Greinar þriðjudaginn 8. desember 1998

Forsíða

8. desember 1998 | Forsíða | 83 orð

50 ár frá mannréttindayfirlýsingu SÞ

BARÁTTUMENN fyrir mannréttindum hófu í gær vikulöng hátíðahöld í París í tilefni þess að á fimmtudag verður hálf öld liðin frá því mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt í frönsku höfuðborginni. Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem setur hér hátíðina, sagði að þótt mikið hefði áunnist í baráttunni fyrir mannréttindum væru þau enn of oft fótum troðin. Meira
8. desember 1998 | Forsíða | 296 orð

Jeltsín rak helsta ráðgjafa sinn

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gerði nokkurra klukkustunda hlé á sjúkrahúsvist sinni í gær og hélt til vinnu í Kreml þar sem hann rak fjóra ráðgjafa sína áður en hann lagðist aftur inn á sjúkrahús. Þá átti forsetinn stuttan fund með helstu aðstoðarmönnum sínum. Meira
8. desember 1998 | Forsíða | 275 orð

Netanyahu fær tvær vikur til að bjarga stjórninni

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fékk í gærkvöldi tveggja vikna frest til að bjarga stjórn sinni, sem hefur riðað til falls vegna óeiningar um friðarsamkomulag hans við Palestínumenn. Meira
8. desember 1998 | Forsíða | 105 orð

Reno hafnar rannsókn

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað í gær að skipa ekki óháðan lögmann til að rannsaka ásakanir um að Bill Clinton forseti hefði gerst brotlegur við lög í kosningabaráttunni árið 1996. Meira
8. desember 1998 | Forsíða | 251 orð

Serbar hóta nýrri sókn

STJÓRN Serbíu hótaði í gær að hefja nýja sókn í Kosovo ef eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hefðu ekki taumhald á albönskum aðskilnaðarsinnum í héraðinu. Litið var á viðvörunina sem dulbúna hótun við 2.000 óvopnaða eftirlitsmenn ÖSE, sem eiga að framfylgja vopnahléssamkomulaginu í Kosovo sem náðist í október. Nokkur NATO-ríki hafa einnig ákveðið að senda 1. Meira

Fréttir

8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

18 milljóna kr. kostnaðarauki vegna fangavarða

MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til í áliti með frumvarpi til fjáraukalaga ársins 1998 að Fangelsismálastofnun fái 8 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af auknum launakostnaði vegna fangavarða. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir brú

Ósk um göngubrú yfir Miklubraut við Fram-heimilið Aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir brú EKKI er gert ráð fyrir göngubrú yfir Miklubraut milli Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar á gildandi Aðalskipulagi Reykjavíkur en íbúar í nágrenninu hafa óskað eftir að göngubrú verði sett yfir götuna á móts við Fram- heimilið. Meira
8. desember 1998 | Landsbyggðin | 141 orð

Aðventuhátíð í Skógum

AÐVENTUHÁTÍÐ Eyvindarhólaprestakalls og Grunnskólans í Skógum undir Eyjafjöllum var haldin annan sunnudag í aðventu. Séra Halldór Gunnarsson sóknarprestur stýrði fjölskyldumessu í Eyvindarhólakirkju með aðstoð nemenda Grunnskólans, sem báru ljósið á táknrænan hátt inn í kirkjuna, sungu jólasálma, fluttu hugleiðingar og fleira. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Alvarlega slasaður eftir í útafakstur í hálku

BIFREIÐ fór út af veginum á Hrútafjarðarhálsi í Húnavatnssýslu í fljúgandi hálku rétt eftir kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld. Hafnaði bifreiðin mikið skemmd úti í skurði og þurfti að klippa flakið í sundur til að ná út ökumanni hennar. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

Alþingi Dagskrá

Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13 í dag með utandagskrárumræðu um sölu hlutabréfa í bönkum. Að henni lokinni verður fram haldið annarri umræðu um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 819 orð

Arðgreiðslur lækka um 700 milljónir

ÁFORM um lækkun eigin fjár nýs orkufyrirtækis Reykvíkinga gera ráð fyrir að fénu verði fyrst og fremst varið til niðurgreiðslu á skuldum borgarsjóðs sem námu á fimmtánda milljarð króna í árslok 1997. Jafnframt er gert ráð fyrir að arðgreiðslur orkufyrirtækjanna í borgarsjóð lækki um helming, eða úr um 1. Meira
8. desember 1998 | Miðopna | 776 orð

Ákvörðun um samruna við SH eða samstarf við Norðmenn Stjórn ÍS tekur á stjórnarfundi í dag afstöðu til þess hvort gengið verður

VIÐRÆÐUM fulltrúa hluthafa í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. og Íslenskum sjávarafurðum hf. var hætt um helgina vegna óska ákveðinna framleiðenda innan raða ÍS um að kanna aðra möguleika. Hafa fulltrúar hluthafa rætt um möguleika á samstarfi við fulltrúa norska stórfyrirtækisins Norway Seafood sem er hluti af fyrirtækjasamsteypu Kjell Inge Rökke. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Áætlaður kostnaður 580 milljónir króna

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í framkvæmdir við færslu Hringbrautarinnar í suður árið 2001 og 2002 og er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti 580 milljónir króna. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi á laugardaginn var og verður gerður samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um fjármögnun verksins að hluta til. Meira
8. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Áætlun um sjálfbæra þróun á norðurslóðum

STOFNUN Vilhjálms Stefánssonar stendur fyrir minningarfyrirlestri um Vilhjálm Stefánsson í dag, þriðjudaginn 8. desember, í aðalsal Háskólans á Akureyri að Sólborg og hefst hann kl. 16. Fyrirlesari er dr. Oran R. Young, prófessor og forstöðumaður í arktískum fræðum við Háskólann í Dartmouth í Bandaríkjunum. Hann mun tala um gerð áætlunar um sjálfbæra þróun á norðurslóðum. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Barðist og árásarmaðurinn flúði

RÁÐIST var á unga konu sem var á gangi framhjá kirkjugarðinum við Suðurgötu seint aðfaranótt laugardags og tilraun gerð til að nauðga henni. Konan öskraði, barði og sparkaði frá sér og sleppti þá árásarmaðurinn henni og flúði af vettvangi. "Þegar ég beygði fyrir hornið af Suðurgötunni inn á Kirkjugarðsstíg sá ég mann sem hagaði sér mjög undarlega," segir konan, sem ekki vill láta nafns getið. Meira
8. desember 1998 | Landsbyggðin | 280 orð

Bygging nýrrar bræðslu hafin á Höfn

Hornafirði-Miðvikudagurinn 2. desember var merkisdagur í atvinnusögu Hornfirðinga en þá hófst formlega bygging á nýju verksmiðjuhúsi Óslands fiskimjölsverksmiðju hf. við hlið þess gamla í Óslandi á Höfn. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 737 orð

Engar kaupleiguíbúðir í nýja kerfinu

NÝ LÖG um húsnæðismál taka gildi um næstu áramót. Guðrún Erla Geirsdóttir er formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. ­Fækkar þeim sem rétt eiga á lánafyrirgreiðslu í nýja kerfinu frá því sem var í því eldra? "Viss hluti þeirra sem áttu möguleika á lánum í eldra kerfinu mun ekki eiga aðgang að lánafyrirgreiðslu í nýju kerfi. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 2125 orð

ENGIN HÆTTA Á OFFRAMBOÐI

BÚNAÐARBANKINN hyggst nú nota heimild ráðherra og auka hlutafé sitt um 15% og verður það gert með útboði dagana 8.-11. desember. Er stefnt að skráningu á Verðbréfaþing fyrir þann tíma. Bréfin verða seld á genginu 2, Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 560 orð

Engin svör borist við athugasemdum

MÁL og menning hefur engin svör fengið frá umhverfisráðuneytinu í kjölfar athugasemda vegna nýrrar gjaldskrár Landmælinga Íslands sem fyrirtækið telur að eigi sér ekki stoð í lögum. Að sögn Arnar Sigurðssonar hjá Máli og menningu telur hann auk þess að Landmælingar eigi ekki höfundarrétt að þeim grunngögnum sem stofnunin hafi selt þar sem þau séu bandarísk að uppruna. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Fimm dómarar dæma í mikilvægum málum

PÉTUR Kr. Hafstein, forseti Hæstaréttar, segir að engin skilaboð felist í því frá Hæstarétti hvort fimm eða sjö dómarar dæma í máli. Stór hluti af málum sem dæmd eru í fimm manna dómi séu mikilvæg mál sem varði miklu. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 265 orð

Fjármál ESB til endurskoðunar

ÞÝZKA ríkisstjórnin vill á leiðtogafundi Evrópusambandsins (ESB), sem fram fer í Vín um næstu helgi, beita öllum þeim þrýstingi sem hún getur til að aðhaldssemi verði gætt við endurskoðun fjármála sambandsins, sem nú er í gangi á grundvelli hinnar svokölluðu "dagskrár 2000" ("Agenda 2000"), sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í fyrra, Meira
8. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Fjölmenni á Vetrarsporti '99

ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport '99 var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um liðna helgi. Talið er að ríflega 2.500 manns hafi sótt sýninguna en alls kynntu 27 sýnendur vöru sína og þjónustu. Gott veður og færð gerðu að verkum að óvenju mikið var um utanbæjarfólk á sýningunni. Hópar fólks komu langt að gagngert til að skoða sýninguna, m.a. frá Reykjavík, Borgarnesi og Austfjörðum. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 451 orð

Flestir óska eftir að veiða þorsk og ýsu

YFIR 300 umsóknir um veiðileyfi og kvóta höfðu borist sjávarútvegsráðuneytinu síðdegis í gær. Umsóknirnar berast í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem sótt hafa um og segist hann ætla með málið fyrir dómstóla verði réttur hans til fiskveiða ekki virtur. Meira
8. desember 1998 | Landsbyggðin | 263 orð

Formaður RKÍ í Suður-Afríku á Reyðarfirði

Reyðarfirði-Hér hafa verið á ferðinni Ray ka Msengana, formaður Rauða kross Suður-Afríku, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður RKÍ, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, og Óskar S. Jónsson, svæðisfulltrúi RKÍ á Austurlandi, ásamt félögum úr Austurlandsdeildum RKÍ. Þau hafa heimsótt skóla, leikskóla, dvalarheimili aldraða, fiskvinnslustöðvar og fleiri staði. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 437 orð

Föst fjárlög einföldust og frumstæðust

Í SKÝRSLU frá Hagfræðistofnun Háskólans um fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu, sem skilað var nýlega til samstarfsráðs sjúkrahúsa, segir að núverandi kerfi fastra fjárlaga sé einfaldasta og kannski frumstæðasta fjármögnunarleið heilbrigðisþjónustu. Það krefjist ekki mikillar menntunar eða þjálfunar starfsfólks í stjórnunarstöðum sem komi sér sérstaklega vel í vanþróuðum löndum. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 312 orð

Hitnar verulega undir Le Pen

JEAN-MARIE Le Pen, hinn rostafengni leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, úthúðaði um helgina þeim, sem hafa gagnrýnt hann innan flokksins, sem kynþáttahöturum og öfgamönnum, og gaf í skyn að varaformanninum Bruno Megret væri hollast að ganga úr flokknum. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 321 orð

Hækkar um 619,9 milljónir króna

FRUMVARPI til fjáraukalaga fyrir árið 1998 var vísað til þriðju umræðu á Alþingi í gær en þá voru jafnframt samþykktar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis sem nema samtals 619,9 milljónum króna til hækkunar. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Hækkun frá útboðsgengi orðin 17,2%

KAPPHLAUP er á fjármálamarkaði um hlutabréf í Búnaðarbanka Íslands hf. í hlutafjárútboði bankans, sem hefst í dag. Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki hvetja almenning til að taka þátt í útboðinu og bjóðast til að kaupa kauprétt einstaklinga á gengi sem er hærra en nafnvirði bréfanna. Hver einstaklingur getur sótt um kaup á allt að 500 þúsunda króna hlut á genginu 2,15. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 150 orð

Höfuðpaurar IRA á fundi

ÆÐSTU leiðtogar Írska lýðveldishersins (IRA) funduðu um helgina í þeim tilgangi að ræða hvernig samtökin hyggjast bregðast við síauknum þrýstingi um að IRA afvopnist. Var greint frá þessu í The Belfast Telegraph í gær en ekki er ljóst hverjar urðu lyktir fundarins. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Innheimta byggð á samþykkt

VEITUSTOFNANIR Hveragerðis funda í dag um niðurstöðu dóms Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp á föstudag. Var hitaveita bæjarins dæmd til að endurgreiða burtfluttum Hvergerðingi 43 þúsund krónur fyrir vatnsnotkun í bílskúr, sem aldrei var byggður. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Jazz á Sóloni

SWING hljómleikar verða haldnir á Sólon Íslandus í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. desember, kl. 21. Finnski klarinett og saxafónleikarinn Pentti Lasanen leikur ásamt víbrafónleikaranum Árna Scheving, píanóleikaranum Ólafi Stephensen, bassaleikaranum Tómasi R. Einarssyni og trommuleikaranum Guðmundi R. Einarssyni. Þetta er í annað skipti sem Pentti Lasanen kemur til Íslands. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Jólaljósin tendruð á Austurvelli

MIKILL mannfjöldi var samankominn í mildu veðri á Austurvelli sl. sunnudag þegar kveikt var á jólatrénu sem Óslóarbúar gefa Reykvíkingum. Fritz Huitfeldt, forseti borgarstjórnar Óslóar, afhenti tréð og flutti stutta ræðu. Það var síðan Vébjörn Fivelstad, drengur af norsk-íslenskum ættum, sem tendraði ljósin. Meira
8. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Kerru og vélsleða stolið

VÉLSLEÐA og kerru sem hann var í var stolið síðastliðið föstudagskvöld, á tímabilinu frá kl. 18 til 19, en kerran stóð utan við Baugsbót við Frostagötu 1 b á Akureyri. Um er að ræða yfirbyggða kerru fyrir einn sleða og var hún óskráð. Yfirbyggingin er úr svörtu áli, en járngrind neðan við hana er grá að lit, klædd brúnum vatnsheldum krossviði. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 618 orð

Kristinn H. Gunnarsson orðinn þingmaður Framsóknarflokks

KRISTINN H. Gunnarsson alþingismaður er genginn í Framsóknarflokkinn og þingflokk hans en Kristinn hefur verið óháður þingmaður frá því hann sagði sig úr Alþýðubandalaginu fyrr í vetur. Kristinn kveðst stefna á áframhaldandi þingsetu og sækist í því augnamiði eftir öðru af tveimur efstu sætum Framsóknarflokksins á Vestfjörðum fyrir kosningar í vor. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

Krstic segist saklaus

RADISLAV Krstic, hershöfðingi í her Bosníu-Serba og bandamaður Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, sem tekinn var höndum í síðustu viku, bar fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær að hann væri saklaus af þeim ákærum sem á hann eru bornar, en hann er sakaður um að vera meðábyrgur fyrir þjóðarmorði. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 265 orð

Launaskrið meðal iðnaðarmanna

NOKKURT launaskrið hefur átt sér stað meðal iðnaðarmanna að undanförnu samkvæmt niðurstöðum launaútreikninga og kannana sem nokkur félög iðnaðarmanna hafa birt. Þetta kemur fram í grein í Vinnunni, blaði Alþýðusambands Íslands. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Leitað að vitnum

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Kópavogi leitar að vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað þann 1. september sl. um 17.30 í Skeifunni, á móts við Rúmfatalagerinn. Ökumanni grárrar nýlegrar fólksbifreiðar af Renault-gerð er gefið að sök að hafa ekið á konu sem var á gangi ásamt tveimur börnum sínum. Meira
8. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Meint fjármálamisferli rannsakað

EFNAHAGSBROTADEILD Ríkislögreglustjóra rannsakar meint fjármálamisferli hjá Nótastöðinni Odda hf. á Akureyri, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mál þetta kom upp í byrjun þessa árs og snertir þrjá fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins svo og svokallaðar svartar greiðslur til starfsmanna vegna yfirvinnu. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Mikil þátttaka í Mauraleik á mbl.is

Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Háskólabíó og Aco- Applebúðin að leik á mbl.is í tilefni frumsýningar teiknimyndarinnar Maurar (Antz). Veglegir vinningar voru í boði en auk Antz-bakpoka og Antz-bola og miða á myndina var glæsileg iMac-tölva frá Aco-Applebúðinni í aðalvinning. Þátttaka var mikil, en hátt í 10.000 rétt svör bárust við sjö spurningum. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Mótmæla aukafjárveitingu vegna sölu FBA

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, þingflokki jafnaðarmanna, og Steingrímur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, mótmæltu í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1998, tillögu meirihluta fjárlaganefndar um 49,5 milljóna króna viðbótarfjárheimild til útboðs- og einkavæðingarverkefna vegna kostnaðar við sölu hlutabréfa ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. í haust. Meira
8. desember 1998 | Landsbyggðin | 221 orð

Námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja

Hrunamannahreppi-Námskeið á vegum Iðntæknistofnunar um stofnun og rekstur smáfyrirtækja var haldið síðustu tvær helgar í Aratungu og á Flúðum, tvo daga á hvorum stað. Námskeiðið sóttu 17 manns auk leiðbeinenda, sem voru Brynhildur Bergþórsdóttir, rekstrarhagfræðingur, Guðbjörg Björnsdóttir, markaðsfræðingur, og Jón Gíslason, rekstrarhagfræðingur með meiru. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 297 orð

Nemur 4-14% af útgjöldum fjölskyldu

VIÐBÓTARKOSTNAÐUR við að hafa nemanda á framhaldsskólastigi eða háskólastigi í skóla fjarri heimabyggð sinni, nemur á milli 130 og 375 þúsund krónum, að teknu tilliti til dreifbýlisstyrkja sem nemendur af landsbyggðinni geta fengið. Þessi upphæð svarar til 4%-14% af neysluútgjöldum 3-6 manna fjölskyldu. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Nýr framkvæmdastjóri SUS

JÓHANNA María Eyjólfsdóttir tók nýlega við framkvæmdastjórastarfi Sambands ungra sjálfstæðismanna. Jóhanna María lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1987 og BA- prófi í sagnfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 1993. Hún hefur starfað við dagskrárgerð og útgáfumál ýmiss konar. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

"Nýr Taívani"

Reuters "Nýr Taívani" KOSNINGAR voru á Taívan á laugardag og bar stjórnarflokkurinn, gamli Koumintang-flokkurinn, sigur úr býtum. Vann hann einnig í borgarstjórakosningum í höfuðborginni, Taípei, og endurheimti hana úr höndum stjórnarandstöðunnar. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Nýtt form á boðun í krabbameinsleit

NÝLEGA var breytt fyrirkomulagi á innköllun í skipulega krabbameinsskoðun hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Í staðinn fyrir innköllunarbréf eru send litprentuð kort með vinsamlegri áminningu um gildi leitarstarfsins. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 719 orð

"Ósýnilegi maðurinn" víkur úr starfi Stjarna hins nýja starfsmannastjóra Jeltsíns hefur risið hratt sl. ár. Forveri hans í

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti brá ekki út af vananum í gær er hann rak helsta ráðgjafa sinn og starfsmannastjóra, Valentín Júmasjev, réð nýjan í hans stað og rak svo þrjá ráðgjafa til viðbótar. Uppstokkun í starfsliði forsetans er einn fylgifiskur veikinda hans en óvíst er hvaða áhrif hún mun hafa að þessu sinni. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Prófkjör haldið 6. febrúar

KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi samþykkti samhljóða á fundi síðastliðinn laugardag að efna til prófkjörs laugardaginn 6. febrúar næstkomandi vegna alþingiskosninganna í vor. Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rennur út 7. janúar. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Rannsókn heimiluð á rangri fangelsisvist

FYRIR ríkisstjórnarflokkunum liggur stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála. Verði það samþykkt á Alþingi verður komin lagaheimild fyrir ríkissaksóknara á því að hefja opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson sat saklaus í gæsluvarðhaldi á fjórða mánuð vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar fyrir rúmum tveim áratugum. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 157 orð

Ráðstafanir til að auka öryggi eldsneytisdælna

BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) hefur sent flugfélögum tilmæli um að tryggja að alltaf verði nóg eldsneyti í miðtönkum allra Boeing 747-þotna þeirra og hætta að nota stöðugleikatank í breiðþotum af gerðinni 747-400 til að hindra að eldsneytisdælur þeirra ofhitni. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ráðuneytin starfrækja 665 nefndir

ÁÆTLAÐ er að 665 nefndir með 3.512 nefndarmönnum séu nú starfandi á vegum ráðuneytanna, að því er fram kemur í upplýsingum frá forsætisráðherra. Kostnaður við þessar nefndir og ráð er talinn nema um 237 milljónum króna það sem af er árinu. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 541 orð

Repúblikanar að herðast í andstöðunni við Clinton

LÖGFRÆÐINGAR Hvíta hússins munu fá 30 klukkustundir á tveimur dögum til að færa fram vörn sína í málinu gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Var það samþykkt í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem jafnframt lagði áherslu á, að hún myndi ekki hvika frá því að hefja umræður um hugsanlega málshöfðun á hendur Clinton í þessari viku. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Reykjavíkurapótek til sölu á 290 milljónir

AUSTURSTRÆTI 16, eða Reykjavíkurapótek eins og það er gjarnan kallað, er til sölu. Húsið er í eigu Háskóla Íslands og verðhugmynd er um 290 milljónir króna. Háskóli Íslands rekur apótekið í húsinu og reyndi fyrr á árinu að selja reksturinn. Ekkert hefur verið ákveðið um áframhald hans. Húsið skiptist í kjallara, verslunarhæð, fjórar skrifstofuhæðir og ris, og er samtals um 2. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 163 orð

Rætt um útboð á hlutafé í bönkum

UMRÆÐA um útboð á hlutafé í bönkum verður utandagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður og Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra verður til svara. Jóhann hefur lagt fram spurningar í fjórum liðum vegna þessa máls. Hún spyr viðskiptaráðherra hvaða álit hann hafi á því að stórir fjárfestar, m.a. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 255 orð

Sakaður um meinsæri

JONATHAN Aitken, fyrrverandi undirráðherra í ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, mun verða leiddur fyrir rétt vegna ásakana um meinsæri, skv. úrskurði sem gerður var heyrinkunnur í gær, og greint var frá á heimasíðu BBC. Er Aitken einnig sakaður um að hafa átt aðild að samsæri til að hindra framgang réttvísinnar og munu réttarhöld í máli hans fara fram í janúar. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Samstöðuhátíð Öryrkjabandalagsins

ÖRYRKJABANDALAG Íslands hefur undanfarin ár haldið svokallaða samstöðuhátíð, Kveikjum ljós, í hinum ýmsu bæjarhverfum eða byggðarlögum til þess að efla samhug þeirra sem vilja standa vörð um rétt fatlaðra. Á þessari samstöðuhátíð hefur bandalagið gefið jólatré og prýtt það ljósum á hátíðinni. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 260 orð

Sálarrannsóknarfélag Íslands 80 ára

ÁTTATÍU ár eru liðin 19. des. frá stofnun Sálarrannsóknarfélags Íslands. Af því tilefni verður efnt til afmælisfundar í Iðnó, fimmtudagskvöldið 10. desember kl. 20. Nokkrir af þeim miðlum sem starfa á vegum SRFÍ munu taka þátt í afmælisfundinum og má þar nefna Bjarna Kristjánsson, Guðrúnu Hjörleifsdóttur, Maríu Sigurðardóttur og Þórunni Maggý Guðmundsdóttur. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Segir málatilbúnað KR vera fráleitan

SVEINN Andri Sveinsson, formaður Fram, segir að kæra Knattspyrnufélags Reykjavíkur til Samkeppnisstofnunar vegna nafnsins Fram ­ Fótboltafélag Reykjavíkur, komi mjög á óvart vegna þess að Fram hafi ekki fengið svo mikið sem eitt bréf frá KR um þetta efni. Málatilbúnaður KR sé auk þess fráleitur. Hlutafélagið Fram ­ Fótboltafélag Reykjavíkur lagði inn beiðni til Einkaleyfastofu í september sl. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Sérnefnd fjalli um Hæstaréttardóm

SVAVAR Gestsson, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, sagði í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að sér þætti eðlilegt að Alþingi kysi sérnefnd, sem skipuð væri fulltrúum allra þingflokka, til þess að gera tillögur um hvernig best verði brugðist við dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sjö ökumenn teknir ölvaðir undir stýri

SJÖ ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík aðfaranótt mánudags vegna gruns um ölvunarakstur. Fjórir þeirra voru sviptir réttindum á staðnum en hinir voru undir sektarmörkum og var gert að skilja bíla sína eftir og koma sér heim með leigubíl. Að auki tók lögreglan tvo ökumenn, sem reyndust réttindalausir í umferðinni. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Skattahækkanir svik við borgarstarfsmenn

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun fundar D&F, stéttarfélags, með borgarstarfsmönnum: "Á fjölmennum fundi D&F, stéttarfélags, með borgarstarfsmönnum fimmtudaginn 3. desember var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða á fundinum. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Skipað í embætti ríkisskattstjóra

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Indriða H. Þorláksson, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, í embætti ríkisskattstjóra frá 1. janúar 1999 að telja. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

Skógræktarritið 1998

ÚT ER komið Skógræktarritið 1998 og segir í tilkynningu að að vanda sé þar að finna margar áhugaverðar og fjölbreyttar greinar og skiptast á stuttar og lengri. Einnig segir: "Ritið er litskrúðugt og vel hannað. Undanfarin ár hefur kápa Skógræktarritsins verið prýdd mynd eftir einhvern helstu málara landsins þar sem viðfangsefnið tengist íslenskum trjágróðri. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 364 orð

Staða Jabloko sterk eftir fyrri umferð

HINN frjálslyndi Jabloko-flokkur stendur sterkast að vígi eftir fyrri umferð borgarstjórnarkosninga sem fram fóru í St. Pétursborg á sunnudag. Aðeins átta fulltrúar fengu nægilega mörg atkvæði til fimmtíu manna þings borgarinnar en kosið verður á milli áttatíu fulltrúa í annarri umferð, þar af er um fjórðungur úr Jabloko. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Stjórnarandstaðan spyr um frumvarp um persónuvernd

ÖSSUR Skarphéðinsson, þingflokki jafnaðarmanna, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og óskaði eftir því við ríkisstjórnina að frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sem samþykkt hefði verið af ríkisstjórninni í lok október sl. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Stofnfundur fagráðs um endurnýtingu og úrgang

STOFNFUNDUR FENÚR, fagráðs um endurnýtingu og úrgang, verður haldinn miðvikudaginn 9. desember kl. 11.30 í Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9. Í framhaldi af ráðstefnunni Endurvinnsla í nútíð og framtíð í júní sl. kynnti undirbúningshópur hugmyndir að stofnun íslensks fagráðs um sorphirðu og endurvinnslumál. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 774 orð

Strangt eftirlit með ölvunarakstri

TALSVERT annríki var hjá lögreglu þessa helgi. Alls voru rúmlega 500 verkefni færð til bókunar en alvarleiki og umfang hvers máls er þó æði misjafnt. Löggæslumyndavélar Meira
8. desember 1998 | Miðopna | 1756 orð

Um hvað snerist dómurinn? Greinilegt er að þeir sem teljast myndu til helstu sérfræðinga í lögfræði eru farnir að hallast að því

ÞAÐ hefur vakið athygli manna að dóminn kváðu upp fimm dómarar en ekki sjö. Hefur meira að segja verið vísað í þessa staðreynd til að rökstyðja það að túlka beri dóminn þröngt. Nú er það svo að hæstaréttardóma Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 466 orð

Upplýst um radarstöðvar í Færeyjum

BANDARÍKIN ráku í kalda stríðinu fjarskiptastöðvar í Færeyjum í skjóli þess að um radarstöðvar á vegum NATO væri að ræða. Þar með braut danska stjórnin vísvitandi gegn þeirri yfirlýsingu Hans Hedtofts frá árinu 1953 þess efnis að enginn erlendur her yrði á danskri grund á friðartímum. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 419 orð

Uppreisnarmaðurinn fyrrverandi vann stórsigur

UPPREISNARMAÐURINN fyrrverandi, Hugo Chávez, vann stórsigur í forsetakosningum í Venesúela um helgina, og tókst Chávez þannig að vinna með atkvæðum þau völd sem honum mistókst að hrifsa til sín í valdaránstilraun árið 1992. Sagðist Chávez eftir að úrslitin voru ljós að hann myndi verða "hermaður fólksins. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Uppröðun á Vestfjörðum

KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum samþykkti með 19 atkvæðum á fundi síðastliðinn laugardag að fram færi uppröðun á framboðslista vegna alþingiskosninganna í vor. Á fundinum kom fram tillaga um að halda prófkjör og hlaut hún stuðning 15 fundarmanna. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Útgáfutónleikar Jólakattanna

JÓLAKETTIR hafa gefið út jólaplötuna Svöl jól og í tilefni af því verða haldnir tónleikar í Iðnó kl. 20.30 þriðjudagskvöldið 8. desember. Með Jólaköttunum koma fram söngvararnir Páll Óskar Hjálmtýsson, Skapti Ólafsson og Rósa Ingólfsdóttir. Auk þeirra syngur Móa á plötunni en hún er vant við látin erlendis og getur því ekki mætt annaðkvöld. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Velja um samvinnu með SH eða Norway Seafood

REIKNAÐ er með að stjórn Íslenskra sjávarafurða hf. ákveði á fundi í dag hvort óskað verður eftir formlegum samningaviðræðum við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. um sameiningu félaganna í eitt. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 231 orð

Viðræðurnar sagðar afar gagnlegar

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er "hæfilega bjartsýnn" á að Líbýustjórn framselji tvo Líbýumenn til Hollands, sem grunaðir eru um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði í bandarískri þotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988, eftir viðræður hans við Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, um helgina. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Vilja hækkun bóta

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt: "Fundur í stjórn Verkamannafélagsins Hlífar, fimmtudaginn 3. desember 1998, skorar á stjórnvöld að hefja nú þegar aðgerðir til að útrýma fátækt úr landinu. Málið þolir enga bið því svo mikið er sorfið að tekjulægstu þjóðfélagshópunum. Fyrstu skref stjórnvalda í þessu brýna máli verður að stíga strax áður en jólahelgin gengur í garð. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Vill að nefndaseta Kristins verði rædd

SVAVAR Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, kveðst telja eðlilegt að Kristinn H. Gunnarsson, sem gerðist þingmaður Framsóknarflokksins í gær, setjist niður með formönnum þingflokkanna til að ræða setu hans í nefndum sem hann settist í á sínum tíma sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 389 orð

Vísa á bug gífuryrðum olíufélaganna

SVEINN Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, segist standa við þau orð sín að engin breyting hafi orðið á verði á olíu hérlendis síðustu þrjá mánuði. Hann segir að olía til skipa sé á bilinu 3,73 kr. til 5,15 kr. dýrari hver lítri hérlendis en á fimm stöðum erlendis þar sem hann hafi kannað verð í gær. Meira
8. desember 1998 | Landsbyggðin | 338 orð

Vísbending um góðar atvinnuhorfur

Keflavík-"Atvinnuhorfur eru góðar og allt bendir til að þetta geti orðið uppgangssvæði á næstu árum," sagði Kjartan Már Kjartansson formaður Markaðs- og atvinnumálaráðs Reykjanesbæjar þegar kynnt var könnun sem gerð var á vegum ráðsins um atvinnulíf og menntun á Suðurnesjum nýlega. Úrtakið í könnuninni voru öll fyrirtæki á Suðurnesjum og var svörun um 70%. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Voru tepptar í hellinum í um sjö vikur

ÁTTA kindur fundust í helli í landi jarðarinnar Krossdals í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu sl. laugardag. Þrjár kindanna voru dauðar, ein mjög illa á sig komin og fjórar rólfærar, eins og Sturla Sigtryggsson, bóndi í Keldunesi II og eigandi kindanna, orðaði það. Talið er að kindurnar hafi verið tepptar í hellinum í um 7 vikur eða frá því um 20. október. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Yfir 300 umsóknir um kvóta hafa borist

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að verði lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sé líklegt að beðið verði með að svara umsóknum um veiðileyfi og kvóta, sem ráðuneytinu hafi borist, þangað til að Alþingi hafi fjallað um frumvarpið. Um þetta hafi þó ekki verið tekin endanleg ákvörðun. Meira
8. desember 1998 | Erlendar fréttir | 115 orð

Þrír flokkar fremstir í Nígeríu

ÞRÍR stjórnmálaflokkar komu út úr sveitarstjórnarkosningum í Nígeríu um helgina sem forystuöfl í því ferli sem herforingjastjórnin í landinu hefur hleypt af stað í því skyni að koma á lýðræði á ný, en frjálsar þing- og forsetakosningar eru áformaðar næsta vor þegar Abdusalam Abubakar hershöfðingi hyggst láta af völdum. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Þyrla sótti slasaðan sjómann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 5 að morgni mánudags til að sækja slasaðan sjómann um borð í línubátinn Tjald SH 270, sem staddur var um 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Hafði sjómaðurinn dottið á dekkinu og fengið höfuðhögg. Hann var fluttur í Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynningar. Meira
8. desember 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð

Ætlar sér að berjast fyrir eindreginni vinstristefnu

VINSTRIHREYFINGIN ­ grænt framboð ætlar að brerjast fyrir eindreginni vinstristefnu, raunverulegu jafnrétti og skýrum áherslum í umhverfismálum. Þessar megináherslur voru samþykktar á landsráðstefnu hreyfingarinnar, sem lauk um helgina. Fast að 180 manns sóttu ráðstefnuna víðsvegar að af landinu. Meira
8. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 540 orð

Öll hús í þéttbýliskjörnunum tengjast hitaveitu

FORMLEG vígsla Hitaveitu Dalvíkur á dreifikerfi hitaveitunnar á Árskógsströnd fór fram í Félagsheimilinu Árskógi sl. laugardag. Það var Karólína Björg Gunnarsdóttir, ábúandi á Brimnesi, sem gangsetti dælu sem dælir inn á dreifikerfið. Öll hús í þéttbýliskjörnunum tveimur, Árskógssandi og Hauganesi hafa tengst hitaveitu og áætluð árleg notkun er 120.000 rúmmetrar vatns. Meira

Ritstjórnargreinar

8. desember 1998 | Staksteinar | 290 orð

»150 þúsunda hækkun á fjölskyldu SKATTTEKJUR Reykjavíkurborgar á hverja fjög

SKATTTEKJUR Reykjavíkurborgar á hverja fjögurra manna fjölskyldu verða 150 þúsund krónum hærri á föstu verðlagi á komandi ári en árið 1994, að sögn Viðskiptablaðsins. Hækkun Reykjavíkurútsvars Meira
8. desember 1998 | Leiðarar | 668 orð

VERKALÝÐSFÉLÖG SAMEINAST

MERKUR ÁFANGI í sögu íslenzku verkalýðshreyfingarinnar náðist sl. laugardag, en þá var haldinn stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags í Reykjavík. Að nýja félaginu standa Starfsmannafélagið Sókn, Félag starfsfólks í veitingahúsum og stéttarfélagið Dagsbrún-Framsókn. Félaginu hefur enn ekki verið gefið nafn, en það verður næststærsta verkalýðsfélag landsins með 13­14 þúsund félagsmenn. Meira

Menning

8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Allen og Streisand bókuð um aldamótin?

Allen og Streisand bókuð um aldamótin? ÞEIM ætti ekki að leiðast sem fagna árþúsundamótunum í Madison Square Garden í New York. Útlit er fyrir að tryggasti New York-búinn af þeim öllum, Woody Allen, muni troða upp ásamt hljómsveit sinni Dixieland. Meira
8. desember 1998 | Tónlist | 591 orð

Ánægjulegir aðventutónleikar

Söngsveitin Fílharmonía, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kammersveit undir forustu Rutar Ingólfsdóttur fluttu kirkjulega tónlist frá ýmsum tímum, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Sunnudagur 6. desember. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 1244 orð

Bitist um bókelska Verðstríð er hafið á bókamarkaði, heldur fyrr en undanfarin ár. Tilboð taka á sig ýmsar myndir enda öllum

"ÞRÍR pottar mjólk, skyr, hálft franskbrauð, kartöflur, hrossabjúgu, grænar baunir, þrjár skáldsögur, tvær ævisögur og ein ljóðabók." Innkaupalisti hins almenna borgara hefur breyst, að minnsta kosti fyrir jólin. Jólabækurnar fást nú í stórmörkuðum og það sem meira er ­ á niðursettu verði. Bókaverslanir eiga engra kosta völ nema koma í kjölfarið ­ verðstríð geisar. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 545 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsd

Mulan Teiknimyndirnar frá Disney gerast ekki mikið betri. Fín saga, tónlist og teikningar. Pottþétt fjölskylduskemmtun. The Avengers Flatneskjulega leikstýrð njósnaskopmynd, svo illa skrifuð að hin yfirleitt trausta leikaraþrenna (Fiennes, Connery, Thurman) veldur einnig vonbrigðum. Brellurnar fá stjörnuna. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 602 orð

Bláir neistar TÓNLIST

Safnplata með raftónlist. Á geisladisknum eiga lög Northern Light Orchestra, Móa, Chico, Dirty Bix, Tim 2, Óskar Guðjónsson, Hassbræður, Monotone og Amin. Geislaplatan var hljóðrituð á ýmsum stöðum en lokahljóðvinnsla fór fram í Stúdíó Írak undir stjórn Bjarna Braga. Sproti gefur út, Skífan dreifir. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Boðaföll á lífsins ólgusjó

Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar. Höf.: Eyrún Ingadóttir. Skjaldborg. Prentun: Star Standard Industries (Pte) Ltd. í Singapore. Reykjavík, 1998. EYJÓLFUR R. Eyjólfsson fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Faðir hans léstáður en hann fæddist.Og móður sína misstihann ellefu ára. Síðanhefur leið hans legiðvíða á sjó og landi. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 543 orð

Brot af broti

AÐALSÖGUPERSÓNA Björns Th. Björnssonar í nýrri bók hans, Brotasögu, er Anna í Björgvin. Anna lifði viðburðaríka ævi og hún og börn hennar settu svip sinn á bæjarlífið í Vestmannaeyjum á fyrri hluta þessarar aldar. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 86 orð

Djass í Norræna húsinu

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30, leikur tríó Tómasar R. Einarssonar. Á dagskránni verða átta djassballöður, allar eftir Tómas. Ballöðurnar eru flestar samdar upphaflega við ljóð, en á þessum tónleikum verða þær fluttar í nýrri útsetningu. Tríóið skipa auk Tómasar, sem leikur á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson, píanóleikari, og Matthías M.D. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Ekki lengur púkó

Ekki lengur púkó Ekki hefur verið mikið skrifað af íslenskum spennusögum í gegnum tíðina þótt ýmsir kunnir höfundar hafi nýtt sér það bókmenntaform í verkum sínum. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 506 orð

Fast pláss á flæðilínunni

SEX ára stelpa flytur með móður sinni í lítið sjávarþorp vestur á fjörðum, þar sem sú síðarnefnda gerist ráðskona hjá rosknum bónda. Móðirin er af kynslóð blómabarna og ber uppeldi dótturinnar Diddu þess nokkur merki. Nú eru liðin tæp tólf ár síðan mæðgurnar fluttu og Didda á sér orðið fast pláss á flæðilínunni í frystihúsinu. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 488 orð

Flottustu lög í heimi Jólin eru björt, dýrðleg og yndisleg, eða hvað? Kvartettinn Jólakettir hefur gefið út diskinn Svöl jól sem

Í KVÖLD taka Páll Óskar, Rósa Ingólfs og Skapti Ólafsson lagið með Jólaköttunum kl. 20.30 í Iðnó. Því miður kemst Móa ekki, vegna anna í útlöndum. Annars skipa þennan skemmtilega djasskvartett þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Hjörleifur Örn Jónsson á trommur, Karl O. Olgeirsson sem leikur á Rhodespíanó og Snorri Sigurðarson trompetleikari. Meira
8. desember 1998 | Leiklist | 627 orð

Frásagnir framliðinna?

Höfundur og leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Leikmynd: Ása Hlín Svavarsdóttir og Egill Ingibergsson. Ljós: Egill Ingibergsson. Búningar: Ása Hlín Svavarsdóttir og Áslaug Leifsdóttir. Hljóð: Ása Hlín Svavarsdóttir. Leikarar: Ólafur Guðmundsson og Steinunn Ólafsdóttir. Sunnudagur 6. desember. Meira
8. desember 1998 | Kvikmyndir | 279 orð

FYNDNIR FRAKKAR

Leikstjóri: Gérard Pirés. Handritshöfundur: Luc Besson. Aðalhlutverk: Sami Naceri, Frédéric Dieffenthal og Marion Caotillard. Luc Besson 1998. HVER ber sinn draum í hjarta og Daniel lætur sinn rætast. Eftir sex ára bið er hann loksins orðinn leigubílstjóri í Marseille. Fyrsti viðskiptavinurinn er indæl kona sem á frekar misheppnaðan son í lögreglunni. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 673 orð

Geðbilaði drengurinn kemur reglu á hlutina

eftir Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson). Mál og menning. 1998 ­ 67 bls. Í UPPLAUSNINNI er alltaf einhver lausn, hið hinsta svar við óskiljanlegum aðstæðum. Við lifum og við deyjum án þess að vilji okkar ráði nokkru um það. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 436 orð

Góð Reykjavíkursaga

Eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Myndir: Freydís Kristjánsdóttir. Æskan, 1998 - 160 s. HVAÐ er merkilegt við ævisögu tólf ára stráks? Hreint ekki svo lítið þegar tillit er tekið til þessarar sögu. Guðmundur Örn Steingrímsson er söguhetjan og býr í Seláshverfi í Reykjavík með mömmu sinni. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Guðjón Sveinsson las fyrir Breiðdalsvíkinga

GUÐJÓN Sveinsson rithöfundur á Breiðdalsvík las úr verkum sínum í Hótel Svartaskógi í byrjun aðventu. Guðjón las fyrst úr nýútkominni ljóðabók sinni Í garði konu minnar en sú bók er óður til uppgræðslu og skógræktar, og sagði Guðjón skógræktaráhugann einmitt hafa vaknað upphaflega í garði konu sinnar. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 100 orð

Gunnlaðar saga á litháísku

GUNNLAÐAR saga eftir Svövu Jakobsdóttur er komin út á litháísku í þýðingu Rösu Ruseckiene, háskólakennara og þýðanda. Það er forlagið Tyto Alba sem gefur skáldsöguna út. Heiti hennar á litháísku er Gunlodos saga. Gunnlaðar saga vakti mikla athygli þegar hún kom út 1987 og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Hún var m.a. tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 194 orð

Gæti lent bak við lás og slá

Naomi fyrir rétti í Kanada Gæti lent bak við lás og slá BRESKA fyrirsætan Naomi Campbell mætti til lögreglustöðvar í Toronto á föstudaginn vegna ákæru um að hafa ráðist á fyrrverandi ritara sinn, Georgina Galanis, og lamið hana í höfuðið með farsíma. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 840 orð

Hamingjan og rétt breytni

LÆRDÓMSRITIN eru metnaðarfullur bókaflokkur Hins íslenzka bókmenntafélags. Þorsteinn Gylfason heimspekingur átti hugmyndina að honum og ritstýrði um árabil eða frá árinu 1970 en meðal bóka sem komu út þá var Frelsið eftir John Stuart Mill. Meira
8. desember 1998 | Kvikmyndir | 243 orð

Harkað í Hong Kong

Leikstjóri: Tsui Hark. Handrit: Steven E. DeSouse. Kvikmyndatökustjóri: Arthur Wong. Aðalhlutverk: Jean-Claude van Damme, Rob Schneider, Lela Rochon, Paul Sorvino. MTP Woldwide. 1998. Á SAMA tíma og Jackie Chan og félagar flytja frá Hong Kong til Hollywood að gera Hollywoodmyndir fer Jean-Claude van Damme frá Hollywood til Hong Kong að gera Hong Kong myndir. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Hugvísindi í deiglu

Maður, guð og menning í hnotskurn hugvísindanna. Erindi flutt á hugvísindaþingi guðfræðideildar og heimspekideildar 18. og 19. okt. 1996. Ritstjórar: Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius. Háskólaútgáfan 1997. 435 bls. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Í leit að nýrri handfestu

Í AFSTÆÐRI veröld sem við höldum oft að líði takmarkalaust hjá er fátt um handfestu. Það má í það minnsta lesa úr ljóðum margra þeirra ólíku skálda sem gefa út bækur á árinu. En stundum er einnig tími til að leita nýrra gilda, að nýrri handfestu og svo er að sjá í mörgum ljóðum að menn skynji slíkan tíma í nánd. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 445 orð

Í námi og leik

­ Miðaldir og heimsveldin miklu (Frá dögum Krists til 1550). Myndir: Charlotte Claute. HEIMURINN BREYTIST ­ Frá siðskiptum til tæknialdar (1520­1875) Myndir: Kirsten Raagaard. Báðar bækurnar eru eftir Nils Hartmann í þýðingu Örnólfs Thorlacius. Prentaðar í Portúgal. Meira
8. desember 1998 | Skólar/Menntun | 560 orð

Í ströngu fjarnámi

TVEIR ÍSLENDINGAR hófu í haust fjarnám við Vermont College í Norwich-háskólanum í Montpelier. Skólinn er í Vermont í Bandaríkjunum og hefur boðið þar upp á fjarnám síðastliðin 28 ár og hefur nú fært út kvíarnar með nýrri tækni og því að bjóða erlendum stúdentum upp á fjölbreyttara nám. 1. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 778 orð

Ítalir stálu senunni Roberto Benigni vann þrenn af eftirsóttustu Evrópsku kvikmyndaverðlaununum þegar þau voru afhent á

AFHENDING evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fór fram með glæsibrag í Lundúnum um helgina, en gekk þó ekki snurðulaust fyrir sig. Verðlaunaafhendingin er haldin á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og var hátíðin í Lundúnum önnur hátíðin sem haldin er sem liður í nýju átaki til að endurbæta stofnunina og gera henni kleift að takast á við nýja tíma og sporna við sterkum áhrifum frá Hollywood. Meira
8. desember 1998 | Tónlist | 869 orð

"Lieder-skáldið"

Ýmsir listamenn fluttu tónlist eftir Jórunni Viðar. Sunnudag kl. 17. ÁTTRÆÐIS afmæli Jórunnar Viðar um þessar mundir og útgáfa á geisladiski með sönglögum eftir hana voru tilefni afmælisdagskrár í Íslensku óperunni á sunnudaginn. Flutt voru kórverk og einsöngslög eftir Jórunni, ávörp flutt, og stiklað á ýmsu frá farsælum starfsferli hennar. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 232 orð

Líf eftir heilablóðfall

ÞRÁTT fyrir að heilablóðfall sé þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum eru lýsingar sjúklinga og aðstandenda þeirra ekki á hverju strái. Ný bók eftir breska bókaútgefandann Robert McCrum þykir draga upp athyglisverða mynd af því hvernig líf manns og hans nánustu umhverfist er hann fær heilablóðfall og fær bókin afbragðs dóma í bókakálfi The Times. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 622 orð

Málari losta í dembandi rigningu

ANTONIO Hervás Amezcua er listamaður frá Jaen á Spáni, en býr í Barcelona. Hann hefur haldið sýningar víða um heim og komið til Íslands nokkrum sinnum og sýnt hér á landi. Hann hrífst mjög af Íslandi og hefur landið verið honum uppspretta margra verka. Meira
8. desember 1998 | Tónlist | 519 orð

Máradans

Francisco Tárrega (1852­1909): 19 smálög (dansar, forspil, æfingar o.fl.) Fernando Sor (1778­1839): Fantasía op. 21 - "Les Adieux". José Luis González (1932­1998): Æfing. Einleikari: Pétur Jónasson. Útgáfa: Japis JAP 9864-2. Lengd: 54'15. Verð: kr. 2.099. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 551 orð

Með augum spámanns

AMERÍKA, ein þriggja skáldsagna tékkneska rithöfundarins Franz Kafka, kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar. Fjallar sagan, sem Kafka skrifaði á árunum 1912-14, um unglingspiltinn Karl Rossmann sem foreldrarnir senda yfir hafið eftir að hann hefur barnað þjónustustúlkuna. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 616 orð

Með fangið fullt af fjalli

NÝLEGA kom út skáldsagan Upphækkuð jörð eftir Auði Ólafsdóttur. Sagan segir frá Ágústínu sem býr í litlum bæ á dularfullri eyju. Fjallið eina gnæfir yfir öllu og er miðja og möndull bæjarins. Séð úr fjörunni líkist það fjólubláum draumi. Ágústína hefur veikburða fætur en afar fjörugt og auðugt ímyndunarafl. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 549 orð

Minning Leifs Ásgeirssonar

Ritstj.: Björn Birnir, Jón Ragnar Stefánsson, Ottó J. Björnsson og Reynir Axelsson. Raunvísindastofnun Háskólans, Íslenzka stærðfræðifélagið. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1998, 479 bls. LEIFUR Ásgeirsson prófessor við Háskóla Íslands var fæddur árið 1903 og andaðist árið 1990. Meira
8. desember 1998 | Skólar/Menntun | 1495 orð

Námstækni og prófkvíði nemenda Munnleg endursögn skerpir sýn nemanda á efnið og eflir minnið. "Ég fell örugglega á þessu prófi,"

Munnleg endursögn skerpir sýn nemanda á efnið og eflir minnið. "Ég fell örugglega á þessu prófi," segir nemandi með lágt sjálfsmat. SKRIFLEG próf fara iðulega þannig fram að nemendur sitja í kyrrð við borð og glíma við spurningar á blaði undir eftirliti kennara. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 622 orð

Nýir miðlar í Vancouver

EITT hið versta við listalífið í Reykjavík er andi lágkúrunnar sem þar vill stundum gusta, með tilheyrandi hrellingum fyrir listunnendur. Ég nefni Reykjavík vegna þess eins að ég hef ekki næga reynslu af öðrum íslenskum plássum og veit því ekki hvaða andi ríkir þar. Ekki er mér þó örgrannt um að ástandið sé hvarvetna keimlíkt. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 161 orð

Nýjar bækur BÚRIÐ er l

BÚRIÐ er ljóðabók eftir Steindór Ívarsson. Steindór er fæddur í Reykjavík 22. maí 1963. Hann hefur birt ljóð í ýmsum blöðum og tímaritum undanfarin ár en Búrið er fyrsta ljóðabók hans. Bókin skiptist í fjóra kafla. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 52 orð

Nýjar bækur DÝRAGARÐSBÖRNIN

DÝRAGARÐSBÖRNIN í þýðingu Solveigar Thorarensen er komin út í nýrri útgáfu. Höfundurinn, Kristjana F., fíkill á barmi glötunar í Berlín, leysir frá skjóðunni og rekur af miskunnarlausu raunsæi þá eymd, vonleysi og tortímingu, sem það unga fólk mátti þola sem varð fíknilyfinu að bráð. Útgefandi er Fjölvi. Bókin er 250 bls. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 138 orð

Nýjar bækur GÓÐA ferð, Sveinn Ólaf

GÓÐA ferð, Sveinn Ólafsson, er eftir Friðrik Erlingsson. Í kynningu segir að þetta sé uppvaxtarsaga sem lýsi á hárfínan hátt þeirri baráttu sem fylgir því að komast til þroska; þeim átökum sem það kostar að horfast í augu við sjálfan sig í lífsins ólgusjó. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 63 orð

Nýjar bækur GÖNGUFERÐ með Krumma

GÖNGUFERÐ með Krumma er myndabók eftir Sigríði E. Sigurðardóttur sem dóttir hennar Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir 5 ára myndskreytti. Í kynningu segir: "Hér segir af litlum dreng sem ratar ekki heim úr berjamó en Krummi kemur til hjálpar og saman rifja þeir félagar upp gamlar og nýrri krummavísur. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 80 orð

Nýjar bækur HVAR eru vettlingarnir

HVAR eru vettlingarnir mínirer harðspjaldabók fyrir börn. Sagan segir frá litlum bangsa sem leikur sér úti í snjónum en er búinn að týna vettlingunum sínum. Bókin er í öskju og fylgja vettlingar með. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 72 orð

Nýjar bækur ÓSKAR og Helga

ÓSKAR og Helga myndabók fyrir börn byggð á samnefndri kvikmynd eftir Þorfinn Guðnason. Gunnar Gunnarsson skráði söguna sem fjallar um Óskar hagamús sem stofnar heimili með kvenmúsinni Helgu. Þótt íslenska hagamúsin sé stærsta hagamús í heimi er hún samt smá fyrir fótum manna og stærri dýra og lífsbarátta hennar er hörð. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 58 orð

Nýjar bækur SEX ævintýri

SEX ævintýri er myndabókin eftir Áslaugu Jónsdóttur. Bókin inniheldur sögur sem höfundur skrifaði og myndskreytti fyrir Stundina okkar í Sjónvarpinu veturinn 1996­97. Í anda gömlu ævintýranna fjalla sögurnar um mannlega breytni þó sögupersónur birtist í margvíslegu gervi, segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Mál og menning. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 90 orð

Nýjar bækur UNDIR dagmálalág

UNDIR dagmálalág er eftirÖnnu Maríu Þórisdóttur í minningu frá Húsavíkuráunum 1935­47. Í fyrri hlutanum, Bernskumyndir, segir höfundur frá uppruna sínum í Túnsbergi, gamla húsinu á sóleyjartúninu, flutningi út í Sólbakka, hvíta steinhúsinu með grænmáluðu bogunum, sælu og sorgum. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 77 orð

Nýjar bækur ÚT um þúfur er

ÚT um þúfur er skáldsaga eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson. Í kynningu segir að þetta sé samtímasaga um tvo menn sem ræna ungri konu í von um skjótfenginn gróða. Mannránið er óvenjulegt því unga konan telur sig vera í spennandi ástarævintýri. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 133 orð

Nýjar bækur ÞRJÁR bækur um ástarlíf og börn eru efti

ÞRJÁR bækur um ástarlíf og börn eru eftir danska grínistann Willy Breinholst. HJÁLP, við erum ástfangin!. Í bókinni eru 24 ástarsögur með viðeigandi skrýtlumyndum. Í kynningu segir að sögurnar séu frjálslega þýddar á íslensku og með heimild höfundarins staðfærðar að íslenskum háttum. Bókin er 192 bls. Verð: 1.480 kr. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 294 orð

Nýjar hljómplötur GUÐMUNDUR Hafste

GUÐMUNDUR Hafsteinsson ­ "Instrumental and Vocal Works" hefur að geyma sex verka hans: Brum, fyrir tólf blásara, sem hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands o.fl. flytja undir stjórn höfundar. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Nýr forseti Bandalags íslenskra listamanna

TINNA Gunnlaugsdóttir leikkona var kjörin forseti Bandalags íslenskra listamanna til næstu tveggja ára á aðalfundi bandalagsins, sem haldinn var sl. laugardag. Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, sem gegnt hefur embættinu síðastliðin sjö ár, óskaði eftir lausn frá því vegna starfa sinna á nýjum vettvangi, en hann var nýverið ráðinn rektor Listaháskóla Íslands. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 121 orð

Óvinsæl á Filippseyjum

Óvinsæl á Filippseyjum FILIPPSEYINGAR hafa lýst yfir að leikkonan unga Claire Danes sé ekki í náðinni þar, enda æfir yfir ummælum leikkonunnar um höfuðborgina Manila. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Reynslunni ríkari

eftir dr. Stanislaw Laskowski. Þýð. Þrándur Thoroddsen. 223 bls. Bókaútg. Muninn. Prentun: Litróf-Prentstöðin. 1998. Dr. Stanislaw Laskowski er Íslendingum að góðu kunnur eftir fjögra ára veru sína hér í lok síðasta áratugar. Sú mun og vera ástæða þess að endurminningar hans hafa nú verið þýddar og út gefnar hér. Nokkur hluti bókarinnar segir líka frá Íslandsdvölinni. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 802 orð

Rofin himna

Mikael Torfason, Mál og menning, Reykjavík, 1998, 153 bls. SUNDURLEITUR hópur breskra rithöfunda sem kenndir eru við X-kynslóðina og kvikmyndina Trainspotting hefur valdið nokkrum usla þar á landi á síðustu árum með fantasíusögum úr ræsinu, úr veröld óhugnaðar og ofbeldis, glæpa og eiturlyfja. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 714 orð

Samhengi í litavalinu

eftir Kristínu Ómarsdóttur. Mál og menning. 1998 ­ 69 bls. ÞAÐ er ekki nokkur leið að lýsa nýjustu ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur með fáum orðum. Svo margbrotin er hún og svo margar spurningar leggur hún fyrir lesendur. Bókin nefnist Lokaðu augunum og hugsaðu um mig og kannski er best að nálgast þessa bók út frá titlinum. Meira
8. desember 1998 | Tónlist | 811 orð

SKÍNANDI KÓR

Karlakór Reykjavíkur ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum flutti íslensk og útlend jólalög. Laugardag kl. 17. ÞAÐ er gleðilegt hvað það er orðinn stór þáttur í jólaundirbúningi fólks að sækja tónleika. Á tiltölulega fáum árum hefur svipmót jólaföstunnar breyst svo um munar hvað þetta varðar. Og svo virðist sem fólk fái ekki nóg, þótt framboð tónleika sé mikið. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 787 orð

Skrifa þetta aðallega til að skemmta mér

SPENNUSÖGUM úr íslenskum veruleika fer fjölgandi á bókamarkaðnum og einn þeirra sem sendir frá sér spennusögu nú er Árni Þórarinsson, betur þekktur sem fjölmiðlamaður og kvikmyndagagnrýnandi. Þetta er fyrsta skáldsaga Árna. "Nei, þetta hefur nú ekki blundað lengi í mér," segir Árni spurður um skáldsagnaskrifin. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 278 orð

Sofnaði í sönnunargagninu

STÓRI bróðir fylgist grannt með breskum öskukörlum alla leið frá himnum til að tryggja að þeir séu ekki að drolla. Gervihnettir á sporbaug um jörðina eru svo öflugir að myndavélar þeirra geta fylgst glöggt með ferðum öskukarla í litla bænum Teignmouth í vesturhluta Englands. Meira
8. desember 1998 | Kvikmyndir | 647 orð

Strákur hittir stelpu

HVERNIG á að skrifa leikrit? Um hvað á það að vera? Um hvaða fólk? Hvað heitir það? Hvað gerir það? Hvaðan kemur það? Hvert er það að fara? Hvað vill það og hvar er það? Persónurnar tvær í leikriti Karls Ágústs Úlfssonar eru handritshöfundarnir Freyja og Baldur. Meira
8. desember 1998 | Skólar/Menntun | 285 orð

Styrkir vegna menntaáætlunar ESB

Lýst er eftir umsóknum í Leonardó da Vinci-starfsmenntaáætlun ESB. Umsóknarfrestur er til 23. mars 1999. Sérstakur umsóknarfrestur fyrir mannaskipti í flokki I er til 31. janúar 1999. Aðaláherslan er að þessu sinni lögð á yfirfærsluverkefni og dreifingu niðurstaðna fyrri verkefna LdV. Bein útsending frá Brussel þar sem kallinu er lýst verður í Tæknigarði 15.12. nk. frá 13-13.30. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 45 orð

Sungið fyrir fjöldann

FJÖLMENNI hlýddi á söng Kristjáns Jóhannssonar í Kringlunni á laugardag, þar sem hann söng með Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Tilefni komu Kristjáns var ný geislaplata hans, Helg eru jól, sem hann svo áritaði í Kringlunni og síðar á Akureyri. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 81 orð

TANTRA: Listin að elska meðvitað ke

TANTRA: Listin að elska meðvitað kemur út á ný í þýðinguGuðjóns Bergmann. Í kynningu segir að bókin kynni lesandanum líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar leiðir til að ná alsælu í ástaratlotum. Bókin er byggð á fyrirlestrum og námskeðium Charles og Caroline Muir um Tantra, sem eru mörg þúsund ára gömul fræði um samskipti kynjanna. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 602 orð

Tilbúinn undir lífið

NÝLEGA kom út bók eftir Þórð Helgason sem hann kallar Tilbúinn undir tréverk. Jens, aðalsöguhetjan, er ráðinn í byggingarvinnu sumarið eftir að hann klárar grunnskólann. Hann kynnist nýju fólki og alveg nýjum heimi. Hvernig kviknaði hugmyndin að sögunni? "Fyrir tveimur til þremur árum fór að kvikna löngun hjá mér til að skrifa um krakka í byggingarvinnu," segir Þórður. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 562 orð

Til sjós og lands

Ævisaga Ragnars Þorsteinssonar skipstjóra, bónda og rithöfundar. Bókaútg. Skjaldborg. Prentun: Star Standard Industries Pte. Ltd. í Singapore. Reykjavík, 1998. RAGNAR Þorsteinsson reyndi margt um ævina. Hann var sjómaður, bóndi, rithöfundur, ferðagarpur. Hann starfaði í björgunarsveitum og var einn af máttarstólpum slysavarnafélagsins. Hann tók þátt í björgunarleiðöngrum. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Tveir samkórar í Grensáskirkju

LANDSVIRKJUNARKÓRINN og Landsbankakórinn halda sameiginlega aðventutónleika í Grensáskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 20.30. Söngstjóri Landsvirkjunarkórsins er Páll Helgason, undirleikari á píanó Kolbrún Sæmundsdóttir, á harmonikku leikur Guðni A. Þorsteinsson. Einsöng í Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns syngur Þuríður G. Sigurðardóttir og Þorgeir J. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 363 orð

Úr djúpi tilfinninga

Ljóðabækur eftir Hafþór Ragnarsson og Einar Sigurð. 1998. ORÐIN tóm nefnir Hafþór Ragnarsson bók sína. Ekki verður auðráðið af ljóðunum hvernig skilja beri það heiti. Það er svo sem ekkert nýtt að ung skáld snúi út úr gömlum orðasamböndum og meini annað en það sem í þeim felst. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 548 orð

Við enda regnbogans

eftir Carsten Folke Møller í þýðingu Jóns Daníelssonar. Skjaldborg, 136 bls. ÉG get ekki haldið aftur af mér, ég verð bara að segja það strax; ég var að lesa frábæra bók. Ást, peningar og allt í rugli er eftir rúmlega tvítugan Dana, Carsten Folke Møller, sem er í blaðamannaskóla í Árósum. Hann er m.ö.o. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 405 orð

VÍGASLÓÐ

Eftir Elías Snæland Jónsson. Kápuhönnun: Inga Elsa Bergþórsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Vaka ­ Helgafell hf. 1998. ­ 148 síður. HÉR situr bráðfimur höfundur við vefstól og leikur svo með þræði, að úr verður eftirtektarverð spennusaga. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 299 orð

Ýmislegt á prjónunum

ÓHÆTT er að segja að það er líf og fjör í Latabæ og höfundurinn Magnús Scheving er alltaf með eitthvað spennandi á prjónunum. Fyrst má nefna Latador sem kemur út fyrir jólin og hefur tekið Magnús tvö ár að búa til. "Það hefur farið mikill tími í að breyta og laga," segir hann. "Ég þurfti til dæmis að spila og skrá niðurstöðurnar hjá mér milljón sinnum til að sjá hvernig spilið kæmi út. Meira
8. desember 1998 | Fólk í fréttum | 1022 orð

Það er alveg hreina satt!

"HVAR er íþróttaálfurinn?" spyr Róbert Oliver mömmu sína er við ökum eftir Hringbraut og erum á leið í miðbæinn. "Hann er á Hótel Borg," svarar Edda Björgvinsdóttir og hlær. Stundarkorni síðar mætir íþróttaálfurinn okkur í borgaralegum klæðum í anddyri hótelsins og Róbert Oliver hrópar upp yfir sig: "Vá, hvað þú ert flottur!" "Takk," svarar Magnús Scheving og brosir út að eyrum. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 440 orð

Það þarf kjark

eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson. Myndskreyting eftir Sören Olsson. Þýðandi Jón Daníelsson, Skjaldborg, 182 bls. ÁRIÐ 1985 var Svíinn Svanur að byrja í 2. bekk. Sjö árum síðar var hann enn aðeins tíu ára gamall. Meira
8. desember 1998 | Bókmenntir | 623 orð

Þar sem Jesús spilar á orgelið

Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Prentvinnsla: Steinholt. Mál og menning, Reykjavík 1998. 55 bls. Sjö ár eru liðin frá því Sveinbjörn I. Baldvinsson sendi síðast frá sér ljóðabók enþað var Felustaðurtímans (1991). Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 96 orð

Þrír starfsmenn ráðnir

RÁÐNIR hafa verið þrír nýir starfsmenn hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, tveir framkvæmdastjórar og útgáfu- og kynningarstjóri. Þau eru Svanhildur Konráðsdóttir, útgáfu- og kynningarstjóri, sem hóf störf í haust. Svanhildur varð verkefnisstjóri íslenskrar listahátíðar í London árið 1994 auk þess sem hún sá um kynningarmál Listahátíðar í Reykjavík á nýliðnu vori. Meira
8. desember 1998 | Menningarlíf | 324 orð

Þrjú tilnefnd fyrir fyrstu bók

ÞRÍR RITHÖFUNDAR sem eru að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu eru meðal þeirra sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Þetta eru þau Auður Jónsdóttir fyrir Stjórnlausa lukkusem gefin er út af Máli og menningu, Árni Sigurjónsson fyrir bókina Lúx sem sömuleiðis er gefin út af Máli og menningu og Huldar Breiðfjörð fyrir ferðasögu sína, Meira

Umræðan

8. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 733 orð

Burt með bæjarstjórana

ÞAÐ ÞARF að styrkja stoðir sveitarfélaganna. Með auknum verkefnum þarf að endurskipuleggja fjárhag þeirra. Þvílík orð heyrast frá talsmönnum landsbyggðar nú. Og engin furða. 3.500 milljónir í mínus eru líka peningar. EF til vanans lætur eru talsmennirnir að biðja um hærri skatta. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 372 orð

Dómur aldarinnar?

HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur kveðið upp dóm í málinu nr. 145/1998, Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu. Þessi dómur er það merkilegur að hæfilegt má telja að velja honum fjölmiðlafyrirsögn af því tagi sem hér er gert. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 425 orð

Dulkauðalegur, miðlægur glámbekkur

ÞJÓÐIN er að vakna inn í nýja tíma og nýjan heim, undirheima genanna, þar sem rætur okkar liggja. Heim forfeðra okkar. Sumir eru vaknaðir, aðrir eru í svefnrofunum. Þó eru flestir enn sofandi. Það sem verra er, margir vaka en láta sem þeir sofi, og eru komnir á kreik í rökkrinu fyrir allar aldir. Meira
8. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 642 orð

Einstæðar mæður eru líka fólk ­ Opið bréf til blómaskreytingakonu

ÉG umgengst margar ungar mæður. Sjálf var ég ung þegar ég átti mitt barn. Þær ungu mæður sem ég þekki, og þegar segi ungar meina ég á aldrinum 22 til 23, eiga það allt sameiginlegt að vera bráðgreindar ungar konur með mikla hæfileika á ýmsum sviðum, sem í dag þrátt fyrir að þær eigi börn eru að gera allt það sem þær geta til að þeim sjálfum og börnum þeirra farnist vel í samfélaginu. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 525 orð

Friðunartískan

NÚ Á allra síðustu mánuðum hefur mikil umræða hafist í þjóðfélaginu um friðun hálendis Íslands, það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að góð og málefnaleg umræða fari fram um þessi mál en því miður hefur því ekki verið að heilsa að þessu sinni því umræðan hefur einkennst af slíkum tilfinningahita að heilbrigð skynsemi er látin lönd og leið og við taka umræður sem byggðar eru á sama plani og umræða Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 1174 orð

Gagnagrunnur lifandi og látinna

EKKERT mál í seinni tíð, sem varðar íslensku þjóðina í heild, hefir valdið slíkum umræðum eins og frumvarp heilbrigðisráðherra um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Frumvarpið nær yfir bæði lifandi og látna jafnt sem óborna Íslendinga. Þetta er stórmál sem krefst langrar og ítarlegrar meðferðar vegna siðferðilegra og vísindalegra spurninga sem það vekur. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 568 orð

"Hvað ert þú að gera hér?"

NÝFENGINN hæstaréttardómur er fagnaðarefni. Frá 1988­1991 sat ég á Alþingi og gerði margar tilraunir til að fá faglega greinargerð um jafnréttisreglu stjórnarskrár og ákvæði um atvinnufrelsi. Til enn frekari áherslu á málið skrifaði ég formlegt bréf til nefndarinnar sem ég sat sjálfur í (sjávarútvegsnefnd Neðri deildar) og óskaði eftir því að þrír valinkunnir lögmenn yrðu fengnir til að vinna Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 526 orð

Málefnaleg umræða

LANDSVIRKJUN hefur að undanförnu kallað eftir málefnalegri umræðu um stóriðjumál hér á landi. Vonandi standa þeir heilir í þeim vilja og láta af hendi nauðsynlegar upplýsingar svo umræðan verði skýr. Í þessari grein verður vikið að tvennu sem þarfast frekari skoðunar við. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 756 orð

Neytendafræðsla í grunnskólum og lífsleikni

Í BYRJUN árs 1996 var samþykkt norræn framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um neytendafræðslu í skólum. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að aukinni þekkingu norrænna ungmenna á málefnum neytenda og gera þau hæfari til þess að taka ábyrgð á málum sínum og fjölskyldna í velferðarsamfélagi nútímans. Meira
8. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Orð í belg um sónvarpsefni

RÍKISSJÓNVARPIÐ hellir yfir landslýð fréttapistlum sínum frá árla morguns og fram til lágnættis. Obbinn af hverjum fréttatíma er um íþróttir. Aldrei er svo fréttnæmt annað efni að íþróttum sé sleppt. Tveir menn hafa þann starfa einan að semja þessa íþróttapistla og flytja þá hlustendum. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 1368 orð

Úr landnorðri

ÚR LANDNORÐRI: Já, já við Íslendingar eru æðislegastir og bestir. Norðmenn! þeir eru asnar, Guðjón. Kveikja þessa spjalls eru bækur Hermanns Pálssonar, Keltar á Íslandi og Úr landnorðri, sem á hinn bóginn fjallar um Sama (Finna, Lappa) á landnámsöld. Meira
8. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 361 orð

Vegna auglýsingar Íslandsbanka

SUNNUDAGINN 6. des. birti Íslandsbanki hf. auglýsingu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem bankinn lýsir yfir vilja til að kaupa hlutabréf eða kauprétt hlutabréfa í Búnaðarbankanum. Íslandsbanki ábyrgist að þeir sem framselja kauprétt sinn til Íslandsbanka fái hærra gengi en útboðsgengið fyrir sinn hlut. Bankinn tekur enga söluþóknun fyrir viðskiptin og hagnaður kaupréttarhafa er því tryggður. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 853 orð

Virkjun á villigötum

MARGIR þeirra Íslendinga sem búa erlendis eða hafa dvalið þar langdvölum, munu kannast við það sterka aðdráttarafl sem fósturlandið getur haft á þá úr fjarska. Það þarf oft lítið áreiti til að hugurinn beri menn hálfa leið heim. Í flestum tilvikum kemur einnig að því að fólkið skilar sér aftur til átthaganna, jafnvel þó að "gild rök, útreikningar og staðreyndir" ættu að útiloka slíkt. Meira
8. desember 1998 | Aðsent efni | 519 orð

Það er svo mörgu skrökvað

NÚ HEFUR það orðið númer og meiri háttar fréttamatur, bæði af hálfu borgarstjórnarminnihlutans í Reykjavík og forseta Alþýðusambands Íslands, að meirihluti borgarstjórnar hyggst hækka útsvar á okkur Reykvíkingum um lungann úr þeirri tekjuskattalækkun, sem verður um áramótin. Forsætisráðherra hefur þar á ofan ruðst fram á völlinn með stóryrtum fúkyrðum út í þessa gerð. Meira

Minningargreinar

8. desember 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Anna Guðmundsdóttir

Elsku amma. Nú ert þú fallin frá, ein besta amma allra tíma. Það get ég fullyrt. Þú varst alltaf svo hress og heilsuhraust nema þetta síðasta ár en þá byrjuðu þín erfiðu veikindi. Það er svo margs að minnast frá okkar kynnum. T.d. man ég eftir því að á jólunum fórum við fjölskyldan alltaf til ykkar á jóladag eða annan í jólum. Þú varst alltaf með möndlugrautinn góða. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 510 orð

Anna Guðmundsdóttir

Látin er sómakonan Anna Guðmundsdóttir eftir erfið veikindi síðustu misseri. Þegar einhver sem manni er kær hverfur yfir móðuna miklu hvarflar hugurinn oft til baka. Það sem var áberandi í fari Önnu var gestrisni hennar og glaðværð. Anna vildi alltaf hafa fólk í kringum sig og naut þess að bjóða vinum og fjölskyldunni í veglegar veislur. Heimili hennar var alla tíð mjög fallegt og hlýlegt. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 190 orð

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Anna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Oddsdóttir, f. 11.9. 1885, d. 11.2. 1943, og Guðmundur Jónsson, f. 9.2. 1886, d. 11.10. 1967. Bjuggu þau lengst af á Grettisgötu 23 í Reykjavík. Þau eignuðust sex börn. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 246 orð

Einar Helgason

Kvöldið 17. nóv. sl. sofnaði hann inn í eilífðina, eins og leið okkar liggur. Rúmum fimm árum fyrr fékk hann heilablóðfall og þá dó í raun hraustmennið, fagmaðurinn, ferðagarpurinn og þverhausinn hann bróðir minn. Maðurinn sem áratugum saman ók öræfin á bílum sem gátu það ekki, en komust bara ekki upp með neitt múður. Áður en hann eignaðist bíl gekk hann þau þver og endilöng. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

EINAR HELGASON

EINAR HELGASON Einar Helgason fæddist á Hofi í Vopnafirði 25. desember 1922. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 17. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 27. nóvember. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Grímur Pálsson

Við burtför Gríms Pálssonar frænda míns þykir mér ljúft að minnast samskipta við hann og hans fjölskyldu frá því fyrst ég man. Um nokkurra ára skeið var aðeins stuttur spölur milli heimilis okkar og þeirra Gríms og konu hans Helgu Valtýsdóttur, svo heimsóknir á báða bóga urðu tíðar. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Grímur Pálsson

Elsku afi. Við kveðjum þig með sorg og söknuði en samt í þeirri vissu að þér líði nú vel. Loksins ertu kominn til ömmu sem lést fyrir fimm árum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern þótt maður viti hvert stefni. Þær eru ótrúlega margar, góðu minningarnar sem við eigum um Grím afa, eða afa í Reykjó eins og við systurnar kölluðum hann ávallt. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 201 orð

GRÍMUR PÁLSSON

GRÍMUR PÁLSSON Grímur Pálsson fæddist á Hjálmsstöðum í Laugardal 13. apríl 1907. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Grímur ólst upp hjá foreldrum sínum, þeim Páli Guðmundssyni og Þórdísi Grímsdóttur. Grímur ólst upp í stórum systkinahópi og var hann einn eftirlifandi af átta systkinum. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 697 orð

Guðrún S. Scheving

Mig langar að kveðja hana Diddu í Heiðarhvammi. Ég kynntist henni fyrir liðlega fjörutíu árum. Hún gladdist með mér og fjölskyldu minni á góðum stundum, sem voru margar og studdi mig þegar á bjátaði, af næmi, skilningi og væntumþykju. Didda var Vestmannaeyingur í húð og hár, og unni Eyjunum og mannlífinu þar. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐRÚN S. SCHEVING

GUÐRÚN S. SCHEVING Guðrún S. Scheving fæddist 14. september 1915. Hún lést hinn 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 21. nóvember. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Sigrún Þorgrímsdóttir

Eftir fremur erfiða sjúkdómslegu er hún Rúna okkar dáin. Um hugann fljúga minningar frá tuttugu ára kynnum okkar af þessari einstöku konu. Ung og lítil fjölskylda, nýflutt til Sandgerðis, þurfti á dagmömmu að halda. Nokkrar mætar konur létu af sér vita en einhvern veginn kom aldrei til greina annað en trúa fallegri og hlýlegri konu, Rúnu, fyrir barninu smáa. Meira
8. desember 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SIGRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR

SIGRÚN ÞORGRÍMSDÓTTIR Sigrún Þorgrímsdóttir fæddist á Húsavík hinn 8. maí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði 28. nóvember. Meira

Viðskipti

8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

34% meiri sala hjá Porsche

FRAMLEIÐENDUR Porsche, einhverra hraðskreiðustu bíla heims, segja að sala hafi aukizt um þriðjung frá ágúst til nóvember, þar eð tekizt hafi að sigrast á framleiðsluerfiðleikum, sem hafi tafið afhendingu Boxster og bíla af gerð 911. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 409 orð

3,5 milljarða aukning á milli ára

GJALDEYRISTEKJUR af ferðamannaþjónustu námu rúmlega 21 milljarði króna fyrstu níu mánuði ársins sem er um 3,3 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra eða 18% aukning á milli ára. Þar af eru um 1,9 milljarðar vegna eyðslu í landinu og um 1,4 milljarðar vegna fargjaldatekna, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Auto Skandinavia kaupir rekstur Stjörnubíla

AUTO Skandinavia hf. hefur keypt rekstur bílaleigunnar Stjörnubíla ehf., sem hefur haft umboð fyrir Avis RentACar hér á landi. Bílaleigan Avis RentACar starfar í yfir 170 löndum og hefur yfir 5 þúsund útibú. Fyrirtækið Stjörnubílar tryggði sér umboð fyrir Avis árið 1989 og hefur haft um 200 bíla á sínum vegum. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Hluthafar samþykktu samruna

HLUTHAFAR í Olíufélaginu hf. í Reykjanesbæ, áður Olíusamlagi Keflavíkur og nágrennis, hafa samþykkt samrunaáætlun félagsins við Olíufélagið hf. á genginu 1 á móti 4. Hluthafar fá kr. 2.659,99 fyrir hverjar 10 þúsund krónur nafnverðs í Olíufélaginu eða um 27% en markaðsvirði félagsins er talið liggja nálægt einum milljarði króna. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 462 orð

Hugsanlegt að senda öllum landsmönnum hlutabréf

Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að framvirk viðskipti með kauprétt að hlutabréfum í Búnaðarbankanum samræmist ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild í einkavæðingu. Hann segir að til greina komi að standa með öðrum hætti að sölunni næst þegar hlutafé í bönkunum verði boðið út, t.d. með því að senda öllum landsmönnum hlutabréf. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 705 orð

Hæstu boð í kauprétt á genginu 2,52

KAPPHLAUP er á fjármálamarkaði um hlutabréf í Búnaðarbankanum í hlutafjárútboði bankans sem hefst í dag. Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki hvetja almenning til að taka þátt í útboðinu og bjóðast til að kaupa kauprétt einstaklinga á gengi sem er hærra en nafnvirði bréfanna. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Olía lækkar í innan við 10 dollara

VIUÐMIÐUNARVERÐ á hráolíu féll í innan við 10 dollara tunnan í gær í fyrsta skipti síðan 1986 og enn sér ekki fyrir endann á einni mestu verðlækkun sem um getur. Lokagengi evrópskra hlutabréfa var misjafnt, þar eð ekki varð framhald á velgengni í Wall Street á föstudag. Gengi dollars breyttist lítið, því að margir hafa áhyggjur af efnahagshorfum í Bandaríkjunum og Rómönsku Ameríku. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Samningar tókust ekki við raftækjasala

KRISTINN Tryggvi Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs SPRON, segir fjarri lagi að sparisjóðurinn hafi farið út í samkeppni við raftækjaverslanir, þegar seldar voru vörur á afslætti úr þrotabúi Radíóbúðarinnar. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 575 orð

VÁG ehf. með verkefni í Tyrklandi og Rúmeníu

VERKFRÆÐISTOFA Árna Gunnarssonar ehf. (VÁG) hefur lokið niðursetningu dælusamstæðu fyrir jarðhitaverkefni í vestanverðu Tyrklandi og samið um sölu og niðursetningu á annarri til viðbótar. Heildarumfang verksins nemur tugmilljónum króna og mun kerfið þjóna hverfi með 25 þúsund íbúum. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Viljum stuðla að dreifðri eignaraðild

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að það hafi verið erfið ákvörðun að taka að bankinn myndi gerast þátttakandi í hlutafjárútboði Búnaðarbankans með þeim hætti sem raun varð á. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Viljum veita sambærilega þjónustu

HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að bankinn taki þátt í viðskiptum með kauprétt að hlutabréfum í Búnaðarbankanum í því skyni að veita viðskiptavinum sínum sambærilega þjónustu og aðrir bankar veiti. Meira
8. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 388 orð

Ætlum ekki í verðstríð

ÍSLANDSBANKI hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á samvinnu eða samruna við Búnaðarbankann á undanförnum árum. Í ágúst síðastliðnum gerði Íslandsbanki formlegt tilboð í öll hlutabréf ríkissjóðs í Búnaðarbankanum á sama gengi og Íslandsbanki býður kaupréttarhöfum nú eða 2,28. Guðmundur Kr. Meira

Daglegt líf

8. desember 1998 | Neytendur | 250 orð

Nýir skyndi- réttir kynntir

KJÖTIÐJA KÞ og Iðntæknistofnun Íslands kynntu nýlega útkomu samstarfsverkefnis "Vöruþróun 97". Þar eru á ferðinni fjórar tegundir af tilbúnum máltíðum. Þeir heita "Allir heimsins réttir" og er dreift undir vörumerkinu EKTA. Í fréttatilkynningu frá ofangreindum aðilum kemur fram að unnið hafi verið eftir markvissu vöruþróunarferli undir stjórn verkefnisstjóra frá Iðntæknistofnun. Meira

Fastir þættir

8. desember 1998 | Í dag | 328 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 103 orð

Bridsfélag eldri borgaraí Kópavogi

Þriðjudaginn 1. des. sl. spiluðu 26 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S:Ólafur Ingvarsson ­ Þórarinn Árnason406Guðm. Magnússon ­ Kristinn Guðmundss.393Þórhildur Magnúsdóttir ­ Sigurður Pálsson336Lokastaða efstu para í A/V: Oddur Halldórss. ­ Viggó Norðquist379Lárus Hermannss. ­ Eysteinn Einarss. Meira
8. desember 1998 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Guðbjörg Stella Árnadóttir og Aðalsteinn Kjartansson. Heimili þeirra er að Akurgerði 1-d, Akureyri. Meira
8. desember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. september sl. í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Borghildur Guðmundsdóttir og Richard Colby Buschina. Heimili þeirra er í Keflavík. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 166 orð

Fullur áhugi á alþjóðlegri samræmingu

ÁGÚST Sigurðsson kynbótafræðingur og hrossabóndi í Kirkjubæ sat ásamt Víkingi Gunnarssyni nýverið ráðstefnu sem haldin var á vegum Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta, FEIF, þar sem fjallað var um samræmingu dóma íslenskra hrossa aðildarlanda samtakanna. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 452 orð

Hestar/Fólk

SVEINN Guðmundsson á Sauðárkróki og sonur hans Guðmundur notuðu heiðursverðlaunahestinn Stíganda frá Sauðárkróki á flestar hryssur sínar síðastliðið vor. Meira
8. desember 1998 | Dagbók | 930 orð

Í dag er þriðjudagur 8. desember, 342. dagur ársins 1998. Maríumessa. Orð dagsi

Í dag er þriðjudagur 8. desember, 342. dagur ársins 1998. Maríumessa. Orð dagsins: Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. (Jóhannesar bréf 4, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: St. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 1310 orð

Ísland vann Frakkland á alnetinu

Skákáhugamenn fengu smjörþefinn af því sem koma skal í skákinni þegar Ísland og Frakkland mættust í óvenjulegri landskeppni á alnetinu. SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram nýstárleg skákkeppni, en þá háðu Íslendingar sína fyrstu landskeppni í skák þar sem keppendur áttust við gegnum alnetið. Meira
8. desember 1998 | Í dag | 420 orð

Konu leitað!

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Föstudaginn 6. nóvember sl. hitti ég konu frá Íslandi. Hún gisti á Wyndham Garden Hotel í Annapolis, Maryland. Það síðasta sem ég sá til hennar var sunnudaginn 8. nóvember á BWI-flugvellinum. Ég vildi gjarnan heyra frá henni, en það eina sem ég veit um hana er að hún heitir Kolbrún og að systir hennar vinnur hjá Flugleiðum. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 545 orð

Randabrauð eða randalín

ÞEIR sem á annað borð ætla sér að baka fyrir jólin eru flestir byrjaðir, enda er það orðið almennur siður að gæða sér á jólabakkelsi á jólaföstunni. Þegar jólin sjálf koma er svo margt annað til að borða að kökurnar hafa vikið. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 465 orð

Samkeppni um menntun FT- félaga

SAMKEPPNI um nám og próf að því loknu sem veitir aðild að Félagi tamningamanna virðist í uppsiglingu. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á laugardag, komu fram tvær tillögur þar sem lagt er til að rýmkað verði um ákvæði þau í lögum félagsins sem kveða á um inngöngu í félagið. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 270 orð

Sigurður og Aðalsteinn sterkastir á endasprettinum

Laugardaginn 5. desember. ­ 90 þátttakendur. AÐALSTEINN Jörgensen og Sigurður Sverrisson sigruðu í afmælismóti Bridsfélags Suðurnesja sem fram fór sl. laugardag en félagið er 50 ára á þessu ári. Helztu keppinautar þeirra voru heimamennirnir Þorgeir Ver Halldórsson og Kristján K. Kristjánsson formaður félagsins sem enduðu í öðru sæti, Karl G. Meira
8. desember 1998 | Í dag | 99 orð

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á helgarmóti í Kilkenny á Írlandi fyrir mánaðamótin. Stigahái Rússinn Sergei Tivjakov(2.655) var með hvítt, en ungi Englendingurinn Luke McShane (2.470) hafði svart og átti leik. 33. - Bxg3!! 34. Dd5 (Eftir 34. fxg3 - Hg2+ 35. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 792 orð

Um þögnina "Guð er mesta þögnin. Hann talar ekki lengur til okkar. Við skynjum hann sem dauðaþögn. Og við óttumst hana. Verðum

Sá sem ætlar að fjalla um þögnina ætti kannski helst að þegja. Þannig gæti hann varpað skýru ljósi á umfjöllunarefni sitt með óhrekjandi dæmi. Hann ætti heldur ekki á hættu að vera talinn til þeirra varhugaverðu manna sem Þorsteinn Gylfason, heimspekingur, segir skilgreiningarsjúka. Meira
8. desember 1998 | Í dag | 362 orð

ÞAÐ fór fyrir Víkverja eins og mörgum öðrum fyrst þegar frét

ÞAÐ fór fyrir Víkverja eins og mörgum öðrum fyrst þegar fréttir bárust um, að virðulegar fjármálastofnanir hefðu tekið upp á því að safna kennitölum til þess að komast yfir stærri hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, að honum þóttu þessi vinnubrögð ekki við hæfi. Meira
8. desember 1998 | Fastir þættir | 318 orð

Öll hrossin seldust en verð lág

UPPBOÐSHALDARARNIR Davíð Jónsson og Ástmundur Norland voru hæstánægðir með velheppnað uppboð sem þeir stóðu fyrir á laugardaginn í hestamiðstöðinni Hindisvík. Þeir sögðust að vísu ekki hafa hagnast neitt á því en sloppið skaðlaust frá. Mikill fjöldi manna mætti á uppboðið og var feikna góð stemming. Margir buðu í og var allnokkur samkeppni um nokkur hrossanna. Meira
8. desember 1998 | Dagbók | 3566 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

8. desember 1998 | Íþróttir | 215 orð

Afreksmannasjóður hefur rúmlega 30 millj. á ári

ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, undirritaði í gær samninga við tvö fyrirtæki um stuðning þeirra við Ólympíufjölskyldu ÍSÍ fram yfir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Er styrkur fyrirtækjanna tveggja metinn á fjórar milljónir króna á ári og mun því Ólympíufjölskyldan leggja fram 30 milljónir til afreksstarfs fram yfir Ólympíuleikana. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 251 orð

Anna María með stórleik

Það var mikilvægur leikur sem Grindavíkurstúlkur og Keflavíkurstúlkur spilaðu á laugardag. Bæði lið þurftu á sigri að halda en gestirnir höfðu það sem til þarf til að vinna; þær höfðu Önnu Maríu Sveinsdóttur. Hún var hreinlega allt í öllu í liði Keflavíkur, spilaði frábærlega bæði í vörn og sókn og sigraði 56:65. Fyrri hálfleikur var hálfnaður þegar ljóst varð í hvað stefndi. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 1083 orð

Aston Villa stóðst prófið

ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir jafntefli við Aston Villa á laugardag að ljóst væri að Villa yrði í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Paul Scholes skoraði fyrir United skömmu eftir hlé en Julian Joachim jafnaði skömmu síðar. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 230 orð

Bayer Leverkusen komið á toppinn

Bayer Leverkusen vann Wolfsburg 3:0 og hafði sætaskipti við Bayern M¨unchen í þýsku deildinni, er í efsta sæti vegna betri markatölu en Bayern á leik til góða. Efstu liðin mætast í M¨unchen á laugardag. Ulf Kirsten gerði fyrsta markið eftir undirbúning Eriks Meijers um miðjan fyrri hálfleik og bætti öðru við með skalla eftir hornspyrnu fimm mínútum síðar. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 130 orð

Breytingar hjá GR

TALSVERÐAR breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins fyrir skemmstu. Garðar Eyland, sem verið hefur formaður klúbbsins síðan 1993, gaf ekki kost á sér og í hans stað var kjörinn Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 1637 orð

England

Úrvalsdeild: Mánudagur: Sheffield Wed. - Nott. Forest3:2 Niclas Alexandersson 22., Benito Carbone 54., 59. - Thierry Bonalair 56., Pierre van Hooijdonk 71. 19.321. Sunnudagur: Middlesbrough - Newcastle 2:2 Andy Townsend 13., Colin Cooper 59. - Laurent Charvet 38., Nikos Dabizas 84. 34.629. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 369 orð

Enn tapar Skallagrímur Í fyrri hálfleik í leik

Enn tapar Skallagrímur Í fyrri hálfleik í leik Skallagríms og KR í Borgarnesi benti ýmislegt til þess að heimamenn myndu reka af sér slyðruorðið og veita Vesturbæingum verðugt viðnám. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. En í þeim síðari snerist taflið gestunum í hag og unnu þeir öruggan sigur 81:97. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 296 orð

Fiorentina á sigurbraut

FIORENTINA gefur ekkert eftir í ítölsku deildinni, vann Bologna 1:0 um helgina og er áfram í efsta sæti. Gabriel Batistuta gerði 12. mark sitt í 12 leikjum en Bologna tapaði í fyrsta sinn í 17 leikjum í röð. Reyndar var Svíinn Kennet Andersson nálægt því að jafna undir lokin en Fiorentina slapp með skrekkinn. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 701 orð

Gísli Jón maður mótsins

GÍSLI Jón Magnússon úr Ármanni vann tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í júdó sem fram fór í Laugardalshöll um helgina og verður að teljast maður mótsins. KA-menn sigruðu í sveitakeppni karla eftir jafna og spennandi viðureign við Ármenninga. Rúmlega 30 keppendur tóku þátt í mótinu og segja júdómenn mikinn uppgang í íþróttinni um þessar mundir. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 316 orð

Grindvíkingar með flugeldasýningu Það var ánægjulegt

Grindvíkingar með flugeldasýningu Það var ánægjulegt að vinna þennan leik. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni fyrir þennan leik og við því ákveðnir í því að leggja okkur 100% fram enda var góð barátta í liðinu. Warren meiddist snemma og við gátum lítið notað hann en það kemur bara maður í manns stað. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 38 orð

Hannes með Íslandsmet í skotfimi

HANNES Tómasson, Skotfélagi Reykjavíkur, setti glæsilegt Íslandsmet í keppni með loftskammbyssu, er hann náði samanlögðu 672,4 stigum (570 og 102,4). Þar með náði hann Ólympíulágmarki. Hannes vann þetta afrek á landsmóti Skotíþróttasambandsins um helgina. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 654 orð

Haukar - Þór85:70

Íþróttahúsið við Strandgötu, 9. umferð í úrvalsdeildinni, DHL-deildinni í körfuknattleik, sunnudaginn 6. desember 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2:8, 4:11, 17:12, 24:26, 33:26, 36:35, 43:39, 45:43, 55:43, 64:49, 74:59, 78:65,85:70 Stig Hauka: Brian Tolbert 45, Bragi Magnússon 17, Daníel Árnason 7, Baldvin Johnsen 6, Jón Arnar Ingvarsson 4, Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 295 orð

ÍR - FH21:28

Íþróttahúsið Austurbergi, bikarkeppni karla - 16-liða úrslit, sunnud. 6. desember 1998. Gangur leiksins: 2:3, 4:6, 6:6, 7:10, 7:14. 9:15, 13:21, 16:23, 18:26, 21:26, 21:28. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 168 orð

ÍR-ingar með með stórmót

Frjálsíþróttadeild ÍR hefur ákveðið að halda alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Laugardalshöll þriðja árið í röð hinn 24. janúar nk. Mót í þessum dúr var fyrst haldið í tilefni 90 ára afmælis félagsins fyrir tveimur árum og þótti takast vel og var því leikurinn endurtekinn snemma þessa árs með ekki síðri árangri. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 142 orð

Íslandsmótið

Haldið í Laugardalshöll helgina 5.- 6. desember. Fullorðnir -60 kg 1. Höskuldur Einarsson, Ármanni 2. Snævar Jónsson, JFR -66 kg. 1. Hilmar Trausti Harðarson, KA 2. Brynjar Ásgeirsson, KA 3. Ólafur Baldursson, UMFG -73 kg. 1. Sævar Sigursteinsson, KA 2. Vignir Stefánsson, Ármanni 3. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 354 orð

Íslandsmótið Þróttur skellti ÍS

Þróttur skellti ÍS Það var hart barist í Hagaskólanum á laugardaginn þegar að Þróttur fékk ÍS í heimsókn í síðustu umferð deildarinnar á þessu ári, en það voru piltarnir úr Sundunum sem að höfðu betur 3:1. Fyrsta hrinan varð einkennandi fyrir baráttuna í leiknum, Þróttur komst í 9:3 en ÍS náði að jafna. Þróttarar voru hins vegar sterkari á lokakaflanum en hrinan endaði 15:13. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 136 orð

Jólaskvassmót Hróa Hattar

Jólamót Hróa hattar og Veggsports fór fram um helgina. Tveir erlendir keppendur voru með, Svíinn Ola Janbecker, sem er númer þrjú í Svíþjóð, og Bandaríkjamaðurinn Ian Mac Dougall. Svíinn vann Kim Magnús 3-0 í úrslitum meistaraflokks karla en Magnús Helgason vann Heimi Helgason 3-1 í keppni um þriðja sætið. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 142 orð

Kristinn Lárusson til Vals

KRISTINN Lárusson knattspyrnumaður gerði í gær tveggja ára samning við Val. Kristinn varð Íslands- og bikarmeistari með Eyjamönnum sl. sumar en segir að vinnu sinnar vegna hafi hann ekki átt gott með að vera áfram í herbúðum ÍBV og vissulega hafi það verið sárt að þurfa að yfirgefa félagið. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 204 orð

KRISTÓFER Sigurgeirsson,knat

KRISTÓFER Sigurgeirsson,knattspyrnumaður úr Fram, hefur gert sex mánaða samning við gríska liðið Aris. Ef hann stendur sig vel hjá liðinu, er það tilbúið að gera við hann þriggja ára samning. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 103 orð

Landsmót

Um helgina var haldið landsmót Skotíþróttasambandsins í þremur greinum. Hannes Tómasson, Skotfélagi Reykjavíkur, setti Íslandsmet í samanlögðu í keppni með loftskammbyssu og náði Ólympíulágmarki. Loftskammbyssa: Hannes Tómasson, SR672,4 Anton Konráðsson, SKÓ647,1 Jón S. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 328 orð

Leicester sagt tilbúið að greiða tæpar 300 millj.

ARNAR Gunnlaugsson, knattspyrnumaður hjá enska 1. deildarliðinu Bolton Wanderers, var um helgina orðaður við úrvalsdeildarliðið Leicester í enskum fjölmiðlum. Leicester er sagt tilbúið að greiða hálfa þriðju milljón punda fyrir íslenska landsliðsmanninn, eða sem nemur tæplega 300 milljónum króna. Átján mánuðir eru eftir af samningi Arnars við enska liðið. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 474 orð

Leikur ÍR hrundi við meiðsli Ragnars

FH-ingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar með því að vinna ÍR 28:21 í íþróttahúsinu Austurbergi. Þetta var annar tapleikur ÍR á heimavelli í röð, en fyrir þá var liðið taplaust í Breiðholtinu. Það var aðeins fyrsta stundarfjórðung leiksins sem ÍR náði að hanga í FH, eftir það var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn lenti. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 158 orð

Milljóndollara mótið

Sun Cyti, S-Afríku: Leikið var á Gary Player golfvellinum. 273 Nick Price (Zimbabe) 67 68 72 66 Tiger Woods (Bandar.) 72 68 67 66 Price vann í bráðabana á fimmtu braut. 274 Justin Leonard (Bandar.) 69 68 68 69 276 Lee Westwood (Bretl.) 72 65 66 73 Mark O'Meara (Bandar. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 105 orð

NFL-deildin

Atlanta - Indianapolis28:21 Carolina - San Francisco28:31 YEftir framlengingu. Cincinnati - Buffalo20:33 Jacksonville - Detroit37:22 New Orleans - Dallas22:3 Washington - San Diego24:20 Arizona - NY Giants19:23 Denver - Kansas CitY35:31 Oakland - Miami17:27 Tennessee - Baltimore16:14 Minnesota - Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 133 orð

Njarðvíkurmót

Njarðvíkurmótið í kraftlyftingum fór fram laugardaginn 28. nóvember. Samanlagður árangur: Flokkur 67,5 kg: Margeir Margeirsson270 Flokkur 75 kg: Kári Elíson632,5 Kári setti öldungarmet í réttstöðulyftu, 280,5 kg. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 176 orð

SA enn ósigrað

SKAUTAFÉLAG Akureyrar, SA, lagði Skautafélag Reykjavíkur að velli í þriðja leik Íslandsmótsins í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi, 3:2. Sigur Akureyringa var nokkuð öruggur en þeir voru 2:1 yfir að loknum fyrsta leikhluta og 3:1 í loka annars leikhluta. SA hefur þar með unnið einn leik og gert eitt jafntefli og er eina taplausa liðið á Íslandsmótinu. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 124 orð

Skin og skúrir hjá Íslendingaliðunum

Ólafur Stefánsson gerði fjögur mörk, þar af eitt úr víti, fyrir Magdeburg er liðið sigraði Minden á útivelli, 22:19, í þýsku deildinni í handknattleik. Staðan í hálfleik var 10:10. Alexander Tutschkin var markahæstur í liði Minden með 8 mörk. Magdeburg er nú í 7. sæti deildarinnar. Lærisveinar Viggós Sigurðssonar hjá Wuppertal urðu að sætta við stórt tap á móti Lemgo, 28:20. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 105 orð

UMFG - Keflavík56:65

Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmót , laugardaginn 5.desember 1998. Gangur leiksins: 4:6, 6:18, 20:21, 22:27 23:35 27:39, 35:49, 43:59, 45:61, 56:65. Stig Grindavíkur: Stefanía Ásmundsdóttir 14, Sóveig Gunnlaugsdóttir 12, Sandra Guðlaugsdóttir 9, Stefanía Jónsdóttir 7, Rósa Ragnarsdóttir 5, Svanhildur Káradóttir 4, Alexandra Siniakova 3, Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 55 orð

Úsbekistan vann 15:0

ÚSBEKISTAN, sem á titil að verja í knattspyrnu á Asíuleikunum, tryggði sér um helgina sæti í annarri umferð með stórsigri á Mongólíu, 15:0. 1974 vann Kína Indland 7:1 og var það met á Asíuleikum þar til í liðinni viku þegar Kúveit vann Mongólíu 11:0 en metið stóð ekki lengi. Úsbekistan sá til þess. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 214 orð

Valsmenn skrefi á eftir Það var bará

Valsmenn skrefi á eftir Það var barátta umfram allt sem einkenndi sigur KFÍ á Val, 80:86, að Hlíðarenda. Leikurinn var aldrei skemmtilegur á að horfa. Mikið var um brot og dómarar höfðu fullmikil afskipti af honum. Þetta gerði það að verkum að leikurinn gekk hægt fyrir sig og þegar yfir lauk var hann 20­30 mínútum lengri en venjulegir leikir. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 229 orð

Þórður skoraði

ÞÓRÐUR Guðjónsson átti mjög góðan leik og skoraði fyrir Genk þegar liðið gerði jafntefli, 2:2, við Harelbeke í belgísku deildinni. Þetta var þriðja mark Þórðar í deildinni á keppnistímabilinu. Þórður gerði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu; vann boltann á miðjum vallarhelmingi mótherjanna, komst framhjá tveimur andstæðingum, Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 321 orð

Þriðji tapleikur Barcelona í röð

BARCELONA tapaði þriðja leiknum í röð í spænsku deildinni þegar liðið sótti Deportivo Coruna heim á laugardag. Heimamenn unnu 2:1 og eru í öðru sæti með 23 stig, tveimur stigum á eftir Mallorka, sem vann Real Betis 1:0, en Barcelona er með 19 stig. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 64 orð

Þýskaland

TBV Lemgo - HC Wuppertal28:20 GWD Minden - SC Magdeburg19:22 ThSV Eisenach - TuS Nettelstedt26:25 VfL Gummersbach - HSG Dutenhofen30:27 Grosswallstadt - VfL Bad Schwartau28:19 Niederw¨urzbach - TuS Schutterwald32:30 Staðan Lemgo 14 stig, Kiel, Gummersbach og Minden 12, SG Flensburg 11 og Grosswallstadt 11, Magdeburg, Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 295 orð

Öruggt hjá Keflavík

TINDASTÓLSMENN frá Sauðárkróki höfðu ekki erindi sem erfiði suður með sjó á sunnudagskvöldið þegar þeir mættu heimamönnum í Keflavík. Keflvíkingar sigruðu örugglega 111:89 og eru nú efstir í deildarkeppninni ásamt Njarðvíkingum en hafa leikið einum leik minna. Í hálfleik var staðan 47:39. Meira
8. desember 1998 | Íþróttir | 229 orð

Öruggur Haukasigur Haukarnir unnu öru

Öruggur Haukasigur Haukarnir unnu öruggan sigur á frekar slöku Þórsliði 85:70 í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið. Brian Tolbert, nýi leikmaður Hauka, lék sinn fyrsta leik og átti sannkallaðan stórleik, gerði 45 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur, stal knettinum fjórum sinnum og var allt í öllu hjá Haukunum ásamt Jóni Arnari Ingvarssyni, nýráðnum þjálfara liðsins. Meira

Fasteignablað

8. desember 1998 | Fasteignablað | 785 orð

Á móti öllu í birtu og yl

ÞEIR sem komnir eru yfir miðjan aldur og rúmlega það vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið, sumir segja ef til vill að það skipti ekki máli, þeir séu hvort sem er á förum, það sé ný kynslóð hinna ungu sem sé að erfa ríkið. Það eru ótrúlegar umbreytingar sem hafa orðið hérlendis á þessari öld. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 62 orð

Einfalt og smekklegt

Á borðinu og bekknum sem hér gefur að líta er ekki flókin smíði en smekkleg. Borðið sem hér er sýnt er úr eik en auðvitað má hafa það úr öðrum viðartegundum líka. Eflaust myndu handlagnir heimilisfeður eða mæður treysta sér til að smíða svona húsgögn fyrir sumarið til að hafa úti í garði heima hjá sér eða uppi í sumarbústað. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 199 orð

Endurnýjað timburhús við Öldugötu

GÓÐ timburhús í gamla bænum í Hafnarfirði eru eftirsótt, ekki síst ef búið er að gera þau upp. Hjá Hraunhamri er nú í einkasölu timburhús við Öldugötu 12. Húsið er með bárujárnsklæðningu, byggt 1934, en hefur verið mikið endurnýjað. Grunnflötur hússins er um 60 fermetrar. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 100 orð

Fegurð í allri óreiðunni

HÉR má sjá dæmi um innanhússhönnun sem eftir öllum venjulegum mælikvörðum í þeirri grein myndi teljast til smekkleysu. Segja má að þessi stofa sé ofhlaðin. Hrúgað hefur verið saman á eitt gólf afar ólíkum hlutum sem rekja má til mismunandi tímabila, stíltegunda og landa. Takið eftir andstæðunum sem er að finna í japanska silkivefnaðinum og hjartatíu-teppinu fyrir framan sófann. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 217 orð

Glæsilegt einbýlishús á sjávarlóð

EINBÝLISHÚS á sjávarlóðum í Kópavogi eru eftirsótt. Hjá Fasteignamarkaðnum er til sölu einbýlishúsið Huldubraut 42. Þetta er steinhús, teiknað af Vífli Magnússyni arkitekt og byggt 1990. Það er reist á þremur pöllum og er alls að flatarmáli 235 ferm. og með innbyggðum bílskúr sem er 22 ferm. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 146 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Fossháls

HJÁ fasteignasölunni Stóreign er til sölu gott atvinnuhúsnæði að Fosshálsi 1 í Reykjavík. Þetta er verslunarhúsnæði á jarðhæð, 814 ferm. að flatarmáli. Húsið er steinsteypt, byggt skömmu fyrir 1990. Lofthæð húsnæðisins er mjög góð eða fimm metrar. Næg bílastæði eru við húsið. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 549 orð

Hús Reykjavíkurapóteks til sölu

EITT veglegasta húsið í miðborg Reykjavíkur er nú til sölu hjá Eignamiðluninni og Fasteignamarkaðinum. Þetta er húsið Austurstræti 16 eða Reykjavíkurapótek eins og það er gjarnan kallað. Núverandi eigandi hússins er Háskóli Íslands, en verðhugmynd er um 290 millj. kr. fyrir allt húsið. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 213 orð

Íbúðalánasjóður

VERULEGAR breytingar verða á greiðslumati og vaxtabótakerfi, þegar Íbúðalánasjóður tekur til starfa um næstu áramót. Greiðslumatið verður þaðan í frá tengt framfærslukostnaði og vaxtabæturnar verða samtímagreiddar, það er á fjögurra mánaða fresti og strax á fyrsta ári íbúðarkaupanna. Félagsíbúðakerfið breytist líka verulega. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 132 orð

Litadýrð utanhúss

VÍÐA erlendis og þá sérstaklega í London og Amsterdam, má sjá útidyrahurðir í skærum litum og er málningin þá gjarnan með háglans- áferð. Litríkar hurðir setja óneitanlega mikinn svip á húsin sem eru oft máluð í hlutlausum litum að öðru leyti eins og hvítu eða í dröppuðum lit. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 80 orð

Nýtingin í fyrirrúmi

UNDIR þessu rúmi má segja að sé heill fataskápur, það er að segja 16 skúffur þar sem má geyma alls konar fatnað. Óhætt er að segja að þarna sé rýmið vel nýtt og óneitanlega er þægilegt að geta bara sést upp í rúminu á morgnana og geta teygt sig í sokkaplögg, nærföt eða annað sem á að klæðast yfir daginn. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 94 orð

Ofnhlíf

GAMLIR járnofnar geta verið ótrúlega sjarmerandi. En þegar þeir tengjast krana og úreltu vatnsröri eins og þeir gera hér á myndinni eru þeir ekkert sérstakt augnayndi. Þar að auki hefur parkettið skemmst upp við ofninn og það er æskilegt að fela. Hvað skal þá taka til bragðs? Hér er ágæt lausn. Fururammi er smíðaður utan um ofninn og hann festur við vegginn. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 119 orð

Stigi sem gegnir ýmsum hlutverkum

HVER segir að það þurfi venjulegan stiga til að komast upp í kojuna? Hér gefur að líta hugmynd að því hvernig hægt er að útfæra stigann á annan hátt. Hér er um tréstiga að ræða sem hefur verið málaður í öðrum lit en kojan sjálf til að skapa meiri litagleði í herberginu. Til að gera stigann öruggari hafa verið settar járnsúlur sitthvorum megin við hann svo hann hreyfist síður. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 221 orð

Stórt einbýlishús við Laufbrekku

HJÁ Fasteignasölunni Eignaval er til sölu 185 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum að Laufbrekku 22 í Kópavogi. Húsið er steinsteypt og byggt 1985. Möguleiki er á að útbúa séríbúð á efri hæð. "Þetta er mjög fallegt tveggja hæða einbýlishús sem býður upp á mikla möguleika," sagði Hrafnhildur Bridde hjá Eignavali. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 164 orð

Varðveisla gamalla timburhúsa

ÚT ER komið á vegum Húsfriðunarnefndar ríkisins ritið Gömul timurhús, útveggir, grind og klæðning. Í því er að finna teikningar og verklýsingar um, hvernig gera á við gömul timburhús. Á bókarkápu segir, að rit þetta er ómissandi smiðum, húseigendum, arkitektum og öllum þeim, sem áhuga hafa á varðveislu gamalla húsa. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 344 orð

Verð á íbúðum í fjölbýli fer heldur hækkandi

ÞRÁTT fyrir mikla umframeftirspurn hefur verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað minna en kannski hefði mátt búast við. Skýringarnar eru fleiri en ein. Ífyrsta lagi eru fasteignir mun seinni til að taka við sér í sveiflum í efnahagslífinu en aðrir þættir. Þegar árferði batnar, líða gjarnan eitt til tvö ár áður en fasteignir ná sér á strik. Meira
8. desember 1998 | Fasteignablað | 2153 orð

Verulegar breytingar á greiðslumati og vaxtabótakerfi

NÚGILDANDI húsnæðislánakerfi hefur verið í gildi frá 1990 og náð að festa sig í sessi, ekki hvað sízt í vitund allra þeirra, sem nálægt þessum málaflokki koma. Þar hefur gangurinn verið sá varðandi allar venjulegar lánsumsóknir, að væntanlegur íbúðarkaupandi snýr sér til banka og fær greiðslumat fyrir sig. Meira

Úr verinu

8. desember 1998 | Úr verinu | 261 orð

Atvinnuréttindi allra í óvissu

ARTHÚR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir niðurstöðu Hæstaréttar í fiskveiðistjórnunarmálinu ekki hafa meiri áhrif á atvinnuréttindi smábátasjómanna en annarra sem hagsmuna eigi að gæta í sjávarútvegi. Hann bendir á að hægt sé að hefja fiskveiðar á öðrum skipum en smábátum með tiltölulega litlum tilkostnaði. Meira
8. desember 1998 | Úr verinu | 227 orð

Stapavík AK hleypt af stokkunum á Ísafirði

NÝJUM báti, Stapavík AK, var hleypt af stokkunum í Skipasmíðastöðinni hf. á Ísafirði fyrir skemmstu en skipið er þriðja nýsmíðin sem Skipasmíðastöðin hf. skilar af sér á tveimur árum. Stapavík AK er sérútbúinn dragnótabátur, smíðaður fyrir Stapavík ehf. á Akranesi. Báturinn er 17,50 metra langur, 4,80 metra breiður og dýptin er 2,80 metar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.