Greinar föstudaginn 30. október 1998

Forsíða

30. október 1998 | Forsíða | 230 orð

"Eins og Woodstock okkar gamlingjanna"

Glenn út í geim eftir 36 ár "Eins og Woodstock okkar gamlingjanna" Kanaveralhöfða. Reuters. BANDARÍSKI geimfarinn John Glenn geystist út í geiminn í gær með geimferjunni Discovery, 36 árum eftir að hann fór í sína fyrstu og sögulegu ferð. Meira
30. október 1998 | Forsíða | 300 orð

Fylkingar kynþáttanna snúast til varnar

ÓLÍKAR stjórnmálafylkingar í Suður-Afríku snerust til varnar í gær eftir að Sannleiks- og sáttanefndin svokallaða lagði fram sögulega skýrslu sína með niðurstöðum tveggja ára starfs, sem hlífði engum. Thabo Mbeki, varaforseti landsins, gagnrýndi nefndina fyrir að komast að þeirri niðurstöðu um flokk hans, Afríska þjóðarráðið, að hann hefði gerzt sekur um mannréttindabrot. Meira
30. október 1998 | Forsíða | 156 orð

Úrskurðurinn gagnrýndur

ALÞJÓÐARÁÐ lögfræðinga (ICJ), hreyfing 42 virtra lögfræðinga víða um heim sem beitir sér fyrir mannréttindum, gagnrýndi í gær úrskurð bresks dómstóls um að handtaka Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, væri ólögmæt. Ráðið sagði að úrskurðurinn gengi í berhögg við alþjóðlega samninga. Meira
30. október 1998 | Forsíða | 386 orð

Vilja að tekin verði upp hlutfallskosning

NEFND sem skipuð var til að gera tillögur um breytingar á bresku kosningalöggjöfinni lagði í gær til að tekið yrði upp tvíhliða hlutfallskosningakerfi og sagði Roy Jenkins, lávarður og fyrrverandi fjármálaráðherra, formaður nefndarinnar, að hið nýja kerfi myndi gera kosningar lýðræðislegri og tryggja sanngjarnari niðurstöður. Meira
30. október 1998 | Forsíða | 110 orð

Yassin í stofufangelsi

PALESTÍNSK yfirvöld settu Ahmed Yassin, stofnanda Hamas- hreyfingarinnar, í stofufangelsi í gær en þá hafði hreyfingin lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræði við ísraelsk börn á Gaza. Tilkynningin um stofufangelsið kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að bílsprengja sprakk steinsnar frá ísraelskum börnum á leið í skóla. Meira

Fréttir

30. október 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

80% vilja aukinn hlut kvenna í stjórnmálum

79,7% ÞÁTTTAKENDA í skoðanakönnun, sem Gallup á Íslandi gerði fyrir skrifstofu jafnréttismála, vilja að hlutur kvenna í stjórnmálum verði aukinn. 3,5% voru andvíg því að hlutur kvenna í stjórnmálum verði aukinn. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Aðalfundur Landverndar

AÐALFUNDUR Landverndar verður haldinn í gistihúsinu Staðarflöt í Hrútafirði 30. og 31. október nk. Fundurinn hefst kl. 19.30 á föstudagskvöld með kvöldverði og kvöldvöku. Þar mun Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi ráðherra, flytja erindi um sjálfbæra þróun á nýrri öld og einnig verður héraðsþáttur úr Húnaþingi. Kvöldvakan er öllum opin. Á laugardag verða hefðbundin aðalfundarstörf. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 325 orð

Aðstaða í Sigurhæðum tilbúin

Aðstaða í Sigurhæðum tilbúin AÐSTAÐA á Sigurhæðum ­ Húsi skáldsins fyrir rithöfunda, skáld og fræðimenn eða þá sem óska næðis til skrifta er nú tilbúin, en að undanförnu hefur verið gengið frá kaupum og uppsetningu á tölvum og öðrum búnaði á skrifstofum á efri hæð hússins. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Aflaverðmæti 80 milljónir

TOGARARNIR Baldvin Þorsteinsson og Sléttbakur öfluðu vel í síðustu veiðiferðum sínum en Baldvin kom til hafnar í gær og Sléttbakur fyrr í vikunni. Baldvin Þorsteinsson EA kom til hafnar í gærmorgun eftir 40 daga túr í grænlensku lögsöguna. Skipið var þar á karfaveiðum og er afli skipsins um 255 tonn af frystum afurðum, eða rúm 1. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Alþjóðlegir dómsstólar koma til greina

TIL greina kemur að fara með deiluna við Norðmenn um Svalbarðasvæðið fyrir alþjóðlega dómstóla, að mati Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, en þessi skoðun hans kemur fram í viðtali við hann í Útveginum, fréttabréfi Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem nú er að koma út. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ábyrg stefna í málefnum hálendisins

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK, útivistarfélög og listafólk stóðu fyrir ljóðaupplestri við Ráðhús Reykjavíkur í gær. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona las ljóð í um hálfa klukkustund og að því loknu var Árna Þór Sigurðssyni, aðstoðarmanni borgarstjóra, afhent áskorun þar sem skorað er á borgarstjórn að beita sér fyrir því að Landsvirkjun framfylgi ábyrgri stefnu í náttúruverndarmálum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Álögð gjöld á Landssímann 697,9 milljónir

LANDSSÍMI Íslands hf. greiðir mest opinber gjöld lögaðila í Reykjavík samkvæmt lista frá skattstjóranum í Reykjavík, en álagningarskrá verður lögð fram í dag. Alls greiðir Landssíminn 697,9 milljónir króna en í öðru sæti er Fiskveiðasjóður Íslands sem greiða á 185,3 milljónir. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Árangurslaus fundur

SÁTTAFUNDUR í deilu meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landspítalans og starfsmannaskrifstofu Ríkisspítalanna var haldinn í gær. Fundurinn var stuttur og árangurslaus, að sögn Önnu Svanhildar Sigurðardóttur, talsmanns meinatæknanna. Hún sagði að nýr fundur hefði verið boðaður í dag. Anna Svanhildur sagði að ekkert nýtt hefði komið fram á fundinum. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 300 orð

Ásakanir um fjársvik

FORELDRAR Louise Woodward, bresku au pair-stúlkunnar sem á sínum tíma var ákærð fyrir að hafa valdið dauða kornabarns í hennar umsjón á meðan hún dvaldi í Bandaríkjunum, sætir nú rannsókn vegna meintra fjársvika í tengslum við sjóð sem stofnað var til í því skyni að standa straum af kostnaði af dómsmáli hennar. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 925 orð

Á slóð "Condorsins" Herforingjar í Rómönsku Ameríku komu á fót "fjölþjóðlegu kúgunartæki" á áttunda áratugnum til þess að geta í

MEÐ kröfu sinni um að Augusto Pinochet, fyrrum forseti Chile, verði framseldur til Spánar vonast rannsóknardómarinn Baltasar Garzón til þess að afla upplýsinga um "Condor-áætlunina" en svo nefndist samstarf sem herforingjastjórnir í Rómönsku Ameríku komu á fót á áttunda áratugnum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 530 orð

Bandarísk matvara gæti hækkað 10­20%

GERA má ráð fyrir að matvara sem flutt er inn frá Bandaríkjunum hækki um 10­20% vegna evrópskra reglna um merkingu matvæla, að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur, markaðsstjóra hjá heildverslun Karls K. Karlssonar ehf. Meira
30. október 1998 | Landsbyggðin | 79 orð

Björgunarsveit SVFÍ fær nýja bifreið

Neskaupstað-Björgunarsveitin Gerpir keypti nýlega nýja björgunarbifreið af Ford Econoline-gerð. Bifreiðin er mjög öflug og er búin öllum nýjasta búnaði sem völ er á í slíkum bifreiðum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Bónus keypti í Lækjargötu

BÓNUS hefur keypt lóðina númer 22b við Austurstræti af Reykjavíkurborg fyrir 30 milljónir króna og hefur borgarráð samþykkt söluna. Á lóðinni, sem snýr út að Lækjargötu, var Nýja bíó til húsa í eina tíð en húsið brann til kaldra kola síðastliðinn vetur, eins og kunnugt er. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 380 orð

Búist aðeins við hinu óvænta

FJALLAÐ er um Sigríði Ásgeirsdóttur glerlistamann í bók, sem kom út fyrr á þessu ári í Bandaríkjunum og ber nafnið "List hins steinda glers: Verk 21 glerlistamanns í fremstu röð". Í umsögn bókarinnar um Sigríði, sem um þessar mundir er að vinna glugga í Langholtskirkju, segir að hún brjóti reglurnar. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Draugagangur í Deiglunni

DANSKÆTTAÐI prófessorinn William Roll heldur fyrirlestur í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið 30. október, kl. 20.30. Gilfélagið og danska sendiráðið efna til fyrirlestrarins. Roll mun fjalla um yfirnáttúrleg fyrirbæri í fyrirlestrinum og byggir rannsóknir sínar á svipum og draugum. Kemur hann m.a. inn á sjaldgæf íslensk fyrirbæri, s.s. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Dregur sögulegan rétt til veiða í efa

"SKAGSTRENDINGAR eiga ekki sögulegan rétt til skelfiskveiða við Hornstrandir, eins og Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Norðurstrandar, heldur fram," segir Viggó J. Einarsson á Hofsósi, en hann hefur stundað tilraunaveiðar á skelfiski undan Hornströndum. "Sannleikurinn er sá að aðkomubátar hafa stundað mestar veiðar á þessum slóðum og Skagstrendingar nánast engar. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

ÐArthur Treacher's tapaði 200 milljónum

BANDARÍSKA fiskréttakeðjan Arthur Treacher's sem er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, tapaði 2,8 milljónum dollara á síðasta rekstrarári eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna. Þar af nam rekstrartap 800 þúsund dollurum (56 m.kr.) en 2 milljónir dollara af heildartapinu (140 m.kr.) voru að stærstum hluta vegna afskrifta. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð

ÐReitangruppen-keðjan kaupir 20% í Baugi hf.

ALÞJÓÐLEG verslunarkeðja, Reitangruppen, hefur gert samning um kaup á 20% eignarhlut í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss. Seljendur bréfanna eru Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) og Kaupþing hf. Þar með fær Baugur aðgang að alþjóðlegu innkaupakerfi keðjunnar og hyggjast forráðamenn fyrirtækisins m.a. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Ekki bundin af smáa letrinu

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær karl og konu af kröfu reykvísks fyrirtækjasala um 5% söluþóknun vegna ritfangaverslunar sem einkafirma hans hafði milligöngu um að selja. Fólkið hafði selt ritfangaverslunina, sem er í Reykjavík, á 3.900.000 kr. auk vörulagers eða samtals 8.400.000 kr. Neðst á prentuðu eyðublaði fyrirtækjasölunnar fyrir kaupsamninga stóð að sölulaun af seldum verðmætum væru 5%. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Erfið staða í kennaradeilu á Seltjarnarnesi

NÆSTI samningafundur kennara í Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og bæjaryfirvalda hefur ekki verið ákveðinn, en 30 kennarar hafa sagt upp störfum frá og með 1. febrúar. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, var kennurum boðin hækkun á launum, sem jafnast á við 9­13% hækkun á grunnlaunum eða hækkun, sem svarar mest 18 þúsund krónum. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 534 orð

Eykur óvissuna um framkvæmd samningsins

TVEIR menn biðu bana þegar bílsprengja sprakk nálægt ísraelskum skólabíl og herjeppa á Gaza-svæðinu í gær og ísraelska ríkisútvarpið sagði að íslamska hreyfingin Hamas hefði lýst tilræðinu á hendur sér. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 493 orð

"Fela í sér umskipti á náttúru sem aldrei verða bætt"

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir endurskoðun virkjanaáforma og að leita leiða til að virkja vatnsföll og beisla orku, sem miða að verndun ósnortinna víðerna og náttúrugersema landsins. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 837 orð

Fékk ábendingu vegna meðferðar á varahlutum

BRESKA flugmálastjórnin, CAA, segir að flugfélaginu Atlanta hafi verið kunnugt um ástæður áhyggna stofnunarinnar varðandi viðhaldsmál félagsins er leiddu til þess að flugbann var sett á flugvélaflota Atlanta í Bretlandi sl. föstudag. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Félag um verslunarstaðinn á Gásum

GÁSAFÉLAGIÐ, félag áhugamanna um hinn forna verslunarstað á Gásum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, var formlega stofnað í Deiglunni á Akureyri fyrir skömmu. Markmið félagsins er að stuðla að því að vísindalegum rannsóknum á Gásum verði hraðað og að staðurinn fái þenn sess sem honum ber sem einn merkasti fornminjastaður á landinu. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fjallað um erfðir og umhverfi á evrópskum sálfræðingadegi

SÁLFRÆÐINGAFÉLAG Íslands heldur upp á Evrópskan sálfræðingadag laugardaginn 31. október. Af því tilefni vilja sálfræðingar bjóða almenningi að njóta eftirfarandi dagskrár í Gerðubergi kl. 13­16. Arnór Hannibalsson, sálfræðingur, fjallar um siðferðileg álitamál um líftækni, Oddi Erlingsson, sálfræðingur, talar um erfðafræði og sálfræðilega meðferð, Þuríður Jónsdóttir, sálfræðingur, Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fjallað um geðheilsu íslenskra barna og úrræði

ÁRLEGT haustþing sálfræðinga í skólum hófst í gær og heldur áfram í dag í veitingahúsinu Lækjarbrekku í Reykjavík. Meginviðfangsefni þingsins verður geðheilsa íslenskra barna. Fjallað verður um viðnámsþrótt barna, skýrt frá rannsókn á tilfinningalegum erfiðleikum unglinga í 9. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fjórar hljómsveitir á forvarnatónleikum

STUÐ gegn vímu er slagorð forvarnatónleika sem haldnir verða á morgun milli klukkan 14 og 18 í Miðgarði í Skagafirði. Tónleikarnir eru ætlaðir nemendum í sjöunda til tíunda bekk nokkurra grunnskóla á Norðurlandi. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 653 orð

Fljótfengnar sættir útilokaðar

TILRAUNIR til að hindra á síðustu stundu birtingu skýrslu suður- afrísku Sannleiks- og sáttanefndarinnar hafa varpað ljósi á ógróin sár og hversu útilokað það er að koma á sáttum milli kynþáttanna í landinu í einu vetfangi. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Framkvæmdastjórinn segir upp

PÁLL Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Í tilkynningu frá stjórn Læknafélagsins í gær segir að framkvæmdastjórinn hafi 20. þessa mánaðar óskað eftir því að við hann yrði gerður starfslokasamningur. Stjórn félagsins féllst á það á fundi sl. þriðjudag en óskaði eftir að hann héldi áfram störfum um ótiltekinn tíma og féllst hann á það. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Frystitogarar fyrirtækjanna til sýnis

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. og Samherji hf. bjóða almenning velkomin um borð í skip sín, Sléttbak EA og Baldvin Þorsteinsson EA, við Togarabryggju og kynna hluta starfsemi sinnar á athafnasvæði Flutningamiðstöðvar Norðurlands, FMN, á morgun laugardaginn 31. október, frá kl. 13 til 17. Skipverjar beggja togaranna verða um borð og munu þeir leiðbeina gestum og fræða þá um skipin. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fyrirlestur um samspil plantna og plöntusjúkdómavalda

STEFÁN Þór Pálsson, sérfræðingur á rannsóknastofu Íslenskrar erfðagreiningar, mun halda erindi um sameindalíffræðilegar hliðar á samspili plantna og plöntusjúkdómavalda á morgun, laugardag, á Lynghálsi 1. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknastofur Íslenskrar erfðagreiningar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fyrirvari á rekstrarsérleyfi

Í UMSÖGN Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um frumvarp til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, segir að félagið geti fallist á gerð gagnagrunnsins með vissum skilyrðum. Virkt eftirlit verði haft með að vísindasiðfræðilegum skilyrðum við rannsóknir á gagnagrunninum sé fullnægt. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Færri mál borist örorkunefnd

MUN færri mál hafa borist frá tryggingafélögum til örorkunefndar á árinu miðað við fyrri ár, að sögn Ragnars Hall, lögfræðings og formanns nefndarinnar. Árið 1996 vísuðu tryggingafélögin 560 málum til nefndarinnar, í fyrra var hátt í 800 málum vísað til hennar en það sem af er þessu ári hefur nefndin fengið innan við 500 mál til meðferðar. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Föstudagsfyrirlestur Líffræðistofnunar

Í föstudagsfyrirlestri Líffræðistofnunar í dag, 30. október, mun Emma Eyþórsdóttir, búfjárerfðafræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), flytja erindi um rannsóknarverkefni sitt. Erindið nefnist Erfðabreytileiki ullar- og skinnaeiginleika í íslensku sauðfé. Erindið verður haldið á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
30. október 1998 | Landsbyggðin | 310 orð

Hagsmunamál Vesturlands rædd á aðalfundi SSV

Grundarfirði-Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn í Grundarfirði 23.-24. október. Fulltrúar frá öllum sveitarfélögum í Vesturlandskjördæmi komu til fundarins og var fjallað um hin ýmsu sameiginlegu hagsmunamál sveitarfélaganna á Vesturlandi. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Harpa vann Eriksson

ÚRSLIT í þriðju umferð á heimsmeistaramóti barna og unglinga, sem haldið er í Oropesa del Mar á Spáni urðu þessi: Einar Hjalti Jensson ­ Andras Toth (Ungverjalandi, 2330) ­, Stefán Kristjánsson ­ Michael Roiz (Ísrael, 2355) 1­0, Halldór B. Halldórsson ­ A. Amidzic (Bosn.-Herz.) ­, C. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Hestamenn þinga

HESTAMENN víðs vegar af landinu hafa fjölmennt til Akureyrar en í dag verður 49. Landsþing Landssambands hestamanna sett í Íþróttahöllinni. Rétt til setu á þinginu eiga um 130 fulltrúar en það eru hestamannafélögin Funi í Eyjafjarðarsveit og Léttir á Akureyri sem bjóða til þingsins. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hið upprunalega Kriya-jóga á Íslandi

HINGAÐ til lands er væntanlegur jógi sem mun leiðbeina fólki í Kriya- jóga hugleiðslu. Kriya-jóga er hugleiðslutækni sem var kennd í fyrsta sinn á Íslandi í sinni upprunalegu mynd vorið 1996, að því er segir í fréttatilkynningu. Jóginn sem mun kenna tæknina er Peter van Breukelen. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 383 orð

Hinar sterku dætur Íslands

"HINAR sterku dætur Íslands" nefnist grein, sem birtist í nóvember- og desember-hefti þýska kvennatímaritsins Emmu. Greinina skrifar þýski glæpasagnahöfundurinn Regula Venske, sem búsett er í Hamborg og kom hingað til lands í sumar, og lýsir hún íslenskum konum sem sterkum persónuleikum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Hljótum að endurskoða dareglurnar

HAUKUR Haraldsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið að það samrýmdist ekki starfsháttum eftirlitsins að gefa upp nöfn fyrirtækja eða einstaklinga sem lentu í úrtaki. Því yrðu ekki gefin upp nöfn þeirra líkamsræktarstöðva sem reyndust vera með mengað vatn í heitum pottum sínum. Heldur ekki nöfn þeirra tveggja stöðva sem stóðust mælingarnar. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 505 orð

Hneyksli valda umróti í finnskum stjórnmálum

FINNSKI Hægriflokkurinn er stærsti flokkur Finnlands, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var á sjónvarpsstöðinni MTV3í gær. Er þetta í fyrsta skipti á þessum áratug sem flokkurinn nær jafnmiklu fylgi í skoðanakönnun. Samkvæmt könnuninni fengi flokkurinn 24% atkvæða ef nú yrði gengið til atkvæða en Jafnaðarmannaflokkurinn og Miðflokkurinn um 22% hvor fyrir sig. Meira
30. október 1998 | Miðopna | 580 orð

Horfur góðar þrátt fyrir blikur á lofti

"ÞEGAR horft er til framtíðar má sjá ýmsar blikur á lofti. Reyndar er óvenju mikil óvissa um framtíð efnahagsmála heimsins vegna alvarlegrar stöðu efnahagsmála í A-Asíu og í Rússlandi. Þessir markaðir skipta nokkru fyrir íslenskan sjávarútveg en þangað fóru tæplega 15% af sjávarvöruútflutningnum á árinu 1997," sagði Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, á aðalfundi LÍÚ. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Jólabasar Rauða kross kvenna

HINN árlegi jólabasar kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ verður haldinn sunnudaginn 1. nóvember kl. 14­17 í Efstaleiti 9, húsi Rauða kross Íslands. Á boðstólum verða einnig ljúffengar heimabakaðar kökur. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á laugardag. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 10.30 á sunnudag, ath. breyttan dag og tíma. Fermingarfræðsla í Grenivíkurskóla kl. 11.15 á sunnudag. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14 á sunnudag. Í messunni geta kirkjugestir gengið að altari og kveikt á kerti í minningu látinna ástvina. Meira
30. október 1998 | Landsbyggðin | 102 orð

Kvenfélag Reyðarfjarðar gefur mjaltavél

Reyðarfirði-Fyrsta vetrardag hélt Kvenfélag Reyðarfjarðar súpufund og hófst þar með vetrarstarfið. Byrjað verður á námskeiðinu Konur eru konum bestar en síðan farið að huga að jólum með námskeiðum í kökuskreytingum og grænmetis- og baunafæði. Nýlega gaf félagið Medela- mjaltavél á Heilsugæslustöðina. Meira
30. október 1998 | Landsbyggðin | 169 orð

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur fékk styrk

Keflavík-Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Samvinnuferðir- Landsýn hafa undirritað auglýsinga- og styrktarsamning, sem gilda mun til eins árs. "Þessi samningur er afar þýðingarmikill og við erum Samvinnuferðum-Landsýn afar þakklátir fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt kvennadeildinni. Meira
30. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Lánað vegna 18 milljóna króna fyrirgreiðslu

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórn Akureyrar að Leikfélagi Akureyrar verði veitt allt að 18 milljóna króna fyrirgreiðsla á þessu ári til að tryggja starfsemi þess. Verður fyrirgreiðslunni til Leikfélagsins mætt með lántökum. Meira
30. október 1998 | Miðopna | 409 orð

Leggur til stofnun sjálfseignarstofnunar

MENNTANEFND LÍÚ hefur lagt til að LÍÚ taki þátt í að stofna sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að mennta starfsfólk í sjávarútvegi. Formaður nefndarinnar segir útgerðarmenn verða að gera sér grein fyrir mikilvægi menntamála innan greinarinnar. Meira
30. október 1998 | Landsbyggðin | 114 orð

Leiðbeinendur aldraðra hittast

Reyðarfirði-Nýlega héldu leiðbeinendur í Félagsstarfi aldraðra á Austurlandi samráðsfund á Neskaupstað. Þar mættu konur með sýnishorn af því sem þær eru að láta vinna, skiptust á hugmyndum og ræddu málin. Einnig heimsóttu þær föndurbúðina Jenný og skoðuðu það sem þar er á boðstólnum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

LEIÐRÉTT Rangur fæðingarstaður Í

Í FORMÁLA minningargreinar um Sólveigu Elínu Pálsdóttur í Morgunblaðinu þriðjudaginn 27. október var missagt að Sólveig Elín væri fædd í Neskaupstað, en hið rétta er að hún fæddist í Reykjavík. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn GREIN eftir Ragnar A. Þórsson birtist í Morgunblaðinu í gær á bls. 41. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ljósmyndasýningin Landið og orkan opnuð

LJÓSMYNDASÝNINGIN Landið og orkan, verður opnuð á 2. hæð Kringlunnar í dag. Myndirnar tók Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, og er sýningin opnuð samhliða World Press Photo-ljósmyndasýningunni sem haldin hefur verið undanfarin ár í Kringlunni. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 659 orð

Lækni dæmdar skaðabætur vegna tekjumissis

HÆSTIRÉTTUR dæmdi íslenska ríkið í gær til að greiða sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalækni 5.500.000 kr. í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum frá 18. október 1996. Taldist hann hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmætrar framkvæmdar reglugerðar um ferliverk sem fól í sér minni þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði af ferliverkum utan sjúkrahúsanna en innan þeirra. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 390 orð

Mál Anwars ein helsta ástæða pólitísks umróts

ANWAR Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra í Malasíu, mun koma fyrir rétt á mánudag. Hann er sakaður um að hafa gerst sekur um spillingu og brot á lögum er gilda um kynlíf Malasíubúa þar sem t.d. samræði tveggja karlmanna er bannað með lögum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Málþing um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls

MÁLÞING um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls verður haldið á morgun, laugardag, í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Þorvarður Árnason frá Siðfræðistofnun HÍ setur málþingið kl. 13 og að því loknu hefst eftirfarandi dagskrá sem stendur til kl. 17. 13.10: Umfjöllun um mat á umhverfisáhrifum. Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun. 13. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Mistök við dreifingu

VIÐ dreifingu á auglýsingablaði með Morgunblaðinu fyrir Landsbanka Íslands og Framtíðarbörn þriðjudaginn 27. október sl. urðu þau mistök að hluti áskrifenda fékk mörg eintök af auglýsingablaðinu send til sín. Lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð

"Mitch" veldur usla í Hondúras

FELLIBYLURINN Mitch olli í gær usla á Karíbahafsströnd Hondúras og ógnaði öllu svæðinu við norðvestanvert Karíbahaf. Dauði að minnsta kosti nítján manna var í gær rakinn til óveðurslægðarinnar. "Mitch" hefur að mestu haldið kyrru fyrir undan strönd Hondúras undanfarna tvo sólarhringa og valdið þar steypiregni sem orsakað hefur flóð og aurskriður. Lýst var yfir neyðarástandi og um 100. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Myndakvöld Ferðafélagsins frá Austfjörðum

Myndakvöld Ferðafélagsins frá Austfjörðum MYNDAKVÖLD Ferðafélagisns verður í kvöld kl. 20.30 í Mörkinni 6. Þar munu þær Inga Rósa Þórðardóttir, formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ína D. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Norrænar barnamyndir

Í TILEFNI af Norrænu barnamyndahátíðinni sem er nýlokið hefur Norræna húsið fengið leyfi til að sýna nokkrar myndanna sem sýndar voru í Regnboganum meðan á hátíðinni stóð. Sýningar verða á laugardaginn 31. október. Þær hefjast kl. 10 að morgni og standa fram til klukkan 15 og eru sýningar í sal Norræna hússins. Kl. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Opið hús Félags áhugafólks um Downs-heilkenni

FÉLAG áhugafólks um Downs-heilkenni hefur opið hús laugardaginn 31. október kl. 16 í húsnæði Landssamtakanna Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Í framhaldi af heimsókn Irene Johannson sl. sumar vill stjórn félagsins ræða frekar um gagnsemi "tákn með tali", um aðferðir Irene, hver tilgangurinn er með þeim og hvað má betur fara. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Opið hús Prímu og Heimsklúbbs Ingólfs

HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og ferðaskrifstofan Príma hafa stækkað og endurhannað húsnæði sitt í Austurstræti 17. Af því tilefni verður opið hús á morgun, laugardag, milli kl. 14 og 16 þar sem m.a. verður kynnt nýja félagsdeildin Edda, sem sér um sérþjónustu við ýmsa hópa og einstaklinga. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Opinn fundur um hvalveiðimálið

SJÁVARNYTJAR halda opinn fund um hvalveiðimálið á Grand Hóteli laugardaginn 31. október nk. og hefst fundurinn kl. 13. Fundurinn er öllum opinn. "Á fundinum munu koma fram nýjar upplýsingar um stöðu hvalamála, bæði hvað varðar ástand hvalastofna við Ísland, Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 553 orð

Pinochet fluttur á annað sjúkrahús

Pinochet fluttur á annað sjúkrahús London, Madrid, París. Reuters. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var fluttur á annað sjúkrahús í London í gær en var enn í haldi lögreglunnar þótt breskur dómstóll hefði ógilt handtökuheimild á hendur honum. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 702 orð

Ráðstefna um kjördæmaskipan og kosningar

Félag stjórnmálafræðingaRáðstefna um kjördæmaskipan og kosningar Félag stjórnmálafræðinga heldur ráðstefnu um kjördæmaskipan Íslands og tilhögun kosninga til Alþingis á Kornhlöðuloftinu, Lækjarbrekku, á milli kl. 14 og 18 á morgun, laugardag. Ráðstefnan er annar hluti þemafunda á vegum Félags stjórnmálafræðinga um Alþingi. Meira
30. október 1998 | Miðopna | 1281 orð

Ræða Kristjáns Ragnarssonar á aðalfundi LÍÚ Hinn þögli meirihluti okkur sammála

Ræða Kristjáns Ragnarssonar á aðalfundi LÍÚ Hinn þögli meirihluti okkur sammála "EINS og oft áður hefur umræða um málefni sjávarútvegsins verið mikil á opinberum vettvangi. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 1160 orð

Samkeppni verði um nýja eftirspurn eftir raforku

RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Resource Strategies telur að ávinningur sé af því að koma á samkeppni á raforkumarkaði á Íslandi. Það telur þó að viðhalda eigi getu Landsvirkjunar til að starfa á þessum markaði, en bendir á þá leið að samkeppni verði um nýja eftirspurn eftir raforku. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 617 orð

Samkomulag um jafnræði milli flokka

SAMKOMULAG hefur náðst milli fulltrúa A-flokkanna og Kvennalistans um að ákveðið jafnræði skuli ríkja milli flokkanna við röðun í örugg sæti á framboðslista samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í vor. Meira
30. október 1998 | Erlendar fréttir | 261 orð

Serbi játar fjöldamorð

GORAN Jelisic, þrítugur Bosníu-Serbi, játaði að hafa gerst sekur um fjöldamorð í Bosníustríðinu, er hann kom fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í gær. Goran, sem á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, neitaði að hafa gerst sekur um þjóðarmorð. Meira
30. október 1998 | Miðopna | 874 orð

Sjávarútvegurinn þarf ekki að óttast kollsteypu

"ÞAÐ er mín niðurstaða að við munum á komandi árum og í byrjun nýrrar aldar halda áfram að byggja nýtingarstefnu okkar á meginreglunni um sjálfbæra þróun. Að við munum halda áfram að stjórna veiðunum efnahagslega á grundvelli markaðskerfisins og að í hinu alþjóðlega umhverfi muni erlendar þjóðir í vaxandi mæli líta til Íslands sem fyrirmyndar um fiskveiðistjórnun," sagði Þorsteinn Pálsson, Meira
30. október 1998 | Landsbyggðin | 190 orð

Skákþing Íslands sett í Árborg

Selfossi-Skákþing Íslands var sett 27. október á Hótel Selfossi en skákþingið fer fram í nýja sveitarfélaginu, Árborg, dagana 27. október til 7. nóvember. Alls eru 12 keppendur á mótinu og verður teflt á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Smíði virkjana boðin út?

HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segist allt eins reikna með að stjórnvöld bjóði út smíði virkjana norðan Vatnajökuls á Evrópska efnahagssvæðinu. Orkufyrirtæki jafnt á Íslandi sem í Evrópusambandinu gætu þá boðið í. Samkvæmt tilskipun ESB um samkeppni í orkumálum er stjórnvöldum ekki heimilt að mismuna orkufyrirtækjum þegar kemur að smíði virkjana. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Stofnun Þjóðfræðingafélags

FUNDUR verður haldinn í Skólabæ í kvöld, föstudagskvöldið 30. október, kl. 20.30, þar sem þjóðfræðingar og þjóðfræðinemar ætla að hittast og eiga saman kvöldstund. Dagskránni er skipt í tvennt. Í fyrsta lagi stendur til að stofna þjóðfræðingafélag, sem verður samstarfs- og umræðuvettvangur þeirra sem lokið hafa námi í greininni eða leggja stund á rannsóknir í þjóðfræði. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

"Tundurskeytaflugsveitin" í bíósal MÍR

KVIKMYNDIN "Tundurskeytaflugsveitin" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 1. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð í Sovétríkjunum fyrir 30­40 árum og lýsir baráttu sovéskra liðssveita á norðurslóðum við flug- og herskipaflota Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Útvegsmenn vilja sjávarútvegsskóla

ÚTVEGSMENN hafa uppi hugmyndir um stofnun sjálfseignarstofnunar sem hefði það hlutverk að mennta starfsfólk í sjávarútvegi. Nefnd sem fjallað hefur um menntastefnu LÍÚ segir uppbyggingu slíks skóla vel geta komið til greina á landsbyggðinni. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vélsleðasýning hjá Merkúr

UM helgina kynnir Merkúr hf. 1999-árgerðirnar af vélsleðum frá Yamaha. Auk nýrra sleða verða sýndir nokkrir notaðir sleðar, úrval af fylgihlutum, fatnaði, hjálmum og fleiru fyrir vélsleðafólk. Í fréttatilkynningu segir: "Yamaha gjörbylti vélasleðaheiminum árið 1997 þegar kynnt var alveg ný léttari og sterkari grindarbygging, ný fjöðrun og vél. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð

Vill kanna gögn um olíu við Ísland

BANDARÍSKT olíufélag hefur lýst áhuga á því að kanna hvort vísbendingar sé að finna í gögnum hjá Orkustofnun og víðar um hvort olíu sé að finna innan íslenskrar lögsögu. Fyrirtækið hyggst beita nýrri tækni við þessar rannsóknir og finnist vísbendingar um að olíu sé hér að finna hefur það áhuga á að hefja olíuleit. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að málið sé á algjöru byrjunarstigi. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 465 orð

Yfir 300 leigjendur greiða undir 5 þúsund krónum á ári

MIKILL munur er á leigugjaldi fyrir ríkisjarðir og er það lægsta 500 krónur á ári en það hæsta 398 þúsund fyrir yfirstandandi ár. Alls nemur heildarálagning leigu fyrir árið 28,2 milljónum króna sem 896 ábúendur greiða og er meðalupphæð því rúmlega 31 þúsund krónur og 36% leigjenda greiða minna en 5.000 króna leigu á ári. Meira
30. október 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Þorsteins Valdimarssonar minnst

ÞORSTEINN Valdimarsson, skáld og kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík til margra ára, hefði orðið áttræður 31. október hefði hann lifað. Starfsfólk skólans með stuðningi velunnara ætla að minnast Þorsteins á þessum tímamótum með samkomu í Hátíðasal Stýrimannaskólans laugardaginn 31. október kl. 14. Meira

Ritstjórnargreinar

30. október 1998 | Staksteinar | 341 orð

»Endalok villta vestursins FÉLAG kvikmyndagerðarmanna gefur út fréttablaðið "L

FÉLAG kvikmyndagerðarmanna gefur út fréttablaðið "Land & synir" og þar er fjallað um stöðu kvikmyndagerðar undir fyrirsögninni "Endalok villta vestursins?" LEIÐARAHÖFUNDUR, Ásgrímur Sverrisson, segir m.a.: "Í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Kúrekum norðursins, gefur að líta klunnalega málað skilti yfir messupalli, sem komið hefur verið upp á kúrekahátíð á Skagaströnd. Meira
30. október 1998 | Leiðarar | 572 orð

SENDIHERRA TUNGUMÁLA

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur verið útnefnd sem sérlegur sendiherra tungumála hjá UNESCO, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Federico Mayor, aðalforstjóri stofnunarinnar, sagði að það hefði verið á grundvelli góðs orðstírs Vigdísar að hún var valin í embættið en Vigdís hefði unnið ötullega að varðveizlu og eflingu íslenzkunnar. Meira

Menning

30. október 1998 | Menningarlíf | 89 orð

Á MEÐAN hann horfir á þig ert þú María mey

Á MEÐAN hann horfir á þig ert þú María mey er fyrsta bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og hefur að geyma 20 smásögur. Í kynningu segir: "Þetta smásagnasafn gefur góða hugmynd um sagnaheim Guðrúnar Evu. Þar ríkir einstök, titrandi stemmning. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 1096 orð

Á réttri hillu

"ÞETTA er viðurkenning á minni vinnu og í mínum huga staðfesting á því að ég sé á réttri leið sem danshöfundur ­ sé á réttri hillu," segir Lára Stefánsdóttir, sem bar sigur úr býtum í dansverkasamkeppni Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu síðastliðið miðvikudagskvöld. Nefnist verk hennar Minha Maria Bonita. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 160 orð

Börnin taka þátt í sköpun leikþáttar

FÓLKI gefst kostur á að koma í Leikbrúðuland á Fríkirkjuvegi 11 og taka þátt í sýningu sem kölluð er Þjóðsögur og brúðuleikhús sunnudaginn 1. nóvember kl. 15. Einungis 20 börn ásamt aðstandendum komast að í þetta sinn og eina skilyrðið til þátttöku er að börnin ráði við að klippa út skuggabrúðu, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 97 orð

Dagskrá til heiðurs Þorsteini frá Teigi

DAGSKRÁIN "Skáldið og tónlistarmaðurinn" verður haldin í félagsheimilinu Miklagarði, Vopnafirði, á morgun, laugardag, kl. 15. Dagskráin er helguð minningu Þorsteins Valdimarssonar frá Teigi í Vopnafirði en hann hefði orðið 80 ára þann dag. Þorsteinn lést árið 1977. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 156 orð

Dagskrá til heiðurs Þorsteini Valdimarssyni

STARFSFÓLK Stýrimannaskólans í Reykjavík ætlar, með stuðningi velunnara, að minnast Þorsteins Valdimarssonar, skálds og kennara við skólann, á morgun, laugardag, kl. 14 í hátíðarsal Sjómannaskólans. Þorsteinn var kennari við skólann til margra ára og lést í ágúst 1977. Hann hefði orðið áttræður 31. október hefði honum enst aldur til. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

Dísætar orkubombur

ÓVENJULEG tískusýning var haldin í París á þriðjudaginn var, en þá héldu sjö tískuhönnuðir sýningu á dísætum súkkulaðifötum. Ekki var mælst til að "klæðin" yrðu notuð að vori, enda myndu þau líklega duga skammt í sólinni. Sýningin var haldin í tengslum við súkkulaðisýningu mikla sem haldin er nú í fjórða skipti í París. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 627 orð

ErkiTíð hyllir Atla Heimi og Þorkel

TÓNLISTARHÁTÍÐIN ErkiTíð 1998 verður haldin um helgina í Tjarnarbíói, hefst í dag kl. 16.00 og lýkur á margmiðlunartónleikum annað kvöld. Á hátíðinni verða m.a. frumflutt sjö ný íslensk verk eftir helstu raftónskáld Íslands en efniskráin er byggð upp af verkum sem bæði eru flutt af bandi, myndbandi og með flytjendum. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 150 orð

Fjórir kórar á Þorkelstónleikum í Hallgrímskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í Hallgrímskirkju laugardaginn 31. október kl. 17 og eru þeir til heiðurs Þorkeli Sigurbjörnssyni, en hann varð sextugur fyrr á þessu ári. Á tónleikunum koma fram fjórir kórar og flytja valin kórverk ásamt hljóðfæraleikurum. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 666 orð

Fjölbreytt danshöfundakeppni

Íslenski dansflokkurinn. Keppendur: Guðmundur Helgason, Jóhann Freyr Björgvinsson, Lára Stefánsdóttir, Margrét Gísladóttir, Nadia Banine, Ólöf Ingólfsdóttir, Ragna Sara Jónsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Miðvikudagur 28. október. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Fjölþætt dagskrá í Listasafni Árnesinga

Í LISTASAFNI Árnesinga verður opnuð sýning á höggmyndum Guðjóns Stefáns Ketilssonar og Adesign-hópurinn kynnir nýjung í sölu handverks gegnum Netið, laugardaginn 31. október kl. 14. Þá munu afkomendur Vatnsenda-Rósu kveða rímur og sýnendur og aðstandendur þeirra spila þjóðlög. Guðjón Stefán Ketilsson lærði höggmyndagerð hjá steinaristanum Gerhard Köning. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 46 orð

Fyrirlestrar í MHÍ

ÁSTA Ólafsdóttir myndlistarmaður heldur fyrirlestur í Laugarnesi mánudaginn 2. nóvember kl. 12.30. Þar mun hún fjalla um eigin verk og sýna skyggnur. Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12.30 mun Finnbogi Pétursson myndlistarmaður fjalla um eigin list og sýna hljóðverk af myndbandi í Barmahlíð, Skipholti 1. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 376 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Bíórásin10.00 og 16.00 Tvö andlit spegils (The Mirror has Two Faces, '96) Tvær stjörnur með mikla útgeislun, Barbra Streisand og Jeff Bridges í platónsku ástasambandi. Fagmannlegt en fyrirsjáanleg. Bíórásin12.00 og 20. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Haf og land í Stöðlakoti

STEINÞÓR Marinó Gunnarsson opnar málverkasýningu í Galleríi Stöðlakoti laugardaginn 31. október kl. 15. Myndröðina kallar Steinþór Marinó "Haf og land" og eru flest verkin á sýningunni unnin á árunum 1996­98. Steinþór Marinó er fæddur á Ísafirði árið 1925. Hann tók sveinspróf í málaraiðn 1950 og hefur starfað sem málarameistari með sjálfstæðan atvinnurekstur í 45 ár. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 211 orð

Harpa Björnsdóttir sýnir á Mokka

HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á ljósmyndaverkum í dag, föstudag, og nefnir hún sýninguna Foldarskart (sweet flowers). Ljósmyndaverkin eru hugsuð sem hluti af stærra verki, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 29 orð

Hádegistónleikar í Dómkirkjunni

ORGELTÓNLEIKAR verða í Dómkirkjunni í hádeginu laugardaginn 31. október. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti leikur verk eftir J.S. Bach, F. Mendelssohn, C. Franck, Leif Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 179 orð

Kúla (Sphere)

Leikstjórn: Barry Levinson. Handrit: Michael Crighton. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Samuel L. Jackson og Sharon Stone. 134 mín. Bandarísk. Warner myndir, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 217 orð

Lesið úr verkum Jóhanns Jónssonar

Á VEGUM Lista- og menningarnefndar Snæfellsbæjar verður dagskrá um Jóhann Jónsson skáld frá Ólafsvík, sunnudaginn 1. nóvember kl. 15.30 í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Dagskráin nefnist Jóhann Jónsson skáld ­ Ólafsvík og hafið og verður upplestur úr æskuverkum Jóhanns. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 121 orð

Ljóðið í Sjónvarpinu

HJÁ Sjónvarpinu verður dagskrá tileinkuð ljóðinu á sunnudögum fram eftir vetri. Ljóðin eru unnin á nýstárlegan hátt, nánasta stuttmynd í kringum hvert ljóð þar sem umhverfið er okkar daglegi hversdagsheimur þar sem hugmyndirnar fæðast og ljóð verða til. Á þann hátt verða þau ágengari og nærgöngulli en ekki upphafin og sett upp stall. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 523 orð

Með bleika og bústna bólu á nefinu

GUÐMUNDUR Ólafsson, rithöfundur og leikari, hlaut nýlega Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína, Heljarstökk afturábak. Sagan segir frá Jóni Guðmundssyni, sem er að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík og verður gagntekinn af ást sem honum reynist óhemjuerfitt að koma á framfæri. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Morðgáta leyst á Nílarfljóti

Morðgáta leyst á Nílarfljóti Sýn21.00 Dauðinn á Níl (Death on the Nile) Leikstjóri : John Guillermin. Leikarar : Peter Ustinov, Bette Davis, David Niven, Mia Farrow, Angela Lansbury, George Kennedy, Maggie Smith. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 625 orð

Morð við hnefaleikahringinn

RICK Santoro (Nicolas Cage), spilltur rannsóknarlögreglumaður í Atlantic City, slæst í lið með gömlum vini sínum, Kevin Dunne flotaforingja (Gary Sinise), yfirlífverði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann fylgir ráðherranum heim til Atlantic City til að horfa á mest spennandi hnefaleikabardaga ársins. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 152 orð

Módel af landslagi og olíumálverk

TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ á morgun, laugardag kl. 16. Sýning Katrínar Sigurðardóttur "Fyrirmynd" í Ásmundarsal er ferða-landslag minnis og ímyndunar. Í fréttatilkynningu segir að Katrín varpi saman mismunandi stærðarhlutföllum til að benda á að eftir því sem hlutirnir eru minni, ógreinilegri, þeim mun meira vald er gefið ímyndun og hlutdrægri túlkun áhorfandans. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 88 orð

Mósaíkverk í Listmunahúsi Ófeigs

ALICE Olivia Clarke opnar sýningu í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á morgun, laugardag, kl. 14. Þar sýnir hún 17 mósaíkverk unnin á þessu ári. Í fréttatilkynningu segir að í stað þess að nota hefðbundnar mósaíkflísar kjósi Alice frjálsari form sem hún skeri eða brjóti úr tilfallandi efnivið, og mótar úr brotunum fígúrur sem ýmist svífa yfir eða dansa um myndflötinn. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 170 orð

Mundar pensil eftir fréttir

INDVERSKI málarinn Moshin Shaikh hóf sýningu á málverkum sínum í Nýju Delí á þriðjudaginn var. Ekki væri það í sjálfu sér fréttnæmt nema fyrir þær sakir að innblástur sækir málarinn í nýlegt hneykslismál Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 228 orð

Nýjar bækur 7. BINDI Annála 1400­

7. BINDI Annála 1400­1800; Mannanafnaskrá er í samantekt Ásgeirs S. Björnssonar lektors, sem nú er látinn, og Einars S. Arnalds. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 164 orð

Nýjar bækur HUGARFAR og hagvöxtur

HUGARFAR og hagvöxtur. Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum er eftir Stefán Ólafsson og er endurútgefin í kilju. Í þessari bók er fjallað um hugarfar nútímamanna. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 685 orð

Safnplata en ekki heimild

Popp í Reykjavík, diskur helgaður kvikmyndinni Popp í Reykjavík. Á plötunni eiga lög Björk Guðmundsdóttir, Gus Gus, Lhooq, Bang Gang, Ensími, Móa, Aria, Súrefni, Quarashi, Botnleðja, Maus, Magga Stína, DJ Rampage vs. Dirty Bix (featuring Cell 7), Real Flavaz, Dip, Slowblow og Sigur Rós. 101 Reykjavík gefur út, Skífan dreifir. 69,39 mín. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 178 orð

Sögur úr stríðinu Bjargvættir: Sögur af hugrekki (Rescuers: Stories of Courage)

Leikstjórar: Tim Hunter og Lynne Littman. Handritshöfundar: Paul Monash, Cy Chermak og Francine Carroll. Aðalhlutverk: Dana Delaney, Martin Donovan og Linda Hamilton. (105 mín.) Bandarísk. CIC myndbönd, september 1998. Bönnuð innan 12 ára. HÉR ERU á ferðinni tvær sjálfstæðar sögur sem skeytt er saman í eina sjónvarpsmynd. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 131 orð

Söngkvartettinn Rúdolf syngur í Reykholtskirkju

SÖNGKVARTETTINN Rúdolf syngur við messu í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. nóvember kl. 14, kl. 15.30 flytur Rúdolf stutta söngdagskrá í kirkjunni þar sem lög af nýrri efnisskrá kvartettsins verða kynnt. Söngkvartettinn Rúdolf, sem stofnaður var 1992, flytur dagskrá sína án undirleiks og er þekktastur fyrir flutning jólalaga, segir í fréttatilkynningu. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 88 orð

Söng-leikir á Ísafirði

SÖNGSKEMMTUNIN Söng-leikir verður í sal Grunnskóla Ísafjarðar á morgun, laugardag kl. 15.30. Það eru þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópransöngkona og píanóleikarinn Gerrit Schuil sem flytja munu lög úr söngleikjum, kvikmyndum og leikritum. Einnig eru á efnisskránni lög úr leikritum, s.s. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 303 orð

Ted Hughes, lárviðarskáld Breta, látinn

TED Hughes, lárviðarskáld Breta, lést eftir átján mánaða baráttu við krabbamein síðastliðinn miðvikudag, 68 ára að aldri. Hughes var eitt af fremstu skáldum sinnar kynslóðar og hafa margir gagnrýnendur nefnt hann í sömu andrá og mestu skáld aldarinnar, eins og T.S. Eliot, W.H. Auden og írska Nóbelskáldið, Seamus Heaney. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 142 orð

Tolli sýnir á Selfossi

TOLLI opnaði málverkasýningu á Hótel Selfossi sl. föstudag. Á sýningunni eru 32 málverk sem flest eru unnin með olíu á striga. Fjöldi fólks sótti opnunina og meðal gesta var Bubbi Morthens, bróðir Tolla, sem flutti nokkur lög fyrir sýningargesti. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Tónleikar í Hrunakirkju

MARGRÉT Bóasdóttir sópransöngkona og Jörg Sondermann organisti halda tónleika í Hrunakirkju í Árnessýslu sunnudaginn 1. nóvember kl. 21. Á efnisskrá er kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tónskáld. Meðal verka eru sönglög eftir Jón Leifs og útsetningar laga úr íslenskum handritum eftir Snorra Sigfús Birgisson. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 172 orð

Tónleikar í Neskirkju

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju sunnudaginn 1. nóvember kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Oliver Kentish og einleikari á fiðlu er Sigrún Eðvaldsdóttir. Á efnisskránni er fiðlukonsert eftir Max Bruch og sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð 1990. Hana skipar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkennara og nemenda. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 567 orð

Truflaður við laxveiðar

eftir Graham Thomas. Ivy Books 1998. 229 síður. ÞEGAR nefndar eru sakamálasögur og Skotland í sömu andrá kemur aðeins eitt nafn upp í hugann: Taggart. Sjónvarpsáhorfendur hafa nú í mörg ár fylgst með rannsóknarlögreglu Glasgow-borgar að störfum og ekki verið sviknir um frábæra skemmtun, spennu og gamanmál, Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 357 orð

Unglistartónleikar

UNGLIST '98 heldur stóra popptónleika í boði Skífunnar og Hljóðfærahúss Reykjavíkur. Þeir hefjast kl. 20 í Loftkastalanum í kvöld og fram koma hljómsveitirnar Maus, Bellatrix, Fitl, Stjörnukisi, Jagúar, Pornopopp og Ensími. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 144 orð

Úr Ástarskrúðgöngu til Íslands

PASCAL F.E.O.S. er einn af fáum plötusnúðum sem eru pantaðir tvö ár fram í tímann, og hefur hann spilað á stærstu klúbbum í Evrópu og í Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum. Hann leikur á skemmtistaðnum Club Fischer í kvöld. Pascal er af grískum uppruna en hefur alla tíð búið í Þýskalandi. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Útskriftartónleikar Birnu Þorsteinsdóttur

TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar útskrifar nemanda af 8. stigi í fyrsta sinn á morgun, laugardag kl. 16. Þetta eru útskriftartónleikar Birnu Þorsteinsdóttur, en hún lauk 8. stigs prófi í söng sl. vor og verða tónleikarnir í Borgarneskirkju. Meira
30. október 1998 | Fólk í fréttum | 341 orð

VAL FÓLKSINS

NÚ FER hver að verða síðastur til að hafa áhrif á valið á besta leikaranum, leikkonunni og leikstjóranum á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni sem haldin verður í Old Vic leikhúsinu í Lundúnum 4. desember næstkomandi. Í Morgunblaðinu 21. október sl. Meira
30. október 1998 | Tónlist | 717 orð

Vatnsenda djass

Kvartett Egils B. Hreinssonar. Óskar Guðjónsson, tenór- og sópransaxófón, Egill B. Hreinsson píanó, Tómas R. Einarsson bassa, Einar Valur Scheving eða Matthías M.D. Hemstock trommur. Íslensk söng- og þjóðlög í djassútsetningum Egils B. Hreinssonar. Hljóðritað í Reykjavík í júli 1998. Útgefið af Skífunni 1998. Verð kr. 2.099. Meira
30. október 1998 | Menningarlíf | 309 orð

Vel tekið í Noregi

UNNUR Astrid Wilhelmsen sópransöngkona fær lofsamlega dóma fyrir tónleika sem hún hélt nýverið í Noregi. Í dagblaðinu Fremtidensegir meðal annars að hún hafi glæsilega rödd og eðlilega sviðsframkomu sem geri það að verkum að hún vinni fljótt hjarta áheyrenda. Meira

Umræðan

30. október 1998 | Aðsent efni | 978 orð

Á að krefjast upplýsts samþykkis?

Á MÁLÞINGI rektors, sem haldið var nýlega í Háskóla Íslands, hélt ég erindi undir þessari fyrirsögn. Spurningin vísar til gagnagrunns á heilbrigðissviði. Í erindi mínu tók ég ekki afstöðu með eða á móti gagnagrunninum, heldur reyndi einungis að svara þessari spurningu með fræðilegum rökum. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 574 orð

Frelsi velferðarinnar

LÆGRI skattar og aukin þjónusta ­ þessar áherslur hafa löngum verið hin sígilda þversögn stjórnmálanna. Við viljum geta gengið að bættri þjónustu hjá hinu opinbera, hvort heldur litið er til menntakerfisins eða trygginga- og heilbrigðiskerfisins, svo að dæmi séu nefnd. Þeir eru hins vegar ekki margir sem greiða með glöðu geði öllu hærri skatt en við gjöldum þegar. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 309 orð

Gunnar I. Birgisson í 1. sæti

HINN 14. nóvember nk. fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi vegna alþingiskosninga sem fram eiga að fara í maí 1999. Í fyrsta sæti listans hefur Gunnar I. Birgisson, forystumaður sjálfstæðismanna í Kópavogi, ákveðið að gefa kost á sér og tel ég það mikinn feng fyrir okkur Reyknesinga. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 695 orð

Ólöglegar aðgerðir

27. OKTÓBER sl. féllst sýslumaðurinn í Hafnarfirði á kröfu Vinnuveitendasambands Íslands um lögbann á aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir hönd umbjóðenda sinna, þ.e. Eimskipafélags Íslands og Ísal. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 428 orð

Sjálfstæðismenn og prófkjör

MIKILVÆGT prófkjör mun eiga sér stað hjá sjálfstæðismönnum á Reykjanesi 15. nóvember nk. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis og efsti maður á lista flokksins, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Ólafur hefur verið farsæll í fjölmörgum stöfum í forystu Sjálfstæðisflokksins um árabil. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 561 orð

Sjö krónur af hverjum tíu?!

ÞEIR HJÁ Landssambandi íslenzkra útvegsmanna auglýsa grimmt um þessar mundir, m.a. hér í Morgunblaðinu. Á einum stað í auglýsingum þeirra stendur þetta: "Fiskurinn leggur landsmönnum til 7 af hverjum 10 krónum." Að þessum upplýsingum standa margir helztu máttarstólpar atvinnulífsins. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 738 orð

Skilum landsbyggðinni góðærinu

UNDANFARNA viku hefur skýrsla um úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum landbúnaði vakið umræður um stöðu bænda og dreifbýlisins. Þess er vissulega þörf. Áður en vikið er að tillögum nefndarinnar, sem vann skýrsluna, verður þó ekki látið hjá líða að gera athugasemdir við hina tæknilegu hlið hennar. Þar er kastað til höndum. Meira
30. október 1998 | Aðsent efni | 787 orð

Verkefni ríkisins

"ENDURSKOÐA þarf rekstur ríkisins frá grunni og skilgreina með skýrum hætti hver verkefni ríkisins skuli vera." Þessi setning getur auðveldlega farið framhjá hverjum þeim, sem kynnir sér svonefnda "málefnaskrá" vinstri flokkanna þriggja er hyggja á sameiginlegt framboð í næstu þingkosningum. "Málefnaskráin" er enda að sönnu undarlegur samsetningur, sem hlotið hefur réttmæta gagnrýni. Meira
30. október 1998 | Bréf til blaðsins | 885 orð

Vér aldraðir

ÉG VIL þakka Páli Daníelssyni fyrir hans ágætu og fróðlegu skrif í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 22. okt. síðastliðinn um upplýsingar um kauphækkanir núverandi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og um sjálftöku hennar á launum sér til handa. Páll segir á einum stað í greininni: "Það var á sínum tíma talað um að kratar hygluðu sér og sínum með bitlingum og það gagnrýnt harkalega. Meira

Minningargreinar

30. október 1998 | Minningargreinar | 162 orð

Ágústa Sigmundsdóttir

Í dag kveð ég elskulega bróðurdóttur mína Ágústu Sigmundsdóttur í hinsta sinn. Þegar ég kvaddi hana fyrir stuttu fann ég að þess yrði ekki langt að bíða að hennar þrautum lyki. Ekki bjóst ég þó við að jarðvist hennar lyki á þennan hátt. Það er erfitt að skilja hvernig henni tókst að ganga alla þess leið, eins veikbyggð og hún var orðin. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 651 orð

Ágústa Sigmundsdóttir

Eftir að hafa fest kaup á nýjum bíl leggur ung kona leið sína úr Reykjavík. Ferðinni er heitið heim á Akranes þar sem hún er fædd og uppalin. Þar hefur hún einnig alið börnin sín. Hún hlakkar til ferðarinnar og ætlar að njóta nýja bílsins. Hún hefur ekki keyrt mikið undanfarin ár. Því ætlar hún ekki að fara þessi nýju göng. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 639 orð

Ágústa Sigmundsdóttir

Veturinn napur hrifsaði okkur út úr sumrinu, enginn fyrirvari, ekkert haust, bara ískaldur veruleikinn. Mín kæra vinkona Gústa er dáin, mér finnst það svo óraunverulegt að ég trúi því varla enn að hún sé horfin frá okkur. Hún hljómar í huganum og minningarnar dansa fyrir augunum ­ skynfærin neita að bregðast við, já haustið kom aldrei, hún var bara fertug. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 118 orð

ÁGÚSTA SIGMUNDSDÓTTIR

ÁGÚSTA SIGMUNDSDÓTTIR Ágústa Sigmundsdóttir var fædd á Akranesi 11. ágúst 1958. Hún lést 24. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigmundur Ingimundarson, f. 11.2. 1929, d. 22.11. 1994, og Sæunn Árnadóttir, f. 10.6. 1940, d. 25.6. 1996. Ágústa eignaðist fjögur börn. Þau eru: 1) Þórey Guðný, f. 24.10. 1976. 2) Sævar, f. 15.9. 1978. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 298 orð

Gísli Sigurðsson

Þegar ég sest niður til að rita nokkur orð um þig, afi minn, streyma minningabrotin fram. Ég sit í faðmi þínum og við syngjum vögguvísur og förum með bænir. Síðar horfi ég á þig gera það sama með börnum mínum og amma alltaf nálæg með prjónana sína og oft tókst þú líka í prjónana. Vinnan göfgar manninn, það átti vel við þig, vinnugleði og reglusemi í hinu daglega lífi var mér góð fyrirmynd. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Gísli Sigurðsson

Nú er hann afi fallinn frá, sannari og betri mann var erfitt að finna. Allar okkar ævidaga komum við til með að búa að því að hafa átt hann að. Hann var sönn fyrirmynd fyrir okkur afkomendur sína, hann bjó yfir óbilandi dugnaði og þreki, hann gat verið harður í horn að taka en jafnframt alltaf sanngjarn. Blíðu og glettni átti afi nóg af og tók okkur alltaf opnum örmum. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 722 orð

Gísli Sigurðsson

Pabbi minn og afi barnanna minna á Íslandi er dáinn. Hugurinn reikar til æskuáranna á Vindási í Hvolhreppi. Fyrstu minningarnar eru tengdar pabba og bænastund okkar. Hann las fyrir og ég endurtók. Hann kenndi mér að lesa og prjóna. Okkar Gagn og gaman voru íslenskar útilegumannasögur í þjóðsögum Jóns Árnasonar, fimm þykk bindi sem pabbi hélt mikið uppá og las oft. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Gísli Sigurðsson

Ég kveð elskulegan afa minn að sinni með miklum söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa notið samveru hans í svo mörg ár. Þegar ég hugsa um þær stundir sem ég átti með honum streyma fram margar góðar minningar. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 307 orð

GÍSLI SIGURÐSSON

GÍSLI SIGURÐSSON Gísli Sigurðsson fæddist á Vindási í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu hinn 15. desember 1909. Hann lést 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Gísladóttir, f. 1870, d. 1950, og Sigurður Gíslason bóndi á Vindási, f. 1878, d. 1945. Átti Gísli tvo bræður, þá Ólaf, f. 1905, og Árna, f. 1911, báðir látnir. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Gylfi Heiðar Þorsteinsson

Gylfi minn, nú er komið að kveðjustund. Við áttum margar góðar stundir saman. Við höfðum gaman af að stríða hvort öðru, þú og ég, og gerðum það óspart þegar þannig lá á okkur og hlógum mikið. Það var gott að eiga þig að þegar eitthvað bjátaði á, því það var ekkert sem þú vildir ekki fyrir mann gera. Þannig mun ég minnast þín. En síðastliðið ár er búið að vera þér erfitt. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Gylfi Heiðar Þorsteinsson

Þegar maður heyrir að einhver nákominn manni hafi verið að deyja fylgir því oft einhver vantrú á eftir. Svo var einnig þegar til eyrna barst að afi Gylfi væri dáinn. Sjálfsagt hefur hann orðið hvíldinni feginn eftir erfiða baráttu síðasta árið. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 294 orð

GYLFI HEIÐAR ÞORSTEINSSON

GYLFI HEIÐAR ÞORSTEINSSON Gylfi Heiðar Þorsteinsson fæddist á Akureyri 31. október 1934. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Seli 17. október síðastliðinn eftir rúmlega eins árs sjúkrahúslegu vegna slyss sem hann varð fyrir. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, f. 25.3. 1898 á Engimýri Öxnadal, d. 6.1. 1968, og Sigrún Björnsdóttir, f. 13.12. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 394 orð

Hera Newton

Ég kynntist Heru þegar við vorum 14 ára gamlar. Við vorum fæddar sama ár. Þegar ég sá hana fyrst hafði ég aldrei séð fallegri stúlku, með dökkt hár og falleg augu. Hera var ekki bara falleg í útliti, hún hafði mikinn persónuleika og stórt hjarta. Það var alltaf gott að leita til hennar þegar eitthvað bjátaði á. Við urðum góðar vinkonur þegar þau hjónin fluttu í sömu götu og við, Hjarðarhaga. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Hera Newton

Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Heru Newton. Við kynntumst í lok ágúst 1969 um borð í ms. Gullfossi, en þá voru Hera, Stanley og Sigga Rut, elsta dóttir þeirra, ásamt hópi námsmanna á leið til Lundar í Svíþjóð. Þar hófst vinátta okkar sem óx og dafnaði eftir því sem árin liðu. Hera var góður vinur vina sinna og lét sér annt um þá. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Hera Newton

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hera mín, þú barðist hetjulega við þinn illvíga sjúkdóm og var uppgjöf ekki til í þínum huga. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Hera Newton

Hera Newton var glæsileg kona full af geislandi lífsorku og krafti. Við höfum mikið misst þegar hún nú kveður okkur langt um aldur fram. Mikill harmur kemur efst í hugann þegar ég sest niður til að skrifa þessi fátæklegu þakkar- og kveðjuorð. Hera og Birna kona mín kynntust í æsku og voru þær ávallt síðan bundnar órjúfanlegum vináttuböndum. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Hera Newton

Þegar ég frétti lát Heru komu upp í hugann myndir frá liðnum dögum. Ég sá Heru fyrst heima á Akureyri, þá var hún ung stúlka að sunnan að kenna dans hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Ég man hvað mér þótti hún glæsileg, dökk á brún og brá með hárið uppsett, samkvæmt nýjustu tísku. Allmörgum árum síðar lágu leiðir okkar Heru saman úti í Lundi. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HERA NEWTON

HERA NEWTON Hera Newton fæddist í Reykjavík 12. maí 1942. Hún lést á heimili sínu, Garðatorgi 7, 20. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 29. október. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Lise Heiðarsson

Kæra vinkona og samstarfsfélagi. Mikið var höggið þegar þú veiktist skyndilega og varst send til Reykjavíkur í aðgerð. Fyrirhuguð var ferð til ættingja þinna í Kaupmannahöfn og mikil tilhlökkun hjá ykkur hjónum. Allt gekk að óskum eftir sjúkrahúsdvölina og þið ákváðuð að fara í ferðina. En þá kom kallið, svo skyndilega, svo sárt og öllum að óvörum. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Lise Heiðarsson

Hún Lise er dáin! Þegar slík harmafregn berst yfir hafið frá Kaupmannahöfn um miðja nótt þá er ekki auðvelt að skilja samhengi lífs og dauða og hvers vegna sumir fara burt úr okkar heimi allt of snemma. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Lise Heiðarsson

Mig langar að kveðja þig, elsku Lise mín, með nokkrum orðum. Ekki ætla ég að fara að skrifa langa lofræðu enda hefðir þú ekki kært þig um það. Mig langar að þakka þér fyrir góðu stundirnar sem við áttum, alla göngutúrana sem áttu að verða miklu fleiri, Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 197 orð

Lise Heiðarsson

Elsku Lise. Við vorum svo stolt af þér þegar bróðir okkar kom með þig til Íslands í fyrsta skipti. Okkur fannst svo spennandi að þú kæmir frá öðru landi. Við vildum fá að vita allt um þig og þitt land og fannst það jafnframt okkar hlutverk að kenna þér okkar tungumál og allt um Ísland. Tungumálakennslan hófst á því að við drógum fram bolla, diska o.fl. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Lise Heiðarsson

Kæra Lise. Mér er það ekki létt að setjast niður og skrifa til þín örfá kveðjuorð svo ótímabært og óréttlátt er fráfall þitt. Við erum búnar að vinna saman hjá sama fyrirtækinu í næstum tíu ár og fyrir þennan tíma langar mig að þakka þér. Það er mikils virði, þegar aðeins tvær manneskjur vinna saman, að andrúmsloftið sé gott og held ég að okkur hafi tekist að halda því. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 160 orð

LISE HEIÐARSSON

LISE HEIÐARSSON Lise Heiðarsson fæddist í Kaupmannahöfn hinn 24. janúar 1952. Hún lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Birgit Mogensen húsmóðir og Erik Johan Mogensen verkfræðingur. Erik starfaði langdvölum á Grænlandi og dvaldist Lise um tíma með honum þar sem barn. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Oddný Guðbjörg þórðardóttir

Elsku amma. Þú hefur gefið okkur svo mikið. Það er erfitt þegar við hugsum um að það verði ekki fleiri stundir með þér. Þú fórst svo skyndilega, en við héldum að þú ættir svo mikið eftir. En minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Við vitum líka að núna ertu komin til frelsarans. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma, það er mjög erfitt að sætta sig við að þú hefur kvatt okkur. Þú varst vítamínsprautan sem gafst aldrei upp, alltaf skemmtileg og hress. Það eru ótrúlega margar góðar minningar tengdar þér og eru sumarbústaðarferðirnar ógleymanlegar. Á hverju sumri, í nokkur ár, bauðstu okkur öllum frændunum í viku hvíldar- og ævintýraferð í sumarbústaðinn. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 122 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Skólinn byrjaði í haust rétt eins og áður. Allt var eins og það átti að vera. En skyndilega breytist allt, amma mín lést snögglega og nú hef ég hana ekki lengur hjá mér. Ég veit að englarnir taka vel á móti ömmu og gæta hennar. Megi guð varðveita sálu þína, amma mín. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 151 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Seinustu dagar án hennar hafa verið mjög undarlegir, ég trúi því varla enn að amma Didda sé farin. Amma Didda sem var alltaf svo dugleg, sterk og lífsglöð er farin. Amma gerði allt fyrir fjölskylduna og ekkert virtist veita henni meiri ánægju en þegar hún var að gera eitthvað fyrir barnabörnin sín. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 104 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma Didda, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman á Digranesveginum, austur í bústað og hér úti í Eyjum. Við munum ávallt geyma minningarnar í hjörtum okkar og hugsa til þín með söknuði. Þú varst einstaklega sterk og dugleg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 92 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Amma Didda, manstu þegar við fórum saman til Gunnars til að skoða hundinn? Það er svo stutt síðan, og það var svo gaman. Ég skil ekki af hverju þú ert farin og kemur ekki aftur. En mamma og pabbi, líka afi Þórður og amma Steina, verða að vera dugleg að láta mig muna allt það skemmtilega sem við gerðum saman. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Að kvöldi síðasta sumardags sofnaðir þú, elsku amma Didda. Við munum eftir öllum sumrunum í bústaðnum ykkar afa þegar við lékum okkur saman, gengum yfir Reynisfjall, lituðum uppi á háalofti og fórum í fjöruna. Í hvert skipti sem við komum til ykkar varst þú tilbúin með eitthvað gott að borða. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 765 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku Didda, mig langar til að kveðja þig með nokkrum línum. Við erum víst alltof mikið í því að taka lífið sem sjálfsagðan hlut og ekki síst þegar við erum fullhress. Fráfall þitt kom eins og reiðarslag yfir okkur sem alltaf höfum tekið því sem sjálfsögðum hlut að þú værir hér og alltaf að hugsa um okkur, börnin þín, barnabörn og barnabarnabörn. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 371 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma Didda, aldrei hefði ég getað trúað því að samtal okkar síðastliðið föstudagskvöld yrði okkar síðasta. Þá hringdir þú til að óska okkur Arnari til hamingju með daginn. Ég sagði þér fréttir af okkur hér í Eyjum, og þú baðst mig um að sjá til þess að mamma færi vel með sig, og þú varst líka svo glöð að Arnar væri kominn heim frá Bretlandi þar sem hann er búinn að vera í námi. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 525 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma Didda. Ég var að vonast til að mig hefði verið að dreyma þegar síminn hringdi á föstudagskvöldið og mér var tilkynnt um andlát þitt. Ég vona enn að ég fari að vakna en með hverjum deginum sem líður minnka líkurnar og ég þarf að fara að horfast í augu við þetta verk Guðs. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma Didda Ég var að vonast til að mig hefði verið að dreyma þegar síminn hringdi á föstudagskvöldið og mér var tilkynnt andlát þitt. Ég vona enn að ég fari að vakna en með hverjum deginum sem líður minnka líkurnar og ég þarf að fara að horfast í augu við þetta verk Guðs. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Kveðja frá Digranesskóla Síst grunaði okkur að loknum vinnudegi, föstudaginn 23. október, að Oddný kæmi ekki aftur í skólann. Að hún tæki ekki á móti okkur í anddyrinu á mánudagsmorgni eins og hún hafði gert alla morgna undanfarin ár, hress og tilbúin að sinna starfinu af þeim dugnaði og samviskusemi sem einkenndu hana. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 234 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Við skyndilegt fráfall elsku systur okkar Oddnýjar Guðbjargar Þórðardóttur (Diddu) er okkur mikill harmur í hug og hjarta. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við mig. Þér fannst ekkert of gott fyrir mig. Í hverri viku keyptuð þið afi súkkulaðisnúð, sem þið komuð með heim í Engjaselið, ég borðaði reyndar bara súkkulaðið ofan af snúðnum, en það var allt í lagi. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 306 orð

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Elsku amma mín hefur nú kvatt þennan heim og lagt upp í sína hinstu för. Ótal minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Engin orð fá því lýst hvað það er sárt að missa þig, þú sem ert búin að vera heilsuhraust síðan ég man eftir mér og kom því andlátsfregnin allverulega á óvart. Ég hélt að amma færi fljótlega að minnka við sig vinnuna og taka lífinu rólegar. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 384 orð

ODDNÝ GUÐBJöRG ÞÓRÐARDÓTTIR

ODDNÝ GUÐBJöRG ÞÓRÐARDÓTTIR Oddný Guðbjörg Þórðardóttir fæddist á Akureyri 15. ágúst 1929. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson skipasmiður og formaður í Vestmannaeyjum, f. 10. 6. 1887, d. 1.2. 1939 og eiginkona hans, Kristbjörg Stefánsdóttir, f. 12.7. 1896, d. 8.3. 1984. Systkini: 1) Álfheiður Lára, f. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 743 orð

Sigríður Ólöf Jónsdóttir

Haustsólin er sezt til viðar á Ísafirði. Öldruð kona hefur lokið lífsgöngu sinni. Með lífi sínu og starfi hafði hún mannbætandi áhrif á umhverfi sitt og þá, sem henni kynntust. Hún sleit barnsskónum við yzta haf í Furufirði á Ströndum. Þar lærði hún að takast á við óblíð náttúruöfl og lifa við einhver erfiðustu skilyrði á byggðu íslenzku bóli. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SIGRÍÐUR ÓLöF JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÓLöF JÓNSDÓTTIR Sigríður Ólöf Jónsdóttir fæddist á Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi 17. febrúar 1911. Hún lést 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðarkirkju 24. október. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 167 orð

Sigurbjörg Aðalheiður Welbes

Elsku lita frænka, þó að líf þitt hafi verið stutt kenndir þú okkur margt. Þú sýndir okkur að þó lífið geti verið erfitt er hægt að ganga í gegnum það með bros á vör. Bros þitt var birta í erfiðum heimi og styrkur þinn var ómetanlegur okkur öllum. Þú gafst okkur góðar minningar sem skilja eftir ánægju í hjarta okkar og sál þegar við minnumst þín. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 38 orð

SIGURBJöRG AÐALHEIÐUR WELBES

SIGURBJöRG AÐALHEIÐUR WELBES Sigurbjörg Aðalheiður Welbes var fædd 21. maí 1994. Hún lést 23. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurbjargar eru Arnbjörg Sigríður Ingólfsdóttir og Wilhelm Welbes. Útför Sigurbjargar Aðalheiðar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 612 orð

Sólveig Eiríksdóttir

"Þín eldgamla vinkona Solla" var undirskrift afmæliskveðju sem ég fékk með þessum forláta konfektkassa þegar ég varð þrítug. Kveðju sem mér þótti ósköp vænt um að fá, því sendandinn, hún Sólveig Eiríksdóttir, var mér mjög kær. Eldgamla eður ei ­ aldur skipti aldrei neinu máli þegar Solla var annars vegar. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Sólveig Eiríksdóttir

Elsku amma mín. Nú ert þú ekki lengur á Skjóli, alltaf beið ég eftir því að koma á daginn og hitta þig. Stundum fór ég ekki í leikskólann, þá gat ég verið lengur hjá þér. Ég keyrði þig í stólnum á ganginum og þá áttum við heiminn, stundum varstu með hattinn, þá hlógum við mikið. Þegar þú varst heima hjá okkur höfðum við Óttars herbergi útaf fyrir okkur og gerðum það sem okkur datt í hug. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 230 orð

Sólveig Eríksdóttir

Elsku amma mín. Minningin lifir í hjarta mínu þegar ég horfi til baka. Ég er ákaflega þakklátur fyrir þær samverustundir sem við höfum átt saman, þau sterku tengsl sem hafa verið í fjölskyldunni voru okkur mikils virði, alltaf var gott þegar þú varst á leiðinni heim til okkar til að vera í lengri eða skemmri tíma. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Sólveig Þóra Eiríksdóttir

Foreldrar Sólveigar voru Marin Sigurðardóttir og Eiríkur Sigfússon. Þau bjuggu í Borgarfirði eystra. Barnahópurinn var stór. Þar var Sólveig í miðjum hópi. Þorlákur elstur, en Ásta, kona Svavars Guðnasonar málara, yngst. Um tvítugt fer Sólveig í Kvennaskólann í Reykjavík. Fyrir 1930 er hún komin til Danmerkur. Þar kynnist hún Tove, er síðar varð kona Jóhannesar Kjarval. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 324 orð

Sólveig Þóra Eiríksdóttir

Sólveig Eiríksdóttir frá Borgarfirði eystra er látin á 93. aldursári. Lífsganga Sollu, eins og hún var ævinlega kölluð, var orðin löng og líkaminn lúinn. Þrátt fyrir það hélt hún andlegu þreki allt fram í andlátið. Solla og Bubba móðir mín þekktust frá unga aldri og bundust vináttuböndum sem aldrei slitnuðu meðan báðar lifðu. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 257 orð

Sólveig Þóra Eiríksdóttir

Frá okkur er farin góð vinkona Sólveig Eiríksdóttir. Sólveig var mér miklu meira en bara vinkona. Hún var mér sem önnur amma. Við sem þekktum hana munum minnast hennar fyrir óendanlegan kærleika hennar til lífsins og til allra þeirra sem í kringum hana voru. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 115 orð

SÓLVEIG ÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR

SÓLVEIG ÞÓRA EIRÍKSDÓTTIR Sólveig Þóra Eiríksdóttir fæddist í Jörfa í Borgarfirði eystra 3. mars 1906. Hún lést 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Sigfússon, póstafgreiðslumaður á Borgarfirði eysta, f. 17.8. 1863 á Skriðuklaustri, d. 3.9. 1951, og Marín Sigurðardóttir, húsmóðir á Borgarfirði eystra, f. 30.6. 1870 á Gautlöndum, d. 31. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 193 orð

Þorvaldur Sveinsson

Afi fór eins og hann lifði, rólega og æðrulaust. Þannig munum við hann, yndislegan í umgengni, hljóðan og rólegan, en alltaf hafði hann eitthvað fyrir stafni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og fylgdist vel með. Okkur er minnisstætt er afi fullorðinn flísalagði baðið heima á Skólabraut þar sem hann og amma bjuggu um árabil. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 332 orð

Þorvaldur Sveinsson

Elsku afi er dáinn, hann hefði orðið hundrað ára í desember nk. en í stað aldarafmælis er nú komið að kveðjustund. Hann dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík síðustu 16 árin og viljum við og aðrir aðstandendur þakka starfsfólki á deild 4A og öðrum sem að komu hjartanlega fyrir alla umönnun og vinsemd sem aldrei er metin sem skyldi. Þeir eru ekki margir eftir 19. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 360 orð

Þorvaldur Sveinsson

Elsku afi minn Þorvaldur Sveinsson er látinn nær 100 ára að aldri. Þau hjónin Þorvaldur og Sigurborg tóku við mér sem kornabarni og í þeirra umsjá var ég á meðan pabbi var að vinna en þegar hann veiktist og dó 17. maí 1962 fluttist ég alfarið til þeirra. Þau tóku mér strax sem einu af börnum sínum, vöktu yfir hverju spori mínu og sýndu mér alla þá ástúð og hlýju sem þau áttu svo mikið af. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 643 orð

Þorvaldur Sveinsson

Fallinn er frá í hárri elli einn af merkustu íbúum héraðsins og jafnframt sá elsti í Mosfellsbæ. Hann hefði orðið 100 ára í desember nk. hefði honum enst aldur. Þorvaldur var kominn af austfirsku fólki og Skaftfellingum, en foreldrar hans bjuggu að Hvalnesi í Stöðvarfirði. Hann missti föður sinn 14 ára og við drengnum blasti lífsbaráttan með einstæðri móður og yngri bróður. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 250 orð

Þorvaldur Sveinsson

Við systkinin erum mjög heppin að hafa kynnst bæði langafa og langömmu okkar svona vel. Langamma dó fyrir sex árum og nú sameinast þau á ný. Það er sjálfsagt auðveldara að skilja það þegar gamalt fólk deyr en söknuðurinn er samt alltaf jafn mikill. Meira
30. október 1998 | Minningargreinar | 260 orð

ÞORVALDUR SVEINSSON

ÞORVALDUR SVEINSSON Þorvaldur Sveinsson fæddist á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal 19. desember 1898. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson, ættaður úr Suðursveit, bóndi á Hvalnesi Stöðvarfirði, og Jónína Þorvaldína Magnúsdóttir frá Fossárdal í Berufirði. Bróðir Þorvalds var Ingi Björgvin, f. 26.7. Meira

Viðskipti

30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 403 orð

200 milljóna króna tap á síðasta ári

BANDARÍSKA fiskréttakeðjan Arthur Treacher's sem er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, tapaði 2,8 milljónum dollara á síðasta rekstrarári eða sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna. Þar af nam rekstrartap 800 þúsund dollurum (56 m.kr.) en 2 milljónir dollara af heildartapinu (140 m.kr.) voru að stærstum hluta vegna afskrifta. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 190 orð

ÐHlutabréf í KR-Sporti ehf. í sölu fljótlega

KR-SPORT ehf., fjárfestingarfélag um rekstur og fjármögnun meistaraflokks Knattspyrnufélags Reykjavíkur í knattspyrnu, gekk í gær frá samningum við Búnaðarbankann hf. og Verðbréfastofuna hf. um að annast sölu á hlutabréfum félagsins síðar á þessu ári. Stefnt er að sölu hlutabréfa í KR-Sporti til almennings í desember og verður um útboðsfyrirkomulag að ræða, þ.e. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 185 orð

ÐÍslenskir aðalverktakar á Vaxtarlista

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Íslenskra aðalverktaka hf. á skrá Vaxtarlista þingsins. Skráningin tekur gildi í dag og geta viðskipti með hlutabréf í félaginu hafist í dag. Heildarnafnverð hlutabréfa félagsins er 1.400 milljónir króna en íslenska ríkið og Reginn hf. eiga 71,56% hlutabréfa. Hluthafar í Íslenskum aðalverktökum hf. þann 19. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

ESSO með umboð fyrir Sarlin- brunndælur

OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur nýlega tekið við umboði fyrir Sarlin-brunndælur frá Finnlandi. Sarlin er einn af stærstu framleiðendum í heimi á skólp- og regnvatnsdælum af öllum stærðum og gerðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hér á landi mun Olíufélagið hf. ESSO leggja sérstaka áherslu á markaðssetningu á tilbúnum litlum dælustöðvum frá Sarlin. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Í stríðsleik gegn Microsoft

JAFNVEL forstjórar leika sér: Komið hefur fram í réttarhöldunum gegn Microsoft að yfirmenn Netscape fyrirtækisins og America Online Inc. töldu sig gegna sams konar hlutverki og Bandamenn í síðari heimsstyrjöld í baráttu sinni við Microsoft. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Ítalir lækka vexti um 1%

ÍTALÍUBANKI hefur lækkað vexti um 1%, sex mánuðum eftir að barátta fyrir vaxtalækkun hófst á fjármálamörkuðum, og vextir hafa ekki verið lægri á Ítalíu í 26 ár. Bankinn lækkaði forvexti í 4% úr 5% og millibankavexti einnig um 1%, í 5,5% úr 6,5%. Vextir voru 4% í apríl 1972. Talið er að vaxtalækkunin sé fyrir löngu orðin tímabær. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Kostnaður nemur 248 milljónum

HÉÐINN Smiðja hf. og Ósland hf. á Höfn í Hornafirði hafa skrifað undir samning um byggingu nýrrar fiskimjölsverksmiðju fyrir Ósland á Höfn. Heildarupphæð verksamningsins er tæpar 248 milljónir króna að viðbættum virðisaukaskatti. Samningurinn tekur til 1. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Samningur Murdochs- Man. Utd. lagður í dóm

BREZKA stjórnin hefur vísað tilboði BSkyB gervihnattasjónvarps Ruperts Murdochs í knattspyrnuliðið Manchester United til nefndar, sem kemur fram í dómarahlutverki. Peter Mandelson viðskiptaráðherra sagði að umdeildum 623, Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Sementsverksmiðjan vísar ásökunum á bug

GYLFI Þórðarson, forstjóri Sementsverksmiðjunnar hf., vísar á bug ásökunum Hlaðbæjar-Colas hf. um undirboð og óeðlilega viðskiptahætti vegna tilboðs verksmiðjunnar í gerð flughlaða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 706 orð

Stofna félag um verslunarrekstur erlendis

ALÞJÓÐLEG verslunarkeðja, Reitangruppen, hefur gert samning um kaup á 20% eignarhlut í Baugi hf., eignarhaldsfélagi Hagkaups, Nýkaups og Bónuss. Seljendur bréfanna eru Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) og Kaupþing hf. Þar með fær Baugur aðgang að alþjóðlegu innkaupakerfi keðjunnar og hyggjast forráðamenn fyrirtækisins m.a. Meira
30. október 1998 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Yfirleitt hækkanir í takt við Dow

LOKAGENGI hækkaði yfirleitt á evrópskum mörkuðum í gær, enda gætti alljákvæðra áhrifa frá Wall Street. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu hafðu Dow hlutabréfavísitalan hækkað um 50 punkta eftir sex punkta hækkun á miðvikudag. Meira

Fastir þættir

30. október 1998 | Í dag | 22 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Í dag, 30. október, verður fertugur Ásgeir Kristinn Lárusson litari, Háteigsvegi 28, Reykjavík. Ásgeir verður í kaffi á Mokka síðdegis. Meira
30. október 1998 | Í dag | 29 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 30. október, verður fimmtugur Magnús Sigurðsson, Víðivöllum 6, Selfossi. Magnús tekur á móti gestum í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna, í dag, föstudag, frá kl. 20. Meira
30. október 1998 | Í dag | 41 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Næstkomandi sunnudag, 1. nóvember, verður fimmtug Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, myndlistarmaður, Hraunteig 24, Reykjavík. Af þessu tilefni taka Ingibjörg og eiginmaður hennar, Smári Ólason tónlistarmaður, á móti vinum og vandamönnum í Stjörnuheimilinu í Garðabæ föstudaginn 30. október frá kl. 19. Meira
30. október 1998 | Í dag | 32 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 31. október, verður sjötug Bryndís Emilsdóttir, Grettisgötu 73, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, Reykjavík, á morgun, laugardag, frá kl. 15­18. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 136 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarfj

Vetrarstarfsemin hófst 19. október sl. með eins kvölds tvímenningi með þátttöku 8 para. Keppnin var hnífjöfn og má með sanni segja að hvert útspil hafi getað ráðið röð efstu para. Úrslit urðu annars sem hér segir: Sveinbjörn og Sigurður73 Jón Þ. og Þorsteinn72 Kristján og Örn71 26. október var aftur spilaður eins kvölds tvímenningur og nú með þátttöku 10 para. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 651 orð

Enginn með fullt hús á Skákþingi Íslands

Engum keppanda tókst að vinna tvær fyrstu skákirnar. Útlit er fyrir jafna og tvísýna keppni. 27. okt. ­ 8. nóv. KEPPNI er nú hafin í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Að þessu sinni fer mótið fram í Árborg. Keppt er á þremur stöðum: Hótel Selfossi, Stað á Eyrarbakka og í íþróttahúsinu á Stokkseyri. Í fyrstu umferð urðu úrslit þessi: Helgi Áss Grétarss. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 457 orð

Fákur frá Holti hét Falur frá Barkarstöðum

VEKRINGURINN MIKLI, Fákur frá Holti, sem sagt var frá í hestaþætti Morgunblaðsins á þriðjudaginn, er í raun Falur frá Barkarstöðum í Svartárdal að sögn Leós Geirs Arnarsonar tamningamanns sem segist hafa keypt hestinn fjögurra vetra gamlan frá Barkarstöðum árið 1993. Meira
30. október 1998 | Í dag | 618 orð

FRÓÐLEGT rit rak á fjörur Víkverja á dögunum, Afmælisri

FRÓÐLEGT rit rak á fjörur Víkverja á dögunum, Afmælisrit rafeindavirkja 1938­1998. Er hér miðað við fyrsta fagfélag rafeindavirkja sem stofnað var 1938 en það var Félag íslenzkra útvarpsvirkja. Var ekki vonum seinna að félagið væri stofnað því útvarpsrekstur hafði verið í landinu um margra ára skeið og langt um liðið síðan fyrsta Marconi-skeytið barst hingað til lands, en það var 26. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 422 orð

Grundvallaratriði að hross séu skráð og einstaklingsmerkt

VÍKINGUR Gunnarsson sagði að þessar hugmyndir hafi verið ræddar á fundi Fagráðs í hrossarækt í síðustu viku. Bentu allar líkur til þess að þær verði ræddar áfram á haustfundum Fagráðs og Félags hrossabænda sem haldnir verða um miðjan nóvember. Meira
30. október 1998 | Í dag | 17 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 30. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Sigurbjörg Sigvaldadóttir og Stefán Benediktsson, Sjávargrund 4a, Garðabæ. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 330 orð

Hestasýningin ISLANDICA haldin árið 2001

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum 15. október sl. að fela iðnaðarráðherra að skipa nefnd til að skipuleggja, kynna og standa að alþjóðlegri sýningu á hestum og hestavörum á Íslandi árið 2001 undir heitinu ISLANDICA. Meira
30. október 1998 | Dagbók | 711 orð

Í dag er föstudagur 30. október 303. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þá

Í dag er föstudagur 30. október 303. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þá mælti Páll: "Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er á Jesú." (Postulasagan 19, 4. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 368 orð

Íslandsmótum skipt og hjálmar á kynbótasýningum

ÚTBREIÐSLU- og kynningarnefnd Landssambands hestamannafélaga leggur til á 49. ársþingi samtakanna sem hefst í dag klukkan tíu á Akureyri að samtökin kaupi og reki tölvukerfi fyrir mótahald sem tengt verði Feng, gagnabanka Bændasamtaka Íslands. Í tillögunni er gert ráð fyrir að kerfið verði notað á öllum mótum sem haldin eru undir merkjum LH. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 109 orð

Íslendingarnir sáu um kóngafólkið

ÍSLENDINGARNIR hafa lent í mörgu skemmtilegu á þessum þremur árum sem þeir hafa búið í Aasiaat. Agnar Strandberg staðarstjóri sagði mér frá því þegar taílenska kóngafólkið stóð inni á gangi hjá þeim einn góðan veðurdag í fyrra. Það hafði leigt sér þyrlu til bæjarins og ætlaði að gista þar eina nótt. Agnar sýndi því bæinn, keyrði það á fyrirtækisbílnum. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 1133 orð

Jullur og sleðar eru ómissandi atvinnutæki Aasiaat er 3.200 manna bær á vesturströnd Grænlands. Arnór Ragnarsson var þar á ferð

BÆRINN Aasiaat stendur við Diskóflóann á vesturströnd Grænlands. Hann er í miðjum kjarna fimm bæja sem standa við flóann. Íbúarnir, um 3.200, eru flestir Grænlendingar en eins og víðst hvar á Grænlandi er nokkuð um Dani sem oftar en ekki stjórna fyrirtækjunum og eru í helztu valdastöðum. Í Aasiaat er bæjarstjórinn hins vegar mjög kraftmikil kona, Ane Hansen, sem stjórnar bænum af miklum Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 289 orð

Mennta þarf unga fólkið

Margir Íslendingar kannast við Guðmund Þorsteinsson, framkvæmdastjóra GPC. Hann hefir komið víða við, bæði heima og á Grænlandi, en þangað flutti hann 1984. Guðmundur sagði að mikill uppgangur væri í grænlenzku samfélagi. Meira
30. október 1998 | Í dag | 688 orð

Rangt að drepa þvottabjörninn VELVAKANDA barst eftirfarandi

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: Kæri Velvakandi. Ég er tólf ára stelpa og bý á Seltjarnarnesi. Ég var að horfa á fréttirnar og sá frétt um þvottabjörn sem komst lifandi til landsins í gámi með heitum pottum í. Ég heyrði líka að hann hafi víst nagað trépottana og eyðilagt einn þeirra. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 430 orð

Safnaðarstarf Minning látinna í Dómkirkjunni A

AÐ vanda verður látinna minnst við guðsþjónustu kl. 14 á sunnudaginn kemur, á "Allra sálna messu". Þá er þeirra minnst sem við okkur hafa skilist, einkanlega þeirra sem kvödd hafa verið í Dómkirkjunni. Kveikt er á ljósi þeirra vegna og líf þeirra þakkað og vonin um eilíft líf og endurfundi í himni Guðs. Guðsþjónustan er í umsjá sr. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 623 orð

Vilja fá mig í landsmálapólitíkina

Vilja fá mig í landsmálapólitíkina ÞAÐ reyndist auðvelt að fá viðtal við bæjarstjórann, frú Ane Hansen. Agnar Strandberg staðarstjóri á mikil og góð samskipti við Ane og þrátt fyrir erilinn við opnun flugvallarins kom hann því í kring að við hittumst á sunnudag á skrifstofu bæjarstjórans. Meira
30. október 1998 | Fastir þættir | 163 orð

(fyrirsögn vantar)

ÚRSLITIN verða spiluð nú um helgina. Í úrslitunum spila 40 pör, allir við alla alls 117 spil. Spilað er á skermum. Í undanúrslitum 10.­11. okt. spiluðu 33 pör sig inn í úrslitin. Að auki mæta sjö svæðameistarar, en Íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar síðasta árs hafa tilkynnt forföll. Guðl. Bessas. ­ Stefán Garðarss.Vesturl. Meira

Íþróttir

30. október 1998 | Íþróttir | 99 orð

Ágústa aftur í Gróttu/KR

ÁGÚSTA Björnsdóttir, landsliðsstúlka í handknattleik, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Gróttu/KR en hún hefur verið hjá Ribe í Danmörku að undanförnu. "Ágústa kemur til með að styrkja liðið mikið," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Gróttu/KR, við Morgunblaðið. Hann sagði ennfremur að fleiri væru að bætast í hópinn. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 151 orð

Fjárhagur Lilleström bágur

FJÁRHAGUR norska knattspyrnufélagsins Lilleström er afar bágur og tap á rekstri þess á fyrstu níu mánuðum ársins er um 80 milljónir íslenskra króna. Með félaginu leika tveir íslenskir knattspyrnumenn, Heiðar Helguson og Rúnar Kristinsson, en Lilleström varð í 8. sæti í norsku úrvalsdeildinni sem lauk um síðustu helgi. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 321 orð

Gunnar og Sigurður áfram með Keflavík

Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson hafa framlengt samning sinn við lið Keflavíkur í efstu deild karla og munu því stjórna liðinu í sameiningu á næstu leiktíð. Gengið var frá eins árs samningi við þá félaga á dögunum. Að sögn Rúnars V. Arnarssonar, formanns knattspyrnudeildar, er útlit fyrir lítið brotthvarf úr leikmannahópi liðsins, en óvissa sé þó um þrjá leikmenn. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 104 orð

Heimaleikur Andorra á Spáni

HEIMALEIKUR Andorra gegn heimsmeisturum Frakka í 4. undanriðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu verður ekki leikin á Andorra eins og talið hafði verið. Leikurinn verður þess í stað á Spáni, enda útlit fyrir að miklu fleiri vilji sækja hann en komast á heimavöll smáríkisins, Estadi Comunal, sem tekur aðeins 1.250 áhorfendur. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 30 orð

Í kvöld Körfuknattleikur

Körfuknattleikur Úrvalsdeildin Ísafjörður:KFÍ - Snæfell20 Bikarkeppni KKÍ&Renault 32-liða úrslit: Grindavík:GG - Sindri20.30 Grundarfj.:Reynir - Þór Ak.20 1. deild kvenna: UMFN - ÍS20 Handknattleikur Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 34 orð

Knattspyrna Ítalía

Ítalía Bikarkeppnin 3. umferð, fyrri leikir: Lazio - AC Milan3:1 Frakkland 1. deild: Lorient - Marseille 1:3 Monakó - Nantes 3:1 Lyon - Le Havre 0:0 Holland Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 330 orð

Kristinn G. á fjórum undir pari

Góður hringur hjá Kristni G. Bjarnasyni úr Golfklúbbi Reykjavíkur, á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina dugði ekki til. Kristinn lék á 68 höggum í gær, fjórum höggum undir pari vallarins og missti af því að komast áfram með þremur höggum. Hann sagðist hafa leikið svipað í dag [gær] og hann gerði á miðvikudaginn, en að þessu sinni duttu nokkur pútt hjá honum. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 54 orð

KÖRFUKNATTLEIKURMorgunblaðið/Kristinn

KÖRFUKNATTLEIKURMorgunblaðið/Kristinn VALUR Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Tindastóls, fylgist með leik liðsins gegn Val. Sauðkrækingar sigruðu og eru íöðru sæti úrvalsdeildarinnar eftir leiki 5. umferðar í gærkvöldi. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 279 orð

Laudrup er ekki á förum

COLIN Hutchinson, framkvæmdastjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í Lundúnum í gær að Daninn Brian Laudrup væri ekki á förum frá félaginu, en orðrómur hefur verið uppi um að Laudrup væri á leið heim til liðs við FC Kaupmannahöfn. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 337 orð

Magnús ekki meira með Willst¨att í vetur

Magnús Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Willst¨att í Þýskalandi, varð fyrir því óhappi í bikarleik gegn Dutenhofen að hásin á vinstri fæti slitnaði um miðjan seinni hálfleikinn. "Ég var að ógna í sóknarleiknum þegar hásinin gaf sig. Það var eins og einhver hefði sparkað aftan í vinstri fótinn. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 447 orð

Stórleikur Walkers kom Haukum á skrið

FYRIR leik Grindavíkinga og Hauka var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Góð stemmning var í báðum liðum og greinilegt að von var á góðum leik í Röstinni heimavelli Grindvíkinga. Gestirnir úr Haukum voru frá upphafi til enda mun ákveðnari og voru 46:56 yfir í leikhléi. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 74 orð

Valdimar og Auður heiðruð

SKÍÐADEILD ÍR hélt upp á 60 ára afmæli sitt í Skíðaskálanum í Hveradölum um síðustu helgi. Þar fengu þau Auður Ólafsdóttir og Valdimar Örnólfsson afhent heiðursmerki Skíðasambands Íslands. Auður hefur starfað í yfir 40 ár að skíðamálum hjá ÍR. Hún er fyrsta konan sem hlýtur heiðursmerki SKÍ. Valdimar er fyrrverandi ólympíufari í skíðaíþróttum. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 540 orð

Valur - UMFT83:94

Íþróttahús Vals að Hlíðarenda, 5. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL- deildarinnar, fimmtudaginn 29. október 1998. Gangur leiksins: 0:3, 4:3, 4:10, 13:16, 21:17, 27:22, 29:29, 35:31, 46:43, 46:46,49:48, 55:56, 59:64, 64:79, 68:86, 75:86, 83:94. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 132 orð

VELJKO Paunovic, miðvallarleikmað

VELJKO Paunovic, miðvallarleikmaður spánska liðsins Mallorkaverður frá keppni í sex vikur. Hann gerði glæsilegt mark er liðið vann Atletico Madrid um helgina en meiddist illa á læri við það og þau meiðsli kosta hinn 21 árs Júgóslavasex vikur. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 182 orð

Wuppertal vill fá Ege og Yoon

ÞAÐ verður ljóst 4. nóvember hvort Gummersbach verður lýst gjaldþrota, en fjármögnunarfyrirtækið Maxima hefur hætt stuðningi við liðið. Sá orðrómur var uppi í sl. viku að Winfried Meister, fyrrverandi aðaleigandi Wuppertal, myndi leggja fjármagn í Gummersbach, en ekkert varð úr því. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 285 orð

(fyrirsögn vantar)

Lið Skallagríms olli áhangendum sínum miklum vonbrigðum í leik sínum gegn Þór í Borgarnesi, tapaði enn einum leiknum. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en í seinni hálfleik hrundi leikur heimamanna og gestirnir unnu með 19 stiga mun, 71:91. Liðin leituðu fyrir sér fyrstu mínúturnar og skiptust á að skora. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 260 orð

(fyrirsögn vantar)

Það var fyrst og fremst góður varnarleikur sem sló KR-inga út af laginu í fyrri hálfleik þegar við náðum á þá 15 stiga forskoti og þeir hreinlega misstu móðinn," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir að lið hans hafði rótburstað vesturbæjarlið KR með 31 stigs mun í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 105:74, en í hálfleik var staðan 61:37. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 256 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikur Skagamanna og Keflvíkinga á Akranesi í gærkvöldi var lítið augnayndi. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og ekki síður fjölmörgum mistökum á báða bóga. Gestirnir voru þó heldur sterkari og unnu með sjö stiga mun 70:63 og komust við það í efsta sæti úrvalsdeildarinnar. Meira
30. október 1998 | Íþróttir | 308 orð

(fyrirsögn vantar)

Tindastóll frá Sauðárkróki heldur sínu striki og sigraði Valsmenn að Hlíðarenda 94:83. Leikurinn var opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og gekk snurðulaust fyrir sig enda virtist dómurunum meinilla við að flauta og gerðu það ekki nema í ýtrustu neyð. Þetta kom þó ekki að sök því leikmenn léku af prúðmennsku. Meira

Úr verinu

30. október 1998 | Úr verinu | 438 orð

Lít á svarið sem synjun

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur svarað umsókn Jóns Kristjánssonar, fiskifræðings, um heimild til fiskifræðilegra rannsókna við Ísland. Jón segist ekki geta stundað rannsóknir eftir þeim skilyrðum sem sett eru í svarinu og telur að með því hafi ráðuneytið í raun sett sér stólinn fyrir dyrnar. Meira
30. október 1998 | Úr verinu | 237 orð

Lítil veiði vegna brælu

"ÞAÐ ERU flestir með bræluslatta, enda enginn kraftur verið í veiðunum síðustu daga vegna veðurs," sagði Sveinn Ísaksson, skipstjóri á Víkingi AK, í samtali við Morgunblaðið í gær en skipið var þá á landleið með um 700 tonn af loðnu. Engin loðnuveiði var á miðunum norðaustur af Langanesi í fyrrinótt og voru flest loðnuskipin á landleið í gær, með frá 200 og upp í 700 tonna afla. Meira
30. október 1998 | Úr verinu | 106 orð

Samstarf við norsk fyrirtæki

KÆLITÆKNI hefur tekið upp samstarf við norska fyrirtækið Finsam Refrigeration AS um kynningu á Flo-Ice krapaísvélum sem eru samsettar eftir forskrift frá Kælitækni, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Finsam hefur m.a. þróað eigin aðferð við að blanda saman ferskvatnsís og vatni í ferskvatnskrapa, sem hægt er að dæla sjálfvirkt. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 789 orð

Dýrmætur peningur á brauðfótum!

"BRAUÐPENINGUR" hljómar í eyrum sem frekar ótraustur gjaldmiðill en er í raun nánast gulls ígildi. Og þó stendur hann á brauðfótum! Það er að segja, "myntfótur" hans, eins og lögákvörðuð undirstaða gjaldmiðils er kölluð, var á sínum tíma miðaður við brauð en ekki gull eða aðra tryggingu ríkis sem stendur fyrir myntsláttu eða prentun peningaseðla. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 899 orð

Ekkertgjafastandvið altarið

"MÉR fannst hann bráðhuggulegur þegar ég sá hann heima hjá foreldrum hans að Lundi í Öxarfirði sumarið 1989 þegar systir hans, sem var vinkona mín og skólasystir í MH, bauð mér þangað í heimsókn. Ég man að hann var í íþróttagalla, bláum buxum og hvítum bol. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1505 orð

Kúrekataktar og réttar áherslur í Glæsibæ Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur fyrir margs konar námskeiðum,

ELDRA fólk á Íslandi hefur alla tíð gegnt mikilvægu hlutverki í samfélaginu. En upp úr heimstyrjöldinni síðari dró smám saman úr þátttöku þess eftir því sem "velferðarhraðinn" jókst; los komst á "stór-fjölskylduna" í lífsgæðakapphlaupi og þar sem fótafúnir urðu til trafala. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 448 orð

Maður fer á böll til að dansa!

VIÐ innganginn að dansleik í Ásgarði (Glæsibæ) situr Pétur H. Ólafsson. Hann hefur starfað hjá Félagi eldri borgara frá því það var stofnað, árið 1986, og staðið fyrir skemmtunum fyrir félagið alla tíð auk þess að skipuleggja ferðalög á þess vegum, innanlands og utan. "Það hefur veitt mér mikla ánægju að starfa við þetta. Einkum við að sjá hvað þetta gefur fólkinu mikið. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1135 orð

Óli Skans og Sjávarsinfónía 7. bekkjar Ríkisútvarpið hefur nýlega hrint af stokkunum "Útvarpi grunnskóla" en handrit að þáttunum

"SKELIN mín er að brotna í mask!" gellur við í skólastofu númer sex þegar undirritaður og ljósmyndari Morgunblaðsins ganga inn í mitt náttúrutónverk 7. bekkjar krakka í Álftanesskóla í Bessastaðahreppi. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 811 orð

Ósköpviðfelldinnpiltur

"ÉG MAN ekki nákvæmlega hvenær ég sá eiginmann minn í fyrsta skipti. Hann tengist óhjákvæmilega mörgum minningum frá æsku- og unglingsárunum, enda var Pétur móðurbróðir minn kvæntur Helgu systur hans og við vorum oft gestkomandi samtímis á Smiðjuvöllum þar sem þau hjónin bjuggu. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1438 orð

Samstiga á fjórum fótum Hægri hlið líkamans er sjaldnast fullkomin spegilmynd af þeirri vinstri. Mismunurinn birtist í ýmsum

EF sagan af samfundum Hrefnu Guðjónsdóttur og Hörpu Þráinsdóttur væri leikrit, myndi uppkast að handriti líta þannig út: Sviðið er skóbúð og þar stendur afgreiðslumaður. Ung kona kemur inn. AFGRMAÐUR: "Get ég aðstoðað?" HREFNA: "Já, mig langar að máta spariskóna í glugganum. En ég þarf sitthvort númerið, 37 á hægri fót og númer 39 á þann vinstri... Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 467 orð

Smokkastígvél og kvenleiki og klassískar áherslur

"VIÐ höfum kallað svona stígvél "smokkastígvélin"," sagði afgreiðslustúlka í tískufataverslun kímin í bragði og tók tískuleg háhælastígvél út úr einni hillunni. "Sjáðu, þú krumpar efri hlutann saman eins og þú sért að fara í sokk og dregur varlega upp eftir kálfanum. Efnið er teygjanlegt og leggst þétt að fætinum. Ferlega þægilegt." Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 538 orð

Útvarpshlustun er dýrmæt

MANNESKJAN á bakvið "Útvarp grunnskóla" er Kristín Einarsdóttir. Hún er kennari í Smáraskóla í Kópavogi en hefur auk þess unnið að þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu, m.a. gert þætti um þjóðfræðileg efni, t.d. um Jón Árnason, Fjalla-Eyvind o.fl. Yfirstandandi þáttagerð er sú fyrsta sem kallast getur vísir að "skólaútvarpi", að sögn Kristínar. Meira
30. október 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 111 orð

Þrjár sem sögðu já Vonir og vænt

Þrjár sem sögðu já Vonir og væntingar kvenna til hjónabandsins kunna að vera mismunandi og breytingum háðar samkvæmt tíðarandanum hverju sinni. Þó er næsta víst að allar vilja þær eiga sómamenn í hvívetna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.