Greinar miðvikudaginn 7. október 1998

Forsíða

7. október 1998 | Forsíða | 121 orð

Allsherjarverkfall skipulagt

MEIRA en 1,2 milljónir Norðmanna hyggjast taka þátt í allsherjarverkfalli í næstu viku til að mótmæla fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kjells Magne Bondeviks sem lagt var fram á mánudag. Munu Norðmenn hvarvetna leggja niður störf í tvo tíma fimmtudaginn 15. október og er þetta umfangsmesta vinnustöðvun í Noregi ef frá eru talin verkföll launþegasamtakanna. Meira
7. október 1998 | Forsíða | 390 orð

Auknar líkur taldar á hernaðaríhlutun NATO

JAMES Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkin myndu ekki láta andstöðu Rússa gegn hernaðaríhlutun Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo stöðva sig ef engin önnur leið er fær til að stöðva kúgunaraðgerðir Serba í héraðinu. Meira
7. október 1998 | Forsíða | 172 orð

Clinton segir eflingu hagvaxtar meginmarkmiðið

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og Alþjóðabankans í gær að mikilvægt væri að stíga þegar þau skref sem þyrfti til að sigrast á alþjóðlegum efnahagsvanda sem hefði aukist að undanförnu. Meira
7. október 1998 | Forsíða | 238 orð

Prímakov hvetur fólk til að sýna stillingu

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, hvatti almenning í Rússlandi í gær til að sýna stillingu en í dag hafa verkalýðsfélög og kommúnistar boðað til verkfalla sem þau spá að verði þau mestu frá því Sovétríkin liðu undir lok. Aðrir drógu það í efa í gær og bentu á, að verkalýðshreyfingin í Rússlandi væri mjög veik og ekki líkleg til stórræðanna. Meira
7. október 1998 | Forsíða | 352 orð

Rætt um mannréttindi í Kínaheimsókn Blairs

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, vakti í gær máls á málefnum Tíbets og mannréttindum í því sem hann kallaði "hreinskilnum skoðanaskiptum" við Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína. Daginn áður höfðu kínversk stjórnvöld undirritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna um stjórnmálaleg borgararéttindi. Meira

Fréttir

7. október 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

31 túnfiskur á einum degi

TÚNFISKVEIÐI hefur heldur betur glæðst hjá japönsku túnfiskveiðiskipunum sem nú stunda veiðar innan íslensku lögsögunnar. Eitt skipanna fékk í síðustu viku 31 túnfisk á einum degi en það er mesta dagsveiði frá því að tilraunaveiðar Japananna hófust innan lögsögunnar á síðasta ári. Veiði hefur verið með ágætum síðustu vikur og er meðalveiðin hjá skipunum um 8 til 10 fiskar á dag. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 314 orð

49% hlutur ríkisins í FBA seldur fyrir áramót

IÐNAÐARRÁÐHERRA og sjávarútvegsráðherra hafa ákveðið að fullnýta strax í fyrsta áfanga heimildir núgildandi laga til sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins eða 49% hlutafjár. Finnur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að vel heppnuð sala á hlutafé í Landsbanka valdi því að ákveðið hafi verið að selja svo stóran hlut í fyrsta áfanga. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Athugasemd við frétt um prófkjör á Reykjanesi

"Vegna fréttar Morgunblaðsins um prófkjör á Reykjanesi og umræður frambjóðenda á sunnudaginn var þætti mér að gefnu tilefni vænt um að eftirfarandi kæmi fram: a) Ágreiningurinn í sjávarútvegsmálum snýst fyrst og fremst um hvort núverandi eignarhald dugar til að íslenskur almenningur njóti arðsins af fiskstofnunum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Áhyggjur vegna erfiðleikanna í Asíu

"MENN hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast hefur í alþjóðlegum efnahagsmálum vegna erfiðleikanna í Asíu og Rússlandi sem hefur valdið því að hagvöxtur í ár verður á heimsvísu aðeins 2% en ekki 4% eins spáð var," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann situr nú ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í Bandaríkjunum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 42 orð

Árekstur í Öxarfirði

TVÆR fólksbifreiðar skemmdust mikið í árekstri í Öxarfirði nálægt bænum Klifshaga á sunnudagskvöld. Tveir voru í hvorri bifreið og sluppu án meiðsla. Bifreiðarnar voru að mætast í beygju þegar áreksturinn varð og þurfti að draga þær báðar á brott. Meira
7. október 1998 | Landsbyggðin | 556 orð

Beiting þvingunar í meðferð og siðferði í starfi

Hveragerði-Beiting þvingunar í meðferð og siðferði í starfi var yfirskrift ráðstefnu sem lauk á Hótel Örk um síðastliðna helgi. Ráðstefnan var haldin á vegum Samtaka starfsfólks á sólarhrings- og meðferðarstofnunum fyrir börn og unglinga og sóttu hana um 160 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum en þar af voru um 60 Íslendingar. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Besta slökkvilið flotans

ALLEN A. Efraimson, kafteinn og yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, afhenti slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli bikar sem þeir unnu til fyrr á árinu, sem besta slökkvilið Bandaríkjaflota. Við sama tækifæri voru sjö slökkviliðsmönnum afhent útskriftarskírteini í slökkviliðsfræðum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

"Blik af blakkri sögu" í MH

Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið unnin dagskrá um "Nýja heiminn" í lok 15. aldar. Dagskráin ber heitið "Blik af blakkri sögu" og verður flutt í hátíðasal MH klukkan 16 á laugardag 10. október. Fluttur verður fyrirlestur um Las Casas biskup í Chiapas, einnig verður flutt leiklist og tónlist. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Bókasafnsþjónusta kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ

Í ÁR eru 30 ár liðin frá því konur í kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands tóku við rekstri sjúklingabókasafna Landspítalans og SHR í Fossvogi. Árið 1950 gaf frú Ágústa Þórðardóttir Sigfússon Landspítalanum einkabókasafn sitt. Frú Ágústa ananðist reglubundna bókasafnsþjónustu þar til kvennadeildarkonur tóku við rekstrinum í ársbyrjun 1968. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 862 orð

Charcots og Pourquoi pas? minnst í Saint-Malo Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti um helgina afsteypu af styttu eftir

Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhjúpar afsteypu af styttu Einars Jónssonar Charcots og Pourquoi pas? minnst í Saint-Malo Björn Bjarnason menntamálaráðherra afhenti um helgina afsteypu af styttu eftir Einar Jónsson til minningar um franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas? í borginni Saint-Malo í Frakklandi. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftir atkvæðagreiðslu um ýmis mál verða eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Sveitarstjórnarlög. 1. umr. 2. Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn. Fyrri umr. 3. Undirritun Kyoto-bókunarinnar. Fyrri umr. 4. Tekjuskattur og eignarskattur. 1. umr. 5. Húsaleigubætur. 1. umr. 6. Úttekt á útlánatöpum Landsbankans og Búnaðarbankans. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Dánarvottorðum safnað í rúm 80 ár

LÆKNAR útfylla dánarvottorð, sem síðan berast til Hagstofu Íslands og þar eru þau varðveitt í dánarmeinaskrá. Á dánarvottorðum er að finna upplýsingar um dánarorsakir og sjúkdóma hina látnu og er algengt að læknar og aðrir vísindamenn á heilbrigðissviði fái leyfi Tölvunefndar til aðgangs að þessum gögnum vegna erfðafræðilegra rannsókna ef rekja þarf ættmennatengsl. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 510 orð

Ekki eitt dómsmorð heldur mörg

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að honum væru það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Sagðist hann hafa kynnt sér það mál rækilega í gegnum tíðina og telur að þar hafi mönnum orðið á í messunni "í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum málsins", eins og hann orðaði það. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Eldur í hlöðu

TILKYNNT var um eld í hlöðu á bænum Efri-Gegnishólum í Gaulverjahreppi í gærmorgun kl. 8.34. Þegar slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang logaði í dráttarvél og einnig hafði kviknað í nokkrum heyrúllum í hlöðunni. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Endurnýjun langt komin

Endurnýjun langt komin TURN Bessastaðakirkju var í gær hífður á sinn stað eftir að burðarvirki hans hafði verið endurbyggt en þar voru viðir orðnir feysknir. Næst er að klæða hann og verður koparklæðning yst. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fastráðning fréttamanns Sjónvarps útilokuð

Á FUNDI útvarpsráðs í gær, þar sem tekin voru fyrir ráðningarmál Jóns Gunnars Grjetarssonar, fréttamanns Sjónvarps, var lögð fram álitsgerð lögfræðings RÚV og álitsgerð lögfræðings BHM, sem varaformaður útvarpsráðs lagði fram á fundinum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri lagði fram tillögu sem útvarpsráðsmenn féllust á. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 456 orð

Fíkniefnamálum í Hafnarfirði fer fjölgandi

FLEIRI fíkniefnamál hafa komið til kasta rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði á þessu ári en undanförnum árum, að sögn Eðvarðs Ólafssonar, fulltrúa lögreglunnar. Nýverið hefur lögreglan haft hendur í hári sölumanna í bænum. Magnús Jón Árnason, yfirkennari í Víðistaðaskóla, vakti athygli á þessari þróun á fundi með foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk og hvatti þá til að vera á varðbergi. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Fjallað um ástand rjúpnastofnsins

FIMMTUDAG í næstu viku, 15. október, mega veiðar á rjúpu hefjast. Til að ræða ástand rjúpnastofnsins flytur Ólafur K. Nielsen dýravistfræðingur erindi og svarar spurningum á opnum félagsfundi Skotveiðifélags Íslands í kvöld, miðvikudag 7. október, klukkan 20.30 í Ráðhúskaffi. Meira
7. október 1998 | Miðopna | 1213 orð

Fjórum núverandi kjördæmum skipt upp Róttækar breytingar á mörkum núverandi kjördæmaskipanar líta dagsins ljós ef tillögur

SAMKVÆMT tillögum nefndar forsætisráðherra um breytingar á kjördæmaskipan og tilhögun kosninga til Alþingis verður landinu skipt upp í sex kjördæmi, þrjú þéttbýliskjördæmi og þrjú dreifbýliskjördæmi með 9 til 11 þingmenn hvert. Dreifbýliskjördæmunum fækkar og þau stækka og Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi verður skipt. Meira
7. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Fjölga verður hluthöfum

MÁLEFNI Foldu hf. voru til umræðu á fundi atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar í gær. Eins og komið hefur fram á fyrirtækið í miklum rekstrarerfiðleikum og hefur tæplega 50 starfsmönnum þess verið sagt upp störfum. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 417 orð

Flokksmenn vilja segja skilið við Kohl-tímann

MIKIL deila er risin innan Kristilega demókrataflokksins, CDU, í Þýskalandi um það hvernig best sé að standa að endurreisn hans og endurnýjun innan forystunnar eftir mesta kosningaósigur hans frá árinu 1949. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 257 orð

Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir skráðar

MIKLU magni heilsufarsupplýsinga um skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar hefur verið safnað og þær skrásettar í dreifðum gagnabönkum og skrám bæði af hálfu stjórnvalda og ýmissa heilsufélaga. Þessi gagnasöfn innihalda yfirleitt viðkvæmar persónuupplýsingar, sem eru oft geymd undir nafni eða kennitölu. Er öryggi þeirra varið með ströngum aðgangstakmörkunum. Meira
7. október 1998 | Miðopna | 1551 orð

Frjálsræði takmarkað án lagaheimilda Nefnd á vegum forsætisráðherra segir verulegan misbrest á að lögleiðing EES-reglna hér á

VERULEGUR misbrestur er á því að lögleiðing reglna hins Evrópska efnahagssvæðis hér á landi samræmist reglum íslenzkrar stjórnskipunar. Þetta er meginniðurstaða nefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði í júní í fyrra til að fjalla um þetta efni. Nefndin skilaði af sér 16. september síðastliðinn og var álit hennar gert opinbert í gær á blaðamannafundi. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 654 orð

Fylkingarnar hafa haft hlutverkaskipti

DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kom saman til fundar 31. janúar árið 1974 og samþykkti þá einróma að leggja til við deildina, að hafin yrði rannsókn á því hvort rétt væri að ákæra Richard M. Nixon, forseta Bandaríkjanna, vegna Watergate-málsins með það fyrir augum að svipta hann embætti. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fyrirlestur um lungnakrabbamein

FÉLAGSFUNDUR verður haldinn hjá Samtökum lungnasjúklinga fimmtudaginn 8. október í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 20. Á fundinum kemur Óskar Einarsson, sérfræðingur í lungnasjúkdómum og gjörgæslulækningum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Fyrri áfangi boðinn út næstu daga

ÚTBOÐ vegna framkvæmda við nýjan barnaspítala Hringsins á Landspítalalóð í Reykjavík verður auglýst á næstu dögum og er ráðgert að byggingin verði orðin fokheld og fullbúin að utan á næsta ári. Verða veittar tæplega 400 milljónir króna til þessa fyrsta áfanga. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 1025 orð

Færri örorkubótaþegar en í nágrannalöndunum

ÖRORKUBÓTAÞEGAR voru færri hér á landi en á Norðurlöndunum 1996, að því er fram kemur í grein eftir tryggingalæknana Sigurð Thorlacius, Sigurjón Stefánsson og Stefán Ólafsson prófessor í Læknablaðinu nýlega. Sigurjón Stefánsson tryggingalæknir segir að þessi hlutföll hafi lítið raskast síðastliðin tvö ár. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 722 orð

Gagnabankar og persónuvernd

Víða í íslenska heilbrigðiskerfinu er að finna gagnabanka og skrár þar sem viðkvæmum upplýsingum um heilsufar skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar hefur verið safnað skipulega um langt árabil. Mjög verðmæt söfn vefja- og blóðsýna úr mönnum er einnig að finna, sem geyma allar upplýsingar um erfðaeiginleika mannsins. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Gagnrýnir vinnubrögð fjárlaganefndar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki skilja hversu illa þingmennirnir Árni Mathiesen og Árni Johnsen hefðu tekið bréfi sínu til fjárlaganefndar en þingmennirnir gagnrýndu bréf hennar harðlega í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi á mánudag. Í bréfinu segir borgarstjóri m.a. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 234 orð

"Getur skapað óeðlilega mismunun milli seljenda"

HREFNA Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans, segir Landssímann ekki hafa í hyggju að veita sérstakan afslátt af GSM- símum gegn því að kaupendur gerist áskrifendur að GSM-þjónustu fyrirtækisins en Tal hf. hefur auglýst slík kjör. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Góður árangur íslenskra kjötiðnaðarmanna

ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn hafa á undanförnum árum tekið þátt í alþjóðlegum sem og norrænum fagmótum sem haldin hafa verið í tengslum við Interfair-matvælasýninguna í Herning á Jótlandi. Árangur íslensku keppendanna hefur alltaf verið góður og má segja að með þátttöku sinni hafi íslenskum kjötiðnaðarmönnum tekist að koma landi sínu, Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Gönguferð um Seltjarnarnes

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 og fer um Háskólahverfið og Grímstaðaholt suður í Skerjafjörð. Síðan verður farið með ströndinni út í Bakkavör og yfir Valhúsahæðina. Þaðan með strönd Kollafjarðar niður á Höfn að Hafnarhúsinu. Allir eru velkomnir. Meira
7. október 1998 | Landsbyggðin | 301 orð

Hafnarsambandsþing í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjum-Ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga ver haldinn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Þingið var fjölmennt en meginviðfangsefni þess var umfjöllun um flutningaleiðir framtíðarinnar og framtíðarskipan hafnarmála. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 261 orð

Hague hótar að skilja Evrópusinnana eftir

WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, varaði í gær nokkra fyrrverandi ráðherra flokksins við og sagði, að þeir, sem væru andvígir stefnu hans í Evrópumálum, yrðu skildir eftir ef þeir féllust ekki á, að málið væri útrætt. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 141 orð

Heldur Prodi velli?

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist í gær ætla að bjóða Oscar Luigi Scalfaro, forseta Ítalíu, afsögn sína ef stjórn hans fellur í traustsyfirlýsingu þings, sem fram fer í dag. Kommúnistar hættu stuðningi við stjórnina í síðustu viku vegna óánægju með fjárlög hennar en einn kommúnista sagði í gær að meirihluti þingmanna flokksins styddi ekki þá afstöðu flokksins að hætta stuðningi við Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Hitaveita og Rafmagnsveita sameinaðar

TILLAGA um að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hefur verið lögð fram í borgarráði. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra munu með sameiningunni skapast ný tækifæri til rannsókna, þróunar og markaðssóknar. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 126 orð

"Hvalaþjóðgarður" við Bretland

MIKIÐ er um hval í sjónum norðvestur af Bretlandi og þess vegna ber að koma þar upp nokkurs konar "hvalaþjóðgarði" og banna þar ýmsa starfsemi eins og olíuleit. Þetta hafa grænfriðungar farið fram á við bresk stjórnvöld. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Hægt að tengjast frá útlöndum með staðarsímtölum

MEÐ nýjum samstarfssamningi við alþjóðafjarskiptafyrirtækið iPass getur Skíma nú boðið viðskiptavinum sínum, sem eru á ferð erlendis, að tengjast Netinu í 150 löndum og komast í samband við eigin tölvupóst. Hægt er að tengjast með staðarsímtölum og spara menn sér því langlínusímtöl. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 215 orð

Imelda Marcos sýknuð

HÆSTIRÉTTUR Filippseyja hnekkti í gær dómi undirréttar yfir Imeldu Marcos, ekkju fyrrverandi einræðisherra, Ferdinands Marcos, sem dæmt hafði hana til tólf ára fangelsisvistar fyrir spillingu. Þessi úrskurður hæstaréttar olli írafári meðal reyndra stjórnmálamanna í landinu, sem sögðu að dómurinn gæti orðið til þess að ryðja Marcos-fjölskyldunni aftur leið til valdaembætta. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 631 orð

Íslenska sveitin með 16 vinninga

SJÖ umferðir hafa nú verið tefldar á ólympíuskákmótinu í Kalmykíu. Íslendingar eru að sækja í sig veðrið eftir tap í þriðju og fjórðu umferð. Í þeirri þriðju töpuðu þeir 1­3 fyrir sterkri sveit Eista, en tapið fyrir Portúgölum, 1­2 í fjórðu umferð, olli vonbrigðum. Í fimmtu umferð unnu Íslendingar góðan sigur á sveit Perú, 3­1, og í þeirri sjöttu var jafnt við Filippseyjar. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Íslenzkum reglum ekki fylgt

NEFND á vegum forsætisráðherra telur verulega annmarka á því að meginreglum íslenzkrar stjórnskipunar hafi verið fylgt við að leiða reglur Evrópska efnahagssvæðisins í íslenzkan rétt. Nefndin telur fjár- og mannaflaskort í ráðuneytum eina ástæðu þessa, þótt í ýmsum tilvikum hafi hið smáa íslenzka stjórnkerfi fengið miklu áorkað miðað við aðstæður. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 1927 orð

Krabbameinsskrá hagnýtt í rannsóknum

Upplýsingum um krabbamein í Íslendingum hefur verið safnað og þær skráðar af nákvæmni hjá Krabbameinsfélagi Íslands um árabil vegna margbreytilegra viðfangsefna félagsins í baráttunni gegn krabbameini. Þessar upplýsingar eru hagnýttar í fjölmörgum faraldsfræðilegum rannsóknum, þ.ám. í erfðafræðirannsóknum sem stundaðar eru á vegum félagsins. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 130 orð

Le Pen sviptur þinghelgi

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að svipta Jean-Marie Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, þinghelgi, í því skyni að greiða fyrir því að hægt verði að draga hann fyrir rétt í Þýzkalandi fyrir meint andgyðingleg ummæli. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 1237 orð

Líklegt að rannsókn verði samþykkt Búist er við að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykki tillögu um að hafin verði formleg

DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í fyrradag að leggja til að hafin yrði formleg rannsókn á máli Bills Clintons forseta, sem hefur verið sakaður um meinsæri og fleiri lögbrot í tengslum við rannsókn á sambandi hans og Monicu Lewinsky, Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Líkur á 150 mW virkjun við Þeistareyki

FJÖGUR sveitarfélög í Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu hafa ákveðið að stofna sameiginlega félagið Þeistareyki ehf. Þetta eru Akureyrarbær, Húsavíkurbær og hrepparnir í Aðaldal og Reykjadal en hrepparnir tveir eru eigendur landsins við Þeistareyki. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

Lögreglan endurheimtir týnda GSM-síma

GSM-FARSÍMAR njóta mikilla vinsælda hér á landi. Þeim hefur því fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Jafnhliða aukast líkur á að eigendur símanna tapi þeim eða að þeim verði stolið. Síðasta hálfa árið hafa u.þ.b. 80 tilkynningar borist lögreglunni í Reykjavík um að slíkum símum hafi verið stolið frá fólki. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 669 orð

Mannréttindabrot í Bandaríkjunum gagnrýnd

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International hófu í gær alþjóðlega herferð til varnar mannréttindum í Bandaríkjunum. Í tengslum við herferðina hefur verið gefin út skýrsla, þar sem meðal annars er fjallað um lögregluofbeldi, dauðarefsingar og slæma meðferð á föngum og flóttafólki. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 639 orð

Meginþema er Ísland tækifæranna

Ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk Meginþema er Ísland tækifæranna STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur efnt til ritgerðarsamkeppni undir yfirskriftinni Ísland tækifæranna. Áslaug Hulda Jónsdóttir sér um undirbúning ritgerðasamkeppninnar. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

MR vann öruggan sigur

NORÐURLANDAMÓT framhaldsskólasveita í skák var haldið um helgina í félagsheimili Skákfélags Hafnarfjarðar. Fulltrúi Íslands að þessu sinni var Menntaskólinn í Reykjavík sem sigraði í Íslandsmóti framhaldsskólasveita sl. vor. Menntaskólinn í Reykjavík vann öruggan sigur, hlaut 9 vinning í 12 skákum. Danska sveitin varð í 2. sæti með 7 vinning. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 572 orð

Mögulegt að bera kennsl á persónur í læstum ættartrjám

ERFÐAFRÆÐINEFND Háskóla Íslands hefur byggt upp mikinn gagnagrunn á heilbrigðissviði til erfðafræðirannsókna allt frá árinu 1965. Í gagnabanka nefndarinnar eru nú nöfn um 490 þúsund Íslendinga. Afhenda gervikennitölur Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 661 orð

Nafntengd gögn varin með aðgangstakmörkunum

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) berst mikill fjöldi pappírsgagna sem innihalda heilbrigðisupplýsingar um sjúklinga, samkvæmt upplýsingum Kristjáns Guðjónssonar, deildarstjóra sjúkratryggingadeildar TR. Úttekt á viðkomandi sjúklingi Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Námskeið í líföndun

GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 10. og 11. október og verður það haldið í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30. "Líföndun er leið til að tengjast tilfinningum og finna fyrir andartakinu sem er að líða. Með því að anda á ákveðinn hátt og losa um spennu og höft í líkamanum fáum við aukna orku og finnum meiri lífsgleði. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 600 orð

Orkuveita Reykjavíkur stofnuð um áramót

TILLAGA um að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í nýtt fyrirtæki undir vinnuheitinu Orkuveita Reykjavíkur hefur verið lögð fram í borgarráði og er gert ráð fyrir að borgarstjórn muni afgreiða tillöguna á fundi sínum 15. október nk. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Óhjákvæmilegt verður að breyta kjördæmaskipaninni

ÞINGMANNANEFND, sem skipuð var á síðasta ári til að gera tillögur um breytta kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis, leggur til að kjördæmum verði fækkað úr átta í sex. Tillaga er gerð um að skipta Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi og til verði sex kjördæmi með 9­11 þingmönnum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Samstarf gegn umferðarslysum

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands, Rauði kross Íslands og Félag framhaldsskólanema munu í vetur gangast fyrir fundaherferð meðal framhaldsskólanema um umferðarslysavarnir og skyndihjálp og hafa fulltrúar félaganna undirritað samning þ.a.l, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Sjúkdómsgreiningar í skrá heilbrigðisráðuneytis

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur um nokkurra ára skeið safnað og tölvuskráð með samþykki landlæknis og að fengnu leyfi Tölvunefndar, svokallaðar vistunarupplýsingar frá sjúkrahúsum landsins. Þar er skrásett hverjir leggjast inn á sjúkrahús, legutími sjúklings, sjúkdómsgreining hans og aðgerðir. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 364 orð

Skynsamlegt að hafa varnagla til öryggis

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að pottur hefði víða verið brotinn í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik í fyrrasumar. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Spánn hótar að tefja Schengenaðild

EVRÓPUSAMBANDIÐ fór fram á það á ráðherrafundi ríkja Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg í gær að EFTA-ríkin héldu áfram að greiða fé í þróunarsjóð, sem styrkt hefur fátækari svæði innan ESB. Þetta er gert að kröfu Spánverja, sem hóta að tefja hagsmunamál EFTA-ríkjanna á borð við aðild Íslands og Noregs að Schengen-vegabréfasamstarfinu, Meira
7. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Staðan og framtíðin

STAÐA og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu og tækifæri og nýjungar í ferðaþjónustu við þröskuld nýrrar aldar eru meginumræðuefni Ferðamálaráðstefnu sem hefst á Akureyri á morgun, fimmtudag, á Fosshótel KEA. Fyrri ráðstefnudaginn verður sjónum beint að stöðu og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, en erindi flytja ferðamálastjóri og nokkrir fulltrúar úr ýmsum greinum ferðaþjónustunnar. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Stefnt að auknu sjálfstæði og sjálfstjórn háskóla

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra flutti í gær, þriðjudag, ræðu á ráðstefnu UNESCO um æðri menntun sem haldin er í París. Rúmlega eitt hundrað menntamálaráðherrar sækja ráðstefnuna auk fulltrúa háskóla, nemenda og kennara. Í hópi rektora á ráðstefnunni eru Páll Skúlason frá Háskóla Íslands og Þorsteinn Gunnarsson frá Háskólanum á Akureyri. Alls sækja á þriðja þúsund manns ráðstefnuna. Meira
7. október 1998 | Erlendar fréttir | 215 orð

Stjórnarstefnan óbreytt

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í gær við setningu sænska þingsins stefnu nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Sagði hann markmiðið um þriggja prósentustiga hagvöxt og lágmarksverðbólgu eftir sem áður njóta forgangs. Persson ítrekaði í stefnuræðunni það takmark stjórnarinnar, að koma atvinnuleysi í landinu niður fyrir fjögur prósent árið 2000. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 810 orð

Strangir skilmálar um nafnleynd og trúnað

VIÐKVÆMAR upplýsingar um heilsufar og sjúkdóma einstaklinga verða ekki skráðar og vistaðar í gagnabönkum nema skilyrðum tölvulaganna sé fullnægt og hið sama gegnir um aðgang að þessum skrám í þágu vísindarannsókna. Strangar reglur gilda um skráningu slíkra viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga og er aðgangur að þeim vegna vísindarannsókna háður leyfi frá Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd. Meira
7. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 365 orð

Strengur lagður í Mývatn á löngum kafla

FRAMKVÆMDIR standa nú yfir á vegum Rarik við lagningu háspennustrengs í Mývatn um Kálfastrandavoga, frá Höfða að Garði, sem mun leysa af hólmi loftlínuna sem þar liggur. Háspennustrengurinn sem er 12 kV, 3×25 q verður alls um 3,8 km að lengd og þar af eru um 2,8 km í vatninu. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Titanic í forsölu á mbl.is

Í FYRSTA sinn á Íslandi er nú hægt að panta myndband í forsölu á Netinu, nokkru áður en myndin fer í almenna sölu. Um er að ræða stórmyndina Titanic, eftir James Cameron. Þeir sem áhuga hafa geta smellt á þar til gerðan hnapp á mbl.is, pantað myndbandið og fengið það sent í póstkröfu eða sótt í verslanir Skífunnar. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Tugmilljóna fjölgun íbúa undir fátæktarmörkum

"ÞESSI fundur einkenndist mjög af umræðum um ástandið vegna efnahagskreppunnar í Asíu og þeim afleiðingum sem hún getur haft fyrir heiminn allan," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fund sem hann sat í fyrradag hjá þróunarnefnd Alþjóðabankans. Meira
7. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Tvær umsóknir um íbúðir eldri borgara

TVÆR umsóknir bárust um lóð við Mýrarveg þar sem byggja á íbúðir fyrir eldri borgara, annars vegar frá Páli Alfreðssyni og hins vegar Fjölni ehf. Umsækjendum var boðið að leggja fram hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Hugmynd Páls Alfreðssonar var að byggja tvö fimm hæða hús, en hugmynd Fjölnis var að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. Bílakjallari á að vera undir húsunum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 676 orð

Tölvunefnd heimilar

Tölvunefnd veitir fjölmörg leyfi á hverju ári þar sem vísindamönnum er heimilaður aðgangur að viðkvæmum skrám með persónuupplýsingum á heilbrigðissviði og að samtengja ólíkar skrár. Hér á eftir fara nokkur dæmi úr skýrslum Tölvunefndar. Meira
7. október 1998 | Landsbyggðin | 52 orð

Útför Þórðar í Haga

Skorradal-Hinn 102 ára gamli heiðursmaður, Þórður bóndi Runólfsson, Haga í Skorradal, var kvaddur frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 3. október sl. í fegursta veðri. Prestur var sr. Kristinn Jens Sigþórsson. Organisti Kristjana Höskuldsdóttir. Kór Leirár- og Saurbæjarsóknar söng. Að greftrun lokinni var boðið til erfidrykkju að Hlöðum. Meira
7. október 1998 | Landsbyggðin | 168 orð

Vandamálið 2000 rætt í Eyjum

Vestmannaeyjum-Stjórnunarfélag Vestmannaeyja gekkst fyrir morgunverðarfundi fyrir skömmu þar sem tölvuvandamálið árið 2000 var rætt. Vandamálið snýr að tölvukerfum og tölvum sem ekki gera ráð fyrir árinu 2000 í kerfum sínum og geta afleiðingarnar orðið verulega alvarlegar verði ekki gerðar ráðstafanir til að bregðast við því. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 797 orð

Vefjasýni úr hálfri milljón læknisaðgerða

LANGSTÆRSTA safn vefjasýna úr mönnum hér á landi er svokallað Dungalssafn, en það er kennt við Niels Dungal, prófessor í meinafræði og fyrrverandi forstöðumann Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í meinafræði. Hóf hann söfnun sýnanna fyrr á öldinni. Safnið er í vörslu Rannsóknarstofu háskólans og geymir vefjasýni sem borist hafa rannsóknarstofunni til greiningar marga áratugi aftur í tímann. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 1133 orð

Vill vita hvort Rússunum hafi verið rænt Þrír starfsmenn Technopromexport sem unnið hafa við lagningu Búrfellslínu fyrir

RÚSSNESKA fyrirtækið Technopromexport sendi í gær skeyti til Félags járniðnaðarmanna og óskaði eftir fundi með þremur starfsmönnum fyrirtækisins sem leituðu á náðir félagsins þegar senda átti þá til Rússlands um síðustu helgi, til þess að fá fullvissu um að þeir væru við góða heilsu og hefði ekki verið rænt. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Vinnuslys við Hafnarfjarðarhöfn

STARFSMAÐUR Vélsmiðjunnar Orms og Víglundar í Hafnarfirði slasaðist í gærmorgun er hann féll úr stiga flotbryggju vélsmiðjunnar við Hafnarfjarðarhöfn. Við fallið lenti maðurinn á bryggjukantinum og þaðan í höfnina. Honum var fljótt bjargað og komið á slysadeild. Maðurinn brotnaði á herðablaði og var lagður inn á Landsspítalann. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Vísindarannsóknir og persónuvernd

PÁLL Þórhallsson fjallar í blaðinu á morgun um helstu meginreglur sem mótast hafa á alþjóðavettvangi um frelsi vísindanna og persónuvernd og veltir fyrir sér hvernig miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði svarar þeim kröfum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 740 orð

Yfir 40 þúsund einstaklingar á skrá

HJÁ Hjartavernd hefur verið safnað miklum heilsufarsupplýsingum vegna baráttunnar gegn hjarta- og æðasjúkdómum með hinni umfangsmiklu Hóprannsókn, sem hófst árið 1967 og stóð yfir í þrjá áratugi. Í grein sem rituð var í tilefni af 30 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar fyrr á þessu ári segir dr. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þingsályktunartillaga um brottför bandaríska hersins

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingflokki óháðra, Kristín Halldórsdóttir, þingflokki Samtaka um Kvennalista, og Ragnar Arnalds, þingflokki Alþýðubandalagsins, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að kjósa nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka til að ganga til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um brottför hersins og yfirtöku Íslendinga á rekstri Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 583 orð

Þjóðhagsspá ekki endurskoðuð

Í NÝRRI spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um horfur í efnahagsmálum frá því í síðustu viku hafa fyrri spár verið endurmetnar og eru áhrif efnahagskreppunnar í Asíu og Rússlandi metnar meiri og víðtækari en áður. Þar kemur fram að hagvöxtur iðnríkja sé nú metinn 1,9% eða 0,3% lægri en í fyrri spám. Hagvöxtur á Íslandi er ráðgerður 4,6% á næsta ári. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSON

ÞORGRÍMUR Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, lést aðfaranótt mánudags tæplega sjötíu og níu ára að aldri. Þorgrímur, sem var sonur hjónanna Björgvins Árnasonar og Stefaníu Þorsteinsdóttur, var fæddur í Garði í Mývatnssveit 2. desember árið 1919. Hann stundaði barnaskólanám í farskóla og síðan bók- og smíðanám í Héraðsskólanum að Laugum. Meira
7. október 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Ölvunarakstur á Selfossi

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði fimm ökumenn á einum sólarhring fyrir ölvun við akstur frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns. Einn ökumanna var sviptur ökuréttindum á staðnum. Ökumaður, grunaður um ölvun ók bifreið sinni út af á Skeiðavegamótum, um átta leytið á laugardagsmorgun en slapp ómeiddur. Að sögn lögreglunnar var talsverður erill um helgina á Selfossi vegna ölvunar bæjarbúa. Meira

Ritstjórnargreinar

7. október 1998 | Leiðarar | 591 orð

JAFN RÉTTUR FORELDRA

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna samþykkti á málefnaþingi sínu um síðustu helgi ályktun um fjölskyldumál, þar sem lagt er til að feðrum og mæðrum verði tryggður jafn réttur til fæðingarorlofs. Þessu vilja ungir sjálfstæðismenn haga þannig að hvort foreldri um sig eigi rétt á þriggja mánaða sjálfstæðu fæðingarorlofi, en þar að auki eigi foreldrar sameiginlega rétt á þriggja mánaða orlofi, Meira
7. október 1998 | Staksteinar | 275 orð

»Spurningar og svör í skoðanakönnunum "VILJA Íslendingar meiri skatta?" er spu

"VILJA Íslendingar meiri skatta?" er spurning sem leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins veltir upp í leiðara þess og er tilefnið könnun, sem gerð var fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja nýverið, þar sem niðurstaðan var jákvæði við þessari spurningu. Meira

Menning

7. október 1998 | Fólk í fréttum | 216 orð

Allt vandað frá Bretum

Allt vandað frá Bretum Í takt við tímann nefnist breskur myndaflokkur í Sjónvarpinu á sunnudögum eftir sögum breska rithöfundarins Anthonys Powells. Er þar rakin saga fjögurra pilta sem hittast í Eton-skólanum um 1920 og eru enn nánir vinir hálfri öld síðar. Meira
7. október 1998 | Leiklist | 369 orð

Baldnar systur bregða á leik

eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur leikgerðar og söngtexta: Pétur Eggerz. Leikstjóri og höfundur leikmyndar: Bjarni Ingvarsson. Leikarar: Drífa Arnþórsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Búningar og brúðugerð: Katrín Þorvaldsdóttir. Möguleikhúsið við Hlemm. 3. október Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

Bobby Brown laus úr grjótinu

SÖNGVARINN Bobby Brown, eiginmaður Whitney Houston, lauk á föstudag við afplánun fimm daga fangelsisdóms fyrir ölvunarakstur. Söngvaranum var sleppt úr fangelsi í Flórída á föstudagsmorgun. Hann mætti í afplánunina á hvítum Rolls- Royce-blæjubíl síðla á mánudag. Kviðdómur sakfelldi hann í janúar fyrir að aka tvisvar undir áhrifum. Meira
7. október 1998 | Menningarlíf | 604 orð

Brot af mörgum sögum

HVÍTKALKAÐIR veggirnir í gamla bindingsverksbakhúsinu við Studiestræde veita heillandi bakgrunn fyrir brotakennd verkin, sem unnin eru í ýmis efni. Ekki svo að skilja að verkin sýnist ekki heildstæð eða heil, heldur segist Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari sjálf líta á verkin sem brot. "Þetta eru sögubrot," segir hún. Meira
7. október 1998 | Leiklist | 413 orð

Bræðurnir Ljónshjarta

Leikgerð eftir Evu Sköld upp úr skáldsögu Astrid Lindgren. Íslensk þýðing: Þorleifur Hauksson. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Bárður Smárason, Erlingur Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hafsteinn Pétursson, Hjalti Rögnvaldsson, Magnús Ragnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson, Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 269 orð

Erfitt en skemmtilegt

Berglind í 3. sæti í Ungfrú Norðurlönd í FinnlandiErfitt en skemmtilegt BERGLIND Hreiðarsdóttir sem er 19 ára hreppti þriðja sætið í keppninni Ungfrú Norðurlönd sem fram fór í bænum Ikaalinen í Finnlandi um helgina. Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Fnykur af viðbrenndri mjólk

EKKI vildi betur til á sýningu Enrico Coveri í Mílanó en að ljósapera sem hitaði mjólkurbaðkar einnar fyrirsætunnar sprakk með þeim afleiðingum að fnykur af viðbrenndri mjólk og reykur fóru um salinn. Meira
7. október 1998 | Menningarlíf | 642 orð

Fyrst núna sátt við það sem ég er að gera

NÝLEGA er lokið upptökum á geisladiski þar sem Sólrún Bragadóttir sópransöngkona syngur íslenska ljóðatónlist. Hér er um að ræða fyrsta einsöngsdisk Sólrúnar, en áður hafa hljóðritanir með henni verið gefnar út á safndiskum sem Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur staðið að auk hljómplötu með Bergþóri Pálssyni og Jónasi Ingimundarsyni frá árinu 1986. Meira
7. október 1998 | Myndlist | 1547 orð

Í leikhúsi listamannsins

Opið alla daga frá 11­18. Aðgangur 300 kr. Til 25. okt. HUGMYNDIN að sýningunni, að sýna saman verk eftir listamenn sem eru annars vegar ekki orðnir þrítugir og hins vegar komnir yfir sextugt, kemur kannski á óvart í fyrstu. En í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um yfirlitssýningar um myndlist undanfarin ár er hún skiljanleg. Meira
7. október 1998 | Tónlist | 596 orð

Jafnvægislist

Klarinetta og píanó. Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja verk eftir Robert Schumann, Jóhannes Brahms, Francis Poulenc, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
7. október 1998 | Menningarlíf | 1875 orð

Maður hryns og nýjunga HUNDRAÐ ár eru liðin frá fæðingu Georges Gershwins.Ríkarður Örn Pálsson segir hér frá manninum, sem tókst

Jacob Gershvin, eins og hann var skírður upphaflega, var sonur fátækra rússneskra gyðinga er settust að á Lower East Side á Manhattan í lok fyrri aldar. Engir tónlistarhæfileikar voru í ættinni, en þegar móðir hans Rose lét kaupa píanógarm á heimilið (aðallega til að láta ekki í minni pokann fyrir systur sinni), lék hinn tólf ára George lag á amboðið þegar við komu þess. Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Maurar skriðu í fyrsta sæti

TEIKNIMYNDIN Antz eða Maurar frá Draumasmiðju Spielbergs, Geffens og Katzenbergs var aðsóknarmest vestanhafs um helgina. Hún halaði inn 1.210 milljónir sem er nýtt met fyrir októbermánuð. Áður var það "Stargate" sem átti metið með 1.195 milljónir frá árinu 1994. Fjölmargir stórleikarar koma að Antz og talar Sharon Stone inn á fyrir þokkamaurinn Bala prinsessu. Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 634 orð

Nýmálað

ÞAÐ STÁTA ekki margar rokkhljómsveitir af öðrum eins ferli og Kiss. Þrátt fyrir að hafa sjaldnast verið vinsælir hjá gagnrýnendum og beinlínis hataðir af menningarvitum um víða veröld hafa þeir félagar átt ótrúlegum vinsældum að fagna allt frá upphafi ferils síns. Það var árið 1973 sem meðlimir Kiss undirrituðu sinn fyrsta plötusamning eftir einungis eina tónleika. Meira
7. október 1998 | Tónlist | 526 orð

Orgelharmonikka

Tatu Kantomaa flutti umritanir á klassískum verkum og hefðbundin harmonikkulög. Laugardaginn 3. október. "HARMONIKKAN einasta yndið mitt er" var einu sinn sungið og er þetta vísubrot ekki fjarri lagi, því "fátt var svo til gamans gert" hér áður fyrr í dansi og öðrum mannfagnaði, að harmonikkan væri þar fjarri góðu gamni. Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 117 orð

Shakespeare geisli af kynþokka

BRESKI leikarinn Kenneth Branagh hefur sett á fót kvikmyndafyrirtæki sem mun einvörðungu framleiða kvikmyndir eftir leikritum Shakespeares. Fyrsta verkefnið verður söngleikur eftir leikritinu Ástarglettum og verður sögusviðið fjórði áratugurinn. Meira
7. október 1998 | Menningarlíf | 156 orð

Snæfellingakórinn heimsækir Snæfellsnes

SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík hefur starfað í 20 árum um þessar mundir. Til að minnast þeirra tímamót hélt kórinn vestur á Snæfellsnes laugardaginn 3. október sl. og hélt tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir voru í Ólafsvíkurkirkju. Þar sungu með kórnum kórar Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju. Meira
7. október 1998 | Bókmenntir | 536 orð

Verðlaunasaga

eftir Guðmund Ólafsson Vaka ­ Helgafell. 1998 - 174 bls. UNGLINGSÁRIN eru mörgum unglingi erfið. Í kjölfarið á líkamlegum breytingum og breytingum á félagslegri stöðu skapast óvissa um eigin stöðu, sjálfstraustið veiklast, ekki síst gagnvart hinu kyninu og stundum eru unglingar helteknir af óþarfa spéhræðslu. Meira
7. október 1998 | Fólk í fréttum | 506 orð

Vinnur að grafískri vísindaskáldsögu

Í VIÐTALI við Bjarna Hinriksson myndasöguhöfund í gær á bls. 60 féll úr hluti textans vegna mistaka. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og síðari hluti viðtalsins birtur hér óskertur: "Utan Evrópu eru Bandaríkjamenn með mikla hefð fyrir myndasögunni. Annars eru Japanir stærstu framleiðendur myndasagna í heiminum. Meira

Umræðan

7. október 1998 | Aðsent efni | 1106 orð

Af Keikó, köttum og öðrum kvikindum Endar það kannski með því að við l

ÉG HEF hugsað mikið um það undanfarið svona mitt í öllu þessu Keikó-fjölmiðlafári hvað mannkynið er óskaplega göfugt og gott og þá sérstaklega við dýr. Það er ekki nóg með það að á öðru hvoru heimili í veröldinni séu einhvers konar gæludýr. Hundar, kettir eða alls konar önnur kvikindi. Nei, við urðum að gera betur. Og nú er svo komið að við höfum náð takmarkinu. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 452 orð

Björgunarbátar SVFÍ tímaskekkja

FYRIR nokkru fékk ég sendan inn um bréfalúguna bækling frá SVFÍ, þar sem farið er fram á við mig að ég styrki svokallaðan Björgunarskipasjóð Slysavarnafélagsins. Um leið dynja yfir auglýsingar í fjölmiðlum, mikilsmetnir menn í þjóðfélaginu senda greinar í blöðin, borgarstjóranum er hent í sjóinn og að sjálfsögðu bjargað giftusamlega af vöskum björgunarmönnum SVFÍ. Meira
7. október 1998 | Bréf til blaðsins | 193 orð

Björgunarskipin haldreipi sjómanna

ÞESSA dagana stendur yfir söfnun til að styðja við rekstur björgunarskipa Slysavarnafélags Íslands. Rekstur þessara skipa hefur verið erfiður og þrátt fyrir þrotlausa sjálfboðavinnu björgunarsveitarmanna í landshlutunum og dyggan stuðning Slysavarnafélagsins hefur ekki fengist fjármagn til að viðhalda eðlilegum rekstri allra bátanna. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 934 orð

Erfðavísindi og persónugreinanleg gögn

Í ÁRATUGI hafa gögn í varðveislu heilbrigðisstofnana verið notuð til rannsókna. Í flestum tilfellum byggjast þau á samræmdu skráningarkerfi þar sem nálgast má takmarkaðar upplýsingar um sjúkdómsgreiningar og meðferð. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 1042 orð

Hugleiðingar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði

Undirritaður er einn af þeim mörgu í læknastétt sem hafa haft áhyggjur af hugmyndum um gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Þær áhyggjur eru ekki síst tilkomnar vegna starfs á rannsóknastofu sem rannsakar litningagerð barna og fullorðinna með ýmsa andlega og líkamlega ágalla og reynslu undirritaðs af vörslu viðkvæmra heilsufarsupplýsinga á því sviði. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 539 orð

Hvað geri ég fyrir mig?

ÁHERSLUR eru að breytast í heilbrigðismálum. Áður skipti mestu máli að lækna sjúkdóma en núna er hvers konar upplýsinga- og forvarnarstarf að verða mikilvægari þáttur í heilbrigði. Hlutverk félagasamtaka verður þýðingarmeira. Á Íslandi hefur t.d. SÁÁ lyft grettistaki varðandi áfengis- og fíkniefnasýki og sá árangur sem Krabbameinsfélag Íslands hefur náð á sínu sviði er ómetanlegur. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 949 orð

Landupplýsingar og landamerki

UM ALLAN heim er vaxandi þörf á upplýsingum um land, sem eru grundvöllur fyrir skipulagningu, þróun og stjórnun á gæðum landsins. Það er stöðugt kallað á betri landnýtingu og stjórnun á þróun mála, sem varða land og landnotkun. En hvernig verður skipulagt og stjórnað án þess að hafa nægjanlega þekkingu á og upplýsingar um þann grunn, sem allt byggist á, landið sjálft. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 824 orð

Neysla orkudrykkja er heldur ekki æskileg fyrir fullorðna

MIKIL umræða hefur spunnist um "ágæti" hinna svokölluðu orkudrykkja en hún hefur einkum beinst að börnum og unglingum sbr. grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu sem bar heitið "Orkudrykkir eru ekki æskilegir fyrir börn og unglinga". Í grein þessari var tíundað hvað það er í þessum orkudrykkjum sem er óæskilegt og hvers vegna. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Samvinna vinstri manna er hagfræðileg nauðsyn

SAMVINNA er ekki tilfinningasemi, hún er hagfræðileg nauðsyn, sagði góður maður. Sem flokksbundinn Alþýðubandalagsmaður get ég ekki lengur orða bundist yfir þeim uppákomum og svo klofningi sem átt hefur sér stað innan flokksins. Meira
7. október 1998 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Samvinnuferðir-Landsýn miðað við Heimsferðir

VEGNA bréfs sem barst til blaðsins vegna kvörtunar viðskiptavina Heimsferðar þar sem þeir fengu allir matareitrun og lélega þjónustu og engar skaðabætur ákvað ég að segja mína reynslu frá því í sumar vegna ferðar minnar í sumar sem var vikuferð til Ibiza á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Ég var í 200 manna hópi sem lenti með breiðþotu Atlanta á Mallorka, þaðan var flogið til eyjarinnar Ibiza. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 1067 orð

Stíflugerðarmenn og stóriðjublinda

HÖFUM við komið okkur upp ókind sem við ráðum ekki lengur við? Þetta hvarflaði að mér þegar ég las athugasemdir fyrrverandi orkumálastjóra við grein um orkumál á Íslandi. Þar segir hann orðrétt: "Alþingi getur að sjálfsögðu afturkallað virkjunarleyfið fyrir Fljótsdalsvirkjun en kynni það ekki að baka ríkissjóði skaðabótaskyldu gagnvart Landsvirkjun er næmi a.m.k. Meira
7. október 1998 | Bréf til blaðsins | 453 orð

Til umhverfisráðherra

UM TVEGGJA ára skeið hefur erindi er varðar hávaða og loftmengun við neðanverða Miklubraut verið innan veggja umhverfisráðuneytisins til afgreiðslu, það er ekki sæmandi fyrir háttvirtan umhverfisráðherra og ráðuneyti hans að horfa framhjá þessu mikla vandamáli sem íbúar við neðanverða Miklubraut verða að þola vegna skipulagsóreiðu hjá embættum undir stjórn og skipan borgarstjórans í Reykjavík. Meira
7. október 1998 | Bréf til blaðsins | 252 orð

Um athugasemd Einars S. Einarssonar

EINAR S. Einarsson biður kaupmenn afsökunar og er það vonum seinna. Hann lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af takmörkuðu eftirliti og framkvæmd eftirlits með kaupmönnum. Ætlar nú maðurinn að stofna verðlagseftirlitsstofnun? Hefur hann aldrei heyrt talað um lögmál samkeppninnar? Hann lýsir yfir fullu trausti á kaupmannastétt en dregur svo í land og fer að tala um betri verslanir. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 952 orð

Vinnan og fjármagnið

UM allan heim er ólmast við að einkavæða alla hluti. Þróunin er að stigmagnast og nú er svo komið hér á landi að undir yfirskyni einkavæðingar er verið að selja allt, stofnanir, fyrirtæki og jafnvel eigin gen okkar og ættarsögu. Meira
7. október 1998 | Aðsent efni | 740 orð

Það var þetta með dönskukennsluna

SIGRÚN Davíðsdóttir skrifaði skemmtilega grein um dönskukennslu á Íslandi í sunnudagsblað Morgunblaðsins 30. ágúst sl. Grein Sigrúnar vekur til umhugsunar en það kemur víst fæstum á óvart margt af því sem Sigrún nefnir, eins og til dæmis ummæli íslenska táningsins sem lært hafði "dönsku" í fimm ár og sagði þegar hann kom til Danmerkur: "Ég skil ekki orð. Meira

Minningargreinar

7. október 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Anna Björg Þorvaldsdóttir

Það gat oft verið kátt á hjalla í "kaffipásunni" á kirkjuloftinu í Stærra-Árskógi þegar Anna Alla hló sínum dillandi hlátri og hreif aðra með sér. Hún söng í kirkjukórnum í 35 ár og var sárt saknað þegar hún tók að missa röddina og ákvað að hætta. Anna var mjög músíkölsk og fljót að læra. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 78 orð

ANNA BJöRG ÞORVALDSDÓTTIR

ANNA BJöRG ÞORVALDSDÓTTIR Anna Björg Þorvaldsdóttir var fædd á Víkurbakka á Árskógsströnd hinn 3. september 1934. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 10. maí síðastliðinn, 63 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Þorvalds Árnasonar og Sigríðar Þóru Björnsdóttur á Víkurbakka á Árskógsströnd. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 680 orð

Guðný Sigríður Gísladóttir

Nú legg ég aftur augun mín, en öndin, hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng Að rísa upp í heimi hér með hverri sólu kenn þú mér, svo fái' eg ljósið þitt, er lífgar Jesús duftið mitt (Þýð. M. Joch.) Nú hefur gangverk lífsklukkku merks kaupmanns slegið sinn síðasta slátt. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 261 orð

GUÐNÝ SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

GUÐNÝ SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Guðný Sigríður Gísladóttir fæddist 7. október 1907 á Litla- Ármóti, Hraungerðishreppi, Flóa, Árnessýslu. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 21. maí 1998. Guðný Sigríður var dóttir hjónanna Gísla Þórðarsonar, f. 21.5. 1865, d. 2.5. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 416 orð

Hólmfríður Stefánsdóttir

Fríða, föðursystir mín, ólst upp í Kambfelli í Djúpadal í hópi átta systkina og sinnti störfum heimilsins eins og þá tíðkaðist. Sumrin 1925 og 1926 var ég, þá níu og tíu ára, í sveit í Stóradal í Djúpadal. Frænka mín var þar kaupakona og þar kynntist ég hennar hlýja viðmóti og högu hönd er hún sá um fatnað minn og fleira mér viðkomandi. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 63 orð

HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Hólmfríður Stefánsdóttir fæddist á Kambfelli í Djúpadal í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðarsveit, hinn 18. september 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 21. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Höfðakapellu á Akureyri 1. október. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 238 orð

Jón Thor Haraldsson

Jón Thor Haraldsson kom til starfa í Flensborgarskólanum haustið 1972 og kenndi þar óslitið í tvo áratugi ef frá er talið eitt ár sem hann var við framhaldsnám í Ósló. Jón Thor var farsæll og virtur kennari sem ávallt vann starf sitt af alúð og gerði miklar kröfur til sín og annarra. Haustið 1992 lét hann af störfum vegna þeirra veikinda sem nú hafa haft sigur eftir langa baráttu. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 25 orð

Jón Thor Haraldsson

Jón Thor Haraldsson Þú ert á myndunum mínum Ljúf minning kær Ég þekkti þig stutt kempa Þú bættir mitt tafl Þökk sé þér vinur Emil Thóroddsen. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN THOR HARALDSSON

JÓN THOR HARALDSSON Jón Thor Haraldsson fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 13. apríl 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn. Útför Jóns fór fram í kyrrþey. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 165 orð

Sigrún Pálsdóttir

Amma mín, Sigrún, er dáin. Á stundu sem þessari eru margar minningar sem sækja að. Ég minnist þess sérstaklega þegar við systkinin vorum í heimsókn hjá afa og ömmu í Fýlsó. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur krökkunum og fengum við Malt, Sinalco, Spur eða Appelsín, sem okkur þótti meiriháttar. Amma var alltaf á fleygiferð, enda hörkudugleg kona. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 529 orð

Sigrún Pálsdóttir

Í dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín Sigrún Pálsdóttir. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að ég hitti þessa mætu konu fyrst og á stundu sem nú leita ótal minningar á hugann. Ég gerði mér nokkuð fljótt grein fyrir því að Sigrún væri afskaplega sérstök kona. Við höfum oft sagt í gamni að vandfundið væri annað eintak af Sigrúnu Páls. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 381 orð

Sigrún Pálsdóttir

Á næstsíðasta ári fyrri heimsstyrjaldarinnar fæddist hjónunum í Sauðanesi í Húnaþingi þriðja barnið, stúlka sem skírð var Sigrún Stefanía. Barnahópurinn átti eftir að stækka eftir því sem árin liðu. Börnin urðu tólf og rekur sá lestina, er þetta ritar. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 188 orð

Sigrún Pálsdóttir

Okkar langar í nokkrum orðum að minnast ástkærrar ömmu okkar sem er jarðsungin í dag. Í huga okkar var amma Sigrún tengd miklum innri styrk, ákveðinni framkomu en jafnframt alúð og kærleika. Við vorum ávallt aufúsugestir í Fýlshólum, þaðan sem farið var í leiðangra út í garð eða niður í Elliðaárdalinn. Meira
7. október 1998 | Minningargreinar | 317 orð

SIGRÚN PÁLSDÓTTIR

SIGRÚN PÁLSDÓTTIR Sigrún (Stefanía) Pálsdóttir fæddist í Sauðanesi á Ásum í Húnaþingi 12. febrúar 1917. Hún lést í Reykjavík 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja Þórðardóttir, f. 1888, d. 1942, og Páll Jónsson, f. 1875, d. 1932, bóndi í Sauðanesi. Systkini Sigrúnar eru: Jón póstfulltrúi, f. 1914, d. Meira

Viðskipti

7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 66 orð

AT&T kaupir Vanguard

AT&T Corp. hefur keypt Vanguard Cellular Systems Inc. til að auka umsvif á sviði þráðlauss síma á austurströnd Bandaríkjanna. Fyrir Vanguard greiðir AT&T 900 milljónir dollara í reiðufé og hlutabréfum og tekur við 600 milljóna dollara skuld. Vanguard veitir þjónustu undir vörumerkinu Cellular One. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Boeing greiðir 10 milljóna dollara sekt

BOEING Co. hefur samþykkt að greiða 10 milljónir dollara í sekt vegna ásakana um að hafa veitt rússneskum og úkraínskum samstarfsaðilum hernaðarlegar og tæknilegar upplýsingar við gervihnattasmíði, að sögn embættismanna. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 243 orð

ÐOpin kerfi með 4 milljóna hlutafjárútboð STJÓRN Opinna ke

STJÓRN Opinna kerfa hf. hefur ákveðið að nýta sér til fulls heimild til stjórnar félagsins, sem samþykkt var á aðalfundi Opinna kerfa hf. 11. mars sl., um að auka hlutafé um allt að 4 mkr. að nafnverði. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 256 orð

GM myndar hnattræna skipulagsheild

GENERAL Motors Corp. bílafyrirtækið mun sameina Norður-Ameríku-starfsemina og alþjóðleg umsvif í eina hnattræna skipulagsheild til að gera mesta bílaframleiðanda heims fljótvirkari og skilvirkari í atvinnugrein, þar sem samkeppni fer harðnandi. Fyrirtækið segir að forstöðumaður hnattrænu deildarinnar verði Richard Wagoner jr., sem var einnig skipaður foreti stjórnar og aðalrekstrarstjóri. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

KPMG í London ráðgjafi um gengi á hlutabréfum

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur valið breska endurskoðunarfyrirtækið KPMG í London til að verða bankaráði bankans til ráðgjafar um gengi á hlutabréfum í almennu útboði sem fram fer síðar á árinu. Innan KPMG mun sérstök deild, Corporate Finance, annast verkið. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Búnaðarbankanum er undirbúningsvinna hafin og áætlað að fyrirtækið ljúki verkinu á 4-5 vikum. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Lægsta ávöxtunarkrafa sveitarfélags

KAUPÞING hf.-fjárfestingarbanki og Mosfellsbær hafa gengið frá samkomulagi um að Kaupþing muni annast skuldabréfaútboð að fjárhæð 200 milljónir króna fyrir bæjarfélagið. Kaupþing sölutryggir útboðið og er ávöxtunarkrafan 4,88% eða hin lægsta sem íslensku sveitarfélagi hefur boðist að því er fram kemur í frétt frá Kaupþingi. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Merrill bjargar baktryggingarsjóðum

MERRILL Lynch & Co. Inc. kveðst hafa lánað baktryggingarsjóðum, þar á meðal hinum bágstadda Long- Term Capital Management, um 2,1 milljarð dollara og segir að tryggingar hafi verið lagðar fyrir lánunum að einu undanteknu, að upphæð 84 milljónir dollara. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sveitarfélaga

JÓN G. Kristjánsson, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðs Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Jón tók til starfa um mánaðamótin en sjóðurinn hefur til bráðabirgða aðsetur í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Háaleitisbraut. "Ég hef haft áhuga á og unnið að lífeyrissjóðsmálum í allmörg ár. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Smart-bíll kominn á götuna

TVEGGJA sæta Smart-bíll Daimler-Benz AG og svissneska úrsmiðsins SMH Group, sem er kallaður "innkaupapoki á hjólum" í háði, er kominn á götuna eftir hálfs árs töf. Þrátt fyrir nokkrar veltur í hraðaprófunum í fyrra, sem leiddu til breytinga á öryggisatriðum, og framleiðslutafa hafa 25.000 bílar þegar verið pantaðir. Daimler gerir ráð fyrir að selja að minnsta kosti 120. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Umskipti á evrópskum mörkuðum

UMSKIPTI urðu á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær af því að hlutabréf stigu í verð eftir lækkanir að undanförnu vegna þess að fjárfestar binda vonir við vaxtalækkun. Ýmsir draga í efa að hækkunin sé til frambúðar, en hún var almenn, náði til flestra helztu kauphalla Evrópu og komst í yfir 5%. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 487 orð

Uppsetning ársreikninga ekki í samræmi við ströngustu kröfur

FRÁGANGUR fréttatilkynninga um afkomu félaga sem hafa fengið hlutabréf sín skráð á Verðbréfaþingi Íslands er ekki í samræmi við kröfur þingsins og uppsetning ársreikninga er ekki í samræmi við ströngustu kröfur laga og reglugerða. Kom þetta í ljós við athugun Verðbréfaþings Íslands á upplýsingagjöf 45 félaga vegna síðasta reikningsárs. Meira
7. október 1998 | Viðskiptafréttir | 400 orð

Verslun milli ríkjanna rædd frá mörgum hliðum

AMERÍSK-íslenska verslunarráðið á Íslandi og Íslensk-ameríska verslunarráðið í Bandaríkjunum efna til ráðstefnu í Washington næstkomandi föstudag um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna og viðskiptatengsl Evrópu og Norður-Ameríku. Um fjörutíu stjórnendur íslenskra fyrirtækja fara vestur um hafa til þess að taka þátt í ráðstefnunni ásamt utanríkisráðherra og fjármálaráðherra. Meira

Fastir þættir

7. október 1998 | Í dag | 40 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, miðvikudaginn 7. október, Skúli Gunnar Böðvarsson, Hæðarbyggð 19, Garðabæ. Eiginkona hans er Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri. Þau, ásamt fjölskyldunni, taka á móti gestum á heimili sínu, Hæðarbyggð 19, frá kl. 17 í dag. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | 365 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, veitingar. Meira
7. október 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 30. maí sl. í Borgarneskirkju af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni Svanhildur Björk Svansdóttir og Sigurður Arilíusson. Heimili þeirra er í Sæunnargötu 8, Borgarnesi. Meira
7. október 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. janúar sl. í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Magnea Helga Sigurjónsdóttir og Júlíus Steinar Birgisson. Heimili þeirra er í Tulsa, Bandaríkjunum. Meira
7. október 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. desember '97 af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Hafdís H. Friðriksdóttir og Kristinn Guðmundsson. Heimili þeirra er að Brekkustíg 20, Sandgerði. Meira
7. október 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. apríl sl. í Grindavíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Anna Magnúsdóttir og Bjarki Sigmarsson. Heimili þeirra er að Túngötu 3, Grindavík. Meira
7. október 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júní í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir og Björn Sigurbjörnsson. Heimili þeirra er í Tulsa, Bandaríkjum. Meira
7. október 1998 | Í dag | 352 orð

ÍBÚAR suðvesturhornsins hafa svo sannarlega fengið að njóta veðurbl

ÍBÚAR suðvesturhornsins hafa svo sannarlega fengið að njóta veðurblíðunnar í septembermánuði og fyrstu daga októbermánaðar. Það var ekki fyrr en á sunnudag, 4. október, sem Víkverja fannst vera komið raunverulegt haust í loftið, hvassviðri og sölnað lauf farið að fjúka um allt. Það er ekki á hverju hausti sem svo miklar stillur eru, að helst minnir á útlönd. Meira
7. október 1998 | Dagbók | 685 orð

Í dag er miðvikudagur 7. október 280. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Á

Í dag er miðvikudagur 7. október 280. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Á þeim degi skulu leifarnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, hinn heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | 233 orð

Íslendingar í góðum meirihluta

SKÓLAHALD á Hólum er nú komið í fullan gang og ber nú svo við að íslendingar eru í miklum meirihluta nemenda að þessu sinni en undanfarin ár hefur um helmingur komið erlendis frá. Víkingur Gunnarsson yfirkennari sagði að ástæður þessa mætti rekja til hitasóttarinnar í fyrravetur. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | 545 orð

Kjúklingar

Upp úr 1960 risu fyrstu raunverulegu kjúklingabúin hérlendis og hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt síðan og Íslendingar borða orðið geysimikið af kjúklingum. Um daginn las ég grein í blaði um lífræna kjúklingaræktun sem farið er að stunda hér á landi, það verður gaman að fylgjast með henni. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | 804 orð

Liggur eitthvað á? "Ef hagsmunir leikhúslistafólks væru hafðir að leiðarljósi ætti Þjóðleikhúsið skilyrðislaust að njóta

Sitthvað bendir til þess að nú sé reynt að blása lífi að nýju í stjórnarfrumvarp til nýrra leiklistarlaga sem dagaði uppi á síðasta þingi vegna þess hversu hörð mótmæli urðu innan leikhúsgeirans um ákveðna þætti þess. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | 442 orð

Stórvandamál sem þarf að finna lausn á

EIGNARHALDSÁKVÆÐIÐ fræga í reglum gæðingakeppninnar bar nokkrum sinnum á góma í úrtökukeppnum fyrir landsmótið í vor. Eitt þessara mála virðist ætla að draga einhvern dilk á eftir sér en þar er um að ræða skráningu á stóðhestinum Glúmi frá Reykjavík í úrtökukeppni hjá hestamannafélaginu Hornfirðingi í vor. Meira
7. október 1998 | Í dag | 110 orð

STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á ólympíuskákmótinu í Elista í sögulegri viðureign Hollendinga og Bandaríkjamanna. Jeroen Piket (2.605), Hollandi, var með hvítt, en Nick deFirmian (2.605), Bandaríkjunum, hafði svart og átti leik. 35. ­ Re5!! 36. fxe5 ­ dxe5 37. Meira
7. október 1998 | Í dag | 200 orð

"Takk fyrir útspilið, makker," sagði austur brosandi

"Takk fyrir útspilið, makker," sagði austur brosandi og vestur svaraði í sömu mynt, eins og til var ætlast: "Þakka þér sömuleiðis fyrir snjalla vörn, makker minn." Suður leit þreytulega til lofts, en gat svo sem ekkert sagt. Því óneitanlega höfðu AV staðið sig vel. Suður gefur; enginn á hættu. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Varð að sanna að ég ætti erindi í framhaldsdeildina

MORGUNBLAÐSSKEIFAN hefur í áranna rás verið eftirsóttur gripur í röðum nemenda bændaskólanna sem leggja stund á hestamennsku. Með tilkomu framhaldsdeildarinnar á Hólum, þar sem nemendur þreyta annan áfanga sem gefur þjálfara- og reiðkennararéttindi innan Félags tamningamanna, hefur Morgunblaðið gefið verðlaunagrip fyrir bestan árangur á þessum vettvangi. Meira
7. október 1998 | Í dag | 567 orð

Ættingja leitað

VELVAKANDA barst bréf frá Brynjari sem býr í Noregi og biður hann um aðstoð við leit að íslenskum ættingjum sínum. Einu upplýsingarnar sem hann hefur er að forfaðir hans, Brynjar, og kona hans, "Olaug Olavsdatter", hafi flutt til Noregs í kringum 1799. Þeir sem kannast við þetta og hefðu einhverjar upplýsingar eru beðnir að hafa samband við: Brynjar W. Johansen, Plogv. Meira
7. október 1998 | Fastir þættir | 640 orð

Öðruvísi haustlaukar ­LAUKARNr. 398

TITILLINN á þessari grein virðist dálítið skrítinn, en hann er samt réttur. Laukar er ein tegund haustlauka, rétt eins og túlipanar, páskaliljur eða krókusar. Orðið lauk tengja flestir við matjurt, gula, venjulega laukinn, sem við borðum svo mikið af og mörgum finnst ómissandi við matseld, að ég tali nú ekki um með pylsum. "Viltu hráan eða steiktan" er algeng spurning. Meira

Íþróttir

7. október 1998 | Íþróttir | 28 orð

Bjarni með þrjú mörk

Bjarni með þrjú mörk BJARNI Guðjónsson var heldur betur á skotskónum með varaliði Newcastle í bikarkeppni varaliða í fyrrakvöld. Bjarni gerði þrjú mörk í 8:1 sigri liðsins á Lemington. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 198 orð

Eiður Smári í landsliðið á ný

Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum sem Atli Eðvaldsson valdi fyrir leik ungmennaliðsins, U21, í Armeníu á laugardag. Eiður Smári bætist við 16 manna hópinn sem var valinn fyrir leikinn við Frakka á Akranesi 5. september sl. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 52 orð

Ferill Brians Laudrup

Fæddur: 22. febrúar 1969 í Vínarborg í Austurríki. Ferill: Bröndby68 leikir - 18 mörk. Bayer Uerdingen34 leikir - 6 mörk. Bayern M¨unchen44 leikir - 11 mörk. Fiorentina31 leikur - 5 mörk. AC Milan 9 leikir - 1 mark. G. Rangers131 leikur - 44 mörk. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 221 orð

Forsala á leikinn við Rússa

FORSALA á leik Íslands og Rússlands í Evrópukeppni landsliða, sem verður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. október, stendur yfir á bensínstöðvum Esso til kvölds 13. október. Bestu sætin kosta 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. á leikdag en önnur sæti kosta 1.200 kr. í forsölu en 1.500 kr. á leikdag. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 295 orð

Gunnar Andrésson byrjar vel í Sviss

GUNNAR Andrésson skoraði sjö mörk og var markahæstur leikmanna ZMC Amicitia Z¨urich er liðið vann TV Zofingen, 21:20, á útivelli í 4. umferð svissneksa handknattleiksins um helgina. Var þetta fyrsti leikur Gunnars með liðinu í deildinni eftir að hann gekk til liðs við það í sumar frá Aftureldingu. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 137 orð

Helga Eygló í sjötta sæti

Á heimsmeistaramóti í skylmingum, sem nú stendur yfir í La Caux- de-Fonds í Sviss, var sl. mánudag í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti keppt í skylmingum kvenna með höggsverði (saber), sem sýningargrein. Helga Eygló Magnúsdóttir, fulltrúi Íslands, stóð sig vel í keppninni og hreppti sjötta sætið. Eftir riðlakeppni var Helga Eygló í þriðja sæti í uppröðun fyrir 16 manna útsláttarkeppni. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 285 orð

Kemur í ljós hvort ég spila

"ÞETTA voru sömu nárameiðslin og voru að hrjá mig í síðasta leik og ég geri mér ekki grein fyrir hversu alvarleg þau eru," sagði Pétur Marteinsson, leikmaður með Hammarby í Svíþjóð, en hann lék aðeins fyrstu 35 mínútunar gegn Gautaborg á mánudagskvöld. "Ég kem heim á morgun [í dag] og fæ þá íslenska sérfræðinga til þess að skoða mig og leggja dóm sinn á þessi meiðsli. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 176 orð

Landsliðið í ævintýraferð til Tyrklands

Kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í sterku sex þjóða móti í Tyrklandi 14. til 18. október. Tyrkir halda mótið í tilefni 75 ára lýðveldi Tyrklands og fer mótið fram í borginni Diyarbakir við Tígrisfljótið, en borgin er á svæðum Kúrda við Sýrland. Þetta er sannkölluð ævintýraferð fyrir stúlkurnar í landsliðinu. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 65 orð

Landsliðshópurinn

Markverðir: Birkir Kristinsson, Norrköping53 Árni Gautur Arason, Rosenborg1 Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson, Lilleström68 Sigurður Jónsson, Dundee Utd.57 Arnar B. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 55 orð

Ólafur og félagar áfram

ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans hjá Magdeburg eru komnir í aðra umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Þeir lögðu Steaua frá Búkarest að velli í tveimur leikjum ­ fyrst 26:16 í Magdeburg og síðan 30:21 í Dessau í Þýskalandi á mánudagskvöldið. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum, eins og hann skoraði í fyrri leiknum. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 276 orð

Rússar eru í vandræðum

Meiðsli lykilmanna rússneska landsliðsins hafa sett Anatoly Byshovets, þjálfara, í erfiða stöðu því hann er nú aðeins með tvo sóknarmenn í landsliðshópnum sem leikur við Frakka í undankeppni EM um helgina í Moskvu. Rússar töpuðu fyrsta leiknum í riðlinum á móti Úkraínu, 3:2, og því er mikið atriði fyrir þá að ná hagstæðum úrslitum á heimavelli gegn Frökkum ætli þeir sér stóra hluti í keppninni. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 1419 orð

Skyrtan gerði útslagið

Hann er aðeins þrítugur að aldri en hefur samt sem áður náð að leika með nokkrum af stærstu knattspyrnuliðum Evrópu. Faðir hans þótti frábær afreksmaður á sinni tíð og eldri bróðir hans er einnig goðsögn í lifanda lífi. Hann er danskur, heitir Brian Laudrup og gekk til liðs við Lundúnaliðið Chelsea nú í sumar. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 28 orð

Sýn sýnir frá Armeníu

Sýn sýnir frá Armeníu SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn ætlar að sýna beint frá landsleik Íslands í Armeníu á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 18 að staðartíma eða kl. 13 að íslenskum tíma. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 79 orð

Tómas Ingi og Baldur til AGF

DANSKA blaðið Jyllands-Postensegir frá því að tveir íslenskir leikmenn séu að koma til æfinga hjá úrvalsdeildarliðinu AGF, sem Ólafur H. Kristjánsson leikur með. Það eru Tómas Ingi Tómasson, miðherji Þróttar Reykjavík og Baldur Bragason, miðvallarspilari Leifturs. Blaðið segir að þjálfarinn, Peter Rudbæk, hafi hug á að stækka leikmannahóp sinn. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 88 orð

Var búinn að flauta

GUÐJÓN L. Sigurðsson handknattleiksdómari hafði samband við Morgunblaðið vegna ummæla í blaðinu í gær um sig og Ólaf Haraldsson þess efnis að þeir hefðu gert afdrifarík mistök, þegar þeir ráku Guðjón Árnason af velli í leik Fram og FH. "Í blaðinu segir að boltinn hafi ekki verið kominn í leik en sekúndu eða tveimur áður en Guðjóni var vikið af velli í tvær mínútur flautaði Ólafur miðju. Meira
7. október 1998 | Íþróttir | 997 orð

Væri að ljúga ef ég segðist ánægður með jafntefli

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær 18 manna landsliðshóp sinn fyrir viðureignina við Armeníu í Evrópukeppninni ytra á laugardag og heimaleikinn við Rússland á miðvikudag, en hann gerði þrjár breytingar á hópnum frá jafnteflisleiknum við Frakka í byrjun september. Hann stefnir á sigur en segist hugsanlega verða að sætta sig við jafntefli. Meira

Úr verinu

7. október 1998 | Úr verinu | 179 orð

Appelsínu- og sítrónusteiktur lax með dillsmjöri

NÚ leggur Smári Valtýr Snæbjörnsson lesendum Versins til uppskrift að laxi, sem er líklega frekar nýstárleg fyrir marga. Hér notar Smári safa úr appelsínu og sítrónu ásamt fleiru í marineringu til að gefa laxinum sérstakt bragð, en uppskriftin er fyrir fjóra. Smári er matreiðslumaður á Skólabrú og formaður í Félaginu Freistingu, sem hefur komið sér upp heimasíðu á netinu. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 161 orð

Bjartsýni í Moskvu

RÚSSNESKU matvælasýningunni, World Food 98, er nýlega lokið í Moskvu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Íslenskar sjávarafurðir tóku þátt í sýningunni. World Food 98 er alhliða matvælasýning sem miðast fyrst og fremst við kaupendur í Rússlandi og Sovétríkjunum fyrrverandi. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 156 orð

Breytingar hjá Vinnslustöðinni

Í NÝJASTA fréttabréfi Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, Vinnslunni, eru kynntar skipulagsbreytingar sem ráðist var í á vormánuðum. Breytingar miða að því að gera rekstur bolfiskdeildarinnar markvissari en áður og auka arðsemi deildarinnar frá fyrri tíð. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 97 orð

FISKVINNSLUNEMAR FRÁ FÆREYJUM Á ÍSLANDI

TÍU nemendur frá Fiskvinnsluskólanum í Færeyjum voru í fjögurra daga námsferð hér á landi í síðustu viku. Hópurinn heimsótti nokkur fyrirtæki í sjávarútvegi og kynnti sér starfsemi þeirra en Gísli Erlendsson, stjórnandi Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, hafði veg og vanda af dagskrá heimsóknarinnar. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 218 orð

Fjölmenni hjá Jökli hf.

DAGUR útgerðarinnar var haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn síðastliðinn sunndag. Fjölmenni þekktist boð Jökuls hf. á Raufarhöfn og gekk um borð í skip félagsins til þess að kynna sér aðstæður og hlýða á fyrirlestra um sjávarútvegsmál. Að sögn forráðamanna Jökuls sótti á annað hundrað manns dagskrána, ungir sem aldnir, og margir nærsveitungar Raufarhafnarbúa. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 706 orð

Heimsframleiðslan í fiski óbreytt síðastliðin tvö ár

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, var fiskframleiðslan á síðasta ári, 1997, 122 milljónir tonna eða nær óbreytt frá metárinu 1996. Mikil aukning var í Kína, mesta fiskframleiðsluríki í heimi, en á móti kemur minni veiði við Suður-Ameríku vegna heita straumsins, El Ni~no. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 321 orð

Japanskt skip fékk 31 túnfisk á einum degi

TÚNFISKVEIÐI hefur heldur betur glæðst hjá japönsku túnfiskveiðiskipunum sem nú stunda veiðar innan íslensku lögsögunnar. Eitt skipanna fékk í síðustu viku 31 túnfisk á einum degi en það er mesta dagsveiði frá því að tilraunaveiðar Japananna hófust innan lögsögunnar á síðasta ári. Flest japönsku túnfiskveiðiskipin eru nú að veiðum um 130 sjómílur suður af Stokksnesi. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 439 orð

Loðnuleit hætt í bili

SKIPIN sem verið hafa við loðnuleit norður og norðvestur af landinu síðustu daga hafa nú hætt leitinni í bili. Lítið hefur sést til loðnunnar en skipstjórnarmenn eru bjartsýnir á að hún gangi í veiðanlegt ástand þegar líður fram á haustið. Þeir segja að loðnudreif hafi sést víða, þó aldrei hafi verið kastað. Þá hafi togarar orðið talsvert varir við loðnu í afla sínum. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 210 orð

Mest saltað af þorskinum

NÆRRI annar hver þorskur af Íslandsmiðum á síðasta ári fór í salt, enda betri afkoma í söltun þá en frystingu. Alls fóru um 98.000 tonn af þeim gula í saltið og þaðan á markaði víða um heim, mest í Portúgal og á Spáni. Þá er söltunin einnig frek til ufsans með rúmlega helming, enda sú verkun sem hvað bezt kemur út í ufsavinnslu. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 769 orð

Mikill samdráttur í sölu sjávarafurða til Japans

MIKLAR sviptingar hafa verið í efnahagsmálum Austur-Asíu síðustu mánuði. Sumir sérfræðingar halda því fram að nú þegar sé hafið verðhjöðnunartímabil í Japan. Þá leiðir minnkandi eftirspurn til verðlækkunar, framleiðsla dregst saman, laun lækka og atvinnuleysi eykst. Í kjölfarið minnkar eftirspurn frekar. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 467 orð

Mikilvægt að vinnsla loðnu fyrir Japan gangi vel í vetur

MIKILVÆGT er að framleiðsla svokallaðrar Japansloðnu gangi vel á komandi vetrarvertíð. Markaðsstaða fyrir loðnu frá Íslandi er þokkaleg í Japan þrátt fyrir að framleiðsla á síðustu vertíð hafi gengið fremur illa. Þetta kom fram í máli Jóns Magnúsar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra söluskrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Tókýó, á markaðsráðstefnu SH í síðustu viku. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 218 orð

Minni kvóti í Eystrasalti

FISKVEIÐINEFND Eystrasaltsins hefur ákveðið að minnka heildarkvóta á þorski, síld og brislingi fyrir næsta ár. Kvóti á síld og brislingi hefur verið óbreyttur undanfarin ár, en þorskkvóti verið að aukast þar til á þessu ári. Það var Alþjóða hafrannsóknaráðið, sem hafði lagt til niðurskurð á kvóta síldar og brislings í ljósi varúðarreglunnar svokölluðu. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 111 orð

Mun minni afli í Chile

HEILDARAFLI í Chile fyrstu sjö mánuði þessa árs nam samtals 2.572 þúsund tonnum sem er 45% minni afli en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útvegstölum þar í landi. Makrílafli, sem verið hefur mikilvægasta hráefni Chilemanna í fiskimjöl, reyndist vera 1.277 þúsund tonn fyrstu sjö mánuðina sem þýðir 42,6% samdrátt miðað við sama tíma í fyrra. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 87 orð

Rauðanúpi breytt í Póllandi

TOGARINN Rauðinúpur ÞH-160, sem gerður er út af Jökli hf. á Raufarhöfn, fer í slipp í Gdansk í Póllandi í upphafi næsta árs. Að sögn Haralds Jónssonar, útgerðarstjóra Jökuls, er ráðgert að setja þriðju togvinduna og búnað sem henni fylgir í togarann, auk þess sem perustefni mun prýða Rauðanúp að loknum breytingum. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 118 orð

SH selur mest um Tokýó

NOKKRAR breytingar hafa orðið á útflutningi SH á nýliðnu kvótaári, sé miðað við skiptingu milli markaðssvæða. Það skýrist að nokkru leyti af sveiflum í veiði og á gengi gjaldmiðla auk verðbreytinga. Helztu breytingar eru þær að sala til Bandaríkjanna minnkar og samdráttar gætir í sölu til Asíu. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 483 orð

Sölumiðstöðin jók útflutning um 9% á síðasta fiskveiðiári

AUKIN sala og hækkað verð á þorski, sterkur markaður fyrir karfa og mikil sala á loðnu ráða mestu um aukna sölu SH síðustu tólf mánuðina. Samkvæmt tölum sem ná yfir kvótaárið frá september 1997 til loka ágúst 1998, var sala fyrirtækisins á tímabilinu rúmlega 140.000 tonn að andvirði 29,4 milljarða króna. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 630 orð

Unnið að samræmingu aðferða við fiskmatið

"ÉG HELD að allir séu sammála um það að þörf sé á því að ferskleikamæla fisk og framtíðarsýnin er í raun sú að hægt verði að nota svonefnt skynmat sem hraðvirka og þægilega aðferð til að meta fisk, Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 1401 orð

Vonast til að salan glæðist aftur í haust

Efnahagskreppan í Rússlandi hefur mikil áhrif á sölu sjávarafurða frá Íslandi Vonast til að salan glæðist aftur í haust Seljendur íslenskra sjávarafurða í Rússlandi hafa haldið að sér höndum í þeirri óvissu sem ríkt hefur í efnahagslífi landsins síðustu mánuði. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 207 orð

Þokkaleg staða í Japan

MIKILVÆGT er að framleiðsla svokallaðrar Japansloðnu gangi vel á komandi vetrarvertíð. Markaðsstaða fyrir loðnu frá Íslandi er þokkaleg í Japan þrátt fyrir að framleiðsla á síðustu vertíð hafi gengið fremur illa. Sveiflur í framboði og verði hafa einkennt loðnuhrognamarkaðinn. Spurn eftir loðnuhrognum hefur minnkað og ársþörfin í Japan er nú talin vera um 3.000 til 3. Meira
7. október 1998 | Úr verinu | 249 orð

Þrír nýir starfsmenn SH

HARPA Þorláksdóttir hóf störf í markaðsdeild á síðasta ári og er hún markaðsstjóri í ufsa, nílarkarfa, steinbít og nokkrum öðrum tegundum. Harpa er fædd í Reykjavík1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands1993 og útskrifaðist með B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 1997. Meira

Barnablað

7. október 1998 | Barnablað | 359 orð

Pennavinir

Ég heiti Þóra Björk og er 13 ára. Ég er alveg til í að eignast pennavini á aldur við mig. Það mega vera bæði stelpur og strákar. Áhugamál: Diskótek, góð tónlist (All Saints), íþróttir, bréfaskriftir, sætir strákar, hressir krakkar, útivera, dýr og tölvur. Svara öllum bréfum, stuttum sem löngum. Þeir sem hafa áhuga skrifi til: Þóra B. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.