ÍSRAELAR og Palestínumenn náðu í gær samkomulagi um friðarsamning til bráðabirgða eftir linnulitlar viðræður í níu daga og var það undirritað við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu. Nokkru eftir að tilkynnt var, að samningurinn lægi fyrir virtist sem snurða hefði hlaupið á þráðinn og varð það til að undirritunin dróst.
Meira
TVEIR æðstu yfirmenn NATO-heraflans fara til Belgrad í Júgóslavíu í dag og munu þá gera Slobodan Milosevic, forseta landsins, grein fyrir því í síðasta sinn, að verði Serbar ekki búnir að flytja herafla sinn frá Kosovo fyrir miðnætti aðfaranótt miðvikudags vofi loftárásir yfir.
Meira
SPÆNSKIR ríkissaksóknarar lýstu sig í gær andvíga því, að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, yrði framseldur til Spánar og sögðu, að Baltasar Garzon, dómarinn, sem fór fram á framsalið, hefði engan rétt til þess.
Meira
ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna kvað á fimmtudag upp úrskurð í fiskverðsdeilu milli áhafnar Fróða ÁR og Árness hf. í Þorlákshöfn. Meirihluti nefndarinnar hafnaði kröfu fulltrúa hagsmunasamtaka sjómanna um að allur afli skipsins yrði seldur á uppboðsmarkaði. Fulltrúar útvegsmanna í nefndinni féllust hins vegar á að tengja 10% af þorskafla skipsins við meðalverð á fiskmörkuðum.
Meira
UM 9% þjóðarinnar eru undir fátæktarmörkum, og eru konur þar í meirihluta, eða 12% á móti 8% karla, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar. Í sömu könnun kemur fram að sé greint út frá atvinnugreinum er áberandi hæst hlutfall undir fátæktarmörkum meðal þeirra sem stunda landbúnað, eða 26%.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að Ísland tæki á móti 20-25 flóttamönnum á næsta ári. Stefnt er að því að þeir komi til landsins næsta vor eða sumar. Ekki er ákveðið hvaðan flóttamennirnir koma, að sögn Elínar Blöndal, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu. Hún segir að haft verði samband við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem meti hvar mesta þörfin er.
Meira
VERKEFNISSTJÓRN Staðardagskrár 21 ákvað á fundi sínum í gær að gefa öllum sveitarfélögunum sem sótt hafa um þátttöku kost á að vera með. 26 sveitarfélög lögðu fram umsókn. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem haldin var í Ríó á árinu 1992 samþykkti ályktun um þróun í heiminum fram á 21. öldina.
Meira
ÁTTATÍU sænskar konur fóru í gær í blóðprufu vegna ótta um að þær hefðu smitast af eyðniveirunni af fjöllyndum manni sem grunaður er um að hafa haft samræði við meira en 100 konur. Mannsins, sem kynnti sig sem James Kimball, er nú leitað og sögðu fulltrúar lögreglunnar í gær að þeim hefði borist ábending um að maðurinn, sem talið er að sé Írani,
Meira
VÍKURSKARÐ hefur verið ófært frá því á fimmtudagskvöld, en starfsmenn Vegagerðarinnar biðu átekta í allan gærdag með að opna veginn. Reyna á að opna veginn um leið og veður lægir, en það verður samkvæmt veðurspá ekki fyrr en í dag, laugardag. Glórulaus snjóbylur hefur verið á Víkurskarði frá því á fimmtudagskvöld.
Meira
UNNIÐ er að sameiningu allra sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu í eitt. Sveitarfélögin tíu eru þessar vikurnar að kjósa sameiningarnefnd og er búist við að hún komi saman um miðjan nóvember. Sveitarstjórinn á Hellu segir að með sameiningu aukist héraðið að afli í samkeppninni um fólk og fyrirtæki.
Meira
ALÞJÓÐLEGUR bangsadagur verður haldinn hátíðlegur í Borgarbókasafni Reykjavíkur þriðjudaginn 27. október. Hann verður einnig haldinn hátíðlegur í mörgum öðrum bókasöfnum, bæði á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. "Þrátt fyrir mismunandi þjóðerni og uppeldi höfum við flest átt bangsa eða annað tuskudýr í æsku.
Meira
REIKNAÐ er með að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, eigi í dag neyðarfund vegna deilunnar um afvopnun öfgahópa á N-Írlandi sem talin er ógna friðarsamkomulaginu frá páskum. Eru þeir Blair og Ahern báðir staddir í Austurríki þar sem fram fer sérstakur fundur leiðtoga Evrópusambandsríkjanna.
Meira
VERSLANAKEÐJAN Bónus hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sýknuð af tæplega 2,7 milljóna króna skaðabótakröfu 67 ára gamals manns sem fyrir sex árum datt um tappa sem gegndi hlutverki hurðastoppara í verslun Bónuss við Eddufell, slasaðist og hlaut af varanlega örorku sem metin er 10%. Það var í júlí 1992 sem maðurinn var staddur fyrir fram verslunina og gætti ungrar dótturdóttur sinnar.
Meira
RITIÐ Launajafnrétti í framkvæmd í dreifstýrðu launakerfi, er komið út á vegum Jafnréttisráðs, Jafnréttisnefndar BHM og Jafnréttisráðgjafar Reykjavíkurborgar með styrk frá félags- og fjármálaráðuneytinu auk Reykjavíkurborgar.
Meira
VIÐRÆÐUR Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, höfðu staðið í níu daga þegar greint var frá því í gær að náðst hefði samkomulag um frekari brottflutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakka Jórdanar gegn öryggistryggingum af hálfu
Meira
Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni Á jaðrinum í gær um aðstæður og kjör hópa, sem af ýmsum ástæðum geta ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Örlygur Steinn Sigurjónssonhlýddi á nokkur þeirra, en fram kom, að fátækt er raunverulegt vandamál í íslensku nútímasamfélagi.
Meira
21. ÞING Sjómannasambands Íslands samþykkti ályktun í gær þess efnis að nauðsynlegt sé að fækka félögum, sem hafi samningsumboð til að semja um kaup og kjör sjómanna. Þingið taldi að markmiðið sé að í framtíðinni verði samið um kaup og kjör sjómanna á einu borði og því markmiði megi ná með stofnun eins landsfélags sjómanna.
Meira
SÍÐASTI sýningardagur sýningar fimmtán listakvenna í Galleríi Svartfugli í Grófargili verður á miðvikudag, 28. október. Sýningin er fjölbreytt en þar eru sýnd listaverk unnin með textíl, málun, skúlptúr, grafík og leir. Konurnar reka saman Gallerí Listakot á Laugavegi 70 í Reykjavík og hafa sýnt víða áður bæði á einkasýningum og á samsýningum. Sýningin er opin frá kl.
Meira
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði heldur fjölskyldubingó sunnudaginn 25. október kl. 15 í íþróttahúsinu Álfafelli við Strandgötu. Allur ágóði af bingóinu rennur til Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði.
Meira
JONATAN Motzfeldt, formaður landstjórnar Grænlands, og eiginkona hans, frú Kristjana Motzfeldt, eru stödd hér á landi í tilefni fundar ráðamanna Íslands, Færeyja og Grænlands. Hjónin komu hingað til lands síðdegis í gær og áttu fund með Halldóri Blöndal samgönguráðherra.
Meira
FÓLKI á aldrinum 5559 ára mun væntanlega fjölga um á fjórða þúsund á næstu fimm árum, eða um þriðjung frá því sem nú er, og þeim sem verða á aldrinum 5054 ára árið 2003 mun fjölga um tæplega þrjú þúsund eða um 20% frá því sem nú er. Fólki á fertugsaldri mun hins vegar fækka.
Meira
Miklaholtshreppi-Nú í byrjun skólaársins fóru nemendur í 9. bekk Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi í skólabúðir í Christianslyst í Þýskalandi. Á síðastliðnu skólaári var auglýst á vegum Norrænu Íþróttanefndarinnar eftir umsóknum grunnskólanema, til að fara í skólabúðir í Þýskalandi. Umsóknir miðuðust við þáverandi 8.
Meira
FJÓRIR fyrirlestrar um barnakvikmyndir í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, verða í Norræna húsinu í dag, laugardag. Fyrirlestrarnir hefjast með setningu Riitu Heinämaa, forstjóra Norræna hússins, kl. 10.
Meira
DÓMSTÓLL í Tókýó dæmdi í gær til dauða mann sem var á sínum tíma meðlimur í sértrúarsöfnuðinum Aum Shinry Kyo (Æðsti sannleikur)sem bar ábyrgð á gasárás í neðanjarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995 þar sem tólf manns dóu og margir veiktust hastarlega. Er gert ráð fyrir að fleiri slíkir dómar fylgi í kjölfarið.
Meira
HAUSTFAGNAÐUR Gilfélagsins verður í Ketilhúsinu í kvöld, fyrsta vetrardag og hefst hann kl. 22. Flutt verður tónlist af ýmsu tagi, ljóð og athugasemdir af munni fram. Innritun nýrra félaga fer fram frá kl. 13 til 14 í dag, laugardag á skrifstofur Gilfélagsins.
Meira
Í dag, laugardaginn 24. október, verður haldinn opinber fyrirlestur á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands um erfðarannsóknir og erfðatækni frá sjónarmiði mannfræði. Fyrirlesturinn markar upphafið á nýrri fyrirlestraröð Mannfræðistofnunar en yfirskrift hennar er "Markalínur náttúru og samfélags".
Meira
INGÓLFUR Davíðsson grasafræðingur lést í gærmorgun, 95 ára að aldri. Ingólfur fæddist að Ytri-Reistará við Eyjafjörð hinn 14. janúar 1903. Foreldrar hans voru Davíð Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri á Stóru- Hámundarstöðum, og María Jónsdóttir, húsfreyja og kennari.
Meira
Í KRAMHÚSINU við Skólavörðustíg verður haldið námskeið í leiklist dagana 1. nóvember til 20. desember þar sem megináhersla verður lögð á andlega þætti listarinnar. Unnið verður út frá aðferðum Stanislavskis, Lee Strabergs, Mark Olsen o.fl.
Meira
MANNFRÆÐINGURINN, listheimspekingurinn og nytjurtafræðingurinn Jafet Melge opnar málverkasýningu á veitingahúsinu 22 við Laugaveg 22 í dag laugardag kl. 17. Viðfangsefni Melge er mannkynssagan, en ritgerðir hans hafa verið birtar í íslenskum blöðum og tímaritum, segir í fréttatilkynningu. Greinar hans hafa fjallað um menningarmál, fræðigreinar um drauga og ferðalög hans um bambusskóga Asíu.
Meira
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að þó efnahagsástandið í landinu væri vissulega erfitt, væri Rússland að rétta úr kútnum. Fæstir embættismenn eru honum sammála, enda hefur ástandið sjaldan verið verra. Ráðuneyti efnahagsmála tilkynnti í gær að búist væri við því að verðbólga yrði um 100% á árinu.
Meira
Jómfrúarferð á vatnaflugvél TF-VOT, sem er vatnaflugvél af gerðinni Aventura og smíðuð í Argentínu, fór fyrsta flug sitt yfir Reykjavík í gær. Tilraunaflugi verður haldið áfram næstu daga og verða þá prófaðar lendingar á vatni. Vatnaflugvél hefur ekki verið hérlendis í áraraðir að sögn Kára Guðbjörnssonar, eins eigendanna.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður í Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun, öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl. 14 í kirkjunni, fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar. Fundur með foreldrum verður í Safnaðarheimilinu eftir messu. Æskulýðsfélagsfundur í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar á mánudagskvöld kl. 20.30.
Meira
KOSNINGAR fóru fram í Íran í gær til áhrifamikillar samkundu klerka. Mohammad Khatami, forseti landsins, hvatti almenning til þátttöku, en gagnrýndi val frambjóðenda, þar sem dreginn hefði verið taumur íhaldssamra klerka.
Meira
BIFREIÐ konunnar frá Akranesi, sem saknað hefur verið frá því síðastliðinn þriðjudag, fannst mannlaus í gærmorgun við Meyjarsæti á Uxahryggjaleið skammt frá Ármannsfelli. Víðtæk leit björgunarsveitarmanna og þyrlu Landhelgisgæslunnar fór fram á svæðinu í gærdag en án árangurs. Hlé var gert á leitinni þegar myrkur var skollið á upp úr kl.
Meira
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið 14. nóvember nk. vegna alþingiskosninga 8. maí 1999. Af því tilefni heldur Landssamband sjálfstæðiskvenna fund á morgun, mánudaginn 26. október, til að kynna fjóra frambjóðendur. Fundurinn verður haldinn í Kirkjulundi (safnaðarheimili Vídalínskirkju) og hefst kl. 20.30.
Meira
FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands áskilur sér rétt til að kæra hvern þann sem á fölskum forsendum kynnir sig í hennar nafni, segir í fréttatilkynningu, sem Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Pétur Matthíasson, innheimtustjóri Ríkisútvarpsins, hafa sent frá sér.
Meira
LANDSBANKI Íslands hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða Hlín Gunnarsdóttur leikmyndateiknara 950 þúsund krónur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar, vegna notkunar hans á álfinum Mókolli í auglýsingum og í öðru samhengi. Mókollur varð til sem persóna í leikriti Péturs Eggerz, "Umferðarálfurinn Mókollur", sem Möguleikhúsið tók til æfinga í byrjun árs 1994.
Meira
MISHERMT var í blaðinu á fimmtudag að finnskur prófessor í faraldsfræði, Timo Hakulinen, hefði verið hér á ferð í boði Krabbameinsfélags Íslands. Hann var hér staddur á fundi samtaka norrænna krabbameinsfélaga.
Meira
VIÐAMIKLAR framkvæmdir standa nú yfir í verslunarhúsnæði Pennans Eymundssonar í Austurstræti 18 í Reykjavík og er stefnt að því að taka í notkun nýtt og bætt húsnæði hinn 14. nóvember nk. Vegna breytinganna verður versluninni lokað í dag laugardag og hún ekki opnuð fyrr en að þremur vikum liðnum.
Meira
MIKLAR lóðarframkvæmdir eru hafnar við Safnahúsið við Hverfisgötu. Um er að ræða framhald á viðhaldi og endurbótum á Safnahúsinu sem ráðist var í á seinasta ári. Viðgerðir á húsinu að utanverðu voru gerðar á síðasta ári og gert er ráð fyrir framkvæmdum innanhúss á næsta ári. "Þarna ætti að verða tilbúin næsta sumar hin fegursta umgjörð um þetta ágæta hús.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fram frumvarp um að varðskip Landhelgisgæslunnar verði smíðuð innanlands. Deilt er um hvort bjóða eigi út smíði varðskips á Evrópska efnahagssvæðinu. Ríkisstjórnin samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu um að smíða skipið hér. Með því að setja ákvæði um það í lög telur dómsmálaráðuneytið að lagagrundvöllur fyrir því sé tryggður.
Meira
Stykkishólmi Hjónin Aðalheiður Sigurðardóttir og Guðmundur Lárusson reka veitingastaðinn Vog í Flatey. Þau eru búsett í Stykkishólmi, en halda út í Flatey á vorin og dvelja þar yfir sumarið ásamt börnum sínum. Þau hafa endurbyggt og stækkað húsið Vog sem stendur í flæðarmálinu. Áður en þau hófu að reka Vog var engin þjónusta við ferðamenn.
Meira
OPIÐ málþing um byggðastefnu verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ laugardaginn 24. október. Dagskráin hefst kl. 13 með þingsetningu. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður setur þingið.
Meira
CARLOS Menem, forseti Argentínu, neitaði í gær að hafa beðið Breta afsökunar á Falklandseyjastríðinu sem Argentínumenn og Bretar háðu árið 1982 og sagði að breska dagblaðið The Sun hefði mistúlkað orð sem hann lét falla í blaðinu. Í grein sem Menem reit í The Sun í gær lýsti hann "djúpri eftirsjá" vegna stríðsins sem háð var um yfirráð yfir Falklandseyjum.
Meira
ATVINNUREKENDUR töldu æskilegt að fjölga starfsfólki í septembermánuði um 401 eða 0,47% af áætluðu vinnuafli samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar, en það er minni eftirspurn eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra þegar atvinnurekendur vildu fjölga um 533.
Meira
NÝJAR íslenskar rannsóknir sýna að þeim konum sem eru með stökkbreytt brjóstakrabbameinsgen er ekki eins hætt við að fá sjúkdóminn og áður hefur verið talið. Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að greint er frá þessum niðurstöðum í grein sem birtist í breska læknablaðinu Lancet í dag.
Meira
HIN árlega námstefna ITC-samtakanna verður haldin í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, í dag og hefst kl. 13. Á námstefnunni munu Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson fara yfir hvernig hægt er að auðga líf sitt með jákvæðum samskiptum. Ögmundur Einarsson, forstjóri Sorpu, mun tala um flokkun og förgun sorps og gasframleiðslu.
Meira
UPPSTEYPA á Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni gengur vel, að sögn dr. Magga Jónssonar, arkitekts hússins, en fyrsta skóflustungan að byggingunni var tekin í janúar 1996. Langt er komið með að steypa húsið upp og er reiknað með að því verki verði lokið upp úr áramótum.
Meira
SKEGGI G. Þormar, stærðfræðingur og sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá Íslenskri erfðagreiningu, mun halda erindi um notkun tölvutækni við kvikmyndagerð í dag, laugardaginn 24. október, að Lynghálsi 1. Erindið nefnist: Að búa til nýja veröld. Það hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknarstofur Íslenskrar erfðagreiningar.
Meira
OPIÐ hús verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, laugardaginn 24. október. Bæði kennsluhús skólans, Hamar og Oddi, verða opin gestum og munu kennarar og nemendur kynna starfsemi skólans í kennslustofum og í miðrými. Þá verður brugðið upp myndum úr sögu skólans.
Meira
Í KÖNNUN sem Félag íslenskra hljómlistarmanna gerði á starfsumhverfi tónlistarmanna starfandi á veitingahúsamarkaðnum kom í ljós að mjög mismunandi er hvernig vinnu- og hvíldaraðstöðu veitingastaðirnir búa þeim. Í mörgum tilfellum er um mjög slæma aðstöðu að ræða og jafnvel heilsuspillandi.
Meira
SJÖ sveitarfélög sem taka þátt í Skólaþjónustu Eyþings hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Akureyrar um hugsanlega aðild eða samstarf um rekstur og skipulag nýrrar fagþjónustu við skólastarf sem þjónað gæti fleiri sveitarfélögum en Akureyri eingöngu. Jafnframt fara sveitarfélögin fram á viðræður um samstarf um félagsþjónustu, barnaverndarmál og fleira.
Meira
ÞVERT ofan í spár manna sýndu hagtölur, sem gerðar voru opinberar í gær, að efnahagur í Bretlandi var áfram í vexti á þriðja ársfjórðungi og féll verð á hlutabréfamarkaði nokkuð eftir að þessar fréttir voru kunngerðar því miðlarar telja nú ólíklegt að Englandsbanki lækki vexti á fundi sínum 4-5. nóvember.
Meira
DR. William Roll prófessor heldur fyrirlestur í Norræna húsinu þriðjudaginn 27. október kl. 20.30 um rannsóknir á reimleikum og svipsýnum. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku og nefnist: "Min forskning af poltergeister og spøgelser." Dr. William Roll er þekktur um allan heim sem sérfræðingur og vísindamaður á sviði dulsálarfræði, segir í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu.
Meira
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út rit með úrskurðum sínum á sviði byggingar- og skipulagsmála á árunum 1991 til og með 1995. Það hefur að geyma samtals 86 úrskurði ráðuneytisins á þessu sviði, sem birtir eru í heild, ásamt ágripum af hverjum úrskurði, laga- og reglugerðarskrá og ítarlegri atriðisorðaskrá. Ritið er 288 bls. að stærð.
Meira
RÍKISSKATTSTJÓRI, Garðar Valdimarsson, hefur óskað eftir lausn frá störfum frá og með 31. desember, og hefur fjármálaráðherra fallist á beiðni hans. Garðar hefur gegnt starfi ríkisskattsjóra frá júlí 1986, fyrir utan tvö ár, frá maí 1995 til maí 1997, er hann var formaður samninganefndar um tvísköttunarmál.
Meira
"ÉG ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að réttindin í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika um víða veröld." "Á fundi íslensku ríkisstjórnarinnar 20. október sl. skráðu allir ráðherrar hennar nafn sitt við ofangreint heit.
Meira
DOKTOR Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og sérfræðingur í lyflækningum á Landspítalanum, var í gær skipaður í embætti landlæknis af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra frá 1. desember næstkomandi. Tekur hann við af Ólafi Ólafssyni sem verið hefur landlæknir frá árinu 1972.
Meira
ÚRSLIT þýsku Sambandsþingskosninganna hinn 27. september síðastliðinn breyttu megindráttum þýska flokkakerfsins. Í fyrsta skipti í sögu þýska Sambandslýðveldisins missir sitjandi ríkisstjórn meirihluta sinn í þingkosningum.
Meira
MIKINN snjó hefur sett niður á skömmum tíma norðanlands og á Vestfjörðum í vonskuveðrinu sem gekk yfir landið á fimmtudag og í gær. Ófært var í gær um Víkurskarð og var mokstri frestað þar til í dag. Slæmt veður var víða í Þingeyjarsýslum í allan gærdag og fram eftir kvöldi og vegir meira og minna ófærir.
Meira
HNEYKSLISMÁL, sem komið hafa upp að undanförnu í Króatíu, hafa valdið Franjo Tudjman, forseta landsins, nokkrum vanda. Stjórnmálaskýrendur telja þó völdum hans ekki ógnað um sinn, en segja að óánægja meðal almennings sé að aukast og geti haft áhrif á úrslit þingkosninga á næsta ári.
Meira
Í ÁLYKTUN 23. þings Alþýðusambands Austurlands, ASA, er þess krafist að stjórnvöld fylgi þeirri launastefnu sem aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórn móta. Umhugsunarefni sé, að í kjölfar samninga sem byggjast á yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um launajöfnun, að opinberir aðilar,
Meira
MAGNÚS Leopoldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður áttu í gær fund með Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra í framhaldi af bréfi sem Jón Steinar skrifaði dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir því fyrir hönd Magnúsar að ráðherrann hefði frumkvæði að því að afla lagaheimildar til þess að opinber rannsókn gæti farið fram á gerð leirstyttunnar í Geirfinnsmálinu.
Meira
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur og Veiðifélag Gljúfurár í Borgarfirði hafa gert samkomulag um leigu á laxveiðiréttindum til SVFR til næstu fimm ára. Áin fór í útboð fyrr í haust, fimm tilboð bárust, en Veiðifélag Gljúfurár hafnaði öllum. Gerði SVFR síðan gagntilboð sem gengið var að.
Meira
SÝNING sem ber yfirskriftina "5 ár" verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 24. október, en þar er um að ræða sýningu á úrvali verka sem safnið hefur eignast frá því það hóf starfsemi sína fyrir rúmum 5 árum, í ágúst 1993. Á sýningunni eru fjölmargar myndir eftir myndlistarmenn frá Norðurlandi, m.a.
Meira
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustungu að byggingum Háskólans á Akureyrar í gær, föstudag, en þar er um að ræða nýtt kennsluhús um 2.000 fermetrar að stærð og er kostnaður áætlaður um 260 milljónir króna.
Meira
EGILL Jónsson segir að þrátt fyrir að nú séu til staðar í þjóðfélaginu öll skilyrði til efnahagslegs vaxtar sé vöxturinn undanfarin ár að mestu bundinn við höfuðborgarsvæðið. Þangað renni 60% af auknum ríkisútgjöldum. Þar njóti einstaklingar og fyrirtæki rýmri fyrirgreiðslu á fjármagnsmarkaði.
Meira
VERKEFNASTYRKUR Félagsstofnunar stúdenta var veittur í fyrradag í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Styrkinn hlýtur að þessu sinni Signý Marta Böðvarsdóttir fyrir kandídatsverkefni sitt í viðskiptafræði, Mögulegur ávinningur túnfiskveiða, sem unnið var undir leiðsögn dr. Runólfs Smára Steinþórssonar, dósents. Signý Marta lýkur námi frá Háskóla Íslands 24. október nk.
Meira
RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri óskar eftir því að vitni að umferðaróhappi við gatnamót Þingvallastrætis og Oddeyrargötu um kl. 16 í gær gefi sig fram. Bíll lenti þar á gangbrautarljósi. Vitað er að ökumaður á ljósleitum eða hvítum pallbíl ók þar um um þetta leyti og er hann beðinn um að gefa sig fram við lögreglu.
Meira
ÞÁTTTAKA Íslendinga á Ólympíumótum í skák á sér langa sögu. Hún hefur hverju sinni verið einn af hápunktum skáklífsins og hátíð skákáhugamanna. Aldrei hefur staðið slíkur styr um þátttökuna og hún verið í jafnmikilli óvissu eins og fyrir mótið sem nú er nýlokið í borginni Í ljósi umræðunnar sem geisað hafði hér heima og á vettvangi hinna alþjóðlegu fréttastofa,
Meira
TÍUELLEFU-verslanirnar hafa náð samkomulagi við Aðföng, vörudreifingarmiðstöð Baugs hf., sem er móðurfélag Hagkaups, Nýkaups, Bónuss og Hraðkaups, um innkaup á allri þurrvöru fyrir 1011-verslanirnar. Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Baugur hefði tekið yfir innkaup og lagerhald fyrir 1011-verslanirnar.
Meira
"AÐSTANDENDUR fylkingar jafnaðarmanna fljóta sofandi að feigðarósi," segir í forystugrein DV sl. fimmtudag. "Þeir eru lítilþægir í kröfum til sjálfs sín um árangur tilraunarinnar. Þeir horfa sljóum augum á lítið fylgi í hverrri skoðanakönnuninni á fætur annarri og algert fylgisleysi meðal ungra kjósenda." Bæjarradikalar
Meira
EFTIR látlaus fundahöld í rúma átta sólarhringa í ráðstefnumiðstöðinni Wye Mills í Maryland í Bandaríkjunum náðist loks samkomulag milli samningamanna Ísraela og Palestínumanna um næstu skref í samstarfi þjóðanna.
Meira
Útgáfutónleikar Bellatrix í Loftkastalanum sl. miðvikudagskvöld. Bellatrix skipa Elíza María Geirsdóttir, söngkona og fiðluleikari, Anna Margrét Hraundal, gítarleikari, Sigrún Eiríksdóttir, gítarleikari, Ester Ásgeirsdóttir, bassaleikari, og Karl Ágúst Guðmundsson, trommuleikari. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af nýútkomnum disk hljómsveitarinnar, g.
Meira
SEGA-menn leggja nú síðustu hönd á Dreamcast-tölvuna sem sett verður á markað í Japan í næsta mánuði. Einskonar generalprufa var á New Challenge-ráðstefnunni í Tókýó fyrir stuttu en þá kom meðal annars fram hvað vélin ætti að kosta. Dreamcast-tölvan kemur á markað 27. nóvember næstkomandi í Japan en á Vesturlöndum um mitt næsta ár.
Meira
NORRÆNA húsið stendur fyrir fyrirlestraröð í dag um barnamyndir í tengslum við Norrænu barnamyndahátíðina. Riitta Heinäman forstjóri Norræna hússins mun setja opna dagskrána með stuttu ávarpi kl. 10, en síðan verða fyrirlestrar til kl. 15. Fyrirlestrarnir verða fluttir á máli fyrirlesara en hægt verður að nálgast stutta útdrætti á ensku um efni þeirra á staðnum.
Meira
Leikgerð: Jón J. Hjartarson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jón J.
Meira
GUÐRÚN Gísladóttir er önnur leikkvennanna sem les textana við barnamyndir Norrænu barnamyndahátíðarinnar í dag. Hún mun lesa textann við dönsku myndirnar Karla Kanin Bio 2 kl. 13 í dag, og kl. 15 mun hún lesa textann við hreyfimyndir breska fyrirtækisins Aardman Animations.
Meira
Leikstjóri: Bille August. Handritshöfundur: Rafael Yglesias eftir verki Victors Hugo. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Goeffrey Rush, Uma Thurman og Claire Danes. 1998. HJARTAGÓÐA franska hetjan Jean Valjean stal brauðhleifi í fátækt sinni og þurfti að borga fyrir það allt sitt líf.
Meira
NETIÐ er til marga hluta brúklegt og þá ekki síst til samskipta við fólk. Fáir þurfa meira á að halda að komast í samband við almenning en stjórnmálamenn og Netið gefur þeim betri möguleika en áður að ná sambandi við umbjóðendur, kynna stefnumál sín og gefa netverjum færi á beinum samskiptum.
Meira
Bíórásin6.00, 12.00 Leiðin heim (Fly Away Home, '97), ein af betri barna- og fjölskyldumyndum síðari ára, fjallar um unga stúlku sem missir móður sína en finnur lífsgleðina hjá föður sínum og dýrunum á búgarðinum hans í Kanada. Með Önnu Paquin (Píanó), Jeff Daniels og Dönu Delaney.
Meira
Clay Fighter 63 , leikur fyrir Nintendo 64 frá Interplay. Leikurinn er slagsmálaleikur en þó leyfður fyrir alla aldurshópa. Í VENJULEGUM slagsmálaleikjum má oft sjá stór vöðvabúnt slást við ninjur og karategaura og aðra slíka óvini, í Clay Fighter er staðan aðeins öðruvísi, þú ert búinn til úr leir og átt að slást við aðra óvini búna til úr leir.
Meira
ÞÓTT ekkert gerðist ýkja merkilegt í dagskrám sjónvarpanna í síðustu viku var þó hægt að horfa á stöku atriði og forvitnilegt eins og alltaf áður, að fylgjast með fréttum á stöðvunum tveimur, ríkisrásinni og Stöð 2. Auðséð er að svokölluð vetrardagskrá er byrjuð í ríkiskassanum, sem marka má af því að þátturinn "Enn ein stöðin" er byrjaður.
Meira
Mikið að gerast á sviðinu FYRSTI dagskrárliður Unglistar '98 eftir setninguna er stór og mikil tískusýning sem haldin verður í Ráðhúsinu í kvöld kl. 20. Þar munu nemendur fataiðndeildar Iðnskólans sýna fatnað sem þeir hafa hannað og saumað.
Meira
Á LOKADEGI Norrænu barnamyndahátíðarinnar er almenningi gefinn kostur á að sjá valdar myndir af hátíðinni í Regnboganum. Vert er að minnast sýningar Borgarljósa Charlie Chaplin í Háskólabíói kl. 17, en eins og sagt hefur verið frá í blaðinu mun Sinfóníuhljómsveit Íslands spila undir myndinni. Eftirfarandi myndir eru því aðeins lítið brot af þeim myndum sem hægt er að berja augum í dag.
Meira
NÝ ÚTGÁFA af Communicator vafravöndlinum frá Netscape kom á markað á fimmtudag. Nokkuð er síðan seinni beta-útgáfa kom út af Communicator, en nú er sem sagt komin lokagerð vafravöndulins. Netscape lagði mesta áherslu á að auðvelda notkun vafrans og treysta undirstöður hans, en minni á að hraða vinnslunni. Að sögn verður þess meiri áhersla lögð á þá þætti í Communicator 5.
Meira
Leikstjóri og handritshöfundur: Vibeke Idsøe. Aðalhlutverk: Torbjørn Jensen, Benjamin Helstad, Jenny Skavlan og Terje Strömdahl. Filmkameratene A/S 1996. ÞAÐ hafa áður verið gerðar skemmtilegar myndir þar sem mannverur eru minnkaðar svo mikið að þær geta ferðast um líkama annarra lífvera.
Meira
SOUTH PARK-þættirnir hafa verið vinsælt efni í sjónvarpi vestan hafs og á Netinu og eru nú loks komnir í sjónvarp hér á landi; sýndir á Sýn undir heitinu Trufluð tilvera. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda vestan hafs og varla minnka vinsældirnar þegar kemur á markað leikur byggður á þáttunum. Fyrir jól er fyrirhugað að út komi leikur byggður á South Park-þáttunum.
Meira
Fyrir tveimur árum reið Johan Rönning hf. á vaðið með útgáfu á vörulista sínum á geisladiski. Nú er komin út ný útgáfa og ekki bara á geisladiski og á prenti, heldur er vörulistinn aðgengilegur á Netinu. Prentaður er vörulistinn alls 464 blaðsíður með 1.800 myndum, en einnig er til smærri gerð hans í plastkápu.
Meira
FRAMUNDAN er barátta á milli Sega og Sony um yfirráðin á leikjatölvumarkaðnum og enginn skyldi vanmeta Nintendo í þeim slag. Væntanlega á verð eftir að lækka og ýmislegur aukabúnaður að líta dagsins ljós til að svara Dreamcast- tölvu þeirra Sega-manna.
Meira
EKKI er logið á stuttbuxnaliðið. Nú hefur keppinautur Helga Hjörvars í borgarstjórn um titilinn stuttbuxi ársins slæðst inn á Alþingi. Og náttúrlega láta frelsishugsjónirnar Guðlaug þennan ekki í friði. Hann hefur fundið sér veglegt baráttumál og þá auðvitað í þágu þeirra sem veitir ekki af stuðningnum, kaupmannastéttarinnar í landinu.
Meira
Á FYRSTU þremur árum kvótakerfisins höfðu menn ekki gert það upp við sig hvoru kerfinu þeir ættu að fylgja. Þetta sést á mynd 3.1. Útgerðir þreifuðu fyrir sér í vali á milli sóknarkvóta og aflakvóta. En árið 1987 fer það að festast í sessi hvoru kerfinu menn vilja fylgja.
Meira
ÁRIÐ 1999 verður helgað málefnum aldraðra og er það í annað sinn sem heilt ár er helgað þessum málaflokki. Ég var svo heppinn að Alþýðubandalagið hafði trúað mér fyrir því að gegna starfi heilbrigðisráðherra um þær mundir þar sem ég gat fylgt í verki stefnu Alþýðubandalagsins.
Meira
EF EINHVER verður fyrir því óláni að lenda í vandræðum í óbyggðum, þá er til hér á landi mjög gott og fljótvirkt kerfi til þess að finna viðkomandi og koma honum til hjálpar. Ekki er horft í kostnað eða mannafla og getur kostnaður við eina slíka aðstoð numið tugum milljóna króna.
Meira
Á Alþingi hefur verið lögð fram tillaga til þingsályktunar um að íslenska táknmálið verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra. Flutningsmaður er Svavar Gestsson en hann lagði fram þessa tillögu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum.
Meira
Í LESBÓK Morgunblaðsins hinn 17. október sl. birtist rabb nefnt Land á vogarskálum eftir Gísla Sigurðsson. Þar víkur hann að viðtali blaðamanns Morgunblaðsins við mig, 30. september sl. um umbrot í Hagafellsjöklum. Orðrétt segir Gísli: "Helgi Björnsson jöklafræðingur var inntur eftir orsökum þessa framskriðs í Morgunblaðinu.
Meira
HINN 30. september sl. var hrundið af stað átaki til að bæta tölvukost Háskóla Íslands undir kjörorðinu Nám á nýrri öld. Verkefnið er unnið í samstarfi Hollvinasamtaka Háskóla Íslands og Stúdentaráðs HÍ og mun standa yfir í tvo mánuði. Á vettvangi Hollvinasamtakanna hefur um nokkurt skeið verið rætt um þörfina fyrir að styðja við bakið á Háskólanum í kaupum á tölvum og búnaði þeim tengdum.
Meira
MEÐ framkvæmd laga um kvótaþing sem tóku gildi hinn 1. september sl. má segja að mælirinn sé orðinn fullur. Þetta er síðasta skref stjórnvalda í þá átt að losa sig við þá er þurft hafa að leigja til sín kvóta. Afnám línutvöföldunar fór illa með útgerð margra kvótalítilla skipa. Með hagræðingu og hagkvæmum veiðum tókst þó mörgum að halda áfram.
Meira
ÞAÐ ER til lítil dæmisaga frá Bandaríkjunum sem íslenskir stjórnmálamenn og við öll ættum að geta dregið lærdóm af: Ef þú setur frosk í pott með heitu vatni, stekkur hann strax upp úr pottinum. En ef þú setur frosk í pott með köldu vatni og hitar vatnið smám saman, tekur froskurinn ekki eftir hækkandi hita en á endanum lætur hann lífið fullsoðinn.
Meira
MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina
Meira
Það er ef til vill síðbúið að senda til Ása, en þetta er hans dagur, fyrsti vetrardagur. Við vorum vanir því að fara upp að Hvítárvatni til veiða þennan dag, ef veður leyfði. Við Ási vorum samkennarar við Stýrimannaskólann í nær 40 ár. Margir nemendur sem hafa verið hjá honum í bekk, sérstaklega þeir sem voru í hraðferð, muna vel eftir Ása.
Meira
ÁSMUNDUR HALLGRÍMSSON Ásmundur Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu 7. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 15. september.
Meira
Elsku afi minn, þú varst besti vinur minn og nú ertu farinn. Það getur enginn komið í staðinn fyrir þig. Þú varst svo góður við mig, þú vildir allt fyrir mig gera. Það var svo gaman þegar þú hringdir eða ég til þín, því ég gat sagt þér allt og ég treysti þér svo vel.
Meira
Nú er komið að því að kveðja elsku afa minn, ég bjóst ekki við því að ég þyrfti að gera það strax, því við áttum eftir að gera svo ótalmargt saman. Miðvikudaginn 9. september sl. áttum við okkar síðustu stundir saman fyrir veikindi hans. Þann sama morgun, hringdi ég til ömmu og afa og sagði þeim að ég ætlaði að skreppa í heimsókn til þeirra, því það væri eyða í skólanum.
Meira
Elsku afi, aldrei hefði ég trúað því að þú myndir fara svona fljótt frá okkur, þú sem hafðir örugglega aldrei verið jafn hamingjusamur og ánægður með lífið. En maður fær nú víst ekki ráðið um það hvenær manns tími kemur. Þú hefur verið mér alveg einstakur afi sem hefur aðstoðað mig við að láta drauma mína rætast.
Meira
Ágætur Vestmannaeyingur, Eyþór Þórðarson, er látinn. Við brottför hans rifjast margt upp um hlut hans í félagsmálum okkar. Hann var félagshyggjumaður og starfaði mikið að félagsmálum í mörgum félögum og oft í forystu þeirra. Honum var ekki nóg að vera skráður félagi, hann kannaði málin vel og lagði oftast gott til mála út frá því.
Meira
Takk afi minn fyrir að vera mér alltaf innan handar, styðja mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, trúa alltaf á mig og fyrir að gera þér alltaf grein fyrir því, hvað við ættum stuttan tíma eftir saman. Það er erfitt að vera hérna ein, hinum megin á hnettinum, þessa dagana, en ég hefði ekki komist hingað og aldrei fengið að láta draum minn rætast án þinnar hjálpar.
Meira
Genginn er til hinstu hvílu Eyþór Þórðarson, tæpra 73 ára. Fundum okkar bar fyrst saman á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands fyrir réttum áratug, er Eyþór hóf þar störf við skjalavörslu og þjónustu safngesta. Hann hafði þá fyrir skemmstu látið af störfum suður á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann hafði allt frá árinu 1953 starfað sem vélstjóri við verkstjórn, viðhald og eftirlit kælitækja.
Meira
Það segir meira en mörg orð um heiðursmanninn Eyþór Þórðarson að ég skyldi kynnast honum í félagsskap ungra sjálfstæðismanna. Ekki um miðja öldina heldur fyrir um áratug þegar ég hóf að sækja fundi Heimdallar þar sem menn reyndu að kryfja hin ólíkustu þjóðfélagsmál til mergjar. Eyþór sótti oft fundi hjá félaginu þrátt fyrir að hann væri þá kominn yfir miðjan aldur enda síungur í anda.
Meira
Eyþór Þórðarson kom til starfa í Þjóðskjalasafni að loknu ævistarfi á sviði vélstjórnar og vélaeftirlits. Kom í hans hlut að starfa með gestum safnsins á lestrarsal og greiða götu þeirra sem þangað sækja. Hann hafði stundum á orði að það væri hamingjuríkt að eiga síðustu starfsárin á vettvangi sem hugur hans mun jafnan hafa staðið til.
Meira
Ég kynntist Eyþóri Þórðarsyni síðla árs 1976 er ég varð skólameistari í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem tók til starfa það haust. Margir samkennarar mínir á menntaskólastigi töldu mér vísan mótbyr þungan. Torvelt yrði að rótfesta þar syðra framhaldsskóla sambærilegan við þá sem fyrir voru í landinu sökum þess að skólahefð væri nær engin nema á grunnskólastigi.
Meira
Eyþóri kynntist ég fyrir rúmum áratug þegar svo æxlaðist að við urðum samstarfsmenn á Þjóðskjalasafninu. Hann hafði stundum á orði að það væri kynlegt að gamall gufuvélstjóri endaði starfsævina á skjalasafni en þar kom til einstakur sagnfræðiáhugi hans og söfnunarhneigð.
Meira
EYÞÓR ÞÓRÐARSON Eyþór Þórðarson fæddist á Sléttubóli í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1925. Hann lést 16. október síðastliðinn og fór útför hans fór fram frá Háteigskirkju 23. október.
Meira
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú var verndari alþjóðlegs geðheilbrigðisdags á Íslandi, sem haldinn er hátíðlegur 10. október ár hvert. Hún lét það vera sitt fyrsta opinbera embættisverk fyrir tveimur árum að ávarpa samkomu okkar af þessu tilefni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var mikill heiður fyrir félagsmenn og skjólstæðinga Geðhjálpar.
Meira
GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú fæddist 14. ágúst 1934. Hún lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum 12. október síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Hallgrímskirkju 21. október.
Meira
Það haustar. Eftir kyrrð og mildi síðsumarsins falla laufin með suðvestan vindinum þeim fyrsta á haustinu. Kominn er 12. október. Með þessum sama vindi í kvöldrökkrinu fjaraði út líf Halldórs á Halldórsstöðum. Að hverfa inn í hauströkkrið, falla með haustlaufunum voru í raun fullkomin leiðarlok manns sem alla sína tíð var samofinn fósturjörðinni.
Meira
Með þessum orðum langar mig að minnast afa míns, Halldórs frá Halldórsstöðum. Allt frá því ég man eftir mér áttu afi og amma stóran þátt í lífi mínu. Ég var í sveit hjá þeim sem barn og fram á unglingsár. Afi var hæglátur maður, dagfarsprúður mjög. Hann var glettinn og gamansamur. Reglusemi í hvívetna var honum eðlislæg. Ávallt lagði hann húfuna sína og vettlingana á sama stað í þvottahúsinu.
Meira
HALLDÓR INGIMAR GÍSLASON Halldór Ingimar Gíslason fæddist 10. september 1909 á Halldórsstöðum í Seyluhreppi. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 12. október. Foreldrar hans voru Gísli Benediktsson bóndi á Halldórsstöðum og Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja þar. Systkini Halldórs voru tvö, Björn í Reykjahlíð og Efemía í Húsey. 19.
Meira
Ég óska þér hjartanlega til hamingju með afmælið, litli bróðir. Í dag hefðir þú orðið 18 ára gamall. 18 ár eru ekki langur tími þegar maður hefur mikið fyrir stafni og ætlar að gera mikið úr lífi sínu eins og þú varst búinn að ákveða. Það er svo margs að minnast sem okkur hefur tekist í gegnum lífið, þegar þú varst lítill passaði ég þig þegar mamma og pabbi þurftu að skreppa frá.
Meira
HJALTI ÓLI EIRÍKSSON Hjalti Óli Eiríksson var fæddur í Reykjavík hinn 24. október 1980. Hann lést af slysförum 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 21. ágúst.
Meira
Eins og farfuglinn sem kveður sumarlandið bjarta einn haustdag eftir sólríkan sumarlangan daginn, svo kveður sál jarðvist sína. Eins og farfuglinn sem af eðlisávísun veit sér búinn ljúfan stað til vetrardvalar, svo veit sálin sér búinn ljúfan stað í landi ljóss, kærleika og friðar til dvalar.
Meira
HJÖRTUR SIGURÐSSON Hjörtur Sigurðsson fæddist að Lundarbrekku í Bárðardal 13. nóv. 1938. Hann lést af slysförum hinn 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Marína Baldursdóttir frá Lundarbrekku, f. 20.10. 1908, d. 8.5. 1978 og Sigurður Sigurgeirsson frá Stafni í Reykjadal, f. 27.1. 1899, d. 2.1. 1987.
Meira
Í dag er borin til grafar tengdamóðir mín Indíana Sturludóttir og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún Inda eins og hún var alltaf kölluð var mikill fagurkeri og bar heimili hennar þess glöggt merki.
Meira
Við systkinin viljum í fáeinum orðum minnast ömmu okkar, Indu í Valhöll, en það var hún oftast kölluð. Í Valhöll bjuggu hún og afi Már lengstum. Valhöll var stórt hús á þessum tíma, þrjár hæðir og ris, og bjuggum við á efstu hæðinni. Þar af leiðir voru samskipti okkar ömmu Indu og afa Más mjög mikil og náin.
Meira
INDÍANA STURLUDÓTTIR Indíana Sturludóttir fæddist 12. nóvember 1909 í Vestmannaeyjum. Hún lést á dvalarheimili aldaðra, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sturla Indriðason, f. 19.9. 1877 frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 1.1. 1945, og Fríður Lárusdóttir, f. 17.4. 1880, frá Búastöðum í Vestmannaeyjum, d.
Meira
Með Ingþóri Sigurðssyni er horfinn einn af bestu sonum þessa lands og er sem sveitin hans sé ekki söm eftir sem áður. Þar sem Ingþór fór var engin lognmolla hvort sem var í blíðu eða stríðu, á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar en hann gat líka látið í sér hvína ef þannig stóð á. Ingþór var mikill höfðingi heim að sækja og einkenndi mikil gleði, gestrisni og fjölmenni heimili þeirra hjóna.
Meira
Minn elskulegi tengdafaðir Ingþór Líndal Sigurðsson er látinn. Þegar ég minnist Ingþórs kemur fyrst í hugann þakklæti fyrir allt. Ég kynntist Ingþór fyrst þegar ég kom til hans í sveit 12 ára gömul og hjá honum og fjölskyldu hans átti ég yndisleg sumur sem böðuð eru birtu minninganna. Í sveitinni varð vinnan leikur og margar góðar stundir í heyskapnum og húsunum.
Meira
Ástkær tengdafaðir minn er látinn og verður hans hlýi faðmur ekki lengur til að ylja mér né öðrum sem til hans sóttu. Kynni okkar urðu allt of stutt þar sem samband mitt við Gumma son hans, eins og hann er alltaf kallaður, hófust ekki fyrr en haustið '93. Það haust kom ég fyrst að Uppsölum.
Meira
Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum. Hann var fremur hár vexti, myndarlegur og sterklegur maður. Ég sé fyrir mér ömmu við hlið hans fíngerða og brosmilda. Saman taka þau á móti mér opnum örmum þegar ég, borgarbarnið, kem til þeirra í sveitina. Inni bíða dýrindis kræsingar í eldhúsinu og rætt er um það sem hæst ber á líðandi stundu í sveitinni.
Meira
Með fáeinum orðum langar mig að minnast afa míns, Ingþórs Sigurðssonar á Uppsölum. Þegar ég vissi að hann væri sofnaður svefninum langa setti mig hljóða því mér fannst að ég væri ekki tilbúin að kveðja. Ég var alltaf á leiðinni norður og þar sem okkur finnst að tíminn sé alltaf nægur þá dróst ferðin á langinn þar til of seint var að leggja af stað.
Meira
INGÞÓR LÍNDAL SIGURÐSSON Ingþór Líndal Sigurðsson fæddist 24. nóvember 1920 að Hólabaki í Sveinsstaðahreppi. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 13. október sl. Foreldrar hans voru Húnvetningar, þau Kristbjörg Kristmundsdóttir og Sigurður Líndal Jóhannesson.
Meira
Þegar komið er að kveðjustund er sjóður minninganna okkur dýrmætur og verður ekki frá okkur tekinn. Öll eigum við systkinin svo bjartar og yndislegar minningar um föður okkar, að þær hjálpa okkur nú þegar sorgin hefur barið að dyrum. Við skiptumst á að segja hvert öðru frá þeim gleðistundum sem við áttum með pabba og minningarnar hrannast upp.
Meira
Kæri Kjartan, það er skrítið til þess að hugsa að þú sért ekki lengur í næsta nágrenni. Þú varst alltaf svo glaður og líflegur og aldrei heyrði ég þig tala illt um nokkurn mann. Þín verður lengi saknað. Efst í huga mínum eru allar þær sögur sem þú sagðir mér, og öðrum kunningjum þínum, þegar ég var yngri. Þú varst einstakur maður á því sviði.
Meira
Það var mjög gott að alast upp í Garðinum fyrir hálfri öld. Lítil byggð var þá fyrir ofan veg. Húsin fjögur, Varir, þar sem afi og amma bjuggu, Brekka, Borg og Bjarmaland, heimili þriggja systkina frá Vörum, stóðu svo þétt að þau voru í kallfæri hvert við annað.
Meira
Horfinn er einn hinna traustu liðsmanna úr templarasveit. Í meira en hálfa öld skipaði Kjartan Ásgeirsson sæti í framvarðarsveit íslenskra bindindismanna, sívökull í baráttunni fyrir hinum góða málstað, sem hann lagði lið af lífi og sál. Kjartan fæddist á Ísafirði en flutti suður í Garð 16 ára að aldri, hóf þar sjómennsku og í Garðinum ól hann allan sinn aldur upp frá því.
Meira
Elsku tengdapabbi. Nú er komið að kveðjustund. Það er erfitt að hafa þig ekki hjá okkur lengur, því þú varst okkar fasti punktur í tilverunni. Alltaf varstu tilbúinn að hlusta á okkur, leiðbeina okkur og rétta hjálparhönd. Afabörnin gátu alltaf komið í heimsókn og þú sagðir þeim sögur, sumar þeirra skáldaðir þú jafnóðum.
Meira
Enginn fer með meðhjálparabænina eins og hann gerði. Hann var meðhjálpari í Útskálakirkju í 23 ár. Saman störfuðum við í kirkjunni í níu ár. Það var ómetanleg lífsreynsla fyrir ómótaðan og reynslulítinn prestinn að kynnast og starfa með honum.
Meira
Þá ert þú farinn, elsku afi minn, og skilur eftir þig mikinn söknuð í hjarta mínu. En góðar minningar og það að vita að þú kvelst ekki lengur gerir söknuðinn léttari að bera. Elsku afi, minningarnar um þig eru allmargar, en þessar eru meðal annarra efstar í huga mér: Þegar þú sast með harmonikuna þína og spilaðir og söngst öll þín uppáhaldslög.
Meira
Gott er að vera gestur að Bjarmalandi í Garði. Hlýlegt er viðmót húsráðenda. Nú hefur húsbóndinn kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Hann sat gjarnan við eldhúsgluggann og naut útsýnis yfir sjóinn og rifjaði upp liðna tíð, ígrundaði nútíðina og velti fyrir sér framtíðinni. Það var margs að minnast eftir hartnær hálfrar aldrar sjósókn.
Meira
KJARTAN ÁSGEIRSSON Kjartan Ásgeirsson fæddist á Ísafirði 8. júní 1922 og bjó þar til níu ára aldurs og síðan í Reykjavík til 1939. Síðasttalda árið flutti hann í Garðinn og bjó þar til æviloka. Hann lést á Landspítalanum 15. október síðastliðinn. Foreldrar Kjartans voru Davíð Ásgeir Bjarnason, sjómaður, f. 9.6. 1878, d. 28.8. 1926, og Jóhanna A.
Meira
Mikill heiðursmaður er genginn á vit feðra sinna, þar sem fer tengdafaðir minn, Högni Pétursson, fyrrverandi bóndi á Ósi í Bolungarvík. Hann lést að morgni 19. október sl. tæplega 87 ára að aldri. Högni fæddist og ólst upp í Bolungarvík í skjóli foreldra og systkina. Hann byrjaði snemma að taka til hendi við þau störf er algengust voru á þeim tíma, fiskvinnu og gegningar búfjár.
Meira
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við vitum að nú er hann langafi kominn til langömmu og þau munu fylgjast með okkur. Barnabarnabörn.
Meira
Kristján Högni Pétursson Ó, mikli mildi Guð, sem miðlar gæðum öllum og veitir oss það allt, vort eigið sem vér köllum, gef þú mér hjarta hreint og helga dagfar mitt, svo hegðun mín og mál æ mikli nafnið þitt.
Meira
KRISTJÁN HÖGNI PÉTURSSON Kristján Högni Pétursson frá Ósi fæddist í Bolungarvík 23. október 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar að morgni 19. október sl. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteina Guðmundsdóttir, f. 31.5. 1885, d. 7.9. 1963, og Pétur J. Ólafsson, f. 7.11. 1884, d. 31.5. 1963.
Meira
Orð Kahlil Gibran koma upp í huga minn er ég hugsa til afa míns og minnist þeirra stunda sem ég átti með honum. "Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." Stundirnar með afa voru sannarlega gleðistundir því afi var einstakur.
Meira
Elsku afi, ég kveð þig að sinni með sárum söknuði og trega en hugga mig við það að skilnaðarstundin við hið jarðneska líf er dagur samfunda við þá sem hafa horfið þér. Það er rétt sem sagt er að ástin þekkir ekki dýpt sína fyrr en á skilnaðarstundinni og læt ég daginn í dag geyma minningar hins liðna og draum hins ókomna.
Meira
Sunnudaginn 18. október sl. hvarfst þú úr þessari veröld, ég heimsótti þig nýlega á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og spurði hvernig þér liði; "Mér líður vel", síðan var sest niður við rúmstokkinn og málin rædd án nokkurra fordóma. Það var löngum vitað af þeim sem þekktu þig að þú værir ekki rúmfastur nema eitthvað mikið væri að. Heilsuhraustur varstu alla tíð og síst af öllu færir þú að kvarta.
Meira
ODDUR ODDSSON Oddur Oddsson var fæddur 10. apríl 1913 í Hvammi í Bolungarvík. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Guðmundsson, f. 7.10. 1867 á Hallsteinsnesi í Gufudalssveit, A-Barðastrandarsýslu, og Halldóra Bjarnadóttir, f. 27.10. 1879 á Breiðabóli í Skálavík.
Meira
Þegar skrifa á um Óskar tengdaföður minn eru orð fátækleg. Slíkur mannkostamaður var hann, að af öðrum bar, og er það sagt án þess að á nokkurn sé hallað. Í fari hans voru svo margir jákvæðir, afgerandi þættir að undrun og aðdáun vakti. Úr augum Óskars skein birta og hlýleiki þess sem er með flekklausa sál og hreinleika hugans.
Meira
Elsku afi okkar. Þú varst eini afinn sem við fengum öll að kynnast og það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til ömmu og afa á Laugarvatni. Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar við lítum til baka og við eigum ánægjulegar minningar sem við geymum alla tíð.
Meira
Elsku afi, þegar kemur að kveðjustund eru mér efst í huga öll þau sumur sem ég dvaldi hjá ykkur ömmu á Laugarvatni og allar þær góðu stundir sem ég átti þar. Ég vil þakka þér, elsku afi, fyrir þá hlýju og umhyggju sem þú sýndir okkur Söru alla tíð og hversu vel þú fylgdist með framvindu náms míns og hvattir mig áfram.
Meira
Þeim fækkar nú óðum starfsmönnum Héraðsskólans á Laugarvatni sem helgað hafa honum starfskrafta sína frá upphafsárum hans. Óskar Jónsson var nemandi skólans á árunum 19331935 og fljótlega eftir það hóf hann störf við skólann bæði sem kennari og lengst af sem húsvörður og skólasmiður. Kynni okkar Óskars hófust fyrst er ég kom að Laugarvatni haustið 1948.
Meira
Góði Guð, ég þakka þér fyrir tengdapabba minn. Það var í maí 1974 sem ég kom fyrst í heimsókn að Brún á Laugarvatni. Þar tóku elskulegir verðandi tengdaforeldrar á móti mér með þeirri hlýju og gestrisni sem einkenndu þau alla tíð síðan. Þegar litið er til baka á árin, sem liðið hafa allt of fljótt, er margs að minnast og margt að þakka. Ég minnist sérstaklega jólanna sem við áttum saman.
Meira
Nú þegar ég kveð Óskar Jónsson kennara og smið eftir margra áratuga samveru og vináttu á Laugarvatni vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Óskar lauk námi frá Héraðsskólanum að Laugarvatni með góðum árangri. Þá kom í ljós hve hagur hann var ekki síst í trésmíði. Nokkru síðar vantaði smið og kennara í handavinnu við skólann.
Meira
Með Óskari Jónssyni er genginn enn einn þeirra manna sem ríkastan þátt áttu í uppbyggingu skólaseturs á Laugarvatni. Hann kom til Laugarvatns sem nemandi héraðsskólans 1933, réðst þangað kennari 1938 og varð brátt staðarsmiður og umsjónarmaður bygginga. Svo mikilli tryggð tók hann við staðinn að Laugarvatn átti alla hans orku og umhyggju til æviloka.
Meira
Látinn er háaldraður, góður lærifaðir, Óskar Jónsson frá Vatnagarði í Landsveit. Hann var ekki haldinn hatrömmum sjúkdómi en Elli kerling vann á honum smátt og smátt og kvaddi hann þennan heim 13. október sl. á Sjúkrahúsi Selfoss. Og það var ljúft að heyra að hann kvaddi án teljandi þrauta, svaf rólegur fram eftir nóttu en vaknaði ekki meir.
Meira
ÓSKAR JÓNSSON Óskar Jónsson fæddist 5. október 1913 í Vatnagarði, Landsveit í Rangárvallasýslu. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ófeigsson bóndi í Vatnagarði, f. 3.12. 1879 í Næfurholti á Rangárvöllum, d. 26.12. 1959, og Guðfinna Þórðardóttir, f. 3.2.
Meira
Kær vinur okkar, Ragnar Björnsson, er fallinn frá. Það var sá mikli ógnvaldur krabbameinið sem vann stríðið. Það sem okkur, sem fylgdumst með baráttu Ragnars við sjúkdóminn, kom mest á óvart, var hve mikinn styrk, æðruleysi og kraft hann átti í þeim mörgu orustum sem honum tókst að vinna. Sigrún var aldrei langt undan.
Meira
Ragnar Björnsson er allur. Hann var ein meginstoð organistastéttarinar, alla ævi virkur. Hann var glæsilegur fulltrúi Íslands á erlendri grund, en um margra ára skeið fór hann í orgeltónleikaferðir víða um lönd, allt fram til þess tíma er hann var að taka upp baráttu við sjúkdóm þann sem nú hefur lagt hann að velli.
Meira
Ragnar, þakka þér fyrir þessi tíu ár sem ég hef þekkt þig og fengið að vera nemandi þinn. Margt hefur breyst á þessum tíma, þar á meðal þú og ég, en samt fannst mér þú alltaf vera eins. Þú varst einn af stólpunum í lífi mínu tvisvar í viku öll þessi ár hef ég farið niður í tónlistarskóla að hitta þig.
Meira
RAGNAR BJöRNSSON Ragnar Björnsson fæddist 27. mars 1926 í Torfustaðahúsum, Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Ragnar var kvaddur frá Dómkirkjunni 19. október. Útför hans fór fram frá Hvammstangakirkju 20. október.
Meira
Sigríður Ólöf Jónsdóttir er farin heim til Guðs. Hún hefur lokið langri sendiför fyrir hann og nú hefur hún heyrt orðin hljómfögru: Gott, þú trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar Herra þíns. Hún treysti Guði og elskaði orð hans og nú hefur það ræst fyrir henni. Sú himneska von sem hún hafði alla ævi fyrir augum er nú veruleiki.
Meira
Við viljum minnast ömmu okkar, Sigríðar Ólafar Jónsdóttur, er lést 19. október síðastliðinn. Amma giftist Guðbjarti Jónssyni, skipstjóra, sem lést árið 1991 og var hjónaband þeirra var afar farsælt, þar sem reglusemi, dugnaður og heiðarleiki voru í hávegum höfð. Þau voru einstaklega samrýnd.
Meira
SIGRÍÐUR ÓLöF JÓNSDÓTTIR Sigríður Ólöf Jónsdóttir fæddist á Höfðaströnd. í Grunnavíkurhreppi 17. febrúar 1911. Hún lést 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Arnórsson, f. 27.8. 1852, d. 28.3. 1931, og Kristín Jensdóttir, f. 20.8. 1869, d. 19.5. 1946. Sigríður var tekin í fóstur aðeins tveggja mánaða gömul af.
Meira
HAGNAÐUR Citigroup Inc., stærstu fjármálaþjónustu heims, minnkaði um 53% á þriðja ársfjórðungi, sumpart vegna taps sem verðbréfadeildin Salomon Smith Barney varð fyrir vegna fjármálaumrótsins í heiminum.
Meira
DEUTSCHE Bank AG hefur ekkert viljað segja um blaðafrétt þess efnis að hann eigi í undirbúningsviðræðum um kaup á Bankers Trust, sjöunda stærsta bankaeignarhaldsfélagi Bandaríkjanna. "Við höfum fyrir reglu að segja ekkert um markaðsorðróm," sagði talsmaður stærsta banka Þýzkalands. Bankers Trust vill ekki heldur nokkuð um málið segja.
Meira
ÁKVÖRÐUN eigenda fataverslunarinnar Sautján um að draga sig út úr samningaviðræðum við verslunarmiðstöðina Smáralind, mun ekki hafa nein áhrif á framvindu verkefnisins né verða til þess að draga úr áhuga annarra kaupmanna á þátttöku. Þetta er mat Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar ehf.
Meira
TÍU-ELLEFU verslanirnar munu frá og með næstu viku kaupa alla sína þurrvöru frá nýrri vörudreifingarmiðstöð Baugs hf., Aðföngum. Þar með mun um fimmtungur vara 10-11 verða keyptur í gegnum fyrirtæki í eigu stærsta samkeppnisaðilans, en þurrvaran er um 20% af veltu 10-11.
Meira
Í SEPTEMBER voru hrein kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum 2.204 milljónir króna. Þetta er um 750 milljónum króna meira en í ágúst og hefur fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa ekki verið jafn mikið síðan í nóvember í fyrra, að því er fram kom í Morgunfréttum Íslandsbanka í gær. Að sögn Sigurðar B.
Meira
EXXON olífélagið segir að hagnaður þess á þriðja ársfjórðungi hafi minnkað um 23% í 1,4 milljarða dollara úr 1,82 milljörðum á sama tíma í fyrra vegna þess að olíuverð lækkaði um þriðjung og hefur ekki verið lægra síðan 1986. Hagnaður á hlutabréf minnkaði í 58 sent úr 74 sentum eins og sérfræðingar höfðu búizt við. Framleiðsla Exxon stóð í stað og nam 1,55 milljónum tunna á dag.
Meira
HJÁLMAR Kjartansson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Handsals hf. Hjálmar mun taka við starfinu þegar formlegt leyfi fyrir ráðningunni hefur fengist frá viðskiptaráðherra en að sögn Ragnars S. Halldórssonar varaformanns stjórnar Handsals er búist við að leyfið fáist á næstu vikum.
Meira
LOKAGENGI lækkaði yfirleitt í evrópskum kauphöllum í gær eftir lægra byrjunarverð í Wall Street í kjölfar nýlegra hækkana. Hlutabréf í Frankfurt hækkuðu lítið eitt, en lækkanir urðu í London, París og Amsterdam, þótt viðskipti væru dræm. Í gjaldeyrisviðskiptum varð hækkun dollars gegn marki í vikunni nánast að engu, en dalurinn hélt velli gegn jeni.
Meira
MICROSOFT-hugbúnaðarrisinn jók rekstrarhagnað sinn á fyrsta fjórðungi reikningsárs síns meir en sérfræðingar höfðu búizt við og býst við að hagnaðurinn haldi áfram að aukast á yfirstandandi ársfjórðungi.
Meira
ROVER Group, Bretlandsarmur BMW AG í Þýzkalandi, hefur kynnt Rover 75, forstjórabílinn sem getur ráðið úrslitum um framtíð fyrirtækisins, og lýst því yfir að stefnt sé að því að minnka grunnkostnað um nokkur hundruð milljónir punda.
Meira
THULE bjór, sem Sól-Víking framleiðir í 500 ml dósum, hefur tekið mikinn sölukipp að undanförnu. Stefán Steinsen markaðs- og sölustjóri bjórs hjá Sól-Víking þakkar söluna auglýsingum sem birst hafa í fjölmiðlum þar sem fylgt er eftir velgengni bjórsins í nýlegri bjórkeppni í Danmörku.
Meira
SVEPPIR hafa verið á tilboðsverði í nokkrum verslunum að undanförnu. Tilvalið er að kaupa 1-2 kíló þegar verðfall verður og frysta í litlum skömmtum. Sveppirnir eru skornir niður í litlar sneiðar og eru bestir ef þeir eru steiktir í smjöri eða smjörva. Ein pönnufylli í einu. Hægt er að nota mismunandi krydd, t.d.
Meira
FRAM kom fyrir stuttu á Neytendasíðunum að lítið framboð væri af skyndibitafæði fyrir grænmetisætur á tveimur þekktum skyndibitafæðiskeðjum í Reykjavík. Hjá Steinþóri I. Ólafssyni, eiganda Pizza Hut, kom fram að boðið væri upp á salatbar, grænmetispizzu og grænmetispastarétt á veitingahúsinu.
Meira
HAGKAUP hóf sölu á járnhúsgögnum í gær. Húsgögnin eru frá Tékklandi og eru úr massífu járni, ýmist með gler- eða viðarplötum. Um er að ræða, hillur, sófaborð, lampaborð, stóla, blaðagrindur, arinsett, kertastjaka og margt fleira. Húsgögnin fást í Hagkaup Skeifu, Kringlu, Smáratorgi og Akureyri.
Meira
HAFIN er sala á nýjum orkudrykk undir nafninu NICE. Orkudrykkurinn er framleiddur úr náttúrulegum afurðum og hentar sérstaklega vel fyrir og eftir íþróttaviðburði, próf, erfiðan vinnudag eða ferðalag að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Umboðsaðili NICE á Íslandi er Eðalvín ehf. og kemur orkudrykkurinn frá Svíþjóð. Í hverri dós eru 250 ml.
Meira
KOMIN er á markað ný húðvörulína frá Jergens, sem nefnist Bioré (Bee your'ray) sem er sérstaklega framleidd fyrir fólk á aldrinum 18-34 ára. Forvitnilegasta nýjungin er plástur til djúphreinsunar á húð og svitaholum á nefi. Plásturinn binst óhreinindum í svitaholunum og lyftir þeim upp.
Meira
ÞRÁTT fyrir að innlent bann á notkun stykkjaverðs í sölu á grænmeti og ávöxtum hafi verið fest í sessi með aðild Íslendinga að samningnum um Evrópskt efnahagssvæði var lítið gert til að uppræta stykkjaverðið þar til Samkeppnisstofnun kannaði ástandið í matvöruverslunum undir lok september.
Meira
70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 24. október, verður sjötug Sigurborg Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, Reynimel 68, Reykjavík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn.
Meira
HÚN mætir aðeins of seint í tímann hjá Unnari.Yngstu börnin hennar, tvíburarnir Sigríður Erla og Vilhjálmur Snær Ólafsbörn sem eru fjögurra ára, höfðu verið með uppsteyt heimafyrir. Þau vildu fara með nýju inniskóna í leikskólann sem mamman hafði keypt deginum áður en skórnir voru of litlir svo það þarf að skipta þeim.
Meira
80 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 26. október, verður áttræð Ásthildur Þorsteinsdóttir, ljósmóðir, frá Hróarsholti í Flóa, Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Halldór Ágústsson, bóndi frá Hróarsholti. Hann lést í september 1992.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 24. október, verður áttræð Jónína Elíasdóttir frá Bolungarvík, Boðahlein 16, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Kristján Friðgeir Kristjánsson. Þau eru að heiman.
Meira
Kynning íslenskra bókmennta erlendis er sífellt umræðuefni og sýnist sitt hverjum. Á Bókastefnunni í Frankfurt sem er nýlokið lagði Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar áherslu á að Íslendingar blekktu ekki sjálfa
Meira
EKKI er alltaf farið vel með íslenskt mál í blöðunum. Lesandi sendi Víkverja úrklippu úr Kópavogspóstinum, þar sem í lokaorðum viðtals við bæjarbúa nokkurn segir: "Mig langar líka að koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu árar í bát varðandi söfnunina.
Meira
Fyrsta danskeppni vetrarins. Sunnudaginn 18. október. FYRSTA danskeppni vetrarins hér á Íslandi fór fram í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi sl. sunnudag. Það var Dansskóli Jóns Péturs og Köru sem stóð að keppninni, sem styrkt var af Supadance skóumboðinu á Íslandi. Sjötíu og sex pör voru skráð til keppninnar og voru keppendur á aldrinum 816 ára.
Meira
HVAÐ er til ráða? Líklega gera sér ekki allir grein fyrir því hvað kartöflur eru næringarríkar og fer neysla þeirra minnkandi einkum meðal ungs fólks og barna. Dreifingaraðilar kartaflna mættu gera meira af því að auglýsa þær og gefa góðar einfaldar uppskriftir. Flestar þjóðir nýta kartöflur á miklu fjölbreyttari hátt en Íslendingar.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 24. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Matthea K. Guðmundsdóttir og Ingimar Einarsson, Bugðulæk 13, Reykjavík.
Meira
Spurning: Fram undir fertugt hafði ég nokkuð reglulegar hægðir, þ.e.a.s. einu sinni á dag. En upp úr fertugu fór að gæta öllu meiri og öflugri starfsemi þarna neðan beltis, hægðirnar urðu miklu tíðari, nokkrum sinnum á dag og stundum mjög vatnskenndar. Það sem verra er að vindgangur er orðinn mikill.
Meira
Í HÚSI mínu eru margar vistarverur og í húsi draumsins sýni ég þær. Innréttingar, herbergjaskipan, stærð, form, litir, steinn, stál eða tré, allt eru þetta atriði sem skipta verulegu máli fyrir skilning manns á eigin draumum og þar með sjálfi, því draumahúsið er þitt hús, þú sjálfur, þitt athvarf, þín fórn.
Meira
Í dag er laugardagur 24. október 297. dagur ársins 1998. Fyrsti vetrardagur. Orð dagsins: Þú Drottinn, ríkir að eilífu, þitt hásæti stendur frá kyni til kyns. (Harmljóðin 5, 19.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Freyja ogFaxi fóru í gær.
Meira
HERMANN Þorsteinsson í Reykjavík skrifar mér afar vinsamlegt bréf sem ég þakka kærlega. Honum er sem áður mjög hugað um hreinleik móðurmáls okkar og ódeigur í baráttu sinni fyrir góðu málfari. Ég verð að játa að ég er í nokkrum efnum umburðarlyndari gagnvart breytingum sem tunga okkar hefur tekið. Kannski eru það aldursmörk á umsjónarmanni.
Meira
Óvenju mikið verður um að vera í íslensku skáklífi næstu vikuna. Meðal viðfangsefna íslenskra skákmanna eru Íslandsmótið í landsliðsflokki, Evrópukeppni taflfélaga, heimsmeistarakeppni barna og unglinga og Meistaramót Taflfélagsins Hellis.
Meira
SIGGA hafði samband við Velvakanda og vildi hún setja út á nýju strætisvagnana hjá SVR. Segir hún að það sé ómögulegt að sitja hver á móti öðrum í vögnunum, það sé svo þröngt ef margir séu í vagninum. Og svo segir hún að það sé ekki hægt að fara með hjól eða barnavaga inn í þessa vagna. Finnst henni þetta mikil afturför að bjóða upp á svona vagna.
Meira
MESSAÐ verður í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 25. október kl. 14:00, á siðbótardegi. Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju, messar. Boðið verður upp á akstur fyrir þá sem það kjósa og lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Þeim sið verður fram haldið að taka altaristöflumynd kirkjunnar niður við lok haustmessunnar og færa hana til vetursetu í hlýrri húsakynnum.
Meira
ÞEGAR grannt er skoðað er það engin tilviljun að borgarastéttin sækist eftir minjum klassísku fornaldarinnar um fyrirmyndir. Fornlistin byggðist á borgaralegum skipulagsmætti en oft er innra samhengi milli skynsemishyggju borgaralegs lýðræðis og hinnar fornu klassísku listar.
Meira
Vetrarstarf Bridsfélags Siglufjarðar hófst með aðalfundi mánudaginn 5. okt. sl. Spilað er á mánudagskvöldum og hefst spilamennskan kl. 19.30. Nýr spilastaður er nú Lionssalurinn Suðurgötu 6, en áður var spilað á Hótel Læk. Mánudaginn 12. október var spilaður eins kvölds tvímenningur, 18 pör í tveimur riðlum.
Meira
ARNAR Gunnlaugsson var enn á skotskónum í gærkvöldi er hann gerði eina mark Bolton er liðið tapaði fyrir Bristol City, 2:1, á útivelli í ensku 1. deildinni. Arnar kom Bolton yfir á 5. mínútu og var sérlega vel að markinu staðið. Hann fékk sendingu frá vinsti, tók boltann með sér og lyfti honum síðan snyrtilega yfir markvörðinn sem kom út á móti og í bláhornið.
Meira
Aganefnd Knattspyrnusambands Englands tilkynnti í gær að Paolo di Canio, miðherji Sheffield Wednesday, hefði verið úrskurðaður í 11 leikja bann og sektaður um 10.000 pund, 1,1 millj. kr., fyrir að hrinda dómara í úrvalsdeildarleik á móti Arsenal 26. september sl.
Meira
REYNIR Þór Reynisson, markvörður KA og landsliðsins, hefur verið meiddur á hné að undanförnu eftir að hafa fengið högg á hnéð í fótbolta. Hann sagðist í gær ekki vera viss um að geta tekið þátt í leiknum gegn Sviss á morgun.
Meira
Rúnar Alexandersson er óumdeilanlega besti fimleikamaður landsins. Hann sýnir á hátíðarsýningu Fimleikasambandsins í dag en næsta markmið hans er að verða meistari á Norður-Evrópumeistaramótinu, heimsmeistarakeppnin er að ári og Ólympíuleikarnir í Sydney árið 2000.
Meira
FLORENCE Griffith Joyner, hlaupadrottningin sem lést í september, notaði ekki ólögleg lyf á íþróttaferli sínum, segir í skýrslu bandarískra meinafræðinga sem rannsakað hafa sýni sem tekin voru við krufningu. Í skýrslunni kemur fram að hún hafi fengið flog í svefni og kafnað. Primo Nebiolo, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF) sagðist feginn að niðurstaða lægi fyrir.
Meira
GUÐJÓN Valur Sigurðsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi sem leikur með KA, handarbrotnaði í leik með 2. flokki félagsins í gær. Hann gekk til liðs við KA fyrir þetta tímabil frá Gróttu/KR og hefur leikið í vinstra horninu í vetur.
Meira
Hótel Íþróttasambands Íslands í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal verður lagt niður um áramót og húsnæðinu breytt í skrifstofuaðstöðu fyrir sérsambönd og aðra aðstöðu fyrir m.a. þjálfara, sjúkraþjálfara og dómara. Rekstur kaffiteríu verður óbreyttur en lögð verður áhersla á að bæta og markaðssetja funda- og veitingaaðstöðuna í Íþróttamiðstöðinni fyrir íþróttahreyfinguna.
Meira
Á aukaaðalfundi Samtaka íþróttafréttamanna í gær var Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, kjörinn formaður. Hann tekur við af Skapta Hallgrímssyni, sem verið hefur formaður undanfarin ár, en er nú hættur störfum sem íþróttafréttamaður. Jón Kristján Sigurðsson á DV verður gjaldkeri áfram en Arnar Björnsson hjá Íslenska útvarpsfélaginu óskaði eftir því að ganga úr stjórninni.
Meira
Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður sagði að nú væri að duga eða drepast fyrir íslenska liðið á móti Sviss á morgun. "Það er ekkert sem heitir, við verðum að vinna og það með þremur mörkum eða meira. Við verðum að bæta leik okkar frá því í síðustu leikjum til að ná að sigra. Við höfum ekki náð að stilla saman strengina, hvernig sem á því stendur.
Meira
Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, sagði að leikurinn við Sviss yrði að vinnast, annars væri draumurinn um HM í Egyptalandi úti. "Það gera flestir sér grein fyrir mikilvægi þessa leiks. Aðalatriðið er að við gerum okkur grein fyrir því sjálfir. Ég trúi ekki öðru en við gerum það. Þetta er ekkert spurning um hvað eða hvort, heldur förum við í leikinn og vinnum hann.
Meira
RÚSSNESKI handknattleiksmaðurinn hjá Fram, Oleg Titov, fór í uppskurð í gær vegna bakmeiðsla. Ljóst er að hann leikur ekki með Fram fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Framara sem spáð var meistaratitlinum.
Meira
Íþróttahúsið á Sauðárkróki, fyrri leikur í 8-liða úrslitum Eggjabikarkeppninnar, föstudaginn 23. október 1998. Gangur leiksins: 12:2, 17:14, 21:22, 33:30, 41:31, 49:42, 51:49, 55:58, 58:69, 69:76, 75:81, 82:85.
Meira
Sigurður Bjarnason, sem leikur með þýska liðinu Bad Schwartau, var kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikinn í Aarau í Sviss. Hann fékk þó ekki að leika með liðinu, en sat þess í stað upp í stúku og fylgdist með. Hann æfði með liðinu í Valsheimilinu í gær og virtist í góðri æfingu. "Það var auðvitað leiðinlegt að fá ekki að spila úti í Sviss.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll á morgun og hefst leikurinn kl. 16. Leikurinn er mjög mikilvægur íslenska liðinu því það verður að sigra og helst með sem mestum mun.
Meira
Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson leggja upp í rallkeppni í Wales í dag og takast á við 100 keppendur í bresku meistarakeppninni í rallakstri. Þeir hafa búið sig vel undir keppnina í næsta nágrenni við Silverstone Formúlu 1 brautina, aka Subaru Legacy, sem þeir urðu meistarar á í fyrra.
Meira
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ mun á næstu vikum og mánuðum beita sér fyrir fræðslufundum um stöðugleika skipa. Tilgangur fundanna er að minna á mikilvægi málsins fyrir öryggi áhafna og skipa. Á fundunum verður farið yfir alla helstu þætti sem varða stöðugleika skipa og notast við myndband og módel til að skýra málið frekar. Þá er einnig farið yfir helstu lög og reglur.
Meira
FLEST bendir nú til að sjómannafélögin í landinu sameinist í eitt stórt landsfélag sjómanna. 21. þing Sjómannasambands Íslands samþykkti ályktun í gær þess efnis að nauðsynlegt sé að fækka félögum, sem hafi samningsumboð til að semja um kaup og kjör sjómanna, fækki þannig að félagseiningarnar verði færri og stærri.
Meira
Í SVARTA sal Nýlistasafnsins sýnir Bjargey Ólafsdóttir "Falskar tennur," sem er fjögurra mínútna, 16 millimetra kvikmynd, sem hún gerði í Finnlandi fyrr á þessu ári, og í Bjarta sal gefur að líta ljósmyndir sem hún vann í tengslum við kvikmyndina. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 16 og stendur til 8. nóvember; opin alla daga nema mánudaga kl. 1418.
Meira
YFIRSKRIFT samsýningar sem verður opnuð í Forsal og Gryfju Nýlistasafnsins í dag, laugardag, kl. 16, er "Neither nor" eða "Hvorki né". Hér er á ferð farandsýning níu erlendra listamanna og eins íslensks.
Meira
Laugardagar eru spennandi. Þá fara börnin út í litlu búðina á horninu og fá bland í poka. Það er aldrei að vita hvað lendir í pokanum, það fer allt eftir því hvert skeið kaupmannsins ratar tilviljanakennt milli smástampanna í búðarborðinu: nokkrir lakkrísar, þrjár karamellukúlur, svoldið bleikt gúmmínammi, gervigervitennur (ætar), töluvert af logandi sterkum klumpum,
Meira
Á Suðurlandi og raunar á öllu Íslandi er ekki víða til fegurra og víðfeðmara útsýni en frá Bræðratungu í Biskupstungum og má segja að einu gildi hvert litið er. Að vísu er það svo að fegurðin er afstætt og ómælanlegt hugtak og sumum þykir ugglaust að óvenjulega víðáttumikil tún út frá háum bæjarásnum, sumpart sundurskorin af skurðum,
Meira
Bræðratunga er höfuðból og sögustaður í Biskupstungum og þar mun nú vera stærsta bú á Íslandi. Blaðamaður Lesbókar leit á búskap og landkosti í Tungu í fylgd með Sveini bónda Skúlasyni, en í Tungu er þar að auki merkileg kirkja eftir brautryðjandann Rögnvald Ólafsson arkitekt.
Meira
EFNT verður til stofnunar styrktarfélags Sveinssafns að lokinni messu í Krýsuvíkurkirkju á sunnudaginn kl. 14, en þá verður altaristöflumynd kirkjunnar tekin niður og færð til vetursetu í Sveinshús, þar sem Sveinn heitinn Björnsson listmálari vann að listsköpun sinni.
Meira
Eftir að Elín var sest að í Eddubæ hóf hún ræktunarstarf fyrir alvöru, gróðursetti fjölda trjáplantna, auk þess sem hún kom sér upp dáfallegum blómagarði. Í viðtali við Elínu sem birtist í Tímanum 1960 segist hún ekki hafa keypt eina einustu trjáplöntu, heldur fengið þær gefins eða ræktað upp af fræjum.
Meira
Fyrir réttum þrjátíu árum, hinn 20. júlí 1968, var opnuð all sérstæð málverkasýning í Reykjavík. Sýningin vakti kannski ekki mikla athygli og ekki var brotið neitt blað með henni í íslenskri myndlistarsögu, en málarinn, Elín Blöndal, og sýningarstaðurinn, hænsnahúsið og hlaðan í Eddubæ í Elliðaárdal,
Meira
Þess hefur verið farið á leit við mig að ég lýsti í stuttu máli aðferðinni sem ég notaði og leiddi til tilgátunnar um að Leifsbúðir hafi verið á 41 N en sá breiddarbaugur liggur m.a. um New York-borg, sbr. Lesbók Mbl. 19. sept. 1998. Á þessum atriðum er byggt: a)Í Eddu Snorra Sturlusonar (Íslendingasagnaútg. 1954, skáldskaparmál bls.
Meira
Ein bókanna sem tilnefndar eru til Booker- verðlaunanna að þessu sinni er aðeins til á Netinu. Höfundurinn er David Gettman og bókin heitir Angels of Russia, hefur fengið góða dóma og verið tilnefnd til fjölmargra verðlauna. Höfundurinn rekur fyrirtæki með rafrænar bækur sem aðeins eru tiltækar á Netinu.
Meira
FÉLAG leikmynda- og búningahöfunda sæma í fyrsta sinn leikmyndahöfund heiðursorðu félagsins við athöfn á Hótel Borg í dag, laugardag kl. 15. Fyrstur leikmyndahöfunda sem sæmdur er orðunni er Snorri Sveinn Friðriksson, sem í rúman aldarfjórðung hefur starfað sem forstöðumaður leikmyndadeildar Sjónvarpsins.
Meira
ARI fróði getur þess í Íslendingabók, að Úlfljótur hafi haft út hingað lög úr Noregi. "En þau voru flest sett að því, sem þá voru Gulaþingslög eða ráð Þorleifs hins spaka Hörða-Kárasonar voru til, hvar skyldi auka eða af nema eða á annan veg setja" (Ísl. fornr. I.1., bls. 7). Gulaþing mun hafa skipst á þrjú fylki í öndverðu.
Meira
EINS og undanfarin ár hafa aðeins þrjú íslensk bókaforlög sýningarbása á Bókastefnunni í Frankfurt. Mál og menning og Forlagið eru með sameiginlegan bás og Vaka- Helgafell sér. Aðeins þunnt skilrúm skilur Íslendingana að og menn hafa það að orði að auðvelt sé að sameinast enda sameiningartal ofarlega
Meira
Röddin innan í fingrum mínum er enn djúpt grafin undir húðinni því strengirnir sem hljóma milli olnboga og úlnliðs mynda kæfandi orð og hrópandi angist sargandi, þvargandi eitthvert hjómlaust lag ósamstilltir; tættir strengir verja sína hljóðu iðju á meðan orð grafa um sig í huldum sárum,
Meira
Mútter Courage, Makki hnífur, Súrabaja- Johnny og ótal fleiri þekktar jafnt sem minna þekktar persónur úr verkum Bertolts Brechts stíga fram á svið Iðnó í túlkun söngkonunnar Sifjar Ragnhildardóttur, sem syngur fjöldann allan af kvæðum Brechts
Meira
Í SÚM-salnum á efstu hæð Nýlistasafnsins sýna þær Annu Wilenius frá Finnlandi og Nathalie van den Burg frá Hollandi. Þær eru báðar að stíga sín fyrstu skref á vettvangi myndlistarinnar. Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa verið gestanemendur í Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir þremur árum og hafa að undanförnu dvalið í gestavinnustofunni í Straumi sem styrkþegar.
Meira
Ég vissi að það var hún af því að hún hafði svo stór gleraugu og varirnar blóðrauðar. Ég vissi að það var hún af því að bros hennar var ekki bros heldur sorg sem var límd yfir andlitið. Ég vissi að það var hún af því að hún var með grænar neglur, í leðurjakka og reykti luckies.
Meira
Í dag er ekki aðeins verið að byggja upp miðborgina í Berlín af mikilli framsýni heldur er verið að reisa nokkur íbúðahverfi í jaðri borgarinnar. Þessi starfsemi er ekki síst tilkomin vegna þess að fyrir árið 2000 á stjórnsýslan öll að vera flutt frá Bonn til Berlínar.
Meira
DÓMKÓRINN efnir til sinna árlegu Tónlistardaga í Dómkirkjunni dagana 24. október til 8. nóvember. Þetta hefur verið árlegur viðburður í kirkjunni undanfarin sautján ár. Á dagskránni verða bæði flutt innlend og erlend verk. Tónlistardagarnir hefjast með tónleikum í Dómkirkjunni í dag, laugardag, kl. 17. Þar flytur Dómkórinn, undir stjórn Marteins H.
Meira
PAVAROTTI hefur hætt við að syngja hlutverk Cavaradossi í Tosca á sviði Metropolitan-óperunnar í New York í næsta mánuði. Ástæðan er sú, að söngvarinn er enn að jafna sig eftir aðgerð á hné. Hann stefnir samt ótrauður á að syngja á sviði óperunnar 22. nóvember, en þá eru 30 ár síðan hann fyrst söng þar.
Meira
INGVELDUR G. Ólafsdóttir mezzosópransöngkona og Atli Heimir Sveinsson tónskáld halda tónleika í Sigurjónssafni sunnudaginn 25. október kl. 17. Á efnisskrá eru sönglög úr leikritum Shakespeares, ítalskar antíkaríur og sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og Johannes Brahms. Ingveldur stundaði söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, í Amsterdam og í Torontó.
Meira
Í NÝJASTA tölublaði tónlistartímaritsins Gramophone hlýtur diskur með verkum tónskáldsins Thomas Adés sérstök verðlaun fyrir flutning og hljóm. Upptökustjóri og tæknimaður á diskinum er Tryggvi Tryggvason.
Meira
Hér áður fyrr af öllum skáldum bar ég og enginn stóð mér jafnfætis um söng. Svo öruggur um yfirburði var ég, að ódauðleika hlytu ljóð mín löng. Því afréð ég að egna þær til keppni sem allar níu mynda fagran kór. Ég treysti mjög á hæfileika og heppni, en hreykti mér um of því fór sem fór.
Meira
Í JANÚARMÁNUÐI síðastliðnum fann ég að því í Morgunblaðinu að forsætisráðuneytið hefði skipað nefnd til að gera tillögur um minningarathafnir í tilefni af þúsund ára afmæli landnáms norrænna manna í Vesturheimi, án þess að þar væri nokkur maður til nefndur sem hefði sannanlega þekkingu á efninu.
Meira
Grandvarir púrítanar í Guðs eigin landinu landa gáttast er náttúran háttar og afklæðist heilögum anda, lifa í stöðugum ótta við lostans og fýsnanna fjanda og freistingu holdsins sem dafnaði fremur en þvarr og undrast ef Clinton ennþá lætur sér standa alveg á sama um Mr. Kenneth Starr.
Meira
ÞÝSKA sinfóníuhljómsveitin í Berlín undir stjórn Vladimir Ashkenazy flytur tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Fílharmoníusalnum í Berlín í dag, laugardag, og er um frumflutning að ræða í öðru tilvikinu. Aðrir tónleikar verða svo haldnir á morgun.
Meira
ÞÁ LILJU MUN ENGINN VILJA KVEÐIÐ HAFA EFTIR HELGA HALLGRÍMSSON FIMMTÍU ÁRA FERILL FLJÓTSDALSVIRKJUNAR Hugmyndin um Fljótsdalsvirkjun á nú hálfrar aldar sögu að baki. Sú saga er vörðuð tilviljunarkenndum atvikum og hrossakaupum.
Meira
DAUÐAR HEIÐAGÆSIR Það var á ósköp venjulegum degi sem búið var að setja örlítinn stein á útidyratröppurnar við hvert einasta hús hér í bæ eða það leit helst út fyrir það, varla höfðu steinarnir orðið til þarna af sjálfu sér og enn ólíklegra að þeir hefðu dottið af himnum.
Meira
Risíbúð hjá ungu pari í Þingholtunum. 4 Val á myndarömmum tekur mið af mörgu. 6 Lýsing árið um kring. 8 Heimili prýtt verkum húsmóðurinnar. 10 Innanhússarkitektar veita ráðgjöf á heimilinu. 11 Ungt fólk gerir upp íbúð við Bergstaðastræti. 12 Málarar eru listhneigðir iðnaðarmenn.
Meira
EINFALDUR stíll, fáir hlutir, hreinar línur, ljósir litir, burstað stál í bland við önnur efni eins og grófan eða fínan við og flísar er meðal þess sem einkennir tískuna á heimilinu um þessar mundir að mati Ólafar Örvarsdóttur arkitekts. "Nú virðist sem efni og efnisáferð sé látin skapa fjölbreytileika í stað lita og vinsælt er að blanda þessu saman.
Meira
"MENN eru í æ meira mæli farnir að nýta sér innanhússarkitekta," segir Guðbjörg Magnúsdóttir, formaður Félags innanhússarkitekta. Um áttatíu innanhússarkitektar eru í félaginu hér á landi og segir hún að þeir eigi yfirleitt um þriggja til fimm ára nám að baki.
Meira
Bergljót Arnalds leikkona og rithöfundur heimsótt í Skerjafjörðinn Gamlir og nýir hlutir á hlýju heimili í norðankulda Snyrtiborð frá aldamótum, skápur smíðaður fyrir Strandarkirkju og ljósakrónur frá langafa og langömmu í bland við nútímalega muni eru meðal þess sem finna má á heimili Bergljótar Arnalds,
Meira
HÚSIÐ keyptu þau árið 1990 og var það þá í "sæmilegu standi" eins og þau orða það. Fyrsta árið leigðu þau húsið þar sem þau dvöldu erlendis en eftir það komu þau heim í þrjú ár og tóku neðri hæðina í gegn. Aftur fóru þau utan og dvöldu erlendis í þrjú ár, komu heim og gerðu upp efri hæðina og risið.
Meira
ELDHÚSIÐ er fyrst og fremst vinnustaður en hlutverk þess hefur einnig þróast í það að vera samverustaður fyrir fjölskylduna og gesti heimilisins. Margir hafa því tekið svo til orða að hjarta heimilisins sé í eldhúsinu. Þar eigi nútímafjölskyldan oft sínar bestu samverustundir og vinir setjist þar gjarnan yfir kaffibolla á góðum degi og tali um allt eða ekkert.
Meira
Á hverju heimili hanga á veggjum skreytingar eins og ljósmyndir, málverk, landakort og jafnvel peningaseðlar. Ef verja á gripina fyrir hnjaski og skemmdum er ráð að ramma þá inn enda bæta rammar iðulega nýrri vídd við listaverk. Sigurbjörg Þrastardóttir leitaði að þumalputtareglum um rammaval og komst að því að smekkur ræður mestu. Þó ekki öllu.
Meira
NÚ þegar veturinn gengur í garð tekur náttúran breytingum. Grasið fölnar, laufin falla og dýrin skipta um ham til að mæta vetrarkuldanum. Mennirnir gera einnig sínar ráðstafanir, þótt þær séu öllu hversdagslegri. Þeir draga til að mynda fram hlýju fötin, kaupa fleiri kertastjaka, setja upp nýjar gardínur eða dekka borð með vetrarlegu ívafi.
Meira
Á ÞÓRSHÖFN búa hjónin Guðrún Kristjánsdóttir læknir og Nikolai Sokolov og er heimili þeirra sérstætt og fallegt. Guðrún dvaldi um árabil í Rússlandi og eignaðist þar að vinum ýmsa listamenn, sem margir hverjir hafa náð langt á heimaslóðum sínum.
Meira
HERBERGIÐ hans Magnúsar Guðmundssonar, 17 ára nema, er langt frá því að teljast hefðbundið, en er kannski dæmi um það sem koma skal. Hann býr hjá foreldrum sínum í Breiðholti og hefur fengið tvo spreyjara, þá Einar Val Aðalsteinsson og Þorgeir Frímann Óðinsson, til þess að skreyta einn vegginn í herbergi sínu með svokölluðu "graffiti" listaverki.
Meira
HELGI Kr. Eiríksson fór til Þýskalands fyrir 12 árum til að afla sér sérþekkingar á sviði lýsingar. "Þá hafði ég unnið sem rafverktaki um nokkurt skeið og rekið ljósaverslun, en komist að því að ég gat ekki leyst vandamál viðskiptavina jafn vel og ég vildi. Til þess vissi ég ekki nóg um eiginleika hinna ólíku tegunda ljósabúnaðar.
Meira
"VIÐ brutum eiginlega allt og brömluðum hérna," segir Sigrún Eiríksdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim framkvæmdum sem hún og unnusti hennar, Stefán Kristinsson, réðust í til þess að gera upp litla íbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík.
Meira
"FÓLK sem lætur mála hús sín innanstokks og utan leggur mun meira upp úr vönduðum vinnubrögðum í dag en var um langan tíma. Það hugsar vandlega um liti og efnisval og leitar gjarnan ráða hjá fagmönnum," segir Helgi Grétar Kristinsson, málarameistari og kennari í málaradeild Iðnskólans í Reykjavík. Hann kveðst ánægður með þessa þróun enda mikið í húfi þegar málning er valin og borin á.
Meira
GERA má ráð fyrir að frá upphafi hafi maðurinn fengið sér sæti. Hvort sem sannleikurinn um upphaf mannsins er í kenningum Biblíunnar, þróunarkenningu Darwins eða annars staðar, er ekki ósennilegt að frummaðurinn hafi tyllt sér á þægilegan trjábút eða stein þegar hann vildi hvíla lúin bein.
Meira
SJÁLFUR segir Pétur að sér þyki mest viðurkenning felast í því að margir vilji nota það sem hann hannar og Pétur ætti að vita hvað hann syngur, því í rúmlega 30 ár hefur hann fengist við húsgagnahönnun og lumar bæði á hugmyndum og útfærslum sem
Meira
SENNILEGA hafa aldrei verið eins mörg raftæki inni á heimilum fólks og einmitt nú á dögum. Raftækin eru orðin stór þáttur í lífi hvers og eins og leiðum við því allt of sjaldan hugann að þeim hættum sem fylgja notkun þeirra. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði og er algengasta ástæðan bilun af einhverju tagi í leiðslum. Fleiri hættur stafa þó af rafmagni.
Meira
BAÐHERBERGIÐ hefur hingað til þótt heldur óvenjulegur staður fyrir uppáhalds málverkin á heimilinu. Sennilega vegna þess að þar er mikill raki og yfirleitt lítil sem engin loftræsting. Hins vegar eru til leiðir til þess að ramma verkin inn þannig að hvorki raki né loft komast að.
Meira
"ÉG VAR búinn að leita að uppgerðri íbúð í miðbænum í tvö og hálft ár og þegar við skoðuðum þessa féllum við gjörsamlega fyrir henni," segir Jörundur Matthíasson tölvunarfræðingur um risíbúð þá sem hann og unnusta hans Sigrún Jóhannsdóttir festu kaup á fyrir tæpur tveimur árum.
Meira
"ÉG HEF einhverja þörf fyrir að skapa og held reyndar að sú þörf búi í okkur öllum þótt hún brjótist út á marga vegu," segir Inga Björk Sveinsdóttir þegar hún tekur á móti blaðamanni á heimili sínu og eiginmanns síns, Braga Sigurþórssonar, í Vogalandi. Sköpunargleðin kemur líka fljótt í ljós þegar svipast er um á heimili þeirra hjóna.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.