Greinar miðvikudaginn 21. október 1998

Forsíða

21. október 1998 | Forsíða | 298 orð

Alvara færist í viðræðurnar

BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að líklegt væri að viðræður Benjamíns Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Maryland í Bandaríkjunum héldu áfram í dag, sjöunda daginn í röð, enda hefði nokkuð miðað í samkomulagsátt. James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að sífellt meiri alvara færðist í viðræðurnar. Meira
21. október 1998 | Forsíða | 131 orð

Cook hvetur til friðar í Kosovo

Cook hvetur til friðar í Kosovo Belgrad, Sófíu, Vín. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í gær Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseta og leiðtoga aðskilnaðarsinna Kosovo-Albana, til að fara eftir samkomulaginu sem gert var í síðustu viku um að endi verði bundinn á átök í Kosovo-héraði. Meira
21. október 1998 | Forsíða | 358 orð

Deilan um Pinochet gæti orðið stjórn Chile að falli

UTANRÍKISRÁÐHERRA Spánar, Abel Matutes, sagði í gær að spænska stjórnin myndi beita sér fyrir því að Bretar framseldu Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, ef spænskir dómstólar óska formlega eftir framsalinu. Meira
21. október 1998 | Forsíða | 165 orð

Hneyksli vofir yfir finnsku stjórninni

MIÐFLOKKURINN í Finnlandi, sem er meginafl stjórnarandstöðunnar, fór í gær fram á að ríkisstjórn Paavos Lipponens skilaði þinginu nýrri skýrslu um pólitískt hneykslismál sem forsætisráðherrann er flæktur í, en þessi krafa hefur í för með sér að greiða verður atkvæði um traustsyfirlýsingu á stjórnina. Meira
21. október 1998 | Forsíða | 91 orð

Prímakov hyggst lækka skatta

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, boðaði í gær lækkun skatta til að lífga við iðnað í landinu. Hann sagði jafnframt að ríkið hefði mikilvægu hlutverki að gegna við stjórn efnahagsmála og bætti því við að hinn frjálsi markaður væri alls ekki sú töfralausn sem menn vildu vera láta. Meira

Fréttir

21. október 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Aðalsteinn Eiríksson ráðinn í menntamálaráðuneytið

AÐALSTEINN Eiríksson skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík hefur verið ráðinn af fjármála- og menntamálaráðuneytinu í stöðu ráðgjafa. Aðalsteinn var ráðinn til tveggja ára frá og með 1. nóvember næstkomandi. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 21 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf ÓLAFUR Egilsson sendiherra afhenti 14. október sl. Akihito Japanskeisara trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Japan með aðsetur í Peking. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Allt að 4.000 tæki finnast árlega

Á HVERJU ári finnast á bilinu 1.500 til 4.000 óskráð sjónvarpstæki sem engin afnotagjöld eru greidd af til Ríkisútvarpsins, og að sögn Péturs Matthíassonar, yfirmanns innheimtudeildar RÚV, hafa starfað 8­10 manns í Reykjavík við leit að tækjum og 6­8 manns á landsbyggðinni. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Aukin sala á áfengi

SALA á áfengi í lítrum talið jókst um 9% frá árinu 1996 til 1997 eða úr 11.430.776 lítrum í 12.464.715 lítra. Mælt í alkóhóllítrum jókst salan um 5,2%. Árið 1996 voru 998.019 alkóhóllítrar seldir en árið 1997 voru þeir 1.050.086. Í magntölum er ekki tekið tillit til þess áfengis sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í landið né þess sem ferðamenn taka með sér. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 236 orð

Átak til bættra samskipta

STJÓRNVÖLD í nágrannaríkjunum Indlandi og Pakistan hafa komið sér saman um aðgerðir til að bæta gagnkvæmt traust milli ríkjanna í því skyni að minnka hættuna á að til átaka komi. Indverskir embættismenn greindu frá þessu í gær. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 379 orð

Baráttan gegn atvinnuleysi nýtur forgangs

GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, skrifaði í gær undir sáttmála, sem Jafnaðarmannaflokkurinn SPD gerði við flokk Græningja um myndun fyrstu miðju-vinstri-stjórnarinnar í Þýzkalandi í 16 ár. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Bílstuldur á Akranesi

BIFREIÐINNI UZ-467 var stolið fyrir utan Málningarþjónustuna við Stillholt 16, Akranesi, á tímabilinu 9.­12. október. Bifreiðin er af gerðinni Lada, árgerð 1992 og er rauð að lit. Þeir sem hafa orðið varir við bifreiðina eru beðnir um að láta lögregluna á Akranesi vita. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Bílvelta við Gljúfurá

LÍTILL fólksbíll valt út af hringveginum rétt norðan við Gljúfurá. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist hann mikið, og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð um klukkan 14.20 í gær og skemmdist bíllinn mikið að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Búnaðarbankinn skoðar hvort upplýsingamáli verði áfrýjað

STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, segir að verið sé að skoða hvort áfrýjað verði úrskurði um að bankinn veiti aðgang að minnisbókum, sem hafa að geyma upplýsingar um þá sem dvöldu í íbúð Búnaðarbankans í Lundúnum til 31. desember 1997, þ.e.a.s. til þess tíma sem bankanum var breytt í hlutafélag. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Búum fækkar og tekjur lækka

HEILDARTEKJUR kúabænda og maka þeirra lækkuðu um rúmlega 9% á tímabilinu 1989 til 1996. Heildartekjur sauðfjárbænda og maka þeirra lækkuðu á sama tímabili um 4%. Á sama tíma hækkuðu tekjur annara stétta í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefnd á vegum landbúnaðarráðherra vann, en í henni eru lagðar fram tillögur um opinberan stuðning við bændur í hefðbundnum búskap. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Bæklingur um þjóðkirkju í þúsund ár

ÞJÓÐKIRKJA í þúsund ár er nafn á bæklingi sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur ritað og gefinn er út af biskupsstofu og Skálholtsútgáfunni. Þar er að finna ýmsar staðreyndir um starf þjóðkirkjunnar, rakin er sagan hennar og fjallað um nýja stöðu með nýjum lögum. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 804 orð

DagbókHáskólaÍslands

VEGNA mistaka í sunnudagsblaði er hér birt dagbók Háskóla Íslands dagana 22. til 24. október næstkomandi: Dagbók Háskóla Íslands dagana 22.­24.október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Fimmtudagur 22. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 544 orð

Dreymir um "eðlilegt ríki"

MASSIMO D'Alema, sem fengið hefur umboð til að setja saman 56. ríkisstjórnina á Ítalíu eftir stríð, hefur lengi dreymt um að komast til raunverulegra áhrifa í landi sínu. Hann hefur samt ekki sótt það mjög fast að verða forsætisráðherra. Það hefur alltaf þótt fremur hverfult embætti á Ítalíu og jafnvel það eitt að taka við stjórnarmyndunarumboðinu getur dregið dilk á eftir sér. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 379 orð

Dæmt til að greiða knattspyrnumanni bætur

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Leiftur í Ólafsfirði hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra, verið dæmt til greiða knattspyrnumanninum Hajrudin Cardaklija, tæpar 440.000 krónur í bætur og 170.000 krónur í málskostnað, vegna ólögmætrar uppsagnar á samningi. Cardaklija gerði kröfu um að Leiftur yrði dæmt til að greiða sér tæpar 3,6 milljónir króna og greiðslu málskostnaðar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 281 orð

Einokun verði afnumin á smásölu áfengis

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um afnám einokunar ríkisins á smásölu áfengis. Er þetta jafnframt fyrsta þingmálið sem Guðlaugur Þór leggur fram á Alþingi en hann tók sæti á Alþingi í vikunni í fjarveru Sturlu Böðvarssonar næstu tvær vikurnar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Eins árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot

36 ÁRA gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. september í eins árs fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn tvemur stúlkubörnum. Hann var fundinn sekur um að hafa afklætt og misnotað stúlku, sem var 6-12 ára á árunum 1991- 1996, tvisvar til þrisvar á ári og fyrir að hafa setið fullklæddur með fullklædda átta ára gamla telpu í lok árs 1997 og áreitt hana. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Erindi um landnámið

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Orra Vésteinssyni sagnfræðingi í kvöld, miðvikudaginn 21. október kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu 26. Orri nefnir erindi sitt: Um landnámið og samfélagsskipan á Íslandi á miðöldum. "Saga Íslands á 9. og 10. öld hefur verið nær alveg hulin því ekki er mikið hægt að segja þar sem engar eru heimildirnar. Tvær leiðir eru útúr þessu að mati fyrirlesara. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 2178 orð

Finnar vilja bæði gæta persónuverndar og styrkja líftækniiðnað Líkt og Ísland er Finnland áhugavert til erfðafræðirannsókna, en

"LÖG í líkingu við íslenska frumvarpið um gagnagrunna kæmu aldrei til greina í Finnlandi," segir Marja Sorsa, "þar sem þau þjóna hagsmunum þess fyrirtækis, sem fær sérleyfið, en ekki þjóðarinnar." Finnum er í mun að styrkja líftæknirannsóknir og líftækniiðnað. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fleiri fyrirspurnir um laxveiðikostnað

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi tvær skriflegar fyrirspurnir til samgönguráðherra um rekstrarkostnað Flugmálastjórnar annars vegar og rekstrarkostnað Pósts og síma hins vegar. Þingmaðurinn spyr m.a. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Foreldrafundir í 10. bekk

FIMMTUDAGINN 22. október klukkan 20 munu grunnskólar Hafnarfjarðar ásamt foreldraráði og Skólaskrifstofu standa að upplýsingafundi í Setbergsskóla og er aðgangur ókeypis. Námskeið verða haldin í kjölfarið, bæði í íslensku og stærðfræði, og þeim lýkur ekki fyrr en í nóvember. Fundurinn er ætlaður foreldrum barna í 10. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 280 orð

Fólk flýr enn þorpin vegna átaka

AÐ minnsta kosti 50 manns, aðallega konur og börn, flýðu burt úr þorpinu Trpeza í Mið-Kosovo í gær en þá hafði það legið undir skothríð frá lögreglusveitum Serba. Er það haft eftir vitnum, meðal annars erlendum fréttamönnum. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Fór í fyrsta sinn niður fyrir 4%

ÁVÖXTUNARKRAFA 17 ára spariskírteina hefur nú í fyrsta sinn lækkað niður fyrir 4% og er nú 3,9%. Til samanburðar var ávöxtunarkrafan 4,90% í upphafi ársins. Ávöxtunarkrafa spariskírteinanna hefur lækkað hratt síðan fjármálaráðherra heimilaði Lánasýslu Ríkisins sl. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fræðslufundur um umhverfisstefnu

FRÆÐSLUFUNDUR um umhverfisstefnu Reykjavíkur verður haldinn á vegum Félags landfræðinga miðvikudaginn 21. október kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og verkefnisstjóri hjá Reykavíkurborg, flytur erindið. Hann mun gera grein fyrir umhverfisstefnu Reykjavíkur sem nýlega var birt. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fundur um Asperger- heilkenni

FUNDUR verður haldinn um Asperger-heilkenni, greiningu og meðferð, fimmtudaginn 22. október kl. 20, í fundarsal Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Erindi flytja Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, og Sólveig Guðlaugsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og einhverfuráðgjafi. Einnig verður kynning á nýútkomnu hefti um Asperger-heilkenni. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fyrirlestur um lausnir umhverfisvandamála

DR. Baldur Elíasson heldur fyrirlestur á vegum málstofu efnafræðiskorar raunvísindadeildar Háskóla Íslands, föstudaginn 13. október kl. 15. Baldur er forstöðumaður Energy and Global Change, ABB Corporate Research, Baden, Sviss. Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrasal í kjallara nýbyggingar Endurmenntunarstofnunar, Dunhaga 7. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 151 orð

Fyrrverandi skæruliðar snúa við blaðinu

FYRRVERANDI félagar skæruliðasamtaka vinstrimanna í Guatemala skráðu samtökin formlega sem stjórnmálaflokk á mánudag og eru þar með komnir í þann flokk fyrrverandi skæruliðasveita í Mið- Ameríku sem ákveðið hafa að snúa við blaðinu og hefja þátttöku í landsmálapólitík. Meira
21. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Gamla sundlaugin komin í frí

Þórshöfn-Það var fjörugur krakkahópur sem ærslaðist í gömlu útisundlauginni á Þórshöfn fyrir skömmu, klæddur eftir hentugleikum því fatasund var leyft þennan síðasta dag sem laugin var opin. Þessi sundlaug á sér nokkra sögu og hafa margir Þórshafnarbúar taugar til hennar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Gengið á milli Miðbakka og Austurvarar

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20. Farið verður upp Grófina um Víkurgarð, með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn og Háskólahverfið suður í Austurvör í Skerjafirði. Til baka með ströndinni og eftir Suðurgötunni niður á Miðbakka við Hafnarhúsið. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 576 orð

Geysilega spennandi og tók á mannskapinn

ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir úr Fiskakletti í Hafnarfirði, sem lögðu til atlögu við tind Ama Dablam í Himalajafjöllum á mánudagskvöld, stóðu á tindi fjallsins í 6856 metra hæð yfir sjávarmáli um kl. 2 eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Fjallgöngumennirnir heita Árni Eðvaldsson, Júlíus Gunnarsson, Símon Halldórsson, Valgarður Sæmundsson og Örvar Atli Þorgeirsson. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Guðrúnar Katrínar minnst

GUÐRÚNAR Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar var minnst við upphaf fundar bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar minntist Guðrúnar Katrínar og sagði að frá upphafi kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta hefði sterkur persónuleiki og fáguð framkoma hennar vakið athygli þjóðarinnar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Guðrún Katrín jarðsungin í dag

ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag kl. 11 f.h. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands jarðsyngur, og eru 500 gestir boðnir sérstaklega til útfararinnar. Meðal þeirra eru þjóðhöfðingjar allra Norðurlandanna. Martti Ahtisaari forseti Finnlands, og kona hans, frú Eeva Ahtisaari komu til landsins í gærkvöldi. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 997 orð

Handtaka Augustos Pinochets er undantekning frá reglunni

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að handtaka Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, sýni að alþjóðlegir mannréttindasamningar hafi öðlast réttmæta viðurkenningu. Handtakan bendi til þess að menn, sem eru sakaðir um alvarlega glæpi, Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 352 orð

Heilbrigðisráðherra heiðrar blaðamenn Morgunblaðsins

Heilbrigðisráðherra heiðrar blaðamenn Morgunblaðsins INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, heiðraði í gær þá blaðamenn Morgunblaðsins, sem unnu að gerð greinaflokksins um Erfðir og upplýsingar, sem birtist hér í blaðinu frá 4. október til 16. október sl. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 433 orð

Heildarsamtök fjölmiðlastarfsmanna stofnuð

SEX stéttarfélög starfsmanna á fjölmiðlum munu næstkomandi laugardag halda stofnfund nýrra heildarsamtaka, Fjölmiðlasambandsins, sem er ætlað að gæta sameiginlegra hagsmuna þessara hópa. Jafnframt verður þá haldið fjölmiðlaþing á vegum sambandsins. Fyrirlesari á þinginu verður bandaríski fjölmiðlaprófessorinn John V. Pavlik frá Columbiaháskóla. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 180 orð

Hægriflokkar í forystu

HÆGRIFLOKKARNIR í Makedóníu, sem undanfarið kjörtímabil hafa verið í stjórnarandstöðu í þessu fyrrverandi lýðveldi gömlu Júgóslavíu, náðu góðri forystu í fyrri umferð þingkosninga sem fram fóru þar um helgina, samkvæmt fyrstu opinberu tölum sem kjörstjórnin birti í gær. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 1037 orð

Í olíunni er spilað um fúlgur fjár

OLÍAN úti fyrir ströndum Noregs hefur verið aðdráttarafl fyrir marga og fjöldi Íslendinga hefur í lengri eða skemmri tíma tekið þátt í olíuævintýrinu. Í tilfelli Matthíasar Haukssonar var það ekki olían sem hvatti til Noregsferðar heldur lagmetisiðnaðurinn. Það er hins vegar svarta gullið undir botni Norðursjávarins sem einkum hefur haldið honum meðal norskra frænda vorra í tæpan aldarfjórðung. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Íslandsferð ungversks sirkuss í uppnámi

UNGVERSKUR sirkus sem áætlað var að kæmi hingað til lands 5. nóvember nk. og sýndi víðs vegar um landið gæti þurft að hætta við komu sína hingað. Framkvæmdastjóri sirkussins, Laszlo Szabo, kom hingað til lands fyrir tveimur vikum og tók niður bókanir fyrir sirkusinn en þegar Szabo kom aftur til þess að undirbúa komu 20 manna hóps listamanna, Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 590 orð

Kannað hvort sala á gullfyllingum er skattskyld

MAÐUR á leið til Danmerkur var nýlega stöðvaður af tollvörðum í Leifsstöð með talsvert magn af gulltönnum í fórum sér. Tollgæslan í Keflavík leitaði viðbragða hjá landlæknisembættinu en ekkert í lögum virðist banna útflutning af þessu tagi, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. Meira
21. október 1998 | Miðopna | 607 orð

Kaupa 16% af framleiðslu Hitaveitu Reykjavíkur

GUNNAR Kristinsson, hitaveitustjóri í Reykjavík, segir að sveitarfélögin þrjú greiði um 470 milljónir á ári fyrir heitt vatn til Hitaveitu Reykjavíkur en heildartekjur veitunnar eru um 2,8 milljarðar á ári. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

KB eignast öll hlutabréf í Engjaási

KAUPFÉLAG Borgfirðinga hefur eignast öll hlutabréf í Engjaási hf. en fyrirtækið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Kaupfélagið átti fyrirtækið ásamt Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóamanna. Mjólkursamsalan og Flóabúið tóku á sig hluta af skuldbindingum félagsins og seldu KB hlutabréfin á sanngjörnu verði, að sögn Þorvaldar T. Jónssonar, formanns stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Kirkjan hvetur til vímuvarna

"NAUÐSYNLEGT er að efla endurmenntun allra kirkjunnar þjóna á þessu sviði svo þeir séu færir um að greina vímuefnavanda hjá skjólstæðingum sínum og kunni skil á þeim meðferðarúrræðum, sem stofnanir í samfélaginu geta veitt," segir meðal annars í ályktun frá kirkjuþingi um vímuefnavarnarstefnu kirkjunnar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 462 orð

Kolefniskvótar gætu eflt íslenska skógrækt

AÐALSTEINN Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, telur það koma vel til greina að tengja kvóta vegna bindingar koltvísýrings í andrúmsloftinu við landeiganda frekar en ríki. Slíkt gæti aukið arðsemi skógræktar á Íslandi. Hann segir að Ný-Sjálendingar og Ástralar hafi markað þá stefnu að kolefniskvóti hvers lands verði eign landeiganda en ekki ríkisins. Meira
21. október 1998 | Landsbyggðin | 231 orð

Konsertflygill vígður

Í TILEFNI af vígslu á nýju húsnæði Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir rúmu ári var ákveðið að leita til félaga og fyrirtækja eftir stuðningi til kaupa á konsertflygli fyrir skólann, en 10 ár voru síðastliðið haust frá því skólinn eignaðist sinn fyrsta flygil. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 354 orð

Kunnar í Evrópu fyrir meira en 5.000 árum

Nálarstungulækningar líklega eldri en talið var Kunnar í Evrópu fyrir meira en 5.000 árum Vín. Reuters. HÚÐFLÚR, sem fannst á líkama manns, sem varðveittist í ísbreiðum Alpanna í meira en 5.000 ár, sýna, að Evrópumenn stunduðu nálarstungulækningar 2.000 árum áður en Kínverjar fóru að leggja þær fyrir sig. Meira
21. október 1998 | Landsbyggðin | 168 orð

Kvennadeild UMFN fékk styrk

Keflavík­Nýlega undirritaði Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn í Reykjanesbæ styrktar- og auglýsingasamning við körfuknattleiksdeild kvenna hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur. Við þetta tækifæri sagði Kolbrún Garðarsdóttir sölustjóri Úrvals Útsýnar að í framhaldi af niðurstöðum könnunar Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála sem Reykjanesbær lét gera m.a. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 24 orð

Kynningarfundur Korpu

Kynningarfundur Korpu ITC-deildin Korpa heldur kynningarfund miðvikudaginn 21. október kl. 20 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð. Á dagskrá er m.a. fræðsla um ITC-samtökin. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

LEIÐRÉTT Bóksölulisti septembermánaðar

Í SÍÐASTA Bókasölulista Félagsvísindastofnunar HÍ, voru fjórar bækur í flokki barna- og unglingabóka ranglega sagðar útgefnar af Máli og menningu. Hið rétta er að bókaútgáfan Björk er útgefandi þessara bóka. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN, sem beið bana í umferðarslysi við Kaldbaksleiti sunnan við Húsavík á mánudaginn, hét Hjörtur Sigurðsson til heimilis á Höfðavegi 14 á Húsavík. Hjörtur var 59 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira
21. október 1998 | Landsbyggðin | 219 orð

Ljósleiðari lagður til Stykkishólms

Stykkishólmi-Í sumar hefur verið unnið að lagningu ljósleiðara frá Grundarfirði til Stykkishólms. Verktaki er Vinnuvélar Pálma frá Sauðárkróki sem tók að sér plægja fyrir leiðslunni á milli staðanna, en starfsmenn Landssímans í Stykkishólmi hafa séð um innanbæjarlagnir á báðum stöðum. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Maður dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur

RÚMLEGA fertugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi, þar af 7 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Þá var ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, m.a. 40.000 krónur í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 242 orð

Mannúðarsjóður ESB fær sitt

EVRÓPUÞINGIÐ í Strassborg féll í gær frá því að hrinda í framkvæmd hótunum um að beita neitunarvaldi sínu til að hindra samþykki fjárlaga þess sjóðs Evrópusambandsins, sem stendur straum af kostnaði við þróunaraðstoð og mannúðarhjálp á vegum ESB, vegna þess sem upp hefur komizt um spillingu í kring um meðferð þess fjár. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Margfasatækni

UNDIR árslok 1997 setti Statoil fram fimm ára áætlun um margfasatækni í olíuvinnslunni og hefur sú tækniþróun, sem fylgt hefur í kjölfarið, borið góðan árangur á mörgum sviðum. Hún hefur til dæmis skilað sér við flutning á fljótandi gasi til lands og nýting smárra hliðarsvæða er arðbærari en áður. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Matur og umhverfi

MATUR og umhverfi er yfirskrift árlegs matvæladags sem Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands efnir til á Fosshóteli KEA næstkomandi laugardag, 24. október. Dagurinn er helgaður umhverfismálum að þessu sinni, en mikilvægi umhverfismála er sífellt að aukast, ekki síður í matvælaiðnaði en öðrum greinum atvinnulífsins. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Miðstöð húmanista opnuð

MIÐSTÖÐ húmanista verður opnuð á Grettisgötu 46, fimmtudaginn 22. október kl. 17. Opið hús verður frá kl. 17­20. Í fréttatilkynningu segir að hlutverk miðstöðvarinnar sé að vera staður fyrir blaðaútgáfu, fundi og aðra starfsemi húmanista en auk þess samskiptamiðstöð fyrir íbúa hverfisins og vettvangur fyrir þá sem vilja gera eitthvað til að bæta og auðga mannlífið. Meira
21. október 1998 | Landsbyggðin | 175 orð

Nemendur færðu skólanum peningagjöf

Á ÞESSU ári eru 40 ár síðan barnaskólakennsla fékk fastan samastað í Reykdælahreppi í S-Þingeyjarsýslu. Litlulaugaskóli í Reykjadal fagnar því 40 ára starfsafmæli um þessar mundir. Fyrsti skólastjóri skólans var Dagur Sigurjónsson en núverandi skólastjóri er Angantýr Einarsson. Í tilefni þessara tímamóta ákváðu nemendur 7.­10. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 519 orð

Ofmat Pinochet gestrisni Breta?

AUGUSTO Pinochet tókst með kænsku og vélabrögðum að halda velli sem einræðisherra í Chile í hartnær tvo áratugi og mörgum þykir furðu sæta að svo slyngur maður skyldi hafa hlaupið á sig með því að fara til Bretlands og bjóða heim hættunni á handtöku og framsali til Spánar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Samtök sjómanna hafa ekki umboð til að semja

SJÓMÖNNUM er óheimilt að veita hagsmunasamtökum sínum umboð til að semja um fiskverð við einstök útgerðarfélög. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem í gær sýknaði Granda hf. í máli sem samtök sjómanna höfðuðu gegn fyrirtækinu vegna fiskverðsdeilu við áhöfn eins af skipum fyrirtækisins. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 201 orð

Segir ESB hafa veitt sér innblástur

Friðarverðlaunahafinn John Hume Segir ESB hafa veitt sér innblástur Strassborg. Reuters. JOHN Hume, sem ásamt David Trimble hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir framlag sitt í þágu friðar á Norður-Írlandi, Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 414 orð

Skattleggja ber óeðlilegan söluhagnað í sjávarútvegi

KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var um síðustu helgi, telur að bætt afkoma sjávarútvegsins hafi sannað gildi þess stjórnkerfis sem nú er unnið eftir, auk þess sem það er með öðrum þjóðum talið til fyrirmyndar bæði hvað varðar efnahagslega uppbyggingu og sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Staða losnar á fréttastofu sjónvarps

AUGLÝST var laust starf fréttamanns á fréttastofu Ríkissjónvarpsins í Morgunblaðinu í gær. Um er að ræða afleysingastarf í innlendum fréttum í eitt ár. Að sögn Helga H. Jónssonar fréttastjóra er um að ræða stöðu sem Jóhannes Bjarni Guðmundsson var nýlega ráðinn í. Jóhannes hverfur nú til annarra starfa og því er sú afleysingastaða sem hann var ráðinn í auglýst aftur. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Tíu tilboð undir kostnaðaráætlun

ÞRETTÁN tilboð bárust í gerð Þingvallavegar frá Steingrímsstöð að þjóðgarðinum. Tilboð voru opnuð í fyrradag. Hæsta tilboðið var 76.817.000 kr. en það lægsta 42.056.000 kr. Tíu tilboð voru undir kostnaðaráætlun. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Tók við formennsku í NSO

Tók við formennsku í NSO JENS Andrésson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana tók við formennsku í Samtökum ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum á síðasta ársfundi sem haldinn var ágúst sl. Á fundinum tók SFR við formennsku og framkvæmdastjórn samtakanna. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tólf umsóknir um stöðu flugvallarstjóra

TÓLF umsóknir bárust um stöðu flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli en umsóknarfrestur rann út 12. október síðastliðinn. Hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins fengust þær upplýsingar að vonast væri til þess að tekin yrðu viðtöl við umsækjendur í þessari viku en ákvörðun um ráðningu lægi vart fyrir fyrr en í næstu viku. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 523 orð

Tvö tilfelli heilahimnubólgu á árinu

TVÖ tilfelli af heilahimnubólgu af völdum baktería hafa komið upp á Norðurlandi á þessu ári, þar af annað nýlega. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, yfirlæknis við Barnadeild FSA, getur heilahimnubólga orsakast af nokkrum tegundum baktería. Meira
21. október 1998 | Erlendar fréttir | 136 orð

Útborið sveinbarn finnst í Noregi

RÉTT utan við íbúðarblokk nokkra í Ósló fannst í gær nýfætt sveinbarn, vafið inn í klæði og plast, og yfirgefið í fjögurra gráða frosti. Um klukkan sex í gærmorgun urðu hjón sem bjuggu í blokkinni vör við að einhver aðskotahlutur lá fyrir utan útidyrnar. Það reyndist vera lítill nýfæddur drengur, vandlega vafinn inn í klæði og að sögn einnig plastpoka. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Útför Ástu Br. Þorsteinsdóttur

ÚTFÖR Ástu Br. Þorsteinsdóttur alþingismanns var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítala, jarðsöng, Kór Hallgrímskirkju söng og Signý Sæmundsdóttir söng einsöng. Organisti var Hörður Áskelsson. Einnig flutti Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari tónverkið Kveðja til móður eftir son Ástu, Arnar Ástráðsson. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 471 orð

Útför Guðrúnar Katrínar gerð frá Hallgrímskirkju í dag

ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag kl. 11 f.h. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands jarðsyngur. Um 500 gestir eru boðnir sérstaklega til að vera viðstaddir útförina. Þjóðhöfðingjar allra Norðurlandanna koma til landsins og fylgja forsetafrúnni til grafar. Flestar opinberar stofnanir, þar á meðal skólar, verða lokaðar til kl. 13 í dag. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Valnefnd ræður en biskup ef ekki næst samstaða

Talsverðar umræður urðu um málið á kirkjuþingi og sagði biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, í samtali við Morgunblaðið að þessi umræða hefði verið í kirkjunni í heila öld og snúist um rétt safnaða til að hafa áhrif á val sóknarprests. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 260 orð

Vatn á kerfið í næsta mánuði

FRAMKVÆMDIR við lagningu hitaveitu á Árskógsströnd ganga samkvæmt áætlun og að sögn Sveinbjörns Steingrímssonar, bæjartæknifræðings Dalvíkurbyggðar, er stefnt að því að hleypa vatni á dreifikerfið seinni partinn í næsta mánuði. Í þessum áfanga er unnið að því að tengja þéttbýliskjarnana þrjá, Hauganes, Árskógssand og Árskóg. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

Verðbréfaeign erlendis næstum þrefaldaðist

ERLEND verðbréfaeign lífeyrissjóðakerfisins í landinu nær þrefaldaðist á árinu 1997 samanborið við fyrra ár og nam 25,6 milljörðum króna um síðustu áramót eða 7,3% af heildareignum. Mest áttu lífeyrissjóðirnir í erlendum verðbréfasjóðum eða 9,6 milljarða króna, í hlutabréfasjóðum 7,5 milljarða króna, í hlutabréfum 7,1 milljarð króna og í skuldabréfum 1,4 milljarða króna. Meira
21. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Viðbrögð við langvarandi verkjum

MÍGRENISAMTÖKIN halda almennan félagsfund á Fosshótel KEA annaðkvöld, fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20. Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir heldur erindi um sálræn viðbrögð við langvarandi verkjum, t.d. mígreni, og um tengsl mígrenis og þunglyndis. Norðurlandsdeild Mígrenisamtakanna var stofnuð 2. nóvember 1996 og er Þorbjörg Ingvadóttir formaður. Meira
21. október 1998 | Miðopna | 1631 orð

Viðskipti með greiðslumark verði á opnum tilboðsmarkaði

Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögur um opinberan stuðning við bændur í hefðbundnum búskap Viðskipti með greiðslumark verði á opnum tilboðsmarkaði Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 1484 orð

Vinalegt samfélag einkennir vinnustað tækni og tækifæra

OLÍUPALLUR í Norðursjónum og í hugann koma orð eins og ævintýri, rífandi tekjur, hættur í hverju horni, samfélag hörkukarla, sem áður unnu gjarnan á flutningskipum á heimshöfunum. Hvílíkur misskilningur og alröng mynd. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 712 orð

Þjónusta og hönnun þarf að stuðla að öryggi

HÖNNUN húsnæðis fyrir aldraða, þörf, öryggi og þjónusta er yfirskrift námsstefnu sem Öldrunarfræðafélag Íslands stendur fyrir í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 22. október. Steinunn K. Jónsdóttir er formaður Öldrunarfræðafélags Íslands. "Það er mikið um að vera í húsnæðismálum aldraðra. Meira
21. október 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

"Þorskstofninn minnkar á næstu árum"

SVEIFLUR í þorskstofnum Norður-Atlantshafs voru á dagskrá árlegs haustfundar Samtaka verslunarinnar og Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var í gær. Framsögumenn voru þeir Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, og Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri Gunnólfs ehf. á Bakkafirði. Meira

Ritstjórnargreinar

21. október 1998 | Staksteinar | 301 orð

»Hvað verður gert á Ári aldraðra? STJÓRNVÖLDUM, bæði sveitarstjórnum og ríkis

STJÓRNVÖLDUM, bæði sveitarstjórnum og ríkisvaldi, gefst sérstakt tilefni til þess á Ári aldraðra, sem í hönd fer, að rétta hlut fullorðins fólks í samfélaginu, segir Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, í forystgrein ritsins "Listin að lifa". Almennur lífeyrir Meira
21. október 1998 | Leiðarar | 612 orð

SAMRÆMI Í SKATTLAGNINGU

SAMRÆMI Í SKATTLAGNINGU KIPTAR SKOÐANIR eru um, hvort skattleggja beri sem tekjur mismun á tilboðsverði hlutabréfa í Landsbankanum til almennings og því verði, sem núverandi og fyrrverandi starfsmönnum bankans stóð til boða og þeir höfðu frjálst val um að nýta sér. Meira

Menning

21. október 1998 | Fólk í fréttum | 287 orð

Að vakna sem brjóst

Brjóstið. "The Breast". Eftir Philip Roth. 89 blaðsíður. Vintage, New York, árið 1972. Eymundsson. 1.350 krónur. » "EINN morgun þegar Gregor Samsa vaknaði heima í rúmi sínu eftir órólegar draumfarir, hafði hann breytzt í risavaxna bjöllu," segir í upphafi Hamskiptanna eftir Franz Kafka; hugmynd sem Philip Roth grípur á lofti í Brjóstinu. Meira
21. október 1998 | Menningarlíf | 136 orð

Djassað í Hafnarborg

GILDISSKÁTAR í Hafnarfirði efna til tónleikahalds í Hafnarborg fimmtudaginn 22. október kl. 21. Yfirskrift tónleikanna er Djass fyrir alla. Fram kemur kvartett Árna Scheving víbrafónleikara. Með honum leika þeir Þórir Baldursson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Alfreð Alfreðsson á trommur. Sérstakur gestur tónleikanna verður ungur flautuleikari, Rosemary Kajioka. Meira
21. október 1998 | Myndlist | 694 orð

Duflað og daðrað

Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá 11.30­22. Til 25. október. Aðgangur 300 kr. ERÓTÍKA er yfirskriftin á samsýningu átta listamanna í Listaskálanum í Hveragerði. Einar Hákonarson, eigandi Listaskálans, fer fyrir hópnum, en þegar litið er yfir hann skiptist hann nokkuð greinilega í tvennt. Annars vegar eru þeir félagar Einar, Bragi Ásgeirsson, Gunnar Örn og Haukur Dór. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 263 orð

Fleiri dreymir um peninga en kynlíf

ÞRÍR menn sem hafa barist fyrir sjálfstæði Texas hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ráða Bill Clinton Bandaríkjaforseta af dögum og raunar fleiri ráðamenn í Bandaríkjunum. Ætlunin var að nota þyrna af kaktusi til að smita þá af alnæmisvírusnum. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 351 orð

Forvitnilegar bækur Öll andlit Drakúla

Forvitnilegar bækur Öll andlit Drakúla "Dracula: The first hundred years". Drakúla: Fyrstu hundrað árin. Ritstjóri: Bob Madison. 322 blaðsíður. Midnight Marquee Press, Inc., Baltimore, árið 1997. Mál og mennning. 2.695 krónur. » DRAKÚLA eftir Bram Stoker var fyrst gefin út árið 1897. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 110 orð

Godzilla táknmynd Kalí

NÚ HAFA indverskir tekið Godzilla-skrímslið úr samnefndri bandarískri kvikmynd og tákngert kvikindið í samræmi við sínar eigin hefðir og menningu. Í Kalkútta hefur stórt líkneski af Godzilla verið gert úr bambusstöngum og teppum og sett upp svo borgarbúar geti ákallað indversku gyðjuna Kalí sem samkvæmt hindúisma er refsigyðja og betra er að hafa sín megin ef eitthvað á bjátar. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 281 orð

Heimsstyrjöldin í augum Abels Vomurinn (Ogre)

Framleiðendur: Gebhard Henke, Ingrid Windisch. Leikstjóri: Volker Schlöndorf. Handritshöfundar: Jean-Claude Carriere og Volker Schlöndorf byggt á bók Michel Tournier "Der Erlkönig". Kvikmyndataka: Bruno de Keyser. Tónlist: Michael Nyman. Aðalhlutverk: John Malkovich, Gottfried John, Marianne Sägerbrecht, Volker Spengler, Armin Mueller-Stahl . 117 mín. Þýskaland. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 117 orð

Joel á síðasta tónleikaferðalaginu?

PÍANÓMAÐURINN Billy Joel segir í viðtali við New York Daily News að næsta tónleikaferðalag gæti orðið hans síðasta. "Sumir lifa fyrir það að koma fram," segir hann. "Ég er kominn yfir það. Eina ástæðan fyrir því að ég tróð upp var að ganga í augun á stúlkum... ég þarf ekki á því að halda lengur." Hann bætir við: "Ég þarfnast aðeins ástar einnar konu, dóttur minnar og vina. Meira
21. október 1998 | Kvikmyndir | 727 orð

Kosningabardagi og baktjaldamakk

Leikstjóri Mike Nichols. Handritshöfundur Elaine May, byggð á bók Joe Klein. Tónsmiðir Ry Cooder og Carly Simon . Kvikmyndatökustjóri Michael Ballhaus. Aðalleikendur John Travolta, Emma Thompson, Billy Bob Thornton, Adrian Lester,Maura Tierney, Larry Hagman, Diane Lane, Kathy Bates. 140 mín. Bandarísk. Universal 1998. Meira
21. október 1998 | Menningarlíf | 1424 orð

Kraftbirtingarhljómur og ýmis fræði

HÁSKÓLAÚTGÁFAN sendir í ár frá sér svipaðan fjölda bóka og undanfarin ár eða milli 50 og 60 bækur. Hér á eftir fer listi yfir þær helstu. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins, sem Sigurður Gylfi Magnússon ritstýrir. Hér eru í fyrsta skipti birt sýnishorn úr persónulegum gögnum Magnúsar Hj. Magnússonar ­ dagbók hans, sjálfsævisögu og bréfum. Meira
21. október 1998 | Bókmenntir | 680 orð

Laugarvatnsætt

Afkomendaskrá og annar fróðleikur. Bergljót Magnadóttir tók saman. Reykjavík 1997, 132 bls. BÖÐVAR Magnússon á Laugarvatni (f.1878, d. 1966) var kunnur maður, sveitarhöfðingi mikill og ritfær ágætlega. Þó að ég þekki ekki annað til hans en ævisögu hans Undir Tindum, Dýrasögurnar og afréttarlýsingu í Göngum og réttum, er mér maðurinn minnisstæðari mörgum öðrum. Meira
21. október 1998 | Menningarlíf | 261 orð

Listavika á Ísafirði

Dansað á Silfurtorgi Listavika á Ísafirði ÍSFIRÐINGAR bjóða vetur velkominn með lista- og menningarviku um veturnætur. Þetta er í annað sinn sem Menningarvikan Veturnætur er haldin og hefst dagskráin 23. október með því að kertum verður fleytt á Pollinum. Meira
21. október 1998 | Myndlist | 429 orð

Málverk og froskar

Opið 10­24. Sýningin stendur til 22. október. EVA G. Sigurðardóttir lærði myndlist í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og í Listaskólanum í Lyon í Frakklandi, en ekki hefur borið mikið á sýningarhaldi hennar þau ár sem liðin eru síðan hún lauk skóla. Hún hefur kosið að sýna í smærri galleríum, auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýningum. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 387 orð

MYNDIR DAGSINS

DAGSKRÁ miðvikudagsins 21. október er fjölbreytt á norrænu barnamyndahátíðinni. Klukkan tíu er í sal 1 fjöldi hreyfimynda undir safnheitinu Nordic Animation eða Norrænar hreyfimyndir. Of langt mál yrði að telja upp allar þær myndir, en listi yfir nöfn þeirra birtist í ramma hér á síðunni. Látið verður nægja að telja upp þær kvikmyndir í fullri lengd sem sýndar eru í dag. Meira
21. október 1998 | Bókmenntir | 668 orð

Niðjatal úr Eyjafirði

Eftir Björn Pétursson. Niðjar Gunnlaugs Þorvaldssonar og Þóru Jónsdóttur á Hellu á Árskógsströnd. Mál og mynd, 1998, 2 bindi, 1.114 bls. KROSSAÆTT, kennd við bæinn Krossa á Árskógsströnd í Eyjafirði, en þaðan var ættmóðirin, tekur til niðja þeirra Gunnlaugs Þorvaldssonar frá Ingvörum í Svarfaðardal og Þóru Jónsdóttur konu hans. Gunnlaugur var fæddur 1772 og lést 1831. Meira
21. október 1998 | Bókmenntir | 768 orð

Nýtt ævintýri

ÞORVALDUR Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, sendir á þessu hausti frá sér barnasöguna Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Sagan fjallar um Blíðfinn sem býr í litlum garði og ætlar sér ekki að fara út fyrir hann, bæði vegna þess að hann hefur það gott með vinum sínum og vegna þess að hann hefur ekkert sérstaklega mikið hugrekki til þess. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 488 orð

Refurinn Zorró

Grímuklæddi skylmingakappinn Zorró kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 1919 í tímaritinu "All Story Weekly". Þar birtist framhaldsssagan "The Curse of Capistrano" eftir Johnston McCulley, sem hafði starfað áður sem blaðamaður hjá lögreglunni. Þetta var fyrsta sagan af 65 ótrúlega vinsælum sögum um Don Diego de la Vega sem var sonur vellauðugs landeiganda í Kaliforníu. Meira
21. október 1998 | Bókmenntir | 552 orð

Svartur hestur

eftir Federico García Lorca í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar, Brú. 1998 ­ 32 bls. FÁ erlend skáld hafa notið jafnmikillar hylli ljóðaþýðenda og lesenda hér á landi og Federico García Lorca. Fjöldi ljóðaþýðinga er til á íslensku að ógleymdum leikritum hans sem oft eru býsna ljóðræn. Meira
21. október 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU grafíklistamannsins Terje Risberg lýkur þriðjudaginn 27. október. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12­18. Gerðarsafn Nemendasýningu Myndlistaskóla Kópavogs lýkur nú á sunnudag. Gerðarsafn er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12­18. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

Töfrandi konur vinsælastar

Bíóaðsóknin í Bandaríkjunum Töfrandi konur vinsælastar KVIKMYNDIN "Practical Magic" var allra mynda vinsælust í Bandaríkjunum um helgina. Hún er gerð eftir skáldsögu Alice Hoffman og er með Söndru Bullock og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Meira
21. október 1998 | Menningarlíf | 101 orð

Þriðja málverkasýning Viðars Breiðfjörð

UNGUR listamaður, Viðar Breiðfjörð, hélt sína þriðju málverkasýningu á Húsavík í byrjun september og sýndi 36 listaverk. Hann hefur auk þess tekið þátt í nokkrum samsýningum í Vestmannaeyjum og á Akureyri en á þeim stöðum hefur hann stundað myndlistarnám. Myndir hans eru náttúrulegar og margar þeirra gerðar undir áhrifum lausavísna Óskar Þorkelsdóttur. Meira
21. október 1998 | Fólk í fréttum | 695 orð

Þögnin fæðir af sér tónlist

Borgarljósin verða tendruð á laugardag þegar fjölhæfur tónlistarmaður Gunter A. Buchwald stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands við meistaraverk Chaplins. Pétur Blöndal talaði við Buchwald um tallausar kvikmyndir. Meira

Umræðan

21. október 1998 | Bréf til blaðsins | 734 orð

Heilagur Davíð

ÞAÐ er svolítið sérstakt til þess að hugsa hvað fjölmiðlafólk nútímans starfar ólíkt því sem tíðkast hefur í veröldinni í gegnum tíðina. það "fjölmiðladekur" sem Ingibjörg Sólrún fékk í vor og forsætisráðherrann fáraðist yfir hefur nú snúist upp í andhverfu sína og fjölmiðlarnir sækjast eftir áliti hans á málefnasamningi félagshyggjuflokkanna og sjónvarpa viðtalinu. Meira
21. október 1998 | Aðsent efni | 789 orð

Opið bréf til forseta borgarstjórnar

UM síðustu mánaðamót fengu leigjendur Félagsbústaða hf. svohljóðandi bréf frá leigusala sínum: "Húsnæði er hluti af grunnþörfum fólks. Láttu húsaleiguna því njóta forgangs í samræmi við þá staðreynd. Við viljum hér með ítreka að ein meginforsenda fyrir lágu leiguverði húsnæðis á vegum Félagsbústaða hf. Meira
21. október 1998 | Bréf til blaðsins | 707 orð

Raunir þingmanns á Borgarfjarðarbraut!

VIÐ LESTUR greina um niðursetta deilu um Borgarfjarðarbraut eftir Sturlu Böðvarsson, annan þingmann Vesturlands, vakna margar spurningar við hálfkveðnum fullyrðingum sem gott væri að fá svör við. Ég efast ekki um að Sturla Böðvarsson, sérstakur áhugamaður um vegagerð, svari þeim skilmerkilega, þannig að ég geti verið fullviss um afstöðu mína til hans í kjörklefanum í vor. Meira
21. október 1998 | Aðsent efni | 1040 orð

Um notkun hugtaksins einkaleyfis

Í ÞESSARI grein eru dregnar saman ýmsar upplýsingar til að varpa ljósi á það hvað felst í hugtakinu einkaleyfi samkvæmt einkaleyfalögum. Nefnd eru nokkur dæmi um notkun hugtaksins í öðrum lögum, hvernig sú notkun eykur líkur á ruglingi og hvað kynni að vera til ráða til að forðast hann. Meira
21. október 1998 | Aðsent efni | 681 orð

Vaxandi sátt um sjávarútveginn

ÞAÐ VIRÐIST sem vaxandi sátt sé að skapast um fiskveiðistjórnunina í landinu. Andrúm umræðunnar er allt annað og betra nú, en fyrir einu til tveimur árum og á því eru vafalítið margar skýringar. Tíminn hefur unnið með kvótakerfinu; það skilar efnahagslegum árangri og virðist öflugt verkfæri í þágu fiskverndar. Hugmynd um sértækan auðlindaskatt á sjávarútveg á sífellt erfiðara uppdráttar. Meira

Minningargreinar

21. október 1998 | Minningargreinar | 242 orð

Afmælis- og minningargreinar

MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Jafnaðarstefnan varð til í þjóðfélagsbreytingum iðnbyltingarinnar á síðustu öld, mörkuð nýjum framleiðsluháttum og starfsstéttum. Hugsjónir frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag urðu einkunnarorð hreyfingarinnar. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 356 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Fas hennar og framkoma dró að sér athygli hvar sem hún kom og hvert sem hún fór. Lífleg, falleg, heillandi og um leið sköruleg og rökföst gat hún látið fjöll færast úr stað, með óþrjótandi elju og sannfæringarkrafti þess sem skilur og veit. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 251 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Við spyrjum út í tómið: Hvers vegna? en fáum ekkert svar annað en það að hér séu leiðarlok. Ásta var hugmyndarík, atorku- og hugsjónakona, eldhugi. Við kynntumst henni í byrjun sem móður mjög fatlaðs barns, síðar sem óþreytandi baráttu konu fyrir réttindum og lífskjörum fatlaðra. Málefni fatlaðra voru hennar vettvangur, svo víður og fjölbreytilegur sem hann er. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 627 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Blessuð, margblessuð, ó blíða sól, blessaður margfalt þinn bestur skapari, fyrir gott allt, sem gjört þú hefur uppgöngu frá og að enda dags. Dreifðir þú, dagstjarna, dimmu nætur, glöð, af glóbreiðri götu þinni. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 940 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta B. Þorsteinsdóttir var flott kona. Hún geislaði af lífsorku og glæsileika. Hún féll í valinn á miðjum starfsdegi. Það er sárara en tárum taki. Hún átti svo margt ógert á þinginu, ógert í málefnum fatlaðra, ógert á sviði mannréttinda og í menntunar- og heilbrigðismálum. Samt hefur Ásta B. Þorsteinsdóttir komið meiru í verk á ævi sinni en flestir aðrir. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Okkur er mikill harmur í huga er við kveðjum Ástu Binnu frænku okkar. Hún hefur skipað sérstakan sess í hjarta okkar allt frá því er hún dvaldist sumarlangt á heimili fjölskyldu okkar í Danmörku, þá nýfermd. Þá vorum við enn litlar stelpur, en við skynjuðum þá strax að þessi frænka okkar frá Íslandi var mjög sérstök. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 768 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Fyrir hálfum öðrum áratug urðu ýmsir þess áskynja hér á landi að tölvur gætu gagnast fötluðu fólki betur en margt annað. Rauði krossinn, Stjórnunarfélagið, Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hrundu af stað Skóla fatlaðra og skömmu síðar hóf hinn atorkumikli baráttumaður, Hrafn Sæmundsson, að reka áróður fyrir stofnun Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Það er skarð fyrir skildi. Ísland hefur misst eina af sínum bestu dætrum. Ég kynntist Ástu B. Þorsteinsdóttur í síðustu kosningum til Alþingis. Við vorum saman á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík og vorum oft send saman á vinnustaðafundi og út á meðal kjósenda til að tala máli flokksins. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 877 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta B. Þorsteinsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látin eftir stutt stríð við illvígan sjúkdóm. Með henni er gengin einhver ötulasti og jafnframt litríkasti baráttumaður fatlaðra á Íslandi. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 26 orð

ÁSTA B. ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSTA B. ÞORSTEINSDÓTTIR Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1945. Hún lést 12. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 20. október. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 499 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Hún var stutt, lokabaráttan hjá honum Dóra okkar. Að vissu leyti þakkarvert, en samt voru svo mörg ósögð orð um væntumþykju, hlýhug og þakklæti okkar til þessa manns sem var okkur svo góður vinur og frændi. Þó honum hafi ekki orðið barna auðið "átti" hann okkur frændsystkinin. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

"Dóri stóri" elsku besti frændi minn, núna ertu farinn frá mér. Ég var að hugsa með mömmu allt sem þú hefur gert með mér og fyrir mig. Þú varst besti vinur minn og frændi. Svo góður varst þú að ég hélt það að vera kallaður frændi væri að vera eins góður og skemmtilegur og þú og þegar ég var minni og vildi vera sérstaklega góður við mömmu þá kallaði ég hana, "mamma frændi minn". Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 922 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Jæja Tanja mín, nú er hann Dóri stóri dáinn og kominn til Guðs, nú er honum hvergi illt, nú er sko gaman hjá litlu börnunum hjá Guði. Með þessum orðum á eins lifandi máta og ég gat reyndi ég að tilkynna 6 ára barni að uppáhalds frændinn hennar væri látinn. Svarið var einlægt; "já, nú er sko gaman hjá þeim, hann gefur þeim nammi og þau eru að teikna með honum og svoleiðis. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Sú sorgarfrétt að Dóri frændi væri látinn snerti okkur bræðurna gríðarlega mikið því hann hafði alltaf verið uppáhaldsfrændinn okkar. Við gleymum aldrei þeim fjölmörgu skemmtilegu stundum sem við áttum með honum er við vorum yngri. Það var svo gaman að fara í heimsókn til hans í Gnoðarvoginn og toppurinn var að fá að gista hjá honum yfir nótt. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 663 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Ég mun ekki kveðja þig, Dóri frændi minn, því ég veit að þú ferð aldrei frá okkur. Líkami þinn er farinn en þú verður alltaf hjá okkur, í anda og í öllum í kringum mig. Þú snertir okkur öll og gafst okkur öllum hluta af þér, sem við hver á sinn hátt, munum halda áfram með, eins lengi og við fáum að lifa. Þú kenndir mér svo margt, næstum allt sem ég kann. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 113 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Eiríkur Halldór Eiríksson fæddist í Reykjavík 9. september 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. október 1998. Foreldrar hans voru Eiríkur K. Jónsson málari, f. 1.2. 1900, d. 20.8. 1985, og Jenný P. Friðriksdóttir, f. 9.6. 1906, d. 6.9. 1971. Systkini Halldórs eru: 1) Ingibjörg, f. 14.9. 1925. 2) Helga, f. 17.9. 1926. 3) Jón, f. 28.8. 1927. 4) Halldór, f. 13.5. 1929, d. 9.5 1933. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 91 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Elsku Dóri. Við söknum þín. Okkur þótt svo vænt um þig. Það var alveg eins og þú værir afi okkar. Það var alltaf svo spennandi að opna jólagjafirnar og afmælisgjafirnar frá þér. Þú hélst alltaf upp á litlu jólin og þú bauðst öllum krökkunum. Það kom jólasveinn og allir fengu litla pakka og þú tókst allt upp á myndband. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 562 orð

Eiríkur Halldór Eiríksson

Elsku besti frændi minn, nú ert þú farinn frá mér, þú sem varst mér svo kær. Ég veit, elsku Dóri minn, að nú ert þú laus við alla verkina. Þú sem gerðir aldrei neitt úr veikindum þínum, þú varst svo duglegur, mættir alla daga til vinnu þrátt fyrir veikindi þín. Núna ert þú kominn til ömmu, afa, Dóra sáluga og Jennýjar þar sem þér hefur verið tekið með opnum örmum. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 163 orð

Guðrún Katrín

Guðrún Katrín sat í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi frá 1978-1994. Hún gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, sat m.a. í fjárhagsnefnd, skipulagsnefnd og nú síðast í menningarnefnd til aðdraganda forsetakosninganna. Guðrún Katrín var einn glæsilegasti fulltrúi Alþýðubandalagsins. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Guðrún Katrín

Í minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur drottningar mannkærleikans, ástar og hlýju til handa öllum lágum og háum í hinu stolta þjóðfélagi sem heitir Íslendingar. Hún kom sá og sigraði okkur með trompi svo um munar. Hún var okkar drottning bæði í glæsileik að ytra útliti og innri mannkærleika. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Guðrún Katrín

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir skipaði stóran sess í lífi okkar. Við áttum hana að vini og töldum að svo yrði um langan tíma enn. Okkur fannst því vera tími til að gera allt það sem okkur langaði til að gera með henni, eins og skoða fjörurnar á Bessastöðum og eiga góðar samverustundir með henni og Ólafi. En svo kom reiðarslagið, veikindi sem gátu orðið banvæn. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 926 orð

Guðrún Katrín

Hún hét Guðrún Katrín en fyrir mér var hún Búbba, þó það hafi í upphafi tekið tíma að venjast því að ávarpa hana með því nafni. Það var svo gaman að tala við Búbbu. Hugsunin svo skýr og tær, svörin hnitmiðuð og ætíð svo sönn. Búbba var einlæg kona og kom alltaf beint að hlutunum. Hún vildi skýr svör. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 544 orð

Guðrún Katrín

Við sem lukum stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1955 vorum eitthvað yfir hundrað og sum hafa þegar kvatt. Þó ekki mjög mörg, en öll of snemma. Við hugsum til þeirra í dag þegar við kveðjum skólasystur okkar, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Framtíðin var óræð fyrir okkur sem útskrifuðumst þetta vor, í skugga kalda stríðsins og brostinna hugsjóna. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 416 orð

Guðrún Katrín

Í dag kveðjum við Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú. Guðrún hóf störf hjá Póstmannafélagi Íslands árið 1979. Þá hafði félagið flutt starfsemi sína í eigið húsnæði að Grettisgötu 89, ásamt fjölda annarra félaga opinberra starfsmanna. Það kom í hlut Guðrúnar sem fyrsta starfsmanns félagsins að byggja upp þessa nýju skrifstofu, sem auðveldaði mjög alla starfsemi félagsins. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 148 orð

Guðrún Katrín

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var lengi vinnufélagi okkar í BSRB- húsinu en um árabil gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Póstmannafélags Íslands. Guðrún Katrín var góður starfsfélagi. Hvernig sem á stóð, hvernig sem vindar blésu í þjóðfélaginu eða um vinnustaðinn ­ og stundum er þar vindasamt ­ þá mátti maður alltaf vita að Guðrún Katrín væri í sólskinsskapi. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 556 orð

Guðrún Katrín viðbót

Við andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur hvarflar hugur minn fjórðung aldar aftur í tímann. Ég var þá nýkominn aftur til Íslands eftir langa veru við nám í Bandaríkjunum. Fyrir hvatningu Ólafs Ragnars Grímssonar gerðist ég samstarfsmaður hans við Háskóla Íslands þar sem við kenndum saman stjórnmálafræði. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín höfðu þá bundist þeim tryggðarböndum sem aldrei brustu. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 611 orð

Guðrún Katrín viðbót

Flesta Íslendinga setti hljóða þegar fréttin um andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur barst handan yfir haf. Þótt andlátsfregnin hafi e.t.v. ekki komið á óvart, vonaði ég í lengstu lög að baráttuvilji og þrek þeirrar miklu konu, sem nú er látin, hefði betur. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Guðrún Katrín viðbót

Á fundi bæjarstjórnar 14. þ.m. var Guðrúnar Katrínar minnst en hún sat í bæjarstjórn Seltjarnarness frá 1978­1994. Guðrún Katrín var mikil baráttukona sem fylgdi vel eftir þeim málum sem hún vann að hverju sinni. Í bæjarstjórn var Guðrún Katrín talsmaður minnihlutans og fylgdi málum eftir af miklum krafti og sannfæringu en þó sanngirni. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 1358 orð

Guðrún Katrín viðbót

"Hvílíkt orð mig dynur yfir" orti Jónas Hallgrímsson við andlátsfregn vinar síns og samherja Tómasar Sæmundssonar. Þegar íslensku þjóðinni barst sú harmafregn að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, hefði fengið þann óvægna dóm að greinast með illvígan sjúkdóm og réttu ári síðar, að vágesturinn hefði haft betur í harðri baráttu, hafa orð sem þessi trúlega gagntekið þjóðina. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Guðrún Katrín viðbót

Kveðja frá vinkonu. Góð vinkona og mikilhæf kona er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún bar veikindi sín með æðruleysi og stillingu allan tímann. Okkar kynni hófust er við störfuðum saman 1956 og hafa haldist alla tíð síðan. Allt sem Guðrún Katrín tók sér fyrir hendur rækti hún af kostgæfni og vandvirkni. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Guðrún Katrín, viðbót

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú sat í stjórn Minja og sögu í átta ár. Fyrir hönd félagsins er mér ljúft að minnast hennar með örfáum orðum. Þegar við vorum að leita að stjórnarmanni sem hefði þekkingu og áhuga á málefnum félagsins en væri jafnframt ötull og góður stjórnarmaður mæltu kunnugir menn eindregið með Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 99 orð

Guðrún Katrín, viðbót Á Þingvöllum 13. október 1998

I Drúpir Lögberg, lýtur fáni hniginn í hálfa stöng. Hryggur er hver. Á huga gneypan stríðir stundin löng. Er nú sem landið lostið trega syrgi sölnað blóm. Fokið er lauf, og foss í gljúfri dylur dapran róm. Haustmorgunn hvíslar að hrímgum stráum: Ein er vor allra sorg. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Í fari Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur fann íslenska þjóðin fyrirmynd og eðliskosti sem hún kann að meta. Einurð hennar og eðlislæg hlýja ljáðu henni þá framkomu að eftir var tekið. Henni kynntumst við strákarnir fyrst þegar við sóttum á Barðaströndina hollráð og hugmyndir hjá þeim hjónum. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 461 orð

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Íslensk þjóð þarf sífellt að meta með sjálfri sér fyrir hvaða gildi hún stendur og hvers virði þau eru í samfélagi þjóðanna. Skoða verður hvort við búum við viðunandi lífsgæði, hvort við höfum eitthvað fram að færa í samfélagsgerð, siðum, menningu og háttum, sem er þess virði að ávaxta og deila með öðrum þjóðum. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Þjóðin er harmi slegin. Fregnir af andláti forsetafrúarinnar snerta sérhvert hjarta frá ystu ströndum til innstu dala. Það er eins og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hafi gegnt í áratugi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Slíka aðdáun og tiltrú hafði hún unnið sér. Fyrir fámenna þjóð er það enn mikilvægara að eiga hæfa og frambærilega fulltrúa til samskipta á alþjóða vísu. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Íslensku þjóðinni barst sú harmafregn, að látin væri frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Öll mætum við okkar skapadægri og eigum að vera undir það búin. Svo var vissulega með frú Guðrúnu Katrínu. Síðustu misseri ævi sinnar barðist hún fyrir lífinu sjálfu. Sigurinn hennar var fólginn í þeim fjársjóði sem hún veitti íslensku þjóðinni af visku sinni og þroska með jákvæðni að vopni. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Guðrúnu kynntist ég fyrir rúmum átta árum í sveitarstjórnarmálum á Seltjarnarnesi. Hún hafði þá verið bæjarfulltrúi um árabil og staðið sig með sóma. Guðrún var nútímaleg kona. Hún vann margvísleg störf, rak m.a. verslun og var framkvæmdastjóri Póstmannafélags Íslands. Þar fyrir utan var hún stjórnmálamaður og sá um heimili. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 652 orð

Guðrún Katrín Þorbergsdóttir

Ég hef þekkt Guðrúnu Katrínu frá frumbernsku. Hún var vinur minn. Ein af fyrstu minningum mínum er frá því er við vorum að leika okkur ásamt systkinum okkar í sandkassa sem var á lóðamörkum heimila okkar og foreldra hennar, Guðrúnar Bech og Þorbergs Friðrikssonar og foreldra minna, Sólveigar Eyjólfsdóttur og Eysteins Jónssonar. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 447 orð

GUÐRÚN KATRÍN Þorbergsdóttir

Í forsetakosningunum 1996 kynntist þjóðin Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sem við kveðjum í dag hinstu kveðju. Framganga hennar í aðdraganda kosninganna vakti þjóðarathygli. Hún kunni vel að feta einstigið milli þess að standa við hlið frambjóðandans, manns síns, og gegna sjálfstæðu hlutverki í framboðinu. Hlutverk forsetamaka er hvergi skilgreint né skráð. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 531 orð

GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR

GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti 12. október. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést. Guðrún Katrín hafði í rúmt ár barist við alvarlegan sjúkdóm. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar við lát hennar ásamt dætrum þeirra. Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 457 orð

GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR

Það þarf sterka og sjálfstæða konu til að standa með manni sínum í embætti sem formlega gerir ekki ráð fyrir henni í öðru hlutverki en eiginkonunnar en krefst þess engu að síður að hún noti starfskrafta sína látlaust í þágu ríkis og þjóðar. Okkar tímar eru konum erfiðir og sumum finnst það nær óhugsandi að hægt sé að setja sig í þessi spor og halda um leið fullri reisn í eigin nafni. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 1317 orð

Jóhannes Jóhannesson

Ófyrirséð stefnumót á tröppum Grand Palais, þar sem rýnirinn var að koma af sýningu á verkum postula táknsæisins, Gustave Moreau, sem bæði Ásgrímur og Kjarval sóttu föng til, bar honum döpur tíðindi. Mál var að efst í tröppunum sér hann til Harðar Ágústssonar listmálara og freyju hans sem voru að fikra sig upp frá jaðri þeirra. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 276 orð

Jóhannes Jóhannesson

Jóhannes Jóhannesson listmálari er látinn í Reykjavík nú að áliðnu hausti. Hann hafði lært silfursmíði áður en hann fór í málaranám og hafði af því atvinnu síðar. Jóhannes stundaði nám m.a. við Barnes Foundation í Philadelphiu. Barnes, stofnandinn, var þá enn á dögum. Hann var auðmaður slíkur að hann keypti Matisse í metravís og annað var eftir því. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 233 orð

Jóhannes Jóhannesson

Í dag verður borinn til moldar Jóhannes Jóhannesson listmálari, einn merkasti myndlistarmaður okkar Íslendinga. Jóhannes tilheyrir þeim hópi listamanna sem braut blað í íslenskri listasögu um 1950. Hann var einn af stofnendum Septembersýninganna árið 1947 en þeir listamenn sameinuðust um þá skoðun að listamaðurinn ætti ekki að líkja eftir veruleikanum heldur skapa list sem væri nýr veruleiki sem Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Jóhannes Jóhannesson

Ég kynntist Jóhannesi Jóhannessyni þegar ég hóf sumarstarf á Listasafni Íslands árið 1978. Þá grunaði mig ekki, ung og óreynd, að kynni okkar ættu eftir að verða svo náin sem síðar varð. Jóhannes sá um uppsetningar á flestum sýningum safnsins og þar kom fram hans óvenju næma og glögga auga fyrir myndlist og ekki síður hönnun. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð

Jóhannes Jóhannesson

Jóhannes Jóhannesson Hann Jói dó alveg eins og hann lifði: Hafði lúmskt gaman af því að koma á óvart og var engum manni til ama. Blessuð sé minning meistara Jóhannesar. Jón Baldur. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Jóhannes Jóhannesson

Litbrigði jarðar verða líklega aldrei skírari en á haustin. Haustið er sú árstíð sem felur í sér þá sérstöku tegund birtu sem stundum virðist fegurri en sú er sveipar landið á sólríkum sumardegi. Það var árið 1947, að haustið færði íslenskum listunnendum ný litbrigði ­ ólík þeim er þeir höfðu átt að venjast til þessa. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 486 orð

Jóhannes Jóhannesson

Fyrsta málverkið eftir Jóhannes Jóhannesson sem ég kynntist er á stofuvegg tengdamóður minnar ­ systur hans ­ og sýnir unga konu sitjandi í ruggustól með kött í fangi. Sterk mynd í djörfum heitum litum. Listmálarinn Jóhannes var mjög ungur þegar hann málaði þessa mynd. Málverk númer tvö sá ég í Listasafninu. Þá er Jóhannes kominn í hringina sína frægu. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 684 orð

Jóhannes Jóhannesson

Án þess að iðka beint kenningasmíð, hef ég hallast að þeirri skoðun, að um öldina ofanverða hafi borið einna hæst þrístirnið Þorvald Skúlason, Kristján Davíðsson og Jóhannes Jóhannesson, og fækkar nú enn þar sem við nú kveðjum Jóhannes í hinsta sinn. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 253 orð

JÓHANNES JÓHANNESSON

JÓHANNES JÓHANNESSON Jóhannes Jóhannesson fæddist í Reykjavík 27. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum 12. október síðastliðinn. Jóhannes var sonur Jóhannesar Bárðarsonar, sjómanns, f. 1880, d. 1959, og konu hans Hallgrímu Margrétar Jónsdóttur, f. 1899, d. 1995. Systkini hans: Elsa Dórothea, f. 1913, d. 1989, Kristín, f. 1922, Bárður, f. 1926, d. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Kveðja til Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Með harm í hjarta

Í litadýrð haustsins syrgjum við löngum þau laufblöð, sem falla. Hví er nú horfin sú hrífandi rós, er heillaði alla? Hví fengum við svo stutt að njóta þeirra glæstu tíma, sem brostu þér í mót? Þú fagra rós, sem sendir frá þér andblæ lífsins. Við söknum þín svo sárt. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 1816 orð

Lárus Jóhannesson

Í dag, hinn 21. október 1998, eru liðin 100 ár frá fæðingu Lárusar Jóhannessonar, alþingismanns, hæstaréttarlögmanns og síðast hæstaréttardómara. Hann fæddist á Seyðisfirði framangreindan dag. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóhannesson, bæjarfógeti og alþingismaður, og Jósefína Antonía, dóttir Lárusar Blöndals, sýslumanns. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 203 orð

María Stefánsdóttir

Elsku amma, nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst mér góður vinur og ætíð var gott að koma til þín, móttökurnar alltaf hlýjar og innilegar. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum tvær saman við eldhúsborðið þitt og ræddum um allt og ekkert. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 159 orð

María Stefánsdóttir

Okkur langar til að minnast ágætrar konu sem dó hinn 3. okt. sl. Hún hét María Stefánsdóttir og bjó á Droplaugarstöðum. Það var ljúft að koma í heimsókn til hennar, þau árin sem hún var inni í Skerjafirði. Ætíð kom María til dyranna þar, eins og hún var klædd. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 168 orð

María Stefánsdóttir

Elsku amma okkar er dáin. Það eru margar minningar sem rifjast upp á þessari kveðjustund. Jólin í Bauganesinu, hver skyldi nú fá möndluna þetta árið, pakkarnir sóttir upp á háaloft, árin liðu og pakkahrúgan stækkar eftir að barnabörnunum fjölgar. Jólatréð sést orðið varla fyrir pökkum. Við Majurnar uppi á háalofti í dúkkuleik. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 309 orð

María Stefánsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín er látin 91 árs að aldri. Kynni okkar og samskipti stóðu í rúm 31 ár og bar þar aldrei skugga á. Þvert á móti bar María iðulega birtu inn í líf okkar hjóna og barna okkar sem var mjög kært til ömmu sinnar í Bauganesi. María markaði sterk spor í uppeldi barna minna með því að segja þeim margar ógleymanlegar sögur úr sveitinni og kenna þeim í frumbernsku fallegar bænir. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 252 orð

MARÍA STEFÁNSDÓTTIR

MARÍA STEFÁNSDÓTTIR María J. Stefánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 17. apríl 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 3. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Hannesson húsvörður á Sauðárkróki og fyrri kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir. María var eina barn þeirra hjóna. Hinn 19. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Stefán Lúðvíksson

Elsku Stefán. Þetta er alveg óskiljanlegt að þú skulir vera dáinn, við sem eftir erum eigum erfitt með að skilja og trúa því að þú eigir ekki eftir að koma hlaupandi inn úr dyrunum á fullri ferð og kalla: "Hvar er Svenni eða er Þurý ekki heima?" Alltaf jafn hress. Meira
21. október 1998 | Minningargreinar | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

21. október 1998 | Minningargreinar | 797 orð

(fyrirsögn vantar)

Bæjarstjórn Seltjarnarness 1990 til 1994. Frá vinstri, fremri röð: Björg Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Siv Friðleifsdóttir bæjarfulltrúi, Erna Nielsen, forseti bæjarstjórnar, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, bæjarfulltrúi og Petrea Jónadóttir bæjarfulltrúi. Í efri röð, frá vinstri eru: Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Ásgeir S. Ásgeirsson, bæjarfulltrúi og Álfþór F. Meira

Viðskipti

21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 302 orð

Athuga kísilduftframleiðslu á Íslandi

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf. og bandaríska fyrirtækið Allied Resource Corporation hafa stofnað nýtt hlutafélag undir nafninu Allied Efa hf. Hlutafé er 70 milljónir króna og á Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn 40% hlutafjár og Allied Resource Corp. 60%. Stjórn félagsins skipa Gylfi Arnbjörnsson formaður, John Fenger og Jonathan Costello. Framkvæmdastjóri er Hákon Björnsson. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Atvinnulausum fækkar

Atvinnuleysi á landinu mældist 2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í september og hefur atvinnulausum fækkað um 32,9% frá sama mánuði í fyrra. Atvinnulausum hefur fækkað í heild að meðaltali um 10% frá ágústmánuði 1998. Í septembermánuði síðastliðnum voru skráðir ríflega 60 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, ríflega 21 þúsund dagar hjá körlum og ríflega 39 þúsund dagar hjá konum. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Breytingar hjá ÍSAL

NOKKRAR breytingar hafa verið gerðar á starfsmannaskipulagi hjá Íslenska álfélaginu hf. Að sögn Einars Guðmundssonar deildarstjóra er um að ræða niðurfellingu á einu stjórnunarlagi í því formi að mannaforráð 10-15 millistjórnenda færast á hendur deildarstjóra. Einar segir breytingarnar miða að því að einfalda stjórnunarkerfi innan félagsins og auka hagræði. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Dow og bréf í bílum og bönkum hækka

EVRÓPSK hlutabréf stóðu sig enn vel í gær og tal um nýja samþjöppun í bankaiðnaði og ánægja með góða afkomu bandarískra fyrirtækja stuðluðu aðþví að hlutabréfavísitölur hækkuðu um meira en 3%. Bandarísk hlutabréf hækkuðu um rúmlega 2%, gengi skulda bréfa lækkaði og dollar hækkaði. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Endurskipulagningu Alpan hf. lokið

JÓN BÚI Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Alpan hf. á Eyrarbakka, mun fljótlega fara úr stól framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Auglýst var eftir nýjum framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu nýlega. Jón Búi segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu þá að endurskipulagningu á fjármálum fyrirtækisins sé lokið en Jón var ráðinn tímabundið til fyrirtækisins í mars til að vinna að endurskipulagningunni. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Hagnaður Philip Morris eykst

PHILIP Morris Cos. Inc., stærsta tóbaksfyrirtæki heims, hermir að hagnaður þess á þriðja ársfjórðungi hafi aukizt um 10% í 2,1 milljarð dollara, heldur meira en spáð hafði verið í Wall Street. Philip Morris er kunnastur fyrir Marlboro-vindlinga, en framleiðir einnig Kraft-matvöru og Miller- bjór. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 698 orð

Hefur lækkað um 26 punkta á innan við viku

ÁVÖXTUNARKRAFA 17 ára spariskírteina hefur nú lækkað um 26 punkta frá því fjármálaráðherra heimilaði Lánasýslu ríkisins sl. fimmtudag að nota allt að tveimur milljörðum króna til þess að kaupa á markaði og innleysa spariskírteini ríkissjóð til langs tíma, og er nú í fyrsta sinn komin niður fyrir 4% markið en í upphafi árs var ávöxtunarkrafan 4,90%. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 657 orð

Heimskreppa ekki yfirvofandi

ALLT tal um heimskreppu er rugl og víða um heim er bjart framundan í efnahagsmálum. Ef litið er á þessa hlutabréfamarkaði í sögulegu samhengi sést að hækkanir og lækkanir skiptast á, hækkunartímabilin eru lengri en lækkunartímabilin og hækkanir meiri en lækkanirnar. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Kaupir 14,5% í Þróunarfélaginu

Burðarás hf., fjárfestingarfélag Eimskips, keypti á mánudag 14,5% eignarhlut Nýsköpunarsjóðs í Þróunarfélagi Íslands fyrir 160 milljónir króna að nafnverði. Gengi bréfanna er 1,91 og söluverðmæti þeirra því tæplega 306 milljónir króna. Fyrir átti Burðarás 1% í fyrirtækinu og nemur eignaraðild þess í Þróunarfélagi Íslands nú 15,5%. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði í gær námu 27 m.kr. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Reyna samninga við kröfuhafa

HLUTHAFAR í Slátursamlagi Skagfirðinga hf. samþykktu að fela stjórn félagsins að athuga möguleika á "frjálsum nauðasamningum" við kröfuhafa. Slátursamlagið skuldar um 55 milljónir kr. og er Búnaðarbankinn á Sauðárkróki stærsti kröfuhafinn. Félagið gekk í gegn um nauðasamninga fyrir fáum árum en hefur ekki getað staðið við greiðslur samkvæmt þeim. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Sala á bréfum ÚA í MHF frágengin

GENGIð hefur verið endanlega frá sölu allra hlutabréfa Útgerðarfélags Akureyringa hf. í Mecklenburger Hochseefischerei GmbH (MHF). Kaupandi bréfanna er hollenska fyrirtækið Parlevliet & van der Plas B.V. Í frétt frá ÚA kemur fram að kaupverð verði ekki gefið upp að svo stöddu að beiðni kaupanda bréfanna. Með sölunni er lokið afskiptum ÚA af rekstri MHF sem hófst fyrir fimm árum. Meira
21. október 1998 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Tekjutap upp á 1 milljón kr.

TAP verðbréfafyrirtækisins Handsals hf. nam einni milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 7 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur félagsins á fyrri árshelmingi námu 70 milljónum en voru 73 m.kr. við árshlutauppgjör 1997. Eigið fé Handsals hækkaði nokkuð eftir hlutafjáraukningu á árinu og er nú 116 milljónir en var 29 milljónir á sama tíma í fyrra. Meira

Daglegt líf

21. október 1998 | Ferðalög | 321 orð

Andi miðausturlanda í vestrænni stórborg

HINIR fjölmörgu ferðamenn sem á ári hverju leggja leið sína til Parísar, eru alla jafna ekki algengir gestir í helstu mosku borgarinnar sem þó er staðsett í hjarta latínuhverfisins. Það er vægast sagt sérstök upplifun að ganga inn í moskuna þar sem mósaík og arabískur arkitektúr gera að verkum að tilfinningin verður sú að gestir séu staddir í miðausturlöndum. Meira
21. október 1998 | Ferðalög | -1 orð

Beinakirkja og heilög Barbara Kutná Hora er lítill miðaldabær í Tékklandi, rétt tæpa sjötíu kílómetra í austurátt frá Prag.

SVÆÐIÐ byggðist fyrst í kringum 12. öld. Þá reistu þar klaustur reglubræður, sem hofðu klofið sig frá frönsku Benediktusarreglunni í Cluny og nefnast sísterískir grámunkar. Klaustrið var reist í Sedlec og varð síðar innan bæjarmarka Kutná Hora, þegar þau urðu til milli 1260 og 1270. Á 13. öld fannst silfur í jörð í dalnum og var unnið til myntsláttar fram til 1325. Meira

Fastir þættir

21. október 1998 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður fimmtugur Sigurður Pálsson pípulagningameistari, Fannafold 20, Reykjavík. Eiginkona hans er Hanna M. Baldvinsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum laugardaginn 24. október í Brautarholti 20, (Norðurljós) milli kl. 15­18. Meira
21. október 1998 | Í dag | 21 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður fimmtugur Guðmundur Sigurjónsson málarameistari, Sjávargrund 13b, Garðabæ. Eiginkona hans er Ragnhildur Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Meira
21. október 1998 | Í dag | 45 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður sjötug Guðrún Halldórsdóttir, Hábergi 14, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Steinþór Carl Ólafsson, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Skagaströnd og starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík. Hann lést í september 1985. Guðrún verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
21. október 1998 | Í dag | 42 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður sjötugur Kristinn Breiðfjörð Eiríksson, kaupmaður og pípulagningamaður, Fremristekk 11, Reykjavík. Hann býður, ásamt eiginkonu sinni, Sigurlaugu Sigurfinnsdóttur, til afmælisveislu í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju, laugardaginn 24. október kl. 16-19. Þau vonast til að sjá sem flesta. Meira
21. október 1998 | Í dag | 33 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður sjötugur Viggó Einarsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Flugleiðum, Hvassaleiti 14, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurbjörg Hjálmarsdóttir. Þau hjón munu gleðjast með fjölskyldu sinni í tilefni dagsins. Meira
21. október 1998 | Í dag | 38 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. október, verður áttræður Þórhallur Halldórsson frá Arngerðareyri, Espigerði 4, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Sigrún Sturludóttir, taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 24. október kl. 15-18 í húsi IOGT, Stangarhyl 4. Meira
21. október 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 29. ágúst í Grindavíkurkirkju af sr. Pálma Matthíassyni Þorbjörg Eðvarðsdóttir og Jakob G. Jakobsson. Heimili þeirra er að Sólvöllum 2, Grindavík. Meira
21. október 1998 | Fastir þættir | 1434 orð

Gæðin umfram magnið

FORSTWALD heitir hestabúgarðurinn sem hjónin Rúna Einarsdóttir og Karly Zingsheim hafa verið að byggja upp síðastliðin tvö ár af miklum myndarskap og hafa þau nú komið sér upp sérlega glæsilegri aðstöðu. Meira
21. október 1998 | Dagbók | 684 orð

Í dag er miðvikudagur 21. október 294. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er miðvikudagur 21. október 294. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég þakka Guði mínum ávallt, er ég minnist þín í bænum mínum. (Fílemonsbréfið, 3.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss, Mælifell og Erki Kosan komu í gær. Meira
21. október 1998 | Fastir þættir | 482 orð

Leggja til að tekin verði upp einkunnagjöf í úrslitum

DÓMARAFÉLAG Landssambands hestamannafélaga mun leggja til á ársþingi LH að tekin verði upp einkunnagjöf í úrslitum gæðingakeppninnar í stað röðunar og að aðeins verði átta hestar í úrslitum á landsmótum eins og tíðkast á fjórðungsmótum. Þetta var samþykkt á Landsdómararáðstefnu sem haldin var um helgina í Íþróttamiðstöð ÍSÍ þar sem rædd voru ýmis mál er víkja að gæðingadómum. Meira
21. október 1998 | Fastir þættir | 938 orð

Safnaðarstarf Í auga stormsins í Háteigskirkju

Í AUGA stormsins er heiti á dagskrá í Háteigskirkju hvern fimmtudag framvegis. Þar verður sérstaklega lögð áhersla á kyrrð, íhugun, bæn, lofsöng og fræðslu. Taizé- stundirnar verða auðvitað áfram kl. 21, en klukkan 19.30 verður innri íhugun og kl. 20.15 stutt fræðslustund. Meira
21. október 1998 | Fastir þættir | 781 orð

Veröldin er vond Hér er hrópað á harðari refsingar dómstóla og harðneskjulegri löggæslu. Óttinn elur af sér minna umburðarlyndi

Við sitjum uppi með endalausan straum af upplýsingum í máli og myndum, endalausar hugmyndir annarra um veröldina streyma að okkur, frásagnir annarra, skynjun annarra, upplifun annarra umlykur okkur í upplýsingavænu samfélagi nútímans. Það er nánast sama hvar borið er niður. Meira
21. október 1998 | Fastir þættir | 750 orð

VETRARGARÐURINN II

Í FYRRI greininni um vetrargarðinn var fjallað um notagildi garða fram yfir jólin. Þegar "jólaárstíðinni" lýkur eru veður venjulega orðin válynd og morgunverður úti á sólpallinum ekki fýsilegur kostur. Berar greinar trjánna skaga mishátt upp úr snjósköflunum á milli þess sem þær halla verulega undir flatt í skafrenningi. Meira
21. október 1998 | Í dag | 434 orð

ÞAÐ fer ekkert á milli mála, að hinn nýi alþjóðlegi flugvöllur Norð

ÞAÐ fer ekkert á milli mála, að hinn nýi alþjóðlegi flugvöllur Norðmanna í Gardermoen og flugstöð eru mikil og glæsileg mannvirki. Víkverji var nýlega á ferð í Noregi og flaug með vél Flugleiða til Gardermoen fimmtudaginn 8. október, daginn sem flugvöllurinn og flugstöðin voru formlega tekin í notkun. Meira

Íþróttir

21. október 1998 | Íþróttir | 120 orð

Arnar skoraði

ARNAR Gunnlaugsson skoraði mark Bolton er liðið tapaði fyrir Watford, 1:2, í ensku 1. deildinni í gærkvöldi og var þetta fyrsta tap liðsins. Hann kom Bolton yfir á 25. mín. með tíunda marki sínu á tímabilinu. Guðni Bergsson var einnig í byrjunarliðinu og Jóhann B. Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og lék sinn fyrsta leik í deildinni. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 81 orð

Áhangendum Rauðu stjörnunnar snúið við

UM 1.500 áhangendur Rauðu stjörnunnar fylgdu liðinu frá Belgrað í Júgóslavíu til Búkarest í Rúmeníu vegna Evrópuleiksins við franska liðið Olympique Lyon en 70 manns var snúið við á landamærunum vegna þess að þeir höfðu ekki skilríki. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákvað í liðinni viku að vegna ástandsins í Kosovo færi nefndur leikur fram í Búkarest. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 350 orð

Frönsku og ítölsku liðin byrjuðu umferðina vel

Ítölsk lið hafa fengið sigurlaunin í Evrópukeppni félagsliða sjö sinnum á síðastliðnum tíu árum og öll fjögur ítölsku liðin í keppninni að þessu sinni fóru í gegnum fyrri leikina í 2. umferð án taps. Sömu sögu er að segja af frönsku liðunum fjórum. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 108 orð

Guðmundur og Einar Þór til Viking í Noregi

KR-INGARNIR Guðmundur Benediktsson og Einar Þór Daníelsson fara til Viking í Noregi í dag og leika æfingaleik með liðinu á morgun en æfa síðan hjá norska félaginu næstu daga. Leikmennirnir eru á vegum Ólafs Garðarssonar umboðsmanns en fyrir hjá Viking eru tveir Íslendingar, Ríkharður Daðason og Auðun Helgason. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 389 orð

Knattspyrna UEFA-keppnin

UEFA-keppnin 2. umferð, fyrri leikir: Krakow, Póllandi: Wisla Krakow - Parma1:1 Tomasz Kulawik 68. - Enricio Chiesa 3. 10.000. Bologna, Ítalíu: Bologna - Slavia Prag2:1 Giuseppe Signori 51., Klas Ingesson 84. - Richard Dostalek 67. 12.000. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 118 orð

Lúkas Kostic áfram með Víkinga

LÚKAS Kostic verður áfram þjálfari meistaraflokks Víkings í knattspyrnu næstu tvö árin og var samningur þess efnis staðfestur með undirskrift í gær. "Við erum mjög ánægðir með Lúkas og lítum björtum augum á framhaldið," sagði Guðmundur Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, við Morgunblaðið. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 265 orð

Lyf algeng hjá sundfólki

Þýsku sundmennirnir Chris Carol Bremer og Mark Warnecke segja að lyfjanotkun sé mjög útbreidd á meðal sundmanna og vandalítið sé fyrir íþróttamenn að komast í gegnum lyfjapróf þótt þeir noti ólögleg hormónalyf að staðaldri. "Í töskum flestra sundmanna finnast testosterone og erythropoietin, EPO," sagði Bremer í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD um helgina. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 297 orð

Meiddist við sjónvarpið rétt fyrir leik

ÞAÐ er oft furðulegt hvernig íþróttamenn geta meitt sig og nýjasta dæmið um það er Robbie Keane, 18 ára sóknarmaður hjá enska félaginu Wolves. Keane þessi gerði eitt af mörkum írska landsliðsins er það lagði Möltu 5:0 á dögunum og varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora í landsleik fyrir Íra. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 161 orð

Michael Owen varamaður

MICHAEL Owen var nálægt því að tryggja Liverpool sigur á Valencia frá Spáni skömmu fyrir leikslok í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í Liverpool í gærkvöldi en svo fór ekki. Hins vegar var Gaizka Mendieta hjá Valencia nálægt því að skora úr aukaspyrnu en David James varði glæsilega. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 63 orð

Sameiginlegt lið Ernis og UMFB

KNATTSPYRNURÁÐ UMFB í Bolungarvík og stjórn knattspyrnufélagsins Ernis á Ísafirði hafa gert með sér samstarfssamning um sameiginlegan meistaraflokk félaganna í knattspyrnu. Ekki er um sameiningu félaganna að ræða heldur bandalag um rekstur meistaraflokks með því markmiði að ná betri árangri, spara fjármuni og efla áhuga á knattspyrnunni. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 108 orð

Sex gull Rúnars

RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu sigraði á Malar- Cup mótinu sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Hann hlaut 52,4 stig og komst í úrslit á fimm einstökum áhöldum og sigraði á þeim öllum. Sem sagt sex gull til Rúnars. Hann fékk 9,75 fyrir æfingar sínar á bogahesti og er þetta hæsta einkunn sem hann hefur fengið fyrir bogahestinn á alþjóðlegu móti. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 90 orð

Svisslendingar bjartsýnir

"HÉR má lesa í blöðum að Svisslendingar gera sér grein fyrir að leikurinn verður erfiður og þeir verða að leika vel til þess að vinna," segir Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik. "Eigi að síður gætir nokkurrar bjartsýni fyrir leikinn eftir sigurinn á Ungverjum á heimavelli í lok síðasta mánaðar. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 1059 orð

Til að sigra þurfa leikmenn að hafa trú á því sem þeir gera

ÞRIÐJA umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu verður leikin í kvöld og þá ættu línur að fara að skýrast eitthvað. Leikur norsku meistaranna í Rosenborg við tyrkneska liðið Galatasaray vekur athygli hér á landi þar sem Skagamaðurinn Árni Gautur Arason verður í marki norska liðsins. Árni Gautur er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í leik í Meistaradeildinni. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 673 orð

Við seljum okkur dýrt

"Við höfum farið yfir leikaðferðir Svisslendinga, bæði í vörn og í sókn, og mér finnst andrúmsloftið vera þannig að menn séu vel stemmdir og reiðubúnir að gera sitt besta," segir Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður með svissneska liðinu St. Otmar. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 372 orð

Yfirdrifið nóg að vinna Sviss með einu marki

ÞORBJÖRN Jensson og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu í handknattleik hafa búið sig vel undir leikinn við Sviss í Aarau í kvöld og að sögn þjálfarans gekk æfingin í gærmorgun vel. "Mér fannst æfingin lofa góðu. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 248 orð

Ætlum okkur sigur

Vegur Íslands til Egyptalands, þar sem HM fer fram í Kaíró næsta sumar, liggur í gegnum Sviss. Íslendingar, sem eru með tveggja stiga forskot á Ungverja, verða að leggja Svisslendinga að velli hér í Aarau og síðan í Laugardalshöll á sunnudaginn kemur til að standa betur að vígi en Ungverjar áður en leikið verður gegn þeim í Reykjavík 24. nóvember. Meira
21. október 1998 | Íþróttir | 124 orð

(fyrirsögn vantar)

BÚIST er við 1.200 áhorfendum á leik Sviss og Íslands í undankeppni HM í handknattleik sem fram fer í Aarau í kvöld. Íþróttahöllin sem spilað er í tekur um 2.000 manns. Meira

Úr verinu

21. október 1998 | Úr verinu | 293 orð

Aukin hagkvæmni með samruna FMS og FMH

UNDIRRITUÐ hefur verið sam runayfirlýsing milli stjórna Fiskmarkaðarins hf. í Hafnarfirði (FMH) og Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. (FMS). FMH rekur fiskmarkaði í Hafnarfirði og Sandgerði. FMS rekur fiskmarkaði á fjórum stöðum, þar á meðal Sandgerði. Meginmarkmið þessarar sameiningar er að ná aukinni hagkvæmni í rekstri ofantalinna fiskmarkaða, auka þjónustu við viðskiptavini og lækka gjaldskrá. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 504 orð

Ágætis loðnuveiði

LOÐNUVEIÐI gekk vel í fyrrinótt um 50 mílur norðaustur af Langanesi. Súlan EA og Börkur NK fengu fyrstu loðnu haustsins á svæðinu aðfaranótt mánudags, eða um 400 tonn hvort skip. Víkingur AK bættist í hópinn í fyrradag og fengu öll skipin góðan afla í fyrrinótt. Súlan EA var í gærmorgun á landleið með fullfermi eða um 800 tonn. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 126 orð

Björgvin til Loppafisk as.

BJÖRGVIN Gestsson hóf störf í ágúst sl. sem rekstrarstjóri hjá Loppa Fisk as., dótturfyrirtæki SÍF hf. í Noregi. Björgvin er kynntur til sögunnar í nýjasts fréttabréfi SÍF Saltaranum. Hann tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1993 og lauk síðan á þessu ári B.Sc. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 746 orð

Eftirspurn eftir afurðum úr surimi vaxandi í Evrópu

SURIMI, fiskmassi, sem notaður er í alls konar rétti og sérstaklega í eftirlíkingar af öðrum afurðum, er ákaflega vinsælt víða um lönd og einkanlega í Austur-Asíu. Verðið fyrir þessa afurð, sem er að stórum hluta unnin úr Alaskaufsa, hefur hins vegar verið mjög sveiflukennt enda er það afar viðkvæmt fyrir því hvernig árar í efnahagslífinu hverju sinni. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 385 orð

Erfiðlega gengur að fá síld til manneldisvinnslu

VINNSLA á síld til manneldis hefur verið fremur lítil það sem af er yfirstandandi vertíð og er langstærstum hluta síldaraflans landað til bræðslu. Íslandssíld hf. hefur samið um sölu á u.þ.b. 60­70 þúsund tunnum af saltsíld en rúm 5 þúsund tonn af síld hafa farið til söltunar á vertíðinni sem er heldur meira en á sama tíma í fyrra. Aðeins hafa verið fryst um 1.270 tonn af síld á vertíðinni. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 161 orð

FAO vill vernda hákarla

FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur látið gera drög að áætlun um verndun og viðgang hákarla. Drögin, sem eru hin fyrstu sinnar tegundar, verða lögð fyrir fiskveiðinefnd FAO á næsta ári. Í þeim segir að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af vaxandi hákarlaveiði og fækkun í ýmsum tegundum hákarla í heimshöfunum. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 204 orð

Fiskafli eykst við Færeyjar

FISKAFLI Færeyinga hefur verið að aukast hin síðari ár. Í fyrra varð heildarafli þeirra um 330.000 tonn og er það aukning um 100.000 tonn á nokkrum árum. Mikil aukning hefur orðið í þorskveiði, en hún var nánast að engu orðin í lok síðasta áratugar. Í fyrra veiddust tæplega 60.000 tonn af þorski á öllum miðum, sem Færeyingar sækja, en það er nærri þrefalt meira en veiddist árið 1992. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 81 orð

Fundað um verðlagsmál og veiðileyfagjald

SKIPSTJÓRA- og stýrimannafélagið Vísir á Suðurnesjum gengst fyrir fundi um verðlagsmál í sjávarútvegi og veiðileyfagjald næstkomandi laugardag. Frummælendur vegna veiðileyfagjalds eru þeir Ágúst Einarsson, alþingismaður, og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 194 orð

Furðufiskar og fleira fróðlegt

ÁRIÐ 1998 er ár hafsins, og laugardagurinn 17. þessa mánaðar var tileinkaður því hérna á Hornafirði. Útvegsmenn buðu almenningi að skoða skip sín og einnig voru vinnslustöðvar Borgeyjar og Skinneyjar opnar, svo og hafnarvogin og lóðsbáturinn Björn lóðs. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 745 orð

Góðir möguleikar en mikill stofnkostnaður

"JAPANIRNIR urðu skelkaðir eftir að eitt skipanna fékk á sig brot um síðustu helgi og við höfum því látið reka í tvo daga á meðan versta veðrið gengur yfir," segir Páll Pálsson, útgerðarstjóri Vísis hf. í Grindavík, sem hefur síðustu vikur fylgst með túnfiskveiðum um borð í japanska skipinu Ryou Maru. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 273 orð

Hefur aldrei leiðst í fiski

ÁSA Björk Hansdóttirvinnur í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og er hún kynnt í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. Hún byrjaði í Eyjabergi fyrir sex árum en fyrir ári, þegar öll vinnslan í Eyjabergi var flutt niður í Vinnslustöð, fór Ása að sjálfsögðu með. Hún er gift John S. Berry og eiga þau þrjú börn. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 185 orð

Íslensk hátækni og hugbúnaður kynntur

ÚTFLUTNINGSRÁÐ stendur fyrir ráðstefnu til kynningar á íslenskri hátækni- og hugbúnaðarframleiðslu fyrir fiskiðnaðinn á ráðstefnu í Kína í næstu viku í tengslum við mikla sjávarútvegssýningu sem þar fer fram. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 116 orð

Mest selt til veitingahúsa

HEILDARSALA Icelandic France, dótturfyrirtækis SH í Frakklandi, var um 10.500 tonn á síðasta ári. Þar af voru um 7.200 tonn seld í gegnum eigið dreififyrirtæki. Stærstur hluti sölunnar fer á veitingahús eða um 41% af magninu. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 122 orð

Mun meira af ferskum fiski til Bretlands

UMTALSVERÐ aukning hefur orðið á flutningi Flugleiða á ferskfiski til Bretlands það sem af er þessu ári, en heildarútflutningur hefur aukist lítillega á sama tíma. Að sögn Arngeirs Lúðvíkssonar, forstöðumanns flugfraktar hjá Flugleiðum, hefur útflutningur ferskfisks á vegum fyrirtækisins aukist lítillega, eða um 2, Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 273 orð

Ofnbakað heilagfiski með tómatsalati

NÚ LEGGUR Smári Valtýr Sæbjörnsson lesendum Versins til uppskrift að ofnbökuðu heilagfiski með tómatsalati. Lúðan er eftirsóttur matur um allan heim og er hún matreidd á óteljandi vegu. Lúðan sem veiðist hér við land er sérstaklega bragðgóð og laus við alla mengun. Hollusta hennar er því ótvíræð. Uppskriftin er fyrir fjóra. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 65 orð

Sjávarútvegsráð Rússlands endurreist

BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur ógilt umdeilda ákvörðun um að sameina rússneska sjávarútvegsráðið landbúnaðar- og matvælaráðuneyti landsins, að því er Interfax-fréttastofan hermir. Jeltsín sagðist gera þetta að beiðni samtaka rússneska fiskiðnaðarins. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 132 orð

Sjómenn þinga á morgun

21. ÞING Sjómannasambands Íslands verður sett á morgun kl. 14:00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Þingið stendur fram á föstudag. Þingið sækja fulltrúar 36 félaga og deilda innan Sjómannasambands Íslands, samtals um 60 manns. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að á þinginu verði einkum rædd atvinnu- og kjaramál, öryggis- og tryggingamál og skipulagsmál. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 144 orð

SÞ-nefnd vill alþjóðlegt eftirlit

NEFND á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefur hvatt til þess að komið verð á fót alþjóðlegri eftirlitsstofnun með ástandi sjávar, sem hugaði sérstaklega að ofveiði og áhrifum mengunar á vistkerfi hafanna. Stofnuninni er ætlað að fylgja eftir framkvæmd alþjóðasamninga um veiðar og verndun hafanna. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 172 orð

Tölvustýrt "djúpfar"

NÝTT tæki til rannsókna á lífríki sjávar hefur litið dagsins ljós, svokallaður dvergkafbátur eða djúpfar, sem Hjalti Harðarson verkfræðingur hefur þróað í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Sérstaða hins nýja tækis er m.a. sú að í því er fisksjá og í það þarf ekki að festa kapli, heldur má kasta því fyrir borð og tölvustýra því á ferð sinni um sjóinn. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 462 orð

Tölvustýrt "djúpfar" kannar lífríki sjávar

NÝTT tæki til rannsókna á lífríki sjávar hefur litið dagsins ljós, svokallaður dvergkafbátur eða djúpfar, sem Hjalti Harðarson verkfræðingur hefur þróað í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Sérstaða hins nýja tækis er m.a. sú að í því er fisksjá og í það þarf ekki að festa kapli, heldur má kasta því fyrir borð og tölvustýra því á ferð sinni um sjóinn. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 69 orð

Útvegsbændur endurkjörnir

Á AÐALFUNDI Útvegsbændafélags Vestmannaeyja sem haldinn var nýlega var endurkjörin stjórn félagsins. Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs- Hugins hf., var endurkjörinn formaður og Gísli Valur Einarsson, útgerðarmaður, varaformaður. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 363 orð

Veiðarfæragerðin Mörenot 50 ára

VEIÐARFÆRAGERÐIN Mörenot í Noregi fagnar um þessar mundir 50 ára starfsafmæli sínu. Fyrirtækið var stofnað 1948, en reyndar hófst vinna í netaverksmiðju, sem er í eigu Mörenot árið 1917. Mörenot er eitt stærsta fyrirtæki þessarar tegundar í Noregi og framleiðir og selur veiðarfæri til skipa og net í fiskeldi. Netanaust hf. Meira
21. október 1998 | Úr verinu | 1570 orð

Þurrka 60 tonn á sólarhring

SÍF hefur nú rekið dótturfyrirtæki sitt Sans Souci Seafood í Yarmouth á Nova Scotia í Kanada í rúmt ár, en það var keypt á haustdögum í fyrra. Það er öflugasta saltfiskþurrkunarfyrirtæki vestan hafs og rekur einnig frumvinnslu til að afla sér hráefnis. Hægt er að þurrka um 60 tonn á sólarhring, en árleg sala er um 8.000 tonn af þurrkuðum saltfiskafurðum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.