JÓHANNES Páll páfi minntist þess í gær að 20 ár eru liðin frá kjöri hans og bað pólska landa sína að biðja fyrir því að hann gæti stjórnað kaþólsku kirkjunni fram yfir næstu aldamót. 25.000 Pólverjar, þeirra á meðal Aleksander Kwasniewski forseti, söfnuðust saman á Péturstorginu til að hylla þekktasta landa sinn.
Meira
STJÓRNMÁLAMENNIRNIR John Hume og David Trimble deila friðarverðlaunum Nóbels í ár fyrir þátt sinn í tilraunum til að binda enda á 30 ára vargöld á Norður-Írlandi. Sagði Francis Sejersted, formaður Nóbelsnefndarinnar, þegar hann tilkynnti valið í gærmorgun,
Meira
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) ákvað í gær að veita Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, tíu daga frest til viðbótar til að binda enda á átökin í Kosovo- héraði í Serbíu. NATO áréttaði einnig að bandalagið myndi gera loftárásir á hernaðarleg skotmörk í Júgóslavíu ef Milosevic sendi ekki öryggissveitir sínar úr héraðinu áður en fresturinn rennur út.
Meira
MIKIL uppsveifla var á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu í gær vegna vaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í fyrradag og vonast margir til að hún hjálpi til við að koma efnahagslífinu upp úr öldudalnum.
Meira
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og leiðtogar repúblikana og demókrata á þinginu hafa náð samkomulagi um að auka útgjöldin til varnarmála á næsta ári um 10% og hefja mestu hernaðaruppbyggingu í landinu á friðartímum frá 1985. M.a. er ráðgert að tvöfalda framlögin til eldflaugavarna.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að verja 14 milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar við norðvesturhéruð Rússlands. "Við munum fyrst og fremst nota þetta fjármagn til að kaupa fiskafurðir og eru þá sérstaklega höfð í huga kaup á loðnu og síld. Með því móti getum við útvegað mesta magnið af próteinríkri fæðu sem þetta fólk er vant að matreiða.
Meira
SLÖKKVILIÐIÐ í Snæfellsbæ var laust fyrir kl. 1 aðfaranótt föstudags kallað að trillubátnum Blika SU 80 því eldur var kominn upp í bátnum þar sem hann stóð á vagni í húsasundi skammt frá fiskimjölsverksmiðjunni og Rækjuverksmiðju Snæfells.
Meira
BINGÓ verður spilað í sal KFUM og K í Sunnuhlíð kl. 15 á sunnudag, 18. október. Ágóði rennur til starfsemi KFUM og K á Akureyri. Góðir vinningar eru í boði og eru þeir við allra hæfi. Gos og sælgæti selt á staðnum og boðið er upp á molasopa.
Meira
Á VESTURGAFLI Hótels Esju var fyrir nokkrum dögum sett upp auglýsing frá útvarpsstöðinni X-inu FM 95,7 þar sem segir: "Stilltu á X-ið eða ég skýt hundinn þinn." Kvartað var til lögreglu vegna auglýsingarinnar og beindi lögreglan málinu til Samkeppnisstofnunar. Stofnunin fundaði um málið og bannaði með bráðabirgðaúrskurði birtingu auglýsingarinnar á grundvelli 22.
Meira
UMBOÐSMAÐUR barna efnir til ráðstefnu í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 17. október nk. þar sem börn og fullorðnir setjast á rökstóla og ræða um einelti. Markmiðið er að fá fram skoðanir og tillögur um hvaða leiðir séu færar til að vinna gegn ofbeldi af þessu tagi.
Meira
TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði að "uppbyggilegt og raunsætt andrúmsloft" hefði verið ríkjandi við upphaf friðarviðræðna Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og Benjamíns Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, í smábænum Wye Mills í Maryland-ríki á fimmtudag.
Meira
OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, boðaði Massimo D'Alema, leiðtoga Lýðræðislega vinstriflokksins sem er arftaki gamla Kommúnistaflokksins, á sinn fund í gær og fól honum stjórnarmyndunarumboð.
Meira
TVEIR þingmenn Sjálfstæðisflokks, Einar Oddur Kristjánsson og Lára Margrét Ragnarsdóttir, kváðust ekki hafa tekið endanlega afstöðu til frumvarpsins um gagnagrunn á heilbrigðissviði þegar umræður fóru fram um þingmálið á Alþingi í gær. Fyrstu umræðu lauk síðdegis og er búist við því að málinu verði vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis á mánudag.
Meira
EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir að ákvæði í verðtryggðum skuldabréfum sparisjóðanna um að höfuðstóll skuldarinnar geti ekki lækkað niður fyrir grunnvísitölu bréfsins brjóti í bága við hugsunina sem liggi til grundvallar verðtryggingu. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt samkvæmt upplýsingum sparisjóðanna að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær.
Meira
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir haustferðum. Í boði eru dagsferðir á sunnudögum. Farið er með rútu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Í næstu dagsferð hjá Útivist verður Ólafsskarðsvegur farinn, forn alfaraleið. Gengið er frá Jósefsdal um Ólafsskarð hjá Leitargígum og Geitafelli og endað við Búrfell í Þrengslum. Helgina 23.25. október býður Útivist upp á helgarferð.
Meira
VERSLUNUM í miðborg Reykjavíkur fækkaði enn á síðasta ári og nú eru þar 347 verslanir. Í september í fyrra voru verslanir í miðborginni 354 og frá því 1996 hefur þeim fækkað um 25, eða um 7%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarfélags Reykjavíkur.
Meira
ÍSTRAKTOR frumsýnir um helgina, 17. og 18. október, nýja Fiat Seicento Sporting. Þetta er smábíll sem talinn er sérlega hagkvæmur í rekstri og hentugur til borgaraksturs, segir í frétt frá Ístraktor. Bíllinn eyðir 5,9 lítrum í blönduðum akstri. Hann hefur mikinn staðalbúnað m.a.
Meira
HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki nam 150 milljónum króna á rekstrarárinu september 1997 til ágúst 1998. Velta fyrirtækisins nam 2.174 milljónum króna á tímabilinu en rekstrargjöld 1.668 milljónum. Verulega hefur verið hagrætt í rekstri fyrirtækisins en auk þess eru ýmsar ytri aðstæður því nú hagstæðar.
Meira
TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli hefur að undanförnu lagt hald á mikið magn snyrtivara sem fólk hefur ætlað að flytja inn fram hjá tolli. Í öllum tilfellum er um að ræða bandaríska snyrtivörutegund sem samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er seld hér á landi á kynningum í heimahúsum samkvæmt sérstöku sölukerfi.
Meira
UM þessar mundir stendur Félag heyrnarlausra fyrir sölu happdrættismiða um allt land. Markmið félagsins er að bæta stöðu heyrnarlausra og heyrnarskertra í samfélaginu, stuðla að réttindum þeirra til jafns við aðra og rjúfa félagslega einangrun þeirra með öflugu félagslífi, fræðslu og ráðgjöf.
Meira
ALAA Hussein Ali al-Jabour, foringi í Íraksher og leiðtogi leppstjórnarinnar, sem Írakar settu upp eftir hernám Kúveits, hefur flúið land og fengið hæli í einhverju Evrópuríki. Er þetta haft eftir talsmanni Íraska þjóðarráðsins, samtökum, sem berjast gegn stjórn Saddams Husseins.
Meira
HLUTAFÉLAGINU Skallagrími, sem rak og átti Akraborgina, var slitið í gær og gengið var frá skipan skilanefndar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sem var varamaður í stjórn félagsins, segir að eina eign þess nú sé skrifstofuhúsnæði á Akranesi sem metið er á um fimm milljónir króna.
Meira
JÓNI Kristinssyni verkfræðiprófessor, sem er arkitekt og háskólakennari í "umhverfisvænni hönnun" við Tækniháskólann í Delft í Hollandi, hafa verið veitt Konunglegu Shell-verðlaunin 1998 og nemur verðlaunaupphæðin sem svarar 7,5 milljónum króna.
Meira
NEXHMIJE Hoxha, ekkja albanska einræðisherrans Envers Hoxha, minntist þess í gær, að þá voru liðin 90 ár frá fæðingu eiginmanns síns. Vitjaði hún grafar hans í kirkjugarði í Tirana ásamt um 100 kommúnískum stuðningsmönnum sínum. Hoxha hélt Albaníu í járngreip sinni í hálfa öld og mátti heita, að landið væri þá einangrað frá umheiminum.
Meira
"Hvað má bjóða þér?" HÚN er eins og fangi í málmbúri, afgreiðslustúlkan í bílalúgunni. Skyldi henni leiðast að afgreiða kók og prins póló með nánast vélrænum hætti alla daga? Morgunblaðið/RAX
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hyggst gera fólki kleift að leggja 2% tekna sinna skattfrjálst til hliðar og efla jafnframt skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa til að örva sparnað í landinu. Hugmyndirnar eru meðal þeirra tillagna sem sérskipuð nefnd á vegum fjármálaráðherra skilaði af sér í vikunni og miða að því að efla sparnað í landinu. Að sögn Geirs H.
Meira
NÝGENGI krabbameina er hærra í Reykjavík og á Reykjanesi en annars staðar á landinu og munar þar allt að fjórðungi. Þetta kemur fram í grein eftir Jón Hrafnkelsson lækni og Jónas Ragnarsson ritstjóra í Heilbrigðismálum sem nú eru að koma út. Teknar eru saman tölur um nýgengi krabbameina meðal karla og kvenna árin 1977 til 1996.
Meira
LÍKUR eru á að verðbólga hér á landi aukist á næstunni ef fyrirtæki taka ekki á sig launahækkanir og staða krónunnar veikist. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Landsbanka Íslands hf. Í hennier bent á að líkleg skýring á minnkandi hagnaði fyrirtækja felist í mikilli styrkingu krónunnar ásamt innlendum kostnaðarhækkunum, sérstaklega launaliðnum.
Meira
FRIÐARVIÐRÆÐUR hófust á ný milli Indverja og Pakistana í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Utanríkisráðherrar landanna munu freista þess að finna lausn á deilunni um Kashmír-hérað, og embættismaður sagði að loknum fyrsta fundi þeirra að viðræðurnar hefðu verið hreinskilnislegar og á vingjarnlegum nótum.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining mun á næstu mánuðum efna til vikulegra kynningarfunda fyrir almenning undir heitinu Heimflutt þekking. Þar munu ýmsir starfsmenn fyrirtækisins halda stutt erindi um störf og rannsóknir sem þeir lögðu stund á áður en þeir komu til starfa hjá fyrirtækinu.
Meira
SÆNSKUR almenningur skiptist nú í tvær jafnstórar fylkingar með og á móti aðild Svíþjóðar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birt var í Stokkhólmi í gær.
Meira
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur dregið sig aftur í hlé vegna veikinda og falið forsætisráðherranum að fara á leiðtogafund ýmissa Asíu- og Kyrrahafsríkja í næsta mánuði. Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu, segist efast um, að Jeltsín geti gegnt embættinu út kjörtímabilið.
Meira
HAFNFIRÐINGAR halda upp á 90 ára afmæli bæjarins um helgina. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra varð bæjarfélagið 90 ára 1. júní sl. Engu að síður þótti tilefni til að halda upp á afmælið þótt farið væri að líða á árið. Magnús segist ekki efast um að kátt verði í Firðinum um helgina. "Ég veit að þetta verður mjög skemmtileg afmælishátíð.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun. Barnakór kirkjunnar syngur, sunnudagaskólabörn og foreldrar þeirra velkomnir. Guðsþjónusta á FSA kl. 17 á sunnudag. Æskulýðsfélagsfundir í kapellunni kl. 17 á sunnudag. Biblíulestur í Safnaðarheimili á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, sálmur nr. 103 lesinn og íhugaður með yfirskriftinni Lofgjörð og gleði.
Meira
STARFSMAÐUR Eimskips meiddist á fæti þegar hann klemmdist milli lyftara, sem hann ók, og járnrekka í Sundahöfn í gær um tvöleytið. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en meiðsl hans voru minniháttar.
Meira
HÓPUR fólks á besta aldri mun taka til starfa í sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Markmið þessa hópstarfs er að styrkja fólk félagslega og koma til móts við fólk 25 ára og eldra sem leitar eftir jákvæðum félagsskap, að því er segir í fréttatilkynningu.
Meira
TVEIR piltar, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald til 16. október eftir alvarlega árás á mann á Ingólfstorgi um síðustu mánaðamót eru báðir lausir úr haldi. Rannsókn málsins er á lokastigi og verða málsgögn fljótlega send saksóknara. Tveir aðrir piltar eru enn í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegrar árásar á mann í Austurstræti, sem átti sér stað skömmu eftir hina fyrri.
Meira
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýndi Listaverkið, franskt verðlaunaleikrit eftir Yazminu Reza, fyrir fullu húsi á Renniverkstæðinu á Akureyri í gærkvöld. Listaverkið hefur notið mikilla vinsælda en verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum en sýningar svo færðar í Loftkastalann.
Meira
SAMKOMULAG Hitaveitu Suðurnesja, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps um vilja þeirra til samvinnu í orku- og veitumálum var kynnt í gær. Þar kom m.a. fram að óánægja er með að arður af starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur renni óskiptar í borgarsjóð.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík var í síðustu viku kvödd að geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, þaðan sem sjúklingur var fjarlægður og fluttur í fangageymslur lögreglunnar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um útköll lögreglu á geðdeildir sjúkrahúsanna.
Meira
ALÞJÓÐLEG viðskiptamiðstöð nýir möguleikar fyrir fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum, var yfirskrift hádegisverðarfundar Verslunarráðs Íslands á Fosshóteli KEA á Akureyri í gær. Framsögumenn voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KEA,
Meira
FÉLAG íslenskra leikskólakennara heldur málþing um menntun leikskólakennara laugardaginn 17. október nk. kl. 915 að Borgartúni 6 í Reykjavík. Þingið verður sett kl. 9.30. Kristján Kristjánsson, prófessor v/Háskólann á Akureyri og Jóhanna Einarsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands,
Meira
INNFLUTNINGUR á óvenjulegum gæludýrum virðist hafa stóraukist undanfarið. Í fyrradag skriðu þrjár slöngur úr handfarangri gæludýraeiganda sem var á leið frá Lundúnum til Keflavíkur. Tókst að handsama snákana og voru þeir afhentir tollyfirvöldum við komuna til Keflavíkur, með milligöngu lögreglunnar.
Meira
Árið 1998 hefur verið annasamt hjá starfsmönnum Reykjavíkurhafnar. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á landi hafnarinnar meðfram strandlengjunni allt frá Ánanaustum að Kleppsvík.
Meira
RÚSSNESK-pólska kvikmyndin Mundu nafnið þitt verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 18. október kl. 15. Leikstjóri er S. Kolosov en Lúdmila Kasatkina fer með aðalhlutverkið. Hlaut hún 1. verðlaun fyrir leik sinn í hlutverkinu á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Póllandi 1975 en það ár var lokið við gerð kvikmyndarinnar.
Meira
NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur hafnað beiðni Landsvirkjunar um aðstoð og ábendingar fyrir væntanlega skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar þar til fyrir liggur hvaða meðhöndlun matsskýrslan muni fá.
Meira
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páll Pétursson, skipaði nýverið nefnd sem ætlað er að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka, Skrifstofu jafnréttismála og Kvenréttindafélags Íslands.
Meira
Kvikmyndasýningar fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Hinn 18. okt. kl. 14 verður sýnd leikin, norsk unglingamynd, Markús og Díana. Í fréttatilkynningu segir: "Markús er 13 ára, minnstur í bekknum og er hræddur við flest sem mögulegt er að óttast hér í heimi. Sem betur fer er besti vinur hans algjör andstæða.
Meira
STJÓRN SÁÁ hefur ákveðið að hefja byggingu á tveimur nýjum álmum við sjúkrahúsið Vog. Í annarri álmunni verður göngudeild og í hinni meðferðardeild fyrir ungt fólk. Byggingarnar verða alls um 1.400 fermetrar. Áætlað er að taka álmurnar í notkun í september á næsta ári. Byggingarkostnaður er áætlaður 200 milljónir kr. en rekstrarkostnaður um 40 milljónir kr. á ári.
Meira
Ný skíðalyfta reist á Seljalandsdal HÓPUR sjálfboðaliða á Ísafirði vinnur nú að því að reisa nýja skíðalyftu á skíðasvæði Ísfirðinga á Seljalandsdal. Hefur bæði verið safnað fjármunum hjá fyrirtækjum og einstaklingum og lögð fram vinna við verkið.
Meira
KVEIKT verður á nýjum hnappastýrðum umferðarljósum í dag, laugardaginn 17. október, fyrir fótgangandi (gangbrautarljósum) á Vatnsmýrarvegi við Bústaðavegsbrú, segir í frétt frá Gatnamálastjóranum í Reykjavík.
Meira
ÞÝZKA þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á sérstökum aukafundi í gær að heimila þýzkum hermönnum og flugvélum að taka þátt í hernaðaraðgerðum Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn Serbíu vegna Kosovo-deilunnar. Græningjar, sem eiga að taka við utanríkisráðuneytinu í nýrri stjórn Gerhards Schröders, klofnuðu í afstöðu sinni.
Meira
Unesco ráðstefna um upplýsingatækniRitskoðun á Netinu tæknilega möguleg Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna Unesco hélt ráðstefnu um siðferðislegan, lagalegan og félagslegan vanda í tengslum við öra þróun á sviði upplýsingatækni í Monte Carlo dagana 1.3. október sl.
Meira
GUÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarráðherra, mun í næstu viku tilkynna að rjúpnaskyttum verði heimil veiði á 1215 ríkisjörðum víðs vegar um landið. Rjúpnaveiði hófst í fyrradag. Guðmundur Bjarnason staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að eftir helgi yrði frágengið hvaða ríkisjarðir yrðu opnaðar rjúpnaskyttum. Hann sagði að málið hefði verið til skoðunar í ráðuneytinu um skeið.
Meira
SUMARIÐ 1997 lentu allmargar kindur í dauðagildrum þeim sem eru í hamrastöllum fjallsins Mýrarhyrnu við Grundarfjörð. Þeirra á meðal var ærin Gletta frá Mávahlíð með lömbin sín tvö, hrút og gimbur, sem voru frekar síðborin. Svo hagar til, að auðvelt er að fylgjast með í sjónauka hvað kindunum líður þótt ógerlegt sé talið að koma þeim til bjargar.
Meira
NOKKUÐ stórt selalátur er í Surtsey og eru selirnir fyrstu spendýrin sem numið hafa land í eynni. Á dögunum var Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður að festa selina á filmu en hann vinnur nú að heimildarmynd um seli. Að hans sögn lýkur hann væntanlega við gerð myndarinnar að einu ári liðnu en vinna við hana hefur nú staðið í þrjú ár.
Meira
JÓN Magnússon hæstaréttarlögmaður og varaformaður Neytendasamtakanna segir að seljandi beri í raun alltaf ábyrgð á söluhlut og því standist ekki auglýsing um útsölu á vörum úr þrotabúi Radíóbúðarinnar, sem hefst í dag, en þar segir að allir hlutir séu seldir án ábyrgðar. Jón segir að út af fyrir sig sé ábyrgðin fyrir hendi þar sem um sé að ræða millilið í sölu.
Meira
SÖFNUN dagbóka og persónulegra heimilda til varðveislu í handritadeild Landsbókasafnsins og þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins hefur farið fram úr björtustu vonum og eru dæmi um að skólar á höfuðborgarsvæðinu hafi sent heilu kassana af dagbókarskrifum nemenda.
Meira
KVÓTASVINDLIÐ í Danmörku vindur sífellt upp á sig. Nú er einn af þeim, sem krafist hafa miklu harðari aðgerða gegn þeim, sem stunda ólöglegar veiðar, sjálfur grunaður um að hafa stundað þær í stórum stíl.
Meira
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 33 þingmenn kjörna og hreinan meirihluta á Alþingi ef kosið yrði nú samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV um fylgi við flokka og framboð sem birt var í blaðinu í gær. Þingmönnum Framsóknarflokksins myndi hins vegar fækka skv. könnuninni úr 15 í 8, sameiginlegt framboð vinstrimanna fengi 13 menn, framboð Sverris Hermannssonar 4 menn og framboð Steingríms J.
Meira
RÍKISSJÓNVARPIÐ og Stöð tvö verða með sameiginlega beina útsendingu frá Keflavíkurflugvelli í dag þegar kista Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar kemur heim frá Bandaríkjunum. Áætlað er að flugvél Cargolux, sem flytur kistu Guðrúnar Katrínar frá Seattle í Bandaríkjunum til Íslands, lendi á Keflavíkurflugvelli um kl. 12.30.
Meira
SLYSAVARNAFÓLK víða um land mun ganga í hús helgina 16.18. október og bjóða til sölu lyklakippu til styrktar Björgunarbátasjóði Slysavarnafélags Íslands. Lyklakippan mun síðan verða til sölu á bensínstöðvum Esso og kostar hún 500 kr.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja til á næsta fundi íslenskra stjórnvalda og Norsk Hydro að viðræður miðist við 120 þús. tonna álver og byggingu Fljótsdalsvirkjunar. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar myndi frekari virkjun á Þjórsár-Tungnársvæðinu í stað Fljótsdalsvirkjunar hleypa upp kostnaði og rýra samningsstöðuna við Norðmenn,
Meira
SVEINN Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem átti sæti í stjórn Iðnlánasjóðs, segist ekki hafa skýringar á því að styrkir úr Iðnlánasjóði til hagrannsókna og aðgerða, sem stuðla áttu að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu, voru ekki auglýstir sérstaklega eins og almennir styrkir úr vöruþróunar- og markaðsdeild sjóðsins. Slíkir styrkir hafa verið auglýstir tvisvar á ári.
Meira
STEFNA utanríkisráðuneytisins um þessar mundir er að gera Íslendinga virkari í alþjóðamálum og sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið að það væri liður í því að styrkja stöðu Íslands út á við. Liður í þessu er að Íslendingar sækist eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Meira
Í frétt í Morgunblaðinu í gær um tónleika Karlakórs Akureyrar- Geysis í Dalvíkurkirkju í dag laugardag, var annar einsöngvara kórsins, Magnús Friðriksson, sagður Þorsteinsson og leiðréttist það hér með. Gestgjafarnir í Karlakór Dalvíkur syngja einnig nokkur lög á tónleikunum sem hefjast kl. 16.00.
Meira
LÖMUÐUM manni hefur verið gert kleift að gefa tölvu skipanir með hugsun einni saman, eftir að rafskaut var grætt í heila hans, að því er kemur fram í The Daily Telegraph. Dr. Roy Bakay, við Emory- háskóla í Atlanta í Bandaríkjunum, skýrði frá þessu á ráðstefnu taugaskurðlækna í Seattle á dögunum.
Meira
DAGANA 20. til 27. október munu lögreglulið á Suðvesturlandi standa fyrir átaki í umferðarmálefnum þar sem sjónum verður einkum beint að akstri við gatnamót, notkun stefnuljósa, ljósabúnaði ökutækja, gangandi vegfarendum og notkun enduskinsmerkja. Ökumenn á eineygðum bílum og gangandi vegfarendur án endurskinsmerkja verða m.a.
Meira
UPPTÖKUTÓNLEIKAR í tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar verða haldnir laugardaginn 17. október í Vitanum, Strandgötu 1. Tónleikarnir hefjast kl. 18 og þeim lýkur kl. 23. Þar koma fram hljómsveitirnar Stæner, Ensími, Bara burt Reynir, Himbrimi, Teknó, Atli, Rennireið, PPpönk, Nuance, Svarta síða skeggið, Fiend og Teib. Tónleikarnir eru öllum opnir.
Meira
Í TILEFNI af 20 ára útskriftarafmæli kennara, sem luku embættisprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1978, hefur verið ákveðið að hittast laugardagskvöldið 24. október nk. og snæða kvöldverð á Kaffi Reykjavík. Mæting er á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, efri hæð, klukkan 19.30 fyrsta vetrardag.
Meira
JÓN Steindór Valdimarsson lögfræðingur segir í lögfræðiáliti sem hann vann fyrir Samtök iðnaðarins að færa megi sterk rök fyrir því að smíði íslensks varðskips sé ekki útboðsskyld. Ekki þurfi að bjóða út verk sem varði öryggishagsmuni þjóðarinnar. Hann bendir jafnframt á að í þorskastríðunum hafi enginn efast um að íslensk varðskip væru ígildi herskipa.
Meira
VONAST er til að friðarverðlaun Nóbels, sem falla John Hume og David Trimble í skaut þetta árið, verði til að festa friðarferlið á N- Írlandi í sessi og gefi mönnum orku til að yfirstíga þær hindranir sem enn eru í veginum.
Meira
ÞRÍR menn höfðu fundist látnir og þriggja var enn saknað þegar leit var hætt í gærkvöld að þeim, sem hugsanlega kynnu að hafa komist af er úkraínskt flutningaskip sökk í Norðursjó, úti fyrir Jótlandi.
Meira
STÖÐUNEFND skilaði í fyrradag mati sínu á umsækjendum um embætti landlæknis til heilbrigðisráðherra. Af tíu umsækjendum eru þrír taldir hæfastir, sex aðrir taldir hæfir en einn er ekki talinn uppfylla skilyrði auglýsingar um víðtæka reynslu af stjórnun. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að skipað verði í stöðuna í lok næstu viku.
Meira
Í UMRÆÐUM á borgarstjórnarfundi í fyrradag um fyrirhugaða sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur kom fram sú skoðun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að þörf væri á skýrari markmiðum og stefnumótun áður en sameiningarferlið hæfist. Vörpuðu þeir fram í bókun nokkrum álitamálum sem þeir telja nauðsynlegt að athuga nánar.
Meira
MEÐ blaðinu í dag, utan höfuðborgarsvæðisins, fylgir 12 síðna auglýsingablað "Kringlukast". MEÐ blaðinu í dag fylgir 8 síðna auglýsingablað frá Raftækjaverslun Íslands "
Meira
MIKLUM HÖRMUNGUM hefur vonandi verið afstýrt með samkomulagi um framtíð Kosovo, sem tókst í viðræðum þeirra Richards Holbrooks, erindreka Bandaríkjastjórnar, og Slobodans Milocevics, forseta Júgóslavíu. Atlantshafsbandalagsríkin höfðu tekið ákvörðun um að beita loftárásum til að knýja Serba til að láta af kúgun sinni og þjóðernishreinsunum í héraðinu.
Meira
COURTNEY Love og hljómsveit hennar Hole komu fram á tónleikum í London á sunnudagskvöldið var, en fjögur ár eru liðin síðan hljómsveitin spilaði opinberlega saman. Hljómsveitin hitaði upp í klukkutíma fyrir bresku sveitina Cure, og spilaði mest lög af nýútkominni plötu "Celebration Skin". Cure hélt sig hins vegar við gamla, vinsæla standarda af gömlum plötum sveitarinnar.
Meira
The Fifth Element, leikur fyrir PlayStation frá Kalisto Games. STÓRMYNDIN The Fifth Element var sýnd í bíósölum landsins fyrir nokkru. Nú hefur gefinn út leikur sem byggður er á myndinni og ber sama nafn. Leikurinn er hannaður af fyrirtækinu Kalisto Games, því sama og gerði Nightmare Creatures.
Meira
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikarar: Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann og Þóra Friðriksdóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið 16. október
Meira
ALVARLEGT andlit sýningargests speglast í rúðu sem stendur milli hans og búnings nasistaforingjans Adolfs Hitler. Búningurinn er sem stendur til sýnis í Rússneska varnarsafninu í Pétursborg. Rússneskir hermenn fundu búninginn í fleti Hitlers í Berlín í maí 1945.
Meira
DEMANTAR eru bestu vinir hverrar stúlku, söng Marilyn Monroe um árið og skal enginn dómur kveðinn upp um sannleika þessara orða hér. Hins vegar geta þeir sem undir sönginn taka drifið sig til Indlands en þar stendur De Beers, stærsta fyrirtæki heimsins í demantsframleiðslu, fyrir tískusýningu þar sem demantar af öllum stærðum og gerðum eru sýndir.
Meira
Framleiðendur: John Copeland. Leikstjóri: Jesus Trevino. Handritshöfundar: J. Michael Straczynski. Kvikmyndataka: John C. Flinn III. Tónlist: Christopher Franke. Aðalhlutverk: Bruce Boxleitner, Mira Furlan, Claudia Christian, Stephen Furst, Jeff Conaway, Patricia Tallman, Joshua Cox, Shari Belafonte. 90 mín. Bandaríkin. Warner Myndir 1998. Myndin er öllum leyfð.
Meira
Opið 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir 200 kr. Sýningunni lýkur 18. október. Í NORRÆNA húsinu sýnir Erla Axels nú olíumálverk, en hún hefur á undanförnum fimmtán árum sýnt í ýmsum helstu söfnum og sýningarsölum landsins og síðast sýndi hún í Norræna húsinu árið 1984.
Meira
KARL Bretaprins hefur í hyggju að kvarta formlega yfir tölvuunninni mynd af yngsta syni sínum, Harry, þar sem drengurinn, sem er 13 ára, er sýndur með mjög stuttklippt hár, að því er breskir fjölmiðlar hafa greint frá. Myndin var á forsíðu miðvikdagsútgáfu dagblaðsins Mirror og fylgdi henni frétt um að Harry hefði verið klipptur af skólafélögum sínum "með slæmum afleiðingum".
Meira
Flutt voru verk eftir Þorstein Hauksson, Rakhmaninov. Debussy og R. Strauss. Einleikari: Cristina Ortiz Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn 15. október, 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á verki eftir Þorstein Hauksson, sem hann nefnir Bells of Earth og er nafnið tilvísun til myndlistarverks í Japan.
Meira
Bíórásin10.00 og 16.00 McMartin réttarhöldin (Indictment: The McMartin Trial, '95). Frumsýning á margverðlaunaðri sjónvarpsmynd sem notendur IMDb gefa toppeinkunn: 8,3.
Meira
Ground Zero, viðbót fyrir Quake II. Rogue setti viðbótina saman en Activision dreifir henni. Windows 95/98/NT þarf til og 133 MHz Pentium með 24 MB minni og að minnsta kosti 150 MB laus á hörðum disk. Hægt er að setja pakkann allan inn á viðkomandi tölvu og tekur þá um 230 MB. Styður Netleik og OpenGL þrívíddarhraðla.
Meira
"ÞEGAR ég var tíu ára heillaðist ég af kvikmyndum," segir Jean Marie Boursicot. "Ég byrjaði því að safna afgangs filmubútum í kvikmyndahúsi í heimabæ mínum Marseilles í Suður-Frakklandi." Hann brosir og virðist vera viðfelldinn og viðræðugóður eins og Frakkar eiga að vera og er staddur hérlendis til að kynna Nótt auglýsingaætanna sem hefst í Háskólabíói í kvöld.
Meira
Opið 11 til 18 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir 300 kr. Sýningin stendur til 18. október. AFSTRAKSJÓN í málverki á sér rætur í listrænum umbrotum fyrsta áratugar þessarar aldar og breiddist hratt út um Evrópu að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni, en ekki er hægt að segja að hennar gæti í íslenskri listasögu fyrr en heilli kynslóð seinna, upp úr 1950.
Meira
ÓMAR Ragnarsson hefur átt þrjá þætti í ríkiskassanum undanfarið, sem hann hefur nefnt eftir frægum orðum Snorra Sturlusonar, "Út vil ek" og fjölluðu þeir um virkjanaæðið mikla sem gripið hefur landsmenn, eins og heimsendir sé í nánd.
Meira
GLENN Miller opnar skemmtunina á viðeigandi hátt; í krafmiklum og þéttum flutningi Stórsveitar Reykjavíkur. Sveitin ber nafn með rentu og er skipuð öllum okkar allra færustu djassleikurum. Stjórnandinn Sæbjörn Jónsson birtist með glæsibrag; kemur hvorki meira né minna en upp úr gólfinu umvafinn reyk með sprotann á lofti; þetta er sko alvöru "show".
Meira
GAMANLEIKARINN Bobcat Goldthwait og tvítuga leikkonan Nikki Cox hafa staðfest að þau eigi í ástarsambandi og hefur það verið kallað furðulegasta ástarsamband Hollywood síðan Julia Roberts og sveitasöngvarinn Lyle Lovett gerðu sér dælt hvort við annað. Goldthwait og Cox leika í sjónvarpsþáttunum "Þau voru óhamingjusöm til æviloka". Þar talar Goldthwait inn á fyrir kanínuna "Hr.
Meira
KANADÍSKA söngkonan Celine Dion nýtur meiri vinsælda en dæmi eru um og ekki ber á öðru en þær vinsældir séu enn að aukast. Dion hefur verið meðal söluhæstu listamanna hér á landi síðustu ár og hafa tvær sólóplötur hennar selst í 25.000 eintökum, Falling Into You sem kom út 1996 í 13.000 eintökum og Let's Talk About Love sem kom út 1997 í 12.000 eintökum.
Meira
LEIKKONAN Zhu Deming frá Peking-óperunni undirbýr sig fyrir hlutverk Risaguðsins og eins og sjá má á myndinni er það vandasamt verk því farðinn er mikill og litríkur að kínverskri hefð. Óperuhópurinn Liaoning í Peking stendur fyrir sýningu í Menningarsetri Hong Kong dagana 15.18. október, þar sem blandað er saman leik, óperu og fimleikum.
Meira
Spjallað við Cardigans NINA og Peter úr sænsku sveitinni Cardigans sem spilaði á Íslandi um árið verða til viðtals á netinu mánudaginn 19. október frá 16 til 17. Er það í tilefni af útgáfu nýrrar breiðskífu sveitarinnar. Netfangið er www.torget.se/cardigans Hann er átta ára...
Meira
LISTAMENN hafa margir verið snöggir til að nýta sér möguleika nýrra miðla, meðal annars Netsins, og fjölmargir hafa komið sér upp síðum þar sem lesa má texta, sjá myndverk eða hlusta á tónlist svo dæmi séu tekin. Sumir hafa komið upp miðstöðvum fyrir listamenn, til að mynda art.is sem er miðstöð myndlistarmanna á slóðinni www.art.
Meira
Framleiðsla: David Kirkpatrick, Polly Platt og Keith Samples. Leikstjórn: Robert Harling. Handrit: Robert Harling. Kvikmyndataka: Don Burgess. Tónlist: William Ross. Aðalhlutverk: Shirley Maclaine, Bill Paxton, Miranda Richardson og Juliette Lewis. 123 mín. Bandarísk. Sam-myndbönd, október 1998. Leyfð öllum aldurshópum.
Meira
SAGAN Vesalingarnir er ein þekktasta saga franskra bókmennta. Hún er nú kvikmynduð í fjórða skipti, en auk þess hefur söngleikur, gerður eftir sögunni, verið sýndur við miklar vinsældir vestanhafs og austan. Vesalingarnir er stórbrotin saga um ást og örlög, heiður og þráhyggju. Hún gerist á fyrri hluta 19. aldar í Frakklandi.
Meira
Framleiðsla: Howard Ashman og John Musker. Leikstjórn: John Musker. Handrit: John Musker. Tónlist: Howard Ashman og Alan Menken. 82 mín. Sam-myndbönd, október 1998. ÞESSI hugljúfa mynd, sem byggð er á sögu H.C. Andersens, segir frá hafmeyjarprinsessunni Aríel sem verður ástfangin af tvífætlingnum og prinsinum Eric.
Meira
ERINDI tengd skólanum hafa frá upphafi verið fyrirferðarmikil hjá embætti umboðsmanns barna, þar á meðal hafa börn vakið athygli mína á því að þau séu lögð í einelti af öðrum nemendum eða jafnvel einstökum starfsmönnum skóla, þá ýmist í skólanum sjálfum, á skólalóðinni eða í skólabílnum. Foreldrar hafa einnig haft samband vegna þessa, sömuleiðis kennarar og ýmsir aðrir er starfa með börnum.
Meira
HÉR Á dögunum fór ég í beinþéttnimælingu að áeggjan heimilislæknis míns. Ekki væri það í frásögur færandi eða ástæða til að fara með það í blöðin, nema af því að mér ofbauð hversu illa er að þessu mikilvæga forvarnarstarfi búið. Beinþéttnimælingarnar eru til húsa í litlu, u.þ.b. 20 fermetra herbergi, í Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Meira
Tilefni þessara skrifa er að við í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem höfum undanfarið eitt og hálft ár unnið að stefnumótun í málefnum geðsjúkra, höfum nú lokið störfum. Niðurstaða hópsins hefur litið dagsins ljós, skýrsla upp á nærri 300 síður, sem afhent var Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á alþjóða geðheilbrigðisdaginn hinn 10. október.
Meira
EINS og margir aðrir er ég orðin langþreytt á umræðunni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hún hefur lengi verið á villigötum og ætla ég að leitast við að skýra málin í tveimur greinum hér í Morgunblaðinu. Eru menn búnir að gleyma hvers vegna fiskveiðistjórn var sett á? Þegar aflamarkskerfið var sett á útvegsmenn, var það af illri nauðsyn.
Meira
ÞEGAR litið er yfir íslenska skólasögu síðustu áratuga er það ekki beinlínis eins og glæsileg skrúðganga upp að altari mannsandans er blasir við. Víða hefur okkur orðið á og við höldum áfram að brenna okkur á sama soðinu sem er óafsakanlegt. Ekki veit ég skýringu þessa en mig grunar að oft sé tískan látin ráða á kostnað heilbrigðrar skynsemi.
Meira
VEGNA greinar hr. Ragnars Halldórs Hall, hrl., í Morgunblaðinu 14. október 1998, varðandi svonefnt Geirfinnsmál, leyfi ég mér að gefnu tilefni, að koma að eftirfarandi athugasemdum varðandi tilgreint lygamælispróf. Ragnar H. Hall vitnar í tilgreind bréf hr. hrl. Ragnars Aðalsteinssonar, dags. 13.
Meira
ÞORGEIR Jóhannsson skipverji á björgunarskipinu Eldingu heldur áfram umræðunni um nauðsyn björgunarskipa og er það vel, því slík skoðanaskipti eru af hinu góða. Þegar síðasta grein hans birtist í Morgunblaðinu 14. október sl. vildi svo til að í sama blaði var sagt frá ánægjulegri björgun 22 skipverja af japanska túnfiskveiðiskipinu Fukuyoshi Maru 68 sem strandaði á Jörundarboða í Skerjafirði.
Meira
Í DAG er dagur dagbókarinnar. Ég ætla að eyða kvöldinu í að skýra frá þeirri dagbók, sem hefur verið daglegur fylginautur minn í starfi á þriðja áratug. Sjúkradagbókin. Satt að segja er ekki vanþörf á því, þegar meira að segja heilbrigðisráðherrann skilur ekki eðli þeirra gagna sem í henni felast eins og margoft hefur komið í ljós, síðast á Alþingi í dag.
Meira
Þau mistök urðu í vinnslu blaðsins í gær, við birtingu á vinningaskrá DAS, að þrjár efstu línur í 5000 króna vinningum birtust ekki. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu og birtir skrá yfir þessa vinninga aftur.
Meira
MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina
Meira
Er ég hugsa til baka til sumarfríanna hjá afa og ömmu í Grindavík minnist ég ferðanna sem ég fór á rekann með Einari og Nonna. Þeir bræður voru óþreytandi við að taka strákinn með í Staðarhverfi, þar var rekinn genginn og ungviðið uppfrætt um sögu og náttúru landsins.
Meira
Þeim fækkar nú óðum sem fæddust um aldamótin og í upphafi 19. aldar. Já, kynslóðir koma og kynslóðir hverfa til feðranna, það er lífsins saga og einn af þeim sem hverfa er mágur minn er ég kveð nú. Einar, fyrrverandi skólastjóri í Grindavík, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1929 og tók þá við kennslu og skólastjórn í barnaskóla Grindavíkur til ársins 1971.
Meira
Í dag er til moldar borinn Einar Kr. Einarsson fyrrum skólastjóri í Grindavík. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða og því efalaust hvíldin kær. Einar var fæddur 4. júlí 1908 að Húsatóftum í Staðarhverfi í Grindavík, sonur hjónanna Einars Jónssonar hreppstjóra og Kristínar Þorsteinsdóttur.
Meira
Í dag er föðurbróðir minn, Einar Kr. Einarsson fyrrverandi skólastjóri, kvaddur hinstu kveðju í Grindavík. Hann var fæddur og uppalinn á Húsatóftum í Staðarhverfinu í Grindavík í stórum og samheldnum systkinahópi. Alla tíð átti lífið í Staðarhverfinu og náttúran sterk ítök í honum. En byggð í Staðarhverfinu stóðst ekki breytta atvinnuhætti og 1944 fluttu þau sig um set í Járngerðarstaðahverfið.
Meira
Það er alltaf sárt að kveðja vin, sem í lífi manns hefur verið meira en vinur, heldur nánast eins og foreldri, en svo var Einar Kr. Einarsson gagnvart mér og fjölskyldu minni. Tryggðin, vináttan og velviljinn í okkar garð, var slík að þar bar aldrei skugga á. Réttlætiskenndin og góðviljinn voru honum í blóð borin, og hafa örugglega orðið mörgum gott veganesti.
Meira
EINAR KRISTINN EINARSSON Einar Kristinn Einarsson var fæddur að Húsatóftum í Grindavík 4. júlí 1908. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jónsson hreppstjóri f. 5.7. 1864 á Berghyl Hrunamannahreppi, d. 15.1. 1933, og kona hans Kristín Þorsteinsdóttir f. 29.11. 1871 í Haukholtum, Hrunamannahreppi, d. 25.2.
Meira
Ég að ætla kveðja afa minn með nokkrum orðum. Það fyrsta sem ég man eftir í sambandi við afa var "Gráni gamli", fyrrverandi jeppinn hans afa, gamall "landkrúser". Í honum fór afi allar sínar ferðir og tók mig oft með. Ég man hvað mér fannst gaman að sitja aftur í, með afa sem ökumann.
Meira
GARÐAR BENEDIKT ÓLAFSSON Garðar Benedikt Ólafsson fæddist á Akureyri 19. október 1908. Hann lést 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja, f. 16.4. 1885 á Akureyri, d. 18.5. 1939 á Akureyri og Ólafur Sumarliðason stýrimaður, f. 30.4. 1881 í Akurhúsum í Garði, d. 4.11. 1934 á Akureyri.
Meira
Sumarið er að kveðja hlýtt og sólríkt sumar. Lauf trjánna falla til jarðar eftir góð lífsskilyrði sumarsins, haustblær færist yfir. Lífsgangan kennir okkur að tilvera okkar hér á jörð er háð sömu lögmálum og lauf trjánna sem nú falla til foldar, lífskeiðinu er lokið. Mitt í þessum óvenjugóðu haustdögum er kvaddur héðan úr heimi góður maður í bestu merkingu þess orðs.
Meira
Okkur langar að skrifa nokkur orð um hann Dóra á Minni-Borg sem var giftur henni Ingu frænku. Hann var eins og afi alltaf góður við okkur. Þegar við komum með pabba að heyja eða í heimsókn á kvöldin þá passaði hann alltaf upp á okkur. Gaf okkur gott í gogginn og fór með okkur á fjórhjólið og fleira skemmtilegt. Elsku Dóri, við munum sakna þín mikið þegar við heimsækjum Ingu frænku.
Meira
Það er ekki langt síðan ég var á Minni-Borg að hjálpa til við smölun. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti Halldór Ásgrímsson og að hann fengi ekki að nóta lífsins með Ingu í nýju íbúðinni þeirra í Borgarnesi. Það eru líklega 12 ár síðan þau Halldór og Inga tóku Dagnýju dóttur okkar inn í sína fjölskyldu.
Meira
Í dag er til moldar borinn mágur minn Halldór Ásgrímsson bóndi á Minni-Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi. Halldór var fæddur 3.8. 1931 og því nýorðinn 67 ára. Við skyndilegt fráfall náins vinar og félaga til margra ára, sem auk þess var innviklaður í fjölskylduna, verður mér orðfall um stund. Minningarnar hrannast upp, minningar frá liðnum árum og áratugum.
Meira
Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku sinni um væra nótt vinirnir gömlu heima. (Þorst. Vald.) Rauðar gerast nú brokmýrarnar fyrir vestan; sölnar lauf og lyng og blikna grös í brekkum og hlíðum. Enda er komið haust og hillir undir vetur.
Meira
Elsku hjartans pabbi minn. Nú á sorgarstundu er svo ótal margt sem fer um hugann. Ótal minningar um yndislegan föður. Mér er efst í huga þakklæti fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú ávallt sýndir mér og seinna einnig eiginmanni mínum og börnum. Ef þú mögulega gast aðstoðað okkur á einn eða annan hátt var það gert með ánægju og gleði.
Meira
Í dag verður borinn til grafar tengdafaðir minn, Halldór Ásgrímsson bóndi á Minni-Borg. Ég hef haft náin kynni af Dóra frá árinu 1985, eða frá því að við Erla tókum saman. Um þetta leyti stóðu Dóri og Inga á tímamótum í búskapnum. Þau ráku meðalstórt fjárbú og áttu góðar mjólkurkýr en sáu fram á að þurfa að byggja nýtt fjós og að fjölga kúnum ef búskapurinn átti að eiga framtíð fyrir sér.
Meira
Eitt fegursta sumar og haust í mörg ár eru að renna sitt skeið á enda. Náttúrufegurðin eftir alla grósku sumarsins er einstök, kyrrviðrið, birtan, haustlitirnir eins og lifandi málverk. Þegar okkur systkininum barst fregnin um að Dóri frændi hefði orðið bráðkvaddur var þó sunnan rok og beljandi rigning, dimmviðri og laufin féllu í hrönnum.
Meira
Það var þriðjudagskvöldið 6. október að Auðunn frændi hringdi og sagði mér að hann Dóri væri dáinn. Ég kom ekki upp orði góða stund og gat bara ekki trúað að ég heyrði rétt. Ég sem talaði við hann svo ánægðan á laugardagskvöldið, þau Inga og börnin nýkomin að vestan úr síðustu smalamennsku haustsins og ræddum við fjárheimtur og frágang búsins sem hann virtist orðinn svo sáttur við og sagði,
Meira
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór Ásgrímsson fæddist á Borg í Miklaholtshreppi 3. ágúst 1931. Hann lést 6. okóber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Stefánsdóttir, f. 1897, d. 1967, og Ásgrímur Gunnar Þorgrímsson, f. 1895, d. 1983 á Borg. Halldór kvæntist Ingu Guðjónsdóttur, f. 26. júní 1943, frá Hrútsholti í Eyjahreppi, hinn 17. júní 1963.
Meira
Minn elskulegi tengdafaðir Hallgrímur Kristmundsson er látinn. Þótt erfitt sé að skrifa minningargrein um látinn vin er þó ljúft að rifja upp liðnar samverustundir þar sem aldrei bar skugga á. Við Hallgrímur kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum, en það var um það leyti sem við Jóhanna dóttir hans hófum sambúð.
Meira
Elskulegur afi okkar Hallgrímur Kristmundsson er látinn. Að leiðarlokum langar okkur að kveðja og þakka fyrir samfylgdina. Þegar við horfum til baka og minnumst þess þegar við litlir strákar vorum á leið norður í land fullir eftirvæntingar á leið í heimsókn til afa á Skagaströnd eins og við kölluðum hann er margt sem kemur upp í hugann.
Meira
Ráðvendni, dyggð og reglusemi húsið heiðri skrýddi, guðsótti leiddi, en gæfa studdi lífsins leiðar vagn. Alla skyldurækt ástundaði, sveitar sómi og stytta, metinn og virtur í mannfélagi sem heiðursmanni hæfði. Góðu dagsverki guði og mönnum skilaði hann með heiðri.
Meira
HALLGRÍMUR VALDIMAR HÚNFJÖRÐ KRISTMUNDSSON Hallgrímur Kristmundsson fæddist 1. nóvember 1923 á Sæunnarstöðum í Hallárdal, Vindhælishreppi, A-Hún. Hann andaðist á Landspítalanum 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Frímann Jakobsson og Jóhanna Árnadóttir. Systur hans eru Anna, búsett í Reykjavík, og Ingibjörg, búsett á Egilsstöðum.
Meira
Ég sé mann ganga eftir bryggjunni, í norðanstrekkingnum og frostinu, stefna að grænmáluðum báti sem lá við kantinn. Það sem vakti athygli mína var hversu vel hann bar sig á göngunni, beinn í baki og eitthvað virðulegt við göngulagið, er maðurinn kom nær sást að klæðnaður hans var öðruvísi en annarra í þessum brunakulda, hann var berhöfðaður í köflóttri vinnuskyrtu, tvær efstu tölurnar óhnepptar,
Meira
Að eiga uppbyggileg og jákvæð samskipti við fólk á lífsleiðinni er ómetanlegt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Hallgrím Kristmundsson sem var samstarfsfélagi minn til margra ára. Nú er Hallgrímur vinur minn allur, hann lést á Landspítalanum föstudaginn 9. október 74 ára að aldri.
Meira
Ingunn Þorsteinsdóttir, föðuramma okkar, er látin á 102. aldursári. Amma fæddist í Hrafnadal í Hrútafirði árið 1897. Hún var tekin ung í fóstur af sæmdarhjónunum Ingunni Jónsdóttur og Sigurði Magnússyni á Broddanesi og ólst þar upp. Amma bar alla tíð hlýjan hug til fósturforeldra sinna og staðarins.
Meira
Þeim sýndist báðum sífellt eitt um sínar aringlóðir, er margur lét um bólstað breytt af bændum þar um slóðir. Þau unnu staðnum öll sín heit og áttu ríkan þótta, og skildu ei þá landa leit og lýðsins heimanflótta.
Meira
Látin er heiðurskonan Ingunn Þorsteinsdóttir frá Broddanesi eitthundrað og eins árs að aldri. Við dánarfregnina rifjast upp fyrir mér minningar frá árunum 194448 þegar ég dvaldi nokkrar vikur á hverjum vetri á heimili hennar sem farkennari í Kirkjubóls- og Fellshreppi.
Meira
INGUNN ÞORSTEINSDÓTTIR Ingunn Þorsteinsdóttir frá Broddanesi. Ingunn var fædd í Hrafnadal í Hrútafirði 23. júlí 1897. Hún lést á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala 30. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Sigurðardóttir, f. 1853, og Þorsteinn Helgason, f. 1856. Þau létust 1931 og voru lögð í eina gröf. Þau bjuggu lengst í Hrafnadal.
Meira
Það er rökrétt og óhjákvæmilegt að við beygjum okkur fyrir því afli sem rekur okkur áfram og ýtir okkur að lokum út úr tilveru þessa heims. Við verðum jú að rýma til fyrir framtíðinni. Ég hætti mér ekki lengra út í eilífðarmálin, en Kristín hafði þetta nokkuð á hreinu held ég. Með aldrinum bar hún með sér þann þokka og æðruleysi sem fylgir trúarvissu.
Meira
Kristín Jónsdóttir bjartsýn baráttukona Helgi Benediktsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, skrifaði fjölmargar minningargreinar um ævina. Hann fann iðulega að því að höfundar slíkra greina skrifuðu einatt meira um sjálfa sig en þá sem greinunum var ætlað að fjalla um. Því eru þessi orð rifjuð upp að minningin um látna samferðamenn hlýtur að tengjast þeim sem talar eða ritar hverju sinni.
Meira
Félagar okkar hverfa einn af öðrum. Í dag kveðjum við Kristínu Jónsdóttur, sem um árabil hefur starfað fyrir Blindravinafélag Íslands. Hún kom til starfa hjá félaginu árið 1941 og vann á skrifstofu þess en fljótlega tók hún að sér kennslu og margs konar aðstoð við blint fólk á vegum Blindravinafélags Íslands.
Meira
Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley , við mættum margt muna hvert öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. (Jónas Hallgr.
Meira
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Kristín Jónsdóttir fæddist á Iðu, Biskupstungnahr., Árn., 6. september 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Hansson Wíum, bóndi á Iðu, f. 16.6. 1871 á Keldunúpi, Hörgslandshr., V.-Skaft., d. 8.9. 1949, og kona hans Jónína Bjarnadóttir, f. 25. 2.
Meira
Þegar okkur barst sú harmafregn að okkar kærasti vinur, Kristján Hansson, væri látinn þyrmdi yfir okkur. Hann sem ávallt var hrókur alls fagnaðar, var rétt nýkominn úr stuttu ferðalagi með vinnufélögum frá Danmörku fyrr um daginn, hafði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Minningarnar frá liðnum árum ryðjast fram og söknuðurinn er sár.
Meira
Kær vinur okkar hjóna er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Við vorum minnt á það eins og svo oft áður hvað skammt er á milli lífs og dauða er við fengum fréttina um lát vinar okkar Kristjáns Hanssonar, en hann hafði látist nóttina áður úr hjartaáfalli.
Meira
Kær frændi og vinur, Kristján Hansson, er látinn svo snöggt og alltof fljótt. Kristján, eða Kiddi eins og við kölluðum hann, skilur eftir margar góðar minningar líðandi ára; Öll aðfangadagskvöldin, þegar fjölskyldur okkar sameinuðust með afa í fögnuði jólanna, lék hann á als oddi sem jólasveinninn kæri og skemmtilegi. Á ferðalögum um landið svo þolinmóður, glaðvær og notalegur.
Meira
Andlátsfrétt Kristjáns Hanssonar barst hratt um Reykjanesbæ og margir sáu þar á eftir vini og félaga, enda var hann óvenju vinmargur. Kristján var einstaklega ljúfur og lífsglaður maður og margir vita hversu ötull og samviskusamur starfsmaður hann var. Þann tíma sem Kristján dvaldi hjá okkur á Nesi fannst mér sem ég ætti þar lítinn bróður.
Meira
Í dag kveðjum við góðan dreng og vin Kristján Hansson. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum svo lánsöm að fá að kynnast Kristjáni og konu hans Guðbjörtu. Minningin um samverustundir okkar, þar sem við fengum að njóta mannkosta þinna og kærleika, mun lifa með okkur og gera okkur að betri manneskjum.
Meira
Í dag er jarðsettur samstarfsfélagi og vinur, Kristján Hansson, sem lést aðfaranótt fimmtudagsins 8. október síðastliðins. Kristján var fæddur 7. desember 1934 og hefði því orðið 64 ára á þessu ári. Hann hvarf frá okkur langt fyrir aldur fram. Kristján hlakkaði til að takast á við eldri árin, umgangast barnabörnin og gleðja fjölskyldu sína.
Meira
Elsku pabbi. Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti ekki eftir að hafa þig lengur en í 28 ár. Þú varst alltaf svo hress og kátur og það var svo auðvelt að tala við þig um svo margt, sérstaklega vinnuna þar sem við unnum nú hjá sama fyrirtækinu. Ég er þakklát fyrir svo margt sem þú gerðir til að hjálpa mér bæði í vinnunni og í einkalífinu.
Meira
Afi. Ég sakna þín. Ég fór og náði í þig upp á flugvöll. Við fórum heim til þín, ég borðaði saltpillur, ég borðaði rúsínur en MM-ið vildi ég ekki. Við sátum og spjölluðum saman og síðustu orðin sem ég heyrði frá þér voru "já, bless". Það liðu 25 mínútur. Ég var búinn að hátta mig, búa um og bursta tennurnar. Þá hringdi síminn og amma sagði í símann að afi væri að deyja.
Meira
Elsku afi. Þegar mamma sagði við mig að þú værir dáinn sagði ég að þú myndir aldrei ná í mig á leikskólann aftur eða að þú færir aldrei með mig í sund á laugardögum þegar mamma er að vinna. Aldrei á ég eftir að heyra þig segja bless, nafni minn, eins og þú gerðir oft. Afi, ég skal lofa því að passa ömmu fyrir þig eins og ég hef gert svo oft þegar ég hef sofið hjá ykkur ömmu.
Meira
Skyndilega er fallinn frá fyrir aldur fram góður samferðamaður og samstarfsmaður, Kristján Hansson verslunarstjóri, í Keflavík. Í hvert sinn er einstaklingur fæðist í þennan heim liggur ljóst fyrir að einhverju sinni muni æviskeiðið á enda. En þó að þessi sannleikur sé okkur öllum kunnur erum við oftast óviðbúin þegar fólk deyr, einkum ef okkur þykir kallið koma of snemma.
Meira
Í dag er kvaddur hinstu kveðju góður félagi og vinur. Það er erfitt að átta sig á og sætta sig við skyndilegt fráfall Kristjáns Hanssonar. Kristján hafði starfað hjá Kaupfélagi Suðurnesja í 28 ár og var því í hópi þeirra starfsmanna sem hafði hvað hæstan starfsaldur.
Meira
Kristján Hansson verslunarstjóri í Sparkaup í Keflavík er látinn Kristján fæddist 7. desember árið 1934. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Óladóttir. Þau hjón eignuðust tvær dætur. Þær heita Íris og Rut. Ég kynntist Kristjáni fyrst vegna starfa hans í Kaupfélagi Suðurnesja. Hann var verslunarstjóri í ýmsum verslunum Kaupfélagsins.
Meira
Á hverjum morgni mætir hópur fólks í Sundmiðstöðina í Keflavík og byrjar daginn á því að fá sér sundsprett. Að sundinu loknu er sest í heita pottinn og málin rædd. Í okkar hópi, sem við köllum "1. deildina" hafa í gegnum árin myndast sterk tengsl.
Meira
KRISTJÁN HANSSON Kristján Hansson, Heiðarhorni 17, Keflavík, lést á heimili sínu 8. október síðastliðinn. Hann fæddist á Sútarabúðum í Grunnavík 7. desember 1934 en ólst upp í Hnífsdal. Hann fluttist 14 ára gamall með foreldrum sínum til Keflavíkur. Foreldrar hans voru hjónin Hans Elías Bjarnason, f. 27.9. 1897, d. 25.2. 1980 og Jónína Jónsdóttir, f. 9.
Meira
Eftir löng og erfið veikindi hefur amma fengið hvíldina löngu og er komin til afa. Það eru fjögur ár síðan afi dó og nú horfum við á eftir ömmu til hans með söknuði í hjarta en við trúum því að nú líði þeim báðum vel. Það er af mörgu að taka þegar hugsað er til baka, um allar þær stundir sem við áttum með afa og ömmu.
Meira
SIGRÚN GÍSLADÓTTIR OG HELGI HJÖRLEIFSSON Sigrún Gísladóttir fæddist í Reykjavík 29. desember 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. október síðastliðinn. Foreldrar: Rannveig Jónsdóttir f. 1898, d. 1978 og Gísli Þorkelsson, f. 1857, d. 1943. Systkini Sigrúnar, Sigurður Svavar, f. 1920, d. 1988, Tryggvi Þór, f. 1922, Guðrún Ester, f.
Meira
STAÐA dollars versnaði gegn jeni í gær eftir óvænta vaxtalækkun bandaríska seðlabankans, sem þrýsti upp verði hlutabréfa og skuldabréfa víða um heim. Lokagengi evrópskra bréfa mældist þó lægra en fengizt hafði fyrir þau fyrr um daginn vegna þess að ánægja með vaxtalækkun þokaði fyrir áhyggjum af slæmum efnahagshorfum, sem kunna að liggja að baki.
Meira
RÁÐSTEFNA um löggjöf og verslun á Netinu stendur nú yfir í Reykjavík á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna og CSEI, (Centers for the Study of Emerging Institutions), sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknastofnunar og hugmyndabanka. Á myndinni sjást netspekingar velta vöngum í pallborðsumræðum á ráðstefnunni í gær.
Meira
HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki nam 150 milljónum króna á rekstrarárinu 199798. Velta fyrirtækisins nam 2.174 milljónum króna á tímabilinu en rekstrargjöld 1.668 milljónum. Veltufé frá rekstri nam 365 milljónum. Verulega hefur verið hagrætt í rekstri fyrirtækisins en auk þess eru ýmsar ytri aðstæður því hagstæðar um þessar mundir.
Meira
HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á Sauðárkróki nam 150 milljónum króna á rekstrarárinu 199798. Velta fyrirtækisins nam 2.174 milljónum króna á tímabilinu en rekstrargjöld 1.668 milljónum. Veltufé frá rekstri nam 365 milljónum. Verulega hefur verið hagrætt í rekstri fyrirtækisins en auk þess eru ýmsar ytri aðstæður því hagstæðar um þessar mundir.
Meira
HLUTHAFAR í Íslenskum sjávarafurðum hf. geta nú aukið við hlut sinn í félaginu en á stjórnarfundi fyrirtækisins 19. ágúst sl. var ákveðið að nota til fulls heimild til aukningar hlutafjár um allt að 200 m.kr. að nafnverði sem var samþykkt á sérstökum hluthafafundi Íslenskra sjávarafurða hf. hinn 1. desember 1997.
Meira
SÍMINN Internet býður íslenskum netnotendum að taka þátt í seinnihluta tilraunar á gagnaflutningum um breiðbandið. Möguleikar sem breiðbandstenging gefur verður kynnt í dag frá klukkan 1216 í húsnæði símans að Grensásvegi 3. Sýna á fólki hve mikið flutningsgeta á gögnum um Netið eykst, tengist fólk breiðbandinu.
Meira
LÍKLEGT er að verðbólga færist í aukana hér á landi á næstu mánuðum, gefi gengi krónunnar eftir og taki fyrirtæki ekki á sig launahækkanir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Landsbanka Íslands hf. sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni er viðbúið að hagnaður fyrirtækja hafi dregist eitthvað saman á 3. ársfjórðungi.
Meira
FJÖLMIÐLAJÖFURINN Rupert Murdoch hefur sagt að hann hafi áhyggjur af samdrætti í heiminum og muni ekki halda áfram aðskilnaði Fox kvikmynda- og sjónvarpsdeildarinnar fyrr en ró færist yfir fjármálamarkaði. "Við virðumst sigla inn í tímabil verðhjöðnunar. Við höfum séð mikil áföll og kunnum að sjá meiri áföll," sagði Murdoch á ársfundi News Corp. Ltd.
Meira
SAMHERJI hf. á Akureyri hefur keypt nóta- og togveiðiskipið Arnarnúp ÞH af Jökli hf. á Raufarhöfn. Skipið er keypt án veiðiheimilda og veiðileyfis. Samherji hefur einnig gert makaskiptasamning við Hlaði hf. á Grenivík um að Samherji selji Sæljón SU til Hlaða án veiðiheimilda og veiðileyfis. Hluti af andvirði skipsins verður greiddur með Sjöfn ÞH sem er alhliða vertíðarbátur.
Meira
Fyrirtæki sem standa framarlega á Netinu geta hins vegar búizt við hörðum viðbrögðum hefðbundinna fyrirtækja sem munu reyna að koma í veg fyrir að markaðshlutdeild þeirra minnki samkvæmt skýrslunni sem er frá fyrirtæki á sviði hátækniráðgjafar, Schema. Til að standast gagnsóknina verða nýju fyrirtækin að hefjast fljótt handa við að útvega nýja margmiðlunarþjónustu.
Meira
CASE Corp., annar helzti framleiðandi landbúnaðarvéla í Norður- Ameríku, hefur tilkynnt að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi minnkað um 19% og telur að hagnaður á þessu ári verði 40% minni en 1997 áður en eingreiðsla er tekin til greina.
Meira
LESANDI Morgunblaðsins hringdi og kvartaði yfir því að sér fyndist of lítið úrval af fitusnauðum og sykurlitlum mjólkurafurðum á markaði. Óskaði hann eftir svari við því hvort vænta mætti nýrra, hollra mjólkurafurða, svo sem fituminni AB- mjólkur, sykurminni jógúrtar og fleira í þeim dúr.
Meira
KÁLFAKJÖT er bæði léttmelt og fitusnautt. Þrátt fyrir þessa ótvíræðu kosti á tímum hollustubylgju er lítil hefð fyrir neyslu þess hér á landi. Kálfakjöt er flokkað í tvo flokka; ungkálfa, sem er slátrað 0-3 mánaða og alikálfa 3-12 mánaða. Menn eru ekki á einu máli um af hve gömlu dýri kjötið er bragðbest, en mest er framboðið af ungkálfakjöti af 2-8 vikna gömlum dýrum.
Meira
50 ÁRA afmæli. Fimmtíu ára er á morgun 18. október. Guðfinna Jóhannsdóttir Hoogland, hárgreiðslumeistari, sem búsett er í Hollandi. Hún og eiginmaður hennar, Henk Hoogland, taka á móti vinum og vandamönnum á Dugguvogi 12 í kvöld frá 20.30.
Meira
60 ÁRA afmæli. Sextíu ára er á morgun 18. október. Guðrún Jóhannsdóttir, Túngötu 20 Bessastaðahreppi. Kerlingin hyggst af því tilefni gera vinum sínum, vandamönnum og öðrum velunnurum glaðan dag með teiti í samkomusal Íþróttahúss Bessastaðahrepps, laugardaginn 17. október. Teitið hefst uppúr klukkan 18.
Meira
80 ÁRA afmæli. Áttatíu ára er í dag 17. október Dagur Daníelsson fyrrverandi ölgerðarmaður, Álfólsvegi 82, Kópavogi. Eiginkona hans er Ólína G. Sigurðardóttir. Þau hjónin dveljast nú í Heilsustofnun N.L.F.Í. Hveragerði.
Meira
ÉG á mér draum! Hann átti sér draum. Þau dreymdi um. Ímyndanir manna af verkum sem þá langar að framkvæma, lífi sem þeir óska sér að lifa eða samskiptum sem þeir kjósa að sjá í raun millum manna en sem eru bara hugmyndir um eitthvað, birtast í orðinu draumur.
Meira
Spurning: Er óeðlilegt að manneskja sem er rangfeðruð vilji fá að vita um uppruna sinn? Getur þessi þráhyggja skaðað viðkomandi persónu? Svar: Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spurning af þessu tagi er borin upp hér í pistlunum,
Meira
"MYNDIN var tekin árið 1970. Þetta er 3. bekkur í landsprófi í Vogaskóla veturinn 196970. Vogaskólinn var mjög fjölmennur skóli á þessum árum í kringum 1970. Þegar ég var þar í landsprófi voru þarna í skólanum sex til sjö bekkir og yfir þrjátíu krakkar í hverjum bekk.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Hvalsneskirkju af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Elva Björk Björgvinsdóttir og Bjarki Júlíusson. Heimili þeirra er að Grundartjörn 9, Selfossi.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Mosfellskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Úlfhildur H. Guðbjartsdóttir og Bjarki A. Brynjarsson. Heimili þeirra er að Boðaslóð 20, Vestmannaeyjum.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Sandwiler-kirkju í Lúxemborg af sr. Flóka Kristinssyni Elsa Lárusdóttir og Carsten Morgenstern. Heimili þeirra er í Bad Nauheim í Þýskalandi.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Sigríður Lilja Sigurðardóttir og Árni Einarsson. Heimili þeirra er að Starmóum 13, Njarðvík.
Meira
Jorge Luis Borges, argentínski rithöfundurinn og fræðimaðurinn, var efni erindis sem flutt var á hugvísindaþingi guðfræðideildar og heimspekideildar Háskóla Íslands fyrir tveimur árum, en erindin eru nú tiltæk í ritinu Milli himins og jarðar.
Meira
Grænmetissoð Setjið tvær gulrætur, tvo sellerístöngla, lárviðarlauf og tvo lauka í matvinnsluvél. Hakkið saman. Setjið grænmetið í stóran pott með 3-4 lítrum af vatni og sjóðið niður í hálftíma. Síið grænmetið frá, t.d. í gegnum klút, og sjóðið vökvann áfram niður þar til um tveir lítrar eru eftir. Bæta má fleiri hráefnum út í eftir því sem við á. T.d.
Meira
1. Synir Vladimirs Ashkenazys, Dmitri og Vovka, léku einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands hér á dögunum. Þeir eiga íslenska móður. Hvað heitir hún? 2. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi nýlega leikritið Ofanljós í Borgarleikhúsinu. Eftir hvern er verkið? 3. Hver sagði: "Bækurnar mínar hafa alltaf tíma fyrir mig þær eru aldrei uppteknar.
Meira
Í dag er laugardagur 17. október 290. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég, ég er Drottinn, og enginn frelsari er til nema ég. (Jesaja 43, 11.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Víðir e.a., Tensho Maru 28, Ryoei Maru 78, Shinei Maru 81, Snorri Sturluson, Ásbjörn, Mermaid Eagle fóru í gær.
Meira
AÐ AUGABRAGÐI skala maður annan hafa, segir í Hávamálum. Menn eiga ekki að vera með háðslegar augnagotur um náungann. Ókenndum þér, þó aumur sé, aldrei til leggðu háð né spé, segir sr. Hallgrímur í 14. Passíusálmi.
Meira
MARGT er í boði í Neskirkju þessa helgi, allt frá sköpunarsögunni yfir í létta sveiflu. Á laugardag kl. 10.30 byrja biblíulestrar sem verða á laugardagsmorgnum í vetur. Sr. Frank M. Halldórsson mun leiða lesturinn. Lesið verður úr Matteusarguðspjalli. Eftir lestrana verður boðið upp á súpu og brauð.
Meira
STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á ólympíuskákmótinu í Elista, sem lauk fyrr í vikunni. Sergei Movsesian (2.640), Tékklandi, hafði hvítt og átti leik gegn Bogdan Lalic (2.560), sem lék síðast 22. g7 g6??, sem reyndist vera grófur afleikur. 23.
Meira
ÞEGAR spáð er í tískustrauma og stefnur í alþjóðlegri matargerð verður ekki litið framhjá þeim gífurlegu áhrifum sem ítölsk matargerð hefur haft á kokka um allan heim á síðustu árum. Ítölsk hráefni skjóta víða upp kollinum (má nefna balsamedik og sólþurrkaða tómata) og sígildir ítalskir réttir hafa verið teknir og aðlagaðir á ýmsa vegu.
Meira
BÍLSTJÓRI hringdi og vildi vekja athygli á slysagildru sem bæjaryfirvöld eru nýbúin að setja upp, þar sem koma saman Laugavegur og Hverfisgata. Búið er að loka vinstri akreininni til hálfs þar sem komið er upp Hverfisgötuna að Rauðarárstíg. Svona er þetta búið að vera núna í rúman hálfan mánuð, ómerkt og ómálað.
Meira
ÞAÐ hefur vakið athygli að Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður skyldi taka sér tveggja vikna fæðingarorlof þegar honum fæddist dóttir fyrir stuttu. Það er vissulega gott hjá Steingrími að sýna fordæmi með því að nýta hinn nýfengna sjálfstæða rétt feðra til fæðingarorlofs.
Meira
Útspil: Spaðaþristur. Lesandinn ætti að setjast sem snöggvast í sæti suðurs og gera fyrstu áætlun. Ellefu slagir sjást og tígullinn er líklegasta uppsprettan fyrir þann tólfta. Eðlilegasta spilamennskan er því að taka tígulás og svína svo gosanum.
Meira
ARNAR Þór Viðarsson, FH-ingur og leikmaður Lilleström í Noregi, gerði í gær samning til fimm ára við belgíska félagið Lokeren að því er RÚV skýrði frá í gærkvöldi. Arnar lék með belgíska liðinu þar til í vor að hann fór til Lilleström í Noregi og ætlaði síðan að fara þaðan til Genk í Belgíu en samningar náðust ekki milli belgísku félaganna þannig að ekkert varð úr því.
Meira
ÁRNI Gautur Arason, markvörður frá Akranesi sem leikur með Rosenborg í Noregi, fær óvænt tækifæri með liði sínu núna í lok keppnistímabilsins. Hann hefur verið varamarkvörður félagsins en á fimmtudaginn meiddist aðalmarkvörðurinn á æfingu þannig að Árni Gautur mun standa í marki liðsins um helgina þegar liðið mætir Sogndalen.
Meira
FORRÁÐAMENN HSÍ óskuðu eftir að leiknum við Sviss yrði frestað þar sem hann á að fara fram sama dag og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú, verður jarðsett. Það reyndist hins vegar flókið að fá leiknum frestað og að höfðu samráði við ríkisstjórnina leika íslensku leikmennirnir með sorgarbönd og óskað hefur verið eftir einnar mínútu þögn í minningu Guðrúnar Katrínar, áður en leikurinn hefst.
Meira
VERÐLAUNAGRIPURINN fyrir heimsmeistaratitilinn í blaki kvenna hefur verið týndur í ein fjögur ár, eða það héldu forráðamenn Alþjóða blaksambandsins (FIVA) þar til í gær. Þá fannst hann á sveitaheimili á Kúbu. Lið Kúbu varð heimsmeistari kvenna 1994 og síðan hefur bikarinn farið um allt land þannig að allar stúlkurnar gætu sýnt hann í heimaþorpum sínum.
Meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í gær fyrir Hollendingum á sex landa móti í Tyrklandi. Lokatölur urðu 22:20 fyrir Holland og hefur íslenska liðið tapað öllum þremur leikjunum, en liðið mætir Austurríki í dag, eina taplausa liðinu. "Þetta var dálítið skrítinn leikur.
Meira
EYJAMENN tóku á móti ÍR-ingum í 5. umferð 1. deildar karla í gærkvöldi og var leikurinn lengstum spennandi og fjörugur. Bæði liðin höfðu unnið sína heimaleiki fyrir þennan leik en tapað útileikjunum og engin breyting varð á því í gær. Eyjamenn voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu 23:21.
Meira
FRANSKI landsliðsmaðurinn Emmanuel Petit mun fara í læknisskoðun fyrir leik Arsenal og Southampton í dag, en hann meiddist í leik með Frökkum í Moskvu um sl. helgi. Arsenal hefur ekki tapað fyrir Southampton á Highbury síðan í nóvember 1987.
Meira
PÁLMAR Guðmundsson setti heimsmet og sigraði í sínum flokki í 100 m skriðsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra á Nýja-Sjálandi á 1.55,54 mín. Kristín Rós Hákonardóttir setti Íslandsmet í 100 m skriðsundi og hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki á 1.19,93 mín. Bára B. Erlingsdóttir setti Íslandsmet í 200 m skriðsundi er hún synti á 2.38,39 mín. í sínum flokki.
Meira
Enn er allsendis óvíst hvaða íslenska landsliðsmann norska úrvalsdeildarliðið Stabæk mun fá í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. Forráðamenn liðsins hafa gert Pétri Marteinssyni, leikmanni Hammarby, tilboð en fari svo að hann hafni því er Skagamaðurinn Steinar Dagur Adolfsson næstur á óskalista norska liðsins.
Meira
SIGURÐUR Bjarnason, Bad Schwartau í Þýskalandi, og Júlíus Jónasson, St. Otmar í Sviss, koma inn í landsliðshópinn á ný eftir að hafa verið fjarri vegna meiðsla þegar leikið var við Finna á dögunum. Sigurður kemur inn sem leikstjórnandi með Degi Sigurðssyni sem ekki hefur að fullu náð sér af meiðslum.
Meira
LIÐ Tindastóls sem unnið hafði tvo fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni sigldi gjörsamlega í strand á Ísafirði í gærkvöldi þegar liðið mætti vel stemmdu liði heimamanna. Ísfirðingar sigruðu 98:81. KFÍ byrjaði leikinn af miklum krafti í vörninni og komst í 12:0, áður en gestirnir náðu að komast á blað.
Meira
"LEIKIRNIR við Sviss eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur og allir sem að landsliðinu standa gera sér grein fyrir því," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í gær er hann tilkynnti val á 14 leikmönnum vegna landsleiks við Sviss ytra á miðvikudagskvöldið nk. Fjórum dögum síðar mætast þjóðirnar hér heima og segir Þorbjörn afar mikilvægt að vinna báða leikina.
Meira
EINN af stórleikjunum í ensku deildinni um helgina er óneitanlega viðureign nágrannaliðanna í Liverpool, Everton og Liverpool. Þrátt fyrir að gengi þessara tveggja félaga hafi verið ólíkt undanfarin ár hefur Everton ekki tapað nágrannarimmu fyrir Liverpool síðan 1994. Í fyrra vann Everton 2:0 á Goodison Park og á Anfield varð 1:1 jafntefli og þessi stig dugðu Everton til að hanga í deildinni.
Meira
TÉKKAR hafa tekið boði Englendinga að leika vináttulandsleik á Wembley-leikvanginum í London 18. nóvember. Tékkar léku síðast á Wembley fyrir tveimur árum, en þá töpuðu þeir úrslitaleik Evrópukeppni landsliða fyrir Þjóðverjum.
Meira
GIUSEPPE Bergomi, varnarmaður Internazionale, nær merkum áfanga á ferli sínum á sunnudaginn þegar hann ásamt félögum sínum mætir Lazio á San Siro-leikvanginum í Mílanó. Þá tekur hann þátt í sínum 500. leik í ítölsku 1. deildinni, en hann hóf í haust nítjánda keppnistímabilið sem atvinnumaður.
Meira
ENN er von um að draumur Tigers Woods um að mæta frænda sínum og vini Mark O'Meara í úrslitum HM í holukeppni í golfi. Woods vann Ian Woosnam í gær í átta manna úrslitum keppninnar á 37. holu og mátti teljast heppinn því Woosnam hafði forystu lengst af en missti tvö stutt pútt undir lokin og þar með náði Woods að jafna og sigra síðan á fyrstu holu í bráðabana.
Meira
DINO Zoff, landsliðsþjálfari Ítalíu, er launahæsti landsliðsþjálfari heims í knattspyrnu. Zoff fær 57,5 millj. ísl. kr. í árslaun. Næstur á blaði er Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, sem fær 40,2 millj. kr. Þá kemur Roger Lemerre, þjálfari Frakka, með 31,7 millj. kr. og í fjórða sæti er Luxemburgo, þjálfari Brasilíumanna, með 23 millj. ísl. kr.
Meira
MARKVERÐIR: Reynir Þ. Reynisson, KA Guðmundur Hrafnkelsson, Val Aðrir leikir: Róbert Sighvatsson, Dormagen Bjarki Sigurðsson, UMFA Valdimar Grímsson, Wuppertal Dagur Sigurðsson, Wuppertal Patrekur Jóhannesson, Essen Ragnar Óskarsson, ÍR Konráð Olavson, Stjörnunni Ólafur Stefánsson, Magdeburg Geir Sveinsson,
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur vegna slæmrar tognunar í vinstra læri í landsleiknum við Rússa á miðvikudaginn. "Læknarnir telja þetta slæma tognun, ekki rifinn vöðva, og ég verð frá í þrjár vikur," sagði Þórður í gær. Hann vonast til að geta leikið síðari leikinn í Evrópukeppninni við Mallorka hinn 5. nóvember.
Meira
PÉTUR Hafliði segist allur vera að koma til af þeim meiðslum sem urðu þess valdandi að hann missti af landsleikjunum gegn Armeníu og Rússlandi í vikunni. "Ég skokkaði aðeins í gær og mun reyna að hlaupa eitthvað um helgina," sagði hann við Morgunblaðið í gær. "Svo mæti ég á æfingu hjá Hammarby á mánudaginn og þá ætti að koma í ljós hvernig ástandið er.
Meira
ATHUGANIR hafa staðið yfirá að veita tveimur af þremurkvíslum Skaftár yfir í Langasjó, en hlaup í Skaftá hafaaðallega verið í þessum tveimur kvíslum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjunmyndi miðlun í Langasjókoma til með að nýtast þeimvirkjunum sem fyrir eru ávatnasvæði Þjórsár-Tungnaár,
Meira
BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar hefur skorað á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að stöðugleiki myndist í sóknardagakerfi smábáta. Einnig er farið fram á að útgerðarmenn sem hyggjast leigja frá sér aflaheimildir, megi fyrst bjóða þær til leigu í heimabyggð áður en til þess kemur að setja þær inn á Kvótaþing.
Meira
EKKI er algengt að ferskur fiskur sé fluttur með flugi frá Vestmannaeyjum. Vaninn er að senda sjávarafurðir sjóleiðina til lands en þessa dagana er helsta samgöngutæki og lífæð Vestmanneyinga á legi, Herjólfur, hins vegar í slipp í Danmörku. Því verða fiskverkendur að leita á náðir loftsamgangna til að koma afurðum sínum á markað.
Meira
ÁRIÐ 1977-1978 las ég mexíkanska miðaldasögu í Instituto Allende, sem er listaháskóli í Guanajuatofylki í Mexíkó. Áður en ég fór þangað til náms hafði ég lesið bókina Ferð til fortíðar sem Guðrún Guðmundsdóttir eiginkona Björns Þorsteinssonar sagnfræðiprófessors þýddi og staðfærði. Þar heillaði mig frásögn af landvinningum Hernandosar Cortesar í Mexíkó.
Meira
FYRSTU tónleikar Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua, verða haldnir í Hafnarborg í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30 og endurteknir í Iðnó þriðjudagskvöldið 20. október kl. 20.30. Þetta er fjórða árið í röð sem Musica Antiqua stendur fyrir hátíð af þessu tagi.
Meira
TALAÐ hefur verið um að Bókastefnan í Frankfurt, hin fimmtugasta í röðinni, hafi verið með rólegasta móti. Helst vakti athygli sá viðburður að fyrsti portúgalski Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum kom til stefnunnar um það leyti sem hann fékk tilkynningu um veitinguna og varð af því tilefni mikill fögnuður á
Meira
EKKI verður um það deilt að þáttur Einars Pálssonar í sögu Leikfélags Reykjavíkur hafi verið áhrifaríkur. Einar gekk í félagið á tímamótum í sögu þess; hann var einn fjórtán nýrra félaga sem teknir voru inn á sögufrægum aðalfundi 28.
Meira
Guðmundur ríki á Reykhólum var einn af auðugustu mönnum Íslandssögunnar, kannski sá allra auðugasti, fæddur til auðs og styrkti stöðu sína með ríku kvonfangi. Hann virðist hafa haft gott viðskiptavit og efndi til viðskipta við Englendinga, sem þá voru á skútum sínum við Ísland. Á þessu græddi hann ómælt og var svo komið 1446 að hann átti 6 höfuðból og 36 aðrar jarðir.
Meira
HÚN horfir í kringum sig, þarna stendur sófasettið hennar með áklæðinu úr geitaullinni á miðju gólfi. Fyrir framan það er glerborð á fjórum álfótum og tveir auka stólar úr leðri með innskotsborði á milli sín. Á einum veggnum er stór hvítlakkaður, kyrfilega lokaður skápur sem í eru græjurnar og bækur.
Meira
FYRIR réttum tvö hundruð árum, hinn 15. október 1798, lést í Kaupmannahöfn Stefán Björnsson reiknimeistari nær áttræður að aldri. Hann var góður stærðfræðingur, vel að sér í eðlisfræði og stjörnufræði, áhugasamur um forn fræði og á efri árum afkastamikill höfundur fræði- og fræðslurita.
Meira
KONUR hafa hafnað hefðbundnu hlutverki sínu. Þær giftu á nútímavísu hafa af þeirri ástæðu takmarkað samband sitt við mann sinn við 1) fyrirvinnuhlutverk hans og 2) við hann sem tæki til líkamlegrar fullnægju. Uppeldis- og leiðsagnargildi heimilisföður frá fyrri tíð verður frá sjónarmiði nútímakonu að verkefni þjóðfélagsins.
Meira
ER erótíkin rauð? Eða er hún fjólublá? Er erótíkina að finna inni í gægjuboxi? Eða í hvítu baðherbergisblöndunartæki sem vatnsbuna rennur úr viðstöðulaust? Er eitthvað erótískt við plasthjálpartæki ástarlífsins? Eða rauð, bleik og blá efnislítil blúnduundirföt sem slengt er á grind uppi á vegg? Hvað með blóðuga skurði á mannslíkama, samansaumaða eða flakandi? Eða stúlkumynd með titlinum Monica L.
Meira
SAGNFRÆÐINGARNIR Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Ág. Gunnlaugsson eiga langa ritgerð í Sögu 1990, Félags- og hagþróun á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar. Niðurstöður þeirra rúmast að sjálfsögðu ekki í nokkrum línum, en heimildirnar sem þeir taka úr sóknarlýsingunum frá um 1840, hljóta að vekja spurningar hjá mörgum.
Meira
Ísland bak við éljadrögin Í útnorðri Þaðan sem lægðirnar koma Aldrei í heiðskíru veðri þegar augun teygja sjóndeildarhringinn til ystu miða hillingalaust Einungis þungur dynurinn á húsþökunum frá voldugum blásturshljóðfærum og slagverkum regnsins knýjandi ýlfrandi flautur og hvínandi fiðlur að efsta kvinti Ragnarökkursins megnar að
Meira
ÞRIÐJU kammertónleikarnir af 10 í tónleikaröð Norræna hússins verða á morgun, sunnudag kl. 17. Á tónleikunum syngur norska mezzó-sópransöngkonan Bettina Smith lög eftir Schumann, Wolf og Mussorgsky. Meðleikari er Jan Willem Nelleke píanóleikari.
Meira
KJARTAN Guðjónsson opnar sýningu á "gvassmyndum" í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg, í dag, laugardag, kl. 15. Kjartan Guðjónsson er fæddur árið 1921. Hann stundaði myndlistarnám við Art Institute of Chicago. Hann er einn úr upphaflega Septemberhópnum svokallaða, sem sýndi fyrst saman 1947 í Listamannaskálanum.
Meira
Í ALDARLOK er sú spurning áleitin hvernig þjóðin eigi að nýta sér náttúruauðæfi í óbyggðum; auðæfi sem þjóðin hefur til þessa haft þokukenndar hugmyndir um. En nú er spurt af þunga og þess verður varla langt að bíða að stefna til framtíðar verði mörkuð; landkostirnir eru svo að segja á vogarskálum.
Meira
Á TÓNLEIKUM í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ laugardaginn 17. október kl. 17 mun Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran syngja við undirleik Gerrits Schuil. Hann er jafnframt listrænn stjórnandi og skipuleggjandi þeirra kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. Þetta eru aðrir tónleikarnir af sex í þessari tónleikaröð.
Meira
Hakon Børresen: Sinfónía nr. 2 Op. 7 í A-dúr, Havet (1904); Sinfónía nr. 3 Op. 21 í C-dúr (1926). Útvarpssinfóníuhljómsveitin í Frankfurt u. stj. Oles Schmidts. cpo 999 353-2. Upptaka: DDD, Frankfurt, 4/1995; 10/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd: 69:19. Verð (12 tónar): 1.800 kr.
Meira
ÍSLENSKI myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er á meðal þeirra fjögurra ungu myndlistarmanna sem valdir voru til þátttöku í árlegri ljósmyndasamsýningu The Museum of Modern Art, MoMA, í New York. Sýningin var opnuð í gær, föstudag, og stendur til 12. janúar á næsta ári. Verk Ólafs á sýningunni er röð ljósmynda af ísjökum sem listamaðurinn vann hér á landi á síðasta ári.
Meira
NÍUNDA maí árið 1446 boðar nýbakaður hirðstjóri norðan lands og vestan, Einar Þorleifsson, saman þing á Sveinsstöðum í Vatnsdal. Þar er upp tekið nítján ára gamalt mál gegn mági hans, Guðmundi ríka Arasyni, sem snýst um svokallaða Norðurreið Guðmundar. Vitni eru leidd fram, vitnisburðir skráðir og daginn eftir kveður Einar Þorleifsson upp úrskurð: (Stafsetning höf.
Meira
Þegar ég vakna á morgnana reyni ég með hjálp leikhússkíkis að greina hvaða fáni blaktir yfir borg minni Svartur hvítur eða grár eins og óttinn Hefur borg mín verið unnin er varist áfram eru sigurvegararnir beðnir um miskunn hefur sorgin þegar kvatt dyra vegna nokkurra sekúndna gleymsku eða er ég ef til vill sjálfur þessi fáni án þess ég sjái hann á sama
Meira
FINNSKI kammerkórinn Dominante er væntanlegur í söngför til Íslands dagana 18.22. október. Dominante er blandaður kammerkór, skipaður rúmlega 60 nemendum við Tækniskólann í Helsinki og þekktur fyrir áhugaverða söngskrá sína, segir í fréttatilkynningu. Kórinn syngur við guðsþjónustu í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, og tónleikar verða í Skálholti annað kvöld kl. 21.
Meira
TÍMARIT Máls og menningar birti nýlega stórgóða smásögu eftir Elías Mar sem ber heitið "Sú gamla vitjar doktors". Í sögunni hæðist Elías að þeim straumlínuformuðu fræðimönnum sem telja hnignun íslenskrar tungu "eðlilega þróun". Ég kalla fræðinga þessa "mýtu-gengið" því þeir nota jafnan orðið "mýta" í stað "goðsaga" en síðarnefnda orðið er greinilega ekki nógu fínt fyrir þá.
Meira
Aspirnar standa 'allar ennþá svo skínandi gular, æðrulausar og skynja í ró að það kular. Brátt fæst sú hvíld sem þeim náttúran leyfir að neyta og næsta vor skulu þær laufhaddi grænum sig skreyta.
Meira
Hin þögla hljómkviða berst dulheyrn minni að morgni eins og ég aðeins skynjaði það í nánd. Blár ertu himinn gul ertu morgunsól tign fjallsins öll náttúran og vatnið spegilslétt. Það er á þessum morgni sem hún berst mér hin þögla hljómkviða. Höfundurinn er öryrki.
Meira
AF sama tilefni kemur út fyrra bindi af ritverkinu Sigurjón Ólafsson Ævi og list sem nær yfir fyrri hluta ævi og listferils Sigurjóns, frá bernskuslóðum á Eyrarbakka og til þess að hann snýr heim frá Danmörku í stríðslok, virtur og mótaður listamaður. Höfundar texta bókarinnar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Lise Funder.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.