Greinar miðvikudaginn 14. október 1998

Forsíða

14. október 1998 | Forsíða | 31 orð

Fánar í hálfa stöng FÁNAR blöktu við hálfa stöng v

Fánar í hálfa stöng FÁNAR blöktu við hálfa stöng víða um land í gær vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Á heimili hennar á Bessastöðum var fáni dreginn í hálfa stöng. Meira
14. október 1998 | Forsíða | 396 orð

Forsetafrúin Guðrún Katrín Þorbergsdóttir er látin

GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld 64 ára að aldri. Hún hafði barist við illvígan sjúkdóm í rúmlega eitt ár. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar ásamt dætrum þeirra þegar hún lést. Meira
14. október 1998 | Forsíða | 355 orð

Fylgzt með efndum Serba á landi og úr lofti

LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbandalagsins á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, var afstýrt í gær ­ að minnsta kosti um sinn ­ með því að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, komst að samkomulagi við Richard Holbrooke, erindreka Bandaríkjastjórnar, Meira
14. október 1998 | Forsíða | 61 orð

Netanyahu útilokar samkomulag

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að útilokað væri á þessu stigi að friðarsamningar við Palestínumenn yrðu undirritaðir á fundi leiðtoga þjóðanna í Bandaríkjunum síðar í vikunni, í kjölfar þess að ísraelskur maður var skotinn til bana og annar særður lífshættulega í skotárás í Jerúsalem í gær. Ísraelska lögreglan sagði palestínska hryðjuverkamenn hafa verið að verki. Meira
14. október 1998 | Forsíða | 118 orð

Prodi falin stjórnarmyndun

OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, fól í gær Romano Prodi að leita nýs meirihlutastuðnings á þingi til myndunar 56. ríkisstjórnar landsins frá stríðslokum. Scalfaro kallaði Prodi, sem gegnt hefur forsætisráðherraembættinu til bráðabirgða frá því stjórn hans féll sl. Meira
14. október 1998 | Forsíða | 78 orð

Uppsveiflan stöðvuð

HLUTABRÉF hættu að hækka í verði í kauphöllinni á Wall Street í gær, eftir að hafa tekið töluvert stökk upp á við á föstudag og mánudag. Gengi dollarans gagnvart japanska jeninu hélt áfram að hækka vegna efasemda um að áætlun japanskra stjórnvalda um stórtækar aðgerðir til hjálpar bankakerfi landsins skiluðu tilætluðum árangri. Meira

Fréttir

14. október 1998 | Innlendar fréttir | 299 orð

22 japanskir sjómenn fluttir um borð í Ægi

ÁHÖFNINNI af japanska túnfiskveiðiskipinu Fukuyoshi Maru 68 var bjargað um borð í varðskipið Ægi eftir að skipið strandaði á Jörundarboða á Skerjafirði, 1 sjómílu suðvestur af golfvellinum á Suðurnesi vestast á Seltjarnarnesi á níunda tímanum í gærkvöldi, en í áhöfninni eru 22 menn. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 302 orð

25.000 milljörðum dælt í bankakerfið

STJÓRN Japans samþykkti endanlega í gær áætlun um að bjarga bankakerfi landsins með því að dæla í það 43 billjónum jena, andvirði rúmra 25.000 milljarða króna. Stjórn Japans og tveir stjórnarandstöðuflokkar náðu samkomulagi um áætlunina á mánudag og neðri deild þingsins samþykkti hana í gær. Búist er við að hún verði síðan samþykkt í efri deildinni ekki síðar en á föstudag. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 446 orð

Ályktanir dregnar á grundvelli rangra forsendna

"ROSS Anderson dró ályktanir á grundvelli eða engra," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, aðspurður um þau ummæli Andersons í Morgunblaðinu í gær, m.a. þess efnis að áætlanir Íslenskrar erfðagreiningar um þróun á öryggiskerfi miðlægs gagnagrunns séu skammt á veg komnar. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 45 orð

Árekstur í Mexíkó

FIMM fórust og um 140 særðust þegar flutningalest rakst á farþegalest í Rio Blanco í Veracruz- ríki í austurhluta Mexíkó. Leitaði starfsfólk Rauða krossins fórnarlamba slyssins í flökum lestanna í gærmorgun en áreksturinn olli því að fjöldi vagna fór út af sporinu. Meira
14. október 1998 | Miðopna | 1716 orð

Árlegur sparnaður rúmar 200 milljónir Margvíslegt hagræði er samfara því að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu

ÁRLEGUR sparnaður af sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Orkuveitu Reykjavíkur nemur um það bil 206 milljónum króna og verður ávinningurinn meiri þegar fram í sækir og rekstrarárunum Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ástu B. Þorsteinsdóttur minnst við upphaf þingfundar

FORSETI Alþingis, Ólafur G. Einarsson, minntist Ástu B. Þorsteinsdóttur, alþingismanns og varaformanns Alþýðuflokksins, við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. "Við alþingismenn söknum nú eins úr okkar hópi. Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og alþingismaður, andaðist í gær, mánudaginn 12. október. Hún var fimmtíu og tveggja ára að aldri," sagði Ólafur á Alþingi í gær. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Áætlun um almannatengsl á erfiðleikatímum í kirkjunni

MEÐAL ábendinga í skýrslu starfshóps um upplýsinga- og fjölmiðlastefnu til biskups og kirkjuráðs sem lögð var fram á kirkjuþingi í gær er að gerð verði áætlun um almannatengsl á erfiðleikatímum sem farið sé eftir þegar sérstök vandamál koma upp innan þjóðkirkjunnar. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Bein lýsing á Íþróttavef

LANDSLEIK Íslendinga og Rússa í Evrópukeppni landsliða verður lýst beint á Íþróttavef Morgunblaðsins í kvöld. Sagt verður frá atburðum leiksins eftir því sem honum vindur fram og myndir frá leiknum settar inn eftir því sem verkast vill. Slóð Íþróttavefjar Morgunblaðsins er www.mbl. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Borgarafundur með lögreglustjóra og borgarstjóra

Í KVÖLD, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 hefst borgarafundur í hátíðarsal Verslunarskóla Íslands þar sem málefni hverfalöggæslu verða rædd. Meðal þátttakenda eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Georg Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík. Hverfalöggæslan er samstarfsverkefni borgaryfirvalda og lögreglustjóraembættisins. Meira
14. október 1998 | Landsbyggðin | 316 orð

Byggt við Grunnskóla Tálknafjarðar

Tálknafirði-Við upphaf kennslu í Grunnskóla Tálknafjarðar í haust voru teknar í notkun tvær nýjar skólastofur. Unnið hefur verið að byggingu þeirra í sumar. Það voru starfsmenn Trésmiðjunnar Eikar ehf. sem sáu um byggingaframkvæmdir, en einnig komu að verkinu starfsmenn Vélsmiðjunnar Skanda, Ragnar J. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Bænastund vegna fráfalls Guðrúnar Katrínar

Bænastund vegna fráfalls Guðrúnar Katrínar BISKUP Íslands leiddi bænastund í Háteigskirkju í Reykjavík síðdegis í gær vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Gert var hlé á störfum kirkjuþings á meðan. Helga Soffía Konráðsdóttir og Tómas Sveinsson, prestar í Háteigskirkju, lásu nokkur orð úr ritningunni. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Börn og breyttir tímar

BÖRN og breyttir tímar eru yfirskrift fræðslu- og umræðufundar sem Norðurlandsdeild Barnaheilla efnir til á morgun, fimmtudaginn 15. október, frá kl. 16 til 19. Þetta er fyrsti þáttur í umræðu um uppvaxtarskilyrði barna á vegum Barnaheilla á Norðurlandi, en í febrúar næstkomandi er stefnt að því að hafa annan umræðudag um þetta þema, Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá. 1. Hrefnuveiðar. 2. Áhrif hvalveiðibanns. 3. Smíði varðskips. 4. Gjafsóknir. 5. Ályktun fulltrúa ESB- og EES-ríkja um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. 6. Fangaverðir. 7. Íbúðalánasjóður. 8. Endurskoðun hjúalaga. 9. Ár aldraðra. 10. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Dagskrárblað Morgunblaðsins í breyttri mynd

Í DAG fylgir Morgunblaðinu á ný sérblaðið Dagskrá, sem fjallar um dagskrár ljósvakamiðlanna hálfan mánuð í senn. Blaðið kom síðast út árið 1996 undir sama heiti, en hefur nú fengið nýtt útlit og annað brot, heft og skorið. Blaðið kemur út annan hvern miðvikudag með tveggja vikna dagskrá sjónvarps og útvarps frá fimmtudegi til miðvikudags. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 120 orð

Dauðadómur til hæstaréttar

MÁLI þýzks kaupsýslumanns, sem dæmdur var til dauða í undirrétti í Íran fyrir að hafa átt meint ástarsamband við innfædda konu, hefur verið vísað til hæstaréttar Írans. Frá þessu greindi íranska fréttastofan IRNA á sunnudag. Haft var eftir talsmanni dómsmálakerfis Írans að dómstóllinn myndi fella "endanlegan dóm" í málinu. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 4431 orð

Einkaleyfi og áhættufé

KAPPHLAUPIÐ um erfðavísana er í algleymingi. Fjárfestar eru reiðubúnir til að taka talsverða áhættu í þeirri von að geta ávaxtað pund sitt ríkulega í erfðavísindum og líftækni og vísindamenn keppast um að uppgötva ný sannindi í erfðavísunum með það fyrir augum að einkaleyfi færi þeim ekki aðeins viðurkenningu vísindanna heldur einnig trygga afkomu. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 518 orð

Ekki lausn heldur frestur

MEÐ samkomulagi um skilyrði sem uppfylla þarf til að komast hjá loftárásum Atlantshafsbandalagsins, NATO, á sambandsríkið Júgóslavíu er Kosovo-deilunni aðeins slegið á frest, hún ekki leyst, að mati vestrænna stjórnmálaskýrenda. Segja þeir að samkomulagið geri bæði NATO og Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, kleift að hrósa sigri. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 331 orð

EMU styrkir stöðu Evrópu á alþjóðavettvangi

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins héldu árlegan fund sinn í Lúxemborg síðastliðinn mánudag. Á fundinum var rætt um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og hugsanleg áhrif þess í alþjóðlegu samhengi, m.a. vegna þess óstöðugleika, sem gætt hefur á alþjóðlegum fjármálamarkaði að undanförnu. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 452 orð

Fangaverðir gera kröfu um 25­30% hækkun launa

ÞORSTEINN A. Jónsson fangelsismálastjóri segir að fangaverðir geri kröfur um 25­30% launahækkun. Hann segir að mikið beri á milli aðila og er ekki bjartsýnn á lausn málsins. Þorsteinn segir að öllum mönnum sé frjálst að segja upp starfi. Verði það niðurstaðan verði auglýst eftir nýjum starfsmönnum. "Það hefur staðið til að koma til móts við fangaverði en ekki að fallast á kröfur þeirra. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Félags- og fræðslu starf fyrir hreyfi hamlaða unglinga

KYNNINGARFUNDUR um félagsstarf Sjálfsbjargar fyrir hreyfihamlaða unglinga verður haldinn fimmtudaginn 15. október nk. Þá verður tekið á móti nýjum félögum og einnig verða lögð drög að vetrardagskrá. Fundurinn verður kl. 20 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð, vestanmegin. Ungliðahreyfing Sjálfsbjargar og fulltrúar frá URKÍ munu sjá um kynninguna. Veitingar verða í boði. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fjallgöngumennirnir komnir í grunnbúðir

ÍSLENSKI Landssímaleiðangurinn sem ætlar að klífa tind Ama Dablam (6.856 m.y.s.) í Himalaja er kominn í grunnbúðir fjallsins, sem eru í 4.600 metra hæð. Í gær hófu leiðangursmenn að flytja klifurbúnað og tjöld úr grunnbúðum upp í fyrstu búðir, sem eru í 5.700 metra hæð. Þeir fara síðan aftur niður í grunnbúðir og Íslendinga sofa þar. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 323 orð

Flutti boðskap Maríu guðsmóður í síðasta sinn

TUGIR þúsunda manna söfnuðust saman á búgarði í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum í gær til að meðtaka boðskap Maríu guðsmóður úr munni fyrrverandi hjúkrunarkonu, Nancy Fowler, í síðasta sinn. Mun María hafa tjáð Fowler á síðasta ári að athöfnin í ár yrði sú síðasta og hyggst Fowler nú flytja til Flórída. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 595 orð

Forsetafrúin látin eftir erfiða sjúkdómsbaráttu

GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést. Guðrún Katrín hafði í rúmt ár barist við alvarlegan sjúkdóm. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar við lát hennar ásamt dætrum þeirra. Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 231 orð

Frekari umræða í nefndum

DRÖG að starfsreglum sem setja þarf um fjölmörg atriði í starfi kirkjunnar vegna nýrrar lagasetningar voru til umræðu á kirkjuþingi í gær. Má sem dæmi nefna reglur um kjör til kirkjuþings og þingsköp, reglur um val á presti, um stöðu og starf sóknarnefnda og fleiri. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Frjómagn yfir meðallagi

HEILDARFRJÓMAGN sumarsins í Reykjavík (3609 frjókorn/m3) var nokkuð yfir meðaltali tíu ára tímabilsins 1989­98. Gras- og súrufrjó voru rétt við meðaltalið á meðan birkifrjó og frjókorn annarra tegunda voru nokkuð yfir meðaltalinu. Á Akureyri varð heildarfrjómagnið tæplega 2200 frjókorn/m3 sem er svipað og mælst hefur á köldum eða votviðrasömum sumrum syðra. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fræðslufundir fyrir þjálfara og íþróttamenn

FRÆÐSLU- og útbreiðslunefnd FRÍ í samvinnu við Félag íslenskra frjálsíþróttaþjálfara gengst fyrir fræðslufundum í vetur sem ætlaðir eru bæði þjálfurum og íþróttamönnum. Fundirnir verða fjórða hvert fimmtudagskvöld í húsnæði ÍSÍ í Laugardal í Reykjavík, 2. hæð. Þeir hefjast kl. 20 og standa yfir í um 2 tíma. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir hvert kvöld og greiðist á staðnum. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Fundur utanríkisráðherra með rektor Háskóla SÞ

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fund með dr. Hans van Ginkel, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en hann heimsækir nú Ísland í tilefni af 20 ára afmælisráðstefnu Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Í fylgd með honum er dr. Abraham Besrat, vararektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn hefur aðalstöðvar í Tókýó en stendur að starfsemi í samvinnu við háskóla og stofnanir víða um heim. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Gengið um vesturbæinn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, um vesturbæinn. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 og þræddar fáfarnar leiðir í fylgd vesturbæinga. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Gjaldskrá hækkar um allt að 13,64%

BORGARRÁÐ hefur samþykkt allt að 13,64% hækkun á gjaldskrá Dagvistar barna og tekur hækkunin gildi frá og með 1. janúar nk. Gert er ráð fyrir að heildartekjur hækki um 50 millj. á ári. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun á tímagjaldi úr 1.900 kr. í 2.100 kr. en hækkunin verður nokkuð minni hjá forgangshópum og námsmönnum. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Gleði söngsins

TÓNLEIKAR til heiðurs Jóni Ásgeirssyni sjötugum voru haldnir í Langholtskirkju í gærkvöldi. Þar fluttu Kammerkór, Gradualekór, Kammersveit Langholtskirkju og Bergþór Pálsson verk Jóns undir stjórn Jóns Stefánssonar. Fjölmenni var á tónleikunum og var tónskáldið hyllt lengi og innilega í lok þeirra. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Happdrætti Hjartaverndar

DREGIÐ var í Happdrætti Hjartaverndar 1998 hinn 10. október sl. Vinningar féllu þannig: 1. Toyota Land Cruiser sjálfsk. kr. 3.725.000 nr. 74442. 2. Toyota Avensis Sedan sjálfsk. kr. 2.089.000 nr. 102001. 3.­5. Ævintýraferð eða skemmtisigling m/Úrvali- Útsýn kr. 500.000 (hver) nr. 42964, 53686, 98720. 6.-25. Ferð m/Úrvali-Útsýn eða tölvupakki frá Tæknivali kr. 275.000 (hver): nr. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Hatursglæpir varði við alríkislög

DAUÐI samkynhneigðs námsmanns við háskólann í Wyoming hefur vakið hryggð og fordæmingu um öll Bandaríkin. Fannst hann á miðvikudag fyrir viku illa á sig kominn, hafði verið bundinn við girðingu og misþyrmt hrottalega. Lést hann síðan í fyrradag. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, vottaði foreldrum unga manns samúð sína sl. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hefur hug á að nýta sér forkaupsréttinn

HARALDUR Þórarinsson, ábúandi á jörðinni Laugardælum við Selfoss, sem Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur selt fyrir tæplega 100 milljónir króna, segist ætla að kanna það rækilega hvort hann nýtir sér fyrsta forkaupsrétt sem hann á að jörðinni. Segist hann ætla að leita eftir samstarfsaðilum um að nýta forkaupsréttinn. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Helga Hjörvar ráðin framkvæmdastjóri

HELGA Hjörvar hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Norræna hússins í Færeyjum. Alls sóttu 43 um, þar af níu Íslendingar og átján Svíar. Helga Hjörvar, sem síðustu ár hefur verið framkvæmdastjóri Teater og Dans i Norden, segir að starfið leggist vel í sig, enda hafi hún lengi haft mikinn áhuga á Færeyjum. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 369 orð

Huga að verkefnum sem hið opinbera styrkir ekki

VINAFÉLAG Sjúkrahúss Reykjavíkur vinnur nú að því að ná samningum um kaup á sjónvarpstækjum með innbyggðum myndbandstækjum fyrir langlegusjúklinga á spítulunum. Vinafélagið, sem var stofnað fyrir rúmum 15 árum, hét upphaflega Velunnarafélag Borgarspítalans en skipti um nafn þegar Landakotsspítalinn sameinaðist Borgarspítalanum. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Hvers vegna á minkurinn enga vini?

"HVERS vegna á minkurinn enga vini?" og "Geta plöntur orðið stressaðar?" er yfirskrift erinda sem flutt verða í Deiglunni í Grófargili annað kvöld, fimmtudagskvöldið 15. október, kl. 20.30. Fyrir hálfum mánuði hófst fundaröð þar sem fjallað er um náttúrufræðileg efni, verið er að kynna listina í mesta listaverki veraldar eða sjálfu sköpunarverkinu. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Hærri gjöld vegna launaog vísitölubreytinga

GJALDSKRÁ Dagvistar barna hækkar um næstu áramót um 7% að meðaltali og að sögn Kristínar Blöndal, formanns stjórnar Dagvistar barna, er ástæða gjaldskrárhækkunarinnar fyrst og fremst sú hækkun sem orðið hefur á neysluvísitölu síðan gjaldskráin var síðast hækkuð, en það var í júlí 1996. Þá er einnig tekið tillit til væntanlegra 3­6% launahækkana. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 160 orð

Indíánar mótmæla á Kólumbusardegi

INDÍÁNAR í Ameríku minntust Kólumbusardagsins með sínum hætti í fyrradag. Í Hondúras tóku þeir sæfarann Kristófer Kólumbus "af lífi" með táknrænum hætti; í Mexíkó sviptu sumir sig klæðum og í Paraguay kröfðust þeir aftur yfirráða yfir landi forfeðra sinna. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 341 orð

Íslandsmet sett í fallhlífarstökki

Íslandsmet sett í fallhlífarstökki ÍSLANDSMET í mynsturdýfu var sett á Íslandsmóti í fallhlífarstökki sem Fallhlífasamband Íslands, FALLÍS, stóð fyrir á Hellu frá 31. júlí til 9. ágúst. Tókst mótið vel þrátt fyrir heldur óhagstætt veður. 85 fallhlífarstökkvarar tóku þátt í mótinu og var stefnt að Íslandsmeti í mynsturdýfu. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

Japanir hyggjast biðja Kínverja afsökunar

MASAHIKO Komura, utanríkisráðherra Japans, sagði í gær að Japanir myndu að öllum líkindum biðja Kínverja formlega afsökunar á framferði sínu í heimsstyrjöldinni síðari, þegar forseti Kína, Jiang Zemin, kæmi í opinbera heimsókn til Japans síðar á þessu ári. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, lagði fram formlega afsökunarbeiðni til Suður-Kóreubúa í liðinni viku. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 93 orð

Kampavín bresk uppfinning?

KAMPAVÍN, sem um aldir hefur verið hampað sem helstu vísbendingu um franska forfrömun, er í raun bresk uppfinning. Þetta er altént kenning Toms Stevensons, en á næstunni kemur út bók hans "A World Encyclopaedia of Champagne and Sparkling Wine. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 141 orð

Kjósendur mótmæla efnahagsstefnunni

HÆGRIMENN báru sigurorð af vinstrimönnum í borgarstjórakosningum í Grikklandi á sunnudag og úrslitin voru túlkuð sem mótmæli kjósenda við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar sósíalista. Þegar 70% atkvæðanna höfðu verið talin í Aþenu var borgarstjórinn, hægrimaðurinn Dimitris Avramopoulos, með metfylgi, 57,2% atkvæðanna. Fylgi frambjóðanda sósíalista var aðeins 16,5%. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Kosið samkvæmt nýju stjórnsýslukerfi

PÓLVERJAR efndu á sunnudag til kosninga sem eiga að gjörbreyta stjórnsýslukerfi landsins og færa þúsundum fulltrúa í héraðs- og umdæmisráðum víðtæk völd á kostnað ríkisstjórnarinnar í Varsjá. Stjórnin hafði vonast til þess að Pólverjar myndu lýsa yfir stuðningi við kerfisbreytingarnar með því að flykkjast á kjörstaðina. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Könnun breytt vegna gagnrýni

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur lagt fram tillögur að breytingum á könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem miða að því að ekki sé hægt að þekkja ákveðna einstaklinga og stofnanir af svörunum. Könnunin hefur verið gagnrýnd vegna þess að spurningablöð voru merkt þeim stofnunum sem svarendur starfa við. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Lagafrumvarp um laun þingmanna

PÉTUR H. Blöndal og Árni R. Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem gerir m.a. ráð fyrir því að laun alþingismanna hækki um 155 þúsund krónur á mánuði eða frá því að vera um 220 þúsund krónur í 375 þúsund krónur. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 493 orð

Landsvirkjun ekki að tefja störf nefndarinnar

HELGI Bjarnason, fulltrúi Landsvirkjunar í Þjórsárveranefnd, segir það af og frá að fyrirtækið hafi verið að tefja störf nefndarinnar, eins og fram kom í máli Gísla Más Gíslasonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu á sunnudaginn. "Unnið er að málinu á allan hátt eins og reglugerðin um friðland í Þjórsárverum segir til um," segir Helgi. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 520 orð

Langt í frá ljóst hver pólitísk framtíð héraðsins verður

SAMKOMULAGIÐ sem tókst á síðustu stundu á milli Richards Holbrookes, erindreka Bandaríkjastjórnar, og Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta í gær bægði frá hættunni á að herflugvélar Atlantshafsbandalagsins létu til skarar skríða gegn serbneskum skotmörkum vegna Kosovo-deilunnar, en mörgum spurningum var ósvarað enn sem olli vissri tortryggni og óvissu um framhaldið. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 509 orð

Leggja fram frumvarp um tímabundna miðlæga gagnagrunna

ÞRÍR þingmenn úr þingflokki jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um miðlæga úrvinnslu heilbrigðisupplýsinga og rekstur tímabundinna miðlægra gagnagrunna á heilbrigðissviði. Frumvarpið er sniðið eftir frumvarpi heilbrigðisráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði en frábrugðið því í "veigamiklum atriðum", eins og segir í greinargerð frumvarpsins. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í FRÉTT

Í FRÉTT í Lesbókinni sl. laugardag um danshöfundasamkeppni Íslenska dansflokksins, var föðurnafn eins umsækjendanna sem komust í úrslit ekki rétt. Það var nafn Jóhanns Freys Björgvinssonar. Röng heimilisföng BÚSETA tveggja frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi var rangt tilgreind í frétt í blaðinu í gær. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Markarfljótsbrúin varasöm

FÓLKSBIFREIÐ skemmdist mikið á Markarfljótsbrúnni í Rangárvallasýslu í fyrrakvöld þegar ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í mikilli hálku sem myndast hafði á brúnni. Engrar hálku varð vart á þjóðveginum og átti ökumaðurinn sér því einskis ills von. Bifreiðin þeyttist til milli handriða á brúnni og stöðvaðist loks nálægt vestari enda hennar og var óökufær á eftir. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Málstofa um hönnunarforsendur fyrir vatnsveitur

MÁLSTOFA í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla Íslands verður haldin fimmtudaginn 15. október. Jónas Elíasson prófessor segir frá rannsóknum Vatnastofu Verkfræðistofnunar HÍ. Nefnir hann erindi sitt: Hönnunarforsendur fyrir vatnsveitur ­ öruggu megin við hvað? Fyrirlesturinn fer fram í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga. Hefst málstofan kl. 16. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 232 orð

Meira tekið af sterkum fíkniefnum í ár

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lagt hald á nokkru meira af sterkum fíkniefnum það sem af er árinu en í fyrra en heldur minna magn af veikari efnum. Þannig hefur verið lagt hald á 420 g af kókaíni en allt árið í fyrra 212 grömm og af amfetamíni hefur náðst í 1.680 g í ár en 2.066 g allt síðastliðið ár. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Myndasýning frá Árbókarferð og Lónsöræfum

FYRSTA myndakvöld Ferðafélagsins í vetur verður í dag í húsi félagsins í Mörkinni 6 í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. október, kl. 20.30. Myndakvöldið er tileinkað nokkrum af ferðum sumarsins. Fyrir hlé sýnir Skúli Gunnarsson myndir og segir frá Árbókargöngu þar sem gengið var um Hagavatns- og Jarlhettusvæði en síðan um Lambahraun að Hlöðuvöllum og niður með Skriðunni. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Newsweek á leslista nema í VÍ

Í VERZLUNARSKÓLA Íslands lesa sjöttubekkingar m.a. tímaritið Newsweek fyrir enskutíma í þeim tilgangi að auka orðaforða, einkum í hagfræði. Að auki eykst tilfinningin fyrir rituðu ensku máli, því greinar í tímaritinu spanna mörg þjóðlífssvið. "Við lesum t.d. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Nýr leikskóli við Seljaveg

NÝR leikskóli við Seljaveg í Reykjavík var formlega opnaður í gær. Skólinn er tveggja deilda með rými fyrir 40 börn. Efnt var til hugmyndasamkeppni um nafn meðal íbúa í nágrenninu og foreldra barna í skólanum og heitir hann Dvergasteinn. Á sama tíma var kynnt gagnger endurbygging á Laufásborg við Laufásveg, sem staðið hefur í þrjú ár. Meira
14. október 1998 | Landsbyggðin | 178 orð

Nýsveinar í húsasmíði útskrifast

Nýsveinar í húsasmíði útskrifast Selfossi-14 sveinar í húsasmíði útskrifuðust með sveinsbréf sunnudaginn 4. október. sl. SUNNIÐN hélt hóf til heiðurs nýsveinunum í nýjum salarkynnum að Austurvegi 56 á Selfossi. Sigmundur Ámundason prófameistari flutti stutt ávarp um iðnnámið og afhenti nýsveinum skírteini. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Nýtt glerlistaverk helgað

Breytingum lokið í Árbæjarkirkju Nýtt glerlistaverk helgað LOKIÐ er gagngerum breytingum í Árbæjarkirkju, sem staðið hafa frá því í vor, og var sérstök hátíðarmessa sl. sunnudag af því tilefni. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup helgaði nýtt glerlistaverk, Ljósstafi eftir Rúrí, við athöfnina. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Nýtt upplýsingakerfi kynnt

ÞORSTEINN I. Víglundsson, framkvæmdastjóri Gagnalindar hf., flytur erindi í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, miðvikudaginn 14. október nk., kl. 15.30, um Sögu, nýtt sjúkraskrár- og upplýsingakerfi heilbrigðisupplýsinga sem Gagnalind hf. hefur þróað. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Óbreytt líðan

LÍÐAN sjómannsins, sem TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti alvarlega veikan á gjörgæsludeild Borgarspítalans á mánudag, er óbreytt að sögn læknis. Hann er í lífshættu og er enn á gjörgæslu. Sjómaðurinn er íslenskur og var á togara 135 mílur vestnorðvestur af landinu þegar þyrlan sótti hann. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

GUÐMUNDUR Páll Ásgeirsson námsráðgjafi verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum fimmtudaginn 15. október. Yfirskrift fundarins er: Úr felum. Frásagnir af eigin ótta og fordómum samkynhneigðra. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ráðstefnu Þroskahjálpar frestað

FULLTRÚAFUNDI og ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem halda átti á Flúðum 16. og 17. október næstkomandi, hefur verið frestað vegna andláts Ástu B. Þorsteinsdóttur, alþingismanns og fyrrverandi formanns samtakanna. Fulltrúafundurinn og ráðstefna um þjónustu við fatlaða í upphafi nýrrar aldar verður haldinn á Flúðum 13. og 14. nóvember næstkomandi. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 205 orð

Reyndi að ræna völdum 1992

HUGO Chavez, fyrrverandi fallhlífarhermaður, sem reyndi að ræna völdum í Venesúela 1992, hefur langmest fylgi forsetaframbjóðenda í landinu. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem birt var í fyrradag. Meira
14. október 1998 | Miðopna | 1011 orð

Réttur til að standa utan félaga ekki nægilega tryggður

ÁRUM saman hefur sérfræðinganefndin sem starfar á grundvelli Félagsmálasáttmála Evrópu fundið að því að á Íslandi skuli réttur manna á vinnumarkaði til að standa utan verkalýðsfélaga ekki vera nægilega tryggður. Rétt þennan telur nefndin felast í 5. gr. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 661 orð

Rússnesk dagblöð telja ástand Jeltsíns alvarlegt

TALSMAÐUR Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sagði í gær að forsetinn myndi að öllum líkindum verða frá vinnu og dvelja í sveitabústað sínum nálægt Moskvu út vikuna vegna veikinda. Læknar Jeltsíns segja að hann hafi fengið barka- og berkjubólgu en rússneskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort veikindin væru alvarlegri og efuðust um að hann gæti gegnt forsetaembættinu út kjörtímabilið. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Samvera eldri borgara

SAMVERA verður fyrir eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 15. október kl. 15, en slíkar samverur eru að jafnaði einu sinni í mánuði og er þetta sú fyrsta í vetur. Sr. Örn Friðriksson fyrrverandi prófastur kemur í heimsókn og flytur eigin píanóverk og spjallar við gesti. Veitingar verða á boðstólum. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 323 orð

Samvera þrigga kynslóða

OPIÐ HÚS fyrir foreldra og börn verður í Glerárkirkju í vetur, alla fimmtudag frá kl. 10 til 12 og var það fyrsta nú í byrjun október þar sem dagskráin var skipulögð. Þar sem áhugasöm amma var í hópnum þótti réttast að kalla þessar samverustundir "kynslóðirnar" eða "opið hús fyrir kynslóðirnar" þar sem saman voru komnar þrjár kynslóðir og er hugmyndin sú að fá fleiri ömmur til að vera Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Sérleyfi, jafnræði og frjáls samkeppni

Á morgun verður fjallað um lögfræðileg álitamál í sambandi við veitingu sérleyfis, einkum grundvallarreglur um frjálsa samkeppni, jafnræði borgaranna og frelsi vísindanna. Einnig verður fjallað um kosti og galla þess frá sjónarhóli hagfræðinnar að veita sérleyfi á starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 322 orð

Sjómenn fengu meiri tíma en útvegsmenn

ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norðurlands hefur gert ítarlega könnun á umfjöllun fjögurra ljósvakamiðla um kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna í upphafi þessa árs og var hún kynnt á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Akureyri í gær. Fjölmiðlarnir sem könnunin nær til eru Ríkisútvarpið, Sjónvarpið, Bylgjan og Stöð 2. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 341 orð

Skin og skúrir á sjóbirtingsslóðum

ÞOKKALEG sjóbirtingsveiði er þessa dagana í Grenlæk, en dauflega gengur hins vegar ögn vestar, í Eldvatni og Steinsmýrarvötnum í Meðallandi. Veitt er til 20. október. Einn stærsti sjóbirtingur ársins veiddist fyrir nokkru í Eldvatni, Bandaríkjamaður einn náði þá 16 punda fiski á flugu í Vestrikvísl. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Skýrt frá andláti Guðrúnar Katrínar í erlendum fjölmiðlum

SKÝRT var frá andláti Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur í erlendum fjölmiðlum í gær. Reuters-fréttastofan sagði frá láti forsetafrúarinnar og ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gærmorgun. Norska fréttastofan NTB sagði sömuleiðis frá fráfalli Guðrúnar Katrínar og rakti stuttlega æviferil hennar og lét þess m.a. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Smiðjudagar skáta

SMIÐJUDAGAR skáta verða haldnir helgina 16.­18. október. Þetta verður í fjórða skipti sem Smiðjudagar skáta fara fram og að þessu sinni eru það skátarnir í Mosfellsbæ, Mosverjar, sem bjóða skátum heim. Radíóskátar verða með öfluga talstöðvarmiðstöð, bæði í Mosfellsbæ og félagsmiðstöðinni Þróttheimum. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Spyr um laxveiðikostnað Vegagerðar og Rafmagnsveitu

Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi tvær skriflegar fyrirspurnir sem varða annars vegar rekstrarkostnað Vegagerðarinnar og hins vegar rekstrarkostnað Rafmagnsveitu ríkisins. Fyrirspurnunum var dreift í gærkvöldi og eru þær í sex liðum, nánast samhljóða. Þar er m.a. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 707 orð

Staðlar í dagsins önn

Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Tvenn alþjóðleg staðlasamtök standa að þessum degi ISO sem eru Alþjóða staðlasamtökin og hinsvegar IEC sem er Alþjóða raftækniráðið. Staðlaráð Íslands á aðild að báðum samtökunum og Guðrún Rögnvaldardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Meira
14. október 1998 | Landsbyggðin | 194 orð

Stefnir í 20% meiri slátrun

Blönduósi-Sauðfjárslátrun hjá sláturhúsi Sölufélags A-Húnvetninga (SAH) er langt komin og stefnir í 20% aukningu frá fyrra ári. Í fyrra var slátrað 26.344 kindum en áætlanir gera ráð fyrir að um 32.000 fjár verði slátrað á þessu hausti. Meðalþyngd dilka þegar slátrað hafði verið 23.600 lömbum sl. föstudag var 14,73 kg og er það 240 grömmum minna en var sl. haust. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Sterkur og hlýr persónuleiki

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, sendi í gær frá sér eftirfarandi minningarorð um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. "Fregnin um andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar er okkur í Alþýðubandalaginu sem og þjóðinni allri harmafregn. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Stofnun félags um Gáseyri

STOFNFUNDUR félags áhugafólks um hinn forna verslunarstað á Gáseyri við Eyjafjörð verður haldinn næstkomandi laugardag, 17. október kl. 14, í Deiglunni í Kaupvangsstræti. Allt áhugafólk um sögu og fornleifar á Eyjafjarðarsvæðinu er hvatt til að mæta á fundinn. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Sýndi ótrúlegt æðruleysi og óvenjulegan viljastyrk

DAVÍÐ Oddsson forsætiráðherra tilkynnti þjóðinni um andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur í ávarpi sem var útvarpað og sjónvarpað kl. 10 í gærmorgun. Ávarp Davíðs Oddssonar fer hér á eftir: "Góðir Íslendingar. Borist hefur sú harmafregn að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú sé látin. Hún andaðist seint í gærkvöldi, 12. október. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Tekur sæti á Alþingi í desember

MAGNÚS Árni Magnússon, hagfræðingur og annar varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík, tekur væntanlega sæti Ástu B. Þorsteinsdóttur á Alþingi. Magnús getur þó ekki tekið sæti á Alþingi fyrr en í desember þar sem hann er að ljúka meistaranámi í hagfræði í Bandaríkjunum. Því þarf annar varaþingmaður að taka sæti hans þangað til. Meira
14. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Tvíburar á afmælisdaginn

BIRNA Guðrún Jóhannsdóttir á Hauganesi fékk góða afmælisgjöf á áttræðisafmæli sínu, 12. september síðastliðinn, en þann dag fæddust tvíburabræðurnir Óðinn Freyr og Aron Ingi. Þeir eru synir Heiðmars Inga Felixsonar og Elvu Rögnvaldsdóttur, en Heiðmar er sonur Baldvinu Guðrúnar Valdimarsdóttur, sem er dóttir Jóhanns Valdimars Kjartanssonar sonar Birnu. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Vakti aðdáun hárra sem lágra

VIÐ upphaf fundar á Alþingi í gær minntust alþingismenn Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð og sagði: "Íslenskri þjóð hefur borist hamrafregn. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona forseta Íslands, er látin. Hún andaðist í sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fæddist í Reykjavík 14. Meira
14. október 1998 | Erlendar fréttir | 227 orð

Verðlaun fyrir rannsóknir á eðlisfræði hálfleiðara

BANDARÍKJAMENNIRNIR Robert Laughlin og Daniel Tsui og Þjóðverjinn Horst Stoermer deila með sér Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði árið 1998 og Austurríkismaðurinn Walter Kohn og Bretinn John Pople deila verðlaununum í efnafræði. Greindi sænska vísindaakademían frá þessu í gærmorgun. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 815 orð

Verður Kísiliðjunni lokað eftir 3 ár?

MIKIL óvissa ríkir um framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn. Námaleyfi verksmiðjunnar nær eingöngu til vinnslu úr Ytri-Flóa, en áætlað er að kísilgúr úr þeim námum klárist eftir 2-3 ár. Árið 1993 höfnuðu stjórnvöld óskum forráðamanna verksmiðjunnar um leyfi til kísilgúrnáms í Syðri-Flóa. Framtíð verksmiðjunnar byggist á því að sú ákvörðun verði endurskoðuð. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Vill vandaða úttekt á dreifðum gagnagrunnum

ÞINGMENN þingflokks óháðra hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að í stað þess að stefna að miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði verði ríkisstjórninni falið að láta fara fram vandaða úttekt á dreifðum gagnagrunnum með það að markmiði að nýta megi þá betur en nú er gert í þágu rannsókna og bættrar heilbrigðisþjónustu að teknu tilliti til réttinda sjúklinga Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Vinnuslys í Vestmannaeyjum

VINNUSLYS varð í Vestmannaeyjum um klukkan 13 í gærdag þegar maður sem var að undirbúa málningu á skipi í slippnum féll úr stiga. Hann kvartaði yfir eymslum og var fluttur á heilsugæslustöð til rannsóknar en að sögn lögreglu var ekki talið að meiðsli hans væru alvarleg. Meira
14. október 1998 | Landsbyggðin | 165 orð

Þróttur í Neskaupsstað 75 ára

Neskaupstað-Íþróttafélagið Þróttur í Neskaupstað varð 75 ára á þessu ári. Í tilefni afmælisins buðu Þróttarar Norðfirðingum til kaffisamsætis fyrr í sumar og nú á dögunum efndu þeir til afmælisveislu í Egilsbúð. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ætlaði að borga með fölsuðum seðli

UNGUR drengur freistaði þess að borga með fölsuðum peningaseðli í Bónus-Vídeói í Mosfellsbæ síðdegis. Rétt fyrir klukkan 17 hugðist ungur drengur borga fyrir vörur í versluninni og rétti fram seðil, sem í fyrstu virtist vera 2.000 króna seðill. Starfsfólk tók eftir því að seðillinn var ekki sem skyldi og spurði pilt hvort hann áttaði sig á því. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Öld í Miðbæjarskóla

ÞESS var minnst með margvíslegum hætti á laugardaginn að 100 ár eru liðin síðan Miðbæjarskólinn í Reykjavík var tekinn í notkun. Mikill fjöldi fólks sótti skólann heim þennan dag og voru fyrrverandi nemendur og kennarar áberandi í þeim hópi. Meira
14. október 1998 | Innlendar fréttir | 382 orð

Öll skilyrði fyrir langtímafjármögnun uppfyllt

FOSSVIRKI hf. skilaði í gær af sér vinnu við gerð Hvalfjarðarganga og Spölur ehf. tók formlega að sér allan rekstur þeirra. Athöfn þessu til staðfestingar fór fram í gær, í kjölfar þess að fulltrúar fjárfesta lýstu því yfir að öllum skilyrðum fyrir veitingu langtímalána hefði verið fullnægt. Þótt Hvalfjarðargöng hafi verið opnuð í júlí hefur ekki verið gengið frá verklokum fyrr en nú. Meira

Ritstjórnargreinar

14. október 1998 | Leiðarar | 585 orð

GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR

LeiðariGUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR rú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, ávann sér á skömmum tíma virðingu og vinsældir meðal íslenzku þjóðarinnar eftir að eiginmaður hennar var kjörinn forseti Íslands fyrir rúmum tveimur árum. Meira
14. október 1998 | Staksteinar | 419 orð

»Málfasismi "TILVERA og aðgerðir svonefndrar örnefnanefndar er angi af því sem

"TILVERA og aðgerðir svonefndrar örnefnanefndar er angi af því sem kallað hefur verið málverndarstefna," segir í grein Rakkarans í blaðinu Austurland, sem kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi gefur út. Meira

Menning

14. október 1998 | Fólk í fréttum | 210 orð

13 ára fyrirsæta vekur deilur

BRASILÍSKA stúlkan Jeisa Chiminizzo er aðeins 13 ára en engu að síður sýningarstúlka á tískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Hún kom fram á sýningu Lambros Milona á mánudag í svörtum síðkjól með klauf upp á mitt læri og voru ekki allir jafnhrifnir af uppátækinu. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 765 orð

Algjör Óþverri

"ÉG ER búinn að fá mig fullsaddan á þessu," segir Irvine Welsh í nýlegu viðtali í tilefni af útgáfu nýrrar skáldsögu sem nefnist "Filth" eða Óþverri. "Ég held að ég skrifi ekki aðra í langan, langan tíma. Ég hef verið að vinna að handriti og leikritum en er búinn að fá alveg nóg af bókum. Eftir að hafa lokið við eina er ný bók það síðasta sem maður vill taka sér fyrir hendur. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 171 orð

All Saints með flestar tilnefningar

BRESKIR og bandarískir tónlistarmenn fengu enn eitt kastið megnið af tilnefningunum til evrópsku MTV-verðlaunanna, en nokkrir tónlistarmenn annars staðar frá eru þó í pottinum. Breska stúlknasveitin All Saints fékk fjórar tilnefningar, meðal annars fyrir bestu hljómsveit, bestu breiðskífu og besta lag, "Never Ever". Beastie Boys fengu einnig fjórar tilnefningar, m.a. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

Árni Johnsen og Keikó viðstaddir

VESTMANNEYINGAR fengu góðar móttökur hjá Olíufélaginu eftir afburða árangur í úrvalsdeildinni í sumar þar sem þeir unnu þrefalt. "Við buðum til samgleði til að halda upp á árangurinn," segir Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins hf. "Við afhentum þeim bónus fyrir þennan góða árangur og svo voru haldnar þakkarræður fram og til baka. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 63 orð

Fyrsta rafræna bókin

LÍTIL, létt, og fer vel í hendi eru lýsingar sem eiga vel við fyrstu rafrænu bókina sem gerð hefur verið, og er til sýnis á bókasýningunni í Frankfurt. Bókin, sem gefin er út af NuvoMedia og kallast Rocket Book, er í rauninni rafhlöðudrifið tæki og tekur allt að 4.000 blaðsíðum í texta og myndum, sem fólk getur sótt á netið. Meira
14. október 1998 | Myndlist | 379 orð

Goðheimar

Til 18. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. ÞAÐ hlaut að fara svo að Ásta Ólafsdóttir hniti um goðafræðina, svo lengi hefur hún fiskað á táknrænum miðum þar sem rítúal mætir daglegu lífi. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 494 orð

Heilagleiki erfist illa

"NJÁLA er sígild. Ef eitthvert verk er sígilt, þá er hún það. Sígild verk verða oft heilög og það er ekki gott fyrir þau. Það eru að einhverju leyti forsendurnar fyrir því að þessi bók er skrifuð; að nálgast hana á nýjan hátt til að láta reyna á hvort "hennar heilagleiki" stendur undir nafni. Og það gerir hann vissulega. Það er enginn vandi að opna nýjar gáttir í þessu sambandi. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 222 orð

Jólasölumyndbönd kynnt

UM SÍÐUSTU helgi hélt Skífan glæsilegan fagnað í húsnæði Regnbogans fyrir verslunar- og deildarstjóra verslana sem selja myndbönd. Þar kynnti Skífan tíu ný sölumyndbönd sem gefin verða út á næstunni, með áherslu á stórmyndirnar Titanic og Anastasiu sem eru líklegastar til að verða vinsælustu sölumyndböndin fyrir jól. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 173 orð

Knattspyrna á hvíta tjaldið

EFTIR velgengni bresku fótboltamyndarinnar "Fever Pitch" og vinsældir Heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi í sumar lengdist verkefnaskrá kvikmyndaframleiðenda í Evrópu til muna. Má þar fyrst nefna mynd Johns Duigans "Calcio" eða Knattspyrnu. Fjallar hún um ungan mann sem flýr til Sardiníu vegna þess að faðir hans vill gera hann að markmanni. Meira
14. október 1998 | Myndlist | 681 orð

LEYNDIR ÞRÆÐIR

Opið alla daga kl. 12­18. Til 25. október. Í LISTASAFNI Kópavogs eru tvær sýningar í efri sölum þess, auk þess sem Listaskóli Kópavogs er með sýningu á vinnu nemenda í kjallara. Það eru þær Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Ólöf Einarsdóttir sem deila með sér sölunum. Í stærri salnum sýnir Magdalena 22 grafíkmyndir, sem mynda samfellda og heillega myndröð. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 431 orð

Ljóðavakning í MH

LJÓÐAUNNENDUR og bítnikkar fjölmenntu á "fjöl-lista" eða "multi-art"-kvöld í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð föstudagskvöldið 9. október. Ljóðskáld komu fram og fluttu ljóð sín með eða án tónlistar eða áhrifshljóða. Af stemmningu og viðtökum er óhætt að fullyrða að ljóðið, og bítið, er hvergi nærri dautt úr öllum æðum. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 86 orð

Ljónshjarta í Norræna húsinu

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ, í samstarfi við bókasafn Norræna hússins, hefur boðið 10­12 ára börnum frá nokkrum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu til dagskrár helgaðrar Bróður mínum Ljónshjarta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Fyrri dagurinn var í gær, þriðjudag, og sá síðari í dag, miðvikudag, og er dagskráin kl. 10.15 og kl. 11.15. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 523 orð

Ljósmyndarinn knái og leyniþjónustumaðurinn

eftir Iris Johansen. Bantam Books 1998. 322 síður. TITLAR bóka bandaríska rithöfundarins Írisar Johansen segja kannski nokkuð til um innihald þeirra: Ljónabrúður, Riddari myrkursins, Ástkær óþokki, Tígrisprinsinn, Ljóti andarunginn, jafnvel Gullslegni villimaðurinn. Sögusafni heimilanna væri akkur að höfundi eins og henni er fyrsta hugsunin sem kemur upp í hugann. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 156 orð

Maður á mislitum sokkum á Smíðaverkstæðinu

NÚ STANDA yfir æfingar á gamanleikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Leikritið lýsir í léttum dúr viðburðaríkum dögum í lífi ekkju á besta aldri og nokkurra vina hennar. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 97 orð

Maurarnir hafa það náðugt

MAURAR draumasmiðju Spielbergs, Geffens og Katzenbergs hafa búið um sig í efsta sæti á aðsóknarlista vestanhafs og héldu þeir velli aðra vikuna í röð. Myndin hefur halað inn rúma 2,6 milljarða á 10 dögum og stefnir í að hún nái 7 milljarða markinu í Bandaríkjunum. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 201 orð

Nýjar hljómplötur MÚSÍK með CALMUS

MÚSÍK með CALMUS er með tónlist eftir Kjartan Ólafsson, sem samin er á undanförnum átta árum með aðstoð gervigreindarforritsins CALMUS sem Kjartan hannaði. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 198 orð

Óperustúdíó Austurlands

ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands hefur verið formlega stofnað, en markmið þess verður að efla tónlistar- og menningarlíf í fjórðungnum. Áhugamannahópur hefur undirbúið stofnunina í nokkra mánuði og hafði Ásta Schram, tónmenntakennari á Egilsstöðum, framsögu á fundinum og Jóhannes Pálsson frá Reyðarfirði kynnti tillögur að starfsreglum og lögum félagsins. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 91 orð

Ritgerðir á Súfistanum

RITGERÐIR verða til umfjöllunar á bókmenntakvöldi Máls og menningar og Forlagsins á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18, annað kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Fjórir rithöfundar munu lesa úr ritgerðasöfnum sínum sem út koma í haust. Þeir eru Guðmundur Andri Thorsson les úr greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 534 orð

Schola cantorum og rúmenskur kór hlutu 1. verðlaun

KAMMERKÓRINN Schola cantorum og rúmenskur kirkjukór deildu fyrstu verðlaununum í evrópskri kórakeppni sem fram fór í dómkirkjunni í Noyon í Norður-Frakklandi sl. laugardagskvöld. Tilkynnt var um úrslitin á sunnudag en fyrir athöfnina höfðu allir kórarnir fengið fyrirmæli um að vera tilbúnir með tíu mínútna dagskrá, ef svo færi að þeir hrepptu verðlaunin. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 84 orð

Schola cantorum syngur í Hallgrímskirkju

Í TILEFNI sigursins í evrópsku kórakeppninni í Frakklandi heldur Schola cantorum, kammerkór við Hallgrímskirkju í Reykjavík, tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Kórinn flytur m.a. verkefnin sem hann söng í keppninni ; kórverk frá endurreisnar- og barokktímabilinu eftir Tallis, Purcell og Schein, svo og kórtónlist frá 20. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 42 orð

Skáldakvöld á Grandrokk

BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á Grandrokk, Klapparstíg, í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Fjórir rithöfundar lesa úr bókum, sem væntanlegar eru á næstunni. Það eru skáldin Einar Kárason, Gerður Kristný, Guðmundur Andri Thorsson og Kristín Ómarsdóttir. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 86 orð

Smekklegur ólifnaður

RÁÐGERT er að gera kvikmynd um hljómsveitina Go-Go's sem varð vinsæl á níunda áratugnum. Þar verður kafað ofan í eiturlyfjaneyslu og kynlíf meðlima sveitarinnar og heitir gítarleikarinn, Charlotte Caffey, því að myndin verði í senn "ögrandi, ómerkileg, fyndin, söguleg og sönn". Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 200 orð

Úrvalsfólk á Sögu

ELDRI borgarar vilja margir hverjir nýta efri árin til að skoða sig um í heiminum. Úrval-Útsýn hefur á sínum snærum klúbbinn Úrvalsfólk, þar sem meðlimir eru 60 ára og eldri, og eru þeir nú orðnir hátt á fjórða þúsund. Klúbburinn hjálpar fólki að finna sér ferðafélaga til að geta nýtt sér hagstæðari gjöld og eignast nýja vini. Meira
14. október 1998 | Fólk í fréttum | 679 orð

Þegar karlmenn voru karlmenn

Forvitnilegar bækur Þegar karlmenn voru karlmenn "A Stiff Drink and a Close Shave". Um hina týndu list karlmennskunnar. Eftir Bob Sloan og Steven Guarnaccia. 96 bls. Chronicle Books, San Francisco, árið 1995. Mál og menning 1.975 krónur. Meira
14. október 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Þrek og tár í Færeyjum

SJÓNLEIKARAFÉLAG Klakksvíkur í Færeyjum æfir nú leikritið Þrek og tár (Siggji og tár) eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir, leikmynd og búninga gerir Edward Fuglö. Um 30 manns taka þátt í uppfærslunni og er frumsýning fyrirhuguð um 20. nóvember. Farið verður víða um Færeyjar með sýninguna og áætlað er að sýna í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í byrjun næsta árs. Meira
14. október 1998 | Kvikmyndir | 409 orð

Öðruvísi leikfangasaga

Leikstjóri: Joe Dante. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Gregory Smith, Jay Mohr, Phil Hartman. Raddir: Tommy Lee Jones, Frank Langella, Ernest Borgnine, George Kennedy og margir fleiri. DreamWorks 1998. Meira

Umræðan

14. október 1998 | Bréf til blaðsins | 762 orð

Lífeyrisþegar reiðir og ætla á þing

REYNT hefur verið með litlum árangri að vekja athygli á því, hvort réttlætanlegt sé að ríkisvaldið láti Tryggingastofnun ríkisins sækja hluta af lífeyrisgreiðslum til ellilífeyrisþega og öryrkja í launaumslag vinnandi maka þeirra. Viðbrögð við þessu hafa verið lítil. Nú eru aftur á móti kosningar á næsta leiti og mikil ólga í pólitíkinni. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 1128 orð

METNAÐARFULL FJÖLSKYLDUSTEFNA SUS

NÝAFSTAÐIÐ málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti metnaðarfulla ályktun í fjölskyldumálum undir yfirskriftinni "Fjölskyldan í nútímasamfélagi". Í starfi SUS á undanförnum misserum hefur komið í ljós að fjölskyldumál brenna mjög á ungu fólki. Á þessari öld hefur þróunin því miður verið í þá átt að staða fjölskyldunnar hefur veikst. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 567 orð

Mistök að hætta Lúxemborgarflugi

EINS OG greint hefur verið frá í fjölmiðlum, ætla Flugleiðir að hætta allri starfsemi í Lúxemborg, eftir nær 45 ára veru sína á staðnum. Það eiga sjálfsagt margir erfitt með að skilja þessa ákvörðun og hún kemur illa við marga hér. Þar að auki missir allt starfsfólk Flugleiða hér í Lúxemborg vinnuna. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 918 orð

Nesjavallavirkjun ­ náma eða hvað?

NÝLIÐINN 6. október var grein í Morgunblaðinu undir nafninu "Jarðhitakerfið á Nesjavöllum ­ náma eða endurnýjanleg auðlind" eftir fjóra fagmenn, þá Benedikt Steingrímsson, Einar Gunnlaugsson, Hrein Frímannsson og Valdimar K. Jónsson. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Nýju fötin keisarans

SALA á þjóðbönkunum, Pósti og síma, orkufyrirtækjum og jafnvel erfðavísum okkar er nú í fullum gangi. Óvíst er að allir geri sér grein fyrir því að þessi þróun leiðir til þess að almenningur glatar hratt og örugglega lýðræðislegum áhrifum sínum og möguleikum á að móta þjóðfélagið. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 851 orð

Nýtt vetrarstarf er hafið

"Táp og fjör og frískir menn" syngja konur stundum yfir okkur körlum, þegar þær eru ánægðar með okkur, og við svörum þá fullum hálsi: "Fósturlandsins freyja, fagra vanadís..." Og nú er vissulega táp og fjör á þessu hausti, bæði hjá konum og körlum, ungum og öldnum, sem keppast við að kynna viðkomandi vetrarstarf í fjölmiðlunum og kennir fjölmargra grasa. Meira
14. október 1998 | Bréf til blaðsins | 534 orð

Opið bréf til viðskiptaráðherra

TILEFNIÐ er að í Morgunblaðinu 10. okt. sl. er haft eftir þér að líklegt sé að innan fimm ára verði Ísland fyrsta seðlalausa samfélagið í heimi. Við þessa yfirlýsingu vakna hjá mér og mörgum öðrum ýmsar mikilvægar spurningar. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 530 orð

Rækjusalat í forrétt

FISKVEIÐISTJÓRNIN er sögð vera að skila árangri. Ekki virðist þorskurinn sammála. LÍÚ kaupir auglýsingar í heilum opnum til að reyna að eyða efasemdum. Eina valdamálið er að verða þorskurinn. Stofnfræðingur LÍÚ getur kannski reiknað út aðferð til að koma auglýsingum LÍÚ og sannleikanum frá Hafró niður á sjávarbotn með tölvupósti. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 912 orð

Skaðabótalögin frá 1993 og áhrif þeirra á íslenzkan rétt

SKAÐABÓTALöG nr. 50/1993 hafa hvað eftir annað orðið tilefni blaðaskrifa ­ síðast í ritstjórnargrein Mbl. Gagnrýnin hefur lotið að því, að þau hafi látið hlut tjónþola eftir liggja. Þeir, sem fyrir líkamstjóni verða, fái ekki skaða sinn bættan. Á þessu sviði sem svo mörgum öðrum höfum við Íslendingar siglt í kjölfar Dana, sem settu sér "lög um skaðabótaábyrgð" á árinu 1984. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 1005 orð

Staðlar í dagsins önn

Í DAG er alþjóðlegi staðladagurinn og er þess minnst víðsvegar um heim, en Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO voru stofnsett á þessum degi árið 1946. Yfirskriftin er að þessu sinni "staðlar í dagsins önn". Af því tilefni er rétt að staldra við og hugleiða hvaða hlutverki staðlar gegna og hvaða áhrif þeir hafa á daglegt líf okkar í leik og starfi. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 372 orð

Svar til forseta SVFÍ!

GREININ sem ég skrifaði í Mbl 7. okt. síðastliðinn átti að vekja athygli almennings á rekstri bátaflota SFVI og beiðni þess til landsmanna um fjárhagsaðstoð, og lýsa undrun minni yfir erfiðum rekstri þar sem öll aðstoð og bjarganir við skip og báta eru greiddar af tryggingafélögum! Það kemur glöggt í ljós í grein forseta SVFÍ að hann vitnar eingöngu í gamla sögu, Meira
14. október 1998 | Bréf til blaðsins | 276 orð

Svar til Sesselju

VARÐAR fyrirspurn til Vegagerðarinnar sem birtist í blaðinu í lok ágúst. Fyrirspurnin kom frá Sesselju Guðmundsdóttur. Sesselja spyr hvers vegna Vatnsleysustrandarvegur sé merktur mismunandi eftir því hvort komið er að honum af Reykjanesbraut við Kúagerði, þar sem stendur Vatnsleysa á skiltinu, eða af Vogavegi, þar sem stendur Vatnsleysuströnd á skiltinu. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 1010 orð

Svar við rangfærslum

UNDIRRITAÐUR var settur ríkissaksóknari á sínum tíma við meðferð kröfu Sævars Marinós Ciesielskis um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 214/1978, sem í daglegu tali er oft kallað Geirfinnsmálið. Umræður um þetta mál hafa margsinnis blossað upp í fjölmiðlum, Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 692 orð

Tvö kjördæmi í Reykjavík

ÞAÐ þóttu mikil tíðindi um allan heim þegar Berlínarmúrinn í Þýskalandi féll á sínum tíma. Þar með var kalda stríðinu á milli austurs og vesturs lokið og kommúnisminn liðinn undir lok. Ógnarstjórn austursins var hrunin og vestrið hélt innreið sína í austrið og fólk sem hafði lifað við kúgun, morð og hungur var nú "frelsað". Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 664 orð

Varað við gagnagrunnsfrumvarpi

Á VEGUM BSRB hefur farið fram ítarleg umfjöllun um frumvarp ríkisstjórnarinnar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Umrætt frumvarp gerir ráð fyrir að fela gagnagrunn um sjúkdóma, heilsufar og upplýsingar um erfðamengi þjóðarinnar í hendur einkafyrirtæki sem síðan hyggst nýta sér hann í hagnaðarskyni. Við þetta vakna ýmsar spurningar sem hljóta að vera áleitnar fyrir samtök launafólks. Meira
14. október 1998 | Aðsent efni | 1175 orð

Þorsteinn Gunnarsson og samvinna vinstri manna

ÞAÐ væri verðugt verkefni fyrir fjölmiðlafræðinga að rannsaka hvers vegna það er landlægt á Íslandi að skrifa um stjórnmál og stjórnmálamenn af minna viti en önnur viðfangsefni. Skynsamasta fólk missir öll tök á verkefni sínu, vanþekking og sleggjudómar taka völdin og úr verður samsuða af illmælgi og dylgjum í garð þeirra sem stjórnmálum sinna. Meira

Minningargreinar

14. október 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Jenný Dagbjört Jóramsdóttir

Hún amma Jenný er dáin. Hún var orðin fullorðin kona og líkaminn farinn að gefa sig, en hugsunin var skýr og heilbrigð. Alltaf hvíldi mikil ró yfir henni og það var gott að vera í návist við hana. Úr sjóði minninganna frá bernsku minni streymir þakklæti fyrir umburðarlyndi hennar við mig þegar ég var lítil. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Jenný Dagbjört Jóramsdóttir

Hún amma Jenný er dáin 97 ára að aldri. Mig langar að minnast hennar lítillega. Amma var ákaflega blíð manneskja, en umfram allt var hún hógvær og lítillát. Hún og afi, Ragnar Jón Guðnason, bjuggu allan sinn búskap í Keflavík og voru þau mjög samrýnd. Afi var ekki "bara" eiginmaður hennar heldur líka hennar besti félagi. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Jenný Dagbjört Jóramsdóttir

Þann 4. október síðastliðinn lést á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði, Jenný D. Jóramsdóttir 97 ára að aldri. Þar hafði hún dvalið í hartnær 19 ár og notið ágætrar umönnunar sem ber að þakka. Jenný amma eins og ég og fjöskylda mín kölluðum hana var okkur afar kær, enda á ferðinni bráðgreind kona, myndarleg húsmóðir og góður félagi. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 572 orð

Jenný Dagbjört Jóramsdóttir

Amma mín, Jenný Dagbjört Jóramsdóttir, fæddist í Bergvík í Leiru 13. júní 1901. Þar ólst hún upp til 9 ára aldurs, en þá fluttist móðir hennar, Ragnhildur Pétursdóttir, til Reykjavíkur með þrjár elstu dætur sínar, Guðrúnu, Jennýju og Sigurðínu, eftir að eiginmaður hennar, Jóram Filippus, drukknaði í sjóróðri hinn 12. maí 1910. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 245 orð

Jenný Dagbjört Jóramsdóttir

Amma Jenný, nú er þinn tími kominn og þú hefur að lokum hitt þína nánustu, afa, Jórunni, Kristin og alla þá er þér þótti svo vænt um og eru farnir frá okkur. Á þessari stundu rifjast upp góðar minningar um gamla tíma. Það voru ófáar ferðirnar sem ég kom á Hafnargötuna til þín og afa, Ragnars Jóns. Þar var alltaf ró og friður. Það eina sem gat rofið þögnina var hláturinn hans afa. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 269 orð

Jenný Dagbjört Jóramsdóttir

Þegar ég var barn áttu amma og afi, Ragnar Jón Guðnason, heima á Hafnargötunni í Keflavík. Þar fæddist ég og því æxlaðist það þannig að heimili þeirra varð mitt annað heimili. Amma hugsaði um mig, gaf mér að borða, þvoði af mér og jafnvel kenndi. Ég gekk út og inn og hafði aðstöðu fyrir sjóstakkana, háfana og allt veiðidraslið sem fylgdi mér á þeim árum. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 376 orð

JENNÝ DAGBJöRT JÓRAMSDÓTTIR

JENNÝ DAGBJöRT JÓRAMSDÓTTIR Jenný Dagbjört Jóramsdóttir var fædd í Bergvík í Leiru 13. júní 1901. Hún lést á Garðvangi, vistheimili fyrir aldraða, í Garði 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Pétursdóttir frá Bergvík í Leiru, f. 12.5. 1877, d. 18.11. 1963 og Jóram Filippus Jónsson sjómaður, frá Melbæ í Leiru, f. 24.7. 1869, d. 12.5. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 104 orð

Jenný Jóramsdóttir

Elsku frænka, ég kveð þig með trega. Þegar fólk er komið mikið yfir nírætt, er ljúft að fá hvíld, frá hrumum líkama, og andinn getur flogið frjáls og glaður til himinslóða. En samt, þeir sem eftir lifa, sakna, að geta ekki lengur strokið máttlausa hönd, og kysst fölan vanga, og talað blíðlega til viðkomandi. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 372 orð

Maggi Sigurkarl Sigurðsson

Elsku pabbi okkar. Nú er víst komið að kveðjustund. Við sitjum hérna saman, börnin þín, og minningarnar hrannast upp. Það er erfitt að hafa þig ekki hjá okkur lengur, því þú varst okkar fasti punktur í tilverunni, rólegi sterki pabbinn sem var alltaf til staðar fyrir okkur. Þú hafðir alltaf tíma til að hjálpa og leiðbeina, ræða um vandamál daglegs lífs eða bara spjalla um daginn og veginn. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 53 orð

MAGGI SIGURKARL SIGURÐSSON

MAGGI SIGURKARL SIGURÐSSON Maggi Sigurkarl Sigurðsson fæddist í Vonarholti í Strandasýslu 20. mars 1933. Hann lést Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Helgason og Guðrún Júlíana Jónatansdóttir. Hann giftist eftirlifandi maka sínum, Unni Hafliðadóttur, árið 1963 og áttu þau saman 5 börn. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Sigríður Jóna Ólafsdóttir

Vorið 1955 fluttu hjón á besta aldri ofan úr Kjós að Austurkoti í Sandvíkurhreppi og hófu þar árangursríkan búskap sem stóð í næstu 17 ár. Það voru þau Pétur M. Sigurðsson og Sigríður Jóna Ólafsdóttir sem nú er kvödd. Koma þeirra Sigríðar og Péturs í Sandvíkurhrepp markaði umtalsverð tímamót. Þau hjón voru bæði af bændaættum norðanlands, en Sigríður var frá Efra-Haganesi í Fljótum. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 504 orð

Sigríður Jóna Ólafsdóttir

Ætla mætti að margs væri að minnast þegar við kveðjustund er litið yfir 60 ára náin kynni. Svo er líka, en þegar ég hugsa til Sigríðar og hennar happafjölskyldu, þá er einhver leit óþörf, eitthvað sem er fjarlægt. Persónuleikinn, glaðværð, hlýleiki og hjálpsemi breyttist ekkert þótt hver áratugurinn af öðrum liði hjá. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR Sigríður Jóna Ólafsdóttir var fædd 31. júlí 1912 í Efra-Haganesi, Fljótum í Skagafirði. Hún lést á Ljósheimum, Selfossi, 1. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 10. október. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Svanhildur Sigurgeirsdóttir

Svanhildur Sigurgeirsdóttir fæddist á Ísafirði 18. mars 1925. Hún lést á Landspítalanum 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pétursdóttir frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi f. 5. október 1893, d. 20. júlí 1979 og Sigurgeir Sigurðsson, prófastur á Ísafirði, síðar biskup Íslands, f. 3.8. 1890, d. 13. október 1953. Systkini Svanhildar eru: 1) Pétur, f. 2.6. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 512 orð

Svanhildur Sigurgeirsdóttir

Þegar ég nú kveð Svanhildi föðursystur mína finnst mér hún alltaf hafa verið í blóma lífsins. Þetta finnst mér þótt hún hafi verið komin á áttræðisaldur þegar hún lést og þrátt fyrir það að langvarandi veikindi og loks bæklun hafi sett mark sitt á hana. Veikindum sínum tók hún af æðruleysi og ótrúlegri þrautseigju. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Svanhildur Sigurgeirsdóttir

Píslargöngu hennar Svanhildar er þá lokið kom fyrst í huga okkar er við spurðum lát Svanhildar Sigurgeirsdóttur, okkar kæru og góðu vinkonu. Krossinn sem hún varð að bera síðustu árin var þungur og með ólíkindum var hið andlega þrek sem hún sýndi í baráttunni við kvalafullan gigtarsjúkdóm. Svar hennar aðspurðrar um líðan sína var jafnan: "Það má nú þakka fyrir að þetta er ekki verra. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Svanhildur Sigurgeirsdóttir

Ég vil með nokkrum orðum kveðja Svanhildi Sigurgeirsdóttur sem um langt árabil var einn af bestu starfskröftum íslensku utanríkisþjónustunnar. Hún hóf störf í ráðuneytinu sem ritari 15. júlí 1955 og lét formlega af störfum 1. júlí 1986, en vann áfram í nokkur ár eftir það í tímavinnu við ýmis störf og verkefni. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Svanhildur Sigurgeirsdóttir

Í dag kveðjum við Svanhildi Sigurgeirsdóttur, Svönu frænku eins og við höfum alltaf kallað hana. Þó svo að erfitt sé að kveðja ástvin trúum við að Svana sé sátt við að fara hina hinstu ferð nú, þar sem hin síðari ár höfðu reynst henni ákaflega erfið vegna tapaðrar baráttu við liðagigt, baráttu sem staðið hafði í næstum sextíu ár. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 611 orð

Trausti Sveinsson

Síminn hringdi og í honum var dóttir Trausta, Hafdís, og tjáði mér að Trausti faðir hennar væri dáinn. Slíkar fréttir koma manni ósjálfrátt til að setjast hljóður og renna huganum yfir farinn veg samferðamanns og vinar, en við Trausti vorum á svipuðum aldri, hann var einu ári eldri en ég. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 24 orð

TRAUSTI SVEINSSON

TRAUSTI SVEINSSON Trausti Sveinsson fæddist í Reykjavík 6. mars 1924. Hann lést 23. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 1. október. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 501 orð

Valdimar Viggó Nathanaelsson

Ég sneri mér til Viggós fyrir nokkrum árum til að leita upplýsinga um glímumenn fyrri tíma. "Gjörðu svo vel og komdu, ég skal reyna að segja þér það sem ég veit." Ég vissi að Viggó var níræður að aldri og bjóst jafnvel við að hitta fyrir hruman öldung, en það var öðru nær. Meira
14. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð

VALDIMAR VIGGÓ NATHANAELSSON

VALDIMAR VIGGÓ NATHANAELSSON Valdimar Viggó Nathanaelsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 11. október 1903. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 9. október. Meira

Viðskipti

14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 288 orð

Framkvæmdastjóra sagt upp vegna taps

JÓHANNI Þór Halldórssyni, framkvæmdastjóra Búlandstinds hf. á Djúpavogi, hefur verið sagt upp störfum og hefur uppsögnin þegar tekið gildi. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt uppsögnin á fundi sem boðað var til seinnipartinn í gær. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 74 orð

GM tapar 809 millj. dollara eftir verkföll

GENERAL Motors bílafyrirtækið tapaði 809 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi, aðallega vegna 1,2 milljarða dollara taps vegna tveggja verkfalla í Michigan, sem lamaði starfsemina í mestallt sumar. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Granada selur BSkyB hlut fyrir 429 millj. punda

GRANADA-fyrirtækið í Bretlandi hefur selt 6,5% hlut í gervihnattasjónvarpinu BSkyB verðbréfafyrirtækinu BT Alex.Brown fyrir 429 milljónir punda. Verðbréfafyrirtækið tilkynnti strax að það mundi selja fjárfestum 111.478.527 hlutabréf fyrir 404 pens á hlutabréf. Samkvæmt markaðsheimildum voru hlutabréfin seld BT Alex.Brown á 400 pens á bréf. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 515 orð

Insead og London Business School vekja helzt áhuga

INSEAD nálægt París, London Business School og International Institute for Management Development í Lausanne í Sviss eru þeir þrír verzlunarskólar Evrópu, sem eru taldir veita beztu menntun fyrir meistarapróf í viðskiptafræði, MBA. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Óstöðugur markaður í Evrópu

VERÐBREYTINGAR voru blandaðar í evrópskum kauphöllum í gær: sumt hækkaði og annað lækkaði eftir hækkanir í tvo daga. Dalurinn hélt velli. Eg held að enginn vilji taka áhættu til langs tíma, því að markaðurinn er óstöðugur," sagði sérfræðingur Bear Stearns í London. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Sámur ehf. kaupir sápugerðina Hrein hf.

SÁMUR ehf. í Kópavogi hefur keypt sápugerðina Hrein hf. á Dalvík og hyggst sameina hana rekstri sínum. Unnið er að því að flytja tæki og lager Hreins í Kópavog og mun framleiðsla hefjast þar undir merkjum Sáms innan skamms. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 417 orð

Uppsagnir vegna fyrsta taps Merrills í tæp níu ár

MERRILL Lynch and Co. Inc., stærsta verðbréfafyrirtæki heims, hefur skýrt frá fyrsta ársfjórðungstapi sínu í tæp níu ár og tilkynnt að 3.400 starfsmönnum, eða um 5% starfsliðsins í heiminum, verði sagt upp störfum. Meira
14. október 1998 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Útboð Búnaðarbankans til starfsmanna hafið

ÚTBOÐ hlutabréfa Búnaðarbanka Íslands til starfsmanna er hafið. Starfsmönnum er gefinn kostur á að kaupa bréf á genginu 1,26. Hlutafé að nafnvirði 600 milljónir króna verður boðið út í þessum mánuði og næsta, hluti til starfsmanna en hluti í almennu útboði. Mat á gengi hlutabréfa sem boðin verða almenningi til kaups stendur nú yfir og lýkur því starfi eftir 3 - 4 vikur. Meira

Fastir þættir

14. október 1998 | Fastir þættir | 594 orð

Afgangsbrauð og rasp

Á fyrstu búskaparárum mínum þegar ég var heimavinnandi húsmóðir heyrði ég konu segja í útvarpinu að hámark ómyndarskapar húsmæðra væri að kaupa tilbúið rasp. Hún kvað allar myndarlegar húsmæður þurrka afgangsbrauð til þeirra hluta. Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 468 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Starf fyrir 10­12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl. 13­17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Haustferð eldri borgara er í dag. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 12.15. Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 46 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstr

Mánudaginn 19. okt. nk. hefst hraðsveitarkeppni. Skráning hjá spilastjóra ef mætt er stundvíslega fyrir kl. 19.30. Spilastjórn aðstoðar við að mynda sveitir. Spilað er á mánudögum kl. 19.30 í Þönglabakka 1. Spilastjóri er Ísak Örn Sigurðsson. Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 61 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

NÚ er aðeins einni umferð ólokið í hausttvímenningnum sem lýkur nk. mánudagskvöld. Hæsta skor í N/S síðasta spilakvöld: Birgir Kjartansson - Árni Kristjánsson318Guðlaugur Nielsen - Anna G. Nielsen306Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson303Hæsta skor í A/V: Skafti Björnsson - Jón Sigtryggsson332Heimir Tryggvason - Árni M. Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 160 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Hausttvímenningi lauk sl. fimmtudag með sigri Freyju Sveinsdóttur og Sigríðar Möller. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Freyja Sveinsdóttir ­ Sigríður Möller734 Magnús Aspelund ­ Steingrímur Jónasson723 Ármann J. Lárusson ­ Jens Jensson717 Unnar Guðm.son ­ Jóhannes Guðmannss.707 Ragnar Jónsson ­ Murat Serdar699 2. umferð 1.10.1998. Meira
14. október 1998 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Stokkseyrarkirkju af sr. Valgeir Ástráðssyni Aðalheiður Einarsdóttir og Hákon Bárðarson. Heimili þeirra er í Asparfelli 4. Með þeim af myndinni er Hafsteinn Einar. Meira
14. október 1998 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Hallgrímskirkju af sr. Hjalta Hugasyni Vera Guðmundsdóttir og Þórarinn Blöndal. Brúðarmeyjar eru Eva og Tinna Magnúsdætur. Meira
14. október 1998 | Í dag | 35 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Gullbrúðkaup eiga í dag, miðvikudaginn 14. október, María Konráðsdóttir og Jón H. Þorgeirsson, Esjugrund 52, Kjalarnesi. Af því tilefni taka þau á móti gestum laugardaginn 24. október í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún kl. 15.30. Meira
14. október 1998 | Í dag | 479 orð

HRAÐI tæknilegra framfara á flestum sviðum er slíkur, að þeir eru ö

HRAÐI tæknilegra framfara á flestum sviðum er slíkur, að þeir eru örugglega ekki mjög margir sem hafa yfirsýn yfir framþróun tækninnar, nema þá bara á þröngu sviði. Þetta eru a.m.k. grunsemdir Víkverja sem minnist þess hvers konar tækninýjung það var þegar símsvarar voru að ryðja sér til rúms. Símboðana þekkja allir og símbréf og símbréfasenda. Meira
14. október 1998 | Dagbók | 665 orð

Í dag er miðvikudagur 14. október 287. dagur ársins 1998. Kalixtusmessa. Orð da

Í dag er miðvikudagur 14. október 287. dagur ársins 1998. Kalixtusmessa. Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4. Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 889 orð

Minnihlutaraunir "Mikilvægasta framlag vestrænnar menningar er virðingin fyrir einstaklingnum og inntak lýðræðisins er ekki

Ævintýri er það og öðruvísi en þessi venjulegu því að þetta er líka veruleiki. Afskekkta eyþjóðin hefur áhyggjur af því að atvinnuvegirnir séu of fábreyttir, ungt og vel menntað fólk fái ekki tækifæri við sitt hæfi. Á tveim árum rís stórfyrirtæki sem uppfyllir allar væntingar. Meira
14. október 1998 | Í dag | 78 orð

STÖÐUMYND B SVARTUR mátar í þriðja leik.

STÖÐUMYND B SVARTUR mátar í þriðja leik. Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista í Kalmykíu. Matthew Sadler(2.640), Englandi, var með hvítt, en Smbat Lputjan(2.615), Armeníu, hafði svart og átti leik. 47. ­ Hh3+ og Sadler gafst upp, því 48. gxh3 ­ Df2+ 49. Meira
14. október 1998 | Í dag | 413 orð

Um útgöngu safnaðar úr kirkju eftir messu

VIÐ útfarir þykir sjálfsagt að þeir sem fremstir sitja í kirkjum gangi fyrstir út eftir athafnir. Sama ætti að gilda um útgöngur eftir almennar guðsþjónustur en ekki það sem nú tíðkast, að flestir ryðjist út í ganginn milli bekkjanna þannig að úr verður þröng mikil. Ættum við ekki að taka háttaskiptum í þessu efni einnig og gæta sjálfsagðrar háttvísi í guðshúsum okkar? H.R.I. Meira
14. október 1998 | Í dag | 273 orð

UNDANKEPPNI Íslandsmótsins í tvímenningi var spiluð

UNDANKEPPNI Íslandsmótsins í tvímenningi var spiluð um síðustu helgi, samtals þrjár 30 spila lotur. Hér er kostulegt spil úr fyrstu lotunni: Suður gefur; NS á hættu. 106 Á732 ÁD105 K53 ÁD82 G 9842 8762 9 KD10986 KG76 D4 KG7543 54 3 ÁG109 -- -- -- PassPass 1 Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 769 orð

VETRARGARÐURINN I

ORÐIÐ vetrargarður vekur upp óljósar myndir af ævintýraprinsessum í klakahöllum, snædrottningum sem þeysa um á snjóhvítum gæðingum, frostrósum í fullum blóma og gömlum skemmtistað í Vatnsmýrinni. Ætlunin er þó ekki að fjalla um slíka hluti í þessari grein enda eiga ævintýraprinsessur og snædrottningar fátt sameiginlegt með íslenskum görðum yfir vetrartímann. Meira
14. október 1998 | Fastir þættir | 1348 orð

Það glæstasta af því glæsilegasta

MIKLUM sögum hefur farið af þeim stað þar sem heimsmeistaramótið á næsta ári verður haldið í Þýskalandi. Íslandshestamenn í Þýskalandi fengu nasaþefinn af svæðinu í ágúst þegar þýska meistaramótið var haldið þar og var vel látið af staðnum. Meira

Íþróttir

14. október 1998 | Íþróttir | 161 orð

Arnar vill vera áfram hjá Bolton

ARNAR Gunnlaugsson verður í eldlínunni á vinstri kantinum þegar Ísland mætir Rússlandi á Laugardalsvelli í kvöld en síðan stendur til að huga að samningi við Bolton á Englandi. Arnar hefur verið lykilmaður hjá Bolton í haust og er markahæsti maður liðsins. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 520 orð

Barátta sem fyrr

RÍKHARÐUR Daðason verður í fremstu víglínu þegar Ísland tekur á móti Rússlandi í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli í dag. "Ég á von á að þetta verði ámóta barátta og þegar við lékum við Frakka," sagði miðherjinn við Morgunblaðið í gær. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 208 orð

Edwards og Arron best í Evrópu

JONATHAN Edwards, heimsmethafi í þrístökki karla frá Bretlandi, og franski spretthlauparinn Christine Arron voru kjörin frjálsíþróttamenn Evrópu fyrir yfirstandandi ár. Það voru blaðamenn og mótshaldarar í Evrópu auk nefndar á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu sem stóðu að kjörinu sem fram fer ár hvert. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 303 orð

Frakkar segjast ekki vanmeta lið Andorra

FRAKKAR leika við Andorra á Þjóðarleikvanginum í París í kvöld og verður þetta fyrsti leikur liðsins á heimavelli eftir að þeir hömpuðu heimsmeistaratitlinum í sumar. Franski þjálfarinn, Roger Lemerre, segir alla leiki jafnmikilvæga og vanmetur ekki andstæðinginn. "Þrjú stig gegn Andorra eru jafn mikilvæg og þrjú stig á móti Rússum. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 93 orð

Gregory ætlar sér Sutton

JOHN Gregory, knattspyrnustjóri Aston Villa, sem hefur sex stiga forskot í úrvalsdeildinni í Englandi, ætlar að styrkja lið sitt í meistarabaráttunni. Sagt er að hann hafi hug á að nota 18 millj. punda til að kaupa nýja leikmenn og í vikunni mun hann bjóða Blackburn tíu millj. punda í miðherjann Chris Sutton. Gregory hefur áður boðið átta millj. punda í Sutton, en því boði var hafnað. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 92 orð

Hay farinn frá Skallagrími

BANDARÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Rodrick Hay hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Skallagríms, þar sem hann stóð ekki undir væntingum. Skallagrímur hefur misst báða útlendingana sem voru í herbúðum liðsins. Hay lék tvo fyrstu leiki liðsins, en Grikkinn Antonis Moumoglons lék fyrsta leikinn, en stakk síðan af og mætti ekki til leiks í annarri umferð gegn Haukum. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 29 orð

Í dag

KNATTSPYRNA EM 21 árs landsliða: Kópavogur:Ísland - Rússland14 EM landsliða: Laugard.:Ísland - Rússland17.45 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hagaskóli:KR - ÍS20.30 BLAK 1. deild karla: Hagas. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 151 orð

Kristín Rós sigraði

KRISTÍN Rós Hákonardóttir í Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR), sigraði í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Nýja-Sjálandi. Hún synti á einni mínútu 39,64 sekúndum. Keppnin hófst á mánudaginn og þá keppti Kristín Rós í 200 metra fjórsundi og kom fyrst í mark í úrslitasundinu, en var dæmd úr keppni, nokkuð sem forráðamenn hópsins skildu ekki. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 62 orð

Leikmenn Tottenham varaðir við

GEORGE Graham, knattspyrnustjóri Tottenham, ræddi einslega við hvern leikmann félagsins í gær og sagði að menn hefðu fjórar vikur til að taka sig saman í andlitinu, að sýna að þeir væru menn til að koma liðinu í fremstu röð. Norðmaðurinn Steffen Iversen hafði eftir stjóranum að allir fengju sanngjarnt tækifæri en þeir sem stæðu sig ekki yrðu látnir fara. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 623 orð

Okkar síðasta von

RÚSSNESKA landsliðið æfði í kulda og trekki á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Þó svo að hitastigið væri ekki nema um 6 gráður létu rússnesku leikmennirnir það ekki á sig fá enda voru þeir kappklæddir, með húfur og vettlinga. Þeir voru einbeittir og sást ekki bros á nokkrum manni. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 171 orð

Patrekur ekki með gegn Sviss

"ÞAÐ er mjög slæmt fyrir okkur ef Patrekur getur ekki leikið með gegn Svisslendingum. Hann hefur leikið eitt af lykilhlutverkunum hjá okkur," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Patrekur Jóhannesson meiddist í nára í leik gegn Finnum í Helsinki á dögunum og hefur ekki leikið með Essen síðan. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 125 orð

Sama byrjunarlið og í Armeníu

BYRJUNARLIÐ Íslands á móti Rússlandi verður eins og það var í Armeníu á laugardag. Birkir Kristinsson verður í marki og Sigurður fyrirliði Jónsson aftasti maður varnar en Steinar Adolfsson og Lárus Orri Sigurðsson fyrir framan hann. Auðun Helgason verður hægri bakvörður og Hermann Hreiðarsson vinstra megin en Rúnar Kristinsson og Helgi Kolviðsson á miðjunni. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 76 orð

Síðasti landsleikur Eyjólfs

EYJÓLFUR Ólafsson, milliríkjadómari, dæmir síðasta landsleik sinn í dag en þá dæmir hann leik Tékklands og Eistlands í Evrópukeppninni en leikurinn fer fram í Prag. Eyjólfur nær aldursmörkum FIFA-dómara um næstu áramót og hættir þá sem milliríkjadómari. Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ragnarsson verða á línunni hjá Eyjólfi í dag og Gylfi Þór Orrason er varadómari. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 72 orð

Stórsigur Úkraína

ÚKRAÍNA burstaði Armeníu, 8:0, í undankeppni EM 21 árs landsliða í Kiev í gær. Á þessum úrslitum má ráða að lið Úkraínu er geysilega sterkt því Armenar unnu Íslendinga 3:1 í sama riðli um síðustu helgi. Úkraína er efst í riðlinum með sex stig eftir tvo leiki og er eina liðið sem unnið hefur báða leiki sína. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 327 orð

Verðum að vera eins og grenjandi ljón

Sigurður Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið eftir æfingu í gær að leikstíll liðsins hefði skilað góðum árangri og því væri ástæðulaust að gera breytingar frá fyrri leikjum. "Við leggjum upp með ákveðinn leikstíl, leikstíl sem hefur skilað okkur taplausum úr fimm leikjum, og engin ástæða er til breytinga. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 250 orð

Viking græðir milljónir

Viking frá Stavanger tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu í handknattleik með því að sigra Red Boys frá Luxembourg samanlagt með 80 mörkum gegn 46. Með þátttöku sinni í meistaradeildinni reikna forráðamenn Viking með tekjum upp á a.m.k. 12 milljónir ísl. kr., jafnvel enn meira ef liðið dregst gegn liðum eins og Kiel eða Barcelona. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 292 orð

VINCENZO Montella, miðherji

VINCENZO Montella, miðherji Sampdoria, verður frá keppni í þrjá mánuði vegna meiðsla á ökkla. Montella, sem er 24 ára, hefur skorað 42 mörk fyrir liðið sl. tvö keppnistímabil. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 322 orð

Vörn er besta sóknin

Þórður Guðjónsson verður á hægri kantinum sem fyrr þegar Íslendingar taka á móti Rússum á Laugardalsvellinum í kvöld. "Þetta verður gríðarlega erfitt og ljóst er að sem fyrr verðum við að hugsa um að verjast en sóknirnar eiga að byggjast á því að geta sótt hratt," sagði hann við Morgunblaðið í gær. Meira
14. október 1998 | Íþróttir | 743 orð

Þetta er liðið okkar

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fékk frí til kvölds eftir morgunæfingu á mánudag, æfði tvisvar í gær og tekur léttan göngutúr árdegis í dag fyrir Evrópuleikinn við Rússa síðdegis. "Ég veit auðvitað ekki hvernig Rússarnir stilla upp en ég geri ráð fyrir að þeir byrji með látum því fyrir þá er um líf eða dauða að tefla," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, Meira

Úr verinu

14. október 1998 | Úr verinu | 303 orð

Búizt við kvótaniðurskurði við Noreg

GERT er ráð fyrir því að leyfilegur heildarafli helztu botnfisktegunda innan lögsögu Noregs á næsta ári verði skorinn töluvert niður. Ákvörðun um heildarafla verður þó ekki tekin fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 20 orð

EFNI

4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fréttaskýring 5 Verðlagsstofa skiptaverðs Markaðsmál 6 Verð á flestum fisktegundum líklega áfram hátt Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 258 orð

Ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á Kvótaþingi

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á starfsemi Kvótaþings Íslands en hörð gagnrýni hefur komið fram á þingið frá því að það tók til starfa 1. september sl. Segir Þorsteinn að minna framboð aflamarks megi rekja til takmörkunar á framsalsheimildum leiguviðskipta en ekki starfsreglna Kvótaþings. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 878 orð

Fyrsta veiðarfærakerfið fyrir dragnótaveiðar

VAKI fiskeldiskerfi hf. og Íslensk vöruþróun hf. sameinuðust undir nafni Vaka í september á síðasta ári. Fyrirtækin hafa um árabil verið í fremstu röð hvort á sínu sviði og eftir sameininguna stendur eftir öflugt hátæknifyrirtæki með markaðsforystu innan ört vaxandi atvinnugreina sem nú eru að tæknivæðast í auknum mæli. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 259 orð

GMDSS-búnaður í Eyjaflotann

NÝ LÖG um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa taka gildi hinn 1. febrúar nk. Í þeim felst að skip lengri en 24 metrar þurfa að uppfylla skilyrði um svokallaðan GMDSS- búnað fyrir tilsettan tíma. Niðursetning búnaðarins í íslenska fiskiskipaflotann er nú í fullum gangi og hefur Sjólist hf. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 424 orð

Góð rækjuveiði í Skagafirði

INNFJARÐARRÆKJUVEIÐI í Skagafirði hefur gengið vel að undanförnu. Fjórir bátar stunda veiðarnar; Jökull SK, Sandvík SK, Þórir SK og Berghildur SK. Að sögn Sævars Steingrímssonar, skipstjóra á Jökli SK, fá bátarnir allt upp í þrjú tonn af rækju á togtímann. Hins vegar sé lítið róið, aðeins tvisvar til þrisvar í viku, því skammta þurfi magnið í vinnsluna í landi. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 177 orð

Grilluð molasses-gljáð úthafsrækja

NÚ LEGGUR Smári Valtýr Sæbjörnsson lesendum Versins til uppskrift að grillaðri úthafsrækju á pinna. Rækjan er eftirsóttur matur um allan heim og er hún matreidd á óteljandi vegu. Kaldsjávarrækjan sem veiðist hér við land er sérstaklega bragðgóð og laus við alla mengun. Hollusta hennar er því ótvíræð. Uppskriftin er fyrir tvo. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 313 orð

Hvalspikið hentar vel í fiskborgara

HVALSPIK hentar vel í fiskborgara. Það þarf þriðjungi minna af því en svínafitu í borgarana og bragðið er sagt betra. Ståle Pettersen, í Vesturáli í Norður-Noregi, hefur gert tilraunir með framleiðslu fiskborgara af þessu tagi og segir nýjungina mælast vel fyrir hjá viðskiptavinum sínum í viðtali við Fiskaren. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 84 orð

Lax betur nýttur

RÚSSNESKIR fiskverkendur hyggjast nýta lax og laxahrogn betur en verið hefur og skapa þannig meiri verðmæti, að því er Worldfish Report hefur eftir Rybak Kamchatki. Imeni Lenina-fyrirtækið á Kamtsjatka-skaga er að færa út kvíarnar og reisa verksmiðju, þar sem vinna á kavíar og aðrar laxafurðir í dósir, en fyrirtækið gerir út 31 togara. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 189 orð

Leyfilegur afli næst ekki

MIKLAR sveiflur hafa verið í ufsaafla á undanförnum árum. Meðalafli á ári er um 75.000 tonn, en mestur hefur aflinn orðið um 130.000 tonn, en minnstur orðið tæp 40.000 tonn. Síðustu árin hefur ufsaafli farið jafnt og þétt minnkandi og fallið um 30.000 tonn á nokkrum árum. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 91 orð

Minna fæst fyrir norskan eldislax

SAMKVÆMT upplýsingum frá Samtökum norskra fiskeldisbænda lækkaði kílóverð lítillega á eldislaxi seinni hluta september. Þó hækkaði kílóverðið úr 223 ísl. kr. í 234 ísl. kr. á milli mánaðanna ágúst og september. Verð á 3-4 kílóa eldislaxi náði hámarki í júní sl. þegar það var um 310 íslenskar krónur. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 96 orð

NÝ AÐALVÉL Í BÖRK NK

ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja nýja aðalvél um borð í nóta- og togveiðiskipið Börk NK en skipið er í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Nýja vélin verður um 7.500 hestöfl en fyrir er í skipinum um 2.100 hestafla vél. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 118 orð

Ný gerð STAVA- flokkunarvéla

STÁLVINNSLAN hf. hefur framleitt nýja gerð STAVA-flokkunarvéla, sem notaðar eru við fiskverkun í landi. Vélarnar hafa m.a. verið seldar til Indónesíu, Nýja-Sjálands og Rússlands. Hin nýja vél hefur verið notuð við forflokkun karfa eftir stærð inn á flökunarvélar, en hana má nota einnig nota við vinnslu á öðrum tegundum. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 202 orð

Óánægja með Verðlagsstofu skiptaverðs og Kvótaþing

AÐALFUNDUR Útvegsbændafélags Vestmannaeyja var haldinn á sl. fimmtudag. Á fundinum kom fram megn óánægja með Verðlagsstofu skiptaverðs og Kvótaþing Íslands. Á fundinum gerði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, grein fyrir stöðu útgerðar í landinu, Sveinn Hjörtur Hjartarson, lögfræðingur LÍÚ, fjallaði um gjaldtöku í sjávarútvegi og Björn Jónsson, fulltrúi LÍÚ, Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 46 orð

SALTFISKURINN ÞURRKAÐUR

DÓTTURFYRIRTÆKI SÍF, Sans Souci Seafoods í Yarmouth á Nova Scotia í Kanada, er öflugasta saltfiskþurrkunarfyrirtæki vestan hafs. Þar eru þurrkuð og flutt utan um 8.000 tonn á ári. Þrír Íslendingar starfa við fyrirtækið, en hér hampar einn þeirra, Jón Þór Hallgrímsson framleiðslustjóri, vænum fiski. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 168 orð

Samskipti austurs og vesturs tíunduð

ÞRIÐJA sjávarútvegsráðstefnan, sem kennd er við Austur og Vestur, verður haldin á Hótel d'Angleterre í Kaupmannahöfn 25. til 26. nóvember nk. Skipuleggjendur hennar eru Agra Europe og FAO Globefish, upplýsinga- og markaðsstofa Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 279 orð

SH margfaldar sölu á Pyreneaskaganum

Mikill vöxtur hefur verið í sölu frystra sjávarafurða hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. á Spáni og í Portúgal undanfarin misseri. Á síðastliðnu ári seldi SH 7.100 tonn á þessum mörkuðum að verðmæti 1,3 milljarðar króna, en það er tvöföldun í magni og verðmæti frá árinu 1996. Á þessu ári er áætlað að selja 9.500 tonn af frystum fiski að verðmæti um tveir milljarðar íslenskra króna. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 333 orð

Sjólist hf. setur niður GMDSSbúnað í Vestmannaeyjaflotann

NÝ LÖG um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa taka gildi hinn 1. febrúar nk. Í þeim felst að skip lengri en 24 metrar þurfa að uppfylla skilyrði um svokallaðan GMDSS-búnað fyrir tilsettan tíma. Niðursetning búnaðarins í íslenska fiskiskipaflotann er nú í fullum gangi og hefur Sjólist hf. þannig tekið að sér að annast niðursetningu fyrir nær allan skipaflota Vestmannaeyja. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 134 orð

Styrjustofninn hrynur í Kaspíahafi

RÚSSNESKIR vísindamenn hafa vakið athygli á því að styrjustofninn sé að hruni kominn í Kaspíahafi þrátt fyrir að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða fyrr á þessu ári til þess að styrkja hann, að því er Interfax fréttastofan greindi frá. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 807 orð

Svikin miklu

MAGNÚS Þór Hafsteinsson, sem er blaðamaður við Fiskaren í Noregi, ritaði nýlega grein í blaðið um komu Keikos til Íslands og er ekki mjög hrifinn. Fer hún hér á eftir: "ÞEIR mörgu, sem hafa eðlilega afstöðu til náttúrunnar og umhverfis síns, hljóta að hafa hlegið dátt og kannski orðið dálítið ergilegir líka yfir uppákomunni í Vestmannaeyjum við suðurströnd Íslands. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 72 orð

Útflutningshöft á rússneskan kavíar

RÍKISSTJÓRN Rússlands hefur sett nýjar reglur um magn kavíars, sem einstaklingar mega hafa með sér frá landinu. Þar er kveðið á um að enginn megi flytja með sér meira en 250 grömm af styrjuhrognum úr landi án tilskilinna leyfa frá landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kemur fram í frétta skeyti frá Interfax. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 137 orð

Útflutningur lax frá Noregi eykst

ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á laxi jókst um 10% fyrstu átta mánuði ársins og um 17% að verðmæti, samanborið við sömu mánuði síðasta árs, að því er fram kemur í fréttum Worldfish Report. Samkvæmt upplýsingum frá Útflutningsráði norskra sjávarvara nemur heildarútflutningur lax tæplega 199.000 tonnum og söluverð hans er jafnvirði um 50 milljarða íslenskra króna. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 65 orð

ÚTGERÐARMENN FRAMTÍÐARINNAR

ÚTGERÐARMENN í Vestmannaeyjum buðu almenning velkominn um borð í skip sín á dögunum og kynntu þar undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hf. stóð fyrir getraun fyrir börnin um borð í Vestmannaey VE og var þátttakan með eindæmum góð, að sögn Magnúsar Kristinssonar, framkvæmdastjóra útgerðarinnar. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 159 orð

Útvegsbændur í Eyjum færa bókasafninu gjafir

Vestmannaeyjum-Útvegsbændafélag Vestmannaeyja gaf í síðustu viku Bókasafni Vestmannaeyja ljósritunarvél og myndbönd með myndinni Verstöðin Ísland. Tilefni gjafarinnar er ár hafsins og einnig það kynningarátak sem útvegsmenn á landinu standa nú fyrir til að kynna atvinnugreinina fyrir alemnningi. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 119 orð

Veitt umfram tillögur Hafró

VEIÐAR á rækju hér við land margfölduðust á síðustu 30 árum eða fóru úr 2.000 tonnum í 76.000 tonn. Auk þess voru veidd 2.000 til 21.000 tonn árlega síðustu árin á Flæmska hattinum, en aflinn þar er nú kvótabundinn í rúmum 6.000 tonnum. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 703 orð

Verð á flestum fisktegundum líklega áfram hátt vestanhafs

BÚIST er við, að verð á þorski og Alaskaufsa verði áfram hátt í Bandaríkjunum enda er almennur skortur á þessum tveimur fisktegundum. Vestanhafs hefur verið mikið framboð af lúðu úr Kyrrahafi og verðið verið lægra en á síðasta ári. Verð á hörpudiski hefur verið tiltölulega gott og verður líklega áfram. Er eftirspurn góð og fer vaxandi að sumra mati. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 388 orð

Verðlagsstofa skiptaverðs

VERÐLAGSSTOFA skiptaverðs hefur fyrir nokkru tekið til starfa, en hún starfar samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor til lausnar kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Í lögunum kemur fram að hlutverk Verðlagsstofu sé að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 73 orð

Verksmiðja Snæfells til sölu

RÆKJUVERKSMIÐJA Snæfells hf. í Ólafsvík er til sölu en starfsemi hennar var hætt fyrir u.þ.b. mánuði, og hafa erlendir og innlendir aðilar sýnt áhuga á kaupum. "Verksmiðjan er til sölu og við höfum verið í viðræðum við fjölmarga aðila, bæði innanlands og utan," sagði Magnús Gauti Gautason, forstjóri Snæfells hf. Meira
14. október 1998 | Úr verinu | 412 orð

Þau sjá um siglingamálin

Í NÝJASTA fréttabréfi Siglingastofnunar, Til sjávar, eru kynntir starfsmenn á skrifstofusviði. Birgir Guðjónsson, er forstöðumaður skrifstofusviðsins. Hann er fæddur í Reykjavík 8. maí 1948 og lauk prófi frá lagadeild HÍ vorið 1974. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.