Greinar föstudaginn 18. desember 1998

Forsíða

18. desember 1998 | Forsíða | 999 orð

Blendin viðbrögð umheimsins en loftárásum haldið áfram

BANDARÍKJAMENN og Bretar héldu áfram loftárásum á Írak í gær. Annan daginn í röð gátu sjónvarpsáhorfendur um heim allan fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu frá Bagdad, þar sem næturhiminninn lýstist annað slagið upp af sprengingunum sem skóku borgina. Írakar fullyrtu í gærkvöldi að 25 manns hefðu látist í árásunum í gær og fyrrinótt í Bagdad einni. Meira
18. desember 1998 | Forsíða | 228 orð

Demókratar eru afar ósáttir

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings mun í dag, föstudag, hefja umræður um hugsanlega málshöfðun á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta sem leitt gæti til ákæru til embættismissis. Ákváðu leiðtogar repúblikana, sem eru í meirihluta í fulltrúadeildinni, þetta í gær þrátt fyrir hörð mótmæli demókrata sem vilja ekki að umræður um þetta mál fari fram á sama tíma og hernaðaraðgerðirnar gegn Írak. Meira

Fréttir

18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

370 manns hafa verið hífðir úr sjó

FISKIEFTIRLITSMENN frá Fiskistofunni tóku þátt í námskeiði hjá Björgunarskóla sjómanna í gær. Þeir voru hífðir um borð úr gúmmíbjörgunarbát í þyrlu á ytri höfn Reykjavíkur og handtök við björgun af þessu tagi voru æfð. Alls hafa 32 æfingar verið haldnar á þessu ári með þátttöku þyrlna Landhelgisgæslunnar, þar af 19 á TF SIF og 13 á TF LÍF. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Aðventuhátíð í Hellisgerði

NÚ ER komið að fjórðu og síðustu aðventuhátíðinni í Hellisgerði sunnudaginn 20. desember kl. 15. Á hátíð ljóss og friðar fjalla Gunnar og Felix um vináttuboðskap jólanna, einnig verður atriði úr barnasöngleiknum Ávaxtakörfunni og Skrýtla og trúðurinn Barbara hugsa upphátt um lífið og tilveruna, en þar eru þær Ólafía Hrönn og Halldóra Geirharðsdóttir á ferðinni. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Aðventustund í Bókasafni Garðabæjar

AÐVENTUSTUND verður fyrir börn og foreldra í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, laugardaginn 19. desember kl. 12. Hallfríður Ingimundardóttir les úr nýjustu bók sinni, Pési og verndarenglarnir. Séra Bjarni Þór Bjarnason ræðir um aðventuna og sungin verða jólalög undir leiðsögn Hrafnkels Pálmarssonar. Eitthvað fleira verður á boðstólum. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta með börnum sínum. Meira
18. desember 1998 | Miðopna | 723 orð

Aldrei upplifað óhugnanlegri lífsreynslu

"ÉG hef aldrei upplifað óhugnanlegri lífsreynslu en að sjá lestarvagninn með börnunum mínum á hvolfi. Ég taldi víst að börnin væru öll látin. Í vagninum voru um tíu börn," segir Sveinn Guðmundsson, sem ásamt þremur börnum sínum voru í járnbrautarlest sem fór út af sporinu um 30 km sunnan bæjarins Mosjøen í Noregi. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Allt braut ekki siðareglur í umfjöllun um dómsmál

SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að tímaritið Allt hafi ekki brotið siðareglur í umfjöllun sinni um dómsmál þriggja barna gegn föður sínum vegna líkamlegra misþyrminga og andlegrar kúgunar. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Andstæð viðhorf

ÞORVALDUR Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri á Landspítala, telur að ráðning forstjóra yfir báða spítalana í Reykjavík sé jákvætt skref. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, telur hins vegar að ekki eigi að sameina sjúkrahúsin. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

Aukin þjónusta í World Class

WORLD Class og Sérverslun hlauparans á 3. hæð í Kringlunni hafa gert með sér samning um að sérfræðingur frá Sérverslun Hagkaups verði í Word Class einni part dags aðra hverja viku. "Viðskiptavinum World Class er boðin hlaupaskoðun með aðstoð hlaupabands og upptökubúnaðar. Þannig sést hvernig niðurstigið er og í framhaldinu er hægt að ráðleggja um val á skóm. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1235 orð

Ákvað að gera árásir og leita síðan eftir stuðningi

BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað að hefja árásirnar á Írak án þess að ráðfæra sig áður við evrópska og arabíska bandamenn landsins. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi að vísu við um 16 utanríkisráðherra aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og bandamanna í Evrópu og Mið-Austurlöndum áður en árásirnar hófust, en markmiðið var að skýra þeim frá ákvörðun Clintons, Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 882 orð

Ásakanir um óbilgirni og trúnaðarbrest

Óbilgirni og trúnaðarbrestur eru orð sem heimildamenn Ómars Friðrikssonar í A-flokkum og Kvennalista notuðu síðdegis í gær um stöðuna í viðræðum um samfylkingu. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 203 orð

Bananadeilan rædd í dag

HIN harða deila Evrópusambandsins (ESB) og Bandaríkjanna um innflutningsreglur ESB á banönum verður tekin fyrir í sáttanefnd Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), í dag, samkvæmt upplýsingum stjórnarerindraka og embættismanna í Genf. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Betri vatnsbúskapur

Í LJÓSI þess að horfur í vatnsbúskap hafa batnað að undanförnu hefur Landsvirkjun ákveðið að aflétta frá og með árarmótum skerðingu á ótryggðu rafmagni til almenningsveitna. Á meðan aðstæður í vatnsbúskapnum hafa ekki batnað meir en orðið er verður slíkt rafmagn selt á hæsta verðþrepi gjaldskrárinnar, segir í frétt frá Landsvirkjun. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Blóð vantar í bankann

BLÓÐBANKANN hefur skort blóð undanfarnar vikur, að sögn Bjargar Ólafsson, hjúkrunarframkvæmdastjóra, og hefur ástandið farið versnandi. Björg segir að á þessum árstíma séu alltaf að ganga pestir. Þar sem aðeins fullfrískt fólk getur gefið blóð fækkar bljóðgjöfum á þessum árstíma. Þá valda annir fólks fyrir jólin því að færri gefa sér tíma til að gefa blóð en ella. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

BOGI ÞORSTEINSSON

BOGI Þorsteinsson, fyrrverandi yfirflugumferðarstjóri, er látinn, áttræður að aldri. Bogi fæddist 2. ágúst árið 1918 að Ljárskógaseli í Laxárdalshreppi, sonur Þorsteins Gíslasonar bónda og Alvildar Bogadóttur. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 398 orð

Bráðabirgðasvipting ökuleyfis felld úr gildi

Í DÓMI Hæstaréttar sem féll í gær segir að með breytingu á umferðarlögum árið 1997 hafi það ekki verið ætlun löggjafans að hrófla við reglum um ökuleyfissviptingu vegna vítaverðs aksturs. Var því felld úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um sviptingu til bráðabirgða ökuleyfis manns sem ekið hafði á nær tvöföldum leyfðum hámarkshraða. Maðurinn ók hinn 23. október sl. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Breytingar í ráðuneytum

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur gert talsverðar breytingar á skipan ráðuneytisstjóraembætta. Hún tekur gildi 1. janúar næstkomandi og tekur til fimm ára. Breytingarnar eru þær að Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu hverfur til starfa sem forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík og Árni Kolbeinsson, Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Brúarsmíð hafin við Gullinbrú

FRAMKVÆMDUM við Gullinbrú hefur miðað vel að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra. Sagði hann enga ástæðu til að ætla annað en að verkinu yrði lokið um mitt næsta sumar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Lokið hefur verið við að leggja götuna og brúarframkvæmdir eru að hefjast en frágangsvinna við götuna er skemur á veg komin en ráð var fyrir gert. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Dagskrá Alþingis

Dagskrá Alþingis Dagskrá Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Gert er ráð fyrir því að þá verði tekið fyrir frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Desembersýning á Teríunni

NEMENDUR í málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri sýna nú verk sín á Kaffi Teríunni og stendur hún út þennan mánuð, en yfirskrift sýningarinnar er Desembersýning. Alls taka sjö nemendur málunardeildar þátt í sýningunni og eru verkin 25 talsins, fjölbreytileg að stærð og gerð, vatnslitir, olíumálverk og grafíkmyndir. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Digitus sapiens með heimasíðu

MARGMIÐLUNARHÓPURINN Digitus sapiens hefur sett upp heimasíðu í samstarfi við Hringiðuna (www.vortex.is) þar sem finna má efni sem hópurinn hefur unnið á síðastliðnum fjórum árum. "Digitus sapiens er skipaður þeim Þóri S. Guðbergssyni, Bjarna Hinrikssyni og Kristni R. Þórissyni og fæst við listrænar hreyfingar sem tengjast vísindum og heimspeki á ýmsan hátt. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Ekið á ljósastaur

LJÓSASTAUR var ekinn niður á mótum Hlíðarbrautar og Borgarbrautar í gærdag og þá var ekið á annan staur við Strandgötu í fyrradag. Þann dag urðu þó nokkur óhöpp í umferðinni, en að sögn lögreglu gekk umferð nánast óhappalaust fyrir sig í gær og var enginn asi á fólki þó margir séu á ferðinni. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Ekki ókostur að vera á Akureyri

BÆJARRÁÐ Akureyrar mótmælti harðlega í gær fullyrðingum Snorra Baldurssonar framkvæmdastjóra CAFF- skrifstofunnar um ókosti þess að staðsetja alþjóðlega starfsemi á Akureyri. Snorri sendi umhverfisráðherra, Guðmundi Bjarnasyni, bréf fyrr í þessum mánuði, en það fjallaði m.a. um staðsetningu og umhverfi CAFF-skrifstofunnar. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

ESA verður svarað vegna smíði varðskips

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að bjóða smíði nýs varðskips út hér á landi, uppfylli ekki útboðsreglur Evrópska efnahagssvæðisins. Hefur stofnunin sent íslenskum stjórnvöldum formlega tilkynningu um þetta og jafnframt gefið ríkisstjórn Íslands tveggja mánaða frest til að gera athugasemdir við niðurstöðuna. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Fjárfest fyrir 185 milljónir

FJÁRFESTINGAR Akureyrarbæjar á sviði íþrótta- og tómstundamála á næsta ári nema 185 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið í Bæjarstjórn Akureyrar. Kostnaður við framkvæmdir við nýbyggingu Sundlaugar Akureyrar, innréttingar, búnaðar og aðkomu nemur 80 milljónum króna á næsta ári. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Flugvallarskattar í bága við EES-reglur

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að mismunandi flugvallarskattar hér á landi og í Noregi eftir því hvort um innanlandsflug eða flug til landa innan EES-svæðisins er að ræða, brjóti gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins um frjálsa þjónustustarfsemi í farþegaflugi. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Frjóvgun með gjafaeggjum

AÐEINS vantar eggin til að hægt sé að hefja tæknifrjóvgun með gjafaeggjum á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar Landspítalans. Eggin verða að vera íslensk enda er ekki hægt að frysta og flytja egg jafn auðveldlega á milli landa og sæði, sem hefur verið flutt frá Danmörku til Íslands um árabil. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 189 orð

Fundu Egyptar upp leturgerðina?

ÞÝSKIR fornleifafræðingar skýrðu frá því í byrjun vikunnar, að þeir hefðu fundið fornt, egypskt myndletur, sem vekti spurningar um hvar leturgerðin hefði komið upp með mönnum. Gunter Dreyer, forstjóri Þýsku fornleifastofnunarinnar í Egyptalandi, sagði á blaðamannafundi í Kairó, að talið hefði verið, að Súmerar hefðu orðið fyrri Egyptum til að nota táknletur. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 47 orð

Fyrir og eftir árás EITT af skotmörkum Breta og Ban

Fyrir og eftir árás EITT af skotmörkum Breta og Bandaríkjamanna voru bækistöðvar lýðveldisvörðs Saddams Husseins og eins og sjá má af þessum myndum, sem Bandaríkjamenn gerðu opinberar í gær, hittu eldflaugarnar beint í mark. Myndin til vinstri sýnir skotmarkið fyrir árás en myndin til hægri aðstæður eftir árásina. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Gáfu saumavélar

FULLTRÚAR frá Völusteini hafa afhent Mæðrastyrksnefnd þrjár Husqvarna saumavélar. Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar munu síðan ákveða á hvaða heimili vélarnar fara. Völusteinn hefur ávallt sent viðskiptavinum sínum jóla- og nýárskveðjur. Í ár mun fyrirtækið fara nýjar leiðir þ.e. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Greiða skal í orlofs- og sjúkrasjóð

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, segir að samkvæmt landslögum og kjarasamningum eigi að greiða af desemberuppbót í orlofs- og sjúkrasjóði. Hann mótmælir harðlega ummælum Hrafnhildar Stefánsdóttur, lögfræðings VSÍ, í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, en þar segir hún að ekki eigi að greiða í sjóðina af desemberuppbót. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 266 orð

Gæðakerfi komið á hjá Vatnsveitunni

VALDIMAR Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar hefur gefið út starfsleyfi til handa Vatnsveitu Hita- og vatnsveitu Akureyrar, HVA og þar með vottað að gæðakerfið GÁMES sé virkt í fyrirtækinu. GÁMES kerfið snýst um að greina mikilvæga eftirlitsstaði og gera fyrirbyggjandi aðgerðir þar. Skilgreindir hafa verið 30 mikilvægir eftirlitsstaðir í Vatnsveitunni. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Heimahöfn verði á Akureyri

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær bókaði Oddur H. Helgason, bæjarfulltrúi L-listans, þá tillögu sína að bæjarstjóra verði falið að skoða hvað Akureyrarbær geti gert til að heimahöfn nýs hafrannsóknarskips verði á Akureyri. "Innan tíðar bætist nýtt og fullkomið hafrannsóknarskip í flota okkar Íslendinga. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 308 orð

Hluti arðsins af kerfinu skili sér til samfélagsins

NIÐURSTÖÐUR nefndar sem unnið hefur að ítarlegri úttekt fyrir Bandaríkjaþing á reynslu af kvótakerfum í sjávarútvegi voru kynntar þinginu í gær. Meðal þeirra sem sæti áttu í nefndinni voru Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, og Rögnvaldur Hannesson, prófessor í hagfræði við Norska viðskiptaháskólann í Bergen. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Hóta árásum á Norður-Írlandi

ÁÐUR óþekktur öfgahópur sambandssinna lýsti í gær á hendur sér ábyrgð á sprengju sem sprakk í fyrrakvöld við krá í Crumlin á Norður-Írlandi. Engin meiðsl urðu á mönnum og litlar skemmdir en hópurinn, "hermenn Óraníu", er andsnúinn Belfast-samkomulaginu og hafa áður hótað að gera liðsmenn IRA, sem látnir hafa verið lausir úr fangelsi á síðustu mánuðum í samræmi við skilmála Belfast- samkomulagsins, Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 750 orð

Hæfðu yfir fimmtíu skotmörk í árásunum

"VIÐ hæfðum rétt skotmörk," sagði William Coben, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær er hann var spurður hvort fullyrðingar Íraka um að bandarísk og bresk flugskeyti hefðu orðið fjölmörgum óbreyttum borgurum að bana væru réttar. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 344 orð

Hættulegir maurar breiðast út

LÍFSHÆTTULEGIR eldmaurar þramma nú Bandaríkin þver og endilöng eftir að stökkbreyting olli því að þeim er kleift að lifa veturinn af. Eitur mauranna hefur valdið dauða nokkurra tuga manna í suðurríkjum Bandaríkjanna en maurarnir hafa einnig valdið skaða á uppskeru bænda, grasflötum fólks og ýmsum rafmagnstækjum, sem talinn er nema tæplega 200 milljörðum ísl. króna. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Hönnun byggingar við Amtsbókasafnið

ÞRJÁTÍU milljónum króna verður á næsta ári varið til fjárfestinga á sviði menningarmála samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 1999 sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar. Alls fara 10 milljónir króna til framkvæmda við svonefnt Ketilhús í Grófargili. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Í gegnum verslunarglugga

TALSVERT tjón varð í blómaversluninni Stör í Domus Medica í gærmorgun, þegar ökumaður ók bifreið sinni í gegnum verslunargluggann og inn á gólf. Skemmdir urðu einnig á framhlið verslunarinnar og á bifreiðinni sjálfri. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan telur að ökumaðurinn hafi óvart stigið niður inngjöfina í stað hemlafetilsins á sjálfskiptri bifreiðinni á bílastæðinu fyrir framan búðina. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Jólaleikur Dagskrárblaðsins

DREGIÐ hefur verið í jólaleik Dagskrárblaðs Morgunblaðsins. Nöfn vinningshafanna í seinni hluta leiksins og aðalvinningshafans sem vann iMac-tölvu frá Aco Applebúðinni verður að finna í Dagskrárblaðinu 23. desember. Vinningshöfum í fyrri hluta leiksins var hins vegar afhent gjafabréf á dögunum og er myndin tekin af því tilefni. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Jólalög í Svartfugli

Í GALLERÍI Svartfugli stendur nú yfir jólasýning þeirra Einars og Sveinbjargar og kennir þar ýmissa grasa, en auk þess að vera gallerí er Svartfugl einnig vinnustofa þeirra tveggja og eru þau oftar en ekki að störfum, þannig að gestum og gangandi gefst færi á að fylgjast með þeim við vinnu sína. Á laugardag, 19. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Jólastund SKB

Jólastund SKB HIN árlega jólastund Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna verður haldin á skrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 6, sunnudaginn 20. desember kl. 17. Að venju verður hún tileinkuð minningu Sigurbjargar Sighvatsdóttur, sem ánafnaði félaginu allar eigur sínar er hún lést í júní 1994. Sigurbjörg fæddist 20. desember 1924. Meira
18. desember 1998 | Landsbyggðin | 167 orð

Jólaútvarp í Borgarnesi

Borgarnesi-Dagana 8.­11. desember sl. stóðu nemendur Grunnskóla Borgarness fyrir jólaútvarpi. Er þetta í sjötta sinn sem nemendur skólans standa fyrir slíku útvarpi á jólaföstu. Mikil undirbúningsvinna fór fram áður en útvarpið fór í loftið og sérstakt útvarpsráð var skipað. Útsendingar hófust alla dagana kl 10.00 að morgni og stóðu hvíldarlaust til 23. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Kvöldstund við kertaljós KVÖLDSTUND við kertalj

Kvöldstund við kertaljós KVÖLDSTUND við kertaljós verður í Laufáskirkju á sunnudagskvöld, 20. desember, og hefst hún kl. 21. Kirkjukórinn flytur aðventu- og jólalög undir stjórn Hjartar Steinbergssonar. Fermingarbörn flytja samtalsþáttinn "Hvar heyrist hin sanna rödd jólanna?" Lesin verður jólasaga og jólakvæði flutt. Sr. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

LEIÐRÉTT

UMMÆLI eignuð Kristínu Blöndal um viðræður um samfylkingu á vinstri vængnum á baksíðu Morgunblaðsins í gær voru í raun höfð eftir Huldu Ólafsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Leiklistarfrumvarp orðið að lögum

AUK frumvarps til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði voru tíu frumvörp afgreidd sem lög frá Alþingi í gær. Þar á meðal er frumvarp til laga um söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og frumvarp til laga um embættiskostnað sóknarpresta. Auk þess mætti nefna frumvarp um leiklistarlög, en það gerir m.a. ráð fyrir að ákvæði um Þjóðleikhús verði gerð einfaldari og skýrari. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 798 orð

Lítið um beinan stuðning við aðgerðirnar Viðbrögðin í arabaheiminum við árásunum á Írak þykja einkennast af þögn en Rússar eru

Lítið um beinan stuðning við aðgerðirnar Viðbrögðin í arabaheiminum við árásunum á Írak þykja einkennast af þögn en Rússar eru hins vegar æfareiðir Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Loforð tengd orku- og holræsagjöldum

"VIÐ lofuðum í kosningabaráttunni að lækka holræsagjald verulega þegar hreinsun strandlengjunnar verður lokið á síðari hluta kjörtímabilsins og að orkugjöld myndu lækka," sagði Helgi Hjörvar, oddviti Reykjavíkurlistans, í gær er hann var spurður hvaða gjöld meirihlutinn myndi ekki hækka, en í fyrradag var meðal annars tilkynnt um hækkun á gjaldskrá sundstaða Reykjavíkur, Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 255 orð

Lyfjakostnaður eykst

ÞRÁTT fyrir að vísitala lyfjaverðs hafi lækkað á árinu eykst lyfjakostnaður ríkissjóðs miðað við forsendur fjárlaga, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 979 orð

Læknar hvattir til að virða niðurstöðuna

STJÓRNARFRUMVARPIÐ um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær með miklum meirihluta atkvæða, 37 gegn 20, einn stjórnarþingmaður, Einar Oddur Kristjánsson, var á móti. Stjórnarandstæðingar sökuðu ríkisstjórnina um gerræði í málinu, helsti hagsmunaaðilinn hefði beitt miklum þrýstingi og því var spáð að átökum væri hvergi nærri lokið. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 474 orð

Mál Pinochets tekið fyrir að nýju

STUÐNINGSMENN Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fögnuðu í gær þeirri ákvörðun lávarðadeildar breska þingsins að taka aftur til umræðu hvort Pinochet nýtur friðhelgi, og fella þannig úr gildi úrskurð fimm manna áfrýjunardómstóls lávarðadeildarinnar frá því 25. nóvember síðastliðinn að Pinochet skyldi ekki njóta friðhelgi. Meira
18. desember 1998 | Miðopna | 2658 orð

Mikilvægt að standa rétt að upphaflegri úthlutun heimilda

Skýrsla nefndar Bandaríkjaþings um útfærslur kvótakerfa við stjórnun fiskveiða Mikilvægt að standa rétt að upphaflegri úthlutun heimilda Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 45 orð

Mótmæli í Beirút

NEMENDUR bandaríska háskólans í Beirút í Líbanon voru á meðal þeirra sem mótmæltu árásum Bandaríkjamanna og Breta á Írak í gær. Hvöttu þeir forsetann til að huga frekar að kvennamálum sínum heimafyrir en á skiltinu stendur: "Clinton, farðu og hittu Monicu [Lewinsky]. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Myndir úr verkinu um Pétur Gaut

TÍU litógrafíur eftir norska listamanninn Frans Widerberg eru nú sýndar á Kaffi Karólínu í Grófargili. Myndirnar byggir Frans á efni leikritsins um Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen, en það er jólaleikrit Leikfélags Akureyrar og verður frumsýnt 28. desember næstkomandi. Sýningin er sett upp af því tilefni og er hér fyrir tilstilli Norska sendiráðsins í Reykjavík. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 466 orð

Möguleikar til að bregðast við færri

"ÉG held að kennarar reyni eftir megni að fylgjast með atferli sem gæti bent til eineltis, en það hafa orðið verulegar breytingar í samfélaginu og skólunum seinustu ár og eftir því sem tilvikum um einelti fjölgar verða möguleikarnir til að bregðast við færri," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Námsstyrkir veittir í verkfræði og raunvísindum

STJÓRN Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar hefur ákveðið að veita í ár alls 2,8 milljónir króna í námsstyrki til átta einstaklinga sem stunda framhaldsnám í verkfræði og raunvísindum. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 111 orð

Nyrup Rasmussen Sakaður um sjálfsdýrkun

BRESKA stjórnin er að byggja árþúsundahvelfingu, Millenium Dome", til að fagna alda- og árþúsundamótum, en Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana ætlar að gefa hverjum Dana er fæðist árið 2000 bók, sem hann áritar sjálfur. Hugmyndin vekur þó ekki eindregna hrifningu. "Hann heldur að hann sé frelsarinn sjálfur," segir Pia Kjærsgaard formaður Danska þjóðarflokksins. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ný blómaskreytingastofa

BLÓMASMIÐJA Hildu var opnuð um síðustu helgi en hún er við Rauðavatn. Eigandi hennar er Hilda Allansdóttir. Hún lærði í Óðinsvéum í Danmörku og hefur unnið í Blómamiðstöðinni og fleiri stöðum síðar. Hún tekur að sér allar tegundir skreytinga við öll tækifæri svo sem brúðarvendi, kransa, kistuskreytingar, körfur og skreytingar eftir óskum hvers og eins. Meira
18. desember 1998 | Landsbyggðin | 162 orð

Nýtt skólahúsnæði tekið í notkun í Stykkishólmi

Nýtt skólahúsnæði tekið í notkun í Stykkishólmi Stykkishólmi-Tekið var í notkun nýtt skólahúsnæði við Grunnskólann í Stykkishólmi 14. desember. Húsnæðið er við gamla barnaskólann og hýsti áður skrifstofu Stykkishólmsbæjar þar til í síðasta mánuði að hún flutti í nýja ráðhúsið. Í húsinu er ein kennslustofa þar sem 1. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Óska eftir viðræðum við formenn

EKKI var tekin ákvörðun um að slíta viðræðum við Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið um sameiginlegt framboð á félagsfundi Kvennalistans í Reykjavík í gærkvöldi. Samþykkt var á fundinum að fela fulltrúum listans að óska eftir fundi með formönnum A-flokkanna til að gera þeim grein fyrir afstöðu Kvennalistans. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 1126 orð

Pólitísku markmiðin óljós Þótt hin herfræðilegu markmið árásanna á Írak liggi fyrir eru hin pólitísku í besta falli óljós.

ÞEGAR ákveðið er að láta vopnin tala verða markmiðin að vera ljós. Þetta á vitanlega við hin herfræðilegu markmið en gildir ekki síður um hin pólitísku. Hin herfræðilegu markmið árása Breta og Bandaríkjamanna á Írak eru skýr; það á að uppræta alla möguleika Saddams Husseins, forseta Íraks, Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 707 orð

Rannsakar vatnssækin efnasambönd

UM MIÐJAN nóvember sl. var Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi veitt viðurkenning frá American Association of Pharmaceutical Scientists (A.A.P.S.) í Bandaríkjunum, fyrir frábæran árangur á sviði vísinda er varða lyfjafræði. Þetta eru samtök sem sameina alla þá sem starfa að lyfjarannsóknum, hvort sem er í háskólum eða lyfjafyrirtækjum. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Rannsókn lögreglu lokið

RANNSÓKN lögreglunnar í Grafarvogi á árásarmáli, sem upp kom á þriðjudagsmorgun, er þrír piltar voru kærðir fyrir að ráðast á fyrrum skólafélaga sinn, er lokið. Búið er að ræða við drengina þrjá að viðstöddum foreldrum þeirra, barnaverndarstarfsmanni og skólasálfræðingi. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 154 orð

Reglugerð Orkuveitu samþykkt samhljóða

REGLUGERÐ um Orkuveitu Reykjavíkur, sem stofna á um næstu áramót með samruna Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur, var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Verður hún nú send iðnaðarráðuneytinu til samþykktar. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 47 orð

Reuters Fórnarlamb árása ÞESSI íraski maður var á me

Reuters Fórnarlamb árása ÞESSI íraski maður var á meðal þeirra sem slösuðust í flugskeytaárásum Bandaríkjamann og Breta á Baghdad í fyrrinótt. Að minnsta kosti fimm manns létust og þrjátíu slösuðust í fyrstu árásunum en írösk stjórnvöld sögðu í gær að flugskeyti hefði lent í íbúðarhverfi í höfuðborg Íraks. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 31 orð

Reuters Shelton skýrir stöðuna HENRY Shelt

Reuters Shelton skýrir stöðuna HENRY Shelton, yfirmaður bandaríska heraflans, sýnir fréttamönnum myndir af höfuðstöðvum sérstakra varnarherja Íraks í gær. Gert er ráð fyrir að aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna vari í fjóra daga. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 24 orð

Reuters Skemmdir í íbúðahverfi VERKAMENN g

Reuters Skemmdir í íbúðahverfi VERKAMENN gera við vatnsleiðslu sem skemmdist í Karrada- íbúðahverfinu í Baghdad í fyrrinótt er Bandaríkjamenn og Bretar gerðu flugskeytaárásir á Írak. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 25 orð

Reuters Skemmdirnar skoðaðar ÍRASKAR konur og börn standa við

Reuters Skemmdirnar skoðaðar ÍRASKAR konur og börn standa við rústir íbúðarhúss í Karrada- hverfinu í Baghdad en húsið eyðilagðist í eldflaugaárás Bandaríkjamanna og Breta í fyrrinótt. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Ríkið tekur við fjárhagslegri ábyrgð

RÍKIÐ mun um næstu áramót taka við fjárhagslegri ábyrgð af rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur af Reykjavíkurborg. Frá sama tíma tekur við störfum einn forstjóri yfir báðum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ráðinn í starfið. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 999 orð

Ríkið tekur við fjárhagslegri ábyrgð á rekstri SHR

RÍKIÐ mun um næstu áramót taka við fjárhagslegri ábyrgð á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur af Reykjavíkurborg. Jafnframt hefur Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, verið ráðinn forstjóri yfir báðum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Ennfremur hefur verið ákveðið að sjúkrahúsin fái á fjáraukalögum 500 milljónir til að taka á fjárhagsvanda liðinna ára. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Rokktónleikar í Loftkastalanum

UPPSKERUHÁTÍÐ íslenskra rokkara verður laugardagskvöldið 19. desember í Loftkastalanum. Þar ætla sex hljómsveitir að spila efni af nýjum plötum. Hljómsveitirnar eru Botnleðja sem kynnir efni af plötunni Magnyl, Bellatrix kynnir plötuna "g", Unun kynnir plötuna Ótta, Súrefni kynnir plötuna "Wide Noise", 200.000 naglbítar kynna plötu sína Neondýrin og Magga Stína kynnir sína plötu, "An album". Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Safnahúsið notað undir sýningar

SAFNAHÚSIÐ á Hverfisgötu, sem Þjóðskjalasafnið var flutt úr á miðvikudag heyrir nú undir forsætisráðuneytið, sem ráðstafa mun húsinu undir nýja starfsemi. "Þarna munu Þjóðminjasafn, Árnastofnun og fleiri söfn fá sýningaraðstöðu og síðan verða haldnar ýmsar aðrar tilfallandi sýningar, Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sekkir af smámynt til Umhyggju

STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur, SVR, færðu Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 50 til 60 kíló af erlendri mynt í gær. Hörður Gíslason, fjármálastjóri SVR, segir að félagið hafi séð möguleika á að koma myntinni í verð og styrkja á sama tíma gott málefni. "Á undanförnum árum hefur safnast upp hjá okkur erlend mynt sem ekki hefur verið hægt að koma í verð hér á landi," segir hann. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 29 orð

Setið fyrir svörum

Reuters Setið fyrir svörum BILL Clinton Bandaríkjaforseti, Al Gore varaforseti og Hugh Stelton, herforingi og yfirmaður bandaríska herráðsins, svara spurningum blaðamanna um flugskeytaárásirnar á Írak í Hvíta húsinu í gær. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1630 orð

Sjálfstæðismenn samþykkja ekki samninginn

MIKLAR umræður urðu í upphafi fundar í borgarstjórn Reykjavíkur í gær utan dagskrár í framhaldi af kynningu borgarstjóra á samningi milli ríkisins og borgarinnar um yfirtöku ríkisins á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu vinnubrögðin, töldu hér alltof hratt farið og fráleitt að hafa ekki rætt málið í borgarráði áður en til undirskriftar samningsins kom. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 721 orð

Stórmálin skyggja á hvort annað Efasemdir hafa verið uppi um raunverulega ástæðu árásarinnar á Íraka en repúblikanar segja

Stórmálin skyggja á hvort annað Efasemdir hafa verið uppi um raunverulega ástæðu árásarinnar á Íraka en repúblikanar segja Clinton vilja beina athyglinni frá málarekstrinum í þinginu. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 423 orð

Stuðningi lýst við aðgerðirnar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það hafa verið rétta ákvörðun að grípa til hernaðaraðgerða gegn Saddam Hussein, jafnvel þótt ekki hafi verið fyrir því allsherjarsamþykki innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. "Ég hef rætt þetta mál við forsætisráðherra og við höfum fullan skilning á því sem þarna er að gerast," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Styrkir í stað jólakorta

SÚ hefð hefur skapast hjá SÍF hf. að veita styrki til líknarmála í stað þess að senda hluthöfum, framleiðendum og öðrum viðskiptamönnum jólakort. Í ár var ákveðið að styrkja tvö félög, Foreldrafélag misþroska barna og Umsjónarfélag einhverfra, með 150 þús. kr. framlagi hvort. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Styrkir Snorra Sturlusonar veittir í sjöunda sinn

Í TILEFNI af 750. ártíð Snorra Sturlusonar 23. september 1991 ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina sem gefnar voru út 1992 skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

"Taldi að börnin væru öll látin"

SVEINN Guðmundsson, Ásmundur Þór, Hanna Kristjana og Tómas Birnir Sveinsbörn komust líf af þegar lest fór út af sporinu suður af Mosjøen í norðurhluta Noregs í gær. Þau voru á leið frá Bodö til að halda jól í Danmörku. Tveimur vögnum lestarinnar hvolfdi við óhappið og var annar þeirra leikvagninn þar sem börnin voru. Um 150 farþegar voru í lestinni sem var á leið til Þrándheims. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Tveggja milljarða lækkun langtímaskulda borgarinnar

Í RÆÐU borgarstjóra við síðari umræðu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að áætlað er að greiða niður langtímaskuldir borgarinnar um tvo milljarða króna á næsta ári. Sagði hún skuldir borgarinnar þá verða 12,75 milljarða eða 70% af skatttekjum. Meira
18. desember 1998 | Landsbyggðin | 90 orð

Tölva til tónlistarnáms

Borgarnesi-Fyrir skömmu afhenti Kristján Snorrason, útibússtjóri Búnaðarbanka Íslands í Borgarnesi, nemendafélagi Grunnskólans í Borgarnesi og Félagsmiðstöðinni Óðali tónlistartölvu. Sagði hann við það tækifæri að segja mætti að þetta væri jólagjöf Búnaðarbankans til þessara aðila. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 670 orð

Utanríkisráðherra segir árásirnar óhjákvæmilegar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra varði loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á Írak í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Kvaðst hann að sjálfsögðu harma að til þeirra hefði komið en sagði ljóst að þær hefðu verið óumflýjanlegar miðað við það hvernig Saddam Hussein, forseti Íraks, Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Vann forsíðubikar Hárs og fegurðar

VINNINGSHAFI forsíðukeppni tímaritsins Hárs & fegurðar í ár varð Charlotta M. Hauksdóttir ljósmyndari. Hún nam ljósmyndun í Instituto Europeodi Desing árið 1994­97 í Róm á Ítalíu og starfar nú sem ljósmyndari í lausamennsku á vegum ýmissa fyrirtækja. Fyrirsæta verðlaunamyndarinnar var Friðlín B. Meira
18. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Vátryggingasamningur undirritaður

VÁTRYGGINGASAMNINGUR milli Akureyrarbæjar og Sjóvár- Almennra trygginga hf. hefur verið undirritaður. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og tekur hann gildi um næstu áramót, en gildistíminn er 6 ár. Tekur samningurinn til allra vátryggingaviðskipta bæjarfélagsins, s.s. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Velferð barna í umferðinni

BANDALAG íslenskra skáta hefur í átta ár ásamt Reykjavíkurborg fært sex ára börnum að gjöf endurskinsborða sem brugðið er yfir öxl barnsins. Síðustu þrjú árin þ.e. 1996, 1997 og 1998 hefur P. Samúelsson ehf. ­ Toyota verið stærsti stuðningsaðili þessa verkefnis. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 336 orð

Vilja endurskoða atkvæðagreiðslu um hækkun útsvars

ÚRSKURÐUR setts félagsmálaráðherra um að Reykjavíkurlistanum hafi ekki verið heimilt að skipa Pétur Jónsson sem varamann Hrannars B. Arnarssonar, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, kom til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Vinnustofan Gallerí Járn opnuð

SVEINN Magnússon listamaður hefur opnað vinnustofuna og verkstæðið Gallerí Járn á Grettisgötu 3, í bakhúsi. Sveinn smíðar ýmsa muni úr smíðajárni og öðrum málmum, s.s. borð, stóla, lampa, ljósakrónur og lifandi blómaskúlptúra. Sveinn lærði hjá innréttinga- og blómalistamanninum Tage Andersen í Kaupmannahöfn. Opið er miðvikudaga til föstudaga kl. Meira
18. desember 1998 | Landsbyggðin | 157 orð

Vinsælt að borða úti fyrir jólin Stykkishólmi-

Vinsælt að borða úti fyrir jólin Stykkishólmi-Jólahlaðborð á Hótelinu í Stykkishólmi nýtur mikilla vinsælda og er aðsókn alltaf að aukast og verða matargestir yfir 700 manns. Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri, segir að hótelið hafi byrjað með jólahlaðborð árið 1986. Meira
18. desember 1998 | Erlendar fréttir | 344 orð

Ætlar að boða til kosninga ef þingið hafnar stuðningi

EHUD Barak, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, hleypti í gær af stað nýrri atlögu að því að koma Benjamin Netanyahu forsætisráðherra frá völdum með því að saka hann um að láta stjórnast af hægrisinnuðum öfgamönnum sem stofnuðu samningum um frið í Miðausturlöndum í hættu. Meira
18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1220 orð

Öldruðum smátt skammtað af góðærinu

Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara Öldruðum smátt skammtað af góðærinu Formaður Landssambands eldri borgara og varaformaður Öryrkjabandalags Íslands telja að breytingar þær á elli- og örorkulífeyri, sem tilkynnt var um í fyrradag, séu ekki miklar miðað við skerðingar fyrri ára, Meira

Ritstjórnargreinar

18. desember 1998 | Leiðarar | 803 orð

FULLYRÐINGAR SADDAMS LYGI, SEGIR BLAIR

BRETAR OG BANDARÍKJAMENN létu til skarar skríða gegn Saddam Hussein, forseta Íraks, í fyrrakvöld. Klukkan 22 hófust loftárásir á hernaðarleg skotmörk í Írak og takmark árásaraðilanna var að tortíma verksmiðjum, sem framleiða gereyðingarvopn, eiturefna-, sýkla- og kjarnorkuvopn. Meira
18. desember 1998 | Staksteinar | 376 orð

»Mikilvægi sparnaðar "LJÓST er að lífeyrissparnaður er til þess fallinn að efl

"LJÓST er að lífeyrissparnaður er til þess fallinn að efla þjóðhagslegan sparnað." Þetta eru inngangsorð Hrafns Magnússonar, ábyrgðarmanns SAL-frétta, en blaðið er fréttabréf Sambands almennra lífeyrissjóða. Meira

Menning

18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 334 orð

AÐ GERA ÁVALLT SITT BESTA

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari er tónlistarmaður vikunnar að þessu sinni enda er plata hans Helg eru jól í efsta sæti listans og stefnir hraðbyri í platínusölu eftir aðeins tvær vikur á listanum. Að sögn Aðalsteins Magnússonar hjá Skífunni sem gefur plötuna út voru líkur á því að platan næði platínumarkinu seinnipartinn í gær. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Auður og Ásdís sýna í Galleríi Nema hvað

AUÐUR Sturludóttir og Ásdís Arnardóttir opna sýningu á verkum sínum í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, föstudag, kl. 18. Auður og Ásdís eru nemar á þriðja ári í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Verkin eru unnin með olíu á striga og með blandaðri tækni. Sýningin er opin til 4. janúar 1999. LITADUFT á límbornum pappír eftir Auði Sturludóttur. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 674 orð

Er tími fyrir eitt lag enn?

Geisladiskur Harðar G. Ólafssonar. Lögin eru öll eftir Hörð G. Ólafsson og textar eftir Hörð, Jónas Friðrik Guðnason, Stefán Hilmarsson, Kristján Hreinsson, Ársæl Guðmundsson, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Söngvarar: Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Helga Möller, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhannes Eiðsson, Grétar Örvarsson og Hörður G. Ólafsson. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 526 orð

Fágun, vandvirkni og frumleiki

Undravefurinn. Lög og textar: Anna Halldórsdóttir. Flutningur, útsetningar og stjórn upptöku: Anna Halldórsdóttir, Birgir Baldursson og Orri Harðarson. Útg. Rampante, Skífan dreifir. ANNA Halldórsdóttir kom fram á sjónarsviðið í íslenskum tónlistarheimi árið 1996 er hún gaf út hljómplötuna "Villtir morgnar". Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 472 orð

Frá Suðurnesjum

Eftir Jón Þ. Þór. Útg.: Gerðahreppur, 1998, 293 bls. ÞAÐ verður ekki annað sagt en Suðurnesjum hafi verið gerð góð skil á prenti. Fyrir nokkru kom út tveggja binda verk um Grindavík, sem höfundur þessa rits samdi að mestum hluta. Þá eru komin út tvö bindi af Keflavíkursögu og það þriðja er í uppsiglingu. Um Njarðvík er komið eitt bindi. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 612 orð

Gamlir sambýlismenn sameinaðir á ný

ÁRIÐ 1965 hlaut bandaríski leikritahöfundurinn Neil Simon Tony verðlaunin fyrir leikrit sitt The Odd Couple sem sýnt var við metaðsókn á Broadway í tvö ár samfellt. Með annað aðalhlutverkið í leikritinu fór Walter Matthau og hlaut hann einnig Tony verðlaun fyrir frammistöðu sína, og sömu sögu er að segja um leikstjórann Mike Nichols. Meira
18. desember 1998 | Myndlist | 950 orð

Haustsýning

Samsýning fimmtán myndlistarmanna. Opið vegna framlengingar í dag, föstudag, laugardag og sunnudag frá 13­18. EITT þarfasta framtak á myndlistarvettvangi um langt skeið er tvímælalaust tilraun til endurvakningar Haustsýninganna svonefndu, sem Einar Hákonarson stendur fyrir í Listaskálanum í Hveragerði. Meira
18. desember 1998 | Kvikmyndir | 186 orð

Heit jól

Leikstj.: Arlene Stanford. Handrit: H. Goldberg og Tom Nursall. Aðalhlutverk: Jonathan Taylor Thomas, Jessica Biel, Adam La Vorgna og Sean O'Brian. Disney 1998. JAKE er menntaskólagaur og grallari með meiru og laglega skotinn í henni Allie. Þau ákveða að hverfa frá heitri Kaliforníu til heimaslóða yfir jólahátíðina. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 1102 orð

Hið helga hlutverk

"ALLIR sem lesa Nýja testamentið taka eftir því hvað konur eru áberandi ­ hvað þeirra hlutur er stór. Þær koma mjög við sögu Jesú. Þegar haldið er áfram, Postulasagan lesin og bréfin, kemur skýrt fram að konur hafa látið mikið til sín taka í frumkirkjunni og sýnilega átt mjög mikinn þátt í útbreiðslu kristninnar. Sú útbreiðsla var svo ör að það vekur undrun. Meira
18. desember 1998 | Tónlist | 588 orð

Hvað vitið þið fegra

Drengjakór Laugarneskirkju flutti andleg og veraldleg lög, vegna útgáfu geisladisks. Þeir sem komu fram auk kórsins voru eldri nemendur, þjálfari kórsins Björk Jónsdóttir, píanóleikarinn Peter Máté, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Miðvikudagurinn 16. janúar 1998. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 214 orð

Hver er maðurinn?

"Kristján er mjög glaðvær maður og ákaflega skapgóður þótt hann geti reiðst. Ég hef aldrei séð hann móðgast. Kristján er jákvæður og skemmtilegur vinur sem alltaf er jafn gaman að hitta. Hann hefur alltaf verið ákveðinn og vitað hvað hann vildi, hvort sem hann var að selja bíla eða vinna sitt verk á verkstæðinu sem hann síðar keypti, og hann kom sér alls staðar vel. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 354 orð

Hæg og tregablandin

FYRSTA geislaplata Fitls. Fitl eru Anna S. Þorvaldsdóttir, Doddy, Sigurður Árni Jósefsson, Valgerður Jónsdóttir og Þorsteinn Hannesson. Lögin eru eftir Doddy, Valgerði og Fitl. Textarnir eru allir eftir Valgerði Jónsdóttur. Platan var hljóðrituð í Gróðurhúsinu af Valgeiri Sigurðssyni sem hljóðblandaði einnig ásamt Fitli. Smekkleysa gefur út. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 82 orð

Höfundareintök afhent við athöfn

HÖFUNDAR bókarinnar Á lífsins leið, sem gefin er út til styrktar Barnaspítala Hringsins og forvarnastarfi meðal barnanna, fengu afhent höfundareintök sín í Vinabæ í Reykjavík föstudaginn 10. desember. Í bókinni eiga 33 þjóðþekktir einstaklingar frásagnir. Sr. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 131 orð

Jólaplöturnar vinsælastar

HELG eru jól, plata Kristjáns Jóhannssonar, situr í efsta sæti Tónlistans þessa vikuna. Höskuldur Höskuldsson kynningarfulltrúi Spors var spurður um listann. "Það sem er merkilegt við listann núna er hversu jólaplötur og safnplötur koma sterkt inn. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 66 orð

Jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar

ÚTGÁFU- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar og Þórunnar Guðmundsdóttur verða í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17. Frumfluttir verða á tónleikum margir nýir textar við jólalög sem sérstaklega hafa verið þýddir fyrir kórinn. Textarnir eru eftir Guðmund Óla Ólafsson, Gunnlaug V. Snævarr, Kristján Val Ingólfsson, Sigfinn Þorleifsson og Sigurbjörn Einarsson. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 230 orð

Líst vel á fyrsta afsprengið

"HLJÓMPLÖTUÚTGEFENDUR þróuðu þessa hugmynd um vinsældalista svolítið eftur því sem gengur og gerist erlendis," segir Steinar Berg. "Þar tíðkast að skipta upp listum eftir tónlistarstefnum, t.d. vera með sérlista fyrir nýjar plötur, safnplötur, sígildar plötur, kántrýplötur, djassplötur og ódýrar plötur. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 624 orð

Ljáðu mér vængi Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? "Maður sem lætur Pétur Pan fljúga," hefði Nick Kirby geta svarað

ÆVINTÝRIÐ um Pétur Pan eftir Sir James Barrie var frumsýnt í fyrsta skipti árið 26. desember 1904 í Lundúnum. Maðurinn sem hífði leikara á flug hét George Kirby. Í dag kennir dóttursonur hans, Nick Kirby, sviðsmönnum Borgarleikhússins að toga í rétta spotta svo Pétur Pan, Vanda, Mikki og Jón geti flogið til Hvergilands. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 601 orð

Máradans Péturs Jónassonar

MÁRADANS er titillinn á nýútkominni geislaplötu Péturs Jónassonar gítarleikara. Hér er á ferð fyrsta einleiksplata Péturs en hann hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra gítarleikara. Hann stundaði framhaldsnám í Mexíkó og á Spáni og hefur síðan haldið fjölda einleikstónleika víða um heim, leikið inn á hljómplötur og geislaplötur ásamt öðrum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 1305 orð

Mér þótti óperusöngvarar hallærislegir

Þú hófst ferilinn snemma ekki satt? "Ég söng sem barn og á að baki glæsta sigra eins og Emil í Kattholti og fleira síðan ég var tíu ára gamall! Þetta voru skemmtileg bernskuævintýri. Það var mjög snemma sem ég ákvað að ég ætlaði að gera eitthvað í sambandi við tónlist, ég hef alltaf haft mikinn og brennandi áhuga á tónlist, pabbi minn vinnur við tónlist, Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 451 orð

Mistækir Buttercup

Fyrsti geisladiskur sveitarinnar, meðlimir hennar eru Valur Heiðar Sævarsson, Símon Jakobsson, Davíð Þór Hlinason og Heiðar Kristinsson. Einnig koma fram á plötunni Ingólfur Guðni Árnason og Finnur Júlíusson. Geislaplatan var hljóðrituð og hljóðblönduð í Grjótnámunni af Nick Cathcart-Jones. Smjörbolli gefur út og dreifir. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 58 orð

Myndröð til sýnis Við Tjörnina

Í HERBERGI nr. 8 á veitingastaðnum Við Tjörnina, er nú til sýnis myndröð eftir Rúnu Þorkelsdóttur, sem ber heitið Eyja. Myndröðin er unnin með olíulitum á ljósrit og unnin samhliða bókverki sem ber sama heiti, tileinkað Jóni Gunnari Árnasyni myndlistarmanni sem nú er látinn. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14­19 í desember. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 150 orð

Nýjar hljómplötur ÍSLENSK tónlist

ÍSLENSK tónlist fyrir einleiksfiðlu er í flutningi Rutar Ingólfsdóttur. Á plötunni eru: Studie op. 3 eftir Jón Leifs, Sónata eftir Hallgrím Helgason, Dimension eftir Magnús Bl. Jóhannsson, Lag og tilbrigði eftir Atla Heimi Sveinsson og Adagio eftir Tryggva M. Baldvinsson. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 138 orð

Óperan Amal í Neskirkju

ÓPERAN Amal og næturgestirnir eftir Menotti, verður sýnd á morgun, laugardag, kl. 17 og sunnudag 20. desember kl. 20.30. Þetta eru síðustu sýningar, en óperan var frumsýnd sl. laugardag. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Kammerkór Kópavogs, nemendur úr Listdansskóla Íslands og einsöngvarar standa standa að sýningunni. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 738 orð

Órannsakanlegir vegir tónlistargyðjunnar

Geisladiskur Árna Johnsen, sem er höfundur margra laganna og texta auk þess sem hann syngur flest lögin. Aðrir ljóða- og textahöfundar eru: Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Matthías Johannessen, Jón Helgason, Loftur Guðmundsson og Poul F. Joensen. Geir Hilmar Haarde syngur þrjú lög. Hljóðfæraleikarar úr ýmsum áttum, þ. á m. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernard S. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Rislítil endaleysa Á leið til Kína (Digging to China)

Framleiðendur: John Davis, J. Todd Harris og Alan Mruvka. Leikstjóri: Timothy Hutton. Handritshöfundur: Karen Janszen. Kvikmyndataka: Jörgen Persson. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Evan Rachel Wood og Mary Stuart Masterson. (98 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Öllum leyfð. Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 854 orð

Sjávarborgarannáll hinn nýi

eftir Kristmund Bjarnason. Útg.: Mál og mynd í samvinnu við Sögufélag Skagfirðinga, Reykjavík, 1998, 663 bls. (tvö bindi). EKKI verður annað sagt en Skagfirðingar hafi verið iðnir við annálaritun. Þar tekur einn við af öðrum. Fremstan er efalaust að telja hinn merka Skarðsárannál Björns Jónssonar á Skarðsá. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 100 orð

Skólakór Kársness og Dómkórinn í Hallgrímskirkju

JÓLASÖNGVAR á aðventu heitir kvöldstund í Hallgrímskirkju með Skólakór Kársness og Dómkórnum í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22. Stjórnandi Skólakórs Kársness er Þórunn Björnsdóttir og Dómkórinn er í stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Sungin verða jólalög og mótettur. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð

Stríðsmyndir herja á New York

GAGNRÝNENDUR í New York völdu á fimmtudag Björgun óbreytts Ryans bestu mynd ársins og fetuðu þar með í fótspor stallbræðra sinna í Los Angeles. Björgun óbreytts Ryans var ekki eina myndin úr heimsstyrjöldinni síðari sem vann til verðlauna því Terrence Malick var valinn besti leikstjóri fyrir myndina "The Thin Red Line". Fjallað var um Malick í blaðinu í gær. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 57 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNUM þremur sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur lýkur nú á sunnudag. Sýningarnar heita: Norhern Facotor ­ ný kynslóð í norrænni byggingarlist, Framsýning, Føroysk nútíðarlist og Myndlist ­ tónlist. Á sunnudag kl. 16 verður leiðsögn um sýningarnar en kl. 17 flytja þeir Snorri og Halldór tónlist og gjörning. Sýningin er opin alla daga kl. 11­18. Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 497 orð

Sönn matarást

eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. 700 bls. Iðunn 1998. ÞAÐ þarf ekki að fletta ritinu "Matarást" lengi til að sjá hvílíku stórvirki Nanna Rögnvaldardóttir hefur skilað af sér og sannfærast um að heiti bókarinnar komi beint frá hjarta höfundar. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 316 orð

Tónlist Mozarts í þremur kirkjum

HINIR árlegu kertaljósatónleikar kammerhópsins Camerarctica verða að venju haldnir rétt fyrir jól, og eins og áður er það tónlist Wolfgangs Amadeusar Mozarts, sem er í öndvegi. Leikið verður í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, í Hafnarfjarðarkirkju á morgun, laugardag, í Kópavogskirkju mánudaginn 21. desember og í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Meira
18. desember 1998 | Menningarlíf | 307 orð

Tuttugustu jólasöngvarnir í Langholtskirkju

JÓLASÖNGVAR Kórs Langholtskirkju, hinir tuttugustu í röðinni, verða í kvöld og annað kvöld kl. 23 og á sunnudag kl. 20. Auk kórsins koma fram Gradualekór Langholtskirkju, einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson, auk Halldórs Torfasonar úr Kór Langholtskirkju og Regínu Unnar Ólafsdóttur úr Gradualekórnum. Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 882 orð

Við Sundin blá

Býlið, byggðin og borgin. Eftir Þorgrím Gestsson. Útg.: Íslenska bókaútgáfan ehf., 1998, 399 bls. SUMAR bækur, sem koma á borð þessa lesanda í bókaflóði haustmánaða, eru þess eðlis að honum nægir að hraðlesa þær og leggja síðan til hliðar. Aðrar eru þeirrar gerðar, að manni þykir slæmt að þurfa að hespa þær af í snarheitum. Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 581 orð

Vísindi í Öræfasveit

Rit til heiðurs systkinunum á Kvískerjum. Útg.: Sýslusafn Austur- Skaftafellssýslu, Höfn í Hornafirði, 1998, 303 bls. AUSTUR í Öræfasveit er bærinn Kvísker. Ekki hefur hann beinlínis verið í þjóðbraut talinn, þar til fyrir skömmu. Tólf kílómetrar eru til næsta bæjar á annan veg og sextán á hinn. Skaðræðisfljót á báðar hendur og mesti jökull Evrópu í norðri. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 96 orð

Wu-Tang í kvikmyndir

MEÐLIMIR rappsveitarinnar Wu- Tang Clan fara með hlutverk í tveimur jaðarmyndum í Bandaríkjunum á næstunni. Method Man leikur aðalhlutverkið í "Bundy" sem fjallar um heyrnarlausan málleysingja sem óafvitandi flytur eiturlyf milli tveggja gengja. RZA úr Wu- Tang mun gera titillagið og Bill Duke leikstýrir. Meira
18. desember 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Yfirskilvitleg ást Með lífsmarki (Still Breathing)

Framleiðsla: Marshall Persinger. Leikstjórn, handrit og framleiðsla: James F. Robinson. Kvikmyndataka: John Thomas. Tónlist: Paul Mills. Aðalhlutverk: Brendan Fraser og Joanna Going. 109 mín. Bandarísk. Háskólabíó, desember 1998. Öllum leyfð. Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 626 orð

Þungur niður í grasi

HJÖRTUR Pálsson hefur sent frá sér sína fimmtu frumortu ljóðabók og nefnir hana Úr Þegjandadal. Nokkuð er síðan Hjörtur sendi síðast frá sér ljóðabók en hann hefur á umliðnum árum birt þýðingarsöfn á verkum þriggja skálda, þar á meðal hina kunnu bók Hvert sem við förum eftir Henrik Nordbrandt. Meira
18. desember 1998 | Bókmenntir | 503 orð

Örlög ráðin á Kili

eftir Guðlaugur Guðmundsson. Önnur útgáfa, endurskoðuð og aukin. Útg.: Íslenskur annáll ehf., 1998, 181 bls. ÁRIÐ 1968 kom út fyrri útgáfa þessa rits um helför fimm manna á Kili haustið 1780. Mér skilst að bókinni hafi þá verið ágætlega vel tekið og hún fengið góða dóma. Nú, þremur áratugum síðar, kemur hún út í annað sinn, "endurskoðuð og aukin", eins og segir fremst í bók. Meira

Umræðan

18. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 496 orð

Bjartsýnisverðlaun eldri borgara

SPYR sá sem ekki veit. Maður er svo undrandi að orða er vant. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur veitt bjartsýnisverðlaun frá Framsóknarflokknum til Landssambands eldri borgara. Er þetta skortur á skynsemi? Getur þetta fólk kallað sig ráðamenn þjóðarinnar? Veit það ekki eða rennir það ekki grun í að um 21 þúsund af 24 þúsund ellilífeyrisþegum eru undir fátæktarmörkum? Eru þessi Meira
18. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 287 orð

Fyrirspurn til Sigurðar Líndal prófessors

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í dag, 15. des., frá fundi, þar sem þú ræddir kvótamálin ásamt fleirum, er haft eftir þér að ekki hafi komið inn í umræðuna 72. grein stjórnarskrárinnar né Grágás eða Jónsbók. Mér skilst að samkvæmt þeim geti maður áunnið sér eignarheimild á atvinnuréttindum. Gott og vel. Samkvæmt mínum skilningi (ég er ekki lærður í lögum) er atvinna og hráefni aðskilið. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 741 orð

Gufunesradíó undir íþróttasvæði

Í NORÐURHLUTA Grafarvogs er í dag einn leikfimisalur og leiksvæði við tvo grunnskóla. Von er á góðum leikfimisal nú eftir áramót við Rimaskóla en betur má ef duga skal. Í öllum Grafarvogi er einn fótboltavöllur og tveir æfingavellir, allir við íþróttahúsið í Dalhúsum. Fyrir utan leiksvæði við skólana er að finna einn sparkvöll í slakkanum á Gylfaflöt. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 808 orð

Hlutverk forsetans

KOMIÐ hefur í ljós að Íslendingar eru engan veginn sammála um hvers vegna þeir eru að reka embætti forseta Íslands. Umræður um þetta efni hafa raunar verið lítt skipulagðar og einkennst af verulegri tilfinningasemi enda hefur sú hefð skapast hér á landi að ekkert umdeilanlegt megi nokkru sinni segja um embætti forseta Íslands og einstakling þann sem því gegnir. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 1084 orð

Hæstiréttur Íslands

HÆSTIRÉTTUR Íslands á mikinn heiður skilinn fyrir að taka af skarið, og stíga fyrsta skrefið í þá átt að stöðva óréttlætið sem kvótakerfið í sjávarútvegi hefur skapað, og er að leiða þjóðfélagið á vonarvöl. Meira
18. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Jól ­ hvað er það?

ÞEGAR ég var bláfátækt barn í Þýskalandi (ég er reyndar enn fátæk), vissi ég hvað voru jól. Jól voru vegna fæðingar Jesú, jól voru undur, heilagur viðburður, andleg upplifun og uppbygging. Jól voru ekki vegna jólasveinsins, ekki vegna gjafanna eða jólasteikanna. En nú er haldið upp á afmæli frelsarans með því að tæma allar verslanir og koma Visakortunum í stóran mínus. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Landspítalinn í nauðasamninga?

Í NÝLEGRI fréttaskýringu Jóhannesar Tómassonar í Morgunblaðinu er gerð ljós grein fyrir þeim gífurlega fjárhagsvanda sem blasir við báðum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík, ef engin breyting verður gerð á fjárlögum og fjáraukalögum. Á Landspítalanum lítur dæmið svona út: Óbættur halli áranna 1995-1997200 m.kr. Halli ársins 1998307 m.kr. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 880 orð

Millifærslur og verðlag

Í FYRSTU grein minni um tilkomu evrunnar fjallaði ég stuttlega um þær breytingar sem framundan eru við næstu áramót og líkurnar á því að íslensk fyrirtæki finni fljótlega fyrir þrýstingi frá viðskiptaaðilum í Evrópu um að taka upp evruna í viðskiptum, í stað þeirra gjaldmiðla sem fyrir eru. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 815 orð

Óhófleg hækkun heilbrigðisgjalda

MEIRIHLUTI R-listans í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um stórfellda hækkun hins svokallaða heilbrigðisgjalds. Reykjavíkurborg hóf innheimtu mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjalda árið 1995. Frá upphafi gerðu ýmsir greiðendur athugasemdir við fyrirkomulag gjaldheimtunnar og bentu á að gjaldið væri lagt á án tillits til kostnaðar við raunverulega veitta þjónustu. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 285 orð

Samkeppnishömlur

ÞAÐ er alltaf ánægjulegt þegar einkafyrirtæki fer í samkeppni við ríkisstofnun. Slík samkeppni hefur ávallt stuðlað að bættri þjónustu og oftar en ekki lægra verði neytandanum til hagsbóta. Nægir hér að nefna dæmi um fyrirtæki eins og Tal, Aðalskoðun og Stöð 2, sem öll hófu beina samkeppni við ríkisstofnanir og hafa stuðlað að auknum gæðum, ódýrari og betri þjónustu. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 1468 orð

SIÐFRÆÐINGI HLOTNAST NÓBELSVERÐLAUN Í HAGFRÆÐI

FURÐU hljótt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum um handhafa Nóbelsverðlaunanna í hagfræði á þessu ári, Indverjann Amartya Sen. Ýmsum stæði nær en mér að kynna verk hans fyrir lesendum Morgunblaðsins enda ristir þekking mín á hagfræðikenningum hans ekki djúpt. Mér er hins vegar málið skylt af annarri ástæðu: Sen er ekki síður þekktur sem heimspekingur en hagfræðingur. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 541 orð

Tökum afstöðu gegn fátækt

NÚ Í jólamánuðinum kristallast meir en nokkru sinni hversu stéttskipt íslenska þjóðfélagið er. Þrjátíu tonn af auglýsingabæklingum koma inn um bréfalúgur landsmanna, en varningurinn er aðeins falur þeim sem eiga peninga. Þá eiga ekki allir. Það er skylda mín sem félagsráðgjafa að benda á hvaða afleiðingar fátækt hefur á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 669 orð

Veiðileyfi/ aflahlutdeild

ÓNEITANLEGA vekja nokkra furðu, þær fréttir sem nú berast um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæstaréttar í svonefndu "kvótamáli". Athygli vekur, að svo virðist sem lögfræðingarnir í ríkisstjórninni hafi kallað til samráðs við sig atvinnulögmenn til að finna leiðir fram hjá dómnum. Meira
18. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 487 orð

Þjóðin sem fór í símana

ÞAÐ LÆTUR nærri að tíundi hver bíll sé á tali í umferðinni í dag. Þökk sé ókönnuðum örbylgjum sem hita upp heila viðkomandi geta nú ökumenn verið í stöðugu símasambandi við sína nánustu á sérstökum "vinataxta" símans sem er ekki ónýtt því dauðsföllum fjölgar í umferðinni og örugglega huggun fyrir suma að hafa talað við viðkomandi rétt áður en hann ók yfir móðuna miklu með símann í annarri hendi og Meira
18. desember 1998 | Aðsent efni | 642 orð

"þungaskattspúkinn"!

FYRIR Alþingi liggur frumvarp til breytinga á lögum um innheimtu bifreiðagjalds annars vegar og innheimtu þungaskatts hins vegar. Núgildandi lög voru samþykkt á síðustu dögum þingsins síðastliðið vor. Það er með hreinum ólíkindum að enn skuli höggvið í sama knérunn og aukin skattheimta á þá sem hafa leigu og akstur vörubifreiða að atvinnu sinni. Meira

Minningargreinar

18. desember 1998 | Minningargreinar | 187 orð

ARI JÓSEFSSON

ARI JÓSEFSSON Ari Jósefsson var fæddur á Hlíðarenda í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði hinn 27. júní 1913. Hann lést 12. desember síðastliðinn. Móðir hans var Amalía Valdimarsdóttir og faðir Jósep Ísleifsson, bæði ættuð úr Eyjafirði. Ari var alinn upp á Hesjuvöllum hjá föðursystur sinni Sigríði og manni hennar Vilhjálmi Jónassyni bónda. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Ari Jósepsson

Það eru komin hartnær 60 ár síðan leiðir okkar Ara Jósepssonar fyrrverandi tollvarðar lágu saman, en hann réðst sem fjósameistari á Ríkisspítalabúið á Kleppi. Ari var þegar einn af bestu vinum okkar systkina. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 327 orð

Ásgeir Arngrímsson

Óhætt er að taka undir þessi orð borgarskáldsins, Tómasar Guðmundssonar. Þótt við lærum ýmislegt á æskuárum, til nota á lífsleiðinni, er margt sem kemst ekki í verk, því tíminn er stuttur. Ein af þeim lífsreglum sem ég heyrði ungur var: "Betra er að eiga fáa vini en marga." Þetta er einn af þessum hlutum sem hafa greypst í hugann. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Ásgeir Arngrímsson

Þennan morgun, eins og oft áður, áttum við samtal um júdóíþróttina og það sem framundan var í starfi stjórnarinnar. Eitt af því sem varð að afgreiða var júdómaður ársins. Við skeggræddum málið og ég hafði orð á því að oft væri ákvörðun sem þessi sambland af tilfinningu og heildarárangri ársins, sérstaklega þegar mjótt væri á munum milli íþróttamanna og erfitt væri að gera upp á milli þeirra. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 398 orð

Ásgeir Arngrímsson

Mig langar að minnast hans Ásgeirs frænda með nokkrum orðum, en hann lést í hörmulegu bílslysi hinn 8. desember. Hvers vegna verða svona slys? spyr maður aftur og aftur, en svörin eru engin. Eins og aðrir strákar hér í Ólafsfirði var Ásgeir kenndur við móður sína og var því oftast kallaður Geiri Helgu. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 500 orð

Ásgeir Arngrímsson

Það voru skelfileg tíðindi sem mér bárust um hádegi þriðjudaginn 8. desember. Einn besti vinur minn hafði látist í bílslysi þá um morguninn. Hvernig getur annað eins gerst? Maður á besta aldri hverfur af sjónarsviðinu, burtu frá sínum nánustu, eins og hendi sé veifað. Mann setur hljóðan, en reynir þó að koma örfáum orðum á blað og rifja upp kynni við góðan dreng. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 408 orð

Ásgeir Arngrímsson

Svo skyndilega var ástkær bróðir okkar, Geiri, dreginn úr hringiðu lífsins í hörmulegu slysi í síðustu viku. Ekkert ráðrúm gafst til þess að kveðja, ekkert tækifæri til að segja hve mikil ást okkar væri, umhyggja og kærleikur án landamæra. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 537 orð

Ásgeir Arngrímsson

Mig setti hljóðan er ég fékk hringingu eftir hádegi þriðjudaginn 8. desember og mér var tilkynnt að það hefði orðið hörmulegt bílslys rétt fyrir utan Akureyri og Ásgeir Arngrímsson látist í slysinu. Hvað getur maður sagt? Hver er tilgangurinn? Hvar er réttlætið? Mikið getur þetta líf verið miskunnarlaust þegar ungur maður er hrifinn burt. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Ásgeir Arngrímsson

Elsku pabbi. Þriðjudagurinn 8. desember er dagur sem mun seint gleymast okkur, því þann dag opnaðist stór sprunga í hjarta okkar, þann dag fengum við fregnir af slysinu. Sá dagur virtist ekki vera raunverulegur, því að missa þig svona snemma er nokkuð sem okkur gat ekki dottið í hug. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 721 orð

Ásgeir Arngrímsson

"Ég hef heyrt að þetta sé fínn náungi," sagði fyrrverandi mágkona mín við mig, kvöldið sem ég hitti Ásgeir í fyrsta skipti. Fínn náungi var of hversdagslegt. Útgeislun hans var slík að ég var í tilfinningalegu losti í margar vikur á eftir. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Ásgeir Arngrímsson

Við kynntumst Ásgeiri fyrir um 20 árum síðan þegar hann starfaði hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. en undirritaðir störfuðu sem frystihússtjórar á Dalvík og í Hrísey. Ófá símtöl voru um ýmiskonar samanburð og rökræður um hvað betur mætti fara. Það var alltaf gott að leita til Ásgeirs og var hann fróður um hina ýmsu rekstrarþætti. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 687 orð

Ásgeir Arngrímsson

Kæri bróðir. Þú í blóma lífsins, kallaður burt svo skyndilega, það var sem veröldin hvolfdist yfir mig, er ég sat heima með börnunum mínum veikum þennan hræðilega dag sem þetta gerðist. Nei og af hverju? spyr maður sig. Þú sem hafðir svo mikið að gefa og mörgu að miðla til okkar hinna, ekki síst sona þinna sem þú varst svo stoltur af. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 480 orð

Ásgeir Arngrímsson

Þegar fregnin um fráfall Ásgeirs barst var eins og allt lamaðist. Þetta gat ekki verið satt að hann stóri bróðir okkar hefði fyrirvaralaust verið kallaður burt. En vegir guðs eru órannsakanlegir og ekki á færi okkar mannfólksins að skilja hvaða ástæður liggja þar að baki. Öll höfum við okkar hlutverk í lífinu og þegar því er lokið erum við kölluð burt og aðrir taka við. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Ásgeir Arngrímsson

Elsku Ásgeir. Með þessu ljóði kveð ég þig með söknuði. Sofðu engill, senn er nóttin nærri, svanirnir fela höfuð undir væng. Dagurinn hefur gefið okkur gjafir, gefur nóttin sína mjúku sæng. Sofðu engill, engu skaltu kvíða andar golan yfir mýrarsef. Dagurinn var svo vorbjartur og fagur, vefur nóttin drauma þinna stef. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Ásgeir Arngrímsson

Það var þriðjudaginn 8. desember sem mér barst sú harmafregn að Ásgeir Arngrímsson, samstjórnarmaður minn hjá Júdódeild KA, hefði látist af slysförum. Ég kynntist Ásgeiri fyrst þegar ég var 15 ára og vann hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 186 orð

ÁSGEIR ARNGRÍMSSON

ÁSGEIR ARNGRÍMSSON Ásgeir Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík, til heimilis að Brekkusíðu 18 á Akureyri, fæddist á Ólafsfirði 5. október 1954. Foreldrar hans voru Helga Jónína Ásgeirsdóttir, nú látin, og Arngrímur Marteinsson, búsettur í Reykjavík. Fósturfaðir Ásgeirs er Bjarni Sigmarsson á Akureyri. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 437 orð

Eiríkur Jónsson

Fæstum er gefinn sá andlegi styrkur að geta barist við banvæna sjúkdóma áratugum saman og nánast aldrei færa í tal þjáningar sínar og vandamál. Í nær tvo áratugi sáum við, sem þekktum Eirík, hvernig sjúkdómurinn vann á honum hægt og miskunnarlaus, en hann mætti hverjum degi og nýjum erfiðleikum með endurnýjuðu þreki og viljastyrk, jafnvel með brosi á vör. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 177 orð

EIRÍKUR JÓNSSON

EIRÍKUR JÓNSSON Eiríkur Jónsson fæddist 18. nóvember 1924 á Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, N-Múlasýslu. Hann lést 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eiríksson og Elínborg Þorsteinsdóttir. Þau eru bæði látin. Eiríkur var annar í röð fimm bræðra. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Jónsdóttur, 18. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 284 orð

Gísli R. J. Jensson

Afi minn er dáinn. Ég veit hann fór á góðan stað þar sem gott fólk tók á móti honum. Samt er erfitt að kveðja. Þegar ég loka augunum og hugsa um afa minn hellast yfir mig minningarnar sem ég á um hann síðan ég var barn. Ég man þegar við frændsystkinin vorum að fara með afa upp í fjárhús. Við fengum alltaf brjóstsykur í bílnum, hvítan með rauðum röndum. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 282 orð

Gísli R. J. Jensson

Mig langar til, með nokkrum línum, að kveðja góðan dreng sem ég kynntist fyrir nær 30 árum þegar ég unglingsstrákur var að eltast við sólargeislann hans. Og það var nú ósköp einfalt, ég var bara settur í að elta rollurnar líka. Og víst var það gaman þegar við vorum að smala fénu á haustin, Gísli var allt í öllu, þekkti hverja þúfu og hvar væri best að fara. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Gísli R. J. Jensson

Gísli vann öll almenn störf í dalnum sínum eftir skólagöngu og þótti sérlega duglegur ungur maður. Um tvítugt fer hann svo að heiman til sjós og var sjómennska lengi hans starf. Var hann á skipum frá Þingeyri, Bíldudal og Patreksfirði. Áttu þau heima á Patreksfirði í nokkur ár. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 215 orð

GÍSLI R. J. JENSSON

GÍSLI R. J. JENSSON Gísli Jensson var fæddur í Selárdal 12. september 1921. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jens Gíslason útvegsbóndi og Guðrún Ingveldur Benediktsdóttir, sem bjuggu á hinu forna prestssetri frá árinu 1921­1947. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 69 orð

Guðný Sigfúsdóttir

Góð félagskona hefur kvatt þennan heim. Margir eiga góðar minningar um þessa glaðværu og dagfarsprúðu konu. Mörg eru handtökin hennar í starfi Neskirkju og fyrir það viljum við þakka. Á fundum var gott að hitta Guðnýju, því sama var hvernig lá á öðrum, alltaf gat hún sáð gleði og sól í sinni samferðarfólks. Með virðingu og þökk sendum við fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Fh. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Guðný Sigfúsdóttir

Hún amma á Grenimel er dáin. Það er skrýtin tilhugsun að geta ekki komið við á Grenó. Í sumar sem leið var ég oft heima hjá henni, ég hafði lausan tíma á milli vinnu og æfingar og vandi því komur mínar þangað. Hún gaf mér að borða og við spjölluðum og svo lagði ég mig eða las í bók. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 1119 orð

Guðný Sigfúsdóttir

Mig langar til að skrifa nokkur orð til að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Guðnýjar Sigfúsdóttur, Grenimel 35, sem lést svo skyndilega aðfaranótt 10. desember síðastliðinn. Þegar hátíð fer í hönd og fjölskyldur sameinast um helgi jólanna, er sárt að Guðný skuli ekki lengur vera á meðal okkar, nema í anda. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 498 orð

Guðný Sigfúsdóttir

Guðný fæddist á höfuðbólinu Skarði í Landsveit 16. janúar 1919 og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu á mannmörgu heimili. Ung kynntist hún vinnu og reglusemi jafnt utanbæjar sem innan, bjó hún að þeim dyggðum alla sína ævi. Guðný ólst upp við gott atlæti hún var yngst af stórum hóp barna og fósturbarna á heimilinu. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 254 orð

GUÐNÝ SIGFÚSDÓTTIR

GUÐNÝ SIGFÚSDÓTTIR Guðný Sigfúsdóttir fæddist í Skarði, Landsveit, Rangárvallasýslu, 16. janúar 1919. Hún varð bráðkvödd að heimili sínu aðfaranótt 10. desember. Foreldrar hennar voru Sigfús Ágúst Guðnason, f. 1. ágúst 1895 í Skarði, Landsveit, Rangárvallasýslu, d. 9. desember 1965, og Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 21. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Hermann Vilhjálmsson

Elsku afi. Þótt við vissum hvert stefndi er alltaf jafn erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Nú vitum við að þú ert kominn á þann stað sem þér líður vel, laus við allar þær kvalir sem hafa hrjáð þig undanfarið. Nú er jarðvist þinni lokið og annað hlutverk bíður þín fyrir handan. Þó að þú sért horfinn frá okkur þá vitum við að þú fylgist með okkur. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 533 orð

Hermann Vilhjálmsson

Afi var fyrst og fremst mótaður af miklum tengslum við náttúruna og alveg fram undir það síðasta mátti finna fyrir krafti náttúrunnar í návist hans. Æskuárin mótuðust af sambýlinu við Skjálfandafljót sem hafði mikil áhrif á allt mannlíf í nágrenni þess og samgöngur allar um Norð-Austurland. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 285 orð

HERMANN VILHJÁLMSSON

HERMANN VILHJÁLMSSON Hermann Vilhjálmsson fæddist að Hólsgerði í Ljósavatnshreppi 8. júní 1910 og fluttist með foreldrum sínum að Torfunesi 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli 2. desember síðastliðinn. Foreldrar Hermanns voru Vilhjálmur Friðlaugsson frá Hafralæk, f. 22.10. 1879, d. 12.6. 1964, bóndi og kona hans Lisbet Indriðadóttir, f. 20.4. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 197 orð

Kjartan Magnússon

Elskulegur afi okkar, Kjartan Magnússon, er dáinn og langar okkur að minnast hans í nokkrum orðum. Hann var þessi maður sem öllum líkaði vel við og börn sóttu í og var það án efa vegna þess hversu gefandi og blíður hann var. Hann var mikill jólamaður og tók fullan þátt í undirbúningi þeirra. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 26 orð

KJARTAN MAGNÚSSON

KJARTAN MAGNÚSSON Kjartan Magnússon fæddist í Ólafsvík 15. júlí 1917. Hann lést í Landakotsspítala 3. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. desember. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 550 orð

Sigurður Eyjólfsson

Sigurður hóf kennsluferil sinn 23 ára gamall, komandi beint úr Kennaraskólanum, í fæðingarbyggð sinni, Stokkseyri, og kenndi þar í tvo vetur. Þar var gróinn skóli og hinn ungi kennari naut handleiðslu skólastjóra. Eftir námsdvöl í Svíþjóð einn vetur, varð hann fyrsti skólastjóri barnaskólans við Ölfusá, sem einmitt þetta haust, 1933, var breytt úr farskóla í fastan skóla. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 28 orð

SIGURÐUR EYJÓLFSSON

SIGURÐUR EYJÓLFSSON Sigurður Eyjólfsson fæddist í Björgvin á Stokkseyri 16. janúar 1906. Hann andaðist á Landakotsspítala 9. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. desember. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Þorgerður Jónsdóttir

Þorgerður tengdamóðir mín (Gerða) hefur fengið hvíld eftir löng og erfið veikindi. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum og þakka henni hlýju og hjálpsemi í minn garð allt frá því að ég kom inn í fjölskyldu hennar árið 1974. Þorgerður var mjög glæsileg kona, með einstaklega fallegt bros og augnaráð. Hún var ávallt prúðmannleg í framkomu en hafði blik í auga þegar það átti við. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 422 orð

ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR

Þorgerður Jónsdóttir fæddist í Eyjafirði 22. október 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri hinn 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Rauðhúsum í Eyjafirði, f. 8. ágúst 1878, d. 12. september 1951, og Sigrún Ingveldur Jónsdóttir, f. 2. desember 1891, d. 3. janúar 1968. Bræður Þorgerðar eru Ari, f. 17. febrúar 1912, d. 2. nóvember 1951, Brynjólfur, f. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 535 orð

Þorsteinn Sigvaldason

Góður félagi, Þorsteinn Sigvaldason, er fallinn frá. Ég var svo lánsamur að kynnast Þorsteini og eftirlifandi konu hans, henni Sigurlaugu, fyrir um sautján árum. Það var hressilegt fyrir tæplega tvítugan róttækling að kynnast þeim hjónum. Þorsteinn hafði eins og Sigurlaug sterkar pólitískar skoðanir og hvikaði aldrei frá sinni róttæku vinstri stefnu. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 408 orð

Þorsteinn Sigvaldason

Við viljum flytja okkar bestu kveðjur eftir öll þessi ár sem við höfum átt saman og núna þegar þú ert farinn og við getum aldrei aftur talað saman um lífið, tilveruna og pólitíkina, er margs að minnast. Við minnumst þín á marga vegu og ein af mörgum góðum minningum sem okkur þykir mjög vænt um er þegar við vorum krakkar og þú varst úti í skúr að vinna. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 287 orð

Þorsteinn Sigvaldason

Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Þorsteins. Ég kynntist honum fyrir um það bil þrjátíu og fjórum árum og tókst fljótt með okkur góð vinátta og áttum við margar ánægjulegar stundir saman. Sérstaklega eru mér minnisstæð skemmtileg spilakvöld sem urðu æði mörg á þeim tíma sem ég dvaldi á heimili hans og tengdamömmu. Meira
18. desember 1998 | Minningargreinar | 127 orð

ÞORSTEINN SIGVALDASON

ÞORSTEINN SIGVALDASON Þorsteinn Sigvaldason fæddist í Bessatungu í Saurbæ 19. ágúst 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Selfoss 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigvaldi Sigvaldason, f. 1880, d. 1950, og Herdís Andrésdóttir, f. 1884, d. 1970. Árið 1936 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurlaugu Guðmundsdóttur, f. 2. Meira

Viðskipti

18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 446 orð

50 milljónir króna í boði á genginu 1,00

HLUTAFJÁRÚTBOÐ í KR-Sport hf. fyrir 50 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,00 hefst næstkomandi mánudag. Miðað við markmiðsáætlun hlutafélagsins er gert ráð fyrir að félagið skili 13.950 milljóna króna hagnaði árið 2001. Almenningi gefst kostur á að kaupa hlutabréf fyrir að lágmarki 10 þúsund krónur að nafnverði og að hámarki einni milljón króna að nafnverði. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Fyrsta íslenska lánið í evrum

SPARISJÓÐABANKINN samdi í gær við 10 erlenda banka um tæplega 2,1 milljarðs lántöku til 5 ára. Er lánið í evrum og er þetta fyrsta íslenska lánið í þeim gjaldmiðli, að sögn Ara Sigurðssonar, forstöðumanns hjá Sparisjóðabankanum. Þýski bankinn Deutsche Bank og danski bankinn Den Danske Bank höfðu umsjón með lántökunni sem tókst vonum framar að sögn Ara. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Grundvöllur fyrir sameiningu kannaður

STJÓRNARMENN tveggja stærstu útgerðarfélaga á Vestfjörðum, Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og Gunnvarar hf. á Ísafirði, hafa samþykkt að ganga til viðræðna með hugsanlega sameiningu félaganna í huga. Í fréttatilkynningu kemur fram að kanna eigi ítarlega hagkvæmni þess að sameina fyrirtækin og dótturfélög þeirra í eitt félag. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Hækkanir þrátt fyrir árás á Írak

ÁRÁSIR á Írak komu ekki í veg fyrir hækkandi gengi hlutabréfa í gær og juku ekki að ráði eftirspurn eftir skuldabréfum og dollurum. Jafnvel olíuverð lækkaði á ný þegar í ljós kom að árásirnar höfðuekki áhrif á olíuútflutning Íraka. Fjárfestar höfðu meiri áhuga á gildislokum samninga, Clinton-málinu og bjartsýnisspá Chase Manhattan banka. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Hærra verð þrátt fyrir árás á Írak

ÁRÁSIR á Írak drógu ekki úr verði evrópskra hlutabréfa í gær og eftirspurn eftir skuldabréfum og dollurum jókst ekki að ráði. Olíuverð lækkaði á ný þegar í ljós kom að árásirnar höfðu ekki áhrif á útflutning Íraka á hráolíu. Gildislok samninga, Clinton málið og bjartsýnisspá bandaríska Chase Manhattan bankans vöktu meiri áhuga á mörkuðum. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 389 orð

Í öllum atriðum andvíg frumvarpinu

SAMTÖK verslunarinnar eru í öllum atriðum andvíg frumvarpi til laga um Útflutningsráð Íslands. Í bréfi sem samtökin hafa sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kemur fram að þau telji að frumvarpið muni ekki tryggja fulla sátt um starfsemi Útflutningsráðs til framtíðar og samtökin lýsi sig því í öllum atriðum andvíg frumvarpinu. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Lára Long selur reksturinn

Í FRÉTT í blaðinu í gær af nýjum eigendum Ljósmyndarans í Mjódd var sagt að Jóhannes Long og Lára Long væru að selja reksturinn. Hið rétta er að nýir eigendur kaupa reksturinn af Láru Long sem rekið hefur stofuna undanfarin ár. Einnig skal tekið fram að missagt var að Finnbogi Marinósson hefði unnið hjá Jóhannesi Long. Hann hefur unnið sl. 3 ár hjá Láru Long í Ljósmyndaranum í Mjódd. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Nýr flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli

UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað Björn Inga Knútsson í embætti flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli frá 1. janúar að telja, er Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri, lætur af störfum sakir aldurs. Björn Ingi er fæddur 31. desember 1961. Hann hefur lokið námi á sviði rekstrar flutningakerfa við London School of Foreign Trade og University of Wales Institute of Science and Technology. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Nýr framkvæmdastjóri framleiðsluferils

DR. HÖRÐUR Arnarson tekur við starfi framkvæmdastjóra framleiðsluferils Marels hf. frá og með næstu áramótum. Hörður hefur starfað hjá Marel hf. síðan 1986. Hann var deildarstjóri vöruþróunardeildar frá árinu 1991 og frá 1996 framkvæmdastjóri vöruþróunarferils og mun hann gegna því starfi áfram. Hörður er fæddur árið 1962. Meira
18. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Pantar TWA 75 Airbus A318 og A320?

BANDARÍSKA flugfélagið Trans World Airlines mun væntanlega panta 75 þotur af gerðunum Airbus A318 og A320 og tryggja sér kauprétt á 75 til viðbótar samkvæmt heimild í flugvélariðnaðinum. Bandaríska blaðið Seattle Timessagði í frétt á vefsíðu að TWA væri þess albúið að panta 50 Boeing 717 að verðmæti um 1,4 milljarðar dollara. Meira

Fastir þættir

18. desember 1998 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. ÞANN 21. desember nk. verður fimmtug Helga H. Magnúsdóttir, Blómvangi 8, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Hinrik Einarsson, húsasmiður. Hún tekur á móti gestum í Íþróttahúsinu í Kaplakrika, laugardaginn 19. desember, kl. 20. Meira
18. desember 1998 | Í dag | 30 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 18. desember, verður sjötíu og fimm ára Einar Þórir Sigurðsson, verslunarmaður, Frostafold 14, Reykjavík. Eiginkona hans er Hulda Ingimundardóttir. Þau eru að heiman í dag. Meira
18. desember 1998 | Í dag | 30 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á Þorláksmessu, 23. desember nk., verður áttræð Kristrún Soffía Jónsdóttir, Ásenda 12. Hún tekur á móti gestum í Kaffisal Hvítasunnukirkjunnar, Hátúni 2, laugardaginn 19. desember frá kl. 16­19. Meira
18. desember 1998 | Í dag | 461 orð

Aðstoð í Keflavík

ÉG frétti að það væri enga aðstoð að fá í Keflavík fyrir fátækar mæður, enginn staður sem þær gætu leitað til. Engin mæðrastyrksnefnd eða Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauði krossinn eða svoleiðis. Er einhver sem veit hvar hægt er að fá svona aðstoð í Keflavík? Móðir. Þakkir til Arnars Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | 39 orð

BRIDS Jólafrí hjá Bridssambandinu Skri

Skrifstofa BSÍ verður lokuð frá og með miðvikudeginum 23. des. til mánudags 4. janúar. Bridssamband Íslands óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | 236 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarf

Hraðsveitakeppni félagsins lauk mánudaginn 14. des. sl. Úrslit síðasta kvöldsins voru að sjálfsögðu ekki eftir bókinni og nú skoraði neðsta sveitin látlaust og kom sér alla leið í þriðja sætið í heildinni. Þetta var sveit Guðmundar Kristinssonar en með honum voru í sveit Ásgeir á Þorgautsstöðum og Hvanneyringarnir Lárus og Höskuldur. Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | 282 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarf

Aðalsveitakeppni félagsins lauk mánudaginn 14. desember, en þá var spiluð ein umferð. Áður en hún hófst var fyrsta sætið reyndar frátekið, en gífurleg barátta varð um annað og þriðja sæti og í leik sveita Erlu Sigurjónsdóttur og Halldórs Þórólfssonar var hvert spil úrslitaspil. Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | 1538 orð

Ef vinna á fyrirbyggjandi starf verður fyrst að viðurkenna vandann

Staða dýralæknis hrossasjúkdóma var sett á laggirnar árið 1994 sem tilraunaverkefni í kjölfar þess að slíkar stöður höfðu smám saman verið settar á fót fyrir aðrar búfjártegundir. Staðan er á vegum yfirdýralæknis í nánu samstarfi við Bændaskólann á Hólum. Sigríður Björnsdóttir hefur gegnt stöðunni frá upphafi og hefur hún aðsetur að Hólum. Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Framleiðnisjóður breytir um áherslur

FRAMLEIÐNISJÓÐUR og Útflutnings- og markaðssjóður hafa ákveðið að skerpa línurnar á milli sín hvað varðar styrkveitingar til hrossaræktarinnar. Að sögn Bjarna Guðmundssonar formanns Framleiðnisjóðs mun sá sjóður einbeita sér að þróunar- og rannsóknarverkefnum. Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | 179 orð

Grensáskirkja.

Á MORGUN, laugardaginn 19. desember, verður jólahelgistund á Garðatorgi, Garðabæ, kl. 17.30. Tilvalið er að taka sér stund frá erli dagsins og komast í jólaskapið. Lögreglukórinn syngur við athöfnina undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Sr. Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur og Nanna Guðrún djákni þjóna. Grensáskirkja. Jólatónleikar Barnakórs Grensáskirkju kl. 20. Meira
18. desember 1998 | Í dag | 357 orð

HART var deilt um gagnagrunnsfrumvarpið á Alþingi, bæði innihald

HART var deilt um gagnagrunnsfrumvarpið á Alþingi, bæði innihald þess og vinnubrögð stjórnarliða. Milli annarrar og þriðju umræðu rifust þau Siv Friðleifsdóttir, talsmaður meirihlutans í heilbrigðisnefnd, og Össur Skarphéðinsson, talsmaður minnihlutans, harkalega um vinnubrögð við afgreiðslu málsins. Meira
18. desember 1998 | Í dag | 25 orð

Í dag, föstudaginn 18. desember, verður sextugur Grímur Örn Hara

Í dag, föstudaginn 18. desember, verður sextugur Grímur Örn Haraldsson, vélvirki, Kjarrmóum 19, Garðabæ. Eiginkona hans er Svava Axelsdóttir, verslunarmaður. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
18. desember 1998 | Fastir þættir | 479 orð

Kristján vann Westerinen

14.­ 22. des. - Aðgangur ókeypis. KRISTJÁN Eðvarðsson sigraði finnska stórmeistarann Heikki Westerinen í þriðju umferð Guðmundar Arasonar mótsins. Þá gerði Sævar Bjarnason jafntefli við hollenska alþjóðlega meistarann Manuel Bosboom og er því enn í forystusveit mótsins, þar sem enginn efstu manna náði að vinna skák í þessari umferð. Meira
18. desember 1998 | Í dag | 88 orð

Um jólasveina ÉG hafði gaman af því að heyra Ólínu Þorvarðar

ÉG hafði gaman af því að heyra Ólínu Þorvarðardóttur tala um jólasveina, fjölda þeirra og nöfn, í dægurmálaþætti Rásar 2 í vikunni. Um helgina sat ég með félaga mínum, Skagfirðingi, og ræddum við málin. Kom að því að fá að vita hvað sá fjórtándi og sá fimmtándi hétu, ef þeir væru ef til vill mennskir. Þar er ég er svoddan jólasveinn stundum sagði ég, að hann héti Sveinn ki. Meira

Íþróttir

18. desember 1998 | Íþróttir | 64 orð

1. deild kvenna

1. deild kvenna KA - Grótta/KR17:29 Anna Pálsdóttir gerði 6 mörk fyrir KA og Heiða Valgeirsdóttir 4. Helga Ormsdóttir gerði 10 mörk fyrir Gróttu/KR og Ágústa Björnsdóttir 5. EM kvenna Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 124 orð

Daði var hetja Dormagen

DAÐI Hafþórsson var hetja Dormagen, er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Willstätt rétt fyrir leikslok, 24:24. Liðin eru efst í suðurriðli 2. deildar í Þýskalandi, með 28 stig, en Solingen er með 26 stig. Héðinn Gilsson skoraði fjögur mörk fyrir Dormagen, Róbert Sighvatsson tvö. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 118 orð

Dregið í Evrópukeppni yngri landsliða

DREGIÐ var í Evrópukeppni yngri landsliða karla og kvenna í gær. Íslenska stúlknalandsliðið, sem skipað er stúlkum yngri en 18 ára, mun taka þátt í forkeppni fjögurra liða og munu tvö lið komast áfram og taka þátt í milliriðlum, en úrslitakeppnin fer fram árið 2000. Með Íslandi í riðli í þessari forkeppni eru Eistland, Ungverjaland og Írland. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 404 orð

Ekta bikarstem· mning í Eyjum!

Eyjamenn tóku á móti HK í 16-liða úrslitum bikarsins í Eyjum í gærkvöldi. Liðin áttust við í deildinni fyrir fáeinum dögum, þá á heimavelli HK og þá tókst Eyjamönnum að jafna leikinn á síðustu stundu en nú voru það leikmenn HK sem jöfnuðu af harðfylgi, 23:23, skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma, en það var skammgóður vermir fyrir þá því Eyjamenn voru sterkari í framlengingunni og sigruðu, 29:28, Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 564 orð

Haukar - UMFN64:89

Íþróttahúsið við Strandgötu, 11. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL- deildarinnar, fimmtudaginn 17. desember 1998. Gangur leiksins: 0:4, 4:4, 6:13, 11:19, 18:20, 22:24, 27:26, 32:31, 32:37, 32:50, 38:60, 41:71, 43:79, 50:81, 59:85, 64:89. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 315 orð

HERDÍS Sigurbergsdóttir,land

HERDÍS Sigurbergsdóttir,landsliðskona í handknattleik hjá Stjörnunni, er fingurbrotin og mun ekki leika með landsliðinu í keppni um áramótin. JULIAN Róbert Duranonahefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Eisenach til vorsins 2001. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 160 orð

Indriði maður framtíðarinnar í vörn Liverpool

ENSKA dagblaðið Independent greindi frá því í gær að úrvalsdeildarliðið Liverpool væri að ganga frá kaupum á íslenska varnarmanninum Indriða Sigurðssyni frá KR. Raunar er leikmaðurinn sagður heita "Endredre Sigurdsson" í fréttinni. Hið sama kom efnislega fram á spjallsíðu Liverpool á Netinu í gær. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 169 orð

ÍBV - HK29:28

Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum, 16-liða úrslit í bikarkeppni karla, fimmtudaginn 17. desember 1998. Gangur Leiksins: 1:2, 4:3, 9:4, 12:7 15:915:11, 19:13, 21:15, 23:17, 23:23, 23:24 26:24, 27:24, 29:26, 29:28. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild: Grindavík:UMFG - KFÍ21 1. deild kvenna: Grindavík:UMFG - ÍS19 1. deild karla:kl. 20 Smárinn:Breiðablik - Skafholt. Þorlákshöfn:Þór Þ. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 611 orð

Kem sterkur til leiks á næsta tímabili

PATREKUR Jóhannesson byrjaði í sjúkraþjálfun á sjúkrahúsi í Essen í gær og sagði við Morgunblaðið að mótlætið yrði aðeins til að efla sig. "Þetta keppnistímabil er búið en ég verð að líta á björtu hliðarnar og vera bjartsýnn. Ég fæ nægan tíma til að efla mig og styrkja og þetta verður bara til þess að ég kem enn öflugri til leiks á næsta tímabili." Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 241 orð

Knattspyrna Spánn

Spánn Bikarkeppnin, fyrri leikir í 4. umferð: Villarreal - Sevilla 2:2 Tenerife - Benidorm 2:2 La Coruna - Sporting Gijon 1:1 Racing Santander - Osasuna 2:0 Valladolid - Badajoz 1:1 Las Palmas - Levante 0:1 Chiesa með þrennu Ítalía Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 71 orð

Kristófer byrjaður að æfa með Aris

KRISTÓFER Sigurgeirsson, knattspyrnumaður sem lék með Fram sl. sumar, er kominn til Grikklands og er byrjaður að æfa með 1. deildarliðinu Aris frá Saloniki. Hann gerði sex mánaða bindandi samning við félagið og þriggja ára samning til viðbótar með þeim fyrirvara að félagið vill hafa hann áfram eftir sex mánuði. Hann verður löglegur með liðinu 3. janúar. Aris er nú í 6. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 192 orð

Norðmenn burstuðu Dani

NORSKA kvennalandsliðið í handknattleik burstaði stöllur sínar frá Danmörku 28:19 í lokaumferðinni í riðlakeppni EM í Hollandi í gærkvöldi. Þetta er stærsti sigur Norðmanna yfir Dönum síðan 1993. "Við skulum hafa fæturna á jörðinni því þessi leikur hafði litla þýðingu, en sigurinn var ótrúlega auðveldur," sagði Marit Breivik, landsliðsþjálfari Noregs, eftir leikinn. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 476 orð

Skagamenn hefndu fyrir tapið í bikarnum

ELLEFTA umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik hófst í gærkvöldi en einum leik var frestað, Grindavík og KFÍ leika í kvöld. Úrslitin í gærkvöldi urðu eftir bókinni; Keflvíkingar eru efstir þegar deildarkeppnin er hálfnuð og leikmenn fara í jólafrí, sigruðu Snæfell 117:90. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 315 orð

Southampton sýnir Arnari áhuga

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur sýnt áhuga á að kaupa Arnar Grétarsson frá AEK í Grikklandi. Útsendari enska liðsins fylgdist með Arnari í leik AEK og Panathinaikos um síðustu helgi. AEK sigraði 2:0 og átti Arnar mjög góðan leik og var í liði vikunnar í flestum dagblöðum Grikklands. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 75 orð

STAÐIÐ var að einnar mí

STAÐIÐ var að einnar mínútu þögn fyrir alla leikina í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi, vegna andláts Boga Þorsteinssonar fyrr um daginn, en Bogi var fyrsti formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 283 orð

Takmarkið er Ólympíuleikarnir í Sydney

Sveinn Sölvason, badmintonmaður í TBR, er í 61. sæti heimslistans í einliðaleik karla í badminton eftir Opna írska meistaramótið sem var í Dublin um helgina. Þar vann hann Belgann David Wandervinkle 17/15, 15/7, Skotann David Gilmour 15/13, 15/0 og Írann Leslie Dewart 17/15, 11/15, 15/11 í átta manna úrslitum en tapaði 15/11, Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 199 orð

Valsmenn létu deigan síga

KR bar sigurorð af Val, 91:80, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik að Hlíðarenda í gærkvöldi. Eftir að hafa verið undir nánast allan fyrri hálfleikinn, tókst KR- ingum að skerpa leik sinn og knýja fram verðskuldaðan sigur, en frammistaða þeirra hefði líklega ekki dugað til sigurs á einu af sterkari liðum deildarinnar. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 143 orð

Webster byrjaður á ný

Ívar Webster, sem hóf að leika körfuknattleik með íslenskum liðum á áttunda áratugnum, kom tvívegis inná fyrir Val í leiknum við KR að Hlíðarenda í gærkvöldi. Honum tókst ekki að skora stig, en átti tvær fallegar stoðsendingar á félaga sína og lærisveina. Ívar bar höfuð yfir aðra leikmenn og á tölfræðinni var ekki annað að sjá en að hann styrkti vörn liðsins. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 346 orð

(fyrirsögn vantar)

UNE Arge , landsliðsmaður frá Færeyjum, hefur gert eins árs samning við Leiftur frá Ólafsfirði. Hann lék með liðinu síðasta tímabil og þótti standa sig vel. BRIAN McClair var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Brians Kiddshjá Blackburn Rovers. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 348 orð

(fyrirsögn vantar)

Njarðvík rassskellti Hauka Njarðvík vann stóran sigur á Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi, 64:89. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Haukarnir sýndu frábæra baráttu náðu þeir ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik. Vendipunktur leiksins kom í stöðunni 32:31. Haukar fóru í hraðaupphlaup en boltinn var dæmdur af þeim. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 287 orð

(fyrirsögn vantar)

Keflvíkingar á kunnug-legum slóðum Keflvíkingar náðu efsta sætinu í úrvalsdeildinni með sannfærandi sigri á Snæfelli frá Stykkishólmi í Keflavík í gærkvöldi, 117:90. Leikurinn bauð ekki uppá mikla skemmtun ef frá eru talin langskot Keflvíkinga sem settu 19 þriggja stiga körfur í leiknum gegn fjórum frá gestunum og hlýtur að muna um minna. Meira
18. desember 1998 | Íþróttir | 196 orð

(fyrirsögn vantar)

Auðveldur sigur Tindastóls Þegar á fyrstu mínútum leiks Tindastóls og Þórs á Sauðárkróki var ljóst í hvað stefndi. Heimamenn fengu óskabyrjun, léku skemmtilegan sóknarleik og mjög trausta vörn. Eftir örfáar mínútur var staðan orðin 21:6. Meira

Úr verinu

18. desember 1998 | Úr verinu | 215 orð

Leyfilegur afli túnfisks ákveðinn

ALÞJÓÐARÁÐIÐ um verndun túnfiskstofna í Atlantshafi (ICCAT) hefur samþykkt áætlun sem stemma á stigu við ofveiði túnfisks í Vestur-Atlantshafi á fundi sínum á lok nóvember, að því er Worldfish Report greinir frá. Samkvæmt henni verður leyfilegur hámarksafli 2.500 tonn á ári næstu 20 árin og skiptist á milli Bandaríkjanna, Kanada og Japans. Meira
18. desember 1998 | Úr verinu | 70 orð

Nýr útskipunar búnaður hjá SVN

NÝR útskipunarbúnaður fyrir mjöl var tekinn í notkun hjá loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað fyrir skömmu. Búnaðurinn er tengdur 6 mjöltönkum sem nýverið var lokið við smíði á og tekur hver þeirra um 1.000 tonn af mjöli. Meira
18. desember 1998 | Úr verinu | 123 orð

Perú réttir úr kútnum

PERÚSKA hafrannsóknastofnunin, Imarpe, hefur lagt til að leyfilegur hámarksafli lýsings verði 80.000 tonn á næsta ári. Ráðherra sjávarútvegsmála segir leyfilegan afla verða aukinn í 100.000 tonn árið 2000 og svo enn á ný í 120.000 tonn árið 2001. Frá þessu er greint í Worldfish Report. Afli perúskra fiskiskipa jókst í októbermánuði miðað við fyrra ár um 60.000 tonn, úr 405. Meira
18. desember 1998 | Úr verinu | 776 orð

Verð aflamarks komi inn í uppgjör til áhafna

HÉRAÐSDÓMUR Hafnarfjarðar hefur nú í desember fellt dóm, sem felur í sér að við uppgjör til áhafna skuli útgerðin ekki aðeins miða við verðmæti afla, heldur einnig verðmæti aflamarks, sem útgerðin fær hjá kaupanda aflans. Þetta tilfelli snýst um uppgjör háseta á Hafsúlu HF 77. Skipið var í viðskiptum við ákveðinn fiskkaupanda, svokölluðum tonn á móti þremur tonnum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 492 orð

Fróðlegt og skemmtilegt

HJÓNIN Sólrún Sveinsdóttir og Gauti Arnþórsson hafa alla tíð haft áhuga á klassískri tónlist. "Ég hef haft óskaplega gaman af þessu," segir Sólrún. "Ólafur hjálpar okkur að skilja betur tónlistina sem maður hlustar mikið á. Manni verður ljósara hvernig uppbyggingin er og hvað tónskáldið var að fara. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1372 orð

Hár á höfði

Á VESTURGÖTU 57 á Akranesi stendur lítið bárujárnsklætt hús. Gólfflöturinn er aðeins um 40 fermetrar. Það var byggt sem lítil símstöð árið 1925 en hefur í áratugi verið griðastaður karla. Þangað geta þeir farið og rætt um hugarefni sín (knattspyrnu) án þess að þurfa að gæta að orðum sínum. Þau heyrir enginn nema Hinni rakari og sonur hans. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 892 orð

Hjartans áhugamál mótað í leir

ALLIR eru sammála um mikilvægi þess að hafa eitthvað fyrir stafni þegar sest er í hinn svokallaða "helga stein". Þó félagslíf aldraðra hafi aukist til muna á undanförnum árum sitja því miður alltof margir fullfrískir karlar og sprækar konur með hendur í skauti eftir að "starfsævi lýkur", eins og sagt er. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 336 orð

Með flögrandi fiðrildi í hárinu

ÉG VIL ekki vera eins og rjúpnarass um hárið eins og allir hinir," sagði stúlka nýlega við klipparann sinn. Besta lýsingin á hártískunni núna er eftirfarandi: Að vera eins og hænurass í vindi. Úfið hár. "Líkt og að fólk hafi vaknað svona," segir Böðvar Þ. Eggertsson í Space á Rauðarárstíg. "Það notar ekki bursta, heldur hristir hárið í form. Ég kalla þetta sjúskuðu tískuna. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 92 orð

Ný upplifun

Þórhildur Sandholt lýsti yfir ánægju sinni með námskeiðið sem hún sótti hvort tveggja af forvitni og áhuga á klassískri tónlist. Hún segist ekki vera músíkmanneskja sjálf þó hún hafi lært á píanó á sínum tíma. Hún hefur sótt tónleika í gegnum árin en ekkert sérstaklega í framhaldi af námskeiðunum. "Ólafur kennir okkur að hlusta á klassíska tónlist, um form, t.d. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 1846 orð

Tæknifrjóvgun með gjafaeggjum í sjónmáli

AÐ GETA af sér líf og sjá þar með fyrir því að líf haldist á jörðinni er ein af frumhvötum mannsins. Eigi að síður fer því fjarri að tímgun feli í sér einhvers konar kvöð og fjöldinn allur af pörum hefur í gegnum tíðina tekið ákvörðun um að Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 788 orð

Upplýst hlustun: Týndur hlekkur í tónlistaruppeldi Nú á haustmánuðum voru haldin almenn námskeið í klassískri tónlist á vegum

NÚ fer hann að spinna með þetta... Svo allt í einu... Þetta er ekkert popp!... Heyriði þessi hárfínu blæbrigði!... Og hvað gerist núna?... Fyrsta temað, alveg eins og Mozart!... Þetta er svo fínleg spilamennska... Og svo!... Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 507 orð

Varla hægt að gefa stærri gjöf

"ALLAR mæður þekkja hversu stórkostleg lífsfylling felst í því að eignast börn og fá tækifæri til að fylgjast með vexti og þroska þeirra. Engin gleði er stærri og því er varla hægt að gefa konu stærri gjöf en tækifærið til að eignast eigin börn," segir tveggja barna móðir á biðlista eftir gjafaeggi. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 514 orð

(fyrirsögn vantar)

HJÁ Auði Sigurðardóttur, bókasafnsfræðingi á Listasafni Íslands, og Erni Sigurðssyni, arkitekt, á Fjólugötunni býr labradorhundurinn Sámur, frændi Skugga og Loka. Nánar tiltekið eru þeir bræður móðurbræður Sáms, enda segir Örn að það hafi verið að undirlagi Hrafns og Guðrúnar, sem þau hjónin fengu sólargeislann sinn nýgotinn fyrir rúmum fjórum árum. Meira
18. desember 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 627 orð

(fyrirsögn vantar)

HJÓNIN Guðrún Hannesdóttir, starfsmaður Íslandsbanka, og Hrafn Sigurðsson, fjármálastjóri Þjóðminjasafns Íslands, á Lokastígnum eiga tvo labradorhunda, bræðurna Skugga, sex og hálfs árs, og Loka, sem er árinu yngri. "Þeir eru reyndar ekki albræður, en þó meira en hálfbræður," segir Hrafn og útskýrir að þeir eigi sömu mömmuna en pabbi annars sé afi hins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.