Greinar þriðjudaginn 13. október 1998

Forsíða

13. október 1998 | Forsíða | 547 orð

NATO skipar herjum í viðbragðsstöðu

SAMÞYKKT var á fundi NATO seint í gærkvöldi að skipa herjum bandalagsins í viðbragðsstöðu vegna deilunnar í Kosovo. Milosevic Júgóslavíuforseta voru gefnir fjórir sólarhringar til að fara að fullu að kröfum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að endi verði bundinn á valdbeitingu Serba í héraðinu. Meira
13. október 1998 | Forsíða | 104 orð

Níu farast í flugslysi í Noregi

NÍU manns fórust er lítil tveggja hreyfla farþegaflugvél hrapaði í aðflugi að flugvellinum á norsku eynni Stord aðfaranótt gærdagsins. Rannsakendur voru í gær engu nær um hvað valdið hefði slysinu, en þótt dimmt hefði verið og smárigning þóttu flugskilyrði góð, enda nær enginn vindur. Meira
13. október 1998 | Forsíða | 298 orð

Sneri aftur til Moskvu vegna lungnakvefs

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, varð í gær að flýta heimför sinni úr opinberri heimsókn til Kasakstans að læknisráði. Fréttastofan Interfax hafði eftir Sergej Míronov, lækni Jeltsíns, að forsetinn hefði fengið lungnakvef og tæki inn sýklalyf. Ekki væri ráðgert að Jeltsín færi á sjúkrahús en honum hefði verið ráðlagt að hvíla sig. Meira
13. október 1998 | Forsíða | 183 orð

Uppsveifla á fjármálamörkuðum

VERULEG hækkun varð á gengi hlutabréfa á öllum fjármálamörkuðum í gær. Hófst hún í Asíu og náði síðan til markaða í Evrópu og Bandaríkjunum og einnig hækkaði gengi dollarans nokkuð. Aðalástæðan fyrir uppganginum er frumvarp japönsku stjórnarinnar um aðstoð við bankakerfið í Japan en eftir því hefur lengi verið beðið. Meira

Fréttir

13. október 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

4% launahækkun í kjölfar starfsmats

LOKIÐ er endurskoðun á starfsmati starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, sem leiddi til breytinga á launaflokkum og um 4% launahækkunar til starfsmanna að meðaltali. Hækkunin tók gildi 1. september sl. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra fór fram heildarstarfsmat hjá starfsmönnum bæjarins í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðarbæjar. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Aftöku í Bandaríkjunum mótmælt

AMNESTY International mótmælir yfirvofandi aftöku Dwayne Allen Wright sem áætlað er að verði tekinn af lífi 14. október nk. í Virginíu. Dauðadómurinn yfir honum er brot á alþjóðasamningi S.þ. um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, segir í frétt frá Íslandsdeild A.I. Í 6. gr. 5 mgr. segir: "Dauðadómi skal ekki beitt fyrir glæpi sem menn undir átján ára aldri hafa framið. Meira
13. október 1998 | Miðopna | 752 orð

Aldrei betri forsendur til kristniboðs meðal þjóðarinnar

FORSETI kirkjuþings var kjörinn í gær úr hópi leikmanna eins og nýr lagarammi um stjórn og starfshætti kirkjunnar gerir ráð fyrir. Kjörinn var Jón Helgason, fyrrverandi alþingismaður, og hlaut hann 17 atkvæði. Fyrsti varaforseti var kjörinn Jóhann Björnsson og annar varaforseti Magnús Stefánsson. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 299 orð

Aukið fé til höfuðs Rushdie

SJÁLFSTÆÐ stofnun heittrúarmanna í Íran hefur hækkað fjárupphæðina, sem hún hefur sett til höfuðs rithöfundinum Salman Rushdie fyrir meint guðlast í bókinni "Söngvum Satans", úr 2,5 milljónum Bandaríkjadala í 2,8 milljónir. Frá þessu var greint í íranska dagblaðinu Jomhuri Eslami í gær og hefur í kjölfarið verið ákveðið að Rushdie njóti áfram verndar lífvarða. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

ÁSTA B. ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSTA B. Þorsteinsdóttir, alþingismaður og varaformaður Alþýðuflokksins, lést í gær eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var 52 ára að aldri. Ásta fæddist 1. desember 1945 í Reykjavík og voru foreldrar hennar Ásdís Eyjólfsdóttir skrifstofumaður og Þorsteinn Þorsteinsson, sjómaður og fisksali. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Átak nauðsynlegt í málum unglinga og barna

SKÝRSLA starfshóps um stefnumótun í málefnum geðsjúkra var afhent heilbrigðisráðherra á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi síðastliðinn laugardag. Tómas Zoëga, yfirlæknir á geðlækningasviði Landspítala, afhenti skýrsluna en hann var formaður starfshópsins. Meðal áhersluatriða í skýrslunni eru málefni barna og unglinga og fullorðinna með langvinna geðsjúkdóma. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Betri árangur bætir trúnaðarsambandið

ÞAÐ er svolítið erfitt að átta sig á því hvort eða hvernig miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði muni hafa áhrif á trúnaðarsamband sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, "ég reikna hins vegar með því að hann gæti haft áhrif á þetta samband og einnig að þessi áhrif gætu verið á margan veg. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 455 orð

Biðtíminn eftir meðferð 8 mánuðir

BIÐTÍMI eftir meðferð fyrir unga vímuefnaneytendur hefur lengst úr 53 dögum á árinu 1997 í 240 daga, eða 8 mánuði, á árinu sem er að líða, og segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu, að hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár um síðustu áramót hafi kollvarpað tilvist núverandi meðferðarkerfis ríkisins fyrir ungmenni þar sem tveir árgangar hefðu bæst við skjólstæðingahópinn. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Bílvelta á Hellisheiði

ÖKUMAÐUR slapp að mestu við meiðsl þegar hann velti bifreið sinni á Hellisheiðinni um kl. 14.30 í gær. Ökumaðurinn var á austurleið og taldi lögreglan á Selfossi að orsök óhappsins hefði verið sprunginn hjólbarði. Bifreiðin fór tvær veltur og fullyrðir lögreglan að þakka megi bílbeltanotkun að ekki varð alvarlegt slys. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Borgarafundur um miðborgina

FJÖLMENNI var á borgarafundi um miðborg Reykjavíkur, sem haldinn var í Ráðhúsinu á laugardag en þar voru kynntar nýjar áherslur í stjórn miðborgarinnar. Meðal annars kynntu breskir ráðgjafar, sem unnið hafa þróunaráætlun fyrir borgarhlutann ásamt starfsmönnum borgarskipulagsins, vinnu sína. Jafnframt var kynnt fyrirkomulag nýrrar miðborgarstjórnar og nýtt starf framkvæmdastjóra hennar. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Brotist inn í bifreiðar

AÐFARANÓTT mánudags var brotist inn í fjórar bifreiðar í Breiðholti. Stolið var hljómflutningstækjum úr bifreið að verðmæti 106 þúsund krónur við Þrastarhóla. Þá var brotist inn í bifreiðar við Klapparberg, Möðrufell og Hólaberg og stolið hljómflutningstækjum. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 582 orð

Búið að kollvarpa meðferðarkerfinu

BRAGI Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár um síðastliðin áramót kollvarpa tilvist núverandi meðferðarkerfis ríkisins fyrir ungmenni. Við hækkun sjálfræðisaldursins bætast tveir árgangar við skjólstæðingahópinn og biðtími eftir meðferð fyrir unglinga hefur margfaldast; lengst úr 53 dögum á árinu 1997 í 240 daga, eða 8 mánuði, Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá að lokinni atkvæðagreiðslu. 1. Almannatryggingar. Frh. 1. umr. 2. Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. 1. umr. 3. Þjóðgarðar á miðhálendinu. Fyrri umr. 4. Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður. 1. umr. 5. Afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum. 1. umr. 6. Virðisaukaskattur. 1. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Deilt um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar

FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að þingsályktunartillaga Hjörleifs Guttormssonar, þingflokki óháðra, um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar væri óþörf vegna þess að engin yfirlýsing hefði komið frá Landsvirkjun um að matið ætti ekki að fara fram. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 582 orð

Dómi Héraðsdóms verður áfrýjað

GEORG Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík, segir að lögreglan muni í framhaldi þessa máls fara með hægð og skoða hvert mál fyrir sig en niðurstaða Héraðsdóms taki þó aðeins til þessa tiltekna máls. Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, fagnar niðurstöðu dómsins. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 663 orð

Drög að frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði 7. gr.: Aðgengi að upplýsingum úr sjúkraskrám

AÐ FENGNU samþykki heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna er rekstrarleyfishafa heimilt að fá upplýsingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Heilbrigðisstofnanir skulu hafa samráð við læknaráð og faglega stjórnendur viðkomandi stofnunar áður en gengið er til samninga við rekstrarleyfishafa. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 678 orð

Efla samstarfið við Berkeley- háskólann

Næstkomandi miðvikudag hefst fyrsta námstefnan af fjórum sem haldnar eru á vegum Stjórnunarfélags Íslands í samstarfi við Berkeley-háskólann í Kaliforníu en hann er sagður einn þekktasti viðskiptaháskóli í heimi. Árni Sigfússon er framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Eftirlitsmyndavélar nýtast vel þegar þær eru í lagi

ALLNOKKUR innbrot og þjófnaðir hafa verið upplýstir að undanförnu að tilstuðlan upptöku eftirlitsmyndavéla, að sögn lögreglunnar, hvort sem um er að ræða í verslunum, fyrirtækjum eða á afmörkuðum svæðum, s.s. við bílaleigur, á bifreiðastæðum, atvinnusvæðum eða annars staðar. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Egyptar reyna enn að miðla málum

TYRKIR sögðust í gær sjá merki um að ef til vill yrði hægt að binda endi á deilu Tyrkja og Sýrlendinga með friðsamlegum hætti. Sagði Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrklands, eftir fund með Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, að svo virtist sem Sýrlendingar hefðu uppi viðleitni til að koma til móts við kröfur Tyrkja. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 648 orð

Einkalíf í tölvuheimi

TRAUST er forsenda farsælla mannlegra samskipta," sagði Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur á málþingi rektors um gagnagrunninn á laugardaginn, "nauðsynlegt er að geta deilt persónulegum upplýsingum í trúnaði með fagfólki. Sá trúnaður er forsenda þess að heilbrigðisstéttir geti sinnt starfi sínu. Meira
13. október 1998 | Miðopna | 1531 orð

Ekki tjaldað til einnar nætur

REYKJAVÍK er ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Heildarfjárhagsrammi verkefnisins hljóðar upp á 610 milljónir króna. Framlag Reykjavíkurborgar er 275 m.kr. og framlag ríkis 235 m.kr. Var þetta staðfest með undirrituninni í gær. Ráðgert er að afla 100 m.kr. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 331 orð

Eldur brauzt út í aðflugi

NÍU Danir fórust aðfaranótt gærdagsins, þegar lítil flugvél hrapaði í aðflugi að Sørsokken-flugvelli á norsku eynni Stord suður af Björgvin. Allir farþegarnir um borð í vélinni, sem var að koma frá Álaborg á Jótlandi, voru starfsmenn dansks fyrirtækis, sem var undirverktaki við skipasmíðastöðina Aker Stord. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Ellefu manns taka þátt í prófkjöri

ELLEFU einstaklingar hafa gefið kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi sem fram fer 14. nóvember nk. en framboðsfrestur rann út um helgina. Frambjóðendurnir 11 eru: Árni M. Mathiesen, Hafnarfirði, Árni R. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fangaverðir íhuga uppsagnir

MIKIL óánægja ríkir í röðum fangavarða þar sem ekki hafa náðst samningar við Fangelsismálastofnun í kjölfar aðlögunarsamninga sem gerðir voru á milli SFR og fjármálaráðuneytisins í apríl á síðasta ári. Að sögn Ara Thoroddsen, formanns Fangavarðafélags Íslands, Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

Fjárfestingar og erfðavísindi

Á morgun Fjárfestingar og erfðavísindi Á morgun verður fjallað um erfðavísindi, einkaleyfi á uppgötvunum og fjárfestingar í fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á þessu sviði vísindanna. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 734 orð

Fjölmörgum börnum og unglingum vísað heim

FYRIR helgina hófst auglýsingaátak til að minna á reglurnar um útivistartíma barna en nú eiga 12 ára börn og yngri að vera komin inn kl. 20 en 13 ára mega vera úti til kl. 22. Lögreglan fylgist grannt með því að þessar reglur séu haldnar og vísaði fjöldamörgum heim víðsvegar um borgina enda er alltaf meiri hætta á að eitthvað komi fyrir börnin seint á kvöldin eins og dæmin sanna. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 218 orð

Getur breytt stöðunni á mörkuðum

JAPANSKA stjórnin fékk í gær nægan stuðning stjórnarandstöðunnar við aðgerðir til bjargar bankakerfinu en ýmislegt er þó enn á huldu um ýmis mikilvæg atriði samningsins. Gert er ráð fyrir gífurlegum fjárframlögum frá ríkinu og eru fjármálasérfræðingar sammála um, að takist vel til, muni aðgerðirnar hafa mikil og jákvæð áhrif á mörkuðunum. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gildi mjólkur rætt á fundi Beinverndar

BEINVERND á Suðurlandi heldur fræðslufund á Hótel Selfossi miðvikudaginn 14. október kl. 20. Félagið er eitt af þremur félögum innan landssamtakanna Beinvernd á Íslandi sem stofnuð voru að tilhlutan landlæknis í mars 1997. Eitt markmiða samtakanna er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 417 orð

Gyðingur tekinn í dýrlingatölu

JÓHANNES Páll páfi lýsti því yfir á sunnudag að nunna, Edith Stein, sem var komin af gyðingum og lét lífið í útrýmingarbúðum nasista, hefði verið tekin í dýrlingatölu. Leiðtogar gyðinga mótmæltu yfirlýsingunni harðlega og sökuðu páfa um að vanvirða minningu gyðinga sem voru drepnir í útrýmingarherferð nasista. Meira
13. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Hamingjusöm á hattadegi

KRAKKARNIR í Glerárskóla sem og kennarar og starfsmenn mættu með óhefðbundin höfuðföt í skólann í tilefni af hattadegi sem efnt var til í skólanum. Á myndinni eru þau Anton, Sigmundur Þórir, Gunnar, Bríet, Karen, Sindri og Jón Geir glaðhlakkaleg á hattadegi. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Héraðsverk með lægsta tilboðið

HÉRAÐSVERK ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboðið í gerð Snæfellsnesvegar milli Búlandshöfða og Brimilsvalla. Hljóðaði tilboð Héraðsverks upp á tæplega 185 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar fyrir verkið var tæplega 294 milljónir króna. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 67 orð

Hillary í Sofiu

BÚLGARAR fögnuðu Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clintons Bandaríkjaforseta, ákaft er hún kom til Sofiu á sunnudag, nákvæmlega tuttugu og þremur árum eftir að hún og Clinton gengu í hjónaband. Stungu jafnvel nokkrir upp á því að hún byði sig sjálf fram í forsetaembættið. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Hugsað fyrir vorinu

NÚ er rétti tíminn til að setja niður haustlauka. Þessir starfsmenn Reykjavíkurborgar voru að setja haustlauka niður í gær og væntanlega vaxa upp af þeim falleg blóm næsta vor og gleðja augu borgarbúa. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hverfafundur lögreglustjóra og borgarstjóra

GEORG Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, halda hverfafund um löggæslumálefni miðvikudaginn 14. október nk. Fundurinn verður fyrir íbúa Bústaða-, Fossvogs- Grensás og Háaleitishverfi og hefst kl. 20.30 í hátíðarsal Verslunarskóla Íslands, Ofanleiti 1. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hörður Torfa á tónleikum

SÖNGSKÁLDIÐ Hörður Torfa heldur tónleika á Norður- og Austurlandi dagana 13.­18. október og hefjast þeir allir kl. 21. Hörður leikur þriðjudaginn 13. okt. í Félagslundi, Reyðarfirði, miðvikudaginn 14. okt. í Skrúði, Fráskrúðsfirði, fimmtudaginn 15. okt. á Hótel Reynihlíð, Mývatni, föstudaginn 16. okt. í Deiglunni, Akureyri, laugardaginn 19. okt. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

JÓHANNES JÓHANNESSON

JÓHANNES Jóhannesson listmálari lést á Landspítalanum í gær, 77 ára að aldri. Jóhannes fæddist í Reykjavík 27. maí 1921 og voru foreldrar hans hjónin Jóhannes Bárðarson, sjómaður í Reykjavík, og Hallgríma Margrét Jónsdóttir. Hann stundaði iðnskólanám í Reykjavík og lauk prófi í gull- og silfursmíði árið 1945. Meira
13. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Kjördæmisráð kýs efstu menn á framboðslista

AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra samþykkti um helgina aðferð við val á framboðslista flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Allir aðal- og varamenn í kjördæmisráðinu verða kallaðir saman til fundar þar sem kosið verður um fyrstu 6 sætin á listanum. Byrjað verður á að kjósa efsta mann og svo koll af kolli. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 348 orð

Kunnur ráðgjafi fjögurra forseta

CLARK M. Clifford, kunnur, bandarískur lögfræðingur, varnarmálaráðherra í skamman tíma og ráðgjafi fjögurra Bandaríkjaforseta, lést sl. laugardag 91 árs að aldri. Voru fáir honum fróðari um pólitíkina í Washington en glæsilegur ferill hans varð fyrir nokkrum hnekki er hann tengdist einu mesta bankahneyksli aldarinnar fyrir nokkrum árum. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 315 orð

Lafontaine og Scharping verða ráðherrar

GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, sagði í gær að Oskar Lafontaine og Rudolf Scharping, sem báðir eru meðal fremstu forystumanna Jafnaðarmannaflokksins SPD, myndu skipa mikilvæg ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni, sem til stendur að mynda með Græningjum. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 294 orð

Laugardælir seldir á tæpar 100 millj.

ODDNÝ Kristinsdóttir, eiginkona Páls Jónssonar sem kenndur er við fyrirtækið Pólaris, hefur keypt jörðina Laugardæli við Selfoss af Samvinnulífeyrissjóðnum fyrir rúmlega 97 milljónir kr. Jörðin er um 700 hektarar að stærð. Kaupsamningurinn er með fyrirvara um forkaupsrétt. Fyrsta forkaupsrétt á ábúandinn að Laugardælum en síðan Hraungerðishreppur og loks Árborg. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Lundamynd vekur athygli

PÁLI Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni í Kvik hf., hefur verið boðið að vera sérstakur gestur kvikmyndahátíðarinnar Festival International du Film Ornithologique, sem haldin verður í lok mánaðarins í Méningoute í Frakklandi. Hátíðin er helguð náttúrulífsmyndum og er Páll einn tíu kvikmyndagerðarmanna sem sérstaklega er boðið þangað að sýna verk sín. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Málstofa á Bifröst

JÓN Kalmannsson, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, mun flytja fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans miðvikudaginn 14. október. Fyrirlesturinn nefnir hann "Hvers vegna þurfum við siðfræði?" Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og eru allir velkomnir. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Málverkasýning hjá RKÍ

Í TILEFNI af alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi þann 10. október sl. var opnuð málverkasýning í húsnæði sjálfboðaliðamiðstöðvar Rauða kross Íslands, Reykjavíkurdeildar, á Hverfisgötu 105. Að sýningunni standa fjölmargir gestir Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða og er hún opin á skrifstofutíma til 21. október. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Málþing um lífsýnasöfn

SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskólans og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi gangast fyrir málþingi um lífsýnasöfn í Odda, stofu 101, þriðjudaginn 13. október kl. 17­19. Rætt verður um söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna m.a. frá vísindalegu, lagalegu og siðfræðilegu sjónarmiði og með hliðsjón af drögum að frumvarpi til laga um þetta efni. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Menningarárið kostar 610 milljónir

REYKJAVÍKURBORG mun veita 275 milljónum króna til Reykjavíkur ­ menningarborgar Evrópu árið 2000 og 235 m.kr. koma úr ríkissjóði. Undirrituðu þessir þrír aðilar samning þessa efnis í Höfða í gær. Heildarfjárhagsrammi verkefnisins hljóðar upp á 610 milljónir króna en fyrirhugað er að afla 100 m.kr. hjá innlendum og erlendum kostunaraðilum og sjóðum. Meira
13. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Nýr fjarskipta kennslubúnaður í notkun

ÚTGERÐIR innan Útvegsmannafélags Norðurlands afhentu Sjávarútvegssviði Verkmenntaskólans á Akureyri nýjan fjarskiptakennslubúnað fyrir skipstjórnendur, svonefndan GMDSS-búnað í gær og hófst þá einnig fyrsta námskeiðið. Heildarkostnaður við þennan búnað nemur 3,6 milljónum króna og greiddu nokkrar útgerðir innan ÚN hann, en skipstjórnendur þeirra fá afslátt af námskeiðum á móti. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Nýtt íþróttahús vígt í Mosfellsbæ

NÝTT íþróttahús á Varmá í Mosfellsbæ var vígt um helgina og er það tekið í notkun nær þremur mánuðum fyrr en ráðgert var. Nýja byggingin getur rúmað tvo handboltavelli, sex blakvelli, fjórtán badmintonvelli og tvo tennisvelli ásamt leikfimigryfju og minni 85 fermetra sal sem tengist gryfjunni. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Nægir orkuþörf 120.000 t álvers

NORSK Hydro stefnir að byggingu 120.000 tonna álvers á Reyðarfirði, eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina, og verður rætt um þann möguleika á næsta fundi íslenskra stjórnvalda og Norsk Hydro, sem verður í næsta mánuði. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Opið hús hjá skógræktarfélögunum

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN standa fyrir fræðslu- og myndakvöldi þriðjudaginn 13. október í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, kl. 20.30. Þetta er annað opna hús skógræktarfélaganna í haust sem haldið eruí samvinnu við Búnaðarbankann. Fyrirlesari verður Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Opinn fundur um samfylkinguna

ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGIÐ Birting ­ Framsýn í Reykjavík heldur opinn fund um stöðu mála í samfylkingu Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista um málefnaskrá og framhaldið. Fundurinn verður miðvikudagskvöldið 14. október nk. kl. 20.30 á 2. hæð í Austurstræti 10. Frummælandi verður Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Rabb um samkynhneigð og umhverfið

GUÐMUNDUR Páll Ásgeirsson námsráðgjafi verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum fimmtudaginn 15. október. Guðmundur mun fjalla um viðtöl sín við nokkrar lesbíur og homma. Þar sögðu þau frá átökunum við eigin ótta og fordóma er þau gerðu sér grein fyrir því að þau væru samkynhneigð, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

RAGNAR BJÖRNSSON

RAGNAR Björnsson skólastjóri og organleikari er látinn, 72 ára að aldri. Ragnar fæddist 27. mars 1926 á Torfustöðum í Torfustaðahreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, sonur Sigrúnar Jónsdóttur húsmóður, hjúkrunarkonu og klæðskera og Björns G. Björnssonar, trésmiðs og organleikara. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Rússar meistarar en Ísland í miðjum hópi

GÍFURLEG spenna ríkti á ólympíuskákmótinu við upphaf síðustu umferðar í gærmorgun. Bandaríkjamenn, sem hafa haft forystu nánast allt mótið, öttu kappi við Kínverja, en Rússar, sem voru hálfum vinningi á eftir Bandaríkjamönnum, tefldu við Hollendinga. Líklega hefðu Bandaríkjamenn getað hugsað sér auðveldari andstæðinga en Kínverja, sem hafa bitið grimmilega frá sér allt þetta mót. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Rússarnir í vinnu hjá Stálsmiðjunni

RÚSSARNIR þrír, sem leituðu ásjár Félags járniðnaðarmanna og Rafiðnaðarsambandsins þegar atvinnuveitandi þeirra, Technopromexport, ætlaði að senda þá heim fyrir rúmri viku, munu líklega hefja störf hjá Stálsmiðjunni innan skamms. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bíður umsókn frá Stálsmiðjunni um atvinnuleyfi fyrir mennina afgreiðslu í félagsmálaráðuneytinu. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Rætt um miðlægan gagnagrunn

HÁSKÓLI Íslands gekkst um helgina fyrir tveggja daga málþingi um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar voru flutt 13 erindi um málefnið og að auki var efnt til umræðna. Á málþinginu var leitast við að leiða fram fulltrúa hinna ólíku fræðasviða og sjónarmiða í málinu. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 644 orð

Samningalota helgarinnar "átakamikil"

ÞRÁTT fyrir stíf fundahöld um helgina náðist lítill sem enginn árangur í viðræðum Richards Holbrookes, sérlegs samningamanns Bandaríkjanna, og Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands. Á sama tíma og viðræður stóðu bjuggu herir Atlantshafsbandalagsins, NATO, sig undir átök, m.a. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 506 orð

Semur vel við Milosevic

RICHARD Holbrooke, samningamaður Bandaríkjanna á Balkanskaga, á langa reynslu að baki við að reyna að finna lausn á deilum þjóðanna þar. Hann átti einna stærstan þátt í því að Dayton-samkomulagið um lok Bosníustríðsins var undirritað og kynntist þá Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sem hann hefur átt fjölda funda með undanfarnar vikur til að leysa Kosovo-deiluna í Serbíu. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Settur fangelsismálastjóri

VALTÝR Sigurðsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið settur fangelsismálastjóri tímabundið. Þorsteinn A. Jónsson fangelsismálastjóri mun næstu tíu mánuðina vinna að sérverkefnum fyrir dómsmálaráðuneytið er snerta Schengen-málefni. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Skýrslur um álftadráp til sýslumanns

EKKI hefur þótt ástæða af hálfu sýslumannsins á Hvolsvelli til að yfirheyra rekstraraðila veitingahúsa, sem eiga að hafa boðið álftir á matseðlum sínum á sælkera- og villibráðakvöldum. Sýslumaður hefur nafn eins veitingahúss, sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar lét honum í té fyrir helgi, en ekki hefur þótt tilefni til aðgerða. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

SS kaupir helmingshlut í Ísfugli

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur keypt helming hlutafjár í alifuglasláturhúsinu og ­ vinnslunni Ísfugli hf. í Mosfellsbæ. Fyrirtækið varð til við sameiningu þriggja félaga, Reykjavegar 36 hf., Ísfugls hf. og Markaðskjúklinga ehf. en samkomulag um sameiningu þeirra var undirritað í gær. Um leið var samþykkt að auka hlutafé í fyrirtækinu og keypti Sláturfélagið helming hlutafjár. Meira
13. október 1998 | Miðopna | 564 orð

Staðfestir aukið sjálfstæði kirkjunnar

ÞORSTEINN Pálsson kirkjumálaráðherra hóf ávarp sitt á kirkjuþingi með því að nefna þau tímamót sem kirkjuþing stæði nú á. Nýr biskup kallaði það saman, fjórir áratugir væru liðnir frá því það tók til starfa, alkirkjuráðið hefði starfað í hálfa öld og kirkjuþing kæmi nú saman til að hefja störf á grundvelli nýrrar kirkjulöggjafar. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Steingrímur J. í fæðingarorlofi

FORSETI Alþingis tilkynnti í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður þingflokks óháðra, væri kominn í tveggja vikna fæðingarorlof. Er hann fyrsti karlkyns þingmaðurinn á Alþingi sem nýtir sér rétt sinn til fæðingarorlofs. Meira
13. október 1998 | Miðopna | 317 orð

Taka þarf á misvægi í mannahaldi

BISKUP gerði sókna- og prestakallaskipan að sérstöku umræðuefni í stefnuræðu sinni á kirkjuþingi og sagði að ekki yrði hjá því komist að taka á misvægi í mannahaldi, taldi að víða mætti lagfæra og hagræða og horfast yrði í augu við stórfellda fólksflutninga í landinu og vöxt þéttbýlis. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Tillaga um hvalveiðar endurflutt á Alþingi

TILLAGA til þingsályktunar um að Alþingi álykti að hvalveiðar skuli leyfðar á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til, hefur verið endurflutt á Alþingi. Tillaga var lögð fram á síðasta þingi en var ekki afgreidd. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 613 orð

Traust í mannlegum samskiptum

TRAUST er frumskilyrði mannlegra samskipta. Traustið heldur mannheiminum saman frá degi til dags. Heimur án trausts stenst ekki og myndi skjótt líða undir lok. Traustið milli manna er huggunin sem tengir þá saman, en um leið og það dvín hallar undan fæti. Traust er trúnaður milli manna. Það er hollusta sem gerir lífið öruggt og einlægt. Traust veitir styrk og sjálfsöryggi. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 2058 orð

Trúnaðarsamband læknis og skjólstæðings

SJÖUNDA grein í frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði snertir trúnaðarsamband lækna og skjólstæðinga þeirra. Greinin fjallar um aðgegni að upplýsingum úr sjúkraskrám og byrjar svona: "Að fengnu samþykki heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna er rekstrarleyfishafa heimilt að fá upplýsingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Utanríkisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfin á opnum hádegisverðarfundi á Hótel Borg miðvikudaginn 14. október. Þetta er fyrsti fundur í fundaröð sem Ólafur Örn Hilmarsson alþingismaður gengst fyrir í vetur eins og undanfarin ár. Á þessum fundum er fjallað um þau þjóðmál sem efst eru á baugi hverju sinni og hafa þeir verið vel sóttir, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Útafakstur vegna aðsvifs

ÖKUMAÐUR bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í Ártúnsbrekkunni í gær með þeim afleiðingum að hún hafnaði á umferðarskilti og valt. Ökumaður var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl, en talið er að hann hafi fengið aðsvif og ekið útaf. Bifreiðin skemmdist hinsvegar töluvert og var dregin á brott með krana. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Veikur maður sóttur á haf út

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti í gærkvöld veikan sjómann af íslenskum togara og flutti hann á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þyrlan lenti þar seint á níunda tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gærkvöldi var maðurinn lífshættulega veikur og lá á gjörgæsludeild. Ósk um aðstoð barst til Gæslunnar um klukkan 17. Meira
13. október 1998 | Erlendar fréttir | 112 orð

Viagra byggt á uppgötvunum verðlaunahafanna

ÞRÍR bandarískir lyfjafræðingar, Robert Furchgott, Ferid Murad og Louis Ignarro hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Lyfið Viagra, sem notað er við getuleysi, er m.a. byggð á uppgötvunum þremenninganna. Hljóta þeir að launum 7,6 milljónir sænskra króna, rúmlega 65 milljónir ísl. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Vilja öryggisreglur um akstur fatlaðra

TILLAGA um að skora á ríkisvaldið að setja öryggisreglur vegna aksturs fatlaðra var samþykkt á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu, sem haldinn var um helgina. Tillagan gerir ráð fyrir að reglurnar taki til öryggisbúnaðar í sætum sem og fyrir hjólastóla, fjölda farþega, lyftubúnaðar, neyðarútgangs og fleiri atriða. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Vinnupallur fauk undan iðnaðarmönnum

MJÖG hvasst var í Keflavík í gær og hlaust af því vinnuslys við blokk í eigu Varnarliðsins. Í einni hviðunni fauk vinnupallur og hrundi eins og spilaborg með þeim afleiðingum að þrír menn sem voru að vinna að viðhaldi á blokkinni féllu til jarðar og var fallið átta metrar. Mennirnir voru allir fluttir á Sjúkrahús Suðurnesja en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 435 orð

Voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gær

SEGJA má að betur hafi farið en á horfðist þegar japanska túnfiskveiðiskipið Hauken Maru fékk á sig brot um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags 95 sjómílur suðsuðvestur af Kötlutanga. Fjórir japanskir og tveir indónesískir sjómenn slösuðust þegar alda reið yfir skipið stjórnborðsmegin og kastaði öllu lauslegu til. Meira
13. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Æfingar hafnar á Pétri Gaut

ÆFINGAR eru hafnar á jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Sýningin verður byggð á nýrri þýðingu Helga Hálfdanarsonar á verkinu og er þetta í fyrsta sinn sem hún er leikin á leiksviði. Henrik Ibsen skrifaði Pétur Gaut á Ítalíu vorið og sumarið 1867 og kom leikritið út sama ár. Meira
13. október 1998 | Innlendar fréttir | 1067 orð

Öryggiskerfið skammt á veg komið

Ráðgjafi breska læknafélagsins furðar sig á því að Íslensk erfðagreining hafi ekki leitað til færustu sérfræðinga á sviði gagnabanka til að hanna öryggiskerfi fyrir miðlægan gagnagrunn. Upplýsingar í því verði ekki ópersónugreinanlegar. Meira

Ritstjórnargreinar

13. október 1998 | Leiðarar | 587 orð

ARFUR KOMMÚNISTA Í RÚSSLANDI

leiðariARFUR KOMMÚNISTA Í RÚSSLANDI ÁTT SÝNIR BETUR þá eymd og auðn, sem kommúnisminn hefur skilið eftir sig í Rússlandi, en ákall Jevgenis Primakovs forsætisráðherra um matvælaaðstoð af mannúðarástæðum frá Evrópusambandinu. Primakov bar fram þessa ósk í viðræðum í Moskvu fyrir helgina við Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Meira
13. október 1998 | Staksteinar | 297 orð

»Heimilar og óheimilar áfengisauglýsingar HÖRÐUR Einarsson hrl. lætur að því

HÖRÐUR Einarsson hrl. lætur að því liggja í grein í Vísbendingu að víðtækt bann áfengislaga fái ekki staðizt, þó að á það sé fallizt, að banna áfengisauglýsingar að nokkru marki. Hann tíundar og mat sitt á því, hvers konar auglýsingar á að leyfa og hverjar banna. Það sem banna á ótvírætt Meira

Menning

13. október 1998 | Fólk í fréttum | 88 orð

Bræður munu berjast

BRÆÐUR munu berjast segir máltækið og sannast það í hvert sinn sem bræðurnir Ralf og Michael Schumacher mætast í Formúlu 1 kappakstrinum. Þeir lögðu þó niður vopnin þegar þeir komu fram í spjallþættinum "Wetten Dass" í Þýskalandi um helgina og verður ekki annað sagt en að svipur sé með þessum eitursnjöllu ökuþórum. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 422 orð

BUBBI OG KONA

Tónleikar Bubba Morthens á Brasserie Borg í tónleikaröð þar sem hann leikur lög af plötum sínum, eina plötu á hverjum tónleikum. Áheyrendur á annað hundraðið. Undanfarnar vikur hefur Bubbi Morthens haldið tónleikaröð þar sem hann hefur leikið lög af plötum sínum og tekið eina plötu fyrir á hverjum tónleikum í bland við önnur lög, eldri og nýrri. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 165 orð

Casper í góðum félagsskap Casper hittir Wendy (Casper meets Wendy)

Framleiðandi: Mike Eliott. Leikstjóri: Sean McNamara. Handritshöfundur: Jymn Magon. Kvikmyndataka: Christian Serbaldt. Aðalhlutverk: Hilary Duff, Cathy Moriarty, Shelley Duvall, Teri Garr og George Hamilton. (92 mín.) Bandarísk. Skífan, október 1998. Öllum leyfð. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 104 orð

Dansað í frumskóginum

FRUMSKÓGARLÖGMÁLIÐ var við lýði í Klúbbnum á svokölluðu "Jungle Fever"-kvöldi á laugardagskvöld. Tarsan og Jane voru á meðal gesta og frumskógarmaðurinn Gummi Gonzales var plötusnúður. Starfsfólk staðarins var einnig klætt eins og það væri nýkomið úr dimmustu myrkviðum frumskógarins. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 29 orð

Dansað við sæljón

Dansað við sæljón RÚSSNESKI þjálfarinn Irina Zapashnay dansar við sæljón á sýningu í Sánkti Pétursborg á sunnudag. Fjölleikahús Sánkti Pétursborgar heldur upp á 120 ára afmæli á þessu ári. Meira
13. október 1998 | Leiklist | 1333 orð

"Dauð skal ég njóta þín..."

eftir Ragnar Arnalds. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikarar: Vigdís Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Baldur Trausti Hreinsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Sigurður Skúlason. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlistarumsjón og hljóðstjórn: Sigurður Bjóla. Meira
13. október 1998 | Leiklist | 733 orð

Eðli spunans vegna

Höfundar: Bergur Þór Ingólfsson, Evripídes, Halldóra Geirharðsdóttir, Jökull Jakobsson, Lúkas o.fl. Áhrifavaldur: Mario Gonzales. Ljós- og hljóðmeistari: Egill Ingibergsson. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir. Sunnudagur 11. október. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 675 orð

Ég er bannaður innan 16 ára Hláturinn lengir lífið, segir Sveinn Waage sem býst við að verða mjög langlífur. Hann sagði Hildi

­SEGÐU mér Sveinn, ertu fyndnasti maður á Íslandi? "Ég ber reyndar þann titil, en það eru auðvitað til margir reyndari skemmtikraftar en ég. Þessi keppni var frekar haldin til þess að finna nýja hæfileikaríka grínara og við tólf sem tókum þátt í henni höfðum öll mismikla reynslu. Sumir keppendanna höfðu skemmt í framhaldsskólum og voru nú að reyna sig á öðrum vettvangi. Meira
13. október 1998 | Menningarlíf | 3143 orð

Fagmennska og góð aðsókn en fjármagn af skornum skammti Í skýrslu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands um kvikmyndaiðnaðinn á

Í HUGUM margra er kvikmyndin listgrein tuttugustu aldarinnar. Önnur listform, svo sem bókmenntir, leiklist, myndlist og tónlist, hafa fylgt manninum frá alda öðli en það er fyrst um síðustu aldamót að kvikmyndatæknin kemur til sögunnar. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 28 orð

Fallegust í Póllandi

Fallegust í Póllandi IZABELA Opechowska var valin Ungfrú Pólland um helgina og sést hér í baðfötunum. Hún er aðeins 18 ára og er menntaskólanemi í Biskupiec í Austur-Póllandi. Meira
13. október 1998 | Menningarlíf | 408 orð

Fáir sem hafa samið önnur eins ókjör fyrir kór

KÓRAMENNING á Íslandi væri mun fátækari ef ekki væru til lög Jóns Ásgeirssonar við ljóð eins og Maístjörnuna, Sofðu unga ástin mín og Krummi krunkar úti, sem fast að því hver einasti kór á Íslandi er með á efnisskrá sinni. Meira
13. október 1998 | Kvikmyndir | 467 orð

Glas fyrir svefninn

Höfundur: Friðrik Erlingsson. Leikstjóri: Marteinn St. Þórsson. Leikmynd: Ólafur Engilberts. Tónlist: Pétur Grétarsson. Leikendur: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir. Sunnudagur 11. október. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 1001 orð

HENRY KING

ALDAMÓTAMAÐURINN og frumkvöðullinn Henry King er til umfjöllunar í dag. Hann var á löngum ferli einn af traustustu og virtustu leikstjórum Hollywood. Afkastamikill fagmaður sem stjórnaði ótrúlega mörgum gang- og gæðamyndum á rösklega hálfri öld. Þeir gera ekki margir betur. Meira
13. október 1998 | Leiklist | 610 orð

HROLLVEKJA Í GÖMLU ÍSHÚSI

Höfundur hinnar upphaflegu skáldsögu: Susan Hill. Höfundur leikgerðar: Stephen Mallatratt. Þýðing: Ottó G. Borg. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Aðstoðarleikstjóri: Bryndís Petra Bragadóttir. Hljóðmynd: Kjartan Kjartansson. Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson. Leikmynd, búningar og leikmunir: Charlotta Eriksson, Ísold Grétarsdóttir og Rannveig Eva Karlsdóttir. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 152 orð

Hundur sem talar Loppur (Paws)

Framleiðendur: Andrea Finley og Vicky Watson. Handritshöfundar: Karl Zwicky og Harry Cripps. Leikstjóri: Karl Zwicky. Aðalhlutverk: Billy Connolly, Nathan Cavaleri og Emile Francois. (83 mín.) Áströlsk. Háskólabíó, september 1998. Öllum leyfð. Meira
13. október 1998 | Tónlist | 846 orð

Í minningu Jóa Konn

um Jóhann Konráðsson söngvara. Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Stjórnandi Giovanni Andreoli. 10. október, kl. 17. Meira
13. október 1998 | Leiklist | 268 orð

Í mömmuleit

eftir Hallveigu Thorlacius. Leikstjóri: Bernd Ogrodnik. Leikari: Hallveig Thorlacius. Hörpuleikari: Marion Herrera. Leikmynd og brúður: Petr Matásek. Gerðuberg sunnudagur 11. október. HÉRNA er komin stutt leiksýning ætluð allra yngsta áhorfendahópnum. Meira
13. október 1998 | Menningarlíf | 142 orð

ÍSLENSKIR fuglar

ÍSLENSKIR fuglar er meðal útgáfubóka Vöku Helgafells, en höfundar eru Ævar Petersen,fuglafræðingur og forstöðumaður Reykjavíkurseturs Náttúrufræðistofnunar Íslands og Jón Baldur Hlíðberg, myndlistarmaður. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 288 orð

Jafnvel gæludýr setja heimsmet

SALA á Heimsmetabók Guinness hefur tvöfaldast á þessu ári frá því í fyrra og verður brátt á boðstólum í Kína, Indlandi og Suður-Ameríku. Bókin, sem hefur verið gefin út 45 sinnum, er meira að segja heimsmet í sjálfu sér því engin bók með föstum útgáfurétti hefur selst í jafn mörgum eintökum eða 92,5 milljónum eintaka. Meira
13. október 1998 | Skólar/Menntun | 937 orð

Leikur og listir

ANNARS árs nemendur við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands einbeittu sér að því í síðustu viku að kynna sér hvernig nota má leik og listir í leikskólastarfi. Var allri vikunni varið í þemað og myndlist, Meira
13. október 1998 | Menningarlíf | 219 orð

Ljóð Steins Steinars

HEIMURINN og ég hefur að geyma 12 lög við ljóð Steins Steinars. Hún er gefin út í tilefni þess að í dag, 13. október, hefði Steinn Steinarr orðið 90 ára. Á plötunni eru tólf lög, þar af fimm ný. Meira
13. október 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Námskeið um ritlist

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands heldur námskeið um ritlist næstu sjö fimmtudaga og hefst það fyrsta 15. otkóber kl. 20.15. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynnast aðferðum skáldskaparins. Farið verður yfir grundvallaratriði frásagnarlistar. Eðli og áhrif mismunandi frásagnaraðferða (1. pers. eða 3. Meira
13. október 1998 | Menningarlíf | 2066 orð

Norðurljós í dagsbirtu Húsfyllir var á minningartónleikum um Jóhann Konráðsson á Akureyri á laugardag þar sem Kristján, sonur

LEIÐIN er ekki löng frá æskuheimili Kristjáns Jóhannssonar á Suður- Brekkunni á Akureyri norður að þeim stað þar sem Íþróttahöllin stendur nú. Hann hefur hins vegar farið langan veg og tekið mörg sporin, sum hver erfið, frá því hann yfirgaf æskustöðvarnar til þess að láta draum sinn rætast. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 205 orð

Nýr tónn í Mílanó

ÍTALSKI fatahönnuðurinn Gianfranco Ferre hefur mótað tískuna í 20 ár og hélt upp á það á tískuvikunni í Mílanó sem lauk á laugardag. "Fötin mín eru skapandi leið nútímans að kvenleika án niðurrifs," sagði hann í samtali við Reuters þegar hann var beðinn að lýsa ferli sínum. "Ég er faðir hvítu skyrtunnar og vinn ennþá með hvítu skyrtuna. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 48 orð

Pappakirkjugarður

BOB Brown, sem sýktist af lifrarbólgu C við blóðgjöf, plantar pappakrossi á Parliament Hill í Ottawa um helgina. 7 þúsund pappakrossum var plantað og er það táknrænt fyrir þá 7 þúsund Kanadamenn sem láta munu lífið af völdum lifrarbólgu C eftir að hafa verið gefið sýkt blóð. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 48 orð

Phoebe eignast þríbura

LEIKKONAN Lisa Kudrow sem fer með hlutverk Phoebe sést hér í hundraðasta þættinum af Vinum sem sjónvarpað var á NBC-sjónvarpsstöðinni 8. október. Phoebe fæðir þríbura í þáttunum sem hún hefur gengið með fyrir bróður sinn og unnustu hans. Hér sést hún í spítalarúminu með ungabörnin. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 151 orð

Reeve í Bakglugga Hitchcocks

ENDURGERÐIR á spennumyndum Alfreds Hitchcocks eru nýjasta gæluverkefni framleiðenda í Hollywood. Leikstjórinn Gus Van Sant vinnur nú að endurgerð Geðsjúklingsins eða "Psycho" og önnur sígild mynd, Bakglugginn, eða "Rear Window" er einnig í bígerð. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 87 orð

Stjörnustríð besta verk vísindaskáldsagna?

STJÖRNUSTRÍÐ er í efsta sæti á lista Entertainment Weekly yfir 100 bestu vísindaskáldsöguverk sem gerð hafa verið. Star Trek er í öðru sæti og síðan koma Í ljósaskiptunum, Frankenstein, "2001: A Space Odyssey", Metropolis, "War of the Worlds" frá árinu 1938, "Invasion of the Body Snatchers" frá árunum 1956 og 1978, Meira
13. október 1998 | Skólar/Menntun | 297 orð

Stærðfræðikeppni fram haldsskólanema

Í DAG, þriðjudaginn 13. október, fer fram fyrsti hluti í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Er keppnin haldin í flestöllum bóknámsskólum landsins. Að henni standa Íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í framhaldsskólum. Meira
13. október 1998 | Fólk í fréttum | 565 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir SBÍ

A Perfect Murder Peningar og framhjáhald trylla ástarþríhyrninginn. Úr því verður fín spennumynd sem sífellt rúllar upp á sig og kemur skemmtilega á óvart. The Horse Whisperer Falleg og vel gerð mynd á allan hátt, sem lýsir kostum innri friðar í harmoníu við náttúruna og skepnur. Meira
13. október 1998 | Skólar/Menntun | 596 orð

Til siðs að sötra súpuna

Til siðs að sötra súpuna Á MENNTASÍÐUM síðastliðinnar viku var sagt frá athyglisverðu samstarfi japanskra og íslenskra skólabarna, sem átti sér stað síðastliðinn vetur. Grunnskólabörn í Mitsukaido, lítilli borg skammt norður af Tókýó og börn í 6. Meira
13. október 1998 | Tónlist | 606 orð

Váspá feigðarinnar

Camerartica hópurinn flutti verk eftir Sjostakovítsj, Þorkel Sigurbjörnsson og Johannes Brahms. 11. október, 1998. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN hélt sína aðra tónleika á þessum vetri sl. sunnudag í Bústaðakirkju og það var Camerartica, ásamt Guðrúnu Þórarinsdóttur, er flutti verk eftir Sjostakovítsj, Brahms og Þorkel Sigurbjörnsson. Meira

Umræðan

13. október 1998 | Aðsent efni | 562 orð

120 ný biðskýli fyrir SVR okkur að kostnaðarlausu

EKKI FER framhjá neinum í borginni, að nú er unnið að því að koma fyrir glæsilegum nýjum biðskýlum á akstursleiðum strætisvagnanna. Skýlin eru dönsk hönnun og smíð og í alla staði vönduð. Annar gaflinn er heill og með auglýsingaskilti sem blasir við í umferðinni en annars eru veggir úr gleri sem bæði auðveldar farþegum og vagnstjórum að fylgjast með. Meira
13. október 1998 | Bréf til blaðsins | 377 orð

Af hverju sérframboð öryrkja?

ÞAÐ SEGIR í Stjórnarskrá Íslands að allir þjóðfélagsþegnar séu jafn réttháir en í dag er svo ekki. Öryrkjar hafa alltaf verið látnir finna til þess að þeir væru sér þjóðflokkur og ættu að vera þakklátir fyrir það sem að þeim er rétt. Það er skýlaus krafa öryrkja að réttur þeirra sé virtur. Allir fæðast í þennan heim jafn réttháir. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 977 orð

Bruðl eða betri yfirsýn

FORMAÐUR stjórnarnefndar Ríkisspítala, Guðmundur G. Þórarinsson, og fjármálastjóri hjá sömu stofnun, Pétur Jónsson, sáu ástæðu til þess í fréttaljósi DV 30. sept. sl. að taka eina lyfið sem notað er gegn MS-sjúkdómnum sem dæmi um bruðl í heilbrigðiskerfinu. Lyf þetta kallast Interferon Beta og var tekið í notkun hér á landi fyrir tæpum þremur árum. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 627 orð

EES-samningurinn og stjórnarskráin

SAMNINGURINN um hið evrópska efnahagssvæði gekk í gildi hinn 1. janúar 1994. Nokkru áður samþykkti Alþingi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið sem fólu m.a. í sér heimild fyrir stjórnvöld til að fullgilda samninginn. Nokkrir aðrir samningar voru í nánum tengslum við EES-samninginn. Einn þeirra var samningurinn milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 748 orð

Gagnagrunnsfrumvarpið: viðbrögð frá Harvard

ALLMARGIR þeirra sem hafa tjáð sig um gagnagrunnsfrumvarpið hafa fengið viðbrögð frá virtum erlendum vísindamönnum. Undantekningarlaust eru erlendir aðilar forviða á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda. Ég birti hér í eigin þýðingu bréf sem mér hefur borist frá prófessor Richard C. Lewontin, einum virtasta stofnerfðafræðingi veraldar. Richard C. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 632 orð

Héraðsdómur telur nýleg áfengislög stjórnarskrárbrot

FRÉTT í Morgunblaðinu 10. október sl. um að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði sýknað framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar af ákæru um brot á áfengislöggjöfinni vegna auglýsinga sem hann lét birta er furðuleg í ljósi nýrra áfengislaga. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 604 orð

Hornrekur þjóðarinnar

FYRR á tíð, meðan ekki voru komnar almennar tryggingar til sögunnar, var það hefð, að gamalmenni eyddu síðustu árum ævi sinnar í skjóli afkomenda eða annarra skyldmenna. Þar nutu þau verðskuldaðrar umönnunar og þakklætis fyrir langt og erilsamt ævistarf. Þeir sm ekki áttu því láni að fagna að eiga framfærendur lentu á framfæri sveitarinnar. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 1125 orð

Hvernig má auka eignadreifinguna?

HÉR Á landi sem annars staðar fara fram miklar umræður um hvernig auka megi dreifingu eigna í þjóðfélaginu. Breytingar á uppbyggingu atvinnulífsins hafa knúið á um þetta mál. Úti í hinum stóra heimi fjalla menn um hvernig bregðast skuli við þeim breyttu aðstæðum sem menn sjá í atvinnulífinu og uppbyggingu þess. Hér á landi hefur þessi umræða orðið meiri nú en oft áður. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 1505 orð

JÓN ÁSGEIRSSON Hér eru lífið og tilveran undir Jón Ásgeirsson, tónskáld, kennari og gagnrýnandi, stendur nú á sjötugu. Af því

HANN gengur innum dyrnar og það leikur enginn vafi á hver kominn er í húsið. Glaðvær og hávær vindur hann sér inn úr gættinni, stórstígum skrefum, þungum og ákveðnum og býður góðan daginn, svo hressilega, að undir tekur í járnbentum veggjunum. Og ef hann bætir við: "Er ekkert að frétta," sem hann gerir gjarnan, þá veit það á gott spjall. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 339 orð

Sigur lífsins

KÆRU landsmenn. Mig langar að ræða við ykkur um málefni sem ég hef lagt frítíma minn og vinnu í undanfarið ár. Hér á ég við undirbúning að söfnunarátakinu Sigur lífsins til uppbyggingar sundlaugar og íþróttamannvirkja að Reykjalundi. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 545 orð

Skipulag fiskveiðistjórnunar

NÚVERANDI kvótakerfi byggist á því, að kvótar skuli vera eign útgerðanna og til frjálsrar sölu og ráðstöfunar þeirra einna, þ.e.a.s. fjármagnið eitt skal ráða. Fyrirsjáanlegt er að innan skamms tíma muni allir kvótar komast á þessar fáu hendur, og að öllum öðrum verði þar með meinað að taka þátt í þessum stærsta atvinnuvegi landsmanna. Meira
13. október 1998 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Störf FÁÍA á liðnu sumri

Í LOK ágústmánaðar efndi félagið til þriggja daga námskeiðs fyrir kennara og leiðbeinendur, sem annast forsagnir um líkamsæfingar aldraðra innanhúss og utan sem í sundlaugum. Fyrir slíkum námskeiðum hefur stjórn félagsins gengist annaðhvert ár frá því 1986. Kennsluefnið hefur verið fjölbreytilegt, bæði fræðilegt í fyrirlestrum og verklegt. Meira
13. október 1998 | Aðsent efni | 414 orð

"Þið sjáið, strákar, að þetta er einfalt mál."

LEIÐIR okkar Jóns lágu fyrst saman í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ég var flettari og hann spilaði Beethoven D-dúr-sónötuna, op. 10 nr. 3, á nemendatónleikum í Þrúðvangi. Það var upphefð fyrir mig. Jón lék af innlifun og rumdi eftirminnilega, ef einhver fingurinn tók sér skáldaleyfi. Þarna var greinilega upprennandi skáld á ferðinni. Meira

Minningargreinar

13. október 1998 | Minningargreinar | 403 orð

Ásdís Sigurðardóttir

Með fáeinum orðum langar okkur systkinin að minnast ömmu okkar, Ásdísar Sigurðardóttur. Fáein orð eru þó erfið viðureignar því að minningarnar eru margar og af nógu er að taka. Það er skrýtið að hugsa til þess að hér eftir tekur engin amma á móti okkur þegar við lítum inn á Holtsgötunni. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 499 orð

Ásdís Sigurðardóttir

Ung stúlka vestan af fjörðum er stödd í höfuðborginni, á heimili móðurbróður síns, þegar beðið er um hana í símann. Í símanum er verðandi eiginmaður en erindi þeirra til borgarinnar er m.a. að kaupa sér giftingarhringa. "Mamma og pabbi vilja endilega að þú komir með okkur austur í Hólabrekku og við komum og sækjum þig," segir unnustinn. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 318 orð

ÁSDÍS SIGURÐARDÓTTIR

ÁSDÍS SIGURÐARDÓTTIR Ásdís Sigurðardóttir fæddist í Hælavík á Hornströndum 29. október 1920. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 3. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Guðnadóttir, f. 22. júní 1897, d. 17. nóvember 1973, og Sigurður Sigurðsson, f. 28. mars 1892, d. 9. maí 1968. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 569 orð

Íris Eggertsdóttir

Ég man það mjög vel er ég hitti Írisi í fyrsta sinn fyrir rúmum tveimur árum. Ég stjórnaði þá breytingum á versluninni Járn og skip í BYKO Suðurnes, en þar hafði Íris starfað frá því á unglingsárum að frátöldum þeim tíma er hún eignaðist son sinn og vann eitt misseri í Apótekinu í Keflavík. En gamli samheldni og eldhressi samstarfshópurinn togaði Írisi aftur til sín. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 97 orð

Kristín Elísa Heiðveig Skúladóttir

Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagans blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina felur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr.St. frá Grímsstöðum. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Kristín Elísa Heiðveig Skúladóttir

Látin er tengdamóðir mín Kristín E.H. Skúladóttir. Kynni okkar hófust fyrir 28 árum þegar ég sextán ára síðhærður töffarinn, hóf að gera hosur mínar grænar fyrir Birnu einkadóttur hennar. Ekki leist henni vel á gripinn til að byrja með en samband okkar breyttist í einlæga vináttu með árunum sem aldrei bar skugga á. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Kristín Elísa Heiðveig Skúladóttir

Elsku amma, okkur systkinin langar í nokkrum orðum að minnast þín og allra góðu stundanna sem við áttum saman. Allt það sem við gerðum fyrir þig fengum við margfalt til baka. Þú varst mikið fyrir það að gleðja okkur. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 212 orð

KRISTÍN ELÍSA HEIÐVEIG SKÚLADÓTTIR

KRISTÍN ELÍSA HEIÐVEIG SKÚLADÓTTIR Kristín Elísa Heiðveig Skúladóttir fæddist á Hellisandi 15. október 1921. Hún lést á heimili sínu hinn 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Valdimar Rögnvaldsson, f. 1.12. 1898, d. 14.1. 1923, og Kristín Oddsdóttir, f. 2.5. 1901, d. 17.1. 1951. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Stefán Lúðvíksson

Ég ætlaði aldrei að trúa þessu og get varla ennþá, því mér finnst þú ekki vera farinn, heldur að ég þurfi bara að drífa mig í að hringja í þig og athuga hvernig þér líður. Er ég hugsa til þín verða tilfinningarnar dofnar og ég fæ engan botn í þetta, sama hversu mikið ég hugsa um þig. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Stefán Lúðvíksson

Vissirðu hvað mér þótti vænt um þig? Vissirðu hvað mig langaði að hjálpa þér mikið? Vissirðu hvað ég hugsaði mikið til þín? Vissirðu hvað þú varst mér góður vinur? Og þú munt alltaf vera það allt mitt líf, þótt þú sért ekki hérna hjá mér. (Berglind Heiða) Elsku Stebbi minn. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Stefán Lúðvíksson

Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar Denna móðir þín hringdi í mig og tilkynnti mér lát þitt. Þá byrjaði ég að rifja upp gamlar minningar. Manstu eftir því þegar við vorum yngri og á leiðinni í skólann þegar þú vaknaðir klukkan 5 og hljópst til mín og varst svo æstur yfir því að við værum að verða of sein í skólann og pabbi svaraði ýkt pirraður þegar þú komst og sagði að þú ættir nú Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | 25 orð

STEFÁN LÚÐVÍKSSON

STEFÁN LÚÐVÍKSSON Stefán Lúðvíksson var fæddur 23. mars 1980. Hann lést 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Meira
13. október 1998 | Minningargreinar | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 369 orð

Afkomuviðvörun frá Den norske bank

DEN norske Bank, stærsti banki Noregs, segir að áframhaldandi afskriftir útlána í skipadeild muni þurrka út hagnað á þriðja ársfjórðungi og hreint tap muni nema 250 milljónum norskra króna. Bankinn gerir ráð fyrir afskriftum upp á 500 milljónir norskra króna í tengslum við skipadeildina og 200 milljóna n. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Áhættufé í þágu atvinnulífsins

RÁÐSTEFNA verður haldin um nýsköpun í atvinnulífinu með tilliti til áhættufjármagns í þágu fyrirtækja og tækniyfirfærslu fimmtudaginn 15. október á Grand Hóteli Reykjavík. Þar verða m.a. kynnt ný aðgerðaáætlun Evrópusambandsins til að efla nýsköpun í atvinnulífi Evrópu og á EES-svæðinu. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 árdegis og ber að kynna þátttöku til Iðntæknistofnunar fyrirfram. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Bækur mest keyptar á Netinu

TUTTUGU milljónir manna keyptu einhverja neytendavöru á veraldarvefnum á fyrri hluta ársins, 100% fleiri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt könnun rannsóknarstofnunarinnar Nielsen Media Research. Af þeim 20 milljónum sem gerðu innkaup á vefnum keyptu 5,6 milljónir bækur, 3,3 milljónum fleiri en í fyrra. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 171 orð

ÐBúnaðarbankinn lækkar vexti

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hefur ákveðið að lækka óverðtryggð vaxtakjör skuldabréfa um 0,25 prósentustig og verðtryggð vaxtakjör um 0,10 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána verða 8,50% og hafa þá lækkað um 75 punkta á síðustu 2 mánuðum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa verða 5,75% en voru til samanburðar 6,15% í upphafi árs og hafa þannig lækkað um 40 punkta á árinu. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

ÐRúmfatalagerinn stækkaður UMFANGSMIKLAR breytingar standa yfir á versluna

UMFANGSMIKLAR breytingar standa yfir á verslunarhúsnæði Rúmfatalagersins í Skeifunni 16 þessa dagana. Verslunin sem hingað til hefur verið rekin í um 600 fermetra rými mun stækka um helming eftir að ráðist var í kaup á húsnæði Hurða hf. sem flytja starfsemi sína upp á Höfða. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 87 orð

ÐTransatlantic Lines sigla

GUÐMUNDUR Kjærnested, eigandi skipafélaganna Atlantsskip og Transatlantic Lines LCC í Connecticut, vill ekki tjá sig um ásakanir forstjóra Van Ommeren sem greint var frá í Morgunblaðinu á föstudaginn sl. þess efnis að hann hefði náð samningum við flutningadeild bandaríska hersins um flutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli á fölskum forsendum. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 183 orð

ESB semur um nýjan flugvöll Mílanó

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur komizt að samkomulagi við Ítala um dreifingu flugumferðar í Mílanó og fá fjórir af hverjum 10 farþegum að halda áfram að nota Linate-flugvöll borgarinnar í stað hins nýja Malpensa flugvallar. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Evrópsk hlutabréf snarhækka í verði

EVRÓPSK hlutabréf stigu í verði í gær vegna vona um að Japanar nálgist lausn á fjárhagsvanda sínum og bollalegginga um vaxtahækkanir austan hafs og vestan. Dalurinn seldist á 118,50 jen eftir mestu lægð ársins fyrir helgi, á sama tíma og japanska stjórnin tryggði nægan stuðning við áætlun um fjárveitingar til bágborins bankageira. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 32 orð

Leverkusen skráir bréf til sölu

ÞÝZKA knattspyrnuliðið Bayer Leverkusen vill skrá hlutabréf til sölu í þýzku kauphöllinni samkvæmt blaðinu Die Welt. Liðinu verður breytt í skráð hlutafélag fyrir leiktímabilið 1999/2000. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Murdoch heldur yfirráðum yfir Fox

NEWS CORP, hið hnattræna fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdochs, hyggst halda ráðandi hlut sínum í Fox Entertainment Group í Bandaríkjunum þegar hlutabréfum í fyrirtækinu verðyr komið í sölu, segir í Financial Times. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Newcastle í viðræðum?

HLUTABRÉF í Newcastle United Plc hafa hækkað um rúm 10% vegna nýrra bollalegginga um tilboð í enska úrvalsdeildarliðið. Verð bréfanna hækkaði um 9,5 pens í 85,5 pens en hafði komizt hæst í 95 pens. Áhuginn stafaði af frétt í blaðinu Mail on Sunday um að Newcastle ætti í viðræðum við ónefnt fjölmiðlafyrirtæki um 150 milljóna punda yfirtöku. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Nýr framkvæmda stjóri Tölvumiðstöðvar

JÓN Ragnar Höskuldsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, en því starfi hefur hann gegnt frá stofnun hennar, vorið 1989. Jón Ragnar mun eftir sem áður vinna hjá Tölvumiðstöðinni við hugbúnaðargerð, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Raflagnir hefja innflutning

RAFLAGNIR Íslands ehf. hafa aukið við starfsemina með því að hefja innflutning á raftækjum frá CIBES í Svíþjóð. Fyrirtækið hefur þar með bæst í hóp innflytjenda. Skrúfulyftur meðal helstu vara Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 340 orð

Stofnfé aukið um 95 milljarða

HAGNAÐUR Norræna fjárfestingarbankans (NIB)á fyrri hluta ársins nam 78 milljónum ECU (6.224 milljónum íslenskra króna) samanborið við 80 milljónir ECU á sama tíma í fyrra (6.400 m.ísl.kr.). Vaxtamunur fyrstu átta mánaða ársins var ECU 91 milljón (7.262 m.ísl.kr.) en samsvarandi tala fyrra árs var ECU 87 milljónir (6.960 m.ísl.kr.). Meira
13. október 1998 | Viðskiptafréttir | 309 orð

Vilja taka virkari þátt í þróun kjúklingamarkaðarins

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur keypt helming hlutafjár í Ísfugli hf., en Ísfugl er, samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu, fullkomið alifuglasláturhús ásamt vinnslu, til húsa að Reykjavegi 36 í Mosfellsbæ. Fyrirtækið varð til við sameiningu þriggja félaga, Reykjavegar 36 hf., Ísfugls hf. og Markaðskjúklinga ehf. en samkomulag um sameiningu þeirra var undirritað í gær. Meira

Daglegt líf

13. október 1998 | Neytendur | 104 orð

Heimilissíminn ódýr á Íslandi

SÍMKOSTNAÐUR íslenskra heimila er með því lægsta sem þekkist samkvæmt nýrri skýrslu frá Eurodata Foundation sem unnin er í samvinnu við OECD. Til þess að fá sem bestan samanburð á milli aðildarríkjanna býr OECD til körfur með fyrirfram ákveðinni símanotkun heimila og er kostnaðurinn borinn saman og miðað við kaupmátt í hverju landi fyrir sig. Meira
13. október 1998 | Neytendur | 352 orð

Vinsældir hljóðbóka fara ört vaxandi

HLUSTUN á hljóðbækur fer jafnt og þétt vaxandi að sögn þeirra sem gefa út slíkt efni hér á landi. Fólki finnst gott að geta hlustað við ýmsar aðstæður, sitjandi í stól, skokkandi eða gangandi sér til skemmtunar. Það er einnig algengt að fólk hlusti þegar það er að vinna ýmis verk, ekur í bílnum eða liggur uppi í rúmi áður en farið er að sofa. Meira

Fastir þættir

13. október 1998 | Í dag | 29 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 14. október, verður sjötug Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir, Rjúpufelli 31. Hún verður með heitt á könnunni fyrir ættingja og vini á afmælisdaginn frá kl. 15.30. Meira
13. október 1998 | Í dag | 28 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. október, verður sjötugur Kristján Þórðarson, skrifstofustjóri hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, Miðvangi 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir. Þau eru að heiman. Meira
13. október 1998 | Fastir þættir | 94 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 6.okt. sl. spiluðu 32 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Sæmundur Björnss. ­ Magnús Halldórss.391Garðar Sigurðsson ­ Baldur Ásgeirsson 372Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannsson361Lokastaða efstu para í A/V: Viggó Norðquist - Oddur Halldórsson377Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson355Halla Ólafsd. Meira
13. október 1998 | Fastir þættir | 83 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridskennsla fyrir

Fimmtudaginn 15. sept. nk. hefst bridskennsla fyrir byrjendur í húsi bridsfélagsins Munins, Sandgerði, og Bridsfélags Suðurnesja, að Mánagrund, og hefst kennslan kl. 20. Námskeiðið kostar ekkert, og ef þátttaka er góð verður jafnvel haldið framhaldsnámskeið í framhaldi af þessu þar sem aðrir spilarar sem þurfa á upprifjun að halda geta komið líka. Meira
13. október 1998 | Fastir þættir | 286 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jón Þorvarðarson og

Þrjátíu og þrjú pör unnu sér rétt til að spila í úrslitum Íslandsmótsins í tvímenningi sem fram fara 31. október og 1. nóvember nk., en 64 pör mættu í undankeppnina sl. helgi. Sverrir Kristinsson og Jón Þorvarðarson unnu undankeppnina, Kristján Blöndal og Ragnar Magnússon urðu í öðru sæti og Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson urðu þriðju. Meira
13. október 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júní sl. í Viðeyjarkirkju af sr. Sigurði Jónssyni, sóknarpresti í Odda, Dýrfinna Kristjánsdóttir og Þórir Björn Kolbeinsson. Heimili þeirra er að Þrúðvangi 22, Hellu. Meira
13. október 1998 | Fastir þættir | 780 orð

Glæpur og eftirspurn

"Ég veit um stjórnmálamenn sem hafa lært að sjá sjálfa sig einungis með augum sjónvarpsmyndavélanna. Ætli þeir sofi líka þannig að það komi vel út í sjónvarpi?" Václav Havel Meira
13. október 1998 | Í dag | 24 orð

Ljósmyndastofan Svipmyndir. Gefin voru saman 29. ágúst í Hátei

Ljósmyndastofan Svipmyndir. Gefin voru saman 29. ágúst í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Selma Unnsteinsdóttir og Pétur Magnússon. Heimili þeirra er á Bergþórugötu í Reykjavík. Meira
13. október 1998 | Dagbók | 642 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komu Hanse Duo, Dettifoss

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komu Hanse Duo, Dettifoss og danska eftirlitsskipið Beskytteren. Í gær voru væntanleg Akureyrin og Lone Sif. Í dag kemur Mermaid Eagle, Arnarfellið og japönsk túnfiskveiðiskip. Meira
13. október 1998 | Fastir þættir | 709 orð

Safnaðarstarf Barna- og unglingastarf í Neskirkju

EINS og undanfarin ár verður fjölbreytt barna- og unglingastarf í Neskirkju í vetur. Barnaguðsþjónustur eða sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi kl. 11 en kirkjan opnar kl. 10 og er þá aðstaða fyrir börnin til að lita og föndra. Á sama tíma er í kirkjunni starf fyrir átta til níu ára börn og er það sniðið sérstaklega fyrir þarfir þess aldurshóps og aðgreint frá sunnudagaskólanum. Meira
13. október 1998 | Í dag | 411 orð

Vel varðveitt leyndarmál!

MIG langar til að ljóstra upp best varðveitta leyndarmáli hvað varðar íslensku veitingastaðaflóruna ­ en það er lítill veitingastaður að nafni Ban Thai sem er staðsettur á Laugaveginum rétt hjá Hlemmi. Ég hef farið nokkuð víða og kynnst austurlensri matargerðarlist og leyfi mér því að fullyrða að á Ban Thai er boðið upp á einhverja bestu matargerð sem finna má í Reykjavík í dag. Meira
13. október 1998 | Í dag | 408 orð

ÞRÁTT fyrir mikla samkeppni er augljóst, að þjónusta matvöru

ÞRÁTT fyrir mikla samkeppni er augljóst, að þjónusta matvöruverzlana á höfuðborgarsvæðinu hefur að hluta til versnað. Þannig uppgötvaði Víkverji á sunnudag, að verzlun Nýkaupa í Kringlunni er nú lokuð á sunnudögum en hefur verið opin þar í allmörg ár. Fyrirtækið hefur ekki haft hátt um þessa breytingu. Meira
13. október 1998 | Dagbók | 3474 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

13. október 1998 | Íþróttir | 88 orð

Armenía - Ísland3:1

Gyumri, Evrópukeppni ungmennalandsliða í knattspyrnu, U21, 4. riðill, laugardaginn 10. október 1998. Mörk Armeníu: Osman Tamoyan 2., Ara Akobyan 8., Arshak Amiryan 47. Mark Íslands: Eiður Smári Guðjohnsen 62. Gult spjald: Heiðar Helguson 37., Þorbjörn Atli Sveinsson 44., Reynir Leósson 48., Ívar Ingimarsson 57. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 108 orð

Ásgeir sáttur við stigið

Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegur ráðunautur KSÍ, var ánægður í leikslok í Jerevan. "Ég er sáttur við stigið," sagði hann við Morgunblaðið. "Við vissum að þetta yrði erfitt eftir erfitt ferðalag en mótherjarnir fengu ekki marktækifæri. Þeir byrjuðu betur og réðu gangi leiksins undir lokin en við áttum spretti á milli. Þetta var ekki glæsilegur fótbolti en stigið telur. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 186 orð

Ballið að byrja hjá Graham

GEORGE Graham er ekki þekktur fyrir það gefa leikmönnum sínum neitt eftir og gildir einu hjá hvaða félagi hann hefur verið. Nú hefur hann tekið við stjórnvelinum hjá Tottenham og leikmenn liðsins eru farnir að horfa til komandi mánaða með kvíða, a.m.k. sumir hverjir. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 100 orð

Barátta á toppnum í snóker

JÓHANNES B. Jóhannesson vann Jóhannes R. Jóhannesson með fimm römmum á móti tveimur í úrslitum annars stigamóts Billiard- og snókersambands Íslands. Brynjar Valdimarsson og Gunnar Hreiðarsson urðu í þriðja til fjórða sæti í meistaraflokki, en mikil barátta er á toppnum. Brynjar og Jóhannes B. eru efstir með 550 stig en Jóhannes R. er í þriðja sæti með 500 stig. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 111 orð

Chilavert til Liverpool

JOSE Luis Chilavert, fyrirliði og markvörður landsliðs Paragvæ í knattspyrnu, segist vel geta hugsað sér að ganga til liðs við Liverpool og í raun sé hann að skoða tilboð frá liðinu um þessar mundir. Chilavert leikur nú með Velez Sarsfield í argentínsku 1. deildinni. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 248 orð

Dodds hetja Skota

Varamaðurinn Billy Dodds hélt upp heiðri Skota er hann skoraði tvö mörk á móti Eistlandi, 3:2, í 9. riðli. Eistar undir stjórn Teits Þórðarsonar þóttu koma á óvart með góðum leik. Færeyingar náðu í stig á móti Litháen með því að gera markalaust jafntefli í Vilnius. Dodds jafnaði á 77. mínútu rétt eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hann gerði síðan sigurmarkið sjö mínútum síðar. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 62 orð

Eggjabikarinn

Síðari leikir í 1. umferð: KR - Stjarnan95:87 KR fer áfram. Haukar - Snæfell109:89 Haukar fara áfram. Keflavík - ÍR150:77 Keflavík fer áfram. Njarðvík - ÍS91:59 Njarðvík áfram. Þór Ak. - Grindavík77:88 Grindavík áfram. KFÍ - Valur77:82 Valur fer áfram. ÍA - Þór Þorl. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 73 orð

Eiður Smári meiddist og Heiðar í bann

Eiður Smári Guðjohnsen meiddist undir lok leiksins í Gyumri. Hann lenti í samstuði og var aumur á hné. "Það kom eitthvað fyrir liðþófann hægra megin," sagði Eiður Smári en talið er að hann verði frá í þrjár vikur. Heiðar Helguson fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks og verður í leikbanni þegar strákarnir taka á móti Rússum á morgun en hann fékk líka spjald á móti Frökkum. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 435 orð

Ekkert bókað fyrirfram gegn ÍR í Breiðholtinu

Þetta var erfitt en ég er sáttur, við vorum á tánum í fyrri hálfleik með góða vörn en eftir hlé er þetta landlæga vandamál að hafa forskot og missa einbeitinguna," sagði Finnur Jóhannsson, línumaðurinn snjalli, sem var markahæstur í 30:26 baráttusigri á KA í Austurberginu á sunnudaginn. "Við náðum okkur samt á strik á ný, vörnin tók við sér og við unnum á því. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 104 orð

England

England 1. deild: Barnsley - Port Vale0:2 Bristol City - Portsmouth2:2 Oxford - Tranmere1:2 Watford - Birmingham1:1 Staða efstu l Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 802 orð

Erfitt ferðalag í tvo sólarhringa

ÍSLENDINGAR skruppu til Armeníu á föstudag, daginn eftir lék A-landsliðið í knattspyrnu landsleik í Jerevan og ungmennaliðið í Gyumri, sem er í liðlega 100 km fjarlægð frá höfuðborginni. Að seinni leiknum loknum var haldið áleiðis heim á ný og leikmenn komnir inná hótel í Reykjavík tæplega tveimur sólarhringum eftir að þeir fóru frá Íslandi. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 307 orð

Evrópukeppni félagsliða Evrópukeppni meistaraliða

Síðari leikir í 1. umferð: (Lið sem eru feitletruð komast áfram) Red Boys - Viking Stavanger20:40 Pfadi Winterthur - Jskra Kielce27:32 BK 46 Karis - Fotex Veszprém10:35 Granitas Kaunas - Zaporozhye16:27 HC Alpi Prato - HC Port Burgas29:24 Sparkasse Bruck - Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 577 orð

Frakkar fóru með sigurbros á vör frá Moskvu

HEIMSMEISTARAR Frakka ráku af sér slyðruorðið eftir jafnteflið á móti Íslendingum með því að vinna Rússa sannfærandi 3:2 í Moskvu. Alain Boghossian skoraði sigurmarkið á 82. mínútu eftir að heimamenn höfðu jafnað, 2:2. Frakkar fengu reyndar tækifæri til að gera fjórða markið þegar þeir fengu vítaspyrnu á síðustu mínútu, en Laurent Blanc misnotaði hana með því að skjóta í þverslána. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 177 orð

Fyrsti sigur Selfoss

Selfyssingar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildar keppni karla í handknattleik þegar þeir lögðu HK að velli í íþróttahúsinu á Selfossi 29:23. Sigur Selfoss var öruggur og má segja að þeir hafi haft undirtökin nánast allan leikinn. Sigurjón Bjarnason, þjálfari Selfossliðsins, var ánægður í leikslok. "Dagskipunin var að berjast og það gerðum við svo sannarlega. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 391 orð

Fyrsti sigur Tyrkja á Þjóðverjum í 47 ár

Tyrkir fögnuðu 1:0 sigri á Þjóðverjum með mikilli flugeldasýningu enda ástæða til því þetta var fyrsti sigur Tyrkja á Þjóðverjum í 47 ár. Um 2,3 milljónir Tyrkja eru búsettar í Þýskalandi og var því víða fagnað þar. Fólk þusti út á götur eftir leikinn og veifaði tyrkneska fánanum og fagnaði glæstum sigri langt fram á nótt. Sigurmarkið kom á 69. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 129 orð

Gascoigne í meðferð

PAUL Gascoigne, leikmaður Middlesbrough og fyrrverandi landsliðsmaður, var um helgina lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hyggst fá aðstoð til að losna undan áþján Bakkusar. Gascoigne fannst illa til reika og töluvert við skál á járnbrautarstöð í Lundúnum um helgina eftir að hafa setið að sumbli í þrjá daga og þar áður farið mikinn á börum Dyflinnar. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 465 orð

Gestrisni FHinga fullmikil

FH-INGAR eru enn án sigurs eftir fyrstu fjórar umferðirnar í 1. deild karla. Þeir töpuðu fyrir grönnum sínum, Haukum, 26:29, og langt síðan þeir hafa byrjað mót eins illa. Þeir færðu nokkrum leikmönnum Hauka, sem áður hafa leikið með FH, blómvönd fyrir leikinn. Menn höfðu á orði að FH væri að leika við B-lið FH því fimm Haukamenn höfðu spilað áður með FH. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 100 orð

Grindavík - KR53:72

Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmót , laugardaginn 10.október 1998. Gangur leiksins: 8:6, 13:12, 23:25, 24:42, 31:44 36:53, 41:55, 44:68,48:70 53:72. Stig Grindavíkur: Stefanía Ásmundsdóttir 13, Svanhildur Káradóttir 13, Sandra Guðlaugsdóttir 10, Sóveig Gunnlaugsdóttir 7 , Stefanía Jónsdóttir 6, Rósa Ragnarsdóttir 2, Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 235 orð

Gummersbach keppir áfram

ALLT bendir til þess að þekktasta handkanttleikslið Þýskalands, Gummersbach, geti a.m.k. verið með í 1. deildarkeppninni út leiktíðina, en um tíma leit út fyrir að það þyrfti að draga sig úr keppni vegna fjárhagsörðugleika. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 98 orð

Hafnarfjarðarslagur í bikarkeppninni

Á LAUGARDAGINN var dregið í 1. umferð í bikarkeppni karla í handknattleik. 26 lið eru skráð til leiks að þessu sinni, en sex sitja hjá í 1. umferð. Stórleikir umferðarinnar verða viðureign Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH og Stjörnunnar og Fram. Leikirnir fara fram 31. október og 1. nóvember. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 59 orð

Henry í hóp Frakka

THIERRY Henry, miðherji Mónakó, bættist í franska landsliðshópinn í gær í staðinn fyrir Emmanuel Petit, miðjumann hjá Arsenal, sem tognaði á lærvöðva í leiknum við Rússa í Moskvu á laugardagskvöld. Henry kom inn á hjá Frökkum um miðjan seinni hálfleik í leiknum við Íslendinga á Laugardalsvelli í byrjun september en Frakkar mæta Andorra á morgun. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 448 orð

Hvorki erfitt né fallegt

AFTURELDINGU reyndist ekki erfitt að komast í efsta sæti deildarinnar þegar henni gafst til þess tækifæri með því að leggja Gróttu-KR örugglega á heimavelli síðdegis á sunnudag, lokatölur 27:22. Mosfellingar hafa aðeins tapað einu stigi í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar, einu færra en Fram, Haukar og Valur sem næst koma. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 209 orð

Hægur bati hjá Pétri

Það miðar allt í rétta átt, en batinn hefur því miður verið hægari en ég hafði vonast eftir," sagði Pétur Hafliði Marteinsson, varnarmaður, leikmaður landsliðsins, aðspurður hvort möguleiki væri á því að hann gæti leikið með íslenska landsliðinu gegn Rússum á miðvikudaginn á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 109 orð

ÍS - Keflavík67:41

Íþróttahús Kennaraháskólans, 2. umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik, mánudaginn 12. október 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 13:6, 17:12, 29:12, 34:14, 42:17, 42:21, 50:29, 54:33, 63:35, 65:39, 67:41. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 87 orð

Íslandsmótið

1. deild kvenna Flakkarar - Keflavík8:0 Tryggðatröll - Ernir8:0 Skrúfurnar - Afturgöngurnar2:6 Skutlurnar - Keiluálfar4:4 Fellurnar - KR2:6 Keilusystur - ÍR L6:2 Að loknum 8 leikjum á lið eru Flakkarar í efsta sæti með 16 stig, Afturgöngurnar eru með 12 stig en Tryggðatröll og Keiluálfar 10 stig. 1. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 328 orð

ÍSLENSKA piltalandsliðið í knatts

ÍSLENSKA piltalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði fyrir Frökkum 5:0 í riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Frakklandi og lauk um helgina. Frakkar urðu efstir og fara áfram í úrslitakeppnina en í riðlinum voru einnig Lettar og Hvít-Rússar. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 205 orð

JOSE Luis Chilavert, landsliðsmarkvörð

JOSE Luis Chilavert, landsliðsmarkvörður Paraguay, er orðaður við Liverpool. Hann er 33 ára og vakti athygli fyrir góð tilþrif á HM í Frakklandi. Hann leikur nú með Velez Sarsfield í Argentínu en sagði í viðtali að Liverpool hefði boðið sér samning. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 430 orð

KARL Gauti Hjaltason lét af starfi for

KARL Gauti Hjaltason lét af starfi formanns Karatesambands Íslands, KAÍ, eftir 13 ára starf á ársþingi KAÍ í lok síðasta mánaðar. Í hans stað var Ólafur Wallevik kjörinn formaður. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 74 orð

Kæru Hearts vísað frá

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu hefur vísað kæru skoska liðsins Hearts frá, en forráðamenn liðsins lögðu inn kæru eftir leik liðsins gegn Mallorca á Spáni ­ sögðu að mörk vallarins hefðu verið misstór. Annað markið hefði verið 10 cm hærra en reglur segja um, eða 2,44 m. Hearts og Mallorca gerðu jafntefli, 1:1, em Mallorca vann í Edinborg, 1:0. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 135 orð

Lettar koma enn á óvart

LETTAR, sem unnu Norðmenn 3:1 í fyrstu umferð 2. riðils, héldu sigurgöngunni áfram og lögðu Georgíu að velli 1:0 og eru efstir í riðlinum. Norðmenn léku í Slóveníu og unnu 2:1 og gerðu sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Marian Pahar skoraði eina mark Letta strax á áttundu mínútu. Náði boltanum við vítateigshornið og sendi hann með jörðinni framhjá David Gvarmadze, markverði Georgíu. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 95 orð

Markvörður með tvö mörk

ÞÓR Björnsson, markvörður Fram, var í hópi markahæstu leikmanna liðsins ­ skoraði tvö mörk með því að kasta knettinum yfir völlinn og í autt mark Stjörnunnar. Í annað skiptið eftir að Birgir Í. Guðmundsson, markvörður Stjörnunnar, geystist fram í sókn og reyndi að skora með langskoti. Þá varði Þór tvö vítaköst á síðustu mín. leiksins, það gerði einnig Birgir. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 476 orð

Martröð Dels Pieros á enda

ALESSANDRO Del Piero var hetja Ítala sem unnu Sviss 2:0 í fyrsta riðli í Udine, heimabæ Dino Zoff þjálfara. Del Piero gerði bæði mörkin en hafði ekki skorað fyrir landsliðið í rúma níu mánuði. Í hinum leiknum í 1. riðli urðu Danir að sætta sig við 1:2 tap á heimavelli fyrir Wales þar sem sigurmarkið var gert rétt fyrir leikslok. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 461 orð

Miklir yfirburðir ÍS gegn Keflavík

Stúdínur höfðu mikla yfirburði er þær mættu Keflvíkingum í annarri umferð 1. deildar kvenna í gærkvöldi. ÍS sigraði 67:41 og var sigur liðsins aldrei í hættu. ÍS er því með fullt hús stiga eins og KR, en með lakara stigahlutfall og telst því í öðru sæti. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 331 orð

Mótspyrna Andorra kom á óvart

Úkraína sigraði Andorra 2:0 og er efst í 4. riðli, með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Þrátt fyrir að Andorra hafi tapað í fyrsta landsleik sínum í stórmóti á heimavelli, lék liðið alls ekki illa. Þeir lögðu áherslu á varnarleikinn og héldu hreinu fyrsta hálftímann, en þá gerði Vitaly Kosovsky, leikmaður Dynamo Kiev, Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 102 orð

Odrick farinn frá UMFN

RODNEY Odrick, sem leikið hefur með Íslandsmeisturum Njarðvíkur í úrvalsdeildinni í kröfuknattleik, er farinn af landi brott, a.m.k. að sinni. Faðir hans lenti í alvarlegu bílslysi í Bandaríkjunum um helgina og er tvísýnt um líf hans. Af þeirri ástæðu kaus Odrick að fara heim en ekki er útilokað að hann komi á ný til liðs við Njarðvíkurliðið. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 321 orð

Óskar skoraði fimm gegn gömlu samherjunum

ÓSKAR Ármannsson, leikstjórnandi Hauka, lék í fyrsta skipti í Kaplakrika á Íslandsmóti í nýju hlutverki ­ sem andstæðingur FH. Óskar, sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlum sem leikmaður FH, gekk til liðs við Hauka í sumar eftir að hafa verið í Þýskalandi í nokkur ár sem leikmaður með Ossweil og Römerwall. Óskar var gömlu samherjum sínum erfiður, skoraði fimm mörk. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 404 orð

Púað á enska lands- liðið á Wembley

Englendingar gerðu aðeins markalaust jafntefli við Búlgaríu í 5. riðli og þótti leikurinn einn sá slakasti undir stjórn Glenns Hoddles þjálfara. Enska liðið átti varla skot á mark Búlgara í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka létu áhorfendur óánægju sína í ljósi með því að púa á leikmenn og þjálfara. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 36 orð

Rússarnir eru komnir

LANDSLIÐ Rússlands, sem mætir Íslendingum á morgun, kom til landsins í gærkvöldi með leiguvél frá Moskvu. Leikur 21 árs landsliðanna verður á grasvellinum í Kópavogi kl. 14 en leikur a-liðanna á Laugardalsvellinum kl. 17.45. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 111 orð

SIGURÐUR Sveinsson lék ekki með

SIGURÐUR Sveinsson lék ekki með Aftureldingu gegn Gróttu- KR vegna meiðsla. Hann reif vöðva í annarri öxlinni fyrir skömmu. Var hann deyfður fyrir leikinn við Stjörnuna fyir rúmri viku en það hafði ekkert að segja. Sat Sigurður því hinn spakasti á varamannabekknum að þessu sinni. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 353 orð

Skytturnar þrjár skutu Fram í kaf

STJÖRNUMENN gerðu sér lítið fyrir og skutu Framara í bólakaf í Ásgarði, 27:18. Framarar réðu ekkert við stórskyttur Stjörnunnar, þá Heiðmar Felixson, Hilmar Þórlindsson og Arnar Pétursson, sem héldu uppi stórskotahríð að marki Framara. Þá áttu leikmenn Fram í erfiðleikum með að koma knettinum fram hjá Birgi Í. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 402 orð

Stelaea hetja Rúmena

RÚMENAR voru með heppnina með sér þegar þeir unnu Portúgala 1:0 í Oporto því sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Dorinal Monteanu skoraði markið úr aukaspyrnu, en fyrr í leiknum hafði Bogdan Stelaea, markvörður Rúmena, varið vítaspyrnu frá Paulinho Santos. Rúmenar eru með fullt hús stiga í 7. riðli eins og Slóvakar sem unnu Lichtenstein 4:0. Ungverjar gerðu góða ferð til Azerbaijan og unnu 4:0. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 827 orð

Stjarnan - Fram27:18

Ásgarður í Garðabæ, 1. deildarkeppnin í handknattleik, Nissan-deildin, laugardagur 10. október 1998. Gangu leiksins: 1:0, 1:1, 4:2, 5:4, 9:4, 13:7, 13:9, 14:10. 14:13, 19:13, 20:15, 24:15, 26:16, 27:17, 28:17. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 227 orð

Strákarnir féllu á sama bragði og fyrr

Íslenska ungmennaliðið mátti þola annað tap sitt í keppninni, tapaði 3:1 fyrir Armeníu í Gyumri. "Við erum auðvitað ekki vanir að leika klukkan níu að morgni að íslenskum tíma, vorum ekki vaknaðir," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins. Frakkar unnu Íslendinga 2:0 á Akranesi í byrjun september og þá skoruðu gestirnir strax í byrjun. Sama var uppi á teningnum í Gyuumri. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 139 orð

Tókum enga áhættu

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var ánægður með jafnteflið í Jerevan. "Ég er ágætlega sáttur," sagði hann við Morgunblaðið. "Allir vilja sigra en við gerðum það sem lagt var upp með. Mótherjarnir opnuðu aldrei vörnina hjá okkur og við fengum sóknir í fyrri hálfleik sem við hefðum hugsanlega getað gert meira úr. Hins vegar var völlurinn mjög ósléttur og því erfitt um vik. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 698 orð

Valsmenn brutu Eyjamúrinn

Eyjamenn hafa á stundum reynst Valsmönnum óþægur ljár í þúfu og á síðustu tveimur árum hafa Eyjamenn haft betur í þremur viðureignum liðanna en gert jafntefli í einni. Það hefur því eflaust verið beygur í Hlíðarendapiltum er Eyjapeyjar mættu í Valsheimilið á sunnudagskvöld, ekki síst þar sem afsprengi þeirra fyrrnefndu, Valgarð Thoroddsen, var mættur sem nýr liðsmaður gestanna. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 337 orð

Vantar örlítið uppá

RÍKHARÐUR Daðason fékk ekki mörg tækifæri í fremstu víglínu. "Við hefðum þurft að vera aðeins nákvæmari en vorum að skapa okkur tvö til þrjú færi í hvorum hálfleik. Þau eru þarna en við vorum aðeins of æstir og það vantar örlítið uppá til að þetta gangi upp." Ríkharður sagði að langt ferðalagið væri engin afsökun. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 401 orð

Varð ekki um sel

Hvorki stúlkunum í íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik né aðstandendum liðsins varð um sel þegar farið var yfir landakortið til að finna borgina Diyarbakir í Tyrklandi ­ en þangað hafði liðinu verið boðið til keppni í tilefni 75 ára afmælis Tyrkneska lýðveldisins. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 492 orð

"Við ætluðum að halda hreinu"

SIGURÐUR Jónsson fór fyrir sínum mönnum í íslensku vörninni í Jerevan. "Við vorum ákveðnir í að halda hreinu og okkur tókst það. Að þessu sinni voru allir varnarmenn í íslenska liðinu og þetta var mjög erfitt. Við sköpum okkur alltaf færi en ég er ánægður með jafnteflið. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 433 orð

VÖRN »Er íslensk knattspyrnaá réttri leið eðaeinfaldlega stöðnuð?

Það var ekki glæsileg knattspyrna sem leikmenn Armeníu og Íslands buðu upp á í Jerevan á laugardaginn. Leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum og þá sérstaklega fyrir hvað stífur varnarleikur var leikinn. Það er aldrei skemmtilegt að horfa á lið leika svo stífan varnarleik. Þannig leikur kemur niður á léttleikandi knattspyrnu og sóknarlotur verða tilviljunarkenndar og ómarkvissar. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 927 orð

Vörnin aðal landsliðsins í Jerevan

Íslendingar eru með tvö stig í 4. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, gerðu jafntefli, 1:1, við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli í byrjun september og markalaust jafntefli við Armeníu á laugardag. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Einar Falur Ingólfsson voru með í för til Armeníu og fylgdust með leiknum í Jerevan. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 142 orð

Þarf þrjá gyðinga til að versla við einn Armena

ÍSLENDINGAR fengu að kynnast því hvað erfitt er í raun að eiga við Armena. Við komuna til Jerevan þurfti að borga 20 dollara, um 1.400 kr., á mann fyrir vegabréfsáritun. Við brottför var aftur krafist 20 dollara á mann fyrir sama hlut. Flugstjórinn Gunnar Þorvaldsson þurfti líka að borga fyrir ýmislegt sem ekki var vitað um, m.a. 1. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 601 orð

Ætlar FH-ingurinnELVAR GUÐMUNDSSONað

ELVAR Guðmundsson handknattleiksmarkvörður gekk til liðs við FH eftir að ljóst var að S-Kóreumnaðurinn Suik Hyung Lee ætlaði að söðla um og leika með svissneska 1. deildar liðinu TV Suhr í vetur, að loknum tveimur keppnistímabilum með Hafnarfjarðarliðinu. Elvar vakti athygli fyrir vaska framgöngu með Breiðabliki í fyrravetur þrátt fyrir að liðið ynni ekki einn leik á Íslandsmótinu í 1. deild. Meira
13. október 1998 | Íþróttir | 197 orð

Öruggt hjá KR

ÞAÐ var ekki margt sem gladdi auga þeirra örfáu áhorfenda sem mættu til að líta á leik heimamanna í Grindavík og KR, sem vann 72:53. Bæði lið gerðu sig sek um mikil mistök og misstu heimamenn boltann 19 sinnum í fyrri hálfleik og gestirnir 14 sinnum. Bæði lið spiluðu pressuvörn lengstum og er það helsta skýringin á öllum þessum töpuðu boltum. Grindavíkurstúlkum gekk þó vel í byrjun leiks. Meira

Fasteignablað

13. október 1998 | Fasteignablað | 307 orð

Aðalskipulag fyrir Hafnarfjörð

HAFNARFJARÐARBÆR hefur gefið út í bókarformi greinargerð ásamt þéttbýliskorti í mælikvarðanum 1:10.000 með aðalskipulagi bæjarins fram til 2015. Í formála Jóhannesar Kjarvals, skipulagsstjóra í Hafnarfirði, segir að um sé að ræða þriðja aðalskipulag bæjarins, frá því að gerð nútímaskipulags í Firðinum hófst á þriðja áratug þessarar aldar. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 738 orð

Að lokinni ráðstefnu

RÁÐSTEFNAN sem Samorka, samtök raf- og vatnsveitna, efndi til í byrjun október tókst vel og flestir fyrirlestrar voru bæði fræðandi og áhugaverðir. Ráðstefnan var mjög vel sótt, um 130 þátttakendur voru skráðir til leiks og sátu í einn og hálfan dag og hlustuðu með athygli. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 329 orð

Aldur húsa hefur áhrif á iðgjaldaþátt vatnstjónstrygginga

LAGNAEFNI, sem henta í Reykjavík, henta hugsanlega alls ekki annars staðar á landinu, því að mikill munur er á heitu og köldu vatni á milli landshluta bæði hvað varðar efnainnihald og sýrustig. Kom þetta fram á ráðstefnu, sem haldin var á vegum Samorku, samtaka raf- og vatnsveitna, fyrir skömmu. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 827 orð

Áður en í óefni er komið

ÍBÚÐAREIGENDUR sem lenda í þeirri aðstöðu að eiga ekki fyrir skuldum sínum eiga oft ekki margra kosta völ til að leysa úr þeim erfiðleikum, ef vanskil ná að hlaðast upp að einhverju marki. Þá skiptir hins vegar miklu máli hve fljótt er tekið á vandanum. Því fyrr sem það er gert því betra, eins og gefur að skilja. En hvað best er að gera hverju sinni liggur ekki alltaf ljóst fyrir. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 165 orð

Berlín fær nýtt yfirbragð

POTSDAMER Platz í Berlín er nú einn stærsti byggingareitur Evrópu. Byggingakranarnir standa þar í röðum og hamast viðstöðulaust. Nú hefur uppbyggingin á þessu mikla byggingarsvæði staðið yfir í um fimm ár og fjöldi nýrra bygginga risið. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 46 orð

Duushús til sölu

ÖLL húsin við Aðalstræti 4 eru nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Þau skiptast í framhús, bakhús, Duushús auk tengibygginga og útbygginga. Þessi hús henta fyrir margvíslega starfsemi og eru til sölu í einu lagi, en sala í hlutum kemur einnig til greina. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 767 orð

Duushús til sölu ásamt öðrum húsum við Aðalstræti 4

ÞAÐ VEKUR ávallt athygli, þegar þekktar og áberandi fasteignir í miðborg Reykjavíkur koma í sölu. Hjá Eignamiðluninni eru nú til sölu öll húsin við Aðalstræti 4. Þau skiptast í framhús, bakhús, Duushús auk tengibygginga og útbygginga. Húsin standa öll í einn þyrpingu og mynda eina heild. Framhúsið snýr að Aðalstræti og Fischersundi, en hin snúa að Fischersundi. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 29 orð

Ef það vantar pláss fyrir tómstundadótið

Ef það vantar pláss fyrir tómstundadótið HÆGT er að nýta sökkla undir skápum og innréttingum betur en oft er gert. Þar er m. a. hægt að hafa geymslu fyrir frístundadótið. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 177 orð

Eldhús og bað í Húsasmiðjuna

HÚSASMIÐJAN opnaði á laugardaginn var innréttingaverslun á 2. hæð verslunar sinnar að Skútuvogi 16. Eldhús og bað, sem nú er í eigu Húsasmiðjunnar, hefur lengi verið þekkt fyrir eldhúsinnréttingar, fataskápa og baðinnréttingar sem byggja á íslenskri hönnun og bjóða upp á fjölbreyttar lausnir í mismunandi verðflokkum, sniðnar að þörfum hvers og eins. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 855 orð

Er til eignaskiptayfirlýsing fyrir þitt hús?

EIGENDUM fjöleignarhúsa er skylt samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús að láta gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið, enda liggi ekki þegar fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Í megindráttum má segja að eignaskiptayfirlýsing sé skjal sem kveður á um skiptingu fjöleignarhúss í eignarhluta. Hverjum séreignarhluta er lýst og tilgreint hvað honum fylgir sérstaklega. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 225 orð

Gamalt hús í nýju hlutverki

HÚSIÐ Austurstræti 9 hefur tekið miklum breytingum að undanförnu, en þetta hús hefur lengi sett mikinn svip á miðbæ Reykjavíkur. Það var reist 1921 af Agli Jacobsen kaupmanni og mjög til þess vandað. Guðrún Guðlaugsdóttir fjallar um þetta fallega hús hér í blaðinu í dag. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 301 orð

Glæsilegt einbýlishús við Urriðakvísl

MUN meiri hreyfing er nú á stórum og verðmeiri eignum en áður, þar sem möguleikar fólks á langtímalánum út á slíkar eignir eru nú ólíkt meiri en var. Það er því miklu auðveldara nú að fjármagna kaup á slíkum eignum en áður fyrr. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 296 orð

Gott einbýlishús í Stykkishólmi

HJÁ fasteignasölunni Fróni er nú til sölu fallegt og vel skipulagt einbýlishús við Tjarnarás 15 í Stykkishólmi. Það er 157,8 ferm. á einni hæð, byggt 1988 og með 35 ferm. innbyggðum bílskúr. Húsið er timburhús, en klætt með steni að utan. Ásett verð er 10 millj. kr. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 2057 orð

Húsið þar sem aldirnar mætast

IÐNAÐARMENN hafa verið önnum kafnir í húsinu Austursstræti 9 að undanförnu. Þar hafa glumið hamarshögg, sögin verið munduð og steinrykið hefur þyrlast út um glerlausa glugga af og til. Þar sem áður var verslun Egils Jakcobsen er nú kominn veitingastaður hannaður af breskum arkitekt. En þetta hús á sér mikla sögu, sem er samofin sögu Reykjavíkur á þessari röld. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 31 orð

Skiptayfirlýsing

FRÁ OG með næstu áramótum verður þinglýst eignaskiptayfirlýsing skilyrði fyrir því, að unnt sé að þinglýsa eignayfirfærslu fyrir eignarhluta í fjöleignarhúsi, segja lögfræðingarnir Sif Guðjónsdóttir og Guðfinna J. Guðmundsdóttir. Meira
13. október 1998 | Fasteignablað | 157 orð

Skrifstofuhúsnæði hækkar

HVERGI í heiminum er verð á skrifstofuhúsnæði hærra en í Hong Kong, en London kemur fast á eftir, þrátt fyrir hrun á fasteignamarkaði nýlendunnar gömlu á undanförnum tólf mánuðum samkvæmt skýrslu hins alþjóðlega fasteignafyrirtækis Richard Ellis. Meira

Úr verinu

13. október 1998 | Úr verinu | 254 orð

Ágætis síldveiði á Síðugrunninu

SÍLDVEIÐIN hefur nú færst suður fyrir land en síldarskipin hafa til þessa einkum verið að veiðum út af Austfjörðum. Flest skipin voru hinsvegar af fá ágætis afla á Síðugrunni, rétt austan við Ingólfshöfða, á sunnudag. Meira
13. október 1998 | Úr verinu | 234 orð

Fjallað um síldveiðar Norðmanna við Ísland

HREINN Ragnarsson sagnfræðingur heldur heldur á morgun, miðvikudag, fyrirlestur í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands og nefnist hann: Síldveiðar Norðmanna við Ísland. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Meira
13. október 1998 | Úr verinu | 203 orð

Saltfiskur og skipin skoðuð

Grindavík-Það var vel við hæfi að sýna húsnæði Vísis h/f í tilefni af fræðsluátaki íslenskra útvegsmanna. Búið er að taka húsið nánast allt í gegn á síðustu 3-4 árum og ekki laust við að framkvæmdastjórinn, Pétur Pálsson, hafi verið nokkuð ánægður með að fá tækifæri til að sýna húsnæðið. Meira
13. október 1998 | Úr verinu | 107 orð

Velkomin um borð í Rán

ÞESSIR spræku drengir voru meðal 200 gesta sem nýttu sér boð um að stíga um borð í frystitogarann Rán HF-42, sem Stálskip ehf. gera út. Fræðsluátak íslenskra útvegsmanna á ári hafsins mælist vel fyrir hjá almenningi, að sögn Ágústs Sigurðssonar, útgerðarstjóra Stálskipa: "Fólk spurði margs og sumir voru greinilega undrandi yfir því hversu fullkomin vinnsla afurða um borð í frystitogara er. Meira
13. október 1998 | Úr verinu | 82 orð

"Þetta gekk ljómandi vel"

VESTFIRSKIR útvegsmenn kynntu starfsemi sína á sunnudag á Ísafirði. "Þetta gekk ljómandi vel, fólk virtist ánægt með kynninguna og þátttaka var góð," sagði Ingimar Halldórsson, formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða, "Við buðum um borð í frystitogarann Júlíus Geirmundsson og sýndum fólki hvernig framleiðslan fer fram um borð. Hafrannsóknastofnun var einnig með kynningu um borð, m.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.