Greinar föstudaginn 6. nóvember 1998

Forsíða

6. nóvember 1998 | Forsíða | 167 orð

Hindra Kosovoför saksóknara

SERBAR munu ekki veita aðalsaksóknara stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna ríkja fyrrverandi Júgóslavíu heimild til að heimsækja Kosovo-hérað og rannsaka þar ásakanir um mannréttindabrot, að því er fulltrúi dómstólsins skýrði frá í gær. Meira
6. nóvember 1998 | Forsíða | 270 orð

Ísraelsstjórn á maraþonfundi

SAMKOMULAG Palestínumanna og Ísraelsmanna virtist í uppnámi í gærkvöldi eftir að háttsettur fulltrúi úr samninganefnd Palestínumanna hafnaði þeirri kröfu Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, að heimastjórn Palestínumanna ákvæði á fundi sínum í desember að ógilda þann hluta stofnskrár frelsisfylkingar Palestínu (PLO) sem kallar á tortímingu Ísraelsríkis. Meira
6. nóvember 1998 | Forsíða | 91 orð

Mannskæð sprenging í Bern

Reuters Mannskæð sprenging í Bern AÐ minnsta kosti þrír fórust og átján særðust í sprengingu sem átti sér stað í fimm hæða íbúðabyggingu í Bern, höfuðborg Sviss, í gær. Hrundi byggingin eins og "spilaborg" að sögn sjónarvotta og var ekki ljóst hvort fleiri fórnarlömb sprengingarinnar væru falin í rústum byggingarinnar. Meira
6. nóvember 1998 | Forsíða | 164 orð

Tala látinna hækkar enn

Tala látinna hækkar enn Mexíkóborg, Miami. Reuters. TALA látinna í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva vegna fellibylsins Mitch hækkaði í gær úr 1452 í meira en 3800 að sögn Arnoldos Alemans, forseta landsins, og er því heildartala látinna af völdum Mitch komin í yfir ellefu þúsund manns í Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og El Salvador. Meira
6. nóvember 1998 | Forsíða | 448 orð

Öryggisráð SÞ ein róma í afstöðu sinni

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi einróma ályktun þar sem aðgerðir Íraka, en þeir slitu samstarfi við vopnaeftirlitsnefnd SÞ (UNSCOM) um síðustu helgi, eru fordæmdar og sagðar "augljóst brot" á samþykktum SÞ. Fór öryggisráðið jafnframt fram á að Írakar endurskoðuðu ákvörðun sína tafarlaust. Meira

Fréttir

6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

24 tilfelli peningaþvættis rannsökuð á Íslandi

EFTIRLITSSTOFNUN Fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA, birti á miðvikudag niðurstöðu könnunar á því hversu vel hefði gengið að fylgja eftir tilskipun Evrópusambandsins um peningaþvætti í þremur aðildarríkjum bandalagsins, Íslandi, Lichtenstein og Noregi. Þótti framkvæmdin hafa gengið vel, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ESA. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

27% fjölgun farþega til London í haust

VERULEG fjölgun farþega hefur orðið á milli ára með beinu flugi Heimsferða til London, en ferðaskrifstofan hefur flogið til Gatwick- flugvallar tvisvar í viku frá 1. október og mun fljúgan þangað áfram til 7. desember. Aukningin nemur 27% milli ára. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

400 verslanir opnar

LANGUR laugardagur verður á Laugavegi á morgun, laugardag. Nær 400 verslanir á Laugavegi og nágrenni verða opnar til klukkan 17 auk þess sem veitingastaðir verða opnir. Flestar verslanir á svæðinu verða með sértilboð í tilefni dagsins. Skemmtikraftar verða á svæðinu allan daginn, svo sem eldgleypir, töframaður, bumbuslagari og harmoníkuleikari. Meira
6. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 415 orð

90 ára afmæli Hvolsskóla

Hvolsvelli-Haldið var upp á 90 ára afmæli Hvolsskóla sl. sunnudag. Skólinn var stofnaður í kjölfar fræðslulaganna 1907 og hét þá Barnaskólinn að Stórólfshvoli, en hlaut síðar nafnið Hvolsskóli. Skólinn var fyrst til húsa í félagsheimili Hvolhrepps sem var tjöruklætt hús og var hann þá jafnan kallaður "Svarti skóli". Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Aðdragandi októberbyltingarinnar í bíósal MÍR

"MAÐUR með byssu" nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 sunnudaginn 8. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð árið 1938 og fjallar um aðdraganda Októberbyltingarinnar í Rússlandi og valdatöku bolsevika og er talin til klassískra verka í sovéskri kvikmyndagerð. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 318 orð

Aðstoð vegna hamfaranna í Mið-Ameríku

HJÁLPARSTARF kirkjunnar sendi í gær 1,5 milljóna króna framlag til hjálparstarfs í Mið-Ameríku, einkum Hondúras og Nikaragva. Þá hefur Rauði kross Íslands ákveðið að leggja fram 2 milljónir til hjálparstarfs Rauða kross hreyfingarinnar í löndunum sem verst hafa orðið úti vegna fellibylsins Mitch. Jafnframt leggur Akureyrardeild félagsins fram 200 þúsund krónur. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Afmælissýning Félags íslenskra landslagsarkitekta

Í TILEFNI 20 ára afmælis Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) er efnt til sýningar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur dagana 7. ­ 20. nóvember 1998. Félagið var stofnað 24. febrúar 1978 og er því 20 ára á þessu ári. Fjörutíu og fimm ár eru síðan fyrsti íslenski landslagsarkitektinn kom úr námi og hóf störf hérlendis. Stofnfélagar voru fimm en félagsmenn eru nú 40 talsins. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Auður listamaður mánaðarins

AUÐUR Ólafsdóttir er myndlistarmaður nóvembermánaðar í Listfléttunni í Hafnarstræti á Akureyri. Hún sýnir akrýl- og vatnslitamyndir. Auður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981- 1986 og hefur auk þess tekið fjölmörg námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 125 orð

Áfangasigur Brasilíustjórnar

RÍKISSTJÓRN Brasilíu tókst í gær að vinna áfangasigur í baráttunni við að bjarga við efnahagi landsins og byggja aftur upp traust kauphallarfjárfesta og alþjóðlegra lánardrottna. Stjórnin bætti stöðu sína á táknrænan hátt þegar neðri deild þingsins samþykkti í gær lagafrumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu, Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 224 orð

Álandseyjar áfram hluti Finnlands

MARTTI Ahtisaari Finnlandsforseti segir að Finnar muni seint afsala sér lögsögu yfir Álandseyjum. Ahtisaari ávarpaði lögþing eyjaskeggja við setningu þess í vikunni. Ragnar Erlandsson, forseti lögþings Álendinga, svaraði ávarpinu með því að lýsa yfir hollustu heimamanna við Finnland. Að sögn Erlandssons eru engin sjálfstæðisáform af hálfu heimastjórnarinnar. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Árlegur jólabasar Hringsins

HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnudaginn 8. nóvember nk. kl. 13 í Perlunni. Þar verða margir fallegir munir hentugir til jólagjafa og heimabakaðar kökur. Jólakort Hringsins með mynd eftir Louisu Matthíasdóttur verða einnig seld á basarnum. Allur ágóði rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa unnið að mannúðarmálum í marga áratugi. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Á skíðum í sólarhring

FJÓRTÁN unglingar í skíðadeild Leifturs standa fyrir áheitaskíðun í Ólafsfirði í dag, föstudaginn 6. nóvember. Unglingarnir ætla að fara á skíði eftir hádegi og vera samfleytt að í einn sólarhring. Skipst verður á að vera á göngu- og svigskíðum. Unglingarnir eru að safna áheitum meðal bæjarbúa vegna æfingaferðar sem fyrirhugað er að fara í til Noregs í janúarmánuði næstkomandi. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 682 orð

Átaki hrint af stað með auglýsingum

UM helgina hefst auglýsingaátak í fjölmiðlum sem hefur það markmið að auka hlut kvenna í stjórnmálum, en átakið er á vegum ráðherraskipaðrar nefndar sem ætlað er að auka hlut kvenna á þessum vettvangi. Hafa foringjar stjórnmálaaflanna í landinu lagt átakinu lið og birtast þeir í auglýsingum á vegum nefndarinnar. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 22 orð

Ball fyrir fatlaða

Ball fyrir fatlaða BALL fyrir fatlaða verður haldið í Árseli laugardagskvöldið 7. nóvember frá kl. 12­23. Miðaverð er 400 kr. Gestaplötusnúður og karaóke. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Bankaleynd víkur við rannsóknir Fiskistofu

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Landsbanka Íslands væri skylt að afhenda Fiskistofu ókeypis ljósrit af öllum gögnum er vörðuðu afurðalánaviðskipti tiltekins hlutafélags við bankann á tímabilinu 1. janúar 1994 til 10. apríl 1996. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 23 orð

Basar

Basar BASAR verður haldinn í Kaþólsku kirkjunni við Eyrarlandsveg 26 á sunnudag, 8. nóvember. Þar er að finna margt fallegt, m.a. til jólagjafa. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Basar og kaffisala á Sólvangi

BASAR og kaffisala verður á Sólvangi laugardaginn 7. nóvember kl. 14 en allur ágóði rennur til vinnustofu Sólvangs. Á boðstólum er margt eigulegra muna, jólagjafir og fleira. Einnig er kaffisala og kostar fyrir fullorðna 300 kr. en 200 kr. fyrir börn. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 161 orð

Búið að reisa öll möstrin

RÚSSNESKA fyrirtækið Technopromexport lauk í gær, fimmtudag, við að reisa þrjú síðustu möstrin í Búrfellslínu 3a milli Búrfellsstöðvar og tengivirkis við Sandskeið, en möstrin eru alls 253 talsins. Til stóð að ljúka verkinu í fyrradag en þá var of hvasst til að reisa möstrin. Norskt fyrirtæki vinnur að því að strengja línur á möstrin og verður því væntanlega lokið í byrjun desember. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 299 orð

Bærinn leggi fram 23 millj. og lokið verði við Ketilhús

TAKIST ekki að sannfæra bæjaryfirvöld um gildi þess að fjárfesta í menningarmiðstöðinni í Grófargili og gera Gilfélaginu kleift að reka þar öfluga starfsemi hlýtur félagið að skoða í alvöru að segja upp samningum við Akureyrarbæ og skila af sér þeim húseignum bæjarins sem það nú hefur til umráða. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Davíð ræðir við Schröder

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mun í næstu viku eiga fund með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands. Hann mun einnig hitta að máli Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands og halda erindi í Konrad Adenauer- stofnuninni. Í lok ferðarinnar til Þýskalands fer forsætisráðherrann til Berlínar og skoðar nýbyggingu íslenska sendiráðsins í Berlín. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ekið á konu og barn

EKIÐ var á konu á sextugsaldri og fjögurra ára dreng, sem var í fylgd hennar á Njarðargötunni, síðdegis í gær. Konan kastaðist upp á vélarhlíf bifreiðarinnar og fór í gegnum framrúðu hennar og missti meðvitund við höggið. Hún var flutt ásamt drengnum á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en er ekki alvarlega slösuð. Drengurinn reyndist ekki slasaður. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 280 orð

Ekki aðeins kosið um embætti

EKKI var einungis kosið um embætti í þing- og ríkisstjórakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag því kjósendur voru einnig beðnir um að segja skoðun sína á ýmsum umdeildum málum og virðist sem kjósendur hafi samþykkt sex af hverjum tíu tillögum. Er þetta í fyrsta skipti sem meirihluti tillagna hlýtur brautargengi. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 587 orð

Ekki fullnægjandi skattlagningarheimild fyrir hendi

HÆSTIRÉTTUR dæmdi íslenska ríkið í gær til að endurgreiða Jóni Þórðarsyni lyfsala í Hveragerði svokallað lyfjaeftirlitsgjald þar sem skort hefði viðhlítandi lagaheimild fyrir gjaldheimtunni. Hafði Jón gert kröfu um endurgreiðslu innheimts gjalds árið 1996 að fjárhæð 130.000 kr. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Ekki í samvinnu við erlendan lyfjarisa

"ÉG held ekki að viðhorf mitt til gagnagrunnsfrumvarpsins helgist af því að ég sé sár yfir því að hafa ekki fengið vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Eftir því sem ég veit best sjálfur hef ég ekki haft tíma til þess undanfarin tvö ár," segir Ernir Snorrason geðlæknir um þau ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Englar við Ísland

DR. WENDY Childs mun halda Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands í Hátíðasal í Aðalbyggingu laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Fyrirlestur sinn nefnir hún: "Unto the costes colde: English relations with Iceland in the fifteenth century". Á undan fyrirlestrinum verður sagnfræðingsins Jóns Sigurðssonar minnst. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 41 orð

Erindi um DNA viðgerð og krabbamein

Í NÆSTA föstudagsfyrirlestri Líffræðistofnunar, 6. nóvember, mun Jórunn E. Eyfjörð erfðafræðingur flytja erindi um DNA viðgerð og krabbamein. Erindið verður haldið á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12:20. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 185 orð

ETA segir vopnahlé óhaggað

AÐSKILNAÐARSAMTÖK Baska (ETA) staðfestu í gær að vopnahlé samtakanna væri enn í fullu gildi og gáfu jafnframt í skyn að þau hugleiddu nú að binda "varanlegan" enda á þrjátíu ára baráttu sína fyrir sjálfstæði Baskalands. Sögðu þau þó að slíkt myndi ráðast af gangi mála en spænsk stjórnvöld tilkynntu fyrr í vikunni að þau hygðust hefja viðræður við fulltrúa ETA. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Flóamarkaður í Lionshúsinu

LIONSKLÚBBURINN Engey heldur árlegan flóamarkað um helgina í Lionsheimilinu við Sóltún 20 í Reykjavík. Flóamarkaðurinn verður opinn bæði laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 14 báða dagana. Meira
6. nóvember 1998 | Miðopna | 2668 orð

FÓTBOLTI Á FJÁRMÁLAMARKAÐI

ÞAÐ eru Reykjavíkurfélögin Fram og KR sem ríða á vaðið og hyggjast leita nýrra leiða í fjármögnun á starfsemi meistaraflokka karla í knattspyrnu. Félögin hafa stofnað hlutafélög í þessu skyni og er ætlunin að stofna til almenns hlutafjárútboðs í þeim í þessum mánuði og þeim næsta. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 267 orð

Framboð Jeltsíns í þriðja sinn útilokað

RÚSSNESKI stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti gæti ekki boðið sig fram til forseta þriðja sinni. Sagði í úrskurðinum að hætt hefði verið við að kanna málið vegna þess að enginn vafi léki lengur á því að forsetinn gegndi nú síðasta kjörtímabili sínu. Hefur forsetinn fallist á þennan úrskurð dómstólsins, að sögn Dmitri Jakúshkín, talsmanns hans. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fram og KR á markað á næstu vikum

AÐALSTJÓRN Knattspyrnufélagsins Fram þarf að yfirtaka skuldir knattspyrnudeildar félagsins við stofnun hlutafélags um rekstur meistaraflokks liðsins í efstu deild. Nema skuldirnar rúmum fjörutíu milljónum króna. Framarar bjóða út hlutabréf í hinu nýja hlutafélagi, Fótboltafélagi Reykjavíkur, á næstu vikum. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 338 orð

Frumathugun á umhverfisáhrifum Sultartangalínu 2

FRUMATHUGUN Skipulagsstofnunar er hafin á umhverfisáhrifum vegna lagningar 440kV háspennulínu, Sultartangalínu 2, í Gnúpverjahreppi. Um er að ræða 12,5 km línu milli tengivirkis Sultartangavirkjunar og nýs tengivirkis við Búrfellsstöð og er Landsvirkjun framkvæmdaaðili verksins en skýrsla um mat á umhverfisáhrifum er unnin af Verkfræðistofu Suðurlands. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fundir í Aratungu, Njálsbúð og Flúðum færðir til

ALMENNIR fundir í Aratungu, Njálsbúð og Flúðum í 25 funda röð Árna Johnsen, alþingismanns á Suðurlandi, hafa verið færðir til frá auglýstri dagskrá. Fundurinn á Flúðum sem átti að vera mánudaginn 9. nóvember verður miðvikudaginn 25. nóvember kl. 21 en ræðumenn þar verða Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, Hjálmar Jónsson alþingismaður og Árni. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fundur og sýning um hitakerfi

HITAVEITA tekur til starfa í Stykkishólmi á næsta ári. Áður en íbúar bæjarins geta tengst hitaveitunni þurfa þeir að gera mismiklar ráðstafanir heima fyrir. Mestar breytingar og kostnaður er hjá þeim húseigendum sem eru nú með rafmagnshitun og er það stór hluti bæjarbúa. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 500 orð

"Gefandi að vinna að hjálparmálum"

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, var kjörinn formaður stjórnar Hjálparstarfs kirkjunnar á aðalfundi 31. október sl. Á fundinum var gerð sú breyting að framvegis heitir Hjálparstofnun kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar. Með Ólafi í stjórn voru kjörin Hanna G. Johannessen og Sigrún V. Ásgeirsdóttir. Í varastjórn eru þau sr. Guðný Hallgrímsdóttir og sr. Sigurður Jónsson í Odda. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Geirfuglarnir á Grandrokki

GEIRFUGLARNIR spila föstudagskvöldið á Grandrokki við Klapparstíg. Hljómsveitin, sem gaf í sumar út hljómdiskinn Drit, leikur jöfnum höndum sígilt rokk og gleðipopp, bæði eigin tónlist og annarra. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Getur skapað hættuástand

LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa að undanförnu borist ábendingar um að fólk hafi verið með ýmiskonar loftbyssur í fórum sínum, bæði skammbyssur og riffla eða eftirlíkingar af skotvopnum. "Við höfum dæmi um að menn hafi verið að veifa loftskammbyssum og eftirlíkingum af skotvopnum í bifreiðum og hræða vegfarendur með þeim," segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 53 orð

Hald lagt á maríjúana

LÖGREGLUMENN úr fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar gerðu húsleit í húsi í austurborginni í fyrrakvöld og lögðu hald á rúmlega 300 grömm af maríjúana. Maður og kona voru handtekin á staðnum og við yfirheyrslur gekkst maðurinn við því að eiga fíkniefnin og hélt því fram þau hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 43 orð

Haustmarkaður Kvenfélags Bessastaðahrepps

KVENFÉLAG Bessastaðahrepps heldur haustmarkað sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 10­17 í hátíðarsal íþróttahússins. Boðið verður upp á fatnað, leikföng, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á innpökkun. Einnig bjóða kvenfélagskonur upp á kaffi- og vöfflusölu frá kl. 13. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 387 orð

Hékk í rótum trés í sex daga

ÁHÖFNIN á bandarísku strandgæsluflugvélinni var ekki viss um hvað hún sá í sjónum nokkuð langt framundan en hún var að leita að ummerkjum um skemmtisnekkjuna Fantome, sem hefur verið saknað í rúma viku. Þegar flugvélin kom nær sást að þetta var kona, örmagna og hálfmeðvitundarlaus en hún áttaði sig þó á flugvélinni fyrir ofan sig. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Hugmyndum um breytilegan stuðning mótmælt

STJÓRN Landssambands kúabænda lýsir harðri andstöðu við þá hugmynd sem fram kemur í skýrslu nefndar um lífskjör bænda í hefðbundnum landbúnaði og opinberan stuðning, að stuðningur vegna mjólkurframleiðslu sé breytilegur eftir bústærð. Bendir stjórnin á að beingreiðslur til mjólkurframleiðenda séu hluti af afurðaverði og þannig stuðningur við framleiðslu og markað fyrir mjólkurafurðir. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Hugmynd Öryrkjabandalagsins skoðuð

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segist telja sjálfsagt að skoða hugmyndir Öryrkjabandalagsins um að grunnlífeyrir öryrkja taki mið af því hvenær þeir verði fyrir varanlegri örorku þannig að þeir sem verði fyrir örorku ungir fái hærri grunnlífeyri en þeir sem eldri eru. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum

DANSNEFND Íþrótta- og ólympíusambands Íslands stendur fyrir Íslandsmeistarakeppni í 10 samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð laugardaginn 7. nóvember nk. í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Kostnaður 35 milljarðar

Í GÆR var formlega tekið í notkun nýtt loftvarnarkerfi á Keflavíkurflugvelli. Haldin var sérstök athöfn af tilefninu að viðstöddum fulltrúum utanríkisráðuneytisins, yfirstjórnar NATO, bandaríska flughersins, Bandaríkjaflota og Varnarliðsins. Viðstöddum var síðan boðið að skoða miðstöðina, sem er vandlega gætt af vopnuðum vörðum. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Kristniboðssamkomur

KRISTNIBOÐSSAMKOMUR á vegum KFUM og K verða haldnar dagana 6., 7. og 8. nóvember næstkomandi í félagsheimilinu í Sunnuhlíð. Ræðumaður á samkomunum verður sr. Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og kynnir hann íslenska kristniboðið í Kenýa og Eþíópíu í máli og myndum. Allir eru velkomnir á samkomurnar sem hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 669 orð

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum rætt

BARNAHEILL gangast fyrir ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík næstkomandi þriðjudag, 10. nóvember, á milli kl. 9 og 17. Ráðstefnan er einn liður í stærra verkefni Barnaheilla í tengslum við fræðslu og forvarnir á sviði kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Landsbankinn óskar eftir viðræðum

LANDSBANKI Íslands sendi í gær frá sér eftirfarandi tilkynningu: "Í fréttum undanfarna daga hafa komið fram ólík sjónarmið milli félagsmálaráðuneytis og undirbúningsnefndar um stofnun Íbúðalánasjóðs annars vegar og Landsbanka Íslands hf. hins vegar um stöðu viðræðna um áframhaldandi þjónustu veðdeildar Landsbankans við Íbúðalánasjóð. Meira
6. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 170 orð

Lásu yfir 500 bækur

Egilsstaðir-Nemendur 1. til 3. bekkja Egilsstaðaskóla tóku þátt í lestrarátaki sem gert var í skólanum og tók 8 daga. Markmiðið var að lesa mikið og fá foreldra til að lesa eða hlusta heima. Í skólanum var þeim skipt í 3 hópa og fóru í hlustun, sögustund og lestur. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

LEIÐRÉTT 12 leikhús Í FRÉTT og um

Í FRÉTT og umfjöllun í blaðinu á miðvikudag um mikla aðsókn í leikhús voru atvinnuleikhús í Reykjavík og á Akureyri vantalin um eitt. Voru þau sögð 11 en eru 12. Er beðist velvirðingar á þessu. Requiem ekki í fyrsta sinn PÁLL Gunnlaugsson formaður Selkórsins vill koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: Í litlu viðtali við mig í Morgunblaðinu laugardaginn 31. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 1450 orð

Líkur á uppreisn gegn Gingrich

FYRIR kosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag höfðu repúblikanar spáð því að þeir myndu bæta við sig 10­40 sætum í fulltrúadeild þingsins en niðurstaðan varð sú að þeir töpuðu fimm sætum. Þeim tókst ekki heldur að auka meirihluta sinn í öldungadeildinni eins og þeir ætluðu sér. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Meinatæknar boðaðir á fund

VIGDÍS Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, hefur boðað meinatækna á Landspítala á sinn fund í dag og er þetta fyrsti formlegi fundurinn í kjaradeilu meinatækna og spítalans frá því uppsagnir meinatækna tóku gildi um síðustu mánaðamót. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugardag kl. 11 í Svalbarðskirkju. Guðsþjónusta í Laufáskirkju sunnudaginn 8. nóvember kl. 14. Ræðuefni: Er trúarblómið okkar að skrælna? Fermingarfræðsla á prestssetrinu á sunnudag kl. 11. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á laugardag, 7. nóvember kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund á sunnudagskvöld kl. 21. Messað í Grenilundi á sunnudag kl. 16. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 177 orð

Misjafnt gengi í skák á Spáni

GENGI Íslendinga á heimsmeistaramóti unglinga í skák á Spáni hefur verið upp og ofan. Enginn Íslendingur á möguleika á verðlaunum fyrir síðustu umferðina, sem verður tefld í dag. Helgi Ólafsson, einn af fararstjórum á mótinu, segir mótið afar sterkt og nokkrar þátttökuþjóðirnar frá Austur-Evrópu státi af keppendum með um og yfir 2.500 Elo-stig. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Mitch á leið til Íslands

VON ER á fellibylnum Mitch til Íslands nk. mánudag. Að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings kemur Mitch til Íslands sem mjög djúp lægð. Reiknað væri með að hún yrði um 947 millibör þegar hún kæmi hingað á mánudag. Mitch olli miklu manntjóni og gífurlegri eyðileggingu í Mið-Ameríku um síðustu helgi. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Námskeið um aðventuna

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg efnir til námskeiðs laugardaginn 14. nóvember milli kl. 13 og 17. Á námskeiðinu verður fjallað um aðventuna sem tíma til undirbúnings jólanna. Hugmyndir um verkefni og samvinnu fjölskyldunnar á aðventutímanum verða kynntar. Markmið námskeiðsins er að hvetja fólk til umhugsunar um boðskap og innihald jólahátíðarinnar. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 459 orð

Norska stjórnin klofin

NORSKA ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp sem miðar að því að reglur Evrópusambandsins (ESB) um vottun og viðskipti með kjötvöru og lifandi dýr verði lögleidd í Noregi, þrátt fyrir að núverandi stjórnarflokkar séu andsnúnir þessari reglubreytingu. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1197 orð

Ný staða N-Evrópu rædd á fundi forseta Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Ítalíu hófst formlega á

DAGSKRÁ forseta Íslands og fylgdarliðs hans í gær hófst raunar í Borghesa-listasafninu í Róm. Þar eru m.a. geymdar 2.000 ára gamlar höggmyndir en einnig málverk og höggmyndir frá 17. öld, en þá var safnið stofnað. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Óhjákvæmilegt að fara ítarlega yfir mál Technopromexport

MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands hefur með samþykkt ítrekað stuðning sinn við baráttu þeirra aðila sem staðið hafa í eldlínunni við að verja gildandi samninga og lög um lágmarkskjör og réttindi launafólks hér á landi í máli því sem kennt er við rússneska fyrirtækið Technopromexport. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 412 orð

Óttast að sjúkdómar auki enn á hörmungarnar

TÖLUR yfir látna og slasaða af völdum fellibylsins Mitch hækka með degi hverjum og jafnframt kemur betur í ljós hve eyðileggingin er gífurleg. Talið er, að hamfarirnar hafi fært veikburða efnahagslífið í Mið-Ameríku aftur um 20 ár og nú er mikil hætta á, að sjúkdómar gjósi upp og verði að faraldri. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Pólarrojhrekkir

HARALDUR Ingi Haraldsson opnar sýningu í Ljósmyndakompunni laugardaginn 7. nóvember kl. 16. Hún ber yfirskriftina "Pólarrojhrekkir". Þetta er fjórtánda einkasýning Haraldar Inga, sem er forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, en hann tók síðast þátt í samsýningunni "Hausar" í Deiglunni á Listasumri. Þráður Haraldar spinnur sig frá Rauða húsinu á Akureyri til framtíðar. Meira
6. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 136 orð

Rauði krossinn færir Árnessýslu sjúkrabíl

Selfossi-Rauði kross Íslands afhenti Sýslumannsembættinu í Árnessýslu fullkominn sjúkrabíl að gjöf á dögunum. Bíllinn var síðan afhentur lögreglunni á Selfossi sem hafur séð um sjúkraflutninga í umdæminu. Sjúkrabíllinn þykir mjög fullkominn og er hann vel tækjum búin. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ráðstefna um málefni fiskvinnslunnar

STARFSFÓLK í fiskvinnslu innan Verkamannasambands Íslands efnir til ráðstefnu um málefni fiskvinnslunnar og fiskvinnslufólks í Kiwanishúsinu Engjateigi 11, 6. og 7. nóvember. Ráðstefnan hefst í dag, föstudag, klukkan 15 með setningarávarpi Björns Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ. Að því búnu verða flutt fimm erindi. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ráðstefna um stöðu dómstólanna í vitund þjóðarinnar

RÁÐSTEFNA á vegum lagadeildar Háskóla Íslands í tilefni af 90 ára afmæli lagakennslu á Íslandi í samvinnu við Hollvinafélag lagadeildar og Orator, félag laganema, verður haldin í Háskólabíói, sal 3, laugardaginn 7. nóvember kl. 14­17. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Rússneski báturinn til Viðeyjar

EYSTEINN Yngvason, framkvæmdastjóri Viðeyjarferjunnar, hefur eignast rússneska bátinn sem Landhelgisgæslan færði til hafnar á Seyðisfirði fyrir nokkrum vikum. Báturinn fannst á reki austan við landið. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Rætt um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Hverfafélög sjálfstæðismanna í hverfum sem liggja að Reykjavíkurflugvelli boða til fundar í Valhöll, Háalaeitisbraut 1, á morgun laugardag kl. 10.30. til að ræða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ýmsir möguleikar hafa verið ræddir, t.d. að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, að byggja flugvöll í Kapelluhrauni og fleira. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Samráðsfundur vegna kristnihátíðar

KRISTNIHÁTÍÐARNEFND, fulltrúar prófastsdæma og aðrir aðilar sem standa að hátíðarhöldum þegar þess verður minnst að þúsund ár eru liðin frá því kristin trú var lögtekin á Alþingi, komu saman til samráðsfundar í vikunni. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru þeir sr. Úlfar Guðmundsson, prófastur í Árnesprófastsdæmi, sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, sr. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1246 orð

Samstarf Norðurlanda aldrei verið eins öflugt Norrænt samstarf verður í brennidepli á Íslandi árið 1999 þegar Ísland gegnir

"NAUÐSYNLEGT er fyrir Íslendinga að staldra við og meta stöðu norræns samstarfs þegar við tökum við formennsku þess um næstu áramót," sagði Halldór Ásgrímsson. "Á formennskuárinu gefst okkur tækifæri til að leggja áherslu á málefni sem við teljum sérstaklega brýn og koma Norðurlöndunum í heild til góða. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Samstarf við Vatíkanið vegna ársins 2000

KARL Sigurbjörnsson biskup Íslands hitti í gær að máli Etchergaray kardínála í Vatikaninu í Róm en hann sér um undirbúning Vatíkansins fyrir árið 2000, sem er heilagt ár hjá kaþólsku kirkjunni. Lýsti Karl vilja íslensku þjóðkirkjunnar til að eiga samstarf við kaþólsku kirkjuna um það hvernig þessara tímamóta verður minnst, Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 51 orð

Skólakeppni Tónabæjar lýkur

SKÓLAKEPPNI Tónabæjar lýkur í dag, föstudaginn 6. nóvember, með körfuboltakeppni og fótboltakeppni. Um kvöldið verður síðan slegið upp Skólaballi í Tónabæ þar sem verðlaunaafhending fer fram og skólameistarar Tónabæjar 1998 verða krýndir. Hljómsveitirnar Real Flavaz og Oblivion leika fyrir dansi en breikdansarinn Natasja frá New York sýnir listir sínar. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Slökkt á öðrum ofninum

SLÖKKT var á öðrum ofni Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í byrjun nóvember en fyrirtækið býr við skömmtun á rafmagni vegna erfiðleika í vatnsbúskap Landsvirkjunar. Hugsanlegt er að slökkt verði á hinum ofninum í byrjun næsta mánaðar en það ræðst af veðurfari. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri, segir að slökkt verði á ofninum a.m.k. fram að áramótum. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Spilað á Melum

KVENFÉLAG Hörgdæla efnir til spilakvölda á Melum í Hörgárdal á laugardagskvöld, 7. nóvember, og verður spilamennskunni fram haldið tvö næstu laugardagskvöld þar á eftir, 14. og 21. nóvember. Spilamennskan hefst öll kvöld kl. 21. Veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld auk þess sem heildarverðlaun fyrir öll kvöldin þrjú verða veitt. Kaffiveitingar eru í boði. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 109 orð

Sprakk við Kremlarmúra

Reuters Sprakk við Kremlarmúra MIKIL sprenging varð í bíl rétt við Kremlarmúra í Moskvu á miðvikudag en í gær var ekki vitað hvort um hefði verið að ræða tilraun til hryðjuverks en ökumaðurinn, Ívan Orlov, félagi í lítt kunnum öfgasamtökum, komst út úr bílnum á síðustu stund. Er hann nú á sjúkrahúsi ásamt þremur vörðum við Kreml. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Spunadans

ANNA Richards spunadansari flytur svonefndan Hreingjörning í göngugötunni Hafnarstræti í dag, föstudaginn 6. nóvember, kl. 16.30. Hreingjörninginn ætlar hún að flytja á sama stað og tíma í heilt ár, en hún byrjaði fyrr í haust. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Spurningalisti lagður fyrir Ísland

Á NEFNDARFUNDI á loftslagsráðstefnunni í Buenis Aires í gær lagði fulltrúi Evrópusambandsins fram spurningar í 12 liðum varðandi framkvæmd og þýðingu tillögu Íslands um að undanþiggja megi einstakar stórframkvæmdir í litlum hagkerfum frá því að teljast með skuldbindingum viðkomandi ríkis. Íslenska sendinefndin ætlar að svara spurningunum á morgun. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Styðja stofnun Frjálslynda flokksins

SAMTÖK um þjóðareign samþykktu samhljóða ályktun á aðalfundi sínum á miðvikudagskvöld þess efnis að hvetja félagsmenn til að standa að stofnun nýs stjórnmálaflokks, Frjálslynda flokksins, síðar í þessum mánuði. Samtökin verða eftir sem áður til sem vettvangur pólitískrar umræðu um það markmið að breyta lögum um fiskveiðistjórn. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Sýkna vegna birtingar á myndum

HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær með dómi kröfum fyrirsætu um skaðabætur vegna birtingar mynda af henni fáklæddri í Mannlífi. Stúlkan hélt því fram að myndirnar hefðu verið birtar án hennar samþykkis. Taldi hún vegið að friðhelgi einkalífs síns sem nyti stjórnarskrárverndar, myndirnar sýndu hana ekki í réttu ljósi og þær kæmu sér illa fyrir hana í fyrirsætustörfum. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Sýningu feðga lýkur

SÝNINGU feðganna Gunnars og Kristins G. Jóhannssonar í Listhúsinu Þingi á Akureyri lýkur um helgina. Á sýningunni eru ljósmyndaverk eftir Gunnar sem fjalla um drauma og veruleika, en Kristinn sýnir olíumálverk um litbrigði jarðarinnar. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni sem lýkur á sunnudag, 8. nóvember, kl. 19. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Tvær stuttmyndir frumsýndar

BLA Bla hópurinn frumsýnir tvær stuttmyndir, sem gerðar voru af nemendum í Kvikmyndaskóla Íslands, laugardaginn 7. nóvember. Sýningin verður í Tjarnarbíói kl. 18. Boðið verður upp á léttar veitingar í forsal hússins. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 619 orð

Um 50 starfsmenn í stað um 70 hjá Húsnæðisstofnun

UNDIRBÚNINGUR þess að Íbúðalánasjóður taki við hlutverki Húsnæðisstofnunar ríkisins um áramót gengur samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að búið verða að ganga frá ráðningu starfsfólks um miðjan þennan mánuð. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Undarleg vinnubrögð VR og Mbl.

Í LJÓSI fréttar frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur í Morgunblaðinu í gær þann 5. nóvember um sameiningu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar, óskar VH eftir að gera eftirfarandi athugasemd: Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Útboðsskylt að mati forstjóra Ríkiskaupa

JÚLÍUS Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir það skoðun sína að bjóða beri út þau viðskipti fyrir Íbúðalánasjóð sem færast eiga frá veðdeild Landsbankans. Það byggist á því að um bankaþjónustu sé að ræða og þau falli undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sé um að ræða viðskipti yfir 15-16 milljónir króna. Meira
6. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 218 orð

Veikari Golfstraumur en samt hlýrra

HUGSANLEGT er, að gróðurhúsaáhrifin svokölluðu verði til að draga úr styrk Golfstraumsins þegar fram kemur á næstu öld. Kemur þetta fram í spálíkani, sem Hadley-veðurfræðistofnunin breska lagði fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftmengun og umhverfismál í Buenos Aires. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vetrarstarf GR hafið

VETRARSTARF Golfklúbbs Reykjavíkur er að komast í gang. Púttmót kvenna verða á þriðjudagskvöldum að Korpúlfsstöðum í vetur og karlarnir verða á fimmtudagskvöldum. Í vetur verður hægt að sjá í sjónvarpi beinar útsendingar frá hinum ýmsu golfmótum erlendis. Útsendingar þessar munu verða auglýstar sérstaklega í fréttabréfi. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Vilja ganga til liðs við Aðaldælinga

MIKILL meirihluti íbúa í norðanverðri Köldukinn í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu hefur skrifað undir áskorun til hreppsnefndar, þar sem farið er fram á að hreppamörk verði færð til. Íbúarnir á bæjum norðan Ljósvetningabúðar og norður að Björgum vilja segja skilið við Ljósavatnshrepp og ganga til liðs við Aðaldælahrepp, austan Skjálfandafljóts. Meira
6. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Vitni óskast

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar á Akureyri leitar vitna að árekstri sem varð fimmtudaginn 29. október síðastliðinn á Borgarbraut rétt neðan við Bugðusíðu um kl. 7.50. Þar lenti rauður fólksbíll aftan á grænum Fiat Uno. Ökumaður rauða fólksbílsins, eða aðrir sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir að gefa sig fram við lögreglu. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

World Press Photo að ljúka

LJÓSMYNDASÝNINGUNNI World Press Photo '98 lýkur í Kringlunni laugardaginn 7. nóvember en hún er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar. Sýningin er opin frá kl. 9­20 á föstudag og frá kl. 9­18 á laugardaginn í báðum álmum en suðurálma Kringlunnar er opin öll kvöld til kl. 23.30. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Yfirlýsing

Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram að frá því að störfum á fréttastofu Matthildar FM lauk um mánaðamótin júní/júlí hef ég hvergi komið nálægt fréttaflutningi stöðvarinnar. Ingvi Hrafn Jónsson. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Þróun miðborgarinnar rædd í borgarstjórn

TALSVERÐAR umræður urðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöldi um þróun miðborgarinnar og létu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ljós áhyggjur af fækkun verslana og hnignun miðborgarinnar. Borgarfulltrúar R-lista töldu áhyggjur óþarfar og sögðust bjartsýnir um uppbyggingu miðborgarinnar, enda vægi áhugi fjárfesta vakinn. Meira
6. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Ökumönnum 65 ára og eldri fjölgar mjög

Fræðslufundur eldri ökumanna í Kópavogi Ökumönnum 65 ára og eldri fjölgar mjög KÓPAVOGSBÆR, Umferðarráð og Sýslumaðurinn í Kópavogi gengust í gær fyrir fræðslufundi ætluðum bílstjórum á efri árum. Umfjöllunarefni voru af mörgum toga, m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

6. nóvember 1998 | Staksteinar | 469 orð

»Smíði varðskips SAMTÖK iðnaðarins fagna því, að ríkisstjórnin hefur ákveðið, að Íslendin

SAMTÖK iðnaðarins fagna því, að ríkisstjórnin hefur ákveðið, að Íslendingar sjálfir smíði nýtt varðskip. Þetta kemur fram í leiðara í riti samtakanna, Íslenzkum iðnaði. Öryggi Meira
6. nóvember 1998 | Leiðarar | -1 orð

ÖRYRKJAR KNÝJA Á UM BÆTT KJÖR

ÖRYRKJABANDALAG Íslands hefur fært fram rök fyrir því að grunnlífeyrir þeirra sem verða fyrir varanlegri örorku á yngri árum þurfi að vera hærri en hjá þeim sem verða fyrir sömu lífsreynslu síðar á ævinni. Á þennan hátt vilja samtökin m.a. rjúfa þá tengingu sem verið hefur milli örorkulífeyris og ellilífeyris. Meira

Menning

6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 123 orð

150 karlar í Víðistaðakirkju

KARLAKÓRINN Þrestir, Karlakór Rangæinga og Karlakór Selfoss halda tónleika í Víðistaðakirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 17. Hver kóranna mun fyrst flytja eigin efnisskrá, en í lok tónleikanna munu kórarnir flytja nokkur lög saman. Á efnisskrá eru m.a. angurvær vögguljóð, óperukórar og vaskir karlakórssöngvar. Meira
6. nóvember 1998 | Tónlist | 902 orð

Af snyrtingu heilans

Þorkell Sigurbjörnsson: Fípur og Leikar; Finnbogi Pétursson: *Óður;Atli Heimir Sveinsson: The Cage;Kjartan Ólafsson: *Samantekt: Þrír heimar í einum; Lárus Grímsson: Vetrarrómantík 2; Magnús Blöndal Jóhannsson: *Samstirni. Flutt af tónbandi og (*) myndbandi. Tjarnarbíói, sunnudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 179 orð

Á mörkum austurs og vesturs

KÍNVERSKA listakonan Zhang Hong opnar málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg, laugardaginn 7. nóvember kl. 15. Zhang Hong er, þrátt fyrir ungan aldur, f. 1957, ein af þekktari starfandi myndlistarkonum í Kína. Zhang Hong er mjög vel menntuð í list sinni, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 106 orð

Ásdís Kalman sýnir í Frakklandi

NÚ stendur yfir sýning á olíumálverkum eftir Ásdísi Kalman í húsakynnum Gelmer-Iceland Seafood, Boulogne sur Mer í Frakklandi. Þetta er fyrsta málverkasýningin sem fyrirtækið heldur, en fyrirhugaðar eru fleiri sýningar, þar sem fyrirtækið hyggst kynna íslenska / franska listamenn fyrir breiðum hópi viðskiptavina og starfsfólki fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Á snjósleða í miðborg Lundúna

ÍRSKI bjórinn Guinness er vel þekktur meðal bjóráhugamanna. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að markaðssetja nýja tegund, Guinness Extra Cold, og til að kynna þessa nýju tegund datt þeim í hug að fá einhverja svala fyrirsætu til að kynna þennan nýja "ískalda" bjór. Nafn Íslands bar á góma og laust þá niður hugmyndinni að fá fegurðardrottningu Íslands í kynningarstarfið. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 221 orð

Bellatrix fær góðar viðtökur

HLJÓMSVEITIN Bellatrix gaf nýlega út geisladiskinn g. Í gagnrýni í breska tónlistartímaritinu Music Week segir: "Að hluta til Björk, að hluta til Republica, og alveg frábært. Bellatrix sem heillaði alla á In the City [popptónlistarmessu] á það skilið að eignast breiðari hlustendahóp. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 114 orð

Domingo til starfa í Los Angeles

PLACIDO Domingo, tenórsöngvarinn heimskunni, hefur þegið boð um að gerast listrænn stjórnandi óperunnar í Los Angeles. Domingo gegnir sömu stöðu við Washington- óperuna. Hann tekur við nýja starfinu árið 2000 en ráðningin er til þriggja ára. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 282 orð

Elsta steinsteypukirkja heims á Snæfellsnesi

Íslensk byggingararfleifð I eftir Hörð Ágústsson var formlega kynnt við athöfn sem Húsafriðunarnefnd ríkisins efndi til í Iðnó í gær. Ávörp fluttu Þorsteinn Gunnarsson formaður Húsafriðunarnefndar, Hörður Ágústsson og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 187 orð

Evrópsk og bandarísk samtímalist

Yfirlitssýning í Listasafni Íslands Evrópsk og bandarísk samtímalist Í LISTASAFNI Íslands verður í kvöld opnuð stærsta yfirlitssýning evrópskrar og bandarískrar samtímalistar sem sett hefur verið upp hér á landi. Yfirskrift hennar er 80/90 ­ Speglar samtímans. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Fingrarímið og tímatal Majanna

Í LISTASAFNI Árnesinga verða tveir fyrirlestrar um tímatal, sunnudaginn 8. nóvember kl. 17. Yfirskrift fyrirlestranna er "Að telja tímann". Þröstur Gylfason menntaskólanemi fjallar um fingrarímið, hina fornu aðferð við að telja dagana á fingrum sér. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 143 orð

Freeman í hlutverki Mandelas

MORGAN Freeman mun að öllum líkindum fara með hlutverk Nelsons Mandelas í kvikmynd sem áætlað er að kosti 1,6 milljarða og fjallar um líf suður-afríska forsetans, að því er framleiðandinn Anant Singh greinir frá í samtali við Variety. Myndin nefnist "Long Walk to Freedom" eða Löng leið til frelsis og verður byggð á samnefndri sjálfsævisögu Mandelas frá árinu 1994. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 335 orð

Frumflytur verk eftir Victor Urbancic

FYRSTU tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 7. nóvember kl. 17. Þrjú verk eru á efnisskrá: Forleikurinn Leonora nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven og Serenade fyrir hljómsveit eftir Johannes Brahms. Þriðja verkið er Konsert fyrir hljómsveit op. 11 eftir Victor Urbancic. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 232 orð

Fræðibækur, orðsnilld og gamansögur frá Hólum

ÞAÐ kennir ýmissa grasa í bókaútgáfu Hóla nú fyrir jólin. Gísli Jónsson íslenskufræðingur sendir frá sér bókina Kappar og kvenskörungar ­ Æviþættir fornmanna. "Í stuttum, kjarnmiklum og afar hnitmiðuðum texta dregur Gísli upp ógleymanlega mynd af 49 fornmönnum, konum og körlum," segir í kynningu. Í eftirmála eru tekin saman víðfræg vísdómsorð fornmanna. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 486 orð

Hvar finnst maður yfir 2 metrar á hæð í auglýsingu?

"ÉG ER að leita að fólki á öllum aldri í bíómyndir og auglýsingar, alveg frá núll og upp í níutíu og þriggja," segir Andrea Brabin sem hefur sett á fót fyrirtækið Casting og auglýsti nýlega eftir fólki á námskeið sem hefst á morgun. "Þetta er þjónusta sem hefur bráðvantað hér heima," heldur hún áfram. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 196 orð

Íslenskt landslag, álfar og tröll

MYNDLISTARKONAN Elisabet Stacy-Hurley opnar í dag sýningu á olíumálverkum, vatnslitamyndum og höggmyndum úr steini og tré í Washington County Museum of Fine Arts. Myndefnið sækir hún meðal annars í íslenskt landslag og álfar og tröll skjóta þar einnig upp kollinum. Elisabet Stacy-Hurley er fædd í Reykjavík en flutti ásamt foreldrum sínum vestur um haf tveggja ára að aldri. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 187 orð

Kirkjusöngur á afmælisári

Í TILEFNI af því að 25 ár eru liðin síðan Söngskólinn í Reykjavík hóf starfsemi sína, munu nemendur skólans syngja einsöng og dúetta á sunnudaginn, við guðsþjónustur í öllum kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og vestra í Reykjavík, auk Fríkirkjunnar. Sigurlaug Knudsen, sópran, syngur einsöng við guðsþjónustu í Árbæjarkirkju. Guðbjörg R. Meira
6. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1396 orð

Leiðin að hjarta lesandans

eftir Thor Vilhjálmsson. Mál og menning 1998, 290 bls. SAGT er að með hinni sögulegu skáldsögu sinni Grámosinn glóir (1986) hafi Thor Vilhjálmsson skrifað sig að hjarta þjóðarinnar; þá sló hann fyrst "í gegn" þótt fáir hafi eflaust velkst í vafa um sterka stöðu þessa afkastamikla höfundar sem fyrir útgáfu Grámosans hafði sent frá sér tuttugu bækur: skáldsögur, ljóð, Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 207 orð

Mike Mower heldur fyrirlestur og tónleika

ÞVERFLAUTULEIKARINN Mike Mower og píanóleikarinn Tim Carey halda fyrirlestur og tónleika á morgun, laugardag, kl. 14, í Tónastöðinni Skipholti 50d. Á fyrirlestrinum verður fjallað um nótnaútgáfu Mikes, Itchy Fingers Publication, en útgáfan gefur eingöngu út tónlist Mikes fyrir þverflautu, saxófón og klarinett. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 113 orð

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar

DR. Wendy Childs mun halda Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands í Hátíðarsal í Aðalbyggingu laugardaginn 7. nóvember kl. 14. Fyrirlestur sinn nefnir hún: "Unto the costes colde": English relations with Iceland in the fifteenth century." Dr. Childs er helsti sérfræðingur Breta um ensk-íslensk samskipti á 15. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 109 orð

Námskeið um trúarlíf í sögu og samtíð

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir námskeiðinu "Leit og svör: Um trúarlíf í sögu og samtíð" og hefst það miðvikudagskvöldið 11. nóvember og verður fjögur skipti. Leiðbeinandi verður dr. theol. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands. Í fréttatilkynningu segir: "Trú er gildur og áberandi þáttur í mannlegu lífi fyrr og síðar. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Nýjar bækur GESTABOÐ Babettu

GESTABOÐ Babettu er eftirKaren Blixen í þýðingu Úlfs Hjörvar sem einnig ritar eftirmála. Prófastsdætur tvær í litlu þorpi í Noregi ákveða að halda minningarhátíð um föður sinn. Til veislunnar koma dyggir fylgismenn prófastsins, þjakaðir af trúarsetningum og lífsleiða. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 216 orð

Nýjar bækur GUÐ hins smáa er

GUÐ hins smáa er eftir Arundhati Roy í þýðingu Ólafar Eldjárn. Í kynningu segir: "Sögusviðið er Keralafylki á Suður-Indlandi undir lok sjöunda áratugarins. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 242 orð

Nýjar bækur ÍSLANDSÆVINTÝRI Himmlers

ÍSLANDSÆVINTÝRI Himmlers er ný og aukin útgáfa bókar Þórs Whitehead sagnfræðings sem út kom fyrir 10 árum. Í bókinni er gerð ítarleg grein fyrir hugmyndum Heinrichs Himmlers, ríkisforingja nasista, um Ísland og Íslendinga en öðrum þræði tengdust þær hugmyndir dulfræðiáhuga hans, Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 137 orð

Nýjar bækur MEÐ framtíðina

MEÐ framtíðina að vopni ­ Saga Iðnnemahreyfingarinnar í 100 ár er eftir Helga Guðmundsson trésmið ogrithöfund, enhann var sjálfurá vettvangi umtíma, varaformaður og formaður Iðnnemasambandsins, íIðnfræðsluráði,síðar í forystusveit byggingarmanna, blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 202 orð

Nýjar bækur ÞAÐ sem eftir

ÞAÐ sem eftir er ­ Valin ljóðer ljóðabók eftir Mark Strand, fyrrverandi lárviðarskáld í Bandaríkjunum í íslenskrigerð HallbergsHallmundarsonar, sem ritarjafnframt ítarlegan inngang umhöfundinn. Í bókinni eru 40 ljóðaStrands. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 655 orð

Ógleymanleg æskuást

ÞAÐ er eitthvað í fari Ted Stroehmann (Ben Stiller) sem gefur til kynna að hann sé hinn mesti hrakfallabálkur og angist hans er nægilega mikil til að geðlæknirinn hans leggur á flótta. Gæfan er kannski óhliðholl þessum óheppna meðaljóni, en sú var þó tíðin að hann var heppinn í ástum. Meira
6. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 283 orð

Ráðabrugg tvíburanna

Leikstjóri: Nancy Meyer. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Natasha Richardson, Lindsay Lohan. Walt Disney. 1998. SVOKALLAÐAR strákamyndir voru mjög í tísku fyrir nokkrum árum, komu líklega í kjölfar "Stand By Me". Þær sögðu frá uppátækjum drengja og fengu stúlkur litlu ráðið í þeim. Meira
6. nóvember 1998 | Tónlist | -1 orð

Rico Saccani átti kvöldið

Flutt voru verk eftir Elgar og Holst. Einleikari: Julian Lloyd Webber. Stjórnandi: Rico Saccani. Fimmtudaginn 5. nóvember. Englendingar áttu lengi vel erfitt með að viðurkenna Elgar (1857­ 1934) og töldu hann of hallan undir rómantíska tónlist meginlandsins, jafnvel stæla tónskáld eins og Schumann og Wagner. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 91 orð

Samantekt úr leikþáttum Brúðubílsins

Í TILEFNI þess að Leikbrúðuland á 30 ára afmæli um þessar mundir, mun Brúðubíllinn sýna samantekt úr ýmsum leikþáttum sunnudaginn 8. nóvember kl. 15. Sýnt verður á Fríkirkjuvegi 11. Á fjölunum verða margar brúður af ýmsum stærðum og gerðum. M.a. Lilli, Dúskur, Blúnda, Kolkrabbinn, Rostungurinn o.fl. Meira
6. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 405 orð

Samviskan er ekkert grín

Leikstjóri Brian De Palma. Handritshöfundar Brian De Palma og David Koepp. Tónskáld Ryuichi Sakamoto. Kvikmyndatökustjóri Stephen H. Burum. Aðalleikendur Nicolas Cage, Gary Sinise, John Heard, Carla Gugino, Stan Shaw, Kevin Dunn. 99 mín. Bandarísk. 1998. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 1004 orð

SKÁLDSAGNAGERÐ EINS OG FERÐ ÁN FYRIRHEITA Breski rithöfundurinn Graham Swift var staddur hér á landi um síðustu helgi til að

SAGAN segir frá allsérstæðu ferðalagi fjögurra vina frá kránni sinni í London til strandbæjar í Suður-Englandi. Þeir eru að uppfylla hinstu ósk sameiginlegs vinar þeirra, Jacks, sem er slátrari og bjó í suðurhluta Lundúna, um að ösku hans verði dreift á haf út. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 502 orð

Skuggalegir menn sem bisa við legsteina

SINDRA Freyssyni voru afhent Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Verðlaunabókin, skáldsagan Augun í bænum, kom út samdægurs hjá Vöku-Helgafelli, sem stendur að verðlaununum í samráði við fjölskyldu skáldsins, og var höfundinum afhent fyrsta eintakið ásamt verðlaunafénu, 500.000 kr., verðlaunaskjali og verðlaunapeningi. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Sköllótta söngkonan í uppfærslu Verzlinga

LISTAFÉLAG Verzlunarskóla Íslands frumsýnir leikritið Sköllótta söngkonan, (La Cantatrice Chauve), eftir Eugene Ionesco, í hátíðarsal skólans, föstudaginn 6. nóvember kl. 20. Leikritið er í þýðingu Bjarna Benediktssonar. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson, en hann er nýútskrifaður úr leiklistarskóla Íslands, og er þetta fyrsta verkið sem hann leikstýrir. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 985 orð

Spurning um líf og dauða

ÞRJÚ ungmenni standa fyrir framan mig, öll kát og hress og afar erfitt að ímynda sér að þau hafi nokkurn tíma lent utan beinu brautarinnar. Ómar Rafn Valdimarsson, Auðbjörg Björnsdóttir og Páll Sigurjónsson eru öll 21 árs gömul og hafa gengið í gegnum meiri erfiðleika en maður gæti haldið. Líf þeirra þriggja gjörbreyttist þegar þau fóru í meðferð hjá SÁÁ fyrir tveimur árum. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 291 orð

Strákar stökkva upp á nef sér

HALDIÐ var mót í færni á hjólabrettum síðastliðinn laugardag í Brettabæ. Mikill áhugi var á mótinu enda íþróttin vinsæl meðal unglinga. Ekki minnkaði áhuginn við það að tveir bandarískir atvinnumenn í íþróttinni sóttu landann heim til að dæma mótið, þeir Peter Smolik og Josh Kasper. Verslunin Smash stóð fyrir mótinu og naut til þess styrkja nokkurra fyrirtækja. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 247 orð

Svanurinn hlýtur góðar móttökur í Þýskalandi

SVANURINN eftir Guðberg Bergsson kom nýlega út í þýskri þýðingu Huberts Seelow hjá Steidl-forlaginu. Bókin hefur fengið góðar móttökur. Ritdómar hafa verið að birtast í dagblöðum og eru þeir allir lofsamlegir. Í einu stærsta dagblaði Þýskalands, Süddeutsche Zeitung, segir m.a. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 86 orð

Sýningum lýkur

Sýningunni "Neither nor" eða "Hvorki né": Henry Bond, Juan Cruz, Graham Gussin, Ritsuko Hidaka, Joao Penalva frá London, Christina Dimitriadis frá Aþenu, Tracy Mackenna & Edwin Janssen frá Rotterdam, Felix Conzalez Torres frá New York og Hanna Styrmisdóttir og sýningum listamannanna Bjargeyjar Ólafsdóttur, Annu Wilenius og Nathalie van den Burg lýkur á sunnudag. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 284 orð

Tveir eintalsþættir á sænsku

TVEIR ungir leikarar, Anders Öhrström frá Svíþjóð og Hans Tórgarð frá Færeyjum, flytja tvo eintalsþætti (monologer) fyrir íslenska áheyrendur. Anders Öhrström flytur eintalsþáttinn "Orðið/Ordet", sunnudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í sal Leiklistarskólans og Hans Tórgarð flytur þáttinn "Lífskraftur/Livskraft" í Norræna húsinu þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Leikið er á sænsku í báðum þáttunum. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 208 orð

Tvær sýningar í Galleríi Listakoti

CHARLOTTA R. Magnúsdóttir leirlistarkona opnaði sína fyrstu einkasýningu í Galleríi Listakoti í gær og nefnir hana "Lítið ævintýri". Um er að ræða kertastjaka og frjáls form. Charlotta útskrifaðist úr leirlistadeild MHÍ vorið 1991 og fór sem gestanemi til Danmerkur í Skolen For Brugskunst 1990. Meira
6. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Undarleg gamanmynd Sálarkorn (A Little Bit of Soul)

Leikstjóri og handritshöfundur: Peter Duncan. Kvikmyndataka: Martin McGrath. Tónlist: Nigel Westlake. Aðalhlutverk: Geoffrey Rush, David Wenham, Frances O'Connor og Heather Mitchell. (92 mín) Áströlsk. Skífan, október 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 384 orð

(fyrirsögn vantar)

Víkverji skilur ekki hvernig stendur á því að Vesturgatan í Reykjavík er tvístefnugata og nánast notuð sem hraðbraut inn og út úr miðbænum. Við Vesturgötuna standa nánast eingöngu íbúðarhús eins og í götunum fyrir ofan hana sem hafa verið gerðar að einstefnugötum, Ránargötu, Öldugötu, Bárugötu og fleiri. Meira
6. nóvember 1998 | Menningarlíf | 74 orð

(fyrirsögn vantar)

SAFN gyðinga í New York sýnir nú verk eftir listamanninn Ben Shahn, í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Verkin eru fengin úr einkasöfnum víða um heim, m.a. frá Japan og úr Páfagarði, en 22 ár eru liðin frá því að verk Shahns voru síðast sýnd. Meira

Umræðan

6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 578 orð

90 ár liðin frá stofnun Hvolsskóla

UM ÞESSAR mundir er þess minnst að 90 ár eru liðin frá stofnun Hvolsskóla á Hvolsvelli. Sunnudaginn 1. nóvember var haldin hátíð í tilefni þessara tímamóta þar sem saga skólans var rakin í máli, tónum og myndum. Núverandi skólastjóri, Unnar Þór Böðvarsson, rakti upphaf skólastarfs en fyrrverandi nemendur röktu veru sína og minningar úr skólanum. Meira
6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 481 orð

Að virkja mannauð

EITT mikilvægasta úrlausnarefni okkar Íslendinga á komandi árum er að finna skynsamlegar leiðir í nýtingu þeirra miklu auðlinda sem við eigum og búum yfir. Hér skiptir ekki aðeins máli að finna jafnvægi milli stóriðju, virkjana og náttúrunnar, og tryggja hagkvæma nýtingu sjávar, heldur ekki síður hvaða leiðir verða farnar í nýtingu á okkar dýrmætustu auðlind ­ mannauðnum. Meira
6. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 586 orð

Allir skulu jafnir fyrir lögum ­ einnig kosningalögum

NÝVERIÐ kynnti nefnd forsætisráðherra um breytingar á kjördæmaskipan og tilhögun kosninga til Alþingis tillögur sínar. Einn möguleikinn sem nefndur var er að gera landið að einu kjördæmi. Sá kostur er hins vegar ekki gerður að megintillögu heldur að skipta Reykjavík upp í tvennt og afgangi landsins í þrennt. Meira
6. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 223 orð

Gamlar myndir úr mannlífinu fyrir vestan

VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri var stofnað í því markmiði að koma á framfæri hvers konar efni sem snertir Vestfirðinginn Jón Sigurðsson. En forlagið gefur einnig út efni um líf og sögu kynslóðanna á Vestfjörðum almennt, en þar hefur mannlíf alla tíð verið mjög sérstakt og kannski öðruvísi en víða annars staðar á landinu. Meira
6. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Hús Hæstaréttar á haugana?

FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt í fréttum að til standi að rífa gamla Hæstaréttarhúsið við Lindargötu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Arnarhvols til austurs. Ekki hefur heyrst opinberlega að neinn hafi neitt við þetta að athuga. Meira
6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 497 orð

Hvað er að gerast í kjaramálum á Landspítalanum?

KJARADEILA meinatækna er aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að þeim vanda, sem skapast hefur í kjaramálum Landspítalans. Fyrir nokkru var samið við opinbera starfsmenn um að samkomulag yrði innan stofnana í hvaða ramma launasamnings hver starfsmaður lenti og starf hans metið með tilliti til þess. Ætlast var til að stofnanir þyrftu ekki aukna fjárveitingu vegna þessa. Meira
6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 2487 orð

Ímynd Íslands og íslenskrar vöru og þjónustu erlendis Í þessari síðari grein sinni dregur Hákon Þór Sindrason saman helstu

"ÉG held að eina ástæðan fyrir því að Ísland er ennþá svona hreint sé sú að það er svo fátt fólk sem býr þar en ekki vegna þess að Íslendingar hafi svo frábæra stefnu í umhverfismálum" (Þýskur ferðamaður úr könnuninni "Erlent ferðafólk í náttúru Íslands", 1996). HELSTU niðurstöður rannsóknar meðal íslenskra fyrirtækja, erlendra fyrirtækjakaupenda og neytenda. Meira
6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 798 orð

Jöfnun atkvæðisréttar og nýtt kosningafyrirkomulag

TILLÖGUR um nýskipan kjördæma og kosninga til Alþingis hafa víst ekki farið framhjá neinum, sem á annað borð fylgist með fréttum. Í þessum tillögum er reynt að koma til móts við sem flest sjónarmið og eins og títt er um slíkar lausnir er fólk missátt við þær. Margir gallar hafa verið taldir upp á tillögunum og má geta hér um nokkra. Meira
6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 427 orð

"Kvótakerfið"

DEILUR hafa staðið um stjórnkerfi fiskveiða á undanförnum misserum. Því miður hefur umræðan verið ómálefnaleg oft og tíðum, upphrópanir og yfirboð hafa verið allsráðandi og ýmsir hafa orðið til þess að alhæfa í gagnrýni sinni og fjandskapast út í eitthvað sem þeir kalla einu nafni "kvótakerfið". Slík umræða færir engan nær lausninni, enda skortir þar skilgreiningu á eðli máls. Meira
6. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 416 orð

Ómannúðleg meðferð

VEIST þú hvenær tækifærið býðst? Samkvæmt nýjustu fréttum þá vita þeir það ekki hjá fyrirtækinu Metró Normann. Og reyndar ekki heldur hjá lögreglunni í Reykjavík. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er auðvitað örlög þvottabjarnarins sem kom til landsins í gámi ætluðum fyrirtækinu Metró Normann og var aflífaður af lögreglunni. Stundum koma einstök tækifæri upp í hendurnar á fólki. Meira
6. nóvember 1998 | Aðsent efni | 770 orð

Skattar og forréttindi

UNDARLEGT er það og með ólíkindum að enn skuli það vefjast fyrir kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi að afnema þá hróplegu mismunun sem felst í sérstökum skattfríðindum sjómannastéttarinnar og forseta Íslands. Meira
6. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 369 orð

Vefsíða um "mál 214"

Í MORGUNBLAÐINU 31. okt. sl. birtist fróðleg grein eftir Valtý Sigurðsson dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur "Nokkur atriði um rannsókn Geirfinnsmálsins" Í grein sinni fjallar Valtýr m.a. um hinar röngu sakargiftir gegn Magnúsi Leopoldssyni og fleirum og segir: "Ég vil hvetja alla sem áhuga hafa á þessum þætti málsins til að lesa um hann í dómasafni Hæstaréttar 1976, bls. 73, og 1983, bls. Meira

Minningargreinar

6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 737 orð

Ásta Halldórsdóttir

Vinátta okkar Ástu hófst að vorlagi árið 1939. Við áttum heima í sömu götu og bundumst vináttuböndum, sem aldrei rofnuðu. Í endurminningunni er bjart yfir þessum dögum eins og var í ungri barnssál okkar. Leikvöllurinn var Þingholtin með ómalbikuðum götum og óbyggðum svæðum, sem vel voru fallin til ýmissa leikja. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 475 orð

Ásta Halldórsdóttir

Elsku systir og frænka. Nú ertu sofnuð. Þú lagðist til hvílu í þann mund sem dagurinn leið inn í fagra haustnóttina. Þinni löngu og erfiðu baráttu við krabbameinið er lokið. Í tuttugu og þrjú ár, eða frá því að þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm, hefur þú með óbilandi krafti og trú oftsinnis snúið við frá dauðans dyrum og komið aftur til okkar. En nú var stundin komin. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 265 orð

ÁSTA HALLDÓRSDÓTTIR

ÁSTA HALLDÓRSDÓTTIR Ásta Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 3. febrúar 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Ólafsson, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 12.9. 1907 í Haukagili í Borgarfirði, d. 12.4. 1963, og Lovísa Kristín Pálsdóttir húsmóðir, f. 7.9. 1913 í Reykjavík, d. 26.4. 1987. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Dagmar Pálsdóttir

Í dag kveð ég þig, amma mín, og langar mig að minnast þín með fáum orðum. Ég á svo margar minningar um þig og samverustundir okkar, þó eru þær sterkastar frá þeim tíma er ég bjó hjá þér eins og þegar við sátum oft á kvöldin við kertaljós og hlustuðum á gamla segulbandstækið þitt, þá gátum við rætt um lífið og tilveruna. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 332 orð

Dagmar Pálsdóttir

Elsku mamma mín. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þú hefur nú loks fengið hvíldina sem þú þráðir. Síðastliðnir tveir mánuðir hafa verið þér mjög erfiðir en þú sýndir einstakan kjark og viljastyrk. Þrátt fyrir að þér hafi verið ljóst að hverju stefndi varstu alltaf jafn glöð og gamansöm og reyndir að létta undir með okkur hinum. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Dagmar Pálsdóttir

Mig langar í örfáum orðum til að skrifa nokkur kveðjuorð til ömmu sonar míns, Hlyns. Ég kynntist Döllu og Óla er ég gekk með son minn Hlyn. Hafa þau kynni verið mér dýrmæt alla tíð. Þegar Hlynur fæddist komu þau Dalla og Óli með fangið fullt af gjöfum og hefur gestrisni þeirra við mig og mína alltaf verið frábær í alla staði, Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 234 orð

DAGMAR PÁLSDÓTTIR

DAGMAR PÁLSDÓTTIR Dagmar Pálsdóttir var fædd í Garði 5. janúar 1918. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson, útvegsbóndi í Keflavík, f. 28.2. 1877, d. 10.6. 1938, og Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja, f. 30. 7. 1874, d. 12.2. 1946. Dagmar var yngst af 12 systkinum og sú eina eftirlifandi. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Eyjólfur Pálsson

Ég kynntist Eyjólfi Pálssyni fyrst er ég settist í landsprófsbekk í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum. Hann var kennarinn, ég nemandinn. Landafræði var viðfangsefni vetrarins. Ég var þá nýfluttur til Eyja, djassóður táningur, og komst þar strax í kynni við aktífa djassgeggjara plássins með Gylfa prent í broddi fylkingar. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 405 orð

Eyjólfur Pálsson

Stundum finnst manni hausta alltof fljótt. Svo var mér farið er ég frétti í ágústbyrjun að Eyjólfur bróðir minn væri haldinn alvarlegum sjúkdómi sem erfitt yrði að sigrast á. Sú varð raunin. Tæpum þremur mánuðum síðar lést hann, langt um aldur fram. Eyjólfur var mjög samviskusamur maður, hvort sem var í starfi eða í hinu daglega lífi. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 79 orð

Eyjólfur Pálsson

Eyjólfur Pálsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 535 orð

Eyjólfur Pálsson

Það er sárt að sjá á eftir þeim mæta vini og félaga Eyjólfi Pálssyni. Hann átti svo margt ógert, nýfluttur til Reykjavíkur, búinn að koma sér þar upp heimili ásamt konu sinni Ástu og nýkominn til starfa á aðalskrifstofu Rauða krossins, fullur af þrótti og áhuga. En það er svo margt sem við mannfólkið fáum ekki við ráðið. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 465 orð

Eyjólfur Pálsson

Minnisstæður og sérstæður maður er genginn. Eyjólfur Pálsson er látinn eftir stutta legu á sjúkrahúsi í Reykjavík, aðeins 66 ára gamall. Eyjólfur Pálsson var ekki maður sem gekk um hversdagslega með spaug eða gaspur, hann var alvörugefinn maður, samviskusamur og gætinn í störfum, of gætinn ef eitthvað var. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 822 orð

Eyjólfur Pálsson

Í dag verður til moldar borinn móðurbróðir minn og vinur, Eyjólfur Pálsson, sem látinn er fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi, sem læknavísindin hafa enn ekki fundið ráð við. Í annað sinn á tæpum fjórum sólarhringum minnir maðurinn með ljáinn á návist sína gagnvart fjölskyldu okkar, því hinn 25. október sl. lést Már Lárusson, sem kvæntur var Guðlaugu, systur Eyjólfs. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 690 orð

Eyjólfur Pálsson

Mín fyrsta minning um Eyjólf Pálsson tengist Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum. Hann hafði tekið við skólastjórn haustið sem ég settist í 2. bekk, og það var ekki langt liðið á skólaárið, þegar Surtseyjargosið hófst. Þetta var nánar tiltekið 14. nóvember 1963, en þá kom skólastjórinn Eyjólfur lafmóður inn í smíðastofuna og tilkynnti okkur um gosið. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Eyjólfur Pálsson

Úr fjarlægð leitar hugurinn á heimaslóð og nú, því miður, í minningu góðs vinar og trausts samferðamanns, Eyjólfs Pálssonar, fyrrverandi skólastjóra og framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Vestmannaeyja, sem nú er allur, langt um aldur fram. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 420 orð

EYJÓLFUR PÁLSSON

EYJÓLFUR PÁLSSON Eyjólfur Pálsson fæddist í Vestmannaeyjum 20. maí 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Eyjólfsson frá Höfnum, f. 22. sept. 1901, d. 4. apríl 1986, lengst forstjóri Sjúkrasamlags Vestmannaeyja, og Fanný Guðjónsdóttir, f. 4. mars 1906, d. 26. nóv. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 2019 orð

Guðjón Bjarnason

Í dag, 6. nóvember, eru 100 ár frá fæðingu föður míns, Guðjóns Bjarnasonar. Hann fæddist á Óseyrarnesi við Eyrarbakka en þar var áður ferjustaður yfir Ölfusá áður en brú var byggð yfir ána. Hann var sonur Bjarna Símonarsonar, bónda í Hallstúni, seinna járnsmiðs í Reykjavík og konu hans Kristgerðar Oddsdóttur frá Þverlæk í Holtum. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Guðrún Ásdís Hafliðadóttir

Enn fækkar á "bekknum" í Sundlaugunum í Laugardal. Síðust til að kveðja hópinn var frú Ásdís Hafliðadóttir. Þegar fólk hittist um langt skeið á stað eins og í laugunum, myndast óhjákvæmilega kunningja- og vinasamband manna í milli. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÚN ÁSDÍS HAFLIÐADÓTTIR

GUÐRÚN ÁSDÍS HAFLIÐADÓTTIR Guðrún Ásdís Hafliðadóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1936. Hún lést 17. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 23. október. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 302 orð

Hans Júlíus, viðbót

Júlíus á Grund hefur sett mikinn svip á bæjarlífið á Akranesi síðan ég man eftir mér. Það hlutu allir að taka eftir þessum bráðmyndarlega manni hvar sem hann fór ­ alltaf að flýta sér, hvort sem hann var gangandi eða hjólandi ­ frjór í huga og með skýrar skoðanir á mönnum og málefnum, fastagestur í sundlaugunum þar sem hann synti og gerði líkamsæfingar kominn hátt á níræðisaldur, Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 926 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Andlát Júlíusar kom okkur frændum hans og vinum í raun og veru á óvart, þó svo að hann væri orðinn háaldraður ­ næstum 90 ára ­ því hann hafði verið hress og kátur undanfarna daga og vikur, og fylgdist með öllu sem hann hafði tök á að fylgjast með. Daginn fyrir andlátið hafði hann hringt, eins og svo oft áður, til að leita frétta og sagði ég honum m.a. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 916 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Það er þetta með dauðann, alltaf kemur hann jafn illa við mann, afi minn. En nú hefur þú yfirgefið okkur og ert farinn yfir móðuna miklu, þar sem amma Ásta hefur örugglega tekið vel á móti þér eftir rúmlega áratugs aðskilnað. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var samviskubit yfir því að of langt er síðan ég sá þig síðast. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 705 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Í dag er til grafar borinn ástkær afi minn, nafni og vinur, Júlíus Þórðarson, kenndur við Grund á Akranesi. Langar mig að minnast hans í fáum orðum og þakka honum allt það sem hann gaf mér og mínu fólki. Afi minn, Júlli á Grund, var Skagamaður í húð og hár og ákaflega stoltur af uppruna sínum. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 175 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Í dag verður þú borinn til moldar, elsku afi minn. Ég vil þakka fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér bæði hér heima á Íslandi og á æskuárum mínum í Svíþjóð. Þó að ég hafi ekki umgengist ykkur ömmu á hverjum degi var alltaf gaman að fá ykkur út í heimsókn til okkar og minnist ég þess með hlýju í huga. Enda varst þú alltaf að minna mig á það með því að rifja upp grallarasögur af mér þaðan. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 169 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Mig langar í örfáum orðum að kveðja þig, afi minn, og þakka þér samfylgdina. Ég sit hér og reyni að rifja upp í huganum einhverja minningu um þig sem ég gæti sett á blað, eitthvert lítið brot sem kannski lýsir því hvernig ég man þig. Og veistu, það kemur oftast sama minningin upp í hugann. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 255 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Ég gleðst yfir því að þú fékkst að fara eins og þú fórst, skyndilega, heima í rúminu þínu. Það er samt sárt að hafa ekki getað kvatt þig, en það geri ég þá hér með þessum orðum. Ég hugsa til þess með hlýju og þakklæti, síðast þegar ég kom að heimsækja þig, til þess að segja þér frá því að við Kjartan ættum von á barni, í apríl á næsta ári. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 446 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Þegar ég lít til baka og hugsa um föðurafa minn, Hans Júlíus Þórðarson, kemur mér aðallega í hug stolt, heiður og trú. Hann var stoltur af ættmennum sínum og hafði í heiðri göfugar hugsjónir sínar og trú sína á æðri máttarvöld. Þannig hefur afi minn alltaf verið mér fyrirmynd og verður áfram um ókomna tíð. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Hans Júlíus Þórðarson

Alltaf kemur dauðinn manni eins á óvart, síminn hringir um miðja nótt og við vöknum við kaldan veruleikann, "pabbi er dáinn". Þessi sterki, lífsglaði og góði pabbi okkar var farinn af þessari jörð, eins og árið sem líður og kemur aldrei aftur, en við sitjum svo eftir og heyrum aldrei símann hringja þar sem hann er að spyrja frétta af börnum og barnabörnum, Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 265 orð

HANS JÚLÍUS ÞÓRÐARSON

HANS JÚLÍUS ÞÓRÐARSON Júlíus Þórðarson, útvegsmaður á Akranesi, fæddist á Grund á Akranesi 11. marz 1909. Hann lést á heimili sínu, Vesturgötu 43, aðfaranótt 28. október á nítugasta aldursári. Júlíus var annar elstur níu barna þeirra hjóna Emilíu Þorsteinsdóttur frá Grund og Þórðar Ásmundssonar, kaupmanns og útgerðarmanns frá Háteigi á Akranesi. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir

Í dag verður borin til grafar Hulda Jakobsdóttir heiðursborgari Kópavogsbæjar og fyrrverandi bæjarstjóri. Hulda var kjörin bæjarstjóri Kópavogs 4. júlí 1957, fyrst íslenskra kvenna í slíkt embætti og gegndi hún því til 29. júní 1962. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 416 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir

Þegar ég sat í stofunni á Marbakka á sunnudaginn var eins og ég hyrfi 20 ár aftur í tímann. Ég sá ekki nýju gulu veggina og ljósa sófasettið hennar Huldu frænku heldur gömlu dökkrauðu stólana og brúna borðið sem voru hjá ömmu og afa og fann lyktina af ofninum sem var á bak við grindina. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1529 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir

"Fallegasta stúlkan í bænum". Þannig lýsti föðuramma mín, sem flutti til Reykjavíkur 13 ára að aldri, móðurömmu minni, Huldu Dóru Jakobsdóttur. Hún fæddist 21. október 1911, elsta barn Jakobs Bjarnasonar, vélstjóra, og Guðrúnar Sesselju Ármannsdóttur. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 484 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir

Það er margt hægt að skrifa í minningargrein um hana ömmu Huldu. Það væri hægt að fjalla um ættir hennar, æsku og uppvöxt í Reykjavík, um menntun hennar og óvenjulegt lífshlaup. En það munu aðrir gera, svo ég læt það ógert. Ég ætla heldur að rifja upp minningar um hana og hvers virði hún var mér. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 721 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir

Hún var merkasti Kópavogsbúinn. Mikil heiðurskona. Heiðursborgari í Kópavogi frá árinu 1976. Hún lést síðastliðinn laugardag, 87 ára að aldri, og ég kveð hana með mikilli virðingu. Hulda Jakobsdóttir var frumbyggi í Kópavogi og saga hennar er samofin sögu Kópavogs. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 642 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir

Ég er yfirmáta stolt af ömmu. Hulda Dóra Jakobsdóttir, amma mín, var kraftmikil kona sem barðist af elju fyrir því sem hún trúði á. Viljastyrkur hennar var mikill, enda fékk hún vilja sínum yfirleitt framgengt ef hún ætlaði sér það. Amma vílaði ekki fyrir sér að ryðja brautina og hún hefur skilið eftir sig mörg dæmi þess. Hún var líka falleg kona og fínleg, bar af hvar sem hún kom. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 413 orð

Hulda Dóra Jakobsdóttir Hulda Dóra Jakobsdóttir var fædd í Reykjavík 2

Hulda Dóra Jakobsdóttir var fædd í Reykjavík 21. október 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sesselja Ármannsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, og Jakob Guðjón Bjarnason, vélstjóri. Þau eignuðust fimm börn; Huldu, Gunnar, f. 15. janúar 1913, d. 9. apríl 1928, Ármann, f. 2. ágúst 1914, lögfræðing, Halldór Bjarna, f. 1. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 967 orð

Hulda Jakobsdóttir

Fyrir tveimur dögum báru barnabörn Huldu Jakobsdóttur kistu hennar út úr borðstofunni á Marbakka eftir húskveðju, sem þar fór fram. Það var við hæfi, að kveðjustund hennar og nánustu fjölskyldu hennar færi fram þar sem hún ung að árum hóf búskap ásamt eiginmanni sínum og ól upp börn þeirra. Eftir því, sem börnunum fjölgaði var bætt við húsakynnin. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 243 orð

Júnía Sumarrós Stefánsdóttir

Þegar kær vinur er kvaddur koma óteljandi minningar honum tengdar upp í hugann. Ég er rík af minningum um hana Júnu frænku mína sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Hún hét fullu nafni Júnía Sumarrós og var uppeldissystir hennar mömmu minnar. Á bernskuheimili mínu var hún aldrei kölluð annað en Júna systir eða Júna frænka. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 292 orð

Júnía Sumarrós Stefánsdóttir

Mig langar að minnast látinnar vinkonu og frænku okkar í fjölskyldunni, hennar Júnu minnar. Við Ævar dvöldust á heimili hennar þegar við opinberuðum trúlofun okkar, og því var hún fyrsta manneskjan sem óskaði okkur til hamingju. Margs er að minnast frá langri kynningu og vináttu og áralangri sambúð í sama húsi, sem aldrei bar skugga á. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 137 orð

JÚNÍA SUMARRÓS STEFÁNSDÓTTIR

JÚNÍA SUMARRÓS STEFÁNSDÓTTIR Júnía Sumarrós Stefánsdóttir var fædd í Reykjavík 13. júní 1910. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Stefán Guðmundsson. Systkini hennar voru Málfríður og Ágúst, sem bæði eru látin. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Skúli Tryggvason

Jesús segir: "Ég er Alfa og Omega, segir Drottinn Guð, Hann sem er og var og kemur, Hinn alvaldi." (Opb. Jóh. 1:8.) Þetta er þau fyrstu orð sem komu upp í huga okkar við fráfall Skúla. Eftir rúmlega eins árs hetjulega baráttu við þennan skæða sjúkdóm, krabbamein, hefur Skúli loks þurft að láta undan. Skúli var ákaflega duglegur og metnaðarfullur maður. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 183 orð

Skúli Tryggvason

Þegar ungt fólk fellur frá skortir orð til að lýsa sorg okkar og samúð, en eins og segir í ljóðinu, hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Við Skúli vorum systrasynir, aðeins tvö ár voru á milli okkar og vorum við leikfélagar í æsku. En kynni okkar hjónanna af Skúla og Ninný hófust þegar þau komu heim að loknu námi í Danmörku og fór samband okkar vaxandi með árunum. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 149 orð

Skúli Tryggvason

Elskulegur frændi og vinur er látinn. Eftir stendur hnípin fjölskylda og tómarúmið er mikið. Þegar góður drengur er skyndilega hrifinn burt hrannast upp ljúfar minningar, minningar um góðan dreng. Maður missir kjarkinn, veit ekki hvað á að segja, á engin orð. Af hverju ungur maður í blóma lífsins er tekinn burt frá fjölskyldu, nei, enginn fær skilið af hverju. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 210 orð

Skúli Tryggvason

Í dag kveðjum við hinstu kveðju tengdason okkar Skúla Tryggvason. Eftir langa og hetjulega baráttu varð hann að lúta valdi örlaga sinna og hverfa af okkar sjónarsviði, frá þeim, sem hann elskaði og vildi fórna kröftum sínum fyrir, frá hugsjónum sínum og framtíðardraumum. En við stöndum eftir á ströndinni með spurningar, sem enginn svarar. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Skúli Tryggvason

Elsku Skúli minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, þótt aldrei hefði mig grunað að það yrði á þennan hátt. Það er svo margt sem ég hef að þakka þér. Þú varst fyrsta barnabarn foreldra minna og mikið var gaman að fá frænda í fjölskylduna. Þá bjuggum við í Vestmannaeyjum, en nú eru liðin rúm fjörutíu ár frá fæðingu þinni. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 501 orð

Skúli Tryggvason

Ástkær bróðir okkar er látinn, aðeins fertugur að aldri. Ekki grunaði okkur fyrir rúmu ári að þessi stóri og sterkbyggði maður yrði veginn þetta fljótt. En svona er lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Skúli var elstur okkar systkina. Við hin litum alla tíð upp til hans. Hann var fljótt mjög ábyrgðarfullur og traustur. Hann hafði ávallt báða fætur á jörðinni. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Skúli Tryggvason

Dansinn ­ dansinn var það. Þessi hópur, sem átti það sameiginlegt að hafa stundað nám í Danmörku ákvað að læra að dansa. Til að byrja með vorum við óttalega klaufsk, en þetta kom. Skúli var einna seinastur til að ná taktinum, við töldum að það væri vegna hæðarinnar, hann var með stærri mönnum. Við fórum svo á kaffihús eftir danskennsluna. Kaffihús einu sinni í viku, það var snjallt. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Skúli Tryggvason

Heiðursmaður er genginn. Á tímamótum sem þessum leitar margt á hugann. Minningarnar koma til manns og líða hjá. Guðmundi var gefið glaðvært sinni og jákvæðni sem hafði góð áhrif á alla í kringum hann. Hann hafði áhuga á mönnum og málefnum. Fylgdist vel með. Þjóðmálin voru oft ofarlega í huga hans m.a. íslenskur landbúnaður, ekki síst á umbrotatímum eins og á undanförnum misserum. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 342 orð

Skúli Tryggvason

Elsku Skúli svili okkar og mágur er fallinn í valinn fyrir ofureflinu krabbameini. Þessi stóri, myndarlegi og hófsami maður sem við héldum að ekkert gæti bugað. Við stöndum uppi og skiljum ekki tilganginn en oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, og við verðum að trúa því. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 372 orð

Skúli Tryggvason

Mikið lifandis skelfing getur lífið stundum verið óréttlátt. Að ungur maður í blóma lífsins skuli vera hrifinn brott frá sínum nánustu aðeins rétt rúmlega fertugur að aldri. Um mitt síðasta ár fór Skúli að kenna sér meins af þeim sjúkdómi er síðan dró hann til dauða, sjúkdómi sem allt of margir Íslendingar falla fyrir og er þá ekki spurt um aldur eða á hvern hátt menn hafa lifað lífinu. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 254 orð

SKÚLI TRYGGVASON

SKÚLI TRYGGVASON Skúli Tryggvason fæddist í Reykjavík 25. mars 1958. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Tryggvi Sveinsson, stýrimaður, f. 1934, og Þóra Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1933. Systkini Skúla eru Sólrún, kennari, f. 1959, Eiríkur Sveinn, rekstrarfræðingur, f. 1963, Tryggvi Þór, verkamaður, f. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 579 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Æskuvinur minn, Þorsteinn Sigurðsson, er nú horfinn til feðra sinna, og er þar skarð fyrir skildi. Sporaslóðir okkar lágu saman haustið 1934 er við urðum bekkjarbræður í Ágústarskólanum við Tjörnina í Reykjavík. Ég kom til skólans utan af landi; nánar tiltekið úr Mosfellssveit, vankunnandi á lífið og tilveruna í höfuðstað landsins. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 716 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Þessa síðustu daga hafa minningarnar hellst yfir mig. Nú þegar ég sit og skrifa þessi kveðjuorð eru þær að byrja að taka á sig nýtt heildarform, frá æsku minni til andláts pabba. Þegar ég lít á mín eigin börn sé ég að hringur lífsins er óslitinn. Hvað sterkast fann ég fyrir þessu, þegar ég, kona mín og börn vorum hjá honum og Ingibjörg frænka kom í heimsókn. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 822 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Margs er að minnast þegar ég velti fyrir mér hvað rita á um föður minn. Á æskuárum sínum þráði pabbi eins og fleiri á hans reki að ganga menntaveginn, eins og þá var sagt um menntaskóla- og háskólanám. En faðir minn var af þeirri unglingakynslóð þar sem kreppan mikla var. Pabbi hætti eftir 3. bekk í menntaskóla og fór að vinna. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Söknuður fortíðar, öryggi og góðar stundir hjá afa og ömmu í Sporðagrunni. Sterkasta minning sem við eigum um afa er hversu skemmtilegur, ræðinn og glæsilegur hann var. Börn löðuðust að honum. Við systkinin vorum engin undantekning, hann var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann vildi allt fyrir okkur gera. Meira
6. nóvember 1998 | Minningargreinar | 402 orð

ÞORSTEINN SIGURÐSSON

ÞORSTEINN SIGURÐSSON Þorsteinn Sigurðsson, fyrrv. forstjóri J.P. Péturssonar, fæddist í Reykjavík 9. mars 1920. Hann lést á Landakoti 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson rakarameistari, f. 3.5. 1885, d. 18.4. 1969 og Halldóra Jónsdóttir, f. 9.8. 1884, d. 17.12. 1947. Meira

Viðskipti

6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 131 orð

29 sækja um stöðu framkvæmdastjóra

TUTTUGU og níu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs landbúnaðarins og sá þrítugasti dró umsókn sína til baka. Leifur Kr. Jóhannesson lætur af starfi 1. mars næstkomandi að eigin ósk. Umsækjendurnir eru: Björn Gunnarsson, fyrrverandi bankamaður, Björn Jónsson hrl. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Annar Explorer frá Micrsoft

MICROSOFT hefur kynnt tilraunaútgáfu af nýjum Internet Explorer 5.0, síðasta vopninu í vefskoðunarstríði fyrirtækisins og Netscape- samsteypunnar. Nýi vefskoðunarbúnaðurinn verður innbyggður í Windows 2000- stýrikerfið og fáanlegur ókeypis í öðrum útgáfum. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Barclays snýr baki við nýjum mörkuðum

Barclays Capital hefur sagt upp 200 starfsmönnum í þessari viku vegna úttektarinnar og hafa þar með 250 misst atvinnuna síðan fjárfestingaarmurinn tapaði 250 milljónum dollara á óvenjulegum viðskiptum með rússnesk verðrbéf fyrr á þessu ári. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 94 orð

ÐFinnair til Fort Lauderdale

FINNSKA flugfélagið Finnair hefur tekið upp beint áætlunarflug milli Helsinki og Fort Lauderdale í Flórída. Verður flogið tvisvar í viku og notaðar Boeing 757 flugvélar samkvæmt dagblaðinu The Herald,sem gefið er út í Flórída. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Eignir sjóðsins nema 7,6 milljörðum

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka, VÍB, hefur tekið við rekstri Lífeyrissjóðs lækna frá og með 1. nóvember. Rekstrarsamningur Lífeyrissjóðs lækna og VÍB er stærsti fjárvörslu- og rekstrarsamningur sem hefur verið gerður hér á landi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Evrópskar hækkanir urðu að engu

HÆKKANIR miðvikudagsins urðu að engu á ervópskum mörkuðum í gær þar eð fjárfestar hirtu gróða. Jafnvel 0,50% lækkun brezkra vaxta, meiri en ætlað var, gat ekki bjargað FTSE-100 hlutabréfavísitölunnui, sem lækkaði um 143 punkta eftir 119 punkta hækkun á miðvikudag. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Gjaldeyrisforði jókst um hálfan milljarð

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans jókst um rúmlega hálfan milljarð króna í október og nam í lok mánaðarins 29,2 milljörðum króna (jafnvirði 424 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Hagnaður 60 milljónir króna

LOÐNUVINNSLAN HF. á Fáskrúðsfirði hagnaðist um rúmar 60 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Þetta er 21,4% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður tímabilsins tæpum 77 milljónum króna. Rekstrartekjur tímabilsins í ár námu tæpum 906 m. kr. en rekstrargjöld 729 m. kr. Eigið fé Loðnuvinnslunnar nam um 675 m. kr. eftir fyrstu níu mánuðina en skuldir og eigið fé samtals 1. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 1066 orð

Íslenskt efnahagslíf æ háðara umheiminum

"ÍSLENSKT efnahagslíf hefur verið í hraðri framþróun og um leið eru aðstæður á íslenskum fjármagnsmarkaði að nálgast meir það sem við þekkjum frá nágrannaríkjunum. Sú þróun er jákvæð en gerir jafnframt efnahagslífið hér háðara umheiminum. Þetta umhverfi býður upp á frekari efnahagslegar framfarir en um leið er orðið brýnna að gæta að þeirri áhættu sem tekin er í öllum rekstri. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Minni hagnaður hjá Shell

ROYAL Dutch/Shell-olíufélagið hefur skýrt frá því að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi dregizt saman um 56% og þar með vakið óánægju fjárfesta, sem hafa ekki heldur verið ánægðir með tilraunir til að endurskipuleggja fyrirtækið. Meira
6. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Þrjú tilboð í rafstöð á Húsavík

ÞRJÚ tilboð bárust í rafstöð hjá Orkuveitu Húsavíkur sem boðin var út í ágúst sl. Bandaríska fyrirtækið Energy Inc., ítalska fyrirtækið Turboden og ísraelska fyrirtækið Ormat buðu í verkið. Sótt hefur verið um styrk til Evrópusambandsins vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að gengið verði frá samningum um styrkveitingu á næstu vikum. Meira

Fastir þættir

6. nóvember 1998 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsmót Munins og

Árlegt bridsmót Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða/Landsýnar verður haldið 14. nóv. í félagsheimilinu að Mánagrund sem er á milli Keflavíkur og Sandgerðis. Þátttaka er mjög góð og stefnir allt í metþátttöku. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig sem fyrst, eigi síðar en 12. nóv. Meira
6. nóvember 1998 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson. Íslandsmót (h)eldr

UM helgina verða tvö Íslandsmót spiluð í Þönglabakkanum: Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi. Þeir sem eru fæddir 1974 eða seinna mega taka þátt í mótinu. Þátttaka er ókeypis. Íslandsmót (h)eldri spilara í tvímenningi. Skilyrði fyrir þátttöku eru að báðir í parinu séu 50 ára á árinu og samanlagður aldur parsins sé 110 ár. Bæði mótin byrja kl. 11.00. Meira
6. nóvember 1998 | Fastir þættir | 42 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Val landsliða

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Bridssambandsins var ákveðið að ráða Einar Jónsson einvald og þjálfara kvennalandsliðsins. Í opna flokknum var ákveðið að spilað verði um landsliðssætin tvær helgar í febrúar. Nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar. Meira
6. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Útskálakirkju, Garði, af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Þórhildur Jónsdóttir og Hlynur Jóhannsson. Heimili þeirra er að Austurgötu 26, Keflavík. Meira
6. nóvember 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Áslaug B. Guðjónsdóttir og Tryggvi Þór Bragason. Heimili þeirra er að Heiðarholti 16, Keflavík. Meira
6. nóvember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Margrét Hjörleifsdóttir og Guðmundur Axelsson. Heimili þeirra er að Óðinsvöllum 17, Keflavík. Meira
6. nóvember 1998 | Fastir þættir | 395 orð

Helgi Áss eykur forystuna

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson hefur nú 1 vinning í forskot á næstu menn þegar þrjár umferðir eru eftir í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. STAÐA Helga Áss Grétarssonar styrktist mjög í sjöundu og áttundu umferð í landsliðsflokki Skákþings Íslands. Meira
6. nóvember 1998 | Dagbók | 707 orð

Í dag er föstudagur 6. nóvember 310. dagur ársins 1998. Leonardusmessa. Orð dag

Í dag er föstudagur 6. nóvember 310. dagur ársins 1998. Leonardusmessa. Orð dagsins: "Bið þér tákns af Drottni, Guði þínum, hvort sem þú vilt heldur beiðast neðan úr undirheimum eða ofan að frá hæðum." (Jesaja 7, 11. Meira
6. nóvember 1998 | Fastir þættir | 311 orð

Safnaðarstarf Tengsl heimilis og kirkju RÁÐSTE

RÁÐSTEFNA á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldin í Breiðholtskirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 9­13. Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra býður öllu sóknarnefndarfólki og starfsfólki kirknanna í prófastsdæminu á ráðstefnu um tengsl heimilis og kirkju. Fengnir hafa verið fyrirlesarar og síðan verða umræður að loknu hverju erindi og pallborðsumræður í lokin. Meira
6. nóvember 1998 | Í dag | 535 orð

Síðasti bærinn... EINS og í ævintýrinu "Síðasti bærinn í dal

EINS og í ævintýrinu "Síðasti bærinn í dalnum" gætu örlög byggðar á Austurlandi orðið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 sagði Haukur Þorleifsson okkur frá sinni heimabyggð, Reyðarfirði eða sveitarfélagi 7300. Húsin tóm, sum með einni manneskju, fólkið á förum til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Meira

Íþróttir

6. nóvember 1998 | Íþróttir | 126 orð

Birkir bað Lilleström um frest

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var ekki tilbúinn að taka tilboði Lilleström þegar framkvæmdastjóri norska félagsins hafði samband við hann í gær. "Líkurnar á því að ég taki tilboðinu hafa aukist með hverjum deginum en ég vil samt ekki segja að ég sé að fara til Noregs því ekkert hefur verið ákveðið," sagði Birkir við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 52 orð

Blak HM kvenna:

A-riðill: Perú - Kenýa3:2 (15:9 13:15 6:15 15:13 15:10)Japan - Holland3:0 (15:9 15:12 15:6)B-riðill: Búlgaría - Bandaríkin3:0 15:3 15:7 15:13)Kúba - Ítalía3:0 (15:7 15:9 15:11)C-riðill: Brasilía - Þýskaland3:0 (15:1 Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 173 orð

Dublin til Villa

DION Dubllin skipti í gær úr Coventry í Aston Villa og greiddi Villa 5,75 millj. punda, um 661 millj. kr., fyrir miðherjann, sem er 29 ára og lék fyrsta landsleik sinn fyrir England í febrúar sem leið. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 252 orð

Ég er spenntur fyrir tilboði sænska félagsins

Gera má því skóna að Þórður Þórðarson, markvörður ÍA undanfarin ár, verði markvörður hjá sænska félaginu Norrköping næstu tvö árin. Hann hefur æft með sænska liðinu þessa viku og leikið einn æfingaleik, en félagið gerði honum tilboð í gær. Að sögn Þórðar vænta Svíarnir svars í dag og á honum var að skilja í gærkvöldi að allt benti til þess að samningar tækjust. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 37 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Vestm.:ÍBV - Víkingur18.30 1. deild karla: Vestm.:ÍBV - FH20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Njarðvík:UMFN - KFÍ20 Akureyri:Þór Ak. - Valur20. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 29 orð

Íshokkí

NHL-deildin Leikir aðfaranótt fimmtudags: Washington - Tampa Bay2:5 Ny Rangers - Montreal1:4 Toronto - Colorado3:0 Florida - Chicago2:1 Edmonton - Nashville3:2 San Jose - Dallas4:0 Anaheim - St Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 380 orð

Íshokkí ekki karlavígi

Fyrsta íshokkílið landsins sem eingöngu er skipað stúlkum, lék sinn fyrsta leik í vikunni, en liðið mátti þá þola tap, 0:4, fyrir 5. flokki Bjarnarins, sem skipað er strákum á aldrinum 10 til 12 ára. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 254 orð

KARL Gunnlaugsson stóð sig vel í eyðimerkurrall

KARL Gunnlaugsson stóð sig vel í eyðimerkurrallinu á mótorhjólum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær og fór úr 36. sæti í 31. sæti. Stephen Hague, sem keppir líka undir merkjum Íslands, gerði betur, fór úr 37. sæti í 30. sæti en 100 manns keppa á mótorhjólum og tveir á fjórhjólum. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 249 orð

Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa

Evrópukeppni bikarhafa Varazdin, Króatíu: Varteks - Heerenveen (Holl.)4:2 Miljenko Mumlek 65, 117, Faik Kamberovic 80, 99 ­ Radoslav Samardzic 18, Jan de Visser 114. 10.000. Varteks vann samtals 5:4. Limassol, Kýpur: Apollon Limassol - Panionios (Grikkl.)0:1 - Antonis Sapountzis 18. 8.000. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 445 orð

KR - Haukar101:92

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, DHL- deildin, fimmtudaginn 5. nóvember 1998. Gangur leiksins: 0:5, 3:7, 7:7, 13:15, 21:15, 21:24, 24:"4, 35:32, 39:41, 49:47,53:47, 62:60, 66:64, 72:67, 80:68, 88:73, 99:85, 101:92. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 389 orð

KR sigurvegari

Körfuknattleikslið KR stóð uppi sem sigurvegari frá fyrstu umferð vetrarins í minnibolta drengja, sem fram fór í Íþróttahúsi Seljaskóla. Vesturbæjarliðið fékk þó harða mótspyrnu frá bæði Fjölni og Njarðvík og búast má við spennandi keppni í þessum flokki í vetur, ekki síst þar sem framfarir eru gjarnan miklar hjá þessum aldursflokki. Skemmtilegast gegn Fjölni Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 292 orð

Skagamenn hirtu stigin á Króknum

SKAGAMENN fóru frá Sauðárkróki suður um heiðar með bæði stigin eftir spennandi leik við Tindastól í gærkvöldi. Gestirnir tryggðu sér sigurinn á lokakaflanum og sigruðu 85:84. Leikurinn byrjaði með miklum látum en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrstu þremur sóknum. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 179 orð

Sveit GA í 5. sæti

SVEIT Golfklúbbs Akureyrar er í fimmta sæti eftir tvo hringi á Evrópumóti golfklúbba sem fram fer á Parco de'Medici-vellinum í Róm á Ítalíu. Í sveitinni eru Sigurpáll Geir Sveinsson, Ómar Halldórsson og Björgvin Þorsteinsson og það er árangur tveggja bestu telur. Fyrsta daginn lék Sigurpáll á 74, Ómar á 75 og Björgvin á 82. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 76 orð

Tromsö sýnir Loga áhuga

NORSKA 1. deildarliðið Tromsö, sem Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson leikur með, er að leita eftir nýjum þjálfara. Einn af þeim þjálfurum sem eru undir smásjánni hjá liðinu er Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna. Blaðið Nordlys segir frá því að forráðamenn Tromsö hafi haft samband við Loga til að kanna hug hans, en ekkert hafi verið ákveðið. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 648 orð

Þórður og samherjar úr leik

ÞÓRÐUR Guðjónsson og samherjar í Genk eru úr leik í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir gerðu markalaust jafntefli á Mallorka í gærkvöldi en spænska liðið náði 1:1 jafntefli í Belgíu og fer áfram á markinu á útivelli. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 174 orð

Þrír leikmenn í sigtinu hjá KR-ingum

KR-ingar hafa verið að þreifa fyrir sér á leikmannamarkaðnum að undanförnu og hafa þrír leikmenn verið í viðræðum við félagið. Þeir eru Eysteinn Hauksson, miðvallarleikmaður Keflvíkinga, Skotinn Scott Ramsey, sem lék með Grindvíkingum í sumar, og Einar Örn Birgisson, sem er nýkominn heim eftir að hafa verið hjá norska liðinu Lyn. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 285 orð

(fyrirsögn vantar)

Snæfell lagði Skallagrím eftir framlengdan leik í Stykkishólmi, 86:82. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku og baráttu. Hólmarar mættu ekki nægjanlega einbeittir til leiks eftir að hafa unnið tvo góða sigra að undanförnu gegn Njarðvík og KFÍ, en Borgnesingar komu mjög ákveðnir til leiks og ætluðu sér greinilega að ná í sínu fyrstu stig í Hólminum. Meira
6. nóvember 1998 | Íþróttir | 313 orð

(fyrirsögn vantar)

Bandaríski leikmaðurinn í liði Keflavíkur, Damon Johnson, átti enn einn stórleikinn með liði sínu í gærkvöldi þegar Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga 78:68. Johnson setti 34 stig og gestirnir réðu ekkert við hann. Meira

Úr verinu

6. nóvember 1998 | Úr verinu | 358 orð

Auknar vonir um batnandi veiði

RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson kom úr síldarrannsóknaleiðangri í gær. Að sögn Páls Reynissonar, leiðangursstjóra, fannst töluvert magn af síld um 60­70 mílur vestur af Snæfellsnesi. Það eykur vonir manna um að rætist úr síldveiði en aflabrögð á vertíðinni hafa verið mjög léleg. 200.000 tonn? Meira
6. nóvember 1998 | Úr verinu | 149 orð

Veiða síld í flottroll

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið leyfi til síldveiða í flottroll og hyggjast nokkur skip stunda veiðarnar á næstunni. Fjögur skip hafa þegar fengið leyfið; Beitir NK, Þorsteinn EA en Jóna Eðvalds SF og Húnaröst SF hafa fengið leyfi til svokallaðra tvílembingsveiða. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 897 orð

Aðalatriðiðað styrkja taugakerfið

UM 80% viðskiptavina Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis eru konur. Þar af eru margar á breytingaskeiði. Vandamál þeirra segir Kolbrún vera af svipuðum toga, þ.e. þær kvarti um þrekleysi og þreytu, svitakóf, svefnleysi og viðkvæmni gagnvart ýmsu áreiti í umhverfinu sem þær áður kipptu sér ekki mikið upp við. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 167 orð

Beinþynning

ÖSTRÓGENSKORTUR veldur beinþynningu, sem er orsök tíðra beinbrota hjá konum 55­75 ára. Á þeim aldri beinbrotna allt að þrjár af hverjum tíu konum. Talið er að brot á lærleggshálsi leiði beint og óbeint til dauða í einu af hverjum tíu tilvikum. Fyrstu árin eftir tíðahvörf tapast mest af steinefnum, en næstu 10­15 árin tapast um 20% kalksins í beinunum. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 456 orð

Borgari, bíó og bensín á sunnudegi

Borgari, bíó og bensín á sunnudegi SUNDANESTI hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir svonefndum "gleðidögum" fyrir krabbameinssjúk og hjartveik börn. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 108 orð

Breytingaskeiðið

Á BREYTINGASKEIÐINU framleiða eggjastokkarnir smám saman minna af kvenhormónunum östrógeni og prógesteróni, sem stjórna tíðahringnum. Östrógenið byggir upp legslímhúðina og prógesterónið undirbýr legið til að taka á móti frjóvguðu eggi. Þegar dregur úr hormónaframleiðslu verða blæðingar óreglulegar, minni og hætta loks alveg. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 363 orð

Frummaðurinn kemur upp í okkur

"NÚ UM stundir ríkir skemmtilega sterk skinnastemmning í tískunni og ekta hráefnin eru ekki síður vinsæl en eftirlíkingar," sagði Sigríður Sunneva fatahönnuður, sem þekkt er fyrir hlýlegan fatnað úr náttúrulegum efnum. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1640 orð

Hér gengur lífið útá æfingar og afturæfingar og svo keppni

HÚN var fyrst kölluð til á skólamóti á Seltjarnarnesinu þegar hún var að klára tíunda bekk grunnskóla. Þá vantaði einhvern í markið og Fanney lét sig hafa það þrátt fyrir að vera eins og hún orðar það: "skíthrædd við boltann." En allt fór þetta vel og frammistaða Fanneyjar vakti athygli íþróttakennarans, Kristján Halldórssonar, sem þá þjálfaði kvennalið Gróttu í handboltanum. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1890 orð

HormónalyfSamsetningin sniðinað þörfum hverrar konuÁvinningur meiri en áhættaSamsetningin mikilvægastiþáttur

HormónalyfSamsetningin sniðinað þörfum hverrar konuÁvinningur meiri en áhættaSamsetningin mikilvægastiþáttur meðferðarinnarÞriðjungur íslenskra kvenna yfir fimmtugt tekur hormónalyf til að bæta upp þverrandi framleiðslu líkamans á kvenhormónunum östrógeni og prógesteróni. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 96 orð

Í víking á vesturströnd Noregs

Í víking á vesturströnd Noregs Íslendingar eru víðförul þjóð og margir þeirra sem leggja land undir fót setjast að í lengri eða skemmri tíma fjarri fósturjörðinni. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 690 orð

Kafloðin í kulda og trekki

HEIMSKAUTADÝR eru frá náttúrunnar hendi með hlýjan feld sem verja þau kulda og vosbúð. Sumir myndu kalla þetta hundaheppni dýranna, sérstaklega í ljósi þes að frá hendi þessarar sömu náttúru fæðast tvífættir sambýlismenn þeirra kalsalega naktir. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1681 orð

Norskt vinnuumhverfialmennt vel sniðiðað þörfum barnafólks

MIKIÐ vatn hefur runnið til sjávar frá því að Kolfinna Magnúsdóttir gætti sjóðs útskriftarnema í Menntaskólanum í Reykjavík sem verslunarsjóri í sjoppunni Guðjóni. Það er líka umdeilanlegt hvort reynslan þaðan nýtist henni í núverandi starfi sem fjármála- og innkaupastjóri Hempels í Noregi. Meira
6. nóvember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 402 orð

Tíska, list, bílar og kaffisopi

FATAHÖNNUÐIRNIR Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir og Olga Gunnarsdóttir, eigendur Gallerís Mót við Vegamótastíg, efna á morgun, laugardag, klukkan 17, til tískusýningar á verkum átta íslenskra fatahönnuða. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.