Greinar laugardaginn 3. október 1998

Forsíða

3. október 1998 | Forsíða | 423 orð

Lewinsky sætti þrýstingi

DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gerði í gær opinberar 4.610 síður til viðbótar af fylgigögnum skýrslu Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara, í tengslum við rannsókn nefndarinnar á því hvort gögnin gefi tilefni til að hefja málsókn til embættismissis gegn Bill Clinton forseta. Meira
3. október 1998 | Forsíða | 193 orð

Lækkun í kauphöllum Evrópu

GENGI hlutabréfa á helztu fjármálamörkuðum Evrópu lækkaði í gær, og hefur vísitalan í sumum kauphöllum ekki verið lægri frá því í nóvember í fyrra. Ástæðan fyrir lækkuninni er sú sama og undanfarna daga; ótti við heimskreppu og lélegar afkomutölur. Meira
3. október 1998 | Forsíða | 146 orð

Nasreen ákallar heiminn um hjálp

RITHÖFUNDURINN Taslima Nasreen bað í gær umheiminn að koma sér til hjálpar, en íslamskir bókstafstrúarmenn í ættlandi hennar, Bangladesh, hafa hótað henni dauða og stjórnvöld hafa skipað fyrir um handtöku hennar. Meira
3. október 1998 | Forsíða | 429 orð

Undirbúningur loftárása á lokastigi

RÁÐAMENN í Bandaríkjunum og Bretlandi juku í gær til mikilla muna þrýsting á Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, vegna átakanna í Kosovo. Rússar hertu hins vegar andstöðu sína við hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Serbum. Meira

Fréttir

3. október 1998 | Innlendar fréttir | 699 orð

181 einstaklingur rannsakaður

Ekki fór hátt þegar ríkisstjórnin ákvað að veita styrk til endurútgáfu á doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns Kuml og haugfé í tilefni af því að 80 ár voru liðin frá fæðingu Kristjáns og 40 ár voru liðin frá útgáfu bókarinnar í lok ársins 1996. Fornleifastofnun Íslands var falið að undirbúa verkið og hófust rannsóknir í tengslum við endurútgáfuna í ársbyrjun árið 1997. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

20 milljónir söfnuðust

SÖFNUN SÍBS fyrir endurhæfingu á Reykjalundi hófst með beinni sjónvarpstútsendingu í gær og höfðu safnast um 20 milljónir króna skömmu fyrir miðnætti í gær. Ingólfur Garðarsson, framkvæmdastjóri söfnunarinnar, sagði að söfnunin hefði gengið ágætlega miðað við það að bilun hefði orðið í stöð hjá Landssímanum þannig að ekki hefði náðst samband inn á Reykjalund í um klukkustund. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 57 orð

40 slasast í ítölskum smábæ

MEIRA en fjörutíu manns, þar á meðal átta mánaða gamalt barn, slösuðust þegar gashylki sprakk á mannmörgum markaði í smábænum Abbiategrasso, sem er rúmlega hundrað kílómetra suðvestur af Mílanó á Ítalíu. Gashylkið hafði verið notað í sölubás sem seldi matföng og urðu þeir verst úti sem stóðu í biðröð við básinn. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Aðalfundur Taílensk- íslenska félagsins

AÐALFUNDUR Taílensk-íslenska félagsins verður haldinn sunnudaginn 4. október nk. í Félagsmiðstöð nýbúa við Skeljanes, 101 Reykjavík, kl. 14. Fundurinn opinn öllum Taílendingum og þeim sem hafa áhuga á menningartenslum Taílands og Íslands, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. október 1998 | Miðopna | 1080 orð

Aðalverktakar bíða niðurstöðu flotastjórnarinnar

YFIRSTJÓRN bandaríska flotans í Norfolk í Virginíu hefur nú til umfjöllunar tillögur um að athafnasvæði íslenzkra verktakafyrirtækja á Keflavíkurflugvelli, þ.e. Íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka, verði utan vallargirðingarinnar. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Aðrar aðalstöðvar

ÍSLENZKIR aðalverktakar hafa ákveðið að koma sér upp öðrum aðalstöðvum í Reykjavík vegna þeirrar starfsemi fyrirtækisins, sem fram fer utan varnarsvæða. Ákvörðun um þetta er m.a. tekin vegna dráttar á að flotastjórn Bandaríkjanna komist að niðurstöðu um hvernig haga beri flutningi athafnasvæðis verktakafyrirtækja á Keflavíkurflugvelli út fyrir vallargirðingu. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 725 orð

Afturhvarf til einfaldleikans

VEITINGASTAÐURINN Rex er til húsa í Austurstræti 9 þar sem verslun Egils Jacobsen var lengi til húsa. Staðurinn er stílhreinn, hönnunin nýtískuleg í stíl við veitingastaði helstu stórborga heimsins, en Terence Conran, hönnuður staðarins, Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Alþjóðadagur kennara á Hótel Borg

ALÞJÓÐADAGUR kennara verður haldinn hátíðlegur hér á landi í annað sinn nk. mánudag 5. október. Í tilefni dagsins munu KÍ, HÍK og Félag íslenskra leikskólakennara standa fyrir menningardagskrá á Hótel Borg. Þema dagsins er "Kennarar móta framtíðina". Meira
3. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Atdagur

Atdagur ATDAGUR verður haldinn í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, sunnudaginn 4. október kl. 14. Tefldar verða atskákir og hraðskákir. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Áhafnar Pourquoi pas? minnst

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra og Rut Ingólfsdóttir kona hans verða í borginni Saint- Malo í Frakklandi laugardaginn 3. október þar sem fram fer athöfn til minningar um dr. Jean Baptiste Charcot og áhöfn hans sem fórst í ofviðri með franska rannsóknarskipinu Pourquoi pas? 16. september 1936, skömmu eftir að skipið hafði haldið út á Faxaflóa frá Reykjavík. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Áhugi almennings hefur vaknað

"ÉG ætla ekki að forsætisráðherra vilji að hér eigi að fara að hefja einhverja ríkisútgerð eða endurreisa bæjarútgerðir, því enginn hefur að mínu mati staðið sig betur en einmitt hann í að afnema þær þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík og breytti með mikilli framsýni og áræði bæjarútgerðinni í Granda og seldi," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Á varla við þjóðnýtingu

"ÞAÐ eru aðeins tvær skýringar á þessum hugmyndum, skýring gárunganna um að forsætisráðherra vilji þjóðnýta útgerðina, en ég á ekki von á að hann meini það, en hin er sú að hann geri því skóna að almenningur kaupi sjávarútvegsfyrirtækin," segir Sighvatur Björgvinsson. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Bílaverkstæðið Kirkjubæjarklaustri sýknað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað eiganda Bílaverkstæðisins Kirkjubæjarklaustri og Sjóvá- Almennar af kröfum viðskiptavinar, sem krafðist að sér yrðu greiddar 419 þúsund krónur, vegna kostnaðar sem hann lagði út vegna bilaðrar bílvélar. Meira
3. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Blómaval gefur umhverfisdeild haustlauka

BLÓMAVAL á Akureyri færði í gær umhverfisdeild Akureyrarbæjar 2.000 haustlauka af ýmsum tegundum, en þeim hefur verið ætlaður staður í nýjum kringlóttum blómabeðum sem bærinn lét nýverið gera við Hafnarstræti, sunnan við flötina við Samkomuhúsið. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Borgarafundur um jöfnun atkvæðaréttar

BORGARAFUNDUR um jöfnun atkvæðaréttar verður haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík sunnudaginn 4. október. Er hann á vegum áhugahóps um málið sem Halldór Halldórsson útvegsfræðingur er talsmaður fyrir. Á fundinum verða tekin fyrir nokkur dæmi sem hópurinn telur að sé afleiðing misréttisins eins og úr landbúnaðarmálum, samgöngumálum og það nýjasta er flutningur á ríkisstofnunum út á land, Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Bruni í gróðurhúsi

SKAMMHLAUP í rafkerfi er talið hafa valdið eldsvoða í einu gróðurhúsa þar sem fram fer rósarækt hjá Landi og sonum á Flúðum í fyrrinótt. Enginn meiddist í brunanum. Tilkynnt var um eldinn kl. 4.24 og börðust eigendurnir við eldinn uns slökkviliðið á Flúðum kom á vettvang. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 649 orð

Cardoso skorar á aðra að leysa kreppuna

FERNANDO Henrique Cardoso, forseti Brazilíu, hélt sinn síðasta kosningafund á miðvikudagskvöld og skoraði þá á leiðtoga heims að ráða bót á fjármálakreppunni, sem er að sliga efnahagslífið í Brazilíu. Í sjónvarpsávarpi í fyrrakvöld fullyrti hann síðan, að yrði hann endurkjörinn, þyrftu landsmenn hvorki að óttast aukna verðbólgu né meiri álögur. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Dýr mundi humarinn allur

SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður Hafnarbergs RE voru í gær dæmdir fyrir að landa 227 kílóum af humarhölum framhjá hafnarvigtinni í Sandgerði í ágúst sl. Ætluðu þeir að sögn að skipta aflanum á milli áhafnar skipsins þar sem þeir töldu humarinn óhæfan til vinnslu. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Dæmdir í tveggja og sex ára fangelsi

ÞRÍR menn voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir margháttuð brot á almennum hegningarlögum. Alvarlegustu brotin voru framin 18. nóvember 1997 þegar hinir ákærðu brutust inn í íbúð á Kleppsvegi í Reykjavík, misþyrmdu húsráðanda, stálu verðmætum fyrir tvær milljónir og skildu húsráðanda bjargarlausan eftir. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 103 orð

Eiturlyfjasalar ekki framseldir

DÓMSTÓLL í Kólombíu úrskurðaði í fyrradag, að stjórnvöldum væri óheimilt að framselja til Bandaríkjanna ýmsa eiturlyfjasala, þar á meðal nokkra frammámenn í Cali-hringnum. Stjórnarskrárdómstóllinn í Kólombíu staðfesti raunar lög, sem þingið setti fyrir tveimur árum og felldu úr gildi sex ára gamalt bann við framsali, en komst líka að þeirri niðurstöðu, að lögin tækju ekki til glæpa, Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 723 orð

Ekkert býr mann undir svona raun

HARALDUR Böðvarsson AK 12 kom til hafnar á Akranesi aðfaranótt 2. október með flugmanninn Andrew French sem áhöfn togarans bjargaði giftusamlega úr sjó eftir nauðlendingu djúpt út af Suðvesturlandi. Andrew French er 48 ára gamall, fráskilinn faðir tvíbura, tveggja 17 ára gamalla stúlkna. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ekki mikil tíðindi

"ÉG væri fylgjandi því í sjálfu sér ef ég skildi það sem þarna er á ferðinni en verð að játa að ég las ekki út úr þessum orðum ráðherrans nein mikil tíðindi vegna þess að mér fannst í fyrsta lagi ekki alveg skýrt í hvað hann var að vísa," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 1056 orð

Ekki ólögmæt slit samningaviðræðna

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna (SH) tapaði í síðustu viku máli sem félagið höfðaði fyrir verslunarréttinum í París í kjölfar þess að frönsku Gelmer-verksmiðjurnar, með höfuðstöðvar í Boulogne sur Mer, gengu félaginu úr greipum, en SH var tilbúin að greiða rösklega 500 milljónir íslenskra króna fyrir hlutabréf Lanoy-fjölskyldunnar. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Enga truflun við hátíðlega athöfn

LÖGREGLAN bannaði tólf náttúruverndarsamtökum og útivistarfélögum og tugum listamanna að koma saman á Austurvelli og lesa ættjarðarljóð meðan á þingsetningu stóð á fimmtudag. Beiðni hafði komið frá náttúruverndarsamtökunum um að setja upp hátalarakerfi og pall við styttu Jóns Sigurðssonar frá kl. 13-15. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 677 orð

Enginn veit hver gistir í annars hjónasæng

NÝLEGA var efnt til samkeppni um bestu söngvísuna úr kvikmyndinni Dansinum og réðust úrslit á föstudag. Tæplega 30 höfundar sendu inn kvæði í keppnina og voru úrslitin tilkynnt á Rás 2 í gær af Halldóri Blöndal samgönguráðherra sem var formaður dómnefndar. Aðrir í dómnefndinni voru Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Pétur Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 25 orð

Ferming í Fella- og Hólakirkju

Ferming í Fella- og Hólakirkju FERMING verður sunnudaginn 4.október kl. 14 í Fella- og Hólakirkju.. Fermdir verða: Halldór Andri Runólfsson og Sigtryggur Runólfsson, Jórufelli 2. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fjölskyldustefna óskast

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda fundaröð í vetur um samræmingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Fjallað verður um foreldraorlof, uppeldi, skólagöngu og umhyggju fyrir öldruðum og fleira sem snertir stöðu íslensku fjölskyldunnar. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Forsætisráðherra Afsláttur við hlutafjárkaup mögulegur

Forsætisráðherra Afsláttur við hlutafjárkaup mögulegur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ríkisvaldið geti beitt sér með formlegum og óformlegum hætti fyrir því að almenningur eignist hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann telur koma til greina að ríkisvaldið bjóði sérstakan afslátt vegna hlutafjárkaupa. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Frambjóðendur til prófkjörs í Reykjanesi sitja fyrir svörum

FRAMBJÓÐENDUR til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi ætla að sitja fyrir svörum á málefnaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna nú um helgina. Þar gefst þingmönnum og öðrum áhugasömum tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir til frambjóðenda en þessi dagskrárliður er öllum opinn. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Framhaldsskólar þinga

FÉLAG framhaldsskólanema heldur landsþing félagsins helgina 2.­4. október. Félag framhaldsskólanema var stofnað árið 1987 og í dag eru 27 skólar aðilar að félaginu víðs vegar af landinu. Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni framhaldsskólanema og að efla og bæta tengsl nemendafélaganna. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Fylgi eykst við Framsókn

FRAMSÓKNARFLOKKUR bætir við sig fylgi og fengi 20,1% atkvæða ef gengið yrði til alþingiskosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Í síðustu tveimur könnunum stofnunarinnar var fylgi flokksins 17,4%, en fylgi hans í kosningunum 1995 var 23,3%. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Fyrir svæði án uppbyggingar virkjana og stóriðju

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um að ráðstafa 80 milljónum króna til að styrkja verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu, eins og heimild er fyrir í fjárlögum ársins. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Harmað að stjórnvöld virði ekki skuldbindingar

JAFNRÉTTISRÁÐ harmar að íslensk stjórnvöld hafi ekki virt lagalegar og alþjóðlegar skuldbindingar sínar með tilnefningu þriggja karla í embætti dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, sem tekur til starfa 1. nóvember næstkomandi. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hausthátíð í Breiðholtsskóla í dag

HAUSTHÁTÍÐ verður haldin í Breiðholtsskóla í dag, laugardaginn 3. október, og hefst hún kl. 13. Þema hátíðarinnar er umhverfið, þ.e.a.s. að halda því snyrtilegu, og öryggi barnanna. Meðal þess sem verður um að vera er að Georg frá Íslandsbanka mætir kl 13 og verður til kl. 13. Meira
3. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Háskólanemar sprella

NEMENDUR Háskólans á Akureyri lögðu frá sér skólabækurnar eftir hádegi í gær og efndu þess í stað til Sprellmóts. Herlegheitin byrjuðu á Ráðhústorgi þar sem fulltrúar deilda skólans sungu af hjartans list. Síðan var haldið í skrúðgöngu að Íþróttaskemmunni, þar sem keppt var í öllum helstu ólympíugreinunum, eins og Björn Gíslason, nemandi í sjávarútvegsdeild skólans orðaði það. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 767 orð

Heimsending hindruð með öllum tiltækum ráðum

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að koma í veg fyrir að útlendir starfsmenn fyrirtækisins Technopromexport, verktaka Landsvirkjunar við Búrfellslínu 3A, verði sendir heim áður en launamál þeirra hafa verið skýrð. "Þetta fyrirtæki er að brjóta bæði kjarasamninga og lög með grófum hætti. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hermannavígsla á Hjálpræðishernum

HERMANNAVÍGSLA verður á Hjálpræðishernum í Reykjavík sunnudaginn 4. október kl. 20. Þrjár konur verða vígðar, Sigríður Þórunn Emilsdóttir, Siri Didriksen og Vilhelmína Gunnfríð Ægisdóttir. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir mun sjá um vígsluna. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 232 orð

Indíánar undirbúa hvalveiðar

INDÍÁNAÞJÓÐFLOKKUR í Bandaríkjunum býr sig nú undir að hefja hvalveiðar en hvalaverndunarsinnar hafa skipulagt mótmæli og aðgerðir til að koma í veg fyrir þær. Makah-indíánar í Washington-ríki hættu hvalveiðum fyrir 70 árum og höfðu þá stundað þær í margar aldir. Í samningi við Bandaríkjastjórn frá 19. öld er kveðið sérstaklega á um að þjóðflokkurinn hafi rétt til að veiða hvali. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Í lagi að skoða nánar

"Það fyrsta sem mér flaug í hug var sú staðreynd að mestur hluti íbúa í minni sjávarútvegsbæjum um land allt hefur tekið þátt í uppbyggingu á útgerð og fiskvinnslu en við stjórnvaldsaðgerðir og aðgerðir stofnana ríkisins hefur þessi eign fólks orðið verðlaus í mörgum tilvikum. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Íslenskar mjólkurafurðir verðlaunaðar í Danmörku

Íslenskar mjólkurafurðir verðlaunaðar í Danmörku ÍSLENDINGAR hlutu fjölda verðlauna í danskri landskeppni um gæði mjólkurafurða sem haldin var 22.­23. september sl. Þar voru dæmdar 1. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Íslensk stúlka í bílveltu í Kólumbíu

ÍSLENSK 22 ára stúlka lenti í bílveltu rétt fyrir utan Bogotá í Kólumbíu á föstudagskvöld fyrir viku. Stúlkan er skiptinemi á vegum AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta, og var á ferðalagi ásamt öðrum skiptinemum þegar slysið átti sér stað. Finnsk stúlka lést í slysinu og íslenska stúlkan slasaðist í andliti. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Karlar selja kaffi

KRISTNIBOÐSFÉLAG karla í Reykjavík er eitt elsta kristniboðsfélag á landinu. Það hefur alla tíð stutt starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, fyrst í Kína og nú síðustu áratugi í Austur-Afríku. "Einn helsti liðurinn í starfi karlafélagsins er að safna fé til kristniboðsins. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 540 orð

Kemur til greina að bjóða hlutafjárafslátt

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ríkisvaldið geti beitt sér með formlegum og óformlegum hætti fyrir því að almenningur eignist í auknum mæli hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir mikilvægt að skapa meiri sátt um sjávarútveginn og telur koma til greina að ríkisvaldið stuðli að slíkri þróun með því að bjóða sérstakan afslátt vegna hlutafjárkaupa. Meira
3. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 409 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Öll börn velkomin. Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Messukaffi á eftir. Öldruðum er boðið upp á akstur til kirkjunnar. Bíll frá BSO fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð. Farið til baka kl. 16. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17 á sunnudag. Æðruleysismessa kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Kröfu Tals um að lækkanir verði afturkallaðar hafnað

SAMKEPPNISYFIRVÖLD höfnuðu í gær beiðni Tals hf. um bráðabirgðaúrskurð þar sem farið er fram á að Landssími Íslands hf. afturkalli lækkanir sínar á farsímaþjónustu að undanförnu. Samkeppnisstofnun beinir hins vegar þeim tilmælum til Landssímans að ráðast ekki í frekari verðlækkun á GSM- þjónustu félagsins á meðan rannsókn samkeppnisyfirvalda stendur yfir. Meira
3. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Leitað eftir fjárstuðningi

BÆJARRÁÐI hefur borist erindi frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ varðandi fjárstuðning til framkvæmda við þjálfunarlaug á Kristnesspítala. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði 3ja manna starfshópur sem fái það verkefni að gera nákvæma úttekt á möguleikum fatlaðra til sundiðkana. Meira
3. október 1998 | Miðopna | 390 orð

Læknavaktin flytur í Smáratorg í Kópavogi

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Atli Árnason, læknir og stjórnarformaður Læknavaktarinnar sf., undirrituðu í gær samning um uppbyggingu og endurskipulagningu á þjónustu Læknavaktinnar. Vaktsvæði Læknavaktinnar mun stækka og jafnframt mun hún flytja í ný húsakynni við Smáratorg. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 270 orð

Lögmenn Clintons bjóða Paulu hærri upphæð

LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, hafa hækkað tilboð sitt til Paulu Jones úr 35 milljónum ísl. kr. í tæplega 50 milljónir ísl. kr. ef hún samþykkir að láta niður falla mál sitt gegn forsetanum um kynferðislega áreitni. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Má kannski þróa frekar

"MÉR fannst þessi orð forsætisráðherra merki um ákveðin geðbrigði, að hann hefði orðið slæma samvisku og fyndi fyrir því óréttlæti að allur arður fer til nokkurra sægreifa," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Málshöfðun undirbúin á hendur RÚV

FÉLAG fréttamanna á Ríkisútvarpinu undirbýr málshöfðun á hendur RÚV til að fá hnekkt þeirri ákvörðun stofnunarinnar að endurnýja ekki samning við Jón Gunnar Grjetarsson fréttamann um áframhaldandi störf við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Félagið hefur jafnframt leitað til Bandalags háskólamanna í ví skyni að fá ákvörðuninni hnekkt. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 163 orð

Meðferðin á Anwar fordæmd

ÞJÓÐARLEIÐTOGAR kepptust í gær við að fordæma meintar barsmíðar lögreglunnar í Malasíu á Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra landsins, sem ákærður var í vikunni fyrir samkynhneigð og spillingu. Voru Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Robert Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og James Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, meðal þeirra sem lýstu áhyggjum sínum. Meira
3. október 1998 | Landsbyggðin | 83 orð

Minnisvarði í Örlygshöfn afhjúpaður

RÍKISSTJÓRN Íslands ákvað, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra hinn 24. apríl sl. að láta smíða og reisa minnisvarða við minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn til að minnast afreka íslenskra björgunarmanna við björgun innlendra og erlendra sjómanna úr sjávarháska og til minningar um þá sem ekki varð bjargað. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 956 orð

Ný stjórn - nýjar áherslur

STEFNA hins tilvonandi kanslara Þýskalands, Gerhards Schröders, og Jafnaðarmannaflokks hans (SPD) verður í anda utanríkisstefnu fráfarandi stjórnar og ber vart þar í millum. Nokkru fyrir kosningarnar var utanríkisstefna SPD slípuð og færð til nútímalegra horfs. Schröder tók upp ábyrgari málflutning og lét af efasemdum sínum um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Nýtt gallerí ­ Gallerí mót

GALLERÍ Mót verður opnað laugardaginn 3. október kl. 12 á Vegamótastíg 4. Í tilefni opnunarinnar verður tískusýning á Vegamótatorginu kl. 17. Í galleríinu ætla íslenskir fatahönnuðir, hattahönnuðir, skartgripahönnuðir og aðrir hönnuðir sem vinna að tísku, að sameinast og sýna og selja verk sín, segir í fréttatilkynningu. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Opið hús á sunnudag

Í TILEFNI af 50 ára afmæli Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum á þessu hausti verður opið hús sunnudaginn 4. október kl. 13­17 þar sem hin fjölþætta starfsemi Tilraunastöðvarinnar verður kynnt á margvíslegan hátt þ.e. með veggspjöldum, myndböndum og fyrirlestrum. Einnig var afmælisins minnst með alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem haldin var í ágústlok. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 569 orð

Óttast að ný vinnslutækni verði ekki tilbúin

SIGBJÖRN Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segist óttast að lengri tíma taki að þróa nýja vinnsluaðferð til vinnslu á kísilgúr úr Mývatni en vonast var eftir. Auk þess séu uppi efasemdir um að hægt verði að nota hana í Syðri- Flóa vegna þess hvað flóinn er grunnur. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 246 orð

Perot vill afsögn Clintons

ROSS Perot, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hyggst fá milljónir Bandaríkjamanna til að skrifa undir áskorun þar sem farið er fram á afsögn Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna. Er Perot sannfærður um að almenningur taki átakinu svo vel að flytja verði undirskriftirnar til Washington í flutningabílalest. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Rit um íþróttir fatlaðra afhent forsetanum

EINTAK af ritinu "Stærsti sigurinn" sem út kom í sumar var afhent forseta Íslands á Bessastöðum nýverið. Í bókinni er fjallað um íþróttir fatlaðra á Íslandi í aldarfjórðung. Á myndinni eru Sigurður Á. Friðþjófsson, höfundur texta, Sigurður Magnússon ritstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Rætt um gagnsemi og umhverfissjónarmið

ARKITEKTAFÉLAG Íslands á frumkvæði að því í samvinnu við umhverfisráðuneytið að efna til ráðstefnu um snjóvarnargarða sem haldin verður í Norræna húsinu í Reykjavík á mánudag. Sigurður Harðarson arkitekt, sem hefur annast undirbúning, segir að þarna eigi að ræða um varnargarða frá ýmsum hliðum, m.a gagnsemi, kostnað, öryggi, umhverfisáhrif og byggðasjónarmið. Meira
3. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Samningur um fjármögnun og rekstur fasteigna

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, undirrituðu í gær samning um að bankinn geri úttekt á fjármögnun og rekstri fasteigna á vegum bæjarsjóðs Akureyrar. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Slitgigtar- og slökunarnámskeið

GIGTARFÉLAG Íslands heldur tvö námskeið um slitgigt. Fyrra námskeiðið, sem er fullbókað, er í næstu viku en seinna námskeiðið er þriðjudaginn 20. október og fimmtudaginn 22. október nk. Helgi Jónsson gigtarlæknir fjallar um slitgigt og nýjungar í meðferð sjúkdómsins og Halldór Jónsson, bæklunarlæknir fjallar um liðskiptaaðgerðir í mjöðm, hné og hrygg. Erna J. Meira
3. október 1998 | Landsbyggðin | 178 orð

Sorpeyðingarmál Þingeyinga

Húsavík-Nefnd um stefnumótun í umhverfismálum hjá Húsavíkurkaupstað undir stjórn Margrétar M. Sigurðardóttur, lögfræðings, boðaði sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu til ráðstefnu um sorpmál á Hótel Húsavík um síðustu helgi. Þar voru mættir sérfræðingar á sviði sorpmála sem héldu þar fróðlega fyrirlestra. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sovésk hasarmynd sýnd í MÍR

DÆMIGERÐ hasarmynd eins og Sovétmenn sendu oft frá sér á sjöunda og áttunda áratugnum um atburði er áttu að hafa gerst í síðari heimsstyrjöldinni verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 4. október kl. 15. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

"Staðnaðri ímynd kvenna" mótmælt

Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, á kvennafundi í Úrúgvæ "Staðnaðri ímynd kvenna" mótmælt Montevideo. Reuters. HILLARY Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur hvatt til baráttu gegn "staðnaðri ímynd kvenna" sem hún segir hindra pólitískan frama og efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Meira
3. október 1998 | Miðopna | 486 orð

Stofnunin fær eigið húsnæði við Tæknigarð

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands fékk í gær afhent glæsilegt húsnæði við Tæknigarð. Stofnunin fagnaði jafnframt 15 ára afmæli. Á þessum 15 árum hefur stofnunin haldið rúmlega 2.300 námskeið og þau hafa sótt um 56.000 manns. Í ár er gert ráð fyrir að um 12 þúsund manns stundi nám við Endurmenntunarstofnun og segir Valdimar K. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Stærstur hluti þjóðarinnar í útgerð?

Hugmynd Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um að stærstur hluti þjóðarinnar taki þátt í útgerð sem hann setti fram í stefnuræðu sinni á Alþingi í fyrradag fær varfærnislegar móttökur hjá nokkrum stjórnmálamönnum og formanni LÍÚ. Segja þeir hana ekki nógu mótaða til að hægt sé að fjalla mikið um hana. Meira
3. október 1998 | Erlendar fréttir | 399 orð

Störf fyrir 100.000 ungmenni

GERHARD Schröder, væntanlegur kanslari Þýskalands, ætlar að hrinda af stokkunum áætlun um störf fyrir 100.000 atvinnulaus ungmenni þegar hann hefur tekið við stjórnartaumunum. Er búist við, að það verði í lok mánaðarins. Jafnaðarmenn og græningjar ræddust við í gær og vilja þeir síðarnefndu fá fjögur ráðherraembætti í sinn hlut. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Tap gegn Portúgal

ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Portúgölum með einum og hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum á Ólympíuskákmótinu í Elistíu, höfuðborg rússeska sjálfsstjórnarlýðveldisins Kalmykíu í gær. Þröstur Þórhallsson, Jón Garðar Viðarsson og Helgi Áss Grétarsson gerðu jafntefli í sínum skákum en Jón Viktor Gunnarsson tapaði. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Tveir flugvallarstjórar

STOFNAÐ hefur verið sérstakt embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og sú starfsemi tekin undan embætti flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli. Pétur Guðmundsson er að láta af starfi flugvallarstjóra og hefur embættið, sem hér eftir annast daglegan rekstur flugvallarins, verið auglýst laust til umsóknar. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Tvær stuttmyndir fyrir börn sýndar

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn verða í Norræna húsinu. Sunnudaginn 4. október verða sýndar tvær stuttmyndir um hesta kl. 14. "Flickan och hästen" er falleg sænsk, leikin mynd um lífið í sveitinni. Elenor er 6 ára og á heima á bóndabæ í Vermalandi. Hún leikur sér við dýrin á bænum en á ekki samleið með eldri systrum sínum. Elenor hefur yndi af hestum og dreymir um að eignast hest. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

Upplýst samþykki sjúklings verði ekki áskilið

UPPLÝST samþykki er ekki skilyrði þess að þau lífsýni, sem tekin eru úr sjúklingum sem sjálfir leita læknisaðstoðar, verði vistuð í lífsýnasöfnum, samkvæmt frumvarpi til laga um lífsýnasöfn, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er eignarréttur lífsýna ekki skilgreindur nákvæmlega. Meira
3. október 1998 | Landsbyggðin | 197 orð

Vallarklukka á Húsavíkurvöll

Húsavík-Knattspyrnuvöllur Húsavíkur er talinn einn af bestu völlum landsins og lofuðu hann mjög þeir sem léku landsleiki á honum í sumar. En eitt töldu þeir vanta á hann, vallarklukku. Nú hefur verið ákveðið að bæta úr því. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 438 orð

Vilja bólusetja við inflúensu og lungnabólgu

FELLUR þú næst? er yfirskrift fræðslubæklings sem embætti landlæknis, Félag íslenskra heimilislækna, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins hafa gefið út til að benda á gagnsemi bólusetninga við inflúensu og lungnabólgu. Meira
3. október 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Yfirlýsing um samstarf

SIGNAR á Brúnni, menntamálaráðherra Færeyja, og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, rituðu undir samstarfsyfirlýsingu um mennta-, vísinda- og menningarmál Færeyja og Íslands á fundi í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja, fyrir nokkru og var myndin tekin við það tækifæri. Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 1998 | Staksteinar | 379 orð

»Menningin á líka heima á Vestfjörðum FYRIRSÖGN þessa staksteinapistils er hin

FYRIRSÖGN þessa staksteinapistils er hin sama og á leiðara Vestra, sem gefinn er út á Ísafirði. Leiðarinn er ritaður í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu Ragnars H. Ragnar, tónlistarfrömuðar þeirra Ísfirðinga. Meira
3. október 1998 | Leiðarar | 631 orð

RÍKISSJÓÐUR GREIÐIR SKULDIR

leiðari RÍKISSJÓÐUR GREIÐIR SKULDIR EIR H. HAARDE fjármálaráðherra hefur kynnt fyrsta fjárlagafrumvarp sitt og síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu kjörtímabili. Meira

Menning

3. október 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Alvöru hetja

TOM Cruise er ekki aðeins hetja á hvíta tjaldinu heldur stóð hann sig líka eins og hetja þegar hann kom einum af nágrönnum sínum í Lundúnum, Ritu Simmonds, til hjálpar ásamt lífvörðum sínum. Reynt var að ræna hana þegar hún steig út úr sportbílnum sínum. "Tom var frábær. Meira
3. október 1998 | Margmiðlun | 446 orð

Arftaki Mario?

Banjo Kazooie, leikur frá Nintendo og RareWare fyrir Nintendo 64. NINTENDO leikja- og tölvufyrirtækið gaf nýlega út ævintýraleikinn Banjo Kazooie, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Banjo Kazooie er þrívíddarleikur sem minnir mikið á Super Mario 64, því hægt er að fara út um allt í þeim borðum er standa til boða í leiknum. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð

Byssuóðir aulabárðar Byssumenn (Men with Guns)

Framleiðendur: Ilana Frank. Leikstjóri: Kari Skogland. Handritshöfundar: Lachy Hulme. Kvikmyndataka: Danny Nowak. Tónlist: Eric Kadesky. Aðalhlutverk: Donal Logue, Gregory Sporleder, Callum Keith Rennie, Max Perlich, Paul Sorvino, Joseph Griffin. 98 mín. Kanada. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 292 orð

Dagskrá um Brecht að hefjast

LEIKRIT og kenningar þýska leikskáldsins Bertolts Brecht hafa haft mikil áhrif á menningarheim 20. aldar. Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins verður í október fjallað um ýmsar hliðar Brechts á Rás 1. Kennsluleikritið Undantekningin og reglan næstkomandi sunnudag markar upphaf dagskrárinnar um Brecht. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 95 orð

Er hægt að hafna þessu tilboði?

ROSEANNE hefur boðið Monicu Lewinsky ríflega 70 milljónir króna fyrir að koma fram í nýjum spjallþáttum sínum. Roseanne bar tilboðið fram í viðtali við Larry King á CNN á fimmtudag, aðeins tveimur dögum eftir að Oprah Winfrey neitaði að greiða fyrir viðtal við lærlinginn umdeilda úr Hvíta húsinu. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 256 orð

Eskimóarnir á Íslandi

VIÐ BÚUM öll í snjóhúsum og klæðumst þykkum flíkum af veiðibráð sem veidd er á íshjarninu sem liggur yfir öllu landinu. Það gæti maður í það minnsta haldið þegar skoðuð er auglýsing frá snyrtivörufyrirtækinu Avon, sem birtist nýlega í breska blaðinu Sunday Times. Þar er stillt upp tveimur myndum af konum. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 648 orð

Fágun og fagmennska ­ fransk ir konfektmolar

TIL ER tónlist sem knýr sálina líkt og lækurinn mylluhjól. Hvaða tónlist? Það ræðst af smekk og skapgerð hvers og eins. Hingað til hafa dægurlagasöngkonur yfirleitt ekki verið ofarlega á blaði hjá mér og þar eru helstu undantekningarnar þær Siouxsie, Nina Hagen og Björk. Ekki datt mér í hug að Céline Dion ætti eftir að slæðast í þann hóp. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Fjölskylduvandamál Jack bróðir minn (My Brother Jack)

Framleiðendur: Anthony Caldarella, Norbert Meisel. Leikstjóri: Anthony Caldarella. Handritshöfundar: Anthony Caldarella. Kvikmyndataka: Ben Kufrin. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Marco Leonardi, Freddy Capra, Michael Cavalieri, Peter Allas, Susan Priver. 98 mín. Bandaríkin. Stjörnubíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 386 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð215.50 Gæludýrabúðin (Pet Shop, '94). Gæludýrabúð, vitnavernd, lítil stúlka og flutningur frá New Tork til Arizona. Endursýning. IMDb gefur falleinkunn: 3,1. Stöð221.10 Í anda Brady-fjölskyldunnar (A Very Brady Sequel, '96). Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Met slegið í kvörtunum

ALDREI hefur verið kvartað meira yfir nokkru efni í bresku sjónvarpi en nýlegri gallabuxnaauglýsingu frá Levi's. Þar er sýnt á raunsæjan hátt þegar hamstur deyr og er það hluti af auglýsingaherferðinni: "Búist við hinu óvænta." ITC, sem hefur eftirlit með sjónvarpsefni í Bretlandi, bárust 519 kvartanir vegna auglýsingarinnar sem þótti "ógeðfelld" og sýna vonda meðferð á dýrum. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

Mótmæli á "fíkjublaði"

ÁSTRALARNIR Nick Tabart, Tim Graham og Blake Barratt fella hér flíkurnar í mótmælaskyni við tilvist Jabiluka úrannámunnar sem er í jaðri þjóðgarðs í Norður-Ástralíu. Þeir eru glaðhlakkalegir á svip enda að feta í fótspor kvikmyndaleikara. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 545 orð

Sannleikurinn sagna bestur

RÍKISSJÓNVARPIÐ splæsti heilli viku í íslenskt sjónvarpsefni og tókst vel. Það er í rauninni ánægjulegt hve vel hefur gengið fyrir Íslendinga að komast til manns í flókinni veröld, en margir eru enn á lífi í aldarlok, sem fæddust í torfhúsum, er sum hver voru ekki innréttuð með timbri nema að litlu leyti. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 217 orð

Snúin fjölskyldubönd Stikkfrí

Framleiðendur: Friðrik Þór Friðriksson og Ari Kristinsson. Leikstjóri og handritshöfundur: Ari Kristinsson. Kvikmyndataka: Halldór Gunnarsson. Tónlist: Valgeir Guðjónsson. Aðalhlutverk: Bergþóra Aradóttir og Freydís Kristófersdóttir. (90 mín.) Íslensk. Háskólabíó, september 1998. Öllum leyfð. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 54 orð

Stærstu dekk í heimi

KAPPAKSTURSBÍLL úr Formúlu 1 verður þúfu líkastur í samanburði við ný dekk frá Bridgestone sem notuð verða í námuiðnaði. Sala á þessum stærstu dekkjum heims hefst í desember og verða þau undir gríðarstórum flutningabílum sem bera allt að 360 tonn. Dekkið er 3,91 metri að þvermáli og vegur 4,9 tonn. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 192 orð

Sungið á Sögu

ÚTGÁFUTEITI hljómplötunnar "Maður lifandi," sem gefin er út til styrktar vangefnum, var haldið á Hótel Sögu á laugardaginn var. Margir komu fram sem syngja á hljómplötunni, og var bæði sungið og dansað. Ekki gátu þó allir listamennirnir mætt á svæðið, og meðan annarra voru bræðurnir skagfirsku, Álftagerðisbræður, fjarri góðu gamni vegna rétta í Skagafirðinum. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 166 orð

Tilvistarvandi 10 ára drengs Glaðvakandi (Wide Awake)

Leikstjóri og handritshöfundur: M. Night Shyamalan. Aðalhlutverk: Joseph Cross, Rosie O'Donnell, Dana Delany og Denis Leary. (93 mín.) Bandarísk. Skífan, september 1998. Öllum leyfð. HINN 10 ára gamli Joshua er skarpur og heimspekilega þenkjandi drengur sem á erfitt með að sætta sig við fráfall afa síns. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 890 orð

Trúr og tryggur

GRÉTAR er 22ja ára Norðfirðingur og hefur verið sjómaður undanfarin ár, en brá sér síðan í nám til Englands í skólann P.B.A., sem er skammstöfun fyrir "Professional Bodyguard Association". "Ég hef gaman af því að lifa hratt og í spennu. Sjórinn var spennandi þegar ég var krakki en ekki lengur. Ég hef alltaf viljað gera eitthvað öðru vísi en aðrir og ætlaði að verða áhættuleikari. Meira
3. október 1998 | Fólk í fréttum | 774 orð

Ungur og fjallhress

CHAD Adam Bantner er 26 ára Bandaríkjamaður, uppalinn í Chicago en hefur búið í New York undanfarin sex ár. Hann er hávaxinn og glaðlegur og á fleygiferð við að undirbúa lokaæfingu fyrir Afmælissýningu Íslenska dansflokksins, sem frumsýnd var á Listahátíð í sumar og var sýnd aftur á fimmtudaginn var, fyrsta sýningin af þremur í októbermánuði. Meira
3. október 1998 | Margmiðlun | 272 orð

Örsmár harður diskur

TÖLVUFRAMLEIÐANDINN IBM hefur náð góðum árangri á hátæknisviðinu undanfarið, til að mynda í notkun á kopar í örgjörvum sem þýðir hraðvirkari örgjörva fyrir lægra verð. Tæknimenn þar á bæ hafa þó í fleiru að snúast en örgjörvum og þannig kynnti IBM á dögunum minni harðan disk fyrir tölvur en dæmi eru um. Meira

Umræðan

3. október 1998 | Aðsent efni | 475 orð

30­40 þúsund manna byggðarlag

ATHYGLISVERÐAR umræður fóru fram á nýlega afstöðnu landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um byggðamál. Í ræðum nokkurra frummælenda og fulltrúa var bent á þá staðreynd, að sívaxandi fjölgun íbúa höfuðborgarsvæðisins á kostnað landsbyggðar dregur aflið úr landsbyggðinni hraðar með hverju árinu sem líður. Kostir slíkrar þróunar verða hvergi fundnir, en gallarnir augljósir. Meira
3. október 1998 | Bréf til blaðsins | 256 orð

Athugasemd ­ afsökun

ÉG vil leyfa mér að benda á það að mér finnst Ríkisútvarpið og Kaupmannasamtökin hafa slitið úr samhengi og oftúlkað orð mín í útvarpsviðtali í gær þess efnis að kaupmönnum væri almennt ekki treystandi til þess að standa rétt að málum og verðkynningu varðandi hugsanlegar álagsgreiðslur í kreditkortaviðskiptum. Meira
3. október 1998 | Aðsent efni | 489 orð

Blátt bann blámanna

ÞAÐ VAR vor í Reykjavík árið 1994, þegar Reykjavíkurlistinn komst til valda. Regnboginn blikaði, þetta fallega náttúrufyrirbrigði sem myndast þegar sól og regn bregða á leik. Þessi sigur var sögulegur, en skiptar skoðanir eru á því hvort hann hafi verið sjálfstæðismönnum að þakka. Meira
3. október 1998 | Aðsent efni | 1365 orð

Blekkingar Morgunblaðsins

Í GREIN minni "Hvernig ljúga má með tölfræði" sem Morgunblaðið birti 19. sept. sl., þrátt fyrir að ritstjórinn væri greinilega ekki ánægður með hana, hélt ég því fram að blaðið hefði beitt blekkingum og litaðri fréttamennsku í fréttaflutningi af könnun Gallup um veiðileyfagjald þegar það sló því upp í stóra fyrirsögn (25. júlí sl.) að 77,3% sjómanna styðji veiðileyfagjald. Meira
3. október 1998 | Bréf til blaðsins | 359 orð

Hver er hættulegasti hluti bílsins?

VIÐ erum tveir hópar sem vorum á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum. Við fengum það verkefni að fjalla um bílbelti og það þegar ökumaður lætur mana sig í umferðinni. Bílbeltanotkun Á þessu ári hafa orðið mörg banaslys sem rekja má til þess að viðkomandi var ekki með bílbelti. Meira
3. október 1998 | Aðsent efni | 400 orð

Mikilvæg yfirlýsing

UMRÆÐUR um það hvernig við Íslendingar eigum að nýta auðlindir okkar hafa oft verið með afar sérstæðum hætti. Þar hefur verið blandað saman við almenna auðlindaumræðu alls kyns öðrum hlutum sem ekki hafa komið því máli beinlínis við. Meira
3. október 1998 | Aðsent efni | 998 orð

Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands 25 ára

HAUSTIÐ 1998 eru tuttugu og fimm ár liðin frá því að kennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskóla Íslands. Fram að þeim tíma höfðu íslenskir hjúkrunarfræðingar fyrst og fremst sótt menntun sína í Hjúkrunarskóla Íslands, sem hóf göngu sína árið 1933. Hjúkrunarskóli Íslands var lagður niður árið 1986 og varð þá háskólanám eina menntunarleiðin fyrir hjúkrunarfræðinga hér á landi. Meira
3. október 1998 | Aðsent efni | 356 orð

Sigur lífsins

SAMBAND íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, stendur nú á sextugu. Hinn 1. febrúar 1945 hóf SÍBS rekstur Vinnuheimilis SÍBS að Reykjalundi, sem daglega gengur undir nafninu Reykjalundur. Þennan merka áfanga og áframhaldandi uppbyggingu Reykjalundar síðar má þakka einstöku hugsjónastarfi og elju forvígismanna SÍBS í samhljómi og samvinnu við íslensku þjóðina undir kjörorðinu: "styðjum Meira
3. október 1998 | Aðsent efni | 725 orð

Skattlagning lífeyrissjóðstekna og skerðing bóta

Á AÐALFUNDI Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sem haldinn var í Glæsibæ 1. mars s.l., voru bornar upp nokkrar tillögur stjórnar, sem allar voru samþykktar. Fyrsta tillagan, sem Páll Gíslason flutti og ég ætla að fjalla um í þessari grein, hljóðaði þannig: "Nú hefur verið lagður 10% skattur á fjármagnstekjur, því telur aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Meira

Minningargreinar

3. október 1998 | Minningargreinar | 588 orð

Adolf Thorarensen

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Adolf er að verða fimmtugur! Hvað eigum við að gera fyrir hann? Þetta var umræðuefni starfsmanna Íslandsflugs fyrir aðeins tveimur vikum. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 546 orð

Adolf Thorarensen

Þá er hann Adolf farinn. Í mínum augum var hann alltaf engill í mannslíki. Hann vildi allt fyrir alla gera sama hvað það var. Eins og fyrir mig og bróður minn hann Héðin. Á fyrstu árum mínum í grunnskóla í sveitinni heima þurfti alltaf að fara á bát til Gjögurs þegar var orðið ófært, og þaðan keyrði Adolf okkur í skólann. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 648 orð

Adolf Thorarensen

Ég trúi því að líf okkar mannanna hér á jörð sé ekki tilviljunum háð. Ég trúi því t.d. ekki að flutningur minn og fjölskyldu minnar hingað til Djúpavíkur hafi verið tilviljun ein. Enn frekar styrkist ég í þessari trú þegar ég nú sest niður til að minnast þess manns sem hvað mestan þátt átti í því, óbeint, Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 848 orð

Adolf Thorarensen

Látinn er, langt fyrir aldur fram, vinur minn og frændi Adolf Thorarensen. Adolf bjó allan sinn aldur norður á Gjögri í Árneshreppi. Hann ólst upp við kringumstæður, sem ungt fólk í dag myndi telja gamaldags og bera vott um þjóðfélagsaðstæður eins og þær voru almennar hér á landi í byrjun aldarinnar. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 1025 orð

Adolf Thorarensen

"Skjótt skipast veður í lofti" segir gamalt máltæki. Það hef ég upplifað sterkt undanfarnar vikur. Vinur minn og náfrændi, Adolf Thorarensen, hafði ákveðið að gera sér dagamun og halda uppá 50 ára afmæli sitt með veglegum hætti í félagsheimilinu Árnesi hinn 26. september. Var undirbúningur í fullum gangi og ljóst að vinir og ættingjar nær og fjær ætluðu ekki að láta sig vanta. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 736 orð

Adolf Thorarensen

Laugardagurinn 26. september síðastliðinn var dagurinn sem átti að verða hátíðisdagur í lífi Adolfs Thorarensen, vinar míns sem mig langar að minnast í fáum orðum. Í fyrsta sinni ætlaði hann að halda upp á afmæli sitt, en daginn eftir hefði hann orðið fimmtugur. Þetta var dagurinn sem hann ætlaði að halda sveitungum sínum, vinum og frændfólki veislu í tilefni af þessum tímamótum. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 355 orð

Adolf Thorarensen

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ég er lítill og vanmáttugur er ég sest nú niður til að skrifa fátækleg kveðjuorð um vin minn og frænda Adolf Thorarensen frá Gjögri. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 366 orð

Adolf Thorarensen

Elsku Adolf, með þessum orðum viljum við kveðja þig, kæri vinur. Það er svo ótalmargt sem kemur upp í huga okkar á stundu sem þessari. Við minnumst með hlýhug allra stundanna sem þú varst með okkur hérna í Reykjavík yfir hátíðarnar ár hvert við að aðstoða okkur í jólaamstrinu og að koma öllum pökkunum og pinklunum til réttra eigenda um land allt. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 776 orð

Adolf Thorarensen

Elsku besti Adolf minn. Mikið er það skrítið að hugsa til þess að geta ekki heimsótt þig á Gjögur næsta sumar. Þú sem varst alltaf svo ánægður þegar ég kom til þín, sem ýtti mikið undir ánægju mína að koma til Gjögurs sem ég hef gert hvert einasta sumar síðan ég var í móðurkviði og var það orðinn hluti af mínu lífi. Fyrsta minning mín með þér er ósköp smá en skiptir mig miklu máli. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 528 orð

Adolf Thorarensen

Kveðjur frá Djúpavík. Stundum geta fyrstu kynni manns af fólki verið svo látlaus og blátt áfram að mann órar ekki fyrir því að þarna hafi maður hitt einn af örlagavöldum lífs síns. Þannig urðu fyrstu kynni mín af Adolfi Thorarensen. Það kom þó fljótlega í ljós að þarna fór maður sem hægt var að treysta og að hann var framúrskarandi greiðvikinn og barngóður. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 531 orð

Adolf Thorarensen

Lífsbók Adolfs Thorarensen hefur verið lokað og þótt hún væri styttri en við sem eftir lifum hefðum kosið er víst að hún er efnisrík. Hann bjó í umhverfi sem lætur engan ósnortinn, þar sem stutt er í ævintýri og ætíð hægt að finna nóg til þess að hafa fyrir stafni. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 364 orð

ADOLF THORARENSEN

ADOLF THORARENSEN Adolf Thorarensen var fæddur í Reykjavík hinn 27. september 1948. Hann lést á Landspítalanum 26. september síðastliðinn. Adolf var sonur Hildar Pálsdóttur, f. 13. febrúar 1915 á Framnesi í Vindhælishreppi, A-Húnavatnssýslu, d. 26. janúar 1972, og Valdimars Thorarensen, sjómanns á Gjögri f. 20. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 555 orð

Atli Snær Jónsson

Morgunstund gefur gull í mund. Þessi orð hafa komið í huga okkar margan morguninn á þessu fagra hausti. Fegurðin er slík að við hefðum fyrir engan mun viljað missa af slíkri fegurð, sem hefur fengið okkur til að þakka Guði fyrir að sýna okkur þennan mikilfengleik, þegar sólin er að brjótast fram, stundum í gegnum ský og við fylgjumst með hvort sigrar, sólin eða skýin. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 119 orð

Atli Snær Jónsson

Elsku litli Atli Snær. Mikið var á þig lagt á þinni stuttu ævi. Barátta þín fyrir lífinu var einstök. Það var dýrmætur tími að vera nærri þér. Brosinu þínu fallega og augunum þínum skæru gleymi ég aldrei. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetraróttu, og leit eina litla stjörnu þar lengst út í blárri nóttu. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 586 orð

Atli Snær Jónsson

Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Atli Snær Jónsson

Elsku Atli Snær okkar. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar, sem við tökum með inn í framtíðina og umvefjum af hreinum kærleika. Augu þín minntu mann á tvo stóra kristalla og augnhárin sem umvöfðu þín fögru augu, bræddu hverja sál sem á þig leit. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Atli Snær Jónsson

Elsku litli vinur minn er dáinn. Atli Snær og ég kynntumst á spítalanum í október í fyrra, þegar ég fór af vökudeildinni yfir á barnadeildina. Ég bjó í sex mánuði á stofunni við hliðina á Atla Snæ og ein af eftirminnilegustu stundunum var þegar hann kom í fanginu á pabba sínum eða mömmu á hverju kvöldi og bauð okkur á stofunni góða nótt og skoðaði óróann í herberginu og allt litskrúðugt Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Atli Snær Jónsson

"Augun hans geisluðu, hárið hans lýsti allt upp og brosið hans bræddi alla." Þetta eru minningarnar í hugum okkar foreldra nokkurra barna, sem hafa átt samleið með Atla Snæ hluta spítaladvalar hans. Það er ekki hægt að ímynda sér þó, nema að hluta til, allt álagið sem Atli Snær, Sædís, Jón og Óli hafa þurft að yfirstíga. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 87 orð

Atli Snær Jónsson

Atli Snær Jónsson Þú litla barn sem ég þráði að faðma umvefja elsku, vaxa með þér. Líf þitt var svo stutt og hér sit ég eftir hugsandi um það, sem hefði getað orðið. Kannski í eilífðinni fáum við að hlæja og gráta, faðmast og vaxa. Og vinna upp þann tíma, sem við aldrei áttum. (Gleym-mér-ei, útg. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Atli Snær Jónsson

Elsku Atli Snær okkar, nú er tími þinn hér hjá okkur liðinn. Þú varst svo fallegur með stóru augun þín og löngu augnhárin. Eftir hálfan mánuð hefðir þú orðið tveggja ára og þú þurftir mjög mikið að hafa fyrir þessum tveimur árum. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að eitthvað var að hjá þér og löng sjúkrahúslega beið þín. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 274 orð

Atli Snær Jónsson

Nú ert þú farinn eftir tæpra tveggja ára baráttu við erfið veikindi. Dvöl þín hjá okkur var svo stutt en óendanlega dýrmæt. En það var sama hversu veikur þú varst, alltaf fékk maður bros frá þér og þú vissir nákvæmlega hvað þú vildir. Þú barðist eins og hetja því þú hafðir svo sterkt hjarta, ætlaðir ekki að gefast upp. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Atli Snær Jónsson

Elsku frændi minn. Það var bjartur morgunn þegar mamma hringdi í mig og sagði við mig, Rannveig mín, hann Atli Snær, frændi þinn, dó í nótt. Það kom smáþögn í símann, svo brast ég í grát. Hann Atli Snær var búinn að vera veikur alveg síðan hann fæddist, búinn að búa á sjúkrahúsinu síðan 12. október 1996, aðeins búinn að sofa þrjár nætur heima hjá sér. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 543 orð

Atli Snær Jónsson

Börnin fæðast litlum systkinum sínum eins og ljós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Ef þau deyja hverfa þau til guðs, eins og draumur, sem aldrei gleymist. Í sorginni mætast foreldrar og börn og verða ekki síðan viðskila. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 80 orð

Atli Snær Jónsson

Nú er horfið lítið ljós land og himinn grætur. Langt er yfir lífsins ós, langar haustsins nætur. Einn finnst vegur alltaf þó alla til að hugga. Og þar leggur aldrei snjó, eða nokkurn skugga. Veg þann leggur ljós og bæn til landsins hinum megin. Þegar við sitjum eftir ein, við opnum bjarta veginn. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 84 orð

Atli Snær Jónsson

Elsku litli ljúfur, litli pabbastúfur og snáðinn okkar mömmu, svo varstu líka ömmu- og afastrákur. Mér, stóra bróður þínum, þótti svo innilega vænt um þig og ég var alltaf svo stoltur af þér og öllum framförum þínum. Ég á svo margar fallegar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 115 orð

ATLI SNÆR JÓNSSON

ATLI SNÆR JÓNSSON Atli Snær Jónsson fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 12. október 1996. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sædís Björk Þórðardóttir, f. 6 nóvember 1968 og Jón Heiðarsson, f. 11. nóvember 1961. Foreldrar Sædísar eru Ólafía Gestsdóttir og Þórður Á. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Ég kveð kæra frænku mína fáum orðum, þótt margs sé að minnast, sem fæst verður tíundað hér. Þegar Guðrún föðursystir mín fluttist öðru sinni frá Seyðisfirði 1933 til Reykjavíkur, að því sinni með yngstu dótturina, Þórunni, hafði hún verið ekkja um átta ára skeið. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 288 orð

GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR

GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR Guðbjörg Einarsdóttir fæddist í Borgarfirði eystra 18. ágúst 1911. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sveinn Þorsteinsson, trésmiður frá Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, og kona hans, Guðrún Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Guðmunda Margrét Jónsdóttir

Ég á svo yndislegar minningar úr æsku minni um ömmu í Laufó eins og ég kallaði hana alltaf. Ég var mikið hjá henni ömmu þegar ég var lítil stelpa og þar var alltaf svo gott að vea. Amma sá til þess að manni leiddist aldrei hjá henni, hún fann alltaf eitthvað fyrir mig að gera. Þegar hún var úti í garði að vinna bjó hún til smáhorn í garðinum sem ég átti svo að hirða sjálf og passa vel upp á. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 77 orð

Guðmunda Margrét Jónsdóttir

Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? Ég kveð þig, móðir, í Kristi trú, sem kvaddi forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 158 orð

GUÐMUNDA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

GUÐMUNDA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Guðmunda Margrét Jónsdóttir fæddist á Seljarlandi í Vestmannaeyjum 16. mars 1914. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 23. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóns Guðmundssonar, f. 19.9. 1878, d. 20.3. 1915, og Jónínu Einarsdóttur, f. 25.3. 1885, d. 22.9. 1968. Seinni maður Jónínu var Ísak Árnason, f. 24.12. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 339 orð

Guðmundur Björgvin Jónsson

Við leiðarlok minnumst við góðra kynna við Guðmund Björgvin Jónsson, sem kvaddur er í dag. Í nær tvo áratugi var hann virkur félagi og kjörinn foringi í Verkstjórafélagi Suðurnesja, samfellt í stjórn þess í 16 ár, frá 1962 til 1978, lengst sem formaður í níu ár. Á því tímabili einnig í stjórn Verkstjórasambands Íslands, og fulltrúi á landsþingum þess í 18 ár. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 923 orð

Guðmundur Björgvin Jónsson

Pabbi minn var mjög ungur þegar hann missti foreldra sína, fyrst dó móðirin úr spönsku veikinni árið 1918 og ári seinna faðirinn. Ungum bræðrunum fimm var komið í fóstur til ættingja og vina. Það voru erfið spor þegar tveir foreldralausir sex og sjö ára snáðar trítluðu úr Brunnastaðahverfi með pinklana sína suður í Voga. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Guðmundur Björgvin Jónsson

Elsku afi og langafi. Okkur langar til að kveðja þig með þessum örfáu orðum. Í augum Andra Inga varstu alltaf afinn í hjólastólnum sem grést alltaf af gleði þegar við komum í heimsókn. Andri talaði alltaf mikið um þig eftir hverja heimsókn og þótti mjög vænt um þig. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 337 orð

GUÐMUNDUR BJÖRGVIN JÓNSSON

GUÐMUNDUR BJÖRGVIN JÓNSSON Guðmundur Björgvin Jónsson fæddist á Brunnastöðum í Vatnsleysustrandarhreppi 1. október 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Einarsson og Margrét Pétursdóttir. Bræður Guðmundar voru: 1) Einar Haukur, látinn. 2) Erlingur, látinn. 3) Matthías Hafstein, látinn. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 82 orð

Jóhann Sævaldur Sigurðsson

Jóhann Sævaldur Sigurðsson fæddist í Dæli í Fljótum, Skagafirði, 10. október 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ásgrímsson, f. 26.6. 1883, d. 1936, og Jóhanna Lovísa Gísladóttir, f. 21.8. 1881, d. 2.1. 1973. Eiginkona Jóhanns var Sigurlaug Jónsdóttir, f. 16.5. 1927, Siglufirði. Synir þeirra eru: Njörður S. Jóhannsson, f. 4.4. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Jóhann Sævaldur Sigurðsson

Ég var staddur á vinnustað hér á Siglufirði þegar það spurðist að Jóhann Sigurðsson væri dáinn. Menn setti hljóða og svo var farið að tala um það hve mikill sjónarsviptir væri að honum. Jói hafði margsinnis staðið við dauðans dyr undanfarin tuttugu ár eftir að hann kenndi hjartabilunar. Hann var orðinn aldraður, sjötíu og fimm ára, þessi öðlingur sem við sjáum svo eftir. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 454 orð

Jón Hannibalsson

Bolungarvík, yst við Ísafjarðardjúp, mikil verstöð að fornu og nýju með gjöful fiskimið skammt undan, torsótt löngum en inn af víkinni grösugir dalir með býli milli hárra fjalla. Náttúrugæði mikil en ekki á færi aukvisa að nýta þau og njóta hvort sem er til sjós eða lands. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 424 orð

Jón Hannibalsson

Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast Þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur (Friðrik G. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Jón Hannibalsson

Við lát Jóns Hannibalssonar kennara, manns Ragnhildar móðursystur okkar, reikar hugurinn til baka. Við Ragnhildur vorum saman mörg sumur í Fossgerði þegar við vorum börn og nokkra vetur var hún hjá okkur í Kópavoginum. Á þessum árum var hún nánast eins og stóra systir okkar, enda ekki miklu eldri. Undanfarna mánuði höfum við fylgst með baráttu þeirra við erfiðan sjúkdóm Jóns. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Jón Hannibalsson

Jón Hannibalsson fæddist í Þernuvík í Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp hinn 17. júní 1939. Þegar hann var fimm ára fluttu foreldrar hans að Hanhóli í Bolungarvík og bjuggu þar síðan. Jón var þriðji í röð fimmtán systkina og sá fyrsti úr þeim mannvænlega hópi, er fellur í valinn. Börnin á Hanhóli stunduðu þriggja vetra barnaskólanám sitt í Bolungarvík. Að því loknu fóru a.m.k. sum þeirra, og þ. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 371 orð

Jón Hannibalsson

Á fögrum haustdegi skipta laufin á trjánum um lit og verða aftur að moldu. Þessu líkt tekur fyrir æviferil okkar. Mágur minn og kær vinur, Jón Hannibalsson frá Hanhóli í Bolungarvík andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir stutta, en harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem vann á honum allt of fljótt. Jón var smiður og smíðakennari, mjög lipur og handlaginn maður. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 147 orð

Jón Hannibalsson

Hvernig er hægt að kveðja kæran vin með nokkrum fátæklegum orðum? Jóni Hannibalssyni kynntist ég fyrir nærri fjörutíu árum um leið og ég kynntist eiginmanni mínum. Það kom snemma í ljós hvílíkt gull að manni Jón var. Hann var einstaklega skapgóður og hláturmildur, félagslyndur og algjör reglumaður. Alrei nokkurn tíma sá ég hann reiðast né heyrði hann tala illa um nokkurn mann. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Jón Hannibalsson

Kæri vinur og vinnufélagi, mikið á ég eftir að sakna þín. Ekki bara vegna þess að þú varst góður vinnufélagi heldur og ekki síður vegna þess að þú varst góður maður, jákvæður, brosmildur, elskulegur og ævinlega tilbúinn að greiða hvers manns götu. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 393 orð

Jón Hannibalsson

Fátt er jafn heillandi og haustmorguninn, þegar döggin glitrar á laufinu, gulu, rauðu, grænu og brúnu eins og allt kapp sé lagt á að ná fram því fegursta áður en óvæginn vetrarstormurinn feykir burt síðasta haustlaufinu ­ allt of snemma, það hefði verið gott að fá að njóta lengur. Þannig var það líka í lífi Jóns Hannibalssonar kennara, þar haustaði of snemma. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 267 orð

JÓN HANNIBALSSON

JÓN HANNIBALSSON Jón Hannibalsson fæddist 17. júní 1939 í Þernuvík í Ögurhreppi. Hann lést 23. september síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Foreldrar hans voru Hannibal Jóhannes Guðmundsson bóndi í Þernuvík, f. 24.4. 1907, d. 9.12. 1984 og kona hans Þorsteina Kristjana Jónsdóttir, f. 16.11. 1914. Jón átti 14 systkini, þau eru: 1) G. Sigurvin, f. 17. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Elsku amma mín, nú ertu dáin og mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Mér finnst það mjög sorglegt en ég veit að nú líður þér vel. Það verður skrítið að koma í heimsókn til afa og þar er engin amma. Mér fannst notalegt að sitja og prjóna með þér dálitla stund og hlusta á útvarpið í leiðinni eða spjalla saman. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Eitt svar við spurningunni um hvað mestu máli skiptir í lífinu, gæti verið það að eiga góða að. Og þá er yfirleitt átt við nánustu ættingja. En í afskekktri, strjálbýlli sveit fer ekki hjá því að nágrannarnir skipti eins miklu máli. Við sem bjuggum í sömu sveit og Stína vissum fyrir víst hvað það merkti að eiga góða granna. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Á Hólsfjöllum gefst einna víðust sýn í byggð á Íslandi. Að horfa yfir heiminn frá Víðirhóli á Fjöllum á björtu sumarkvöldi er nokkuð sem vart verður reynt annars staðar á landi hér. Að líta til Búrfells á Tjörnesi og Kinnarfjalla í norðvestri, eygja Kerlingu vestan Eyjafjarðar teygja sig suðurundan horni Jörundar á Mývatnsöræfum og sjá Herðubreið, Dyngjuföll og Dyngjujökul gnæfa í suðri, Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Kæra tengdamamma. Örfá orð til að þakka þér umburðarlyndið og kærleikann. Ég veit að þú vilt ekki neina langloku. Þegar ég bættist í fjölskyldu þína, 17 ára gamall, tókstu mér eins og öllum þeim börnum og unglingum sem á vegi þínum urðu; þér fannst sjálfsagt að sýna mér umhyggju og ástúð. Oft undraðist ég vilja þinn og þolinmæði til að sinna allra þörfum og ekki uppskarstu þó alltaf þakklæti. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Hún gekk okkur í móðurstað. Fyrir rúmum aldarfjórðungi voru nokkrir baldnir námssveinar við Menntaskólann á Akureyri svo heppnir að lenda í mötuneyti hjá Óla og Stínu í Löngumýri. Þau voru nýkomin úr sveitinni á mölina og báru með sér heiðríkju af Fjöllum. Frá þeim degi sem við komum í gættina á húsi þeirra urðum við í hjörtum okkar heimilismenn þar. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Í dag kveð ég Kristínu Gunnlaugsdóttur tengdamóður mína. Ég kynntist Kristínu fyrir átta árum er ég tengdist fjölskyldunni sem sambýliskona Margrétar Pálu dóttur hennar. Ég man að ég kveið því að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti, sérstaklega þar sem ég vissi ekki hvaða skoðun þau höfðu á því að dóttir þeirra byggi með annarri konu, Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 575 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Tif í prjónum, glaður söngur eða svæfandi raul, ilmur af nýbökuðu brauði, traust og hlýtt fang sem markaði upphaf og endi skynjunar minnar. Hendur sem umluktu mínar, hlýjuðu og hugguðu, svo dæmalaust mjúkar og miklar og óumbreytanlegar. Þulur og vísur, kvæðin hans Davíðs og heilræðaljóð Erlu sem fylgdu inn í svefninn. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 574 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Hún kom á móti okkur úr eldhúsinu fram í anddyrið, þerraði hönd sína með viskustykkinu og handtakið var þétt og heitt eftir uppvaskið. Ég fann strax að hér tjóaði ekki að hreyfa mótbárum við góðgerðum þótt liðinn væri matmálstíminn og þykjast mettur. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 402 orð

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 23. september 1998. Kristín var fædd í Heiðarseli í Hróarstungu, dóttir hjónanna Gunnlaugs Gunnlaugssonar Oddsen frá Bót í sömu sveit, f. 1876, d. 1925, og Guðbjargar Árnadóttir frá Uppsölum í Eiðaþinghá, f. 1882, d. 1953. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Ólafía Margrét Sveinsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast Margrétar Sveinsdóttur á útfarardegi hennar. Ég kynntist þeim Margréti og Gesti fyrir um tíu árum þegar kynni tókust með mér og barnabarni þeirra, Margréti Huld. Þau hjónin tóku mér strax ákaflega vel og mér leið frá upphafi eins og einum úr fjölskyldunni. Mér auðnuðust aðeins fárra ára kynni af Gesti því hann lést árið 1991. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 304 orð

Ólafía Margrét Sveinsdóttir

Elsku besta amma okkar. Við kveðjum þig með söknuði og trega. Nú ertu farin frá okkur eftir erfið veikindi og búin að fá hvíldina löngu. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir þig og öll okkur hin sem þurftum að horfa upp á hvernig hvert áfallið tók við af öðru. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 167 orð

ÓLAFÍA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR

ÓLAFÍA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR Ólafía Margrét Sveinsdóttir fæddist í Gerði á Barðaströnd hinn 6. september 1926. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 25. september síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sveinn Ólafsson, f. 15.10. 1882, d. 2.6. 1950, og Ingveldur Jóhannesdóttir, f. 30.5. 1893, d. 18.7. 1966. Systkini Margrétar eru: Jóhannes Hjálmar, f. 9.5. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 493 orð

Rannveig Karólína Sigfúsdóttir

Hún Kalla amma mín, eins og hún var alltaf kölluð, átti að mörgu leyti erfitt líf. Hún varð ekkja á Vopnafirði og missti ungan son sinn rúmlega ári seinna. Stuttu seinna flutti hún til Eskifjarðar, þar sem hún bjó til æviloka með manni sínum, Sveini Auðbergssyni, afa mínum, sem lést í október 1992. Það er margt sem kemur upp í hugann nú þegar hún er dáin. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 140 orð

RANNVEIG KARÓLÍNA SIGFÚSDÓTTIR

RANNVEIG KARÓLÍNA SIGFÚSDÓTTIR Rannveig Karólína var fædd á Skálafelli í Suðursveit 21. október 1908. Foreldrar hennar voru Sigfús Sigurðsson, bóndi á Skálafelli, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Systkini hennar eru: Margrét, Sigríður, látin, Ragnar, Guðbrandur, Sigurður látinn. Fyrri eiginmaður Rannveigar var Einar Davíðsson, f. 4. september 1907, d. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 944 orð

Þorsteinn Jóhannsson

Þegar ég kom að sjúkrabeði Steina fyrir mánuði vitandi að hann var alvarlega veikur, hvarflaði það ekki að mér að hann væri á förum. Það var hvorki deyfð né drungi yfir honum og reyndar fannst honum nær óþarfi hve mikið hjúkrunarfólkið lét sér annt um heilsu hans. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 244 orð

Þorsteinn Jóhannsson

Sveitarhöfðingi og heiðursmaður er nú horfinn á vit feðra sinna. Þorsteinn Jóhannsson var sannkallaður foringi í sinni sveit, Hofshreppi ­ eða Öræfunum eins og byggðin, sem honum var svo kær, er í daglegu tali nefnd. Hann starfaði m.a. lengi að sveitarstjórnarmálum, bæði í hreppsnefnd Hofshrepps og Sýslunefnd Austur- Skaftafellssýslu. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 1356 orð

Þorsteinn Jóhannsson

Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur komst einhverju sinni svo að orði að Skaftafell væri fegurst bæjarstæða á Íslandi. Helst væri það nábýlisjörðin Svínafell sem gæti keppt þar við. Bændabýlin í Svínafelli raða sér við rætur Svínafellsfjallsins þar sem það rís fremst í fjallgarðinum framanvert við Öræfajökul með þá einstæðu náttúrutöfra í gerð og útliti sem fáa eiga sér líka. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 863 orð

Þorsteinn Jóhannsson

Hvert sem við förum um Ísland tengist sagan landinu. Svínafell í Öræfum er einn þeirra staða sem tengjast sögu landsins sterkum böndum. Allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára hafa heyrt getið um eina helstu söguhetju Njálu, Flosa Þórðarson frá Svínafelli í Öræfum. Frá Svínafelli komu jafnframt inn á sögusviðið mikilhæfir kirkjuhöfðingjar og þar sátu héraðshöfðingjar í mörg hundruð ár. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 517 orð

Þorsteinn Jóhannsson

Þátttaka í stjórnmálum hefur sína kosti og galla, eins og önnur störf. Einn af kostunum er sá að kynnast góðu fólki. Það fylgir stjórnmálunum eins og öðrum félagsmálum að umgangast fólk, heilsa samferðamönnunum og kveðja þá. Nú hefur einn öðlingsmaður og samherji á þessum vettvangi horfið yfir móðuna miklu. Það er Þorsteinn Jóhannsson, bóndi í Svínafelli í Öræfum. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 282 orð

Þorsteinn Jóhannsson

Tengdafaðir minn, Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli, er fallinn frá. Mig langar að kveðja hann með fátæklegum orðum. Hann var stoð fjölskyldu sinnar og traustur bakhjarl okkar til hins síðasta. Hann var stoð og stytta allra sem til hans leituðu, hann var samvinnumaður, einstaklega laginn við að fá menn til að vinna saman og beita samtakamætti sínum. Hann hafði jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 331 orð

ÞORSTEINN JÓHANNSSON

ÞORSTEINN JÓHANNSSON Þorsteinn Jóhannsson var fæddur á Hnappavöllum í Öræfum 7. september 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 26. september 1998. Foreldrar hans voru: Jóhann I. Þorsteinsson, f. 13.2. 1881, d. 10.5. 1963 og Guðrún Jónsdóttir, f. 22.8. 1890, d. 3.12. 1974. Bræður: Jón, f. 6.4. 1921 og Sigurður, f. 8.9. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 618 orð

Þórður Kristján Runólfsson

Nú látinn er eftir langa ævi Þórður langafi minn í Haga í Skorradal. Í Skorradalnum bjó hann þangað til fyrir aðeins um tveimur árum, þegar hann fór á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hann vildi ekki heyra minnst á elliheimili fyrr en þá, því honum fannst elliheimili vera fyrir gamalt fólk og hann taldi sig ekki tilheyra þeim hópi. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 457 orð

Þórður Kristján Runólfsson

Góður maður er genginn. Þórður Runólfsson bóndi í Haga í Skorradal andaðist 25. sept. síðastliðinn, viku eftir 102 ára afmælisdaginn í sjúkrahúsinu á Akranesi. Við sem þessar línur ritum áttum því láni að fagna að kynnast þessum öðlingi og eiga með honum mörg ár í dalnum hans fagra. Þórður var vinmargur og þjóðkunnur. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 149 orð

Þórður Kristján Runólfsson

Sonarkveðja Við komum hér og þökkum það sem var. Sá þungi er leggst á rúmrar aldarbil er saga manns sem byrðar sínar bar og brást ei því sem fáir vita á skil. Við kveðjum öldung, munum mann sem batt svo mikla tryggð við eigin heimasveit að aldrei brást. Hann sagði öllum satt um sína tryggð við þennan harða reit. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 1037 orð

Þórður Kristján Runólfsson

Þessa kyrru haustdaga skartar Skorradalurinn sínu fegursta litskrúði. Lyng og runnar birta okkur litróf haustsins sem sjaldan hefur verið fegurra en einmitt núna. Þessa fegurð haustsins í Skorradal hafði bóndinn í Haga oftar litið augum en samferðamenn hans. Meira
3. október 1998 | Minningargreinar | 344 orð

ÞÓRÐUR KRISTJÁN RUNÓLFSSON

ÞÓRÐUR KRISTJÁN RUNÓLFSSON Þórður Kristján Runólfsson fæddist í bænum Efri-Hrepp í Skorradalshreppi 18. september 1896. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Pétursdóttir, f. 22. júní 1868 á Ytri-Brekku í Andakílshreppi, d. 6.6. 1950, og Runólfur Arason, f. 13.11. Meira

Viðskipti

3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

ÐFlugleiðir kaupa upplýsingakerfi

FLUGLEIÐIR hafa samið við tölvufyrirtækið Unisys um kaup á nýju birgða-, bókunar- og vildarkerfi sem gerir félaginu fært að bæta þjónustu við farþega á mörgum sviðum. Kerfið verður grundvallartölvukerfi í nær öllum rekstri Flugleiða og heldur það m.a. utan um allar bókanir félagsins. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 375 orð

Eykur líkur á vaxtalækkun

MINNKANDI fjárþörf ríkisins á fjármagnsmörkuðum eykur líkur á að langtímavextir á verðtryggðum skuldabréfum haldi áfram að lækka. Sögulegt lágmark á vaxtastigi langtíma skuldabréfa gefur þó tilefni til að ætla að markaðurinn hafi gert ráð fyrir og náð að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Gengið sveiflast

NOKKRAR sveiflur hafa verið á gengi hlutabréfa Landsbankans síðustu daga. Fjárvangur gekk frá samningum um sölu hlutafjárloforða fyrr í vikunni á genginu 2,50 en í fyrradag var gengið frá sambærilegum samningi á genginu 2,35. Í gær var talið að gengi hlutafjárloforðanna væri á bilinu 2,35 til 2,40. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 466 orð

Hlutafé skrifað niður og aukið aftur

HLUTAFÉ Loðskinns hf. á Sauðárkróki verður fært niður um 90% til að mæta 140 milljóna króna tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í vikunni, var jafnframt ákveðið að auka hlutaféð aftur um 150 milljónir og fram kom að fyrir liggja hlutafjárloforð fyrir liðlega 130 milljónum af því. Þá var ný stjórn kjörin. Loðskinn hf. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 550 orð

Landsbréf gerð að sviði innan bankans

BANKARÁÐ Landsbanka Íslands hf. staðfesti breytingar á stjórnskipulagi fyrir Landsbankasamstæðuna á fundi sínum á Akureyri í gær. Með þeim eru Landsbréf hf. færð inn í bankann og mynda eitt hinna fimm sviða hans. Framkvæmdastjóri Landsbréfa verður framkvæmdastjóri nýja sviðsins. Þá er vægi og sjálfstæði svæðisútibúa aukið. Breytingarnar taka gildi 1. nóvember næstkomandi. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Lækkanir vegna ótta við samdrátt ars

LOKAGENGI hélt áfram að lækka á flestum evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær og hafði sums staðar ekki verið lægra síðan í nóvember vegna uggs um samdrátt í heiminum og verri afkomu fyrirtækja. Verðmæti hlutabréfa á heimsmörkuðum hefur rýrnað um að minnsta kosti 4,3 billjónir dollara síðan 17. júlí þegar verð hlutabréfa náði hámarki í Wall Street samkvæmt HSBC Securities Europe. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 842 orð

Markaðsaðilar bíði eftir nýju hlutafé

Í SKÝRSLU sem Fjárfestingabanki atvinnulífsins hefur sent frá sér er birt greining á stöðu og horfum á innlendum og erlendum mörkuðum. Á erlendum markaði ber hæst nýafstaðnar vaxtalækkanir hjá seðlabanka Bandaríkjanna en ástæða þeirra er umrót á erlendum mörkuðum. Vegna umrótsins er einnig talið að innlendir fjárfestar fjárfesti síður erlendis. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Settur sérstakur forstjóri Flugstöðvar

STARFI flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli hefur verið skipt. Undir embætti flugvallarstjóra, sem auglýst hefur verið laust til umsóknar, fellur einungis daglegur rekstur vallarins. Hins vegar hefur verið settur sérstakur forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, án auglýsingar, til eins árs. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Setur þrýsting á krónuna til hækkunar

MÁR GUÐMUNDSSON hagfræðingur í Seðlabanka Íslands segir í samtali við Morgunblaðið að vaxtalækkunin sem varð í Bandaríkjunum sl. þriðjudag muni hafa áhrif hér á landi og gæti sett þrýsting á krónuna til hækkunar enda eru Bandaríkin eitt helsta viðskiptaland Íslands og þar er stærsti fjármálamarkaður í heimi. Meira
3. október 1998 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Sjóðir kaupa 8,5% eignahlut

KAUPÞING hf. og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) hafa selt tólf lífeyrissjóðum auk helstu verðbréfa- og hlutabréfasjóða landsins samtals 8,5% hlut í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss. Einnig hefur Búnaðarbankinn tryggt sér tæplega 2% hlut í félaginu. Fyrirtækin eiga því eftir að selja um 34% hlut í Baugi, en þau kauptu 75% félagsins í vor. Meira

Daglegt líf

3. október 1998 | Neytendur | 606 orð

Lífræn mjólk mætti seljast betur

SALA á lífrænni mjólk hefur ekki gengið eins vel og ýmsir hugðu í upphafi. Einar Matthíasson hjá Mjólkursamsölunni varð fyrir svörum þegar spurst var fyrir um þetta mál og fleiri sem varða sölu á lífrænum mjólkurvörum. Meira
3. október 1998 | Neytendur | 100 orð

Smint myntur á markað

NÝLEGA voru settar hér á markað sykurlausar Smint myntur. Í fréttatilkynningu frá Danól, umboðsaðilanum sem flytur mynturnar inn, segir að þeim sé ætlað að stuðla að betri tannheilsu og hafi fengið viðurkenningar frá samtökum tannlækna í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Meira

Fastir þættir

3. október 1998 | Í dag | 33 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextug er í dag, laugardaginn 3. október, Ragnheiður Erla Hauksdóttir, húsmóðir, Haukshólum 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Grænumörk 1, Hveragerði, á milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Meira
3. október 1998 | Í dag | 33 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 4. október, verður sjötug Sigríður Jónsdóttir, Heimabergi 24, Þorlákshöfn. Eiginmaður hennar er Karl Karlsson. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á morgun sunnudag, frá kl. 14­18. Meira
3. október 1998 | Í dag | 23 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. október, verður áttræður Stefán Guðmundsson, skipstjóri, Skála, Seltjarnarnesi. Eiginkona hans er Guðrún Kristjánsdóttir. Þau hjónin dveljast erlendis. Meira
3. október 1998 | Í dag | 626 orð

Agabrot og brottrekstur úr skóla

ÉG LAS með athygli grein á heilli opnu um þetta efni í Mbl. 29. september sl. Þar segist Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands og skólastjóri Árbæjarskóla í Reykjavík "ekki vera sáttur við úrskurð menntamálaráðuneytisins", þ.e. að taka ráðin af skólastjóra í grunnskóla, sem vikið hafði barni úr skóla tímabundið fyrir agabrot. Furðulegt. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 114 orð

A-V:

A-V: Hjálmar Gíslason ­ Ragnar Halldórsson368 Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson363 Þórarinn Árnason ­ Rafn Kristjánsson358 Meðalskor var 312 Mánudaginn 28. september spiluðu einnig 26 pör Mitchell-tvímenning. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 37 orð

Bridsfélag Suðurnesja HAFINN er fjögurra kvölda hausttvímenningur þa

HAFINN er fjögurra kvölda hausttvímenningur þar sem hæsta skor í þrjú kvöld er látin ráða til verðlauna. Enn er hægt að vera með í mótinu. Spilað er í félagsheimilinu við Sandgerðisveg og hefst spilamennskan kl. 19.45. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 57 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 6. október hefst aðaltvímenningur BRE en þann 29. september var spilaður tvímenningur með þátttöku 10 para. Spiluð voru þrjú spil á milli para og urðu úrslit þessi: Aðalsteinn Jónsson ­ Gísli Stefánsson131 Jóhann Bogason ­ Sigurður Freysson130 Kristján Kristjánss. ­ Ásgeir Metúsalemss. Meira
3. október 1998 | Í dag | 33 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Laugarneskirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni Nína Björk Þórsdóttir og Ársæll Aðalbergsson. Heimili þeirra er í Írabakka 26, Reykjavík. Meira
3. október 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Anna Lilja Þórisdóttir og Hrannar Már Hallkelsson. Heimili þeirra er að Lautarsmára 3, Kópavogi. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 1010 orð

Draumur mánans

TUNGLIÐ, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Tunglið hefur óumdeilanleg áhrif á menn, málleysingja og náttúru, það stjórnar vatns- og sjávarföllum, tíðahringjum og ferli margra dýrategunda. En máninn er einnig aflgjafi hugmynda og með dularfullri nánd sinni við manninn býr hann honum efni í skáldsögur, ævintýri og drauma. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 592 orð

Framhjáhald á miðjum aldri

Framhjáhald Spurning: Las grein þína í dag um hjónaskilnaði. Í því sambandi vöknuðu spurningar hjá mér sem einnig koma til af mikilli umræðu um mál Bandaríkjaforseta. Í greininni nefnir þú að við miðjan aldur freistar fólk þess að endurmeta lífið o.s.frv. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 497 orð

Gnocchi

Þetta er einn af þessum yndislegu ítölsku réttum sem kostar smá fyrirhöfn en er í raun ótrúlega einfaldur þegar maður er kominn upp á lagið. Í réttinn þarf um eitt kíló af kartöflum, hveiti og salt. Flóknara er það nú ekki. Byrjið á því að flysja kartöflurnar, setjið þær í eldfast mót og bakið við 200 stiga hita í ofni þar til auðvelt er að stinga gaffli inn í kartöflurnar. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 735 orð

Hvað er Ægisif?

Menning ­ listir 1. Hvað er Konungsskuggsjá og hvaða lærdóm er þar að finna? 2. Hvað eiga skáldin Egill Skallagrímsson, Gísli Illugason, Óttar svarti og Þórarinn Loftunga sameiginlegt? 3. Hvernig merkti listmálarinn Vincent van Gogh jafnan myndir sínar? Saga Meira
3. október 1998 | Dagbók | 523 orð

Í dag er laugardagur 3. október 276. dagur ársins 1998. Orð dagsins: El

Í dag er laugardagur 3. október 276. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða. (Rómverjabréfið 12, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Atlanta Peace kom og fór í gær. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 741 orð

Íslenskt mál

GESTUMBLINDI (Óðinn) kvað: Hafa vildak, þat er ek hafða í gær. Vittu, hvat þat var: Lýða lemill, orða tefill ok orða upphefill. Heiðrekr konungr, hyggðu at gátu. Konungr segir: "Góð er gáta þín, Gestumblindi, getit er þessar. Færi honum mungát. Meira
3. október 1998 | Í dag | 185 orð

LESANDINN er í suður og spilar þrjú grönd. Suður

Vestur kemur út með lauffimmu, fjórða hæsta og austur lætur gosann. Nú er að gera áætlun. Þetta er dæmi um spil sem menn leysa frekar af blaði en á borði. Eina hættan er sú að vörnin fái fjóra slagi á lauf til viðbótar við tígulkónginn. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 986 orð

Safnaðarstarf Miðbæjarstarf og miðbæjarmessa U

UNDANFARIN tvö ár hefur KFUM og K, sem er leikmannahreyfing innan Þjóðkirkjunnar, staðið að miðbæjarstarfi meðal unglinga í Reykjavík. Miðstöð starfseminnar er í Austurstræti 20. Um helgar einkennist næturlíf miðbæjarins því miður af vímuefnaneyslu, ráfi og tómi. Það er engum manni hollt að vera í slíku umhverfi, allra síst ómótuðum unglingum. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 124 orð

Sesamkjúklingur

Uppskrift að Stir-fry kjúklingi á Vegamótum. Forsteikið kjúklingabringur, kryddaðar með salti og pipar. Snyrtið strengjabaunir og skerið í fingurlanga bita. Sesamkrydd: Blandið eftirfarandi saman í matvinnsluvél; tahini, ólívuolíu (extra virgin), ristuðum sesamfræum, kúmeni, cayenpipar, sesamolíu og örlitlu af kókospaste. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 980 orð

Skynsemi og virðing Að rætt sé um vín, að börn og unglingar skilji hvað áfengi er og hvernig sé best að nota það ­ og hvernig

Líklega mælir enginn með ofdrykkju áfengis. Ýmsir telja algjört bindindi heillavænlegast en aðrir hallast að því að hófleg drykkja sé í góðu lagi, jafnvel holl. Mismunandi skoðanir eru eðlilegar, hvort sem er varðandi áfengi eða annað í daglegu lífi. Meira
3. október 1998 | Í dag | 119 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Kettler mótinu í Ceska Trebova í Tékklandi í september. Lubomir Kavalek (2.520), Bandaríkjunum, hafði hvítt og átti leik, en Zbynek Hracek (2.615), Tékklandi, var með svart. 20. exf6! ­ Rxf6 (Auðvitað ekki 20. ­ Hxe1? 21. Meira
3. október 1998 | Í dag | 351 orð

SUM FYRIRTÆKI eru farin að rita nöfn sín eftir einhverjum stafsetni

SUM FYRIRTÆKI eru farin að rita nöfn sín eftir einhverjum stafsetningarreglum, sem Víkverji kannast ekki við. Þannig vill símafyrirtækið Tal láta kalla sig TAL, þótt ekki sé Víkverja kunnugt um að um skammstöfun sé að ræða, sem myndi réttlæta þennan rithátt. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 2966 orð

Það er líf handan fiðlunnar Sigrún Eðvaldsdóttir er nýráðin konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Flutti heim í sumar

Sigrún hélt út í heim fyrir nærri hálfum öðrum áratug með geislandi bros og smitandi hlátur í farteskinu. Og fiðluna, sem hefur aldrei verið langt undan síðan hún byrjaði fimm ára að læra á slíkan grip. Meira
3. október 1998 | Fastir þættir | 1273 orð

(fyrirsögn vantar)

Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir guðsþjónustu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Meira

Íþróttir

3. október 1998 | Íþróttir | 85 orð

1. deild karla:

Knattspyrna Laugardagur: Meistarakeppni KSÍ Laugardalsv.:ÍBV - Leiftur14 Blak Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli:ÍS - KA13.30 1. deild kvenna: ÍS - KA15 Handknattleikur 1. deild karla: Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 43 orð

BORÐTENNISÞeir keppa í WalesKARLALANDSLIÐ Ísl

BORÐTENNISÞeir keppa í WalesKARLALANDSLIÐ Íslands í borðtennis tekur þátt í rilðakeppni Evrópukeppni landsliða um helgina, sem fer fram íWales. Mótherjar Íslands eru landslið Wales, Noregs, Írlands, Skotlands og Finnlands. Landsliðið skipa þeir Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, Kjartan Briem, KR og Magnús Árnason, Víkingi. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 134 orð

Ekki sá fyrsti

GEORGE Graham er ekki eini maðurinn sem þjónað hefur bæði Arsenal og Tottenham sem knattspyrnustjóri. Hinn er Terry Neill, sem stýrði Tottenham frá 1974­76 og Arsenal frá 1976­83. Mál Neills er á hinn bóginn ekki af sama toga, því hann var upprunalega Arsenal-maður, lék með liðinu í ellefu ár. Það kom raunar á óvart að Tottenham skyldi taka hann upp á sína arma. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 190 orð

Evrópudráttur í Gefn

Dregið var í aðra umferð á Evrópumótunum í gær, þ.e. Evrópukeppni félagsliða (UEFA-keppnin) og Evrópukeppni bikarhafa. Fór drátturinn að venju fram í Genf. Evrópukeppni félagsliða: Wisla Kraká (Póll.) - Parma (Ítalíu) Liverpool (Engl.) - Valencia (Spáni) Dynamo Moskvu (Rússl.) - Real Sociedad (Spáni) Zvezda Belgrað (Júg. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 129 orð

Eyjamenn hlutu háttvísiverðlaunin

KSÍ hefur í samræmi við kröfur Knattspyrnusambands Evrópu metið framkomu leikmanna, liðsstjórnar og áhorfenda liða í efstu deild karla. Voru það eftirlitsmenn KSÍ sem framkvæmdu matið á leikjum deildarinnar í sumar og er matið lagt til grundvallar ef Ísland vinnur sér sæti sem aukalið í Evrópukeppni félagsliða, þ.e. hið svonefnda háttvísisæti. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 259 orð

Genk vill fram lengja samninginn við Þórð

ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá belgíska liðinu Genk. Síðasta afrek hans var að skora tvö mörk er liðið vann stórsigur á Duisburg í Evrópukeppni bikarhafa. "Það bjóst enginn við svona stórum sigri á þýsku liði. Þetta er stærsti sigur belgísks liðs á liði frá Þýskalandi í sögu Evrópukeppninnar. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 66 orð

George Graham

Fæddur: 30. nóvember 1944,Coatbridge, Skotlandi. Leikmaður: 1961-63 Aston Villa 1963-66 Chelsea 1966-72 Arsenal 1972-74 Manchester United 1974-76 Portsmouth 1976-77 Crystal Palace Leikir 455, mörk 105. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 117 orð

Handknattleikur ÍBV - KA 29:21

ÍBV - KA 29:21 Gangur leiksins: 4:3, 7:5, 9:6, 12:7, 14:8, 18:10. 21:13, 24:16, 27:16, 28:19, 29:21. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 12/3, Marie T.Axelsson 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Elísa Sigurðardóttir 2, Anita Ársælsdóttir 2, Anna Rós Hallgrímsdóttir 1, Hind Hannesdóttir 1, Katrín Harðardóttir 1, Jenný Martinsson 1. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 219 orð

Hearts kærir

Skoska liðið Hearts hefur farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að þeim verði dæmdur sigur í seinni leik liðsins gegn spænska liðinu Mallorca í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa, þar sem mörk vallarins hafi verið misstór og þvert á allar reglur Alþjóða knattspyrnusambandsins. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 1353 orð

Hoppað yfir hyldýpið

ÁHANGENDUR Arsenal fyrirgáfu George Graham sölurnar á Charlie Nicholas og David Rocastle, þeir fyrirgáfu honum tapið fræga gegn Wrexham í bikarkeppninni og þeir fyrirgáfu honum mútuhneykslið sem varð til þess að hann missti starfið. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 116 orð

Jóhann með Watford gegn WBA?

ALLT útlit er fyrir að Keflvíkingurinn Jóhann B. Guðmundsson fái fyrsta tækifæri sitt með aðalliði Watford um helgina er liðið mætir West Bromwich Albion á útivelli í 1. deildinni. Jóhann, sem gekk til liðs við enska liðið fyrir ári, Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 433 orð

"Kominn á toppinn"

HLYNUR Stefánsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistarar ÍBV, er leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu 1998 að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Hlynur er fyrsti knattspyrnumaðurinn til að verða efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins tvö ár í röð. Hann var leikmaður mótsins ásamt Ólafi Þórðarsyni, ÍA, í fyrra, en Ólafur hafði áður verið leikmaður ársins, 1995. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 113 orð

Körfuknattleikur

Þór - KR 81:92 Íþróttahöllin á Akureyri, föstudagur 2. október 1998. Gangur leiksins: 2:1, 10:12, 17:20, 25:25, 29:39, 33:43, 33:51, 35:55, 52:71, 66:79, 71:81, 76:85, 81:92. Stig Þórs: Or Lorenzo 29, Davíð J. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 130 orð

McManaman frá vegna meiðsla STE

STEVE McManaman, miðvallarleikmaður Liverpool, er ekki í landsliðshópi Englands, sem Glenn Hoddle hefur valið fyrir Evrópuleiki gegn Búlgaríu og Lúxemborg. McManaman hefur verið meiddur. Landsliðshópur Hoddle er þannig skipaður: Markverðir: David Seaman (Arsenal), Nigel Martyn (Leeds), Tim Flowers (Blackburn). Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 120 orð

Stangarstökk kvenna staðfest sem ÓL-grein

KEPPT verður í fyrsta sinn í stangarstökki kvenna í frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóða Ólympíunefndarinnar í Seoul á dögunum. Auk stangarstökksins bætist keppni í sleggjukasti kvenna í hóp Ólympíuíþrótta og þá var ákveðið að efna til keppni í 20 km göngu kvenna í stað 10 km göngu áður. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 56 orð

Stórsigur hjá Herthu Berlín

HERTHA Berlín vann stórsigur á Mönchengladbach í þýsku 1. deildarkeppninni í gærkvöldi, 4:1. Michael Preetz skoraði þrjú mörk fyrir Berlínarliðið í seinni hálfleik, á 58., 80. og 89. mín. Hertha hefur unnið alla leiki sína á heimavelli í vetur og er nú í þriðja sæti í deildinni. Wolfsburg og Schalke gerðu markalaust jafntefli. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 28 orð

Vanda til KR

VANDA Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari í kvennaknattspyrnu, var í gær ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR. Vanda þjálfaði hið sigursæla kvennalið Breiðabliks áður en hún tók við landsliðinu í fyrra. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 439 orð

Þórður og samherjar í sólina á Mallorka

ÞÝSKA stórliðið Stuttgart mætir belgísku meisturunum í FC Brugge í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa og hlutskipti Evrópubikarhafanna í Chelsea er enn einu sinni að halda til Norðurlanda. Dregið var í aðra umferð á tveimur Evrópumótum í gær, þ.e. keppni bikarhafa og félagsliða, og hjá Þórði Guðjónssyni og félögum í Genk stendur fyrir dyrum ferð til sólarparadísarinnar Mallorka. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 205 orð

Öruggt hjá KR-ingum

KR-ingar sóttu Þórsara heim á Akureyri í gærkveldi og fóru með öruggan sigur af hólmi, lokatölur leiksins urðu 92:81. Með sigrinum urðu fyrstu stig KR-inga í vetur að veruleika en Þórsara eru tómhentir eftir fyrstu umferðina. Leikurinn var jafn framan af og skiptust liðin á um forystuna. Um miðjan hálfleikinn var jafnt, 25:25, en þá kom góður kafli KR-inga og þeir náðu tíu stiga forystu. Meira
3. október 1998 | Íþróttir | 183 orð

Öruggur ÍBV sigur á nýliðum KA

Lið ÍBV átti ekki í vandræðum með lið KA í Eyjum í gærkvöldi. KA-stúlkur náðu þó að halda í við lið ÍBV fyrstu mínúturnar en síðan sigldu heimastúlkur fram úr og þegar upp var staðið í leikhléi hafði ÍBV náð 8 marka forskoti 18:10. Eyjastúlkur slökuðu síðan á klónni í síðari hálfleik án þess að eiga nokkurn tíma á hættu að missa leikinn frá sér. Meira

Úr verinu

3. október 1998 | Úr verinu | 358 orð

Dæmdir fyrir að taka sér í soðið

SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður Hafnarbergs RE voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 400 þúsund króna sekt hvor um sig fyrir að landa 227 kílóum af humarskottum framhjá hafnarvigt. Ætluðu mennirnir að skipta aflanum á milli áhafnar skipsins þar sem þeir töldu humarinn óhæfan til vinnslu. Meira
3. október 1998 | Úr verinu | 188 orð

Ekkert sést til loðnu

ENN hefur engin loðna fundist en nokkur skip voru í gær við leit fyrir norðan land og á Grænlandssundi. Skipstjórnarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu að búið væri að kemba stórt svæði en sama og ekkert hefði sést af loðnunni ennþá. Töldu þeir að enn væri nokkur tími uns loðnan þétti sig og kæmist í veiðanlegt ástand. Dræm síldveiði fyrir austan Meira
3. október 1998 | Úr verinu | 323 orð

"Kvótaþingið virkar ekki"

HÓPUR útgerðarmanna aflamarksskipa með litlar aflaheimildir hefur tekið sig saman og krefjast þeir þess að réttur þeirra, "sem lítill var fyrir, verði ekki allur af þeim tekinn". Þeir telja að lögin um Kvótaþing komi í veg fyrir að þeir geti flutt til sín þær aflaheimildir, sem þeim eru nauðsynlegar til að grundvöllur verði fyrir útgerðinni. Meira

Lesbók

3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 927 orð

AÐ HUGSA SIG GLAÐA

ÉG segi það satt, ég sit hérna á laugardagsmorgni og veit ekki um hvað ég á að rabba. Ekki fer ég að rabba um hin dauðþreyttu sumar- og haustmál, gagnagrunnsfrumvarpið og ferska vindinn Kára, eða um meinta skapvonsku ráðamanna, hvað þá upplýsingu á kynlífsathöfnum Clintons, hins frjósama höfðingja Vesturheims, þótt myndrænar séu og tengist Kúbu. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2161 orð

ANNA ANCHER OG FLEIRI SKAGAMÁLARAR EFTIR ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR

BÆRINN Skagen er nyrsta byggt ból í Danmörku. Hann er austanvert á nyrsta hluta Jótlands sem teygir sig til norðausturs og mjókkar sífellt og endar loks í örmjóum tanga, Grenen, þar sem mætast með töluverðum krafti hafstraumar Kattegats og Skageraks. Vestanvert á skaganum er Gamle Skagen. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð

ATHUGASEMD

Í Lesbókargrein h. 19. september skrifar Guðmundur Hansen um hvernig megi finna hnattbreidd Leifsbúða eftir staðhæfingunni frægu í Grænlendingasögu: "Meira var þar jafndægri en á Grænlandi eða Íslandi. Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað um skammdegi." Höfundur túlkar orðið eyktarstað sem tímabilið milli kl. 15.30 og 16.30 eftir sóltíma. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2157 orð

Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS?

ÞAÐ sem flestir sækjast eftir í lífinu og með lífinu eru lífsgæði. Leiðin að lífsgæðunum er því miður óþekkt, þótt hægt sé að benda á atriði sem skipta máli á þeirri leið. Ég nefni samband á milli manna og náin tengsl sem geta verið fyrir hendi í para- og vinasamböndum. Að tilheyra hópi eða vera í fjölskyldu er mikilvægt. Einmanaleikinn er andstæða þessara lífsgæða. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 461 orð

BIRTA, ANGAN OG LITIR

Hún málar birtu og dimmu og angan frá náttúrunni og svo fær hún stundum óvæntar heimsóknir þegar hún er úti á heiði að skissa, eins og til dæmis glitský og fallhlífamenn, sem slæðast inn á myndirnar. Myndlistarkonan sem lýsir verkum sínum þannig heitir Erla B. Axelsdóttir og dvelur löngum stundum í sumarbústað fjölskyldunnar við Selvatn á Mosfellsheiði og þar í grennd. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 288 orð

dittó, diktur, Benedikt og predika

Dittó er stundum notað til þess að tákna sama, sömuleiðis, einkum í rituðu máli. Í skrá gæti til dæmis staðið sem svo: "Tvær ferðabækur í bandi. Einnig tvær dittó óbundnar." Orðið er komið til okkar frá Ítalíu. Þar merkir ditto það sem var nýlega sagt. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð

"DROTTNING UM STUND"

"Ég öfunda skáldin sem geta sett allt í orð. Ég get bara tjáð mig í myndum," segir Magdalena Margrét Kjartansdóttir, sem líkir þó listsköpun sinni við ljóðagerð eða frásögn. Í dag, laugardag, kl. 15 hefst í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sýning hennar á mannhæðarháum myndverkum, sem hún hefur þrykkt á örþunnan handgerðan japanskan pappír. Sýningin er opin kl. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 688 orð

EDDUKVÆÐI, SAMSETNINGAR OG HREINSUN

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í dag, laugardag, kl. 16. Á efstu hæðinni, í SÚM-sal, sýnir Ásta Ólafsdóttir lágmyndir unnar með blandaðri tækni, sem margar hverjar eiga sér tilvísun í Eddukvæði. Í Bjarta og Svarta sal sýnir Eygló Harðardóttir samsetningar í þrívíðum formum, unnar út frá rýminu í pappír og pappa. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 348 orð

efni 3. okt

Heiðarbyggðin á Jökuldalsheiði er til umfjöllunar í annarri grein Braga Melax, sem gluggar í heimildir um hreindýrastofninn á þessum tíma og þýðingu hans fyrir byggðina. Ein þessara heimilda segir hreindýrin "fordjarfa heiðalöndin með traðki og eyðslu grasanna" en um það leyti er byggðin hófst á heiðinni var talið að þeim hefði fækkað mjög. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

EFRI ÁRIN

Þegar við nálgumst efri ár fer ævin að líða hraðar. Í æskunni var það eitthvað skár: ­ eins og hún næmi staðar! Við förum í þetta ferðalag með fálmandi styrk í mundum, og leggjum út í þann leðjuslag sem lífið reynist stundum. Lífið er eins og berjabox, af berjum fullt upp í hjarir. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1541 orð

FRÁ FEÐRAVELDI TIL JAFNINGJARÉTTAR EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON

Enginn venjulegur karlmaður er svo var um sig að kona geti ekki náð tökum á maga hans og hreðjum og þar með svipt hann sjálfstæði um tíma; það veit hver þroskuð kona og verður ekki álasað fyrir að reyna hvort tveggja. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

HAUSTHARMUR

Greini ég enn frá æsku óm frá lambanna jarmi. Blik af fénaði fríðum feigðarspor mörkuð harmi. Ilm af litverpum laufum lyngið hríminu slungið. Angurværð yfir hlíðum óvissu loftið þrungið. Enn er héla um hauður haustlitir þekja ból. Enn er haustharmur kveðinn hjörðinni er vorið ól. HAUSTKLÖKKVI. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2176 orð

"HREINDÝRIN FORDJARFA HEIÐALÖND..." EFTIR BRAGA MELAX Amtmaður skýrir frá því 1794 að hreindýrum hafi fjölgað mjög á

Sóknarlýsingar og aðrar heimildir Þrátt fyrir fremur fátæklegar frásagnir af hreindýrum eru í sóknarlýsingunum ótvíræðar heimildir, og það sem mest er um vert, viðgangur dýranna samkvæmt þessum heimildum virðist hafa verið allt annar en höfundar bóka um hreindýrin hafa haldið fram. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

HRÆRINGAR Í NÁTTÚRUNNI OG TILFINNINGUM FÓLKS

"Ég heillaðist af spjaldvefnaði þegar ég kynntist honum í Myndlista- og handíðaskólanum," segir Ólöf Einarsdóttir veflistakona en í dag, laugardag, kl. 15 hefst í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sýning á sjö þráðlistaverkum hennar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 12­18 og stendur fram til 25. október nk. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2403 orð

HUGLEIKUR Í HARSTAD NORÐUR-EVRÓPSKA leiklistarhátíðin 1998 var haldin í Harstad í Noregi. Hugleikur tók þátt í hátíðinni með

Hátíð þessi er opinber hátíð Norræna áhugaleikhúsráðsins, NAR, og er haldin fjórða hvert ár. Einni sýningu er boðið frá hverju Norðurlandanna, fyrir utan heimalandið og Finnland, sem fær að senda eina á finnsku og eina á sænsku. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1686 orð

KEMUR NÝTT JÖKULSKEIÐ? EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON

Hollt er að skyggnast yfir jarðsöguna og kanna hvernig veðurfar á jörðinni hefur breyst á síðustu ármilljón eða svo. Þá kemur fljótt í ljós að mannkynið er ofurselt duttlungum veðursins og nokkuð reglubundnum sveiflum á hitastigi um alla jörðina. Ef til vill gleymist sumt af þessu í erli dagsins og í viðleitni manna við að reisa sér hverful minnismerki. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

LEIÐRÉTTING

Í skýringarmynd af vetrarsólhvörfum í Leifsbúðum sem birtist á bls 5 í grein Guðmundar Hansen í Lesbók 19. okt. sl. urðu þau mistök að eykt var auðkennd sérstaklega með lit, en of breitt. Eykt er eins og hér er sýnt samkvæmt Grágás: "Þá er eykt, er útsuðurátt er deilt í þriðjunga, og hefur sól gengna tvo hluta en einn ógenginn." Leðréttist þetta hér með. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 508 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

NÝJAR LENDUR GUÐDÓMSINS

"ÉG LÍT ekki á trú og vísindi sem andstæður. Vísindin víkka út skynjunarsvið mannsins og þar með alltaf nýjar lendur guðdómsins," segir Benedikt Gunnarsson, en á morgun, sunnudag, verður opnuð sýning á verkum hans í anddyri Hallgrímskirkju. Benedikt flytur fyrirlestur á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju klukkan 10 um listina og trúna og sýning hans verður opnuð klukkan 12.15. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð

RÉTTU MÉR HÖND

Réttu mér hönd þína bróðir leiddu mig um ókunna, óslétta jörð hjálpaðu mér að ná fótfestu í framandi umhverfi. Réttu mér hönd þína systir gefðu mér af styrk þínum til að þola mótlæti lífsins. Höfundur er bókasafnsfræðingur. Ljóðið er tileinkað flóttafólki sem kom til Íslands í júní sl. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 907 orð

RUMMUNGUR RÆNINGI

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir barnaleikritið Rummung ræningja eftir þýska rithöfundinn Otfried Preussler í dag, laugardaginn 3. október, kl. 14. Leikritið um Rummung ræningja er bráðskemmtilegt ævintýri, fullt af töfrum og ljúfri spennu. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

SÁSTARGYÐJAN Í HVERAGERÐI EROTÍKA nefnist myndlistarsýning með verk

EROTÍKA nefnist myndlistarsýning með verkum Braga Ásgeirssonar, Einars Hákonarsonar, Evu Benjamínsdóttur, Gunnars Arnar Gunnarssonar, Hörpu Björnsdóttur, Hauks Dór, Ragnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Boulter, sem opnuð verður í Listaskálanum í Hveragerði í dag kl. 15. Heiti sýningarinnar er í samræmi við viðfangsefni listamannanna sem sýnd verða. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 211 orð

SINFÓNÍAN LEIKUR UNDIR CHAPLIN

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands mun leika á sýningu þöglu kvikmyndarinnar Borgarljósin eftir Charlie Chaplin í stóra sal Háskólabíós laugardaginn 24. október n.k. Forráðamenn Kvikmyndasjóðs Íslands hafa rætt við Josephine Chaplin, dóttur Chaplins, sem býr í París en hún helgar sig sýningu þessara mynda við undirleik lifandi tónlistar, og ætla að sögn Oddnýjar Sen að bjóða henni og Geraldine Chaplin, Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 850 orð

SKIN OG SKÚRIR

Antonio Vivaldi: Tólf fiðlukonsertar, L'Estro Armonico, op. 3. Sex flautukonsertar, op. 10. Einleikarar: Monica Huggett, John Holloway, Catherine Mackintosh, Elizabeth Wilcock (fiðlur) og Stephen Preston (þverflauta). Hljómsveit: The Academy of Ancient Music. Stjórnandi: Christopher Hogwood. Útgáfa: Decca L'Oiseau-Lyre 458 078-2 (2 diskar). Upptaka: 1978 og 1980. Lengd: 148'10 mín. Verð: kr. 2. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

SNJÓKARLINN HALLBERG HALLMUNDSSON ÞÝDDI

Maður þarf til þess vetrarhug að virða fyrir sér gaddinn og fannbarðar furugreinar og hafa lengi kaldur verið til að horfa á hrímloðinn eininn og hrjúft grenið í fjörru skini þorrasólar og þó ekki hugsa um kvöl við kveinstafi vindsins við kveinstafi örfárra laufa kveinstafi landsins sjálfs sama vindinum nætt sem um sömu öræfin Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1045 orð

"SÖRLI RÍÐUR Í GARÐ"

Árið 1928 birtist í Lesbók Morgunblaðsins kvæðið Vikivaki eftir Guðmund Kamban. Fróðir menn þóttust strax kenna að skáldið hefði sótt sér innblástur í Sörla þátt Brodd- Helgasonar. Líkt og margir aðrir Íslendingasagnaþættir er hann ákaflega stuttur og frásögnin kannski ekki eins tæmandi og æskilegt væri. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1542 orð

TVÖ VERÐLAUNAHÚS BJÖRNS HALLSSONAR Í CHICAGO

Fyrir fjórum árum var hér í Lesbók umfjöllun um Setbergsskóla í Hafnarfirði, sem þótti og þykir enn hin athyglisverðasta bygging og af því tilefni spjallaði ég lítið eitt við arkitektinn, Björn Hallsson, sem því miður virtist vera uppgefinn á því samdráttarástandi sem staðið hafði um árabil. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 480 orð

ÞJÓÐIR Á ÞJÓÐFLUTNINGATÍMA

Strategies of Distinction. The Construction of Ethnic Communities, 300­800. Edited by Walter Pohl with Helmut Reimitz. Brill ­ Leiden Boston Köln 1998. "Arma virumque cano" þannig hefst Eneasarkviða Virgils ­ Ég kveð um menn og vopn ­ hér er sú forna kenning að vopnin skapi manninn og alla hans gerð og hætti. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1672 orð

ÞRÖNGIR DALIR HÁIR HIMNAR

SVISS verður í öndvegi á Bókastefnunni í Frankfurt sem stendur dagana 7.-12. október nk. og er sú fimmtugasta í röðinni. Stefnan er alþjóðleg og er reiknað með 9.500 sýnendum og 300.000 gestum. Sýndar og kynntar verða 300. Meira
3. október 1998 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

ÞÚ

Þú ert bálið sem kyndir hjarta mitt og hús. Þú ert faðmurinn sem heldur mér fast þegar ég sofna. Þú ert dagurinn þegar hann rennur. Þú ert nóttin þegar ég sef. Þú ert brauðið sem ég borða og vínið sem ég drekk. Þú ert sólin er hún skín og máninn á bjartri nóttu. Þú ert golan sem leikur um mig er hún hvíslar að mér að þú sért minn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.