaginn 26. september 1998

Forsíða

26. september 1998 | Forsíða | 209 orð

Demókratar hlynntir birtingu

DÓMSMÁLANEFND bandarísku fulltrúadeildarinnar kom saman í gær til að ákveða hve mikið ætti að gera opinbert af því efni, sem enn er óbirt og varðar rannsókn Kenneths Starrs á hugsanlegum embættisbrotum Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna. Aldrei þessu vant voru demókratar hlynntir birtingu sumra skjalanna. Meira
26. september 1998 | Forsíða | 139 orð

Harðlínumaður forseti

HARÐLÍNUMAÐURINN Nikola Poplasen vann sigur í forsetakosningunum 12.­13. þ.m. í Serbneska lýðveldinu í Bosníu. Hefur það valdið áhyggjum á Vesturlöndum en í gær lýsti hann yfir stuðningi við Dayton-samkomulagið. Meira
26. september 1998 | Forsíða | 312 orð

Hundruð þúsunda á flótta undan veðrinu

FELLIBYLURINN Georg, sem hefur valdið dauða 288 manna, að minnsta kosti, á fimm daga ferð sinni um Karíbahaf, fór yfir syðsta hluta Flórída í gær en sneiddi að mestu hjá Miami og öðrum þéttbýlisstöðum á austurströndinni. Í Dómíníska lýðveldinu, á Haiti og Kúbu hefur hann skilið eftir sig slóð eyðileggingar og dauða og víða er öll uppskera ónýt. Meira
26. september 1998 | Forsíða | 225 orð

Kohl og Schröder segjast sigurvissir

ÞÝZKU stjórnmálaflokkarnir settu í gærkvöldi endapunktinn á kosningabaráttuna fyrir Sambandsþingskosningarnar á morgun með fjöldafundum undir berum himni í nokkrum helztu borgum Þýzkalands. Helmut Kohl kanzlari ávarpaði fimmtán þúsund manns á dómkirkjutorginu í Mainz og um átta þúsund manns hlýddu á Gerhard Schröder, kanzlaraefni Jafnaðarmannaflokksins SPD, í Berlín. Meira
26. september 1998 | Forsíða | 80 orð

Palestínskt ríki í maí?

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ítrekaði í gær, að hugsanlega lýsti hann yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í maí næstkomandi ef ekki hefði verið gengið frá friðarsamningum við Ísraela fyrir þann tíma. Meira

Fréttir

26. september 1998 | Erlendar fréttir | 138 orð

30.000 umsækjendur aftur í próf

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) hefur ógilt niðurstöður prófs, sem lagt var fyrir 30.000 umsækjendur um störf hjá ESB, vegna kvartana próftaka um svindl. Talskona framkvæmdastjórnarinnar sagði prófið verða lagt fyrir að nýju eins fljótt og unnt væri, en það kostar Evrópusambandið um 100 milljónir íslenskra króna. Mikil samkeppni er um störf hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Afmælisþing Byggðasafns Skagfirðinga

AFMÆLISÞINGS Byggðasafnsins Skgafirðinga verður sett í dag, laugardag kl. 9. Þingið er haldið í tilefni 50 ára stofnafmælis safnsins og verður haldið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðarkróki, í fyrirlestrasal Bóknámshússins. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Alþjóðlegur baráttudagur heyrnarlausra

ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur heyrnarlausra er sunnudaginn 27. september. Baráttudagur þessi hefur verið haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim í 10 ár og þennan dag nota heyrnarlausir tækifærið til þess að vekja athygli á baráttumálum sínum og menningu. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 350 orð

Andlit Bretadrottningar ekki á Evró-seðlum

BANKASTJÓRN Evrópubankans hefur tilkynnt að Bretum muni ekki verða heimilt að setja andlit Bretadrottningar á evró-seðla gangi þeir í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Munu ráðherrar Evrópusambandslandanna lengi hafa staðið í þeirri trú að hverri ESB- þjóð yrði heimilt að setja tiltekin þjóðartákn á hluta seðlanna en nú hefur Evrópubankinn tekið af öll tvímæli um þetta. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Athugasemd heilbrigðisráðherra

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: "Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélags Íslands, hélt því fram í fréttum Fréttastofu útvarpsins, að lífsýnafrumvarp, sem verið er að semja í heilbrigðisráðuneytinu, sé unnið "í skjóli myrkurs og þeim aðilum sem að til þess eru bærir, hagsmunaaðilum, Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 341 orð

Átelja stjórnvöld fyrir afskiptaleysi

Í ÁLYKTUN um málefni Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit átelur sveitarstjórn Skútustaðahrepps stjórnvöld fyrir afskiptaleysi af framgangi fyrirtækisins. Ekki hefur verið starfandi forstjóri hjá fyrirtækinu síðastliðið ár heldur hafa tveir starfsmenn séð um daglegan rekstur þess. Annar þeirra er nú hættur störfum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

"Baltneski fulltrúinn" í bíósal MÍR

BALTNESKI fulltrúinn nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15. Þessi rússneska mynd var gerð 1937 undir leikstjórn Alexanders Sarkis og Jósifs Heifitz. Í aðalhlutverkinu er Nikolaj Tsérkasov, sá frægi leikari, sem m.a. lék Alexander Névskí og Ívan grimma í frægum kvikmyndum Eisnteins. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Beðið samþykkis frá Moskvu

FULLTRÚAR Landsvirkjunar og rússneska verktakans Technopromexport, sem vinnur við lagningu Búrfellslínu, sömdu í gær um breytta tilhögun á launagreiðslum til rússneskra starfsmanna fyrirtækisins. Er ætlunin að Landsvirkjun haldi eftir ákveðnu fjármagni, sem fara átti til verktakans, og greiði rússneskum starfsmönnum launin beint. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 731 orð

Blendnar tilfinningar almennings Viðhorf

BANDARÍSKUR almenningur er löngu búinn að fá nóg af öllu fárinu í kringum samband Bills Clintons og Monicu Lewinsky og virðist ekkert fremur vilja en að stjórnvöld einbeiti sér að raunverulegum störfum sínum og ljúki málinu. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 393 orð

Boða réttarhöld fyrir opnum tjöldum

YFIRVÖLD í Malasíu tilkynntu í gær að andófsmaðurinn Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra, yrði leiddur fyrir rétt bráðlega fyrir kynferðisglæpi og réttarhöldin ættu að fara fram fyrir opnum tjöldum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Boðunarkirkjan hefur starfsemi sína

NÝR kristinn söfnuður var stofnaður sl. vor og er hann sjálfstætt og óháð samfélag einstaklinga, er vilja stuðla að boðun fagnaðarerindisins um Jesú Krist í samræmi við tilskipun hans til lærisveina sinna. Söfnuðurinn vill leggja sérstaka áherslu á að auðvelda fólki að kynnast vel boðskap Biblíunnar. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 669 orð

Davíð Oddsson heiðraður

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra verður heiðraður við frelsiskvöldverð Evrópusamtaka ungra hægri manna í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8 í kvöld. Evrópusamtök ungra hægri manna eru regnhlífarsamtök 37 ungliðahreyfinga mið- og hægri flokka víðs vegar um Evrópu. Hér á landi eru Samtök ungra sjálfstæðismanna aðilar að samtökunum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Doktor í stærðfræði

HÖSKULDUR Ari Hauksson varði doktorsritgerð sína í stærðfræði við Háskóla Kaliforníu í Santa Barbara (University of California at Santa Barbara) 4. september sl. Titill ritgerðarinnar er "The Basic Attractor of the Viscous Moore- Greitzer Equation" sem gæti útlagst Grundvallar aðdragandinn fyrir Moore-Greitzer jöfnuna med seigju. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

ÐDeilt um þjónustugjöld

FORSVARSMENN Kaupmannasamtakanna segja greiðslubyrði íslenskrar verslunar af greiðslumiðlun með kreditkortum óeðlilega háa. Samtökin gagnrýna viðskiptabankana fyrir að hafna beiðni sinni um rannsókn hlutlauss aðila á því hvar kostnaður og tekjur leggjast fyrir í greiðslumiðlunarkerfinu. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ekið á gangandi vegfaranda

UNGLINGSPILTUR slasaðist í umferðarslysi við gatnamót Víkurbakka og Álfabakka um hálftíuleytið í gærkvöld. Taldi vakthafandi læknir á Borgarspítalanum meiðslin ekki vera alvarleg, en pilturinn hlaut meiðsli á mjaðmagrind. Bifreiðin, sem ók á piltinn, mun ekki hafa verið á miklum hraða, en pilturinn lenti uppi á henni og brotnaði framrúða bifreiðarinnar við það. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 513 orð

Ekki álitin samræmast reglum Evrópusambandsins

FULLTRÚAR vátryggjenda innan Samsteypu íslenskra fiskiskipatrygginga hafa ákveðið að leggja samsteypuna niður þar sem útlit er fyrir að Samkeppnisstofnun álíti hana ekki samræmast reglum Evrópusambandsins. Það er gert þrátt fyrir skýra afstöðu Landssambands íslenskra útgerðarmanna um hagkvæmni þeirra vátryggingasamninga sem samtökin hafa gert við samsteypuna. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 888 orð

Ellilífeyrir tekur mið af hagþróun

ELLILÍFEYRIR Svía á í framtíðinni að taka mið af hagvexti í landinu og þola breytingar á mannfjölda og aldurssamsetningu, hann á að grundvallast á öllum ævitekjum, auk réttinda sem ávinnast við umönnun barna, herþjónustu og nám og hægt verður að byrja töku hans við 61 árs aldur, að öllu leyti eða að hluta. Meira
26. september 1998 | Landsbyggðin | 224 orð

Endurbætur á "litlu bryggjunni"

Stykkishólmi-Nú er verið að byggja "litlu bryggjuna" í Stykkishólmi upp í þriðja skipti frá því hún var upphaflega byggð, en hún er gömul steinbryggja. Hún hefur alltaf verið með sama hallandi sniðinu enda mikill munur á milli flóðs og fjöru í Stykkishólmi. Nú er verið að gjörbreyta bryggjunni vegna breyttra aðstæðna og krafna. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Endurskoða þarf skatta og almannatryggingar samhliða

FORMAÐUR tryggingaráðs, Bolli Héðinsson, sagði á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins í gær að krafa um endurskoðun á skattkerfi og kerfi almannatrygginga ætti eftir að verða háværari og við blasti að endurskoða þurfi þessi kerfi saman. Meira
26. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 408 orð

Fara í leyfi og segja upp

STEFÁN Yngvason, yfirlæknir á Kristnesi, hefur fengið ársleyfi frá störfum og tekið við nýrri stöðu á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjörtur Oddsson, hjartasérfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hefur nýlega látið af störfum og þá hefur Nick Cariglia, sérfræðingur í lyflækningum og meltingafæralækningum, Meira
26. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Fimmtán mínútna mót

FIMMTÁN mínútna mót verður haldið í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, sunnudaginn 27. september, og hefst það kl. 14. Tveir félagar úr Skákfélagi Akureyrar far með ólympíuskáksveit Íslands til Elista í Rússlandi til að taka þátt í ólympíumótinu sem þar verður haldið, þeir Jón Garðar Viðarsson og Áskell Örn Kárason sem er fararstjóri. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Flugleiðir flugu til Flórída

FLUGLEIÐIR flugu áleiðis til Orlando á Flórída seinnipartinn í gær og hafði fellibylurinn George ekki áhrif á áætlun félagsins. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, sagði um það leyti sem vélin fór í loftið að veðrið í Orlando væri í lagi, en það væri hvasst sunnar á Flórídaskaganum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

Forsætisráðherra harðlega gagnrýndur í setningarræðu

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, gagnrýndi Davíð Oddsson forsætisráðherra harðlega í setningarræðu sinni á 49. flokksþingi Alþýðuflokksins sem hófst á Grand Hótel í Reykjavík síðdegis í gær. Sagði Sighvatur að Davíð, sem væri helsti talsmaður andstæðinga samfylkingar jafnaðarmanna, hefði svarað sameiningarsinnum með hroka, útúrsnúningi og dramblæti. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Fundurinn endaði með brúðkaupi

Ísafirði. Morgunblaðið. ÁRLEGUR aðalfundur Sýslumannafélags Íslands var haldinn á Ísafirði á fimmtudag og föstudag. Til fundarins mættu 25 af 27 sýslumönnum landsins auk setts lögreglustjóra í Reykjavík, ríkissaksóknara, saksóknara ríkislögreglustjóra og fleiri gesta. Þá sótti fundinn einn heiðursfélagi Sýslumannafélagsins, Jón Ísberg, fyrrverandi sýslumaður á Blönduósi. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Gaf sig fram eftir 7 ára flótta

ÓLAFUR Þór Haraldsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í marsmánuði árið 1991 og hefur verið á flótta undan réttvísinni síðastliðin sjö ár, hefur nú gefið sig fram við íslensk yfirvöld og mun afplána dóm sinn. Ólafur Þór fékk dóminn fyrir að smygla 1 kg af kókaíni til landsins, en flúði land áður en kom að fullnustu dómsins. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Gengið um Síldarmannagötur

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar sunnudaginn 27. september um gamla þjóðleið úr Hvalfirði yfir í Skorradal sem er ýmist kölluð Síldarmannagötur eða Síldarmannagata. Þau örnefni minna á síldargengd í Hvalfirði til forna. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Gæti þurft að borga skatt frá árinu 1996

JÓN H. Steingrímsson, deildarstjóri virðisaukaskattsdeildar ríkisskattstjóra, segir að skil Reiknistofu bankanna á virðisaukaskatti verði könnuð. Komi í ljós að stofnunin hafi ekki skilað skattinum í samræmi við ákvarðanir skattyfirvalda megi hún búast við að gripið verði til viðeigandi ráðstafana, þ.e. álagningar skatts og kröfu um greiðslu dráttarvaxta. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 497 orð

Hefur kostað á þriðja hundrað mannslíf

FELLIBYLURINN Georg gekk yfir eyjar við suðurodda Flórída í gær eftir að hafa kostað að minnsta kosti 240 manns lífið síðustu fimm daga á eyjum í Karíbahafi. Vindhraðinn var mestur um 160 km á klukkustund í gær og fellibylurinn olli flóðbylgju við strendur Flórída. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Herjólfur í slipp til Danmerkur

FERJAN Herjólfur fer í slipp til Danmerkur hinn 14. október nk., og er reiknað með að slipptakan taki tvær vikur. Við það bætast um átta sólarhringar sem fara í siglingar til og frá Vestmannaeyjum. Að sögn Gríms Gíslasonar, stjórnarformanns Herjólfs, verða veltiuggar skipsins yfirfarnir. Skipt verður um legur og þéttingar í þeim, auk þess sem aðalvélar skipsins verða yfirfarnar. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Húsfyllir í Stokkhólmi

HÚSFYLLIR hefur verið á öllum tónleikum Norrænna músíkdaga sem lýkur í dag í Stokkhólmi og komust færri að en vildu, en það er alveg nýtt fyrirbrigði á þeirri hátíð, að sögn Kjartans Ólafssonar tónskálds, sem þar er staddur ásamt fleiri félögum í Tónskáldafélagi Íslands. Á hátíðinni, sem hófst á mánudag, voru flutt verk eftir sjö íslensk tónskáld. Meira
26. september 1998 | Miðopna | 875 orð

Hvetur til fjölbreytni í safnaðarstarfi

Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju fullbyggt Hvetur til fjölbreytni í safnaðarstarfi Nú þegar lokið er framkvæmdum við safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju sem sambyggt er nýbyggingu Tónlistarskólans verða Hásalir blessaðir við sérstaka athöfn annað kvöld. Meira
26. september 1998 | Landsbyggðin | 328 orð

Hæfni fyrirtækja aukin

Ísafirði- Gengið hefur verið frá ráðningu Sigurðar Jónssonar, skipatæknifræðings og núverandi framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar hf., á Ísafirði á tæknideild 3X-Stáls ehf., á Ísafirði og mun hann hefja störf á hinum nýja vinnustað um næstu mánaðamót. Góð verkefnastaða hefur verið hjá 3X-Stál ehf. Meira
26. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Íslenskri dagskrá fagnað

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri fagnar því framtaki Ríkisútvarpsins Sjónvarps að sýna íslenskt efni þessa vikuna. Hvetur félagið forráðamenn stofnunarinnar að gera það að reglu fremur en undantekningu að senda út íslenskt sjónvarpsefni. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Íþróttir ­ afl gegn fíkniefnum

ÁTAK íþróttahreyfingarinnar í forvörnum sem nefnist Íþróttir ­ afl gegn fíkniefnum var kynnt laugardaginn 5. september í miðborg Reykjavíkur og á Laugardalsvelli. Átakið er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands en í stefnuyfirlýsingu þeirra kemur skýrt fram að neysla tóbaks, áfengis eða annarra fíkniefna eigi aldrei samleið með iðkun íþrótta. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Jafnréttisfræðsla fyrir stjórnendur Háskóla Íslands

STARFSMENN í sjtórnunarstöðum við Háskóla Íslands eru boðaðir á námskeið um jafnréttismál í dag, laugardaginn 26. september, kl. 10­14. Það er jafnréttisnefnd háskólaráðs sem stendur fyrir þessari jafnréttisfræðslu í samvinnu við Skrifstofu jafnréttismála. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 378 orð

Kallar ekki á ráðstafanir

ÓLAFUR B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, segir að athugun starfsmanna fyrirtækisins bendi ekki til þess að þeir þurfi af samkeppnisástæðum að gera sérstakar ráðstafanir vegna nýrra umsvifa FÍB á tryggingamarkaðinum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Keppt um þátttöku í Evrópukeppni vélamanna

Í SAMVINNU við Vinnueftirlit ríkisins, Iðntæknistofnun og Caterpillar stendur Hekla fyrir keppni þar sem leitað er að "vélamanni Íslands". Lýst er eftir tveimur vélamönnum til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni vélamanna sem haldin verður á æfingasvæði Caterpillar í Malaga á Spáni vikuna 18.­25. október 1998. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Kostnaður 10,5­19,3 milljarðar

ÁÆTLAÐ er að kostnaður við uppsetningu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði verði á bilinu 10,5 til 19,3 milljarðar króna en kostnaður fer eftir því hversu langt verður gengið við skráningu gagna um heilsufar landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt Stefáns Ingólfssonar verkfræðings fyrir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 309 orð

Kostuðu um 340 milljónir króna

UM hundrað manns var við formlega vígslu snjóflóðavarnargarðanna ofan við Flateyri síðdegis í gær. Gerð þeirra er lokið fyrir nokkru og eru þeir þegar orðnir grænir og grösugir eftir sáningu. Kostnaður við gerð garðanna nemur um 340 milljónum króna, sem er um 50 milljónum króna lægri upphæð en gert var ráð fyrir í upphaflegri kostnaðaráætlun. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 349 orð

Landlæknir í viðræðum við lækna á Norðurlöndum

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðherra að fara til Noregs og Svíþjóðar og ræða við íslenska lækna sem þar eru við störf um hvort þeir séu tilbúnir til að koma heim og gegna lausum læknisstöðum á landsbyggðinni. Nú vantar 20 lækna til starfa á landsbyggðinni og segir Ólafur að staðan sé verri en hún hafi verið undanfarin ár. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Laus við umferðarhnúta

UMFERÐARÞUNGI í höfuðborginni er mikill og þykir mörgum hann hafa aukist undanfarið. Á háannatímum, bæði fyrripart og seinnipart dags, myndast biðraðir við helstu umferðaræðar, sem engar töfralausnir fást við nema þolinmæðin. Fjölmargir höfuðborgarbúar hafa þó tekið upp hjólhestinn sem ferðamáta og geta þeir ferðast um borgina frjálsir ferða sinna. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

LEIÐRÉTT Niðurlag vantaði Niður

Niðurlag greinarinnar "Gagnagrunnur - framfarir" eftir Eggert Ásgeirsson, sem birt var hér í blaðinu í gær, féll niður: Það hljóðaði svo: "Þess óska ég að nýjar hugmyndir um framkvæmd rannsókna og greiðslu kostnaðar við þær verði teknar sem fyrst upp í heilbrigðiskerfinu. Engin ástæða er til að bíða lengur. Bið er stöðnun. Ekki dugir ófreistað"! Verlvirðingar er beðist á þessum mistökum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Litið inn í Hafnarhúsið

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir stuttri gönguferð um Miðbakkasvæðið og nágrenni í dag, laugardag. Mæting er við Hafnarhúsið að austanverðu kl. 14. Í lok ferðar verður litið inn í Hafnarhúsið. Steve Christer arkitekt kynnir fyrirhugaðar breytingar á húsinu og starfsemi þess. Allir eru velkomnir. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 1234 orð

Línudans jafnaðarmanna í undirbúningi

VIÐRÆÐUR sænskra jafnaðarmanna við flokksforystu Vinstriflokksins og Umhverfisflokksins hafa staðið síðan um miðja vikuna, en enginn þessara aðila vill láta neitt uppi um inntak þeirra eða hvernig þeim miði. Fyrsta verkið er að koma saman fjárlögum, sem verða að vera tilbúin 13. október. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Luku æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar

VIÐ hátíðlega athöfn í Friðrikskapellu, fyrr í mánuðinum, fengu 32 skátar afhent Gilwell- einkenni sín sem eru klútur, hnútur og leðuról með perlum á. "Gilwell-þjálfunin er kennd við Gilwell-garðinn í Englandi sem stofnanda hreyfingarinnar, Baden Powell, var gefinn til uppbyggingar skátastarfs. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 683 orð

Lögfræðingar Clintons vilja semja við Paulu Jones

LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, kanna nú hvort grundvöllur sé fyrir því að semja við Paulu Jones þannig að hún fáist til að láta mál sitt gegn forsetanum niður falla og að með því takist að binda enda á málið sem hóf það gjörningaveður sem um forsetann og embætti hans hefur staðið síðan í janúar. Meira
26. september 1998 | Landsbyggðin | 214 orð

Margt um manninn og hestinn

Blönduósi-Hrossaréttir voru í Skrapatungurétt í utanverðum Laxárdal í A-Húnavatnssýslu um sl. helgi og var margt um menn og hross. Smölun gekk vel og tóku margir aðkomumenn þátt í smölun og réttarstörfum í mildu síðsumarveðri. Meira
26. september 1998 | Miðopna | 1859 orð

Markmiðið að búa til upplýsingar um hópa en ekki einstaklinga Beinið athyglinni að þeim tækifærum sem kunna að skapast við gerð

Kynningarfundur Íslenskrar erfðagreiningar á Selfossi Markmiðið að búa til upplýsingar um hópa en ekki einstaklinga Beinið athyglinni að þeim tækifærum sem kunna að skapast við gerð miðlæga gagnagrunnsins og þið munuð sannfærast um að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Málvillur á nýjum biðskýlum SVR

Í GLUGGA nýs upplýsts biðskýlis SVR við Miklubraut er tilkynning frá fyrirtækinu sem sér um viðhald hinna nýju biðskýla. Þar koma fyrir innsláttar- og málvillur, sem ekki eru verðar eftirbreytni. Á skýlinu segir: "Ný götugögn... Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Mbl.is/ frettir

NÝ FORSÍÐA Morgunblaðsins á Netinu hefur mælst vel fyrir hjá lesendum, en á forsíðunni er safnað saman á einn stað upplýsingum og tenglum inn á alla vefi blaðsins. Vegna fyrirspurna sem borist hafa um Fréttavef Morgunblaðsins er rétt að taka það fram, að sá vefur hefur ekki tekið neinum breytingum. Sú forsíða sem áður blasti við lesendum þegar þeir tengdust við mbl. Meira
26. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. Öll börn hjartanlega velkomnin. Guðsþjónusta kl. 14 sama dag, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Mömmumorgun í safnaðarheimilinu frá 10 til 12 á miðvikudagsmorgun, 30. september. Kristbjörg Magnadóttir frá Punktinum kemur í heimsókn. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Meira
26. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 375 orð

Mikil samgöngubót

NÝI vegurinn yfir Fljótsheiði í S- Þingeyjarsýslu verður opnaður fyrir umferð um hádegisbil í dag, laugardag, en þá er stefnt að því að lokið verði við að leggja klæðingu á veginn. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, sagði nýja veginn mikla samgöngubót, "og nú hillir undir að komið verði bundið slitlag til Mývatnssveitar og á næstu 5­6 árum til Egilsstaða," sagði Halldór. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Misþyrmt á Ingólfstorgi

LÖGREGLAN í Reykjavík krafðist í gær gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur mönnum vegna líkamsárásar á ungan mann á Ingólfstorgi aðfaranótt föstudags. Var þess krafist að mennirnir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald til 16. október. Hafa árásarmennirnir ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Þeir voru handteknir um hádegisbil í gær og yfirheyrðir. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 1373 orð

Norður-Atlantshafssveiflan er okkar el Ni~no

NORÐUR-Atlantshafssveiflan nefnist fyrirbæri, sem ræður lögum og lofum í Atlantshafi. Hún hefur áhrif á hafið með að breyta hitastigi yfir hafinu, með því að blása hafinu til og stjórna regni á mismunandi stöðum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Norrænar kvikmyndir fyrir börn og unglinga alla sunnudaga

BARNADAGSKRÁ vetrarins í Norræna húsinu er að byrja og verður hún með hefðbundnu sniði. Segir í tilkynningu að kvikmyndasýningar fyrir börn og unglinga hafi verið einkar vinsælar og vel sóttar. Þær hefjist sunnudaginn, 27. september, kl. 14. Sýnd verður leikbrúðumyndin "Fyrtøjet" sem gerð er eftir ævintýri H.C. Andersen, Eldfærunum. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Nýr forstjóri Hrafnistu

SVEINN H. Skúlason hefur verið ráðinn forstjóri Hrafnistuheimilanna og tók hann við af Rafni Sigurðssyni 1. september sl. Rafn óskaði eftir því að láta af störfum forstjóra eftir 25 ára farsælt starf. Meira
26. september 1998 | Landsbyggðin | 139 orð

Nýtt merki Borgarhólsskóla

Húsavík-Borgarhólsskóli á Húsavík bauð til fagnaðar nýlega til að kynna þær byggingar sem nú er nýlokið við skólann og úrslit samkeppni sem efnt var til á sl. vori um merki fyrir skólann. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Opinn fræðslufndur um miðlægan gagnagrunn

ÍSLENSK erfðagreining býður til opins borgarafundar í Háskólabíói í dag, laugardaginn 26. september, kl. 14, um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Framsögumenn verða þeir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknideildar og Jóhann Hjartarson, lögfræðingur Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 173 orð

Orsök slyssins ókunn

ENGINN komst lífs af þegar farþegaflugvél spænska flugfélagsins Paukn Air, með þrjátíu og átta manns innanborðs, flaug inn í klettabelti nærri Miðjarðarhafsströnd Marokkó í gærmorgun. Var flugvélin á leið frá Malaga á Spáni til Melilla í Norður-Afríku. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ráðstefna um ferskleikamat fisks

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 29. september undir yfirskriftinni "Aðferðir til að meta ferskleika fisks." Ráðstefnan er sú fyrsta af nokkrum slíkum sem Rf mun standa fyrir undir merki FLAIR FLOW, Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ráðstefna um sorpmál á Húsavík

RÁÐSTEFNA um sorpmál verður haldin á Hótel Húsavík þriðjudaginn 29. september nk. Hún byrjar kl. 15 og lýkur kl. 18.30. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar á sviði sorpmála halda fyrirlestra. Að þeim loknum verða almennar umræður. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Reykur í íbúð

SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík barst í gærkvöld tilkynning um reyk í íbúð við Þórsgötu í Reykjavík. Slökkviliðið var mætt kl. 21.15 og sendi reykkafara inn í íbúðina og bjargaði tveimur köttum sem eigandi íbúðarinnar átti. Orsakir reyksins voru raktar til þess að kveikt var í blaðarusli í stigagangi hússins. Litlar skemmdir urðu af völdum reyksins. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Samningur um smíði nýrrar Hríseyjarferju undirritaður

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra undirritaði í gær samning um smíði á nýrri Hríseyjarferju. Ferjan mun annast fólks- og vöruflutninga milli Árskógssands og Hríseyjar og mun hún leysa af hólmi ferjuna "Sævar" sem gegnt hefur hlutverkinu frá árinu 1979. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Segir sig úr Alþýðuflokknum

GUNNAR Ingi Gunnarsson, læknir og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, hefur sagt sig úr Alþýðuflokknum. Gunnar segir að hann geti ekki sætt sig við stefnu sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna í utanríkismálum, sérstaklega hvað varðar afstöðuna til varnarliðsins og aðildar að NATÓ. Hann segist vera að íhuga að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Sjálfsbjörg selur endurskinsmerki

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra og Sjálfsbjargarfélögin um land allt standa fyrir sölu á endurskinsmerki helgina 26.­27. september og eru þau ætluð bæði börnum og fullorðnum. Síðasti sunnudagur í september hefur um árabil verið merkjasöludagur Sjálfsbjargar en í þetta sinn verður seld endurskinsklemma með merki og nafni Sjálfsbjargar, sem hægt er að festa í flestan fatnað og t.d. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sósíalistar fara úr Alþýðubandalaginu

SÓSÍALISTAFÉLAGIÐ samþykkti á framhaldsaðalfundi úrsögn félagsins úr Alþýðubandalaginu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista sé staðfesting á langvarandi þróun Alþýðubandalagsins til hægri og upphafið að endalokum flokksins. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 711 orð

"Stórkostlegur dagur"

RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie sagði á fundi með fréttamönnum í gær að sú yfirlýsing Íransstjórnar að hún myndi ekki ógna lífi hans markaði endalok ömurlegs tímabils. "Þetta er stórkostlegur dagur," sagði Rushdie, og kvað líklegt að næsta bók sín myndi fjalla um þá reynslu að hafa dauðadóm yfir höfði sér í heilan áratug. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 362 orð

Talið að 50.000 manns hafist við undir berum himni

ÁTÖK á milli Frelsishers Kosovo (KLA) og serbneskra lögreglu- og hersveita hafa staðið í sjö mánuði í Kosovo-héraði Sambandslýðveldisins Júgóslavíu. Þorri íbúa héraðsins eru Kosovo-Albanir, albönskumælandi múslimar, en Frelsisherinn berst fyrir sjálfstæði héraðsins frá serbneskum stjórnvöldum í Belgrad. Hörð átök undanfarinna mánaða hafa stökkt að minnsta kosti 270 þúsund manns á flótta. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 732 orð

Tónlistarmenn leggja vangefnum lið

SALA á nýjum geisladiski til styrktar vangefnum hefst um helgina, en á honum koma saman yfir 70 listamenn, sem allir hafa gefið vinnu sína vegna styrktarátaks, sem ber upp á 40 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna. Í kvöld, laugardagskvöld, kl. 22 verður síðan haldinn dansleikur í Súlnasal Hótel Sögu þar sem flestallir listamennirnir kynna tónlistina á útgáfutónleikum. Meira
26. september 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð

Trimble enn gagnrýndur

DAVID Trimble, forsætisráðherra á N-Írlandi og leiðtogi stærsta flokks mótmælenda (UUP), var í gær gagnrýndur af aðstoðarforsætisráðherra sínum Seamus Mallon, sem er varaleiðtogi flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), fyrir að standa í vegi fyrir því að ríkisstjórn taki til starfa. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Uppskeruhátíð hjá knattspyrnudeild HK í Kópavogi

HIN árlega uppskeruhátíð knattspyrnudeildar HK í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26. september nk. og hefst hún kl. 13.30 í íþróttahúsinu Digranesi. Á uppskeruhátíðinni verða veitt verðlaun til einstakra þátttakenda fyrir bestan árangur í hverjum flokki á liðnu sumri og starfið í félaginu sem framundan er í vetur kynnt. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar. Meira
26. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 198 orð

ÚA kaupir 100. vélina

HUNDRAÐASTA tölvustýrða skurðarvélin frá Marel var afhent forsvarsmönnum Útgerðarfélags Akureyringa í gær. Skurðarvélin, sem byggir á tölvusónartækni, tekur mynd af hverju flaki og ákvarðar hvaða bita er hagkvæmast að skera úr hverju flaki og sker þá síðan með meiri nákvæmni en mannshöndin getur að jafnaði gert. Afköst vélarinnar eru 1.200 til 1.800 kíló á klukkustund. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Útför Gunnars Bjarnasonar

ÚTFÖR Gunnars Bjarnasonar ráðunautar var gerð frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Snorri Óskarsson í Betel jarðsöng, Óli Ágústsson las úr ritningunni og fór með bæn, Fíladelfíukórinn og Álftagerðisbræður sungu og organisti var Árni Arinbjarnarson. Líkmenn voru Ari Teitsson, Björn Sigurbjörnsson, Einar G. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Útibú sett upp á Íslandi

HUGMYNDIR eru uppi um að koma upp útibúi frá dönsku menningarstofnuninni, Det Danske Kulturinstitut á Akureyri og var forstöðumaður stofnunarinnar á ferð þar í sumar og kannaði grundvöll fyrir því. Á fundi bæjarráðs á Akureyri kom fram að staðsetning skrifstofunnar væri enn á umræðustigi. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 22 orð

Útlagar á Catalínu

Útlagar á Catalínu HLJÓMSVEITIN Útlagar leikur föstudags- og laugardagskvöld á veitingahúsinu Catalínu, Kópavogi. Hljómsveitin hefur m.a. á efnisskrá sinni lög Creedence Clearwater. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Vilja kanna forkaupsrétt á Þórustöðum

FORRÁÐAMENN Vatnsleysustrandarhrepps hafa ákveðið að freista þess að neyta forkaupsréttar vegna sölu á hluta jarðarinnar Þórustaða á Vatnsleysuströnd sem Hitaveita Reykjavíkur festi nýlega kaup á vegna hitaréttinda við Krísuvík. Kaupverðið var 35 milljónir króna. Ætlan hreppsins er að selja Hitaveitu Suðurnesja hitaréttindi og fjármagna með því kaupin. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Vill reglur um afnám sjávarútvegsstyrkja

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni styðja viðleitni til þess að semja á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um afnám ríkisstyrkja til sjávarútvegs. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Voru aldrei neitt gagn í málinu

BERGUR Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna, segir að þeir "minnispunktar" sem Tölvunefnd beindi til Dagvistar barna að yrði eytt úr skjölum stofnunarinnar hafi aldrei verið neitt gagn í málinu vegna uppsagnar Guðrúnar Maríu Óskarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns leikskólans Laufásborgar. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna M. Mathiesen: "Vegna fréttar í Morgunblaðinu 24. september 1998 þar sem því er ranglega haldið fram af Bárði Halldórssyni að ég sé félagi í Samtökum um þjóðareign vil ég taka fram að ég er ekki félagi í þessum samtökum, hef aldrei verið félagi í þessum samtökum, Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Þrír guðfræðingar vígðir

BISKUP Ísland, herra Karl Sigurbjörnsson, vígir þrjá guðfræðinga við guðsþjónustuna í Dómkirkjunni sunnudaginn 27. september kl. 11. Ragnheiður Jónsdóttir, cand. theol., verður sóknarprestur í Hofsósprestakalli, Skagafjarðarprófastsdæmi. Sr. Sigurpáll Óskarsson sóknarprestur hefur fengið lausn frá störfum fyrir aldurs sakir frá 1. október. Sigurður Grétar Sigurðsson, cand. theol. Meira
26. september 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Þyrla í sjúkraflugi

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var send í fyrrinótt til móts við sjúkrabíl frá Höfn til að sækja konu í barnsnauð. Lenti þyrlan við Kirkjubæjarklaustur þar sem hún tók við konunni. Ferðin gekk vandræðalaust og var þyrlan komin í bæinn um klukkan 3.30 en hafði lagt upp klukkan 1 í fyrrinótt. Meira

Ritstjórnargreinar

26. september 1998 | Staksteinar | 277 orð

»Byggingarannsóknir EIN AF meginforsendum fyrir þróun byggingaiðnaðarins til arðvænlegs g

EIN AF meginforsendum fyrir þróun byggingaiðnaðarins til arðvænlegs gæðaiðnaðar er sterk Rannsóknarstofnun hans. Til að svo megi verða þurfa stjórnvöld að viðurkenna mikilvægi atvinnugreinarinnar í verki. Þetta segir m.a. í leiðara Tækni-Púlsins. 50 milljarðar Meira
26. september 1998 | Leiðarar | 629 orð

RÍKISSTYRKIR Í SJÁVARÚTVEGI

MISMUNANDI viðhorf ríkja í Evrópu til sjávarútvegsmála kom skýrt fram í umræðum á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í fyrradag. Þar var samþykkt tillaga portúgalsks þingmanns um að ekki mætti skera niður kvóta nema á móti kæmu félagslegir styrkir til sjómanna og eftir atvikum bætur til útgerðarmanna. Breytingartillaga Tómasar Inga Olrich alþingismanns var hins vegar felld naumlega. Meira

Menning

26. september 1998 | Margmiðlun | 245 orð

36 milljón lén

LÉNUM, eða svæðisnetföngum, fjölgar óðfluga á Netinu og ekki annars að vænta en að þróun verði eins á næstu misserum. Samkvæmt nýjustu talningu voru lén 36.739.151, eða rúmlega 36 milljónir. Flest lénin eru svonefnd .com, sem notað er yfir fyrirtæki, og þá aðallega innan Bandaríkjanna. Þau eru 10.301.570, eða á elleftu milljón. Til eru fyrirtæki utan Bandaríkjanna sem nota . Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 676 orð

Beggi sigurvegari

"ÉG VAR búinn að prófa nokkra stráka í hlutverkið án þess að finna þann rétta. Ég skrifaði hlutverkið með ákveðna persónu í huga, hann átti að vera vingjarnlegur án þess að vera þessi dæmigerði strákur með derhúfu og gleraugu," segir Haukur frá. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 637 orð

Dauðaleit að stefnu

UNDARLEGT var að fylgjast með Clinton Bandaríkjaforseta á Sýn á mánudaginn sitja fyrir svörum saksóknara í Hvíta húsinu og tíunda þar einkamál sín frammi fyrir heiminum, þar sem leyft hafði verið að sjónvarpa segulbandi þar sem svör hans birtust. Allt er þetta hið sérkennilegasta mál af því svör hans voru einungis tekin upp á segulband vegna þess að einn dómarinn gat ekki mætt. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 68 orð

Fagnaði með gulrót

Fagnaði með gulrót BRASILÍSKI framherjinn Edmilson Ferreira úr liðinu Atletico Mineiro fagnar marki með því að borða gulrót sem hann dró upp úr buxum sínum. Markið skoraði hann gegn liðinu Ameríka sem hefur viðurnefnið "Kanína". Þetta "fagn" framherjans var gagnrýnt af mörgum, m.a. dómara úr heimsmeistarakeppninni. Meira
26. september 1998 | Margmiðlun | 373 orð

Geimverur og brjáluð vopn

Men in Black, leikur frá Gremlin Interactive fyrir PlayStation. Gremlin Interactive gaf nýlega út leikinn Men In Black, sem byggist á samnefndri stórmynd sem sýnd var í bíóum á seinasta ári. Men in Black kom út fyrir PC-tölvur var almenn óánægja með hversu erfitt væri að stýra og hversu einfaldur hann væri. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 40 orð

Kate klæðist Klein

Kate klæðist Klein OFURFYRIRSÆTAN Kate Moss klæðist hér tvílitum kjól úr smiðju fatakóngsins Calvin Klein. Kjóllinn er með vítt, hringlaga pils og myndi Kate eflaust sóma sér vel á dansgólfinu, og ekki væri verra ef dansherrann væri hennar eigin Johnny Depp. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 766 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð214.20 Kanínuheiði (Watership Down, '78), er vönduð og vel viðunandi teiknimyndagerð frábærrar skáldsögu Richard Adams. Kanínusamfélag leitar sér nýrra heimkynna eftir að ein þeirra sér fyrir illa, óorðna hluti. Rödduð af breskum gæðaleikurum einsog John Hurt, Sir Ralph Richardson, Roy Kinnear og Denholm Elliott. Meira
26. september 1998 | Margmiðlun | 670 orð

Magnaður hlutverkaleikur Illa hefur gengið að flytja leiki frá leikjatölvum yfir í einkatölvur svo vel sé og sumir haldið því

MARGT skilur með leikjatölvum og einkatölvum og þá ekki bara verðið. Þeir sem nota hvora tveggja tölvuna til leikja átta sig strax á því hversu frábrugðnir leikir fyrir þær eru í eðli sínu. Leikir fyrir einkatölvur fela í sér meiri gagnvirkni og yfirleitt meiri dýpt en í leikjatölvunum, en leikjatölvuleikir eru á móti talsvert glæsilegri og líflegri að spila. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 216 orð

MS-ingar hitta jólasveininn

EINN bjartsýnisdag voru menntskælingar nokkrir við Sund að taka til í skrifstofuhúsnæði nemendafélagsins þegar þeir rákust á fjölda kassa af ónotuðum jólapappír. "Hvernig getum við nýtt þetta á skynsamlegan hátt?" spurðu þeir hver annan. Þeir hugsuðu sig um stundarlangt, þar til skyndilega einum þeirra datt snjallræði í hug. Meira
26. september 1998 | Margmiðlun | 576 orð

Plötur á Neti

VIÐSKIPTI á Netinu eru enn að slíta barnsskónum, en það er helst að bóka- og plötusala hafi gengið vel. Netbókabúðir vestanhafs hafa háð harða rimmu undanfarið og glímt um sístækkandi markað og einnig er harður slagur hjá Netplötubúðum. Nýjasta útspil þeirra er að selja plötur á Netinu. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 77 orð

Prinsinn í Central Park

LEIKARINN góðkunni Harvey Keitel var vart lentur í Bandaríkjunum, eftir að hafa dvalið á Nýja-Sjálandi við upptökur á mynd Jane Campion "Holy Smoke", þegar hann var fenginn til að leika í kvikmyndinni "The Prince of Central Park", sem að sjálfsögðu er tekin upp í New York. Í myndinni, sem er fjölskyldumynd, leikur Harvey ásamt Kathleen Turner, Danny Aiello og Jerry Orbach. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Ragnan fagnaði sigri Meló

Ragnan fagnaði sigri Meló UM SÍÐUSTU helgi var úrslitaleikur í utandeildinni milli Meló og Rögnunnar. Var mikið í húfi enda hefur utandeildin staðið yfir í allt sumar með fjölmörgum misspennandi leikjum, oft hörðum slag og stundum skrautlegum uppákomum. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð

Skaut félaga sinn eftir spjallþátt

ÞEGAR Jonathan Smith kom fram í spjallþætti Jennu Jones árið 1995 kom honum óþægilega á óvart að félagi hans, Scott Amedure, viðurkenndi að hann væri ástfanginn af honum við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Þremur dögum síðar skaut Smith þennan fyrrverandi félaga sinn til bana fyrir utan heimili þess síðarnefnda. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 447 orð

Stórt skref í rétta átt Bellatrix tók þátt í poppmessu í Manchester þar sem 500 hljómsveitir komu fram. Virta breska

ÞEGAR Bellatrix, eða Kolrassa krókríðandi, fór utan hafði lag sveitarinnar A Stingþegar verið valið á safnplötu messunnar, sem þýðir að sveitin þykir ein af þeim tuttugu áhugaverðustu. Það endaði á besta veg. Bellatrix spilaði fyrir fullu húsi, vakti mikla athygli og var í kjölfarið boðið á tónlistarhátíðir í Noregi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Meira
26. september 1998 | Fólk í fréttum | 328 orð

Sveitasöngsverðlaunin 1998

Sveitasöngsverðlaunin 1998 HIN ÁRLEGU verðlaun sveitasöngvara voru veitt í Nashville 23. september síðastliðinn og er það í 32. skipti sem verðlaunin eru veitt. Söngvarinn Garth Brooks náði þar í titilinn "Skemmtikraftur ársins" í fjórða skipti, sem verður að teljast góður árangur. Meira

Umræðan

26. september 1998 | Aðsent efni | 548 orð

Ertu þarna ennþá, Ingvar minn?

EKKI hefur heyrst hátt um Hafnarfjarðarmálin uppá síðkastið sem betur fer, enda voru margir orðnir leiðir á hafnfirskri pólitík fyrir löngu. Meira að segja fréttamenn gátu ekki minnst á Hafnarfjarðarmálin án þess að brosa út í annað. Meira
26. september 1998 | Bréf til blaðsins | 425 orð

Fórnum ekki lífi fyrir hraðann Svar frá Umferðarráði

ALVARLEGAR athugasemdir eru gerðar við málflutning starfsmanna Umferðarráðs í bréfi til Morgunblaðsins 17. september síðastliðinn. Þar fullyrðir Guðvarður Jónsson að um síðustu verslunarmannahelgi hafi starfsmenn Umferðarráðs hvatt til hraðaksturs í umferðinni í útsendingum Útvarps Umferðarráðs. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 910 orð

Hagfræði Kaldors, GSP og LÍÚ

ÁRATUGUM saman hefur þjóðinni verið talin trú um að hún lifi eingöngu á fiski. Sumir þingmenn og jafnvel ráðherrar halda að 80% af þjóðarframleiðslunni megi rekja til fiskveiða og vinnslu en hið rétta er að einungis 9% af verðmætasköpun hagkerfisins má rekja til fiskveiða og önnur 5% til fiskvinnslu. Einungis 10% vinnuaflsins starfa við veiðar og vinnslu. Meira
26. september 1998 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Hótel Búðir Snæfellsnesi

ÞESSA dagana er ég að vinna að handriti um sögu Hótel Búða á Snæfellsnesi en á síðasta ári var haldið upp á 50 ára afmæli hótelreksturs á staðnum. Úr ýmsum heimildum hefur verið úr að moða s.s. blaðagreinum, bókum, viðtölum við fyrrverandi hótelhaldara, starfsmenn, gesti, ábúendur í nágrenni Búða og margt fleira. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 461 orð

Hverju(m) má treysta?

EKKI er á nokkurn hallað þótt fullyrt sé að Sjálfstæðisflokkurinn er sérstakur málsvari frelsis og lýðræðis, réttlætis, friðhelgi einkalífs og mannhelgi, kristilegrar siðfræði og umburðarlyndis. Vegna þessa hefur hver Íslendingur rétt til að velja og rétt til að tjá skoðun sína. Það er borgaraleg skylda hvers manns að láta álit sitt í ljós, ef honum finnst mikilvægum almennum hagsmunum misboðið. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 548 orð

Mannréttindi heyrnarlausra

SUNNUDAGUR 27. september er alþjóðlegur baráttudagur heyrnarlausra. Á þessum degi nota heyrnarlausrir um allan heim tækifærið til að vekja athygli á samfélagi heyrnarlausra og hagsmunamálum sínum. Félag heyrnarlausra var stofnað árið 1960 og er heildarsamtök heyrnarlausra á Íslandi. Meira
26. september 1998 | Bréf til blaðsins | 338 orð

Matareitrun Spánarfara

VIÐ hjónin fórum með Heimsferðum til Barcelona og Benidorm 12/8/1998 til þess að halda upp á 40 ára afmæli. Fjögurra tíma seinkun varð á flugi frá Keflavík ­ matur fluttur frá Spáni var fram borinn í flugvélinni. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 872 orð

Myrkraverk?

NEFND heilbrigðisráðuneytisins sem samið hefur drög að frumvarpi um lífsýnasöfn vill koma á framfæri athugasemdum vegna þess sem haft er eftir Guðmundi Björnssyni, formanni Læknafélags Íslands, í Ríkisútvarpinu að morgni 23. september sl., að stjórnsýsla við undirbúning frumvarps til laga um lífsýnasöfn sé "með endemum" og að viðhöfð séu óvenjuleg vinnubrögð við smíði frumvarpsins. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 690 orð

Nýsköpun í menntun og skólastarfi

ÞAÐ er undarleg þverstæða að við Íslendingar höfum lengi talið okkur það til tekna að vera almennt vel menntaðir, en jafnframt haldið upp á þjóðlegt spakmæli sem sagði að ekki verði bókvitið í askana látið. Ef það speglar raunveruleg viðhorf okkar til menntunar þá erum við í hættu stödd. Við dæmum okkur sjálf til að verða á eftir öðrum þjóðum í þekkingarleit og ávinningum hennar. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 654 orð

Skráning heilsufars-, ættar- og erfðafræði upplýsinga barna

EINS og kunnugt er á sér stað umræða í þjóðfélaginu um víðtækari samsöfnun upplýsinga um einkahagi einstaklinga og samtengingu þeirra á einum stað en áður hefur þekkst. Ljóst er að mál þetta snertir marga fleti íslensks mannlífs, ekki hvað síst komandi kynslóðir. Meira
26. september 1998 | Aðsent efni | 507 orð

Vítahringur langvinnra verkja

Á REYKJALUND koma til endurhæfingar einstaklingar með langvinn verkjavandamál. Flestir hafa haft verkjavandamál í meira en 3 ár, eru á besta aldri og hafa flestir gefist upp í vinnu vegna verkja. Verkir geta orðið stór hluti af lífinu að degi sem nóttu. Gigtarsjúkdómum og brjósklosi fylgja oft miklir verkir. Afleiðingar slysa valda einnig oft verkjum. Meira

Minningargreinar

26. september 1998 | Minningargreinar | 108 orð

Aron Valur Guðmundsson

Elsku litli sæti strákurinn hennar ömmu sinnar, nú ertu farinn eftir 5 mánaða erfið veikindi. Það var oft erfitt að horfa á þig í öllum þessum tækjum, en hinar stundirnar voru yndislegar þegar þú varst vakandi og horfðir á okkur, þessum grænbrúnu augum, augunum hans pabba þíns. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 98 orð

Aron Valur Guðmundsson

Elsku Aron Valur, það er erfitt fyrir okkur að skilja að þú sért farinn til Guðs og englanna. Við sem áttum eftir að heimsækja þig. Við vonuðum að þú yrðir hér hjá okkur á jólunum. Við ætluðum að passa þig og vera svo góðar við þig en nú vitum við að þú ert ekki lengur mikið veikur á spítalanum og nú passar Guð þig, við viljum kveðja þig með bæninni okkar. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Aron Valur Guðmundsson

Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Elsku litli vinur, dvöl þín hjá okkur var svo stutt en svo óendanlega dýrmæt. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Aron Valur Guðmundsson

Elsku Aron Valur minn, pabba langar að kveðja þig með örfáum orðum. Ég vil þakka þér fyrir góðar stundir sem við áttum saman. Þú barðist eins og hetja, elsku strákurinn minn. En ég veit að nú líður þér vel, og að afi og allir hinir passa þig fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér. Sofðu rótt og Guð geymi þig. Þinn pabbi. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Aron Valur Guðmundsson

Elsku Aron Valur. Nú ertu farinn, þetta var mjög erfitt fyrir þig og okkur öll. Ég veit að þér líður vel núna og að Guð og englarnir passa þig fyrir okkur, elsku litli frændi. Þín frænka, Þórunn María. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 52 orð

ARON VALUR GUÐMUNDSSON

ARON VALUR GUÐMUNDSSON Aron Valur Guðmundsson fæddist á Landspítalanum hinn 20. apríl 1998. Hann lést á vökudeild Landspítalans 16. september síðastliðinn. Hann var sonur Esterar Maritar Arnbjörnsdóttur, f. 26. febrúar 1979, og Guðmundar Vals Ríkharðssonar, f. 5. ágúst 1975. Útför hans fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Einar Jóhann Alexandersson

Ég vil minnast frænda míns og vinar Einars Alexanderssonar, sem lést 25. júní sl. Ég gat því miður ekki verið við útför hans, sem fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 2. júlí sl. Hann fæddist í Neðri-Bænum á Dynjanda í Jökulfjörðum og var fjórði í röð níu barna hjónanna Alexanders Einarssonar og Jónu S. Bjarnadóttur. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 33 orð

EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON

EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON Einar Jóhann Alexandersson fæddist á Dynjanda í Jökulfjörðum 14. janúar 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 2. júlí. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 838 orð

Eiríkur Björnsson

Að leiðarlokum er margs að minnast frá uppvexti ungs drengs er fékk að vaxa úr grasi við fótskör sjálfmenntaðs járnsmiðs og rafvirkja. Fljótlega sem vit og þroski leyfðu var farið að fylgjast með smíðum á vélum og búnaði sem tengdust rafmagni og virkjun fallvatna. Efniviður var sóttur á vit Ægis sem hafði sett skip í vota gröf á Meðallandsfjörum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 1355 orð

Eiríkur Björnsson

"Heyrðu mig, ungi maður, ég þarf að segja þér eitt: Það voru Skaftfellingar sem fundu upp rafmagnið." Það var óborganleg stund að fá að sitja með Nóbelsskáldinu eina kvöldstund á Klaustri fyrir tæpum tuttugu árum þegar ég vann að skráningu upplýsinga um rafvæðingu Vestur-Skaftafellssýslu og hann lýsti með sínum hætti helstu eðlisþáttum Skaftfellinga, hógværð, þrautseigju, Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 608 orð

Eiríkur Björnsson

Afi minn Eiríkur Björnsson í Svínadal er látinn. Ég vil með þessum fáu línum kveðja þig, afi minn. Nafn þitt var sjaldnast nefnt án þess að því fylgdi með nafn Svínadals en þar varst þú fæddur aldamótaárið 1900 og bjóst þar allan þinn aldur og vildir hvergi annarsstaðar vera þótt þú værir búinn að fara víða um land í störfum þínum við virkjanir vatnsfalla fyrir hina og aðra. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 291 orð

EIRÍKUR BJÖRNSSON

EIRÍKUR BJÖRNSSON Eiríkur Björnsson fæddist í Svínadal í Skaftártungu 5. desember 1900. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. september 1998. Foreldrar hans voru Björn Eiríksson bóndi í Svínadal, f. 2.1. 1861, d. 26.12. 1922, og Vigdís Sæmundsdóttir, f. 22.8. 1872, d. 21.7. 1955. Eiríkur átti 13 systkini og eru fimm enn á lífi, Sæmundur, f. 21.2. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Elisabeth (Betty) Jóhannsson

Hún tengdamóðir mín, Elizabeth Jóhannsson, er látin. Bettý, eins og hún var ávallt kölluð, var fædd í Englandi en fluttist hingað til lands ung að árum með eiginmanni sínum, Einari Jóhannsyni skipstjóra. Hér stofnuðu þau heimili og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár, en síðan fluttust þau vestur á Ísafjörð þar sem þau bjuggu til dauðadags. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 70 orð

Elisabeth (Betty) Jóhannsson

Elisabeth (Betty) Jóhannsson Hvert blóm, sem grær við götu mína, er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor, sem eg færist nær þér, friðar mig. (Davíð Stef. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 561 orð

Elisabeth (Betty) Jóhannsson

Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín, Betty, sem lést eftir stutta, en erfiða sjúkdómslegu 82 ára að aldri. Fram að þeim tíma hafði henni sjaldan orðið misdægurt og voru veikindin henni þung raun. Betty var sterkur og svipmikill persónuleiki og hafði mikil áhrif á þá sem henni kynntust. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Elisabeth (Betty) Jóhannsson

Fyrir rúmlega þrjátíu árum kynntist ég fyrst föður mínum og konu hans Bettý. Fyrsta barnið mitt var þá á öðru ári. Hálfsystur minni, Elísabethu, hafði ég kynnst nokkrum árum fyrr. Síðar kynntist ég hinum systkinum mínum einu af öðru. Þar sem ég var einkabarn móður minnar var það mér kærkomið að "finna" þennan væna hóp af nánustu ættingjum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Elisabeth (Bettý) Jóhannsson

Elsku Bettý, mér er minnisstætt þegar við hittumst fyrst. Þú tókst á móti mér með hlýju og þeirri umhyggju sem átti eftir að einkenna viðmót þitt til mín og minnar fjölskyldu. Þú varst sterkur persónuleiki með mikla lífsreynslu og hafðir gaman af að miðla af henni til mín. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 503 orð

Elisabeth (Bettý) Jóhannsson

Fyrir rúmum tuttugu árum fór ég að vinna í rækjuverksmiðjunni O.N. Olsen á Ísafirði, þá á unglingsaldri og þar kynntist ég Bettý fyrst. Það var ákveðin upplifun að fara inn á þennan vinnustað, hann líktist í raun miklu frekar stóru heimili. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 167 orð

Elisabeth (Bettý) Jóhannsson

Elskuleg amma okkar er farin. Hún er komin til afa Einars, þar sem henni líður örugglega vel. Við minnumst hennar með hlýhug. Amma Bettý var í okkar augum yndisleg amma. Hún var hjartahlý, hress og alveg einstök kona. Hún var alltaf svo góð við okkur og þó svo að við hittum hana ekki mjög oft þá var samband okkar við hana mjög náið. Amma hugsaði alltaf fyrst um aðra og síðan um sig sjálfa. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 802 orð

Elisabeth (Bettý) Jóhannsson

Það var árið 1955, sem Ísfirðingum bættust góðir borgarar í sínar raðir. Maðurinn Einar Jóhannsson var kominn til að taka við skipstjórn á nýsköpunartogaranum Ísborgu, og konan Elísabeth Clegg Jóhannsson til að búa þeim og börnum þeirra heimili á stað þar sem þau vart þekktu nokkurn mann. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 390 orð

Elisabeth (Bettý) Jóhannsson

Það er fátt dýrmætara í veröldinni en að eiga góða vini. Ég skynja það svo vel við andlát Bettýar Jóhannsson, því þar missi ég mína bestu vinkonu. Við Bettý kynntumst fyrir þrjátíu árum þegar ég hóf störf í rækjuverksmiðjunni O.N. Olsen á Ísafirði. Þótt á okkur væri átján ára aldursmunur tókst strax með okkur mikil vinátta sem hefur haldist síðan. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 107 orð

Elísabet (Betty) Jóhannsson

Elsku amma Bettý. Þegar við kveðjum þig koma ótal minningar upp í hugann: Smádót sem litlir fingur áttu erfitt með að láta í friði, myndirnar á veggjunum, hádegismatur í Fjarðarstrætinu á skólaárunum, kalkúnn og "rautt" svín á stórhátíðum, enskt pæ og súkkalaðikökurnar. En það ert fyrst og fremst þú sjálf sem við komum til með að varðveita í minningunni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 115 orð

Elísabet (Betty) Jóhannsson

Elsku amma Betty, nú ertu farin frá okkur. Ég hefði viljað kynnast þér betur, elsku Betty mín, en nú ertu heilbrigð og þér líður vel. Elsku amma Betty, ef þú bara vissir hvað ég sakna þín mikið. Ég man svo vel eftir því þegar við Lára komum til þín í hádeginu og þú gafst okkur að borða og við áttum góðar stundir og hlógum alltaf saman. En nú ertu komin til himna og ert hjá Einari þínum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 312 orð

ELÍSABETH (BETTÝ) JÓHANNSSON

ELÍSABETH (BETTÝ) JÓHANNSSON Elísabeth (Bettý) Jóhannsson, fædd Hewson Clegg, fæddist í Grimsby 27. apríl 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 19. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Richard, fiskkaupmaður í Grimsby, og Laura Clegg, kona hans. Árið 1946 giftist Bettý Einari Jóhannssyni, skipstjóra og síðar yfirhafnsögumanni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson

Elsku afi, farinn frá okkur stofninn í okkar skógi. Það var þetta sem kom fyrst í huga mér er ég, systkini mín, móðir, faðir okkar, sonur þinn, komum og kysstum þig í hinsta sinn við kistulagningu þína. Ég veit að þú hefðir sagt við okkur: "Harmið mig ekki með tárum, þó að ég sé látinn. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 32 orð

FRIÐRIK JÓN ÁSGEIRSSON JÓHANNSSON

FRIÐRIK JÓN ÁSGEIRSSON JÓHANNSSON Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson fæddist á Auðkúlu við Arnarfjörð 28. nóvember 1913. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 17. september. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Guðfinna Gísladóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, minn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku frænka. Nú þegar þú hefur fengið hvíldina langar mig að þakka þér þær samverustundir sem ég hef átt með þér. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Guðfinna Gísladóttir

Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. Hann vor telur höfuðhárin, heitu þerrar sorgartárin, hann oss verndar, fatar, fæðir, frið og líf í sálum glæðir. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 258 orð

Guðfinna Gísladóttir

Þetta bréf barst til Guðfinnu, daginn sem hún lést, frá langömmubarni sem dvelur í Ameríku. Sæl, elsku amma mín, loksins sest ég niður og skrifa þér nokkrar línur. Allt gengur vel hjá mér í Ameríku og er skólinn nýbyrjaður. Er ég sit og skrifa þetta bréf þá hugsa ég um allar þær frábæru stundir sem við höfum átt saman. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Guðfinna Gísladóttir

Elsku hjartans amma okkar. Mikið verður það skrítin tilhugsun að geta ekki heimsótt þig á Droplaugarstaði, þú varst alltaf svo ánægð að fá heimsóknir og það var svo gaman að koma til þín. Margs er að minnast þegar við lítum til baka; allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum með þér. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 180 orð

Guðfinna Gísladóttir

Til minnar elsku langömmu á himni. Elsku amma mín, ég vildi skrifa þér nokkrar línur. Það tók mig mjög sárt þegar þú varst farin frá okkur, ég frétti það um morguninn, daginn sem ég ætlaði að heimsækja þig. Ég á eftir að sakna þín alveg rosalega mikið og síðan þú fórst þá hef ég verið að hugsa um okkar góðu stundir saman. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Guðfinna Gísladóttir

"Vitringurinn hirðir ekki um auðsöfnun. Því meira sem hann notar öðrum til blessunar, þeim mun meiri er eign hans. Þeim mun meira sem hann gefur náunganum, þeim mun ríkari verður hann sjálfur." Laó Tse. Þessi speki finnst okkur eiga einstaklega vel við Guðfinnu ömmu. Hún var einstök kona, gefandi og kærleiksrík manneskja, sem geislaði hlýju og umhyggju til annarra. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Guðfinna Gísladóttir

Hún elsku amma er dáin. Með örfáum orðum langar okkur að kveðja hana. Hugsanir og minningar þjóta í gegnum hugann. Það var svo gaman að heimsækja hana ömmu. Hún var svo ánægð að sjá okkur og tala nú ekki um að fá að sjá langömmubörnin sín. Hún ljómaði þegar hún sá þau. Alltaf vildi hún vera að færa okkur eitthvað. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Guðfinna Gísladóttir

"En öllum þeim er tóku við Honum gaf Hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn Hans." (Jóh. 1:12.) Þá er hún amma mín komin heim til Drottins. Ég á mínar fyrstu minningar af ömmu þegar hún gisti heima hjá okkur. Þá skriðum við bræðurnir upp í til ömmu, sem svaf í stofunni. Þá sagði hún amma okkur fallegar sögur. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Guðfinna Gísladóttir

Guðfinna Gísladóttir, móðursystir mín, lést 21. september 94 ára að aldri. Hún var södd lífdaga og óttaðist ekki dauðann. Guðfinna varð ekkja ung að árum, 37 ára, með þrjár dætur á aldrinum 4-9 ára. Þeim kom hún upp með sóma. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 554 orð

Guðfinna Gísladóttir

Hlýir sumarvindar bjartar nætur og lykt af nýþurrkuðu heyi. Þessi tilfinning kemur upp í hugann þegar við minnumst þess tíma þegar Finna frænka kom í heimsókn til okkar í Krossgerði. Á þessum árum gekk hún alltaf undir Finnu frænku nafninu. Við systkinin höfðum svo mikið heyrt talað um föðursystkin okkar Finnu, Möllu og Steina. Þau bjuggu öll í Reykjavík og við sáum þau þess vegna sjaldan. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 129 orð

Guðfinna Gísladóttir

Elsku frænka. Þú varst til í lífi okkar systra allt frá því að við munum fyrst eftir okkur. Minningarnar eru allar jafn ljúfar og góðar. Brosið þitt og faðmlag alla tíð þegar við hittumst er okkur ógleymanlegt. Að hafa fengið að þekkja þig teljum við forréttindi vegna gæða þeirrar persónu sem þú varst. Þú leitaðir ætíð eftir því góða í fari hvers einstaklings hverju sinni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Guðfinna Gísladóttir

Við fráfall tengdamóður minnar koma upp í hugann margar minningar sem hægt er að staldra við. Fyrstu kynni mín af henni voru fyrir rúmum 50 árum, er ég fyrst kom á heimili þeirra mæðgna, en þá hafði ég fengið augastað á elstu dóttur hennar Valborgu. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 493 orð

Guðfinna Gísladóttir

Mín kæra frænka Guðfinna Gísladóttir er látin í hárri elli, tæplega 95 ára gömul. Hún tengist æsku minni sterkum böndum því mikill samgangur var milli heimilis foreldra minna og hennar og auk þess að vera náfrænka var hún eins konar stóra systir föður míns. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 528 orð

GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR

GUÐFINNA GÍSLADÓTTIR Guðfinna Gísladóttir, f. 26. nóv. 1903, d. 21. sept. 1998. Guðfinna var fædd í Krossgerði á Berufjarðarströnd, Suður-Múlasýslu 26. nóvember 1930. Hún lést 21. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gísla Sigurðssonar, f. 1876, d. 1937 og Vilborgar Einarsdóttur, f. 1875, d. 1959 sem bjuggu að Krossgerði frá 1902. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 593 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Ég hafði starfað í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í 4­5 ár þegar Guðmundur hóf þar sinn glæsta feril og komst ég ekki hjá því að veita því eftirtekt, hversu stór og vörpulegur þessi ungi og fríði maður var. Hann varð fljótt vel liðinn innan hópsins, sakir glaðværðar og glettni, dugnaðar og samviskusemi. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Yndislegt sumar er að kveðja. Norðan- og austanvindar lemja niður litskrúðug lauf og blóm. Á sama tíma berst stóri, myndarlegi vinurinn okkar fyrir lífi sínu. Hann tapaði sinni baráttu eins og sumarið víkur fyrir haustinu. Ljósbrot minninganna streyma fram. Fyrstu kynnin er Eygló kynnti unnusta sinn, hinn glæsilega íþróttamann sem þegar hafði valið sér ævistarf sem lögreglumaður. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 781 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Kæri góði bróðir, ég man vel daginn þegar þú fæddist í þennan heim. Ég man svo vel gleðina og sorgina sem ríkti heima hjá ömmu og afa á Lindargötunni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 729 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Sigurðsson, hann lést 20. september sl. langt fyrir aldur fram aðeins tæplega sextíu ára gamall. Hann hafði í nokkur ár barist hetjulega við illvígan sjúkdóm sem erfitt er að sigrast á. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 925 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Mín fyrstu kynni af þér og fjölskyldu þinni voru þau að þið gáfuð mér kettling frá heimili ykkar. Hét hann Dengsi og var ákaflega fallegur. Hann týndist eftir nokkra daga og var ég mjög leiður yfir því. Leitaði um allt og spurðist fyrir um hann alls staðar, en án árangurs. Svo hringir síminn og tilkynnt að hann sé hugsanlega fundinn upp í Grænáshliði, hafði sést til hans við vatnstankana þar. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 518 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Það mun hafa verið um miðja öldina að breyting varð á næsta umhverfi við æskuheimili mitt. Nýtt fólk var komið í næsta hús, nágrannakona okkar, Stefanía Stefánsdóttir, var búin að gifta sig ekkjumanni og með honum komu tveir synir hans, Guðmundur og Guðfinnur. Vegna nálægðar og aldurs tókst með okkur vinátta sem hefur haldist. Bræðurnir höfðu eignast sitt annað heimili. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 314 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Elsku afi minn. Þrátt fyrir alla sorgina í hjarta mínu, þakka ég þér, afi, fyrir allar þær stundir sem við eyddum saman þótt þær hafi verið allt of fáar. Þú varst svo yndislegur maður og gerðir alla ánægða í kringum þig. Þegar við fórum saman út í búð keyptum við aldrei neitt því þú fannst þér alltaf einhvern til að tala við og ekki tók það nú stuttan tíma. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 335 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Kæri tengdafaðir. Það var um haustið 1991 þegar ég kom til New York í fyrsta sinn sem unnusti dóttur þinnar sem ég sá þig fyrst. Ég var hálf feiminn og vissi ekki við hverju var að búast, jafnvel hálf hræddur. Þú stóðst við landganginn og gnæfðir yfir alla sem þar var svona líka stór og myndarlegur svo af bar. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 448 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Elsku Guðmundur. Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja þig. Þú hefur lagt upp í ferðalagið sem við öll munum fara en þangað sem við öll munum fara og hittast aftur. En að þú mundir fara svona snöggt er svo erfitt að trúa. Þú veiktist af þessum illvíga sjúkdómi og við öll trúðum því að tekist hefði að yfirbuga hann en raunin var önnur. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 100 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Elsku pabbi minn. Þá er komið að stóru kveðjustundinni sem ég hélt að yrði ekki fyrr en eftir 100 ár. En svona er lífið, við fáum engu ráðið um það. Ég vil þakka þér allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman og umhyggjuna sem þú alltaf sýndir mér og minni fjölskyldu. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 147 orð

Guðmundur E. Sigurðsson

Elsku afi minn. Fá orð fá því lýst hversu mikið ég sakna þín, hversu heitt ég elska þig og hversu stolt ég var að eiga þig sem afa minn. Minninguna um þig þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu og varðveita vel. Ég man allar okkar stundir eins og þær hafi gerst í gær, t.d. þegar við vorum að snyrta garðinn og þú leyfðir mér að prufa rafmagnsklippurnar þínar. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 249 orð

GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON Guðmundur E. Sigurðsson fæddist 2. nóvember 1938 í Reykjavík. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. september síðastliðinn. Foreldrar Guðmundar voru Helga Kristín Guðmundsdóttir ættuð úr Garðinum og Sigurður Sigurðsson úr Reykjavík en hann var lengst af bátsmaður á Óðni. Systkini Guðmundar eru Sesselja G. Sigurðardóttir, f. 4.9. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 1029 orð

Guðmundur Guðnason

Þeim fækkar óðum bændunum af kynslóðinni sem færði búskaparhætti í sveitum frá því að einkennast af erfiðisvinnu og handverkfærum til þeirra vélvæddu búskaparaðferða sem við þekkjum í dag. Þeir hófu sinn búskap með hesta og handverkfæri að vopni og beittu þeim óspart til að yrkja jörðina, byggja upp og búa í haginn fyrir fjölskyldur sínar og komandi kynslóðir. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 517 orð

Guðmundur Guðnason

Það var klukkan rúmlega tíu að kveldi laugardagsins 12. september sl. að sonur minn hringdi og tjáði mér að tengdafaðir minn væri látinn. Það kom ekki á óvart, ég vissi að hverju dró og hafði mér auðnast að kveðja hann í hinsta sinn þann sama dag. Minningarnar tóku að sækja á huga minn, hver af annarri. Ég var svo lánsamur að kynnast þessum góða manni fyrir u.þ.b. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Guðmundur Guðnason

Við fráfall Guðmundar Guðnasonar rifjast upp hugljúfar minningar frá miðri öldinni. Ég var svo lánsamur að komast að á sveitaheimili til sumardvalar. Heppnin var í raun tvöföld því húsráðendurnir urðu mér sem aðrir foreldrar næstu þrjú sumur. Guðmundur og Sigurlaug í Fögruhlíð reyndust mér ákaflega vel og vinátta þeirra við mig og síðar fjölskyldu mína hefur varað æ síðan. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 653 orð

Guðmundur Guðnason

Ævidagar nágranna míns og vinar, Guðmundar í Fögruhlíð, eru á enda. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 12. september síðastliðinn, nær 89 ára að aldri. Hann var elstur barna hjónanna Steinunnar Halldórsdóttur og Guðna Guðmundssonar á Kotmúla í Fljótshlíð, er þar bjuggu frá 1909­1945. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 462 orð

Guðmundur Guðnason

Haustið er tími uppskeru og eftirtekju sumarsins. Haustið er tími fjallaferða, gangna og rétta. Tími fagurra lita blandið eftirvæntingu og söknuði. Um það leyti sem Fljótshlíðingar voru að leggja af stað í eina af fyrstu göngum haustins bárust þær fregnir að góðbóndinn frá Fögruhlíð Guðmundur Guðnason væri látinn á áttugasta og níunda aldursári. Minningar um þennan söngna sómamann leita á hugann. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 434 orð

Guðmundur Guðnason

Hann afi minn er dáinn. Það er víst gangur lífsins en ég á minningar sem þjóta nú í gegnum hugann. Ég sé hann alltaf fyrir mér í eldhúsinu bæði í Fögruhlíð og upp á Kirkjuhvoli, því eldhúsið var hjarta heimilisins. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 396 orð

Guðmundur Guðnason

Í dag er borinn til grafar afi minn, Guðmundur Guðnason. Mig langar að þakka honum samveruna með nokkrum orðum. Alla ævi mína hefur afi verið sjálfsagður hluti tilverunnar, hann og amma voru eitt í huga mínum og það er erfitt að hugsa um þau hvort í sínu lagi þegar ég lít til baka. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Guðmundur Guðnason

Heiðursmaður er genginn. Á tímamótum sem þessum leitar margt á hugann. Minningarnar koma til manns og líða hjá. Guðmundi voru gefnir margir góðir kostir í vöggugjöf, m.a. falleg og góð söngrödd, glaðvært sinni og jákvæði sem hafði góð áhrif á alla í kringum hann. Hann hafði áhuga á mönnum og málefnum. Fylgdist vel með. Þjóðmálin voru oft ofarlega í huga hans, m.a. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 267 orð

Guðmundur Guðnason

Okkur langar til að minnast afa okkar í nokkrum orðum. Já, afa okkar af því hann varð afi okkar beggja eftir að við hófum okkar samband. Það segir margt um áhuga hans á fjölskyldunni sinni og hvað hann fylgdist alltaf vel með hvað var að gerast hjá öllum afkomendum sínum og studdi alla í orði og verki af fremsta megni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 517 orð

GUÐMUNDUR GUÐNASON

GUÐMUNDUR GUÐNASON Guðmundur Guðnason var fæddur á Kotmúla í Fljótshlíð 4. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 12. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Kotmúla, Guðni Guðmundsson, bóndi, f. 9. ágúst 1883, d. 29. apríl 1949, og Steinunn Halldórsdóttir, húsfreyja, f. 18. maí 1884, d. 28. nóvember 1966. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 211 orð

GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR SCHEVING

GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR SCHEVING Guðný fæddist í Reynisholti í Mýrdal 3. ágúst 1905. Hún lést á heimili sínu, Álfheimum 3 í Reykjavík, 18. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Pálsson Scheving, f. 1858, d. 1951, og Oddný Ólafsdóttir, f. 1862, d. 1950. Systkini Guðnýjar voru: Sigurbjört Sigríður, f. 1894, d. 1979; Ragnhildur, f. 1895, d. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 836 orð

Guðný J. Scheving

Mín kæra frænka, Guðný Jónsdóttir Scheving, er síðust móðursystkina minna sem kveður þetta jarðlíf, komin liðlega þrjú ár fram á tíunda áratuginn. Hún fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að kveðja í dagsins önn, að þurfa ekki að verða öðrum til byrði. Kallið kom nokkuð óvænt síðdegis föstudaginn 18. þessa mánaðar, er hún skömmu áður hafði kvatt gest sem bar að garði. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Guðný Scheving

Það eru forréttindi að hafa alist upp hjá konu sem tilheyrði aldamótakynslóðinni og vera í svo nánum tengslum við samtíðarfólk hennar. Þetta er kynslóðin sem tengir okkur við arfleifðina, við hið einfalda bændasamfélag þar sem hver fjölskyldumeðlimur gegndi ákveðnu hlutverki. Þetta er fólkið sem upplifði þær breytingar sem iðnbyltingin hafði í för með sér. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 706 orð

Gunnar Bjarnason

Þegar við Halldór sonur Gunnars Bjarnasonar fyrir fjöldamörgum árum stóðum á fyrstu þrepum hestamennskunnar og reyndum á ýmsan hátt að öðlast fróðleik um hesta og hestamenn fannst Gunnari tilhlýðilegt að fara með piltana í reisu um landið, heilsa upp á helstu hestamenn fyrir norðan og austan og enda í Hornafirði. Þessi ferð varð ógleymanleg. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 401 orð

Gunnar Bjarnason

Einn merkasti maður í sögu hrossaræktar og kynningu íslenska hestsins er fallinn. Ekki er ætlun mín að rekja feril Gunnars Bjarnasonar hér en afrek hans í þágu hrossaræktenda á Íslandi eru óteljandi. Ég kynntist Gunnari sjálf ekki fyrr en ég tók til starfa fyrir Félag hrossabænda fyrir rúmum tveimur árum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 805 orð

Gunnar Bjarnason

"Þú sverfur og sverfur en nærð mér aldri á fluginu." (M.Joch). Þessu svaraði skáldið ábendingu um að ljóðin ætti að snurfusa og vanda. Sá er fer með brandi orðsins og vill framfarir, hann læðist ekki með löndum heldur gnæfir yfir með hvatningu og mælsku. Hann er hrópandinn. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Gunnar Bjarnason

Nú er fallinn í valinn í hárri elli einhver fræknasti merkisberi íslenska hestsins, Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur. Gunnar tók við starfi hrossaræktarráðunautar árið 1940. Eftir að hann hóf störf urðu á fáeinum árum slíkar sviptingar í vélvæðingu landbúnaðarins að íslenski hesturinn varð að steingervingi í flestra augum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 610 orð

Gunnar Bjarnason

Íslenskur landbúnaður hefur misst einn sinna hörðustu baráttumanna, mann sem skildi takmarkanir og tækifæri íslensks landbúnaðar, gerði sér grein fyrir íslenskum veruleika og hvert stefna ætti til framfara og velgengni fyrir íslenska bændur. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 712 orð

Gunnar Bjarnason

Með þakklátum huga og virðingu minnist ég vinar míns og samferðamanns um langt árabil. Ég kynntist Gunnari Bjarnasyni og fyrri konu hans Svövu þegar þau voru næstu nágrannar okkar á Hvanneyri. Á þeim tíma var Hvanneyri miklu fámennara en í dag og voru húsin á staðnum ekki mörg. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 119 orð

Gunnar Bjarnason

Það er mikil eftirsjá að Gunnari Bjarnasyni. Með tungutaki hestamanna má segja að Gunnar hafi verið glæsilegur og fasmikill gæðingur, fjölhæfur, geðgóður og viljamikill, og blessunarlega aldrei fulltaminn. Hefði ekki hentað vel í keppni á litlum hringvelli. Gunnar gat farið mikinn, nánast með himinhvolfum. Á öllum fundum átti hann salinn. Hann heillaði flesta og hrelldi suma. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 1393 orð

Gunnar Bjarnason

"Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði. Hvenær mun ég fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs?" (Sl. 42,3). Þessi orð komu upp í hugann er ég ritaði hér örfá kveðjuorð í minningu míns kæra vinar og félaga Gunnars Bjarnasonar. Enginn var heitari í bænum sínum en hann að leita styrks og daglegrar handleiðslu hjá Guði. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 490 orð

Gunnar Bjarnason

"Gjörðu svo vel, ég ætla að gefa þér þessar bækur." "Ég kom nú bara til þess að biðja þig að hafa framsögu um ræktun og kynningu íslenska hestins, með Halldóri búnaðarmálastjóra hjá fræðslunefnd Fáks." "Þú átt þessar bækur og í þessari hérna fjalla ég einmitt um ævintýrið með íslenska hestinn á meginlandinu og sigurgöngu hans þar." ­ Hann ýtti þykkum bókabunka til mín. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 608 orð

Gunnar Bjarnason

Hugmaðurinn og eldhuginn Gunnar Bjarnason er látinn. Vinur föður míns fyrr á árum og okkar hjóna um alla tíð er horfinn á braut en skilur eftir sig ljúfar minningar í huga okkar. Ég sé fyrir mér Gunnar Bjarnason að kynna íslenska hestinn í Þýskalandi fyrir tugum ára, (ásamt hestakonunni og rithöfundinum Úrsulu Bruuns). Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 602 orð

Gunnar Bjarnason

Það var haustkvöld 1963. Við skólapiltar sátum í eldrideildarstofunni á Hvanneyri og biðum þess að Guðmundur skólastjóri setti skólann. Flestir höfðu tekið sér sæti. Skyndilega er hurðinni svipt upp. Inn stormar fasmikill maður með konu sinni, háleitur og býður gott kvöld háum rómi: Það leyndi sér ekki að í stofu hafði gengið Gunnar Bjarnason, Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Gunnar Bjarnason

Ég finn í tölvunni hjá mér bréfkorn frá 17. apríl 1996, stílað á Hestakóng Gunnar Bjarnason. Upphaf bréfsins er á þessa leið: "Ég er að spekúlera í að filma sögukorn sem er byggt á litlu atviki sem varð á Hólum í Hjaltadal, þegar ég var þar í sveit hjá þér. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Jón Eiríksson

Nú er afi okkar á Fossi dáinn. Hálfum mánuði áður en hann hefði orðið 91 árs. Elsku afi, nú hugsum við öll um þá daga sem við áttum í sveitinni með þér, ömmu og Sigga. Minningar um þig gangandi um hlaðið á Fossi með stafinn þinn að fylgjast með því að allt gengi sinn vanagang, því þó að það væri ekki lengur í þínum verkahring þá varst þú alltaf Jón bóndi á Fossi. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 203 orð

JÓN EIRÍKSSON

JÓN EIRÍKSSON Jón Eiríksson var fæddur á Fossi á Síðu 6. október 1907. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 20. september. Foreldrar hans voru Eiríkur Steingrímsson og Guðleif Helgadóttir. Jón kvæntist Fjólu Aradóttur frá Borg á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu vorið 1941. Þau eignuðust fimm syni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 498 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

Elsku Óli frændi. Í bernskuminningum mínum ertu sveipaður ljóma skemmtilegra minninga úr sveitinni heima á Stað þar sem allt var gott og fallegt og engan skugga bar á. Þegar Óli frændi var væntanlegur heim í skólafríum og á sumrin, var mikil tilhlökkun hjá okkur krökkunum því þá var líf og fjör framundan. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 111 orð

Ólafur Þ. Þórðarson

Okkur langar í nokkrum orðum að minnast fráfalls góðs félaga og fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, Ólafs Þ. Þórðarsonar. Hann var virkur í starfi ungra framsóknarmanna meðan hann hafði aldur til og var ávallt síðar boðinn og búinn að rétta samtökum ungra framsóknarmanna hjálparhönd við hin ýmsu tilefni. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 30 orð

ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON

ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON Ólafur Þ. Þórðarson fæddist á Stað í Súgandafirði 8. desember 1940. Hann lést 6. september síðastliðinn og fór úrför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 18. september. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 670 orð

Ragnar Guðmundsson

Það sem fyrst kemur upp í huga mér við andlát afa er þakklæti. Ég er þakklátur afa fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast, sjá og örlítið að upplifa þá reynslu, þekkingu og sýn sem afi hafði öðlast á langri æfi sinni. Afi var frá Ásbúð í Hafnarfirði, fæddur árið 1903, af þessari aldamótakynslóð Íslendinga sem svo fáir eru eftir af. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 200 orð

RAGNAR GUÐMUNDSSON

RAGNAR GUÐMUNDSSON Ragnar fæddist í Ásbúð í Hafnarfirði 29. júní 1903. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Sigvaldssonar útvegsbónda og Kristbjargar Ólafsdóttur frá Garði í Görðum. Hann var næstyngstur sex systkina og lifði hann þau öll. Hann átti uppeldisbróður, Eirík Sæmundsson, og er hann á lífi. Hinn 4. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 471 orð

Sigríður Bjarney Karlsdóttir

Hún amma mín er dáin. Og það er sárt að kveðja þó að ég viti að amma hafi verið hvíldinni fegin eftir heilsuleysi og áföll undanfarinna ára. En hún var alltaf svo brött og sterk og það er kannski einmitt þess vegna sem maður átti bágt með að trúa því að í þetta sinn myndi amma ekki hafa það af eins og í öll hin skiptin. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 64 orð

Sigríður Bjarney Karlsdóttir

Langamma mín var alltaf svo góð við mig. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk með henni frá Hrafnistu og niður eftir til ömmu. Svona var lífið þá. Nú var orðið svo erfitt hjá henni að hafa með sér súrefni út um allt. Vonandi að henni líði betur núna en ég mun alltaf sakna hennar. Elva Karlý Sveinbjörnsdóttir, 9 ára, Noregi. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Sigríður Bjarney Karlsdóttir

Þegar ég frétti af andláti ömmu fór ég ósjálfrátt að hugsa til baka og komst þá að því hvað amma er stór hluti af bernskuminningum mínum. Þó svo að ég hafi haft töluvert samband við ömmu í seinni tíð eftir að hún fluttist á Hrafnistu er eins og nú sæki að mér minningar um samband mitt við ömmu mína þegar ég var krakki. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Sigríður Bjarney Karlsdóttir

Kæra tengdamóðir. Það haustar að, litir sumarsins fölna og farfuglarnir búast til brottfarar á fjarlægar slóðir, þá svífur andi þinn úr þreyttum líkama inn í ljós hins eilífa vors, þar sem burtfarnir ástvinir bíða þín og umvefja þig birtu og kærleika. En svona töldum við að brottför þín úr þessum heimi myndi verða. Þú varst ferðbúin, og kveiðst ekki endalokunum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Sigríður Bjarney Karlsdóttir

Ég kveð þig með söknuði, elsku amma, en veit að þú ert nú í friði hjá Guði og umvafin hlýju ástvina þinna sem áður voru horfnir úr þessum heimi. Ég hefði svo mjög viljað fylgja þér seinasta spölinn og geri það í huga mínum og hjarta. Ég mun ávallt heiðra minningu þína, þú hefur kennt mér svo margt sem ég vona að mér takist að kenna mínum börnum. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 412 orð

SIGRÍÐUR BJARNEY KARLSDÓTTIR

SIGRÍÐUR BJARNEY KARLSDÓTTIR Sigríður Bjarney Karlsdóttir var fædd á Stokkseyri 1. mars 1913. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík að morgni 16. september sl. Foreldrar hennar voru Karl Frímann Magnússon, skósmiður og formaður í Hafsteini á Stokkseyri, f. 4. okt. 1886 á Stokkseyri, d. 30. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 287 orð

Steingrímur Hannes Friðlaugsson

Í dag er jarðsunginn frá Hagakirkju á Barðaströnd Steingrímur H. Friðlaugsson bóndi frá Ytri-Miðhlíð. Með honum er genginn einn af mætustu mönnum sem ég hef kynnst og vil ég minnast hans hér örfáum kveðjuorðum. Ég man Steingrím fyrst er ég var unglingur á Patreksfirði en seinasta aldarfjórðunginn hafa kynni okkar orðið meiri. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Steingrímur Hannes Friðlaugsson

Með fáeinum orðum viljum við systkinin kveðja afa okkar og þakka honum alla þá hjartahlýju sem hann sýndi okkur og alla góðu dagana í sveitinni. Okkur var snemma ljóst að afi var einstaklega góður maður, hann vildi öllum svo vel, hvort heldur var mönnum eða dýrum, Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 804 orð

Steingrímur Hannes Friðlaugsson

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 269 orð

STEINGRÍMUR HANNES FRIÐLAUGSSON

STEINGRÍMUR HANNES FRIÐLAUGSSON Steingrímur Hannes Friðlaugsson fæddist í Koti í Rauðasandshreppi 22. nóvember 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðlaugur Einarsson, f. 1857, d. 12.11. 1914, og Ólöf Dagbjartsdóttir, f. 3.8. 1894, d. 4.5. 1986. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Sædís Kristinsdóttir

Dauðinn tók þig í blóma lífsins. Af hverju? Hver veit það? Guð veit það. Hvernig veit hann það? Hann tók þig frá okkur, þess vegna veit hann það. Hann hafði ástæðu, þótt við vitum ekki hver hún er og fáum aldrei að vita hana. Guð veit að okkur finnst dauðinn ekki sanngjarn. Sérstaklega þegar hann tekur einhvern of fljótt. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Sædís Kristinsdóttir

"Gísli! Viltu aðeins koma og hjálpa mér með þetta dæmi hérna." Það var Sædís, vina mín og nemandi, sem kallaði og bað um aðstoð. Ég fór til hennar og í sameiningu fundum við bestu lausn á dæminu sem hún var að glíma við. Ekki grunaði mig þá að þetta væri í síðasta skipti sem Sædís bæði mig um hjálp í stærðfræði og þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi þessa fíngerðu og elskulegu stúlku í 10. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 198 orð

Sædís Kristinsdóttir

Það var sárt að heyra það að hún Sædís væri dáin, þessi unga, fallega og góða stúlka. Ég vil minnast hennar með nokkrum orðum. Sædís tók virkan þátt í starfi æskulýðsfélags KFUM og K í Landakirkju. Í starfi æskulýðsfélagsins var hún sterkur hlekkur og verður hennar sárt saknað í starfinu. Sunnudagskvöldið 20. september sl. var haldinn æskulýðsfundur sem tileinkaður var minningu Sædísar. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 161 orð

Sædís Kristinsdóttir

Okkur vinkonurnar langar að skrifa nokkur minningarorð um Sædísi Kristinsdóttur. Sædís var góð stelpa og alltaf í góðu skapi. Þegar við fréttum að Sædís væri dáin, þá fórum við að hugsa hvað hefði gerst. Hún var þarna í góðu skapi eins og alltaf. Í tíma með okkur og svo var hún dáin um kvöldið. Hún á eftir að vera í minningu okkar alltaf, um alla eilífð. Meira
26. september 1998 | Minningargreinar | 110 orð

SÆDÍS KRISTINSDÓTTIR

SÆDÍS KRISTINSDÓTTIR Sædís Kristinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. nóv. 1983. Hún lést á Landspítalanum 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristinn Björnsson og Særún Eydís Ásgeirsdóttir í Vestmannaeyjum. Systkini hennar eru Særún, f. 29. júní 1982, Hrafnhildur, f. 26. júní 1987, og Ingibjörn, f. 6. apríl 1995. Meira

Viðskipti

26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Bréf Flugleiða lækka um 5%

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls 3.715 m.kr. Viðskipti voru mest á skuldabréfamarkaði, alls tæpir 2,9 milljarðar króna en þar af námu viðskipti með húsbréf 2.608 m.kr. Markaðsávöxtun húsbréfa lækkaði í gær um 3-5 punkta og er nú í sögulegu lágmarki. Viðskipti með hlutabréf námu 26 m.kr., mest með bréf Íslandsbanka, 12 m.kr., og Flugleiða, 5 m.kr. Verð bréfa Flugleiða lækkaði um 5%. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 137 orð

ÐKarl K. Karlsson fær þekkt áfengisumboð

HEILDVERSLUNIN Karl K. Karlsson tekur við umboði fyrir Gordons gin, Johnny Walker viskí, Dimple viskí og fjölda annarra þekktra áfengistegunda þann 1. október næstkomandi. Umboðið flyst yfir til verslunarinnar vegna samruna tveggja erlendra áfengisfyrirtækja, Grand Metropolitan og Guinness í Bretlandi, snemma á þessu ári en áfengisdeildir þeirra sameinuðust þann 1. júlí s.l. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 282 orð

Einokun á áfengi í Rússlandi á ný

RÚSSNESKA stjórnin hefur tilkynnt að hún muni aftur koma á einokun á framleiðslu og sölu á sterku áfengi, bæði af félagslegri og efnahagslegri nauðsyn. Barátta stjórnvalda gegn ólöglega framleiddu áfengi mun gefa mikið í aðra hönd. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 284 orð

Framleiðsla einræktaðra plantna aukin

SKÓGRÆKTARSTÖÐIN Barri á Egilsstöðum og Fossvogsstöðin í Reykjavík, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur rekið, hafa sameinast undir nýju nafni, Barri-Fossvogsstöðin hf. Með sameiningunni verður til stórt fyrirtæki á sviði skógar- og garðplöntuframleiðslu og helsti keppinautur stöðvarinnar verður, að sögn Jóns Arnarsonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Skógrækt ríkisins. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 654 orð

Greinir á um hagræði og greiðslubyrði vegna korta

FORSVARSMENN Kaupmannasamtakanna segja íslenska verslun greiða meira en henni ber við greiðslumiðlun með kortum. Þá telja þeir algjörlega óljóst hvort og hvaða hagræði hlýst af nýjum greiðslukortum sem bankar, sparisjóðir og greiðslukortafyrirtækin tvö hyggjast innleiða hér á næstunni. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Hitaveita Suðurnesja kaupir nýtt upplýsingakerfi

Hitaveita Suðurnesja kaupir nýtt upplýsingakerfi HITAVEITA Suðurnesja og Tæknival hf. hafa undirritað samning um endurnýjun á viðskipta- og upplýsingakerfi fyrir alla orkusölu Hitaveitunnar. Umrætt kerfi, K+, er sænskt að uppruna, en er þýtt og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Hlutafé Vaka aukið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé Vaka hf. úr 35 í 40 milljónir kr. að nafnverði. Aukningin var samþykkt á hluthafafundi í fyrradag. Vaki hf. framleiðir tæki fyrir fiskeldi og fiskveiðar. Fyrirtækið undirbýr umsókn um skráningu á Vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Innkaup ferðamanna aukast um 28% milli ára

VERSLUN erlendra ferðamanna á Íslandi jókst um 28,3% fyrstu átta mánuði þessa árs, frá sama tímabili á síðasta ári. Er þá miðað við aukningu í endurgreiðslu virðisaukaskatts til útlendinga hjá Global Refund á Íslandi hf. Heildarsala á vörum sem virðisaukaskattur er endurgreiddur af til útlendinga nam liðlega 160 milljónum kr. í ágúst og hafði aukist um 30,3%, miðað við ágúst í fyrra. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Kaupa allann reksturinn í Færeyjum

EIGENDUR Bónuss hafa keypt Jakob Jakobsson, út úr verslunarrekstri félagsins í Færeyjum en Jakob, sem á og rekur Rúmfatalagerinn hér á landi, átti helmingshlut í rekstri Bónusverslananna ytra. Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, segir samstarfið við Jakob hafa gengið vel og brotthvarf hans úr félaginu fara fram í mesta bróðerni. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 470 orð

Kaupmenn þurfa að auglýsa álag við inngöngudyr

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur hafnað ósk Visa Ísland um að fresta réttarákvörðun úrskurðar samkeppnisyfirvalda um bann við tilteknum skilmálum sem greiðslukortafyrirtækin hafa sett í samningum sínum við verslanir og þjónustufyrirtæki en Visa hefur höfðað mál til að fá úrskurðinn ógiltan. Kaupmönnum verður því heimilt eftir 1. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Kynna Suðurskautsferð á Vatnajökli

ÞRÍR Hollendingar eru nú í Hornafirði að undirbúa og kynna fyrirhugaða gönguferð yfir Suðurskautslandið. Hollendingarnir þrír hyggjast ganga þvert yfir Suðurskautslandið. Leggja þeir af stað um næstu mánaðamót og reikna með að vera 90 daga á leiðinni. Þeir eru nú hér á landi til að kynna ferðina og þann búnað sem notaður er. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Lækkanir vegna viðvarana -undirfs»

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa lækkaði yfirleitt í gær, bankabréfa mest, þar sem hagnaðarviðvaranir í tengslum við kreppuna í Asíu, Rússlandi og víðar drógu kjark úr fjárfestum. Lokagengi helztu bréfa lækkaði um 2,09% í París, 2% í London, 2,3% í Amsterdam, 2,4% í Mílanó og 0,58% í Frankfurt. Spænska Ibex-25 vísitalan hækkaði hins vegar um 1,07%. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Minni áhugi á löngum vinnutíma

BBEZKIR stjórnendur á öllum stigum hafa stytt vinnuviku sína vegna áhrifa langs vinnutíma á líf þeirra samkvæmt skýrslu Institute of Management (IM) í Bretlandi. Lágtsettir stjórnendur og millistjórnendur hafa mesta andúð á löngum vinnudegi ­ tæplega 60% kváðust vinna mikið vegna þess að æðri stjórnendur væntu þess eða þeir ættu ekki kost á öðru. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Nýr framkvæmdastjóri Jöklaferða

STJÓRN Jöklaferða hf. í Hornafirði hefur ákveðið að ráða Sigurð Sigurðarson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tekur hann við af Tryggva Árnasyni hinn 1. nóvember næstkomandi. Tryggvi er einn af stofnendum Jöklaferða hf. og framkvæmdastjóri frá upphafi en Jöklaferðir eru að öllum líkindum fyrsta sérhæfða afþreyingarfyrirtækið í ferðaþjónustu hér á landi. Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 294 orð

Okkar Óskarsverðlaun

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugvit hf. fékk Lotus Beacon- verðlaunin í ár fyrir bestu veflausnina í Evrópu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Lotusphere-sýningunni sem lauk í Berlín í gær. Ólafur Daðason, forstjóri Hugvits, Meira
26. september 1998 | Viðskiptafréttir | 142 orð

UBS-banki í Sviss með mikið tap

UBS AG, stærsti banki Evrópu, segir að bankinn muni tapa einum milljarði svissneskra franka, eða 718 milljónum dollara, á þriðja ársfjórðungi, þar sem umrót á heimsmörkuðum hafi grafið undan hagnaði í einn mánuð. Meira

Daglegt líf

26. september 1998 | Neytendur | 371 orð

Ekki hægt að fá vambir utan um slátrið

VÍÐA um land er slátrun sauðfjár komin í fullan gang. Á heimilinum fara þeir hagsýnu að huga að hálftómum frystikistum og ómissandi þætti í haustverkunum, að taka slátur. Neytendur víða um land hafa hins vegar tekið eftir því að ekki er alls staðar hægt að fá hefðbundnar vambir með slátrinu, en þeirra í stað eru komnar gervivambir. Hjá sláturhúsi Þríhyrnings hf. Meira
26. september 1998 | Neytendur | 147 orð

Slátrið er járnríkt en fitumikið

Telst lifrarpylsa og slátur holl fæða? Brynhildur Briem næringar- og matvælafræðingur, sem er lektor við Kennaraháskólann, segir að slátur sé ódýr matur og mjög járnríkur. "Allir þurfa á járni að halda, sérstaklega konur á barneignaraldri. Gallinn er hinsvegar sá að blóðmör og lifarpylsa er fituríkur matur og um er að ræða svokallaða harða fitu sem talin er óholl. Meira

Fastir þættir

26. september 1998 | Í dag | 42 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 27. september, verður fimmtugur Ómar Sigurðsson, Skaftahlíð 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurbjörg Eiríksdóttir. Ómar er dyggur stuðningsmaður knattspyrnufélagsins Vals og félagi í Oddfellowreglunni. Þau hjónin taka á móti gestum í sumarhúsi sínu í Torrevieja á Spáni. Meira
26. september 1998 | Í dag | 44 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 26. september, er sextugur Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson, málarameistari, Langholtsvegi 60, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Áslaug Gyða Guðmundsdóttir, taka á móti gestum í Haukahúsinu við Flatahraun í Hafnarfirði á milli kl. 15 og 17 á morgun, sunnudaginn 27. september. Meira
26. september 1998 | Í dag | 34 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 26. september, verður sjötugur Eiríkur Egill Jónsson, Austurbergi 12, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í sal málara- og múrarameistara, Skipholti 70, í dag milli kl. 17 og 19. Meira
26. september 1998 | Í dag | 33 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 26. september, verður sjötugur Oliver Kristófersson, fyrrv. aðalbókari, Flókagötu 1, Reykjavík. Oliver býður ættingjum og vinum í síðdegiskaffi í dag frá kl. 16­18 á Hótel Skjaldbreið, Laugavegi 16. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 861 orð

Bjánarnir hálfgerðu "Eftir að hafa skrifað í 30 ár er ekki laust við að ég verði pirraður á því að sjá hvernig hálfgerðir bjánar

Arabíska er feimið tungumál nefnist viðtal eftir Einar Örn Gunnarsson rithöfund við íraska skáldið Sargon Boulus (Mbl. 20. sept. sl.). Margt athyglisvert kemur fram í þessu viðtali. Meðal þess sem Boulus hefur að segja er þetta: "Að nokkru leyti má segja að ljóðagerð og þýðingar mínar hafi verið erfið, ströng og vanþakklát vinna. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

FIMMTUDAGINN 17. september spiluðu 30 pör Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Efstu pör voru: N/S Þórólfur Meyvantss. ­ Eyjólfur Halldórss.416 Magnús Jósefs. ­ Hilmar Valdimarss.415 Helga Helgad. ­ Júlíus Ingibergss.412 A/V Júlíus Guðm.s. ­ Bernharð Guðm.s.456 Albert Þorsteinss. Meira
26. september 1998 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst sl. í Grensáskirkju af sr. Hjálmari Jónssyni Áslaug I. Sveinbjarnardóttir og Sigurður Hallbjörnsson. Heimili þeirra er að Fjölnisvegi 9, Reykjavík. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 1456 orð

Fósturdóttir í afmælisgjöf Draumur Jóhönnu Gunnlaugsdóttur varð að veruleika þegar hún heimsótti "fósturdóttur" sína á Spáni í

Draumur Jóhönnu Gunnlaugsdóttur varð að veruleika þegar hún heimsótti "fósturdóttur" sína á Spáni í fyrsta sinn eftir fjögur ár ­ einmitt á afmælisdegi sínum. Stefán Stefánsson fékk að heyra ferðasögu hennar og um hvernig sé að heimsækja SOS-barnaþorp. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 1321 orð

Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7.)

Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7.) »ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 495 orð

Hvað er litbrigðaofsakláði (urticaria pigmentosa)?

Litbrigðaofsakláði Spurning: Kona hringdi og vildi fá upplýsingar um sjúkdóm sem hún kallaði "urticaria pigmentosa". Hún vildi fá að vita hvort til væri nafn yfir hann á íslensku. Hún sagðist hafa leitað til lækna hér heima en fáir virtust hafa áhuga eða þekkingu á þessum sjúkdómi. Meira
26. september 1998 | Dagbók | 515 orð

Í dag er laugardagur 26. september, 269. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 26. september, 269. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Um sólsetur komu allir þeir, er höfðu á sínum vegum sjúklinga haldna ýmsum sjúkdómum, og færðu þá til hans. En hann lagði hendur yfir hvern þeirra og læknaði þá. (Lúkas, 4, 40. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 931 orð

Íslenskt mál

SVO HEFUR vitur maður sagt, að sannleikurinn sé ekki í bókum og auk heldur ekki í góðum bókum. Víst er um það, að seint höndla menn allan sannleikann, enda skilst mér að enn sé jafnvel vafi á því hvað sannleikur sé. Í manntölum og kirkjubókum, sem eru grunnheimildir íslenskra nafnarannsókna frá síðari öldum, koma fyrir skekkjur, og sumt hefur fallið niður. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 820 orð

Réttarholtsskóli Norðurlandameistari grunnskóla í skák

Réttarholtsskóli sigraði mjög örugglega á mótinu, lagði alla keppinautana að velli. 18.­20. september. SKÁKSVEIT Réttarholtsskóla vann öruggan sigur á Norðurlandamóti grunnskólasveita, sem fram fór í Gausdal í Noregi dagana 18.­20. september. Réttarholtsskóli fékk 14 vinning af 20 og var tveimur og hálfum vinningi á undan næstu sveit. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 1231 orð

Safnaðarstarf Blessun Hásala Strandbergs HIÐ g

HIÐ glæsilega safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Strandberg er nú fullbyggt eftir að meginsalarkynni þess Hásalir hafa verið innréttaðir, aðeins er nú eftir að búa heimilið betur húsgögnum auk þess sem sérstök hljóðsogsklæði verða sett upp í Hásölum á aðventunni til þess að stýra hljómburði. Kapella safnaðarheimilisins var vígt fyrir 3 árum og hluti þess þá tekinn í notkun. Meira
26. september 1998 | Í dag | 541 orð

Sjúkraskrár S.R.

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Allar sjúkraskrár Sjúkrahúss Reykjavíkur opnar fyrir starfsfólk tryggingafélaga og starfsmenn örorkunefndar," segir Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. (Eru til lög og reglur sem leyfa þetta heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra?) Þetta segir hann í svarbréfi til undirritaðs hinn 11. september. Meira
26. september 1998 | Í dag | 147 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og tryggir sér j

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og tryggir sér jafntefli. STAÐAN kom upp á svæðamóti Norðurlandanna í Munkebo í Danmörku. Hannes Hlífar Stefánsson(2.535) var með hvítt og átti leik gegn Helga Ólafssyni(2.505). Svartur var með peð yfir en lék síðast 29. ­ Ha8­ d8 sem gaf hvíti færi á að jafna taflið. Meira
26. september 1998 | Fastir þættir | 791 orð

»Svart/hvítir draumar í lit

SUMIR draumar snúast um skjannahvíta hluti í annars venjulegu umhverfi í venjulegum litum og skyndilega skellur á biksvarta myrkur. Þegar maður vaknar man maður óljóst eitthvað hvítt flökt og lítið meir. Draumar sem þessir minna sterklega á lýsingar fólks á brotthvarfi í vöku, þar sem það staðhæfir að hafa verið numið brott af "geimverum" en skilað aftur að stundu liðinni. Meira
26. september 1998 | Í dag | 466 orð

UM ÞESSAR mundir stendur yfir viðgerð á ytra byrði Bessastaðakirkju

UM ÞESSAR mundir stendur yfir viðgerð á ytra byrði Bessastaðakirkju og er það vel að þessu merka guðshúsi, sem var vígt 1796 og er með elztu steinhúsum á landinu, skuli vel haldið við. Víkverja finnst að nú ætti næsta skref að vera það að koma kirkjunni í sína upprunalegu mynd að innanverðu. Meira
26. september 1998 | Í dag | 26 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með basar kr. 6.343 til styrktar Rauða k

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með basar kr. 6.343 til styrktar Rauða kross Íslands. Þau heita Guðm. Ágúst Böðvartsson, Ester Böðvarsdóttir, Gísli Rúnar Böðvarsson og Jón Þröstur Hauksson. Meira

Íþróttir

26. september 1998 | Íþróttir | 213 orð

Búbbi bróðir benti á Winnie

BÆÐI lið hafa margreyndum miðvarðapörum á að skipa. Þeir Zoran Miljkovic og Hlynur Stefánsson binda Eyjavörnina saman og í vesturbæjarliðinu fara þeir Þormóður Egilsson og Skotinn David Winnie fyrir sterkri vörn. Winnie kom til liðs við KR þegar Íslandsmótið var hafið og hefur síðan vakið athygli fyrir framgöngu sína. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 358 orð

Einbeitum okkur að því jákvæða

Stemmningin er mjög góð í öllum hópnum, allir leikmennirnir eru brjálaðir og hungrar í sigur," sagði Einar Þór Daníelsson, fyrirliði og einn leikreyndasti leikmaður KR, þegar Morgunblaðið ræddi við hann árdegis í gær. Þá var fyrirliðinn staddur heima hjá sér, en síðar um daginn var tekin æfing á KR-vellinum og svo var haldið suður til Keflavíkur þar sem liðið mun dvelja fram að leik. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 183 orð

Fjögur lið í fallhættu

FJÖGUR lið berjast um tilverurétt sinn í efstu deild karla í knattspyrnu ­ Valur, ÍR, Grindavík og Þróttur R. Tvö af þessum liðum komust upp í efstu deild sl. keppnistímabil, Þróttur R. og ÍR. Staðan er þannig fyrir síðustu umferðina er að Valur er með 18 stig, sjö mörk í mínus, ÍR er með 16 stig, tíu mörk í mínus, Grindavík er með 16 stig, tólf mörk í mínus, og Þróttur R. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 1249 orð

Höfum allt að vinna

ATLI var við stjórnvölinn í Eyjum 1995 og 1996 og nokkrir leikmanna liðsins þá munu mæta sínum gamla þjálfara í dag. "Þetta verður skemmtilegt og mér finnst gaman að hafa komið að mótun svo sterkra liða," sagði þjálfarinn. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 1118 orð

Menn verða að hafa eitthvað uppi í erminni

Eyjamenn hafa Íslandsmeistaratitil að verja þegar þeir mæta á KR- völlinn í dag og þeir geta líka orðið tvöfaldir meistarar í fyrsta sinn. Steinþór Guðbjartsson tók púlsinn á Bjarna Jóhannssyni, þjálfara ÍBV, fyrir lokaleik Íslandsmótsins. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 389 orð

Sigur það eina sem gildir

Íslenska landsliðið í handknattleik leikur síðari leik sinn í undankeppni EM gegn Finnum í Helsinki í dag og hefst viðureign liðanna kl. 15:30 að íslenskum tíma. Ísland vann heimaleikinn með átta marka mun og ætti því að eiga auðveldan leik fyrir höndum. Geir Sveinsson, fyrirliði, vildi þó vara við of mikilli bjartsýni og segir að Íslendingar hafi ekki efni á að vanmeta neinn andstæðing. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 469 orð

Sókn er besta vörnin

Létt var yfir Hlyni Stefánssyni, fyrirliða ÍBV, á æfingu á Fylkisvellinum í gær. Æfing í einbeitingu vafðist eitthvað fyrir honum í fyrstu en hún þjappaði hópnum saman og allir sem einn sameinuðust í að leiðrétta miðvörðinn, sem hafði svo rétt fyrir sér eftir allt saman. "Það er mikill hugur í mönnum og allir jákvæðir. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 56 orð

Walker til liðs við Hauka

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Hauka hefur tryggt sér bandarískan leikmann fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni. Um er að ræða Myron Walker, 27 ára bakvörð sem er 1,90 á hæð og hefur leikið sem atvinnumaður síðustu fjögur árin. Walker hefur leikið síðustu tvö ár í Sviss, en þar áður var hann leikmaður með Svíþjóðarmeisturum Stockholm Kapitals. Meira
26. september 1998 | Íþróttir | 113 orð

Þrjú félög hafa unnið tvöfalt

EYJALIÐIÐ á möguleika að verða fjórða liðið sem hefur náð þeim áfanga að vinna tvöfalt, að verða bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í knattspyrnu sama ár. Ef það tekst verður Bjarni Jóhannesson sjötti þjálfarinn í sögunni til næla sér í "tvöfaldan". KR-ingar urðu fyrstir til að vinna tvöfalt ­ 1961. Þá var Óli B. Jónsson þjálfari liðsins. Meira

Úr verinu

26. september 1998 | Úr verinu | 658 orð

Öll aðstaða betri og tvöfalt stærri

FJÖLMENNI var viðstatt vígslu Sæbjargar, hins nýja skólaskips Slysavarnaskóla sjómanna, í gær, en það er gamla Akraborgin sem fengið hefur þetta nýja hlutverk. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans, tjáði Morgunblaðinu að öll aðstaða um borð væri mun betri og tvöfalt stærri enda skipið stórt og mikið en hann sagði menn þó sakna gömlu Sæbjargar. Meira

Lesbók

26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1164 orð

AÐ ENDURNÝJAST Í SÍFELLU

Ég verð að segja það hér í upphafi þessa pistils að fátt fer jafnmikið í taugarnar á mér og smásmyglisleg málvöndunarumræða. En svo fer að bikarinn fyllist og meira að segja mér ofbýður. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

CAPUT OG SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR TILNEFND

CAPUT-HÓPURINN og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari eru tilefnd af Íslands hálfu til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir árið 1999. Frá Danmörku eru tilefnd þau Povl Dissing, vísnasöngvari og trúbador og Kontra- kvartettinn, Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2275 orð

"DAUÐA YFIR SPÁNVERJA OG ALLA YFIRSTÉTT..." EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR

DSÚLARNIR Hér skrái ég þetta: Árið 1541 komu Dsúlarnir í fyrsta sinn, útlendingarnir úr austrinu. Þeir komu til Ekab, sem er nafn þessa staðar. Þeir sigldu inn Vatnahliðið í Ekab að bænum Nakom Balam, á fyrstu dögum árs Katún Ellefu Ahaú. Tuttugu og fimmtán áratugum áður en Dsúlarnir komu höfðu Ítsarnir dreifst... Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 154 orð

DÝJAMOSI

Leitaðu hans í skóginum skammt frá veginum í djúpu gontunni hjá dýjalindinni; þar vex hann, mosinn mjúki og svali, sem stillir þrá og stöðvar ekka, græðir og huggar í sinni grænu mildi. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3515 orð

HEIMAR HINNA DAUÐU EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Kaþólska kirkjan bannaði alla andatrú, en sumir klerkar mótmælendakirknanna hafa

Efnisheimurinn, umhverfi og barátta mannanna við óblíð náttúruöfl var frumstæðum mönnum jafnmikil staðreynd og heimar andanna. Animisminn eða sú trú að allir hlutir séu lifandi í sjálfu sér og að heimurinn sé fullur af hliðhollum og fjandsamlegum öflum, góðum og illum öndum, gerði mönnum ljóst að fleira var í heiminum en séð varð í vöku. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3593 orð

HVERSVEGNA VARÐ HEIÐABYGGÐIN TIL? EFTIR BRAGA MELAX

Áfyrrihluta 19. aldar og um miðja öldina varð til veruleg byggð á heiðum uppi á norðaustanverðu landinu, nánar tiltekið í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu og í Norður-Múlasýslu. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

Í SKÁLHOLTI

Hér á þessum helga stað hljómar berast víða að þegar landsins líf og sál leggur fram sín bænarmál. Hér er andlegt höfuðból, heilla alda trúarskjól, helgidómur lýðs og lands, ljós og gæfa friðarbands. Glötum aldrei góðri trú, glæðum hana í brjóstum nú. Eflum kristinn kærleikssjóð, krossinn blessar land og þjóð. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3663 orð

ÍSLENSK STEINSTEYPUKLASSÍK Í VERKUM EINARS ERLENDSSONAR

Íslensk byggingarlist á sér ekki mjög langa sögu. En einmitt það gerir hana óvenjulega og áhugaverða. Í dag stöndum við fyllilega jafnfætis öðrum þjóðum á sviði byggingarlistar, þrátt fyrir það að hér var ekki til sú atvinnumannastétt sem við í dag köllum arkitekta fyrr Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

JESÚS ER GUÐ ÞINN

Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið, átt honum að þakka, hann sigraði dauðann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðminum þínum ég hvíla vil í. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

KEISARINN

Ég sit inni á stað. Þar eru brostnar vonir og engir draumar eftir. Þar er vonin sem óvinur og ástin ómerkilegt orð. Þar eru brosin gleymd. Og það sem lífið lofaði áður með fallegum myndum er geymt í andliti vonbrigðarinnar. Það er líkt og sár síðustu ára séu lögð inn á bankabók án alls. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð

LESIÐ Í MÁLVERK

HVER myndlistarsýningin rekur aðra og mega þeir, sem vilja fylgjast með, hafa sig alla við vegna stutts sýningartíma. Það væri mikið heillaspor, ef þeir, sem að myndlistarsýningum standa, lengdu sýningartímann, þannig að sem flestir myndlistarunnendur gætu notið allrar þeirrar fjölbreytni, sem ríkir. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð

MANNTAFL

Hljóður streymir hugans leikur, hefur keim af fornum siði, þar sem ríkir kóngur keikur kringdur hirð og búandliði. Villir um og brögðum beitir, býst að egna gildru snjalla. Ekki samt af varúð veitir vilj'ann ekki sjálfur falla. Byrjunin er báðum vandi. Baklandið hinn æfði greinir, svo að ekki síðar strandi samspilið, er mest á reynir. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1249 orð

MAÓRÍAR Muninum á því sem er ekta í list frumbyggja og seinni tíma eftirlíkingum og fjöldaframleiðslu má líkja við ilminn af

ÞAÐ eru meiri viðbrigði en orð fá lýst, að koma utan frá Íslandi og reika samdægurs um sali British Museum. Líta öll þau undur er þar eru saman komin víða að úr heiminum, og ef heppnin er með ná að skoða einhverja af þeim mögnuðu sýningum sem þar eru reglulega settar upp, eiga sér langan undirbúning og aðdraganda og frábærilega er staðið að. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 137 orð

MÁNABLINDA

Víst hef ég gengið veginn um vonlausa nótt, hlustað á þögnina þjást og iðjagrænt engið kvíða kolbláum ljánum. Með hjartað fullt af falinni ást þegar andvarinn bar með sér óttann frá gömlu trjánum. Nú skil ég fyrst hve skammt er til sólarlags þó skíni morgunroði á hæstu tinda og ást sem brann svo óraheit var aðeins mánablinda. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1339 orð

MEÐ WAGNER Á VÖRUM

WIENER Volksoper, annað stærsta óperuhúsið í höfuðborg tónlistarinnar, Vínarborg, verður aldargamalt í vetur. Af því tilefni verður ráðist í uppfærslu á Meistarasöngvurunum frá Nürnberg eftir Richard Wagner og meðal aðalsöngvara verður ungur íslenskur bassasöngvari, Bjarni Thor Kristinsson. Frumsýning er fyrirhuguð í desember. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 251 orð

MIKILL ÁHUGI OG MIKIL AÐSÓKN

HÚSFYLLIR hefur verið á öllum tónleikum Norrænna músíkdaga sem lýkur í dag í Stokkhólmi og komust færri að en vildu, en það er alveg nýtt fyrirbrigði á þeirri hátíð, að sögn Kjartans Ólafssonar tónskálds sem þar er staddur ásamt fleiri félögum í Tónskáldafélagi Íslands. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

NR. ÞRETTÁN

Lífið er sterkt eins og mosinn Það grær á klöppunum við hafsbrúnina og heldur heljartaki í bláhvíta tilveruna Þegar ekkert veiðist verða mennirnir þöglir þeir standa í hópum og horfa á mávana. Kannski vita þeir hvað varð um silfurlitu fiskana. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 505 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1323 orð

ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TÓNLISTARINNAR Fjögur íslenzk verk hljómuðu á nútímatónlistarhátíðinni Varsjárhaustinu; fiðlukonsert og

FROSIN ásjóna tónleikagesta lýsti aðdáun og einbeitingu en breyttist fljótt í undrun og síðan í kæti með örlitlu prakkaraívafi þegar meðlimir CAPUT hópsins hófu upp raustir sínar og kváðu hvert í kapp við annað í Íslensku rappi Atla Heimis Sveinssonar. Verkið var síðast á efnisskrá tónleika sem haldnir voru sunnudaginn 20. september í tónleikasal Frédéric Chopin Akademíunnar í Varsjá í Póllandi. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 853 orð

RÚM OG TÍMI SMÁSAGA EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON

EFTIR að hún hafði hengt upp öll jakkafötin hans meðfram svefnherbergisveggnum beitti hún skærunum og klippti tvo sentimetra af hverri erm og hverri skálm. Hún skildi náttfötin eftir í skápnum. Efnisbútarnir duttu á gólfið hver á fætur öðrum. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 850 orð

SKIN OG SKÚRIR

Antonio Vivaldi: Tólf fiðlukonsertar, L'Estro Armonico, op. 3. Sex flautukonsertar, op. 10. Einleikarar: Monica Huggett, John Holloway, Catherine Mackintosh, Elizabeth Wilcock (fiðlur) og Stephen Preston (þverflauta). Hljómsveit: The Academy of Ancient Music. Stjórnandi: Christopher Hogwood. Útgáfa: Decca L'Oiseau-Lyre 458 078-2 (2 diskar). Upptaka: 1978 og 1980. Lengd: 148'10 mín. Verð: kr. 2. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

SYSTURNAR FLYTJA "RÓMANTÍSKT OG FALLEGT"

VERK eftir Clöru og Robert Schumann eru meðal þess sem er á efnisskrá einsöngstónleika systranna Signýjar Sæmundsdóttur sópransöngkonu og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara í Hafnarborg annað kvöld, sunnudagskvöld. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1938 orð

SÝNINGARSTAÐUR Í 40 ÁR EFTIR RANNVEIGU A. JÓNSDÓTTUR OG ÞORVALD H. GUNNARSSON

"EINN er sá staður í miðborg Reykjavíkur sem er líklega opinberasta stássstofa Íslands"; segir Hannes Sigurðsson listfræðingur. Þar hafa komið í heimsókn brjálæðingar, skáld, heimspekingar, forstjórar, leikarar, tónlistarmenn, stjórnmálamenn, útlendingar, blaðamenn að taka viðtöl og síðast en ekki síst ­ hitt fólkið. Meira
26. september 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4359 orð

VÍKINGASLÓÐ EFTIR REIN NORBERG

Athvarf mikið er til ills vinar þótt á brautu búi, en til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé firr farinn. (Hávamál) ÞETTA var allt Önnu að kenna. Hún kom frá Íslandi til þess að eyða áramótunum með mér í Svíþjóð. Gamlárskvöld kalla Íslendingar það. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.