Greinar sunnudaginn 13. desember 1998

Forsíða

13. desember 1998 | Forsíða | 170 orð

Aukið aðhald en umbætur látnar bíða

LEIÐTOGAFUNDUR Evrópusambandsins, ESB, samþykkti í gær að auka fjárlagaaðhald nú þegar til stendur að fjölga aðildarríkjunum en engar ákvarðanir voru teknar í mesta ágreiningsmálinu, fjármálum sambandsins. Meira
13. desember 1998 | Forsíða | 79 orð

Leitað að látnum

TAÍLENSKIR hermenn unnu að því í gær að ná burt líkum þeirra, sem fórust þegar Airbus A310-200-farþegaflugvél frá Thai Air brotlenti á akri við Surat Thani í Taílandi í fyrradag. 146 manns voru með vélinni, farþegar og áhöfn, og komust 46 lífs af. Meira
13. desember 1998 | Forsíða | 97 orð

Of kalt á Gardermoen

LÍKUR benda til þess að loka verði hinum nýja flugvelli á Gardermoen í Noregi þegar kalt er í veðri. Ástæðan er sú að landgönguranarnir á vellinum eru hvorki einangraðir né upphitaðir. Um síðustu helgi var leiðindaveður í Ósló, frost og snjókoma og segir Nina Sudmann, aðalöryggisfulltrúi SAS- flugfélagsins á vellinum, að aðstæður hafi verið óþolandi fyrir farþega og starfsfólk. Meira
13. desember 1998 | Forsíða | 255 orð

Reynir að bjarga Wye-samningnum

MIKILL viðbúnaður var í Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í gær vegna heimsóknar Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, en hann var væntanlegur þangað seint í gærkvöld. Upphaflega var förinni heitið til að halda upp á Wye-samkomulagið, sem Clinton átti stóran þátt í, en ljóst er, að verkefni hans verður fyrst og fremst að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Meira
13. desember 1998 | Forsíða | 239 orð

Verðlaun fyrir bull og þvaður

TVÖ bresk ráðuneyti fengu nú fyrir helgi Gullna bullið, verðlaun, sem veitt eru árlega fyrir óskiljanlegt bull og vitleysu. Standa að þeim samtök, sem kallast "Eðlileg enska", og hafa nú starfað í 20 ár. Chrissie Maher, sem lærði ekki að lesa og skrifa fyrr en hún var orðin 14 ára gömul, stofnaði samtökin árið 1979. Meira

Fréttir

13. desember 1998 | Erlendar fréttir | 209 orð

47% Norðmanna vilja aðild að ESB

SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun telja 47% Norðmanna að til lengri tíma litið sé Noregi bezt borgið með fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB). Hlutfall þeirra Norðmanna sem eru andvígir aðild hefur minnkað í 40%. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

52% vilja að unnið verði að aðildarumsókn að ESB

FLEIRI eru hlynntir því en andvígir að unnið sé að því að sækja um aðild að ESB. Rúmlega 52% eru því hlynnt, 34% eru andvíg og tæplega 14% eru hvorki hlynnt því né andvíg. Þegar Gallup spurði síðast, í september 1997, voru ríflega 49% hlynnt, næstum 40% andvíg og 11% voru hvorki hlynnt né andvíg. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 323 orð

Borstefnan skökk en árangurinn góður

TILRAUNIR með nýja tækni við borun eftir gufu sem fram fóru við Kröflu í sumar hafa borið góðan árangur, þó að við fyrstu tilraun hafi borinn farið nokkuð aðra leið en ráðgert var. Þetta var fyrsta sinn sem hin nýja aðferð var reynd utan rannsóknarstofu, og hefur skekkjan nú verið lagfærð. Það er fyrirtækið Jarðboranir hf. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Frumhönnun lokið

BÚIST er við að nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar verði afhent innan þriggja ára. Það leysir Óðinn af hólmi, en hann verður fertugur árið 2000. Frumhönnun hins nýja varðskips er lokið. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar forstjóra Gæslunnar nemur fjárveiting til verksins 2,4 milljörðum króna, en búist er við að kostnaður fari eitthvað fram úr þeirra áætlun. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Gagnrýni Einars Odds er byggð á misskilningi

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir gagnrýni Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um stjórnun fiskveiða byggða á nokkrum misskilningi. Dómur Hæstaréttar um kvótamálið segi það eitt að 5. grein laganna um stjórn fiskveiða standist ekki stjórnarskrána. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Gáfu Landsbjörgu nýjan hugbúnað

Gáfu Landsbjörgu nýjan hugbúnað HUGUR-forritaþróun hefur gefið Landsbjörgu Ópusallt viðskiptahugbúnað. Stefnt er að því að hugbúnaðurinn verði notaður af aðildarsveitum Landsbjargar um allt land., en Landsbjörg hefur unnið að tölvuvæðingu sveitanna. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

ÍBV hefur titilvörnina gegn Leiftri

ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV fá Leiftur frá Ólafsirði í heimsókn í 1. umferð Landssímadeildarinnar í knattspyrnu 1999. Dregið var um töfluröð á Íslandsmótinu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal í gær. Íslandsmótið hefst seinni hluta maí. Aðrir leikir 1. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Jólagrautur í hádeginu

FJÖLMENNT var á fyrsta hádegisverðarfundi eldri skáta í Skátahúsinu við Snorrabraut 9. nóv. sl. er Páll Gíslason, læknir og fv. skátahöfðingi, sagði frá Landsmótinu á Þingvöllum 1962. Mánudaginn 14. desember verður boðið upp á jólagraut og möndlugjöf að jólasið og Ólafur Skúlason, biskup flytur jólahugvekju og Gunnar Eyjólfsson, fv. skátahöfðingi, mun lesa upp eitthvað skemmtilegt. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Keppum ekki við stórverslanir

Spilaverslunin Genus hættir uppúr áramótum Keppum ekki við stórverslanir VERSLUNIN Genus í Glæsibæ í Reykjavík hættir starfsemi uppúr áramótum og segir Kolbrún Indriðadóttir, annar eigenda, að ekki sé annað að gera, sérverslanir sem þessi geti ekki keppt við stórverslanir. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Knut Ødegård fær orðu Noregskonungs

NOREGSKONUNGUR heiðraði Knut Ødegård á föstudaginn. Það var sendiherra Noregs á Íslandi, Knut Taraldset, sem fyrir hönd Haralds V Noregskonungs, afhenti Knut Ødegård, skáldi og fyrrverandi framkvæmdastjóra Norræna hússins í Reykjavík, konunglega riddaraorðu og sló hann til "Ridder I av Den Kongelige Norske Fortjenesteorden". Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

LEIÐRÉTT

Meinleg villa var í frétt um nýjan forstjóra Fjármálaeftirlitsins á bls. 2 í blaðinu í gær. Hann heitir Páll Gunnar Pálsson en ekki Gunnar Páll Gunnarsson eins og misritaðist. Er Páll Gunnar beðinn afsökunar á þessum mistökum. Verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju Aðventusamkoma sem getið var um í messutilkynningum í gær að yrði í Grindavíkurkirkju klukkan 20. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 754 orð

Margir leita aðstoðar

ÚTHLUTUN Mæðrastyrksnefndar hefst næsta mánudag. Reglur nefndarinnar hafa breyst í þá veru að nú verður fólk sem vill njóta aðstoðar hennar að sækja um á umsóknareyðublöðum fyrir 12. desember. Áður þurfti fólk ekki að sækja um úthlutun á eyðublöðum. Úthlutun stendur yfir til 23. desember. Meira
13. desember 1998 | Erlendar fréttir | 464 orð

Mál Pinochets til dómstóla

JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, ákvað um miðja síðustu viku að staðfesta þá niðurstöðu lávarðadeildarinnar, að taka mætti fyrir þá kröfu spænska dómarans Baltasars Garzons, að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, yrði framseldur. Fögnuðu mannréttindasamtök þeim úrskurði en stjórnvöld í Chile brugðust mjög hart við og kölluðu heim sendiherra sinn í London. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir átta síðna blaðauki um ævi og störf Margrét

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir átta síðna blaðauki um ævi og störf Margrétar Guðnadóttur prófessors. Fyrir skömmu var skýrt frá tilraunum hennar með bóluefni gegn visnu/mæðiveiki í sauðfé. Niðurstöðurnar vekja vonir um að hægt sé að búa til bóluefni gegn eyðniveirunni. Meira
13. desember 1998 | Óflokkað efni | 3113 orð

Nýtt líf

ALLT var á fleygiferð í listagalleríi Sjafnar Har. bakatil á fyrstu hæðinni í Listhúsinu, þar sem höfðu greinilega orðið talsverðar breytingar á aðkomunni. Tvær konur í óða önn að senda út boðskort og hana sjálfa elti ég niður í Katel í kjallaranum, þar sem verið var að setja gríðarstór og smá ný málverk frá sl. ári í ramma. Og þar fangaði augað "litla myndin hennar Ástu", Ástu B. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 399 orð

Óheftur aðgangur að veiðileyfum

SAMKVÆMT frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um breytingu á gildandi lögum um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram í kjölfar Hæstaréttardóms, verður öllum þeim sem eiga haffær íslensk fiskiskip leyfilegt að sækja um og öðlast veiðileyfi innan lögsögu Íslands. Slíku veiðileyfi fylgir þó engin aflahlutdeild, heldur leyfi til veiða úr fiskstofnum utan kvótakerfisins. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Selfosslögreglan leitar vitna

Á MILLI kl. 22 og 23 föstudaginn 4. desember síðastliðinn varð það óhapp að jeppabifreið var ekið á trébúkka sem komið hafði verið fyrir á Suðurlandsvegi skammt sunnan við söluskálann Skalla og Shellstöðina norðan Ölfusárbrúar á Selfossi. Nokkurt tjón varð á jeppabifreiðinni og litlu mátti muna að annarri bifreið hefði verið ekið á þennan sama búkka. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sjötíu metra reykháfur felldur

SJÖTÍU metra hár reykháfur fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti í Laugarnesi verður felldur með sprengingu í dag kl. 14. Ráðgert hafði verið að fella reykháfinn í gær, en vegna hvassviðris var því frestað. Öryggissvæði í kringum turninn verður rýmt og munu tíu lögreglumenn gæta þess að engir fari þar inn fyrir. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 475 orð

Skorti mætt með minni þjónustu og aukavinnu

SKORTI á hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er annars vegar mætt með mikilli aukavinnu, sem hvorki hjúkrunarfræðingar né fjölskyldur þeirra kæra sig um, og hins vegar með því að draga úr þjónustu, að sögn Ernu Einarsdóttur, hjúkrunarforstjóra SHR, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Vertíð í jólatrjáasölunni framundan

ÞEIR Þorsteinn og Ragnar, starfsmenn Blómavals, voru að snyrta jólatré og gera þau að sómasamlegu stofustássi fyrir heimili landsmanna næstu vikurnar. Kristinn Einarsson, sölustjóri hjá Blómavali, segir að jólatrjáasalan hafi undanfarin ár verið að færast sífellt nær jólunum og erfitt sé orðið að anna eftirspurninni síðustu dagana. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Yfirlýsingar Finns og Ólafs sérkennilegar

ALFREÐ Þorsteinsson borgarfulltrúi segir það sérkennilegt að þingmenn Framsóknarflokksins, Finnur Ingólfsson og Ólafur Örn Haraldsson, skuli lýsa stuðningi hvor við annan í prófkjöri flokksins í Reykjavík áður en þeir viti hverjir muni taka þátt. Hann segist sjálfur ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram en frestur rennur út 30. desember. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Þjóðarbókhlaðan fær það sem upp á vantaði

TILLAGA meirihluta fjárlaganefndar um að aukafjárveitingu til Háskóla Íslands var til umræðu á Alþingi í gær þegar fjárlagafrumvarp ársins 1999 var tekið til 2. umræðu. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði við Morgunblaðið að öruggt væri að tillaga meirihluta fjárlaganefndar færi í gegnum þingið og kæmi fjárveitingin til greiðslu á næsta ári. Meira
13. desember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Önnur tilraun gerð til innbrots

REYNT var að brjótast inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg 5 í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Ekki eru nema þrjár vikur síðan brotist var inn í verslunina og stolið þaðan verðmætum fyrir tæpar tvær milljónir króna. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þess máls. Meira

Ritstjórnargreinar

13. desember 1998 | Leiðarar | 2814 orð

Reykjavíkurbréf Fyrir rúmum hálfum mánuði eða svo urðu tö

Fyrir rúmum hálfum mánuði eða svo urðu töluverðar umræður um stöðu forseta Íslands í tilefni af ummælum, sem herra Ólafur Ragnar Grímsson hafði látið falla í samtali við Svenska Dagbladet. Sumt af því, sem haft var eftir forsetanum í því viðtali bar hann til baka en annað ekki. Meira
13. desember 1998 | Leiðarar | 650 orð

TRILLUKARLAR OG KVÓTI

Leiðari TRILLUKARLAR OG KVÓTI ARKALEGAR deilur hafa blossað upp vegna þeirra ákvæða í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem snúa að smábátaútgerð í landinu og þá sérstaklega á Vestfjörðum. Meira

Menning

13. desember 1998 | Menningarlíf | 27 orð

Fyrirlestur um Alvor Aalto

Fyrirlestur um Alvor Aalto HEIMSPEKINGURINN og rithöfundurinn Göran Schildt heldur fyrirlestur um Alvor Aalto í Norræna húsinu á morgun, mánudag, kl. 17.15. Fyrirlesturinn er á vegum Arkitektafélags Íslands. Meira
13. desember 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Jólabarokk í Digraneskirkju

Jólabarokk í Digraneskirkju HIÐ árlega "jólabarokk" verður í Digraneskirkju mánudagskvöldið 14. desember nk. kl. 20.30. Flytjendur eru: Camilla Söderberg og Ragnheiður Haraldsdóttir, blokkflautur, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, barokkflautur, Snorri Örn Snorrason, teorba, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola da gamba, Meira
13. desember 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Jólasöngur Árnesingakórsins

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sína árlegu "jólakaffi"-tónleika í safnaðarheimili Langholtskirkju í dag, sunnudag, kl. 15. Flutt verða nokkur verk af væntanlegri efnisskrá kórsins, auk jólalaga frá ýmsum löndum. Verð aðgöngumiða er kr. 1.000 fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Meira
13. desember 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Jólatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga

TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga heldur jólatónleika í Hellubíói í dag, þriðjudaginn 15. desember, og á Heimalandi miðvikudaginn 16. desember, kl. 20.30 báða dagana. Boðið verður upp á söng- og hljóðfæraleik nemenda á öllum aldri. Forskólabörn munu leika og syngja og lúðrasveit skólans leikur. Stjórnendur sveitarinnar eru Ingibjörg Erlingsdóttir og Maríanna Másdóttir. Meira
13. desember 1998 | Menningarlíf | 130 orð

Kvöldlokkur í Kristskirkju

Kvöldlokkur í Kristskirkju BLÁSARAKVINTETT Reykavíkur og félagar halda sína árvissu serenöðutónleika á aðventu. Að þessu sinni verða tónleikarnir þriðjudaginn 15. desember kl. 20.30 í Kristskirkju, Landakoti. Leiknar verða kvöldlokkur eftir Johann Christian Bach og Wolfgang Amadeus Mozart. Meira
13. desember 1998 | Menningarlíf | 105 orð

Léttsveitin í Listaklúbbnum

SÍÐASTA dagskrá Listaklúbbsins fyrir jól verður í Leikhúskjallaranum mánudaginn 14. desember kl. 20.30. Léttsveitin, undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, mun flytja jólatónlist. Léttsveitin, sem er skipuð rúmlega 100 konum, var stofnuð haustið 1995 og tekur þátt í því kraftmikla starfi sem Kvennakór Reykjavíkur stendur fyrir. Meira
13. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Magnað möguleikhús

Eftir Sigurð Pálsson. Prentsmiðjan Oddi hf. Forlagið, Reykjavík 1998. 188 bls. SIGURÐUR Pálsson er skáld leiksins. Það er í raun nóg að vísa til nafna ljóðaþríleikjanna þriggja því til áréttingar, ljóðvegaflokksins, ljóðnámu- og ljóðlínuflokksins. Og titillinn á nýjustu bók Sigurðar, sem er jafnframt fyrsta skáldsagan hans, gæti líka verið tákn um þennan leik. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 444 orð

Myndbönd

Nútímaútgáfu af samnefndri skáldsögu Charles Dickens. Ljúf og rómantísk mynd sem minnir á ævintýri og umgjörðin er glæsileg í alla staði. Bróðir minn Jack (My brother Jack) Öflugt fjölskyldudrama þar sem Marco Leonardi fer á kostum í hlutverki gæðablóðs sem fer villur vegar og lendir í klóm vímuefna. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 391 orð

Nýr gítarleikari Stones

Rolling Stones-kvöld á Ísafirði Nýr gítarleikari Stones Á ÍSAFIRÐI eru aðdáendur rokksveitarinnar Rolling Stones margir og hafa þeir komið reglulega saman undanfarin ár til að njóta þess besta Stones hefur gert með eigin framlagi, myndböndum og tónlist sem ýmist er flutt af Rolling Stones eða heimamönnum. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 174 orð

Poppuð fjölskylduhátíð

Poppuð fjölskylduhátíð FÉLAGSMIÐSTÖÐIN á Hvolsvelli hélt nýlega sína árlegu fjölskylduhátíð. Að þessu sinni var boðið uppá fjölbreytt skemmtiatriði sem krakkar og unglingar á aldrinum 5 ára til 20 ára sameinuðust í að flytja. Aðalatriði hátíðarinnar að þessu sinni var hæfileikakeppnin. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 413 orð

Slappaðu af!

Geisladiskur Friðriks Karlssonar gítarleikara. Öll tónlistin er samin, flutt, útsett og hljóðblönduð af Friðriki Karlssyni. Að auki leikur Shaun Aston á flautu í titillaginu, Into the Light. Upptaka fór fram í River of Light Studios, Fulham, London. Vitund gefur út. Lengd: 65:05 mín. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

Tónleikarnir á dýrlegasta tíma ársins

Rolling Stones með útsýni yfir Esjuna Tónleikarnir á dýrlegasta tíma ársins "JAKE Berry sviðsstjóri Rolling Stones og æðstráðandi í skipulagningu tónleika sveitarinnar kom til landsins á föstudag og honum leist vel á Sundahöfn," segir Guðrún Kristjánsdóttir sem sér um skipulagningu tónleika Rolling Stones á Íslandi á næsta ári. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Töfrar Suðurríkjanna Miðnætti í garði góðs og ills (Midnight in the Garden of Good and Evil)

Leikstjórn: Clint Eastwood. Aðalhlutverk: Kevin Spacy og John Cusack. 149 mín. Bandarísk. Warner-myndir, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. SUÐURRÍKI Bandaríkjanna eru flestum Íslendingum algjörlega framandi nema úr bandarískum kvikmyndum og bókmenntum. Yfir þeim hvílir töfrum blandin dulúð sem oftast setur sterkan svip á þessar frásagnir. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 1025 orð

Verðugur minnisvarði

Ellefu söngvarar heiðra minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar og syngja lögin hans. Flytjendur: Helgi Björnsson, Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson, Bubbi Morthens, Páll Rósinkranz, KK og Ellen Kristjánsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, auk hljómlistarmanna úr ýmsum áttum. Laga- og textahöfundar ýmsir. Meira
13. desember 1998 | Fólk í fréttum | 787 orð

Víkingarnir stigu líka dans Fyrri hluti heimildarmyndarinnar Dansað í gegnum söguna er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, en

Fyrri hluti heimildarmyndarinnar Dansað í gegnum söguna er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, en framleiðandi myndarinnar er Nýja bíó. Dóra Ósk Halldórsdóttir spurði Rögnu Söru Jónsdóttur, handritshöfund og umsjónarmann myndarinnar, um dans á Íslandi. Meira

Umræðan

13. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 565 orð

Græðum Ísland

NÚ Á haustdögum kom út bókin Græðum Ísland. Hún er hin sjötta í árbókaritröð Landgræðslu ríkisins, en sú fyrsta kom út árið 1980. Bókin er um 180 bls. að stærð og í henni er á annan tug ritgerða sem fjalla um ýmsar hliðar gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi sem hefur rýrt landkosti svo átakanlega sem raun ber vitni. Meira
13. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 214 orð

Kraftbirting sr. Hjálmars Jónssonar

BÓLU-HJÁLMAR, alnafni séra Hjálmars Jónssonar segir svo í "Eftirmælum eftir prest". "Guði og Mammon særi sór, sínar skyldur rækja". Ástæðulaust tel ég að rekja fleira úr þessum eftirmælum, því skáldmæltur Skagfirðingur, getur varla annað en þekkt þau. Meira

Minningargreinar

13. desember 1998 | Minningargreinar | 238 orð

ALDA I. JÓHANNSDÓTTIR

ALDA I. JÓHANNSDÓTTIR Alda I. Jóhannsdóttir fæddist á Blönduósi 6. ágúst 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann G. Kristjánsson, lést 1980, og Sigríður Guðmundsdóttir, lést 1926. Fyrri eiginmaður Öldu var Guðjón Benediktsson, f. 3.12. 1920, d. 1.1. 1975, þau skildu. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 519 orð

Alda Jóhannsdóttir

Ó, elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef ég hefði ekki átt þig og afa að meðan hann lifði. Alltaf varstu til staðar fyrir okkur systkinin þegar á þurfti, þú varst kletturinn í lífi mínu. Ég á svo mikið af dýrmætum minningum um þig. Öll ferðalögin sem við fórum saman með afa og Siggu Rúnu. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 485 orð

Alda Jóhannsdóttir

Hlýleg gömul kona er horfin úr þessum táradal. Hún kom inn í líf okkar upp úr 1970 við hlið föðurbróður míns Egils Pálssonar, sem hafði fengið ást á þessari konu, sem hafði búið með þremur sonum sínum frá fyrra hjónabandi. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 547 orð

Alda Jóhannsdóttir

Alda vinkona mín er látin. Það er mikill missir að slíkri heiðurskonu. Hún var fluggáfuð og lífsreynd kona. Við vorum góðar vinkonur. Gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, síðan hlógum við stundum að allri vitleysunni sem okkur datt í hug, en þetta voru skemmtilegar stundir. Alltaf gat ég leitað til hennar og fengið góð ráð. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 248 orð

Alda Jóhannsdóttir

Elsku Alda. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér árin okkar, en þau telja nú allan minn aldur, því þú hefur alið manninn í bakhúsinu alla mína ævi. Þú varst ekki bara hún Alda í bakhúsinu, þú varst mér kær og góð vinkona. Við gátum setið tímunum saman og spjallað um alla heima og geima, það nægði enginn hálftími fyrir okkar spjall. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 397 orð

Bergþóra Lárusdóttir

Þegar farið var frá Keflavík til Þórshafnar á sumrin var ávallt stoppað og gist hjá Tótu, eins og Berþóra Lárusdóttir var ávallt kölluð, á Norðurgötunni. Það var alltaf sérstök tilfinning að koma inn í vaskahúsið hjá Tótu og einhvern veginn fylltist maður kæti og ánægju þegar komið var á Norðurgötuna. Þó var ráðlegt að vera vel klæddur því Tóta vildi hafa húsið kalt og hressandi hjá sér. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Bergþóra Lárusdóttir

Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með þessum örfáu orðum. Þegar ég lít til baka koma upp margar og skemmtilegar minningar frá appelsínugula og brúna húsinu, Norðurgötu 26. Að fara til þín í heimsókn var ávísun á lummur, pönnsur, kleinur og ástarpunga sem enginn virtst geta fengið nóg af. Manstu allan þann tíma sem við eyddum í lander og löngu vitleysu við gula eldhúsborðið. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Bergþóra Lárusdóttir

Hún amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vörum hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir hún mig er dimma tekur nótt. Syngur hún við mig sálma og kvæðin fögur sofna ég þá sætt og vært og rótt. (Höf. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 746 orð

BERGÞÓRA LÁRUSDÓTTIR

Hún amma nafna er dáin. Söknuðurinn er sár. Minningarnar eru óteljandi sem við systkinin og frændsystkin okkar getum deilt. Eitthvert okkar sitjandi við eldhúsborðið að rembast við að læra stafina eða margföldunartöfluna. Síðan var farið í stökuleik þar sem kveðist var á og verðlaunin voru svo gjarnan tíu dropar af kaffi með mjólk og sykri í bláa glasið og eitthvað með. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 141 orð

BERGÞÓRA LÁRUSDÓTTIR

BERGÞÓRA LÁRUSDÓTTIR Bergþóra Lárusdóttir fæddist á Heiði á Langanesi 19. janúar 1915. Hún lést 4. desember síðastliðinn. Bergþóra var síðast til heimilis í Víðilundi 24, Akureyri. Foreldrar Bergþóru voru Lárus Helgason og Arnþrúður Sæmundsdóttir, Heiði á Langanesi. Systkini Bergþóru voru tólf auk uppeldisbróður. Þrjú þeirra lifa systur sína. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 173 orð

Helga Ström

Elsku amma, nú ert þú farin, farin á stað þar sem þú hefur það eflaust betra en þú gerðir undir lokin. Ég vildi fá að þakka þér það sem þú gafst mér og varst mér. Þér, sem var alltaf svo umhugað um velferð og hamingju fólksins þíns. Þú fylgdist alltaf með okkur krökkunum úr fjarlægð, fékkst fréttir af okkur og heimsóknir. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Helga Ström Schjetne

Þegar ég frétti að amma mín væri dáin varð mér að orði: "Get ég þá aldrei aftur farið til góðu og skemmtilegu ömmu?" Nei, var svarið. Ég átti frekar erfitt með að skilja þetta í fyrstu en eftir útskýringar mömmu gekk það betur. Við fórum ósjálfrátt að rifja upp ýmis atvik frá liðinni tíð með ömmu. Það rifjaðist t.d. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 169 orð

HELGA STRÖM SCHJETNE

HELGA STRÖM SCHJETNE Helga Ström Schjetne fæddist í Reykjavík 29. október 1923. Hún lést á Landspítalanum 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herdís Guðmundsdóttir frá Bartakoti í Selvogi, f. 18.6. 1888, d. 19.1. 1962, og Axel Martin Ström frá Sölvesborg í Svíþjóð, f. 3.4. 1876, d. 19.1. 1948. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 243 orð

Jón Jónsson

Þegar vinur kveður koma minningar upp í hugann. Jón Jónsson var mikill vinur og velgerðarmaður. Ég kynntist Jóni fyrir mörgum árum þegar ég kvæntist bróðurdóttur hans. Þegar við hófum búskap var hann ætíð reiðubúinn að hjálpa og gefa ráð. Hann var framkvæmdastjóri hjá H. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Jón Jónsson

Í barnsminningunni er Jón Jónsson í senn afskaplega fínn og settlegur maður, skemmtilegur og tilbúinn í allskonar uppátæki. Ég skildi ekki fyrr en löngu seinna hvað það var við Jón sem gerði hann svo eftirminnilegan. Það var áhugi hans á fólki - líka börnum og unglingum. Hann spurði ávallt um hagi og viðfangsefni. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 787 orð

Jón Jónsson

Oft eru umskiptin skjót á lífsgöngunni. Föstudaginn í fyrri viku kom ég við í versluninni Kjalfelli hjá Hólmfríði systur minni og Jóni mági. Þar var gott að koma eins og ævinlega, elskulegt viðmót og glaðværð sat jafnan í fyrirrúmi. Samkeppnin er hörð í verslunarbransanum. Þjóðlífið yrði fátækara ef kaupmaðurinn á horninu hyrfi af sjónarsviðinu. Jón var hress og glaður að vanda. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Jón Jónsson

Jón frændi okkar eða Nonni frændi eins og hann var oftast kallaður er látinn. Þar með er horfið síðasta systkinið úr systkinahópnum frá Eyrarbakka, sem voru foreldrar okkar. Nonni var bæði mikill fjölskyldumaður og stórfjölskyldumaður. Heimili þeirra Fríðu var miðstöð fjölskylduboða og þá sérstaklega á jólahátíðinni svo lengi, sem hin elstu okkar muna. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 290 orð

JÓN JÓNSSON

JÓN JÓNSSON Jón Jónsson fæddist í Nýhöfn á Eyrarbakka 21. nóvember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. desember síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Jón Ásbjörnsson, f. 20.11. 1876, d. 26.10. 1938, verslunarmaður, og seinni kona hans Þórunn Gunnarsdóttir, f. 28.11. 1885, d. 17.3. 1977, húsmóðir. Systkini Jóns voru Guðmundur, f. 2.11. 1908, d. 13.3. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 623 orð

Ragna Eiríksdóttir

Nú er hún Ragna systir búin að kveðja okkur um sinn. Hún er komin á fund hans Hermanns síns, sem hún giftist ung og fylgdi um farsæla ævibraut. Minningarnar eru margar. Ragna var stóra systir, elst af systkinahópnum í Vorsabæ. Hún ólst upp við venjuleg sveitastörf, fór til Reykjavíkur í vinnu og nám. Hún lærði að sauma og var í kvöldskóla. Einn vetur var hún í hússtjórnardeild Kvennaskólans. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 562 orð

Ragna Eiríksdóttir

Bjartur og fagur desemberdagur, heiður himinn og lítils háttar frost. Sólarlagið eins fagurt og það fegurst getur orðið á þessum tíma árs. Himinninn munstraður léttum skýjaböndum og þegar sólin hneig til viðar varð himinhvelið litað einsog rauðagull. Máttur sólarinnar segir til sín þótt hún geti ekki linað frerann sem jörðina hylur. Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 362 orð

Ragna Eiríksdóttir

Við sitjum hér saman á aðventunni og hugurinn reikar að jólum liðinna ára þegar við vorum saman komin heima hjá þér og afa í Barmahlíðinni. Við tölum um leikina og fjörið sem óhjákvæmilega fylgdi níu barnabörnum á aðfangadag og getum ekki annað en brosað þegar við minnumst þess þegar við fengum illt í magann eftir að hafa borðað heilan kassa af mandarínum, Meira
13. desember 1998 | Minningargreinar | 208 orð

RAGNA EIRÍKSDÓTTIR

RAGNA EIRÍKSDÓTTIR Ragna Eiríksdóttir, húsfreyja í Reykjavík, var fædd 13. ágúst 1917 í Vorsabæ, Skeiðahreppi, Árnessýslu. Foreldrar Rögnu voru þau Eiríkur Jónsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður í Vorsabæ. Hann var fæddur 13. apríl 1891 í Vorsabæ, Skeiðahreppi í Árnessýslu, dáinn 28. september 1963. Móðir Rögnu var Kristrún Þorsteinsdóttir, fædd 19. Meira

Daglegt líf

13. desember 1998 | Ferðalög | 1520 orð

Að mörgu að hyggja fyrir ferð út í óvissuna Þegar haldið er út í óvissuna er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn. Árni Sæberg

BALDVIN hóf undirbúning kajakferðarinnar fyrir ári. Flaug þá yfir svæðið þar sem þeir félagarnir reru, sigldi þar einnig framhjá, skoðaði fjöll og kannaði með flutning. "Þegar ferð er undirbúin þarf að huga að nokkrum atriðum, sem verða alltaf að vera í lagi; mat, Meira
13. desember 1998 | Bílar | 49 orð

Audi í keppni

LE Mans kappaksturinn fær nýjan þátttökubíl á næsta ári. Nýi bíllinn er Audi R8 sem er opinn keppnisbíll sem hannaður er af Audi Sport í samvinnu við Reinhold Joest. Lítið hefur frést af tækni bílsins en þó hefur það spurst að vélin er V8, 700 hestafla. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 813 orð

Áherslan lögð á hagkvæmnina

NÝ Mazda 323F hefur heldur betur breytt um svip. Fyrir fjórum árum kom bíllinn á markað með nýjum, djörfum línum. Hann var umfram allt sportlegur í útliti eins og fyrri gerðir. Nýja kynslóðin hefur misst þessar léttu línur og bíllinn er orðinn hversdagslegri í útliti. Enginn bílaframleiðandi myndi gera slíka hluti nema af yfirlögðu ráði. Meira
13. desember 1998 | Ferðalög | 684 orð

COLONIAL WILLIAMSBURG

ÞETTA safn er hluti af borginni Williamsburg en hún var höfuðborg Virginiafylkis frá 1699-1780. Svæðið sem safnið er á er ein míla á lengd og ein og hálf míla á breidd. Á svæðinu er fjöldi gamalla húsa, þar af mörg frá því Thomas Jefferson var stúdent í Williamsburg. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 103 orð

Dregið úr innflutningi á notuðum bílum

DREGIÐ hefur úr innflutningi á notuðum fólksbílum fyrstu ellefu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Alls voru fluttir inn 1.329 notaðir fólksbílar fyrstu tíu mánuði þessa árs en 1.489 bílar í fyrra. Innflutningurinn jókst hins vegar í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra, úr 105 bílum í 131. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 179 orð

Dropabíll Citroën

NÚ hillir undir að frægasti bíll Frakklands fyrr og síðar, Citroën bragginn, verði leystur af hólmi með nýjum bíl. Citroën kynnti arftakann í haust og er hvergi slegið af til að gera bílinn sem sérstæðastan í útliti og notkunargildi. Meira
13. desember 1998 | Ferðalög | 330 orð

Engir aufúsugestir

UNGIR og vel fjáðir hótelgestir á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára fylla þann hóp sem hótelin vildu helst vera án samkvæmt því sem kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var af Small Luxury Hotels of the World. Meira
13. desember 1998 | Ferðalög | 244 orð

Golf í Malasíu

Ferðaskrifstofan Úrval- Úsýn býður kylfingum nú golfferðir til Malasíu, sem er nýr og spennandi áfangastður. Fyrsti golfhópurinn er kominn heim og að sögn Peter Salmon, framkvæmdastjóra golfdeildar ferðaskrifstofunnar, var ferðin mjög vel heppnuð og Íslendingarnir ánægðir með alla þjónustu og aðbúnað. Meira
13. desember 1998 | Ferðalög | 117 orð

Góð gisting í London

FERÐAMENN á leið til London, geta leitað til umboðsskrifstofunnar The London Bed & Breakfast Agency Ltd.sem útvegar gistingu með morgunverði á einkaheimilum víðsvegar um borgina. Dýrast er að dvelja á heimilum í miðborginni og verðið lækkar eftir því sem dregur út í úthverfin. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 45 orð

MAN NL 263 strætó ársins

ALÞJÓÐLEG dómnefnd um strætisvagn ársins hefur kjörin MAN NL 263 sigurvegara. Í öðru sæti varð Mercedes-Benz Citaro, Iveco CityClass varð í þriðja sæti og Scania OmniCity í fjórða sæti. MAN hlaut fleiri stig dómenda á öllum sviðum. Meira
13. desember 1998 | Ferðalög | 360 orð

Mesta hagnaðar-aukning milli ára

ISLANDIA, ferðaskrifstofa Bryndísar Sverrisdóttur og Ástu Arnþórsdóttur Í Stokkhólmi, er 100. stærsta ferðaskrifstofa Svíþjóðar, skákaði öðrum varðandi aukinn hagnað milli ára 1996-97 og náði næstbestum árangri miðað við hagnað á hvern starfsmann á sama tímabili. Þessar upplýsingar komu fram í októberútgáfu sænska ferðatímaritsins Res & Travel News , útbreiddasta ferðatímarits Svíþjóðar. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 45 orð

Ný gerð loftneta

SETT hefur verið á markað í Evrópu ný gerð loftneta sem þjóna bæði farsímum og bílútvörpum. Loftnetið, sem kallast Dualflex, virkar jafnt fyrir GSM og NMT símkerfin og einnig nýja GSM 1800 netið sem er að ryðja sér til rúms í Evrópu. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 150 orð

Samruni í verki

FRÁ og með 3. maí næstkomandi munu starfsmenn Steyr-Daimler- Puch verksmiðjunnar í Graz í Austurríki vinna jafnt við Mercedes-Benz M jeppann og Jeep Grand Cherokee á framleiðslulínu verksmiðjunnar. M-jeppinn hefur einvörðungu verið framleiddur í verksmiðju Mercedes í Alabama í Bandaríkjunum en afkastagetan þar er ekki nægileg til að sinna eftirspurn. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 751 orð

Stærsta safn amerískra fornbíla á götum Kúbu

FIDEL Castro Kúbuforingja hefur líklega ekki órað fyrir því þegar hann marséraði inn í Havanaborg á nýársdag 1959, fyrir tæpum 40 árum, að bylting hans myndi skapa stærsta safn amerískra bíla í heiminum. Þannig má líta á Kúbu í dag. Meira
13. desember 1998 | Bílar | 139 orð

Volvo - ekinn 1,6 milljón km

VOLVO sem ekið hefur verið meira en 1,6 milljónir km komst nýlega í heimsmetabók Guiness undir liðnum Mest ekni bíll heims. Eigandi bílsins er Bandaríkjamaðurinn Irv Gordon. Bíllinn er af gerðinni Volvo P1800 og keypti Gordon hann nýjan árið 1966. Bíllinn er jafnan til sýnis þegar Volvo eigendur koma saman til hátíðabrigða í New York fylki. Meira

Fastir þættir

13. desember 1998 | Í dag | 23 orð

2. a) Ég elska að snerta nýjar bækur, Magga... fallegu bókarká

2. a) Ég elska að snerta nýjar bækur, Magga... fallegu bókarkápurnar, letrið, jafnvel lyktin... b) Lestu einhvern tíma einhverja þeirra? c) Geri ég h Meira
13. desember 1998 | Í dag | 34 orð

40 ÁRA afmæli.

40 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. desember, verður fertugur Vigfús Örn Viggósson, Hólabraut 13, Hafnarfirði. Í tilefni dagsins tekur Vigfús Örn á móti gestum á afmælisdaginn í veitingahúsi Gafl-inn, Dalshrauni 13, milli kl. 18-20. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 28 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. desember, verður fimmtug Guðrún S. Kristinsdóttir, sjúkraliði, Björtuhlíð 2, Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar er Friðjón Edvardsson. Þau hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 13. desember, verður fimmtug Hólmfríður Friðriksdóttir, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Gunnar Ingvarsson, framkvæmdastjóri. Þau hjónin verða að heiman. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 37 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 14. desember, verður sextugur Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Álftamýri 32, Reykjavík. Eiginkona hans er Auður Sveinsdóttir. Þau hjónin munu taka á móti gestum mánudaginn 14. desember frá kl. 17.30-20 á Grand Hótel, Reykjavík. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 23 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextugur er í dag, sunnudaginn 13. desember, Kristján Helgason, Fagrabergi 2, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Steinunn Jónasdóttir. Þau eru stödd erlendis. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 34 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 13. desember, verður sjötíu og fimm ára Loftur Jóhannsson, Smáratúni 19, Selfossi. Hann og eiginkona hans, Lilja Árnadóttir, taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu á afmælisdaginn. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 162 orð

Hver er besta áætlunin í þremur gröndum suðurs? Útsp

Hver er besta áætlunin í þremur gröndum suðurs? Útspil vesturs er spaðagosi. Norður gefur; allir á hættu. K KD64 G10872 KD5 ÁD Á102 K654 G1083 ­ 1 tígull Pass 3 gröndPass Pass Pass Með því að reka út laufásinn á sagnhafi átta slagi og níu ef hjartað skilar einum til viðbótar. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 438 orð

Í DAG er 13. desember, Lúsíumessa, kennd við heilaga Lúsíu, sem

Í DAG er 13. desember, Lúsíumessa, kennd við heilaga Lúsíu, sem notið hefur talsverðrar helgi um Norðurlönd. Á Íslandi þekktust af henni bæði myndir og sögur í kaþólskum sið. Það kann þó að hafa dregið úr dýrkun hennar að snemma á 12. öld var Magnúsarmessa Eyjajarls sett á sama dag. Aðfaranótt Lúsíumessu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Meira
13. desember 1998 | Dagbók | 706 orð

Í dag er sunnudagur 13. desember, 347. dagur ársins 1998. Lúcíumessa. Or

Í dag er sunnudagur 13. desember, 347. dagur ársins 1998. Lúcíumessa. Orð dagsins: Skref mín fylgdu sporum þínum, mér skriðnaði ekki fótur. (Sálmarnir 17, 5.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lagarfoss, Reykjarfoss, Askur og Andvari koma í dag. Meira
13. desember 1998 | Fastir þættir | 641 orð

Safnaðarstarf Kvöldmessa á aðventu í Laugarneskirkju

VIÐ ætlum alls ekki að gera það endasleppt í Laugarnesinu með kvöldmessurnar. Þar ómar djassinn saman við fagnaðarboð ritningarinnar og stefnir beint í hjartastað. Í kvöld, á þriðja degi í aðventu, komum við saman og njótum þess að heyra listamennina Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Sigurð Flosason á saxófón og flautu, Matthías Hemstock á slagverk og Gunnar Gunnarsson á píanó. Meira
13. desember 1998 | Í dag | 367 orð

Söluæði verslunarinnar

ÞAÐ er vægt til orða tekið að tala um hörku í sambandi við æði það sem allt frá 1. nóv. sl. er runnið á verslunargeirann í þjóðfélagi okkar. Grimmd er nær lagi. Hinar litríku opnu- og heilsíðu auglýsingar í dagblöðunum í þessum nóvembermánuði eru til marks um það. Í einni slíkri hér í blaðinu sunnudaginn 2. Meira

Íþróttir

13. desember 1998 | Íþróttir | 341 orð

Allt með vilja gert

ARNAR Jónsson leikari er einn þeirra sem náðu draumahögginu á 15. braut á Oddfellow-vellinum og gerði það í meistaramótinu. "Ég man alveg nákvæmlega hvernig þetta var," sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið. "Þetta var allt með vilja gert. Ég dró upp Wilson-fleygjárnið mitt og vippaði létt. Boltinn fór beint á pinna, hoppaði einu sinni og svo ofan í," segir Arnar. Meira
13. desember 1998 | Íþróttir | 317 orð

Flestir náðu draumahögginu á velli Oddfellowa

Þó golftímabilinu sé í raun lokið hafa menn leikið golf meira og minna í allan vetur enda veðráttan verið góð til slíks víða um land. Í ár hafa 72 kylfingar tilkynnt til Golfsambands Íslands að þeir hafi náð draumahögginu, farið holu í höggi, og er það svipað og í fyrra. Meira
13. desember 1998 | Íþróttir | 258 orð

Fóru holu í höggi

Hér á eftir eru nöfn þeirra sem fóru holu í höggi í ár tíunduð, þ.e.a.s. nöfn þeirra sem tilkynnt hafa verið til GSÍ: Ólafur H. Jónsson, GR, Vilhjálmur Óskarsson, GKG, Elín Hrönn Jónsdóttir, GO, Jóhann Örn Ásgeirsson, GO, Gísli Jóhannesson, GO, Ámundi Sigmundsson, GR, Hlynur Sævarsson, GR, Gylfi Örn Guðmundsson, GR, Ásgeir Ragnarsson, GVG, Árni Jónsson, Friðrik Sigþórsson, GA, Meira
13. desember 1998 | Íþróttir | 528 orð

Ungu strákarnir hjá Val eiga sér draum

"DRAUMURINN er að fá Völsung í næstu umferð, vinna þá og mæta Gróttu/KR í undanúrslitum," sagði Óskar B. Óskarsson, þjálfari B-liðs Vals, sem um liðna helgi tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum HSÍ. Á sama tíma féll A-lið félagsins og núverandi bikarmeistarar úr keppninni fyrir Gróttu/KR. Meira

Sunnudagsblað

13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 141 orð

30.000 sem hurfu LIÐIN eru þrjú ár síðan stríðinu í Bosníu

30.000 sem hurfu LIÐIN eru þrjú ár síðan stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu lauk með friðarsamkomulaginu í Dayton. Ekkert er vitað um afdrif 30.000 manna í landinu, þar af er meirihlutinn eða um 27.000 múslimar. Alls hafa verið grafin upp um 3.000 lík. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 4199 orð

Að rífa upp sár ­ og græða þau Sorg aðst

BYRJAÐ var fyrir þrem árum að grafa upp líkamsleifar fórnarlamba átakanna hryllilegu í Bosníu-Herzegóvínu. Fórnarlamba grimmdarlegra þjóðahreinsana sem Serbar hófu í apríl og maí 1992. Manndrápin byrjuðu í austur- og norðvesturhluta Bosníu-Herzegóvínu og þeim lauk í austur- og suðausturhlutanum, í Srebrenica, Foca, Gorazde. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 6470 orð

Á bernskuárunum voru skilaboðin skýr: þú átt að læra ef þú átt kost á því.

Á bernskuárunum voru skilaboðin skýr: þú átt að læra ef þú átt kost á því. Margrét Guðnadóttir skýrði nýlega frá niðurstöðum tilrauna sinna með bóluefni gegn visnu/mæðiveiki í sauðfé. Hún gerir sér vonir um að rannsóknir hennar séu áfangi á leiðinni til þess að hægt verði að bólusetja gegn eyðniveirunni. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 68 orð

Áfram dregið úr olíuframleiðslu

FLÓARÍKIN svokölluðu samþykktu á fundi sínum í vikunni að draga áfram úr olíuframleiðslu. Lögðu ríkin áherslu á að allir framleiðendur stæðu við þessa ákvörðun. Upphaflega var ákveðið að draga úr framleiðslunni í júní í ár og átti að draga úr framleiðslunni um 2,6 milljónir fata á dag í eitt ár. Í gær ákváðu ríkin í gær að halda því áfram út allt næsta ár. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 204 orð

Bjarkarútgáfa

ÞÓTT NOKKUÐ sé um liðið síðan síðasta breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttur, Homogenic, kom út er enn verið að gefa út af henni smáskífur. Fyrir skemmstu kom þannig út Alarm Call, en einnig eru nýkomnar út tvær myndbandsspólur Bjarkar. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 881 orð

Börn og unglingar fórnarlömb umbyltinga í austri

Börn og unglingar fórnarlömb umbyltinga í austri Í UMRÆÐUM, sem beindust að Austur- og Mið-Evrópu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, stjórnaði, lagði hún áherslu á þátt óháðra félagasamtaka. Hið opinbera réði ekki við að leysa öll mál. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 53 orð

Einræktuðu átta kálfa

JAPÖNSKUM vísindamönnum hefur tekist að einrækta átta kálfa úr einni kú. Er þetta þriðja spendýrið sem er einræktað og jafnframt flóknasta einræktunin. Er hún talin munu hafa mikla fjárhagslega þýðingu, m.a. þar sem hægt verði að einrækta bestu mjólkurkýrnar, auk þess sem þetta færi vísindamenn skrefi nær því að einrækta menn. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 183 orð

Eitraði fyrir tugum manna

37 ÁRA jöpönsk kona var handtekin í vikunni og sökuð um að hafa myrt fjóra menn með því að eitra fyrir þeim á sumarhátíð í bænum Sonobe í vesturhluta Japans. Masumi Hayashi, fyrrverandi tryggingasali, er grunuð um að hafa sett arsenik í karrírétt sem snæddur var á hátíðinni. Hún hefur einnig verið ákærð fyrir tilraun til að myrða 63 til viðbótar sem veiktust af völdum eitrunar. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 433 orð

Elvis snýr aftur

FÁIR tónlistarmenn hafa lifað af aðra eins listræna niðurlægingu og Elvis Presley gekk í gegnum á sjöunda áratugnum þegar hann lék í hverri b-myndinni af annarri og mörgum c-myndum. Eftir því sem aðsókn að myndunum minnkaði voru flestir á því að sagan væri öll, Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 612 orð

Eru þeir komnir til að vera?

Tvinnbíllinn sem Toyota-umboðið sýndi Reykvíkingum fyrir skemmstu er fráleitt ný hugmynd. Bandarískur verkfræðingur, H. Piper, fékk einkaleyfi á hugmyndinni árið 1905. Meginhugmyndin var upphaflega sú að auka viðbragð bensínvélarinnar með rafmótor. Það varð hugmyndinni að falli í nærri heila öld, að bensínvélin náði á næstu árum hjálparlaust settu marki um viðbragðsflýti. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 690 orð

ÉG HEF OFThaft áhyggjur af tungu okkar og framtí

ÉG HEF OFThaft áhyggjur af tungu okkar og framtíð hennar. Og því meiri sem erlend áhrif hafa verið, einkum í sjónvarpi og öðrum ljósvökum. En ég ætla í bili að staldra við dálítið atvik sem Berlin tíundar í fyrrnefndu samtali og vona það megi ávallt eiga við okkar dýrmæta arf. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 232 orð

"Ég hugsa ekki, þess vegna er ég"

"EF ég hefði fæðst fyrir hundrað árum," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur í fyrirlestri í einum vinnuhópanna á barnaráðstefnu Norðurlandaráðs og Barnahjálpar SÞ, "hefði ég getað búist við að lifa eins og forfeður mínir undanfarin þúsund ár." Svo er ekki lengur eins og öllum má vera ljóst. Hann vitnaði til félaga og vina um hve líf ungs fólks og valkostir væru fjölbreyttir og allt virtist hægt. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1592 orð

Farsímar teygja sig í auknum mæli inn á svið einkatölvunnar

Farsímar teygja sig í auknum mæli inn á svið einkatölvunnar Stóri slagurinn framundan á farsímamarkaðnum Farsímarnir verða stöðugt fullkomnari og þeir eru farnir að teygja sig inn á þau svið, sem hingað til hafa tilheyrt einkatölvunni. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 510 orð

Finnar velta vöngum yfir heilsufari forsetans

HNÉLIÐIR Finnlandsforseta eiga ef til vill eftir að ráða úrslitum í næstu forsetakosningum, að mati margra finnskra stjórnmálasérfræðinga. Martti Ahtisaari forseti hefur reynt að ræða sem minnst um heilsufar þau fjögur ár sem hann hefur gegnt embættinu. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2709 orð

Fjórradda jólakæti Jólasöngvar eru ekki hluti af íslenskri jólahefð, en fyrir nokkrum árum skaut upp kollinum hér söngkvartett,

FÁTT hefur sett svip sinn eins skemmtilega á jólstemmninguna á síðustu árum og sönghópurinn Rúdolf og má jafnvel ganga svo langt að segja að hann hafi flutt sönginn inn í hvunndag desembermánaðar, þegar við erum á vitlausasta hraða ársins. Skyndilega hljómar söngur skammt undan og við stöldrum við, göngum á hljóðið og þar stendur sönghópur og syngur jólalög. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 245 orð

Framfaraskref í eyðnirannsóknum

"ÉG HEF ekki séð lokaniðurstöður tilraunar Margrétar Guðnadóttur með bóluefni gegn visnu/mæðiveiru í sauðfé, en hún kynnti mér þá vinnu þegar ég var stödd á Íslandi í fyrrasumar. Hún byggði þessa tilraun sína mjög vel upp og niðurstöðurnar munu varpa ljósi á hvort hægt verði að bólusetja gegn hæggengu veirusýkingunni sem leiðir til eyðni," segir Rikke Hoff-Jörgensen, dýralæknir. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 756 orð

Fyrsta hryðjuverkið framið í Reykjavík

ANNAR mannanna tveggja sem sökktu hvalbátununm í Reykjavíkurhöfn 1986 situr í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir afbrot sem hann hefur unnið í baráttu sinni fyrir dýravernd. Í nýlegu viðtali sagði hann málstaðinn verðan mikilla fórna. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2673 orð

GAGNAGRUNNUR ­ ÞJÓÐARLÍKAN Það hefur le

FRUMVARP til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði er nú að líkindum búið að taka á sig endanlega mynd. Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis tók frumvarpið aftur til umfjöllunar milli 2. og 3. umræðu sl. föstudag og gerði á því tvær breytingar. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 66 orð

Gekk Ermarsundsgöngin

FRANSKA lögreglan gerði á dögunum afturreka Rússa sem komið hafði gangandi í gegnum Ermarsundsgöngin. Var maðurinn tvo daga á leiðinni, sem er um 50 km, en ekki er vitað hvernig hann komst fram hjá öryggisvörðum við gangamunnann. Þá er ekki vitað hvort hann fór lestargöngin eða hliðargöng fyrir starfsmenn. Maðurinn var þó ekki látinn ganga til baka heldur var hann settur um borð í lest. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 3001 orð

Heiddi, hvenær ætlarðu að fullorðnast?

AKUREYRINGAR þekkja Heiðar Jóhannsson varla öðruvísi en sem manninn á mótorhjólinu. Á árum áður þótti hann gjarnan heldur glæfralegur á stundum, til að mynda þegar hann lék sér að því sí og æ að fara á afturdekkinu upp og niður Kaupvangsstrætið ­ Gilið, eins og það er kallað. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 335 orð

Heyerdahl til varnar Noregskonungi

NORSKI landkönnuðurinn Thor Heyerdahl kom í vikunni Haraldi konungi til varnar en talsverð gagnrýni hefur verið á konunginn og fjölskyldu hans þetta árið. Norðmenn hafa hingað til forðast gagnrýni á konungsfjölskylduna og því hefur þetta komið nokkuð á óvart. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2133 orð

Himmler komst aldrei á Lækjartorg Íslandsævintýri Himmlers eftir Þór Whitehead sagnfræðing kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu

ÞAÐ er varla að prófessorinn megi vera að því að líta upp úr skjalabunkunum. Hann situr nú við skriftir í Hveragerði og glímir við næsta bindi í ritröðinni um Ísland í síðari heimsstyrjöld. Þór Whitehead hefur sem kunnugt er sent frá sér þrjár bækur í þeirri ritröð. Fyrir síðustu bókina, Milli vonar og ótta, hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Hæstvirtur forseti

­­­ Davíð Oddsson lagði mjög hart að sér í borgarstjórnarkosningunum 1982 og gengu þær nærri honum líkamlega. Munaði þar mest um þá nýbreytni í kosningastarfinu að senda Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 32 orð

Inntakið í barnasáttmála SÞ

Inntakið í barnasáttmála SÞ BARNASÁTTMÁLI SÞ snýst um fjögur grundvallaratriði: Að finna hið besta í þágu barnsins Börn hafa rétt til þroska Hlustið á barnið Börnum á ekki að mismuna á neinn h Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1009 orð

Klerkarnir í ráðningarherferð Íranar

RÚSSNESKIR vísindamenn sem búa yfir þekkingu á sviði sýklahernaðar hafa undanfarna mánuði og ár fengið mörg og á stundum dularfull atvinnutilboð. Flest eru þau frá Íran og hafa nokkrir vísindamenn þekkst boðið, enda freista góð laun manna sem margir hverjir hafa dregið fram lífið á lúsarlaunum frá hruni Sovétríkjanna. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 160 orð

Lafontaine býður blaðamenn Sunvelkomna

OSKAR Lafontaine, fjármálaráðherra Þýzkalands, sem brezka æsifréttablaðið The Sun hefur gengið svo langt að kalla "hættulegasta mann Evrópu" vegna stefnu hans í Evrópumálum, sagði á þriðjudag að blaðamenn blaðsins ættu að heimsækja heimaland sitt til þess að fræðast um Evrópu. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 149 orð

Látum aftur sem ekkert c

ÞÓRHALLUR Sigurðsson er með helstu skemmtikröftum þjóðarinnar undir nafninu Laddi. Sú var tíðin að hann starfaði helst með Haraldi bróður sínum undir nafninu Halli og Laddi. Þegar þeir bræður voru að byrja sinn skemmtiferil gáfu þeir út fræga plötu með Gísla Rúnari Jónssyni. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 622 orð

Lifað af lagasmíðum

JÓHANN Helgason hefur löngum verið talinn neð helstu lagasmiðum hérlendis, en við lá fyrir nokkrum árum að hann legði tónlistina á hilluna. Þess í stað ákvað hann að reyna að hasla sér völl sem lagasmiður erlendis með prýðilegum árangri. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1867 orð

Lífsgleði Bókin Lífsgleði sem Þórir S. Guðbergss

ÞAÐ var þungt högg sem reið yfir fjölskylduna um miðjan maí 1976. Einlægur og ástríkur eiginmaður, góður faðir og einstakur starfsmaður var allt í einu horfinn af sjónarsviðinu. Á slíkum stundum breytist lífið og lífsviðhorf í einni sjónhendingu. Eiginlega finnst mér ekki hægt að lýsa tilfinningum mínum frá þessum tíma. Það var alveg eins og allt væri að hrynja. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2955 orð

Mannlíf við Sund Í bókinni Mannlíf við Sund ef

BÓKIN hefst með þessum hætti: Hófatak á mjúkri grund rauf þá kyrrð sem ríkt hafði frá öndverðu. Flokkur manna kom ríðandi austan að og stansaði á holtinu þar sem hæst bar. Mófuglar flögruðu upp en spöktust fljótt og settust aftur, óvanir mannaferðum. Fremst í flokknum riðu karl og kona, skartlega búin. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2083 orð

MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ FIMMTÍU ÁRA Í DAG

MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ FIMMTÍU ÁRA Í DAG Eina vopn þeirra sem berjast fyrir mannréttindum Á þessum degi fyrir fimmtíu árum var Mannréttindayfirlýsingin lögð fram af Sameinuðu þjóðunum. Það var ákveðið að slík yfirlýsing skyldi saman sett er SÞ voru stofnsettar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 731 orð

»Meiri músík HLJÓMSVEITIN Botnleðja hefur verið amstri og þunga hlaðin undanfarin tv

HLJÓMSVEITIN Botnleðja hefur verið amstri og þunga hlaðin undanfarin tvö ár og lítinn tíma haft til að spila fyrir landann eða gefa út plötu. Þeir félagar tóku sig þó til í haust, brugðu sér í hljóðver og tóku upp plötuna Magnyl sem kom út fyrir skemmstu. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 559 orð

Mikilvægt að eiga líka óbundinn varasjóð HVERNIG á

Mikilvægt að eiga líka óbundinn varasjóð HVERNIG á venjulegur launþegi að haga sér ef hann vill nýta sér réttinn sem nýju ákvæðin um aukinn lífeyrissparnað veita? "Hann gæti snúið sér til mín!" segir Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður hins Almenna lífeyrissjóðs VÍB eða ALVÍB. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 992 orð

Mörkun fótabaða

ÞEGAR ég var á hressingargöngunni á sunnudaginn fór ég að hugsa um það hvað ég væri eiginlega búinn að skrifa þessa dálka í Moggann í mörg ár. Datt mér í hug hvort verið gæti að næsta ár yrði tuttugasta árið og þá yrði ég að gera eitthvað til þess að halda upp á það með pomp og pragt. Þegar heim kom gáði ég upp í skáp, en þar geymi ég möppur sem varðveita þessar skriftir. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 107 orð

Nýtt lífeyriskerfi

LÍFEYRISSJÓÐUR verkfræðinga hefur samið við Verk- og kerfisfræðistofuna hf. (VKS) um þróun á lífeyriskerfi fyrir sjóðinn. Kerfið mun leysa af hólmi lífeyriskerfi sem VKS þróaði fyrir um áratug og meðal annars leysa vanda vegna ársins 2000. Með hinu nýja kerfi batnar öll framþróun og þjónusta við sjóðfélaga í framtíðinni, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 78 orð

Ný útgáfa af Lagasafni Íslands

GEFIN hefur verið út ný útgáfa af Lagasafni Íslands, en það hefur að geyma öll gildandi lög landsins ásamt leitarkerfi sem reynst hefur mjög vel. Lagasafnið er uppfært tvisvar á ári, í október þegar lögum vorþingsins er bætt við og í apríl þegar lög haustþingsins bætast við, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Úrlausn-Aðgengi ehf., sem gefur safnið út. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1862 orð

ÓLJÓS ÁHRIF Á ÍSLENSKAR HAFNIR

ÞESSI vinna er fyrsti hluti víðtækrar stefnumótunar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel um samræmt flutningakerfi hafna í Evrópu. Stefnumótunin fer þannig fram í grófum dráttum að fyrst er óskað eftir hugmyndum frá ýmsum hagsmunaaðilum. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 445 orð

Ósérhlífin með ólíkindum

"VIÐ litum upp til Margrétar í skóla, enda er hún mikil ágætismanneskja, hefur afburða gáfur, góða kímnigáfu og er ósérhlífin með ólíkindum," segir Svava Jakobsdóttir, rithöfundur, vinkona Margrétar Guðnadóttur frá árunum í Menntaskólanum í Reykjavík og frænka hennar í Reynifellsætt úr Rangárvallasýslu. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 290 orð

Óþrjótandi möguleikar

SPOR hefur sett saman plötu með safni laga íslenskra flytjenda frá sjötta og sjöunda áratugnum. Diskurinn, sem er reyndar tvöfaldur, heitir Óskalögin 2 og vísar þar til álíka safns sem Spor gaf út á síðasta ári. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 241 orð

Pottþétt 14

SEGJA MÁ að Pottþétt safnplöturöðin hafi slegið rækilega í gegn, því nær allar útgáfur í röðinni hafa selst í bílförmum. Væntanlega fer eins með nýjustu skífuna í röðinni, Pottþétt 14, sem kom út fyrir skemmstu. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1211 orð

Raddir framtíðarinnar "Takið börn alvarlega" v

"HLUSTIÐ á raddir okkar, því þær eru raddir framtíðarinnar," sagði sænskur skólastrákur, er hann ávarpaði gesti á barnaráðstefnu Norðurlandaráðs, er haldin var í samvinnu við Barnahjálp SÞ. "Það er gaman að heyra loksins stjórnmálamenn spyrja ungt fólk," segir Andri Snær Magnason rithöfundur. "Venjulega heyrum við ekkert frá þeim nema fyrir kosningar, þegar þeir senda kosningabæklinga til okkar. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 208 orð

Rokk í skóinn

Í MIÐRI plötuvertíð keppast hljómsveitir við að kynna sig sem mest þær mega til að vekja athygli á breiðskífum sínum. Þannig hefur verið nóg við að vera fyrir tónlistaráhugamenn og í kvöld fá þeir góðan skammt því þá leika nokkrar helstu hljómsveitir landsins nú um stundir í Loftkastalanum. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Roman Cycowski allur Roman Cycowski, síðasti eftirlifandi félaginn í söngflokknum fræga, Comedian Harmonists, lést í Palm

FAÐIR Cycowskis, sem átti litla spunaverksmiðju og var rétttrúaður gyðingur, vildi að sonurinn gerðist rabbíni eða kantor, og því hóf Cycowski nám í talmúdskóla sjö ára að aldri og stundaði það til unglingsára. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 499 orð

Rólyndisleg stemmning

BLÚSTÓNLIST nýtur enn hylli hér á landi þótt ekki fari eins mikð fyrir henni og oft áður. Lítið hefur þannig verið um blússkífur, en fyrir jól kemur ein slík, með einni langlífustu blússveit landsins, Andreu og Blúsmönnum. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 607 orð

Samanburðarfræðirannsóknir á Kaíró og Damaskus

Í KAÍRÓ fannst mér ég heppin í hvert skipti sem ég komst lifandi yfir götu. Hér eru umferðarljós yfirleitt virt og þar sem þau eru ekki stjórna lögreglumenn af skörungsskap. Alma, bekkjarsystir mín, sem er fædd í Mexíkó, af sýrlensku foreldri en uppalin í Bandaríkjunum og nú sýrlenskt gift ber þó óspart saman Bandaríkin og Sýrland hvað þetta varðar og Damaskus fær ekki háa einkunn. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1149 orð

Shakespeare verður ástfanginn

ÁHUGI kvikmyndagerðarmanna á verkum William Shakespeares hefur verið feikilega mikill hin síðari ár. Fjöldi verka hans hefur verið kvikmyndaður og hafa menn ýmist haldið sig við nokkuð hefðbundnar leiðir í þeim efnum eins og Kenneth Branagh eða gersamlega sleppt fram af sér beislinu eins og Baz Luhrmann. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 220 orð

SS velur IBM nettölvur frá Nýherja

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur valið IBM nettölvur sem einmenningstölvur fyrirtækisins og gert samning við Nýherja hf. um kaup á 35 nettölvum, IBM Netfinity netþjóni og minnisuppfærslu á IBM 325 netþjóni ásamt vinnu við uppsetningu á búnaðinum. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samninga. Sitjandi frá vinstri: Hjalti H. Hjaltason fjármálastjóri SS og Jökull M. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2834 orð

STUNDUM GEFIÐ Á BÁTINN Verslunin Svalbarði sérhæfir sig í að selja matvæli sem verkuð eru á gamlan íslenskan máta. Þeir Björgvin

Verslunin Svalbarði sérhæfir sig í að selja matvæli sem verkuð eru á gamlan íslenskan máta. Þeir Björgvin Magnússon og Hallur Stefánsson eru báðir komnir nálægt sjötugsaldri en vinna enn langan vinnudag. Þeir eiga fasta viðskiptavini víða um land og leggja sig fram um að selja sem margbreytilegastan þjóðlegan mat. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 323 orð

Störf í nýrri tölvudeild

RÁÐGARÐUR hf. auglýsir laus störf hjá þjónustufyrirtæki sem þarf að byggja upp nýja 4-5 manna tölvudeild vegna aukinna verkefna. Óskað er eftir kerfisstjóra með háskólagráðu í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum og nokkurra ára reynslu af netstjórn. Einnig vantar tölvunarfræðinga/kerfisfræðinga. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 244 orð

Svisslendingar vilja Videla

Alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta Argentínu Svisslendingar vilja Videla Genf. Reuters. SVISSNESKUR dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Jorge Videla, fyrrverandi forseta Argentínu, í tengslum við hvarf og morð á námsmanni af svissneskum og chileskum uppruna árið 1977. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 881 orð

Uppreisn ­ eða hvað?

Það er margt að undrast í þjóðlífinu þessa dagana. Til dæmis þau undur og stórmerki að hægt sé að selja "afnot" af kennitölu fólks. Ég spurði fyrir skömmu unga stúlku kumpánlega hvort hún ætlaði að blanda sér í slaginn og selja kennitöluna sína. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 499 orð

Útlendingar og undraflugur

ÍSLAND hefur verið afar áberandi í erlendum stangaveiðitímaritum allt frá því í sumar. Í sumarblaði Wild Stealhead & Salmon er t.d. mikil grein eftir Jack Hemingway um veiðiferð í Laxá í Kjós og Laxá í Dölum og í nýjasta tölublaði Salmon, Trout & Sea Trout er grein eftir Breta nokkurn sem upplifði skemmtileg og fjölbreytt ævintýri á bökkum silungasvæðis Vatnsdalsár. Hann er t.d. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 216 orð

Úttekt hjá Sorpu á 2000- vandanum

TÆKNIVAL hf. hefur tekið út upplýsingakerfi Sorpu með tilliti til 2000-vandans og afhenti nýlega skýrslu um úttektina. Í fréttatilkynningu kemur fram að árið 2000 nálgast óðum og eins og önnur fyrirtæki og stofnanir stendur Sorpa frammi fyrir ákvarðanatöku um aðgerðir til forvarna vegna 2000-vandans. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 1925 orð

Útverðir við Ódáðahraun

ÞAÐ var brunagaddur og snjór yfir öllu þegar við lögðum leið okkar í Svartárkot við Svartárvatn. Handan við vatnið taka við Ódáðahraun og öræfin. Tófuslóðir voru þvers og kruss við veginn heim að bænum líkt og lágfóta vildi storka bóndanum í Svartárkoti sem er helsta tófuskytta sveitarinnar. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2484 orð

Við erum hrædd við að gera okkur að fíflum Leikur og sköpun er inntakið í námskeiðum sem Helga Arnalds hefur haldið fyrir

ÞAÐ er ekki oft sem við fáum tækifæri til að leika okkur. Við erum varla stigin upp úr hnefa þegar hún hellist yfir okkur löng vinnudyggðarævin. Skipun dagsins að uppfylla kröfur og skyldur; standa sig. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 2121 orð

Wyatt dagbækurnar Nýlega komu út í Bretlandi dagbækur Woodrow Wyatts, þingmanns, dálkahöfundar og hóglífismanns. Wyatt lést í

Í BRETLANDI njóta dagbækur virðingar og vinsælda, sbr. dagbækur Boswells og Pepys. Meðal þeirra dagbóka sem þar hafa komið út á seinni árum og líklegar eru til að verða klassískar má nefna dagbækur rithöfundanna Virginíu Woolf og Evelyns Waugh og stjórnmálamannanna Richards Crossman, Barböru Castle, Tonys Benn, Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 981 orð

Ýtt undir fyrirhyggjuna Launþegum gefst kost

FLESTIR Íslendingar greiða nú samkvæmt lögum 4% af tekjum sínum í lífeyrissparnað en auk þess leggur vinnuveitandi til 6% á móti. Frá áramótum verður sú breyting á lögum um skattskyldar tekjur að heimild til að draga iðgjöld frá tekjum fyrir skatt verður aukin um allt að 2%, upp í 6%. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 417 orð

Það var nóg af sjóbirtingi

Það var mál manna að sjóbirtingsveiði hefði ekki verið jafn góð á síðasta hausti og síðustu 2-3 haust. Haft hefur verið á orði að stofnar sjóbirtings sveiflist og sé óhætt að reikna með tíu ára kúrfu, ekki ósvipað og hjá rjúpunni. Samkvæmt þeirri kenningu hafi síðasta haust verið það fyrsta í niðursveiflunni. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 99 orð

Þekking og kjarkur til að fara ótroðnar slóðir

"Margrét er vísindamaður og hefur þekkingu, hugmyndaflug og kjark til að fara ótroðnar slóðir," segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og skólabróðir Margrétar í læknadeild Háskólans. Ólafur vísar til ummæla kunningja síns, Carleton Gajdikas Nóbelsverðlaunahafa í veirufræði. "Hann sagði mér að Margrét væri á réttri leið. Meira
13. desember 1998 | Sunnudagsblað | 4669 orð

ÞÓTT VISNU/MÆÐIVEIRAN SÉ EKKI EINS OG EYÐNIVEIRAN, ÞÁ ERU ÞÆR SVO SKYLDAR OG MARGT SVO LÍKT MEÐ SJÚKDÓMUNUM SEM FYLGJA ÞEIM AÐ

ÞÓTT VISNU/MÆÐIVEIRAN SÉ EKKI EINS OG EYÐNIVEIRAN, ÞÁ ERU ÞÆR SVO SKYLDAR OG MARGT SVO LÍKT MEÐ SJÚKDÓMUNUM SEM FYLGJA ÞEIM AÐ MÉR FINNST ENDILEGA AÐ SöMU LöGMÁL HLJÓTI AÐ GILDA UM ÞÆR. MARKMIÐIÐ ER AÐ VERA Á UNDAN SÝKINGUNNI OG GÆTA ÞESS AÐ HÚN KOMIST ALDREI Í GANG. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.