Greinar laugardaginn 14. nóvember 1998

Forsíða

14. nóvember 1998 | Forsíða | 478 orð

Albright segir málamiðlun ekki koma til greina

SADDAM Hussein, forseti Íraks, sýndi í gær nokkur merki þess að hann væri reiðubúinn að sýna sveigjanleika í deilunni vegna vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, en ummæli hans virtust ekki breyta neinu um afstöðu Vesturlanda. Meira
14. nóvember 1998 | Forsíða | 138 orð

Brazilía fær 2.900 milljarða

TILKYNNT var í gær, að IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, og ýmis iðnríki ætluðu að veita Brazilíumönnum um 2.900 milljarða ísl. kr. til að koma í veg fjármálahrun í landinu, stærstu efnahagsheildinni í Suður-Ameríku. Meira
14. nóvember 1998 | Forsíða | 197 orð

Clinton semur við Paulu Jones

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur fallist á að greiða Paulu Jones 850 þúsund dollara, eða um 60 milljónir íslenskra króna, fyrir að falla frá lögsókn á hendur honum fyrir kynferðislega áreitni. Robert Bennett, lögmaður Clintons, sagði í gær að forsetinn teldi ásakanir Paulu Jones tilhæfulausar, en vildi binda enda á þrætuna, Meira
14. nóvember 1998 | Forsíða | 142 orð

Deilt um tollamál

BANDARÍKJAMENN gagnrýndu stjórn Japans í gær fyrir að ætla að hindra samkomulag um lækkun tolla á sjávar- og skógarafurðir á fundi leiðtoga aðildarríkja APEC, Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem haldinn verður í Malasíu á þriðjudag og miðvikudag. Meira
14. nóvember 1998 | Forsíða | 135 orð

Vinafundir í Bonn

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, tekur á móti Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir utan þinghúsið í Bonn í gær. Eins og sjá má voru endurfundir þeirra gleðilegir, en Davíð tók á móti Schröder í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík um sama leyti árs í fyrra, þegar hann kom í opinbera heimsókn til Íslands sem forsætisráðherra Neðra- Saxlands. Meira

Fréttir

14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

20 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

MAÐUR á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa notfært sér einfeldni og minnistap aldraðrar konu til að hafa af henni rúmlega þrjátíu milljónir króna. Hann var einnig dæmdur til endurgreiðslu upphæðarinnar allrar ásamt vöxtum. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Afgreiðsla flyst tímabundið

AFGREIÐSLA Tryggingastofnunar ríkisins flyst í Tryggvagötu 28 næstkomandi mánudag, 16. nóvember. Frá og með þeim degi er afgreiðslunni lokað á Laugavegi 114 og 116. Flutningur afgreiðslunnar í Tryggvagötu er tímabundinn þar sem rýma þarf 1. hæð á Laugavegi 114 vegna breytinga og viðbyggingar þar. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Alþjóðadagur sykursjúkra

ALÞJÓÐADAGUR sykursjúkra er í dag, laugardaginn 14. nóvember. Í tilefni dagsins munu Samtök sykursjúkra bjóða upp á blóðsykurmælingu í Kringlunni. Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fráfarandi landlæknir, Ólafur Ólafsson, munu í tilefni dagsins mæta í blóðsykurmælingu um klukkan 16. Mælingar á Akureyri og í Vestmannaeyjum Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guðmundi Björnssyni lækni: "Fréttir Stöðvar 2 um upplýsingaöflun mína um heilsufar tiltekinna einstaklinga eru villandi og byggðar á verulegum misskilningi. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 248 orð

Áherslan á stýriflaugar en ekki liðsafla

HERAFLINN, sem Bandaríkjamenn hafa flutt til Persaflóasvæðisins, er minni en samt öflugri en sá, sem áður hefur tekist á við Saddam Hussein. Um það eru hernaðarsérfræðingar sammála. Segja þeir, að áhersla sé nú á Tomahawk-stýriflaugar og á minni liðsafla á jörðu niðri. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Basar á Hrafnistu

ÁRLEGUR viðburður á Hrafnistu í Reykjavík er basar heimilisfólksins. Hann verður í ár laugardaginn 14. nóvember kl. 13­17 og mánudaginn 16. nóvember kl. 10­16. Á basarnum verður á boðstólum fjölbreytt handavinna heimilisfólksins. Fær hver og einn andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið. Heitt kakó og vöfflur verða einnig í boði. Allir velkomnir. Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Basar Samhygðar

SAMHYGÐ, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og nágrenni, efnir til kökubasars eftir messu í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 15. nóvember. Ágóðinn rennur til minningarreits um týnda. Kirkjugestir og aðrir Akureyringar eru hvattir til að koma og styrkja gott málefni. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Basar St. Jósfefskirkju

HLUTAVELTA og basar ásamt kaffsölu St. Jósefskirkju, Jófríðastaðavegi í Hafnarfirði, verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember að lokinni messu sem hefst kl. 14 í safnaðarheimili Jósefskirkju. Á boðstólum verður mikið af góðum vörum. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 419 orð

Blóðugar óeirðir á götum Jakarta

AÐ MINNSTA kosti níu manns biðu bana í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í átökum sem blossuðu upp á götum borgarinnar þegar um 20.000 námsmenn og stjórnarandstæðingar gengu um miðborgina til að krefjast róttækra lýðræðisumbóta í landinu. B.J. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Bragfræði í skóla

ÞÓRÐUR Helgason lektor við Kennaraháskóla Íslands flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans þriðjudaginn 17. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Bragfræði í skóla. Í fyrirlestrinum mun Þórður fjalla um hlut bragfræðinnar í grunnskólum landsins, kennslubækur sem í notkun eru, hvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í kennslu bragfræði og hvað mætti betur fara. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

Deildakeppni í skák

DEILDAKEPPNI í skák hófst í gær í húsakynnum Taflfélagsins Hellis og Bridssambands Íslands í Mjóddinni. Deildakeppnin er fjölmennasta skákmót sem haldið er á landinu á hverju ári. Keppnin fer fram í fjórum deildum og taka alls 40 sveitir og um 270 skákmenn þátt í keppninni. Styrktaraðili keppninnar er Íslandsflug hf. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

ÐTæp 4% landsmanna vilja kaupa hlut í FBA

ALLS óskuðu 10.734 aðilar eftir að kaupa hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, fyrir um 19 milljarða króna. Seldur var 49% eignarhlutur ríkisins í bankanum og óskuðu þeir 10.734 sem skráðu sig fyrir hlut, eftir að kaupa samtals um 13,5 milljarða króna að nafnverði á genginu 1,4. Söluverðið nemur því 18,9 milljörðum króna. Til sölu voru 4. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

EES hefur skipt mestu fyrir menntun og vísindi

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra sagði í gær að aðildin að evrópska efnahagssvæðinu hefði á einstökum sviðum skipt mestu máli fyrir menntun, rannsóknir og vísindi á Íslandi. Björn flutti ræðu við upphaf Evrópudaga og benti á að þegar umræður um aðild að evrópska efnahagssvæðinu hefðu staðið sem hæst hefði ekki borið mikið á því að rætt væri um gildi hennar með menntun, menningu, Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Einstæðum foreldrum verði heimilt að nýta sér persónuafslátt barna

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að einstæðum foreldrum sem hafa á framfæri sínu ungmenni á aldrinum 16­19 ára sé heimilt að nýta 80% óráðstafaðs persónuafsláttar ungmennisins. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 311 orð

Ekkert minnst á Íslendinga

Á víkingaskipasafninu í Bygdøy í Noregi, þar sem meðal annars er til sýnis hið merka Gauksstaðaskip, er hvergi minnst á þátt Íslendinga í siglingum og landafundum víkingatímans. Guðlaugur Bergmann, sem nýverið heimsótti Bygdøy-safnið, Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 321 orð

Ekki enn tekist að staðfesta niðurstöðurnar

FULLTRÚAR bandarísku krabbameinsstofnunarinnar (NCI) hafa nú lýst vonbrigðum sínum vegna þess að þeim hefur ekki tekist að endurtaka á árangursríkan hátt rannsóknir sem dr. Judah Folkman, prófessor við Harvard-háskóla, kynnti á síðasta ári. Meira
14. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 173 orð

Eldri borgarar í Stykkishólmi á fræðslufundi

Stykkishólmi-Nýlega voru eldri borgarar í Stykkishólmi boðaðir til fundar um öryggismál sem þeim tengjast. Það er VÍS í samstarfi við Landssamband slökkviliðsmanna og félags eldri borgara sem standa fyrir forvarnardagskrá með eldri borgurum. Farið var yfir ýmsa öryggisþætti og auk þess fjallað um þá tryggingavernd sem þessum aldurshópi er nauðsynleg í daglegu lífi. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 483 orð

Fá störf áfram, biðlaunaréttur ekki viðurkenndur

SAMKOMULAG náðist milli meinatækna, sem sögðu upp störfum á rannsóknarstofu Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði, og stjórnar spítalans um kvöldmatarleytið í gær. Meirihluti meinatækna eða allir sem tök áttu á í gærkvöldi skrifuðu undir ráðningarsamninga og komu aftur til starfa kl. 23.30 í gærkvöldi. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fjölskyldudagur Barnamáls

BARNAMÁL, áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna, stendur fyrir fjölskyldudegi sunnudaginn 15. nóvember kl. 15­17 á Hótel Loftleiðum, Blómasal. Allir félagsmenn Barnamáls eru hvattir til að koma sem og þeir sem áhuga hafa á að kynnast félaginu. Óvænt uppákoma verður fyrir börnin. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Flaggað á degi íslenskrar tungu

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ákveðið að flaggað skuli við opinberar stofnanir á degi íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember næstkomandi. Hvatt er til til að almenningur geri slíkt hið sama, að því er segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Fyrirlestur um varðveislu sögulegra mannvirkja

DR. WILLIAM J. Murtagh, bandarískur sérfræðingur í varðveislu sögulegra mannvirkja, mun á mánudaginn kl. 17 halda fyrirlestur og skyggnusýningu í Norræna húsinu á vegum Þjóðminjasafnsins. Í kjölfarið verða umræður sem Þór Magnússon, forstöðumaður safnsins, stýrir. Dr. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fyrirlestur um varðveislu sögulegra minja

DR. WILLIAM J. Murtagh heldur fyrirlestur um viðhald og varðveislu sögulegra minja í Ameríku í Norræna húsinu, mánudaginn 16. nóvember kl. 17. Að loknum fyrirlestrinum, sem byggist að verulegu leyti á myndasýningu, verða umræður. Þór Magnússon forstöðumaður Þjóðminjasafns Íslands, kynnir dr. Murtagh og störf hans, en Þór mun taka þátt í umræðunum. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Handverksmarkaður á Garðatorgi

HANDVERKSMARKAÐUR verði haldinn í Garðatorgi í Garðabæ í dag og verður þar til sýnis margvíslegur varningurm svo sem trévörur, leirvörur, glervörur og fleira. Markaðurinn hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 17. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Handverkssýning Heimilisiðnaðarfélagsins

Í HÚSI Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Laufásvegi 2, laugardag kl. 10­14, verður handverksfólk við störf og sýnir verk sín. Jólanámskeið Heimilisskólans verða kynnt, ýmsir munir verða á basar, þjóðbúningadeildin verður opin og boðið verður upp á veitingar í takt við árstímann, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Heimilt verði að leita tilboða frá einum eða fleiri aðilum

DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að ekki verði skylt að láta fara fram útboð vegna smíði nýs varðskips. Þess í stað verði heimilt að leita tilboða frá einum eða fleiri aðilum. Þá er með frumvarpinu lagt til að hið sama gildi um viðhald varðskips þegar sérstakir öryggishagsmunir krefjist. "Samkvæmt 1. gr. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hin unga sveit sýnd í bíósal MÍR

KVIKMYNDIN Hin unga sveit verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 15. nóvember kl. 15. Mynd þessi var gerð í Sovétríkjunum árið 1948 undir stjórn Sergeis Gerassimovs, eins af kunnustu kvikmyndagerðarmönnum sovéttímans og í myndinni koma fram í fyrsta sinn nokkrir ungir leikarar sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða í sovéskri kvikmyndagerð, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 100 orð

Hlaupið frá skólabókunum

Grundarfirði-Allir mættir nemendur og flestir kennarar Grunnskóla Eyrarsveitar tóku þátt í norræna skólahlaupinu 1998. Hér er um þrjár vegalengdir er að ræða, þ.e. 10 km sem 50 nemendur hlupu, en 95 hlupu 5 km og 44 hlupu 2,5 km. Skólarnir geta valið einn dag á bilinu 1. október til 1. desember til hlaupsins og völdu Grundfirðingar þann 5. nóv. Þetta er í 14. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Hollvinir Sjómannaskólans vilja aukið fjármagn til skólans

AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Íslands var haldinn í hátíðarsal Sjómannaskóla Íslands laugardaginn 24. október sl. "Fundurinn taldi brýnt að auknu fjármagni verði veitt til menntunarmála skipstjórnar- og vélstjórnarmanna til þess að þeir verði betur í stakk búnir að takast á við ein mikilvægustu störf íslensks þjóðfélags, sem eru sjávarútvegur og siglingar. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 228 orð

Hvött til að taka á máli Anwars

SERGIO Marchi, viðskiptaráðherra Kanada, sagði í gær að APEC, Efnahagssamvinnuráð Asíu- og Kyrrahafsríkja, myndi bíða álitshnekki ef leiðtogar samtakanna hunsuðu handtöku Anwars Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, á fundi sínum í landinu í næstu viku. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 483 orð

Hætta á ferðum í eldsvoða í álverinu

ALLT tiltækt slökkvilið í Reykjavík var sent að steypuskála Íslenska álfélagsins í Straumsvík í gærmorgun vegna eldsvoða sem varð þegar 750 gráðu heitt ál flæddi úr ofni ofan í kjallara, eyðilagði vökvalagnir og kveikti í glussa sem úr þeim sprautaðist. Í kjallaranum voru rafmagnskaplar með háspennu og stórir olíutankar. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 922 orð

Innheimta stimpilgjalds við endurnýjun lána ólögmæt

TÚLKUN fjármálaráðuneytisins á ákvæðum stimpillaga og þar af leiðandi framkvæmd sýslumannsembætta landsins þegar um er að ræða innheimtu stimpilgjalds af skuldabréfum sem fela í sér endurnýjun eldri bréfa fær ekki staðist, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem upp var kveðinn í gær. Var íslenska ríkið þar dæmt til að endurgreiða Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Meira
14. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 67 orð

Innsetning tveggja prófasta

VIÐ messu í Skarðskirkju sunnudaginn 15. nóvember kl. 14 mun biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, setja sr. Halldóru Þorvarðardóttur, inn í embætti prófasts Rangárvallaprófastsdæmis. Fráfarandi prófastur sr. Sváfnir Sveinbjarnarson lét af starfi vegna aldurs 1. september sl. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Í lífshættu eftir umferðarslys

NÍU ára drengur varð fyrir bifreið á Miklubraut um klukkan átta í gærkvöldi. Hann hlaut lífshættulega höfuðáverka, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ekki var vitað hver drengurinn var og var því auglýst í útvarpi og sjónvarpi eftir aðstandendum hans. Skömmu síðar höfðu foreldrar drengsins samband við lögregluna. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Jólakort Barnaheilla

ÚT eru komin jólakort Barnaheilla til styrktar starfsemi samtakanna. "Markmið Barnaheilla er að vera málsvari allra barna og hafa frumkvæði að málum er varða réttindi þeirra og velferð. Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Jólaskreytingar á loft

FÉLAGARNIR Jón M. Ragnarsson og Sigþór Bjarnason, sem starfa í verslununum JMJ og Joe's á Akureyri, stóðu fagmannlega að verki, þar sem þeir voru að setja upp jólatré við vinnustaði sína í gær. Jólin verða nokkru fyrr á ferðinni á Akureyri í ár en venjulega og hefur verið farið fram á það við kaupmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, svo og allan almenning í bænum, Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 356 orð

Jólaþorpið Norðurpóllinn opnaður í næstu viku

NORÐURPÓLLINN sem er aðsetur jólasveinsins í Eyjafirði verður opnaður í næstu viku, föstudaginn 20. nóvember, en jólasveinarnir verða óvenjusnemma á ferðinni á Akureyri að þessu sinni. Norðurpóllinn er nokkurs konar þorp sem nú er verið að koma upp á flötinni neðan við Samkomuhúsið. Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Jónasarkvöld í Þelamerkurskóla

DAGUR íslenskrar tungu er árlega haldinn hátíðlegur í Þelamerkurskóla við Eyjafjörð en 16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, sem var einmitt uppalinn á svæði Þelamerkurskóla. Mánudagskvöldið 16. nóvember er öllum boðið að koma á Jónasarkvöld í Þelamerkurskóla en þar mun Sverrir Pálsson fyrrverandi skólastjóri flytja erindi. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Knapi og ræktunarmaður ársins valdir

SIGURÐUR Sigurðarson var útnefndur knapi ársins og Jón Bergsson á Ketilsstöðum var útnefndur ræktunarmaður ársins á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu í gærkvöldi. Sigurður hampaði í ár sigri ásamt Kringlu frá Kringlumýri í B-flokki gæðinga og tölti á landsmótinu. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 570 orð

Konu á Grenivík dæmdar bætur vegna fasteignasölu

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Sparisjóð Höfðhverfinga, sparisjóðssjóðsstjórann og fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaldbaks hf. til að greiða óskipt konu nokkurri skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir við sölu fasteignar sinnar til Kaldbaks. Voru henni dæmdar 3.363.431 kr. í bætur ásamt almennum vöxtum frá 12. febrúar 1994 til 11. október 1995 og dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 81 orð

Kúrdaleiðtogi handtekinn

ÍTALSKA lögreglan handtók í gær Abdullah Ocalan, útlægan leiðtoga Kúrdíska verkamannaflokksins, sem haldið hefur uppi skæruliðastarfsemi í Tyrklandi um árabil. Ocalan var handtekinn er hann kom til Fiumicino-flugvallar í Róm frá Moskvu og var hann með falskt vegabréf. Hafa Tyrkir þegar farið fram á, að hann verði framseldur þeim. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 637 orð

Lagt til að rannsóknir haldi áfram

IÐNAÐARRÁÐHERRA hyggst skipa þriggja manna samráðsnefnd með fulltrúum iðnaðarráðuneytis, utanríkisráðuneytis og Orkustofnunar til að vaka yfir íslenskum hagsmunum á sviði olíu- og landgrunnsmála og samhæfa viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna fyrirspurna olíuleitarfyrirtækja um rannsókna- og vinnsluleyfi í íslenskri lögsögu. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 29 orð

LEIÐRÉTT Heilsusetur Þórgunnu Í F

LEIÐRÉTT Heilsusetur Þórgunnu Í FRÉTTATILKYNNINGU í blaðinu á fimmtudag var sagt frá flutningi Heilsuseturs Þórgunnu að Skipholti 50c. Heilsusetrið var sagt vera Heilsusetur Þórgunnar og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Leikskólagjöld hækka að meðaltali um 14,5%

MEIRIHLUTI skólanefndar Kópavogs samþykkti á fundi sínum á mánudag grundvallarbreytingar á gjaldskrá leikskólanna í sveitarfélaginu og eiga þær að taka gildi 1. janúar nk. Breytingarnar ganga út á það að eitt ákveðið gjald, svonefnt grunngjald, gildi fyrir öll börn en að veittur verði 35% afsláttur af því gjaldi fyrir svokallaðan forgangshóp, þ.e. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Lýsi fyrir hjartveika

NEMENDUR í Mýrararhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa drukkið lýsið hressilega alla vikuna. Um leið og þeir byggðu upp eigið þrek styrktu þeir hjartveik börn, en Lýsi hf. gaf Neistanum, félagi hjartveikra barna, 15 krónur fyrir hvern millilítra sem nemendurnir drukku af lýsi. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu var búist við því að lýsisdrykkja barnanna hefði skilað hálfri milljón króna. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Málið verði rætt á Alþingi

ÖGMUNDUR Jónasson, þingflokki óháðra, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og óskaði eftir umræðum í þinginu í næstu viku um þær skipulagsbreytingar sem nú væri verið að koma á hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. "Ég hef sýnt fram á að þær skipulagsbreytingar sem VSÓ- verkfræðistofan hefur lagt til varðandi stjórnsýslu lögreglunnar stangast á við lög 6. gr. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 56 orð

Með fullri reisn

KARL Bretaprins bregður hér á leik ásamt ungu fólki, sem starfað hefur fyrir góðgerðastofnun eða -sjóð, sem hann stofnaði. Efndi sjóðurinn til veislu í tilefni af 50 ára afmæli Karls og var hún haldin þar sem kvikmyndin Með fullri reisn var tekin. Muna vafalaust margir eftir senunni, sem hér er verið að endurtaka. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Menntamálaráðuneytið semur við Menntafélag byggingariðnaðarins

Menntamálaráðuneytið semur við Menntafélag byggingariðnaðarins BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins og Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, undirrituðu í vikunni samning vegna umsýslu sveinsprófa og námssamninga í bygginga- og mannvirkjagreinum. Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 419 orð

Messur og kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Kirkjudagur á morgun. Sunnudagaskóli kl. 11 í kirkjunni. Hátíðarmessa kl. 14. Vígsluafmæli kirkjunnar. Kaffisala á eftir. Öldruðum er boðið upp á akstur, bíll fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð en hann fer til baka frá kirkjunni kl. 16. Fyrirlestur dr. Páls Skúlasonar fluttur í minningu sr. Þórhalls Höskuldssonar kl. 17. Biblíulestur kl. 20. Meira
14. nóvember 1998 | Miðopna | 2557 orð

Minnisstæðust eru mál frá óróasvæðum Evrópu Mikil breyting hefur orðið á starfsemi Mannréttindadómstóls Evrópu þá tæpa þrjá

Minnisstæðust eru mál frá óróasvæðum Evrópu Mikil breyting hefur orðið á starfsemi Mannréttindadómstóls Evrópu þá tæpa þrjá áratugi sem Þór Vilhjálmsson hefur átt þar sæti sem dómari fyrir Íslands hönd. Framan af komu einungis örfá mál til úrlausnar en þetta hefur nú gerbreyst. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Mælir fyrir tillögu um að hvalveiðar hefjist að nýju

"ÞAÐ er réttur og skylda fullvalda þjóðar að nýta auðlindina á ábyrgan hátt og í anda þeirrar stefnu um sjálfbæra nýtingu sem Íslendingar hafa gerst talsmenn fyrir. Af því leiðir að rétturinn til að nýta hvalastofna sem þola veiði er ótvíræður og sjálfsagður," sagði Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Námskeið fyrir aðstandendur fólks með geðsjúkdóma

GEÐHJÁLP stendur að námskeiðum fyrir aðstandendur fólks með geðklofa og geðhvörf (þunglyndi og oflæti). Námskeiðin verða í formi fyrirlestra og eftir jól verða stuðningshópar með leiðbeinanda. "Kristófer Þorleifsson, geðlæknir, heldur fyrirlestra um einkenni, meðferð og batahorfur fólks með geðklofa og geðhvörf, en hann starfar á Landspítalanum/Kleppi. Meira
14. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 297 orð

Ný bæjarstjórn mynduð á Egilsstöðum

Egilsstaðir-Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka á Austur- Héraði héldu blaðamannafund í gær og kynntu nokkra þætti úr málefnasamningi sínum en flokkarnir hafa verið í viðræðum um meirihlutasamstarf. Samstarf B-lista og F- lista leystist upp vegna ágreinings um nýtt skipurit bæjarfélagsins og sjónarmiða til umhverfismála. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 877 orð

Nýir valdhafar góðir bandamenn

ÍSLENDINGAR eiga góða bandamenn í nýjum valdhöfum Þýzkalands, sem og öðrum áhrifamönnum þar. Þetta sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir viðræður sínar við Gerhard Schröder, kanzlara landsins, en Davíð hitti í gær einnig Wolfgang Schäuble arftaka Helmuts Kohls á formannsstóli kristilegra demókrata og þar með leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Nýr F-línu Ford sýndur um helgina

FORD-umboðið Brimborg sýnir um helgina nýja gerð af F-línu pallbílnum. Verður opið í dag, laugardag milli klukkan 12 og 16 og á morgun milli 13 og 16. F-línan er ný að utan sem innan og hann er nú boðinn í fleiri útgáfum en áður. Boðnar eru svonefndar Supercab og Crewcab gerðir og eru boðnar 5,4 lítra átta strokka bensínvél eða 7,3 lítra dísilvél. Meira
14. nóvember 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Nýtt byggingarfyrirtæki

Borgarnesi-Stofnað hefur verið nýtt byggingarfyrirtæki í Borgarbyggð sem heitir Sólfell. Að fyrirtækinu standa nokkrir af fyrrum starfsmönnum og eigendum Byggingafélagsins Borgar sem varð gjaldþrota fyrir skömmu. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Peningar týndust undir næturhólfi

Á ÞRIÐJA hundrað þúsund króna bankainnlegg sem hvarf með dularfullum hætti í sumar fannst fyrir skömmu við leit rannsóknarlögreglu. Fundarstaðurinn var næturhólf bankans en umslag með innlegginu hafði fallið undir skúffu hólfsins og legið þar utan seilingar og sjónmáls. Hvarf peninganna var kært til lögreglu sem nú hefur leyst málið. Meira
14. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 84 orð

Píanótónleikar á Ísafirði

ÖRN Magnússon píanóleikari heldur sína þriðju einleikstónleika á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 17. Tónleikarnir verða í tónleikasal Grunnskólans. Á tónleikunum eru eingöngu verk eftir Beethoven og Debussy. Fyrir hlé mun Örn leika tvær píanósónötur Beethovens op. 27 og er sú síðari Tunglskinssónatan. Eftir hlé verða verk eftir Debussy og lýkur tónleikunum á Eyju gleðinnar. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Prófkjörið fer fram í dag

PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi fer fram í dag, laugardaginn 14. nóvember, og hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur honum kl. 21. Kosið verður á 11 stöðum í kjördæminu: 1. Hlégarði, Mosfellsbæ, fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós, 2. Sjálfstæðishúsinu, Austurströnd 3, 3. hæð, Seltjarnarnesi, 3. Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, Kópavogi, 4. Garðatorgi 7, Garðabæ, 5. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Ráðstefna um hitaveitur á Íslandi

ORKUSTOFNUN-Jarðhitaskólinn heldur ráðstefnu um hitaveitur á Íslandi og tækniþekkingu tengda þeim dagana 16.­17. nóvember. Fyrirlestrarnir verða haldnir í fyrirlestrasal Orkustofnunar, Grensávegi 9, og hefjst kl. 9 báða dagana. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 321 orð

Rússar í stríð með Serbum?

ÞÝSKA stjórnin óttast, að komi til árása NATO á Serba vegna Kosovo muni Rússar koma þeim til hjálpar með beinum hætti á samri stundu. Kom þetta fram í dagblaðinu Bild í gær og er þar vitnað í trúnaðarskýrslu, sem lögð verður fyrir varnarmálanefnd sambandsþingsins. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Rússnesk lög um starfsemi trúfélaga

HINN 17. nóvember nk. verður látið reyna á lög sem sett voru í Rússlandi í fyrra um starfsemi trúfélaga. Embætti saksóknara í Moskvu hefur höfðað mál í því augnamiði að fá starfsemi Votta Jehóva í borginni bannaða. Málið var dómtekið í septemberlok en réttarhöldum frestað fram til 17. nóvember, segir í fréttatilkynningu frá Vottum Jehóva. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Sagnfræðingar og kalda stríðið

VALUR Ingimundarson, sagnfræðingur, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 17. nóvember í boði Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir: Kalda stríðið: Rannsóknir og aðferðir. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 402 orð

Samskiptin við Kínverja eru komin í samt lag

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Wang Yingfan, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, í ráðherrabústaðnum í Reykjavík en sendinefnd Wangs átti ítarleg samtöl við embættismenn úr íslenska utanríkisráðuneytinu á fimmtudag þar sem rædd voru mörg mál, bæði milli landanna og alþjóðleg mál, sem snertu viðskipti, mannréttindi, afvopnunarmál og þróunina í Evrópu og Asíu. Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Sjö umsóknir um starf framkvæmdastjóra

SJÖ umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar b.s. Umsækjendur eru Einar Ólafsson, Bjarni P. Magnússon, Árni Jósteinsson, Elín Antonsdóttir, Smári S. Sigurðsson, Þorsteinn Ásgeirsson og Hólmar Svansson. Sigurður J. Sigurðsson, formaður stjórnar atvinnuþróunarfélagsins, sagði stefnt að því að ganga frá ráðningu framkvæmdastjóra í næstu viku. Meira
14. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Skátar selja jólapakkningar

SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur á Akureyri ætlar að bjóða bæjarbúum til sölu jólavörupakkningar næstu daga. Þeir verða á ferðinni í Glerárhverfi næstkomandi mánudagskvöld, 16. nóvember, á efri brekku þriðjudagskvöldið 17. nóvember og á miðvikudagskvöld á neðri brekku, Innbæ og Oddeyri. Í pakkningunni eru jólapappír, límbandsrúlla, merkimiðar og hnota af gjafaborða. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Skelfing í skólanum

OFSAHRÆÐSLA greip um sig í grunnskóla Þorlákshafnar þegar jarðskjálfti reið yfir bæinn í gærmorgun. Jón H. Sigurmundsson aðstoðarskólastjóri sagði að sér hefði komið á óvart hvað sum börnin urðu hrædd. Kennarar hefðu verið í því hlutverki að veita börnunum áfallahjálp og ákveðið hefði verið að gefa frí í skólanum eftir hádegi. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Skorað á konur að gefa kost á sér

Á FUNDI sem haldinn var í framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna 11. nóvember var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Landssamband framsóknarkvenna minnir á mikilvægi þess að jafnréttisáætlun flokksins sé höfð að leiðarljósi við val á lista. Jafnframt leggur LFK áherslu á mikilvægi þess að konur og karlar komi jafnt að ákvörðunartöku í stjórnmálum sem og á öðrum vettvangi þjóðlífsins. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 580 orð

Spánverjar geta ekki sagt nei

BRUNO Hansen, framkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu XII hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kvaðst í gær telja að Spánverjar myndu ekki geta staðið við hótanir sínar um að tefja þátttöku Íslands og annarra EFTA- ríkja í fimmtu rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 660 orð

Stéttin of samvinnuþýð í sparnaðaraðgerðum?

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarþingi Stéttin of samvinnuþýð í sparnaðaraðgerðum? STEFNUMÓTUN í hjúkrunar- og heilbrigðismálum var til umræðu á hjúkrunarþingi í gær en það er haldið annað hvert ár af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Stofnfundur félags kristnifræðikennara

NOKKRIR kennarar ætla að efna til fundar um kristin fræði þriðjudaginn 17. nóvember kl. 18­20. Fundurinn verður haldinn í Kennarahúsinu við Laufásveg. Efni fundarins verður m.a.: Stofnun félags kristnifræðikennara, kynning á kennsluhugmyndum um jólin og fræðsluerindi um jólin. Fundurinn er opinn öllum kennurum sem áhuga hafa. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

SVANHVÍT EGILSDÓTTIR

LÁTIN er í Reykjavík Svanhvít Egilsdóttir prófessor. Hún var 84 ára. Svanhvít Egilsdóttir fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1914 og voru foreldrar hennar Egill Guðmundsson og Þórunn Einarsdóttir. Í Hafnarfirði hóf hún feril sinn sem tónlistarmaður. Hóf hún átta ára nám hjá Ingibjörgu Benediktsdóttur og sex árum síðar var hún farin að leika á píanó í bíói bæjarins. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tekinn á 107 km hraða á vélsleða

LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði í gær mann, sem var á ferð á vélsleða við hlið Drottningarbrautar, á 107 km hraða. Maðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Samkvæmt lögreglusamþykkt er einungis heimilt að aka á vélsleða innanbæjar stystu leið að heiman og út úr bænum og til þess að taka bensín, en hámarkshraði er þá 30 km. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Telja skattstjóra seilast lengra en lög leyfa

FINNUR Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að bankarnir telji að ríkisskattstjóri seilist lengra en lög heimila með ósk um að fá upplýsingar frá innlánsstofnunum um innstæður, vexti og afdreginn fjármagnstekjuskatt frá 1347 aðilum, sem voru valdir í handahófsúrtaki. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Til stuðnings börnum með geðræn vandamál

FÉLAGAR í íslensku Leoklúbbunum, ungmennafélögum Lionshreyfingarinnnar, selja þessa dagana kerti til styrktar börnum með geðræna sjúkdóma. Allur ágóði rennur óskiptur til barnageðdeildar Landspítalans á Dalbraut. Kertasalan er hluti af sameiginlegu verkefni Leofélaga á Norðurlöndum til stuðnings börnum með sjúkdóma. Kertin eru seld tíu í pakka og kosta 500 krónur. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tveir árekstrar í Þrengslum

TVEIR árekstrar urðu í gær á Þrengslavegi með stuttu millibili. Sá fyrri varð um hádegisbil þegar tvær fólksbifreiðar rákust saman á móts við Votaberg í mikilli hálku. Kona, sem ók annarri bifreiðinni, slasaðist og var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Seinni áreksturinn varð við Lambafell kl. 14. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Tækjum afstöðu á grundvelli jafnræðis

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að ef lögð verði fram tillaga um gjald á allar auðlindir á Íslandi verði útvegsmenn að taka afstöðu til hennar á grundvelli jafnræðis. Hann ítrekar hins vegar andstöðu við auðlindagjald á sjávarútveginn. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Úrskurður kaupskrárnefndar ógiltur

HÆSTIRÉTTUR felldi á fimmtudag úr gildi hluta úrskurðar kaupskrárnefndar varnarsvæða frá 23. maí 1996. Féllst rétturinn á kröfu Landssambands slökkviliðsmanna (LSS), f.h. slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, um að úrskurðurinn uppfyllti ekki kröfur stjórnsýslulaga og reglna um kaupskrárnefnd að því er varðar form og rökstuðning. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 152 orð

Varað við fólksflótta

RÁÐAMENN í Mið-Ameríkuríkjunum, sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Mitch, segja, að hætta sé á, að fjöldi manna flýi til Bandaríkjanna komi Bandaríkjastjórn ekki til hjálpar með mikilli efnahags- og matvælaaðstoð. Meira
14. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 567 orð

Vara við hættu á upplausn Rússlands

ÖRYGGISRÁÐGJAFI Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta lýsti því yfir í gær að kynþáttahatur og þjóðernisátök kynnu að blossa upp í landinu og að þörf væri á því að herða eftirlit með öfgasamtökum. Harðar deilur hafa staðið í Rússlandi að undanförnu vegna andgyðinglegra ummæla þingmanns kommúnistaflokksins og tregðu flokksins og þingsins til að refsa honum. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 763 orð

Vensl fyrir fjölskyldur í vanda

VENSL, fjölskylduráðgjöf Kópavogs, var formlega opnuð föstudaginn 13. nóvember sl. Fjölskylduráðgjöfin heyrir undir félagssvið Kópavogsbæjar og stendur þjónustan öllum fjölskyldum með lögheimili í Kópavogi til boða gegn vægu gjaldi. Tímapantanir eru teknar niður í síma 554-2907 á fyrirfram ákveðnum dögum. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Vensl. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 556 orð

Vinna þarf áætlun um nýtt sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu

VEGNA stöðugrar þróunar og framfara þarf á næstu 10 til 15 árum að vinna áætlun um nýtt sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu en fram að því verður að auka samvinnu sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík til dæmis á sviði yfirstjórnar og innkaupa. Einnig er nauðsynlegt að fá fram nýjar hugmyndir í heilbrigðiskerfinu sem gerist helst með því að fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar sinni yfirstjórn spítalann. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð á ferð um landið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð haldi sína fyrstu landsráðstefnu dagana 4.­5. desember á Hótel Sögu. Til undirbúnings þeirri ráðstefnu munu aðstandendur samtakanna efna til kynningarfunda víða um land á næstu vikum. Meira
14. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 710 orð

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Suðurland

KRÖFTUGUR jarðskjálfti, 5 á Richter, reið yfir Suðurland í gærmorgun. Skjálftinn átti upptök sín suður af Skálafelli. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segist telja að á svæðinu sé efniviður í skjálfta upp á 5,5 á Richter en erfitt sé að segja fyrir um hvenær von sé á honum. Meira

Ritstjórnargreinar

14. nóvember 1998 | Staksteinar | 357 orð

»Skrumskæling lýðræðisins TALSVERT hefur verið um kjördæmamálið rætt eftir að

TALSVERT hefur verið um kjördæmamálið rætt eftir að stjórnarskrárnefndin, sem skipuð var til þess að jafna atkvæðisrétt, skilaði áliti. Í blaði Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Vogum, er á þetta mál drepið. Meira
14. nóvember 1998 | Leiðarar | 597 orð

TÍMAMÓTAYFIRLÝSING

UMMÆLI Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, um deiluna um auðlindagjald, í ræðu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í fyrradag marka ákveðin tímamót í umræðum, sem staðið hafa í um áratug. Í ræðu sinni sagði sjávarútvegsráðherra m.a. Meira

Menning

14. nóvember 1998 | Margmiðlun | 569 orð

Bannaður innan 16

Leikurinn Tenchu: Stealth Assasins var nýlega gefinn út fyrir Playstation, framleiðendur leiksins eru Activision og Centrsoft, Sony Entertainment Japan gefur hann út. Í TENCHU tekur þú að þér hlutverk ninju sem vinnur fyrir hinn góða Lord Ghonda. Leikurinn á sér stað stuttu eftir borgarastríðið í Japan og er Ghonda einn af þeim fáu "góðu" gaurum sem eftir eru í Japan. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarlíf | 233 orð

Beethoven, Debussy og Blíðfinnur í Digraneskirkju

ÖRN Magnússon píanóleikari flytur verk eftir Beethoven og Debussy í Digraneskirkju mánudagskvöldið 16. nóvember kl. 20.30. Á fyrri hluta tónleikanna flytur Örn píanósónötur Beethovens ópus 27, en þær hafa þá sérstöðu að vera nokkuð óbundnar af sónötu-forminu, og Tunglskinssónötuna. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Birnir á eftirlaunum!

Birnir á eftirlaunum! JOZEF Kosa gefur hér tveimur björnum að borða í nýja dýragarðinum í Veresegyhaza, 30 kílómetrum austan við Búdapest í Ungverjalandi. Nýi dýragarðurinn er ekki þessi venjulegi dýragarður með búrum og fólki að skoða, heldur nær hann yfir stórt svæði þar sem birnirnir ganga lausir. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarlíf | 33 orð

Bókakaflar á Netinu

NÝLEGA var útliti heimasíðu Máls og menningar og Forlagsins breytt og nýjum upplýsingum bætt við. Gefst nú kostur á að fletta upp fyrstu síðu nýrrar bókar. Netfangið er: http:www//mm.is nýjar bækur. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 84 orð

DiCaprio þungavigtarmaður

LEONARDO DiCaprio er orðinn þungavigtarmaður í Hollywood, ­ í bókstaflegri merkingu. Hann hefur bætt á sig 10 kílóum undanfarið og samkvæmt frétt New York Posthefur hann verið settur í strangan megrunarkúr. Danny Boyle, sem mun leikstýra DiCaprio í Ströndinni eða "The Beach", benti honum góðfúslega á að aukakílóunum væri ofaukið í sandinum. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarlíf | 72 orð

Fimm skáld á Gráa kettinum

Á VEGUM Besta vinar ljóðsins munu fimm höfundar lesa úr nýjum og væntanlegum bókum á Gráa kettinum við Hverfisgötu í dag, sunnudag, kl. 16. Auður Jónsdóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Óstöðvandi lukka; Elísabet Jökulsdóttir flytur örsögur úr væntanlegri bók; Arnaldur Indriðason les úr skáldsögunni Dauðarósir; Kristín Ómarsdóttir flytur ljóð úr væntanlegri bók og Guðrún Eva Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 150 orð

Fornar ástir Stundargaman (The Only Thrill)

Leikstjóri: Peter Masterson. Handritshöfundur: Larry Ketron. Kvikmyndataka: Don E. Fauntleroy. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Sam Shepard, Robert Patrick og Diane Lane. (106 mín) Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Öllum leyfð. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 1053 orð

Freistaði gæfunnar Fyrirsætan Elísabet Davíðsdóttir prýðir forsíðu nóvemberheftis franska tískublaðsins Vogue; ekki er hægt að

HVAÐA þýðingu hefur það fyrir fyrirsætu að birtast á forsíðu eins virtasta tískutímarits heims? Elísabet Davíðsdóttir ætti að verða einhverju nær um það næstu mánuðina því hún var valin til að prýða forsíðu nóvemberheftis franska Vogue. Elísabet sem er 22 ára hefur starfað sem atvinnufyrirsæta í tæplega tvö ár, fyrst í London og svo í New York þar sem hún á heima núna. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 155 orð

Frumsýning í beinni á Netinu

STOPP-leikhópnum var vel tekið að lokinni frumsýningu gamanleikritsins Víruss í Hafnarfjarðarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið. Höfundar verksins eru þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, sem sömdu leikritið öðrum þræði um "2000 vandann", og var leikritið sent út í beinni útsendingu á Netinu fram að hléi, en það mun vera í fyrsta skipti hérlendis. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 676 orð

Frægur bútleggur með Dylan nú löglegur

MAÐUR á náttúrlega að segja nei þegar maður er beðinn að skrifa um löngu viðurkennt meistaraverk, en það svar hefur mér ekki lærst nema að litlu leyti þrátt fyrir næstum hálfrar aldar æfingartíma. Því sit ég hér upprifin og hrifin af eilífum frumleika Bobs Dylans, sem hefur verið farið óteljandi orðum um í bókum og blöðum og allskonar fjölmiðlum, en finnst ég litlu hafa við að bæta. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarlíf | 44 orð

Fyrirlestur um sýningu Sigurjóns Ólafssonar

AÐALSTEINN Ingólfsson flytur fyrirlestur um steinmyndir Sigurjóns Ólafssonar í Hafnarborg, sunnudaginn 15. nóvember kl. 16. Fyrirlesturinn tengist yfirlitssýningu þeirri sem nú stendur yfir í Hafnarborg á verkum Sigurjóns og útgáfu bókarinnar Sigurjón Ólafsson ­ Ævi og list I. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 73 orð

Fæðing fiðrildis?

Fæðing fiðrildis? FATNAÐUR sem líkist fiðrildi nýkomnu úr púpunni var til sýnis á ráðstefnu í Nýju-Delhí á Indlandi 10. nóvember sl. Ráðstefnu? Já, ekki var þetta tískusýning, heldur ráðstefna skipulögð af NIFT eða þjóðarstofnun tískutækni og -iðnaðar Indverja. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Ísland á bókastefnu

BÓKASTEFNUNNI í Gautaborg er nýlokið. Meðal rithöfunda sem komu fram á stefnunni voru fjórir íslenskir, Matthías Johannessen, Árni Bergmann, Ólafur Gunnarsson og Hallgrímur Helgason. Anna Einarsdóttir sá um allan undirbúning og framkvæmd stefnunnar hvað íslensku dagskráratriðin varðaði og þær Þórdís Þorvaldsdóttir og Bjarney Gunnarsdóttir aðstoðuðu á sýningarsvæðinu. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarlíf | 43 orð

Jasspúkar á Múlanum

JASSPÚKARNIR halda tónleika í Múlanum, Sóloni Íslandusi, í dag sunnudag kl. 21. Leikin verða ýmis þekkt djasslög, blús og frumsamið efni. Hljómsveitin samanstendur af meðlimum úr Milljónamæringunum, þeim Jóel Pálssyni, saxafón, Ástvaldi Traustasyni, píanó, Guðmundi Steingrímssyni, trommur og Birgi Bragasyni, bassa. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 221 orð

Konur í sviðsljósinu

KVENLEGUR andi sveif yfir evrópsku MTV verðlaunahátíðinni sem haldin var í Mílanó á Ítalíu á fimmtudagskvöldið, en þá velja evrópskir MTV-áhorfendur sína uppáhalds tónlistarmenn. Jenny McCarthy var stjórnandi verðlaunaafhendingarinnar og er það í fyrsta skipti sem kona er í því hlutverki. Meira
14. nóvember 1998 | Margmiðlun | 66 orð

Metsala

NINTENDO Game Boy með litaskjá kom á markað í Japan fyrr á árinu og annaði Nintendo eftirspurn. Nú er hún væntanleg í Evrópu og Nintendo-menn segjast við öllu búnir; þeir ætli sér að selja að minnsta kosti hálfa aðra milljón tölva í Evrópu fyrir jól. Reyndar gera þeir ráð fyrir að tölvan seljist upp fyrir jól, en nýjar sendingar berist síðan á markað í byrjun janúar. Meira
14. nóvember 1998 | Leiklist | 704 orð

Misskilningur á misskilning ofan

Höfundur: Ray Cooney. Þýðing og staðfærsla: Árni Ibsen. Leikstjóri: Þór H. Tulinius. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason, Kjartan Guðjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 394 orð

Sannkölluð upplifun

Fyrsta breiðskífa Margrétar Kristínar Blöndal, Möggu Stínu, sem hún kýs að kalla Naturally. Margrét semur lög og texta á plötunni en Graham Massey leggur henni lið við lagasmíðarnar í fjórum laganna. Hljóðfæraleikur er í höndum Grahams Masseys, Jóhanns Jóhannssonar og Valgeirs Sigurðssonar, Guðni Finnsson leikur á bassa og Arnar Geir Ómarsson á trommur, en einnig koma við sögu fjölmargir aðrir, Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 145 orð

Seinfeld hjónadjöfull

JACE Richdale, fyrrverandi eiginmaður eins handritshöfunda þáttanna um Seinfeld, Jennifer Crittenden, er harðorður í garð Seinfelds í samtali við New York Daily News. Hann skildi við Crittenden í vor en segir að þau hafi ennþá verið í hjónabandsráðgjöf þegar hún hafi tekið upp samband við Seinfeld. Meira
14. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 49 orð

Svifið í allar áttir en enga þó

GESTUR í New South Wales listagalleríinu í Sydney, Ástralíu, horfir inn í verkið "Vegaleysa" eftir ástralska listamanninn Ken Unsworth. Inni í svartri kúlunni eru tvær mannlegar verur fylltar af helíum sem líta út fyrir að svífa um í þyngdarleysi inni í kúlunni. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarlíf | 87 orð

Upplestrarkvöld í Kaffileikhúsinu

BJARTUR og frú Emilía standa fyrir upplestrarkvöldi í Kaffileikhúsinu í kvöld, kl. 21. Huldar Breiðfjörð les úr bók sinni Góðir Íslendingar; Guðrún Eva Mínervudóttir, les úr bók sinni Á meðan hann horfir á þig ertu María mey; Haraldur Jónsson, les úr bók sinni Fylgjur; Sigfús Bjartmars, Meira
14. nóvember 1998 | Margmiðlun | 808 orð

Við hlið níunda niflheims Fremst fyrirtækja í ævintýraleikjum er LucasArts. Árni Matthíasson brá sér í heimsókn í land hinna

FÁUM fyrirtækjum er eins lagið að gera góða ævintýraleiki og LucasArts. Allt frá því leikirnir um Zack MacCracklin komu út á sínum tíma hefur aðal LucasArts-leikja verið geggjuð kímni og frábær grafísk úrvinnsla. Meira

Umræðan

14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 966 orð

Athugasemdir við Reykjavíkurbréf

DRJÚGUR hluti Reykjavíkurbréfs sunnudaginn 8. nóv. sl. er skrifaður í tilefni erindis, sem Smári Geirsson flutti á ráðstefnu hjá Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands. Ég hef hvorki heyrt né lesið erindi Smára og ætla því ekki að fjalla um það, Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Athugasemd vegna umfjöllunar um Þjóðminjasafn

Í LESBÓK Morgunblaðsins 7. nóvember sl. var fjallað ítarlega um væntanlega endurnýjun húss Þjóðminjasafns Íslands og sýninga þess. Slík endurnýjun er löngu tímabær, eins og alþjóð veit, enda hefur verið stefnt markvisst að henni innan safnsins síðustu 10­12 árin en fjárveiting ekki fengist fyrr en nú. Loksins eru stjórnvöld málinu hliðholl og gefa loforð um hundruð milljóna króna til verksins. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 411 orð

Áhugaleikhúsfólk, til hamingju með daginn

BLÓMLEG starfsemi og fjöldi leikfélaga hér á landi vitnar um að áhugaleiklistin er almenningseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu nýtir frítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 880 orð

Árni Johnsen fór með rangt mál

ÞÓTT Árni Johnsen gorti af því að hafa afgreitt 50 þúsund erindi frá fjárlaganefnd Alþingis og telji sig í beinu framhaldi hæfan til stórra verkefna fer ekki hjá því að ýmislegt skolaðist til í kolli þessa ágæta vinar míns viljandi eða óviljandi á fundi á Hellu. Í Morgunblaðinu 7. nóvember sl. er birt frásögn af fundi á Hellu með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Árna Johnsen alþingismanni. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 638 orð

Blint sjónarmið dýraverndar

SÍÐUSTU daga hefur farið fram mikil umfjöllun í fjölmiðlum um eyðingu þvottabjarnar sem leyndist í vörusendingu frá Kanada hingað til Íslands. Oft vill svo verða að tilfinningar verða skynseminni fjötur um fót þegar málum sem þessum skýtur upp kollinum, sem og skortur á þekkingu þeirra gagnrýnenda sem hæst hafa. Í landslögum er strangt ákvæði um innflutning lifandi dýra af erlendri grund. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 465 orð

Bumbur og bleikir bandaskór

UNDANFARNA daga hef ég átt fjölda samtala við fólk um einkennilegar myndir sem hafa verið að birtast af háttvirtum þingmönnum þjóðarinnar. Allt er þetta fólk á einu máli um að fíflagangurinn hafi keyrt um þverbak. Nú skal það játað að flestir sem ég þekki eru jafnréttissinnaðir í hjarta sínu og þurfa ekki að hengja utan á sig hjálpartæki sem tákn um það. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1157 orð

Erfðaskrár og gagnsemi þeirra

Ótalin, og reyndar óteljanleg, eru þau ágreiningsefni og sárindamál, sem orðið hafa fyrr og síðar vegna erfða eftir látna menn. Munu fá svið mannlífsins vera fremur til þess fallin en erfðirnar að valda tortryggni og úlfúð manna á meðal, þegar miður tekst til - og einmitt þar sem síst skyldi, þ.e. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 900 orð

Fossvogskirkja 50 ára Fossvogskirkja var byggð með það í huga, segir

Þessa dagana er þess minnst að hálf öld er liðin frá vígslu Fossvogskirkju eða Fossvogskapellu, eins og hún var í upphafi og lengi síðan kölluð í daglegu tali. Nánar tiltekið fór vígslan fram hinn 31. júlí 1948 og var framkvæmd af séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi. Kirkjan var þó ekki tilbúin fyrir athafnir almennt, en vegna andláts formanns Bálfararfélagsins, dr. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 290 orð

Fætur og sykursjúkir

Á ALÞJÓÐADEGI sykursjúkra hinn 14. nóvember leggja sykursjúkir áherslu á þau málefni sem eru þeim mikilvæg og gefa þeim sérstöðu í samfélaginu. Góð fótaheilsa er öllum mikilvæg. Sykursjúkir þurfa þó að huga sérlega vel að fótum sínum. Fótasár eru einn af fylgikvillum sjúkdómsins og eru þau algengasta orsök fyrir innlögn sykursjúkra á sjúkrahús. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1053 orð

Gagnagrunnsmálið stefnir í höfn

UMRÆÐA innanlands um frumvarp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hefur náð hámarki sínu og farið hjaðnandi eftir að framhaldsaðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) ályktaði 2. þ.m. Hefur umræðan flust inn á Alþingi. Enn heyrast gagnrýnisraddir utanlands frá og eiga þær flestar sér það sameiginlegt, að tjá skoðanir byggðar á eldri frumvarpsdrögum og mistúlkunum á meginatriðum. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 401 orð

Glæsilegur árangur forvarna gegn blindu í sykursýki

ÞAÐ BER vott um framsýni Þóris Helgasonar, læknis, og samstarfsmanna hans þegar þeir komu á fót reglulegu eftirliti og meðferð augnsjúkdóma í sykursýki árið 1976. Sykursýki var á þessum tíma önnur algengasta orsök blindu í okkar heimshluta og svo er enn í flestum okkar nágrannalöndum. Á Íslandi voru 2,4% sykursjúkra blindir árið 1980. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1038 orð

Góð meðferð sykursýki skilar sér margfalt

FYRIR nokkrum árum ákváðu Alþjóðasamtök sykursjúkra að 14. nóvember ár hvert skyldi helgaður baráttunni gegn sykursýki og fylgikvillum hennar um heim allan. Þessi dagur er jafnframt fæðingardagur kanadíska læknisins, Fredericks Banting, en uppgötvun hans fyrr á þessari öld leiddi til þess að hægt var að meðhöndla sykursýki með hormóninu insúlíni, Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 519 orð

Gunnar leiði listann

Þegar Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, kann að fara um ýmsa Kópavogsbúa: hvernig fer fyrir Kópavogi þegar Gunnar er kominn á þing og kannski orðinn ráðherra? Heldur uppbyggingin í Kópavogi áfram af sama ofurkrafti og verða endurbætur í bænum jafn stórstígar þegar hann Meira
14. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 401 orð

Herinn burt ­ árið 2000

VEL þykir mér það mælt hjá Eiríki Eiríkssyni, fyrrum prentara, í athyglisverðri grein hans (Mbl. 10. nóv.), að við ættum að fylgja Bandaríkjamönnum að málum í því, að herir þeirra skuli hverfa burt héðan af landi sem allra fyrst. Þetta hygg ég geta gerst, ef höfð eru í huga hin réttu rök. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 578 orð

Hvað skiptir máli?

"SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN vill styrkja fjölskylduna og efla hlutverk hennar sem einingar." Á þessum orðum hefst ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1996 um fjölskyldumál. Það er hlutverk þeirra sem veljast í forystusveit Sjálfstæðisflokksins að tryggja að þessi orð nái fram að ganga en hljómi ekki sem innantóm glaumyrði á hátíðarstundum. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 844 orð

Hvað vil ég?

Á undanförnum dögum og vikum hef ég farið um kjördæmið og kynnt mín stefnumál á fundum með heimamönnum. Þarna hafa orðið fróðlegar umræður, sem hafa orðið mér til gagns og ég vona líka þeim sem fundina sóttu. Hér vil ég fara yfir áherzluatriði mín í örfáum orðum. Tvöföldun Reykjanesbrautar Tvöföldun Reykjanesbrautar er mikið hagsmunamál Reyknesinga. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 834 orð

Kvótaþrautir Bátar liggja bundnir í höfnum víða um lan

Á ÁRUNUM 1950-1975 voru veidd 408 þúsund tonn af þorski að meðaltali á Íslandsmiðum og veiddu Íslendingar 65% en útlendingar 35%. Sveiflurnar voru nokkuð miklar eða frá rúmum 500 þúsund tonnum niður í 300 þúsund tonn. Allar veiðar á Íslandsmiðum frá aldamótum eru skráðar hjá Fiskifélagi Íslands. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 430 orð

Látum reynsluna ráða

Orkumál okkar Íslendinga eru að taka miklum breytingum, m.a. með aukinni áherslu á umhverfismál. Virkjun háhita til raforkuframleiðslu er að öðlast nýtt líf með stækkun Kröfluvirkjunar og með nýjum raforkuverum á Nesjavöllum og í Svartsengi. Alþingi leikur lykilhlutverk í þessum breytingum. Árni Ragnar Árnason, alþingismaður, er þar réttur maður á þessum stað. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1009 orð

Ofvirkni barna

GREINING og meðferð ofvirkra barna fer fram á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Til að ná sem bestum árangri þarf sameiginlegt átak heimilis og skóla að koma til. Því fyrr sem meðferð hefst því betra. Ráðgjöf og stuðningur fyrir foreldra, kennara og starfsfólk heilsugæslunnar er mikilvægur þáttur í forvörnum og leiðir til aukinna lífsgæða fyrir ofvirk börn og fjölskyldur þeirra. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 538 orð

Réttindi aldraðra skert!

Í ÁRATUGI hefur Tryggingastofnun ríkisins styrkt mikið fatlaða öryrkja og aldraða með ákveðinni fjárupphæð til kaupa á bifreið, þar sem fötlun myndi annars hindra fólk að leita lækninga svo sem sjúkraþjálfun, sund o.fl. Þetta hefur verið viðurkennt, sem nauðsynlegur þáttur í sjúkratryggingu viðkomandi sjúklings. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 740 orð

Samkeppni í raforkumálum

UM áratugi hefur á Íslandi ríkt sovét-ástand í raforkumálum, og svo er enn. Enginn má virkja vatnsafl né jarðhita til raforkuframleiðslu, nema opinber stofnun sem sérlög gilda um. Helst verður þó stofnunin að vera Landsvirkjun eða stór eignaraðili að henni. Detti öðrum í hug slík virkjun er samrekstrarsamningur við Landsvirkjun gerður að skilyrði. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 370 orð

Sigríði Önnu til forystu

Reyknesingum gefst nú kostur á að velja trausta og óumdeilda manneskju til forystu í kjördæmi sínu, manneskju sem er þekkt að öguðum og málefnalegum vinnubrögðum, án sýndarmennsku. Það er Sigríður Anna Þórðardóttir sem er verðugur forystumaður Reyknesinga í næstu alþingiskosningum. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 449 orð

Sigríður Anna er framúrskarandi

HINN 14. nóvember nk. munu sjálfstæðismenn á Reykjanesi velja sér menn á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. Miklu skiptir að sjálfstæðismenn velji sér trausta manneskju til að leiða listann inn í nýja öld. Víðsýna manneskju með forystuhæfileika. Þrír aðilar sækjast eftir 1. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 274 orð

Sköruleg framkoma

Í hverju prófkjöri eru einhverjir einstaklingar sem standa upp úr sem þeir frambjóðendur sem koma hvað mest á óvart. Í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesi er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sá einstaklingur sem einna mesta athygli hefur vakið fyrir skörulega framkomu, sterkar pólitískar skoðanir, heilbrigða lífssýn og mikla forystuhæfileika. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 467 orð

Stjórnmál í þágu almennings

Stjórnmál eiga að snúast um að bæta hag fólks og búa í haginn fyrir framtíðina. Ég býð mig fram fyrir flokk sem vill vinna að þessum markmiðum með þjóðlegri og víðsýnni umbótastefnu á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Ég sækist eftir 2. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi vegna þess að ég vil gefa þessum orðum innihald. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 327 orð

Taktu þátt í spennandi prófkjöri! Mikilvægt er, segir Helga Guð

PRÓFKJöR sjálfstæðismanna á Reykjanesi, sem fram fer á morgun, er eflaust eitt skemmtilegasta prófkjör síðari ára. Háð hefur verið hörð barátta um hvert sæti listans og úrslit eru með öllu óljós. Tvísýn kosningabarátta framundan Mikilvægt er að prófkjörið skili breiðum og sterkum lista fyrir kosningarnar 8. maí nk. Staða Sjálfstæðisflokksins er sterk. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 281 orð

Trúverðugur stjórnmálamaður

Þegar kosið er til forystu skipta hugsjónir og trúverðugleiki mestu máli að mínu mati. Árna Mathiesen hef ég þekkt frá því við vorum samtíða í Flensborgarskóla. Eftir menntaskóla lá leið hans í dýralækningar en áhuginn á stjórnmálum var óslökkvandi og árið 1991 bauð hann sig fram til alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesi. Meira
14. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Tryggingar?

ÞAÐ ER farið að verða daglegt brauð að sjá í dagblöðum heilsíðuauglýsingar frá tryggingafyrirtækjum um allskonar fjölskyldu og heimilistryggingar og helst eru þær þannig útfærðar að kaupir þú þær ekki þá sértu eigingjarn og þyki ekkert vænt um börnin þín. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 789 orð

Úrtölufólk á framkvæmdir í landinu

FÁBREYTNI í atvinnumálum Austfirðinga hvetur ungt fólk til brottflutnings. Hvers eiga Austfirðingar að gjalda með sín fögru og orkuauðugu héruð? Hvað vilja sjálfkjörnir spekingar í ferðamálum þjóðarinnar gera annað en að reikna út gróða af erlendum ferðamönnum og hann ekki lítinn en gleyma sjáanlegri þörf á fjölbreyttara atvinnulífi á landsbyggðinni. Meira
14. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 494 orð

Vandinn hefur vaxið með aukinni synd

SVONA hefði fyrirsögnin getað hljóðað í Morgunblaðinu hinn 4. nóvember sl. Ég gat ekki varist reiði er ég las þessa grein. Reiður og sorgmæddur yfir því að þeir sem setja lög skyldu láta blinda sig svo að leyfa þann ósóma sem spilakassar eru ­ í staðinn fyrir að þjóna og vernda okkur, börn, konur, menn og fjölskyldur frá hvers konar tortímingu þá er látið glepjast. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 866 orð

Það er svo mörgu skrökvað

HÉR verður fram haldið frá fyrri grein að segja frá dæmum af því, hvernig er skrökvað að almenningi. Eftir gerð síðustu kjarasamninga hefur sem aldrei fyrr riðið yfir hrina hópuppsagna ýmissa mikilvægra starfshópa í þjóðfélaginu, hjúkrunarfræðinga, lækna, kennara, meinatækna og annarra sérhæfðra starfsmanna heilbrigðisiðnaðarins og efalaust einhverra fleiri, sem hér gleymast. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 141 orð

Þorgerði á þing

Þorgerður Gunnarsdóttir er í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Þar fer ung atorkukona með mikla hæfileika. Hún hefur sterka réttlætiskennd, hugsar skýrt og er óhrædd við að halda skoðunum sínum fram. Það er mikill styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa frambjóðanda eins og hana. Ég vil hvetja alla til að styðja hana í prófkjörinu í dag. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 288 orð

Þorgerði í 3. sæti!

Þorgerður K. Gunnarsdóttir er ung kona með margþætta reynslu, ákveðin og fylgin sér. Hún er lögfræðingur að mennt, stundaði framhaldsnám í lögfræði og stjórnmálafræði í Þýskalandi og er nú yfirmaður Samfélags- og dægurmáladeildar RÚV. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa þannig að sómi er af. Þorgerður er víðsýn og umburðarlynd og þekkir vel til málefna á Reykjanesi. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 248 orð

Þorgerði í þriðja

Í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi næsta laugardag veljum við sjálfstæðismenn framboðslista okkar. Það skiptir miklu máli að það val takist vel. Það er skylda hvers einasta kjósanda að velja það fólk sem hæfast er til að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Hreppa-, kynja- eða sérhagsmunapólitík má þar hvergi hafa áhrif á. Meira
14. nóvember 1998 | Kosningar | 252 orð

Þorgerður vekur athygli

Í dag velja Reyknesingar frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins til Alþingis á vori komanda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögfræðingur er í hópi þessa ágæta fólks sem sækist eftir kjöri í eitt af efstu sætum listans. Ég veit af kynnum mínum af Þorgerði að hún verður góður fulltrúi Reyknesinga á Alþingi fái hún til þess umboð kjósenda í dag. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 700 orð

Þórður og "þrælakjörin"

ÞÓRÐUR Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, ryðst fram á ritvöllinn 3. nóvember sl. og fer mikinn. Hann sakar Sjómannafélag Reykjavíkur um að draga inn í umræðuna ummæli látins manns og gera tilraun til að sverta sýslumann Hafnfirðinga. Því er til að svara að "orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getr" og lof um látna menn hefur aldrei talist löstur á Íslandi. Meira
14. nóvember 1998 | Aðsent efni | 563 orð

Þróun á vinnumarkaði

SÚ samfélagsgerð sem við búum við er iðnaðarsamfélagið með velferðarkerfi og góðu atvinnuástandi. Þetta kerfi byggist á mjög ákveðinni formbyggingu og á við bæði á vinnumarkaði og í skólakerfi. Formbyggingin er lóðrétt og hlutverk einstaklinganna er að gera það sem fyrir þá er lagt af öðrum. Meira

Minningargreinar

14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 302 orð

Afmælisog minningargreinar

MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Ása Hafliðadóttir

Fjörðurinn okkar er að vísu stór, en blár og blíður ­ stundum. í lífinu skiptast á skin og skúrir. Mér er harmur í huga og skil ekki til fulls þann skapadóm, sem Ása systir mín hefur nú þurft að lúta, en mig langar að senda hinstu kveðju til hennar, helst kveðju heiman að. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Ása Hafliðadóttir

Elsku Ása. Við þekktumst ekki mikið. Við töluðum saman fyrst fyrir einu og hálfu ári. Þá deildum við reynslu okkar í góðu og hlýju faðmlagi með bros á vör og tár í augum. Við áttum það sameiginlegt að standa vanmáttugar gagnvart örlögum. Þú að missa heilsuna og ég hafði nýmisst manninn minn. Heilsu þinni hrakaði stöðugt. Ég leit stundum til þín. Þó ekki oft. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 486 orð

Ása Hafliðadóttir

Árstíðirnar líða: vor, sumar, haust og vetur, en ævi Ásu varð aðeins vorið og sumarið. Hún felldi ekki laufin sín. Hún féll frá í fullum blóma. Banamein hennar var sjúkdómur, þar sem nútíma læknisfræðiþekking er einskis megnug til að snúa óheillaþróuninni við né sporna við kalli tímans. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 340 orð

ÁSA HAFLIÐADÓTTIR

ÁSA HAFLIÐADÓTTIR Ása Hafliðadóttir fæddist á Garðsstöðum í Ögursveit við Djúp 28. september 1941. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hafliði Ólafsson frá Strandseljum í sömu sveit og Líneik Árnadóttir frá Ögri. Ása var yngst sjö systkina. Þau er: Lára, f. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 180 orð

Ásta Ólöf

Mig langar að minnast ömmu í nokkrum orðum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu á Bollagötuna. Þegar amma kom til dyra ljómaði hún öll og var alltaf jafn hissa að sjá að komnir væru gestir. Að setjast við eldhúsborðið með ömmu, fá heimabakaðar kökur og hlusta á hana segja sögur frá því þegar hún var ung er eitthvað sem aldrei gleymist. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 137 orð

ÁSTA ÓLöF ÞÓRÐARDÓTTIR

ÁSTA ÓLöF ÞÓRÐARDÓTTIR Ásta Ólöf Þórðardóttir var fædd í Neðri-Breiðadal, Önundarfirði, 22. mars 1905. Hún lést á DAS í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Sigurðsson vegaverkstj. og bóndi í Neðri-Breiðadal, f. 7.10. 1868 á Jörva á Kjalarnesi, d. 17.11. 1956, og Kristín Ragnheiður Kristjánsdóttir, f. 24.2. 1874, d. 26.2. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 63 orð

Ásta Ó. Þórðardóttir

Elsku amma, Hvar sem þú ferð um lög og láð þar liggur leiðin þín þar ljómar allt af birtu og yl ó, elsku amma mín. Þá bæn ég ber í brjósti mér þá er ég minnist þín að Guð hann ætíð verndi þig og blessi, amma mín. (Sig. Óskars.) Ég sakna þín. Far þú í Guðs friði. Þín nafna Ásta Gústafsdóttir. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 444 orð

Einar Símonarson

Tengdafaðir minn og kær vinur hefur nú kvatt þetta jarðneska líf, eftir þrautagöngu sumarsins og þung veikindi undir það síðasta. Við hugsum yfirleitt ekki um dauðann fyrr en einhver nákominn veikist og deyr. Þá sjáum við og finnum hversu smá og lítils megnug við erum. En allt hefur sinn tíma, eins og skrifað stendur í helgri bók. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 433 orð

Einar Símonarson

Oft getur verið erfitt að setja hugsanir sínar og tilfinningar í orð og þannig er nú þegar ég ætla að setjast niður og setja á blað minningarorð um tengdaföður minn, Einar Símonarson. Þrátt fyrir að hann hafi átt við erfið veikindi að etja undanfarna mánuði og dauðinn hafi verið honum líkn, kemur dauðinn oftast öllum í opna skjöldu. Svo er nú um mig. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Einar Símonarson

Mín fyrstu kynni af Einari Símonarsyni voru þau að hann réðst til skipstjórnar hjá föður mínum veturinn '56, þá með Hafdísi GK, sem gerð var út með línu allan veturinn, sem þótti ekki það besta í þá daga, því netin þóttu draga betur, og var ég þá beitingamaður hjá Einari alla vertíðina, þá sautján ára. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Einar Símonarson

Minningarnar um afa streyma upp í hugann. Minningar sem munu lifa áfram í hugum okkar og við munum varðveita eins og dýrmætan sjóð. Afi okkar var einstakur maður sem við bárum djúpa virðingu fyrir. Það var löngum fastur punktur í tilverunni að heimsækja afa og ömmu á sunnudagsmorgnum að Eyvindarstöðum. Þá var ævinlega mikið skrafað. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 163 orð

EINAR SÍMONARSON

EINAR SÍMONARSON Einar Símonarson var fæddur í Reykjavík 8. september 1920. Hann lést 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson frá Borgareyrum, Eyjafjöllum, f. 21.5. 1881, d. 2.4. 1955, og Pálína Jóhanna Pálsdóttir frá Eyri við Ísafjörð, f. 29.8. 1890, d. 23.11. 1980. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Gylfi Þór Magnússon

Mér brá illa þegar mér var tilkynnt sviplegt fráfall Gylfa Þórs Magnússonar framkvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, langt um aldur fram. Við Gylfi kynntumst fyrst ungir, á táningsaldri, ég örlítið eldri, í Skátafélagi Reykjavíkur. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 415 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það voru þungbær tíðindi sem bárust okkur norður yfir heiðar sl. föstudagskvöld þess efnis að Gylfi Þór Magnússon hefði látist fyrr um kvöldið. Við erum minnt á það hve bilið milli lífs og dauða er örskammt. Það var um mitt ár 1995 að Sölumiðstöðin opnaði skrifstofu sína hér á Akureyri og tók Gylfi Þór að sér það verkefni að veita henni forstöðu. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 570 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það voru hnípnir samstarfmenn og félagar Gylfa Þórs Magnússonar er gengu að störfum sínum hjá SH þessa vikuna. Líkt og starfsgleðin væri sjóður sem menn höfðu vanist að leggja allir í að morgni dags, hver eftir sínum kringumstæðum, og taka síðan úr í erli dagsins og alltaf nóg eftir samt. Þessa vikuna vantaði stórt framlag. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 669 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það var glaður og kátur hópur x-bekkinga sem kom saman nú í vor til þess að fagna 35 ára stúdentsafmæli. Að sjálfsögðu voru rifjaðar upp ótal skemmtisögur og ævintýri menntaskólaáranna. Engum datt annað í hug en að okkur auðnaðist að halda áfram að hittast og gleðjast saman um einhver ókomin ár, enda ungir í anda að eigin mati og áfram tilbúnir að takast á við lífið og tilveruna. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 867 orð

Gylfi Þór Magnússon

Gylfi Þór Magnússon var fæddur í Vestmannaeyjum en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þegar hann var fárra ára og ólst Gylfi upp á Melunum og síðar í Hlíðunum. Heimili þeirra Magnúsar Guðbjartssonar og Sigríðar Benónýsdóttur var heimili friðar og kærleika. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 602 orð

Gylfi Þór Magnússon

Látinn er um aldur fram vinur og samstarfsmaður í mörg ár. Gylfi Þór Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum í árslok 1942 en faðir hans, Magnús G. Guðbjartsson, hafði í ársbyrjun 1941 keypt Íshús Böðvars Árnasonar í Eyjum og stofnað um það fyrirtækið Ís og fisk hf. Félagið hóf framleiðslu frystra fiskafurða á árinu 1942, árið sem Gylfi Þór fæddist og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var stofnuð. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Gylfi Þór Magnússon

Gylfi Þór Magnússon vinur okkar er horfinn úr lífi okkar, sem hérna megin erum. Fyrsta tilhugsunin er við fengum fréttina um fráfall Gylfa Þórs var að þetta hlyti að vera einhver misskilningur, það gæti ekki verið Gylfi Þór vinur okkar. En því miður var fréttin rétt. Gylfi Þór dáinn löngu fyrir tímann. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 460 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það fyrsta sem manni hlaut að detta í hug, þegar maður sá Gylfa Þór Magnússon fyrsta sinni, var kraftur. Ólgandi krafturinn braust fram í öllu fasi hans, fótaburði og handaslætti. Maðurinn beinlínis ólgaði af lífsfjöri samfara hógværð, festu og sjálfsöryggi. Ég kynntist honum aðeins í starfi hans fyrir SH þegar ég vann að riti um sögu samtakanna. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 216 orð

Gylfi Þór Magnússon

Í dag kveðjum við með söknuði einn af betri drengjum Íslands, Gylfa Þór Magnússon, traustan félaga og hæfan samstarfsmann. Gylfi Þór helgaði stóran hluta starfsævinnar útflutningi á sjávarafurðum, bæði niðursuðu- og frystum vörum. Hann kynntist því viðskiptum við Sovétríkin og síðar Rússland, þar sem mikilvægur markaður hefur verið fyrir aðalútflutningsafurðir okkar Íslendinga. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 555 orð

Gylfi Þór Magnússon

Það er happ á stuttri lífsleið að fá tækifæri til þess að kynnast sönnu sómafólki og enn meiri gæfa að njóta návistar þess í fjölskyldu. Slík var gæfa okkar bræðra sem áttum Gylfa Þór Magnússon fyrir mág. Það er með þakklæti í huga sem við lítum til baka og sjáum hvað þessi návist hans veitti okkur. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann og verður um ókomna tíð. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 310 orð

Gylfi Þór Magnússon

Kveðja frá skátahreyfingunni á Íslandi Hlýtt handtak, hýrlegt bros á vör blandað alvöru, og uppörvandi ávarpsorð eru þær minningar sem koma fyrst fram í hugann er Gylfa Þórs Magnússonar er minnst. Forystuhæfileikar hans komu snemma í ljós. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 410 orð

Gylfi Þór Magnússon

Lát Gylfa kom sem reiðarslag og minningarnar hrannast að. Hversu oft höfum við ekki heyrt um glaðværu hópana með hvítu húfurnar, sem gengu í blíðunni frá gamla timburhúsinu niðri í Lækjargötu? Fjögur ár liðin eða sex, gleði og hamingja á þjóðhátíðardaginn. Í gegnum tímans rás, svo margir hópar, óteljandi ræður, viðkvæmni og klökkvi. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON

GYLFI ÞÓR MAGNÚSSON Gylfi Þór Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 20. desember 1942. Hann lést af slysförum 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 13. nóvember. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Hallgrímur Hallgrímsson

Enn á ný er höggvið skarð í sundlaugahópinn. Hallgrímur var í hópi fastagesta í Sundlaugunum í Laugardal. Mætti hann þar næstum daglega ásamt eiginkonu sinni, Valgerði. Það var trauðla merkjanlegt að svo skammt væri í ferðina löngu. Erfitt var að ímynda sér, að þessi spaugsami og síkáti heiðursmaður væri ferðbúinn. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON

HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON Hallgrímur Hallgrímsson fæddist á Skálanesi við Seyðisfjörð 14. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 23. september. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 148 orð

HELGI GUÐNASON

HELGI GUÐNASON Helgi Guðnason fæddist í Þorkelsgerði II í Selvogi 8. júní 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 6. nóvember. Foreldrar hans voru Guðni Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum, f. 25.12. 1896, d. 10.7. 1979, og Jensína Ingveldur Helgadóttir frá Þorkelsgerði II, f. 5.12. 1899, d. 2.6. 1981. Systkini hans voru: 1) Gestur, f. 13.5. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 261 orð

John Seager

Orðin hljómuðu eins og rödd langt úr fjarska er okkur var tjáð að elskulegur John hefði fengið heiftarlega heilablæðingu. Maðurinn vill oft ýta til hliðar og segja nei, ekki meira, þegar engill dauðans knýr dyra. Hann fékk viku hjá eiginkonu, bróðurdóttur minni, og móður sinni, tengdamóður og systur. Síðan kom kallið. Guð blessi elsku John og megi hann njóta friðar í ljósinu. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 53 orð

JOHN SEAGER

JOHN SEAGER John Seager var fæddur í Kaliforníu, Bandaríkjunum, 23. desember 1950. Hann lést aðfaranótt 9. nóvember síðastliðinn. Eiginkona Johns er Sigríður Ólafsdóttir Seager, ferðamálafulltrúi, f. 2. mars 1957. John Seager bjó og starfaði alla sína ævi í Kaliforníu. Útför Johns fór fram frá Chapell of the Hills í Kaliforníu, Bandaríkjunum, 13. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 184 orð

JÓHANNES L. STEFÁNSSON

JÓHANNES L. STEFÁNSSON Jóhannes Líndal Stefánsson fæddist að Kleifum í Gilsfirði 9. júní 1910. Hann lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán bóndi á Kleifum Eyjólfsson, f. 1869, og kona hans, Anna Eggertsdóttir, f. 1874. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 642 orð

Jóhannes Stefánsson

Nú er horfinn sjónum okkar ágætur og tryggur fjölskylduvinur, bóndinn á Kleifum í Gilsfirði, Jóhannes Stefánsson. Þeir eru margir samferðamennirnir, lífs og liðnir, sem átt hafa ánægjulegar samverustundir með þeim Kleifa-hjónum Unni og Jóhannesi, þegið þar góðgerðir og átt við þau skemmtilegar viðræður um landsins gagn og nauðsynjar og hvað eina. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku frændi minn, þá ertu horfinn burt frá okkur, burt frá þessu jarðneska lífi sem var þér kannski ekki mjög auðvelt, oft og tíðum þyrnum stráður vegur en viljastyrkurinn hélt þér gangandi. Þegar ég lít til baka minnist ég þess tíma sem ég bjó hjá ykkur. Þá vorum við eins og bræður því tengslin voru sterk. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 271 orð

Júlíus Smári Baldursson

Elsku Smári okkar. Síst af öllu datt okkur í hug þegar við kvöddumst fyrir viku með ósk um góða helgi að við værum þá að kveðja þig í hinsta sinn. Gleði þín var takmarkalaus. Þú áttir í vændum viðburðaríka helgi sem þú ætlaðir virkilega að njóta, fyrst með foreldrum þínum og síðan með sambýlisfólki þínu í Hafnarstræti. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON

JÚLÍUS SMÁRI BALDURSSON Júlíus Smári Baldursson fæddist á Akureyri 8. september 1970. Hann lést 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 13. nóvember. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Oddur Jónsson

Hann Oddur á Gili er dáinn, en það kölluðum við systurnar hann alltaf. Okkar fyrstu minningar af Oddi og Ingunni eru frá því þegar þau komu í kaupstaðarferð til Ísafjarðar með eitt par af tvíburum í aftursætinu á hvítu Lödunni. En þau fengu ekki að fara til baka fyrr en annað par af tvíburum hafði troðið sér í skottið! Á Gili fengum við nokkrum sinnum að dvelja nokkra daga í senn. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Oddur Jónsson

Í dag er til moldar borinn frændi minn og vinur Oddur Jónsson frá Gili í Dýrafirði, er lést úr illvígum sjúkdómi sem læknavísindin hafa enn ekki fundið ráð við. Mig langar að þakka þér allar þær góðu stundir sem ég átti í sveitinni. Þar var gott að vera sem unglingur og seinna þegar ég kom í heimsókn með fjölskylduna þá var alltaf tekið vel á móti okkur. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Oddur Jónsson

Oddur Jónsson bóndi á Gili er nú farinn til vistar í efri byggðum. Þó við vitum af honum á góðum stað munum við sem þekktum hann og elskuðum syrgja hann. Það er fátítt að hitta jafn skemmtilegan mann og hann Oddur var, hann hafði sérstakt lag á að gleðja aðra með gamansemi sinni og smitandi hlátrinum, það er óhætt að segja að enginn hafi farið öðruvísi en brosandi frá Oddi á Gili. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Oddur Jónsson

Okkur langar til að minnast föður okkar í örfáum orðum. Pabbi var hlýr og góður maður og höfum við ekki kynnst betri manneskju. Við vorum einkadætur hans, en hann átti einnig stjúpson sem móðir okkar átti áður og tók hann honum sem sínum eigin syni og var hann honum mikil fyrirmynd enda góður uppalandi. Þau voru mörg börnin í sveit hjá pabba og héldu þau sambandi við hann. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 222 orð

ODDUR JÓNSSON

ODDUR JÓNSSON Oddur Jónsson fæddist á Gili Í Dýrafirði 28. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Júlíus Sigurðsson, f. 3.7. 1873, d. 30.6. 1949, og Valgerður Efemía Tómasdóttir, f. 21.3. 1888, d. 14.4. 1966. Systkini hans voru: 1) Haraldur, f. 6.9. 1915, d. 18.9. 1915. 2) Sigurður Ingiberg, f. 17.4. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Ottó Valur Finnsson

Þær minningar sem ég á um Ottó eru mér mjög kærar, enda var hann mér eins og afi. Þegar ég var lítill gutti áttum við saman margar og skemmtilegar stundir, bæði á heimili hans og á ferðalögum. Ottó passaði mig oft og voru það fjörugar stundir. Ekki veit ég hversu oft hann las fyrir mig söguna úr Grimmsævintýrum um Meistaraþjófinn, en aldrei þreyttist hann á að lesa hana aftur. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 493 orð

Ottó Valur Finnsson

Mig langar að setja nokkur orð á blað um frænda minn Otto V. Finnsson, aðallega um samskipti okkar á liðnum árum. Ég man fyrst eftir Ottó þegar ég sem smástrákur var um sumartíma í Skrapatungu til að létta undir við ýmsa snúninga um heyskapartímann. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Ottó Valur Finnsson

Okkur langar að minnast góðs frænda okkar, hans Ottó. Frá því við munum eftir okkur var Ottó alltaf stór hluti af lífi okkar, enda stóri bróðir hennar mömmu. Þegar við hugsum til baka er margs að minnast; bílferðirnar á sunnudögum, pinnaísinn, heyskapurinn, ferðalögin, réttarferðirnar, fjölskylduafmælin, leikhúsferðirnar og síðast en ekki síst jólin. Ottó var alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöld. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 774 orð

Ottó Valur Finnsson

Ottó vinur minn er látinn eftir langvarandi veikindi og vanheilsu. Við andlát hans rifjast upp ótal minningar um atvik og samverustundir sem við áttum sem vinir í tæplega hálfa öld og sem vinnufélagar í aldarfjórðung. Leiðir okkar Ottós lágu saman frá því að ég man fyrst eftir mér og til þess dags er hann lést hinn 10. nóvember síðastliðinn. Hann var starfsmaður Stíganda hf. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 74 orð

OTTÓ VALUR FINNSSON

OTTÓ VALUR FINNSSON Ottó Valur Finnsson var fæddur í Skrapatungu í Vindhælishreppi, A-Hún., hinn 12. september 1920. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnur Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir, bændur í Skrapatungu. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 189 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Elsku Solla, Þessar ljóðlínur finnst okkur lýsa þér hvað best, þegar við minnumst þess tíma sem við nutum með þér og alls þess sem þú vaktir okkur til umhugsunar um. Þú varst uppfull af lífshamingju og orku sem þú miðlaðir til okkar bekkjarsystkina þinna, yngri og óreyndari. Þar minnumst við sérstaklega þeirra ófáu frásagna af dóttursyni þínum Jóel sem var augasteinn þinn. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Mikið var ég feginn að fá tækifæri til að kveðja þig. Að komast upp á spítala og kyssa þig síðasta kossinn. Það var erfitt en þú varst sjálfri þér samkvæm, brostir til mín stuttu brosi og sagðist vera svo löt þessa daga. Það svar þitt varð til að auka enn á virðingu mína fyrir þér. Kímnina, hugrekkið og gleðina léstu aldrei vera fjarri þér allar okkar samverstundir í gegnum árin. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Ég kynntist Sólveigu Hjálmarsdóttur sem nágranna mínum hér í Drekagilinu og nemanda í kennaradeild Háskólans á Akureyri. Auk þess sat Sólveig deildarfundi kennaradeildar sem fulltrúi nemenda og við gerðum margar tilraunir til að leysa vandamál deildarinnar með samtölum úti í garði. Sólveig skilur mikið eftir í kennaradeild Háskólans meðal nemenda og kennara. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 380 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Okkur hjónum brá mjög er við fregnuðum andlát Sólveigar. Þar fór góð kona langt fyrir aldur fram. Við sáum hana síðast fyrir tæpu ári þegar hún, ásamt Sigrúnu dóttur sinni og Jóel ömmustrák, kom í heimsókn til Húsavíkur, hress og glöð. Þá var kennaranámið og söngnámið efst á baugi hjá henni og bjartsýnin réð ríkjum. Við hjónin fluttum til Hríseyjar árið 1991 og hófum störf við skólann þar. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Sólveig Hjálmarsdóttir var á þriðja ári í námi við kennaradeild Háskólans á Akureyri þegar hún lést langt um aldur fram sl. laugardag. Hún reyndist deildinni nýtur nemandi, stóð sig vel í náminu og var fulltrúi nemenda á deildarfundum frá vori 1997 til hausts 1998. Hefði hún lifað hefði hún lokið náminu á komandi vori. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 54 orð

Sólveig Hjálmarsdóttir

Manstu Solla þegar ég var lítil? Manstu þegar ég missti fyrstu tönnina í Hrísey? Manstu þegar þú og Gunnar komuð að sækja mig, pabba og mömmu úr ferjunni? Manstu þegar ég og Gunnar fórum út með flugdrekann? Manstu þegar ég datt niður stigann og fékk marblett á nefið? Vonandi manstu það. Salka Eyfeld. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR

SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTIR Sólveig Hjálmarsdóttir fæddist á Akureyri 23. október 1951. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 13. nóvember. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 332 orð

Torfi Ólafsson

Ástkær faðir minn er látinn. Andlátið bar brátt að; við vorum mjög vongóð fyrir aðgerðina og trúðum að skammt væri þess að bíða að þú fengir heilsu að nýju en enginn mannlegur máttur fékk þessu afstýrt. Það er trú mín og vissa að nú líði þér betur en nokkurn tíma fyrr en það er jafnframt sárara en nokkur orð fá lýst að sjá á bak þér. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 270 orð

Torfi Ólafsson

Torfi Ólafsson mágur minn er fallinn frá. Hann ólst upp á Nýlendugötu 7 í Reykjavík ásamt systkinum sínum. Þegar Torfi var 12 ára gamall missti hann föður sinn og stóð þá Margrét móðir hans ein uppi með börnin á aldrinum sex til tólf ára. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 98 orð

TORFI ÓLAFSSON

TORFI ÓLAFSSON Torfi Ólafsson var fæddur í Reykjavík 26. nóvember 1921. Hann lést á Landspítalanum 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson sjómaður, f. 2. mars 1889, d. 23. apríl 1934, og Margrét Torfadóttir, f. 30. ágúst 1900, d. 4. ágúst 1954. Systkini Torfa eru Steinunn Hilma, f. 26. apríl 1923, Ingiberg, f. 20. apríl 1926, d. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Hún Unnur okkar Guðjóns er horfin af leiksviðinu, en minning hennar lifir í hugum okkar sem störfuðum með henni í Leikfélagi Vestmannaeyja. Unnur hóf leiklistarferil sinn í Kinnarhvolssystrum árið 1950 og sló svo rækilega í gegn að enn er í minnum haft. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Hvílík forréttindi að hafa átt samleið með þeim sem skilur eftir stórt skarð. Þau sannindi renna upp þegar við Alþýðuflokksfélagar kveðjum nú kvenskörunginn Unni Guðjónsdóttur, félaga okkar. Unnur var virkur félagi í Alþýðuflokksfélagi Vestmannaeyja, hafði gengið ung að árum jafnaðarstefnunni á hönd. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 499 orð

Unnur Guðjónsdóttir

Hún bjó í næsta húsi við okkur og var kölluð Unnur leikkona, enda prímadonnan í Leikfélagi Vestmannaeyja. Við kölluðum hana Attímo. Hún sagði alltaf eitthvað svoleiðis þegar hún sveif inn í eldhúsið heima, þreif yngsta barnið á heimilinu í fangið og dansaði polka um eldhúsgólfið. Við vorum komin til vits og ára þegar rann upp fyrir okkur ljós; hún var að syngja á dönsku: At De maa, huske paa o.s. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 27 orð

UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR

UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Unnur Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. júní 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 13. nóvember. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 85 orð

Þorgeir Kjartansson

Við áttum því láni að fagna að þekkja Þorgeir Kjartansson ­ Gogga ­ þegar hann var búsettur í París. Það voru án efa hans allra bestu ár og okkur til gleði gátum við deilt þeim með honum. Við samhryggjumst aðstandendum hans og nánustu vinum af öllu hjarta og sendum þeim styrk í sorginni. Æsa Sigurjónsdóttir, Oddný Sen, Laufey Helgadóttir. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 827 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Goggi vinur minn var úr Karfavoginum einsog furðu margir góðir menn, í Vogunum var þá mikill krakkasægur og sumum þeirra kynntist ég á táningsárum þegar leiðir lágu saman í menntaskóla. Og þá vorum við Goggi líka orðnir nágrannar, ég var handan tveggja bakgarða í næstu götu, og tókst með okkur góð vinátta. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 178 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Það er með óumræðilegum trega sem ég kveð Gogga, vin minn. Ég var 15 eða 16 ára þegar ég kynntist honum fyrir rúmum tuttugu árum og höfðu þau kynni strax mikil áhrif á mig. Hrifnæmi hans og inspírasjónir, eldheitur og ástríðufullur sköpunarkraftur hrifu mig með honum á flug sem hann átti reyndar síðar erfitt með að stjórna. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 266 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Í Kvæðakveri Halldórs Laxness, milli kvæða, er handritað ljóð: Vér erum lítil ljóð á jörð af leyndarmáli og hvísli gjörð, léttari en ljós og aska. Oftast er vor ævin hörð, eigi eru svipuslögin spörð. Farg er vor ferðataska. Þorgeir orti þetta einn sumardag með sólgleraugu og ofbirtu í augunum. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Það var dimmur og stormasamur laugardagur þegar ég frétti að Þorgeir væri látinn. Ég kynntist Þorgeiri fyrst aðeins 16 ára gömul þegar hann starfaði sem kennari í Menntaskólanum við Sund. Ég man sérstaklega hvað mér fannst hann vera með hljómþýða og fallega rödd. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 473 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Þorgeiri man ég eftir frá bernskuárum. Bakgarðar heimila okkar lágu saman. Fyrstu minningar um hann tengjast friðarviðræðum sem hann leiddi fyrir sína götu, Karfavoginn, en krakkarnir þar höfðu einu sinni sem oftar átt í stríði við krakkana í Nökkvavogi. Hann fór þá fyrir friði eins og ætíð síðan. Eftir þetta tókst með okkur ágætur kunningsskapur og ég bar æ síðan mikla virðingu fyrir Þorgeiri. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 730 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Stundum kann að koma í ljós að lífið sem við lifum er jafngildi skáldskapar. Hversu sár raun er þó að uppgötva það, ­ engu ósárari en uppgötva að ástin ­ eða frelsið ­ eða réttlætið ­ er meira en orð. (Sigfús Daðason.) Kvöldið sem mér barst fregnin um andlát þitt, elsku Goggi minn, dundu bombur um gjörvalla borgina sem ég bý í. Meira
14. nóvember 1998 | Minningargreinar | 524 orð

(fyrirsögn vantar)

Elsku Helgi minn, Veistu, ef þú átt vin, þann er þú vel trúir og vilt af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Mig langaði að senda þér svo sérstakt ljóð, eins sérstakt og þú varst en ég veit að það er ekki til svo fullkomið ljóð sem lýsir hversu sérstakur þú varst. Meira

Viðskipti

14. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 618 orð

10.734 skráningar í útboðinu

10.734 aðilar óskuðu eftir að kaupa hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, fyrir um 19 milljarða króna. Seldur var 49% eignarhlutur ríkisins í bankanum og óskuðu þeir 10.734 sem skráðu sig fyrir hlut, eftir að kaupa samtals um 13,5 milljarða króna að nafnvirði á genginu 1,4. Söluverðið nemur því 18,9 milljörðum króna. Meira
14. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Bréf lækka vegna spennu en olía hækkar

LOKAGENGI á helztu hlutabréfamörkuðum Evrópu lækkaði yfirleitt nokkuð í gær, en verð á hráolíu hækkaði vegna ástandsins við Persaflóa. Dalurinn styrktist lítið, þótt fréttir hermi að Brasilíumenn hafi tryggt sérlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Meira
14. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 1084 orð

"Brýnt að efla þjóðhagslegan sparnað"

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, segir að haustskýrsla Seðlabanka Íslands sé mikilvæg áminning í efnahagsmálum og undirstriki fyrri umræðu um vaxandi viðskiptahalla. Hann segir grundvallaratriði að vinna bug á viðskiptahallanum með áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum og aðgerðum sem stuðla að sparnaði. Meira
14. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Fundur um samkeppnishæfni

HÓPVINNUKERFI ehf. standa fyrir ráðstefnu um hvernig hægt er að auka samkeppnishæfi í þingsal A á Hótel Sögu mánudaginn 16. nóvember klukkan 13-15. Meðal þeirra sem flytja erindi er dr. Vijay P. Jean sem mun fjalla um hvernig auka megi samkeppnishæfni fyrirtækja, á kynningu sem fyrirtækið heldur fyrir viðskipavini sína og áhugafólk um markaðsmál. Vijay P. Meira
14. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Ný lyfjaverksmiðja Delta í notkun

FRAMLEIÐSLUGETA lyfjafyrirtækisins Delta hf. mun sexfaldast eftir að félagið tekur í notkun nýja 5.000 fermetra lyfjaverksmiðju á athafnasvæði sínu við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í dag. Fyrirtækið annar nú 200-250 milljón töflum á ári en með tilkomu nýju verksmiðjunnar eykst framleiðslugetan í 1.200-1.300 milljón töflur. Heildarkostnaður við byggingu og innréttingar hússins er um 1. Meira
14. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 427 orð

Óheftar sveiflur skaðlegar efnahagsvexti

AUKNAR sveiflur hafa einkennt alla markaði á undanförnum árum, hvort sem litið er á hlutabréfa-, gjaldeyris- eða skuldabréfamarkaði. Samruni eignastýringafyrirtækja og þeirra sem hafa ákvörðunarvaldið og almennt styttri fjárfestingartími hafa aukið á sveiflurnar á alþjóðlegum mörkuðum. Meira

Daglegt líf

14. nóvember 1998 | Neytendur | 825 orð

Demantar eru toppurinn á munaðinum

ÞAÐ styttist óðum til jóla og ungir sem aldnir huga að jólagjöfum. Skartgripir hafa alltaf verið hátt skrifaðir í þeim efnum, en þó upp og ofan í hve miklu magni og hefur það farið nokkuð eftir efnahagsástandi þar sem skartgripir teljast fremur dýr varningur. Toppurinn á ísjakanum er demantar. Sigurður G. Meira
14. nóvember 1998 | Neytendur | 447 orð

Hvítlaukur með framandi kosti

Í UMFJÖLLUN Neytendasíðunnar um hvítlauk á dögunum, í tilefni af hvítlauksdögum veitingahússins Argentínu steikhúss, voru talsverð brögð að því að lesendur teldu að vantaði uppskriftir sem sýndu fjölbreytt notagildi hvítlauks í matargerð. Nefndir voru tveir framandlegir réttir af hvítlauksmatseðli Argentínu. Meira
14. nóvember 1998 | Neytendur | 115 orð

Krílið með föt upp að 12 ára

BARNAFATAVERSLUNIN Krílið hefur fram að þessu einungis boðið upp á fatnað fyrir börn frá fæðingu að 6 ára aldri. Nú hefur verslunin bætt við sig fatnaði fyrir eldri börn eða 6­12 ára. Samhliða hefur verslunin tekið til sölu fatnað frá Diesel, sem verslunin Sautján hefur selt í fullorðinsstærðum í mörg ár. Að sögn Rögnu S. Meira
14. nóvember 1998 | Neytendur | 199 orð

Nýtt fæðubótarefni reynist vel gegn gigt og ofnæmi

Fæðubótarefnið Prologic er unnið þannig að egg frá hænum sem aldar eru upp á sérstakan máta eru tekin og efnin úr þeim þurrkuð. Eggjaduftinu er síðan blandað við ótal vítamín, prótein og steinefni. Útkoman er fæðubótarefnið prologic sem sagt er byggja upp varnir gegn sjúkdómum og hafa hressandi áhrif. Það er að sögn innflytjenda Pharmaco hf. Meira

Fastir þættir

14. nóvember 1998 | Í dag | 39 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 15. nóvember, verður sextugur Garðar Ingvar Sigurbjörnsson, Hraunbrún 27, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Birna Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í dag, laugardaginn 14. nóvember, í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ, frá kl. 20. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 35 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 15. nóvember, verður sextugur Grétar Haraldsson, sölustjóri hjá EUROPAY Ísland, Seljalandi 7, Reykjavík. Kona hans var Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttir, en hún lést árið 1992. Grétar er að heiman í dag. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 25 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 15. nóvember, verður áttræður Óli B. Jónsson, íþróttakennari, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Hann dvelst á hótel Atlantiko á Kanaríeyjum, fax: 0034928760271. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 35 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 16. nóvember, verður áttræð frú Sonja B. Helgason, Bakkaseli 15, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Axel Helgason, listamaður og forstjóri Nestis hf., sem lést 1959. Sonja verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 33 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 14. nóvember, verður níræð Helga Elísdóttir frá Gilsbakka á Hellissandi. Eiginmaður hennar, Kristjón Jónsson, lést árið 1983. Helga dvelst nú á heimili dóttur sinnar á Öldugötu 4, Hafnarfirði. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst í Skútustaðakirkju af sr. Örnólfi Jóhannesi Ólafssyni Íris Dögg Ingadóttir og Einar Georgsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Laufáskirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Ágústa Kristín Bjarnadóttir og Sigurður Vilhelm Steinarsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. september í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Oddur Hafsteinsson og María Auður Steingrímsdóttir. Heimili þeirra er í Dalalandi 9. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Húsavíkurkirkju af sr. Sighvati Karlssyni Dagmar Kristjánsdóttir og Hallgrímur Hreiðarsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Gígja Rut Ívarsdóttir og Jón Hrannar Einarsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1531 orð

Einbeitum okkur að Bandaríkjunum og Bretlandi

Félag hrossabænda einbeitir sér um þessar mundir að því að efla markað fyrir íslensk hross í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jafnframt er talið mikilvægt að vinna til baka þá markaði sem hafa glatast í kjölfar hitasóttarinnar. Ásdís Haraldsdóttir hitti Huldu G. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 771 orð

Elskhugi draumsins

DRAUMALANDIÐ eftir þá Sigfús Einarsson og Guðmund Magnússon lýsir vel ást Íslendingsins á landinu Íslandi, draumalandi margra. Þar fara þeir í mjúkum tónum og mildum texta um landið líkt og elskhugi fer um líkama konu í atlotum sínum. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 2371 orð

GLUGGAÐ Í HEILSUBÓKINA Poppkorn en engar kökur

HANN Ágúst Orrason, 5 ára, er mættur í heilsuleikskólann sinn, Skólatröð í Kópavogi. Þótt kominn sé morgunn og klukkan orðin 8.15 er ennþá niðamyrkur úti. "Ætlarðu ekki að kyssa pabba bless," segir pabbinn sem hafði komið með hann í leikskólann. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1386 orð

Guðspjall dagsins: Skattpeningurinn. (Matt. 22.) »

Guðspjall dagsins: Skattpeningurinn. (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 19 orð

HÚFA 1.450 REGNGALLI 18.600 TRÉKYLFUHLÍFAR 1.450 GOLFSETT

HÚFA 1.450 REGNGALLI 18.600 TRÉKYLFUHLÍFAR 1.450 GOLFSETT 55.100 PÚTTER 2.200 BUXUR 4.900 KERRUPOKI 9.900 REGNHLÍF 1.200 KERRA 4.800 SKÓR 6. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1020 orð

HVAÐAN KOM RENNILÁSINN? Játvarður ruddi rennilásnu

ÞAÐ VAR bandarískur sölumaður landbúnaðartækja í Chicago, Whitcomb L. Judson að nafni, sem fékk staðfest einkaleyfi sitt á rennilás (þá kallaður "festir") við Einkaleyfisstofnun Bandaríkjanna 29. ágúst árið 1896. Hann framleiddi rennilása sem settir voru í skó árið 1891 og átti hugmyndir að mörgum uppfinningum öðrum. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1252 orð

HVAÐ KOSTAR DELLAN? Golfið Golf n

Golf er upprunnið í Skotlandi og elstu rituðu heimildir um það eru frá 15. öld. Fyrsta golfkeppnin fór fram í Edinborg 1744 og framan af var golfið einkum stundað af yfirstéttarfólki og heldri mönnum. Það er liðin tíð og golfið er nú almenningsíþrótt, enda aðgengilegt og hentar fólki á öllum aldri. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1091 orð

HVAÐ KOSTAR DELLAN? Hestamennskan heillar

MEÐ auknum frístundum í nútíma samfélagi hafa opnast ýmsir möguleikar til að sinna hugðarefnum sínum og áhugamálum. Áhugamálin geta verið eins misjöfn og mennirnir eru margir og hægt er að stunda áhugaverða tómstundaiðju sem kostar viðkomandi ekki nokkurn skapaðan hlut, nema tímann sem í hana fer. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 434 orð

Hver á þessar myndir? ÞEIR sem þekkja til þessara mynda eru

ÞEIR sem þekkja til þessara mynda eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hans Petersen, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 5707555. Grunaði ekki Gvend Í GREIN á forsíðu Morgunblaðsins í dag, sem nefnist Meðganga eykur gáfurnar, segir m.a.: "Meðganga virðist auka gáfur kvenna og hugsanlega til frambúðar. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 594 orð

Hvernig lýsir lungnaþemba sér?

Spurning: Hvernig lýsir lungnaþemba sér og hver eru fyrstu einkennin? Svar: Lungnaþemba lýsir sér með mæði og hósta. Lungnaþemba kemur ekki skyndilega heldur er sjúkdómurinn að þróast í fjölda ára eða áratugi. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 433 orð

Hver voru Samson og Dalíla? MENNING - LISTIR

1. Einar Kárason hefur sent frá sér nýja skáldsögu. Hvað heitir hún, hvað heitir sögumaðurinn og á hvaða öld var hann uppi? 2. Hafnarfjarðarleikhúsið og Stopp- leikhópurinn frumsýndu í sameiningu nýtt íslenskt leikrit í vikunni. Hvað nefnist verkið og hvar gerist það? 3. Meira
14. nóvember 1998 | Dagbók | 541 orð

Í dag er laugardagur 14. nóvember 318. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 14. nóvember 318. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Ég vísa þér veg spekinnar, leiði þig á brautir ráðvendninnar. (Orðskviðirnir 4, 11.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Blackbird kom í gær. Helen Knudsen fer í dag. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 878 orð

Íslenskt mál

UM dróttkvæðan bragarháttog kveðskap undir honum. I. hluti. "Með þeima hætti er flest ort, það er vandað er." (Snorri Sturluson: Háttatal í Eddu.) Hannes Pétursson skáld segir í Bréfi um ljóðstafi (Úr hugskoti, bls. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 499 orð

NORÐMENN draga í efa íslenzkt þjóðerni Eiríks rauða og Leifs he

NORÐMENN draga í efa íslenzkt þjóðerni Eiríks rauða og Leifs heppna, sem komu við sögu landafunda í Vesturheimi. Víkverji lærði það ungur að fyrsta tilraun til landnáms á Grænlandi hafi verið gerð um 970. Þá sigldi Snæbjörn galti Hólmsteinsson með 20 menn í leit að Gunnbjarnarskerjum. Eftir vetursetu á Grænlandi kom hann aftur til Íslands. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 1062 orð

Safnaðarstarf Létt sveifla ­ kvöldmessa í Neskirkju

KVÖLDMESSA verður flutt í Neskirkju sunnudagskvöldið 15. nóvember kl. 20.30. Reynir Jónasson, harmonikkuleikari og organisti, sér um tónlistarflutning ásamt hljómsveit og sönghóp. Hljómsveitina skipa Edwin Kaaber á gítar, Ómar Axelsson á bassa, Sveinn Óli Jónsson á trommur en sjálfur mun Reynir leika á harmonikku. Dagskrá kvöldsins hefst kl. 20 með tónlistarflutningi og kvöldmessan kl. 20.30. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 492 orð

Svar til Ástu vegna Iðnó

KÆRA Ásta. Ég þakka þér fyrir bréf þitt sem birtist í Velvakanda í gær. Það gleður mig mjög að heyra hvað þú varst ánægð með leiksýninguna Rommí. Ég get svo sannarlega tekið undir með þér að þau Guðrún og Erlingur fara á kostum í hlutverkum sínum. Það er alltaf gaman að heyra frá fólki sem er ánægt með þær sýningar sem við bjóðum upp á. Meira
14. nóvember 1998 | Fastir þættir | 943 orð

Útvarp Útópía Einhver kann að spyrja: við hvað miðar maðurinn? Hver er góður útvarpsmaður og hver slæmur? Svar: í fyrsta lagi

Sú var tíð að ein útvarpsstöð var starfrækt á Íslandi; Útvarp Reykjavík, góðan dag, sagði þulurinn blíðlega klukkan sjö að morgni. Mig minnir hún hafi ekki einu sinni heitið Rás 1 þá, stöðin sem varpaði af Skúlagötu 4, heldur var bara talað um Ríkisútvarpið, það nægði. Meira
14. nóvember 1998 | Í dag | 306 orð

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Dægurmálask

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Dægurmálaskrif Víkverja eru gamalgróinn þáttur í Morgunblaðinu. Að sögn blaðsins koma þar ýmsir að verki og misjafn taktur sleginn frá degi til dags bæði hvað varðar efnistök og áreiðanleika. Skrifin eru nafnlaus. Meira

Íþróttir

14. nóvember 1998 | Íþróttir | 167 orð

1. deild karla:

Handknattleikur 1. deild karla: ÍBV - Grótta/KR29:27 Gangur leiksins: 4:2, 6:4, 9:6, 13:9, 13:11,15:1416:17, 19:21, 20:22, 24:22, 26:24, 28:27, 29:27. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 166 orð

Allt sem þið getið...

ERJUR liðanna öll þessi ár hafa falist í margvíslegum hártogunum, en rauði þráðurinn er þó hin eilífa samkeppni: Allt sem þið getið ­ getum við líka. Árið 1961 varð Tottenham fyrst enskra liða á þessari öld til að vinna tvöfalt ­ bæði deild og bikar. Áratug síðar varð Arsenal annað liðið til að gera slíkt hið sama. Í maí sl. endurtóku þeir leikinn. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 236 orð

Breytingar á Evrópukeppni

Þetta eru ekki glæsileg tíðindi fyrir íslensk lið. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur boðað breytingar á Evrópukeppninni í knattspyrnu og verður það ljóst í desember hvenær breytingarnar verða," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, þegar hann var spurður um breytingar sem verða á Evrópumótum félagsliða. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 85 orð

Coventry vill fá Lange

ENSKA knattspyrnuliðið Coventry er nú á höttunum eftir Rune Lange, framherja Tromsö, en forráðamenn Tromsö segja hann ekki til sölu. Andreas Lund framherji Molde var á dögunum næstum búinn að skrifa undir samning hjá Coventry, en enska félagið hætti við á síðustu stundu þar við læknisskoðun kom í ljós að Lund hafði slitið krossband fyrir tveimur árum. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 120 orð

Eggjabikarinn Undanúrslit, laugardag:

Körfuknattleikur Eggjabikarinn Undanúrslit, laugardag: Laugardalshöll:UMFN - UMFG14 Laugardalshöll:Keflavík - KR16 Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á morgun kl. 14 1. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 106 orð

Einar Þór Daníelsson ekki til Viking

Knattspyrnufélagið Viking frá Stafangri keypti á fimmtudag sóknarleikmannin Morten Berre frá Haugesund fyrir 40 milljónir kr. Berre er þar með dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið á milli félaga í Noregi. Berre er ætlað að leika á vinstri kanti í 4-3-3 leikkerfi Viking eða vera varamaður fyrir Ríkharð Daðason sem fremsti maður. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 361 orð

Eyjamenn þurftu að hafa fyrir sigrinum

FÁTT var um fína drætti í leik ÍBV og Gróttu/KR í Eyjum í gærkvöldi, nokkur hraði var í leiknum og mikið um slæmar sendingar og önnur mistök. Eyjamenn höfðu sigur, 29:27, og hafa því unnið síðustu fjóra heimaleiki sína í deildinni. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 191 orð

Fer Norðurlandamót fram á Spáni?

Það eru orðin mörg ár síðan Norðurlandamót a-landsliða hefur farið fram. Knattspyrnusambad Íslands hefur lengi haft áhuga að NM-mót yrði aftur á dagskrá og hafa ýmsar hugmyndir verið uppi. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hefur verið með ákveðnar hugmyndir og borið þær á borð forráðamanna knattspyrnusambanda á Norðurlöndum. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 43 orð

Kynning á USA Cup

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20.30 verður haldin kynning á alþjóðlegu móti í knattspyrnu fyrir unglinga, USA Cup, sem haldið er í Minnisota. Kynningin fer fram á vegum ÍT ferða í kaffiteríu ÍSÍ, Íþróttamistöðinni í Laugardal. Bo Conroy kynnir mótið. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 50 orð

Líkleg byrjunarlið:

Arsenal: David Seaman; Nigel Winterburn, Martin Keown, Tony Adams, Lee Dixon; Marc Overmars, Emmanuel Petit, Patrick Vieira, Ray Parlour; Nicolas Anelka, Patrick Ljungberg / Dennis Bergkamp. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 57 orð

Reynir ekki meira með

REYNIR Þór Reynisson, markvörður KA og landsliðsins í handknattleik, er með trosnuð krossbönd í hné og verður frá keppni út keppnistímabilið. Þetta kom í ljós við speglun í gær. Sigtryggur Albertsson hafði gengið tímabundið aftur til liðs við KA í stað Reynis, en Sigtryggur er sjómaður og óvíst hvort sú ráðstöfun er til langframa. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 306 orð

Rúnar betri en heimsmeistarinn á bogahesti

Rúnar Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, sigraði í keppni á bogahesti á sterku alþjóðlegu boðsmóti í fimleikum sem fram fór Helsinki í Finnlandi í vikunni, en meðal keppenda voru nokkrir af fremstu fimleikamönnum Evrópu. Rúnar fékk 9,8 í einkunn fyrir æfingar sínar. Í öðru sæti og þriðja sæti höfnuðu Ivan Ivankov, Hvíta-Rússlandi, og Valery Blenky, Þýskalandi, með einkunina 9,75. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 365 orð

SCOTT Ramsay samdi í gærmorgun til tve

SCOTT Ramsay samdi í gærmorgun til tveggja ára við lið Grindvíkinga í efstu deild. KR- ingar höfðu átt í viðræðum við skoska leikmanninn, en hann ákvað að verða áfram í Grindavík, þar sem hann lék í sumar. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 627 orð

Sjóaðir Keflvíkingar ætla sér alla leið

"SLAGURINN um Eggjabikarinn leggst vel í mig. Við erum að taka þátt bikarkeppninni í þriðja sinn og höfum unnið bæði fyrri mótin. Auk þess gengur okkur vel í deildinni og við höfum verið sigursælir að undanförnu. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 1861 orð

Spurning um heiður og hefnd

ÞAÐ er ekki langt að fara fyrir Graham og leikmenn hans í Tottenham yfir á Highbury, hinn fræga heimavöll Englandsmeistaranna. Leikmenn þekkja þessa leið vel, en enginn þó betur en Graham sem lagði grunninn að því Arsenalliði sem menn þekkja í dag. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 280 orð

Stefán tekinn við á ný hjá KA

KNATTSPYRNUDEILD Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) hyggst rífa upp knattspyrnuna hjá félaginu og ætlar að koma því í hóp þeirra bestu á nýjan leik. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi deildarinnar fyrir skömmu og tók Stefán Gunnlaugsson við formennsku, en hann var formaður til margra ára áður en hann varð stjórnarmaður hjá KSÍ. "Við ætlum að reyna að hjálpa aðeins til hjá knattspyrnudeildinni. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 57 orð

Suðurnesjaslagur í bikarkeppni

DREGIÐ hefur í 16-liða úrslit karla í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Aðalleikur umferðarinnar verður leikur Suðurnesjaliðanna Njarðvíkur og Grindavíkur. Leikirnir eiga að fara fram 13. desember. Eftirtalin lið drógust saman: Njarðvík - Grindavík Breiðablik - Haukar G.G. Meira
14. nóvember 1998 | Íþróttir | 150 orð

Þór og KA mætast í bikarnum

LJÓST er að a.m.k. þrjú lið úr 1. deild karla og tvö úr 1. deild kvenna falla úr leik í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, en dregið var í gær. Í kvennakeppninni skráðu aðeins tíu lið sig til þátttöku og sitja sex þeirra hjá í 16-liða úrslitum. Það gerir að verkum að aðeins verða tveir leikir í þeirri umferð. Leikirnir eiga að fara fram 4. til 6. desember. Meira

Sunnudagsblað

14. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 219 orð

Segir gyðinga loks lausa við ofsóknir

BRESKUR rabbíi segir að í fyrsta sinn í 2 þúsund ár verði gyðingar hvergi í heiminum fyrir ofsóknum yfirvalda, og að samfélög þeirra blómstri nú á mörgum sviðum. Lord Jakobovits, fyrrverandi æðsti rabbíi á Bretlandi, lét þessi ummæli falla í ávarpi 9. Meira
14. nóvember 1998 | Sunnudagsblað | 225 orð

Takmarkinu náð 86 árum of seint

Takmarkinu náð 86 árum of seint London. The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn telja að Suðurskautsfarinn Robert Scott, sem lét lífið á Suðurpólnum fyrir 86 árum, sé nú kominn framhjá búðunum, sem hann var á leið til er hann varð úti. Lík Scotts grófst niður í íshelluna og færist nú hægt og sígandi í norðurátt. Meira

Úr verinu

14. nóvember 1998 | Úr verinu | 535 orð

Almenn þekking á sjávarútvegi lítil

NEYTENDUR eru svo illa að sér um sjávarútveg og fiskveiðar almennt að þeir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvaða máli einstakir þættir skipti og hvað átt sé við með umhverfismerktum fiski. Þetta kemur fram í könnun meðal neytenda í Þýskalandi, Danmörku og á Spáni, Meira
14. nóvember 1998 | Úr verinu | 1052 orð

Enn er alltof mörgum spurningum ósvarað

TALSMENN hagsmunasamtaka og sölusamtaka í sjávarútvegi telja að enn sé of mörgum spurningum ósvarað til að koma megi á umhverfismerkingum á sjávarafurðum. Þeir telja samt sem áður að Íslendingar hagnist öðrum þjóðum fremur á slíkri vottun en leggja áherslu á að fara verði varlega í sakirnar. Meira
14. nóvember 1998 | Úr verinu | 419 orð

Íslendingar hagnast á umhverfisvottun

FYRIRTÆKI í sjávarútvegi þurfa á næstu árum að taka aukið tillit til umhverfismála og Íslendingar munu njóta góðs af umhverfisvottun í markaðssetningu sjávarafurða. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins sem haldinn var í London 21. október sl. en yfirskrift fundarins var markaðssetning sjávarafurða og umhverfismál. Meira
14. nóvember 1998 | Úr verinu | 886 orð

Smábátaútgerð er umhverfisstefna

LANDSSAMBAND smábátaeigenda gerir þá kröfu á hendur stjórnvöldum að smábátar og notkun kyrrstæðra veiðarfæra hafi forgang að nýtingu landgrunnsins. Að þeirri ákvörðun tekinni þurfi stjórnvöld ekkert að draga undan þegar þjóðir heims sækjast eftir upplýsingum um íslenskan sjávarútveg. Þetta kemur fram í aðalályktun aðalfundar sambandsins sem lauk í gær. Meira

Lesbók

14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1924 orð

AÐ KASTA 340 MILLJÓNUM Á GLÆ EFTIR INGU DÓRU B

Á SÍÐASTLIÐNU vori tilkynnti Davíð Oddsson forsætisráðherra þjóðinni að íslenska ríkið ætlaði að verja um 340 milljónum íslenskra króna í átak til að kynna þátt Íslendinga í landafundum Améríku, en um aldamótin 2000 eru þúsund ár liðin frá því að Leifur Eiríksson steig, að því talið er, Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 245 orð

Á MÖRKUM MYNDLISTAR OG DAGLEGS LÍFS

LJÓSMYNDASÝNING Hjartar Hjartarsonar í Súm-sal ber yfirskriftina "Dagskrá ­ kyrralífsmyndir úr sjónvarpi". Hráefni myndanna er að finna í dagskrá sjónvarpsins eina kvöldstund og nú hafa myndirnar ­ úr íþróttum, fréttum og sápuóperum ­ verið endurmatreiddar, færðar yfir á striga og strekktar á blindramma. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

ÁSTIN MÍN, LÍTTU UM ÖXL

fönn mín, sindur blámans á öldufaldinum í aftanskini, úr mistrinu frá fjarlægri sól þessi líkami ­ klingjandi bjalla augu mín greina aðalbláber fjallanna sem renna út í móðu andlitslausra dala, ástin mín líttu um öxl ef þú heyrir kallið frá birtu fjarlægra sumra. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1036 orð

BEETHOVENKVARTETTAR OG BAROKKSVEIFLA

Ludwig van Beethoven: Strengjakvartettarnir. Gabrieli kvartettinn (Op. 18/1-6, 59/1-3, 74 & 95) og Aeolian kvartettinn (Op. 127, 130-133 & 135). London 458 301-2. Upptaka: ADD (Op. 18/3-6 DDD), Lundúnum & Hampstead 1974, 1978, 1979 & 1981. Útgáfuár: 1975, 1979, 1980, 1983. Lengd (8 diskar): 8.51:01. Verð (Skífan): 5.199 kr. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 289 orð

BLÁSTUR OG PÍANÓ

Á ÞRIÐJU kammertónleikum vetrarins í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, laugardag kl. 17, mun Blásarakvintett Reykjavíkur leika ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil. Hann er jafnframt listrænn stjórnandi og skipuleggjandi þeirra sex kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 225 orð

DÝRMÆTIR VÖKVAR

MÍNIR dýrmætu vökvar er yfirskrift sýningar Aðalsteins Stefánssonar í Bjarta sal og undirtitillinn er Blóðið ­ Tárin ­ Munnvatnið ­ Þvagið ­ Sæðið ­ Andinn ­ Tilfinningarnar ­ Afneitunin ­ Girndin ­ Lífsneistinn. Með verkinu segist listamaðurinn vera að velta fyrir sér spurningum um líkamsvökvana og tengslum þeirra við hin ýmsu hugðarefni okkar. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 214 orð

efni 14. nóv

Utangarðsmenn? Hópur myndlistarmanna sem töldu sig útilokaða hjá hinni opinberu listforsjá stofnaði Myndlistfélagið 1961 og félagið starfaði til 1970. Þarna komu margir þektir listamenn við sögu og nú hefur verið gefin út listaverkabók um félaga í Myndlistarfélaginu og eru birtar myndir af þremur verkum eftir hvern þeirra. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

FIMM EINKASÝNINGAR Í NÝLISTASAFNINU Fimm lis

FIMM EINKASÝNINGAR Í NÝLISTASAFNINU Fimm listamenn opna einkasýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í dag, laugardag, kl. 16. Þóroddur Bjarnason sýnir í Forsal, Lilja Björk Egilsdóttir í Gryfju, Aðalsteinn Stefánsson í Bjarta sal, Pétur Guðmundsson í Svarta sal og Hjörtur Hjartarson í Súm-sal. Sýningarnar eru opnar kl. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1890 orð

FLUGUR OG FJÖLL

FLUGUR OG FJÖLL Fyrsti hluti: Sturlun Nietzsches og skáldfíflamál heimspekinnar EFTIR MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Hér má lesa um hnignun við tvenn aldarlok, síðupplýsingu, einvíddarhugsun og hreppstjóravit, síra Hannes Snakkó, flóttann undan Friedrich Nietzsche, drykkfellda Stefánaöld, Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1449 orð

FRÁ FEÐRAVELDI TIL JAFNINGJARÉTTAR IV STEINAL

SÚ VAR tíð að mikilvægust samskipti manna í milli voru hjúskapur og vinátta. Ekki lengur. Gildi hjúskapar fyrir þroska barna sem fullorðinna er nú annað en áður var eftir útlitinu að dæma. Samskipti manna hafa einfaldast; þroskinn, ef einhver er, hefur orðið félagslegri. Hann er fremur skólamál en einkamál. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð

HEIMBOÐ

Þú bauðst mér til veizlu, ljúfa líf. Ljósum var höll þín skreytt. Harpan var slegin og dansað dátt og dýrasta mungát veitt. Dansinn var stiginn og drukkið fast við dunandi hörpumál: grát og hlátur, hatur og ást. Hver hörpustrengur var sál. Sjaldan hefi ég dansað dátt, þótt dragi mig lögin þín. Grön lét ég sía. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2247 orð

HÓPUR SEM TALDI SIG ÚTILOKAÐAN

SAGA íslenskrar myndlistar er afar stutt saga. Ég hef tilfinningu fyrir því að þessi saga sé of stutt og of stormasöm til þess að hægt sé að leggja á hana hlutlægt mat og skrifa hana á þann hátt að viðundandi geti talist. Dingullögmálið er oft ríkjandi þáttur í þjóðarsálinni og mönnum hættir við að kastast á milli öfga. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 252 orð

HUGO CLAUS TEKUR VIÐ ARISTEIONBÓKMENNTAVERÐLAUNUNUM

ARISTEION-bókmenntaverðlaunin voru afhent belgíska rithöfundinum Hugo Claus í ráðhúsinu í Stokkhólmi á miðvikudag og spænski þýðandinn Miguel Sáenz tók við þýðingarverðlaununum. Claus hlaut verðlaunin fyrir nýjustu skáldsögu sína, De Geruchten, eða Orðrómurinn, og Sáenz fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Ein weites Feld, eða Á víðum velli, eftir G¨unter Grass. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð

Í VETRARBYRJUN

Snjónum kyngir niður á Norðurlandi, nóttin virðist eilíf. Hann sest í háa skafla, heyrast snjókorn falla, það er vetur. Myrkrið færist í aukana alla á byggðu bóli. Jafnt sem hátt á heiði hann Kári blæs úr nös napur að vanda. Norðanáttin ríkir nú, nepja og fok. Heimskautið heilsar okkur, hlýr vindur fjarri, sólin lækkar á lofti. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

LEIÐRÉTTING

Í umfjöllun Lesbókar um Þjóðminjasafnið á tímamótum 7. nóv. sl. var ónákvæmni í myndatextum sem hér segir: Í mynd á bls 4 eru rúmteppi, en ekki veggteppi, og næst horninu er söðulklæði. Á bls. 5 eru sömuleiðis rúmteppi og í mynd á bls 6 af dýrgripum úr kirkjum eru útsaumaðar myndir en ekki myndvefnaður. Leiðréttist þetta hér með. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1610 orð

LÖGBERG TÝNDIST ­ EN HVAR VAR ÞAÐ? EFTIR STE

"ÞAÐ er næsta ótrúlegt um Íslendinga, sem haldið hafa hverju smæsta örnefni sínu til haga, að þeir skyldu næst týna sjálfu Lögbergi á Þingvöllum." Svo segir Björn Th. Björnsson í bók sinni Þingvellir (1984:15). Margar tilgátur og kenningar eru til um staðsetningu Lögbergs og engin vissa er um hvar það er. Það tímabil sem ég mun fjalla um er svo nefnd þjóðveldisöld, þ.e. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1450 orð

MARTIN ISEPP HÉLT MASTER CLASS NÁMSKEIÐ Á VEGUM SÖNGSKÓLANS Í REYKJAVÍK

HANN er fæddur í Vínarborg árið 1930 og tónlistin hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi hans. Þegar hann var átta ára gamall varð fjölskyldan að flýja gyðingaofsóknir nazista, settist að í Lundúnum og síðan hefur hann að mestu búið þar í borg. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 540 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð

NÝ ÚTSETNING Á SÁLMI HALLGRÍMS PÉTURSSONAR

ÞESS verður minnst með ýmsum hætti í Fossvogskirkju í dag kl. 17, að á þessu ári er hálf öld liðin frá vígslu kirkjunnar. Flutt verður ný útsetning Þorkels Sigurbjörnssonar á sálmi Hallgríms Péturssonar "um dauðans óvissa tíma", Allt eins og blómstrið eina. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 698 orð

REYNI AÐ LÁTA LESANDANN SJÁ AÐSTÆÐUR Í GRÓFU OG SKOPLEGU LJÓSI

"ÉG STARFAÐI á dagblaði um nokkurra ára skeið á stjórnarárum Titós," segir Safeta. "Eins og flestum er kunnugt um þá viðgekkst ritskoðun í Júgóslavíu á þeim árum. Undir lok valdatíma Títós varð breyting á og frjálsræðið tilfinnanlegt. Viðurlög við að tjá sig óvarlega voru samt aldrei jafnhörð sem í Sovétríkjunum. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1451 orð

SAMSKIPTI ENGLENDINGA OG ÍSLENDINGA Á 15. ÖLD Dr

SAMSKIPTI Englendinga og Íslendinga hafa verið eitt af rannsóknarsviðum Wendy Childs, kennara við Háskólann í Leeds. Hún hélt um síðustu helgi minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar þar sem hún kynnti rannsóknir sínar. Meginrannsóknarsvið Childs eru annars vegar saga millilandaverslunar á miðöldum og hins vegar stjórnmálasaga 14. aldar. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2213 orð

SÖGULEG ÓPERUSÝNING Í PEKING EFTIR SIGURÐ A. MAG

KVÍÐVÆNLEGT var að eiga fyrir höndum níu tíma óslitið flug frá Kaupmannahöfn til Peking eftir þriggja tíma bið á flugvellinum í Kastrup, sem reyndar lengdist um hálfan þriðja tíma vegna seinkunar. Þarvið bættist sex stunda tímamunur, þannig að ekki yrði komið til Peking fyrren næsta morgun. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

TENGSL PÉTURS

PÉTUR Guðmundsson frá Ísafirði er gestur safnsins í Svarta sal, þar sem hann sýnir verkið Tengsl. Það eru 12 myndir sem hann hefur gert úr texta, rammað inn og hengt upp á veggi og lýsa sýningaröð sem hann hefur staðið fyrir frá því um síðustu áramót. Þar er einnig stór mappa með ýmsum gögnum, sem listamaðurinn kallar miðlægan gagnagrunn en ófullkominn þó. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

TILVIST

Liggjandi úti á svölum seint í ágúst er ég enn heima og það eru heyannir og ég með langa lest að fara á milli því það er langt á engjar. Sveitin umgirt fjöllum jöklum eyjum og dynþungu úthafi svo víðlend og ólgandi af fuglasöng hneggi og jarmi. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 219 orð

TÓNLEIKAR OG PLÖTUÚTGÁFA

ÞRIÐJU tónleikar starfsárs Kammermúsíkklúbbsins verða haldnir í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20.30. Fram koma Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

TVÖ CONSTABLEVERK HORFIN

TVÖ olíumálverk eftir einn þekktasta listamann Breta, John Constable, hafa horfið úr Viktoria og Albert-safninu í Lundúnum. Verkin sáust síðast við skoðun í ágúst og er talið fullvíst að þeim hafi verið stolið. Málið er hið vandræðalegasta fyrir safnið, því dóttir málarans gaf verkin og eru þau metin á um eina milljón sterlingspunda, um 120 milljónir ísl. kr. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2024 orð

UM NÓTT SMÁSAGAEFTIR EYSTEIN BJÖRNSSON

HANN ráfar stefnulaust á milli borðanna. Leitar að kunnuglegu andliti. Fólkið horfir einkennilega á hann, snýr sér svo undan. Hann sér engan sem hann þekkir. Sest að lokum niður úti í horni. Fólkið tínist frá borðunum. Tekur föt sín í fatageymslunni og býst til brottfarar. Hann dottar. Þjónn hristir öxl hans. - Tími til kominn að tölta heim, kunningi. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 293 orð

UMRÆÐAN FLÝTUR OG SKÝTUR RÓTUM

ÞÓRODDUR Bjarnason er upptekinn af umræðunni. Ekki bara umræðu um menningu og listir, heldur umræðu almennt. "Þing fljótandi umræðu" er yfirskrift sýningar hans í Forsal Nýlistasafnsins. Þar fjallar hann um umræðu almennt og hvernig hún verður til í þjóðfélaginu, í misstórum hópum manna, og fylgir þeim síðan þangað sem þeir fara, svo umræðan flýtur út og skýtur rótum á nýjum stöðum. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1009 orð

UNNANDI VATNALILJANNA Monet á tuttugustu öld

STÓRA Monetsýningin í Boston er sérstakur, kannski einstakur listviðburður í lok aldarinnar. Bandaríkjamenn eru miklir Monetaðdáendur eins og aðsóknin ber með sér. Daglega, frá morgni til kvölds, er safnið fullt af fólki og verður naumast þverfótað í sölunum þar sem Monetverkin hanga. Marga daga tekur að fá miða og kostar miðinn fimmtán dollara. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð

VATNSKEPPIR OG SNIFSI

SÝNING Lilju Bjarkar Egilsdóttur í Gryfju er sú þriðja af fjórum í sýningarröð sem ber yfirskriftina "The reality of time and place is relative ­ So enjoy the moment". "Flest mín verk eru búin til fyrir ákveðið rými en ég er samt að vinna með sömu verkin aftur og aftur. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 269 orð

ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL

Og ég sat uppi í hlíð og ég sá út á haf, og mín sál var á krossgötum stödd. Fyrir framan mig lá allt, sem lífið mér gaf, og mitt land varð ein hvíslandi rödd, og það spurði mig lágt: Heyrðu, Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 632 orð

ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL EFTIR ÓLÖFU GUÐNÝJU VALDIMA

FRAMTÍÐ íslenskrar náttúru hefur verið í brennidepli undanfarið. Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Á næstu mánuðum og árum verður hún að gera upp við sig hvaða stefna verður tekin í atvinnumálum og verndun náttúru landsins. Ríkjandi atvinnustefna felur í sér stórar framkvæmdir sem ógna náttúru landsins. Gerðar hafa verið áætlanir um virkjunarframkvæmdir og stóriðjuver. Meira
14. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

á tuttugustu öld nefnist umfangsmikil sýning á verkum franska málarans Claude Monet sem nú stendur í Museum of Fine Arts í Boston. Jóhann Hjálmarsson, sem nýlega var á ferð í Boston, skoðaði sýninguna og veltir í því tilefni fyrir sér ferli þessa heimskunna listamanns. Í máli hans kemur meðal annars fram að Bandaríkjamenn séu miklir Monetaðdáendur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.