Greinar laugardaginn 21. nóvember 1998

Forsíða

21. nóvember 1998 | Forsíða | 383 orð

"Kalla yfir sig eilífan fjandskap Tyrkja"

TYRKIR mótmæltu í gær harðlega þeim úrskurði áfrýjunardómstóls á Ítalíu að hafna handtökutilskipun Tyrkja á hendur Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan. Segjast Ítalir ekki ætla að framselja hann þar sem hann sé einnig eftirlýstur í Þýskalandi. Brugðust Tyrkir við með því að hóta Ítölum "eilífum fjandskap" og sögðust ætla að endurskoða fyrirhuguð kaup á ítölskum hergögnum. Meira
21. nóvember 1998 | Forsíða | 232 orð

Mikill fögnuður meðal Palestínumanna

ÍSRAELAR létu í gær af hendi til Palestínumanna um fimm hundruð ferkílómetra landsvæði norðarlega á Vesturbakkanum, eins og kveðið er á um í Wye-samkomulaginu, sem náðist í síðasta mánuði í Bandaríkjunum. Mikill fögnuður var meðal Palestínumanna í þeim 28 bæjum og borgum sem héðan í frá tilheyra yfirráðasvæði Palestínumanna. Meira
21. nóvember 1998 | Forsíða | 69 orð

Óttast árás á sendiráð

BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið kvaðst í gærkvöldi hafa fengið "trúverðugar" upplýsingar um að hermdarverkamenn kynnu að gera árás á bandaríska sendiráðið í Austurríki eða aðrar byggingar sem tengjast Bandaríkjunum. Meira
21. nóvember 1998 | Forsíða | 169 orð

Óttast vígbúnað í Norður-Kóreu

BILL Clinton Bandaríkjaforseti fór til Suður-Kóreu í gær og búist er við að viðræður hans við þarlenda ráðamenn um helgina snúist einkum um öryggismál vegna vísbendinga um að Norður-Kóreumenn séu að vígbúast. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst hafa miklar áhyggjur af eldflaugaáætlun Norður-Kóreu, sem hún sagði marka "hættuleg tímamót" í tengslum ríkjanna. Meira
21. nóvember 1998 | Forsíða | 152 orð

Ráðgjafi Starrs segir af sér

SAM Dash, ráðgjafi Kenneths Starrs í siðferðilegum álitamálum, sagði af sér í gær til að mótmæla þeirri ákvörðun hans að bera vitni fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur hafið rannsókn er leitt gæti til ákæru til embættismissis á hendur Bill Clinton forseta. Meira
21. nóvember 1998 | Forsíða | 115 orð

Samið við tóbaksfyrirtæki

46 RÍKI í Bandaríkjunum samþykktu í gær samning við tóbaksfyrirtæki um að þau greiddu þeim 206 milljarða dala, 14.400 milljarða króna, til að standa straum af kostnaði þeirra vegna sjúkdóma, sem raktir eru til reykinga. Meira

Fréttir

21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

10-11 og Sævar Karl fá viðurkenningu

10-11 og Sævar Karl fá viðurkenningu ÞRÓUNARFÉLAG Reykjavíkur veitti í gær Eiríki Sigurðssyni kaupmanni, sem rekur fyrirtækið Vöruveltuna, betur þekkt undir nafninu 10-11, viðurkenningu fyrir framlag til þróunar og uppbyggingar miðborgar Reykjavíkur. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 769 orð

204 luku prófum frá Háskóla Íslands

EFTIRTALDIR 182 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands laugardaginn 24. október sl. Auk þess luku 22 nemendur námi til starfsréttinda í guðfræðideild, félagsvísindadeild og heimspekideild: Guðfræðideild (6): Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 836 orð

Aðeins 15% frumorku jarðhita nýtast til raforkuframleiðslu

HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sé jarðhitinn nýttur eingöngu til raforkuframleiðslu nýtist aðeins um 15% af frumorku hans. Því hafi verið tilhneiging til að nýta vatnsaflið til raforkuframleiðslu á undan jarðhitanum og nýta þannig orkuforðann almennt betur en ella. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Afmælisfagnaður eldri borgara í Kópavogi

FÉLAG eldri borgara heldur afmælisfagnað laugardaginn 21. nóvember kl. 15­18 í Gullsmára. Leópold Jóhannesson stiklar á stóru í tíu ára sögu FEB og Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Kaffi og hlaðborð. Helgi Seljan ávarpar samkomuna og Grettir Björnsson leikur á nikkuna frá kl. 14.30. Loks verður fjöldasöngur að hætti FEBK félaga. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Akureyringar í jólaskapi

AKUREYRINGAR voru í jólaskapi þrátt fyrir nokkra rigningu í gær, en fjölmenni var við opnun jólaþorpsins Norðurpólsins á flötinni við Samkomuhúsið á Akureyri. Ljós voru tendruð á "Jólatré allra barna" sem staðsett er í miðju þorpinu og frumflutti hljómsveitin Cantabile lag tileinkað því. Sigurður J. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Arðsemismat verði lagt til grundvallar stórframkvæmdum

ÓLAFUR Hannibalsson, Sjálfstæðisflokki, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta semja frumvarp til laga um arðsemismat sem auk umhverfismats verði lagt til grundvallar stórframkvæmdum í mannvirkjagerð í framtíðinni. Frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næsta löggjafarþingi. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 3327 orð

Álver á Austurland ­ af brýnni nauðsyn?

MEIRIHLUTI íbúa á Austurlandi er hlynntur virkjun fallvatnanna á hálendinu norðan Vatnajökuls og uppbyggingu stóriðju í landsfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur slíkum framkvæmdum hins vegar verið kröftuglega mótmælt. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

Átakshópur öryrkja mótmælir kjörum sínum

ÁTAKSHÓPUR öryrkja efndi í gær til mótmælastöðu fyrir utan Hótel Sögu við upphaf 25. flokksþings Framsóknarflokksins. Vildi átakshópurinn vekja athygli á nokkrum staðreyndum er varða kjör öryrkja. "Lágmarkslaun í þessu landi hafa hækkað um 52% á undanförnum fimm árum, en örorkulífeyrir um 17%," sagði Arnþór Helgason talsmaður átakshópsins. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Beit lögregluþjón í lærið

LÖGREGLUMAÐUR var bitinn í lærið við störf sín í fyrrinótt. Tildrögin voru þau, að dyravörður á veitingahúsinu Glaumbar við Tryggvagötu óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna óláta drukkins gests kl. 2 aðfaranótt föstudags. Lögreglan handtók gestinn og flutti hann í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Berglind hittir Giljagaur MÆÐGURNAR Berglind Lilja Björnsdóttir o

Berglind hittir Giljagaur MÆÐGURNAR Berglind Lilja Björnsdóttir og móðir hennar Ragnhildur Jónsdóttir sem búa í Reykjavík notuðu tækifærið þegar þær voru í heimsókn hjá ættingjum sínum norðan heiða að bregða sér í jólaþorpið Norðurpólinn sem opnað var með viðhöfn á Akureyri í gær. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Bindindishelgi fjölskyldunnar

GÓÐTEMPLARAR gangast fyrir bindindishelgi fjölskyldunnar í dag og á morgun. Hlutverk hennar er að minna á forvarnamátt fjölskyldunnar og hvetja til þess að hún haldi hópinn og geri sér glaðan dag á uppbyggilegan hátt. Efnt er til verðlaunasamkeppni í tilefni bindindishelgarinnar. Samkeppnin er nefnd Gaman að muna. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

B&L kynnir nýjan Land Rover

B&L kynnir um helgina nýjan Land Rover Defender 110 STORM sem verður frumsýndur í sýningarsal fyrirtækisins Suðurlandsbraut 14 um helgina 21.-22. nóvember. Þessi nýi Land Rover Defender er með nýja Storm TD5 vél. Storm TD5 vélin er 5 strokka með túrbínu og millikæli og skilar talsvert meira afli en sú gamla auk þess sem hún er mun hljóðlátari og á sama tíma jafn eyðslugrönn og sú gamla. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Borgarljós á Netinu

BORGARLJÓS ehf. hefur opnað netverslunina borgarljos.is. Í versluninni er boðið upp á lampa og lýsingarbúnað fyrir heimili. Leitast er við að sýna hverja vöru fyrir sig með sem bestum hætti s.s. með litum, stærð, efnisgerð og verði, segir í fréttatilkynningu. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Breytingar á bifreiðagjöldum eftir áramót

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar m.a. á lögum um bifreiðagjald. Þar er lagt til að lágmarksgjald verði hækkað úr 2.993 kr. í 3.000 kr. eða innan við 1% og ennfremur að sett verði inn að nýju ákveðin hámarksupphæð bifreiðagjalds sem verði 36.200 kr. Þá er lagt til að gjald fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar að 1. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 280 orð

Búddamunkar berja hver á öðrum

Búddamunkar berja hver á öðrum Seoul. The Daily Telegraph. UM það bil 12 búddamunkar, vopnaðir bareflum og með skildi sér til varnar, ruddust fyrr í vikunni inn í sitt eigið musteri í Seoul í Suður-Kóreu. Þar börðust þeir við aðra munka um það hverjir skyldu ráða í hinni 1.000 ára gömlu reglu. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 959 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 22.-28. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is/HIHome Mánudagur 23. nóvember: Þórður Jónsson, Raunvísindastofnun, heldur áfram fyrirlestri sínum á málstofu í stærðfræði sem nefnist: "Framgangsfylki fyrir lykkjur". Meira
21. nóvember 1998 | Miðopna | 1691 orð

Ekki rétt að útiloka aðild að ESB um alla framtíð

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði við upphaf flokksþings Framsóknarflokksins í gær að hann teldi ekki rétt að útiloka það um alla framtíð að aðild að Evrópusambandinu geti orðið vænlegur kostur. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ekki skráð hvaða heimasíður eru heimsóttar

FORSVARSMENN netþjónustufyrirtækja sem veita tölvunotendum aðgang að Netinu segjast ekki halda skrár yfir hvaða heimasíður notendur fara inn á, og yfirleitt séu ekki skráðar aðrar upplýsingar um notkun viðskiptavina en upplýsingar um tengitíma auk þess sem tölvupóstur notendanna sé geymdur. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 301 orð

Ekki sýnt á þeim tíma sem börn horfa á

ÓLAFUR Hannibalsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ofbeldisatriði í sjónvarpi. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fara þess á leit við fulltrúa sína í útvarpsráði að þeir beiti sér fyrir því að hætt verði að sýna ofbeldisatriði í sjónvarpinu á þeim tíma sem þess er helst að vænta að börn séu að horfa á það. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 662 orð

Endurmat farið fram á íslenskri rómantík

FÉLAG íslenskra fræða heldur málþing um rómantík á annarri hæð Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu kl. 14 í dag, laugardaginn 21. nóvember. Þingið er öllum opið og verða kaffiveitingar í boði félagsins. Sveinn Yngvi Egilsson, í stjórn Félags íslenskra fræða, hefur unnið að undirbúningi málþingsins. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Erindi um hlutverk B- minnisfrumna í ónæmiskerfinu

SIGRÍÐUR Bergþórsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu Íslenskrar erfðagreiningar, heldur erindi um hlutverk og þroskun B- minnisfrumna í ónæmiskerfinu sem nefnist: CD40 og þroskun B- minnisfrumna, að Lynghálsi 1, laugardaginn 21. nóvember. Erindið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknastofur Íslenskrar erfðagreiningar. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 47 orð

Fastur á brú

MAÐUR heldur um höfuð sér er hann yfirgefur slysstað á hraðbraut um fimmtíu km. frá Madríd í gær. Gat þar að líta óvenjulega sjón en bifreið, sem lenti á brúarhandriði við hraðbrautina, þrýstist undir það og hékk þar föst. Ökumaður bifreiðarinnar er mikið slasaður. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 359 orð

Fischer aðvarar Kína

JOSCHKA Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, varaði kínversk stjórnvöld í gær við því að þau stefndu samskiptum sínum við stjórnvöld í Bonn í hættu með þeirri ákvörðun sinni að vísa þýska blaðamanninum Jürgen Kremb úr landi, en Kínverjar hafa sakað Kremb um að komast yfir ríkisleyndarmál. Meira
21. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Fjósatraktorinn þarfaþing

Fjósatraktorinn þarfaþing Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. NÝ TÆKNI hefur haldið innreið sína í eyfirsk fjós. Feðgarnir á Espihóli, Jón Jóhannesson og Kristinn Jónsson, fjárfestu nýlega í fjósatraktor. Hann gengur mest á sjö kílómetra hraða er 95 sentímetra breiður og sagði Jón að hann væri mesta þarfaþing og létti mikið fjósverkin. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Flokksráðsfundur haldinn í dag

FLOKKSRÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í dag, laugardag, í Valhöll og hefst klukkan 10 með ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Ráðherrar flokksins munu síðan sitja fyrir svörum og eftir það verða umræður um kjördæmamálið. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna það. Meira
21. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 133 orð

Flugur hjá Leikfélagi Lagó í Grindavík

LEIKFÉLAGIÐ Lagó í Grindavík sýnir um þessar mundir leikritið Flugur. Sýningar fara fram í gömlu frystihúsi í Grindavík, þar sem félagsmiðstöðin Laufin og spaðarnir, fyrir fólk eldra en 16 ára, er staðsett. Leikritið Flugur er annað verk Leikhópsins á þessu ári. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem jafnframt er höfundur verksins. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 2474 orð

Fólkið er okkar auður

RAUÐI KROSS ÍSLANDSFjárframlag til alþjóðlegs hjálparstarfs hefur dregist saman um 17% á fjórum árum Fólkið er okkar auður Alltof oft gleymist að þörfin fyrir hjálparstarf er ekki endilega tengd ákveðnum atburðum heldur viðvarandi alla daga, allan ársins hring. Anna G. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fræðslufundur um unglinga

FORELDRAFÉLAG Hagaskóla tók til starfa nú á haustmánuðum. Var þá kosin ný stjórn en hana skipa: Sólveig Guðmundsdóttir, skrifstofumaður, formaður, Ágúst Valgeirsson, varaformaður, Sigrún Ása Sturludóttir, náttúrufræðingur, röltstjóri, Tryggvi Agnarsson hdl., meðstjórnandi og Eygló Sigmundsdóttir, félagsráðgjafi, meðstjórnandi. Meira
21. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 163 orð

Gamla kirkjan í Stykkishólmi endurvígð

Stykkishólmi-Endurbyggingu "gömlu kirkjunnar" í Stykkishólmi er nú lokið. Verkið hófst fyrir all mörgum árum, en í fyrra var skipuð framkvæmdanefnd til að ljúka verkinu. Nefndin hefur starfað vel og hefur verið unnið að endurbyggingu af fullum krafti síðan. Nú er kirkjan tilbúin, sem næst í sinni upphaflegu mynd. Sunnudaginn 22. nóvember nk. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Gefa 4.000 slökunardiska

GEÐHJÁLP og Íslensk erfðagreining hafa tekið höndum saman um að gefa 4.000 geisladiska til félagsmanna og stuðningsaðila Geðhjálpar og sýna á þann hátt þakklætisvott til þeirra sem staðið hafa að baki félaginu. Á diskunum, sem eru tveir í setti, eru leiðbeiningar í slökun og sjálfstyrkingu. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

Gegn úrskurðarnefnd um jafnréttismál

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismenna fagnar því að unnið er nú að nýskipun jafnréttismála. Annað mál er að tillögur nefndar þeirrar, er því starfi sinnir, eru ekki sama fagnaðarefni, segir í frétt frá stjórn SUS. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Getur rætt við félagana og fylgst með kennslu

TÍU ára gamli drengurinn frá Eskifirði, Sindri Snær Einarsson, sem brenndist mjög alvarlega í ágústmánuði síðastliðnum er nú á hægum batavegi á Barnaspítala Hringsins. Stjórnendur grunnskólans á Eskifirði hafa ákveðið að láta setja upp gagnvirkan sjónvarpsbúnað í skólanum með liðveislu Landssímans til að gefa drengnum kost á að vera í beinu sjónvarpssambandi við skólafélaga sína og fylgjast með Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Góður árangur íslenskra dansara

TVÖ af sterkustu pörum Íslands tóku þátt í opinni danskeppni "Dutch Open" sem haldin var í Slageren í Hollandi 13. og 14. nóvember sl. Það voru þau Ísak Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. Á fimmtudeginum var keppt í Standard-dönsum og lentu Ísak og Halldóra í 3. sæti og Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr í 4. sæti. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Gönguferð um Vesturhöfn og Eyjagarð

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í dag, laugardag, frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 13.30. Farið verður upp Grófina og á leiðinni út í Örfirisey verður rifjuð upp fornleiðin um Hlíðarhúsasand og Örfiriseyjargranda út í eyna. Síðan gengið út á Eyjagarð og mannvirkjagerð skoðuð þar. Í bakaleiðinni verður komið við í Grandakaffi þar sem boðið verður upp á kaffi og skonrok. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Indlandsvinafélagið 20 ára

UM þessar mundir eru 20 ár liðin síðan Indlandsvinafélagið var stofnað. Það gekk í fyrstu undir nafninu Indlandsvinasamtökin. Fyrsti formaður félagsins var Sigvaldi Hjálmarsson heitinn. Síðan tók Þóra Einarsdóttir við en hún er nú heiðursfélagi. Því næst var Ólafur Ragnar Grímsson formaður þangað til núverandi formaður, Harpa Jósefsdóttir Amin, tók við. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Innbrot í 3 hús um hábjartan dag

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík vinnur nú af fullum krafti að því að upplýsa stórfelld innbrot í þrjú einbýlishús við Heiðargerði í Reykjavík. Brotist var inn í húsin um hábjartan dag á fimmtudag og stolið töluvert af innbúi svo sem hljómflutningstækjum og þvílíku. Farið var inn í öll í húsin með því að spenna upp opnanlega glugga. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Í heimsókn hjá Granda

HIN árlega heimsókn skólabarna á höfuðborgarsvæðinu í Granda var í gær. Að þessu sinni komu um 2.000 börn í heimsókn ásamt kennurum sínum. Börnin skoðuðu sögusýningu og fylgdust með vinnslu sjávarafla. Meðal annars skoðuðu þau nýja snyrtilínu, sem er ein fullkomnasta vinnslulína sem notuð er í fiskvinnslu í dag. Þá var öllum boðið að smakka á framleiðslunni. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Íslandsmyndir á rjómaboxum frá Sviss

KAFFIRJÓMABOX, sem framleidd eru í Sviss fyrir Mjólkursamsöluna, með myndum frá Íslandi hafa vakið ánægju farþega Flugleiða og reynst fyrirtaks landkynning, segir í frétt frá félaginu. Á boxunum eru m.a. ljósmyndir eftir Rafn Hafnfjörð, landslagsmyndir af íslenskum torfbæ og fjallkonunni. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 398 orð

Íslendingar vilja einhliða markaðsaðild

GRO Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, kemst að þeirri niðurstöðu um Íslendinga að þeir séu í hjarta sínu ekki hlynntir frjálsri samkeppni. Þeir sækist aðeins eftir markaðsaðild fyrir sjálfa sig, ekki samkeppni. Ummæli hennar snúa að EES- samningunum 1991. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Jólakort Félags eldri borgara komið út

VERIÐ er að senda út jólakort til félagsmanna Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og velunnara þess. Á jólakortunum er mynd af Alþingishúsinu og Dómkirkjunni í Reykjavík. Allur ágóði af kortasölunni rennur í félagssjóð til að standa fyrir áframhaldandi hagsmunabaráttu eldri borgara. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Jólasöfnun Dyngjunnar

HAFIÐ er söfnunarátak fyrir Dyngjuna sem er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð en þurfa áframhaldandi stuðning til að hefja nýtt og betra líf án áfengis og vímugjafa. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1139 orð

Kerfið of þungt í vöfum þegar um unglinga er að ræða

MEÐFERÐARKERFI ríkisins fyrir vímuefnaneytendur í vanda er sprungið, að því er forstöðumaður Barnaverndarstofu sagði í samtali við Morgunblaðið nýlega. Um þessar mundir eru þrjú ár síðan hætt var vímuefnameðferð fyrir unglinga á meðferðarheimilinu Tindum en þangað höfðu um 250 unglingar leitað meðferðar á þeim tíma sem starfsemin stóð sem hæst. Sigrún Hv. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 349 orð

Kerfinu var ekki ætlað að skapa arð fyrir fáa

"ÞAÐ var aldrei hugsunin með nýju fiskveiðistjórnkerfi að skapa ómældan arð fyrir fáa útvalda. Hugsunin var að skapa arð fyrir þjóðfélagið í heild og á þeirri sömu hugsun eigum við enn að byggja. Þau fyrirtæki sem eru í sjávarútvegi verða hins vegar að hafa starfsfrið og geta treyst á stöðugleika og stefnufestu," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Keyptir verði 8 til 10 vistvænir bílar á næsta ári

STJÓRN Veitustofnana Reykjavíkur hefur samþykkt að stefnt skuli að kaupum á átta til tíu bílum knúnum vistvænu eldsneyti þegar á næsta ári fyrir veitufyrirtækin. Jafnframt er því beint til borgarráðs að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að 20-30% fólksbíla í eigu borgarinnar verði knúnar vistvænni orku innan þriggja ára. Meira
21. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 296 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17. Æðruleysismessa kl. 20.30 á sunnudagskvöld í umsjá sr. Jónu Lísu og sr. Svavars. Biblíulestur í Safnaðarheimili á mánudagskvöld kl. 20.30 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Mömmumorgunn kl. 10 til 10 á miðvikudagsmorgun. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 304 orð

Kominn 23,5 milljónir fram úr áætlun

KOSTNAÐUR vegna vinnu við þróunaráætlun miðborgar Reykjavíkur kom til umræðu á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld þegar Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að hann væri orðinn 35,5 milljónir króna en hefði í upphafi verið áætlaður 12 milljónir. Sagði hann að þess sæi ekki stað í fjárhagsáætlun borgarinnar að gert væri ráð fyrir þessum aukna kostnaði. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Kostnaður við lengdan afgreiðslutíma 18 milljónir

GERT er ráð fyrir tæpum 287 milljónum kr. til almenns reksturs Þjóðarbókhlöðunnar á fjárlögum 1999. Viðbótarframlög vegna lengingar afgreiðslutíma á fjárlögum fyrir 1998 námu tveimur milljónum kr. og sömu fjárhæð fyrir fjárlög 1999. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu á sunnudögum kl. 14. Sunnudaginn 22. nóvember kl. 14 verður danska stuttmyndin "Havets sang" eða Söngur hafsins, sýnd í sal Norræna hússins. Myndin er ævintýrateiknimynd um litla stúlku, Silke, sem unir sér best í vatni, því að húð hennar er ekki eins og á öðru fólki. Hún eignast góða vini, höfrung, hund og gamlan sjóræningjadraug. Meira
21. nóvember 1998 | Miðopna | 946 orð

Landssíminn íhugar að afhenda ekki gögn án dómsúrskurðar

Hæstiréttur hefur nýlega með dómi heimilað lögreglu aðgang að upplýsingum um viðskiptavini netþjónustufyrirtækis. Ekki er þó ljóst hvort draga megi þá ályktun af dóminum að afhenda megi þessar upplýsingar án Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

LEIÐRÉTT Orð féllu niður Í minnin

Í minningargrein Fjólu Þorgeirsdóttur um ömmu sína Lilju Vigfúsdóttur Hjaltalín Arndal féllu niður nokkur orð og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. Greinin átti að vera svona: Elsku amma mín, þegar ég hugsa um þig ferðast hugur minn til þín í litlu íbúðina á Álfaskeiðinu. Meira
21. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 72 orð

Leikritið Rjúkandi ráð frumsýnt

Neskaupstað-LEIKFÉLAG Norðfjarðar frumsýnir leikritið Rjúkandi ráð eftir Stefán Jónsson og Jón Múla Árnason í kvöld, laugardagskvöld. Leikendur eru 13 og er leikstjóri Ingibjörg Björnsdóttir. Starfsemi Leikfélagsins hefur verið mjög slitrótt undanfarin ár og var t.d. síðast sett upp leikrit árið 1993. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lést í vinnuslysi

ÍSLENSKI sjómaðurinn, sem lést í vinnuslysi um borð í norska togaranum Solskjer, úti fyrir Álasundi á miðvikudag, hét Þórir Axelsson, 52 ára, fæddur 10. mars árið 1946 á Suðureyri við Súgandafjörð. Þórir hafði verið búsettur í Álasundi síðastliðinn fimm og hálfan mánuð, en áður hafði hann búið í Svíþjóð í þrjú ár. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 754 orð

Líkt við heldur tilþrifalítið leikrit

YFIRHEYRSLURNAR yfir Kenneth Starr, sem annaðist rannsóknina á hugsanlegum embættisafglöpum Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar þykja litlu hafa breytt um málið sjálft og afstöðu manna til þess. Raunar var engu líkara en það væri Starr en ekki Clinton, sem sæti á sakamannabekknum. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Lotto-danskepp nin á morgun

Lotto-danskepp nin á morgun HIN árlega Lotto-danskeppni verður haldin sunnudaginn 22. nóvember í Íþróttahúsinu Seltjarnarnesi. Húsið verður opnað kl. 15 en keppni hefst kl. 16. Keppt verður í fjölmörgum aldursflokkum, allt frá 5 ára börnum upp í fullorðinshópa. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Lögreglan óskar eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að ná sambandi við ökumann vörubifreiðar með stóra gröfu á pallinum, sem ók suður Norðurárdal í Húnavatnssýslu að morgni fimmtudagsins 12. nóvember síðastliðins. Fólksbifreið, sem ekið var í norðurátt mætti umræddri vörubifreið og skemmdist er hún rakst í gröfuna, sem stóð út af pallinum. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 597 orð

Mun fullbyggð sjást með berum augum frá jörðu

BLAÐ var brotið í sögu geimferða í gær er Rússar skutu á loft hluta af fyrstu alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur hlotið nafnið Zarja, sem þýðir sólarupprás, en fullbyggð verður geimstöðin sýnileg berum augum. Stöðin er samstarfsverkefni Rússa, Bandaríkjamanna, nokkurra Evrópuríkja, Japana og Kanadamanna. Nemur kostnaðurinn við hana um 60 milljörðum dala, um 4.200 milljörðum ísl. kr. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 295 orð

Myndi minnka útstreymi koltvíoxíðs í 30%

VÆRI metanól framleitt úr þeim kolefnisgjöfum sem finna má í stóriðju á Íslandi og það notað til að knýja bíla og fiskiskip gæti það sparað notkun á 590 þúsund tonnum af olíu og bensíni. Þetta myndi þýða að útstreymi koltvíoxíðs myndi minnka niður í 30% af því sem nú er. Þetta kom fram í erindi Braga Árnasonar, prófessors við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um vistvæna farkosti sem haldin var í gær. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Nýir eigendur að BK-kjúklingum

ÖRN Guðmundsson matreiðslumeistari og Ingunn Þorvarðardóttir hafa tekið við rekstri veitingastaðarins BK-kjúklinga við Grensásveg. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum og fleiri eru fyrirhugaðar. Kappkostað er að gera staðinn vistlegan og veita góða þjónustu, segir í fréttatilkynningu. Ýmis tilboð eru í gangi á kjúklingaréttum, grilluðum og djúpsteiktum. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Nýr yfirmaður Varnarliðsins

DANIEL L. Kloeppel flotaforingi lét í gær af störfum sem yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og við tók David Architzel, sem einnig er flotaforingi í Bandaríkjaflota. Kloeppel hefur verið yfirmaður varnarliðsins undanfarna sjö mánuði. Hann tekur nú við starfi yfirmanns áætlunarsviðs flutningadeildar Bandaríkjahers. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ný útivistarverslun við Laugaveginn

NÝ útivistarverslun verður opnuð í dag á Laugavegi 25 í Reykjavík. Eigendur verslunarinnar, sem hlotið hefur nafnið Útivistarbúðin, eru þeir sömu og rekið hafa Sportleiguna við Umferðamiðstöðina í 20 ár. Útivistarbúðin mun bjóða uppá fjölbreyttan búnað til útivistar og útivistarfatnað fyrir allar árstíðir. Aðalvörumerki verslunarinnar verður Fjällräven, en önnur vörumerki eru t.d. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 173 orð

Nöfn varasamra lækna birt

YFIRVÖLD í Bretlandi hafa ákveðið, að nöfn lækna, sem gerast ítrekað sekir um kunnáttuleysi og klúðurslegar aðgerðir, verði birt opinberlega. Skýrði Alan Milburn heilbrigðisráðherra frá því í fyrradag en í Bretlandi hefur læknastéttin verið gagnrýnd harðlega fyrir lítið aðhald með sjálfri sér. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Olía mest notuð í samgöngum

NÆRRI 50% af olíunotkun heimsins er vegna samgangna og það er nauðsynlegt að endurskoða hönnun borga og hvernig við ferðumst á milli ef við eigum að taka upp aðra orkugjafa en við höfum notað hingað til, var meðal þess sem Cyriacus Adrianus Bleijs, sérfræðingur í vistvænum farartækjum frá Frakklandi, benti á í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni um vistvænni farkosti. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 342 orð

Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, fer á mánudag í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Heimsóknin var upphaflega á dagskrá í október í fyrra en þá var henni frestað vegna veikinda Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 521 orð

Orðsending til kjósenda

VIÐ undirrituð vekjum athygli kjósenda á stofnfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn verður í Reykjavík dagana 28. og 29. nóvember nk. Frjálslyndi flokkurinn er til þess stofnaður að verða nýtt afl í íslenzkum stjórnmálum til framtíðar. Flokknum verður sett stefnuskrá þar sem tekin verður afstaða til allra helztu þjóðmála. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 432 orð

Óttast að deiliskipulag verði lagað að nýbyggingunni

ÍBÚAR á Laugavegi 53a segjast fagna þeim úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála að fella úr gildi ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkurborgar um byggingarleyfi fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhús við Laugaveg 53b, en þeir segjast hins vegar óttast að deiliskipulag lóðarinnar verði lagað að nýbyggingunni í þeirri mynd sem samþykkt hafði verið í byggingarnefnd. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 925 orð

Óttast átök verði deilan ekki leyst á næstu vikum Allt kapp er nú lagt á að ná samkomulagi um Kosovo. Óttast margir að ef ekki

HART er nú unnið að því að finna pólitíska lausn á Kosovo-deilunni, sem er viðunandi fyrir jafnt Serba sem Kosovo-Albani en hætta talin á að átök blossi upp að nýju ef þær viðræður bera ekki árangur innan tíðar. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Pyndingar ekki sérgreint afbrot

Í ATHUGASEMDUM nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum kemur fram að það er nefndinni áhyggjuefni að pyndingar eru ekki taldar vera sérgreint afbrot í refsilöggjöf Íslands. Hún lítur á sama hátt á það að einangrunarvistun skuli vera beitt, sérstaklega sem fyrirbyggjandi ráðstöfun við varðhald á undan dómsmeðferð. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Rafbíll dýrari í innkaupum og rekstri en bensínbíll

REKSTUR rafbíls kostar um 40 þúsund krónum meira á ári en hliðstæðs bensínbíls þrátt fyrir að þungaskattur hafi nú verið felldur niður af rafbílum. Þá hafa innflutningsgjöld verið felld niður en þrátt fyrir það kostar rafbíll um 275 þúsund krónum meira en bensínbíllinn. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ráðstefna aldraðra um heilsu og hamingju

SÍÐARI hluti nám- og ráðstefnu Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um viðfangsefnið "Heilsa og hamingja á efri árum" fer fram í dag, 21. nóvember, í Ásgarði í Glæsibæ. Sýningar verða opnaðar klukkan 12.30 og fyrirlestrar hefjast klukkan 13.30. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ráðstefnan Sýndarheimar '98 haldin í dag

SÝNDARHEIMAR '98, fyrsta stóra alþjóðlega ráðstefnan sem haldin verður bæði í rafheimum og raunheimum, verður í dag, laugardaginn 21. nóvember, frá kl. 13­22 og raunheimastaðsetning á Íslandi er í nýju húsi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands, Dunhaga 5 (á bak við Tæknigarð). Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 291 orð

Sakar Mitterrand um óheilindi

MICHEL Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, gagnrýnir Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta harðlega í viðtali við franskt lögfræðitímarit er kom út í gær. Mitterrand lést í janúar 1996. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sameiningarsinnar með vefblað

NÝTT blað áhugamanna um samfylkingu og sameiningarferli Þjóðvaka, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefur hafið göngu sína á Netinu. Vefblaðið hefur hlotið nafnið Sameining og segir í fréttatilkynningu að það verði uppfært daglega. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Samgönguráðherra skipar reiðveganefnd

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur skipað sjö manna reiðveganefnd, sem er ætlað að skýra og endurskoða reglur um reiðvegi. Gert er ráð fyrir að inn í þá endurskoðun komi m.a. hvernig staðið skuli undir kostnaði við viðhald og lagningu reiðvega. Kveðið skal á um stöðu reiðvega í deili- og heildarskipulagi og hver sé réttur hestamanna. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 262 orð

Santer segir Írland "fórnarlamb eigin velgengni"

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Írland hafi verið til fyrirmyndar í því að nýta uppbyggingarsjóði ESB á árangursríkan hátt en að það sé nú "á margan hátt fórnarlamb eigin velgengni". Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 518 orð

Segir Japani verða að leggja meira af mörkum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lauk í gær opinberri heimsókn sinni til Japans. Áður en forsetinn hélt Asíuför sinni áfram til Suður-Kóreu færði hann Japönum skýr skilaboð um að þeir yrðu að bregðast hraðar við og leggja meira af mörkum til að ná sér og öðrum Asíuríkjum upp úr efnahagskreppunni. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 99 orð

Segir sjálfstæðishugmyndir óraunhæfar

EIGI hugmyndir færeysku landstjórnarinnar um sjálfstæði eyjanna að vera raunhæfar verður opinberi geirinn að skila að minnsta kosti 300 milljóna dkr. hagnaði, um 3 milljörðum ísl. kr. Þetta er mat Janusar Petersens, bankastjóra Færeyjabanka. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 330 orð

Skartgripum fyrir 2 milljónir stolið

SKARTGRIPUM fyrir tæpar tvær milljónir króna var stolið úr Gullsmiðju Óla í Hamraborg 5 í Kópavogi rétt fyrir kl. 4 aðfaranótt föstudags. Rannsóknardeild Kópavogslögreglunnar veit ekki enn hvort einn eða fleiri voru að verki. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1587 orð

Skattar af 5 millj. tekjum 200 þús. kr. lægri

Færa má rök að því að skattalegt hagræði geti verið því samfara fyrir sjálfstætt starfandi einstakling að vera með rekstur sinn í formi einkahlutafélags og reikna sér fjármagnstekjur fremur en reikna sér endurgjald og telja fram launatekjur. Í samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að samanburðurinn sé þó flókinn og mörg atriði sem taka þurfi tillit til. Meira
21. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 96 orð

Snarpir jarðskjálftar í Kína

RÚMLEGA 1.200 manns slösuðust, þar af 210 alvarlega, og tugþúsundir manna misstu heimili sín í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Yunnan-hérað í suðvesturhluta Kína í fyrrakvöld, að sögn kínverskra yfirvalda í gær. Meira
21. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Sólrún syngur

SÓLRÚN Bragadóttir, ásamt meðleikara sínum, Margaret Singer, heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 21. nóvember kl. 17. Tilefni tónleikanna er útgáfa hljómplötu þar sem Sólrún syngur einsöngsperlur eftir Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Tryggva Baldvinsson, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Meira
21. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 780 orð

Stefnt að framleiðslu 100 tonna fyrsta árið

STARFSMENN Snæfells í Hrísey byrjuðu í síðasta mánuði vinnslu á reyktum laxi, en fyrr í haust voru vélar og tæki Íslensks lax á Akureyri keypt og flutt út í eyju. Stefnt er að því að framleiða úr 100 tonnum fyrsta árið, en tvöfalda framleiðslumagnið á næstu þremur árum. Framleiðslan er að mestu leyti seld beint til Ítalíu þar sem reykti laxtinn fæst í yfir 700 verslunum. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Styrktarsýning á nýrri Disney-mynd

SÉRSTÖK styrktarsýning á nýjustu stórmyndinni úr smiðju Disney, Mulan, verður haldin í dag, laugardag, í Kringlubíói kl. 15. Myndir fjallar um kínverska stúlku, Mulan, sem dulbýr sig sem karlmann og gengur í her keisarans í stað aldraðs föður síns, til að forða honum frá dauðdaga í stríði. Sýnd verður talsetta útgáfan og má þar heyra raddir íslenskra leikara. Meira
21. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Söngskemmtun í Skjólbrekku

KARLAKÓR Eyjafjarðar heldur söngskemmtun í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit í kvöld, laugardaginn 21. nóvember kl. 21.00. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum en flestir textarnir eru eftir eyfirska höfunda. Karlakórinn er nú á þriðja starfsári sínu og eru félagar um 40 talsis og koma þeir víða úr Eyjafirði. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Söngvarinn kom aldrei

SÖNGVARINN heimskunni Boy George kom ekki til landsins á fimmtudaginn eins og áætlað hafði verið, að sögn Guðmundar Þóroddssonar, sem ætlaði að fá hann hingað fyrir skólaball Menntaskólans við Sund. Fyrir vikið urðu nemendur skólans að dansa undir tónlist annara tónlistarmanna. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Tillaga um uppbyggðan veg yfir Kjöl

ÞINGMENNIRNIR Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, og Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um uppbyggðan veg yfir Kjöl. Segja þeir í greinargerð að slík vegagerð yrði mikil hagræðing fyrir landsmenn alla og áætla að framkvæmdirnar myndu kosta innan við einn milljarð króna. Meira
21. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 113 orð

Tónleikar í Hveragerðiskirkju

Hveragerði­Skagfirska söngsveitin, Kveldúlfskórinn í Borgarnesi og Söngsveit Hveragerðis halda sameiginlega tónleika í Hveragerðiskirkju í dag, laugardag, klukkan 17. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en á dagskrá verða meðal annars lög eftir Sigfús Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Wolfgang Amadeus Mozart og fleiri. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 180 orð

Tveir fyrirlestrar bandarísks stjórnmálafræðings

FÉLAG stjórnmálafræðinga og Sagnfræðiskor H.Í. munu standa fyrir tveimur fyrirlestrum með bandaríska stjórnmálafræðingnum dr. Michael T. Corgan. Fyrri fyrirlesturinn verður mánudaginn 23. nóvember kl. 17:15 í Norræna Húsinu. Dr. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Umverfisvænir farkostir í Ráðhúsi Reykjavíkur

Umverfisvænir farkostir í Ráðhúsi Reykjavíkur UM helgina stendur í Ráðhúsi Reykjavíkur sýning á umhverfisvænum farartækjum og ýmsum kostum í orkunýtingu. Þar sýna ýmsir aðilar efni sitt og veita upplýsingar og nokkur bílaumboð sýna bíla sem knúnir eru rafmagni eingöngu eða bæði bensíni og rafmagni. Meira
21. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Útgáfutónleikar 200.000 naglbíta

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR hljómsveitarinnar 200.000 naglbíta verða í kvöld, laugardagskvöldið 21. nóvember, kl. 21.30 í Samkomuhúsinu á Akureyri. Hljómsveitin gaf nýlega út geisladiskinn Neóndýrin en á honum eru þrettán lög, flest ný. Þar má þó finna hið vinsæla lag piltanna í 200.000 naglbítum, Hæð í húsi, sem kom þeim á landakortið á liðnu ári. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Verðandi vill undirskrift Kyoto-sáttmálans

LANDSFUNDUR Verðandi var haldinn í Þinghóli í Kópavogi laugardaginn 14. nóvember. Á fundinum var kjörin stjórn fyrir starfsárið 1998-9. Hana skipa: Formaður: Stefán Pálsson, safnvörður, Reykjavík, varaformaður: Gerður Magnúsdóttir, tónmenntakennaranemi, Hafnarfirði, ritari: Katrín Kaaber, sálfræðinemi, Reykjavík og gjaldkeri: Kristján Blöndal, framhaldsskólanemi, Hafnarfirði. Meira
21. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 261 orð

Vetrardekk í vinning

Borgarnesi-Í tilefni af því að nú hafa verið skoðaðir 500.000 bílar í skoðunarstöðinni að Hesthálsi í Reykjavík ákvað Frumherji hf. að verðlauna fjóra heppna viðskiptavini sína á tímabilinu frá 19. október til 13. nóvember sl. með dekkjagangi undir bílinn. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Viðræður um sölu mjólkursamlagshússins

ÞORVALDUR T. Jónsson, formaður stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga, segir að Kaupfélagið sé nú að kanna möguleika á að selja húseign sína að Engjaási í Borgarnesi, sem áður hýsti Mjólkursamlag Borgfirðinga, en það var lagt niður fyrir nokkrum árum. Hann segir að verið sé að skoða þrjá kosti sérstaklega, en nokkrir áhugasamir kaupendur hafi sett sig í samband við stjórnina. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Yfirlýsing

ÉG, undirritaður, harma þau orð sem ég lét falla í hita leiksins um nýkjörinn formann Félags hrossabænda á aðalfundi félagsins 12. nóvember sl. og í framhaldi hans og lýsi því yfir að þau orð voru á allan hátt ómakleg. Meira
21. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 45 orð

Yfirlýsing frá Sverri Hermannssyni

UNDIRRITAÐUR vill vekja sérstaka athygli á að stjórn Samtaka um þjóðareign hefur formálalaust hafnað samstarfi við Sverri Hermannsson og fylgismenn hans og ákveðið að halda uppi eigin merki undir forystu Bárðar Halldórssonar fasteignasala, Péturs Einarssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, og Valdimars Jóhannessonar, fyrrverandi blaðamanns. Meira

Ritstjórnargreinar

21. nóvember 1998 | Staksteinar | 306 orð

»A-flokka nei til Kvennalistans "FORMENN A-flokka segja það liggja alveg ljó

"FORMENN A-flokka segja það liggja alveg ljóst fyrir að skilyrðum Kvennalistans um að hann fái eitt af þremur efstu sætunum í öllum kjördæmum og tvö örugg sæti í Reykjavík sé endanlega hafnað," segir Sigurdór Sigurdórsson í fréttaskýringu í Degi. "Alrangt hjá Kvennalistakonum" Meira
21. nóvember 1998 | Leiðarar | 571 orð

BYGGING NÝS BARNASPÍTALA

INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR heilbrigðisráðherra tók í fyrradag fyrstu skóflustungu að byggingu nýs barnaspítala á Landspítalalóð. Áætlaður byggingarkostnaður þessarar 6.500 fermetra nýbyggingar er einn milljarður króna. Áætluð verklok eru í apríl árið 2001. Mikið framfaraspor var stigið þegar Barnaspítali Hringsins tók til starfa árið 1957. Frá þeim tíma hefur landsmönnum fjölgað mjög mikið. Meira

Menning

21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 209 orð

20. öldin skoðuð í gegnum linsu Herb Ritts

SÍÐASTA dagatal ítalska dekkjaframleiðandans Pirelli fyrir aldamót verður með svipbrotum frá tuttugustu öldinni og er hún skoðuð í gegnum linsu ljósmyndarans Herb Ritts. Eins og áður er auga linsunnar beint að fögrum, föngulegum og hálfnöktum konum. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 484 orð

Alan J. Pakula lést í bílslysi

BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn Alan J. Pakula, sem glímdi við viðkvæm og torveld viðfangsefni á borð við Watergate-hneykslið og helförina í stórmyndum á borð við "All the President's Men" og "Sophie's Choice", lést í bílslysi í New York á fimmtudag. Pakula, sem var sjötugur, var í ökuferð um úthverfi New York þegar járnstöng þeyttist í gegnum rúðu bílsins og í höfuðið á honum. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 645 orð

Ástarsamband löggu og bófa

JACK Foley (George Clooney) er misheppnaður bankaræningi sem afplánar 30 ára fangelsisdóm í Flórída. Foley hefur rænt fjölda banka á tuttugu ára afbrotaferli, en hann hefur hins vegar aldrei beitt vopnum við þessa iðju sína. Gallinn er hins vegar sá að hann hefur alltaf náðst og venjulega vegna einhverja mistaka. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 150 orð

Dagbók Eddu á Netinu

Úrslitakvöldið í keppninni Fyrirsæta heimsins Dagbók Eddu á Netinu Í KVÖLD er úrslitakvöld keppninnar "Supermodel of the World" sem fram fer í Lissabon í Portúgal. Meira
21. nóvember 1998 | Margmiðlun | 406 orð

Dansinn eða lífið

Bust a Groove, leikur frá Sony Computer Entertainment Europe. Japanska fyrirtækið Enix hannaði. NÝLEGA gaf Sony út leik er nefnist Bust a Groove og er án efa einn sá fyrsti sinnar tegundar því hann snýst einungis um hæfni spilandans á dansgólfinu. Í Bust a Groove má velja úr tólf venjulegum persónum og tveimur földum. Hver persóna hefur einn eigin dansstíl og sérstök brögð. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 172 orð

Drama að hætti Breta Farðu, núna (Go now)

Framleiðendur: Andrew Eaton og David Thompson. Leikstjóri: Michael Winterbottom. Handritshöfundar: Paul Henry Powell og Jimmy McGovern. Kvikmyndataka: Daf Hobson. Tónlist: Martin Trevis. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Juliet Aubrey og James Nesbitt. (82 mín) Bresk. Háskólabíó, október 1998. Öllum leyfð. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 51 orð

Fegurð í Asíu

NAOKO Shimokawa, sem er Ungfrú Japan, smellir fingurkossi að ljósmyndara þegar hún stillir sér upp með Yang-So- Hyun, sem er Ungfrú Kórea, og Vithika Agarwal, sem er Ungfrú Indland, á blaðamannafundi á Sulu-hótelinu í Manila. Fegurðardrottningarnar þrjár munu keppa um titilinn Ungfrú Asía og ráðst úrslitin 5. desember. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 252 orð

Fjölbreytileg túlkun

NÚNA stendur yfir sýning á myndum sem börn og unglingar hafa gert með bókina eða leiksýninguna Bróðir minn Ljónshjarta í huga. Ákveðið var að halda óformlega myndlistarkeppni við þetta efni og lágu frammi blöð þar að lútandi á Súfistanum. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 597 orð

Með svefntíma í huga

YFIRLEITT er litið á sjónvarp sem skemmtitæki, þótt það sinni öðrum þræði upplýsingaskyldu, svo sem fréttum og menningarþáttum ýmiskonar. Áherslan sem sjónvarp leggur á fréttir og upplýsingu kemur fram í því að dagskrá er þannig hagað, að fréttir eru hafðar á dagskrá snemma kvölds, en síðan koma þættir, misjafnir að þungavigt. Meira
21. nóvember 1998 | Margmiðlun | 245 orð

Meiri fótbolta

KNATTSPYRNA er vinsælasta íþróttagrein heims og knattspyrnuleikir hafa jafnan verið vinsælir í tölvuheiminum. Einna fremstur í slíkum leikjum hefur verið framleiðandinn Electronic Arts og ætlar sér að ná enn lengra ef marka má nýjustu fréttir. Meira
21. nóvember 1998 | Margmiðlun | 769 orð

Næsta skref: myndspilari í stofuna

Sífellt verður algengara að þeir sem hyggjast kaupa sér geislaspilara í stofuna slái tvær flugur í einu höggi og fái sér DVD-spilara, eða myndspilara. Fyrir vikið eignast viðkomandi góðan geislaspilara fyrir diskasafnið og ekki er minna um vert að hægt er að horfa á kvikmyndir í sjónvarpinu ef vill. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 1074 orð

ROBERT WISE

EIN af "stóru" uppgötvunum bernskunnar var Paul Newman, ég gleymi ekki hvað mér fannst hann óstjórnlega góður leikari er ég sá hann í fyrsta sinn, nálægt '60. Sú skoðun hefur ekki breyst síðustu 40 árin, Newman er og verður alltaf sami töffarinn og senuþjófurinn. Meira
21. nóvember 1998 | Margmiðlun | 569 orð

Staðlastríðinu lokið

ÞAÐ GEKK ekki sársaukalaust fyrir sig að berja saman DVD- staðal og reyndar eru væringar með mönnum enn. Sá staðall sem notaður er í DVD-spilurum í heimahúsum og tölvum hefur hinsvegar náð slíkum yfirburðum að ekki verður aftur snúið og það verður ekki fyrr en spilarar sem tekið geta upp kvikmyndir koma á almennan markað sem úfar rísa aftur. Meira
21. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Stórmánuður í fjölskyldunni

DESEMBER verður stórmánuður hjá rithöfundinum Maya Angelou sem margir þekkja af bók hennar "Ég veit hversvegna fuglinn í búrinu syngur" sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Fyrsta leikstjórnarverkefni hennar kemur fyrir augu almennings í mánuðinum, eða myndin "Down in the Delta" þar sem leikararnir Wesley Snipes og Alfre Woodard fara með aðalhlutverkin. Meira

Umræðan

21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 606 orð

Alþjóðlegur baráttudagur strandveiðisamfélaganna

TALIÐ er að yfir 110 milljónir manna í heiminum byggi framfærslu sína á hefðbundnum strandveiðum og umsýslu með aflann. Skilgreining á strandveiðum ætti að liggja ljós fyrir Íslendingum. Veiðar smábáta, frumbyggja og yfirleitt þeirra sem færa veiðina daglega að landi falla þar undir. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 463 orð

Álver í Trinidad og Kyoto- bókunin

NÝLEGA mátti lesa í blöðum frétt um að Norsk Hydro hefði ákveðið að reisa nýtt álver í Trinidad, eyríki undan norðurströnd Suður-Ameríku. Afköst þess eru ráðgerð 237.000 tonn á ári í fyrstu, en áformað að auka þau í 474.000 tonn síðar. Það fær raforku frá eldsneytisstöðvum sem brenna jarðgasi. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 830 orð

Baráttudagur strandveiðimanna og fiskverkafólks

Í dag er liðið eitt ár frá því að stofnað var Alþjóðasamtök strandveiðimanna og fiskverkafólks suður á Indlandi. Þátttökuþjóðir við stofnun samtakanna voru 32 þar af nokkrar af fjölmennustu þjóðum veraldarinnar. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 3116 orð

Einhvers staðar verða vondir að vera

Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi greinargerð, undirritaðri af formanninum, Hrafni Sveinbjarnarsyni, en henni er beint sem opnu bréfi til Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis. Þar er farið fram á, að hússtjórn Jónshúss verði sett af og spurst fyrir um afstöðu Alþingis til félagsins og húsnæðisaðstöðu þess. Meira
21. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 680 orð

Eyðingarmáttur elds er oft vanmetinn

EYÐINGARMÁTTUR elds er oft vanmetinn og hann skilar ekki því sem hann hefur tekið. Þegar eldur kemur upp er oft rætt um heildartjón og tryggingar. Minnst er talað um það tilfinningalega gildi sem persónulegir munir hafa fyrir þá sem sjá á eftir þeim í eldsvoða. Þar liggur oft heil ævi. Enginn getur metið það tjón sem fólk verður fyrir í slíkum tilfellum. Bruninn á Kálfatjörn hinn 9. nóvember sl. Meira
21. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi 10 ára

UM þessar mundir eru 10 ár liðin síðan framsæknir öldungar með dyggri aðstoð félagsmálayfirvalda í Kópavogi réðust í að stofna hagsmunafélag. Stofnfélagar voru flestir fólk á eftirlaunum, með trú á mátt sinn og framtíðina. Hér er að sjálfsögðu átt við Félag eldri borgara í Kópavogi. Á þessum 10 árum hefur félagið sett svip á bæinn. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 505 orð

Hin skýru skilaboð

ÞAÐ hefur löngum verið sagt að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins og enginn skyldi efast um gildi þeirrar fullyrðingar, því góð fjölskylda er gulli betri. Hver sá hefur góðrar gæfu notið sem minnist fjölskyldu sinnar fyrr og síðar með einlægri þökk og ofurhlýjum hug. Svo margt kemur til að annarra minningar eru öðru og verra marki brenndar. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 830 orð

Hugleiðingar á bindindisdegi fjölskyldunnar

ALLAR götur frá því í árdaga hefur vímugjafinn áfengi fylgt mannkyninu og valdið mörgum sárindum, óhamingju og tjóni. Um slíkt finnast mörg dæmin. Dæmi þessa má finna í fornsögunum, þ.ám. Noregskonungasögum eins og sjá má af ræðu Sverris konungs Sigurðssonar í Flateyjarbók. Það sem hann kemur inn á þar á margt við um daginn í dag. Konungur var í Þrándheimi. Meira
21. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 435 orð

Knattspyrnufélag Reykjavíkur ­ Fótboltafélag Reykjavíkur Að gefnu tilefni

Í MARSMÁNUÐI 1899 var KR, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, stofnað af nokkrum ungum mönnum vestur í bæ. Upphaflegt nafn félagsins var Fótboltafélag Reykjavíkur og þannig var það til ársins 1915, en þá bar Erlendur Ó. Pétursson þáverandi ritari félagsins upp tillögu á aðalfundi 9. apríl það ár, um að breyta nafni félagsins í Knattspyrnufélag Reykjavíkur, með þeim rökum m.a. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Nýtt barnabótakerfi

MEGINEINKENNI íslenska skattakerfisins eru háir jaðarskattar og lágur meðalskattur. Þó svo að meðalskattbyrði íslenskra heimila sé tiltölulega lítil samanborið við aðrar þjóðir er jaðarskattur á fjölskyldur með meðaltekjur hins vegar með því hæsta sem þekkist, ekki síst vegna tekjutengdra bótakerfa. Meira
21. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 522 orð

Óánægja með þjónustu Landssímans og Símnets. Frá Ingvari Rafnssyni: ÁSTÆ

ÁSTÆÐA mín fyrir þessum skrifum er að ég get ekki setið lengur á mér. Það virðist sem þessi stofnun Landsíminn og núna einnig Símnetið getið komist upp með hvað sem er þjónustulega séð. Fyrir þó nokkuð mörgum mánuðum hófst þessi skrípaleikur, ég flutti og þurfti nýja línu auk þess sem ég fékk isdn internet samband vegna tölvu sem ég er með. Meira
21. nóvember 1998 | Aðsent efni | -1 orð

Rýmkaðar heimildir lögreglu til rannsóknar tölvubrota

FYRIR skömmu gekk dómur í Hæstarétti þar sem kveðið var á um skyldu Islandia Internet ehf., sem internetþjónustuaðila, til að láta lögreglu í té tilteknar upplýsingar um ferðir eins af viðskiptavinum fyrirtækisins á internetinu. Nánar tiltekið segir í dómsorði að Islandia Internet ehf. Meira

Minningargreinar

21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 66 orð

Alfreð Bjarni Jörgensen

Kæri frændi. Síðast þegar ég sá þig varst þú mjög glaður og ég hugsaði að nú liði þér vel. Ég þakka þér fyrir hjálpsemina þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í hestamennskunni og ég trúi því að þér líði einnig vel þar sem þú ert nú. Ég votta ástvinum Alfreðs dýpstu samúð mína um leið og ég kveð góðan frænda. Sigrún Þórarinsdóttir. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 403 orð

Alfreð Bjarni Jörgensen

Banaslys á Suðurlandsvegi! Guð minn góður, enn eitt banaslysið í umferðinni, hugsa ég með mér. Vona samt að það sé enginn sem ég þekki, sem er ekkert annað en eigingirni, en þannig held ég samt að flestir hugsi þegar svona fréttir berast. En því miður fékk ég þær fréttir að gamall skólabróðir minn og vinur hafi látist í þessu slysi. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 293 orð

Alfreð Bjarni Jörgensen

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: Í heimi hér er meira af gleði en sorg og aðrir segja: "Nei, sorgirnar eru fleiri." En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Alfreð Bjarni Jörgensen

Okkur langar með örfáum orðum að minnast Alfreðs Jörgensens sem lést í hörmulegu bílslysi hinn 12. þessa mánaðar. Kynni okkar voru aðallega í kringum hestamennskuna sem ávallt skipaði stóran sess í lífi hans. Alla gekk vel að eiga við hesta, náði langt í keppnismennsku og var góður járningamaður. Við deildum hesthúsi um tíma og áttum þá margar og eftirminnilegar samverustundir. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Alfreð Bjarni Jörgensen

Ég kynntist Alfreð Bjarna Jörgensen fyrst árið 1982. Hann var þá ríflega tvítugur. Ég, nokkrir úr fjölskyldu minni, venslafólk og kunningjar höfðum þá nýverið keypt í félagi hesthús. Við vorum í óða önn að breyta hesthúsi þessu, þegar fundum okkar Alfreðs bar fyrst saman. Ég man, sem hefði það gerst í gær, hvað mér þótti maður þessi líflegur og duglegur. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ALFREÐ BJARNI JÖRGENSEN

ALFREÐ BJARNI JÖRGENSEN Alfreð Bjarni Jörgensen fæddist í Reykjavík 29. apríl 1960. Hann lést af slysförum hinn 12. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 20. nóvember. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 553 orð

Anna Einarsdóttir

Þegar ég heyrði um andlát Önnu í útvarpinu varð ég harmi slegin. En dauðinn gerir nú aldrei boð á undan sér. Ég ætlaði einmitt loksins að heimsækja hana, því við höfðum ekki sést í þó nokkurn tíma, en þá er hún allt í einu farin. Ég á erfitt með að trúa að við Anna getum aldrei hist framar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 116 orð

Anna Einarsdóttir

Elsku amma. Okkur tekur það sárt að geta ekki verið við jarðarförina þína, en aðstæðurnar eru nú einu sinni þannig að við ráðum ekki við það. Þess vegna ákváðum við að setja nokkur orð á blað til þess að sýna að okkur þótti líka vænt um þig. Við munum alltaf minnast þeirra stunda sem við áttum saman. Hvort sem það var við matarborðið, úti í garði að leika með steinana þína eða á hestbaki. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ANNA EINARSDÓTTIR

ANNA EINARSDÓTTIR Anna Einarsdóttir fæddist 4. nóvember 1921. Hún lést á heimili sínu á Kiðafelli í Kjós 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 18. nóvember. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 740 orð

Arnór Sigurðsson

Það skildu okkur Arnór Sig. að ein þrjátíu ár. Það sá ekki á þegar við sátum í stofunni í Suðurgötunni og "dispúteruðum" lífið og tilveruna, og margbreytileika mannlífsins. Við skelltum oft uppúr, sérstaklega þegar við settum hlutina í fjarstæðukennt samhengi. Það gerðum við alltaf og skrumsældum staðreyndir okkur til ánægju. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 299 orð

Arnór Sigurðsson

Nú er Arnór Sigurðsson, mágur minn, genginn á vit feðra sinna. Eflaust hefur hann fengið góðar móttökur. En við sem eftir sitjum söknum vinar í stað. Ég ætla að tína fram nokkur minningabrot frá kynnum mínum af honum. Árið 1952 kom ég til Sauðárkróks með lítinn son minn. Dvöldum við þar í eitt ár. Sigurður Sigurðsson sýslumaður, tengdafaðir minn, bauð mér að vera. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 633 orð

Arnór Sigurðsson

Með örfáum orðum langar mig til að kveðja minn elskulega föðurbróður, sem yfirgaf þetta jarðlíf laugardaginn 14. nóvember, saddur lífdaga, eftir langvarandi veikindi. Ég hafði um nokkurn tíma átt von á þessari harmafregn en engu að síður var andlát hans mér þungbært. Á slíkum stundum hrannast upp minningar sem lengi koma til með að lifa. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 311 orð

ARNÓR SIGURÐSSON

ARNÓR SIGURÐSSON Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. 19.9. 1887 í Vigur í Ísafjarðardjúpi, d. 20.6. 1963, og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir, f. 15.4. 1889, d. 14.6. 1948. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 824 orð

Elísabet Ingibjörg Guðmundsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar í Árbæ sem nú er látin eftir langvarandi veikindi. Þótt okkur hafi grunað að kveðjustundin nálgaðist var erfitt að taka þeirri staðreynd og hennar er sárt saknað. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur komið heim og skroppið yfir til Betu ömmu eins og áður. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Elísabet Ingibjörg Guðmundsdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast tengdamóður minnar hennar Betu eins og hún var alltaf kölluð. Það eru komin 23 ár síðan við Valdimar fórum að vera saman. Fyrsta árið okkar saman vorum við á hrakhólum með húsnæði. Við fengum að dvelja á heimili tengdaforeldra minna, þeirra Jóns og Betu, í Árbæ, ásamt elsta barninu okkar sem þá var fætt, honum Óskari. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 169 orð

ELÍSABET INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

ELÍSABET INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Elísabet Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd á Ísafirði 30. júlí 1912. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 12. nóvember. Foreldrar Elísabetar voru Guðlaug Dagsdóttir frá Bæ í Trékyllisvík og Guðmundur Stefánsson frá Miðhúsum í Gufudalssveit. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 665 orð

Guðríður Þorkelsdóttir

Móðir Guðrúnar, Anna Þorsteinsdóttir, var heimilinu mikill styrkur í sorginni eftir lát þeirra Guðrúnar og Eyvindar. Guðríður Þorkelsdóttir var fjögra ára, þegar móðir þeirra mörgu barna dó. Nokkru áður var hún tekin á annan bæ, sökum veikinda móður sinnar. Oft minntist hún þess hve mikið hún grét, þegar hún varð að kveðja ástvinina og fara til ókunnugra. Þó var ein huggun í því böli. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 333 orð

GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR Guðríður Þorkelsdóttir fæddist 2. apríl 1917. Hún lést á Ljósheimum 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Guðmundsson, f. á Gafli í flóa 17. maí 1876, og Guðrún Eyvindardóttir, f. í Litla-Kollabæ í Fljótshíð 21. maí 1882. Þau gengu í hjónaband árið 1909. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 403 orð

Helgi H. Zo¨ega

Nú sest er sól og stjörnur lýsa upp himininn. Almættið minnir á sig og sitt sköpunarverk, svo og líf okkar mannanna er við erum kallaðir í rann Drottins er okkar tími kemur. Ástsæli afi minn, Helgi H. Zoëga, er kominn til Drottins eftir að hafa átt farsælt líf hér á jörðu og við hjónin sitjum hér eftir með söknuð í hjarta svo og mætar minningar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 99 orð

Helgi H. Zoega

Afi minn, ég kveð þig með söknuði og þakklæti. Minningarnar um þig munu lifa með mér um ókomin ár. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 259 orð

Helgi H. Zoega

Elsku afi minn, það er sárt að kveðja þig en huggun harmi gegn að eiga allar yndislegu minningarnar. Þótt heimshöfin skildu okkur lengi að varstu alltaf svo nálægur. Þær voru ófáar ferðirnar okkar til Englands til ykkar ömmu Múttu. Mikið tókuð þið alltaf vel á móti okkur og þó mamma færi með fimm manns til ykkar fyrirvaralítið í viku ­ tíu daga þá var það alveg sjálfsagt og oftar en einu sinni. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 185 orð

Helgi H. Zoega

Loftárásarveturinn mikli í Lundúnum 1940­1941 var erfitt og raunalegt tímabil. Svefnleysi og eilífur ótti hrjáði menn án afláts. Við Pétur heit. Benediktsson vorum yfirleitt einir saman mestan hluta sólarhrings og lítt sást til landa. Einn var þó aufúsugestur af og til allan þennan hrikalega vetur, en það var æðruleysinginn Helgi H. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 172 orð

HELGI H. ZOEGA

HELGI H. ZOEGA Helgi H. Zo¨ega fæddist í Reykjavík 27. júlí 1905. Hann lést á Droplaugarstöðum 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi E. Zo¨ega kaupmaður og kona hans, Geirþrúður Zo¨ega f. Clausen. Helgi eldri var sonur Einars Zo¨ega, kaupmanns og eiganda Hótel Reykjavíkur, og fyrri konu hans, Ástríðar Jensdóttur Schram. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Það er með miklum trega og sorg sem ég rita eftirmæli um þig, æskuvinur minn, Jóhann Árni. Fréttin um andlát þitt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Maður er raunar aldrei viðbúinn dauðanum, allra síst skyndilegu andláti ungs vinar síns. Við ólumst báðir upp í Túnunum. Þú bjóst alltaf á sama stað í Miðtúninu en ég flutti nokkrum sinnum innan hverfisins fyrir utan stutt stopp í Lækjunum. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Mig langar í fáum orðum að minnast gamals vinar míns, Jóa, en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við vorum saman í átta ára bekk í Laugarnesskóla. Við kynntumst þó ekki fyrr en ég flutti í Samtún þegar ég var tíu ára. Þá áttum við það sameiginlega áhugamál að hafa gaman af tölvum og tölvuleikjum. Á þeim árum sem ég bjó þar lékum við okkur mikið saman og áttum margar góðar stundir. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Elsku Jói okkar. Þegar dauðinn hefur hrifið þig á brott með sér stöndum við eftir með brostin hjörtu en þakklátar fyrir þann heiður að hafa fengið að kynnast þér og fyrir minningarnar sem lifa áfram í hugum okkar. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig, lífsgleðin og gamansemi einkenndi þig. Þú varst yndislegur og góðhjartaður drengur sem allt of fljótt hvarfst úr lífi okkar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 412 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Elsku Jói, bróðir minn. Þú ert víst farinn, þó að ég trúi því varla enn. Nú heyri ég þig ekki lengur spyrja "Hvar er Olga?" þegar þú kemur heim og ég get ekki lengur spurt "Hvar er Jói" þegar ég kem heim. Þótt þú værir tæpum níu árum eldri og ég stelpa en ekki strákur hrekktir þú mig aldrei. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 503 orð

Jóhann Árni Sævarsson

Það er alltaf erfitt að fá slæmar fréttir, sérstaklega að heiman, þegar maður er búsettur erlendis. Ég heyri enn fyrir mér alvarlega rödd móður minnar, þegar hún hringdi í mig mánudagskvöldið 9. nóvember sl. Ástkær frændi minn og vinur, Jóhann Árni, er farinn frá okkur. Tárin renna niður kinnarnar og maður á bágt með að trúa að hann hafi kvatt okkur svo óvænt og allt of snemma. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON

JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON Jóhann Árni Sævarsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1976. Hann lést af slysförum 8. nóvember síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 17. nóvember. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 624 orð

Oddur Jónsson

Mig langar að minnast Odds Jónssonar, bónda á Gili í Dýrafirði sem lést 3. nóvember sl., en útför hans fór fram frá Mýrum sl. laugardag. Að Oddi stóðu styrkir og fjölbreyttir ættstofnar. Móðurafi hans var Tom Scott, amerískur lúðuveiðimaður, en lúðuveiðarar frá Ameríku höfðu bækistöð á Þingeyri 1885­ 1897. Móðuramma Odds var Ingibjörg í Nýjabæ á Þingeyri. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1490 orð

Oddur Jónsson

Þessi sálmur Einars Benidikssonar, hljómar í Mýrakirju í Dýrafirði hinn 14. nóvember, í svo þéttskipaðri kirku, að þótt bætt hafi verið í hana stólum eins og koma mátti, þá sat nær tugur manni frammi í forkirkju. Er Mýrakirkja þó með allra stærstu sveitakirkjum. Framan við gráturnar stendur kista í blómahafi. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ODDUR JÓNSSON

ODDUR JÓNSSON Oddur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 28. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 3. nóvember síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Mýrum í Dýrafirði 14. nóvember. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Rúnar Bárður Ólafsson

Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast góðs vinar míns Rúnar Bárðar Ólafssonar. Við hittumst fyrst er ég var staddur á Keflavíkurflugvelli 29. desember 1991. Ég stóð uppi á hól og var að reyna að mynda þar þotu, þegar var kallað fyrir aftan mig: Gerir þú mikið af þessu? Nei, sagði ég með hálfum huga, er þetta bannað? Nei, nei, ég mynda líka flugvélar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 309 orð

Rúnar Bárður Ólafsson

Það voru hörmuleg tíðindi sem mér bárust til eyrna er ég heyrði að góður vinur minn, Rúnar, væri látinn. Upp í kollinn skutust ótal minningar um þann tíma sem við áttum saman. Leiðir okkar lágu saman í gegnum KFUM í Keflavík á unglingsárum. Ég man alltaf eftir þessum stóra strák úr Njarðvíkunum. Með okkur tókust fljótt góð kynni og það var margt sem við brölluðum saman. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

RÚNAR BÁRÐUR ÓLAFSSON

RÚNAR BÁRÐUR ÓLAFSSON Rúnar Bárður Ólafsson fæddist í Njarðvík 15. mars 1962. Hann lést af slysförum 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 20. nóvember. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 25 orð

STEFÁN LÚÐVÍKSSON

STEFÁN LÚÐVÍKSSON Stefán Lúðvíksson var fæddur 23. mars 1980. Hann lést 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. október. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 83 orð

Sveinn Matthíasson

Elsku afi og langafi, nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn, þín verður sárt saknað, þú varst svo blíður og góður. En við vitum líka að þú ert ekki veikur lengur. Eitt okkar dreymdi að þér var ekið á hvíta Bensanum hennar Maju til guðs. Megir þú eiga góða ferð, elsku afi og langafi okkar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Sveinn Matthíasson

Mig langar til að minnast ástkærs afa míns með nokkrum orðum. Afi var einstakt ljúfmenni sem öllum líkaði vel við. Ég minnist svo vel æskuára minna, þegar ég var hjá afa og ömmu niðri á Brimhólabraut 14. Þar var alltaf eitthvað að gerast í kringum þau og strákana þeirra og þótti mér sem litlum polla svo gaman að fá að vera nálægt þeim. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 816 orð

Sveinn Matthíasson

Ég vil í fábreyttum orðum fá að minnast föður míns Sveins Matthíassonar, sem fallinn er nú frá. Við bræðurnir fengum þá dýrmætustu vöggugjöf sem hægt er að hugsa sér þar sem voru samheldnir og heiðarlegir foreldrar. Auk okkar bræðranna fimm tóku þau að sér systurdóttur pabba vegna veikinda systur hans, ólu hana upp frá þriggja mánaða aldri og ættleiddu hana síðar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Sveinn Matthíasson

Látinn er tengdafaðir minn, Sveinn Matthíasson. Elsku Svenni, það var einstakt að fá að kynnast þér, öðru eins ljúfmenni og þú varst, alltaf svo jákvæður og brosandi, og svo innilega ástfanginn af Maju þinni. Þið voruð búin að vera gift í 53 ár en það var eins og þið hefðuð gift ykkur í gær, svo mikil var ástin á milli ykkar. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Sveinn Matthíasson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs tengdaföður míns, Sveins Matthíassonar. Mín fyrstu kynni af honum voru svolítið sérstök í mínum huga. Ég var, er það gerðist, nýbyrjuð að slá mér upp með syni hans. Svenni var að koma af dansleik með Maju sinni og við buðumst til að keyra þau heim. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Sveinn Matthíasson

Þá er hetjan fallin. Þú hefur kvatt, frændi. Nú ætla ég að kveðja þig. Það varst þú sem kenndir mér að vinna til sjós þegar ég var 15 ára. Þá tókstu við peyjanum og ólst hann upp í réttum vinnuanda og vinnubrögðum til sjós. Þegar þínum þætti lauk tók karlinn í brúnni við. Ég gleymi því aldrei hvað ég var úrvinda af þreytu eftir að ég hafði verið að reyna að hafa við þér í aðgerð og niðri í lest. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Sveinn Matthíasson

Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns Sveins Matthíassonar sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfaranótt sunnudagsins 15. nóvember. Það eru þrjú ár síðan ég hitti þig fyrst og þá varst þú og hún Maja þín að flytja í nýju íbúðina þar sem meiningin var að þið eydduð ævikvöldi ykkar saman en vegna þess hversu léleg heilsa þín var varðst þú að vera á sjúkrahúsi síðustu tvö Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 435 orð

Sveinn Matthíasson

Á hverju ári birta fjölmiðlar landsins lista yfir þá sem hlotið hafa viðurkenningu samfélagsins fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar. Á hverju ári renni ég augunum yfir listann í leit að einhverju sem ég veit að aldrei mun birtast á honum. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 576 orð

Sveinn Matthíasson

Það var sárt að komast að því hinn 15. nóvember síðastliðinn að afi væri búinn að kveðja þó að við vissum öll að hann færi að kveðja okkur. Ég heimsótti afa á föstudeginum og þegar ég tók í gömlu hendurnar hans og horfði á hann þá vissi ég að þetta yrði eflaust í síðasta sinn sem ég sæi afa á lífi. Amma sat þarna við hliðina á honum og strauk honum eins og hún var vön að gera. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 260 orð

SVEINN MATTHÍASSON

SVEINN MATTHÍASSON Sveinn Matthíasson fæddist í Garðsauka í Vestmannaeyjum 14. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 15. nóvember síðastliðinn. Sveinn starfaði mestan sinn starfsaldur til sjós sem matsveinn, fyrst hjá öðrum en síðar í eigin útgerð. Foreldrar hans voru hjónin Matthías Gíslason, f. 14.6. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1213 orð

Þorgeir Rúnar Kjartansson

Þú varst maður vorsins. Fíngerður, skjálfhentur, rauðbirkinn, ljúfur, ör og skarpur. Eitthvað fágað og heimsmannslegt í fasinu. Rómantík og bóhemía leiddi upphaflega nokkur ungmenni saman í hóp í MT svo að úr varð vinaklíka sem sumir kölluðu menningarmafíuna. Þetta var á tímum ábyrgðarleysis menntaskólaáranna er við sökktum okkur ofan í ólík viðfangsefni. Meira
21. nóvember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON

ÞORGEIR RÚNAR KJARTANSSON Þorgeir Rúnar Kjartansson fæddist 26. nóvember 1955. Hann lést á Landspítalanum 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 13. nóvember. Meira

Viðskipti

21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Ericsson spáir meiri uppgangi

ERICSSON býst við að framhald verði á miklum vexti fyrirtækisins og að það haldi áfram eignaöflun til að auka vörusvið sitt í Norður- Ameríku að sögn Bo Dimert, rekstrarstjóra Ericssons vestanhafs. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Evrópsk bréf nálægt metverði

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa var nálægt meti í gær eftir góða byrjun í Wall Street og í kjölfar mikillar hækkunar á verði hlutabréfa í Tókýó. Verð bréfa í London, Frankfurt, París, Amsterdam og Madrid hækkaði um 2-2,5% og hefðbundin áramótasala virðist vera að hefjast. Í gjaldeyrisviðskiptum hækkaði dollar nokkuð gegn jeni um tíma. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Hlutabréf í Járnblendinu hækka

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi námu alls 397 milljónum króna í gær. Viðskipti með húsbréf námu 313 milljónum króna og með hlutabréf alls 84 milljónum. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,45%. Viðskipti með hlutabréf Flugleiða námu alls 27 milljónum króna og hækkuðu þau um 2,2% frá síðasta viðskiptadegi, eða í 3,22. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Metsala á mexíkönskum mat

Metsala á mexíkönskum mat XCO hf. hefur fengið viðurkenningu frá bandaríska matvælaframleiðandanum Bruce Foods Corporation fyrir metsöluaukningu. Verðlaunin voru veitt á SIAL-matvælasýningunni í París og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Mikill áhugi á hlutabréfum SKÝRR hf.

MÖRG þúsund tilboð bárust Kaupþingi hf. vegna hlutafjárútboðs Skýrr hf. en frestur til að skila tilboðum rann út í gær. Var eftirspurn langt umfram framboð og er ljóst að tilboð í áskriftarhlutann verða skert verulega. Í tilboðshlutanum átti Handsal hf. hæsta boð, á genginu 4,20. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Sjóklæðagerðin opnar búð í Hollandi

UMBOÐSMAÐUR Sjóklæðagerðarinnar í Hollandi hefur opnað sérvöruverslun með útivistarvörur undir heitinu 66 norður. Verslunin, sem er staðsett í 35 þúsund manna bæjarfélaginu Wageningen, var opnuð formlega í gær. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 663 orð

Tap félagsins nam 99 milljónum króna

TAP Dagsprents hf., útgáfufélags Dags, nam 99,4 milljónum króna árið 1997, samanborið við 26 milljóna króna tap árið 1996. Tapið jókst því um 82% á milli ára. Tapið skýrist að mestu leyti af miklum fjárfestingum í rekstri að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Ungverjar horfa mest á sjónvarp

UNGVERJAR horfa meira á sjónvarp að meðaltali en sjónvarpsáhorfendur í öðrum löndum Evrópu, en þýzkumælandi Svisslendingar minnst samkvæmt nýrri könnun. Ungverjar horfa á sjónvarp í þrjár klukkustundir og 55 mínútur á dag, en þýzkumælandi Svisslendingar í tvær klukkustundir og átta mínútur á dag að sögn auglýsinga- og markaðsfyrirtækisins IP Deutschland. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Viðskiptavakt fyrir GSM- notendur

OPNUÐ hefur verið SMS viðskiptavakt sem gerir GSM- notendum Landssímans kleift að fylgjast með verðbréfaviðskiptum dagsins. Viðskiptavaktin er samstarfsverkefni Landssímans, Tölvumynda og Kauphallar Landsbréfa á Netinu. Þjónustan er ókeypis og fer skráning fram á Netinu. Þorsteinn Ólafsson, hjá Kauphöll Landsbréfa, segir að markmiðið með verkefninu sé að færa fólk nær þróun markaðarins. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 354 orð

Virkur markaður um kaupréttindi myndaður

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf., sem keypt hefur ríflega 27% hlut í Vöruveltunni hf., rekstrarfélagi 10­11-verslananna, hyggst veita hluthöfum félagsins rétt til þess kaupa bróðurpart hlutabréfa í Vöruveltunni á kostnaðarverði. Reynt verður að mynda virkan markað um kauprétt á bréfunum, þannig að hluthafar muni bæði geta nýtt sér kaupréttinn eða selt hann til annarra. Meira
21. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,04% síðastliðna þrjá mánuði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni nam vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan nóvember 1998 231,2 stigum og hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitalan um 2,4%. Þá hækkaði launavísitalan um 0,2% frá fyrra mánuði og er hún nú 172,1 stig miðað við meðallaun í október. Meira

Daglegt líf

21. nóvember 1998 | Neytendur | 98 orð

Föt úr lífrænni bómull

VERSLUNIN Yggdrasill hefur fyrir skömmu hafið innflutning á nærfatnaði frá Sviss og er hann eingöngu úr lífrænt ræktuðu hráefni, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Nærfatnaðurinn er bæði á börn og fullorðna og úr bómull sem er lífrænt ræktuð og handtýnd. Hún hefur ekki verið meðhöndluð með bleikiefnum eða kemískum efnum og er því í sínum náttúrulega lit. Meira
21. nóvember 1998 | Neytendur | 167 orð

Kaffiskóli í Reykjavík

Kaffiskóli í Reykjavík STOFNAÐUR hefur verið Lavazza kaffiskóli í Reykjavík og er hann til húsa í Skútuvogi 5 í Reykjavík, hjá eignarhaldsfélaginu Karl K. Karlsson, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
21. nóvember 1998 | Neytendur | 63 orð

Lampahús endurgreidd

HAFIN var sala á lampahúsum í Hagkaupi fyrir skömmu og sést eitt þeirra hér á myndinni. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að komið hafi í ljós að þau fullnægi ekki gæðakröfum Hagkaups, svonefnda CE-merkingu vantar. Húsin hafa nú verið tekin úr sölu og eru þeir sem hafa keypt þau vinsamlegast beðnir um að skila þeim í verslunina og fá þá endurgreitt. Meira
21. nóvember 1998 | Neytendur | 71 orð

Líkt eftir trjánum

NÝ verslun í Reykjavík, Soldis í Kirkjuhvoli, selur eftirlíkingar af ýmsum trjám, þ. á m. bambusviði, fíkusi, japönskum hlyn og pálmum. Trén eru framleidd í Þýskalandi. Trén eru unnin úr silkilaufum og trjástofni og auðveld í umhirðu, segir í fréttatilkynningu, sum eru allstór með mikla laufkrónu. Meira
21. nóvember 1998 | Neytendur | 865 orð

Lýsi og vítamín í einum pakka

NÝLEGA kom á markaðinn ný vara frá Lýsi hf. er nefnist Heilsutvenna og inniheldur hver pakki tvenns konar hylki. Í öðru hylkinu er lýsi með háu hlutfalli Omega-3 fitusýra en í hinu eru vítamín og steinefni. Heilsutvenna er ætluð þeim sem orðnir eru 11 ára eða eldri og er ráðlagður dagskammtur eitt hylki af hvoru á dag. Bætt er E-vítamíni út í lýsið. Meira
21. nóvember 1998 | Neytendur | 145 orð

Verkjastilling án lyfja

FYRIRTÆKIÐ Celsus hefur umboð fyrir verkjastillandi "penna", Pain Gone, er fæst nú í apótekum, segir í fréttatilkynningu. Í tækinu eru kristallar sem setja í gang leiðni á pennaendanum þegar þrýst er snöggt og ítrekað á hnapp á efri endanum. Neðri endanum er beint að verkjasvæði, viðkomandi finnur dálítinn rafsting í húðinni og myndast þá örvun á taugaenda sem sendir boð til heilans. Meira

Fastir þættir

21. nóvember 1998 | Í dag | 36 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 22. nóvember, verður sjötugur Guðjón Frímannsson, Öldutúni 10, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum á morgun, sunnudaginn 22. nóvember, í salarkynnum Oddfellow, Staðarbergi 2-4 (uppi í 10-11 húsinu) frá kl. 17-19. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 31 orð

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 23. nóvember, verður áttatíu og fimm ára Bjarni Bentsson, Digranesvegi 80, Kópavogi, fyrrverandi yfirverkstjóri hjá Flugmálastjórn. Eiginkona hans er Unnur Jakobsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 29 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Næstkomandi þriðjudag, 24. nóvember, verður níræð Jóhanna Stefánsdóttir, Vallarbraut 2, Njarðvík. Hún tekur á móti gestum í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, sunnudaginn 22. nóvember frá kl.15- 19. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 657 orð

Beaujolais Nouveau er komið!

ÞRIÐJA fimmtudag nóvembermánaðar er leyfilegt að opna fyrstu flöskurnar af Beaujolais Nouveau um allan heim og yfirleitt eru margir tappar komnir úr flöskunum nokkrum sekúndum á eftir miðnætti. Þeir fyrstu sem fá að njóta af nýju vínunum frá Beaujolais eru íbúar Fiji og Nýja Sjálands og um hálfum sólarhring síðar geta Evrópubúar farið að gæða sér á veigunum. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 362 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjaví

Þriðjudaginn 17. nóvember var spilaður einskvölds tölvureiknaður Monrad Barómeter með þátttöku 23 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Guðmundur Karlsson ­ Kristján Jónasson68 Ari Már Arason ­ Páll Jónsson54 Anna Ívarsdóttir ­ Guðrún Óskarsdóttir39 Dúa Ólafsdóttir ­ Gróa Guðnadóttir26 Guðmundur M. Jónsson ­ Hans Ó. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmót í tv

Reykjavíkurmótið í tvímenningi fer fram laugardaginn 28. nóvember. Mótið hefst kl. 11 og spilaður verður Barómeter (allir við alla) eða Monrad Barómeter og ræðst það af þátttöku. Keppnisgjald er 3.000 kr. á par. Reykjavíkurmeistarar 1997 eru Sverrir Ármannsson og Magnús Eiður Magnússon. Spilarar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrirfram og tekið er við skráningu hjá BSÍ, s. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. maí sl. í Seljakirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Arna María Smáradóttir og Sigurjón Hólm Magnússon. Þau eru búsett í Reykjavík. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Háteigskirkju af sr. Braga Friðrikssyni Erla Sigríður Grétarsdóttir og Gísli Þór Arnarson. Þau eru búsett í Kentucky, Bandaríkjunum. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 246 orð

"EF TROMPIN eru 2-2 þá vinn ég slemmuna, annars fer

Með því að segja ofan í lit vesturs, er norður að sýna góða hækkun í hjarta. Suður spyr þá um lykilspil, og norður sýnir tvo ása og trompdrottningu með svarinu á fimm spöðum. Útspil vesturs var tígultvistur. Sagnhafi hugsaði sig um í nokkra stund, en lagði síðan upp með yfirlýsingunni að ofan. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 684 orð

Er nokkur einhlít skýring á geðklofa?

Spurning: Ég las einhvers staðar í íslenskri fræðibók að geðklofi væri sá sem heyrði raddir. Nú er ég dæmdur geðklofi, en hef aldrei heyrt raddir. Spurningin er hvað er rétt og hvað er rangt í þessu og er til nokkur ein einhlít skýring á hvað geðklofi er. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1801 orð

Gagnfræðanám góð undirstaða

"MYNDIN var tekin nokkrum dögum áður en fjórði bekkur B útskrifaðist úr verslunardeild á gangnfræðaskólaprófi frá Réttarholtsskóla vorið 1966. Það tíðkaðist á þeim árum að eftir annan bekk í gagnfræðaskóla gátu nemendur valið um að fara í landspróf í þriðja bekk eða halda áfram og taka tvo bekki og ljúka gagnfræðaskólaprófi. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1230 orð

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17.) »ÁSKIR

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Barnakór og Bjöllukór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Meira
21. nóvember 1998 | Dagbók | 554 orð

Í dag er laugardagur 21. nóvember 325. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er laugardagur 21. nóvember 325. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: (Lúkas 18, 1. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1000 orð

Íslenskt mál Umsjónarm. Gísli Jónsson 980. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarm. Gísli Jónsson 980. þáttur ÓLAFUR Kristjánsson á Akureyri undrast hversu margir misfari með orðið mær. Hann veit mörg dæmi þess að beygingin hafi verið skökk í fjölmiðlum. Skal nú að þessu hyggja. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 534 orð

Safnaðarstarf Klemensmessa í Landakirkju í Vestmannaeyjum

KLEMENSMESSU (23. nóv.) verður minnst sunnudaginn 22. nóvember við almenna guðsþjónustu í Landakirkju með kynningu á byggingu norskrar stafkirkju í Eyjum. Fyrsta kirkja í Vestmannaeyjum, sem öruggar heimildir eru um, var helguð heilögum Klemensi. Hann var verndari sæfarenda og táknið hans er ankeri. Klemens var þriðji biskupinn í Róm á eftir Pétri postula. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 850 orð

Starf fréttamannsins "Hér er ég að drukkna og þú bara talar um vatnið!" As Good As It Gets

Fjölmiðlar í Norður-Ameríku sæta harkalegri gagnrýni þessa dagana, ekki síst í kjölfar Clinton/Lewinsky-málsins svonefnda. Inntak gagnrýninnar er í sem stystu máli að fjölmiðlarnir séu að fyllast af innihaldslausu blaðri. Merking er það fyrsta sem drukknar í upplýsingaflóði. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 1100 orð

Stóri draumurinn

DREYMDI þig stóra drauminn í nótt? Var hann um happ í viðskiptum, réttu lottótölurnar, aflagengd eða draumur um nýja uppfinningu? Stóru draumar mannsins snúast um veraldlega og andlega hluti, þeir fjalla um óskir til æðra sjálfs og kraft til meiri verka og betri en vakan ljær manninum í mörgum tilfellum. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 81 orð

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND D HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opna Monarch Assurance mótinu í Englandi sem lauk í síðustu viku. Andrew Ledger(2.450), Englandi, var með hvítt og átti leik, en Norðmaðurinn Erik Gullaksen(2.360) hafði svart. 32. Hxh7+! ­ Kxh7 33. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 450 orð

Verðhækkanir í Nýkaup?

VEGNA skrifa sem átt hafa sér stað í Víkverja Morgunblaðsins um verðhækkanir í Nýkaup barst Velvakanda eftirfarandi: "Ég hef verslað í Hagkaup/Nýkaup matarbakka, þ.e. tilbúinn mat, sl. 2 ár. Um mitt síðasta ár kostaði bakki sem mátti fylla í og setja lok yfir 400 kr. Síðan hækkar sami bakki í 450 kr. Í ársbyrjun þessa árs hækkar hann aftur í 498 kr. Meira
21. nóvember 1998 | Í dag | 479 orð

ÞAÐ þykir flestum svo sjálfsagt nú orðið að ekki sé lengur re

ÞAÐ þykir flestum svo sjálfsagt nú orðið að ekki sé lengur reykt í flugvélum, rútum og öðrum farartækjum að menn hugsa líklega ekki lengur um það hversu mikið framfaraskref það var er reykingar voru afnumdar. Flest flugfélög í heiminum hafa á síðustu árum aflagt reykingar í vélum sínum og ekki er hægt að sjá annað en að vel gangi að viðhalda því reykingabanni. Meira
21. nóvember 1998 | Fastir þættir | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

Hinn 10. og 17. nóvember var spiluð hraðsveitakeppni BRE. Sjö sveitir tóku þátt í henni og urðu úrslit þessi: Sveit Svavars Björnssonar1.219 (Svavar, Oddur, Jóhann, Vigfús) Sveit Ríkharðs Jónassonar1.133 (Ríkharður, Ævar, Björn Hafþór, Magnús Valg., Jónas, Magnús Ásgr.) Sveit Óttars Guðmundssonar1. Meira

Íþróttir

21. nóvember 1998 | Íþróttir | 225 orð

ALBERTO Tomba frá Ítalíu

ALBERTO Tomba frá Ítalíuhefur lagt keppnisskíðin á hilluna og verður því ekki með í vetur. Hann hefur snúið sér að kvikmyndaleik. Hann vann 50 heimsbikarmót á ferlinum og aðeins Svíinn Ingemar Stenmark getur státað af betri árangri, en han vann 86 heimsbikarmót. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 461 orð

Allir vel stemmdir

Framundan eru tveir af erfiðustu leikjunum í sögu íslenska landsliðsins í handknattleik, leikir sem skera úr um hvort Ísland eða Ungverjaland verður með í lokakeppni Heimsmeistarakeppninnar sem verður í Egyptalandi á sumri komandi. Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöll nk. miðvikudagskvöld en sunnudaginn 29. nóvember mætast liðin í Ungverjalandi. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 173 orð

Býr nánast í ferðatösku

MIKIL ferðalög fylgja því að taka þátt í heimsbikarkeppninni á skíðum. Mótin fara fram víðs vegar um heiminn, í Ameríku, Evrópu og jafnvel Asíu. Keppendum gefst því lítill tími til að vera heima hjá sér yfir vetrarmánuðina, frá nóvember og fram í mars. Kristinn hefur búið í Lillehammer síðastliðin þrjú ár ásamt unnustu sinni, Hlín Jónsdóttur, sem er frá Norðfirði. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 335 orð

Eberharter hélt uppi heiðri Austurríkismanna

AUSTURRÍKISMENN sýndu hversu öflugir þeir eru í alpagreinunum er þeir röðuðu sér í tvö efstu sætin í stórsvigi heimsbikarsins sem fram fór í Park City í gærkvöldi. Kóngurinn sjálfur, Hermann Meier, náði bestum tíma í fyrri umferð, en keyrði út úr brautinni í síðari umferð og hætti. Það kom ekki að sök fyrir Austurríki því Stephan Eberharter vann gullið og Christian Mayer silfrið. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 119 orð

Henry biðlar til Arsenal

FRANSKI landsliðsmiðherjinn Thierry Henry sagði í samtali við enska dagblaðið The Mirrorí gær að hann vildi hætta hjá Mónakó og ganga til liðs við Arsenal. "Draumurinn er að leika fyrir Arsenal knattspyrnunnar vegna," sagði Henry, sem hefur verið í herbúðum Mónakó í átta ár. Arsena Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, bauð fjórar milljónir punda, um 480 millj. kr. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | -1 orð

KEFLAVÍK

KEFLAVÍK 8 7 0 1 682 601 14UMFN 8 6 0 2 745 617 12SNÆFELL 8 5 0 3 652 626 10KR 8 5 0 3 707 691 10GRINDAVÍK 8 4 0 4 678 672 8TINDASTÓLL 8 4 0 4 670 680 8 Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 56 orð

Knattspyrna Þýskaland

Þýskaland Frankfurt - Werder Bremen0:2 - Andreas Herzog 47., Rade Bogdanovic 73. 27.500. Schalke - Duisburg2:0 Rene Eijkelkamp 37., Michael Goossens 59. 31.043. Frakkland Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 157 orð

Kristinn æfði í tíu daga í Bandaríkjunum

KRISTINN Björnsson fór frá Noregi til Denver Colorado í Bandaríkjunum 11. nóvember til að undirbúa sig fyrir svigmótið í Park City á sunnudaginn - venjast aðstæðum og aðlaga sig að tímamuninum. Hann æfði í Keystone í viku og fór síðan yfir til Park City ásamt Svíanum Martin Hansson. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 93 orð

Kristni hrósað

FARIÐ er lofsamlegum orðum um Kristin Björnsson, skíðamann frá Ólafsfirði, í nýjasta riti Alþjóðaskíðasambandsins (FIS). Í grein þar sem gerð er úttekt á heimsbikarkeppninni í alpagreinum sl. vetur, svigi, stórsvigi, risasvigi og bruni, er í hlutfallslega löngu máli fjallað um frammistöðu Kristins. Þar segir: "Framfarastökk Íslendingsins var áhrifamikið. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 57 orð

Landsliðshópurinn

Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val, Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni. Aðrir leikmenn: Róbert Sighvatsson, Dormagen, Gunnar Berg Viktorsson, Fram, Bjarki Sigurðsson, UMFA, Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson og Dagur Sigurðsson, Wuppertal, Patrekur Jóhannesson, Essen, Gústaf Bjarnason, Willst¨att, Konráð Ólafsson, Stjörnunni, Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 1009 orð

Með töfra í tánum

HANN æðir í átt að marki, leikur nokkra varnarmenn sundur og saman og þrumar svo knettinum í netið með því að sveifla hægri fæti aftur fyrir þann vinstri. Það má heyra saumnál detta, meira að segja Ian Wright, sem stendur þar álengdar, vefst tunga um tönn ­ aldrei þessu vant. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 272 orð

ÓVÍST er hvort Michael Owen

ÓVÍST er hvort Michael Owen getur leikið með Liverpool gegn Aston Villa á Villa Park vegna meiðsla. Aftur á móti koma Phil Babb, sem hefur verið meiddur, og Jason McAteer, sem var í leikbanni, inn í liðið. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 72 orð

Róbert og Ingimundur ekki með ÍR- ingum

ÍR-ingar verða án tveggja lykilmanna þegar þeir mæta Gróttu/KR í 1. deild karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í dag. Handknattleikssráð Reykjavíkur, HKRR, hefur dregið til baka leikheimild Róberts Þórs Rafnssonar með ÍR. Grótta/KR kærði félagaskipti Róberts fyrir nokkrum vikum og í gær úrskurðaði HKRR í málinu og fékk fyrrgreinda niðurstöðu. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 48 orð

Skíði Heimsbikarinn

Heimsbikarinn Park City: Stórsvig karla: 1. Stephan Eberharter (Austurr.)2:14.75 (1:07.37/1:07.38)2. Christian Mayer (Austurr.)2:15.27 (1:07.90/1:07.37)3. Marco B¨uchel (Liechtenst.)2:15.68 (1:07.97/1:07.71)4. Kjetil Andre Åmodt (Noregi)2:15. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 198 orð

Slobodan Milicic líklega til KA

Slobodan Milicic hefur verið í viðræðum við KA- menn að undanförnu og má gera því skóna að gengið verði frá samningum innan skamms. "Það er mjög líklegt að þetta gangi," sagði Milicic við Morgunblaðið í gær og Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar KA, tók í sama streng. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 387 orð

Steffi Graf lagði Seles

ÞÝSKA stúlkan Steffi Graf lagði Monicu Seles 2-1 í átta manna úrslitum lokamóts tenniskvenna sem fram fer í Madison Square Garden í New York. Leikurinn þótti mjög vel leikinn og minnti um margt á þegar þær stöllur áttust hvað oftast við fyrir nokkrum árum. Þetta var frábær leikur og það var virkilega gaman að sigra. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 50 orð

Sund Bikarkeppnin

Bikarkeppnin Staðan eftir tvær greinar, 1.500 og 800 metra skriðsund. 1. deild: SH2.778 Keflavík2.601 Ægir2.466 Selfoss2.184 ÍA2.115 Ármann2.075 2. deild: UMSK2.180 KR1.807 Keflavík-b1.759 Njarðvík1.653 Vestri1. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 257 orð

UM HELGINA Handknattleikur Laugardag

Laugardagur 1. deild karla: Seltjarnarnes:Grótta/KR - ÍR16.15 Strandgata:Haukar - HK17.30 Sunnudagur Ásgarður:Stjarnan - Selfoss20 Framhús:Fram - KA20 Valsheimili:Valur - FH20 Varmá:UMFA - ÍBV20 ÆFINGAMÓT KVENNA Landslið kvenna verður með æfingamót Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 402 orð

Virðist á góðu róli

Allt útlit er fyrir að Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Akranesi, komist áfram á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi sem fram fer á Spáni. Í gær lék hann Sotogrande-völlinn á 71 höggi, einu höggi undir pari vallarins, og er því á einu höggi undir pari eftir þrjá hringi, er búinn að nota 215 högg. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 110 orð

Walker farinn frá Haukum

BANDARÍSKI leikmaðurinn Myron Walker, sem leikur með úrvalsdeildarliði Hauka, fór heim til Bandaríkjanna í gær. Að sögn Sigþórs Kristinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Hauka, er ástæðan sú að móðir hans er alvarlega veik. "Við vonum auðvitað að hann komi aftur, en við vitum það ekki fyrr en eftir viku til tíu daga. Það er auðvitað slæmt að missa hann, en það er hlé á deildarkeppninni til 7. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 150 orð

Þór - Grindavík 92:106

Íþróttahöllin á Akureyri, 8. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, föstudaginn 20. nóvember 1998: Gangur leiksins: 0:2, 6:6, 16:34, 23:41, 40:43, 57:56, 57:58, 66:66, 73:69, 78:79, 78:94, 83:101, 92:106. Meira
21. nóvember 1998 | Íþróttir | 294 orð

Þórsarar sprun· gu á limminu

Þórsarar hafa komið mjög á óvart í úrvalsdeildinni í vetur og verið fyrir ofan miðja deild. Þeir fengu Grindvíkinga í heimsókn á sunnudagskvöldið og fóru leikar svo að gestirnir sigruðu, 106:92, eftir mikið fjör og hraðan sóknarleik. Það kom glöggt í ljós hvað reynslan vegur þungt, hinir ungu leikmenn Þórs hreinlega sprungu á limminu undir lokin eftir að hafa sýnt skemmtilega baráttu. Meira

Úr verinu

21. nóvember 1998 | Úr verinu | 1319 orð

"Málamiðlun líkleg lausn"

KVÓTAKERFIÐ ­ forsendur og reynsla, var yfirskrift ráðstefnu á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og sjávarútvegsráðuneytisins sem haldin var í gær. Talsverð umræða um auðlindagjald á sjávarútveginn skapaðist á ráðstefnunni. Í erindi sínu varaði Ronald N. Johnson, prófessor við ríkisháskólann í Montana, Íslendinga við frekari skattlagningu á sjávarútveginn. Meira

Lesbók

21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1965 orð

ALLT ANNAR HANDLEGGUR

Í MIÐALDAFRÆÐUM hefur það verið nær viðtekin skoðun að mjög ákveðin textatengsl séu á milli Grettis sögu Ásmundarsonar og hinnar forn-ensku Bjólfskviðu. Í því sambandi er ekki átt við einber líkindi heldur beinan skyldleik, m.ö. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 129 orð

ALTEA

þín þröngu sund, steinlögð, svo undan særir sem sögu geymir, með þín glaðlegu hvítmáluðu hús og gluggasillur hvar blómakerin Spánar hvíla aldin svartklædd kona á stól undir vegg ­ í skugga býður buenas, ­ með heimasaum í hendi, á meðan húsbóndinn fær sér blund á miðjum degi undir flatt það hallar, húsið í slakkanum, Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð

AUÐLEGÐ

Úti í löndum nú mengun er megn mikið er álag á sérhverjum þegn því erfitt er víða að anda. Mengun í hafinu magnast hér enn mikil er hætta að nái hún senn okkar til ástkæru stranda. Stóriðjudraumana stöðva nú þarf styrkja og auka vorn menningararf hvert ungmenni efla til dáða. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 383 orð

ÁSKELL HORFIR UM ÖXL

HORFT um öxl er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Iðnó í dag. Verða þar flutt verk eftir Áskel Másson tónskáld sem á 25 ára starfsafmæli um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Tónverkaskrá Áskels telur um eitt hundrað verk en tónskáldið segir efnisskrá dagsins endurspegla einleiks- og kammertónverk hans í gegnum tíðina ­ hvernig stíllinn hafi þróast. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1960 orð

BERFÆTTA SÖNGDROTTNINGIN Söngkonan Cesaria Evora er mörgum að góðu kunn hér á landi fyrir seiðandi morna-söngva sína. ÁRNI

GRÆNHÖFÐAEYJAR eru lýðveldi nokkuð undan strönd Vestur-Afríku. Helstu eyjarnar eru níu, Brava, Fogo, Santiago, Maio, BoaVista, Sal, Sao Nicolau, Sao Vicente, og Santo Antao. Talsverður munur á eyjunum landfræðilega og mjög er misskipt rigningu. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 895 orð

BRESTUR Í GRUNNI OG GRAFARÞÖGN KIRKJUNNAR

SÍÐASTLIÐIÐ vor skrifaði ég rabb um þá furðulegu þögn fjölmiðla sem ríkt hafði um þau áform ríkisstjórnarinnar að koma upp gagnagrunni á heilbrigðissviði og einkum um vægast sagt sérkennilega framgöngu forsætisráðherra í því máli. Líkast til hefur aldrei staðið tæpar í Íslandssögunni en á vordögum þingsins að þjóðin væri seld. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 402 orð

efni 21. nóv

Fyrsti áratugurinn á öldinni, árin 1901-1910, voru eitt mesta umbyltinga- og breytingaskeið þjóðarinnar frá upphafi. Þá ríkti mikil bjartsýni um vaxandi menningu "í lundum nýrra skóga", stórkostleg ný hús risu, vélar komu í báta og fyrstu togararnir voru keyptir, sæsími var lagður til landsins, Íslendingar fengu heimastjórn og ráðherra, fyrstu bílarnir komu til landsins, Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2072 orð

FLUGNAHÖFÐINGINN EFTIR ÞÓRHALL HEIMISSON Sjálft nafnið Djöfull er komið úr grísku og heitir þar diabolos, sem merkir rógberinn.

HUGMYNDIR okkar Vesturlandabúa um hið illa hafa verið lengi að þróast og tekið á sig margbreytilegar myndir í gegnum tíðina. Á stundum hefur hið illa verið persónugert og þá gjarnan dregin upp litskrúðug mynd af Djöflinum og árum hans. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3755 orð

FYRSTI ÁRATUGUR ALDARINNAR 1901-1910:

FYRSTI ÁRATUGUR ALDARINNAR 1901-1910: EITT MESTA BREYTINGASKEIÐ ÍSLANDSSÖGUNNAR EFTIR ÁRNA ARNARSON Við upphaf aldarinnar ríkti mikil bjartsýni og tækni sem áður var óþekkt í hinu frumstæða, íslenzka bændaþjóðfélagi, markaði tímamót. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 180 orð

FÆR GÓÐA DÓMA Í SVÍÞJÓÐ

NÚ UM stundir stendur yfir sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara í borgarlistasafninu í Kristianstad í Svíþjóð. Gagnrýnendur hafa farið lofsamlegum orðum um verk Steinunnar en hún sýnir þar 18 verk unnin í gifs, járn, blý og gler. Kristianstadborg hefur fest kaup á tveimur verkum hennar og verða þau sett upp í borginni nú á næstunni. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

GRIMMD

Ó, karri minn, svo köld er hríð, ég krafsa, ei næ í matarbúr. En mest er okkar mein og stríð menn á rjúpnaveiðitúr! Ég hallast blítt að höfði þér og höfgan yl í brjósti finn. Skynjarðu einnig ást frá mér, elskulegi karrinn minn? Flýjum, rjúpan fagra mín. Finnum einhvers staðar skjól. Vá frá mönnum máttug gín, þeir munda æ sín veiðitól. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 872 orð

HUGSJÓNIR Í GADDAVÍRA Jónas Svafár er rammíslenskt skáld og verðugur arftaki alþýðuskálda að mati ÞORVARÐAR HJÁLMARSSONAR sem

ÞEGAR þjóðfélagið virðist stefna hraðbyri til Orwellsískrar hryllingsmyndar, þar sem haldin verður ítarleg skrá um ystu og innstu leyndardóma manneskjunnar, allar lækjarsprænur og bunulækir virkjaðar í þágu auðs og skammvinnra valda - og það sem meira er; einstaklingurinn hverfur endanlega í fjöldann og verður númeraröð - er þá nokkur furða að sjónir manna beinist að kvæðum Jónasar Svafárs - þegar Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

JÁTNING BANAMANNS LORCA

"Kannski er núna, elskan mín kominn tími til að hleypa dauðanum pínulítið inn; og minnast þess er ég skaut Lorca. Já, ég var þar alltaf nálægt á þeim hræðilega tíma: Þegar svartliðarnir rifu upp píanóið í leit að rússnesku senditæki; þegar dauðinn rykkti honum burt frá píanóinu svo Maríulíkneskjan á því skalf og titraði; þegar menn hrópuðu Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

KVEÐJUSTUNDIN

Í kveðjunnar skyni við kysstumst, kvöld eitt að sumrinu til, ölvuð af depurðarangan og umvafin himlæðu yl. Svo hélstu mér frá inní húmið og hjaðnaði kvöldþokan hlý; ég skynjaði tregafullt tómið tárvotri þögninni í, ­ og vissi innst inni að aldrei yrðum við saman á ný. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 193 orð

Líkamsbygging fiðlunnar

OFT er talað um að hús hafi sál ­ en það hefur fiðlan líka. Sálin í fiðlunni er grenipinni sem er sniðinn til að passa nákvæmlega á milli baks og framhluta fiðlunnar að innanverðu. Hún stillir ákveðna krafta, sem verka á þunna skel skrokksins, í jafnvægi og er hægt að stemma tóninn að einhverju leyti með því að færa hana til. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 904 orð

LYKILL AÐ BÓKMENNTASÖGUNNI

Í SUMAR kom út geisladiskur sem fékk heitið Raddir, hvers efni eru þjóðlög sem safnað var af vörum Íslendinga á árunum 1903-1973. Upptökurnar voru gerðar um land allt með tækni síns tíma, en sérstaða efnisins felst einkum í því að leitað var uppi venjulegt kvæðafólk sem kunni mikið af þjóðlögum og hafði alist upp í menningarheimi sem tók litlum breytingum Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1559 orð

MINJAR GLÆSTRAR FORTÍÐAR EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON

ENGINN sem gistir höfuðborg Kínaveldis lætur hjá líða að skoða mesta mannvirki veraldarsögunnar, Kínamúrinn margfræga. Hann er tvímælalaust eitt af furðuverkum heimsins og ku vera eina mannvirki á hnettinum sem greinilega sést frá gervitunglum á sveimi kringum jörðina. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2464 orð

NOKKUÐ SEM GERIST AÐEINS EINU SINNI Á ÆVINNI

HANS JÓHANNSSON FIÐLUSMÍÐAMEISTARI SMÍÐAÐI HEILAN STRENGJAKVARTETT FYRIR SJÓVÁ-ALMENNAR NOKKUÐ SEM GERIST AÐEINS EINU SINNI Á ÆVINNI Í húsi við Þingholtsstrætið þar sem eitt sinn var læknastofa eru nú smíðaðar fiðlur, víólur, selló og kontrabassar. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 506 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 196 orð

NÝIR MÖGULEIKAR KORTLAGÐIR

FÉLAG um Listaháskóla Íslands efnir til umræðufundar um mótun stefnu Listaháskólans í Norræna húsinu á mánudagskvöld. Fundinum er ætlað að byrja að safna í hugmyndapott fyrir skólann og ef undirtektir verða góðar er gert ráð fyrir að slíkir fundir verði fleiri, að sögn Péturs Einarssonar, formanns Félags um Listaháskóla Íslands. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 436 orð

RÍKIDÓMUR ÞORKELS

KÓR Langholtskirkju gengst fyrir tónleikum til heiðurs Þorkeli Sigurbjörnssyni tónskáldi í Langholtskirkju í dag kl. 17. Jafnframt koma fram á tónleikunum Gradualekór Langholtskirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona og Monika Abendroth hörpuleikari. Eingöngu verða flutt kirkjuleg verk eftir Þorkel sem varð sextugur fyrr á þessu ári. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

SUÐRÆNT Í SNÆLANDI

SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur tónleika í íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 21. nóvember kl. 15. Yfirskrift tónleikanna er Suðrænt í Snælandi. Þessir tónleikar eru að því leyti frábrugðnir öðrum tónleikum hljómsveitarinnar, að allri tónlist sem flutt verður fylgir ákveðinn suðrænn blær og á rætur sínar að rekja til í Suður-Ameríku og Afríku Spánar og Arabíu. M.a. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2197 orð

UPPLÝSTIR SKÓLAPILTAR, DRYKKFELD SKÁLD OG KYNLEGIR KVISTIR EFTIR MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Þorvaldur Thoroddsen markaði djúp

Sori og sóttvarnir Eimreiðarritgerð Þorvalds Thoroddsens árið 1910 sýnir svo varla verður um villst að samtíðin getur verið slæmur dómari í eigin sök, að söguskyn og gildismat eru breytileg eins og íslensk veðrátta, að gengið skal hægt um hús hugmyndanna. Það gildir einnig um "fagurfræðilega skynsemi" sem ég svo kalla. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4711 orð

ÚR ÆVISÖGU ÁRNA MAGNÚSSONAR

. . . jómfrú Snæfríður sneri sér með ópi undan sýn þessari, lagði ósjálf rátt armana á axlir Arnæusi, sem stóð við hlið hennar, grúfði sig í snöggum svip skjálfandi uppað brjósti hans, sleit sig frá honum aftur og Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 747 orð

VEÐURANNÁLL 1901-1910

1901 Fyrsta ár aldarinnar fær þá einkunn að veðurfarið hafi verið nokkuð hagstætt, úrkoma yfir meðallagi og fremur hlýtt. Talsverður snjór var í janúar og mjög umhleypingasamt en miklir veðurskaðar á Vestfjörðum og í Suðursveit. Í febrúar var hlýtt og suddasamt sunnan- og vestanlands, en íshrafl komst inn á Eyjafjörð. Meira
21. nóvember 1998 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

VETUR

Nú hylja fannir hvítar nesin breið, og harður snjórinn marrar undir fótum. Við göngum einir okkar gömlu leið með ásnum frosna, kröppum þúfnagjótum. Og enn er okkur gatan langa greið, því gaddur hvílir fast á blómarótum. En yzta hafsrönd blikar blá og heið, og bjarma slær að þessum fölu hnjótum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.