Greinar sunnudaginn 10. janúar 1999

Forsíða

10. janúar 1999 | Forsíða | 129 orð

Ellefu ára skákmeistari

ELLEFU ára brezk stúlka, Jessie Gilbert, hefur vakið aðdáun skákheimsins með því að gera sér lítið fyrir og vinna gullverðlaun kvenna á heimsmeistaramóti áhugamanna í skák sem fram fór í Hastings á S-Englandi. Hún er sú yngsta sem nokkurn tímann hefur unnið heimsmeistaramót, en hún sló út 47 keppinauta, þar af 46 fullorðna. Meira
10. janúar 1999 | Forsíða | 351 orð

Lott heitir sanngjörnu réttarhaldi yfir Clinton

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings mun hafa "velsæmi og háttprýði að leiðarljósi" í komandi réttarhöldum yfir Bill Clinton forseta vegna ákærunnar á hendur honum til embættismissis, sagði Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, í gær. Meira
10. janúar 1999 | Forsíða | 177 orð

París ekki reist á virki Parísa

FRANSKI fornleifafræðingurinn og sagnfræðingurinn Didier Busson hefur kollvarpað þeirri viðteknu kenningu franskra sagnfræðinga að París hafi verið reist á rústum virkisbæjar gallversks þjóðflokks, Parísa. Hann segir að Rómverjar hafi reist borgina frá grunni um 4 árum fyrir Krist og ekkert bendi til þess að Parísar hafi reist virkisbæ á staðnum á undan þeim. Meira
10. janúar 1999 | Forsíða | 30 orð

Skautað í vetrarblíðu

VEL hefur viðrað til iðkunar skautaíþrótta í höfuðborginni síðustu daga. Þessir drengir sýndu ljósmyndaranum fimi sína í íshokkíi er þeir kepptust í vetrarsól um "pökkinn" á frosinni Tjörninni. Meira
10. janúar 1999 | Forsíða | 167 orð

Vandi Blairs varð Dana til bjargar

TALIÐ er að hneykslismál bresku stjórnarinnar hafi orðið til þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og lífvörður hans björguðu dönskum ferðamanni frá drukknun um 1,6 km frá ströndum Seychelleeyja á mánudag, að sögn breska útvarpsins BBC á föstudag. Meira

Fréttir

10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 306 orð

13,5% aukning í flugumferð um svæðið milli ára

FLUGVÉLUM sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið árið 1998 fjölgaði um 13,5% frá því árið 1997. Þetta samsvarar því að að meðaltali 27 fleiri flugvélar á dag hafi farið um svæðið. Flugvélunum fjölgaði um 9.949 á milli ára, úr 73.355 í 83.294. Áætlað er að tekjur Íslendinga af flugumferð á íslenska úthafsflugumferðarsvæðinu sl. ár nemi um 1,5 milljörðum króna. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 139 orð

Agaskóli í Vesturbænum?

SPRENGINGARNAR í Hagaskóla undanfarna daga hafa vakið ugg og óhug meðal foreldra, nemenda og starfsliðs skólans sem ekki hefur getað sinnt kennslu vegna sprenginga innanhúss. Á föstudagskvöld skemmdust tvær rúður skólans í sprengingu en ekki er vitað hverjir voru þar að verki. Hefur lögreglan málið til rannsóknar. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 179 orð

Auðveldar bólusetningu með nefúða

SVEINBJÖRN Gizurarson, lektor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu Lyfjaþróun hf. hafa sótt um einkaleyfi á nýrri efnablöndu sem auðveldar mjög bólusetningu með nefúða. Líkur eru á að nýja efnið geti meðal annars gagnast við bólusetningu alnæmissjúklinga. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Álft á vetrarfóðrum í fjárhúsi

FUGLAR á húsi geta verið af ýmsum toga en ekki mun algengt að menn hýsi álftir og fóðri að vetrinum í fjárhúsi. Svo er þó farið að Árbót í Aðaldal en þar hefur ein álft vetursetu sem fannst sem ungi fyrir nokkrum árum á veginum við Víðidal á Fjöllum. Álftin er spök og býr í fjárhúskró með gæsum og öndum en fer út þegar hlýtt er og opnað er fyrir henni. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Búnaðarbankinn eignast sláturhús

GENGIÐ hefur verið frá kaupum Búnaðarbankans á sláturhúsi Slátursamlags Skagfirðinga hf. á Sauðárkróki. Bankinn tók húsið upp í skuldir. Að sögn Smára Borgarssonar, framkvæmdastjóra Slátursamlagsins, keypti bankinn sláturhúsið á 32 milljónir kr. með yfirtöku þeirra skulda sem á húsinu hvíla. Er það nokkru hærri fjárhæð en bókfært verðmæti fasteignarinnar í reikningum Slátursamlagsins. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Búseta fatlaðra verði sem eðlilegust

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa fengið afhentar sex félagslegar íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Skúlagötu 46 í Reykjavík. Fimm íbúðanna eru einstaklingsíbúðir sem leigðar verða fötluðum en sú sjötta er þjónustuíbúð. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 383 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 10.­16. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is/HIHome.html Mánudagur 11. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fjölbreytt dagskrá hjá Félagsmiðstöð fatlaðra

FÉLAGSMIÐSTÖÐ fatlaðra er opin á miðvikudögum frá kl. 17 (5) til 22 (10), auglýst dagskrá byrjar kl. 20 (8) og á sunnudögum kl. 13 (1) til 18 (6), auglýst dagskrá byrjar kl. 15 (3). Á miðvikudögum er boðið upp á mat gegn vægu verði, samkvæmt fréttatilkynningu. Í dag, sunnudag, verður opið hús. Miðvikudaginn 13. janúar verður myndbandssýning. Sunnudaginn 17. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 387 orð

Flokkun og lengd aðsendra greina og birting á netinu

NÚ EFTIR helgina mun Morgunblaðið taka upp nýja flokkun aðsendra greina. Þær greinar, sem fjalla um ákveðin málefni, sem til umræðu eru í þjóðfélaginu hverju sinni, svo sem kvótakerfi, gagnagrunnsmál, hálendismál o.s.frv., verða í sérstökum greinaflokki. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 726 orð

Fyrsta hálfa árið tilraunaverkefni

FYRIR skömmu var tekið í notkun hið nýja Tónlistarhús Kópavogs. Svo sem kunnugt er voru margir tónleikar haldnir af því tilefni og sótti þá fjöldi fólks. Talið er að ekki færri en 3.500 manns hafi hlýtt á þá sjö tónleika sem fluttir voru fyrsta daginn. Síðan voru fyrstu tónleikarnir sem selt var inn á haldnir í Salnum ­ en svo nefnist tónleikarými hússins. Það voru Bach-hátíðartónleikar. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Gefur fé til tóbaksvarna

I&D... ehf. hefur ákveðið að láta 25 kr. af hverri pakkningu af No Smokings tryggigúmmíi og No Smokings úða, renna til Tóbaksvarnanefndar til eflingar forvarnarfræðslu yngri bekkja grunnskólans. "No Smokings vörurnar innihalda ekkert nikótín en í stað þess eru notaðar jurtir sem sannað hafa gildi sitt til að minnka fráhvarfseinkenni og löngun þegar reykingum er hætt. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 324 orð

Íslandsflugi heimilað flug til Bandaríkjanna

ÍSLANDSFLUGI hefur verið veitt heimild til flugs til Bandaríkjanna en félaginu barst í gærmorgun staðfesting þessa efnis frá bandarískum stjórnvöldum. Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri segir fyrstu ferðina farna næstkomandi mánudag milli Guadalupe og Miami og að félagið geti nú hafið af alvöru kannanir á leiguflugsverkefnum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Jólagjöf frá Leppin sport

LEPPIN sport gaf á Þorláksmessu rúmlega 600 kg af næringarríkum Leppin sport-vörum til þurfandi í Kosovo (og Bagdad). "Leppin sport á Íslandi náði samningum við höfuðstöðvar Leppin sport í Englandi varðandi málið og því er þessi gjöf orðin að veruleika. Söluverðmæti varanna er rúmlega 1.100.000 íslenskar kr., segir í fréttatilkynningu. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kvennadeild Landspítalans 50 ára

KVENNADEILD Landspítalans hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Viðstaddir voru m.a. Ingibjörg Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir kvennadeildar og starfsfólk deildarinnar. Kvennadeildin var opnuð 2. janúar 1949 og þann dag fæddist fyrsta barnið á deildinni. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Með þýfi fyrir á aðra milljón króna

Maður um tvítugt var úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald í vikunni í framhaldi af handtöku lögreglunnar í Reykjavík. Reyndist hann hafa muni í fórum sínum sem grunur lék á að kynni að vera þýfi og við frekari rannsókn reyndist vera um hluti að ræða úr sex innbrotum. Verið er að rannsaka hvort hann kunni að eiga þátt í fleiri innbrotum. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Nordjobb tímabilið hafið

NORDJOBB tímabilið er hafið og er það fyrir fólk á aldinum 18-26 ára sem hefur hug á sumarvinnu á hinum Norðurlöndunum. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á á skrifstofu Norræna félagsins, Bröttugötu 3-B, Reykjavík og á Norrænu upplýsingaskrifstofunni, Glerárgötu 26, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Stuðningur á hálum ís

ÞAÐ er gott að hafa einhvern til að leiða sig þegar fyrstu skrefin eru stigin á hálu svellinu. Enginn ætti reyndar að fara út á ísinn á Tjörninni nema að athuga fyrst hvort lögreglan telur hann öruggan. Í gær var ísinn talinn of þunnur til að ráðlegt væri að vera þar á ferðinni, en líkur þóttu vera á því að hann væri orðinn nógu þykkur í dag. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 104 orð

Styður gagnrýni LS

STJÓRN Strandveiðifélagsins Króks ályktar eftirfarandi: "Stjórn Strandveiðifélagsins Króks styður þá gagnrýni sem LS hefur haft uppi á hugmyndir meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis um veiðifyrirkomulag smábáta. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 359 orð

Tillit tekið til sérsjónarmiða smábáta

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að sumar tillögur sjávarútvegsnefndar um breytingar á reglum um veiðar smábáta einkennist af því að verið sé að taka tillit til sérsjónarmiða einstakra nefndarmanna. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 424 orð

Veðdeildin býður íbúðalán

Veðdeildin býður íbúðalán VEÐDEILD Landsbankans mun bjóða upp á almenn íbúðalán á þessu ári í samvinnu við Íbúðalánasjóð. Lánstími veðdeildarlána bankans verður mjög svipaður því sem fólk þekkir frá tíma Húsnæðisstofnunar og þeirri starfsemi sem veðdeildin hefur annast umsýslu fyrir fram til þesssa. Miðað er við að vextir verði markaðsvextir. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 435 orð

Viðskipti hafin í evrum

ELLEFU aðildarþjóðir Evrópusambandsins, ESB, tóku um áramótin upp sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, og hófust viðskipti með hana á fjármálamörkuðum á mánudag. Stjórnmálamenn og kauphallarfjárfestar í Evrópu og um allan heim fögnuðu tilkomu evrunnar sem sögulegum tímamótum í efnahagslegri samrunaþróun álfunnar. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Vinnuslys á Árskógssandi

MAÐUR á þrítugsaldri slasaðist á fótum þegar verið var að vinna við löndun úr Sólrún EA á Árskógssandi um klukkan 22 í fyrrakvöld. Féll fiskikar á manninn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var verið að færa til kör þegar óhappið átti sér stað. Maðurinn hélt meðvitund og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn læknis á vakt er maðurinn ekki alvarlega slasaður. Meira
10. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

Þetta er ekki varanleg lausn

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður og fyrrverandi formaður sjávarútvegsnefndar, segist óttast að Alþingi sé að gefa frá sér tækifæri til að finna varanlega lausn varðandi stjórn fiskveiða. Búast megi við áframhaldandi málaferlum. Meira

Ritstjórnargreinar

10. janúar 1999 | Leiðarar | 2274 orð

Morgunblaðið er mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti fólk

Morgunblaðið er mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti fólks um málefni lands og þjóðar. Dag hvern birtist í blaðinu mikill fjöldi aðsendra greina, bréfa til blaðsins og bréfa til Velvakanda, þar sem hinn almenni borgari lýsir skoðunum sínum á þeim málefnum og einstaklingum, sem eru til umræðu eða í sviðsljósinu hverju sinni eða á málum, Meira
10. janúar 1999 | Leiðarar | 557 orð

UMSKIPTI

UMSKIPTI Svo mikil umskipti hafa orðið á Íslandi á þessum áratug, að segja má, að við búum í allt öðru þjóðfélagi en á fyrstu fjörutíu árum lýðveldisins og raunar fram undir lok síðasta áratugar. Meira

Menning

10. janúar 1999 | Tónlist | 630 orð

Að hittast og síðan ekkert

Roland og Almita Vamos léku ásamt íslenskum strengjaleikurum verk eftir Halvorsen, Vivaldi og Mendelssohn. Fimmtudagurinn 7. janúar, 1999. EINN af þeim tónleikum sem segja má að séu eins konar hljómburðartilraun á Salnum var haldinn sl. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 206 orð

Auður og völd Tilboðið (The Proposition)

Framleiðsla: Ted Field, Diane Nabatoff og Scott Kroopf. Handrit og leikstjórn: Lesli Linka Glatter. Kvikmyndataka: Peter Sova. Tónlist: Stephen Endelman. Aðalhlutverk: Kenneth Brannagh, Madeleine Stowe, William Hurt og Robert Loggia. 114 mín. Bandarísk. Háskólabíó, desember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð

Carlyle glímir við Bond

Carlyle glímir við Bond BRESKA leyniþjónustumannsins James Bonds bíður erfitt hlutskipti í næstu mynd sem nefnist Heimurinn er ekki nógu stór eða "The World Is Not Enough". Þar mætir hann óvini með fullri reisn, Robert Carlyle, að því er tilkynnt var á föstudag. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | -1 orð

Colleen kannaðist ekki við eigin kjálka

AL HIRSCHFELD hefur unnið í myrkrinu lengur en hann kærir sig um að rifja upp, en núna þegar hann er orðinn 95 ára segist hann loksins vera orðinn góður í sínu fagi. Hirschfeld, sem lítur út eins og bandaríski jólasveinninn með sitt síða, hvíta skegg, er mesti grínteiknari bandarísks leikhúss. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 112 orð

Dagskrá um Brúðuheimili Ibsens

Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallarans verður haldin dagskrá í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins á Brúðuheimili Ibsens mánudagskvöldið 11. janúar kl. 20.30. Umsjón með dagskránni hefur Melkorka Tekla Ólafsdóttir, sem flytur inngang um verkið. Leikin verða atriði úr sýningunni og dagskránni lýkur með umræðum gesta og aðstandenda sýningarinnar um verkið og leiksýningu Þjóðleikhússins. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 247 orð

Ekki hætt við hjónabandið

Ekki hætt við hjónabandið LEIKKONAN Carmen Electra, sem er frægust fyrir að leika í Strandvörðum, komst í sviðsljósið nýlega þegar hún gekk í það heilaga með Dennis Rodman úr Chicago Bulls. Brúðkaupið fór fram í Vegas og sótti Rodman um ógildingu á því níu dögum síðar. Nú segir Electra að ekki standi til að ógilda hjónabandið. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 120 orð

Heilsa að hermannasið í lausu lofti

MEÐLIMIR alþýðuhersins í Kína ætla að halda sýningu á listum sínum í Menningarsetri Hong Kong borgar á næstunni og af því tilefni voru þeir með æfingu á föstudaginn var. Þar kom berlega í ljós að hermönnunum er margt til lista lagt og geta bókstaflega heilsað að hermannasið í lausu lofti. Þeir dansa og stökkva af mikilli list og sýna takta sem fæstir tengja við hermennsku. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 80 orð

Heilsuog íþróttadagar í Eymundsson

EYMUNDSSON í Kringlunni og Pennninn Eymundsson í Austurstræti 18 efna til Heilsu- og íþróttadaga og verður á boðstólum úrval bóka og tímarita um allt sem lýtur að heilsurækt, jafnt á líkama og sál. Af bókum um íþróttir má t.d. nefna bækur um sund, leikfimi, hlaup, göngu, hverskyns boltaíþróttir, þolfimi, dans, vetraríþróttir, golf, tennis, borðtennis, badminton, squash og fjallaklifur. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 549 orð

Kúreki í Kúbudeilu

eftir Elmore Leonard. Penguin- útgáfan 1998. 343 síður. ÓHÆTT er að segja að bandaríski rithöfundurinn Elmore Leonard sé einn af vinsælustu krimmahöfundum í heiminum. Hann er kominn vel á áttræðisaldurinn og hefur sent frá sér fjölda bóka frá því hann gerði krimmaskrifin að aðalstarfi sínu á sjöunda áratugnum. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 413 orð

Myndbönd

Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) Fjallað af næmi, reynslu og innsæi um fólk sem glímir við tilveruna eftir að hafa lifað af hörmungar. Gott drama en léleg afþreying. Bófar (Hoodlums) Gamaldags bófamynd um átök glæpagengja í New York. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 360 orð

Píanistinn Petrucciani látinn

HINN víðkunni djasspíanóleikari Michel Petrucciani lést á miðvikudaginn í sjúkrahúsi í New York, aðeins 36 ára að aldri. Hann þjáðist af sjaldgæfum beinsjúkdómi sem gerði það að verkum að hann náði ekki fullri hæð, en hann var aðeins tæpur metri á hæð. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 412 orð

Poulenc-hátíð fram haldið í Iðnó Tónskáld m

Poulenc-hátíð fram haldið í Iðnó Tónskáld með tvær hliðar "ÞETTA verða mjög skemmtilegir tónleikar. Poulenc er nefnilega ekki bara gott tónskáld, heldur líka skemmtilegt. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 802 orð

Robert Duvall í Trúboðanum Guð minn

"MYNDIN er mjög amerísk en samt með almenna skírskotun. Enda fjallar hún um veruleika fleiri hundruð milljóna manna í heiminum," segir Robert Duvall og fær sér bita af brauði með súpunni. Hann er nýkominn af fjölmennum blaðamannafundi og er greinilega orðinn sársvangur. Og ekki fær hann frið til að borða. Við sama borð sitja fjórir blaðamenn, hver frá sínu heimshorninu. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 70 orð

Saman í boltanum

Saman í boltanum HÉR sjást aðalleikararnir í nýju myndinni "Varsity Blues" við frumsýninguna í Paramount-kvikmyndaverinu í Los Angeles á föstudaginn var. James Van Der Beek leikur fótboltamann í skólaliði í menntaskóla og Jon Voight, þjálfara liðsins. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 95 orð

Sigrún og Snorri Sigfús leika íslensk verk

SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari leika saman á öðrum tónleikum Myrkra músíkdaga í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á mánudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir sex íslensk tónskáld. Meira
10. janúar 1999 | Kvikmyndir | 396 orð

Skál fyrir hinum dauðu!

Leikstj: Yves Angelo. Handrit: Yves Angelo og Nancy Huston eftir Tímaþjófnum, bók Steinunnar Sigurðardóttur. Aðalhlutverk: Sandrine Bonnaire, Émanuelle Béart, André Dussolier, Éric Ruf og Vahina Giocarde. Film par film 1998. Meira
10. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 655 orð

Spennandi líf í dramatísku ljósi Hinn fullkomni jafningi er nýtt íslenskt leikrit eftir Felix Bergsson sem frumsýnt var um

FELIX leikur sjálfur öll hlutverk leikritsins sem fjallar um nokkra samkynhneigða menn í íslenskum raunveruleika. "Það var rosalega gaman í frumsýningarteitinu, mjög létt stemmning og allir ánægðir með að hafa náð þessum áfanga. Þetta hefur verið langur og strangur vegur og mikil vinna, en þetta hafðist. ­Ertu ánægður með viðbrögðin? "Já, þau eru framar öllum vonum. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 33 orð

Sýning framlengd

GESTABOÐ Ingu Elínar, glerlista- og keramiksýning á Pallinum í Álafossbúðinni, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ, verður framlengd til laugardagsins 23. janúar. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10­18 og laugardaga kl. 10­14. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 29 orð

Verk Ívars Brynjólfssonar

VEGNA mistaka við vinnslu föstudagsblaðs Morgunblaðsins birtist verk Ívars Brynjólfssonar, Uppeldisstöðvar I, á sýningunni Lífæðar á Landspítalanum hér á nýjan leik. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
10. janúar 1999 | Menningarlíf | 976 orð

VITRUNIN Gustave Moreau

Lesið í málverk VITRUNIN Gustave Moreau ÁTJÁNDA apríl 1998 voru liðin hundrað ár frá andláti Gustave Moreau, og minntist Parísarborg ártíðar þessa mikla málara táknsæisins með sýningu í Grand Palais sem opnaði 2. október og lauk í upphafi þesa árs, eða 4. janúar. Meira

Umræðan

10. janúar 1999 | Aðsent efni | 2971 orð

AðILD ÍSLANDS Að ESB OG ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR

EF TIL aðildarviðræðna kæmi er líklegt að markmið Íslendinga yrðu í grundvallaratriðum þau sömu og Norðmanna, þ.e. að tryggja veiðimöguleika Íslendinga til frambúðar og áframhaldandi ábyrga stjórn fiskveiða innan íslenskrar efnahagslögsögu. Áherslur Íslendinga yrðu samt að mörgu leyti aðrar en Norðmanna og á það sér efnahagslegar og landfræðilegar skýringar. Meira

Minningargreinar

10. janúar 1999 | Minningargreinar | 295 orð

Ásfríður Gísladóttir

Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur. Undanfarnar vikur voru þér erfiðar, þú varst orðin mjög lasin og á endanum fékkst þú hvíldina sem þú þráðir. Við erum afar þakklát fyrir að hafa komið suður og verið með þér yfir jólin. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Ásfríður Gísladóttir

Móðursystir okkar, Ásfríður Gísladóttir, lést að morgni gamlársdags sl. eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þó að okkur væri vel ljóst að hverju stefndi vorum við á einhvern hátt óviðbúin andlátsfregninni og orð pabba, er hringdi í okkur hvert af öðru "hún Ásta er dáin" virkuðu sem högg á okkur, tíminn stoppaði í fyrstu en reikaði svo til baka, hægt í fyrstu, Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 244 orð

Ásfríður Gísladóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar, Ásfríðar Gísladóttur, sem lést að morgni gamlársdags að heimili sínu, Hæðargarði 29 í Reykjavík. Ásta var hún alltaf kölluð nema ef mikið lá við. Ég kynntist Ástu fyrir 34 árum þegar ég kom fyrst í Ásgarðinn með unnustu minni, Málfríði. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 340 orð

Ásfríður Gísladóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Ásfríður Gísladóttir

Elsku amma, að kveðja þig í hinsta sinn er þrautin þyngri, sárt er hjartað og hugurinn fullur af minningum úr Ásgarði, Hæðó, mannamótum eða bara úr bænum. Hvað við höfðum gaman af því að fara saman í bæjarferð þrír ættliðir og jafnvel fjórir í seinni tíð sem endaði yfirleitt inni á kaffihúsi með kaffi og fíneríi, þar var rætt um heima og geima allt mögulegt og ómögulegt. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 157 orð

Ásfríður Gísladóttir

Það var á gamlársdag er barnsfaðir minn og kona hans komu til mín og færðu mér þá sorgarfrétt að hún Ásta væri dáin. Það varð mikið tómarúm í huga mínum og fannst mér hluti af sjálfri mér hafa farið með henni. Ég sá Ástu síðast á jóladag í boði hjá syni sínum og var hún þá svo skýr og friðsæl. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 200 orð

Ásfríður Gísladóttir

Elsku amma mín. Mér þykir það svo sorglegt að þú sért farin frá mér, og að þú sért farin frá okkur öllum. En þó að það sé sorglegt var þetta það besta fyrir þig því nú ertu í friði hjá englunum. Ég man að þegar pabbi, ég og bróðir minn komum til þín, fórstu alltaf inn í eldhús og bakaðir bestu pönnukökur í heimi. Ég borðaði alltaf yfir mig af þeim því mér fannst þær svo góðar. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 292 orð

ÁSFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

ÁSFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Ásfríður Gísladóttir fæddist í Viðey 5. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu 31. desember síðastliðinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Gíslason, f. 14. maí 1871, d. 10 desember 1948 og Svava J. Sigurðardóttir, f. 27. ágúst 1881, d. 17. júlí 1959. Systkini hennar eru: Sigurður, f. 23.4. 1905, d. 22.9. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 716 orð

ÁSGEIR LÁRUSSON

ÁSGEIR LÁRUSSON Ásgeir Lárusson fulltrúi, Hlíðargötu 4, Neskaupstað, er 75 ára í dag. Ásgeir er fæddur í Neskaupstað og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og 11 systkinum í Sjávarborg s. st., en foreldrar hans voru þau Lárus Ásmundsson, ættaður úr Vöðlavík, og Dagbjört Sigurðardóttir, ættuð úr Mjóafirði. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 136 orð

Bjarni Guðmundsson

Elsku Bjarni frændi, eins og við kölluðum þig alltaf. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér eftir langa ævi. Okkur langar að þakka þér fyrir samfylgdina. Betri frænda og vin er ekki hægt að hugsa sér. Það var alltaf gott að koma til ykkar Svanhild á Reynimelinn og til þín eftir að þú varðst einn. Þú tókst því með jafnaðargeði þegar heilsan fór að bila og þú fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 255 orð

BJARNI GUÐMUNDSSON

BJARNI GUÐMUNDSSON Bjarni Guðmundsson fæddist á Hesteyri við Ísafjarðardjúp 26. júlí 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Þeófílusson, f. 8.11. 1869, d. 24.3. 1917, og Ketilríður Guðrún Veturliðadóttir, f. 10.11. 1879, d. 29.7. 1959. Systkini Bjarna voru Veturliði Jakob, f. 27.1. 1899, d. 24.8. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 591 orð

Finnur Jónsson

Við andlát Finns Jónssonar rifjast upp minningar um hlýjan og notalegan mann, sem vann sitt lífsstarf af trúnaði og kunni þá list að létta öðrum lífið með góðu skapi og gamansemi. Finnur kom til Grímseyjar til að heimsækja bróður sinn, Guðmund, sem kvæntur var Steinunni, móðursystur minni. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 171 orð

FINNUR JÓNSSON

FINNUR JÓNSSON Finnur Jónsson var fæddur á Siglufirði 16. janúar 1922 og hann andaðist þar 31. desember síðastliðinn. Hann var áttunda barn af tíu börnum hjónanna Jóns Friðrikssonar og Sigríðar Friðbjarnardóttur. Af þeim hópi eru nú 8 börn látin en eftir lifa bræðurnir Alfreð og Ægir. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 90 orð

Guðbjörn Hjartarson Wium

Elsku Bjössi frændi. Við viljum kveðja þig með þessum fáu orðum. Brotthvarf þitt úr heimi hér kom okkur á óvart. Þú varst alltaf svo hress og kátur, og kannski að það hafi falið fyrir okkur alvarleika veikinda þinna. Nú hefur þú fengið hvíld í faðmi Drottins. Megi Guð styrkja Gunnu og fjölskyldu þína. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Guðbjörn Hjartarson Wium

Guðbjörn Hjartarson Wium, Hjallavegi 2, Reykjavík, er kvaddur hér hinstu kveðju af nánum vini allt frá unglingsárum. Undirritaður kynntist Bjössa Hjartar við störf í Steypustöðinni hf. fyrir 38 árum og urðum við góðir vinir við leik og störf. Við höfðum sömu áhugamál, sem voru þá fallega skreyttir bílar og möguleikarnir sem þeir gáfu okkur í leik. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 87 orð

GUÐBJÖRN HJARTARSON WIUM

GUÐBJÖRN HJARTARSON WIUM Guðbjörn Hjartarson Wium fæddist í Reykjavík 12. júlí 1944. Hann lést á heimili sínum aðfaranótt 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Hjörtur Wium Vilhjálmsson, vörubifreiðastjóri á vörubílastöðinni Þrótti, og Jakobína Ólafsdóttir, Hjallavegi 2, Reykjavík. Systkini Guðbjörns eru Ólafur, Vilhjálmur, Sigríður og Sævar. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 236 orð

Jónas Bjarnason

Þegar ég hóf störf við St. Jósefsspítala í Harnarfirði kynntist ég einstökum manni, Jónasi Bjarnasyni lækni. Áður hafði ég heyrt af honum sögur frá öðrum læknum þar sem tíundað var hversu vinsæll læknir hann væri. Skemmtilegra var þó að heyra frá sjúklingum hans sem fóru um hann hlýjum orðum og þótti greinilega vænt um hann. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 513 orð

Soffía Eygló Jónsdóttir

Á langri leið mætum við og kynnumst mörgu fólki. Sumir þeirra gleymast um leið og þeir fara hjá, aðrir skilja eftir góða tilfinningu með manni, en svo eru þeir sem skilja eftir varanleg áhrif, sem síðan skapa með manni djúpa þakklætiskennd fyrir að hafa fengið að kynnast þeim og starfa með þeim á tilteknu ferli eða tíma. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 921 orð

Soffía Eygló Jónsdóttir

Þessar ljóðlínur koma okkur í hug er við minnumst félaga okkar og vinkonu, hugsjóna- og baráttukonunnar Soffíu Eyglóar Jónsdóttur. Þeir sem sóttu opna félagsmálafundi í Kópavogi á 7. og 8. áratugnum komust ekki hjá því að veita eftirtekt konu sem oftast var mætt þar sem framfara- og mannúðarmál voru til umræðu í hinu vaxandi bæjarfélagi. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 386 orð

Soffía Eygló Jónsdóttir

Eygló frænka nefndi ég hana ætíð, hún var systir föður míns og mín kæra uppáhalds frænka sem sýndi mér alla tíð tryggðavináttu, hlýju og ræktarsemi. Bauð okkur til sín, sló á þráðinn og fylgdist vel með mér og minni fjölskyldu. Elsku Eygló lét mig svo sannarlega finna að ég tilheyrði föðurfjölskyldunni minni. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 267 orð

Soffía Eygló Jónsdóttir

Við andlát Eyglóar Jónsdóttur rifjast upp minningar frá liðnum tíma. Fyrir tæpum aldarfjórðungi urðum við nágrannar í Kópavogi og vinátta hófst milli fjölskyldna okkar. Það var gott að eiga þau hjónin Eygló og Leó að. Margar ánægjulegar stundir áttum við saman. Þótt aldursmunurinn væri talsverður áttum við mörg sameiginleg áhugamál. Bæði höfðu frá mörgu að segja. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 311 orð

SOFFÍA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR

SOFFÍA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR Soffía Eygló Jónsdóttir fæddist í Stóra-Skipholti á Bráðræðisholti í Reykjavík 3. nóvember 1916. Hún lést 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin í Stóra-Skipholti, Jón Jónsson, sjómaður og síðar starfsmaður ESSÓ í Reykjavík, og kona hans Þórunn Helga Eyjólfsdóttir, húsmóðir. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 584 orð

Valdís Valsdóttir

Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast elskulegrar systur minnar, Valdísar Valsdóttur sem lést 4. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Hakadalkirkju mánuði síðar. Það var þögull systkinahópur sem sat í litlu stofunni hjá foreldrum okkar að kvöldi Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

VALDÍS VALSDÓTTIR

VALDÍS VALSDÓTTIR Valdís Valsdóttir fæddist á Húsavík 17. september 1958. Hún lést af slysförum 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hakadalkirke, Nittedal í Noregi, 4. nóvember. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 541 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Okkur langar að minnast hans Víðis Óla frænda okkar með nokkrum orðum. Það eru margar minningarnar sem fljúga í gegnum hugann þegar við hugsum aftur til áranna sem þú varst í sveit heima í Langhúsum og þeim verða aldrei gerð nægileg skil í stuttri grein sem þessari. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 352 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Einhvers staðar djúpt niðri bíða strengir í sálum okkar, strengir sem fyrst voru slegnir í bernsku eða æsku, strengir sem ómuðu svo sárt og sterkt að við óttuðumst sláttinn alltaf síðan. "Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel", er strengur orða sem hefur titrað í höfðinu á mér frá því að fráfall nemanda míns og vinar okkar í Kvennaskólanum í Reykjavík bar fyrir eyrun þessa dagana. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Nú er okkur horfinn ástkær vinur og félagi, Víðir Óli Guðmundsson. Við vorum svo heppnar að fá að kynnast Víði Óla og njóta samvista við hann. Hann mun ávallt lifa í minningunni sem okkar besti vinur. Við kynntumst fyrst þegar við vorum sextán ára að hefja menntaskólagöngu okkar og á þeim árum voru samverustundir okkar ófáar. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 770 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Elsku Víðir Óli minn. Ég minnist þín ætíð sem litla, tilfinninganæma en fjöruga stráksins sem ég kynntist í barnaskóla. Þú varst alltaf svo fullur af orku og fjöri og uppfullur af hugmyndum og draumum. Leiðir okkar lágu saman þegar við lékum saman í jólaleikriti í Melaskóla. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Okkur systurnar langar með nokkrum orðum að minnast vinar okkar Víðis Óla Guðmundssonar. Víðir var yndislega litríkur persónuleiki sem leiftraði af lífsgleði og fjöri. Hann hafði mikil áhrif á líf allra sem þekktu hann og flestum ber saman um að þar hafi farið einstök manneskja. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 209 orð

Víðir Óli Guðmundsson

Þakka þér fyrir fagrar samverustundir, kæri Víðir. Þær munu ætíð vera í huga mínum. Þakka þér fyrir að lána mér eina uppáhaldsbókina þína um andann í regnskóginum, sem langaði svo til að prófa að vera maður. Þakka þér fyrir stundina við Seljalandsfoss, þegar við sátum saman með vatnslitina og teiknuðum blóm og foss. Þú gafst mér svo mikið þann stutta tíma sem ég fékk að vera með þér. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Víðir Óli Guðmundsson

"Er stór ég verð og eignast börn og buru," söngst þú 11 ára gamall í söngleiknum "Litla stúlkan með eldspýturnar" í Melaskóla. Það var þá sem ég kynntist þér og kynni okkar áttu eftir að ná í gegnum Melaskóla, Hagaskóla og loks Kvennaskólann í Reykjavík. Á þessum árum lékum við saman í þremur söngleikjum og einu leikriti. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON

VÍÐIR ÓLI GUÐMUNDSSON Víðir Óli Guðmundsson fæddist á Siglufirði hinn 7. mars 1974. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. janúar. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 361 orð

Þuríður Guðmundsdóttir

Þegar síðasti dagur árs rann í garð þá barst okkur sú harmafregn að þú værir dáin. Það er erfitt þegar ástvinur fellur frá og margar minningar brjótast fram í huga manns. Og vissulega á ég margar fallegar minningar um þig, elsku amma mín. Mér er það minnisstætt þegar ég var 9 eða 10 ára gömlu að vinkona mín bauð mér með sér á grímuball. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 336 orð

Þuríður Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast hennar ömmu minnar sem lést á Landspítalanum 31. desember síðastliðinn. Þegar ég fékk fréttina að morgni gamlársdags um að hún amma mín væri látin hélt ég að ég væri að vakna upp við vondan draum, ég trúði ekki að þessi yndislega kona væri látin. En síðan fór ég að hugsa um alla góðu dagana sem við áttum saman. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 109 orð

Þuríður Guðmundsdóttir

Elsku langamma. Það tók mjög á okkur systkinin að heyra um að þú værir dáin og sérstaklega að sú yngsta af okkur, hún Björk, mun ekki kynnast þér betur. Við vitum þó að núna ertu komin á góðan stað og að þér líður betur núna. Samverustundir okkar þegar við komum í heimsókn til þín verða alltaf dýrmætar í okkar huga. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 230 orð

ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Þuríður Guðmundsdóttir fæddist á Karlsstöðum í Vaðlavík, Helgustaðahreppi 31. október 1920. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðnason, bóndi á Karlsstöðum fæddur 4. júlí 1883, dáinn 23. janúar 1971 og kona hans Guðný Þórunn Jónsdóttir, f. 8. október 1893, d. 30. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 225 orð

Örn Pétursson

Afi gamli. Við kveðjum þig með söknuði en í minningunni geymum við allar skemmtilegu samverustundirnar með þér og frásagnirnar sem þú sagðir okkur af ævintýrum þínum og af samferðamönnum þínum. Fljótlega kemur upp í hugann síðasta ferðalagið sem við fórum saman í, upp í Herðubreiðarlindir og Öskju, og sögurnar þínar sem tengjast þessum stöðum. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 343 orð

Örn Pétursson

Elsku afi, við fengum fréttirnar af andláti þínu þann 2. janúar og þótt undirbúningurinn hafi verið nokkur er eins og maður sé aldrei alveg tilbúinn að sleppa takinu og söknuðurinn er sár. Þú hefur barist hetjulega við þennan vágest sem heimsækir svo marga og vaktir þú sérstaka aðdáun allra sem umgengust þig í veikindum þínum fyrir ótrúlega jákvæðni og styrk. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 1192 orð

Örn Pétursson

Þegar ég kynntist Adda Pé, eins og ég lærði strax að hann var kallaður, í kringum 1970 vorum við ósammála um marga hluti. Það var kannski ekki einkennilegt, hann var af þeirri kynslóð sem alla sína tíð hafði unnið hörðum höndum og fáir af þeirri kynslóð höfðu fengið tækifæri til að stunda nám svo einhverju næmi. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 588 orð

Örn Pétursson

Áramót ...Tímamót. Í upphafi ársins kvaddi elskulegur frændi minn, hann Addi Pé, þetta jarðlíf. Ævintýramaður og ferðalangur er farinn að kanna ný mið. Í endurminningunni lifir vaskur, glaðvær maður sem alltaf var að koma eða fara. Frændi keyrði vörubíl milli Akureyrar og Reykjavíkur lengst af sínum starfsferli. Meira
10. janúar 1999 | Minningargreinar | 345 orð

ÖRN PÉTURSSON

ÖRN PÉTURSSON Örn Pétursson fæddist á Hauksstöðum á Jökuldal 23. desember 1923. Hann lést á Kristnesspítala 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Friðrik Guðmundsson bóndi, f. 30.6. 1879, d. 29.9. 1962, og Aðalbjörg Jónsdóttir, farkennari og húsmóðir, f. 29.6. 1893, d. 11.7. 1950. Systir Arnar samfeðra er Ingunn Pétursdóttir, f. 14.9. 1914. Meira

Daglegt líf

10. janúar 1999 | Bílar | 182 orð

Audi Allroad

RÚMT eitt ár er þangað til framleiðsla hefst á Audi Allroad Quattro hálfjeppanum. Framleiðslan hefst í febrúar 2000 í verksmiðju Audi í Neckarsulm en þar er einnig A6 bíllinn framleiddur, sem jepplingurinn er byggður á. Audi Allroad verður með stillanglegri loftpúðafjöðrun og verður hægt að stilla veghæð bílsins á þrenna vegu. Meira
10. janúar 1999 | Ferðalög | 108 orð

Beint leiguflug til Istanbúl

ÚRVAL-Útsýn hefur skipulagt beint leiguflug með breiðþotu til Istanbúl í Tyrklandi 2.­8. mars næstkomandi. Ferðin er eingöngu ætluð Far- og gullkortshöfum VISA. Sé miðað við tvíbýli kostar ferðin á mann frá 69.900 krónum. Innifalið í verði er flug fra Keflavík til Istanbúl, gisting með morgunverðarhlaðborði í 6 nætur, akstur til og frá flugvelli í Istanbúl og íslensk fararstjórn. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 104 orð

Bjallan og Grand Cherokee bílar ársins

BÍLAR ársins hafa verið valdir í tengslum við bílasýninguna í Detroit sem nú stendur yfir. Volkswagen Bjalla var kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum í flokki fólksbíla og Jeep Grand Cherokee var valinn jeppi/pallbíll ársins. Nýja Bjallan hafði betur en Honda Odyssey fjölnotabíllinn og Chrysler 300M fólksbíllinn sem voru í næstu tveimur sætum. Meira
10. janúar 1999 | Ferðalög | 1016 orð

Hellarnir á Lyngdalsheiði

UPPHAFLEGI vegurinn um Lyngdalsheiði var lagður fyrir komu Friðriks VIII Danakóngs sumarið 1907 og þessvegna í eina tíð kallaður Kóngsvegur. Þó hann sé í dag kallaður Lyngdalsvegur eða Lyngdalsheiðarvegur þá er það rangnefni. Hann liggur nefnilega fyrir norðan Lyngdalsheiði, um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 752 orð

Lítill ávinningur af notkun nagladekkja

LÍTILL ávinningur er af notkun negldra vetrarhjólbarða með tilliti til umferðaröryggis. Þetta kemur fram í rannsókn Haraldar Sigþórssonar verkfræðings hjá Línuhönnun, sem unnin var á vegum Vegagerðarinnar, Gatnamálastjóra og Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins. Haraldur skrifaði grein um rannsóknina sem birtist í norræna vegamálatímaritinu Nordic Road & Transport Research. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 763 orð

Mjósleginn en knár Terios jepplingur

TERIOS jepplingurinn frá Daihatsu hefur verið á markaði hérlendis í rúmt ár og selst sæmilega vel. Þessi litli fimm manna bíll með sítengdu aldrifi er nú boðinn í svonefndri Limited útgáfu sem hefur heldur meiri búnað en SX útgáfan en kostar þó ekki nema 50 þúsund krónum meira. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 1170 orð

Risarnir sýna hugmyndir sínar

MIKIÐ óveður gekk yfir Miðvesturríki Bandaríkjanna þegar sýningin opnaði. Rafmagn fór af þriðjungi Coco Center sýningarhallarinnar á fyrsta degi sýningarinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að stærstu bílaframleiðendur heims, DaimlerChrysler og Genera Motors, kynntu fjölmarga nýja bíla og jafnframt nýstárlega hugmyndabíla sem margir eru innan seilingar hins almenna markaðar. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 160 orð

Rolls- Royce Silver Ghost

KLASSÍSKIR bílar eru til af mörgum gerðum og stærðum en fáir hafa jafnmikinn orðstír af að státa og Rolls-Royce Silver Ghost. Upphaflega átti bíllinn að heita 40/50 HP en fyrsta eintakið sem var framleitt var silfurgrár. Þegar það bættist við að þetta var hljóðlátasti og vandaðasti bíll sinnar samtíðar fór bíllinn fljótlega að ganga undir nafninu Silfurandinn. Meira
10. janúar 1999 | Ferðalög | 277 orð

Vika í Ísrael og Jórdaníu

FERÐASKRIFSTOFAN Safariferðir býður í samvinnu við Round the World í Tel Aviv upp á þrjár hópferðir um Ísrael og Jórdaníu í febrúar, apríl og júní. Ferðast verður í 10 til 25 manna hópum undir íslenskri og ísraelskri fararstjórn. Hóparnir gista á 4 til 5 stjarna hótelum allar sjö ferðanæturnar. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 117 orð

VW Bora kominn

HEKLA hf., umboðsaðili Volkswagen, hefur fengið fyrstu bílana af Bora gerð sem frumkynnt var á bílasýningunni í París síðastliðið haust. Bora er fernra dyra stallbakur og leysir af hólmi Vento. Þetta er sportlegur bíll sem kemur á fimmtán tommu felgum og er ríkulega búinn. Meira
10. janúar 1999 | Bílar | 139 orð

Þróttur og þor hjá DaimlerChrysler

FJÖLDI hugmyndabíla var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit sem hófst í byrjun vikunnar. Einnig notuðu framleiðendur tækifærið til að kynna nýja fjöldaframleiðslubíla. Bandarískir framleiðendur eru að vonum áberandi á sýningunni og sérstaklega athygli vekur þróttmikil innkoma nýja bílarisans, DaimlerChrysler. Alls kynnti samsteypan fimm nýja hugmyndabíla og fjölda framleiðslubíla. Meira

Fastir þættir

10. janúar 1999 | Í dag | 45 orð

1. a) Ég veit ekki hver er að fela sig á bak við þetta tré með snjóbo

1. a) Ég veit ekki hver er að fela sig á bak við þetta tré með snjóbolta... b) En hver sem það er þá er best fyrir hann að losa sig við hann, því að ef hann kastar boltanum í mig þá kýli ég hann Meira
10. janúar 1999 | Fastir þættir | 314 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Starf TTT mánudag kl. 17. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10­12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Hallgrímskirkja. Meira
10. janúar 1999 | Dagbók | 664 orð

Í DAG er sunnudagur 10. janúar 10. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og þ

Í DAG er sunnudagur 10. janúar 10. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: "Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð."(Jesaja 6, 3.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson fer líklega í dag. Meira
10. janúar 1999 | Í dag | 491 orð

Pólitískir hrægammar

VIÐ sem stöndum utan Bandaríkjanna veltum því fyrir okkur hvað sé að svokölluðu réttarfari í Ameríku, moldviðrinu kringum einkamál forsetans. Þarna er hann leiddur fram eins og hver annar stríðsglæpamaður útaf kvennamálum, sem enginn náttúrusterkur maður hefur hingað til þurft að skammast sín fyrir, nema ef vera skyldi þessa síðustu daga, þegar fólk virðist vera orðið meira og minna samkynhneigt, Meira

Sunnudagsblað

10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 3214 orð

Að ná því besta út úr liðinu Óli B. Jónsson er einn þeirra manna sem segja má að hafi kennt Íslendingum að leika knattspyrnu á

AF EINHVERJUM ástæðum hefur aðeins einum manni tekist að gera mína menn, strákana í ÍBK, að Íslandsmeisturum. Það var árið 1964 og ég man að okkur í Keflavík fannst við hafa sigrað heiminn. Öllum. Við vorum aðal. Það var ekkert annað að gerast í veröldinni og okkar maður var Óli B. Jónsson, þjálfari liðsins þetta árið. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1659 orð

Alþýðlegur gagnagrunnur

FYRIR nokkrum dögum barst mér bréf frá Forlaginu, bókaútgáfu, þar sem spurst var fyrir um vísur Stefáns Jónssonar fréttamanns og síðar þingmanns. Sagt var að synir Stefáns, Hjörleifur og Kári, báðir þjóðkunnir menn, hygðu á útgáfu vísnanna. Við Stefán vorum lengi samstarfsmenn í Ríkisútvarpi. Hann var þar hverjum manni kátari. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2090 orð

Drekinn gerir gys að tímanum

Drekinn gerir gys að tímanum Kínverski sendiherrann á Íslandi, Wang Ronghua, hefur hug á að kanna möguleika á fjárfestingum kínverskra stórfyrirtækja hérlendis og segir samskipti ríkjanna nú góð. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 965 orð

Einn, tveir, áfram gakk

Ellert B. Schramog hefur greinilega haft í heitingum við sjálfan sig nú um áramótin. KASSINN fram, rassinn út og maginn inn, hrópaði þjálfarinn í líkamsræktarstöðinni og hópurinn gegndi, allir eftir bestu getu þótt það gengi ekki andskotalaust fyrir sig. En hvað gerir maður ekki þegar kallið kemur og stóra stundin rennur upp og endurhæfingin hefst. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1433 orð

Finnar ræða breytt hlutverk forseta

HLUTVERK Finnlandsforseta er að breytast. Á tímum Martti Ahtisaaris forseta hefur forsetaembættið orðið mun alþýðlegra en áður. Einnig hefur mikilvægi forseta í rekstri þjóðmála farið minnkandi. Nú er rúmt ár þangað til fyrsta kjörtímabili Ahtisaaris lýkur. Sjaldan eða aldrei hefur starfandi forseti notið jafnlítillar lýðhylli og Ahtisaari. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 292 orð

Fjármálastjóri í Leifsstöð

FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar auglýsir eftir fjármálastjóra og er verksviðið meðal annars yfirumsjón fjármála og bókhalds, áætlanagerð og kostnaðareftirlit, dagleg skrifstofustjórn og þátttaka í stefnumótun en einnig verður hann staðgengill forstjóra. Viðskiptafræði eða sambærileg menntun æskileg og góð þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi nauðsynleg auk enskukunnáttu. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1841 orð

Fjórir áratugir liðnir frá byltingunni á Kúbu

"GÓÐUR hermaður yfirgefur ekki vígvöllinn, hann heldur sig þar allt til endalokanna." Þessi orð lét Fidel Castro Kúbuleiðtogi falla í samtali við erlenda fréttamenn á nýliðnu ári. Og ekki sýnir hann á sér neitt fararsnið nú þegar þess er minnst að 40 ár eru liðin frá því að sveitir Castros steyptu stjórn Fulgencio Batista 1. janúar 1959 og kúbanska byltingin varð að veruleika. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 854 orð

Gleymdur tími

Í DÆGURLAGI nokkru segir að gleymdur tími sé glataður þar til hann finnst. Það má hæglega heimfæra á fólkið sem býr í Montesinho þjóðgarðinum í hæðunum nyrst í Portúgal. Því þótt Portúgalir séu almennt að ná öðrum íbúum Evrópu hvað lífsgæði snertir, og hagvöxtur sé mikill í landinu, Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 577 orð

Græðir þjóðfélagið á þeim? Græði ég á þeim?

Í SÍÐUSTU tæknigrein var lauslega fjallað um tæknihlið tvinnbílanna. Sé gert ráð fyrir þrefaldri nýtni þeirra á við hinn venjulega bensínbíl, sparar yfirritaður í eldsneytiskostnaði vel yfir eitt hundrað þúsund krónur á ári. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 471 orð

ÍSLANDSvinur og ættarsómi

KRISTJÁN Hreinsson verður að teljast með afkastamestu tónlistarmönnum, ekki síst ef litið er til þess að hann er einnig afkastamikið leikskáld og rithöfundur, aukinheldur sem hann málar myndir þegar svo ber við. 24. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 2748 orð

ÍSLENSKI ROKKDRAUMURINN

DRAUMURINN um að slá í gegn í útlöndum er sterkur hjá mörgum þeim sem taka sér fyrir hendur tónlistariðkun hér á landi, ekki síður en hjá þeim sem taka upp ritstörf, málaralist eða hvaða aðra listgrein. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 396 orð

Jákvæð lífsspeki

RAPPIÐ gekk í endurnýjun lífdaganna á síðasta ári og fjölmargar frábærar skífur litu dagsins ljós. Ýmist var það að listamenn sneru aftur í sviðsljósið eftir langt hlé eins og Gang Starr eða Ice Cube, eða að nýliðar létu að sér kveða. Framarlega í flokki þeirra síðarnefndu fóru þeir fóstbræður Talib Kweli og Mos Def sem kalla sig Black Star. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 457 orð

Laxárfélagið missir svæði ­ og fær ný

NÚ HOPAR skammdegið hægt og bítandi og það er ekki svo langt í fyrsta dag næstu veiðivertíðar. 1. apríl hefst veiði í nokkrum sjóbirtingsám á Suðurlandi sem kunnugt er, auk þess sem mönnum gefst kostur á sultardropaveiði fyrir bleikju í Soginu og Hítará. Það er alltaf mikið um vangaveltur um sölumál veiðileyfa og tilfærslur á rekstri veiðisvæða frá einni hönd yfir á aðra á þessum árstíma. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 724 orð

Líklegast er að rithöfundarferill Sturlu Þórðarsonar hafi byr

Líklegast er að rithöfundarferill Sturlu Þórðarsonar hafi byrjað með því að hann hafi ungur átt þátt í ritun Sturlu sögu afa síns Þórðarsonar og þá undir handleiðsluSnorra frænda síns í Reykholti. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1851 orð

Með haförnum og íslenskum fálka á Norður-Jótlandi

"SVONA fugl fæst ekki lengur," segir Frank Wenzel og bendir á Sultönu, íslenska fálkann sinn, sem reyndar er fædd í Danmörku hjá Wenzel, en á ættir að rekja til Íslands og vináttu hans við Finn heitinn Guðmundsson fuglafræðing. Wenzel hefur alltaf verið heillaður af fuglum. "Okkur hinum þykir gaman að fuglum," segir Irene kona hans, "en við eru ekki haldin ástríðu hans á þeim. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 677 orð

Með hækkandi sól

Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur. Vonandi hafið þið haft það gott um jólin, hlýtt á fallega tónlist, slappað vel af og átt ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Nú eru veisluhöld jólanna að baki þar til að ári, nýtt ár hafið og þar með ný verkefni sem bíða okkar. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 164 orð

Menn stórra drauma

MATTHÍAS Johannessen ritstjóri þýddi ljóðið Snjó eftir Mao Zedong fyrir um þrem áratugum en það orti Mao líklega veturinn 1936­37. Snjór er yfirleitt talið besta verk Maos; hægra megin er ljóðið eins og Mao ritaði það. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1269 orð

Nolte fer sínar eigin leiðir Bandaríski kvikmyndal

NOLTE hefur alltaf tekið áhættu í hlutverkavali og lítt látið sig varða vegtyllur og metsölumyndir þótt hann hafi reyndar leikið í einni slíkri, nefnilega 48 stundum á móti Eddie Murphy. Nolte er frekar fyrir að fara sínar eigin leiðir og hefur lagt áherslu á að festast ekki í neinni einni gerð hlutverka. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 588 orð

Orka frá fjarlægum kvösum

KVASAR eru öflugustu ljósgjafar sem þekktir eru í alheimsrúminu. Þeir geta sent frá sér orku sem er 100 sinnum meiri en samanlögð orka allra stjarna vetrarbrautarinnar. Stærð þessara aflmiklu ljósgjafa er samt ekki meira en tvöföld stærð sólkerfisins. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 3506 orð

Sagan og skáldskapurinn

SVIPLEG örlög hálfsystkinanna, Sólborgar og Sigurjóns, á Svalbarði í Þistilfirði í lok síðustu aldar urðu þjóðinni drjúgt umræðuefni fyrstu áratugina á eftir. Ekki síst þar sem höfuðskáldið Einar Benediktsson, þá settur sýslumaður Þingeyinga, Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1751 orð

STÖÐUG FRAMÞRÓUN Í HÁLFA ÖLD

Á þessu síðasta ári aldarinnar verða fimmtíu ár síðan að Ríkiskaup, áður þekkt sem Innkaupastofnun ríkisins, voru stofnsett. Stofnunin, sem rekin er á fyrirtækjalínum, hefur sett sér frá upphafi skýr markmið, stefnu og áherslur sem þó hafa breyst í tímans rás í samræmi við það viðskiptaumhverfi sem ríkir hverju sinni. Júlíus S. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 3441 orð

Úr kaldri Smugu í heitan Afríkusjó Hlöðver Haraldsson er skipstjóri á stærsta verksmiðjutogara og "flaggskipi" Suður-Afríku og

HLÖÐVER Haraldsson hefur undanfarið ár verið skipstjóri og veitt djúpt út af suðurodda Afríku í Atlantshafi og Indlandshafi á stærsta og glæsilegasta verksmiðjutogara Suður-Afríkumanna, Boronia. Og notar þar íslensk veiðarfæri. Telur samvinnuna við Jósafat Hinriksson og Hampiðjuna ómetanlega. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 241 orð

Yfirþyrmandi og afgerandi

SKÁLKURINN Busta Rhymes er engum líkur þegar kemur að hamagangi og hávaða. Á skífum sínum, og reyndar í öllum lögum þar sem hann nær að smeygja sér innfyrir, er hann yfirþyrmandi og afgerandi svo aðrir hverfa í skuggann. Á nýliðnu ári sendi hann frá sér tvær skífur, aðra með félögum sínum í Flipmode Squad og eina einn síns liðs sem kom út skömmu fyrir jól. Meira
10. janúar 1999 | Sunnudagsblað | 1342 orð

Þróun bólusetningar með nefúða langt komin

BÓLUSETNING með nefúða í stað stungubólusetningu hefur verið í þróun um nokkurt skeið. Helsti vandinn við þessa aðferð hefur verið að finna hjálparefni við bólusetninguna sem hvetur til myndunar ónæmis þegar efnunum er úðað á slímhúðina í nefinu. Ólíkt stungubólusetningu nægir ekki að sprauta bóluefninun beint í nefið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.