Greinar fimmtudaginn 29. október 1998

Forsíða

29. október 1998 | Forsíða | 354 orð

Handtaka Pinochets úrskurðuð ólögmæt

DÓMSTÓLL í Bretlandi ógilti í gær handtökuheimild á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, en gaf fyrirmæli um að hann yrði áfram í stofufangelsi þar til afstaða hefði verið tekin til beiðni um áfrýjun. Meira
29. október 1998 | Forsíða | 229 orð

Jeltsín afsalar sér stjórn efnahagsmála

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur afsalað sér yfirstjórn efnhagsmála til Jevgenís Prímakovs, forsætisráðherra landsins, að því er kom fram í viðtali við Oleg Sysujev, aðstoðarskrifstofustjóra forsetans, sem birtist í rússnesku dagblaði í gær. Mikilvægasta verkefni forsetans mun nú vera að sjá til þess að arftaki hans taki við stöðugu og traustu búi, að sögn Sysujevs. Meira
29. október 1998 | Forsíða | 90 orð

Sfinx sóttur í sæ

FRANSKIR kafarar hífa sfinx- styttu úr granítsteini upp af hafsbotni í Alexandríuflóa í gær. Franski sjávarfornleifafræðingurinn Franck Goddio, sem stýrði aðgerðum, telur að styttan beri ásjónu Ptolemys XII, föður Kleópötru hinnar frægu, drottningar Egyptalands á tímum Júlíusar Sesars. Meira
29. október 1998 | Forsíða | 385 orð

Skæruliðar KLA varaðir við að hefna harma sinna

SKÆRULIÐAR Frelsishers Kosovo (KLA) hafa snúið aftur til margra svæða sem þeir voru hraktir frá í sumar, eftir að stór hluti öryggissveita serbnesku lögreglunnar hefur verið fluttur á brott úr héraðinu síðustu daga. Vestrænir sendimenn vöruðu skæruliðana við því í gær að færa sér brottflutninginn í nyt og hefna harma sinna á serbneskum íbúum Kosovo. Meira

Fréttir

29. október 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

25% aukning útlána síðustu tólf mánuði

ÚTLÁN innlánsstofnana hafa aukist um tæp 25% síðustu tólf mánuði og lausafjárstaða þeirra hefur lækkað um rúma 22 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnunar, en þar kemur fram að útlán innlánsstofnana hafi aukist mjög hratt allt árið 1997 og það sem er þessu ári og lausafjárstaða þeirra lækkað ört að sama skapi. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Athugasemd frá Leifi Sveinssyni

LEIÐRÉTTING við frétt í Morgunblaðinu hinn 2. október sl. um dóm Hæstaréttar í málinu nr. 85/1998: Íslenska ríkið gegn Myllunni-Brauði hf. I. Völundur hf. er stofnaður 25. febrúar 1904 af 40 trésmiðum í Reykjavík, hlutafjárframlag hvers 300 kr., samtals 12.000 kr. II. Völundi hf. er slitið 2. júní 1933 og tvö hlutafélög stofnuð af grunni hans, Timburverslunin Völundur hf. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Athugasemd vegna kynningar á fræðsluriti

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: Tilefni þessarar athugasemdar er yfirskriftin yfir frétt í Morgunblaðinu 24. október sl. en þar er sagt frá kynningu á fræðsluriti um "Launajafnrétti í framkvæmd í dreifstýrðu launakerfi". Yfirskrift fréttarinnar er "Dreifstýrt launakerfi leiðir til launamisréttis". Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Athugasemd vegna skrifa um SUS og lögleiðingu fíkniefna Vinnubrögðum DV harðlega mótmælt

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi athugasemd: Á síðustu dögum hafa DV og Fókus gefið í skyn að Samband ungra sjálfstæðismanna hafi á dögunum samþykkt ályktun þess efnis að neysla fíkniefna skuli lögleyfð hér á landi. Var það fyrst gert í Fókus sem birtist föstudaginn 23. okt. sl. og síðan fylgt eftir með alvarlegum rangfærslum í Dagfara mánudaginn 26. okt. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Atlanta í heimsreisu með 360 Svía

LOCKHEED Tristar-þota Atlanta er nú á þriggja vikna ferð um heiminn með vinningshafa í sænska Bingó-lottóinu. Annast Atlanta ferðina fyrir breska flugfélagið Caledonian Airways. Ferðinni lýkur 7. nóvember Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 568 orð

Áætlað markaðsvirði 4,2-6,3 milljarðar króna á ári

HEILDARÚTSTREYMI gróðurhúsalofttegunda á Íslandi var árið 1996 áætlað um 2,7 milljónir tonna af koldíoxíðsígildi og miðað við líklegt markaðsverð ef viðskipti með losunarkvóta á gróðurhúsalofttegundum verða gefin frjáls er "verðmæti" íslenskrar losunar 3,8-5,7 milljarðar króna á ári. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

Bilanir af þessu tæi erfiðar viðureignar

"BILUNIN var í viðvörunarbúnaði fyrir vængbörð vélarinnar og þarna er um að ræða vandamál í rafbúnaði sem var í lagi við prófanir eftir atvikið á þriðjudagsmorgun en kom svo aftur fram um kvöldið," sagði Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær, Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 438 orð

Breska ríkisstjórnin segir ráðherrann einan ábyrgan

BRESKA ríkisstjórnin hefur þvegið hendur sínar af allri ábyrgð á Ron Davies, ráðherra í málefnum Wales, en hann sagði af sér í fyrradag. Hafði hann þá verið rændur eftir að hafa slegist í för með ókunnum manni, sem hann hitti í skemmtigarði. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

"Bylting" Jörundar 1809 rædd á söguslóðum

HOLLVINAFÉLAG heimspekideildar Háskóla Íslands gengst fyrir almennum fundi á fimmtudaginn kemur, 29. október, um valdatöku Jörgens Jörgensens, öðru nafni Jörundar hundadagakonungs á Íslandi fyrir tæpum 190 árum. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Castro neitar því að vera auðmaður

Castro neitar því að vera auðmaður Havana. Reuters. FÍDEL Castro, leiðtogi Kúbu, vísar á bug fullyrðingum um að hann hafi rakað saman auði á þeim nær fjórum áratugum sem hann hefur verið við völd á eynni. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Doktor í ónæmismeinafræði

BALDUR Sveinbjörnsson varði doktorsritgerð í ónæmismeinafræði við læknadeild háskólans í Tromsø í Noregi 22. ágúst sl. Ritgerð Baldurs ber heitið "Immunomodulationof murine tumors ­ studies on cellular mechanisms and mediators." Sex vísindagreinar mynda ritgerðina. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 507 orð

Dómstóll hækkar örorkumat manns úr 10% í 75%

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað að varanleg örorka manns, sem var 66 ára er hann lenti í bílslysi sé 75%, en áður hafði örorkunefnd metið varanlega örorku hans 10%. Málavextir eru þeir að maðurinn var ökumaður bíls sem ekið var aftan á snemma árs 1995 og kastaðist bifreiðin á annan bíl fyrir framan. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 108 orð

Elding banaði fótboltaliði

Elding banaði fótboltaliði Kinshasa. Reuters. ELDING varð 11 knattspyrnumönnum að bana í Kongó um síðustu helgi. Laust henni niður í miðjum leik og svo undarlega vildi til, að allir leikmenn annars liðsins féllu fyrir henni en hinir sluppu ósárir. Var skýrt frá þessu í dagblaði í Kinshasa í gær. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 317 orð

Fáir geta státað af slíkum stuðningi

SKRIFAÐ var undir styrktarsamning Skíðasambands Íslands og nokkurra fyrirtækja í Ólafsfirði við Kristin Björnsson skíðamann í heimabæ hans, Ólafsfirði, fyrir helgi. Styrkurinn er að upphæð 1.150 þúsund krónur. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fjarskiptasafn Landssímans opnað

FJARSKIPTASAFN Landssímans var formlega opnað í gær. Safnið er til húsa í gömlu loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Opið verður á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum frá klukkan 13 til 17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir samkomulagi og er aðgangur ókeypis. Jón Ármann Jakobsson er forstöðumaður safnsins. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

Fjölsótt ráðstefna um rafmagnsöryggismál

LANDSSAMBAND íslenskra rafverktaka gekkst nýlega fyrir viðamikilli ráðstefnu um rafmagnsöryggismál á Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu rafverktakar af öllu landinu ásamt fulltrúum Löggildingarstofu, Samorku, skoðunarstofa á rafmagnssviði, Félags raftækjaheildsala, Sjóvár- Almennra og Rafiðnaðarsambands Íslands. Samtals sátu ráðstefnuna rúmlega 70 manns. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Fræðslufundur LAUF

FRÆÐSLUFUNDUR LAUF, landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöld, í sal Félags heyrnalausra, Laugavegi 26, og hefst hann kl. 20.30. Fulltrúi frá ÍTR, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, kynnir starfsemi sína. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Gekk úr rúmi fyrir Motzfeldt

AASIAAT er lítill bær. Þar búa 3.200 manns og þar er aðeins eitt hótel, hótel Nanoq, auk sjómannaheimilis. Fyrirmennin, sem komu til bæjarins í tilefni opnunar flugvallarins, urðu að fá inni á meðan á hátíðarhöldunum stóð. Í hótelinu eru aðeins 6 herbergi og 3 þeirra voru bæði svefnherbergi og skrifstofur íslenzku yfirmannanna. Meira
29. október 1998 | Miðopna | 1201 orð

Gerir lagasetningu alfarið að innanríkismáli

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í gær að álit Lagastofnunar Háskóla Íslands væri mikilvægt þar sem þar kæmi fram að frumvarpið um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði bryti ekki í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslendinga og væri því um innanríkismál að ræða. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 295 orð

Gífurleg úrkoma fylgir fárviðrinu

HELDUR hefur dregið úr vindstyrk í fellibylnum Mitch en um tíma var hann einn sá öflugasti á Karíbahafi á þessari öld. Var vindhraðinn kominn í gær niður í 120 km á klukkustund en þá var hann úti fyrir ströndum Hondúras. Fylgir bylnum gífurleg úrkoma og hefur hann orðið 14 að bana að minnsta kosti. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Greiða ákveðið hlutfall af hagnaði

HÓTEL Saga og Hótel Ísland munu um næstu áramót hefja samstarf við alþjóðlegu Radisson SAS-hótelkeðjuna sem er í eigu flugfélagsins SAS. Engar breytingar verða á eignar- og starfsmannahaldi við samstarfið. Innan Radisson SAS eru nú 84 hótel í 30 löndum og 18 hótel, þar á meðal Hótel Saga og Hótel Ísland, munu bætast í hópinn á næstunni. Meira
29. október 1998 | Óflokkað efni | 188 orð

Héraðsverk með lægsta tilboðið

Grundarfirði-Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum var með lægsta tilboð í lagningu nýs vegar um Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Tilboð í vegkaflann sem liggur milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar voru opnuð 13. október sl. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar hljóðaði upp tæpar 294 milljónir. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 247 orð

Hlaut þriggja ára fangelsisdóm

28 ÁRA gamall karlmaður, Haukur Örn Aðalsteinsson, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. Hann var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 8. ágúst sl., við vegbrún skammt suðvestan við bensínafgreiðslu Skeljungs á Reykjanesbraut í Kópavogi, veist að 46 ára gamalli konu, Meira
29. október 1998 | Landsbyggðin | 156 orð

Hraðkaup verslunarkeðja til Egilsstaða

Egilsstöðum-Verslunarkeðjan Hraðkaup hefur gert samning við Bæjarás ehf. um leigu á 440 fm húsnæði undir matvöruverslun. Staðsetning verslunarinnar er í Miðvangi 1, en það er nýtt hús sem hefur verið í byggingu í nokkur ár. Að sögn Jóns Sch. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Hægt að sinna 15­20% rannsókna

RANNSÓKNARSTOFA Landspítalans í blóð- og meinefnafræði mun einungis geta sinnt um 15­20% af nauðsynlegum rannsóknum vegna bráðaveikra sjúklinga eftir að ráðgerðar uppsagnir 47 meinatækna koma til framkvæmda aðfaranótt næsta sunnudags. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hættuleg mengun hjá mörgum líkamsræktarstöðvum

VATN í heitum pottum reyndist verulega mengað hjá 9 af 11 líkamsræktarstöðvum í Reykjavík sem heiðbrigðissvið Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kannaði nýverið ásamt Hollustuvernd. Í vatninu fundust kólígerlar, saurkólígerlar og pseudomonasgerlar sem allir geta valdið sýkingum, m.a. í eyrum og þvagfærum. Þá var gerlamagn margfalt það magn sem miðað er við. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

JÚLÍUS ÞÓRÐARSON

HANS Júlíus Þórðarson, fyrrverandi útvegsmaður, lést á heimili sínu á Akranesi aðfaranótt 28. október, á nítugasta aldursári. Júlíus fæddist 11. mars árið 1909 á Grund á Akranesi. Hann var næst elstur níu barna hjónanna Emilíu Þorsteinsdóttur frá Grund og Þórðar Ásmundssonar, kaupmanns og útgerðarmanns frá Háteigi á Akranesi. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 217 orð

Kanna öryggi finnskra ferja

FINNSKA siglingamálastjórnin hyggst kanna byggingu, þol og fleiri atriði sem varða öryggi farþegaskipa sem fyrst. Í kjölfar Estonia-slyssins voru stafnhlerar allra farþegaskipa skoðaðir. Nú virðist óljóst hvort nóg hafi verið að gert fyrir fjórum árum, en ekki er útilokað að þær forsendur sem gengið var út frá hafi reynst rangar. Meira
29. október 1998 | Miðopna | 2020 orð

Komnir niður úr botninum

Staðan í rússnesku efnahagslífi er til marks um spillingu, gallaða skattheimtu og veikt bankakerfi Komnir niður úr botninum Ekki ríkir mikil bjartsýni á framtíðina í Rússlandi. Eftir efnahagskreppu í lok sumars blasir við langur og strangur vetur. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kroppurinn liðkaður í kuldanum

SÉRA Snorri Björnsson á Húsafelli á 18. öld var vel syndur þótt sú íþrótt hefði lítið verið stunduð fram eftir öldum. Snorri bar góðan skilning á almennt gildi "kroppslegra þolrauna" og hélt sér einnig í þjálfun með því að reyna sig á Kvíahellunni sinni við Húsafell. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ljóðalestur við Ráðhúsið

ANNA Kristín Arngrímsdóttir, leikkona, les upp ljóð fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag, fimmtudag, kl. 13 til varnar náttúru miðhálendisins. Ljóðalestur Önnu Kristínar er í framhaldi af ljóðalestri og afhendingu áskorunar til alþingismanna um að vernda miðhálendi Íslands sem Náttúruverndarsamtök, útivistarfélög og listafólk stóðu að 8. október sl. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 416 orð

Lyklavaldaskipti í fimmtán ráðuneytum

DAGINN eftir skipun sína í embætti tóku hinir fjórtán nýju ráðherrar ríkisstjórnar þýzkra jafnaðarmanna og Græningja, auk kanzlarans Gerhards Schröders, í gær formlega við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Söguleg eru umskiptin í ráðuneytum utanríkis- og innanríkismála. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Lögreglan leitar upplýsinga

ALVARLEG líkamsárás átti sér stað í holtinu sunnan við Kópavogskirkju á þriðjudagskvöld þar sem ókunnugur maður réðst á unga konu og nauðgaði henni. Lögreglunni í Kópavogi barst tilkynning um árásina um kl. 21 og var konan strax færð í neyðarmóttöku Borgarspítalans þar sem hlúð var að henni og gerð á henni rannsókn. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 1430 orð

Mannvirki sem breyta mun mannlífinu NÝLEGA var tekin í notkun flugvöllur í Aasiaat á Grænlandi sem Íslenskir aðalverktakar

UNDANFARIN ár hafa stærstu íslenzku verktakafyrirtækin á Íslandi verið að reyna fyrir sér erlendis. Flest halda í vesturátt til Grænlands og keppa við stærstu verktakafyrirtæki í Skandinavíu og nú eru þau að sjá árangur erfiðis síns. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 278 orð

Markmið hafa gengið eftir

ÞRÓUN og staða kjaramála og starfsmenntunarmál eru til umfjöllunar á formannafundi Verkamannasambands Íslands sem nú stendur yfir á Akureyri. Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur ASÍ fjallaði um stöðu kjaramála og í máli hennar kom m.a. fram að dagvinnulaun á Íslandi hafa hækkað um 50% frá árinu 1990 en hjá ASÍ-fólki er hækkunin 42-43% á þessu árabili. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Málstofa um fjarkönnun og umhverfiseftirlit

MÁLSTOFA umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar verður haldin fimmtudaginn 29. október 1998 kl. 16.15 í stofu 157 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Dr. Kolbeinn Árnason, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, fjallar um fjarkönnun með gervitunglum og flugvélum og sýnd nokkur dæmi um notkun fjarkönnunar við umhverfisrannsóknir og -eftirlit í verkefnum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 1424 orð

Nauðsynlegum rannsóknum aðeins sinnt að litlu leyti

MIKILL vandi blasir við í rekstri Landspítalans komi uppsagnir meinatækna til framkvæmda um næstu mánaðamót. Neyðaráætlun gerir ráð fyrir að einungis verði unnt að sinna 15-20% af algengustu rannsóknum, sem þarf til að meðhöndla bráðaveikindi, að sögn Jóns Jóhannesar Jónssonar, Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Ný herrafataverslun á Laugavegi

NÝ herrafataverslun hefur verið opnuð á Laugavegi 74. Verslunin heitir Íslenskir karlmenn. Eigendur eru hjónin Sigurþór Þórólfsson og Rut Aðalsteinsdóttir. Verslunin selur vandaðan herrafatnað, aðallega frá Ítalíu og Þýskalandi. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Ný tækni við framkvæmd verðkannana

NEYTENDAFÉLÖGIN á Akureyri, Selfossi og Ísafirði stóðu fyrir verðkönnun í matvöruverslunum á félagssvæðum sínum í gær. Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis mætti í verslanir vopnaður strikamerkjaskanna og mun þetta vera í fyrsta skipti sem verðkönnun er framkvæmd hérlendis með slíku tæki. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Reynt að fá Cliff Richard til Íslands

NEFND fulltrúa Reykjavíkurprófastsdæma og Reykjavíkur, Seltjarnarness og Kópavogs, sem undirbýr hátíð í tilefni af kristnitökuafmæli, á í viðræðum við enska dægurlagasöngvarann Cliff Richard um að koma til Íslands. Nefndin ráðgerir að hefja hátíðina með útiguðsþjónustu á Laugardalsvelli í ágúst á næsta ári. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Samverustundir fyrir aldraða

SAMVERUSTUNDIR fyrir aldraða eru að hefjast á ný í Akureyrarkirkju, en fyrsta samverustundin verður á morgun, fimmtudaginn 29. október, kl. 15. Þessar stundir hafa notið mikilla vinsælda og verið fjölsóttar. Kaffi er á boðstólum, ræður fluttar, skemmtileg tónlistaratriði, almennur söngur og bæn. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 363 orð

SÁÁ-kortið til sölu á 400 stöðum

SÁÁ-kortið til sölu á 400 stöðum SÁÁ hefur ýtt úr vör umfangsmikilli fjáröflun til að kosta byggingu meðferðardeildar fyrir ungt fólk við sjúkrahúsið Vog. Fjáröflunin felst í því að gefa landsmönnum kost á að kaupa svokallað SÁÁ-kort sem verður til sölu á tæplega 400 stöðum um allt land, í verslunum, á bensínstöðvum og í útibúum Landsbankans. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Segja þörf á að endurskoða lög um gæludýr

SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir, formaður Sambands dýraverndunarfélaga Íslands, segist aldrei á ævinni hafa upplifað viðlíka viðbrögð almennings eins og þau sem henni voru tjáð í gær, daginn eftir að kanadískur þvottabjörn var skotinn þar sem hann lá á vörubretti með nuddpottum. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 195 orð

Sendiherra Rússlands heimsækir Dalvík

SENDIHERRA Rússlands á Íslandi, Anatoly S. Zaytsev, heimsækir Dalvík í dag, fimmtudag, og dvelur í bænum ásamt eiginkonu sinni fram á sunnudag. Heimsókn hans til Dalvíkur er að frumkvæði Fiskmiðlunar Norðurlands og kemur í beinu framhaldi af auknum umsvifum fyrirtækisins í Rússlandi. Sendiherrann heimsækir ýmis fyrirtæki og stofnanir á Dalvík og kynnir sér starfsemi þeirra. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Sérleyfishafi komist ekki í ríkjandi stöðu

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér finnist sjálfsögð sú ábending sem fram kemur í áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands um gagnagrunnsfrumvarpið, að komist sérleyfishafi grunnsins í ríkjandi stöðu vegna sérleyfisins beri honum að fara að almennum samkeppnisreglum. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Skólamál á Seltjarnarnesi

FORELDRAFÉLAG og foreldraráð Mýrarhúsaskóla standa fyrir fundi í Mýrarhúsaskóla í kvöld, fimmtudag. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum fundarins kemur fram að allir foreldrar barna í skólanum, kennarar og aðrir starfsmenn séu hvattir til að mæta. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 726 orð

Skýrir kjarnann í íslenskri stjórnskipan

Fyrir nokkru kom út bók um stjórnskipunarrétt á vegum Háskólaútgáfunnar. Höfundur bókarinnar er Gunnar G. Schram en hann er prófessor í stjórnskipunarrétti og þjóðarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Skýrslu skilað til ráðherra fljótlega

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur falið landlæknisembættinu að fara yfir stöðu mála í Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en ráðherra voru í gærmorgun afhentar undirskriftir 1.402 íbúa umdæmisins, þar sem skorað er á hann að taka nú þegar á vandamálum stofnunarinnar áður en meira tjón en nú sé orðið hljótist af. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Sólarhringsseinkun á leiguskipinu

BROTTFÖR Hanseduo, leiguskips Eimskips, hefur seinkað um 20 klukkustundir vegna aðgerða Sjómannafélags Reykjavíkur í Straumsvík í fyrradag. Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskipafélags Íslands, segir þetta alvarlegt mál og reynt sé að vinna þessa seinkun upp. Hann segir líklegt að höfðað verði skaðabótamál gegn Sjómannafélaginu. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 542 orð

Staðfestingu friðarsamnings frestað í Ísrael

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur ákveðið að fresta fundi í ríkisstjórn sinni þar sem greiða á atkvæði um samninginn um að Ísraelar flytji herlið sitt af 13% Vesturbakkans á næstu þremur mánuðum gegn því að Palestínumenn skeri upp herör gegn hermdarverkamönnum. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 1107 orð

Tilraunadýr í rannsóknum á ferli öldrunar Ef allt gengur samkvæmt áætlun heldur John Glenn aftur út í geiminn í kvöld eftir

BÚIST er við ágætum veðurskilyrðum í dag þegar áætlað er að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn haldi aftur út í geim, ásamt sex manna áhöfn geimskutlunnar Discovery. Virðast allar aðstæður fyrir geimskotið, sem áætlað er um klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma, hinar bestu og vona menn því að ekki þurfi að fresta skotinu, Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Tískusýning hjá Stórum stelpum

TÍSKUVERSLUNIN Stórar stelpur efnir til tískusýningar í Krónunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 29. október og hefst hún kl. 20.30 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Arnar Símonarson kynnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Eftir sýninguna býður verslunin viðskiptavinum sínum 20% staðgreiðsluafslátt. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Tjón talið í lágmarki

TJÓN Atlanta vegna stöðvunar bresku flugmálastjórnarinnar á flugi nokkurra véla félagsins fyrir bresk flugfélög er í lágmarki og horfur á að orðstír félagsins hafi ekki beðið hnekki, er meðal þess sem segir í frétt frá Atlanta í gær. Jafnframt segir að starfsemi félagsins ytra sé að komast í eðlilegt horf. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 387 orð

Umdeildum kafla um de Klerk sleppt

F.W. DE KLERK, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, vann í gær áfangasigur í baráttu sinni um að hreinsa nafn sitt af áburði um að hafa tengzt ofbeldi sem beitt var í nafni aðskilnaðarstefnunnar í landinu, með því að sannleiks- og sáttanefndin svokallaða samþykkti að fjarlægja ­ að minnsta kosti um sinn ­ kafla um hann úr lokaskýrslu sinni sem leggja á fyrir Nelson Mandela forseta í dag. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ungir jafnaðarmenn vilja prófkjör

FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur sett fram þá kröfu að fram fari opið prófkjör við val fulltrúa í efstu sæti lista sameiginlegs framboðs fyrir komandi þingkosningar. "Það er sjálfsögð krafa að almenningur fái tækifæri til að velja það fólk á lista sem hann treystir til að fara með stjórn landsins næstu fjögur árin. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 347 orð

Upphaf að bættum samskiptum ríkjanna

CARLOS Menem, forseti Argentínu, lagði í gær blómsveig að minningarsteini um þá 252 bresku hermenn, sem féllu í stríði Breta og Argentínumanna um Falklandseyjar 1982. Er atburðurinn talinn marka upphaf nýrra og betri samskipta milli ríkjanna. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 196 orð

Útflutningsbann á portúgalskt kjöt

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, mæltist í gær til þess að útflutningur nautakjöts og lifandi nautgripa frá Portúgal verði bannaður, á þeirri forsendu að þar í landi fari tíðni kúariðutilfella fjölgandi og að nauðsynlegum aðgerðum til að hindra að þessi sýki, sem getur borizt í menn, hafi ekki verið hrint í framkvæmd með fullnægjandi hætti. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 341 orð

Útnefningin gerð á grundvelli góðs orðstís

Vigdís Finnbogadóttir útnefnd sendiherra tungumála hjá UNESCO Útnefningin gerð á grundvelli góðs orðstís FEDERICO Mayor, aðalforstjóri menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), útnefndi í gær Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vann 4 milljónir í happdrætti

DREGIÐ var í Heita pottinum hjá Happdrætti Háskólans á þriðjudag. Hæsti vinningur kom á miða númer 23169. Kona frá Akranesi átti trompmiða með þessu númeri og hlaut 4.370.000 krónur í vinning. Þrír aðrir áttu einfalda miða með þessu númeri. Einföldu miðarnir voru seldir í Vestmannaeyjum, Kópavogi og Reykjavík. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Verðmætið allt að 6 milljarðar

HEILDARÚTSTREYMI gróðurhúsalofttegunda á Íslandi var árið 1996 áætlað um 2,7 milljónir tonna af koldíoxíðsígildi og miðað við líklegt markaðsverð ef viðskipti með losunarkvóta á gróðurhúsalofttegundum verða gefin frjáls er "verðmæti" íslenskrar losunar 3,8-5,7 milljarðar króna á ári. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Verk Láru Stefánsdóttur í 1. sæti

DANSVERKIÐ Minha Maria Bonita eftir Láru Stefánsdóttur danshöfund var valið besta verkið af sérstakri dómnefnd í dansverkasamkeppni sem Íslenski dansflokkurinn gekkst fyrir í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Vélsleðamenn funda

AÐALFUNDUR Félags vélsleðamanna í Eyjafirði verður haldinn í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit í kvöld, fimmtudagkvöld og hefst hann kl. 20.30. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða ýmis hagsmunamál sleðafólks á svæðinu til umræðu. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Vélsleðar taldir falla undir hugtakið bifreiðar

Í NÝGENGNUM Hæstaréttardómi þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. um endurgreiðslu ofgreidds virðisaukaskatts vegna sölu notaðra vélsleða árið 1992, reyndi á túlkun þess hvort vélsleðar gætu talist vélknúin ökutæki í skilningi 10. greinar virðisaukaskattslaganna nr. 50/1988, eins og ákvæðið hljóðaði fram að breytingu sem á því var gerð árið 1993. Meira
29. október 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð

Vissu ekki um eldinn

NIÐURSTAÐA rannsóknar á orsökum flugslyss við Montreal í Kanada í júní sl. hefur leitt í ljós að flugmenn Fairchild Metroliner II-vélar sem fórst með ellefu manns vissu ekki hvar í vélinni eldur logaði og gátu því ekki gert ráðstafanir til að slökkva hann. Eldurinn kom upp í einu af hjólhúsum vélarinnar og er orsökin talin hafa verið ofhitun í bremsubúnaði. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Vitni vantar

LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Krossanesbrautar rétt fyrir kl. 9.30 föstudaginn 2. október sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Meira
29. október 1998 | Landsbyggðin | 88 orð

Þota Íslandsflugs á Egilsstaðaflugvelli

Egilsstaðir-Farþegar Íslandsflugs, á leið til Egilsstaða, komu með Boeing 737 þotu félagsins, til Egilsstaða eftir að hafa beðið í sólarhring í Reykjavík vegna ófærðar. Íslandsflug ætlaði að fljúga tvær ferðir á sunnudag með stóran hóp austur en varð að hætta við þar sem flug lá niðri þennan dag. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Þriðja FSkvöldið á Sóloni

FÉLAGSSTOFNUN stúdenta er þrítug á árinu. Í tilefni af því býður hún stúdentum við Háskóla Íslands á fimm kvölda skemmtidagskrá í október og nóvember. Þriðja skemmtikvöldið er haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, á Sóloni Íslandusi. Meira
29. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Þrjú innbrot

BROTIST var inn á þremur stöðum á Akureyri og Dalvík í fyrrnótt. Á Akureyri var brotist inn í Bifreiðaverkstæði BSA og stolið þaðan töluvert af peningum. Á Dalvík var brotist inn í Bifreiðarverkstæði Dalvíkur og Esso-stöðina og peningum stolið á báðum stöðum. Málin eru óupplýst en rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri vinnur að rannsókn þeirra. Meira
29. október 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Þörf á aðstöðu til að geyma tölvugögn

HINN 15. september 1997 skipaði menntamálaráðherra nefnd um varðveislu tölvugagna sem verða til í stjórnsýslunni. Nefndin hafði það hlutverk að gera tillögur að reglum um skil tölvugagna til þjóðskjalasafns eða héraðsskjalasafna, reglum um varðveislu tölvugagna hjá upphafsaðila, geymsluform gagna, skilatíma, varðveisluskilyrði og hvernig búa skuli geymsluhúsnæði í Þjóðskjalasafni. Meira

Ritstjórnargreinar

29. október 1998 | Leiðarar | 571 orð

BÚHYGGINDI VINNUVEITENDA

VSÍ HEFUR sett fram þá óvenjulegu ósk við Geir Haarde, fjármálaráðherra, að fallið verði frá lækkun atvinnutryggingagjalds, sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Gjaldið á að lækka úr 1,15% af greiddum launum í 1%, sem mundi spara atvinnurekstrinum 450 milljónir króna á ári. Meira
29. október 1998 | Staksteinar | 416 orð

»Erfðarannsóknir og siðferðileg álitamál "GAGNAGRUNNSFRUMVARPIÐ margnefnda hef

"GAGNAGRUNNSFRUMVARPIÐ margnefnda hefur hrundið af stað mikilli umræðu um ýmis siðferðileg álitamál sem tengjast spurningunni um réttmæti slíks gagnagrunns og meðferð og notkun þekkingar á sviði læknisfræði-, líffræði- og erfðarannsókna." Þannig er upphaf leiðara Bjarma, tímarits um trúmál. Meira

Menning

29. október 1998 | Menningarlíf | 500 orð

Á ferð um Balkanskaga

FJÖLÞJÓÐLEGA hljómsveitin Pachora er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds í Loftkastalanum, leikur þar í kvöld. Meðal meðlima hljómsveitarinnar er Skúli Sverrisson bassaleikari. Aðrir í hljómsveitinni eru þeir Chris Speed klarinettuleikari, Brad Shepik, sem leikur á saz og quatro, og Jim Black, sem leikur á dumbek og slagverk. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

Á prjónanámskeiði?

NEI, hann er ekki á prjónanámskeiði og búinn að missa niður lykkju. Hér er um mun alvarlegra mál að ræða, því myndin er tekin á eynni Phuket í Tailandi 25. október sl. og er af þarlenskum manni sem stingur sig með prjónum til að sanna trú sína. Í októbermánuði byrjar fasta hjá milljónum Kínverja og Taílendinga sem stendur í níu daga og er hluti af trúarlegri hátíð. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 46 orð

Barbara og Úlfar í hryllingshlutverkum

BARBARA og Úlfar munu á "Splatter"-miðnætursýningu á laugardagskvöldið kl. 24 í Kaffileikhúsinu sýna á sér hlið sem byggist á klassískum hryllingskvikmyndum, -bókmenntum og -leikritum. Persónur Barböru og Úlfars leika Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson. Egill Ingibergsson sér um ljós og hljóð. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 370 orð

Blaut tónlist

UNGLIST '98 bíður í dag upp á sérdeilis frumlegan viðburð í Sundhöll Reykjavíkur í boði Íþrótta- og tómstundaráðs. Hugmyndahópurinn Neo Geo stendur þar fyrir neðanvatnstónleikum, þar sem tónleikagestir verða að klæðast sundfötum og blotna til að heyra tónlistina. Frá kl. 14 til 20 verður leikin "ambient" tónlist sem ungir áhugaplötusnúðar hafa tekið upp. Um kvöldið frá kl. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 111 orð

Bókaveisla á Bylgjunni

BYLGJAN býður hlustendum sínum til bókaveislu fram að Þorláksmessu. Þar verður fjallað um það athyglisverðasta á jólabókamarkaðnum í ár, segir í fréttatilkynningu. Veislan hefst fimmtudaginn 29. október og fram til 12. nóvember verður boðið upp á kynningu á helstu jólabókunum, með viðtölum við höfunda og þýðendur, útgefendur, bókmenntafræðinga og bókelskt fólk. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 290 orð

Ekki bannað að dansa

BARBÚÐIN Lille put er nýstárlegur staður sem var opnaður á Laugaveginum á laugardag. "Nafnið er sprottið frá Danmörku og þýðir bara litli putti á dönsku," segir Stefán Stefánsson sem rekur staðinn ásamt Vilhjálmi Svan Jóhannssyni. "Þetta er lítið og smellið nafn. Ætli við séum ekki bara að reyna að vera sniðugir og hafa hugmyndaflugið í lagi. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 1078 orð

Endurfæddir og frískir

Jónatan Garðarsson sjónvarpsmaður skrifar um breiðskífuna Upmeð hljómsveitinni REM. ÞAÐ SÆTIR jafnan tíðindum þegar REM sendir frá sér nýja plötu. Við fyrstu hlustun er Up mjög áheyrileg plata, en þess ber að geta að það er nánast ný REM sem birtist okkur hér. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Eróbikk á dansgólfinu

HAUSTFAGNAÐUR Eróbik Sport var haldinn á Skuggabarnum síðastliðið föstudagskvöld og voru léttar veitingar í boði. Eins og nærri má geta voru sýnd mikil tilþrif á dansgólfinu enda allir í fantaformi eftir eróbikk-tíma sumarsins. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 44 orð

Fríða Á. kynnt á Súfistanum

MARÍUGLUGGINN er ný skáldsaga eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og mun Eysteinn Þorvaldsson bókmenntafræðingur kynna Fríðu og verk hennar á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18, fimmtudaginn 27. október kl. 20.30. Eysteinn mun einnig spjalla við skáldkonuna og lesið verður úr nýju skáldsögunni. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 68 orð

Gamlir siðir í heiðri hafðir

HÉR sést brúðgumi frá Kasakstan hjálpa brúði sinni af hestbaki á brúðkaupsdaginn, 26. október. Brúðkaupið var haldið í Tien Shan-fjöllunum nálægt borginni Almaty. Ungt fólk í Kasakstan hefur í heiðri gamla siði á mikilvægum stundum í lífi sínu og lætur ekki glepjast af nýrri siðum hins vestræna heims. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 47 orð

Guðbergur Bergsson gestur Ritlistarhópsins

UPPLESTUR á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður haldinn í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 17. Gestur að þessu sinni verður Guðbergur Bergsson, rithöfundur, og mun hann lesa úr nýútkominni bók sinni um Sæmund Valdimarsson, myndlistarmann. Dagskráin tekur um klukkutíma og er aðgagnur ókeypis. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Ian McEwan fékk Booker-verðlaunin

BRESKI rithöfundurinn Ian McEwan var í fyrrakvöld sæmdur virtustu bókmenntaverðlaunum á Bretlandi, Booker-verðlaununum, fyrir bók sína Amsterdam. Segjast flestir gagnrýnendur nokkuð sáttir við niðurstöðuna en þetta er í þriðja sinn sem McEwan er tilnefndur til verðlaunanna. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 183 orð

Indversk tónlist í Kaffileikhúsinu

TÓNLEIKAR verða í Kaffileikhúsinu með sarodleikaranum Bruce Hamm, tablaleikaranum Steingrími Guðmundssyni og bassaleikaranum Birgi Bragasyni, fimmtudagskvöldið 29. október kl. 21. Á tónleikunum munu þeir bæði flytja hefðbundna indverska tónlist en einnig indverska tónlist með vestrænun áhrifum. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 250 orð

Íslendingur þolir ekki að verða svikari

ÞEGAR leikrit séra Sigurðar Einarssonar, Fyrir kóngsins mekt, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember 1956, spjallaði blaðamaður Morgunblaðsins, Matthías Johannessen, við hann (Í fáum orðum sagt, Mbl. 28. nóv. 1956) og verður gripið niður í viðtalið. Blaðamaðurinn segir: Þér nefnið leikritið yðar: "Fyrir kóngsins mekt". Meira
29. október 1998 | Myndlist | 566 orð

Kjartan og þekjulitirnir

Opið daglega 10­18, laugardaga og sunnudaga til kl. 17. Sýningin stendur til 1. nóvember. HANDBRAGÐ Kjartans Guðjónssonar er kunnuglegt íslenskum listunnendum, enda hefur hann verið iðinn við málverkið um áratuga skeið. Myndmál hans er líka sérstakt svo aldrei fer það á milli mála þegar fyrir augu ber eina af myndum hans. Meira
29. október 1998 | Tónlist | 625 orð

Klæðskerasaumað kammerkvöld

W.A. Mozart: Píanótríó í C-dúr K548; L.v. Beethoven: Kakadu-tilbrigði Op. 121a; F. Mendelssohn-Bartholdy: Píanótríó í c-moll Op. 66. Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir fiðla; Gunnar Kvaran selló; Peter Máté píanó. Menningarmiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 25. október kl. 20. Meira
29. október 1998 | Kvikmyndir | 1173 orð

Landkönnuður í lokuðum heimi

Leikstjóri: Peter Weir. Handrit: Andrew Niccol. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Ed Harris. BANDARÍSKA bíómyndin Truman-þátturinn eða "The Truman Show", sem frumsýnd var um síðustu helgi, hefur einhverja frumlegustu hugmynd til að vinna úr sem nokkur bandarísk bíómynd getur státað af í áraraðir. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 111 orð

Lét græða á sig brjóst til að vinna veðmál

TIL stendur að gera kvikmynd um mann sem veðjaði rúmum 700 þúsund krónum upp á að hann gæti látið græða á sig brjóst og verið með þau í heilt ár. Brian Zembic heitir maðurinn og hefur atvinnu af veðmálum. Fox Searchlight framleiðir myndina sem verður á gamansömum nótum. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 123 orð

Máttarstólpar þjóðfélagsins eftir Ibsen

LEIKFÉLAG Keflavíkur frumsýnir Máttarstólpa þjóðfélagsins eftir Henrik Ibsen í kvöld, föstudag. Alls taka um 20 leikarar þátt í sýningunni auk fjölda fólks sem aðstoðar við smíðar, hágreiðslu, förðun, leikmuni, hljóð o.fl. Leikstjóri er Hulda Ólafsdóttir og er hún einnig þýðandi verksins. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 169 orð

Máttur skilyrðingar Af öðrum stofni (A Breed Apart)

Framleiðsla: Julia Verdin. Leikstjórn: H. Gordon Boos. Handrit: John Penny. Kvikmyndataka: Bruce Johnson. Tónlist: Geoff Levin. Aðalhlutverk: Andrew McCarthy og Portia De Rossi. 94 mín. Bandarísk. Bergvík, október 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. LANGT er síðan unglingastjarnan Andrew McCarthy hrapaði af hárri en ótraustri festingu Hollywood-himinsins. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 114 orð

McCartney í herferð gegn brjóstakrabbameini

PAUL McCartney hefur gefið út nýja breiðskífu með eiginkonu sinni, Lindu, sem lést fyrr á árinu úr brjóstakrabbameini, og hefur hann notað tækifærið og skorið upp herör gegn þessum mikla vágesti. Hann segir að brjóstakrabbamein Lindu hafi greinst of seint til að hún ætti raunverulegan möguleika á bata. "Málið við brjóstakrabbamein er að því fyrr sem það greinist, því betra. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 291 orð

Nýjar bækur KRAFTBIRTINGARH

KRAFTBIRTINGARHLJÓMUR guðdómsins. Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Hj. Magnússonar, skáldsins á Þröm er eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Bókin er önnur í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar en á síðasta ári kom út fyrsta bókin sem nefnist Bræður af Ströndum. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 184 orð

Pönkið er víða

Á KAKÓBAR Hins hússins verða haldnir ræflarokktónleikar í kvöld kl. 20 í sambandi við Unglistahátíðina. Þar koma fram hljómsveitirnar Saktmóðigur, Obione, Mínus og Örkuml, en sú síðastnefnda mun gefa út geisladisk á næstunni og mætti því kalla uppákomuna í kvöld útgáfutónleika. Daníel V. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 1533 orð

Séra Sigurður Einarsson í Holti ­ Hundrað ára afmælisminning

Á FAGURRI grasflöt í garði framhaldsskólans í Skógum undir Eyjafjöllum rís mikill stuðlabergsdrangur með áfestri lágmynd skáldprestsins séra Sigurðar Einarssonar í Holti, verk listakonunnar Rúrí. Undir myndinni eru letraðar þessar ljóðlínur skáldsins: "Komið heil, komið heil til Skóga/hér heilsa verkin tvenn og þrenn... Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 1970 orð

SKÁLD LÍÐANDI STUNDAR

SIGURÐUR Einarsson var bóndasonur, fæddur á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 29. október 1898. Stúdent varð hann á tuttugasta og fjórða aldursári, utanskóla, og guðfræðingur frá Háskóla Íslands fjórum árum síðar. Næstu árin var hann prestur í Flatey á Breiðafirði. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 626 orð

Skemmtileg afþreying

Tónlistarkvikmyndin Popp í Reykjavík. Í myndinni koma fram Bang gang, Bellatrix, Botnleðja, Curver, Dj Addi, Ensími, Gusgus, Hringir, Magga Stína, Maus, Móa, Páll Óskar & Casínó, Quarashi, Sigur rós, Slowblow, Spitsign, Stjörnukisi, Stolia, Subterranean, Súrefni, Svanur, Vector og Vínyll. 101 ehf. gerði myndina, leikstjóri Ágúst Jakobsson. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 226 orð

Skólatónleikasyrpa í Árborg og Árnessýslu

Á VEGUM verkefnisins Tónlist fyrir alla er hafin skólatónleikasyrpa í grunnskólum Árborgar og Árnessýslu, sem standa mun dagana 26.­30. otkóber og 12.­13. nóvember. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins með stuðningi Norðmanna og er þetta sjöundi veturinn sem verkefnið starfar. Nú á haustönn flytja 19 tónlistarmenn um 24. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 235 orð

Snorri Sveinn heiðraður

FÉLAG leikmynda- og búningahöfunda sæmdi í fyrsta skipti leikmyndahöfund heiðursorðu félagsins, svonefndum stórriddarakrossi, við athöfn á Hótel Borg. Sá sem fékk orðuna var Snorri Sveinn Friðriksson sem í rúman aldarfjórðung hefur starfað sem forstöðumaður leikmyndadeildar Sjónvarpsins og hefur komið að ótal kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 284 orð

Stjörnur stinga saman nefjum

MARGT var um manninn á árlegri tískusýningu VH1 í New York á föstudaginn var. Jerry Seinfeld og Naomi Campbell báru þar saman bækur sínar og varð tíðrætt um þau hneykslismál sem hafa vofað yfir þeim síðustu daga. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU Kjartans Guðjónssonar á gvassmyndum lýkur í baksal gallerísins nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10­18, laugardaga og sunnudag til kl. 17. MÍR, Vatnsstíg 10 Sýningu á olíumálverkum eftir rússnesku listamennina Svetlönu Kalashnik og Aleksandr Poplavsky lýkur á sunnudagkvöld. Sýningin er opin daglega frá kl. 14­18. Meira
29. október 1998 | Tónlist | 1103 orð

Söngur á Tónlistardögum

Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar flutti íslenska og erlenda kórtónlist. Gestur kórsins var Ólafur Kjartan Sigurðarson baritonsöngvari. Píanóleikari var Anna Guðný Guðmundsdóttir. Mánudagskvöld kl. 20.30. Meira
29. október 1998 | Menningarlíf | 115 orð

Tónlistarveisla í Ísafjarðarkirkju

BOÐIÐ verður til tónlistarveislu í Ísafjarðarkirkju á morgun, föstudag, kl. 20.30. Dagskráin nefnist "Í faðmi fjalla blárra" og er það hápunktur dagskrár Veturnátta, sem staðið hefur yfir undanfarna viku. Þar koma fram fjölmargir "vestfirskir" litamenn og flytja söngperlur vestfirskra tónskálda, s.s. Jónasar Tómassonar, eldri og yngri, Hjálmars H. Ragnarssonar, Ragnars H. Meira
29. október 1998 | Fólk í fréttum | 227 orð

Tvöfalt stórafmæli

UM DAGINN urðu Viljinn, skólablað Verslunarskóla Íslands, og Málfundafélag skólans 90 ára, og var haldið upp á tímamótin með miklum glæsibrag. Viljinn hefur sem elsta skólablað á Íslandi auðvitað séð tímana tvenna, en fyrstu árgangarnir voru handskrifaðir og gengu blöðin þannig á milli manna í fáum eintökum. Meira

Umræðan

29. október 1998 | Aðsent efni | 605 orð

Allt leyfilegt?

FYRIR skömmu birtist hér í Morgunblaðinu frétt af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem vafi var talinn leika á því hvort bann við áfengisauglýsingum samræmdist stjórnarskránni. Ýmsir hafa verið til þess að gagnrýna lagákvæði sem skerða tjáningarfrelsið, en þess er þá ekki getið af hvaða tilefni skerðingin er sett. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 955 orð

Baunin og balinn

ÉG HEF oft verið að velta því fyrir mér hvað gerir það að verkum að einlitur og órökstuddur áróður í fjölmiðlum ratar oft sem tær sannindi inn í heilabú almennings. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa svona almennt "nöldurbréf" í opinbert blað, því nú get ég ekki orða bundist. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 492 orð

Breiðsíður LÍÚ og aðalatriði kvótamálsins

FORYSTA LÍÚ er þekkt að öðru en að bruðla með fé umbjóðenda sinna. En nú hafa útvegsbændur tekið upp veskið. Í nýjustu sjónvarpsauglýsingunni, sem m.a. var sýnd 26. okt., eru lokaorðin efnislega svona: Við skulum viðhalda fiskveiðistjórnunarkerfi sem skapar hámarksarð fyrir íslensku þjóðina og við skulum skila auðlindunum óskemmdum til komandi kynslóða. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 384 orð

Eignaskiptayfirlýsingar

MEÐ LÖGUM um fjöleignarhús sem sett voru á Alþingi 1994, var öllum eigendum fjöleignarhúsa gert skylt að láta gera eignaskiptayfirlýsingu yfir eign sína, enda liggi ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Er þar gert að skilyrði þinglýsingar eignayfirfærslu, að eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir. Bráðabirgðaákvæði gera ráð fyrir aðlögunartíma til 1. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 1324 orð

Einelti ­ andlegt ofbeldi

MIG LANGAR til að þakka Kristínu Vilhjálmsdóttur fyrir grein hennar um einelti, sem birtist í Mbl. 22. okt. sl. Ég hef sjálf langa og bitra reynslu af einelti og lýsingar hennar voru bara alveg eins og reynsla mín. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 963 orð

Endalok sögunnar eða hvað?

FYRIR nokkrum árum gaf bandarískur fræðimaður út bók sem fjallar um, að með endalokum kalda stríðsins sé ekki aðeins ákveðnu tímabili lokið í sögu eftirstríðsáranna, heldur endalok hugmyndafræðilegrar þróunar mannkynsins ­ alþjóðavæðing frjálslynds lýðræðis vestrænna ríkja sem endanlegt stjórnarform ríkja heims. Meira
29. október 1998 | Bréf til blaðsins | 865 orð

Hver er stefnan?

HVER er stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum? Hver er stefnan í öldrunarþjónustunni? Ég get ekki orða bundist lengur og vildi gjarnan fá svör frá heilbrigðisyfirvöldum. Ég hélt að stefna sjórnvalda væri að gera öldruðum kleift að vera sem lengst heima hjá sér í stað þess að þurfa að leggjast inn á öldrunardeild, sem mér hefur heyrst á fréttaflutningi að sé alltaf plásslaus. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 549 orð

Ísland viðurkenni Kosovo sem fullvalda ríki

Of lengi hefur einræðisherranum Slobodan Milosevic liðist að fyrirskipa fáheyrð glæpaverk í nafni Serbíu. Of lengi höfum við hinn almenni borgari látið illverk gömlu kommaklíkunnar í Belgrad viðgangast, án mótmæla. Nú er leiði til að krefjast þess á alþjóðavettvangi, að Kosovo verði viðurkennt sem fullvalda ríki. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 888 orð

Kvótakjaftæði

MÉR HEFUR fundist það eins og að bera í bakkafullan lækinn að tjá mig opinberlega um svokallað kvótamál. Ég hélt að fólk væri búið að fá sig fullsatt af umræðunni um þetta álitamál, en svo virðist ekki vera. Best gæti ég trúað að þetta verði aðalmálið í komandi alþingiskosningum, eins skrumskælt og það er orðið. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 560 orð

Ný og breytt flokkaskipan kemur vinstrimönnum til góða

Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn eru nú í óða önn að mynda samfylkingu núverandi stjórnarandstöðuflokka, en þar er átt við þá flokka sem lentu í stjórnarandstöðu eftir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tóku við af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 526 orð

Óstöðugleiki í röðum vinstrimanna

Á ALÞINGISHÁTÍÐARÁRINU 1930 voru þrír stjórnmálaflokkar starfandi í landinu: Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Síðla sama árs klofnaði Alþýðuflokkur, og til varð Kommúnistaflokkur Íslands, en hann átti þó ekki menn á þingi fyrr en 1937. Árið eftir reyndi Héðinn Valdimarsson að steypa flokkunum saman á ný, en það tókst ekki. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 293 orð

Sigríður Anna, leiðtogi Reyknesinga

ÁGÆTU Reyknesingar. Með grein þessari vil ég hvetja ykkur til að kjósa Sigríði Önnu Þórðardóttur, alþingismann og formann þingflokks sjálfstæðismanna, í fyrsta sæti í opnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer hinn 14. nóvember nk. Fyrir liggja ákveðin kaflaskipti í starfi sjálfstæðismanna í kjördæminu þar sem leiðtogi listans til margra ára, Ólafur G. Meira
29. október 1998 | Bréf til blaðsins | 550 orð

Svar til Sigurðar Lárussonar

Í OPNU bréfi í Morgunblaðinu miðvikudaginn 14. október beindi Sigurður Lárusson kaupmaður nokkrum spurningum til mín um greiðslukort. Tilefnið var ummæli mín á ráðherrafundi OECD um rafræn viðskipti að Ísland ætti góða möguleika á að verða fyrsta seðlalausa þjóðfélagið í heiminum innan fimm ára. Ég vil þakka Sigurði fyrir bréfið. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 504 orð

Til hvers að bíða?

Á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins í vor skildu leiðir innan flokksins. Meirihluti fundarmanna valdi þá leið að ganga til samstarfs og sameiningar við Alþýðuflokkinn og Kvennalistannn. Á öndverðri skoðun voru þeir sem töldu þann kost skynsamlegastan að stefna að auknu samstarfi flokkanna eftir næstu kosningar en halda flokksstarfinu aðskildu enn um stund. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 624 orð

Upp með andfælum

ÞEIR þingbræður, Egill á Seljavöllum og Guðni frá Brúnastöðum, rjúka upp með andfælum í Degi sl. þriðjudag. M.a.s. á forsíðu. Minna mátti ekki gagn gera að dómi blaðstjóra, sem nefndi upplokið: "Lamb fátæka mannsins fært hinum ríkari." Og allt er írafárið vegna tillagna, sem nefnd á vegum Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra lagði fram nýverið um fækkun bænda. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 379 orð

Við eigum skuld að gjalda

ÞAÐ er bæði sanngjörn og eðlileg krafa að almennar launatekjur séu ekki skattlagðar nema einu sinni. Á þessa sanngjörnu kröfu hefur löggjafinn fallist með því að nú geta launþegar dregið frá skatti framlag sitt í lífeyrissjóð og þar með frestað skattgreiðslu. Þannig hefur verið komið í veg fyrir augljósa tvísköttun á almennar launatekjur. Meira
29. október 1998 | Aðsent efni | 581 orð

Viðurkennum táknmálið

FYRIR nokkru var lögð fram á Alþingi af Svavari Gestssyni tillaga til þingsályktunar um að viðurkenna íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra. Þetta málefni er mér mikið hjartansmál þar sem hér er til umfjöllunar að viðurkenna móðurmál mitt, íslenska táknmálið. Ég og maðurinn minn erum bæði heyrnarlaus og eigum tvö heyrandi börn, sem hafa alist upp við að nota tvö tungumál, þ.e.a.s. Meira
29. október 1998 | Bréf til blaðsins | 503 orð

Þjóð og saga

Í ATHYGLISVERÐRI grein Gunnars Karlssonar sagnfræðings um íslenskt, grænlenskt og norrænt þjóðerni að fornu (Lesb. Mbl. 24.10.) ­ sem er andsvar gegn grein Guðmundar Hansens fyrrum skólastjóra (Lesb. 19. sept.) ­ reynir Gunnar að gera sem minnst úr öllu sem bendir til ákveðinnar þjóðernisvitundar Íslendinga á fyrstu öldum landsbyggðarinnar. Meira

Minningargreinar

29. október 1998 | Minningargreinar | 487 orð

Ástrós Friðbjarnardóttir

Það eru merk tímamót í lífi heiðurshjónanna, Ástrósar Friðbjarnardóttur og Sveinbjörns Benediktssonar, í þessum mánuði. Hann varð áttræður 6. október s.l. en hún stendur á þeim tímamótum í dag. Þetta er ótrúlegt en satt ­ svo ung sem þau eru annars í anda! Ég tel mig ríkan að hafa átt þau Ástu og Sveinbjörn að vinum frá því að ég var lítill drengur vestur á Hellissandi. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 1973 orð

GARÐAR ÞORSTEINSSON

Í dag er öld liðin síðan Garðar Þorsteinsson alþingismaður fæddist að Víðivöllum í Fnjóskadal. Hann var einkasonur hjónanna Maríu Guðrúnar Guðjónsdóttur og Þorsteins Gíslasonar bónda og skipstjóra. María var dóttir Guðjóns Einarssonar bónda á Þórustöðum í Öngulstaðahreppi og Önnu Jónsdóttur konu hans, Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 460 orð

Guðmundur Pétursson

Haustið 1966 lágu leiðir okkar Guðmundar Péturssonar vélstjóra fyrst saman, en þá var hann vélfræðikennari við Vélskóla Íslands. Það haust hófst kennsla við skólann samkvæmt gjörbreyttu námsskipulagi sem miðaði við að taka inn í skólann nemendur beint úr grunnskóla án iðnréttinda. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 737 orð

Guðmundur Pétursson

Þegar Guðmundur fæddist í Flatey á Breiðafirði 29. nóvember 1912, voru foreldrar hans, Pétur Sveinsson stýrimaður og Ástríður Jónsdóttir kona hans, í húsmennsku eins og það kallaðist og fluttust milli eyjanna eftir því hvernig stóð á atvinnu. Þetta voru aðstæður Guðmundar í æsku, en hann var elstur af þremur systkinum. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Guðmundur Pétursson

Merkur maður hefur gengið sitt æviskeið á enda. Hinn 22. október síðastliðinn barst mér sú sorgarfrétt að Guðmundur frændi hefði dáið þá um nóttina. Guðmundur var vel lesinn og greindur maður sem ávallt var gaman að tala við því Guðmundur fór ekki í manngreinarálit hvort sem hann talaði við baldna krakka eða gamalt fólk. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 370 orð

GUÐMUNDUR PÉTURSSON

GUÐMUNDUR PÉTURSSON Guðmundur Pétursson fæddist í Flatey á Breiðafirði 29. nóvember 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Sveinsson, f. 30.9. 1890 í Skáleyjum á Breiðafirði, d. 22.10. 1973, og Ástríður Jónsdóttir, f. 19.6. 1887 á Barmi á Skarðsströnd, d. 10.10. 1962. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 735 orð

Guðrún Jörundardóttir

Veiztu, ef vin þú átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara oft að finna. Þetta erindi úr Hávamálum kom upp í huga mér þegar ég ákvað að skrifa eftirmæli um elskulega mágkonu móður minnar sem kvödd er hinstu kveðju í dag. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Guðrún Jörundardóttir

Mig langar að kveðja hana Rúnu með þessum línum: Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 262 orð

GUÐRÚN JÖRUNDARDÓTTIR

GUÐRÚN JÖRUNDARDÓTTIR Guðrún Jörundardóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1916. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jörundur Brynjólfsson kennari, bóndi og alþingismaður, f. 21. febrúar 1884 á Starmýri í Álftafirði, d. 3. desember 1979, og Þjóðbjörg Þórðardóttir kennari og húsmóðir, f. 20. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 503 orð

Guðrún Jörundsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Guðrúnar Jörundardóttur. Guðrún, eða Rúna, lést þriðjudaginn 20. október síðastliðinn, eftir stutt en mjög erfið veikindi. Rúnu og manni hennar, Árna Örnólfssyni, kynntist ég þegar ég var að eltast við dóttur þeirra, hana Helgu. Fljótlega varð ég heimagangur á Hlíðarveginum enda var ég þar hjartanlega velkominn. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 527 orð

Guðrún Jörundsdóttir

Drengur góður. Það eru orð, sem venjulega eru sögð um karlmenn, en eiga við um alla, sem þann eðliskost bera. Guðrún Jörundsdóttir eða Rúna eins og hún var ávallt kölluð var ein af föðursystrunum, sem komu í afmæli okkar barnanna. Það var ekkert afmæli nema þær mættu systurnar Rúna, Leifa og Auður. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Hera Newton

Kær vinkona mín, Hera Newton, er látin langt fyrir aldur fram. Tæplega þriggja ára baráttu við þann slæma vágest, sem leggur allt of marga að velli, er lokið. Þegar hún komst að því síðla árs 1995, að hún væri haldin illvígum sjúkdómi, sem er mikið áfall, þá hélt hún ró sinni ­ staðráðin í því að ná yfirhöndinni og ná heilsu á nýjan leik. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 313 orð

Hera Newton

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Elsku frænka, þegar komið er að kveðjustund langar mig að minnast þín með fáum orðum. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 155 orð

Hera Newton

Hún elsku Hera er dáin. Ég kýs að kalla hana elsku Heru, vegna þess hversu elskuleg hún var alltaf við mig þegar við unnum saman þónokkur jól hjá henni Gurru í Clöru. Einna helst er ég svo þakklát fyrir að fá að hafa setið við hliðina á henni í síðasta sinn í Flugleiðavél heim frá Lúxemborg í maí síðastliðnum, og fengið að spjalla við hana, Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 487 orð

Hera Newton

Elsku mamma mín, þú varst mér dýrmætari en orð geta lýst. Að eiga eftir að lifa án þín er afar erfitt að hugsa sér. Þú sem varst ekkert á leiðinni frá okkur þótt veik væri, þú varst að skipuleggja jólagjafir og Kanaríeyjaferðina sem þú og pabbi ætluðuð að fara í febrúar. Og ég var búin að lofa að athuga hvort ég gæti ekki nú fengið að fljúga með þig. Og þú varst full tilhlökkunar með allt. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Hera Newton

Með fáeinum orðum langar mig að kveðja í hinsta sinn elskulega tengdamóður mína, hana Heru. Ég naut þeirrar gæfu að fá að eignast hana sem tengdamóður, og er það nokkuð sem ég mun ævinlega vera þakklátur fyrir. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 339 orð

Hera Newton

Það er svo leiðinlegt að þú ert farin frá mér og ég sé þig aldrei meir. Ég veit að það er rétt hjá mömmu og pabba að þér líður betur núna hjá Guði. En ég græt og græt þegar ég hugsa til þín, elsku amma mín. Ég vildi óska að ég gæti kvatt þig í stað þess að kveðja þig í bréfi. Mér þykir svo vænt um þig, elsku amma mín, þú varst alltaf svo góð við mig og svo gjafmild. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Hera Newton

Þótt andlát vinkonu minnar, Heru Newton, kæmi ekki á óvart fór ekki hjá því að þegar fréttin barst var eins og napur haustdagurinn missti alla birtu sína. Kona í blóma lífsins er kölluð frá okkur. Aðeins fyrir nokkrum misserum hefði okkur, vinum hennar, þótt sjálfsagt að hún ætti eftir að lifa mörg góð æviár og njóta þeirra með eiginmanni sínum, börnum, barnabörnum, vinum og öðrum vandamönnum. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 125 orð

HERA NEWTON

HERA NEWTON Hera Newton fæddist í Reykjavík 12. maí 1942. Hún andaðist á heimili sínu, Garðatorgi 7, þriðjudaginn 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmunda Sigríður Jónsdóttir, f. 15. október 1908, d. 25. október 1982, og Fred Newton. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 522 orð

Jón Óskar

Við Jón Óskar vorum nágrannar í mörg ár. Húsin okkar á Ljósvallagötunni stóðu hlið við hlið. Með fjölskyldum okkar tókst vinátta sem ekki hefur rofnað þó að ég hafi flust burt af Ljósvallagötunni fyrir mörgum árum, og við ekki sést eins oft og áður fyrr. Jón Óskar og Kristín voru eins og mínir aðrir foreldrar og Una eins og systir mín. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 320 orð

Jón Óskar

Oft er eins og einhver töf sé á því að tíðarandi heimsins komi hingað heim. Ekki síst um miðja öldina þegar samgöngur voru strjálli. En þá vill svo vel til að einhverjir leggja það á sig að fara og sækja hann. Finna hann í ókunnum heimum og anda honum að sér ­ og reyna svo að þýða hann yfir á þá tíð sem er hér. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Jón Óskar

Jón Óskar, skáld og rithöfundur, er dáinn ­ 77 ára að aldri. Jón var mikilvirkur höfundur: orti ljóð, skrifaði sögur og minningar, var meðritjóri bókmenntatímaritsins Birtings og þýddi þekktasta verk eins merkasta rithöfundar þessarar aldar, Pláguna eftir Albert Camus, auk margra ljóða eftir Hugo, Rimbaud og fleiri Frakka. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 321 orð

Jón Óskar

Þeir eru ekki margir sem tilheyra manni svo náið að brottför þeirra skilji mann eftir ráðvilltan. Ekkert fær bætt, aldrei framar geng ég á fund míns frænda og vinar til þess njóta samveru hans og hollráða sem allt frá barnæsku minni hafa verið mér akkeri í hlaupi lífsins. Á þeim tíma sem ég var að alast upp var samgangur innan fjölskyldna alstaðar meiri en í einangrun fólks í nútímanum. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 588 orð

Jón Óskar

Jón Óskar skáld var ekki dekurbarn heimsins. Hann kom hingað suður ungur maður úr fjörunni á Akranesi til að læra og vann m.a. fyrir sér með píanóleik. Hann ætlaði að verða skáld og kynntist hér öðrum ungum skáldum og tók þátt í merkilegustu umræðu heimsins sem alltaf stendur, umræðu ungs áhugafólks um skáldskapinn og menninguna í heiminum. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN ÓSKAR

JÓN ÓSKAR Jón Óskar fæddist á Akranesi 18. júlí 1921. Hann lést á heimili sínu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. október. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 116 orð

Kjartan Ásgeirsson

Hann er farinn, maðurinn sem alltaf var svo sterkur og hress, heilbrigður andlega sem og líkamlega. Hann sem kenndi mér muninn á réttu og röngu. Hann sem kenndi mér að hjóla, að standa upp og berjast áfram þó að ég dytti á andlitið í mölina. Hann sem kynnti mig fyrir besta vini sínum, Guði, og kenndi mér að skilja og virða hlutverk kirkjunnar. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 26 orð

KJARTAN ÁSGEIRSSON

KJARTAN ÁSGEIRSSON Kjartan Ásgeirsson fæddist á Ísafirði 8. júní 1922. Hann lést í Landspítalanum 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Útskálakirkju 24. október. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 524 orð

Sóley Sveinsdóttir

Elsku amma mín, þú varst minn gleðigjafi og ráðgjafi því alltaf varst þú kát og glöð, hvað sem á gekk hjá þér, hvort sem þú komst í heimsókn til okkar eða ég kom að heimsækja þig norður á Akureyri. Við gerðum allt mögulegt saman í gamla daga. Þú kenndir mér að prjóna til að ég gæti haft ofan af fyrir mér, því ég var ofvirk, ég gat ekki setið kyrr í eina mínútu og það stoppaði mig á meðan. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 633 orð

Sóley Sveinsdóttir

Elsku amma er dáin. Þegar ég hugsa um hana ömmu mína koma upp í hugann ótal minningar. Amma var aldamótabarn. Hún var þriðja elst í hópi níu systkina sem misstu móður sína á barnsaldri þegar hún lést fyrir aldur fram. Þá fluttist amma til ömmu sinnar og afa og ólst hún upp hjá þeim sem barn og ung kona. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 236 orð

SÓLEY SVEINSDÓTTIR

SÓLEY SVEINSDÓTTIR Sigurlaug Sóley Sveinsdóttir fæddist á bænum Deplum í Stíflu 12. júní 1904. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. október síðastliðinn. Faðir hennar var Sveinn f. 18. apríl 1868, d. á Siglufirði 5. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir

Látin er heiðurskonan Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir og komið að kveðjustund. Fyrstu kynni okkar hjóna af Gógó, en undir því nafni gekk hún meðal skyldfólks og vina, var þegar sonur okkar, Pétur, hóf búskap með Önnu dóttur þeirra hjóna Borgþórs Olsens og Gógóar, einstaklega duglegri og vel gefinni stúlku, sem við erum afar hreykin af, að eiga sem tengdadóttur. Meira
29. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRUNN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

ÞÓRUNN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Þórunn Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Merki í Vopnafirði 26. október 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira

Viðskipti

29. október 1998 | Viðskiptafréttir | 237 orð

Fréttir frá Brasilíu bæta úr skák

VERÐFALL um alla Evrópu bitnaði á bréfum í bönkum og verzlanakeðjum í gær, dollarinn þokaðist upp á við og miðlarar reyndu að meta fréttir um 84 milljarða dala sparnað í Brasilíu. Lokagengi á helztu mörkuðum lækkaði í fyrsta skipti í vikunni. Gengið hafði verið lægra um daginn, en styrktist þegar tap í Wall Street varð að smáhagnaði. Meira

Daglegt líf

29. október 1998 | Neytendur | 346 orð

Mengað vatn í heitum pottum útbreitt vandamál

VATN sem rannsakað var í heitum pottum í níu af ellefu heilsuræktarstöðvum í Reykjavík reyndist svo gerlamengað að það fór langt fram úr viðmiðunum Hollustuverndar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Meira
29. október 1998 | Neytendur | 446 orð

Taðreyking heyrir senn sögunni til

ÞAÐ styttist í hátíðirnar og margur er kominn með bragðið af hangikjötinu í munninn. Ólafur H. Georgsson í Reykofninum segir að 90% þeirra sem versli við sig vilji hangikjötið taðreykt. En það eru blikur á lofti, aukin tæknivæðing og fækkun sauðfjárbúa valda því að "taðreyking deyr hægt og rólega innan tiltölulega fárra ára" eins og Ólafur komst að orði. Meira

Fastir þættir

29. október 1998 | Í dag | 36 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. október, verður fertugur Þorsteinn Njálsson, læknir og bæjarfulltrúi, Drangagötu 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Ólöf Pétursdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum að Hraunsholti, Dalshrauni 14, Hafnarfirði, frá kl. 19-21. Meira
29. október 1998 | Í dag | 43 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Næstkomandi sunnudag, 1. nóvember, verða sjötug tvíburasystkinin Ólafur Skagfjörð Ólafsson, Garðshorni, Glæsibæjarhrepp og Þórey Skagfjörð Ólafsdóttir, Suðurbyggð 12, Akureyri. Af því tilefni taka þau á móti gestum í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, laugardagskvöldið 31. október, frá kl. 20.30. Afmælisbörnin óska ekki eftir gjöfum. Meira
29. október 1998 | Í dag | 28 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. október, verður áttræð Ástrós Friðbjarnardóttir frá Hraunprýði, Hellissandi, nú til heimilis að Skólastíg 16, Stykkishólmi. Eiginmaður hennar er Sveinbjörn Benediktsson, fyrrum símstöðvarstjóri. Meira
29. október 1998 | Í dag | 40 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Áttræð er í dag, fimmtudaginn 29. október, Kristín Magnúsdóttir, Réttarholti, Garði.Eiginmaður hennar var Guðmundur Guðjónsson bifreiðastjóri, en hann lést í október 1981. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í samkomuhúsinu í Garði í dag frá kl. 18­22. Meira
29. október 1998 | Í dag | 23 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. október, verður níræð Svanborg Sigvaldadóttir, til heimilis að Dalbraut 27, Reykjavík. Svanborg verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
29. október 1998 | Fastir þættir | 454 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Sóknarprestur kynnir og fræðir um spámennina í Gamla testamentinu. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altarisganga. Meira
29. október 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Kópavogskirkju af sr. Sigurði Helgasyni Sigríður Arna Ólafsdóttir og Sævar Þór Gylfason. Heimili þeirra er á Höfn í Hornafirði. Meira
29. október 1998 | Fastir þættir | 821 orð

Einkavætt siðferði "Það er ekk

Einkavætt siðferði "Það er ekkert til sem heitir samfélag; aðeins einstaklingar og fjölskyldur þeirra." Margaret Thatcher Einn frægasti viðmælandi Sókratesar var Þrasímakkos, sem hélt því fram að réttlæti væri einfaldlega það sem kæmi sér best fyrir þá sem meira mega sín. Meira
29. október 1998 | Í dag | 509 orð

FYRIR nokkrum misserum minntist Víkverji á ostategund, sem hann hrósa

FYRIR nokkrum misserum minntist Víkverji á ostategund, sem hann hrósaði í hástert. Þetta var svokallaður rjómaostur með lauk og kryddtegundum, og var hann í flokki með sams konar ostum sem framleiddir eru, en með öðrum kryddtegundum. Þessi ostur var frábær og var mun bragðbetri en allir hinir. Hann líktist einna helzt danska ostinum Pikant. Meira
29. október 1998 | Dagbók | 706 orð

Í dag er fimmtudagur 29. október, 302. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er fimmtudagur 29. október, 302. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfilegt, en ekki byggir allt upp. (1. Korintubréf 10, 23. Meira
29. október 1998 | Í dag | 565 orð

Kalt í útlöndum

ÞAÐ er ekkert nýtt að maður undrast veðurfréttaflutning þegar kemur að hitastigi í borgum erlendis. Í gegnum árin hef ég tekið eftir að æði oft er ekki hægt að reiða sig á að þessar einföldu upplýsingar séu hafðar réttar. Ég er t.d. nýkominn frá Washington D.C. þar sem hitastigið að undanförnu hefur verið um og yfir 20 C að degi til og ekki farið niður fyrir 9 C að nóttu til. Meira
29. október 1998 | Fastir þættir | 115 orð

Spilað í Stykkishólmi um helgina Bridsfélög Stykkishólms/ Grunda

Bridsfélög Stykkishólms/ Grundarfjarðar og Bridsfélög Patreksfjarðar/Tálknafjarðar mætast í þriðja sinn í hinni árlegu keppni félaganna um helgina. Föstudagskvöldið 30 okt. fer fram sveitakeppni þar sem hvort lið stillir upp fjórum sveitum og er þá keppt um farandbikar. Þetta árið er keppnin haldin í Stykkishólmi. Meira
29. október 1998 | Fastir þættir | 321 orð

(fyrirsögn vantar)

Fimmtudaginn 22. nóv spiluðu 24 pör. Úrslit urðu þessi: N/S: Ingibjörg Stefánsdóttir ­ Þorsteinn Davíðsson268 Albert Þorsteinsson ­ Auðunn Guðmundsson240 Hannes Ingibergsson ­ Anton Sigurðsson235 Jóhann Guðmundss. ­ Þorvarður Guðmundss. Meira

Íþróttir

29. október 1998 | Íþróttir | 284 orð

Aftarlega á merinni

Nýlega fór heimsmeistaramótið í karate fram í Brasilíu. Tveir íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu, þeir Halldór Svavarsson og Ingólfur Snorrason. Þeim félögum gekk ekki eins vel og ætla mátti fyrirfram. Halldór Svavarsson keppti í -65 kg flokki. Í fyrstu umferð keppti Halldór á móti heimsmeistaranum frá því 1996 og tapaði þeirri viðureign. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 467 orð

BENNY Lennartsson tók í gær við s

BENNY Lennartsson tók í gær við stjórninni hjá Bristol City en knattspyrnustjórinn John Ward yfirgaf skútuna í fyrradag þegar hann frétti að ráða ætti Lennartsson, sem var tæknilegur ráðgjafi hjá Svíum þegar þeir urðu í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum 1994. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 346 orð

Darraðardans í Ásgarði

Darraðardans var stiginn á fjölum íþróttahússins í Ásgarði er heimamenn máttu teljast góðir að ná öðru stiginu úr viðureign sinni við nágranna sína í HK, lokatölur 24:24. Baráttuglaðir HK-menn voru mættir til að vinna og lengi vel leit út fyrir að svo yrði. Óvandaður leikur þeirra í lokin kom þeim í koll og gaf Stjörnunni færi á að jafna metin áður en yfir lauk. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 88 orð

Enn dregst NBA

ENN mun það dragast á langinn að keppni í NBA-deildinni í körfuknattleik hefjist vegna launadeilu á milli leikmanna og stjórnenda félaga í deildinni. Í gær tilkynnti stjórn deildarinnar að hún hefði gefið upp alla von um að leikið verði í síðari hluta nóvember eins og vonir stóðu til. Áður hafði keppni í fyrri hluta mánaðarins verið aflýst. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 402 orð

FH-ingar voru heillum horfnir

FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti í upphafi móts og í gær urðu þeir að sætta sig við sex marka tap á móti KA á heimavelli sínum, 18:24. Þetta var fjórði tapleikur liðsins í sex umferðum, en liðið hefur aðeins unnið einn leik og er í neðsta sæti ásamt HK með þrjú stig. KA er hins vegar með í toppslag deildarinnar með 8 stig. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 215 orð

Forráðamenn Brann vilja fá fleiri leikmenn

Knattspyrnufélagið Brann í Noregi, sem þeir Ágúst Gylfason, Bjarki Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson leika með, ætlar sér að eyða 150 milljónum króna til leikmannakaupa fyrir næsta tímabil. Kjell Tennfjord framkvæmdastjóri segir að liðið þurfi að fá hávaxinn sóknarmann, öflugan varnarmann og markvörð til að geta tekist á við toppliðin næsta keppnistímabil. Brann hafnaði í 6. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 413 orð

Grótta/KR kastaði frá sér sigrinum

Grótta/KR fór illa að ráði sínu þegar liðið gerði jafntefli, 31:31, við Hauka á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Nýliðarnir voru mun betri og með örugga forystu frá sjöundu mínútu en misstu hana niður í jafntefli undir lokin. Sigurvissir Haukar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið en lánið lék við þá og baráttan skilaði stigi. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 364 orð

Hamagangur að Hlíðarenda

Hamagangur var mikill að Hlíðarenda í gærkvöldi þegar ÍR-ingar sóttu Valsmenn heim og fengu áhorfendur nóg að sjá að því leyti en minna af góðum handknattleik. Gestirnir höfðu þó ekki erindi sem erfiði því varnarleikur Vals var gríðarsterkur og í sókninni skiptust 11 leikmenn á um að skora en lykill að 29:19 sigri Vals var samt markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson, Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 141 orð

Hreint á heimavelli

Við ætlum okkur að halda hreinu á heimavelli," sagði Eivor Pála Blöndal eftir að Valur hafði lagt FH 24:18 í 1. deild kvenna í gærkvöldi. "Við ætlum að halda okkur við toppinn og stefnum auðvitað að því að ná efsta sætinu," bætti hún við. Varnir liðanna voru grimmar til að byrja með og leikmenn urðu því ragir í sóknaraðgerðum sínum og skot urðu óvönduð. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 19 orð

Í kvöld Körfuknattleikur

Úrvalsdeild: Akranes:ÍA - Keflavík20 Borgarnes:Skallagr. - Þór Ak20 Grindavík:UMFG - Haukar20 Njarðvík:UMFN - KR20 Hlíðarendi:Valur - Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 146 orð

Knattspyrna Evrópukeppni U-16 ára:

Evrópukeppni U-16 ára: Pólland - ÍSLAND2:2 - Grétar Gíslason, Ólafur Páll Snorrason. Holland vann Liechtenstein 4:1 í gær og Íslands mætir Liechtenstein á morgun. England Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 386 orð

Kristinn áfram en Björgvin féll úr keppni

KRISTINN G. Bjarnason, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, reynir í dag að tryggja sér keppnisrétt á seinna úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Kristinn leikur í dag þriðja hring sinn á fyrra úrtökumótinu á Perlada-vellinum á Spáni og verður að bæta sig verulega til að komast áfram á seinna mótið. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 800 orð

Lið geta ekki gengið að neinu sem vísu

FIMMTA umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum en síðasti leikur umferðarinnar verður á morgun. Ef marka má úrslit fyrstu fjögurra umferðanna má búast við jafnri deild í vetur enda hafa liðin verið að taka stig hvert af öðru. Fimm lið eru með sex stig, þrjú með fjögur, þrjú með tvö og Skallagrímur hefur ekkert stig hlotið. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 90 orð

Logi Jes yfir í SH

LOGI Jes Kristjánsson, sundmaður úr Vestmannaeyjum, hefur gengið til liðs við Sundfélag Hafnarfjarðar. Hann hefur verið búsettur erlendis í nokkur ár en er að flytja heim og mun setjast að í Hafnarfirði. Hann leitaði því til SH með það í huga að synda í Bikarkeppni SSÍ, en gamla félagið hans, ÍBV, hefur ekki tekið þátt í bikarkeppninnii með fullt lið svo árum skiptir. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 303 orð

Ótrúlegur lokakafli

Þær voru ótrúlegar lokamínúturnar í leik Selfoss og ÍBV sem fram fór í íþróttahúsinu á Selfossi í gærkveldi. Eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn var ÍBV í góðri stöðu 18:25 þegar rúmar 9 mínútur voru til leiksloka en þá setti vörn Selfoss og Gísli markvörður í lás og Selfyssingar skoruðu seinustu 7 mörk leiksins og Sigurjón Bjarnason þjálfari jafnaði 25:25 eftir hraðaupphlaup þegar 12 Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 193 orð

Ríkharður vill hærri laun hjá Viking

RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með norska úrvalsdeildarfélaginu Viking frá Stavanger, hefur falið umboðsmanni sínum, Petter Fosdahl, að gera fyrir sig nýjan samning við Viking. Ríkharður á eitt ár eftir af samningi sínum og gæti farið til einhvers annars liðs næsta haust án þess að Viking fengi eitthvað fyrir hann. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 520 orð

Skrautlegt að Varmá

FRAMARAR hafa tyllt sér á topp 1. deildar eftir 26:29-sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Sigur gestanna var sanngjarn og mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Mosfellsbæinn í gærkvöldi og sköpuðu þétta og skemmtilega stemmningu með tilheyrandi hávaða. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 794 orð

Stjarnan - HK24:24

Ásgarður, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, 6. umferð miðvikudaginn 28. október 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 3.6, 4:9, 5:12, 8:13, 11:13, 11:15, 14:15, 15:18, 18:19, 19:22, 21:22, 22:24, 24:24. Mörk Stjörnunnar: Konráð Olavson 13/1, Heiðmar Felixson 4, Rögnvaldur Johnsen 4, Hilmar Þórlindsson 3/1. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 146 orð

United slapp, Vialli með þrennu

Manchester United slapp fyrir horn fyrir framan 52.000 áhorfendur á Old Trafford er það mætti 1. deildar liði Bury í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar. Mörk frá Ole Gunnar Solskjær og Erik Nevland í framlengingu fleyttu heimamönnum í næstu umferð, en markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Meira
29. október 1998 | Íþróttir | 124 orð

Valur - FH24:18

Valsheimilið að Hlíðarenda, 1. deild kvenna í handknattleik, miðvikudaginn 28. október 1998. Gangur leiksins: 0:2, 3:3, 3:5, 6:5, 7:9, 9:9, 11:11, 12:12, 17:12, 19:14, 20:16, 22:16, 24:18. Mörk Vals: Þóra B. Helgadóttir 5, Elísabet Sveinsdóttir 5, Gerður B. Jóhannsdóttir 5/3, Anna G. Meira

Úr verinu

29. október 1998 | Úr verinu | 461 orð

Eigum sögulegan rétt til veiða við Hornstrandir

"ÞAÐ er ekkert nýtt að stundaðar séu skelfiskveiðar við Hornstrandir. Bátar við Húnaflóa hafa stundað veiðar þarna með hléum á undanförnum árum," segir Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Norðurstrandar á Skagaströnd, sem stundar veiðar og vinnslu á hörpuskel. "Þetta eru því engar tilraunaveiðar þarna og því síður að ný mið hafi verið fundin," segir Gunnar Þór í samtali við Morgunblaðið. Meira
29. október 1998 | Úr verinu | 192 orð

Enn ekkert þokast í samkomulagsátt

EKKI hefur þokast í samkomulagsátt í viðræðum Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegsráðuneytisins um breytingar á lögum um fiskveiðar krókabáta á sóknardögum. Samkvæmt gildandi lögum mega krókabátar í sóknardagakerfi róa 9 sóknardaga á yfirstandandi fiskveiðiári. Meira
29. október 1998 | Úr verinu | 275 orð

Gaf ekki veiðiréttindi til lengri tíma litið

SKELFISKBÁTUR á Hofsósi, sem veitt var heimild til hörpudiskveiða í Húnaflóa á síðasta fiskveiðiári, fær ekki framlengingu á leyfinu þar sem aðeins var um takmarkað tilraunaveiðileyfi að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu var leyfið veitt vegna þess að veiðar á svæðinu höfðu legið niðri í nokkurn tíma. Meira

Viðskiptablað

29. október 1998 | Viðskiptablað | 93 orð

American og BA kaupa hlut í Iberia

FLUGFÉLÖGIN British Airways og American Airlines hafa undirritað samning við spænska ríkisflugfélagið Iberia um að BA kaupi 8,2­9,1% hlut í felaginu. American flugfélagið mun kaupa 0,9­1,8% þannig að hlutur þess og BA verður til samans 19% að sögn ríkiseignarhaldsfélagsins SEPI. Samkvæmt samningnum er spænska flugfélagið metið á 3,69­ 4,11 milljarða dollara að sögn félagsins. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 845 orð

Ásökunum vísað á bug

REIKNISTOFAN ehf. í Hafnarfirði, sem misst hefur starfsleyfi til að miðla vanskilaupplýsingum, sakar tölvunefnd um óeðlilega málsmeðferð og brot á stjórnsýslulögum. Framkvæmdastjóri nefndarinnar vísar þessum ásökunum hins vegar á bug og segir gild rök vera fyrir þeim ákvörðunum nefndarinnar að synja Reiknistofunni um nýtt starfsleyfi. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 86 orð

ÐIntis eflist

INTIS - Internet á Íslandi hf., hefur pantað viðbót fyrir netsamband til Norður-Ameríku og Evrópu. Samband INTIS til Norður-Ameríku stækkar úr sex í átta megabit á sekúndu og til Evrópu úr tveimur í fjögur megabit. Áætlað er að stækkunin komist í gagnið á næstu tveimur vikum. Að sögn Sigurðar Jónssonar, markaðsstjóra INTIS, hefur breytingin í för með sér aukinn hraða fyrir notendur. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 373 orð

ÐÍsland með fleiri Netþjóna en Afríka

ÞRÁÐLAUS fjarskiptatækni mun gegna þýðingarmiklu hlutverki á næstu öld við að breiða út velmegun og lýðræði í heiminum. Vaxtarmöguleikar fjarskiptaiðnaðarins eru gífurlegir þar sem 65% heimila á jörðunni eru án síma og helmingur jarðarbúa hefur aldrei hringt úr síma. Þjóðir heims eru afar misjafnlega á veg komnar við að nýta sér fjarskiptatæknina og t.d. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 138 orð

ÐLokaáfangi í fjármögnun Hvalfjarðarganganna

GENGIÐ hefur verið frá lokaáfanga í fjármögnun Hvalfjarðarganganna. Hópur fagfjárfesta, einkum lífeyrissjóðir, keyptu skuldabréf Spalar hf. að fjárhæð um 1,9 milljarðar króna. Lánið leysir að hluta af hólmi skammtímafjármögnun sem veitt var á byggingartíma ganganna og verður það greitt upp með tekjum af því gjaldi sem innheimt er af vegfarendum. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 53 orð

ÐSveigjanlegt kortatímabil

KORTAFÉLÖGIN Visa og Europay hafa ákveðið að gefa verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum, sem fylgja breytilegu úttektartímabili, kost á að færa úttektartímabilið í nóvember fram um eina viku eða frá 18. til 12. Ástæðan er óskir sérvörukaupmanna o.fl. sem m.a. bárust frá Kaupmannasamtökum Íslands og samstarfsaðilum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 233 orð

ÐVöruskiptin óhagstæð um 3 milljarða

Í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 10,7 milljarða króna og inn fyrir 13,7 milljarða. Vöruskiptin í september voru því óhagstæð um 3 milljarða en í september 1997 voru þau óhagstæð um 1,1 milljarð á föstu gengi. Fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 101,3 milljarða króna en inn fyrir 121,8 milljarða. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 414 orð

Ekki ástæða til aðgerða

SAMKEPPNISSTOFNUN telur ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar Afurðasölunnar í Borgarnesi hf. yfir óréttmætum viðskiptaháttum við paté-framleiðslu Kjötumboðsins hf. Í erindi Afurðasölunnar kom fram að Afurðasalan keypti á árinu 1996 kjötdeild Íslensk-fransks hf. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 100 orð

Fólk

GUNNAR Björn Gunnarsson viðskiptafræðingur hefur tekið við framkvæmdastjórn hugbúnaðarfélagsins Concorde Axapta Ísland ehf. Gunnar Björn lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1989 og B.M.-prófi frá Norwegian School of Management árið 1993. Þá stundaði hann framhaldsnám við London School of Economics í fjármálum og reikningsskilum árið 1994. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 323 orð

Hefur vart áhrif á verðlag

GENGISLÆKKUN krónunnar að undanförnu mun vart leiða til hækkandi innflutningsverðs eða hafa áhrif á vísitölur. Gjaldmiðillinn þyrfti að lækka talsvert meira og með varanlegum hætti til að svo yrði og jafnvel má búast við lækkun neysluverðs fram að áramótum vegna árstíðabundinnar sveiflu. Þetta er mat Arnórs Sighvatssonar, deildarstjóra á hagfræðisviði Seðlabankans. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 601 orð

Jólabók viðviðskiptalífsins?

JÓN telur bókina hafa alla burði til þess að verða jólabók viðskiptalífsins í ár, enda muni hún vafalaust nýtast fjölmörgum fyrirtækjum og svara spurningum þeirra vegna innheimtu virðisaukaskattsins. Þá sé hún einnig ætluð til kennslu í skattarétti. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 96 orð

Leigir 200 tölvur

SJÚKRAHÚS Reykjavíkur hefur samið við Nýherja um rekstrarleigu á tölvubúnaði og er samningurinn til fjögurra ára. Gert er ráð fyrir leigu á 200 vélum til viðbótar við þær 350 sem SHR leigir nú þegar af Nýherja. Verðmæti samningsins er á fjórða tug milljóna. Í samningnum er gert ráð fyrir fullri ábyrgð Nýherja á öllum tækjunum. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 541 orð

Margvísleg áhrif einkavæðingar

MIKLAR hræringar eru að eiga sér stað á íslenskum fjármálamörkuðum um þessar mundir í kjölfar einkavæðingar ýmissa ríkisfyrirtækja. Þar má benda á útboð á 49% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem hefst á morgun. Þá seldi ríkið nýlega 15% hlut í Landsbanka Íslands. Innan skamms verða boðin út hlutabréf í Búnaðarbankanum en þar er einnig um að ræða sölu á 15% eignarhlut ríkisins. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 483 orð

Nýjar viðræður við Daimler-Benz

Í LOK nóvember munu að öllum líkindum hefjast að nýju viðræður Daimler-Benz AG og Nissan Diesel Motor Co Ltd., að sögn aðalforstjóra Nissan-bifreiðaframleiðandans í Evrópu, Norio Matsumura, sem var staddur hér á landi fyrr í vikunni. Fyrr á árinu stóðu yfir viðræður fyrirtækjanna um að Daimler myndi kaupa stóran hlut Nissan í Nissan Diesel, sem er vörubifreiðaarmur Nissan Motor Co Ltd. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 235 orð

Nýtt 7.500 m hús B&L rís við Grjótháls

VEGFARENDUR um Vesturlandsveg hafa veitt nýbyggingu við Grjótháls 1­3 athygli að undanförnu en þarna er um að ræða nýtt húsnæði bifreiðafyrirtækisins B&L, (Bifreiða og Landbúnaðarvéla). Í húsinu verður m.a. stærsti sýningarsalur fyrir nýja bíla á landinu ásamt þjónustuverkstæði að sögn Gísla Guðmundssonar, forstjóra fyrirtækisins. Lóðin sem byggt er á er um 14. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 67 orð

Ráðstefna um rafræn viðskipti

SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG Íslands heldur ráðstefnu um rafræn viðskipti á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. nóvember 1998. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða André Biesheuvel frá KPMG í Hollandi, Bruno Degiovanni frá Visa International, dr. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 2116 orð

SPARSEMI OG GÆTNI AÐ LEIÐARLJÓSI

ÖLL hlutabréf Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og Súðavík verða skráð á Verðbréfaþing Íslands næstkomandi mánudag. Nafnverð bréfanna er tæplega 340 milljónir kr. Félagið verður í upphafi skráð á vaxtarlista en fullnægir skilyrðum fyrir skráningu á aðallista nema hvað hluthafar eru liðlega 100 en þurfa að vera 200. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 520 orð

Stefnt að bættri samkeppnisstöðu

STEINUNN Bjarnadóttir tók við starfi framkvæmdastjóra SAS á Íslandi í síðasta mánuði af Bryndísi Torfadóttur sem starfar nú hjá SAS í London. Steinunn hefur síðastliðinn tvö ár verið fjármálastjóri hjá SAS. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 1071 orð

Stjórnskipurit Kaupfélags Eyfirðinga

Með nýju stjórnskipuriti Kaupfélags Eyfirðinga, sem tók gildi fyrr á þessu ári, er félaginu skipt upp í fimm meginsvið. Þau eru: fjármálasvið, verslunarsvið, mjólkuriðnaðarsvið, iðnaðarsvið og kjötiðnaðarsvið. Framkvæmdastjóri hvers sviðs ber ábyrgð á rekstri þess gagnvart kaupfélagsstjóra, sem hefur jafnframt aðstoðarkaupfélagsstjóra og aðalfulltrúa sér til aðstoðar. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 115 orð

Stærsta bókabúð heims í London

BÓKAVERZLUNIN Waterstone's hyggst koma á fót stærstu bókabúð heims á sjö hæðum í miðborg Lundúna þar sem fataverzlunin Simpson's of Piccadilly hefur verið til húsa. Waterstone's tilheyrir nú fjölmiðlafyrirtæki, HMV Media Group, sem á einnig bókabúðakeðjurnar Dillons og Hatchards. Waterstones reynir að semja við DAKS Simpson um leigu á verzlunarhúsnæðinu, sem er 54. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 1098 orð

Stökkpallur á markaði í Kanada og Bandaríkjunum

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur undanfarna mánuði staðið fyrir átaki til að efla viðskiptatengsl íslenskra fyrirtækja í Nova Scotia. Næstkomandi þriðjudag hefst í Halifax kaupstefna 16 fyrirtækja sem Útflutningsráð Íslands hefur skipulagt. Elmar Gíslason kynnti sér aðdraganda verkefnisins og hvaða vonir menn binda við aukin umsvif á svæðinu. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 611 orð

Svar við kröfum markaðarins

HÓTEL Saga og Hótel Ísland munu um næstu áramót hefja samstarf við alþjóðlegu Radisson SAS hótelkeðjuna. Engar breytingar verða á eignar- og starfsmannahaldi við samstarfið en hér er um langtíma þróunarsamninga að ræða. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 501 orð

Sökuð um undirboð á steypu

MALBIKUNARSTÖÐIN Hlaðbær- Colas hf. hefur kært Sementsverksmiðjuna hf. til Samkeppnisráðs vegna tilboðs verksmiðjunnar í gerð flughlaða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forráðamenn Hlaðbæjar-Colas hf. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 302 orð

Verður veldi enskunnar ógnað?

ENSKA verður ekki ráðandi afl í alþjóðaviðskiptum á næstu öld heldur verða nokkur meginmál notuð og hver þeirra verður ríkjandi á ákveðnu svæði eða í tilteknum geira. Þessi niðurstaða úr nýlegri breskri rannsókn "English 2000" verður meðal umræðuefna á hádegisverðarfundi, sem haldinn verður að Hótel Sögu á morgun kl. 12-13:30. Meira
29. október 1998 | Viðskiptablað | 127 orð

Vöruskipti

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. hefur kært Sementsverksmiðjuna hf. til Samkeppnisráðs vegna tilboðs verksmiðjunnar í gerð flughlaða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forráðamenn Hlaðbæjar- Colas hf. telja að með verðlækkun á sementi hafi verksmiðjan gerst uppvís að óeðlilegum viðskiptaháttum og saka hana um óeðlilegt undirboð á steypu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.