Greinar þriðjudaginn 6. október 1998

Forsíða

6. október 1998 | Forsíða | 306 orð

Málsókn samþykkt

DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi að íslenzkum tíma að leggja til að hafin skyldi málsókn til embættismissis gegn Bill Clinton forseta vegna meintra lögbrota hans í tengslum við samband hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Meira
6. október 1998 | Forsíða | 455 orð

Sérsveitir Milosevics athafna sig enn í Kosovo

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær öryggissveitir Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, bera meginábyrgðina á þeim hörmungum sem dunið hafa yfir Kosovo-hérað. Sagði hann sérsveitir vopnaðrar lögreglu enn vera að athafna sig í héraðinu, þegar nærri tvær vikur eru liðnar frá því öryggisráð SÞ samþykkti áskorun um vopnahlé. Meira
6. október 1998 | Forsíða | 125 orð

Vonbrigði með G7- fund valda lækkunum

VONBRIGÐI yfir rýrum árangri af fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helztu iðnríkja heims (G7- hópsins) í Washington um helgina ollu áframhaldandi óróleika á fjármálamörkuðum heimsins í gær. Meira

Fréttir

6. október 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Aðalfundur Dyslexíufélagsins

ÍSLENSKA dyslexíufélagið heldur aðalfund í Norræna húsinu miðvikudaginn 7. október kl. 20 og eru allir velkomnir. Áður en aðlfundurinn hefst mun Anna Kristín Sigurðardóttir, sérkennslufulltrúi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, halda fyrirlestur um hvað hægt sé að fara fram á að skólinn geri fyrir börn með dyslexíu. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

Aðildarviðræður hefjast fyrir alvöru

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsríkjanna fimmtán voru á fundi sínum í Lúxemborg í gær sammála um að viðræðurnar við þau sex ríki, sem aðildarviðræður voru formlega hafnar við í marz sl., séu nú að komast á það stig að hægt sé að byrja að taka á fleiri samningsatriðum með hnitmiðuðum hætti. Ráðherrarnir ákváðu að þessar "raunverulegu" aðildarviðræður hæfust hinn 10. nóvember nk. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 1530 orð

Aðskilnaðarstefnu viðhaldið með bágum kjörum

FRAMLÖG til velferðarmála eru lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og munar mest 21,5 prósentustigum af vergri landsframleiðslu milli Íslands og Svíþjóðar árið 1995. Garðar Sverrisson, hjá Öryrkjabandalagi Íslands, Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 649 orð

Algengustu meiðsl á hnjám, ökklum og öxlum

HEILBRIGÐISRÁÐ Íþrótta- og ólympíusambands Íslands stendur fyrir námskeiði um íþróttalæknisfræði sem haldið verður dagana 8.­10. október næstkomandi. Birgir Guðjónsson hefur ásamt samstarfsmönnum sínum staðið að undirbúningi þessa námskeiðs. "Alþjóðaólympíunefndin og alþjóðasérsambönd og læknanefndir þeirra hafa lengi stuðlað að betri og fræðilegri umönnun íþróttamanna. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Atvinnulausum fækkar

ATVINNULAUSIR á Norðurlandi eystra voru 328 um síðustu mánaðamót, 241 kona og 87 karlar og hafði atvinnulausum fækkað um 19 frá mánuðinum á undan. Af þessum hópi eru 117 í hlutastarfi en þiggja atvinnuleysisbætur á móti. Samkvæmt yfirliti frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra, voru 246 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 183 konur og 87 karlar. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Aukin tengsl við Hafnarfjörð

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að stefna að auknum tengslum milli Akureyrar og Hafnarfjarðar. Bæjarráð fól fræðslumálastjóra í samráði við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar að vinna að undirbúningi að slíkum samskiptum næstu tvö ár. Starfsmenn menningarmála á Akureyri og í Hafnarfirði hafa átt í viðræðum um möguleika á að koma á nánari tengslum milli bæjanna. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

Áhrifum hersins mótmælt

INDÓNESÍSK óeirðalögregla stöðvaði í gær göngu námsmanna í höfuðborginni, Jakarta, en þeir komu saman til að mótmæla því tvöfalda hlutverk hlutverki, sem herinn hefur lengi haft á hendi. Annars vegar er hann varnar en hins vegar hefur mikil pólitísk áhrif. Var gangan farin sama dag og haldið var upp á rúmlega hálfrar aldar afmæli indónesíska heraflans. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Banaslys á Hólmavík

UNGI MAÐURINN sem lést þegar hann ók á vigtarhús á höfninni á Hólmavík síðastliðinn sunnudagsmorgun hét Stefán Lúðvíksson til heimilis að Kópnesbraut 7, Hólmavík. Hann var fæddur 23. mars 1980. Hann lætur eftir sig eitt barn, tveggja mánaða dreng. Stúlka á sama aldri, sem var farþegi Stefáns í bifreiðinni, slapp lítið meidd, en hún var í bílbelti. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Bifhjólaslys í Hjallaseli

SEXTÁN ára piltur slasaðist á hendi og í andliti í bifhjólaslysi á föstudagskvöld kl. 22.30 þegar hann ók torfæruhjóli á bifreið við Hjallasel í Breiðholti. Pilturinn var án ökuréttinda og reiddi farþega fyrir aftan sig sem slasaðist lítillega á hendi. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild þar sem gert var að meiðslum þeirra. Hjólið var númerslaust og óskráð. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Bílvelta í Hofshreppi

UNGUR ökumaður velti bifreið sinni út af veginum við bæinn Vatn í Hofshreppi sl. laugardagsvöld. Hann var fluttur á Sjúkrahús Sauðárkróks og síðan á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en fékk að fara heim daginn eftir. Talið er að bilun í hjólabúnaði bifreiðarinnar hafi valdið útafakstrinum. Ökuhraðinn var ekki mikill að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki og ekki um ölvun að ræða. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 164 orð

Brezk fyrirtæki hlynnt EMU-aðild

ÞRJÚ af hverjum fjórum brezkum fyrirtækjum, sem tóku þátt í könnun á vegum skoðanakönnunarfyrirtækisins Dunn & Bradstreet, eru hlynnt aðild Bretlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar gerir fjórðungur brezku fyrirtækjanna ráð fyrir að hagnaður þeirra muni minnka vegna tilkomu myntbandalagsins. Könnun fyrirtækisins náði til 1. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Dagskrá Alþingis í dag

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Fjárlög 1999. Frh. 1. umræðu. (Atkv.gr.) 2. Réttarfarsdómstóll. 1. umr. 3. Íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra. Fyrri umr. 4. Ráðuneyti lífeyris, almannatrygginga og vinnumarkaðsmála. Fyrri umr. 5. Réttur til launa í veikindaforföllum. 1. umr. 6. Almannatryggingar. 1. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Ein rannsókn hér og önnur þar

SJÚKRASKRÁ einstaklings er safn upplýsinga um heilsufar hans og þær upplýsingar er sjaldnast að finna á einum stað. Dæmi má taka af konu, sem leitaði til heimilislæknis síns, þar sem hún hafði þjáðst af blóðleysi og vildi fullvissa sig um að hún tæki réttan skammt af blóðaukandi lyfjum. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ekið á tvö hross

AFLÍFA þurfti tvö hross sem ekið var á á Hvammstangavegi rétt vestan Hvammstanga um sexleytið á sunnudagsmorgun. Skemmdist bifreiðin nokkuð en var ökufær á eftir. Lögreglan á Blönduósi heldur uppi eftirliti með hraðakstri í lögsagnarumdæmi sínu og hefur stöðvað 160 ökumenn í septembermánuði fyrir of hraðan akstur. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fékk ferðavinning til Portúgal

AUÐUR B Guðmundsdóttir vann ferðavinning fyrir 2 til Algarve í Portúgal á portúgölskum dögum á vegum Úrvals Útsýnar og veitingastaðarins Bistro Carpe Diem fyrir skömmu. Hér afhendir Guðmundur Alfreð Jóhannsson vinninginn á Bistro Carpe Diem. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

Foreldrar fái lengra orlof

Í FJÖLSKYLDUÁLYKTUN málefnaþings Sambands ungra sjálfstæðismanna er því fagnað að feður hafi fengið sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs en jafnframt er lagt til að hvort foreldri um sig eigi rétt á þriggja mánaða sjálfstæðu fæðingarorlofi og að auki rétt á þriggja mánaða sameiginlegu orlofi til viðbótar, sem foreldrar ráði hvernig þeir skipta á milli sín. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fyrirlestur um skoska kommúnista

RAGNHEIÐUR Kristjánsdóttir, sagnfræðingur, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 6. október í boði Sagnfræðingaféalgs Íslands og Rannsóknastofu í kvennafræðum sem hún nefnir: Þjóð eða stétt? Þjóðernisstefna skoskra kommúnista á fjóra áratugnum. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Gagnabankar og sjúkdómaskrár

Í blaðinu á morgun verður fjallað um ýmsa gagnabanka sem til eru hér á landi, þar sem skráðar eru viðkvæmar heilbrigðisupplýsingar um mikinn fjölda Íslendinga. Einnig verður greint frá verðmætum söfnum lífsýna úr mönnum. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Gagnrýna stefnu Hagues

EVRÓPUSINNAR í breska Íhaldsflokknum gagnrýndu í gær harðlega stefnu Williams Hague, leiðtoga flokksins, gagnvart sameiginlegum gjaldmiðli Evrópusambandsríkjanna. Sagði Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, Meira
6. október 1998 | Miðopna | 288 orð

Geðhjálp afhent Túngata sjö í gjöf frá ríkinu

GEÐHJÁLP, félagasamtök fólks með geðsjúkdóma, aðstandendur þeirra og áhugafólk um geðheilbrigðismál, hefur fengið nýtt húsnæði að gjöf frá ríkinu fyrir starfsemi sína við Túngötu 7. Áætlaður kostnaður við endurbætur á húsinu er 20­30 millj. og mun Kiwanis- hreyfingin verja öllum ágóða af sölu K-lykilsins, sem seldur verður dagana 8.­10 október nk. til endurbótanna. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 330 orð

Gefnar 33 milljónir til Reykjalundar

Gefnar 33 milljónir til Reykjalundar Á SUNNUDAGSKVÖLD höfðu safnast 33 milljónir króna í söfnun SÍBS fyrir endurbótum á endurhæfingaraðstöðu á Reykjalundi. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Gestkvæmt á Keldum

Gestkvæmt á Keldum GÓÐ aðsókn var að opnu húsi sem haldið var í tilefni fimmtíu ára afmælis Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum á sunnudag. Að sögn Guðmundar Georgssonar, forstöðumanns stöðvarinnar, notuðu allt að 2. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 1001 orð

Geta orðið byltingarkenndar breytingar

STJÓRNVÖLD undirbúa nú lagasetningu um stofnun alþjóðlegrar viðskiptamiðstöðvar hér á landi. Í því felst að alþjóðleg viðskiptafélög geti starfað hérlendis, notið skattfríðinda og átt í viðskiptum við erlenda aðila eða önnur alþjóðleg viðskiptafélög með vörur sem eiga uppruna sinn erlendis og falla utan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, einkum fisk. Meira
6. október 1998 | Landsbyggðin | 186 orð

Gísli J. Johnsen á minjasafn í Garðinum

Garði- Einn elzti björgunarbátur landsins, Gísli J. Johnsen, hefir nú endanlega verið tekinn á þurrt en hann mun í framtíðinni standa við Þorsteinsbúð gestum og gangandi til sýnis. Að sögn Ásgeirs Hjálmarssonar, formanns Sögu- og minjasafnsnefndar, eignaðist SVFÍ bátinn 1956 að gjöf frá stórkaupmanninum Gísla J. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Góður rannsóknarhópur valinn með ættfræði

HVERNIG er "Íslendingabók" notuð í vísindalegum tilgangi? Hér verður nefnt eitt dæmi um hvernig verkefnisstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu notar ættfræðigrunninn. Markmiðið er að sýna þátt ættfræðinnar í leit að meingenum. Íslensk erfðagreining er í samstarfi við lækna hjá hinum ýmsu stofnunum. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Halldór teflir fyrir Ísland

UNGUR Akureyringur, Halldór B. Halldórsson, sem er 14 ára gamall, mun tefla fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barna 14 ára og yngri, en það fer fram á Spáni um næstu mánaðamót. Í kjölfar góðs árangurs á Skákþingi Norðlendinga síðasta vor náði Halldór efsta sæti á stigalista skákmanna 134 ára og yngri og reyndar eiga Akureyringar ekki einungis fyrsta sætið á þeim lista, heldur líka það næsta, Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Heyrnarlausum ber félagsleg mannréttindi

RAGNAR Aðalsteinsson, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands, fjallaði um Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og rétt minnihlutahópa á málþingi um stöðu heyrnarlausra sem haldið var í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 417 orð

Hjá heimilislækninum

Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM er líklega heildstæðasta sjúkraskrá hvers einstaklings. Til að gefa mynd af hvernig sú sjúkraskrá er byggð upp er hér tekið raunverulegt dæmi af 38 ára sjúklingi. Tölvusjúkraskrá sjúklingsins, eða tölvudagbók læknisins, byrjar í febrúar 1994, en ýmis eldri og yngri gögn eru til í pappírsskrá, eins og nánar verður vikið að. Meira
6. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Hornið stækkar um helming

Selfossi-Verslunin Hornið á Selfossi sem rekin hefur verið af Gunnari B. Guðmundssyni og fjölskyldu í 13 ár mun taka miklum breytingum í dag þegar verslunin verður formlega opnuð eftir stækkun. Verslunin var áður 250m2 en verður eftir stækkun 500m2. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 490 orð

Hvar eru upplýsingar?

EKKI er ljóst hvaða upplýsingar yrðu færðar í miðlægan gagnagrunn og virðist það ekki munu skýrast fyrr en með reglugerð eftir lagasetningu og samningum rekstraraðila gagnagrunns við heilbrigðisstofnanir. Fjölmargir aðilar innan heilbrigðiskerfisins búa yfir heilsufarsupplýsingum og upplýsingar um ættfræði og erfðir er víða að finna. Heilsugæslan á landsbyggðinni og í Reykjavík. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 480 orð

Hvernig verða upplýsingar til?

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN safnar viðamiklum upplýsingum um einstaklinga og koma margir að þeirri söfnun. Í grein, sem Haraldur Briem sóttvarnalæknir ritaði í tímaritið Úlfljót í ágúst í fyrra rekur hann hvernig slíkar upplýsingar verða til, þ.ám. á sjúkrahúsum. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 403 orð

Hægristjórn Howards hélt naumlega velli

HÆGRISTJÓRN Johns Howards hélt velli í þingkosningum í Ástralíu á laugardag en hefur mun veikari þingmeirihluta en áður. Talningu atkvæða er enn ekki lokið en líklegt er talið að samsteypustjórn Þjóðarflokks Howards og Frjálslynda demókrataflokksins hafi þegar upp er staðið tryggt sér 78 sæti í neðri deild þingsins, þar sem sitja 148 fulltrúar, en hafði fjörutíu og fjögurra sæta meirihluta áður. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Íslenska sveitin sækir í sig veðrið

ÍSLENDINGAR sigruðu lið Kólumbíu með 2 vinningi gegn 1og hafa nú 16 vinninga og eru fyrir ofan miðju í hópi 110 sveita á ólympíuskákmótinu í Kalmykíu. Í þriðju umferð töpuðu þeir 1­3 fyrir sterkri sveit Eista, en tapið fyrir Portúgölum, 1­2 í fjórðu umferð, olli vonbrigðum. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Íslenskir dansarar náðu góðum árangri

ÍSLENSKIR dansarar tóku þátt í einni stærstu danskeppni heims, "German Open", sem haldin var í Mannheim í Þýskalandi í 12. sinn dagana 25.­29. ágúst sl. Þessi danskeppni er haldin árlega í lok ágúst og er hin glæsilegasta. Alls tóku um 3 þúsund pör þátt í keppninni frá fjölmörgum Evrópulöndum, þar af 14 pör frá Íslandi. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Kærðir fyrir hraðakstur

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði um helgina 38 ökumenn vegna hraðaksturs. Ökumaður var stöðvaður á Vesturlandsvegi við Höfðabakka eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 124 km hraða. Annar ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið á 140 km hraða á Vesturlandsvegi. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Laxaspjöld á víð og dreif

ÞAÐ var heldur óskemmtilegt verkefni sem beið mannanna tveggja á myndinni eftir að laxaspjöld fuku af bretti á palli vörubíls þeirra. Spjöldin átti að nota undir reyktan lax í lofttæmdum pakkningum, en sennilega hafa þau endað á haugunum fyrir utan þau fáu spjöld, sem manninum á pallinum tókst að koma ábreiðu yfir. Atburðurinn gerðist á Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Listi birtur í byrjun nóvember

FRAMSÓKNARFLOKKURINN á Reykjanesi mun leitast eftir því að vera fyrsta stjórnmálaaflið í kjördæminu til að að birta framboðslista sinn. Kjördæmisþing flokksins verður haldið 17. október nk. þar sem 240 fulltrúar félaganna á Reykjanesi ákveða hvort haldið verði opið prófkjör eða hvort haldið verði annað kjördæmisþing þar sem raðað verður niður á listann. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Líkamsárás í Hveragerði

TVEIR unglingspiltar í Hveragerði veittu manni á fertugsaldri áverka þegar þeir réðust á hann með hornaboltakylfu nálægt heimili mannsins í Hveragerði á laugardagskvöld. Piltarnir slógu manninn einu sinni í skrokkinn með kylfunni og flúðu síðan undan honum inn í söluturn, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Meira
6. október 1998 | Landsbyggðin | 280 orð

Ljósamessa í Grundarfjarðarkirkju

Grundarfirði-Margir komu til messu þegar hr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, helgaði ljósakrónuna, sem Grundarfjarðarkirkju var gefin. Þarna var gripurinn formlega afhentur söfnuðinum og tók sóknarpresturinn, sr. Karl V. Matthíasson, við gjöfinni fyrir hönd safnaðarins. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 323 orð

Lögfræðiálit lagt fyrir útvarpsráð

LÖGFRÆÐIÁLIT Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarpinu, vegna þeirrar ákvörðunar stofnunarinnar að endurnýja ekki samning við Jón Gunnar Grjetarsson fréttamann, liggur nú fyrir, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu hugðist Félag fréttamanna höfða mál á hendur RÚV til að fá hnekkt þeirri ákvörðun stofnunarinnar. Meira
6. október 1998 | Landsbyggðin | 98 orð

Lögfræðingar sameinast

Egilsstaðir-Stofnuð hefur verið ný lögfræðiskrifstofa á Egilsstöðum, Lögmenn Egilsstöðum ehf. Það eru fjórir lögfræðingar af Austurlandi sem hafa sameinast um rekstur stofunnar, sem áður var rekin af Jónasi A.Þ. Jónssyni. Auk hans eru það Adolf Guðmundsson, Helgi Jensson og Hilmar Gunnlaugsson sem sameinast sem Lögmenn Egilsstöðum ehf. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 1063 orð

Markmið frumvarpsins er að lækka skuldir ríkissjóðs

Geir H. Haarde mælti í fyrsta sinn sem fjármálaráðherra fyrir frumvarpi til fjárlaga árið 1999 á Alþingi í gærmorgun. Lagði hann m.a. áherslu á að lækkun skulda ríkisins væri forgangsatriði í ríkisfjármálum og eitt brýnasta verkefnið í efnahagsmálum. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Markús stefnir á 2. sæti

MARKÚS Möller, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og stefnir hann á annað sæti á framboðslista flokksins þar í komandi Alþingiskosningum. Markús situr í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ auk þess sem hann á sæti í stjórn landbúnaðarnefndar flokksins. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 408 orð

Málefnaskrá "bræðingsins" er "uppskrift að óförum"

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vék að sameiginlegu framboði vinstrimanna í ræðu sem hann hélt á málefnaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ um helgina og sagði málefnaskrá "bræðingsins" vera "uppskrift að óförum", auk þess sem þar hafi verið birt uppskriftin að því hvernig tapa megi háum kaupmætti og hverfa aftur um nokkra áratugi. Hafa sýnt á spilin sín Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Málstofa á Bifröst

DR. Ásta Bjarnadóttir starfsmannastjóri mun fjalla um nýjungar í starfsmannastjórnun á málstofu Samvinnuháskólans þriðjudaginn 6. október. Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og eru allir velkomnir. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 699 orð

Mikilvægt að þekkja einkenni krabbameina í karlmönnum

KARLAR og krabbamein er heiti fræðsluherferðar sem Krabbameinsfélagið og heilbrigðisráðuneytið sameinast um og stendur fram á helgina. Er hún hluti af átakinu "Evrópa gegn krabbameini" sem Evrópusambandið og lönd innan Evrópska efnahagssvæðisins standa að. Markmiðið er að fá karla á öllum aldri til að kynna sér einkenni krabbameina. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Námskeið í erfðafræði

NÁMSKEIÐ í erfðafræði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hefst miðvikudaginn 7. október. Námskeiðið er ætlað almenningi sem hefur áhuga á að læra undirstöðuatriði erfðafræði og hafa þar með þekkingarlegar forsendur til að móta afstöðu til erfðarannsókna. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Nýr leiktækja- og knattborðssalur

Nýr leiktækja- og knattborðssalur LASER Chaser, er nafn á nýjum leiktækja- og knattborðssal sem nýlega var opnaður í 500 fermetra húsnæði að Óseyri 4 á Akureyri. Þar er m.a. hægt að fara í byssuleik með laserbyssur í 330 fermetra völundarhúsi. Þessi leikur hefur vakið mikla athygli og þá ekki síst á meðal fólks á aldrinum 20-40 ára. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Nýtt snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli

SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli er að taka í notkun nýtt snjóruðningstæki, sem sameinar snjóplóg, kúst og blásara í eina einingu. Tækið er framleitt í Þýskalandi og kostaði tæpar 27 millj. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 620 orð

Of fáar konur í framboði

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir alþingismaður er eina konan sem hefur tilkynnt þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Reykjanesi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hún stefnir á fyrsta sætið og etur þar kappi við Árna Mathiesen þingmann og Gunnar Birgisson, oddvita Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Um annað sætið berjast þingmennirnir Árni R. Árnason og Kristján Pálsson og Markús Möller hagfræðingur. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 1448 orð

Óviðkomandi leyfður aðgangur Íslensk ættfræði er ekki aðeins tómstundagaman. Hún er notuð til að leysa flóknar læknisfræðilegar

ÆTTFRÆÐI flokkast með aðaláhugamálum þjóðarinnar. Áhuginn á ættfræði virðist vaxa með aldri manna þótt hann grípi ekki alla menn. Menn hafa ýmist brennandi áhuga á fræðunum eða engan. Í Reykjavík hefur spurningin um ættir sérhvers manns og uppruna dofnað sökum fjölda íbúa en á landsbyggðinni er enn iðulega spurt hvaðan menn eru og hverra, Meira
6. október 1998 | Landsbyggðin | 93 orð

Prestar settir í embætti í Eyjum

Vestmannaeyjum-Nýir prestar í Landakirkju í Vestmannaeyjum voru settir inn í embætti fyrir skömmu. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalarnesprófastsdæmis, setti séra Kristján Björnsson í embætti sóknarprests og séra Báru Friðriksdóttur í embætti safnaðarprests. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 131 orð

Prodi ræðir við þingið

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að ávarpa þingið á morgun vegna yfirvofandi stjórnarkreppu í landinu en Kommúníski endurreisnarflokkurinn hefur ákveðið að hætta stuðningi við stjórnina. Hefur Prodi ráðfært sig við Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, en ekki nefnt afsögn enn sem komið er. Meira
6. október 1998 | Landsbyggðin | 313 orð

Rekstur sameinaður á Bíldudal og Króksfjarðarnesi

SAMNINGUR um samstarf Íslandspósts hf. og Landsbanka Íslands hf. var undirritaður í húsakynnum bankans á Akureyri á fimmtudag, en í samningnum er kveðið á um að fyrirtækin muni sameina rekstur á Bíldudal og Króksfjarðarnesi. Samningurinn um samstarfið á Bíldudal tók gildi í gær, 1. október, en rekstur fyrirtækjanna í Króksfjarðarnesi verður sameinaður um næstu áramót. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Saga á sjúkrastofnunum

GAGNALIND gerir ráð fyrir hraðri útbreiðslu Sögukerfisins á heilbrigðisstofnunum og að fimmtíu heilsugæslustöðvar muni nota kerfið um mitt næsta ár, auk átta sjúkrahúsa. Reiknað er með að notendur verði á bilinu 1.500 til 2.000 á næsta ári. Sögukerfið nýtist á ólíkan hátt eftir heilbrigðisstofnunum, eins og eftirfarandi dæmi sýna. Meira
6. október 1998 | Miðopna | -1 orð

Sameiningartákn þjóðanna afhjúpað við Örlygshöfn

Afreka íslenskra björgunarmanna minnst Sameiningartákn þjóðanna afhjúpað við Örlygshöfn Minnisvarði, sem reistur var að Hnjóti í Örlygshöfn til minningar um afrek íslenskra björgunarmanna, var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 524 orð

Sameiningu fagnað í Hannover Þjóðverjar fögnuðu sameiningu Þýskalands í áttunda sinn á laugardag. Þórarinn Stefánsson fylgdist

LAUGARDAGINN 3. október héldu Þjóðverjar upp á fall Berlínarmúrsins í áttunda sinn. Þann sama dag árið 1990 lauk opinberlega 28 ára aðskilnaði þýsku ríkjanna. Aðalhátíðahöld dagsins fóru að þessu sinni fram í Hannover, höfuðborg Neðra-Saxlands þar sem Gerhard Schröder verðandi kanslari Þýskalands er núverandi forsætisráðherra. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 322 orð

Samið um stjórn í Svíþjóð

TALSMAÐUR sænsku stjórnarinnar sagði í gær, að jafnaðarmenn hefðu náð samstarfssamkomulagi við Vinstriflokkinn og græningja. Kemur það einnig fram í sameiginlegri tilkynningu flokksleiðtoganna en þar segir, að samvinnan taki til efnahags-, atvinnu-, dóms-, jafnréttis- og umhverfismála. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Segja bréf hennar dónalegt

TVEIR sjálfstæðismenn gagnrýndu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra harðlega í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær fyrir bréf sem hún sendi fjárlaganefnd Alþingis um miðjan síðasta mánuð. Bréfið er svar borgarstjóra við boðsbréfi fjárlaganefndar þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með fjárlaganefndinni. Ingibjörg segir m.a. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 489 orð

Segjast staðráðnir í að verja landið

RÁÐAMENN í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, sögðust á sunnudag vera staðráðnir í að verja land sitt ef Atlantshafsbandalagið (NATO) gerði loftárásir til að binda enda á árásir serbneskra öryggissveita á albanska íbúa Kosovo-héraðs. Rússnesk stjórnvöld vöruðu við því að hernaðaríhlutun af hálfu NATO myndi stefna samskiptum Rússlands og Vesturlanda í mikla hættu. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sérstaða franskrar kvikmyndagerðar

ÞORFINNUR Ómarsson, forstöðumaður Kvikmyndasjóðs Íslands, flytur fyrirlestur um sérstöðu franskrar kvikmyndagerðar miðvikudaginn 7. október. Þorfinnur mun bera saman franskar kvikmyndir og bandarískar eftirgerðir þeirra. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 262 orð

Sigur Cardosos talinn öruggur

FERNANDO Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, virtist í gær, þegar um helmingur atkvæða hafði verið talinn eftir fyrstu umferð forsetakosninganna í landinu á sunnudag, hafa hlotið stuðning hreins meirihluta kjósenda til að gegna embættinu annað kjörtímabil. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

Sjálfboðastarf mun aukast á næstu árum

AÐALFUNDR Rauða kross Íslands var haldinn á Húsavík 2. og 3. október og sendi fundurinn frá sér nokkrar ályktanir. Meðal annars segir að sjálfboðin þjónusta sé verðmæt viðbót við þá þjónustu sem veitt er í velferðarkerfinu og í öryggiskerfi þjóðarinnar. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 1949 orð

Sjúkraskrá er fjöldi eyðublaða hér og þar

EIGI að safna heilsufarsupplýsingum á einn stað, í miðlægan gagnagrunn, er ljóst að mikil vinna bíður. Upplýsingar um hvern einstakling getur verið að finna á fjölmörgum stöðum. Sjúkraskrá hans er því ekki einn bunki af skjölum inni í einni möppu í skáp eða tölvu heilsugæslustöðvar, heldur fjöldi eyðublaða hér og þar í heilbrigðiskerfinu, Meira
6. október 1998 | Miðopna | 768 orð

Skoðanakönnun vonbrigði fyrir samfylkingarsinna

ERFITT er að meta styrk hinnar nýju samfylkingar jafnaðarmanna út frá niðurstöðum skoðanakönnunar þeirrar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið seinni hluta síðasta mánaðar og greint var frá í blaðinu um helgina. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Slys í aðveitustöð

STARFSMAÐUR Rafmagnsveitu ríkisins frá Egilsstöðum slasaðist í vinnuslysi á Fáskrúðsfirði er hann féll fjóra metra þegar hann var að vinna að tengingu á straumspenni í húsi aðveitustöðvar Fáskrúðsfjarðar kl. 10.30 í gærmorgun. Enginn straumur var á spenninum, en maðurinn mun hafa rekið sig í með þeim afleiðingum að hann datt. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 563 orð

Starfsemi Grenilundar mikilvæg í sveitarfélaginu

Sambýli og heilsugæslustöð tekin í notkun á Grenivík Starfsemi Grenilundar mikilvæg í sveitarfélaginu GRENILUNDUR, nýtt sambýli fyrir aldraða og heilsugæslustöð var tekin í notkun á Grenivík í Grýtubakkahreppi á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 844 orð

Stéttarfélög íhuga að stefna verði laun ekki greidd

LANDSVIRKJUN tilkynnti rússneska fyrirtækinu Technopromexport bréfleiðis í gær að fyrirtækið myndi halda eftir greiðslum til þess í nægilegum mæli til að tryggja hagsmuni starfsmanna, en félagsmálaráðherra ritaði Landsvirkjun bréf í gær þar sem hann fór þess á leit að fyrirtækið beitti slíkum aðgerðum. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Stjórnun fiskvinnslufyrirtækja og markaðsfræði

NEMENDUR í Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna hafa stundað kennslu við Háskólann á Akureyri síðustu tíu daga, en þar hafa þeir sótt námskeið um stjórnun fiskvinnslufyrirtækja og markaðsfræði. Nemendurnir eru alls sex og koma þeir frá þremur Afríkuríkjum, Úganda, Gambíu og Mósambik. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

TAL lækkar verð á GSM-símum

TAL hf. hefur ákveðið að bjóða þeim sem gerast áskrifendur að Tímatals-þjónustuleið Tals GSM- síma á lægra verði. Sem dæmi má nefna að Motorola-sími, sem kostar 9.900 kr., er boðinn á 3.900 kr. Nokia 5110-sími er boðinn á 13.900 kr., en almennt verð á símanum er 27.800 kr. Að sögn forsvarsmanna Tals er þetta tilboðsverð sambærilegt við það sem gerist í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Tíðindalítið en næg verkefni

HELGIN var að mestu tíðindalítil hjá lögreglu, þótt ekki sé hægt að segja að verkefni hafi skort. Löggæslan í miðbænum gekk ágætlega, að venju var fjölmennara í bænum á laugardagskvöldinu. Rétt er að koma á framfæri ábendingum til borgara um að nú þegar tekið er að rökkva er mikilvægt að hafa endurskinsmerki. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 1139 orð

Upplýsingakerfi heilbrigðisstofnana samræmd

FYRIRTÆKIÐ Gagnalind vinnur að því að samræma upplýsingakerfi heilbrigðisstofnana og notar til þess kerfið Sögu, sem leysir af hólmi nokkur eldri kerfi. Saga hefur þegar verið tekin í notkun á stærstu sjúkrahúsunum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum. Talsmenn Gagnalindar segja að gögn í tölvukerfi séu varin með aðgangstakmörkunum og með því að ávallt sé hægt að rekja hverjir hafi skoðað Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 175 orð

Upptökur flugrita og hljóðrita brenglaðar

RANNSÓKNARMENN sem rannsaka flugslys Swissair-flugvélarinnar við strendur Kanada í síðasta mánuði, þar sem 229 manns fórust, segjast eiga í erfiðleikum með að skera úr um hvort flugriti og hljóðriti vélarinnar muni geta hjálpað þeim að ákvarða orsök slyssins. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 648 orð

Varað við samdrætti en engar sérstakar aðgerðir boðaðar

TVEGGJA daga fundahöldum fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims og nefndar, sem mótar stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), lauk í Washington á sunnudag með viðvörunum um að hætta væri á efnahagslegum samdrætti út um allan heim. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 317 orð

Vegurinn milli erfðagalla og lyfja

ÞÝÐING ættfræðigagnagrunns er vafalaus í rannsóknum á öllum meiriháttar sjúkdómum og hafa mörg læknisfræðileg afrek verið unnin með hjálp slíkra gagna. Alfreð Árnason erfðafræðingur var um nokkurt skeið starfsmaður erfðafræðinefndar og tók þá þátt í svokallaðri systkinabarnarannsókn, eða m.ö.o. foreldrar sem voru systkinabörn og afkomendur þeirra voru rannsakaðir. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Vetrarstarf Guðspekifélagsins hafið

VETRARSTARF Guðspekifélagsins er hafið og fer fram í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Starfið í vetur er með hefðbundnu sniði, þ.e. opinber erindi á föstudagskvöldum kl. 21, opið hús á laugardögum kl. 15­17 með léttri fræðslu og umræðum. Á sunnudögum er hugleiðingarstund með leiðbeiningum kl. 17­18. Fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 15­15. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

Viljum tvöfalda veltu vegna sjávarafurða

STJÓRNVÖLD undirbúa nú lagasetningu um að leyft verði að stofna hérlendis alþjóðleg viðskiptafélög sem njóti skattafríðinda stundi viðskipti við erlenda aðila með vörur sem eiga uppruna sinn erlendis og falla utan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, einkum fisk. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Víðtæk símabilun á höfuðborgarsvæðinu

SÍMASAMBANDSLAUST varð í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Álftanesi í um tvær klukkustundir í gærkvöldi. Ástæðan var rafmagnstruflun í Kópavogi. Mestallur Kópavogur og hluti Garðabæjar var rafmagnslaus í 18 mínútur í gær. Vel gekk að koma rafmagni á aftur, en lengri tíma tók að koma símanum í lag. Meira
6. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Þjónusta stofnana við fatlaða

ÞJÓNUSTA stofnana við fatlaða og mat á þeirri þjónustu er heiti fyrirlesturs sem dr. Chris Fyffe og Jeffery McCubber frá Viktoríufylki í Ástralíu flytja á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 7. október kl. 16 í stofu 16 í húsakynnum háskóla við Þingvallastræti. Meira
6. október 1998 | Erlendar fréttir | 463 orð

Þreifingar hafnar um stjórnarmyndun

FORYSTUMENN þeirra stjórnmálaflokka, sem komu bezt út úr þingkosningunum í Lettlandi um helgina, hófu þegar í gær þreifingar um stjórnarmyndun. Talsmenn miðjuflokksins "Fyrir Lettland" sögðust hafa samið við einn litlu flokkanna á þingi um stuðning en þar með telja þeir sig hafa náð forskoti á aðalkeppinautinn, Þjóðarflokkinn, sem einnig vill mynda stjórn. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 394 orð

Ættir allra Íslendinga í banka

FRIÐRIK Skúlason ehf. og Íslensk erfðagreining ehf. eru í samstarfi um gerð stærsta ættfræðigrunns landsins, nefndum Íslendingabók. Núna starfa fimmtán manns við að safna gögnum og yfirfara upplýsingar sem fara í ættarskrána. Markmiðið er að skráin geymi ættarupplýsingar um 600 þúsund Íslendinga. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 495 orð

Ættrakning til að skilja sjúkdóma

ÓTTI manna við áhrif kjarnorkusprenginga í Hirosima á erfðir manna olli því að Bandaríkjamenn stofnuðu atómorkunefnd sem m.a veitti fé til rannsókna á arfgengi ýmissa atriða hjá mönnum og tíðni stökkbreytinga hjá afmörkuðum hópum. Dr. Sturla Friðriksson og Níels Dungal prófessor sóttu um styrk til þessarar nefndar ásamt J.H. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Öryrkjar ekki orðið útundan í góðærinu

FRAMLÖG til velferðarmála eru lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum og munar mest 21,5 prósentustigum af vergri landsframleiðslu milli Íslands og Svíþjóðar árið 1995. Þetta kemur fram í máli Hörpu Njáls, félagsfræðings hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, en stofnunin hefur hvatt ráðamenn til að bæta net almannatrygginga. 50% af skjólstæðingum Hjálparstofnunar eru öryrkjar. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

(fyrirsögn vantar)

1975: Fyrsta tölvukerfi á heilsugæslustöð var tekið í notkun á Egilsstöðum. Það skráði grunnupplýsingar á samskiptaseðli, sem læknir útfyllti um sjúkling sinn, dagsetningu heimsóknar sjúklings, erindi hans, sjúkdómsgreiningu, rannsóknir og meðferð. 1985: Tölvukerfið Medicus var tekið í notkun á nokkrum heilsugæslustöðvum. Meira
6. október 1998 | Innlendar fréttir | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐ blaðinu í dag fylgir auglýsingablað um Verðbréfadaga Búnaðarbankans á Akureyri dagana 7.­9. október. Auglýsingunni er dreift á Akureyri. Meira

Ritstjórnargreinar

6. október 1998 | Staksteinar | 325 orð

»Lán og myndir Í "ÖÐRUM sálmum" Vísbendingar nýlega var fjallað um þann nýja sið, að birt

Í "ÖÐRUM sálmum" Vísbendingar nýlega var fjallað um þann nýja sið, að birta í fjölmiðlum myndir frá undirritun lánasamninga fyrirtækja og lánastofnana. Ókeypis GREININ í "Öðrum sálmum" bar fyrirsögnina "Frk. Halldóra selur víxil. Meira
6. október 1998 | Leiðarar | 510 orð

TAL OG SAMKEPPNIN

SAMKEPPNISYFIRVÖLD höfnuðu á föstudag kröfu Tals hf., þar sem farið var fram á að lækkun Landssíma Íslands hf. á GSM-símtölum yrði afturkölluð. Tal hf. telur að Landssíminn beini samkeppnishamlandi markaðsaðgerðum gegn sér og fór fram á að Landssíminn yrði látinn greiða sekt samkvæmt samkeppnislögum og lækkun á verði GSM-símaþjónustu Landssímans yrði tekin til baka. Meira

Menning

6. október 1998 | Bókmenntir | 631 orð

Af þekkingu og skilningi

Níu smásögur eftir Jennu Jensdóttur samdar á árunum 1976 til 1997. Reykjavík, Hjúki, 1998. Við getum sagt svo margt án þess að skilja náttúrulögmálin. (Matthías Johannessen.) Meira
6. október 1998 | Tónlist | 591 orð

Á torgi himneskrar hörpu

Verk eftir Bach, Bartók, Yun, Bax, Persichetti og Jolivet. Elísabet Waage, harpa; Peter Verduyn Lunel, flauta. Norræna húsinu, sunnudaginn 4. október kl. 17. HARPAN er án efa meðal sjaldheyrðustu hljóðfæra í hérlendu tónleikahaldi, og jafnvel þótt víðar sé leitað. Hér á landi gefst aðeins ein opinber staða í hörpuleik, þ.e.a.s. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 428 orð

BÍÓIN

Töfrasverðið Warner-teiknimynd sem nær hvorki gæðum né ævintýrablæ Disney- mynda. Lethal Weapon 4 Gaman, gaman hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Hope Floats Þekkilegt fjölskyldudrama og átakamikið á stundum. Gena Rowlands stelur senunni. Meira
6. október 1998 | Kvikmyndir | 325 orð

Dagfinnur brúar bilið

Leikstjóri Betty Thomas. Handritshöfundar Larry Levin og Nat Mauldin, eftir sögum Hughes Lofting. Tónsmiður Richard Gibbs. Kvikmyndatökustjóri Russell Boyd. Aðalleikendur Eddie Murphy, Ossie Davis, Oliver Platt, Richard Schiffer, Kristen Wilson. Raddir: Albert Brooks, Chris Rock, John Legguizamo, Julie Kavner, Ellen DeGeneres, o.fl. 85 mín. Bandarísk. 20th Century Fox 1998. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 208 orð

Engin vettlingatök í Landrétt

ÁÐUR fyrr var tveggja daga þjóðhátíð þegar safnast var saman í Landrétt. Þá var dansað, slegið upp tjöldum og réttað í tvo daga og mættu allir sem vettlingi gátu valdið þótt kindurnar væru ekki beittar neinum vettlingatökum. Vikurinn úr síðasta Heklugosi olli því hins vegar að það blæddi úr klaufum kindanna þegar þær gengu yfir hraunið. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Fín á fimmtugsaldri

STRÍÐNISLEGT brosið er eins, grannir fæturnir þekkjast langar leiðir, og skær hláturinn getur ennþá brotið rúður. Fyrir þrjátíu árum var hún þekkt sem hin þvengmjóa fyrirsæta Twiggy. Unglingsstúlkur litu upp til hennar sem hinnar einu réttu ímyndar, en aðrir telja hana nánast formóður þvenglatísku nútímans. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 96 orð

Framhjáhald margborgar sig

EF stjórnmálin vestanhafs voru ekki orðin hreinn farsi eftir langvarandi umfjöllun um framhjáhald Bills Clintons Bandaríkjaforseta með lærlingnum Monicu Lewinsky eru þau sannarlega orðin það núna. Meira
6. október 1998 | Skólar/Menntun | 747 orð

Japönsk og íslensk börn skiptast á myndverkum

Klippimyndir með eldgos, hveri og hafið að þema Mikil regla á öllu, góður agi en ekki þvingaður Erlent samstarf Þótt langt sé milli Japans og Íslands kemur það ekki í veg fyrir auðug samskipti þjóðanna í milli. Álftamýrarskóli hefur einmitt átt slík samskipti við grunnskólabörn í japönsku borginni Mitsukaido. Meira
6. október 1998 | Leiklist | 635 orð

KALT BORÐ OG HEITT

Handrit og leikstjórn Anna Th. Rögnvaldsdóttir. Framleiðandi Ólafur Rögnvaldsson. Leikmynd Eggert Ketilsson. Búningar Linda Björg Árnadóttir. Tónlist Þórólfur Eiríksson. Leikendur: Edda Arnljótsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Harald G. Haraldsson, Guðrún Þ. Stephensen. Sjónvarpið sunnudaginn 4. október. Meira
6. október 1998 | Menningarlíf | 1508 orð

"KENJARNAR"

ÞAÐ telst viðburður af hárri gráðu hér á landi, að hinn nafnkenndi myndaflokkur, Kenjarnar eftir Goya, einn höfuðsnilling myndlistarinnar, er kominn út á bók. Ekki síst vegna þess, að með snjöllustu pennum samtíðarinnar stendur að baki lestri og túlkun myndanna, kafar djúpt og skefur ekkert af hlutunum frekar venju um safaríka og merkingarfulla kaldhæðni. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 285 orð

Litríkur ferill sem hófst við átta ára aldur

LEIKARINN Roddy McDowall lést úr krabbameini á laugardag. Hann skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem barnastjarna í þáttunum um hundinn Lassí og eignaðist síðar stóran aðdáendahóp með leik sínum í framhaldsþáttum um Apaplánetuna. Leikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn McDowall var sjötugur þegar hann lést. Hann fékkst ekki einvörðungu við kvikmyndir. Meira
6. október 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Málverkasýning í Breiðholtslaug

Í SALARKYNNUM Breiðholtslaugar stendur nú yfir sýning tveggja starfsmanna laugarinnar, þeirra Beritar Ryland og Gísla Hafsteins Einarssonar. Á sýningunni eru 32 verk, vatnslitir, olía og leður. Sýningin er opin á afgreiðslutíma sundlaugarinnar, virka daga kl. 6.50­22 og um helgar kl. 8­20. Henni lýkur 31. desember. Meira
6. október 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Nýir leikarar í Grease

BERGÞÓR Pálsson tekur við hlutverkum táningsengils og Vince Fontaine af Pálma Gestssyni í söngleiknum Grease frá og með laugardeginum 10. október. Ennfremur tekur Guðmundur Ingi Þorvaldsson við hlutverki Kenickie af Baldri Hreinssyni og Björn Ingi Hilmarsson tekur við hlutverki Johnnys Casino af Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Rokksöngleikurinn Grease var frumsýndur 3. júlí sl. Meira
6. október 1998 | Menningarlíf | 288 orð

Nýjar bækur STRÖNDIN í náttúru Íslands

STRÖNDIN í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson er nú komin út í enskri þýðingu og nefnist The coast of Iceland. Bókin fjallar um strendur Íslands og hafið umhverfis landið sem hafa skipt sköpum í lífsbaráttu íslensku þjóðarinnar. Meira
6. október 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Nýjar bækur TALNAPÚKINN er ef

TALNAPÚKINN er eftir Hans Magnus Enzensberger í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar. Í fréttatilkynningu segir að bókin ætti að vera á náttborði allra sem óttast stærðfræði. Sagan lýsi því hvernig Róbert, strákur sem þolir ekki tölur og reikning, sigrast á ótta sínum við stærðfræðina. Meira
6. október 1998 | Skólar/Menntun | 314 orð

Nýjar bækur VERKEFNAHEFTI við Dernede I D

VERKEFNAHEFTI við Dernede I Danmark er kennsluefni í dönsku. Heftið er nýtt verkefnasafn við myndbandið Dernede I Danmark sem gert var í norrænu samstarfi fyrir nokkrum árum. Á myndbandinu eru þrettán þættir og í verkefnaheftinu eru æfingar við hvern þátt sem miða að því að styrkja danska tungu í sessi. Meira
6. október 1998 | Menningarlíf | 145 orð

Ron Whitehead á Súfistanum

RON Whitehead les úr verkum sínum á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18, miðvikudaginn 7. október kl. 20. Hann mun ennfremur árita bækur sínar og hljómplötu. Sérlegir gestir verða ljóðskáldin Michael Pollock og Birgitta Jónsdóttir, sem munu lesa úr verkum sínum. Ron Whitehead er Bandaríkjamaður, ljóðskáld, rithöfundur, fræðimaður, ritstjóri og útgefandi. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 150 orð

Schiffer ekki á fleiri tískusýningum

ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer tilkynnti á upphafsdegi tískuvikunnar í Mílanó að hún hygðist segja skilið við tískusýningar fyrir fullt og allt. "Ég ætla aldrei aftur að koma fram, jafnvel ekki í París," sagði hún á blaðamannafundi. Schiffer stóðst þó ekki mátið og sýndi silfurgráan ermalausan síðkjól á sýningu Giorgio Ferrari fyrir fatalínuna Marchese Coccabani. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 1277 orð

Skapandi unglingar skemmta sér saman

MIKIÐ var um að vera á Seltjarnarnesinu um helgina þegar unglingar frá félagsmiðstöðvum hvaðanæva af landinu hittust á Landsmóti Samfés. Í Valhúsaskóla ómuðu glaðlegar raddir og allir voru á þönum, enda mikið að gera í fjölmörgum smiðjum sem starfræktar voru á laugardaginn. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 220 orð

Slappur Allen Harry afbyggður (Deconstructing Harry)

Framleiðendur: Jean Doumanian. Leikstjóri: Woody Allen. Handritshöfundar: Woody Allen. Kvikmyndataka: Carlo Di Palma. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Woody Allen, Judy Davis, Richard Benjamin, Elizabeth Shue, Robin Williams, Billy Crystal. 98 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 941 orð

Svart-hvítar OG persónulegri

"Í ÞESSUM seinni hluta frönsku farandsýningarinnar er fjallað um nútímamyndasöguna í Frakklandi síðustu tuttugu árin. Fyrri hluti sýningarinnar fjallaði um sögu myndasögunnar frá byrjun 19. aldar. Aðaláherslan er lögð á þá höfunda sem á einhvern hátt skara fram úr, eru óvenjulegir. Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 105 orð

Söngelski kúrekinn þagnar

SÖNGELSKI kúrekinn Gene Autry lést á föstudag á heimili sínu í Kaliforníu 91 árs að aldri. Hann var fyrsti syngjandi kúrekinn í kvikmyndum og varð moldríkur á leik- og söngferli sínum. Autry hóf feril sinn með 350 króna gítar og áður en yfir lauk hafði hann hljóðritað 635 lög, Meira
6. október 1998 | Fólk í fréttum | 385 orð

Tónlistin helltist yfir mig

HERDÍS Hallvarðsdóttir tónlistarkona hefur gefið úr geisladiskinn Það sem augað ekki sér með eigin tónlist. Herdís varð þekkt þegar hún lék með Grýlunum fyrir allnokkrum árum. Síðan var hún í vísnahljómsveitinni Hálft í hvoru, en hefur undanfarið starfað mest með þjóðlagasveitinni Islandica. Á þriðjudagskvöldið kl. 20. Meira
6. október 1998 | Leiklist | 599 orð

Úr sálardjúpum á svið Samkomuhússins

Höfundur: Otfried Preussler. Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir. Höfundur söngtexta: Hjörleifur Hjartarson. Höfundar tónlistar og hljóðfæraleikarar: Daníel Þorsteinsson og Eiríkur Stephensen. Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Meira

Umræðan

6. október 1998 | Aðsent efni | 1207 orð

BREYTTIR TÍMAR Í SJÁVARÚTVEGI

JÓN Sigurðsson liðsmaður Frjálslynda flokksins hefur lengi skrifað greinar um sjávarútvegsmál í Morgunblaðið. Ég hef stundum haft nokkurt gaman af greinum hans þótt okkur greini mikið á. Í síðustu grein kýs hann þó að beita persónulegum árásum, sem ég leiði hjá mér. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 845 orð

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7ÝMSAR STÖÐVAR Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 822 orð

Jarðhitakerfið á Nesjavöllum ­ náma eða endurnýjanleg auðlind?

NOKKRAR umræður hafa verið á síðum Morgunblaðsins og í fréttum ljósvakamiðla á síðustu vikum um nýtingu jarðvarmans á Nesjavöllum og hugmyndir um aukna rafmagnsframleiðslu þar. Má þar nefna leiðara Morgunblaðsins nýlega. Af þessu tilefni vilja undirritaðir gera nokkrar athugasemdir og koma á framfæri skýringum á eðli jarðhitans á Nesjavöllum. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 575 orð

Krabbamein hjá íslenskum körlum

FRÁ ÞVÍ að Krabbameinsskrá Íslands tók til starfa á árinu 1955 hafa öll ný krabbameinstilfelli hérlendis verið skráð og þannig reynst unnt að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á nýgengi hinna ýmsu krabbameina, þ.e.a.s. árlegum fjölda nýrra krabbameinstilvika miðað við 100.000 íbúa. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 417 orð

Miðjan nýja

Á SÍÐUSTU misserum hafa orðið vatnaskil í evrópskum stjórnmálum. Hver stórþjóðin í Evrópu á fætur annarri hefur hafnað boðberum fortíðarinnar og kosið sér nýjan valkost. Þessi valkostur hefur gengið undir ýmsum heitum en yfirleitt hefur hann verið kenndur við miðjuna, nýja eða róttæka. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 476 orð

Rannsóknir Hjartaverndar

RANNSÓKNIR Hjartaverndar á hjarta- og æðasjúkdómum meðal Íslendinga hafa staðið óslitið síðan 1967 og veitt ómetanlegar upplýsingar sem lagt hafa grunninn að forvörnum gegn þessum sjúkdómum á Íslandi. Ég vil í þessu sambandi nefna fáein atriði: Þrír áhættuþættir hafa reynst skipta mestu máli í sambandi við kransæðasjúkdóma á Íslandi; reykingar, blóðfitutruflanir (kólesteról o. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 741 orð

Sagan endurtekur sig

FYRIR UM það bil eitt hundrað árum voru vaskir menn að reyna að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf landsmanna. Þeir töldu að mörg vannýtt tækifæri leyndust í sjávarútvegi og rétt væri að fara að dæmi margra annarra þjóða og hefja hér útgerð og fiskvinnslu með bestu tækjum og aðferðum sem þá þekktust. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 494 orð

Samtök ferðaþjónustunnar

Í MORGUNBLAÐINU 1. október sl. birtist grein undir heitinu "Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu" eftir Pétur Rafnsson, formann Ferðamálasamtaka Íslands. Þar reifar Pétur hugmyndir sínar um heildarskipulag í ferðaþjónustu. Í grein sinni gætir nokkurs misskilnings sem rétt er að leiðrétta. Fyrir þá sem ekki þekkja forsögu málsins er eðlilegt að segja hana í stuttu máli. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 683 orð

Sjúkrahótel eru hagkvæmur kostur

MIKILL fjöldi sjúklinga sem liggur á sjúkrahúsum gæti, samkvæmt athugunum sem fram hafa farið á vegum Landlæknisembættisins, verið í mun ódýrara rými en sjúkrahúsin hafa yfir að ráða. Sjúkrahótel er það sem hentar þessum hópi og það er bæði ódýr og góð lausn. Sjúklingum líður alla jafna betur á sjúkrahótelum en sjúkrahúsi. Meira
6. október 1998 | Aðsent efni | 393 orð

Skerpum hugsunina Jón ­ Ölum ekki á biturð

MORGUNBLAÐIÐ hinn 30. september síðastliðinn kom mér á óvart. Þar birtist grein frá Jóni Sigurðssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra og stuðningsmanni Samtaka um þjóðareign. Margt hafa þau samtök sent frá sér upp á síðkastið en ekkert jafnast á við þá regindellu sem er að finna í grein Jóns. Meira
6. október 1998 | Bréf til blaðsins | 446 orð

Talað er fagurlega en framkvæmt bagalega

MIKIÐ hefur verið rætt um nýtingu auðlinda okkar á undanförnum árum og er það vel. Í þessu hefur sitt sýnst hverjum og er það ekki að undra svo miklir hagsmunir sem eru í veði. Hafa þá mest verið uppi tvö sjónarmið hvað varðar sjávarnytjar. Meira

Minningargreinar

6. október 1998 | Minningargreinar | 1322 orð

Adolf Thorarensen

Mig langar hér á eftir að minnast þessa sveitunga míns með nokkrum fátæklegum orðum. Við hrukkum illa við, sveitungar hans, þegar við fréttum miðvikudaginn 16. september sl. að Adolf hefði veikst alvarlega þá um nóttina. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Adolf Thorarensen

Þú lást á bakinu í rúminu og varst að reyna að sofna en gast það ekki. Síðan settist þú upp og fram á rúmbríkina. Ég gekk til þín og strauk þér yfir ennið og niður vangann og spurði: "Getur þú ekki sofnað, Adolf minn?" Þú svaraðir mér svo þreyttur og með nokkurs konar uppgjafartón: "Æji nei!" Svo lagðist þú aftur útaf og sofnaðir nærri því strax. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ADOLF THORARENSEN

ADOLF THORARENSEN Adolf Thorarensen fæddist í Reykjavík hinn 27. september 1948. Hann lést á Landspítalanum 26. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árneskirkju í Trékyllisvík 3. október. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Arnmundur Sævar Backman

Ég sit hér einn í stofunni heima ­ það er hljóð hér inni, en úti í garði er mikið sungið. Þrestir að búa sig til brottfarar. Það var ef til vill þessi lífsglaða hljómkviða þeirra, sem ýtti við hug mér og létti þeirri kvöð sem á mér hafði hvílt, að fá svör við þeim spurningum sem hjá mér sátu svo fast. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ARNMUNDUR SÆVAR BACKMAN

ARNMUNDUR SÆVAR BACKMAN Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 11. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. september. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 416 orð

Hólmfríður Stefánsdóttir

Fríða, föðursystir mín, ólst upp í Kambfelli í Djúpadal í hópi átta systkina og sinnti störfum heimilsins eins og þá tíðkaðist. Sumrin 1925 og 1926 var ég, þá níu og tíu ára, í sveit í Stóradal í Djúpadal. Frænka mín var þar kaupakona og þar kynntist ég hennar hlýja viðmóti og högu hönd er hún sá um fatnað minn og fleira mér viðkomandi. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 64 orð

HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Hólmfríður Stefánsdóttir fæddist á Kambfelli í Djúpadal í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, hinn 18. september 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Magnúsdóttir, f. 1864, og Stefán Sigurðsson bóndi, f. 1867. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 585 orð

Karitas Rósa Jóhannsdóttir

Kveðja frá söngfélögum í kór Stærra-Árskógskirkju Enginn veit ævina fyrr en öll er. Þessi spakmæli koma upp í hugann þegar sest er niður og hripað á blað minningargrein um gengna samferðakonu og söngfélaga, Rósu Jóhannsdóttur frá Hauganesi. Þegar Rósa kvaddi þennan heim var hún á söngferðalagi í Vestmannaeyjum, ásamt söngfélögum úr kórum kirknanna í Stærra-Árskógi og Hrísey. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 74 orð

KARITAS RÓSA JÓHANNSDÓTTIR

KARITAS RÓSA JÓHANNSDÓTTIR Karitas Rósa Jóhannsdóttir fæddist á Hauganesi hinn 17. júlí, 1930. Hún andaðist á heimili systur sinnar í Vestmannaeyjum hinn 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Málfríður Baldvinsdóttir og Jóhann Friðrik Jónsson til heimilis í Sandvík á Hauganesi. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen

Við þökkum frænku okkar Stínu yndislegar samverustundir í Möðrudal, Víðihóli, Löngumýri 12 og síðast hér á Egilsstöðum. Hún umvafði okkur ástúð og umhyggju sem einstök var. Stína var okkur, sem öðrum er henni kynntust, óþrjótandi uppspretta fróðleiks, gestrisni og glaðværðar. Óli studdi hana með sínu ljúfa geði og lipurð alla tíð. Ætíð munum við minnast ástúðlegs faðmlags og indæls kökuilms. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN

KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN Kristín Gunnlaugsdóttir Oddsen var fædd 22. desember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 3. október. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 324 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Elsku afi minn. Mikið finnst okkur bræðrunum undarlegt að þú skulir vera farinn frá okkur. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér og ömmu fyrir hvað þið voruð alltaf góð við okkur. Þakka þér og ömmu fyrir að hafa alltaf passað mig og Guðberg þegar mamma þurfti að útrétta í Reykjavík, þegar við vorum minni og stundum ansi pirraðir á því að fá ekki að fara með. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 710 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Fyrstu kynni mín af Siggeiri Vilhjálmssyni áttu sér stað fyrir 18 árum, í þrítugsafmæli dóttur hans sem síðar átti eftir að verða eiginkona mín. Hann var alveg eins og ég hafði ímyndað mér hinn dæmigerða heildsala, stór og með "velmegunarístru", gekk í fínum fötum og reykti stóran vindil. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Meðan náttúran skartar sínum fegurstu haustlitum kvaddir þú þennan heim. Þú varst orðinn þreyttur og þjáður og ég veit að hvíldin var þér kærkomin. Ég gleymi ekki haustlitaferð á Þingvöll sem við Siggeir fórum með ykkur Siggu fyrir 15 árum. Eftir þá ferð var eins og þú hefðir vakið mig af værum blundi. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 98 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Látinn er aldraður og traustur félagi, Siggeir Vilhjálmsson. Er okkur ljúft að minnast hans og koma á framfæri þökkum fyrir góð störf í félagi okkar. Siggeir gekk í félagið Akóges 1953 og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Formaður félagsins var hann 1960 til 1961. Siggeir var virkur félagi meðan heilsa hans leyfði en kannski er okkur efst í minni, hans ágæta myndataka m.a. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Siggeir var athyglisverður maður sem setti sinn einstaka persónulega stíl á hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fylgdi sjaldan forskriftum eða hefðbundnum skoðunum en fór sínar eigin leiðir í stóru og smáu. Skipti þá engu hvort hann fékkst við bakstur heima fyrir eða var í viðskiptum. Siggeir var alla tíð mikill bókamaður. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 71 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Elsku Siggeir afi. Við systkinin minnumst þín með söknuði og hlýjum hug og þökkum fyrir þá samveru sem við áttum með þér og Sigríði ömmu. Við kveðjum þig með orðum Valdimars Briem: Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Siggeir Vilhjálmsson

Margar ljúfar minningar leita á hugann þegar vinur og ferðafélagi til margra ára skal kvaddur hinstu kveðju. Leiðir okkar Siggeirs lágu fyrst saman þegar við ásamt öðru ungu fólki stofnuðum Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar 1935. Það var gaman að starfa og ferðast með Siggeiri. Hann var alltaf svo jákvæður og glaður. Okkur tókst að gera félagið drífandi og skemmtilegt. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 458 orð

SIGGEIR VILHJÁLMSSON

SIGGEIR VILHJÁLMSSON Siggeir Vilhjálmsson fæddist í Hafnarfirði 15. júní 1912. Hann lést í Seljahlíð, Reykjavík, 29. september síðastliðinn. Guðmundur Siggeir var sonur hjónanna Jónínu Jónsdóttur, f. 26.3. 1880, d. 1.3. Meira
6. október 1998 | Minningargreinar | 634 orð

Sveinbjörn Benediktsson

Þegar ég frétti á skotspónum að Sveinbjörn í Hraunprýði yrði áttræður 6. október, fletti síðan manntalinu og sannreyndi það, fannst mér ég ekki geta undan því vikist að setjast við tölvuna og senda honum fáein orð sem afmæliskveðju í tilefni þessara merku tímamóta. Fáir menn á Hellissandi verðskulda það fremur. Meira

Viðskipti

6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 265 orð

BMW, Saab og Toyota öruggastir

BMW 5, Saab 9-5 og Toyota Camry eru meðal öruggustu fjölskyldubíla af stærri gerðinni samkvæmt niðurstöðum árekstraprófana evrópskra bifreiðafélaga. Bílar af þessum gerðum hlutu beztu einkunn, fjórar stjörnur, Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 321 orð

Domino's Pizza seld fyrir 70 milljarða

THOMAS S. Monaghan, stofnandi Domino's Pizza, stærstu pizzusendingarkeðju í heimi, hefur samþykkt að selja fyrirtækið til fjárfestingarsjóðsins Bain Capital Inc. Á einum áratug hefur Monaghan losað sig við miklar eignir og gefið andvirðið til góðgerðamála. Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Einkunnir 5 evrópskra banka lækkaðar

MOODY's Investors Service, hin kunna matsstofnun, hefur lækkað einkunnir sem hún hefur veitt við mat á fimm evrópskum stórbönkum og framtíð þeirra og vísar til tengsla þeirra við baktryggingarsjóði og lánveitinga á nýtilkomnum og bágstöddum mörkuðum. Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Ekki um nein dæmi að ræða

VEGNA athugasemdar frá Samkeppnisstofnun, sem birt var í Morgunblaðinu í síðustu viku, um tafir sem urðu á svari við upprunalegu erindi Samtaka iðnaðarins til Samkeppnisstofnunar er varðar beiðni SI til Samkeppnisstofnunar um að skoðuð verði samkeppnisleg staða hugbúnaðarfyrirtækja gagnvart Reiknistofu bankanna í þjónustu við fjármálastofnanir, Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Gjaldeyrisforði minnkar um hálfan milljarð

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands minnkaði um 535 milljónir í september og nam í lok mánaðarins 28,7 milljörðum kr. eða jafnvirði 414 milljóna Bandaríkjadala. Gjaldeyrisforðinn hefur aukist um 883 milljónir kr. frá áramótum. Erlendar skammtímaskuldir bankans jukust í mánuðinum um 2 milljarða króna og voru í mánaðarlok 3,3 milljarðar kr. Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Hlutabréf lækkuðu í verði

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands í gær námu alls 780 milljónum króna, mest með bankavíxla, 497 milljónir króna. Viðskipti með hlutabréf námu 80 m.kr. mest með bréf Samherja 22 m.kr., Flugleiða 7 m.kr. og Granda og Íslandsbanka, u.þ.b. 6 m.kr. með bréf hvors félags. Verð hlutabréfa lækkaði almennt í gær. Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Nýjar lækkanir eftir G7 fund

EVRÓPSK hlutabréf féllu enn í verði í gær vegna vonbrigða með fund sjö helztu iðnríkja, G7, og svartsýni vegna annarrar dýfu í Wall Street. Dollarinn var undir þrýstingi vegna umræðna þingnefndar um mál Clintons forseta. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu fengust um 1,6340 mörk fyrir dalinn miðað við 1,6460 marka lokagengi á föstudag eftir lækkun í 1,6273 mörk, lægsta gengi í 20 mánuði. Meira
6. október 1998 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Silfurtún selur vélar fyrir 500 milljónir

SILFURTÚN hf. hefur gengið frá samningum um sölu á pappírsendurvinnsluvélum til tveggja landa, Frakklands og Ástralíu, fyrir rúmar 500 milljónir króna. Endurskipulagning félagsins er nú vel á veg komin. Hlutafé félagsins var aukið fyrir skömmu um 130 milljónir króna að söluvirði og var það selt til tveggja fjárfesta, Hartog AS í Noregi og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Meira

Daglegt líf

6. október 1998 | Neytendur | 58 orð

Fatnaður í heimasölu

KOMINN er út bæklingur með haust- og vetrarlínu frá GreenHouse. Að sögn Bjargar Kjartansdóttur, umboðsmanns GreenHouse á Íslandi, er fyrirtækið danskt og selur vandaðan dömufatnað. Fatnaðurinn er aðallega seldur á kynningum í heimahúsum og heima hjá sölukonum. Einnig er hægt að hringja og panta flíkur. Bæklingar eru ókeypis. Fyrirtækið er til húsa að Rauðagerði 26. Meira
6. október 1998 | Neytendur | 314 orð

Verðhjöðnun á sérvörum

FÉLAG sérvöruverslana hefur að undanförnu verið að vekja athygli á því að það borgi sig að að versla ýmsa sérvöru hér á landi. "Ef borið er saman verð á sömu vöru hefur komið í ljós að verslanir hér á landi eru sammkeppnishæfar um verð á flestum sviðum. En verðhjöðnun hefur átt sér stað á sérvörunni nú undanfarin misseri," segir Björn Ágústsson, formaður í Félagi sérvöruverslana. Meira
6. október 1998 | Neytendur | 239 orð

Þurfa skriflegt leyfi forráðamanna

FÓLK þarf að huga að ýmsu áður en það fær sér húðflúr eða húðgötun. Að sögn Árnýjar Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðings hjá heilbrigðissviði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, þarf umhverfi stofunnar að vera hreinlegt og fólk að fá upplýsingar um mögulega fylgikvilla inngripsins og umgengni og meðhöndlun svæðisins. Meira

Fastir þættir

6. október 1998 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. október, verður fimmtug Eydís Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 56, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar, Bergur Thorberg, taka á móti gestum á veitingastaðnum Creole Mex, Laugavegi 178, kl. 19-22 í dag. Meira
6. október 1998 | Í dag | 35 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 6. október, verður áttræður Sveinbjörn Benediktsson, fyrrum símstöðvarstjóri, frá Hraunprýði, Hellissandi, nú til heimilis að Skólastíg 16, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Ásta Friðbjarnardóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | 111 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 29. sept. var mjög góð þátttaka og spiluðu 29 pör Mitchell-tvímenning. Eftirtalin pör urðu efst í N/S:Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinss.387Sæmundur Björnss. ­ Magnús Halldórss.381Garðar Sigurðsson ­ Baldur Ásgeirsson 369Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss.340Lokastaða efstu para í A/V: Guðm. Ár. Guðmundss. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | 173 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ásmundur og J

Jakob Kristinsson og Ásmundur Pálsson sigruðu í minningarmótinu um Einar Þorfinnsson, sem fram fór á Selfossi um helgina. Hörkukeppni var um efstu sætin, enda góð verðlaun í boði. Jakob og Ásmundur fengu 103 stig yfir meðalskor en helztu andstæðingar þeirra, heimamennirnir Kristján M. Gunnarsson og Helgi G. Helgason, voru með 99 og Aðalsteinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson þriðju með 90. Meira
6. október 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Hallgrímskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðbjörg Anna Jónsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Heimili þeirra er að Berjarima 53, Reykjavík. Meira
6. október 1998 | Í dag | 201 orð

Hið árlega minningarmót um Einar Þorfinnsson var spil

Hið árlega minningarmót um Einar Þorfinnsson var spilað á Selfossi á laugardaginn og fóru leikar svo að Ásmundur Pálsson og Jakob Kristinsson unnu eftir harða keppni við heimamenn, Kristján Má Gunnarsson og Helga Grétar Helgason, en þeir urðu í öðru sæti. Aðalsteinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson urðu þriðju. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | 112 orð

Hornafjarðarmótið OPNA Hornafjarðarmótið fór fram fyrir nokkru og l

OPNA Hornafjarðarmótið fór fram fyrir nokkru og lauk tvímenningnum með sigri Júlíusar Sigurjónssonar og Sigurðar Vilhjálmssonar sem skoruðu 256 yfir meðalskor. Jakob Kristinsson og Sveinn R. Eiríksson voru í öðru sæti með 240 stig og bræðurnir Pálmi og Guttormur Kristmannssynir þriðju með 174. Einnig var spiluð sveitakeppni sem lauk með sigri Sverris Ármannssonar, Magnúsar E. Meira
6. október 1998 | Dagbók | 672 orð

Í dag er þriðjudagur 6. október, 279. dagur ársins 1998. Fídesmessa. Orð dagsin

Í dag er þriðjudagur 6. október, 279. dagur ársins 1998. Fídesmessa. Orð dagsins: Þá tók Pétur til máls og sagði: "Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit." (Postulasagan 10, 34. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Íslenskir sigrar í báðum greinum

Skeiðmeistaramótin eru haldin á haustin, annað hvert ár í Þýskalandi en hin árin í nærliggjandi löndum. Það er Alþjóðlega skeiðmannafélagið sem stendur fyrir þessum mótum, sem hafa verið mjög vinsæl. Fram til þessa hafa mótin verið haldin um miðjan október en verið flýtt og verða framvegis haldin seinnipartinn í september. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | 924 orð

Milljón hæða hús "Dauðinn sjálfur verður víst ekki umflúinn endalaust en ég get treyst því að beitt verður fullkomnustu tækni

STUNDUM er ég furðu lostinn yfir því hve vel gengur að fá fólk til að svara erfiðum spurningum í skoðanakönnunum. Auðvitað er vandalaust að svara því hvort maður noti fremur Watergate-tannkrem en Viagral. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | 530 orð

Safnaðarstarf Kristin íhugun í Hafnarfjarðarkirkju

LÆKNIR, arkitekt og prestur hefja umfjöllun um gildi kristinnar íhugunar í Strandbergi, safnaðarheimili, í kvöld, þriðjudagskvöld 6. október. Umfjöllun þeirra byrjar kl. 20.45 og stendur yfir til kl. 21.30, en þá hefst íhugunar- og kyrrðarstund í Stafni, kapellu Strandbergs, sem er öllum opin og stendur yfir til kl. 22. Umfjöllun þeirra mun svo halda áfram næstu tvo þriðjudaga, 13. og 20. Meira
6. október 1998 | Í dag | 587 orð

Skiltamerkingar í Vatnsleysustrandarhreppi

FYRIR mánaðamótin ágúst-september birtust í blaðinu spurningar til Vegagerðarinnar vegna skiltamerkingar í Vatnsleysustrandarhreppi, V- Skaftafellssýslu og Mosfellsbæ. Eitt skiltið sem spurt var um, þ.e. skiltið sem vísaði á Háubjöllu við Vogastapa í Vatnsleysustrandarhreppi, hefur verið tekið niður en ekkert opinbert svar hefur borist ennþá við spurningunum. Meira
6. október 1998 | Í dag | 163 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista í Kalmykíu í Rússlandi sem nú stendur yfir. Hún er úr keppni stórveldanna, Rússlands og Bandaríkjanna. Sergei Rúblevskí (2.685), Rússlandi, hafði hvítt og átti leik gegn Alexander Shabalov(2.645), Bandaríkjunum. Meira
6. október 1998 | Í dag | 452 orð

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna efndi til árlegs markaðsfundar

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna efndi til árlegs markaðsfundar fyrirtækisins í síðustu viku en þangað koma sölumenn þess úr öllum heimshornum og blanda geði við framleiðendur víðs vegar að af landinu. Í tengslum við markaðsfundinn var haldin sýning á helztu framleiðsluvörum, sem fulltrúar SH bjóða á einstökum markaðssvæðum, svonefnt Markaðstorg SH. Meira
6. október 1998 | Fastir þættir | 284 orð

Undanrifsákvæðið sannar gildi sitt

FYRIR tveimur árum var sett í reglur um gæðingakeppni að rifið skyldi undan einum þeirra hesta sem þátt tæki í úrslitum A-og B-flokks á fjórðungs- og landsmótum og kannað hvað leyndist milli plastbotns og hófs. Meira
6. október 1998 | Í dag | 24 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 4.579 til styrktar Byggi

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 4.579 til styrktar Byggingasjóði nýja barnaspítalans. Þær heita Ingileif Friðriksdóttir, 5 ára og Svandís Edda Gunnarsdóttir, 7 ára. Meira

Íþróttir

6. október 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA KR-UMFN 96

1. DEILD KVENNA KR-UMFN 96:48KEFLAVÍK-ÍR 71:66ÍS-GRINDAVÍK 64:44 KR 1 1 0 0 96 48 2ÍS 1 1 0 0 64 44 2KEFLAVÍK 1 1 0 0 71 66 2ÍR 1 0 0 1 66 71 0 Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 982 orð

Aston Villa með vænlegt forskot

ASTON Villa frá Birmingham virðist ekkert ætla að gefa eftir í toppbaráttu ensku knattspyrnunnar. Villa lagði Coventry á laugardag og hefur því vænlegt forskot á næstu lið. Manchester United tókst að vinna örlagadísirnar á sitt band og náði öruggum sigri á Dell- leikvanginum í Southampton og hefur útlitið hjá heimamönnum sjaldan verið eins dökkt. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 453 orð

ÁLAG »Knattspyrnuferð tilArmeníu erfiðastaíþróttaför Íslendinga

Ekki er hlaupið að því að ferðast til Armeníu og heim aftur. Því síður þegar ferðalagið, út og til baka, má ekki taka meira en fjóra daga. Þessu hefur Knattspyrnusamband Íslands fengið að kynnast vegna skipulagningar ferðar í sambandi við leiki A-landsliðs karla og ungmennalandsliðsins í Evrópukeppninni, sem verða í landinu um helgina. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 418 orð

Blakvertíðin hafin

Blakvertíðin hófst um helgina með leikjum ÍS og KA í 1. deild karla og kvenna. Það bar hæst til tíðinda að karlalið félaganna sem áttust við skörtuðu bæði nýjum útlendum leikmönnum. Hjá KA er það Kanadamaðurinn Mike Perra og hjá ÍS Úkraínumaðurinn Alexij Sushko. ÍS skellti KA í báðum leikjum liðanna 3:0 en í kvennadeildinni snerist dæmið hins vegar við þar sem KA-stúlkur unnu, 3:0 og 3:1. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 390 orð

Dortmund batt enda á sigurgöngu Bæjara

Borussia Dortmund batt enda á sigurgöngu Bayern M¨unchen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina er liðin gerðu 2:2-jafntefli á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen. Fyrir leikinn höfðu Bæjarar unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni, en misstu 2:1-forystu niður í jafntefli þegar Christian Nerlinger skallaði í netið af stuttu færi snemma í seinni hálfleik. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 298 orð

Enn tapa Sigurður og félagar

SIGURÐUR Bjarnason og samherjar hans í Bad Schwartau töpuðu fjórða leiknum í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina er þeir fengu liðsmenn Minden í heimsókn, lokatölur, 23:22, Schwartau var einu marki yfir í hálfleik, 10:9. Sigurður skoraði fimm mörk og lék ágætlega bæði í vörn í sókn. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 344 orð

Er í góðri samningsaðstöðu

ÞÓRÐUR Guðjónsson knattspyrnumaður hefur staðið sig frábærlega með liði sínu Genk að undanförnu og sagði forseti félagsins að hann og framherjarnir Oulare og Strupar væru verðlagðir á hálfan milljarð króna. "Ég held að félagið vilji með þessum yfirlýsingum fæla önnur lið frá því að kaupa okkur. Genk hefur lagt mikla áherslu á að ég skrifi undir nýjan samning til ársins 2003. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 25 orð

Evrópumót

Evrópumót Íslenska karlalandsliðið tók þátt í Evrópumóti, 2. deild, sem fór fram í Wales. Ísland - Skotland4:1 Ísland - Wales2:4 Ísland - Írland2:4 Ísland - N Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 399 orð

FH - Haukar21:22

Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattleik ­ 1. deild kvenna, laugardaginn 3. október 1998. Gangur leiksins: 0:1, 4:2, 5:4, 8:5, 9:8, 11:8, 11:12, 12:12, 12:13, 13:13, 13:15, 15:15, 15:17, 16:18, 19:19, 19:21, 21:21,21:22. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 391 orð

Fiorentina með fullt hús stiga

FIORENTINA frá Flórens hefur fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðir ítölsku 1. deildarinnar. Liðið bar sigurorð af Udinese á sunnudag og gerði Brasilíumaðurinn Edmundo eina mark leiksins örfáum andartökum fyrir leiklok. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 413 orð

Framarar standa undir væntingum

FRÖMURUM var spáð fyrsta sæti í 1. deild karla í handboltanum í vetur og þeir standa undir væntingum, hafa sigrað í þremur fyrstu leikjum sínum. Í fyrrakvöld unnu þeir FH-inga 33:29 eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hléi, 16:13. Fram er á toppnum með sex stig en FH er í fallsæti með eitt stig úr fyrstu umferð. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 796 orð

Fram - FH33:29

Framhúsið, Íslandsmótið í handknattleik, 3. umferð 1. deildar karla, Nissandeildarinnar, sunnudaginn 4. október 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:5, 3:7, 5:9, 7:10, 10:10, 12:12, 12:16, 13:16, 14:16, 14:17, 17:17, 18:18, 19:19, 21:19, 23:20, 23:23, 27:23, 29:25, 33:29. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 172 orð

Fyrstu stig Þórsara Þórsarar nældu sé

Fyrstu stig Þórsara Þórsarar nældu sér í sín fyrstu stig í Úrvalsdeildinni í körfubolta með sigri á Snæfelli á heimavelli sínum á Akureyri á sunnudagskvöld. Sigur Þórs var nokkuð sanngjarn en liðið hafði frumkvæði í leiknum frá fyrstu mínútu. Þórsarar byrjuðu með látum og skoruðu 9 fyrstu stigin í leiknum. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 465 orð

GÍSLI Björgvinsson, knattspy

GÍSLI Björgvinsson, knattspyrnudómari, er hættur að dæma. Kveðjuleikur hans var leikur ÍBV og Leifturs í Meistarakeppni KSÍ. SIGFÚS Sigurðsson var valinn maður leiksins er Caja Santander vann Otterup 26:23 í Evrópukeppni félagsliða á sunnudaginn. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 318 orð

Grindvíkingar í erfiðleikum með Val Það reiknuð

Grindvíkingar í erfiðleikum með Val Það reiknuðu sennilega flestir með auðveldum sigri heimamanna þegar Valsmenn heimsóttu Grindavík á sunnudagskvöld. Gestirnir voru ekki á sama máli og spiluðu mjög vel. Heimamenn höfðu þetta á síðustu 7 mínútum leiksins og unnu nokkuð örugglega 82:64. Það að mæta til leiks með hálfum huga hlýtur að bjóða hættunni heim. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 201 orð

Gullit vill peninga til leikmannakaupa

NÝRÁÐINN knattspyrnustjóri Newcastle, Ruud Gullit, hefur óskað eftir því að hann fái aðgang að auknum peningum til þess að styrkja lið sitt. Þetta sagði hann í framhaldi af 3:0 ósigri Newcastle fyrir Arsenal á Highbury á sunnudaginn. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 623 orð

Haukar unnu Hafnarfjarðarslaginn

HVERGI var gefið eftir þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar áttust við í 1. deild kvenna í Kaplakrika á laugardaginn ­ eins og venjan er þegar þessir fjandvinir mætast. Það voru samt Haukastúlkur sem héldu á brott með tvö stig eftir hörkuleik og eins marks sigur, 22:21. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 31 orð

Íslandsmótið

1. deild karla: ÍS - KA3:0 (15:5, 15:7, 15:12) ÍS - KA3:0 (15:12, 15:9, 15:9) 1. deild kvenna: ÍS - KA0:3 (7:15, 11:15, 7:15) ÍS - KA1:3 (6:15, 13:15, 17:15, Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 98 orð

Jóhannes Karl lék með Genk

JÓHANNES Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður hjá belgíska liðinu Genk gegn Beveren um helgina og lék því við hlið bróður síns, Þórðar. Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliðinu, en hann hafði einu sinni áður verið varamaður. Genk sigraði 1:0 og lagði Þórður upp sigurmarkið. Genk er nú í efsta sæti deildarinnar ásamt Lokeren með 20 stig eftir níu umferðir. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 84 orð

Keflavík - ÍR71:66

Íþróttahúsið í Keflavík. Gangur leiksins: 5:0, 5:2, 15:5, 28:16, 41:23, 50:29, 64:47, 66:59, 71:66. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir 16, Kristín Þórarinsdóttir 12, Bára Lúðvíksdóttir 12, Svava Stefánsdóttir 9, Kristín Blöndal 7, Marín Rós Karlsdóttir 7, Bjarney Annelsdóttir 2, Birna Guðmundsdóttir 2. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 212 orð

Keflavíkurstúlkur sluppu með skrekkinn

Keflavíkurstúlkur hófu titilvörn sína með sigri gegn ÍR í fyrstu umferð Íslandsmótsins í Keflavík á laugardaginn. Keflavíkurstúlkurnar sýndu þó enga meistaratakta og sluppu með skrekkinn, því litlu munaði undir lok leiksins að ÍR- stúlkunum tækist að jafna 20 stiga forskot Keflavíkurstúlkna. Lokatölur urðu 71:66, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41:23. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 291 orð

Keflvíkingar í kröppum dansi Keflvíkingar lentu

Keflvíkingar í kröppum dansi Keflvíkingar lentu í kröppum dansi þegar þeir mættu Ísfirðingum í Keflavík á sunnudagskvöldið. Lengstum leit út fyrir nokkuð öruggan sigur heimamanna en undir lok leiksins náðu Ísfirðingar að vinna upp forskot heimamanna og komast yfir 92:91 þegar um 19 sekúndur voru til leiksloka. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 91 orð

Kluivert á skotskónum

HOLLENDINGURINN Patrick Kluivert var enn á skotskónum með Barcelona í spænsku 1. deildinni um helgina. Liðið vann þá Valencia 3:1 í miklum baráttuleik og gerði Hollendingurinn snjalli þar eitt mark og hefur þar með skorað fjögur mörk í jafn mörgum leikjum. Brasilíumennirnir Rivaldo og Sonny Anderson hin tvö mörkin. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 52 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli MarkakóngarSTEINGRÍMUR Jóhannesson, miðherji Eyjamanna, og OlgaFærseth, miðherji KR, fengu gullskó Adidas fyrir að veramarkakóngar 1998. Steingrímur skoraði sextán mörk í efstudeild karla og Olga 23 mörk í meistaradeild kvenna. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 399 orð

KR enginn fyrirstaða fyrir ÍA Skagamen

KR enginn fyrirstaða fyrir ÍA Skagamenn léku KR-inga heldur grátt á Seltjarnarnesinu. Heimamenn áttu ekkert svar við öflugri vörn gesta sinna og Michael D. Jackson fór á kostum með nærri helming stiganna í miklum ham. Sigurinn var þó "aðeins" 16 stig, 93:77, því Skagamenn slökuðu heldur á klónni í lokin. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 528 orð

KR - ÍA77:93

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í körfuknattleik - úrvalsdeild, sunnudaginn 4. október 1998. Gangur leiksins: 0:4, 6:6, 8:8, 10:18, 15:25, 22:30, 30:40, 35:42, 37:49, 37:55, 42:59, 43:66, 51:66, 53:75, 61:81, 72:85, 77:89, 77:93. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 133 orð

Loksins sigur í París

FRÖNSKU meistararnir í Lens unnu fyrsta sigur sinn á París Saint Germain síðan um miðjan áttunda áratuginn um helgina er varamaðurinn Wagneau Eloi skoraði eina mark leiksins á elleftu stundu. Lens hafði fram að þessu sótt Parísarliðið heim í tuttugu og eitt skipti án þess að hafa þar sigur og nítján sinnum tapað, Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 53 orð

Matth¨aus frá í tvær vikur

ÞÝSKI knattspyrnujaxlinn Lothar Mattha¨us meiddist í lærvöðva á hægra fæti í 2:2-jafnteflisleik Bayern M¨unchen gegn Dortmund á sunnudaginn. Verður hann frá í tvær vikur og gefur því ekki kost á sér í landsleik Þjóðverja og Tyrkja nk. laugardag og gegn Moldavíu fjórum dögum síðar. Mattha¨us er 37 ára gamall. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 1462 orð

Meistarakeppni KSÍ

Leiftur - ÍBV1:2 Kári Steinn Reynisson ­ Ívar Bjarklind, Bjarni Geir Viðarsson. 200. England Úrvalsdeild: Arsenal - Newcastle3:0 Dennis Bergkamp 2 (21., 65. vsp.), Nicolas Anelka (29.). 38.102. Rautt spjald:Nikos Dabizas (Newcastle 65.). Liverpool - Chelsea1:1 Jamie Redknapp 84. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 423 orð

Meistararnir áttu ekkert svar við góðum leik Tindastóls

TÆPLEGA 600 áhorfendur fengu sannarlega nokkuð fyrir aurana sína þegar lið Tindastóls og Njarðvíkinga leiddu saman hesta sína í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki á sunnudagskvöld. Ekki var hægt að sjá á leik liðanna að aðeins væri um aðra umferð í deildinni að ræða. Eftir spennandi leik höfðu heimamenn betur, 76:71. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 59 orð

Morgunblaðið/Kristinn Eyjamenn bestir

Morgunblaðið/Kristinn Eyjamenn bestirVESTMANNAEYINGAR bættu enn einum bikar í safn sitt þegar þeir unnu Meistarakeppni KSÍmeð því að leggja Leiftur að velli á Laugardalsvellinum á laugardaginn, 2:1. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 553 orð

Ólíkt hlutskipti Fram og FH

FRAM og FH þekkja það vel að vera í fremstu röð í handboltanum, voru reyndar stórveldi á árum áður, en hafa þurft að bíða nokkuð lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum, einkum Framarar. Þeir virðast þó til alls líklegir í vetur og FH-ingar hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 683 orð

Óvæntur og mikill heiður

Skoski varnarmaðurinn úr KR, David Winnie, var kjörinn leikmaður ársins í efstu deild karla á hinu árlega lokahófi knattspyrnufólks á Broadway um helgina. Winnie þótti burðarásinn í sterkri vörn vesturbæjarliðsins og er fyrsti leikmaður KR sem hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu. Skotinn er 31 árs að aldri, einhleypur og hefur haft knattspyrnu að atvinnu frá unga aldri. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 192 orð

Pétur næstbestur í Svíþjóð

PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður með Hammarby, varð annar í kjöri bestu knattspyrnumanna Svíþjóðar, sem þjálfarar í sænsku úrvalsdeildinni stóðu að. Hann hlaut 12 stig ásamt Johan Mj¨allby hjá AIK, en Fredrik Ljunberg, sem nýlega var seldur til Arsenal, hlaut einu stigi meira. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 203 orð

Rangers aftur á toppinn

ÞJÓÐVERJINN Jörg Alberts var hetja Glasgow Rangers, sem komst aftur í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar um helgina með 1:0-sigri á botnliði Dundee. Mark Þjóðverjans kom skömmu fyrir leikslok, en fram að því höfðu liðsmenn Dundee varist af miklum þrótti og vonbrigði þeirra voru gífurleg í leikslok. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 335 orð

Rauður varnarmúr að Varmá

Gífurlega sterkur varnarleikur Aftureldingar færði liðinu tvö auðveld stig gegn Stjörnunni í leik liðanna að Varmá. Lokatölur urðu 22:15 í leik sem aldrei varð spennandi. Það segir sína sögu um varnarleik Aftureldingar að Stjörnumenn áttu aðeins þrjú skot á markið í fyrstu tíu mínútum leiksins. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 310 orð

Ríkharður lykilmaður í uppbyggingu Vikings

Ríkharður Daðason átti stórleik er lið hans Viking sigraði Moss á heimavelli 5:2 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Ríkharður skoraði með skalla strax á annarri mín. og var allt í öllu í öflugum sókanarleik Viking-liðsins. Brynjar Gunnarson lék sinn fyrsta leik í langan tíma, en hann kom inn á í hálfleik hjá Moss. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 203 orð

Rúss- arnir koma

Igor Shalimov, leikstjórnandi ítalska liðsins Napolí, og þrettán leikmenn úr rússnesku 1. deildinni voru valdir í leikmannahóp Rússa fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Frakka í Moskvu á laugardag. Búast má við því að sami hópur haldist hjá Rússum er þeir sækja okkur Íslendinga heim á miðvikudeginum þar á eftir, en leikirnir eru liður í 4. undanriðli EM í knattspyrnu. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 76 orð

Sigurður Sveinsson lætur reyna á spelkurnar

SIGURÐUR Sveinsson, þjálfari og leikmaður fyrstudeildarliðs HK í handbolta, getur ekki beitt sér sem skyldi næstu sex vikurnar þar sem spelkur voru settar á löngutöng vinstri handar í gær. "Ég fór úr lið á móti KA í fyrsta leik og það kemur í ljós hvort ég get spilað á næstunni," sagði Sigurður við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 113 orð

Sigurliði Dundee Utd. ekki breytt

SIGURÐUR Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, lék ekki með Dundee United þegar liðið vann Aberdeen 1:0 í skosku úrvalsdeildinni um helgina. "Það var einfaldlega ekki pláss fyrir mig í liðnu og það kom mér ekki á óvart," sagði Sigurður við Morgunblaðið, en hann er loks búinn að ná sér af meiðslum sem hafa angrað hann síðan um miðjan ágúst. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 199 orð

Sjötta markið í röð hjá Arnari

ARNAR Gunnlaugsson heldur uppteknum hætti hjá Bolton og um helgina skoraði hann annað mark Bolton í 2:2 jafntefli á Oakwell, gegn heimamönnum í Barnsley. Var þetta sjötta mark Arnars í röð fyrir Bolton en alls hefur hann gert átta mörk fyrir félagið í deildarkeppninni auk eins í deildarbikarnum. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 355 orð

Stórbrotin markvarsla Reynis Þórs

Það var æði karlmannleg íþrótt sem iðkuð var í KA-heimilinu á sunnudagskvöldið þegar heimamenn tóku þéttingsfast á móti ÍBV og virtust ætla að niðurlægja Vestmannaeyinga á handboltasviðinu. KA-menn náðu 9 marka forskoti í þessum hörkuleik og voru lengst af mun betri en segja má gestunum til hróss að þeir gáfust aldrei upp, Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 416 orð

Tomba hættur og Kristinn öruggur í fyrsta ráshópi

Ítalski skíðakappinn Alberto Tomba tilkynnti um helgina að hann væri hættur keppni. Þetta þýðir að Kristinn Björnsson er öruggur um að vera í fyrsta ráshópi á fyrsta svigmóti vetrarins í næsta mánuði. Kristinn er í 16. sæti á heimslistanum í svigi, en færist nú upp í það 15. eftir yfirlýsingu Tombas. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 208 orð

Winnie og Olga best

KR-ingarnir David Winnie og Olga Færseth voru útnefnd bestu leikmenn í efstu deildum karla og kvenna á hinu árlega lokahófi knattspyrnufólks á skemmtistaðnum Broadway á laugardagskvöld. Það voru leikmenn liðanna í deildunum tveimur sem kusu. Þá var Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður úr ÍR, valinn efnilegasti leikmaður karla og annar markvörður, Þóra B. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 102 orð

Zoff velur ítalska landsliðið

DINO Zoff, nýráðinn landsliðseinvaldur Ítala, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Sviss í undanriðli EM, sem fram fór í Udine 10. október nk. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Gianluigi Buffon (Parma), Francesco Toldo (Fiorentina). Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 412 orð

Þrettán Haukamörk eftir hraðaupphlaup

HAUKAR eru í þriðja sæti eftir sigur á Selfyssingum, 35:27, á heimavelli sínum í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Haukar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Leikurinn var hraður og sem dæmi um það gerðu Haukar 13 mörk eftir hraðaupphlaup. Meira
6. október 1998 | Íþróttir | 198 orð

Öruggt hjá HK

Við mættum ákveðnir til leiks og ætluðum okkur ekkert annað en sigur. Vörnin small vel saman, þannig að við náðum oft að vinna knöttinn og bruna fram í hraðaupphlaup og skora," sagði Sigurður Sveinsson, þjálfari HK, eftir sigur á ÍR 27:24. Sigurður var mjög ánægður með leik Helga Arasonar. "Hann náði að halda Ragnari Óskarssyni niðri, þannig að Ragnar skoraði ekki mörg mörk með langskotum. Meira

Fasteignablað

6. október 1998 | Fasteignablað | 48 orð

Aðalstöðvar EBRD á 206 millj. punda

BREZKA fasteignafyrirtækið British Land Plc hefur keypt langtíma leiguumráð yfir aðalstöðvum Viðreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) í Bretlandi fyrir 206 milljónir punda. Fyrirtækið sagði að byggingin við One Exchange Square í fjármálahverfi Lundúna væri um 37.500 fermetra skrifstofu- og verzlunarhúsnæði. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 197 orð

Átta eignir í London á 205 millj. punda

HERON International, hið kunna breska fasteignafyrirtæki, hefur keypt átta fasteignir í London af Deutsche Gesellschaft für Immobilienfonds (DEGI), sem er stjórnað af Dresdner Bank AG í Þýzkalandi, fyrir 205 milljónir punda. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 772 orð

Ekki kaupa of dýrt

ÍBÚÐARKAUP eru með mikilvægustu ákvörðunum hvers og eins. Með því að ráðast í slíka fjárfestingu er verið að taka ákvörðun sem hefur áhrif til fjölmargra ára, jafnvel hátt í hálfa öld. Þetta á sérstaklega við hér á landi af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er það vegna þess hve hátt hlutfall almennings á sína eigin íbúð, þ.e. vegna hinnar svokölluðu sjálfseignarstefnu í húsnæðismálum. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 184 orð

Framtíðarbyggð í Grafarholti

BYGGINGARLAND innan borgarmarka Reykjavíkur er nú takmarkað og úr þeim vanda er ætlunin að leysa með nýju byggingarsvæði í Grafarholti. Það verður fyrsta skipulagða íbúðasvæði borgarinnar austan Vesturlandsvegar, en þar er gert ráð fyrir um 1500 íbúðum og 4000-5000 íbúum. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 158 orð

Glæsilegt einbýlishús í Klapparholti

FASTEIGNASALAN Eignaval er nú með til sölu einbýlishús að Klapparholti 3 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt 1992. Það er á tveimur hæðum og með innbyggðum bílskúr, alls 208,6 ferm. að stærð. "Þetta er stórglæsilegt hús nálægt golfvelli og með fallegu útsýni," sagði Óskar Þór Hallgrímsson hjá Eignavali. "Húsið skiptist þannig að á fyrstu hæð er hol, borðstofa og eldhús. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 230 orð

Góð sérhæð á eftirsóttum stað

FASTEIGNASALAN Höfði er með í sölu 120 ferm. hæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi á Hagamel 32. Þetta er steinhús, byggt 1960 og er íbúðin á fyrstu hæð. Sérbílskúr fylgir, sem er 24 ferm. að stærð og með gryfju. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 43 orð

Heita vatnið kostar sitt

HEITA vatnið er ódýrt en samt kostar það sitt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Þeir eru ótrúlega margir, sem gætu aukið ráðstöfunartekjur sínar með því að endurnýja hitakerfi og þó umfram allt; stýringu og stillingu hitakerfa. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 186 orð

Hilton-hótel í fyrsta sinn í Rússlandi

BRESKA veðmála- og hótelfyrirtækið Ladbroke Group Plc hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í Moskvu um að það stjórni nýju Hilton-hóteli í borginni. Lúxushótelið verður steinsnar frá Rauða torginu og Kreml. Það verður fyrsta Hilton-hótel í Rússlandi. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 51 orð

Ládeyða á enskum hótelum

BRESKA kráa- og hótelfyrirtækið Greenalls Group Plc. segir að dregið hafi úr aðsókn að krám og veitingahúsum fyrirtækisins í júlí og ágúst. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: "Minni eyðsla neytenda og slæmt veður höfðu veruleg áhrif, einkum á helsta athafnasvæði okkar á Norðvestur- og Mið-Englandi. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 736 orð

Margt er gott sem gamlir kveða

ÞÓTT VÍÐA sé tekist á um fyirætlaðar virkjunarframkvæmdir og miðlunarlón, jafnvel deilt um ýmislegt sem þegar er komið til framkvæmda, heyrast engar deilur um Nesjavallavirkjun, ekki einu sinni um Kröfluvirkjun. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 175 orð

Nýtt myndband um þakskífur frá BM Vallá

BM Vallá ehf. hefur nú gefið út leiðbeiningarmyndband um þakskífur sem fyrirtækið framleiðir. Í myndbandinu er að finna almennan fróðleik um þakskífurnar, svo sem liti, uppruna og 25 ára ábyrgð, sem BM Vallá ehf. veitir á endingu þakskífanna, en einnig handhægar upplýsingar um lögn og frágang þeirra. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 51 orð

Ræktun túlípana

TÚLÍPANALAUKAR eru settir niður á haustin ár hvert, því að sjaldan blómgast þeir hér á landi oftar en einu sinni. Til þess eru sumrin hér of stutt, svöl og rök,segir Hafsteinn Hafliðason í þættinum Gróður og garðar. En þó eru til undantekningar, sem vert er að gefa gaum. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 222 orð

Skemmtileg eign í miðbænum

ÁSÓKN fólks í eignir í miðbænum hefur farið vaxandi að undanförnu að sögn Pálma B. Almarssonar hjá Bifröst. Að Veghúsastíg 9a í Reykjavík er hann nú með í sölu mikið endurnýjaða íbúð, sem í raun er sem einbýlishús, áfast öðrum húsum. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 1793 orð

Skipulag Grafarholts tekur mið af miklum halla og góðu útsýni

MEÐ uppbyggingu Grafarholts hefst nýtt landnám í Reykjavík, en þar er gert ráð fyrir um 1500 íbúðum fyrir 4000-5000 manna byggð. Grafarholt verður fyrsta skipulagða íbúðasvæðið austan Vesturlandsvegar og skiptist í tvö megin hverfi, vestur-og austurhverfi. Byggingarland innan borgarmarka Reykjavíkur er nú takmarkað og úr þeim vanda er ætlunin að leysa með þessu nýja byggingarsvæði. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 166 orð

Stórt atvinnuhúsnæði á einni hæð

ATVINNUHÚSNÆÐI á góðum stöðum er eftirsótt um þessar mundir. Eignamiðlunin hefur nú í einkasölu 1.776 ferm. eign á Skemmuvegi 4 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1978 og 1994. Húsnæðið er allt á götuhæð. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 1077 orð

TÚLIPANAR - tákn karlmennskunnar

FÁTT gleður augað meir á vorin og fyrri part sumars en státnir túlipanar í fjölmörgum skærum og björtum litum. Og þá er sama hvort þeir hópa sig saman í litla hnappa með 10-15 laukum eða þekja heilu beðin, hundruðum saman í safaríkum og grænum, íslenskum grasflötum undir bláum sumarhimni. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 313 orð

Verð á íbúðum í fjölbýli fer nú hækkandi

RAUNVERÐ á fermetra í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur farið heldur hækkandi að undanförnu, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, en hún er byggð á upplýsingum úr Hagvísum, sem Þjóðhagsstofnun gefur út. Þegar litið er nokkur ár aftur í tímann, sést að verð á íbúðarhúsnæði hefur verið býsna stöðugt undanfarin ár. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 233 orð

Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi

Hellu-Nýlega veitti Umhverfis- og atvinnumálanefnd Rangárvallahrepps viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi og góða umgengni á árinu 1998. Ábúendur í Varmadal á Rangárvöllum, Anna Björgvinsdóttir og Jósep Benediktsson, hlutu viðurkenningu hreppsins í dreifbýli, en íbúðarhúsið í Varmadal sem byggt var árið 1909, hefur á síðustu árum verið endurbyggt. Meira
6. október 1998 | Fasteignablað | 244 orð

Vönduð íbúð við Engjateig

HJÁ fasteignasölunni Hóli er nú til sölu 110 fermetra íbúð að Engjateigi 17. Þetta er sérhæð á tveimur hæðum með sérinngangi og verulega vönduðum innréttingum. Húsið er byggt 1992 og er úr steini. Meira

Úr verinu

6. október 1998 | Úr verinu | 325 orð

Fjöldi Eyjamanna heimsótti útvegsbændur

Vestmannaeyjum-Útvegsbændur í Eyjum buðu Vestmannaeyingum í heimsókn í skip og fyrirtæki fiskvinnslunnar á laugardaginn. Tilefnið var fræðsluátak sem Landssamband íslenskra útvegsmanna gengst nú fyrir til að kynna almenningi útgerðina í landinu, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.