Greinar þriðjudaginn 15. desember 1998

Forsíða

15. desember 1998 | Forsíða | 556 orð

Ísraelar segjast sáttir við afgreiðslu Þjóðarráðsins

ÞJÓÐARRÁÐ Palestínumanna samþykkti í gær að Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, viðstöddum að ógilda ákvæði það í stofnskrá PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, sem kveður á um eyðingu Ísraelsríkis. Talsmaður Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, sagði síðar, að forsætisráðherrann hefði fallist á, að skilyrðum Ísraela um atkvæðagreiðslu hefði verið fullnægt. Meira
15. desember 1998 | Forsíða | 190 orð

Kvóti fyrir sæljónin við Alaska

Kvóti fyrir sæljónin við Alaska Anchorage. Reuters. ÁKVEÐIÐ hefur verið að minnka veiðar á Alaskaufsa í Beringshafi til að létta undir með sæljónum en þeim hefur fækkað mikið á síðustu árum. Eru talsmenn sjávarútvegsins í Alaska æfir yfir ákvörðuninni og raunar umhverfisverndarmenn líka en þeim finnst ekki nógu langt gengið í friðuninni. Meira
15. desember 1998 | Forsíða | 260 orð

Rithöfundar í felum

ÝMSIR hófsamir rithöfundar í Íran fara nú huldu höfði af ótta við, að setið sé um líf þeirra. Að undanförnu hafa nokkrir félagar þeirra verið myrtir eða horfið sporlaust. Óttast er, að morðunum sé stefnt gegn umbótatilraunum Mohammads Khatamis forseta. Meira
15. desember 1998 | Forsíða | 173 orð

Vill "málamiðlun"

BILL Clinton Bandaríkjaforseti varaði í gær Bandaríkjaþing við að halda áfram málavafstrinu í því skyni að koma sér úr embætti. Kvað hann það ekki í þágu bandarísku þjóðarinnar og hvatti til, að fundin yrði "sanngjörn málamiðlun". Meira

Fréttir

15. desember 1998 | Landsbyggðin | 190 orð

10 ára vígsluafmæli

Grundarfirði-Haldið var upp 10 ára vígsluafmæli Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls í Grundarfirði nýverið. Opið hús var, þar sem gestum og gangandi var boðið upp á kaffi og meðlæti. Heimilinu bárust góðar gjafir, bæði í formi peninga og ýmissa hluta svo sem tækja í eldhús, sófa í setustofu, fallegra skreytinga og blóma. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

20 milljónir vegna fjarnáms við KHÍ

MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til að veittar verði 20 m.kr. til að koma til móts við kostnað vegna fjölgunar nemenda í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands. Nú er tæplega þriðjungur stúdenta við skólann í fjarnámi og eftirspurn margfalt meiri en hægt er að anna. Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands hafa nýlega undirritað samning um fjarkennslu. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

3. umræða á Alþingi í dag

ÞRIÐJA og síðasta umræða um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði fer fram á Alþingi í dag og hefst umræðan kl. 13.30. Önnur þingmál verða ekki til umræðu. Enn er óvíst hvenær svokallað kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið til fyrstu umræðu á Alþingi og ennfremur er ekki ljóst hvenær þingi verður frestað fyrir jól. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 302 orð

70 metra hár reykháfur felldur

REYKHÁFURINN á lóð Klettsverksmiðjunnar var felldur um klukkan 14 á sunnudag. Reykháfurinn vó um 560 tonn, var 70 metra hár og um 4,2 metrar í þvermál. Hann var reistur árið 1963 sem hluti af fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti, en búið er að rífa verksmiðjuhúsin. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

70 millj. vegna húsnæðis

Í NEFNDARÁLITI meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um 70 m.kr. fjárveitingu til að ljúka fjármögnun fyrirhugaðra endurbóta innanhúss og viðbyggingar við húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114-116. Viðbyggingin verður um 100 fm að grunnfleti, á tveimur hæðum, og er ætluð til að hægt verði að stækka rými fyrir þjónustumiðstöð stofnunarinnar á jarðhæð hússins. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Andvíg staðfestingu Kyoto-bókunar

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands og Samtök iðnaðarins telja ekki tímabært að undirrita Kyoto- bókunina um loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna meðan sjónarmið, sem íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri í Kyoto og nýlega í Buenos Aires, hafa ekki náð almennri viðurkenningu. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Á 141 km hraða á Breiðholtsbraut

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði ofsaakstur ökumanns á Breiðholtsbraut fyrir ofan Víðidal á laugardagskvöld. Ók hann á 141 km hraða á klst., en hámarkshraði þar er 70 km á klst. Var hann sviptur ökuleyfi á staðnum og á yfir höfði sér fjársekt. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Áhyggjur af vopnahléi IRA

ÍRSKA lögreglan sagðist í gær hafa aukið viðbúnað sinn í landamærahéruðum Írlands og Norður- Írlands til að sporna við þeirri ógn sem stafar af klofningshópum úr Írska lýðveldishernum (IRA). Sakaði jafnframt Gerry Kelly, einn þingmanna Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, á nýju norður-írsku þingi sambandssinna um að reyna að þvinga IRA til að rjúfa vopnahlé sitt, Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 859 orð

Ákvæði um sameign fiskistofnanna merkingarlaust

KRISTINN H. Gunnarsson, einn frummælenda, sagði á fundinum, sem fram fór á Kaffi Reykjavík, að í kjölfar dóms Hæstaréttar yrði óhjákvæmilegt að takmarka sóknargetu og stærð fiskiskipaflotans með einhverjum hætti. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 663 orð

Ástæðna flugslyssins leitað

TAÍLENZK flugmálayfirvöld fullyrtu í gær að þótt nýjasta gerð blindflugslendingarbúnaðar hefði ekki verið í sambandi á Surat Thani-flugvelli, um 530 km sunnan Bangkok, hefði það ekki valdið því að Airbus A310-200-farþegaflugvél Thai-flugfélagsins fórst þar á föstudag. 101 fórst en 45 manns komust lífs af úr slysinu. Meira
15. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 207 orð

Átak gegn ölvunarakstri

LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði alls 208 ökumenn frá því kl. 20 á fimmtudagskvöld til kl. 10 á sunnudagsmorgun og athugaði ástand ökumanna og bifreiða í tengslum við átak sem nú stendur yfir gegn ölvunarakstri. Af þessum hópi voru tveir kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis, báðir á fimmtudagskvöld. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 264 orð

Átak gegn ölvunarakstri

UNDANFARNAR þrjár helgar hafa bifreiðatryggingafélögin og Umferðarráð verið með kynningarbás í Kringlunni þar sem ökumönnum gefst kostur á að setja upp sérhönnuð gleraugu, sem sýna umhverfið eins og það lítur út með augum drukkins manns. Þannig fá ökumenn tækifæri til að ganga eftir línu á gólfinu með gleraugun á sér og finna hvernig jafnvægisskynið skerðist, líkt og þeir væru drukknir. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 325 orð

Berklafaraldur í Kasakstan

BERKLAFARALDUR vofir yfir í Kasakstan, ef ekki verður snarlega gripið til ráðstafana til að hamla gegn útbreiðslu hins skæða smitsjúkdóms. Frá þessu greindu heilbrigðisyfirvöld í landinu í gær. "Svo til hver einasti íbúi landsins er í smithættu. Enginn er ónæmur og nýjar gerðir berklasýkingar eru sífellt að koma upp," sagði Amangeldy Zhangireyev, yfirmaður aðalberklasjúkrahúss landsins. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 785 orð

Bjóða fólki út í skóg að velja tré

ÞAÐ eru á bilinu 35.000-40.000 íslenskar fjölskyldur sem kjósa að hafa lifandi jólatré heima í stofu yfir hátíðirnar. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. "Mikill hluti þeirra trjáa sem landsmenn kaupa fyrir jólin koma frá Danmörku eða á bilinu 25.000­30.000 tré og er þar aðallega um að ræða normannsþin. Álitið er að síðan séu um 10.000 jólatré íslensk. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 292 orð

Björn Friðfinnsson í viðskiptaráðuneytið á ný

BJÖRN Friðfinnsson segist gera ráð fyrir að taka aftur við starfi ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um næstu áramót. "Ég er með samning þar að lútandi," sagði Björn en kvaðst þó ekkert hafa heyrt frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra um þetta mál. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 170 orð

Bótakröfur eru á þriðja hundrað milljónir

19 SKAÐABÓTAMÁL á hendur Eimskipafélagi Íslands og Atalanta Schiffartgesellschaft mbH voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefnendur eru innflytjendur sem áttu farm um borð í Vikartindi, sem strandaði í Háfsfjöru 5. mars 1997, og tryggingafélög sem gera endurkröfurétt á stefndu. Bótakröfur nema á þriðja hundrað milljónum króna. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Búist við afgreiðslu fjárlaga fyrir helgi

ALLAR breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við fjárlagafrumvarp næsta árs voru samþykktar í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Þær nema samtals um 1.750 milljónum króna til hækkunar og voru flestar samþykktar samhljóða. Breytingartillögur minnihluta fjárlaganefndar voru hins vegar felldar sem og allar breytingartillögur einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 377 orð

Dýna lögð fram sem sönnunargagn

SAKSÓKNARAR í máli Anwars Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, sögðust í gær ætla að leggja fram nýtt sönnunargagn, dýnu með sæðisblettum, til að sanna að Anwar hefði haft kynmök við eiginkonu fyrrverandi ritara síns. Meira
15. desember 1998 | Smáfréttir | 37 orð

EIGENDUR verslunarinnar á Skólavörðustíg 3, Camilla ehf.

EIGENDUR verslunarinnar á Skólavörðustíg 3, Camilla ehf./Nectar, hafa breytt um nafn á versluninni sem heitir nú Gallery 3. Verslunin selur áfram postulínsbrúður og aðra listmuni frá Camillu ehf. Einnig selur Rebekka Gunnarsdóttir myndlist og listmuni úr gleri o.fl. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ekki frekari viðræður um sameiningu ÍS og SH

ÓFORMLEGUM viðræðum fulltrúa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. og Íslenskra sjávarafurða hf. um samstarf eða sameiningu félaganna hefur verið hætt. Stjórn ÍS hyggst reka félagið áfram sem sjálfstætt hlutafélag og vinnur að ráðningu nýs forstjóra í stað Benedikts Sveinssonar sem hefur tekið við forstjórastarfi Iceland Seafood í Bandaríkjunum til frambúðar. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 356 orð

Endeavour fer frá geimstöðinni

ÁHÖFN geimferjunnar Endeavour fór út úr alþjóðlegu geimstöðinni á sunnudagskvöld eftir að hafa tengt tvær aðaleiningar hennar saman í vikunni sem leið í 386 km fjarlægð frá jörð. Mikil gleði var í stjórnstöð Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) eftir vel heppnaða ferð geimferjunnar. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 393 orð

Enska lærð í leikjaformi á tölvu

MARGMIÐLUNARDISKURINN The A-Files, sem er nýtt kennsluefni í ensku fyrir unglinga, er kominn út á vegum Námsgagnastofnunar. Efnið er samvinnuverkefni fimm námsefnisútgefenda á Norðurlöndunum, sem laut ritstjórn Ingibjargar Ásgeirsdóttur, forstjóra Námsgagnastofnunar. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 44 orð

Evran kemur!

MEÐ teikningum á borð við þessa, af storki fljúgandi með skjatta fullan af evrum, hyggst framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, hjálpa til við kynningu á stofnun Efnahags- og myntbandalagsins, EMU, nú um áramótin. Ellefu af fimmtán aðildarríkjum ESB taka þá upp hina sameiginlegu Evrópumynt. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fannfergi norðan heiða AKUREYRINGAR hafa tekið kuldafatnaði

Fannfergi norðan heiða AKUREYRINGAR hafa tekið kuldafatnaðinn fram aftur en síðustu daga hefur kyngt niður snjó og er því orðið nokkuð jólalegt í bænum. Víða á Norðurlandi hefur hins vegar verið vonskuveður með tilheyrarndi ófærð á vegum. Innanbæjar hefur verið þokkaleg færð, enda fjöldi snjómoksturstækja á ferðinni. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fimm bíla árekstur í Kópavogi

FIMM bílar löskuðust í árekstri í Hjallabrekku í Kópavogi í gærmorgun. Enginn slasaðist að ráði en eignatjón varð töluvert. Áreksturinn varð vegna mikillar hálku í götunni og þurfti lögreglan að sandstrá götuna áður en hún gat hafist handa við að mæla út afstöðu ökutækjanna, því varla var stætt á götunni, sem liggur í halla. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Fyrirtækin sameinuð

UPPHAF ehf. á Akureyri, sem er í eigu þeirra Daníels Árnasonar, Eyþórs Jósefssonar og Jóhanns Oddgeirssonar, hefur fyrir milligöngu fjármálaráðgjafar Landsbanka Íslands keypt 75,86% eignarhlut í fyrirtækinu Plastos umbúðum í Garðarbæ. Seljandi hlutabréfanna er fjölskylda Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra Plastos- Umbúða hf. Upphaf ehf. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Fær fríhafnarverzlun nýjan gálgafrest?

SVO VIRÐIST sem fríhafnarverzlun innan Evrópusambandsins (ESB) fái enn einu sinni gálgafrest, eftir að meirihluti ríkisstjórna- og þjóðarleiðtoga ESB beittu sér fyrir því á leiðtogafundi sambandsins í Vín um helgina að gildistöku banns við henni verði frestað enn um sinn. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

Greiða ber í lífeyrissjóði af desemberuppbót

GREIÐA ber iðgjöld í lífeyrissjóði af þeirri launauppbót sem starfsmenn fá nú í desember. Er þetta í fyrsta skipti sem skylt er að draga lífeyrisiðgjald af desemberuppbótinni vegna ákvæða í nýjum lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skv. upplýsingum sem fengust hjá VSÍ í gær. Skv. kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum er desemberuppbótin 26.100 kr. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Grein um Vilhjálm Stefánsson í Ethnos

GREIN um dagbækur Vilhjálms Stefánssonar mannfræðings og landkönnuðar, eftir dr. Gísla Pálsson, forstöðumann Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands, birtist í nýjasta hefti alþjóðlega mannfræðitímaritsins Ethnos, en greinar um rannsóknir Gísla á dagbókunum birtust í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Grænlandsflug og Flugleiðir í samstarfi um þoturekstur

ÚTLIT er fyrir að framhald verði á samningi Flugleiða og Grænlandsflugs um aðstoð Flugleiða við rekstur á Boeing 757-200-þotu Grænlandsflugs sem samið var um í maí á þessu ári til tólf mánaða. Þotan er nú á flugrekstrarleyfi Flugleiða og með einkennisstafina TF-GRL en ráðgert er að Grænlandsflug taki við henni í vor. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Hátt í 1.000 börn fædd eftir tæknifrjóvganir

HÁTT Í 1.000 börn á Íslandi hafa fæðst eftir tæknifrjóvgun og tæknisæðingu á vegum Tæknifrjóvgunardeildar Landspítalans, frá því deildin tók til starfa árið 1991. Þetta kemur fram í nýjasta eintaki Púlsins, fréttabréfi Ríkisspítala. Deildin sinnir tæknifrjóvgunum, tæknisæðingum og sæðisrannsóknum. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Hlutafélag um smíði varðskips

SKIPASMIÐJAN hf. var formlega stofnuð í gær. Hluthafar eru skipaiðnaðarfyrirtæki innan Samtaka iðnaðarins sem hyggjast standa saman að smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna. Stærstu hluthafar í Skipasmiðjunni eru Slippstöðin á Akureyri sem á 39,5% hlut, Stálsmiðjan í Reykjavík, sem á einnig 39,5%, og Þorgeir & Ellert á Akranesi sem á 17% hlut. Meira
15. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 283 orð

Húsfyllir á tónleikum til styrktar jólapakkasöfnun

Húsfyllir á tónleikum til styrktar jólapakkasöfnun Jólapakkar berast víða að HÚSFYLLIR var á tónleikum sem efnt var til í Íþróttaskemmunni um helgina til styrktar jólapakkasöfnun Norðurpólsins. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 950 orð

Hætta á hruni í mörgum sjávarbyggðum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði á fundi SUS að hugmyndir jafnaðarmanna um að ríkið taki allar veiðiheimildir til sín og selji á uppboði myndu orsaka tafarlaust hrun í mörgum sjávarbyggðum landsins. Meira
15. desember 1998 | Miðopna | 1188 orð

Í hjartastað Ef allir eiga jafnan rétt á veiðih

Í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag eru höfð í frammi nokkur frýjunarorð í garð þingmanna Vestfjarða. Þeim er borið á brýn að hafa ekki í verki skipað sér í fylkingarsveit þeirra, sem barist hafa gegn ríkjandi fiskveiðistjórnarkerfi. Síðan er sagt að nú hitti þetta kerfi umbjóðendur þeirra, smábátaútgerðarmenn, beint í hjartastað. Ég er gamall Morgunblaðsmaður. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

ÍSAL styrkir Barnaspítala Hringsins

EINS og undanfarin ár veitir ÍSAL jólastyrk til góðs málefnis. Að þessu sinni hlaut Barnaspítali Hringsins styrkinn, sem er ein milljón króna, og var hann afhentur í Straumsvík sl. föstudag. Í fréttatilkynningu segir að ánægjulegt sé fyrir stóriðjufyrirtæki á borð við ÍSAL að geta hjálpað til við uppbyggingu nýs barnaspítala með þessum hætti. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 125 orð

Ítalir sparsamastir

ÍTALIR eru sparsamasta þjóð Evrópu, ef marka má nýjar tölur yfir sparnað í aðildarlöndum Evrópusambandsins (ESB) frá hagstofu þess, Eurostat. Ítalir spara að jafnaði um 50% meira af ráðstöfunartekjum sínum en meðaltal ESB-þjóðanna, en Danir spara hlutfallslega minnst, eða 61% minna en ESB-meðaltalið. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1389 orð

Jafn umdeilt og fyrr

SIGMUNDUR Guðbjarnason, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Mannverndar, segir að gagnagrunnsmálinu sé engan veginn lokið þó frumvarpið verði að lögum og bæði þjóðin og sér í lagi þingið muni hafa bæði skömm og skaða af. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Jólamaturinn eyði lagðist

MIKIÐ tjón varð í Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði um síðustu helgi þegar kælikerfi í versluninni bilaði. Hugsanlegt er að rekja megi orsakir bilunarinnar til vatnsskorts í bænum. Björgvin Pálsson, verslunarstjóri Kaupfélagsins, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvað hafi valdið því að kælipressan vann ekki eðlilega. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Jólatónleikar á Hellu og Heimalandi

TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga heldur sína árlegu jólatónleika dagana 15. og 16. desember nk. og verða þeir haldnir hinn 15. desember í Hellubíói og hinn 16. desember á Heimalandi. Tónleikarnir hefjast báða dagana kl. 20.30. Nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er að ljúka og verður boðið upp á bæði söng og hljóðfæraleik nemenda á öllum aldri. Meira
15. desember 1998 | Landsbyggðin | 79 orð

Kveikt á jólatrénu á Hellissandi

Kveikt á jólatrénu á Hellissandi Hellissandi-Mikill mannfjöldi, aðallega börn, voru samankomin þegar kveikt var á jólatrénu á Hellissandi nú fyrir þessi jól. Ævinlega er mikil tilhlökkun í börnunum að fá jólatréð sett upp og sjá það ljóma í skammdegismyrkrinu. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Landslið hestamanna standi heiðursvörð

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að landbúnaðarráðherra verði falið að koma á fót landsliði hestamanna, allt að tíu manna, af báðum kynjum og á öllum aldri, sem falið verði að kynna íslenska hestinn. Til dæmis með því að koma fram fyrir Íslands hönd við hátíðleg tækifæri og opinberar móttökur erlendra þjóðhöfðingja. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

LEIÐRÉTT

RANGLEGA er sagt í frétt um nýjar hljóðbækur Hljóðbókaklúbbsins, að Hljóðbókagerð Blindrafélagsins gefi bækurnar út. Það er Hljóðbókaklúbburinn, sem gefur þær út, en þær eru framleiddar hjá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
15. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Leiðrétt Áttu ekki heimangengt

NÝ þjónustumiðstöð Landssíma Íslands við Hafnarstræti 102 var formlega opnuð síðasta föstudag. Fjölmenni var við opnunina, en þeir Halldór Blöndal samgönguráðherra og Þórarinn V. Þórarinsson stjórnarformaður áttu ekki heimangengt. Í frásögn blaðsins af opnuninni var sagt að þeir hefðu verið viðstaddir, eins og til stóð. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirðingar á þessari missögn. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Loðnan loks fundin

MIKIL loðna fannst á miðunum norðnorðvestur af Langanesi um helgina. Skipin sigla þá í gegnum margra mílna langar lóðningar, en loðnan var dreifð og stóð djúpt. Flest þeirra fengu góðan afla á föstudagskvöldið, en urðu síðan að hætta veiðum vegna brælu. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, segir gott að vita til þess að loðnan sé loksins gengin í svo miklum mæli inn á miðin. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Lukkudýr ­ ný gæludýraverslun

LUKKUDÝR gæludýraverslun var nýlega opnuð að Laugavegi 116 v/Hlemm þar sem áður var verslunin Tokyo. Í versluninni fást gæludýr, fiskar, fuglar, nagdýr og einnig allar almennar vörur til umhirðu gæludýra. Einnig fást þar Russ Berrie gæðabangsar og gjafavörur. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Málstofa í samstarfi Lagastofnunar og Lögfræðingafélags Íslands

SKÚLI Magnússon, lögfræðingur og stundakennari í réttarheimspeki við lagadeild Háskóla Íslands, fjallar um efnið "Kenningar Ronald Dworkin um rétta niðurstöðu í erfiðum dómsmálum" í stofu 201 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands kl. 16 þriðjudaginn 15. desember. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Meistarinn kominn heim ÖRN Arnarson, Hafnfirðin

Meistarinn kominn heim ÖRN Arnarson, Hafnfirðingurinn ungi, sem varð á laugardaginn Evrópumeistari í 200 metra baksundi, kom heim í gær. Í mótslok var Örn útnefndur efnilegasti sundmaður Evrópu í karlaflokki. Erni var vel fagnað við komuna til landsins; á móti honum tóku m.a. Ellert B. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 450 orð

Móa syngur í breskum jólaþætti á Channel 4 Mynduð

Móa syngur í breskum jólaþætti á Channel 4 Mynduð á slóðum finnska jólasveinsins MÓEIÐI Júníusdóttur söngkonu, Móu, hefur verið boðið ásamt hljómsveit sinni að flytja lagið "Raining In My Heart" í þætti sem breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hyggst sýna á þriðja í jólum. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 60 orð

Nýdönsk í Iðnó

TÓNLEIKARÖÐIN á þriðjudögum í Iðnó heldur áfram en fram hafa komið ólíkir tónlistarmenn, svo sem Camerartica, Jólakettir, Hörður Torfa, KK, og Caput, svo einhverjir séu nefndir. Í kvöld er svo röðin komin að Nýdanskri að þenja strengi sína í Iðnó. Dúettinn Súkkat mun einnig stíga á stokk sama kvöld, en tónleikarnir eru um leið styrktartónleikar fyrir flogaveik börn. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ný gleraugnaversllun í Kringlunni

NÝ gleraugnaverslun, Betri sjón, hefur opnað í nýrri tengibyggingu Kringlunnar. Þar er m.a. að finna fullkomna sjónglerjaslípun og hægt er að fá gleraugun afgreidd á minna en klst. segir í fréttatilkynningu. Á boðstólum er úrval gleraugna frá heimsþekktum hönnuðum, s.s. Gucci, Matsuda, Mas Mara, Brendel o.fl. svo og títanumgjarðir í úrvali. Meira
15. desember 1998 | Landsbyggðin | 135 orð

Nýr sóknarprestur settur í embætti

Geitagerði-Aðventuguðsþjónusta var haldin í Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal 6. desember sl. þar sem sr. Lára G. Oddsdóttir var sett í embætti. Prófasturinn sr. Einar Þór Þorsteinsson sóknarprestur á Eiðum flutti ávarp og þjónaði jafnframt fyrir altari ásamt fyrrverandi sóknarpresti á Valþjófsstað, sr. Bjarna Guðjónssyni. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 605 orð

Ofsa- og ölvunarakstur meðal verkefna

FRAMHALD var á aðgerðum lögreglu vegna ölvunaraksturs og voru á annan tug ökumanna stöðvaðir vegna gruns um slíkan akstur um helgina. Lögreglu var tilkynnt um 66 umferðaróhöpp um helgina. Ekki urðu slys á fólki er vörubifreið valt á hliðana á Gufunesvegi að morgni föstudags. Umferðarslys varð um miðjan föstudag er tvö ökutæki skullu saman í Ármúla. Meira
15. desember 1998 | Miðopna | 1304 orð

Of snemmt að segja til um árangur af ferð Bills Clintons t

PALESTÍNUMENN fögnuðu Bill Clinton Bandaríkjaforseta innilega þegar hann vígði í gær flugvöll þeirra í Gaza, sem tekinn var í notkun í síðasta mánuði, enda telja þeir það mikinn sigur að Clinton skuli hafa lagt leið sína til sjálfsstjórnarsvæðisins. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1063 orð

Óformlegum viðræðum um sameiningu SH og ÍS hætt

FULLTRÚAR hluthafa Íslenskra sjávarafurða hf. og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. hafa átt í óformlegum viðræðum um samstarf eða samruna félaganna undanfarnar vikur. Stutt hlé varð á samskiptum fulltrúa þeirra fyrir rúmri viku en þráðurinn aftur tekinn upp Meira
15. desember 1998 | Landsbyggðin | 396 orð

Pappírssöfnun á Suðurlandi gengur vel

Selfossi-Pappír hefur verið aðgreindur á Suðurlandi í tvö og hálft ár. Á þeim tíma hafa safnast 295 tonn af blönduðum pappír, aðallega dagblöð, tímarit og gæðapappír. Þessi pappír hefur allur verið fluttur til Sorpu, þar er pappírinn baggaður og sendur til Svíþjóðar. Áætlað er að hver Íslendingur noti um 150 kg af pappír og pappa á hverju ári, þar af u.þ.b. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1436 orð

Repúblikanar sækja í sig veðrið

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á sunnudag að hann hygðist ekki segja af sér, það hefði satt að segja ekki hvarflað að sér. Var þetta svar við spurningum blaðamanna í kjölfar áskorunar repúblikana á Bandaríkjaþingi en dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti á laugardag að senda fjórar ákærur á hendur forsetanum til embættismissis til afgreiðslu í fulltrúadeildinni. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ríkisendurskoðandi áritaði tillöguna

PÁLMI Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, segir í yfirlýsingu sem birt er í Morgunblaðinu í dag, að samningur bankaráðsins við bankastjóra bankans um að flytja öll lífeyrisréttindi þeirra í séreignasjóð hafi m.a. byggst á því að þeir féllust á að felld yrðu niður framlög vegna samningsbundinna réttinda þeirra í fimm ár frá 60-65 ára aldri. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Rýmingarsala hjá Genus

NÚ STENDUR yfir rýmingarsala hjá Genus í Glæsibæ í Reykjavík en verslunin hættir upp úr áramótum. Verslunin sérhæfir sig í sölu á hvers kyns spilum og þrautum. Kolbrún Indriðadóttir, einn eigenda, tjáði Morgunblaðinu að hugmyndin væri að selja allan lagerinn þar sem ákveðið hefði verið að hætta rekstrinum. Því væri nú allt selt með miklum afslætti, hálfvirði og jafnvel meira. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Samkomulag milli A-flokka um prófkjör

ÓFORMLEGT samkomulag hefur tekist milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um að viðhafa prófkjör um röðun í efstu átta sætin á framboðslista samfylkingar í Reykjavík. Stefnt var að því að stafesta samkomulagið á fundi í gærkvöldi, en Kvennalistinn óskaði eftir að fundinum yrði frestað. Ekki liggur fyrir hvort Kvennalistinn samþykkir tillöguna. Meira
15. desember 1998 | Landsbyggðin | 179 orð

Sál í hverri skál

Félagsstarf aldraðra á Blönduósi Sál í hverri skál Blönduósi-Margt fallegra og hagnýtra muna var að finna á basar sem eldri borgarar í A-Hún. héldu í Hnitbjörgum á Blönduósi fyrir skömmu. Handverk kvenna var í miklum meirihluta en karlar áttu líka þarna sinn fulltrúa. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Sem frjálsast aðgengi verði tryggt

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands telur að forsenda þess að miðlægur gagnagrunnur verði íslensku vísindastarfi til framdráttar sé sú að aðgengi að grunninum verði sem frjálsast. Ráðið telur að ekki megi skerða aðgengið frá því sem gert var ráð fyrir í frumvarpi. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Skemmtidagskrá til styrktar orgelsjóði Kristkirkju

ORGELSJÓÐUR Kristkirkju hefur undanfarið unnið að söfnun sem ætlað er að fjármagna endurgerð orgelsins en áætlað er að því verkefni verði lokið árið 2000. Í þessu skyni hefur orgelsjóðurinn sett saman skemmtidagskrá undir heitinu "Jólatöfrar" og verður hún flutt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum miðvikudagskvöldið 16. desember. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 156 orð

Skipaður skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins

DR. SVEINN Aðalsteinson, plöntulífeðlisfræðingur, hefur verið skipaður, af landbúnaðarráðherra, í stöðu skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum frá 1. janúar 1999. Skipað er í stöðuna til fimm ára. Meira
15. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

Tekjur um 2,2 milljarðar en 1,8 milljarðar í gjöld

SÍÐARI umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1999 verður á fundi bæjarstjórnar í dag, þriðjudag. Áætlað er að skatttekjur bæjarsjóðs á næsta ári verði 2.250.000 þúsund krónur og heildarrekstrargjöld verða 1.857.685 þúsund krónur. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Thor Heyerdahl boðið hingað NORSKI landkönnuður

Thor Heyerdahl boðið hingað NORSKI landkönnuðurinn og fræðimaðurinn Thor Heyerdahl er væntanlegur til Íslands 21. desember næstkomandi ásamt konu sinni Jacquelene og verður sérstakur gestur forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hyggst hann dvelja hér í viku, eiga viðræður við íslenska fræðimenn og skoða sig um. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ungir framsóknarmenn vilja breyta stjórnarskránni

Á FUNDI stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna á sunnudag var fjallað um dóm Hæstaréttar um fiskveiðistjórnun og úthlutun veiðileyfa. Í ályktun fundarins, sem samþykkt var samhljóða, eru þingflokkar hvattir til að breyta stjórnarskránni þannig að réttur komandi kynslóða verði tryggður til að njóta arðsins af auðlindum hafsins. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 891 orð

Uppgjör lífeyrisréttinda

Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 12. þessa mánaðar er enn fjallað um uppgjör lífeyrisréttinda bankastjóra og nú einnig aðstoðarbankastjóra Búnaðarbankans. Aðalheimildarmaður blaðsins er Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, og er á ýmsan hátt þannig haldið á málum að ógerlegt er að láta ósvarað. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Upplýsingasafn mun ganga kaupum og sölum

HÓPUR íslenskra lækna hefur sent bréf til stjórnar deCODE genetics, bandarísks móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Í stjórninni eru ýmsir kunnir vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi auk Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Í bréfinu er lýst áhyggjum af frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði og talin upp rök gegn frumvarpinu. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 358 orð

Verðmæti ellilífeyrisréttinda komi til skipta

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands leggur áherslu á í umsögn sinni um lagafrumvarp varðandi fjárskipti hjóna og áunnin ellilífeyrisréttindi að ekki séu efni til þess að mæla fyrir um skiptingu sjálfra lífeyrisréttindanna milli hjóna við skilnað. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 351 orð

Vikulangri vopnaleit lokið

VOPNAEFTIRLITSNEFND Sameinuðu þjóðanna í Írak (UNSCOM) lauk í gær vikulangri vopnaleit, sem litið var á sem prófstein á það hvort Írakar myndu standa við loforð sín um fullt samstarf við nefndina. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 485 orð

Víðtækar aðgerðir lögreglu gegn fíkniefnum

HALD var lagt á 40 skammta af LSD, talsvert magn af amfetamíni og kannabisefnum í miklum aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnum um helgina. Margir einstaklingar voru handteknir og var einnig lagt hald á haglabyssu og riffil, sem stolið hafði verið úr íbúðarhúsi í Reykjavík um helgina. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 175 orð

Þrjátíu falla við landamæri Kosovo

HER Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, felldi að minnsta kosti þrjátíu Kosovo- Albana og særði tólf aðra í átökum á landamærum Kosovo í gær, að sögn serbnesku fréttastofunnar Media Center. Var greint frá þessu á CNN í gær. Meira
15. desember 1998 | Innlendar fréttir | 374 orð

Ökumenn í vandræðum í hvassviðrinu

SPÁÐ er norðanhvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu í dag með snjókomu en hægara veðri sunnanlands. Víða var mjög hvasst um sunnanvert landið í gær og lentu ökumenn í vandræðum. Hvergi urðu þó alvarleg slys. Síðdegis fór að lægja sunnanlands en þá herti í vindinn fyrir norðan. Einna hvassast varð á Kjalarnesi þar sem tíu vindstig voru um tíma. Meira
15. desember 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Öryggismál eins og "gatasigti"

ÖRYGGISMÁL í farþegaflugi almennt eru eins og "gatasigti" og bjóða upp á hörmungar á borð við Lockerbie-hryðjuverkið. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu. Í skýrslunni "Flug, hryðjuverk og öryggismál" sem sérfróðir menn um hryðjuverk hafa sett saman, er Bretum hrósað fyrir þá lærdóma, sem þeir hafa dregið af Lockerbie- hryðjuverkinu, en sagt er, að fólk, sem ferðast frá Bandaríkjunum, Meira

Ritstjórnargreinar

15. desember 1998 | Leiðarar | 606 orð

CLINTON Í MIÐ- AUSTURLÖNDUM

ÞEGAR fulltrúar í þjóðarráði Palestínumanna samþykktu samhljóða í gær að ógilda ákvæði í stofnskrá Frelsissamtaka Palestínu (PLO) þar sem hvatt er til tortímingar Ísraelsríkis var mikilvægri hindrun rutt úr vegi fyrir batnandi samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Meira
15. desember 1998 | Staksteinar | 312 orð

»Höfuðstaður Norðurlands FRJÁLS VERSLUN fjallar í leiðara um hægan vöxt og j

FRJÁLS VERSLUN fjallar í leiðara um hægan vöxt og jafnvel fækkun íbúa í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, en bæjarbúar eru 15.004 og íbúatalan stendur nánast í stað. Traustir byggðahornsteinar Meira

Menning

15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 32 orð

14 milljónir á dag

14 milljónir á dag CLAUDIA Schiffer sýndi skartgripi og eðalsteina fyrir hátískuhönnuði Bulgari í Napólí á fimmtudag. Fyrirsætan er sögð hafa fengið um 14 milljónir fyrir sýninguna sem tók aðeins einn dag. Meira
15. desember 1998 | Skólar/Menntun | 254 orð

30 vélfræðingar í fjarnámi um Netið

30 vélfræðingar í fjarnámi um Netið TÖLVU- og verkfræðiþjónustan hefur samið við Vélstjórafélag Íslands um fjarnámskeið í notkun Netsins. Um 30 vélfræðingar hjá Landsvirkjun taka þátt í fyrsta námskeiðinu sem tekur 6 vikur og lýkur í janúar 1999. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 867 orð

Aðventa í Genúa

Í ÞÁ DAGA komu sjaldan jól og eins langt aftur og ég get munað tók það hver þeirra heila eilífð. Fyrstu sjúkdómseinkenni nýrra jóla var heimsókn frú Traverso. Hún færði okkur alltaf jólaköku sem virtist hrærð úr steinsteypu og handa mér kom hún með enn eitt eintakið af Börnunum við Paal-götu, raunasögu um erfiða æsku. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Allt fyrir stórfréttina

ÆSIFRÉTTAMAÐURINN Eric Ford virðist hafa seilst of langt í leitinni að stórfréttinni þegar hann hleraði farsíma Tom Cruise og eiginkonu hans, Nicole Kidman, í febrúar síðastliðnum. Samtalið var birt í júní í breska slúðurblaðinu The Globe og handtók alríkislögreglan í Bandaríkjunum æsifréttamanninn í síðustu viku fyrir símahlerunina. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 177 orð

Byggingarsaga og þróun Landspítalans á minjasýningu

NÚ stendur yfir minjasýning í anddyri K-byggingar Landspítalans. Sýningin var opnuð í tengslum við ársfund Landspítalans 4. desember sl. og er viðfangsefni sýningarinnar "Landspítalinn, byggingarsaga og fyrstu árin". Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 491 orð

Dansað um á beinunum

SKÁLDSAGAN Saga af stúlkueftir Mikael Torfason er Reykjavíkursaga sem gerist í samtímanum og segir frá 17 ára stúlku, Auði Ögn Arnarsdóttur. Hún stendur líkt og aðrir táningar frammi fyrir vali sem snertir kynferði hennar og sjálfsmynd en í hennar tilfelli eru ákvarðanir þessu lútandi flóknari en gengur og gerist. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 414 orð

Einsemd og munúð

eftir Ásdísi Óladóttur. Andblær. 1998 - 41 bls. EINSEMDIN er ef til vill ljóðrænust allra tilfinninga þó að enginn vilji vera einmana. Fá yrkisefni eru algengari og kannski er það í sjálfu sér einmanalegt að vera skáld. Ung kona, Ásdís Óladóttir, sendir um þessar mundir frá sér ljóðabók þar sem einsemd og einangrun er meginviðfangsefnið. Hún nefnir bókina Haustmáltíð. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 397 orð

Ekki haft tíma fyrir jólaskapið

Þátturinn M8 popptíví í loftið á Áttunni Ekki haft tíma fyrir jólaskapið "VIÐ ERUM að gera rosalega spennandi íslenskt popptíví," segir Nína Björk hressilega og auðheyrt að hún hefur mjög gaman af tilverunni enda er hún kynnir þáttarins M8 popptíví ásamt Adda Fannari úr Skítamóral sem fór í fyrsta skipti í loftið í gær. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 106 orð

Electra ástfangin af Rodman

Electra ástfangin af Rodman FARSINN í kringum brúðkaup Carmen Electra og Dennis Rodmans virðist ætla að verða langlífari en hjónabandið. Nú síðast er það Electra, sem er frægust fyrir að leika í Strandvörðum, sem tjáir sig um brúðkaupið í viðtali við vikublaðið People. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 47 orð

Enginn oftar varið titilinn

ÞÝSKI hnefaleikakappinn Daruis "tígrisdýr" Michalczewski fagnaði gífurlega eftir að hann vann Bandaríkjamanninn Drake Thadzi um helgina þegar þeir börðust um WBO- heimsmeistaratitilinn. Michalczewski sigraði með tæknilegu rothöggi í níundu lotu og varð þar með fyrsti heimsmeistarinn í hnefaleikum sem ver titilinn 14 sinnum. Meira
15. desember 1998 | Tónlist | 664 orð

Falleg jólasaga

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, einsöngvarar, Kammerkór Kópavogs Kór Neskirkju og nemendur í Listdansskóla Íslands fluttu lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Concerto grosso eftir Corelli og óperuna Amal og næturgestina eftir Gian Carlo Menotti, Ingvar Jónasson stjórnaði. Sunnudagskvöld kl. 20.30. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Fjórir hlutu styrk FÍT

FÉLAG íslenskra tónlistarmanna úthlutar árlega úr Hljómdiskaskjóði félagsins. Að þessu sinni hlutu fjórir styrk að upphæð 150.000 kr. hver: Sverrir Guðjónsson, kontratenór, fyrir geislaplötuna Epitaph; Sigurður Halldórsson, sellóleikari, fyrir einleiksplötu með íslenskum og erlendum verkum; Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, og Guðríður St. Meira
15. desember 1998 | Kvikmyndir | 354 orð

Fjöldaframleiddir hermenn

Leikstjóri: Paul Anderson. Handrit: David Webb Peoples. Framleiðandi: Jerry Weintraub. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Gary Busey, Jason Scott, Connie Nielsen. Warner Bros. 1998. Í NÝJUSTU mynd sinni, framtíðartryllinum Hermanni eða "Soldier", segir Kurt Russell varla meira en 20 til 30 orð. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 599 orð

Flakkarinn

ÁRNI Sigurjónsson nefnir sína fyrstu skáldsögu Lúx. Hann hefur áður skrifað um bókmenntir og kennt þær. Aðalpersónan, Helgi, ræður sig í sumarvinnu í Lúxemborg, hjá íslenskum flugmanni, sem er alltaf alveg að verða ríkur. Helgi þarf að ferðast nokkuð vegna starfsins, leita að samböndum, en er leitandi heimspekistúdent í Kaupmannahöfn yfir vetrartímann. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 1432 orð

Form, fantasía og misskilið menningarsnobb

ÍSLENSK sagnagerð stendur með miklum blóma. Samkvæmt Bókatíðindum eru ríflega þrjátíu nýjar íslenskar skáldsögur að koma út um þessi jól og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Hins vegar þykir undirrituðum að skáldsagnaflóran sé að mörgu leyti meira spennandi nú en oft áður, einkum eru hinir fjölmörgu nýliðar að hressa upp á ásýnd íslensku skáldsögunnar. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 792 orð

Framsýnn merkismaður

Eftir Jakob F. Ásgeirsson. 1998. Mál og menning, Reykjavík. 415 bls. GÓÐAR ævisögur eru sérlega skemmtilegt lestrarefni.Þær gera yfirleitt hvorttveggja í senn að gefalesendum sérstakt sjónarhorn á þá atburði semsöguhetjan tekur þátt íeða reynir með öðrumhætti. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Franskir hellar í Hafnarstræti

ÓVENJULEG sjón blasti við gestum Kaffi Thomsen á fimmtudagskvöldið var. Þegar komið var inn sást fjöllistamaðurinn Fjölnir Geir Bragason upptekinn við að mála stórt hellamálverk á einn vegginn á veitingahúsinu, og gátu gestir fylgst með hvernig verkið þróaðist á meðan þeir fengu sér kaffisopa. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 509 orð

Frábær skemmtan

Tónleikar á Akranes sl. laugardag. Fram komu Anna Halldórsdóttir og Vefararnir, Ummhmm og Fitl. Á AKRANESI hefur löngum verið líflegt tónlistarlíf og þaðan hafa komið fjölmargir eftirtektarverðir tónlistarmenn. Meira
15. desember 1998 | Tónlist | 700 orð

Frumlegur djass en hefðbundinn þó

Kvintett Jóels Pálssonar: Jóel Pálsson tenór- og sópransaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Hilmar Jensson gítar, Gunnlaugur Guðmundsson bassa, Einar Valur Scheving trommur. Gestir: Sigurður Flosason altósaxófón og bassaklarinett og Matthías MD Hemstock trommur og ásláttarhlóðfæri. Verk eftir Jóel Pálsson utan þjóðlagið Það mælti mín móðir. Hljóðritað í Reykjavík 4. og 5. ágúst 1998. Jazzís 109. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 690 orð

Frænkur, tröll og hrekkjusvín

eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning. 1998 ­ 61 bls. ÞAÐ er lofsvert þegar okkar fremstu skáldsagnahöfundar taka sig til og skrifa barnabækur. Yngstu lesendunum þarf að þjóna líka. Svo er það annar handleggur hvort slík iðja gangi alltaf upp. Steinunn Sigurðardóttir sendir um þessar mundir frá sér barnabók sem hún nefnir Frænkuturninn. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Frönsk þokkagyðja glímir við Bond

Frönsk þokkagyðja glímir við Bond NÆSTA bíómynd breska sjarmörsins James Bonda, verður með frönsku ívafi. Ekki það að hann taki upp franskan hreim eða gerist franskur ríkisborgari heldur mun franska leikkonan og þokkagyðjan [auðvitað!] Sophie Marceau fara með hlutverk í myndinni. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 918 orð

Færeyskt stórvirki Í eftirfarandi grein fjallar Vésteinn Ólason um viðamikla bókaútgáfu Emils Thomsens í Færeyjum, en Emil hefur

MAÐUR er nefndur Emil Thomsen. Hann er færeyskur og býr í Þórshöfn. Emil hefur um langt skeið rekið fyrirtækið Bókagarð og m.a. endurútgefið mikið af sígildum færeyskum bókmenntum, þjóðfræðum og skáldskap, í búningi sem þessum gersemum hæfir. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Gagnrýnendur hrifnir af Spielberg

BJÖRGUN óbreytts Ryans hreppti verðlaun gagnrýnenda í Los Angeles sem besta mynd ársins 1998. Steven Spielberg var einnig verðlaunaður fyrir bestu leikstjórn og Janusz Kaminski fyrir bestu kvikmyndatöku. Danska myndin Veislan eða "Festen" var valin besta erlenda myndin. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 255 orð

Goðsögn í nýju ljósi

GUNNLAÐAR saga eftir Svövu Jakobsdóttur kom nýlega út á litháísku í þýðingu Rösu Ruseckiene. Útgefandi er Tyto Alba. Á laugardaginn birtist ritdómur um bókina í blaðinu Siaures Atanai og er höfundur hans Aiste Urboniene háskólakennari í skandínavískum nútímabókmenntum. Í upphafi stendur að bókin muni verða gómsætur munnbiti fyrir bókmenntasælkera. Meira
15. desember 1998 | Tónlist | 300 orð

Góður söngur, fjölbreytt lagaval

Skólakór Kársness, Barnakór Kársness, Stóri kór, Miðkór & Litli kór Kársnesskóla. Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Marteinn H. Friðriksson, Jónas Ingimundarson, Reynir Jónasson, Unnur María Ingólfsdóttir, Guðrún S. Birgisdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, Björn Thoroddsen, Kristinn Svavarsson. Monika Abendroth. Upptökustjóri o.fl.: Sigurður Rúnar Jónsson. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 106 orð

Grensáskórinn flytur tvær jólakantötur

KIRKJUKÓR Grensáskirkju flytur tvær jólakantötur á aðventutónleikum á morgun, miðvikudag kl. 20.30. Fluttar verða Lobet, Christen, euren Heiland eftir D. Buxtehude og Uns ist ein Kind geboren, kantata nr. 142 eftir J.S. Bach. Einsöngvarar verða Ingibjörg Ólafsdóttir, Hellen Helgadóttir, Ingimar Sigurðsson, Matthildur Matthíasdóttir, Guðlaugur Viktorsson og Ingimar Sigurðsson. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 325 orð

Gullljómi

Höfundur: Loftur Guðmundsson. Orðskýringar: Hálfdan Ómar Hálfdanarson. Ráðgjöf: Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Hönnun kápu: Erlingur Páll Ingvarsson. Ljósmyndir: Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör/Guðmundur Ingólfsson. Útgefandi: Íslenska bókaútgáfan ehf. 1998 ­ 167 síður. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 506 orð

Hef alltaf heillast af heimi geðveikinnar

"MIG langaði til að draga upp ákveðna veröld þar sem orðið væri fullkomlega frjálst. Þar sem venjuleg manneskja stígur strax á bremsurnar en sjúkur maður aftur á móti lætur vaða. Ég leitaðist við að skrifa út fyrir ramma hins hefðbundna siðferðis og skapa heim þar sem sögupersónan gengur þvert á siðferðisleg mörk, Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Heillandi táknskógur

Eftir Bjarna Bjarnason. Prentvinnsla: Oddi hf. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1998. 251 bls. BJARNI Bjarnason hefur komið inn í íslenskar bókmenntir sem nokkur nýjungamaður. Hann er einn af stofnendum tímaritsins Andblæs sem birtir tilraunabókmenntir af ýmsu tagi, fyrst í stað þó einkum texta af þeirri gerð sem útgefendur tímaritsins kölluðu draumbókmenntir. Meira
15. desember 1998 | Myndlist | 416 orð

Hin ummyndaða náttúra

Til 10. janúar. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. Lokað yfir hátíðirnar frá 20. desember, en sýninguna má skoða frá götunni um glugga. GAGNVART náttúrunni hegðar maðurinn sér eins og utan og ofan við lögmál hennar. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 685 orð

Höfundur bókarinnar Siggu á Brekku er 95 ára að aldri

HÖFUNDUR barnabókarinnar Siggu á Brekku, sem ber undirtitilinn: Endurminningar aldamótabarns, er Ingibjörg Þorgeirsdóttir, 95 ára að aldri. Bókaútgáfan Æskan gefur bókina út, sagan er 143 bls. að lengd. Myndverk bókarinnar eru eftir Sigrúnu Eldjárn á heilsíðu framan við hvern aðalkafla bókarinnar. Áður hafa komið út eftir Ingibjörgu tvær ljóðabækur; Líf og list (1956) og Ljóð (1991). Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 588 orð

Í hjarta Rósar

RÓS Ingadóttir sópransöngkona syngur lög úr ýmsum áttum við undirleik Jóhannesar Andreasens á geislaplötunni Í hjarta þér. Þetta er fyrsta plata söngkonunnar. Rós Ingadóttir hóf ung söngnám hjá Maríu Markan. Hún gerði að mestu hlé á söngnámi meðan hún gekk í menntaskóla, nam uppeldisfræði í Danmörku og stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands. Meira
15. desember 1998 | Kvikmyndir | 437 orð

Í skugga fortíðar

Leikstjóri Jeroen Krabbé. Handritshöfundur Edwin de Vries, e. sögu Carls Friedman. Tónsmiður Henry Vrienteu. Kvikmyndatökustjóri Walther van den Ende. Aðalleikendur Laura Fraser, Isabella Rosselini, Maximilian Schell, Jeroen Krabbé, Marianne Sägebrecht, Topol. 100 mín. Hollensk/belgísk/bandarísk. 1998. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 750 orð

Í smásjá

Auður Ólafsdóttir, Mál og menning, Reykjavík, 1998, 139 bls. UPPHÆKKUÐ jörð er fyrsta skáldsaga Auðar Ólafsdóttur listfræðings. Söguhetjan er stúlka að nafni Ágústína sem býr með fóstru sinni í litlum bæ á ótilgreindri norðlægri eyju. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 107 orð

Ítalskar aríur í boði Dante Alighieri

STOFNUN Dante Alighieri á Íslandi býður öllum áhugamenn um ítalska tónlist á tónleika "Serata Musicale Italiana", í dag þriðjudag kl. 20.30. Tónleikarnir verða í Smára, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík, við Veghúsastíg og eru í tilefni þess, að 200 ár eru liðin frá fæðingu ítalska skáldsins Giacomo Leopardi, (Recanati 1798 - Napoli 1837). Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 76 orð

Joan Chen hreppti gullhestinn

KÍNVERSKA leikkonan og leikstjórinn Joan Chen kom, sá og sigraði þegar gullhesturinn var afhentur í Taipei um helgina. Verðlaunin eru veitt í tengslum við kvikmyndahátíð sem haldin er ár hvert í Asíu. Kvikmynd Chen "Xiu Xiu The Sent Down Girl" vann til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og besta leik í aðalkarl- og kvenhlutverki. Meira
15. desember 1998 | Kvikmyndir | 457 orð

Jólaboð(gleð)skapur

Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri: Hilmar Jónsson, leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson, tónlist: Margrét Örnólfsdóttir, leikendur: Ari Matthíasson, Björn Ingi Hilmarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Kenningar og rannsóknir í mannfræði

Ritgerðir og greinar 1991-1996 eftir Harald Ólafsson. Prentun: Prentmyndastofan. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997. 184 bls. MANNFRÆÐI er sú fræðigrein sem í grófum dráttum hefur að viðfangi þá tegund sem kallar sig af töluverðu steigurlæti hinn vitiborna mann, Homo sapiens. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð

Kjóllinn kostar 420 milljónir

ÍTALSKA brúðurin Sabrina Battaglia og brúðguminn Aniello Formisano brosa út að eyrum þegar þau stíga út úr kirkjunni í miðborg Napolí á mánudaginn var, enda gaman á brúðkaupsdaginn og ekki verra að vera í fallegum fötum. Brúðurin er reyndar ekki í neinum venjulegum brúðarkjól, því kjóll hennar er alsettur gimsteinum og er metinn á 10 billjónir líra eða 420 milljónir íslenskra króna. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 35 orð

Lagalisti

Lagalisti Anna Halldórsdóttir og Vefararnir Rampante Akquarella í risinu Aldan Heimkynni fagurgalans Hringsól Fröken fjall Á Grænlandi Ummhmm Vináttubönd Haustið Brosið Plastkortablús Sunnudagspabbar Skjárinn Svip og p Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 1046 orð

Líflína frá vöggu til grafar Franska útgáfan Opus 111 gefur út diskinn Epitath með útfærslu Sverris Guðjónssonar á íslenskum

FRANSKA útgáfan Opus 111 gefur út plötu Sverris Guðjónssonar kontratenórs á íslenskum þjóðlögum í flutningi hans, lútu-, gamba- og slagverksleikara. Sverrir hefur unnið að útgáfunni undanfarin ár, valið lögin, úfært og tekið upp, en hann hannaði líka umslag á plötuna og annaðist bæklinginn sem fylgir. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 36 orð

Lína Rut sýnir á Kaffi 17

NÚ stendur yfir sýning Línu Rutar á olíumálverkum á Kaffi 17, Laugavegi. Lína Rut útskrifaðist úr MHÍ 1994 úr málaradeild. Sýningin er opin á verslunartíma út desember. VERK eftir Línu Rut. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 54 orð

Lísa í Undralandi á uppboði

FYRSTA útgáfa af barnabókinni Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll, var seld á uppboði í New York á dögunum á hálfa aðra milljón dala, um 105 milljónir í ísl. kr. Var útgáfan nokkurs konar vinnuplagg Carrolls, sem færði inn leiðréttingar á spássíuna. Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð

Ljóðelskar Kanildúfur

STEFNUMÓT er yfirskrift kvölda sem tónlistarblaðið Undirtónar stendur fyrir hálfsmánaðarlega á Gauki á Stöng. "Ætlunin er að þessi kvöld verði vettvangur fyrir hinar ýmsu tónlistarstefnur og að þar verði komið á framfæri einhverju af þeirri miklu grósku sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða," segir Eldar Ástþórsson. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 562 orð

Lærðu að vera ljósberi

eftir Elías H. Snorrason. Elías och Inre källorna. 1998 - 169 bls. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst spámenn. En svo er að sjá að með okkur sé einn slíkur ef marka má bókina Ég er skínandi sól, sem skráð hefur Elías H. Snorrason. Þar segir hann frá andlegri reynslu sinni og boðar okkur sannleikann og ljósið. Bók Elíasar er óvenjuleg. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Maður er ekki einn, heldur margur

Haraldur Jónsson tók saman. Prentun: Gutenberg hf. Bjartur, Reykjavík 1998. Ritdómari stendur frammi fyrir svolítilli flokkunarspurningu í þessari fyrstu bók Haraldar Jónssonar sem nefnist Fylgjur og hefur undirtitilinn Einræður. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Nemar úr skúlptúrdeild MHÍ sýna myndverk

NEMENDUR úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands sýna myndverk dagana 15. og 16. desember. Myndverkin hafa verið unnin í tengslum við ýmsar stofnair og fyrirtæki í Reykjavík undir handleiðslu kennara þeirra, Halldórs Ásgeirssonar. Verkin eru margvísleg að efni og gerð og verða flest þeirra til sýnis á viðkomndi stöðum. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 446 orð

Nútímalegt danspopp

Wide Noise, breiðskífa tvíeykisins Súrefnis. Súrefni skipa Þröstur Elvar Óskarsson og Páll Arnar Sveinbjörnsson en þeim til aðstoðar á plötunni eru Franz Gíslason söngvari, Hafþór trommuleikari, Tómas Tómasson gítarleikari, og Höskuldur rappari. Lög eru eftir Þröst en útsetningar og upptökustjórn voru í höndum Páls. Umslagið gerði Spessi. Innn gefur út. 34,03 mín. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 139 orð

Nýjar bækur ÍSLENSK knattspyrna 19

ÍSLENSK knattspyrna 1998 er árbók knattspyrnunnar eftir Víði Sigurðsson Bókin kemur nú út í 18. skipti en þessi bókaflokkur hóf göngu sína árið 1981. Í henni er ítarleg umfjöllun um allt sem gerðist í íslenskri knattspyrnu á þessu ári. Þar eru umsagnir um alla leiki í úrvalsdeildum karla og kvenna og 1. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 72 orð

Nýjar bækur ÍSLENSKUR annáll 1990

ÍSLENSKUR annáll 1990 er í samantekt Þorgríms Gestssonar. Þetta er 12. bókin í þessum bókaflokki og er í samantekt stuðst við dagblöð. Sem fyrr eru fréttirnar settar fram eins og þær koma mönnum fyrir sjónir þegar þær gerðust. Útgefandi er Íslenska bókaútgáfan. Íslenskur annáll er ekki seldur í bókabúðum heldur beint til áskrifenda. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 101 orð

Nýjar bækur KVÍSKERJABÓK

KVÍSKERJABÓK er gefin út til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum. Fjöldi greina er í bókinni eftir einstkalinga sem hafa kynnst Kvískerjaheimilinu og átt samstarf við ábúendur þar. Forseti Íslands heiðrar systkinin með ávarpi fremst í bókinni, en auk hans leggja rúmlega 30 höfundar bókinni til efni. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 166 orð

Nýjar bækur MANNLÍF við Sund ­ býl

MANNLÍF við Sund ­ býlið, byggðin og borgin er eftir Þorgrím Gestsson. Í kynningu segir m.a.: "Saga Laugarness í landnámi Ingólfs er samofin sögu Reykjavíkur frá fyrstu tíð. Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir koma ofan Heiði til þess að setjast að í nýjum heimkynnum. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 83 orð

Nýjar bækur SÍÐASTA innsiglið ­ úr

SÍÐASTA innsiglið ­ úr heimi einhverfra er eftir Þorstein Antonsson. Í kynningu segir að bókin innihaldi þætti af einkennilegu mannlífi og almennri umfjöllun um spurnarefnið hver þessi svokallaða alhliða þroskaröskun að mati sérfræðinga sé í raun réttri. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 88 orð

Nýjar bækur UNGFOLAHROKI

UNGFOLAHROKI er fyrsta skáldsaga Guðjóns Sigvaldasonar. Áður hefur hann samið leikrit og gefið út ljóðabækur. Í kynningu segir að Ungfolahroki sé unnin með eldri ungmenni í huga. Leitast er við að gera unglingana sér meðvitandi um íslenskt rit- og talmál, skynja muninn. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 51 orð

Nýjar bækur VERALDAR húsið ­ Ritge

VERALDAR húsið ­ Ritgerð um íslensk dulfræði er eftir Þorstein Antonsson. Í kynningu segir: "Skilning á sannleikanum öðlast maður með tvennum hætti, fyrir vísindalega rannsókn og fyrir innlifun trúarinnar, samkvæmt niðurstöðum þessarar bókar um íslenska dulfræði." Útgefandi er Sigurjón Þorbergsson. Bókin er 96 bls. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Nýjar hljómplötur

JÓL, jól, skínandi skærer með söng Karlakórs Reykjavíkur. Á plötunni eru 17 þekkt jólalög, íslensk og erlend, m.a. Með gleðiraust og helgum hljóm, íslenskt þjóðlag; Það aldin út er sprungið eftir Matthías Jochumsson; Vakn Síons verðir kalla eftir J.S. Bach; Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt eftir A. Adams. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 134 orð

Nýjar hljómplötur GAUDETE! ­ Fagni

GAUDETE! ­ Fagnið! er með söng Kammerkórs Hafnarfjarðar. Þetta er fyrsta plata kórsins og hefur að geyma 24 lög, gamla og nýja jólatónlist. Kórinn var stofnaður vorið 1996 og leitast við að syngja andleg og veraldleg verk frá hinum ýmsu tímum, innlend og erlend, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 94 orð

Nýjar hljómplötur HVAÐ vitið

HVAÐ vitið þið fegra er önnur plata Drengjakórs Laugarneskirkju og deild eldri félaga. Á plötunni eru lög sem kórinn flutti í Englandsferð sl. sumar og er það blanda af þjóðlegri og kirkjulegri tónlist. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson og undirleik annast Peter Máté á píanó. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 140 orð

Orgel- og sellóleikur í Hvammstangakirkju

HAUKUR Guðlaugsson, organisti og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og Gunnar Kvaran, sellóleikari, héldu aðventutónleika í Hvammstangakirkju sunnudaginn 6. desember. Tónleikarnir voru vel sóttir og voru liður í tónleikaröð Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga. Á efnisskránni voru nokkur verk eftir J.S. Bach, m.a. Svíta nr. 2 fyrir einleiksselló og verk eftir Carl Piutti, J. Pachebel, G.F. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 1055 orð

Óendanlega verðmætt að lifa

KJARTAN Árnason rithöfundur hefur verið afkastamikill þetta árið því nú fyrir jólin koma út eftir hann ljóðabókin 7 ævidagar og barnabókin Kata mannabarn og stelpa sem ekki sést sem Hljóðbókaklúbburinn gefur út. Einnig gefur klúbburinn út skáldsögu Kjartans, Draumur þinn rætist tvisvar, sem kom út árið 1989 og er það fyrsta hljóðskreytta skáldsagan sem kemur út hérlendis. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 512 orð

Órafmögnuð Nýdönsk í Iðnó

Í KVÖLD heldur hljómsveitin Nýdönsk hljómleika í Iðnó ásamt dúettinum Súkkati. Hljómleikarnir eru órafmagnaðir og er það í fyrsta sinn sem Nýdönsk spilar heila tónleika án þess að vera í sambandi. Líklegt er að þetta sé eina tækifærið til að hlýða á Nýdönsk fyrir jól, en allur ágóði tónleikanna rennur til styrktar flogaveikum börnum. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 837 orð

Saumað að systrum

eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning 1998. 111 bls. KALDHÆÐNI er það orð sem fyrst kemur upp í hugann við lestur smásagnanna í Eitruðum eplum: Bindiefni safnsins er einkum kaldranalegur húmor og eitruð írónía. Grínið minnir stundum á John Cleese í andstyggilegasta essinu sínu og ekki er laust við að Roseanne bregði fyrir með sitt (lág)millistéttargrín. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Skáldkonur í Kaffileikhúsinu

SKÁLDKONURNAR Vigdís Grímsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Kristín Ómarsdóttir, Gerður Kristný, Auður Ólafsdóttir, Auður Jónsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir lesa úr verkum sínum í dag, þriðjudag kl. 20.30, í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Dagskráin verður í bundnu og óbundnu máli og munu listakonurnar troða upp í nýjustu tískufötum frá versluninni Nælon og Jarðarber. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Skáld úr röðum blaðamanna

Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hélt Blaðamannafélag Íslands Pressukvöld á efri hæð veitingastaðarins Sólon Íslandus. Kvöldið var tileinkað skáldskap og lásu blaðamenn úr nýútgefnum bókum sínum. Fyrstur steig í pontu Árni Þórarinsson, sem las kafla úr bók sinni Nóttin hefur þúsund augu. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Söngkvartettinn Rúdolf í Norræna húsinu

SÖNGKVARTETTINN Rúdolf heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Á efnisskráni verða íslensk og erlend þjóðlög, dægurlög og djasslögn. Seinni hluti tónleikanna verður helgaður jólunum. Rúdolf var stofnaður árið 1992 og hefur víða komið fram. Kvartettinn flytur tónlist sína að mestu án undirleiks og eru flest lög á efnisskránni sérútsett fyrir kvartettinn. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 570 orð

Til lífsins

Áskell Másson: Verk fyrir slagverk: Ljós (1998), Gná (1967), Hringrás (1998), Burr (1968), Jörð (Silja), Helfró (1979). Hljóðfæraleikur: Áskell Másson (slagverk og indverskar reyrflautur), Steve van Oosterhoot (slagverk), Þórir Sigurbjörnsson (sög), David Thor (gítar), Bryndís Halla Gylfadóttir (selló). Söngur: Stúlknakór C. Kórstjóri: Margrét Pálmadóttir. Lengd: 47'15. Útgáfa: Smekkleysa SMK 14. Meira
15. desember 1998 | Skólar/Menntun | 573 orð

Tíu daga hraðnámskeið í þýsku í Freiburg

VILTU rifja upp gömlu menntaskólaþýskuna, fá tækifæri til að beita bókþýsku þinni í daglegu lífi meðal Þjóðverja, eða þarftu að hressa upp á þýskukunnáttuna vegna starfa þinna? Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands býður nú í fyrsta sinn upp á námskeið erlendis ­ hraðnámskeið í þýsku í fögru umhverfi Svartaskógar. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 757 orð

Tsjekhov í bók

NÚ þegar Nemendaleikhúsið sýnir Ivanov eftir rússneska rithöfundinn Anton Tsjekhov í Reykjavík og sýningin sannar enn fyrir áhorfendum að verk höfundarins eiga hér heima kemur út bók með smásögum hans. Hún heitir Konan með hundinn eftir samnefndri sögu. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Umfjöllun um Ævisögu þorsksins

HREINN Ragnarsson, sagnfræðingur, tekur til umfjöllunar og athugunar bókina Ævisaga þorsksins, fiskurinn sem breytti heiminum, í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Bókin er eftir Mark Kurlansky og var nýlega gefin út í íslenskri þýðingu Ólafs Hannibalssonar. Erindið er flutt í boði Rannsóknarseturs í Sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands. Meira
15. desember 1998 | Bókmenntir | 164 orð

Um skáldskap og dægurmál

MOLDUXI ­ Rabb um kveðskap og fleira er eftir Helga Hálfdanarson. Í þessu úrvali greina eru ritgerðir um kveðskap og bragfræði þar sem Helgi ræðir bæði erlenda hætti á íslenskri tungu, vanda þýðandans og ýmis álitamál stór og smá sem upp kunna að koma þegar ort er á íslensku. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 127 orð

Ungt tónskáld á Húsavík

Á AÐVENTUHÁTÍÐ í Húsavíkurkirkju, annan sunnudag í jólaföstu, var flutt tónlistardagskrá í 20 atriðum. Þar komu fram strengjakvartett, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir og Sæunn Þorsteinsdóttir. Einsöngvarar voru Hildur Tryggvadóttir og Baldur Baldvinsson. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 61 orð

Upplestur á Sóloni Íslandusi

FJÓRIR rithöfundar lesa úr verkum sínum á 2. hæð Sólons Íslandusar annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Jónas Jónasson les úr bókinni Náðuga frúin á Ruzomberok, Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr bókinni Keikó ­ hvalur í heimsreisu, Gunnar Dal les úr ljóðabókinni Maður og jörð og Súsanna Svavarsdóttir les úr þýðingu sinni á bókinni Ekki klúðra lífi þínu, kona. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 249 orð

Verk Árna Ibsens í pólskri þýðingu

Nóvemberhefti pólska leiklistartímaritsins Dialog er helgað norrænni leikritun og leiklist. Í heftinu eru birtar þýðingar á leikritunum Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Árna Ibsen, Isblomst eftir Norðmanninn Terje Nordby og Morgen og aften eftir dönsku skáldkonuna Astrid Saalbach. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 110 orð

Þorkell Jóelsson leikur á jólatónleikum Svansins

LÚÐRASVEITIN Svanur heldur sína árlegu jólatónleika í Tjarnarbíói á morgun, miðvikudag, kl. 20. Einleik með Svaninum leikur Þorkell Jóelsson hornleikari. Á efnisskrá eru m.a. jólalög og lög eftir Gabriel Fauré og Felix Mendelssohn. Þorkell leikur tvö verk á tónleikunum: Rondo úr Hornkonsert no. 3 eftir W.A. Mozart og Air Poétique eftir Ted Hugges. Meira
15. desember 1998 | Menningarlíf | 155 orð

Þrjú dansverk frumsýnd í febrúar

ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur hafið æfingar á verkunum "Diving" og "Flat space moving" eftir danshöfundinn Rui Horta. Rui Horta er fæddur í Portúgal en hefur starfað í Þýskalandi síðustu ár. Hann stundaði nám í arkítektúr áður en hann sneri sér að dansi og verk hans eru sögð bera merki þess. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 302 orð

Ættjarðarlög sungin af miklum móð

ÍSLENDINGAR í Edinborg héldu upp á 80 ára fullveldisafmæli íslenska lýðveldisins. Boðið var til veislunnar af íslenska ræðismanninum í Edinborg, Cameron Buchannon, en veislan var haldin á heimili Kristínar Hannesdóttur. Heimili þeirra er einkar glæsilegt enda fyrrverandi herragarðssetur og minnir um margt á kastala. Meira
15. desember 1998 | Fólk í fréttum | 488 orð

(fyrirsögn vantar)

Soldier Kurt Russell ærið fámáll í dæmigerðri rambómynd. Góð sviðsmynd en lítilfjörlegt inntak. Mulan Teiknimyndirnar frá Disney gerast ekki miklu betri. Fín saga, tónlist og teikningar. Pottþétt fjölskylduskemmtun. Snake Eyes De Palma er manna mistækastur. Meira

Umræðan

15. desember 1998 | Aðsent efni | 513 orð

Að deyða mann og annan, fullur undir stýri

ÉG GERI ekki ráð fyrir að margir úr hópi lesenda hafi komist hjá því undanfarna daga, að heyra viðvaranir lögreglu þess efnis að nú sé mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir að menn aki eftir að hafa fengið sér í glas. Sú einarða afstaða lögregluyfirvalda að nú skuli vegir og götur hreinsaðar af stórhættulegum ölvuðum ökumönnum, ætti því engum að koma á óvart. Meira
15. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 454 orð

Brúin verði ofar á Miklubraut

Í MORGUNBLAÐINU þriðjudaginn 8. desember er frétt um ósk foreldra í Háaleitis- og Hvassaleitishverfum, um að sett verði upp göngubrú yfir Miklubraut. Mig langar að gera nokkrar athugasemdir við þessa frétt. Í fyrsta lagi vil ég gera athugasemd við þá staðsetningu brúarinnar sem segir frá í fréttinni. Við erum ekki að fara fram á að fá göngubrú yfir Miklubraut á móts við Fram-heimilið. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 717 orð

Framkvæmd einkavæðingar og hvar á að byrja?

EINKAVÆÐINGU framhaldsskólanna tel ég að eigi að framkvæma þannig, að innan hvers skóla eigi að stofna hlutafélag af þeim aðilum sem mestra hagsmuna eiga að gæta og hafa viðurværi sitt af starfsemi stofnunarinnar. Þessir aðilar eru: Kennarar, skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skólanna. Eigendur munu síðan kjósa skólanum stjórn. Eignarhlutur framangreindra aðila þarf þó ekki að vera 100%. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 654 orð

Hvað á að koma í staðinn?

KAUPÞING veiðiheimilda væri einhvers konar framlenging, en jafnframt mikil víkkun á núverandi kvótaþingi. Hér verður ekki reynt til við að skilgreina þau mörgu tæknilegu viðfangsefni, sem útboði allra veiðiheimilda og opnum markaði fyrir þær tengjast. Það eru sjálfstæð og tæknileg viðfangsefni, sem bíða betri tíma og manna með nauðsynlega þekkingu. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 612 orð

Hvenær skyldi fjósbitinn brotna undan þungaskattspúkanum?

Í JÚNÍ sl. var lögum um þungaskatt síðast breytt. Fimm mánuðum síðar vill fjármálaráðherra hækka skattinn og hefur lagt fram hækkunarfrumvarp á Alþingi þó að enginn hafi hugmynd um hvort þungaskatturinn nægi eða nægi ekki til að standa undir vegaáætlun á næsta ári. Meira
15. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 709 orð

Kveðja frá Íslandi á Indlandi

KÆRU landsmenn. ABC hjálparstarfi barst ánægjulegt símbréf 8. desember sl. frá Erlu Sigurðardóttur og Víglundi Helgasyni sem stödd voru á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Þar sem þetta heimili hefur verið byggt og rekið fyrir íslenskt fé og margar íslenskar fjölskyldur eiga þarna styrktarbörn finnst okkur þetta bréf eiga erindi til þjóðarinnar. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 267 orð

Með kveðju til dómnefnda

ENN og aftur hefur dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna lokið störfum án þess að virða viðlits íslenska barnabókaútgáfu. Enn og aftur er íslenskum barnabókahöfundum misboðið og nú er svo komið að fleirum er nóg boðið. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 907 orð

Mistök Hæstaréttar eða útúrsnúningar?

FRÁ ÞVÍ að dómur Hæstaréttar Íslands í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu var kveðinn upp hinn 3. desember hafa margir, leikir sem lærðir, tjáð sig um þýðingu dómsins. Sérstaka eftirtekt mína vöktu ummæli próf. Sigurðar Líndals og Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. í Morgunblaðinu hinn 5. desember sl. Meira
15. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 217 orð

Röksemdir en ekki kraftbirtingu Frá Hjálmari Jónssyni: ÁRNI Björnsson læ

ÁRNI Björnsson læknir ritar um mig persónugreinanlegt bréf í Morgunblaðið á sunnudaginn var. Tilefnið virðist vera viðtal sem fréttamaður átti við mig í ellefu- fréttum sjónvarpsins í byrjun síðustu viku. Árni segir að þar telji ég mig þess umkominn að túlka sjónarmið kirkjunnar í heild og þjóna hennar. Ekkert er fjær sanni. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 1696 orð

STAÐREYNDIR UM MÁLEFNI STOFNFISKS

FRÉTTAFLUTNINGUR af fyrirhugaðri hlutafjáraukningu og sölu á hlut ríkisins í Stofnfiski hf. hefur verið töluverður að undanförnu, án þess að reynt hafi verið að kanna eða meta hvað búi að baki. Þar hefur stundum gætt nokkurs misskilnings. Hér verður vikið nokkrum orðum að þremur þáttum þessa máls, þ.e. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 572 orð

UNESCO og erfðaefnið

NÚ Í byrjun desember hélt UNESCO fund um siðfræði og rannsóknir á erfðaefni mannsins. Á fundinum var stjórn alþjóðaráðs UNESCO um siðfræði og erfðavísindi mannsins formlega kosin. Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun stjórnar þessar á undanförnum 4-5 árum. Jafnhliða þeim undirbúningi voru samþykktar samhljóða fyrir ári síðan alþjóðlegar reglur um siðfræði og erfðavísindi mannsins. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 992 orð

Útlægur gaglagrunnur?

Á ÆSKUDÖGUM mínum voru litskrúðug hænsni á hverjum bæ, hænurnar svartar, gráar, brúnar, dröfnóttar, gular eða hvítar. Litfagrir hanar sinntu hlutverkum sínum með prýði. Þegar hænurnar urpu eggjum heyrðist eggjagarg langar leiðir. Hænsnin gengu mikil fyrir sér sjálf úti á sumrin og langt fram á haust. Ekki er að efa að hænsnin hafa verið hér frá landnámi. Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 437 orð

Við boðum breytingar!

"SEGÐU mér bara, hvernig þið Íslendingar búið að öldruðum og öryrkjum og þá þekki ég menningarstig og siðferði þjóðarinnar." Hefur einhver lesenda Morgunblaðsins fengið fyrirspurn sem þessa í viðtali við útlendinga? Og neyðst til að segja sannleikann? Segja til dæmis frá því, Meira
15. desember 1998 | Aðsent efni | 810 orð

"Það sem Hjálmar lét ósagt um Nýfundnalandsþorskinn"

Á dögunum ritaði ég greinarstúf í Morgunblaðið sem ég nefndi ­ Drap aflareglan Nýfundnalandsþorskinn? Þar lýsti ég þeim hörmulegu mistökum sem gerð voru við stjórn veiðanna og leiddu til þess að aflareglunni var ekki fylgt. Hvað raunverulega var að gerast þarna á miðunum uppgötvaðist ekki fyrr en of seint og stofninn hrundi. Í Morgunblaðinu hinn 9. Meira

Minningargreinar

15. desember 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Anna Guðmundsdóttir

Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur öllum, sem þótti svo vænt um þig. Ég man eftir því þegar ég var um átta ára og þú fórst að tala um dauðann. Ég fór að gráta og sagði: Amma, þú ert ekkert að deyja. Alltaf hefur mig kviðið þessari stundu, en þú hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Þær voru ófáar stundirnar sem mamma og pabbi komu með okkur systkinin í Eskihlíðina. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 25 orð

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Anna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 740 orð

Árni Ingvarsson

Á fyrsta sunnudegi í aðventu þegar við tendrum spádómskertið sem færir okkur nær jólunum og lýsir upp skammdegið, kvaddi Árni frændi þessa jarðvist eftir skammvinn veikindi. Mig langar með þessum orðum að rifja upp minningar sem ég á um Árna og Heidi, bæði af afspurn og samveru. Árni, sem var ömmubróðir minn, fæddist í Reykjavík og var yngsta barn foreldra sinna en næstyngstur var Ingvar. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 158 orð

ÁRNI INGVARSSON

ÁRNI INGVARSSON Árni Ingvarsson fæddist í Reykjavík 1. ágúst árið 1921. Hann lést 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Árna voru þau Ingvar Gunnlaugsson, vélstjóri frá Bræðraparti við Akranes, og Sigríður Ólafsdóttir, húsmóðir frá Ísafirði. Systkini Árna eru: 1) Kristín f. 27.6. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 387 orð

Gerður Hulda Lárusdóttir

Það er svo merkilegt hvað sumir skilja eftir stórt skarð í tilveruna. Þannig var Hulda. Hún var svo stór í víðustu merkingu þess orðs. Kynni okkar af Huldu og Stefáni hófust fyrir fleiri árum en við komum tölu á akkúrat núna. Stefán kom að máli við Guðmund, viðskipti voru fastmælum bundin og ekki höfð fleiri orð þar um. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

GERÐUR HULDA LÁRUSDÓTTIR

GERÐUR HULDA LÁRUSDÓTTIR Gerður Hulda Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 5. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 11. desember. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 386 orð

Lára Kristín Guðmundsdóttir

Hún var fjögurra ára. Hispurslaus og dirfskufull, ljóshærð og björt, ákveðin og stjórnsöm. Það voru líklega sjö lítil skref á milli heimila okkar á Ísafirði í hennar fyrstu heimsókn. En sú leið var gengin flesta daga næstu tíu árin, stundum oft á dag. Hún var ekki fósturbarn í þess orðs fyllstu merkingu en hún gerði sig að hálfgerðu fósturbarni samt. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 640 orð

Lára Kristín Guðmundsdóttir

Að kvöldi 5. desember sl. lést Lára Kristín Guðmundsdóttir eftir 4ra ára stranga baráttu við sjúkdóm sinn. Söknuðurinn er mjög sár en sárast er að hugsa um missi Frímanns og barnanna. Hún var svo stolt af þeim og þráði það svo heitt að geta fylgt börnunum sínum lengur í uppvextinum og alltaf hélt hún í vonina. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 823 orð

Lára Kristín Guðmundsdóttir

Það verður erfitt að sætta sig við að sjá ekki eða heyra meira af kærum vini. Ég sá Láru í fyrsta sinn haustið 1992, hún kom til mín og spurði hvort sætið við hliðina á mér væri laust. Við höfðum valið sama fagið hjá mjög góðum kennara Hörpu Hreinsdóttur sem kenndi okkur að skilja og meta Snorra-Eddu og Hávamál. Meira
15. desember 1998 | Minningargreinar | 29 orð

LÁRA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

LÁRA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Lára Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði hinn 26. febrúar 1958. Hún lést á Landspítalanum 5. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. desember. Meira

Viðskipti

15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Clinton- málið veikir stöðu bréfa og dollars

DALURINN lækkaði í New York í gær og Dow hlutabréfavísitalan sömuleiðis vegna uggs um að Bill Clinton verði sviptur embætti. Viðskipti voru dræm og miðlarar eru ekki vissir um hvert stefnir, þar að margir fjárfestar draga úr umsvifum fyrir jólin og ýmsir munu bíða átekta unz Clinton-málið skýrist. Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 440 orð

Enn öflugra fyrirtæki

ÐSigurður Oddsson framkvæmdastjóri Plastos Enn öflugra fyrirtæki "ÉG ER mjög ánægður með kaup AKO-Plasts á 75% hlut í Plastos- Umbúðum hf. Eigendur AKO- Plasts eru ungir og öflugir menn og ég treysti þeim vel til að halda uppbyggingu Plastos áfram og auka getu þess til að standast erlenda samkeppni," segir Sigurður Oddsson, Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Ericsson einungis byrjunin?

EVRÓPSKIR fjárfestar mega áreiðanlega eiga von á afkomuviðvörunum frá fleiri fyrirtækjum á næsta ári, þar eð draga mun úr auknum hagnaði þrátt fyrir margar vaxtalækkanir í álfunni, að dómi sérfræðings Goldman Sachs. Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Fjölmennasta hlutafélag landsins

ALLS voru skráðar 92.900 áskriftir í hlutafjárútboði Búnaðarbanka Íslands hf. fyrir samtals 42,8 milljarða króna að nafnverði sem er 122 sinnum hærra en þær 350 milljónir sem boðnar voru út. Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Búnaðarbankans, framseldu um 30 þúsund aðilar kennitölu sína til verðbréfafyrirtækja og eru hluthafar því um 60 þúsund. Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Fögnum samkeppninni

ÐEysteinn Helgason framkvæmdastjóri Plastprents Fögnum samkeppninni "ÞAÐ ER lítið um þetta að segja á þessu stigi. Samkeppni á plastmarkaði er mjög virk og verður það eflaust áfram. Við fögnum því í sjálfu sér og munum halda okkar striki," segir Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Plastprents hf. um fyrirhugaða sameiningu AKO-Plasts hf. Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 419 orð

TAL hf. býður símasamband til útlanda

FARSÍMAFYRIRTÆKIÐ TAL hf. hyggst verða fyrsta einkafyrirtækið til þess að bjóða upp á símasamband til útlanda um sæstreng, en útlandasímstöð fyrirtækisins verður tekin í notkun á sunnudag. Forsvarsmenn TALs ætla að bjóða upp á allt að 20% ódýrari millilandasímtöl miðað við GSM-gjald Landssíma Íslands. Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Þriðjungur notar óörugga nafnamiðlara

ÞRIÐJUNGUR íslenskra fyrirtækja sem tengjast Netinu getur átt á hættu að óviðkomandi lesi tölvupóst sem er sendur frá því, að því er kemur fram í könnun hugbúnaðarfyrirtækisins Menn og mýs ehf. Í könnun fyrirtækisins kom í ljós að hægt er að "eitra" (DNS Spoofing) fyrir þriðja hverjum nafnamiðlara (Domain Name Server) á Netinu með því að senda þeim rangar upplýsingar. Meira
15. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 464 orð

Öflugt fyrirtæki á umbúðamarkaði

UPPHAF ehf., sem er í eigu þeirra Daníels Árnasonar, Eyþórs Jósefssonar og Jóhanns Oddgeirssonar, hefur fyrir milligöngu Fjármálaráðgjafar Landsbanka Íslands keypt 75,86% eignarhlut í fyrirtækinu Plastos umbúðum í Garðarbæ. Seljandi hlutabréfanna er fjölskylda Sigurðar Oddssonar framkvæmdastjóra Plastos umbúða. Upphaf ehf. Meira

Daglegt líf

15. desember 1998 | Neytendur | 155 orð

Kaffihjálp til stuðnings íbúum Níkaragva og Hondúras

KAFFIUPPSKERAN stendur sem hæst í löndum Mið-Ameríku um hver áramót. Þá er sumar gengið í garð eftir margra mánaða rigningatíð, sólin skín hátt á lofti og veðrið er fallegt og þurrt. Þjóðirnar eru aftur á móti í sárum eftir náttúruhamfarir þær sem í lok október gengu yfir landsvæðið með hræðilegum afleiðingum. Meira
15. desember 1998 | Neytendur | 739 orð

Kakan hans Toni

TIL er kaka á Ítalíu sem bökuð hefur verið í bakaríum á Norður- Ítalíu frá því á fimmtándu öld. Kakan er gerð úr gerdeigi með eggjarauðum og í það er bætt sykruðum ávöxtum af ýmsum tegundum. Þessi fræga kaka heitir Panettone eða kakan hans Toni og hún fæst nú á Íslandi, m.a. í Heilsuhúsinu. Meira
15. desember 1998 | Neytendur | 134 orð

Uppskriftir m.a. á nýjum vef Mjólkursamsölunnar

Nýr vefur Mjólkursamsölunnar hefur nú verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Baldri Jónssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS. Á vefnum má finna fjölmargt til gagns og gamans fyrir neytendur á öllum aldri. Meira

Fastir þættir

15. desember 1998 | Fastir þættir | 314 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14­16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
15. desember 1998 | Fastir þættir | 311 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Suðurl

Nú er öllum leikjum nema einum lokið í 1. umferð keppninnar. Helst bar til tíðinda að bikarmeistarar síðasta árs, sveit Þórðar Sigurðssonar, féllu úr keppni þegar þeir töpuðu fyrir sterkri sveit Helga Hermannssonar. Réð þar úrslitum að Helgi vann 3. lotu leiksins 55­0 og áttu Þórðar menn ekki möguleika á að jafna leikinn í síðustu 10 spilunum. Meira
15. desember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Akureyrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Elísabet Jóhannsdóttir og Sigurbjörn Reinarsson. Heimili þeirra er á Eyrarvegi 20, Akureyri. Meira
15. desember 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Dalvíkurkirkju af sr. Magnúsi G. Gunnarssyni Kristín Anna Gunnólfsdóttir og Kristján Hilmar Jóhanhnsson. Heimili þeirra er að Ólafsvegi 43, Ólafsfirði. Meira
15. desember 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní í Akureyrarkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Svava Sigurðardóttir og Hilmar Sæmundsson. Heimili þeirra er að Skarðshlíð 32, Akureyri. Meira
15. desember 1998 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júní af Gunnari Sigurjónssyni Sonja Gränz og Sigurður Ólafsson. Heimili þeirra er að Vallarbarði 1, Hafnarfirði. Meira
15. desember 1998 | Fastir þættir | 514 orð

Guðmundar Arasonar mótið hófst í gær

Íslenskir skákmenn eiga færi á að vinna sér inn áfanga að stórmeistaratitli og alþjóðlegum meistaratitli á mótinu, 14.­22. desember. FJÓRÐA Guðmundar Arasonar mótið hófst í gær og lýkur 22. desember. Meira
15. desember 1998 | Fastir þættir | 599 orð

Hestar/Fólk

JÓN BERGSSON á Ketilsstöðum, sem nýlega var útnefndur ræktunarmaður ársins, notaði marga stóðhesta á árinu. Drýgstur var þar Toppur frá Eyjólfsstöðum, sem fæddur er í næsta nágrenni við Ketilsstaði. Meira
15. desember 1998 | Í dag | 407 orð

Hver kannast við myndina?

ÞESSI mynd fannst á bílaplaninu við Holtagarða föstudaginn 4. desember sl. Aftan á myndinni stendur TT eldri. Sá sem kannast við myndina má vitja hennar hjá Þórdísi í síma 5520271. Offita meðal barna og unglinga OFFITA hjá börnum og unglingum stafar af of lítilli fitu í fæði þeirra. Þau þurfa mun fleiri hitaeiningar fyrir hvert kg líkamsþyngdar en fullorðnir. Meira
15. desember 1998 | Dagbók | 727 orð

Í dag er þriðjudagur 15. desember 349. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 15. desember 349. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Safírinn finnst í grjóti jarðarinnar, og gullkorn fær sá er grefur. (Jobsbók 28, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Lagarfoss, Bakkafoss ogReykjarfoss fóru í gær. Kyndill kom í gær. Meira
15. desember 1998 | Fastir þættir | 822 orð

Leitað eftir 14 milljóna króna framlagi ríkisins

FÉLAG hrossabænda leitar nú eftir stuðningi ríkisins vegna fyrirhugaðs útflutnings hrossakjöts til Rússlands. Formaður félagsins, Kristinn Guðnason, segir mögulegt að afsetja 2.000 hross í þennan útflutning. Meira
15. desember 1998 | Fastir þættir | 849 orð

Um káputexta "Önnur leið, náskyld þessari er upphrópanastíllinn þar sem allar lýsingar eru í hástigi; hér virðist mest hætta á

Káputextar eru sennilega mest lesnu bókmenntir í heimi. Og víst eru þeir bókmenntir, þeir eru sérstakt bókmenntalegt form sem hefur sín einkenni, bæði stílleg og efnisleg. Þegar vel tekst til hafa þeir jafnvel sammannlegt og listrænt gildi eins og góður skáldskapur. Meira
15. desember 1998 | Í dag | 399 orð

VÍKVERJI á dálítið erfitt með að skilja einn þátt í viðskipta

VÍKVERJI á dálítið erfitt með að skilja einn þátt í viðskiptalífi nútímans og það er sá mikli afsláttur sem nú er veittur af verði ýmissa vörutegunda. Bóksalar keppast um að veita allt að 30% afslátt af verði bóka og kannski meira í einhverjum tilvikum. Í Morgunblaðinu á laugardag var sagt frá verðstríði á kalkúnamarkaði. Meira
15. desember 1998 | Fastir þættir | 114 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Valdimar KristinssonHugið að hestunumVETUR konungur er nú farinn að sýna á sér klærnar víða um land og er þá full ástæða til að huga að útigangshrossum. Hafa þau nægjanlega beit og góðan aðgang að vatni? Eru fullnægjandi skjól í högunum af náttúrunnar hend? Ef ekki, þarf að skapa þeim aðgang að slíku eins og hrossin á myndinni hafa. Meira

Íþróttir

15. desember 1998 | Íþróttir | 289 orð

Aftur efstir um jólin

Leikmenn Aftureldingar sýndu FH-ingum enga miskunn í síðasta leik liðanna fyrir jólaleyfi handknattleiksmanna. Leikurinn fór fram á Varmá. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Mosfellingar að binda saman vörn sína í síðari hálfleik, vinna upp öruggt forskot sem þeir bættu smátt og smátt við allt þar til yfir lauk, lokatölur 32:25. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 128 orð

Aldrei lyft

EKKI er óalgengt að íþróttamenn í fremstu röð æfi lyftingar í einhverjum mæli til þess að auka styrk sinn og jafnvel þol. Til þessa hefur Örn hins vegar ekki snert á lóðum og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann ekki reikna með að lyftingar yrðu á æfingadagskrá sinni næstu misseri. "Ég geri bara sérstakar æfingar fyrir bak og magavöðva, fyrir utan æfingar í lauginni. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 175 orð

Arnar bestur hjá Lokeren

Arnar Viðarsson lék mjög vel á miðjunni hjá Lokeren er liðið heimsótti Genk um helgina, en með liðinu leika bræðurnir frá Akranesi, Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir. Heimamenn sigruðu 3:1 og eru enn í öðru sæti deildarnnar, þremur stigum á eftir Club Brugge sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli við Aalst. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 83 orð

Aron Kristjánsson með sjö fyrir Skjern

ARON Kristjánsson úr Hafnarfirði var í banastuði um helgina í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aron gerði sjö mörk í 23:16 sigri liðs síns, Skjern, á útivelli gegn Bjerringbro. Skjern hefur gengið vel upp á síðkastið og er nú í efsta sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir ásamt FIF ­ bæði eru með sextán stig. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 450 orð

Aukið forskot Fiorentina

FIORENTINA hefur fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku 1. deildarinnar eftir leiki helgarinnar og 1:0-sigur á Juventus á sunnudagskvöld. Roma og Parma gerðu jafntefli og falla niður í þriðja og fjórða sæti en gamla stórveldið AC Milan er komið á fornar slóðir og í annað sætið. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 406 orð

Ásakanir um mútuþægni Ólympíunefndarmanna

MARC Hodler, sem er áttræður og hefur átt sæti í Alþjóða ólympíunefndinni, IOC, síðan 1963, sagði á fundi nefndarinnar í Lausanne í Sviss um helgina að nefndarmönnum hafi verið boðnar greiðslur eða mútur fyrir atkvæði um staðarval fyrir Ólympíuleika. Hann segir að sérstakir útsendarar ólympíuborga hafi í mörg ár boðið nefndarmönnum fé fyrir atkvæði. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 605 orð

Á ögrunum þrífst Örn best

"ÉG ER í sjöunda himni, þessi árangur hefur aldeilis verið frábær," segir Eðvarð Þór Eðvarðsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í baksundi, og einn fremsti baksundsmaður heims fyrir um það bil áratug. Auk þess er Eðvarð sundþjálfari hjá Keflavík og hefur þannig fylgst vel með arftaka sínum undanfarin ár, þótt hann hafi ekki komið nálægt þjálfun hans. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 394 orð

Bikarslagur í Borgarnesi Það var mikil stem

Bikarslagur í Borgarnesi Það var mikil stemning á leik nágrannanna úr Borgarnesi og ÍA, í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í Borgarnesi og hart barist. Leikmenn Skallagríms voru baráttuglaðari og unnu Skagamenn með 12 stiga mun, 73:61. Nágrannaslagurinn hófst fjörlega. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 174 orð

Bolton tapaði stigum

ARNAR Gunnlaugsson og félagar í enska 1. deildar liðinu Bolton Wanderers töpuðu tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni á laugardag er liðið gerði 1:1-jafntefli við Tranmere Rovers á útivelli. Bolton komst snemma yfir en Tranmere jafnaði metin á síðustu stundu. Arnar Gunnlaugsson lék bróðurpartinn úr leiknum en var síðan tekinn af leikvelli. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 186 orð

Bæjarar sterkir

Bayern München tryggði sér haustmeistaratitilinn í Þýskalandi á sunnudagskvöld með 2:0-sigri á Bayer Leverkusen í toppslag umferðarinnar. Leverkusen sat á toppi deildarinnar fyrir leikinn, en Bæjarar fara nú ásamt öðrum þýskum knattspyrnumönnum í tveggja mánaða vetrarfrí. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 398 orð

Eendaspretturinn var okkar

Við gátum ekki farið í jólafrí nema vinna þennan leik og halda okkur við toppinn ­ því annað sætið í deildinni er lágmark," sagði Hugrún Þorsteinsdóttir, fyrirliði Fram, eftir 25:21 sigur á Víkingum í Safamýrinni á laugardaginn í leik hinna mjög mörgu mistaka. Sigurinn kemur Framstúlkum upp að hlið Stjörnunnar efst í deildinni en Víkingar eru eftir sem áður í 5. sætinu. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 87 orð

Efnilegastur í Evrópu

"Ég er mjög ánægður með viðurkenninguna efnilegasti sundmaður Evrópu, sem ég fékk frá Evrópska sundsambandinu í mótslok. Þau eru mér mikill heiður og sýnir að fólk hefur tekið eftir árangri mínum sem er einkar gleðilegt," sagði Örn Arnarson, um viðurkenningu þá sem hann fékk í lok Evrópumeistaramótsins, en ár hvert útnefnir Sundsamband Evrópu efnilegasta sundpilt og sundstúlku Evrópu. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 1595 orð

England

Úrvalsdeild: Leeds - Coventry Blackburn Rovers - Newcastle0:0 27.569. Aston Villa - Arsenal3:2 Julian Joachim 62., Dion Dublin 65., 83. - Dennis Bergkamp 14., 45. 39.217. Wimbledon ­ Liverpool 1:0 Robbie Earle 48. 26.080. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 39 orð

Evrópukeppni kvennalandsliða

A-riðill Holland - Ungverjaland19:28 Þýskaland - Úkraína28:27 Rúmenía - Austurríki24:26 Ungverjaland - Austurríki21:26 Holland - Þýskaland18:19 Úkraína - Rúmenía32:24 B-riðill Makedónía - Noregur23:27 Spánn - Danmörk23:26 Rússland - Pólland21:25 Makedónía - Spánn27:22 Noregur - Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 286 orð

Eyjamenn "stálu" stiginu

LIÐ HK og ÍBV skildu jöfn, 22:22, í Digranesi á sunnudagskvöld. Gestirnir úr Vestmannaeyjum gerðu tvö síðustu mörk leiksins og "stálu" þannig stiginu, eins og Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, komst að orði undir húsvegg að leik loknum. Eyjamenn fengu nefnilega tvö vítaköst á síðustu mínútunni þegar munurinn var aðeins eitt mark. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 385 orð

Eyjamenn vilja hálfa milljón fyrir Kristin

Íslands- og bikarmeistarar Eyjamanna hafa krafið Valsmenn um hálfa milljón króna í greiðslu fyrir miðvallarleikmanninn Kristin Lárusson. Þeir segja Valsmenn hafa brotið allar reglur með því að semja við samningsbundinn leikmann og ekki sé nema sanngjarnt að félagið greiði uppsett verð. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 175 orð

Fer Örn á HM í Hong Kong?

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í sundi í 25 m laug fer fram í Hong Kong í apríl á næsta ári. Stjórn sundsambandsins hafði fyrir nokkru ákveðið að senda ekki keppanda á mótið sökum mikils kostnaðar sem því fylgdi. En í kjölfar Evrópumeistaratitils Arnar Arnarsonar í 200 m baksundi um helgina er ljóst að komin er fram krafa um að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 100 orð

Flatbaka í verðlaun

EFTIR nokkurra vikna erfiðar æfingar og sjálfsafneitun gaf Örn sér lausan tauminn í mótslok í Sheffield og gaf sjálfum sér verðlaun sem íþróttamenn í fremstu röð geta ekki leyft sér á hverjum degi þegar hann stóð frammi fyrir að kaupa sér mat. "Ég er að borða pítsu," sagði Örn á sunnudagskvöldið er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 393 orð

Fram hélt sjó Við komust flj

Fram hélt sjó Við komust fljótlega í þrjú mörk og héldum því til leiksloka," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir níu marka sigur á botnliði Selfoss í Safamýrinni á sunnudaginn, 27:18. Þungu fargi er af Guðmundi létt og hann getur farið glaður í jólafrí því meiðsli hafa tekið mikinn toll af liði hans að undanförnu. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 270 orð

Fram - Víkingur25:21

Íþróttahús Fram við Safamýri, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 12. desember 1998. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 5:3, 5:6, 6:7, 9:7, 9:9, 14:10, 14:11, 15:11, 15:13, 17:14, 18:16, 21:16, 22:19, 24:19, 24:21, 25:21. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 130 orð

Gaman í Lemgo

Sigurður Sveinsson, stórskytta úr HK, fór á dögunum til Lemgo, þar sem hann lék á árum áður, til að taka þátt í góðgerðarleik í handknattleik. "Þetta var leikur til styrktar krabbameinssjúkum börnum á sjúkrahúsi í Lemgo. Fengnir voru þrjátíu gamlir leikmenn félagsins og við lékum við lið Lemgo sem nú leikur í deildinni. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 135 orð

Golf Forsetabikarinn

Keppni milli Bandaríkjanna og heimsliðsins nema hvað Evrópubúar eru ekki með í því. Fjórmenningur: Frank Nobilo/Greg Turner - Mark O'Meara/David Duval1:0 Greg Norman/Steve Elkington - Jim Furyk/John Huston2:0 Shigeki Maruyama/Craig Parry - Lee Janzen/Scott Hoch3:2 Erni Els/Vijay Singh - Tiger Woods/Fred Couples4:5 Stuart Appleby/Nick Price - Davis Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 127 orð

Guðjón formaður knattspyrnudeildar KR

NÝ stjórn knattspyrnudeildar KR var kjörin á aðalfundi deildarinnar á dögunum. Guðjón Guðmundsson er formaður stjórnar, Árni Guðmundsson, varaformaður, Ólafur Brynjar Halldórsson, ritari, Andri Sveinsson, gjaldkeri, og Elísabet Tómasdóttir, Gísli Jón Magnússon og Kristján Ingi Einarsson eru meðstjórnendur. Í varastjórn eru Magnús Ingimundarson, Skúli Skúlason og Tryggvi Hafstein. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 86 orð

Guðmundur og Jóhann til KA

KA-MENN hafa fengið góðan liðsstyrk í knattspyrnu þar sem bræðurnir Guðmundur og Jóhann Steinarssynir frá Keflavík hafa gengið til liðs við þá. Guðmundur lék með Keflavík sl. keppnistímabil, en Jóhann var í herbúðum Tindastóls. Þá er Þorvaldur Makan laus allra mála hjá Öster í Svíþjóð og mun hann leika með KA-liðinu í 1. deild. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 443 orð

GULL Fremstur í Evrópu

ÖRN Arnarson, Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð fyrstur Íslendinga til þess að verða Evrópumeistari í sundi er hann kom fyrstur í mark í 200 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Sheffield á laugardaginn. Örn synti á 1.55,16 mínútum, var 18/100 úr sekúndu á undan Bretanum Adam Ruckwood. Þriðji varð Jorge Sanchez, Spáni, synti á 1.55,78. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 118 orð

Halldór brotnaði

HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði handknattleiksliðs Hauka, fingurbrotnaði um miðjan fyrri hálfleik í leik liðsins við ÍR á sunnudagskvöldið. "Ég fékk mikið högg á vísifingur vinstri handar og hann lagðist út á hlið og aftur á handarbak," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. "Hann brotnaði og rifnaði upp þannig að það varð að koma honum saman á ný og sauma nokkur spor. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 256 orð

Haukar brosandi í jólafrí

Stuðningsmenn Hauka yfirgáfu íþróttahúsið við Strandgötu brosandi á sunnudagskvöldið eftir að lið þeirra vann ÍR 29:22. Haukamenn fara því brosandi í jólafrí en mörgum fannst reyndar tími til kominn að liðið sigraði því það hafði tapað sex leikjum í röð í deildinni og gert jafntefli í leiknum þar á undan auk þess að tapa fyrir FH í bikarkeppninni. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 257 orð

Heimsbikarinn

Sestrirere: Svig karla: 1. Finn Christian Jagge (Noregi)1:51.92 (53.67/58.25)2. Thomas Stangassinger (Aust.)1:51.98 (53.96/58.02)3. Jure Kosir (Slóveníu)1:52.10 (54.28/57.82)4. Pierrick Bourgeat (Frakkl.)1:52.88 (54.41/58.47)5. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 498 orð

HETJA »"Það þýðir ekkert ann-að en stinga sér eftirgullinu í hvert sinn"

ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að allar þjóðir þurfa sínar hetjur, einhvern sem skarar fram úr; blæs löndum sínum baráttuanda í brjóst og eflir lund þeirra. Einhvern sem eykur með fólki þjóðarstoltið og fær hjartað til að slá örar á sigurstundu. Um helgina eignuðumst við Íslendingar eina slíka hetju. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 28 orð

Íslandsmótið

1. deild kvenna: Þróttur N. - Víkingur1:3 (12:15, 12:15, 15:7, 4:15) Þróttur N. - Víkingur2:3 (11:15, 10:15, 15:8, 15:9, 9:15) Staðan: Víkingur87123:723 Þróttur N. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 199 orð

Kafsundið mjög mikilvægt

"ÉG hef lagt mikið upp úr því að æfa mig í kafsundinu því það er auðveldara að synda í kafi en á yfirborðinu, þetta atriði tel ég að hafi átt stóran þátt í sigri mínum í 200 metra sundinu," sagði Örn Arnarson, en athygli vakti að hann nýtti betur en aðrir keppendur þá 15 metra sem baksundsmenn mega synda í kafi eftir að þeir hafa snúið sér við bakkann. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 107 orð

Keflavík - ÍR64:47

Íþróttahúsið í Keflavík 1. deild kvenna, laugardagur 12. desember 1998. Gangur leiksins: 0:2, 12:2, 20:18, 31:21, 34:23, 46:30, 50:35, 50:41, 64:47. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir 17, Birna Guðmundsdóttir 13, Harpa Magnúsdóttir 11, Kristín Blöndal 8, Marín Rós Karlsdóttir 7, Lóa Björk Gestdóttir 4, Kristín Þórarinsdóttir 2, Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 169 orð

Keflavíkurstúlkur að spjara sig

Keflavíkurstúlkur sigruðu ÍR frekar auðveldlega í Keflavík á laugardaginn 64:47 og ná því enn að hanga í efstu liðunum KR og ÍS. Heldur virðist Keflavíkurliðið vera að spjara sig eftir frekar skrykkjótt gengi að undanförnu og náði á köflum ágætum leik. Í hálfleik var staðan 34:23. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 214 orð

KR lá nyrðra KR vann Tindastól í deil

KR lá nyrðra KR vann Tindastól í deildinni á fimmtudaginn var en á sunnudaginn mættust liðin að nýju, að þessu sinni í bikarkeppninni og nú höfðu Sauðkrækingar betur, sigruðu 90:71. Leikurinn var rólegur í upphafi og hvorugt liðið virtist í neinu baráttuskapi, sóknirnar voru hægar og boltinn gekk illa auk þess sem varnir beggja voru slakar. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 180 orð

Lippi hættir með Juve í vor

Marcello Lippi, þjálfari Ítalíumeistara Juventus, hefur tilkynnt að hann hyggist láta af þjálfun liðsins eftir þetta keppnistímabil. "Ég lét framkvæmdastjórnina vita af þessu í sumar og leikmennirnir vita þetta sömuleiðis. Ég hef verið hér við stjórnvölinn í fimm ár og þarf á tilbreytingu að halda. Ég gæti jafnvel hugsað mér árshvíld," sagði Lippi. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 302 orð

Mikil vonbrigði

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, féll úr keppni í fyrri umferð heimsbikarmótsins í svigi í Sestriere á Ítalíu í gærkvöldi. Hann var með rásnúmer átta og fékk því mjög gott skíðafæri þegar hann fór niður. Hann krækti fyrir hlið þegar hann var rúmlega hálfnaður með brautina og hætti keppni. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 268 orð

Mörg lið á eftir Ágústi

Mörg lið úr efstu deild karla í knattspyrnu hafa lýst áhuga á að fá Ágúst Gylfason í sínar raðir fyrir næsta leiktímabil. Ágúst er laus allra mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann í Björgvin þar sem hann hefur leikið undanfarin ár og er á heimleið. "Við erum búin að pakka og gámurinn fer nú til Íslands," sagði Ágúst við Morgunblaðið í gær. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 1380 orð

Ótrúleg kaflaskipti er Aston Villa lagði Arsenal

ASTON Villa tryggði stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina með frábærum sigri á Englands- og bikarmeisturum Arsenal. Manchester United hélt toppsætinu aðeins í einn dag eftir jafntefli við Tottenham og Chelsea gerði sömuleiðis jafntefli og missti þannig af tækifæri til að komast á toppinn. Hjá Liverpool syrtir enn í álinn en allt gengur aftur á móti Wimbledon í haginn. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 463 orð

PATREKUR Jóhannessonskoraði

PATREKUR Jóhannessonskoraði sex mörk fyrir Essen, sem vann Nettelstedt á útivelli, 23:22. Hann meiddist í leiknum og að sögn Sjónvarpsins í gækvöldi sleit hann krossbönd og verður frá út tímabilið. Páll Þórólfsson lék í vörninni hjá Essen. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 284 orð

Rokkað á Nesinu

SVO virðist sem starfsmenn Íþróttahúss Seltjarnarness hafi fengið geisladiskasafn Valhúsaskóla lánað fyrir leik Gróttu-KR og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið, en honum lauk með sigri þeirra síðarnefndu, 26:29. Í hvert sinn sem færi gafst drundi ærandi teknó- tónlist eða þungarokk í hjóðkerfi hússins og mátti þar heyra öll vinsælustu dægurlögin um þessar mundir. Graðhestarokkið hafði tilætluð áhrif. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 395 orð

"Rosalegasti leikur sem ég hef stjórnað"

"ÞETTA er einhver rosalegasti leikur sem ég stjórnað og ég verð að segja að útlitið var allt annað en gott í upphafi síðari hálfleiks þegar við vorum komnir 18 stigum undir. Þá tókum við leikhlé og mönnum var hreinlega still upp við vegg. Það væri nú eða aldrei og menn yrðu að sýna úr hverju þeir væru. Liðið skipti hreinlega um ham. Vann upp muninn og sigraði. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 783 orð

Skallagrímur - ÍA73:61

Íþróttahúsið í Borgarnesi. 16-liða úrslit bikarkeppn KKÍ og Renault, sunnudaginn 13. desember 1998. Gangur leiksins: 3:2, 14:16, 22:22, 28:25, 33:31. 42:33, 45:41 59:49, 71:58, 73:61. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 181 orð

Steinar og Sævar í Fram

STEINAR Guðgeirsson, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara ÍBV, gekk um helgina til liðs við sitt gamla félag, Fram í efstu deild. Steinar, sem er 28 ára, hefur leikið allan sinn feril með Fram, utan tímabilið í fyrra, og þjálfað m.a. yngri flokka félagsins. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 177 orð

Sundbolurinn er kostur

ÖRN Arnarson var eini keppandinn í úrslitum 100 og 200 m baksundsins sem synti í sundbol, sem er nýlunda á meðal karlmanna í sundíþróttinni. "Það er talinn vera kostur að synda í sundbol því með honum er auðveldara að kljúfa vatnið og mótstöðuafl bolsins er minna en húðarinnar," sagði Örn Ólafsson, faðir Arnar sundmanns. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 883 orð

Sundið var næstum fullkomið

"MÉR líður mjög vel og engin ástæða til annars í ljósi þess hversu vel þetta gekk hjá mér," sagði Örn Arnarson, nýbakaður Evrópumeistari í 200 m baksundi í 25 metra laug og handhafi fjórða sætis í 100 m baksundi. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 729 orð

UMFA - FH32:25

Íþróttahúsið að Varmá; Íslandsmótið í handknattleik, 1.deild karla ­ Nissandeildin ­ 13. umferð laugardaginn 12. desember 1998. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 5:5, 7:5, 9:7, 10:8, 10:10, 11:10, 12:12, 14:12, 14:14, 16:15, 20.16, 22:19, 25:19, 28:21, 29:23, 32:25. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 382 orð

Valsmenn fengu skell

Undur og stórmerki áttu sér stað í KA-heimilinu sl. sunnudagskvöld þegar gulir og óvenju glaðir KA- menn tóku sig til og rúlluðu sannfærandi yfir meistaralið Vals. Heimamenn höfðu lengst af 4­6 marka forskot og sigruðu af öryggi, 28:21. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 205 orð

Verða að hreinsa sig af þessum ásökunum

ELLERT B. Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að Alþjóða ólympíunefndin verði að hreinsa sig af öllum grun varðandi ásakanir um mútuþægni ólympíunefndarmanna. "Mér er alls ekki kunnugt um þetta mál nema það sem ég hef heyrt af því í fréttum. Ég sit ekki í þessari nefnd og enginn hefur gert tilraun til að múta mér. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 102 orð

Yngstur en bestur

ÖRN Arnarson var ekki einasta yngsti keppandinn í úrslitum í 100 og 200 m baksundi heldur var hann yngsti keppandinn sem tók þátt í þessum greinum á mótinu. Örn er fæddur 31. ágúst 1981, en sá honum sem næstur kom var Razvan Florean, Rúmeníu, er hafnaði í fjórða sæti í 200 m sundinu. Hann er ári yngri en Örn. Aðrir keppendur í úrslitum beggja komu í heiminn á árunum 1974 til 1978. Meira
15. desember 1998 | Íþróttir | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Ásdís ELLERT B. Schram forseti ÍSÍ var einn þeirra sem tók á móti Evrópumeistaranum Erni Arnarsyni við komuna til landsins í gær og færði honum blómvönd frá ÍSÍ. Meira

Fasteignablað

15. desember 1998 | Fasteignablað | 232 orð

Atvinnuhúsnæði í sérflokki

TÖLUVERÐ eftirspurn hefur verið eftir stóru atvinnuhúsnæði að undanförnu. Fasteignasalan Fold er nú með til sölu 4.142 ferm. húsnæði að Gylfaflöt 9 í Grafarvogi. Þetta er alveg nýtt hús, steinsteypt og verið er að klæða það að utan með ítölskum keramikflísum sem gefur húsinu sérkennilegt og fallegt útlit Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 163 orð

Atvinnuhúsnæði með góðum aðkeyrsludyrum

HJÁ fasteignasölunni Lundur er nú til sölu atvinnuhúsnæði að Viðarhöfða 4 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1986 og er húsnæðið jarðhæð hússins ásamt tengibyggingu, en hún liggur í norður og skiptist í lager-, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu. Aðalbyggingin er 1.300 ferm. en tengibyggingin er 745 ferm. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 204 orð

Ásar í Hafnarfirði

NÚ HEFUR verið ráðizt í að skipuleggja fyrsta áfanga þeirrar framtíðarbyggðar í Hafnarfirði, sem rísa á í Áslandi fyrir ofan Reykjanesbraut. Höfundar skipulagstillögunnar eru þeir Baldur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson, arkitektar hjá teiknistofunni Úti og inni og Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Ástand lagna

NÁNAST óþekkt er, að kaupendur óski eftir nákvæmri skoðun eða úttekt á lögnum, sagði Dan Wiium fasteignasali á ráðstefnu Lagnafélagsins um lagnir í gömlum húsum. Markaðurinn hefur aðallega áhuga á sjáanlegum atriðum eins ástandi útveggja. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 182 orð

Fallegt timburhús í gamla bænum

FASTEIGNASALAN Ás var að fá í sölu mikið endurnýjað, járnklætt timburhús að Nönnustíg 2 í Hafnarfirði. Þetta er hús á tveimur hæðum, byggt árið 1934 og er kjallari undir hluta af húsinu. "Þetta er virkilega fallegt hús, eitt af þessum gömlu góðu og hefur það fengið gott viðhald og verið endurnýjað á síðustu misserum," sagði Ingvar Guðmundsson hjá Ási. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 279 orð

Fasteignaviðskipti með allra mesta móti á þessu ári

ALLT stefnir í, að fasteignaviðskipti verði með allra mesta móti í ár. Þannig voru innkomnar umsóknir um húsbréfalán vegna notaðs húsnæðis nær 30% meiri nú í nóvemberlok en á sama tímabili í fyrra og innkomnar umsóknir rúmlega 10% meiri vegna nýbygginga einstaklinga. Samþykkt skuldabréfaskipti eru líka 28,5% meiri, en húsbréfaútgáfan er hins vegar sú sama. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 1496 orð

Fyrsti áfangi nýbyggingarsvæðis í Ásum skipulagður

FÓLKSFJÖLGUN hefur verið töluverð í Hafnarfirði á undanförnum árum, en íbúar bæjarins eru nú um 18.500 og hefur þeim fjölgað um 500 á milli ára. Mikil fólksfjölgun kallar á mikla uppbyggingu og gert er ráð fyrir, að byggðar verði um 120 íbúðir árlega á næstu árum. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 148 orð

Gömul hús rifin á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði-ÞRJÚ gömul hús hafa verið rifin á Fáskrúðsfirði. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga lét rífa Tangahús eða svokallað Pakkhús sem stóð á staurum úti í sjó, neðan við gamla verslunarhús kaupfélagsins. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 781 orð

Lagnir í gömlum húsum

Í LÖGUM nr. 54/1997 um fasteigna- fyrirtækja- og skipasölu er ákvæði í 12. grein þess efnis að fasteignasali sem hefur fengið eign til sölumeðferðar eða honum falið að gera kauptilboð/ kaupsamning um eign, skuli semja rækilegt yfirlit um eignina. Meðal þess sem greina skal frá er ástand neysluveitna eftir atvikum. Er þetta nýmæli í lögum varðandi neysluveitur. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 186 orð

Madison Avenue dýrasta verzlunargata heims

HIN GLÆSILEGA verzlunargata Madison Avenue í New York, en þar eru m. a. heimastöðvar Calvin Klein, Barney's, Armani og Prada, er nú talin dýrasta verzlunargata heims. Causeway Bay í Hong Kong hefur mátt láta undan síga og er nú í öðru sæti. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 809 orð

Markaðsvæðing húsnæðismála

HÚSBRÉFAKERFIÐ er orðið rúmlega níu ára gamalt, en því var komið á fót á árinu 1989. Enginn efast lengur um að sú breyting, sem gerð var á hinu opinbera húsnæðislánakerfi, með tilkomu húsbréfakerfisins, var mikið til bóta. Húsbréfakerfið leysti af hólmi eldra kerfi, sem byggðist á skömmtun á lánum, sem óhjákvæmilega leiddi til mjög langs afgreiðslutíma. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 229 orð

Melbourne mun setja markið hátt

HÆSTI turn heims, 120 hæða skrifstofu- og íbúðabygging, mun rísa í Melbourne í Ástralíu að sögn yfirvalda og verður eins og óbeliski í laginu. Framkvæmdir munu hefjast um árið 2000 og taka um það bil fjögur ár að sögn verktakans, Bruno Grollo. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 33 orð

Mikilvægur kostur

MARKAÐSTENGING húsbréfakerfisins er mikilvægur kostur, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Aðstæður á fjármagsmarkaði ráða öllu um það, hvaða kjör eru í boði jafnt fyrir kaupendur, seljendur og byggjendur. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 276 orð

SAS-hótel seld með milljónatapi

FYRIR tíu árum var þremur hótelum skandinavíska flugfélagsins SAS skipt í félag, þar sem 6.000 félagsmenn báru ábyrgð á 11.900 eignarhlutum sínum í félaginu, en SAS átti hótelin að öðru leyti. Nú hafa hótelin verið seld með tapi upp á 379 milljónir danskra króna. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 687 orð

Skipting sameiginlegs kostnaðar

MEÐAL algengustu álitaefna sem upp koma í fjöleignarhúsum, er það hvort tiltekinn kostnaður sé sameiginlegur eða ekki og hvaða reglur gildi um skiptingu sameiginlegs kostnaðar milli eigenda. Verður hér fjallað um helstu reglur sem gilda í þessu efni. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 349 orð

Times Square festir sig í sessi

TIMES Square í New York er í þann mund að treysta stöðu sína sem fjármálamiðstöð, fyrst og fremst vegna þess að Morgan Stanley Dean Witter, hið þekkta og nýsameinaða fjármálafyrirtæki, ætlar að reisa 33 hæða glerturn á norðanverðu torginu. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 186 orð

Vandað skrifstofuhúsnæði á góðum stað

MIKIL eftirspurn hefur verið eftir atvinnuhúsnæði að undanförnu. Fasteignasalan Valhöll er nú með til sölu skrifstofuhúsnæði að Skipholti 50a. Þetta er 250 ferm. húsnæði í steinsteyptu húsi, sem byggt var 1985. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 199 orð

Veglegt atvinnuhúsnæði við Krókháls

FASTEIGNAMIÐLUN Sverris Kristjánssonar er nú með í sölu stórt atvinnuhúsnæði að Krókhálsi 5c, 5d og 5e. Verið er að steypa húsin upp, en þau eru 7.500 ferm. alls. Þegar er búið að selja hluta af a- og b-einingum eða um 2.500 ferm. Meira
15. desember 1998 | Fasteignablað | 806 orð

Það kann að vera slysagildra á þínu heimili

HVAÐ mætir pípulagningamanni þegar hann kemur inn í eldri íbúðir hérlendis til að kanna ástand lagna og tækja? Fyrir það fyrsta er það næstum öruggt að hann kemur ekki til þeirrar athugunar nema eitthvað hafi bilað, eitthvað hafi farið úrskeiðis, einhvers staðar sé leki á lögn eða tæki. Meira

Úr verinu

15. desember 1998 | Úr verinu | 185 orð

Auka afköst með blæstri

Skagaströnd-Marstál ehf sem er nýstofnað dótturfyrirtæki Bílaskálans ehf hefur hafið framleiðslu á rækjuskelblásurum. Blásararnir eru settir inn í vinnslulínu rækjuverksmiðja og auka afköst við hreinsun rækjunnar mjög mikið eða allt að 20%. Auk þess spara þeir vinnu við handhreinsun á færibandinu. Meira
15. desember 1998 | Úr verinu | 72 orð

"Á ekki við í Noregi"

PETER Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að niðurstaða Hæstaréttar á Íslandi um kvótakerfið eigi ekki við í Noregi. Þetta segir ráðherrann í samtali við norska blaðið Nordlys. Angelsen segir að fiskveiðistjórnun á Íslandi og Noregi sé í ýmsu ólík. Aðalatriðið sé að í Noregi sé ekki um framseljanlega kvóta að ræða. Meira
15. desember 1998 | Úr verinu | 261 orð

Mikið af loðnu út af Langanesi

MIKIL loðna fannst á miðunum norðnorðvestur af Langanesi um helgina. Skipin sigla þá í gegnum margra mílna langar lóðningar, en loðnan var dreifð og stóð djúpt. Flest þeirra fengu góðan afla á föstudagskvöldið, en urðu síðan að hætta veiðum vegna brælu. Brælan stendur enn og líklega geta skipin ekki haldið til veiða á ný fyrr en eftir áramót vegna ákvæða um jólafrí. Meira
15. desember 1998 | Úr verinu | 294 orð

Sjómannaalmanak Skerplu 1999

ÚT ER komin bókin Sjómannaalmanak Skerplu 1999. Sjómannaalmanakið er handbók fyrir sjómenn, en er einnig gagnlegt fyrir alla þá sem starfa í sjávarútvegi. Auk þess er hún kjörin bók fyrir áhugamenn um skip og báta og sjávarútveg almennt. Eitt meginefni Sjómannaalmanaks Skerplu er skipaskrá með myndum. Hún er nú stórum endurbætt frá fyrra ári. Meira
15. desember 1998 | Úr verinu | 236 orð

"Verðið hefur rokið upp"

"VERÐ á þorskaflahámarki hefur rokið upp. Eftirspurn er mikil en framboð ekkert eins og er. Kaupendur eru hins vegar tilbúnir til að borga að minnsta kosti 450 krónur fyrir hvert kíló í þorskaflahámarkinu, en það eru nokkrir dagar síðan það gekk á 400 krónur og jafnvel minna," Jakob Jakobsson hjá Skipasölunni í samtali við Verið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.