Greinar laugardaginn 7. nóvember 1998

Forsíða

7. nóvember 1998 | Forsíða | 202 orð

Gingrich hyggst láta af embætti

NEWT Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í embættið, að sögn bandaríska sjónvarpsins MSNBC í gærkvöldi. Sjónvarpið hafði þetta eftir nánum vini Gingrich og sagði að hann hygðist einnig láta af þingmennsku þegar kjörtímabili hans lýkur árið 2000. Meira
7. nóvember 1998 | Forsíða | 401 orð

Ísraelsstjórn frestar staðfestingu friðarsamnings

STJÓRN Ísraels sleit í gær fundi sínum um hvort hún ætti að staðfesta samninginn um frekari brottflutning ísraelskra hersveita frá Vesturbakkanum eftir að tveir Palestínumenn gerðu sprengjuárás á útimarkað í Jerúsalem. Tilræðismennirnir biðu báðir bana í sprengingunni og 21 særðist, þar af einn lífshættulega. Meira
7. nóvember 1998 | Forsíða | 141 orð

Kveðst ekki vilja að drottningin víki

ENN ein deilan um bresku konungsfjölskylduna blossaði upp í gær þegar Karl Bretaprins sá sig knúinn til að senda frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann neitaði staðhæfingum um að hann myndi kætast ef Elísabet drottning afsalaði sér krúnunni til að hann gæti orðið konungur. Meira
7. nóvember 1998 | Forsíða | 305 orð

Sendiherra Chile á Spáni kallaður heim

SPÆNSKA stjórnin varð í gær við beiðni dómara um að fara þess formlega á leit við bresk yfirvöld að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, yrði framseldur til Spánar til að hægt yrði að sækja hann til saka fyrir morð og pyntingar. Stjórn Chile mótmælti þessari ákvörðun og kallaði sendiherra sinn á Spáni heim en hafnaði kröfu hægrimanna um að hún sliti stjórnmálasambandi landanna. Meira

Fréttir

7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 704 orð

Afmælissýning og gönguleið

FÉLAG landslagsarkitekta opnar glæsilega sýningu í tilefni af 20 ára afmæli félagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 í dag. Sýningin er öllum opin og stendur yfir til 18. nóvember nk. Reynir Vilhjálmsson, formaður félagsins, segir að félagið hafi verið stofnað af fimm landslagsarkitektum í febrúar árið 1978. "Fimm stofnfélagar gegndu allir virðingarstöðu í félaginu. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 353 orð

Anwar ófrægður

ÁSAKANIR um að Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, hafi gerst sekur um kynferðismisferli eru rangar, og að því er virðist liður í ófrægingarherferð á hendur honum, samkvæmt vitnisburði aðalvitnis ákæruvaldsins í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir Anwar. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 205 orð

Auka þarf hlut stóriðju í útflutningi

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að auka þurfi hlut stóriðju í útflutningi vöru og þjónustu á næstu árum, úr 10% í 26%. Þetta kom fram í erindi sem ráðherra hélt á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands um virkjanir og umhverfi á Grand Hóteli í gær. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð

Ályktun öryggisráðsins vísað á bug

ÍRAKSSTJÓRN hefur vísað á bug ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hún var fordæmd fyrir að hindra vopnaeftirlitsmenn samtakanna í störfum sínum. Segir hún hana vera runna undan rifjum Bandaríkjamanna og Breta og írösk blöð segja, að verið sé að þjálfa milljónir Íraka í vopnaburði vegna hugsanlegra árása Bandaríkjamanna á landið. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 153 orð

Ásakanir um fleiri rússneska njósnara

EINN af embættismönnunum í stjórn Thorbjørns Jaglands, sem var forsætisráðherra Noregs 1996- 1997, var njósnari Rússa, að því er norskur gagnnjósnari fullyrðir í bók sem út kom í Noregi í gær. Nafn embættismannsins kemur ekki fram í bókinni. Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 183 orð

Áskirkja í Fellum 100 ára

Egilsstaðir-Aldarafmælis kirkjunnar að Ási í Fellahreppi var minnst nú um mánaðamótin og af því tilefni var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni. Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, prédikaði og séra Baldur Gautur Baldursson, sóknarprestur flutti ávarp og kvaddi söfnuð sinn. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Basar Barðstrendingafélagsins

KVENNADEILD Barðstrendingafélagsins verður með sinn árlega basar og kaffisölu sunnudaginn 8. nóvember í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Húsið verður opnað kl. 14. Á basarnum verður m.a. ýmiss konar handavinna og heimabakaðar kökur af ýmsum gerðum. Efnt verður til happdrættis og eru margir vinningar í boði. Eingöngu er dregið úr seldum miðum. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Basar í Hraunbæ

BASAR verður haldinn í Félagsstarfi aldraðra, Hraunbæ 105, laugardaginn 7. nóvember kl. 13. Margt fallegt til jólagjafa verður á boðstólum og ýmislegt annað. Morgunblaðið/Ásdís ANNA Magnúsdóttir sýnir hluta af því sem á boðstólum verður á basarnum. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Basar og kaffisala í Landakoti

KVENFÉLAG Kristskirkju í Landakoti heldur sunnudaginn 8. nóvember happdrætti, basar og kaffisölu í Safnaðarheimili kaþólska safnaðarins, Hávallagötu 16 og verður húsið opnað kl. 15. Fjöldi góðra vinninga verður á boðstólum. Engin núll. Ágóðanum verður varið til styrktar starfsemi kaþólska safnaðarins. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Bingó

Bingó SJÁLFSBJÖRG á Akureyri heldur bingó á Bjargi á Bugðusíðu 1 sunnudaginn 8. nóvember kl. 14. Spilaðar verða 12 umferðir. Einnig verður spilað barnabingó. Allir eru velkomnir. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Boeing 757-300 þota prófuð við Keflavík

PRÓFANIR á nýrri þotu frá Boeing 757-300 fara fram á Keflavíkurflugvelli um helgina, en þrjár slíkar vélar eru nú í prófun áður en fyrsta þotan af þessari nýju gerð verður afhent kaupanda snemma á næsta ári. Flugleiðir hafa pantað tvær slíkar vélar og fá þá fyrri afhenta í mars 2001. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 220 orð

Demókratar reyna að nýta sér sundrungu repúblikana

DEMÓKRATAR í Bandaríkjunum reyndu strax í gær að nýta sér þá sundrungu sem ríkir í Repúblikanaflokknum í kjölfar slakrar frammistöðu flokksins í þing- og ríkisstjórakosningum á þriðjudag. Sögðust leiðtogar demókrata á þinginu og Bill Clinton Bandaríkjaforseti stefna á að búið verði að samþykkja löggjöf um heilbrigðisumbætur snemma á næsta ári. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Erindi um sjálfseyðingu krabbameinsfrumna

DR. KRISTINN P. Magnússon, sérfræðingur á rannsóknarstofu Íslenskrar erfðagreiningar, heldur erindi laugardaginn 7. nóvember um sjálfseyðingu krabbameinsfrumna sem hann nefnir: Hvernig er hægt að fá krabbameinsfrumur til að fremja sjálfsmorð? Erindið verður flutt á Lynghálsi 1 og hefst kl. 14. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Fjármálaráðherra syngur með Árna Johnsen

Fjármálaráðherra syngur með Árna Johnsen GEIR H. Haarde fjármálaráðherra syngur þrjú lög á nýjum hljómdiski sem Árni Johnsen alþingismaður er að senda frá sér. Þetta er sjötti diskurinn sem Árni sendir frá sér á 30 ára söngferli og ber hann nafnið "Stórhöfðasvítan og svolítið meira". "Þetta er nú bara svona létt grín. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 160 orð

Fjórir meiddust í Aðaldal

FERNT var flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur móts við bæinn Knútsstaði í Aðaldal í gærkvöldi. Að sögn lögreglu á Húsavík varð áreksturinn þegar tveir bílar mættust í snjókomu og skafrenningi. Annar bíllinn ók aftan á bíl sem stóð bilaður í vegarkantinum. Tvennt var í hvorum bíl sem í árekstrinum lenti. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 44 orð

Flóðahætta í Ungverjalandi

SÍGAUNAR í Ungverjalandi hlaða varnargarða við ána Tisza, við þorpið Tivadar, um 350 km frá Búdapest. Mikil úrkoma hefur valdið flóðum víða í Evrópu. Óttuðust menn í gær að áin myndi flæða yfir bakka sína og voru hús við hana rýmd. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Framhaldsaðalfundur Búmanna

STOFNFUNDUR húsnæðisfélagsins Búmenn var haldinn 11. október sl. Fundinn sóttu nærri 300 manns og nærri eitt þúsund manns hafa látið skrá sig í félagið. Sunnudaginn 8. nóvember kl. 15 verður haldinn framhaldsstofnfundur Búmanna á Hótel Sögu í Súlnasalnum. Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 263 orð

Framkvæmdir hafnar við Nesbraut í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn-Fyrsta skóflustungan að Nesbraut var tekin 3. nóvember sl. Nesbraut er gata sem er beint framhald Hafnarskeiðs suður úr þorpinu. Sveitastjóri Ölfushrepps, Sesselja Jónasdóttir, tók fyrstu skóflustunguna. Vélagrafan á Selfossi tekur verkið að sér. Á þessu ári var samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir Þorlákshöfn 1997­ 2009. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 457 orð

Gagnrýndu hraða afgreiðslu lóðaumsóknar

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn gagnrýndu á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld hraða afgreiðslu í hafnarstjórn á lóðaumsókn á Klettasvæðinu á fundi hafnarstjórnar 23. september síðastliðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson tók málið upp og vitnaði í bókun sjálfstæðismanna á fundi hafnarstjórnar 28. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 967 orð

Getur flýtt greiningu og sparað aðrar rannsóknir

UNDIRBÚNINGUR á kaupum á nýju lækningatæki til rannsókna á sjúkdómum í meltingarvegi er nú vel á veg kominn og er það svonefnt holsjárómskoðunartæki. Eru tvær rannsóknaraðferðir, þ.e. speglun og ómun, sameinaðar í einu tæki sem gerir læknum mögulegt að greina betur strax við sjálfa speglunina Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 707 orð

Greiðslur gætu numið á annað hundrað millj.

DÓMUR Hæstaréttar um ólögmæti svokallaðs lyfjaeftirlitsgjalds gæti haft víðtæk áhrif og sagði Einar Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, að hann gæti einnig átt við um ýmis önnur gjöld. Hann sagði að endurgreiðslur vegna gjaldtöku fyrir lyfjaeftirlit á tíu ára tímabili gætu numið á annað hundrað milljónum króna. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 287 orð

Hagfræðingar vara við Lafontaine

OSKAR Lafontaine, nýr fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tapað fyrstu lotunni í baráttunni við þýska seðlabankann en ljóst virðist, að hann vilji koma bankanum og raunar öðrum seðlabönkum í Evrópu undir pólitíska stjórn. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Handverksmarkaður á Eiðistorgi

KVENFÉLAGIÐ Seltjörn á Seltjarnarnesi stendur fyrir handverksmarkaði laugardaginn 7. nóvember frá kl. 10­17. Handverksfólk víðs vegar af landinu sýnir og selur fjölbreytt úrval af handunnum vörum. Má nefna bútasaum, gler- og trévöru, keramik og myndlist. Kvenfélagið verður með kaffi- og vöfflusölu á staðnum. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Hálf milljón bíla hjá Frumherja hf.

HÁLF milljón bíla hefur verið skoðuð í skoðunarstöð Frumherja hf., sem áður hét Bifreiðaskoðun hf., á Hesthálsi í Reykjavík. Af því tilefni hefur verið í gangi sérstakt átak á skoðunarstöðvum fyrirtækisins um land allt þar sem vakin er athygli á búnaði ökutækja fyrir veturinn. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Hársýning Medullu

HÁRSNYRTISTOFAN Medulla fagnar tíu ára afmæli sínu með sýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 7. nóvember kl. 17. Um 60 módel taka þátt í sýningunni, en auk þess sem allt það nýjasta í hárgreiðslu verður sýnt verður sett á svið brúðkaup og sýnt allt það sem því tilheyrir. Breakpar sýnir og þjálfarar á Bjargi koma fram. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 39 orð

Hátíðahöld í Kænugarði

FYRRVERANDI hermaður og hjúkrunarkonur úr heimsstyrjöldinni síðari, fóru fremst í flokki Úkraínumanna er marseruðu um miðborg Kænugarðs í gær og minntust þess að 55 ár eru liðin frá því að þýskt herlið var hrakið frá borginni. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Hjálmar H. Ragnarsson ráðinn rektor

HJÁLMAR H. Ragnarsson tónskáld hefur verið ráðinn rektor Listaháskóla Íslands. Hann er ráðinn til fimm ára og hefur störf formlega hinn 1. janúar 1999. Hjálmar er fæddur árið 1952 á Ísafirði. Hann stundaði framhaldsnám í tónlist í Bandaríkjunum og Hollandi. Hjálmar hefur starfað hér á landi frá árinu 1980 sem tónskáld, kórstjóri og kennari. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Höfðinglegt framlag til meðferðardeildar fyrir ungt fólk

SÁÁ hefur undanfarna daga verið með fjáröflun til byggingar meðferðardeildar fyrir ungt fólk á sjúkrahúsinu Vogi. Almenningi býðst að kaupa SÁÁ- kortið fyrir 300 kr. í verslunum um land allt. Sl. miðvikudag gerðist einn kaupandinn stórtækari en flestir hinna og lagði fram andvirði 6.667 SÁÁ-korta til söfnunarinnar. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 426 orð

Hörð gagnrýni á mætingu borgarfulltrúa

FORMAÐUR Fræðsluráðs Reykjavíkur, Sigrún Magnúsdóttir, gagnrýndi Eyþór Arnalds harðlega, annan fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fræðsluráði, fyrir að hafa aðeins sótt fimm af tíu fundum Fræðsluráðs að undanförnu. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 946 orð

Íslensk nútímalist sýnd í fornum kastala Opinberri heimsókn forseta Íslands lauk formlega í gær eftir að opnuð hafði verið

OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, átti frumkvæði að íslensku sýningunni, en hann hreifst mjög af íslenskri myndlist þegar hann kom í opinbera heimsókn til Íslands í júní í fyrra. Sýningin var skipulögð af Listasafni Íslands í samvinnu við Museo Nazionale di Castel Saint'Angelo í Róm en íslensk fyrirtæki og stofnanir kostuðu sýninguna. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Ken Leslie sýnir í Deiglunni

KEN Leslie opnar sýningu á verkum sínum í Deiglunni laugardaginn 7. nóvember kl. 17. Ken Leslie er fæddur í New York en alinn upp í Vermont þar sem hann býr nú og kennir við Johnson framhaldsskólann. Flest verk hans eru hringlaga myndir sem henta bókarforminu ágætlega sé bókin hringlaga eins og hnötturinn. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 419 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, predikar. Sr. Birgir Snæbjörnsson þjónar fyrir altari. Samskot tekin til kristniboðsins. Eftir messuna verður kaffisala til styrktar kristniboðinu í sal KFUM og K í Sunnuhlíð. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 246 orð

Kínverjar fordæma Taívanför Richardsons

KÍNVERJAR fordæmdu í gær fyrirhugaða heimsókn Bills Richardsons, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, til Taívan í næstu viku, og vöruðu við því að hún myndi skaða samskipti Bandaríkjanna og Kína. Í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins segir að stjórnvöld í Kína séu mótfallin formlegum tengslum Bandaríkjanna og Taívan, sem og heimsóknum bandarískra embættismanna þangað. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 327 orð

Kristniboðsdagurinn 1998

KRISTNIBOÐSDAGURINN er sunnudaginn 8. nóvember. Þann dag verður starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Eþíópíu og Kenýa minnst sérstaklega í kirkjum landsins. Útvarpað verður messu frá Breiðholtskirkju þar sem Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar. Hann hefur verið að störfum í Suður-Eþíópíu í um 13 ár og er nýkominn til Íslands. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 8. nóvember verður sýnd dönsk leikbrúðumynd "Balladen om Holger danske". Þetta er leikbrúðumynd, sem segir frá þjóðhetjunni Holgeiri hinum danska. Sagan hefst á fæðingu hans og skírn um árið 800 á meðan heiðni ríkti í Danmörku. Menn Karls mikla ræna drengnum og flytja hann til Frakklands. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Kynna verkefni um lundann

Nemendur úr Vestmannaeyjum á 50. þingi Norðurlandaráðs Kynna verkefni um lundann NEMENDUR úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, þau Davíð, Freydís og Bjarki, verða ásamt kennara sínum, Helgu Kristínu, í Ósló dagana 7.­10. nóvember nk. og taka með sínum hætti þátt í 50. þingi Norðurlandaráðs. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kynningarfundur Sósíalistafélagsins

SóSÍALISTAFÉLAGIÐ heldur kynningarfund í fyrirlestrasal Framhaldsskóla Vestfjarða á Ísafirði laugardaginn 7. nóvember kl. 20.30. Þorvaldur Þorvaldsson formaður Sósíalistafélagsins kemur á fundinn og fjallar um starf þess og stefnu og tekur þátt í almennum umræðum. Á fundinum verður auk þess menningardagskrá með ljóðalestri o.fl. og djasssveitin Komrad leikur nokkur lög. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 580 orð

Landsbankinn býður ódýrari samning

Á FUNDI stjórnenda Landsbankans og nefndar um stofnun Íbúðalánasjóðs lagði Landsbankinn fram tilboð um tímabundna þjónustu veðdeildar bankans við Íbúðalánasjóð. Í tilboðinu skuldbindur bankinn sig til að lækka kostnað við þjónustuna um a.m.k. 27 milljónir króna á ársgrundvelli. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

LEIÐRÉTT Hjálparstarf kirkjunnar

Í FRÉTT um Hjálparstarf kirkjunnar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, urðu brenglanir bæði í texta og undir mynd. Þar er ranglega farið með nöfn fyrrverandi og núverandi formanns, Harðar Einarssonar og Ólafs G. Einarssonar, og ennfremur með nafn eins stjórnarmanns, Hönnu Johannessen. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Lionsdagur á Hjúkrunarheimilinu Eir

LIONSDAGUR verður haldinn á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 7. nóvember kl. 13.30. Á dagskrá verður ljóðalestur þar sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson flytur frumsamin ljóð, Barnakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgudóttir og boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökur. Það eru Lionsklúbbarnir Fold og Fjörgyn sem standa að þessum degi. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Lómur bar ­ erótískur dansstaður

FREYVANGSLEIKHÚSIÐ hefur nú byrjað starfsemi sína af fullum krafti eftir sumarhlé og sýnir í Freyvangi í kvöld, laugardagskvöldið 7. nóvember, kabarettinn Lómur bar ­ erótískur dansstaður. Höfundar eru ýmsir félagar í Freyvangsleikhúsinu og gera þeir óspart grín að málefnum líðandi stundar. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Magnús Guðmundsson skipaður

Magnús lauk námi í landafræði við Háskóla Íslands árið 1983 og hóf það ár starf hjá Landmælingum Íslands, þar sem hann hefur meðal annars unnið sem deildarstjóri fjarkönnunardeildar og forstöðumaður framleiðslusviðs. Magnús er kvæntur Jóhönnu Guðjónsdóttur fóstru og eiga þau þrjú börn. Meira
7. nóvember 1998 | Miðopna | 1083 orð

Margir hafa annast börn sem hafa upplifað áfall

Nauðsynlegt að kenna áfallahjálp barna í námi leikskólakennara Margir hafa annast börn sem hafa upplifað áfall Leikskólakennarar hafa mikla reynslu af því að annast börn sem upplifað hafa áfall af ýmsum toga m.a. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 492 orð

Matarbirgðir þrjóta á næstu vikum

SAMKOMULAG náðist í gær um matvælaaðstoð Bandaríkjanna við Rússland en auk þess eiga rússneskir embættismenn í viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins, ESB. Bandaríkjastjórn varar jafnframt rússnesku stjórnina við því að reyna að leysa efnahagsvandann með aukinni seðlaprentun en Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Málþing um heimspeki

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskriftina Af vettvangi heimspekinnar 1650­1850 laugardaginn 7. nóvember í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 296 orð

Meirihlutasamstarf bæjarstjórnar Austur- Héraðs klofnar

Egilsstaðir-Meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Félagshyggju við Fljótið klofnaði á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Ágreiningur hefur verið á milli þessara flokka um umhverfismál og hafa samskipti heldur ekki gengið sem skyldi. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Mun algengari hérlendis en í nágrannalöndunum

SAMKVÆMT könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, sem félagsmálaráðherra fól Skrifstofu jafnréttismála og Vinnueftirliti ríkisins að framkvæma, kemur í ljós að 36,4% svarenda höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á starfsferli sínum. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 1376 orð

Mælt með óbreyttum fjölda í fyrstu lotu stækkunar

Framkvæmdastjórn ESB metur aðildarhæfni væntanlegra aðildarríkja Mælt með óbreyttum fjölda í fyrstu lotu stækkunar Tæpt ár er síðan leiðtogar ESB buðu tíu ríkjum Mið- og Austur-Evrópu auk Kýpur að hefja viðræður um aðild að sambandinu. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Norræn fyndni

NORRÆNA bókasafnsvikan verður haldin öðru sinni dagana 9. til 15. nóvember næstkomandi og er þema vikunnar að þessu sinni norræn fyndni. Vikan hefst á því að á bókasöfnum um öll Norðurlönd verður lesinn kafli úr sögu Göran Bengtsons "Ormur rauði" á sama tíma á öllum stöðum eða kl. 18 að íslenskum tíma næstkomandi mánudag, 9. nóvember. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 485 orð

Óráðið er í fjórtán stöður heilsugæslulækna

ALLS er óráðið í 13,7 stöður heilsugæslulækna í öllum kjördæmum landsins nema í Reykjavík, en læknar eru væntanlegir í a.m.k. þrjú af þessum stöðugildum á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns í þingflokki óháðra. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 503 orð

Óvenju agað samkeppnisþjóðfélag

"VIÐ sáum ekki öðruvísi kennsluhætti en við eigum að venjast en við sáum óvenjulegt og agað þjóðfélag og þar af leiðandi mjög agað skólakerfi, mikla samkeppni og fólk sem er þrautþjálfað í því að taka þátt í henni," sagði Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri þegar skýrsla um kynnisferð skólastjóra í Reykjavík til Singapúr var kynnt. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 118 orð

Ráðherra ákærður fyrir nauðgun

LANDSFÓGETINN í Færeyjum úrskurðaði í gær að sjávarútvegsráðherra eyjanna, John Petersen, skyldi fyrir rétt en hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku árið 1995. Petersen segist saklaus. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

RB eingöngu starfað fyrir eigendur sína

HELGI H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að það hafi verið stefna fyrirtækisins í þau 25 ár sem það hefur starfað að vinna eingöngu fyrir eigendur sína, sem eru bankarnir og sparisjóðirnir í landinu, auk greiðslukortafyrirtækjanna. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Reiðskemma byggð

STJÓRN Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri samþykkti á 70 ára afmælisfundi félagsins 5. nóvember sl. að hefja nú þegar vinnu við undirbúning að byggingu reiðskemmu á Hlíðarholti. Tíminn fram að aðalfundi félagsins sem verður í febrúar á næsta ári, verður notaður til að ræða við innflytjendur og umboðsmenn sem flytja inn hús sem geta hentað undir slíka starfsemi. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Samkomulag um breytta kjördæmaskipan

FORYSTUMENN stjórnmálaflokkanna hafa ákveðið að standa sameiginlega að þeim breytingum á kjördæmaskipan sem kjördæmanefnd hefur lagt til að gerðar verði frá upphaflegri tillögu nefndarinnar, ásamt öðrum breytingum á tilhögun þingkosninga er af henni leiða og gerð er grein fyrir í skýrslu nefndarinnar. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 427 orð

Samvinna allra hópa samfélagsins lykilatriði

UNDIR yfirskriftinni "Vímuvarnir á villigötum?" var haldin ráðstefna á vegum Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum á fimmtudag og föstudag, með þátttöku fulltrúa hinna ýmsu aðila sem koma að forvörnum gegn áfengis- og fíkniefnaneyzlu á Íslandi. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Gail G. Milgram og Tom Griffin, sem eru bandarískir sérfræðingar í forvarnastarfi. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Sendiherra Rússa heimsótti Dalvík

SENDIHERRA Rússlands á Íslandi, Anatoly S. Zaytsev, var í heimsókn á Dalvík ásamt eiginkonu sinni um helgina. Hann kynnti sér starfsemi fyrirtækja og stofnana, sat hátíðarkvöldverð í boði bæjarstjórnar Dalvíkur ásamt nýbúum af rússneskum ættum og þá kom hann við í fjósinu á Sökku í Svarfaðardal og kynnti sér þannig svarfdælska búskaparhætti. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Skipun í stöðu héraðsdýralæknis ólögmæt

SAMKVÆMT dómi Hæstaréttar fór skipun í stöðu héraðsdýralæknis í Mýrasýsluumdæmi í mars 1994 í bága við lög nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Málið höfðaði kærunefnd jafnréttismála vegna Guðbjargar Önnu Þorvarðardóttur dýralæknis. Hún hafði verið meðal umsækjenda um embættið þegar það var auglýst. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Skorað á Alþingi að jafna atkvæðisrétt landsmanna

ÁSKORUN borgarstjórnar Reykjavíkur til Alþingis þess efnis að stjórnarskrá Íslands verði breytt á þann veg að atkvæðisréttur landsmanna verði jafnaður var samþykkt á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Tillaga þessa efnis var borin upp af sjálfstæðismönnum og mælti Kjartan Magnússon fyrir henni. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 461 orð

Skorað á þjóðir heims að aðstoða

ERNESTO Zedillo, forseti Mexíkó, hvatti í fyrrakvöld þjóðarleiðtoga og alþjóðastofnanir til að sameinast í stuðningi sínum við fórnarlömb fellibylsins Mitch. Hvatti hann þjóðir heims til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma neyðarhjálp til Hondúras, Níkaragva, El Salvador og Gvatemala, en þau lönd urðu verst úti í flóðum og aurskriðum sem fellibylnum fylgdu. Að minnsta kosti 11. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Skriður á viðræður

SKRIÐUR komst á viðræður fulltrúa meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landsspítalans og viðsemjenda þeirra á samningafundi sem hófst klukkan 14 í gær og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 456 orð

Starfsmönnum Lyfjaverslunar ríkisins dæmd biðlaun

HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag íslenska ríkið til að greiða fimm fyrrverandi starfsmönnum Lyfjaverslunar ríkisins biðlaun vegna þess að staða þeirra var lögð niður þegar hlutafélag var stofnað um reksturinn. Hér var um prófmál að ræða því samtals hafa 40 fyrrverandi starfsmenn Lyfjaverslunar ríkisins höfðað mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu biðlauna. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Stjórnsýslugerningur eða dómsathöfn?

Í GREIN undirritaðs "Óskeikulir dómstólar" sem birtist á bls. 10­12 í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, 1. nóvember 1998, sagði að samkvæmt "bestu manna yfirsýn" hefði ákvörðun Hæstaréttar 15. júlí 1997 um að synja um endurupptöku dómsmáls á hendur Sævari M. Ciesielski verið stjórnsýslugerningur en ekki dómur. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Stormur í aðsigi

AUSTAN stormi var spáð um mestallt landið í nótt, en um 965 millibara lægð var á leið að landinu og fór dýpkandi. Veðurstofan taldi tilefni til að biðja fólk víða um land að huga að lauslegum hlutum, ekki síst á byggingarsvæðum, og í Reykjavíkurhöfn voru bátaeigendur beðnir að huga vel að bátum sínum. Lægðinni fylgja hlýindi og var spáð slyddu og rigningu í kvöld og nótt sunnanlands. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Stækkun NATO eitt af umræðuefnum Ólafs Ragnars og D'Alemas

MASSIMO D'Alema, forsætisráðherra Ítalíu, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, áttu fund í Róm í gær og þar kom fram að ítölsk stjórnvöld hafa fullan skilning á þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að Eystrasaltslöndin eigi að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar bandalagið verður stækkað frekar. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Sýnir vetrarfatnað

SIGRÍÐUR Sunneva fatahönnuður kynnir nýja línu í vetrarfatnaði í verslun Leðuriðjunnar, Laugavegi 15, n.k laugardag, 7. nóvember. Í hönnun sinni á haust- og vetrarfatnaði hefur Sigríður Sunneva enn farið sínar eigin leiðir og brotið upp sígilda hönnum á mokkafatnaði og kennir þar ýmissa nýmæla, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. nóvember 1998 | Miðopna | 1274 orð

"Taka verður félagsleg áhrif virkjana með í umræðuna"

PÉTUR Stefánsson, formaður Verkfræðingafélags Íslands, setti ráðstefnuna með ávarpi þar sem hann kom inn á nauðsyn málefnalegrar umræðu um virkjanir og umhverfismál. Sagði hann umræðuna í þjóðfélaginu hafa verið nokkuð einhliða undanfarið og ekki Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 221 orð

Tillaga liggi fyrir í lok næsta árs

FYRSTI fundur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum eftir sveitarstjórnarkosningar var haldinn á Húsavík í vikunni. Öll sveitarfélög á starfssvæði héraðsnefndar Þingeyinga, að Hálshreppi frátöldum, eiga fulltrúa í nefndinni, Húsavík fjóra fulltrúa en önnur sveitarfélög tvo. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Tímabundið skólahald á Korpúlfsstöðum

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að vesturálma Korpúlfsstaða verði tekin til tímabundinna nota fyrir grunnskóla í Staða- og Víkurhverfi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu þessa ætlan og segja húsið ekki henta, vera illa staðsett og hætt við að þessi bráðabirgðaráðstöfun gæti orðið varanleg. Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 81 orð

Tjón á trjágróðri

Laxamýri-Mjög miklum snjó kyngdi niður í Reykjahverfi á dögunum og varð af því mikil ófærð. Flestar girðingar eru í kafi og muna menn varla annað eins fannfergi svo snemma vetrar. Snjórinn sem var blautur og þungur fór mjög illa með trjágróður og má víða sjá löskuð tré og greinar. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Tónleikar í Glerárkirkju

KARLAKÓR Akureyrar ­ Geysir heldur tónleika í Glerárkirkju á sunnudag, 8. nóvember kl. 17. Fjölbreytt efnisskrá samanstendur af innlendum og erlendum lögum, m.a. úr söngleikjunum "Kátu ekkjunni" "Show Boat" og "Porgy and Bess". Einnig verða flutt lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson, Karl O. Runólfsson, Jón Jónsson frá Hvanná, Áskel Jónsson og Marshall Bartholomew. Meira
7. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 261 orð

Umræðum um Kyoto-sáttmálann ljúki árið 2001

GERT er ráð fyrir að fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Buenos Aires í Argentínu samþykki að tímamörk til að ljúka umræðum um Kyoto-loftslagssáttmálann verði árið 2001, að sögn fréttaskýrenda. Er nú tekin að koma skýrari mynd á viðræður á ráðstefnunni og sagði Michael Williams, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 54 orð

Ungir sem aldnir í messu

Grundarfirði-Síðastliðinn sunnudag var haldin messa í Grundarfjarðarkirkju sem sérstaklega höfðaði til yngsta og elsta hluta íbúanna. Þar sungu saman kór eldri borgara og barnakórinn. Báðir þessir kórar hafa starfað Í Grundarfirði um skeið en ekki verið leiddir saman fyrr en nú. Prestur í messunni var sr. Karl Matthíasson. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Útför Huldu Jakobsdóttur

Útför Huldu Jakobsdóttur ÚTFÖR Huldu Jakobsdóttur, heiðursborgara Kópavogs og fyrrverandi bæjarstjóra, fór fram frá Kópavogskirkju í gær, að viðstöddu fjölmenni. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknarprestur í Kársnesprestakalli, jarðsöng. Organisti var Marteinn H. Friðriksson. Meira
7. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 115 orð

Vala heimsækir grunnskólann

VALA Flosadóttir stangarstökkvari heimsótti grunnskólann á Bíldudal þegar hún var í fríi í sinni gömlu heimabyggð á dögunum. Hún ræddi við börnin um íþrótt sína og hvernig það er að taka þátt í keppni víða um heim. Þau spurðu mikið um hvað hún æfði mikið, hvað hún mætti borða og hvað hún gerði í frítíma sínum. Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 700 orð

Vantaði starfsemi með léttan iðnað í hreppinn

SAUMASTOFAN HAB á Árskógsströnd hóf starfsemi í fiskhúsi á Árskógssandi fyrir réttum fimm árum en þá keyptu frænkurnar Hildur Marinósdóttir, Anna Lilja Stefánsdóttir og Bryndís Friðriksdóttir fyrstu saumavélina og hófu eigin framleiðslu. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vilja ræða um Hatton- Rockall

ÍSLENSK stjórnvöld hafa óskað eftir viðræðum við bresk og írsk stjórnvöld um Hatton- Rockall-svæðið, en enginn fundur hefur verið ákveðinn. Bretar hafa nýlega gerst aðilar að hafréttarsáttmálanum og segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að það þýði að fjalla verði um málið á grundvelli hans. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1114 orð

Vil taka þátt í erfidrykkjunni

Á FUNDINUM kom fram í máli þingmannsins hörð gagnrýni á Lánasjóð landbúnaðarins vegna vanda loðdýrabænda. Sagði hann að við 15­20 fjölskyldum á Suðurlandi blasti ekkert annað en "að hrökklast á klakann", eins og það var orðað. Forsætisráðherra sagði að innan fárra daga yrðu kynntar aðgerðir til að taka á þessum málum. Húsfyllir var á fundinum. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð

Vinnubrögð ráðherra gagnrýnd

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingflokki óháðra, gagnrýndi Pál Pétursson félagsmálaráðherra á Alþingi á fimmtudag fyrir að hafa ekki svarað bréfum bæjarstjórnar, verkalýðsfélags og verslunarmannafélags Húsavíkur frá því í september sl. um að Íbúalánasjóður verði staðsettur á Húsavík. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Virðisauki vegna barraframleiðslu

VIRÐISAUKI framleiðslu Íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík eykst á næsta ári með aukinni framleiðslu á álbörrum í stað álhleifa, en í apríl á næsta ári verður tekin í notkun ný vél sem gerir það að verkum að hægt verður að steypa alla framleiðslu verksmiðjunnar í álbarra, en það er verðmeiri vara en álhleifarnir. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Visa áfrýjar

VISA ÍSLAND hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms í máli fyrirtækisins gegn Samkeppnisyfirvöldum til Hæstaréttar, sem varðar bann samkeppnisráðs á grein í viðskiptaskilmálum söluaðila um eitt almennt verð á vöru og þjónustu sem kaupmanni er síðan í sjálfsvald sett að veita afslátt frá. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Þjóðminjasafn spyr um heimilisguðrækni og stúdentalíf

Varðandi heimilisguðrækni er m.a. spurt um trúarlegt uppeldi og fræðslu, bænir, áheit, signingar, helgisiði í tengslum við atburði, hátíðir og merkisdaga, um viðhorf til presta og samskipti þeirra við heimili, um trúarlegar bækur og myndir, trúarlíf og fjölmiðla, áköll á almættið, blótsyrði, Meira
7. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Örn Magnússon leikur píanóverk í Akureyrarkirkju

VETRARSTARF Tónlistarfélags Akureyrar hefst með tónleikum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annaðkvöld kl. 20.30. Örn Magnússon flytur tvær píanósónötur eftir Beethoven ópus 27 og er önnur þeirra Tunglskinssónatan. Einnig flytur hann tvö verk eftir Debussy, Images eða Myndir og Eyju gleðinnar sem sumir telja fegursta verk tónbókmenntanna. Meira
7. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

7. nóvember 1998 | Leiðarar | 589 orð

leiðari MENNINGARSAMSKIPTI

ÞAÐ ER ef til vill táknrænt að opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Ítalíu hófst á fimmtudaginn í Borghesa-listasafninu í Róm en í því er meðal annars varðveitt stytta sem gerð var rúmum 200 árum eftir Krist en endurbætt af íslensk-danska listamanninum Bertel Thorvaldsen þegar hann lærði höggmyndalist í Rómaborg. Meira
7. nóvember 1998 | Staksteinar | 315 orð

»Varnarsigur demókrata DEMÓKRATAR unnu sögulegan varnarsigur í nýlega afstöð

DEMÓKRATAR unnu sögulegan varnarsigur í nýlega afstöðnum kosningum í Bandaríkjunum. DV segir í forystugrein að ástæðan sé m.a. ánægja Bandaríkjamanna með efnahagsástandið í landinu, leiði þeirra á Lewinsky- málinu og andúð á neikvæðri auglýsingaherferð því tengdu. Blendin skilaboð til forseta Meira

Menning

7. nóvember 1998 | Margmiðlun | 67 orð

Crash Bandicoot kynning

Þegar Spyro the Dragon byrjar og komið er að skjánum þar sem stendur Press Start er hægt að fá að sjá kynningu á næsta stóra borðaleiknum fyrir PlayStation: Crash Bandicoot III. Nóg er að ýta á L1 og þríhyrninginn samtímis og þá kemur upp áður óútgefið borð í Crash III þar sem þú spilar Coko, systur Crash, í afar flottu og raunverulegu sjávarborði á þotu. Meira
7. nóvember 1998 | Margmiðlun | 408 orð

Drekaleit upp á líf og dauða

Spyro the Dragon, leikur fyrir PlayStation frá SCEE, Sony Computer Entertainment Europe. ILLI galdramaðurinn Gnasty Gnorc hefur breytt öllum drekum í heiminum í steina og hjartfólgnum kristöllunum og gullinu þeirra í hermenn. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 130 orð

Dýrast á matseðlinum

NÝJASTA æðið hjá veitingahúsum vestanhafs eru dýrir grænmetisréttir. Liðin er sú tíð að grænmeti sé í aukahlutverki með "alvöru" matnum, fiskinum eða kjötinu. Með vaxandi eftirspurn þarlendra eftir léttu fæði hefur grænmetið loks náð þeim vinsældum sem jurtaætur hafa barist fyrir í ára raðir. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 182 orð

Engar skaðabætur

ÞAÐ LÍTUR út fyrir að Pamela Lee Anderson og fyrrverandi eiginmaður hennar Tommy Lee fái engar skaðabætur fyrir heimamyndband það sem fyrirtækið Internet Entertainment Group hefur dreift bæði á Netinu og á myndbandi, en eins og frægt var á sínum tíma var myndbandinu stolið af heimili þeirra. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 415 orð

Fagmennska og fínheit

Hljómsveitin Lhooq lék á tónleikum í Loftkastalanum á fimmtudagskvöld. Hljómsveitina Lhooq skipa Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Sara Guðmundsdóttir söngkona og Jóhann Jóhannsson hljómborðsleikari. Þeim til aðstoðar á tónleikunum voru Guðni Finnsson bassaleikari og Arnar Geir Ómarsson trommuleikari. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 383 orð

Framleiðni frekar en ástleitni

NÚ GETA ítalskir vinnuþjarkar tekið gleði sína. Ítalskur dómstóll hefur kveðið upp þann dóm að eiginkonur vinnusamra hafi enga réttlætingu fyrir því að halda fram hjá eiginmönnum sínum af þeirri einu ástæðu að þeir séu alltaf á skrifstofunni og aldrei heima. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 212 orð

Góð bók ­ slakt handrit Þúsund ekrur (A Thousand Acres)

Framleiðendur: Armyan Berstein og Thomas A. Bliss. Leikstjóri: Jocelyn Moorhouse. Handritshöfundur: Laura Jones. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Aðalhlutverk: Michelle Pfeiffer, Jessica Lange, Jennifer Jason Leigh og Jason Robards. (101 mín) Bandarísk. Háskólabíó, október 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
7. nóvember 1998 | Margmiðlun | 252 orð

Íslenskt landslag fyrir flughermi

Á ÁRUM áður, áður en leikjatölvubyltingin hófst fyrir alvöru, var vinsælasti tölvuleikur heims Flight Simulator frá Microsoft. Hann er reyndar enn vinsæll þó heldur hafi hann látið undan síga fyrir leikjum með meiri hasar. Meðal þess sem gerir Flight Simulator eins vinsælan og raun ber vitni er hversu auðvelt er að smíða fyrir hann landslag og bæta inn flugleiðum. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 31 orð

Lagalisti

Peeping Tom Missile Take Me Away More to Life Darkness Calling Me BEM A Day Lasts Forever Losing Hand Bogus (I Don't Want to Know) Uppklapp Silfurskotturnar hafa sungið fyrir Meira
7. nóvember 1998 | Margmiðlun | 1030 orð

Sannkölluð fyrirmyndarvél

HELSTI vaxtarbroddur í tölvutækni á næstu árum er að margra mati í lófa- og vasatölvum. Á því sviði hefur þróunin líka verið ör og flestir ef ekki allir helstu framleiðendur tölvubúnaðar í heiminum eru með í smíðum eða í undirbúningi að framleiða lófa- eða vasatölvur, aukinheldur sem ýmsir raftækjaframleiðendur hugsa sér gott til glóðarinnar. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 627 orð

Skáld heimsveldis og dauðinn

ÞEGAR breska heimsveldið var á dögum og í fullum blóma á nítjándu öld og fram yfir fyrra stríð, átti það sína persónugervinga, menn eins og Cecil Rhodes, Rudyard Kipling og Agöthu Christie. Svo nokkur kunn nöfn séu nefnd. Segja má að fyrrgreindir þrír aðilar hafi skipt löndum á milli sín. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 32 orð

Skrautlegt satín

TÍSKUHÖNNUÐURINN Anna Sui hélt sýningu í New York 4. nóvember síðastliðinn. Á myndinni sést fyrirsæta sýna föt frá Sui. Stuttur toppur undir leðurjakka er borinn við sítt og skrautlegt satínpils. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 246 orð

Stuðmenn í bátsferð

ALÞJÓÐLEGI Stuðmannadagurinn var haldinn hátíðlegur sl. mánudag, og af því tilefni buðu Stuðmenn til bátsferðar með veisluskipinu Árnesi. Þar voru samankomnir vinir og aðrir aðdáendur hljómsveitarinnar og hurfu veitingarnar ljúfu, bjór, popp og ostar, fljótt ofan í veislugesti. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 53 orð

Stytta litin hýru auga

ÞESSI vígalega tréstytta er að vonum litin hýru auga af öryggisverðinum sem gætir gripsins, enda kostagripur og metin á háar fjárhæðir. Styttan sem á ættir sínar að rekja til Maóría á Nýja-Sjálandi fer á uppboð hjá Sothebys á næstunni þar sem frumbyggjalist Ástralíu, Afríku og Eyjaálfu verður í aðalhlutverki. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 95 orð

Teygður með tré?

LEONARDO eitthvað sjúskaður þessa dagana? Nei, myndin er ekki af leikaranum Leonardo DiCaprio heldur er hér á ferð taílenskur umhverfisverndarsinni sem ber grímu með eftirmynd leikarans. Verið var að mótmæla töku á kvikmyndinni "The Beach" á Phi Phi eyju sem er þjóðgarður í Taílandi. Twentieth Century Fox hyggst gera myndina á næsta ári með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð

Tískusýning Vivienne Westwood

Á DÖGUNUM var haldin í París tískusýning breska tískuhönnuðarins Vivienne Westwood. Fatnaður Westwood hefur átt miklum vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni enda þykja fötin bæði smart og klæðileg. Eins og myndirnar bera með sér er vortíska Westwood fjölbreytt að vanda og ættu flestir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 442 orð

Uppreisn í maurasamfélaginu

MAURINN Z-4195 (Woody Allen) er aðeins einn af milljörðum venjulegra vinnumaura og líkurnar á því að hann komist yfir hina fögru Bala prinsessu (Sharon Stone) eru hverfandi litlar. Óhræddur við viðjar hinnar óbifanlegu stéttaskiptingar í maurasamfélaginu fær Z til liðs við sig besta vin sinn, hermaurinn Weaver (Sylvester Stallone), til að ná fundum prinsessunnar fögru. Meira
7. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Uppsigað við myndavélar

LIAM Gallagher er lítið hrifinn af ljósmyndurum og lætur þá andúð oft bitna á vinnutækjum þeirra, myndavélunum. Á tónleikum í Lille í Frakklandi 4. nóvember 1997 sýndi Liam áhorfendum myndavél sem hann hafði nappað af einum ljósmyndaranum og kallaði yfir salinn: "Svona verða lygarnar til!" Síðan henti hann vélinni frá sér. Núna, nákvæmlega ári síðar, 4. Meira
7. nóvember 1998 | Margmiðlun | 242 orð

Þráðlaus sími frá Microsoft

MICROSOFT er með mörg járn í eldinum, ekki er bara að fyrirtækið sé einn helsti hugbúnaðarframleiðandi í heimi heldur hefur það snúið sér að framleiðslu á jaðarbúnaði fyrir tölvur í æ ríkari mæli. Það framleiðir mýs, stýripinna og stýri með góðum árangri og hefur nú tekið upp framleiðslu á þráðlausum símum. Meira

Umræðan

7. nóvember 1998 | Kosningar | 416 orð

Framkvæmdamann í 1. sætið

Það var mikið lán á sínum tíma þegar dr. Gunnar Ingi Birgisson gaf kost á sér til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Ekki þekkti ég Gunnar neitt á þessum árum en vissi af afspurn að þarna færi maður mikilla sæva ­ maður sem myndi taka málefni Kópavogs engum vettlingatökum og myndi rífa bæinn upp. Meira
7. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 208 orð

Gilsfjarðarbrú

NÚ ER stóra stundin runnin upp. Vegurinn yfir Gilsfjörð var opnaður formlega með komu Halldórs Blöndal samgöngumálaráðherra, vegamálastjóra og verktakans Gunnars Birgissonar forstjóra Klæðningar hf. sem sá um verkið. Einnig voru mættir þingmenn bæði núverandi og fyrrverandi og mikill fjöldi annara gesta og heimamanna. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1211 orð

Hljóðritanir talaðs máls Á málinu eru tvær hliðar

AÐ UNDANFÖRNU hefur verið fjallað nokkuð í fjölmiðlum um ýmis álitaefni ­ lögfræðileg og siðferðisleg ­ sem tengjast hljóðritun samtala eða annars konar talaðs máls, svo sem ummæla manna á fundum. Svo sem við mátti búast hafa komið fram mismunandi skoðanir á þessu vandmeðfarna en áhugaverða efni, sem snertir notkun tækja, sem öllum almenningi eru að jafnaði tiltæk, Meira
7. nóvember 1998 | Kosningar | 131 orð

Hugsjónamaðurinn Markús Möller

Markús Möller er sjálfstæðismaður sömu gerðar og gömlu frumherjarnir. Hann er hugsjónamaður. Hugsjónir hans hvíla á traustri undirstöðu. Hann er hámenntaður, með doktorspróf í hagfræði og háskólagráðu í stærðfræði og eðlisfræði. Hugsjónir hans eiga ekki síður rætur í ríkulegum mannkostum sem birtast í velvild hans og einlægum vilja til að vinna samfélaginu gagn. Meira
7. nóvember 1998 | Kosningar | 296 orð

Hugur fylgir máli

Á Alþingi hefur Kristján Pálsson lagt mikið af mörkum í umhverfismálum og m.a. dregið rækilega fram möguleika okkar til þess að nýta metangas á bíla, sem myndi draga stórlega úr loftmengun. Hann hefur einnig lagt fram frumvarp um að leita uppi svæði þar sem PCB-eiturefni hafa verið grafin í jörðu, t.d. í formi rafspenna. Meira
7. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 631 orð

Hverjir hafa heimild til þess að miðla heilsufarsupplýsingum?

Í FRUMVARPI til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði sem lagt var fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998-1999 segir í fyrstu mgr. 7.gr.: "Að fengnu samþykki heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna er rekstrarleyfishafa heimilt að fá upplýsingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 883 orð

Hæfi og vanhæfi stjórnvalda til meðferðar mála

RÉTTARREGLUR um hæfi og vanhæfi stjórnvalda eru gullvægar, af því að þær eru lykillinn að þeim meginkostum réttarríkisins, að menn séu einungis undir lög settir en ekki undir vild þeirra manna, sem á hverjum tíma sitja á valdastóli. Meira
7. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 494 orð

Í leit að betri lífskjörum Frá Ægi Geirdal: HÆSTVIRTUR forsætisráðherra

HÆSTVIRTUR forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur líkt réttmætri kjarabaráttu meinatækna á Ríkisspítölum við gíslatöku. Með því að líkja þessari stétt manna við hryðjuverkasamtök, sýnir hann enn og aftur fyrirlitningu sína á lífsbaráttu fólksins í landinu. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 2487 orð

Ímynd Íslands og íslenskrar vöru og þjónustu erlendis Í þessari síðari grein sinni dregur Hákon Þór Sindrason saman helstu

"ÉG held að eina ástæðan fyrir því að Ísland er ennþá svona hreint sé sú að það er svo fátt fólk sem býr þar en ekki vegna þess að Íslendingar hafi svo frábæra stefnu í umhverfismálum" (Þýskur ferðamaður úr könnuninni "Erlent ferðafólk í náttúru Íslands", 1996). HELSTU niðurstöður rannsóknar meðal íslenskra fyrirtækja, erlendra fyrirtækjakaupenda og neytenda. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 444 orð

Kostir sveigjanlegs fæðingarorlofs

FÆÐINGARORLOFSMÁL hafa verið í deiglunni að undanförnu, nú síðast í tengslum við stjórnmálaályktun Landssambands sjálfstæðiskvenna, en þar eru stjórnvöld eindregið hvött til að koma sjálfstæðu fæðingarorlofi á fót fyrir báða foreldra, auk sameiginlegs fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt með sér eftir þörfum og í samvinnu við vinnuveitendur sína. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 392 orð

Manneskjulegra skattakerfi

ÞAÐ Á að fara vel með peninga, og það á að fara alveg sérstaklega vel með peninga sem teknir eru af fólki með skattlagningarvaldinu. En teknanna á líka að afla þannig að skaðlegar aukaverkanir skattheimtunnar verði í lágmarki. Skattar eru tiltölulega lágir á Íslandi miðað við það sem gerist í grannlöndunum og skattkerfið jafnar tekjur trúlega meira en víðast hvar. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 673 orð

Mikil óvissa um "íslenska ákvæðið" í Buenos Aires

Á ÖÐRUM degi loftslagsráðstefnunnar í Buenos Aires var á dagskrá í undirnefnd um vísinda- og tækniráðgjöf (SBSTA) tvennt sem íslensk stjórnvöld bera mjög fyrir brjósti: Annars vegar tillaga um að viðurkennd verði kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi og hins vegar tillaga Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju í "litlum hagkerfum", Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1034 orð

Samfélagið hrynur ef það missir trú á "hjartanu"

VELGENGNI í viðskiptum og stjórnun er að mati margra viðskiptafrömuða og stjórnenda á heimsmælikvarða háð bæði viðskipta- og stjórnunarviti og siðgæði hjartans. Þeir telja samninga ekki hagstæða fyrir sig ef þeir eru ekki hagstæðir fyrir alla sem að samningaborðinu koma og alla þá er samningurinn kemur til með að snerta. Meira
7. nóvember 1998 | Kosningar | 467 orð

Sigríður Anna í fyrsta sætið

Ég var ánægður þegar ég frétti að Sigríður Anna Þórðardóttir hygðist gefa kost á sér til fyrsta sætis á listann. Verði hún kjörin fær Sjálfstæðisflokkurinn á Reykjanesi verðugan forystumann. Í störfum Alþingis er mikilvægara en frá þurfi að segja að forystumenn hafi þekkingu og reynslu á sem flestum hliðum þessa einkennilega og mótsagnakennda lífs, sem við Íslendingar lifum. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 646 orð

Sjálfsprottnir áhugamannahópar

"ÉG ER ekki í neinu félagi eldri borgara. Hef ég þá rétt til að taka þátt í félags- og tómstundastarfinu í félagsheimilunum?" Þessi spurning er alltof algeng, því hún gefur tilefni til að ætla að þarna gæti nokkurs misskilnings, því félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, Gjábakki og Gullsmári, eru opin öllu eldra fólki og gestum þeirra, óháð aðild að Félögum eldri borgara. Meira
7. nóvember 1998 | Kosningar | 335 orð

Skólaskipið Dröfn

Af kynnum mínum af Kristjáni Pálssyni sem bæjarstjóra varð mér strax ljóst að þar fór maður sem lét verkin tala. Það sést t.d. á skólaskipinu þar sem grunnskólanemendur munu nú fá tækifæri til að kynnast sjónum og veiðarfærum. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 572 orð

Skólaskip og grunnskólinn

ÞEGAR við foreldrar leitumst við að koma börnum okkar til manns er mörgum efst í huga hvaða menntunar er þörf og hvernig búið er að skólunum til að sinna henni sem best. Ábyrgð okkar að þessu leiti er mikil og meiri en nokkru sinni í þeim flókna heimi sem við búum við í dag þar sem hraði breytinga er meiri en nokkru sinni. Meira
7. nóvember 1998 | Aðsent efni | 433 orð

Vanþekking heilbrigðisráðherra á málefnum öryrkja

Á MIÐVIKUDAGINN var svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn um það hvenær hann hygðist standa við loforð sitt frá því á aðalfundi Tryggingastofnunar í haust, að afnema tengingu tekjutryggingar lífeyris almannatrygginga við tekjur maka. Í umræðunni bar á góma lagafrumvarp mitt og fleiri þingmanna um sama efni sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Meira

Minningargreinar

7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 205 orð

EINAR S. ÞORSTEINSSON

EINAR S. ÞORSTEINSSON Einar S. Þorsteinsson fæddist í Tungukoti í Skagafirði 14. desember 1933. Hann lést 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson frá Flatatungu og Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem ólst upp á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þorsteinn og Ingibjörg bjuggu í Flatataungu, hófu síðan búskap í Tungukoti. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 689 orð

Einar Þorsteinsson

Föstudaginn 30. október sl. barst mér sú dapurlega fregn, að starfsmaður minn og góður félagi, Einar Þorsteinsson lögregluvarðstjóri, hefði orðið bráðkvaddur þá fyrr um daginn, skömmu áður en hann skyldi hefja vakt. Upphaf kynna minna og Einars voru þau að ég fluttist til Bolungarvíkur til að gegna embætti bæjarfógeta, sem nú heitir sýslumaður, haustið 1990. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 404 orð

Einar Þorsteinsson

Á eftir sumrinu kemur haust, en okkur fannst við varla vera búin að meðtaka haustið þegar veturinn skall á okkur að þessu sinni nokkuð harkalega, eins finnst mér um ótímabæra brottför Einars Þorsteinssonar héðan úr þessu jarðlífi. Einar var eldhugi í því sem hann tók sér fyrir hendur, sífellt starfandi og hafði brennandi áhuga á því að hlutirnir gengju upp. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 282 orð

Einar Þorsteinsson

Hann Einar mágur minn er dáinn. Enn ber dauðinn á dyr okkar með svona sviplegum hætti og hjá pabba og Möggu systur. En aldrei getur maður sætt sig við hann hvernig sem hann ber að. Ég var aðeins sjö ára þegar ég fékk að kynnast Einari fyrst, þá kom hann heim með Ingý systur minni og ég held að ég gleymi því aldrei, hann var svo góður og myndarlegur og vildi allt fyrir alla gera, Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Einar Þorsteinsson

Aldir og andartök hrynja, með undursamlegum nið. Það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, Guð og við. (Sigurður Nordal) Hún kom eins og kaldur gustur fregnin um andlát þitt, Einar. Við hér norðan heiða sátum stjörf og köld og trúðum naumast eigin eyrum. Það var svo stutt síðan við hittum þig glaðan og reifan í faðmi fjölskyldu og vina. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 528 orð

Einar Þorsteinsson

Í dag er til moldar borinn vinur minn og mágur, Einar Þorsteinsson, yfirlögregluþjónn í Bolungarvík. Einar var fæddur í Tungukoti í Skagafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann fór snemma að hjálpa til við búskapinn og hafði af því yndi og ánægju. Þegar Einar var kominn á unglingsár fór hann á vertíð eins og tíðkaðist í þá daga. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 123 orð

Einar Þorsteinsson

Föstudaginn 30. október barst sú harmafregn um byggðina í Bolungarvík að Einar Þorsteinesson varðstjóri hefði orðið bráðkvaddur. Fyrir okkur sem þekktum Einar kom það ekki á óvart, hve almennt íbúar í Bolungarvík tóku þessari fregn með miklum trega. Einar naut mikillar virðingar meðal samborgara sinna. Einar hafði um langt árabil starfað með Framsóknarflokknum hér í Bolungarvík. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Einar Þorsteinsson

Það rifjast upp margar góðar minningar þegar Einar er kvaddur. Ég kynntist honum fyrir u.þ.b. fimmtán árum og þá var hugur hans allur við hestamennsku eins og góðum Skagfirðingi sæmir. Einar var einn af stofnendum hestamannafélagsins Hendingar og sat í stjórn þess til síðasta aðalfundar. Einnig var hann í ritnefnd blaðs með sama nafni og skilaði þar góðu verki. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 229 orð

Einar Þorsteinsson

Þessi fátæklegu orð rita ég til að kveðja vin minn og kunningja, Einar Þorsteinsson. Kunningsskapur okkar hófst fyrir rúmum tveimur áratugum, og voru það hestar sem leiddu okkur saman, en Einar var mikill hestamaður og hafði yndi af að sýsla við hross og njóta þeirra. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 377 orð

Einar Þorsteinsson

Undarlegur er þessi dauði, alltaf kemur hann okkur í opna skjöldu, jafnvel þótt hann sé í rauninni það eina sem við eigum víst í þessu lífi. Það er ekki meira en svo að við séum búin að átta okkur á því að vinnufélögunum hefur fækkað um einn og nú er skarð fyrir skildi. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Engilbert Þorbjörnsson

Elsku afi, það er margs að minnast á stundu sem þessari, fyrstu minningarnar eru frá því að ég var smápatti uppi á Stapa í Vestmannaeyjum þegar ég hljóp niður heimreiðina, niður á veg og fékk að stýra vörubílnum heim á hlað. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 668 orð

Engilbert Þorbjörnsson

Með nokkrum orðum ætla ég að minnast fyrrverandi samstarfsfélaga míns, Egilberts Þorbjörnssonar vörubílstjóra frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Leiðir okkar lágu saman á þriðja áratug er ég gerðist meðlimur í Bifreiðastöð Vestmannaeyja árið 1949. Berti, eins og hann var jafnan kallaður, var þar fyrir en hann hóf þar störf árið 1944. Ég átti með honum mjög gott samstarf. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 166 orð

ENGILBERT ÞORBJÖRNSSON

ENGILBERT ÞORBJÖRNSSON Engilbert Þorbjörnsson fæddist í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 4.7. 1923. Hann lést 31.10. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjónsson bóndi á Kirkjubæ, f. 6.10. 1891, d. 23.11. 1974, og Guðleif Helga Þorsteinsdóttir húsfrú á Kirkjubæ, f. 22.9. 1898, d. 28.7. 1976. Systkini hans eru: Þórný Unnur, f. 16.5. 1919, d. 10.10. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 156 orð

Eyjólfur Pálsson

Kólguský hafa nú hrannast á himin "Daga lita og tóna", árlega djasshátíð sem haldin hefur verið sl. sjö ár á hvítasunnu í Vestmannaeyjum. Einn helsti forvígismaður hátíðarinnar og talsmaður hennar er allur. Eyjólfur Pálsson er látinn eftir stutta en harða baráttu aðeins 66 ára gamall. Genginn er góður og grandvar maður sem heill og óskiptur gaf sig að hverju því starfi sem hann tók að sér. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 742 orð

Eyjólfur Pálsson

Látinn er góður vinur, Eyjólfur Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Vestmannaeyja, langt um aldur fram, aðeins 66 ára gamall. Það var um verslunarmannahelgina í sumar að við hjónin og Eyjólfur og Ásta höfðum mælt okkur mót í sumarbústaðnum okkar hjóna uppi í Laugardal. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Eyjólfur Pálsson

Eyjólfur Pálsson settist í 3. bekk Menntaskólans á Laugarvatni haustið 1953. Þar var hann raunar kominn aftur á kunnugar slóðir því hann hafði áður verið tvo vetur í Skálholtsdeild Laugarvatnsskóla, sem var undanfari Menntaskólans, en hann hvarf þar frá námi um stundarsakir. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 328 orð

Eyjólfur Pálsson

Haustið 1964, ári eftir Surtseyjargosið, fluttumst við hjónin með tvo unga syni okkar til Vestmannaeyja. Enn mátti sjá leifar af svörtum vikri hér og þar um bæinn. Eyjólfur Pálsson, sem þá hafði gegnt embætti skólastjóra gagnfræðaskólans þar í einn vetur, hafði ráðið okkur til kennslu. Það var hálfgerður kvíðahrollur í okkur. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 275 orð

Eyjólfur Pálsson

"Nei, er stutta komin!" Svona tók Eyjólfur á móti mér þegar ég kom til hans og Ástu ömmu í Strembuna og var ég nú ekki ánægð með það í fyrstu að vera kölluð þessu nafni, því ekki var ég há í loftinu en ákvað að slá þessu öllu upp í grín og kalla hann á móti stutta. Hann tók því bara vel og má segja að við höfum haldið þessu okkar á milli. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Eyjólfur Pálsson

Í fáum orðum vil ég minnast Eyjólfs Pálssonar sem ég kynntist í Vestmannaeyjum fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi. Ég hef raunar velt því fyrir mér hvernig á því stóð að ég kynntist Eyjólfi svo vel. En á þessum árum vann ég á kvöldvöktum á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja en þar var Eyjólfur framkvæmdastjóri. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 27 orð

EYJÓLFUR PÁLSSON

EYJÓLFUR PÁLSSON Eyjólfur Pálsson fæddist í Vestmannaeyjum 20. maí 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 6. nóvember. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Jón Óskar

Brúnin léttist á mér, nafna mínum og Halldóri málara, þegar í fjórða rúmið á sjúkrastofunni á spítalanum kom eldri maður, er reyndist vera Jón Óskar, rithöfundur og skáld. Við þekktum hann ekki persónulega en vissum lítið eitt um þær hugsanir hans í gegnum tíðina, er hann hafði sett á blað í fáguðum orðum. Samvera okkar stóð í tæpa viku í byrjun september sl. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN ÓSKAR

JÓN ÓSKAR Jón Óskar fæddist á Akranesi 18. júlí 1921. Hann lést á heimili sínu Ljósvallagötu 32 í Reykjavík 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. október. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 671 orð

Kristín Alda Guðmundsdóttir

"Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma." (Predikarinn 3: 1-2.) Hún amma mín er dáin. Sá tími sem ég hef fengið að njóta með ömmu minni er liðinn. Þetta eru staðreyndir sem ekki er auðvelt að sætta sig við. Eftir lifa dýrmætar minningar um margar og góðar samverustundir. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 167 orð

Kristín Alda Guðmundsdóttir

Hún Stína amma er dáin. Amma var yndisleg manneskja, hún var með svo stórt hjarta, nógu stórt til þess að gefa öllum heiminum og allir þeir sem þekktu hana fundu fyrir hlýjunni í hjarta hennar. Amma var dugleg kona, og mikil spilamanneskja. Það er sorglegt að hugsa til þess að hún Stína amma sé farin frá okkur en það er yndislegt að hugsa um þær minningar sem eftir sitja. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Kristín Alda Guðmundsdóttir

Það var þröngt setinn bekkurinn við eldhúsgluggann á Kálfhóli 1. Þar sátum við krakkarnir í matartímum eða við leik og ekki laust við að mörg vinabönd hafi myndast við eldhúsborðið á þeim bæ, enda hafði fjöldi barna viðkomu þar í áranna rás. Þótt gestakomur heyrðu til stórviðburða áttu margir leið um Kálfhól og var ávallt vel tekið því gestrisni var þar mikil. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 488 orð

Kristín Alda Guðmundsdóttir

Það mun hafa verið fyrir um 30 árum sem ég heyrði fyrst nefnda hana Kristínu frá Kálfhóli á Skeiðum, sem síðar átti eftir að verða tengdamóðir mín. Þá var ég á leið til Reykjavíkur með kunningjum mínum. Þetta var á þeim tíma er hippamenningin var að byrja að ryðja sér til rúms og verið var að tala um hve sú hugsjón væri fögur, allir stæðu jafnir. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 721 orð

Kristín Alda Guðmundsdóttir

Vorið 1945 rak mig óvitann á fjörur þess góða Kálfhólsfólks á Skeiðum. Alveg var sú koma án fyrirhyggju af minni hálfu og með óvissri framtíð, en viðdvölin hefur enst síðan, meira eða minna eftir árum og atvikum, og var þar á Kálfhóli iðulega beinlínis heimili mitt þótt skráður væri annars staðar. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 627 orð

KRISTÍN ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN ALDA GUÐMUNDSDÓTTIRKristín Alda Guðmundsdóttir var fædd á Ísafirði 18. mars 1920. Hún lést á Sólvöllum á Eyrarbakka 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin þar, Ingileif Stefánsdóttir (1887- 1964) og Guðmundur skipstjóri Kristjánsson (1876-1962). Systkinin voru 12. Þau eru: 1) Ásta Guðmunda (1907-1997), húsfreyja í Hafnarfirði. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Kristján Hreinsson

Kæri afi. Sem hinstu kveðju langaði mig að skrifa nokkrar línur til þín. Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég fór að fara ásamt systkinum mínum austur í Sóltún til afa og ömmu. Ávallt var okkur tekið opnum örmum með heimabakkelsi og mjólk. Við systkinin áttum okkar eigið bú á lóðinni ykkar, þar sem við bökuðum drullukökur og róluðum. Þar var gaman að una sér. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 224 orð

KRISTJÁN HREINSSON

KRISTJÁN HREINSSON Kristján Hreinsson fæddist á Hafsteini á Stokkseyri 27. ágúst 1910. Hann lést á Kumbaravogi föstudaginn 30. október síðastliðinn. Foreldrar Kristjáns voru Kristín Jakobsdóttir, húsfreyja, f. 16.3. 1877, d. 2.8. 1958, og Hreinn Kristjánsson, sjómaður og bóndi, f. 4.11. 1879, d. 20.2. 1950. Systkini Kristjáns voru: 1) Tyrfingur Agnar, f. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 415 orð

Magdalena Sæmundsen

Magdalena Sæmundsen frá Blönduósi, Mæsa, lést hinn 31. október sl. Hún var systir föður okkar, Péturs heitins Sæmundsen. Við viljum kveðja ástkæra frænku okkar með nokkrum orðum. Þegar við bræðurnir lítum til baka og rifjum upp stundirnar með Mæsu kemur veiðiskapur strax í hugann. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Magdalena Sæmundsen

Menn hafa sagt, að gallinn við að verða gamall sé sá að þurfa að horfa á eftir svo mörgum samstarfsmönnum, vinum og kunningjum yfir móðuna miklu. Þeim fækkar nú óðum gömlu Húnvetningunum, sem maður ólst upp með og átti samstarf við í tímans rás. Ein af þeim var Magdalena Sæmundsen, sem nú er nýdáin. Við unnum saman meira og minna í tæp 40 ár. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 540 orð

Magdalena Sæmundsen

Árin líða hvert af öðru með sínum viðurkennda óskeikula hraða og tímatali og skilja eftir sig margháttaðar minningar um menn og málefni. Að lifa langa ævi hefir óhjákvæmilega í för með sér að samtímamönnunum fækkar smátt og smátt á taflborði samfélagsins og tómleika- og saknaðarkennd gerir mjög vart við sig og fyllir hugann. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 197 orð

MAGDALENA SÆMUNDSEN

MAGDALENA SÆMUNDSEN Magdalena Margrét Sæmundsen fæddist á Blönduósi 27. maí 1921. Hún var dóttir Evalds Sæmundsen, verslunarstjóra þar, og konu hans, Þuríðar Sæmundsen kennara, dóttur Sigurðar Sigurðssonar, bónda á Húnstöðum, og konu hans, Sigurbjargar Gísladóttur. Önnur börn Evalds og Þuríðar voru Þorgerður, f. 22. ágúst 1918, Ari, f. 23. des. 1923, d. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 829 orð

Sigfús Hilmar Árnason

Þessar ljóðlínur komu upp í huga minn þegar það vitnaðist fyrir nokkrum misserum að Dúddi, eins og Sigfús var alltaf kallaður, væri með krabbamein. Þetta litla ljóð var í miklu uppáhaldi hjá honum og er eitt af því fáa sem ég heyrði hann syngja. Dúddi ólst upp á Sandinum hjá móður sinni og stjúpföður, Jakobi Sigurvini Ágústssyni, en móðir Dúdda dó þegar hann var átján ára. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 71 orð

SIGFÚS HILMAR ÁRNASON

SIGFÚS HILMAR ÁRNASON Sigfús Hilmar Árnason, Klapparstíg 2, Hauganesi, var fæddur á Sjávarbakka á Litla-Árskógssandi hinn 22. október 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Baldvina Guðrún Sigfúsdóttir og Árni Árnason. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 91 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Elsku amma. Hvernig getur ein manneskja skilið eftir sig svona stóra eyðu? Við horfum sorgmædd fram á veginn vitandi það að þessi eyða verður aldrei fyllt. Samt erum við glöð fyrir þína hönd, þú ert hjá fólki sem elskar þig, við sem eftir urðum verðum að muna það. Við vitum að þér líður vel núna. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 83 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Elsku amma, það var alltaf svo gott að koma til þín í sveitina, þú áttir alltaf kökur og nammi bara fyrir okkur. Og alltaf þegar við gerðum eitthvert smáverk svo sem að fara til hænsnanna með matinn þeirra eða aðra smásúninga, þá þakkaðir þú okkur alltaf svo mikið fyrir það og launaðir það alltaf svo vel. Elsku amma, við söknum þín óskaplega mikið þó að við vitum að þér líður nú vel hjá Guði. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Mamma, ein af mínum fyrstu minningum er sú að þú hélst á mér og Völu systur í fanginu og þú umvafðir okkur hlýju, ást og öryggi, þú varst lífið. Svo er enn. Því hlutverki sem þú tókst að þér í lífinu og sinntir af allri þinni alúð skilaðir þú af þér með miklum sóma og þótt efnin og auðæfin í uppvexti okkar systkina hafi ekki verið mikil tókst þér að gera gott úr öllu. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 58 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Elsku amma. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar í sveitinni, bæði í leik og starfi. Við kveðjum þig með þessu litla versi sem þú hélst svo mikið upp á. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Ólafur Níels og Sigurbjörn. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Kveðja til ömmu Elsku Sigga amma, núna ertu farin burt á æðri stað eins og Bogga amma sem dó í sumar. Þær stundir sem við áttum með þér verða okkur alltaf dýrmætar og margs að minnast. Að vera með þér í eldhúsinu í Botnum, alltaf hlæjandi og að hugsa um hvað okkur þætti nú best. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 665 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur.) Nú er komið að kveðjustund Sigrúnar Runólfsdóttur eða Siggu í Botnum, eins og fjölskylda mín kallaði hana. Það eru liðin 55 ár síðan Sigga kom sem heimilishjálp á heimili fjölskyldu minnar. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 395 orð

Sigrún Runólfsdóttir

Þegar ég frétti lát Siggu í Botnum fannst mér eins og þar hefði farið móðir æsku minnar. Svo hafði atvikast að Sigga var ung stúlka á heimili foreldra minna á Kirkjubóli í Laugarnesi þegar ég fæddist. Mér var sagt það síðar að Sigga hefði lagt til að ef hún yrði bóndakona síðar á ævinni þá vildi hún að ég kæmi til hennar sem vinnumaður. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 183 orð

SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTIR

SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTIR Sigrún Runólfsdóttir fæddist á Bakkakoti I í Meðallandi, V- Skaftafellssýslu 8. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 28. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Runólfur Bjarnason, f. 31.5. 1893, d. 14.12. 1981, og Þorgerður Runólfsdóttir, f. 28.11. 1895, d. 7.9. 1966. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 351 orð

Skúli Tryggvason

Góður starfsfélagi er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur hjá Plastprenti þegar Skúli Tryggvason gekk til liðs við fyrirtækið fyrir 10 árum. Hann var verkfræðimenntaður með fjármál sem sérgrein, og reyndist hin víðtæka menntun hans og meðfæddir mannkostir traust undirstaða sem fyrirtækið átti margoft eftir að njóta góðs af. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 315 orð

Skúli Tryggvason

Í dag kveðjum við Skúla vin okkar sem eftir erfið veikindi þurfti að víkja fyrir manninum með ljáinn, langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Skúla og Ninný þegar við vorum nýflutt frá Danmörku í gegnum vinahjón okkar sem hittust ásamt öðrum hjónum sem einnig höfðu búið í Danmörku. Með okkur tókst vinátta í góðum félagsskap. Við ákváðum að fara öll saman í dansskóla og sveiflast létt um dansgólfið. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | -1 orð

Skúli Tryggvason

"Það átt þú eftir, er erfiðast er, en það er að deyja." Þessi tilvitnun úr Njálu hefur nú öðlast dýpri merkingu fyrir mér eftir að æskuvinur minn Skúli Tryggvason hefur gengið í gegnum slíkt erfiði. Við kynntumst í gagnfræðaskóla, en bundumst sterkum böndum í menntaskóla ásamt tveimur öðrum, Jóni og Geira, og hafa þeir hnútar haldið síðan. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 273 orð

Skúli Tryggvason

Veikindi vinar míns, Skúla Tryggvasonar, kenndu okkur báðum að dauðlegum mönnum er ekki ætlað allt að skilja. Ég mun aldrei skilja af hverju maðurinn með ljáinn leitaði svo snemma húsa hjá Skúla, ­ þeim úr hópi samferðamanna minna sem í þessari vist steig ávallt hvað öruggast til jarðar, þekkti best veginn til góðs. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Skúli Tryggvason

Mig langar að minnast vinnufélaga míns og vinar, Skúla Tryggvasonar, með nokkrum orðum þótt orða sé vant er minnast skal manns, sem fellur frá á besta aldri, manns sem var í miðjum klíðum að byggja upp og skipuleggja líf sitt og starf. Vegir almættisins verða eftirlifendum oft illskiljanlegir. Skúli háði baráttu við illvígan sjúkdóm og stóð sú barátta í tæpt eitt og hálft ár. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 117 orð

Skúli Tryggvason

Það var glaðbeittur og ákveðinn maður sem var kosinn í stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 vorið 1996. Við höfðum haft augastað á þessum félaga okkar um nokkurn tíma og þegar við fórum fram á aðstoð hans í þágu klúbbsins, tók hann vel í þá málaleitan. Skúli reyndist okkur hinn traustasti félagi í alla staði og fólum við stjórnarmenn honum gjaldkerastarfið og hefðum vart getað fundið betri mann. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 207 orð

Skúli Tryggvason

Skúli vinur okkar er fallinn frá langt um aldur fram en enginn má sköpum renna. Þrátt fyrir heitar fyrirbænir og að allt væri gert, sem í mannlegu valdi stendur, varð engum vörnum við komið. Við vinir hans stóðum álengdar eitt og hálft ár og fylgdumst með hetjulegri baráttu hans og hans góðu fjölskyldu, sem styrkti hann í hvívetna. Við áttum þá ósk heitasta að vísindin hefðu betur. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 27 orð

SKÚLI TRYGGVASON

SKÚLI TRYGGVASON Skúli Tryggvason fæddist í Reykjavík 25. mars 1958. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 6. nóvember. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 418 orð

Sólrún Sigvaldadóttir

Við eigum margar góðar minningar um hana ömmu Sólrúnu. Amma bjó á Ólafsfirði en við systurnar í Reykjavík og því gafst sjaldan tækifæri til að hittast nema á sumrin. Síðustu árin var ellin farin að segja mikið til sín. Sökum þess, og hversu langt leið milli þess sem við hittumst, átti hún erfitt með að trúa því að við, þessar ungu konur, værum ömmustelpurnar hennar. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 596 orð

Sólrún Sigvaldadóttir

Elskuleg móðursystir mín, Sólrún Sigvaldadóttir, sem andaðist aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, kveður þetta jarðlíf síðust sjö systkina, eftir langa sjúkdómslegu á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði. Eins og fram kemur í inngangi hér að ofan komu foreldrar hennar hvort úr sínum landshluta. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 229 orð

SÓLRÚN SIGVALDADÓTTIR

SÓLRÚN SIGVALDADÓTTIR Sólrún Sigvaldadóttir fæddist í Steinholti í Glæsibæjarhreppi, 20. október 1907. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigvaldi Grímsson, f. í Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð 15.5. 1862, d. 29.11. 1942, og Sigríður Elín Þorsteinsdóttir, f. í Kothúsum í Garði 31. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Það eru margar og ljúfar minningar sem koma upp í huga minn þegar ég sest niður og skrifa um samstarfsmann minn, Þorstein Sigurðsson. Hann var forstjóri J.B. Péturssonar þau ár sem ég var þar verkstjóri. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og einnig kröfur til annarra. Framkoma hans einkenndist af hógværð og háttvísi. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 334 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Þorsteinn Sigurðsson var giftur móðursystur minni Ingu Lillý Bjarnadóttur. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Þorsteinn er mér sérstaklega minnisstæður frá því ég var barn og unglingur. Fyrir mér var hann eins og allir feður ættu að vera. Hann var einstaklega barngóður maður og laðaði börn að sér með ljúfri framkomu. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 626 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Þorstein Sigurðsson, föðurbróður minn, kölluðum við frændsystkinin aldrei annað en Steina. Hann var fimmti í röð átta systkina, barna Sigurðar Ólafssonar rakara og Halldóru Jónsdóttur. Hin voru: Jón, Ásgerður, Páll, Guðrún, Ólafía, Ásgeir og Sigríður. Látin eru: Jón, Ásgerður og Guðrún. Fjölskyldan bjó framan af á Hverfisgötu. Í þá daga var viðvarandi mjólkurskortur í höfuðstaðnum. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Í dag kveð ég frænda minn og vin, Þorstein Sigurðsson. Ég á í hjarta mínu góðar minningar um þig og yndisleg framkoma ykkar Ingu Lillýjar í minn garð verður vel geymd. Ég var 13 ára er ég fór að stússast með þér í blómunum, en þú varst á þeim árum blómaheildsali. Fyrir það fékk ég vasapening, auk þess bónusinn að sitja í bílum þínum sem voru eðalvagnar í mínum augum. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 454 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Á mannsævinni breytist æði margt án þess að jafnóðum sé eftir því tekið. En safnast þegar saman kemur og á efri árum kemur það best í ljós. Hraust og áhyggjulaus börn hafa löngum átt erfitt með að ímynda sér sjálf sig sem beygð gamalmenni. Á sama hátt finnst þeim það heldur óraunveruleg saga að afar og ömmur hafi einhvern tíma verið hrukkulausir krakkar í ærslafullum leik. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 615 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður. Fyrstu kynni mín af Þorsteini voru nokkuð sérstök. Þegar elsti sonur hans (Bjarni) eignaðist vinkonu (mig) fannst Þorsteini að sonurinn yrði að koma fram eins og sannur herramaður og færa vinkonu sinni blóm. Mér fannst skrýtið að fá blómvönd í tíma og ótíma og þetta samræmdist ekki framkomu 17 ára stráks af '68-kynslóðinni. Meira
7. nóvember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

ÞORSTEINN SIGURÐSSON

ÞORSTEINN SIGURÐSSON Þorsteinn Sigurðsson, fyrrv. forstjóri J.P. Péturssonar, fæddist í Reykjavík 9. mars 1920. Hann lést á Landakoti 2. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 6. nóvember. Meira

Viðskipti

7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Evran og íslenskir hagsmunir

HVER verða áhrif evrunnar á íslenska hagsmuni? er yfirskrift ráðstefnu sem verður haldin miðvikudaginn 11. nóvember á Grand Hóteli. Hinn 1. janúar 1999 verða merk tímamót í sögu Evrópu. Þá verður til ný mynt, evra, sem verður sameiginleg mynt Evrópusambandsins. Evran kemur í stað gjaldmiðla þeirra ellefu ríkja sem taka þátt í samstarfinu strax frá upphafi. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 850 orð

Hafa sennilega jákvæð áhrif til skamms tíma

RÁÐAMENN sjö helstu iðnríkja heims, hinn svonefndi G-7-hópur, kynntu í síðustu viku áætlun, sem ætlað er að hindra frekari efnahagssamdrátt en margir óttast jafnvel að hann geti leitt til allsherjar heimskreppu. Við þessi tíðindi glæddust kauphallarviðskipti og margir erlendir verðbréfamiðlarar og aðrir kaupsýslumenn vörpuðu öndinni léttar. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 1030 orð

Litlar breytingar á Evrópumörkuðum

LITLAR breytingar urðu á lokagengi á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær þrátt fyrir hátt verð um morguninn og gengi bréfa í Wall Street náði sér ekki upp úr lægð eftir opnun. Í gjaldeyrisviðskiptum styrktist dollar gegn pundi þegar Írlandsbanki lækkaði vexti af skuldabréfum í endursölu um 1,25% í 3,69%. Pund lækkaði um tæpt sent í 1,661 dollara. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga semur við VÍB

LÍFEYRISSJÓÐUR arkitekta og tæknifræðinga hefur gert samning við Verðbréfamarkað Íslandsbanka um rekstur og ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðsins. Samkvæmt samningnum mun VÍB sjá um rekstur lífeyrissjóðsins og þjónustu við sjóðfélaga. Í fréttatilkynningu kemur fram að Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga varð til 30. júní sl. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Opel innkallar Astra-bíla

ADAM Opel AG, Þýzkalandsdeild General Motors Corp, biður eigendur 59.000 nýrra bíla af Astra-gerð fyrirtækisins að koma með bíla sína til skoðunar. Samkvæmt tilkynningu frá Opel hefur komið fyrir að kvartað sé yfir braki í stýrissúlu og að bíllinn sé þungur í stýri. Skoðunin er ókeypis. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Opin kerfi hf. bjóða út nýtt hlutafé

OPIN kerfi hf. hefur tilkynnt um útboð á nýju hlutafé í félaginu að upphæð 4 milljónir króna að nafnvirði. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að útboðsgengi sé 55,5 til forkaupsréttarhafa en 57,0 í almennri sölu. Hlutabréf Opinna kerfa hf. að nafnvirði 38 m. kr. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 451 orð

Samrunaáætlun við Freyju og Bræðraverk

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Básafell hf. á Ísafirði skilaði 39 milljóna króna hagnaði af rekstri á síðasta rekstrarári, 1. september 1997 til 31. ágúst 1998, og var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað 316 milljónir króna. Á síðasta ári breytti Básafell uppgjörstímabili sínu og eru samanburðartölur því aðeins fyrir átta mánuði, eða tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 1997. Meira
7. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Sjóklæðagerðin eykur umsvif sín í Kanada

SJÓKLÆÐAGERÐIN hefur gengið frá samningi við kanadíska fyrirtækið Vernon D'eon um aukna dreifingu og sölu á sjófatnaði á austurströnd landsins. Vernon D'eon, sem hefur um nokkurra ára skeið séð um umboðssölu fyrir hönd Sjóklæðagerðarinnar í Nova Scotia, mun í framtíðinni efla bæði birgðahald og dreifingu á íslensku vörunum. Meira

Daglegt líf

7. nóvember 1998 | Neytendur | 76 orð

Belgískt konfekt fæst víða

PÁLL Hilmarsson, framkvæmdastjóri heildsölunnar Þórður Sveinsson og co., hafði samband við neytendasíðuna og sagði það ekki alls kostar rétt að belgískt gæðakonfekt hefði ekki verið fáanlegt á Íslandi til þessa, eins og fram kemur í Morgunblaðinu á fimmtudag. Meira
7. nóvember 1998 | Neytendur | 1662 orð

Ekkert ástarbragð af örbylgjuelduðum mat

FJÖLSKYLDA nokkur keypti sér örbylgjuofn að vandlega athuguðu máli. Hún átti von á að eldamennska á heimilinu yrði öll miklu auðveldari og fljótlegri með tilkomu ofnsins en ekki leið á löngu þar til hann var ekki til annars notaður en að poppa poppmaís og hita vatn í te. Þessi saga er ekkert einsdæmi. Meira
7. nóvember 1998 | Neytendur | 477 orð

E-vítamín gegn krabbameini

E-VÍTAMÍN tilheyrir hópi efna sem kallaður hefur verið andoxunarefni eða sindurvari. Þau hafa þá eiginleika að geta fangað eða hrifsað til sín frjálsa radikala, efni sem myndast í líkamanum við oxun, en þeir eru taldir geta skemmt erðfaefni frumnanna. E-vítamín er fituleysanlegt. Meira
7. nóvember 1998 | Neytendur | 204 orð

Heilbrigðir fætur

FJALLAÐ um fætur, heilbrigði þeirra og hreinlæti, hvernig má koma í veg fyrir að fótasár myndist, og hvert skal leita vegna fótakvillabæklingur um fætur og sykursýki í nýútkomnum bæklingi um fætur og sykursýki. Þótt bæklingurinn sé miðaður við þarfir sykursjúkra, en fótasár eru algengasti fylgisjúkdómur sykursýki, er hann ekki síður gagnlegur almenningi. Í bæklingnum er t.d. Meira
7. nóvember 1998 | Neytendur | 80 orð

Jólaland í Blómavali

JÓLALAND verður opnað í 11. sinn í Blómavali í dag, laugardaginn 7. nóvember. Að þessu sinni hafa Nói og fylgdarlið hans siglt örkinni til Jólalandsins og býður hann börnunum í heimsókn um borð. Líkt og undanfarin ár hafa þau Margrét Ingólfsdóttir og Kristján Finnsson haft umsjón með hönnun og uppsetningu Jólalandsins. Meira
7. nóvember 1998 | Neytendur | 88 orð

Rúmt um súkkulaðikex

NEYTANDI sneri sér til Neytendasíðunnar með, að því er hann sagði, enn eitt dæmið um hvernig reynt væri að plata neytendur með umbúðum. Hann hafði keypt sér myndarlegan súkkulaðikexpakka og brugðið í brún við að sjá hversu rúmt var um kexkökurnar í pakkanum. Á myndinni sést innihaldið svo að hver getur dæmt fyrir sig. Meira

Fastir þættir

7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 208 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandsmót í sv

NORÐURLANDSMÓT í sveitakeppni 1998 verður haldið á Akureyri 14.-15. nóvember. Spilað verður í Hamri við Skarðshlíð og hefst spilamennska kl. 10 á laugardags- morgun og lýkur í síðasta lagi kl. 20. Aftur verður sest við kl. 10 á sunnudag og áætluð mótslok eru um kl. 17.30. Undanfarin ár hefur Norðurlandsmót hafist kl. 17 á föstudegi, en nú er ráðgert að breyta því í tveggja daga mót.. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Sesselja Guðrún Svansdóttir og Sæmundur Þorkelsson. Heimili þeirra er að Hringbraut 72, Keflavík. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 771 orð

Elskhugi draumsins

DRAUMALANDIÐ eftir þá Sigfús Einarsson og Guðmund Magnússon lýsir vel ást Íslendingsins á landinu Íslandi, draumalandi margra. Þar fara þeir í mjúkum tónum og mildum texta um landið líkt og elskhugi fer um líkama konu í atlotum sínum. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 915 orð

Engu leynt með orðum "Þeir sem með harðýðgislegri og hrokafullri afstöðu gerast sjálfskipaðir verðir kvenþjóðarinnar og búa til

ÞEGAR ungar tísta og skrækja í sífellu í hreiðrinu mun ástæðan vera sú að þeir eru að fullvissa sig um að foreldrarnir séu í nánd. Þeir vilja fá svar og það rétta svarið. Þeir fá það ef allt er í lagi, foreldrið á lífi og ekki einhvers staðar í ormaleit. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1335 orð

Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa? (Matt. 18.)

Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa? (Matt. 18.) »Kristniboðsdagurinn. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Elínborg Gísladóttir cand. theol. prédikar. Þóra Gylfadóttir syngur einsöng. Kaffisala safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 34 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 7. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli Erla Aðalsteinsdóttir og Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, Blönduósi. Þau taka á móti gestum á safni J. Hinrikssonar, Súðarvogi 4, Reykjavík, milli kl. 15 og 19. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 580 orð

Helgi Áss með vinnings forskot

Helgi Áss Grétarsson gerði jafntefli í níundu umferð og er nú með einn vinning í forskot á næstu menn þegar tvær umferðir eru ótefldar í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. 27. okt. til 7. nóv. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 358 orð

Hross komin á gjöf víða á Norðurlandi

Hross komin á gjöf víða á Norðurlandi SNJÓKOMAN á Norðurlandi undanfarnar vikur hefur heldur betur sett strik í reikninginn hjá hrossabændum. Sérstaklega er ástandið slæmt frá Skagafirði til vestanverðrar V-Húnavatnssýslu og eru flestir bændur á því svæði farnir að gefa hrossum sínum. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1020 orð

HVAÐAN KOM RENNILÁSINN? Játvarður ruddi rennilásnu

ÞAÐ VAR bandarískur sölumaður landbúnaðartækja í Chicago, Whitcomb L. Judson að nafni, sem fékk staðfest einkaleyfi sitt á rennilás (þá kallaður "festir") við Einkaleyfisstofnun Bandaríkjanna 29. ágúst árið 1896. Hann framleiddi rennilása sem settir voru í skó árið 1891 og átti hugmyndir að mörgum uppfinningum öðrum. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1091 orð

HVAÐ KOSTAR DELLAN? Hestamennskan heillar

MEÐ auknum frístundum í nútíma samfélagi hafa opnast ýmsir möguleikar til að sinna hugðarefnum sínum og áhugamálum. Áhugamálin geta verið eins misjöfn og mennirnir eru margir og hægt er að stunda áhugaverða tómstundaiðju sem kostar viðkomandi ekki nokkurn skapaðan hlut, nema tímann sem í hana fer. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 594 orð

Hvernig lýsir lungnaþemba sér?

Spurning: Hvernig lýsir lungnaþemba sér og hver eru fyrstu einkennin? Svar: Lungnaþemba lýsir sér með mæði og hósta. Lungnaþemba kemur ekki skyndilega heldur er sjúkdómurinn að þróast í fjölda ára eða áratugi. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 495 orð

Hver var Pegasus?

Menning ­ listir 1. Hver hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár? 2. Bróðir söngleikjahöfundarins kunna Andrews Lloyds Webbers kom hingað til lands fyrr í vikunni. Hvert er skírnarnafn hans, hvað starfar hann og hvers vegna kom hann? 3. Leikritið Hellisbúinn hefur slegið í gegn í Íslensku óperunni. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 491 orð

IÐURSTÖÐUR bandarísku þingkosninganna fyrr í vikunni

IÐURSTÖÐUR bandarísku þingkosninganna fyrr í vikunni voru skýr vísbending um að bandarískum almenningi hefur fyrir löngu ofboðið sú gífurlega umræða um samband Clintons Bandaríkjaforseta við Monicu Lewinsky sem tröllriðið hefur bandarískri þjóðmálaumræðu frá því í byrjun árs. Meira
7. nóvember 1998 | Dagbók | 593 orð

Í dag er laugardagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þeir sem dýrka fánýt falsgoð, þeir hafna hjálpræði sínu. (Jónas 2, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Helgafell fóru í gær. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 801 orð

Íslenskt mál

HÓLMFRÍÐUR Gestsdóttir í Kópavogi er, eins og umsjónarmaður, langþreytt á málfátækt og sínotkun sömu orða og orðasambanda. Henni finnst skylda okkar að skila málarfinum óspilltum til næstu kynslóða. Hún skírskotar einkum til ábyrgðar sjónvarpsmanna. Þeir hafa ríkust áhrif á tal almennings. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 514 orð

Keppnisreglur fyrirferðarmiklar í dagskrá

SAMÞYKKTIR 49. ársþingsins voru fjölmargar eins fram kemur hér á síðunni. Of langt mál yrði að gera þeim öllum skil en þær helstu eru tíundaðar hér. Fyrst er að nefna tillögu um fækkun þinga þannig að þau verði haldin annað hvert ár. Stjórn LH var falið að undirbúa þessa breytingu með því m.a. að setja upp nýtt stjórnskipulag um formannafundi. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 577 orð

Orð Drottins er áreiðanlegt

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: Er það satt, að Guð hafi sagt, (1. Mósebók 3,1), svo mælti höggormurinn (þ.e. Satan) við konuna (Evu) í aldingarðinum Eden forðum daga. Enn spyrja margir: Er Biblían orð Guðs? Er hún áreiðanleg? Ég svara hiklaust játandi, fyrst og fremst vegna þess sem Jesús Kristur, sonur Guðs, hefir sagt, hann sem er sannleikurinn (Jóh. 14, 6). Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 915 orð

Safnaðarstarf Djassinn dunar í Laugarneskirkju

HVERNIG er hægt að enda helgina betur? Í kvöldmessum Laugarneskirkju ríkir létt sveifla í tónum og tali en helg alvara Guðs orðs mætir spurningum hjartans. Á morgun, sunnudag, kl. 20:30 hefst kvöldmessa nóvembermánaðar. Hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna við messuna ásamt framúrskarandi tónlistarfólki. Þar eru þeir Tómas R. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 597 orð

Samstarf um víðtæka kynningu Vinsældir íslenska hestsins hafa aukist í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Markaðurinn er stór og

FÉLAG hrossabænda, hrossaútflytjendur, skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í New York, Dan Slott í Bandaríkjunum, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og kynningarfyrirtæki í Bandaríkjunum eru að ýta úr vör ársverkefni þar sem íslenski hesturinn verður kynntur í Bandaríkjunum með markvissum hætti. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 98 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 1998, en keppni þar lýkur í dag. Þorsteinn Þorsteinsson (2.310) var með hvítt og átti leik, en Arnar E. Gunnarsson (2.180) hafði svart. 65. Dxf4! (En alls ekki 65. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 94 orð

Tilkynna þarf ef ekki er óskað nafnbirtingar

Bændasamtök Íslands sendu þátttakendum í skýrsluhaldi í hrossaræktinni bréf nýlega vegna skráningar eignarhalds á hrossum í gagnasafnið Íslands-Feng. Í BRÉFINU er gerð grein fyrir samþykkt búnaðarþings 1998 um að þátttakendur í skýsluhaldinu hafi val um hvort nöfn þeirra og kennitölur komi fyrir í eigendaskráningu í Einka-Feng sem nú hefur fengið nafnið Íslands-Fengur. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 221 orð

ÞAÐ er ekki daglegt brauð að slemma sé borðleggjand

Sex lauf vinnast auðveldlega í AV, en þó má segja að tígulgosinn og DG í laufi séu óþörf spil. NS eiga hjartalitinn og ellefu slagi þar, svo það má nærri geta að sagnbaráttan hafi víða verið villt. Á 5 borðum af 20 spiluðu AV sex lauf, þar af dobluð í fjögur skipti. Annars var algengasti samningurinn fimm lauf dobluð, unnin með yfirslag. Meira
7. nóvember 1998 | Í dag | 26 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Neistanum, styrkta

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Söfnuðu þær kr. 2.200. Þær heita Sólveig Björk Ásmundardóttir, Hildur Eva Ásmundardóttir og Elín Rut Elíasdóttir. Meira
7. nóvember 1998 | Fastir þættir | 76 orð

(fyrirsögn vantar)

NÚ er lokið 3 kvölda hraðsveitakeppni, 15 sveitir tóku þátt með 1645 stig, spilarar María Ásmundsdóttir, Steindór Ingimundarson, Halldór Þorvaldsson og Arnar Þorsteinsson. Sveit Stefaníu Sigurbjörnsdóttur1605 Sveit Birnu Stefánsdóttur1584 Sveit Gróu Guðnadóttur1578 Mánudaginn 9. nóv. nk. verður spilaður 1. kvölds tvímenningur mitchell. Meira

Íþróttir

7. nóvember 1998 | Íþróttir | 462 orð

ARSENAL er komið langt með að se

ARSENAL er komið langt með að semja um kaup á úkraínska framherjanum, Sergei Rebrov, sem leikur með Dynamo Kiev. Ef af því verður mun hann koma til Arsenal næsta sumar, eða fyrir næsta keppnistímabil. Rebrov er 24 ára og hefur gert 77 mörk í 177 deildarleikjum með Dynamo. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 3008 orð

Er alltaf á leiðinni heim

Judit Rán Esztargál handknattleiksmaður segist hafa heillast af landi og þjóð, hér hafi hún ákveðið að festa rætur Er alltaf á leiðinni heim Haustið 1990 gerði Judit Esztergál sex mánaða samning við ÍBV um að þjálfa og leika með liði félagsins. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 65 orð

Frakkar á Wembley

HEIMSMEISTARAR Frakka leika vináttulandsleik við Englendinga á Wembley-leikvanginum í London 10. febrúar. Þetta var tilkynnt í höfuðstöðvum franska knattspyrnusambandsins í París í gær. Frakkar, sem ætla sér í úrslitakeppni Evrópumótsins árið 2000, leika einnig vináttuleik við Marokkó 20. janúar. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 78 orð

Fyrirspurnir um Steinar

STEINAR Adolfsson, fyrirliði ÍA, var hjá Stabæk í Noregi í liðnum mánuði og sögðust forráðamenn félagsins vilja fá hann ef Pétur Marteinsson tæki ekki tilboði þeirra. Það verður gert opinbert eftir síðasta leik Hammarby í sænsku deildinni á morgun en Stabæk hefur ekki haft samband aftur við Steinar sem bendir sterklega til þess að Pétur semji við Stabæk. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 136 orð

Handknattleikur

Laugardagur: 1. deild karla: Framhús:Fram - Valur16.15 Vestm.ÍBV - FH17.00 1. deild kvenna: Hlíðarendi:Valur - Fram14.30 Vestm.:ÍBV - Víkingur15.15 Garðabær:Stjarnan - FH16.30 KA-heimili:KA - Haukar16.30 2. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 112 orð

Karl endaði í 29. sæti í Dubai

KARL Gunnlaugsson endaði í 29. sæti í eyðimerkurrallinu á mótorhjólum, sem fór fram í Sameinuðu furstadæmunum og lauk í gær. Hann lauk keppni í 29. sæti en var í 36. sæti eftir tvo keppnisdaga og 31. sæti fyrir síðasta dag. Bretinn Stephen Hague, sem var í 37. sæti eftir fyrstu tvo dagana en 30. sæti fyrir gærdaginn lauk keppni í 31. sæti. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 35 orð

Knattspyrna Þýskaland

Þýskaland Duisburg - N¨urnberg1:1 Thomas Vana 78. - Heiko Gerber 24. 11.876. Werder Bremen - Dortmund1:1 Rade Bogdanovic 62. - Lars Ricken 8. 31.199. Frakkland Bastia - Lorient2:1 Marseille - Monakó1:0 Holland Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 104 orð

Liverpool fer til Spánar

Í gær var dregið í 3. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Liverpool drógst gegn Celta Vigo á Spáni, sem sló Aston Villa út úr keppninni í vikunni. Frönsku liðin Mónakó og Marseille mætast og þá verður Spánarslagur á milli Real Sociedad og Atletico Madrid. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 87 orð

Marseille sigraði Mónakó

FLORIAN Maurice tryggði Marseille 1:0 sigur á Mónakó með marki á síðustu mínútu í leik liðanna í frönsku deildinni í gærkvöldi. Florian Maurice gerði markið fyrir heimamenn sem voru manni færri í klukkustund eftir að Peter Luccin var vikið af velli. Marseille er með fimm stiga forystu á Bordeaux sem fær Toulouse í heimsókn í dag en Mónakó er í fjórða sæti 10 stigum á eftir efsta liði. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 77 orð

Meistaradeild Evrópu

Meistaradeild Evrópu A-riðill: Kaunas, Litháen: Zalgiris - Fenerbahce64:59 Pau, Frakklandi: Pau-Orthez - Vitoria81:71 Varese, Ítalíu: Varese - Saratov95:73 B-riðill: Istanbul, Tyrklandi: Efes Pilsen - Manresa82:74 Aþenu, Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 116 orð

Óánægja í Eyjum vegna frestana

Mikil óánægja er í Vestamannaeyjum vegna þess að tveimur handknattleiksleikjum var frestað í gær, leikjum ÍBV og Víkings í kvennaflokki og ÍBV og FH í karlaflokki. Eyjamönnum finnast forsendur frestunar hæpnar; að hugsanlega hefði getað orðið ófært. Flogið var til Eyja í allan gærdag en óttast var að ófært yrði er líða tæki á kvöldið. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 135 orð

Sigurpáll á parinu

Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar lék best í sveit klúbbsins í gær en þá var leikin þriðja umferð á Evrópumóti golfklúbba sem fram fer á Ítalíu. Sigurpáll lék á 71 höggi, pari vallarins, en Ómar Halldórsson var á 73 höggum og Björgvin Þorsteinsson á 78. Sveitin lék því á 144 höggum samtals í gær eins og á fimmtudaginn og er enn í fimmta sæti. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 243 orð

Spennandi á Akureyri

ÞÓRSARAR sigruðu Val á Akureyri í gærkveldi, 64:63, þar sem lokamínúturnar voru spennuþrungnar. Þegar um þrjár mínútur voru eftir höfðu Valsarar þriggja stiga forystu, 63:60, og virtist stefna í sigur þeirra. Bæði liðin léku nokkrar sóknir það sem eftir lifði leiksins og einkenndist leikur beggja af mistökum á báða bóga. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 277 orð

Umdeilt keppnisbann Önju Andersen

Besta handknattleikskona heims, hin danska Anja Andersen sem leikur með Bækkelaget í norsku deildinni, hefur verið dæmd í mánaðar keppnisbann vegna ummæla sem hún hafði um Björn Erik Börresen dómara í september síðastliðnum. Anja sagði í viðtali við TV2 að hún hafði óskað eftir því við Frode Kivog, þjálfara Bækkelaget, að fá að sleppa bikarleik Bækkelaget við 3. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 222 orð

UMFN - KFÍ 95:71

Íþróttahúsið í Njarðvík, 6. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL-deildarinnar, föstudaginn 6. nóvember 1998. Gangur leiksins: 0:7, 3:7, 6:10, 22:15, 40:19, 48:31, 60:38, 72:48, 84:60, 95:71. Stig UMFN: Brenton Birmingham 24, Hermann Hauksson 22, Páll Kristinsson 18, Teitur Örlygsson 14, Friðrik Ragnarsson 13, Friðrik Stefánsson 4. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 325 orð

Þórður gerir ráð fyrir að semja við Norrköping

Þórður Þórðarson, markvörður ÍA, gerði Norrköping gagntilboð í gær og gerir ráð fyrir að samningar takist við sænska félagið á mánudag. "Það er gagnkvæmur vilji að við náum saman og ég á frekar von á að þeir komi til móts við óskir mínar," sagði Þórður við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
7. nóvember 1998 | Íþróttir | 248 orð

(fyrirsögn vantar)

Við töpuðum leiknum á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem raunar allt gekk á afturfótunum hjá okkur. Slík frammistaða gengur ekki gegn Njarðvíkingum, en ég held að þessi 24 stiga munur sé allt of mikill og gefi ekki rétta mynd af styrkleika okkar," sagði Tony Garbelotto, þjálfari Ísfirðinga, eftir að lið hans hafði tapað stórt í Njarðvík í gærkvöldi. Meira

Sunnudagsblað

7. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 1290 orð

Kidman og erótíkin Nicole Kidman hefur mörg járn í eldinum og er ófeimin að glíma við erótíkina hvort sem er í kvikmyndum eða á

ÁSTRALSKA leikkonan Nicole Kidman hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í nýju leikriti breska leikritaskáldsins Davids Hare, sem heitir Bláa herbergið eða "The Blue Room", og hafa breskir leikhúsgagnrýnendur keppst um að hæla henni fyrir framgöngu hennar í öllum fimm kvenhlutverkum leikritsins. Meira

Úr verinu

7. nóvember 1998 | Úr verinu | 409 orð

Fá bara síld í flottrollið

SÍLDVEIÐISKIPIÐ Beitir NK fékk um 200 tonn af síld í flottroll í Héraðsflóa í fyrrinótt. Að sögn Sigurjóns Valdimarssonar, skipstjóra, er síldin prýðisgóð og talsvert að sjá af henni á svæðinu. Hann segir síldina hinsvegar liggja nokkuð djúpt og því ekki í færi fyrir nótaskipin. Engin síldveiði hefur verið í nót síðustu daga. Meira
7. nóvember 1998 | Úr verinu | 119 orð

Fjórir sviptir leyfi

FISKISTOFA svipti fjóra báta veiðileyfi tímabundið í október. Þar af var einn bátanna sviptur tvívegis. Ernir BA 29 var sviptur veiðileyfi 6. október vegna afla umfram heimildir. Báturinn fékk leyfið að nýju daginn eftir eftir að aflamarksstaða hans hafði verið lagfærð. Þann 21. október var Ernir sviptur veiðileyfi á ný af sömu ástæðu. Meira
7. nóvember 1998 | Úr verinu | 313 orð

Salan margfölduð á þremur árum

SALA á sjávarafurðum á vegum Sæmarks hf. hefur aukist verulega á síðustu árum og hefur andvirði seldra afurða farið úr 550 milljónum árið 1995 í 3,5 milljarða það sem af er þessu ári. Í ljósi aukinna umsvifa Sæmarks hf. hefur verið ákveðið að endurskoða skipulag fyrirtækisins. Nýr framkvæmdastjóri, Halldór G. Meira
7. nóvember 1998 | Úr verinu | 100 orð

Smáey VE breytt og bætt

NÝVERIÐ lauk breytingum og almennum endurbótum á Smáey VE frá Vestmannaeyjum. Verkið var unnið hjá Stáli hf. á Seyðisfirði. Skipið var lengt um 3 metra og er nú 28,9 metra langt. Einnig var sett ný ljósavél í skipið, gerðar breytingar á millidekki og innréttingar fyrir áhöfn endurnýjaðar. Meira
7. nóvember 1998 | Úr verinu | 375 orð

"Var kostulegt að lesa svör ráðuneytismanna

"ÞAÐ VAR kostulegt að lesa svör ráðuneytismanna og samkvæmt þeim mætti ætla að ég hafi farið fram á að gera út heilan togaraflota," segir Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, um svör sjávarútvegsráðuneytisins við umsókn hans um leyfi til fiskifræðilegra rannsókna hér við land. Svör ráðuneytisins voru á þann veg að umfang og óvenjuleg beiðni umsóknarinnar hafi m.a. Meira

Lesbók

7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 278 orð

AÐ GERA ÞJÓÐARSÖGUNA SÝNILEGA SIGURJÓN JÓHANNSSON leikmyndahönnuður er áhugamaður um muni og menningu fyrri alda og hefur

Þjóðminjasafn ætti eftir mínum skilningi fyrst og fremst að vera sögusafn íslenskrar þjóðar, sögu búsetu í landinu, en hún yrði gerð sýnileg með híbýlaháttum, verkmenningu, búskaparháttum, menningu og trúarbrögðum. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

AÐ HUGSA HEIM

Af hverju er það að hugsa heim alltaf tengt sömu fjallshlíðinni sem mætir heiðinni, aflíðandi og fellur í stöllum niður á skagann fram úr klettunum þarsem við hlóðum virkin og héldum til í sól og regni langt fram á ágústkvöld sem voru full af þessu hlýja húmi sem hvergi er einsog þar? Af hverju er heima alltaf þar þó að ég hafi lifað af í átján Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1873 orð

ARTHUR RIMBAUD; GULLGERÐARMAÐUR ORÐSINS EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR

"Til hans liggja þræðirnir úr öllum áttum nútímaskáldskapar." Jón Óskar "Sköpunin byrjar með sársaukafullum aðskilnaði við guð og upphafi nýs, sjálfstæðs vilja, í þeim tilgangi að þessi aðskilnaður megi snúast í einskonar sameiningu sem er háleitari en séð verður upphaflega." The Mystic Will, H.H. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 845 orð

DANSKUR MENNINGARTÚLKANDI Himinn rökhyggjunnar nefnist greinasafn eftir Frederik Stjernfelt, kunnan menningartúlkanda í

FREDERIK Stjernfelt hefur verið einn kunnasti menningartúlkandi í Danmörku undanfarin ár. Nýlega birtist greinasafn hans sem spannar undanfarinn áratug, Himinn rökhyggjunnar (Rationalitetens himmel), nær fjörutíu greinar, alls um 500 bls. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

efni 7. nóv

Þjóðminjasafnið er á tímamótum. Framundan eru miklar breytingar og af því tilefni hefur blaðamaður Lesbókar rætt við Sturlu Böðvarsson, formann Þjóðminjaráðs, og Þór Magnússon þjóðminjavörð um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og safnstjórinn, Guðný Gerður Gunnarsdóttir lýsir fyrirætlunum sínum. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

ÉG ER ÁSTIN

Ljósastaurarnir halla sér í vindinn skjálfandi í hrollkaldri rigningunni meðan blágrátt mistrið leggst eins og arabísk blæja yfir andlit götunnar Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1112 orð

FJÖLBREYTILEIKI SAMTÍMALISTARINNAR Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI Í Listasafni Íslands var í gærkvöldi opnuð sýningin 80/90 Speglar

Á SÝNINGUNNI gefur að líta úrval verka úr samtímalistasafninu í Ósló, Museet for Samtidskunst, sem var stofnað árið 1986 og opnað almenningi 1990, og nær úrvalið til verka úr eigu safnsins frá síðustu tveimur áratugum. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

FRUMKVÆÐI

Hún raðaði rauðum laufum á rykuga arinhilluna lagaði súpu --Við glasaglaum liðinnar tíðar gaspraði hann um frumkvæði karla að kærleiksmálum: "Því taka ekki konur oftar ögrandi frumkvæði?" Ein þeirra kímdi kankvís því kjarkinn vantaði ekki --Brosandi blá kampavínsflaska barmastór glös blik í auga töfrandi Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2929 orð

ÍSLENSKI SKRAUTGARÐURINN EFTIR EINAR E. SÆMUNDSEN Nokkur brot úr sögu íslenska skrautgarðsins frá landnámi til 1950. Garðar

Francis Bacon, enskur heimspekingur sem uppi var 1561-1626, ritaði bók rétt fyrir aldamótin 1600 með leiðbeiningum fyrir almenning í hegðun. Þar fjallar hann m.a. um garða og segir um garðinn. "Fyrsta garðinn ræktaði Guð Almáttugur, og sannarlega er sú iðja einskærasta gleði mannsins, hún hressir og kætir anda hans best. Án garða eru allar hallir og kastalar eins og vansmíð úr hrákavið". Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 650 orð

ÍSLENSK NÁTTÚRA VERKAR STERKT Á MIG Sænska listakonan Anna Hallin er mörgum Íslendingum kunnug. Hún hefur verið skiptinemi við

"ÁRIÐ 1987 var ég í myndlistarnámi í Gautaborg," segir Anna. "Þá ákvað ég að fara á kvöldnámskeið sem boðið var upp á við háskólann þar. Íslensku valdi ég því að mér finnst hrynjandi tungumálsins falleg. Ég hafði séð myndir frá Íslandi sem kveiktu áhuga minn á landi og þjóð. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4610 orð

KALIFORNÍA Í NÝJU OG GÖMLU LJÓSI EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON Meginþorri hvítra manna í Kaliforníu getur ekki talist smekklega

SANTA Barbara, aðalbækistöð okkar hjóna hjá Braga Freymóðssyni og Sigríði Bíldal, konu hans, er undurfögur borg um 150-160 km fyrir norðan Los Angeles. Þetta er ekki nein stórborg. Íbúafjöldinn svipaður og í höfuðborg Íslands og náttúrufegurðin engu minni en í okkar hjartkæru Reykjavík. Borg Barböru helgu er umgirt snæviþöktum fjöllum á aðra hönd og Kyrrahafinu á hina. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 966 orð

KÍMNIGÁFA

Eftir því sem erlendar slettur gerast ágengari við íslenskt mál heyrast sjaldan góð og gegn orð sem hafa þróast með þjóðinni um aldaraðir og fela í sér visku kynslóðanna. Þar á meðal er orðið kímnigáfa. Það er svo gegnsætt að engra útskýringa er þörf en ekki veit ég til þess að í tungum annarra þjóða séu til viðlíka samsetningar. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

LJÓSMYNDIR UJUUKULOOQS

SÝNING á ljósmyndum, sem sýna mannlíf í Qaqortoq (Julianehåb) á Grænlandi á árunum 1920­1945, hefur verið sett upp í anddyri Norræna hússins. Allar ljósmyndirnar tók John Høegh ­ á grænlensku nefndur Ujuukulooq. Hann var sjálflærður ljósmyndari sem sinnti þessu áhugamáli sínu í tæplega þrjá áratugi. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 428 orð

MARLÍÐENDUR

Og er mjög leið á kveldið, mælti Geirríður við Gunnlaug: "Það vildi ég, að þú færir eigi heim í kvöld, því að margir eru marlíðendur; eru og oft flögð undir fögru skinni..." (Eyrbyggja saga) Ég hef hugsað daga og nætur um setningu úr bókinni. "Margir eru marlíðendur. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 570 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 493 orð

NÝJAR SÝNINGAR ÞJÓÐMINJASAFNSINS GUÐNÝ GERÐUR GUNNARSDÓTTIR er safnstjóri á Þjóðminjasafninu. Hún var beðin að gera í fáum orðum

Þegar Þjóðminjasfn Íslands verður opnað aftur að loknum breytingum mun sýningarsvæði safnsins verða mun meira en það hefur verið undanfarin ár. Jafnframt stækkar það svæði sem verður til að þjóna gestum safnsins, inngangur safnsins, kaffistofa og fyrirlestrarsalur verða á jarðhæð en sýningarsalir á tveimur efri hæðum. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 940 orð

ORÐLAUST STEFNUMÓT VIÐ MÁLSNILLING Eftir Tone Myklebost

EFTIR lestur skáldsögunnar Dánarár Ricardo Reis eftir José Saramago var ég gripin óstöðvandi löngun til að pakka í ráptuðruna og hverfa á vit Lissabon. Ég var einfaldlega tilneydd til að feta í fótspor höfundarins og kynnast borginni af eigin raun, Ricardo Reis og átrúnaðargoðinu og rithöfundinum Fernando Pessoa. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1334 orð

PICASSO-SAFNIÐ Í MÁLAGA

FYRIR skömmu vígðu spænsku konungshjónin safn í nýuppgerðu húsinu sem Pablo Ruiz Picasso fæddist í við Plaza de la Merced í Málaga. Í þessu fallega 19. aldar húsi eru nú sýnd verk sem Picasso gerði á síðustu tveimur áratugum ævinnar. Brátt verða þar hengd upp fjölmörg önnur verk sem Christine, tengdadóttir listamannsins, og Bernard, sonur hennar, hafa gefið Málaga-safninu af einstökum rausnarskap. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 364 orð

RÚSSNESK RÓMANTÍK

SUNNUDAGINN 8. nóvember nk. kl. 17 verða Ljóðatónleikar í Gerðubergi. Flytjendur eru Alina Dubik, mezzosópran, og Gerrit Schuil, píanóleikari. Á efnisskránni verða verk eftir Fauré, Tsjajkovskí, Rimskí-Korsakov, Borodín og Glinka. Alina Dubik er pólsk að ætt og uppruna. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð

TVÆR FLAUTUR OG PÍANÓ

AÐRIR tónleikar í kammertónleikaröð, sem haldin er í Fella- og Hólakirkju, verða sunnudaginn 8. nóvember kl. 17. Á tónleikunum leikur Tríó Romance, sem skipað er þverflautuleikurunum Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdóttur og Peter Máté píanóleikara. Að sögn Peters verður dagskráin frekar stutt, með léttum brag og til þess fallin að lokka nýja hlustendur á tónleika. Flutt verða fimm verk. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1138 orð

UMBURÐARLYNDI EFTIR HEIMI STEINSSON

NÝLEGA birti Jóhannes Páll páfi annar umburðarbréf, er nefnist Fides et ratio eða Trú og skynsemi. Morgunblaðið greinir frá þessu. Í frétt blaðsins segir meðal annars: "Nú þegar þriðja árþúsundið nálgast, telur páfi einnig mikilvægt, að kristnir menn, trúleysingjar og fylgismenn annarra trúarbragða hefji "skýrt og heiðarlegt samstarf". Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 563 orð

UTAN HRINGSINS

Maður hafði grunnskóla- og jafnvel menntaskólakennara sína grunaða um að lenda í svolitlum vandræðum þegar kom að því að svara spurningunni hvað þetta ljóð þýddi. Tja, jú, sjáið til, krakkar mínir, hóstuðu þeir og urðu áreynslumiklir á svip, hér er hann Steinn á gangi í kringum hús stúlkunnar sem hann elskar. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3498 orð

ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Á TÍMAMÓTUM EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Þjóðminjasafnið verður lokað til 17. júní, 2000, og tíminn þangað til verður

Þjóðminjasafnið hefur verið til húsa vestur á Melum í áratugi og landsmenn þekkja það vel og finnst það vera ein af þessum sjálfsögðu stofnunum sem eiga bara að vera á sínum stað og þurfi ekki að taka breytingum frekar en styttan af Ingólfi Arnarsyni. Meira
7. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

ÞÚ BÍÐUR

Ég veit þú bíður mín handan við dyrnar hljóður og þungbúinn en ég er að hlusta á söng sumargesta minna úr tjarnarsefinu. Þeir spegla sig í lygnunni engin vindhviða gárar vatnið og sólin gengur seint til viðar, rauðhöfðaönd og álft óðinshani og lómur og duggöndin fagra segja mér drauma sína. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.